VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

2 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Tafla. Töflurnar eru beinhvítar, sporöskjulaga með áletruninni UCY KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar AMMONAPS er notað sem viðbót vegna langtímameðferðar á röskun á þvagefnishring (urea cycle), þar sem um er að ræða skort á carbamýlfosfatsyntetasa, ornitíntranscarbamýlsa eða arginínósuccínatsyntetasa. Það er ætlað til notkunar þegar röskunin birtist á nýburastigi (neonatal-onset presentation (algjör ensímskortur, sem kemur í ljós fyrstu 28 daga eftir fæðingu). Það er einnig ætlað þegar um síðkomna röskun (late-onset) er að ræða (a.m.k skortur á einu ensími, sem kemur í ljós eftir fyrsta mánuð eftir fæðingu) hjá sjúklingum með heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði (hyperammonemic encephalopathy). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Meðferð með AMMONAPS á að vera í höndum sérfræðings með reynslu í meðferð á röskun á þvagefnishring. AMMONAPS töflur eru ætlaðar fullorðnum og börnum sem geta gleypt töflur. AMMONAPS er einnig fáanlegt sem kyrni fyrir ungbörn, börn sem geta ekki gleypt töflur og fullorðna með kyngingartregðu. Sólarhringsskammtur er einstaklingsbundinn og á að laga að próteinþoli sjúklings og daglegri próteininntöku til þess að stuðla að vexti og þroska. Samkvæmt klínískri reynslu er venjulegur heildardagsskammtur af natríumfenýlbútýrati: mg/kg/sólarhring fyrir börn sem vega minna en 20 kg - 9,9 13,0 g/m 2 /sólarhring fyrir börn sem vega meira en 20 kg og fyrir unglinga og fullorðna. Öryggi og áhrif stærri skammta en 20 g/sólarhring (40 töflur) hafa ekki verið staðfest. Eftirfylgni meðferðar: Þéttni ammoníaks, arginíns, lífsnauðsynlegra amínósýra (einkum amínósýrur með hliðarkeðjur), karnitíns og próteina í sermi á að halda innan eðlilegra marka. Þéttni glútamíns í plasma á halda innan við μmól/l. 2

3 Næringarstjórnun: AMMONAPS á að gefa ásamt því að takmarka próteinneyslu og í sumum tilvikum á að gefa lífsnauðsynlegar amínósýrur til viðbótar og karnitín. Sjúklingar með carbamýlfosfatsyntetasa- eða ornitíntranscarbamýlsa skort sem birst hefur á nýburastigi þurfa að fá cítrullín eða arginín uppbót í skömmtum sem eru 0,17 g/kg/dag eða 3,8 g/m 2 /dag. Arginín uppbót í skömmtum sem eru 0,4-0,7 g/kg/dag eða 8,8-15,4 g/m 2 /dag er nauðsynleg hjá sjúklingum með arginínsuccínatsyntetasa skort. Ef hitaeiningauppbót er nauðsynleg er mælt með próteinfríu fæði. Heildarskammti á sólarhring á að skipta í jafna skammta og gefa með hverri mátíð (t.d. þrisvar sinnum á dag). AMMONAPS töflur á að taka inn með miklu af vatni. 4.3 Frábendingar Meðganga. Brjóstagjöf. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun AMMONAPS töflur á ekki að gefa sjúklingum með kyngingartregðu, því þá er hætta á vélindasári ef taflan fer ekki strax niður í maga. Hver AMMONAPS tafla inniheldur 62 mg eða 2,7 mmól af natríum sem samsvarar 2,5 g (108 mmól) af natríum í 20 g af natríumfenýlbútýrati, sem er hámarksskammtur á sólarhring. AMMONAPS á því að nota með varúð hjá sjúklingum með hjartabilun eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi og við klínískar aðstæður þegar um uppsöfnun salts með bjúgmyndun er að ræða. AMMONAPS á að nota með varúð hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi þar sem umbrot og útskilnaður natríumfenýlbútýrats tengist lifur og nýrum. Meðan á meðferð stendur á að fylgjast með þéttni kalíum í plasma þar sem útskilnaður fenýlasetýlglútamíns um nýru getur valdið auknu kalíum í þvagi. Hjá sumum sjúklingum getur bráður heilakvilli vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði komið fyrir jafnvel meðan á meðferð stendur. Ekki er mælt með notkun AMMONAPS til að hafa stjórn á bráðri ammoníakshækkun, sem flokkast sem bráðatilvik. Fyrir börn sem ekki geta gleypt töflur er mælt með AMMONAPS kyrni í staðinn. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Þegar próbenesíð er gefið samtímis getur það haft áhrif á nýrnaútskilnað efnisins, sem myndast vegna tengingar við natríumfenýlbútýrat. Greint hefur verið frá ofgnótt ammoníaks í blóði af völdum halóperidóls og valpróats. Barksterar geta valdið niðurbroti próteina og aukið þannig þéttni ammoníaks í blóði. Þegar þessi lyf eru notuð þarf að fylgjast oftar með þéttni ammoníaks í plasma. 3

4 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Öryggi lyfsins á meðgöngu hefur ekki verið staðfest. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eituráhrif á æxlun þ.e. áhrif á þroska fósturvísis eða fósturs. Útsetning fyrir fenýlasetati (virkt umbrotsefni fenýlbútýrats) fyrir fæðingu hjá rottuafkvæmum olli skemmdum í strýtufrumum heilabarkar (pyramidal cortex), gripluhólar (dendritic spines) voru lengri, þynnri og færri en eðlilegt er. Mikilvægi þessara upplýsinga hjá mönnum er ekki þekkt, því á ekki að nota AMMONAPS á meðgöngu (sjá kafla 4.3). Konur á barneignaraldri verða að nota öruggar getnaðarvarnir Brjóstagjöf Þegar rottuafkvæmi fengu stóra skammta af fenýlasetati ( mg/kg) undir húð dró úr viðkomu taugafrumna og að sama skapi kom fram aukið taugafrumutap, auk minnkunar mýlis í miðtaugakerfi. Þroski taugafrumumóta í heila var heftur og einnig dró úr fjölda virkra taugafrumuenda í stóra heila, sem leiddi til skerts heilavaxtar. Ekki hefur verið ákvarðað hvort fenýlasetat berist í brjóstamjólk hjá konum og því á ekki að nota AMMONAPS meðan á brjóstagjöf stendur (sjá kafla 4.3). 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. 4.8 Aukaverkanir Í klínískum rannsóknum með AMMONAPS, upplifðu 56% sjúklinga a.m.k. eitt meintilvik og talið var að 78% þessara tilvika væru ótengd lyfinu. Aukaverkanirnar tengdust yfirleitt æxlunar- eða meltingarfærum. Þær eru taldar upp hér að neðan eftir líffærakerfum og tíðni. Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til <1/10), sjaldgæfar ( 1/1,000 til <1/100), mjög sjaldgæfar ( 1/10,000 til <1/1,000), koma örsjaldan fyrir (<1/10,000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum),. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Blóð og eitlar Algengar: Blóðleysi, blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð, hvítfrumnafjölgun, blóðflagnafjölgun Sjaldgæfar: Vanmyndunarblóðleysi (aplastic anaemia), flekkblæðingar Efnaskipti og næring Algengar: Efnaskiptablóðsýring, blóðlýting, minnkuð matarlyst Geðræn vandamál Algengar: Þunglyndi, pirringur Taugakerfi Algengar: Yfirlið, höfuðverkur Hjarta Algengar: Bjúgur Sjaldgæfar: Hjartsláttartruflanir Meltingarfæri Algengar: Kviðverkir, uppköst, ógleði, hægðatregða, truflun á bragðskyni Sjaldgæfar: Brisbólga, magasár, blæðing frá endaþarmi, magabólga Húð og undirhúð Algengar: Útbrot, óeðlileg húðlykt 4

5 Nýru og þvagfæri Algengar: Nýrnapíplublóðsýring. Æxlunarfæri og brjóst Mjög algengar: Tíðateppa, óreglulegar tíðablæðingar Rannsóknaniðurstöður Algengar: Lækkun á kalíum, albúmíni, heildarpróteinum og fosfati í blóði. Aukning á alkalískum fosfatasa, transamínösum, bílírúbíni, þvagsýru, klór, fosfati og natríum í blóði. Þyngdaraukning. Greint var frá hugsanlegri eiturverkun vegna AMMONAPS (450 mg/kg/dag) hjá 18 ára stúlku með lystarstol, þar sem fram kom heilakvilli vegna röskunar á efnaskiptum, sem tengdist mjólkursýringu, alvarlegum kalíumskorti, blóðfrumnafæð, úttaugakvilla og brisbólgu. Hún náði sér eftir að skammtar höfðu verið minnkaðir að undanskildum endurteknum tilvikum brisbólgu, sem að lokum leiddu til þess að meðferð var hætt. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Ofskömmtun kom fram hjá 5 mánaða barni eftir einn 10 g skammt fyrir slysni (1.370 mg/kg), sem olli niðurgangi, pirringi og efnaskiptablóðsýringu með kalíumskorti hjá sjúklingnum. Sjúklingurinn náði sér á innan við 48 klst. eftir einkennameðferð. Þessi einkenni eru í samræmi við uppsöfnun fenýlasetats, sem sýndu fram á skammtaháð eituráhrif á taugar þegar það var gefið í bláæð í skömmtum sem voru allt að 400 mg/kg/dag. Einkenni taugaeitrunarinnar voru aðallega svefndrungi, þreyta og ringlun. Sjaldgæfari einkenni voru rugl, höfuðverkur, bragðtruflanir, heyrnarskerðing, vistarfirring (disorientation), minnisskerðing og versnandi taugakvilli sem var fyrir. Við ofskömmtun á að hætta meðferðinni og veita stuðningsmeðferð. Blóðskilun eða kviðskilun geta komið að gagni. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: ýmis meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A16A X03. Natríumfenýlbútýrat er forlyf og umbrotnar hratt í fenýlasetat. Fenýlasetat er virkt efnasamband sem tengist glútamíni með asetýleringu og myndar fenýlasetýlglútamín sem skilst síðan út um nýru. Fenýlasetýlglútamín er sambærilegt þvagefni, þegar mól eru lögð til grundvallar (þ.e. bæði efnin innihalda 2 mól af köfnunarefni) og er því staðgengill burðarefnis fyrir útskilnað köfnunarefnisúrgangs. Byggt á rannsóknum á útskilnaði fenýlasetýlglútamíns hjá sjúklingum með röskun á þvagefnishring er hugsanlega hægt að reikna út að fyrir hvert g af fenýlbútýrati sem gefið er myndast 0,12-0,15 g af fenýlasetýlglútamín köfnunarefni. Þess vegna dregur natríumfenýlbútýrat úr ammoníaki og glútamíni í plasma hjá sjúklingum með röskun á þvagefnishring. Mikilvægt er að greining sé gerð snemma og meðferð hefjist strax til þess að bæta lifun og klínískan árangur. Áður fyrr var röskun á þvagefnishring, sem birtist á nýburastigi, banvæn strax á fyrsta ári, jafnvel þótt meðferð fæli í sér kviðskilun og lífsnauðsynlegar amínósýrur eða köfnunarefnislausar hliðstæður þeirra. Með blóðskilun, notkun staðgengil burðarefnis fyrir útskilnað köfnunarefnisúrgangs (natríumfenýlbútýrat, natríumbensóat og natríumfenýlasetat), takmarkaðri próteinneyslu og í sumum 5

6 tilvilkum með uppbót lífsnauðsynlegra amínósýra, jókst tíðni lifunar hjá nýburum sem greindir voru eftir fæðingu (á fyrsta mánuði eftir fæðingu) um næstum 80% þar sem flest dauðsföll voru vegna bráðs heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði. Há tíðni greindarskerðingar var hjá sjúklingum með nýburastigs sjúkdómsmynd. Hjá sjúklingum sem greindir voru á meðgöngu og meðhöndlaðir áður en tilvik um heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði kom fram, var lifun 100%, en jafnvel hjá þessum sjúklingum kom vitræn skerðing eða aðrir taugafræðilegir ágallar smám saman í ljós. Sjúklingar með síðkomna röskun á þvagefnishring, m.a. kvenkyns sjúklingar sem voru arfblendnir með tilliti til skorts á ornitíntranscarbamýlasa, sem náðu sér eftir heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði og fengu síðan langtíma meðferð með takmarkaðri próteinneyslu og natríumfenýlbútýrati, var tíðni lifunar 98%. Flestir þeirra sjúklinga sem voru prófaðir voru með greindarvísitölu í meðallagi til lágs meðallags/jaðargreindarskerðingar. Vitsmunastarfsemi þeirra hélst tiltölulega stöðug meðan á fenýlbútýratmeðferð stóð. Ólíklegt að taugaskerðing sem fyrir er gangi til baka, þrátt fyrir lyfjagjöf og taugaskemmdir geta haldið áfram hjá sumum sjúklingum. Meðferð með AMMONAPS getur verið ævilöng nema lifrarígræðsla verði gerð. 5.2 Lyfjahvörf Fenýlbútýrat oxast í fenýlasetat sem tengist glútamíni fyrir tilstilli ensíma og myndar fenýlasetylglútamat í lifur og nýrum. Fenýlasetat verður einnig fyrir vatnsrofi vegna esterasa í lifur og blóði. Þéttni fenýlbútýrats og umbrotsefna þess í plasma og þvagi hafa náðst fram frá heilbrigðum fastandi fullorðnum einstaklingum sem fengu stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati og frá sjúklingum með röskun á þvagefnishring, blóðrauðakvilla og sjúklingum með skorpulifur sem fengu stakan skammt og endurtekna skammta til inntöku allt að 20 g/dag (rannsóknir sem voru ekki samanburðarrannsóknir). Dreifing fenýlbútýrats og umbrotsefna þess hefur einnig verið rannsökuð hjá krabbameinssjúklingum eftir innrennsli natríumfenýlbútýrats í bláæð (allt að 2 g/m 2 ) eða fenýlasetats. Frásog Fenýlbútýrat frásogast hratt við föstuástand. Eftir stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati í töfluformi til inntöku var þéttni fenýlbútýrats í plasma mælanleg eftir 15 mínútur. Meðaltími þar til hámarksþéttni var náð var 1,35 klst. og meðalhámarksþéttni í plasma var 218 μg/ml. Helmingunartími útskilnaðar var talinn vera 0,8 klst. Áhrif fæðu á frásog er ekki þekkt. Dreifing Dreifingarrúmmál fenýlbútýrats er 0,2 l/kg. Umbrot Eftir stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati í töfluformi var plasmaþéttni fenýlasetats og fenýlasetýlglútamíns mælanleg annars vegar 30 og hins vegar 60 mínútum síðar. Meðaltími þar til hámarksþéttni var náð var 3,74 og 3,43 klst. og meðalhámarksþéttni var annars vegar 48,5 og hins vegar 68,5 μg/ml. Helmingunartími útskilnaðar var 1,2 og 2,4 klst. Rannsóknir á stórum skömmtum af fenýlasetati í bláæð sýndu ólínuleg lyfjahvörf sem einkenndust af mettanlegu umbroti í fenýlasetýlglútamín. Endurteknir skammtar af fenýlasetati sýndu vísbendingar um framköllun úthreinsunar. Hjá meirihluta sjúklinga með röskun á þvagefnishring eða blóðrauðakvilla sem fengu fenýlbútýrat í mismunandi skömmtum ( mg/kg/dag upp í 20 g/dag) var ekki hægt að greina fenýlasetat í plasma eftir næturföstu. Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi getur breyting fenýlasetats í fenýlasetatglútamín verið tiltölulega hægari. Hjá þremur sjúklingum (af 6) með skorpulifur sem fengu 6

7 endurtekna skammta af natríumfenýlbútýrati til inntöku (20 g/dag í þremur skömmtum), kom stöðug plasmaþéttni natríum fenýlasetats í ljós á þriðja degi sem var fimm sinnum hærri en eftir fyrsta skammtinn. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum af báðum kynjum kom eftirfarandi í ljós varðandi lyfjahvörf fenýlbútýrats og fenýlasetats (AUC og C max var u.þ.b % hærra hjá kvenkyns sjúklingum) en ekki fyrir fenýlasetýlglútamín. Þetta getur verið vegna fitusækni natríumfenýlbútýrats og þar af leiðandi mun á dreifingarrúmmáli. Brotthvarf U.þ.b % af lyfinu skilst út um nýru innan sólarhrings sem fenýlasetýlglútamín. 5.3 Forklínískar upplýsingar Natríumfenýlbútýrat var neikvætt í tveimur rannsóknum varðandi stökkbreytingar, þ.e. Ames próf og smákjarnapróf. Niðurstöður benda til að natríumfenýlbútýrat hafi ekki stökkbreytandi áhrif í Ames prófi hvorki með né án örvunar á efnskipti. Niðurstöður í smákjarnaprófi benda til að natríumfenýlbútýrat leiddi ekki til litningabrota hjá rottum sem fengu skammt með eða án eituráhrifa (rannsakað 24 og 48 klst. eftir staka skammta á bilinu 878 til mg/kg). Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum og frjósemisrannsóknir hafa ekki verið gerðar með natríumfenýlbútýrati. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Örkristallaður sellulósi Magnesíumsterat Vatnsfrí kísilkvoða 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 2 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið ekki við hærra hitastig en 30 C. 6.5 Gerð íláts og innihald HDPE glös með öryggisloki og innihalda þau 250 eða 500 töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7

8 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Swedish Orphan Biovitrum International AB SE Stokkhólmur Svíþjóð 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/99/120/001/IS (250 töflur) EU/1/99/120/002/IS (500 töflur) 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 08/12/1999 Dagsetning síðustu endurnýjunar markaðsleyfis: 08/12/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu Upplýsingar á íslensku eru á 8

9 1. HEITI LYFS AMMONAPS 940 mg/g kyrni 2. INNIHALDSLÝSING Hvert gramm af kyrni inniheldur 940 mg af natríum fenýlbútýrati. Ein lítil skeið af AMMONAPS kyrni inniheldur 149 mg af natríum. Ein meðalstór skeið af AMMONAPS kyrni inniheldur 408 mg af natríum. Ein stór skeið af AMMONAPS kyrni inniheldur 1200 mg af natríum. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Kyrni. Kyrnið er beinhvítt. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar AMMONAPS er notað sem viðbót vegna langtímameðferðar á röskun á þvagefnishring (urea cycle), þar sem um er að ræða skort á carbamýlfosfatsyntetasa, ornitíntranscarbamýlsa eða arginínósuccínatsyntetasa. Það er ætlað til notkunar þegar röskunin birtist á nýburastigi (neonatal-onset presentation (algjör ensímskortur, sem kemur í ljós fyrstu 28 daga eftir fæðingu). Það er einnig ætlað þegar um síðkomna röskun (late-onset) er að ræða (a.m.k skortur á einu ensími, sem kemur í ljós eftir fyrsta mánuð eftir fæðingu) hjá sjúklingum með heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði (hyperammonemic encephalopathy). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Meðferð með AMMONAPS á að vera í höndum sérfræðings með reynslu í meðferð á röskun á þvagefnishring. AMMONAPS kyrni á að gefa með inntöku (ungbörnum og börnum sem eiga erfitt með að gleypa töflur og sjúklingum með kyngingartregðu) eða gegnum magaraufun eða magaslöngu um nef. Sólarhringsskammtur er einstaklingsbundinn og á að laga að próteinþoli sjúklings og daglegri próteininntöku til þess að stuðla að vexti og þroska. Samkvæmt klínískri reynslu er venjulegur heildardagsskammtur af natríumfenýlbútýrati: mg/kg/sólarhring fyrir nýbura, ungbörn og börn sem vega minna en 20 kg - 9,9 13,0 g/m 2 /sólarhring fyrir börn sem vega meira en 20 kg og fyrir unglinga og fullorðna. Öryggi og áhrif stærri skammta en 20 g/sólarhring hafa ekki verið staðfest. Eftirfylgni meðferðar: Þéttni ammoníaks, arginíns, lífsnauðsynlegra amínósýra (einkum amínósýrur með hliðarkeðjur), karnitíns og próteina í sermi á að halda innan eðlilegra marka. Þéttni glútamíns í plasma á halda innan við μmól/l. Næringarstjórnun: AMMONAPS á að gefa ásamt því að takmarka próteinneyslu og í sumum tilvikum 9

10 á að gefa lífsnauðsynlegar amínósýrur til viðbótar og karnitín. Sjúklingar með carbamýlfosfatsyntetasa- eða ornitíntranscarbamýlsa skort sem birst hefur á nýburastigi þurfa að fá cítrullín eða arginín uppbót í skömmtum sem eru 0,17 g/kg/dag eða 3,8 g/m 2 /dag. Arginín uppbót í skömmtum sem eru 0,4-0,7 g/kg/dag eða 8,8-15,4 g/m 2 /dag er nauðsynleg hjá sjúklingum með arginínsuccínatsyntetasa skort. Ef hitaeiningauppbót er nauðsynleg er mælt með próteinfríu fæði. Heildarskammt á sólarhring á að skipta í jafna skammta og gefa með hverri máltíð eða fæðugjöf (t.d. smábörnum 4-6 sinnum á dag). Þegar um inntöku er að ræða á að blanda kyrninu saman við fasta fæðu (t.d. stappaðar kartöflur eða eplamauk) eða fljótandi (t.d. vatn, eplasafa, appelsínusafa eða sérstakan próteinfrían barnamat). Þrjár mæliskeiðar eru meðfylgjandi fyrir 1,2 g, 3,3 g eða 9,7 g af natríumfenýlbútýrati. Glasið á að hrista lauslega áður en tekið er úr því. 4.3 Frábendingar Meðganga. Brjóstagjöf. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun AMMONAPS kyrni inniheldur 124 mg (5,4 mmól) af natríum í g af natríumfenýlbútýrati sem samsvarar 2,5 g (108 mmól) af natríum í 20 g af natríumfenýlbútýrati, sem er hámarksskammtur á sólarhring. AMMONAPS á því að nota með varúð hjá sjúklingum með hjartabilun eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi og við klínískar aðstæður þegar um uppsöfnun salts með bjúgmyndun er að ræða. AMMONAPS á að nota með varúð hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi þar sem umbrot og útskilnaður natríumfenýlbútýrats tengist lifur og nýrum. Meðan á meðferð stendur á að fylgjast með þéttni kalíum í plasma þar sem útskilnaður fenýlasetýlglútamíns um nýru getur valdið auknu kalíum í þvagi. Hjá sumum sjúklingum getur bráður heilakvilli vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði komið fyrir jafnvel meðan á meðferð stendur. Ekki er mælt með notkun AMMONAPS til að hafa stjórn á bráðri ammoníakshækkun, sem flokkast sem bráðatilvik. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Þegar próbenesíð er gefið samtímis getur það haft áhrif á nýrnaútskilnað efnisins, sem myndast vegna tengingar við natríumfenýlbútýrat. Greint hefur verið frá ofgnótt ammoníaks í blóði af völdum halóperidóls og valpróats. Barksterar geta valdið niðurbroti próteina og aukið þannig þéttni ammoníaks í blóði. Þegar þessi lyf eru notuð þarf að fylgjast oftar með þéttni ammoníaks í plasma. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Öryggi lyfsins á meðgöngu hefur ekki verið staðfest. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eituráhrif á æxlun þ.e. áhrif á þroska fósturvísis eða fósturs. Útsetning fyrir fenýlasetati (virkt umbrotsefni 10

11 fenýlbútýrats) fyrir fæðingu hjá rottuafkvæmum olli skemmdum í strýtufrumum heilabarkar (pyramidal cortex), gripluhólar (dendritic spines) voru lengri, þynnri og færri en eðlilegt er. Mikilvægi þessara upplýsinga hjá mönnum er ekki þekkt, því á ekki að nota AMMONAPS á meðgöngu (sjá kafla 4.3). Konur á barneignaraldri verða að nota öruggar getnaðarvarnir Brjóstagjöf Þegar rottuafkvæmi fengu stóra skammta af fenýlasetati ( mg/kg) undir húð dró úr viðkomu taugafrumna og að sama skapi kom fram aukið taugafrumutap, auk minnkunar mýlis í miðtaugakerfi. Þroski taugafrumumóta í heila var heftur og einnig dró úr fjölda virkra taugafrumuenda í stóra heila, sem leiddi til skerts heilavaxtar. Ekki hefur verið ákvarðað hvort fenýlasetat berist í brjóstamjólk hjá konum og því á ekki að nota AMMONAPS meðan á brjóstagjöf stendur (sjá kafla 4.3). 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. 4.8 Aukaverkanir Í klínískum rannsóknum með AMMONAPS, upplifðu 56% sjúklinga a.m.k. eitt meintilvik og talið var að 78% þessara tilvika væru ótengd lyfinu. Aukaverkanirnar tengdust yfirleitt æxlunar- eða meltingarfærum. Þær eru taldar upp hér að neðan eftir líffærakerfum og tíðni. Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til <1/10), sjaldgæfar ( 1/1,000 til <1/100), mjög sjaldgæfar ( 1/10,000 til <1/1,000), koma örsjaldan fyrir (<1/10,000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum),. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Blóð og eitlar Algengar: Blóðleysi, blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð, hvítfrumnafjölgun, blóðflagnafjölgun Sjaldgæfar: Vanmyndunarblóðleysi (aplastic anaemia), flekkblæðingar Efnaskipti og næring Algengar: Efnaskiptablóðsýring, blóðlýting, minnkuð matarlyst Geðræn vandamál Algengar: Þunglyndi, pirringur Taugakerfi Algengar: Yfirlið, höfuðverkur Hjarta Algengar: Bjúgur Sjaldgæfar: Hjartsláttartruflanir Meltingarfæri Algengar: Kviðverkir, uppköst, ógleði, hægðatregða,truflun á bragðskyni Sjaldgæfar: Brisbólga, magasár, blæðing frá endaþarmi, magabólga Húð og undirhúð Algengar: Útbrot, óeðlileg húðlykt Nýru og þvagfæri Algengar: Nýrnapíplublóðsýring. 11

12 Æxlunarfæri og brjóst Mjög algengar: Tíðateppa, óreglulegar tíðablæðingar Rannsóknaniðurstöður Algengar: Lækkun á kalíum, albúmíni, heildarpróteinum og fosfati í blóði. Aukning á alkalískum fosfatasa, transamínösum, bílírúbíni, þvagsýru, klór, fosfati og natríum í blóði. Þyngdaraukning. Greint var frá hugsanlegri eiturverkun vegna AMMONAPS (450 mg/kg/dag) hjá 18 ára stúlku með lystarstol, þar sem fram kom heilakvilli vegna röskunar á efnaskiptum, sem tengdist mjólkursýringu, alvarlegum kalíumskorti, blóðfrumnafæð, úttaugakvilla og brisbólgu. Hún náði sér eftir að skammtar höfðu verið minnkaðir að undanskildum endurteknum tilvikum brisbólgu, sem að lokum leiddu til þess að meðferð var hætt. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Ofskömmtun kom fram hjá 5 mánaða barni eftir einn 10 g skammt fyrir slysni (1.370 mg/kg), sem olli niðurgangi, pirringi og efnaskiptablóðsýringu með kalíumskorti hjá sjúklingnum. Sjúklingurinn náði sér á innan við 48 klst. eftir einkennameðferð. Þessi einkenni eru í samræmi við uppsöfnun fenýlasetats, sem sýndu fram á skammtaháð eituráhrif á taugar þegar það var gefið í bláæð í skömmtum sem voru allt að 400 mg/kg/dag. Einkenni taugaeitrunarinnar voru aðallega svefndrungi, þreyta og ringlun. Sjaldgæfari einkenni voru rugl, höfuðverkur, bragðtruflanir, heyrnarskerðing, vistarfirring (disorientation), minnisskerðing og versnandi taugakvilli sem var fyrir. Við ofskömmtun á að hætta meðferðinni og veita stuðningsmeðferð. Blóðskilun eða kviðskilun geta komið að gagni. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: ýmis meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A16A X03. Natríumfenýlbútýrat er forlyf og umbrotnar hratt í fenýlasetat. Fenýlasetat er virkt efnasamband sem tengist glútamíni með asetýleringu og myndar fenýlasetýlglútamín sem skilst síðan út um nýru. Fenýlasetýlglútamín er sambærilegt þvagefni, þegar mól eru lögð til grundvallar (þ.e. bæði efnin innihalda 2 mól af köfnunarefni) og er því staðgengill burðarefnis fyrir útskilnað köfnunarefnisúrgangs. Byggt á rannsóknum á útskilnaði fenýlasetýlglútamíns hjá sjúklingum með röskun á þvagefnishring er hugsanlega hægt að reikna út að fyrir hvert g af fenýlbútýrati sem gefið er myndast 0,12-0,15 g af fenýlasetýlglútamín köfnunarefni. Þess vegna dregur natríumfenýlbútýrat úr ammoníaki og glútamíni í plasma hjá sjúklingum með röskun á þvagefnishring. Mikilvægt er að greining sé gerð snemma og meðferð hefjist strax til þess að bæta lifun og klínískan árangur. Áður fyrr var röskun á þvagefnishring, sem birtist á nýburastigi, banvæn strax á fyrsta ári, jafnvel þótt meðferð fæli í sér kviðskilun og lífsnauðsynlegar amínósýrur eða köfnunarefnislausar hliðstæður þeirra. Með blóðskilun, notkun staðgengil burðarefnis fyrir útskilnað köfnunarefnisúrgangs (natríumfenýlbútýrat, natríumbensóat og natríumfenýlasetat), takmarkaðri próteinneyslu og í sumum tilvilkum með uppbót lífsnauðsynlegra amínósýra, jókst tíðni lifunar hjá nýburum sem greindir voru eftir fæðingu (á fyrsta mánuði eftir fæðingu) um næstum 80% þar sem flest dauðsföll voru vegna bráðs 12

13 heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði. Há tíðni greindarskerðingar var hjá sjúklingum með nýburastigs sjúkdómsmynd. Hjá sjúklingum sem greindir voru á meðgöngu og meðhöndlaðir áður en tilvik um heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði kom fram, var lifun 100%, en jafnvel hjá þessum sjúklingum kom vitræn skerðing eða aðrir taugafræðilegir ágallar smám saman í ljós. Sjúklingar með síðkomna röskun á þvagefnishring, m.a. kvenkyns sjúklingar sem voru arfblendnir með tilliti til skorts á ornitíntranscarbamýlasa, sem náðu sér eftir heilakvilla vegna ofgnóttar ammoníaks í blóði og fengu síðan langtíma meðferð með takmarkaðri próteinneyslu og natríumfenýlbútýrati, var tíðni lifunar 98%. Flestir þeirra sjúklinga sem voru prófaðir voru með greindarvísitölu í meðallagi til lágs meðallags/jaðargreindarskerðingar. Vitsmunastarfsemi þeirra hélst tiltölulega stöðug meðan á fenýlbútýratmeðferð stóð. Ólíklegt að taugaskerðing sem fyrir er gangi til baka, þrátt fyrir lyfjagjöf og taugaskemmdir geta haldið áfram hjá sumum sjúklingum. Meðferð með AMMONAPS getur verið ævilöng nema lifrarígræðsla verði gerð. 5.2 Lyfjahvörf Fenýlbútýrat oxast í fenýlasetat sem tengist glútamíni fyrir tilstilli ensíma og myndar fenýlasetylglútamat í lifur og nýrum. Fenýlasetat verður einnig fyrir vatnsrofi vegna esterasa í lifur og blóði. Þéttni fenýlbútýrats og umbrotsefna þess í plasma og þvagi hafa náðst fram frá heilbrigðum fastandi fullorðnum einstaklingum sem fengu stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati og frá sjúklingum með röskun á þvagefnishring, blóðrauðakvilla og sjúklingum með skorpulifur sem fengu stakan skammt og endurtekna skammta til inntöku allt að 20 g/dag (rannsóknir sem voru ekki samanburðarrannsóknir). Dreifing fenýlbútýrats og umbrotsefna þess hefur einnig verið rannsökuð hjá krabbameinssjúklingum eftir innrennsli natríumfenýlbútýrats í bláæð (allt að 2 g/m 2 ) eða fenýlasetats. Frásog Fenýlbútýrat frásogast hratt við föstuástand. Eftir stakan 5 g skammt af natríumfenýlbútýrati í kyrnisformi var þéttni fenýlbútýrats í plasma mælanleg eftir 15 mínútur. Meðaltími þar til hámarksþéttni var náð var 1 klst. og meðalhámarksþéttni í plasma var 195 μg/ml. Helmingunartími útskilnaðar var talinn vera 0,8 klst. Áhrif fæðu á frásog er ekki þekkt. Dreifing Dreifingarrúmmál fenýlbútýrats er 0,2 l/kg. Umbrot Eftir stakan 5g skammt af natríumfenýlbútýrati sem kyrni var plasmaþéttni fenýlasetats og fenýlasetýlglútamíns mælanleg annars vegar 30 og hins vegar 60 mínútum síðar. Meðaltími þar til hámarksþéttni var náð var 3,55 og 3,23 klst. og meðalhámarksþéttni var annars vegar 45,3 og hins vegar 62,8 μg/ml. Helmingunartími útskilnaðar var 1,3 og 2,4 klst. Rannsóknir á stórum skömmtum af fenýlasetati í bláæð sýndu ólínuleg lyfjahvörf sem einkenndust af mettanlegu umbroti í fenýlasetýlglútamín. Endurteknir skammtar af fenýlasetati sýndu vísbendingar um framköllun úthreinsunar. Hjá meirihluta sjúklinga með röskun á þvagefnishring eða blóðrauðakvilla sem fengu fenýlbútýrat í mismunandi skömmtum ( mg/kg/dag upp í 20 g/dag) var ekki hægt að greina fenýlasetat í plasma eftir næturföstu. Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi getur breyting fenýlasetats í fenýlasetatglútamín verið tiltölulega hægari. Hjá þremur sjúklingum (af 6) með skorpulifur sem fengu endurtekna skammta af natríumfenýlbútýrati til inntöku (20 g/dag í þremur skömmtum), kom stöðug 13

14 plasmaþéttni natríum fenýlasetats í ljós á þriðja degi sem var fimm sinnum hærri en eftir fyrsta skammtinn. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum af báðum kynjum kom eftirfarandi í ljós varðandi lyfjahvörf fenýlbútýrats og fenýlasetats (AUC og C max var u.þ.b % hærra hjá kvenkyns sjúklingum) en ekki fyrir fenýlasetýlglútamín. Þetta getur verið vegna fitusækni natríumfenýlbútýrats og þar af leiðandi mun á dreifingarrúmmáli. Brotthvarf U.þ.b % af lyfinu skilst út um nýru innan sólarhrings sem fenýlasetýlglútamín. 5.3 Forklínískar upplýsingar Natríumfenýlbútýrat var neikvætt í tveimur rannsóknum varðandi stökkbreytingar, þ.e. Ames próf og smákjarnapróf. Niðurstöður benda til að natríumfenýlbútýrat hafi ekki stökkbreytandi áhrif í Ames prófi hvorki með né án örvunar á efnskipti. Niðurstöður í smákjarnaprófi benda til að natríumfenýlbútýrat leiddi ekki til litningabrota hjá rottum sem fengu skammt með eða án eituráhrifa (rannsakað 24 og 48 klst. eftir staka skammta á bilinu 878 til mg/kg). Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum og frjósemisrannsóknir hafa ekki verið gerðar með natríumfenýlbútýrati. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Kalsíumsterat Vatnsfrí kísilkvoða 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 2 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið ekki við hærra hitastig en 25 C. 6.5 Gerð íláts og innihald HDPE glös með öryggisloki og innihalda þau 266 g eða 532 g af kyrni. Þrjár mæliskeiðar fyrir mismunandi magn eru meðfylgjandi. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Mælt er með að taka kúfaða mæliskeið úr glasinu og taka kúfinn af með t.d. hníf. Þá fást eftirfarandi skammtar: minnsta mæliskeiðin: 1,2 g, miðstærð: 3,3 g, stærsta mæliskeiðin: 9,7 g af fenýlbútýrati. Þegar sjúklingurinn þarf að fá lyfjagöfina í slöngu, má hugsanlega blanda AMMONAPS með vatni (leysni natríumfenýlbútýrats er allt að 5 g í 10 ml af vatni). Athugið að uppleyst kyrni myndar venjulega mjólkurlitaða dreifu. 14

15 Þegar AMMONAPS kyrni er blandað út í mat, vatn eða annan vökva, er mikilvægt að nota blönduna strax. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Swedish Orphan Biovitrum International AB SE Stokkhólmur Svíþjóð 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/99/120/003/IS (266 g af kyrni) EU/1/99/120/004/IS (532 g af kyrni) 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 08/12/1999 Dagsetning síðustu endurnýjunar markaðsleyfis: 08/12/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu Upplýsingar á íslensku eru á 15

16 VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS 16

17 A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðanda sem er ábyrgur fyrir lokasamþykkt Bioglan AB, Borrgatan 31, SE Malmö, Svíþjóð B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Ávísun lyfsins er háð sérstökum takmörkunum (Sjá viðauka I: Samantekt á eiginleikum lyfs, kafla 4.2). C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS Á ekki við. D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS Á ekki við. 17

18 VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 18

19 A. ÁLETRANIR 19

20 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM OG INNRI UMBÚÐUM YTRI UMBÚÐIR OG GLASAMIÐI FYRIR TÖFLUR 1. HEITI LYFSINS AMMONAPS 500 mg töflur natríumfenýlbútýrat 2. VIRK(T) EFNI Hver tafla inniheldur 500 mg af natríumfenýlbútýrati. 3. HJÁLPAREFNI Inniheldur natríum, sjá fylgiseðil til frekari upplýsinga. 4. LYFJAFORM OG INNIHALD 250 töflur 500 töflur 5. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 7. ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF 8. FYRNINGARDAGSETNING EXP 9. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið ekki við hærra hitastig en 30 C. 10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á 20

21 11. NAFN OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS Swedish Orphan Biovitrum International AB SE Stockholm Sweden 12. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/99/120/ töflur EU/1/99/120/ töflur 13. LOTUNÚMER Lot 14. AFGREIÐSLUTILHÖGUN 15. NOTKUNARLEIÐBEININGAR 16. UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI Ammonaps 500 mg Aðeins á ytri umbúðum. UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM OG INNRI UMBÚÐUM YTRI UMBÚÐIR OG GLASAMIÐI FYRIR KYRNI 1. HEITI LYFSINS AMMONAPS 940 mg/g kyrni. natríumfenýlbútýrat 2. VIRK(T) EFNI 1 g af kyrni inniheldur 940 mg natríumfenýlbútýrati. 3. HJÁLPAREFNI Inniheldur natríum, sjá fylgiseðil til frekari upplýsinga. 4. LYFJAFORM OG INNIHALD 266 g af kyrni 532 g af kyrni Þrjár mæliskeiðar fyrir mismunandi magn eru meðfylgjandi. 21

22 5. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 7. ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF 8. FYRNINGARDAGSETNING EXP 9. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið ekki við hærra hitastig en 25 C. 10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á 11. NAFN OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS Swedish Orphan Biovitrum International AB SE Stockholm Sweden 12. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/99/120/ g af kyrni EU/1/99/120/ g af kyrni 13. LOTUNÚMER Lot 14. AFGREIÐSLUTILHÖGUN 15. NOTKUNARLEIÐBEININGAR 16. UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI 22

23 [Fallist hefur verið á rök fyrir undanþágu frá kröfu um blindraletur.] 23

24 B. FYLGISEÐILL 24

25 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins AMMONAPS 500 mg töflur Natríumfenýlbútýrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið. - Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir - sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um AMMONAPS og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota AMMONAPS 3. Hvernig nota á AMMONAPS 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á AMMONAPS 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um AMMONAPS og við hverju það er notað AMMONAPS er ætlað sjúklingum með röskun á þvagefnishring. Hjá sjúklingum með þennan sjaldgæfa sjúkdóm skortir ákveðin lifrarensím og því geta þeir ekki losnað við köfnunarefnisúrgang. Köfnunarefni er frumeining próteina og þess vegna safnast köfnunarefni upp í líkamanum eftir neyslu próteina. Köfnunarefnisúrgangur er á formi ammoníaks, sem er sérstaklega eitrað fyrir heilann og veldur í alvarlegum tilvikum minnkaðri meðvitund og dái. AMMONAPS hjálpar líkamanum að losa sig við köfnunarefnisúrgang með því að minnka magn ammoníaks í líkamanum. 2. Áður en byrjað er að nota AMMONAPS Ekki má nota AMMONAPS: - ef þú átt von á barni - ef þú ert með barn á brjósti - ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumfenýlbútýrati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum áður en Ammonaps er notað. - ef þú átt erfitt með að gleypa. AMMONAPS töflur geta fests í vélindanu og valdið sári. Ef þú átt erfitt með að gleypa er mælt með að nota AMMONAPS kyrni í staðinn. - ef þú ert með hjartabilun, skerta nýrnastarfsemi eða annan sjúkdóm þar sem uppsöfnun natríumsaltsins í lyfinu getur valdið því að ástand þitt versnar. - ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi því AMMONAPS skilst út úr líkamanum um nýru og lifur. - þegar lyfið er gefið litlum börnum þar sem þau geta hugsanlega ekki gleypt töflur og þær geta staðið í þeim. Mælt er með að nota AMMONAPS kyrni í staðinn. Samhliða AMMONAPS meðferð verður fæðið að vera próteinskert en það er einstaklingsbundið og á að vera samkvæmt ráði læknis eða næringarfræðings. Fylgja verður mataræðinu nákvæmlega. 25

26 AMMONAPS kemur ekki algjörlega í veg fyrir ofgnótt ammoníaks í blóði og hentar ekki til meðferðar á slíku tilviki, þar er um bráðatilvik að ræða. Ef nauðsynlegt reynist að taka blóðsýni úr þér er mikilvægt að minna lækninn á að þú takir AMMONAPS, því natríumfenýlbútýrat getur haft áhrif á ákveðnar rannsóknarniðurstöður. Notkun annarra lyfja samhliða Ammonaps Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Mjög mikilvægt að upplýsa lækninn ef þú tekur lyf sem innihalda: - valpróínsýru (flogaveikilyf), - halóperidól (notað við ákveðnum geðrænum kvillum), - barkstera (lyf sem líkjast kortísón og notuð eru til að lina staðbundna bólgu í líkamanum), - próbenesíð (lyf við ofsöfnun þvagsýru í blóði sem tengist oft þvagsýrugigt). Þessi lyf geta breytt áhrifum AMMONAPS og því þarf að taka blóðsýni örar. Ef þú ert ekki viss um hvort lyf þín innihaldi þessi efni skaltu leita til læknisins eða lyfjafræðings. Meðganga og brjóstagjöf AMMONAPS á ekki að nota á meðgöngu því það getur skaðað fóstrið. Ef þú ert á barneignaraldri verður þú að nota öruggar getnaðarvarnir á meðan þú notar AMMONAPS. Ef þú ert með barn á brjósti áttu ekki að nota AMMONAPS, því það getur borist í brjóstamjólkina og skaðað barnið. Akstur og notkun véla Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á hæfni til aksturs og notkunar véla. AMMONAPS inniheldur natríum Hver AMMONAPS tafla inniheldur 62 mg af natríum. Sjúklingar á natríumskertu fæði þurfa að taka tillit til þess. 3. Hvernig nota á AMMONAPS Notaðu lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Skammtar Daglegur skammtur AMMONAPS er reiknaður út frá próteinþoli þínu, mataræði, líkamsþyngd eða líkamsyfirborði. Nauðsynlegt er að taka blóðsýni reglulega til þess að ákveða réttan skammt. Læknirinn gefur fyrirmæli um hve margar töflur þú átt að taka. Lyfjagjöf AMMONAPS er tekið inn í jöfnum skömmtum með hverri máltíð (til dæmis þrisvar á dag). AMMONAPS á að taka inn með miklu af vatni. AMMONAPS verður að taka með próteinskertu fæði. AMMONAPS töflur á ekki að gefa börnum sem geta ekki gleypt töflur. Mælt er með að nota AMMONAPS kyrni í staðinn. Þú þarft á meðferð og sérstöku mataræði að halda ævilangt nema þú gangist undir vel heppnaða lifrarígræðslu. 26

27 Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður Sjúklingar sem hafa tekið mjög stóra skammta hafa fundið fyrir: - svefnleysi, þreytu, ringlun og í sjaldgæfari tilvikum, rugli, - höfuðverk, - breyttu bragðskyni, - heyrnarskerðingu, - vistarfirringu, minnisskerðingu, - versnandi taugakvillum sem fyrir eru. Ef þú finnur fyrir einhverju ofangreindra einkenna skaltu hafa samband við lækninn eða næstu bráðamóttöku strax til þess að fá stuðningsmeðferð. Ef gleymist að nota AMMONAPS Taktu skammtinn eins fljótt og hægt er með næstu máltíð. Vertu viss um að a.m.k. 3 klst. séu á milli skammta. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Tíðni hugsanlegra aukaverkana er eftirfarandi: Mjög algengar: Koma fram hjá fleirum en 1 notanda af 10 Algengar: Koma fram hjá 1 til 10 notendum af 100 Sjaldgæfar: Koma fram hjá 1 til 10 notendum af Mjög sjaldgæfar: Koma fram hjá 1 til 10 notendum af Koma örsjaldan fyrir: Koma fram hjá færri en 1 notanda af Tíðni ekki þekkt: Ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum Mjög algengar aukaverkanir: Óreglulegar blæðingar eða blæðingar hætta alveg. Ef þú stundar kynlíf og blæðingar hætta alveg skaltu ekki ganga út frá því að það sé vegna AMMONAPS. Það getur verið vegna þungunar og þú átt því þess vegna að ræða það við lækninn (sjá kaflann Meðganga og brjóstagjöf hér að ofan). Algengar aukaverkanir: Breytingar á fjölda blóðkorna (rauðra, hvítra og blóðflagna), minnkuð matarlyst, þunglyndi, pirringur, höfuðverkur, yfirlið, vökvasöfnun, bragðtruflanir, kviðverkir, uppköst, ógleði, hægðatregða, óþægileg húðlykt, útbrot, óeðlileg nýrnastarfsemi, þyngdaraukning, breytt gildi rannsóknaniðurstaðna. Sjaldgæfar aukaverkanir: Fækkun blóðkorna vegna beinmergsbælingar, marblettir, hjartsláttartruflanir, blæðing frá endaþarmi, magaerting, magasár, brisbólga. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Við þrálát uppköst skaltu samstundis hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing. Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 27

28 5. Hvernig geyma á AMMONAPS Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum og glasamiða á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur þess mánaðar. Geymið ekki við hærra hitastig en 30 C. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Hvað inniheldur AMMONAPS - Virka innihaldsefnið er fenýlbútýrat. Hver AMMONAPS tafla inniheldur 500 mg af natríumfenýlbútýrati. - Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi, magnesíumsterat og vatnsfrí kísilkvoða. Útlit AMMONAPS og pakkningastærð AMMONAPS töflur eru beinhvítar, sporöskjulaga með áletruninni UCY 500. Töflurnar eru í plastglasi með öryggisloki. Hvert glas inniheldur 250 eða 500 töflur. Markaðsleyfishafi Swedish Orphan Biovitrum International AB SE Stokkhólmur Svíþjóð Framleiðandi Bioglan AB PO Box SE Malmö Svíþjóð Þessi fylgiseðill var síðast Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu Upplýsingar á íslensku eru á 28

29 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins AMMONAPS 940 mg/g kyrni Natríumfenýlbútýrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið. - Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum: 1. Upplýsingar um AMMONAPS og við hverju það er notað 2. Áður en byrjað er að nota AMMONAPS 3. Hvernig nota á AMMONAPS 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á AMMONAPS 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um AMMONAPS og við hverju það er notað AMMONAPS er ætlað sjúklingum með röskun á þvagefnishring. Hjá sjúklingum með þennan sjaldgæfa sjúkdóm skortir ákveðin lifrarensím og því geta þeir ekki losnað við köfnunarefnisúrgang. Köfnunarefni er frumeining próteina og þess vegna safnast köfnunarefni upp í líkamanum eftir neyslu próteina. Köfnunarefnisúrgangur er á formi ammoníaks, sem er sérstaklega eitrað fyrir heilann og veldur í alvarlegum tilvikum minnkaðri meðvitund og dái. AMMONAPS hjálpar líkamanum að losa sig við köfnunarefnisúrgang með því að minnka magn ammoníaks í líkamanum. 2. Áður en byrjað er að nota AMMONAPS Ekki má nota AMMONAPS: - ef þú átt von á barni - ef þú ert með barn á brjósti - ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumfenýlbútýrati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum áður en Ammonaps er notað. - ef þú ert með hjartabilun, skerta nýrnastarfsemi eða annan sjúkdóm þar sem uppsöfnun natríumsaltsins í lyfinu getur valdið því að ástand þitt versnar. - ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi því AMMONAPS skilst út úr líkamanum um nýru og lifur. Samhliða AMMONAPS meðferð verður fæðið að vera próteinskert en það er einstaklingsbundið og á að vera samkvæmt ráði læknis eða næringarfræðings. Fylgja verður mataræðinu nákvæmlega. AMMONAPS kemur ekki algjörlega í veg fyrir ofgnótt ammoníaks í blóði og hentar ekki til meðferðar á slíku tilviki, þar er um bráðatilvik að ræða. 29

30 Ef nauðsynlegt reynist að taka blóðsýni úr þér er mikilvægt að minna lækninn á að þú takir AMMONAPS, því natríumfenýlbútýrat getur haft áhrif á ákveðnar rannsóknarniðurstöður. Notkun annarra lyfja samhliða AMMONAPS Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Mjög mikilvægt að upplýsa lækninn ef þú tekur lyf sem innihalda: - valpróínsýru (flogaveikilyf), - halóperidól (notað við ákveðnum geðrænum kvillum), - barkstera (lyf sem líkjast kortísón og notuð eru til að lina staðbundna bólgu í líkamanum), - próbenesíð (lyf við ofsöfnun þvagsýru í blóði sem tengist oft þvagsýrugigt). Þessi lyf geta breytt áhrifum AMMONAPS og því þarf að taka blóðsýni örar. Ef þú ert ekki viss um hvort lyf þín innihaldi þessi efni skaltu leita til læknisins eða lyfjafræðings. Meðganga og brjóstagjöf AMMONAPS á ekki að nota á meðgöngu, því það getur skaðað fóstrið. Ef þú ert á barneignaraldri verður þú að nota öruggar getnaðarvarnir á meðan þú notar AMMONAPS. Ef þú ert með barn á brjósti áttu ekki að nota AMMONAPS, því það getur borist í brjóstamjólkina og skaðað barnið. Akstur og notkun véla Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum lyfsins á hæfni til aksturs og notkunar véla. AMMONAPS inniheldur natríum Hvít lítil skeið af AMMONAPS kyrni inniheldur 149 mg af natríum. Gul millistærðarskeið af AMMONAPS inniheldur 408 mg af natríum. Blá stór skeið af AMMONAPS inniheldur 1200 mg af natríum. Sjúklingar á natríumskertu fæði þurfa að taka tillit til þess. 3. Hvernig nota á AMMONAPS Notaðu lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Skammtar Daglegur skammtur AMMONAPS er reiknaður út frá próteinþoli þínu, mataræði, líkamsþyngd eða líkamsyfirborði. Nauðsynlegt að taka blóðsýni reglulega til þess að ákveða réttan skammt. Læknirinn gefur fyrirmæli um hve mikið af kyrni þú átt að taka. Lyfjagjöf AMMONAPS er tekið inn í jöfnum skömmtum með inntöku eða gegnum magaraufun (slanga gegnum kvið í maga) eða magaslöngu (slanga gegnum nef í maga). Munið að AMMONAPS verður að taka með próteinskertu fæði. AMMONAPS á að taka með hverri máltíð eða fæðugjöf. Hjá smábörnum getur það verið 4 til 6 sinnum á dag. Til þess að mæla skammt: Hristið glasið lauslega áður en það er opnað Takið rétta skeið til að skammta eftirfarandi magni af AMMONAPS: 1,2 g = hvít lítil skeið; 3,3 g = gul skeið af millistærð og 9,7 g = stór blá skeið. Takið kúfaða skeið af kyrni úr glasinu Takið kúfinn af með einhverju sléttu, t.d. hnífsblaði. 30

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR 1 ml af lausn inniheldur emedastín 0,5 mg (sem tvífúmarat). Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur. Siklos 1000 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Verkazia 1 mg/ml augndropar, fleyti 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af fleyti inniheldur 1 mg af cíklósporíni (ciclosporin). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Xenical 120 mg hörð hylki. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert hart hylki inniheldur 120 mg af orlístati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Constella 290 míkrógramma hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 290 míkrógrömm af línaklótíði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopid 300 mg, hart hylki Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS PROCYSBI 25 mg magasýruþolin hörð hylki. PROCYSBI 75 mg magasýruþolin hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING PROCYSBI 25 mg hart hylki. Hvert hart hylki inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Posatex eyrnadropar, dreifa handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Orbifloxacin 8,5 mg/ml Mometasonfuroat (sem mónóhýdrat) 0,9 mg/ml

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMGLIDIA 0,6 mg/ml mixtúra, dreifa AMGLIDIA 6 mg/ml mixtúra, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING AMGLIDIA 0,6 mg/ml mixtúra, dreifa Hver ml inniheldur 0,6 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cefotaxim Villerton stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Cefotaxím natríum sem samsvarar 0,5 g af cefotaxími Cefotaxím natríum sem samsvarar 1 g af cefotaxími

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fontex 20 mg dreifitafla. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg flúoxetín (sem flúoxetínhýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TachoSil vefjalímsnetja 2. INNIHALDSLÝSING Hver cm 2 TachoSil inniheldur: Mannafíbrínógen Mannatrombín 5,5 mg 2,0 a.e. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS CIPRALEX 5 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 10 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 15 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum. Veraflox 60 mg töflur handa hundum. Veraflox 120 mg töflur handa hundum. 2. INNIHALDSLÝSING Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. 2. INNIHALDSLÝSING Hver gefinn skammtur (skammturinn sem berst úr munnstykkinu)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexavar 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af sorafenibi (sem tosylat). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bendamustine medac 2,5 mg/ml stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 25 mg bendamústínhýdróklóríð (sem bendamústínhýdróklóríðeinhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt kvörðuð sprauta inniheldur anakinra* 100 mg í 0,67 ml (150

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prolia 60 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt sprauta inniheldur 60 mg af denosumabi í 1 ml af lausn (60 mg/ml).

Διαβάστε περισσότερα