Blephadex gegn. augnháramítlum

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Blephadex gegn. augnháramítlum"

Transcript

1 KYNNINGARBLAÐ Helgin LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Ragna Sigríður Bjarnadóttir fatahönnuður hóf nýlega störf hjá hinu vinsæla tískumerki Part Two í Kaupmannahöfn og líkar vel. 12 Blephadex gegn augnháramítlum Milljónir manna þjást af kláða, óþægindum og brunatilfinningu í augum sem oft má rekja til vanstarfsemi í fitukirtlum. 2 Ánægðari augu allan daginn Nýtt! Gel fyrir nóttina og eftir þörfu fum ád aginn Náttúruleg vörn gegn augnþurrki Thealoz eru einstakir augndropar sem viðhalda raka og verja augun fyrir þurrki á náttúrulegan hátt. Trehalósi kemur á jafnvægi og verndar frumur hornhimnu Hýaluronsýra smyr og gefur langvarandi raka Karbómer fær gelið til að halda virkni enn lengur Sérstaklega milt fyrir augun Mælt með fyrir augnlinsur Án rotvarnarefna

2 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Demodex-mítlar eða augnháramítlar geta valdið slíkri vanstarfsemi en þeir eru oft vangreind ástæða hvarmabólgu og þar með augnþurrks. Augnháramítlar (Demodex) eru örsmáar áttfættlur sem finnast í augnhárasekkjum eða alldjúpt í fitukirtlum. Mítlarnir eru hálfgegnsæir og pinnalaga og ósýnilegir berum augum en má greina með að minnsta kosti 25x stækkun í raufarlampa. Þeir eru almennt taldir vera saklausar samlífslífverur húðarinnar en við mikinn fjölda þeirra geta þeir orsakað hvarmabólgu og ýmsa húðsjúkdóma. Algeng einkenni um augnháramítil: Kláði og augnþurrkur Sviði og vanlíðan á augnsvæði Roði í augum Roði á augnlokum Hrúður á hvörmum Aðskotahlutartilfinning Næmni fyrir ljósi Blephadex blautklútar eru sérhannaðir til að hreinsa augnsvæðið og vinna gegn augnháramítlum. Blephadex er með einkaleyfi fyrir sérstakri formúlu af Tea Tree og Virgin kókosolíu sem hafa þann eiginleika að hreinsa augnhár, augnlok og andlit Hér má sjá augnhár með sýkingu. án skaðlegra efna eða brennandi tilfinningu. Klútana má nota daglega til að róa, sótthreinsa og gefa augnsvæðinu raka. Þeir eru náttúruleg vara og lausir við rotvarnarefni. Með því að nota Blephadex blautklúta sem part af daglegu hreinlæti augna má vinna á einkennum sem tengjast augnþurrki og hvarmabólgu (blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum augna (MGD) og augnháramítlum (Demodex) og rósaroða (rosacea). Notkun Blephadex einu sinni á dag þýðir að þú færð sömu meðferð heima og er notuð á læknastofum um allan heim. Ítarlegar rannsóknir staðfesta gæði og árangur formúlunnar sem þýðir að þú færð það sem stendur á pakkanum, þar Augnháramítil er ekki hægt að sjá með berum augum. Þetta eru agnarsmáar verur sem geta orsakað óþægindi í augum. Hér stækkaður sinnum. á meðal aðeins hreinustu olíur úr Tea Tree og kókos unnar í þessa einstöku formúlu. Inniheldur Tea Tree og kókosolíu Örvar starfsemi í fitukirtlum Róar og eykur raka á augnsvæði Náttúrulegt án rotvarnarefna Læknar mæla með vörunni Tea Tree olía er bakteríudrepandi og eyðir örverum og sveppum. Hún er einnig eina náttúrlega efnið sem drepur augnháramítilinn (demodex). Kókosólía er bólgueyðandi, bakteríudrepandi og eyðir örverum og sveppum auk þess að vera einstaklega rakagefandi og veita róandi tilfinningu. Þægileg lausn við óþægindum í augum Blephadex blautklútar eru náttúruleg vara sem inniheldur Tea tree og kókosolíur. Augnhvílan er sérhannaður margnota hitapoki sem lagður er yfir augnsvæðið til að virkja vanstarfsemi í fitukirtlum og sporna við hvarmabólgu, þurrum augum, vogrís, augnhvarmablöðrum og rósroða í hvörmum eða augnlokum. Með því að leggja heita augnhvíluna yfir lokuð augu má létta á margs konar óþægindum. Hitinn helst nægilega lengi til að örva starfsemi í fitukirtlum þannig að þeir framleiði nægar olíur til að smyrja tárafilmuna og veita langvarandi létti. Þá er einnig mjög gott að nudda augnhvarmana eftir að augnhvílan er tekin af. Augnhvílan er einföld, skilvirk og þægileg lausn fyrir fólk í meðferð gegn ýmsum óþægindum í augum. Til meðferðar á eftirfarandi: Vanstarfsemi í fitukirtlum Hvarmabólgu Augnþurrki Stírum Bólgum í augnlokum Þurrki vegna notkunar snertilinsa Þurrki vegna augnaðgerða Vogrís Rósroða Blephadex blautklútar verja augun og vinna gegn óþægindum sem tengjast augnþurrki og hvarmabólgu. Léttir einkenni vegna: Þreytu í augum Roða í augum Óskýrrar sjónar Brunatilfinningar Aðskotahlutartilfinningar Augnþurrks Ertingar í augum Augnhvílan getur komið að góðum notum ef óþægindi í augum gera vart við sig. Augnhvílan (MGDRx EyeBag ) er CE-merkt lækningatæki, þróuð og framleidd í Bretlandi í samvinnu við augnlækna. Hún er úr náttúrulegum efnum; 100% silki, 100% bómull og með fyllingu úr hörfræjum og má hita í um 200 skipti. Hún er sérhönnuð til að hita í örbylgjuofni í um það bil 30 sekúndur og er lögð yfir lokuð augun. Mælt er með því að nota augnhvíluna tvisvar á dag í um það bil 10 mínútur fyrir sem bestan árangur. Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s

3 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Mælir heils hugar með Bio-Kult Bio-Kult Pro-Cyan er háþróuð þrívirk formúla sem tryggir heilbrigða þvagrás. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir hefur endurtekið haft þvagfæraóþægindi en er nú betri eftir að hún fór að taka Bio-Kult Pro-Cyan. Margar konur þjást af þvagfæraóþægindum og er algengt að það sé af völdum E. coli-bakteríunnar. Ein af hverjum þremur konum hefur þjáðst af þvagfæraóþægindum fyrir 24 ára aldur og að minnsta kosti helmingur allra kvenna fær þvagfæraóþægindi einu sinni á ævinni. Fjórðungur þeirra fær endurteknar sýkingar. Ég hef verið með krónísk óþægindi í blöðrunni í rúmlega tvö ár og hefur það valdið mér mikilli vanlíðan og óþægindum. Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Þar sem ég stunda hestamennsku og þarf oft að vera á ferðinni í vinnu þá var þetta mjög óþægilegt og hamlandi fyrir mig, segir Guðlaug Jóna Matthíasdóttir. Henni var ráðlagt að fara á meðhöndlandi kúr í tólf mánuði en hún var ekki alveg tilbúin til þess. Því ákvað ég að prófa Bio-Kult Pro-Cyan þegar ég sá umfjöllun um það í blöðunum og fann fljótlega að það virkaði mjög vel gegn þessum króníska vanda mínum. Í fyrstu tók ég bara eitt hylki á dag eða þegar ég fann að ég fékk Ég finn að Bio-Kult Pro-Cyan gerir mér gott, ég er í betra jafnvægi, meltingin er betri og ég er öll mun betri. Guðlaug Jóna tekur Bio-Kult Pro-Cyan þegar hún finnur fyrir einkennum þvagfæraóþæginda. MYND/GVA einkennin, en núna tek ég tvö hylki um leið og ég finn fyrir óþægindum og stundum nokkrum sinnum yfir daginn þegar ég er verst. Ég finn að Bio-Kult Pro-Cyan gerir mér gott, ég er í betra jafnvægi, meltingin er betri og ég er öll mun betri, segir Guðlaug ánægð. Tryggir heilbrigða þvagrás Orsakir óþæginda í þvagrás geta verið nokkrar, meðal annars utanaðkomandi áhrif á þarmaflóruna, breyttur lífsstíll, aukið stress, ýmsir sjúkdómar og aukin lyfjanotkun. Einkennin eru meðal annars tíð þvaglát, aukin þörf fyrir þvaglát án þess að kasta af sér þvagi, verkir við þvaglát og óeðlileg lykt og litur á þvaginu. Trönuber hafa löngum verið þekkt fyrir að virka vel sem fyrirbyggjandi meðhöndlun gegn þvagfærasýkingum. Trönuber hindra að E. coli-bakterían nái fótfestu við slímhúð þvagrásar og skola bakteríunni út með þvaginu. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur þrívirka formúlu, sem hefur verið vísindalega þróuð og staðfest, og á hún að tryggja heilbrigða þvagrás. Hylkin innihalda trönuberja-extrakt, vinveitta gerla og A-vítamín. Hlutverk gerlanna og A-vítamíns í Bio-Kult Pro- Cyan er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum, einnig að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. Bio-Kult Pro-Cyan er sérstaklega hannað fyrir barnshafandi konur en alltaf er mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en inntaka hefst. Börn mega líka nota Bio-Kult Pro-Cyan en þá er mælt með hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Vörurnar eru fáanlegar í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Betri s Melissa Dream er vísindalega samsett náttúrulyf, hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla Elsa M. Víðis Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Valið besta bætiefni við streitu hjá National Nutrition í Kanada Stuðlar að líflegra og fallegra hári Frábærar töflur sem hægt er að mæla hiklaust með. Aðeins ein tafla af Hair Volume á dag og hárið verður líflegra. Selma Björk Grétarsdóttir var farin að taka eftir að hár hennar hafði þynnst og var orðið mjög þurrt og slitið. Ég ákvað að prófa Hair Volume sem ég hafði séð auglýst og fljótlega sá ég að hárið varð miklu líflegra. Mér finnst einnig vera kominn gljái á hárið og finn að það hefur þykknað þótt ég sé einungis búin að taka Hair Volume í tvo mánuði. Ég hef litað hárið reglulega og þarf því að gæta þess að það þorni ekki of mikið. Ég get hiklaust mælt með Hair Volume fyrir þær sem eru í sömu stöðu og ég, segir Selma. Ný uppfinning Hair Volume er nýjung á markaðnum. Hair Volume er eina varan sem inniheldur náttúrulega vaxtarvakann procyanidin- B2 sem unninn er úr eplum. Töflurnar næra rætur hársins með bíótíni sem hvetur hárvöxt og umfang hársins og kopar sem viðheldur eðlilegum lit, hjálpar til við að koma í veg fyrir grá hár. Töflurnar innihalda líka þykkni úr hirsi, kísli og B-vítamínum. Eflir hárvöxt, styrkir og þykkir hárið. Innihald: Elfting (horsetail extract), epla-extrakt, hirsi (millet ex tract), amínósýrur L-cysteine og L-methinonine, bíótín, pantótenatsýra, sink og kopar.

4 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Viltu léttast og losna við sykurlöngun? Raspberry Ketones og Trim-It frá Natures Aid eru bæði afar vinsæl þyngdarstjórnunarefni. Þau geta dregið verulega úr sykurlöngun, aukið orku, örvað meltingu og hjálpa til við hreinsun líkamans. Strax á fyrstu vikunni hvarf sykurlöngunin og blóðsykurinn varð jafnari. Þetta auðveldaði mér að borða bæði minna og hollari mat. Sigrún Emma Björnsdóttir Rasberry Ketones og Trim-it eru vel þekkt þyngdarstjórnunarefni sem hafa verið á markaði um þó nokkurt skeið. Fjöldi fólks hefur nýtt sér þessi efni í baráttunni við sykurpúkann og nú er hægt að kaupa þau saman í pakka þar sem annað efnið er á hálfvirði. Jafnari blóðsykur og aukin fitubrennsla Raspberry Ketones er unnið úr kjarna hindberja og að auki er grænt te í blöndunni. Rasperry Ketones getur haft áhrif á hormónið adiponectin sem heilbrigt fólk í kjörþyngd hefur í miklu magni í líkamanum. Þetta hormón getur aukið insúlínnæmi sem þýðir að blóðsykurinn er jafnari og svo brennum við fitu betur. Þegar þessi hormón starfa rétt, við borðum hollan mat og hreyfum okkur reglulega þá söfnum við ekki umfram fitu. Grænt te er fullt af andoxunarefnum og lífrænum efnasamböndum sem geta haft mikil áhrif á starfsemi líkamans. Þar á meðal er bætt heilastarfsemi og aukin fitubrennsla en bara það eitt og sér getur dregið úr líkum á fjölmörgum sjúkdómum. Vísbendingar eru einnig um að Þegar hormón starfa rétt, við borðum hollan mat og hreyfum okkur reglulega, þá söfnum við ekki umframfitu. Tvennutilboð! Nú er til sölu tvennupakkning með Raspberry Ketones og Trim-It þar sem hið síðarnefnda er á 50% afslætti. Þessi efni vinna mjög vel saman og því upplagt að nýta sér þetta tilboð. grænt te geti lækkað blóðfitu á borð við kólesteról og þríglýserið. Örvar meltingu og hreinsar Trim It er blanda af bætiefnum sem notuð hefur verið í áratugi en hún hjálpar til við hreinsun líkamans og örvar meltinguna. Trim-It inniheldur m.a. eplaedik sem hjálpar til við hreinsun eiturefna úr líkamanum og eðlileg efnaskipti, lesitín sem auðveldar meltingu á fitu og kelp (brúnþörunga) sem er sérlega steinefnaríkt. Önnur efni eru B6 sem hjálpa meltingunni og hveitikím sem er gott fyrir ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfið. Kelp, B6-vítamín og lesitín vinna einnig eins og náttúruleg þvagræsilyf sem hefur marga kosti því þannig getur maður losnað við umframvökva án þess að það skolist út mikilvæg steinefni/sölt úr líkamanum. Sykurlöngunin hvarf Sigrún Emma Björnsdóttir CrossFitkona og einkaþjálfari hefur notað Raspberry Ketones frá Natures Aid lengi. Ég fann mun strax á fyrstu vikunni því sykurlöngunin nánast hvarf. Í kjölfarið minnkaði sykurátið og blóðsykurinn varð jafnari sem auðveldaði mér að borða bæði minna og hollari mat. Kílóin fjúka Ég er orkumeiri og einnig finnst mér ég ekki þurfa að borða eins mikið og áður og ég sleppi sælgæti algjörlega. Eftir að Trim-It kom á markað hef ég tekið það líka og finnst það gera mér gott, segir Karen Hauksdóttir sem starfar við garðyrkju á höfuðborgarsvæðinu en hún hefur lengi notað Raspberry Ketones með góðum árangri. Nítján kíló hafa fokið eftir að hún fór að nota efnin. Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir, Iceland og Fræið Fjarðarkaupum. Krill Oil - öflugustu Omega 3 fitusýrurnar Krill olía er omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd, sótt í Suðurskautshafið sem er hreinasta hafsvæði veraldar. Líkaminn á mjög auðvelt með að nýta sér fitukeðjurnar í krillinu og ekkert eftirbragð er eftir inntöku. Eftir að ég fór að taka Krill olíuna finn ég mjög mikinn mun á mér og þá sérstaklega húðinni Kristófer Fannar Stefánsson Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.

