www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 31. tbl. 24. árg. 2006 Fimmtudagur 24. ágúst Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Útivistar- og yndisskógar Fyrirlestrar í Hafnarborg Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir ráðstefnu á morgun, föstudag, undir yfirskriftinni Útivistar- og yndisskógar, í Hafnarborg frá kl. 13-17. Fjöldi fyrirlesara mun flytja áhugaverð erindi sem tengjast ræktun, skipulagi, upplifun og hugmyndafræði skóga til yndis og útivistar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á leið í skólann á fyrsta skóladegi Frá nýju húsnæði Flensborgarskólans Óskráð mótorhjól í árekstri Ófremdarástand lög og reglur virtar að vettugi Ungur maður slasaðist á fæti er hann ók númerslausu og óskráðu hjóli sínu aftan á Volvobifreið á Reykjavíkurvegi við Flatahraun á níunda tímanum á þriðjudaginn. KB LÍFEYRIR... flú átt fla inni! Á leikvelli við Álfholt www.as.is Hjólið á táknrænum stað. Frá slysstað á Reykjavíkurveginum. Hjólið skall á vinstri afturhlið bílsins af nokkrum þunga. Það vakti athygli að hjólið var númerslaust og ekki búið undir akstur á götum. Akstur á númerslausum og óskráðum hjólum hefur aukist í bænum undanfarið og á stígum í nágrenni bæjarins og er það mörgum foreldrum áhyggjuefni enda hjólin oftast ótryggð Uppskerudagur Skólagarða Hafnarfjarar Laugardaginn 26. ágúst verður uppskerudagur skólagarðanna Opið frá 10-15 Mikilvægt er að allir garðeigendur mæti og taki upp sem allra mest eða allt sem er tilbúið. Öll fjölskyldan er velkomin en í það minnsta verður einhver fullorðinn að koma með. Nauðsynlegt er að koma með poka undir uppskeruna og ef hægt er áhöld, þ.e. hníf og kartöflugaffal þar sem aðeins er til takmarkað magn í görðunum. Vinsamlegast ljúkið við að taka upp fyrir 10. september en eftir það er öllum heimilt að taka úr görðunum það sem enn er óupptekið. Engin ábyrgð er tekin á grænmetinu eftir að starfsfólk okkar hættir störfum. Við þökkum kærlega fyrir samvinnuna í sumar. Starfsfólk Skólagarðanna Sími 520 2600
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. ágúst 2006 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Ný lögreglusamþykkt er í smíðum hjá bæjarlögmanni. Drögin sem nú liggja fyrir hafa ekki verið gerð opinber og því er ekkert vitað hvort þau verði mikið framfararspor eða verði eins og núverandi lögreglusamþykkt, ófullkomin og óljós. Lögregluembættið hefur þrýst á nýja samþykkt í mörg ár og því mikilvægt að slík verði samþykkt sem fyrst. Hins vegar hlýtur að vera eðlilegt að slík samþykkt fái góða kynningu meðal bæjarbúa enda hafa fjölmargir skoðanir hvað þar eigi að vera og ekki að vera. Hins vegar spyr maður sjálfan sig hvort það hafi eitthvað upp á sig að hafa lögreglusamþykkt þegar varla er reynt að fara eftir henni. Og talandi um lögregluna, þá hlýtur það að vera mikill heiður fyrir hana að fá heimsókn frá belgískum kollegum og bæjarstjórum sem hingað komu til að kynnast góðum árangri lögreglunnar við að fækka afbrotum, ekki síst með góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. félagsmálayfirvöld. Funduðu þeir m.a. með bæjarstjóra og lögreglunni. Annars er tölfræðin alltaf pínulítið hættuleg, fækkun umferðalagabrota getur líka þýtt minna eftirlit án þess að sagt sé að svo sé. Í mörgum þáttum er tölfræðin áræðanlegri, t.d. þegar talin eru tilkynnt afbrot. Gott samstarf lögreglu og bæjarbúa getur t.d. gert bæjarfélagið lítt áhugavert til innbrota en þá þarf líka góða nágrannagæslu. Hins vegar fer alltaf í pirrurnar á mér að sjá menn komast upp með lögbrot fyrir framan nefið á lögreglunni. Þú hlýtur að hafa tekið t.d. eftir öllum bílunum upp í gangstéttum og vörubílum inni í íbúðarhverfum. Það eru skýr ákvæði um þetta í gildandi lögreglusamþykkt en samt er þetta látið afskiptalaust að mestu. Hvað veldur? Guðni Gíslason Ástjarnarsókn Sunnudaginn 27. september í samkomusal Hauka, Ásvöllum Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Carlos Ferrer, kór Ástjarnarsóknar undir stjórn Kristínar Waage. Kaffi og léttar veitingar að helgihaldi loknu. Fermingarbörn vetrarins og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin, fundur um fermingarstörfin eftir messu. www.kirkjan.is/astjarnarkirkja Kálfatjarnarkirkja Guðsþjónusta kl. 14 Prestur sr. Carlos Ferrer, kór Kálfatjarnarkirkju undir stjórn Franks Herlufsen. Kaffi og léttar veitingar að helgihaldi loknu. Fermingarbörn vetrarins og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin, fundur um fermingarstörfin eftir messu. Afgreiðsla í verslun 66 Norður Verslun 66 Norður í Miðhrauni Garðabæ óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðslu. Unnið er kl. 12-18 virka daga og annan hvorn laugardag kl. 10-14. Hæfniskröfur Frumkvæði Metnaður Þjónustulund Enskukunnátta (ekki skilyrði) Nánari upplýsingar gefur Guðrún Valtýsdóttir, verslunarstjóri í síma 535 6606 eða gudrun@66north.is www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Eftirlit við skólana og með útivistartíma Lögreglan verður með öflugt eftirlit við grunnskólana í umdæminu, í upphafi skólaárs, þar sem ungir vegfarendur eru á ferð. Lögreglubílum verður komið fyrir við skólana og hraðamælingar gerðar í nágrenni þeirra. Þá hefur verið ákveðið að lögreglan muni fylgjast náið með útivistartíma barna og ungmenna. Reglurnar gera ráð fyrir Sunnudagur 27. ágúst Guðsþjónusta kl. 11 Óskað er eftir því að fermingarbörn komandi vors sæki kirkjuna með fjölskyldum sínum. Prestar: Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Organisti: Antonía Hevesi. Edgar Smári syngur lofgjörðarlög. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng að um mánaðamót ágúst/- september breytast reglurnar úr sumar- og yfir í vetrartíma og þá mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 og börn 13-16 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 22, nema um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýssamkomu. Foreldrar eru hvattir til að sjá til þess að börn þeirra virði útivistarreglurnar. www.hafnarfjardarkirkja.is Leikhúsgjörningur hjá Jaðarleikhúsinu Kvöldstund með Dan Kai Teatro í Jaðarleikhúsinu, Miðvangi 41, á laugardaginn kl. 20. Leikþættir, umræður, kaffi og meðlæti. Miðapantanir í síma 846 135. Útivistar- og yndisskógar Útivistar- og yndisskógar er heiti á fyrirlestraröð í Hafnarborg á morgun föstudag frá kl. 13-17. Fjöldi fyrirlesara mun flytja áhugaverð erindi sem tengjast ræktun, skipulagi, upplifun og hugmyndafræði skóga til yndis og útivistar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Málverkasýning á Hrafnistu Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir og Þórhallur Árnason sýna málverk í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin verður opnuð í dag, fimmtudag kl. 14 og stendur til 23.október. Guðbjörg er fædd í Staðardal í Strandasýslu 1927 en Þórhallur er fæddur á Ísafirði 1921. Þau fluttu á Hrafnistu árið 2004 og hafa verið á málaranámskeiðum hér síðan. Þetta er þeirra fyrsta sýning. Lífið er saltfiskur Presturinn bloggar Sr. Carlos Ferrer hefur opnað bloggsíður til að styðja við fermingarfræðsluna í Ástjarnarsókn. Á bloggsíðunni verða minnisatriði og verkefni auk mynda og fleiri upplýsinga. Slóðin er http://fermingarblogg.wordpress.com Frumraun dreift í hús Dreifing á Frumraun, blaði fjölmiðlahóps Vinnuskóla Hafnarfjarðar hófst í síðustu viku en blaðinu er dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði. Blaðið er unnið af fjölmiðlahópi Vinnuskólans.
Fimmtudagur 24. ágúst 2006 www.fjardarposturinn.is 3 Frjálsíþróttadeild FH Æfingatafla veturinn 2006-2007 Æfingar hjá 6-8 ára börnum, fædd (2000, 1999 og 1998) Mánudaga kl. 18-19 Miðvikudaga kl. 17-18 Æfingar hjá 9-11 ára börnum fædd (1997, 1996 og 1995) Mánudaga kl. 19-20 Miðvikudaga kl. 18-19 Föstudaga kl. 18-19 í Setbergsskóla Æfingar hjá 12-14 ára börnum fædd (1992, 1993 og 1994) Mánudaga kl. 20-21 Þriðjudaga kl. 18 í Kaplakrika Miðvikudaga kl. 19-20 Föstudaga kl. 17-18 í Setbergsskóla Fjarðarpósturinn/Hönnunarhúsið 0608 Æfingagjald er kr. 2000 á mánuði (afsláttarkort fyrir börn sem eiga lögheimili í Hafnarfirði að upphæð kr. 2000 á mánuði). Fyrsta æfing verður mánudaginn 28. ágúst næstkomandi. Æfingagjald er kr. 2000 á mánuði (afsláttarkort fyrir börn sem eiga lögheimili í Hafnarfirði að upphæð kr. 2000 á mánuði). Fyrsta æfing verður mánudaginn 28. ágúst næstkomandi. Þjálfarar: Daði Rúnar Jónsson og fleiri. Æfingagjald er kr. 2000 á mánuði (afsláttarkort fyrir börn fædd 1994 sem eiga lögheimili í Hafnarfirði að upphæð kr. 2000 á mánuði). Fyrsta æfing verður mánudaginn 28. ágúst næstkomandi. Þjálfarar: Anna María Skúladóttir og fleiri.... komdu með! Upplýsingar um þjálfara og meira um æfingarnar koma á heimasíðu Frjálsíþróttadeildar FH, www.fh.is/frjalsar Hellir finnst í malarnámum Nýlega kom í ljós op í námunni í Undirhlíðum við Bláfjallaveginn þegar unnið var við að færa til efni úr hlíðinni. Uppistaðan er bólstraberg eins og glöggt má t.d. sjá í giljunum milli Sveifluháls og Kaldárhnúka. Við athugun kom í ljós u.þ.b. 30 metra langur hellir. Skömmu eftir að hellirinn uppgötvaðist var hann skoðaður og myndaður. Hellirinn er norðanlega í námunni. Þótt hin stóra náma falli ekki beinlínis inn í landslagið, heldur þvert á móti, gefur þessi hellir til kynna spennandi myndun, jafnvel þótt hellirinn sjálfur sé svo sem ekkert mjög spennandi. Hann er þó, sem fyrr sagði, um 30 m langur. Þarna í bólstabergi og breksíu drasli er, öllum að óvörum, hraunhellir. Í honum eru m.a. hraunreipi en ekki er hvað síst spennandi að velta fyrir sér myndun hans, en svo virðist sem þarna hafi hraun runnið frá Undirhlíðahellir hinn nýi við Bláfjallaveg Ljósm.: Ómar Smári Ármansson Litaspilið er geysilega fallegt. A til B í holrúmi á töluverðu dýpi. Undirhlíðarnar eru eldri en t.d. hraunin umhverfis. Líklegt má telja að þær hafi myndast er ystu nes og tangar, s.s. Kársnes, Digranes, Arnarnes, Stapinn og Rosmhvalanes voru í bernsku fyrir u.þ.b. 200.000 árum. Mörg hinna eldri fjalla Reykjanesskagans byggja á bólstrabergi og er Stapafellið skýrasta dæmið um það, enda nú búið að skafa það inn að skinni. Í Stapafelli má t.d. sjá einn stærsta bólstra í heimi (sbr. Sig. Þórarinsson). Hvað sem þessu öllu líður er þetta forvitnileg fyrirbæri, hellir (rás) í bólstrabergi, sem reyndar verður að teljast nokkuð sjaldgæft, jafnvel hér í landi hraunhellafjölbreytileikans. Nánar er sagt frá hellinum á ferlir.is Vaxtarvörur - ný verslun Úr bifvélavirkjun í fæðubótaefni Ægir í versluninni á Kaplahrauninu Að Kaplahrauni 19 hefur Ægir Gunnarsson opnað nýja verslun sem er sérhæfð í fæðubótarefnum fyrir íþróttafólk og heilsufríkur. Að sögn Ægir er verslunin með með flest þau efni sem eru á markaðnum í dag. Aðal merkin í fæðubótarefnunum hjá okkur eru EAS, Now, Sports Nutrition og Advanced Sports Nutrition. Við erum einnig með eigið vörumerki sem heitir Vaxtarvörur og bjóðum þar mjög bragðgott próteinsúkkulaði en fleiri vörur eiga eftir að bætast við í þeirri línu. Segir Ægir að þarna ættu allir að geta fengið fæðubótaefni við hæfi, hvort sem menn séu að æfa mikið eða bara að halda sér í góðu formi og þarna megi líka fá öll helstu vítamín og steinefni. Ægir hefur um skeið rekið vefverslunina vaxtarvorur.com en hann starfaði áður við bifvélavirkjun áður en hann sölsaði um. Verslunin er opin milli kl. 14 og 19 alla virka daga í sumar. Örin bendir á hellismunnann. Malarnámurnar við Bláfjallaveg. Helgafell efst til hægri. www.fjardarposturinn.is hafnfirska bæjarblaðið
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. ágúst 2006 Handboltaæfingar veturinn 2004-2005 8. FL. KARLA Mánudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki ÞJÁLFARAR: 1997-1999 Fimmtudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki Gunnur Sveinsdóttir, Mfl. leikmaður FH 662-6238 Sigurlaug Jónsdóttir, Mfl. leikmaður FH 847-4709 8. FL. KVENNA Mánudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki ÞJÁLFARAR: 1997-1999 Fimmtudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki Gunnur Sveinsdóttir, Mfl. leikmaður FH 662-6238 Sigurlaug Jónsdóttir, Mfl. leikmaður FH 847-4709 7. FL. KARLA Þriðjudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki ÞJÁLFARI: 1995-1996 Föstudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki Pálmi Hlöðversson, háskólanemi, HSÍ námsk. 899-1660 Sunnudögum kl. 12:30-13:30 Kaplakriki 7. FL. KVENNA Mánudögum kl. 17:30-18:30 Kaplakriki ÞJÁLFARAR: 1995-1996 Þriðjudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki Katrín Danivalsdóttir, kennari 696-1527 Fimmtudögum kl. 16:30-17:30 Kaplakriki Arna Steinsen, íþróttakennari 695-0569 6. FL. KARLA Þriðjudögum kl. 18:00-19:00 Víðistaðaskóli ÞJÁLFARAR: 1993-1994 Fimmtudögum kl. 17:30-18:30 Kaplakriki Jón Þór Brandsson, sjúkraþjálfari 693-9770 Föstudögum kl. 16:00-17:00 Kaplakriki Þorgeir Jónsson, háskólanemi 691-7881 Sunnudögum kl. 11:30-12:30 Kaplakriki 6. FL. KVENNA Mánudögum kl. 18:00-19:00 Bjarkarhús ÞJÁLFARI: 1993-1994 Miðvikudögum kl. 17:00-18:00 Kaplakriki Atli Rafnsson, háskólanemi 698-2565 Fimmtudögum kl. 19:00-20:00 Bjarkarhús Sunnudögum kl. 10:30-11:30 Kaplakriki 5. FL. KARLA Mánudögum kl. 16:30-18:00 Strandgata ÞJÁLFARI: 1991-1992 Þriðjudögum kl. 19:30-20:30 Kaplakriki Valur Örn Arnarson, íþróttakennari 616-8599 Miðvikudögum kl. 18:00-19:00 Kaplakriki Laugardögum kl. 13:30-14:30 Kaplakriki 5. FL. KVENNA Mánudögum kl. 19:00-20:00 Bjarkarhús ÞJÁLFARI: 1991-1992 Miðvikudögum kl. 19:00-20:00 Kaplakriki Hrafnhildur Sævarsdóttir, íþróttakennari 694-2227 Fimmtudögum kl. 18:00-19:00 Kaplakriki Laugardögum kl. 13:30-14:30 Kaplakriki 4. FL. KARLA Mánudögum kl. 18:00-19:30 Strandgata ÞJÁLFARI: 1989-1990 Þriðjudögum kl. 20:30-21:30 Kaplakriki Einar Andri Einarsson, kennaranemi 862-3451 Föstudögum kl. 16:00-17:00 Kaplakriki Sunnudögum kl. 15:30-16:30 Kaplakriki 4. FL. KVENNA Mánudögum kl. 21:00-22:00 Kaplakriki ÞJÁLFARI: 1989-1990 Þriðjudögum kl. 20:30-21:30 Kaplakriki Svavar Ólafur Pétursson, kennaranemi 824-4999 Fimmtudögum kl. 20:00-21:00 Bjarkarhús Sunnudögum kl. 13:30-14:30 Kaplakriki 3. FL. KARLA Mánudögum kl. 19:30-21:00 Strandgata ÞJÁLFARAR: 1987-1988 Miðvikudögum kl. 20:00-21:30 Kaplakriki Einar Andri Einarsson, kennaranemi 862-3451 Fimmtudögum kl. 20:30-22:00 Kaplakriki Elvar Örn Erlingsson, íþróttakennari 897-2806 Sunnudögum kl. 13:00-14:30 Kaplakriki U.FL. KVENNA Mánudögum kl. 20:00-21:00 Kaplakriki ÞJÁLFARI: 1986-1988 Þriðjudögum kl. 19:30-20:30 Kaplakriki Björg Gilsdóttir, fv. m.fl. leikmaður og 824-8888 Miðvikudögum kl. 21:00-22:00 Kaplakriki landsliðskona Sunnudögum kl. 14:30-15:30 Kaplakriki 2. FL. KARLA Mánudögum kl. 19:30-21:00 Strandgata ÞJÁLFARI: 1984-1986 Miðvikudögum kl. 20:00-21:30 Kaplakriki Elvar Örn Erlingsson, íþróttakennari 897-2806 Fimmtudögum kl. 20:30-22:00 Kaplakriki Sunnudögum kl. 13:00-14:30 Kaplakriki Yfirþjálfari: Símar íþróttahúsa: Elvar Örn Erlingsson Kaplakriki 565-0711 565-7452 og 897-2806 Strandgata 555-1711 Víðistaðaskóli 565-1544 Bjarkarhús 565-2311 Bæjarhraun 22 Sími: 569 7200 e-mail: isprent@isprent.is
Fimmtudagur 24. ágúst 2006 www.fjardarposturinn.is 5 Innritun í barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju Fer fram mánudaginn 28. ágúst á milli kl. 17 og 18 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Einnig fer innritun fram í síma 695 9584 á sama tíma. Í Hafnarfjarðarkirkju er starfandi barnakór fyrir börn á aldrinum 6-10 ára og unglingakór fyrir 10-15 ára. Æfingar fara fram á: mánudögum kl. 17.00-17.50 hjá 6-10 ára mánudögum kl. 18.00-19.00 hjá 10-15 ára fimmtudögum kl.17.30-19.00 hjá 10-15 ára Það sem framundan er: m.a. sungið við ýmis tækifæri, upptaka á geisladisk, kóramót og margt fleira. Helga Loftsdóttir kórstjóri Yoga hjá Guðjóni Yoganámskeið í húsnæði leikskólans Ása, Bergási 1, Garðabæ á mánudögum og miðvikudögum kl. 18-19.10. Upplýsingar og skráning í síma 691 6412. Siggu og Timo golfmótið hjá Keili Fjölmenni á kvennagolfmóti Það voru mikil viðbrigði fyrir nemendur og kennara að mæta til starfa eftir sumarfrí í Flensborgarskólanum. Glæsileg nýbygging hefur verið tekin í notkun og fór skólasetning fram í Hamarssal, nýjum sal og mötuneyti skólans. Alls eru liðlega 700 nemendur skráðir í skólann af þeim nærri 300 nýir nemendur og nemendur Hluti vinningshafa ásamt bakhjörlunum og gullsmiðunum Siggu og Timo að móti loknu á Hvaleyrarvellinum. Golfmót gullsmiðanna Siggu og Timo og golfklúbbsins Keilis var haldið í fimmta sinn nú um helgina og tóku vel á annað hundrað konur þátt. Siggu og Timo kvennamótið er orðið eitt vinsælasta mót golfkvenna hérlendis enda vinningar mjög veglegir og eftirsóttir. Verðlaunin voru handsmíðaðir skartgripir eftir Siggu og Timo að andvirði um 500.000 krónur. Þórdís Geirsdóttir GK varð í fyrsta sæti á 70 höggum en Hildur Harðardóttir GK fékk fyrstu verðlaun í punktakeppni mótsins með 42 punkta. Veitt voru verðlaun fyrir bestu skor og flesta punkta, en einnig þrenn nándarverðlaun. Auk þess var dregið úr tugum skorkorta og hélt stór hópur golfkvenna heim á leið sem hafa snúið aftur eftir námshlé. Einnig hefur fjöldi nýrra starfsmanna hafið störf við skólann en skólinn er þéttsetinn og allt húsnæðið verður fullnýtt. Þrjár byggingar skólans, sem allar eru samtengdar, hafa nú fengið nafn, gamli skólinn hefur fengið nafnið Brekka, byggingin frá 1975 hefur fengið nafnið Miðhús og nýbyggingin hefur fengið nafnið Hamar. Bílaflotinn táknrænn í bakgrunni. með glæsilega vinninga í farteskinu. Nýbygging tekin í notkun við Flensborgarskólann Um sjö hundruð nemendur á 125. skólaárinu Einar Birgir Steinþórsson flytur ræðu við skólasetningu.
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. ágúst 2006 Húsnæði í boði Skemmtileg 86 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt 24 fm bílskúr að Álfaskeiði 96 í Hafnarfirði. Sérinngangur af svölum. Bílskúr fylgir með. Verð á mánuði 85.000 kr. Upplýsingar fást í síma 862 8511 Guðmundur Þrif Skínandi hreint! Tek að mér þrif í heimahúsum e.kl. 16.30 í Garðabæ og Hafnarfirði. Rúna s. 555 4959, 898 7086. Get bætt við mig þrifum í heimahúsum. Er í síma 865 8075. Markaður Hreinsaðu út úr kompunni eða bílskúrnum og bjóddu dótið upp á www.safnarabudin.is í stað þess að fleygja því. Það er virkilega spennandi að sjá hvort verðmæti leynast í gamla draslinu. Mundu: www.safnarabudin.is ódýr spenna! Þú getur sent smáauglýsingar á: auglysingar@fjardarposturinn.is eða hringt í síma 565 3066 Aðeins fyrir einstaklinga, ekki rekstraraðila. V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. Tapað-fundið og fæst gefins: FRÍTT Góðan daginn - Öll lagnahönnun húsa - Byggingastjórnun - Hönnunarstjórnun - Byggingaráðgjöf - Verkefnastjórnun Hafðu samband s. 555 0655 / 863 8372 www.oktagon.is Auglýsingar: 565 3066 HEILSA Í FYRIRRÚMI innst sem yst Finndu muninn! H E R B A L I F E Halla - 895 7414 sjálfstæður dreifingaraðili www.arangur.is/halla Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Ljósm.: Halldóra Eiríksdóttir Eldsneytisverð 23. ágúst 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 126,4 121,7 Atlantsolía, Suðurh. 126,4 121,7 Esso, Rvk.vegi. 127,9 123,2 Esso, Lækjargötu 127,9 123,2 Orkan, Óseyrarbraut 126,3 121,6 ÓB, Fjarðarkaup 126,3 121,6 ÓB, Melabraut 126,4 121,7 Skeljungur, Rvk.vegi 127,9 123,2 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðu olíufélaganna. Bíl stolið Aðfararnótt þriðjudagsins 15. ágúst var rauðri Nissan Sunny bifreið árgerð 1993 með skráningarnúmerið XZ 230 stolið fyrir utan Melabraut 17 á Hvaleyrarholtinu. Þeir sem kunna að hafa séð til bifreiðarinnar síðan þá eru vinsamlegast beðnir um að láta Ingvar H. Þórðarson í síma 659 5298 eða lögregluna í Hafnarfirði vita. Reiðhjóli stolið Svörtu Moongoose 26 og háu götuhjóli var stolið á Reynihvamminum aðfararnótt þriðjudags. Hjólið er með merkimiða á stöng ofan við pedala og bretti að aftan. Rautt Prostyle 24, vel með farið kvenmannshjól var skilið eftir og þeir sem geta gefið vísbendingar um svarta hjólið eða sakna rauða hjólsins geta haft samband við lögreglu eða í síma 897 4451. Haukastelpur sterkar Haukastelpurnar með Hildi Loftsdóttur þjálfara sínum. Helgina 11.-13. ágúst sl. tók 7 fl. Hauka þátt í pæjumótinu á Siglufirði sem haldið hefur verið mörg undanfarin ár. Spilað var í tveim riðlum, í 7. fl. A og einum riðli í 7. fl. B. A lið Hauka vann 2 af 4 leikjum sínum í riðlakeppninni og spilaði því um 3ja sætið við lið KA. Úrslitaleikurinn var spennandi frá upphafi til enda, þar sem Haukar komust í 1-0 en KA jafnaði í seinni hálfleik. Leikurinn endaði 1-1, en þar sem svo ungar stúlkur léku var ákveðið að varpa ekki hlutkesti heldur fengu bæði liðin bikar. Flott að afgreiða málin svoleiðis meðal þeirra yngstu! Stór íbúð óskast Okkur vantar stóra íbúð strax, helst í Hafnarfirði eða í Garðabæ. Langtímaleiga. Uppl. í síma 660 2121 Hestaíþróttir Rósa Birna úr Sörla tvöfaldur Íslandsmeistari Unga fólkið úr Sörla gerði það gott á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna sem haldið var fyrir skömmu. Hæst bar árangur Rósu Birnu Þorvaldsdóttur sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í fjórgangi og fimi ungmenna á hesti sínum, Byl frá Kleifum. Sandra Líf Þórðardóttir varð 4. í fjórgangi á Tindi frá Enni, 3. í tölti og 2. í fimi á Hróki frá Enni í flokki ungmenna. Margrét Freyja Sigurðardóttir varð 8. í fjórgangi ungmenna á hesti sínum Alladín frá Laugardælum. Jón Bjarni Smárason varð 5. í fimmgangi unglinga og 3. í gæðingaskeiði á hesti sínum Vestfjörð frá Fremri- Hvestu. Allir keppendur sem Ljósm.: Hestafréttir kepptu fyrir hönd Sörla stóðu sig vel og voru félagi sínu til sóma. Sýndu þau bæði prúðmannlega og faglega reiðmennsku.
Fermingarfræðsla Fermingarbörn og fjölskyldur í kirkju Fermingarbörn Hafnarfjarðarkirkju bæði úr sumarhópi og hausthópi munu sækja Guðsþjónustu í kirkjunni sinni kl. 11 á sunnudaginn með fjölskyldum sínum. Þá verður sérstaklega beðið fyrir fræðslu þeirra, fermingu og framtíð. Fermingarbörn í sumarhópi kirkjunnar eru nýkomin úr ánægjulegu þriggja daga sumarnámskeiði í Vatnaskógi að sögn sóknarprests, en þau munu koma á ný til fræðslu í nóvember og sækja hana í kirkjunni annan hvern laugardagsmorgun. Hausthópurinn er nú að hefja fræðslu sína í kirkjunni annan hvern laugardagsmorgun í september og október. Sá hópur mun fara í ferð í Vatnaskóg í október en hóparnir sameinast í fræðslu í kirkjunni í nóvember. Golf Keilisunglingar Íslandsmeistarar Stúlknasveit Keilis, 16 til 18 ára varð íslandsmeistari í sveitakeppni unglinga sem haldin var í Vestmanneyjum nú um helgina. Sveitina skipuðu: Ásta Birna Magnúsdóttir, Jódís Bóasdóttir, Ragna B Ólafsdóttir og Signý Arnórsdóttir. Piltasveitin, 16 til 18 ára hafnaði í 2. sæti en piltasveitina skipuðu: Axel Bóasson, Einar Rafn Eiðsson, Sigurberg Guðbrandsson, Sigurður Björgvinsson, Sigurður Guðjónsson og Þórður Jónsson Auglýsingar: 565 3066 6 Fimmtudagur 24. ágúst 2006 Skólastarf í Hraunvallaskóla - svar fræðslustjóra við fyrirspurn - Í Fjarðarpóstinum 17. ágúst sl. birtist grein undir heitinu Fyrirspurn til fræðsluyfirvalda þar sem Stella Björk Kristinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði og foreldri í Hraunvallaskóla, spyr ýmissa spurninga um skólastarfið í Hraunvallaskóla. Það er eðlilegt að foreldrar séu vakandi yfir velferð barna sinna og viti hvað er að gerast í skólamálum er snýr að börnum þeirra. Stella Björk hefur áhyggjur af því að framkvæmdir séu á eftir áætlun og hún viti ekki hvað sé að gerast, t.d. hvernig skólastarfi og skipulagi verði háttað í Hraunvallaskóla. Því er til að svara að það er hlutverk skólans að skipuleggja það og kynna, en til þess þarf tíma. Seinkun á verklokum lágu ekki fyrir fyrr en um miðjan júlí, sem er afar bagalegt. Strax og starfsfólk kom úr sumarleyfum hófst vinna við að leita úrræða fyrir yngstu nemendur þessa þrjá daga sem um ræðir. Það var ákveðið að bjóða upp á starfsemi fyrir 1. - 4. Magnús Baldursson leikir og kanó bekk þessa daga og nú liggur fyrir að þessum árgöngum stendur til boða leikja- og tómstundastarf í samstarfi við ÍTH. Starfsemin fer fram að Ásvöllum og er foreldrum að kostnaðarlausu með öllu. Teljum við þetta úrræði fyllilega bæta upp þann tíma sem nemendur missa úr Ný verslun í Firði Icetrend selur fatnað á góðu verði Heidi Karlsson er ung dönsk kona sem opnaði verslun á 2. hæð í Firði 1. ágúst sl. Í samtali við Fjarðarpóstinn segist Heidi hafa verið með verslun við Síðumúlann frá því fyrir jól en Heidi Karlsson í búð sinni, Icetrend í Firði. viljað komast í verslunarmiðstöð og hafi Fjörður orðið fyrir valinu. Í versluninni býður Heidi upp á gott úrval af barnafatnaði á nýfædd börn og til 12 ára krakka og sérhæfir hún sig í 1 hefðbundinni kennslu. Stella Björk nefnir sérstaklega í grein sinni að ráðningar starfsfólks gangi seint fyrir sig því verið sé að auglýsa eftir starfsfólki við Hraunvallaskóla rétt fyrir skólabyrjun. Ráðningar við skóla hefjast að vori og þeim lýkur ekki fyrr en rétt fyrir skólabyrjun þegar fyrir liggur hver endanleg starfsmannaþörf er. Eitt áhyggjuefni Stellu Bjarkar er leikskólinn og seinkun þar vegna dóttur hennar sem nú dvelst í öðrum leikskóla í bænum. Inntaka fyrstu barna í leikskólann tefst um viku. Þau börn sem dvelja á öðrum leikskólum bæjarins geta verið þar áfram þar til Hraunvallaskóli tekur við þeim. Í greininni lýsir Stella Björk því svo yfir að skólastarf í Hraunvallaskóla hafi verið brösótt síðasta vetur og ýmislegt bendi til þess að svo geti orðið áfram. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hér er gefið í skyn en fræðsluyfirvöld telja að starfsfólk og stjórnendur Hraunvallaskóla hafi unnið mjög gott starf og lagt sig fram við að gera skólastarf í Hraunvallaskóla skemmtilegt og spennandi fyrir nemendur. Upphaf skólastarfsins í Hraunvallaskóla hefur einkennst af löngum vinnudögum, strangri endurmenntun og miklu samstarfi starfsfólks. Vissulega voru aðstæður í Hraunvallaskóla síðasta vetur, í bráðabirgðahúsnæði, ekki eins góðar og þær verða í vetur og munu verða enn frekar við fullbúinn grunnskóla. Framundan er metnaðarfullt skólastarf í Hraunvallaskóla og eru foreldrar hvattir til að styðja vel við skólastarf barna sinna svo nám og starf þróist þar sem best. Höfundur er fræðslustjórinn í Hafnarfirði. fatnaði til daglegra nota á góðu verði. Einnig er hún með föt á stórar stelpur í x-collextion, í stærðinni 130-170 cm auk þess sem hún er með kvenfatnað í stærð allt að 52. Fjölskylda Heidi rekur stórt heildsölufyrirtæki með fatnað í Danmörku og rekur þar einnig verslanir og kaupir Heidi mikið af vörum af fjölskyldunni og getur boðið sama verð og er í búðum í Danmörku. Einnig flytur hún inn vörur beint frá framleiðendum. Að sögn Heidi er viðskiptahópurinn stór enda er hægt að fá föt á mjög góðu verði. Heidi segist ávallt vera með tilboðsborð þar sem hægt sé að fá fatnað á mjög niðursettu verði. Verslunin Icetrend er á annarri hæð í Firði, við hlið Respekt, annarrar nýrrar verslunar í Firði. www.fjardarposturinn.is 7 Íþróttir Úrslit: Fótbolti Úrvalsdeild karla: Keflavík - FH: 2-1 Úrvalsdeild kvenna: FH - Þór/KA: 3-2 1. deild kvenna: Haukar - Fjölnir: 2-3 1. deild karla: Haukar - Leiknir R.: 0-0 3. deild karla: BÍ/Bolungarvík - ÍH: 5-3 Íslandsmót U23: Haukar - Valur: 4-1 Næstu leikir: Fótbolti 19. ágúst kl. 14, Torfnesvöllur BÍ/Bolungarvík - ÍH (3. deild karla) 26. ágúst kl. 16, Akureyri KA - Haukar (1. deild karla) 26. ágúst kl. 14, Hamarsvöllur ÍH - Grótta (3. deild karla, úrslit) 27. ágúst kl. 17, Kaplakriki FH - Breiðablik (úrvalsdeild karla) 29. ágúst kl. 17.30, Gróttuv. Grótta - ÍH (3. deild karla, úrslit) 30. ágúst kl. 18.30, Kaplakriki FH - Stjarnan (úrvalsdeild kvenna) Yngriflokkastarf hjá FH að hefjast Starfið í yngriflokkum handknattleiksdeildar FH er að hefjast um þessar mundir. Í blaðinu í dag er æfingartafla vetrarins auglýst og tekur hún gildi 1. september n.k.. Margir flokkar eru þó þegar byrjaðir að æfa og er hægt að nálgast tímasetingar á æfingum fram til 1. september á heimasíðu félagsins fh.is. Yngstu flokkarnir, 8. og 7. flokkur hefja æfingar 1. september en eldri flokkar hefja starf í þessari viku og þeirri næstu. Sjá nánar fh.is. Einar Andri Einarsson er yfirþjálfari yngri flokka hjá FH. ÍH í úrslit í 3. deild ÍH endaði í öðru sæti í b-riðli í 3. deild karla í knattspyrnu, 3 stigum á eftir Hvíta riddaranum. Leika þeir til úrslita í 3. deild og keppa við Gróttu í 8 liða úrslitum en Grótta varð efst í a-riðli, tapaði aðeins einum leik. Glæsilegur árangur hjá ÍHstrákunum.
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. ágúst 2006 Humar er konfekt úr hafinu Innkaup fyrir skólann Þessi 2. bekkingur var í Pennanum að kaupa skólabækur eins og svo margir aðrir. Þó svo innkaupalistar hafi legið frammi í bókabúðum og í Fjarðarkaupum um tíma flykktust nemendur og foreldrar til að kaupa skólabækur og ritföng á þriðjudaginn, en þá mættu nemendur í skólann í fyrsta sinn í haust. Greinilegt var að tilhlökkun var í nemendunum eftir sumarfríið, jafnt hjá þeim yngri sem eldri. Starfsfólk á leikskólanum Kató varð heldur betur undrandi er póstur barst frá Eyvind Hansen í Selvær í norður Noregi. Með bréfinu var ljósrit af bréfi sem hann fann í flöskuskeyti sem barst að Noregsströndum 2. júlí sl. Segist Eyvind mjög spenntur að fá að vita hversu lengi flöskupósturinn var á leiðinni frá Íslandi til Noregs til Íslands. Í samtali við Fjarðarpóstinn segir Rán Einarsdóttir að flöskunni hafi verið kastað frá hafnarbakkanum í mars 1999 í tengslum við þemaverkefni um hafið. Í flöskuna voru lagðar upplýsingar um heimilisfang skólans og nöfn og aldur barnanna. Greinilegt var að ekki var búist við að skeytið bærist langt því textinn var allur á íslensku. Krakkarnir í leikskólanum ætla að skrifa Eyvindi bréf og Við kunnum að meta eignina þína! Rúm sjö ár á leiðinni til Noregs Krakkar í Kató köstuðu flöskuskeyti í sjóinn árið 1999 senda honum myndabók frá Hafnarfirði. Selvær er í Træna Nemendur í Kató með póstinn frá Noregi ásamt Rán Einarsdóttur, leikskólastjóra og Ragnhildi G. Júlíusdóttur, leiskólakennara. Áfram Haukar! Ljósrit af flöskuskeytinu og kortin frá Selvær kommune sem liggur á heimsskautsbaugnum og þar búa aðeins 450 manns. Vantar þig ný skólaföt? Alltaf borð með tilboðsvörum 1 stk. 400 kr. 3 stk. 1000 kr. Kíkið inn hjá ICETREND á 2. hæð í Firði. Ný verslun, full af flottum fötum á frábæru verði. Fjarðarpósturinn/Hönnunarhúsið 0608 Stelpu-gallabuxur margar tegundir 900 kr. Mikið af flottum bolum 795 kr. Línan X-collextion fyrir stærri stelpur st. 130-170 cm. Líka mikið af dömufatnaði t.d gallabuxur st. 42-52 verð aðeins 2.495 kr. Stráka-gallabuxur St. 2-14 frá 1.200 kr. ICETREND Verslunarmiðstöðinni Firði