REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014"

Transcript

1 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/ /EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa til minnkunar á (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1924/2006 frá 20. desember 2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli ( 1 ), einkum 3. mgr. 17. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1924/2006 eru heilsufullyrðingar er varða matvæli bannaðar nema framkvæmdastjórnin leyfi þær í samræmi við þá reglugerð og að þær séu á lista yfir leyfðar fullyrðingar. 2) Í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 er einnig kveðið á um að stjórnendur matvælafyrirtækja geti sent lögbæru landsyfirvaldi aðildarríkis umsóknir um leyfi fyrir heilsufullyrðingum. Lögbæra landsyfirvaldið skal framsenda tækar umsóknir til Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin. 3) Þegar Matvælaöryggisstofnuninni hefur borist umsókn skal hún tilkynna það hinum aðildarríkjunum og framkvæmdastjórninni án tafar og skila áliti á viðkomandi heilsufullyrðingu. 4) Framkvæmdastjórnin skal ákveða hvort heilsufullyrðingar skuli leyfðar, að teknu tilliti til álits Matvælaöryggisstofnunarinnar. 5) Í kjölfar umsóknar frá Abtei Pharma Vertriebs GmbH, sem lögð var fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu sem varðar tyggitöflur með kalsíumi og D3-vítamíni og beintap (spurning nr. EFSA-Q ) ( 2 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: Tyggitöflur með kalsíumi og D-vítamíni auka beinþéttni í konum sem eru 50 ára og eldri. Tyggitöflur gætu þannig dregið úr áhættunni á beinbrotum vegna beinþynningar. 6) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 7. ágúst 2009, að sýnt hefði verið fram á orsakatengsl milli inntöku á kalsíumi, annað hvort einu og sér eða í samsetningu með D-vítamíni, og minna tapi á þéttni steinefna í beinum hjá konum eftir tíðahvörf. Minna tap á þéttni steinefna í beinum getur stuðlað að minni áhættu á beinbrotum. Því ættu tvær heilsufullyrðingar, sem samrýmast þeirri niðurstöðu, að teljast uppfylla kröfurnar í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 og ætti að bæta þeim á lista Sambandsins yfir leyfðar fullyrðingar. Matvælastofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu að framlagðar upplýsingar væru ófullnægjandi til að fastsetja notkunarskilyrði vegna fullyrðinganna. Þar af leiðandi leitaði framkvæmdastjórnin aftur eftir frekari ráðleggingum hjá Matvælaöryggisstofnuninni til að gera áhættustjórnendum kleift að fastsetja viðeigandi notkunarskilyrði fyrir viðkomandi heilsufullyrðingar. Matvælaöryggisstofnunin komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 17. maí 2010 (spurning nr. EFSA-Q ) ( 3 ), að neyta þyrfti daglega a.m.k mg af kalsíumi úr öllum gjöfum eða a.m.k mg af kalsíumi og 800 alþjóðaeininga (20 μg) af D-vítamíni úr öllum gjöfum til að fá fram fullyrtu áhrifin. 7) Til að tryggja að matvæli gefi umtalsvert magn af kalsíumi, ef heilsufullyrðingin varðar einungis kalsíum, þykir rétt að setja þannig skilyrði fyrir notkun að fullyrðingin sé einungis notuð um matvæli sem gefa a.m.k. 400 mg af kalsíumi í hverjum magngreindum skammti. (*) Þessi ESB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 331, , bls. 8. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2015 frá 20. mars 2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, bíður birtingar. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 404, , bls. 9. ( 2 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2009) 1180, ( 3 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2010) 8(5), 1609.

2 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 23/271 8) Með tilliti til þess hversu mikið magn þarf að taka inn af D-vítamíni til að fá fram fullyrtu áhrifin (20 μg) þykir rétt, ef heilsufullyrðingin er varðandi samsetningu af kalsíumi og D-vítamíni, að takmarka notkun fullyrðingarinnar við fæðubótarefni. Til að tryggja að fæðubótarefni gefi umtalsvert magn af kalsíumi og D-vítamíni í tengslum við þessa fullyrðingu þykir rétt að setja þau skilyrði fyrir notkun að fullyrðingin megi aðeins vera um fæðubótarefni sem gefa a.m.k. 400 mg af kalsíumi og 15 μg af D-vítamíni í daglegum skammti. 9) Í kjölfar umsóknar frá DSM Nutritional Products Europe AG, sem lögð var fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu varðandi áhrif D-vítamíns og áhættu á falli hjá körlum og konum sem eru 60 ára og eldri (spurning nr. EFSA-Q ) ( 4 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: D-vítamín dregur úr áhættu á falli. Fall er áhættuþáttur í beinbrotum. 10) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 30. september 2011, að orsakatengsl hefðu verið staðfest milli inntöku á D-vítamíni og minni áhættu á falli sem tengist ójafnvægi í líkamsstöðu og vöðvaslappleika. Minni áhætta á falli fyrir karla og konur sem eru 60 ára og eldri hefur jákvæð áhrif á heilbrigði manna með því að minnka áhættu á beinbrotum. Því ætti heilsufullyrðing, sem samrýmist þeirri niðurstöðu, að teljast uppfylla kröfurnar í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 og ætti að bæta henni á lista Sambandsins yfir leyfðar fullyrðingar. 11) Í áliti sínu komst Matvælaöryggisstofnunin einnig að þeirri niðurstöðu að neyta ætti 800 alþjóðlegra eininga (20 μg) af D-vítamíni daglega úr öllum gjöfum til að fá fram fullyrtu áhrifin. Með tilliti til þess hversu mikið magn þarf að taka inn af D-vítamíni til að fá fram fullyrtu áhrifin (20 μg) þykir rétt að takmarka notkun fullyrðingarinnar við fæðubótarefni. Til að tryggja að fæðubótarefni gefi umtalsvert magn af D-vítamíni í tengslum við þessa fullyrðingu þykir rétt að setja þau skilyrði fyrir notkun að fullyrðingin megi aðeins vera um fæðubótarefni sem gefa a.m.k. 15 μg af D-vítamíni í daglegum skammti. 12) Í 4. mgr. 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006 er kveðið á um að tiltekin atriði skuli koma fram í áliti þar sem mælt er með því að veita leyfi fyrir heilsufullyrðingu. Til samræmis við það ætti að setja þessi atriði fram í I. viðauka við þessa reglugerð að því er varðar leyfðu fullyrðinguna, þ. á m. og eftir því sem við á, breytt orðalag viðkomandi fullyrðingar, sértæk skilyrði fyrir notkun hennar og, eftir því sem við á, skilyrði og takmarkanir varðandi notkun matvælanna og/eða viðbótaryfirlýsing eða viðvörun, í samræmi við reglurnar sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 og álit Matvælaöryggisstofnunarinnar. 13) Eitt af markmiðum reglugerðar (EB) nr. 1924/2006 er að tryggja að heilsufullyrðingar séu sannar, skýrar, áreiðanlegar og gagnlegar fyrir neytendur og að tekið sé tillit til orðalags og framsetningar að því er þetta varðar. Ef orðalag fullyrðinga felur í sér sömu merkingu fyrir neytendur og leyfð heilsufullyrðing vegna þess að þær staðfesta sömu tengsl og eru fyrir hendi milli matvælaflokks, matvæla eða eins af innihaldsefnum þeirra annars vegar og heilbrigðis hins vegar ættu þær því að lúta sömu skilyrðum fyrir notkun og eru tilgreind í I. viðauka við þessa reglugerð. 14) Í kjölfar umsóknar frá GP International Holding B.V., sem lögð var fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu sem tengist glúkósamínhýdróklóríði og hægari hrörnun brjósks (spurning nr. EFSA-Q ) ( 5 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: Hægir á/dregur úr eyðingarferli brjósks í vöðva- og beinakerfi og dregur þar af leiðandi úr áhættu á slitgigt. 15) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 29. október 2009, að ekki hefði verið sýnt fram á orsakatengsl milli neyslu glúkósamínhýdróklóríðs og fullyrtu áhrifanna. Þar eð fullyrðingin uppfyllir ekki kröfurnar í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 ætti ekki að leyfa hana. 16) Í kjölfar umsóknar frá Evrópusamtökum framleiðenda náttúrulegrar sojafæðu (e. European Natural Soyfood Manufacturers Association) jurtaprótínsamtökum Evrópu (e. European Vegetable Protein Federation) og sojaprótínsamtökunum (e. Soya Protein Association) sem var lögð fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu varðandi áhrif einangraðs prótíns úr soja á minnkun á styrk lágþéttnikólestersóls í blóði (spurning nr. EFSA-Q ) ( 6 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: Sýnt hefur verið fram á að prótínríkir efnisþættir sojabauna lækki/minnki kólesteról í blóði; lækkun kólesteróls í blóði getur dregið úr áhættu á hjartasjúkdómi (kransæðasjúkdómi). ( 4 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2011) 9(9), ( 5 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2009) 7(10), ( 6 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2012) 10(2), 2555.

3 Nr. 23/272 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 2. febrúar 2012, að ekki hefði verið sýnt fram á orsakatengsl milli neyslu einangraðs prótíns úr soja, eins og umsækjandi skilgreinir, og fullyrtu áhrifanna. Þar eð fullyrðingin uppfyllir ekki kröfurnar í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 ætti ekki að leyfa hana. 18) Í kjölfar umsóknar frá Health Concern B.V., sem lögð var fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu sem varðar áhrif plöntusteróls og Cholesternorm mix og minnkun á styrk lágþéttnikólesteróls í blóði (spurningar nr. EFSA-Q , EFSA-Q ) ( 7 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: Lækkar kólesteról á virkan hátt. 19) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni 17. júlí 2012, að ekki hefði verið sýnt fram á orsakatengsl milli neyslu á samsetningu plöntusteróls og Cholesternorm mix og fullyrtra áhrifa við tillögð notkunarskilyrði. Þar eð fullyrðingin uppfyllir ekki kröfurnar í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 ætti ekki að leyfa hana. 20) Í kjölfar umsóknar frá Minami Nutrition Health BVBA, sem lögð var fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu sem varðar áhrif eikósapentensýru (EPA) á lækkun á hlutfalli arakídónsýru (AA) á móti eikósapentensýru í blóði barna með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) (spurning nr. EFSA-Q ) ( 8 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: Sýnt hefur verið fram á að eikósapentensýra lækki hlutfall arakídónsýru á móti eikósapentensýru í blóði. Hátt hlutfall arakídónsýru á móti eikósapentensýru er áhættuþáttur í þróun athyglisvanda hjá börnum með einkenni athyglisbrests með ofvirkni. Einkenni á þessum börnum er einnig minni ofvirkni og/eða meðfylgjandi mótþróafull hegðun. 21) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 8. apríl 2013, að markhópurinn fyrir fullyrðinguna sé hópur sem haldinn er sjúkdómi (þ.e. börn með athyglisbrest með ofvirkni) og að fullyrtu áhrifin tengist meðhöndlun á sjúkdómi. 22) Reglugerð (EB) nr. 1924/2006 kemur til fyllingar almennum meginreglum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2000/13/EB frá 20. mars 2000 um samræmingu laga aðildarríkjanna um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla ( 9 ). Í b-lið 1. mgr. 2. gr. tilskipunar 2000/13/EB er kveðið á um að merkingarnar skulu ekki eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja, vinna á eða lækna sjúkdóma manna eða gefa í skyn slíka eiginleika. Þar eð bannað er að eigna matvælum lækningaeiginleika ætti ekki að leyfa fullyrðinguna varðandi áhrif eikósapentensýru á lækkun hlutfalls arakídónsýru á móti eikósapentensýru í blóði barna með athyglisbrest með ofvirkni. 23) Í kjölfar umsóknar frá McNeil Nutritionals and Raisio Nutrition Ltd, sem lögð var fram skv. a-lið 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) 1924/2006, var Matvælaöryggisstofnunin beðin um að skila áliti á heilsufullyrðingu sem varðar neyslu á 2 g af plöntustanólum á dag (í formi plöntustanólestra), sem hluta af fæðu sem í er lítið af mettaðri fitu, og tvöfalt meiri minnkun á styrk lágþéttnikólesteróls í blóði samanborið við neyslu á fæðu, sem í er lítið af mettaðri fitu, einni og sér (spurning nr. EFSA-Q )( 10 ). Fullyrðingin, sem umsækjandinn lagði til, var svohljóðandi: Neysla á 2 g af plöntustanólum á dag (í formi plöntustanólestra), sem hluta af fæðu sem í er lítið af mettaðri fitu, hefur í för með sér tvöfalt meiri minnkun á lágþéttnikólesteróli en við neyslu á fæðu, sem í er lítið af mettaðri fitu, einni og sér. Hátt kólesteról er áhættuþáttur í þróun kransæðasjúkdóms. 24) Með hliðsjón af framlögðum gögnum komst Matvælaöryggisstofnunin að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, sem barst framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum 8. apríl 2013, að gögnin sem umsækjandinn lagði fram sýni ekki fram á að neysla á 2 g af plöntustanólum á dag (í formi plöntustanólestra), sem hluta af fæðu sem í er lítið af mettaðri fitu, hafi í för með sér tvöfalt meiri minnkun á lágþéttnikólesteróli samanborið við neyslu á fæðu, sem í er lítið af mettaðri fitu, einni og sér. Þar eð fullyrðingin uppfyllir ekki kröfurnar í reglugerð (EB) nr. 1924/2006 ætti ekki að leyfa hana. 25) Tekið hefur verið tillit til athugasemda frá umsækjendum og almenningi sem framkvæmdastjórninni hafa borist, skv. 6. mgr. 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006, við ákvörðun þeirra ráðstafana sem kveðið er á um í þessari reglugerð. ( 7 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2012) 10(7), ( 8 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2013) 11(4), ( 9 ) Stjtíð. EB L 109, , bls. 29. ( 10 ) Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2013) 11(4), 3160.

4 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 23/273 26) Íblöndun efna í matvæli eða notkun efna í þeim, sem og því hvort vörur eru flokkaðar sem matvæli eða lyf, er stjórnað með sértækri löggjöf Sambandsins og landslöggjöf. Hver sú ákvörðun sem tekin er varðandi heilsufullyrðingu í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1924/2006, t.d. um að færa hana inn á listann yfir leyfilegar fullyrðingar sem um getur í 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar, er ekki heimild til að setja á markað það efni sem fullyrðingin er gerð um, ákvörðun um hvort nota megi viðkomandi efni í matvælum né flokkun tiltekinnar vöru sem matvæla. 27) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um matvælaferlið og heilbrigði dýra. SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. 1. Nota má heilsufullyrðingarnar sem settar eru fram í I. viðauka við þessa reglugerð fyrir matvæli sem eru sett á markað í Evrópusambandinu í samræmi við skilyrðin sem mælt er fyrir um í þeim viðauka. 2. Heilsufullyrðingarnar, sem vísað er til í 1. mgr., skal færa á lista Sambandsins yfir leyfðar fullyrðingar, sem kveðið er á um í 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/ gr. Heilsufullyrðingarnar, sem settar eru fram í II. viðauka við þessa reglugerð, skulu ekki færðar á lista Sambandsins yfir leyfðar fullyrðingar, sem kveðið er á um í 1. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 1924/2006. Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. 3. gr. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 17. nóvember Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude JUNCKER forseti.

5 Nr. 23/274 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Umsókn viðeigandi ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1924/2006 Heilsufullyrðing sem varðar a-lið 1. mgr. 14. gr. og vísar til minnkunar á Heilsufullyrðing sem varðar a-lið 1. mgr. 14. gr. og vísar til minnkunar á Heilsufullyrðing sem varðar a-lið 1. mgr. 14. gr. og vísar til minnkunar á Umsækjandi heimilisfang Abtei Pharma Vertriebs GmbH, Abtei 1, 37696, Marienműnster, Þýskalandi Abtei Pharma Vertriebs GmbH, Abtei 1, 37696, Marienműnster, Þýskalandi DSM Nutritional Products Europe AG, P.O. Box 2676, 4002 Basel, Sviss I. VIÐAUKI Leyfilegar heilsufullyrðingar Næringarefni, annað efni, matvæli eða matvælaflokkur Fullyrðing Skilyrði fyrir notkun fullyrðingar Kalsíum Kalsíum stuðlar að minna tapi á þéttni steinefna í beinum hjá konum eftir tíðahvörf. Lítil þéttni steinefna í beinum er áhættuþáttur í beinbrotum vegna beinþynningar Einungis má nota fullyrðinguna um matvæli sem veita a.m.k. 400 mg af kalsíumi í hverjum magnbundnum skammti. Veita skal neytendum upplýsingar þess efnis að fullyrðingin sé sérstaklega ætluð konum sem eru 50 ára og eldri og að dagleg inntaka kalsíums þurfi að vera a.m.k mg úr öllum gjöfum til að jákvæðu áhrifin fáist fram. Kalsíum og D-vítamín Kalsíum og D-vítamín stuðla að minna tapi á þéttni steinefna í beinum hjá konum eftir tíðahvörf. Lítil þéttni steinefna í beinum er áhættuþáttur í beinbrotum vegna beinþynningar Einungis má nota fullyrðinguna um fæðubótarefni sem veita a.m.k. 400 mg af kalsíumi og 15 μg af D-vítamíni í hverjum dagskammti. Veita skal neytendum upplýsingar þess efnis að fullyrðingin sé sérstaklega ætluð konum sem eru 50 ára og eldri og að dagleg inntaka kalsíums þurfi að vera a.m.k mg og D-vítamíns 20 μg úr öllum gjöfum til að jákvæðu áhrifin fáist fram. D-vítamín D-vítamín stuðlar að minni áhættu á falli sem tengist ójafnvægi í líkamsstöðu og vöðvaslappleika. Fall er áhættuþáttur í beinbrotum hjá körlum og konum sem eru 60 ára og eldri. Einungis má nota fullyrðinguna um fæðubótarefni sem veita a.m.k. 15 μg af D-vítamíni í hverjum dagskammti. Veita skal neytendum upplýsingar þess efnis að dagleg inntaka D-vítamíns þurfi að vera 20 μg úr öllum gjöfum til að jákvæðu áhrifin fáist fram. Skilyrði og/eða takmarkanir á notkun matvælanna og/eða viðbótaryfirlýsing eða viðvörun Að því er varðar matvæli með viðbættu kalsíumi má einungis nota fullyrðinguna um matvæli fyrir markhópinn konur sem eru 50 ára og eldri Að því er varðar fæðubótarefni með viðbættu kalsíumi og D-vítamíni má einungis nota fullyrðinguna um fæðubótarefni fyrir markhópinn konur sem eru 50 ára og eldri Að því er varðar fæðubótarefni með viðbættu D-vítamíni má einungis nota fullyrðinguna um fæðubótarefni fyrir markhópinn karla og konur sem eru 60 ára og eldri Tilvísunarnúmer álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu Q Q Q Q Q

6 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 23/275 Umsókn viðeigandi ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1924/2006 II. VIÐAUKI Heilsufullyrðingar sem hefur verið hafnað Næringarefni, annað efni, matvæli eða matvælaflokkur Fullyrðing Tilvísunarnúmer álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu Glúkósamínhýdróklóríð Hægir á/dregur úr eyðingarferli brjósks í vöðva- og beinakerfi og dregur þar af leiðandi úr áhættu á slitgigt. Q Einangrað prótín úr soja Sýnt hefur verið fram á að prótínríkir efnisþættir sojabauna lækki/minnki kólesteról í blóði; lækkun kólesteróls í blóði getur dregið úr áhættu á hjartasjúkdómi (kransæðasjúkdómi). Q Samsetning plöntusteróls og Cholesternorm mix Lækkar kólesteról á virkan hátt. Q Q Eikósapentensýra (EPA) Sýnt hefur verið fram á að eikósapentensýra lækki hlutfall arakídónsýru á móti eikósapentensýru í blóði. Hátt hlutfall arakídónsýru á móti eikósapentensýru er áhættuþáttur í þróun athyglisvanda hjá börnum með einkenni athyglisbrests með ofvirkni. Einkenni á þessum börnum er einnig minni ofvirkni og/eða meðfylgjandi mótþróafull hegðun. Q Plöntustanól (í formi plöntustanólestra) Neysla á 2 g af plöntustanólum á dag (í formi plöntustanólestra), sem hluta af fæðu sem í er lítið af mettaðri fitu, hefur í för með sér tvöfalt meiri minnkun á lágþéttnikólesteróli en við neyslu á fæðu, sem í er lítið af mettaðri fitu, einni og sér. Hátt kólesteról er áhættuþáttur í þróun kransæðasjúkdóms. Q

Nr. 8/484 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 497/2014. frá 14.

Nr. 8/484 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 497/2014. frá 14. Nr. 8/484 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 5.2.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 497/2014 2015/EES/8/21 frá 14. maí 2014 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2013/EES/37/01 2013/EES/37/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 37 20. árgangur 27.6.2013 Framkvæmdarákvörðun

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt. ZINZINO BalanceShake Jarðarberjabragð BalanceShake er bragðgóður og frískandi drykkur sem inniheldur BalanceOil, vítamín, steinefni, 1,3/1,6-betaglúkan og prótein, allt í einum pakka. BalanceShake eykur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470 2030/EES/49/21 frá 20. desember 2017 um að koma á fót skrá Sambandsins

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4.

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4. Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014 2016/EES/52/36 frá 4. febrúar 2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011. frá 14.

Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011. frá 14. Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 26.4.2012 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011 2012/EES/24/09 frá 14. janúar 2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er

Διαβάστε περισσότερα

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1206/2005 frá 27. júlí 2005 um varanlegt

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1206/2005 frá 27. júlí 2005 um varanlegt ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2008/EES/45/01 I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 45 15. árgangur 18.7.2008 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015 Nr. 18/105 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428 2016/EES/18/12 frá 25. ágúst 2015 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 244/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 10.5.2001 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 884/2001 frá 24. apríl 2001 þar sem mælt er fyrir um ítarleg framkvæmdaákvæði varðandi fylgiskjöl vegna

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn.

Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. REGLUGERÐ um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. I. KAFLI Gildissvið og skilgreiningar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um eftirtalin matvæli sem er ætlað að fullnægja sérstökum næringarþörfum

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. frá 28. maí 2014

Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. frá 28. maí 2014 Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR 2016/EES/18/07 frá 28. maí 2014 um vistfræðilegar viðmiðanir við veitingu umhverfismerkis ESB fyrir málningu

Διαβάστε περισσότερα

Επίσηµη Εφηµερίδα της Ευρωπαϊκής Ένωσης

Επίσηµη Εφηµερίδα της Ευρωπαϊκής Ένωσης L 331/8 EL 18.11.2014 ΚΑΝΟΝΙΣΜΟΣ (ΕΕ) αριθ. 1228/2014 ΤΗΣ ΕΠΙΤΡΟΠΗΣ της 17ης Νοεμβρίου 2014 σχετικά με την έγκριση και την άρνηση έγκρισης ορισμένων ισχυρισμών υγείας οι οποίοι διατυπώνονται για τα τρόφιμα

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

2013/EES/37/31 HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,

2013/EES/37/31 HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, 27.6.2013 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 37/219 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 874/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins

Διαβάστε περισσότερα

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO ZINZINO LeanShake Zinzino LeanShake gómsæt og næringarrík staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar 1. Notaðu hann til að minnka fitu og byggja upp vöðva 3 og á sama tíma koma jafnvægi á þarmaflóruna og bæta

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO ZINZINO LeanShake Zinzino LeanShake gómsæt og næringarrík staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar 1. Notaðu hann til að minnka fitu og byggja upp vöðva 3 og á sama tíma koma jafnvægi á þarmaflóruna og bæta

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 38/30 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 37/2010. frá 22.

Nr. 38/30 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 37/2010. frá 22. Nr. 38/30 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 5.7.2012 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 37/2010 frá 22. desember 2009 2012/EES/38/08 um lyfjafræðilega virk efni og þeirra að því

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cinacalcet Mylan 30 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 60 mg filmuhúðaðar töflur. Cinacalcet Mylan 90 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Tracleer 125 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli Leiðbeininar Nærinar- o heilsufullyrðinar er varða matvæli Maí 2013 0 Efnisyfirlit 1. Innanur... 2 1.1. Löjöf sem vísað er til í þessu skjali... 2 1.2. Ganleir tenlar... 2 2. Nærinarildismerkinar... 2

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aclasta 5 mg innrennslislyf, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Hvert glas með 100 ml af lausn inniheldur 5 mg af zoledronsýru (sem einhýdrat). Hver ml af lausninni

Διαβάστε περισσότερα

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri Mataræði á meðgöngu Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri 2018 Góður undirbúningur - hefst snemma Konur geta undirbúið sig fyrir meðgöngu með því að: - borða fjölbreyttan og næringarríkan mat - taka

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli Leiðbeininar Nærinar- o heilsufullyrðinar er varða matvæli Október 2015 2. útáfa 0 Efnisyfirlit 1. Innanur... 2 1.1. Löjöf sem vísað er til í þessu skjali... 2 1.2. Ganleir tenlar... 2 2. Nærinar- o heilsufullyrðinar

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2015 um lykilupplýsingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 5. júní 2015 Efnisyfirlit

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Canesten 1% krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 10 mg af klótrímazóli. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 g af lyfinu inniheldur 10 mg af cetosterýlalkóhóli.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα