SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn."

Transcript

1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Solu-Medrol 40 mg, 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Metýlprednisólon 40 mg, 125 mg og 500 mg sem metýlprednisólonnatríumsúkkínat. Hjálparefni með þekkta verkun: Benzýlalkóhól: Leysir inniheldur 9 mg benzýlalkóhól/ml. Natríum: Solu-Medrol 40 mg stungulyfsstofn inniheldur 0,4 mmól (8,5 mg) af natríum í hverjum ml. Solu-Medrol 125 mg og 500 mg stungulyfsstofn innihalda 0,3 mmól (6,8 mg) af natríum í hverjum ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla LYFJAFORM Stungulyfsstofn og leysir, lausn. Frostþurrkaði stungulyfsstofninn er hvítur eða beinhvítur og leysirinn er tær, litlaus lausn. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Ástand og sjúkdómar þar sem þörf er fyrir notkun sykurstera. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skömmtun lyfsins er einstaklingsbundin, háð sjúkdómi. Solu-Medrol á að gefa með inndælingu eða innrennsli í bláæð eða með inndælingu í vöðva. Börn: Minni skammta á að nota handa ungbörnum og börnum, en þeir eiga þó að ákvarðast af alvarleika sjúkdóms og svörun við lyfjameðferðinni frekar en aldri og þyngd barnsins. Skammtur á ekki að vera minni en 0,5 mg/kg/sólarhring. ATHUGIÐ: Sum lyfjaform metýlprednisólonnatríumsúkkínats innihalda benzýlalkóhól (sjá kafla 4.4 um börn). Ábending Viðbótarmeðferð við lífshættulegu ástandi Gigt, þegar hefðbundin meðferð hefur ekki borið árangur (eða þegar ástand versnar) Skammtar Gefið 30 mg/kg í bláæð á að minnsta kosti 30 mínútum. Endurtaka má skammta hverja klst. í allt að 48 klst. Hagið meðferð á annan hvorn neðangreindan hátt sem kröftug meðferð í skamman tíma (pulse therapy), með inndælingu í bláæð á að minnsta kosti 30 mínútum. Meðferðina má endurtaka ef ekki kemur í ljós bati 1 viku eftir meðferð, eða eins og ástand sjúklingsins útheimtir. 1

2 1 g á dag í 1-4 sólarhringa, eða Rauðir úlfar (systematic lupus erythematosus), þegar hefðbundin meðferð hefur ekki borið árangur (eða þegar ástand versnar) Heila- og mænusigg (multiple schlerosis), þegar hefðbundin meðferð hefur ekki borið árangur (eða þegar ástand versnar) Bjúgur eins og við nýrnahnoðrabólgu (glomerulusnephritis) eða nýrnabólgu vegna helluroða (lupus nephritis), þegar hefðbundin meðferð hefur ekki borið árangur (eða þegar ástand versnar) Krabbamein á lokastigi (til að auka lífsgæði) Fyrirbyggjandi meðferð við ógleði og uppköstum í tengslum við krabbameinslyfjameðferð Bráðir mænuáverkar 1 g á mánuði í 6 mánuði. Notið 1 g á dag sem kröftug meðferð í skamman tíma (pulse therapy) með inndælingu í bláæð á að minnsta kosti 30 mínútum. Meðferðina má endurtaka ef bati kemur ekki fram 1 viku eftir meðferð, eða eins og ástand sjúklingsins útheimtir. Notið 1 g á dag í 3 eða 5 daga sem kröftug meðferð í skamman tíma (pulse therapy) með inndælingu í bláæð á að minnsta kosti 30 mínútum. Meðferðina má endurtaka ef bati kemur ekki fram 1 viku eftir meðferð, eða eins og ástand sjúklingsins útheimtir. Hagið meðferð á annan hvorn neðangreindan hátt sem kröftug meðferð í skamman tíma (pulse therapy), með inndælingu í bláæð á 30 mínútum. Meðferðina má endurtaka ef ekki kemur í ljós bati 1 viku eftir meðferð, eða eins og ástand sjúklingsins útheimtir. 30 mg/kg annan hvern dag í 4 daga, eða 1 g á dag í 3, 5 eða 7 daga. Notið 125 mg á dag með inndælingu í bláæð í allt að 8 vikur. Við krabbameinslyfjameðferð sem veldur vægri til í meðallagi mikilli ógleði: Gefið 250 mg í bláæð á að minnsta kosti 5 mínútum 1 klst. áður en krabbameinslyfjagjöf hefst. Endurtakið Solu-Medrol skammt við upphaf krabbameinslyfjagjafar og í lok krabbameinslyfjagjafar. Einnig má nota klórsetin fenotíazín ásamt fyrsta skammti Solu-Medrol til að auka áhrifin. Við krabbameinslyfjameðferð sem veldur mikilli ógleði: Gefið 250 mg í bláæð á að minnsta kosti 5 mínútum með hæfilegum skammti af metoklópramíði eða bútyrofenóni 1 klst. áður en krabbameinslyfjagjöf hefst. Endurtakið Solu-Medrol skammt við upphaf krabbameinslyfjagjafar og í lok krabbameinslyfjagjafar. Meðferðina á að hefja innan 8 klst. eftir áverka. Á við um þá sjúklinga sem byrja í meðferð innan 3 klst. eftir áverka: Gefið 30 mg/kg hleðsluskammt á 15 mínútum, síðan er gert hlé í 45 mínútur og eftir það stöðugt innrennsli í bláæð með 5,4 mg/kg á klst. í 23 klukkustundir. Á við um þá sjúklinga sem byrja í meðferð 3 til 8 klst. eftir áverka: Gefið 30 mg/kg hleðsluskammt á 15 mínútum, síðan er gert hlé í 45 mínútur og eftir það stöðugt innrennsli í bláæð með 5,4 mg/kg á klst. í 47 klukkustundir. Pneumocystis jiroveci Lungnabólga hjá sjúklingum með alnæmi Nota skal annan íkomustað í bláæð fyrir innrennslisdæluna Meðferðina á að hefja innan við 72 tímum áður en meðferð við lungnabólgunni (pneumocystis) hefst. Einn af meðferðarmöguleikunum, er að gefa 40 mg í bláæð á 6-12 klst. fresti og hætta lyfjagjöf smátt og smátt á hámarki 21 degi eða þangað til meðferðinni við pneumocystis er lokið. Vegna aukinnar hættu á endurvirkjun berklasýkingar hjá alnæmissjúklingum skal íhuga berklameðferð ef barksterar eru notaðir af þessum sjúklingahópi. Einnig skal fylgjast með sjúklingi með tilliti til 2

3 Versnun langvinnar lungnateppu Sem viðbótarmeðferð við aðrar ábendingar virkjunar annarra dulinna sýkinga. Tveir meðferðarmöguleikar hafa verið rannsakaðir: 0,5 mg/kg í bláæð 6. hverja klst. í 72 klst., eða 125 mg í bláæð 6. hverja klst í 72 klst., eftir það er skipt yfir í barkstera til inntöku og skammtar minnkaðir smátt og smátt. Samanlagður meðferðartími á að vera að minnsta kosti 2 vikur Upphafsskammtur er breytilegur frá 10 til 500 mg í bláæð, háður klínísku ástandi. Stærri skammta getur þurft við stutta meðferð í erfiðum, bráðum tilfellum. Upphafsskammta allt að 250 mg á að gefa í bláæð á að minnsta kosti 5 mínútum, en stærri skammta á að gefa á að minnsta kosti 30 mínútum. Þá skammta sem gefnir eru eftir það má gefa í bláæð eða í vöðva með millibili í samræmi við svörun og klínískt ástand sjúklings. Upphafsskammt allt að 250 mg á að gefa í bláæð á að minnsta kosti 5 mínútum, en stærri skammta á að gefa á að minnsta kosti 30 mínútum. Lyfið er blandað samkvæmt leiðbeiningum (sjá einnig kafla 6.6). Til að forðast vandamál varðandi samrýmanleika og geymsluþol er ekki mælt með því að gefa metýlprednisólonnatríumsúkkínat ásamt öðrum lyfjum ef kostur er, þ.e. hvorki sem hleðsluskammt í bláæð, gefinn um lyfjabrunn, né sem samhliða ( piggy-back ) innrennslislausn (sjá kafla 6.6). Notkunarleiðbeiningar fyrir tvískipt hettuglös (Act-O-Vial) 1. Þrýstið plasthettunni fast niður, þannig að leysirinn renni niður í neðri hluta glassins. 2. Hristið glasið þar til innihaldið er uppleyst. 3. Fjarlægið kringlóttu plasthlífina sem hylur gúmmíið. Sótthreinsið gúmmíið. 4. Stingið nálinni (21G) hornrétt í gegnum miðju gúmmísins þar til nálaroddurinn verður sýnilegur. Hvolfið glasinu og dragið tilætlaðan skammt upp í sprautuna. Endurtekna skammta má gefa eins og lýst er hér að ofan. 4.3 Frábendingar Altæk (systemic) sveppasýking. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Solu-Medrol 40 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem kemur úr kúamjólk. Ekki má nota þennan styrkleika (40 mg) handa sjúklingum sem vitað er eða grunur leikur á að séu með ofnæmi fyrir kúamjólk eða öðrum mjólkurafurðum sem kunna að innihalda snefilmagn af mjólk (sjá kafla 4.4). Notkun í mænuvökva (sjá kafla 4.8). Utanbastsnotkun (epidural) (sjá kafla 4.8). Ekki má gefa sjúklingum sem fá ónæmisbælandi skammta af barksterum lifandi eða veikluð lifandi bóluefni. 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Hinar alvarlegu aukaverkanir krefjast mikillar varúðar við fjölda sjúkdóma bæði staðfestra og dulinna. Ónæmisbælandi verkun / aukið næmi fyrir sýkingum Barksterar geta aukið næmi fyrir sýkingum, dulið einkenni sýkinga og nýjar sýkingar geta komið upp á meðan á meðferð stendur. Þegar barksterar eru notaðir minnkar mótstöðuaflið og erfitt getur verið að greina sýkinguna. Sýkingar með sjúkdómsvaldandi veirum, bakteríum, sveppum, frumdýrum eða bandormum geta verið afleiðingar af meðferð með barksterum einum sér eða ásamt öðrum ónæmisbælandi lyfjum sem hafa 3

4 áhrif á frumubundið eða vessabundið ónæmi eða virkni daufkyrninga. Slíkar sýkingar geta verið vægar, en geta þó einnig verið alvarlegar og stundum banvænar. Tíðni sýkinga sem fylgikvilla eykst með auknum skömmtum af barksterum. Sjúklingar sem fá meðferð með ónæmisbælandi lyfjum eru næmari fyrir sýkingum en heilbrigðir einstaklingar. Til dæmis geta hlaupabóla og mislingar orðið alvarlegri og leitt til dauðsfalla hjá börnum sem ekki hafa verið bólusett og fullorðnum sem fá meðferð með barksterum. Sjúklinga, sem fá ónæmisbælandi skammta af barksterum, á að upplýsa um að forðast smit og leita ráða hjá lækni ef þeir verða útsettir fyrir smiti. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar um börn er að ræða. Gefa má sjúklingum sem fá ónæmisbælandi skammta af barksterum deydd eða óvirkjuð bóluefni, en verkun þeirra getur verið skert. Sjúklinga sem fá skammta af barksterum sem ekki eru ónæmisbælandi má bólusetja eins og fyrirhugað er. Við virka berkla á barksterameðferð að takmarkast við þau tilfelli þegar um er að ræða svæsna eða dreifða berkla, þar sem barksterarnir eru notaðir sem hluti af meðferðinni ásamt viðeigandi berklameðferð. Ef ábending er fyrir notkun barkstera handa sjúklingum með dulda berkla eða sjúklingum með jákvætt túberkulínpróf, skal hafa nákvæmt eftirlit með þessum sjúklingum, þar sem berklarnir geta blossað upp aftur. Við langvarandi barksterameðferð á að veita fyrirbyggjandi meðferð. Ef notað er rifampicín til meðferðar við berklum, verður að reikna með því að rifampacín eykur umbrot barkstera í lifur. Þess vegna gæti verið nauðsynlegt að auka skammt barkstera. Kaposi sarkmein geta komið fram hjá sjúklingum sem eru í barksterameðferð. Klínískur bati getur orðið ef barksterameðferð er hætt. Þáttur barkstera í blóðeitrunarlosti er umdeildur og fyrri rannsóknir hafa sýnt bæði gagnlega og skaðlega verkun. Nýrri rannsóknir benda til þess að viðbótarmeðferð með barksterum geti verið gagnleg fyrir sjúklinga með staðfest blóðeitrunarlost, sem samtímis eru með vanstarfsemi í nýrnahettuberki. Ekki er þó mælt með því að nota barkstera að staðaldri hjá sjúklingum með blóðeitrunarlost. Almenn athugun á skammtíma meðferð með stórum skömmtum af barksterum styður ekki notkun hennar. Safngreining og heildarskoðun gagna bendir til þess að lengri meðferð (5-11 dagar) með litlum skömmtum af barksterum geti dregið úr dánartíðni, sérstaklega hjá sjúklingum í blóðeitrunarlosti sem háðir eru blóðþrýstingshækkandi lyfjum. Ekki má bólusetja sjúklinga gegn kúabólu meðan þeir fá barksterameðferð. Aðrar ónæmisaðgerðir ætti ekki heldur að framkvæma hjá sjúklingum á barksterameðferð, sérstaklega hjá þeim sem nota stóra skammta, vegna hættu á aukaverkunum á taugar og að ekki verði næg mótefnasvörun. Þó má framkvæma ónæmisaðgerðir hjá sjúklingum sem fá uppbótarmeðferð með barksterum, t.d.vegna Addisons-sjúkdóms. Ónæmiskerfi Ofnæmisviðbrögð (t.d. ofsabjúgur) geta komið fram. Gera skal nauðsynlegar varúðarráðstafanir áður en Solu-Medrol meðferð hefst, vegna mjög sjaldgæfra tilfella um húðviðbrögð og bráðaofnæmis/óþolsviðbrögð hjá sjúklingum sem fengið hafa barkstera, sérstaklega ef sjúklingar hafa sögu um lyfjaofnæmi. Ofnæmi fyrir kúamjólk (eftirfarandi kafli gildir eingöngu fyrir Solu-Medrol 40 mg) Solu-Medrol 40 mg inniheldur laktósaeinhýdrat úr nautgripaafurðum sem hjálparefni og getur því innihaldið snefilmagn af próteini úr kúamjólk (ofnæmisvaldur í kúamjólk). Tilkynnt hefur verið um alvarleg ofnæmisviðbrögð, meðal annars berkjukrampa og bráðaofnæmi, hjá sjúklingum með ofnæmi fyrir próteinum úr kúamjólk sem fengu meðferð við bráðu ofnæmi. Sjúklingar sem vitað er eða grunur leikur á að séu með ofnæmi fyrir kúamjólk mega ekki fá Solu-Medrol 40 mg (sjá kafla 4.3). Hafa skal í huga ofnæmisviðbrögð við próteinum úr kúamjólk hjá sjúklingum sem fá Solu-Medrol 40 mg til meðferðar við bráðu ofnæmi þegar einkennin versna eða ný ofnæmiseinkenni koma fram (sjá kafla 4.3). Stöðva skal gjöf Solu-Medrol 40 mg og veita sjúklingi viðeigandi meðferð. 4

5 Innkirtlar Hjá sjúklingum sem fá meðferð með barksterum og eru útsettir fyrir óvenju mikilli streitu er ráðlagt að gefa stærri skammta af hraðverkandi barksterum meðan á hinu streituvaldandi ástandi stendur og bæði fyrir það og eftir. Langtímameðferð með lækningalegum skömmtum af barksterum getur leitt til bælingar á virkni undirstúku-heiladinguls-nýrnahettubarkar (afleidd vanstarfsemi í nýrnahettuberki). Alvarleiki og varanleiki vanstarfsemi í nýrnahettuberki er mismunandi milli sjúklinga og ræðst af skömmtum, skammtatíðni, lengd lyfjagjafar og lengd meðferðar með barksterum. Skömmtun annan hvern dag eða sjaldnar getur dregið úr þessari aukaverkun. Bráð vanstarfsemi í nýrnahettuberki, sem getur leitt til dauða, getur komið fram þegar meðferð með barksterum er hætt skyndilega. Því er hægt að minnka vanstarfsemi í nýrnahettuberki í kjölfar lyfjameðferðar með því að draga smátt og smátt úr skömmtum. Þessi hlutfallslega vanstarfsemi getur varað svo mánuðum skiptir eftir að meðferð er hætt, og því ber að hefja hormónameðferð að nýju ef sjúklingurinn verður fyrir álagi á þessu tímabili. Fráhvarfseinkenni sem ekki tengjast vanstarfsemi í nýrnahettuberki geta komið fram þegar meðferð með barksterum er hætt skyndilega. Meðal þessara einkenna eru lystarleysi, ógleði, uppköst, svefnhöfgi, höfuðverkur, hiti, liðverkir, húðflögnun, vöðvaverkir, þyngdartap og/eða lágþrýstingur. Talið er að þessar aukaverkanir stafi frekar af skyndilegri breytingu á þéttni barkstera en of lágri þéttni barkstera. Þar sem barksterar geta valdið Cushings heilkenni eða versnun þess á að forðast notkun barkstera hjá sjúklingum með Cushings sjúkdóm. Verkun barkstera er aukin hjá sjúklingum með vanstarfsemi í skjaldkirtli. Efnaskipti og næring Barksterar geta aukið blóðsykur, valdið versnun sykursýki og aukið líkur á að sjúklingar sem fá langtímameðferð fái sykursýki. Geðræn vandamál Geðraskanir geta komið fram eftir notkun barkstera, allt frá sælutilfinningu, svefnleysi, skapsveiflum, persónuleikabreytingum og alvarlegu þunglyndi upp í geðrof. Tilfinningalegt ójafnvægi sem þegar er til staðar eða tilhneiging til geðtruflunar getur versnað við notkun barkstera. Barksterar til almennrar (systemic) notkunar geta leitt til geðraskana sem geta verið alvarlegar (sjá kafla 4.8). Einkennin koma yfirleitt fram innan fárra daga eða vikna frá upphafi meðferðar. Flest einkenni hverfa þegar skammtar eru minnkaðir eða notkun lyfsins hætt, þó hugsanlega sé þörf á sértækri meðferð. Tilkynnt hefur verið um geðraskanir eftir að notkun barkstera er hætt, en tíðni þess er ekki þekkt. Sjúklingar/heilbrigðisstarfsmenn eiga að leita læknisfræðilegrar ráðgjafar ef geðraskanir koma fram, einkum ef grunur leikur á að um þunglyndi eða sjálfsvígshugleiðingar sé að ræða. Sjúklingar/heilbrigðisstarfsmenn eiga að hafa vakandi auga með hugsanlegum geðröskunum, sem fram geta komið meðan á almennri meðferð með barksterum stendur eða strax eftir að byrjað er að minnka skammta. Taugakerfi Ekki á að nota barkstera handa sjúklingum með krampa. Gæta skal varúðar við notkun barkstera hjá sjúklingum með vöðvaslensfár (myasthenia gravis). (Sjá einnig upplýsingar um vöðvakvilla í kaflanum Stoðkerfi og stoðvefur). Þó klínískar samanburðarrannsóknir hafi sýnt að barksterar geti flýtt bata á tímabilum með bráðri versnun heila- og mænusiggs, hefur ekki verið sýnt fram á að barksterar hafi áhrif á endanlegar 5

6 afleiðingar eða eðlilega framvindu sjúkdómsins. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barksterar hafi marktæka verkun þarf að nota þá í tiltölulega stórum skömmtum. Tilkynnt hefur verið um alvarleg læknisfræðileg tilfelli við notkun í mænivökva eða utanbastsnotkun (sjá kafla 4.8). Tilkynnt hefur verið um utanbastsfituæxli (epidural lipomatosis) hjá sjúklingum sem nota barkstera, einkum við notkun stórra skammta í langan tíma. Augu Barkstera á að nota með varúð handa sjúklingum með herpes simplex í auga, vegna hættu á rofi á hornhimnu. Langvarandi notkun barkstera getur orsakað ský rétt fyrir innan augasteinshýði (subcapsular cataract) eða á augasteini (nuclear cataract) (sérstaklega hjá börnum), útstæð augu eða aukinn augnþrýsting, sem getur leitt til gláku með hugsanlegum skemmdum á sjóntaug og getur aukið líkur á fylgisýkingu í auga af völdum sveppa eða veira. Meðferð með barksterum hefur tengst miðlægum vessandi sjónukvilla (central serous chorioretinopathy), sem getur leitt til sjónuloss. Hjarta Aukaverkanir á hjarta- og æðakerfi af völdum sykurstera, svo sem blóðfituröskun og háþrýstingur, geta aukið líkur á því að sjúklingar, sem fá meðferð með barksterum og hafa fyrir áhættuþætti vegna hjarta- og æðakvilla, fái frekari aukaverkanir á hjarta- og æðakerfi ef stórir skammtar eru notaðir í langan tíma. Því ber að gæta varúðar við notkun barkstera hjá þessum sjúklingum og breyta meðferð til að lágmarka áhættu, auk þess að fylgjast náið með hjartastarfsemi ef þörf krefur. Litlir skammtar og skammtar gefnir annan hvern dag geta dregið úr tíðni fylgikvilla barksterameðferðarinnar. Greint hefur verið frá hjartsláttaróreglu og/eða losti og /eða hjartastoppi eftir hraða inndælingu stórra skammta af metýlprednisólonnatríumsúkkínati í bláæð (meira en 0,5 g gefið á innan við 10 mínútum). Greint hefur verið frá hægum hjartslætti við eða eftir notkun stórra skammta, sem getur verið óháð innrennslishraða. Gæta skal varúðar við almenna (systemic) notkun barkstera hjá sjúklingum með langvinna vinstri hjartabilun og ekki beita slíkri meðferð nema brýna nauðsyn beri til. Æðar Greint hefur verið frá segamyndun, þ.m.t. bláæðasegareki, við notkun barkstera. Því skal gæta varúðar við notkun barkstera hjá sjúklingum sem eru með eða eiga á hættu að fá segarekssjúkdóm. Barkstera á að nota með varúð handa sjúklingum með háþrýsting. Meltingarfæri Stórir skammtar af barksterum geta valdið bráðri brisbólgu. Vísbendingar um orsakasamhengi milli notkunar barkstera og myndunar ætisára í meltingarvegi eru ekki ótvíræðar. Meðferð með barksterum getur þó dulið einkenni ætisára, þannig að götun eða blæðing getur orðið án teljandi sársauka. Meðferð með barksterum getur dulið lífhimnubólgu (peritonitis) og önnur einkenni sem tengjast sjúkdómi í meltingarfærum, eins og rofi, teppu og brisbólgu. Hætta á sárum í meltingarvegi eykst við samtímis notkun bólgueyðandi lyfja sem ekki eru sterar (NSAIDlyfja). Barkstera á að nota með varúð handa sjúklingum með ósértæka sáraristilbólgu, ef hætta er á rofi, ígerð eða öðrum sýkingum sem geta valdið ígerð, sarpbólgu í ristli (diverticulitis), nýlega samtengingu á þörmum eða virk eða dulin ætisár (ulcus pepticum). Lifur og gall Verkun barkstera er aukin hjá sjúklingum með skorpulifur. 6

7 Metýlprednisólón gefið sem lotumeðferð í bláæð (yfirleitt með upphafsskammti 1 mg/dag) getur valdið lifrarskaða af völdum lyfjanotkunar, þar á meðal bráðri lifrarbólgu eða hækkun á gildum lifrarensíma. Mjög sjaldan hefur verið tilkynnt um eituráhrif á lifur. Tími að upphafi einkenna getur verið nokkrar vikur eða lengri. Í meirihluta skráðra tilfella hurfu aukaverkanirnar eftir að meðferð hafði verið hætt. Því er viðeigandi eftirlit nauðsynlegt. Stoðkerfi og stoðvefur Greint hefur verið frá bráðatilfellum vöðvakvilla (myopathy) við notkun barkstera í stórum skömmtum, flest tilfellin komu fram hjá sjúklingum með sjúkdóma sem hafa áhrif á taugaboð til vöðva (t.d. vöðvaslensfár) eða hjá sjúklingum sem fá samtímis meðferð með andkólínvirkum lyfjum svo sem tauga- og vöðvaslakandi lyfjum (t.d. pancuronium). Þessi bráðatilfelli vöðvakvilla eru útbreidd, geta verið í augnvöðvum og vöðvum í öndunarvegi og geta leitt til útlimalömunarsnerts. Gildi kreatínkínasa geta hækkað. Það getur tekið vikur eða ár að ná klínískum framförum eða bata þegar notkun barkstera er hætt. Beinþynning er algengur en lítt greindur fylgikvilli langtímameðferðar með stórum skömmtum af barksterum. Háð lengd meðferðar og þeirri skammtastærð sem notuð er má búast við neikvæðum áhrifum á efnaskipti kalsíums. Því er mælt með fyrirbyggjandi meðferð gegn beinþynningu og er hún einkum mikilvæg ef aðrir áhættuþættir eru fyrir hendi, þ.m.t. arfgeng tilhneiging, hár aldur, tíðahvörf, ófullnægjandi neysla próteins og kalsíums, miklar reykingar, ofneysla áfengis og lítil hreyfing. Fyrirbyggjandi meðferð byggist á fullnægjandi neyslu kalsíums og D-vítamíns, ásamt hreyfingu. Ef beinþynning er þegar fyrir hendi ber að íhuga viðbótarmeðferð. Nýru og þvagfæri Barkstera á að nota með varúð handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Rannsóknaniðurstöður Meðalstórir og stórir skammtar af hýdrókortisoni eða kortisoni geta hækkað blóðþrýsting, aukið saltog vökvasöfnun og aukið útskilnað kalíums. Líkurnar á þessu eru minni ef um samtengdar afleiður barkstera er að ræða, nema þegar stórir skammtar eru notaðir. Íhuga skal saltsnautt og kalíumríkt fæði. Allir barksterar auka útskilnað kalsíums og auka líkur á beinþynningu við langvarandi meðferð. Áverkar og eitranir Barksterar til almennrar (systemic) notkunar á ekki að nota til meðferðar við heilaáverka. Annað Þar sem aukaverkanir vegna barksterameðferðar eru skammtaháðar, skal meta skammt, meðferðarlengd og áhættu/ávinning fyrir hvern sjúkling fyrir sig. Eftir að metin hefur verið áhætta/ávinningur skal íhuga að skipta úr gjöf stungulyfs yfir í inntöku, eftir langvarandi notkun barkstera. Nota á eins litla skammta og mögulegt er til að ná meðferðarárangri og þegar hægt er að minnka skammta skal það gert smátt og smátt. Búast má við að samhliðanotkun með CYP3A hemlum, þ.m.t. lyfjum sem innihalda cobicistat, auki hættu á altækum aukaverkunum. Forðist samhliðanotkun nema ávinningur sé meiri en aukin áhætta á altækum aukaverkunum af völdum barkstera en þá skal fylgjast náið með því hvort sjúklingar verði fyrir altækum barksteraáhrifum (sjá kafla 4.5). Hjá sumum sjúklingum geta barksterar haft áhrif á hreyfanleika og fjölda sáðfrumna. Skammtaaðlögun getur verið nauðsynleg þegar sjúkdómur fer batnandi eða ef hann versnar vegna einstaklingsbundinnar svörunar sjúklinga við meðferðinni og ef sjúklingar verða fyrir andlegu eða líkamlegu álagi svo sem alvarlegri sýkingu, skurðaðgerð eða áverka. Nauðsynlegt getur verið að hafa 7

8 eftirlit með sjúklingi í allt að eitt ár eftir að langvarandi eða háskammtameðferð með barksterum lýkur (sjá kafla 4.2). Sjúklingar sem fá langtímameðferð skulu bera á sér skírteini þar sem fram kemur nafn lyfsins, hvenær meðferð hófst og nafn læknisins eða sjúkrahússdeildar. Barksterum skalt dælt djúpt í stóra vöðva til að forðast staðbundna vöðvavisnun. Solu-Medrol hefur í för með sér minnkaða svörun á húðprófum. Solu-Medrol inniheldur natríum. Solu-Medrol 40 mg inniheldur 0,4 mmól (8,5 mg) natríum í ml. Solu-Medrol 125 mg og 500 mg innihalda 0,3 mmól (6,8 mg) natríum í ml. Reikna skal með uppgefnu magni natríum í heildarmagni neyslu salts hjá sjúklingum á natríumsnauðu fæði, ef magn natríums á sólarhring er meira en 1 mmól. Leysir í Solu-Medrol 40 mg (Act-O-Vial), 125 mg (Act-O-Vial) og 500 mg inniheldur 9 mg benzýlalkóhól/ml. Tilkynnt hefur verið um krómfíklaæxli (pheochromocytoma), sem getur leitt til dauða, eftir almenna notkun barkstera. Ekki á að gefa sjúklingum, sem vitað er til eða grunur leikur á um að séu með krómfíklaæxli, barkstera nema eftir ítarlegt mat á ávinningi og áhættu. Börn Nota á lyf án benzýlalkóhóls handa fyrirburum, nýburum og börnum allt að 3 ára. Benzýlalkóhól Gjöf rotvarnarefnisins benzýlalkóhóls í bláæð hjá börnum, þ.m.t. nýburum, getur tengst alvarlegum aukaverkunum, þ.m.t. andkafaheilkenni (gasping syndrome) og dauða. Aukaverkanirnar einkennast af bælingu á miðtaugakerfi, efnaskiptablóðsýringu, andnauð (andköfum), hjarta- og æðabilun og óeðlilegri blóðmynd (andkafaheilkenni (gasping syndrome)). Þó eðlilegir lækningalegir skammtar af lyfinu innihaldi yfirleitt umtalsvert minna magn benzýlalkóhóls en tilkynnt hefur verið um í tengslum við andkafaheilkenni er lágmarksmagn benzýlalkóhóls sem þaf til að valda eitrun ekki þekkt. Eingöngu á að nota lyfjaform sem innihalda benzýlalkóhól ef brýna nauðsyn ber til og ekki eru önnur meðferðarúrræði. Gæta skal varúðar við notkun stórra skammta og á fyrst og fremst að nota þá til skammtímameðferðar sjúklinga með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, vegna hættu á uppsöfnun og eituráhrifum (efnaskiptablóðsýring). Fyrirburar og nýburar með litla fæðingarþyngd geta verið í aukinni hættu á eitrunaráhrifum. Ekki á að nota lyf sem innihalda benzýlalkóhól handa fyrirburum eða nýburum nema brýna nauðsyn beri til. Benzýlalkóhól getur valdið eitrunum og óþolsviðbrögðum hjá nýburum og börnum allt að 3 ára aldri. Þar sem notkun barkstera getur dregið úr vaxtarhraða og hindrað barksteraframleiðslu hjá nýburum og börnum skal fylgjast vel með vexti og þroska þeirra ef um langtímameðferð er að ræða og aðeins beita slíkri meðferð við sérstaklega bráðum og langvarandi kvillum. Skömmtun annan hvern dag getur komið í veg fyrir eða dregið úr þessari aukaverkun (sjá kafla 4.2). Smábörn og börn sem fá langtímameðferð eru í aukinni hættu á hækkuðum innankúpuþrýstingi. Stórir skammtar barkstera geta leitt til brisbólgu hjá börnum. 8

9 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Metýlprednisólon er hvarfefni fyrir cýtókróm P450 ensímkerfið (CYP) og er einkum umbrotið af CYP3A4-ensíminu. CYP3A4 er ríkjandi ensím í helsta undirhópi CYP í lifur fullorðinna manna. Það hvatar 6 -hýdróxýleringu stera, sem er nauðsynlegt skref í I. stigs umbroti barkstera, bæði þeirra sem líkaminn framleiðir sjálfur og utanaðkomandi. Mörg önnur efni eru hvarfefni fyrir CYP3A4 og sum þeirra hafa (eins og önnur lyf) reynst geta breytt umbroti sykurstera með því að örva eða hindra CYP3A4-ensímið. CYP3A4-hemlar Lyf sem hamla virkni CYP3A4 draga almennt úr úthreinsun um lifur og auka plasmaþéttni lyfja sem eru hvarfefni fyrir CYP3A4, þ.á m. metýlprednisólons. Ef CYP3A4-hemill er til staðar þarf því að stilla skammta metýlprednisólons til að forðast steraeitrun. CYP3A4-örvar Lyf sem örva virkni CYP3A4 auka almennt úthreinsun um lifur, sem leiðir til minnkaðrar plasmaþéttni lyfja sem eru hvarfefni fyrir CYP3A4. Við samtímis gjöf getur verið nauðsynlegt að auka skammta metýlprednisólons til að ná tilætluðum árangri. CYP3A4-hvarfefni Ef önnur hvarfefni CYP3A4 eru til staðar getur metýlprednisólon haft áhrif á úthreinsun þeirra um lifur þannig að skammtabreytingar séu nauðsynlegar. Auknar líkur eru á að aukaverkanir sem sjást af lyfinu einu sér komi fram við samtímis gjöf. Milliverkanir sem ekki tengjast CYP3A4 Aðrar milliverkanir og verkanir sem tengjast metýlprednisóloni eru taldar upp í töflu 2 hér að neðan. Í töflu 2 eru taldar upp og lýst algengustu og/eða klínískt mikilvægustu milliverkunum og verkunum sem tengjast metýlprednisóloni. Tafla 2. Mikilvægar milliverkanir/verkanir sem tengjast metýlprednisóloni Lyfjaflokkur Milliverkun/verkun - Lyf Sýklalyf CYP3A4-hemill. Ennfremur hefur metýlprednisólon hugsanlega - Ísóníazíð áhrif sem geta aukið hraða asetýleringar og úthreinsun ísóníazíðs. Sýklalyf, berklalyf CYP3A4- örvar. - RIFAMPICÍN Segavarnarlyf (til inntöku) Áhrif metýlprednisólons á segavarnarlyf til inntöku eru breytileg. Sést hafa bæði aukin og minnkuð áhrif segavarnarlyfja við samtímis notkun barkstera. Því ber að fylgjast með segamyndunarstuðli til að viðhalda æskilegu segavarnarstigi. Flogaveikilyf CARBAMAZEPÍN CYP3A4- örvar (og hvarfefni). Flogaveikilyf - FENÓBARBITAL CYP3A4-örvar. - FENÝTÓÍN Andkólínvirk lyf Barksterar geta haft áhrif á verkun andkólínvirkra lyfja. - TAUGA- OG 1) Tilkynnt hefur verið um bráðan vöðvakvilla í tengslum við VÖÐVASLAKANDI EFNI samtímis notkun stórra skammta af barksterum og andkólínvirkra lyfja, þ.á m. tauga- og vöðvaslakandi efna (sjá kafla 4.4). 2) Verkun gegn tauga- og vöðvaslakandi verkun pancuroníums og vecuroníums hefur sést hjá sjúklingum sem nota barkstera. Búast má við þessari milliverkun við öll tauga- og vöðvaslakandi efni með samkeppnisverkun. Kólínesterasahemlar Sterar geta dregið úr verkun kólínesterasahemla í vöðvaslensfári (myasthenia gravis). Sykursýkilyf Þar sem barksterar geta aukið blóðsykur getur reynst nauðsynlegt að breyta skömmtum sykursýkilyfja. Ógleðilyf 9

10 Lyfjaflokkur - Lyf - APREPITANT - FOSAPREPITANT Sveppalyf - ÍTRAKÓNAZÓL - KETÓKÓNAZÓL Veirulyf - HIV-PRÓTEASAHEMLAR Milliverkun/verkun CYP3A4-hemlar (og hvarfefni). CYP3A4-hemlar (og hvarfefni). Aukin áhrif á lyfjahvörf - COBICISTAT CYP3A4-hemill. Aromatasahemlar - AMÍNÓGLÚTETIMÍÐ Kalsíumgangablokkar - DILTÍAZEM CYP3A4-hemill (og hvarfefni). Getnaðarvarnalyf til inntöku - ETHINÝLESTRADÍÓL/ NORETHINDRÓN CYP3A4-hemlar (og hvarfefni). 1) Próteasahamlar svo sem indinavír og ritonavír geta aukið plasmaþéttni barkstera. 2) Barksterar geta örvað umbrot HIV-próteasahemla, sem leiðir til minnkaðrar þéttni þeirra í plasma. Bæling nýrnahettubarkar af völdum amínóglútetimíðs getur valdið því að breytingar á innkirtlastarfsemi af völdum langvarandi meðferðar með barksterum verði verri en ella. CYP3A4-hemill (og hvarfefni). Greipaldinsafi CYP3A4-hemill. Ónæmisbælandi lyf - CIKLOSPORÍN CYP3A4-hemill (og hvarfefni) 1) Gagnkvæm hömlun umbrots sést við samtímis notkun ciklosporíns og metýlprednisólons, sem getur aukið plasmaþéttni annars hvors eða beggja efnanna. Því er líklegra að aukaverkanir sem tengjast þessum lyfjum komi fram ef þau eru notuð samtímis. 2) Krampar hafa komið fram við samtímis notkun ciklosporíns og metýlprednisólons. Ónæmisbælandi lyf - CÝKLÓFOSFAMÍÐ - TACROLÍMUS Makrólíð sýklalyf - KLARITRÓMYCÍN - ERYTRÓMYCÍN Makrólíð sýklalyf - TROLEANDOMYCÍN NSAID (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar) - háskammta ASPIRÍN (asetýlsalisýlsýra) Lyf sem ekki varðveita kalíum CYP3A4-hvarfefni. CYP3A4-hemlar (og hvarfefni). CYP3A4-hemill. 1) Við samtímis notkun barkstera og NSAID-lyfja geta komið fram tilvik blæðinga frá meltingarvegi og myndunar ætisára. 2) Metýlprednisólon getur aukið úthreinsun stórra skammta af asetýlsalisýlsýru, sem getur leitt til minnkaðrar þéttni salisýlsýru í sermi. Þéttni salisýlsýru í sermi getur aukist ef hætt er að nota metýlprednisólon, en það getur aftur leitt til aukinnar hættu á salisýlsýrueitrun. Ef barksterar eru notaðir samtímis lyfjum sem ekki varðveita kalíum (þ.á m. þvagræsilyf) þarf að fylgjast vel með sjúklingunum með tilliti til kalíumskorts. Hætta á kalíumskorti er einnig aukin við samtímis notkun barkstera og amfótericíns B, xantena og beta-2- virkra efna. Ósamrýmanleiki Til að forðast vandamál varðandi samrýmanleika og geymsluþol er ekki mælt með því að gefa metýlprednisólonnatríumsúkkínat ásamt öðrum lyfjum sem gefin eru í bláæð. Meðal lyfja sem eru ósamrýmanleg metýlprednisólonnatríumsúkkínati í lausn eru (ekki tæmandi upptalning): 10

11 allópúrinólnatríum, doxapramhýdróklóríð, tigecyclín, diltíazemhýdróklóríð, kalsíumglúkónat, vecuroníumbrómíð, rocuroníumbrómíð, cisatracuríumbesýlat, glýkópyrrólat og própófól (sjá frekari upplýsingar í kafla 6.2). 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Frjósemi: Dýrarannsóknir hafa sýnt að barksterar draga úr frjósemi (sjá kafla 5.3). Meðganga: Nokkrar dýrarannsóknir hafa sýnt að ef kvendýrum eru gefnir stórir skammtar af barksterum geta þeir valdið fósturskemmdum. Barksterar sem gefnir eru þunguðum konum virðast þó ekki valda meðfæddum vansköpunum. Þar sem ekki hafa verið gerðar nægilegar rannsóknir á áhrifum metýlprednisólonnatríumsúkkínats á æxlun hjá mönnum á einungis að nota Solu-Medrol á meðgöngu ef brýna nauðsyn ber til, þegar ávinningur fyrir móður vegur þyngra en hugsanleg áhætta fyrir móðurina eða ófædda barnið. Sumir barksterar fara yfir fylgju. Í afturskyggnri rannsókn kom í ljós aukin tíðni lítillar fæðingarþyngdar hjá börnum mæðra sem höfðu fengið meðferð með barksterum. Þetta þýðir að hætta á of lágri fæðingarþynd er skammtaháð hjá mönnum og hægt er að draga úr henni með því að gefa lægri skammta af barksterum. Fylgjast skal náið með nýburum mæðra sem hafa fengið verulega skammta barkstera á meðgöngu og meta með tilliti til einkenna um vanstarfsemi nýrnahettna þó þetta virðist sjaldan koma fyrir. Engin reynsla er af notkun barkstera í fæðingum. Hjá börnum mæðra sem fengið hafa langvarandi meðferð með barksterum á meðgöngu hefur sést ský á auga. Benzýlalkóhól fer yfir fylgju (sjá kafla 4.4). Brjóstagjöf: Solu-Medrol á einungis að nota handa mjólkandi konum ef brýna nauðsyn ber til og ef slíkt kemur til skal hætta brjóstagjöf. Metýlprednisólon skilst út í brjóstamjólk. Barksterar sem skiljast út í brjóstamjólk geta hamlað vexti og raskað eigin framleiðslu sykurstera hjá brjóstabarninu. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Solu-Medrol hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir svo sem sundl, stóntruflanir og þreyta geta komið fram eftir meðferð með barksterum. Ef það gerist ætti sjúklingurinn ekki að aka eða stjórna vélum. 4.8 Aukaverkanir Tilkynnt hefur verið um eftirtaldar aukaverkanir við notkun í mænuvökva/utanbasts: skúmbólga (arachnoiditis), starfrænn meltingarfærakvilli/röskun á starfsemi þvagblöðru, höfuðverkur, heilahimnubólga, minnkaður máttur í báðum fótleggjum (paraparesis)/þverlömun (paraplegia), krampaflog, skyntruflanir. Aukaverkanir eru þær sömu og venjulega koma fram við almenna meðferð með barksterum. Þær eru háðar skammti og meðferðarlengd. Aukaverkanirnar eru yfirleitt afturkræfar og dregur úr þeim við skammtaminnkun, sem yfirleitt er ákjósanlegra en að hætta meðferð. Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra 11

12 Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100) Blóð og eitlar Ónæmiskerfi Mjög sjaldgæfar Koma örsjaldan fyrir (<1/1.000) Innkirtlar Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Efnaskipti og næring Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Geðræn vandamál Taugakerfi Augu Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Sýkingar. Tækifærissýkingar. Lífhimnubólga # Hvítfrumnafjölgun. Lyfjaofnæmi (þ.á m. bráðaofnæmis- og óþolsviðbrögð). Einkenni sýkinga dyljast, virkjun duldra sýkinga (þ.á m. veirusýkingar svo sem herpes og cýtomegalóveiru, sveppasýkingar og berklar). Cushing lík einkenni. Vanstarfsemi heiladinguls, fráhvarfseinkenni (sterar). Hömlun á starfsemi undirstúku heiladinguls nýrnahettubarkar og meðferðartengd barksteraofverkun, hlutfallsleg vanstarfsemi nýrnahettubarkar eftir að meðferð er hætt. Uppsöfnun natríums, vökvauppsöfnun. Blóðsýring, fituvefsæxli utan basts, blóðkalíumskortur, bjúgur, blóðlýting með blóðkalíumskorti, blóðfituröskun, skert sykurþol, virkjun dulinnar sykursýki sem leiðir til staðfestrar sykursýki, aukin þörf fyrir insúlín og sykursýkilyf til inntöku við sykursýkimeðferð, fituuppsöfnun. Aukin matarlyst (getur leitt til þyngdaraukningar). Geðraskanir (þ.á m. dapurleiki, vellíðunartilfinning, geðsveiflur, ávanabinding, sjálfsvígshugsanir). Geðrofsraskanir (þ.á m. oflæti, ranghugmyndir, ofskynjanir og geðklofi). Geðrof, þunglyndi, geðtruflun, persónuleikabreytingar, rugl, kvíði, skapveiflur, óeðlileg hegðun, svefnleysi, pirringur. Eftirtaldar aukaverkanir eru algengastar hjá börnum: skapsveiflur, óeðlileg hegðun, svefnleysi og pirringur. Aukinn innankúpuþrýstingur með doppubjúg [góðkynja innankúpuháþrýstingur], sýndarheilaæxli (pseudotumor cerebri) hjá börnum. Krampar. Minnisleysi. Skyntruflanir. Sundl. Höfuðverkur. Ský á augasteini. Baklægt ský á augasteini fyrir innan 12

13 Eyru og völundarhús Hjarta Æðar Mjög algengar ( 1/100 til <10) Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Meltingarfæri Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Lifur og gall Húð og undirhúð Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Stoðkerfi og stoðvefur Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Æxlunarfæri og brjóst Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) Rannsóknaniðurstöður Mjög algengar ( 1/100 til <1/10) augasteinshýði (posterior subcapsular), útstæð augu. Gláka. Æðu- og sjónukvilli. Svimi. Hjartabilun hjá hjartveikum sjúklingum. Hjartsláttartruflanir. Háþrýstingur. Segamyndun, lágþrýstingur, rof í hjartavöðva eftir fleygdrep í hjartavöðva. Lungnablóðrek, viðvarandi hiksti eftir stóra barksteraskammta. Ætisár (ulcus pepticum) (með hættu á rofi og blæðingu). Versnun á magasári sem þegar er til staðar. Magablæðing, rof á þörmum, brisbólga, lífhimnubólga, vélindabólga með sárum, vélindabólga, kviðverkir, uppþemba, niðurgangur, meltingartruflanir, ógleði. Lifrarbólga*, aukning á fjölda lifrarensíma (t.d. aukning á alanínamínótransferasa (ALAT) og aspartat-amínótransferasa (ASAT)). Flekkblæðing, rýrnun á húð, þrymlabólur. Ofsabjúgur, depilblæðingar, húðslit, minnkað litarefni í húð, ofhæring, útbrot, húðroði, kláði, ofsakláði, ofsvitnun, viðkvæm húð. Cushing-líkar húðbreytingar með breyttri fitudreifingu. Vaxtarbæling. Beinþynning, vöðvaslappleiki. Beindrep, sjúkleg (pathological) beinbrot, vöðvarýrnun, vöðvakvilli af völdum stera taugaliðkvilli, liðverkir, vöðvaverkir. Tíðatruflanir. Seinkun á að sár grói, útlimabjúgur. Aukið litarefni í húð. Sýkingar á stungustað eftir inndælingu við ósæfðar aðstæður. Þreyta, slappleiki. Minnkað kalíum í blóði. 13

14 Áverkar og eitranir Aukinn augnþrýstingur. Minnkað kolvetnaþol, Hækkun á basískum fosfatasa. Þetta gengur til baka þegar meðferð er hætt., Aukið kalsíum í þvagi. Aukning á karbamíði í sermi. Minnkuð svörun á húðprófi. Samfallsbrot í hrygg, drep án sýkingar, sinarof (sérstaklega í hásin). *Lifrarbólga hefur komið fram við gjöf í bláæð (sjá kafla 4.4) # Lífhimnubólga getur verið fyrsta einkenni um sjúkdóm í meltingarfærum, eins og rof, teppu og brisbólgu (sjá kafla 4.4). Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Sjúkdómseinkenni: Bráð ofskömmtun barkstera veldur ekki klínískum einkennum. Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um bráð eituráhrif og/eða dauðsföll vegna ofskömmtunar barkstera. Tíð skömmtun, í langan tíma, getur haft í för með sér Cushing-líkt ástand. Ekki er álitið að ofskömmtun barkstera í nokkra daga hafi skaðleg áhrif, nema skammtarnir séu gríðarlega stórir, svo framarlega sem ekki er einnig afstæð frábending (relative contraindication) fyrir meðferðinni, eins og hjá sjúklingum með sykursýki, gláku eða virkt ætisár eða hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með digitalis, segavarnarlyfjum (kúmarínafleiðum) eða kalíumlosandi þvagræsilyfjum. Meðferð: Meðferð á einkennum fylgikvilla sem stafa af áhrifum barkstera á umbrot, undirliggjandi sjúkdómi, fylgisjúkdómum eða milliverkunum. Ekkert þekkt móteitur er til við ofskömmtun. Veita á meðhöndlun samkvæmt einkennum, ásamt stuðningsmeðferð. Metýlprednisólon skilst út með blóðskilun. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Sykurhrífandi barksterar (glúkókortíkósteróíðar), ATC flokkur: H 02 A B 04. Metýlprednisólon er öflugur bólgueyðandi barksteri með meiri bólgueyðandi verkun en prednisólon og minni áhrif til örvunar salt- og vökvasöfnunar en prednisólon. Lyfið er aðallega notað við bráðameðferð á losti, í tengslum við höfnun eftir líffæraígræðslu, við alvarlegri iktsýki eða alvarlegum æðasjúkdómum, ofnæmislosti og öðru alvarlegu ofnæmisástandi. Lyfið getur valdið truflunum á innkirtlastarfsemi og hefur ónæmisbælandi verkun. Þess vegna ætti aðeins að nota það í skamman tíma. Lyfið gerir leysikornahimnur hvítkorna stöðugri og kemur þannig í veg fyrir losun á efnum sem eru skaðleg vefjum, eins og súrum hýdrólösum, hemur átfrumustarfsemi 14

15 og samloðun hvítkorna, dregur úr gegnumflæði háræða og dregur úr histamínvirkni. Ónæmiskerfið bælist vegna áhrifa á T-eitilfrumur og vegna losunar lymfókíns. Metýlprednisólonnatríumsúkkínat hefur sömu áhrif á efnaskipti og sömu bólgueyðandi áhrif og metýlprednisólon. Við gjöf í bláæð eða vöðva í sambærilegu magni hafa þessi efni sömu líffræðilegu áhrif. Hlutfallsleg virkni metýlprednisólonnatríumsúkkínats og hýdrókortisónnatríumsúkkínats er að minnsta kosti 4:1, sem sést með fækkun eosínofíkla eftir gjöf í bláæð. Þetta kemur heim og saman við hlutfallslega verkun metýlprednisólons og hýdrókortisóns eftir inntöku. 5.2 Lyfjahvörf Lyfjahvörf metýlprednisólons eru línuleg og óháð íkomuleið. Brotthvarf úr plasma gerist hratt, vefjadreifing er mikil. Binst albúmíni og transkortíni í minna mæli en hýdrókortisón. Helmingunartími er 2,4-4 klst. Skilst aðallega út um nýru. Frásog Eftir inndælingu 40 mg metýlprednisólonnatríumsúkkínat í vöðva hjá 14 heilbrigðum fullorðnum karlmönnum sem voru sjálfboðaliðar var meðaltal hámarksþéttni 454 ng/ml eftir 1 klst. Eftir 12 klst. féll plasmaþéttni metýlprednisólons niður í 31,9 ng/ml. 18 klst. eftir gjöf fannst ekkert metýlprednisólon. Metýlprednisólonnatríumsúkkínat gefið í vöðva er á grundvelli AUC jafngilt sama skammti gefnum í bláæð. Ein rannsókn hefur sýnt að natríumsúkkínatester metýlprednisólons breytist hratt og að miklu leyti í virkt metýlprednisólon óháð því hvernig það er gefið. Magn af fríu metýlprednisóloni sem frásogast við gjöf í bláæð og í vöðva er jafnt og marktækt hærra en eftir inntöku mixtúru, lausnar eða metýlprednisólon taflna. Þar sem magn frásogaðs metýlprednisólons við gjöf í bláæð og inndælingu í vöðva er jafngilt þrátt fyrir mikið magn hemisúkkínatesters, sem berst út í blóðrásina við gjöf í bláæð, virðist esterinn breytast í vefjum eftir inndælingu í vöðva sem leiðir til þess að lyfið frásogast sem frítt metýlprednisólon. Dreifing Metýlprednisólon dreifist víða um vefi, fer yfir blóð-heilaþröskuld og skilst út í brjóstamjólk. Sýnilegt dreifingarrúmmál er u.þ.b. 1,4 l/kg. Binding metýlprednisólons við prótein í plasma hjá mönnum er u.þ.b. 77%. Umbrot Metýlprednisólon er umbrotið í óvirk umbrotsefni í lifur hjá mönnum og eru þau helstu 20α-hýdroxýmethýlprednisólon og 20β-hýdroxýmethýlprednisólon. Umbrot í lifur er einkum af völdum CYP3A4 ensímsins (sjá upptalningu milliverkana sem byggja á umbroti af völdum CYP3A4 í kafla 4.5). Eins og mörg önnur hvarfefni CYP3A4 getur metýlprednisólon hugsanlega einnig verið hvarfefni fyrir ATP-binding cassette (ABC) flutningspróteinið p-glýkóprótein, sem hefur áhrif á dreifingu til vefja og milliverkanir við önnur lyf. Brotthvarf Meðalhelmingunartími heildarmethýlprednisólon er á bilinu 1,8-5,2 klukkustundir. Heildarúthreinsun er u.þ.b. 5-6 ml/mín/kg. 5.3 Forklínískar upplýsingar Forklínískar niðurstöður úr hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi og eituráhrifum eftir endurtekna skammta sýna enga sérstaka áhættu fyrir menn. Eituráhrif sem sáust við endurtekna skammta eru eins og vænst er eftir viðvarandi útsetningu fyrir utanaðkomandi sterahormónum úr nýrnahettuberki. 15

16 Krabbameinsvaldandi áhrif Krabbameinsvaldandi áhrif metýlprednisólons hafa ekki verið formlega metin hjá nagdýrum. Stökkbreytandi áhrif Eiturverkun á erfðaefni af völdum metýlprednisólons hefur ekki verið formlega metin. Metýlprednisólonsúlfonat, sem er svipað að byggingu og metýlprednisólon, hefur ekki sýnt stökkbreytandi áhrif í takmörkuðum rannsóknum á eiturverkunum á erfðaefni. Eituráhrif á æxlun Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta af barksterum hjá rottum hafa sýnt minni frjósemi. Karlrottur sem fengu barksteraskammta 0, 10 og 25 mg/kg/dag undir húð einu sinni á dag í 6 vikur voru paraðar saman við kvenrottur sem fengu enga meðferð. Stærsti skammturinn var minnkaður í 20 mg/kg/dag eftir 15. dag. Minni mökunartappar (copulatory plugs) sáust, sem gæti hafa verið afleiðing af minnkaðri þyngd aukalíffæra æxlunarfæra (accessory reproductive organs). Hreiðrunum og lifandi fóstrum fækkaði. Sýnt hefur verið fram á að barksterar geta valdið vansköpun hjá mörgum tegundum ef þeir eru gefnir í skömmtum sem samsvara skömmtum handa mönnum. Í rannsóknum á æxlun hjá dýrum var sýnt fram á að barksterar svo sem metýlprednisólon auka vansköpun (klofinn gómur, vansköpun á beinagrind), fósturlát (t.d. fósturvisnun (resorptions)) og draga úr vexti í móðurkviði. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni 40 mg, tvískipt hettuglas (Act-O-Vial): Stungulyfsstofn:Vatnsfrítt tvínatríumfosfat, natríumtvíhýdrógenfosfat einhýdrat, mjólkursykurseinhýdrat, natríumhýdroxíð. Leysir: Benzýlalkóhól, vatn fyrir stungulyf. 125 mg, tvískipt hettuglas (Act-O-Vial): Stungulyfsstofn:Vatnsfrítt tvínatríumfosfat, natríumtvíhýdrógenfosfat einhýdrat, natríumhýdroxíð. Leysir: Benzýlalkóhól, vatn fyrir stungulyf 500 mg, hettuglas og leysir: Stungulyfsstofn:Vatnsfrítt tvínatríumfosfat, natríumtvíhýdrógenfosfat einhýdrat, natríumhýdroxíð. Leysir: Benzýlalkóhól, vatn fyrir stungulyf 6.2 Ósamrýmanleiki Má einungis gefa með inndælingu uppleyst í meðfylgjandi leysi. Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf. 6.3 Geymsluþol 5 ár. 40 mg, tvískipt hettuglas (Act-O-Vial): 2 ár. 125 mg, tvískipt hettuglas (Act-O-Vial): 2 ár. Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika blandaðs stungulyfs í 48 klst. við 2 C-8 C. Út frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið strax. Annar geymslutími og önnur geymsluskilyrði eru á ábyrgð notanda. Geymslutími má ekki vera lengri en 24 klst. við 2 C-8 C, nema blöndun hafi átt sér stað í stýrðum og vottuðum aðstæðum að viðhafðri smitgát. 16

17 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Fyrir blöndun Engar. Eftir blöndun: Sjá kafla Gerð íláts og innihald Hettuglas. Hettuglas: tvískipt hettuglas (Act-O-Vial) og leysir. 40 mg: tvískipt hettuglas (Act-O-Vial) og leysir 125 mg: tvískipt hettuglas (Act-O-Vial) og leysir 500 mg: hettuglas og leysir 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun. Blandaða lausn má þynna með eftirfarandi lausnum: Glúkósulausn 50 mg/ml Natríumklóríðlausn 9 mg/ml Glúkósu 50 mg/ml og natríumklóríðlausn 4,5 mg/ml Glúkósu 50 mg/ml og natríumklóríðlausn 9 mg/ml Þegar lausn og umbúðir leyfa, skal fyrir notkun skoða lyf sem gefin eru í vöðva eða bláæð með tilliti til agna eða mislitunar. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Pfizer ApS Lautrupvang Ballerup Danmörk 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER Stungulyfsstofn 40 mg: MTnr (IS). Stungulyfsstofn 125 mg: MTnr (IS). Stungulyfsstofn 500 mg: MTnr (IS). 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. júlí Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 10. ágúst DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 26. janúar

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Peratsin 2 mg húðaðar töflur Peratsin 4 mg húðaðar töflur Peratsin 8 mg húðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING 2 mg tafla: Hver tafla inniheldur 2 mg af perphenazíni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken 1 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af stungulyfi inniheldur 1 mg af metoprololtartrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS S-ketamin Pfizer 5 mg/ml stungulyf, lausn. S-ketamin Pfizer 25 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING S-ketamin Pfizer 5 mg/ml Hver ml af stungulyfi inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli 2. INNIHALDSLÝSING Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkrógrömm af kalsípótríóli (sem einhýdrat), og 0,5 mg af betametasóni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxin 50 mg/ml mixtúruduft, dreifa. Amoxin 100 mg/ml mixtúruduft, dreifa. 2. INNIHALDSLÝSING 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Nexium Control 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumþríhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Asacol 400 mg og 800 mg sýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

Διαβάστε περισσότερα

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft. 2. INNIHALDSLÝSING Hver gefinn skammtur (skammturinn sem berst úr munnstykkinu)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lopid 300 mg, hart hylki Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fontex 20 mg dreifitafla. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 20 mg flúoxetín (sem flúoxetínhýdróklóríð). Hjálparefni með þekkta verkun: hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cefotaxim Villerton stungulyfsstofn, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Cefotaxím natríum sem samsvarar 0,5 g af cefotaxími Cefotaxím natríum sem samsvarar 1 g af cefotaxími

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Coxerit 30 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 60 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 90 mg filmuhúðaðar töflur. Coxerit 120 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS ADASUVE 4,5 mg innöndunarduft, afmældir skammtar 2. INNIHALDSLÝSING Hvert stakskammta innöndunartæki inniheldur 5 mg af loxapíni og gefur 4,5 mg af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Bendamustine medac 2,5 mg/ml stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas inniheldur 25 mg bendamústínhýdróklóríð (sem bendamústínhýdróklóríðeinhýdrat).

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic Acid Teva 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af þykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru (sem

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxicillin Mylan 750 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS CIPRALEX 5 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 10 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 15 mg filmuhúðaðar töflur CIPRALEX 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Vyxeos 44 mg/100 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas inniheldur 44 mg af daunórúbicíni og 100 mg af cýtarabíni.

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Duloxetine Mylan 30 mg hörð sýruþolin hylki Duloxetine Mylan 60 mg hörð sýruþolin hylki 2. INNIHALDSLÝSING 30 mg hylki Hvert hylki inniheldur 30 mg

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Revolade 12,5 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 25 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 50 mg filmuhúðaðar töflur Revolade 75 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zoledronic acid Accord 4 mg/5 ml innrennslisþykkni, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hettuglas með 5 ml af innrennslisþykkni inniheldur 4 mg af zoledronsýru

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Esopram 5 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 10 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 15 mg filmuhúðaðar töflur Esopram 20 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Esopram

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg cíprófloxacín (sem cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat). Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aclasta 5 mg innrennslislyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hvert glas með 100 ml af lausn inniheldur 5 mg af zoledronsýru (sem einhýdrat). Hver ml af lausninni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Zarzio 30 milljón ein./0,5 ml stungulyf/innrennslislyf, lausn í áfylltri sprautu Zarzio 48 milljón ein./0,5 ml stungulyf/innrennslislyf, lausn í áfylltri

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα