Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri"

Transcript

1 Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

2 Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Áhersla á mataræðið í heild Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni Ávextir og mikið af grænmeti Heilkorn minnst tvisvar á dag Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku Kjöt í hófi Fituminni og hreinar mjólkurvörur Mýkri og hollari fita Minna salt Minni viðbættur sykur Hönnun: ENNEMM Prentun: Prenttækni ISBN Embætti landlæknis, Reykjavík 2014 Leyfilegt er að afrita og nota efni þessa rits, sé heimildar getið. Faghópur Embættis landlæknis um ráðleggingar um mataræði Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands Elva Gísladóttir, verkefnisstjóri næringar, Embætti landlæknis Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Embætti landlæknis Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands D-vítamín Skráargatið einfalt að velja hollara 24 26

3 Áhersla á mataræðið í heild Hollur matur stuðlar að góðri heilsu Í endurskoðuðum ráðleggingum um mataræði, sem Embætti landlæknis birtir hér, er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Leitast er við að hafa ráðleggingarnar einfaldar og skýrar þannig að auðvelt sé að fara eftir þeim. Með því að fylgja ráðleggingum um mataræði er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Þannig má minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum auk þess sem auðveldara er að halda heilsusamlegu holdafari. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en þó er mælt með því að taka D-vítamín aukalega yfir vetrarmánuðina og konum sem geta orðið barnshafandi er ráðlagt að taka fólat. Auk þess að veita orku og nauðsynleg næringarefni til vaxtar og viðhalds gegnir maturinn mikilvægu félagslegu hlutverki og er hluti af menningu og sérkennum hverrar þjóðar. Hollráð um mataræði Ráðleggingunum fylgja góðar ábendingar um hvernig hægt er að fylgja þeim á auðveldan hátt frá degi til dags. Með því að skipuleggja innkaup og eldamennsku má stuðla að hollu mataræði, draga úr matarsóun og vernda þannig umhverfið. Mælt er með að velja skráargatsmerktar vörur sem oftast þegar keypt er inn. Vörur sem merktar eru með Skráargatinu eru hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Mestu máli skiptir að fæðuvalið sé næringarríkt og fjölbreytt og magnið hæfilegt. Með það að leiðarljósi er hægt að njóta þess að borða allan mat af og til, í hóflegu magni, og engin ástæða til að útiloka einstakar fæðutegundir. Grundvöllur ráðlegginganna Ráðleggingarnar byggja á norrænum næringarráðleggingum frá árinu 2012 ásamt öðrum rannsóknum á sambandi næringar og heilsu og niðurstöðum kannana um mataræði Íslendinga, bæði barna og fullorðinna. Grundvöllur ráðlegginga um mataræði og ráðlagðir dagskammtar næringarefna hefur verið birtur og er þar að finna ítarlegri upplýsingar. Sérfræðingar Embættis landlæknis og Háskóla Íslands hafa komið að gerð þessara ráðlegginga. Þær eru ætlaðar fullorðnum og börnum frá tveggja ára aldri. Fólk með sjúkdóma eða aðra kvilla sem gætu haft áhrif á næringarefnaþörfina og eldra fólk sem borðar lítið getur haft aðrar þarfir. 4 5

4 Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni Hollur og fjölbreyttur matur stuðlar að því að við fáum þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda og leggur grunn að góðri heilsu og vellíðan. Það er mikilvægt að borða hæfilega mikið og hreyfa sig reglulega til að hafa jafnvægi á því hve mikla orku við fáum með mat og drykk og hve mikla orku við notum við hreyfingu. Þannig er auðveldara að viðhalda heilsusamlegu holdafari. Hreyfingin viðheldur einnig líkamshreysti, stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan og spornar gegn langvinnum sjúkdómum. Því er æskilegt að fylgja ráðleggingum um hreyfingu. Næringarrík matvæli fram yfir unnar matvörur Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk, olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Diskurinn stuðlar að aukinni fjölbreytni í hverri máltíð og auðveldar að borða hollt og fylgja ráðleggingum um mataræði. ÞRIÐJUNGUR grænmeti eða ávextir. ÞRIÐJUNGUR heilkornapasta, hýðishrísgrjón, bygg, kartöflur eða gróft brauð. ÞRIÐJUNGUR próteinrík matvæli svo sem fiskur, kjöt, egg eða baunir. Takmarka ber hins vegar neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur. Drekkum vatn sem oftast, það er besti svaladrykkurinn. Einfalt að velja hollara Veljum skráargatsmerktar vörur þegar keypt er inn. Það gerir það einfaldara að velja hollara. Gefum okkur tíma til að njóta matarins og borðum með athygli Að borða með athygli felur í sér að beina athyglinni meðvitað að því að borða og taka betur eftir merkjum líkamans um svengd og seddu. 6 7

5 Ávextir og mikið af grænmeti Margir borða grænmeti og ávexti daglega en flestir mættu auka neysluna verulega, sérstaklega á grænmeti. Grænmeti og ávextir eru mikilvægur hluti af hollu mataræði en hollusta þeirra er meðal annars fólgin í ríkulegu magni af vítamínum, steinefnum og ýmsum öðrum hollum efnum. Í grófu grænmeti er auk þess mikið af trefjum. Þegar borðaðir eru ávextir og mikið af grænmeti eru minni líkur á þyngdaraukningu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ýmsum tegundum krabbameina. Mælt er með því að borða ósaltaðar hnetur daglega. Hæfilegur skammtur er 30 g á dag eða sem samsvarar hnefafylli. Ráðlagt er að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Einn skammtur, sem er 100 g, getur t.d. verið stór gulrót, stór tómatur, tveir dl af salati, meðalstórt epli eða lítill banani. Þótt kartöflur tilheyri fjölbreyttu mataræði þá teljast þær ekki með í fimm skömmtum af grænmeti og ávöxtum á dag. hollráð um grænmeti og ávexti Borða grænmeti og ávexti með öllum máltíðum og sem millibita. Borða fjölbreytt úrval af grænmeti, bæði gróft og trefjaríkt eins og spergilkál, blómkál, hvítkál, rótargrænmeti, lauk, baunir og linsur en einnig fínni og vatnsmeiri tegundir, svo sem tómata, salat, agúrku og papriku. Borða bæði hrátt og matreitt grænmeti og blanda því einnig út í rétti til að auka fjölbreytni og hollustu. Frosið grænmeti er einnig góður kostur og eins er mælt með bauna- og grænmetisréttum. Velja grænmeti og ávexti sem álegg á brauð, t.d. banana, epli, agúrku, papriku eða tómata. 8 9

6 Heilkorn minnst tvisvar á dag Heilkorn er mikilvægur hluti af hollu mataræði enda góð uppspretta B-vítamína, E-vítamíns, magnesíums og trefja sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigða meltingu. Neysla heilkornavara tengist minni líkum á sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdómum og þyngdaraukningu. Þá tengist neysla á trefjaríkum mat úr jurtaríkinu minni líkum á krabbameini í ristli. Flestir Íslendingar hefðu heilsufarslegan ávinning af því að auka neyslu á fæðu úr jurtaríkinu, s.s. á grænmeti, ávöxtum, berjum, hnetum, baunum, linsum, fræjum og heilkornavörum. Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða mun auk þess hjálpa til við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda og vernda þannig umhverfið. hollráð um heilkorn og trefjar Velja brauð eða aðrar matvörur úr heilkorni að minnsta kosti tvisvar á dag. Nota heilkorn í bakstur og grauta, t.d. rúg, bygg, heilhveiti, grófmalað spelt eða hafra. Velja kornvörur sem eru merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Í heilkornavörum eru allir hlutar kornsins notaðir við framleiðsluna. Kornið getur ýmist verið ómalað eða malað í gróft mjöl en ekki sigtað. Nota bygg, hýðishrísgrjón og heilkornapasta sem meðlæti í stað fínunninna vara

7 Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku Fiskur er góður próteingjafi og í honum eru einnig ýmis önnur næringarefni, svo sem selen og joð. Feitur fiskur er einnig auðugur að D-vítamíni og löngum ómega-3 fitusýrum en þessi næringarefni eru í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi. Regluleg neysla á feitum fiski getur dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Bæði feitur fiskur og magur hefur jákvæð áhrif á heilsuna en næringarinnihaldið er ólíkt og þess vegna skiptir máli að borða hvort tveggja. Ráðlagt er að borða fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku sem aðalrétt. Algengur skammtur af fiski er um 150 g. Æskilegt er að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur, t.d. lax, bleikja, lúða eða makríll. Vissir þú að fiskur er ekki einungis hollur heldur líka fljótlegur í matreiðslu? hollráð um fiskneyslu Prófa mismunandi aðferðir við að matreiða fiskinn. Hægt er að sjóða, gufusjóða, steikja eða grilla fisk eða baka í ofni með grænmeti og kryddjurtum. Nota hvert tækifæri til að fá sér fisk, t.d. í mötuneytinu eða þegar farið er út að borða. Nota afganga af fiskréttum í salöt, plokkfisk eða sem tortillufyllingu. Velja skráargatsmerktar fiskvörur þegar kostur er. Nota fisk eða skelfisk sem álegg á brauð, í salöt, súpur og smárétti

8 Kjöt í hófi Í kjöti eru mikilvæg næringarefni á borð við prótein, járn og önnur steinefni. Hófleg neysla á óunnu, mögru kjöti getur því verið hluti af hollu mataræði. Það er hins vegar hægt að setja saman hollt fæði án kjöts og auka þá fiskur, egg, mjólkurvörur og baunir enn frekar á næringargildi fæðisins. Mikil neysla á rauðu kjöti, sér í lagi unnum kjötvörum, tengist auknum líkum á krabbameini í ristli og þyngdaraukningu. Feitar kjötvörur innihalda einnig mikið af mettaðri fitu. Stór hluti mettaðrar fitu í fæði Íslendinga kemur úr mjólkur- og kjötvörum. Með því að skipta út hluta af mettuðu fitunni fyrir ómettaðar fitusýrur má lækka LDL-kólesteról í blóði og minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Með unnum kjötvörum er átt við kjöt (oftast rautt kjöt) sem er reykt, saltað eða rotvarið með nítrati eða nítríti. Sem dæmi má nefna saltkjöt, spægipylsu, pepperóní, beikon, pylsur, bjúgu, kjötfars, hangikjöt og skinku. Með rauðu kjöti er átt við t.d. nautakjöt, lambakjöt og svínakjöt. hollráð um kjötneyslu Velja fyrst og fremst óunnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Sérstaklega skal takmarka neyslu á unnum kjötvörum. Þetta samsvarar tveimur til þremur kjötmáltíðum á viku og smávegis af kjötáleggi. Velja fuglakjöt (hvítt kjöt), fisk, eggja-, bauna- eða grænmetisrétti í öðrum máltíðum vikunnar og sem álegg. Velja skráargatsmerktar kjötvörur

9 Fituminni og hreinar mjólkurvörur Mjólk og mjólkurvörur innihalda mikilvæg næringarefni á borð við prótein, kalk, joð og önnur stein- og snefilefni. Stærsti hluti joðs í fæði hér á landi kemur úr mjólkurvörum og fiski. Lítil kalkneysla, samhliða lágu gildi D-vítamíns í blóði, tengist minni beinþéttni. Á hinn bóginn er mikil mjólkurneysla ekki æskileg því þá eru líkur á að fæðið verði einhæft og skorti trefjar og önnur holl efni. Eins tengist of mikil kalkneysla auknum líkum á krabbameini í blöðruhálskirtli. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. hollráð um mjólkurneyslu Hæfilegt magn eru tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml). Ostur getur komið í stað annarra mjólkurvara að hluta til. Einn skammtur af mjólkurvörum jafngildir 25 g af osti. Ein keypt ostsneið er 15 g en ostsneið skorin heima er oft um 10 g. Takmarka neyslu á mjólkurvörum með mikilli mettaðri fitu eins og nýmjólk, rjóma, feitum ostum og smjöri. Þó er rúm fyrir hóflega neyslu feitari mjólkurvara af og til ef fæðið er að öðru leyti í samræmi við ráðleggingar. Velja skráargatsmerktar mjólkurvörur þegar kostur er

10 Mýkri og hollari fita Fitan í fæðunni veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur auk vítamína. Æskilegt er að auka hlut mjúkrar fitu í fæði á kostnað harðrar fitu. Þannig má draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hins vegar er ekki æskilegt að skipta út mettaðri fitu fyrir fínunnin kolvetni, svo sem sykur eða hvítt hveiti, þar sem það getur haft óæskileg áhrif. Mjúka fitu er fyrst og fremst að finna í fæðu úr jurtaríkinu og í feitum fiski. Mjúk eða ómettuð fita er ýmist einómettuð eða fjölómettuð. Með harðri fitu er átt við bæði mettaðar fitusýrur og transfitusýrur. hollráð um fituneyslu Því mýkri sem fitan er við ísskápshita því meira er af ómettaðri fitu í vörunni. Velja jurtaolíur við matargerð og út á salöt, t.d. rapsolíu og ólífuolíu, frekar en smjör, smjörlíki eða kókosfeiti. Smyrja þunnt ef smjör eða smjörblöndur eru notaðar á brauð. Feitur fiskur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar uppsprettur hollrar fitu. Velja skráargatsmerktar vörur, þær innihalda minni mettaða fitu en sambærilegar vörur. Prófa að nota baunamauk (hummus), pestó eða lárperur (avókadó) ofan á brauð

11 Minna salt Það er heilsufarslegur ávinningur af því að minnka saltneyslu því þannig má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Mest eru áhrifin hjá þeim sem eru með of háan blóðþrýsting og hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd en einnig má vinna gegn þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri. Þá tengist mikil saltneysla einnig auknum líkum á krabbameini í maga. Stærstur hluti salts í fæðu, eða um þrír fjórðu, kemur úr tilbúnum matvælum, svo sem unnum kjötvörum, brauði, ostum, pakkasúpum og -sósum, tilbúnum réttum og skyndibitum. Tegund salts skiptir ekki máli, natríum úr hvaða salti sem er getur stuðlað að hækkun blóðþrýstings. Margar kryddblöndur og súputeningar innihalda mikið salt. Minnkaðu saltið og kitlaðu frekar bragðlaukana með öðrum kryddum og kryddjurtum. hollráð til að minnka saltneyslu Velja matvörur með litlu salti og takmarka notkun á salti við matargerð og á matinn. Velja lítið unnin matvæli enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík. Lesa utan á umbúðir matvæla og velja sem oftast saltminni kostinn. Minnka notkun salts í þrepum en fjöldi annarra krydda og kryddjurta getur kitlað bragðlaukana. Bragða matinn áður en saltað er. Ekki bera fram salt með matnum. Stilla skammtastærðinni í hóf ef borðaðar eru saltríkar vörur. Velja skráargatsmerktar vörur þar sem þær innihalda yfirleitt minna salt

12 Minni viðbættur sykur Um 80% af viðbættum sykri í fæði Íslendinga koma úr gos- og svaladrykkjum, sælgæti, kökum, kexi og ís, þar af tæpur helmingur úr gos- og svaladrykkjum. Neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum. Mikil neysla á sykruðum gos- og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund 2. Vörur sem innihalda mikið af viðbættum sykri veita oftast lítið af nauðsynlegum næringarefnum og öðrum hollum efnum. Viðbættur sykur er sykur sem bætt er í matvælin við framleiðslu þeirra. Ekki er bara um hvítan sykur að ræða heldur einnig hrásykur, púðursykur, melassa, síróp, agavesíróp, viðbættan ávaxtasykur og náttúrulegan sykur sem er til staðar í hunangi svo eitthvað sé nefnt. Það skiptir ekki máli hvaða tegund af sykri er um að ræða, almennt er ekki hollara að bæta í matvælin einni sykurtegund fremur en annarri. hollráð til að minnka sykurneyslu Drekka vatn við þorsta og með mat því kranavatn er besti drykkurinn. Kolsýrt vatn, án sítrónusýru (E330), getur einnig verið góður kostur í stað gos- eða svaladrykkja. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum. Gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís. Fá sér frekar hnetur, fræ og ávexti

13 D-vítamín D-vítamín myndast í húðinni fyrir áhrif útfjólublárra geisla sólar. Á Íslandi er myndun D-vítamíns í húð ófullnægjandi yfir vetrarmánuðina. Til þess að stuðla að góðum D-vítamínhag yfir vetrarmánuðina er nauðsynlegt að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Lágt gildi D-vítamíns í blóði samhliða lítilli kalkneyslu tengist minni beinþéttni, minni lífslíkum og auknum líkum á byltum hjá öldruðum. Vísbendingar eru um að lélegur D-vítamínhagur tengist auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og einnig fáeinum tegundum krabbameina, m.a. ristilkrabbameini. Fyrir fullorðna er ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni 15 μg en 20 μg fyrir eldra fólk. Efri mörk eru 100 μg. Fyrir börn undir 10 ára er ráðlagður dagskammtur 10 μg. Efri mörk fyrir börn eru 50 μg en 25 μg fyrir börn yngri en eins árs. hollráð um D-vítamín Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Nýta sólarljósið þegar færi gefst og njóta þess að vera úti án þess þó að brenna. Borða feitan fisk að minnsta kosti einu sinni í viku. Feitur fiskur er náttúruleg uppspretta D-vítamíns. Neysla á D-vítamínbættum vörum getur stuðlað að bættum D-vítamínhag. D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og getur safnast upp í líkamanum. Þess vegna eru gefin út viðmið um efri mörk. Skammta umfram efri mörk ætti aðeins að taka í samráði við lækni

14 Skráargatið er opinbert merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru. Vörur sem bera merkið eru hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur hvetur merkið matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðlar þannig að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Val þitt á matvörum hefur áhrif á heilsu þína Skráargatið auðveldar hollara val og þar með að fara eftir ráðleggingum um mataræði, því matvörur sem bera merkið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna: Minni og hollari fita Minni sykur Minna salt Meira af trefjum og heilkorni Matvælastofnun og Embætti landlæknis standa sameiginlega að Skráargatinu og Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sjá um að farið sé eftir reglum um notkun merkisins. Framleiðendum er frjálst að nota Skráargatið á þær vörur sem uppfylla skilyrði til að bera merkið. Lestu meira um Skráargatið á skraargat.is 26 27

15 Embætti landlæknis Barónsstíg Reykjavík Sími:

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur,

Διαβάστε περισσότερα

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri Mataræði á meðgöngu Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri 2018 Góður undirbúningur - hefst snemma Konur geta undirbúið sig fyrir meðgöngu með því að: - borða fjölbreyttan og næringarríkan mat - taka

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Hvað borða íslensk börn og unglingar?

Hvað borða íslensk börn og unglingar? Hvað borða íslensk börn og unglingar? Könnun á mataræði 9 og 15 ára barna og unglinga 2003 2004 Inga Þórsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús

Διαβάστε περισσότερα

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta sem elda fyrir aldraða

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta sem elda fyrir aldraða Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta sem elda fyrir aldraða Byggt á handbók um mataræði aldraðra Elva Gísladóttir næringarfræðingur og verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð Ný handbók um mataræði aldraðra

Διαβάστε περισσότερα

Handbók fyrir. leikskólaeldhús

Handbók fyrir. leikskólaeldhús Handbók fyrir leikskólaeldhús Handbók fyrir leikskólaeldhús Útgefandi: Embætti landlæknis 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2009 3. útgáfa 2018 Unnið af faghópi á vegum Embættis landlæknis Ljósmyndir: Arnaldur

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Meðgöngusykursýki mataræði og mælingar

Meðgöngusykursýki mataræði og mælingar Meðgöngusykursýki mataræði og mælingar LANDSPÍTALI - GÖNGUDEILD SYKURSJÚKRA www.lydheilsustod.is 2 MEÐGÖNGUSYKURSÝKI Meðgöngusykursýki er sykursýki sem greinist á meðgöngu með sykurþolsprófi. Meðgöngusykursýki

Διαβάστε περισσότερα

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt. ZINZINO BalanceShake Jarðarberjabragð BalanceShake er bragðgóður og frískandi drykkur sem inniheldur BalanceOil, vítamín, steinefni, 1,3/1,6-betaglúkan og prótein, allt í einum pakka. BalanceShake eykur

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn.

Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. REGLUGERÐ um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. I. KAFLI Gildissvið og skilgreiningar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um eftirtalin matvæli sem er ætlað að fullnægja sérstökum næringarþörfum

Διαβάστε περισσότερα

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO ZINZINO LeanShake Zinzino LeanShake gómsæt og næringarrík staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar 1. Notaðu hann til að minnka fitu og byggja upp vöðva 3 og á sama tíma koma jafnvægi á þarmaflóruna og bæta

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO ZINZINO LeanShake Zinzino LeanShake gómsæt og næringarrík staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar 1. Notaðu hann til að minnka fitu og byggja upp vöðva 3 og á sama tíma koma jafnvægi á þarmaflóruna og bæta

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470 2030/EES/49/21 frá 20. desember 2017 um að koma á fót skrá Sambandsins

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Reyking sjávarafurða

Reyking sjávarafurða Reyking sjávarafurða Hvað er reyking? Efnisyfirlit 3 Hvað er reyking 3 Tilgangur reykingar 4 Hráefni 6 Flökun á fiski 8 Söltun 9 Hitastig 9 Saltgerð 9 Þurrsöltun 10 Pækilsöltun 10 Söltunartími 10 Skolun

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Xenical 120 mg hörð hylki. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert hart hylki inniheldur 120 mg af orlístati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki. Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Alprazolam Mylan 0,25 mg töflur. Alprazolam Mylan 0,5 mg töflur. Alprazolam Mylan 1 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 1

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin ratiopharm 50 mg, 200 mg, 300 mg, 400 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 50 mg tafla innheldur 50 mg af quetiapini (quetiapinfúmarat). Hver 200

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín forte 500 mg/30 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli Leiðbeininar Nærinar- o heilsufullyrðinar er varða matvæli Maí 2013 0 Efnisyfirlit 1. Innanur... 2 1.1. Löjöf sem vísað er til í þessu skjali... 2 1.2. Ganleir tenlar... 2 2. Nærinarildismerkinar... 2

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum. HEILSA Kynningarblað Æfingatæki, matarmýtur, hitakóf, svefntruflanir, sveppasýkingar, umhverfisvæn hreinsiefni og einfaldar leiðir til að komast í betra form. HOLLUR MATUR Í SÍMANN Fjölmörg ókeypis smáforrit

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

Ending og geymsla afskorinna blóma...2 Flokkun og mat...2 Afskorin blóm...2 Staðlar...2 Ræktunarskilyrði og ending...3 Afskorin blóm...3 Birta...

Ending og geymsla afskorinna blóma...2 Flokkun og mat...2 Afskorin blóm...2 Staðlar...2 Ræktunarskilyrði og ending...3 Afskorin blóm...3 Birta... Ending og geymsla afskorinna blóma...2 Flokkun og mat...2 Afskorin blóm...2 Staðlar...2 Ræktunarskilyrði og ending...3 Afskorin blóm...3 Birta...4 Hitastig...4 Áburðargjöf...5 Vökvun...5 Rakastig...5 Varnir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Matever 250 mg filmuhúðaðar töflur Matever 500 mg filmuhúðaðar töflur Matever 750 mg filmuhúðaðar töflur Matever 1.000 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα