Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag"

Transcript

1 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag Eldum íslenskt á þjóðfundi Kjötsúpa elduð ofan í manns Um síðustu helgi var haldinn fjölsóttur þjóðfundur í Laugardalshöllinni í Reykjavík þar sem þverskurður Íslendinga skeggræddi framtíð lands og þjóðar. Bændur fengu það ábyrgðarmikla hlutverk að sjá fundargestunum, sem voru um talsins, fyrir kjötsúpu í eftirmiðdaginn. Það voru meistarakokkarnir Guðmundur Guðmundsson hjá Hótel- og veitingaskólanum og Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu sem stjórnuðu kjötsúpuveislunni í samvinnu við fjölda sjálfboðaliða á staðnum. Alls voru lagaðir um 500 lítrar af súpu sem ferjaðir voru í Laugardalshöllina í 10 risapottum frá Sögu. Súpugjöfin var undir merkjum matreiðsluþáttanna Eldum íslenskt sem eru sýndir á mbl.is en í haust hafa kokkarnir í þáttunum í samvinnu við bændur gefið um skammta af kjötsúpu við ýmis tilefni. TB Ríkið vill fella niður styrki til refaveiða - allir tapa nema refurinn Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verða styrkir ríkisins til refaveiða felldir niður á næsta ári. Minkaveiðar munu áfram njóta niðurgreiðslna á þeim grundvelli að minkurinn sé aðskotadýr í íslenskri náttúru. Sveitarfélög hafa til þessa greitt veiðimönnum fyrir veiða bæði ref og mink en síðan fengið styrki á móti frá ríkinu. Fjárveiting til refaveiða var samtals 17 milljónir króna í ár og samsvarandi framlagi er veitt í minkaveiðar. Umhverfisstofnun hefur sent sveitarfélögum bréf þess efnis að þau geti ekki vænst endurgreiðslna vegna refaveiða á næsta ári. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins kemur fram að aðgerðin sé fyrst og fremst liður í aðhaldsaðgerðum ríkisins. Bændur hafa brugðist hart við þessum fyrirætlunum stjórnvalda og hafa Bændasamtökin mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði. Landssamtök sauðfjárbænda og Æðarræktarfélag Íslands sendu frá sér yfirlýsingar í tengslum við málið. Sauðfjárbændur segja að ef tillögurnar nái fram að ganga muni það hafa í för með verulega fjölgun á ref með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið í landinu. Sindri Sigurgeirsson formaður Mynd: Jón Eiríksson Landssamtaka sauðfjárbænda segir ákvörðun umhverfisráðherra alveg taktlausa. Í mörg ár hefur Búnaðarþing ályktað um refa- og minkaveiðar, þar sem lögð hefur verið áhersla á að ríkið auki það fjármagn sem farið hefur til niðurgreiðslu veiðanna. Áhersla hefur verið lögð á það af hálfu bænda að halda þurfi refastofninum í skefjum vegna þess skaða sem hann veldur á lífríki landsins. Það er með ólíkindum að nú sé tekin ákvörðun um spara það litla fjármagn sem farið hefur Næsta Bændablað kemur út 3. desember í veiðarnar. Skynsamlegra hefði verið að auka þetta fjármagn, sem skilar í raun auknum tekjum í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt, segir Sindri. Jónas Helgason, formaður Æðarræktarfélags Íslands, undrast það að ekki hafi verið haft samband við hagsmunaaðila í málinu. Fróðlegt væri að heyra hverjir voru ráðgjafar ráðherra í þessu máli, allavega var ekki rætt við neina hagsmunaaðila svo mér sé kunnugt um, segir Jónas. Hann bendir á að allt frá 13. öld hafi verið ákvæði um fækkun refa. Það hafi ekki verið færð rök fyrir því af hverju það sé í lagi að breyta um stefnu akkúrat núna. Haft var eftir Snorra Jóhannessyni í Ríkisútvarpinu, formanni Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna að ríkið myndi ekki spara krónu með því að leggja af niðurgreiðslur á refaveiðum. Það tapi allir á þeirri aðgerð, nema refurinn. Snorri sagði að leggist refaveiðar af fái menn það sama yfir sig og gerðist á Hornstöndum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríkið. Ref muni þá fjölga þangað til hann skortir fæðu. Sauðfjárbóndi í formannssæti Heimssýnar Sauðfjárbóndinn og þingmaðurinn Ásmundur E. Daðason er nýr formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Hann var kjör inn á aðalfundi hreyfingar innar sem haldinn var í Þjóðminjasafninu um síðustu helgi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir var kjörin varaformaður Heimssýnar. Nánar í næsta Bændablaði. Fjármagnsliðir kúabús áttfaldast á milli ára Niðurstöður búreikninga Hagþjónustu landbúnaðarins voru kynntar í síðustu viku og gefa þær dökka mynd af rekstrarumhverfi bænda. Það var staðfest sem margir hafa reynt á eigin skinni að fjármagnskostnaður er orðinn nær óbærilegur. Þannig kemur í ljós að kostnaður vegna fjármagnsliða á meðalkúabúi (bú í kringum 40 kýr) hækkar um tæp 700% á milli ára. Árið 2007 nam þessi tala rúmlega 3,9 milljónum króna en árið 2008 er hún orðin að 31,4 milljónum sem er tæp áttföldun. Skýringar á þessu eru þær helstar að búin eru mörg hver fjármögnuð með erlendu lánsfé sem hefur bólgnað út vegna gengisbreytinga auk þess sem háir vextir og verðbólga hafa sitt að segja. Sauðfjárbændur sem taka þátt í búreikningum horfa upp á 319% hækkun fjármagnsliða í sínum rekstri. Þar hækka fjármagnsliðir úr tæpri milljón króna og upp í rúmar fjórar. Sauðfjárbúin virðast í minna mæli vera fjármögnuð með erlendum lánum en kúabúin. Á móti kemur að veltan á þeim er lítil og af litlu að taka til að fást við sveiflur af þessu tagi. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtakanna fjallar nánar um afkomu á kúa- og sauðfjárbúum á síðasta ári á bls. 18.

2 2 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Fréttir Kynda upp með viðarkurli á Hallormsstað Í dag verður formlega ræst ný viðarkyndistöð á Hallormsstað á Fljótsdalshéraði. Kyndistöðinni er ætlað að þjóna hússtjórnarskóla, grunnskóla, íþróttahúsi, sundlaug og gistiálmu sumarhótelsins á Hallormsstað. Síðar stendur til að tengja öll íbúðarhús staðarins inn á kerfi kyndistöðvarinnar. Tilraunaboranir eftir heitu vatni á Hallormsstað hafa ekki borið árangur sem erfiði. Kyndistöðin á Hallormsstað rennir stoðum undir vaxandi atvinnugrein í dreifbýli þar sem skógræktendur á Fljótsdalshéraði fá nýjan markað undir afurðir sínar. Kurlhitaveitan kaupir hráefni af skógarbændum og skapar þar með markað fyrir annars verðlítinn grisjunarvið. Nálægðin við hráefnið skiptir miklu máli, þar sem ekki þarf að kosta miklu til við flutning á efni. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í nokkur ár og er það fyrirtækið Skógarorka ehf. sem hefur veitt því forstöðu. Alþingi veitti 4 milljónum króna til verkefnisins en stofnfjárfestar voru Hitaveita Egilsstaða og Fella, Fljótsdalshreppur og Skógráð ehf., en síðar hafa fleiri hlutafjáreigendur bæst við. Kyndistöðin var hönnuð og reist haustið 2009 og verður formlega opnuð í dag af Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Norrænir alifuglabændur funda þessa dagana á Hótel Sögu þar sem kynntar eru niðurstöður úr nýjustu rannsóknum sem viðkoma greininni, fóðrun og dýravernd ásamt fleiru. Um 100 manns taka þátt í Norðurlandaráðstefnunni, jafnt alifuglabændur og dýralæknar og er sérstaklega góð aðsókn frá Finnlandi þetta árið. Í næsta Bændablaði verður fjallað ítarlegar um ráðstefnuna og það markverðasta sem kom fram á henni. Fyrstu flíkurnar úr lambaskinnum á markað Nýjar samgönguframkvæmdir á döfinni Nú eru fyrstu flíkurnar úr lambaskinnum komnar á markað og hefur vörumerkið hlotið nafnið BORN AGAIN. Eggert Jóhannsson, betur þekktur sem Eggert feldskeri á, ásamt Helgu Björnsson fatahönnuði, veg og vanda af flíkunum, sem vakið hafa áhuga í Bretlandi og Bandaríkjunum og stefnt er á að kynna vörurnar fljótlega í Kanada. Undanfarið hefur ítrekað verið á það bent að kreppuástand ýti undir mikilvægi þess að sem flestir taki til hendinni og stuðli að nýjum, atvinnuskapandi möguleikum sem gætu fært þjóðarbúinu auknar tekjur með nýtingu náttúrulegra hráefna. Hér er komið fyrsta skrefið í nýtingu á náttúrulegu hráefni sem annars hefði verið hent, sproti að nýjum útflutningi, sagði Eggert feldskeri á dögunum á kynningu á nýju vörulínunni í Þjóðleikhúskjallaranum. Glæsilegir jakkar og húfur úr lambaskinnum en skinnin eru einstaklega mjúk og létt. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu samgöngu- og sveit arstjórnarráðherra um að haldið verði áfram undirbúningi vegna útboða á samgönguframkvæmdum. Meðal framkvæmda Gæðamerki íslenskra smáframleiðenda í Beint frá býli, Frá fyrstu hendi, er nú komið í umferð og eru fyrstu félagsmenn farnir að merkja vörur sínar með merkinu sem stendur meðal annars fyrir traust, gæði, persónuleg tengsl og nánd við uppruna, dýr og náttúru. eru fyrsti áfangi í breikkun Suðurlandsvegar, samgöngumiðstöð í Reykjavík og Vaðla heiðargöng í einkaframkvæmd. Hvað Suðurlandsveg varðar er um að ræða fyrsta áfanga að breikk un á 6,5 kílómetra kafla á milli Lögbergsbrekku og Draugahlíðar brekku austan við Litlu kaffistofuna. Markmið með gerð Vaðlaheiðarganga er að stytta leiðina um Hring veginn og auka umferðaröryggi en vegurinn kæmi að miklu leyti í stað vegar um Víkurskarð. Stytting yrði um 16 kílómetrar. Unnið hefur verið að undirbúningi og frumhönnun um langt skeið af félaginu Greið leið ehf. á Norðurlandi. Vinnu við skipulagsmál er lokið og er ekki þörf á mati á umhverfisáhrifum verksins. Fjölmörgum umfangsmiklum verkefnum, sem þegar hefur verið byrjað á, verður haldið áfram á næsta ári. Eggert feldskeri kynnir nýju lamba skinnsvörurnar fyrir Jóni Bjarna syni, landbúnaðar- og sjávar útvegsráðherra. Á sér enga hliðstæðu Fatalínan hefur verið þróuð í nokkurn tíma en tilraunir með skinnin voru gerðar í samráði við bændur, sútunarmenn og sérfræðinga í feldskurði. Landssamtök sauðfjárbænda tóku þátt í verkefninu en sútunarverksmiðjan Loðskinn á Sauðárkróki er stofnaðili að verkefninu. Hér er um hráefni að ræða sem hingað til hefur verið fleygt eða urðað. Efnið á sér enga hliðstæðu í tískuheiminum en það er einstaklega mjúkt og fallegt og hentar vel til framleiðslu á hátískuvörum. Við eigum ekki að fleygja dýrmætu hráefni sem náttúran leggur okkur til. Við Helga, sem er einn fremsti fatahönnuður okkar Íslendinga, stefnum einnig á að framleiða fylgihluti úr skinnunum en slíkar vörur njóta sífellt meiri vinsælda, segir Eggert. ehg Félagatal Bændasamtakanna um félagsmenn í samtökunum Nú stendur yfir vinna við gerð samræmds félagatals fyrir Bændasamtök Íslands í heild. Tilgangurinn er að öðlast betri yfirsýn yfir hversu margir einstaklingar eru félagar í samtökunum og bæta upplýsingaflæði til þeirra. Af þessum sökum hefur verið kallað eftir félagaskrám frá öllum aðildarfélögum samtakanna, sem þau hafa nú öll skilað. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda og umsjónarmanns þessa verkefnis, hafa gögnin verið samræmd og keyrð saman við þjóðskrá en gert er ráð fyrir að félagatalið verði tilbúið til notkunar um næstu áramót. Fyrsta samantekt gefur til kynna að félagsmenn séu rétt um en algengt er að sami einstaklingur sé félagi í 2-5 aðildarfélögum BÍ, segir Sigurður. Félagar í Bændasamtökum Íslands munu fá send vildarkort þegar félagaskráin verður tilbúin og mun kortið virka sem félagsskírteini jafnframt því sem það gildir sem afsláttarkort á hóteli Bændasamtakanna, Hótel Sögu. Á síðari stigum er síðan ætlunin að þau aðildarfélög sem vilja geti fengið aðgang að sínum gögnum í gegnum vefinn og hafi þannig aðstöðu til að halda þeim við á einfaldan hátt, en það verður kynnt nánar þegar að því kemur. Í samantekt Sigurðar kemur fram að félagar eru flestir á aldrinum ára, eða 35,9%, litlu fleiri en í hópnum ára, sem eru 33,6%. Jafnframt kemur fram að félagsmenn er að finna í öllum sveitarfélögum landsins, flesta í Borgarbyggð eða rúmlega 400. Flestir félagsmenn eru á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands eða tæplega 1800 en svæði Búnaðarsambands Suðurlands er þar skammt á eftir með tæplega Reiknað er með að félagaskráin verði orðin virk ekki síðar en um næstu áramót. -smh Bændasamtökin skipa fulltrúa í samningahópa vegna ESB-viðræðna Á stjórnarfundi í Bændasamtökum Íslands í vikunni sem leið voru skipaðir fulltrúar samtakanna í samningahópa sem utanríkisráðuneytið setur á laggirnar til að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Ráðuneytið bað samtökin um að skipa fulltrúa í þrjá hópa og eru þeir eftirtaldir: Þrír fulltrúar í samningahóp um landbúnaðarmál eru Erna Bjarnadóttir, Sigurbjartur Pálsson og Baldur Helgi Benjamínsson. Fulltrúi í samningahóp um byggða- og sveitarstjórnarmál er Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Fulltrúi í samningahóp um það sem nefnt er EES I, þar sem meðal annars er fjallað um frjálst vöruflæði, orku og samkeppnismál, er Ólafur R. Dýrmundsson. Meðal þess sem rætt verður í þessum hópi eru atriði sem varða matvælalöggjöfina, sóttvarnir vegna dýrasjúkdóma o.fl. Haraldur Benediktsson formaður BÍ sagði í samtali við bbl.is að þessir fulltrúar hefðu sitt umboð frá samtökunum og myndu fylgja eftir stefnu þeirra. Mikilvægt væri að bændur fylgdust vel með og tækju þátt í viðræðuferlinu til þess að tryggja að hagsmunir íslensks landbúnaðar væru hafðir að leiðarljósi í hugsanlegum samningum.

3 3 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009

4 4 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Prjónauppskriftir fyrir hvern mánuð Út er komið heftið Prjónadagar 2010 eftir textílkennarann Kristínu Harðardóttur, sem er dagatal fyrir næsta ár með einni prjónauppskrift í hverjum mánuði. Uppskriftirnar eru auðveldar og fjölbreyttar og henta jafnt byrjendum sem lengra komnum en þar er að finna handstúkur, tátiljur og vínflöskupoka svo fátt eitt sé nefnt. Kristín er textílkennari við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði en hún hefur áður gefið út bókina Vettlingar og fleira árið 2006, sem hefur selst gríðarlega vel og er nú nýlokið prentun á fjórða upplagi bókarinnar. Einnig hefur Kristín gefið út tækifæriskort með vettlingauppskriftum á nokkrum tungumálum sem fást í hannyrðaverslunum. Ég fékk hugmyndina að dagatalinu síðasta sumar þegar ég var stödd úti á landi. Þá sá ég auglýstan handverksmarkað sem ég stoppaði við, en þar var alls kyns handverk til sölu. Síðan er ég að skoða borð með fullt af vettlingum og húfum, sem voru Október 2010 upp úr bókinni minni Vettlingar og fleira, og þar sem ég stend við borðið ganga konur framhjá mér og segja orðið dagatal. Ég greip orðið á lofti og þar var hugmyndin komin, útskýrir Kristín. Kristín hafði samband við mágkonu sína, Önnu Margréti Tómasdóttur, til að aðstoða sig við gerð dagatalsins en hún tók allar myndir og sá um umbrotið. Við ákváðum að slá til og hrinda þessu í framkvæmd áður en einhver annar yrði fyrri til. Eftir að dagatalið kom út var mér sagt að álíka hefur verið gert í Danmörku, í handavinnuskólanum Skals. Þar er reyndar útbúið minna dagatal sem inniheldur fjölbreyttari handavinnu. Sem barn var ég alltaf prjónandi og var alin upp við þetta en það var alltaf til lopi heima hjá mér. Ég nota eingöngu íslensku ullina því hún er albesta hráefnið sem hægt er að hugsa sér. Ég finn þennan mikla prjónaáhuga núna eftir að kreppan skall á og hann eykst frekar en hitt, sem er mjög jákvætt. ehg Sun Mán Þri Mið Fim Fös Lau Fyrsti vetrardagur Kragi Má hafa á ýmsa vegu. Sýnishorn af uppskrift októbermánaðar, sem er kragi með tölum sem hægt er að hafa á marga vegu. Dagatalið fæst í bóka- og hannyrðabúðum. Vöruþróun á loftþurrkuðu lambakjöti Matís kennir rétta meðhöndlun Fyrir rúmu ári síðan byrjaði Matís að kanna hvað væri almennt séð að gerast í þurrverkun kindakjöts hér á landi. Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur á nýsköpunarog neytendasviði Matís, segir að til að byrja með hafi verið rætt við bændur og síðan hafi verið falast eftir áhugasömum þátttakendum í eins konar forverkefni. Í því fólst að haldnir voru tveir fundir, sunnan og norðan heiða, þar sem farið var yfir ferla, takmörk, efni og umhverfi sem tengist þessari framleiðslu. Í lokin var svo boðið upp á heilsdags námskeið að Hólum þar sem fjallað var um heimavinnslu afurða frá A til Ö. Í september hófst svo nýtt verkefni, Vöruþróun á loftþurrkuðu lambakjöti, styrkt af Framleiðnisjóði. Þar fórum við af stað með fimm bændum/býlum á landinu þ.e. Jónasi og Ragnhildi í Fagradal, Vilhjálmi og Elísabetu á Möðrudal, Ólöfu og Jóni í Vogafjósi, Steinunni og Birgi á Hellu við Mývatn og svo Matthíasi og Hafdísi í Húsavík við Steingrímsfjörð. Hvert þessara býla hefur viðurkennda aðstöðu heilbrigðisyfirvalda til rekstrar kjötvinnslu og reykhúss. Hvert býli hefur síðan sína vöru sem það ætlar, með okkar hjálp, að þróa í söluhæft ástand. Það sem er sameiginlegt með býlunum fimm er að viðfangsefnið er lambakjöt og þurrverkun og auk þess að búa að sjálfsögðu við viðurkenndar aðstæður eru sauðfjárbændur með mikinn áhuga og flest þeirra með einhverskonar ferðaþjónustutengingu. Afurðirnar eru hinsvegar afar mismunandi og engar tvær eins, sumar reyktar, sumar kryddaðar, sumt í vöðvum og annað á beini, en allar eru þær þurrkaðar. Á markaði eru vörur sem standast ekki kröfur um þurrverkun Ein ástæða þess að við förum af stað með þetta verkefni er að hér á markaði eru vörur sem standast ekki kröfur um þurrverkun, segir Óli Þór. Samt eru þær seldar sem slíkar, eins og t.d. tvíreykta hangikjötið sem er sívinsælt um jólin. Oft er slík vara hrá, þ.e. ekki verkuð öðruvísi en söltuð og reykt mikið. Sú vara þarf ekki að vera slæm eða hættuleg heilsu manna en hættan er vissulega mikil, þar sem vöðvinn er hrár og við rétt Úttekt á íslenskri loðdýrarækt: Gæðin aukast og verðið hækkar Halldórsson formaður Samtaka íslenskra loðdýrabænda Samtök íslenskra loðdýrabænda (SÍL) hafa látið gera úttekt á gæðaþróun í íslenskri loðdýrarækt í ljósi þess hver áhrif það hefur haft að flytja inn eldisdýr frá Danmörku. Sá háttur hefur verið hafður á um nokkura ára skeið og greinilegt er, ef marka má orð danska sérfræðingsins sem úttektina gerði, að innflutningurinn hefur skilað miklum árangri. Spáir hann því að meðalverðið sem íslenskir loðdýrabændur fá fyrir skinn sín muni með sama áframhaldi fara upp fyrir það sem danskir bændur fá en þeir hafa löngum framleitt dýrustu minkaskinn í heimi. SÍL fengu til verksins Michael Sønderup ráðgjafa hjá Dönsku landbúnaðarráðgjöfinni í Árósum en hann er öllum hnútum kunnugur í íslenskri loðdýrarækt og hefur fylgst náið með þróun hennar í rúman áratug. Hann skoðaði niðurstöður frá skinnauppboðum fyrirtækisins sem nú nefnist Kopenhagen Fur sem danskir loðdýrabændur eiga og starfrækja í útjaðri skilyrði er það ákjósanlegur staður fyrir gerla að fjölga sér. Þurrverkun hinsvegar gengur út á það að binda sem mest af vatni í vöðvanum þannig að gerlar geti ekki athafnað sig. Það er gert á löngum tíma við stýrðar aðstæður þar sem söltunin, þurrkunin og kannski reyking er í ferli, þar sem hita- og rakastigi er stýrt eftir því hvernig verkunin gengur. Við hjá Matís erum í því fyrst og fremst að gefa faglega ráðgjöf um vinnslu, verkun og þróun úr frumgerð í söluhæfar vörur, meira að segja ráðgjöf við val og útlit umbúða. Samhliða þessu verkefni er unnið að því að koma á samstarfi milli Norðurlandanna um að dreifa og deila upplýsingum varðandi framleiðslu og þróun á loftþurrkuðu lambakjöti. Fyrsti fundur í því sambandi er væntanlega núna í lok nóvember. Tilraun með hráverkaðan kindavöðva gengur vel í reykhúsinu í Fagradal. Verkunin tekur að lágmarki tvo mánuði og verður kjötið tilbúið fyrir jól. Kaupmannahafnar en þar eru öll íslensk minkaskinn boðin upp. Sønderup bar saman verðið sem fékkst fyrir íslensk og dönsk skinn árin , og og komst að þeirri niðurstöðu að bilið á milli landanna hefði minnkað mjög ört eins og sjá má í meðfylgjandi töflu, eða frá því að vera yfir 50% niður í 7-16%, mismunandi eftir litaafbrigðum. Ekki bara innflutningurinn Sønderup dregur þá ályktun í lok skýrslu sinnar að verulegar framfarir hafi átt sér stað á síðasta áratug í gæðum íslensku skinnanna. Á sama tíma hefur framleiðslumagnið aukist umtalsvert. Reynsla mín af danskri loðdýrarækt segir mér að þótt skipulagður innflutningur eldisdýra eigi hér drjúgan þátt þá hefði þetta ekki gerst nema í krafti aukinna fóðurgæða. Þar við bætist að rekstur búanna, valið á eldisdýrum og vinnubrögð við pelsun verða að vera í góðu lagi, segir danski ráðgjafinn og dregur fram eftirfarandi staðreyndir um þróun íslensku skinnanna: Skilaverð skinnanna hefur hækkað verulega Staða íslenskrar loðdýraræktar hefur batnað í samanburði við önnur lönd í norðanverðri Evrópu Skinnin hafa stækkað, gæðin aukist og hárin lengst Skinnaframleiðslan er orðin stöðugri og gæðin sömuleiðis. Björn Halldórsson formaður SÍL segir að skýrslan sýni að íslenskir loðdýrabændur séu á réttri leið og að það hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma að hefja skipulegan innflutning á dönskum eldisdýrum. Hann hafi aukið verðmæti framleiðslunnar. Þetta ýti undir það að bændur fjölgi hjá sér lífdýrum enda mun það vera raunin hjá mörgum þeirra. Góð staða greinarinnar hefur líka spurst út og segir Björn að samtökin fái oft símtöl frá mönnum sem eru að hugsa sinn gang, bæði bændur úr öðrum greinum og menn utan landbúnaðarins. ÞH Verð á minkaskinnum í dönskum krónum á uppboðum Kopenhagen Fur Ísland Danmörk Munur á Íslandi og Danmörku Litaafbrigði 2001/ / / / / / / / /08 Black Brown/Glow White Fræðslufundur um upprunamerkingar Matvælastofnun heldur fræðslufund um upprunamerkingu matvæla þriðjudaginn 24. nóvember kl Á fundinum verður fjallað um nýja reglugerð um upprunamerkingu grænmetis og um upprunamerkingar almennt m.a. í Evrópusambandinu í tengslum við nýja reglugerð um upplýsingar um matvæli. Þann 1. september tók gildi ný reglugerð um að merkja skuli ferskt grænmeti og aðrar ferskar matjurtir með upprunalandi. Þegar matjurtir eru seldar í lausasölu eða seljandi pakkar þeim á sölustað eiga upplýsingar um upprunaland að vera aðgengilegar með sýnilegum hætti þar sem matjurtirnar eru á boðstólum. Fyrirlesarar munu fara yfir þessar reglur, framkvæmd þeirra, eftirlit og ástæður að baki. Fyrirlesarar: Jónína Þ. Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Matvæla stofnun og Baldur P. Erlingsson, lögfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Andlát Stefán Aðalsteinsson Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur og rithöfundur frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, lést í Reykjavík 5. nóvember sl. Ævistarf Stefáns var helgað landbúnaði en hann lauk búfræðikandidatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Ási og síðar doktorsprófi frá Edinborgarháskóla árið Doktorsritgerð hans fjallaði um erfðir sauðfjárlita en þær erfðarannsóknir eru þekktar víða um heim. Hann varð þjóðkunnur fyrir störf sín að búfjárrækt og talaði hann mjög fyrir verndun gömlu íslensku búfjárstofnanna. Stefán var lengst af deildarstjóri á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og háskólakennari eða á árunum 1970 til 1991 þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra Norræna genabankans þar sem hann starfaði til ársins Auk þess að sinna fræðistörfum skrifaði hann bækur, bæði fyrir börn og fullorðna. Liggur eftir hann fjöldi fræðiritgerða auk greina um þjóðhagsleg efni. Margvíslegar viðurkenningar fékk Stefán á sínum starfsferli en meðal þeirra var riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu sem hann hlaut árið 2003 fyrir framlag sitt til erfðafræði og búvísinda.

5 5 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 LÁTTU VIP HREINSIEFNIN VINNA VERKIN GÓÐ KAUP sótthreinsirinn sem margir hafa reynt að stæla en engum tekist SP-302C, 90x90x215 sm Erum með mikið úrval af rekstrarvörum fyrir bændur m.a. smurolíur, glussa, koppafeiti og margt fleira. Gerum tilboð. Íslenskt fyrirtæki - Íslensk framleiðsla Gjafahólkur fyrir hross SP-303E, 80x80x215 sm SP-902L1, 92x92x219 sm Gjafagrind fyrir stórgripi SP-9090AL, 92x92x221 sm Gjafahólkur fyrir sauðfé SP-609A, 130x130x220 sm SP-080, 180x120x75 sm Gjafakarfa fyrir sauðfé SP-20SN, 123x123x204 sm SELFOSS VÉLSMIÐJA HVOLSVÖLLUR SUÐURLANDS ehf Gagnheiði 5 Selfossi Hlíðarvegur 2-4 Hvolsvelli SP , 135x135x72 sm Þilplötur og klæðningarefni GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S

6 6 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Matthías Eggertsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Dagur íslenskrar tungu HÉR Á LANDI höfum við búið við þann munað að geta notað íslensku þegar fjallað er um grundvallarréttindi okkar, svo sem í umræðum um lög og stjórnvaldsskipanir. Nú þegar aðildarferli Íslands að ESB er í raun hafið verður hér breyting á. Talið er að íslenska fái þá stöðu sem eitt af opinberum tungumálum sambandsins. Það þýðir að leggja má fram skjöl á íslensku og að lagalegir gjörningar verða þýddir. Spurningar vakna um öll hin skjöl sambandsins, svo sem vinnuskjöl, frumvörp, nefndarálit og skýrslur. Á heimasíðu sambandsins segir að vegna tíma- og fjárhagsramma séu tiltölulega fá vinnuskjöl þýdd á öll tungumál sambandsins. Framkvæmdastjórnin notar ensku, frönsku og þýsku vanalega en Evrópuþingið útvegar öðrum aðildarþjóðum þýðingar eftir þeirra þörfum. Þetta þýðir væntanlega í raun að nánast ekkert af málsskjölum annað en þau sem eru endanlegar tilskipanir eða gerðir verða þýdd á íslensku. Þekkt er sú afstaða utanríkisráðuneytis að óhægt sé að þýða málsskjöl sem varða ESB aðildarferlið. Þessi afstaða birtist bændum m.a. þegar rætt var um þýðingar á spurningaog svaralista nú á dögunum. Íbúar Möltu eru viðlíka margir og Ís lendingar. Maltneska er eitt af opinberum tungumálum ESB. Ef til vill er hefð fyrir notkun maltnesku sem ritmáls sambærileg við það sem við þekkjum með okkar tungumál. Næsta sjálfstæða tungumálið ef þau eru skoðuð miðað við fjölda íbúa í viðkomandi landi virðist vera eistneska, en íbúar Eistlands eru um 1,3 milljónir. Önnur málsvæði innan ESB virðast við fyrstu skoðun mun fjölmennari. Aðrir verða að dæma um það hvort íslenskri tungu stafar hætta af þegar hún verður ekki lengur notuð við setningu reglna sem varða LEIÐARINN okkur öll, en þess í stað notuð sem tungumál sem þýtt er á. Ýmis hugtök sem eiga sér ekki Matur fyllilega samsvörun í öllum hinum evrópsku Við bændur tökum eftir því hversu mjög fjölmiðlaumræða um matvælaframleiðslu heims- málunum verða vandmeðfarin. Vissulega verða margir gjörningar ESB sjálfsagt þýddir, ins nálgast þau sjónarmið sem við höfum haldið á lofti lengi. Þrátt fyrir ýmis kreppueinkenni en þá þarf að hafa í huga að þýðingin má eðli sambandsins samkvæmt ekki vera betri eða í atvinnugrein okkar eins og öðrum er samt nákvæmari en upprunalegi textinn. íslenskur landbúnaður sem atvinnugrein vel í Við bændur verðum að fara að tileinka stakk búinn til þess að takast á við aukin verkefni á vettvangi matar- og fóðurframleiðslu. okkur daglega notkun á enskum, frönskum eða þýskum orðum yfir fyrirbæri sem verða á vegi okkar, um ýmsa eiginleika og marg- EBL Lungnafár á minkabúum í Skagafirði breytileika landsins og búfjárins svo dæmi séu tekin. Að öðrum kosti er hætta á að við verðum ekki gjaldgengir þegar við þurfum að fara gæta hagsmuna okkar í Brussel, því ef einhver árangur á að nást þar í hagsmunagæslu íslenskra bænda, þá þurfa þar allir að vera með á nótunum. Refaveiðar Ástæða er til þess að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði ríkisins á framlagi til refaveiða. Formaður Bjarmalands sem er félag atvinnumanna við refa- og minkaveiðar hefur lýst því ágætlega í fjölmiðlum hvaða niðurstöðu við fáum ef hirðuleysi um þessi mál fær að ráða ferð. Því miður verður að túlka þetta sem enn eitt skrefið til aukinnar mismununar á þjónustu milli þéttra og dreifðra byggða en margir kunna dæmi um hverskonar uppþot verða þegar refur eða minkur hættir sér inn í bæi eða þorp. Þarna er verið að spara til skaða. LOKAORÐIN Hvað á blessað fólkið að gera? Skattahækkanir eru aldrei skemmtilegar, enda sér maður það á stjórnmálamönnum hvað þeir óska þess heitt að vera einhvers staðar allt annars staðar þegar þeir þurfa að tilkynna aukn- alltaf dans á rósum og eftir of mikinn rósadans þarf nú að borga fyrir gleðskapinn og seilast dýpra í vasa skattborgaranna. Miðað við þær æsifréttir sem verið hafa í fjölmiðlum að undanförnu má með nokkrum sanni segja að við höfum bara sloppið sæmilega frá skattasmellinum sem loks var gerður opinber í gær. Að vísu hækkar bensínið enn og aftur. En heildarhækkanir skatta eru samt fjórðungi minni en til stóð um það leyti sem fjárlagafrumvarpið fór í prentun. Bændur þurfa eins og aðrir að axla sinn hluta byrðarinnar, ekki eyða þeir minna eldsneyti en aðrir, svo mikið er víst. Þeir geta þó fagnað því að hringlið með virðisaukaskattinn endaði með því að skattur á matvæli sem þeir framleiða verður óbreyttur, 7%. Einnig ákvað ríkisstjórnin að fresta því að leggja sérstakan skatt á ferðaþjónustuna, en nefndin verður áfram að störfum Þá lækkuðu orkuskattar í meðförum stjórnarinnar úr því að skila 16 milljörðum niður í 1,8 milljarða að teknu tilliti til endurgreiðslna til garðyrkju og heimila á svokölluðum köldum svæðum. Hvað þetta þýðir er ekki alveg ljóst. Getur verið að stjórnin ætli loksins að manna sig upp í að segja Rarík-forstjóranum fyrir verkum og skipa honum að lækka taxtann til garðyrkjunnar? Hver veit? ÞH Í LOK október mánuðar s.l. kom upp heiftarleg lungnasýking í minkabúinu að Syðra Skörðugili í Skagafirði. Á búinu voru um minkar og varð sjúkdómurinn á fjórða þúsund dýrum að fjörtjóni. Sjúkdómsins varð einnig vart á öðru búi í Skagafirði, Ingveldarstöðum, en þar hefur tjón ekki orðið eins mikið. Orsök Um er að ræða sjúkdóm af völdum bakteríunnar Pseudomonas aeroginosa. Sjúkdómurinn hefur komið upp öðru hvoru á minkabúum hérlendis allt frá upphafi minkaræktarinnar og oft valdið miklu tjóni. Vegna þess hve hastarlegur hann getur verið hefur hann verið nefndur lungnafár á íslensku. Einkenni sýkilsins Pseudomonas aeroginosa bakterían er svokallaður tækifærissýkill. Bakterían finnst alls staðar í umhverfi dýranna, í jarðvegi, rotnandi jurtaleifum, vatni og hugsanlega í fóðrinu. Við vissar aðstæður getur hún valdið sýkingum og ef smit magnast upp getur sjúkdómurinn farið sem eldur um sinu. Sjúk dóm urinn kemur helst upp á haustin þegar mikill raki er í lofti og stillur. Bakterían veldur blæðandi lungnabólgu. Lungun verða Dýrasjúkdómar Eggert Gunnarsson dýralæknir, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum mjög blóðþrungin og dökkrauð. Við smásjárskoðun sést mjög mikið af bakteríum í lungnavefnum. Á þessum árstíma er oft mjög þétt á dýrunum og dreifast bakteríurnar auðveldlega á milli dýra með andrúmsloftinu enda er sjúkdómurinn bráðsmitandi. Dýrin snöggdrepast og úr vitum vætlar yfirleitt blóð. Í mönnum er Pseudomonas dæmigerður tækifærisssýkill og veldur helst sýkingum, þvagfæra- eða öndunarfærasýkingum, í ónæmis bældum einstaklingum eða fólki með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Á sjúkrastofnunum getur hún valdið ígerðum í brunasárum og legusárum. Sýkingar af völdum Pseudamonas eru oft mjög erfiðar viðfangs sökum hæfileika bakteríunnar til þess að mynda ónæmi gegn sýklalyfjum og þol gegn ýmsum sótthreinsiefnum. Hvað er til ráða? Þegar lungnafár af völdum Pseudomonas greininst á minkabúi er mjög erfitt að segja fyrir um hvernig sjúkdómurinn þróast. Oftast greinast örfá dýr til þess að byrja með. Síðan geta aðstæður breyst þannig að ekki verður frekara tjón. Oftar en ekki magnast þó sjúkdómurinn upp og veldur stórtjóni. Bændum er alltaf bent á að best sé að bregðast við með því að framleiða bóluefni úr þeim stofni sem greinist á staðnum. Þeir hafa þó oft verið tregir til að grípa til bólusetningar enda meira en að segja það að bólusetja fleiri þúsund dýr á örfáum dögum. Hafa verið uppi háværar raddir um að til þurfi að vera sýklalyf til þess að bregðast við sýkingunni. Það er skiljanlegt að þegar menn standa frammi fyrir fári af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir en það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er engin lausn þegar til lengri tíma er litið. Bakterían sem veldur lungnafári er mjög erfið viðfangs. Hún er mjög oft ónæm gagnvart algengustu sýklalyfjum og þess vegna kemur lyfjagjöf oft að takmörkuðum notum þó svo að hún geti í sumum tilvikum hægt eitthvað á útbreiðslunni. Bakterían hefur náttúrulegt ónæmi gegn penicillin lyfjum og einstaka hæfileika til þess að þróa með sér ónæmi gegn öðrum sýklalyfjum. Hún getur tekið upp erfðavísa fyrir ónæmi frá öðrum bakteríum. Oft eru stofnar þessarar bakteríu það sem kallaðir er fjölónæmir, þ.e. ónæmir gegn mörgum mismunandi fúkkalyfjum. Það sem er þó hvað alvarlegast er að ónæmiserfðavísar Pseudomonas baktería geta hugsanlega flust yfir í aðrar bakteríur, skyldar jafnt sem óskyldar, þar á meðal ýmsa aðra sjúkdómsvalda í mönnum og dýrum. Vaxandi ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum er ein alvarlegasta heilsuvá í heiminum í dag. Ein skýring á útbreiðslu ónæmis er mikil notkun sýklalyfja og þess vegna ber að forðast slíka notkun ef önnur úrræði eru fyrir hendi. Hvað varðar lungnafárið eru til önnur úrræði en sýklalyfjagjöf. Bólusetning hefur reynst mjög vel til þess að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Oft gripið til þess ráðs að framleiða bóluefni gegn þeim stofni bakteríunnar sem veldur sjúkdómnum hverju sinni. Á Keldum var framleitt bóluefni gegn stofninum sem olli fárinu á Syðra Skörðugili og tæpri viku eftir bólusetningu hafði nær alveg tekið fyrir dauðsföll í bólusettum dýrum. Gallinn er samt sá að það tekur tíma að framleiða bóluefnið og svo tekur einnig nokkurn tíma áður en full virkni kemur fram. Best er því að bólusetja minkastofninn fyrirbyggjandi um mitt sumar eins og gert er víða erlendis. Í mínum huga er ekki vafamál að bændur ættu að íhuga alvarlega að taka upp slíka bólusetningu, sérstaklega á svæðum þar sem lungnafárið hefur komið upp nær árlega undanfarin ár eins og í Skagafirðinum. Á Tilraunanstöðinni að Keldum er til safn Pseudomonas stofna sem valdið hafa lungnafári í minkum hér á landi. Ætti okkur því ekki að verða skotaskuld úr því að framleiða slíkt bóluefni ef minkabændur óska eftir því. Eins gæti komið til greina að flytja inn bóluefni erlendis frá.

7 7 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Í umræðunni Bændafundalota senn á enda fjármál bænda, kreppan og ESB-umræða ofarlega á baugi Undanfarna daga og vikur hafa bændafundir verið haldnir vítt og breitt um landið. Nokkuð er misjafnt eftir landssvæðum hvað bændum er efst í huga en þó má segja að umræður séu miklar í kringum fjármál bænda, aðgerðir til að mæta kreppunni og ESBumsókn stjórnvalda. Fundirnir hafa verið vel sóttir og er almenn ánægja með Bændafundablaðið sem gefið var út fyrir fundina en í því eru samandregnar upplýsingar um ýmis þau málefni sem snerta bændur. Síðustu fundirnir að þessu sinni verða haldnir í Þingeyjarsýslum fimmtudaginn 26. nóv. Umræður um ESB, búnaðargjaldið og félagskerfi bænda Á Suðurlandi var haldinn fundur á veitingastaðnum Árhúsum við Hellu fimmtudaginn 12. nóvember. Mættir voru tæplega 30 bændur. Eftir að Haraldur Benediktsson hafði rifjað upp mál sem lítið hefur þokast í líkt og raforkukostnað garðyrkjunnar ásamt fleirum og tekið fyrir eldri mál og ný fór hann Sunnlenskir bændur fylgjast með umræðum á fundinum á Hellu. Haraldur formaður skeggræðir við nágranna sína í Hvalfjarðarsveit. yfir fyrirhugaða aðildarumsókn ríkisvaldsins að ESB og hverjar áherslur bænda verði í umsóknarferlinu. Einnig fór hann stuttlega yfir búnaðalagasamninginn, ráðgjafarþjónustuna og niðurskurð til samtakanna á næsta ári. Síðan minnti Haraldur fundargesti á hlutverk þeirra sem bændur sem væri mikilvægt til að tryggja þjóðinni fæðuöryggi, störf og gjaldeyri. Lánaráðgjöf og ESB-andstaða Eftir framsögur stýrði Sveinn Ingvarsson stjórnarmaður í BÍ fyrirspurnum og umræðum þar sem búnaðargjald og hugmyndir um félagafrelsi voru ofarlega í hugum gestanna. Eftirtektarvert var að litlar sem engar umræður sköpuðust úr sal um fjármál og þá erfiðu stöðu sem margir eiga í á þessum tímum. Þó kom ein athugasemd úr sal um ráðgjöf sem bændum hafði verið veitt varðandi lántöku og erlend lán og furðu lýst yfir að mælt hafi verið með lántöku í erlendri mynt. Runólfur Sigursveinsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands varð til svara og fór yfir stöðu mála á nokkurra ára tímabili, vexti og gengisþróun og því umhverfi sem hér var þegar bændur fengu ráðgjöf. Fullyrti hann að öll spil hefðu verið uppi á borðinu og öllum möguleikum velt upp en það sé alltaf lántakandans að taka ákvörðunina og eiga síðasta orðið. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL, kom jafnframt upp og fór yfir stöðu mála hjá sambandinu, verkefni sem í gangi væru og breytingar á starfsmannahaldi. Formaður hrossabænda, Kristinn Guðnason, sagði að aldrei hefði borið skugga á samstarf við Bændasamtökin og búnaðarsamböndin og fór yfir kosti World Fengs og fullyrti að kerfið væri ekki til í dag nema fyrir tilstuðlan og samstarf við þessi hagsmunasamtök. Helgi Stefánsson í Vorsabæ þakkaði bændaforystunni fyrir ágæt störf og brýndi þau skilaboð að halda yrði á lofti andstöðu við ESB og að ekki mætti láta deigan síga í þeirri baráttu. Helgi benti jafnframt á að halda yrði í ráðgjafaþjónustuna með öllum mögulegum ráðum. Einnig urðu umræður um gula ESB-blaðið sem fylgdi Bænda blaðinu fyrir alþingiskosningarnar fyrr á árinu og lá frammi á fundinum. Almenn ánægja var með blaðið og beiðni um að hafa það sýnilegra. Rætt var um Bændablaðið og hvort bændur ættu mögulega að hugsa það upp á nýtt og koma sínum hlutum betur á framfæri þar, svo sem með aukinni dreifingu og meiri skrifum bænda. Heilt á litið var fundurinn málefnalegur og góður þar sem fulltrúar Bændasamtakanna og fundargestir komu hugðarefnum sínum vel til skila. ehg Bændafundir - haustið 2009 fimmtudagur fimmtudagur Dags. Staður Staðsetning Fundartími 26. nóv. 26. nóv. Norður Þingeyjarsýsla Suður Þingeyjarsýsla Sláturhússalur Fjallalambs Breiðamýri Bændur eru uggandi vegna skuldavanda Umræða um skuldavanda bænda og breytt rekstrarumhverfi landbúnaðarins í kjölfar kreppunnar var mál málanna á bændafundi í Miðgarði í Hvalfjarðarsveit. Þar voru bændur uggandi um sinn hag og spurðu um ábyrgð ráðgjafarþjónustu og ekki síst bankastofnana í aðdraganda hrunsins. Haraldur Benediktsson formaður BÍ hélt inngangserindi þar sem hann m.a. ræddi um það upplausnarástand sem ríkt hafi í þjóðfélaginu eftir að kreppan skall á. Hann sagði að lítið gengi við að koma ýmsum málum áleiðis og ekki lægju neinar endanlegar tillögur á borðinu vegna skuldavanda bænda. Almenn ráðgjöf okkar til bænda er að það sé best að reyna að borga af lánum eins og hægt er. Við höfum átt samtöl við bankamenn um ýmsar lausnir en því miður er enn margt hulið þoku, sagði Haraldur. Ráðgjafarþjónustuna þarf að efla enn frekar Í máli Gunnars Guðmundssonar, sviðsstjóra ráðgjafarsviðs BÍ, kom fram að ögn meiri bjartsýni gætti hjá rekstrarráðgjöfum nú en áður. Bankarnir væru að móta tillögur og í kjölfar hugmynda Nýa Kaupþings banka um skuldaaðlögun væri von á að aðrir bankar fylgdu í kjölfarið. Gunnar greindi jafnframt frá því að nokkur fjöldi bænda hefði leitað til Bændasamtakanna og nýtt sér fjármálaráðgjöf þeirra. Leitað hefur verið lausna fyrir á bilinu bú en því miður hefði alltof langur tími farið í að bíða eftir viðbrögðum fjármálastofnana. Gunnar taldi að á bilinu bú væru í miklum vanda og til þess að þau gætu rétt úr kútnum þyrfti róttækar aðgerðir. Lykilþættir í lausn vandans væru að meta rekstrarafkomu búanna, komast niður á skynsamlegt verðmat á jörðum og tryggja afkomu bænda í framtíðinni. Hann sagði að ráðgjafarþjónustan þyrfti að leggja enn frekari áherslu á rekstrarráðgjöf, s.s. afkomuvöktun, búrekstraráætlanir og færslu búreikninga þyrfti að skerpa svo menn hefðu góð gögn að vinna með. ESB-málin verða fyrirferðarmikil á komandi árum Umræða um ESB-umsókn stjórnvalda bar einnig á góma á fundinum í Miðgarði. Þar sagði formaður Bændasamtakanna að Sigríður Jóhannesdóttir á fundinum í Miðgarði. mikilvægt væri fyrir bændur að þekkja ESB-málin vel og taka þátt í umræðunni. Haraldur fjallaði um samningaferlið sem er framundan og greindi frá því að samtökin myndu tilnefna fulltrúa í ráðgjafarhóp um landbúnaðar- og byggðamál. Skoðun BÍ á málinu væri þó afdráttarlaus og samtökin legðust alfarið gegn aðild að ESB. Haraldur sagði að stjórnsýslan yrði mjög upptekin af þessu máli á komandi misserum en hann hefði heyrt innan úr henni að efla þyrfti Helgi Stefánsson í Vorsabæ brýndi fyrir forystunni að láta ekki deigan síga í ESB-málinu. hana og stækka um 20-25% til þess að mæta kröfum ESB. Hver ber ábyrgð? Í umræðum eftir framsöguerindi var farið yfir víðan völl. Þorkell Fjelsted í Ferjukoti spurði hvers vegna mönnum hefði verið hleypt út í viðlíka ævintýri eins og sæust í fjárfestingum bænda síðustu árin. Hann sagði að víða hefði uppbyggingin verið glannaleg, hús byggð á jörðum og bústofn aukinn í engu hlutfalli við jarðastærð eða slægjur. Spurt var m.a. hvar ráðgjafar þjónusta bænda hefði verið á góðæristímanum. Sigríður Jó - hannesdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands, sagði að áberandi hefði verið á þeim tíma að bankarnir leituðu ekki ráða hjá fagráðunautum landbúnaðarins. Sama hefði átt við um ýmsa bændur. Þeir sem fóru hvað hraðast og komust sem lengst [við að ná í fjármagn, innsk. blm.] komu aldrei inn á borð til okkar. Formaður BÍ sagði í kjölfarið á þessu að það væri ekkert launungarmál að menn hefðu farið fram úr sjálfum sér í landbúnaðinum eins og í öðrum atvinnugreinum í góðærinu. TB MÆLT AF MUNNI FRAM Hlýlegt bréf barst mér frá vini mínum og velunnara Bændablaðsins, Jóhannesi Sigfússyni á Gunnarsstöðum. Fagnar hann embætti mínu fölskvalaust, um leið og hann kveður Hjálmar Jónsson: Prúður tekur pokann sinn prestur önnum hlaðinn. Heiðingi úr Köldukinn kominn er í staðinn. En höldum fram sem frá var horfið með vísur tengdar hausti og gangnastússi. Steingrímur J. Sigfússon ráðherra, og bróðir Jóhannesar, er ötull á öllum sviðum fjárleita. Hann yrkir svo í göngum: Undanreiðin ekki sveik ögn þó væri í tánni. Núna læt ég Litla-Bleik lötra meðfram ánni. Þau eru háreist þessi fjöll, því mig seiða löngum. Glaður færi ég um þau öll í endalausum göngum. Hinn afburða hagyrðingur og skáld, Rósberg G. Snædal yrkir, þá ungur mjög, um göngur í Laxárdal bak Langadal: Brekkan strax mér brosti mót brauð til dags í malnum. Ég er vaxinn upp af rótum á Laxárdalnum. Reynir Hjartarson, fyrrum spörfuglabóndi, nú kennari á Akureyri orti þessa vísu í Auðkúlurétt, þá hann sá Ingva bónda á Guðlaugsstöðum koma til réttar. Ingvi er maður hávaxinn og eljusamur eftir því: Ingva gleður gangnabras gengur fátt úr skorðum. Minnti helst á Matthías á múlasnanum forðum. Gangnalönd eru mönnum misvel greið. Árni Jónsson frá Múla minnist þannig Smjörvatnsheiðar: En sá heiðarandskoti, ekkert strá né kvikindi, en hundrað milljón helvíti, af hnullungum og stórgrýti. Pétur Pétursson læknir er ötull gangnamaður og eftirsóttur. Gunnarsstaðamenn taka hann fram yfir flesta slíka. Pétri þykja kjör sín þó í knappara lagi: Þótt vini sína kveði í kút, kætir engan mannsins fés, þegnum sínum þrælar út, þrjóturinn hann Jóhannes. Virðing Gunnarsstaðamanna fyrir Pétri sem smala, virðist gagnkvæm: Lúmsk í honum lygin er, ljótur mjög hans söngur. Enda fær hann aldrei hér, aftur að fara í göngur. En Jóhannes er glaður með gangnadaginn að mestu leyti: Fé er vænt og vel er heimt, og vonir allar betri. Bara að ég gæti gleymt, göngunum með Pétri. Sigurður Atlason á Ingjaldsstöðum í Þing eyjarsveit er ungur bóndi og andríkur. Hann sendi mér þessa vísu nú í vetrarbyrjun: Hérna varla sést í svörð, svell á tærum lindum. Féð er úti, föl á jörð, frost á háum tindum. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is

8 8 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Starfsfólk Glófa, stærsta framleiðenda prjónavöru á Íslandi fylgdist með rúningi á Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit Ómetanlegt að finna fyrir brennandi áhuga á ullinni Það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn. Það er ómetanlegt að finna þann mikla áhuga sem fólkið hefur á því að kynnast frumframleiðslunni, segir Birgir Arason bóndi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit, en starfsfólk Glófa á Akureyri heimsótti hann í fjárhúsið í vikunni og fylgdist með rúningi og fræddist um ullina, m.a. hvernig henni er pakkað og hún flokkuð. Birgir segir mikilvægt að skapa tengingu á milli bænda og þeirra sem framleiða úr afurðum þeirra og heimsóknin hafi verið liður í að auka slík tengsl. Alls fóru 12 starfsfmenn Glófa í ferðina, en fyrirtækið er stærsti framleiðandi prjónavöru á Íslandi, auk þess að framleiða einnig vörur úr íslenskum lambaskinnum. Tilgangur ferðarinnar var að mynda tengsl milli bænda og starfsfólks Glófa, sem vinnur tilbúna vöru úr ullinni. Okkar markmið er að hefja íslensku ullina til vegs og virðingar með því að framleiða úr henni gæðavörur, segir Ester Stefánsdóttir sölumaður hjá Glófa. Hún segir það hafa komið fólki á óvart hversu ströng flokkunin er. Gæði íslensku ullarinnar eru einstök, enda notar Glófi hana í framleiðslu sína að mestu leyti. Ester segir að mikið þróunarstarf sé unnið innan fyrirtækisins um þessar mundir og nefnir að innan tíðar komi á markað ný lína af vél prjón aðri tískuvörulínu, sem kallast Blik, en hönnuðurinn er Laufey Jóns dóttir og samanstendur nýja lín an af 16 flíkum. Okkar markmið að framleiða góða og verðmæta afurð fyrir iðnaðinn Birgir í Gullbrekku er þaulvanur klippari og hefur farið á milli bæja í Eyjafirði allt frá árinu 1980, þannig að segja má að hann hafi marga kindina klippt! Svo ótrúlega sem það hljómar þá snýst þetta mikið um að vera afslappaður við rúninginn, ef menn ná því og kindin er í góðri stellingu þá líður henni vel á meðan á klippingunni stendur, segir Birgir. Hjálmar Jóhannsson, tengdasonur Birgis bar sig fagmannlega að við rúninginn, en Birgir er nýlega búinn að kenna honum réttu handtökin. Hann eignaðist sína fyrstu hreinhvítu kind árið 1994 og hefur allar götur síðan rækað þær á búi sínu. Af rúmlega 200 kindum í fjárhúsunum á Gullbrekku eru um 80% þeirra hreinhvítar. Birgir segir miður að of fáir bændur deili með sér áhuga á að rækta, ekki endilega hreinhvítt fé, það megi vera svart eða mórautt, sem sagt í sauðalitunum. Því hafi verið haldið á lofti að of lítið verð fáist fyrir ullina til að það borgi sig að standa í slíku, en því er Birgir ekki sammála. Hann segir ágætis verð fást fyrir góða ull. Það á líka að vera markmið okkar sauðfjárbænda að framleiða góða og verðmæta afurð fyrir iðnaðinn sem úr henni vinnur. Þar eiga að gilda sömu lögmál og varðandi kjötframleiðsluna, segir hann. Birgir er ánægður með hversu mikill áhugi er um þessar mundir fyrir íslensku handverki og telur að áhugi fyrir prjónaskap muni aldrei hverfa. Það vantar ef til vill vakningu á meðal okkar í þá veru að hlúa að þessum þætti framleiðslunnar, við eigum að líta á ullina sem góða og verðmæta vöru fyrir iðnaðinn. Á þeim vettvangi eigum við að gera eins vel og við mögulega getum og vera stolt af okkar framleiðslu. MÞÞ Birgir Arason í Gullbrekku fræðir starfsfólk Glófa um ullina, Hjálmar Jóhannsson að störfum við rúninginn og Rósa Hreinsdóttir á Halldórsstöðum var honum til aðstoðar. Rósa á Halldórsstöðum fer með reyfið í flokkun. Svona förum við að þessu! Hjálmar og Birgir sýna starfsfólki Glófa hvernig best er að bera sig að við að klippa kind. Svo vel þótti starfsfólki Glófa til takast að haft var á orði að þeim yrði ekki skotaskuld úr því að bjóða Eyfirðingum upp á jólaklippinguna í ár! Starfsfólk Glófa fylgist með í fjárhúsunum í Gullbrekku. Á myndinni eru f.v. Ólafur Ívarsson, Tómas Agnarsson, Sigríður Whitt, Guðbjörg Hjaltadóttir og Valborg Aðalgeirsdóttir. ÞEGAR VIÐ hugsum til framtíðar hlýtur landbúnaðurinn og landsbyggðin að skipa stóran sess í huga okkar um hið nýja Ísland. Án öflugrar höfuðborgar væri Ísland fátækara. Án landbúnaðarins og byggðarinnar hringinn í kringum landið, sveitarinnar, sjávarþorpanna væri Ísland ekkert, ekki svipur hjá sjón. Lífbeltin eru tvö sagði Kristján Eldjárn forseti. Annað lífbeltið er blátt, eitt auðugasta hafsvæði heimsins með hreinleika og auðæfi í fiskistofnum. Með blóði svita og tárum vörðum við þann lífsrétt okkar og rákum bretann á burt. Hitt lífbeltið er grænt, heilnæmt landbúnaðarland hreinleikans sem á vart sinn líka, að auki fjölskyldubúskapur í landinu, ekki verksmiðjur. Eigum við að velta fyrir okkur smástund hvers virði Ísland væri án bænda og sjómanna? Nú lifum við örlagaríka tíma, ekkert sameinar skoðanir landsmanna Átök og stærri átakamál í farvatninu en nokkru sinni fyrr, sem kljúfa þjóðina. Viðhorfin breytast á einu augabragði, nú eru hinir löngu búvörusamningar um mjólk og kjöt orðnir matvælaöryggissamningar Íslendinga. Ég er þakklátur fyrir að hafa sem landbúnaðarráðherra gert samninga svo langt inní framtíðina við Bændasamtökin á sínum Icesave er aðgangsmiði að ESB tíma. Hyggilegt var það hjá Haraldi Benediktssyni bændaforingja að lengja þá um tvö ár. Átökin um icesave snúast um ESB Tvö tröllaukin mál hafa staðið uppúr umræðunni, annars vegar aðildarumsókn að Evrópu sambandinu, hinsvegar Icesaverollan ógur lega, sem engum dettur í hug að við stöndum undir né eigum að borga. Eru þessi stóru mál syst kini, hanga þau saman er oft spurt? Já, það gera þau tvímælalaust. Samfylkingin var í ríkisstjórninni í hruninu. Af einhverjum ástæðum máttum við ekki bera hönd fyrir höfuð okkar þegar bretarnir rústuðu Íslandi fyrir ári síðan. Stimplaðir hryðjuverkamenn og lýstir gjaldþrota, án viðbragða. Engin viðbrögð ekkert styggðar yrði hefur fallið í garð ESB sem ber vissulega ábyrgð á sinni löggjöf sem brást. Þessvegna hafa þessi tvö mál verið rekin sem systur í þeim skilningi að efna hvergi til ófriðar, ófriður um icesave spillir ætlunarverkinu varðandi ESB. Að rífa kjaft Evrópumál Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra kæra eða valda ófriði gæti stöðvað samningsgerðina hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Verði icesave fellt á Alþingi er Evrópusambandsaðildin fokin útí veður og vind. Sannfæringin er aldrei föl Hversvegna skyldu andstæðingar ESB keyra icesave í gegnum þingið og greiða þannig fyrir inngöngu? Leggja eitt þúsund milljarða á framtíðina. Upphæð í hverjum mánuði uppá einn búvörusamning, vexti á degi hverjum uppá eitt hundrað milljónir. Nú getum við spurt hversvegna meirihlutahópar láta oft lítinn minnihlutahóp kúga sig? Samfylkingin ein er staðráðin í að ESB sé okkar framtíðarland. Tveir þriðju íslendinga hafna aðild samkvæmt skoðanakönnunum og enn stærri hópur icesave nauðungunni. Hvað veldur dansi þingmanna sem gætu stöðvað þessa endaleysu, nú Vinstrigrænna? Sannfæringin er aldrei föl, svo vel þekki ég Ögmund, Ásmund og þá fleiri. Vinstri grænir eiga inni biðleik í skák inni, magnaða kombínasjón, sigur leik fyrir framtíðina. NEI við Ice save er Nei við ESB í leiðinni. Auðn fylgir ESB aðild á Íslandi Ég ætla og finn að bændur eru einhuga gegn aðild að ESB. Hópurinn er líka stækkandi á höfuðborgarsvæðinu sem áttar sig á hverju verður fórnað með inngöngu. Stjórn málaflokkar hafa útbúið sinn óskalista um fyrirvara sem eru óskhyggja og koma aldrei til umræðu í Brussel, eru aðhlátursefni þar. Gerum okkur grein fyrir því að undanþágur eru tímabundnar séu þær settar inn, Rómarsáttmálinn ræður. Það væri ekki vinsælt í ESB löndum að við íslendingar fengjum allt annan og betri samning núna en aðrar þjóðir, það er ekki á dagskrá,og hefur reyndar aldrei gerst. Staðan er þessi; að tveimur mestu auðlindum Íslendinga væri fórnað með aðild, önnur skapar útflutningstekjurnar, hin tryggir matvælaöryggið. Annarsvegar er um að ræða fiskimiðin, hinsvegar landbúnaðinn. Bændur, neytendur fórnin er þessi Við skulum hafa það á hreinu að svínabúskapur og kjúklingabúskapur heyrðu fortíðinni til strax. Mjólkurbúskapurinn myndi dragast saman um helming, það væri nýmjólkin og einhverjar sérvörur sem lifðu af. Nokkur róbóta fjós á Suðurlandi í mjólkinni. Sauð fjárræktin myndi fjara út í flóði samkeppnisvara bæði í kjöti og unnum vörum frá ESB. Fólkið í þéttbýlinu vill íslenskan landbúnað það þekki ég. Verum framtíðinni trú. Nei við ESB aðild. Þetta er dýrkeypt SAMFYLKINGAR-GAMAN. Icesave er lykillinn að falli frelsisins og inngöngunni. Að kasta peningum sem ekki eru til í þessa brennifórn lífsgæðanna og auðlindanna er forkastanlegt.

9 9 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Lissabon-sáttmálinn færir ESB nær stórríkinu ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála LISSABON-SÁTTMÁLI Evrópusambandsins er ígildi stjórnarskrár og með honum er stigið stórt skref í átt að ríkisheild. ESB hefur síðustu tvo áratugina verið að auka völd miðstjórnar sambandsins á kostnað aðildarríkjanna, skref fyrir skref. Þau birtast okkur í viðbótum við upphaflega Rómarsamninginn og bera nöfn eins og Maastricht 1993, Amsterdam 1999 og nú síðast Lissabon Schengensam starfið frá 1985 sem fól í sér afnám landamæraeftirlits var fellt undir reglur sambandsins 1999 og varð Ísland aðili að því árið Tala aðildarríkja nær tvöfaldað ist á árunum þegar þeim fjölgaði úr 15 í 27. Íbúatalan innan ESB er nú um 500 milljónir og efnahagsumsvifin svara til um 30% af heimsframleiðslu. Engum getur blandast hugur um að hér er á ferðinni stórveldi sem markvisst þokast í átt að ríkisheild með öllu sem til heyrir, um margt hliðstætt Bandaríkjum Norður-Ameríku. Íslendingar hljóta að meta afstöðu sína til ESB í ljósi þessa. Viljum við hverfa frá núverandi skipan mála sem sjálfstæð þjóð og gerast örlítið peð í jaðri Evrópuríkis með stjórnstöðvar og aðra þungavigt staðsetta handan Atlantsála? Við getum aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum ÞAU ÁNÆGJULEGU tíðindi bárust nú nýlega að Ísland er komið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Econonic Forum) sem mælir slíkt árlega meðal 134 landa, en vinaþjóðir okkar Noregur, Finnland og Svíþjóð verma sætin á eftir okkur. Tvennt tel ég að hafi skipt máli hvað varðar þessi tímamót. Það er annars vegar sú staðreynd að hlutfall þingkvenna hækkaði úr 33% í 43% við síðustu Alþingiskosningar, þökk sé marvissum jafnréttis áherslum stjórnmálaflokkanna, ekki síst þeirra sem nú sitja í ríkisstjón. Hins vegar sú staðreynd að jafnræði kynja er nú í ríkisstjórn Íslands í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur er hann endurspeglun á þeim pólitísku áherslum sem ríkja hér á landi. Með þeim er lögð áhersla á þá staðreynd að mikil verðmæti og ávinningur felast í jafnri stöðu kvenna og karla, að jöfn tækifæri í samfélaginu og þátttaka allra sé verðmæti í sjálfu sér. Ríkisstjórnin er einhuga um þessi markmið og kemur sú áhersla glöggt fram í samstarfsyfirlýsingu hennar. Ég hef sem ráðherra sveitarstjórnarmála fylgt þessari stefnumörkun fast eftir og í vor skipaði ég starfshóp sem fékk það hlutverk að leggja til hvað gera skuli til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum. Þurfum að gera betur Því miður er það svo, þrátt fyrir aukið jafnrétti á ýmsum sviðum, að hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er aðeins 36% sveitarstjórnarfulltrúa meðan hlutur karla er 64%. Þá eru karlar í meirihluta í 66 sveitarfélögum af 77 og í fimm Evrópumál Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður Hvað breytist með Lissabonsáttmálanum? Lissabonsáttmálinn breytir Evrópusambandinu bæði að formi og innihaldi. Stærsta formbreytingin sem við blasir út á við eru ný embætti forseta og utanríkisráðherra, sá fyrr nefndi kosinn af ráðherraráði til tveggja og hálfs árs með möguleika á endurkjöri, sá síðarnefndi einnig kosinn af ráðherraráðinu með samþykki framkvæmdastjórnarinnar og er jafnframt einn af varaforsetum hennar. Utanríkisráðherrann fer einnig með öryggis- og hernaðarmál sambandsins. ESB fær aukin völd í ýmsum málum og yfirþjóðlegur dómstóll sambandsins fær aukin verkefni sem ná til flestra sviða. Aukinn meirihluti mun gilda um flestar ákvarðanir, þannig að aðildarríkin hafa ekki lengur stöðvunarvald. Í ráðherraráðinu minnkar hlutur smáríkja en stórþjóðirnar auka sinn hlut verulega frá því sem verið hefur. Atkvæðavægi Þýskalands hefur t.d. verið ferfalt meira en Danmerkur en verður nú fimmtán-falt á við Danmörku. Vægi Íslands yrði hverfandi eða 3 atkvæði af alls 350 í ráðherraráðinu! Jafnréttismál Kristján L. Möller sveitarfélögum voru einungis karlar fulltrúar í sveitarstjórn. Þetta er alls ekki góð staða, við getum sem þjóð ekki sætt okkur við það að þátttaka kvenna sé ekki betri en þetta og á því þarf að ráða bót. Okkur gefst tækifæri til þess eftir 6 mánuði, en þá verða haldnar almennar sveitarstjórnarkosningar. Margar áhugaverðar tillögur er að finna í greinargerð starfshópsins, sem var skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi auk embættismanna. Meðal tillagna hópsins er eftirfarandi: stjórnarráðuneytið skipuleggi kynningarstarf og átak til þess að hvetja konur til þátttöku í störfum sveitarstjórna til jafns við karla. með forystufólki úr stjórnmálaflokkunum til að hvetja til jafnræðis meðal kynjanna í efstu sætum framboðslista um ráðuneytisins fyrir konur um þátttöku í sveitarstjórnarstarfi. hverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa og meti með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum. Þá bendir starfhópurinn á þann Ólýðræðisleg uppbygging styrkist Hingað til hefur hvert aðildarríki átt einn fulltrúa (kommissar) í framkvæmdastjórninni í Brussel. Nú verður þriðjungur aðildarríkja án slíks fulltrúa hverju sinni en þeir eiga að flytjast milli aðildarríkja með hliðsjón af fólksfjölda og landfræðilegri legu. Hingað til hefur hvert aðildarríki fengið kommissar í sinn hlut. Kjör forseta framkvæmdastjórnar á nú, að framkominni tillögu aukins meirihluta ráðherraráðsins, að stað festa af Evrópuþinginu með meiri hluta atkvæða. Þingið hefur eftir sem áður ekki frumkvæði að löggjöf heldur er það framkvæmda stjórnin ein sem semur og leggur fram lagafrumvörp. Vald þjóðþinga aðildarríkjanna veikist í réttu hlutfalli við það sem miðstjórnarvaldið í Brussel styrkist. Þessi ólýðræðislega uppbygging gengur þvert á almennar kröfur um grenndarlýðræði og aukin áhrif almennings. Hvert þetta leiðir sést best í síminnkandi kjörsókn fólks í aðildarríkjunum í kosningum til Evrópu þingsins, en hún nam að meðaltali 43% í júní Getur það hvaflað að Íslendingum að láta hneppa sig í viðjar fjarlægra valdastofnana sem nú hafa verið reyrðar fastar en áður með Lissabonútgáfu Evrópusambandsins? Bændablaðið Smáauglýsingar möguleika að ekki verði heimilt að stilla upp framboðslista nema jafnt hlutfall sé milli kynja. Víðtækt samstarf Þetta eru allt áhugaverðar hugmyndir og hef ég þegar ákveðið að hefja í samstarfi við önnur ráðuneyti, Jafnréttisstofu og Samband íslenskra sveitarfélaga vinnu við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd eða skapa vettvang fyrir frekari umræðu. Mikilvægt er að allir stjórnmálaflokkar og pólitísk samtök komi að þessu mikilvæga verkefni því reynslan sýnir að það eru fyrst og fremst þeir eða öllu heldur þær leikreglur sem unnið er eftir innan þeirra sem hafa úrslitaþýðingu um það hvort okkur tekst að ná árangri á þessu sviði eða ekki. Ég hef þegar óskað eftir fundi með formönnum og framkvæmdastjórum stjórnmálaflokkanna um þessi málefni og mun þar kalla eftir samstöðu um þær aðgerðir sem við teljum nauðsynlegar til að ná árangri á sviði jafnréttismála við næstu sveitarstjórnarkosningar. Það mun, ásamt öðrum góðum jafnréttisáherslum, tryggja okkur fyrsta sætið á jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins næstu árin. Ég vil að lokum lýsa mig sammála starfshópnum þegar hann segir að mikilvæg forsenda lýðræðis sé sú að karlar og konur taki jafnan þátt í mótun samfélagsins. Ákvarðanir sveitarstjórna hafa mikil áhrif og þær móta allt okkar daglegt líf. Færa má rök fyrir því að það halli á lýðræðið ef við gætum þess ekki að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna í sveitarstjórnum. Við höfum sameiginlega verk að vinna á þessum vettvangi og náum meiri árangri ef við leggjum saman kraftana. Við höfum öll hugmyndir og þess vegna getum við aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi. FUNDIR HEIMSSÝNAR Í EYJAFIRÐI - Fundirnir eru öllum opnir. JEPPADEKK M+S ST STT AT MT LT ATR SXT Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með VSK 235/75R15 Cooper M+s 105s /70R15 Cooper M+s 112s /75R15 Cooper M+s 112s x10.50R15 Cooper M+s 109q /70R16 Cooper M+s2 91t /75R16 Cooper M+s 103s /70R16 Cooper M+s2 103t /75R16 Cooper M+s 104s /70R16 Cooper M+s 106s /75R16 Cooper M+s 108s /70R16 Cooper M+s 107s /75R16 Cooper M+s 111s /65R16 Cooper M+s 109s /70R16 Cooper M+s 111s /70R16 Cooper M+s 112s /75R16 Cooper M+s 116s /65R17 Cooper M+s 108h /65R17 Cooper M+s 107s /70R17 Cooper M+s 110s /60R17 Cooper M+s 106s /70R17 Cooper M+s 115s /60R17 Cooper M+s 110s /70R17 Cooper M+s 114q /55R18 Cooper M+s 109s /60R20 Cooper M+s 110s Stærð tommu jeppadekk Með vsk. 32x11.50R15 Bfgoodrich At 113 R Tl x11.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl x11.50R15 Cooper Lt 113q x12.50R15 Bfgoodrich At 108r Tl x12.50R15 Bfgoodrich Mt 108q Tl x12.50R15 Cooper Lt 108q x12.50R15 Cooper St 108q x12.50R15 Cooper Stt 108q x12.50R15 Dean M Terrain Sxt 108q x12.50R15 Dean Wildcat Lt All Terr x12.50R15 Bfgoodrich At 113q Tl x12.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl x12.50R15 Cooper St 113q x12.50R15 Cooper Stt 113q x12.50R15 Dean Durango At x12.50R15 Dean Durango Xtr /70R16 Cooper Atr 118r /70R16 Cooper St 118r /70R16 Dean Wildcat At x12.50R16.5 Dean Wildcat Lt All Terr x12.50R16.5 Bfgoodrich At 123q /70R17 Bfgoodrich At 121q Tl (33" /70R17 Cooper Stt 121q (33") /70R17 Bfgoodrich At 121r Tl (35" x12.50R17 Cooper St 114q x12.50R17 Cooper Stt 114q x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 114q x12.50R17 Cooper St 119q x12.50R17 Cooper Stt 119q x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 119q x12.50R20 Cooper Stt 122n Verð geta breyst án fyrirvara Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir Austurland Höfuðborgarsvæðið N1 Akranesi Bifreiðav. Sigursteins N1 Mosfellsbæ Breiðdalsvík N1 Réttarhálsi KM. Þjónustan Búardal Vélsmiðja Hornafjarðar N1 Fellsmúla Dekk og smur Stykkishólmi Bíley Reyðarfirði N1 Reykjavíkurvegi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi Réttingav. Sveins Neskaupsstað N1 Ægissíðu Vélaverkst. Sveins Borðeyri N1 Bíldshöfða Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri KB bílaverkstæði ehf, Grundarfj Reykjanesbær G. Hansen Dekkjaþjónusta Ólafsvík Norðurland N1Ásbrú Suðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga Bifreiðav. Gunnars Klaustri Kjalfell Blönduósi Framrás Vík Bílaverkstæði Óla Blönduósi Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Vélaverkstæðið Iðu Pardus Hofsósi Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Hvolsdekk Hvolsvelli SÍMI N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki

10 10 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Framtíð dansks landbúnaðar felst í tækniþróun og nýsköpun erum þrátt fyrir allt vel búin undir áföll, segir formaður Landbrug og fødevarer á aðalfundi dönsku bændasamtakanna Aðalfundur frumframleiðendahliðar dönsku bændasamtakanna, sem nú heita Landbrug og fødevarer, var haldinn í byrjun mánaðarins í Herning á Jótlandi. Um manns sat á rökstólum um framtíð dansks landbúnaðar sem glímir við afleiðingar kreppunnar eins og fleiri starfsgreinar í landinu. Meginfundarefnið var efnahagslægðin, viðbrögð bænda og leið ir út úr ógöngunum. Auk þess var hluta fundarins varið í umræður um það hvernig danskir bændur geti styrkt stöðu sína gagnvart stjórnvöldum og ekki síst neytendum. Fulltrúi Bændasamtakanna, Tjörvi Bjarnason á útgáfu- og kynningarsviði BÍ, var á staðnum og greinir hér frá fundinum. Þetta er sérstakt árferði af ýmsum orsökum, sagði formaður samtakanna Michael Brocken huus- Schack í setningarræðu sinni eftir að fundargestir höfðu sungið sálminn Den signede dag med fryd vi ser, sem gjarnan er sunginn við brúðkaup og jarðarfarir. Nokkur eftirvænting var meðal bænda í salnum að heyra hvað formaðurinn hefði að segja um stöðu landbúnaðarins, sem er vægast sagt erfið að þeirra eigin sögn. Michael var tíðrætt um kreppuna og þau meðöl sem danskir bændur verða að beita til þess að komast í gegnum hana. Þrátt fyrir allt þá er danskur landbúnaður vel búinn undir áföll sem þessi. Þó staðan sé sársaukafull þá munum við komast í gegnum kreppuna, sagði formaðurinn. Taprekstur í dönskum landbúnaði Ræðan bar þess merki að danskir bændur búa við afar erfitt rekstrarumhverfi um þessar mundir. Bæði hefur afurðaverð lækkað hratt og fjármagnskostnaður aukist til muna. Frost á fjármálamörkuðum hefur haft letjandi áhrif á framkvæmdir í landbúnaði sem hamlar allri framþróun. Hækkandi kostnaður hefur gert það að verkum að danskir bændur eru ekki jafn samkeppnishæfir og áður. Niðurstaðan er sú að hallarekstur dansks landbúnaðar nam 125 milljörðum ísl. króna á síðasta ári og spá fyrir þetta ár gerir ráð fyrir 75 milljarða tapi. Á næsta ári gera bændur ráð fyrir rekstrarbata sem skili þeim nær hagnaði. Hvað er til ráða? Þrátt fyrir þetta kvað Michael Brockenhuus-Schack að það væri ljós í myrkrinu fyrir danska bændur. Framtíðarmöguleikar þeirra fælust einna helst í áframhaldandi tækniþróun og nýsköpun. Bændur hefðu sýnt fram á að þeir hafa náð verulegum árangri í gegnum tíðina og væru leiðandi á ýmsum sviðum búskapar eða í efstu sætum á heimsvísu. Þessu mætti landbúnaðurinn ekki glutra niður. Þá sagði formaðurinn að ekki mætti slá slöku við í rannsóknum og ráðgjöf. Lykillinn að samkeppnishæfni væri að leita allra leiða til hagræðingar og þannig myndu danskir bændur vinna nýja markaði, bæði fyrir vörur og ekki síður þekkingu. Formaðurinn minnti bændur á að þeir sjálfir bera heilmikla ábyrgð á sínu rekstrarumhverfi. Það er þeirra að auka verðmæti sinna framleiðsluvara og gera hlutina á hagkvæman hátt. Stjórnmálaumhverfi skipti auðvitað miklu máli og ekki síst aðstæður á fjármálamörkuðum. Michael gagnrýndi harðlega nýjustu fregnir af áætlunum franskra og þýskra stjórnvalda sem hyggjast auka stuðning til þarlendra bænda. Hann taldi þetta ógna hinum sameiginlega markaði ESB og skapa ójöfnuð. Íþyngjandi regluverk og mikið skrifræði Eftir setningarræðu Michaels hélt matvælaráðherra Danmerkur, Eva Kjær Hansen, kraftmikla tölu þar sem hún stappaði stálinu í bændur. Áberandi var í umræðum að bændur eru langþreyttir á miklu skrifræði og sívaxandi kröfum sem gerðar eru til þeirra, m.a. í umhverfismálum. Stefna ríkisstjórnarinnar, sem sett var í forsætisráðherratíð Anders Fogh Rasmussen, í umhverfis- og landbúnaðarmálum, Grön vækst, sætti gagnrýni. Þar kom m.a. fram óánægja með íþyngjandi regluverk og að ýmis markmið stefnunnar hefðu ekki náð fram að ganga. Margt væri ennþá óunnið varðandi reglur um útblástur gróðurhúsalofttegunda, notkun á skordýraeitri og meðhöndlun á mykju og umgengni við viðkvæm svæði og vatnsból. Michael Brockenhuus-Schack formaður Landbrug og fødevarer í Danmörku er bjartsýnn á að danskir bændur nái vopnum sínum eftir djúpa efnahagsdýfu. Mynd: Jens Tönnesen / Dansk Landbrugs Medier Bændaforystan ekki nógu sýnileg? Bændur kvörtuðu undan því að bændaforystan væri ekki nógu sýnileg. Markmið nýju samtakanna, Landbrug og fødevarer, væru óskýr og of mikið púður hefði farið í samrunann. Michael formaður svaraði þessari gagnrýni af yfirvegun en sagði það m.a. stefnu stjórnarinnar að tala meira við grasrótina. Upphlaup í fjölmiðlum er ekki alltaf lausnin á vandamálunum. Við eigum að huga að gæðum en ekki magni, láta skoðanir okkar skýrt í ljós og fara fram með staðreyndir en ekki órökstuddar fullyrðingar, sagði Michael sem telur stóra verkefnið að styrkja pólitísk áhrif bænda. Í þeim efnum er heillavænlegast að sýna árangur, tala um lausnir en ekki vandamál og mynda bandalag með þeim sem standa með okkur, sagði Michael Brockenhuus- Schack formaður Landbrug og fødevarer. Íslenska fuglafánan til umræðu á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands Lóa og spói víkja fyrir suðrænum fuglum Dagana nóvember sl. var ráðstefna haldin á vegum Líffræði félags Íslands í tilefni af 30 ára afmæli félagsins og 35 ára afmæli Líffræðistofnunar Háskóla Íslands. Kristinn Haukur Skarphéðinsson flutti þar erindi undir yfirskriftinni Landnám fugla á Íslandi þar sem hann tók saman það helsta sem hefur verið að breytast í íslensku fuglafánunni og setti í alþjóðlegt samhengi. Kristinn segir að breytingar hafi verið afar örar svo erfitt hafi verið að fylgjast með og skrá þær með viðunandi hætti. Ég hafði lengi haft áhuga á landnámi fugla og rannsakaði sérstaklega einn landnemann, fjallafinkuna, þegar ég var í líffræði í Háskólanum fyrir um 30 árum. Ég hélt á þeim tíma að hún væri að ná hér fótfestu en sú hefur ekki orðið raunin, segir Kristinn þegar hann er inntur eftir áhuganum á þessu tiltekna efni og um tildrög erindisins. Einnig langaði mig til að minnast frumherjastarfs Finns Guðmundssonar fuglafræðings ( ) á aldarafmæli hans, en Finnur skrifaði tímamótagrein um breytingar á fuglalífi Íslands árið Fáliðuð íslensk varpfuglafána Í erindi Kristins kemur fram að íslenska varpfuglafánan sé fremur fáliðuð, en 75 tegundir verpa að staðaldri á Íslandi. Ríflega 40 fuglategundir hafi reynt hér varp frá því um 1800, eða frá þeim tíma sem sæmileg vitneskja hefur verið fáanleg um fuglafánu landsins. Einungis tegundir hafa náð öruggri fótfestu, flestar um og fyrir miðja síðustu öld. Kristinn segir að þekking á fuglalífi einstakra landa, á sögulegum tíma, dvíni yfirleitt er sunnar dragi og sé yfirleitt ekki mikil í heitu löndunum fyrr en komi fram á 20. öld. Því sé allur samanburður við þau lönd erfiður varðandi landnám fugla. Í Skandinavíu hins vegar hafa bæst við um 90 tegundir varpfugla í hverju landi frá því um 1850 og um 40 í Skotlandi (33% aukning þar) á sama tíma. Sæmileg vitneskja er um að á fuglafánu viðkomandi landa hafa orðið miklar breytingar á síðustu tveimur öldum. Flestar breytingarnar eru tengdar umsvifum mannsins, ofveiði (ofsóknum) og breytingum á búsvæðum vegna ræktunar, framræslu, skógarhöggs eða skógræktar og koma slíkar breytingar sumum tegundum til góða en öðrum ekki. Kristinn segir nokkrar fuglategundir hafa náð hér fótfestu í kjölfar atburða sem líkja megi við hamfarir. Á hverju hausti berast norðurevrópskir farfuglar af leið til vetrarstöðva sunnar í álfunni eða Afríku. Einstaka sinnum lenda margir einstaklingar í þessum hrakningum og eðli málsins samkvæmt farast flestir þeirra í hafi. En þeir sem ná landi hefja sumir hverjir nýtt líf á nýjum slóðum. Starrar flæktust hingað í óvenju miklum mæli haustið 1959 og fóru vorið eftir að verpa í Reykjavík. Fram að því var hér einungis lítill og staðbundinn stofn á Hornafirði sem hóf þar varp um Sigurganga starrans hefur verið óslitin síðan 1960 og hafa fuglarnir breiðst út upp í Borgarfjörð og verpa einnig slitrótt á Snæfellsnesi. Á Suðurlandsundirlendi verpa nú starrar nokkuð samfellt að Markarfljóti. Í öðrum landshlutum er varpið strjált og slitrótt. Glókollur er pínulitill skógarfugl og var algengur flækingur hér á landi. Haustið 1995 kom hann í stórum hópum og fór að verpa vorið eftir í skógarlundum á Héraði og breiddist hratt út næstu árin. Kjörlendi glókolls eru barr lundir, einkum þó grenilundir, og uppáhaldsfæðan er sitkalús. Glókollur er staðfugl og fækkaði honum mjög haustið 2004 í hrakviðrum og fæðuskorti. Hann hefur nú aftur náð sér á strik og verpir víða um land. Loks er það svartþröstur sem á innan við tíu árum er orðinn algengur og áberandi varpfugl á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla göngu vorið Geirfugl, keldusvín og haftyrðill Að sögn Kristins hafa þrjár tegundir hætt að verpa á Íslandi á sögulegum tíma. Geirfugl dó hér út 1844 er síðustu fuglarnir voru drepnir í Eldey. Líklega hefur geirfuglum fækkað hér statt og stöðugt í kjölfar landnáms en beinaleifar sem grafnar hafa verið upp benda til þess að talsvert hafi verið um þennan matarmikla fugl á borðum landsmanna fram eftir öldum. Keldusvín var fram á 20. öld tiltölulega algengur varpfugl í flóum og fenjum sunnanlands og verpti reyndar á láglendi í öllum landshlutum. Með framræslu og innflutningi á minki laust fyrir miðja síðustu öld hríðfækkaði fuglunum og þeir síðustu hættu hér varpi um Stöku fuglar flækjast þó hingað á hverju ári. Þriðja tegundin sem horfið hefur úr tölu íslenskra varpfugla er haftyrðill, en síðustu fuglarnir þraukuðu í Grímsey og hættu varpi Þessi litli svartfugl er algengur í norðurhöfum en var hér á suðurmörkum útbreiðslu sinnar. Fábreytt búsvæði á Íslandi setja aðkomutegundum skorður Niðurstöðurnar úr erindi Kristins eru þær að einangrun landsins sé ekki eins mikil hindrun og ætla mætti við fyrstu sýn. Þannig eiga margar fuglategundir tiltölulega auðvelt með að ferðast langa vegu og eiga því mun auðveldara með að dreifa sér en flestar aðrar lífverur. Það eru hins vegar tiltölulega fábreytt búsvæði, einkum skógleysi, sem setja flestum þeim tegundum skorður sem hér ættu að vera miðað við loftslag og hnattstöðu. Flestar þær fuglategundir sem náð hafa hér öruggri fótfestu á síðustu tveimur öldum hafa verið í mikilli sókn í Evrópu á sama tíma. Viðbætur við íslensku fuglafánuna endurspegla því breytingar sem hafa orðið á mjög stórum skala. Gamalgrónar tegundir víkja fyrir áhugaverðum suðlægum Ef spár ganga eftir er líklegt að stofnar margra gamalgróinna íslenskra (norðlægra) tegunda muni láta á sjá og í staðinn munum við fá suðlægari fugla, segir Kristinn spurður út í áhrif loftslagsbreytinga á íslensku fuglafánuna. Árið 2007 kom út mikið rit þar sem spáð var í spilin og niðurstaðan var sú að á næstu 50 árum eða svo gæti útbreiðslusvæði evrópskra varpfugla hliðrast að jafnaði um km til NA. Þetta gæti leitt til þess að um átta tegundir hættu hér varpi, þar á meðal stuttnefjan. Allt að 80 tegundir gætu hins vegar bæst við íslensku varpfuglafánuna. Margar þessara nýju tegunda yrðu vissulega áhugaverð viðbót við íslensku fánuna en að sama skapi myndi algengum varpfuglum, eins og lóu og spóa, fækka til muna. Menn yrðu líklega að yrkja upp á nýtt nokkur ættjarðarkvæði til að bregðast við þessum miklu breytingum. -smh

11 11 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Óska eftir að kaupa notaðar dráttarvélar. Nánari upplýsingar í síma Búnaðarfélagshátíðin, sem er árshátíð þriggja félaga í Grýtubakkahreppi, tókst vel og skemmtu menn sér hið besta. Búnaðarfélagshátíðin tókst með miklum ágætum Trölli og reðurguðirnir vöktu lukku Búnaðarfélagshátíðin, árshátíð Búnaðarfélags Grýtubakkahrepps, hestamannafélagsins Þráins og karlaklúbbsins Hallsteins var haldin að kvöldi fyrsta vetrardags í samkomuaðstöðunni á Grenivík. Borðhald tókst með ágætum og mæting var góð. Góður matur kom frá Bautanum á Akureyri og fulltrúar frá áðurnefndum félögum sáu um stórgóða dagskrá. Mátti þar sjá nokkrum kunnuglegum andlitum heimamanna bregða fyrir í skemmtilegum atriðum. Ræðumaður kvöldsins var Valgerður Sverrisdóttir. Mesta kátínu vakti er Trölli og reðurguðirnir stigu á svið, en bandið skipa Þórarinn Ingi Pétursson, Sigurbjörn Þór Jakobsson og Birgir Már Birgisson sem allir léku á gítar. Tóku þeir hið þekkta lag Gestalistann með nýjum, skemmtilegum texta um heimamenn eftir Hólmfríði Björnsdóttur, ásamt öðru lagi Veðurguðanna, Bahama, og var vel tekið undir í salnum. Hljómsveit Birgis Arasonar lék svo fyrir dansi fram á nótt. Ákveðið hefur verið að halda hátíðina framvegis að kvöldi fyrsta vetrardags líkt og í ár, svo næstu ár getur fólk strax tekið kvöldið frá fyrir þessa fínu hátíð. Elín Berglind Skúladóttir, á móti henni upp við vegginn Stefanie Lohmann, þá Brynhildur Jóna Helgadóttir og svo Hólmfríður Björnsdóttir, sem á heiðurinn af nýjum texta við lagið Gestalistann, sem í hennar meðförum fjallaði um heimamenn. Hallgrímur Svavar Gunnþórsson og Elín Berglind Skúladóttir bera saman bækur sínar. Þórarinn Ingi Pétursson. Myndirnar tók Sigþór Hilmar Guðnason. Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig Ístex hf. Völuteig 6. Borgarnes Magnús Kristjánsson KB. Byggingavörur s Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum Búðardalur KM þjónustan Búðardal KM þjónustan Búðardal Saurbær KM þjónustan Búðardal KM þjónustan Búðardal Króksfjarðarnes KM þjónustan Búðardal KM þjónustan Búðardal Barðaströnd Barði Sveinsson / Nanna á Barða Sveinssyni, Innri-Múla Patró Þingeyri Neðri Hjarðardalur s Flateyri Ísafjarðardjúp Hólmavík Strandafrakt Kaupfélag Str. Hólmavík, Norðurf. og Drangsn. Bitrufjörður Strandafrakt Borðeyri Strandafrakt Þórarinn Ólafsson, Bæ 1 Hvammstangi Ullarþvottastöð Kaupfélag V-Hún, pakkhús. S Blönduós Ullarþvottastöð Vörumiðlun á Blönduósi Sauðárkrókur Ullarþvottastöð Akureyri Sigurður Rúnar Magnússon Bústólpi- Haukur. Oddeyrargötu Húsavík nin@kopasker.is Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti Mývatn nin@kopasker.is Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti Kópasker nin@kopasker.is Þórshöfn nin@kopasker.is Vopnafjörður Anton Gunnarsson Anton Gunnarsson Baldur Grétarsson Höfn Sigurður Rúnar Magnússon Björn Þorbergsson, Gerði Vík Auðbert og Vigfús Auðbert og Vigfús Hvolsvöllur Þórður Jónsson Flytjandi Þórður Jónsson. Flytjandi Flúðir Flytjandi Flúðaleið Selfoss Fóðurblandan s

12 12 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Það vantaði ævisögu Snorra Óskar Guðmundsson rithöfundur og sagnfræðingur tekinn tali í Reykholti Það sætir nokkrum tíðindum að eftir að Snorri Sturluson hefur legið í gröf sinni vel á áttundu öld sé það ekki fyrr en nú sem fyrsta heildstæða ævisaga hans kemur út. Sá sem ber ábyrgð á henni er Óskar Guðmundsson sagnfræðingur, rithöfundur og blaðamaður í Véum í Reykholti. Hann hefur gefið út fjölda rita af sagnfræðilegum toga og ber þar hæst bókaflokkinn Aldirnar en þar skrifaði Óskar um tímann frá landnámi fram undir siðaskipti. Þegar blaðamaður Bænda blaðsins kemur á fund Óskars segir hann að það hafi í raun verið grúskið sem fylgdi þeim bókum sem leiddu hann á fund Snorra skömmu fyrir aldamótin. Hann hafi verið mjög fyrirferðarmikill, en af einhverjum undarlegum ástæðum hafi enginn tekið sér það fyrir hendur fyrr að rita ævisögu hans. Það hafa margir skrifað ágrip eða tekið fyrir vissa þætti í lífi hans, gjarnan út frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Um þetta eru til margar fínar bækur og ritgerðir. En heildstæð ævisaga hefur ekki verið til, tilraun til að draga saman ævi hans frá upphafi til enda og segja sögu hans og þess samfélags sem hann lifði í. Þá þegar vaknaði áhugi minn á manninum og öllu því sem honum tengdist. Það dró heldur ekki úr því að ég var þá byrjaður að koma hingað upp í Reykholt, í miðaldasetrið Snorrastofu, rannsóknastofu í miðaldafræðum sem hér er starfrækt. Þar vann ég nokkrum sinnum á ári fyrstu árin sem ég vann að Öldunum. Þá fékk ég löngun til að koma mér fyrir hér til frambúðar. Ný bók fyrir veðuráhugamenn Íslandsveður Áhugi á veðurfari er flestum í blóð borinn, en sumar stéttir eiga meira undir veðrinu en aðrar. Þeirra á meðal eru bændur sem eru háðir góðu veðri á úrslitastundum í sínum búrekstri. Algengt er meðal bænda að fylgjast grannt með veðurfréttum og margir spá sjálfir í veðrið, skrá hjá sér það sem athyglisvert þykir og bera saman við fyrri reynslu. Nú er komin út bók sem hlýtur að teljast gott hjálpargagn í þessari viðleitni. Það er bókin Íslandsveður sem Veröld gefur út. Höfundar hennar eru veðurfréttamaðurinn góðkunni Sigurður Þ. Ragnarsson þekktur undir heitinu Siggi stormur og eiginkona hans, Hólmfríður Þórisdóttir íslenskufræðingur. Undirtitill verksins er Hamfarir, veður og fróðleikur um sögu og samtíð alla daga ársins. Þetta lýsir efni bókarinnar allvel en þó vantar það sem plássfrekast er og á margan hátt nýstárlegast, en það er veðurfarsdagbók sem lesendur geta fært inn sjálfir fyrir hvern dag ársins. Bókin skiptist í þrjá hluta og í inngangi lýsa höfundar þeim þannig: Í fyrsta hluta bókarinnar, Veður athugunum á jörðu niðri, er fjallað um hvernig veðurathuganir eru gerðar og þar er ennfremur að finna upplýsingar um hvernig gera má fullgildar veðurathuganir án þess að beita flóknum tækjabúnaði. Þekkingin hefur aukist Með hvaða hætti var Snorri fyrirferðarmikill? Hann er fyrirferðarmikill sem höfundur bóka sem við leitum til þegar við viljum fræðast um trúarbrögð og sögu Íslands og Noregs. Mjög mikið af þeim heimildum sem rak á fjörur mínar var ættað frá Snorra, til hans leitar maður um trúarbrögð og sögu fyrstu aldanna. Á 12. og 13. öld eru bæði fósturfjölskylda hans, Oddaverjar, og blóðtengdir ættmenn, Sturlungar, svipmesta fólkið í stjórnmálum landsins. Það er ekki hægt að rekja sögu þessara alda án þess að rekja sögu Snorra. Hann var því fyrirferðarmikill sem skáld, rithöfundur, stjórnmálamaður og áhrifamaður um þróun Íslands í umheiminum og eins hvernig hann samþættar menningarauðmagn stjórnmálaafskiptum sínum. Heimildir um manninn Snorra eru sennilega af skornum skammti en hefur það eitthvað breyst á undanförnum árum? Það er svo margt sem hefur bæst við þekkingarforða nútímamannsins um miðaldir. Hér í Reykholti hefur til dæmis verið í gangi miðaldaverkefni sem kennt er við staðinn en það snýst um að rannsaka miðaldir frá ýmsum sjónarhornum, sagnfræðilega, út frá bókmenntun, alls kyns náttúrufræðum og fornleifafræði. Fyrir þessu verkefni hafa þau farið Helgi Þorláksson og Guðrún Sveinbjarnardóttir. Út úr því hafa komið rannsóknarniðurstöður sem komist hafa á þrykk, tvær bækur og fleiri eru á leiðinni. Ég hef að sjálfsögðu notið mjög góðs af þessu. Vekur vonandi umræður Ertu að breyta þeirri mynd sem Íslendingar hafa haft af Snorra? Það hafa verið gefnar margar myndir af Snorra og menn hafa deilt um þátt hans í stjórnmálaþróun og öðru, meira að segja um útlit hans. Það hefur verið sérstök íþrótt hér á landi um aldaskeið að taka afstöðu með og á móti mönnum og flokkum sem til urðu á 13. öld og sjálfur hef ég verið í ófáum samkvæmum sem leyst hafa upp í harðvítugar deilur um það hvort Gissur Þorvaldsson og Sturla Sighvatsson, helstu fjandmenn Snorra, hafi verið meiri bófar en hann. Ég á því fastlega von á því að þessi bók veki umræður. Ég reyni markvisst að varpa ljósi á ýmsa þætti í ævi hans sem verið hafa óljósir áður, svo sem hvernig hann komst til valda og áhrifa. Ég reyni að leiða rök að margvíslegum venslum og tengslum sem ekki hefur verið áður gert. Sömuleiðis reyni ég að sýna fram á í hversu víðtækum tengslum hann var við Noreg og evrópskt samfélag. Þessi tengsl, bæði í gegnum kaþólsku kirkjuna og norsku hirðina, voru miklu meiri en margur hyggur. Í uppeldi sínu er Snorri tengdur beint Magnúsi berfættum Noregskonungi en Jón Loftsson fóstri hans var dóttursonur Magnúsar. Það er einn af aðgöngumiðum hans inn í norsku hirðina að hann er sem ungur maður farinn að senda kvæði til norskra konunga og landsstjórnenda og þiggja laun fyrir. Til þess að geta gert þetta þurfti hann að vísa til einhverra tengsla. Þegar hann fer í sína fyrri utanlandsferð, kominn að fertugu, er honum tekið eins og konungur væri. Ég rek þessa ferð eftir heimildum og álykta einnig með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert. Ég hef þegar heyrt frá ástríðufullum Sturlungumönnum að margt lýsist upp og verði ljósara þó þeir séu ekki sammála öllu. Evrópskur höfðingi, trúmaður og valdapólitíkus Snorri er alinn upp í evrópskri menningu. Já, hann er alinn upp á stað þar sem voru tengsl við Frakkland, Þýskaland, Orkneyjar, England, Grænland, auk sambandanna við Noreg. Það er hægt að rekja feril bókmennta og menntunar þessa sömu vegu. Jón Loftsson var Í öðrum hluta bókarinnar er að finna veðurdagbók og ýmsan fróðleik tengdan viðkomandi degi. Samtvinnaður við veðurdagbókina er ítarlegur annáll veðurog náttúruhamfara. Hér og þar er svo kryddað með þjóðlegum fróðleik og tilvitnunum í bókmenntir sem tengjast veðri. Í lokahluta bókarinnar, sem ber heitið Al menn hagnýt veðurfræði, er svo að finna kafla fyrir þá sem vilja vita meira. Þar er fjallað um ýmsa þætti veðurfræði og hugtök sem notuð eru í faginu og leitast við að miðla upplýsingunum á aðgengilegan hátt. Bók þeirra hjónanna er 296 bls. að stærð, prentuð í Odda. Við birtum til fróðleiks eina dagbókarsíðuna úr bókinni. ÞH Óskar Guðmundsson við styttu Vigelands af Snorra sem Norðmenn gáfu Íslendingum á sínum tíma. afkomandi Sæmundar fróða og í Odda var skóli. Í þessu ljósi verða viðfangsefni Snorra sem rithöfundar og fræðimanns þeim mun skiljanlegri. Við þetta bætist ýmislegt fleira sem ég tíni til og ýtir undir að hann fjalli um Eddufræði og konungasögur síðar á ævinni. Hver var tilgangur hans með skrifunum? Snorri Sturluson var eins og margir stjórnmálamenn tvöfaldur í roðinu og nokkur tvíhyggja einkenndi ævi hans og viðhorf. Annars vegar má skynja mikið trygglyndi og aðdáun á norska konungsveldinu, en á sama tíma verður einnig vart efasemda og gagnrýni í þess garð. Ef konungarnir voru góðir við Íslendinga voru engir menn eins miklir kóngsins menn og þeir, það var raunar einkenni á íslenskum höfðingjum. Snorri er hvort tveggja eins og sjá má í konungasögunum, ekki síst Ólafs sögu helga þar sem vel sést aðdáun Snorra á þeim sem eru að keppa við konunginn og þola honum ekki kúgun og ofræði. Maður sér hann sjálfan oft í þeim sem hann hefur dálæti á, uppreisnarhöfðingjunum. Hann gerir sjálfur pólitískt bandalag við keppinaut Hákonar konungs, Skúla jarl og síðar hertoga sem varð raunar kóngur í hluta Noregs áður en yfir lauk. Skúli gerði Snorra að jarli yfir Íslandi. Atburðarásin er oft á tíðum mjög dramatísk og viðburðir á Íslandi voru ótrúlega oft eins og spegilmynd af samskonar viðburðum í Noregi. Þar var margt líkt með Skúla og Snorra. Báðir voru þeir trúarlegir leiðtogar og stofnuðu klaustur og báðir féllu þeir fyrir tengdasonum sínum, Skúli fyrir Hákoni konungi og Snorri fyrir Gissuri Þorvaldssyni sem varð síðar jarl. Þessar menningarmiðstöðvar, kirkjumiðstöðvarnar, voru merkilegar, þar sem saman voru komnir lærðir menn sem gengu saman til tíða og lögðu stund á tónlist, bókmenntir og fleiri andleg störf. Þannig kirkjumiðstöð var í Odda og einnig í Reykholti, þegar fyrir daga Snorra, og í Stafholti í Stafholtstungum sem Snorri réð yfir. Jón Loftsson í Odda var greinilega fyrirmynd Snorra í lífinu, hann gaf elsta syni sínum nafn hans, Jóni murta. Snorri er friðsemdarmaður á riddaraöld eins og Jón. Örlátur og kaldlyndur Er það ekki sérkennilegt að Snorri skuli leika svo stórt hlutverk á þessari ófriðaröld en lyftir samt aldrei sverði sjálfur? Jú, en hann er oft með stóra heri og mætir með þá. Hann hefur stórt og voldugt virki um þorp sitt hér í Reykholti, allt til að sýna mátt sinn og megin og hræða aðra frá því að beita vopnum. Það eru fleiri skuggahliðar á honum. Til dæmis hélt hann glæsilegar veislur hér í Reykholti en gat verið naumur og kaldlyndur gagnvart sínum nánustu, þar á meðal börnum sínum. Ég reyni að skýra ýmislegt þess háttar í fari hans í þessari sögu. Hvernig bóndi var Snorri? Svona miðstöðvar fólu það í sér að hér var stór kirkja þar sem kristnir höfðingjar gengu til tíða kvölds og morgna. Menn voru virkir í daglegri hvunndagskristni sem einnig tók til hreinlætis, það sýnir alls konar vatnsnotkun. Miðstöðin átti margar jarðir og ítök víða, strandaítök, selaítök og margt fleira. Undir hana heyrðu líka goðorð og Snorri safnaði þeim undir sig á Vestur- og Norðurlandi. Hann réði því yfir stórum hluta landsins og átti tugi ef ekki hundruð jarða. Margt bendir til þess að það hafi verið verkaskipting milli búa. Þannig segir til dæmis frá því að eitt árið hafi verið sandvetur og hart í ári og það ár tapaði bú Snorra á Svignaskarði á annað hundrað nauta. Þetta gefur til kynna að þar hafi verið sérhæft stórbú. Reyndar var nautgriparækt útbreiddari á þessum tíma en síðar varð þegar kólnaði og sauðfjárræktin varð algengari. Snorri átti líka stórbýli víða þar sem akuryrkja var stunduð, svo sem á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, einnig í Rangárþingi og Húnaþingi, auk þessara býla sem hann réði mestu yfir hér í Borgarfirði, Stafholti, Deildartungu og Reykholti. Það má af ýmsu ráða að Snorri hefur haldið hirð með þjónustufólki, bæði hér og á utanlandsferðum. Til dæmis má nefna að þegar sonur hans fór utan fylgdi honum þjónustulið. Hann hefur verið höfðingi á svipuðum skala og stórútrásarmenn nútímans. Hversu mikilvægur er Snorri í nútímanum? Snorri er náttúrlega sígildur Íslendingur með kostum og göllum. Það má segja að bæði það besta og það versta sem Íslendingar eiga í fórum sínum kristallist í honum. Hann lét á köflum stjórnast af græðgi og ofdirfð, en þetta er líka maðurinn sem gaf eftirkomendum sínum það menningarefni sem aldrei þrýtur. Við njótum verka Snorra Sturlusonar enn þann dag í dag, okkur til gagns og yndis. Það er líka umhugsunarefni núna þegar við lifum í samfélagi sem er ekki svo ólíkt því sem í bræði sinni fyrirkom Snorra Sturlusyni 23. september 1241, segir Óskar Guðmundsson. ÞH

13 13 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Þjótandi Til sölu Polaris Sportman X2 Árg Vel með farið, ekið 2200 km. og torfæruskráð. Upplýsingar í síma Óska eftir að kaupa góða bújörð við sjávarsíðuna þar sem hægt er að nýta hlunnindi t.d. æðarrækt. Áhugasamir sendi upplýsingar til bændablaðsins merkt: Bújörð. fyrir 10. desember n.k. Mercedes Benz x6, framdrifsbíll með MKG krana 35 tonnmetra, fjarstýring. Verð Liebherr 722, breiðbeltavél, niðurdráttaplógur fylgir vélinni, nýlegur undirvagn, verð JCB JS 460, árg. 2005, mikið skemmd eftir bruna. Verð Upplýsingar í síma kr./ lm. Vnr /4-5 Slönguljós Slönguljós inni og úti, 13 mm, rautt, glært eða marglit, ÓDÝRT Jól í BYKO! Flottar jólaseríur Vefverslun BYKO - Það er einfalt að versla á ww.byko.is og fá vörurnar sendar heim! Gerðu verð- samanburð Vnr Innisería Ljósagardína, LED ljós, blá eða hvít, 12 eða 36 ljósa. á frábæru verði! Inniseríur Verð frá 385 Útiseríur Verð frá Starlight seríur Verð frá Verð frá BYKO sími

14 14 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Strandarhjáleiga er hrossaræktarbú ársins Uppskeruhátíð hestamanna fór fram á Broadway laugardaginn 7. nóv. sl. Að hátíðinni standa Félag hrossabænda og Landssamband hestamannafélaga. Á hátíðinni eru veitt verðlaun þeim knöpum og hrossaræktendum sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. Sérstök valnefnd, skipuð fjölmiðlafólki og dómurum, velur þá er verðlaunin hljóta í hverjum flokki og fagráð í hrossarækt útnefnir hrossaræktarbú ársins. Hrossaræktarbúið Strandar hjáleiga var að þessu sinni útnefnt hrossaræktarbú ársins. Þetta er í fimmta sinn sem búið er tilnefnt en það hefur ekki áður hampað titlinum. Fimm hross voru sýnd frá Strandarhjáleigu í ár og fóru fjögur þeirra yfir 8,0 í aðaleinkunn, sum í feiknarlega háar tölur; meðaleinkunn sýndra hrossa var 8,25. Meðalaldur var 5,8 ár. Ræktendur í Strandarhjáleigu eru þau Þormar Andrésson og Sigurlín Óskarsdóttir á Hvolsvelli ásamt sonum sínum Óskari, Ívari, Heiðari og Elvari, og tók fjölskyldan öll við verðlaununum á hátíðinni úr hendi Kristins Guðnasonar, formanns Félags hrossabænda. Sigurður Sigurðarson knapi ársins Mikil spenna ríkti einnig um val á knapa ársins og fór svo að Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga hampaði þeim titli. Sigurður náði frábærum árangri í ár á hinum ýmsu sviðum hestamennskunnar; sýndi m.a. fjölda kynbótahrossa og hlaut háa dóma fyrir, vann tvo Íslandsmeistaratitla og varð þriðji á HM í Sviss. Sigurður er fjölhæfur íþróttamaður, góð fyrirmynd og vel að sigrinum kominn. Í öðrum verðlaunaflokkum knapa urðu úrslit þau að kynbótaknapi ársins var Erlingur Erlingsson í Langholti, skeiðknapi ársins Sigurbjörn Bárðarson á Oddhóli og Á árlegri ráðstefnu hrossaræktarinnar fyrir skemmstu hlutu fimm hryssur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Reyndar uppfylltu sex hryssur kröfurnar, en eigandi einnar kaus að þiggja ekki verðlaunin. Þær fimm sem hlutu verðlaun voru: 1. sæti Þerna frá Arnarhóli með 120 stig og 5 dæmd afkvæmi. 2. sæti Þöll frá Vorsabæ II með 117 stig og 6 dæmd afkvæmi. 3. sæti Þerna frá Feti með 117 stig og 5 dæmd afkvæmi. 4. sæti Ljónslöpp frá Ketilsstöðum með 117 stig og 5 dæmd afkvæmi (brotamunur á 3. og 4. sæti). 5. sæti Hryðja frá Hvítanesi með 116 stig og 5 dæmd afkvæmi. Sigurður Sigmundsson hlaut sérstök heiðursverðlaun á Upp skeruhátíð hestamanna 7. nóv. sl. gæðingaknapi ársins Guðmundur Björgvinsson í Kirkjubæ. Aðrir verðlaunahafar voru þau Rúna Einarsdóttir-Zingsheim og Jóhann R. Skúlason, sem bæði búa erlendis og deildu með sér titli íþróttaknapa ársins, og Linda Rún Pétursdóttir úr Mosfellsbæ var valin efnilegasti knapi ársins. Siggi Sigmunds hlaut heiðursverðlaunin Sigurður Sigmundsson ljósmyndari og fréttaritari hlaut sérstök heiðursverðlaun á uppskeruhátíðinni, en valnefndin hefur heimild til að veita slík verðlaun fyrir margs konar afrek, t.d. langa og dygga þjónustu við íþróttina, brautryðjendastarf og fleira. Að þessu sinni varð Sigurður fyrir valinu, en hann hefur um hálfrar aldar skeið tekið myndir af hestum og hestamönnum um allt land og framlag hans til kynningar á hestaíþróttinni er óumdeilt. Sigurður hefur starfað fyrir Morgunblaðið, Eiðfaxa og fleiri fjölmiðla og er myndasafn hans ómetanlegt verðmæti. Hann hefur Þerna efst heiðursverðlaunahryssna Til að hljóta heiðursverðlaun þurfa hryssurnar að ná amk. 116 stigum í kynbótamati og eiga amk. 5 dæmd afkvæmi. Efsta hryssan hlýtur jafnframt Glettubikarinn og tóku þau Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir við bikarnum fyrir hryssu sína Þernu frá Arnarhóli, sem er undan Páfa frá Kirkjubæ og Vöku frá Arnarhóli. Þerna á átta afkvæmi, þar af hafa fimm hlotið dóm og fjögur þeirra hlotið fyrstu verðlaun. HGG Eigendur heiðursverðlaunahryssna með verð launagripina á ráðstefnunni Hrossarækt Hrossaræktendur ársins, Sigurlín Óskarsdóttir og Þormar Andrésson, ásamt sonum sínum Óskari, Ívari, Heiðari og Elvari. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, stendur hjá. alla tíð verið virkur í hestamennsku sjálfur, tekið þátt í félagsstörfum, ferðast á hestum og jafnvel brugðið sér á keppnisvöllinn á góðum Verðlaunaknapar ársins samankomnir. Sigurður Sigurðarson, knapi ársins, er fremstur. Með hópn um stendur Ólafur Rafnsson, for seti ÍSÍ. dögum. Ferill hans er samofinn íslenska hestinum og óhætt er að segja að ekki sé til sá hestamaður á Íslandi sem ekki veit hver Siggi Sigmunds er. Mikil gleði ríkti á hátíðinni og skemmti fólk sér vel. Eingöngu hestamenn sáu um skemmtiatriðin, en veislustjóri var Hermann Árnason og Björk Jakobsdóttir leikog hestakona tróð upp við mikinn fögnuð. Brokkkórinn, sem er kór hestamanna á höfuðborgarsvæðinu, vakti líka mikla lukku undir stjórn Magga Kjartans. Uppskeruhátíðin var vel heppnuð og greinilegt að engan bilbug er á hestamönnum að finna, sem enn kunna að skemmta sér þrátt fyrir kreppu. Texti og myndir: Hulda G. Geirsdóttir

15 15 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Frá aðalfundi Félags hrossabænda. Magnús Jósefsson í stjórn Félags hrossabænda Aðalfundur Félags hrossabænda fór fram fyrir skemmstu. Góð mæting var á fundinn, en rétt til fundarsetu eiga kjörnir fulltrúar allra níu aðildarfélaga FHB. Fjallað var um ýmis málefni hrossaræktarinnar á fundinum, en erindi fluttu Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur, Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma og Sigurbjartur Pálsson, fulltrúi BÍ í stjórn Landsmóts. Kosið var um tvo stjórnar menn og var Ólafur Einarsson á Torfastöðum í Biskupstungum endurkjörinn í stjórn, auk þess sem Magnús Jósefsson í Steinnesi var kjörinn nýr inn í stað Helgu Thorodd sen sem gaf ekki kost á sér til endur kjörs eftir tíu ára stjórnarsetu. Voru Helgu sérstaklega þökkuð góð störf í þágu félagsins, en hún hefur verið virk í sinni stjórnarsetu og átt stóran þátt í mörgum mikil vægum verkefnum. Sigbjörn Björns son á Lundum II var kjörinn búnaðar þingsfulltrúi, en hann tekur við af Baldvini Kr. Baldvinssyni. Ályktað var m.a. um landnýtingarmál, en FHB hvetur hestamenn og hrossaræktendur til að huga vel að beitilandi og rýra ekki gæði þess með ofbeit. Einnig að haga aðbúnaði og fóðrun hrossa í samræmi við reglugerðir þar um. Sigríður Björnsdóttir kynnti reglur um lyfjaskráningu sem teknar verða í notkun um áramótin og var fundurinn sammála því að koma þyrfti á skilvirkri lyfjaskráningu svo útflutningur hrossakjöts á Evrópumarkað verði ekki í hættu. Þá skoraði fundurinn á Fagráð í hrossarækt að endurskoða reglur um kynbótasýningar er varða eftirlit með því hvort sýnendur eru allsgáðir. Lagt var til að tekin yrðu upp t.d. lyfjapróf á knöpum eða annað markvissara eftirlit en nú tíðkast, en eins og reglurnar eru í dag er eftirlit þetta byggt á mati sýningarstjóra og dómnefnda. Ný heimasíða félagsins var kynnt á fundinum og lýstu fundarmenn yfir mikilli ánægju með hana. Síðan er bæði á íslensku og ensku og er slóðin Fundargerð aðalfundar mun birtast á síðunni fljótlega og þar má lesa nánari fréttir af fundinum og starfi félagsins. HGG Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, ávarpaði fundinn og hvatti hrossabændur til dáða. Íslendingar öflugir þátttakendur í Norðurslóðaáætluninni Ánægjulegt hversu margar íslenskar umsóknir hafa verið samþykktar Íslendingar hafa verið þátttakendur í Norðurslóðaáætlun Evr ópu sambandsins frá árinu Fyrra áætlunartímabilið stóð til loka árs 2006 og þá höfðu Íslendingar tekið þátt í 27 verkefnum innan áætl unar innar. Nýtt tímabil Norðurslóða áætlunarinnar hófst árið 2007 og nær til ársins 2013 og eru íslensk aðalverkefni innan henn ar orðin alls 14. Verkefnin eru afar fjölbreytt og eru m.a. á sviðum viðbragða við loftslagsbreytingum, menningartengdrar ferðaþjónustu, heilsugæslu, fiskeldis, verslunar, veiða, handverks, viðbragða við stórslysum, almenningssamgangna, nýtingar trjáviðar, endurnýjanlegra orkugjafa, öldrunarþjónustu, vegagerðar og skapandi greina. Norðurslóðaáætlunin er ein af fimm svæðisáætlunum Evrópusambandsins og sú eina sem Ísland tekur þátt í. Byggðastofnun gegnir hlutverki landsskrifstofu áætlunarinnar hér á landi, en áætlunin heyrir beint undir iðnaðarráðuneytið. Þórarinn Sólmundarson á þróunarsviði Byggðastofnunar segir að markmið Norðurslóðaáætlunarinnar sé að efla atvinnu-, efnahags-, um hverfis- og félagslega fram þróun svæða og landa á norðurslóðum með samvinnuverk efnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Þátttökulönd eru auk Íslands, Finnland, Svíþjóð, Skotland, Norður-Írland, Írland, Noregur, Grænland og Færeyjar. Langflest þeirra verkefna sem samþykkt hafa verið eru starfrækt á landsbyggðinni og það er jákvætt, segir Þórarinn. Aðaláherslur yfirstandandi tímabils eru að efla nýsköpun og samkeppnishæfni á jaðarsvæðum og sjálfbæra þróun auðlinda náttúru og samfélags. Ánægjulegt hversu margar íslenskar umsóknir hafa verið samþykktar Þórarinn bendir líka á að í þessu samstarfi sé áhersla lögð á að koma í veg fyrir að landamæri þjóðríkja séu hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs og eins hafi verkefnin skapað mikilvæg tengsl og þekkingu sem byggja á alþjóðlegri samvinnu og framtaki. Þórarinn segir að áætlunin byggi á því að sjóðurinn sem úthlutað er úr sé samkeppnissjóður, hann sé rekinn á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan Evrópusambandsins, Þórarinn Sólmundarson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofn unar á Sauðárkróki. umsóknir keppa sín á milli í gæðum um það fjármagn sem til ráðstöfunar er. Því er það mjög ánægjulegt hversu margar íslenskar umsóknir hafa á liðnum árum verið samþykktar, segir hann en umsóknir eru metnar af sérfræðingum frá öllum aðilarlöndunum. Stuðningur við ákveðin verkefni er svo háður 50% mótframlagi þess sem um sækir. Þessi áætlun nær til norðlægra svæða í þátttökulöndunum, svæða þar sem svipaðar aðstæður eru uppi og fólk er að glíma við áþekka hluti, eins og fjarskiptamál, erfiðar samgöngur og langar vegalengdir, fámenni, óblítt veðurfar og annað slíkt sem einkennir þessi svæði öðru fremur, segir Þórarinn. Flest verkefnanna ná yfir þriggja ára tímabili. Sem dæmi um verkefni frá fyrra áætlunartímabili Norðurslóðaáætlunarinnar má nefna Snow Magic verkefnið sem unnið var í Mývatnssveit og hefur skilað þeim árangri að á þriðja þúsund manns heimsækja sveitina fyrir jólin. Þá má nefna verkefni sem snérist um aukna nýtingu á timbri og öðrum lífrænum efnum sem endurnýjanlegum orkugjafa, en árangur þess er opnun kyndistöðvar á Hallormsstað nú í vikunni og eins nefnir Þórarinn verkefnið Destination Viking Sagas and Storytelling sem hafði víðtæka þátttöku hér á landi og skilaði góðum árangri. Af verkefnum sem nú er unnið að nefndi Þórarinn sérstaklega verkefni á sviði dreifbýlisverslunar, almenningssamgangna í dreifbýli, öldrunarþjónustu, handverks, þjóðgarða og þingstaða. Ánægð með árangurinn og bjartsýn á framhaldið Almennt erum við ánægð með þann árangur sem orðið hefur og bjartsýn á að þau verkefni sem nú eru í gangi muni einnig skila tilætluðum árangri. Það er mikill áhugi fyrir þátttöku í verkefnum Norðurslóðaáætlunarinnar hér á landi og íslenskir þátttakendur hafa staðið sig vel í framkvæmd verkefna og reyndar er eftirsótt að hafa íslenska þátttakendur með í verkefnum áætlunarinnar. Og þó svo að þeim ljúki eftir ákveðinn tíma þá er lögð áhersla á sjálfbærni þeirra þ.e. að þau lifi eftir að stuðningi við þau lýkur og síðan stendur eftir tengslanetið sem byggt var upp í kringum framkvæmdina og það er mjög jákvætt, segir Þórarinn. Þátttaka Íslendinga í verkefnum Norðurslóðaáætlunarinnar Þau verkefni sem nú eru í gangi og Íslendingar eru þátttakendur í: Roadex Network Imple menting Accessibility. Sam starfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands, Svíþjóðar, Íslands, Grænlands, Noregs og Kanada. Íslenskur þátttakandi er Vegagerð ríkisins í samstarfi við verkfræðistofur og fleiri. New Plants for the Northern Periphery Market. Sam starfsverkefni Sví þjóðar, Finnlands, Skot lands og Íslands. Íslensku þátttakendurnir eru Land búnaðar há skól inn Hvanneyri í sam starfi við garðyrkjustöðvar og fyrirtæki. Rural Transport Solutions. Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Ís lands. Íslensku þátttakendurnir eru Þróunarstofa Aust ur lands og Fjarðabyggð í samstarfi við Vegagerðina. The THING Project THing sites International Net working Group. Sam starfs verk efni Noregs, Íslands, Skotlands og Færeyja. Íslenski þátttakandinn er Þjóðgarðurinn á Þingvöllum í samstarfi við tengda aðila. SMALLEST Solutions for Microgeneration to Allow Energy Saving Technology. Samstarfsverkefni Skotlands, Finnlands, Norður-Írlands, Fær eyja, Svíþjóðar, Íslands og Græn lands. Íslenski þátttakandinn er Þróunarstofa Austurlands í tengslum við fjölmarga aðila innan orkugeirans. MÞÞ

16 16 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Utan úr heimi Sauðfé fækkar um mestallan heim Aukinn framleiðslukostnaður og samdráttur er í framleiðslu sauðfjárafurða um mestallan heim. Á alþjóðlegri ráðstefnu um sauðfjárrækt, sem haldin var í Brussel í Belgíu snemma í október sl., voru áberandi áhyggjur yfir stöðu greinarinnar. Sauðfjárrækt hefur um árabil búið við erfið rekstrarskilyrði víða um heim. Fjármálakreppan á sl. ári, 2008, herti svo enn á kreppunni, þar sem kindakjöt er flokkuð sem dýr vara í samanburði við fugla- og svínakjöt. Afleiðingin er sú að framleiðsla kindakjöts hefur dregist saman í mörgum löndum. Það var tilefni þess að Nýja-Sjáland, kunnasta sauðfjárræktarland í heimi, gekkst ásamt Ástralíu fyrir áðurnefndri ráðstefnu til að fjalla um hvernig hér eigi að bregðast við. Fjöldi sauðfjár í Nýja-Sjálandi hefur dregist saman um helming á undanförnum áratug. Árið 1982 voru þar um 70 milljónir fjár. Þá var mjög dregið úr opinberum afskiptum í hagstjórn landsins. Það reyndist þarlendum landbúnaði afar erfitt þannig að margir bændur urðu að bregða búi. Afleiðingin var m.a. sú að fjárfjöldi í landinu dróst saman um meira en helming og er nú 33 milljónir fjár. Í Ástralíu dróst fjárfjöldinn aftur saman um 7% á sl. ári og komst niður í sama fjölda og árið Sauðfjárrækt býr víða í heiminum við sömu vandamál. Við blasir að afkoma í greininni er léleg og það leiðir til minnkandi framleiðslu, að sögn Mike Petersen, stjórnarformanns nýsjálensku sauðfjársamtakanna Meat & Wool New Zealand. Áðurnefnda ráðstefnu í Brussel um sauðfjárrækt sátu fulltrúar fjárbænda og opinberra stofnana í Eyjaálfu, Afríku, Ameríku og Evrópu. Kindakjöt stendur andspænis samkeppni við ódýrt fugla- og svínakjöt. Mikil hagræðing í þeim greinum hefur leitt til þess að unnt er að selja það á verulega lægra verði en kindakjöt. Þeirri skoðun vex fylgi að sauðfjárrækt verði hliðarbúgrein fyrir lúxusmarkað. Einn þátttakendi á ráðstefnunni gaf kindakjötinu þá einkunn að það væri munaðarvara fyrir eldri borgara. Mike Petersen taldi þó ekki að verðlækkun á kindakjöti væri rétta leiðin í stöðunni. Hvorki kaupmenn né neytendur geta vænst þess að lamb verði jafn ódýrt og svín eða kjúklingur. Verkefnið er að fá sanngjarnt verð fyrir kjötið, sem byggja myndi á Sauðfjárrækt Nýja-Sjáland og Ástralía eru mestu útflytjendur kindakjöts af öllum löndum í heiminum. Fé í Nýja-Sjálandi hefur fækkað úr 70 milljónum árið 1982 niður í 33 milljónir nú. Í Ástralíu, þar sem heimamarkaðurinn er stærri, er fjárfjöldinn nú 72 milljónir. Fénu hefur fækkað þar um 7% á einu ári og er nú færra en nokkru sinni síðan Fjöldi sauðfjár í löndum Suður-Ameríku og í Suður-Afríku hefur haldist í horfinu síðastliðinn áratug en fénu hefur fækkað þar verulega frá því á 10. áratug síðustu aldar. Í nokkrum fjárríkum löndum, svo sem Kína, Indlandi og Súdan, hefur sauðfé farið fjölgandi. gæðum þess, og tryggja bóndanum jafnframt stærri hluta verðsins. Hár framleiðslukostnaður og auknar álögur stjórnvalda á greinina hafa leitt til þess að margir fjárbændur hafa hætt búskap eða skipt yfir í aðrar búgreinar. Þátttakendur á ráðstefnunni voru sammála um að ná þyrfti niður framleiðslukostnaðinum. Jafnframt höfðu þeir áhyggjur af því að kostnaðarsamar aðgerðir í loftslagsmálum myndu bitna á rekstri þeirra. Þá var rætt um það hvort aukin tækni í rekstrinum gæti bætt afkomuna, svo sem við vöruþróun og gagnvart umhverfismálum. Neytendur vilja fá vöruna sem mest tilbúna til matreiðslu og neyslu. Það er hins vegar útbreidd skoðun, einkum meðal ungu kynslóðarinnar, að kindakjöt sé erfitt. Þessu verðum við að ráða bót á, segir Mike Petersen. Nationen Blikur á lofti um framtíð Afríku Staða Afríku er slæm um þessar mundir. Hátt í helmingur íbúa álfunnar, 43% eða yfir 200 milljónir manna, býr við matarskort. Konur eiga þar að jafnaði 5,3 börn og barnadauði er 5-6 sinnum algengari en í Suður- Ameríku og Austur-Asíu. Þá er eyðni þar afar útbreidd og talið að yfir tvær milljónir manna deyi úr sjúkdómnum árlega. Á síðustu 50 árum hafa verið gerðar 186 stjórnarbyltingar í Afríku og háðar 26 styrjaldir. Flestum dettur fyrst í hug að kenna spilltum þjóðarleiðtogum um ástandið, en fleira liggur hér að baki. Á stórum svæðum er veðurfar óhagstætt til búsetu og margir sjúkdómar eru þar skæðari en í öðrum þróunarlöndum. Jafnvel þó að allir einræðisherrar Afríku hefðu hagað sér skikkanlega, þá hefði álfan átt við mikil efnahagsleg vandamál að glíma. Náttúruauðlindir Afríku hafa í stórum dráttum verið ofnýttar og þar hafa iðnríki Vesturlanda og fjölþjóðleg stórfyrirtæki átt mestan hlut að máli. Ríki Afríku hafa haft brýna þörf fyrir að efla útflutning sinn en útflutningsvörurnar hafa einkum verið óunnið hráefni, svo sem Rússar kaupa allt kengúrukjöt á markaðnum Rússland er stærsti innflytjandi kengúrukjöts í heiminum og kaupir að heita má allt kengúrukjöt sem flutt er út frá Ástralíu. Viðskiptin svara til um þriðjungs af öllum kjötútflutningi Ástralíu. Minnst af kjötinu fer beint í rússneskar verslanir en mest í frekari vinnslu, svo sem í bjúgu og pylsur. Viðskiptin svöruðu árið milljónum dollara en hafa síðan aukist verulega. Rússneskir neytendur vita almennt ekki af því þegar þeir neyta kengúrukjöts. Kjötiðnaðurinn telur hlutfall þess í afurðunum svo lítið að það taki því ekki að upplýsa um það. Skortur er á kjöti í Rússlandi og kengúrukjöt kemur sér þá vel, þar sem engar takmarkanir eru á innflutningi á því. Þjóðir á Balkanskaga, Þjóðverjar, Frakkar og Belgar flytja einnig inn kengúrukjöt. Bretar fluttu það inn framundir síðustu aldamót en hættu því eftir að þarlend dýraverndarsamtök mótmæltu innflutningnum. Landsbygdens Folk kaffi- eða kakóbaunir, eða málmar og önnur jarðefni. Verð þessara útflutningsvara hefur verið afar lágt. Þar með hefur myndast vítahringur bæði fyrir afkomu landanna og umhverfið. Þannig eru nú í Afríku um 150 milljónir manna sem skortir eldivið og þetta fólk neyðist til að höggva niður verðmæta skóga til að lifa af. Jarðvegur í Afríku er víða ófrjósamur og hefur að ýmsu leyti minni mótstöðu gegn jarðvegseyðingu en jarðvegur í t.d. Asíu. Áætlað er að 72% af ræktunarlandi og 31% af beitilandi í Afríku stafi hætta af jarðvegseyðingu. Þá er minna um vatn til vökvunar akra en í öðrum heimsálfum, einkum í norðan- og austanverðri álfunni. Af þeim sökum hefur ekki verið unnt að hrinda þar af stað Grænni byltingu eins og í Asíu. Til þess að rofi til í Afríku þarf að koma spilltum leiðtogum frá Daglegt viðfangsefni milljarða manna um allan heim er að rækta jörðina, kaupa mat eða selja hann. Þetta kemur okkur öllum við. Tökum dæmigerðan bónda, hún býr í litlu þorpi, fer á fætur fyrir sólarupprás og fer gangandi marga kílómetra til að sækja vatn. Ef þurrkar, jurtasjúkdómar eða skaðvaldar úr dýraríkinu eyðileggja ekki uppskeruna aflar hún nægilegs matar fyrir fjölskylduna og e.t.v. smávegis að auki til að selja. En markaðurinn er of langt í burtu og þar hefur enginn efni á að eiga viðskipti við hana. Hugsum okkar líka ungan mann í stórborg 150 km í burtu. Hann vinnur sér inn smávegis vasapeninga og fer á markaðinn þar sem á boðstólum er skemmdur eða alltof dýr matur. Bóndinn vill selja og ungi maðurinn vill kaupa en viðskiptin geta ekki farið fram, þar sem um þau gilda flóknar reglur sem þau hafa enga stjórn á. Hungrið ógnar Kjarninn í matvælaöryggi er sá að aðstaða sé fyrir hendi til að bregðast við matarskorti, þ.e. að bændur heims eigi kost á því að erja jörð sína og fá góða uppskeru, gæta bústofns síns og stunda veiðar, jafnframt því að tryggja það að afurðirnar komist óskemmdar til þeirra sem þarfnast þeirra. Matvælaöryggi um allan heim Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Matvælaöryggi er ógnað af fjölda vandamála; þurrkum og flóðum af völdum breytinga á veðurfari, breytingum í alþjóðlegum efnahagsmálum, sem hafa áhrif á verð á matvælum, og hækkuðu olíuverði sem hefur áhrif á flutningskostnað. Viðvarandi hungur ógnar fólki, yfirvöldum, samfélögum og ríkjum. Vannært fólk er ófært um að annast fjölskyldu sína og býr við vonleysi og örvæntingu sem skapar spennu og ofbeldi í mannlegum samskiptum. Frá árinu 2007 hafa verið átök vegna matarskorts í meira en 60 löndum, en landbúnaður er atvinnuvegur um 75% fátæks fólks í heiminum. Ríkisstjórn Obama lítur á baráttuna við hungur sem fyrsta forgangsverkefni í stefnu sinni í utanríkismálum. Önnur lönd styðja okkur í þeirri baráttu. Hópur iðnríkja hefur heitið því að greiða yfir 22 milljarða dollara á þriggja ára tímabili til að stuðla að hagvexti í landbúnaði í heiminum. Í lok september sl. vorum við Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, gestgjafar á fundi leiðtoga yfir 130 landa þar sem leitað var eftir alþjóðlegum stuðningi við þetta verkefni. Áætlanir okkar mótast af fenginni reynslu. Hingað til höfum við veitt alltof miklu fé í þróunarverkefni sem hafa ekki borið viðunandi árangur. Við höfum lært af því. Við vitum nú að líklegast til árangurs er að stjórn verkefnanna sé í höndum þeirra sem standa næst vettvangi úrlausnarefnanna, en starfa ekki á vegum stofnana sem eru staðsettar víðs fjarri honum. Við vitum einnig að það skilar bestum árangri að aðstoðin komi sem fjárfesting en ekki sem gjöf. Með þetta í huga mun verða unnið út frá nokkrum meginreglum: Í fyrsta lagi er engin ein leið sem gildir um landbúnað alls staðar. Við munum bjóða fram aðstoð okkar til að hrinda í framkvæmd áætlunum á hverjum stað. Í öðru lagi munum við vinna gegn hungri í smáu sem stóru sem á bjátar, hvort sem um er að ræða að útvega sáðkorn eða huga að tryggingamálum bændanna. Í þriðja lagi munum við kanna sérstaklega stöðu kvenna, færni þeirra og þolgæði, en meirihluti bænda í heiminum eru konur. Í fjórða lagi munum við leggja áherslu á að styðja samstarf innan landa, héraða og alþjóðlega, þar sem hungri verður ekki útrýmt án utanaðkomandi aðstoðar. Í því sambandi munum við styðja alþjóðasamtök sem hafa öðlast mikla reynslu í hjálparstarfi víða um heim. völdum, draga úr fólksfjölguninni og skjóta fleiri stoðum undir efnahaginn. Jafn mikilvægt er að auka matvælaframleiðsluna. Næstu tvo áratugi þurfa ríki Afríku að verja 20% af tekjum sínum til að efla matvælaframleiðslu sína með auknum rannsóknum og bættri tækni, vökvun, vegalagningu, öflun hreins neysluvatns og menntun. Matvælakreppan herðir hér enn á. Ástæða er til að draga skýrt fram að mörg dæmi eru um góða möguleika á að auka matvælaframleiðslu í Afríku. Í Eþíópíu voru sett lög um stöðu smábænda og rétt þeirra til landsins. Það hefur skilað árangri í aukinni búvöruframleiðslu og minni jarðvegseyðingu. Í Kenía hefur átak í baráttu við illgresi aukið uppskeruna um 30-40%. Með samræktun korns og köfnunarefnisbindandi trjáa hefur uppskera af maís og hirsi tvö- til þrefaldast, jafnframt því að draga úr jarðvegseyðingu, bæta vatnsrýmd jarðvegsins og afla fóðurs fyrir búfé. Á stórum svæðum í Austur- Afríku og á hinu svokallaða Sahelbelti skortir um 80% landsins fosfór. Í stað þess að flytja inn dýran fosfóráburð væri unnt að nýta fosfór sem finna má í álfunni, en athuganir sýna að unnt er að þrefalda maísuppskeru í Afríku með eigin fosfórvinnslu. Í mörgum löndum Afríku hafa verið grafnar stórar gryfjur til að safna í vatni á regntímanum til notkunar síðar. Í Vestur-Afríku hafa verið teknar í notkun litlar vatnsdælur, oft knúnar af sólarrafhlöðum, til að vökva gróður á þurrkatímabilum. Þá hafa verið æxluð saman afrísk, asísk og evrópsk kúakyn sem skila auknum afurðum, mjólk og kjöti, af gróffóðri einu. Auk þess eru möguleikar Afríku til fiskræktar góðir, bæði í vötnum og við strendurnar. Í Afríku er það hins vegar enn mikilvægara en hjá okkur að við alla ræktun sé þess gætt að hið viðkvæma vistkerfi beri ekki skaða af. Það er erfitt en ekki ógerlegt verkefni, sem m.a. reynsla frá Senegal sýnir. Landsbygdens Folk/ U. B. Lindström Í fimmta og síðasta lagi heitum við því að vinna fyrir opnum tjöldum og undir eftirliti um að settum reglum sé framfylgt og jafnframt að endurskoða vinnuferla okkar eftir því sem tilefni gefast. Jafnframt framlagi okkar til jákvæðrar þróunar landbúnaðarins munum við verða reiðubúin að grípa inn í með neyðarhjálp þar sem hörmungarástand kemur upp, svo sem nú á sér stað í Sómalíu í Afríku, þar sem þurrkar, uppskerubrestur og borgarastyrjöld hafa leitt til mannlegs harmleiks. Uppbygging landbúnaðar á heimsvísu gerir miklar kröfur til þjóða heims. Það er þannig eitt metnaðarfyllsta þróunarverkefni sem Bandaríkin hafa staðið andspænis. Ef það tekst mun framtíð okkar verða friðsamlegri en fortíðin. Nationen

17 17 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Verður nóg að borða? ÍBÚUM JARÐAR fjölgar stöðugt, en á sama tíma gengur ört á ýmsar undirstöður matvælaframleiðslunnar. Það verður því erfitt verkefni að tryggja öllum nægan mat í framtíðinni. Matvælamarkaðir heimsins eru samofnir og þessi þróun mun því hafa gríðarleg áhrif á íslenskan landbúnað á næstu árum og áratugum. Frjótt og aðgengilegt land til matvælaframleiðslu verður einn af hornsteinum velmegunar hér á landi. Mikið þarf af mat Árið 1800 bjó um 1 milljarður manna á jörðinni en árið 1900 voru þeir 1,6 milljarðar. Íbúafjöldinn er nú 6,8 milljarðar. Fólki hefur því fjölgað um 5,2 milljarða á rúmum 100 árum, eða fleira en búið hefur samanlagt á jörðinni frá upphafi til vorra tíma. Að því gefnu að mannkynið lendi ekki í verulegum hremmingum er líklegt að fjöldi jarðarbúa verði orðinn 9-10 milljarðar um Hvernig mun ganga að metta alla þá munna? Aðgangur að matvælum er afar misjafn. Vegna aukinnar hagsældar borða hundruð milljóna manna mun próteinríkari mat en þeir áður gerðu, í Indlandi og Kína er t.d. um 3-5 földun að ræða. Mestu munar um aukna kjötneyslu, en slík framleiðsla krefst mikillar orku og vatns. Á sama tíma þjakar hungur meira en milljarð og þrátt fyrir háleit markmið alþjóðasamfélagsins um að útrýma hungri í heiminum bætist stöðugt í þann hóp. Ef skyggnst er fram á veginn blasir við erfið áskorun. FAO telur að tvöfalda þurfi matvælaframleiðslu fyrir Ef tekið er mið af neyslubreytingum síðustu ára og markmiðum um að útrýma hungri í heiminum blasir hins vegar við sú staða að jarðarbúar ársins 2050 myndu borða á við 13 milljarða núlifandi manna. Þar við bætist að framleiðsla lífræns eldsneytis tekur til sín stöðugt meira af aðföngum sem ella færu til matvælaframleiðslu. Samkeppni um fæðu og rými til landbúnaðar fer því ört vaxandi. Erfið áskorun Á undanförnum áratugum hefur aukning matvælaframleiðslu í heiminum einkum byggst á aukinni áveitu, áburðargjöf, kynbótum plantna og ruðningi skóga til að fá rými fyrir akra og beitilönd. Af mörgum ástæðum fer það svigrúm minnkandi. Forvitnilegt er að rýna í þróun eftirspurnar eftir matvælum með hliðsjón af sögulegum og áætluðum mannfjöldatölum. Slíkt samhengi mannfjölda og neyslu matvæla, auk íhaldssamrar áætlunar á þætti fæðu í framleiðslu eldsneytis, Landbúnaður Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslunnar andres@land.is fyrir tímabilið 1500 til 2050 kemur fram á meðfylgjandi mynd (CSRO 2009). Sú ógnvænlega áskorun blasir við að á næstu 40 árum þarf að framleiða meira af mat en samanlagt á næstu 500 árum þar á undan og fyrir árið 2060 þarf meira af fæðu en í gjörvallri sögu mannkyns. Heimurinn hefur áður staðist viðlíka áskoranir. Þannig tókst t.d. að tvöfalda matvælaframleiðsluna á árunum 1960 til 2000, á tíma grænu byltingarinnar. Þessi bylting tókst með samblandi af nýrri tækni, kynbótum og fjárfestingum á ýmsum sviðum landbúnaðar. Næsta landbúnaðarbylting krefst annarrar tvöföldunar á framleiðni. Vandinn er þó sá að til umráða gæti orðið minna af landi, vatni, orku, áburði og öðrum aðföngum til framleiðslunnar. Samhliða þarf að mæta takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Ísland og umheimurinn Á heimsvísu hefur landbúnaður afgerandi áhrif á umhverfið, og Ísland er þar engin undantekning. Til að tryggja landkosti og sjálfbæra búskaparhætti þarf að marka heildræna stefnu um varðveislu landbúnaðarlands, endurreisn frjósemi lands og ábyrgð vegna nýtingar á landi m.a. til beitar og ræktunar. Slík heildræn stefna þarf að taka tillit til þeirrar stórfelldu ræktunar sem breytingar á fóður- og matvælamörkuðum munu hafa í för með sér á tímum batnandi ræktunarskilyrða. Eftirspurn eftir landi fer vaxandi víða um heim, og sporna þarf gegn því að alþjóðleg fyrirtæki eða erlend ríki kaupi sér aðgang að landrými og vatni á kostnað íslenskra hagsmuna. Bæta þarf gæði beitilanda til að unnt verði að mæta kröfum um matvælaframleiðslu fyrirvaralítið þegar þrengist að aðföngum til ræktunar. Það kallar á umbætur í stjórn beitar og almennt bann við lausagöngu búfjár nema þar sem sátt er um annað. Afköst í uppgræðslu þarf að stórauka, m.a. til að auka frjósemi jarðvegs. Það er m.a. hægt að gera með því að bændur taki í auknum mæli að sér þjónustuhlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, þ.e. með bindingu kolefnis í gróðri og ekki síst til varanlegrar geymslu í jarðvegi. Frjósemi moldarinnar byggir á kolefni. Hausttilboð á völdum heyvinnutækjum Til að styðja við bakið á viðskiptavinum sínum á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir hafa Pöttinger og Jötunn Vélar tekið höndum saman og bjóða takmarkað magn af völdum heyvinnutækjum með 12% afslætti frá verðlista til áramóta. Vélarnar munu koma til landsins í desember og janúar og getur afhending á samsettum vélum átt sér stað í kjölfarið. Við vekjum athygli á að einungis er um 80 tæki í allt að ræða. Þau tæki sem um ræðir eru eftirfarandi. 30 stk. Novadisk 305 og 400 diskasláttuvélar 10 stk. Eurohit stjörnu heyþyrla 20 stk. Eurotop 701 A 2 stjörnu miðjumúgavél 10 stk. Novacat 305H diskasláttuvél með miðjulið 10 stk. Eurotop 380N 1 stjörnu múgavél Undanfarin ár hafa Pöttinger heyvinnutækin verið markaðsleiðandi á Íslandi með markaðshlutdeild á bilinu 25-30%. Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax:

18 18 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Á markaði Afkoma á kúa- og sauðfjárbúum 2008 rekstrarkostnaður fer hækkandi og fjármagnskostnaður að sliga búin Föstudaginn 13. nóvember sl. kynnti Hagþjónusta landbúnaðarins, niðurstöður úr uppgjöri búreikninga ársins Í uppgjörinu var unnið úr upplýsingum frá 302 búum. Þar af voru 150 sérhæfð kúabú og 89 sérhæfð sauðfjárbú. Að auki voru 64 öðruvísi samsett bú þar sem mjólkur- og/eða kindakjötsframleiðsla kemur einnig víða við sögu. Búreikningabúin framleiddu alls 27% innveginnar mjólk ur á árinu 2008 (34 millj. lítra) og 13,2% kindakjötsframleiðsl unnar (1.177 tonn). Rekstur kúabúa samanburður við árið 2007 Meðal innvigtun mjólkur á 116 sérhæfðum kúabúum var lítrar árið 2008 og meðal innvigtun á kú nam lítrum. Tekjur af aðalstarfsemi, framleiðslu nautgripaafurða, jukust um 16,5%, bæði hafa búin stækkað lítillega og eins hækkaði mjólkurverð á árinu. Breytilegur kostaður hækkaði hins vegar um 32%. Þar vegur þyngst 61% hækkun á liðnum áburði og sáðvörum, eða nærri 4 krónur á lítra innveginnar mjólkur. Þjónusta hækkaði um 27,3%, rekstur búvéla þ.m.t. eldsneyti um 22,8% og fóður um 20,2%. Framlegð hækkar um 10,2% en framlegðarstig búsins, þ.e. hlutfall reglulegra tekna sem er eftir til að greiða fastan kostnað, afskriftir og fjármagnsliði lækkar því úr 65,2% í 60,9%. Þessa breytingu virðist einkum mega rekja til hækkana á erlendum aðföngum bæði vegna hækkana á heimsmarkaðsverði sem og lækkun gengis krónunnar. Hálffastur kostnaður, þ.m.t. laun eigenda (bóndans) stóð nánast í stað (hækkun um 2,1%). Niðurstaðan er því að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hækkar um 16,9% milli ára Afskriftir voru 11% minni á árinu 2008 og liggur sú breyting fyrst og fremst í lægri afskriftum véla, eða úr þús. kr. í þús. kr. Stóri skellurinn er síðan fjármagnsliðirnir sem hækka um 27,5 milljónir kr. milli ára (692%). Greinilegt er að kúabúin eru fjármögnuð að verulegu leyti í erlendum lánum og hrun krónunnar því megin orsök þessa auk hárra vaxta og verðbólgu. Rekstur sauðfjárbúa samanburður við árið 2007 Alls nær samanburðurinn til 71 bús. Vetrarfóðruðum kindum fjölg aði um 10 milli ára og tekjur af aðalstarfsemi aðrar en beingreiðslum þús. kr. í Búrekstur Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is þús. kr. (18,2%). Tekjur af beingreiðslum hækkuðu um 20,9% sem má að verulegu leyti rekja til hækkaðs gæðastýringarálags, samkvæmt sauðfjársamningi sem tók gildi 1. janúar Breytilegur kostaður hækkaði um 27,2%. Þar vegur þyngst 44% hækkun á liðnum áburður og sáðvörur, þá hækkaði aðkeypt fóður um 16,8. Framlegð hækkar um 8,5% en framlegðarstig búsins, þ.e. hlutfall reglulegra tekna sem er eftir til að greiða fastan kostnað, afskriftir og fjármagnsliði lækkar því úr 66,4% í 62,8%. Hálffastur kostnaður, þ.m.t. laun eigenda (bóndans) hækkaði um 7,4% Niðurstaðan er því að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hækkar um 11,6% milli ára. Afskriftir voru 10,8% minni á árinu 2008 og líkt og á kúabúum liggur sú breyting fyrst og fremst í lægri afskriftum véla. Fjármagnsliðirnir hækka um 319% Helstu niðurstöður úr samanburði áranna 2007 og 2008, 116 kúabú, þús. kr Breyting % Innvegin mjólk Heildartekjur ,9 Tekjur af nautgripum ,5 Breytilegur kostnaður ,1 Hálffastur kostnaður ,1 Afskriftir ,4 Fjármagnsliðir ,8 Hagnaður fyrir afskriftir ,9 og fjármagnsliði Hagnaður/tap Framlegðarstig 65,2 60,9 Skuldir alls ,8 Höfuðstóll Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir september 2009 okt.09 ágú.09 nóv.08 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2009 okt.09 okt.09 október '08 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,2 6,4-9,0 25,6% Hrossakjöt ,3 0,4 9,2 3,9% Nautakjöt ,9 4,0 0,4 13,7% Kindakjöt ,1-0,6-0,8 32,8% Svínakjöt ,3-12,0 0,3 24,0% Samtals kjöt ,7-0,9-2,3 Sala innanlands Alifuglakjöt ,1 0,3-8,2 28,8% Hrossakjöt ,0-6,2 10,3 2,8% Nautakjöt ,0 5,4 0,1 15,2% Kindakjöt* ,7 1,2-14,4 26,6% Svínakjöt ,3-11,1 0,0 26,6% Samtals kjöt ,1-1,8-6,3 * Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. (3.118 þús. kr.). Sauðfjárbúin virðast því í minna mæli vera fjármögnuð með erlendum lánum. Á móti kemur að veltan á þeim er lítil og af litlu að taka til að fást við sveiflur af þessu tagi. Samantekt Niðurstöður úr uppgjöri búreikninga síðasta árs draga skýrt fram þann fjárhagsvanda sem allur búrekstur stendur frammi fyrir og er afleiðing fjármálahrunsins síðastliðið haust. Nauðsynlegt er að tekið verði á fjárhagsvanda fyrirtækja í landbúnaði. Ljóst er af rekstrartölum að reksturinn heldur sínu striki þó áhrif gengislækkunar á aðfangaverð séu ekki að fullu komin fram auk þess sem framlög samkvæmt búvörusamningum hafa verið skert. Þessi niðurstaða undirstrikar nauðsyn þess að tekið verði á fjárhagsvanda búanna þannig að skuldir verði aðlagaðar rekstrinum með þeim hætti þó að eigendur sjái fram á að mynda eigin fé í rekstrinum. Strax á árinu 2008 sést að bændur hafa dregið saman í fjárfestingum til að bregðast við breyttri stöðu en til framtíðar verður eðlileg endurnýjun að geta átt sér stað ásamt því að eigendur geti tekið út eðlilegt endurgjald fyrir vinnu sína. Helstu niðurstöður úr samanburði áranna 2007 og 2008, 71 sauðfjárbú, þús. kr Breyting Innvegið kindakjöt, kg Heildartekjur ,0 Tekjur af sauðfé ,4 Breytilegur kostnaður ,2 Hálffastur kostnaður ,4 Afskriftir ,8 Fjármagnsliðir ,7 Hagnaður fyrir afskriftir ,6 og fjármagnsliði Hagnaður/tap ,3 Framlegðarstig 66,4 62,8 Skuldir alls ,6 Höfuðstóll Innflutt kjöt Tímabil janúar - september Árið 2009 Árið 2008 Alifuglakjöt Nautakjöt Kindakjöt 61 0 Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals

19 19 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Nú er lokið afkvæmaprófun nauta Nautastöðvar BÍ sem fædd voru árið Ætlunin er hér á eftir að gefa yfirlit um nokkrar niðurstöður um dætur þessara nauta sem þegar liggja fyrir. Alls voru afkvæmarannsökuð 22 naut í árgangi Af þeim eru 14 þeirra undan Soldán 95010, 4 undan Túna 95024, 3 undan Punkti og 1 undan Seif Heildarmynd þessara dætrahópa er nokkuð breytileg og er þessi nautaárgangur ekki líkt því eins sterkur í ræktuninni og nautaárgangur Hér fylgja umsagnir um helstu einkenni dætrahópa nautanna. Öðlingur F: Túni 95024, M: Ítalía 198, Furubrekku, MF: Almar Mun fleiri dætur Öðlings eru tvílitar en einlitar. Algengast er huppóttar eða skjöldóttar. Grunnlitirnir rauður og bröndóttur eru langalgengastir. Afurðasemi dætra Öðlings er fremur góð en aðrir eiginleikar fremur slakir og í heild er Öðlingur fremur slakt naut. Dæturnar eru með frekar létta bolbyggingu og yfirleitt í tæpu meðallagi að stærð. Júgurfesta og júgurdýpt góð, júgurband í tæpu meðallagi, spenar langir en allvel staðsettir. Mjaltir slæmar en skapgóðar kýr. Öðlingur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Bani F: Soldán 95010, M: Sunneva 266, Búvöllum, MF: Daði Rauði liturinn er einkennislitur þessara kúa en flesta grunnliti nema gráan gaf að líta í hópnum. Flestar eru kýrnar rauðhuppóttar eða rauðskjöldóttar. Afurðasemi dætra Bana er mikil og skila kýrnar miklu í verðefnum. Þær eru virkjamiklar en fremur grófbyggðar. Júgurgerð er í meðallagi en júgurdýpt slök. Spenar eru vel gerðir og staðsetning þeirra góð. Umsögn um mjaltir er breytileg og seinar mjaltir finnast en kýrnar eru skapgóðar. Bani verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Brekkan F: Punktur 94032, M: Skinna 12 Litlu Brekku, MF: Tuddi Langflestar dætur Brekkans eru einlitar eða yfir 80%. Rauði og bröndótti liturinn eru yfirgnæfandi þó að grunnliti aðra en gráu litina sé þar að sjá. Afurðasemi dætra Brekkans er góð bæði hvað varðar afurðamagn svo og prótein og fitu. Þetta eru fremur bolgrannar og útlögulitlar kýr, malir eru breiðar og sæmilega lagaðar, fótstaða fremur slök. Júgurfesta, og júgurdýpt í slöku meðallagi, en spenar vel lagaðir og mjög vel settir. Mjaltir í slöku meðallagi og kýrnar sérlega skapgóðar samkvæmt umsögn. Brekkan verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Birkir F: Soldán 95010, M: Rein 449 Ytri Tjörnum, MF: Kaðall Allir grunnlitir finnast í dætrahópi Birkis nema gráu litirnir. Helmingur hópsins er einlitur og algengasti tvílitur er huppóttur. Afurðasemi dætra Birkis er mjög góð, einkum varðandi próteinafurðir. Þessar kýr eru fremur bolmiklar með góðar útlögur, almennt nokkuð stórar. Malir og fótstaða eru sterk. Júgurgerð góð og júgur vel borin en spenar fremur stuttir og allvel settir. Mjaltir nokkuð breytilegar en að jafnaði í slöku meðaltali. Skap fær breytilega umsögn. Birkir hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Gyllir F: Seifur 95001, M: Fluga 254 Dalbæ I, MF: Soldán Alla grunnliti nema gráu litina er að sjá í þessum dætrahópi. Meirihluti dætrahópsins er einlitur og eru rauðar og kolóttar algengastar. Afurðasemi dætra Gyllis er góð bæði hvað varðar afurðamagn svo og prótein og fitu. Þessi dætrahópur er með mikla boldýpt og góðar Afkvæmarannsóknir á nautum Nautastöðvar BÍ sem fædd voru árið 2003 Tveir nýir nautsfeður sem Nautastöðin er farin að nota, Gyllir (t.v.) og Ófeigur útlögur. Malir eru fremur grannar breiðar og jafnar, fótstaða fremur slök. Júgurgerð er mjög góð, og vel borin júgur, spenar góðir og vel staðsettir. Mjaltir eru afbragðsgóðar og kýrnar skapgóðar. Gyllir hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Akur F: Túni , M: Nr. 154 Stóru Mörk, MF: Máni Einkennislitur systrahópsins er rauð ur en samt var þar alla grunnliti að finna. Meiri hluti dætrahópsins er einlitur, flestar tvílitu kýrnar eru huppóttar en þó eru allmargar húfóttar. Afurðasemi dætra Akurs er slök, þó er próteinhlutfall hátt. Þetta eru kýr með sterka yfirlínu, og vel gerðar malir og góða skrokkbyggingu. Júgurgerðin er gallalítil og spenar hæfilega langir en þykkir og fremur grófir. Umsögn um mjaltir er mjög jákvæð en breytileg um skap. Akur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Arfur F: Soldán 95010, M: Fenja 172, Gunn bjarnarholti, MF: Hólmur Mikill litafjölbreytileiki einkennir þennan dætrahóp. Hér eru rauður, bröndóttur og kolóttur litur allir algengir, einnig komu fram svartar kýr og eru tvílitar kýr í meirihluta og algengastar eru skjöldóttar. Afurðasemi dætra Arfs er allmikil og próteinhlutfall er yfir meðallagi. Þetta eru sterkbyggðar kýr með mikla boldýpt og fremur breiðar en þaklaga malir. Júgur fremur illa löguð en júgurband í tæpu meðallagi og júgurdýpt mikil. Spenar fremur stuttir, vel gerðir og vel settir. Mjaltir í slöku meðaltali. Skapgóðar kýr. Arfur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Trukkur F: Soldán 95010, M: Turbó 212, Kotlaugum, MF: Hvanni Rauðar kýr eru algengastar í þessum hópi en einnig eru bröndóttar og kolóttar kýr nokkuð algengar. Meirihluti kúnna er tvílitur og algengasti tvílitur er huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Trukks er góð og próteinhlutfall er mjög gott. Þessar kýr hafa góða boldýpt og útlögur, malir eru fremur grannar en vel lagaðar, skrokkfallegar kýr. Júgurbygging er fremur slök og júgurdýpt fremur mikil. Spenar fremur langir en mjög vel lagaðir og allvel settir. Mjaltir slakar en kýrnar eru skapgóðar. Trukkur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Hegri F: Soldán 95010, M: Örk 166, Hamri, MF: Almar Rauður er algengastur grunnlita í þessum hópi en flestir grunnlitirnir finnast. Ríflega helmingur dætrahópsins er einlitur og huppóttur og skjöldóttur algengustu tvílitir. Afurðasemi dætra Hegra er mjög góð bæði hvað varðar afurðamagn og verðefni. Þessar kýr eru fremur grannbyggðar með slaka yfirlínu, meðalbreiðar, fremur flatar og jafnar malir. Mjög góð fótstaða. Júgur vel löguð og vel borin. Spenar og spenagerð góð. Mjaltir í slöku meðallagi og nokkuð um mismjaltir. Kýrnar mjög skapgóðar. Hegri hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Draumur F: Túni , M: Rauðanótt 222 Vorsabæ I, MF: Skutur Flestir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi. Algengastir eru rauður og kolóttur. Algengustu tví litir eru huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Draums er af bragðsgóð bæði hvað varðar afurða magn og verðefni, þó er próteinhlutfall liðlega í meðaltali. Þetta eru fremur bolmiklar kýr með fremur grófa yfirlínu. Góðar malir, þaklaga og góð fótstaða. Júgurgerð er nokkuð breytileg. Spenar langir en allvel settir. Mjaltir fremur slakar og allmikið um mismjaltir en skap í meðallagi. Draumur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Mjölnir F: Soldán 95010, M: Gæla 294 Ytri Skógum, MF: Trefill Hér eru rauði og bröndótti liturinn mjög ráðandi í hópnum. Meiri hluti kúnna er tvílitur og langalgengasti tvílitur er skjöldóttur. Afurðasemi dætra Mjölnis er í meðallagi, þó er próteinhlutfall mjög hátt. Þetta eru grannbyggðar kýr með góða malabyggingu en fremur slaka fótstöðu. Júgurgerðin er fremur slök. Spenar hæfilega langir, vel gerðir og vel staðsettir. Mjaltir í meðallagi en skap mjög gott. Mjölnir verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Vængur F: Punktur 94032, M: Óvissa 262 Miðengi, MF: Soldán Mikill litafjölbreytileiki einkennir þennan dætrahóp. Nær allar kýrnar eru tvílitar. Enginn tvílitur sker sig mjög úr en allmargar eru húfóttar eða krossóttar. Afurðasemi dætra Vængs er afbragðsgóð bæði hvað varðar mjólk og verðefni mjólkur. Þessar kýr eru fremur bolgrannar með sterka yfirlínu, fremur grannar malir og þaklaga og fótstöðu í meðallagi. Júgurgerðin er breytileg en yfirleitt slök, spenar hæfilega langir en vel lagaðir og vel settir. Mjaltir fremur slakar og nokkuð um mismjaltir. Kýrnar mjög skapgóðar. Vængur hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Rex F: Soldán 95010, M: Öld 177 Dýrastöðum, MF: Kolur Rauði og bröndótti liturinn er langalgengastur. Meirihluti kúnna er einlitur en algengustu tvílitir eru huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Rex er góð sérlega hvað varðar prótein. Þetta eru virkjamiklar kýr og sterkbyggðar. Malir eru sterkar og vellagaðar og fótstaða góð. Júgurgerðin er í góðu meðallagi. Spenar eru vel lagaðir en staðsetning breytileg. Mjaltir eru slæmar og nokkuð um mismjaltir og skap breytilegt. Rex verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Máni F: Soldán 95010, M: Tröð 482 Drumb oddsstöðum I, MF: Stígur Flestir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi. Meirihluti dætrahópsins er einlitur og huppóttur og skjöldóttur eru algengustu tvílitir. Afurðasemi dætra Mána er góð bæði hvað varðar mjólk og verðefni. Þessar kýr eru nokkuð breytilegar að stærð, en með góðar útlögur en grófa yfirlínu. Malir fremur breiðar, lítið eitt hallandi og lítið eitt þaklaga. Júgur velborin og vel gerð. Spenar ívið of langir en vel settir. Mjaltir í meðallagi góðar og kýrnar skapgóðar. Máni hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Tópas F: Punktur 94032, M: Perla 79 Króki, MF: Búi Þessi dætrahópur einkennist af því að allir grunnlitir nema grátt finnast og eru rauður og bröndóttur ráðandi. Meirihluti dætrahópsins er einlitur en flestir tvílitir finnast. Afurðasemi dætra Tópasar er afbragðsgóð, einkum hvað varðar afurðamagn, prótein og fitu hlutföll eru í meðaltali. Þetta eru grannbyggðar kýr, með fremur slaka yfirlínu. Malir grannar og mjög þaklaga, fótstaða fremur þröng og lítið eitt hokin. Júgur er vel lagað og allvel borið, sterkt júgurband. Spenar eru stuttir og vel lagaðir og vel settir. Mjaltir mjög góðar en umsögn um skap í meðallagi. Tópas hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Leiknir F: Soldán 95010, M: Blökk 181 Hraunhálsi, MF: Negri Svarti liturinn er algengastur í þessum dætrahópi en alla grunnlitina nema gráan er þar að sjá. Um tveir þriðju kúnna eru einlitar og nær öll afbrigði af tvílit finnast. Afurðasemi dætra Leiknis er mjög góð, þó er fituhlutfall fremur lágt. Þessar kýr eru boldjúpar með góðar útlögur, góða yfirlínu, malabyggingu í meðallagi og góða fótstöðu. Júgurgerð er í slöku meðalagi, þó júgurband sé sterkt. Spenar eru langir og fremur grannir og staðsetning framspena breytileg. Mjaltir slæmar og allmikið um mismjaltir. Umsögn um skap breytileg. Leiknir verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Finnur F: Soldán 95010, M: Finna 158 Móeiðarhvoli ( frá Miðkoti), MF: Dúri Algengasti litur hjá þessum kúm er rauður og bröndóttur en einnig finnast aðrir grunnlitir. Um helmingur hópsins er einlitur en algengustu tvílitir eru huppóttur og skjöldóttur. Afurðasemi dætra Finns er mjög góð, einkum hvað varðar verðefni. Þessar kýr eru fremur stórar með mikið bolrými og útlögur en nokkuð grófbyggðar, með góða fótstöðu. Júgurgerð er í slöku meðallagi og allt of mikið ber á of síðu júgri. Spenar fremur langir, vellagaðir, en staðsetning framspena mjög breytileg. Bæði mjaltir og skap fá jákvæða umsögn. Finnur hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Hvinur F: Soldán 95010, M: Fjóla 437 Hríshóli, MF: Óli-Búi Rauður eða bröndóttur litur er algengastur hjá þessum kúm, og aðra grunnliti er vart að finna. Ríflega helmingur hópsins er tvílitur og finnast flestar útgáfur. Afurðasemi dætra Hvins er fremur slök, einkum hvað varðar mjólkurmagn þó er próteinhlutfall hátt. Kýrnar eru yfirleitt fremur stórar með góða boldýpt og útlögur en fremur grófa yfirlínu. Malabygging er sterk og fótstaða mjög góð. Júgur festa og júgurband gott en júgur tæplega nógu vel borið Spenar ívið of langir en vel gerðir og vel settir. Mjaltir slæmar. Skapgóðar kýr. Hvinur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Skandall F: Soldán 95010, M: Tígla 94 Nýjabæ II, MF: Óli Þessar kýr eru langflestar annað tveggja rauðar eða bröndóttar. Mun fleiri eru tvílitar og algengastar eru huppóttar og skjöldóttar. Afurðasemi dætra Skandals er afbragðsgóð hvað varðar afurðamagn og prótein en síðri hvað varðar fitu. Þessar kýr eru yfirleitt í meðallagi stórar og fremur grannbyggðar. Malir fremur breiðar þokkalega lagaðar og fótstaða góð. Júgur allvel gerð en júgurdýpt of mikil. Spenar hæfilega langir, vel gerðir og vel staðsettir. Mjaltir fremur slakar og skap í meðallagi. Skandall hefur verið tekinn í framhaldsnotkun. Brunnur F: Túni , M: Ljóma 121 Efri Brunná, MF: Búi Allir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi en algengastir eru rauður og bröndóttur. Um helmingur hópsins er einlitur en algengustu tvílitir eru skjöldóttur, huppóttur eða leistóttur. Afurðasemi dætra Brunns er góð einkum fyrir mjólkurmagn en síðri fyrir prótein og fitu. Fremur fínlegar og grannbyggðar kýr með sterka fótstöðu. Júgur er yfirleitt mjög vel borið, júgurfesta mjög góð og júgurband sterkt. Spenar eru fremur grannir en vel settir. Mjaltir góðar. Skapgóðar kýr. Brunnur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu, en beðið meiri upplýsinga. Depill F: Soldán 95010, M: Sjöfn 172 Hjarðarfelli, MF: Krossi Allir grunnlitir finnast í þessum dætrahópi en algengastir eru rauður og bröndóttur. Flestar kýrnar eru tvílitar og meirihlutinn skjöldóttur. Afurðasemi dætra Depils er góð einkum hvað varðar prótein. Þetta eru sterkbyggðar kýr með góða boldýpt og útlögur, allgóða malabyggingu og sterka fótstöðu. Júgur vel lagað og júgurfesta góð. Spenar vel lagaðir. Mjaltir slakar. Mjög skapgóðar kýr. Depill verður ekki tekinn í framhaldsnotkun að svo stöddu. Skarpur F: Soldán 95010, M: Skörp 309 Egilsstaðakoti ( frá Litla Ármóti), MF: Almar Alla grunnliti má sjá í þessum dætrahópi. Flestar kýrnar eru tvílitar og öll afbrigði tvílits koma fyrir. Afurðasemi dætra Skarps er góð einkum hvað varðar afurðamagn og verðefni. Þessar kýr eru í meðallagi boldjúpar með fremur sterka yfirlínu. Malir fremur grannar, lítið eitt þaklaga. Góð fótstaða. Júgurgerð frekar slök, spenar vel lagaðir en gleitt settir framspenar. Mjaltir í slöku meðallagi góðar en skap í góðu meðallagi. Skarpur verður ekki tekinn í framhaldsnotkun. Magnús B. Jónsson Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir

20 20 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Líf og starf Verðlaunahafar í Eyjafirði f.v.: Þór og Aðalheiður í Kristnesi, Vaka á Brattavöllum, Sigurhanna á Hofi, Pálmi í Nesi, Friðrik og Sigurbjörg á Grund, Jónas á Rifkelsstöðum II, Benjamín á Ytri- Tjörnum, Níels í Torfum, Ármann á Skáldsstöðum, Gunnsteinn og Dagbjört á Sökku, Ingólfur í Þríhyrningi, Bogi á Stóra-Hamri I og Helgi á Syðri-Bægisá. Verðlaunahafar í S-Þing. ásamt formanni BSSÞ, aftari röð f.v.: Jón á Auðnum form., Ólafur og Elín á Fljótsbakka, Karl í Veisu, Unnur og Jón í Víðiholti, Víðir í Úlfsbæ, Árni í Miðhvammi og Sigurður á Lækjamóti. Fremri röð f.v.: Sigríður á Laxamýri, Friðgeir á Breiðumýri og Sveinbjörn á Búvöllum. Á myndirnar vantar nokkra verðlaunahafa. Fold 583 á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit (hér að ofan) bar af öðrum kúm í Eyjafirði. Hún fékk 89 í dómseinkunn og 304 í heildarstig. Skýrt var frá niðurstöðum kúadóma í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu og viðurkenningar veitt ar á fundum sem haldnir voru nýlega í Hlíðarbæ í Hörgár byggð og á Narfastöðum í Reykjadal. Um nokkurt árabil hafa flestar fyrsta kálfs kvígur á þessu svæði verið útlitsdæmdar. Einn aðaltilgangur kvíguskoðunarinnar er að fá afkvæmadóma á ungnautin, en jafnframt að styrkja dóm eldri nauta. Þegar jafnframt liggja fyrir kynbótaeinkunnir kúnna varðandi afurðir hefur hver árgangur verið tekinn til uppgjörs og var nú komið að kúm fæddum árið Gallerýið í sveitinni, Teigi Eyjarfjarðarsveit. Bjóðum fólki sem er á ferð um Norðurland að skoða fjölbreytt úrval í list og handverksvörum. Vinsamlegast hafið samband ef hópar hefðu áhuga á að líta við. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl Aðra daga má hringja í síma Gerða eða Svana. Allir hjartanlega velkomnir. Kýr verðlaunaðar í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu Bændur blogga Nú hefur Bændablaðið ákveðið að hrinda af stað nýjum þætti í blaðinu þar sem fengin eru að láni dagbókarbrot hjá bændum til að skyggnast inn í daglegt líf í sveitum landsins. Mun blaðið nota bloggfærslur af Netinu og þiggur ritstjórn með þökkum ábendingar um bændur sem notast við blogg til dagbókarskrifa. Þeir sem bent geta á slíkar síður eru vinsamlega beðnir um að senda línu á netfangið ehg@ bondi.is Sá árgangur samanstóð af alls 1653 kúm, 1249 í Eyjafirði og 404 í Suður-Þingeyjarsýslu. Kýrnar voru á 158 búum, mjög mismargar á hverju, eða frá 1 upp í 50. Meðaleinkunn fyrir skrokkbyggingu reyndist vera 27,9 stig, 16,8 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 17,7 fyrir mjaltir og 4,7 fyrir skap. Í dómseinkunn gerir þetta að meðaltali 83,4 stig. Einkunnin sveiflaðist frá 75 stigum upp í 90. Svanur H. Guðmundsson bóndi í Dalsmynni í Eyja- og Miklholtshreppi Refaveiðarnar, ríkið, möppudýrin og mófuglinn sem tjónast Nú stefnir í að ríkið hætti að taka þátt í refaveiðunum. Það hlálega við þennan sparnað er það að við grenjavinnsluna vinna undantekningarlítið verktakar sem skila ríkissjóði VSK af öllum reikningum. Sýnt hefur verið fram á að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti vegna refaveiðanna er meiri en þessar millur sem hafa farið í endurgreiðsluna, enda er það gamalt baráttumál sveitarfélaganna að fá endurgreiddan vaskinn vegna veiðanna. Verði þetta að veruleika mun margt breytast í refaveiðinni. Hluti sveitarfélaganna mun halda áfram veiðunum en þjarma að veiðimönnunum með greiðslur fyrir verkið. Önnur munu leggja af skipulegar veiðar og bændur og áhugasamir veiðimenn sinna þessu skipulagslaust. Þetta mun þýða það að skýrsluhald Umhverfisstofnunar vegna veiðanna mun leggjast af, því forsendur endurgreiðslunnar voru nákvæmar veiðiskýrslur frá veiðimönnum/sveitarfélögum. Lokka 224 á Lækjamóti í Köldukinn (efst til vinstri) og Lóa 450 í Grímshúsum í Aðaldal (lengst til vinstri) fengu hæstu dómseinkunn þingeyskra kúa, 90, en Mósa 129 á Breiðumýri í Reykjadal varð efst í heildarstigum, hlaut 301 stig. Eigendur þessara kúa fengu sem viðurkenningu stækkaðar myndir af kúnum, gefnar af búnaðarsamböndunum á viðkomandi svæðum. Að loknu fyrsta mjólkurskeiði kýrinnar, þ.e. þegar hún hefur fætt sinn annan kálf, fær hún reiknaða út kynbótaeinkunn þar sem tekið er tillit til hennar eigin afurða, til viðbótar ætternismati. Út frá kynbóta- og dómseinkunninni er reiknuð út heildareinkunn fyrir kýrnar. Á það að vísu einungis við þær kýr úr þessum árgangi sem lifandi voru um síðustu áramót. Heildareinkunnin er reiknuð þannig: Dómseinkunn x 2 + kynbótaeinkunn + eigið frávik fyrir afurðir. Búnaðarsamböndin veittu eigendum þriggja stigahæstu kúnna á hvoru svæði verðlaunastyttur, gull-, silfur- og bronskýr, auk stækkaðra mynda af kúnum. MÞÞ Ekkert sveitarfélag mun skila inn veiðiskýrslum vegna refaveiða komi þetta til framkvæmda. Ég þekki persónulega vel hvað skeður þegar stærð refastofnsins takmarkast af afkomumöguleikum þeirra á veiðisvæðinu/óðalinu sínu sem minnkar sífellt eftir því sem fjölgunin verður meiri. Mófuglinn þurrkast fljótlega út því þó rebbinn sé klókur um margt rányrkir hann fuglinn og hreinsar gjörsamlega upp egg og unga. Mér hefur sýnst að mófuglinn sé ótrúlega staðbundinn, því það tekur mörg ár fyrir svona svæði að ná sér upp eftir að búið er að koma refastofni svæðisins í skaplegt horf. Þegar svona offjölgun verður og mófuglinn þrotinn er stutt í að rebbi snúi sér að lömbum og síðan fullorðnu fé þegar kemur fram á haustið. Skynsamlegt væri hjá þessari krísuríkisstjórn ef halda á því til streitu að hætta aðkomu að refaveiðum að taka upp endurgreiðslu virðisaukaskatts af veiðunum. Með því myndi kostnaður margra sveitarfélaganna standa í stað og veiðiskýrslurnar skila sér inn. Ef niðurstaðan verður hinsvegar sú að skipuleg refaveiði leggist af í mörgum sveitarfélögum væri skynsamlegt að setja pening og atvinnulaus möppudýr í að fylgjast með hvað gerist úti á mörkinni þegar rebbanum fjölgar. En nú um stundir er það víst ekki skynsemin heldur örvæntingin sem ræður ríkjum. Og hetjur lyklaborðanna munu fara á því meiri kostum um málið sem þeir vita minna um lífríkið.

21 21 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Frá Ullarmatsnefnd Um ullarflokkun og ullarmóttöku haustið 2009 Nú fer í hönd tími haustrúnings og því vill Ullarmatsnefnd minna á nokkur mikilvæg atriði sem bændur þurfa að hafa í huga varðandi flokkun og frágang ullar. Eins og flestum er kunnugt þá hefur innanlandssala á lopa gengið mjög vel að undanförnu þar sem lopaflíkur eru tískuvara dagsins og mikið er prjónað um allt land. Til þess að svara þessari eftirspurn er mjög mikilvægt að sem mest af ullarframleiðslunni standist gæðakröfur til framleiðslu á handprjónabandi. Miklu skiptir að ullin sé flokkuð strax við rúning til þess að öll ull sem stenst gæðakröfur lendi í réttum flokkum. Flokkun við rúning Í fyrsta lagi viljum við hvetja eindregið til þess að allir flokki ullina heima en sendi hana ekki óflokkaða í þvottastöð. Allt of margir senda frá sér óflokkaða ull og þar með tapast sá hluti af ullinni sem etv. hefði getað flokkast í H-1 og M-1. Ef ull er send óflokkuð til þvottastöðvar, er óskemmd hvít ull meðhöndluð sem H-2 og sauðalitir sem M-2. Kostnaður vegna auka meðhöndlunar er dreginn frá verðmæti óflokkaðrar ullar 10,- krónur á innlagt kg. Reglur um ullarflokkun er að finna á heimasíðu Ístex, en nokkur atriði sem við viljum draga sérstaklega fram eru eftirfarandi: Ull af lömbum þarf alltaf að flokka og ekki má senda hana óflokkaða og merkta sem lambaullarflokk. Hvít óskemmd lambaull fer í lambsullarflokkinn H-Lambaull en lítið gallaða lambaull (gula eða toggrófa) þarf að flokka frá og hana skal merkja sérstaklega sem H2-Lamb. Lambaullin er mýksta og besta ullin ef hún er óskemmd og því mikilvægt að henni sé haldið til haga en hana þarf samt að flokka. Um hvíta ull af fullorðnu fé gegnir sama máli, of margir sleppa því að flokka gallaða ull frá og setja reyfin í heilu lagi í H-1. Gulir jaðra, þellitla ull og toggrófa ull af lærum á að taka frá og flokka í H-2 þó megnið af reyfinu geti flokkast í H-1. Sama gildir um ull með húsagulku sem kemur fljótt í neðri hluta reyfisins ef fé er hýst fyrir rúning. Við rúninginn á að taka kviðull og hnakkaull frá strax og láta aldrei blandast við ullarreyfið sjálft. Þessari ull er réttast að fleygja. Ef litamerkingar hafa verið notaðar, á undantekningalaust að taka litaða lagða frá og fleygja þeim strax. Taka þarf frá ónýta og skemmda ull og setja í úrkast. Þetta á m.a. við um þófna ull, ull með heymori og rusli og annarri mengun. Almennt er reglan sú að hvert reyfi fer að mestu í sama flokkinn eftir að gölluð ull hefur verið tekin frá. Ef vel er að verki staðið á ekki að þurfa Heimaöflunarstig Á ÞESSUM síðustu og verstu tímum heyrast æ fleiri gera sér grein fyrir miklvægi þess að búa að sínu, sem á nútíma máli heitir að stunda sjálfbærni. Þetta sjónarmið fékkst rækilega staðfest af þjóðinni á nýafstöðnum Þjóðfundi í Laugardagshöllinni, einkum í kaflanum um Framtíðarsýn. Því gæti verið skynsamlegt, ekki síst í landbúnaði, að útbúa einhvern mælikvarða, sem má t.d. nefna heimaöflunarskala, þar að lútandi, sem af mætti lesa eins konar,,heimaöflunarstig (summu tengsla og vægis staðbundinna náttúrukosta, þekkingar og vinnuafls), fyrir hvert bú. Meðfylgjandi mynd gæti verið hér til umhugsunar, þótt djúphugsaðar skilgreiningar um þá þætti sem þar skipta mestu máli, þurfi að meta og setja þeim eðlilegt vægi. Hvar skyldi annars hvert og eitt bú vera statt núna á heimaöflunarskalanum? Það skyldi þó ekki vera kominn tími til að líta á lífræna ræktun í nýju ljósi í þessu sambandi, ljósi hinnar fullkomnu heimaöflunar, eða er það einhver regin misskilningur? Með slíkan skala í huga mætti einnig meta ákveðnar aðgerðir. Af því að undirrituðum er málið skylt, væri t.d. fróðlegt að meta hvar færanleg kögglunarsamstæða mundi lenda á þessum skala. Nefni þetta hér, þar sem daginn eftir útkomu þessa tölublaðs Bændablaðsins verður haldinn stofnfundur félags áhugafólks um Heimafóðurverkefnið á Egilsstöðum, verkefni, sem kynnt hefur verið á þessum vettvangi og víðar. Að öllum líkindum verðir greint frá stofnfundi þessum í næsta blaði og greint frá tilgangi félagsins, markmiðum og möguleikum. Þessi stutti og ófullkomni pistill er eingöngu settur fram til umhugsunar um málefni, sem a.m.k. um þessar mundir er greinilega jarðvegur fyrir, en er þó sígilt í eðli sínu. Væri ekki verra ef einhver legði hér orð í belg á síðum Bændablaðsins. Með búskaparkveðju Þórarinn Lárusson að eyða löngum tíma í hvert reyfi. Pökkun og frágangur Flokkaðri ull má troða þétt í poka eða pakka í plast, lofttæma og binda utan um. Alla ullarpoka þarf að merkja með: Nafni og kennitölu innleggjanda. Ullarflokk. Þyngd. Poka nr. og heildarfjölda poka. Við afhendingu fylgi seðill er sýni fjölda poka, flokkun þeirra og heildarþunga ullar. HJÁ MATÍS ohf. hafa farið fram viðamiklar mælingar á steinefnum og snefilsteinefnum í mjólkurvörum og kjöti. Meðal þessara efna eru næringarefnin selen, kalk og járn og aðskotaefnið kvikasilfur. Mælingar á seleni tengjast verkefni sem nefnist Þáttur íslenskra búvara í selenhag kvenna en það er unnið í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Niðurstöður mælinganna hafa verið skráðar í íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) og eru aðgengilegar á vefsíðu Matís, og á Allir þekkja mikilvægi næringarefnanna kalks og járns en minna hefur verið fjallað um selen. Selen er nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og skepnur. Það er nauðsynlegur hluti nokkurra efnahvata líkamans og er meðal þeirra efna sem skipta máli fyrir andoxun í líkamanum. Miklar rannsóknir hafa farið fram á sambandi selens og sjúkdóma eins og krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Magn selens í landbúnaðarafurðum ræðst að miklu leyti af efnasamsetningu og eiginleikum jarðvegs, auk fóðrunar búfjár. Það er því mikilvægt að fylgjast með styrk selens í matvælum frá landbúnaði. Selen í fæðu Í síðustu neyslurannsókn Manneldisráðs frá 2002 reyndist selen í fæðu Íslendinga yfir ráðlögðum dagskammti að meðaltali. Kornvörur og fiskur vógu langþyngst í selenneyslu þjóðarinnar á þeim tíma með um 77% af öllu seleni í fæðu Íslendinga en þáttur landbúnaðarvara var fremur lítill. Flest bendir hins vegar til þess að selen í fæðu landsmanna hafi minnkað verulega frá þessum tíma þar sem nú er að mestu flutt inn selensnautt hveiti frá Evrópu, auk þess sem fiskneysla hefur minnkað, einkum meðal ungs fólks. Það er líklegt að landbúnaðarvörur hafi veigameira hlutverki að gegna fyrir selenneyslu og selenhag landsmanna en áður var. Áhugavert er að rannsaka selen og kvikasilfur samtímis í landbúnaðarafurðum þar sem þessi efni tengjast, einkum ef sjávarafurðir eru nýttar í fóður. Kvikasilfur er eitrað og veldur skaða á þroska miðtaugakerfis fósturs og ungviðis. Rannsókn á efnainnihaldi Gerðar voru mælingar á seleni og 9 öðrum ólífrænum efnum í mjólkurvörum, lambakjöti og nautgripakjöti. Mælingarnar voru gerðar með öflugum massagreini hjá Matís. Sýni úr gerilsneyddri nýmjólk voru tekin hjá MS Selfossi og MS Akureyri í síðustu viku janúar, mars, júní og ágúst Uppgjör Koma þarf upplýsingum um flokkun til Ístex svo hægt sé að undirbúa uppgjör fyrir ullina Á heimasíðu Ístex: Með tölvupósti: istex@istex.is Með símbréfi: Í síma: Meðalefnainnihald mjólkurafurða Afurð Hverju sinni var safnað 10 pakkningum til að ná til mjólkur af öllu samlagssvæðinu. Eitt sýni fyrir hvora mjólkurstöð og hvern mánuð var búið til með því að blanda saman 10 pakkningum. Tekin voru sýni af hreinu himnusíuðu skyri (skyr.is) hjá MS Selfossi og hefðbundnu pokasíuðu skyri hjá MS Akureyri. Sýnatakan fór fram þrisvar sinnum á árinu Sýni sem tekin voru af lambakjöti voru lambalæri tekin í sláturhúsum haustið Tekin voru samtals 12 sýni frá fjórum svæðum: Suðurlandi, Borgarfirði, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Nautgripakjöt var hakk unnið úr heilum skrokkum. Þrjú sýni voru frá Norðurlandi og sjö sýni frá Suðurlandi. Mjólkurvörur eru selen- og kalkríkar Í töflunni hér að ofan má sjá niðurstöður mælinga á próteini, seleni og kalki í nokkrum mjólkurvörum. Í töflunni má sjá að kalkinnihald Gouda osts er sexfalt á við nýmjólk. Marktækur munur kemur fram fyrir selen í nýmjólk eftir árstíma. Mjólkurkúm er gefið meira kjarnfóður á veturna en á sumrin og gæti það verið skýring á hærri styrk selens í vetrarmjólkinni. Skyr framleitt með tveimur aðferðum var rannsakað. Um er að ræða venjulegt skyr frá Selfossi og pokasíað skyr frá Akureyri framleitt með gömlu aðferðinni. Athyglisvert er að skyrið er talsvert selenríkara en nýmjólkin. Samkvæmt samkomulagi milli Ístex, BÍ og LS haustið 2009 þá verður greiðslum háttað þannig að 70% af heildarverðmæti verður greitt í lok janúar ef ullin er skráð í nóvember og í lok febrúar ef ullin er skráð í desember. Eftir þann tíma verði greitt í lok næsta mánaðar eftir skráningarmánuð. Ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2010 verði síðan greidd að fullu fyrir 1. september Kjöt og mjólkurafurðir eru mikilvæg uppspretta steinefna og snefilsteinefna í fæði Íslendinga Ólafur Reykdal og Helga Gunnlaugsdóttir Höfundar starfa hjá Matís Hefðbundna pokaskyrið er próteinríkara og ríkara af seleni en himnusíaða skyrið. Í gömlu skyrframleiðslunni eru fólgin menningarverðmæti og vonandi leggst framleiðsla á þessu skyri ekki af. Prótein g/100g Selen μg/100g Kalk mg/100g Nýmjólk Vetrarmjólk 3,30 2, Sumarmjólk 3,27 2, Allt árið 3,28 2, Skyr Skyr frá Selfossi 11,2 6, Skyr frá Akureyri með gömlu 13,1 9,70 85 aðferðinni Mysa Mysa frá Selfossi 0,2 snefill 109 Mysa frá Akureyri 0,4 snefill 108 Gouda ostur 25,0 21,6 765 Ostamysa 0,9 0,6 35 Selen í kjöti er breytilegt Lamba- og nautgripakjöt er góður járngjafi. Í þessum kjöttegundum mældist járnið um 1,5 mg í hverjum 100 grömmum og veitir það magn um 17% af ráðlögðum dagskammti af járni fyrir fullorðinn karlmann. Kjöt er einnig auðugt af sinki, kopar og seleni. Talsvert greindist af seleni í kjötinu og var magnið svipað og í skyri. Það vakti hins vegar verulega athygli hve breytilegt magns selens var í þessum afurðum og var marktækur munur eftir svæðum fyrir lambakjöt. Selen var þó breytilegt eftir bæjum innan sama svæðis (meira en tvöfaldur munur innan Suðurlands og Norðvesturlands) en að meðaltali er selen hæst á Norðausturlandi og í Borgarfirði. Selen í nautgripakjöti er mjög breytilegt innan sama svæðis. Skýringin er væntanlega breytileg fóðrun og selengjöf. Samkvæmt mælingunum er lambakjöt betri selengjafi en nautgripakjöt. Selen í lambakjöti er í samræmi við gildi sem hafa verið birt erlendis en þó er selen í lambakjöti frá sumum bæjum með því lægsta sem hefur verið birt. Selen í íslenska nautgripakjötinu verður að teljast lágt og í helmingi sýnanna er selen mjög lítið í samanburði við gildi í erlendum heimildum. Athyglisvert er að miðað við þarfir búfjár hefur lítið selen mælst í heyi hér á landi. Mikilvægt er að kanna hvers vegna selen í íslenska kjötinu er eins breytilegt og raun ber vitni. Kvikasilfur var mælt í öllum sýnum og mældist það ekki í neinu sýni, hvorki mjólkurafurðum né kjöti. Þetta atriði endurspeglar vel hreinleika innlendra landbúnaðarafurða með tilliti til kvikasilfurs.

22 22 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Skrúður til fæðu, fjölnytja og fegurðar Hafist var handa við gerð garðs við Núp í Dýrafirði árið 1909 og fékk hann heitið Skrúður, að sögn eftir uppástungu vinnukonu á fermingaraldri á bæ í Köldukinn í Þingeyjarsýslu einhverjum árum áður. Af heitinu er talið að orðið skrúðgarður hafi svo verið tekið og, eins og kunnugt er, notað um þá garða sem eru okkur bæði til augnayndis og fróðleiks. Vitað er að Jón Rögnvaldsson í Fífilgerði í Eyjafirði notaði samheitið skrúðgarður í samnefndu riti árið En hvað sem því líður þá er aldarafmælis garðsins Skrúðs á Núpi minnst þetta árið og því ekki seinna vænna að heiðra þennan ágæta garð með smá umfjöllun á afmælisárinu, auk þess sem hér er um að ræða einn af fáum skrúðgörðum landsins sem eru opnir almenningi og vert er að kíkja á næst þegar leið liggur um Vestfirði. Í fjallshlíðinni Garðurinn Skrúður stendur enn, en það er ekki síst fyrir framtak sem kennarar við Garðyrkjuskólann og fleira áhugafólk um varðveislu garðsins stóð fyrir upp úr 1990, en áratuginn þar á undan hafði garðinum víst hnignað mjög. Árið 1992 var stofnuð nefnd til viðreisnar Skrúði og hafa nemendur Garðyrkjuskólans farið vestur árlega til þess að huga að garðinum og vinna að viðhaldi. Upphafsmaður garðsins var þó hann séra Sigtryggur Guðlaugsson, sem var allt í senn prestur, skólastjóri og kennari að Núpi. Sigtryggur og frú Hjaltlína, kona hans, voru lengi framan af einnig umsjónarfólk garðsins. Sigtryggur var fæddur í Garðsárdal í Eyjafirði og var prestur í Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi Nú er góður tími til þess að fara í göngu í næsta lystigarð eða skrúðgarð og skoða gróðurinn í snemmvetrar búningi. Nú þegar komið er vel fram í nóvember þá er gróðurinn kominn í vetrarskrúðann og augljóst tækifæri til þess að upplifa þær sem slíkar. Þetta er ekki síður áhugavert fyrir þau sem eru að huga að einhverri endurnýjun í garðinum og eru að velta fyrir sér hvaða plöntur er gaman og gott að velja. Þá er nefninlega ekki síður mikilvægt að sjá hvernig þær eru yfir vetrartímans eins og yfir sumartímann. Ljósavatnsprestakalli áður en hann fluttist vestur að Núpi þar sem bróðir hans bjó fyrir. Sigtryggur skrifar svo um tilurð garðsins: Við bræður Kristinn og eg höfðum erft frá föður okkar yndi af gróðri jarðar og vinnu að honum. Og þegar eg vorið 1905 fluttist til Dýrafjarðarþinga og settist að hjá bróður mínum, þá bauð hann mér að kjósa hvern blett, sem eg vildi á eignar- og ábýlisjörð sinni, Núpi, Minnisvarði var reistur í garðinum Skrúði við Núp í Dýrafirði um þau hjónin Sigtrygg og frú Hjaltlínu, upphafsfólk og umsjónarfólk garðsins lengi vel. til gróðrarreits mér til ánægju. Þótti mér mjög vænt um boð þetta og ásetti mér að nota það. Garðinum fann Sigtryggur svo stað allskammt frá bænum, örlítið upp í fjallshlíðinni þar sem ræktunarskilyrði þykja heldur hrjóstrug enda einn tilgangur garðsins að sýna fram á það hvað allt væri hægt að rækta þrátt fyrir bág skilyrði. Mannrækt og garðrækt Séra Sigtryggur hugsaði garðinn þó fyrst og fremst sem kennslutæki og lærdómsstað fyrir nemendur á Núpi, þangað sem þeir gætu komið til þess að fræðast um plöntur og garðrækt og ýmislegt annað í náttúrufræðum. Hann lagði töluverða áherslu á ræktun nytjajurta og það að venja nemendur á neyslu þeirra. Í hugmyndafræði hans tíma fóru því saman mannrækt og garðrækt, ekki ósvipað þeim pælingum sem nú liggja að baki skólagörðum samtímans og þeim námsgörðum sem nú eru að sækja fram og komast í Sauðfjársæðingar í vetur NÚ, ÞEGAR framundan eru sauðfjársæðingar, er ástæða til að nefna örfá atriði og velta þeim aðeins fyrir sér. Þessi starfsemi á sér langa sögu hér á landi og hefur skilað miklum framförum í íslenskri sauðfjárrækt. Á síðasta áratug hefur umfang starfseminnar aukist mikið og ekkert vafamál að það á sinn ómælda þátt í miklum ræktunarframförum allra síðustu ára. Það má segja að veiki hlekkurinn í þessari starfsemi hafi verið að upplýsingar um sæðingaárangur frá stöðvunum hafa verið brotakenndari en eðlilegt er um jafn umfangsmikla starfsemi og raun ber vitni. Úr þessu var reynt að bæta á síðasta vetri þegar tekin var upp skipuleg skráning sæðinga í FJARVIS.IS, sem gefur möguleika á samræmdu uppgjöri um starfsemina um allt land. Reynt verður að gefa yfirlit um árangurinn í desember 2008 í næsta eða þarnæsta blaði. Við blasir samt að árangri sæðinganna hefur líklega eitthvað örlítið hrakað á allra síðustu árum. Þetta er þróun sem verður að snúa við. Í því sambandi er ástæða til að benda á að um þessa starfsemi getum við helst borið okkur saman við Norðmenn. Við höfum lengstum verið með talsvert meira umfang í þessari starfsemi hér á landi og lengstum hefur árangur okkur við notkun á fersku sæði verið umtalsvert betri en þar. Nú hefur þetta snúist okkur allt á verri veg. Á síðustu tveim árum hefur árangurinn hjá Norðmönnum við notkun á fersku sæði batnað umtalsvert meðan við horfum á öndverða þróun og hafa þeir nú greinilega náð nokkru betri árangri en hér er nú. Þeir hafa lagt gríðarmikla áherslu á vönduð vinnubrögð við sæðingarnar og þakka árangurinn eingöngu því. Þarna er greinilega talsvert fyrir okkur að vinna og full ástæða til, vegna þess að augljóst er að um hagkvæmni sæðinganna er góður árangur lykilatriðið. Þá virðist alveg ljóst að árangur sæðinga, ef notuð er samstilling gangmála, verður lakari með hverju ári og virðist ekki með nokkru móti mögulegt að mæla með slíku nema þegar sérstakar aðstæður kalla á það. Á síðustu árum hafa sæðingatilraunir aðallega snúið að notkun á djúpfrystu sæði. Árangurinn við notkun þess reynist of breytilegur en þar sem mest er vandað til verka eru menn að ná góðum árangri. Ljóst er samt að þessi aðferð verður um kostnað aldrei samkeppnisfær við notkun á fersku sæði og virðist sem á næstu árum verði notkun þess öðru fremur bundin nokkrum svæðum á landinu sem enn búa við ótryggar samgöngur á þeim tíma sem þessi starfsemi fer fram. Tilgangur sæðinganna, sem er að dreifa besta erfðaefninu í stofninum hraðar en mögulegt er á tísku, en þar læra börnin einmitt að rækta ofaní sig um leið og fram fer kennsla í ýmsu tengdu náttúrufræðum og fleiri fögum. Fyrstu nytjaplönturnar sem ræktaðar voru í Skrúði voru kartöflur, rófur og rabbarbari en fljótlega bættust í hópinn berin rifs og sólber, auk kúmens. Íslenskar jurtir voru Sigtryggi einnig ofarlega í huga og komu hér við sögu garðabrúða, blákolla, umfeðmingur, mjað jurt, jarðarber, sigurskúfur, beiti lyng og fjóla. Þessar komu úr Fnjóskadal og Eyjafirði. Aðrar voru nærtækari eins og baldursbrá, aronsvöndur, jökulsóley, melasól, bláklukka, ætihvönn, geitla, brúðberg, brönugrös og fleiri. Þriðji liðurinn í ræktuninni voru svo ýmsar trjátegundir. MÉR ER sagt að það tíðkist sums staðar á landinu að tjóðra hunda langtímum saman og við illa aðbúð stundum. Hundaeigendur sem þetta gera ættu að gá að sér og hugsa til þess hvernig aumingjans hundunum líður og setja sig í þeirra spor. Í reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra segir svo í III. kafla 9.gr. m.a. Ekki skal skilja hund eftir einan og eftirlitslausan lengur en 6 klst. í senn nema í undantekningartilfellum. Aðeins er heimilt að tjóðra hunda, ef nauðsyn ber til og þá einungis stuttan tíma í senn. Óheimilt er að loka hund inni í litlu, þröngu og gluggalausu rými. Sé hundur hafður í búri eða stíu skulu þau uppfylla lágmarkskröfur, sem koma fram í viðauka við reglugerðina. Hvernig væri að dýralæknar og dýraverndarfólk og allir góðir Reyniplöntur og hvalbeinshlið Á stofndegi garðsins, sem var þann 7. ágúst 1909, var veður gott og nokkur hópur manna viðstaddur. Þessi dagsetning var engin tilviljun en hún átti að vísa í að 150 ár voru þá liðin frá því að séra Björn Þorláksson setti niður fyrstu kartöflurnar í Sauðlauksdal, eða öllu heldur kom þeim fyrir í jarðvegi. Á stofndeginum var reist myndarlegt hlið úr hvalbeinum sem enn stendur og myndar inngang garðsins. Til þess að vekja enn betur athygli nemenda á garðinum og staðnum datt Sigtryggi í hug að bjóða hverjum nemanda sem útskrif aðist úr skólanum að gróðursetja reyniplöntu sem sá hinn sami nemandi gat svo hlúð að og haft umsjón með. Þetta var gert fyrstu ár garðsins og varð auðvitað líka til þess að garðurinn stækkaði og óx um leið og útskrifuðu nemendur skutu þarna rótum á táknrænan hátt og um leið skrúðgarðrækt. Heimildir: Sigtryggur Guðlaugsson: Skrúður á Núpi. Græðsla og gróður í 40 ár. Framkvæmda sjóður Skrúðs, annan hátt og þannig ná meiri ræktunarframförum, má að sjálfsögðu aldrei gleymast. Í sambandi við kjötgæði, sem lögð hefur verið mest áhersla á við val stöðvahrútanna um árabil, blasir feikilega mikill árangur við um allt land. Þetta sést glöggt á þeim ótrúlegu framförum sem orðið hafa um allt land í gæðum dilkakjöts, bæði vöðvamati og á allra síðustu árum ekki síður í fitumatinu. Auðvelt er að sýna fram á að þær breytingar má að meginhluta rekja beint til vals sæðingahrútanna. Framfarir sýnast það örar að víða sér maður að bú sem lagt hafa af notkun sæðinga í þrjú eða fjögur ár dragast strax verulega aftur úr í þróuninni. Greinilegast sést samt árangur í ómsjármælingum lambanna. Þar eru framfarir með ólíkindum miklar og líklega meiri en dæmi eru um í nokkru öðru landi. Það er hins vegar ljóst að nauðsynlegt er fyrir okkur að stefna að því að ná hliðstæðum árangri í ræktunarstarfinu á næsta áratug afurðaeiginleikum ánna (frjósemi og mjólkurlagni). Fyrir þessa eiginleika hafa breytingar ekki verið sem skyldi á síðustu tveim áratugum. Með því að virkja sæðingastarfsemina í því ræktunarstarfi á hliðstæðan hátt og fyrir kjötgæðin eigum við að geta náð hliðstæðum árangri þar. Þetta mun skila sauðfjárbændum mun meiru í aðra hönd en einhliða áhersla á kjötgæði, þó að áfram verði stefnt að því að auka þau. Ég vænti þess að á síðustu tveimur, þremur árum megi í hrútaskrá stöðvanna greina skýra breytingu í þessa veru. Nýleg, norsk rannsókn á skipulagi sauðfjárræktar, sem vonandi gefst tækifæri til að fjalla nánar um hér í blaðinu á næstunni, sýnir að árangursríkasta skipulag í ræktunarstarfi við aðstæður eins og eru hér á landi er áreiðanlega notkun sæðinga á líkan hátt og hér hefur verið um árabil. Það sem hér hefur verið bent á ætti því að vera bændum, sem vinna að ræktunarstarfi í sauðfjárrækt hér á landi, hvatning til að nýta sæðingastarfsemina í sauðfjárrækt áfram af sama krafti og verið hefur. Slíkt mun áfram skila okkur hagkvæmari sauðfjárstofni fyrir framleiðsluna en við höfum áður haft. Um leið verður að hvetja til vandvirkni við framkvæmd sæðinganna þannig að öfugþróun allra síðustu ára og versnandi árangri, sem ræddur er í byrjun greinarinnar, verði snúið við. JVJ Hundsleg meðferð Sauðburður Sigurður Sigurðarson dýralæknir sigsig@hi.is menn létu þetta til sín taka og bentu eigendum tjóðurhunda á að bæta sitt ráð. Til dæmis með því að rétta þeim afrit af þessum pistli. Eigendur tjóðurhunda eru líka flestir góðir, eða jafnvel allir, en líklega hugsunarlausir. Í stað þess að tjóðra hundana mætti útbúa gerði, sem fullnægði kröfum um dýravernd. Farið vel að öllum dýrum, líka hundum, og látið þau njóta réttar síns.

23 23 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Rannsókn á stórvirkum erfðavísum fyrir vöðva- og fituvexti hjá norsku sauðfé FYRIR RÚMU ári sagði ég frá norskum rannsóknum á áhrifum stakerfðavísa á vöðva- og fituvöxt hjá þarlendu fé. Þar var byggt á frásögn úr tímaritinu Sau og geit. Fyrir nokkrum dögum barst mér í hendur ný doktorsritgerð um þessar rannsóknir. Höfundur hennar heitir Inger Anne Boman. Í þeim ritgerðum sem mynda þetta verk er mögulegt að fá miklu skýrari mynd af þessu, bæði erfðavísunum sem um er að ræða og áhrifum þeirra. Á síðasta áratug hafa rannsóknir sem miða að því að finna og skilgreina einstaka erfðavísa, sem liggja að baki ákveðnum eiginleikum, stóraukist. Rannsóknir eru að vísu talsvert minna gerðar á sauðfé en ýmsum öðrum búfjártegundum. Í Noregi virðast lengi hafa verið dæmi um mjög öfgakennda vöðvasöfnun hjá einstökum kindum samhliða ákaflega lítilli fitusöfnun. Grunur var því um að þetta kynni að skýrast af áhrifum stórvirkra erfðavísa. Þess vegna voru settar í gang rannsóknir til að leita erfðavísa sem skýrðu þetta. Leitaðir voru uppi þannig afbrigðilegir einstaklingar þar sem þeir fundust í sláturhúsum. Í öðru búfé, sérstaklega nautgripum, var tilvist slíkra erfðavísa þekkt úr rannsóknum. Yfirleitt er um að ræða stökkbreytingar í svonefndu myostatin-geni, en það hefur mikil áhrif á stjórn vefjarvaxtar (sérstaklega vöðvavaxtar). Fyrir um áratug komu fyrstu niðurstöður rannsókna á sauðfé þegar fundnar voru vísbendingar um slíka stakerfðavísa hjá Texel-fé, sem höfðu verulega mælanleg áhrif á vöxt. Þegar farið var að skoða erfðaefni frá slíkum afbrigðilegum gripum í norsku, hvítu fé (en það er blanda gömlu, norsku kynjanna, annarra en Spælsau, hér eftir skammstafað NWS) fannst stökkbreyting sem virtist bundin þessum einstaklingum, en um leið var ljóst að áðurnefnda stökkbreytingu hjá Texel-fé var einnig að finna. Þó að efniviðurinn væri ekki mikill að umfangi var skýrt að öfgarnar voru bundnar þessari nýju stökkbreytingu. Þannig var vöðvamat 13,6 hjá slíkum arfhreinum gripum á meðan það var 8,0 hjá samanburðarhópi án þessa breytta erfðavísis. Í fituflokkun voru tölurnar 3,7 hjá þessum arfhreinu gripum en 6,2 hjá samanburðarhópunum. Lömbin sem um ræðir voru mjög væn eða um 23,0 kg að jafnaði í fallþunga. Rétt er að geta þess að í kjötmati í Noregi eru notaðir + og flokkar á alla aðalflokka, bæði í vöðvaog fitumati, þannig að raunhæfur töluskali í matinu hjá þeim er Þegar um var að ræða dilka sem voru með Texel-stökkbreytinguna komu fram viss áhrif í kjötmatinu, sem þó voru smávægileg í samanburði við áhrifin af hinu geninu. Samskonar skrokka og sagt hefur verið frá hjá NWS var einnig að finna hjá Spælsau (kyninu sem talið er náskylt íslensku fé). Þegar farið var að skoða þá reyndist ekki þar að finna stökkbreytinguna sem fundin var hjá NWS, en DNAgreiningin sýndi hins vegar fram á nýja stökkbreytingu í þessu sama geni hjá þessum Spælsau-lömbum. Til gamans má geta þess, að fram kemur að árið 2007 hafi landsmeðaltal fyrir vöðvaflokkun hjá þessu fé í Noregi verið 6,3 fyrir vöðvaflokkun og 5,3 fyrir fituflokk. Því er skiljanlegt að sjáanleg áhrif komi fram við blöndun við íslenskt fé. Snúum okkur þá að öðru. Þegar búið var að finna þessi þrjú gen (stökkbreytingar) hjá norsku sauðfé var hafist handa við að greina arfgerðir hjá öllum sæðingahrútum, en Norðmenn eru það heppnir að Kynbótastarf Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is eiga genabanka nokkuð aftur í tímann, þannig að þetta má skoða yfir talsverðan tíma. Niðurstöðurnar fyrir hrútana af NWS-kyninu eru sýndar á mynd. Hjá Spælsau fannst stökkbreytingin í því kyni aðeins hjá hrútum, sem voru feður eða forfeður þeirra lamba sem genið hafði fundist í, þannig að þar með er orsakasambandið talið fullljóst. Það sem forvitnilegt er að sjá á Tíðni Fjöldi AI hrúta myndinni er að tíðni Texel-gensins stóreykst og það löngu áður en nokkur veit að það er að finna í stofninum (fyrir ). Ástæða þessara breytinga er sögð val fyrir aukinni vöðvasöfnun, og þættirnir sem mestu hafi ráðið, BLUP kynbótamat og EUROP kjötmat, en báðar þessar breytingar urðu nokkrum árum áður í Noregi en hér á landi. Þegar erfðavísarnir höfðu verið greindir hjá NWS-fénu voru leitaðar uppi hjarðir þar sem tíðni erfðavísanna virtist nokkur. Á þennan hátt var skipulögð tilraun með samanburð á skilgreindum arfgerðum þar sem ætlunin var að skoða áhrif þeirra á aðra framleiðslueiginleika hjá fénu. Í þessa tilraun náðust 100 ær í tvö ár, dreifðar á nokkur bú. Tilraunin staðfesti að sjálfsögðu hin miklu áhrif nýja erfðavísisins á kjötmatsþættina (vöðva og fitu). Hins vegar var vöxtur arfhreinna lamba minni, mælt út frá þunga lambanna á fæti, þó að kjöthlutfallið væri að vísu það miklu hærra að fallþungi varð meiri. Það hefur verið sett fram sem skýring þess að þessi eiginleiki breiddist ekki meira út en raun ber vitni, þó að hann hafi verið þekktur í fjölda áratuga, að á þessi lömb var ætíð litið sem smálömb. Þegar farið var að skoða upplýsingar um frjósemi og lambahöld voru niðurstöðurnar umhugsunarverðar. Það kom í ljós að frjósemi ánna sem áttu að bera lömbum með nýja erfðavísinn var minni og enn greinilegra virtist að vanhöld, sem samt gekk erfiðlega að skýra þrátt fyrir krufningu lamba, voru miklu meiri hjá lömbunum með þessa nýju arfgerð. Neikvæð áhrif af Texel-geninu komu hins vegar ekki í ljós í þessum tilraunum. Norsku sauðfjárræktarsamtökin tóku í ljósi þessa ákvörðun um að eyða þessum tveim nýju stökkbreytingum hjá norsku fé. Þau virðast álykta að vænta eigi hliðstæðra áhrifa af nýja geninu hjá Spælsau Fæðingarár eins og geninu hjá NWS, þó að ekki liggi fyrir tilraunaniðurstöður þar um. Þess vegna var öllum sæðingahrútum með þessi gen fargað og ekki verða teknir á stöðvarnar slíkir hrútar. Þetta er í meginatriðum sömu aðferðir og hér er beitt í sambandi við áhættuarfgerð vegna riðu. Tíðni Texel-gensins mun hins vegar halda áfram að aukast ef að líkum lætur og líklega aðeins áraspursmál hvenær stofninn verður arfhreinn fyrir það gen. (Um leið hverfur að sjálfsögðu sá erfðabreytileiki sem það skapaði og menn hafa verið að vinna úr á undanförnum árum). Öðru hverju á undanförnum árum hafa komið upp umræður á meðal íslenskra sauðfjárræktarmanna um það, hvort kunni að vera um stórvirka erfðavísa að ræða í sambandi við vöðvavöxt og fitusöfnun (fituleysi) hjá íslensku fé. Ég tel mig alveg geta fullyrt Fjöldi AI hrúta eftir nákvæma skoðun á þessum niðurstöðum að hliðstæður við þá tvo nýju erfðavísa sem þarna er lýst hjá norsku fé er ekki um að ræða í íslenska sauðfjárstofninum. Við höfum einfaldlega það gott yfirlit yfir íslenskt fé, að við vitum að frávik eins og þau sem þarna er lýst er alls ekki að finna hér á landi. Hvort mögulega sé um að ræða gen eins og Texel-genið skal ekkert fullyrt um, þó að ég telji það fremur ólíklegt og höfða þar aðeins til þeirrar þekkingar sem ég tel mig hafa á sauðfé í landinu. Norðmenn sem unnið hafa að rannsóknum með Inger og séð tölur um árangur síðustu ára fullyrða að hann sé ekki mögulegur nema verið sé að vinna með slík stórvirk gen. Ég held að svarið liggi fremur í enn markvissara ræktunarstarfi en í flestum öðrum löndum, sem skilað hefur þessum árangri. Einu áhrifin af þessum toga sem ég tel mig þekkja með vissu eru vöðvasöfnunaráhrifin sem tengjast erfðavísi fyrir bógkreppu. Hér held ég megi aðeins horfa til talsverðra hliðstæðna, bæði hjá öðrum sauðfjárkynjum og svipuðum fyrirbærum hjá öðrum búfjárkynjum. Það sem ég hef séð í sambandi við bógkreppuna hefur vakið mig til umhugsunar um annan möguleika. Þegar um er að ræða víkjandi eiginleika eins og bógkreppan er, og ef hún er nátengd á litningi erfðavísum fyrir miklum vexti, þá er sá möguleiki fyrir hendi að úrval fyrir auknum vöðvavexti ferji með sér víkjandi eiginleikann og snarauki þannig tíðni hans. Ef þessi tilgáta er rétt er sá möguleiki fyrir hendi að í hjörðum þar sem dulinn galli fyrir bógkreppu finnst, sé hann á þennan hátt blásinn upp í stofninum þannig að eldurinn geti logað miklu meira en eðlilegt er, loksins þegar hann brýst út. Vonandi er þessi tilgáta mín röng, en engu að síður er rétt að gera sér grein fyrir þessum möguleika. Til sölu Dodge Ram disel. Árg 07 ekinn 348 þús. km. 6 gíra beinskiptur. 350hö. dráttarbeisli. Kastarar, heitklæðning í palli, burðargeta 2.2t, mótorbremsa. Pallhús getur fylgt. Vsk bíll. Verð m/vsk. Uppl. í Námskeið fyrir þig! Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is Í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Suðurlands. Kennarar: Jón Baldur Lorange Bændasamtök Íslands og Þórey Bjarnadóttir ráðunautur Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið: I: 20. nóvember kl á Suðurlandi. I: 5. febrúnar kl í Austur- Skaftafellssýslu. Verð: kr kr. Aðventuskreytingar Kennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingabrautar LbhÍ. Tími: 21. nóvember kl hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. Verð: kr (efni innifalið). Heimavinnsla osta Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur. Tími: 24. nóvember kl á Egilsstöðum. Verð: kr Spjaldvefnaður I Kennari: Philippe Ricart listamaður frá Akranesi. Tími: 27. nóvember kl og 28. nóv. kl á Hvanneyri. Verð: kr Sauðfjársæðingar Kennari: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Tími: Boðið verður upp á þrjú námskeið: I: 26. nóvember kl á Laufási við Eyjafjörð II: 2. desember kl á Stóra-Ármóti III: 3. desember kl á Hesti í Borgarfirði Verð: kr Jarðvegur, áburður og áburðarnotkun Kennari: Ríkharð Brynjólfsson prófessor við LbhÍ Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið: I: 8. desember kl :30 á Hellu II: 19. janúar kl :30 á Hvanneyri Verð: kr Völd og lýðræði í skipulagi Kennari: Sverrir Ö. Sverrisson skipulagsfræðingur Tími: 8. janúar 29. janúar. (6x) í Reykjavík Verð: kr Járningar og hófhirðing Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari Tími: 23. janúar kl og 24. janúar kl á Miðfossum Verð: kr Eldi og aðbúnaður nautkálfa Kennari: Berglind Ósk Óðinsdóttir Bændasamtökum Íslands Tími: 27. janúar kl á Hvanneyri Verð: kr Lífræn aðlögun sauðfjárræktar Í samstarfi við Vottunarstofuna Tún ehf. Kennarar: Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur o.fl. Tími: 29. janúar kl. 12:45-17 á Stóra Ármóti. Verð: kr Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma

24 24 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Líf og lyst Við tókum við búinu 18. ágúst 1989, en áður bjuggum við á Patreksfirði. Við fluttum inn 1. sept. og giftum okkur 9. sept. Þá voru hér 20 mjólkandi kýr og 70 ær. Fjárhúsin fuku svo í febrúar 1991 en þá vorum við hætt með fé. Við byrjuðum á því að endurbyggja húsið, síðan byggðum við fjósið og breyttum því, síðan reistum við skemmu sem er skipt í tvö hólf þar sem grásleppuverkun er öðrumegin og verkstæði hinumeigin. Nú erum við að ljúka við að innrétta nýju fjósviðbygginguna og þar er mjaltarbás sem tekur 20 kýr og gjafaaðstaða fyrir 80 kýr og geldneyti á sömu jötu, einnig 30 legubásar og svo verður gamla hlutanum breytt í legubása. Býli? Mýrartunga 1. Staðsett í sveit? Við innanverðan Króksfjörð í Reykhólasveit, Austur-Barðastranasýslu. Ábúendur? Hjónin Erla Þórdís Reynisdóttir og Jens Valbjörn Hansson. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Erla og Jens eiga þrjú börn, og tvö barnabörn. Kristbjörg er fædd 1983 og býr á Akranesi ásamt dóttir sinni Ísabellu sem er að verða 5 ára. Kári er fæddur 1987 og er Byggsalat í grískum stíl og jarðarberjakókosterta Hafdís Sigrún Roysdóttir er grunnskólakennari við Kirkjubæjarskóla á Síðu og býr fimm daga vikunnar á Kirkju bæjarklaustri en um helgar og í skólafríum heima á Svínafelli í Öræfum. Hafdís á ættir að rekja til Vestfjarða og ól móðir hennar, Svan hvít Sigurlinnadóttir, þau syst kinin upp á soðinni ýsu, saltfiski, gellum, kinnum, signum fiski, lúðu og hrefnukjöti svo fátt eitt sé nefnt. Fjölskyldubæirnir í Svínafelli í Ör æfum, talið frá vinstri; Austurbær, Suðurbær og Nýjatún. Í Svínafelli háttar þannig til að þar eru margir bæir sem mynda bæjartorfu og ber hvert íbúðarhús sitt nafn. Ég, ásamt manni mínum Jóhanni Þorsteinssyni og börnum okkar þremur, eigum heima á Nýjatúni, Pálína mágkona mín og Ólafur eiga heima í Suðurbæ og mágur minn Guðjón Þorsteinsson á heima í Austurbæ, en þar bjuggu tengdaforeldrar mínir einnig; Sig rún Pálsdóttir og Þorsteinn Jó hanns son sem eru bæði látin bílamálari hann býr í Reykjavík. Þóra er fædd 1990 og býr á býlinu ásamt 18 mánaða syni sínum. Svo eru það læðurnar Múrí og Mala og hundurinn Moli sem sjá um meindýraeyðingar. Stærð jarðar? Um 2000 hektarar. Tegund býlis? Kúabú. Einnig er sonur okkar og Guðmundur bóndi í Gufudal með grásleppuútgerð og verkun hér. Fjöldi búfjár og tegundir? 53 mjólkandi kýr ásamt fjölda geldneyta og 5 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið er í fjósið um 8 á morgnana og taka fjósverkin um 3 tíma. Svo er ýmsum verkum sinnt eftir hádegi og aftur er farið í fjósið um 6 á kvöldin. Eftir seinni mjaltirnar er vanalega afslöppun og sest þá mannskapurinn niður við sjónvarp, tölvu eða prjónaskap. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Húsfrúnni finnst skemmtileg ast er að fara í fjóseftirlit á vor nóttu og sjá sólina koma upp. Hús bóndanum finnast vorverkin á túni skemmtilegust. Leiðinlegast er að þurfa lóga búfénaði heima. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Þá eru einnig í Svínafelli bæirnir Breiðatorfa, Bölti og Víðihlið. Við hjónin erum hvort af sínu landshorninu. Maðurinn minn er frá Svínafelli í Öræfum en ég á ættir mínar að rekja til Vestfjarða, bæði í móður- og föðurlegg. Móðir mín, Svanhvít Sigurlinnadóttir, ól okkur systkinin upp á fiski; soðinni ýsu, saltfiski, gellum, kinnum, signum fiski, reyktum fiski, lúðu, skötu og hrefnukjöti og þrifumst við vel af. Ég sýð því skötu á Þorláksmessu til að viðhalda hefðum frá mínu æskuheimili (reyndar var skatan borðuð oftar en bara á Þorláksmessu), en hangikjötið er einnig soðið þann dag og borðað kalt á jóladag en það er hefð frá heimili Jóhanns. Hangikjötið er heimareykt eins og tíðkast til sveita og sér mágur minn Guðjón oftast um það. London-lamb og pokabaunir Mér finnst oftast gaman að elda en verð þó að viðurkenna að stundum elda ég meira vegna þess að ég þarf þess frekar en af brennandi löngun. Ég fór ekki að fást við eldamennsku fyrr en ég fór að búa sjálf. Um tíma var ég jurtaæta og því finnst mér gott að elda þannig máltíðir í bland. Uppáhaldsmaturinn minn er sennilega rauðrófubuffið hennar Þórunnar Sveins með góðu salati og heimabökuðu brauði en ég kann líka að meta gott lambakjöt. Á aðfangadag hefur skapast sú hefð hjá okkur að borða Londonlamb, einnig heimareykt, og er það svili minn, Ólafur Sigurðsson MATARKRÓKURINN í Suðurbæ, sem úrbeinar og saltar, en Guðjón reykir. Einni skemmtilegri matarhefð hef ég kynnst hér í Öræfum, sem gaman er að deila með lesendum Bændablaðsins, en það eru pokabaunir, gular hálfbaunir, sem soðnar eru í léreftspoka ásamt hangikjötinu. Baunirnar sjóða í mauk, sem tekur í sig bragð af hangikjötinu og er borðað með því. Afar ljúffengt. Þetta ku vera komið frá frönskum skútusjómönnum, sem dvöldu stundum á bæjum um tíma, ef skip þeirra strönduðu. Þeir hafa ef til vill skilið eitthvað fleira eftir en kunnáttuna að sjóða pokabaunir. Byggsalat í grískum stíl íslenskt bankabygg gúrka kirsuberjatómatar rauðlaukur paprika fetaostur ólífur oreganó ólífuolía sítrónusafi salt og pipar úr kvörn Aðferð: Sjóðið bankabyggið (3 dl bygg á móti 9 dl af vatni) og kælið. Hafið einn hluta byggs á móti einum Mýrartunga, Reykhólasveit Frá vinstri: Moli, Jens, Múrí, Elmar, Erla og hluti kúahópsins. Áframhaldandi mjólkurframleiðsla og vonandi fleiri búgreinar. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Enga. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Hann dafnar ekki nema við höfum trú á honum sjálf. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Kókostertan ljúffenga með jarðarberjarjómanum. hluta af grænmeti. Blandið síðan öllu hráefninu saman og látið standa í 1-2 klukkustundir áður en borðað er. Kókoskaka með jarðarberjarjóma 4 egg 1 bolli sykur (2 dl) 4 msk. hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 ½ bolli kókosmjöl 100 g rifið súkkulaði 1 tsk. vanilludropar ½ l rjómi 1 dós jarðarber Aðferð: Stífþeytið egg og sykur saman. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman. Blandið kókosmjölinu og rifnu Bærinn okkar Útflutningur á grænmeti. En þá þarf náttúrulega að rétta af raforkuverð til gróðurhúsabænda. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kavíar, mjólk, skyr, ostur og epli. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrý. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Veturinn 1995 í heild sinni þegar að hægt var að renna sér niður af húsþaki á rassþotum og mjólkurbíllinn komst ekki dögum saman. súkkulaðinu saman við hveitið og blandið þessu síðan öllu varlega saman við eggjahræruna. Bakið í tveimur hringlaga formum við 180 C í um mínútur. Þeytið hálfan líter af rjóma og stappið jarðarber, geymið nokkur ber til að skreyta með, hrærið varlega saman, setjið á milli botnanna og ofan á. Einnig má setja jarðarberjarjómann á milli botnanna og hreinan rjóma ofan á. Mér finnst best að baka þessa köku daginn áður en hennar er neytt og setja rjómann á milli botnanna og geyma hana þannig yfir nótt. Síðan þeyti ég ferskan rjóma og set á hana rétt áður en hún er borin fram. Þá er einnig gott að þurrka vel jarðarberin, ef þau eru úr dós. Láta þau standa á eldhúsbréfi á diski inni í ísskáp svo rjóminn litist ekki af safanum. ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

25 25 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Fólkið sem erfir landið Kvaddi New Hollandinn hans afa alltaf með kossi Þröstur Bjarni Eyþórsson er 13 ára nemandi við Grunnskóla Mýrdalshrepps. Hann æfir fótbolta og spilar á trommur en stefnir á að verða bóndi þegar hann verður fullorðinn. Nafn: Þröstur Bjarni Eyþórsson. Aldur: 13 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Vík í Mýrdal. Skóli: Grunnskóli Mýrdalshrepps. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Íslenska sauðkindin. Uppáhaldsmatur: Lambaket. Uppáhaldshljómsveit: Gegndrepa. Uppáhaldskvikmynd: Fyrsta minningin þín? Ég þurfti alltaf að kyssa New Hollandinn Þröstur Bjarni býr í Vík í Mýrdal en hér má sjá Reynisdrangana tignarlega hans afa bless ef ég fór eitthvað. að baki honum. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, bæði, ég spila fótbolta og tromma. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Vera á msn. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég var að hjóla á fullri ferð með vinum mínum og framdekkið datt undan. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Elda matinn heima. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Fara á fjórhjólið hjá afa.ehg 30 ár á Íslandi Tvær útgáfur frá Snjáfjallasetri Bústjóri á svínabúi Síld og Fiskur ehf leitar að búfræðingi eða bónda til starfa sem aðstoðarbústjóri á svínabúinu að Minni Vantsleysu á Vatnsleysuströnd. Aðstoðarbústjóri mun starfa undir leiðsögn núverandi bústjóra þangað til hann er fullnuma en mun þá taka við stöðu bústjóra. Á búinu starfa 6 svínahirðar auk bústjóra. Á búinu er íbúðarhús sem aðstoðarbústjóri getur búið í ásamt fjölskyldu sinni. upplýsingum um menntun og fyrri störf til Síldar og Fisks ehf að Dalshrauni 9b, 220 Hafnarfjörður eða á tölvupósti til gunnar@mata.is. Gunnar Andersen bústjóri getur einnig Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími Snjáfjallasetur hefur gefið út geisladisk sem ber heitið Heyrði ég í hamrinum, en þar heyrast raddir fyrrum ábú enda á Snæfjallaströnd sem kveða og segja frá ýmsum þjóðlegum fróðleik. Upptökurnar voru gerðar af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á sjöunda og áttunda áratug síðustu ald ar. Einnig er komin út í kilju bókin Híbýli og húsbændur á Snæfjallaströnd , sem er endurbætt sérprentun á byggðasöguhluta bókarinnar Undir Snjáfjöllum þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd eftir Engilbert S. Ingvarsson, með fjölda mynda sem hvergi hafa birst áður af ábúendum, býlum og atvinnuháttum á Snæfjallaströnd. Bókin og diskurinn fást í helstu verslunum Eymundssonar, hjá Sögufélaginu, Stofnun Árna Magnússonar og hjá útgefanda. Allt frá komu fyrstu KUBOTA dráttarvélarinnar til Íslands vorið 1979 hafa íslenskir bændur og sveitarfélög um land allt tekið þessum japönsku vélum afar vel. Í 30 ár hafa KUBOTA dráttarvélarnar reynst einstaklega áreiðanlegar, traustbyggðar, liprar, gangþýðar og sparneytnar. REYKJAVÍK: Ármúla 11 Sími AKUREYRI: Lónsbakka Sími Dráttarvélar og liðléttingar Eigum nokkra Valtra og Massey Ferguson dráttarvélar til afhendingar strax. OFN engum öðrum líkur! Til sölu notað hitaborð, sem stendur Er snöggur Ekki þörf á loftræstingu Eldar góðan mat á Tekur borði lítið á hjólum. pláss Alltaf tilbúinn til eldunar Einfaldur Verð aðeins í notkun Ódýr í kr rekstri + vsk. Borgar sig fljótt upp Í ljósi góðra viðtöku erum við farnir að safna pöntunum í annan gám af Schafer liðléttingum. Áhugasamir kaupendur vinsamlega setji sig í samband við okkur eigi síðar en 1. desember. S: Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax:

26 26 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Smá auglýsingar Til sölu Flatvagnar. 3 stk. á lager. Stærð palls 2,5 x 8,6 m. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Uppl. í síma Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak-Blossi, uppl. í símum og Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf. uppl. í síma , Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. uppl. í síma , Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Viðarhöfða 2. Uppl. í síma eða á www. snjokedjur.is Þanvír. Verð kr ,- rl. með vsk. H. Hauksson ehf. Uppl. í síma Motto gaddavír. Verð kr. 3,300 rl. með vsk. H. Hauksson ehf. Uppl. í síma Til sölu 3,7 t. Yuchai minigrafa árg.'06. Notuð 200 vst. Eins og ný. Þrjár skóflur. Verð kr. 2,8 m. vsk. Áhvílandi 2,6 m. Uppl. í síma Framleiðum flórbita í gripahús eftir máli. Góð verð. Uppl. í síma eða á netfangið soa@ev.is Til sölu Galloway-nautkálfar frá Hrísey. Uppl. í síma Til sölu Manitou-skotbómulyftari þriggja tonna, 7 m. bóma. Árg. 07. Notaður u.þ.b vst. Skófla og lyftaragafflar 4x4x4. Uppl. í síma Myndir og fleiri upp. á síðunni Til sölu bjálkahús 15 ferm. Þykkt, 4,5 cm. Uppl. í símum og Til sölu MF-550. Ný dekk. Uppl. í síma Til sölu Clark Michican 125B, Zetor, Ursus og einnig fólksbílakerra og súgþurrkunarblásari. Á sama stað óskast veghefill. Uppl. í síma , Matthías. Til sölu 50 stk. af heyrúllum, af ábornu nú í sumar, er í Borgarfirði. Verð kr. stk. á staðnum. Einnig sex hjóla Vicon vél, er lyftutengd, verð kr Uppl. í síma Til sölu 10 t. tveggja hásinga Weckman-sturtuvagn með upphækkunum á skjólborðum. Einnig New Holland-rúlluvél sem gæti þurft á lagfæringu að halda. Uppl. í síma Til sölu tveggja mánaða Border Collie-tíkur. Frábær fjárfesting. Uppl. í símum og Byggingarefni. Eftirstöðvar lagers. Liggjandi utanhússklæðning. Fura og góður lager af frönskum gluggum. Uppl. í síma Frábærar jólagjafir. Nýjar vörur í hverri viku til jóla. Mikið úrval af flottum barnanáttfötum, vörur frá Victoria Secret fyrir húð og hár og margt fleira. Kíktu í búðina og gerðu góð kaup fyrir jólin. Vantar þig áhugamál eða viltu stofna lítið fyrirtæki? Við erum að selja allt sem til þarf til framleiðslu keramikhluta. Uppl. í síma Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu Subaru Forester Turbo, árg. 99 ekinn km. sjsk. fjarst. samlæsingar, CD-spilari rafm. í rúðum, speglum, kastarar, dráttarkúla, upphækkaður, nýjir gormar og demparar að aftan, 29 cm. uppundir sílsa, ný nagladekk+heilsársdekk. Nýsmurður, nýkominn úr ástandsskoðun frá IH. Áhv. Er u.þ.b. 200 þús. kr. Verð 870 þús. kr. Skipti mögulega á ódýrari. Uppl. í síma Til sölu MF-675 og MF-135. Varahlutir í MF-135 og MF-575. Gamall IH með tækjum og vökvastýri. Góður hnakkur með öllu. Þrjár vörubílshásingar og stálpallur. Uppl. í síma Til sölu New Holland TS-110 árg. 04 með tækjum, 4x4. Vel með farin vél. Einnig Polaris Ranger, 6x6, árg. 07. Uppl. í síma Til sölu fjölplógur 3m. Snjóblásarar 2,29-2,59-2,74m. Skekkjanlegar tennur, 2,65m. Snjókeðjur, Joskinhaugsugur, Reck-mykjuhrærur og BP-dælur. Uppl. í símum og Til sölu fjögur dekk Verð kr Galanz örbygjuofn, 800w. Verð kr Tvær A/C dælur. Verð kr kr. stk. Mega garðsláttuvél. Verð kr General Electric CB-talstöð. Verð kr Hellaljóskastari 23x12 cm. Verð kr og Pan CB-talstöð. Verð kr Uppl. í síma Til sölu fjögur ný og ónotuð Procompdekk, 35x12,5 R-15 á sex gata álfelgum. Verð kr Ný stáleldvarnarhurð B-120. Verð kr Nýr ofn, 120x60, tvöfaldur. Verð kr og 2 ½ árs Vistatúpusjónvarp. Verð kr Uppl. í síma Tvær fengnar kvígur til sölu á Snæfellsnesi. Burður væntanlegur í desember og febrúar. Uppl. í síma Til sölu Atlas Copco GA-15 skrúfupressa. Uppl. í síma Til sölu landnámshænur,varphænur, unghænur, ungar og kynbótahanar. Blandaður stofn. Uppl. í símum og NÝJAR MULTIONE FJÖLNOTA- VÉLAR. Til afgreiðslu strax, www. orkuver.is Orkuver ehf. Trönuhrauni 7. Uppl. í síma FYLGIHLUTIR F. MULTIONE. Úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélar, Orkuver ehf. Trönuhrauni 7. Uppl. í síma NOTAÐAR MULTIONE FJÖLNOTA- VÉLAR. Orkuver ehf. Trönuhraun 7. Uppl. í síma Til sölu jeppadekk. Sem ný negld Maxxis Bravo A/t 32x11,50 R-15 IT GPR113 S, búið að aka á þeim u.þ.b. 2000km. Uppl í síma Óska eftir Ungt fjölskyldufólk óskar eftir bújörð. Erum með tveggja hæða einbýlishúsi með bílskúr í Hafnarfirði í makaskiftum. Uppl. í síma , Eggert. Óska eftir að kaupa gróðurhúsatætara. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa rafmagnstúpu fyrir miðstöðvarkerfi, kw. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa prjónavél ekki væri verra ef hún væri með mótor. Skoða samt allt. Þið getið sent mér skilaboð á halldora_katrin12@ hotmail.com eða í síma Óska eftir að kaupa Deutz-4005 í varahluti. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa Case 1394 eða Einnig þrískeraplóg, Trima tæki. Skoða allt. Þurfa að vera af stærri gerðinni. Uppl í símum og Óska eftir að kaupa tveggja pósta bílalyftu. einnig dekkja- og jafnvægisstillingarvél. Staðgreiðsla. Uppl. í símum og Óska eftir að kaupa dráttarvél, 4x4, með tækjum í þokkalegu standi. Verðhugmynd kr Uppl. í síma Gunnar. Óska eftir að kaupa lítinn mjólkurtank lítra. Má vera í hvaða ástandi sem er. Uppl. gefur Helgi í síma Óska eftir að kaupa Ferguson 35 fjögurra cylendra, árg Uppl. í símum og Óska eftir að kaupa eða leigja múgsaxara. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa frambúnað á New Holland TS-115, sturtuvagn t. og tveggja hásinga rúlluvagn. Uppl. í símum og Óska eftir að kaupa Willys og Hi-Lux, einnig 8" felgur undir Hi-Lux, u.þ.b. árg. 85 og jarðtætara. Uppl. í símum og Næsta Bændablað kemur út 3. desember Gisting í Reykjavík á besta stað í bænum Verð, ein nótt: kr. (minni íbúð) kr. (stærri íbúð) Afsláttur er gefinn ef gist er þrjár nætur eða meira. Hvor íbúð er búin eldhúsi, tvöföldu rúmi, sjónvarpi og sameiginlegu baðherbergi. Íbúðirnar eru í rólegu og fallegu hverfi. Sundlaug, verslun og önnur þjónusta er í þægilegu göngufæri. Sími: eða leigulidinn@internet.is Atvinna 22 ára karlmaður óskar eftir starfi í sveit. Uppl. í síma , Trausti. Fullorðin kona óskast á lítið sveitasetur til húshjálpar. Uppl. í síma Safnarar Safna og kaupi litlar íslenskar vínylplötur. Er að leita að 45 snúninga vínylplötum frá útgáfum eins og SG og Íslenskum tónum og HSH og annað í þeim dúr. Kaupi líka vínylplötusöfn. Vinsamlega hringið í síma eða skrifið póst á netfangið plotusafnari@gmail.com Fyrir bókafólk og grúskara. Hafið þið kynnt ykkur vefsíðuna Þar eru gamlar bækur boðnar til sölu. Eitthvað bætist nýtt við í hverri viku. Áhersla er á þjóðlegan fróðleik og ljóðabækur. Uppl. í síma Þjónusta Tamning, þjálfun, kennsla & sala. Höfum nokkur pláss laus eftir áramót. Mikil reynsla og menntun. Góð aðstaða á Blönduósi. Sandra Marin, FT & Ragnar Stefánsson, FT. Uppl. í síma og á sandraograggi Tek að mér tamningu, þjálfun og sölu. Get einnig tekið að mér vandamálahross. Ég tek á mán. með járningu og umhirðu. Hafið samband við Maríu í síma Bændablaðið Smáauglýsingar Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Heitasta jólagjöfin! Vinsælu flís Hestaskjóls ábreiðurnar eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn, hlýjar, léttar og auðvelt að þvo. Sérmerktar eftir óskum kaupanda. Sendum gegn póstkröfu Sími: Gsm: (Halldís)

27 27 Bændablaðið fimmtudagur 19. nóvember 2009 Í undraheimi uppstoppaðra dýra Bjarna E. Sigurðssyni, bónda á Eystri-Torfastöðum II í Fljótshlíð, er margt til lista lagt. Fyrir utan að vera sérfræðingur í Njáls sögu hefur hann alla tíð verið mikill fuglaáhugamaður og safnað uppstoppuðum dýrum. Hann hefur um nokkurra ára skeið rekið Hanasetrið og á og rekur ásamt Bjarna syni sínum að Ásgarði á Hvolsvelli einu búð landsins sem selur uppstoppuð dýr. Bjarni E. Sigurðsson á mikið safn uppstoppaðra dýra og eru þau nú til sýnis í Gallerí Ormi við hlið Sögusetursins á Hvolsvelli. BAGGASPJÓT 125 CM 110 CM 98 CM 82 CM Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Nágrannarnir hlógu allan hringinn Það eru allir steinhættir að hlæja að uppstoppuðu hönunum hans Bjarna, enda glæsilegir að sjá. Fallegur íslenskur hvolpur úr hunda rækt Bjarna. Sýnishorn af uppstoppuðum dýrum sem Bjarni hefur safnað um nokk urra ára skeið. ehg Fjölnota hús fyrir landbúnaðarstörf: Vélaskemma, hesthús, fjárhús eða hvað sem er. Úrval af jólagjöfum... -fyrir framtíðar bændur og vinnuvélastjórnendur Allar gerðir traktora Öflugar vinnuvélar Úrval heyvinnutækja Leikfangasett í úrvali Bústofn, jarðvinnutæki, skítadreifarar, plógar og margt annað spennandi Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar

28 Guðmundur Magnússon, búfræð ingur, kennari og sjálfstætt starfandi trésmiður á Flúð um, er farinn að framleiða viðarklæðningar úr íslenskum skógum, en hingað til hefur einungis innflutt timbur verið fáanlegt. Guðmund ur kynnti framleiðslu sína föstu daginn 6. nóvember sl. á tré smíðaverkstæði sínu og sýndi hvernig sérsmíðuð vél hans frá Kanada breytir 40 cm löngum trjábútum í skífur sem nota má í utan- og innanhússklæðningar, í skjólveggi og annað í þeim dúr. Má ljóst vera að margvíslegir möguleikar skapast fyrir skógarbændur með þessari nýjung, auk þess sem það hlýtur að teljast þjóðhagslega hagkvæmt að Íslendingar framleiði eigið efni til viðarklæðninga. Hugmyndin fæddist á Azoreyjum Þegar hugmyndin fæddist árið 2002 var ég að vinna á Azoreyjum, við hús sem var klætt með þessum hætti. Þá hugsaði ég með mér 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Efniviður til viðarklæðninga úr íslenskum skógum Guðmundur Magnússon á Flúðum vinnur frumkvöðlastarf að það væri nú alveg kjörið fyrir Íslendinga að geta unnið svona efni sjálfir, segir Guðmundur um upphaf þess að hann fór að gefa þessum möguleika gaum. Hann var einn af stofnendum Límtrés á Flúðum árið 1982 og hefur verið laustengdur fyrirtækinu allar götur síðan. Ég hef unnið að ýmsum verkefnum fyrir þá og var einmitt að vinna að einu slíku á Azoreyjum þegar hugmyndin um íslenskar viðarklæðningar varð til. Ég fór fyrst á námskeið hjá IMPRU til að þróa þessa hugmynd fyrir íslenskar aðstæður og fór svo í vettvangsferð til Kanada til að kynna mér betur vélar sem notaðar eru til að fleyga timbur. Það endaði svo með að ég fór aftur til Kanada og samdi um smíði á slíkri vél fyrir mig, sem ég fékk í ágúst árið Í millitíðinni vann ég að hugmyndinni að þessu handvirkt í skapalóni hér heima. Dæmi um það hvernig efni unnið af Guðmundi nýtist við ýmsar aðstæður. Sýnishorn af klæðningu sem Guðmundur hefur nýverið unnið. Fura úr skógræktinni á Fitjum í Skorradal sem Guðmundur vinnur með þessa dagana. Trén nýtast vel þótt kræklótt séu Guðmundur segir útbreiddan misskilning, að eftir því sem klæðningin sé þykkari því betri sé hún. Raunin er sú að vélin sagar efnið í fleyg þannig að það er um 2 mm í annan endann og um 10 mm í hinn. Það gerir það að verkum að efnið þornar hratt og vel inn á milli ef það blotnar og fúasveppurinn þrífst því ekki. Eins og þessar skífur eru unnar þá kemur það ekki að sök þó að tré hér á landi séu kræklótt, því að þau eru söguð niður í 40 cm búta og þannig fara þau í gegnum vélina. Sem stendur vinnur Guðmundur að klæðningu úr furu á hús fyrir skógarbóndann Huldu Guð mundsdóttur á Fitjum í Skorradal. Um Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 3. desember er að ræða innanhússklæðningu í hús eða skemmu sem meðal annars er notuð fyrir ferðamenn. Þar vinn ég með furu úr hennar eigin skógi í Skorradal, en furan var 18 ára þegar hún var felld. Það er það mikið af efniviði sem fellur til í skógunum núna að ég sé fram á ágætt framboð á næstu árum. Vélin er líka þannig gerð að hún getur tekið við efni af ýmsum gerðum og það nýtist líka vel. Þá eru afköstin líka ágæt. Lerkið er kannski mest spennandi, segir Guðmundur um efnið úr íslensku skógunum. Hægt er að vinna það nánast um leið og svo er það afar fallegt. -smh Nýtt og endurbætt ungkálfafóður frá MS Nú er komið á markað nýtt og endurbætt ungkálfafóður frá Mjólkursamsölunni. Helsta breytingin er að í stað valsaþurrkunar er blandan nú úðaþurrkuð sem hjálpar til við að varðveita upphafleg gæði mjólkurinnar auk þess sem blandan verður auðleystari. Þau meginmarkmið sem höfð voru að leiðarljósi var vöxtur, heilbrigði og matarlyst ungkálfa, segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Hið nýja MS Ungkálfafóður er gert úr besta fáanlegu hráefni, fituskertri íslenskri mjólk. Með fituskerðingu hækkar hlutfall próteina sem er æskilegt til að mæta næringarþörfum kálfsins. Blandan er einnig vítamín- og steinefnabætt til að fyrirbyggja mögulega hörgulsjúkdóma. Helst má þar nefna E-vítamín, járn, joð og selen. Þessu til viðbótar hefur blandan nú verið bætt með Fibosel, virkum hreinsuðum gerjunarafurðum sem á náttúrulegan hátt örva almennt þol gagnvart kálfaskitu. Rannsóknir sýna að máltækið Lengi býr að fyrstu gerð er í fullu gildi því grunnurinn að góðri mjólkurkú er lagður strax á mjólkurskeiðinu. Til að byggja upp mótstöðu fyrir sýkingum er mikilvægt að kálfurinn fái broddmjólk sem fyrst eftir burð og fyrstu þrjá til fjóra dagana. Síðan tekur MS Ungkálfafóður við og algengast er að nota duftið í 12-17% lausn og gefa 2-2,5 l tvisvar á dag. Ungkálfar skulu hafa frjálsan aðgang að vatni, ungkálfakögglum og heyi, segir Björn að lokum. Frétt frá MS Dagskrá minningarsamkomu 60 ár frá komu þýskra landbúnaðarverkamanna Samkoman verður haldin á Hótel Sögu laugardaginn 21. nóvember: Setning kl. 14:00. Ávarp þýska sendiherrans á Íslandi, Dr. Karl- Ulrich Müller. Þýska landnámið; Pétur Eiríks son, sagnfræðingur. Minningar frá 60 árum; Nína Rós Ísberg, mannfræðingur. Ávarp Bænda samtakanna. Fundurinn er öllum opinn. Þeir sem komu frá Þýskalandi fyrir 60 árum eru sérstaklega velkomnir. Fyrirlestrarnir verða haldnir á íslensku.

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα