SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa: 0,97 1,4 μg Hjálparefni með þekkta verkun 150 míkrógrömm/ml af benzalkónklóríði, 5 mg/ml af makrógól-glýserólhýdroxýsterati 40 (sjá kafla 4.4). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Augndropar, lausn. Tær, litlaus lausn. ph: 5,5-7,0 Osmólalstyrkur: mosm/kg 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með háan augnþrýsting eða gleiðhornsgláku (sjá kafla 5.1). Til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá börnum á aldrinum tveggja mánaða að 18 ára aldri með háan augnþrýsting eða barnagláku (sjá kafla 5.1). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar Notkun handa fullorðum, aldraðir þar með taldir Skammturinn er einn dropi af Travoprost Alvogen í tárusekk sjúks auga (augna) einu sinni á sólarhring. Bestur árangur næst ef lyfið er notað að kvöldi. Mælt er með því að loka fyrir nefholstárakirtilinn eða loka augunum gætilega eftir að lyfinu hefur verið dreypt í auga. Það getur dregið úr altæku frásogi lyfsins þegar það er gefið í augu og leitt til minni altækra aukaverkana. Ef fleiri en eitt augnlyf er notað á að nota lyfin með að minnsta kosti 5 mínútna millibili (sjá kafla 4.5). Ef skammtur gleymist á að nota næsta skammt eins og gert er ráð fyrir. Ekki á að gefa meira en einn dropa lyfsins í sjúkt auga (augu) á sólarhring. 1

2 Þegar nota á Travoprost Alvogen í staðinn fyrir annað augnlyf við gláku, á að hætta notkun þess lyfs og byrja daginn eftir að nota Travoprost Alvogen. Skert lifrar- og nýrnastarfsemi Notkun Travoprost Alvogen hefur verið rannsökuð hjá sjúklingum með vægt til alvarlega skerta lifrarstarfsemi og hjá sjúklingum með vægt til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun allt niður í 14 ml/mín.). Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 5.2). Börn Travoprost Alvogen má nota hjá börnum frá tveggja mánaða að 18 ára aldri í sömu skömmtum og hjá fullorðnum. Hins vegar eru upplýsingar fyrir aldurshópinn tveggja mánaða til þriggja ára (9 sjúklingar) takmarkaðar (sjá kafla 5.1). Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun travóprosts hjá börnum undir tveggja mánaða aldri. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf Til notkunar í augu Varðandi notkun hjá sjúklingum sem nota augnlinsur er vísað í kafla 4.4. Sjúklingurinn á að fjarlægja hlífðarpokann rétt fyrir fyrstu notkun. Til að koma í veg fyrir mengun dropasprotans og lausnarinnar verður að gæta þess að snerta ekki augnlokið, svæðið í kringum augað eða annað yfirborð með dropasprotanum á glasinu. 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Breyting á augnlit Travóprost getur smám saman breytt augnlit með því að fjölga melanínögnum (litarefnakorn) í sortufrumum. Áður en meðferð er hafin verður að upplýsa sjúklingana um möguleikann á varanlegri breytingu á augnlit. Meðferð á öðru auganu eingöngu getur valdið því að lithimnur augna verði varanlega mislitar. Langtímaáhrif á sortufrumurnar og afleiðingar þeirra eru óþekkt eins og er. Breyting á lit lithimnu gerist hægt og er jafnvel ekki sjáanleg í nokkra mánuði eða ár. Breyting á augnlit sést helst hjá sjúklingum með blandaðan lit í lithimnu, t.d. blábrúnan, grábrúnan, gulbrúnan og grænbrúnan. Hins vegar hafa breytingar einnig sést hjá brúneygðum sjúklingum. Brúna litabreytingin umhverfis ljósopið dreifist venjulega jafnt út frá miðju (concentrically) í átt að mörkum meðhöndlaða augans, en öll lithimnan eða hluti hennar getur orðið brúnleitari. Ekki hefur komið fram aukinn brúnn litur í lithimnu eftir að meðferð hefur verið hætt. Breytingar umhverfis auga og á augnloki Í klínískum samanburðarrannsóknum hefur verið skýrt frá því að húð hafi dökknað umhverfis augntóttir og/eða á augnlokum í tengslum við notkun travóprosts hjá 0,4% sjúklinga. Við notkun prostaglandínhliðstæðna hafa komið fram breytingar umhverfis auga og á augnloki, þ.m.t. dýpkun á augnloksskoru. Travóprost getur smám saman breytt augnhárum á hvörmum þess auga (augna) sem er meðhöndlað. Þessar breytingar sáust hjá um helmingi sjúklinga í klínískum rannsóknum og eru meðal annars lenging, þykknun, dökknun og/eða fjölgun augnháranna. Hvers vegna augnhár breytast og hverjar afleiðingarnar verða, þegar til lengri tíma er litið, er ekki vitað eins og er. 2

3 Í rannsókn á öpum hefur verið sýnt fram á að travóprost veldur lítils háttar stækkun á augnlokaglufu (palpebral fissure). Hins vegar sáust þessi áhrif ekki í klínískum rannsóknum og eru þau talin vera tegundasértæk. Engin reynsla er af notkun travóprosts við bólgusjúkdómum í augum eða nýæðamyndunargláku, frumgláku með lokuðu horni, þrönghornsgláku eða meðfædda gláku og aðeins takmörkuð reynsla er af meðferð augnsjúkdóms af völdum skjaldkirtilssjúkdóms, gleiðhornsgláku hjá sjúklingum með gerviaugastein (pseudophakia) og við litgláku (pigmentary glaucoma) eða hálfskinnflagningsgláku (pseudoexfoliative glaucoma). Þess vegna skal gæta varúðar við notkun travóprosts hjá sjúklingum með virka bólgu í auga. Sjúklingar án augasteins Greint hefur verið frá sjónudepilsbjúg við meðferð með F 2a-hliðstæðum. Ráðlagt er að gæta varúðar þegar travóprost er notað hjá sjúklingum án augasteins (aphakic), sjúklingum með gerviaugastein (pseudophakic) og rifið baklægt augasteinshýði (torn posterior lens capsules) eða framlæg augasteinshólf (anterior chamber lenses) eða hjá sjúklingum með þekkta áhættuþætti á að fá blöðrublettabjúg (cystoid macular oedema). Lithimnubólga/æðahjúpsbólga Gæta skal varúðar við notkun travóprosts hjá sjúklingum með áhættuþætti sem auka tilhneigingu til að fá lithimnubólgu/æðuhjúpsbólgu. Snerting við húð Forðast verður að travóprost berist á húð því sýnt hefur verið fram á að travóprost frásogast gegnum húð á kanínum. Prostaglandín og prostaglandínhliðstæður eru líffræðilega virk efni sem geta frásogast í gegnum húðina. Barnshafandi konur og konur sem eru að reyna að verða barnshafandi eiga að sýna ýtrustu varkárni til að forðast beina snertingu við innihald glassins. Ef verulegur hluti innihalds augndropaglassins kemst fyrir slysni í snertingu við húðina þarf að hreinsa húðsvæðið vandlega þegar í stað. Hjálparefni Travoprost Alvogen inniheldur benzalkónklóríð sem er þekkt að geti valdið litabreytingum á mjúkum augnlinsum. Forðast skal snertingu við mjúkar augnlinsur. Leiðbeina verður sjúklingum um að fjarlægja augnlinsur áður en Travoprost Alvogen er dreypt í augu og láta 15 mínútur líða frá því lyfinu er dreypt í augu áður en linsunum er komið fyrir á ný. Greint hefur verið frá því að benzalkónklóríð valdi ertingu í auga, einkennum um augnþurrk og hugsanlegum áhrifum á tárafilmuna og yfirborð hornhimnu. Gæta skal varúðar við notkun hjá sjúklingum með augnþurrk og sjúklingum þar sem hornhimnan er viðkvæm. Við langtímanotkun skal fylgjast með sjúklingum. Travoprost Alvogen inniheldur makragólglyseról hýdroxýsterat 40 sem getur valdið húðviðbrögðum. Börn Upplýsingar um öryggi og verkun í aldurshópnum tveggja mánaða til þriggja ára (9 sjúklingar) eru takmarkaðar (sjá kafla 5.1). Engar upplýsingar liggja fyrir um börn undir tveggja mánaða aldri. Hjá börnum yngri en þriggja ára sem aðallega eru með meðfædda gláku (PCG, primary congenital glaucoma), er aðgerð (t.d. síuvefsskurður (trabeculotomy)/glæruhornsskurður (goniotomy)) enn fyrsti meðferðarkostur. Engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi langtímanotkunar hjá börnum 3

4 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Konur á barneignaraldri/getnaðarvarnir Travóprost má ekki nota hjá konum á barneignaraldri sem geta orðið barnshafandi nema örugg getnaðarvörn sé notuð (sjá kafla 5.3). Meðganga Travóprost hefur skaðleg lyfjafræðileg áhrif á meðgöngu og/eða fóstur/nýbura. Travóprost á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Brjóstagjöf Ekki er vitað hvort travóprost í augndropum berst í brjóstamjólk. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að travóprost og umbrotsefni þess berast í móðurmjólk. Ekki er mælt með notkun travóprosts hjá konum með barn á brjósti. Frjósemi Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif travóprosts á frjósemi hjá mönnum. Dýrarannsóknir sýndu engin áhrif af travóprosti á frjósemi í skömmtum sem voru meira en 250-faldur ráðlagður hámarksskammtur fyrir notkun í auga hjá mönnum. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Travóprost hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla, hins vegar eins og við á um alla augndropa getur tímabundin þokusýn eða aðrar sjóntruflanir haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef sjónin verður þokukennd eftir að lyfinu hefur verið dreypt í auga verður sjúklingurinn að bíða með að aka bifreið eða nota vélar þar til sjónin verður aftur skýr. 4.8 Aukaverkanir Samantekt um öryggi lyfsins Algengustu aukaverkanir í klínískum rannsóknum með travóprost voru blóðsókn til auga sem kom fyrir hjá u.þ.b. 20% sjúklinga og litarútfelling í lithimnu sem kom fyrir hjá u.þ.b. 6% sjúklinga. Tafla yfir aukaverkanir Eftirfarandi aukaverkanir eru flokkaðar á eftirfarandi hátt: Mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til <1/10), sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar ( 1/ til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) eða tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrriliggjandi gögnum). Innan hvers tíðniflokks er aukaverkanir taldar upp eftir minnkandi alvarleikastigi. Upplýsingar um aukaverkanirnar eru fengnar úr klínískum rannsóknum og við notkun eftir markaðssetningu travóprost. 4

5 Líffæraflokkur Tíðni Aukaverkun Ónæmiskerfi Sjaldgæfar ofnæmi, árstíðabundið ofnæmi. Geðræn vandamál Tíðni ekki þekkt þunglyndi, kvíði, svefnleysi. Taugakerfi Sjaldgæfar höfuðverkur. Mjög sjaldgæfar sundl, sjónsviðsskerðing, bragðskynstruflun. Auga Mjög algengar blóðsókn til augna. Algengar Sjaldgæfar Mjög sjaldgæfar litarútfelling í lithimnu, augnverkur, óþægindi í auga, augnþurrkur, kláði í auga, erting í auga. glærufleiður, æðahjúpsbólga, litubólga, bólga í forhólfi augans, glærubólga, depilglærubólga, ljósfælni, útferð úr auga, hvarmabólga, roði í augnlokum, bjúgur í kringum augu, kláði í augnlokum, minnkuð sjónskerpa, þokusýn, aukin táraseyting, tárubólga, augnloksúthverfing, starblinda, hrúður á augnhvörmum, vöxtur augnhára. litu- og brákleggjabólga, áblástursótt í auga, augnbólga, blossasýn, exem á augnlokum, tárubjúgur, árusýn, eitlingar í táru, minnkuð augnskynjun, innhverfing augnhára, trefjalepppskirtlabólga (meibomianitis), litarútfelling í forhólfi auga, ljósopsstæring, augnþreyta, aukinn litur augnhára, þykknun augnhára. Tíðni ekki þekkt sjónudepilsbjúgur, dýpkun á skori augnloks. Eyru og völundarhús Tíðni ekki þekkt svimi, suð fyrir eyrum. Hjarta Sjaldgæfar hjartsláttarónot. Mjög sjalgæfar óreglulegur hjartsláttur, hægari hjartsláttartíðni. Tíðni ekki þekkt brjóstverkur, hægsláttur, hraðsláttur, hjartsláttartruflanir. Æðar Mjög sjaldgæfar lækkun hlébilsþrýstings, hækkun slagbilsþrýstings, lágþrýstingur, háþrýstingur. Öndunarfæri, brjósthol og Sjaldgæfar hósti, nefteppa, erting í hálsi. miðmæti Mjög sjaldgæfar andnauð, astmi, öndunarfærakvilli, verkur í munnkoki, raddtruflun, ofnæmiskvef, þurrkur í nefi. Meltingarfæri Tíðni ekki þekkt Mjög sjaldgæfar Tíðni ekki þekkt versnun astma, blóðnasir. ætisár tekur sig upp, óþægindi í meltingarvegi, hægðatregða, munnþurrkur. niðurgangur, verkur í kvið, ógleði, uppköst. 5

6 Húð og undirhúð Sjaldgæfar dökknun húðar umhverfis augu (periocular), mislitun húðar, óeðlileg áferð á hári, ofhæring. Mjög sjaldgæfar ofnæmishúðbólga, snertihúðbólga, hörundsroði, útbrot, breytingar á háralit, missir augnhára. Tíðni ekki þekkt kláði, óeðlilegur hárvöxtur. Stoðkerfi og stoðvefur Mjög sjaldgæfar verkir í vöðvum og beinagrind, liðverkur. Nýru og þvagfæri Tíðni ekki þekkt sársauki við þvaglát, þvagleki. Almennar aukaverkanir og Mjög sjaldgæfar þróttleysi. aukaverkanir á íkomustað Rannsóknaniðurstöður Tíðni ekki þekkt hækkun mótefnavaka sem er sértækur fyrir blöðruhálskirtil (PSA). Börn Aukaverkanir sem greint var frá í þriggja mánaða fasa 3 rannsókn og sjö daga lyfjahvarfarannsókn, á 102 börnum sem höfðu fengið travóprost, voru svipaðar og greint var frá hjá fullorðnum sjúklingum. Upplýsingar um skammtímaöryggi voru einnig svipaðar hjá mismunandi undirhópum barna (sjá kafla 5.1). Algengasta aukaverkunin sem greint var frá hjá börnum var blóðsókn til augna (16,9%) og vöxtur augnhára (6,5%). Í svipaðri þriggja mánaða rannsókn hjá fullorðnum sjúklingum var tíðni þessara aukaverkana 11, 4% og 0,0%, í þeirri röð. Viðbótar aukaverkanir sem greint var frá hjá börnum í þriggja mánaða rannsókninni á (n=77) samanborið við svipaða rannsókn hjá fullorðnum (n=185) voru roði í augnloki, glærubólga, aukin táraseyting og ljósfælni. Allar þessar aukaverkanir voru stök tilvik með tíðnina 1,3% á móti 0,0% hjá fullorðnum. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Ekki hefur verið greint frá ofskömmtunum. Ólíklegt er að ofskömmtun komi fyrir eða leiði til eiturverkunar þegar um útvortis lyfjagjöf er að ræða. Of stórum skammti af travóprosti má skola úr auga(um) með volgu vatni. Við grun um inntöku á að veita stuðningsmeðferð eftir einkennum. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Augnlyf-gláku- og ljósopsþrengjandi lyf-prostaglandínhliðstæður (analogues) ATC flokkur: S01E E04 Verkunarháttur Travóprost, prostaglandín F 2α-hliðstæða, er mjög sértækur örvi sem hefur mikla sækni í prostaglandín FPviðtaka og dregur úr augnþrýstingi með því að auka útflæði augnvökva um bjálkanet og æðahjúpsgöng. Lækkun á augnþrýstingi hjá mönnum hefst um 2 klst. eftir gjöf og hámarksverkun næst eftir 12 klst. Hægt er að ná verulegri lækkun augnþrýstings í meira en 24 klst. með einum skammti. 6

7 Verkun og öryggi Upplýsingar um notkun travóprosts til viðbótar við tímólól 0,5% og takmarkaðar upplýsingar um notkun þess til viðbótar við brímónidín 0,2%, sem safnað var saman úr klínískum rannsóknum, leiddu í ljós samleggjandi áhrif af travóprosti með þessum glákulyfjum. Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins til viðbótar við önnur augnþrýstingslækkandi augnlyf. Annars stigs lyfjafræði Travóprost jók marktækt blóðstreymi til sjóntaugarhöfuðs (optic nerve head) hjá kanínum eftir gjöf í auga í 7 daga (1,4 míkrógrömm einu sinni á sólarhring). Börn Sýnt var fram á verkun travóprost hjá börnum frá tveggja mánaða að 18 ára aldri í 12-vikna, tvíblindri, klínískri rannsókn á travóprosti í samanburði við tímólól, hjá 152 sjúklingum greindum með með háan augnþrýsting eða barnagláku. Sjúklingar fengu annaðhvort 0,004% travóprost einu sinni á dag eða 0,5% tímólól (eða 0,25% fyrir sjúklinga yngri en 3 ára) tvisvar sinnum á dag. Aðalendapunktur fyrir virkni var breyting á augnþrýstingi miðað við grunnlínu á 12. viku rannsóknarinnar. Meðallækkun augnþrýstings í hópunum sem fengu travóprosti og tímólól var svipuð (sjá töflu 1). Í aldurshópunum 3 til <12 ára (n=36) og 12 til <18 ára (n=26) var meðal augnþrýstingslækkun í viku 12 í travóprost-hópnum svipuð og í tímólól-hópnum. Meðal augnþrýstingslækkun í viku 12 í hópi tveggja mánaða til <3 ára var 1,8 mmhg í travóprost-hópnum og 7,3 mmhg í tímólól-hópnum. Augnþrýstingslækkun í þessum hópi byggist á aðeins 6 sjúklingum í tímólól-hópnum og 9 sjúklingum í travóprost-hópnum, þar sem 4 sjúklingar í travóprost-hópnum á móti 0 sjúklingum í tímólól-hópnum höfðu að meðaltali enga augnþrýstingslækkun í viku 12. Engar upplýsingar liggja fyrir hjá börnum yngri en tveggja mánaða. Áhrifin á augnþrýstingslækkun komu fram eftir aðra viku meðferðar og héldust stöðug út 12 vikna tímabil rannsóknarinnar fyrir alla aldurshópa. Tafla 1 Samanburður á meðalbreytingum augnþrýstings frá grunnlínu (mmhg) við viku 12 Travóprost Tímólól N Meðaltal (SE) N Meðaltal (SE) Meðaltalsmunur a (95% CI) (-2.1, 1.0) (1.05) (0.96) SE = Staðalskekkja; CI = Öryggisbil; a Meðaltalsmunur er Travóprost Tímólól. Mat byggt á minnstu fervikum meðaltala fengið úr tölfræðimódeli sem gerir grein fyrir samsvarandi augnþrýstingsmælingum fyrir hvern sjúkling þar sem upphafsgreining og augnþrýstingur við grunnlínu eru í módelinu. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Travóprost er ester-forlyf. Það frásogast gegnum glæru þar sem ísóprópýlesterinn verður fyrir vatnsrofi og myndar virka, óbundna sýru. Rannsóknir á kanínum hafa leitt í ljós 20 ng/ml hámarksþéttni óbundinnar sýru í augnvökva einni eða tveimur klukkustundum eftir að travóprosti er dreypt í auga. Þéttnin í augnvökvanum lækkaði um helmingunartíma sem var um 1,5 klst. Dreifing Sýnt var fram á litla altæka dreifingu um líkamann á virkri óbundinni sýru eftir gjöf travóprosts í augu hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Hámarksþéttni óbundinnar virkrar sýru í plasma 25 pg/ml eða minna greindist mín. eftir lyfjagjöf. Eftir það lækkuðu plasmagildin hratt og voru komin undir 10 pg/ml, sem eru mælanleg neðri mörk á innan við 1 klst. eftir gefinn skammt. Ekki var hægt að ákvarða helmingunartíma brotthvarfs óbundinnar virkrar sýru hjá mönnum vegna lágrar plasmaþéttni og hraðs brotthvarfs eftir gjöf í augu. 7

8 Umbrot Brotthvarf verður aðallega vegna umbrota, bæði travóprosts og hinnar óbundnu virku sýru. Altækir (systemic) umbrotaferlar eru hliðstæðir og fyrir innræn prostaglandín-f 2α og einkennast af afoxun tvíbindings í stöðu 13-14, ildingu 15-hýdroxýl og klofningi á efri hliðakeðjunni vegna β-oxunar. Brotthvarf Óbundin sýra travóprosts og umbrotsefni hennar skiljast aðallega út um nýru. Notkun travóprost hefur verið rannsökuð hjá sjúklingum með vægt til alvarlega skerta lifrarstarfsemi og hjá sjúklingum með vægt til alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun allt niður í 14 ml/mín.). Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá þessum sjúklingum. Börn Rannsókn á lyfjahvörfum hjá börnum tveggja ára að 18 ára aldri sýndi fram á lága útsetningu óbundinnar sýru travóprost í plasma, þar sem þéttni spannaði frá lægra en neðri mælanleg prófmörk (BLQ), 10 pg/ml, upp í 54,4 pg/ml. Í fjórum fyrri rannsóknum á altækum lyfjahvörfum hjá fullorðnum, náði plasmaþéttni óbundinnar sýru travóprost frá BLQ í 52,0 pg/ml. Þó svo að mest af upplýsingum fyrir plasma úr öllum rannsóknunum væru ómælanlegar, sem gerði tölfræðilegan samanburð á altækri útsetningu milli aldurshópa ómögulegan, er tilhneigingin almennt sú að plasmaþéttni óbundinnar sýru travóprost eftir útvortis lyfjagjöf travóprost er afar lág hjá öllum aldurshópum sem metnir voru. 5.3 Forklínískar upplýsingar Í rannsóknum á eituráhrifum á augu í öpum sem fengu 0,45 míkrógramma skammt af travóprosti tvisvar sinnum á sólarhring kom í ljós að stækkun varð á augnlokaglufu. Engin altæk eitrunarárhrif komu fram við gjöf travóprosts í augu hjá öpum í skömmtum allt að 0,012% í hægra auga tvisvar á sólarhring í eitt ár. Rannsóknir á eituráhrifum á æxlun hafa verið gerðar á rottum, músum og kanínum með því að gefa lyfið óstaðbundið (by systemic route). Niðurstöður eru líkar og verkun FP-viðtakaörva í legi með snemmkomnum fósturvísisdauða, fósturvísisdauða eftir hreiðrun, fóstureitrunum. Í ungafullum rottum jók travóprosttíðni vansköpunar þegar það var gefið óstaðbundið í skömmtum sem voru stærri en 200faldir klínískir skammtar á því tímabili sem líffæramyndun stóð. Lítið af geislamerktu efni mældist í líknarbelgsvökva og fósturvefjum hjá ungafullum rottum sem gefið var 3 H-travóprost. Rannsóknir á æxlun og þroska hafa sýnt að mikið er um fósturlát hjá rottum og músum við 180 pg/ml í plasma hjá rottum og við 30 pg/ml í plasma hjá músum þegar útsetning er 1,2 til 6-föld klínísk útsetning (allt að 25 pg/ml). 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Benzalkóníklóríð Makrógólglýseról hýdroxýsterat 40 Trómetamól Tvínatríumedetat Bórsýra (E284) Mannitól (E421) Natríumhýdroxíð (til að stilla ph) Vatn fyrir stungulyf eða hreinsað vatn 8

9 6.2 Ósamrýmanleiki Enginn þekktur. Sértækar in vitro rannsóknir á milliverkunum voru gerðar með lyf sem innihalda tíómersal ásamt travóprosti. Engar vísbendingar um útfellingar sáust. 6.3 Geymsluþol 3 ár Fargið glasinu 4 vikum eftir að það er fyrst opnað. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Áður en glasið er opnar skal geyma það innpakkað til varnar gegn raka. Eftir að glasið hefur verið opnað eru engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Hálfgegnsætt pólýprópýlen (PP) 5 ml glas með gagnsæjum (LDPE, lágþéttleika pólýetýlen) dropaskammtara og hvítum (HDPE, háþéttleika pólýetýlen) innsigluðum skrúftappa, í pólýetýlen terephthalat / ál / pólýetýlen (PET / ál / PE) hlífðarpoka. Hvert glas inniheldur 2,5 ml af lausn. Pakkningastærðir: Askja sem inniheldur 1 eða 3 glös Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Engin sérstök fyrirmæli 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Alvogen ehf. Sæmundargötu Reykjavík Ísland 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER IS/1/14/035/01 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. apríl Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 9

10 10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 25. júlí Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar, 10

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS DuoTrav 40 míkrógrömm/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti og 5 mg af tímólóli

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR 1 ml af lausn inniheldur emedastín 0,5 mg (sem tvífúmarat). Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Verkazia 1 mg/ml augndropar, fleyti 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af fleyti inniheldur 1 mg af cíklósporíni (ciclosporin). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopid 300 mg, hart hylki Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. 2. INNIHALDSLÝSING Hver gefinn skammtur (skammturinn sem berst úr munnstykkinu)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic Acid Teva 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru (sem

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Revolade 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 25 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 50 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS ADASUVE 4,5 mg innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hvert stakskammta innöndunartæki inniheldur 5 mg af loxapíni og gefur 4,5 mg af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS CIPRALEX 5 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 10 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 15 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valpress 80 mg filmuhúðaðar töflur. Valpress 160 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur valsartan 80 mg. Hver filmuhúðuð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Constella 290 míkrógramma hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 290 míkrógrömm af línaklótíði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Forxiga 5 mg filmuhúðaðar töflur Forxiga 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Forxiga 5 mg filmuhúðaðar töflur Hver tafla inniheldur dapagliflozin

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic acid Accord 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af innrennslisþykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Esopram 5 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 10 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 15 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Esopram

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Aripiprazol Krka 5 mg töflur. Aripiprazol Krka 10 mg töflur. Aripiprazol Krka 15 mg töflur. Aripiprazol Krka 30 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 5 mg tafla: Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Coxerit 30 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 60 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 90 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 120 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Targin 5 mg/2,5 mg forðatöflur Targin 10 mg/5 mg forðatöflur Targin 20 mg/10 mg forðatöflur Targin 40 mg/20 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Targin 5 mg/2,5

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valsartan ratiopharm 40 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg af valsartani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Duloxetine Mylan 30 mg hörð sýruþolin hylki Duloxetine Mylan 60 mg hörð sýruþolin hylki 2. INNIHALDSLÝSING 30 mg hylki Hvert hylki inniheldur 30 mg

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Tracleer 125 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS S-ketamin Pfizer 5 mg/ml stungulyf, lausn. S-ketamin Pfizer 25 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING S-ketamin Pfizer 5 mg/ml Hver ml af stungulyfi inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexavar 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af sorafenibi (sem tosylat). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aclasta 5 mg innrennslislyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hvert glas með 100 ml af lausn inniheldur 5 mg af zoledronsýru (sem einhýdrat). Hver ml af lausninni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af hlaupi inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat) og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fontex 20 mg dreifitafla. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg flúoxetín (sem flúoxetínhýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS CIALIS 2,5 mg filmuhúðaðar töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 2,5 mg tadalafil. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken 1 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af stungulyfi inniheldur 1 mg af metoprololtartrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα