Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og. Ágrip erinda og veggspjalda

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og. Ágrip erinda og veggspjalda"

Transcript

1 Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna Ágrip erinda og veggspjalda Hilton Reykjavík Nordica apríl 2011

2 Velkomin á þingið Ágætu kollegar og aðrir þinggestir! Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands er nú haldið í 13. sinn. Þingið fer að þessu sinni fram dagana apríl á Hótel Hilton Nordica og er hægt að skrá sig á þingið á Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) kemur að þinginu í ár eins og í fyrra. Er það ánægjuleg viðbót við þingið og eykur fjölbreytnina. Uppbygging þingsins er með svipuðu sniði og undanfarin ár með málþingum ýmiss konar, sem er ætlað að ná til sem flestra félagsmanna, fyrirlestrum, kynningum vísindaerinda og veggspjalda. Nýjungar í ár eru hádegisfundir með unglæknum og svæfingarlæknum og kynningar á rannsóknarverkefnum kollega sem hafa nýlega lokið doktorsprófi. Þingið byrjar með málþingi um stunguslys á skurð- og svæfingadeildum, og verður fjallað um viðfangsefnið út frá ýmsum sjónarhornum. Er það von okkar að sem flestir sjái sér fært um að sækja málþingið og taka virkan þátt í umræðum, enda er um að ræða málefni sem snertir okkur öll og varðar mikilvæg öryggis- og tryggingarmál okkar í starfi. Félögin hafa með stuðningi styrktaraðila boðið til landsins þremur erlendum fyrirlesurum sem leiða munu málþing á sínu sérsviði. Kynning vísindaerinda og veggspjalda skipar áfram stóran sess og er ánægjulegt að sjá gróskuna í vísindastarfi félagsmanna. Ungir kollegar og læknanemar leika þar stórt hlutverk og viðhalda þannig þeirri hefð að þeir stígi sín fyrstu skref í kynningu rannsókna á vísindaþingi SKÍ og SGLÍ. Samkeppni um besta erindi unglæknis eða læknanema verður því áfram í hávegum haft og kemur til með að setja lokapunktinn á fræðilega hluta þingsins. Vísindaþing SKÍ og SGLÍ hefur margvíslegan tilgang, m.a. uppskeruhátíð fyrir vísindastörf hinna ýmsu sérgreina og fagleg samskipti, en ekki síður sem félagslegur vettvangur til að efla samstöðu hópsins. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning og skipulag þingsins og verða kynnt rúmlega 50 vísindaerindi og fjöldi málþinga á boðstólnum. Félagsmönnum fer fjölgandi og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka virkan þátt í þinginu. Aðalfundir aðildarfélaganna verða á sínum stað og hvetjum við sömuleiðis alla félagsmenn að mæta á þá. Vísindaþing af þessu tagi er ekki hægt að halda án stuðnings fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum og á því er engin undantekning í ár. Við þökkum þeim stuðninginn og bendum þinggestum á að kynna sér þær vörur sem eru til sýnis. Um leið og við bjóðum ykkur velkomin á þingið vonumst við til þess að þið munið hafa bæði gagn og gaman af. Stjórn Skurðlæknafélags Íslands Anna Gunnarsdóttir, formaður Tómas Guðbjartsson, varaformaður Kristín Huld Haraldsdóttir, gjaldkeri Kristján Skúli Ásgeirsson, ritari Gunnar Auðólfsson, meðstjórnandi Stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands Kári Hreinsson, formaður Guðmundur K Klemenzson, gjaldkeri Alma D. Möller, ritari Sigurbergur Kárason, meðstjórnandi Hönnun og frágangur Gunnhildur Jóhannsdóttir, ritari SKÍ Ráðstefnuhald Congress Reykjavík, Engjateigi 5, 105 Reykjavík Skráning á þingið: 1. og 2. apríl

3 Dagskráryfirlit Föstudagur 1. apríl 2011 Salur A+B Salur D Salir F+G Salur H Salur I 08:30 Setning og ávarp ráðherra 09:00 Málþing um stunguslys á skurð- og svæfingadeildum 12:00 Hádegisfundur deildarlækna 13:00 15:00 Málþing um krabbamein í þvagblöðru 16:25 Frjáls erindi E01-E16 Frjáls erindi E17-E32 Veggspjaldakynning V01-V10 Málþing um hryggjarskurðlækningar 17:30 09:00 Aðalfundur SKÍ Aðalfundur SGLÍ Laugardagur 2. apríl 2011 Salir A+B Salur D Salir F+G Salur H Salur I Málþing um lungnakrabbamein Málþing og vinnubúðir: FATE hartaómskoðun Málþing um maximally invasive oncologic treatment 12:00 Hádegisfundur svæfingalækna 13:00 Málþing um næringu skurð- og gjörgæslusjúklinga og innri herniur sem fylgikvilli eftir hjáveituaðgerðir 15:00 Besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema E33-E37 16:00 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haíti Kaffihlé f.h. kl 10:30-11:00 Hádegishlé kl 12:00-13:00 Kaffihlé e.h. kl 14:30-15:00 og 16:10-16:25 Laugardaginn 2. apríl kl 20:00 Kvöldverður á Hótel Borg með lifandi tónlist og skemmtiatriðum Skráning: Forsíðumynd: Myndin er tekin sumarið 1970 og sýnir skurðlækna á skurðdeild Borgarspítala en deildin var opnuð í september 1968 í nýju húsnæði í Fossvogi. Á myndinni má sjá frá vinstri Frosta Sigurjónsson, Gunnar H. Gunnlaugsson, Friðrik Einarsson, Þórarinn Guðnason, Jón Níelsson og Sverri Haraldsson. Allir voru þeir sérfræðingar í almennum skurðlækningum og sinntu vöktum sem slíkir nema Friðrik sem var yfirlæknir. Frosti hafði stundað sérnám í Þýskalandi og var jafnframt brjóstholsskurðlæknir. Gunnar hafði nýlokið sérnámi við Mayo Clinic í Bandaríkjunum þegar myndin var tekin en þar hafði hann lagt stund á brjósthols- og æðaskurðlækningar. Friðrik Einarsson lærði í Kaupmannahöfn og var einnig með sérfræðiviðurkenningu í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og þvagfæraskurðlækningum. Þórarinn Guðnason hafði stundað nám í London og Minneapolis og sinnti mest kviðarholsaðgerðum. Það gerði einnig Jón Níelsson sem stundaði sérnám í Trollhättan og Gautaborg í Svíþjóð. Sverrir Haraldsson hafði einnig sérfræðiviðurkenningu í þvagfæraskurðlækningum og var eins og Jón menntaður í Svíþjóð. Síðla árs 1971 hófust heila og taugaskurðlækningar á deildinni þegar sérfræðingarnir Bjarni Hannesson og Kristinn Guðmundsson bættust við en sérstök deild fyrir þá starfsemi var ekki stofnuð fyrr en Myndin er fengin úr einkasafni Gunnars H. Gunnlaugssonar. Ljósmyndari óþekktur. Höfundar texta: Tómas Guðbjartsson og Gunnar H. Gunnlaugsson 1. og 2. apríl

4 Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna Hilton Reykjavík Nordica, apríl 2011 Föstudagur 1. apríl Salir A+B 08:30 Setning: Anna Gunnarsdóttir, formaður SKÍ Ávarp: Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra 09:00-12:00 Málþing um stunguslys á skurð- og svæfingadeildum Fundarstjórar: Tómas Guðbjartsson og Kári Hreinsson 09:00 Inngangur: Tómas Guðbjartsson 09:05 Tíðni stunguslysa og helstu orsakir blóðsmits Ólafur Guðlaugsson 09:30 Nýjungar í meðferð HIV Bryndís Sigurðardóttir 09:40 Nýjungar í meðferð á lifrarbólgu C og B Óttar Már Bergmann 09:55 Á að skima sjúklinga fyrir aðgerðir? Hvað með starfsfólk? Sveinn Guðmundsson 10:20 Sjónarmið Vinnueftirlitsins Kristinn Tómasson 10:30 Kaffihlé (30 mín) 11:00 Lögfræðileg álitamál við stunguslys starfsfólks Sjónarmið starfsmanns: Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur LÍ Sjónarmið atvinnurekenda: Oddur Gunnarsson, lögfræðingur LSH 11:30 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara, Birnu Jónsdóttur formanns LÍ, Þorbjörns Jónssonar formanns Læknaráðs LSH, Önnu Gunnarsdóttur formanns SKÍ og Gunnars Mýrdal, skurðlæknis 12:00 Hádegishlé Salir F+G 12:00-12:45 Salir F+G Hádegisfundur fyrir deildarlækna: Meðferð fjöláverka Umsjón: Kristín Huld Haraldsdóttir og Guðjón Birgisson Styrktaraðili: Inter 13:00-14:30 Frjáls erindi (7+3 mín) Fundarstjórar: Kristján Skúli Ásgeirsson og Sigurbergur Kárason 13:00 E-01 Krabbamein í eistum á Íslandi : Nýgengi og lífshorfur Andri Wilberg Orrason, Bjarni Agnarsson, Guðmundur Geirsson, Helgi H. Hafsteinsson, Tómas Guðbjartsson 13:10 E-02 Hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins á Íslandi Elín Maríusdóttir, Sverrir Harðarson, Vigdís Pétursdóttir, Eiríkur Jónsson, Valur Þór Marteinsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Tómas Guðbjartsson 13:20 E-03 Áhrif aprótiníns á blæðingar í aðgerðum vegna kúpusaumalokunar Birkir Örn Hlynsson, Ívar Gunnarsson, Þráinn Rósmundsson, Aðalbjörn Þorsteinsson 13:30 E-04 Dánarmein látinna í umferðarslysum árin Brynjólfur Mogensen, Kári E Þórðarson, Ágúst Mogensen, Sævar Helgi Lárusson 13:40 E-05 Alvarlegir brunar á Íslandi Hannes Sigurjónsson, Davíð Jensson, Jens Kjartansson 13:50 E-06 Meðgöngusykursýki á Íslandi Ómar Sigurvin Gunnarsson, Hildur Harðardóttir, Arna Guðmundsdóttir 14:00 E-07 Fylgikvillar við keisaraskurði á Landspítala Heiðdís Valgeirsdóttir, Hildur Harðardóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir 14:10 E-08 Þungun eftir Roux-en-Y magahjáveituaðgerð Alda Birgisdóttir, Björn Geir Leifsson, Hildur Harðardóttir, Reynir Tómas Geirsson 14:20 E-09 Utanbastsdeyfingar í fæðingu og bráðakeisaraskurðir Jóhann Sigurjónsson, Aðalbjörn Þorsteinsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Hildur Harðardóttir, Reynir Tómas Geirsson 14:30 Kaffihlé (30 mín) Salir F+G 15:00-16:10 Frjáls erindi (7+3 mín) Fundarstjórar: Sigurbjörg Skarhéðinsdóttir og Helgi Kjartan Sigurðsson 15:00 E-10 Myndun og viðhald æðaaðgengis í blóðskilunarsjúklingum Steinþór Runólfsson, Ólafur Skúli Indriðason, Elín Laxdal, Lilja Þyri Björnsdóttir, Runólfur Pálsson 15:10 E-11 Árangur brjóstasparandi aðgerða vegna brjóstakrabbameins á Íslandi Elmar Johnson, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Þorvaldur Jónsson, Lárus Jónasson, Kristján Skúli Ásgeirsson 15:20 E-12 Uppbygging á grindarbotni með húð- og vöðvaflipa frá kviðvegg eftir brottnám endaþarms Þórir Auðólfsson, Rafael Acosta, Mikael Machado, Jonas Nygren, Claes Lenander 15:30 E-13 Notagildi holsjárómunar við stigun á vélindaog magakrabbameini Davíð Þór Þorsteinsson, Sigurður Blöndal, Guðjón Birgisson, Ásgeir Theódórs, Kristín Huld Haraldsdóttir 1. og 2. apríl

5 15:40 E-14 Endurtenging eftir Hartmanns aðgerð eftir rof á ristli á Landspítala Kristín María Tómasdóttir, Elsa Björk Valsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Páll Helgi Möller 15:50 E-15 Rof á ristli við ristilspeglun á Landspítala Bryndís Snorradóttir, Elsa Björk Valsdóttir, Einar Stefán Björnsson, Páll Helgi Möller 16:00 E-16 Einkenni sjúklinga sem greindust með krabbamein í ristli á Íslandi árabilið Tengsl einkenna við meinafræðiþætti æxlanna Kristín K. Alexíusdóttir, Páll Helgi Möller, Laufey Tryggvadóttir, Lárus Jónasson, Pétur Snæbjörnsson, Einar Stefán Björnsson, Jón Gunnlaugur Jónasson 16:10 Kaffihlé (15 mín) Salur H 13:00-14:30 Frjáls erindi (7+3 mín) Fundarstjórar: Gunnar Mýrdal og Guðmundur K. Klemenzson 13:00 E-17 Góður árangur kælimeðferðar eftir hjartastopp Valentínus Þór Valdimarsson, Gísli H. Sigurðsson, Felix Valsson 13:10 E-18 Má komast hjá uppsetningu þvagleggs við mænudeyfingu? Þórarinn A Ólafsson, Sigurbergur Kárason 13:20 E-19 Er hægt að nota S-NT-pro-BNP sem mælikvarða á árangur hjartabilunarmeðferðar hjá gjörgæslusjúklingum? Harpa Viðarsdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Felix Valsson 13:30 E-20 Sárasogsmeðferð við djúpum sýkingum í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaaðgerðir samanburður við eldri sárameðferð Steinn Steingrímsson, Magnús Gottfreðsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Johan Sjögren, Tómas Guðbjartsson 13:40 E-21 Afdrif sjúklinga með ósérhæfðar breytingar í eitlum við miðmætisspeglun Jónína Ingólfsdóttir, Tómas Guðbjartsson, Þóra Sif Ólafsdóttir, Gunnar Guðmundsson 13:50 E-22 Ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar á Íslandi Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tómas Guðbjartsson 14:00 E-23 Hjartaaðgerðir á Íslandi og í Svíþjóð 2010: Niðurstöður úr Swedeheart Sigurður Ragnarsson, Þórarinn Guðnason, Bjarni Torfason, Gunnar Mýrdal 14:10 E-24 Árangur skurðaðgerða á lungnakrabbameini í öldruðum Ingvar Þ. Sverrisson, Húnbogi Þorsteinsson, Steinn Jónsson, Tómas Guðbjartsson 14:20 E-25 Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi : Langtíma fylgikvillar og lifun Sindri Aron Viktorsson, Inga Lára Ingvarsdóttir, Kári Hreinsson, Martin Ingi Sigurðsson, Ragnar Danielsen, Tómas Guðbjartsson 14:30 Kaffihlé (30 mín) Salur H 15:00-16:10 Frjáls erindi (7+3 mín) Fundarstjórar: Sigurbergur Kárason og Ingvar H. Ólafsson 15:00 E-26 Bráðaaðgerð og saga um hækkaðan blóðþrýsting eru sjálfstæðir áhættuþættir á bráðum nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð Sólveig Helgadóttir, Ólafur Skúli Indriðason, Gísli H. Sigurðsson, Martin Ingi Sigurðsson, Hannes Sigurjónsson, Tómas Guðbjartsson 15:10 E-27 Áhættuþættir enduraðgerða vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir Njáll Vikar Smárason, Martin Ingi Sigurðsson, Kári Hreinsson, Þórarinn Arnórsson, Tómas Guðbjartsson 15:20 E-28 Áhættuþættir og afdrif sjúklinga sem fá rauðkornaþykkni eftir kransæðaskurðaðgerðir Kári Hreinsson, Daði Jónsson, Sólveig Helgadóttir, Njáll Vikar Smárason, Gísli H. Sigurðsson, Martin Ingi Sigurðsson, Sveinn Guðmundsson, Tómas Guðbjartsson 15:30 E-29 Bráðabrjóstholsskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka á Íslandi Bergrós K. Jóhannesdóttir, Brynjólfur Mogensen, Tómas Guðbjartsson 15:40 E-30 Árangur af endurlífgunum utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu á árunum Brynjólfur Árni Mogensen, Gestur Þorgeirsson, Felix Valsson, Jón Magnús Kristjánsson, Gísli Engilbert Haraldsson, Hjalti Már Björnsson, Brynjólfur Mogensen 15:50 E-31 Höfuðáverkar meðhöndlaðir á Landspítala Eyrún Harpa Gísladóttir, Elfar Úlfarsson, Kristinn Sigvaldason, Sigurbergur Kárason, Þóra Elísabet Jónsdóttir, Brynjólfur Mogensen 16:00 E-32 Sjálfsprottin flysjun í kransæð unglingsstúlku - sjúkratilfelli Girish Hirklear, Oddur Ólafsson, Valentínus Þór Valdimarsson, Hildur Tómasdóttir, Gylfi Óskarsson, Hróðmar Helgason, Sigurður E. Sigurðsson, Kristján Eyjólfsson, Tómas Guðbjartsson 16:10 Kaffihlé (15 mín) 1. og 2. apríl

6 Salur H 16:25-17:15 Veggspjaldakynning með stuttri kynningu (2+3 mín) Fundarstjórar: Eiríkur Jónsson og Felix Valsson 16:25 V-01 Blaðra á gallvegum (choledochal cyst) - Sjúkratilfelli Karl Kristinsson, Kristín Huld Haraldsdóttir, Páll Helgi Möller 16:30 V-02 Risagúll í ósæðarrót ásamt víkkun á vinstra kransæðakerfi - Sjúkratilfelli Þorsteinn Viðar Viktorsson, Þórarinn Arnórsson, Martin Ingi Sigurðsson, Jón Þór Sverrisson, Tómas Guðbjartsson 16:35 V-03 Hjartaþelsbólga á Íslandi Elín Björk Tryggvadóttir, Uggi Þórður Agnarsson, Jón Þór Sverrisson, Sigurður B. Þorsteinsson, Jón Vilberg Högnason, Guðmundur Þorgeirsson 16:40 V-04 Einkenni, kjarnsýru eintakafjölbreytileiki og árangur skurðaðgerða í Cenani-Lenz syndactyly heilkenni Auður Elva Vignisdóttir, Helga Hauksdóttir, Sigurður Þorvaldsson, Reynir Arngrímsson 16:45 V-05 Fjöluppsprettu krabbalíki í smágirni Davíð Jensson, Páll Helgi Möller, Friðbjörn Sigurðsson, Einar Stefán Björnsson, Jón Gunnlaugur Jónasson 16:50 V-06 Rof á hægri slegli í kjölfar miðmætissýkingar eftir kransæðahjáveituaðgerð Davíð Þór Þorsteinsson, Tómas Þór Kristjánsson, Felix Valsson, Tómas Guðbjartsson 16:55 V-07 Blæðingarlost og loftrek vegna fistils á milli berkju og bláæðakerfis Óvenjulegur fylgikvilli æxlisbrottnáms í berkju Martin Ingi Sigurðsson, Hjörtur Sigurðsson, Kári Hreinsson, Tómas Guðbjartsson 17:00 V-08 Berkjufleiðrufistlill eftir drepmyndandi lungnabólgu, upprættur með einstefnuberkjuloka Sjúkratilfelli Ásgeir Þór Másson, Sólveig Helgadóttir, Lars Ek, Jónas G. Einarsson, Erik Gyllstedt, Bryndís Sigurðardóttir, Tómas Guðbjartsson 17:05 V-09 Notkun miðlægs gagnagrunns við gæðamat á opnum hjartaaðgerðum á Landspítala 2010 Helga Hallgrímsdóttir, Elín Ýrr Halldórsdóttir, Arna Brynjólfsdóttir, Ása Ingólfsdóttir, Vigdís Árnadóttir, Þórunn Kjartansdóttir, Kristjana Ellertsdóttir, Herdís Alfreðsdóttir, Alda Jörundsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Matthildur Guðmannsdóttir, Þórarinn Guðnason, Gunnar Mýrdal, Sigurður Ragnarsson 17:10 V-10 Ehlers-Danlos heilkenni (tegund IV) á Íslandi. Samband arf- og svipgerðar Signý Ásta Guðmundsdóttir, Páll Helgi Möller, Reynir Arngrímsson Veggspjöld án kynningar V-11 Brottnám blóðreks úr lungnaslagæð með hjálp hjarta- og lungnavélar Hanna Ásvaldsdóttir, Bjarni Torfason, Líney Símonardóttir V-12 Bútalíkanagerð til að styðja bestu ákvörðunartöku við heilliðun á mjaðmarlið með og án sements Paolo Gargiulo, Egill Axfjörð Friðgeirsson, Þröstur Pétursson, Ellen Óttarsdóttir, Þórður Helgasson, Halldór Jónsson jr Salur I 13:00-15:45 Málþing um hryggjarskurðlækningar Fundarstjóri: Björn Zoëga 13:00 Velkomin: Björn Zoëga 13:05 Brjósklosaðgerð á baki sem dagdeildaraðgerð Aron Björnsson og Ingvar H. Ólafsson 13:25 Aperius. Þátttaka Íslands í stórri slembirannsókn Björn Zoëga 13:45 Bryan hálsgerviliðir - Ábendingar og fyrstu niðurstöður Aron Björnsson og Björn Zoëga 14:05 Bakverkir. Hverja á að skera? Björn Zoëga og Ingvar H. Ólafsson 14:30 Kaffihlé (30 mín) 15:00 Kynning á doktorsverkefni: Osteoarthritis. Epidemiologic and genetic aspects Jónas Franklín Salur D 15:00-16:15 Málþing um krabbamein í þvagblöðru Fundarstjóri: Guðmundur Geirsson 15:00 Kynning á doktorsverkefni: Recurrent Non-Muscle-Invasive Bladder Cancer Sigurður Guðjónsson 15:45 Umræður og sjúkratilfelli Salir F+G og H 17:30-18:00 Aðalfundir SKÍ og SGLÍ Salir F+G: Skurðlæknafélag Íslands Salur H: Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands 1. og 2. apríl

7 Laugardagur 2. apríl 09:00-12:00 MÁLÞING, haldin samhliða í sölum D, F+G og H+I Salur D 09:00-12:00 Málþing um lungnakrabbamein - Nýjungar í stigun og árangur skurðaðgerða Fundarstjóri: Steinn Jónsson 09:00 Velkomin: Hrönn Harðardóttir 09:10 Sound against sword: Endosonography, the new standard for lung cancer staging Jouke Annema, Professor, Leiden University 10:00 Hversu stórt hlutfall lungnakrabbameinssjúklinga á Íslandi gangast undir skurðaðgerð og hver eru afdrif þeirra? Húnbogi Þorsteinsson, læknanemi 10:15 Er fleygskurður jafn góð aðgerð og blaðnám við lungnakrabbameini? Ásgeir Alexanderson, læknanemi 10:30 Kaffihlé (30 mín) 11:00 Greiningarferli lungnakrabbameins á LSH Hrönn Harðardóttir 11:20 Fyrstu tilfelli af radioablation á Íslandi Hjalti Már Þórisson 11:40 Sjúklingabæklingur um lungnakrabbamein - kynning Tómas Guðbjartsson Málþingið er styrkt af Roche á Íslandi Salir F+G 09:00-12:00 Málþing og vinnubúðir: FATE hjartaómskoðun (Focused-assessed Transthoracic Echocardiography) Umsjón: Einar Örn Einarsson og Kári Hreinsson 09:00 Kynning: Einar Örn Einarsson 09:05 FATE: Aage Christiansen, MD, Skejby Univ, Århus 10:00 Kaffihlé (30 mín) 10:30 FATE vinnubúðir. Hjartaómskoðun á 3 stöðvum Salir H+I 09:00-12:00 Maximally invasive oncologic treatment Fundarstjóri: Elsa Björk Valsdóttir 09:00 Velkomin: Elsa Björk Valsdóttir 09:05 Hyperthermic Intraperitoneal Chemotherapy for Carcinomatosis Hype or HIPEC? Laura Lambert, Assistant Professor, University of Massachusetts 10:00 HIPEC sjúkratilfelli af LSH Þorsteinn Viðar Viktorsson, deildarlæknir 10:10 Krabbameinslyf viðbót í vexti Halla Skúladóttir 10:30 Kaffihlé (30 mín) 11:10 Sarkmein í aftanskinu Eiríkur Jónsson 11:20 Sarkmeinasjúkratilfelli af LSH Kristín Jónsdóttir, deildarlæknir 11:30 Umræður Málþingið er styrkt af Roche á Íslandi 12:00 Hádegishlé Salir F+G 12:00-12:45 Salir F+G Hádegisfundur fyrir svæfingalækna - Kynning á svæfingavél frá GE Umsjón: Kári Hreinsson Veitingar í boði Á.Hr. umboðsaðila GE á Íslandi 13:00-14:30 Málþing um næringu skurð- og gjörgæslusjúklinga og innri herniur sem fylgikvilli eftir hjáveituaðgerðir Fundarstjórar: Kristín Huld Haraldsdóttir og Guðmundur Klemenzson 13:00 Næring gefin í meltingarveg Gísli H. Sigurðsson 13:25 Klínískar leiðbeiningar LSH um næringargjöf Kristinn Sigvaldason 13:50 Umræður 14:00 Innri herniur sem fylgikvilli eftir hjáveituaðgerðir Björn Geir Leifsson 14:30 Kaffihlé (30 mín) Salir H+I 15:00-15:50 Besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema: Fimm bestu keppa til Hvatningaverðlauna Jónasar Magnússonar (7+3 mín) Fundarstjórar: Anna Gunnarsdóttir og Gísli H. Sigurðsson 15:00 E-33 Árangur tafarlausra brjóstauppbygginga á Landspítala Katrín Jónsdóttir, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, Þórdís Kjartansdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Þorvaldur Jónsson, Kristján Skúli Ásgeirsson 15:10 E-34 Blöðruhálskirtilskrabbamein. Samanburður á íslensku og dönsku þýði Inga Jóna Ingimarsdóttir, Ea Rusch, Klaus Brasso, Gerda Engholm, Jan Adolfsson, Laufey Tryggvadóttir, Eiríkur Jónsson, Hans H. Storm 15:20 E-35 Gallstasi á meðgöngu Íslenskur gagnagrunnur Þóra Soffía Guðmundsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Einar Stefán Björnsson 15:30 E-36 Nárakviðslitsaðgerðir á Sjúkrahúsi Akraness framsýn rannsókn Marta Rós Berndsen, Fritz H. Berndsen 15:40 E-37 Árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá öldruðum Martin Ingi Sigurðsson, Sólveig Helgadóttir, Inga Lára Ingvarsdóttir, Sindri Aron Viktorsson, Tómas Guðbjartsson 15:50 Stutt hlé (10 mín) 16:00 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á Haíti Hilmar Már Aðalsteinsson, stjórnandi ÍA 16:45 Þingi slitið 20:00 Kvöldverður á Hótel Borg með lifandi tónlist og skemmtiatriðum. 1. og 2. apríl

8 Ágrip erinda E-01 Krabbamein í eistum á Íslandi : Nýgengi og lífshorfur Andri Wilberg Orrason 1, Bjarni Agnarsson 2, Guðmundur Geirsson 3, Helgi H. Hafsteinsson 4, Tómas Guðbjartsson 1,5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rannsóknarstofu í meinafræði, 3 þvagfæraskurðdeild, 4 krabbameinslækningadeild og 5 skurðsviði Landspítala Inngangur: Á síðustu áratugum hafa lífshorfur sjúklinga með eistnakrabbamein batnað umtalsvert, aðallega vegna tilkomu öflugra krabbameinslyfja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, stigun og lífshorfur sjúklinga síðastliðin 10 ár og bera saman við eldri rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra karla sem greindust Farið var yfir meinafræðisvör og æxlin stiguð með kerfi Boden-Gibb. Heildarlífshorfur voru reiknaðar og borin saman sáðfrumukrabbamein (SFK) og ekki-sáðfrumukrabbamein (E-SFK). Niðurstöður: Alls greindust 97 karlar og var aldursstaðlað nýgengi 5,9/ karla á ári. Hlutfall SFK og E-SFK var jafnt, en meðalaldur við greiningu var 35,6 ± 12,0 ár (bil ) og var 11,5 árum hærri fyrir SFK en E-SFK. Einkenni og tímalengd einkenna voru hins vegar svipuð, einnig meðalstærð æxlanna (4,0 cm) sem hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Flest æxlanna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I; p=0,003). Engin fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með SFK en hjá átta sjúklingum með E-SFK. Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, tveir með E- SFK en enginn með SFK. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 95,1%. Ályktanir: Miðað við nágrannalönd er nýgengi eistnakrabbameins á Íslandi í meðallagi og hefur haldist stöðugt síðustu tvo áratugi. Á sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur hér á landi hafa haldist mjög góðar síðustu áratugi og eru með því hæsta sem þekkist. E-02 Hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins á Íslandi Elín Maríusdóttir 3, Sverrir Harðarson 2, Vigdís Pétursdóttir 2, Eiríkur Jónsson 1, Valur Þór Marteinsson 4, Guðmundur Vikar Einarsson 1, Tómas Guðbjartsson 3 1Þvagfæraskurðdeild, 2Rannsóknastofu í meinafræði, 3skurðlækningasviði Landspítala, 4 Sjúkrahúsinu á Akureyri Inngangur: Langvinn nýrnaskerðing er þekktur fylgikvilli brottnáms á nýra. Það er því í vaxandi mæli framkvæmt hlutabrottnám þegar um lítil nýrnaæxli er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman nýrnastarfsemi og lifun eftir hlutabrottnám annars vegar og brottnám á öllu nýranu hins vegar. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir hlutabrottnám vegna nýrnafrumukrabbameins á Íslandi , samtals 44 einstaklingum (meðalaldur 60 ár, 64% karlar). Til samanburðar voru 114 sjúklingar (3 viðmið fyrir hvert tilfelli) á TNM-stigum I-III (meðalaldur 64 ár, 62% karlar) sem gengust undir fullt nýrnabrottnám á sama tímabili. Reiknaður var út gaukulsíunarhraði (GSH) og sjúkdómasértæk lifun. Forspárþættir nýrnaskerðingar voru metnir með fjölbreytugreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 27 mánuðir. Niðurstöður: Lítið æxli (<4 cm) var ábending hlutabrottnáms í 64% tilfella, stakt nýra hjá 16% sjúklinga og nýrnaskerðing hjá öðrum 16%. Staðbundin endurkoma greindist ekki eftir hlutabrottnám og skurðbrún mældist 4 mm (miðgildi, bil 0-17). Æxli í hlutabrottnámshópi voru marktækt minni (3,2 sbr. 6,3 cm, p<0,0001) og oftar á stigi I eða II (91% sbr. 70%, p=0,0002). GSH var sambærilegt í báðum hópum fyrir aðgerð en marktækt hærra 6 mánuðum síðar í hlutabrottnámshópi (58,8 sbr. 46,2 ml/mín, p=0,0005). Tíðni fylgikvilla var sambærileg í báðum hópum og sömuleiðis legutími (miðgildi 7 dagar). Fimm ára lifun var marktækt betri eftir hlutabrottnám en í viðmiðunarhópi (100 sbr. 75,7%, p=0,006). Fjölbreytugreining sýndi að aldur (p=0,002), GSH fyrir aðgerð (p=<0.0001) og fullt nýrnabrottnám voru marktækir forspárþættir lægri GSH 6 mánuðum eftir aðgerð (p=<0.0001). Ályktanir: Árangur hlutabrottnáms vegna nýrnafrumukrabbameins er góður hér á landi. Marktækt minni skerðing varð á nýrnastarfsemi borið saman við fullt brottnám og lifun sjúklinga var betri. Fylgikvillar og aðgerðartími reyndust hins vegar sambærilegir. 1. og 2. apríl

9 E-03 Áhrif aprótiníns á blæðingar í aðgerðum vegna kúpusaumalokunar Birkir Örn Hlynsson 1, Ívar Gunnarsson 2, Þráinn Rósmundsson 1,3, Aðalbjörn Þorsteinsson 1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3 Barnaspítala Hringsins Inngangur: Kúpusaumalokun (Craniosynostosis) er ótímabær samvöxtur á einum eða fleiri höfuðbeinamótum í börnum og veldur einkennandi aflögun höfuðlags auk mögulegri hækkun á innankúpuþrýstingi. Meðferð er kúpuopnun, þar sem höfuðbeinin eða höfuðbeinamótin eru klippt upp. Blæðingar í þessum aðgerðum eru miklar og margar aðferðir hafa verið notaðar til að minnka þær. Markmið verkefnisins var að meta blóðsparandi áhrif aprótiníns, sem var notað hérlendis frá 2003, á blæðingar við þessar aðgerðir. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem greindir voru með kúpusaumalokun frá 1958 til apríl Upplýsingar voru fengnar úr greiningabókum barnadeildar ( ), aðgerðabókum skurðdeildar Landspítala (LSH) við Hringbraut ( ) og tölvukerfi LSH ( ). Blæðingar, blóðgjafir og tengdir þættir hjá sjúklingum sem fengu aprótinín voru bornir saman við þá sem fengu ekki aprótinín. Niðurstöður: Alls fundust 91 sjúklingur, þrír þeirra höfðu ekki farið í aðgerð og hjá einum fundust ekki fullnægjandi upplýsingar. Eftir stóðu 87 sjúklingar sem fóru í 93 aðgerðir. Þrettán fengu aprótinín, 74 ekki. Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur, hæð, þyngd og áætlað heildarblóðrúmmál (EBV). Meðaltal blæðinga reyndist 5,8% af EBV hjá aprótinínhópnum, en 30,0% hjá þeim sem fengu ekki aprótinín og munurinn 24,2% (95% CI: 18,1-30,2%, p<0,0001). Meðaltal gefins blóðs miðað við EBV var 1,8% í aprótinínhópnum borið saman við 28,8% og munurinn 26,9% (95% CI: 2,7-32,3%, p<0,0001). Ályktanir: Aprótinin minnkar marktækt blæðingar í aðgerðum vegna craniosynostosis og þar af leiðandi þörf fyrir blóðgjafir. E-04 Dánarmein látinna í umferðarslysum árin Brynjólfur Mogensen 1,2,3, Kári E Þórðarson 2, Ágúst Mogensen 3, Sævar Helgi Lárusson 3 1Bráðasviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Rannsóknarnefnd umferðarslysa Inngangur: Umferðarslys eru algengasta orsökin fyrir ótímabærum dauða eftir slys. Markmið rannsóknarinnar var að kanna dánarmein látinna í umferðarslysum á Íslandi árin Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr gagnasafni Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Dánarmein einstaklinga voru kóðuð með ICD-10 og áverkaskor reiknað skv. ISS og NISS. Niðurstöður: Á tímabilinu létust 225 einstaklingar í 190 slysum. Karlar voru 68% og konur 32%. Flestir voru 16 til 25 ára og 50% allra voru ára. Flestir (52%) dóu um helgar. Greindir voru 465 áverkar hjá 164 einstaklingum. Á höfði voru 210 áverkar, 186 á brjóstholi, 37 í kvið og 31 á hrygg. Helstu áverkar voru dreifðir heila- og lungnaáverkar. Meðaltal ISS-skors í öllum áverkum var 50 en meðtaltal NISS-skors 58,3. Tala látinna fækkaði á tímabilinu. Ályktanir: Karlmenn voru í miklum meirihluta. Þeir sem létu lífið í umferðinni voru flestir innan við fimmtugt. Dánarmein vegna áverka skiptust nokkuð jafnt milli höfuðs og brjósthols. Ef margir alvarlegir áverkar voru á sama líkamssvæði virtist NISS-skor gefa nákvæmari upplýsingar. Tala látinna fækkaði á tímabilinu. E-05 Alvarlegir brunar á Íslandi Hannes Sigurjónsson 1,2, Davíð Jensson 1, Jens Kjartansson 1,2 1Lýtalækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Brunar eru algengt og alvarlegt heilsufarslegt vandamál á heimsvísu. Þeir eru með algengustu orsökum fötlunar, langvarandi verkjavandamála og lýta. Ennfremur krefjast alvarleg brunasár sérhæfðar og kostnaðarsamrar meðferðar af hendi sérhæfðs fagfólks. Í þessari rannsókn var upplýsingum safnað um alvarlega bruna á fimm ára tímabili. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeild Landspítala vegna bruna. Á fimm ára tímabili, frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2009, lögðust inn og 2. apríl

10 sjúklingur. Einum sjúklingi, sem kom við á leið sinni frá Grænlandi til frekari meðferðar í Danmörku, var sleppt. Niðurstöður: Af 41 sjúklingum voru 71% karlar (n=29). Meðalaldur var 28,8 ár (bil 1-84). Algengasta orsök bruna var eldur, eða í 59% allra tilfellanna (n=24), þá heitt vatn 32% (n=13), rafmagn 5% (n=2) og efnabrunar 5% (n=2). Miðgildi daga á öndunarvél var 21 (bil 1-90). Meðal yfirborðsútbreiðsla brunanna (Total body surface area, TBSA%) var 23% (bil 1-80%). Af þeim sjúklingum sem voru með >23% bruna (n=14) voru 12 sjúklingar meðhöndlaðir með opinni meðferð og tveir með snemmskurði. Húðágræðsla var gerð hjá tæplega helmingi sjúklinga (n=19) og var meðaltími frá slysi fram að ágræðslu 10 dagar (bil 2-18). Miðgildi gjörgæslulegu var 2 dagar (bil 1-92) og meðaltal heildarlegutíma var 26 dagar (bil 1-457). Dánartíðni var 9,8% (n=4). Ályktanir: Tíðni alvarlegra bruna er sambærileg við það sem þekkist á hinum Norðulöndunum. Opin meðferð er góður valkostur sem meðferð við hlutþykktarbrunum. Dánartíðni sjúklinga með alvarleg brunasár á Íslandi er sambærileg við stórar brunameðferðarmiðstöðvar erlendis. E-06 Meðgöngusykursýki á Íslandi Ómar Sigurvin Gunnarsson 1,2, Hildur Harðardóttir 1, Arna Guðmundsdóttir 2 1Kvennadeild og 2 göngudeild sykursjúkra á Landspítala Tilgangur: Tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýbura eykst ef móðir hefur meðgöngusykursýki (MGS). Fylgikvillar eru m.a. axlarklemma, fósturköfnun, nýburagula og blóðsykurslækkun hjá nýbura. MGS hefur áhrif á fæðingarmáta og líklegra er að fæðing sé framkölluð og verði með keisaraskurði. Tíðni MGS fer hratt vaxandi í hinum vestræna heimi og er nú 3-14%. Í rannsókninni er könnuð tíðni og fylgikvilla MGS á Íslandi Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra kvenna sem greindust með og/eða komu til meðferðar á MGS á Landspítala (LSH) 1. janúar 2007 til 31. desember Skráður var aldur, þyngdarstuðull og þjóðerni móður, ættarsaga um sykursýki og niðurstöður sykurþolprófs. Einnig voru skráðir fylgikvillar á meðgöngu, fæðingarmáti og fylgikvillar í fæðingu, ásamt fæðingarþyngd, fæðingaráverkum og fylgikvillum hjá nýbura. Niðurstöður: MGS greindist á 289 af 6502 meðgöngum (4,4%) á LSH á tímabilinu. Þyngdarstuðull (BMI) við fyrstu komu var 30,3±6,2. Insúlínmeðferð var beitt hjá 113 konum (39,1%). Samanborið við almennt þýði sást að framköllun fæðingar var algengari (44,3% sbr. 18,5%; p<0,0001) og fæðing með keisaraskurði (29,4% sbr. 17,6%; p<0,0001), hvort sem um valaðgerð (11,8% sbr. 6,1%; p=0,0004) eða bráðaaðgerð var að ræða (17,6% sbr. 11,5%; p=0,0027). Algengara var að þungburar (>4500 g) fæddust með keisaraskurði (63% sbr. 27%; p=0,003). Ekki var marktækur munur á tíðni fyrirbura eða andvana fæddra barna en munur var á tíðni blóðsykurlækkunar (13,5% sbr. 2,4%; p<0,0001), nýburagulu (12,8% sbr. 8,5%; p=0,018) og viðbeinsbrota (2,4% sbr. 1%; p=0,027). Ályktanir: MGS greindist á 4,4% meðganga á Íslandi. Framköllun fæðingar og fæðing með keisaraskurði voru algengari hjá konum sem greindust með MGS, ásamt því að auknar líkur voru á fylgikvillum í fæðingu og hjá nýbura. E-07 Fylgikvillar við keisaraskurði á Landspítala Heiðdís Valgeirsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir 1,2 1Kvenna- og barnasviði Landspítala, 2 læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fylgikvilla við keisaraskurði á Landspítala árið 2009 og bera saman við tíðni árin og við tíðni erlendis. Skoðaðir voru fylgikvillar sem komu upp í aðgerð eða á fyrstu dögum eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar var konur sem fæddu með keisaraskurði á Landspítala árið Upplýsingum um aðgerð og feril sjúklings í kjölfarið var safnað afturvirkt úr mæðraskrá og sjúkraskrám spítalans. Niðurstöður: Á tímabilinu voru framkvæmdir 615 keisaraskurðir. Tvær konur voru útilokaðar frá rannsókninni og því voru alls 613 konur í henni. Heildartíðni fylgikvilla var 28,4%. Algengustu fylgikvillarnir voru blóðtap 1000 ml (10,4%), hiti (9,4%), blóðgjöf (7,4%) og rifa frá legskurði (6,0%). Aðrir fylgikvillar voru sýking í legi (2,2%), skurðsári (1,0%) eða þvagfærum (1,0%), þörf á enduraðgerð (1,7%), blöðruskaði (0,7%), garnastífla (0,7%), legnám (0,5%) og lungnabólga (0,2%). Meiri hætta var á fylgikvilla ef kona fór í bráðakeisaraskurð 1. og 2. apríl

11 (33,5%) heldur en valkeisaraskurð (19,8%), (p<0,01). Þeir einstöku fylgikvillar sem voru marktækt algengari eftir bráðakeisaraskurð en valaðgerð voru hiti (p<0,01) og rifa frá legskurði (p=0,01). Tíðni fylgikvilla reyndist örlítið minni en árin , þá 35,5%. Ályktanir: Fylgikvillar í kjölfar keisarskurðar eru algengir en þeim hefur fækkað á 8 ára tímabili. Mikilvægt er að geta upplýst sjúklinga um mögulega fylgikvilla sem fylgja fyrirhuguðum keisaraskurði. Einnig koma þessar upplýsingar að notum þegar meta skal hvort kona skuli fara í valkeisaraskurð eða stefna á fæðingu um leggöng. E-08 Þungun eftir Roux-en-Y magahjáveituaðgerð Alda Birgisdóttir 1, Björn Geir Leifsson 2, Hildur Harðardóttir 1,3, Reynir Tómas Geirsson 1,3 1Kvennadeild og 2skurðlækningadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Offita er vaxandi vandamál meðal kvenna á barneignaaldri. Skurðaðgerð er áhrifaríkasta aðferðin til að stuðla að varanlegu þyngdartapi og draga úr fylgisjúkdómum offitu. Roux-en-Y magahjáveituaðgerð er algengasta offituaðgerðin sem gerð er á Íslandi. Þekking á áhrifum slíkrar aðgerðar á útkomu þungunar er takmörkuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman útkomu þungunar hjá konum eftir Roux-en-Y magahjáveituaðgerð og viðmiðunarhópi kvenna í sama þyngdarstuðulsflokki við upphaf þungunar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn tilfella-viðmiða rannsókn. Tilfellahópur samanstóð af konum sem gengust undir Roux-en-Y magahjáveituaðgerð á Landspítalanum á árunum , urðu þungaðar í kjölfarið og fæddu einbura (n=30). Viðmiðunarhóp skipuðu þær konur sem fæddu einbura næst á eftir tilfellum, voru á sama aldri, með sama fjölda fyrri fæðinga og í sama þyngdarstuðulsflokki (n=30). Upplýsingum var safnað úr mæðra- og sjúkraskrám. Niðurstöður: Enginn munur var á tíðni fylgikvilla þungungar hjá tilfella og viðmiðahóp. Ekki var munur á meðgöngulengd, fjölda áhaldafæðinga eða keisaraskurða á milli hópa en framköllun fæðingar var algengari hjá tilfellahópi (p<0,05). Þyngdaraukning var minni meðal kvenna eftir Roux-en-Y magahjáveituaðgerð og fæðingarþyngd (p<0,03) og fæðingarlengd (p<0,01) barna þeirra var marktækt minni. Enginn munur var á tíðni létt og þungburafæðinga á milli hópa. Ályktanir: Roux-en-Y magahjáveituaðgerð hefur ekki afgerandi skammtímaáhrif á útkomu þungunar. Þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum breyttra efnaskipta í kjölfar Roux-en-Y magahjáveituaðgerðar á þungun og langtíma afleiðingum fyrir mæður og börn. E-09 Utanbastsdeyfingar í fæðingu og bráðakeisaraskurðir Jóhann Sigurjónsson 1, Aðalbjörn Þorsteinsson 1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir 1,3, Hildur Harðardóttir 1,3, Reynir Tómas Geirsson 1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 svæfinga- og gjörgæsludeild og 3kvennasviði Landspítala Tilgangur: Fyrstu rannsóknir á áhrifum utanbastsverkjameðferðar hjá fæðandi konum bentu til aukningar á tíðni keisaraskurða. Nýrri rannsóknir benda ekki til þess. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tíðni og mögulegt samband utanbastsdeyfingar og bráðakeisaraskurða á Landspítalanum (LSH) á árunum Efniviður og aðferðir: Úr skrám svæfingadeildar LSH var fenginn listi yfir utanbastsdeyfingar sem voru gerðar hjá fæðandi konum. Úr fæðingaskrá fengust jafnframt upplýsingar um alla bráðakeisaraskurði ásamt upplýsingum um fjölda fyrri fæðinga. Rannsóknartímanum var skipt niður í þrjú 5 ára tímabil og borið saman fyrsta og síðasta tímabilið. Könnuð var tíðni deyfingar og bráðakeisaraskurða og hvort samband væri þar á milli, bæði fyrir frum- og fjölbyrjur. Niðurstöður: Alls voru lagðar utanbastsdeyfingar og gerðir 4348 bráðakeisaraskurðir. Bráðakeisaraskurður var gerður hjá 1751 konum sem höfðu fengið utanbastsdeyfingu. Notkun utanbastsdeyfingar jókst hjá frumbyrjum, úr 30,1% í 45,9% og hjá fjölbyrjum úr 11,1% í 19,9%. Heildartíðni bráðakeisaraskurða jókst hjá frumbyrjum úr 11,1% í 16,4% og hjá fjölbyrjum úr 5,6% í 8,0%. Hjá frumbyrjum varð aukningin svipuð á bráðakeisurum hjá þeim sem fengu (5,1%) og ekki fengu deyfingu (3,4%). Hjá fjölbyrjum lækkaði tíðni bráðakeisara örlítið hjá þeim sem fengu deyfingu (0,5%) á meðan tíðni keisara virtist aukast (2,3%) hjá þeim sem ekki fengu deyfingu. Ályktanir: Aukin tíðni bráðakeisara hjá frumbyrjum sást bæði hjá þeim sem fengu og ekki fengu deyfingu. 1. og 2. apríl

12 Utanbastsdeyfing hjá fjölbyrjum virtist ekki hafa áhrif á tíðni keisara og jafnvel lækkaði hana. náttúrulegra fistla á upphandlegg var skemmri en á framhandlegg en þroskist fistill er ending góð. E-10 Myndun og viðhald æðaaðgengis í blóðskilunarsjúklingum Steinþór Runólfsson 1, Ólafur Skúli Indriðason 2, Elín Laxdal 1,3,4, Lilja Þyri Björnsdóttir 3, Runólfur Pálsson 1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands; 2nýrnalækningadeild og 3æðaskurðdeild Landspítala; 4 háskólasjúkrahúsinu í Bergen Inngangur: Æðaaðgengi sem tryggir ríkulegt blóðflæði er nauðsynleg forsenda árangursríkrar blóðskilunarmeðferðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og endingartíma æðaaðgengis fyrir blóðskilun á Íslandi. Aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til allra sjúklinga sem hófu blóðskilun á skilunardeild Landspítala á tímabilinu Aflað var upplýsinga úr sjúkraskrám, m.a. um tímasetningu upphafs og loka blóðskilunar og tegund og staðsetningu æðaaðgengis. Þroskunar- og endingartími æðaaðgengis var metinn með Kaplan- Meier aðferð og hópar bornir saman með log-rank prófi. Niðurstöður: Á tímabilinu voru mynduð 282 æðaaðgengi hjá 145 sjúklingum, 86 körlum og 59 konum. Meðalaldur við upphaf blóðskilunar var 61,5 ±18,2 ár og hlutfall sykursjúkra var 24,1%. Hjá 75 sjúklingum (51,7%) hófst blóðskilun um fistil en 70 (48,3%) byrjuðu meðferðina um bláæðarlegg. Af 203 fistlum voru 163 (80,3%) náttúrulegir og gerviæðafistlar voru 40 (19,7%). Þar af urðu 32 náttúrulegir og 3 gerviæðafistlar aldrei nothæfir (p=0,23). Þroskunartími var að miðgildi 77 (bil 1-805) dagar fyrir náttúrulega fistla en 28 (bil 1-196) dagar fyrir gerviæðafistla (p<0,001). Endingartími náttúrulegra fistla var 516 (bil ) dagar en gerviæðafistla 587 (bil ) dagar (p=0,56). Fistlar sjúklinga sem voru yngri en 65 ára höfðu marktækt betri endingartíma (p=0,029) en þeirra sem eldri voru. Sykursjúkir reyndust hafa marktækt skemmri endingartíma náttúrulegra fistla en þeir sem ekki voru með sykursýki (p=0,028). Fistlar á upphandlegg þroskuðust marktækt fyrr en á framhandleggsfistlar (p=0,005). Ályktanir: Hlutfall náttúrulegra fistla var hátt en langur þroskunartími gæti að hluta skýrt tíða notkun æðaleggjar við upphaf blóðskilunar. Þroskunartími E-11 Árangur brjóstasparandi aðgerða vegna brjóstakrabbameins á Íslandi Elmar Johnson 1, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir 2, Höskuldur Kristvinsson 2, Þorvaldur Jónsson 2, Lárus Jónasson 3, Kristján Skúli Ásgeirsson 2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðlækningadeild og 3Rannsóknastofa í meinafræði á Landspítala Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi og hefur næsthæstu dánartíðni. Í vaxandi mæli hefur nýgreindum sjúklingum verið boðið að gangast undir brjóstasparandi aðgerð (fleygskurð) í stað brottnáms. Mikilvægt er að skrá endurmein, bæði staðbundin og svæðisbundin, eftir fleygskurð, enda mælikvarði á árangur staðbundinnar meðferðar og líklegt að þau geti haft áhrif á horfur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga sem gengust undir fleygskurði á Íslandi á árunum , sérstaklega m.t.t. tíðni staðbundinna endurmeina. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þýðisrannsókn og náði til allra sjúklinga er gengust undir fleygskurð á sex ára tímabili ( ) vegna brjóstakrabbameins og uppfylltu rannsóknarskilyrðin. Niðurstöður: Samtals uppfylltu 435 sjúklingar rannsóknarskilyrðin og greindist 21 þeirra með staðbundið endurmein. Einn sjúklingur greindist með svæðisbundið endurmein og 15 sjúklingar með fjarmein. Miðgildi eftirfylgnitíma var 50 mánuðir (4,2 ár). Endurkomutíðni staðbundinna endurmeina var þannig 1,2%/ár. Enduraðgerðartíðni vegna æxlisvaxtar í skurðbrúnum var 19,3% (25% útvíkkaður fleygur, 75% brjóstnám). Ályktanir: Tíðni staðbundinna endurmeina ásamt enduraðgerðartíðni í okkar rannsóknarhópi féll innan viðmiða evrópskra verklagsreglna. Hlutfall fleygskurða miðað við brottnám á þessu tímabili var þó lágt, eða 49%. Í dag gangast u.þ.b. 65% nýgreindra sjúklinga á Íslandi undir fleygskurð. Þetta hlutfall getur haft áhrif á tíðni endurmeina og mikilvægt að skoða árangur þessara aðgerða í framsýnni rannsókn. 1. og 2. apríl

13 E-12 Uppbygging á grindarbotni með húðog vöðvaflipa frá kviðvegg eftir brottnám endaþarms Þórir Auðólfsson 1, Rafael Acosta 1, Mikael Machado 2, Jonas Nygren 2, Claes Lenander 2 1Lýtalækningadeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum, 2skurðlækningadeild Ersta sjúkrahússins í Stokkhólmi Inngangur: Eftir brottnám endaþarms og jafnvel hluta legganga vegna illkynja æxlis verður til stórt sár sem getur verið erfitt að loka. Oftast hefur vefurinn verið geislaður og sáragróandi því hægur, einkum eftir geislun vegna krabbameins í endaþarmsopi þar sem geislaskammtur er stór og rúmlega 60% sáranna ekki gróin eftir þrjá mánuði. Stilkaðan húð- og vöðvaflipa frá kviðvegg; TRAM (Transverse Rectus Abdominis Myocutan) flipa, er hægt að nota til að fylla upp minna grindarholið, loka sárinu og jafnvel byggja upp leggöng. Efniviður og aðferðir: Árin 2003 til 2009 voru framkvæmdar 150 aðgerðir með brottnámi endaþarms (124 vegna endaþarmskrabbameins, 26 vegna illkynja æxlis í endaþarmsopi) á Ersta sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Í 20 tilfellum var TRAM flipi notaður. Meðalaldur var 57 ár (35-72). Hjá 9 af 12 konum var hluti legganga fjarlægður. Af 17 æxlum í endaþarmsopi höfðu 10 verið geislaðir með 64 Gy og 7 með 46 Gy. Einn sjúklingur var ógeislaður (Mb Paget). Tveir sjúklingar með endaþarmskrabbamein voru geislaðir með 25 Gy (leggangafistilll) en annars með 54 Gy samhliða krabbameinslyfjameðferð. Ábending fyrir aðgerðinni var mikil geislun (>50 Gy), útbreidd æxli, skurðsár sem ekki höfðu gróið og leggangafistlar. Niðurstöður: Meðalaðgerðartími var 508 mín. (bil ) og legutími 13 dagar (bil 8-26). Eftir aðgerðina mynduðust 7 minniháttar sár við flipann og 4 minniháttar sár í kviðvegg. Í nokkrum tilfellum reyndist flipinn óþægilega stór og einn sjúklingur fékk kviðslit. Aðrir fylgikvillar voru tengdir krabbameinsmeðferðinni (lyfja-/geislameðferð og æxlisaðgerðinni). Fjórir sjúklingar hafa látist, 3 með meinvörp (einn sjúklingur með lungnakrabbamein) og einn með staðbundna endurkomu æxlis (R1 brottnám). Ályktanir: Uppbygging með TRAM flipa hefur reynst vel og eru fylgikvillar fáir. Við mælum með notkun hans við uppbyggingu á grindarbotni eftir mikla geislun og umtalsverðs vefjabrottnáms. E-13 Notagildi holsjárómunar við stigun á vélinda- og magakrabbameini Davíð Þór Þorsteinsson 1, Sigurður Blöndal 1, Guðjón Birgisson 1, Ásgeir Theódórs 2, Kristín Huld Haraldsdóttir 1 1Skurðlækningadeild og 2 lyflækningadeild Landspítala Inngangur: Lyfjameðferð fyrir aðgerð bætir lifun sjúklinga með skurðtæk vélinda- og magakrabbamein. Holsjárómun (HÓ) er í auknum mæli beitt við stigun sjúkdóms fyrir aðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nákvæmni HÓ við stigun fyrir aðgerð á kirtilmyndandi krabbameinum í maga og vélinda. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem gengust undir aðgerð vegna kirtilmyndandi krabbameins í maga og vélinda á árunum 2004 til 2009 voru fundnir í skrám Landspítala. Skráðar voru upplýsingar um myndrannsóknir, krabbameinslyfjameðferð, vefjagreiningu og stigun. Niðurstöður: Sextíu og átta sjúklingar gengust undir aðgerð; 54 (79%) karlar og 14 (21%) konur. Miðgildisaldur var 69 ±12 ár (bil ). HÓ var gerð hjá 33 sjúklingum (49%). Tólf höfðu sannjákvæða eitlastigun og 10 sannneikvæða við HÓ. Fimm höfðu falsjákvæða eitlastigun og 6 falsneikvæða. Næmi og sértæki HÓ fyrir eitlameinvörpum var 67%. Tuttugu sjúklingar (61%) fengu krabbameinslyfjameðferð fyrir aðgerð. Marktækur munur fannst á öllum T-stigum milli HÓ og vefjagreiningar. Mestur munur var á stigun T3- æxla. Nítján sjúklingar (58%) voru á stigi T3 stig samkvæmt HÓ, en 9 (27%) við vefjaskoðun (p<0,05). Í hópi 9 sjúklinga sem voru endurstigaðir með HÓ eftir lyfjameðferð ásamt 13 sjúklingum sem fengu ekki lyfjameðferð (n=22) var áfram marktækt hærra T-stig við HÓ (p<0,05). Ályktanir: Holsjárómun af vélinda- og magakrabbameini hefur lágt næmi og sértæki fyrir eitilmeinvörpum. Krabbameinslyfjameðferð fyrir aðgerð virðist draga úr T-stigi æxla. Mismunur helst marktækur eftir að leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum lyfjameðferðar. 1. og 2. apríl

14 E-14 Endurtenging eftir Hartmanns aðgerð eftir rof á ristli á Landspítala Kristín María Tómasdóttir 1, Elsa Björk Valsdóttir 1,2, Kristín Jónsdóttir 1, Páll Helgi Möller 1,2 1Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Hartmanns aðgerð er ein algengasta aðgerðin sem beitt er við rofi á ristli. Aðeins hluti þessara sjúklinga fer í endurtengingu (40%). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu margir fóru í endurtengingu eftir Hartmanns aðgerð á Landspítala í kjölfar rofs á ristli og skoða árangur þeirra aðgerða. Efniviður og aðferðir: Farið var afturvirkt yfir sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu rof á ristli og fóru í Hartmanns aðgerð á Landspítala Skráður var aldur, kyn, ASA flokkur þegar Hartmanns aðgerðin var framkvæmd, tími frá Hartmanns aðgerð að endurtengingu, legutími, fylgikvillar og endurinnlagnir eftir endurtengingu. Niðurstöður: 62 sjúklingar fengu rof á ristli og fóru í Hartmanns aðgerð. Af þeim fóru 35 (56%) í endurtengingu. Meðalaldur þeirra sem fór í endurtengingu var 63 ár (bil: 35-89) en 77 ár (bil: 65-90) hjá þeim sem ekki fóru í endurtengingu. ASA skor við Hartmanns aðgerð hjá þeim sem fóru síðar í endurtengingu var að meðaltali 2 en 3 hjá hinum. Alls fóru 17 (63%) af 27 körlum og 19 (54%) af 35 konum í endurtengingu. Endurtenging fór fram að meðaltali 8 mánuðum (bil: 2-47) eftir Hartmanns aðgerðina. Legutími eftir endurtengingu var að meðaltali 11 dagar (bil: 4-25). Fjórtán sjúklingar (40%) fengu fylgikvilla eftir endurtengingu og leiddu þeir til endurinnlagnar hjá 10 (29%) þeirra. Algengustu fylgikvillarnir voru sárasýkingar (n=5) og örkviðslit (n=4). Skurðdauði var enginn. Ályktanir: Sjúklingar sem fóru í endurtengingu eftir Hartmanns aðgerð voru yngri og með lægri ASA skor en þeir sem ekki fóru í endurtengingu. Tíðni endurtenginga er hærri á Landspítala samanborið við erlendar rannsóknir en fylgikvillar sambærilegir. E15 Rof á ristli við ristilspeglun á Landspítala Bryndís Snorradóttir 1, Elsa Björk Valsdóttir 1,2, Einar Stefán Björnsson 1,3, Páll Helgi Möller 1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2 skurðlækningadeild og 2meltingarfæradeild Landspítala, Inngangur: Rof á ristli er sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli við ristilspeglun. Skurðaðgerðir vegna rofs á ristli hafa hátt hlutfall fylgikvilla og dánartíðni er um 25%. Algengi og árangur meðferðar hérlendis er ekki þekktur. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna algengi rofs á ristli í kjölfar ristilspeglunar á Landspítala og hins vegar að skoða afdrif allra þeirra sjúklinga sem meðhöndlaðir voru á Landspítala á sama tíma af sömu ástæðu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og var leitað í tölvukerfi Landspítala eftir ICD kóðum um rof á ristli. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga og skráðar upplýsingar um meðferð og afdrif þeirra. Alls voru framkvæmdar 9058 ristilspeglanir á Landspítala Niðurstöður: Alls fengu 7 sjúklingar rof á ristil í kjölfar ristilspeglunar á Landspítala á umræddu tímabili. Algengi rofs á ristli í kjölfar ristilspeglunar var því 0,08% á Landspítala. Á sama tíma voru hins vegar 18 sjúklingar meðhöndlaðir á Landspítala vegna rofs á ristli í kjölfar ristilspeglunar. Þrettán sjúklingar fengu rof í kjölfar fullrar ristilspeglunar en 5 í kjölfar stuttrar speglunar. Helmingur speglananna var íhlutandi (n=9). Meðalaldur sjúklinga var 68 ár (bil 32-80) og algengasta staðsetning rofs í bugaristli (n=7). Fjórtán sjúklingar fóru í aðgerð en fjórir voru meðhöndlaðir með föstu og sýklalyfjum. Miðgildi legudaga var 9 (bil 1-73 dagar). Alls fengu fimm sjúklingar fylgikvilla eftir aðgerð (28,7%). Tveir sjúklingar létust og skurðdauði því 28,6%. Ályktanir: Tíðni rofs eftir ristilspeglanir á Landspítala er lág. Staðsetning rofs var oftast, líkt og sést hefur í erlendum rannsóknum, í bugaristli. Árangur meðferðar hérlendis er sambærilegur við erlendar rannsóknir. 1. og 2. apríl