SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Iktsýki (rheumatoid arthritis), helluroði (lupus erythematosus), fyrirbyggjandi og til meðferðar við malaríu, langvarandi fjölforma ljósnæmisútbrot. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Heildarskammtur yfir árið ætti ekki að vera stærri en 75 g. Skrá ætti heildarskammt sjúklings jafnóðum. Breyta á skammti eftir líkamsþyngd. Eftirfarandi skammtastærðir eiga við u.þ.b. 70 kg líkamsþunga. Hægt er að gefa minni skammta með því að nota 160 mg töflurnar, ef til vill með því að gefa lyfið 5, 4 eða 3 daga vikunnar. Iktsýki: mg á sólarhring í 10 daga, síðan 250 mg á sólarhring í allt að 3 mánuði. Síðan á að minnka skammtinn í 160 mg á sólarhring. Breyta á skammti eftir líkamsþyngd. Verkun kemur fram á löngum tíma, oft ekki fyrr en eftir 1-3 mánaða meðferð og er mjög breytileg eftir sjúklingum. Við meðhöndlun á iktsýki á skammtur að vera eins lágur og mögulegt er. Helluroði: mg á sólarhring þar til bati kemur fram, síðan á að minnka skammtinn. Við meðhöndlun á helluroða á skammtur að vera eins lágur og mögulegt er. Til að fyrirbyggja malaríu: Fullorðnir: Líkamsþyngd allt að 74 kg: 2 töflur af 250 mg klorokinfosfati 1 sinni/viku kg: 2½ tafla af 250 mg klorokinfosfati 1 sinni/viku. Yfir 90 kg: 3 töflur af 250 mg klorokinfosfati 1 sinni/viku. Börn: 8 mg klorokinfosfat/kg líkamsþyngdar/viku. Dæmi um skammta, 160 mg töflur: Líkamsþyngd (kg) Aldur Fjöldi tafla/viku mánaða ½ ára ára 1½ ára 2 1

2 ára 2½ Hefja á meðferð í síðasta lagi á komudegi til malaríusvæðis. Á svæðum þar sem mikil hætta er á malaríusmiti á að taka einn auka vikuskammt þremur dögum eftir komu á svæðið. Halda á áfram notkun lyfsins í fjórar vikur eftir brottför frá malaríusvæði. Fyrir ákveðin svæði er mælt með samhliða meðferð með proguanili:sjá kaflann Bólusetningar og fyrirbyggjandi lyfjameðferð fyrir ferðalög! Til meðferðar við malaríu: Í upphafi 10 mg klorokinbasi/kg líkamsþunga, síðan 5 mg klorokinbasi/kg líkamsþunga eftir 6, 24 og 48 klst. Skammturinn á einnig við um börn (1 tafla af 160 mg klorokinfosfati samsvarar 100 mg af klorokinbasa). Langvarandi fjölforma ljósnæmisútbrot: Til fyrirbyggjandi meðferðar á að nota 250 mg á sólarhring í 3-4 mánuði og hefja á notkunina 1 mánuði áður en búist er við að útbrotin komi fram. Til meðferðar á að nota 500 mg á sólarhring þar til árangur kemur fram og ef til vill 250 mg á sólarhring í nokkurn tíma þar á eftir. 4.3 Frábendingar Skert sjón vegna breytinga á sjónu. Flogaveiki. Porfýría. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Gæta skal varúðar við meðferð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, sóra (psoriasis), tauga- og blóðsjúkdóma sem og við skerta nýrnastarfsemi. Upplýsa skal sjúklinginn um afleiðingar mögulegra sjónstillingatruflana. Á svæðum þar sem mikil hætta er á smiti á að nota klorokin samhliða proguanili því malaría af völdum Plasmodium falciparum er í meira eða minna mæli orðin þolin gagnvart klorokini í stórum hluta heimsins og greint hefur verið frá tilvikum um þol hjá Plasmodium vivax. Mælt er með að haft sé samband við sóttvarnarlækni til að fá nýjustu upplýsingar um þolmyndun áður en meðferð við malaríu er hafin. Sýnt hefur verið fram á að klorokin geti valdið alvarlegu blóðsykurfalli með meðvitundarleysi sem getur verið lífshættulegt hvort sem sjúklingur notar sykursýkilyf eða ekki. Upplýsa skal sjúklinga sem eru á meðferð með klorokini um hættu á blóðsykursfalli og tilheyrandi klínísk einkenni. Hjá sjúklingum sem eru á meðferð með klorokini og fá klínísk einkenni blóðsykurslækkunar skal mæla blóðsykur og endurskoða meðferðina eftir þörfum. Lenging QTc-bils Komið hefur í ljós að klorokin lengir QTc-bil hjá sumum sjúklingum. Nota skal klorokin með varúð handa sjúklingum með meðfædda eða þekkta áunna QT-lengingu og/eða þekkta áhættuþætti hvað varðar lengingu QT-bils, svo sem: - hjartasjúkdóm, t.d. hjartabilun, hjartadrep - ástand sem veldur takttruflunum, t.d. hægtakt (< 50 slög á mínútu) - sögu um takttruflanir frá sleglum - ómeðhöndlaðan kalíumskort og/eða magnesíumskort - og samhliða gjöf lyfja sem lengja QT-bil (sjá kafla 4.5) þar sem slíkt kann að valda aukinni hættu á takttruflunum frá sleglum, sem stundum valda dauða. Umfang QT-lengingar kann að aukast eftir því sem þéttni lyfsins er meiri. Því skal ekki gefa stærri skammt en ráðlagður er (sjá einnig kafla 4.8 og 4.9). Ef vart verður við taktruflanir í hjarta við meðferð með klorokini skal hætta meðferð og taka hjartalínurit. Hjartavöðvakvilli Hjá sjúklingum sem fá meðferð með klorokini hefur verið tilkynnt um hjartavöðvakvilla sem leiðir til hjartabilunar, stundum banvænni (sjá kafla 4.8 og 4.9). Ef vart verður við einkenni um hjartavöðvakvilla meðan á meðferð með klorokini stendur skal hætta meðferð. 2

3 Ýtrustu varúðar skal gæta við langtímameðferð. Hjarta- og æðarannsóknir árlega skal gera hjarta- og æða rannsóknir (aðallega hjartalínurit (EKG)). Upplýsa skal sjúklinginn um að ofskömmtun geti valdið alvarlegum aukaverkunum. Þegar lyfið er notað til að fyrirbyggja malaríu skal ávísa litlum pakkningastærðum! Sjá einnig kaflann um Ofskömmtun. Áður en langtímameðferð er hafin á að rannsaka bæði augu sjúklings, m.t.t. sjónskerpu (þegar sjúklingur notar eigin gleraugu), miðjusjónsviðs (leshæfni með lesgleraugum) og litaskyns. Þaðan í frá á að fylgjast með sjúklingnum árlega og oftar ef grunur er um áhrif á sjónu. Þegar heildarskammturinn er kominn í 300 g á eftirlitið að fara fram á hálfs árs fresti. Börn eiga alltaf að vera undir eftirliti augnlæknis. Sjúklingar sem hafa sjónskerpu sem er undir 0,8 eða eru eldri en 65 ára eiga að gangast undir skoðun hjá augnlækni áður en meðferð er hafin. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Ciclosporin: Breyta getur þurft skömmtum við samhliða meðferð með ciclosporini. Hjá sjúklingi sem fékk meðferð með ciclosporini jókst plasmaþéttnin 3-falt þegar hafin var notkun ráðlagðs skammts af klorokini vegna gruns um malaríu. Samtímis jókst kreatinin í sermi. Hjá þremur öðrum sjúklingum jókst plasmaþéttni ciclosporins einnig þegar notkun klorokins til fyrirbyggjandi meðferðar var hafin. Cimetidin: Cimetidin hamlar brotthvarfi klorokins sem veldur nokkurri hækkun á plasmaþéttninni í kjölfarið. Þetta hefur líklega óverulega klíníska þýðingu. Lyf sem vitað er að lengi QT-bil/sem kunna að valda takttruflunum í hjarta Nota skal klorokin með varúð handa sjúklingum sem fá lyf sem lengja QT-bilið, t.d. lyf við takttruflunum af flokki IA og III, þríhringja geðdeyfðarlyf, geðrofslyf, sum sýkingalyf vegna aukinnar hættu á takttruflunum frá sleglum (sjá kafla 4.4 og 4.9). Ekki skal gefa halofantrin með klorokini. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Klínísk reynsla hjá þunguðum konum er takmörkuð. Í dýrarannsóknum hefur klorokin í stórum skömmtum valdið vansköpun beinagrindar hjá dýrum. Þar til ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á að forðast notkun klorokinfosfats á meðgöngu nema í skömmtum sem notaðir eru til að fyrirbyggja malaríu. Ekki hefur verið unnt að sýna fram á áhættu þegar þessir litlu skammtar eru notaðir. Brjóstagjöf Klorokin skilst út í brjóstamjólk en ólíklegt er að slíkt hafi í för með sér áhættu fyrir brjóstmylking þegar notaðir eru ráðlagðir skammtar. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Aukaverkanir eins og sundl, þokusjón og sjónstillingartruflanir geta komið fram. Þetta getur haft áhrif þegar fullrar einbeitingar er þörf t.d. við akstur bifreiða og störf sem krefjast árvekni. 4.8 Aukaverkanir Um 30% sjúklinga geta búist við að fá aukaverkanir. Helst er um að ræða aukaverkanir á húð (3%), meltingarfæri (um 20%) og almennar aukaverkanir (3%): Aukaverkanir eru taldar upp hér fyrir neðan, eftir líffæraflokki og tíðni. Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: algengar (>1/100, < 1/10), sjaldgæfar (> 1/1.000, < 1/100), mjög sjaldgæfar (>1/10.000, < 1/1.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Blóð og eitlar Mjög sjaldgæfar: Kyrningaleysi, blóðflagnafæð, blóðfrumnafæð. 3

4 Efnaskipti og næring Tíðni ekki þekkt: Blóðsykursfall. Geðræn vandamál Mjög sjaldgæfar: Geðtruflun. Taugakerfi Sjaldgæfar: Taugakvilli. Augu Algengar: Ógagnsæ hornhimna. Sjaldgæfar: Sjónstillingatruflanir, sjónukvillar. Eyru og völundarhús Mjög sjaldgæfar: Heyrnarskerðing (gengur yfirleitt til baka). Hjarta Mjög sjaldgæfar: Hjartavöðvakvilli. Tíðni ekki þekkt: Gátta-sleglarof, QT-lenging (sjá kafla 4.4 og 4.9) Meltingarfæri Algengar: Ógleði, meltingarónot. Lifur og gall Mjög sjaldgæfar: Hækkuð lifrarensímgildi. Lifrarbólguviðbrögð. Húð og undirhúð Algengar: Kláði (ofnæmis), litabreytingar, útbrot. Mjög sjaldgæfar: Skinnflagningsbólga. Stoðkerfi og stoðvefur Sjaldgæfar: Vöðvakvilli. Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Algengar: Höfuðverkur, sundl. Sjaldgæfar: Lystarleysi. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar, Ofskömmtun Ofskömmtun hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar og getur jafnvel leitt til dauða. Fram hefur komið lífshættuleg ofskömmtun klorokins við skammt sem svarar til mg klorokinbasa/kg líkamsþyngdar en hjá barni samsvarar þetta aðeins nokkrum töflum. Eitrun: Lyfið hefur þröngt skammtabil og breytileiki milli einstaklinga er mikill. Smábörn eru sérstaklega viðkvæm fyrir lyfinu. Hjá barni hafa mg/kg leitt til alvarlegrar eitrunar. Skammtur sem leiðir til eitrunar hjá fullorðnum er 20 mg/kg. Minnsti skammtur sem leitt hefur til dauða hjá fullorðnum er 3-4 g. Einkenni: Einkennin koma snögglega fram (innan mínútna til fárra klst.). Helst er hætta á verkunum á hjarta og miðtaugakerfi. Í vægari tilvikum kemur fram höfuðverkur, sundl, sjóntruflanir, eyrnasuð, 4

5 æsingur, dofi umhverfis munn, ógleði, uppköst. Við alvarlega eitrun sést svefndrungi, dá, krampar (sem jafnvel koma seint fram), öndunarbæling, öndunarstöðvun. Við alvarlega eitrun kann að verða vart við breikkun QRS-bils, hægtakt, hnútstakt, QT-lengingu, gátta-slegla rof, sleglahraðtakt, torsades de pointes, sleglatif, blóðþrýstingslækkun, hjartabilun og hjartastopp. Alvarlegar hjartsláttartruflanir geta staðið yfir í marga sólarhringa. Heilabjúgur. Alvarleg blóðkalíumlækkun, blóðkalsíumlækkun, efnaskiptablóðsýring (metabolic acidosis). Blóðsykurfall. Í alvarlegum tilvikum geta smám saman komið fram alvarleg áhrif á lungu. Meðferð: Magaskolun og gefa á lyfjakol tafarlaust. Helst á að gefa lyfjakolin fyrst og gefa síðan annan skammt af lyfjakolum eftir magaskolunina. Hjá fullorðnum sem hafa tekið inn > 4 g af klorokinbasa (samsvarandi 6,4 g af klorokinfosfati) og stutt er um liðið frá inntöku eða einkenni hjartaeitrunar eru þegar komin fram er mælt með að gefa diazepam til innrennslis í skammtinum 2 mg/kg sem gefið er á 30 mínútum og síðan 2 mg/kg/24 klst. sem samfellt innrennsli. Ef blóðþrýstingur er < 100 mmhg á í öllum tilvikum að nota adrenalín til innrennslis í skammtinum 0,25 μg/kg/mín. í upphafi og síðan skal auka skammtinn um 0,25 μg/kg/mín. þar til blóðþrýstingur > 100 mmhg. Yfirleitt þarf að veita öndunarhjálp (Hafið samband við Eitrunarmiðstöð til frekari ráðgjafar). Gefa á natríumjónir með hröðu innrennsli og tryggja basískt ph í blóði (til dæmis með gjöf bíkarbónats) ef fram kemur breikkuð QRS-flétta. Leiðrétta þarf blóðkalíumlækkun og hugsanlega blóðsýringu. Við torsade de pointes á að gefa isoprenalin (í upphafi 0,05 μg/kg/mín, aukið eftir þörfum um 0,05 μg/kg/mín. á 10 mín. fresti) eða magnesíumsúlfat og gangráð sé þess þörf. Ef um er að ræða viðvarandi blóðrásarbilun á að hafa eftirlit með blóðaflfræðilegum gildum og með hliðsjón af þeim skal gefa vökva, dobutamin og ef til vill noradrenalin (í upphafi 0,05 μg/kg/mín. sem aukið er um 0,05 μg/kg/mín. á 10 mín. fresti) í bláæð. Ef blóðrásarbilun svarar ekki meðferð má einnig gefa glucagon 10 mg fyrir fullorðna (börn μg/kg) í bláæð á 2 mínútum sem e.t.v. er fylgt eftir með innrennsli eða amrinoni. Við hjartastöðvun geta endurlífgunartilraunir sem standa yfir í nokkrar klukkustundir verið réttlætanlegar. Nota á diazepam við krömpum. Meðferð á að vera í samræmi við einkenni. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Lyf við gigt og malaríulyf. ATC flokkur: P01BA01. Klorokin tilheyrir flokki 4-aminokinolina og er notað til að meðhöndla suma bandvefssjúkdóma, eins og iktsýki og helluroða af disklaga (discoid) og útbreiddri (disseminated) gerð. Nota má klorokin til að fyrirbyggja eða sem meðferð við ljósnæmisútbrotum. Klorokin safnast upp í leysikornum (lysosomal structure) innan frumna t.d. í eitilfrumum, átfrumum (macrophages), trefjakímfrumum (fibroblasts) og kyrningum og miðlar verkun sinni þaðan, sem getur breytt bólgusvari frumnanna. Malaríulyf hemja ýmsa átfrumustarfsemi þ.á m. losun hvarfgjarnra sýruafurða, draga úr svörun við mótefnavökum og geta dregið úr mótefnavakasvari eitilfrumna. Interleukin-1 losun einkjörnunga/átfrumna minnkar sem getur haft veruleg áhrif á sjúkdómsferlið. Verkunarháttur lyfsins við malaríu er ekki að fullu þekktur en lyfið er veikur basi sem safnast upp í frymisbólu (vacuole) malaríusníkilsins með nokkurs konar jónaflutningi en líklega einnig með hjálp virks flutnings. Í frymisbólu sníkilsins fer fram niðurbrot blóðrauða í ferriprotoprofyrin IX sem er eitrað fyrir sníkilinn. Áhrif klorokins verða vegna hömlunar fjölliðunarferlis sem afeitrar ferriprotoporfyrin IX. Klorokin hefur aðeins áhrif á malaríusníkla innan rauðra blóðkorna en ekki á forrauðkornastigi. Þar sem bíða þarf eftir að forrauðkornastig Plasmodium falciparum nái rauðkornastiginu þarf að nota klorokin í 4 vikur eftir að malaríusvæði hefur verið yfirgefið. 5.2 Lyfjahvörf Klorokin frásogast hratt og nær að fullu. Hámarksþéttni í plasma næst eftir 3-6 klst. Um 50% eru bundin próteinum í plasma. Klorokin hefur mikla vefjasækni sérstaklega í melanínrík líffæri. Dreifingarrúmmálið er mjög stórt ( lítrar/kg). Klorokin skilst hægt út og að mestu leyti í gegnum nýrun. Hraða má útskilnaði um nýrun með þvagsýringu. Helmingunartími meðan á meðferð 5

6 stendur er 3-5 sólarhringar. Eftir lok meðferðar dregur úr þéttni í þvagi og plasma og er helmingunartíminn 6-7 sólarhringar fyrsta mánuðinn. Þaðan í frá lengist helmingunartíminn jafnt og þétt. Við skerta nýrnastarfsemi lengist helmingunartíminn. Jafnvægisþéttni næst eftir um 6 vikna lyfjagjöf (gildir um skammta sem notaðir eru til að fyrirbyggja malaríu). 5.3 Forklínískar upplýsingar - 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Kjarni: Vatnsfrí kísiltvíoxíðkvoða, magnesíumsterat, talkúm, örkristölluð cellulósa. Filmuhúð: Basísk bútýleruð metakrýlat blandfjölliða, vanillin, títantvíoxíð (E171), talkúm, magnesíumsterat, makrógól. 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 5 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Þynnupakkning (PVC/ál), 20 og 100 töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Engin sérstök fyrirmæli. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Recip AB Box Solna Svíþjóð 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER 160 mg: IS/1/04/175/ mg: IS/1/04/175/02 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS 6

7 Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 8. október Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 2. maí DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 1. nóvember

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken 1 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af stungulyfi inniheldur 1 mg af metoprololtartrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopid 300 mg, hart hylki Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur. Siklos 1000 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS CIPRALEX 5 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 10 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 15 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Targin 5 mg/2,5 mg forðatöflur Targin 10 mg/5 mg forðatöflur Targin 20 mg/10 mg forðatöflur Targin 40 mg/20 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Targin 5 mg/2,5

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS S-ketamin Pfizer 5 mg/ml stungulyf, lausn. S-ketamin Pfizer 25 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING S-ketamin Pfizer 5 mg/ml Hver ml af stungulyfi inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Esopram 5 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 10 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 15 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Esopram

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cefotaxim Villerton stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Cefotaxím natríum sem samsvarar 0,5 g af cefotaxími Cefotaxím natríum sem samsvarar 1 g af cefotaxími

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fontex 20 mg dreifitafla. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg flúoxetín (sem flúoxetínhýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxin 50 mg/ml mixtúruduft, dreifa. Amoxin 100 mg/ml mixtúruduft, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. 2. INNIHALDSLÝSING Hver gefinn skammtur (skammturinn sem berst úr munnstykkinu)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zarzio 30 milljón ein./0,5 ml stungulyf/innrennslislyf, lausn í áfylltri sprautu Zarzio 48 milljón ein./0,5 ml stungulyf/innrennslislyf, lausn í áfylltri

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS ADASUVE 4,5 mg innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hvert stakskammta innöndunartæki inniheldur 5 mg af loxapíni og gefur 4,5 mg af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valpress 80 mg filmuhúðaðar töflur. Valpress 160 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur valsartan 80 mg. Hver filmuhúðuð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vyxeos 44 mg/100 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 44 mg af daunórúbicíni og 100 mg af cýtarabíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxicillin Mylan 750 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg cíprófloxacín (sem cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat). Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Metýlprednisólon 40 mg, 125 mg og 500 mg sem metýlprednisólonnatríumsúkkínat.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt kvörðuð sprauta inniheldur anakinra* 100 mg í 0,67 ml (150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bendamustine medac 2,5 mg/ml stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 25 mg bendamústínhýdróklóríð (sem bendamústínhýdróklóríðeinhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Revolade 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 25 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 50 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valsartan ratiopharm 40 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg af valsartani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic Acid Teva 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru (sem

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Coxerit 30 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 60 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 90 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 120 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα