Reglur um skoðun neysluveitna

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Reglur um skoðun neysluveitna"

Transcript

1 Reglur um skoðun neysluveitna 1

2 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt viðurkenndum gæðakröfum til að gæta jafnræðis í skoðunum og úttektum. Reglur þessar eru meginreglur og eru þær í stöðugri endurskoðun. Ef notendur reglnanna hafa eitthvað við þær að athuga eru þeir vinsamlegast beðnir að koma athugasemdum á framfæri við Mannvirkjastofnun. Neysluveitur skulu uppfylla almennar öryggiskröfur sem tilgreindar eru í gr. 10 í reglugerð um raforkuvirki (678/2009). Neysluveitur sem uppfylla ákvæði staðalsins ÍST 200:2006 Raflagnir bygginga, ásamt sérákvæðum gr. 11 sömu reglugerðar eru álitin uppfylla fyrrgreindar öryggiskröfur. Jóhann Ólafsson sviðsstjóri rafmagnsöryggissviðs 2

3 EFNISYFIRLIT Aðalrofi Aðalvör Aðtaugar tækja Bilunarstraumsrofi Dósir Einangrun veitu Einfasa rofar, A Greinivör Götugreiniskápur Hlífar Hringrásarviðnám Ídráttartaugar Jarðstrengur Jarðtenging búnaðar Kvísllögn Kvíslrofi Kvíslvör Lausataugar Laustengdur búnaður Ljósbúnaður í stólpa Loft-/vegglampar Merking töflubúnaðar Neonljósavirki Núllteinn (N) Pípulagnir Rofar í lágspennuvirkjum Smáspennubúnaður Smáspennulagnir Spennujöfnun Stofnlögn Straumteinar Strengjalagnir Strengrennur (leiðslurennur) Strengstigar Tengidósir/tengikassar Tenging strengja Tenging vararafstöðva Tenglar Tæki og búnaður útihúsa Töfluskápur Töflutaugar 3

4 Útilýsing Varnaraðferðir, almennt Varnaraðferð, IT-kerfi Varnaraðferð, notkun búnaðar af flokki II Varnaraðferð, rafmagnslegur aðskilnaður Varnaraðferð, smáspenna, SELV og PELV Varnaraðferð, TN-kerfi Varnaraðferð, TT-kerfi Varnarnúllteinn (PEN) Varnarteinn (PE) 4

5 Aðalrofi Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun aðalrofa, í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Málstærðar, rofgetu, yfirstraumsvarna, staðsetningar, uppsetningar og merkinga. Aðalrofi er í enda heimtaugar eða stofns í aðaltöflu. Lýsing Málstærð: Málstraumur rofans skal vera yfirálagsvörn rásarinnar, sjá grein og kafla 536 í ÍST 200:2006. Rofgeta: Rofinn skal rjúfa og tengja alla póla sem hafa spennu gegnt jörðu samtímis, sjá grein og kafla 536 í ÍST 200:2006. Rofgeta rofans skal vera stærsti hugsanlegi skammhlaupsstraumur kerfisins í samræmi við greinar og í ÍST 200:2006 og ÍST EN Þriggja fasa jafnlægur rofstraumur reiknast svo:, sjá frekari skilgreiningu hér á eftir. Skilgreining á μ : Þriggja fasa skammhlaupsstraumur er stærstur strax í upphafi skammhlaups ( ). Lækkun straumsins er lýst með fastanum μ þar sem rofstraumurinn er. Stærð fastans μ er háð lágmarkstímaseinkun rofans ( ) í hverju tilfelli. Lágmarkstímaseinkun ( ) er stysti tíminn frá upphafi skammhlaups þar til snertuaðskilnaður rofa eða bráðnun á vari verður í einum fasanum. Fastinn er settur = 1 ef stærð hans er ekki þekkt og verður rofgeta rofa og vara samkvæmt því ávallt nægileg. Ef ætlunin er að reikna með < 1 og þar með lægri rofstraum fyrir rafkerfi með rafölum og/eða rafhreyflum skal það gert í samræmi við ÍST EN Yfirstraumsvarnir: Yfirálagsvörn og skammhlaupsvörn rofans skal vera stillt/valin í samræmi við straumgetu rásarinnar sem tengist rofanum, sjá kafla 433 og 434 ásamt greinum til og með í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Aðalvör. 5

6 Staðsetning: Unnt skal vera að aðskilja sérhverja straumrás frá öllum spennuhafa leiðurum, að undanskildum PEN- og N-leiðurum í TN kerfum, sjá grein í ÍST 200:2006. Aðalrofi skal vera aðgengilegur, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Varðandi aðgengi að stillingum á yfirstraumsvarnarbúnaði rofa, sjá grein í ÍST 200:2006. Uppsetning: Rofinn skal vera tryggilega festur, varinn gegn óviljandi snertingu spennuhafa hluta, svo og gegn innkomu aðskotahluta. Val á búnaði, uppsetning og frágangur á að vera í samræmi við grein og kafla 533 í ÍST 200:2006. Tengingar inn og út af rofanum skulu vera af viðurkenndri gerð og í samræmi við taugar eða strengi að og frá rofanum, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu Töflutaugar. Merkingar: Aðalrofi skal hafa upprunamerkingar, svo og merkingar er segja til um málstærðir og rofgetu, sjá grein 7.2 í rur og greinar og í ÍST 200:2006. Aðalrofa og varstærðir í gripvarrofum skal merkja sérstaklega, sjá greinar og í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Merking töflubúnaðar. Tilvísanir Grein 7.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 433 í ÍST 200:2006. Kafli 434 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006 Grein í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Kafli 533 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafla 536 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Greinar til í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST Skoðunarregla: Aðalvör. Skoðunarregla: Merking töflubúnaðar. Skoðunarregla: Töflutaugar. 6

7 Aðalvör Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun aðalvara í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Málstærðar, rofgetu, staðsetningar, uppsetningar, tenginga og merkingar. Aðalvör eru vör í aðaltöflu og tengist heimtaug eða stofn inn á þau. Staðsetning: Aðalvör eru í enda heimtaugar eða stofntaugar. Lýsing Málstærð: Málstraumur varsins skal vera stærsti hugsanlegi álagsstraumur og í samræmi við straumþol rásarinnar, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Rofgeta: Rofgeta varsins skal vera stærsti hugsanlegi skammhlaupsstraumur kerfisins í samræmi við greinar og í ÍST 200:2006 og ÍST EN Þriggja fasa jafnlægur rofstraumur reiknast svo:, sjá frekari skilgreiningu hér á eftir. Ef notuð eru sjálfvirk vör skal bræðivar vera fyrir framan þau eða önnur yfirstraumsvörn sem tryggir rof í rásinni ef sjálfvirku vörin hafa ekki næga rofgetu, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Skilgreining á μ: Þriggja fasa skammhlaupsstraumur er stærstur strax í upphafi skammhlaups ( ). Lækkun straumsins er lýst með fastanum μ þar sem rofstraumurinn er. Stærð fastans μ er háð lágmarkstímaseinkun rofans ( ) í hverju tilfelli. Lágmarkstímaseinkun ( ) er stysti tíminn frá upphafi skammhlaups þar til snertuaðskilnaður rofa eða bráðnun á vari verður í einum fasanum. Fastinn μ er settur = 1 ef stærð hans er ekki þekkt og verður rofgeta rofa og vara samkvæmt því ávallt nægileg. Ef ætlunin er að reikna með μ < 1 og þar með lægri rofstraum fyrir rafkerfi með rafölum og/eða rafhreyflum skal það gert í samræmi við ÍST EN , sjá grein í ÍST 200:2006. Staðsetning: Aðalvör eru sett í enda heimtaugar eða stofntaugar en ganga þarf úr skugga um að skammhlaupsvarnir séu uppfylltar fyrir þær, sjá kafla og greinar 432, 433 og 434 og greinar 435.1, og í ÍST 200:2006. Vörin skulu vera aðgengileg, sjá grein í ÍST 200:

8 Uppsetning: Vör skulu tryggilega fest, sjá greinar 2.4 í rur og í ÍST 200:2006. Þau skulu vera lokuð og þannig fyrir komið að hættulaust sé að skipta um bræðihluta þeirra sjá greinar og í ÍST 200:2006. Aðtaug bræðivars skal tengjast við botnsnertu þess, sjá grein í ÍST 200:2006. Í varhúsum með málstraum að 63A skal vera botntappi (máthringir og botnhringir) af réttri stærð, sjá. grein í ÍST 200:2006. Tengingar: Tengi og samskeytabúnaður skal vera gerður fyrir gerð, fjölda og gildleika þeirra tauga sem tengja á. Við tengingu á margþættum taugum verður að tryggja að einstaka þættir ýfist ekki frá, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Töflutaugar. Merkingar: Á aðalvörum skulu vera upprunamerkingar framleiðenda svo og merkingar er segja til um málstærðir, sjá grein 7.2 í rur og greinar og í ÍST 200:2006. Aðalvör skal merkja sérstaklega og einnig varstærðir í gripvarrofum og varhúsum bræðivara, sjá kafla 514 í ÍST 200:2006, og skoðunarreglu: Merking töflubúnaðar. Tilvísanir Grein 2.4 í rur. Grein 7.2 í rur. Kafli 133 í ÍST 200:2006. Kafli í ÍST 200:2006. Kafli 432 í ÍST 200:2006. Kafli 433 í ÍST 200:2006. Kafli 434 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 514 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN Skoðunarregla: Töflutaugar. Skoðunarregla: Merking töflubúnaðar. 8

9 Aðtaugar tækja Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun aðtauga tækja í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gildleika, einangrunar, merkinga, lagningar, innfærslustúta, efnisvals og frágangs tauga. Aðtaug er taug sem tengir tæki við neysluveitu. Lýsing Gildleiki: Gildleiki tauga ákvarðast í samræmi við kafla 52 og viðauka 52A í ÍST 200:2006, sjá einnig skoðunarreglu: Greinivör. Lágmarksgildleiki tauga skal vera í samræmi við kafla 524. Einangrun: Einangrunarhula tauga skal vera þannig gerð að hún veiti fullnægjandi öryggi við þá spennu og þær aðstæður sem um er að ræða þar sem taugin er notuð, sjá grein og kafla 512 í ÍST 200:2006. Merkingar: Merkingar tauga skulu vera í samræmi við viðeigandi framleiðslustaðla. Litamerkingar tauga skulu vera í samræmi við staðalinn ÍST EN 60446, sjá einnig grein 11.2 í rur og grein í ÍST 200:2006. Lagning: Lagning tauga skal vera í samræmi við kafla 52 í ÍST 200:2006. Innfærslustútar: Innfærslustútar skulu vera þéttir og ekki lakari að varnargildi gagnvart raka og ryki en viðkomandi rafbúnaður segir til um sbr. kafla 522 í ÍST 200:2006. Efnisval: Velja skal aðtaugar með tilliti til umhverfis, svo sem hita, efna og áverkaþols, sjá kafla 512 og 522 í ÍST 200:

10 Frágangur: Ganga skal þannig frá taugum við tengistað tækja að ekki sé hætta á að þær skemmist eða losni, sjá grein og kafla 526 í ÍST 200:2006. Aðtaug tækis af flokki II skal vera án varnartaugar (PE), sjá töflu 2.1 í hluta 2 og kafla í ÍST 200:2006. Tæki af flokki II er merkt með tákninu. Tengilkvíslar og tengiklemmur tengilkvísla skulu henta taugum á hverjum stað og vera heilar og gallalausar, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006. Ekki má tengja nema eina aðtaug (lausataug) við hverja tengilkvísl, fara skal eftir leiðbeiningum framleiðanda. Tryggja skal að varúðarráðstafanir gegn of hárri snertispennu verði ekki óvirkar, t.d. með framlengingu aðtaugar með varnartaug (PE), með annarri taug án varnartaugar (PE), sjá grein í ÍST 200:2006. Tilvísanir Tafla 2.1 í hluta 2 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 512 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 52 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Viðauki 52A í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. Kafli 524 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Tafla 2.1 í kafla 2 í ÍST 200:2006. Skoðunarregla: Greinivör. 10

11 Bilunarstraumsrofi Tilgangur og umfang: Að tryggja skoðun á bilunarstraumsrofa sé í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Málstærða, uppsetningar og prófana. Bilunarstraumsrofi (lekastraumsrofi) vakir yfir mismunastraum í straumfara aðtaugum þess sem verja skal og rýfur ef bilunarstraumurinn verður hærri en málgildi þess bilunarstraums sem rofinn er gerður fyrir. Lýsing: Málstærðir: Bilunarstraumsrofi skal vera starfa við þau straum-, spennu- og tímagildi sem hæfileg eru miðað við kennistærðir rásarinnar og mögulega hættu, sjá kafla 51 og greinar og í ÍST 200:2006. Bilunarstraumsrofa með málgildi útleysistraums ekki hærra en 30mA skal nota í íbúðum, skólum, dagheimilum, hótelum, gististöðum og opinberum byggingum, sjá grein 11.2 í rur, og fyrir tengla utandyra sem hafa málstraum allt að 32A, sjá grein í ÍST 200:2006. Sérstök ákvæði geta gilt um bilunarstraumsrofa vegna sérstakra lagna eða staðsetningar virkja, sjá hluta 7 og 8 í ÍST 200:2006. Uppsetning: Bilunarstraumsrofi skal henta fyrir nafnspennu, hönnunarstraum og tíðni raflagnarinnar ásamt því að rofinn skal varinn gegn yfirstraumi, sjá kafla 51 og grein í ÍST 200:2006. Taka þarf tillit til ytri áhrifa t.d hitastigs, áhrifa veðurs, geislun sólar og fleira, sjá töflu 51.1 í ÍST 200:2006. Almenn skilyrði fyrir uppsetningu á bilunarstraumsrofa er að finna í grein í ÍST 200:2006. Raflagnir í byggingu eða hluta byggingar, sem er íbúð, skóli, dagheimili, hótel, gististaður eða opinber bygging skulu varðar með bilunarstraumsrofa með málgildi útleysistraums ekki hærri en 30 ma sem viðbótarvörn, sjá grein 11.2 í rur. Sama á við um tengla utandyra sem hafa málstraum allt að 32A, sjá grein í ÍST 200:2006. Einnig er bent á hin ýmsu sérákvæði og kröfur um notkun á bilunarstraumsrofum í hlutum 7 og 8 í ÍST 200:2006. Öðrum varnarráðstöfunum skal beitt samhliða notkun bilunarstraumsrofa, sjá grein í ÍST 200:2006. Varðandi raðvirkni á milli raðtengdra bilunarstraumsrofa, sjá grein í ÍST 200:2006. Hámarksroftími venjulegs bilunarstraumsrofa er 0,3s skv. framleiðslustaðli. Ekki má nota bilunarstraumsrofa þar sem eingöngu er um TN-C kerfi að ræða, sjá grein í ÍST 200:

12 Prófanir: Á bilunarstraumsrofa skal gera virkniprófun, sjá grein í ÍST 200:2006. Dæmi um aðferðir við að sannprófa virkni eru sýndar í viðauka 61B í ÍST 200:2006. Við mállekastraum skal bilunarstraumsrofi rjúfa innan 300ms. Tilvísanir: Grein 11.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 413 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 51 í ÍST 200:2006. Tafla 51.1 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006 Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 542 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Viðauki 61B í ÍST 200:2006 Hlutar 7 og 8 í ÍST 200:

13 Dósir Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun dósa í samræmi við reglugerð um raforuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til : Efnisvals, uppsetningar og frágangs dósa. Dósir eru ætlaðar fyrir búnað og tengingar á taugum í huldum og utanáliggjandi lögnum. Lýsing Efnisval: Dósir skulu vera úr viðurkenndu efni, t.d. málmi eða plasti. Þær skulu hafa fullnægjandi rými fyrir búnað og henta þeim aðstæðum sem þær eru ætlaðar fyrir, sjá grein og kafla 51 í ÍST 200:2006. Uppsetning: Dósir skulu tryggilega festar og viðeigandi innfærslubúnaður notaður þannig að varnargildi rafbúnaðar gagnvart ryki og raka haldist óskert, sjá kafla 51 og 522 í ÍST 200:2006. Dósir úr leiðandi efni ber að verja gegn óbeinni snertingu með þeim varnaraðferðum sem lýst er í köflum 410 og 413 í ÍST 200:2006, t.d. með jarðtengingu/spennujöfnun, sjá greinar og í ÍST 200:2006 auk skoðunarreglu: Jarðtenging búnaðar. Sérstök ákvæði um staðsetningu og efnisval dósa geta gilt vegna sérstakra lagna eða staðsetningar virkja, sjá hluta 7 og 8 í ÍST 200:2006, t.d. í baðherbergjum og á sundstöðum, sjá kafla 701 og 702 í ÍST 200:2006. Frágangur: Dósir skulu vera aðgengilegar þegar raflögn er fullfrágengin, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Ef taugar fleiri en einnar greinar tengjast í sömu dósinni skulu leiðarar allra greina einangraðir fyrir hæstu spennu sem er í lögninni, sjá grein í ÍST 200:2006. Halda skal aðskildum og merkja taugar þar sem fleiri en ein grein eru tengdar innan sömu dósar sjá grein í ÍST 200:2006. Tengi- og samskeytabúnaður skal vera gerður fyrir þann fjölda og gildleika tauga sem tengja á eða skeyta saman, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006. Dósir með rafbúnaði skulu vera lokaðar sem vörn gegn raflosti, sjá kafla 41 í ÍST 200:2006. Tilvísanir Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:

14 Kafli 41í ÍST 200:2006. Kafli 410 í ÍST 200:2006. Kafli 413 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200: Kafli 51 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST:200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Hluti 7 í ÍST 200:2006. Kafli 701 í ÍST 200:2006. Kafli 702 í ÍST 200:2006. Hluti 8 í ÍST 200:2006. Skoðunarregla: Jarðtenging búnaðar. 14

15 Einangrun veitu Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun einangrunarviðnáms neysluveitu í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Mælinga og niðurstaðna. Einangrunarviðnám er viðnám einangrunar milli: fasaleiðara, fasaleiðara og núllleiðara (N) eða milli núllleiðara (N) og varnarleiðara (PE). Lýsing Mælingar: Til að tryggja að einangrun raflagnar sé fullnægjandi skal mæla einangrunarviðnám hennar, sjá greinar 610.2, og og viðauka 61E í ÍST 200:2006 og grein í verklýsingu Mannvirkjastofnunar, VL 2. Ef rafeindabúnaður er tengdur rásinni skal mæla viðnám til jarðar með fasaleiðara og núllleiðara tengda saman, sjá grein í ÍST 200:2006. Þessi varúðarráðstöfun er nauðsynleg vegna þess að prófun sem gerð er án þess að tengja saman spennuhafa leiðara gæti valdið tjóni á rafeindabúnaði. Við einangrunarmælingu þarf almennt að aftengja yfirspennuvara ef sá búnaður er til staðar, sjá grein í ÍST 200:2006. Niðurstöður: Lágmarksgildi einangrunar veitu skal a.m.k. uppfylla ákvæði um lágmarksgildi einangrunar samkvæmt töflu 61.1 í kafla ÍST 200:2006, t.d. skal einangrun á 230/400 V lögnum skal almennt vera að lágmarki 0,5 MΩ. Tilvísanir Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Viðauki 61E í ÍST 200:2006. Tafla í kafla ÍST 200:2006. VL 2: Mælingar í lágspenntum raforkuvirkjum, grein

16 Einfasa rofar, A Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun á einfasa rofum í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gerðar, uppsetningar og frágangs rofa. Einfasa rofar, A, eru rofar í ljósalögn eða fyrir einstök tæki. Lýsing Gerð: Rofar skulu valdir í samræmi við spennu og yfirstraumsvörn greinarinnar, sjá kafla 512 í ÍST 200:2006. Velja þarf rofa í samræmi við gerð veitunnar með tilliti til áraunar, áverkahættu, staðsetningar, rakastigs og umhverfishitastigs, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Uppsetning: Rofa má staðsetja í fastalögnum, á neyslutækjum og í aðtaugum minni tækja. Í fastalögnum mega rofar vera innfelldir eða utanáliggjandi, virkni sé í samræmi við ætlaða notkun og staðsetning sé í samræmi við aðstæður, sjá kafla 132 og 51 í ÍST 200:2006. Í innfelldum fastalögnum skulu rofar koma í þar til gerðar dósir, sjá kafla 51 í ÍST 200:2006 Frágangur: Rofar skulu vera lokaðir til að hindra óviljandi snertingu við spennuhafa hluta og innkomu aðskotahluta, sjá grein í ÍST200:2006. Í jarðtengdum kerfum á rofinn að rjúfa fasaleiðarann, sjá grein í ÍST 200:2006. Rofar skulu halda óskertu varnargildi gagnvart raka og ryki með því að rétt sé gengið frá innfærslum aðtauga í búnaðinum, t.d. með þéttistútum, sjá grein og kafla 522 í ÍST 200:2006. Tilvísanir Kafli 132 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST200:2006. Kafli 51 í ÍST 200:2006. Kafli 512 í ÍST 200:2006 Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:

17 Greinivör Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun greinivara í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Málstærðar, rofgetu, staðsetningar, uppsetningar tengingar og merkingar. Greinivör eru vör í aðaltöflu eða greinitöflum, í greinum að einu eða fleiri neyslutækjum eða tenglum. Lýsing Málstærð: Málstraumur varsins skal vera stærsti hugsanlegi álagsstraumur og í samræmi við straumþol rásarinnar, sjá grein í ÍST 200:2006. Rofgeta: Rofgeta varsins skal vera stærsti hugsanlegi skammhlaupsstraumur kerfisins í samræmi við greinar og í ÍST 200:2006 og ÍST EN Þriggja fasa jafnlægur rofstraumur reiknast svo:, sjá frekari skilgreiningu hér á eftir. Ef notuð eru sjálfvirk vör skal bræðivar vera fyrir framan þau eða önnur yfirstraumsvörn (stofnvar, kvíslvar) sem tryggir rof í rásinni ef sjálfvirku vörin hafa ekki næga rofgetu sjá greinar og 512 í ÍST 200:2006. Skilgreining áμ: Þriggja fasa skammhlaupsstraumur er stærstur strax í upphafi skammhlaups ( ). Lækkun straumsins er lýst með fastanumμ þar sem rofstraumurinn er. Stærð fastans μ er háð lágmarkstímaseinkun rofans ( ) í hverju tilfelli. Lágmarkstímaseinkun ( ) er stysti tíminn frá upphafi skammhlaups þar til snertuaðskilnaður rofa eða bráðnun á vari verður í einum fasanum. Fastinn μ er settur = 1 ef stærð hans er ekki þekkt og verður rofgeta rofa og vara samkvæmt því ávallt nægileg. Ef menn vilja hins vegar reikna með μ < 1 og þar með lægri rofstraum fyrir rafkerfi með rafölum og/eða rafhreyflum skal það gert í samræmi við ÍST EN , sjá grein í ÍST 200:2006. Fjölpóla rofar skulu rjúfa og tengja allar fasataugar samtímis, sjá grein ÍST 200:2006. Tæki til aðskilnaðar skulu helst rjúfa allar fasataugar, sjá grein í ÍST 200:

18 Staðsetning: Greinivör skal setja við upphaf greina, sjá grein í ÍST 200:2006. Vörin skulu vera aðgengileg, sjá grein í ÍST 200:2006 og þeim skal skipulega og haganlega komið fyrir, sjá grein í ÍST 200:2006. Uppsetning: Vör skulu vera lokuð og þannig fyrir komið að hættulaust sé að skipta um bræðihluta þeirra, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Aðtaug bræðivars skal tengjast við botnsnertu þess, sjá grein í ÍST 200:2006. Í varhúsum með málstraum að 63A skal vera botntappi af réttri stærð eða sambærilegur búnaður, sjá grein í ÍST 200:2006. Tengingar: Tengi- og samskeytabúnaður skal vera gerður fyrir gerð, fjölda og gildleika þeirra tauga sem tengja á. Við tengingar á margþættum taugum verður að tryggja að einstaka þættir ýfist ekki, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Töflutaugar. Merkingar: Greinivör skulu hafa upprunamerkingar svo og merkingar er segja til um málstærðir og rofgetu, sjá greinar 7.2 í rur og greinar og í ÍST 200:2006. Merkja skal greinivör sérstaklega ásamt varstærðum í gripvarrofum og varhúsum bræðivara, sjá kafla 514 í ÍST 200:2006, og skoðunarreglu: Merking töflubúnaðar. Tilvísanir Grein 7.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006 Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein 512 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 514 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN Skoðunarregla Töflutaugar. Skoðunarregla Merking töflubúnaðar. 18

19 Götugreiniskápur Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun götugreiniskáps í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Efnisvals, uppsetningar, hlífa, jarðtenginga, tenginga og merkinga. Götugreiniskápur er tengiskápur fyrir lágspennt dreifikerfi. Lýsing Efnisval: Götugreiniskápar skulu vera úr áverkaþolnu og torbrennanlegu eða eldtraustu efni sem stenst áraun vegna raka, ryks, lofttegunda og gufu, sjá kafla 512 í ÍST 200:2006. Um varnarbúnað í götugreiniskápum, sjá grein í ÍST 200:2006 og skoðunarreglur: Greinivör, Kvíslvör og Aðalvör. Uppsetning: Götugreiniskápar skulu vera tryggilega festir og þannig uppsettir að auðvelt sé að komast að þeim til viðhalds og eftirlits, sjá kafla 513 í ÍST 200:2006. Skáparnir skulu vera lokaðir og læsing þannig útbúin að verkfæri eða lykil þurfi til að opna þá, sjá grein í ÍST 200:2006. Skáparnir skulu staðsettir þannig að áverkahætta sé sem minnst. Hlífar: Hlífar skulu vera yfir spennuhafa búnaði í götugreiniskápum til varnar snertingu í ógáti, sjá grein í ÍST 200:2006. Hlífar skulu vera tryggilega festar við þann búnað sem þær eru hluti af. Þær skulu vera af þeim styrkleika að þær aflagist ekki. Hlífar skulu a.m.k. vera af hlífðarflokki IP20. Jarðtenging: Götugreiniskápa sem ekki eru af flokki II skal jarðtengja, sjá kafla 41 í ÍST 200:2006. Til að tryggja að útleysiskilyrðum sé fullnægt er mælt með jarðtengingu varnarleiðara dreifikerfis með jöfnu millibili. Nauðsynlegt getur verið að koma fyrir sérstöku skauti, t.d. stýriskauti, við götugreiniskápa í þessu skyni, sjá grein og kafla 54 í ÍST 200:2006 og verklýsingu VL 3. Tengingar: 19

20 Ganga skal þannig frá strengjum og jarðskautstaugum að þær hangi ekki í tengibúnaði tauganna og passa að tengiklemmur séu af réttri gerð með tilliti til gerðar og gildleika tauganna, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006. Meiri slaki skal vera á varnarnúlltaug en fasataug, svo að hætta á sliti af völdum áverka sé hverfandi. Tengingar varnartauga (PE), núlltauga (N) og varnarnúlltauga (PEN) skulu þannig gerðar að hægt sé að losa hverja taug sérstaklega án þess að aðrar haggist og taugunum þannig komið fyrir að auðséð sé hvaða straumrás þær tilheyri, sjá kafla 526 og grein í ÍST 200:2006 og ÍST EN Merkingar: Sérhver skápur skal merktur einkennistölu sem hægt er að finna á teikningu. Við hverja grein og kvísl skal greinilega og varanlega merkja hverja einstaka straumrás og málstærðir vara, sjá kafla 514 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Merking töflubúnaðar. Einnig skulu litamerkingar tauga í strengjum og rekstrarmerkingar strengja vera samkvæmt ÍST EN 60446, sjá grein í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Strengjalagnir. Tilvísanir Kafli 41 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 512 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 513 í ÍST 200:2006. Kafli 514 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Kafli 54 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Verklýsing VL 3. ÍST EN ÍST EN Skoðunarregla: Greinivör, Skoðunarregla: Kvíslvör. Skoðunarregla: Aðalvör. Skoðunarregla: Merking töflubúnaðar. Skoðunarregla: Strengjalagnir. 20

21 Hlífar Tilgangur og markmið Að tryggja skoðun hlífa í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Snertingar í ógáti, frágangs og áverkavarna strengja/búnaðar. Hlíf er hvers konar búnaður sem eykur snertivörn, ver gegn áverkum eða takmarkar aðgengi að spennuhafa hlutum raforkuvirkja. Lýsing Snerting í ógáti: Hlífar skulu tryggja að ekki verði komist í snertingu við spennuhafa hlut í ógáti, sjá grein í ÍST 200:2006. Þær skulu vera af þeim styrkleika að þær aflagist ekki og vera tryggilega festar við þann búnað sem þær eru hluti af, sjá grein í ÍST 200:2006. Frágangur: Ekki skal vera hægt að fjarlægja hlífar yfir spennuhafa búnaði nema með lykli eða verkfæri eða eftir að viðkomandi búnaður er gerður spennulaus, sjá grein í ÍST 200:2006. Hlífar skulu þannig gerðar að þær haldi verndarstigi sínu og hindri ekki eðlilega notkun búnaðar, s.s. rofabúnaðar, sjá kafla 513 og grein í ÍST 200:2006. Í töflum sem leikmenn hafa aðgang að má ekki festa á hlífar sem hægt skal vera að fjarlægja, búnað sem tengist leiðurum, sjá ÍST EN Í rýmum sem eingöngu sérþjálfað fólk hefur aðgang að, s.s. læstum virkjarýmum, má sleppa hlífum, sjá töflu 51.1 í grein í ÍST 200:2006. Áverkavörn strengja/búnaðar: Þar sem sérstök áhætta er á að búnaður s.s. strengir, lagnarkerfi, jarðskaut eða jarðskautstaugar verði fyrir áverkum skal verja hann sérstaklega, sjá grein og kafla 522 í ÍST 200:2006. Tilvísanir Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST200:2006. Tafla 51.1 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. ÍST EN

22 Hringrásarviðnám Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun hringrásarviðnáms (samviðnáms bilunarrásar) í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Mælinga og niðurstaðna. Hringrásarviðnám er viðnám straumrásar milli fasaleiðis og núllleiðis (N) eða milli fasaleiðis og varnarleiðis (PE) í gegnum spenni viðkomandi dreifistöðvar. Lýsing Mælingar: Til að sannprófa virkni varnaraðgerða gegn óbeinni snertingu skal mæla hringrásarviðnám neysluveitu í samræmi við greinar og í ÍST 200:2006. Aðferðir við slíkar mælingar má sjá í viðauka 61E í ÍST 200:2006, sjá einnig verklýsingu VL2. Niðurstöður: Mælt gildi hringrásarviðnáms skal vera í samræmi við grein í ÍST 200:2006 ef um TN kerfi er að ræða og grein í ÍST 200:2006 ef um er að ræða IT kerfi, sjá grein í ÍST 200:2006. Tilvísanir Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006 Grein í ÍST 200:2006. Viðauki 61E í ÍST 200:2006. VL2: Mælingar í lágspenntum raforkuvirkjum. 22

23 Ídráttartaugar Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun ídráttartauga í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gildleika, einangrunar, efnisvals og litamerkingar. Ídráttartaug er einangruð taug ætluð til ídráttar í pípur. Lýsing Gildleiki: Gildleiki tauga miðast við álag, lagnarmáta, umhverfisskilyrði o.fl., sjá kafla 52 og viðauka 52A í ÍST 200:2006. Lágmarksgildleiki fasatauga skal vera í samræmi við töflu 52.5 í ÍST 200:2006, sjá grein í ÍST 200:2006. Núlltaugar (N) skulu hafa sama gildleika og fasataugar í einfasa rásum, og í fjölfasa rásum að 16 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Í fjölfasa rásum með gildleika meiri en 16 mm² má núlltaug (N) vera grennri en fasataugar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Varnartaugar (PE) skulu hafa sama gildleika og fasataugar í rásum að 16 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Í rásum með gildleika meiri en 16 mm² má varnartaug (PE) vera grennri í samræmi við töflu 54.3 í ÍST 200:2006, sjá grein í ÍST 200:2006. Gildleiki varnarnúlltauga (PEN) má aldrei vera minni en 10 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Í fjölfasa rásum með gildleika meiri en 16 mm² má varnarnúlltaug (PEN) vera grennri en fasataugar að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda um núlltaugar (N), sjá greinar og í ÍST 200:2006. Einangrun: Einangrunarhula tauga skal vera þannig gerð að hún veiti fullnægjandi öryggi við þá spennu og þær aðstæður sem um er að ræða þar sem taugar eru notaðar, sjá grein í ÍST 200:2006. Efnisval: Velja þarf taugar með tilliti til umhverfis svo sem hita, efna og áverkaþols sjá kafla 521 og 522 í ÍST 200:2006. Litamerking: Litamerkingar tauga skulu vera í samræmi við staðalinn ÍST EN Mælt er með að litur á einangrun fasatauga sé svartur, brúnn og grár. Núlltaug (N) skal hafa ljósbláa einangrun, varnartaug (PE) gul/græna einangrun og varnarnúlltaug (PEN) gul/græna einangrun en með ljósbláum merkjum á endum (t.d. ljósblár hringur, herpiádrag) þar sem hún er tengd, sjá grein 11.2 í rur og grein í ÍST 200:

24 Tilvísanir Grein 11.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 52 í ÍST 200:2006. Viðauki 52A í ÍST 200:2006. Kafli 521 í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Tafla 52.5 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Tafla 54.3 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN

25 Jarðstrengur Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun jarðstrengja í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Dýptar, frágangs í jörðu/sæ, flutningsgetu, yfirstraumsvarna og varnar gegn skemmdum við jarðrask. Jarðstrengur er strengur, skermaður eða óskermaður sem gerður er til lagningar í jörðu. Lýsing Dýpt: Jarðstreng skal leggja á a.m.k 0,7 m dýpi. Sé það óframkvæmanlegt er heimilt að leggja hann grynnra sé gripið til viðeigandi ráðstafana, sjá grein 11.2 í rur. Frágangur í jörðu/sæ: Frágangur jarðstrengs og strengs sem lagður er í sæ skal vera í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og kafla 52 í ÍST 200:2006. Leggja skal streng á þéttan, sléttan og steinlausan skurðbotn og fyllt skal að strengnum með sandi eða öðru svipuðu steinlausu fylliefni, sjá kafla 52 í ÍST200:2006 og gr. 2.8 í rur. Flutningsgeta: Straumþol leiðara skal vera í samræmi við viðauka 52A í ÍST 200:2006, sjá sérstaklega gr í þeim viðauka. Taka skal tillit til minnkaðrar flutningsgetu strengs ef hann liggur samsíða öðrum streng eða pípu, sjá kafla 52 og viðauka 52A í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Strengjalagnir. Yfirstraumsvarnir: Yfirstraumsvarnir fyrir jarðstrengi skal velja í samræmi við straumþol þeirra, sjá kafla 430 í ÍST 200:2006. Yfirstraumsvarnarbúnað til varnar skammhlaupi skal setja við upphaf strengs, sjá kafla 434 í ÍST 200:2006. Varnir gegn skemmdum við jarðrask: Um varnir gegn skemmdum vegna jarðrasks, sjá grein og í ÍST200:2006 og skoðunarreglu: Hlífar. 25

26 Skermleiðari: Skermleiðara sem ekki er einangraður fyrir hæstu væntanlegu spennu má eingöngu nota sem varnarleiðara (PE), sjá greinar og í ÍST 200:2006. Tilvísanir Grein 2.8 í rur. Grein 11.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 430 í ÍST 200:2006. Kafli 434 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 52 í ÍST 200:2006. Viðauki 52A í ÍST 200:2006. Grein 52A.3 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Skoðunarregla: Hlífar. Skoðunarregla: Strengjalagnir. 26

27 Jarðtenging búnaðar Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun jarðtengingar rafbúnaðar í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gildleika varnartaugar (PE), einangrunar varnartaugar (PE), litamerkingar, lagningar, efnisvals og frágangs tauga. Jarðtenging er gerð með tengingu varnartaugar rafbúnaðar við varnartein (PE) eða varnarnúlltein (PEN) neysluveitu. Lýsing Gildleiki varnartaugar (PE): Gildleiki varnartaugar skal vera sami og fasatauga upp að 16 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Einangrun varnarnúlltaugar (PEN): PEN-taugar skulu einangraðar fyrir hæstu væntanlega spennu, sjá grein í ÍST 200:2006. Litamerking: Einangrun varnartaugar (PE) skal vera gul/græn í samræmi við staðalinn ÍST EN 60446, sjá grein í ÍST 200:2006. Lagning: Lagning varnartaugar (PE) skal vera í samræmi við greinar 543.3, og í ÍST 200:2006. Efnisval: Velja skal varnartaugar (PE) með tilliti til umhverfis s.s. hita, efna og áverkaþols á sama hátt og fasataugar, sjá kafla 522 í ÍST 200:2006. Gerðir varnartauga eru tilgreindar í grein í ÍST 200:2006. Frágangur: Ganga skal þannig frá varnartaug (PE) við tengistað rafbúnaðar að ekki sé hætta á að hún skemmist eða losni, sjá greinar og í ÍST 200:

28 Tilvísanir Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN

29 Kvísllögn Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun kvísllagnar í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Uppsetningar, gildleika, yfirálagsvarna, skammhlaupsvarna og litamerkinga. Kvísllögn er lögn frá aðaltöflu eða annarri töflu að greinitöflu. Lýsing Uppsetning: Kvísllögn má leggja sem pípulögn, sjá skoðunarreglu: Pípulagnir eða sem strenglögn, sjá skoðunarreglu: Strengjalagnir, sjá einnig grein í ÍST 200:2006. Í kvíslum íbúðarhúsa og sambærilegu húsnæði (skólar, dagheimili, hótel og gististaðir) skal ætíð lögð varnartaug (PE), sjá grein 11.2 í rur. Í neysluveitum skal varnarnúlltaug (PEN) vera hluti af fastri raflögn, sjá grein í ÍST 200:2006. Varnartaug (PE) skal vera í sama lagnarkerfi og spennuhafa leiðarar eða lögð í nálægð við þá, sjá grein í ÍST 200:2006. Gildleiki: Gildleiki tauga miðast við álag, lagnarmáta, umhverfisskilyrði o.fl., sjá kafla 52 og viðauka 52A í ÍST 200:2006. Lágmarksgildleiki fasatauga skal vera í samræmi við töflu 52.5 í ÍST 200:2006, sjá grein í ÍST 200:2006. Núlltaugar (N) skulu hafa sama gildleika og fasataugar í einfasa rásum, og í fjölfasa rásum að 16 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Í fjölfasa rásum með gildleika meiri en 16 mm² má núlltaug (N) vera grennri en fasataugar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Varnartaugar (PE) skulu hafa sama gildleika og fasataugar í rásum að 16 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Í rásum með gildleika meiri en 16 mm² má varnartaug (PE) vera grennri í samræmi við töflu 54.3 í ÍST 200:2006, sjá grein í ÍST 200:2006. Gildleiki varnarnúlltauga (PEN) má aldrei vera minni en 10 mm², sjá grein í ÍST 200:2006. Í fjölfasa rásum með gildleika meiri en 16 mm² má varnarnúlltaug (PEN) vera grennri en fasataugar að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda um núlltaugar (N), sjá greinar og í ÍST 200:2006. Yfirálagsvörn: Yfirálagsvörn kvísltauga má annaðhvort vera í aðaltöflu eða greinitöflu þeirri sem kvíslin liggur að, sjá grein í ÍST 200:2006. Gildleiki kvísltauga skal vera í samræmi við töflur í viðauka 52A í ÍST 200:2006. Skammhlaupsvörn: 29

30 Skammhlaupsverja skal kvísltaugar í samræmi við kafla 434 í ÍST 200:2006. Litamerkingar: Litamerkingar tauga skulu vera í samræmi við staðalinn ÍST EN Mælt er með að litur á einangrun fasatauga sé svartur, brúnn og grár. Núlltaug (N) skal hafa ljósbláa einangrun, varnartaug (PE) gul/græna einangrun og varnarnúlltaug (PEN) gul/græna einangrun en með ljósbláum merkjum á endum (t.d. ljósblár hringur, herpiádrag) þar sem hún er tengd, sjá grein 11.2 í rur og grein í ÍST 200:2006. Tilvísanir Grein 11.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 434 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006 Kafli 52 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Tafla 52.5 í ÍST 200:2006. Viðauki 52A í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Tafla 54.3 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN Skoðunarregla: Pípulagnir. Skoðunarregla: Strengjalagnir. 30

31 Kvíslrofi Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun kvíslrofa í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Málstærðar, rofgetu, yfirstraumsvarna, staðsetningar, uppsetningar og merkinga. Kvíslrofi er í aðaltöflu eða greinitöflum. Lýsing Málstærð: Málstraumur rofans skal vera yfirálagsvörn rásarinnar, sjá grein og kafla 536 í ÍST 200:2006 Rofgeta: Rofgeta rofans skal vera stærsti hugsanlegi skammhlaupsstraumur kerfisins í samræmi við greinar og í ÍST 200:2006 og ÍST EN Þriggja fasa jafnlægur rofstraumur reiknast svo:, sjá frekari skilgreiningu hér á eftir. Skilgreining á μ : Þriggja fasa skammhlaupsstraumur er stærstur strax í upphafi skammhlaups ( ). Lækkun straumsins er lýst með fastanum μ þar sem rofstraumurinn er. Stærð fastans μ er háð lágmarkstímaseinkun rofans ( ) í hverju tilfelli. Lágmarkstímaseinkun ( ) er stysti tíminn frá upphafi skammhlaups þar til snertuaðskilnaður rofa eða bráðnun á vari verður í einum fasanum. Fastinn er settur = 1 ef stærð hans er ekki þekkt og verður rofgeta rofa og vara samkvæmt því ávallt nægileg. Ef menn vilja hins vegar reikna með < 1 og þar með lægri rofstraum fyrir rafkerfi með rafölum og/eða rafhreyflum skal það gert í samræmi við ÍST EN Yfirstraumsvarnir: Yfirálagsvörn og skammhlaupsvörn rofans skal vera stillt/valin í samræmi við straumgetu rásarinnar sem tengist rofanum, sjá kafla 433 og 434 ásamt greinum til og með í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Kvíslvör. Staðsetning: Kvíslrofa má setja í upphaf eða enda kvísltauga, sjá grein í ÍST 200:2006. Ganga þarf úr skugga um að skammhlaupsvarnir séu uppfylltar fyrir kvísltaugarnar ef kvíslrofinn er 31

32 staðsettur í enda þeirra, sjá kafla 432 og 433 í ÍST 200:2006. Kvíslrofi skal vera aðgengilegur, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Ef aðrir en fagmenn hafa aðgengi að aflrofum skulu yfirstraumsvarnarstillingar þeirra vel sýnilegar og eingöngu unnt að breyta þeim með lykli eða verkfæri, sjá grein í ÍST 200:2006. Uppsetning: Rofinn skal vera tryggilega festur, varinn gegn óviljandi snertingu spennuhafa hluta, svo og gegn innkomu aðskotahluta. Val á búnaði, uppsetning og frágangur á að vera í samræmi við greinar og og kafla 533 í ÍST 200:2006. Tengingar inn og út af rofanum skulu vera af viðurkenndri gerð og í samræmi við taugar eða strengi að og frá rofanum, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu Töflutaugar. Merkingar: Kvíslrofi skal hafa upprunamerkingar svo og merkingar er segja til um málstærðir og rofgetu, sjá grein 7.2 í rur og greinar og í ÍST 200:2006. Kvíslrofa og varstærðir í gripvarrofum skal merkja sérstaklega, sjá greinar og í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Merking töflubúnaðar. Tilvísanir: Grein 7.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 432 í ÍST 200:2006. Kafli 433 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 434 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Kafli 533 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006 Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 536 í ÍST 200:2006. Greinar til í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN Skoðunarregla: Kvíslvör. Skoðunarregla: Merking töflubúnaðar. Skoðunarregla: Töflutaugar. 32

33 Kvíslvör Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Málstærðar, rofgetu, staðsetningar, uppsetningar, tenginga og merkinga. Kvíslvör eru vör í kvíslum að greinitöflu sem eru staðsett í aðaltöflu eða greinitöflu. Málstærð: Málstraumur varsins skal vera stærsti hugsanlegi álagsstraumur og í samræmi við straumþol rásarinnar, sjá greinar og í ÍST 200:2006. Rofgeta: Rofgeta varsins skal vera stærsti hugsanlegi skammhlaupsstraumur kerfisins í samræmi við greinar og í ÍST 200:2006 og ÍST EN Þriggja fasa jafnlægur rofstraumur reiknast svo:, sjá frekari skilgreiningu hér á eftir. Ef notuð eru sjálfvirk vör skal bræðivar vera fyrir framan þau eða önnur yfirstraumsvörn sem tryggir rof í rásinni ef sjálfvirku vörin hafa ekki næga rofgetu, sjá grein og í ÍST 200:2006. Skilgreining á μ: Þriggja fasa skammhlaupsstraumur er stærstur strax í upphafi skammhlaups ( ). Lækkun straumsins er lýst með fastanum μ þar sem rofstraumurinn er. Stærð fastans μ er háð lágmarkstímaseinkun rofans ( ) í hverju tilfelli. Lágmarkstímaseinkun ( ) er stysti tíminn frá upphafi skammhlaups þar til snertuaðskilnaður rofa eða bráðnun á vari verður í einum fasanum. Fastinn μ er settur = 1 ef stærð hans er ekki þekkt og verður rofgeta rofa og vara samkvæmt því ávallt nægileg. Ef menn vilja hins vegar reikna með μ < 1 og þar með lægri rofstraum fyrir rafkerfi með rafölum og/eða rafhreyflum skal það gert í samræmi við ÍST EN , sjá grein í ÍST 200:2006. Staðsetning: Kvíslvör má setja í upphaf eða enda kvísltauga en ganga þarf úr skugga um að skammhlaupsvarnir séu uppfylltar fyrir kvísltaugarnar ef vörin eru staðsett í enda þeirra, sjá kafla 432, 433 og 434 og greinar 435.1, og í ÍST 200:2006. Uppsetning: Vör skulu vera lokuð og þannig fyrir komið að hættulaust sé að skipta um bræðihluta þeirra, sjá grein í ÍST 200:2006. Aðtaug bræðivars skal tengjast við botnsnertu þess, sjá grein 33

34 í ÍST 200:2006. Í varhúsum með málstraumi að 63 A skal vera botntappi af réttri stærð, sjá kafla í ÍST 200:2006. Tengingar: Tengi og samskeytabúnaður skal vera gerður fyrir gerð, fjölda og gildleika þeirra taugasem tengja á. Við tengingu á margþættum taugum verður að tryggja að einstaka þættir ýfist ekki frá, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu Töflutaugar. Merkingar: Á kvíslvörum skulu vera upprunamerkingar framleiðanda svo og merkingar er segja til um málstærðir, sjá grein 7.2 í rur og greinar og í ÍST 200:2006. Kvíslvör skal merkja sérstaklega og einnig varstærðir í gripvarrofum og varhúsum bræðivara, sjá kafla 514 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Merking töflubúnaðar. Tilvísanir Grein 7.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 432 í ÍST 200:2006. Kafli 433 í ÍST 200:2006. Kafli 434 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 514 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN Skoðunarregla: Merking töflubúnaðar. Skoðunarregla: Töflutaugar. 34

35 Lausataugar Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun lausatauga í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gildleika, einangrunar, merkinga, efnisvals og frágangs tauga. Lausataug er auðsveigjanleg leiðsla með tveimur eða fleiri fínþættum leiðum innan sömu kápu sem tengja neyslutæki við fastalögn. Lýsing Gildleiki: Gildleiki tauga ákvarðast í samræmi við kafla 52 og viðauka 52A í ÍST 200:2006. Lágmarksgildleiki tauga skal vera í samræmi við kafla 524. Einangrun: Einangrunarhula tauga skal vera þannig gerð að hún veiti fullnægjandi öryggi, við þá spennu og þær aðstæður sem um er að ræða þar sem taugin er notuð, sjá grein í ÍST 200:2006. Merkingar: Merkingar tauga skulu vera í samræmi við viðeigandi framleiðslustaðla. Litamerkingar tauga skulu vera í samræmi við staðalinn ÍST EN 60446, sjá einnig grein 11.2 í rur og grein í ÍST 200:2006. Efnisval: Velja þarf lausataug með tilliti til notkunar og umhverfis svo sem hita, efna og áverkaþols, sjá kafla 512 og 522 og grein í ÍST 200:2006. Frágangur: Lausataugar má ekki skeyta saman nema með taugatengli og tengikvísl eða öðrum sérhæfðum búnaði og ekki má tengja nema eina lausataug í hverja tengilkvísl, nema hún sé sérstaklega gerð fyrir slíkt, sjá grein 2.4 í rur, greinar og og kafla 526 í ÍST200:2006. Lausataug skal fasttengd við neyslutæki eða tengd með tækjatengli og má ekki festa upp nema með til þess gerðu upphengi, sjá greinar og í ÍST200:

36 Tengingar milli leiðara innbyrðis og milli leiðara og annars búnaðar skulu þannig gerðar að leiðni sé tryggð og fyrir hendi sé nægjanlegur styrkur og vörn, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006. Ef settir eru upp hangandi lampar skal snúran eða strengurinn frá upphengibúnaðinum sett upp þannig að tog- og snúningsáraun í leiðurum og tengingum verði ekki óhófleg, sjá grein í ÍST 200:2006. Varast skal eftir því sem unnt er að nota langar lausataugar. Ganga skal þannig frá lausataugum við innfærslu- og/eða tengistað í neyslutækjum, að ekki sé hætta á að þær skemmist eða losni sjá greinar og í ÍST200:2006. Fara skal eftir fyrirmælum framleiðanda neyslutækis um innfærslu- og/eða tengistað. Tilvísanir Grein 2.4 í rur. Grein 11.2 í rur. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 512 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Kafli 52 í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Viðauki 52A í ÍST 200:2006. Kafli 524 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. ÍST EN

37 Laustengdur búnaður Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun laustengds búnaðar í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gildleika tauga, einangrunar, efnisvals og frágangs tauga. Laustengdur búnaður er búnaður (tæki) sem tengdur er við raflögn (fastalögn) í tengli, t.d. vinnuljós, handverkfæri, o.fl. Lýsing Gildleiki tauga: Gildleiki tauga ákvarðast í samræmi við kafla 52 og viðauka 52A í ÍST 200:2006. Lágmarksgildleiki tauga skal vera í samræmi við kafla 524. Einangrun: Einangrunarhula tauga og búnaðar skal vera þannig gerð að hún veiti fullnægjandi öryggi við þá spennu og þær aðstæður sem um er að ræða þar sem búnaður (tæki) er notað, sjá grein og kafla 522 í ÍST 200:2006. Efnisval: Velja skal taugar og búnað með tilliti til notkunar og umhverfis svo sem hita, efna og áverkaþols, sjá kafla 512 og 522 í ÍST 200:2006. Frágangur: Lausataug skal tryggilega fasttengd við búnað eða tengd með tækjatengli, sjá kafla 526 í ÍST 200:2006 og skoðunarreglu: Lausataugar. Búnaðurinn skal búinn tæki til starfsrofs í samræmi við viðeigandi framleiðslustaðla og grein í ÍST EN 200:2006. Tilvísanir Grein í ÍST 200:2006. Kafli 52 í ÍST 200:2006. Kafli 512 í ÍST 200:2006. Kafli 522 í ÍST 200:2006. Kafli 524 í ÍST 200:2006. Kafli 526 í ÍST 200:2006. Viðauki 52A í ÍST 200:2006. Grein í ÍST 200:2006. Skoðunarregla: Lausataugar. 37

38 Ljósbúnaður í stólpa Tilgangur og umfang Að tryggja skoðun ljósbúnaðar í stólpa í samræmi við reglugerð um raforkuvirki (rur) og staðalinn ÍST 200:2006 með tilliti til: Gerðar, áletrana, tenginga, yfirstraumsvarna festinga, spennujöfnunar og jarðtenginga. Ljósbúnaður til notkunar í möstrum og stólpum, hvort sem um er að ræða tré, plast eða leiðandi efni, nær til lagna frá tengidós í ljósbúnaðinn auk hans sjálfs. Lýsing Gerð: Velja skal búnað með tilliti til notkunar og umhverfis svo sem hita, efna og áverkaþols, sjá kafla 512 og 522 og grein í ÍST 200:2006. Rafbúnaður skal ekki hafa lægra verndarstig en IP33, verndarstigið IP23 er þó fullnægjandi þar sem lampar eru í meira en 2,5m hæð yfir jörðu ásamt því að hverfandi hætta er á mengun, t.d. í íbúðarhverfum og til sveita, sjá grein í ÍST 200:2006. Áletrun: Lampar skulu a.m.k. vera merktir með nafni framleiðanda/seljanda, gerð og þéttleikamerki ásamt málstærðum, sjá grein 7.2 í rur og greinar og í ÍST 200:2006. Tenging: Tengingar skulu þannig gerðar að leiðni sé tryggð og fyrir hendi sé nægjanlegur styrkur og vörn og komið sé í veg fyrir kraftrænt álag, sjá grein og kafla 526 í ÍST 200:2006. Tengingar skulu vera snertifríar, sjá kafla 412 í ÍST 200:2006. Dyr sem veita aðgang að rafbúnaði útilýsingarlagnar sem er í minna en 2,5m hæð yfir jörðu skulu læstar með lykli eða verkfæri, sjá grein í ÍST 200:2006. Yfirstraumsvarnir: Yfirstraumsvörn strengs eða lausataugar skal a.m.k. uppfylla kröfur í kafla 43 í ÍST 200:2006. Festing: Búnaðurinn skal tryggilega festur, sjá greinar og í ÍST 200:

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Samþykktar teikningar séu fyrir hendi við skoðun á nýsmíði, endurnýjun eða breytingum.

Samþykktar teikningar séu fyrir hendi við skoðun á nýsmíði, endurnýjun eða breytingum. kjalnúmer...: VLR-665 Útg.d...: 15.10.003 15.8.1..10 5010 amþ. teikingar 5010 amþ teikningar 5010 amþ teikningar Reglugerð Túlkun Verklýsing Upplýsingar kilgreiningar á dæmingum Aðferð Forsenda dóma érm.

Διαβάστε περισσότερα

Spurningar úr Raforkudreifikerfum. e. Ófeig Sigurðsson.

Spurningar úr Raforkudreifikerfum. e. Ófeig Sigurðsson. Spurningar úr Raforkudreifikerfum. e. Ófeig Sigurðsson. 1. Vinnsla og flutningur raforku 1. Hvað er raforkuver? 2. Hvaða atriði hafa áhrif á nýtni raforkukerfa? 3. Hvað er blik (kóróna) í raforkukerfi?

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar

Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar 1.1.-1 Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar 1.1.1 Stálrör SET notar aðeins stálrör frá viðurkenndum framleiðendum við framleiðslu á einangruðu lagnaefni fyrir hitaveitur. Krafist er gæðaskírteina með rörunum

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

G U LU S Í Ð U R N A R

G U LU S Í Ð U R N A R GULU SÍÐURNAR Reykjafell hf. Skipholt 35 105 Reykjavík Sími 588 6000 Fax 588 601 www.reykjafell.is Akureyri Furuvellir 13 Sími 46 5000 Reyðarfjörður Nesbraut 10 Sími 477 000 Almennar upplýsingar MÆLIEININGAR

Διαβάστε περισσότερα

L = spanstuðullinn í henry C = rýmdin í farad ƒ = tíðnin í Hz. ϕ = fasvik

L = spanstuðullinn í henry C = rýmdin í farad ƒ = tíðnin í Hz. ϕ = fasvik GAGNLEGAR FORMÚLUR Lögmál Ohms U = I. R I = U R = R U I Viðnám leiðara R = L R = ρ. L A U = aðalspenna, netspenna [V] kopar: χ = 56 m / Ω mm 2 I = rafstraumur [A] ρ = 0,0178 Ω mm 2 /m R = viðnám [Ω] L

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson 1 UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA Í ritgerðinni eru settar fram í nokkrum köflum kröfur er snerta efnisgæði til girðingarefnis. Ennfremur kröfur sem gerðar eru varðandi framkvæmd og vinnubrögð við uppsetningu

Διαβάστε περισσότερα

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 Samorka 28. febrúar 2011 Útgefandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík Sími: 588 4430, Fax 588 4431 Tölvupóstfang:

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

Rafmagsfræði loftræsikerfa

Rafmagsfræði loftræsikerfa Rafmagsfræði loftræsikerfa Sigurður Sigurðsson Febrúar 2003 Sigurður Sigurðsson 2 Rafmagnsfræði loftræsikerfa Höfundur: Sigurður Sigurðsson Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók Kennslubók Þetta hefti er þýtt úr dönsku með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku. Íslensk þýðing: Sigurður H. Pétursson Mynd á kápu er fengin frá Guðna Þór í Rönning Umbrot: Ísleifur Árni Jakobsson Faglegur

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS

TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS VERKLÝSING Byggjandi STYKKISHÓLMSBÆR Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi Sími 433 8100 Fax 433 1705 Arkitekt ARKITEKTASTOFAN OG EHF. Skúlatúni 2, 105 Reykjavík Sími 562 6833

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011. frá 14.

Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011. frá 14. Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 26.4.2012 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011 2012/EES/24/09 frá 14. janúar 2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4.

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4. Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014 2016/EES/52/36 frá 4. febrúar 2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015 Nr. 18/105 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428 2016/EES/18/12 frá 25. ágúst 2015 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 244/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun

Διαβάστε περισσότερα

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 Búðartangi 10 Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 kt: 111079-5959 kt: 010273-3079 kt: 190570-3719 Leiðbeinendur: Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði II: Riðstraumur. Kafli 11. Jón Tómas Guðmundsson 10. vika vor 2016

Eðlisfræði II: Riðstraumur. Kafli 11. Jón Tómas Guðmundsson 10. vika vor 2016 Eðlisfræði II: Riðstraumur Kafli 11 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 10. vika vor 2016 1 Inngangur Grafið sem sýnir augnabliksgildi rafmerkis sem fall af tíma er nefnt bylgjuform merkis Gjarnan eru bylgjuform

Διαβάστε περισσότερα

2013/EES/37/31 HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,

2013/EES/37/31 HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, 27.6.2013 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 37/219 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 874/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Loftnetskerfi. Verkefnahefti A

Rafbók. Loftnetskerfi. Verkefnahefti A Loftnetskerfi Verkefnahefti A Þetta hefti er án endurgjalds á rafbókinni. Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang án endurgjalds að rafbókinni. Þetta hefti er þýtt með góðfúslegu leyfi

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Uppsetning rafgirðinga

Uppsetning rafgirðinga Page 1 of 11 Uppsetning rafgirðinga Lárus Pétursson, landbúnaðarverkfræðingur. EFNISYFIRLIT Inngangur Uppsetning rafgirðinga 1. Undirbúningur og skipulagning 1.1. Efnisáætlun 2. Val girðingarstæðis. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Brúnás 2 Geirmundur J. Hauksson Hermann J. Ólafsson Pétur Á. Jóhannsson. Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Brúnás 2 Geirmundur J. Hauksson Hermann J. Ólafsson Pétur Á. Jóhannsson. Lokaverkefni í byggingariðnfræði Brúnás 2 Geirmundur J. Hauksson Hermann J. Ólafsson Pétur Á. Jóhannsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði Vor 2018 Höfundar: Geirmundur J. Hauksson kt. 070175-3989 Hermann J. Ólfasson kt. 130680-5349 Pétur

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Upprifjun á námsefni í rafvirkjun Kafli A -RAF Formúlur, töflur o.fl. A-1

Upprifjun á námsefni í rafvirkjun Kafli A -RAF Formúlur, töflur o.fl. A-1 pprifjun á námsefni í rafvirkjun Kafi -F Formúur, töfur o.f. - pprifjunarefni Tafa. okkur mikivæg formúutákn, stærðir og einingar, fest samkvæmt. Formúutákn: eiti: Eining: Eining (stytt, samsett) Fötur,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ. Tillaga að matsáætlun

Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ. Tillaga að matsáætlun milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ 16.4.2018 18010 Orðskýringar Byggingarbann Helgunarsvæði Jarðskaut Kerfisáætlun kv Launafl / raunafl Leiðari Línugötur Línustæði MVA MW Svæði

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TachoSil vefjalímsnetja 2. INNIHALDSLÝSING Hver cm 2 TachoSil inniheldur: Mannafíbrínógen Mannatrombín 5,5 mg 2,0 a.e. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA Flutningslínur Á formlegri ensku heita þær Transmission Lines Líka oft kallaðar Feeder lines Fæðilínur Flutningslínur, merkjaflutningslínur Flutningslína flytur afl (merki)

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn.

Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. REGLUGERÐ um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. I. KAFLI Gildissvið og skilgreiningar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um eftirtalin matvæli sem er ætlað að fullnægja sérstökum næringarþörfum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα