VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

2 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum. Veraflox 60 mg töflur handa hundum. Veraflox 120 mg töflur handa hundum. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur: Virk innihaldsefni: Pradofloxacin Pradofloxacin Pradofloxacin 15 mg 60 mg 120 mg Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Töflur. Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og P15 á annarri hliðinni Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og P60 á annarri hliðinni Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og P120 á annarri hliðinni Töflunni má deila í jafna skammta. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategundir Hundar, kettir 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Hundar: Meðferð við: Sárasýkingum af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius). Yfirborðslægum og djúplægum graftarhúðkvilla (pyoderma) af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius). Bráðum þvagfærasýkingum af völdum næmra stofna Escherichia coli og Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius) og Við alvarlegri tannholds- og tannslíðursbólgu af völdum næmra stofna loftfælinna örvera, t.d. Porphyromonas spp. og Prevotella spp. sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á tannholdi (sjá kafla 4.5). Kettir: Meðferð við bráðum sýkingum í efri öndunarvegum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida, Escherichia coli og Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedicus). 2

3 4.3 Frábendingar Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Hundar: Ekki má nota lyfið handa hundum á vaxtarskeiði þar sem lyfið getur haft áhrif á myndun liðbrjósks. Vaxtarskeiðið er mislangt eftir hundategundum. Hjá flestum tegundum gildir að ekki má nota lyf sem innihalda pradofloxacin handa hundum yngri en 12 mánaða og hjá stórum tegundum er miðað við 18 mánaða aldur. Ekki má nota lyfið handa hundum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta aukist við meðferð með flúórókínólónum. Ekki má nota lyfið handa hundum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum. Ekki má nota lyfið handa hundum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla 4.7). Kettir: Vegna skorts á upplýsingum skal ekki nota pradofloxacin handa kettlingum yngri en 6 vikna. Pradofloxacin hefur engin áhrif á myndun liðbrjósks hjá kettlingum 6 vikna eða eldri. Samt sem áður má ekki nota lyfið handa köttum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta aukist við meðferð með flúórókínólónum. Ekki má nota lyfið handa köttum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að flúórókínólónar geta hugsanlega valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum. Ekki má nota lyfið handa köttum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla 4.7). 4.4 Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund Engin. 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Hvenær sem því er komið við, skal notkun dýralyfsins einungis grundvallast á næmisrannsókn. Hafa skal hliðsjón af opinberum og staðbundnum leiðbeiningum um notkun sýklalyfja þegar dýralyfið er notað. Rétt er að nota flúórókínólóna aðeins til meðferðar á sjúkdómum sem hafa svarað meðferð illa eða talið er að muni svara meðferð með öðrum flokkum sýklalyfja illa. Ef brugðið er út frá leiðbeiningum um notkun dýralyfsins eins og lýst er í samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) getur það aukið útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir flúórókínólónum og getur dregið út áhrifum meðferðar með öðrum flúórókínólónum vegna hugsanlegs kross- ónæmis. Graftarhúðkvilli (pyoderma) er yfirleitt afleiðing undirliggjandi sjúkdóms og því er ráðlegt að greina undirliggjandi orsök og meðhöndla dýrið í samræmi við hana. Einungis skal nota dýralyfið við svæsnum tilfellum af sjúkdómum í tannholdi. Hreinsun tanna og brottnám tannskánar og tannsteins eða tanndráttur er forsenda varanlegs árangurs.við tannholds- og 3

4 tannslíðursbólgu skal einungis nota dýralyfið sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á tannholdi. Einungis skal meðhöndla þá hunda með dýralyfinu þar sem meðferðarmarkmiðum er ekki náð með tannhreinsun einni sér. Pradofloxacin getur aukið næmi húðarinnar fyrir sólarljósi. Forðist að hafa dýr óvarin gegn miklu sólarljósi meðan á meðferð stendur. Útskilnaður um nýru er mikilvæg brotthvarfsleið fyrir pradofloxacin hjá hundum. Eins og gildir um aðra flúórókínólóna getur hægt á nýrnaútskilnaði pradofloxacins hjá hundum með skerta nýrnastarfsemi og því skal nota pradofloxacin með varúð handa slíkum dýrum. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Geymið töflurnar þar sem börn hvorki ná til né sjá vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa þeirra. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kínólónum skulu forðast snertingu við dýralyfið. Forðist snertingu dýralyfsins við húð og augu. Þvoið hendur eftir notkun. Neytið ekki fæðu, drekkið eða reykið á meðan dýralyfið er meðhöndlað. Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum, þar með talin uppköst hjá hundum og köttum. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf hjá köttum og hundum. Meðganga: Dýralyfið má ekki nota á meðgöngu. Pradofloxacin olli vansköpun á augum í eitrunarskömmtum fyrir fóstur og móður hjá rottum. Mjólkurgjöf: Dýralyfið má ekki nota við mjólkurgjöf. Rannsóknir á hvolpum sem framkvæmdar voru á rannsóknastofu hafa sýnt merki um liðsjúkdóma eftir altæka lyfjagjöf með flúórókínólónum. Vitað er að flúórókínólar flytjast yfir fylgju og skiljast út í mjólk. Frjósemi: Sýnt hefur verið fram á að pradofloxacin hefur engin áhrif á frjósemi hjá dýrum sem notuð eru til undaneldis. 4

5

6 Hundar: Ábending Meðferðarlengd (dagar) Sýkingar í húð: Yfirborðslægur graftarhúðkvilli Djúplægur graftarhúðkvilli Sárasýkingar 7 Bráðar þvagfærasýkingar 7 21 Alvarlegar sýkingar í tannholdi og tannslíðri 7 Endurmeta skal meðferðina hafi ekki náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferð hófst, eða 7 dögum eftir að meðferð hófst ef um er að ræða yfirborðslægan graftarhúðkvilla og 14 dögum eftir að meðferðin hófst ef um er að ræða djúplægan graftarhúðkvilla. Kettir: Ábending Meðferðarlengd (dagar) Bráðar sýkingar í efri öndunarvegum 5 Endurmeta skal meðferðina hafi ekki náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferðin hófst Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Engin sértæk mótefni gegn pradofloxacini (né öðrum flúórókínólónum) eru þekkt og ef til ofskömmtunar kemur skal því veita meðferð í samræmi við einkenni. Uppköst með hléum og linar hægðir hafa sést hjá hundum eftir endurteknar lyfjagjafir sem nema 2,7 földum ráðlögðum hámarksskammti. Uppköst sem koma sjaldan hafa sést hjá köttum eftir endurteknar lyfjagjafir sem nema 2,7 földum ráðlögðum hámarksskammti Biðtími fyrir afurðanýtingu Á ekki við. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Bakteríulyf til altækrar notkunar (systemic use), flúórókínólónar. ATCvet flokkur: QJ01MA Lyfhrif Verkunarmáti Helsti verkunarmáti flúórókínólóna felur í sér milliverkun við ensím sem eru nauðsynleg fyrir helstu starfsemi DNA, svo sem afritun, umritun og endurröðun. Pradofloxacin hefur einkum áhrif á DNA gyrasa í bakteríum og DNA topoisomerasa IV í bakteríum. Afturkræf tenging pradofloxacins við DNA gyrasa eða DNA topoisomerasa IV í bakteríunum leiðir til hömlunar þessara ensíma og bakteríurnar drepast hratt. Hraði og umfang bakteríueyðandi verkunar er í réttu hlutfalli við styrk lyfs. Næmar bakteríur Þó svo að pradofloxacin sé virkt in-vitro gegn breiðum hópi Gram-jákvæðra og Gram-neikvæðra örvera þar með talið loftfælnum bakteríum, skal það einungis notað við samþykktum ábendingum (sjá 6

7 kafla 4.2) og í samræmi við ráðleggingar um skynsamlega notkun sem fram koma í kafla 4.5 í þessari samantekt á eiginleikum lyfs (SPC). Upplýsingar um lágmarksheftistyrk (MIC [minimum inhibitory concentration]) Hundar: Tegund baktería Fjöldi MIC 50 MIC 90 MIC bil stofna (µg/ml) (µg/ml) (µg/ml) Staphylococcus intermedius flokkur ,062 0,062 0,002-4 (þar með talið S. pseudintermedius) Escherichia coli 173 0,031 0,062 0, Porphyromonas spp ,062 0,125 0, Prevotella spp ,062 0,25 0,016-1 Bakteríurnar voru einangraðar á árunum 2001 til 2007 úr klínískum tilvikum í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Póllandi, Svíþjóð og Bretlandi. Kettir: Tegund baktería Fjöldi MIC 50 MIC 90 MIC range stofna (µg/ml) (µg/ml) (µg/ml) Pasteurella multocida 323 0,016 0,016 0,002-0,062 Escherichia coli 135 0, ,008-8 Staphylococcus intermedius flokkur (þar með talið S. pseudintermedius) 184 0,062 0,125 0,016-8 Bakteríurnar voru einangraðar á árunum 2001 til 2007 úr klínískum tilvikum í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi, Svíþjóð og Bretlandi. Tegund og eðli ónæmis Ónæmi fyrir flúórókínólónum hefur sést myndast eftir fimm leiðum, (i) punktbreytingum á erfðavísum sem segja fyrir um DNA gyrasa og/eða topoisomerasa IV sem leiða til breytinga á hlutaðeigandi ensími (II) breytingum á smogi lyfsins inn í Gram neikvæðar bakteríur, (iii) útstreymisverkun (efflux mechanisms), (iv) plasmíð miðluðu ónæmi og (v) með gyrasa verndandi próteinum. Í öllum tilvikum er afleiðingin skert næmi bakteríu fyrir flúórókínólónum. Kross-ónæmi milli flúórókínólón sýklalyfja er algengt. 5.2 Lyfjahvörf Í rannsóknum á rannsóknastofum hefur aðgengi pradofloxacins verið minna í hundum og köttum eftir fóðurgjöf samanborið við fastandi dýr. Samt sem áður hafa klínískar rannsóknir ekki sýnt fram á fóðurgjöf hafi nein áhrif á árangur af lyfjameðferðinni. Hundar: Eftir gjöf meðferðarskammts af lyfinu með inntöku hjá hundum frásogast pradofloxacin hratt (t max er 2 klst.) og sem næst að fullu (um það bil 100%), hámarksþéttni er 1,6 mg/l. Hjá hundum er línulegt samhengi milli þéttni pradofloxacins í sermi og gefins skammts, á skammtabilinu 1 til 9 mg/kg líkamsþyngdar. Dagleg meðferð til lengri tíma hefur engin áhrif á lyfjahvörf með uppsöfnunarstuðulinn (accumulation index) 1,1. Binding við plasmaprótein in vitro er lítil (35%). Stórt dreifingarrúmmál (V d) > 2 l/kg líkamsþyngdar, bendir til þess að lyfið berist greiðlega í vefi. Þéttni pradofloxacins í húðjafningi (skin homogenates) hunda er allt að sjö sinnum meiri en í sermi. 7

8 Helmingunartími brotthvarfs pradofloxacins úr sermi er 7 klst. Helstu brotthvarfsferlin eru glúkúronisering og útskilnaður um nýru. Pradofloxacin hreinsast úr líkamanum á hraðanum 0,24 l/klst./kg. Um 40% af gefnum skammti skilst út um nýrun á óbreyttu formi. Kettir: Eftir gjöf meðferðarskammts af lyfinu með inntöku hjá köttum frásogast pradofloxacin hratt og nær hámarksþéttninni 1,2 mg/l á innan við 0,5 klst. Aðgengi töflunnar er að minnsta kosti 70%. Endurteknir skammtar hafa ekki áhrif á lyfjahvörf (uppsöfnunarstuðull [accumulation index] = 1,0). Binding við plasmaprótein in vitro er lítil (30%). Stórt dreifingarrúmmál (V d) > 4 l/kg líkamsþyngdar, bendir til þess að lyfið berist greiðlega í vefi. Helmingunartími brotthvarfs pradofloxacins úr sermi er 9 klst. Helsta brotthvarfsferlið í köttum eru með glúkúroniseringu. Pradofloxacin skilst út úr líkamanum á hraðanum 0,28 l/klst./kg. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Mjólkursykureinhýdrat Örkristölluð sellulósa Povidon Magnesíumsterat Vatnsfrí kísilkvoða Gervi nautakjötsbragðefni Natríumcroscarmellósa 6.2 Ósamrýmanleiki sem skiptir máli Á ekki við. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 3 ár 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins. 6.5 Gerð og samsetning innri umbúða Pappaöskjur sem innihalda álþynnur. Hver þynna inniheldur 7 töflur. Eftirfarandi pakkningarstærðir eru fáanlegar: - 7 töflur - 21 tafla - 70 töflur töflur Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem fellur til við notkun þeirra Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. 8

9 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 12/04/2011. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 07/01/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu ( TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN Á ekki við. 9

10 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Pradofloxacin 25 mg Hjálparefni: Rotvarnarefni: Sorbinsýra (E200) 2 mg Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Mixtúra, dreifa Gulleit til drapplituð dreifa. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategundir Kettir 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Meðferð við: Bráðum sýkingum í efri öndunarvegum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida, Escherichia coli og Staphylococcus intermedius stofna (þar með talið S. pseudintermedius). Sárasýkingum og graftarkýlum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida og Staphylococcus intermedius stofna (þar með talið S. pseudintermedius). 4.3 Frábendingar Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Vegna skorts á upplýsingum skal ekki nota pradofloxacin handa kettlingum yngri en 6 vikna. Pradofloxacin hefur engin áhrif á myndun liðbrjósks hjá kettlingum 6 vikna eða eldri. Samt sem áður má ekki nota lyfið handa köttum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta aukist við meðferð með flúórókínólónum. Ekki má nota lyfið handa köttum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að flúórókínólónar geta hugsanlega valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum. Ekki má nota lyfið handa köttum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla 4.7). 10

11 4.4 Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund Engin. 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Hvenær sem því er komið við, skal notkun dýralyfsins einungis grundvallast á næmisrannsókn. Hafa skal hliðsjón af opinberum og staðbundnum leiðbeiningum um notkun sýklalyfja við notkun dýralyfsins. Rétt er að nota flúórókínólóna aðeins til meðferðar á sjúkdómum sem hafa svarað meðferð illa eða talið er að muni svara illa meðferð með öðrum flokkum sýklalyfja. Ef brugðið er út af leiðbeiningum um notkun dýralyfsins eins og lýst er í samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) getur það aukið útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir flúórókínólónum og getur dregið út áhrifum meðferðar með öðrum flúórókínólónum vegna hugsanlegrs kross-ónæmis. Pradofloxacin getur aukið næmi húðarinnar fyrir sólarljósi. Forðist að hafa dýr óvarin gegn miklu sólarljósi meðan á meðferð stendur. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Geymið glösin og áfylltu sprauturnar þar sem börn hvorki ná til né sjá vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa lyfsins. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kínólónum skulu forðast snertingu við dýralyfið. Forðist snertingu dýralyfsins við húð og augu. Þvoið hendur eftir notkun. Komist lyfið fyrir slysni í augu, skolið strax með vatni. Komist lyfið í snertingu við húð, skolið með vatni. Neytið ekki fæðu, drekkið eða reykið á meðan dýralyfið er meðhöndlað. Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum, þar með talin uppköst. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik) 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf hjá læðum. 11

12 Meðganga: Dýralyfið má ekki nota á meðgöngu. Pradofloxacin olli vansköpun á augum í eitrunarskömmtum fyrir fóstur og móður hjá rottum. Mjólkurgjöf Dýralyfið má ekki nota við mjólkurgjöf þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um notkun pradofloxacin hjá kettlingum undir 6 vikna aldri. Vitað er að flúórókínólar flytjast yfir fylgju og skiljast út í mjólk. Frjósemi: Sýnt hefur verið fram á að pradofloxacin hefur engin áhrif á frjósemi hjá dýrum sem notuð eru til undaneldis. 4.8 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Greint hefur verið frá því að samhliða notkun með málmkatjónum eins og þeim sem eru í sýrubindandi lyfjum eða sucralfati úr magnesíumhýdroxíði eða álhýdroxíði, eða fjölvítamínum sem innihalda járn eða zínk og mjólkurvörum sem innihalda kalk, dragi marktækt úr aðgengi flúórókínólóna. Því má ekki gefa Veraflox með sýrubindandi lyfjum, sucralfati, fjölvítamínum eða mjólkurvörum vegna þess að frásog Veraflox getur minnkað. Ekki má heldur nota flúórókínólóna með bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID-lyfjum) hjá dýrum með sögu um krampa vegna hugsanlegra lyfjahvarfafræðilegra milliverkana í miðtaugakerfi. Samtímis gjöf flúórókínólóna og theophyllins getur aukið þéttni theophyllins í plasma vegna breytinga á umbroti þess og því á að forðast samtímis gjöf þessara lyfja.. Einnig skal forðast samtímis notkun flúórókínólóna með dígóxíni vegna hugsanlegrar aukningar á aðgengi dígoxíns við inntöku. 4.9 Skammtar og íkomuleið Til inntöku. Skammtar Ráðlagður skammtur er 5 mg/kg líkamsþunga af pradofloxacin einu sinni á sólarhring. Vegna kvarðans á sprautunni eru skammtarnir á bilinu 5 til 7,5 mg/á hvert kg líkamsþyngdar í samræmi við eftirfarandi töflu. Líkamsþyngd kattar (kg) Skammtur mixtúru sem gefa á til inntöku(ml) Pradofloxacin skammtur (mg/kg líkamsþ.) > 0,67-1 0,2 5 7,5 1 1,5 0,3 5 7,5 1,5 2 0,4 5 6,7 2 2,5 0,5 5 6,3 2,5 3 0, ,5 0,7 5 5,8 3,5 4 0,8 5 5, , , ,4 5 5, ,6 5 5, ,8 5 5, ,6 Til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn og til að koma í veg fyrir vanskömmtun skal mæla líkamsþyngd eins nákvæmlega og kostur. 12

13 Til að auðvelda nákvæma skömmtun fylgir 3 ml munnskammtasprauta (kvarði: 0,1 til 2 ml) hverju 15 ml glasi af Veraflox mixtúru, dreifu. Meðferðarlengd Meðferðarlengd fer eftir eðli og alvarleika sýkingar og svörun við meðferð. Í flestum tilvikum eru eftirfarandi meðferðaráætlanir fullnægjandi: Ábending Meðferðarlengd (dagar) Sárasýkingar og graftarkýli 7 Bráðar sýkingar í efri öndunarvegum 5 Endurmeta skal meðferðina hafi ekki náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferð hófst. Aðferð við lyfjagjöf Hristið vel fyrir notkun. Dragið viðeigandi skammt upp í sprautuna. Gefið lyfið beint upp í kjaft dýrsins. Til að forðast krossmengun, skal ekki nota sömu sprautuna handa mörgum dýrum. Nota skal því eina sprautu fyrir hvert dýr. Eftir notkun sprautunnar skal hreinsa hana með kranavatni og geyma hana í öskjunni ásamt dýralyfinu Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Engin sértæk mótefni gegn pradofloxacini (né öðrum flúórókínólónum) eru þekkt og ef til ofskömmtunar kemur skal því veita meðferð í samræmi við einkenni. Uppköst sem koma sjaldan hafa sést hjá köttum eftir endurteknar lyfjagjafir sem nema 1,6 földum ráðlögðum hámarksskammti Biðtími fyrir afurðanýtingu Á ekki við. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Bakteríulyf til altækrar notkunar (systemic use), flúórókínólónar. ATCvet flokkur: QJ01MA Lyfhrif Verkunarmáti Helsti verkunarmáti flúórókínólóna felur í sér milliverkun við ensím sem eru nauðsynleg fyrir helstu starfsemi DNA, svo sem afritun, umritun og endurröðun. Pradofloxacin hefur einkum áhrif á 13

14 DNA gyrasa í bakteríum og DNA topoisomerasa IV í bakteríum. Afturkræf tenging pradofloxacins við DNA gyrasa eða DNA topoisomerasa IV í bakteríunum leiðir til hömlunar þessara ensíma og bakteríurnar drepast hratt. Hraði og umfang bakteríueyðandi verkunar er í réttu hlutfalli við styrk lyfs. Næmar bakteríur Þó svo að pradofloxacin sé virkt in-vitro gegn breiðum hópi Gram-jákvæðra og Gram-neikvæðra örvera þar með talið loftfælnum bakteríum, skal það einungis notað við samþykktum ábendingum (sjá kafla 4.2) og í samræmi við ráðleggingar um skynsamlega notkun sem fram koma í kafla 4.5 í þessari samantekt á eiginleikum lyfs (SPC). Upplýsingar um lágmarksheftistyrk (MIC [minimum inhibitory concentration]) Tegund baktería Fjöldi stofna MIC 50 (µg/ml) MIC 90 (µg/ml) MIC bil (µg/ml) Pasteurella multocida 323 0,016 0,016 0,002-0,062 Escherichia coli 135 0, ,008-8 Staphylococcus intermedius flokkur (þar með talið S. pseudintermedius) 184 0,062 0,125 0,016-8 Bakteríurnar voru einangraðar á árunum 2001 til 2007 úr klínískum tilvikum í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi og Bretlandi. Tegund og eðli ónæmis Ónæmi fyrir flúórókínólónum hefur sést myndast eftir fimm leiðum, (i) punktbreytingum á erfðavísum sem segja fyrir um DNA gyrasa og/eða topoisomerasa IV sem leiða til breytinga á hlutaðeigandi ensími (II) breytingum á smogi lyfsins inn í Gram neikvæðar bakteríur, (iii) útstreymisverkun (efflux mechanisms), (iv) plasmíð miðluðu ónæmi og (v) með gyrasa verndandi próteinum. Í öllum tilvikum er afleiðingin skert næmi bakteríu fyrir flúórókínólónum. Kross-ónæmi milli flúórókínólón sýklalyfja er algengt. 5.2 Lyfjahvörf Í rannsóknum á rannsóknastofum hefur aðgengi pradofloxacins verið minna í köttum eftir fóðurgjöf samanborið við fastandi dýr. Samt sem áður hafa klínískar rannsóknir ekki sýnt fram á fóðurgjöf hafi nein áhrif á árangur af lyfjameðferðinni. Eftir gjöf ráðlagðs meðferðarskammts af dýralyfinu með inntöku hjá köttum frásogast pradofloxacin hratt og nær hámarksþéttninni 2,1 mg/l á innan við 1 klst. Aðgengi dýralyfsins er að minnsta kosti 60%. Endurteknir skammtar hafa ekki áhrif á lyfjahvörf (uppsöfnunarstuðull [accumulation index] = 1,2). Binding við plasmaprótein in vitro er lítil (30%). Stórt dreifingarrúmmál (V d) > 4 l/kg líkamsþyngdar, bendir til þess að lyfið berist greiðlega í vefi. Helmingunartími brotthvarfs pradofloxacins úr sermi er 7 klst. Helsta brotthvarfsferlið í köttum eru með glúkúroniseringu. Pradofloxacin skilst út úr líkamanum á hraðanum 0,28 l/klst./kg. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Amberlite IRP 64 Sorbinsýra Ascorbinsýra Xanthangúmmí Própýlenglýkól Vanillubragðefni (samtengt) Hreinsað vatn 14

15 6.2 Ósamrýmanleiki sem skiptir máli Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur dýralyf, vegna þess að rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 3 ár. Geymsluþol eftir að glasið hefur verið opnað: 3 mánuðir. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið í upprunalegu íláti. Geymið glasið þétt lokað. 6.5 Gerð og samsetning innri umbúða Veraflox mixtúra, dreifa er fáanleg í 2 pakkningastærðum: Pappaaskja sem inniheldur 15 ml hvítt glas úr pólýetýleni með mikilli þéttni (HDPE), ásamt millistykki úr pólýetýleni og barnaöryggisloki og 3 ml munnskammtasprautu úr pólýprópýleni (kvarði: 0,1 til 2 ml). Pappaaskja sem inniheldur 30 ml hvítt glas úr pólýetýleni með mikilli þéttni (HDPE), ásamt millistykki úr pólýetýleni og barnaöryggisloki. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem fellur til við notkun þeirra Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland. 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/ DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 12/04/2011. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 07/01/ DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 15

16 Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu ( TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN Á ekki við. 16

17 VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. UPPLÝSINGAR UM HÁMARK DÝRALYFJALEIFA 17

18 A. FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH Projensdorfer Str. 324 D Kiel Þýskaland B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Dýralyfið er lyfseðilsskylt. C. UPPLÝSINGAR UM HÁMARK DÝRALYFJALEIFA Á ekki við. 18

19 VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 19

20 A. ÁLETRANIR 20

21 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Pappaaskja sem inniheldur 1 þynnu (1 x 7 töflur 15 mg) Pappaaskja sem inniheldur 3 þynnur (3 x 7 töflur 15 mg) Pappaaskja sem inniheldur 10 þynnur (10 x 7 töflur 15 mg) Pappaaskja sem inniheldur 20 þynnur (20 x 7 töflur 15 mg) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum pradofloxacin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver tafla inniheldur 15 mg pradofloxacin. 3. LYFJAFORM Töflur 4. PAKKNINGASTÆRÐ 7 töflur 21 tafla 70 töflur 140 töflur 5. DÝRATEGUND(IR) Hundar og kettir 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 9. SERSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 21

22 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/001 7 töflur EU/2/10/107/ tafla EU/2/10/107/ töflur EU/2/10/107/ töflur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 22

23 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Pappaaskja sem inniheldur 1 þynnu (1 x 7 töflur 60 mg) Pappaaskja sem inniheldur 3 þynnur (3 x 7 töflur 60 mg) Pappaaskja sem inniheldur 10 þynnur (10 x 7 töflur 60 mg) Pappaaskja sem inniheldur 20 þynnur (20 x 7 töflur 60 mg) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 60 mg töflur handa hundum pradofloxacin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver tafla inniheldur 60 mg pradofloxacin. 3. LYFJAFORM Töflur 4. PAKKNINGASTÆRÐ 7 töflur 21 tafla 70 töflur 140 töflur 5. DÝRATEGUND(IR) Hundar 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 9. SERSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 23

24 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/005 7 töflur EU/2/10/107/ tafla EU/2/10/107/ töflur EU/2/10/107/ töflur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 24

25 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Pappaaskja sem inniheldur 1 þynnu (1 x 7 töflur 120 mg) Pappaaskja sem inniheldur 3 þynnur (3 x 7 töflur 120 mg) Pappaaskja sem inniheldur 10 þynnur (10 x 7 töflur 120 mg) Pappaaskja sem inniheldur 20 þynnur (20 x 7 töflur 120 mg) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 120 mg töflur handa hundum pradofloxacin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Hver tafla inniheldur 120 mg pradofloxacin. 3. LYFJAFORM Töflur 4. PAKKNINGASTÆRÐ 7 töflur 21 tafla 70 töflur 140 töflur 5. DÝRATEGUND(IR) Hundar 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 25

26 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/009 7 töflur EU/2/10/107/ tafla EU/2/10/107/ töflur EU/2/10/107/ töflur 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 26

27 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM EÐA STRIMLUM Álþynna með 7 töflum (15 mg) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur pradofloxacin 2. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer 3. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 27

28 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM EÐA STRIMLUM Álþynna með 7 töflum (60 mg) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 60 mg töflur pradofloxacin 2. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer 3. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 28

29 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á ÞYNNUM EÐA STRIMLUM Álþynna með 7 töflum (120 mg) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 120 mg töflur pradofloxacin 2. HEITI MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer 3. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} 4. LOTUNÚMER Lot {númer} 5. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 29

30 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Pappaaskja sem inniheldur HDPE glas ( 15 ml mixtúra, dreifa) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum. pradofloxacin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Pradofloxacin 25 mg/ml Rotvarnarefni: Sorbinsýra (E200) 3. LYFJAFORM Mixtúra, dreifa 4. PAKKNINGASTÆRÐ 15 ml glas og 3 ml munnskammtasprauta 5. DÝRATEGUND(IR) Kettir 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Hristið vel fyrir notkun. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Forðist að lyfið mengist meðan á notkun stendur. 30

31 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} Rofna pakkningu skal nota innan 3 mánaða. 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið í upprunalegum umbúðum. Geymið glasið þétt lokað. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/ LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 31

32 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Merkimiði á glasi (15 ml mixtúra, dreifa) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum pradofloxacin 2. MAGN VIRKS INNIHALDSEFNIS/VIRKRA INNIHALDSEFNA Pradofloxacin 25 mg/ml 3. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 15 ml 4. ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Hristið vel fyrir notkun. 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} Eftir opnun, notist fyrir: 7. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 32

33 UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Pappaaskja sem inniheldur HDPE glas ( 30 ml mixtúra, dreifa) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum pradofloxacin 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI Pradofloxacin 25 mg/ml Rotvarnarefni: Sorbinsýra (E200) 3. LYFJAFORM Mixtúra, dreifa 4. PAKKNINGASTÆRÐ 30 ml glas 5. DÝRATEGUND(IR) Kettir 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Hristið vel fyrir notkun. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Forðist að lyfið mengist meðan á notkun stendur. 33

34 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} Rofna pakkningu skal nota innan 3 mánaða. 11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið í upprunalegum umbúðum. Geymið glasið þétt lokað. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/10/107/ LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 34

35 LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Merkimiði á glasi (30 ml mixtúra, dreifa) 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum pradofloxacin 2. MAGN VIRKS INNIHALDSEFNIS/VIRKRA INNIHALDSEFNA Pradofloxacin 25 mg/ml 3. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 30 ml 4. ÍKOMULEIÐ(IR) Til inntöku. Hristið vel fyrir notkun. 5. LOTUNÚMER Lot {númer} 6. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} Eftir opnun, notist fyrir: 7. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 35

36 B. FYLGISEÐILL 36

37 FYLGISEÐILL: Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt: KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH Projensdorfer Str. 324 D Kiel Þýskaland 2. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum pradofloxacin 3. VIRKT INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Hver tafla inniheldur: Virkt efni: Pradofloxacin 15 mg Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og P15 á annarri hliðinni Töflunni má deila í jafna skammta. 4. ÁBENDINGAR Hundar: Meðferð við: Sárasýkingum og sýkingum af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius). Yfirborðslægum og djúplægum graftarhúðkvilla (pyoderma) af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius). Bráðum þvagfærasýkingum af völdum næmra stofna Escherichia coli og Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius) og Við alvarlegri tannholds- og tannslíðursbólgu af völdum næmra stofna loftfælinna örvera, t.d. Porphyromonas spp. og Prevotella spp. sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á tannholdi (sjá kafla Sérstök varnaðarorð ). Kettir: Meðferð við: Bráðum sýkingum í efri öndunarvegum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida, Escherichia coli og Staphylococcus intermedius (þar með talið S pseudintermedicus). 37

38 5. FRÁBENDINGAR Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Hundar: Ekki má nota lyfið handa hundum á vaxtarskeiði þar sem lyfið getur haft áhrif á myndun liðbrjósks. Vaxtarskeiðið er mislangt eftir hundategundum. Hjá flestum tegundum gildir að ekki má nota lyf sem innihalda pradofloxacin handa hundum yngri en 12 mánaða og hjá stórum tegundum er miðað við 18 mánaða aldur. Ekki má nota lyfið handa hundum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta aukist við meðferð með flúórókínólónum. Ekki má nota lyfið handa hundum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum. Ekki má nota lyfið handa hundum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla Sérstök varnaðarorð ). Kettir: Vegna skorts á upplýsingum skal ekki nota pradofloxacin handa kettlingum yngri en 6 vikna. Pradofloxacin hefur engin áhrif á myndun liðbrjósks hjá kettlingum 6 vikna eða eldri. Samt sem áður má ekki nota lyfið handa köttum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta aukist við meðferð með flúórókínólónum. Ekki má nota lyfið handa köttum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum. Ekki má nota lyfið handa köttum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla Sérstök varnaðarorð ). 6. AUKAVERKANIR Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum, þar með talin uppköst hjá hundum og köttum. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik). Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif. 7. DÝRATEGUND(IR) Hundar, kettir. 38

39 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF Til inntöku. Skammtar Ráðlagður skammtur er 3 mg/kg líkamsþyngd af pradofloxacin á dag í samræmi við eftirfarandi töflur. Til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn og til að koma í veg fyrir vanskömmtun skal mæla líkamsþyngd eins nákvæmlega og kostur er. Þegar nota þarf hálfa töflu svo réttum skammti verði náð, skal gefa þann hluta sem eftir er af töflunni í næstu lyfjagjöf. Hundar: Líkamsþyngd hunds Pradofloxacin Fjöldi 15 mg taflna (kg) (mg/kg líkamsþ.) > 3, ,4 5-7,5 1½ 3-4,5 7, ,5 Notið 60 mg eða 120 mg pradofloxacin töflur fyrir hunda sem vega meira en 15 kg Kettir: Líkamsþyngd kattar (kg) Meðferðarlengd Fjöldi 15 mg taflna Pradofloxacin (mg/kg líkamsþ.) > 3, ,4 5-7,5 1½ 3-4,5 7, Gefa skal lyfið eins lengi og dýralæknirinn hefur ráðlagt. Meðferðarlengd fer eftir eðli og alvarleika sýkingar og hversu vel lyfið virkar fyrir dýrið. Í flestum tilvikum eru eftirfarandi meðferðaráætlanir ráðlagðar: Hundar: Ábending Meðferðarlengd (dagar) Sýkingar í húð: Yfirborðslægur graftarhúðkvilli Djúplægur graftarhúðkvilli Sárasýkingar 7 Bráðar þvagfærasýkingar 7-21 Alvarlegar sýkingar í tannholdi og tannslíðri 7 Ráðfærðu þig við dýralækninn ef ekki hefur náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferð hófst, en 7 dögum eftir að meðferð hófst ef um er að ræða yfirborðslægan graftarhúðkvilla og 14 dögum eftir að meðferðin hófst ef um er að ræða djúplægan graftarhúðkvilla. 39

40 Kettir: Ábending Meðferðarlengd (dagar) Bráðar sýkingar í efri öndunarvegum 5 Ráðfærðu þig við dýralækninn hafi ekki náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferðin hófst. 9. LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF 10. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Á ekki við. 11. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins. Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða. 12. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum: Hvenær sem því er komið við, skal notkun Veraflox einungis grundvallast á næmisrannsókn. Hafa skal hliðsjón af opinberum og staðbundnum leiðbeiningum um notkun sýklalyfja við notkun dýralyfsins. Rétt er að nota flúórókínólóna aðeins til meðferðar á sjúkdómum sem hafa svarað meðferð illa eða talið er að muni svara illa meðferð með öðrum flokkum sýklalyfja. Ef brugðið er út af leiðbeiningum um notkun dýralyfsins eins og lýst er í samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) getur það aukið útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir flúórókínólónum og getur dregið út áhrifum meðferðar með öðrum flúórókínólónum vegna hugsanlegrs kross- ónæmis. Graftarhúðkvilli (pyoderma) er yfirleitt afleiðing undirliggjandi sjúkdóms og því er ráðlegt að greina undirliggjandi orsök og meðhöndla dýrið í samræmi við hana. Einungis skal nota Veraflox við svæsnum tilfellum af sjúkdómum í tannholdi. Hreinsun tanna og brottnám tannskánar og tannsteins eða tanndráttur er forsenda varanlegs árangurs.við tannholds- og tannslíðursbólgu skal einungis nota Veraflox sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á tannholdi. Einungis skal meðhöndla þá hunda með dýralyfinu þar sem meðferðarmarkmiðum er ekki náð með tannhreinsun einni sér. Pradofloxacin getur aukið næmi húðarinnar fyrir sólarljósi. Forðist að hafa dýr óvarin gegn miklu sólarljósi meðan á meðferð stendur. Láttu dýralækninn vita ef dýrið þitt er með skerta nýrnastarfsemi. Útskilnaður um nýru er mikilvæg brotthvarfsleið fyrir pradofloxacin hjá hundum og því skal nota pradofloxacin með varúð handa dýrum með skerta nýrnastarfsemi. 40

41 Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið: Geymið töflurnar þar sem börn hvorki ná til né sjá vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa þeirra. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kínólónum skulu forðast alla snertingu við dýralyfið. Forðist snertingu dýralyfsins við húð og augu. Þvoið hendur eftir notkun. Neytið ekki fæðu, drekkið eða reykið á meðan dýralyfið er meðhöndlað. Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins. Meðganga, mjólkurgjöf, frjósemi: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi Veraflox á meðgöngu og við mjólkurgjöf hjá köttum og hundum. Meðganga: Notist ekki á meðgöngu. Pradofloxacin olli vansköpun á augum í eitrunarskömmtum fyrir fóstur og móður hjá rottum. Mjólkurgjöf: Notist ekki á meðan mjólkurgjöf stendur. Rannsóknir á hvolpum sem framkvæmdar voru á rannsóknastofu hafa sýnt merki um liðsjúkdóma (skemmd á liðbrjóski) eftir altæka lyfjagjöf með flúórókínólónum. Þekkt er að flúórókínólónar flytjast yfir fylgju og skiljast út í mjólk. Frjósemi: Sýnt hefur verið fram á að pradofloxacin hefur engin áhrif á frjósemi hjá dýrum sem notuð eru til undaneldis. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Sum lyf má ekki gefa dýrinu þínu sem samhliða meðferð þar sem það getur valdið alvarlegum aukaverkunum. Segðu dýralækninum frá öllum lyfjum sem þú ætlar að gefa dýrinu. Ekki má gefa Veraflox með sýrubindandi lyfjum eða sucralfati (notað við of háum magasýrum), fjölvítamínum eða mjólkurvörum vegna þess að upptaka Veraflox í líkamann getur minnkað. Veraflox má heldur ekki nota með bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID-lyfjum, notuð við verkjum, hita eða bólgu) fyrir dýr með sögu um krampa vegna hugsanlegrar aukningar á næmi fyrir krömpum. Einnig skal forðast notkun Veraflox ásamt theophyllini (notað við langvinnum öndunarsjúkdómum) eða dígoxíni (notað við hjartabilun) vegna hugsanlegrar hættu á aukningu þessara lyfja í blóði sem getur aukið verkun þeirra. Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur): Uppköst og linar hægðir geta verið einkenni um ofskömmtun. Engin sérstök mótefni gegn pradofloxacini (eða öðrum flúórókínólónum) eru þekkt og ef til ofskömmtunar kemur skal veita meðferð í samræmi við einkenni. 13. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA ÚRGANGS, EF VIÐ Á Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Markmiðið er að vernda umhverfið. 41

42 14. DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu ( 15. AÐRAR UPPLÝSINGAR Eftirfarandi pakkningarstærðir eru fáanlegar: - 7 töflur - 21 tafla - 70 töflur töflur Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið. België/Belgique/Belgien Bayer SA-NV J.E. Mommaertslaan 14 BE 1831 Diegem (Machelen) Tel/Tél: Република България Възраждане-Касис ООД бул. България BG Ловеч 5500 Teл: Česká republika Bayer s.r.o., Animal Health Siemensova 2717/4 CZ Praha 5 Tel: Danmark Bayer A/S Animal Health Arne Jacobsens Allé 13 DK-2300 København S Tlf: Deutschland Bayer Vital GmbH Geschäftsbereich Tiergesundheit DE Leverkusen Tel: Eesti Magnum Veterinaaria AS Vae 16 EE Laagri Tel: Lietuva Magnum Veterinaaria AS Vae 16 EE Laagri Tel: Luxembourg/Luxemburg Bayer SA-NV J.E. Mommaertslaan 14 BE 1831 Diegem (Machelen) Tel/Tél: Magyarország Bayer Hungária Kft. HU-1123 Budapest Alkotás u. 50 Tel: Malta Bayer Animal Health GmbH DE Leverkusen Germany Tel: Nederland Bayer B.V., Animal Health Energieweg 1 NL-3641 RT Mijdrecht Tel: Norge Bayer AS Animal Health Drammensveien 288 NO-0283 Oslo Tlf:

43 Ελλάδα Hellafarm AE Φλέμινγκ 15 EL Μαρούσι Αθήνα Τηλ.: España Bayer Hispania, S.L. Av. Baix Llobregat, 3-5 ES Sant Joan Despí (Barcelona) Tel: France Bayer HealthCare Animal Health 10 Place de Belgique Paris La Défense FR La Garenne Colombes Tél: Hrvatska Bayer d.o.o. Radnička cesta 80 HR Zagreb Tel: bayer.veterina.registracije@bayer.com Ireland Bayer Limited, The Atrium, Blackthorn Road IE - Dublin 18 Tel: Ísland Icepharma hf. Lynghálsi 13 IS-110 Reykjavík Sími: Italia Bayer S.p.A. Viale Certosa, 130 IT Milano Tel: Κύπρος ACTIVET Ltd. Αντρέα Μιαούλη 50 CY-2415 Έγκωμη, Λευκωσία Τηλ: Latvija Magnum Veterinaaria AS Vae 16 EE Laagri Österreich Bayer Austria GmbH Geschäftsbereich Tiergesundheit Herbststraße 6 10 AT-1160 Wien Tel: vet@bayer.at Polska Bayer Sp. z o.o. Animal Health Al. Jerozolimskie 158 PL Warszawa Tel: Portugal Bayer Portugal Lda. Rua da Quinta do Pinheiro, 5 PT Carnaxide Tel: România S.C. Bayer S.R.L. Sos. Pipera nr. 42, sector 2 Bucuresti RO Tel: Slovenija Bayer d.o.o. Bravničarjeva 13 SI-1000 Ljubljana Tel: Slovenská republika Bayer s.r.o., Animal Health Siemensova 2717/4 CZ Praha 5 Česká republika Tel: Suomi/Finland Orion Oyj ORION PHARMA ELÄINLÄÄKKEET Tengströminkatu 8, PL/PB 425 FI Turku/Åbo Puh/Tel: Sverige Bayer A/S Animal Health Arne Jacobsens Allé 13 DK-2300 Köpenhamn S Danmark Tel: +46 (0) United Kingdom Bayer plc, 400 South Oak Way Green Park 43

44 Tel: Reading RG2 6AD-UK Tel: +44 (0)

45 FYLGISEÐILL: Veraflox 60 mg og 120 mg töflur handa hundum 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Bayer Animal Health GmbH D Leverkusen Þýskaland. Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt: KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH Projensdorfer Str. 324 D Kiel Þýskaland. 2. HEITI DÝRALYFS Veraflox 60 mg töflur handa hundum Veraflox 120 mg töflur handa hundum pradofloxacin 3. VIRKT INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Hver tafla inniheldur: Virkt efni: Pradofloxacin Pradofloxacin 60 mg 120 mg Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og P60 á annarri hliðinni Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og P120 á annarri hliðinni Töflunni má deila í jafna skammta.. 4. ÁBENDINGAR Hundar: Meðferð við: Sárasýkingum og sýkingum af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius), Yfirborðslægum og djúplægum graftarhúðkvilla (pyoderma) af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius), Bráðum þvagfærasýkingum af völdum næmra stofna Escherichia coli og Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius) og Við alvarlegri tannholds- og tannslíðursbólgu af völdum næmra stofna loftfælinna örvera, t.d. Porphyromonas spp. og Prevotella spp. sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á tannholdi (sjá kafla Sérstök varnaðarorð ). 45

46 5. FRÁBENDINGAR Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Ekki má nota lyfið handa hundum á vaxtarskeiði þar sem lyfið getur haft áhrif á myndun liðbrjósks. Vaxtarskeiðið er mislangt eftir hundategundum. Hjá flestum tegundum gildir að ekki má nota lyf sem innihalda pradofloxacin handa hundum yngri en 12 mánaða og hjá stórum tegundum er miðað við 18 mánaða aldur. Ekki má nota lyfið handa hundum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta aukist við meðferð með flúórókínólónum. Ekki má nota lyfið handa hundum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum. Ekki má nota lyfið handa hundum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla Sérstök varnaðarorð ). 6. AUKAVERKANIR Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum þar með talin uppköst hjá hundum og köttum. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum dýrum sem fá meðferð) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum dýrum sem fá meðferð, þ.m.t. einstök tilvik). Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi eki tilætluð áhrif. 7. DÝRATEGUND(IR) Hundar. 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF Til inntöku Skammtar Ráðlagður skammtur er 3 mg/kg líkamsþyngd af pradofloxacin á dag í samræmi við eftirfarandi töflur. Til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn og til að koma í veg fyrir vanskömmtun skal mæla líkamsþyngd eins nákvæmlega og kostur er. Þegar nota þarf hálfa töflu svo réttum skammti verði náð, skal gefa þann hluta sem eftir er af töflunni í næstu lyfjagjöf. 46

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Posatex eyrnadropar, dreifa handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Orbifloxacin 8,5 mg/ml Mometasonfuroat (sem mónóhýdrat) 0,9 mg/ml

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS ZUPREVO 40 mg/ml stungulyf, lausn fyrir svín. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Tildipirosin 40 mg Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Amoxibactin vet 250 mg töflur fyrir hunda 2. INNIHALDSLÝSING 1 tafla inniheldur: Virkt innihaldsefni: Amoxicillín 250 mg (jafngildir 287,50 mg af amoxicillínþríhýdrati)

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014 Dýralyfjafréttir Lyfjastofnun Nóvember 2016 6. tbl. Dýralyf handa skrautfiskum Í pistlinum hér til hægri er vikið að býi og nú skal einnig fjallað um skrautfiska. Í sumum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PRID alpha 1,55 g skeiðarinnlegg fyrir nautgripi 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virkt innihaldsefni: Prógesterón... 1,55 g Hjálparefni: Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR 1 ml af lausn inniheldur emedastín 0,5 mg (sem tvífúmarat). Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxin 50 mg/ml mixtúruduft, dreifa. Amoxin 100 mg/ml mixtúruduft, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Constella 290 míkrógramma hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 290 míkrógrömm af línaklótíði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή. Vimpat 10 mg/ml διάλυμα προς έγχυση Λακοσαμίδη

Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή. Vimpat 10 mg/ml διάλυμα προς έγχυση Λακοσαμίδη Φύλλο οδηγιών χρήσης: Πληροφορίες για τον ασθενή Vimpat 10 mg/ml διάλυμα προς έγχυση Λακοσαμίδη Διαβάστε προσεκτικά ολόκληρο το φύλλο οδηγιών χρήσης προτού αρχίσετε να παίρνετε αυτό το φάρμακο, διότι περιλαμβάνει

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur. Siklos 1000 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Xenical 120 mg hörð hylki. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert hart hylki inniheldur 120 mg af orlístati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Medicinal product no longer authorised

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Medicinal product no longer authorised VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS TruScient 0,66 mg ígræðslusett fyrir hunda. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með frostþurrkuðu lyfi inniheldur: Díbótermín alfa (rhbmp-2)* 0,66

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxicillin Mylan 750 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Verkazia 1 mg/ml augndropar, fleyti 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml af fleyti inniheldur 1 mg af cíklósporíni (ciclosporin). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eqvalan Duo vet. pasta til inntöku. Ivomec Comp pasta til inntöku (í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð). 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver dæla

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

ΦΥΛΛΟ Ο ΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ. Dicural 150 mg επικαλυµένα δισκία για σκύλους.

ΦΥΛΛΟ Ο ΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ. Dicural 150 mg επικαλυµένα δισκία για σκύλους. ΦΥΛΛΟ Ο ΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ Dicural επικαλυµένα δισκία για σκύλους. 1. ΟΝΟΜΑ ΚΑΙ ΙΕΥΘΥΝΣΗ ΤΟΥ ΚΑΤΟΧΟΥ ΤΗΣ Α ΕΙΑΣ ΚΥΚΛΟΦΟΡΙΑΣ ΚΑΙ ΤΟΥ ΚΑΤΟΧΟΥ ΤΗΣ Α ΕΙΑΣ ΠΑΡΑΓΩΓΗΣ ΠΟΥ ΕΙΝΑΙ ΥΠΕΥΘΥΝΟΣ ΓΙΑ ΤΗΝ ΑΠΟ ΕΣΜΕΥΣΗ ΠΑΡΤΙ

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMGLIDIA 0,6 mg/ml mixtúra, dreifa AMGLIDIA 6 mg/ml mixtúra, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING AMGLIDIA 0,6 mg/ml mixtúra, dreifa Hver ml inniheldur 0,6 mg

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TachoSil vefjalímsnetja 2. INNIHALDSLÝSING Hver cm 2 TachoSil inniheldur: Mannafíbrínógen Mannatrombín 5,5 mg 2,0 a.e. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg cíprófloxacín (sem cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat). Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cefotaxim Villerton stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Cefotaxím natríum sem samsvarar 0,5 g af cefotaxími Cefotaxím natríum sem samsvarar 1 g af cefotaxími

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

ΦΥΛΛΟ Ο ΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ. DUVAXYN WNV Ενέσιµο γαλάκτωµα για άλογα

ΦΥΛΛΟ Ο ΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ. DUVAXYN WNV Ενέσιµο γαλάκτωµα για άλογα ΦΥΛΛΟ Ο ΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ DUVAXYN WNV Ενέσιµο γαλάκτωµα για άλογα 1. ΟΝΟΜΑ ΚΑΙ ΙΕΥΘΥΝΣΗ ΤΟΥ ΚΑΤΟΧΟΥ ΤΗΣ Α ΕΙΑΣ ΚΥΚΛΟΦΟΡΙΑΣ ΚΑΙ ΤΟΥ ΚΑΤΟΧΟΥ ΤΗΣ Α ΕΙΑΣ ΠΑΡΑΓΩΓΗΣ ΠΟΥ ΕΙΝΑΙ ΥΠΕΥΘΥΝΟΣ ΓΙΑ ΤΗΝ ΑΠΟ ΕΣΜΕΥΣΗ ΠΑΡΤΙ

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt kvörðuð sprauta inniheldur anakinra* 100 mg í 0,67 ml (150

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Β. ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ

Β. ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ Β. ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ 1 ΦΥΛΛΟ ΟΔΗΓΙΩΝ ΧΡΗΣΗΣ: ΠΛΗΡΟΦΟΡΙΕΣ ΓΙΑ ΤΟΝ ΧΡΗΣΤΗ Pandemrix εναιώρημα και γαλάκτωμα για ενέσιμο γαλάκτωμα Εμβόλιο πανδημικής γρίπης (H1N1) (τμήμα ιού, αδρανοποιημένο, ανοσοενισχυμένο)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS INTANZA 15 míkrógrömm/stofni, stungulyf, dreifa Inflúensubóluefni (klofin, deydd veirueind) 2. INNIHALDSLÝSING Inflúensuveira (deydd, klofin) af eftirtöldum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Coxerit 30 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 60 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 90 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 120 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prolia 60 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt sprauta inniheldur 60 mg af denosumabi í 1 ml af lausn (60 mg/ml).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα