ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI"

Transcript

1 ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI NIÐURSTÖÐUR ÚR VINNUMARKAÐSRANNSÓKN HAGSTOFUNNAR 2003 Jón Torfi Jónasson Andrea Gerður Dofradóttir 2009

2 2009 Höfundar ISBN Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósritun, ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, nema að fengnu leyfi höfunda eða útgefenda. Brot varða lög um höfundarrétt. Tilvísun: Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir. (2009). Þátttaka í fræðslu á Íslandi. Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar Reykjavík: Rannsóknarstofa um menntakerfi. Félagsvísindastofnun HÍ.

3 EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR SKILGREINING MIKILVÆGRA HUGTAKA UPPBYGGING RITSINS AÐFERÐ FRAMKVÆMD ÞÁTTTAKENDUR SPURNINGALISTI OG ÚRVINNSLA... 8 Vegnar niðurstöður... 9 Óvissa tilgreind... 9 Aldursviðmið Samanburður við önnur lönd Samanburður á milli STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR Fyrirvari um flokkun Staða formlegrar menntunar STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR - HÓPURINN MEÐ STYSTU MENNTUNINA STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR SAMANBURÐUR MILLI ÁRA STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR SAMANTEKT Á HELSTU NIÐURSTÖÐUM ÞÁTTTAKA Í FORMLEGRI MENNTUN ÞÁTTTAKA Í OPINBERA SKÓLAKERFINU Á ÍSLANDI Þátttaka í opinbera skólakerfinu eftir bakgrunnsþáttum Þátttaka eftir aldri og skólastigi Þátttaka eftir aldri og kyni Þátttaka eftir fyrri menntun og kyni Þátttaka eftir stöðu á vinnumarkaði og kyni Þátttaka eftir atvinnugrein og kyni Þátttaka eftir starfsstétt og kyni Þátttaka eftir búsetu og kyni ÞÁTTTAKA Í FORMLEGA SKÓLAKERFINU SAMANBURÐUR VIÐ AÐRAR EVRÓPUÞJÓÐIR Samanburður við aðrar Evrópuþjóðir Samanburður við Norðurlönd og Bretland Stuðull jafnaðar - Samanburður við aðrar Evrópuþjóðir ÞÁTTTAKA Í FORMLEGA SKÓLAKERFINU - HÓPURINN MEÐ STYSTU MENNTUNINA ÞÁTTTAKA Í FORMLEGA SKÓLAKERFINU SAMANBURÐUR MILLI ÁRA ÞÁTTTAKA Í FORMLEGA SKÓLAKERFINU SAMANTEKT Á HELSTU NIÐURSTÖÐUM Almennar niðurstöður Ólík þátttaka karla og kvenna Samanburður við aðrar Evrópuþjóðir Þátttaka þeirra sem hafa stystu skólagönguna Samanburður milli FRÆÐSLA MEÐ LEIÐBEINANDA ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU MEÐ LEIÐBEINANDA Tegundir fræðslu með leiðbeinanda eftir kyni Fjöldi skipta sem fólks sækir sér fræðslu Þátttaka eftir aldri og kyni Þátttaka eftir menntun og kyni Þátttaka eftir stöðu á vinnumarkaði og kyni Þátttaka eftir atvinnugrein og kyni Þátttaka eftir starfsstétt og kyni... 55

4 Þátttaka eftir stærð vinnustaðar og kyni Þátttaka eftir búsetu og kyni Þátttaka eftir búsetu og menntun Tilefni fræðslunnar Frumkvæði að fræðslu Kostun og tímasetning fræðslu ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU MEÐ LEIÐBEINANADA SAMANBURÐUR VIÐ AÐRAR EVRÓPUÞJÓÐIR Samanburður við aðrar Evrópuþjóðir Samanburður við Norðurlönd og Bretland Stuðull jafnaðar - Samanburður við aðrar Evrópuþjóðir ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU MEÐ LEIÐBEINANDA ÞEIR SEM HAFA STYSTU MENNTUNINA ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU MEÐ LEIÐBEINANDA SAMANBURÐUR MILLI ÁRA ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU MEÐ LEIÐBEINANDA SAMANTEKT HELSTU NIÐURSTAÐNA Almennar niðurstöður Þátttaka karla og kvenna Samanburður við aðrar Evrópuþjóðir Þátttaka þeirra sem hafa stystu skólagönguna Samanburður milli STARFSÞJÁLFUN OG NÝLIÐAFRÆÐSLA ÞÁTTTAKA Í OG ÞÖRF FYRIR STARFSÞJÁLFUN EÐA NÝLIÐAFRÆÐSLU Nýliðafræðsla og þjálfun eftir aldri og kyni Nýliðafræðsla og þjálfun eftir menntun og kyni Nýliðafræðsla og þjálfun eftir atvinnugrein og kyni Nýliðafræðsla og þjálfun eftir starfstétt og kyni Nýliðafræðsla og þjálfun eftir stærð vinnustaðar og kyni Nýliðafræðsla og þjálfun eftir búsetu og kyni STARFSÞJÁLFUN OG NÝLIÐAFRÆÐSLA SAMANTEKT HELSTU NIÐURSTAÐNA VIÐAUKI HEIMILDIR

5 1 INNGANGUR Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum rannsóknar á þátttöku í fræðslu á Íslandi. Rannsóknin byggir á gögnum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Niðurstöður eru einkum byggðar á sérkönnun sem var hluti af vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar árið 2003, en markmiðið með henni var að afla nánari upplýsinga um þátttöku í námi og fræðslu, umfram það sem gert er í reglubundnum vinnumarkaðsrannsóknum Hagstofunnar. Svonefndum viðhengisspurningum (e. ad hoc modules) um fræðslu eða símenntun (e. life long learning) var bætt við vinnumarkaðsrannsóknina. Viðhengisspurningum, sem fjalla um afmörkuð efni tengd vinnumarkaði, hefur öðru hverju verið bætt við spurningalista vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) á undangengnum árum, en þetta var í fyrsta sinn sem slíkum spurningum var bætt við vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Þessi sérkönnun fór því fram í öllum aðildarlöndum Evrópusambandsins og EFTA, sem gefur meðal annars tækifæri til að bera Ísland saman við lönd innan vébanda þessara samtaka. Við höfum áður rætt nokkrar niðurstöður þessarar rannsóknar í ársriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (Jón Torfi Jónasson & Andrea Gerður Dofradóttir, 2007). 1.1 SKILGREINING MIKILVÆGRA HUGTAKA Í umræðunni um stöðu símenntunar og fræðslu fullorðinna má greina mismunandi hugtök sem eru um margt óljós og oft skilin á ólíka vegu. Þannig notar fólk stundum mismunandi orð á víxl þótt verið sé að tala um sama hlutinn, eins og til dæmis orðin starfsmenntun, símenntun, endurmenntun og fullorðinsfræðsla, en getur jafnframt í öðrum tilvikum átt við ólíka hluti þótt um sama orðið sé að ræða (Jón Torfi Jónasson, 2004). Í skýrslu Hagstofunnar vegna sérkönnunarinnar, sem meginniðurstöður þessarar skýrslu byggja á, kemur fram að litið sé svo á að símenntun sé ferli náms sem nær til allra aldurshópa, hvort sem þeir eru starfandi, atvinnulausir eða utan vinnumarkaðar. Símenntun sé því fremur lýsing á ástandi eða almennu fyrirkomulagi fremur en tegund náms (Jón Torfi Jónasson & Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2001). Notkun hugtaka tengdum þessum málaflokki hefur þannig verið nokkuð á reiki í íslenskri umfjöllun um fræðslumál almennt, einkum hvað varðar fræðslu fullorðinna annars vegar og fræðslu utan opinbera skólakerfisins hins vegar. Orðið símenntun virðist vera fólki tamt að nota þegar lýsa á því viðfangsefni sem þessi skýrsla fjallar um. Orðinu hafa verið gefnar tvær merkingar í almennri umræðu. Annars vegar sú að vísað sé til menntunar allt lífið (e. life long learning), en orðið ævimenntun hefur einnig verið notað til þess að undirstrika þá merkingu. Þessi skilningur speglast í gegnsæi orðsins og túlkar vel erlendu orðin sem eru almennt notuð og ætti að vera sá sem væri ráðandi. Með tilvísun í þá merkingu er talað um símenntunarþjóðfélag, þ.e. þjóðfélag þar sem fólk er sýnilega og iðulega að mennta sig allt lífið, frá vöggu til grafar, og að það þyki eðlilegt. Miðað við þessa merkingu orðsins beinist þessi rannsókn að þeim hluta sí- eða ævimenntunar sem fram fer eftir að fullorðinsaldri er náð, en í úrvinnslu verða í skýrslunni notuð mismunandi viðmið um lægri aldursmörk, eins og rakið verður hér á eftir. Orðið símenntun hefur einnig verið notað til þess að vísa til þess að menntun ljúki ekki þegar formlegri skólagöngu lýkur, heldur sé fólk sífellt að mennta sig eftir það. Í því sambandi er talað um að fólk taki þátt í símenntun, eða mikilvægi þess að leggja áherslu á símenntun, þ.e. menntun umfram þá sem fer fram í formlegu skólahaldi. Þessi síðari skilningur virðist vera algengari, bæði í íslenskri og erlendri umræðu, en er samt sem áður fjær bæði gegnsæi orðanna og formlegum skilgreiningum. Af þessum sökum verður reynt að sneiða hjá því að nota orðið símenntun, þótt sú tvöfalda merking sem hér er vikið að valdi engum teljandi 5

6 vanda í daglegri umræðu. Með tilvísun í þá merkingu orðsins sem hér hefur verið rakin verður ekki rætt um þátttöku í símenntun, heldur varpað fram þeirri almennu spurningu að hvaða marki símenntun einkenni íslenskt þjóðfélag. Orðið fullorðinsfræðsla hefur líka haft fleiri en eina merkingu. Bæði í erlendri umræðu (sjá einkum Pont, Sonnet og Werquin (2003), bls ) og í íslenskri umræðu hefur það verið notað bæði í víðri og þröngri merkingu. Þrátt fyrir viss ósamræmi verður orðið samt notað hér í umfjöllun um menntun fullorðinna. Það hefur verið á reiki bæði í íslenskri og erlendri umræðu hvort telja eigi nám fullorðinna innan formlega skólakerfisins (t.d. í háskóla) til fullorðinsfræðslu. Það virðist hafa orðið ofan á í erlendri umfjöllun að gera ekki greinarmun á hvar menntunin fer fram þegar þátttaka fullorðinna er athuguð. Í fyrstu umferð úrvinnslunnar hér er því öll menntun talin með. Í þessari skýrslu er bæði gerð grein fyrir menntun fólks innan og utan formlega skólakerfisins, óháð því hvernig hún er skipulögð og hvar hún fer fram. Stór hluti skýrslunnar fæst samt sem áður við athugun á menntun eða fullorðinna utan formlega skólakerfisins eða skort á slíkri menntun, en það er megintilgangur skýrslunnar að skoða þátttöku í slíkri menntun. Hins vegar mun talsvert vera rætt um menntun innan formlega skólakerfisins af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að það er viðfangsefni skýrslunnar að grennslast fyrir um stöðu þeirra sem ekki hafa hlotið brautargengi innan kerfisins og það krefst samanburðar við þá sem hafa gengið skólaveginn og hins vegar vegna þess hve miklu skólagangan skiptir fyrir þátttöku í annarri menntun. Skýrslan er því öðrum þræði um menntun fullorðinna þar sem sérstök áhersla er lögð á stöðu og framvindu menntunar meðal þeirra sem ekki hafa lokið miklu formlega námi. Vandinn er sá að hugmyndir fólks um hvað sé endurmenntun eða fullorðinsfræðsla hefur verið að breytast á undanförnum árum. Lengi vel vísuðu þessi hugtök aðeins til menntunar utan skólakerfisins en smám saman hafa þau einnig náð til menntunar innan kerfisins, sbr. tilvísun í Pont og félaga hér að ofan. Tuijnman og Boström (2002) lýsa því vel hvernig skilningur manna á hugtökunum lifelong education and lifelong learning hefur breyst í tímas rás. Í þessu riti verður fyrrgreind hugtakanotkun tengd símenntun og fræðslu fullorðinna látin liggja á milli hluta, en almennt fjallað um menntun fullorðinna. Í stað þess að leita eftir nákvæmum skilgreiningum þessara hugtaka munum við skilgreina þá hópa sem við tölum um með tilvísun í skólakerfið eða nám utan þess eftir því sem slíkar skilgreiningar leyfa. Þátttöku í fræðslu verður þar af leiðandi gerð skil með tilliti til tveggja megin námsleiða og þess hvernig spurt var í könnun Hagstofunnar: Þátttaka í námi innan opinbera skólakerfisins (e. formal education), þar sem spurt var um hvort viðkomandi hefði verið skráður í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum (einnig spurt um síðustu 4 vikur). Þátttaka í fræðslu með leiðbeinanda, en utan opinbera skólakerfisins (e. non-formal education), þar sem spurt var hvort viðkomandi hafi sótt námskeið, ráðstefnu, málþing, fyrirlestur og eða aðra fræðslu með leiðbeinanda á síðustu 12 mánuðum (einnig spurt um síðustu 4 vikur). Auk þessa er greint frá stöðu formlegrar menntunar og fjallað um nýliðafræðslu, þ.e. skipulagða fræðslu fyrir starfsmenn þegar þeir hefja störf. 6

7 1.2 UPPBYGGING RITSINS Skýrsla þessi skiptist í 6 kafla auk viðauka. Í kafla 1 (Inngangi) er gerð grein fyrir efni ritsins og drepið á þau álitamál sem koma upp í umfjöllun um símenntun eða ævimenntun. Í kafla 2 (Aðferð) er gerð grein fyrir tæknilegum framkvæmdaratriðum. Gerð er grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í köflum 3 til 6 en í kafla 3 er fjallað um þá menntun sem fólk hefur lokið í formlega skólakerfinu, m.a. rætt um það hve margir hafa lokið þaðan prófgráðu. Í kafla 4 er síðan gerð grein fyrir hve mikil þátttaka er í skólastarfi nú meðal fullorðins fólks. Í kafla 5 er fjallað niðurstöður um þátttöku í fræðslu með einhverri leiðsögn; námskeið eru þar langsamlega algengasta formið. Í síðasta kafla er fjallað um nýliðafræðslu, þ.e. fræðslu sem fólk fær þegar það hefur starf. Í viðauka eru nokkrar ítarlegar töflur sem ekki voru settar inn í meginmál textans. Í þessum töflum hafa áætlaðar fjöldatölur (þýðistölur) verið settar fram. 7

8 2 AÐFERÐ 2.1 FRAMKVÆMD Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar er samfelld könnun, sem nær til allra vikna ársins. Upplýsinga er aflað með símaviðtölum. Gagnasöfnun vegna sérkönnunarinnar stóð yfir allt árið 2003, en þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsrannsókninni árið 2003 fengu nánari spurningar um skólagöngu og þátttöku í fræðslu (Hagstofa Íslands, e.d.) 2.2 ÞÁTTTAKENDUR Úrtak vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands byggir á þýði íslenskra og erlendra ríkisborgara á aldrinum sem eru skráðir í þjóðskrá og eiga lögheimili á Íslandi. Í hverjum ársfjórðungi eru um það bil 4000 einstaklingar valdir með tilviljun og er þeim skipt upp í 5 hópa. Árið 2003 fékk fjórði hópurinn af þessum fimm hópum nánari spurningar um skólagöngu og þátttöku í fræðslu. Úr því er unnið hér. Heildarfjöldi í úrtakinu var manns. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis, var heildarfjöldinn Fjöldi svarenda var og er svarhlutfallið því 83%, sem er sama svarhlutfall og í vinnumarkaðsrannsókninni í heild sinni. Í töflu A í viðauka má sjá lýðfræðilega skiptingu mannfjöldans, en niðurstöður hafa verið vegnar með kynja- og aldurskiptingu þjóðarinnar (sjá nánari útskýringu á því hvað átt er við með því að niðurstöður séu vegnar í kafla 2.3). 2.3 SPURNINGALISTI OG ÚRVINNSLA Við gerð spurningalista var spurningalisti Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) hafður til hliðsjónar og sumar spurninga hans þýddar. Meðal annars af þessum sökum er hægt að bera saman niðurstöður við niðurstöður sambærilegra rannsókna hagstofanna á öðrum Norðurlöndum sem og í löndum Evrópusambandsins. Spurningar um skólagöngu og menntun eru hluti af kjarnaspurningum vinnumarkaðsrannsóknarinnar en hluti þeirra sem tóku þátt í henni árið 2003 var spurður ítarlegar um þátttöku í námi og fræðslu. Spurningalistinn var aðlagaður að íslenskum aðstæðum af Hagstofunni í samvinnu við sérfræðinga frá Menntamálaráðuneytinu og Jón Torfa Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Í könnuninni var þátttaka í námi mæld á þremur sviðum, þ.e. þátttaka í hinu formlega skólakerfi, í námskeiðum og fræðslu með leiðbeinanda og í sjálfsnámi. Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum um þátttöku í formlegu námi sem og þátttöku í fræðslu með leiðbeinanda utan hins formlega skólakerfis. 8

9 Grunnspurningarnar sem meta þátttöku á þessum tveimur sviðum eru eftirfarandi: Þátttaka í formlegu skólakerfi (e. formal education) Spurt var: Varstu skráðu(ur) í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum? Þátttaka í fræðslu með leiðbeinanda (e. non-formal education) Spurt var: Á síðustu 12 mánuðum, sóttir þú......námskeið?...ráðstefnu?...málþing?...fyrirlestur?...aðra fræðslu með leiðbeinanda? Þeir sem höfðu sótt fræðslu með leiðbeinanda voru spurðir nánar út í þátttöku sína. Auk þessa voru þátttakendur spurðir um það hvort þeir hefðu fengið skipulagða fræðslu eða nýliðaþjálfun síðast þegar þeir byrjuðu í nýju starfi (nýliðafræðsla). Vegnar niðurstöður Niðurstöður könnunarinnar hafa verið vegnar (vigtaðar, weighted) útfrá kyn- og aldurskiptingu þjóðarinnar. Þetta þýðir að, að því marki sem kyn- og aldursdreifing úrtaksins er skekkt miðað við kyn- og aldurshlutföll þjóðarinnar (þýðis), þá hafa niðurstöður verið leiðréttar, eða vegnar, í samræmi dreifinguna í þýðinu. Þannig vega meira niðurstöður þeirra kyn- og aldurshópa sem er hlutfallslega of lítið af meðal svarenda og minna þeirra hópa sem hlutfallslega er of mikið af. Upplýsingar um hlutföll og fjöldatölur í niðurstöðum byggja því á vegnum gögnum og fjöldatölur í úrtakinu hafa verið umreiknaðar í fjöldatölur í þýði. Óvissa tilgreind Úrtakskannanir hafa ávallt ákveðna óvissu í för með sér, eða úrtaksskekkju. Þar sem þessi úrtaksskekkja ræðst af tilviljun er unnt að reikna vikmörk (confidence interval) fyrir þær stærðir sem metnar eru. Á línuritum og súluritum eru vikmörk táknuð með strikum sem teygja sig í báðar áttir frá hlutfallinu. Vikmörkin gefa til kynna, með 95% öryggi, á hvaða bili við getum ályktað að tiltekið hlutfall (eða fjöldatala) sé í þýðinu. Vikmörkin hjálpa okkur því að túlka hve marktæk niðurstaðan er. Ef vikmörk skarast er ekki hægt að fullyrða að marktækur munur sé á milli hópa. Ef vikmörkin skarast hinsvegar ekki má fullyrða með 95% öryggi að um marktækan mun á hópunum sé að ræða í þýðinu. Til dæmis sýna niðurstöður að hlutfall karla sem hafði ekki lokið námi umfram skyldunám er 26% en sambærilegt hlutfall kvenna var 35%. Vikmörkin fyrir hlutfall karla eru 2,8% en 3,2% fyrir konur (sjá mynd 3.2.1). Þetta þýðir að hlutfall karla sem ekki hafa lokið formlegu námi umfram grunnskóla er á bilinu 23-29% (26+/-2,8%) en sambærilegt hlutfall kvenna á bilinu 32-38% (35+/- 3,2%). Þar sem vikmörk karla og kvenna skarast ekki má því fullyrða með 95% vissu að hlutfall kvenna sé hærra en hlutfall karla. Á sumum myndum þar sem niðurbrot gagnanna er meira, þ.e. menntun og þátttaka í námi skoðuð eftir fleiri en einni breytu í einu, eru vikmörk oft mikil einkum vegna þess hversu fámennt er í einstaka hópum. Í þeim tilvikum er því oft og tíðum erfitt að álykta um niðurstöður, þ.e. hvort líklegt sé að munur á hlutföllum sé raunverulega til staðar eða ekki í þýðinu. 9

10 Í sumum tilvikum er tölfræðiprófið Kí-kvaðrat (chi-square test) notað til að meta hvort munur á milli hópa var tölfræðilega marktækur. Aldursviðmið Þessi skýrsla fjallar því um menntun fullorðins fólks, innan og utan hins opinbera skólakerfis. Formlega greinir fólk á um hvaða aldursviðmið eigi að nota, en í skýrslunni verða einkum tvö mismunandi aldursviðmið notuð, þ.e og og ræðst það einkum af þrennu. Í fyrsta lagi þeim gögnum sem við höfum (16-74 ), í öðru lagi þeim erlendu samanburðargögnum sem notuð eru til að bera Ísland saman við (25-64 ). Í þriðja lagi ræðst aldursviðmiðið af því sem er áhugavert. Til dæmis þegar taka á saman hve stór hluti þjóðarinnar hefur ekki lokið framhaldsskóla, þá virðist ekki áhugavert að skoða fólk á framhaldsskólaaldri, t.d unglinga. Í flestum titlum þeirra mynda eða taflna sem birt eru í niðurstöðum skýrslunnar koma fram þau aldursviðmið sem notuð eru hverju sinni. Samanburður við önnur lönd Þar sem grunnspurningarnar sem meta þátttöku í formlega skólakerfinu og fræðslusókn með leiðbeinanda eru sambærilegar þeim sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) notar var hægt að bera niðurstöður á Íslandi saman við niðurstöður á öðrum Norðurlöndum sem og í löndum Evrópusambandsins á sama tímabili. Í köflunum um þátttöku í formlegri menntun (kafli 4) og fræðslu með leiðbeinanda (kafli 5) er því að finna sérstaka undirkafla þar sem niðurstöður eru bornar saman við aðrar Evrópuþjóðir. Samanburður á milli Í reglubundinni vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands hefur verið spurt fyrrgreindra spurninga um þátttöku í formlegri menntun sem og fræðslu með leiðbeinanda. Þetta gerir okkur kleift að bera saman niðurstöður milli og eru niðurstöður hér bornar saman milli nna 2003, 2004 og Hér ber hins vegar að tilgreina að spurt var um þátttöku undangengnar fjórar vikur öll árin, en ekki undangengna 12 mánuði eins umfjöllun um niðurstöður byggir almennt á í skýrslunni. Í köflunum um samanburð niðurstaðna milli skal því haft hugfast að hlutföll byggja á þátttöku yfir fjögurra vikna tímabil en ekki 12 mánaða tímabil. 10

11 3 STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR Í þessum kafla verður gerð grein fyrir stöðu formlegrar menntunar, það er menntunar á vegum opinbera skólakerfisins. Niðurstöður um formlega menntun fólks verða skoðaðar eftir ýmsum bakgrunnsþáttum. 3.1 STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR Eitt af markmiðum könnunarinnar er að kanna stöðu þeirra sem hafa minnstu formlegu menntun og tengja hana þátttöku í menntun á fullorðinsaldri. Í könnuninni kom fram það sem almennt er þekkt að um fólks á aldrinum hefur ekki lokið námi umfram grunnskóla (sjá töflu A í viðauka). Flokkun fólks eftir menntunarstigi er samkvæmt hefðbundinni flokkun Hagstofunnar. Þar er gert ráð fyrir tveimur 1 skólastigum fyrir fólk á aldrinum fram undir tvítugt, þ.e. grunnskóla og framhaldsskóla. Þeir sem ekki hafa lokið prófi í framhaldsskóla hafa aðeins lokið prófi úr grunnskóla samkvæmt þessari flokkun. Í þeim hópi eru m.a. þeir sem svara því til að þeir hafi lokið gagnfræðaskóla. Vandinn við þessa flokkun er sá að fyrir 1974 þá gat fólk lokið 3. bekk gagnfræðaskóla (sambærilegt við 10. bekk nú) eða gagnfræðaprófi úr 4. bekk gagnfræðaskóla sem var talsvert nám umfram skyldunám. 2 Samkvæmt þessu er menntun fólks sem er eldra en 45 vanmetin miðað við gagnfræðastigið. Fyrirvari um flokkun Þeir sem fæddir voru árið 1958, og því 45 þegar könnunin var gerð, voru 16 árið 1974 þegar barna- og gagnfræðastigin voru sameinuð í eitt skólastig, þ.e. grunnskólastig. Þeir sem voru 46 eða yngri þegar könnunin var gerð árið 2003 höfðu því ekki kost á að ljúka gagnfræðaprófi. Þeir sem fæddir voru árið 1969 voru í 10. bekk (núverandi heiti 3 ) árið 1985 þegar hann var í fyrsta sinn skólaskyldur. Þeir voru því um 35 þegar þeir svöruðu könnuninni. Þeir sem eru eldri en 35 luku margir 10. bekk þótt hann hafi ekki verið skólaskyldur. Þeir hafa því lokið námi umfram skyldunám þótt þeir teljist ekki hafa lokið neinu námi í framhaldsskóla. Vegna þess hve heiti skóla og skólastiga er á reiki eða öllu heldur hefur breyst á undanförnum tugum þá er erfitt að reiða sig á svör um gagnfræðaskólana. Fjölmargir yngri en 45 (á öllum aldri) telja sig hafa lokið gagnfræðaskóla, sennilega vegna þess að skólinn sem þeir voru í hafi borið það heiti löngu eftir að gagnfræðastigið var formlega lagt af. 1 Leikskólinn kemur ekki inn í þessa umræðu fólks sem er 16 og eldra. 2 Við þetta bætist að í svörunum er ekki gerður greinarmunur á því að ljúka gagnfræðaskóla og gagnfræðaprófi þannig að erfitt er að átta sig á nákvæmlega hve miklu námi hefur verið lokið á þessu millistigi. Sömuleiðis er eitthvað af yngri svarendum sem telur sig hafa lokið gagnfræðaskóla, löngu eftir að formlega staða hans í kerfinu var horfin. 3 Þegar sex börn voru skólaskyld árið 1991 var bekkjarheitunum breytt og síðasti bekkur grunnskólans nefndur 10. bekkur í stað þess að vera 9. bekkur. 11

12 Staða formlegrar menntunar Hlutfall þeirra sem hafa ekki lokið formlegu námi umfram grunnskóla má sjá á mynd Myndin sýnir aldurs- og kynjaskiptingu þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi umfram grunnskóla (sjá nánar umfjöllun um þennan hóp í kafla 3.2) Karlar Konur Mynd Hlutfall þeirra sem hafa ekki lokið formlegu námi umfram grunnskóla; skipt eftir kyni og aldri. Lóðréttu línurnar vísa í ákveðnar breytingar á skólakerfinu þegar viðkomandi aldurshópar voru á unglingsaldri 4 Einkum tvennt vekur athygli þegar myndin er skoðuð. Svo virðist sem hlutfall karla, sem ekki hafa lokið námi umfram grunnskóla, hafi staðið í stað. Til dæmis er hlutfall karla milli þrítugs og fertugs, sem ekki hafa lokið neinu formlegu námi umfram grunnskóla, sambærilegt og þeirra sem eru komnir vel á fimmtugsaldur eða eru á sextugsaldri. Það er samt erfitt að meta þetta því einhverjir ljúka framhaldsskólanámi nokkuð seint. Engu að síður er þetta stöðugt hlutfall. Öðru máli gegnir hins vegar um konur. Hlutfall kvenna sem ekki hafa lokið formlegu námi umfram skyldunám hefur farið jafnt og þétt lækkandi og er komið niður undir, eins og sjá má meðal kvenna milli þrítugs og fertugs. Það gildir hins vegar bæði um karla og konur að mörg hver eru að ljúka framhaldsskólanámi nokkuð seint. Til dæmis hafa yfir ekki lokið framhaldsskóla og um þriðjungur Þetta er hátt hlutfall fólks sem ekki hefur lokið framhaldsskóla á þessum aldri árið Staða fólks á atvinnumarkaði og áframhaldandi menntun (eða símenntun, þ.e. skipuleg menntun allt lífið) ræðst að talsverðu leyti af því hve mikla grunnmenntun fólk hefur og í því ljósi vantar því enn nokkuð upp á að þessi mál séu í nægilega góðu lagi. 4 Þeir sem voru 46 og eldri árið 2003 (eldri en lóðrétta línan til hægri sýnir) voru í 10. bekk (núverandi heiti) þegar grunnskólalögin tóku gildi ári Þeir sem eru 36 og eldri árið 2003 voru í 10. bekk þegar hann varð skyldunám árið

13 Af mynd má ráða þrennt: A) Að minnsta kosti hvað konur varðar ætti að fara varlega í að setja fram og túlka tölur sem gilda fyrir stór aldursbil, t.d hópinn. Það verður þó gert í skýrslunni til samanburðar við aðrar tölur, en vegna þess að þessi þátttaka er að breytast er sú samantekt merkingalítil. Öðru máli gegnir um karla vegna þess að breytingar meðal þeirra virðast vera hægar. B) Þetta leiðir athyglina að þeim sterka kynjamun sem þarna kemur fram og er nú vel þekktur, en myndin sýnir hvernig hefur dregið úr honum hægt og sígandi. C) Þriðja atriðið sem er merkilegt og sérstakt umhugsunarefni (og sennilega áhyggjuefni) er hve gamall hópurinn er þegar lágmarkinu er náð. Það er ekki fyrr en á fertugsaldri að hlutfall kvenna sem einungis hafa lokið grunnskólanámi er lægst og karlarnir enn eldri þótt erfitt sé að segja til um við hvaða aldur eigi að miða hjá þeim Karlar Konur Mynd Hlutfall þeirra sem hafa lokið bóklegu námi á framhaldsskólastigi (en engu formlegu námi eftir það); skipt eftir kyni og aldri Erfiðara er að túlka mynd Hún sýnir aldurs- og kynjaskiptingu fólks sem lokið hefur bóklegu framhaldsnámi (stúdentsprófi) en engu formlegu námi umfram það. Fyrir marga er stúdentsprófið nú einungis aðgöngumiði inn á næsta skólastig, þ.e. háskólastigið. Það er fyllilega eðlilegt að flestir hafi aðeins lokið því á aldrinum 20-24, en margir þeirra ljúka í framhaldinu háskólanámi og eru því ekki lengur taldir í þessum hópi. Af þeim sökum lækkar því hlutfallið töluvert eftir 25 aldurinn. Við þetta bætist að fólk lýkur stúdentsprófi fram eftir aldri þannig að myndin sýnir heldur ekki hve margir ljúka stúdentsprófi og láta þar við sitja. Myndin segir því ekki mikla sögu, en er höfð hér með vegna þess hve stúdentsprófið vegur þungt í allri umfjöllun um skólakerfið. Staða verklegra greina í framhaldsskóla er í þessu samhengi þó einkar athyglisverð eins og sjá má á mynd Hvað konur varðar þá hefur ekki orðið mikil breyting á hlutfalli þeirra sem útskrifast með starfsmenntun á framhaldsskólastigi og sækir sér ekki frekara nám, en um 15% kvenna hefur um langan aldur lokið námi af því tagi sem hér um ræðir. Að vísu er mjög 13

14 erfitt að henda fullkomnar reiður á þessu því að margvíslegt nám kvenna 5 sem áður taldist til starfsnáms á framhaldsskólastigi, var síðan á millistigi og er nú á háskólastigi. Því er ekki alltaf ljóst hvernig svarendur hafa flokkað það í svörum sínum. Engu að síður virðist hlutfall kvenna sem hefur lokið starfsnámi á framhaldsskólastigi lítið hafa breyst. Staða karla með starfsmenntun á framhaldsskólastigi er allt önnur en kvenna og hefur jafnframt breyst meira. Í fyrsta lagi er það af sem áður var að um 4 karla lyki slíku námi og hafði þessi tegund náms þannig um langt skeið mun sterkari stöðu en nám til stúdentsprófs. Í öðru lagi virðist hlutfall karla sem lýkur starfsnámi á framhaldsskólastigi vera á hægu en greinilegu undanhaldi. Þótt sumir karlar séu að ljúka náminu langt fram eftir þrítugs- og fertugsaldrinum er ljóst að hlutur þess í menntakerfinu fer ekki lengur nálægt því sem fyrr var. Það ber þó að hafa í huga að myndin sýnir aðeins það nám sem síðast var tekið og einhver umtalsverð aukning í þeim hópi sem hefur haldið áfram í námi (t.d. í námi í Tækniskólanum) skekkir þessa ályktun. Slík aukning gæti gefið ranglega til kynna að færri séu að ljúka starfsnáminu sem er grundvöllur framhaldsins Karlar Konur Mynd Hlutfall þeirra sem hafa lokið starfsnámi á framhaldsskólastigi (en engu formlegu námi eftir það); skipt eftir kyni og aldri Mynd sýnir aldurs- og kynjaskiptingu fólks sem hefur lokið námi á háskólastigi. Eins og myndin bendir til hefur sókn kvenna í háskólanám aukist nokkuð stöðugt, sem helgast annarsvegar af því að þær sækja almennt meira í allar greinar langskólanáms, en hins vegar af því að margar þeirra greina sem þær hafa sótt í um langt skeið hafa færst á háskólastig, 5 Hér er átt við nám sem einkum hefur verið sótt af konum, svo sem nám þroskaþjálfa og fóstra. 14

15 svo sem heilsugæslu- og uppeldis- og menntunargreinar. Hlutfall kvenna sem hafa lokið námi á háskólastigi nálgast nú í þeim aldurshópi þar sem menntunarstigið er hvað hæst (44% kvenna hafa lokið námi á háskólastigi) og gera má ráð fyrir því að hlutfallið fari hækkandi. Mynd gefur til kynna að sókn karla í háskólanám hafi aukist mun hægar en kvenna og það hefur tekið langan tíma að ná markinu. Vandinn við þessa mynd er að hún sýnir ekki þá staðreynd að fólk er að ljúka þessu námi á öllum aldri. Það er því stöðugt að bætast við hlutföllin í öllum aldurshópum, einkum og sér í lagi þegar staða náms á háskólastigi er til skoðunar Karlar Konur Mynd Hlutfall þeirra sem hafa lokið námi á háskólastigi; skipt eftir kyni og aldri Þegar staða menntunar er skoðuð er sjónum beint að því hve mikil eða lítil menntun vinnuaflsins er og því hvort þar er mikill munur á hópum. Mynd sýnir mjög glöggt að menntunarstaða vinnuaflsins er mjög ólík eftir atvinnugreinum. Þá sem hafa að jafnaði stystu menntunina er helst að finna í atvinnugreinum sem tengjast fiskvinnslu, fiskveiðum og landbúnaði. Hins vegar eru hlutfallslega flestir háskólamenntaðir í atvinnugreinum sem tengjast fræðslustarfsemi, fasteignaviðskiptum og ýmissri þjónustu, fjármála-, heilbrigðis- og opinberri þjónustu. Meðal þeirra greina sem eru á undanhaldi hvað varðar hlutdeild í landsframleiðslu eru einmitt greinar sem minnst hafa nýtt sér menntað vinnuafl, þ.e.a.s. frumatvinnugreinarnar, landbúnaður og fiskveiðar, þótt í ýmsum þjónustugreinum sé einnig talsvert byggt á lítið menntuðu vinnuafli. Þær greinar sem eru hinsvegar í vexti reiða sig margar hverjar verulega á menntað vinnuafl. 15

16 Fiskvinnsla Landbúnaður Fiskveiðar Hótel og veitingahús Verslun og viðgerðir Samgöngur og fjarskipti Heilbrigðisþjónusta Fjármálaþjónusta Annar iðnaður Önnur þjónusta/ menningarstarfsemi Mannvirkjagerð Veitustarfsemi Opinber stjórnsýsla Fasteignaviðskipti og ýmis þjónusta Fræðslustarfsemi 7% 6% 5% 7% 22% 15% 23% 23% 47% 19% 35% 42% 36% 19% 38% 24% 24% 15% 37% 19% 21% 25% 34% 11% 18% 4 31% 41% 2% 29% 28% 18% 18% 27% 37% 13% 36% 27% 25% 9% 3% 24% 21% 18% 23% 38% 39% 18% 27% 16% 14% 17% 15% 7% 12% 14% 57% Háskólamenntun Starfsmenntun á framhaldsskólastigi Bókleg menntun á framhaldsskólastigi Grunnskólamenntun 65% 54% 67% Mynd Hlutfall fólks með tiltekna menntun eftir atvinnugrein 6 Sömuleiðis sýnir mynd að starfsstéttir eru misjafnlega samsettar með tilliti til menntunar starfsfólks. Þannig er algengast að sérfræðingar, stjórnendur og embættismenn sem og sérmenntað starfsfólk sé háskólamenntað. Á hinn bóginn er algengast að ósérhæfðir (í samræmi við nafngiftina): véla- og vélgæslufólk, bændur og fiskimenn, þjónustu- og verslunarfólk sem og skrifstofufólk hafi ekki lokið formlegu skólanámi umfram grunnskóla. Hér ber vissulega að hafa í huga að segja má að sum starfssviðin séu skilgreind með tilliti til menntunar og því er ekki langt í hringskilgreiningu þegar menntun er skoðuð eftir þessari flokkun starfgreina. 6 Á myndinni er hlutfall grunnskólamenntaðra látið ráða röð atvinnugreina og starfsstétta. 16

17 Sérfræðingar 4% 8% 2% 86% Stjórnendur og embættismenn Sérmenntað starfsfólk Skrifstofufólk 11% 11% 16% 14% 9% 27% 25% 23% 36% 33% 44% 51% Háskólamenntun Starfsmenntun á framhaldsskólastigi Bókleg menntun á framhaldsskólastigi Grunnskólamenntun Þjónustu- og verslunarfólk 9% 24% 48% Iðnaðarmenn 5% 6% 25% 64% Ósérhæft starfsfólk 4% 11% 65% Véla- og vélgæslufólk 4% 18% 12% 66% Bændur og fiskimenn 3% 18% 49% Mynd Hlutfall fólks með tiltekna menntun eftir starfsstétt Suðurland Austurland Norðurland vystra 22% 21% 21% 14% 21% 17% 37% 32% 35% 42% Háskólamenntun Starfsmenntun á framhaldsskólastigi Bókleg menntun á framhaldsskólastigi Grunnskólamenntun Norðurland vestra 16% 24% 28% 32% Vestfirðir 11% 24% 45% Vesturland 17% 19% 29% 35% Reykjanes 14% 17% 25% 44% Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæði 16% 24% 25% 35% Reykjavík 16% 27% 38% Mynd Hlutfall fólks með tiltekna menntun eftir búsetu 17

18 Mynd sýnir menntun fólks á aldrinum eftir búsetu. Myndin sýnir að menntun er nokkuð mismunandi eftir búsetusvæðum; mynstrið er svo ólíkt að það hlýtur að vekja til umhugsunar, bæði um hvað veldur og hvort hið opinbera hafi hlutverki að gegna að leiðrétta þennan mun. Myndin sýnir meðal annars að hlutfall háskólamenntaðra er mun hærra á höfuðborgarsvæðinu en annarsstaðar á landinu og sömuleiðis er þar einna lægst hlutfall þeirra sem hafa stystu formlegu skólagönguna 3.2 STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR - HÓPURINN MEÐ STYSTU MENNTUNINA Mikilvægt er að gera grein fyrir því hvernig sá hópur er samsettur sem hefur hvað stystu formlegu skólagönguna. Á mynd má sjá samsetningu þessa hóps með tilliti til kyns, aldurs, stöðu á vinnumarkaði, atvinnugreinar, starfsstéttar, búsetu og svæði símenntunarmiðstöðva. Eins og myndin sýnir eru konur á aldrinum mun fleiri í þeim hópi en karlar á sama aldri, eða um þriðjungur kvenna (35%) og fjórðungur karla (26%). Eins og fyrr var rætt fer hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið námi umfram grunnskóla lækkandi og er því hæst í elstu hópunum. Eins og myndin sýnir er hlutfallið svipað á aldursbilinu Þá er hlutfallið mun lægra meðal þeirra sem eru starfandi (28%) heldur en þeirra sem eru utan vinnumarkaðar (). Vert er að hafa í huga að ákveðinn hópur þeirra sem ekki hafa lokið formlegum prófgráðum umfram grunnskóla hafa samt sem áður lokið lengri starfstengdum námskeiðum. Hér er átt við námskeið sem eru 100 klukkustundir eða lengri starfsréttindanámskeið eða til að undirbúa undir starf. Þessi námskeið eru ekki á vegum skólakerfisins. Um er að ræða námskeið s.s. tölvu-, skrifstofu- og verslunarnámskeið, námskeið til meiraprófs eða réttinda á þungavinnuvélar, námskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa og dagmæður og fiskvinnslunámskeið svo eitthvað sé nefnt. Ríflega þriðjungur grunnskólamenntaðra karla (37%, ±5%) og ríflega fjórðungur (28%, ±6%) kvenna á aldrinum hafði lokið slíku námskeiði. Miðað við hvað er rætt um litla aðsókn pilta að skólakerfinu og lítinn áhuga á svonefndum styttri námsbrautum þá eru þetta merkilegar tölur. Það er áhugavert hve margir svara því til að þeir hafi lokið styttri námskeiðum, sem eru ekki flokkuð innan skólakerfisins. Meðal starfsfólks í fiskvinnslu, fiskveiðum og landbúnaði er hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið námi á framhalds- eða háskólastigi hvað hæst (42-57%) en hvað lægst í atvinnugreinum sem tengjast fræðslustarfsemi, fasteignaviðskiptum og ýmissri þjónustu, fjármálaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og opinberri stjórnsýslu (sjá mynd 3.2.1). Þá er hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi umfram skólagöngu hæst meðal ósérhæfðra, véla- og vélgæslufólks, bænda og fiskimanna, þjónustu- og verslunarfólk sem og skrifstofufólks. Sömuleiðis sýnir mynd að hlutfallið er almennt mun hærra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu, einnig þegar farið er eftir skilgreiningu svæða símenntunarmiðstöðva (sjá skiptingu efst á mynd 3.2.1). Það er tilefni til að staldra við mynd til þess að átta sig á því hve misjafnt menntun er skipt eftir atvinnugreinum, starfsstéttum og búsetu, en þessir þættir tengjast að vísu saman. Lykilspurningin er þessi: getur hið opinbera stuðlað að eða hvatt til þess að þeir hópar sem hafa minnsta menntunina vilji og umframt allt geti bætt astöðu sína? 18

19 Vestmannaeyjar Suðurland Austurland Þingeyingar Símey Norðurland vestra Vestfirðir Vesturland Suðurnes Mímir Suðurland Austurland Norðurland eystra Norðurland vestra Vestfirðir Vesturland Reykjanes Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæði Reykjavík 44% 35% 34% 51% 37% 37% 41% 35% 44% 26% 37% 35% 42% 32% 45% 35% 44% 25% 27% Ósérhæft starfsfólk Véla- og vélgæslufólk Iðnaðarmenn Bændur og fiskimenn Þjónustu- og verslunarfólk Skrifstofufólk Sérmenntað starfsfólk Sérfræðingar Stjórnendur og embættismenn 2% 11% 16% 25% 49% 48% 44% 65% 66% Fiskvinnsla Landbúnaður Fiskveiðar Hótel og veitingahús Verslun og viðgerðir Samgöngur og fjarskipti Heilbrigðisþjónusta Fjármálaþjónusta Annar iðnaður Önnur þjón./menningarstarfsemi Mannvirkjagerð Veitustarfsemi Opinber stjórnsýsla Fasteignaviðsk. og ýmis þjón. Fræðslustarfsemi 47% 42% 38% 37% 34% 31% 28% 27% 25% 24% 23% 16% 15% 14% 57% Utan vinnumarkaðar Atvinnulaus Starfandi 28% 45% % 29% 48% 41% 44% 99% Kona Karl 26% 35% Allir % Allir % Mynd Hlutfall þeirra sem höfðu ekki lokið námi umfram grunnskóla; skipt eftir kyni, aldri, stöðu á vinnumarkaði, atvinnugrein, starfsstétt, búsetu og svæði símenntunarmiðstöðva. Bakgrunnsgreining miðast við aldurshópinn

20 3.3 STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR SAMANBURÐUR MILLI ÁRA Eins og fram kom í kafla 2, um aðferð rannsóknarinnar, er vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands samfelld könnun og nær yfir allar vikur ársins. Hér hafa niðurstöður um formlega menntun verið teknar saman fyrir árin 2003 til Eins og sjá má er dreifing menntunar sú sama öll árin. Tæplega þriðjungur hópsins á aldursbilinu hefur ekki lokið námi umfram grunnskólanám, um 4 hefur lokið námi á framahaldsskólastigi og tæpur þriðjungur námi á háskólastigi Grunnskólamenntun Bókleg menntun á framhaldsskólastigi Starfsmenntun á framhaldsskólastigi Háskólamenntun 4 31% 32% 29% 23% 24% 24% 17% 16% 16% Mynd Hlutfall fólks með tiltekna menntun eftir ári rannsóknar Á þessu stutta bili hefur dreifing formlegrar menntunar því ekki breyst og segja má að stöðugleikinn í mynstrinu milli staðfesti áreiðanleika gagnanna. Þetta litla niðurbrot gagnanna gefur ekki sértakt tilefni til frekari samanburðar á stöðu formlegrar menntunar á þessu bili. 3.4 STAÐA FORMLEGRAR MENNTUNAR SAMANTEKT Á HELSTU NIÐURSTÖÐUM Í þessari könnun kemur fram það sem almennt er þekkt að um fólks á aldrinum hefur ekki lokið námi umfram grunnskóla. Sumir hinna yngri munu ljúka slíku námi innan tíðar, einkum konurnar. Hlutfall karla sem ekki hafa lokið námi umfram grunnskóla virðist hafa staðið í stað. Konur hafa á hinn bóginn jafnt og þétt sótt í sig veðrið og sækja sér sífellt meiri menntun og hlutfall kvenna sem ekki hafa lokið formlegu námi er komið niður undir, hjá þeim aldurshópi sem hefur mest sótt sér menntun eftir að grunnskóla lauk. Það gildir hins vegar bæði um karla og konur að sum þeirra ljúka framhaldsskólanámi nokkuð seint eins og sést til að mynda á því að yfir hafa ekki lokið framhaldsskóla en um þriðjungur

21 Svo virðist sem ekki hafi orðið veruleg breyting á hlutfalli kvenna sem útskrifast með starfsmenntun á framhaldsskólastigi, en um 15% kvenna hafa um langan aldur lokið námi sem flokkast sem starfsmenntun. Hins vegar virðist hlutfall karla sem lýkur starfsnámi á framhaldsskólastigi vera á hægu en mjög greinilegu undanhaldi og er það af sem áður var að um 4 karla lyki slíku námi. Sókn kvenna í háskólanám hefur aukist mikið, sem helgast annarsvegar af því að þær sækja almennt meira í allar greinar langskólanáms, en hins vegar af því að margar þeirra greina sem þær hafa sótt mjög í um langt skeið hafa færst á háskólastig. Hlutfall kvenna í þeim aldurshópi þar sem hlutfallslega flestar hafa lokið námi á háskólastigi nálgast nú og allt bendir til að það stefni áfram upp á við. Sókn karla í háskólanaám hefur á hinn bóginn aukist mun hægar og það hefur tekið þá langan tíma að ná markinu. Menntunarstaða vinnuaflsins er mjög ólík eftir atvinnugreinum. Hlutfallslega flestir eru með hvað stystu menntunina í atvinnugreinum sem tengjast fiskvinnslu, fiskveiðum og landbúnaði. Hins vegar eru hlutfallslega flestir háskólamenntaðir í atvinnugreinum sem tengjast fræðslustarfsemi, fasteignaviðskiptum og margvíslegri þjónustu, fjármálaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og opinberri þjónustu. Þetta er vitanlega vel þekkt staðreynd, en erfiðara að gera sér grein fyrir því hvort hún kalli á einhver sérstök viðbrögð. Hlutfallslega flestir meðal sérfræðinga, stjórnenda og embættismanna sem og sérmenntaðs starfsfólks er háskólamenntaðir. Ósérhæfðir, véla- og vélgæslufólk, bændur og fiskimenn, þjónustu- og verslunarfólk sem og skrifstofufólks hafa á hinn bóginn flest ekki lokið formlegu skólanámi umfram grunnskóla. Þá sýna niðurstöður að staða formlegrar skólagöngu er nokkuð ólík eftir búsetu. Þar ber hæst munurinn á höfuðborgarsvæðinu og öðrum landshlutum, en á höfuðborgarsvæðinu er hlutfall háskólagenginna mun hærra en annarsstaðar á landinu og hlutfall þeirra sem hafa hvað stystu formlegu menntunina er að sama skapi hvað lægst á höfuðborgarsvæðinu. Þegar samsetning hópsins með hvað stystu formlegu skólagönguna er skoðuð má sjá að mun fleiri konur en karlar tilheyra þeim hópi. Hlutfallið er sömuleiðis mun hærra meðal þeirra sem eru á sextugs og sjötugsaldri og meðal þeirra sem eru utan vinnumarkaðar. Eins og fyrr greinir hefur starfsfólk í fiskvinnslu, fiskveiðum og landbúnaði síður lokið námi á framhaldseða háskólastigi en starfsfólk í öðrum atvinnugreinum, sem og starfsfólk í starfstéttum ósérhæfðra, véla- og vélgæslufólks, bænda og fiskimanna, þjónustu- og verslunarfólk og skrifstofufólks. Hlutfallið er sömuleiðis almennt hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á milli nna sýnir enga breytingu á stöðu formlegrar menntunar, tæpur þriðjungur eru grunnskólamenntaðir, um 4 framhaldsskólamenntaðir og rétt innan við þriðjungur háskólamenntaðir. 21

22 4 ÞÁTTTAKA Í FORMLEGRI MENNTUN Í könnuninni 2003 var bæði spurt hvort viðkomandi hefði verið skráður í skóla eða á námssamningi a) á síðustu 12 mánuðum og b) á síðustu 4 vikum frá þeim tímapunkti er spurt var. Hér er átt við menntun innan opinbera skólakerfisins. Í þessum kafla verður gerð grein fyrir samsetningu þess hóps sem var skráður í formlega skólakerfið. Niðurstöður verða einnig bornar saman við sambærilegar upplýsingar frá Evrópusambandinu. Þá verður sérstaklega gerð grein fyrir þátttöku þeirra sem hafa hvað stystu skólagönguna, auk þess sem þátttakan verður borin saman milli. 4.1 ÞÁTTTAKA Í OPINBERA SKÓLAKERFINU Á ÍSLANDI Þátttaka í opinbera skólakerfinu eftir bakgrunnsþáttum Tæplega fjórðungur (23%) fólks á aldrinum var skráður í skóla eða á námssamningi síðustu 12 mánuðina fyrir könnunina. Af þeim voru tveir af hverjum þremur (67%) skráðir í skóla eða á námsamningi á síðustu 4 vikum. Þátttakan í aldurshópnum var hins vegar 13% á síðustu 12 mánuðum (sjá mynd og töflu B í viðauka), sem er mun áhugaverðari tala því þá er verið að kanna hópinn sem samkvæmt hefðinni er yfir skólaaldri. Af þeim sem voru skráðir í skóla á síðustu 12 mánuðum voru langflestir skráðir í háskólanám, eða um 71%, en um 16% voru skráð í starfsnám á framhaldsskólastigi og um 13% stunduðu bóklegt nám á framhaldsskólastigi. Mynd og tafla B í viðauka sýna nánari skiptingu hópsins eftir bakgrunnsþáttum og fjöldatölur. Bakgrunnsgreiningin miðast við aldurshópinn Eins og sjá má var mun algengara að konur (17%) en karlar (9%) á aldrinum væru skráðar í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum. 7 Sömuleiðis var mikill munur eftir aldurshópum. 8 Hlutfall þeirra sem voru skráðir í formlega skólakerfið á síðustu 12 mánuðum var hæst í yngstu hópunum en fór ört lækkandi eftir því sem fólk var eldra. Eins og fram kemur á mynd voru um 9 af hverjum 10 ungmennum (86%) á aldrinum skráð í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum og um 7 af hverjum 10 (69%) á aldrinum Hlutfallið lækkar síðan mikið eftir 24 aldurinn. Það er athyglisvert að fjórðungur allra í aldurshópnum er skráður í skóla og sömuleiðis einn af hverjum tíu í hópnum Þátttökuhlutfallið í elstu hópunum er lægra, en þátttaka er þó til staðar. Þátttaka í formlega menntakerfinu var einnig mismunandi eftir fyrri menntun fólks. 9 Þegar aldurshópurinn er skoðaður kemur í ljós að hlutfallslega mun fleiri í hópi þeirra sem voru með bóklega menntun á framhaldsskólastigi (22%) eða háskólamenntun (17%) voru skráðir í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum en meðal þeirra sem höfðu eingöngu lokið grunnskólaprófi (7%) eða höfðu starfsmenntun (9%). 7 χ²(1)=23,5, p<0,05. 8 χ²(6)=1051,04, p<0,05. 9 χ²(3)=52,91, p<0,05. 22

23 Utan vinnumarkaðar Atvinnulaus Starfandi 11% 14% 29% Háskólamenntun Starfsmenntun á framhaldsskólastigi Bókleg menntun á framhaldsskólastigi Grunnskólamenntun 7% 9% 17% 22% % 7% 11% 26% 69% 86% Kona Karl 9% 17% Allir % Allir % Mynd Hlutfall þeirra sem voru skráðir í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum; skipt eftir kyni, aldri, menntun, stöðu á vinnumarkaði og skólastigi. Bakgrunnsgreining miðast við aldurshópinn Allar þessar tölur eru áhugaverðar, hver á sinn hátt. Það að ríflega fimmtungur fólks með bóklegt framhaldsskólapróf (stúdentspróf) sé skráð í skóla eftir 25 aldur sýnir talsverðan sveigjanleika bæði skólakerfisins og vinnuaflsins. Á hinn bóginn er athyglisvert að hátt í fimmtungur þeirra sem þegar hafa háskólapróf eru að bæta við sig formlegu námi sem undirstrikar að háskólanámið er að lengjast. Þátttaka háskólamenntaðra í formlega menntakerfinu er meira en tvöföld á við þátttöku þeirra sem hafa stystu formlegu skólagönguna að baki og ljóst er að þeir sem hafa hvað stysta formlega skólagöngu eru einnig hvað síst að sækja sér formlega menntun á fullorðinsárum. Nú gæti verið að mynstrið í námskeiðssókn og annarri óformlegri menntun sé annað, en hvað hina formlegu skólagöngu varðar þá er bilið stöðugt að breikka milli þeirra sem hafa stysta og lengsta skólagöngu að baki. Sömuleiðis kemur fram á mynd að þátttaka í formlega skólakerfinu var hlutfallslega mest meðal þeirra sem voru utan vinnumarkaðar 10, sem er eins og vænta mátti, því stór hluti þeirra sem eru í skóla eru ekki í annarri vinnu. Tæplega þriðjungur þeirra sem voru utan vinnumarkaðar voru skráðir í skóla eða voru á námssamningi á síðustu 12 mánuðum en hið sama gilti um 14% þeirra sem voru skráðir atvinnulausir, sem er lítill hópur og um 11% þeirra sem voru starfandi. En hvaða hópar eru í skóla? Á mynd má sjá hlutfall sem voru skráðir í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum, skipt eftir atvinnugrein, starfsstétt, búsetu, svæði símenntunarmiðstöðvar og skólastigi. Eins og myndin gefur til kynna var nokkur munur 10 χ²(2)=45,92, p<0,05. 23

24 á þátttöku í formlega skólakerfinu eftir atvinnugreinum 11 (sjá einnig töflu B í viðauka). Þannig var þátttakan hvað mest, eða á bilinu 15-17% meðal starfsfólks í atvinnugreinunum sem heyra undir hótel og veitingahús, fræðslustarfsemi, fjármálaþjónustu og opinbera stjórnsýslu og á bilinu 13-14% meðal starfsfólks í heilbrigðisþjónustu, annarri þjónustu og menningarstarfssemi, samgöngum og fjarskiptum sem og fasteignaviðskipum og ýmissri þjónustu. Það á við um nær allar þessar greinar að lang algengast er að fólk sé að sækja sér nám á háskólastigi (sjá mynd 4.1.2). Þátttaka í formlega skólakerfinu var hins vegar heldur minni meðal starfsfólks í fiskvinnslu, fiskveiðum, mannvirkjagerð, verslun og viðgerðum sem og í öðrum iðnaði, eða á bilinu 6-9% en lægst meðal starfsfólks í landbúnaði (3%) og meðal starfsfólks sem sinnti veitustarfsemi (). Athygli vekur að sérfræðingar voru í meira mæli þátttakendur í formlega skólakerfinu en aðrar starfsstéttir, en 17% þeirra voru skráðir í skóla á síðustu 12 mánuðum (sjá töflu B í viðauka) 12. Á bilinu 10-13% stjórnenda og embættismanna, sérmenntaðs starfsfólks, skrifstofufólks, þjónustu- og verslunarfólks sem og ósérhæfðra sótti formlegt nám á síðustu 12 mánuðum en það sama gilti um einungis 3-6% bænda og fiskimanna, iðnaðarmanna og véla- og vélgæslufólks. Eins og fram kemur á mynd eru flestir þeirra sem tilheyra fyrrnefndum starfsgreinum og eru að sækja sér meira formlegt nám skráðir í nám á háskólastigi. 11 χ²(14)=24,86, p<0, χ²(8)=25,99, p<0,05. 24

25 Mímir Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Símey Þingeyingar Austurland Suðurland Vestmannaeyjar 4% 3% 3% 5% 3% 4% 1% 4% 2% 7% 3% 2% 4% 4% 6% 3% 3% 4% Háskólanám (ISCED 5-6) Nám á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi (ISCED 1-4) Reykjavík Önnur sv.fél. á höfuðb.sv. Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland 5% 3% 3% 3% 5% 3% 5% 1% 4% 2% 5% 2% 4% 6% 3% 2% 8% 11% Sérfræðingar Ósérhæft starfsfólk Stjórnendur og embættismenn Þjónustu- og verslunarfólk Skrifstofufólk Sérmenntað starfsfólk Véla- og vélgæslufólk Iðnaðarmenn Bændur og fiskimenn 1% 3% 8% 2% 9% 4% 6% 4% 5% 2% 7% 3% 5% 3% 15% Hótel og veitingahús Fræðslustarfsemi Samgöngur og fjarskipti Heilbrigðisþjónusta Fjármálaþjónusta Önnur þjón./menningarstarfs. Fasteignaviðsk. og ýmis þjón. Opinber stjórnsýsla Annar iðnaður Fiskvinnsla Fiskveiðar Verslun og viðgerðir Mannvirkjagerð Landbúnaður Veitustarfsemi 9% 7% 1% 7% 5% 2% 5% 7% 2% 9% 1% 2% 8% 3% 5% 8% 6% 4% 2% 1% 5% 3% 13% Mynd Hlutfall þeirra sem voru skráðir í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum; skipt eftir atvinnugrein, starfsstétt, búsetu, svæði símenntunarmiðstöðva og skólastigi. Bakgrunnsgreining miðast við aldurshópinn Á myndinni er samanlagt hlutfall þeirra sem skráðir eru í nám látið ráða röð atvinnugreina og starfsstétta. Sömuleiðis ber að hafa í huga að samanlagt hlutfall þeirra sem eru skráðir í nám (nám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi) er stundum heldur lægra en í töflu B í viðauka og skýrist það af því að einhverjir svarenda gáfu ekki upp á hvaða skólastigi þeir stunduðu nám. 25

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL VINNUMENNING OG KYNJATENGSL LÖGREGLUNNAR AF HVERJU ERU KONUR SVO FÁMENNAR MEÐAL LÖGREGLUMANNA? FINNBORG SALOME STEINÞÓRSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá...

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Kápa Ranns. versl 4/18/07 12:51 PM Page 1 C M Y CM MY CY CMY K Rannsóknasetur verslunarinnar Háskólinn á Bifröst Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Rannsókn

Διαβάστε περισσότερα

SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA.

SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA. SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA. Afstaða og skuldbinding til náms, líðan og stuðningur foreldra og skóla Kristjana Stella Blöndal, dósent við Félags- og mannvísindadeild, Félagsvísindasviði

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir Nám og UT-færni Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun Kannanir lagðar fyrir í: Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Hugvísindasvið. Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun. Ritgerð til BA-prófs. Fabio Teixidó

Hugvísindasvið. Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun. Ritgerð til BA-prófs. Fabio Teixidó Hugvísindasvið Íðorð í jarðfræði Orðmyndun og notkun Ritgerð til BA-prófs Fabio Teixidó Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Íðorð í jarðfræði Orðmyndun og notkun Ritgerð til

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Tölfræði II Samantekt vor 2010

Tölfræði II Samantekt vor 2010 Tölfræði II Samatekt vor 00 Ályktuartölfræði Hvað er ályktuartölfræði (iferetial statistics)? Öryggisbil (cofidece iterval) Marktektarpróf Ályktuartölfræði: Hverig er öryggisbil reikað? Gerum ráð áðfyrir

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna.

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna. Hugvísindasvið Sögur af Saffó Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna Ritgerð til B.A.-prófs Þorsteinn Vilhjálmsson Janúar 2013

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Forxiga 5 mg filmuhúðaðar töflur Forxiga 10 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Forxiga 5 mg filmuhúðaðar töflur Hver tafla inniheldur dapagliflozin

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Fyrir að eða fyrir því að?

Fyrir að eða fyrir því að? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Fyrir að eða fyrir því að? Um fornöfn í forsetningarliðum sem innleiða setningar Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Mirko Garofalo Kt.:

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα