VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

2 1. HEITI LYFS Twinrix Adult, stungulyf, dreifa. Bóluefni gegn lifrarbólgu A (deydd veira) og lifrarbólgu B (rdna), (aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (1 ml) inniheldur: Lifrarbólguveiru A (deydda) 1,2 Lifrarbólgu B yfirborðsmótefnavaka 3,4 720 ELISA einingar 20 míkróg 1 Framleitt á tvílitna mannafrumum (MRC-5) 2 Aðsogað á álhýdroxíðhýdrat 0,05 mg Al 3+ 3 Framleitt í gersveppafrumum (saccharomyces cerevisiae) með DNA-raðbrigðatækni 4 Aðsogað á álfosfat 0,4 mg Al 3+ Bóluefnið getur innihaldið leifar af neómýsíni sem er notað í framleiðsluferlinu (sjá kafla 4.3). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Stungulyf, dreifa. Gruggug, hvít dreifa. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Twinrix Adult er ætlað einstaklingum, 16 ára og eldri, sem eiga á hættu að smitast af lifrarbólgu A og lifrarbólgu B og hafa ekki myndað ónæmi. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar - Skammtur Mælt er með 1,0 ml skammti fyrir fullorðna og unglinga eldri en 16 ára. - Frumónæmisaðgerð Stöðluð ónæmisaðgerð með Twinrix Adult samanstendur af þremur skömmtum, þeim fyrsta á einhverjum völdum degi, þeim næsta mánuði síðar og þeim þriðja sex mánuðum eftir fyrsta skammt. Í undantekningartilfellum, þar sem fullorðnir ráðgera ferðalög innan við mánuði eða seinna eftir að ónæmisaðgerð er hafin, en ekki gefst nægur tími til að ljúka staðlaðri 0, 1, 6 mánaða áætlun, er hægt að nota áætlun með þremur skömmtum í vöðva á degi 0, 7 og 21. Ef þessari áætlun er fylgt er mælt með fjórða skammtinum 12 mánuðum eftir fyrsta skammtinn. Fylgja skal ráðlagðri áætlun. Þegar ónæmisaðgerð er hafin ætti að nota sama bóluefnið í öll skiptin. 2

3 - Örvunarskammtur Upplýsingar um langtímaendingu mótefna eftir ónæmisaðgerð með Twinrix Adult eru til fyrir allt að 15 ár eftir bólusetningu. Mælingar á HBs- og HAV-mótefnum eftir frumónæmisaðgerð með samsetta bóluefninu sýna svipaðar niðurstöður og þegar bólusett er með eingildum bóluefnum. Hvörf mótefnanna úr líkamanum eru einnig sambærileg. Því er hægt að byggja almennar ráðleggingar um örvunarskammt á þeirri reynslu sem fengist hefur af eingildum bóluefnum. Lifrarbólga B Þörfin á örvunarskammti gegn lifrarbólgu B hjá heilbrigðum einstaklingum sem lokið hafa frumónæmisaðgerð hefur ekki verið metin. Hins vegar mæla sumar opinberar leiðbeiningar fyrir um ónæmisaðgerðir með örvunarskammti gegn lifrarbólgu B og þær ber að virða. Fylgjast þarf sérstaklega með sumum sjúklingahópum eða öðrum hópum einstaklinga sem eru útsettir fyrir lifrarbólguveiru B (t.d. sjúklingum í blóðskilun eða sjúklingum með bælt ónæmiskerfi) til þess að tryggja nægjanlegt magn mótefna, 10 a.e./l. Lifrarbólga A Ekki hefur verið metið fyllilega hvort einstaklingar með heilbrigt ónæmiskerfi, sem svarað hafa bólusetningu gegn lifrarbólgu A, þurfi örvunarskammt þar sem vörn kann að vera tryggð með ónæmisminni, þrátt fyrir að mótefni greinist ekki. Leiðbeiningar varðandi örvunarskammta eru byggðar á þeirri forsendu að þörf sé á mótefnum til varnar; HAV-mótefni eru talin endast í a.m.k. 10 ár. Við aðstæður sem kalla á örvunarskammta gegn bæði lifrarbólgu A og B er hægt að gefa Twinrix Adult. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að einstaklingar sem fengið hafa frumónæmisaðgerð með Twinrix Adult geti fengið örvunarskammt með öðru hvoru eingilda bóluefninu. Lyfjagjöf Twinrix Adult er ætlað til inndælingar í vöðva. Axlarvöðvasvæðið er ákjósanlegt. Í undantekningartilvikum, hjá sjúklingum með blóðflagnafæð eða blæðingasjúkdóma, má gefa bóluefnið undir húð. Það getur hins vegar leitt til þess að ónæmissvörunin verði ekki eins góð (sjá kafla 4.4). 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir virku efnunum, einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða neómýsíni. Ofnæmi eftir fyrri gjöf af bóluefni gegn lifrarbólgu A og/eða lifrarbólgu B. Fresta skal ónæmisaðgerð með Twinrix Adult hjá einstaklingum sem eru bráðveikir og með hita. 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Einstaklingar, sérstaklega unglingar, geta fallið í yfirlið eftir eða jafnvel fyrir hvers konar bólusetningu, vegna sálrænna viðbragða við sprautustungunni. Þessu geta fylgt nokkur taugafræðileg einkenni, svo sem tímabundnar sjóntruflanir, náladofi og þankippahreyfingar í útlimum, á meðan einstaklingurinn jafnar sig. Mikilvægt er að viðbragðsáætlun sé til staðar til að koma í veg fyrir slys vegna yfirliða. Mögulegt er að ónæmisaðgerð beri upp á meðgöngutíma sýkingar af lifrarbólgu A eða lifrarbólgu B. Ekki er vitað hvort Twinrix Adult kemur í veg fyrir lifrarbólgu A og lifrarbólgu B í slíkum tilvikum. 3

4 Bóluefnið kemur hvorki í veg fyrir sýkingar af völdum annarra veira svo sem lifrarbólguveira C og E, né heldur sýkingar af völdum annarra þekktra sýkingarvalda í lifur. Ekki er mælt með Twinrix Adult til þess að veita vernd eftir að einstaklingur hefur verið útsettur fyrir lifrarbólguveiru A eða B (t.d. eftir stunguóhapp). Bóluefnið hefur ekki verið reynt hjá einstaklingum með skert ónæmiskerfi. Hjá sjúklingum í blóðskilun og einstaklingum með skert ónæmiskerfi næst ef til vill ekki fullnægjandi HAV- og HBsmótefnasvörun eftir frumónæmisaðgerð og gætu þeir einstaklingar því þurft viðbótarskammta af bóluefninu. Offita (skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull/bmi 30 kg/m 2 ) hefur reynst draga úr ónæmissvörun við bóluefni gegn lifrarbólgu A. Komið hefur í ljós að nokkrir þættir draga úr ónæmissvörun við bóluefni gegn lifrarbólgu B. Þessir þættir eru m.a. öldrun, karlkyn, offita, reykingar, íkomuleið og nokkrir langvinnir undirliggjandi sjúkdómar. Íhuga ætti mótefnamælingar hjá þeim einstaklingum sem gætu átt á hættu að ná ekki verndandi mótefnaþéttni eftir fulla ónæmisaðgerð með Twinrix Adult. Hafa ber í huga að þörf gæti verið á aukaskömmtum hjá einstaklingum sem ekki sýna svörun eða sýna ófullkomna svörun við ónæmisaðgerðum samkvæmt áætlun. Eins og á við um öll bóluefni til inndælingar, skal viðeigandi læknishjálp og tækjabúnaður vera aðgengilegur ef sjaldgæf bráðaofnæmiseinkenni koma fram í kjölfar gjafar bóluefnisins. Þar sem inndæling í húð eða í rassvöðva (gluteal) getur leitt til ófullnægjandi ónæmissvörunar, ætti að forðast þessa staði. Hins vegar má í undantekningartilvikum, hjá einstaklingum með blóðflagnafæð og blæðingasjúkdóma, gefa Twinrix Adult undir húð, þar sem gjöf í vöðva gæti valdið blæðingu (sjá kafla 4.2). Það má ekki undir neinum kringumstæðum gefa Twinrix Adult í æð Eins og á við um öll bóluefni, er ekki víst að verndandi ónæmissvörun náist hjá öllum sem bólusettir eru. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Engar upplýsingar eru fyrir hendi um notkun Twinrix Adult samhliða sérhæfðum lifrarbólgu A immúnóglóbúlínum eða lifrarbólgu B immúnóglóbúlínum. Hins vegar hefur gjöf eingildra bóluefna gegn lifrarbólgu A og lifrarbólgu B, samhliða gjöf sérhæfðra immúnóglóbúlína, ekki bent til áhrifa á mótefnamyndun þó það geti leitt til lægri þéttni mótefna. Þrátt fyrir að gjöf Twinrix Adult samhliða öðrum bóluefnum hafi ekki verið rannsökuð er gert ráð fyrir því að séu aðrar sprautur og aðrir inndælingarstaðir notaðir þá verði ekki um neinar milliverkanir að ræða. Gera má ráð fyrir að hjá sjúklingum sem eru á ónæmisbælandi meðferð eða eru með skert ónæmiskerfi, náist ekki fullnægjandi ónæmissvörun. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Áhrif Twinrix Adult á lifun og þroska fósturvísis-fósturs fyrir og eftir fæðingu hafa verið metin hjá rottum. Rannsóknin benti hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á frjósemi, meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Áhrif Twinrix Adult á lifun og þroska fósturvísis-fósturs fyrir og eftir fæðingu hafa ekki verið metin í framvirkum klínískum rannsóknum. 4

