Áhættuskýrsla. Orðskýringar 72

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Áhættuskýrsla. Orðskýringar 72"

Transcript

1 Áhættuskýrsla 2012

2

3 Áhættuskýrsla 1 Inngangur 2 2 Áhættustýring 8 3 Eiginfjárstýring 14 4 Útlánaáhætta 22 5 Markaðsáhætta 36 6 Lausafjáráhætta 46 7 Rekstraráhætta 52 8 Starfskjör 56 9 Fjárhagsleg endurskipulagning 58 Orðskýringar 72

4 UPPLÝSINGAGJÖF SKV. 3. STOÐ BASEL II-REGLNA Ábyrgðarmaður: Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar og lánaeftirlits Ritstjóri: Thor Magnus Berg, áhættustýringu og lánaeftirliti Útgáfudagur: Apríl Áhættuskýrsla 2012 er þýðing á upprunalega skjalinu sem er á ensku og heitir Risk Report Ef um misræmi er að ræða skal styðjast við ensku útgáfuna.

5 ÍSLANDSBANKI ER ALHLIÐA BANKI Íslandsbanki, sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 1875, veitir alhliða banka þjónustu til íslenskra heimila og lítilla fyrirtækja sem og alhliða fjármálaþjónustu fyrir stærri fyrirtæki. Íslandsbanki er eitt stærsta fyrirtæki Íslands á sviði fjármálaþjónustu með yfir starfsmenn og eignir sem nema rúmlega 800 milljörðum króna. Bankinn hefur 20%-40% markaðshlutdeild á öllum helstu sviðum innlendrar fjármálaþjónustu og starfrækir eitt hagkvæmasta útibúanetið á Íslandi. Íslandsbanki byggir á langri hefð lánveitinga til iðnaðar og verslunar á Íslandi og býr yfir sérþekkingu í ferðamannaiðnaði, sjávarútvegi og jarðvarmavinnslu en einnig í þjónustu við sveitarfélög. Bankinn leggur áherslu á að veita fjárfestum og fagaðilum í þessum atvinnugreinum framúrskarandi þjónustu. Eigendur Íslandsbanka eru tveir. Annar eigandinn er Glitnir sem fyrir hönd kröfuhafa á 95% hlut í gegnum dótturfélagið ISB Holding en stjórn þess er skipuð af slitastjórn Glitnis. Þau 5% sem eftir standa eru í eigu íslenska ríkisins og er umsýsla þess hlutar í höndum Bankasýslu ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) veitti bankanum starfsleyfi 2008 og endurnýjað starfsleyfi síðla árs Samhliða útgáfu starfsleyfisins setti FME fram nokkur skilyrði sem m.a. sneru að úrbótum á áhættustýringu og stjórnarháttum bankans. Í desember 2011 lauk ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman umfangsmikilli úttekt á þessum þáttum og í janúar 2012 stað festi FME að öll skilyrði tengd starfsleyfi bankans væru uppfyllt. Frekari upplýsingar um bankann, starfsemi hans og stefnu er hægt að finna í ársskýrslu bankans fyrir árið Mynd 1. Eignarhald Íslandsbanka. Lykilstærðir fyrir Ísland Verg landsframleiðsla (ma. kr.) Hagvöxtur -4,1% 2,9%* 1,6%* Verðbólga 2,6% 5,2% 4,5% Stýrivextir 4,50% 4,75% 6,00% EUR/ ISK 153,80 158,84 169,80 Atvinnuleysi 7,6% 7,1% 6,0% Skuldatryggingarálag ríkissjóðs (bp) Velta á skuldabréfamarkaði (ma. kr.) Velta á hlutabréfamarkaði (ma. kr.) OMX Iceland 6 PI ISK (úrvalsvísitala, verðvísitala) *Bráðabirgðatölur. Mynd 2. Lykilstærðir síðustu þriggja ára fyrir Ísland. Heimild: Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands og NASDAQ OMX. Matsfyrirtæki Erlend mynt Lt./ Horfur/St. Innlend mynt Lt./ Horfur/St. Moody s (feb. 2013) Baa3/Stöðugar/ P-3 Baa3/Stöðugar/ P-3 Standard & Poor s (okt. 2012) BBB-/Stöðugar/A-3 BBB-/Stöðugar/A-3 Fitch Ratings (feb. 2013) BBB/Stöðugar/ F3 BBB+/Stöðugar/- Mynd 3. Lánshæfismat íslenska ríkisins. Heimild: Seðlabanki Íslands. 3

6 ÁGRIP FRAMKVÆMDASTJÓRA ÁHÆTTUSTÝRINGAR 2012 Áhættustýring er hluti af kjarnastarfsemi Íslandsbanka og bankinn vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf. Bankinn leggur metnað sinn í og ver umtalsverðu atgervi til að uppfylla nýjustu alþjóðlegar kröfur á þessu sviði og veitir þessi skýrsla innsýn í fjölmarga þætti í áhættumynstri og áhættustýringu bankans. Áhættuvilji bankans er útfærður í stefnuskjölum, sem samþykkt eru af stjórn bankans, en það er gert til að tryggja að dagleg starfsemi bankans taki mið af skilgreindum viðmiðum um áhættu. Áhætta í rekstri bankans hefur minnkað á árinu 2012 vegna endurskipulagningar lánasafns, sterkari eiginfjárstöðu, minni ójöfnuðar milli eigna og skulda auk annarra þátta. Í lok árs 2012 uppfyllti bankinn öll eigin viðmið sem og viðmið laga og reglna um áhættusnið. Þróun helstu áhættuvísa milli 2011 og 2012 er sýnd á mynd 1a. Rekstrarumhverfi Efnahagsbatinn á Íslandi hefur haldið áfram með vexti í einkaneyslu og fjárfestingum. Fjármagnshöft, sem enn eru til staðar, eru hins vegar brýnt úrlausnarefni fyrir efnahagslífið sem leiða þarf landið út úr. Frekari umfjöllun um efnahagsþróun má finna í þriðja kafla ársskýrslu bankans. Mynd 2 á síðunni á móti sýnir þróun nokkurra mikilvægra efnahagsstærða síðustu þrjú ár. Eiginfjárgrunnur og eiginfjárþörf Eiginfjárstaða bankans styrktist stöðugt yfir árið og við lok ársins 2012 var hlutfall eiginfjárþáttar A af áhættugrunni 22,0% (2011: 19,1%) og heildareiginfjárhlutfallið 25,5% (2011: 22,6%). Áhættugrunnurinn hækkaði á árinu, aðallega vegna vaxtar í lánasafni en einnig höfðu þar áhrif ríkari kröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um útreikning áhættuvoga fyrir húsnæðislán einstaklinga. Í árslok 2012 stóð áhættugrunnur bankans í 665 milljörðum króna (2011: 629 milljarðar króna), en þar af eru 83% vegna útlánaáhættu, 5% vegna markaðsáhættu og 12% vegna rekstraráhættu. Hlutfall áhættugrunns á móti heildareignum hækkaði úr 79% í 81%. Eiginfjárstaða bankans er sterk í samanburði við sambærilegar innlendar og erlendar fjármálastofnanir, og bankinn er vel í stakk búinn til að takast á við þær breytingar í regluumhverfi sem lagðar hafa verið fram á alþjóðavettvangi. Stjórn bankans hefur samþykkt markmið um að eiginfjárhlutfall bankans verði að lágmarki 18%. Þetta markmið tekur mið af óvissuþáttum í rekstrarumhverfi bankans auk væntinga um áhrif af innleiðingu Basel III-reglna. Þetta markmið er hærra en niðurstöður innra mats bankans á eiginfjárþörf (ICAAP) gera ráð fyrir og tekur mið af sjónarmiðum FME sem fram koma í svokölluðu könnunar- og matsferli (SREP). Markmið bankans um eiginfjárhlutfall mun taka breytingum eftir því sem rekstrarumhverfið þróast og innleiðingu nýrra laga og reglna vindur fram. Útlánaáhætta Í lok árs 2012 námu áhættuskuldbindingar bankans vegna útlánaáhættu 786 milljörðum króna (2011: 744 milljarðar króna). Útlán til einstaklinga jukust á árinu, einkum fasteignalán. Útlán til fyrirtækja jukust einnig þar sem ný útlán og áhrif endurmats voru meiri en uppgreiðslur. Stór ríkistryggð áhættuskuldbinding tengd yfirtöku bankans á innlánum Straums árið 2009 var greidd upp á árinu. Mikil samkeppni ríkir á íslenskum lánamarkaði þar sem íslenskir bankar eru almennt vel fjármagnaðir og með trausta lausafjárstöðu. Einnig er mikið framboð af lánsfé frá fjármálastofnunum öðrum en bönkum, sem bjóða einstaklingum og fyrirtækjum fjármögnun, t.d. til kaupa á viðskipta- og íbúðarhúsnæði. Á heildina séð hafa gæði útlánasafns bankans batnað eftir því sem fleiri viðskiptavinir hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og eftir því sem endurreikningi erlendra lána vindur fram. Virðisrýrð lán lækkuðu um 44% á árinu, og lán sem eru í meira en 90 daga vanskilum hafa lækkað um 20 milljarða króna. Heildarafskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina frá stofnun bankans námu við árslok 475 milljörðum króna en þar af eru 103 milljarðar króna vegna einstaklinga og 372 milljarðar króna vegna fyrirtækja. Markaðsáhætta Þróun á innendum fjármálamarkaði á árinu 2012 einkenndist af nýjum útgáfum bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði, með umtalsverðri aukningu í veltu í útgáfum án ríkistryggingar. Þrjú fyrirtæki voru skráð á íslenskan hlutabréfamarkað, og fjölmörg félög sóttu fjármagn á skuldabréfamarkað. Markaðsáhætta tengd hlutabréfum í veltubók bankans jókst en minnkaði í ríkisskuldabréfum og endurspeglar það þá þróun sem átti sér stað á markaðinum almennt. Á árinu 2012 tókst bankanum að draga umtalsvert úr áhættu vegna verðtryggingarjöfnuðar og vaxtaáhættu í fjárfestingabók með vaxtaskiptasamningum. Einnig seldi bankinn umtalsvert af hlutabréfum í fjárfestinga bók. Stærsti markaðsáhættuþátturinn í rekstri bankans er hins vegar tengdur gjaldeyrisjöfnuði. Gjaldeyrisjöfnuðurinn jókst á árinu 2012 en er þó innan markmiða bankans. Lausafjáráhætta Bankinn hélt góðri lausafjárstöðu allt árið 2012 og uppfyllti bæði innri viðmið og viðmið laga og reglna um laust fé. Innlán eru enn meginundirstaða fjármögnunar bankans og hafa heildarinnlán haldist stöðug yfir árið. Fjármögnunarumhverfi bankans hefur einkennst af fjármagnshöftum, hægum bata íslenskra verðbréfamarkaða og yfirlýsingu stjórnvalda um tryggingu innlána í kjölfar bankahrunsins 2008 sem enn er við lýði. Fjárfestar á Íslandi héldu áfram að beina stórum hluta fjárfestinga sinna í innlán og ríkistryggð bréf, sem endur speglast í háum innlánshlutföllum, en hlutfall innlána viðskiptavina var 84% af útlánum til viðskiptavina í árslok 2012 (2011: 82%). Lausafjárlína frá íslenska ríkinu rann út í september og telur því ekki lengur sem hluti af lausafjárforða bankans. Lausafjárforði bankans nam 170 milljörðum króna í lok árs

7 Íslandsbanki gaf út þrjá nýja flokka sérvarinna skuldabréfa á árinu, þar af einn óverðtryggðan, alls að fjárhæð 9,4 milljarðar króna. Áætlanir bankans gera ráð fyrir að gefa út til viðbótar milljarða króna á ári næstu árin. Sérvarin skuldabréfaútgáfa bankans telur nú fjóra flokka að fjárhæð samtals 14 milljarðar króna. Þessu til viðbótar gaf bankinn út víxla í fyrsta sinn í mars 2013, sem rennir enn frekari stoðum undir fjármögnun bankans. Rekstraráhætta Bankinn hélt áfram að styrkja umgjörðina um stýringu rekstraráhættu á árinu Skráningar tapsatvika hafa batnað, að hluta vegna aukinnar vitundar starfsmanna um mikilvægi slíkra skráninga. Helstu úrbótaverkefni ársins fólust í því að bæta skráningarkerfi, í auknu eftirliti og skráningu á skilgreindum áhættuvísum, umbætur á viðbúnaðaráætlunum til að auka rekstrarsamfellu auk aukinnar og bættrar skýrslugjafar um rekstraráhættu. Síðustu ár hefur bankinn orðið fyrir tapi vegna atvika sem eiga rætur sínar að rekja til fyrirrennara bankans. Bankinn telur að flestir slíkir atburðir hafi nú komið fram og að bankinn muni á næstu árum sjá ávöxt bætts rekstraráhættukerfis. Árið 2012 voru skráð 454 tapsatvik hjá bankanum (2011: 239 tapsatvik). Heildartap vegna þessara atvika var 37 milljónir króna. Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar og lánaeftirlits Lykiltölur 2012 Rekstrartekjur (ma. kr.) Hagnaður (ma. kr.) Lán til viðskiptavina (ma. kr.) Lán til einstaklinga (ma. kr.) Gjaldeyrisjöfnuður (ma. kr.) Verðtryggingarjöfnuður (ma. kr.) 1-21 Vaxtaáhætta fjárfestingarbókar (100 bpv, ma. kr.) 0,5-0,9 Kostnaðarhlutfall 48% -3% Eiginfjárhlutfall 25,5% 2,9% Hlutfall eiginfjárþáttar A 22,0% 2,9% Ávöxtun eigin fjár (ROE) 17,2% 15,7% Vaxtamunur (heildareignir) 3,9% -0,6% LPA-hlutfall 13,7% -8,9% Lán í vanskilum en ekki virðisrýrð (ma. kr.) Heildareiginfjárgrunnur (ma. kr.) Áhættugrunnur (ma. kr.) Hlutfall áhættugrunns af heildareignum 81% 2% Heildarinnlán (ma. kr.) Hlutfall innlána viðskiptavina af útlánum til viðskiptavina 84% 2% Mynd 1a. Þróun lykilfjárhagsstærða og -áhættuvísa Íslandsbanka. Dálkurinn Δ sýnir breytingu frá árinu Örvarnar sýna hækkun eða lækkun. Liturinn vísar til þess hvort þróunin hafi verið jákvæð (grænn) eða neikvæð (rauður) fyrir áhættu bankans. Tölur miðast við árslok. 5

8 1 INNGANGUR Markmið áhættuskýrslu Íslandsbanka er að veita markaðsaðilum og öðrum haghöfum upplýsingar sem auka skilning á áhættuþáttum í rekstri bankans og eiginfjárstöðu hans og uppfylla um leið lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf. Í áhættuskýrslunni er að finna lykilupplýsingar um samsetningu eigin fjár bankans og eiginfjárþörf en einnig um megináhættuþætti í starfseminni og áhættumatsferlum. Að auki eru í skýrslunni heildstæðar upplýsingar um endurskipulagningu og endurútreikning á lánasafni bankans, sem hefur verið eitt mikilvægasta verkefnið frá stofnun bankans árið Einnig er fjallað um helstu laga- og reglugerðabreytingar sem snerta bankann sem og starfskjarastefnu Íslandsbanka. Basel III-reglur um eigið fé Basel II-reglur um eigið fé Væntanlegt Eiginfjártilskipun ESB (CRD IV) Eiginfjártilskipun ESB (CRD III) Lög og reglur Fjármálaeftirlit (FME) 1. stoð Lágmarkseiginfjárkröfur 2. stoð Könnunar- og matsferli 3. stoð Upplýsingagjöf til markaðar Mynd 1.1. Yfirlit yfir regluverk. Eiginfjárskýrsla fjármálafyrirtækja (COREP) Innra matsferli á eiginfjárþörf (ICAAP) Áhættuskýrsla Íslandsbanka 1.1 LAGAUMHVERFI Lögbundnum kröfum um upplýsingagjöf er lýst í Basel IIreglunum og eiginfjártilskipun Evrópusambandsins. 1 Tilskipunin hefur verið innleidd innan Evrópusambandsins og í íslenska löggjöf í gegnum EES-samninginn. Tilskipunin byggist á Basel II-reglunum um eigið fé og felur í sér alþjóðlegar leiðbeiningar um eiginfjárkröfur banka. Basel II byggist á þremur stoðum: 1. stoð leggur grunn að útreikningi um útreikning á lágmarks eigin fjárþörf fyrir útlána-, markaðs- og rekstraráhættu. 2. stoð er umgjörð fyrir könnunar- og matsferli eftirlitsaðila (e. SREP) og um innra mat banka á eiginfjárþörf (e. ICAAP). 3. stoð inniheldur kröfur um opinbera upplýsingagjöf. 6 1 Capital Requirements Directive (CRD2006/48&49/EC).

9 Með útgáfu áhættuskýrslunnar mætir bankinn þeim kröf um sem gerðar eru undir þriðju stoðinni. Í kafla er aðferðum bankans við mat á áhættuþáttum og stýringu þeirra undir 1. og 2. stoð nánar lýst. Þar sem Fjár málaeftirlitið hefur ekki sett fram tilmæli varðandi 3. stoð byggist áhættuskýrsla Íslandsbanka á þeim kröfum sem settar eru fram í Evróputilskipuninni. Á mynd 1.1 er yfirlit yfir regluverk um eiginfjárstýringu sem Íslandsbanki starfar eftir. Basel-nefndin um bankaeftirlit hefur samþykkt endur skoðun á Basel-reglunum, Basel III, og er áætlað að tilskipun um innleiðingu reglnanna innan Evrópu (CRD IV) taki gildi 1. janúar Áætlun um innleiðingu Evróputilskipunarinnar og nýju Basel III-reglnanna nær til loka árs Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á laggirnar nefnd um innleiðingu tilskipunarinnar hér á landi en ekki hefur verið birt tímaáætlun þar að lútandi STEFNA BANKANS Í UPPLÝSINGAGJÖF Samkvæmt 3. stoð hefur Íslandsbanki markað sér formlega stefnu um upplýsingagjöf og samskipti sem er samþykkt af stjórn bankans. Stefnan útlistar meginreglur og ramma um opinbera upplýsingagjöf og við ytri aðila. Markmiðið með upplýsingagjöf um áhættustýringu og eigin fjárþörf er að gefa glögga mynd af samsetningu eigin fjár bankans og eiginfjárþörf, megináhættuþáttum í starfsemi bankans og áhættumatsferlum. Undanskildar eru upp lýsingar sem ekki teljast mikilvægar sem og trúnaðarupp lýsingar, þ.e. upplýsingar sem bankanum er óheimilt að veita sam kvæmt lögum og reglum. Ekki skal litið á neitt í þessari skýrslu sem ráðgjöf um kaup eða sölu verðbréfa. Skýrslan lýsir skoðunum höfunda hennar á þeim tíma sem hún er skrifuð en þær kunna að taka breytingum án fyrirvara. Íslandsbanka ber ekki skylda til að uppfæra skýrsluna, breyta henni eða lagfæra þótt breytingar verði á tilteknum þáttum, sem leiða til þess að skýrslan hafi ekki lengur að geyma nýjustu upplýsingar. Í skýrslunni eru veittar upplýsingar um úrræði sem bankinn hefur boðið og ætlað var að koma til móts við þarfir ýmissa hópa viðskiptamanna. Ekki skal túlka þá umfjöllun sem tilboð til viðskiptamanna um slík úrræði eða sem staðfestingu á því að viðskiptavinur hafi átt tilkall til úrræða sem þar er lýst. Upplýsingum um áhættu- og eiginfjárstýringu Íslandsbanka er aðallega miðlað í áhættuskýrslu, ársskýrslu og árshlutauppgjörum bankans. Verði verulegar breytingar á megináhættuþáttum utan hefðbundinnar upplýsingagjafar getur bankinn ákveðið að birta þessar upplýsingar tíðar GILDISSVIÐ OG STAÐFESTING UPPLÝSINGA Áhættuskýrslan fjallar um samstæðu Íslandsbanka sem hér eftir er nefnd Íslandsbanki eða bankinn. Skilgreining á samstæðugrunni bankans er sú sama og í ársskýrslu fyrir árið Nöfn og meginstarfsemi stærstu dótturfélaga bankans í árslok 2012 eru talin upp á mynd 1.2. Áhættuskýrslan hefur ekki verið endurskoðuð af óháðum endurskoðendum. Hins vegar hefur skýrslan verið staðfest með viðeigandi hætti af starfsfólki bankans og felur í sér upplýsingar úr endurskoðuðum samstæðureikningi fyrir árið Fyrir suma þætti liggja einungis fyrir upplýsingar fyrir móðurfélagið. Í þeim tilvikum er það tilgreint sérstaklega. Áhættuskýrslan hefur verið unnin í samræmi við Basel II-reglur um eigið fé og tilskipun Evrópusambandins um eiginfjárkröfur í stað alþjóðlegra reikningsskilastaðla. Þetta kann að leiða til misræmis milli fjárhagsupplýsinga í samstæðureikningi fyrir árið 2012 og upplýsinga í áhættuskýrslunni fyrir árið Heiti Starfsemi Eignarhald Staðsetning Borgun hf. Greiðslumiðlun 62,2% Ísland Íslandsssjóðir hf. Sjóðastýring 100% Ísland Miðengi ehf. Eignaumsýslufélag 100% Ísland Höfðatorg ehf. Fasteignafélag 72,5% Ísland Hringur eignarhaldsfélag ehf. Eignarhaldsfélag 100% Ísland Allianz Ísland hf.* Tryggingamiðlun 100% Ísland Geysir Green Investment Fund slhf. Eignarhaldsfélag 100% Ísland Island Fund S.A. Eigna- og sjóðastýring 100% Lúxemborg Glacier Geothermal & Seafood Corporation Ráðgjöf 100% Bandaríkin *Dótturfélag Hrings eignarhaldsfélags ehf. Mynd 1.2. Heiti og meginstarfsemi helstu dótturfélaga við árslok

10 2 ÁHÆTTUSTÝRING Varfærið mat á áhættu og skynsamleg verðlagning hennar eru lykilþættir í starfsemi Íslandsbanka. Stefna bankans í áhættu- og eiginfjárstýringu byggist á skilvirku skipulagi áhættumats. Fjármálakreppan og sá óstöðugleiki á mörkuðum sem fylgdi í kjölfarið hafa dregið athygli manna enn frekar að mikilvægi áhættustýringar. 2.1 SKIPURIT ÁHÆTTUSTÝRINGAR Áhættustýring og lánaeftirlit er sjálfstæð deild innan Íslandsbanka og veitir framkvæmdastjóri áhættu stýringar og lánaeftirlits henni forstöðu. Í deildinni eru um 40 vel menntaðir starfsmenn sem vinna stöðugt að því að bæta áhættustýringu (og auka áhættuvitund) innan bankans. Skipulag áhættustýringar og innra eftirlits bankans er sýnt á mynd 2.1. Stjórn Innri endurskoðun Bankastjóri Regluvarsla Áhættustýring og lánaeftirlit Eignasafnsáhætta og líkanagerð Áhættueftirlit Efnahags- og markaðsáhætta Lánaeftirlit Mynd 2.1. Skipurit áhættustýringar og innra eftirlits. Stjórn bankans ber ábyrgð á því að innviðir áhættustýringar séu fullnægjandi til að greina, meta og stýra áhættu á skilvirkan hátt. Stjórnin skilgreinir áhættuvilja bankans sem er miðlað í stefnuskjölum bankans. Bankastjóri ber ábyrgð á því að þróa og viðhalda fullnægj andi og skilvirkri áhættustýringu og innra eftirliti hjá Íslandsbanka. Að auki skipar bankastjóri framkvæmdastjóra áhættustýringar, framkvæmdastjórn, áhættunefnd, efnahagsnefnd og fjárfestingaráð. Innri endurskoðun framkvæmir sjálfstætt mat og staðfestir að innra eftirlit og áhættustýring séu fullnægjandi, skilvirk og í samræmi við reglur bankans. Forstöðumaður innri endurskoðunar er skipaður af stjórn bankans og hefur, samkvæmt því, sjálfstæða stöðu innan skipurits bankans. Forstöðumaður innri endurskoðunar ber ábyrgð á innri endurskoðun bankans. Regluvarsla bankans ber ábyrgð á því að ferli og viðskipti sem eiga sér stað í bankanum séu í samræmi við lög og innri og ytri reglur og tilmæli. Framkvæmdastjóri áhættustýringar og lánaeftirlits situr í framkvæmdastjórn og ber ábyrgð á skipan áhættustýringar innan Íslandsbanka. Framkvæmdastjórinn er í forsvari fyrir svið áhættustýringar og lánaeftirlits og ber ábyrgð á því að skilgreina dagleg verkefni sviðsins og meta hvort fagkunnátta sé fullnægjandi innan þess. Að auki er framkvæmdastjóri áhættustýringar og lánaeftirlits ábyrgur fyrir því að skipuleggja áhættustýringu innan Íslandsbanka til þess að tryggja að Íslandsbanki hafi yfir að ráða viðeigandi úrræðum og skipulagi til þess að stýra áhættu. Þetta felur í sér áhættustýringu í útibúum og dótturfélögum. Svið áhættustýringar og lánaeftirlits er óháð öðrum starfseiningum bankans. Tilvist sérstakrar áhættustýringar deildar leysir stjórnendur bankans ekki undan þeirri ábyrgð að stýra áhættu sem tengist starfseiningum þeirra. Ákvörðunartaka sem felur í sér áhættu byggist á nefndafyrirkomulagi sem útskýrt er hér að neðan. Til viðbótar við yfirsýn nefndanna fylgist áhættustýring og lánaeftirlit með áhættu innan allra starfseininga bankans. Áhættustýring og lánaeftirlit sér um skýrslugjöf um áhættuþætti og stöðu áhættumælikvarða til innri og ytri hags munaaðila og tryggir viðeigandi viðbrögð við brotum á áhættumörkum. Deildin veitir leiðbeiningar um áhættu og áhættu mat, þróar, viðheldur og prófar áhættulíkön og veitir annan stuðning í samræmi við sérþekkingu sína. Áhættustýring og lánaeftirlit 8

11 sér einnig um innra mat á eiginfjárþörf (e. ICAAP) fyrir bankann. Áhættustýring og lánaeftirlit ber ábyrgð á að þróa og viðhalda innri reglum í tengslum við áhættustýringu. Sviðið ber einnig ábyrgð á að setja hæfnisstaðla, fræða starfsfólk um stefnuskjöl og reglur bankans, aðstoða yfirmenn starfseininga í málum tengdum áhættustýringu og svara fyrirspurnum. Áhættustýring og lánaeftirlit skiptist í fjórar deildir EIGNASAFNSÁHÆTTA OG LÍKANAGERÐ Deildin eignasafnsáhætta og líkanagerð ber ábyrgð á því að mæla, hafa eftirlit með og gefa skýrslu um útlánaáhættu allra fjáreigna. Hún sér um að þróa, viðhalda og betrumbæta áhættustýringarlíkön sem notuð eru í tengslum við útlánaáhættu. Hún fylgist með útlánamörkum sem sett eru fram í stefnuskjali um útlánaáhættu og sér um skýrslugjöf til innri og ytri hagsmunaðila um útlánaáhættu. Allar opinberar eða formlegar upplýsingar sem bankinn veitir um útlánaáhættu eru yfirfarnar af deildinni. Eignasafnsáhætta og líkanagerð tekur ekki þátt í einstökum útlánaákvörðunum ÁHÆTTUEFTIRLIT Deildin áhættueftirlit ber ábyrgð á þróun skilvirks skipulags um stýringu rekstraráhættu og á að þróa aðferðir til þess að mæla og hafa eftirlit með rekstraráhættu í bankanum. Áhættueftirlit safnar saman upplýsingum um rekstrartap og greiðir fyrir sjálfsmati hverrar starfseiningar á áhættu og eftirliti. Áhættueftirlit hefur eftirlit með lykiláhættuvísum (e. KRI) til að meta breytingar á rekstraráhættu bankans. Framkvæmd skipulags um stýringu órofins reksturs er samhæfð af áhættueftirliti. Áhættueftirlit gerir úttektir á útlánaferlum og starfsháttum innan bankans. Samræmdar og fyrirframskilgreindar úttektir á framkvæmd allra útlánaferla í einstökum útibúum eða starfseiningum eru gerðar reglulega auk sérstakra úttekta á framkvæmd tiltekinna ferla í öllum bankanum. Áhættueftirlit hefur eftirlit með framkvæmd markaðsviðskipta með tilliti til þess að reglum um áhættumörk eigin viðskipta bankans sé fylgt, reglum um útlánamörk mótaðila sé fylgt og kröfur um tryggingar viðskiptavina bankana séu uppfylltar. Þá eru veðköll framkvæmd af áhættueftirliti. Áhættueftirlit ber ábyrgð á þróun og viðhaldi gæðahandbókar bankans sem veitir yfirsýn yfir meginferli og önnur rekstrarskjöl í bankanum. Deildin veitir stuðning við ýmis málefni sem tengjast gæðamálum í bankanum, svo sem ferlagreiningu og skjölun, verkefnastjórnun og umbótaverkefni. Áhættueftirlit ber einnig ábyrgð á vörustefnu, vörusamþykktarferli og þróun og viðhaldi á vöruhandbók bankans EFNAHAGS- OG MARKAÐSÁHÆTTA Deildin efnahags- og markaðsáhætta ber ábyrgð á að mæla og hafa eftirlit með markaðsáhættu, lausafjáráhættu og eiginfjárstöðu bankans. Þetta felur m.a. í sér skýrslugjöf til innri og ytri hagsmunaaðila um viðeigandi áhættustöður. Efnahags- og markaðsáhætta sér um innra mat á eiginfjárþörf fyrir bankann, hefur umsjón með útgáfu áhættuskýrslu bankans og viðheldur verðlagningarlíkani fyrir útlán. Deildin veitir mikilvægan stuðning við starfsemi markaða og annarra starfseininga í tengslum við markaðsáhættu, lausafjáráhættu og eiginfjárstýringu. Deildin ber einnig ábyrgð á þróun og viðhaldi stefnuskjala bankans um markaðsáhættu og lausafjáráhættu og sér um rekstur efnahagsnefndar bankans LÁNAEFTIRLIT Lánaeftirlitið ber ábyrgð á að framkvæmd útlánaferla sé í samræmi við stefnu bankans um útlánaáhættu og lánareglur. Þetta felur í sér rekstur lánanefnda og þátttöku í einstökum útlánaákvörðunum í nefndum til að tryggja að allar útlánaákvarðanir séu í samræmi við stefnu bankans. Lána eftirlit er óháð útlána einingum en býr yfir reynslu í útlánamálum sem nýtist við útlánaákvarðanir. Lánaeftirlit veitir stuðning og leiðbeiningar til starfseininga um útlán og útlánaferli auk þess að eiga í dagsdaglegum samskiptum við þær um álitaefni sem varða útlán. Lánaeftirlit ber ábyrgð á úrlausnarferli vanskilamála, eftirliti með vanefndum, athugunarlista útlána, mati á sérgreindri virðisrýrnun og endanlegum afskriftum. 2.2 LYKILÁHÆTTUÞÆTTIR OG STEFNUSKJÖL Á hverju ári skilgreinir stjórn megináhættuþætti í rekstri Íslandsbanka og ákvarðar áhættuvilja bankans með hliðsjón af þeim. Svið áhættustýringar og lánaeftirlits ber ábyrgð á því að koma auga á þá áhættuþætti sem felast í starfsemi bankans. Þessi greining er fyrst gerð í hverri starfseiningu fyrir sig og síðan tekin saman fyrir bankann í heild. Niðurstöðurnar eru bornar saman við áhættustefnu bankans og áhættuvilja. Fyrir lykiláhættur eru útbúin stefnuskjöl sem samþykkt eru af stjórn bankans. Sem sakir standa hafa eftirfarandi fjórir áhættuþættir verið skil greindir sem lykiláhættuþættir í starfsemi bankans og er mati á þeim, stýringu og áhættumörkum lýst í sérstökum stefnuskjölum: útlánaáhætta (4. kafli), markaðsáhætta (5. kafli), lausafjáráhætta (6. kafli), rekstraráhætta (7. kafli). Samþjöppunaráhætta er talin vera veruleg en um hana er fjallað í stefnuskjölum um útlánaáhættu, markaðsáhættu og lausafjáráhættu. Bankinn hefur einnig skilgreint viðskiptaáhættu, stefnu mótunar áhættu og stjórnmálaáhættu sem verulegar áhættur. Ekki eru sérstök stefnuskjöl um þessar tegundir áhættu en fylgst er vandlega með þeim og um þær fjallað í innra mati og skýrslugjöf eftir þörfum.. Meginreglum við áhættustýringu og innra eftirlit Íslandsbanka er lýst í stefnu bankans um áhættustýringu og innra eftirlit. Á mynd 2.2 er yfirlit yfir skjöl um áhættustýringu sem háð eru samþykki stjórnar bankans. Stefna Íslandsbanka um áhættuvilja er almenn yfirlýsing um áhættuþol og fjárhagsleg markmið sem ætlað er að styðja við viðskiptaáætlun bankans með því að skilgreina mörk og markmið fyrir helstu áhættuþætti. Yfirlýsing um áhættuvilja er nánar útfærð í stefnuskjölum sem stjórn samþykkir. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um einstaka áhættuþætti. 9

12 Stefna um áhættustýringu og innra eftirlit 5 ára áætlun Stefna um útlánaáhættu Stefna um markaðsáhættu Stefna um áhættuvilja Stefna um rekstraráhættu Stefna um lausafjáráhættu Skjal um skipulag 2. stoðar Basel II-reglna Innra matsferli fyrir eiginfjárþörf (ICAAP) Mynd 2.2. Skjöl tengd áhættustýringu sem eru háð samþykki stjórnar. Áhættuvilja er skipt niður í sérstök áhættumörk sem samþykkt eru af viðeigandi nefndum. Markmið stjórnenda eru skilgreind í viðskiptaáætlun bankans sem er samþykkt af stjórn. Þar er yfirlit yfir áætlaða þróun á starfsemi bankans til fimm ára og lagður grunnur að álagsprófum og þeim hluta eiginfjármats sem snýr að skipan eigin fjár. Með innra matsferli á eiginfjárþörf (e. ICAAP) eru skilgreindir og metnir þeir áhættuþættir sem felast í starfsemi bankans sem og að samþætta annars vegar viðskiptastefnu og viðskiptaáætlun bankans og hins vegar áhættuvilja. Þannig er tryggt að bankinn eigi á hverjum tíma nægt eigið fé til að mæta áhættuþáttum í rekstri bankans og styðja við viðskiptaáætlun hans. Skjalið um skipulag 2. stoðar Basel-regluverksins lýsir aðferðafræði bankans við innleiðingu á kröfum skv. 2. stoð Basel IIreglnanna. Markmið með skjalinu er að veita yfirsýn yfir það hvernig tryggt er að bankinn uppfylli alla þætti undir 2. stoð varðandi áhættustýringu og stjórnarhætti. 2.3 LYKILÁHÆTTUÞÆTTIR EFTIR STARFSEININGUM Íslandsbanki veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, heimila, fyrirtækja og fagfjárfesta á Íslandi. Áhættan sem fólgin er í hverri starfseiningu er mismunandi eftir því hvaða Svið Lausafjáráhætta Viðskiptabankasvið Fyrirtækjasvið Markaðir Eignastýring Mynd 2.3. Lykiláhættuþættir sem skilgreindir hafa verið innan hverrar starfseiningar. Útlánaáhætta Markaðsáhætta Rekstraráhætta Fjárstýring þjónusta og vörur eru í boði. Mynd 2.3 sýnir lykiláhættuþætti sem skilgreindir hafa verið í hverri starfseiningu VIÐSKIPTABANKASVIÐ Viðskiptabankasvið rekur 21 útibú sem þjónusta einstaklinga og meðalstór fyrirtæki. Viðskiptabankasvið rekur einnig eignafjármögnun undir nafninu Ergo og starfrækir að auki sérstaka greiðslu kortadeild, Kreditkort ásamt þjónustuveri og miðlægri greiðslumiðstöð. Helsta starfsemi viðskiptabankasviðs er lánastarfsemi og útlána áhætta er aðaláhættuþátturinn. Rekstrar áhætta er órjúfanlegur þáttur starfseminnar en hlutfallslega ekki talin mikil. Samþjöppunaráhætta myndast bæði í gegnum lánastarfsemi við skiptabankasviðs og við móttöku innlána. Markaðsáhætta, t.d. vegna misræmis milli eigna og skulda á viðskiptabankasviði, er flutt til fjárstýringar sem stýrir áhættunni með innri verðlagningu, útlánamörkum og áhættuvörnum þar sem við á FYRIRTÆKJASVIÐ Fyrirtækjasvið veitir miðlungsstórum og stærri fyrirtækjum fjármálaþjónustu. Fyrirtækjasviði tilheyrir einnig einingin fyrirtækjalausnir sem stýrir og leiðir fjárhagslega endurskipulagningu stærri fyrirtækja sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Helstu áhættuþættir á fyrirtækjasviði eru útlánaáhætta og samþjöppunaráhætta en einnig er markaðsáhætta innbyggð í starfsemina í tengslum við skuldabréf í fjárfestingarbók. Eins og á viðskiptabankasviði er markaðsáhætta vegna misræmis milli eigna og skulda á fyrirtækjasviði flutt til fjárstýringar sem stýrir áhættunni með innri verðlagningu og útlánamörkum eftir því sem við á MARKAÐIR Markaðir sjá um miðlun verðbréfa, erlends gjaldeyris og afleiðna sem og peninga markaðs útlán og aðra þjónustu á millibankamarkaði. Sviðið býður þar að auki fjölbreytta þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar innanlands sem og þjónustu í sjávarútvegs geiranum á alþjóðavísu. Rekstraráhætta er lykiláhættuþáttur sakir umfangs og fjölda 10

13 viðskipta. Markaðsáhætta er aðallega til komin af flæðiog millibankaviðskiptum, t.a.m. í tengslum við stýringu á lausafjársafni bankans. Þessum viðskiptum eru sett ströng mörk. Útlánaáhætta er aðallega til komin vegna afleiðuviðskipta viðskiptavina og er fylgst með tryggingastöðu þeirra samninga innan dagsins. Veð köll eru gerð samkvæmt ströngum reglum sem samþykktar hafa verið af áhættunefnd. Endurskoðunarnefnd Stjórn Undirnefndir Áhættunefnd Lánanefnd Nefnd um, stjórnarhætti starfskjör og starfsmannamál EIGNASTÝRING Eignastýring býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu á sviði eignastýringar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta. Undir eignastýringu heyrir VÍB, sem býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu á sviði eignastýringar, og Íslandssjóðir sem er rekstarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Rekstraráhætta er lykiláhættuþáttur í eignastýringu. Framkvæmdastjórn Bankastjóri Lykilnefndir Áhættunefnd Efnahagsnefnd Fjárfestingarráð FJÁRSTÝRING Fjárstýring er hluti af fjármálasviði bankans og ber ábyrgð á að stýra efnahagsreikningi bankans í samræmi við áhættumörk sem samþykkt hafa verið af stjórn bankans. Eitt af helstu hlutverkum sviðsins felst í að stýra fjármögnunarog lausafjáráhættu bankans. Markaðsáhætta er einnig mikilvægur hluti af starfsemi fjárstýringar þar sem öllu misræmi milli eigna og skulda bankans er stýrt af fjárstýringu. Rekstraráhætta er ekki talin vega þungt í rekstri fjárstýringar. Samþjöppunaráhætta er lykiláhættuþáttur, sérstaklega á skulda hlið í tengslum við einstaka stóra innstæðueigendur eða flokka innstæðueigenda. 2.4 NEFNDIR UM ÁHÆTTUSTÝRINGU Eitt af lykilverkefnum Íslandsbanka 2012 var góðir stjórnarhættir. Verkefnið fólst í því að útbúa ákvörðunartökulykil fyrir bankann með því að kortleggja allar meiriháttar ákvarðanir sem hugsanlegt er að bankinn vilji grípa til við ákveðnar aðstæður. Þetta var gert til að stuðla að bættri ákvörðunartöku og tryggja að ákvarðanir bankans uppfylli kröfur sem við eiga hverju sinni. Stjórnarháttum bankans eru gerð ítarleg skil í ársskýrslu fyrir árið Skipurit nefnda sem fjalla um áhættuþætti í rekstri bankans er sýnt á mynd 2.4. Eins og áður hefur verið nefnt ber stjórn bankans ábyrgð á því að innviðir áhættustýringar séu fullnægjandi til að greina, meta og stýra áhættu. Stjórn hefur skipað fjórar undirnefndir, þar af fjalla tvær nefndir um áhættu, áhættunefnd stjórnar og lánanefnd stjórnar. Framkvæmdastjórn, áhættunefnd, efnahagsnefnd og fjárfestingar ráð bera ábyrgð á framkvæmd áhættustýringar og innra eftirlits í umboði stjórnar. Í krafti þess umboðs gefa nefndirnar út ítarlegar leiðbeiningar um áhættumat og einstök áhættumörk í samræmi við skilgreindan áhættuvilja bankans. Skipan nefnda er ákveðin af bankastjóra en erindisbréf þeirra og vinnureglur eru samþykktar af stjórn UNDIRNEFNDIR STJÓRNAR Endurskoðunarnefnd stjórnar Endurskoðunarnefnd, skipuð þremur stjórnar mönnum, aðstoðar stjórn bankans við að hafa eftirlit með reikningshaldi og endurskoðun á meiriháttar bókhalds- og reiknings skila málum, skilvirkni innra eftirlits í bankanum og skipulagi áhættustýringar og regluvörslu. Mynd 2.4. Skipulag nefnda í tengslum við áhættustýringu. Áhættunefnd stjórnar Áhættunefnd stjórnar er skipuð þremur stjórnarmönnum. Nefndin ber ábyrgð á því að yfirfara og meta áhættuþætti í rekstri bankans, þar með talið en ekki takmarkað við útlánaáhættu, markaðsáhættu, rekstraráhættu og lausafjáráhættu. Nefndin er ábyrg fyrir endurskoðun á áhættuvilja bankans, stefnuskjölum um áhættustýringu og aðferðum við áhættustýringu og að leggja fram tillögur varðandi þessa þætti við stjórn. Lánanefnd stjórnar Lánanefnd stjórnar, skipuð þremur stjórnarmönnum, tekur fyrir og gerir tillögur til stjórnar um lánamál sem fela í sér fyrir greiðslur til viðskiptavina eða afskriftir umfram heimildir áhættunefndar bankans. Nefndin ber m.a. ábyrgð á framkvæmd endurskipulagningar lánasafns bankans. Nefnd stjórnar um stjórnarhætti, starfskjör og starfs mannamál Nefnd um stjórnarhætti, starfskjör og starfsmannamál, skipuð fjórum stjórnarmönnum, ber ábyrgð á því að aðstoða stjórn bankans við að setja fyrirtækinu markmið og veita yfirsýn yfir samband bankans við stjórnendur og stjórn, hluthafa og aðra hagsmunaaðila, með það að markmiði að ábyrgð sé skýr. Nefndin ber einnig ábyrgð á því að aðstoða stjórn við að meta árangur stjórnarmanna LYKILNEFNDIR Framkvæmdastjórn Framkvæmdastjórn bankans útfærir stefnu bankans varðandi rekstraráhættu. Stefna um rekstraráhættu fjallar um hvernig rekstraráhætta er skilgreind, metin og mæld, hvernig eftirliti er háttað og hvernig rekstraráhætta er takmörkuð. Þar að auki hefur framkvæmdastjórn eftirlit með orðsporsáhættu, viðskiptaáhættu og stefnumótunaráhættu. Áhættunefnd Áhættunefnd fer með stjórn og eftirlit útlánamála og annarrar mótaðilaáhættu í samræmi við lánastefnu og útlána reglur bankans. Nefndin ber einnig ábyrgð á sam þjöppunar áhættu vegna útlána á sam stæðu grundvelli. Áhættunefnd getur veitt undir nefndum vald heimildir og ákveðið útlánaheimildir til 11

14 einstakra starfs manna. Áhættunefnd og sérhver undirnefnd hennar taka afstöðu til einstakra lánamála sem varða útlán eða mótaðilaáhættu í samræmi við heimildir þeirra. Ákvörðun um um áhættuskuldbindingar umfram heimildir hverrar nefndar er vísað til nefndar sem er ofar í skipuritinu. Lánveitingar sem eru umfram heimildir áhættunefndar eru bornar undir stjórn. Áhættunefnd ber einnig ábyrgð á að samþykkja vörur og þjónustu samkvæmt formlegu vörusamþykktarferli innan bankans. Að auki starfar bankinn í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Nasdaq OMX Iceland fyrir skráð fyrirtæki þar sem Íslandsbanki er útgefandi sérvarinna skuldabréfa sem tekin eru til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Efnahagsnefnd Efnahagsnefnd hefur umsjón og eftirlit með annarri fjárhagslegri áhættu, þ.e. markaðsáhættu, lausafjáráhættu og vaxtaáhættu í fjárfestingarbók. Efnahagsnefnd setur viðmið fyrir þessa áhættuþætti og útfærir stefnu bankans varðandi markaðsáhættu og lausafjáráhættu. Nefndin hefur einnig yfirumsjón með ráðstöfun eigin fjár og innri verðlagningu. Fjárfestingarráð Fjárfestingarráð tekur ákvarðanir um kaup eða sölu hluta í fyrirtækjum sem og aðrar tegundir fjárfestinga, t.d. í fjárfestingarsjóðum og fasteignum. 2.5 SKÝRSLUGJÖF Íslandsbanki leggur áherslu á skilvirkni í skýrslu gjöf til að tryggja eftirfylgni með áhættumörkum og markmiðum. Skýrslu gjöf um lykil áhættuþætti er mikil vægur þáttur í áhættu stýringu og innra eftirliti og vinnur bankinn stöðugt að tækni legum umbótum til að bæta upplýsingagjöf til stjórnenda og ytri aðila. Frá stofnun bankans hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til þess að styrkja stjórnarhætti áhættustýringar, m.a. með því að koma á fót kerfum og starfsreglum sem nauðsynleg eru til þess að stýra og takmarka áhættu. Áhættustýring og lánaeftirlit ber ábyrgð á innri og ytri skýrslugjöf um áhættur í rekstri bankans. Helstu viðtakendur innri skýrslna eru stjórn bankans, framkvæmdastjórn, áhættunefnd, efnahagsnefnd, fjárfestingar ráð og, ef við á, innri endurskoðun. Tíðni skýrslna tekur mið af undirliggjandi áhættuþáttum: daglega eða innan dags, á stöðum sem breytast ört eða eru sérstakt áhyggjuefni, en vikulega, mánaðarlega og ársfjórðungslega á stöðum og söfnum sem eru stöðugri í eðli sínu. Stjórn og framkvæmdastjórn fá, a.m.k. í kringum hvern stjórnarfund, áhættumælaborð þar sem dregnar eru saman helstu áhættustöður og þær bornar saman við bæði innri og ytri mörk og viðmið. Regluvarsla hefur aðgang að öllum skýrslum til eftirlitsaðila. Helstu opinberu upplýsingarnar sem bankinn birtir eru árs - skýrsla, árs- og árshlutareikningar, áhættuskýrsla og kynningar fyrir fjárfesta. Allar þessar upplýsingar er hægt að nálgast á vef bankans á slóðinni Árs- og árshlutareikningar bankans eru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla sem samþykktir hafa verið af Evrópusambandinu. Lögbundnar skýrslur byggjast á Basel IIkröfum og öðrum reglum sem ákvarðaðar eru af Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. 12

15

16 3 EIGINFJÁRSTÝRING Í kjölfar fjármálakreppunnar hefur verið lögð mikil áhersla á að auka viðnám fjármálastofnana á alþjóðavísu í formi aukinna eiginfjár- og lausafjárkrafna. Þessar hertu kröfur koma einkum fram í endurskoðun á Basel-regluverkinu með innleiðingu Basel III. Íslandsbanki er vel í stakk búinn til að mæta auknum eiginfjárkröfum. Ein helsta áskorun bankans á næstu árum verður að tryggja heilbrigt jafnvægi á milli arðsemi og eigin fjár. Stjórn Íslandsbanka hefur sett markmið um að eigið fé verði að lágmarki 18%. Ólíkt lögbundnu 8% lágmarki getur eiginfjármarkmið bankans breyst eftir því sem breytingar verða á áhættusniði bankans, viðskiptastefnu hans og í ytra umhverfi. Núverandi eiginfjármarkmið er sett með hliðsjón af þeirri óvissu sem ríkir um innleiðingu Basel IIIreglnanna hér á landi og annarra óvissuþátta í rekstrarumhverfi bankans. Eiginfjármarkmiðið er hærra en niðurstöður innra mats bankans á eiginfjárþörf að teknu tilliti til athugasemda Fjármálaeftirlitsins í gegnum könnunar- og matsferli (SREP) síðasta árs. Í lok árs 2012 nam eiginfjárhlutfall bankans 25,5% en það er mun hærra en bæði innri markmið bankans og kröfur eftirlitsaðila gera ráð fyrir. SKILGREINING Á EIGIN FÉ Bönkum er gert að halda eigin fé til að verja hagsmuni innstæðueigenda og annarra skuldunauta gegn óvæntu tapi eða sveiflum í afkomu auk þess sem eiginfjárstaða banka þarf að stuðla að stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Þeir þættir sem leyfilegt er að telja til eigin fjár eru skilgreindir í lögum og frekari útfærslu má finna í reglum og reglugerðum. Íslensk lög um fjármálafyrirtæki, sem eru að hluta byggð á Basel-regluverkinu, skilgreina bæði tegund eiginfjár og takmarkanir á samsetningu þess með tilliti til vægis einstakra eiginfjárþátta. Heildareiginfjárgrunni er skipt í þrennt eins og sjá má á mynd 3.1. Eiginfjárþáttur Skilgreining Takmarkanir A Innborgað hlutafé, innborgað stofnfé, varasjóðir, yfirverðsreikningur hlutafjár, yfirverðsreikningur stofnfjár, endurmatsreikningur samkvæmt verðbólgureikningsskilum og óráðstafað eigið fé en að frádregnu bókfærðu virði eigin hlutabréfa eða stofnfjárbréfa, viðskiptavild, reiknaðri skattinneign og öðrum óefnislegum eignum, svo og tapi og samþykktri arðsúthlutun. Eiginfjárþáttur A skal að lágmarki vera helmingur eiginfjár grunns. Notkun hjá Íslandsbanka Stærstur hluti eiginfjárgrunns Íslandsbanka fellur undir þennan þátt. Til eiginfjárþáttar A er heimilt að telja blendingsbréf (e. hybrid capital) að uppfylltum tilteknum skilyrðum varðandi m.a. gjalddaga, endurgreiðslu, umbreytingu í hlutafé og vexti en nánar er kveðið á um þessi skilyrði í reglum 1. Samtala blendingsbréfa má að hámarki nema 10% af eiginfjárþætti A. Enginn hluti af eiginfjárgrunni Íslandsbanka fellur undir þennan þátt. B Til eiginfjárþáttar B teljast telst vera víkjandi lán sem fjármálafyrir tæki taka gegn útgáfu sérstakrar skuldaviðurkenningar þar sem skýrt er kveðið á um að endurgreiðslutími lánsins sé eigi skemmri en fimm ár og að við gjaldþrot hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis eða slit þess fáist það endurgreitt á eftir öllum öðrum kröfum á hendur fjármálafyrirtækinu en endurgreiðslu hlutafjár eða stofnfjár. Eiginfjárþáttur B má hæst nema 50% af eiginfjárþætti A. Eiginfjárþáttur B hjá Íslandsbanka samanstendur af 10 ára víkjandi láni í evrum að upphæð 23,5 milljarðar króna. C Til eiginfjárþáttar C teljast víkjandi lán til skamms tíma þar sem skýrt er kveðið á um að endurgreiðslutími lánsins sé eigi skemmri en tvö ár og að við gjaldþrot hlutað eigandi fjármálafyrirtækis eða slit þess fáist það endurgreitt á eftir öllum öðrum kröfum á hendur fjármálafyrirtækinu en endurgreiðslu hlutafjár eða stofnfjár. Eiginfjárþáttur C má hæst nema 50% af eiginfjárþætti A. Jafnframt má eiginfjárþáttur C hæst nema 4,8% af reiknuðum áhættu grunni vegna markaðsáhættu liða í veltubók og gengisáhættu. Enginn hluti af eiginfjárgrunni Íslandsbanka fellur undir þennan þátt. Mynd 3.1. Leyfilegir eiginfjárþættir. 1 Reglur um viðbótareiginfjárliði fyrir fjármálafyrirtæki (1250/2012). 14

17 Eiginfjárþáttur A Innborgað hlutafé Yfirverðsreikningur Aðrir varasjóðir Uppsafnaður hagnaður Hlutdeild minnihluta Skatteign ( 864 ) ( ) Óefnislegar eignir ( 261 ) ( 544 ) Aðrir frádráttarliðir ( 322 ) - Eiginfjárþáttur A samtals Eiginfjárþáttur B Víkjandi lán Aðrir frádráttarliðir ( 322 ) - Eiginfjárgrunnur Mynd 3.2. Sundurliðun á eiginfjárgrunni í árslok 2012 og 2011 (m.kr.). 3.1 STEFNA, SKIPULAG OG ÁBYRGÐ Líkt og kveðið er á um í annarri stoð Basel II-reglanna hefur Íslandsbanki vel skilgreint ferli til að meta áhættuþætti í rekstrinum og tryggja að eigið fé bankans nægi til að mæta þessum áhættuþáttum, að teknu tilliti til áætlana um vöxt og breytinga í rekstrarumhverfi bankans auk mögulegra áfalla í rekstrinum eða rekstrarumhverfinu. Þessu ferli, innra mati á eiginfjárþörf (ICAAP), er ætlað að tryggja að jafnvel við álagsaðstæður sé eiginfjárgrunnur bankans yfir lögbundnu lágmarki LÁGMARKSEIGINFÉ UNDIR 1. STOÐ Eins og segir í 1. kafla fjallar 1. stoð Basel II-reglnanna um lágmarkseiginfjárkröfur vegna útlánaáhættu, markaðsáhættu og rekstraráhættu. Eiginfjárhlutfall banka, reiknað sem hlutfall eiginfjárgrunns af áhættugrunni, má ekki vera lægra en 8%. Þetta er eina eiginfjárlágmarkið sem kveðið er beint á um í íslenskum lögum. Lögin segja þó einnig að stjórn fjármálafyrirtækis og framkvæmdastjóri (bankastjóri) skuli reglulega meta eiginfjárþörf fyrirtækisins að teknu tilliti til áhættuþátta í rekstrinum. Niðurstaða slíks mats, sem getur ekki verið lægri en 8% lögbundið lágmark, skuli endurspegla eiginfjárþörf bankans sem hlutfall af áhættugrunni. Þessum mikilvæga þætti Basel IIreglnanna, 2. stoð, er lýst frekar í kafla 3.2. ÁHÆTTUGRUNNUR Fyrir sérhvern áhættuþátt sem fjallað er um undir 1. stoð, útlánaáhættu, markaðsáhættu og rekstraráhættu, er bönkum gefinn möguleiki á að velja á milli ólíkra aðferða til að reikna eiginfjárþörf og þar með áhættugrunn. Útlánaáhætta Íslandsbanki notar staðalaðferð við útreikning á áhættugrunni vegna útlánaáhættu undir 1. stoð. Áhættugrunnurinn er fenginn með því að vega eignir bankans með áhættuvog á bilinu 0-150%, en áhættuvogin er byggð á mati á greiðsluhæfi mótaðila, undirliggjandi tryggingum og tegund og tímalengd samninga. Markaðsáhætta Íslandsbanki notar einnig staðalaðferð við að reikna áhættugrunn vegna markaðsáhættu. Áhættugrunnur vegna skuldabréfa og hlutabréfa er reiknaður með því að margfalda eiginfjárþörf vegna þessara bréfa með 12,5. Áhættugrunnur vegna gjaldeyrisáhættu er reiknaður sem stærri summan af öllum gnóttstöðum eða skortstöðum í hverri mynt. Rekstraráhætta Samkvæmt grundvallaraðferð er eiginfjárkrafa vegna rekstraráhættu jöfn 15% af viðeigandi mælikvarða, þ.e. þriggja ára meðaltali samtölu hreinna vaxtatekna og annarra tekna. Heildaráhættugrunnur er fenginn með því að margfalda eiginfjárþörf vegna markaðsáhættu og rekstraráhættu með 12,5 og bæta niðurstöðunni við áhættu grunn vegna útlánaáhættu. Mynd 3.3 sýnir lágmarkseiginfjárþörf skv. 1. stoð og sam svarandi áhættugrunn og eiginfjárhlutfall í lok árs 2012 og Mynd 3.4 sýnir helstu breytingar í áhættugrunni Íslandsbanka Helstu breytingarnar eru vegna stækkunar lánasafns og hærri áhættuvogar í tengslum við breytingar á túlkun FME á reglum um áhættuvog lána með veði í húsnæði. Breytingarnar tóku gildi á öðrum ársfjórðungi. Aðrar breytingar sem leiða til hækkunar á áhættugrunni tengjast aukningu á gjaldeyrisójöfnuði vegna endurskipulagningar og endurflokkunar lána í erlendri mynt og aukinna umsvifa markaðsviðskipta. Á móti kemur lækkun áhættugrunns vegna færri vanskilalána, lækkunar fastafjármuna og eignarhluta í sölumeðferð. 15

18 3.1.2 VIÐBÓT VIÐ LÁGMARKSEIGINFJÁRÞÖRF UNDIR 2. STOÐ Eiginfjárkröfur undir 1. stoð gera ráð fyrir að fjármálafyrirtæki geti mætt óvissuþáttum sem tengjast almennum rekstri fjármálafyritækja. Til viðbótar við þá lágmarksþörf er gert ráð fyrir að undir 2. stoð sé tekið tillit til atriða sem einkenna einstök fjármálafyrirtæki, annaðhvort vegna vanmats á útlánaáhættu, markaðsáhættu og rekstraráhættu undir 1. stoð eða vegna annarra áhættuþátta sem ekki er fjallað um undir 1. stoð. Hjá Íslandsbanka eru það einkum samþjöppunaráhætta, hlutabréfaáhætta og vaxtaáhætta í fjárfestingarbók sem leiða af sér aukna eiginfjárþörf undir 2. stoð. Viðbótareiginfjárþörf undir 2. stoð er sett fram sem hlutfall af áhættugrunni til viðbótar við lögbundið 8% lágmark. Samtala reiknaðrar eiginfjárkröfu undir 1. og 2. stoð myndar grunn eiginfjárþörf bankans og miðar eiginfjárstýring innan Íslandsbanka að því að tryggja að eiginfjárstaða bankans fari ekki undir þessa grunnþörf AUKIÐ EIGIÐ FÉ VEGNA ÁLAGSÞÁTTA Grunneiginfjárþörf bankans er metin miðað við hefðbundnar markaðsaðstæður. Bankinn þarf þó að hafa yfir að ráða nægu eigin fé til að geta mætt óvæntum áföllum og til að styðja við áætlaðan vöxt og viðskiptastefnu. Viðskiptaáætlun Íslandsbanka byggist á stefnumótunarvinnu með aðkomu allra eininga bankans. Greiningardeild bankans leggur fram grunnspá um þróun helstu hag stærða sem notuð er til grundvallar fyrir áætlun og markmiðasetningu einstakra viðskiptaeininga. Áætlanir og markmið Íslandsbanki s Capital Requirements and RWA Eiginfjárþörf undir stoð 1 Eiginfjárþörf undir stoð 1 Áhættugrunnur Áhættugrunnur Útlánaáhætta Ríki eða Seðlabankar Sveitarfélög Opinberar stofnanir og félög ekki í samkeppnisrekstri Fjármálastofnanir Fyrirtæki Einstaklingar Tryggt með veði í fasteign Vanskil Sjóður um sameiginlega fjárfestingu Fasteignir, búnaður og fastafjármunir til sölu, aðrar eignir Hlutir á gangvirði, eign í hlutdeildarfélögum og eignahlutir í sölumeðferð Markaðsáhætta Skuldabréf Hlutabréf Gjaldmiðlar Rekstraráhætta Samtals Eiginfjárþáttur A Eiginfjárgrunnur Hlutfall eiginfjárþáttar A 22,0% 19,1% Eiginfjárhlutfall 25,5% 22,6% Mynd 3.3. Lágmarkseiginfjárþörf og áhættugrunnur í lok árs 2012 og 2011 (m.kr.). 16

19 Ma. kr Hækkun Lækkun Áhættugrunnur Gjaldeyrisójöfnuður Veltubókarstöður Mynd 3.4. Helstu breytingar á áhættugrunni (ma. kr.). Breyting á lánasafni Fjármálafyrirtæki Annað Vanskil Aðrar eignir 2012 einstakra deilda mynda síðan viðskiptaáætlun fyrir bankann í heild. Viðskiptaáætlunin er samþykkt af stjórn og er grunnurinn fyrir álagspróf bankans. Álagspróf bankans fela í sér mat á frávikum í þróun einstakra áhættuþátta og hvernig slík frávik hafa áhrif á rekstur bankans og afkomu. Álagsprófin byggja bæði á tölfræðilegum niðurstöðum áhættumatslíkana bankans og mati sérfræðinga. Niðurstöðurnar eru síðan notaðar sem grunnur fyrir áætlun um þróun eigin fjár og mögulegar arðgreiðslur. Ef niðurstöður álagsprófanna eru ekki í samræmi við áhættuvilja eins og hann hefur verið samþykktur af stjórn er gripið til viðeigandi aðgerða. Innramat bankans á eiginfjárþörf (ICAAP) samanstendur af mati á lágmarkseiginfjárþörf undir stoð 1. stoð og 2. stoð að teknu tilliti til áhrifa álagsprófa. Innramatið leggur grunn að eiginfjármarkmiði bankans. 3.2 KÖNNUNAR- OG MATSFERLI Könnunar- og matsferli eftirlitsaðila (SREP) er kjarninn í annarri stoð Basel II-reglnanna. Í könnunar- og matsferlinu leggur Fjármálaeftirlitið mat á hvort bankinn hefur yfir að ráða nægilega öflugu eftirlitskerfi til að stýra þeirri áhættu sem í rekstrinum felst og hvort eiginfjárstaða bankans er í samræmi við áhættusnið og viðskiptastefnu. Yfirferð á innramatsskýrslu (ICAAP) bankans er hluti af könnunar- og matsferlinu en það getur einnig falið í sér vettvangskannanir og aðrar úttektir á einstökum þáttum í rekstri bankans. Samkvæmt Basel II-reglunum krefja eftirlitsaðilar banka almennt um að halda eigin fé umfram lágmarkskröfurnar undir 1. stoð til að mæta samspili þátta sem gætu haft áhrif á eiginfjárstöðu bankans. Þessu umframeiginfé er ætlað að tryggja að eiginfjárhlutfall bankans fari aldrei undir 8% lögbundið lágmark. Í Basel-reglunum er lögð áhersla á að ef eftirlitsaðili gerir kröfu um að bankar haldi eigin fé umfram lögbundið lágmark skuli þeir þættir sem leiða til slíkrar viðbótarkröfu verða birtir opinberlega. Í reglunum er einnig fjallað um að séu gerðar ríkari eiginfjárkröfur til einstakra fjármálafyrirtækja skuli eftirlitsaðili útskýra fyrir viðkomandi banka hvaða þættir það eru í rekstrinum sem kalla á aukna eiginfjárþörf og hvaða úrbóta sé þörf. Innramatsferlið (ICAAP) og könnunar- og matsferliið (SREP) eru enn í mótun hjá íslenskum bönkum og Fjármálaeftirlitinu. Eftir því sem ferlið þroskast og verður stöðugra má búast við aukinni tölulegri upplýsingagjöf um niðurstöður þess. Niðurstöður síðasta könnunar- og matsferlis voru kynntar fyrir stjórnendum Íslandsbanka í nóvember Niðurstöðurnar staðfesta að eiginfjárstaða bankans er vel umfram bæði innri og ytri kröfur. 3.3 EIGINFJÁRMARKMIÐ OG ÁÆTLANAGERÐ Líkt og kveðið er á um í Basel II-reglunum hefur stjórn Íslandsbanka sett markmið um lágmarkseiginfjárhlutfall fyrir bankann. Núverandi lágmark er 18% af áhættugrunni og byggist á innra mati bankans á eiginfjárþörf að teknu tilliti til ábendinga Fjármálaeftirlitsins í gegnum könnunarog matsferli síðasta árs. Eiginfjármarkmiðinu er ætlað að styðja við viðskiptaáætlun bankans að teknu tilliti til þeirrar óvissu sem ríkir um innleiðingu Basel III-reglnanna hér á landi og annarra óvissuþátta í rekstrarumhverfi bankans. Ólíkt lögbundinni 8% eiginfjárkröfu má búast við að eiginfjármarkmið bankans taki breytingum eftir því sem rekstur bankans og ytra umhverfi breytast. Fari eiginfjárhlutfall bankans undir eiginfjármarkmið kallar það ekki sjálfkrafa á inngrip eftirlitsaðila en slík lækkun á eiginfjárhlutfalli getur hins vegar leitt til takmarkana á arðgreiðslum eða afkomutengdum greiðslum til starfsmanna. 3.4 ÚTDEILING EIGIN FJÁR Útdeiling eigin fjár, til viðskiptaeininga og niður á einstakar fjármálaafurðir, er lykilþáttur í eiginfjárstýringu bankans, verðlagningu og afkomumælingum. Eigin fé er deilt niður á viðskiptaeiningar, útibú eða deildir, byggt á mati bankans á þeirri áhættu sem felst í rekstri viðkomandi einingar. Arðsemi hverrar einingar er reiknuð sem hagnaður á úthlutað eigið fé og myndar þannig áhættuveginn afkomumælikvarða. 17

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017 KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F 2017 11. maí 2017 Helstu niðurstöður 1F 2017 Samanborið við 1F 2016 Heildarhagnaður tímabilsins var 966 m.kr. og hagnaður á hlut var 1,42 kr. (1F 2016: 10 m.kr. og 0,01

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2015 um lykilupplýsingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 5. júní 2015 Efnisyfirlit

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

KLS Skuldabréfaflokkur. Útgefandi: KLS. Höfuðstólsfjárhæð kr., lánstími 30 ár

KLS Skuldabréfaflokkur. Útgefandi: KLS. Höfuðstólsfjárhæð kr., lánstími 30 ár KLS 13 1 Skuldabréfaflokkur Útgefandi: KLS Höfuðstólsfjárhæð 5.700.000.000 kr., lánstími 30 ár Lýsing þessi er birt í tengslum við umsókn um töku flokks eignavarinna skuldabréfa til viðskipta á skipulegum

Διαβάστε περισσότερα

ATRIÐASKRÁ OG HEIMILDASKRÁ 211 FORMÚLUR, VAXTATÖFLUR & TÖFLUR UM REGLULEGAN SPARNAÐ

ATRIÐASKRÁ OG HEIMILDASKRÁ 211 FORMÚLUR, VAXTATÖFLUR & TÖFLUR UM REGLULEGAN SPARNAÐ ATRIÐASKRÁ OG HEIMILDASKRÁ 211 FORMÚLUR, VAXTATÖFLUR & TÖFLUR UM REGLULEGAN SPARNAÐ 212 FORMÚLUR VAXTAGREIÐSLUR, VEXTIR OG VÍXLAR Vaxtagreiðsla er endurgjald sem lántakandi greiðir fyrir peningalán Vaxtagreiðsla

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

VINNUSTAÐAMENNING OG MANNAUÐSMÁL HJÁ ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

VINNUSTAÐAMENNING OG MANNAUÐSMÁL HJÁ ORKUVEITU REYKJAVÍKUR NÓVEMBER 2018 VINNUSTAÐAMENNING OG MANNAUÐSMÁL HJÁ ORKUVEITU REYKJAVÍKUR INNRI ENDURSKOÐUN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR IE18090007 VINNUSTAÐAMENNING OG MANNAUÐSMÁL HJÁ OR 1 INNGANGUR Orkuveita Reykjavíkur (OR)

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki. Kennitölur hlutabréfa Markaðsvirði hlutafjár Arðsemishlutföll Rekstrarhlutföll Efnahagshlutföll

Viðauki. Kennitölur hlutabréfa Markaðsvirði hlutafjár Arðsemishlutföll Rekstrarhlutföll Efnahagshlutföll 373 Viðauki Kennitölur hlutabréfa Markaðsvirði hlutafjár Arðsemishlutföll Rekstrarhlutföll Efnahagshlutföll Formúlur Vaxtaútreikningur Framtíðarvirði Ávöxtunarkrafa samband verðs og vaxta Núvirði Skuldabréf

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Ársskýrsla 2008 Lífeyrissjóður verkfræðinga

Ársskýrsla 2008 Lífeyrissjóður verkfræðinga Ársskýrsla 2008 Efnisyfirlit Ársskýrsla Ávarp stjórnarformanns... 1 Ávöxtun... 3 Iðgjöld og lífeyrir... 4 Fjárfestingar ársins og verðbréfaeign í árslok... 5 Fjárfestingarstefna... 6 Sjóðfélagalán...

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs M.S. ritgerð í hagfræði Háskóli Íslands Ásdís Kristjánsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur Inngangur

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2005. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2005 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum

Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Viðskiptasvið Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Ritgerð til B.Sc gráðu Nafn nemanda: Sólrún Perla Garðarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur Ólafsson Vorönn 2016 Staðfesting lokaverkefnis til

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Inngangsorð Stefna ISAL Fyrirtækið Árangursvísar

Efnisyfirlit. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Inngangsorð Stefna ISAL Fyrirtækið Árangursvísar ISAL 2017 2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Yfirlýsing framkvæmdastjórnar.... 3 Inngangsorð... 4 Stefna ISAL.... 5 Fyrirtækið... 7 Árangursvísar 2017.... 9 Losun í andrúmsloft... 11 Úrgangsmál.... 12 Frárennsli.....

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4.

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4. Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014 2016/EES/52/36 frá 4. febrúar 2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar

Διαβάστε περισσότερα

Seðlabanki Íslands. Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Málstofa í Seðlabanka Íslands 23.

Seðlabanki Íslands. Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Málstofa í Seðlabanka Íslands 23. Seðlabanki Íslands Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í Seðlabanka Íslands

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Kápa Ranns. versl 4/18/07 12:51 PM Page 1 C M Y CM MY CY CMY K Rannsóknasetur verslunarinnar Háskólinn á Bifröst Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Rannsókn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016

FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016 FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016 Útgefandi: Þjóðskrá Íslands Borgartúni 21, 105 Reykjavík 1. prentun október 2016 Prentun: Pixel ehf Ritið er á vefsíðu Þjóðskrár Íslands ISSN 1670-8350 (prentuð útgáfa) ISSN

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Matvæli úr dýraríkinu

Matvæli úr dýraríkinu Skoðunarhandbók - leiðbeiningar Matvæli úr dýraríkinu Desember 2016 1. INNGANGUR...4 Inngangur...4 1.2 Lagagrunnur...5 1.3 Skilgreiningar...6 1.4 Verklag...8 1.5 Skoðunarkerfið...9 1.5.1 Tilefni...9 1.5.2

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015 Nr. 18/105 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428 2016/EES/18/12 frá 25. ágúst 2015 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 244/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI NIÐURSTÖÐUR ÚR VINNUMARKAÐSRANNSÓKN HAGSTOFUNNAR 2003 Jón Torfi Jónasson Andrea Gerður Dofradóttir 2009 2009 Höfundar ISBN 978-9979-9847-9-5 Öll réttindi áskilin. Rit þetta

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ISAL 2 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Allar upplýsingar í þessari skýrslu eru réttar og veittar samkvæmt okkar bestu vitund. Þær gefa raunhæfa mynd af starfsemi fyrirtækisins

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

A) Endurhverfanleg viðskipti. B) Gjaldeyrisviðskipti. Seðlabanki. Viðskiptabanki

A) Endurhverfanleg viðskipti. B) Gjaldeyrisviðskipti. Seðlabanki. Viðskiptabanki Hvaða máli skiptir M? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað eru peningar? Hvað er peningamagn? Peningamagn er fyrst og fremst innlán í bankastofnunum. Seðlar og mynt í umferð er aðeins 8 milljarðar eða um 3% af peningamagni

Διαβάστε περισσότερα

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt. ZINZINO BalanceShake Jarðarberjabragð BalanceShake er bragðgóður og frískandi drykkur sem inniheldur BalanceOil, vítamín, steinefni, 1,3/1,6-betaglúkan og prótein, allt í einum pakka. BalanceShake eykur

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

PRÓF Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM III. HLUTI

PRÓF Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM III. HLUTI PRÓF Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM III. HLUTI Fjárfestingarferli, Samval verðbréfa og sjóðastýring Prófnúmer próftaka:... Námsgrein til prófs: Fjárfestingarferlið, Samval verðbréfa og sjóðastýring (50%) ATH. Prófið

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Ritröð Samkeppniseftirlitsins Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Rit nr. 1/2012 Skýrsla Janúar Samkeppniseftirlitið Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is Efnisyfirlit Hluti I Inngangur, samantekt

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα