SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg cíprófloxacín (sem cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Filmuhúðaðar töflur. Hvítar eða gulleitar, kringlóttar, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur með deiliskoru á báðum flötum og hliðarskoru, merktar C250 á annarri hliðinni. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur eru ætlaðar til meðhöndlunar á eftirtöldum sýkingum (sjá kafla 4.4 og 5.1). Athuga ætti sérstaklega tiltækar upplýsingar um ónæmi fyrir cíprófloxacíni áður en meðferð er hafin. Takið tillit til opinberra tilmæla um viðeigandi notkun sýklalyfja. Fullorðnir - Sýkingar í neðri hluta öndunarvegar af völdum Gram-neikvæðra baktería - versnun á langvinnum lungnateppusjúkdómi - lungnaberkjusýkingar í berkjuskúlk (bronchiectasis) eða vegna slímseigjusjúkdóms (cystic fibrosis) - lungnabólga - Langvinn miðeyrabólga með ígerð - Bráð versnun langvinnrar skútabólgu, einkum af völdum Gram-neikvæðra baktería - Þvagfærasýkingar - Þvagrásar- og leghálsbólga af völdum gonokokka - Eistalyppu-eistnabólga, þ.m.t. tilfelli af völdum Neisseria gonorrhoeae - Bólgusjúkdómur í grindarholi, þ.m.t. tilfelli af völdum Neisseria gonorrhoeae Þegar ofantaldar æxlunarfærasýkingar eru, eða eru taldar vera, af völdum Neisseria gonorrhoeae er sérstaklega mikilvægt að afla staðbundinna upplýsinga um algengi mótstöðu gegn cíprófloxacíni og að staðfesta næmi með rannsóknum. - Sýkingar í meltingarfærum (t.d. ferðamannaniðurgangur) - Sýkingar í kviðarholi 1

2 - Sýkingar í húð og mjúkvef af völdum Gram-neikvæðra baktería - Illkynja hlustarbólga - Sýkingar í beinum og liðum - Meðferð sýkinga hjá sjúklingum með daufkyrningafæð - Fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum hjá sjúklingum með daufkyrningafæð - Fyrirbyggjandi meðferð vegna ífarandi sýkinga af völdum Neisseria meningitidis - Innöndunarmiltisbrandur (varnandi eftirmeðferð og læknandi meðferð) Börn og unglingar Sýkingar í lungnaberkjum hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis) af völdum Pseudomonas aeruginosa Þvagfærasýking með fylgikvillum og nýra- og skjóðubólga Innöndunarmiltisbrandur (fyrirbyggjandi eftir útsetningu og læknandi meðferð) Cíprófloxacín má einnig nota við öðrum alvarlegum sýkingum hjá börnum og unglingum þegar það er talið nauðsynlegt. Aðeins læknar með reynslu í meðferð slímseigjusjúkdóms (cystic fibrosis) og/eða alvarlegra sýkinga hjá börnum og unglingum ættu að ákveða meðferð með Síprox (sjá kafla 4.4 og 5.1). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skömmtun er ákveðin eftir ábendingu, alvarleika og staðsetningu sýkingar, næmi sýkingarvalds fyrir cíprófloxacíni, nýrnastarfsemi hjá sjúklingi og líkamsþyngd hjá börnum og unglingum. Lengd meðferðar fer eftir alvarleika sjúkdóms og örverufræðilegri og klínískri þróun. Við meðferð sýkinga af völdum ákveðinna baktería (t.d. Pseudomonas aeruginosa, Acinetobaktería og Staphylokokka) getur þurft að nota stærri skammta af cíprófloxacíni og önnur viðeigandi sýklalyf samhliða. Meðferð sumra sýkinga (t.d. bólgusjúkdóma í grindarholi, sýkinga í kviðarholi, sýkinga hjá sjúklingum með daufkyrningafæð og sýkinga í beinum og liðum) getur krafist samhliða notkunar annarra viðeigandi sýklalyfja eftir því um hvaða sýkingarvalda er að ræða. Fullorðnir Ábendingar Dagskammtur í mg Heildarlengd meðferðar (að meðtalinni mögulegri upphafs-meðferð með inngjöf cíprófloxacíns utan meltingarfæra) Sýkingar í neðri hluta öndunarvegar 500 mg tvisvar á dag til 7 til 14 dagar Sýkingar í efri hluta öndunarvegar Bráð versnun langvinnrar 500 mg tvisvar á dag til 7 til 14 dagar skútabólgu Langvinn miðeyrabólga 500 mg tvisvar á dag til 7 til 14 dagar með ígerð Illkynja hlustarbólga 28 dagar upp í 3 mánuði 2

3 Þvagfærasýkingar Sýkingar í æxlunarfærum Sýkingar í meltingarvegi og kviðarholi Blöðrubólga án fylgikvilla Blöðrubólga með fylgikvillum Nýra- og skjóðubólga án fylgikvilla Nýra- og skjóðubólga með fylgikvillum Blöðruhálskirtilsbólga Leghálsbólga af völdum gonokokka og þvagrásarbólga Eistalyppu-eistabólga og grindarholsbólga Niðurgangur vegna sjúkdómsvaldandi baktería, þ.m.t. Shigella tegunda (annarra en Shigella dysenteriae tegund 1) og tilraunameðferð á alvarlegum ferðamannaniðurgangi Niðurgangur vegna Shigella dysenteriae 250 mg tvisvar á dag til 3 dagar 500 mg tvisvar á dag Hjá konum fyrir tíðahvörf má nota stakan 500 mg skammt. 500 mg tvisvar á dag 7 dagar 500 mg tvisvar á dag til 500 mg tvisvar á dag til 500 mg sem stakur skammtur a.m.k. 10 dagar, má halda áfram í 21 dag eða lengur í sérstökum tilfellum (eins og við ígerð) 2-4 vikur (bráð) til 4-6 vikur (langvinn) 1 dagur (stakur skammtur) 500 mg tvisvar á dag til a.m.k. 14 dagar 500 mg tvisvar á dag 1 dagur 500 mg tvisvar á dag 5 dagar tegund 1 Niðurgangur vegna 500 mg tvisvar á dag 3 dagar Vibrio cholerae Taugaveiki 500 mg tvisvar á dag 7 dagar Sýkingar í kviðarholi 500 mg tvisvar á dag til 5 til 14 dagar af völdum Gramneikvæðra baktería Sýkingar í húð og mjúkvef 500 mg tvisvar á dag til 7 til 14 dagar Sýkingar í beinum og liðum 500 mg tvisvar á dag til hámark 3 mánuðir Meðferð gegn sýkingum eða fyrirbyggjandi meðferð hjá sjúklingum með daufkyrningafæð Cíprófloxacín ætti að gefa samhliða öðrum viðeigandi sýklalyfjum í samræmi við opinberar leiðbeiningar. Fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum af völdum Neisseria meningitidis Innöndunarmiltisbrandur; fyrirbyggjandi eftir útsetningu og læknandi meðferð fyrir einstaklinga sem geta tekið inn lyf og það er klínískt viðeigandi. Lyfjameðferð ætti að hefja eins fljótt og hægt er eftir mögulega eða staðfesta útsetningu. 500 mg tvisvar á dag til Meðferð ætti að halda áfram allan þann tíma sem sjúklingur stríðir við daufkyrningafæð 500 mg sem stakur 1 dagur (stakur skammtur) skammtur 500 mg tvisvar á dag 60 dagar frá staðfestingu á útsetningu fyrir Bacillus anthracis 3

4 Börn og unglingar Ábendingar Skammtur á dag í mg Heildarlengd meðferðar (að meðtalinni mögulegri upphafsmeðferð með inngjöf cíprófloxacíns utan meltingarfæra) Slímseigjusjúkdómur 20 mg/kg líkamsþunga tvisvar á dag, hámarks 10 til 14 dagar (cystic fibrosis) Þvagfærasýkingar með fylgikvillum og nýrnaog skjóðubólga Innöndunarmiltisbrandur; fyrirbyggjandi eftir útsetningu og læknandi meðferð fyrir einstaklinga sem geta tekið inn lyf þegar það er klínískt viðeigandi. Lyfjameðferð ætti að hefja eins fljótt og hægt er eftir mögulega eða staðfesta útsetningu. skammtur 750 mg hver skammtur. 10 mg/kg líkamsþunga tvisvar á dag til 20 mg/kg líkamsþunga tvisvar á dag, að hámarki 750 mg hver skammtur. 10 mg/kg líkamsþunga tvisvar á dag til 15 mg/kg líkamsþunga tvisvar á dag,að hámarki 500 mg hver skammtur. Aðrar alvarlegar sýkingar 20 mg/kg líkamsþunga tvisvar á dag, hámark 750 mg hver skammtur. Aldraðir sjúklingar 10 til 21 dagar 60 dagar frá staðfestingu á útsetningu fyrir Bacillus anthracis Eftir tegund sýkingar Skammta fyrir aldraða ætti að ákveða eftir alvarleika sýkingar og kreatínín úthreinsun sjúklings. Skert nýrna- og lifrarstarfsemi Ráðlagðir upphafs- og viðhaldsskammtar fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi: Kreatínín úthreinsun [ml/mín./1,73 m²] Kreatínín í sermi [μmol/l] Skammtur til inntöku [mg] > 60 < 124 Venjuleg skömmtun to mg á 12 klst. fresti < 30 > mg á 24 klst. fresti Sjúklingar í blóðskilun > mg á 24 klst. fresti (eftir himnuskilun) Sjúklingar í kviðskilun > mg á 24 klst. fresti Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Skömmtun fyrir börn með skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi hefur ekki verið rannsökuð. Lyfjagjöf Töflurnar á að gleypa heilar með vökva. Þær má taka óháð máltíðum. Ef þær eru teknar á fastandi maga frásogast virka efnið hraðar. Cíprófloxacín töflur ætti ekki að taka með mjólkurvörum (t.d. mjólk, jógúrt) eða ávaxtasöfum með viðbættum steinefnum (t.d. kalsíumbættum appelsínusafa) (sjá kafla 4.5). 4

5 Í alvarlegum tilfellum og þegar sjúklingur er ófær um að taka töflur (t.d. sjúklingar sem fá næringu beint í maga) er mælt með að meðferð sé með cíprófloxacíns í æð þar til inntaka er möguleg. 4.3 Frábendingar - Ofnæmi fyrir virka efninu, fyrir öðrum kínólónum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1). - Samhliða notkun cíprófloxacíns og tizanidíns (sjá kafla 4.5). 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Alvarlegar sýkingar og blandaðar sýkingar af völdum Gram-jákvæðra og loftfælinna örvera Cíprófloxacín einlyfjameðferð hentar ekki til meðhöndlunar á alvarlegum sýkingum og sýkingum sem gætu verið af völdum Gram-jákvæðra og loftfælinna sýkingarvalda. Slíkar sýkingar þarf að meðhöndla með öðrum viðeigandi sýklalyfjum ásamt cíprófloxacíni. Streptokokkasýkingar (Streptococcus pneumoniae meðtalin) Ekki er mælt með cíprófloxacíni við meðferð á streptokokkasýkingum vegna ófullnægjandi verkunar. Sýkingar í æxlunarfærum Eistalyppu-eistnabólga og bólgusjúkdómur í grindarholi getur stafað af flúorókínólón ónæmum Neisseria gonorrhoeae. Nota þarf önnur viðeigandi sýklalyf ásamt cíprófloxacíni nema hægt sé að útiloka cíprófloxacín ónæmar Neisseria gonorrhoeae. Hafi ekki fengist klínískar framfarir eftir þriggja daga meðferð ætti að endurmeta meðferðina. Sýkingar í kviðarholi Takmarkaðar upplýsingar eru um áhrif cíprófloxacíns á sýkingar í kviðarholi eftir skurðaðgerðir. Ferðamannaniðurgangur Val á cíprófloxacíni ætti að taka mið af upplýsingum um ónæmi viðkomandi sýkingarvalda í viðkomandi löndum. Sýkingar í beinum og liðum Cíprófloxacín ætti að nota ásamt öðrum örverueyðandi lyfjum í samræmi við örverufræðilegar niðurstöður. Innöndunarmiltisbrandur Notkun hjá mönnum er byggð á in-vitro gögnum um næmi og á niðurstöðum úr dýratilraunum ásamt takmörkuðum gögnum um notkun hjá mönnum. Læknar þurfa að styðjast við samþykkt innlend og/eða alþjóðleg gögn um meðferð á miltisbrandi. Börn og unglingar Við notkun cíprófloxacíns hjá börnum og unglingum ætti að fylgja tiltækum opinberum leiðbeiningum. Aðeins læknar með reynslu í meðferð á slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis) og/eða alvarlegum sýkingum hjá börnum og unglingum ættu að ákvarða meðferð með cíprófloxacíni. Sýnt hefur verið fram á að cíprófloxacín veldur liðsjúkdómum (arthropathy) í álagsliðum hjá óþroskuðum dýrum. Öryggisniðurstöður úr slembiraðaðri, tvíblindri rannsókn á notkun cíprófloxacíns hjá börnum (cíprófloxacín: n=335, meðalaldur = 6,3 ár; samanburðarhópur: n=349, meðalaldur = 6,2 ár; aldursbil = 1 til 17 ára) gáfu til kynna að tilfelli ætlaðra lyfjatengdra liðsjúkdóma (greint út frá klínískum vísbendingum og einkennum frá liðum) eftir meðferðardag 42 væru 7,2% og 4,6%. Tilfelli lyfjatengdra liðsjúkdóma sem fram komu í eftirfylgni eftir eitt ár voru 9,0% og 5,7%. Fjölgun tilfella meintra lyfjatengdra liðsjúkdóma á tímabilinu var ekki tölfræðilega marktæk milli hópa. Meðferð ætti aðeins að hefja eftir vandlegt mat á ávinningi og áhættu vegna mögulegra aukaverkana tengdum liðum og/eða nálægum vefjum (sjá kafla 4.8). 5

6 Lungnaberkjusýkingar í tengslum við slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis) Klínískar tilraunir hafa tekið til barna og unglinga á aldrinum 5-17 ára. Takmarkaðri upplýsingar eru til um meðferð á börnum 1 til 5 ára. Þvagfærasýkingar með fylgikvillum og nýrna- og skjóðubólga Meðferð þvagfærasýkinga með cíprófloxacíni er hugsanleg þegar ekki er hægt að beita annarri meðferð og ætti að byggjast á niðurstöðum örverurannsókna. Klínískar tilraunir hafa tekið til barna og unglinga á aldrinum 1-17 ára. Aðrar tilteknar alvarlegar sýkingar Aðrar alvarlegar sýkingar meðhöndlist í samræmi við opinber tilmæli eða eftir vandlegt mat á ávinningi og áhættu þegar ekki er hægt að beita annarri meðferð eða þegar hefðbundin meðferð hefur reynst ófullnægjandi og örverufræðilegar niðurstöður réttlæta notkun cíprófloxacíns. Notkun cíprófloxacíns gegn ákveðnum alvarlegum sýkingum öðrum en nefndar eru að ofan hefur ekki verið metin í klínískum rannsóknum og klínísk reynsla er takmörkuð. Því skal gæta varúðar við meðferð þessara sjúklinga. Ofnæmi Ofnæmi og ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. bráðaofnæmi og óþolsviðbrögð, geta komið fram eftir stakan skammt (sjá kafla 4.8) og geta verið lífshættuleg. Komi fram slík viðbrögð skal hætta notkun cíprófloxacíns og hefja viðeigandi meðferð. Stoðkerfi Cíprófloxacín ætti almennt ekki að nota hjá sjúklingum með sögu um sinasjúkdóma í tengslum við kínólón meðferð. Þó getur örsjaldan verið réttlætanlegt að gefa þessum sjúklingum cíprófloxacín við meðferð á ákveðnum alvarlegum sýkingum á grunni örverurannsókna á sýkingarvaldi og mat á áhættu/ávinningi, sérstaklega þegar hefðbundin meðferð hefur ekki skilað tilætluðum árangri eða sýkingarvaldur er ónæmur gegn öðrum sýklalyfjum. Sinabólga og sinaslit (sérstaklega hásin), stundum tvíhliða, getur komið fram við notkun cíprófloxacíns, jafnvel innan fyrstu 48 klst. meðferðar. Bólga og slit sina getur jafnvel komið fram nokkrum mánuðum eftir að cíprófloxacínmeðferð er hætt. Hætta á sinakvillum getur verið meiri hjá öldruðum og sjúklingum sem einnig eru meðhöndlaðir með barksterum (sjá kafla 4.8). Hætta skal meðferð með cíprófloxacíni við fyrstu merki um sinabólgu (t.d. sáran þrota, bólgur). Hvíla skal viðkomandi útlim. Cíprófloxacín ætti að nota með varúð hjá sjúklingum með vöðvaslensfár (myasthenia gravis) (sjá kafla 4.8). Ljósnæmi Sýnt hefur verið að cíprófloxacín veldur ljósnæmisviðbrögðum. Ráðleggja ætti sjúklingum sem taka cíprófloxacín að forðast að vera í sterku sólarljósi eða útfjólubláu ljósi meðan á meðferð stendur (sjá kafla 4.8). Augnkvillar Ef sjón skerðist eða ef einhver áhrif á augu koma fram skal strax hafa samband við augnsérfræðing. Miðtaugakerfi Cíprófloxacín er líkt og aðrir kínólónar þekkt fyrir að ýta undir flog eða lækka krampaþröskuld. Tilkynnt hefur verið um flogafár (status epilepticus). Cíprófloxacín þarf að nota með varúð hjá sjúklingum með truflun í miðtaugakerfi og hafa tilhneigingu til að fá flog. Hætta ætti meðferð með cíprófloxacíni ef sjúklingur fær flog (sjá kafla 4.8). Geðræn viðbrögð geta komið fram, jafnvel eftir fyrstu gjöf cíprófloxacíns. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur þunglyndi eða geðrof þróast í sjálfsvígshugmyndir/hugsanir sem geta leitt til sjálfsvígstilrauna eða sjálfsvíga. Komi slíkt fram ætti að hætta meðferð með cíprófloxacíni. Greint hefur verið frá fjöltaugakvilla (byggt á einkennum frá taugum eins og verkjum, sviða, skyntruflunum eða vöðvaslappleika, stökum eða saman) hjá sjúklingum sem fengið hafa cíprófloxacín. 6

7 Hætta skal cíprófloxacín meðferð hjá sjúklingum sem finna fyrir einkennum taugakvilla, þ.m.t. verkjum, sviða, náladofa, dofa og/eða slappleika til að hindra að ástandið þróist í óafturkræft ástand (sjá kafla 4.8). Hjarta Gæta þarf varúðar við notkun flúórókínólóna, þ.m.t. Síprox, hjá sjúklingum með þekkta áhættuþætti fyrir lengingu á QT-bili, svo sem t.d.: - meðfætt LQT heilkenni (congenital long QT syndrome) - samhliða notkun lyfja sem vitað er að lengja QT bilið (t.d. sláttarglapastillandi lyfja af flokkum IA og III, þríhringja geðdeyfðarlyfja, makrólíða, geðrofslyfja) - óleiðrétt elektrólýtaójafnvægi (t.d. kalíumbrest, magnesíumbrest) - hjartasjúkdóma (t.d hjartabilun, hjartadrep, hægtakt) Aldraðir sjúklingar og konur geta verið næmari fyrir lyfjum sem lengja QTc bilið. Þess vegna þarf að gæta varúðar þegar flúórókínólónar, þ.m.t. Síprox, eru notaðir hjá þessum hópum. (Sjá kafla 4.2 Aldraðir, kafla 4.5, 4.8 og 4.9). Meltingarfæri Tilfelli alvarlegs og viðvarandi niðurgangs meðan á meðferð stendur og eftir hana (jafnvel í margar vikur eftir meðferð) geta bent til sýklalyfjatengdrar ristilbólgu (lífshættulegt ástand), sem krefst tafarlausrar meðferðar (sjá kafla 4.8). Í slíkum tilfellum skal strax hætta notkun cíprófloxacíns og hefja viðeigandi meðferð. Ekki má nota lyf sem draga úr þarmahreyfingum við þessar aðstæður. Nýru og þvagkerfi Kristallamiga hefur verið tengd við notkun cíprofloxacíns (sjá kafla 4.8). Sjúklingar sem fá cíprófloxacín þurfa að fá nægan vökva og forðast þarf að þvag verði verulega basískt. Skert nýrnastarfsemi Þar sem cíprófloxacín skilst að mestum hluta óbreytt út um nýru er fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi nauðsynlegt að aðlaga skammta líkt og lýst er í kafla 4.2 til þess að komast megi hjá aukningu aukaverkana vegna uppsöfnunar cíprófloxacíns. Lifur og gall Lifrardrep og lífshættuleg lifrarbilun hafa komið fram við notkun cíprófloxacíns (sjá kafla 4.8). Ef fram koma einhver merki um lifrarsjúkdóm (svo sem lystarleysi, gula, dökkt þvag, kláði eða aumur kviður) skal hætta meðferð. Skortur á glúkósu-6-fosfat dehýdrógenasa Blóðrauðalos hefur komið fram við notkun cíprófloxacíns hjá sjúklingum með glúkósu-6-fosfat dehýdrógenasa skort. Forðast ætti notkun cíprófloxacíns hjá þessum sjúklingum nema líklegur ávinningur sé talinn yfirvinna aukna áhættu. Sé það notað þarf að fylgjast með merkjum um rauðalos. Ónæmi Við meðferð með cíprófloxacíni eða eftir hana geta einangrast bakteríur sem sýna ónæmi gegn lyfinu, með eða án klínískra merkja um ofanísýkingu. Sérstök hætta getur verið á vali fyrir cíprófloxacín ónæmum bakteríum þegar meðferð stendur lengi og þegar meðhöndlaðar eru spítalasýkingar og/eða sýkingar af völdum Staphylococcus eða Pseudomonas tegunda. Cytochrom P450 Cíprófloxacín hamlar CYP1A2 og getur því valdið hækkuðum styrk í sermi á öðrum efnum sem gefin eru á sama tíma og umbrotin eru fyrir tilstilli þessa ensíms (t.d. theophyllín, clózapín, olanzapín, rópíniról, tízanidín, duloxetín, agómelatín). Ekki á að gefa cíprófloxacín og tízanidín samhliða. Því þarf að fylgjast vel með klínískum merkjum um ofskömmtun hjá sjúklingum sem nota þessi lyf og cíprófloxacín samhliða. Nauðsynlegt getur verið að mæla þéttni í sermi (t.d. theophyllíns) (sjá kafla 4.5). Methotrexat Ekki er mælt með samhliða notkun cíprófloxacíns og methotrexats (sjá kafla 4.5). 7

8 Áhrif á rannsóknarniðurstöður Verkun ciprofloxíns in vitro gegn Mycobacterium tuberculosis getur valdið ranglega neikvæðum niðurstöðum úr örverurannsóknum úr sýnum frá sjúklingum sem taka cíprófloxacín. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Áhrif annarra efna á cíprófloxacín: Lyf sem vitað er að lengja QT bil Eins og við á um önnur flúórókínólón þarf að nota Síprox með varúð hjá sjúklingum sem fá lyf sem vitað er að lengja QT bilið (t.d. sláttarglapastillandi lyf af flokkum IA og III, þríhringja geðdeyfðarlyf, makrólíða, geðrofslyf) (sjá kafla 4.4). Agómelatín Í klínískum rannsóknum var sýnt fram á að flúvoxamín, sem öflugur hemill CYP450 1A2 samsætuensímsins, hindri greinilega umbrot agómelatíns sem leiðir til 60-faldrar aukingar á útsetningu fyrir agómeltaíni. Þó engar klínískar upplýsingar liggi fyrir varðandi hugsanlega milliverkun við cíprófloxaxín, miðlungsöflugan hemil CYP450 1A2, má búast við svipuðum áhrifum við samhliða notkun (sjá Cytochrom P450 í kaflanum Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun ). Zolpidem Samtímisnotkun cíprófloxacíns getur aukið þéttni zolpidems í blóði. Samhliða notkun er ekki ráðlögð. Sambönd sem innihalda klóbindinga Samhliða notkun cíprófloxacíns (með inntöku), lyfja og bætiefna sem innihalda fleirgildar katjónir (t.d. kalsíum, magnesíum, ál, járn), fjölliða fosfatbinda (t.d. sevelamer), súkralfat eða sýrubindandi lyfja og lyf sem eru stuðpúðar (t.d. dídanósín töflur), sem innihalda magnesíum, ál eða kalsíum, draga úr frásogi cíprófloxacíns. Því þarf að gefa cíprófloxacín annað hvort 1-2 klst. fyrir eða a.m.k. 4 klst. eftir inntöku þessara efnasambanda. Þetta á ekki við um sýrubindandi lyf sem tilheyra flokki H 2 viðtakablokka. Matur og mjólkurvörur Kalsíum í fæðu hefur ekki markverð áhrif á frásog. Engu að síður ætti að forðast neyslu mjólkurvara og steinefnabættra drykkja einna sér (t.d. mjólkur, jógúrts, kalsíumbættra appelsínusafa) samhliða inntöku cíprófloxacíns þar sem það gæti dregið úr frásogi cíprófloxacíns. Probenecíð Probenecíð truflar nýrnaseytingu cíprófloxacíns. Samhliða notkun próbenecíðs með cíprófloxacíni hækkar þéttni cíprófloxacíns í sermi. Metóklópramíð Metóklópramíð hraðar frásogi cíprófloxacíns sem leiðir til styttingar tímans sem tekur að ná hámarks plasmastyrk. Engin áhrif á aðgengi cíprófloxacíns komu fram. Ómeprazól Samhliða notkun cíprófloxacíns og lyfja sem innihalda ómeprazól veldur lítilsháttar minnkun á Cmax og AUC cíprófloxacíns. Áhrif cíprófloxacíns á önnur lyf: Tízanidín Tizanidín má ekki gefa með cíprófloxacíni (sjá kafla 4.3). Í klínískri rannsókn með heilsuhraustum einstaklingum kom fram aukning á þéttni tízanidíns í sermi (C max aukning: 7-föld, bil: 4 til 21-föld; AUC aukning: 10-föld, bil: 6 til 24-föld) þegar það var gefið samhliða cíprófloxacíni. Aukinn styrkur tízanidíns í sermi tengist auknum lágþrýstingi og róandi áhrifum. 8

9 Methotrexate Hindrun getur verið á flutningi methotrexats um nýrnapíplur með samhliða notkun cíprófloxacíns, sem getur leitt til aukins methotrexats í plasma og aukinnar hættu á methotrexat tengdum eitrunaráhrifum. Ekki er mælt með samhliða notkun þessarra lyfja (sjá kafla 4.4). Theofyllín Samhliða gjöf cíprófloxacíns og theofyllíns getur valdið óæskilegri aukningu á þéttni theophyllíns í sermi og theofyllín tengdum aukaverkunum, sem í einstaka tilfellum geta verið lífshættulegar og banvænar. Þegar þessi lyf eru notuð samhliða þarf að fylgjast með þéttni theofyllíns og draga úr skömmtun eftir þörfum (sjá kafla 4.4). Aðrar xantínafleiður Við samhliða gjöf cíprófloxacíns og koffíns eða pentoxifyllíns (oxpentifyllíns) hefur komið fram aukin þéttni þessarra xantínafleiða í sermi. Fenýtóín Samtíma notkun cíprófloxacíns og fenýtóíns getur aukið eða dregið úr þéttni fenýtóíns í sermi þannig að mælt er með að fylgst sé með þéttni lyfjanna. Ciclosporín Við samtímis gjöf lyfja sem innihéldu cíprófloxacín og ciclosporín kom fram tímabundin hækkun á styrk kreatíníns í sermi. Því er nauðsynlegt að fylgjast oft (tvisvar í viku) með styrk kreatíníns í sermi hjá þessum sjúklingum. K-vítamínhemlar Samtíma notkun cíprófloxacíns og K-vítamín hemla getur aukið blóðþynnandi áhrif þeirra. Hættan getur verið breytileg eftir undirliggjandi sýkingu, aldri og almennu ástandi sjúklings þannig að erfitt er að meta hlut cíprófloxacíns í hækkun á INR (international normalized ratio). Mælt er með að INR sé kannað oft við og eftir samhliða notkun cíprófloxacíns og K-vítamín hemla (t.d.warfaríns, acenókúmaróls, phenprókúmóns eða fluindíóns). Glibenclamíð Í ákveðnum tilfellum getur samhliða notkun cíprófloxacíns og lyfja sem innihalda glibenclamíð aukið verkun glibenclamíðs (blóðsykurslækkun). Duloxetín Í klínískum rannsóknum kom fram að samhliða notkun duloxetíns með öflugum hemlum CYP450 1A2 samsætuensíms, t.d. flúvoxamíns, getur valdið hækkun AUC og Cmax duloxetíns. Þó engin klínísk gögn séu til um hugsanlega milliverkun við cíprófloxacín, má búast við sambærilegum áhrifum við samhliða notkun (sjá kafla 4.4). Rópíniról Sýnt var í klínískri rannsókn að samhliða notkun rópíniróls með cíprófloxacíni, sem hamlar ensíminu CYP450 1A2 í meðallagi mikið, leiðir til hækkunar á C max og AUC rópíniróls um 60% og 84% hvors um sig. Mælt er með eftirliti með rópíniról tengdum aukaverkunum og viðeigandi aðlögun skömmtunar á meðan þessi lyf eru notuð samhliða og í skamman tíma á eftir (sjá kafla 4.4). Lídókaín Sýnt hefur verið fram á hjá heilbrigðum einstaklingum að samhliða notkun lyfja sem innihalda lídókaín með cíprófloxacíni, sem er miðlungsöflugur hemill CYP450 1A2 samsætuensíms, dregur úr úthreinsun lídókaíns sem gefið er í bláæð um 22%. Þó lídókaínmeðferð þoldist vel er hugsanlegt að milliverkun við cíprófloxacín komi fram við samhliða notkun og tengist aukaverkunum. Clózapín Við samhliða gjöf 250 mg af cíprófloxacíni með clózapíni í 7 daga, hækkaði þéttni clózapíns og N-desmetýlclózapíns í sermi um 29% og 31% hvors um sig. Mælt er með klínísku eftirliti og 9

10 viðeigandi aðlögun skömmtunar á clózapíni meðan það er gefið ásamt cíprófloxacíni og í stuttan tíma á eftir (sjá kafla 4.4). Síldenafíl U.þ.b. tvöföldun varð á Cmax og AUC síldenafíls hjá heilbrigðum einstaklingum eftir inntöku 50 mg samhliða 500 mg af cíprófloxacíni. Því skal gæta varúðar þegar cíprófloxacíni er ávísað samhliða síldenafíli og íhuga áhættu og ávinning. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Fyrirliggjandi gögn um notkun cíprófloxacíns hjá þunguðum konum gefa ekki til kynna neinar fósturskemmdir eða eitrunaráhrif hjá fóstrum eða nýburum. Dýratilraunir benda ekki til beinna eða óbeinna skaðlegra áhrifa með tilliti til eiturverkana á æxlun. Áhrif á óþroskaðan brjóskvef hafa komið fram hjá ungum og ófæddum dýrum sem útsett hafa verið fyrir kínólónum, þannig að ekki er hægt að útiloka að lyfið geti valdið skemmdum á liðbrjóski hjá fóstri eða óþroskuðum börnum (sjá kafla 5.3). Til öryggis er æskilegt að forðast notkun cíprófloxacíns á meðgöngu. Brjóstagjöf Cíprófloxacín skilst út í brjóstamjólk. Vegna mögulegrar hættu á liðskemmdum á ekki að nota cíprófloxacín meðan á brjóstagjöf stendur. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Vegna taugafræðilegra áhrifa gæti cíprófloxacín haft áhrif á viðbragðsflýti þannig að hæfni til aksturs og notkunar véla gæti verið skert. 4.8 Aukaverkanir Algengustu aukaverkanir sem greint hefur verið frá eru ógleði og niðurgangur. Aukaverkanir sem fram hafa komið í klínískum rannsóknum og við eftirlit eftir markaðssetningu cíprófloxacíns (til inntöku, í bláæð og kaflaskipt meðferð), raðað eftir líffæraflokkum og algengi eru taldar upp í töflunni hér að neðan. Tíðnigreiningin tekur tillit til bæði inntöku og inngjafar cíprófloxacíns í æð. Lífærakerfi Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra Algengar 1/100 til < 1/10 Sjaldgæfar 1/1.000 til < 1/100 Ofanísýkingar af völdum sveppa Mjög sjaldgæfar 1/ til < 1/1 000 Blóð og eitlar Eósínfíklafjöld Hvítfrumufæð Blóðleysi Daufkyrningafæð Hvítfrumnafjölgun Blóðflagnafæð Blóðflagnafjölgun Koma örsjaldan fyrir < 1/ Rauðalosblóðleysi Kyrningahrap Blóðfrumnafæð (lífshættuleg) Beinmergsbæling (lífshættuleg) Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) 10

11 Ónæmiskerfi Efnaskipti og næring Geðræn vandamál Taugakerfi Lystarleysi Skynhreyfiofvirkni / geðshræring Höfuðverkur Sundl Svefntruflanir Truflanir á bragðskyni Ofnæmi Ofnæmisbjúgur/ ofsabjúgur Blóðsykurhækkun Rugl og áttavilla Kvíði Óeðlilegir draumar Þunglyndi (sem hugsanlega leiðir til sjálfsvígshugmynda/hugsan a eða sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga) (sjá kafla 4.4) Ofskynjanir Trufluð og breytt snertiskynjun Tilfinningarvannæmi Skjálfti Flog (þ.m.t. flogafár) (sjá kafla 4.4) Svimi Bráðaofnæmisviðbragð Bráðaofnæmislost (lífshættulegt) (sjá kafla 4.4) Sermisóttar-lík viðbrögð Geðrofsviðbrögð (sem hugsanlega leiðir til sjálfsvígshugmynda/hugsan a eða sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga) (sjá kafla 4.4) Mígreni Truflanir á samhæfingu Óstöðugt göngulag Truflanir á lyktarskyni Aukinn innankúpu þrýstingur Truflanir á litaskynjun Oflæti, vægt oflæti Úttaugakvilli (sjá kafla 4.4) Augu Sjóntruflanir (t.d. tvísýni) Eyrnasuð Eyru og Heyrnarskerðing völundarhús eða tap Hjarta Hraðtaktur Sleglasláttarglöp og torsades de pointes (aðallega skráð hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir QT lengingu). QT lenging á hjartarafriti (sjá kafla 4.4 og 4.9). Æðar Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Æðavíkkun Lágþrýstingur Aðsvif Andþrengsli (þ.m.t. astmalíkt ástand) Æðabólga 11

12 Meltingarfæri Lifur og gall Húð og undirhúð Stoðkerfi og stoðvefur Nýru og þvagfæri Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Rannsóknanið urstöður Ógleði Niðurgangur Uppköst Verkir í kvið og meltingarfærum Meltingartruflanir Uppþemba Aukning transamínasa Aukinn gallrauði Útbrot Kláði Ofsakláði Stoðkerfisverkir (t.d. verkir í útlimum, baki, brjósti) Liðverkir Skert nýrnastarfsemi Magnleysi Hiti Aukning á alkalískum fosfatasa í blóði Sýkalyfjatengd ristilbólga (örsjaldan lífshættuleg) (sjá kafla 4.4) Skert lifrarstarfsemi Gallteppugula Lifrarbólga Ljósnæmi (sjá kafla 4.4) Vöðvaverkir Liðbólga Aukin vöðvaspenna og sinadráttur Nýrnabilun Blóðmiga Kristallamiga (sjá kafla 4.4) Millivefsbólga í nýrnapíplum Bjúgur Aukin svitamyndun Aukinn amýlasi Brisbólga Drep í lifur (þróast mjög sjaldan í lífshættulega lifrarbilun) (sjá kafla 4.4) Depilblæðingar Regnbogaroði Þrymlaroði Stevens- Johnsons heilkenni (mögulega lífshættulegt) Drep í húðþekju (mögulega lífshættulegt) Máttleysi í vöðvum Sinabólga Sinaslit (aðallega í hásin) (sjá kafla 4.4) Versnun á einkennum vöðvaslensfárs (sjá kafla 4.4) Bráð útbreidd graftrarútþot (Acute generalised exanthematous pustulosis (AGEP)) Lyfjaviðbrögð með fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum (DRESS) Hækkun INR (International normalised ratio) (hjá sjúklingum á meðferð með K-vítamín hemlum) Börn 12

13 Tíðniflokkun liðsjúkdóma, sem nefnd er hér að ofan, vísar til gagna sem safnað var með rannsóknum á fullorðnum. Gögn fyrir börn sýna að hjá þeim eru liðsjúkdómar algengir (sjá kafla 4.4). Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Greint hefur verið frá ofskömmtun eftir 12 g sem leiddi til vægra eitrunaráhrifa. Greint hefur verið frá bráðri ofskömmtun af 16 g sem leiddi til bráðrar nýrnabilunar. Einkenni ofskömmtunar eru svimi, skjálfti, höfuðverkur, þreyta, flog, ofskynjanir, rugl, magaóþægindi, skert nýrna- og lifrarstarfsemi ásamt kristallamigu og blóðmigu. Auk venjubundinna neyðarráðstafana, t.d. magatæmingar og þar á eftir gjöf lyfjakola, er mælt með að fylgst sé með nýrnastarfsemi, þ.m.t. sýrustigi þvags og gera það súrt ef nauðsyn krefur til að hindra kristallamigu. Sýrubindandi lyf sem innihalda kalsíum eða magnesíum geta fræðilega dregið úr frásogi cíprófloxacíns eftir ofskömmtun. Aðeins lítill hluti cíprófloxacíns (< 10%) skilst út við blóð- eða kviðskilun. Meðferð eftir ofskömmtun miðast við einkenni. Fylgjast þarf með hjartarafriti vegna möguleika á lengingu QT bils. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Flúorókínólónar, ATC flokkur: J01MA02. Verkunarháttur Ciprofloxacin er sýklalyf í flokki flúorókínólóna og bakteríudrepandi eiginleikar þess eru vegna hömlunar á bæði tópóísómerasa gerð II (DNA-gýrasa) og tópóísómerasa IV, sem eru nauðsynlegir bakteríum til eftirmyndunar, umritunar, viðgerða og samruna DNA. Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa (PK/PD) Verkun byggist aðallega á tengslum hámarksþéttni í sermi (C max) og lágmarks heftistyrks (MIC) cíprófloxacíns fyrir bakteríuna og á sambandi flatarmálsins undir þéttniferli (AUC) og MIC. Verkunarháttur ónæmis In-vitro ónæmi gegn cíprófloxacíni getur fengist með þrepa stökkbreytingu á markseti bæði DNA gýrasa og tópóísómerasa IV. Krossónæmi milli cíprófloxacíns og annarra flúorókínólóna sem kemur fram er misjafnt. Einfaldar stökkbreytingar leiða mögulega ekki til klínísks ónæmis en margar stökkbreytingar leiða venjulega til klínísks ónæmis gegn mörgum eða öllum efnum í flokknum. Þættir eins og ógegndræpi og/eða útdæling (efflux pump) virkra efna getur haft mismunandi áhrif á næmi fyrir flúorókínólónum, sem byggist á því að hin ýmsu virku efni í þessum flokki hafa mismunandi eðlis- og efnafræðilega eiginleika og mismunandi sækni flutningskerfa fyrir hverju virku efni. Allir invitro ferlar ónæmismyndunar sjást oft hjá klínískt einangruðum stofnum. Verkunarháttur ónæmis sem gera önnur sýklalyf óvirk, s.s. gegndræpishindrun (algengt hjá Pseudomonas aeruginosa) og útdæling geta haft áhrif á næmi fyrir cíprófloxacíni. Greint hefur verið frá plasmíðbornu ónæmi, sem ákvarðað er af qnr-genum. Verkunarsvið Næmismörk (breakpoints) skilur milli næmra og miðlungsnæmra stofna og milli miðlungsnæmra og ónæmra stofna: 13

14 EUCAST ráðleggingar Örverur Næmar Ónæmar Enterobacteria S 0,5 mg/l R > 1 mg/ l Pseudomonas S 0,5 mg/l R > 1 mg/ l Acinetobacter S 1 mg/l R > 1 mg/ l Staphylococcus tegundir.1 S 1 mg/l R > 1 mg/ l Haemophilus influenzae and S 0,5 mg/l R > 0,5 mg/ l Moraxella catarrhalis Neisseria gonorrhoeae S 0,03 mg/l R > 0,06 mg/ l Neisseria meningitidis S 0,03 mg/l R > 0,06 mg/ l Næmismörk ótengd tegund* S 0,5 mg/l R > 1 mg/ l 1 Staphylococcus tegundir - næmismörk fyrir cíprofloxacín eiga við háskammta meðferð. * Næmismörk ótengd tegund hafa aðallega verið ákvörðuð á grunni upplýsinga um lyfjahvörf og lyfhrif og eru óháð dreifingu MIC einstakra tegunda. Þau ber aðeins að nota fyrir tegundir sem ekki hafa verið gefin tegundarákvörðuð næmismörk og ekki fyrir tegundir sem ekki er mælt með að séu næmisprófaðar. Algengi áunnins ónæmis getur verið breytilegt milli landsvæða og frá einum tíma til annars hjá einstökum tegundum svo staðbundnar upplýsingar eru æskilegar, sérstaklega þegar meðhöndlaðar eru alvarlegar sýkingar. Leita ætti sérfræðiþekkingar eftir þörfum þegar útbreiðsla ónæmis er þannig að notkun lyfsins sé vafasöm við einhverjum gerðum sýkinga. Flokkun hlutaðeigandi tegunda eftir næmi fyrir cíprófloxacíni (fyrir Streptococcus tegundir, sjá kafla 4.4): TEGUNDIR SEM ALGENGT ER AÐ SÉU NÆMAR Loftháðar Gram-jákvæðar örverur Bacillus anthracis (1) Loftháðar Gram-neikvæðar örverur Aeromonas tegundir Brucella tegundir Citrobacter koseri Francisella tularensis Haemophilus ducreyi Haemophilus influenzae* Legionella tegundir Moraxella catarrhalis* Neisseria meningitidis Pasteurella tegundir Salmonella tegundir* Shigella tegundir* Vibrio tegundir Yersinia pestis Loftfirrðar örverur Mobiluncus Aðrar örverur Chlamydia trachomatis ($) Chlamydia pneumoniae ($) Mycoplasma hominis ($) Mycoplasma pneumoniae ($) TEGUNDIR SEM VALDIÐ GETA VANDRÆÐUM VEGNA ÁUNNINS ÓNÆMIS 14

15 Loftháðar Gram-jákvæðar örverur Enterococcus faecalis ($) Staphylococcus tegundir* (2) Loftháðar Gram-neikvæðar örverur Acinetobacter baumannii+ Burkholderia cepacia+* Campylobacter tegundir +* Citrobacter freundii* Enterobacter aerogenes Enterobacter cloacae* Escherichia coli* Klebsiella oxytoca Klebsiella pneumoniae* Morganella morganii* Neisseria gonorrhoeae* Proteus mirabilis* Proteus vulgaris* Providencia tegundir Pseudomonas aeruginosa* Pseudomonas fluorescens Serratia marcescens* Loftfælnar örverur Peptostreptococcus tegundir Propionibacterium acnes TEGUNDIR MEÐ ARFBUNDIÐ ÓNÆMI Loftháðar Gram-jákvæðar örverur Actinomyces Enteroccus faecium Listeria monocytogenes Loftháðar Gram-neikvæðar örverur Stenotrophomonas maltophilia Loftfælnar örverur Að undanskildum þeim sem taldar eru upp hér að ofan Aðrar örverur Mycoplasma genitalium Ureaplasma urealitycum * Sýnt hefur verið fram á áhrif næmra stofna við samþykktum ábendingum. + Tíðni ónæmis 50% í einu eða fleiri ESB löndum. ($): Náttúrulegt meðalnæmi þegar ekki er um að ræða áunna ónæmismyndun. (1): Rannsóknir hafa verið gerðar á sýkingum í tilraunadýrum eftir innöndun Bacillus anthracis spora; þessar rannsóknir sýna að sýklalyfjameðferð, sem hafin er fljótlega eftir útsetningu, kemur í veg fyrir sjúkdóminn ef með meðferðinni næst fækkun á sporum í lífverunni frá því sem sýkingin fól í sér. Ráðlögð notkun hjá mönnum er byggð aðallega á in-vitro næmi og á gögnum úr dýratilraunum ásamt takmörkuðum gögnum yfir menn. Meðferð í tvo mánuði fyrir fullorðinn með inntöku cíprófloxacíns, 500 mg tvisvar á dag, er álitin áhrifarík við að hindra miltisbrandssýkingu í mönnum. Læknar sem sjá um meðferð þurfa að styðjast við samþykkt innlend og/eða alþjóðleg gögn um meðferð á miltisbrandi. (2): Methicillín ónæmar S. aureus sýna mjög oft almennt ónæmi gegn flúorókínólónum. Tíðni methicillín ónæmis er um 20 til 50% meðal allra staphýlókokkategunda og er venjulega hærra hjá sjúkrahússtofnum. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Eftir inntöku á stökum 250 mg, 500 mg, eða 750 mg skammti af cíprófloxacín töflum frásogast cíprófloxacín hratt og vel, aðallega frá smáþörmum. Hámarksþéttni í sermi næst 1-2 klst. eftir inntöku. 15

16 Einfaldir mg skammtar leiddu til skammtaháðrar hámarksþéttni í sermi (C max) frá 0,56 til 3,7 mg/l. Þéttni í sermi hækkar hlutfallslega með skammtastærðum upp í 1000 mg. Heildar aðgengi er u.þ.b %. Sýnt hefur verið að inntaka á 500 mg á 12 klst. fresti myndar flatarmál undir þéttniferli (AUC) samsvararandi flatarmáli sem myndast við innrennsli í æð á 400 mg cíprófloxacíns gefið yfir 60 mínútur á 12 klst. fresti. Dreifing Próteinbinding cíprófloxacíns er lítil (20-30%). Cíprófloxacín er aðallega á ójónuðu formi í plasma og hefur stórt dreifingarrúmmál, 2-3 l/kg líkamsþunga við stöðuga þéttni. Cíprófloxacín nær hárri þéttni í ýmsum vefjum svo sem lungum (þekjuvökva, átfrumum í lungnablöðrum, vefjasýnum), skútum, bólgnum vefjaskemmdum (cantharides blister fluid) og í þvag- og kynfærum (þvagi, blöðruhálskirtli, legslímhúð) þar sem heildarstyrkur verður meiri en í plasma. Umbrot Greint hefur verið frá lítilli þéttni fjögurra umbrotsefna, sem eru: desetýlencíprófloxacíns (M1), súlfócíprófloxacíns (M2), oxócíprófloxacíns (M3) og formýlcíprófloxacíns (M4). Umbrotsefnin sýna örverueyðandi verkun in vitro en í minna mæli en móðurefnið. Vitað er að cíprófloxacín er meðal sterkur hemill á CYP 450 1A2 ísó-ensím. Brotthvarf Cíprófloxacín er aðallega skilið út óbreytt um nýru en einnig í minna mæli með hægðum. Helmingunartími brotthvarfs úr sermi hjá viðföngum með eðlilega nýrnastarfsemi er u.þ.b. 4-7 klst. Útskilnaður cíprófloxacíns (% af skammti) Inntaka Þvag Hægðir Cíprófloxacín 44,7 25,0 Umbrotsefni (M1-M4) 11,3 7,5 Útskilnaður um nýru er ml/kg/klst. og heildar útskilnaður líkamans er ml/kg/klst. Nýrnaútskilnaður cíprófloxacíns verður bæði með gaukulsíun og pípluseytingu. Alvarleg skerðing á nýrnastarfsemi lengir helmingunartíma cíprófloxacíns í allt að 12 klst. Annar útskilnaður en um nýru er aðallega með virkri þarmaseytingu og umbroti. 1% af cíprófloxacín skammti er skilið út með galli þar sem það er í hárri þéttni. Börn Takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi um lyfjahvörf hjá börnum. Í rannsókn á börnum var C max og AUC ekki aldursháð (fyrir eldri en 1 árs). Engin marktæk aukning kom í ljós á C max og AUC eftir endurtekna skammta (10 mg/kg þrisvar á dag). Hjá 10 börnum með alvarlega blóðsýkingu var C max 6,1 mg/l (á bilinu 4,6-8,3 mg/l) eftir eins klukkutíma innrennsli í bláæð sem var 10 mg/kg hjá börnum yngri en eins árs samanborið við 7,2 mg/l (á bilinu 4,7-11,8 mg/l) fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. AUC gildin voru 17,4 mg*klst/l (á bilinu 11,8-32,0 mg*klst/l) og 16,5 mg*klst/l (á bilinu 11,0-23,8 mg*klst./l) fyrir hvern aldurshóp. Þessi gildi eru innan þeirra marka sem greint hefur verið frá fyrir fullorðna á ráðlögðum skömmtum. Byggt á þýðisgreiningu lyfjahvarfa hjá börnum með mismunandi sýkingar, er áætlaður meðalhelmingunartími hjá börnum u.þ.b. 4-5 klst. og aðgengi mixtúru, dreifu er á bilinu 50-80%. 5.3 Forklínískar upplýsingar 16

17 Forklínískar upplýsingar byggðar á hefðbundnum rannsóknum á eituráhrifum stakra skammta, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, krabbameinsvaldandi áhrifum og eituráhrifum á æxlun, benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn. Eins og fjöldi annarra kínólóna hafa klínískir skammtar af cíprófloxacíni áhrif á ljósnæmi (phototoxic) hjá dýrum við klínískt marktækar aðstæður. Gögn um stökkbreytandi/krabbameinsvaldandi ljósáhrif sýna að ciprofloxacin hefur væg stökkbreytandi eða æxlismyndandi áhrif af völdum ljóss in vitro og í dýratilraunum. Þessi áhrif voru sambærileg við aðra gýrasahemla. Áhrif á liði Eins og greint hefur verið frá fyrir aðra gýrasahemla veldur cíprófloxacín skemmdum á álagsliðum ungra dýra. Umfang liðskemmda er breytilegt eftir aldri, dýrategund og skömmtum. Draga má úr skemmdunum með því að létta þunga af liðunum. Rannsóknir á fullorðnum dýrum (rottum, hundum) bentu ekki til liðskemmda. Í rannsókn á ungum veiðihundum olli cíprófloxacín í ráðlögðum skömmum alvarlegum liðskemmdum eftir tveggja vikna meðferð. Skemmdirnar voru enn til staðar eftir 5 mánuði. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Töflukjarni: Örkristallaður sellulósi Krospóvidón Kísilkvoða, vatnsfrí Magnesíumstearat Filmuhúð: Hýprómellósa Makrógól 400 Títantvíoxíð 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol Töfluglös (HDPE) 3 ár. Þynnupakkningar (ál/pvc) 5 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Þynnupakkningar (ál og PVC-plast) og plastglös (HDPE) 10 stk., 20 stk. og 100 stk. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Engin sérstök fyrirmæli. 17

18 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Actavis Group PTC ehf. Reykjavíkurvegi Hafnarfjörður 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER MTnr (IS) 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. október Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 10. janúar DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 28. september

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxicillin Mylan 750 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxin 50 mg/ml mixtúruduft, dreifa. Amoxin 100 mg/ml mixtúruduft, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cefotaxim Villerton stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Cefotaxím natríum sem samsvarar 0,5 g af cefotaxími Cefotaxím natríum sem samsvarar 1 g af cefotaxími

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopid 300 mg, hart hylki Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Esopram 5 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 10 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 15 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Esopram

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Coxerit 30 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 60 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 90 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 120 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS CIPRALEX 5 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 10 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 15 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valsartan Krka 40 mg filmuhúðaðar töflur. Valsartan Krka 80 mg filmuhúðaðar töflur. Valsartan Krka 160 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valpress 80 mg filmuhúðaðar töflur. Valpress 160 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur valsartan 80 mg. Hver filmuhúðuð

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fontex 20 mg dreifitafla. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg flúoxetín (sem flúoxetínhýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Revolade 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 25 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 50 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Aripiprazol Krka 5 mg töflur. Aripiprazol Krka 10 mg töflur. Aripiprazol Krka 15 mg töflur. Aripiprazol Krka 30 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 5 mg tafla: Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valsartan ratiopharm 40 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg af valsartani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic Acid Teva 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru (sem

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014 Dýralyfjafréttir Lyfjastofnun Nóvember 2016 6. tbl. Dýralyf handa skrautfiskum Í pistlinum hér til hægri er vikið að býi og nú skal einnig fjallað um skrautfiska. Í sumum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS S-ketamin Pfizer 5 mg/ml stungulyf, lausn. S-ketamin Pfizer 25 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING S-ketamin Pfizer 5 mg/ml Hver ml af stungulyfi inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RoActemra, 20 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml inniheldur 20 mg af tocilizúmabi* Hvert hettuglas inniheldur 80 mg af tocilizúmabi*

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS ADASUVE 4,5 mg innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hvert stakskammta innöndunartæki inniheldur 5 mg af loxapíni og gefur 4,5 mg af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic acid Accord 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af innrennslisþykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Olanzapine Teva 2,5 mg filmuhúðaðar töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLElKAR Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg olanzapín. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Krka 50 mg forðatöflur. Quetiapin Krka 150 mg forðatöflur. Quetiapin Krka 200 mg forðatöflur. Quetiapin Krka 300 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vyxeos 44 mg/100 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 44 mg af daunórúbicíni og 100 mg af cýtarabíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Duloxetine Mylan 30 mg hörð sýruþolin hylki Duloxetine Mylan 60 mg hörð sýruþolin hylki 2. INNIHALDSLÝSING 30 mg hylki Hvert hylki inniheldur 30 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Amoxibactin vet 250 mg töflur fyrir hunda 2. INNIHALDSLÝSING 1 tafla inniheldur: Virkt innihaldsefni: Amoxicillín 250 mg (jafngildir 287,50 mg af amoxicillínþríhýdrati)

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin ratiopharm 50 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 50 mg tafla innheldur 50 mg af quetiapini (quetiapinfúmarat). Hver 200

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Targin 5 mg/2,5 mg forðatöflur Targin 10 mg/5 mg forðatöflur Targin 20 mg/10 mg forðatöflur Targin 40 mg/20 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Targin 5 mg/2,5

Διαβάστε περισσότερα

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. 2. INNIHALDSLÝSING Hver gefinn skammtur (skammturinn sem berst úr munnstykkinu)

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Metýlprednisólon 40 mg, 125 mg og 500 mg sem metýlprednisólonnatríumsúkkínat.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS CIALIS 2,5 mg filmuhúðaðar töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 2,5 mg tadalafil. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken 1 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af stungulyfi inniheldur 1 mg af metoprololtartrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt kvörðuð sprauta inniheldur anakinra* 100 mg í 0,67 ml (150

Διαβάστε περισσότερα