5 Upplýsingar varðandi útkomu takmarkaðs fjölda þungana hjá konum sem hafa verið bólusettar benda ekki til að Twinrix Adult hafi neinar aukaverkanir á meðgöngu eða heilbrigði fósturs/nýbura. Þó ekki sé gert ráð fyrir að yfirborðsmótefni lifrarbólgu B veiru, framleitt með raðbrigðatækni, hafi neinar aukaverkanir á meðgöngu eða fóstur er ráðlagt að fresta bólusetningunni fram yfir fæðingu, nema áríðandi sé að vernda móðurina gegn sýkingu af völdum lifrarbólgu B. Brjóstagjöf Ekki er vitað hvort Twinrix Adult skilst út í brjóstamjólk. Útskilnaður á Twinrix Adult í mjólk hjá dýrum hefur ekki verið rannsakaður. Ákvörðun um hvort halda eigi áfram/hætta brjóstagjöf eða halda áfram/hætta meðferð með Twinrix Adult skal tekin með tilliti til gagnsemi brjóstagjafar fyrir barnið og gagnsemi meðferðar með Twinrix Adult fyrir móðurina. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Twinrix Adult hefur engin eða hverfandi áhrif á aksturshæfni eða hæfni til að stjórna vinnuvélum. 4.8 Aukaverkanir Samantekt á öryggisupplýsingum Upplýsingar um aukaverkanir sem koma fram hér fyrir neðan eru byggðar á heildargreiningu (pooled analysis) tilvika á hvern skammt hjá meira en einstaklingum sem fengu annað hvort hina hefðbundnu 0, 1, 6 mánaða áætlun (n=5.683) eða hröðu 0, 7, 21 dags áætlunina (n=320). Algengustu aukaverkanirnar eftir gjöf Twinrix Adult samkvæmt hefðbundinni 0, 1, 6 mánaða áætlun eru verkir og roði, sem koma fram eftir annars vegar 37,6% allra skammta og hins vegar 17,0% skammta. Í klínísku rannsóknunum tveimur þar sem Twinrix Adult var gefið á degi 0, 7 og 21, var greint frá sömu almennum og staðbundnum einkennum í sömu tíðniflokkun og hér að neðan. Eftir að fjórði skammturinn var gefinn í 12. mánuði, var tíðni almennra og staðbundinna aukaverkana sambærileg við tíðnina sem greindist eftir bólusetningu á degi 0, 7 og 21. Í samanburðarrannsóknum kom fram að tíðni aukaverkana eftir gjöf Twinrix Adult er ekki frábrugðin tíðni aukaverkana eftir gjöf eingildra bóluefna. Tafla yfir aukaverkanir Tíðniflokkar eru skilgreindir sem: Mjög algengar: 1/10 Algengar: 1/100 til <1/10 Sjaldgæfar: 1/1000 til <1/100 Mjög sjaldgæfar: 1/ til <1/1000 Koma örsjaldan fyrir: <1/ Líffæraflokkur Tíðni Aukaverkanir Klínískar rannsóknir Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra Sjaldgæfar Sýkingar í efri hluta öndunarvegar Blóð og eitlar Mjög Eitlastækkun sjaldgæfar Efnaskipti og næring Mjög Minnkuð matarlyst sjaldgæfar Taugakerfi Mjög algengar Höfuðverkur Sjaldgæfar Sundl Mjög Snertiskynsminnkun, náladofi sjaldgæfar Æðar Mjög Lágþrýstingur 5

6 sjaldgæfar Meltingarfæri Algengar Einkenni frá meltingarvegi, niðurgangur, ógleði Sjaldgæfar Uppköst, kviðverkir* Húð og undirhúð Mjög Útbrot, kláði sjaldgæfar Koma Ofsakláði örsjaldan fyrir Stoðkerfi og stoðvefur Sjaldgæfar Vöðvaverkir Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Mjög sjaldgæfar Mjög algengar Algengar Sjaldgæfar Mjög sjaldgæfar Liðverkir Verkir og roði á stungustað, þreyta Bólga á stungustað, viðbrögð á stungustað (svo sem margúll, kláði og mar), lasleiki Hiti ( 37,5 C) Flensulík einkenni, kuldahrollur Eftir að bóluefnið kom á markað Greint hefur verið frá eftirtöldum aukaverkunum við notkun annaðhvort Twinrix eða eingildra bóluefna gegn lifrarbólgu A eða B frá GlaxoSmithKline: Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra Heilahimnubólga Blóð og eitlar Blóðflagnafæð, blóðflagnafæðarpurpuri (thrombocytopenic purpura) Ónæmiskerfi Bráðaofnæmi, ofnæmisviðbrögð þ.m.t. bráðaofnæmislík viðbrögð og einkenni sem líkjast blóðvatnsveiki Taugakerfi Heilabólga, heilakvilli, taugabólga, taugakvilli, lömun, krampar Æðar Æðabólga Húð og undirhúð Ofsabjúgur, flatskæningur (lichen planus), regnbogaroði Stoðkerfi og stoðvefur Liðbólga, máttleysi í vöðvum Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á Bráðir verkir á stungustað íkomustað Við útbreidda notkun eingildra bóluefna gegn lifrarbólgu A og/eða lifrarbólgu B, hefur einnig verið greint frá eftirtöldum aukaverkunum, í tímabundnu samhengi við bólusetningu: Taugakerfi MS-sjúkdómur, mænubólga, andlitsvöðvalömun, fjöltaugabólga s.s. Guillain-Barré heilkenni (með vaxandi lömun), sjóntaugarþroti Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á Stingir og brunatilfinning íkomustað Rannsóknaniðurstöður Óeðlileg lifrarpróf *vísar til aukaverkana sem komu fram í klínískum rannsóknum sem gerðar voru með bóluefninu ætluðu börnum. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 6

7 4.9 Ofskömmtun Eftir að bóluefnið kom á markað hefur verið greint frá tilvikum ofskömmtunar. Aukaverkanir sem greint var frá eftir ofskömmtun voru svipaðar og þær sem greint hefur verið frá við venjulega gjöf bóluefnisins. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Lifrarbólgubóluefni. ATC-flokkur: J07BC20. Twinrix Adult er samsett bóluefni sem er búið til með því að setja saman blöndu af hreinsaðri, deyddri lifrarbólguveiru A (HAV) og hreinsuðum lifrarbólgu B yfirborðsmótefnavaka (HBsAg), sem sitt í hvoru lagi er aðsogað á álhýdroxíð og álfosfat. Fjölgun á lifrarbólguveiru A fer fram í MRC 5 tvílitna mannafrumum. HBsAg er framleitt með ræktun á erfðabreyttum gerfrumum, í sérstöku æti. Twinrix Adult veitir ónæmi gegn HAV- og HBV-sýkingu með því að hvetja til myndunar sérhæfðra HAV- og HBs-mótefna. Vernd gegn lifrarbólgu A og lifrarbólgu B myndast á 2-4 vikum. Í klínísku rannsóknunum greindust sérhæfð vessabundin ( humoral ) mótefni gegn lifrarbólgu A í u.þ.b. 94% fullorðinna einum mánuði eftir fyrsta skammtinn og í 100% einum mánuði eftir þriðja skammtinn (þ.e. sjö mánuðum eftir að ónæmisaðgerðin hófst). Sérhæfð mótefni gegn lifrarbólgu B greindust í 70% fullorðinna eftir fyrsta skammtinn og í u.þ.b. 99% eftir þriðja skammtinn. 0-, 7- og 21-dags áætlunina fyrir frumónæmisaðgerð, með fjórða skammtinn eftir 12 mánuði, á eingöngu að nota í undantekningartilfellum, hjá fullorðnum. Í klínískri rannsókn þar sem Twinrix Adult var gefið samkvæmt þessari áætlun, höfðu 82% og 85% bólusettra nægjanlega þéttni HBVmótefna í 1. og 5. viku eftir þriðja skammtinn (þ.e. mánuði og tveimur mánuðum eftir upphafsskammtinn. Virkni gegn lifrarbólgu B hafði aukist í 95,1% þremur mánuðum eftir upphafsskammt. Nægjanleg þéttni HAV-mótefna var 100%, 99,5% og 100% einum, tveimur og þremur mánuðum eftir upphafsskammt. Einum mánuði eftir fjórða skammtinn höfðu allir sem bólusettir voru nægjanlega þéttni af HBs- og HAV-mótefnum. Í klínískri rannsókn sem gerð var meðal einstaklinga eldri en 40 ára var myndun nægjanlegrar þéttni HAV-mótefna í blóði og ónæmisvarnar gegn lifrarbólgu B vegna Twinrix Adult, eftir gjöf samkvæmt 0, 1, 6 mánaða áætlun, borin saman við myndun mótefna og ónæmisvarnar vegna eingildra bóluefna gegn lifrarbólgu A og B, gefnum hvoru í sinn handlegginn. Ónæmisvörn gegn lifrarbólgu B eftir gjöf Twinrix Adult var 92% eftir 7 mánuði og 56% eftir 48 mánuði, borið saman við 80% og 43% eftir 20 µg af eingilda bóluefninu gegn lifrarbólgu B frá GlaxoSmithKline Biologicals og 71% og 31% eftir 10 µg af öðru skráðu eingildu bóluefni gegn lifrarbólgu B. Þéttni HBs-mótefna lækkaði með hækkandi aldri og líkamsþyngdarstuðli (BMI); hún var einnig lægri hjá körlum en konum. Nægjanleg þéttni HAV-mótefna í blóði eftir Twinrix Adult mældist hjá 97% bæði eftir 7 mánuði og 48 mánuði, borið saman við 99% og 93% eftir eingilda bóluefnið gegn lifrarbólgu A frá GlaxoSmithKline Biologicals og 99% og 97% eftir annað skráð eingilt bóluefni gegn lifrarbólgu A. Einstaklingar fengu viðbótarskammt af sama bóluefni/sömu bóluefnum 48 mánuðum eftir fyrsta skammt frumónæmisaðgerðarinnar. Einum mánuði eftir þennan skammt höfðu 95% einstaklinganna sem voru bólusettir með Twinrix Adult náð nægjanlegri þéttni HBV-mótefna ( 10 miu/ml) og meðaltalsmótefnastyrkur (GMC) jókst 179-falt (GMC 7234 miu/ml) sem bendir til ónæmisminnissvörunar. 7

8 Í tveimur langtíma klínískum rannsóknum hjá fullorðnum á aldrinum 17 ára til 43 ára var hægt að meta niðurstöður úr prófum hjá 56 einstaklingum, 15 árum eftir frumbólusetningu með Twinrix Adult; nægjanleg þéttni HAV-mótefna mældist hjá 100% einstaklinga í báðum rannsóknunum og nægjanleg þéttni HBs-mótefna mældist hjá 89,3% og 92,9% í hvorri rannsókn fyrir sig. Sýnt var fram á að hvörf HAV- og HBs-mótefna úr líkamanum voru svipuð og hjá eingildu bóluefnunum. 5.2 Lyfjahvörf Útlistunar á lyfjahvörfum er ekki krafist fyrir bóluefni. 5.3 Forklínískar upplýsingar Aðrar upplýsingar en klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Natríumklóríð Vatn fyrir stungulyf Varðandi ónæmisglæða, sjá kafla Ósamrýmanleiki Vegna skorts á rannsóknum á samrýmanleika má ekki blanda lyfinu við önnur lyf. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið í kæli (2 C 8 C) Má ekki frjósa Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi. 6.5 Gerð íláts og innihald Áfyllt sprauta 1 ml af stungulyfi, dreifu, í áfylltri sprautu (gler af gerð I) með stimpiltappa (bútýlgúmmí). Pakkningastærðir - 1, 10 og 25 í pakka, með eða án nála. Hettuglas 1 ml af stungulyfi, dreifu, í hettuglasi (gler af gerð I) með tappa (bútýlgúmmí). Pakkningastærðir - 1, 10 og 25 í pakka. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Við geymslu getur myndast fíngert, hvítt botnfall með tæru litlausu lagi ofan á. 8

9 Blanda þarf bóluefnisdreifuna aftur fyrir notkun. Við endurblöndun verður bóluefnisdreifan einsleit, hvít og skýjuð. Endurblöndun bóluefnisdreifunnar til að fá einsleita, hvíta, skýjaða dreifu Bóluefnisdreifuna skal endurblanda með því að fylgja eftirfarandi skrefum. 1. Haldið sprautunni uppréttri í lokuðum lófa. 2. Hristið sprautuna með því að snúa henni á hvolf og aftur til baka. 3. Endurtakið þessa aðgerð kröftuglega í a.m.k. 15 sekúndur. 4. Skoðið bóluefnið aftur: a. Ef bóluefnisdreifan virðist vera einsleit, hvít og skýjuð er hún tilbúin til notkunar hún á ekki að vera tær. b. Ef bóluefnisdreifan virðist ekki vera einsleit, hvít og skýjuð skaltu snúa sprautunni aftur á hvolf og til baka í a.m.k. 15 sekúndur til viðbótar skoðið hana aftur. Sjónskoða á bóluefnið með tilliti til aðskotahluta og/eða óeðlilegs útlits áður en það er gefið. Ef annað hvort kemur í ljós á ekki að gefa bóluefnið. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89 B-1330 Rixensart Belgía 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER Áfyllt sprauta EU/1/96/020/001 EU/1/96/020/002 EU/1/96/020/003 EU/1/96/020/007 EU/1/96/020/008 EU/1/96/020/009 Hettuglas EU/1/96/020/004 EU/1/96/020/005 EU/1/96/020/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. september 1996 Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. september DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu 9

10 VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS 10

11 A. FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðenda líffræðilegra virkra efna GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89, 1330 Rixensart Belgía Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89, 1330 Rixensart Belgía B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Lyfið er lyfseðilsskylt. Opinber lokasamþykkt Samkvæmt ákvæðum 114. greinar í tilskipun 2001/83/EB annast opinber rannsóknarstofa eða rannsóknarstofa sem tilnefnd er til þess, opinbera lokasamþykkt. C. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS Samantektir um öryggi lyfsins (PSUR) Markaðsleyfishafi skal leggja fram samantektir um öryggi lyfsins í samræmi við skilyrði sem koma fram í lista yfir viðmiðunardagsetningar Evrópusambandsins (EURD lista) sem gerð er krafa um í grein 107c(7) í tilskipun 2001/83 og er birtur í vefgátt fyrir evrópsk lyf. D. FORSENDUR EÐA TAKMARKANIR ER VARÐA ÖRYGGI OG VERKUN VIÐ NOTKUN LYFSINS Áætlun um áhættustjórnun Á ekki við. 11

12 VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 12

13 A. ÁLETRANIR 13

14 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM 1 HETTUGLAS 10 HETTUGLÖS 25 HETTUGLÖS 1. HEITI LYFS Twinrix Adult Stungulyf, dreifa Bóluefni gegn lifrarbólgu A (deydd veira) og lifrarbólgu B (rdna), (aðsogað) 2. VIRK(T) EFNI 1 skammtur (1 ml): Lifrarbólguveira A (deydd) 1,2 Lifrarbólgu B yfirborðsmótefnavaki 3,4 720 ELISA einingar 20 míkrógrömm 1 Framleitt á tvílitna mannafrumum (MRC-5) 2 Aðsogað á álhýdroxíðhýdrat 0,05 mg Al 3+ 3 Framleitt í gersveppafrumum (saccharomyces cerevisiae) með DNA-raðbrigðatækni 4 Aðsogað á álfosfat 0,4 mg Al HJÁLPAREFNI Natríumklóríð Vatn fyrir stungulyf 4. LYFJAFORM OG INNIHALD Stungulyf, dreifa 1 hettuglas 1 skammtur (1 ml) 10 hettuglös 10 x 1 skammtur (1 ml) 25 hettuglös 25 x 1 skammtur (1 ml) 5. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun Til inndælingar í vöðva Hristist fyrir notkun 14

15 6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá 7. ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF 8. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist: MM/YYYY 9. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið í kæli Má ekki frjósa Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi 10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á 11. NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89 B-1330 Rixensart Belgía 12. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/96/020/004 - pakkning með 1 hettuglasi EU/1/96/020/005 - pakkning með 10 hettuglösum EU/1/96/020/006 - pakknig með 25 hettuglösum 13. LOTUNÚMER Lot: 14. AFGREIÐSLUTILHÖGUN 15. NOTKUNARLEIÐBEININGAR 16. UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI Fallist hefur verið á rök fyrir undanþágu frá kröfu um blindraletur. 15

16 17. EINKVÆMT AUÐKENNI TVÍVÍTT STRIKAMERKI Á pakkningunni er tvívítt strikamerki með einkvæmu auðkenni. 18. EINKVÆMT AUÐKENNI UPPLÝSINGAR SEM FÓLK GETUR LESIÐ PC: SN: NN: 16

17 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM 1 ÁFYLLT SPRAUTA ÁN NÁLAR 10 ÁFYLLTAR SPRAUTUR ÁN NÁLA 25 ÁFYLLTAR SPRAUTUR ÁN NÁLA 1 ÁFYLLT SPRAUTA MEÐ NÁL 10 ÁFYLLTAR SPRAUTUR MEÐ NÁLUM 25 ÁFYLLTAR SPRAUTUR MEÐ NÁLUM 1. HEITI LYFS Twinrix Adult Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Bóluefni gegn lifrarbólgu A (deydd veira) og lifrarbólgu B (rdna), (aðsogað) 2. VIRK(T) EFNI 1 skammtur (1 ml): Lifrarbólguveira A (deydd) 1,2 Lifrarbólgu B yfirborðsmótefnavaki 3,4 720 ELISA einingar 20 míkrógrömm 1 Framleitt á tvílitna mannafrumum (MRC-5) 2 Aðsogað á álhýdroxíðhýdrat 0,05 mg Al 3+ 3 Framleitt í gersveppafrumum (saccharomyces cerevisiae) með DNA-raðbrigðatækni 4 Aðsogað á álfosfat 0,4 mg Al HJÁLPAREFNI Natríumklóríð Vatn fyrir stungulyf 4. LYFJAFORM OG INNIHALD Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu 1 áfyllt sprauta 1 skammtur (1 ml) 10 áfylltar sprautur 10 x 1 skammtur (1 ml) 25 áfylltar sprautur 25 x 1 skammtur (1 ml) 1 áfyllt sprauta + 1 nál 1 skammtur (1 ml) 10 áfylltar sprautur + 10 nálar 10 x 1 skammtur (1 ml) 25 áfylltar sprautur + 25 nálar 25 x 1 skammtur (1 ml) 17

18 5. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun Til inndælingar í vöðva Hristist fyrir notkun 6. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ UM AÐ LYFIÐ SKULI GEYMT ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá 7. ÖNNUR SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF MEÐ ÞARF 8. FYRNINGARDAGSETNING Fyrnist: MM/YYYY 9. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið í kæli Má ekki frjósa Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi 10. SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN LYFJALEIFA EÐA ÚRGANGS VEGNA LYFSINS ÞAR SEM VIÐ Á 11. NAFN OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89 B-1330 Rixensart Belgía 12. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/1/96/020/001 - pakkning með 1sprautu án nálar EU/1/96/020/002 - pakkning með 10 sprautum án nála EU/1/96/020/003 - pakkning með 25 sprautum án nála EU/1/96/020/007 - pakkning með 1sprautu með 1 nál EU/1/96/020/008 - pakkning með 10 sprautum með 10 nálum EU/1/96/020/009 - pakkning með 25 sprautum með 25 nálum 13. LOTUNÚMER Lot: 18

19 14. AFGREIÐSLUTILHÖGUN 15. NOTKUNARLEIÐBEININGAR 16. UPPLÝSINGAR MEÐ BLINDRALETRI Fallist hefur verið á rök fyrir undanþágu frá kröfu um blindraletur. 17. EINKVÆMT AUÐKENNI TVÍVÍTT STRIKAMERKI Á pakkningunni er tvívítt strikamerki með einkvæmu auðkenni. 18. EINKVÆMT AUÐKENNI UPPLÝSINGAR SEM FÓLK GETUR LESIÐ PC: SN: NN: 19

20 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM LÍTILLA EININGA 1. HEITI LYFS OG ÍKOMULEIÐ(IR) Twinrix Adult, stungulyf, dreifa HAB-bóluefni i.m. 2. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF 3. FYRNINGARDAGSETNING EXP: 4. LOTUNÚMER Lot: 5. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI EININGA 1 skammtur (1 ml) 6. ANNAÐ 20

21 B. FYLGISEÐILL 21

22 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Twinrix Adult, stungulyf, dreifa Bóluefni gegn lifrarbólgu A (deydd veira) og lifrarbólgu B (rdna), (aðsogað) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota bóluefnið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. - Þessu bóluefni hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Twinrix Adult og við hverju það er notað 2. Áður en þú færð Twinrix Adult 3. Hvernig gefa á Twinrix Adult 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Twinrix Adult 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Twinrix Adult og við hverju það er notað Twinrix Adult er bóluefni fyrir fullorðna og unglinga 16 ára og eldri. Það er notað til þess að koma í veg fyrir lifrarbólgu A og lifrarbólgu B. Bóluefnið virkar með því að láta líkamann mynda eigin vörn (mótefni) gegn þessum sjúkdómum. Lifrarbólga A: Lifrarbólga A er smitsjúkdómur sem getur skaðað lifrina. Sjúkdómnum veldur lifrarbólguveira A. Lifrarbólguveira A getur borist milli einstaklinga með mat og drykk, eða við sund í skólpmenguðu vatni. Einkenni lifrarbólgu A koma fram 3 til 6 vikum eftir snertingu við veiruna. Einkennin eru ógleði, hiti og verkir. Eftir nokkra daga getur hvítan í augunum og húðin orðið gulleit (gula). Eðli og alvarleiki einkenna geta verið mismunandi. Ekki er víst að ung börn fái gulu. Flestir ná sér að fullu en sjúkdómurinn er venjulega það slæmur að fólk er veikt í u.þ.b. mánuð. Lifrarbólga B: Lifrarbólguveira B veldur lifrarbólgu B. Hún veldur bólgu í lifur. Veiran er til staðar í líkamsvessum svo sem blóði, sæði, leggangavökva og munnvatni hjá sýktum einstaklingum. Bólusetning er besta vörnin gegn þessum sjúkdómum. Enginn þáttanna í bóluefninu er smitandi. 2. Áður en þú færð Twinrix Adult Ekki má nota Twinrix Adult ef: um er að ræða ofnæmi fyrir - virku efnunum eða einhverju öðru innihaldsefni bóluefnisins (talin upp í kafla 6). - neómýsíni. Merki um ofnæmisviðbrögð geta verið útbrot með kláða, mæði og bólga í andliti eða tungu. þú hefur áður fengið ofnæmisviðbrögð við einhverju bóluefni gegn lifrarbólgu A og lifrarbólgu B. þú ert með slæma sýkingu með háum hita (yfir 38 C). Væg sýking eins og kvef ætti ekki að valda vandræðum, en ræddu það við lækninn. 22

23 Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Twinrix Adult er notað ef: einhver heilsufarsvandamál hafa komið upp eftir fyrri bólusetningar. þú ert með skert ónæmiskerfi af völdum veikinda eða lyfja. þú ert með blæðingarsjúkdóm eða hefur tilhneigingu til að fá mar. Einstaklingar (sérstaklega unglingar) geta fallið í yfirlið eftir eða jafnvel fyrir hvers konar sprautustungur. Láttu því lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita ef þú hefur áður fallið í yfirlið við sprautustungu. Léleg svörun við bóluefninu, hugsanlega án þess að vörn náist gegn lifrarbólgu A, hefur komið fram hjá fólki sem þjáist af offitu. Léleg svörun við bóluefninu, hugsanlega án þess að vörn náist gegn lifrarbólgu B, hefur einnig komið fram hjá eldra fólki, körlum frekar en konum, reykingafólki, of feitu fólki og fólki með langvarandi sjúkdóma eða á einhverskonar lyfjameðferð. Læknirinn ráðleggur þér ef til vill að fara í blóðrannsókn, eftir að bólusetningaráætluninni er lokið, til þess að athuga hvort þú hefur náð viðunandi svörun. Ef svo er ekki, gefur læknirinn ráð varðandi hugsanlega þörf fyrir aukaskammta. Notkun annarra lyfja samhliða Twinrix Adult Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Meðganga og brjóstagjöf Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þér er gefið bóluefnið. Ekki er vitað hvort Twinrix Adult berst í brjóstamjólk, hins vegar er ekki gert ráð fyrir að bóluefnið valdi vandamálum hjá börnum á brjósti. Twinrix Adult inniheldur neómýsín Vinsamlegast segðu lækninum ef þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð við neómýsíni (sýklalyf). 3. Hvernig gefa á Twinrix Adult Þú munt alls fá þrjár inndælingar á 6 mánaða tímabili. Í hverri komu er gefin aðeins ein inndæling. Fyrsti skammturinn verður gefinn á völdum degi. Hinir skammtarnir tveir verða gefnir einum og sex mánuðum eftir fyrsta skammt. Fyrsti skammtur: Á völdum degi Annar skammtur: Einum mánuði síðar Þriðji skammtur: Sex mánuðum eftir fyrsta skammt Einnig má gefa Twinrix Adult í alls þremur skömmtum á einum mánuði. Þessa áætlun má aðeins nota hjá fullorðnum sem þurfa á skjótri vörn að halda (t.d. þeim sem ferðast milli landa). Fyrsti skammturinn verður gefinn á völdum degi. Hinir skammtarnir 2 verða gefnir 7 dögum og 21 degi eftir fyrsta skammtinn. Mælt er með að gefa fjórða skammtinn eftir 12 mánuði. Fyrsti skammtur: Á völdum degi Annar skammtur: 7 dögum síðar Þriðji skammtur: 21 degi eftir fyrsta skammt Fjórði skammtur: 12 mánuðum eftir fyrsta skammt Læknirinn mun segja til um hugsanlega þörf á viðbótarskömmtum og örvunarskammti í framtíðinni. Eins og fram kemur í kafla 2, er léleg svörun við bóluefninu, hugsanlega án þess að vörn náist gegn lifrarbólgu B, algengari hjá eldra fólki, körlum frekar en konum, reykingafólki, of feitu fólki og fólki 23

24 með langvarandi sjúkdóma eða á einhverskonar lyfjameðferð. Læknirinn ráðleggur þér ef til vill að fara í blóðrannsókn, eftir að bólusetningaráætluninni er lokið, til þess að athuga hvort þú hefur náð viðunandi svörun. Ef svo er ekki, gefur læknirinn ráð varðandi hugsanlega þörf fyrir aukaskammta. Ef þú missir af áætlaðri inndælingu á að tala við lækninn og finna annan tíma. Gættu þess að þú fáir allar þrjár inndælingarnar. Annars er óvíst hvort þú hafir fulla vörn gegn sjúkdómunum. Læknirinn gefur Twinrix Adult sem inndælingu í upphandleggsvöðva. Bóluefnið skal ekki gefa (djúpt) í húð eða í rassvöðva þar sem það getur dregið úr ónæmissvörun. Aldrei á að gefa bóluefnið í æð. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun bóluefnisins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf þá getur þetta bóluefni valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanir sem geta komið fram eru eftirfarandi: Mjög algengar (geta komið fyrir við 1 af hverjum 10 skömmtum bóluefnis eða oftar): Höfuðverkur Verkur og roði á stungustað Þreyta Algengar (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum 10 skömmtum bóluefnis): Niðurgangur, ógleði Bólga, mar eða kláði á stungustað Almenn vanlíðan Sjaldgæfar (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum 100 skömmtum bóluefnis): Sundl/svimi Uppköst, magaverkir Aumir vöðvar Sýking í efri hluta öndunarvegar Hiti sem er 37,5 C eða hærri Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum skömmtum bóluefnis): Bólgnir eitlar í hálsi, handarkrika eða nára (eitlakvilli) Skert húðskynjun á sársauka og snertingu (snertiskynsminnkun) Náladofi Útbrot, kláði Verkir í liðum Lystarleysi Lágur blóðþrýstingur Einkenni er líkjast flensu svo sem hár hiti, særindi í hálsi, nefrennsli, hósti og kuldahrollur Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum skömmtum bóluefnis): Aukaverkanir sem komu örsjaldan fyrir við notkun í klínískum rannsóknum eða venjulega notkun bóluefnisins eða bóluefnis gegn annað hvort lifrarbólgu A eða lifrarbólgu B eru: Fækkun blóðflagna, sem eykur hættu á blæðingum eða mari (blóðflagnafæð) Fjólubláir eða rauðbrúnir blettir sem sjást í gegnum húðina (blóðflagnafæðarpurpuri) 24

25 Bólga eða sýking í heila (heilabólga) Niðurbrotssjúkdómur í heila (heilakvilli) Bólga í taugum Doði eða máttleysi í handleggjum og fótleggjum (taugakvilli), lömun Köst eða flog Bólga í andliti, munni eða hálsi (ofsabjúgur) Fjólubláir eða rauðfjólubláir nabbar á húð (flatskæningur), alvarleg útbrot á húð (regnbogaroði), ofsakláði Liðbólga, máttleysi í vöðvum Sýking í kringum heilann sem getur valdið alvarlegum höfuðverk ásamt stífum hnakka og ljósnæmi (heilahimnubólga) Bólga í sumum æðum Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi, bráðaofnæmislík viðbrögð og einkenni er líkjast blóðvatnsveiki). Einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða geta verið útbrot sem geta verið með kláða eða blöðrum, bólga í augum og andliti, öndunar- og kyngingarerfiðleikar, skyndilegt blóðþrýstingsfall og meðvitundarleysi. Slík viðbrögð geta komið fram áður en farið er af læknastofunni. Hins vegar skal ávallt leita læknis tafarlaust ef þessara einkenna verður vart. Óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa MS-sjúkdómur, mænubólga Lafandi augnlok og slappir vöðvar í annarri hlið andlitsins (andlitstaugarlömun) Skammvinn bólga í taugum, sem veldur verkjum, máttleysi og lömun í útlimum sem oft teygir sig til brjóstkassa og andlits (Guillain-Barré heilkenni) Sjúkdómur í augntaugum (sjóntaugarþroti) Bráðir verkir, stingir og brunatilfinning á stungustað Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Twinrix Adult Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Geymið í kæli (2 C 8 C). Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi. Má ekki frjósa. Frysting eyðileggur bóluefnið. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 25

26 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Twinrix Adult inniheldur - Virku efnin eru: Lifrarbólguveira A (deydd) 1,2 Lifrarbólgu B yfirborðsmótefnavaki 3,4 720 ELISA einingar 20 míkrógrömm 1 Framleitt á tvílitna mannafrumum (MRC-5) 2 Aðsogað á álhýdroxíðhýdrat 0,05 mg Al 3+ 3 Framleitt í gersveppafrumum (saccharomyces cerevisiae) með DNA-raðbrigðatækni 4 Aðsogað á álfosfat 0,4 mg Al 3+ - Önnur innihaldsefni í Twinrix Adult eru: natríumklóríð, vatn fyrir stungulyf. Lýsing á útliti Twinrix Adult og pakkningastærðir Stungulyf, dreifa. Twinrix Adult er hvítur, mjólkurkenndur vökvi í hettuglasi (1 ml). Twinrix Adult er fáanlegt með 1, 10 og 25 glösum í pakkningu. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðsettar. Markaðsleyfishafi og framleiðandi GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89 B-1330 Rixensart Belgía Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið: België/Belgique/Belgien GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. Tél/Tel: България ГлаксоСмитКлайн ЕООД Тел Česká republika GlaxoSmithKline s.r.o. Tel: cz.info@gsk.com Danmark GlaxoSmithKline Pharma A/S Tlf: dk-info@gsk.com Deutschland GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG Tel: + 49 (0) produkt.info@gsk.com Lietuva GlaxoSmithKline Lietuva UAB Tel info.lt@gsk.com Luxembourg/Luxemburg GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. Tél/Tel: Magyarország GlaxoSmithKline Kft. Tel.: Malta GlaxoSmithKline (Malta) Ltd Tel: Nederland GlaxoSmithKline BV Tel: + 31 (0) nlinfo@gsk.com 26

27 Eesti GlaxoSmithKline Eesti OÜ Tel: Ελλάδα GlaxoSmithKline A.E.B.E. Tηλ: España GlaxoSmithKline, S.A. Tel: es-ci@gsk.com France Laboratoire GlaxoSmithKline Tél: + 33 (0) diam@gsk.com Hrvatska GlaxoSmithKline d.o.o. Tel.: (0) Ireland GlaxoSmithKline (Ireland) Ltd Tel: (0) Ísland Vistor hf. Sími: Italia GlaxoSmithKline S.p.A. Tel: Κύπρος GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd Τηλ: gskcyprus@gsk.com Latvija GlaxoSmithKline Latvia SIA Tel: lv-epasts@gsk.com Norge GlaxoSmithKline AS Tlf: firmapost@gsk.no Österreich GlaxoSmithKline Pharma GmbH. Tel: at.info@gsk.com Polska GSK Services Sp. z o.o. Tel.: + 48 (22) Portugal Smith Kline & French Portuguesa - Produtos Farmacêuticos, Lda. Tel: FI.PT@gsk.com România GlaxoSmithKline (GSK) SRL Tel: +40 (0) Slovenija GlaxoSmithKline d.o.o. Tel: (0) medical.x.si@gsk.com Slovenská republika GlaxoSmithKline Slovakia s.r.o. Tel: (0) recepcia.sk@gsk.com Suomi/Finland GlaxoSmithKline Oy Puh/Tel: Finland.tuoteinfo@gsk.com Sverige GlaxoSmithKline AB Tel: + 46 (0) info.produkt@gsk.com United Kingdom GlaxoSmithKline UK Tel: +44 (0) customercontactuk@gsk.com Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu 27

28 Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki: Við geymslu getur myndast fíngert, hvítt botnfall með tæru litlausu lagi ofan á. Blanda þarf bóluefnisdreifuna aftur fyrir notkun. Við endurblöndun verður bóluefnisdreifan einsleit, hvít og skýjuð. Endurblöndun bóluefnisdreifunnar til að fá einsleita, hvíta, skýjaða dreifu Bóluefnisdreifuna skal endurblanda með því að fylgja eftirfarandi skrefum. 1. Haldið sprautunni uppréttri í lokuðum lófa. 2. Hristið sprautuna með því að snúa henni á hvolf og aftur til baka. 3. Endurtakið þessa aðgerð kröftuglega í a.m.k. 15 sekúndur. 4. Skoðið bóluefnið aftur: a. Ef bóluefnisdreifan virðist vera einsleit, hvít og skýjuð er hún tilbúin til notkunar hún á ekki að vera tær. b. Ef bóluefnisdreifan virðist ekki vera einsleit, hvít og skýjuð skaltu snúa sprautunni aftur á hvolf og til baka í a.m.k. 15 sekúndur til viðbótar skoðið hana aftur. Sjónskoða á bóluefnið með tilliti til aðskotahluta og/eða óeðlilegs útlits áður en það er gefið. Ef annað hvort kemur í ljós á ekki að gefa bóluefnið. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 28

29 Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Twinrix Adult, stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Bóluefni gegn lifrarbólgu A (deydd veira) og lifrarbólgu B (rdna), (aðsogað) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota bóluefnið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. - Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. - Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. - Þessu bóluefni hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. - Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4. Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar: 1. Upplýsingar um Twinrix Adult og við hverju það er notað 2. Áður en þú færð Twinrix Adult 3. Hvernig gefa á Twinrix Adult 4. Hugsanlegar aukaverkanir 5. Hvernig geyma á Twinrix Adult 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar 1. Upplýsingar um Twinrix Adult og við hverju það er notað Twinrix Adult er bóluefni fyrir fullorðna og unglinga 16 ára og eldri. Það er notað til þess að koma í veg fyrir lifrarbólgu A og lifrarbólgu B. Bóluefnið virkar með því að láta líkamann mynda eigin vörn (mótefni) gegn þessum sjúkdómum. Lifrarbólga A: Lifrarbólga A er smitsjúkdómur sem getur skaðað lifrina. Sjúkdómnum veldur lifrarbólguveira A. Lifrarbólguveira A getur borist milli einstaklinga með mat og drykk, eða við sund í skólpmenguðu vatni. Einkenni lifrarbólgu A koma fram 3 til 6 vikum eftir snertingu við veiruna. Einkennin eru ógleði, hiti og verkir. Eftir nokkra daga getur hvítan í augunum og húðin orðið gulleit (gula). Eðli og alvarleiki einkenna geta verið mismunandi. Ekki er víst að ung börn fái gulu. Flestir ná sér að fullu en sjúkdómurinn er venjulega það slæmur að fólk er veikt í u.þ.b. mánuð. Lifrarbólga B: Lifrarbólguveira B veldur lifrarbólgu B. Hún veldur bólgu í lifur. Veiran er til staðar í líkamsvessum svo sem blóði, sæði, leggangavökva og munnvatni hjá sýktum einstaklingum. Bólusetning er besta vörnin gegn þessum sjúkdómum. Enginn þáttanna í bóluefninu er smitandi. 2. Áður en þú færð Twinrix Adult Ekki má nota Twinrix Adult ef: um er að ræða ofnæmi fyrir - virku efnunum eða einhverju öðru innihaldsefni bóluefnisins (talin upp í kafla 6). - neómýsíni. Merki um ofnæmisviðbrögð geta verið útbrot með kláða, mæði og bólga í andliti eða tungu. þú hefur áður fengið ofnæmisviðbrögð við einhverju bóluefni gegn lifrarbólgu A og lifrarbólgu B. þú ert með slæma sýkingu með háum hita (yfir 38 C). Væg sýking eins og kvef, ætti ekki að valda vandræðum, en ræddu það við lækninn. 29

30 Varnaðarorð og varúðarreglur Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Twinrix Adult er notað ef: einhver heilsufarsvandamál hafa komið upp eftir fyrri bólusetningar. þú ert með skert ónæmiskerfi af völdum veikinda eða lyfja. þú ert með blæðingarsjúkdóm eða hefur tilhneigingu til að fá mar. Einstaklingar (sérstaklega unglingar) geta fallið í yfirlið eftir eða jafnvel fyrir hvers konar sprautustungur. Láttu því lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita ef þú hefur áður fallið í yfirlið við sprautustungu. Léleg svörun við bóluefninu, hugsanlega án þess að vörn náist gegn lifrarbólgu A, hefur komið fram hjá fólki sem þjáist af offitu. Léleg svörun við bóluefninu, hugsanlega án þess að vörn náist gegn lifrarbólgu B, hefur einnig komið fram hjá eldra fólki, körlum frekar en konum, reykingafólki, of feitu fólki og fólki með langvarandi sjúkdóma eða á einhverskonar lyfjameðferð. Læknirinn ráðleggur þér ef til vill að fara í blóðrannsókn, eftir að bólusetningaráætluninni er lokið, til þess að athuga hvort þú hefur náð viðunandi svörun. Ef svo er ekki, gefur læknirinn ráð varðandi hugsanlega þörf fyrir aukaskammta. Notkun annarra lyfja samhliða Twinrix Adult Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Meðganga og brjóstagjöf Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þér er gefið bóluefnið. Ekki er vitað hvort Twinrix Adult berst í brjóstamjólk, hins vegar er ekki gert ráð fyrir að bóluefnið valdi vandamálum hjá börnum á brjósti. Twinrix Adult inniheldur neómýsín Vinsamlegast segðu lækninum ef þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð við neómýsíni (sýklalyf). 3. Hvernig gefa á Twinrix Adult Þú munt alls fá þrjár inndælingar á 6 mánaða tímabili. Í hverri komu er gefin aðeins ein inndæling. Fyrsti skammturinn verður gefinn á völdum degi. Hinir skammtarnir tveir verða gefnir einum og sex mánuðum eftir fyrsta skammt. Fyrsti skammtur: Á völdum degi Annar skammtur: Einum mánuði síðar Þriðji skammtur: Sex mánuðum eftir fyrsta skammt Einnig má gefa Twinrix Adult í alls þremur skömmtum á einum mánuði. Þessa áætlun má aðeins nota hjá fullorðnum sem þurfa á skjótri vörn að halda (t.d. þeim sem ferðast milli landa). Fyrsti skammturinn verður gefinn á völdum degi. Hinir skammtarnir 2 verða gefnir 7 dögum og 21 degi eftir fyrsta skammtinn. Mælt er með að gefa fjórða skammtinn eftir 12 mánuði. Fyrsti skammtur: Á völdum degi Annar skammtur: 7 dögum síðar Þriðji skammtur: 21 degi eftir fyrsta skammt Fjórði skammtur: 12 mánuðum eftir fyrsta skammt Læknirinn mun segja til um hugsanlega þörf á viðbótarskömmtum og örvunarskammti í framtíðinni. Eins og fram kemur í kafla 2, er léleg svörun við bóluefninu, hugsanlega án þess að vörn náist gegn lifrarbólgu B, algengari hjá eldra fólki, körlum frekar en konum, reykingafólki, of feitu fólki og fólki 30

31 með langvarandi sjúkdóma eða á meðferð með vissum tegundum lyfja. Læknirinn ráðleggur þér ef til vill að fara í blóðrannsókn, eftir að bólusetningaráætluninni er lokið, til þess að athuga hvort þú hefur náð viðunandi svörun. Ef svo er ekki, gefur læknirinn ráð varðandi hugsanlega þörf fyrir aukaskammta. Ef þú missir af áætlaðri inndælingu á að tala við lækninn og finna annan tíma. Gættu þess að þú fáir allar þrjár inndælingarnar. Annars er óvíst hvort þú hafir fulla vörn gegn sjúkdómunum. Læknirinn gefur Twinrix Adult sem inndælingu í upphandleggsvöðva. Bóluefnið skal ekki gefa (djúpt) í húð eða í rassvöðva þar sem það getur dregið úr ónæmissvörun. Aldrei á að gefa bóluefnið í æð. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun bóluefnisins. 4. Hugsanlegar aukaverkanir Eins og við á um öll lyf þá getur þetta bóluefni valdið aukaverkunum, það gerist þó ekki hjá öllum. Aukaverkanir sem geta komið fram eru eftirfarandi: Mjög algengar (geta komið fyrir við 1 af hverjum 10 skömmtum bóluefnis eða oftar): Höfuðverkur Verkur og roði á stungustað Þreyta Algengar (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum 10 skömmtum bóluefnis): Niðurgangur, ógleði Bólga, mar eða kláði á stungustað Almenn vanlíðan Sjaldgæfar (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum 100 skömmtum bóluefnis): Sundl/svimi Uppköst, magaverkir Aumir vöðvar Sýking í efri hluta öndunarvegar Hiti sem er 37,5 C eða hærri Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum skömmtum bóluefnis): Bólgnir eitlar í hálsi, handarkrika eða nára (eitlakvilli) Skert húðskynjun á sársauka og snertingu (snertiskynsminnkun) Náladofi Útbrot, kláði Verkir í liðum Lystarleysi Lágur blóðþrýstingur Einkenni er líkjast flensu svo sem hár hiti, særindi í hálsi, nefrennsli, hósti og kuldahrollur Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir við allt að 1 af hverjum skömmtum bóluefnis): Aukaverkanir sem komu örsjaldan fyrir við notkun í klínískum rannsóknum eða venjulega notkun bóluefnisins eða bóluefnis gegn annað hvort lifrarbólgu A eða lifrarbólgu B eru: Fækkun blóðflagna, sem eykur hættu á blæðingum eða mari (blóðflagnafæð) 31

32 Fjólubláir eða rauðbrúnir blettir sem sjást í gegnum húðina (blóðflagnafæðarpurpuri) Bólga eða sýking í heila (heilabólga) Niðurbrotssjúkdómur í heila (heilakvilli) Bólga í taugum Doði eða slappleiki í handleggjum og fótleggjum (taugakvilli), lömun Köst eða flog Bólga í andliti, munni eða hálsi (ofsabjúgur) Fjólubláir eða rauðfjólubláir nabbar á húð (flatskæningur), alvarleg útbrot á húð (regnbogaroði), ofsakláði Liðbólga, máttleysi í vöðvum Sýking í kringum heilann sem getur valdið alvarlegum höfuðverk ásamt stífum hnakka og ljósnæmi (heilahimnubólga) Bólga í sumum æðum Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi, bráðaofnæmislík viðbrögð og einkenni er líkjast blóðvatnsveiki). Einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða geta verið útbrot sem geta verið með kláða eða blöðrum, bólga í augum og andliti, öndunar- og kyngingarerfiðleikar, skyndilegt blóðþrýstingsfall og meðvitundarleysi. Slík viðbrögð geta komið fram áður en farið er af læknastofunni. Hins vegar skal ávallt leita læknis tafarlaust ef þessara einkenna verður vart. Óeðlilegar niðurstöður lifrarprófa MS-sjúkdómur, mænubólga Lafandi augnlok og slappir vöðvar í annarri hlið andlitsins (andlitstaugarlömun) Skammvinn bólga í taugum, sem veldur verkjum, slappleika og lömun í útlimum sem oft teygir sig til brjóstkassa og andlits (Guillain-Barré heilkenni) Sjúkdómur í augntaugum (sjóntaugarþroti) Bráðir verkir, stingir og brunatilfinning á stungustað Tilkynning aukaverkana Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins. 5. Hvernig geyma á Twinrix Adult Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram. Geymið í kæli (2 C 8 C). Geymið í upprunalegum umbúðum, til varnar gegn ljósi. Má ekki frjósa. Frysting eyðileggur bóluefnið. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í ápóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 32

33 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar Twinrix Adult inniheldur - Virku efnin eru: Lifrarbólguveira A (deydd) 1,2 Lifrarbólgu B yfirborðsmótefnavaki 3,4 720 ELISA einingar 20 míkróg 1 Framleitt á tvílitna mannafrumum (MRC-5) 2 Aðsogað á álhýdroxíðhýdrat 0,05 mg Al 3+ 3 Framleitt í gersveppafrumum (saccharomyces cerevisiae) með DNA-raðbrigðatækni 4 Aðsogað á álfosfat 0,4 mg Al 3+ - Önnur innihaldsefni í Twinrix Adult eru: natríumklóríð, vatn fyrir stungulyf. Lýsing á útliti Twinrix Adult og pakkningastærðir Stungulyf, dreifa, í áfylltri sprautu. Twinrix Adult er hvítur, mjólkurkenndur vökvi í áfylltri glersprautu (1 ml). Twinrix Adult er fáanlegt með 1, 10 og 25 sprautum í pakkningu, með eða án nála. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðsettar. Markaðsleyfishafi og framleiðandi GlaxoSmithKline Biologicals s.a. Rue de l Institut 89 B-1330 Rixensart Belgía Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið: België/Belgique/Belgien GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. Tél/Tel: България ГлаксоСмитКлайн ЕООД Тел Česká republika GlaxoSmithKline s.r.o. Tel: cz.info@gsk.com Danmark GlaxoSmithKline Pharma A/S Tlf: dk-info@gsk.com Deutschland GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG Tel: + 49 (0) produkt.info@gsk.com Lietuva GlaxoSmithKline Lietuva UAB Tel info.lt@gsk.com Luxembourg/Luxemburg GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. Tél/Tel: Magyarország GlaxoSmithKline Kft. Tel.: Malta GlaxoSmithKline (Malta) Ltd Tel: Nederland GlaxoSmithKline BV Tel: + 31 (0) nlinfo@gsk.com 33

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS INTANZA 15 míkrógrömm/stofni, stungulyf, dreifa Inflúensubóluefni (klofin, deydd veirueind) 2. INNIHALDSLÝSING Inflúensuveira (deydd, klofin) af eftirtöldum

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Β. ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ

Β. ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ Β. ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ 1 ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ: ΠΛΗΡΟΦΟΡΙΕΣ ΓΙΑ ΤΟΝ ΧΡΗΣΤΗ Pandemrix εναιώρημα και γαλάκτωμα για ενέσιμο γαλάκτωμα Εμβόλιο πανδημικής γρίπης (H1N1) (τμήμα ιού, αδρανοποιημένο, ανοσοενισχυμένο)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Verkazia 1 mg/ml augndropar, fleyti 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af fleyti inniheldur 1 mg af cíklósporíni (ciclosporin). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Constella 290 míkrógramma hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 290 míkrógrömm af línaklótíði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR 1 ml af lausn inniheldur emedastín 0,5 mg (sem tvífúmarat). Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur. Siklos 1000 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TachoSil vefjalímsnetja 2. INNIHALDSLÝSING Hver cm 2 TachoSil inniheldur: Mannafíbrínógen Mannatrombín 5,5 mg 2,0 a.e. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Posatex eyrnadropar, dreifa handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Orbifloxacin 8,5 mg/ml Mometasonfuroat (sem mónóhýdrat) 0,9 mg/ml

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Xenical 120 mg hörð hylki. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert hart hylki inniheldur 120 mg af orlístati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt kvörðuð sprauta inniheldur anakinra* 100 mg í 0,67 ml (150

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS ZUPREVO 40 mg/ml stungulyf, lausn fyrir svín. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Tildipirosin 40 mg Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS PROCYSBI 25 mg magasýruþolin hörð hylki. PROCYSBI 75 mg magasýruþolin hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING PROCYSBI 25 mg hart hylki. Hvert hart hylki inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή. Vimpat 10 mg/ml διάλυμα προς έγχυση Λακοσαμίδη

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή. Vimpat 10 mg/ml διάλυμα προς έγχυση Λακοσαμίδη Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή Vimpat 10 mg/ml διάλυμα προς έγχυση Λακοσαμίδη Διαβάστε προσεκτικά ολόκληρο το φύλλο οδηγιών χρήσης προτού αρχίσετε να παίρνετε αυτό το φάρμακο, διότι περιλαμβάνει

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum. Veraflox 60 mg töflur handa hundum. Veraflox 120 mg töflur handa hundum. 2. INNIHALDSLÝSING Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Betaferon 250 míkrógrömm/ml, stungulyfsstofn og leysir, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Raðbrigði af interferóni beta-1b * 250 míkrógrömm (8,0 milljón alþjóðlegar

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prolia 60 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt sprauta inniheldur 60 mg af denosumabi í 1 ml af lausn (60 mg/ml).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή. Altargo 10 mg/g αλοιφή. Ρεταπαμουλίνη

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή. Altargo 10 mg/g αλοιφή. Ρεταπαμουλίνη Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή Altargo 10 mg/g αλοιφή Ρεταπαμουλίνη Διαβάστε προσεκτικά ολόκληρο το φύλλο οδηγιών χρήσης προτού αρχίσετε να χρησιμοποιείτε αυτό το φάρμακο, διότι περιλαμβάνει

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxin 50 mg/ml mixtúruduft, dreifa. Amoxin 100 mg/ml mixtúruduft, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Bronchitol 40 mg innöndunarduft, hörð hylki 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur 40 mg af mannitóli. Hvert hylki gefur skammt sem er að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον χρήστη. Rotarix πόσιμο εναιώρημα σε προγεμισμένη συσκευή για πόσιμη χρήση Εμβόλιο ροταϊού, με ζώντες ιούς

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον χρήστη. Rotarix πόσιμο εναιώρημα σε προγεμισμένη συσκευή για πόσιμη χρήση Εμβόλιο ροταϊού, με ζώντες ιούς Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον χρήστη Rotarix πόσιμο εναιώρημα σε προγεμισμένη συσκευή για πόσιμη χρήση Εμβόλιο ροταϊού, με ζώντες ιούς Διαβάστε προσεκτικά ολόκληρο το φύλλο οδηγιών πριν το

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins kmist fljótt g örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS S-ketamin Pfizer 5 mg/ml stungulyf, lausn. S-ketamin Pfizer 25 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING S-ketamin Pfizer 5 mg/ml Hver ml af stungulyfi inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bendamustine medac 2,5 mg/ml stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 25 mg bendamústínhýdróklóríð (sem bendamústínhýdróklóríðeinhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα