ÁFANGALÝSINGAR 2. ÁRS

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "ÁFANGALÝSINGAR 2. ÁRS"

Transcript

1 ÁFANGALÝSINGAR 2. ÁRS

2 Áfangalýsingar ár Bls 1 af 44

3 EFNISYFIRLIT BÓKFÆRSLA... 4 ÁFANGI: BÓKF2BT EÐLISFRÆÐI... 5 ÁFANGI: EÐLI2DL ÁFANGI: EÐLI2BY EFNAFRÆÐI... 8 ÁFANGI: EFNA2AE ÁFANGI: EFNA2LT ENSKA ÁFANGI: ENSK3SV ÁFANGI: ENSK3NV ÁFANGI: ENSK2AM FÉLAGSFRÆÐI ÁFANGI: FÉLA2IS FRANSKA ÁFANGI: FRAN1FA ÁFANGI: FRAN1FB HAGFRÆÐI ÁFANGI: HAGF2AH HÖNNUN ÁFANGI: HÖNN2SH ÍSLENSKA ÁFANGI: ÍSLE3ÞT ÍÞRÓTTIR ÁFANGI: ÍÞRÓ1ÍC ÁFANGI: ÍÞRÓ1ÍD JARÐFRÆÐI ÁFANGI: JARÐ1AJ LANDAFRÆÐI ÁFANGI: LAND2FL LEIKLIST ÁFANGI: LEIK2TT LISTIR OG HEIMSPEKI ÁFANGI: LISH2HS LISTIR OG MENNING ÁFANGI: LIME2LM LÍFFRÆÐI ÁFANGI: LÍFF2LE MYNDLIST Áfangalýsingar ár Bls 2 af 44

4 ÁFANGI: MYNL2SL NÁTTÚRUFRÆÐI ÁFANGI: NÁTT1EL ÁFANGI: NÁTT1JE MENNINGARFRÆÐI ÁFANGI: MENN2EM SAGA ÁFANGI: SAGA1FM ÁFANGI: SAGA2MS SÁLFRÆÐI ÁFANGI: SÁLF2GR SPÆNSKA ÁFANGI: SPÆN1SA ÁFANGI: SPÆN1SB STÆRÐFRÆÐI ÁFANGI: STÆR2VH ÁFANGI: STÆR3DF ÁFANGI: STÆR2LT ÁFANGI: STÆR3FF ÁFANGI: STÆR2RT ÞÝSKA ÁFANGI: ÞÝSK1ÞA ÁFANGI: ÞÝSK1ÞB Áfangalýsingar ár Bls 3 af 44

5 Bókfærsla Áfangi: BÓKF2BT05 F-einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Framhaldsáfangi í bókfærslu og tölvubókhald Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í áfanganum læra nemendur að færa flóknara bókhald bæði dagbókarfærslur og uppgjör, færa endurmat fyrirtækja og uppgjör á T-reikningum. Einnig læra nemendur um skuldabréf og afföll sem þeim tengjast og verðtryggingu skuldabréfa. Kynnt er hvernig nota má upplýsingakerfi á borð við Microsoft Dynamics Nav til færslu bókhalds. Nemendur kynnast ótvíræðum kostum þess að færa bókhald með aðstoð tölvu. Helstu kerfi eru kynnt svo sem fjárhags-, viðskipta-, sölu-, birgða-, lánadrottna- og launakerfi ásamt því hvernig kerfin mynda eina heild. Kennsla byggist á innlögn kennara, umræðum, dæmatímum og verkefnavinnu. Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og geri sér grein fyrir eigin ábyrgð. Nemendur vinna mest sjálfstætt, einir eða í hóp. Forkröfur: BÓKF1BR05 Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: mati vörubirgða bókhaldslegri meðferð skuldabréfa og hlutabréfa mismunandi réttarformi fyrirtækja mismunandi afskriftarreglum vísitölu og verðbótum sölu og sameiningu fyrirtækja uppsetningu bókhaldslykils, vörunúmera, viðskiptamanna og lánadrottna uppsetningu kennitalna til upplýsingaöflunar úr bókhaldi reikna meðalálagninu vörubirgða reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af skuldabréfum reikna og bóka afföll skuldabréfa bóka færslur sem tengdar eru hlutabréfaeign reikna og bóka arðgreiðslur nota viðskiptahugbúnað til færslu fjárhags-, sölu-, viðskipta-, birgða-, lánadrottna-og launabókhalds og skilji tengsla kerfanna færa bókhald vinna sjálfstætt starfa með viðskiptahugbúnað, sér í lagi upplýsingakerfið Microsoft Dynamics Nav afla gagna og vinna með upplýsingar úr bókhaldi svo sem að finna afkomutölur fyrir tiltekið tímabil, sölu- og framlegðartölur fyrir einstakar vörutegundir, prenta skuldalista og launaseðla o.s.frv. stofna nýja bókhaldslykla Námsmat: Í áfanganum er lokapróf sem samanstendur af skriflegu prófi og prófi sem leyst er á tölvu. Lokaprófið gildir á móti ýmis konar vinnu, skyndiprófum og verkefnum sem og ástundun nemandans. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Lausnir á verkefnum eru ekki gefnar á stafrænu formi heldur þurfa nemendur að sjá til þess að þeir séu með réttar lausnir með því að fylgjast með yfirferð kennara í tímum. Mikilvægt er fyrir kennara að fylgjast með vinnu nemenda yfir önnina. Áfangalýsingar ár Bls 4 af 44

6 Eðlisfræði Áfangi: EÐLI2DL05 Eðlisfræði hins daglega lífs Feiningar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Áfanginn er grunnáfangi í eðlisfræði, þar sem æfð er framsetning og lausn hagnýtra verkefna sem tangjast einfaldri hreyfingu hluta eftir línu, fallhreyfingu, lögmálum Newtons, vélrænni orku og raforku. Kennslan fer aðallega fram með samblandi af fyrirlestrum og dæmareikningi, auk verkefnavinnu. Verklegar æfingar eru einnig hluti kennslunnar þar sem nemendur vinna saman í hópum og skila verkbók. Forkröfur: STÆR2ÞA05, STÆRHJ05 samhliða Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: helstu hugtökum og jöfnum sem notuð eru í hreyfifræði, aflfræði og eðlisfræði vökva muninum á milli stigstærða og vigurstærða lögmálum Newtons, Hookes, Arkimedesar, Bernoullis og Poiseuilles varðveislulögmáli orkunnar og skriðþunga hvernig ofangreind hugtök tengjast innbyrðis hvernig ofangreind hugtök og lögmál tengjast daglega lífinu lýsa hreyfingu hlutar í einni vídd þegar um jafnan hraða eða jafna hröðun er að ræða beita lögmálum Newtons til að setja upp og leysa verkefni í aflfræði einfaldra kerfa nota vigra til að liða krafta í þætti og leggja saman krafta beita vinnu-orku-lögmálinu á einföld tilvik setja upp jöfnur sem lýsa því hvernig afköst, vinna og orka geta spilað saman í einföldum tilvikum leysa einföld verkefni um samband raforku og hreyfingar rafbera í rafsviði leikni sem hann hefur aflað sér til að: taka þátt í hópvinnu og miðla af eigin þekkingu skilja hvernig hegðun hluta í daglega lífinu endurspeglar það að efnisheimurinn sé háður lögmálum sem eru í fyrstu nálgun einföld og skiljanleg túlka heiminn í jöfnum, þ.e. að yfirfæra almennt orðuð viðfangsefni á táknbundið tungumál eðlisfræðarinnar útskýra dýpri fræðileg tengsl milli eðlisfræðilegra stærða, sér í lagi tengsl atlags við breytingu skriðþunga (J = FΔt = Δp), og samhengi við vinnu sem margfeldi krafts og vegalengdar (W = FΔs = ΔE) gera sér grein fyrir sinni eigin stöðu í eðlisfræðinámi framkvæma, skilja og vinna úr verklegum æfingum sem tengjast námsefninu, og setja niðurstöður mælinga í samhengi við fræði beita lögmáli Ohms til að vinna með einfaldar rafrásir, og tengja hugtök rafmagnsfræðinnar við daglegt líf og líffræðilega þætti Námsmat: Byggir á lokaprófi, tímaprófum, verklegum æfingum, vinnusemi í kennslutímum, heimanámi og hópvinnu. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Hér er um fyrsta áfanga í eðlisfræði á náttúrufræðibraut að ræða. Áfangalýsingar ár Bls 5 af 44

7 Áfangi: EÐLI2BY05 Eðlisfræði hins daglega lífs, síðari hluti Feiningar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Áfanginn er grunnáfangi í eðlisfræði, þar sem æfð er framsetning og lausn verkefna sem tengjast varmafræði, hringhreyfingu, kasthreyfingu og hreyfilýsingu almennt, þyngdarkrafti, sveiflum og bylgjufræði, sér í lagi í tengslum við skynjun, ljósfyrirbæri (linsur, ljósbrot, regnbogi) og hljóðfræði hljóðfæra. Kennslan fer aðallega fram með samblandi af fyrirlestrum og dæmareikningi, auk verkefnavinnu. Verklegar æfingar eru einnig hluti kennslunnar þar sem nemendur vinna saman í hópum. Forkröfur: STÆR3HR05 (STÆ 503) (eða samhliða) Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: fyrsta lögmáli varmafræðinnar, hamskiptum, þrenns konar gerðum varmaflutnings hreyfijöfnum í tveimur og þremur víddum miðsóknarhröðun og miðsóknarkrafti diffur- og heildunarsambandi milli hreyfistærða, hreyfingum með ójafnri hröðun þyngdarlögmáli Newtons og lögmáli Keplers stöðuorku í þyngdarsviði, lausnarhraða, svartholum algengum tegundum bylgjuhreyfinga samliðun bylgna, bæði í plani og í einvíðum kerfum staðbylgjum, hljóðum og hljóðfæri hljóð og heyrn, hljóð- og skynstyrk dopplerhrifum ljósbroti og lögmáli Snels ljósgeislafræði og einföldum (þunnum) linsum, samsettu linsukerfi með tveimur linsum sveifluhreyfingu sem eðlilegu afsprengi af lögmáli Hookes og 2. lögmáli Newtons stærðfræðilegri lýsingu sveifluhreyfingar hvernig orka sveifils leikur á milli fjaðurorku og hreyfiorku leysa einföld varmaleiðniverkefni beita hreyfjöfnum í tvívídd til að leysa hefðbundin kasthreyfingardæmi án loftmótstöðu nota diffrun og heildun til að tengja saman staðsetningu, hraða og hröðun almennt og einföldum tilvikum leysa einföld verkefni um hringhreyfingu hnatta í þyngdarsviði beita lögmálum Keplers til að vinna með sporbrautir (ellipsubrautir) almennt nota almenna framsetningu á stöðuorku í þyngdarsviði fyrir hluti á sporbraut og finna lausnarhraða hnatta setja upp og reikna einföld tilvik í bylgjufræði úr daglegu lífi leikni sem hann hefur aflað sér til að: lýsa eðlisfræðilegum grundvelli algengra fyrirbæra daglega lífsins, og túlka með tilvísun í einföld lögmál eðlisfræðinnar útskýra muninn á miðsóknarkrafti og miðflóttakrafti meta fullyrðingar í fjölmiðlum og daglegri umræðu út frá forsendum vísinda og skynsemi líta á Jörðina og reikistjörnur sólkerfisins sem hluta af hinum víðari efnisheimi sem stjórnast af þyngdarkraftinum, en jafnframt að þekkja takmarkanir á þyngdarlögmáli Newtons og frekari útfærslu þess í almennu afstæðiskenningunni tengja skynjun okkar á umhverfinu með sjón og heyrn við þá eðlisfræði sem liggur þar til grundvallar útskýra styrkjandi og eyðandi samliðun í tveimur raufum og ljósgreiðu framkvæma, skilja og vinna úr verklegum æfingum sem tengjast námsefninu, og setja niðurstöður mælinga í samhengi við fræði gera sér grein fyrir sinni eigin stöðu í eðlisfræðinámi vera ábyrgur í að vinna sjálfur í að afla sér þekkingar Áfangalýsingar ár Bls 6 af 44

8 Námsmat: Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi, fyrirlestrar og hópverkefni. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Framsetning efnis miðist að svo miklu leyti sem við verður komið við diffurog heildunarvenzl hreyfistærða, sér í lagi þar sem fjallað er um almenna hreyfingu hluta með tímaháðri hröðun, útleiðslu á þyngdarstöðuorku og útleiðslu sveiflujöfnunar fyrir ýmiskonar kerfi með línulegum mótkrafti. Lögð sé aukin áhersla á stærðfræðilegt baksvið eðlisfræðinnar, samhliða fenomenologíu. Í verklegum æfingum skal leggja sérstaka áherslu á rökræna framsetningu á niðurstöðum mælinga og samanburði við fræði, að teknu tilliti til óvissu. Áfangalýsingar ár Bls 7 af 44

9 Efnafræði Áfangi: EFNA2AE05 Almenn efnafræði Feiningar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að skrá niðurstöður og vinna verkefni úr tilrauninni. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Forkröfur: Grunnskólapróf Þekking Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: efnum og efnabreytingum efnaformúlum og nafngiftum efna tölu Avogadros, móli, atómmassa, mólmassa efnahvörfum og efnajöfnum eiginleikum vatnslausna helstu flokkum efnahvarfa í vatnslausn mólstyrk og hlutfallareikningum gaslögmálunum og kjörgasjöfnunni helstu umgengnisreglum og öryggisatriðum í tilraunastofu beita skipulegum aðferðum við úrlausn dæma túlka orðadæmi, setja upp jöfnur og leysa þær með viðeigandi mælieiningum beita gagnrýninni hugsun og sýna innsæi og útsjónarsemi við lausnir verkefna skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær í rituðu máli Nemandi skal hafa öðlast leikni í: gefa efnasamböndum nafn og rita formúlur þeirra beita mólhugtakinu í dæmareikningi skrifa og stilla efnajöfnur leysa hlutfallareikning samkvæmt stilltum efnajöfnum vinna að magnbundnum útreikningum beita gaslögmálunum og kjörgasjöfnunni framkvæma einfaldar verklegar æfingar í tilraunastofu Námsmat: Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi. Áfangalýsingar ár Bls 8 af 44

10 Áfangi: EFNA2LT05 Lögun sameinda og tengi Feiningar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni. Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit við úrvinnslu niðurstaðna. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi og tölfræðilegri úrvinnslu gagna í verklegum tilraunum. Forkröfur: EFNA1AE05 Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: skammtatölum, lögun og legu svigrúma, rafeindaskipan frumefna í grunnástandi lotubundnum eiginleikum frumefna Lewis-myndum lögun og skautun sameinda, VSEPR byggingum sameinda, svigrúmablöndun atómsvigrúma, sameindasvigrúmum (MO) tvíatóma sameinda vökvum og föstum efnum: jónaefnum og málmum, veikum efnatengjum, hamskiptum fasalínuritum magnbundnum eiginleikum lausna rita rafeindaskipan frumefna í grunnástandi álykta um hlutfallslega stærð atóma og atómjóna álykta um eiginleika frumefna út frá staðsetningu þeirra í lotukerfinu rita Lewispunktaformúlur efna reikna hvarfavarma út frá tengjaentalpíu spá fyrir um lögun og skautun sameinda út frá VSEPR líkaninu og teikna þær í þrívídd ákvarða svigrúmablöndun atóma í sameind teikna MO myndir beita skipulegum aðferðum við úrlausn dæma túlka orðadæmi og klæða þau í stærðfræðilegan búning setja upp jöfnur og leysa þær með viðeigandi mælieiningum leggja mat á úrlausnir sínar og álykta um hvort þær standist beita gagnrýninni hugsun og sýn innsæi og útsjónarsemi við lausnir verkefna skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær í rituðu máli þróa skilning sinn á efnisheiminum átta sig á hlutverki efnatengja í heiminum víkka skilning sinn á því hvernig lögun efna hefur áhrif á efnahvörf og efniseiginleika Áfangalýsingar ár Bls 9 af 44

11 útskýra eiginleika fastra efna og vökva út frá kröftum milli sameinda túlka fasalínurit framkvæma einfaldar verklegar æfingar í tilraunastofu Námsmat: Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Þessi áfangi nefndist EFN203 í gamla kerfinu. Gert með fyrirvara um breytingar. Áfangalýsingar ár Bls 10 af 44

12 Enska Áfangi: ENSK3SV05 Samfélag og viðskipti Feiningar: 5 Hæfniþrep: 3 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning. Bæði almennan orðaforða svo og viðskiptaorðaforða. Nemendur eru þjálfaðir í ritun enskrar tungu með ýmsum verkefnum, m.a. skrifa þeir persónulega ferilskrá og fylgibréf. Nemendur æfa viðskiptaorðaforða með þýðingum yfir á ensku. Nemendur eru einnig þjálfaðir í töluðu máli, bæði með styttri umræðum og formlegum fyrirlestri. Ætlast er til þess að nemendur hafi öðlast hæfni B2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni. Forkröfur: ENSK2OM05. Þekking Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: almennum enskum orðaforða á ýmsum sviðum, bæði almennum tímaritsgreinum og viðskiptatengdum orðaforða ólíkum menningarheimum í tíma og rúmi með lestri skáldsagna og smásagna hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, til dæmis formlega og óformlega málnotkun sérhæfðum viðskiptaorðaforða ásamt, uppsetningu formlegra viðskiptabréfa og ferilskráa ólíkum viðhorfum og gildum fólks í enskumælandi löndum sem og öðrum menningarheimum Nemandi skal hafa öðlast leikni í: lesa sér til gagns ýmsar greinar, bæði fræðilegar og almenns eðlis skilja talað mál, bæði almenns eðlis og viðskiptalegs eðlis taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi tjá sig munnlega um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið skrifa margs konar texta, meðal annars formleg verslunarbréf, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu skilja sér til gagns megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margs konar aðstæður, til dæmis flytja formlegan fyrirlestur geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, svo sem í bókmenntaverkum og öðrum textum Námsmat: Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum og öðrum verkefnum, ásamt lokaprófi. Áfangalýsingar ár Bls 11 af 44

13 Áfangi: ENSK3NV05 Vísindaenska Feiningar: 5 Hæfniþrep: 3 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði vísindaorðaforða og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast vísindum. Einnig eru nemendur þjálfaðir í töluðu máli, bæði með umræðum og formlegum fyrirlestrum. Forkröfur: ENS3SV05 Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: enskum orðaforða og hugtökum sem tengjast vísindum orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi siðfræði vísinda, til dæmis umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð mismunandi málsniði enskrar tungu lesa sér til gagns fræðilegar greinar um efni tengd vísindum skilja talað mál sem fjallar um vísindi, til dæmis fyrirlestra að taka virkan þátt í samræðum um vísindaleg málefni tjá sig munnlega, bæði formlega og óformlega, um efni sem tengjast vísindum sem hann hefur kynnt sér og undirbúið skrifa ýmiss konar texta sem tengist vísindum, meðal annars útdrætti, skýrslur og rannsóknarritgerðir beita málinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á og mætir hæfniviðmiðum þrepsins þýða texta sem fjalla um vísindaleg efni skrifa útdrætti úr vísindagreinum Námsmat: Námsmat er í formi símats. skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna sem fjalla um vísindaleg efni tileinka sér efni ritaðs texta sem tengist vísindum og nýta á mismunandi hátt taka þátt í umræðum og færa rök fyrir máli sínu um vísindaleg málefni tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt um málefni sem tengjast vísindum skrifa texta um efni sem tengist vísindum og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við nýta sér upplýsingatækni til fróðleiks og rannsókna geta lagt gagnrýnið mat á texta, nýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt beita gagnrýnni hugsun sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Þessi áfangi er kenndur á náttúrufræðibraut. Áfangalýsingar ár Bls 12 af 44

14 Áfangi: ENSK2AM05 Amerísk menning og samfélag Feiningar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Viðfangsefni þessa námskeiðs er bandarískt þjóðfélag saga, stjórnmál, menning og málefni líðandi stundar. Nemendur vinna margvísleg verkefni með hjálp kennslubókar, upplýsingatækni, ýmissa blaðagreina, smásagna og skáldsögu. Unnið er með sérhæfðan orðaforða og æfingar gerðar til þess að þjálfa nemendur í notkun orðaforða sem lýtur að málefnum líðandi stundar og sérhæfðum orðaforða efnisins. Nemendur velja rannsóknarefni, afla heimilda, leita upplýsinga, skilgreina og setja fram rök í rituðu og mæltu máli. Kennsluhættir eru í formi einstaklingsmiðaðs náms, paravinnu og hópvinnu. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði nemenda í áfanganum. Forkröfur: ENS3SV05 Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: bandarísku samfélagi, sögu þess, stjórnmálum, hefðum, menningu og uppruna hennar, og áhrifum í alþjóðasamfélagi sérhæfðum orðaforða fagtexta upplýsingaleit og eðli rannsóknarritgerðar hvernig greina skal texta t.d. bókmenntatexta. lesa sér til gagns ýmsar tegundir af textum þannig að hann geti endursagt þá, dregið fram meginatriði textans í töluðu og rituðu máli hlusta á mælt mál, skilja inntakið og átta sig á meginkjarna þess tjá sig markvisst í fræðilegu samhengi leita upplýsinga, finna heimildir og greina mikilvægi og þýðingu þeirra miðla þekkingu sinni í töluðu og rituðu máli skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið fræðilegt efni sem tengist bandarísku samfélagi greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum leggja gagnrýnið mat á texta nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem tengjast Bandaríkjunum miðla þekkingu, skoðunum og hugmyndum af innsæi og á skipulegan hátt flytja vel uppbyggða frásögn af einstaklingsmiðuðu rannsóknarefni beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. í bókmennta- og rannsóknarritgerð, setja mál sitt fram á gagnorðan, skilmerkilegan og vel rökstuddan hátt í óformlegum jafnt sem formlegum texta nýta upplýsingatækni m.a. til að vinna sjálfstæða heimildaritgerð, þ.e. leita heimilda, setja upp heimildaskrá, nota tilvitnanir og gera grein fyrir þeim og unnið úr upplýsingum Námsmat: Byggist á einstaklings- og hópverkefnum, bæði munnlegum og skriflegum, ásamt lokaprófi. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Áður var þessi áfangi ENS503. Áfangalýsingar ár Bls 13 af 44

15 Félagsfræði Áfangi: FÉLA2IS05 Inngangur og samfélag Einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í áfanganum eru félagsfræði og félagsvísindi kynnt. Fjallað er um samfélagið og þróun þess, sem og helstu þætti, svo sem atvinnulíf, fjölskyldu, menningu og menntun og kynnt hvernig þetta allt er skoðað út frá sjónarhorni félagsvísinda. Áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu. Verkefnin felast í skriflegum verkefnum þar sem tekin er sjálfstæð afstaða til fyrirliggjandi námsefnis og hóp- og paraframsöguverkefnum. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu. Forkröfur:. Engar Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: grunnhugtökum, viðfangsefnum, orðfæri og sérstöðu greinar sögulegum uppruna og þróun greinar samfélagslegum gildum og siðferði ólíkum öflum sem hafa áhrif á mótun einstaklings og samfélags inntaki og framkvæmd lýðræðis tengslum greinar við daglegan veruleika greina einkenni og þróun einstaklinga, samfélaga og menningar tjá sig í ræðu og riti á skýran og skapandi hátt um viðfangsefni greinar afla upplýsinga og vinna með þær á hagnýtan og fjölbreyttan hátt greina á milli rökræðu og kappræðu skoða og meta ólíkt gildismat og viðhorf greina samhengi orsaka og afleiðinga leikni sem hann hefur aflað sér til að: auðga og þroska samskiptahæfni sína tjá viðhorf sín á rökstuddan hátt setja sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum vega og meta efnisleg og siðferðileg verðmæti greina og draga ályktanir af efni fjölmiðla efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína á skapandi hátt bera virðingu fyrir mannréttindum gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi takast á við frekara nám í samfélagsgreinum Námsmat: Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn vegur jafn mikið og er að mestu gefin út frá mati á verkefnum, viðhorfum og virkni í námi. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Áfangalýsingar ár Bls 14 af 44

16 Franska Áfangi: FRAN1FA05 Fyrsti áfangi Feiningar: 5 Hæfniþrep: 1 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Nemendur eru þjálfaðir í að skilja einfalt talað mál, tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt, einnig eru þeir þjálfaðir í að lesa einfalda texta. Nemendur eru æfðir í framburði með talæfingum og mikil áhersla er lögð á hlustunaræfingar svo að smátt og smátt geti nemendur skilið venjulegt franskt tal- og ritmál og öðlist þá undirstöðu í frönsku að þeir geti fljótlega bjargað sér í frönskumælandi umhverfi. Í áfanganum kynnast nemendur franskri menningu og samfélagi og þeir þjálfaðir í að nýta sér gagnlega hjálparmiðla á Netinu, svo sem orðabækur. Áfanginn er á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Forkröfur: Engar Nemandi skal hafa öðlast grunnþekkingu og skilning á: þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans nokkrum grundvallarþáttum franska málkerfisins menningu, helstu samskiptavenjum og siðum í frönskumælandi löndum, sér í lagi Frakklandi uppbyggingu einfaldra texta skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða til að mæta markmiðum áfangans taka þátt í einföldum samræðum um kunnugleg málefni skrifa einfaldan texta um þekkt efni eða áhugasvið beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli skilja meginatriði einfaldra texta tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir og eru úr hans umhverfi takast á við aðstæður í einföldum samskiptum þar sem hann er aðstoðaður við að koma orðum að því sem hann vill segja tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins geta metið eigið vinnuframlag og stöðu Námsmat: Nota skal fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Áfanginn hét áður FRA103 og er á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Áhersla er lögð jöfnum höndum á ritun, lestur, tjáningu og hlustun. Áfangalýsingar ár Bls 15 af 44

17 Áfangi: FRAN1FB05 Annar áfangi Feiningar: 5 Hæfniþrep: 1 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Nemendur fá aukna þjálfun í að skilja einfalt talað og ritað mál, tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt. Nemendur eru æfðir í framburði og tjáningu með talæfingum og mikil áhersla er lögð á hlustun svo að nemendur geti skilið venjulegt franskt tal- og ritmál og öðlist þá undirstöðu í frönsku að þeir geti fljótlega bjargað sér í frönskumælandi umhverfi. Í áfanganum kynnast nemendur franskri menningu og samfélagi betur og eru þeir þjálfaðir í að nýta sér gagnlega hjálparmiðla á Netinu, svo sem orðabækur. Áfanginn er á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Forkröfur: FRAN1FA05 Nemandi skal hafa öðlast grunnþekkingu og skilning á: þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans völdum grundvallarþáttum málkerfisins menningu, samskiptavenjum og siðum frönskumælandi þjóða ýmsum leiðbeiningum sem tengjast námsefni áfangans skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt lesa og greina texta sem innihalda algengan orðaforða taka þátt í einföldum samræðum og tjá sig um efni sem hann þekkir geta tjáð sig á einfaldan hátt með því að beita orðaforða, málvenjum og framburði skrifa stuttan, einfaldan texta um þekkt efni með viðeigandi málfari fara eftir grundvallarreglum um ritað mál geta notað upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálinu Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og lesa texta og greinar, ef fjallað er um efni sem er nemandanum kunnuglegt skilja talað mál um kunnuglegt efni tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt skrifa samantekt á tilteknu efni eða skrifa um áhugamál og sitt nánasta umhverfi takast á við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum geta metið eigið vinnuframlag og stöðu og samnemenda sinna bera ábyrgð á eigin námi Námsmat: Nota skal fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Áfanginn hét áður FRA 203 og er á stigi A1 samkvæmt evrópsku tungumálamöppunni. Kunnátta nemenda á grunnþáttum málsins er dýpkuð frá fyrsta áfanga og farið lengra út í nærumhverfi nemandans í viðfangsefnum. Áfangalýsingar ár Bls 16 af 44

18 Hagfræði Áfangi: HAGF2AH05 Einingar: 5 feiningar Hæfniþrep: 2 þrep Alþjóðahagfræði Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og skoðuð áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf. Fjallað er um alþjóðleg gjaldeyrisviðskipti, hlutverk seðlabanka og áhrif þeirra á hagkerfi. Fjallað er um gjaldeyrismál Íslands í kjölfar kreppunnar Námsefni og umfjöllunarefni er bæði á íslensku og ensku. Um bekkjarkennslu er að ræða. Fer kennslan fram m.a. með fyrirlestrum, samræðum innan bekkjarins og verkefnavinnu. Skoðuð eru myndbönd með efni sem varða viðfangsefni áfangans og innihald þeirra rætt. Fylgst er með fréttum, sérstaklega þær sem varða viðfangsefni áfangans. Nemendur vinna einnig verkefni sem þeir kynna fyrir samnemendum. Forkröfur: HAGF1ÞF05 Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: helstu kenningum og hugtökum alþjóðahagfræðinnar hlutverki seðlabanka og hvaða tækjum hann getur beitt til þess að hafa áhrif á efnahagslífið hagkvæmni milliríkjaviðskipta áhrifum af setningu hafta á viðskipti milli landa gjaldeyrishöftum og þeim áhrifum sem þau geta haft á hagkerfi helstu stofnunum alþjóðasamfélagsins og hlutverk þeirra því hvernig atburðir í einu hagkerfi hafa áhrif í öðru hagkerfi samskiptum íslenska hagkerfisins við önnur hagkerfi. Leikniviðmið geta upp á eigin spýtur nálgast upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og efnahagslíf annarra þjóða Hæfniviðmið túlka og skilja gögn sem sett eru fram tjá sig um hagfræðileg málefni, bæði munnlega og skriflega lesa og skilja umfjöllun um hagfræðileg málefni taka ábyrgð á eigin námi lesa texta um hagfræðileg málefni á erlendu tungumáli skilja hvaða afleiðingar inngrip seðlabanka geta haft vinna með gögn og setja þau upp á mismunandi hátt svo þau verði læsilegri túlka og skilja gögn sem sett eru fram Námsmat: Í lok áfangans er skriflegt próf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, verkefnum og ástundun nemandans á önninni. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Megináhersla í þessum áfanga er að tengja atburði líðandi stundar um heim allan við námsefnið. Mikilvægt er að tryggja að grunnþekking nemenda á hagfræðihugtökum úr áfanga HAGF1ÞF05 (gamla þjó113) sé næg. Þó nokkur tími fer í að horfa á fréttaefni, fræðslumyndir og annað með nemendum. Mjög mikilvægt er að stöðva spilun reglulega svo útskýra megi atburðarásina og hvernig umfjöllunarefnið tengist viðfangsefnum áfangans. Áfangalýsingar ár Bls 17 af 44

19 Hönnun Áfangi: HÖNN2SH05 Einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Stafræn hönnun og miðlun Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í áfanganum verður unnið með fjölbreyttan hugbúnað og veflausnir sem tengjast ýmissi hönnun m.a. myndvinnslu í Photoshop, myndbandsgerð og stafrænni miðlun efnis á fjölbreyttan hátt. Einnig verður unnið með hönnum í "Fab Lab" sem inniheldur hönnun fyrir laser og þrívíddarprentun. Nemendur munu auk þess kynnast rafbókargerð og vefhönnun. Áfanginn er verkefnaáfangi þar sem lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, þjálfun í miðlun og framsetningu eigin efnis og verða efnistök af ýmsum toga. Forkröfur: Engar Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: stafrænni miðlun myndbandsgerð myndvinnslu möguleikum hönnunar með stafrænum miðlun hugbúnaði við vinnu í Fab Lab vinna með myndir og skila þeim frá sér á stafrænu formi vinna með og klippa myndbönd og skila frá sér á tölvutæku form nýta sér forrit á netinu til að skila frá sér texta á stafrænu formi nýta sér forrit á netinu til að hanna vefsíðu forritum sem tengjast þrívíddar- og laserprentun. taka upp, leikstýra og klippa myndband og útbúa það fyrir bæði vefsíður og til sýningar skipuleggja og hanna vefsíðu og skipta henni í svæði og undirsíður breyta, sameina og útbúa myndir fyrir vefsíður og til prentunar setja upp rafbók sem hægt er að lesa á spjaldtölvum, bæði fyrir Android og IOS stýrikerfi hanna hluti og setja upp fyrir þrívíddar- og laserprentun Námsmat:. Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum yfir önnina. Ekkert lokapróf er í áfanganum. Áfangalýsingar ár Bls 18 af 44

20 Íslenska Áfangi: ÍSLE3ÞT05 Einingar: 5 Hæfniþrep: 3 Þjóð, tunga og land Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Nemendur lesa eina Íslendingasögu og vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli og samfélagi að fornu og nýju. Leitast verður við að setja miðaldabókmenntir í samhengi við samtíma nemenda og meta merkingu þeirra fyrir nútímann. Nemendur öðlast færni í að lesa og skilja miðaldatexta, kynnast uppruna og frásagnarlist Íslendingasagna og átta sig á mikilvægi þess menningararfs sem þær hafa að geyma. Lesnar eru greinar um íslenska menningu og tungu á ýmsum tímum og vinna nemendur tjáningar og ritunarverkefni upp úr þeim. Nemendur vinna heimildaritgerð um núlifandi, íslenskan listamann. Forkröfur: ÍSLE2FG05 Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu. ritgerðarsmíð og heimildavinnu. notkun forns menningararfs í nútímasamfélagi. vinna að heimildaritgerðum og hvers kyns texta þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og koma efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli. skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli. flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni. lesa sér til gagns og gamans texta á fornu íslensku máli. nota upplýsingatækni við nám sitt. að rita íslenskt mál samkvæmt reglum. skrifa skýran og vel uppbyggðan texta. beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður. taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu. túlka texta fornbókmennta og þekkja mun á fornu og nútímamáli. vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun. sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og upplýsinganotkun. Námsmat: Námsmat byggir á vinnu nemandans yfir önnina og er tilgreint nánar í námsáætlun. Áfangalýsingar ár Bls 19 af 44

21 Íþróttir Áfangi: ÍÞRÓ1ÍC01 Þriðji áfangi Fj. eininga: 1 Hæfniþrep: 1 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrkingu og viðhaldi liðleika. Lögð er áhersla á Interval þjálfun með æfingarkerfum eins og tabata, kross-fit og stöðvahring, sem henta vel aðstöðunni. Einnig er unnið með knattleiki og almenna leiki. Nemendur fá bóklega fræðslu um grunnþætti líkamlegrar heilsu, einkum er fjallað um þol, styrk, næringu/mataræði og lífstíl. Lögð er rík áhersla á að upplýsa nemendur um gildi þess að stunda reglulega hreyfingu - alltaf. Forkröfur: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: Hæfni ræktun líkama og sálar mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar og vellíðunar gildi hreyfingar fyrir líffærakerfi líkamans hvers virði hæfileg hreyfing er með tilliti til góðs ífsstíls til framtíðar æskilegri næringu setja sér raunhæf markmið varðandi hreyfingu taka á markvissan og fjölbreyttan hátt þátt í þol- og styrktaræfingum rækta með sér jákvætt viðhorf til líkamsræktar meta líkamlega, andlega og félagslega stöðu sína stunda þolþjálfun, þekkja greinarmun á loftháðri- og loftfirrtri þoluppbyggingu stunda styrktarþjálfun nærast á heilbrigðan hátt - með vitneskju um skaðsemi of- og vanneyslu forðast lífsstíl sem leitt getur til áunninna sjúkdóma lífsstílssjúkdóma stunda reglulega líkamsrækt með áherslu á heilsuna líkami fyrir lífið Námsmat: Námsmat er að mestu leyti byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér þekkingu og leikni ásamt líkamlegum mælingum sem eru í samræmi við það sem unnið er með hverju sinni. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Líkamsrækt og heilsa er áfangi þar sem haldið er áfram með áherslu á fjölbreytta hreyfingu og lögð inn aukin þekking með bóklegri fræðslu. Sambærilegt við ÍÞR 201 Áfangalýsingar ár Bls 20 af 44

22 Áfangi: ÍÞRÓ1ÍD01 Fjórði áfangi Feiningar: 1 Hæfniþrep: 1 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrkingu og viðhaldi liðleika. Lögð er áhersla á Interval þjálfun með æfingarkerfum eins og tabata, kross-fit og stöðvahring, sem henta vel aðstöðunni. Einnig er unnið með knattleiki og almenna leiki. Nemendur fá bóklega fræðslu um grunnþætti líkamlegrar heilsu. M.a. fá nemendur fræðslu og æfingu í skyndihjálp. Áfram er unnið að "heilbrigðri sál í hraustum líkama". Forkröfur: Þekking Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: ræktun líkama og sálar mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar og vellíðunar gildi hreyfingar fyrir líffærakerfi líkamans hvers virði hæfileg hreyfing er með tilliti til góðs lífsstíls til framtíðar æskilegri næringu framkvæmd líkamlegra (afkasta)mælinga framkvæmd og úrvinnslu til að útskýra niðurstöður mælinga og meta niðurstöðurnar neikvæðum áhrifum vímuefnaneyslu á líkama og sál grunnatriðum skyndihjálpar Hæfni meta líkamlega, andlega og félagslega stöðu sína stunda þolþjálfun og þekkja greinarmun á loftháðri- og loftfirrtri þoluppbyggingu stunda styrktarþjálfun nærast á heilbrigðan hátt - með vitneskju um skaðsemi of- og vanneyslu forðast lífsstíl sem leitt getur til áunninna sjúkdóma lífsstílssjúkdóma framkvæma (afkasta)mælingar og skýra frá niðurstöðum (fyrir hópinn) forðast ávanabindandi eiturefni bregðast við og taka frumkvæði ef viðkomandi er staðsettur þar sem þörf er á fyrstu hjálp Leikni vinna sjálfstæð verkefni í hópi eiga samskipti við aðra nemendur Námsmat: Námsmat er að mestu leyti byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér þekkingu og leikni ásamt líkamlegum mælingum sem eru í samræmi við það sem unnið er með hverju sinni. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Líkamsrækt og heilsa er áfangi þar sem haldið er áfram með áherslu á fjölbreytta hreyfingu og lögð inn aukin þekking með bóklegri fræðslu. Sambærilegt við ÍÞR 211 Áfangalýsingar ár Bls 21 af 44

23 Jarðfræði Áfangi: JARÐ1AJ05 Almenn jarðfræði Einingar: 5 Hæfniþrep: 1 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Grunnáfangi í jarðfræði þar sem lögð er áhersla á meginatriði í jarðfræði á flekamörkum með áherslu á sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu tilliti. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir jarðfræðileg gögn. Unnið er með heimildir á neti, tímaritum og bókum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum. Forkröfur: Engar Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: landmótun vegna eldgosa, jarðskjálfta og landreks mismunandi kvikugerðum sögu þekktra eldfjalla hér á landi og annars staðar eðli jökla landmótun jökla og vatnsfalla og landmótun af völdum vinda og vatns í víðu samhengi jarðsögu Íslands jarðskjálftum greina berg og steindir meta líkindi jarðfræðilegra atburða og gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra þekkja sögu og myndun fjalla í umhverfi sínu lesa í umhverfi sitt með tilliti til veðurfars og landmótunarsögu setja upp, lesa og túlka gögn á myndrænu formi nota gögn og heimildir í raunvísindum lesa upplýsingar úr töflum og gögnum á myndrænu formi setja fram og túlka kort og gröf gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar meta á gagnrýninn hátt og taka rökstuddar ákvarðanir er varða umgengni í náttúru, verndun og nýtingu geta á sjálfstæðan hátt aflað sér upplýsinga um náttúruvísindalegt efni og meta það á gagnrýninn hátt beita þekkingu sinni til að skilja náttúruvísindalegar upplýsingar sem koma fram í fjölmiðlum og daglegri umfjöllun skilja mikilvægi þessa að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu gera sér grein fyrir ógnum í náttúrunni og viðbrögðum við þeim geta metið gildi náttúrunnar fyrir samfélagið og einstaklinginn beita öllum algengustu hugtökum og heitum í jarðfræði í umfjöllun sinni um myndun og gerð náttúrufyrirbæra lesa landfræðilegar upplýsingar úr kortum Námsmat: Lokapróf, hlutapróf, einstaklingsverkefni, paraverkefni, hópverkefni, fyrirlestrar, veggspjöld, myndbönd, ritgerðir, vettvangsferðir, verklegar æfingar. Áfangalýsingar ár Bls 22 af 44

24 Landafræði Áfangi: LAND2FL05 Félagsleg landafræði Einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í landafræði er verið að skoða heiminn með tilliti til hvernig við notum jörðina, hvernig við getum bætt lífskjör þeirra sem búa við hungur og fátækt, hvernig við getum haldið ákveðnum lífsgæðum og nýtt til þess auðlindir á sjálfbæran hátt. Einnig eru samskipti ólíkra þjóða og þjóðflokka rædd og lögð áhersla á að nemendur öðlist gott læsi á landakort. Ýmis hugtök fræðigreinarinnar eru kynnt. Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda; úr námsefninu sjálfu eða öðru sem því tengist. Nemendur kynna sér sjálfir ýmislegt efni sem tiltækt er á netinu og vinna verkefni, þar af a.m.k. eitt stórt hópverkefni um landfræðileg fyrirbæri. Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu. Forkröfur: Grunnskólapróf. Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum greinarinnar þýðingu greinar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun helstu gerðum og hlutverkum skipulags, svo sem aðal-, svæða- og deiliskipulag ólíkum orkugjöfum, kostum þeirra og göllum kenningum um mannfjöldabreytingar hvernig land er nýtt á Íslandi og hvernig þróun atvinnulífs hefur haft áhrif á búsetumynstur á Íslandi leikni sem hann hefur aflað sér til að: taka þátt í málefnalegum umræðum rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt útskýra viðhorf fólks á ýmsum stöðum efla siðferðilega dómgreind sína greina áhrif umhverfis, sögu og menningar á stöðu ríkja í alþjóðasamfélaginu sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum Tileinka sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð í faginu gera sér grein fyrir samspili viðhorfa, umburðalyndis og fordóma auka framtíðarmöguleika sína í áframhaldandi námi eða starfi og daglegum viðfangsefnum finna, meta og greina heimildir og nýta þær í hagnýtum tilgangi. beita skilvirkum vinnubrögðum, frumkvæði og samvinnu við nám og störf taka þátt í umræðu og greina landfræðileg málefni á gagnrýninn hátt nota lykilhugtök fræðigreinarinnar beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna lesa almennar upplýsingar úr landakortum hvað varðar vegalengdir, hæðarlínur og staðsetningu ýmissa þátta svo sem stærð þorpa og bæja, vegakerfi og samgöngur skilgreina og nota mikilvæg lýðfræðileg hugtök, t.d. aldursskiptingu, fæðingar- og dánartíðni, barnadauða, meðalævi, lífslíkur, offjölgun og búsetumynstur Námsmat: Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn er gefin út frá annarprófi, mati á verkefnum (stórum og smáum) og mati á viðhorfum og virkni í námi. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara):áfanginn er fyrsti áfangi í landafræði á félagsfræðabraut, alþjóðasviði. Hét áður LAN103. Áfangalýsingar ár Bls 23 af 44

25 Leiklist Áfangi: LEIK2TT05 Túlkun og textagreining F-einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í áfanganum er farið í helstu hugtök innan leikhúsfræðanna. Nemendur kynnast grunnverkfærum (body and mind) leikarans við túlkun og áhersla er lögð á mikilvægi ímyndunaraflsins við persónusköpun. Nemendur gera æfingar er tengjast vinnu leikarans með ímyndundaraflið til að leysa hin ýmsu verkefni. Þeir rannsaka hvað þarf til að gera orð á blaði leikbær ásamt því hvernig unnið er með textagreiningu (prosework). Einræðan (monolog) er sérstaklega tekin fyrir þar sem nemendur hlusta á þekktar ræður sögunnar, greina (analyzing) þær og endurflytja. Nemendur fá tækifæri til að takast sjálfir á við verkefnin með beinni þátttöku sem og að fylgjast með samnemendum kljást við verkefnin. Nemendum er ætlað að skila inn greinargerðum um tiltekin þemu sem tekin eru fyrir hverju sinni ásamt því að undirbúa verklegar æfingar, sjálfstætt eða með öðrum, sem flutt eru í tímum. Töfrar leikhússins. Farið verður í heimsókn í leikhúsin og fá nemendur að kynnast ólíkum störfum innan þess. Einnig verður haldin samlestur í tíma, á verki sem sýnt er í leikhúsinu það leikárið, þar sem nemendur fá að spreyta sig og að samlestri loknum verður farin hópferð í leikhús á þá sýningu. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og þátttöku í kennslustundum. Forkröfur: Engar Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: helstu hugtökum leikhúsfræðanna ólíkum nálgunum á listformið ákveðnum þáttum við textagreiningu mikilvægi leiklistar í menningarlegu samhengi möguleikum leiklistar mikilvægi hlustunar við sköpun takast á við fyrstu skref leikarans við persónusköpun skapa leikbærar kringumstæður túlka texta og greina nota hugtök leikhúsfræðanna við réttar aðstæður koma nokkurn veginn óheftur fram fyrir öðrum tjá sig um leikhús og leikverk fjalla um leiklist setja fram röksemdir fyrir skoðunum sínum í tengslum við leikhús og nota til þess viðeigandi hugtök beita gagnrýnni hugsun á listformið gera sér grein fyrir tilgangi og mikilvægi leiklistar nýta leiklist í eigin framkomu gera sér grein fyrir samfélagslegu hlutverki leiklistar efla eigin sjálfsmynd og trú á eigin getu Námsmat:. Byggir á ástundun nemenda og virkni í tímum sem og verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Áfangalýsingar ár Bls 24 af 44

26 Listir og heimspeki Áfangi: LISH2HS05 Heimspeki og sköpun F-einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Í þessum áfanga eru nemendur kynntir fyrir heimspekilegri hugsun með sérstakri áherslu á skapandi hugsun og heimspeki lista. Vinna áfangans fer fyrst og fremst fram í samræðum, en jafnframt fá nemendur tækifæri til að tjá hugsun sína með fjölbreytilegum hætti. Jafnframt fá nemendur nokkra innsýn í jóga og áhrif þess á hugann. Forkröfur: Engar Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: rökum og rökstuðningi rökvillum afstæði og algildi tvíhyggju og efnishyggju kenningum um sjálfið austrænni heimspeki og núvitund kenningum um eðli lista og fegurðar jóga greina góð rök í máli fólks ljá hugsun sinni búning vera gagnrýninn í hugsun og tjáningu vera skapandi í hugsun og tjáningu hlusta hugleiða og taka þátt í öðrum andlegum æfingum til að öðlast betri sjálfsþekkingu hlusta á málflutning og lesa texta og greina hann með gagnrýnum hætti, m.a. með því að finna rökvillur (t.d. auglýsingar) setja hugsun sína fram með skýrum hætti munnlega og skriflega finna skapandi lausnir á vandamálum og setja þær fram með fjölbreytilegum hætti taka þátt og jafnvel leiða samræður um krefjandi spurningar þar sem ekki er um einfalda lausn að ræða beita heimspekilegum hugmyndum í leik og starfi og stuðla að andlegu og félagslegu jafnvægi hjá sjálfum sér og í hóp Námsmat: Mat á áfanganum byggir á þátttöku í tímum og fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá hugsun sína í ýmsum miðlum. Leiðbeiningar og athugasemdir (fyrir aðra kennara): Áfangalýsingar ár Bls 25 af 44

27 Listir og menning Áfangi: LIME2LM05 Feiningar: 5 Hæfniþrep: 2 Listir og menning Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Markmið áfangans er að fjalla um eðli þeirra menningarþátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka ákveðna menningarlega þætti og tímabil og kynna með ýmsum hætti. Rýnt verður í listfomin þrjú: sjónlist, leiklist og tónlist. Nemendur vinna verk út frá stíltegund og stefnu þess tímabils sem fjallað er um hverju sinni. Áhersla er lögð á tilraunavinnu þar sem unnið er með ólík efni og miðla. Nemendur skila inn greinargerðum um tiltekin þemu sem tekin eru fyrir hverju sinni ásamt því að undirbúa verkefni, sjálfstætt eða með öðrum sem flutt eru í tímum. Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Forkröfur: Forkröfur 5-10 f-ein í sögu. Áfanginn er skilduáfangi fyrir nemendur á Lista-og nýsköpunarbraut. En í boði sem valáfangi fyrir aðra nemendur skólans. Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: hlutverki og mikilvægi listar í menningarlegu samhengi hugtökum sem notuð eru til að lýsa áhrifamiklum stefnum leita leiða til að örva sköpunarhæfni finna leiðir til að hvetja einstaklinga til að tjá sig á fjölbreyttan hátt vinna greinargóð skrifleg og munnleg verkefni um listir og menningu tjá sig á ólíkan hátt með sköpun í gegnum ýmsa miðla njóta lista og menningar nota hugtök lista og menningar í umræðum og skriflegum verkefnum Námsmat byggir á ástundun nemenda og virkni í tímum sem og verkefnum sem unnin eru yfir önnina. Leiðbeiningar og athugasemdir: Notast er að einhverju leyti við bókina: Þættir úr menningarsögu (Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson,Margrét Gunnarsdóttir), ásamt efni frá kennurum. Áfanginn er skylduáfangi fyrir nemendur á Lista-og nýsköpunarbraut og í boði sem valáfangi fyrir aðra nemendur skólans. Áfangalýsingar ár Bls 26 af 44

28 Líffræði Áfangi: LÍFF2LE0205 Lífeðlisfræði Einingar: 5 Hæfniþrep: 2 Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Áfanginn fjallar um lífeðlisfræði mannslíkamans. Frumur, líffæri og líffærakerfi eru til umfjöllunar og starfsemi þeirra. Samanburður er gerður á starfsemi mannslíkamans og annarra spendýra. Kennslan fer fram með innlögn í formi fyrirlestra og verkefnavinnu þar sem nemendur vinna sem einstaklingar eða í hópum. Verklegar æfingar eru einnig hluti kennslunnar þar sem nemendur vinna saman í hópum við verklegar æfingar og heimildavinnu. Forkröfur: Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á: tengslum og samspili frumna, líffærakerfa og lífeðlisfræði mannsins sérhæfðum orðaforða lífeðlisfræðinnar á íslensku og ensku þáttum er varða heilbrigði og velferð greina frumulíffæri lesa lífeðlisfræðilegrar upplýsingar úr texta og myndum skilja samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans afla frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt beita ýmiss konar rannsóknartækjum við verklegar æfingar til að dýpka skilning á námsefninu miðla lífeðlisfræðilegum upplýsingum á gagnrýninn hátt tengja undirstöðuþekkingu í lífeðlisfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar taka ábyrgð á eigin lífsháttum m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta beita skipulegum aðferðum og skráningu við úrlausnir lífeðlisfræðilegra verkefna afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar yfirfæra skilning sinn og þekkingu á tengdar lífverur taka upplýsta afstöðu til siðferðilegra álitamála og rökræða taka þátt í upplýstri umræðu og rökstyðja afstöðu til málefna er snerta lífeðlisfræði, tækni og samfélag Námsmat: Lokapróf og vinnueinkunn sem er samsett úr verkefnavinnu (einstaklings og hópa), verklegum æfingum og hlutaprófum. Leiðbeiningar fyrir aðra kennara: Þessi áfangi var áður LÍF103 Áfangalýsingar ár Bls 27 af 44

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Í Háaleitisskóla leggjum við áherslu á að vinna með grunnþætti menntunar á eftirfarandi hátt:

Í Háaleitisskóla leggjum við áherslu á að vinna með grunnþætti menntunar á eftirfarandi hátt: Í Háaleitisskóla leggjum við áherslu á að vinna með grunnþætti menntunar á eftirfarandi hátt: Læsi felst í færni nemenda í því að nota mörg táknkerfi og miðla til þess að skapa merkingu og koma henni á

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA STÆRÐFRÆÐI

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA STÆRÐFRÆÐI AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA STÆRÐFRÆÐI Menntamálaráðuneytið 2007 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2007 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA STÆRÐFRÆÐI Menntamálaráðuneytið: námskrár júní 2007 Útgefandi: Menntamálaráðuneytið Sölvhólsgötu

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Námsáætlun í stærðfræði fyrir 10. bekk Tímabil: 22. ágúst júní 2012

Námsáætlun í stærðfræði fyrir 10. bekk Tímabil: 22. ágúst júní 2012 Námsáætlun í stærðfræði fyrir 10. bekk 2011-2012 Tímabil: 22. ágúst 2011-. júní 2012 kennslustundir á viku Kennari: Kolbrún Jónsdóttir, Kristín Elva Viðarsdóttir og Sigfús Aðalsteinsson Námsefni Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth SKALI KENNARABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Menntamálastofnun 8538 3A Skali 3A Kennarabók Heiti á frummálinu: Maximum

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P.

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P. CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Kafli 5 Varmaefnafræði David P. White Hreyfiorka(skriðorka) og stöðuorka Hreyfiorka er orka hreyfingar. Ek = 1 mv Stöðuorka er orkan sem fólgin er í stöðu. Stöðuorku

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth SKALI KENNARABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Menntamálastofnun 8542 3B Skali 3B Kennarabók Heiti á frummálinu: Maximum

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Markmið kaflans eru að kunna: Hraða, hröðun Stigstærð, vektorstærð Reikna krafta sem verka á hluti með hliðsjón af massa og hröðun hans Geta reiknað lokahraða

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth SKALI KENNARABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Menntamálastofnun 7377 2B Skali 2B Kennarabók Heiti á frummálinu: Maximum

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku 1 Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku Electromechanical energy conversion principles Umbreyting milli raforku og hreyfiorku Umbreytingin getur almennt gengið í hvora áttina sem er: Umbreyting úr

Διαβάστε περισσότερα

fyrirlestrapunktar vor 2009 Háskóli Íslands Mælingar tengdar í tíma. Kafli 7 (muna 5.5. og k. 1-4)

fyrirlestrapunktar vor 2009 Háskóli Íslands Mælingar tengdar í tíma. Kafli 7 (muna 5.5. og k. 1-4) Viðskipta- og Hagfræðideild fyrirlestrapunktar vor 2009 Háskóli Íslands Hagrannsóknir II, Helgi Tómasson Mælingar tengdar í tíma. Kafli 7 (muna 5.5. og k. 1-4) Nokkur hugtök Stationarity: Weak/Strong.

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Hugvísindasvið. Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun. Ritgerð til BA-prófs. Fabio Teixidó

Hugvísindasvið. Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun. Ritgerð til BA-prófs. Fabio Teixidó Hugvísindasvið Íðorð í jarðfræði Orðmyndun og notkun Ritgerð til BA-prófs Fabio Teixidó Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Íðorð í jarðfræði Orðmyndun og notkun Ritgerð til

Διαβάστε περισσότερα

Borðaskipan í þéttefni

Borðaskipan í þéttefni Eðlisfræði þéttefnis I: Borðaskipan í þéttefni Kafli 7 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 8. vika haust 2017 1 Inngangur Sú nálgun sem gerð var með einnar rafeindar nálguninni og með því að gera ráð fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir Nám og UT-færni Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun Kannanir lagðar fyrir í: Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

ára Vor 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

ára Vor 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI ára Vor 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.nemahvad.is INNGANGUR

Διαβάστε περισσότερα

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2015 um lykilupplýsingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 5. júní 2015 Efnisyfirlit

Διαβάστε περισσότερα

HAUST 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

HAUST 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI HAUST 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.nemahvad.is INNGANGUR

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Lesskilningur og íslenskukunnátta 15 ára nemenda: Sérstaða Íslands og forspárþættir Niðurstöður PISA 2000 og samræmdra prófa

Lesskilningur og íslenskukunnátta 15 ára nemenda: Sérstaða Íslands og forspárþættir Niðurstöður PISA 2000 og samræmdra prófa Rit 8-2006 Lesskilningur og íslenskukunnátta 15 ára nemenda: Sérstaða Íslands og forspárþættir Niðurstöður PISA 2000 og samræmdra prófa Námsmatsstofnun 2 Skýrslan er gefin út af Námsmatsstofnun og unnin

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Seðlabanki Íslands. Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Málstofa í Seðlabanka Íslands 23.

Seðlabanki Íslands. Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Málstofa í Seðlabanka Íslands 23. Seðlabanki Íslands Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í Seðlabanka Íslands

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Fyrir að eða fyrir því að?

Fyrir að eða fyrir því að? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Fyrir að eða fyrir því að? Um fornöfn í forsetningarliðum sem innleiða setningar Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Mirko Garofalo Kt.:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Efnatengi og uppbygging sameindanna

Efnatengi og uppbygging sameindanna Námsmarkmið. Nemendur geti: Efnatengi og uppbygging sameindanna Notað rafeindaskipan frumefnanna til að skýra hversvegna málmar mynda frekar katjónir og málmleysingjar anjónir. Útskýrt orkubreytinguna

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Um tölvur stýrikerfi og forritun

Um tölvur stýrikerfi og forritun Um tölvur stýrikerfi og forritun Tölvur Fyrstu tölvurnar voru smíðaðar um miðja síðustu öld. Þær voru gríðarstórar á okkar tíma mælikvarða og fylltu stóra sali. Grunnhlutar tölva hafa frá þessum fyrstu

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

1 Aðdragandi skammtafræðinnar

1 Aðdragandi skammtafræðinnar 1 Aðdragandi skammtafræðinnar 1.1 Inngangur Fram yfir aldamótin 1900 töldu flestir eðlisfræðingar að aflfræði Newtons og rafsegulfræði Maxwells dygðu til að gera grein fyrir gangi náttúrunnar. Á síðustu

Διαβάστε περισσότερα

HAUST 2015 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

HAUST 2015 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI HAUST 2015 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.nemahvad.is INNGANGUR

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Rafeindabygging atóma David P. White Allar bylgjur hafa einkennandi bylgjulengd, λ, og útslag, A. Tíðni bylgju, ν, er fjöldi heilla bylgna sem fara yfir línu á

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Geisli. Kennsluleiðbeiningar. Geisli 1A Lausnir Námsgagnastofnun

Geisli. Kennsluleiðbeiningar. Geisli 1A Lausnir Námsgagnastofnun Geisli Kennsluleiðbeiningar apríl 2011 Efnisyfirlit Um náms efn i... 3 Sk r ing ar á tákn um í nem enda efni... 5 Inn gang ur... 6 firaut ir... 10 Mæl ing ar... 15 Marg föld un og deil ing... 20 Rúm fræ

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ. Tillaga að matsáætlun

Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ. Tillaga að matsáætlun milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ 16.4.2018 18010 Orðskýringar Byggingarbann Helgunarsvæði Jarðskaut Kerfisáætlun kv Launafl / raunafl Leiðari Línugötur Línustæði MVA MW Svæði

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

VOR 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

VOR 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI VOR 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.si.is/nemahvad INNGANGUR Það

Διαβάστε περισσότερα