SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS"

Transcript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS CIPRALEX 5 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 10 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 15 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Cipralex 5 mg: Cipralex 10 mg: Cipralex 15 mg: Cipralex 20 mg: Hver tafla inniheldur 5 mg escítalópram (sem oxalat) Hver tafla inniheldur 10 mg escítalópram (sem oxalat) Hver tafla inniheldur 15 mg escítalópram (sem oxalat) Hver tafla inniheldur 20 mg escítalópram (sem oxalat) Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla. Cipralex 5 mg: Kringlótt, hvít, 6 mm filmuhúðuð tafla merkt með EK á annarri hliðinni. Cipralex 10 mg: Sporöskjulaga, hvít, 8x5,5 mm filmuhúðuð tafla með deilistriki, merkt með E og L sitt hvorum megin við deilistrikið á annarri hlið töflunnar. Cipralex 15 mg: Sporöskjulaga, hvít, 9,8x6,3 mm filmuhúðuð tafla með deilistriki, merkt með E og M sitt hvorum megin við deilistrikið á annarri hlið töflunnar. Cipralex 20 mg: Sporöskjulaga, hvít, 11,5x7 mm filmuhúðuð tafla með deilistriki, merkt með E og N sitt hvorum megin við deilistrikið á annarri hlið töflunnar. Hægt er að skipta 10, 15 og 20 mg töflunum í tvo jafn stóra skammta. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Meðferð gegn alvarlegum þunglyndisköstum. Felmtursröskun (panic disorder) með eða án víðáttufælni (agoraphobia). Meðferð gegn félagsfælni. Meðferð gegn almennri kvíðaröskun (GAD). Meðferð gegn þráhyggju- og árátturöskun (OCD). 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar Ekki hefur verið staðfest öryggi við notkun stærri skammta en 20 mg á dag. Alvarleg þunglyndisköst Venjulegur skammtur er 10 mg einu sinni á dag. Tekið skal mið af svörun sjúklings, en skammtinn má auka í allt að 20 mg á dag. 1

2 Venjulega tekur 2-4 vikur að fá fram verkun gegn þunglyndi. Eftir að einkennin hverfa, þarf meðferðin að halda áfram í a.m.k. 6 mánuði, til að tryggja að árangur haldist. Felmtursröskun (panic disorder) með eða án víðáttufælni (agoraphobia) Ráðlagður upphafsskammtur er 5 mg á dag. Eftir einnar viku meðferð er skammturinn aukinn í 10 mg á dag. Auka má skammtinn enn frekar eða í allt að 20 mg á dag, eftir því hver svörun sjúklingsins er. Hámarksárangur næst eftir u.þ.b. þrjá mánuði. Meðferðin stendur yfir í nokkra mánuði. Félagsfælni Venjulegur skammtur er 10 mg einu sinni á dag. Venjulega tekur það 2-4 vikur þar til dregur úr einkennum. Eftir það má, miðað við svörun sjúklings, minnka skammt í 5 mg á dag eða auka hann í hámark 20 mg á dag. Félagsfælni er langvinnur sjúkdómur og mælt er með 12 vikna meðferð til að ná svörun. Langtímameðferð hjá þeim sem svara meðferð hefur verið rannsökuð í 6 mánuði og íhuga má hana við einstaklingsbundna meðferð til að koma í veg fyrir bakslag; endurmeta skal reglulega kosti meðferðar. Félagsfælni er vel skilgreindur sjúkdómur, sem ekki á að rugla saman við óhóflega feimni. Lyfjameðferð er því aðeins ábending ef kvillinn truflar marktækt faglega- og félagslega virkni einstaklingsins. Ekki hefur verið metin staða þessarar meðferðar samanborið við hugræna/vitræna atferlismeðferð. Lyfjameðferðin er hluti af heildarmeðferð. Almenn kvíðaröskun GAD Byrjunarskammtur er 10 mg einu sinn á dag. Það fer eftir svörun sjúklings hvort skammtur er aukinn að hámarki í 20 mg á dag. Langtímameðferð hjá þeim sem svara meðferð hefur verið rannsökuð í 6 mánuði hjá sjúklingum sem fengu 20 mg á dag. Endurmeta skal reglulega skammtastærð og kosti meðferðar (sjá kafla 5.1) Þráhyggju- og árátturöskun OCD Byrjunarskammtur er 10 mg einu sinn á dag. Það fer eftir svörun sjúklings hvort skammtur er aukinn að hámarki í 20 mg á dag. Þar sem þráhyggju- og árátturöskun er langvinnur sjúkdómur á að meðhöndla sjúklinga nógu lengi til að tryggja að þeir losni við öll einkenni. Endurmeta skal gagnsemi og skammta lyfsins reglulega (sjá kafla 5.1). Aldraðir sjúklingar (> 65 ára) Byrjunarskammtur er 5 mg einu sinni á dag. Það fer eftir svörun sjúklings hvort skammtur er aukinn í 10 mg á dag (sjá kafla 5.2). Virkni Cipralex gegn félagsfælni hefur ekki verið rannsökuð hjá þessum aldurshópi. Börn Cipralex á ekki að nota í meðhöndlun á börnum og unglingum undir 18 ára aldri (sjá kafla 4.4). Skert nýrnastarfsemi Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (CL CR minni en 30 ml/mín.) (sjá kafla 5.2). Skert lifrarstarfsemi Ráðlagður upphafsskammtur er 5 mg á dag í 2 vikur hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Eftir það má auka skammtinn í 10 mg á dag háð svörun sjúklings. 2

3 Gætið sérstaklega varúðar við aðlögun á skömmtum hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrastarfsemi (sjá kafla 5.2). Ófullnægjandi umbrot (poor metabolizers) með tilliti til CYP2C19 Fyrir sjúklinga, sem vitað er að hafa ófullnægjandi umbrot með tilliti til CYP2C19, er ráðlagður upphafsskammtur 5 mg á dag, í tvær vikur. Eftir það má auka skammtinn í 10 mg á dag háð svörun sjúklings (sjá kafla 5.2). Meðferðarrofseinkenni sem hafa sést þegar meðferð er hætt Forðast skal að hætta meðferð snögglega. Þegar meðferð með escítalóprami er hætt, skal dregið úr skömmtum smám saman, á a.m.k. einni til tveimur vikum, til að draga úr hugsanlegum meðferðarrofseinkennum (sjá kafla 4.4 og 4.8). Ef óbærileg einkenni koma fram í kjölfar skammtaminnkunar, eða þegar meðferð er hætt má skoða að hefja gjöf lyfsins aftur í fyrri skömmtum. Læknirinn gæti í framhaldi af því haldið áfram að minnka skammtinn, en þá í minni áföngum. Lyfjagjöf Cipralex er tekið inn einu sinni á dag og má taka inn án tillits til máltíða. 4.3 Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Samhliða meðferð með ósérhæfðum, óafturkræfum mónóamín oxidasa hemlum (MAO-hemlum) er frábending vegna hættunnar á serótónínheilkenni með æsingi, skjálfta, ofurhita o.s.frv.(sjá kafla 4.5). Samtímis notkun escítalóprams og afturkræfra MAO-A hemla (t.d. móklóbemíðs) eða afturkræfa, ósérhæfða MAO-hemilsins línezólíðs, er frábending vegna hættunnar á að valda serótónínheilkenni (sjá kafla 4.5). Sjúklingar með þekkta lengingu á QT bili eða meðfætt heilkenni langs QT bils mega ekki nota escítalópram Ekki má nota escítalópram með öðrum lyfjum sem vitað er að lengja QT bil (sjá kafla 4.5). 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Eftirfarandi varnaðarorð og varúðarreglur eiga við meðferð með lyfjum af flokki sértækra serótónínendurupptökuhemla (SSRI- Selective Serotonin Reuptake Inhibitors). Börn Ekki skal nota Cipralex í meðhöndlun hjá börnum. Sjálfsvígstengd hegðun (sjálfsvígstilraunir og sjálfsvígshugsanir) og fjandsamleg hegðun (einkum árásarhneigð, þrjóska og reiði) var mun algengari í klínískri rannsókn á meðal barna sem meðhöndluð voru með þunglyndislyfjum samanborið við þau sem fengu lyfleysu. Ef ákvörðun um að meðhöndla er samt sem áður tekin, á grunni klínískrar þarfar, skal fylgjast nákvæmlega með hvort sjálfsvígseinkenni komi fram hjá sjúklingum. Þar að auki vantar upplýsingar um langtíma öryggi hjá börnum varðandi vöxt, vitsmuna- og atferlis þroska. Aukning kvíða (paradoxical anxiety) Hjá sumum sjúklingum með felmtursröskun geta kvíðaeinkenni aukist í upphafi meðferðar með þunglyndislyfjum. Þessi mótsagnakenndu viðbrögð ganga venjulega yfir innan tveggja vikna, við áframhaldandi meðferð. Ráðlagt er að byrja á lágum skömmtum til þess að draga úr líkum á þessum áhrifum (sjá kafla 4.2). 3

4 Krampar Fái sjúklingur krampa í fyrsta skipti eða ef tíðni floga eykst (hjá sjúklingum með þegar greinda flogaveiki) skal hætta gjöf escítalóprams. Forðast skal notkun serótónínendurupptökuhemla hjá sjúklingum með óstöðuga flogaveiki og hafa skal náið eftirlit með flogaveikisjúklingum sem tekist hefur að meðhöndla. Geðhæð (mania) Gæta skal varúðar við notkun SSRI lyfja hjá sjúklingum með sögu um geðhæð/ólmhug (mania/hypomania). Stöðva skal meðferð með SSRI lyfjum ef sjúklingur stefnir í geðhæðarlotu. Sykursýki Hjá sjúklingum með sykursýki getur meðferð með SSRI lyfjum haft áhrif á sykurstjórnun (blóðsykurslækkun eða blóðsykurshækkun). Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúlíni og/eða sykursýkislyfjum til inntöku. Sjálfsvíg/sjálfsvígshugsanir eða klínísk versnun Þunglyndi tengist aukinni hættu á sjálfsvígshugsunum, sjálfsskaða og sjálfsvígi (sjálfsvígstengdum atburðum). Hættan er viðvarandi þar til marktækur bati hefur náðst. Þar sem ekki er víst að bati komi fram í upphafi eða á fyrstu vikum meðferðar, skal fylgjast sérstaklega vel með sjúklingum þar til batamerki sjást. Almenn klínísk reynsla sýnir að hætta á sjálfsvígum getur aukist í upphafi bata. Aðrar geðraskanir sem Cipralex er notað við, geta einnig tengst aukinni hættu á sjálfvígstengdum atburðum. Til viðbótar getur þetta ástand verið fylgikvilli með alvarlegri þunglyndisröskun. Því skal gera sömu varúðarráðstafanir þegar sjúklingar með aðrar geðraskanir eru meðhöndlaðir og gerðar eru fyrir sjúklinga með alvarlegt þunglyndi. Sjúklingar með sögu um sjálfsvígstengda atburði eða þeir sem sýna greinilegar sjálfsvígshugmyndir áður en meðferð er hafin, eru í meiri áhættu á að hugleiða sjálfvíg eða reyna sjálfvíg og skulu því vera undir sérstöku eftirliti á meðan meðferð stendur. Í safngreiningu (meta analysis) á lyfleysustýrðum klínískum rannsóknum á þunglyndislyfjum hjá fullorðnum sjúklingum með geðtruflanir, kom fram aukin hætta á sjálfsvígshegðun hjá þeim sem tóku þunglyndislyf umfram þá sem fengu lyfleysu hjá sjúklingum yngri en 25 ára. Fylgjast skal náið með sjúklingum á lyfjameðferð og þá sérstaklega þeim sem eru í verulegri áhættu, einkum í upphafi meðferðar og við skammtabreytingar. Benda skal sjúklingum (og þeim sem annast þá) á þörfina á að fylgjast með öllum tilvikum um klíníska versnun, sjálfsvígshegðun eða hugsanir og óvenjulegar breytingar á hegðun og að leita skuli læknis þegar í stað verði þeirra vart. Hvíldaróþol/hughreyfi órói (Akathisia/psychomotor restlessness) Notkun SSRI/SNRI lyfja hefur verið tengd myndun hvíldaróþols (akathisia), sem einkennist af huglægt óþægilegum eða sársaukafullum óróleika og hreyfiþörf en oft fylgir að viðkomandi getur hvorki staðið eða setið kyrr. Mestar líkur eru á þessu á fyrstu vikum meðferðar. Hjá þeim sjúklingum sem fá þessi einkenni getur verið skaðlegt að auka skammtinn. Of lágt natríum í blóði (Hyponatraemia) Lækkun natríums í blóði, líklega vegna óeðlilegrar seytingar á þvagstemmuvaka (SIADH), hefur sjaldan verið skráð við notkun SSRI lyfja og hverfur venjulega þegar meðferðinni er hætt. Varúðar skal gæta hjá sjúklingum í áhættuhópum svo sem eldra fólki, eða sjúklingum með skorpulifur eða ef lyfin eru notuð hjá sjúklingum, sem eru í samhliðameðferð með öðrum lyfjum sem geta valdið lækkun natríums í blóði. 4

5 Blæðingar Óeðlilegar húðblæðingar s.s. flekkblæðingar (ecchymoses) og purpuri hafa verið skráðar í tengslum við notkun sértækra serótónínendurupptökuhemla. Sérstakrar varúðar ber að gæta hjá sjúklingum sem fá SSRI lyf, einkum ef segavarnarlyf til inntöku eru notuð samhliða, með lyfjum sem hafa áhrif á starfsemi blóðflagna (t.d. óvenjuleg geðrofslyf (atypical antipsychotics) og fentíazín, flest þríhringlaga þunglyndislyf, acetýlsalicýlsýra og bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), tíklópídín og dípýrídamól) svo og hjá sjúklingum með sögu um blæðingartilhneigingu. Raflostsmeðferð (ECT: electroconvulsive therapy) Takmörkuð klínísk reynsla er af notkun sértækra serótónínendurupptökuhemla samhliða raflostsmeðferð og því ber að gæta fyllstu varúðar. Serótónínheilkenni Gæta skal varúðar ef escítalópram er notað samhliða lyfjum með serótónvirk áhrif, eins og súmatriptan og önnur triptanlyf, tramadól og tryptófan. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur serótónínheilkenni verið skráð hjá sjúklingum, sem nota SSRI lyf samhliða serótónvirkum lyfjum. Samband einkenna eins og geðshræringar (agitation), skjálfta, vöðvakippa (myoclonus) og ofurhita, geta bent til myndunar þessa heilkennis. Ef þetta gerist skal strax hætta meðferð með SSRI og serótónvirka lyfinu og hefja meðhöndlun einkenna. St. John s Wort (Jónsmessurunni/Jóhannesarjurt) Samhliðanotkun sértækra serótónínendurupptökuhemla og náttúrulyfja/-efna sem innihalda St. John s Wort (Hypericum perforatum) getur aukið tíðni aukaverkana (sjá kafla 4.5). Meðferðarrofseinkenni sem hafa sést þegar meðferð er hætt Meðferðarrofseinkenni þegar meðferð er hætt eru algeng, einkum ef meðferð er rofin snögglega (sjá kafla 4.8). Aukaverkanir komu fram hjá u.þ.b. 25% sjúklinga sem tóku escítalópram í klínískum rannsóknum og 15% þeirra sem fengu lyfleysu þegar þeir hættu meðferðinni. Hættan á meðferðarrofseinkennum getur verið háð nokkrum þáttum þ.á m. lengd meðferðar og skammtastærð og hversu hratt skammtar eru minnkaðir. Svimi, skyntruflanir (þ.m.t. náladofi og rafstuðstilfinning), svefntruflanir (þ.m.t. svefnleysi og ákafar draumfarir), æsingur eða kvíði, ógleði og/eða uppköst, skjálfti, rugl, aukin svitamyndun, höfuðverkur, niðurgangur, hjartsláttarónot, tilfinningalegt ójafnvægi, skapstyggð, og sjóntruflanir eru þau einkenni sem oftast hefur verið skýrt frá. Almennt eru þessi einkenni væg til miðlungsalvarleg en geta þó verið alvarleg hjá sumum sjúklingum. Þau koma venjulega fram á fyrstu dögunum eftir að meðferð er hætt, en tilkynnt hefur verið um einstaka tilvik slíkra einkenna hjá sjúklingum sem óvart hafa gleymt skammti. Þessi einkenni þarfnast yfirleitt ekki meðferðar og hverfa venjulega innan tveggja vikna, þó þau vari lengur hjá sumum sjúklingum (2-3 mánuði eða lengur). Því er mælt með að escítalópram skammtar séu minnkaðir smám saman í nokkrar vikur eða mánuði þegar meðferð er hætt, í samræmi við þarfir sjúklingsins (sjá Meðferðarrofseinkenni sem hafa sést þegar meðferð er hætt kafla 4.2). Kransæðasjúkdómar Vegna takmarkaðrar klínískrar reynslu er mælt með að gæta varkárni hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóma (sjá kafla 5.3). Lenging á QT bili Í ljós hefur komið að escítalópram veldur skammtaháðri lengingu á QT bili. Skýrt hefur verið frá tilvikum lengds QT bils og sleglasláttarglapa að Torsades de pointes meðtöldu, eftir markaðssetningu, fyrst og fremst hjá kvenkyns sjúklingum með kalíumbrest eða með lengingu QT bils eða aðra hjartasjúkdóma fyrir (sjá kafla 4.3, 4.5, 4.8, 4.9 og 5.1). Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með verulegan hægslátt eða hjá sjúklingum með nýlegt brátt hjartadrep eða ómeðhöndlaða hjartabilun. 5

6 Truflun á blóðsaltajafnvægi eins og kalíumbrestur og magnesíumbrestur eykur hættuna á illkynja hjartsláttartruflunum og á að leiðrétta það áður en meðferð með escítalóprami er hafin. Íhuga ætti að taka hjartarafrit áður en meðferð hefst hjá sjúklingi með stöðugan hjartasjúkdóm. Ef fram koma einkenni um hjartsláttartruflanir meðan á meðferð með escítalóprami stendur, á að hætta meðferðinni og taka hjartarafrit. Þrönghornsgláka Eins og á við um aðra sérhæfða serótónínendurupptökuhemla getur escítalópram haft áhrif á stærð ljósops, sem getur leitt til ljósopsstæringar. Þessi ljósopsvíkkandi áhrif geta mögulega valdið þrengra horni í forhólfi augans, sem getur leitt til hækkaðs þrýstings í auga og þrönghornsgláku, einkum hjá sjúklingum sem eru í áhættuhópi. Því verður að nota escítalópram með varúð hjá sjúklingum sem eru með þrönghornsgláku eða hafa haft gláku. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Milliverkanir tengdar lyfhrifum Samsetningar, sem eru frábendingar: Óafturkræfir ósérhæfðir MAO-hemlar Komið hafa upp alvarleg tilfelli milliverkana, þar sem sjúklingar fengu SSRI lyf samhliða ósérhæfðum, óafturkræfum mónóamín oxidasa hemli (MAO-hemli) og einnig hjá sjúklingum, sem voru nýlega hættir á meðferð með SSRI lyfi og byrjaðir á meðferð með þannig MAO-hemli (sjá kafla 4.3). Í sumum tilvikum fengu sjúklingar serótónínheilkenni (sjá kafla 4.8). Notkun escítalóprams samhliða ósérhæfðum, óafturkræfum MAO-hemlum er frábending. Escítalópram meðferð má hefja 14 dögum eftir að meðferð með óafturkræfum MAO-hemli er hætt. Líða skulu að minnsta kosti 7 dagar frá því að meðferð með escítalóprami er hætt, þar til meðferð með ósérhæfðum, óafturkræfum MAO-hemli er hafin. Afturkræfur, sérhæfður MAO-A hemill (móklóbemíð) Vegna hættunnar á serótónínheilkenni, er samhliðanotkun escítalóprams og MAO-A hemils eins og móklóbemíðs frábending (sjá kafla 4.3). Ef þessi samsetning reynist nauðsynleg, ætti að byrja með lægstu ráðlögðu skammta og auka klínískt eftirlit. Afturkræfur ósérhæfður MAO-A hemill, (línezólíð) Sýklalyfið línezólíð er afturkræfur, ósérhæfður MAO-hemill og á ekki að gefa sjúklingum á escítalóprammeðferð. Ef þessi samsetning reynist nauðsynleg, ætti að nota lægstu mögulega skammta og viðhafa náið klínískt eftirlit (sjá kafla 4.3). Óafturkræfur, sérhæfður MAO-B hemill (selegilín) Við samtímis notkun selegilíns (óafturkræfur MAO-B-hemill), skal gæta varúðar vegna hættu á myndun serótónínheilkennis. Selegilín skammtar allt að 10 mg/dag hafa verið notaðir samhliða racemísku cítalóprami, án vandkvæða. Lenging á QT bili Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á lyfjahvörfum og lyfhrifum milli escítalóprams og annarra lyfja sem lengja QT bilið. Ekki er hægt að útiloka samlegðaráhrif escítalóprams og þessara lyfja. Því á ekki að gefa escítalópram með lyfjum sem lengja QT bilið eins og lyf við hjartsláttartruflunum úr flokki IA og III, geðrofslyf (t.d. fentíazín lyf, pímózíð, halóperidól), þríhringlaga þunglyndislyf, ákveðin lyf við sýkingum (t.d. sparfloxacín, moxifloxacín, erythromýcín í æð, pentamidín, malaríulyf einkum halófantrín), ákveðin andhistamínlyf (t.d. astemízól, mízólastín). 6

7 Samsetningar, sem krefjast varúðar við notkun: Serótónvirk lyf Samhliða gjöf serótónvirkra lyfja (t.d. tramadóls, súmatriptans og annarra triptana) getur valdið serótónínheilkenni. Lyf, sem lækka krampaþröskuld SSRI lyf geta lækkað krampaþröskuld. Gæta skal varúðar þegar samtímis eru notuð önnur lyf, sem geta lækkað krampaþröskuldinn (þ.e. þunglyndislyf (þríhringlaga, SSRI lyf), geðrofslyf (fentíazín, tíóxanthen og bútýrófenón), meflókvín, búprópíon og tramadól). Litíum, tryptófan Þar sem aukin lyfhrif hafa verið skráð þegar sértækir serótónínendurupptökuhemlar hafa verið gefnir samhliða litíum og tryptófani, skal gæta varúðar þegar þessi lyf eru notuð samhliða. St. John s Wort (Jónsmessurunni/Jóhannesarjurt) Samhliðanotkun sértækra serótónínendurupptökuhemla og náttúrulyfja/-efna sem innihalda St. John s Wort (Hypericum perforatum) getur aukið tíðni aukaverkana (sjá kafla 4.5). Blæðingar Breyting getur orðið á segavarnaráhrifum, þegar escítalópram er notað samhliða segavarnarlyfjum til inntöku. Fylgjast skal náið með blóðstorknun hjá sjúklingum á segavarnarlyfjum til inntöku, þegar gjöf escítalóprams hefst eða er hætt (sjá kafla 4.4). Samhliðanotkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) getur valdið aukinni blæðingatilhneigingu (sjá kafla 4.4). Áfengi Ekki er vænst neinna milliverkana í tengslum við lyfhrif eða lyfjahvörf, á milli escítalóprams og áfengis. Samt sem áður, eins og við á um önnur geðlyf, er samhliðanotkun áfengis ekki æskileg. Lyf sem valda blóðkalíumlækkun/blóðmagnesíumlækkun Mælt er með að gæta varúðar við samhliðanotkun lyfja sem valda blóðkalíumlækkun/ blóðmagnesíumlækkun þar sem þetta ástand eykur hættu á alvarlegum hjartsláttartruflunum (sjá kafla 4.4). Milliverkanir tengdar lyfjahvörfum Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf escítalóprams Umbrot escítalóprams verða aðallega fyrir milligöngu CYP2C19. Umbrot verða einnig fyrir milligöngu CYP3A4 og CYP2D6, en í minna mæli þó. Umbrot aðalumbrotsefnisins S-DCT (demetýlerað escítalópram) virðast að hluta hvötuð af CYP2D6. Samhliðagjöf escítalóprams og ómeprazóls 30 mg einu sinni á dag (CYP2C19 hemill) leiddi til miðlungs (u.þ.b. 50%) hækkunar á escítalópram styrk í plasma. Samhliðagjöf escítalóprams og címetidíns 400 mg tvisvar á dag (fremur öflugur hemill á almenna ensímvirkni) leiddi til miðlungs (u.þ.b. 70%) hækkunar á escítalópram styrk í plasma. Ráðlagt er að gæta varúðar þegar escítalópram er gefið með címetidíni. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammtinn Þess vegna skal aðgát viðhöfð við gjöf á háum skömmtum af escítalóprami þegar það er notað samhliða CYP2C19 hemlum (þ.e. ómeprazóli, flúvoxamíni, lansóprazóli, ticlópidíni) eða címetidíni. Ef til vill þarf að minnka escítalópram skammta í framhaldi af eftirfylgni á klínískum einkennum (sjá kafla 4.4). 7

8 Áhrif escítalóprams á lyfjahvörf annarra lyfja Escítalópram er CYP2D6 hemill. Gæta skal varúðar þegar escítalópram er gefið samhliða lyfjum, sem aðallega umbrotna fyrir tilstilli þessa ensíms og hafa þröngan lækningalegan stuðul (therapeutic index), t.d. flecaíníði, própafenóni og metóprólóli (þegar það er notað við hjartabilun). Einnig þegar það er notað samhliða sumum lyfjum, sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og umbrotna aðallega fyrir tilstilli CYP2D6, t.d. þunglyndislyfjum eins og desipramíni, klómipramíni og nortriptýlíni eða geðrofslyfjum eins og risperidóni, thíorídazíni og halóperidóli. Þörf getur verið á aðlögun skammta. Gjöf escítalóprams samhliða desipramíni eða metóprólóli leiddi í báðum tilvikum til tvöfaldrar aukningar á plasmaþéttni þessara CYP2D6 hvarfefna. In vitro rannsóknir hafa sýnt að escítalópram getur einnig valdið veikri hömlun á CYP2C19. Gæta skal varúðar við samhliðanotkun lyfja, sem umbrotna fyrir milligöngu CYP2C Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Takmarkaðar klínískar upplýsingar liggja fyrir um áhrif escítalóprams á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Ekki ætti að nota Cipralex á meðgöngu, nema brýna nauðsyn beri til og aðeins eftir að ávinningur og hugsanleg áhætta hefur verið metin. Fylgjast skal með nýburum ef móðirin hefur notað Cipralex fram á síðari stig meðgöngu, sérstaklega fram á síðasta þriðjung. Forðast skal að hætta meðferð snögglega á meðgöngu. Eftirfarandi einkenni geta komið fram hjá nýburanum þegar móðirin hefur notað SSRI/SNRI lyf á síðari stigum meðgöngu: öndunarörðugleikar, blámi, öndunarstöðvun, krampar, óstöðugur líkamshiti, næringarörðuleikar, uppköst, blóðsykurslækkun, ofstæling (hypertonia), slekja (hypotonia), ofviðbrögð (hyperreflexia), skjálfti, taugaspenningur, óværð, svefnhöfgi, þrálátur grátur, svefndrungi og svefnörðugleikar. Þessi einkenni geta annað hvort verið vegna sérótónvirkra áhrifa eða meðferðarrofseinkenni. Í flestum tilvikum koma þessi einkenni fram þegar í stað eða fljótlega (<sólarhring) eftir fæðingu. Gögn úr faraldsfræðilegum rannsóknum benda til að notkun SSRI lyfja á meðgöngu, einkum seint á meðgöngunni, geti aukið líkur á langvinnum lungnaháþrýstingi hjá nýburum (persistent pulmonary hypertension in the newborn, PPHN). Áhættan sem fram kom var u.þ.b. 5 tilfelli af 1000 þungunum. Hjá almennu þýði koma fyrir 1-2 tilfelli af PPHN af 1000 þungunum. Brjóstagjöf Gert er ráð fyrir að escítalópram skiljist út í brjóstamjólk. Þess vegna er ekki mælt með brjóstagjöf meðan á meðferð stendur Frjósemi Dýrarannsóknir hafa sýnt að cítalópram getur haft áhrif á eiginleika sæðis (sjá kafla 5.3). Í tilfellagreinum hjá mönnum (human case reports) með ákveðnum SSRI lyfjum hefur verið skýrt frá því að áhrifin á eiginleika sæðis eru afturkræf. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á áhrif á frjósemi hjá mönnum. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að escítalópram hafi ekki áhrif á vitsmunalega starfsemi eða hreyfigetu (psychomotor performance) geta öll geðlyf skert dómgreind eða hæfni. Sjúklingar skulu varaðir við hugsanlegri hættu á áhrifum á hæfni til aksturs og notkunar véla. 8

9 4.8 Aukaverkanir Aukaverkanir eru algengastar í fyrstu og annarri viku meðferðar og yfirleitt dregur úr tíðni og styrk þeirra við áframhaldandi meðferð. Tafla með lista yfir aukaverkanir Hér fyrir neðan eru taldar upp, í röð eftir líffæraflokkum og tíðni, aukaverkanir sem þekktar eru fyrir SSRI lyf og einnig hefur verið skýrt frá fyrir escítalópram annaðhvort í lyfleysu-stýrðum klínískum rannsóknum eða sem hafa komið fram við notkun lyfsins eftir markaðssetningu. Tíðnitölur eru fengnar úr klínískum rannsóknum; ekki er leiðrétt fyrir lyfleysu. Tíðni aukaverkana er flokkuð sem: mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til <1/10), sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar ( 1/ til <1/1.000), örsjaldan koma fyrir (<10.000) eða tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Flokkun eftir líffærum Tíðni Aukaverkun Blóð og eitlar Tíðni ekki þekkt Blóðflagnafæð Ónæmiskerfi Mjög sjaldgæfar Bráðaofnæmisviðbrögð Innkirtlar Tíðni ekki þekkt Óeðlileg seyting þvagstemmuvaka (ADH) Efnaskipti og næring Algengar Minnkuð matarlyst, aukin matarlyst, þyngdaraukning Sjaldgæfar Þyngdarminnkun Tíðni ekki þekkt Blóðnatríumlækkun, lystarstol 1 Geðræn vandamál Algengar Kvíði, eirðarleysi, óeðlilegar draumfarir, minnkuð kynhvöt Konur: fullnægingarstol Sjaldgæfar Tannagnístran, æsingur, taugaveiklun, felmtursköst, ruglástand Mjög sjaldgæfar Árásargirni, sjálfshvarf (depersonalisation), ofskynjanir Tíðni ekki þekkt Oflæti (mania), sjálfsvígshugmyndir, sjálfsvígshegðun 2 Taugakerfi Mjög algengar Höfuðverkur Algengar Svefnleysi, svefnhöfgi, svimi, náladofi, skjálfti Sjaldgæfar Truflanir á bragðskyni, svefntruflanir, yfirlið Mjög sjaldgæfar Tíðni ekki þekkt 9 Serótónínheilkenni Hreyfitruflanir (dyskinesia), óreglulegar hreyfingar, krampar, hughreyfióróleiki/hvíldaróþol (akathisia) 1 Augu Sjaldgæfar Ljósopsstæring (mydriasis), sjóntruflanir Eyru og völundarhús Sjaldgæfar Eyrnasuð (tinnitus) Hjarta Sjaldgæfar Hraðtaktur Mjög sjaldgæfar Tíðni ekki þekkt Hægtaktur Lenging á QT bili hjartarafrits. Sleglasláttarglöp að Torsades de pointes meðtöldu Æðar Tíðni ekki þekkt Réttstöðuþrýstingsfall Öndunarfæri, brjósthol og Algengar Skútabólga, geispar miðmæti Sjaldgæfar Blóðnasir Meltingarfæri Mjög algengar Ógleði Algengar Niðurgangur, hægðatregða, uppköst, munnþurrkur Sjaldgæfar Blæðingar frá meltingarvegi (endaþarmsblæðingar meðtaldar)

10 Lifur og gall Tíðni ekki þekkt Lifrarbólga, óeðlileg lifrarpróf Húð og undirhúð Algengar Aukin svitamyndun Sjaldgæfar Ofsakláði, hárlos, útbrot, kláði Tíðni ekki þekkt Flekkblæðing, ofnæmisbjúgur Stoðkerfi og stoðvefur Algengar Liðverkir, vöðvaverkir Nýru og þvagfæri Tíðni ekki þekkt Þvagteppa Æxlunarfæri og brjóst Algengar Karlar: truflanir á sáðláti, getuleysi Sjaldgæfar Konur: milliblæðingar, asatíðir Tíðni ekki þekkt Mjólkurflæði Karlar: standpína Almennar aukaverkanir og Algengar Þreyta, sótthiti aukaverkanir á íkomustað Sjaldgæfar Bjúgur 1 Skýrt hefur verið frá þessum aukaverkunum fyrir lækningaflokkinn SSRI lyf. 2 Tilkynnt hefur verið um tilvik sjálfsvígshugmynda og sjálfsvígshegðunar meðan á escítalópram meðferð stendur eða fljótlega eftir að meðferð hefur verið hætt (sjá kafla 4.4). Lenging á QT bili Skýrt hefur verið frá tilvikum lengds QT bils og sleglasláttarglapa að Torsades de pointes meðtöldu, eftir markaðssetningu, fyrst og fremst hjá kvenkyns sjúklingum með kalíumbrest eða með lengingu QT bils eða aðra hjartasjúkdóma fyrir (sjá kafla 4.3, 4.4, 4.5, 4.9 og 5.1). Áhrif tengd lyfjaflokki Í faraldsfræðilegum rannsóknum, sem einkum náðu til sjúklinga 50 ára að aldri og eldri, kemur fram aukin hætta á beinbrotum hjá sjúklingum sem fá SSRI lyf og þríhringlaga þunglyndislyf. Verkunarmátinn sem veldur þessu er óþekktur. Meðferðarrofseinkenni sem hafa sést þegar meðferð er hætt Þegar meðferð er hætt með SSRI-/SNRI lyfjum (einkum þegar það er gert snögglega) koma oft fram meðferðarrofseinkenni. Svimi, skyntruflanir (þ.m.t. náladofi og rafstuðstilfinning), svefntruflanir (þ.m.t. svefnleysi og ákafar draumfarir), æsingur eða kvíði, ógleði og/eða uppköst, skjálfti, rugl, aukin svitamyndun, höfuðverkur, niðurgangur, hjartsláttarónot, tilfinningalegt ójafnvægi, skapstyggð, og sjóntruflanir eru þau einkenni sem oftast hefur veri skýrt frá. Almennt eru þessi einkenni væg til miðlungsalvarleg og þarfnast ekki meðferðar, en geta þó verið alvarleg hjá sumum sjúklingum og/eða langvinn. Því er mælt með að þegar ekki er lengur þörf fyrir escítalóprammeðferð, að skammtar séu minnkaðir smám saman (sjá kafla 4.2 og 4.4). Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Eituráhrif Klínískar upplýsingar um ofskömmtun escítalóprams eru takmarkaðar og í mörgum tilvikum er um að ræða ofskömmtun annarra lyfja um leið. Í meirihluta tilvika hefur verið skýrt frá vægum eða engum einkennum. Fá tilvik hafa verið tilkynnt um banvæna ofskömmtun með escítalóprami einu sér; í meirihluta tilvika hefur verið um að ræða ofskömmtun með öðrum lyfjum um leið.teknir hafa verið skammtar á bilinu 400 til 800 mg af escítalóprami einu sér án nokkurra alvarlegra einkenna. 10

11 Einkenni Meðal einkenna sem sést hafa í tilkynningum um ofskömmtun með escítalóprami eru einkenni sem fyrst og fremst tengjast miðtaugakerfinu (allt frá svima, skjálfta og æsingi til mjög sjaldgæfra tilvika af serótónínheilkenni, krömpum og meðvitundarleysi), meltingarfærum (ógleði/uppköst), hjarta- og æðakerfi (lágþrýstingur, hraðtaktur, lenging á QT-bili og hjartsláttartruflanir) og blóðsalta/vökva jafnvægi (blóðkalíumlækkun, blóðnatríumlækkun). Meðferð Ekki er um neitt sérstakt mótefni að ræða. Tryggið opinn öndunarveg, nægilegt súrefni og fullnægjandi öndun. Íhuga skal magaskolun og notkun lyfjakola. Magaskolun skal framkvæma eins fljótt og auðið er eftir inntöku. Mælt er með eftirliti með hjartastarfsemi og lífsmörkum ásamt almennri einkennameðferð. Mælt er með að taka hjartarafrit (ECG) ef um ofskömmtun er að ræða hjá sjúklingum með hjartabilun/hjartsláttaróreglu með hægslætti (bradyarrhythmia), hjá sjúklingum sem eru á samhliða meðferð með lyfjum sem lengja QT bilið, eða hjá sjúklingum með breytt efnaskipti, t.d. skerta lifrarstarfsemi. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: þunglyndislyf, sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar. ATC flokkur: N 06 AB 10 Verkunarháttur Escítalópram er sértækur hemill á serótónín (5-HT)-endurupptöku með mikla sækni í frumbindistaðinn (the primary binding site). Það binst einnig allósterískum bindistað á serótónín flutningspróteininu, með þúsundfalt lægri sækni. Escítalópram hefur enga eða litla sækni í ýmsa viðtaka, þ.m.t. 5-HT 1A, 5-HT 2, DA D 1 og D 2 viðtaka, alfa 1-, alfa 2- og beta-adrenvirka viðtaka, histamín H 1, múskarín kólínvirka, benzódíazepín og ópíóíð viðtaka. Hömlun á 5-HT endurupptöku er eini líklegi verkunarhátturinn sem skýrir lyfjafræðileg og klínísk áhrif escítalóprams. Lyfhrif Breytingin á QTc (Fridericia leiðrétt) frá upphafsgildum var 4,3 msec (90% CI: 2,2; 6,4) við 10 mg dagskammt og 10,7 msec (90% CI: 8,6; 12,8) við 30 mg dagsskammt sem er yfir hámarksskammti í tvíblindri, lyfleysustýrðri hjartarafritsrannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum (sjá kafla 4.3, 4.4, 4.5, 4.8 og 4,9). Klínísk virkni Alvarleg þunglyndisköst Þrjár af fjórum skammtíma (8 vikur) tvíblindum rannsóknum þar sem stuðst var við lyfleysu sýndu árangursríka virkni escítalóprams í meðhöndlun á bráðum alvarlegum þunglyndisköstum Í langtímarannsókn á hindrun á bakslagi fengu 274 sjúklingar, sem áður höfðu svarað meðferð á fyrstu 8 vikunum í opinni meðferð með escítalóprami 10 eða 20 mg/dag, sama skammt af escítalóprami eða lyfleysu með slembivali áfram í allt að 36 vikur. Í þessari rannsókn sýndu síðari 36 vikurnar marktækan mun á lengri tíma í bakslag hjá þeim sjúklingum er fengu escítalópram áfram borið saman við lyfleysu. 11

12 Félagsfælni Escítalópram var virkt bæði í þremur skammtíma rannsóknum (12 vikna) og í 6 mánaða rannsókn á hindrun á bakslagi á félagsfælni hjá sjúklingum sem svöruðu meðferð. Í 24 vikna rannsókn á skammtastærðum var sýnt fram á virkni 5, 10 og 20 mg af escítalóprami. Almenn kvíðaröskun (GAD) Escítalópram í 10 og 20 mg dagskömmtum reyndist árangursríkt í fjórum af fjórum lyfleysustýrðum rannsóknum. Í sameinuðum niðurstöðum úr þremur rannsóknum, svipuðum að uppbyggingu, með 421 sjúklingi sem fékk escítalópram meðferð og 419 sjúklingum sem fengu lyfleysu, fengu annars vegar 47,5% og hins vegar 28,9% svörun og 37,1% og 20,8% náðu sjúkdómshléi. Viðvarandi verkun sást í fyrstu viku. Sýnt var fram á varanlega hámarksverkun escítalóprams 20 mg á dag í vikna slembiraðaðri rannsókn á varanleika hámarksverkunar hjá 373 sjúklingum sem höfðu fengið svörun í opnu 12 vikna upphafs meðferðinni. Þráhyggju- og árátturöskun Í slembiraðaðri, tvíblindri klínískri rannsókn kom í ljós ávinningur af escítalóprami 20 mg á dag umfram lyfleysu á Y-BOCS heildarskori eftir 12 vikur. Eftir 24 vikur var ávinningur af escítalóprami bæði 10 og 20 mg á dag umfram lyfleysu. Sýnt hefur verið fram á að escítalópram 10 og 20 mg á dag hindrar bakslag hjá sjúklingum sem svöruðu escítalópram meðferð á 16 vikna opnu tímabili og hjá þeim sem voru á 24 vikna, slembiröðuðu, tvíblindu, lyfleysustýrðu tímabili. 5.2 Lyfjahvörf Frásog Frásog er nánast fullkomið og óháð fæðuinntöku. (Meðal hámarkstími (T max) þar til hámarksstyrkur í blóði næst er 4 klst. eftir endurtekna skammta). Búist er við að heildaraðgengi (absolute bio-availability) escítalóprams sé um 80%, eins og gildir fyrir racemískt cítalópram. Dreifing Dreifingarrúmmál (V d,β /F) eftir inntöku er u.þ.b. 12 til 26 l/kg. Próteinbinding í plasma fyrir escítalópram og aðalumbrotsefni þess er innan við 80%. Umbrot Escítalópram umbrotnar í lifur yfir í afmetýlerað og tvíafmetýlerað umbrotsefni. Bæði umbrotsefnin eru lyfjafræðilega virk. Einnig getur köfnunarefnið oxast og þannig myndast umbrotsefni sem er köfnunarefnisoxíð. Bæði escítalópram og umbrotsefni þess útskiljast að hluta til sem glúkúróníð. Eftir endurtekna skammta er meðalþéttni afmetýleraða umbrotsefnisins venjulega 28-31% og tvíafmetýleraða umbrotsefnisins <5% af þéttni escítalóprams. Umbrot escítalóprams yfir í afmetýleraða umbrotsefnið verður aðallega fyrir milligöngu CYP2C19, en líklega einnig að einhverju leyti CYP3A4 og CYP2D6. Brotthvarf Helmingunartími brotthvarfs (t ½ β) eftir endurtekna skammta, er u.þ.b. 30 klukkustundir og plasmaúthreinsun eftir inntöku (Cl oral) er u.þ.b. 0,6 l/mín. Aðalumbrotsefnin hafa verulega lengri helmingunartíma. Gert er ráð fyrir að brotthvarf escítalóprams og aðalumbrotsefna sé bæði um lifur (umbrot) og nýru og að stærsti hlutinn skiljist út sem umbrotsefni í þvagi. Línulegt/ólínulegt samband Lyfjahvörfin eru línuleg. Jafnvægi í plasmaþéttni næst á u.þ.b. einni viku. Stöðug meðalþéttni, 50 nmól/l (á bilinu 20 til 125 nmól/l) næst eftir 10 mg dagskammt. 12

13 Aldraðir sjúklingar (> 65 ára) Brotthvarf escítalóprams virðist hægara hjá öldruðum sjúklingum en þeim sem yngri eru. Magn lyfs sem líkaminn er útsettur fyrir (systemic exposure) (AUC)) er u.þ.b. 50% hærra hjá öldruðum sjúklingum en hjá ungum heilbrigðum einstaklingum (sjá kafla 4.2). Skert lifrarstarfsemi Hjá sjúklingum með væga eða meðalsvæsna vanstarfsemi lifrar (Child-Pugh Criteria A og B), var helmingunartími escítalóprams u.þ.b. tvöfalt lengri og útsetning (exposure) lyfsins var u.þ.b. 60% meiri en hjá einstaklingum með eðlilega lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2). Skert nýrnastarfsemi Racemískt cítalópram hefur lengri helmingunartíma og lítilsháttar aukna útsetningu hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (CL CR ml/mín.) Plasmaþéttni umbrotsefna hefur ekki verið rannsökuð, en hún kann að vera hækkuð (sjá kafla 4.2). Fjölbreytni (polymorphism) Komið hefur í ljós að sjúklingar með ófullnægjandi umbrot (poor metabolizers) með tilliti til CYP2C19 hafa tvöfalt hærri plasmaþéttni af escítalóprami en sjúklingar með mikil umbrot. Ekki kom fram marktæk breyting á magni lyfs sem sjúklingar eru útsettir fyrir, hjá sjúklingum með ófullnægjandi umbrot með tilliti til CYP2D6 (sjá kafla 4.2). 5.3 Forklínískar upplýsingar Alhliða hefðbundnar forklínískar rannsóknir voru ekki gerðar á escítalóprami þar sem eiturefnafræðilegar rannsóknir sem og rannsóknir á eiturverkunum hjá rottum af völdum escítalóprams og cítalóprams sýndu svipaðar niðurstöður. Því má líta svo á að allar niðurstöður úr rannsóknum á cítalóprami eigi einnig við um escítalópram. Í eiturefnafræðilegum samanburðarrannsóknum hjá rottum, ollu escítalópram og cítalópram eiturverkunum á hjarta, þar með talið hjartabilun eftir nokkurra vikna meðferð, þegar notaðir voru skammtar sem ollu almennum eiturverkunum. Eiturverkun á hjartað virðist fylgja hámarksplasmaþéttni frekar en altækti útsetningu (AUC). Hámarksplasmaþéttni, án eiturverkana, var meiri (8-föld) en hámarksplasmaþéttni við klíníska notkun, meðan AUC fyrir escítalópram var aðeins þrisvar til fjórum sinnum hærra en það sem sjúklingar eru útsettir fyrir við klíníska notkun. AUC gildi fyrir S-ísómerinn voru 6-7 sinnum hærri en þau sem sjúklingar eru útsettir fyrir við klíníska notkun. Þessar niðurstöður eru líklega tengdar auknum áhrifum á lífræn amín (biogenic amines), þ.e. viðbótaráhrifum við bein lyfjafræðileg áhrif, sem leiðir til blóðaflfræðilegra áhrifa (minnkað flæði í kransæðum) og blóðþurrðar. Samt sem áður er verkunarháttur eituráhrifa á hjarta í rottum ekki fullþekktur. Klínísk reynsla af notkun cítalóprams og klínískar rannsóknir á cítalóprami benda ekki til þess að þessar niðurstöður hafi klíníska vísbendingu.. Hjá rottum hefur komið í ljós aukning fosfólípíða í einstökum vefjum, t.d. lungum, eistalyppum og lifur, eftir langtímameðferð með escítalóprami og cítalóprami. Í eistalyppum og lifur kom þetta fram þegar rotturnar voru útsettar fyrir svipuðu magni af lyfinu og notað er hjá mönnum. Áhrifin ganga til baka þegar meðferð er hætt. Uppsöfnun fosfólípíða (phospholipidosis) hefur komið fram hjá dýrum í tengslum við notkun margra jákvætt hlaðinna sýru- og basasækinna (cationic amphiphilic) lyfja Óljóst er hvort þetta skiptir máli hjá mönnum. Í rannsóknum á eiturverkunum á þroska, komu fram eituráhrif á rottufóstur (minnkuð fósturþyngd og seinkun beinmyndunar, sem gekk til baka) þegar AUC gildi var hærra en það sem menn eru útsettir fyrir við klíníska notkun. Tíðni vanskapana var ekki aukin. Rannsóknir gerðar á fyrir og eftir got sýndu að færri lifðu af, á tímabilinu sem ungarnir voru á spena, þegar AUC gildi var hærra en það sem næst við klíníska notkun. Dýrarannsóknir hafa sýnt að cítalópram veldur lækkun á frjósemis- og þungunarhlutfalli, fækkun tilvika hreiðrunar og óeðlilegum sáðfrumum. Þetta hefur komið í ljós við útsetningu sem er verulega umfram útsetningu hjá mönnum. 13

14 Ekki liggja fyrir neinar niðurstöður úr dýrarannsóknum varðandi þetta atriði fyrir escítalópram. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Töflukjarni: Örkristölluð sellulósa Vatnsfríar kísilagnir Talkúm Natríumkroskarmellósa Magnesíumsterat Töfluhúð: Hýprómellósa Makrógól 400 Títantvíoxíð (E-171) 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Þynnupakkningar: Gegnsæjar; PVC/PE/PVdC/álþynnur, pappaaskja; 14, 28, 56 og 98 töflur. Stakskammtapakkningar (Unit dose); 49x1, 56x1, 98x1, 100x1 eða 500x1 töflur (5, 10, 15, og 20 mg). Þynnupakkningar: Hvítar; PVC/PE/PVdC/álþynnur, pappaaskja; 14, 20, 28, 50, 100 og 200 töflur (5, 10, 15 og 20 mg). Háþéttni pólýetýlen töfluílát (HDPE); 100 töflur (5, 10, 15 og 20 mg), 200 töflur (5 og 10 mg). Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun Engin sérstök fyrirmæli. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI H. Lundbeck A/S Ottiliavej Valby Danmörk. 14

15 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER Cipralex filmuhúðuð tafla 5 mg: IS/1/02/019/01 Cipralex filmuhúðuð tafla 10 mg: IS/1/02/019/02 Cipralex filmuhúðuð tafla 15 mg: IS/1/02/019/03 Cipralex filmuhúðuð tafla 20 mg: IS/1/02/019/04 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 31. maí Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22. mars DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 3. apríl

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Esopram 5 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 10 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 15 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Esopram

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fontex 20 mg dreifitafla. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg flúoxetín (sem flúoxetínhýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopid 300 mg, hart hylki Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Coxerit 30 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 60 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 90 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 120 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Aripiprazol Krka 5 mg töflur. Aripiprazol Krka 10 mg töflur. Aripiprazol Krka 15 mg töflur. Aripiprazol Krka 30 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 5 mg tafla: Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Krka 50 mg forðatöflur. Quetiapin Krka 150 mg forðatöflur. Quetiapin Krka 200 mg forðatöflur. Quetiapin Krka 300 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Duloxetine Mylan 30 mg hörð sýruþolin hylki Duloxetine Mylan 60 mg hörð sýruþolin hylki 2. INNIHALDSLÝSING 30 mg hylki Hvert hylki inniheldur 30 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken 1 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af stungulyfi inniheldur 1 mg af metoprololtartrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin ratiopharm 50 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 50 mg tafla innheldur 50 mg af quetiapini (quetiapinfúmarat). Hver 200

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Revolade 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 25 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 50 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Olanzapine Teva 2,5 mg filmuhúðaðar töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLElKAR Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 2,5 mg olanzapín. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS ADASUVE 4,5 mg innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hvert stakskammta innöndunartæki inniheldur 5 mg af loxapíni og gefur 4,5 mg af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS CIALIS 2,5 mg filmuhúðaðar töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 2,5 mg tadalafil. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valsartan Krka 40 mg filmuhúðaðar töflur. Valsartan Krka 80 mg filmuhúðaðar töflur. Valsartan Krka 160 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Targin 5 mg/2,5 mg forðatöflur Targin 10 mg/5 mg forðatöflur Targin 20 mg/10 mg forðatöflur Targin 40 mg/20 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Targin 5 mg/2,5

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valsartan ratiopharm 40 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg af valsartani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Forxiga 5 mg filmuhúðaðar töflur Forxiga 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Forxiga 5 mg filmuhúðaðar töflur Hver tafla inniheldur dapagliflozin

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. 2. INNIHALDSLÝSING Hver gefinn skammtur (skammturinn sem berst úr munnstykkinu)

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Valpress 80 mg filmuhúðaðar töflur. Valpress 160 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur valsartan 80 mg. Hver filmuhúðuð

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Kineret 100 mg/0,67 ml stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. 2. INNIHALDSLÝSING Hver áfyllt kvörðuð sprauta inniheldur anakinra* 100 mg í 0,67 ml (150

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur. Siklos 1000 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS S-ketamin Pfizer 5 mg/ml stungulyf, lausn. S-ketamin Pfizer 25 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING S-ketamin Pfizer 5 mg/ml Hver ml af stungulyfi inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Tracleer 125 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexavar 200 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af sorafenibi (sem tosylat). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Metýlprednisólon 40 mg, 125 mg og 500 mg sem metýlprednisólonnatríumsúkkínat.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bendamustine medac 2,5 mg/ml stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 25 mg bendamústínhýdróklóríð (sem bendamústínhýdróklóríðeinhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα