C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005"

Transcript

1 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5. tbl. 23. árg. des Frá ritstjóra...2 Frá formanni...3 Fundargerðir stjórnarfunda...4 Hljóðnaðir lyklar...4 Hvernig eru skilyrðin?...5 Þar sem gamlir símastaurar syngja...8 Radíóamatör! Hvað er nú það?...10 Keppnismál...11 Loftnet fyrir metra. Er það ekki freistandi.. 12 Ég og fleiri TF Morse...16 Viðtakandi:

2 Í.R.A. er landsfélag Íslenskra Radíóamatöra. ÍRA er hin Íslenska deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra I.A.R.U. og I.A.R.U. Region 1 og norrænu samtökunum N.R.A.U. Helstu markmið félagsins eru: a. Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna. b. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan. c. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum d. Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum. e. Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu. f. Hvetja til tæknilegra og vísinda legra rannsókna og upgötvana á sviði radíófjarskipta. g. Örva radíóíþróttir meðal radíóam atöra. h. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind. i. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói meðal ungs fólks. Í stjórn ÍRA eru: Form: Haraldur þórðarson TF3HP Varaform.: Þór Þórisson TF3GW Ritari: Bjarni Sverrisson TF3GB Gjaldkeri: Ársæll Óskarsson TF3AO Meðstj.: Sveinn B. Sveinsson TF3SNN Varam.: Valtýr Einarsson TF3VG Varam.: Hrafnkell Eiríksson TF3HR CQ TF er félagsblað ÍRA og kemur út fimm sinnum á ári. Útgefandi er: Íslenskir Radíóamatörar, ÍRA, Pósthólf 1058, 121 Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er: Brynjólfur Jónsson TF5BW, Pósthólf 121, 602 Akureyri. Félagsheimili ÍRA er í þjónustumiðstöð ÍTR að Skeljanesi í Reykjavík og eru fundir þar á hverju fimmtudagskvöldi kl Talhólf ÍRA hefur verið lagt niður. Vefsíða ÍRA er á slóðinni: og er þar að finna ýmsar upplýsingar um félagið og amatörradíó Skammstöfunin CQ er notuð í fjarskiptum til að tákna kall til allra stöðva og TF eru einkennisstafir Íslenskra radíóstöðva. Allir áhugamenn um fjarskipti og radíótækni, sem vilja starfa í samræmi við markmið félagsins geta gerst félagar Frá ritstjóra Brynjólfur Jónsson TF5BW Sælir félagar. Eins og þið hafið að sjálfsögðu tekið eftir þá breytti vefsíðan okkar um útlit fyrir nokkru og er nú mun fljótari og einfaldari í viðhaldi en áður. Fyrir þó nokkru síðan breytti ég uppsetningu á teljara á síðunni þannig að einn og sami teljari er inn á öllum síðum og telur því hversu margar síður eru skoðaðar. Nú TF5BW þegar þetta er skrifað stendur teljarinn í um 103. þúsundum og að meðaltali skoðaðar um 60 síður á dag. Ekki er annað hægt en að vera ánægður með þá útkomu á vefsíðu um svo sérhæft efni. Rétt ríflega helmingur heimsókna er frá Íslandi. Þar sem engin viðbrögð hafa verið við þessari breytingu þá geri ég ráð fyrir því að allir sé ánægðir. Myndasafnið var sett upp á nýtt og er allt með íslenskum texta og skýringum en það er gert í forriti sem heitir JAlbum sem er frítt á netinu. Undir liðnum Ýmsar gamlar myndir, sem er neðst á mynda síðunni setti ég myndir sem eru meðal annars frá Operation Hot Spring, sem farin var fyrir margt löngu síða suður á suðurnes ef ég man rétt. Af diplomu málum er það að frétta að búið er að gefa út 28 diplomur það sem af er árinu sem er um 10 fleiri en allt árið í fyrra en sveiflur í þessu eru töluverðar en alltaf nuddast eitthvað út. Frá upphafi hefur félagið gefið út um 670 diplomur og er um helmingur þeirra WANC þá kemur The Iceland Award og síðan IRA Zone 40. Einhvern vegin læðist að mér sá grunur að íslenskir radíóamatörar hafi ekki sérstakan áhuga fyrir diplomum en langar þó til að varpa fram þeirri spurningu hvor áhugi sé fyrir sérstakri diplomusíðu í blaðinu og væri gaman að fá einhver viðbrögð við því. Íslenskufræðingurinn las mér heldur pistilinn eftir útkomu síðasta blaðs og sagði orðaskiptingar í blaðinu vera gjörsamlega úti á túni. Að venju hafði hann rétt fyrir sér og má segja að forritauppfærslugleði ritstjóra sé þar um að kenna. Ný útgáfa var komin af forriti því sem notuð er við uppsetningu blaðsins og í þeirri útgáfu voru ekki íslenskar orðaskiptingar og hafa því sjálfvirkar orðaskiptingar verið gerða útlægar í bili allavega. Þar sem þetta er síðasta blað fyrir áramót þá vill ég nota þetta tækifæri til að óska félögum Í.R.A. gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þakklæti fyrri það gamla. 73 de TF5BW 2 CQ TF desember 2005

3 Frá formanni Haraldur Þórðarson TF3HP TF3HP Ágætu félagar. Enn er kominn vetur og ný vetrardagskrá hefur komið í ljós. Sem fyrr er hún skipulögð af varaformanni Í.R.A. TF3GW. Kynning á þeim möguleikum sem TF3IRA hefur upp á að bjóða var í höndum Yngva TF3YH en hann kynnti þá möguleika sem Yaesu FT 1000 MP stöðin hefur upp á að bjóða bæði sem keppnisstöð og einnig sem stöð fyrir venjuleg fjarskipti á meðal amatöra. Allmargir af þeim nýju mönnum og konum sem bæst hafa í okkar raðir komu á þessa kynningu enda var gengið fram í að ná til þeirra og var Hrafnkell TF3HR þar fremstur í flokki. Allmiklar umræður hafa verið á ira póstlistanum um NVIS loftnet og voru menn kannski ekki alveg sammála um notagildi og ágæti þessarar tegundar af loftnetum og hvernig þeim væri best komið fyrir. Í framhaldi af þessum umræðum var TF3DX síðan með fyrirlestur sem átti að taka eina kvöldstund en sökum þess hversu yfirgripsmikið efni þetta er, ákvað fyrirlesarinn að skipta þessu niður í þrennt og þegar hafa verið haldnir tveir. Það má með sanni segja að þetta er einn af þeim betri sem ég hef hlustað á og hlakka til að fá þann þriðja. Ennþá eru fleiri erindi á dagsskrá t.d. Jón Þóroddur TF3JA með sinn fyrirlestur um neyðarþjónustu amatöra en eins og ykkur er víst flestum kunnugt þá starfaði ég um árabil að þeim málum hjá Almannavörnum ríkisins en því miður var það lagt niður og frekari þjónusta afþökkuð. Jón hefur nokkrar hugmyndir um hvernig við getum orðið að liði á nýjan leik. Eitt er það atriði sem við hinir eldri í félaginu höfum vanrækt en það er að koma CQ TF desember 2005 upp refaveiðum (ARDF) en þetta var eitt af því sem kom fram á ráðstefnu amatöra í Sviss sem vænlegur kostur til þess að vekja áhuga almennings á þessu sporti. Við höfum kjörið tækifærið núna til þess að koma þessu í framkvæmd. Ég get alveg séð það fyrir mér að við fáum einhvern til þess að hanna hentugt viðtæki til þess að nota við þetta. Veit reyndar að slíkt tæki var hannað og notað hjá Radíóskátum fyrir nokkrum árum og var ekki kostnaðarsamt að byggja það, ennfremur var það einfalt sem er kostur þegar við ætlum það fyrir þá sem ekki hafa reynslu af því að smíða. Er ekki einhver sem vill taka þetta að sér? Réttur amatöra til að setja upp loftnet. Réttur okkar amatöra til að setja upp loftnet í þéttbýli ætti að vera alveg ótvíræður og ef ég man það rétt er einmitt kveðið á um þann rétt okkar í reglugerð um radíóamatöra en er það alltaf svo í raun? Radíóskátar fengu ekki að setja upp mastur og loftnet við aðalstöðvar sínar í Hraunbænum. Hvað er það sem veldur? Ekki bara það að það sé ljótt og skemmi útsýnið. Einfaldur langur vír er ekki heldur vel séður þátt fyrir að hann sé nánast ekki sjáanlegur. Bara þetta að það sé sendiloftnet gerir fólk hrætt. Er fólkið kannski orðið hrætt við rafsegulbylgjur sem nýja tegund af mengun? Hvernig bregðumst við við þegar slíkt berst í tal? Við börðumst gegn PLC og hvort sem það er okkur að þakka eða ekki þá eru aflögð áform um frekari útvíkkun á þessari hugmynd. Er bylgju mengun kannski það sem við verðum að berjast gegn næst? Bestu Kveðjur TF3HP formaður Í.R.A. 3

4 Fundargerðir stjórnarfunda Ársæll Óskarsson TF3AO TF3AO Stjórnarfundur ÍRA, 1.sept kl. 19:00. Mættir voru: TF3HP, TF3SNN, TF3AO, TF3HR og TF3GW. TF3GB var forfallaður þar sem hann var ekki á landinu. HP talaði við HR Hljóðnaðir lyklar Vilhjálmur Þ. Kjartansson TF3DX Ruth Tollefsen, LA6ZH, lést 7. nóvember s.l. 87 ára gömul. Hún var tíður gestur á Íslandi síðasta áratuginn, eftir að sonur hennar Jens kvæntist hingað, og var stundum í loftinu sem LA6ZH/ TF. Ruth var morsari fram í fingurgóma og notaði helst ekki aðra mótun nema af ærnu tilefni. Hún kynnist íslenskum amatörum eins og forsíðumynd 1. tbl. CQ- TF 1995 ber með sér, og inni í blaðinu er ítarlegt viðtal sem varpar nokkru ljósi á margvísleg störf hennar í þágu amatöra.. Hún var ötull þáttakandi í alþjóðlegu samstarfi YL-hreyfingarinnar og sótti þing hennar víða um heim alveg fram á síðustu ár. um hvort hann væri tilbúinn til að tala um NEC loftnetsforritið á t.d. kvöldfundi í félaginu. HR sagðist vera þessa dagana á netnámskeiði hjá ARRL um loftnet og væri að afla sér meiri þekkingar á loftnetum, og væri í framhaldi af því vel tilleiðanlegur til að miðla mönnum af þekkingu sinni. Þá talaði HP einnig um hvort AO væri tilbúinn að fara í gegnum eitthvað logforrit á svipuðum kvöldfundi. Tjáði AO að hann Gunnar Hilmarsson, TF3YS, lést væri tilbúinn til þess með haustinu, eða 9. mars s.l. 59 ára að aldri eftir snörp jafnvel frekar ekki fyrr en eftir áramót. GW veikindi. Hann og eiginkona hans, Amanda sagðist hafa móttekið skilaboð frá AO um Dunn TF3XS, gerðust radíóamtörar fyrir að hann gæti ekki verið með í kynningu á rúmum 15 árum þegar þau bjuggu hér á klúbbstöðinni á n.k. fimmtudag. GW færði landi, en fluttu sig um set til Englands í tal vetrardagskrána og ræddi hana fram og fyrir 11 árum. Gunnar var einstaklega aftur. Umræða var um fyrirkomulag prófa fjölhæfur maður, sjávarlíffræðingur að og vinnureglur stjórnar og prófanefndar. mennt, en hellti sér út í tölvuvæðingu Þá kom fram að TF3JA óskaði eftir að Hafrannsóknarstofnunar svo eftir var halda námskeið og próf í framhaldi af því, tekið. Þar komst á fyrsta internetsamband og var vel tekið í það. SNN færði til tals Íslands árið Gunnar var þekktur að á afmælisári yrðu lagðir til peningar til siglingakappi um heimsins höf og kynningarátaks. Í framhaldi af því sagði HP frumkvöðull í þeirri íþrótt hér á landi. frá því að TF3JA væri tilbúinn til að standa Margir íslenskir amatörar höfðu QSO að baki afmælisrits, ef fleiri væru tilbúnir til við þau hjón /MM þegar þau sigldu suður að leggja hönd á plóg. Rætt var um hvernig Atlantshafið og yfir til Ameríku á skútu slíkt blað skyldi vera og hvað ætti að vera sinni Súlu. efni þess. HR sagðist hafa tekið þátt í útgáfu blaðs af svipuðum toga og sagði að fjöldi Við Guðrún vorum svo lánsöm að eintaka þyrfti að vera umtalsverður til að njóta vináttu bæði LA6ZH og TF3YS. svona útgáfa borgaði sig. Þau skilja eftir sig vandfyllt skarð. Spurt var um stöðu VHF/UHF mála, og svaraði AO því til að loftnetin væru komin, Villi TF3DX og Guðrún TF3GD en eftirstöðvar, svo sem formagnarar, tengi ofl. væri rétt ókomið. Fundi slitið kl. 20:05. Fundargerð ritaði TF3AO 4 CQ TF desember 2005

5 Hvernig eru skilyrðin? Andrés Þórarinnsson TF3AM TF3AM Eftir að ég fór að stunda radíóið aftur, þá var ekki hægt að komast hjá því að veita því athygli hversu ólík skilyrðin eru frá degi til dags. Ýmsra hluta vegna, þá liggur Ísland ekki eins vel við radíóviðskiptum um allan heim og þau lönd sem nær eru miðbaug. Jafnvel Bretar, sem eru litlu sunnar en við, hafa oft samband við fjarlæg lönd sem við heyrum ekki óminn af. Keppnismenn fara gjarnan suður til Marokkó eða á eyjur í Karabíska hafinu til að standa sem best að vígi gagnvart þeim sem fjær eru miðbaug. Þeir sem heyrðu í Radíó Free Europa sem útvarpaði á miðbylgju til Austur- Evrópu í kalda stríðinu vissu jafnvel ekki af því að sendingarnar voru oft frá Bandaríkjunum, sem útvarpaði yfir Atlantshafið til Marokkó á stuttbylgju sem endursendi áfram á stuttbylgju norður til Þýskalands þar sem loks var sent út á miðbylgju. Það er því ekki nýtt að radíóskilyrði séu betri nær miðbaug. Það sem skemmir fyrir okkur á Íslandi er norðurljósabeltið, sem liggur í hring um segulpólinn og er oft yfir Íslandi. Þótt einfalt sé að opna viðtækið og hlusta hvort skilyrðin séu góð, þá má einnig nota mælingar sem birtar eru á ýmsum vefsíðum til að meta, hvort skilyrðin séu góð, eða fari batnandi eða versnandi. Matti TF3MA er með ágæta vefsíðu, þar sem birtar eru slóðir á afar merkilegar mælingar, sjá ~matti/tf3ma/. Fyrir okkur Íslendinga eru segulsviðsmælingarnar í Leirvogsstöðinni etv merkilegastar. Þar má sjá á augabragði hvort skilyrðin séu góð eða slæm. Mynd: 9. júní 2005 kl 22. Segulsviðið er stöðugt og búið að vera stöðugt sólarhringinn á undan. Þá eru yfirleitt ágæt skilyrði hér. Það heyrðist í Kanada, suður um og austur, og allt austur í Asíu. Mynd: 29. maí 2005 kl 05. Nóttina á undan voru þessi fínu skilyrði út og suður, en nú heyrist rétt í einstaka Rússa. Óróleikinn í segulsviðinu byrjaði kl 18 eins og sést á línuritinu CQ TF desember

6 Mynd: 25. júlí Mikill segulstormur var í gangi sem hafði slík áhrif á segulsvið jarðar að mælitækið við Leirvog skráði 10 sveiflu, allt frá 351 og niður í 341. Truflanir á stuttbylgjuviðskiptum voru miklar og stuttbylgjuviðskipti gengu afar erfiðlega rétt á meðan. Til að bregða birtu á útbreiðslu norðurljósanna, þá er forvitnilegt að skoða vefsíðuna sem birtir útbreiðslu og styrk norðurljósanna eins og hann mælist hverju sinni frá NOAA POES gervihnetti. Mynd: Styrkur norðurljósanna var í lágmarki hluta af 4. september Mesti styrkur mældist undir einum og sá hluti norðurljósabeltisins lá vel fyrir norðan Ísland og skilyrði til stuttbylgjuviðskipta voru ágæt í allar áttir. Mynd: Styrkur norðurljósanna var í hámarki í lok dags 12. júní 2005 og mældist þá tæplega 10. Veitið athygli hvernig norðurljósabeltið færist undan sólinni sem er þar sem rauða örin er til vinstri á myndinni. Ísland er undir miðju sterkasta hluta beltisins og það þurfti meira til en 100W SSB sendi með einföldu loftneti til að hafa samband við næstu lönd. 6 CQ TF desember 2005

7 Enn ein mælingin sem bregður ljósi á skilyrði til fjarskipta er K-stuðullinn. Þegar þessi stuðull er skoðaður í samhengi með breytingum á segulsviði og styrk norðurljósanna, þá fæst ágætur skilningur á því, hvernig K-stuðullinn hegðar sér. Það má skoða línurit yfir K-stuðla á slóðinni Mynd: júní 2005 var K- stuðullinn mjög breytilegur. Fyrri hluta tímans var hann 0 eða 1 sem er mjög lágt. Það fer yfirleitt saman við stillt segulsvið og lítil norðurljós og þá eru skilyrðin ágæt. Svo kom segulstormur sem stóð yfir í sólarhring og þá fór K-stuðullinn upp í 7. Svo leið þessi óróleiki hjá. Mynd: janúar 2005 voru mjög miklar truflanir vegna sólgosa. Þá heyrðist mest lítið á öllum böndum og aðeins ómurinn af erlendum útvarpsstöðvum sem alla jafna eru sterkar hér á landi. Þessa daga var K-stuðullinn að jafnaði mjög hár. Einn af kostunum við að fara á vefsíður til að skoða segulsviðið, norðurljósin og K-stuðlana er sá, að þá er hægt að fylgjast með því í vinnunni hvernig skilyrðin eru, og drífa sig svo í sjakkinn þegar vel stendur á. 73, Andrés, TF3AM. Andrés sendi mér þessa grein fyrir allnokkru en sökum ánægjulegs plássleysis þá tókst ekki að birta hana fyrr en í þessu blaði. TF5BW CQ TF desember

8 Þar sem gamlir símastaurar syngja Ársæll Óskarsson TF3AO TF3AO Ég var búinn að ganga með það í maganum í nokkuð langan tíma í sumar að láta verða af því að heimsækja Þorvald í Otradalinn, og fá að taka í græjurnar. Þegar ég ætlaði að láta verða af því í vikunni eftir verslunarmannahelgina, komst ég ekki frá vinnu vegna mannfæðar svo heimsóknin varð að bíða. Í símtali við Þorvald lýsti ég áhuga mínum að koma til hans um helgina sem haldin yrði CQ WW RTTY keppnin og þá sömu yrði einnig SAC SSB keppnin. Slógum við því nokkuð föstu uppúr vitahelginni að þetta væri tilvalið. Þegar ég nefndi þetta við félagana, greip einn þetta á lofti og sagði: Ætli ég skelli mér bara ekki með þér. Þetta var QSL stjórinn okkar Bjarni, TF3GB. Í vikunni fyrir þessa ákveðnu helgi voru veður nokkuð válynd, og var það úr að á fimmtudagskvöldið var farið í að setja vetrardekkin undir bifreiðina sem svo síðar kom á daginn að ekki var vanþörf á. Það var svo á föstudagsmorgninum þann 23. september sem haldið var af stað úr bænum um kl. 9. Eins og fyrr sagði var þörf fyrir vetrardekkin, bæði voru hálkublettir hér og þar og á hálsunum á Barðaströndinni var nokkur snjór og hafði verið rutt fyrr um morguninn, enda hafði Þorvaldur og frú orðið veðurteppt á þessum slóðum kvöldið áður, þegar skall á bylur. Þegar við vorum komnir í Vatnsfjörðinn og ætluðum að taka bensín í Flókalundi komumst við að því að þar var allt lokað, en ég sá þó fram á að dropinn mundi væntanlega duga alla leið í Otradalinn. Fórum við áleiðis upp Dynjandisheiði og var smá snjór þar en ekki til að tefja för okkar, enda ágætlega búnir. Við komum í Otradal um kl. 15 og vorum rétt stignir út úr bílnum, búnir að heilsa bóndanum, þegar hann hvatti okkur til að skipta um skófatnað, því hann ætlaði að sýna okkur skóginn (þ.e.a.s. loftnetaskóginn). Og ekki urðum við fyrir vonbrigðum með fyrirlesturinn. Þorvaldur útlistaði alla framkvæmdina með stakri nákvæmni og útskýringum að hún líður seint úr minni. Talsvert rölt er um landareignina að Ameríkurhombunni og þegar komið var þangað var okkur boðið (eins og öllum öðrum radíóamatörum sem heimsækja hann) að klífa hæsta staurinn. Þar sem líkamlegt atgervi okkar Bjarna gæti verið betra ákváðum við að afþakka boðið. Á þessum slóðum sagði Þorvaldur okkur frá hugmyndum sínum varðandi viðbætur við þau loftnet sem fyrir eru og verður forvitnilegt að fylgjast með þeim breytingum sem verða þegar þau komast í gagnið. Í fæðilínunum að loftnetunum hvín 8 CQ TF desember 2005

9 skemmtilega og þið sem munum eftir gömlu sveitasímunum getið gert ykkur í hugarlund hljóminn og þaðan er komin fyrirsögn þessar greinar. Þegar búið var að næra sig var farið að prófa græjurnar og kynnast aðeins getu þeirra og virkni. Einnig til að kynnast betur log forritinu Writelog, sem er þekkt keppnisforrit. Voru tekin vel á 200 sambönd á SSB á stuttum tíma. Keppnin hófst á miðnætti og ákváðum við Bjarni að taka fyrsta klukkutímann og hvíla okkur síðan og byrja síðan aftur árla morguns enda nokkur ferðaþreyta í okkur eftir 6 klst. keyrslu. Við vorum komnir aftur í loftið uppúr kl. 6 og þá þegar talsvert kraðak af JA stöðvum. Reyndist Japan síðan vera inni mest allan daginn, nokkuð sem við höfum ekki átt að venjast af þátttöku okkar í keppnum, bæði heiman frá okkur og svo í klúbbstöðinni. Skiptumst við Bjarni á að manna stöðina og vorum við stöðugt að fram til kl. tæplega tvö aðfararnótt sunnudags. Aftur var farið á fætur kl. rúmlega 6 og fljótlega uppúr því höfðum við nokkrar ZL, nokkrar CQ TF desember 2005 VK, svo og VR, HS og fleiri lönd í austurlöndum fjær. Þar sem við höfðum ákveðið að vera komnir í bæinn aftur helst ekki seinna en kl. 22 á sunnudagskvöldinu, hættum við þátttöku kl. 15 og slökktum á tækjunum eftir 30 klst. þátttöku. Þegar upp var staðið voru samböndin samkvæmt töflunni neðst á síðunni. Margfaldarar voru 260 og stigin Tækin sem notuð voru: Yaesu FT1000MP MKV, HAL ST-8000 Modem, Emtron DX-3 magnari og síðast en ekki síst loftnetin, 3 rhombur. Síðast þegar ég vissi þá vorum við í 7. sæti í okkar flokk, M/S HP AB, en það getur breyst. Þrátt fyrir blindbyl á Klettshálsi á bakaleiðinni, gekk ferðalagið í heild nokkuð vel og voru það þreyttir en ánægðir ferðalangar sem komu heim til sín um kl. 22. Ég vil fyrir okkar hönd, þakka Þorvaldi og Sigríði konu hans fyrir móttökurnar, skemmtilega helgi og góðan viðurgjörning og skemmtilegt spjall. Þá vil ég hvetja félaga okkar að gera sér ferð þarna vestur, hvort sem er til að fá að prófa græjurnar eða njóta kyrrðarinnar í faðmi vestfirsku fjallanna. Í Otradal er bændagisting og því er ekki úr vegi að taka betri helminginn með. 73 de TF3AO Band Sambönd Stig Zones DX lönd USA ríki Samtals

10 Radíóamatör! Hvað er nú það? Haraldur Þórðarson TF3HP Við sem höfum þetta við það sem tíðkaðist erlendis. Einnig var að áhugamáli erum oft sett ákvæði um að þeir sem sóttu um leyfi spurðir að þessu. Og urðu að vera greiðendur útvarpsgjalds. eins og gefur að skilja er Í.R.A. hefur frá upphafi reynt að standa stundum erfitt að segja vörð um starfsemi amatöra á Íslandi og í frá því í stuttu máli. góðri samvinnu við yfirvöld sem áður voru Fyrst og fremst er þetta Landsími Íslands en nú í seinni tíð Póst og áhugamál um fjarskipti fjarskiptastofnun. Má segja að sú stofnun hafi TF3HP og fjarskiptatækni. Sumir nú á seinni árum verið okkur afar hagstæð eru í því að hafa samband og menn þar á bæ verið framsýnir á þarfir við aðra amatöra um allan heim á meðan radíóamatöra. Þess má geta að fyrir u.þ.b. aðrir hafa meiri áhuga á að smíða allskonar 35 árum var sett reglugerð um starfsemi búnað. Allt frá því að Marconi tókst að nýliða og urðu við þar með fyrstir í Evrópu senda loftskeyti hafa radíóamatörar verið til að leyfa ungu fólki, sem kannski hafði til, kannski var hann sá fyrsti! Fljótlega fór ekki allt þetta á hreinu til að kynnast þessu þeim fjölgandi sem höfðu áhuga á þessu og áhugamáli og með tímanum að tileinka sér þar kom að því að þeir sem töldu sig vera þetta. Það er núna fyrst þar sem það hefur alvöru ákváðu og bundust samtökum um komið til tals í nágranna löndum okkar að að þessir amatörar ættu ekki tilverurétt á nauðsynlegt væri að taka þetta upp langbylgjunni og úthlutuðu þeim svæðum á En nokkrir frumkvöðlar höfðu þó verið stuttbylgjunni, sem væri hvort sem er alveg í loftinu hér á landi án leyfis en amatörleyfi ónýt til fjarskipta. höfðu verið útgefin víða í Evrópu. T.d. eru Fljótlega fóru þessir amatörar að smíða félögin á hinum norðurlöndunum komin yfir sér senda og viðtæki og settu upp loftnet til 80 árin. Enn í dag verða amatörar um allan þess að nota sín á milli. heim að undirgangast próf til þess að fá að Þróun í fjarskiptum varð mjög hröð á fara í loftið. Nú í seinni tíð hafa kröfur þessum upphafs tímum og þar kom að því til amatöra verið samræmdar milli landa að sambönd við aðra radíóamatöra í öðrum þannig að nú getur íslenskur radíóamatör löndum tókust og þar kom að því að amatörar farið til flestra landa í heiminum og haft fengu því framgengt að þeim var úthlutað samband þaðan við umheiminn og flestir smá bútum hér og þar á stuttbylgjusviðinu. komið til Íslands. Í tímans rás hefur þó Og nú í dag hafa amatörar leyfi til að nota þessum takmörunum verið aflétt eða þær tíðnisvið frá langbylgju 1,8 MHz og að 29 rýmkaðar verulega. Ekki þarf lengur að MHz og nú í seinni tíð (tilraunaútsendingar) kunna að senda og taka á móti morse. á 137 Hz, Radíóamatörar um víða veröld hafa veitt Félagið Íslenskir radíóamatörar radíóþjónustu á hættutímum til dæmis þegar skammstafað Í.R.A. var stofnað 14. ágúst flóðbylgjan mikla olli miklu manntjóni þá 1946, verður því 60 ára á næsta ári, en þá voru það radíóamatörar frá nálægum löndum skömmu áður höfðu íslensk yfirvöld sett sem settu upp radíóþjónustu sína og veittu reglugerð um starfsemi radíóamatöra. þar alla þá hjálp sem þeir gátu. Einnig í BNA sem nokkuð ströng skilyrði voru sett Þeim hafa þeir verið til staðar vegna hamfara var gert að undirgangast próf til þess að (fellibylja) og þar í landi er mikil hefð fyrir sanna að þeir kynnu eitthvað fyrir sér í amatörradíói og má geta þess hér að þeir fá þessum fræðum en það var í fullu samræmi Framhald á blaðsíðu CQ TF desember 2005

11 Keppnismál Ársæll Óskarsson TF3AO TF3AO Í síðasta eintaki af CQ TF vonaðist ég eftir að geta haft þennan dálk aðeins ríflegri þegar færi að hausta og er raunin sú að flestir þeir TF leyfishafar sem eitthvað hafa verið að keppa, hafa sent mér línu um árangur sinn. Þó veit ég um nokkra, sem mér þætti gaman að fá upplýsingar frá til birtingar í þessum dálk. Fyrstar koma fréttir frá TF3KX. Kristinn tók þátt í IARU-CW keppninni og í heldur lélegum skilyrðum kláraði hann 201 samband á um 9 klst. og voru þau á 40,20 og 15m. Þá tók hann þátt í WAE-CW keppninni og náði að sitja við tækin í um 8 klst. og á þeim tíma voru 144 sambönd á 20 og 40m. Enn voru skilyrðin að hrella Kidda og voru þetta helst stóru kanónurnar sem hann hafði samband við. Vitahelgina var Kiddi enn við tækin og nú var það SARTG RTTY keppnin, en þátttaka hjá honum í þessari keppni hefur verið árlegur viðburður í nokkur ár. Eftir 18 klst. voru samböndin 427, stigin , og við síðustu athugun hefur þetta skilað honum í 13. sæti á heimsvísu í þeim flokki sem hann keppti í SOAB LP (single operator all band low power), en í þeim flokki er mesta leyfilega afl 100W. Samböndin í þessari keppni voru á 15-80m. Eftirminnilegast var þegar 20m bandið opnaðist til Asíu á sunnudagseftirmiðdaginn og hafði hann t.d. 2 sambönd til Indónesíu, eitt til Hong Kong og enn eitt til Mongólíu. Í CQ WW RTTY keppninni var Kiddi í um 22 klst. við tækin og var niðurstaðan 512 sambönd og stigin tæplega 350 þúsund. Sem áður hefur TF3KX notað ICOM 746, 100W og loftnetin hafa verið inverted-v og 6m löng stöng fyrir 80metrana. CQ TF desember 2005 TF3HP hefur verið nokkuð iðinn við RTTY keppnirnar og tækjabúnaðurinn hefur verið ICOM-718, 100W og langur vír með SGC 230 sjálfvirku loftnetsaðlögunartæki. Í JARTS keppninni hafði Halli rétt rúma 100 þús. punkta. Í þessari keppni gefa menn upp aldur sinn og gefur skemmtilega mynd af því hver aldursskiptingin er. Í CQ WW RTTY keppninni var HP með punkta, en því miður hef ég ekki fjölda sambanda. Í Makrothen RTTY keppninni hafði Halli rúmlega 510 þúsund stig. Í þessari keppni eru stig reiknuð út frá fjarlægð á milli stöðva, og gefa menn upp locator sinn, algengast í okkar tilfelli HP94. Í annari grein í þessu blaði má sjá niðurstöðutölur frá þátttöku undirritaðs ásamt TF3GB með kallmerki Þorvaldar, TF4M, í CQ WW RTTY keppninni. En í CQ WW SSB keppninni tók Rich, N0JHZ í tækin hjá Þorvaldi, og gekk mjög vel. Rich notaði kallmerkið TF/N0HJZ. Hann var með tæp 3500 sambönd og rúm 2.3 milljón stig. Til samanburðar vorum við sem tókum þátt í keppninni frá TF3W með 1729 sambönd og 623 þúsund stig. Þeir sem voru með frá TF3W voru auk mín, TF3HP, TF3GB og einn nýr, TF3TON. Við lentum í vandræðum með magnarann í upphafi og á laugardeginum leystum við það með 500W magnara. Skilyrði voru nokkuð góð og var talsverður fjöldi sambanda til BNA á 40 og nokkur á 80 metrum. Sjálfur hef ég tekið þátt í nokkrum keppnum að heiman, einna helst á RTTY og ber þar að nefna SCC, Makrothen og Úkraínu keppnirnar. Árangur hefur verið upp og ofan, enda stundum bara rétt verið að grípa stutta stund í tækin. Með þökk fyrir lesturinn. 73 de TF3AO 11

12 Loftnet fyrir 10 til 160 metra Sigfús Jónsson TF5SJ/LA0BX Eftirfarandi grein eftir LA1IC, Rolf Brevig, birtist í Amatørradio nr. 10, Þessa og aðrar greinar eftir Rolf er líka að finna á TF5SJ þýddi og TF5SJ/LA0BX endursagði með allar nýju stengurnar í TFlandi í huga. Hvernig það vinnur Flestir amatörar vita að kvartbylgju vertikal, yfir fullkominni jörð, hefur 36 Ω sýndarviðnám í fæðipunktinum. Ef jörðin er ekki fullkomin (og þannig er jörðin hjá flestum okkar) stígur sýndarviðnámið í um það bil 50 Ω og er þá hægt að nota kapal með 50 Ω kenniviðnámi sem fæðilínu. Ef við lengjum vertikalinn upp í 5, 7, 9, 11, 13 eða 15 kvartbylgjur verður sýndarviðnámið á milli 150 og 250 Ω og er þá hægt að fæða loftnetið gegnum 1:4 balun. Jafnframt verður þörfin fyrir góða jörð ekki eins mikil eins og fyrir venjulegan kvartbylgju vertikal, sem þarf mikinn fjölda radíala til að vinna vel. Fyrir loftnetið sem hér er lýst er nóg Er það ekki freistandi að slá niður galvaniserað járnrör og hafa nokkra stutta radíala í kring. Sjálfur nota ég fjóra fermetra af vírneti, í kringum rörið, til að fá rýmd til jarðar. Baluninn (Van Gordon Hi-Q 1:4) er skrúfaður á rörið, ekki hærra en 30 sm yfir jörð. Töfra lengd á loftnetsvír Eru til nokkrar vírlengdir þar sem hægt er að finna kvartbylgjur fyrir fleiri amatörbönd? Jú, dragðu fram vasatölvuna og skoðaðu eftirfarandi tvo valkosti: Valkostur 1: 15 m: 75x10,95:21.055(MHz) = 39 metrar 12 m: 75x12,95:24.900(MHz) = 39 metrar 10 m: 75x14,95:28.750(MHz) = 39 metrar Valkostur 2: 30 m: 75x4,95:10.035(MHz) = 37 metrar 20 m: 75x6,95:14.085(MHz) = 37 metrar 17 m: 75x8,95:18.140(MHz) = 37 metrar Byrjaðu með 39 metra! Vírlengdirnar, sem talað er um hér að ofan, eru reiknaðar með jöfnunni fyrir óeinangraðan koparvír. Ef þú notar PVC einangraðan vír þarftu sennilega að stytta 12 CQ TF desember 2005

13 hann ögn vegna þess að hraðastuðullinn er lægri fyrir vír með PVC einangrun. Byrjaðu samt með 39 metra óháð því hvaða vír þú notar. Þegar loftnetið er komið upp er kominn tími til að finna lágmarks SWR á 15 metra bandinu. Ef lágmarkið er á of lágri tíðni þarf að stytta loftnetið. Minna en 18 sm stytting flytur lágmarks SWR á 100 khz hærri tíðni. Klipptu lítið í einu þar til lágmarks SWR er um það bil á 21,055 MHz. Á 12 og 15 metrum er þá lágmarks SWR. Þá er búið að gera loftnetið eins gott og hægt er fyrir þessi þrjú bönd. 10, 12, 15, 17, 20 og 30 m án þess að nota aðlögun (tuner)! Þar sem útbreiðsluskylirðin verða fremur mögur næstu árin, viltu ef til vill heldur gera loftnetið eins gott og hægt er fyrir 17, 20 og 30 metra. Bíddu samt aðeins áður en þú klippir meira! Þú hefur örugglega tekið eftir því að þetta loftnet (eins og FD4 og önnur loftnet sem eru fædd ósammiðja) hefur mikla bandbreidd. Ef þú lætur þér nægja, til að byrja með, að stytta loftnetið um 72 sm í viðbót færðu 1:1 SWR á 24,450 MHz en hefur enn 1:1,2 SWR á 21,000 MHz. Á 12 og 10 metrum eru eigintíðnirnar nú á 25,3 og 29,35 MHz. Þú getur því enn notað þessi þrjú bönd án tuner. Líttu nú á hin böndin. SWR 1:1 á 17 metrum er nú á 17,850 MHz og 1:1,2 á 18,240 MHz. Á 20 metrum er SWR 1:1 á 13,900 MHz og 1:1,2 á 14,320 MHz. Þó eigintíðnin á 30 metrum sé á 9,900 MHz færðu þrátt fyrir það lágt SWR yfir allan amatörhluta bandsins. Heildar vírlengdin er nú komin niður í um það bil 38 metra sem er kvaðratrótin af valkostunum. Þú ættir ef til vill að bíða aðeins með valkost 2? 40 og 80 metrar Leitaðu ekki eftir kvartbylgju eigintíðni á þessum böndum því þú finnur ekki neina. Sýndarviðnámið í fæðipunktinum verður hátt. Vafalaust er 1:9 eða 1:12 balun betri fyrir þessi bönd. Þrátt fyrir það ætti góð sjálfvirk aðlögun að ráða við þetta en ef ekki verður þú að nota þá handvirku. 160 metrar CQ TF desember 2005 Á þessu bandi eru 38 metrar bara ein kvartbylgja, sem helst ætti að fæða á móti góðri jörð, með mörgum radíölum og engum balun. En einmitt af því að við notum lélegt jarðsamband verður sýndarviðnámið hærra og hjá mér gengur þetta án annarrar aðlögunar en balun. Sennilega ekki besta loftnetið fyrir 160 m en að það er nothæft get ég fullyrt. Lokaorð Allar mælingar voru gerðar með SWR Analyzer MFJ 259 og hálfbylgju kóaxköplum (hraðastuðull 0,66) til að fá réttar mælingar á hverju bandi. Þú þarft ekkert af þessu til að búa til lofnetið. Ég gæti eins hafa skrifað um það bil 38 metra og hlíft þér við bæði lýsingunni og útreikningnum, en mér finnst mikilvægt að líta á fræðihliðina áður en byrjað er. Loftnetið er sett upp eins og hér hefur verið lýst til að fá smá vinning, stefnuvirkni og lágt útgeislunarhorn í þá átt sem lofnetið snýr. Ef þú getur sett loftnetið upp þar sem hallar undan fæti í DX-áttina, þá er það enn betra. Ef það eru hindranir í kringum þig, settu þá loftnetið upp sem Inverted L sem er líka gott loftnet. Passaðu bara að hornið á milli lóðrétta og lárétta hlutans verði ögn stærra en 90 gráður annars verða gagnkvæm áhrif á milli þeirra. Láttu svo ekki á þig fá þó SWR sé ekki alveg 1:1. Allt undir 1:1,5 skiptir engu máli eða eins og þeir segja í ARRL Antenna Handbook : Don t kill SWR until SWR kills you Þú ert búinn að greiða félagsgjaldið er það ekki? Auðvitað!!! En þau sem eiga það eftir hafið samband við gjaldkera. 13

14 Radíóamatör! Hvað er nú það? frh. ekki leyfi nema undirgangast skilyrði um að veita þessa þjónustu. Við Íslenskir radíóamatörar höfum legni veitt þessa þjónustu fyrir Almannavarnir ríkisins en því miður nú sem stendur hefur ekki verið óskað eftir okkar aðstoð en þó er fjöldi manna og kvenna í okkar röðum af stað ef þörf krefur. Margar björgunarsveitir landsins hafa innan sinna raða einmitt menn sem eru radíóamatörar þannig að við komum víða að. Í.R.A. hefur staðið fyrir námskeiðum í radíófræðum og fyrirhugað er eitt slíkt nú byrjun næsta árs. Ef þú hefur áhuga þá ertu velkomin(n) í félagsheimili okkar að Skeljanesi (endastöð Strætó) en við erum með opið hús alla fimmtudaga frá kl og oftast heitt á könnunni. Á heimasíðu okkar eru frekari upplýsingar um félagið. Sjáumst fljótlega. TF3HP Haraldur Þórðarson, formaður Íslenskra radíóamatöra Hver man ekki eftir Romeo Stepanenko 3W3RR sem fyrir allmörgum árum síðan átti það til að birtast í loftinu frá ýmsum sjaldgæfustu amatör löndum þeirra tíma. Hann hafði tugþúsundir sambanda og fékk sendar beiðnir um QSL kort sem oftast innihéldu Green Stamp, sem skiluðu sér til baka seint og illa eða alls ekki. Hann átti í smá vandamálum með að skila tilætluðum skjölum til DXCC, sem staðfestu að hann hefði í raun verið þar sem hann sagðist vera. Vægt til orða tekið var hann hinn fullkomni Slim eða pírati. Hans raunverulega nafn mun vís vera Roman Vega og er nú fyrir rétti í USA fyrir allskonar svindl, svik og pretti. Hægt er að lesa nánar um þetta þá þessum internetslóðum. html/2004_06_04_vega.html assets/applets/2004_06_04_vega_ind.pdf Heimild internetið Tímabundið leyfi á 4 MHz. Póst- og fjarskiptastofnun heimilar þér, Þór Þórisson kt TF3GW, hér með tímabundið notkun tíðnarinnar 4764 khz (burðartíðni en aflesin tíðni er khz) fyrir útbreiðslumælingar hér á landi. Heimildin er tímabundin til eins árs en með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum. Leyfilegt sendiafl er 200 W pep og allar mótanir leyfilegar sem rúmast innan 3 khz bandbreiddar. Heimildin er með þeim fyrirvara að ef koma upp truflanir á annarri fjarskiptastarfsemi af völdum notkunarinnar verður þegar í stað að hætta notkun. Vinsamlegast sendið upplýsingar um þá sem koma til með að taka þátt í prófununum með þér (nafn, kennitala og tölvupóstfang). Með kveðju, Hörður R. Harðarson Póst- og fjarskiptastonfun Eins og fram kemur í þessari frétt þá hefur Þór fengið tímabundið leyfi til útbreiðsluprófana á ofangreindri tíðni. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í þessari tilraun með honum hafi samband við hann sjálfan um þátttöku. Ef þið hafið áhuga ARDF (AMATEUR RADIO DIRECTION FINDING) verður í Búlgaríu LZ landi árið Einnig verður á sama tíma haldin keppni í morse sendingu og móttöku Ef þið hafið áhuga þá hafið sambandvið LZ1US, sem veitir frekari upplýsingar 73 de TF3HP Vitamál. Hér eru breytingar sem hafa verið gerðar hjá ARLHS (Amateur Radio Lighthouse Society) yfir íslenska vita. Heildarlistann má finna á: 73 de TF3AO 14 CQ TF desember 2005

15 Ég og fleiri TF... Haraldur Þórðarson TF3HP TF3HP skrifaði Kristján Benediktsson TF3KB á ira póstlistann í framhaldi af umræðum um NVIS netin. Kristján var þá nýkomin heim af IARU ráðstefnunni Ég og fleiri TF amatörar hafa lengi haft á tilfinningunni, a sem belgíumaðurinn vildi líka meina, að skilyrði á lægri tíðnunum hér á landi væru oft non-reciprocal. Það er hinsvegar ekki víst að þessi ógagnkvæmni hagi sér þannig, að annaðhvort séu skilyrðin í heild ógagnkvæm eða ekki. Ógagnkvæmni hegðar sér a.m.k. stundum þannig að hún er háð pólun viðtöku- og sendiloftneta. Því gæti verið að breytti maður um pólun, breyttust skilyrðin úr non-reciprocal yfir í reciprocal, eða öfugt. Þetta er ekki nægilega vel kannað. Ég sætti lagi í Davos, tók ON4UN afsíðis, ræddi við hann um bókina hans Low band Band DX-ing, sem er svo vinsæl, að alltaf eru að koma út nýjar og nýjar útgáfur. Síðan rakti ég þessa reynslu okkar á Íslandi og spurði hvort hann þekkti þetta og hvort hann fjallaði um það í bók sinni Hann sagði að þetta CQWWDXSSB Contest október Þorvaldur TF4M fékk í heimsókn til sín í Otradalinn Rich N0HJZ og sendi mér smá skeyti um það. þá er SSB keppnin að baki. Þrátt fyrir enga sólbletti og töluverð norðurljós hafði Rich, TF/N0HJZ rúmlega 2 milljónir stiga. Heildarfjöldi sambanda var 3486 og skiptist á þessa leið: 10M - 2 QSO - 2 Zones - 2 country 15M QSO M QSO M QSO CQ TF desember 2005 hlyti að vera norðurljósunum að kenna, eða einhver áhrif þeim tengd. Þá rakti ég fyrir honum framangreindar kenningar. Þá sagði hann: ef ég byggi á Íslandi væri ég löngu búinn að rannsaka þetta. Eins og ykkur kunnugt er núna aðeins tæpt ár þar til Í.R.A. verður 60 ára rætt hefur verið um að gefa út afmælisblað en það ku vera allmikil vinna og kosta mikla peninga em við því miður eigum ekki til mikið af. Því datt mér í hug hvort ekki væri verðugt verkefni Í.R.A. að kanna þessa kenningu. Ég hefi rætt þetta lítillega við Kristján og hefur hann talið að ekkert væri því til fyrirstöðu ef menn hefðu áhuga á verkinu og tíma aflögu. Ég veit að við höfum fullt af fólki sem er mjög hæft til þess að taka þetta aðsér, bæði til að skilja hvernig þetta á að fara fram og hinsvegar til að fara út á mörkina og setja upp loftnet og það sem til þarf. Tilvalið tilefni til þess að prufa nýkeyptar rápstangir og til að kanna NVIS Ég er nokkuð viss um að þetta gæti verið bæði skemmtilegt og ekki síður gæti eflt þann félagsanda sem þarf að einkenna félagið ef við viljum láta taka okkur alvarlega. Vonast til að heyra í sem flestum sem fyrst 73. TF3HP Haraldur Þórðarson 80M QSO M - 17 QSO total punktar Það flögraði með að 5 amatörar væru væntanlegir vestur fyrir CW hlutan síðast í nóvember en það væru þeir Charlie N1RR, Kiddi TF3KX, Óskar TF3DC, Siggi TF3CW, og Yngvi TF3YH. Sjötti amatörinn í hópnum verður að sjálfsögðu staðarhaldarinn sjálfur Þorvaldur TF4M. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. 73 de TF5BW 15

16 Morse Sigfús Jónsson TF5SJ/LA0BX Krafan um morse kunnáttu er horfin úr reglugerðum fyrir amatöra. Eða eins og einhver sagði nú er þetta leikur einn. Margir sjá hvað þetta er gagnlegur leikur og vilja gjarnan læra, TF5SJ/LA0BX en lítið er um námskeið. Sem betur fer er til mikið af hugbúnaði sem nýtist vel við sjálfsnám. LB3KB, Sigurd Stenersen hefur búið til forritið Just Learn Morse Code, sem að mínu mati hefur marga kosti. Þ og Ð eru að sjálfsögðu með. Hægt er að nota lyklaborðið til að skrifa það sem tekið er á móti. Um leið og æfingunni lýkur birtist yfirlit yfir árangurinn (sjá mynd) og er því auðvelt að vita hvenær kominn er tími til að bæta við bókstaf. Margt annað hefur þetta forrit sér til ágætis en þú getur sótt það á Þú ættir samt að byrja á að líta í Námsefni til nýliðaprófs eftir TF3KB. Á blaðsíðu 21 eru Nokkur mikilvæg atriði í morse námi. Það sem þar stendur er enn í fullu gildi! Gangi þér vel. 73 de TF5SJ/LA0BX 16 CQ TF desember 2005

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA Flutningslínur Á formlegri ensku heita þær Transmission Lines Líka oft kallaðar Feeder lines Fæðilínur Flutningslínur, merkjaflutningslínur Flutningslína flytur afl (merki)

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna.

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna. Hugvísindasvið Sögur af Saffó Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna Ritgerð til B.A.-prófs Þorsteinn Vilhjálmsson Janúar 2013

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur

Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur hluti I Björn Arnar Hauksson bah@hi.is Vor 2003 Útdráttur Efni þessa glósurits er ritað í fyrirlestrum í Hagrannsóknum II, vorið 2003. Kennt af Helga Tómassyni. Engin

Διαβάστε περισσότερα

Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir

Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir Jólagjöf fagmannsins 30. nóvember 16 ð o b l i t a l ó J Jólagjöf atvinnumannsins 3.000 kr. verðlækkun 16.560 Ath! Takmarkað magn 179 stk. Sti l l i ng hf. Sí m i 5 8000 www. s t i lli n g. i s s t i lli

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Loftnetskerfi. Verkefnahefti A

Rafbók. Loftnetskerfi. Verkefnahefti A Loftnetskerfi Verkefnahefti A Þetta hefti er án endurgjalds á rafbókinni. Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang án endurgjalds að rafbókinni. Þetta hefti er þýtt með góðfúslegu leyfi

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

SKÁTABLAÐIÐ SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR. Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi

SKÁTABLAÐIÐ SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR. Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi SKÁTABLAÐIÐ 1 2017 Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi SKÁTASTARF Á AKUREYRI 16 22 26 AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR Hvar verður þú um Verslunarmannahelgina? Eftirtaldir aðilar senda

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Lífið Lífsstíls-og tískubloggararnir hjá Trendnet.is HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus TAKA UPP TÓN- LISTARMYNDBAND Á ÍSLANDI 6 Fáklæddir og harðir slökkviliðsmenn SITJA

Διαβάστε περισσότερα