5 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 Sólarvarnir minnka líkur á húðkrabbameini Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7% á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um. Það hefur lengi verið í tísku að vera sólbrúnn. Notkun ljósabekkja var mjög algeng hér á landi um síðustu aldamót en þá fór að bera á aukinni tíðni sortuæxlis, sérstaklega hjá ungum konum. Sem betur fer hefur sú tíðni lækkað aftur undanfarin tíu ár samfara minnkandi ljósabekkjanotkun. Vísindalegar rannsóknir sýna ótvírætt að það þarf að fara varlega í sólinni og að notkun sólarvarna minnkar líkur á húðkrabbameini. Það hafa aftur á móti ýmsar getgátur skotið upp kollinum varðandi sólarvarnir síðastliðin ár. Það getur því verið mjög ruglandi og erfitt að átta sig á því hvað er rétt og hvað er rangt, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún fær margar spurningar um sólarvarnir frá sjúklingum sínum sem hún svarar hér. Ef ég smyr á mig sólarvörn get ég þá verið í sólinni allan daginn? Það er rangt. Sólarvarnir eru góðar en þær eru alls ekki fullkomnar. Það á að nota þær sem viðbót við sólhlífar, klæðnað, sólhatt eða derhúfu. Margir trúa því að það sé óhætt að liggja í sólinni ef þeir bera á sig reglulega sólarvörn. Það er alls ekki rétt og mikilvægt að gæta hófs í sólinni eins og í svo mörgu öðru. Reynið að forðast sólina yfir miðjan daginn þegar hún er sem sterkust og verið í skugga. Mikilvægt er að smyrja sólarvörn á svæði sem þú getur ekki dulið með klæðnaði, eins og andlit og handarbök. Því hærri SPF þáttur, því betri sólarvörn? Rétt að vissu leyti. Það er ekki svo mikill munur á SPF 30 og 50 sólarvörn ef hún er borin á í þykku lagi. Þá verndar sólarvörn með SPF 30 um 96-97% gegn geislum Vönduð og góð sólarvörn frá Actinica sem læknar mæla með að nota. sólarinnar á meðan sólarvörn með SPF 50 verndar um 98%. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að það er bara um fjórðungur sem notar þykkt lag eins og á að gera og að flestir smyrja alltof þunnt á sig. Þá er stór munur á því að bera á sig sólarvörn með SPF 30 eða SPF 50, þar sem 50 verndar mun betur. Ég mæli alltaf með notkun á sólarvörn með SPF 50 eða hærri, aldrei lægri en SPF 30. Það er nóg að nota meik eða farða í andlitið sem sólarvörn. Rangt. Þó að farði innihaldi yfirleitt einhverja sólarvörn þá er hún yfirleitt ekki nægjanleg. Mjög algengt er að farðinn sé ekki notaður í því magni sem þarf til að vernda gegn sólinni eða þá ekki dreift nógu jafnt yfir andlitið. Ég mæli því með að nota sólarvörn undir farða ef þú ætlar að vera í mikilli sól. Farði með sólarvörn getur verið nægjanlegur á vorin en ekki þegar sólin er sem sterkust yfir sumarmánuðina. Sólarvörn er krabbameinsvaldandi. Þetta hefur verið hvimleið mýta undanfarin ár og skapað hræðslu og vantrú hjá fólki. Það eru engar vísindalegar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að innihaldsefnin í sólarvörnum séu krabbameinsvaldandi. Vísindalegar rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á ótvíræð tengsl á milli sólarnotkunar og húðkrabbameina, þ.e.a.s. því meiri sólarnotkun því meiri áhætta á húðkrabbameini á lífsleiðinni. Sérstök sólarvörn fyrir andlitið er óþörf. Það er satt. Það er enginn munur á vörninni gegn sólinni á vanalegri sólarvörn ætlaðri fyrir allan líkamann og sólarvörn sem er ætluð fyrir andlitið einvörðungu. Vandamálið er að stundum eru þessar vanalegu sólarvarnir of feitar fyrir andlitið, sérstaklega fyrir þá sem eru með rósroða eða tilhneigingu til að fá bólur. Þá mæli ég sérstaklega með sólarvörnum án olíu fyrir andlitið með SPF 50. Gefur sólarvarnarkrem betri vörn en sprey? Það er að vissu leyti satt. Vörnin er í rauninni sú sama ef þær eru með sama SPF-þátt en það er hægt að svindla meira með spreyið. Það er hætta á að það dreifist ójafnara yfir líkamann og því öruggara að nota kremin. Það er samt allt í lagi að nota spreyin ef þau henta betur, til dæmis fyrir þá sem hafa mikil líkamshár. Á að nota sólarvörn á lófana og iljar líka? Já, en margir sleppa því að smyrja sólarvörn á hendur og fætur. Því miður getur húðkrabbamein alveg komið Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. upp þar líka. Húðkrabbamein er algengast í andlitinu eða á handarbökum, þar sem þetta eru þau svæði sem eru oftast berskjölduð fyrir sólinni. Ef þú ert berfættur í sólbaði þá áttu að sjálfsögðu að bera sólarvörn á fæturna. Ef sólarvörnin sem ég nota þolir vatn þarf ég þá ekki að bera á mig sólarvörn þegar ég kem upp úr sjónum eða sundlauginni? Það er ekki rétt. Varnir sem eru hannaðar sérstaklega til að þola vatn eru betri en varnir sem eru það ekki. En það á alltaf að smyrja sig aftur eftir að hafa verið í vatni og einnig ef maður hefur svitnað mikið. Sólarvarnir ætlaðar börnum eru mildari fyrir húðina. Það er satt. Það er munur á sólarvörnum sem eru sérstaklega hannaðar fyrir börn og venjulegum sólarvörnum. Þær eru oftast þykkari og stamari og eru lengur að fara inn í húðina. Það er út af öðruvísi samsetningu í kreminu þar sem innihaldsefnin fara ekki eins fljótt inn í húðina og í venjulegum sólarvörnum. Það á að nota sólarvarnir ætlaðar börnum alveg upp í táningsaldurinn. Húðin getur ekki framleitt D-vítamín ef þú notar sólarvörn. Það er satt en mikilvægt er að hafa í huga að þú þarft alls ekki langan tíma í sólinni til að fá nægjanlegt D-vítamín yfir daginn. Rannsóknir hafa sýnt að 15 mínútur á dag án sólarvarnar eru nægjanlegar fyrir D-vítamínframleiðslu. Nú í dag vitum við að sólin er ekki bara krabbameinsvaldandi heldur einnig ein af meginorsökum ótímabærrar öldrunar húðarinnar. Það er því mikilvægt að gæta hófs í nærveru sólarinnar til að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Actinica sólarvörn Ný kynslóð sólarvarnar með UVA og UVB vörn Rakagefandi og með SPF 50+ Er án litarefna og PEG Klínískar rannsóknir hafa staðfest vörn gegn óæskilegum áhrifum sólarinnar 1 Hentar fólki í sérstökum áhættuhópum eins og fólki með veiklað ónæmiskerfi, þeim sem hafa fengið húðkrabbamein (annað en sortuæxli) og þeim sem verða fyrir langtíma útsetningu UV geisla Skammtari aðstoðar þig við að nota hæfilegt magn Actinica fæst í öllum apótekum. Vinsamlegast lesið leiðbeiningar í fylgiseðli fyrir notkun. GAL Apríl2018 Dreifingaraðili: Icepharma Lyngháls Reykjavík S: Heimild 1: Ulrich C ofl. Prevention of NMSC in OTR, BJD (S3)2009

6 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Ofurhetjur í aðalhlutverki og framhaldsmyndir áberandi Fréttir úr kvikmyndaheiminum benda til þess að kvikmyndasumarið verði afar fjölbreytt í ár og von er á mörgum spennandi myndum á hvíta tjaldið. Framhaldsmyndir eru einna mest áberandi. Sigríður Inga Sigurðardóttir Svo virðist sem Íslendingar viti fátt skemmtilegra en að skella sér í bíó. Þjóðin á svo gott sem heimsmet í bíóferðum en árlega seljast um 1,5 milljónir bíómiða sem þýðir að hver landsmaður fer að jafnaði í bíó fimm sinnum á ári. Á næstu vikum og mánuðum verða margar áhugaverðar kvikmyndir frumsýndar en sumar þeirra eru framhaldsmyndir vinsælla mynda sem flestir kannast við. Alden Ehrenreich er nýr Han Solo. Ofurhetjumyndir vinsælar Ein stærsta mynd sumarsins er reyndar þegar komin í bíó en það er auðvitað ofurhetjumyndin frá Marvel, Avengers: Infinity War, en hún hefur hlotið góðar viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Myndin er sú mest sótta í kvikmyndahúsum landsins þessa dagana og raunar um heim allan. Það virðast einfaldlega allir hafa gaman af því að sjá ofurhetju- og ævintýramyndir þessa dagana. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndir landsins er íslenska fjölskyldumyndin Víti í Vestmannaeyjum sem fjallar um stráka sem halda til Eyja að keppa í fótbolta og koma heim reynslunni ríkari. Hún verður eitthvað áfram á hvíta tjaldinu og um að gera að nota tækifærið og skella sér með fjölskylduna í bíó. Í gær var svo íslenska spennumyndin Vargur, í leikstjórn Barkar Sigþórssonar, frumsýnd og má búast við að hún eigi eftir að vekja mikla athygli. Rómantísk kvikmyndavika Í næstu viku verður rómantíkin alls ráðandi í bíóhúsunum en þann 9. maí verða tvær myndir með það þema frumsýndar. Önnur er með rómantísku dramaívafi og heitir Bókmennta- og kartöfluvinafélagið og á að gerast um miðja síðustu öld. Hin myndin heitir Overboard og þar er rómantík og gaman í fyrirrúmi líkt og í myndinni I Feel Pretty sem verður frumsýnd tveimur dögum síðar, eða þann 11. maí. Þar er gamanleikkonan góðkunna Amy Schumer í einu aðalhlutverkinu en fyrirsæturnar Lauren Hutton og Naomi Campbell koma einnig við sögu. Deadpool 2 og Stjörnustríð mæta til leiks Þann 16. maí verður spennu- og ævintýramyndin Deadpool 2 frumsýnd en fastlega er búist við að hún verði ein af stærstu myndum sumarsins. Þar er Ryan Reynolds sem fyrr í aðalhlutverki en fyrri myndin var óvæntasti kvikmyndasmellurinn árið 2016 um heim allan og var það árið sú fjórða vinsælasta hér á landi. Það var því ekki eftir neinu að bíða með að skella í aðra mynd og nú er sem sagt framhaldsmyndin á leiðinni í kvikmyndahús. Þá geta aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna látið sig hlakka til því þann 23. maí verður Solo: A Star Wars Story, eða Aftur til upphafsins eins og hún hefur verið þýdd, Ofurhetjumyndirnar frá Marvel höfða til mjög margra og búast má við að sú nýjasta, Avengers: Infinity War dragi fjölda fólks á öllum aldri í bíó í sumar. Ryan Reynolds leikur í Deadpool 2. frumsýnd með Alden Ehrenreich í aðalhlutverki. Reiknað er með að hún verði ein vinsælasta mynd sumarsins og verður spennandi að sjá hvernig þessi hliðarsaga við Stjörnustríðsmyndirnar muni koma út. Myndin fjallar um ævintýri Han Solo áður en hann hitti Loga geimgengil. Sama dag verður íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð með Halldóru Geirharðsdóttur frumsýnd en þar leikur hún kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum, lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu og gerist í framhaldinu skemmdarvargur. Benedikt Erlingsson er leikstjóri myndarinnar en fyrri myndir hans hafa vakið mikla athygli og sópað að sér verðlaunum. Amy Schumer leikur í I Feel Pretty. Eftir langa bið birtist síðan ofurhetjufjölskyldan úr Incredibles á hvíta tjaldinu á ný en í þetta sinn er herra Ótrúlegur á hliðarlínunni á meðan Teygjumey bjargar heiminum. Myndin kemur í bíó þann 22. júní næstkomandi og eiga aðdáendur fyrri myndarinnar eflaust eftir að kætast mjög, enda margir orðnir langeygðir eftir framhaldsmynd. Þegar líða tekur á sumarið birtist Tom Cruise enn á ný hlutverki Ethans Hunt í Mission Impossible Fallout en sú mynd er sú sjötta í röðinni um kappann. Þá eru ótaldar framhaldsmyndirnar Mamma Mia: Here We Go Again, Ocean s Eight og Jurassic World: Fallen Kingdom en fyrri myndirnar eru flestum að góðu kunnar.

7 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 Í fótspor Jane Austen Söngfjelagið á sér marga aðdáendur. Listrænt meistaraverk Rithöfundinum Jane Austen er gert hátt undir höfði í Bath á Englandi. Hún kom þangað ásamt móður sinni og systrum árið 1797 eftir að faðir hennar féll frá. Hún heillaðist af borginni og kom þangað aftur síðar og fékk innblástur af umhverfinu í skrifum sínum. Íbúar í Bath halda minningu Jane Austen á lofti með alls kyns fagnaðarfundum þar sem fólk dressar sig upp eins og gert var í tíð rithöfundarins. Jane Austen festival fer fram í borginni dagana 14. til 23. september ár hvert. Alls kyns er í gangi í borginni sem snertir rithöfundinn á einn eða annan hátt. Fólk hópast til borgarinnar, fer á dansleiki, tónleika, skoðar handverk og annan varning í anda tímans sem bækur Jane gerast á. Þá er sömuleiðis hægt að kaupa leiðsögn um svæði sem kennd eru við Jane Austen. Leiðsögumaður er að sjálfsögðu klæddur eins og fólk var klætt í kringum Hægt er að hala niður appi í símann sinn þar sem fólk fetar í fótspor Jane Austen í borginni og á upptökustöðum kvikmynda sem byggðar eru á bókum hennar. Hvort hinn frægi Darcy verði á vegi fólks skal ósagt látið. Hin fræga Pulteney-brú í Bath á Englandi. Söngfjelagið flytur Misa Criolla, hina þekktu Kreólamessu eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramírez ásamt hljómsveitinni INTI fusion í dag kl. 17 á Korpúlfsstöðum. Verkið var samið á fyrri hluta sjöunda áratugarins, skömmu eftir að yfirvöld í Páfagarði gáfu leyfi til þess að kaþólskar messur væru sungnar á þjóðtungum. Kreólamessan er því ein fyrsta kaþólska messan í heiminum sem samin er í þjóðlegum stíl. Misa Criolla hefur verið lýst sem listrænu meistaraverki þar sem hljóðfæri og taktar suðuramerískra frumbyggja fléttast saman við spænskan messutexta Félix Luna. Með Söngfjelaginu í Misa Criolla koma fram tónlistarmennirnir: Guðmundur Steingrímsson Papa jazz, ásláttur, Hjörleifur Valsson, fiðla, og hljómsveitin INTI Fusion: Carlos Jeldes, bassi, Edgar Albitres, söngur og flautur, Héctor Meriles, gítar, Héctor Novas, trommur, Salvador Machaca, charango og panflautur. Listrænn stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Sö ngfjelagið er um sextíu manna blandaður kór sem stofnaður var haustið 2011 og er löngu orðinn kunnur í tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Fyrir líkama og sál Túrmerik hefur í aldaraðir verið notað sem krydd í matargerð. Fjöldi landa í Asíu þekkja einnig vel heilsubætandi áhrif kryddsins, en túrmerik hefur þar verið notað sem lækningajurt í þúsundir ára. Aðalstræti 10 er eitt elsta og sögufrægasta hús Reykjavíkur. Eitt elsta húsið opnað Hið sögufræga hús að Aðalstræti 10 verður í dag opnað almenningi sem safn og sýningahús á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Um er að ræða elsta og eitt merkasta hús borgarinnar, í hjarta gamla miðbæjarins, en það var reist árið 1762 fyrir starfsemi verksmiðja Innréttinganna. Saga hússins í Aðalstræti 10 er samfléttuð sögu Reykjavíkurbæjar. Nú er þetta fallega og merka hús orðið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og þar verður hægt að kynnast sögu borgarinnar og íbúa hennar. Í Aðalstræti 10 hefur fjölskrúðugur hópur karla og kvenna af hærri og lægri stéttum átt heimili sitt, notið veitinga og skemmtunar, keypt í matinn eða bara átt leið um. Opnaðar verða tvær sýningar, ljósmyndasýningin Reykjavík 1918 og sýningin Torfhúsabærinn Reykjavík og í húsinu verður starfrækt vönduð safnbúð Borgarsögusafns Reykjavíkur er býður upp á úrval sérhannaðra minjagripa og gjafavöru. Formleg opnun er klukkan þrjú og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guli miðinn býður nú upp á nýja og endurbætta bætiefnablöndu: 100% lífrænt túrmerik með svörtum pipar, eða curcuma longa og piper nigrum. Upptaka og nýting líkamans á heilsubætandi eiginleikum túrmeriks eykst sé það tekið með svörtum pipar. Blandan inniheldur engin auka- eða fylliefni. Túrmerik, eða curcumin, er þekkt fyrir öfluga bólgueyðandi eiginleika sína og rannsóknir á áhrifum þess hafa sýnt að það vinnur gegn bólgum í líkamanum, liðagigt, uppþembu og iðraólgu. Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess s vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslend- inga í 25 ár. Þú færð lífrænt túrmerik með svörtum pipar á öllum helstu sölustöðum Gula miðans. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is

8 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Guðmundur að störfum við uppsetningu sýningarinnar í Harbinger. MYND/SIGTRYGGUR ARI Allt í klessu hjá Guðmundi Við bjóðum Valgeir velkominn til starfa hjá okkur. Valgeir Einarsson Mäntylä er kírópraktor og löggiltur sjúkraþjálfari. Í Harbinger listagalleríi á Freyjugötu stendur nú yfir sýningaröðin Við endimörk alvarleikans þar sem viðfangsefnið er leikur í víðum skilningi. Í dag klukkan fimm verður opnuð sýningin Allt í klessu á verkum Guðmundar Thoroddsen. Brynhildur Björnsdóttir Í kynningu á sýningunni segir meðal annars: augu, eyru, hattur og nef rembast við að fæðast úr trapisum, sívalningum og afrifum á meðan skaparinn gerir sitt besta til að stía þeim í sundur. Allt í klessu vísar í hvernig manni líður sjálfum, það er allt í klessu í samfélaginu og allt í klessu í þessum myndum, segir Guðmundur. Það er eins og það sé búið að taka alls konar element og hræra þeim saman og gubba á strigann. Og tilfinningin í þessum frasa, allt í klessu, ég vildi að sú tilfinning myndi voma yfir sýningunni. Undanfarin ár hefur Guðmundur unnið mikið með karlmennsku og feðraveldið þar sem myndefnið var gjarnan skeggjaðir karlar sem uppteknir voru við ýmsa iðju á borð við körfuknattleik, bjórbruggun og skotveiðar en í þessari sýningu langaði hann að leita á ný mið. Ég hafði ansi langan tíma til að vinna fyrir þessa sýningu en það gekk svolítið illa að koma sér að verki, meðal annars vegna þess að það eru breytingar í stíl og efnistökum hjá mér. Og það var miklu erfiðara en ég bjóst við að breyta svona og ég er ekkert alveg laus undan körlunum. Guðmundur hefur getið sér gott orð í listaheiminum á undanförnum árum og haldið fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, til að mynda einkasýningar í Aysa Geisberg Gallery í New York. Einnig hefur verið fjallað um sýningar hans í ýmsum virtum listamiðlum, innlendum sem erlendum. Það má því teljast hugrekki að sprengja þægindarammann með því að leita á ný mið og snúa baki við feðraveldinu og karlmennskunni sem viðfangsefnum. Ég veit það ekki. Mér fannst allt í einu að það væri ekkert satt lengur að mér væri mjög umhugað um að fjalla um samfélagið og feðraveldið og svo framvegis, segir hann. Karlarnir voru eiginlega orðnir faratæki fyrir mig að útbúa myndir og ég var farinn að búa til það sem fólk bjóst Allt í klessu vísar í hvernig manni líður sjálfum, það er allt í klessu í samfélaginu og allt í klessu í þessum myndum. við af mér. Og orðinn þreyttur og pirraður á því. Sýningin er eins og áður sagði hluti af sýningaröð Harbinger Við endimörk alvarleikans þar sem viðfangsefnið er leikur í víðum skilningi og þáttur hans og vægi í sköpunarferlinu. Harbinger hafði samband við mig vegna þess að þau eru með sýningaröð í gangi sem fjallar um leik og karlarnir sem ég var að gera pössuðu vel inn í það, segir Guðmundur. En þó karlana vanti er leikur í framleiðslunni á myndunum hjá mér, ég er bara að leika mér með form og liti og það er leikur í myndunum svo ég passaði inn í þessa sýningaröð þó ég væri ekki að gera það sama og undanfarið. Guðmundur er búsettur á Íslandi en heldur reglulega sýningar í New York eins og áður sagði og einnig hér heima. Hverfisgallerí tók mig að sér og ég var með fyrstu sýninguna hjá þeim í nóvember í fyrra. Fram undan er stór sýning í Hafnarborg í nóvember og ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera þar en vonandi verður það orðið skýrara eftir þessa sýningu. Sýningin í Harbinger á Freyjugötu 1 stendur til 19. maí og er opin frá klukkan 12 til 17.

9

10 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Dásamleg byrjun á góðum degi Helgarfrí eru kærkomin og tilvalið að auka enn á hamingjuna með því að bera fram morgunmat í rúmið og koma sínum nánustu á óvart með heimabökuðu hnossgæti. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Það er ómótstæðileg byrjun á deginum að vakna við lokkandi ilm af nýbökuðum skonsum og fá að maula þær upp við mjúka kodda með nýþeyttu jarðarberjasmjöri, nýlöguðu kaffi, ávöxtum og nýkreistum appelsínusafa, og vita að það er rétt smjörþefurinn af dásamlegum frídegi þar sem hver er sinnar gæfu og gleði smiður. Margir eiga frosna rabarbarabita í frystinum og það er bæði einfalt og fljótlegt að baka skonsur. Ef það er afgangur af skonsunum má stinga þeim í frysti til að eiga á komandi sunnudagsmorgnum eða til að smyrja með góðu áleggi fyrir heilnæma og endurnærandi útivist nú þegar blessuð lóan ætlar að kveða burt snjóinn. Dagurinn byrjar vel með lokkandi ilmi af nýbökuðum skonsum. Rabarbaraskonsur 6 dl hveiti 1 msk. lyftiduft 1 msk. vanillusykur ½ tsk. salt ½ dl sykur 125 g smjör 1¼ dl mjólk eða rjómi 3 stilkar rabarbari Hitið ofninn í 220 C. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti, sykri og vanillusykri í skál. Myljið litla bita af smjöri út í. Hellið mjólk saman við og hnoðið í höndum eða hrærivél. Deigið á að vera aðeins blautt. Setjið rabarbarabitana út í deigið og hnoðið saman á hægum hraða til að þeir haldi sér sem bitar. Fletjið deigið út með kökukefli svo það verði 3 cm að þykkt og skerið út kringlóttar kökur með glasi. Þeytið egg með gaffli og blandið saman við mjólk til að pensla skonsurnar áður en þær fara í ofninn og stráið örlitlu af sykri yfir. Setjið á bökunarplötu og bakið í mín. eða þar til skonsurnar eru orðnar gylltar. Berið fram með rjómaosti og sultu eða jarðarberjasmjöri. Jarðarberjasmjör 110 g mjúkt smjör 6 jarðarber 1 tsk. sykur ½ tsk. sítrónusafi Maukið jarðarberin, setjið í pott og hitið við lágan hita í um 2 mín. Bætið við sykri og sítrónusafa. Kælið maukið og þeytið því næst saman við smjörið. Það er rómantískt að færa ástinni sinni morgunverð í rúmið. Rósin talar sínu máli en matur er líka leið að hjarta mannsins, eins og þessar rabarbaraskonsur og jarðarberjasmjör. BRÚÐKAUPSBLAÐ GLAMOUR Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup! 100 BLAÐSÍÐUR um stóra daginn, veisluna, fötin, förðunina, hárið, skipulagið, skreytingarnar og brúðkaupsferðina. Hefðirnar afhverju erum við með brúðarvönd og hver er tilgangurinn með slörinu? Lestu blaðið FRÍTT á GLAMOUR.IS

11

12 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Engir tveir dagar eru eins Fatahönnuðurinn Ragna Sigríður Bjarnadóttir hóf nýlega störf hjá danska fatamerkinu Part Two í Kaupmannahöfn. Eftir annasama vinnudaga nýtur hún lífsins í borginni með kærastanum. Starri Freyr Jónsson Ragna Sigríður Bjarnadóttir fatahönnuður útskrifaðist með mastersgráðu í fatahönnun frá hinum virta danska listaháskóla KADK á síðasta ári. Hún hefur verið búsett í Kaupmannahöfn undanfarin ár og starfar nú hjá danska fatamerkinu Part Two sem aðstoðarhönnuður. Alþjóðlegi fatahönnunarbransinn er krefjandi en þrátt fyrir það er lífið ljúft í Kaupmannahöfn þar sem hún nýtur lífsins með kærasta sínum Þráni Halldórssyni og kettinum Skeggja. Það sást snemma hvert hugur Rögnu stefndi enda segist hún hafa haft sterkar skoðanir á fötum eins lengi og hún man eftir sér, bæði eigin fötum og annarra. Ég fékk mjög snemma áhuga á að búa til föt og gat t.d. staðið fyrir framan spegil tímunum saman að vefja sjali utan um mig á mismunandi hátt. Einnig fannst mér miklu skemmtilegra að búa til ný föt fyrir dúkkulísurnar mínar heldur en að klæða þær í þau sem fylgdu með þeim. Þessu fylgdi svo sterkur áhugi á sauma- og prjónaskap og þegar ég vissi að það væri hægt að læra fatahönnun og vinna við hana varð ekki aftur snúið. Stefndi alltaf út Áður en Ragna hélt til Kaupmannahafnar útskrifaðist hún frá Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í fatahönnun. Hún segist alltaf hafa stefnt á frekara nám og að stækka sjóndeildarhringinn. KADK er mjög virtur á alþjóðlegum vettvangi og því eru mikil tækifæri fólgin í því að útskrifast þaðan. Aðstaðan þar er á allt öðru plani en ég hafði kynnst áður, námið var mjög frjálslegt sem hentaði mér vel því ég veit hvað ég vil og er góð í að vinna sjálfstætt. Eftir útskrift vildi ég vinna hér í Danmörku sem hönnuður og læra meira um praktísku hliðina og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í alvörunni. Frá útskrift og þar til Ragna hóf störf hjá Part Two í lok febrúar leið tæpt ár sem hún líkir við langa rússíbanaferð. Sú ferð byrjaði í rauninni viku fyrir lokayfirferðina mína en þá var ég stödd í Mílanó að taka þátt í alþjóðlegri Ragna Sigríður við hönnun sína við opnun útskriftarsýningarinnar í júlí fatahönnunarsamkeppni ásamt ungum hönnuðum alls staðar að úr heiminum. Bekkurinn minn stóð síðan fyrir eigin tískusýningu sem hluta af dönsku tískuvikunni í ágúst og í kjölfarið var mér boðið að sýna lokaverkefnið mitt þrisvar síðasta haust, einu sinni í London og tvisvar í Kaupmannahöfn. Samhliða þessu var Ragna að fínpússa útskriftarmöppuna sína, setja upp heimasíðu og sækja um störf. Þótt fatabransinn sé stærri hér í Danmörku en heima er samt mjög erfitt að fá vinnu því að það eru svo margir um hituna auk þess sem störf eru almennt ekki auglýst. Seinna um haustið tók við starfsnám hjá Pura Utz og í upphafi þessa árs hjá Stine Goya þar sem hún hand- og tölvuteiknaði munstur sem koma á flíkur í sumar- og vorlínunni Góð samvinna Starfið hjá Part Two er mjög fjölbreytt að hennar sögn og engir tveir dagar eins. Part Two er ekki mjög stórt merki á danskan mælikvarða en samt er hönnunarteymið stærra en hjá nokkru fatamerki á Íslandi. Vörur okkar eru seldar út um alla Evrópu, m.a. á Íslandi, og einnig í Kanada en við framleiðum sex fatalínur á hverju ári. Ragna er í teymi með fjórum öðrum hönnuðum og einum munsturhönnuði. Sem aðstoðarhönnuður er ég m.a. að tækniteikna flíkur fyrir framleiðslu og setja upp útskýringaskjöl sem fylgja með hverjum stíl fyrir sig. Einnig sé ég um grafíska vinnu fyrir hvert söluferli, set upp svokallaða sölubók fyrir hverja línu þar sem allar upplýsingar um flíkurnar koma fram og set upp kynningarpakka með innblæstrinum, svokallað moodboard, litakort Frá útskriftarsýningu Rögnu í KADK. og hvaða fókus við höfðum við hönnun línunnar. Hún segist mjög heppin að vera á vinnustað þar sem hún fái að vera með í flestum ákvörðunum. Það er mikil samvinna og hugmyndum er kastað fram og til baka, t.d. hvaða flík eigi að vera Jakki sem Ragna hannaði og saumaði fyrir Pura Utz meðan hún var í starfsnámi þar síðasta haust. með hvaða munstri, hvort ermi eigi að vera stutt eða síð eða hvaða liti við notum hverju sinni. Þannig verða engir tveir vinnudagar eins og ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi. Helsti munurinn á bransanum heima og hér úti er sá að í Danmörku er hann stór hluti af atvinnulífinu og miklu meiri virðing borin fyrir þessum iðnaði en heima. Í Danmörku eru líka stærri fatamerki og mörg þeirra eru búin að vera til í langan tíma og um leið með stöðugan kúnnahóp. Þægilegt líf Lífið í Kaupmannahöfn er annars mjög ljúft. Bara þessar auka 5-10 hitagráður og það að getað hjólað um allt gerir mjög mikið fyrir geðheilsuna. Ég og kærastinn erum búin að vera mjög dugleg að nýta okkur það sem borgin hefur upp á að bjóða auk þess sem við erum líka dugleg að fara út fyrir borgina. Við eigum allra þjóða vini hérna úr skóla og vinnu og ég á minn íslenska hóp í kvennakórnum Dóttur sem ég syng og slúðra með einu sinni í viku. Þessi helgi fer annars í matarboð með vinum, prjónaskap úti á svölum í sólinni, kaffihúsahangs, flóamarkaði og mögulega bíóferð. Hönnun Rögnu má skoða á ragnabjarna.com. MATSVEINN MATARTÆKNIR HEILSA OG MATUR Ertu að vinna í mötuneyti? Viltu auka möguleika þína í starfi? Þá er þetta nám fyrir þig: Matsveina-og matartæknanám er fyrir þá sem starfa eða vilja starfa við matreiðslu og stjórnun í eldhúsum leik-, grunn- og framhaldsskóla, vinnustaða og heilbrigðisstofnana. Námið er einnig heppilegt fyrir þá sem starfa á fiski- og flutningaskipum og í ferðaþjónustu. INNRITUN STENDUR YFIR Á MENNTAGATT.IS TIL 31. MAÍ. Menntaskólinn í Kópavogi Sími:

13 ÚLFARSFELL 1000 Fjölskylduhátíð 10. mai kl. 14 Göngustjórar: Reynir Traustason og John Snorri Sigurjónsson. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á svæðið. Brottför kl. 14 frá skógræktinni í Mosfellsbæ og bílastæði í Úlfarsárdal. Jakob Frímann Magnússon stjórnar stuði á palli. Ávarp: Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Stuðmenn, Emmsjé Gauti, Hörður Torfason og Katrín Halldóra syngur lög Ellýjar Vilhjálms. Skrefin, kór Ferðafélags Íslands. Haukur Hjaltason stjórnar æfingarprógramminu Hauknum. Styrktaraðilar: Vodafone, Stundin, Ikea og Fjallakofinn. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

14 Smáauglýsingar Afgreiðsla smáauglýsinga og sími er opinn alla virka daga frá 9-16 Netfang: Bílar Farartæki Bílar til sölu Bílar óskast Hjólhýsi Bátar SUZUKI FJÓRHJÓL. Fjórhjólin eru með power stýri, 100% driflæsingu. Létt, lipur, meðfærileg í notkun og eyða auk þess afar litlu eldsneyti. SUZUKI Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími: Suzuki.is / suzukisport.is KIA SPORTAGE LUXURY nýskr. 11/2016, ekinn 40 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður ofl. Einkabíll! Verð kr. Raðnúmer á BILO.is BMW 520D XDRIVE nýskr. 09/2016, ekinn 12 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, hlaðinn aukahlutum! Stórglæsilegur bíll! Verð aðeins kr. Raðnúmer á BILO.is Til sölu Nissan Qashqai verð ,-árg. 2016, Disel,Sjálfskiptur Sumar og vetrardekk uppl í s: Til sölu Landcrucer 120 árgerð 2009 ekinn km. Nýskoðaður góður bíll. Upplýsingar í síma og Óska eftir að kaupa vel með farin, lítið ekinn Toyota Land Cruiser 100, Diesel eða Bensín , má gjarnan vera breyttur bíll, helst svartan ekki skilyrði. Uppl. í síma Kjartan Fornbílar 1968 Mustang GTCS til sölu Eina eintakið á Íslandi verð s HOBBY HJÓLHÝSI 2018 STÓRSPARNAÐUR! Hobby hjólhýsi 2018, stórsparnaður. Kauptu beint frá Þýskalandi við aðstoðum þig. Verðhugmyndir, grunnverð. 1 Evra kr. 122, Landhaus 770 CL kr , Premium 560 CFe , Prestige 620 CL , ON TOUR. 470 UL , Allar fyrirspurnir sendist á kriben@simnet.is s Ath. takmarkað magn. Vinnuvélar NÝTT - NÝTT - NÝTT HEIMAVÍKUR PLÖTUKRÓKA NR. 12 Góð reynsla - meiri afli Heimavík ehf Heimavik.is sími Bellybátur,pumpa taska og sundfit Aðeins kr Veiðiportið Grandagarði Bílaþjónusta ÞARFTU AÐ KAUPA EÐA SELJA BÍL? Bilauppbod.is er uppboðsvefur þar sem þú getur keypt eða selt bíl á einfaldan og hagkvæman hátt. Kynntu þér málið. www. bilauppbod.is Sími Bílauppboð - Krókur Sími: BMW 225 XDRIVE Plugin Hybrid nýskr. 01/2017, ekinn 18 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, mjög vel búinn aukahlutum. Glæsilegur bíll! Verð kr. Raðnúmer á BILO.is Höfðahöllin Funahöfða 1, 110 Rvk. Sími: Til sölu BMW X5 dísel, 7/2007,ek.154 þús,hlaðinn búnaði. Uppl. s Landcruiser 200 VX árg. 2008, dísel, ek. aðeins 130þ. km. Verð þ. VW Polo, 1400, comfortline, árg. 2011, beinsk., ek. 92þ. Verð 1.190þ. Uppl. í Hópferðabílar RÚTUR TIL SÖLU Ýmsar stærðir og gerðir. Verð frá kr. Nánari uppl. veitir Óskar í síma: Komdu og prófaðu! Malarhöfði 2 Sími NISSAN Note. Árgerð 2016, ekinn 34 Þ.KM, dísel, 5 gírar. Verð Rnr RENAULT Kadjar. Árgerð 2017, ekinn 31 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð Rnr NISSAN Pulsar. Árgerð 2016, ekinn 33 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð Rnr HYUNDAI I30 comfort. Árgerð 2012, ekinn 162 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð Rnr TOYOTA Hilux 33 breyting. Árgerð 2016, ekinn 19 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð Rnr HOBBY 470 ul on tour. Árgerð 2018, ekinn -1 Þ.KM,??,. Verð Rnr HONDA Cbf 1000 a tilboð. Árgerð 2008, ekinn 45 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð Rnr MAZDA 2 advance. Árgerð 2012, ekinn 94 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð Rnr

15 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 SMÁAUGLÝSINGAR 15 Hjólbarðar GRETTISLAUG Á TILBOÐI Við hjá NormX höfum framleitt heita potta fyrir íslenskar aðstæður í yfir 30 ár. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. TECHKING VINNUVÉLADEKK Vorum að fá nýja sendingu af hinum frábæru vinnuvéladekkjum frá Techking Búkolludekkhjólaskófludekk Ofl. Ýmsar algengar stærðir. O.K.Varahlutir ehf. Fyrirsp. sendist á Varahlutir Tek að mér slátt fyrir húsfélög og einstaklinga og klippingar og umhirðu á görðum. Uppl. í s Bókhald Nú er rétti tíminn til að huga að heitum potti fyrir sumarið. Þess vegna bjóðum við nú á sértilboði hina vinsælu Grettislaug með vönduðu loki. Grettislaug með loki á aðeins kr RÉTTA- BÓKHALDSÞJÓNUSTA. Getum bætt við okkur verkefnum. Alhliða bókhaldsþjónusta. Sanngjörn verð og góð þjónusta. Uppl. í s / eða Snorralaug Gvendarlaug Grettislaug Unnarlaug Geirslaug Auðbrekku 6 Kópavogi Sími Bókhald, VSK, laun, skattskýrslur og stofnun fyrirtækja. Fagleg vinnubrögð á sanngjörnu verði. Bókhald og þjónusta ehf. Sími Lóð og hús Þjónusta Hreingerningar Búslóðaflutningar Ert þú að flytja? Búslóðafl., fyrirtækjafl., píanófl. o.fl. Extra stór bíll. Búslóðalyfta. Flutningaþj. Mikaels. S flytja@flytja.is Húsaviðhald Við hreinsum allar gerðir loftræstikerfa. Hafðu samband og pantaðu fría ástandsskoðun í síma: eða inná Þarf að skipta um rennur, glerja eða aðra smíðavinnu? Tilboð/tímavinna. S Nudd Þetta er nýr kostur á íslenskum markaði og hafa viðskiptavinir Húseiningu fagnað þessari nýjung. Þær lóðir sem viðskiptavinum bíðst ma sjá í tenglum á vef okkar. Viðskiptavinurinn getur valið þá lóð sem hentar honum ásamt því að velja þá hústegund sem hentar. Ákveðnar takmarkanir þarf að hafa í huga þegar slíkur heildarpakki er valin, þ.e. lóð hús þegar kemur að því að velja hús á lóðina þar sem deiliskipulag tiltekur hvaða hvaðir fylgja húsagerðinni, þegar kemur að stærð og hæð hússins. Láttu drauminn um nýtt heimili verða að veruleika með vönduðu og hagstæðu húsi frá Húseiningu. Húseining framleiðir smáhýsi, sumarhús og einbýlishús í nýrri verksmiðju að Hraunholti 1. Vogum. Húseining bíður upp á gott úrval af húsagerðum, þar sem allir eiga að geta fundið heimili sem hentar. Kynnið ykkur framleiðsluvörur okkar á vef fyrirtækisins: Tek að mér þrif í heimahúsum. Er vön. Uppl. í s VY-ÞRIF EHF. Öll almenn þrif, fyrir heimili, húsfélög, fyrirtæki ofl. Gerum verðtilboð. S Garðyrkja FLÍSALAGNIR - MÚRVERK - FLOTUN - SANDSPARSL - MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna. Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum. NUDD Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Sími , Janna. Spádómar SÁ SÍMASPÁ Í Spáir í spil og bolla. Símaspá, Einkaspá. Geymið auglýsinguna. Er á facebook SPÁSÍMINN Stjörnuspá. Tarot. Ársspá. Draumráðningar, ást og peningar. Andleg hjálp. Trúnaður. Rafvirkjun SMART - einbýli SÓL - sumarhús KLASSIK - einbýli KÓSÝ - smáhýsi Ábendingahnappinn má finna á Twin Wall Húseining ehf. Hraunholti 1, 190 Vogum. Símar og Tímavinna eða tilboð. Strúctor byggingaþjónusta ehf. S RAFLAGNIR, DYRASÍMAR. S Bjóðum hagstætt verð í töfluskipti. Straumblik ehf. Löggiltur Rafverktaki. straumblik@gmail.com Þjónustuauglýsingar Sími Ferðaþjónustuhús Vönduð hús sem henta vel í ferðaþjónustuna, afhendast fullkláruð. Nánari uppl. reisum@simnet.is eða í síma Fríða Snyrti & nuddstofan Smart Alltaf frábær tilboð í gangi hjá okkur! Kíkjið á facebook síðu okkar: facebook.com/snyrti og nuddstofan smart Verið hjartanlega velkomin. og á Facebook.com/snyrti og nuddstofan smart Tekur venjulegt GSM SIM kort, Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. SMS og MMS viðvörun í síma og netfang. Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl. Stýring á hita, kveikja ljós, renna í pottinn. Getur tengst blikkljósi og sírenu. Stýrist með appi. viftur.is Viftur Blikkrör Aukahlutir íshúsið S: Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur Alla fimmtudaga og laugardaga vogur arnarut@frettabladid.is gudruninga@frettabladid.is

16 16 SMÁAUGLÝSINGAR 5. MAÍ 2018 LAUGARDAGUR Keypt Selt Til sölu Ný veiddur Hornafjarðarhumar og fleira góðgæti úr hafinu. Humarsalan SÉRFRÆÐINGAR Í SJÁVARFANGI. WWW. HUMARSALAN:IS S Heimilið Barnavörur Eldri smiður eða maður vanur hússmíði (Handyman) óskast í viðhald húseigna hluta úr degi. Uppl. S Óskum eftir hressu fólki til að vinna á matarvögnum staðsettum í Reykjavík næg vinna í boði Uppl. Óskum eftir lærðum eða vönum mönnum í málningarvinnu. Umsóknir sendist á frettabladid.is merkt málari Atvinna óskast Óskast keypt KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Alla virka daga í verslun okkar Laugavegi 61 Jón & Óskar jonogoskar.is s VAGNSTYKKI + KERRUSTYKKI + SKIPTITASKA Verð frá kr. Barnið Okkar - Hlíðasmára Kóp. barnidokkar.is VANTAR ÞIG SMIÐI, MÚRARA, MÁLARA EÐA AÐRA STARFSMENN? Höfum á skrá menn sem geta hafið störf með skömmum fyrirvara. Proventus starfsmannaþjónusta - proventus.is Sími Netfang proventus@proventus.is Tilkynningar Skólar Námskeið Húsnæði Fundir Námskeið Húsnæði í boði TIL LEIGU Í GARÐABÆ Til leigu 100 fm 3ja herbergja íbúð Við Garðatorg. Leiguverð Nánari uppls í síma FÉLAG HESTHÚSEIGENDA Í VÍÐIDAL Aðalfundur félagsins verður haldinn í C-tröð 4 reiðhöllinni hjá Sigurbirni fimmtudaginn 17. maí n.k kl Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN F. FOREIGNERS - ENSKA - NORSKA Levels/Stig: I, II, III, IV, V, VI: ÍSLENSKA f. útlendinga, NORSKA, ENSKA f. Fullorðna: Start/Byrja: 28/5,2 5/6,23/7,3/9,1/10,29/10,26/11, 2019:7/1, 4/2, 4 weeks/4 vikur x 5 days/daga. 2-6 students/nem. Morn/Aftern/Evening. Morgna/ Síðd/Kvölds. AUKATÍMAR: STÆ/EÐL: - ff@icetrans. is - Fullorðinsfræðslan-IceSchool, Ármúli s / Atvinnuhúsnæði til leigu 150 fm á Kársnesbraut góð innkeyrsluhurð skrifstofa, 20 fm kælir 5 fm frystir. uppl. s Atvinna Atvinna í boði VERKAMAÐUR / BYGGINGARVINNA Heimaás óskar eftir að ráða verkamann í byggingarvinnu. GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 IÐNAÐARHÚSNÆÐI TIL LEIGU m² með millilofti, allt nýuppgert Vagnhöfði 17 (Dvergshöfðamegin) Opið hús miðvikudaginn 9. maí kl s siggahrund@gmail.com SKER Hönnun & Gjafavara Til sölu Liebherr 35K byggingakrani. Til afhendingar strax. Upplýsingar i síma Ökukennsla Ökukennsla, aðstoð við endurtökupróf og akstursmat. S og , Páll Andrésson. Nánari uppl. í s Guðmundur heimaas@heimaas.is merkt atvinna Opnunartími: Mánudaga-Miðvikudaga frá Laugardaga frá Langholtsvegur Reykjavík Allar tölvuviðgerðir PC-Mac-Stýrikerfishreinsun Rykhreinsun-Bilanagreining Fljót og góð þjónusta tölvuvinir.is tölvuverkstæði Hafðu samband Sími: Langholtsvegur Rvk.

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Aðeins. Helgin. Ertu með fæðuóþol? KYNNINGARBLAÐ

Aðeins. Helgin. Ertu með fæðuóþol? KYNNINGARBLAÐ KYNNINGARBLAÐ Helgin LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018 Aðeins á starfsmann á viku Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. www.avaxtabillinn.is Ertu með fæðuóþol? Einar

Διαβάστε περισσότερα

Mælir heils hugar með Bio-Kult

Mælir heils hugar með Bio-Kult LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Mælir heils hugar með Bio-Kult Bio-Kult Pro-Cyan er háþróuð þrívirk formúla sem tryggir heilbrigða þvagrás. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir hefur endurtekið

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt. ZINZINO BalanceShake Jarðarberjabragð BalanceShake er bragðgóður og frískandi drykkur sem inniheldur BalanceOil, vítamín, steinefni, 1,3/1,6-betaglúkan og prótein, allt í einum pakka. BalanceShake eykur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Steig út fyrir þægindarammann VERTU TILBÚIN FYRIR VETURINN. Tíska

Steig út fyrir þægindarammann VERTU TILBÚIN FYRIR VETURINN. Tíska KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Steig út fyrir þægindarammann Maye Musk er sjötug fyrirsæta og hefur sjaldan haft jafn mikið að gera og nú. 6 Að loknu stúdentsprófi ákvað Sif Þrastardóttir

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR 1 ml af lausn inniheldur emedastín 0,5 mg (sem tvífúmarat). Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum. HEILSA Kynningarblað Æfingatæki, matarmýtur, hitakóf, svefntruflanir, sveppasýkingar, umhverfisvæn hreinsiefni og einfaldar leiðir til að komast í betra form. HOLLUR MATUR Í SÍMANN Fjölmörg ókeypis smáforrit

Διαβάστε περισσότερα

Tíska LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS KYNNINGARBLAÐ. Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður

Tíska LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS KYNNINGARBLAÐ. Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður hefur um nokkurra ára skeið endurnýtt gamlar peysur með nýjum prjónuðum og útsaumuðum skreytingum. 4 LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Friðgeir Helgason matreiðslumaður hefur starfað víða í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi. Í sumar ætlar hann að njóta lífsins í Flatey. MYND/ERNIR Kór

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Lífið Lífsstíls-og tískubloggararnir hjá Trendnet.is HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus TAKA UPP TÓN- LISTARMYNDBAND Á ÍSLANDI 6 Fáklæddir og harðir slökkviliðsmenn SITJA

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PRID alpha 1,55 g skeiðarinnlegg fyrir nautgripi 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virkt innihaldsefni: Prógesterón... 1,55 g Hjálparefni: Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir Lífið FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Jóhannes Arnljóts Ottósson gullsmiður MEÐ NÝJA LÍNU Í KVENSKARTI HJÁ NOX 2 Andrea Fanney Jónsdóttir deildarstjóri STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8 Silja Kristjánsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Verkazia 1 mg/ml augndropar, fleyti 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af fleyti inniheldur 1 mg af cíklósporíni (ciclosporin). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P.

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P. CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Kafli 5 Varmaefnafræði David P. White Hreyfiorka(skriðorka) og stöðuorka Hreyfiorka er orka hreyfingar. Ek = 1 mv Stöðuorka er orkan sem fólgin er í stöðu. Stöðuorku

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα