Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir"

Transcript

1 Jólagjöf fagmannsins 30. nóvember 16 ð o b l i t a l ó J Jólagjöf atvinnumannsins kr. verðlækkun Ath! Takmarkað magn 179 stk. Sti l l i ng hf. Sí m i www. s t i lli n g. i s s t i lli n g@ s t i lli n g. i s

2 jólagjöf fagmannsins Kynningarblað nóvember 16 Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir Sóley Rut Jóhannsdóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á smíðum og er núna á námssamningi hjá litlu trésmíðafyrirtæki. Hún starfar við alls kyns húsasmíðar og hefur auk þess stundað nám í húsgagnasmíði. Sóley Rut lagfærir það sem þarf að gera við og smíðar nýtt. Elín Albertsdóttir elin@365.is Sóley Rut segist alltaf hafa verið frekar handóð. Mér finnst gott að geta gert hlutina sjálf. Ég eyddi mörgum sumrum sem barn í bústað hjá ömmu og afa í Grímsnesi og þau voru bæði dugleg að dytta að húsinu. Ég fékk að saga og negla eins og mig lysti eða allt þar til ég sagaði í löppina á mér, fannst það samt ekkert mál og hélt áfram að saga og negla fram á kvöld þrátt fyrir mótmæli frá ömmu og er í dag með skemmtilegt ör eftir tennurnar á söginni á sköflungnum til minningar. Einnig fékk ég að fara á smíðavöllinn í Austurbæjarskóla eitt sumarið, segir Sóley Rut þegar hún er spurð um þennan áhuga. Sóley Rut er að læra smíðar hjá fyrirtæki sem heitir Trésmiðja Haraldar. Við vinnum við alls konar húsasmíðar. Kosturinn við það að vera á fámennum á vinnustað er að ég fæ að prófa að gera allt og strákarnir eru ekkert að hlífa mér vegna kyns. Þeir sjá til þess að ég reyni allt og í langflestum tilfellum er ég fullfær um að spjara mig. Ég þarf helst aðstoð þegar það hamlar mér að vera styttri og léttari en þeir, segir hún. Sóley Rut er að læra húsasmíði og er á námssamningi hjá Trésmiðju Haraldar. Gefur gömlum hlutum nýtt líf Þegar Sóley er spurð hvaða hluti sé nauðsynlegt að eiga heima til að geta gert við eða lagfært, er hún fljót til svars. Trélím og málningarteip kemur manni ansi langt. Almenna hús-settið, s.s. skrúfjárn, hamar og töng er líka gott að eiga. Ég hef meðal annars smíðað lítinn baðskáp, grannan standandi skáp með skúffu og hurð, ruggustól í anda Ole Wansher og stækkanlegt snyrtiborð á hjólum sem ég hannaði sjálf sem lokaverkefni mitt í húsgagnasmíði. Það að smíða hlutina frá grunni, teikna þá upp, ákveða mál, velja efni og dunda við að skapa eitthvað nýtt er líklega það skemmtilegasta sem ég geri. Það er samt líka skemmtilegt að gera upp hluti því það er oft svo lítið sem þarf til þess að gefa hlutum nýtt líf. Smá húsgagnahreinsir og lituð viðarolía eða viðarfyllir og lakk getur gert gæfumuninn. Að láta loksins verða af því að taka ónýta stólinn í sundur, hreinsa út gamla límið og líma aftur og jafnvel endurbólstra setuna er minna mál en maður heldur. Ég er hálfgerður púristi og er frekar illa við húsgögn sem eru bara máluð í hvítum háglans þegar hægt er að meðhöndla spón og heilvið á margan ótrúlega fallegan hátt. Hver hlutur úr viði er einstakur og að mínu mati er synd að fela einkenni hans undir þykku lagi af málningu nema vera búinn að kynna sér aðra möguleika fyrst, segir Sóley Rut. Hún segist halda mikið upp á körfustól sem hún á úr Pier. Hann er fallegur og tímalaus í hönnun og er ótrúlega þægilegur en sethúsgögn finnst mér glötuð ef þau eru ekki þægileg, þá frekar sit ég á gólfinu. Einnig á ég fallegan danskan hægindastól sem ég Sóley fór fyrst í húsgagnasmíði og á þessari mynd er ruggustóll í vinnslu hjá henni. fékk í Góða hirðinum en ég stefni á að endurbólstra hann sjálf við tækifæri. Langar í skrúfvél Það eru líklega ekki margar konur sem biðja um jólagjöf eins og Sóley. Mig langar mikið í létta en sæmilega öfluga skrúfvél, held að það sé efst á óskalistanum. Hef augastað á tveimur frá sitthvoru fyrirtækinu en hef ekki alveg gert upp hug minn enn þá, segir hún. Ég hef afnot af öllum helstu verkfærum í vinnunni og hef því ekki þurft að fylla litlu leiguíbúðina mína af verkfærum, segir hún og hlær en bætir síðan við: Hins vegar þegar ég hugsa um framtíðina sé ég samt fyrst og fremst fyrir mér stóran bílskúr fullan af öllum mögulegum verkfærum og vélum. Hvaða hlut notar þú mest? Veit nú ekki hvað það heitir réttu nafni, hef heyrt það kallað lítið klaufjárn eða pólskan lykil. Það smellpassar í vasa og má nota til að lyfta upp plötum, ná undir naglahausa/skrúfuhausa og þess háttar, það er eiginlega hægt að pota því hvar sem þarf að komast að og er án efa mest notaða verkfæri sem ég hef notað. En hvað finnst henni að ætti að vera jólagjöf fagmannsins? Góðir sokkar og hanskar. Íslenskir smiðir vinna úti í öllum veðrum allt árið um kring og því mikilvægt að vera í hlýjum og góðum sokkum. Kaldar tær og kaldir puttar eru algjör óþarfa leiðindi, ég komst að því í fyrravetur. Mæli einnig með ullarleppum í skóna, það virkar vel fyrir mig. Svo eru til dæmis litlir handheflar, nýir blýantar, góð sporjárn og vasabækur hagnýtar gjafir. Útgefandi 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24 s fax Veffang visir.is Umsjónarmaður auglýsinga Jóhann Waage johannwaage@365.is s Ábyrgðarmaður Svanur Valgeirsson

3 HÖRÐU PAKKARNIR FÁST HJÁ SINDRA m/vsk m/vsk m/vsk m/vsk m/vsk m/vsk m/vsk m/vsk 5.3 m/vsk m/vsk m/vsk m/vsk 7 SKÚFFUR 283 verkfæri m/vsk TOPPLYKLASETT 94 STK 1/ mm 1/ mm Bitar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI094R m/vsk Fullt verð SKÚFFUR 157 verkfæri m/vsk VERKFÆRASETT 96 STK Toppar 1/4-1/ mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI m/vsk Fullt verð VERKFÆRASETT 130 STK 1/4-3/8-1/2 Toppar 4-32 mm 5/32-1 1/4 Lyklar 8-22 mm E toppar, sexkantbitar og fl. vnr IBTGCAI130B VERKFÆRASETT 151 STK Toppar 1/4-3/8-1/2 Stærðir 4-32 mm Djúpir toppar, bitar og fl. Sterk plasttaska vnr IBTGCAI151R m/vsk Fullt verð m/vsk Fullt verð / sími Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Skútuvogi 1 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður

4 jólagjöf fagmannsins Kynningarblað nóvember 16 Hvert verkfæri á sinn vísa stað Sigurjón P. Stefánsson á vel skipulagðan bílskúr sem sumir staðhæfa að sé svo snyrtilegur að þar megi framkvæma skurðaðgerðir. Sigurjón slær á slíkar yfirlýsingar en viðurkennir að hann eigi ógrynni af verkfærum til ýmissa verka. Þá eigi hvert verkfæri sinn stað. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Sigurjón, sem er sölustjóri Vinnuvéla, segir áhugann á verkfærum, vélum og smíði hafa vaknað snemma. Pabbi var mikið í útgerð á vörubílum og vélum og ég ólst því upp í kringum tól og tæki. Raunar svo mikið að ökukennaranum fannst ég grunsamlega góður að keyra þegar ég fór í fyrsta ökutímann, segir Sigurjón glettinn en hann eignaðist sitt fyrsta mótorhjól sextán ára. Það var Kawasaki 5 með tvígengisvél. Mótorhjólinu fylgdu síðan, eins og vill verða, bæði viðgerðir og vélagrúsk. Ég hef alltaf viljað eiga góð verkfæri og keypti mér þau snemma. Í fyrstu ferðinni sem ég fór til útlanda, sextán ára gamall, keypti ég fyrstu verkfærin, borvél og ýmsa lykla. Sex mótorhjól í skúrnum Mótorhjólaáhuginn hefur síst minnkað með árunum en Sigurjón og kona hans eiga samtals sex hjól í bílskúrnum. Fimm af gerðinni Kawasaki og eina Hondu. Við notum þau mikið og ferðumst innan lands og utan. Sigurjón segist kaupa sér flest sín verkfæri sjálfur. Sum hafi hann þó fengið að gjöf frá börnum sínum í gegnum tíðina. En hvað á hann mörg verkfæri? Meinarðu í kílóavís eða stykkjatali? spyr hann glettinn, greinilega ekki með fjöldann á hreinu. Hann segist þó eiga mjög mikið af verkfærum til allra verka. Hann segist einnig alla tíð hafa haft mikinn áhuga á smíði. Ég smíða mikið, og við hjónin bæði. Hún gefur mér ekki tommu eftir í því, upplýsir Sigurjón og tekur sem dæmi að þau hjónin hafi að mestu smíðað húsið þeirra sjálf, bæði innan og utan. Síðasta sumar hentum við svo stórum hluta úr lóðinni hjá okkur og smíðuðum risaverönd í staðinn og girtum hana alla af. Það gerðum við bara tvö á kvöldin og um helgar með vinnu. Gott skipulag Bílskúr Sigurjóns er þaulskipulagður. Ég vandist á þetta ungur, þegar ég var vélstjóri í nokkur ár. Það er mikið skipulag í vélarúmum á skipum. Þar á hvert verkfæri sinn sess í hillu eða skáp enda margir sem þurfa að nota verkfærin og menn þurfa að geta gengið að þeim á vísum stað. Ég hef tileinkað mér þennan kæk og fært yfir í skúrinn hjá mér. Hér á hvert verkfæri sinn krók, nagla eða hillu, segir Sigurjón sem smíðaði auðvitað sjálfur allt skipulagið. Sigurjón segist dvelja í skúrnum í törnum. Stundum hef ég tekið eldgömul mótorhjól og rifið þau í frumeindir og gert þau eins og ný. Þá er maður heilu og hálfu dagana í skúrnum. Langar í rennibekk En á hann sér uppáhaldsverkfæri? Mér þykir vænst um verkfærin sem ég handsmíðaði þegar ég var í Vélskólanum á sínum tíma. Þetta eru hamarshaus og fleira sem ég á enn í dag. Sigurjón segist annars helst kjósa að eiga vönduð verkfæri fremur en ódýr. Svo vel ég líka verkfæri eftir verkum. Ef ég er í mikilli óþverravinnu nota ég ákveðin verkfæri, en spariverkfæri í fínni vinnu. En hvað notar hann mest? Líklega lykla og skrúfjárn. Sigurjón segist fremur íhaldssamur á að lána verkfærin sín. Það er dálítið algengt að fá lánað og gleyma að skila. Ég reyni því að halda verkfærunum heima við. En er eitthvað sem vantar í safnið? Mig hefur alltaf dreymt um að eiga lítinn rennibekk. Ég læt það kannski rætast einhvern tíma. Sigurjón á afar vel skipulagðan bílskúr enda á hann fjöldann allan af verkfærum sem þarf að koma vel fyrir. Myndir /Ernir Sigurjón hannaði og smíðaði sjálfur veggina sem verkfærin eru hengd á. Verkfærin sem Sigurjón handsmíðaði. Tímalausar gjafir undir jólatrénu Góð verkfæri eru tímalausar gjafir sem henta frábærlega í jólapakkann fyrir fagfólk jafnt sem grúskarann heima fyrir. Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla býður upp á gott úrval verkfæra frá mörgum þekktum vörumerkjum á góðu verði. Í Rafvörumarkaðinum við Fellsmúla er mikið úrval af verkfærum af ýmsum stærðum og gerðum til notkunar í öllum mögulegum tilgangi fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Á meðal þekktra vörumerkja sem verslunin selur má nefna Stanley, Yato, Lund, Powerup, Kingstorm og Sthor. Við höfum verið að taka inn nokkuð af nýjum vörum í stærri kantinum undanfarið, segir Ingvar Árni Óskarsson, starfsmaður Rafvörumarkaðarins, og bætir við að þar megi helst nefna stórar læstar verkfærakistur, sverðsagir, iðnaðarbrotvélar til að brjóta steypu og ýmis legt fleira, og LED-kastara. Allt eru þetta alvöru verkfæri fyrir alvöru iðnaðarmenn, fagfólk jafnt sem grúskara heima fyrir. Vörur í jólapakkann Sigurður Davíð Skúlason stendur einnig vaktina í Fellsmúlanum með Ingvari. Hjá okkur er fullt af vörum sem gætu hentað í jólapakkana fyrir fagmennina því úrvalið er mikið, segir hann. Borvélar og skrúfvélar þykja klassískar til gjafa enda verkfæri sem þarf á hverju heimili að sögn Sigurðar Davíðs. Einnig nefnir hann fjölnota sög, flísasög, brotvélar og upphengjanleg ljós sem er hægt að tengja í USB. Sigurður Davíð nefnir réttilega að ekki eru öll verkfæri til stórra verka. Á meðal verkfæranna okkar er gott úrval af minni verkfærum í smærri viðfangsefni og ekki síður í föndurvinnuna heima fyrir. Þar má m.a. nefna stingsög, föndurslípisett og ýmis handverkfæri. Ekki má gleyma LED-vasaljósum af ýmsum stærðum. Gæðavörur á góðu verði Báðum finnst þeim auðvitað algjör toppur að fá nýja og góða græju í jólapakkanum. Verkfæri eru tímalausar gjafir sem endast lengi og gagnast alltaf vel. Verkfærin hjá okkur í Rafvörumarkaðinum eru frá gæðaframleiðendum og eru á góðu verði. Það er svo sannarlega hægt að gera kostakaup hjá okkur í Rafvörumarkaðinum. Rafvörumarkaðurinn er til húsa við Fellsmúla í Reykjavík. Opið er virka daga frá 9-18, laugardaga frá og sunnudaga frá Nánari upplýsingar á Facebook undir Rafvörumarkaðurinn. Sigurður Davíð Skúlason (t.v.) og Ingvar Árni Óskarsson standa vaktina í Rafvörumarkaðinum í Fellsmúla. MYND/ANTON BRINK

5 Jólagjöf fagmannsins er hágæða vinnuföt frá Snickers Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Dunderdon Mikið úrval af kraftmiklum handverkfærum Öryggisvörur Tæki og múrfestingar Vinnuskór Heyrnahlífar Öndunargrímur Vinnuvettlingar Eyrnatappar Gleraugu Hjálmar Fallvarnarbúnaður Lasermælar Höggborvélar Skurðar-/Slípivélar Demantsbor-/skurðarvélar Batterísvélar Skot-/Gasbyssur Brunaþéttiefni Skrúfvélar Múrfestingar Byggingafrauð HAGI ehf Stórhöfða Reykjavík S:

6 jólagjöf fagmannsins Kynningarblað nóvember 16 Á þessum tæplega áratug eru pennarnir sjálfsagt orðnir nokkuð hundruð en ég hef í raun enga tölu á þeim, segir Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson, handverksmaður frá Grindavík. Mikil vinna er á bak við hvern penna. Úrvalið er mikið hjá Finnboga og fjölbreytnin er mikil. Engir tveir eins Finnbogi Unnsteinn eyðir stærstum hluta frítíma síns í bílskúrnum heima í Grindavík. Þar býr hann til fallega penna úr ólíkum viðartegundum og dýrahornum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Mér tekst nú reglulega að selja einn og einn penna. Það skiptir mig þó minna máli því gleðin sem ég fæ út úr því að búa þá til skiptir öllu máli. Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson Grindvíkingurinn Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson hefur undan farinn áratug átt sér skemmtilegt áhugamál í bílskúrnum. Hann smíðar skefti fyrir penna úr ýmsum viðartegundum sem vakið hafa nokkra athygli á handverkshátíðum og í skúrnum heima þar sem gestir og gangandi geta komið og skoðað úrvalið. Sjálfur hefur hann starfað við ýmislegt um ævina, t.d. sem vöruog flutningabílstjóri, verslunarmaður í byggingavöruverslun og við smíðar. Ég hef hins vegar alltaf haft mikinn áhuga á verkfærum og vélum. Fyrsta rennibekkinn, sem var tengdur við borvél, fékk ég í jólagjöf fyrir mörgum árum en hann hentaði frekar í smærri verkefni. Enga tölu á fjölda Smátt og smátt jókst áhugi Finnboga og verkefnin urðu stærri og metnaðarfyllri. Fyrir tæpum tíu árum keypti ég mér gamlan og stærri rennibekk sem er mjög góður. Hann er frá NOVA og með honum fylgdu hlutir í pennarennsli. Og þá byrjuðu hlutirnir að gerast fyrir alvöru og áhugamálið um leið að verða miklu skemmtilegra enda eyði ég talsverðum tíma úti í bílskúr þar sem ég hef komið mér upp ágætri aðstöðu. Finnbogi er sjaldnast búinn að ákveða fyrirfram hvernig endanleg afurð mun líta út. Hugmyndin fæðist iðulega þegar hann byrjar að verka viðinn. Það tekur tíma að fá réttan við í hús. Síðan þarf að þurrka hann svo hann nái réttu rakastigi. Ég saga viðinn niður og passa vel upp á að hann springi ekki og eyðileggist í þurrkinum. Viðinn þarf nefnilega að verka ansi lengi svo hann sé í lagi því ef það er smá raki eftir í honum myndast sprungur og þá rifnar hann. Ég nota ýmsar viðartegundir, bæði íslenskar og erlendar, og einnig ýmis horn, t.d. hreindýra- og buffalóhorn. Fyrir vikið eru engir tveir pennar eins. Á þessum tæplega áratug eru pennarnir sjálfsagt orðnir nokkuð hundruð en ég hef í raun enga tölu á þeim. Vekja athygli Hann segist ekki hafa verið sérlega duglegur að koma sjálfum sér á framfæri. Stöku sinnum hafi hann kynnt pennana á handverksmörkuðum og sett inn myndir á Facebook-síðu sína. Um síðustu helgi var ég t.d. á handverksmarkaði í Keflavík. Pennarnir vekja alltaf athygli og mér tekst nú reglulega að selja einn og einn penna. Það skiptir mig þó minna máli því gleðin sem ég fæ út úr því að búa þá til skiptir öllu máli. Það sem er síðan helst fram undan hjá mér er að halda áfram að gera betri, fjölbreyttari og fallegri penna sem vonandi eiga eftir að vekja lukku eins og þeir eldri. Öll helstu verkfærin á einum stað Verkfærasalan er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í sölu og þjónustu á verkfærum og áhöldum fyrir fagmenn. Verkfærasalan var stofnuð árið 1997 og hefur alla tíð verið á sama stað, í Síðumúla 11. Í nóvember var opnuð ný verslun í Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og að sögn Marteins Guðbergs Þorlákssonar, sem sér um innkaup og markaðsmál, verður það til þess að þjónusta við viðskiptavini Verkfærasölunnar eykst enn meir. Fyrirtækið vill vera leiðandi í að bjóða fjölbreytt vöruúrval frá traustum og viðurkenndum framleiðendum og hjá Verkfærasölunni fæst mikið af verkfærum fyrir fagmenn. Þar má helst nefna verkfærin frá Milwaukee sem hefur verið brautryðjandi á sínu sviði. Milwaukee býður upp á stærstu línuna í rafhlöðuverkfærum, yfir áttatíu vélar sem ganga fyrir sömu rafhlöðunni í 18 volta og yfir sextíu vélar í 12 volta línunni. Meðal nýjunga frá Milwaukee eru 6Ah og 9Ah rafhlöður og Bluetooth-tenging við nýjustu vélarnar sem kallast ONE-KEY. ONE- KEY appið gerir notanda kleift að halda utan um allar vélar á vinnustöðum. Hver vél er skráð í kerfið, Benedikt og félagar hjá Verkfærasölunni eru alltaf tilbúnir til að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf við val á verkfærum og áhöldum. MYND/GVA Fyrirtækið vill vera leiðandi í að bjóða fjölbreytt vöruúrval frá traustum og viðurkenndum framleiðendum og hjá Verkfærasölunni fæst mikið af verkfærum fyrir fagmenn. hægt er að uppfæra kaupdag fyrir ábyrgð með því að skanna inn kvittun, skrá í hvaða verki vélin er, staðsetja vélina, skrá týndar vélar í kerfið og læsa stolnum vélum. Appið er bæði fyrir ios og Android, útskýrir Marteinn. Hann nefnir líka að í ONE-KEY appinu sjáist notkun á hverri vél fyrir sig og þannig sé möguleiki á að breyta stillingum eins og snúningshraða og átaki á borvélum, bankvélum og herslulyklum og fylgjast með stillingum á pressvélum fyrir vatnsfittings og kapalskó. Það henti til dæmis vel fyrir sjálfsnittaðar skrúfur þar sem hægt er að stilla á réttan hraða og afl. Svo erum við með Ryobi-verkfæri í miklu úrvali sem hafa sannað sig sem verkfæri fyrir þá sem vilja gera meira fyrir minna. Þar getur þú keyrt yfir fimmtíu vélar á sömu rafhlöðunni, allt frá borvél til sláttuvélar. Hjá Verkfærasölunni má einnig finna mikið af verkfærum og tækjum frá öðrum framleiðendum, jafnt til heimilisnota sem fyrir fagmanninn. Allt eftir þörfum hvers og eins. Má þar nefna handverkfæri frá Bessey, Wera, Hultafors, Gedore og Knipex, rafsuðuvörur frá Telwin og loftpressur frá Fini. Við erum líka með mikið af aukahlutum fyrir þau verkfæri sem eru í sölu hjá okkur og má þar nefna sagarblöð, bora, slípivörur og festingarvörur, segir Marteinn og bætir við að tekið sé vel á móti öllum í Verkfærasölunni og fagleg ráðgjöf veitt við val á verkfærum og áhöldum.

7 Áður Slípirokkur AG 10 E Stærð mótors 1000W og 125mm skífa. MW Áður Borvél og herslulykill 18V M18 BPP2G-402B Nett 18V hleðsluborvél með höggi, átak 50Nm og herslulykill 1/2" 240Nm. 2 x 4.0Ah rafhlöður, hleðslutæki og peysa fylgja. MW Áður Borvél M12 + hátalari Kolalaus m/höggi, átak 44Nm, 13mm patróna. 4,0 Ah og 2,0Ah rafhlöður. Bluetooth hátalari fylgir. MW Áður Topplyklasett 1/4" 26stk Topplyklasett 1/4", toppar 5,5-13mm. Fíntent skrall með snúanlegum haus. Langir bitar í helstu stærðum. WERA er þýsk gæðavara. WERA Áður Skrúfjárnasett Kraftform Kompakt VDE Vandað skrúfjárnasett frá WERA. Stærðir: PH 1, PH 2, Mínus 2,5mm, 3,5mm, 4,0mm, 5,5mm WERA Áður Topplyklasett 1/4" 46stk Sterkt topplyklasett 1/4". Toppar, djúpir toppar, skrall, bitar framlengingar, átaksskaft og liður. 46 stk. RT MS Áður Verkfæraskápur 6 skúffur Flottur verkfæraskápur með sterkum brautum. TJ TBR3006-X Áður Topplyklasett 1/2" 10-36mm Sterkt topplyklasett 1/2". Toppar, skrall, framlengingar, átaksskaft og liður. 23 stk. RT MS423

8 jólagjöf fagmannsins Kynningarblað nóvember 16 Gastæki Frábær í bílskúrinn eða minni verkefni Einnota kútar Engin leiga Verkfæralaus vélvirki Ásta Marý Stefánsdóttir, vélvirki hjá Marel, á sitt uppáhaldsmerki í verkfæraflórunni eins og títt er um iðnaðarmenn. Hún segir sig vanta ýmislegt og í raun hálf vandræðalegt að vélvirki eigi ekki allt til alls. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is með kútum kr íshúsið S: Smiðjuvegur 4a, græn gata, 0 Kópavogur Ábendingahnappinn má finna á Ásta Marý Stefánsdóttir, vélvirki hjá Marel, á sér draumamerki í verkfæraflórunni og myndi ekki fúlsa við bílalyftu ef hún ætti bílskúr. mynd/anton Brink Ég er alltaf að bíða eftir því að eignast flotta verkfærakistu. Ég er með verkfærakistu í vinnunni en á ekki fyrir mig sjálfa heima. Það gengur ekki að vera verkfæralaus vélvirki. Ef ég ætti verkfærin heima væru þau að sjálfsögðu í stanslausri notkun, segir Ásta Marý Stefánsdóttir, vélvirki hjá Marel. Í vinnunni sýð ég saman hluti sem verða svo að fullbúnum vélum. Stundum er ég í samsetningunni og tek þá á móti hlutum sem búið er að sjóða og set saman. Þau verkfæri sem ég nota í vinnunni eru lyklar, toppar og skrall, hamrar og svo nákvæmnisverkfæri eins og skíðmát. Ég nota mikið vinkla þegar ég er að sjóða til að passa upp á að allt sé þráðbeint og rétt. Suðuvélina og suðuhjálminn nota ég líklega mest. Pabbi gaf mér einmitt bleikan suðuhjálm með rósamunstri fyrir nokkrum árum þegar ég fór í sveinsprófið, segir Ásta sposk. Hjálmurinn vekur alltaf mikla athygli þegar ég set hann upp og fyrstu dagana voru vinnufélagarnir mjög forvitnir að vita hvar svona hjálmur fengist. En nú nota ég bara hjálm sem er skaffaður hér í vinnunni. Þetta var orðið gott með þann bleika, segir hún og viðurkennir að eiga sér uppáhaldsmerki í verkfæraflórunni eins og títt sé með iðnaðarmenn. Í mínu tilfelli væri það Kraftwerk, þau verkfæri finnst mér flott. Pabbi á einmitt þannig tösku og mig langar mikið í eins. Ég veit að það er allt í henni sem ég þarf. Það að taskan er fallega vínrauð hefur kannski líka eitthvað með það að gera, segir hún létt. Ég var reyndar að ræða við félaga mína hér í vinnunni um í hvað þá langaði helst í jólagjöf. Það nefndu allir batterísborvél. Ég segi það líka að ef ég ætti slíka sjálf væri ég alltaf að nota hana, ég væri til dæmis búin að hengja upp allar myndir heima hjá mér. Annars er ég er svo heppin að ég get gengið í verkfærin hans pabba en hann er með vélaverkstæði. Mesta snilldin á verkstæðinu hans er reyndar bílalyftan. Alveg sama hvað þarf að gera, skipta um dekk eða olíu þá bara hífir maður bílinn upp og þá verður þetta ekkert mál. Er slík lyfta kannski líka á óskalistanum? Ef ég ætti bílskúr og nógan pening, þá væri það ekki spurning. Milli þess sem Ásta sýður saman vélarhluti stundar hún nám í óperusöng við söngskóla Sigurðar Demetz og syngur í hljómsveit. Aðventan verður því annasöm. Ég er í tríóinu Borgarfjarðardætrum og við stefnum á jólatónleika í Borgar firði í desember. Svo syng ég í ballhljómsveit með félögum mínum af Skaganum og er að undirbúa óperusýningu í janúar með skólanum. Það er nóg að gera. Gæðaverkfæri í pakkann! Bjóðum fjölbreytt úrval af verkfærum frá þýska framleiðandanum Haupa. Allt fyrir rafvirkjann. Úrval af Haupa-töskum með og án verkfæra. Töskur með sérstöku hólfi fyrir fartölvu og með verkfærahólfum sem hægt er að renna af.

9 ... og þú hélst að við seldum bara snyrtivörur! Varta rafgeymir 56Ah 480a kr kr. Varta rafgeymir 60Ah 540a.990 kr kr. Varta rafgeymir 95Ah 830a kr kr. Varta rafgeymir 70Ah 630a kr kr. Lampa startkapall 0 amp kr kr. STP bensínbætir og rakaeyðir 0 ml kr. 990 kr. STP bensín innspýtingarhreinsir 0 ml kr. 990 kr. 10K spíssahreinsir kr kr. Comma Xstream G30 frostlögur 1 l kr kr. WD-40 0 ml ekki hægt að vera án þess. 990 kr. 790 kr. Varta LED vatnshelt vasaljós með liðamótum, rafhlaðan endist í allt að 35 klst kr kr. Varta LED Outdoor Pro vasaljós í útivistina, rafhlaðan endist í allt að 60 klst kr kr. Varta LED Sportsman vasaljós, dregur 60 m kr kr. Varta LED, einstaklega sterkt og endingargott vatnshelt vasaljós, dregur 183 m kr kr. Coast höfuðljós, 125 g, rafhlöður fylgja. Rafhlöðurnar endast í um tólf tíma kr kr. Victorinox, frábær fyrir björgunarsveitarfólk kr kr. Victorinox Spartan, með vinsælustu hnífum sem framleiddir eru kr kr. Coast fjölnota vasahnífur með LED ljósi að framan og aftan kr kr. Coast Tuff-Task hnífur. Hágæða veiðihnífur með beltisfestingu kr kr. Coast LED Pro Pocket fjölnotahnífur með tveimur LED ljósum. Hnífsblað úr ryðfríu stáli kr kr. Coast Chost hnífur með tvöfaldri læsingu kr kr. Coast Dark Force, smellist inn í skaptið, vegur 140 g kr kr. Victorinox, með dósaopnara, síl, tappatogara og upptakara kr kr. Victorinox Bantam, einfaldur, nettur og flottur kr kr. Victorinox Classic, lítill og nettur flottur sem lyklakippa kr kr. Stærsta íslenska vefverslunin. Frí heimsending ef verslað er fyrir kr. eða meira. Afhendum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu! Gildir á meðan birgðir endast Smáratorgi 3 1 Kóp. S:

10 jólagjöf fagmannsins Kynningarblað nóvember 16 Belti og axlabönd hafa verið búin til á Leðurverkstæðinu frá upphafi eða í áttatíu ár. Nú hafa slaufur bæst við framleiðsluna. Bólstrarinn Sigurjón umkringdur fallegum leðurvörum sem hannaðar voru á Leðurverkstæðinu. MYND/GVA Drífa Skúladóttir við axlabandavélina góðu. Drífa á mestan heiðurinn af búð Leðurverkstæðisins að sögn Sigurjóns. Starf bólstrarans er alltaf fjölbreytt Sigurjón Kristensen bólstrari segir fjölbreytnina halda sér gangandi í starfi. Hann tók við rekstri áttatíu ára gamals leðurverkstæðis fósturafa síns þar sem hann meðal annars vinnur vörur úr afgangsleðurbútum sem falla til við húsgagnaframleiðslu hans. VIKULEGUR SPJALLÞÁTTUR UM ÍÞRÓTTIR, DÆGURMÁL, LISTIR OG MARGT FLEIRA. ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD Á STÖÐ 2 SPORT Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Bólstrarinn Sigurjón Kristensen notar alls kyns verkfæri á degi hverjum, bæði við húsgagnaframleiðslu og á leðurverkstæði sínu. Hann segir bólstrara nota ýmis tæki og tól eins og saumavélar, heftibyssur, límkönnur og handverkfæri. Áður fyrr hafi sérstök tól tilheyrt bólstrurum, eins og hamrar með segli, borðastrekkjarar og fleiri tól. Allt nýtt Fyrir þremur árum keypti Sigurjón rekstur Leðurverkstæðis Reykjavíkur sem var í eigu fósturafa hans og hefur verið til í áttatíu ár. Ég hef haft Leðurverkstæðið í hjáverkum og haldið áfram þeirri framleiðslu sem þar var, til dæmis gerð axlabanda og belta. Nýlega ákvað ég að blanda saman bólstruninni og Leðurverkstæðinu því þegar ég framleiði mikið af húsgögnum úr leðri fellur mikið af bútum til sem ekki er hægt að nota í húsgögnin. Ég safnaði þeim alltaf og safna enn og nú erum við farin að nota þetta og búum til vörur sem við seljum svo á Leðurverkstæðinu, útskýrir Sigurjón. Vöruþróun í gangi Í síðustu viku var opnuð í fyrsta skipti í áttatíu ára starfsemi Leður verkstæðisins verslun þar sem vörurnar sem þar eru framleiddar eru til sölu. Við vorum að frumsýna nokkrar línur sem við búum til úr leðri sem annars færi í ekki neitt. Til dæmis svuntur og slaufur úr afgöngum. Sigurjón segir Drífu Skúladóttur eiga mestan heiðurinn af slaufugerðinni og opnun verslunarinnar en hún er nýlega farin að starfa með honum, bæði á Leðurverkstæðinu og við bólstrunina. Með þessu náum við að nýta það sem fellur til í bólstruninni. Það er gaman að því í góðærinu að nýta búta og vera umhverfisvæn um leið. Við erum að þreifa okkur áfram með ýmsar nýjar vörur svo sem buddur og hálfgerða sjópoka. Sjópokinn hefur til dæmis verið í fæðingu í nokkrar vikur en hann er úr eins konar segli sem er vísun í gamla sjópokann og svo blöndum við saman við hann leðurbútum sem falla til af verkstæðinu. Pokinn er svolítið grófur en við erum líka að gera minni týpur og í fleiri litum. Gömlu tækin enn notuð Verslunin er skreytt með skemmtilegum verkfærum sem eru orðin ævagömul en þau notaði afi Sigurjóns á Leðurverkstæðinu. Nýjasta græjan er frá 1988 og það er vél sem heggur framan af beltum og gerir götin. Það er Atari tölva í þeirri græju þannig að þetta var eina tækniundrið á staðnum, segir Sigurjón í léttum dúr. Aðspurður segist hann nú hafa uppfært verkfærakassann aðeins. Við erum samt sem áður enn að nota sumar af skurðarvélunum og ýmis verkfæri sem var hætt að nota þegar ég fæddist. Hönnunarvinnan skemmtilegt ferli Sigurjón var beðinn um að lýsa daglegu starfi bólstrarans. Við erum fjögur hér í húsgagnaframleiðslunni og fáum timbur- og járnagrindur sem þarf að undirvinna. Það þarf að setja fjaðrasystem í grindurnar eða teygjudúka, það er ýmiss konar. Eitt verkferlið felst í því að setja þetta saman. Síðan eru aðrir í því að sníða og svo er þetta saumað saman, skotið á þetta og endanlega skrúfað saman. Þannig er ferlið í framleiðslunni hjá okkur en svo erum við líka að klæða gömul húsgögn og ég lærði það á sínum tíma. Þá þarf einhver að taka að sér að rífa þau í sundur og það vinnur hjá okkur smiður sem er í því. Hann tekur líka tréverkið og límir það upp og pússar og litar eða lakkar. Síðan þarf að byggja upp setuna eða hvernig sem það er. Það er misjafnt hvernig uppbyggingin á húsgagninu er. Það skemmtilegasta við starf bólstrarans segir Sigurjón vera fjölbreytnina en hann er með húsgagnaframleiðslu þar sem meðal annars er framleitt fyrir Sýrusson og Á. Guðmundsson. Fjölbreytnin heldur manni gangandi. Það skemmtilegasta sem ég geri er að búa til nýjar týpur og vinna þær með hönnuðunum. Það kemur alltaf sprenging eftir áramótin hjá okkur þegar hönnuðirnir eru að fara að frumsýna nýjar vörur á HönnunarMars. Þá þarf að liggja yfir prótótýpunni í margar vikur og það er mjög skemmtilegt ferli, það er að segja ef þetta er ekki allt á síðustu stundu. Oft tek ég þátt í að búa til prótótýpur af allt að fimm nýjum hlutum.

11 IÐNVÉLAR ehf. Smiðjuvegi Kópavogur Sími idnvelar@idnvelar.is idnvelar.is

12 jólagjöf fagmannsins Kynningarblað nóvember 16 Allt í röð og reglu Heyrnartól fyrir fagmanninn Heyrnartól hafa sjaldan verið betri en í dag. Gæðin eru frábær og því eru heyrnartól ákjósanleg jólagjöf fyrir fagmanninn. Hægt er að fá allar gerðir heyrnartóla, þráðlaus eða með þræði, allt fer eftir efnum og aðstæðum hversu dýr tæki eru keypt. Sumir ganga svo langt að kalla þetta gullöld heyrnartólanna þar sem úrvalið er einstakt. Þráðlaust heyrnartól sem eyðir umhverfishávaða og eru með Blue tooth og NFC sem einfaldar tengingu við síma eða önnur Bluetooth-tæki eru trúlega á vinsældalista marga. Verðið er misjafnt og þess vegna ætti fólk að gera verðsamanburð. Minni heyrnartól eru frábær fyrir þá sem eru í ræktinni en þau stærri henta vel hvort sem er heima eða í vinnunni. Þróunin er ör á þessu sviði og bestu og dýrustu tækin hafa svo góðan hljómburð að það er eins og eigandinn sé í tónleikasal. Ef fólk ferðast mikið er nauðsynlegt að eiga góð heyrnartól. Fyrir þá sem eru duglegir að mæta í líkamsræktarstöðina eða fara í hlaup eða göngur utanhúss fást sérstök æfingaheyrnartæki. Það eru litlir hátalarar sem fara inn í eyrnagöngin og sum eru með púlsmæli og skrefateljara. Betra að halda sig við eitt merki Þegar keypt eru rafmagns- og batterísverkfæri er góð regla að halda sig við eitt gott merki sem maður treystir. Þannig má spara bæði peninga og pláss. Sérstaklega á þetta við um batterísverkfæri því oft er hægt að nota sama batteríið fyrir mismunandi tegundir verkfæra. Þannig getur fólk átt eitt eða tvö góð batterí en notað mun fleiri verkfæri. Þegar þarf að bæta við verkfæri er gott að geta keypt þau án batteríspakka enda eru góð batterí dýr auk þess sem þau taka einnig þó nokkurt pláss. Nú er það oft þannig að fólk á verkfæri af ýmsum toga og mismunandi merkjum. Til hægðarauka ættu þeir að huga að því að velja eitt af þeim merkjum sem hefur reynst vel og halda sig við það í framtíðar verkfærakaupum. Mikilvægt er að velja merki sem gera ráð fyrir að hægt sé að nota bæði gamlar og nýjar týpur af verkfærum með sömu batteríunum. Það er fátt meira pirrandi en að róta eftir skrúfjárni eða skiptilykli í verkfærakassa sem er allur í drasli. Það borgar sig því að gefa sér tíma í að þrífa hann og skipuleggja eins og annað enda mun skemmtilegra að umgangast verkfærin þannig. 1. Byrjaðu á því að hella innihaldinu á flöt sem auðvelt er að þrífa. Til dæmis steypt gólf, gamalt teppi eða handklæði 2. Þvoðu verkfærakassann vel og vandlega. Stundum getur þurft að nota terpentínu til að nudda burt málningar slettur eða aðra erfiða bletti. Þá er gott að skrúbba kassann með grófum skrúbbi, sápu og vatni. 3. Farðu yfir verkfærin og hentu þeim sem eru óþörf eða ónýt 4. Þurrkaðu af hverju verkfæri fyrir sig með rakri tusku 5. Raðaðu verkfærunum aftur í verkfærakassann. Best er að hafa hann hólfaskiptan og geyma smáhluti eins og nagla og skrúfur í litlum hólfum eða boxum. 6. Til þess að kassinn haldist í góðu standi sem lengst er best að þurrka af og ganga frá verkfærunum strax eftir notkun. 8. DESEMBER 16 JÓLAHÁTÍÐ FATLAÐRA Laddi Alda Dís Raggi Bjarna Þór Breiðfjörð Gunni & Felix Jón Jónsson Fimmtudaginn 8. des. verður Jólahátíð fatlaðra haldin í 34. sinn á Hilton Reykjavik Nordica kl. Hljómsveitin Toppmenn sér um undirleik. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur leikur létt lög frá 19:15 Jóhannes Guðjónsson píanóleikari leikur í anddyri Húsið verður opnað klukkan 19:00 og dagskrá lýkur um klukkan 21:30 Hreimur Sigmundur Ernir Jónína Aradóttir Heiða Ólafs. Ingó Veðurguð Sveppi André Bachmann Jóhannes Guðjónsson Bjarni Þór Kynnir er Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur Hljóðstjórn er í höndum Jóns Skugga og sviðsstjóri er Friðgeir Bergsteinsson Heiðursgestir: Björgólfur Jóhannesson forstjóri Icelandair Group & Magnea Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Icelandair Hotels Að venju eru aðstandendur hvattir til að mæta með sínu fólki.

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Friðgeir Helgason matreiðslumaður hefur starfað víða í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi. Í sumar ætlar hann að njóta lífsins í Flatey. MYND/ERNIR Kór

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Brúðkaup. Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að skrá óskalistann hjá okkur. Öll brúðhjón fá gjöf og lenda í brúðhjónapotti. Persónuleg og góð þjónusta

Brúðkaup. Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að skrá óskalistann hjá okkur. Öll brúðhjón fá gjöf og lenda í brúðhjónapotti. Persónuleg og góð þjónusta Brúðkaup LAUGARDAGUR GU R 29. MARS 2014 Bónorð á tónleikum Jógvan Hansen bað Hrafnhildar Jóhannesdóttur á tónleikum Michaels Bublé síðastliðið sumar. SÍÐA 8 Blómatískan Brúðarveski, blómaarmbönd og ofurliljur

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Lífið Lífsstíls-og tískubloggararnir hjá Trendnet.is HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus TAKA UPP TÓN- LISTARMYNDBAND Á ÍSLANDI 6 Fáklæddir og harðir slökkviliðsmenn SITJA

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum. HEILSA Kynningarblað Æfingatæki, matarmýtur, hitakóf, svefntruflanir, sveppasýkingar, umhverfisvæn hreinsiefni og einfaldar leiðir til að komast í betra form. HOLLUR MATUR Í SÍMANN Fjölmörg ókeypis smáforrit

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Tíska LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS KYNNINGARBLAÐ. Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður

Tíska LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS KYNNINGARBLAÐ. Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður hefur um nokkurra ára skeið endurnýtt gamlar peysur með nýjum prjónuðum og útsaumuðum skreytingum. 4 LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Markmið kaflans eru að kunna: Hraða, hröðun Stigstærð, vektorstærð Reikna krafta sem verka á hluti með hliðsjón af massa og hröðun hans Geta reiknað lokahraða

Διαβάστε περισσότερα

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN STÆRÐFRÆÐI

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN STÆRÐFRÆÐI STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR RÖKHUGSUN Á eftirfarandi síðum eru fjölbreyttar þrautir eða rökhugsunarverkefni sem ætluð eru nemendum grunnskóla. Efnið hentar einkum nemendum á mið- og unglingastigi. Það hefur verið

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

BRÚÐKAUP. Brúðarkjóll frá Belgíu Ásdís Auðunsdóttir keypti 80 ára gamlan brúðarkjól á netinu og sparaði sér þannig drjúgan skilding.

BRÚÐKAUP. Brúðarkjóll frá Belgíu Ásdís Auðunsdóttir keypti 80 ára gamlan brúðarkjól á netinu og sparaði sér þannig drjúgan skilding. BRÚÐKAUP FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Brúðarkjóll frá Belgíu Ásdís Auðunsdóttir keypti 80 ára gamlan brúðarkjól á netinu og sparaði sér þannig drjúgan skilding. SÍÐA 4 Hefðbundnir herrar Að mati Alvaro Calvi,

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Blephadex gegn. augnháramítlum

Blephadex gegn. augnháramítlum KYNNINGARBLAÐ Helgin LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Ragna Sigríður Bjarnadóttir fatahönnuður hóf nýlega störf hjá hinu vinsæla tískumerki Part Two í Kaupmannahöfn og líkar vel. 12 Blephadex gegn augnháramítlum

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir Lífið FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Jóhannes Arnljóts Ottósson gullsmiður MEÐ NÝJA LÍNU Í KVENSKARTI HJÁ NOX 2 Andrea Fanney Jónsdóttir deildarstjóri STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8 Silja Kristjánsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Rafmagsfræði loftræsikerfa

Rafmagsfræði loftræsikerfa Rafmagsfræði loftræsikerfa Sigurður Sigurðsson Febrúar 2003 Sigurður Sigurðsson 2 Rafmagnsfræði loftræsikerfa Höfundur: Sigurður Sigurðsson Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur

Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur hluti I Björn Arnar Hauksson bah@hi.is Vor 2003 Útdráttur Efni þessa glósurits er ritað í fyrirlestrum í Hagrannsóknum II, vorið 2003. Kennt af Helga Tómassyni. Engin

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα

Um tölvur stýrikerfi og forritun

Um tölvur stýrikerfi og forritun Um tölvur stýrikerfi og forritun Tölvur Fyrstu tölvurnar voru smíðaðar um miðja síðustu öld. Þær voru gríðarstórar á okkar tíma mælikvarða og fylltu stóra sali. Grunnhlutar tölva hafa frá þessum fyrstu

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Steig út fyrir þægindarammann VERTU TILBÚIN FYRIR VETURINN. Tíska

Steig út fyrir þægindarammann VERTU TILBÚIN FYRIR VETURINN. Tíska KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Steig út fyrir þægindarammann Maye Musk er sjötug fyrirsæta og hefur sjaldan haft jafn mikið að gera og nú. 6 Að loknu stúdentsprófi ákvað Sif Þrastardóttir

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

SKÁTABLAÐIÐ SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR. Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi

SKÁTABLAÐIÐ SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR. Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi SKÁTABLAÐIÐ 1 2017 Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi SKÁTASTARF Á AKUREYRI 16 22 26 AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR Hvar verður þú um Verslunarmannahelgina? Eftirtaldir aðilar senda

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað. Blandað á staðnum. Ekkert fer til spillis. Umhverfisvænt. Tímasparnaður.

Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað. Blandað á staðnum. Ekkert fer til spillis. Umhverfisvænt. Tímasparnaður. Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað Blandað á staðnum Ekkert fer til spillis Umhverfisvænt Tímasparnaður Snyrtileg lausn Sterkari lausnir Þunnflotsbíll Steypustöð á hjólum Vinsælar lausnir: Anhýdrít

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Mælir heils hugar með Bio-Kult

Mælir heils hugar með Bio-Kult LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 Mælir heils hugar með Bio-Kult Bio-Kult Pro-Cyan er háþróuð þrívirk formúla sem tryggir heilbrigða þvagrás. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir hefur endurtekið

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi Fæddur 15. desember

Διαβάστε περισσότερα

Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011

Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011 Réttarholtsskóli 2011 Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011 Adrien Eiríkur Skúlason 10. KN Björn Jón Þórsson 10. KN Emil Sölvi Ágústsson 10. KN Karl Ólafur Hallbjörnsson

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα