Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra"

Transcript

1 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því hvernig fé sem lenti í hremmingum norðanlands í óveðrinu í byrjun síðasta mánaðar mun vigtast. Hugsanlega mun meðalvigt falla eitthvað frá því sem nú er hjá Norðlenska á Húsavík, hjá KS á Sauðárkróki og hjá SHA afurðum á Blönduósi en það mun þó tæplega hafa teljandi áhrif. Meðalvigt á landinu um miðjan mánuðinn var tæpu hálfu kílói hærri en á sama tíma í fyrra. Þá var hún 15,95 kíló en er nú 16,4 kíló. Mest hækkun milli ára er hjá Norðlenska á Höfn í Hornafirði en vigtin er sem stendur 1,2 kílóum hærri en á sama tíma og í fyrra. Slátrun lýkur í næstu viku Bændablaðið hafði samband við nokkra stærri sláturleyfishafa landsins og tók stöðuna hjá þeim. Hjá KS á Sauðárkróki varð Ágúst Andrésson framkvæmdastjóri fyrir svörum. Við erum að verða búnir að slátra um kindum fleira en á sama tíma í fyrra en sjáum hins vegar að 20. tölublað 2012 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Mynd / smh Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra Færra fé slátrað á Sauðárkróki, Blönduósi og Húsavík vegna óveðursins norðanlands þetta er að verða nokkuð endasleppt. Ég geri ráð fyrir að næsta vika, síðasta vikan, verði minni umleikis en í fyrra. Meðalvigtin er einhverjum 200 grömmum meiri en í fyrra, á þessum tímapunkti. Ég er farinn að halda að fjöldinn verði kannski svona fjár færra en í fyrra. Hugsanlegar skýringar á því eru að í fyrra var slátrað talsverðu af fullorðnu fé, menn tóku til í stofninum vegna heyforða. Aðalskýringin er hins vegar þetta óveður sem gekk yfir í september. Svipaður fjöldi á Hvammstanga Vel hefur gengið við slátrun á Hvammstanga að sögn Magnúsar Freys Jónssonar, framkvæmdastjóra Sláturhúss KVH. Mér sýnist að fjöldinn muni enda í nánast því sama og á síðasta ári, en þá slátruðum við um fjár. Meðalvigtin er síðan töluvert meiri en í fyrra. Í fyrra var hún 16,2 kíló en hefur fram að þessu verið fast að 17 kílóum. Við sjáum að vísu að féð sem er að koma til slátrunar núna er léttara en fram að þessu, en meðalvigtin verður samt töluvert hærri en á síðasta ári. Ég sé alveg fyrir mér að hún lendi í 16,5-16,6 kílóum. Það er samt ekki hægt að fullyrða það fyrr en að lokinni sláturtíð. Í fyrra varð mikil aukning í slátrun á fullorðnu fé á Hvammstanga. Árið 2010 vorum við að slátra í kringum fullorðnum kindum en í fyrra fór það upp í Það lágu ýmsar ástæður þar að baki, einhverjir voru að hætta og svo voru menn smeykir um að þeir ættu ekki næg hey. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta verður í ár, segir Magnús. Meðalvigt ríflega kílói meiri á Höfn Norðlenska rekur tvö sláturhús, á Húsavík og á Höfn í Hornafirði. Sláturtíð á Húsavík hefur markast nokkuð af illviðrinu sem gekk yfir Norðurland og má að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, gera ráð fyrir að þau áhrif verði enn greinilegri nú í lok sláturtíðar. Það er algjör óvissa um lokin á sláturtíð hjá okkur vegna aðstæðna sem sköpuðust við óveðrið hér á Norðurlandi. Við erum að gera ráðstafanir til að hætta degi eða tveimur fyrr en reiknað var með á Húsavík. Þar erum við að slátra um fjár á dag, þannig að ef við fækkum dögunum gæti þetta orðið færra fé sem slátrað verður, sem því nemur. Á Höfn verður þetta hins vegar væntanlega svipað og verið hefur. Meðalvigtin á Húsavík er heilu kílói meiri en hún var í fyrra á sama tíma, 16,4 kíló núna. Sigmundur segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af því að hún geti farið niður núna í lokin. Á Höfn var meðalvigtin á sama tíma 16,5 kíló, sem er 1,2 kílóum meira en í fyrra. Góður gangur hjá SS Meðalvigt hjá SS var 10. október sl. 16,3 kíló en á sama tíma í fyrra var hún 15,8 kíló að sögn Steinþórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sláturfélagsins. Þar er slátrun enn í fullum gangi þótt fari að styttast í henni en of snemmt er að draga ályktanir af þessum tölum að mati Steinþórs. Hjá SAH afurðum á Blönduósi er reiknað með að eitthvað færra fé verði slátrað í ár en í fyrra vegna veðursins sem gekk yfir í byrjun september, segir Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri. Meðalvigtin er mjög góð hjá okkur, hún er nálægt því að vera 16,4 kíló sem er á milli grömmum hærra en í fyrra. /fr Bændafundir fram undan Bændur eru hvattir til að mæta á bændafundi sem auglýstir eru á bls. 37 í blaðinu. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir sameiginlega af Bændasamtökunum, Landssambandi kúabænda og Landssamtökum sauðfjárbænda. Rætt verður um nýja búnaðarlagasamninginn og framlengda búvörusamninga og gildi þeirra fyrir bændur. Auk þess verða breytingar á leiðbeiningaþjónustunni á dagskrá, en aukabúnaðarþing kemur saman 29. október til þess að ákveða framhald þess máls. Atkvæðagreiðsla um búvöru samningana er fram undan, en kjör gögn verða send út til bænda á næstu vikum. Fyrsti fundur verður í Eyjafirði mánudaginn 22. október. Ítarlega er fjallað um samninga og fyrirkomulag kosninganna á bls Boðað til aukabúnaðarþings Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings 29. október vegna breytinga á leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins. Verður þingið haldið í framhaldi af samþykkt síðasta búnaðarþings, þar sem ályktað var um grundvallarbreytingar á starfseminni. Leiðbeiningaþjónusta á vegum samtaka bænda byggir á um 100 ára gömlum grunni en hefur tekið miklum breytingum á hverjum tíma í takti við aðstæður í landbúnaði. Síðustu meiriháttar breytingar voru gerðar árið Þá var markmiðið að leiðbeiningastöðvar væru ekki með færri en þrjá ráðunauta í starfi. Á árinu 2010 var leitað til systursamtaka BÍ í Danmörku til að vinna úttekt á starfseminni og lögðu þau til að gerðar yrðu á henni grundvallar breytingar. Eftir búnaðarþing í mars síðastliðnum var næsti áfangi að móta hina nýju starfsemi. Var Ágúst Þorbjörnsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Framsækni ehf. ráðinn verkefnisstjóri og kynnti hann tillögur sínar fyrir formannafundi aðildarfélaga BÍ í september. Tillögur hans eru nú til umræðu og mun stýrihópur, sem stjórn BÍ skipaði, leggja endanlegar tillögur sínar fyrir búnaðarþing. Í kjölfar þeirrar úttektar hefur farið fram mikil vinna sem miðar að því að flytja leiðbeiningaþjónustuna í sérstakt félag með eigin stjórn sem sem starfi sjálfstætt en verði eigi að síður í eigu bænda.

2 2 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Innflutningur á kartöflum: Veruleg aukning Innflutningur á kartöflum það sem af er þessu ári er sá mesti á þessari öld. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er búið að flytja inn tonn af kartöflum það sem af er þessu ári en allt árið í fyrra voru flutt inn tonn. Minnstur var innflutningurinn árið 2002, eða 594 tonn, og 893 tonn árið Innflutningur á kartöflum Ár Tonn Kynbótastöð Suðurlands: Hækkun sæðingagjalda Sæðingagjöld hjá Kynbótastöð Suðurlands hækka um 400 kr. á kú á ársgrunni að því er fram kemur á vefsíður Búnaðarsambands Suðurlands (BSSL). Gjaldið var kr á kú en hækkar í kr á kú. Greitt er af kúafjölda samkvæmt forðagæsluskýrslum, óháð fjölda sæðinga pr. kú og sæðingar á kvígum fríar. Fyrir bú með 40 kýr er þetta hækkun úr 64 þúsundum á ári, í 80 þúsund á ári. Á vef BSSL eru ástæðurnar sagðar m.a. mikil hækkun á sæði og rekstrarvörum og minni fjármuna úr búnaðarlagasamningi á Suðurlandi vegna margendurtekinna ályktana frá Búnaðarþingi og aðalfundum LK um jöfnun á aðstöðumun bænda gagnvart sæðingakostnaði á landinu. Tjón af völdum álfta og gæsa: Bændur tilkynni um tjón Bændur eru hvattir til að tilkynna um tjón af völdum álfta og gæsa á ræktarlöndum með því að fylla út eyðublað þar að lútandi. Eyðublaðið má nálgast á vef Bændasamtakanna, is, undir Jarðrækt. Þessi upplýsingaöflun er mikilvægur liður í því að undirbyggja málstað bænda varðandi óskir um aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að minnka tjón á ræktarlöndum bænda. Bændur eru hvattir til að óska eftir aðstoð ráðunautar við tjónmatið. /BPB Hryssa hvarf úr girðingu í Hvalfjarðarsveit Lýst er eftir tveggja vetra ljósrauðri, stjörnóttri, glófextri hryssu sem hvarf sporlaust úr girðingu í Kalastaðakoti í Hvalfjarðarsveit um miðja síðustu viku. Hryssan er spök, örmerkt og faxmikil. Engin merki eru um að hún hafi strokið, þar sem hún var innan tvöfaldrar rafmagnsgirðingar. Ekkert hefur heldur sést til hennar í grenndinni. Fólk er beðið um að líta vel í kringum sig í öllum landshlutum. Upplýsingar eru vel þegnar í síma eða Sérstök verkefnisstjórn hefur verið skipuð til að hafa umsjón með söfnuninni og móta reglur um hana. Í henni eru Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem er formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðahrepps, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, fyrrverandi vígslubiskup á Hólum, Friðrik Friðriksson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Dalvík, og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS. Mynd / MÞÞ Fjársöfnun til stuðnings bændum sem urðu fyrir fjárskaða og tjóni í óveðrinu í september: Skaðinn er mikill og verkefnið stórt Segir Guðni Ágústsson, formaður verkefnisstjórnar, sem væntir þess að landsmenn leggi bændum lið Fjársöfnun til stuðnings bændum sem urðu fyrir fjárskaða og tjónum er hlutust af óveðrinu sem geisaði á Norðurlandi í september hófst formlega þegar Kaup félag Skagfirðinga, KS og Lands bankinn afhentu fyrstu fram lögin í söfnunina við athöfn á Sauðár króki í liðinni viku. KS afhenti þá for manni verkefnisstjórnar, Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðar ráðherra, 5 milljónir króna og Landsbankinn 3 milljónir. Segir Guðni að nú þegar séu komin vilyrði fyrir um 22 milljónum króna. Bændur sýndu dugnað og æðruleysi Við sem í nefndinni erum finnum mikinn samhug og velvilja fólks og fyrirtækja og stórhug hjá mörgum fyrirtækjum. En framlög almennings eru auðvitað jafn mikilvæg og vel þegin. Þar snúast upphæðirnar fremur um lambsverð eða viljann til að vera með og gildir ekki síður hin forna saga um eyri ekkjunnar að hver geri sitt eftir efnum og aðstæðum. Söfnunarátakið verður byggt upp með atburðum og skemmtilegum uppákomum víða um land, bæði í sveitum og bæjum fyrir norðan og í höfuðborginni, segir Guðni. Hann gat þess einnig við athöfnina að óveðrið hefði valdið miklum hörmungum og haft í för með sér alvarlegar afleiðingar, einn mesta fjárskaða sem orðið hefði á einu bretti frá Móðuharðindum, þannig að langt þyrfti að leita í sögunni að álíka hörmungum. Talið er að á bilinu 8-10 þúsund fjár hafi drepist í septemberveðrinu. Skaðinn er mikill og verkefnið stórt, sagði Guðni og bætti við að ofan á fjárhagslegt tjón bættist sá tilfinningalegi skaði sem ævinlega fylgdi því þegar bændur misstu búfénað af þessum völdum. Hann sagði bændur hafa sýnt mikinn dugnað og æðruleysi við erfiðar aðstæður en einnig hefði verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim samhug sem þjóðin hefði sýnt, sem og þeirri fórnfýsi sem t.d. björgunarsveitarmenn hefðu sýnt þegar þeir hefðu lagt bændum lið við leit að týndu fé dagana eftir óveðrið. Söfnun stendur yfir til jóla Guðni sagði tjón hlaupa á milljónum og það yrði aldrei að fullu bætt, t.d. af Bjargráðasjóði, sem vissulega hlypi undir bagga. Því hefði verið ákveðið að efna til landssöfnunar og þess væri vænst að þeir sem væru aflögufærir tækju þátt. Hann sagði verkefnisstjórn hafa það verk með höndum að leita leiða til að söfnunin skilaði sem bestum árangri og vænta þess að fyrirtæki og einstaklingar leggðu henni lið. Guðni gerir ráð fyrir að söfnunin standi yfir næstu vikurnar og ljúki fyrir jól. Tíu milljónir afhentar við athöfn Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, afhenti 5 milljónir króna í söfnunina, en stjórn félagsins samþykkti framlagið á fundi sínum á dögunum. Félagið er einn af stærri sláturleyfishöfum landsins og vill leggja sitt af mörkum til að bæta bændum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Inga Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, afhenti einnig 3 milljónir króna fyrir hönd bankans, eina milljón króna fyrir hvert útibú sem bankinn starfrækir á Norðurlandi. Hún sagði marga bændur í viðskiptum við Landsbankann og það væri honum mikilvægt að sýna hug sinn í verki á erfiðum tímum. Þeir sem vilja styðja við bakið á málefninu geta lagt framlög sín inn á reikning nr , kt , í Landsbankanum á Sauðárkróki. /MÞÞ Mikill tími hefur farið í fjárleitir Sigurður Ágúst Þórarinsson, bóndi í Skarða borg í Reykjahverfi, segir að enn vanti um þrjátíu fullorðnar ær og um 60 lömb eftir veðurhamfarirnar sem gengu yfir af réttina í september. Ærnar sem grafnar hafa verið úr fönn eru slappar og dasaðar, ullin tætt og skítug, en þær braggast á nokkrum dögum þótt óvíst sé hvernig veturinn verður. Á Skarðaborg eru um 800 fjár á fóðrum og um lömb sem fara á sláturhús að hausti. Sigurður segir að óvenju mikil frjósemi hafi verið í vor og þó nokkrar ær hafi farið á fjall með hann svo sem ekkert geta sagt til um það, þær sem séu veikar og dasaðar geti náttúrulega alveg eins drepist í vetur. Þá er einnig hósti í lömbunum og fá þau pensilín til að vinna á því. Það er þó ekki bara meðalvigt og fjárdauði, þetta hefur áhrif á svo margt, ullarinnleggið verður lélegra í ár, meira af ungum gimbrum og því mögulega minni frjósemi. Það má því segja að þetta hafi áhrif til nokkurra ára en ekki bara í vetur. Sigurður fór ferð í öræfin um daginn og keypti þar 14 lífgimbrar og tvo hrúta. Hann segist vanalega ekki kaupa gimbrar en ákvað að prófa það núna. þrjú lömb. Þá hafi júní verið þurr og hagstæður þannig að lítið hafi verið Öll haustverk frestast um skemmdir í júgrum. Hann segir árið hafa verið mjög sérstakt, bæði þessir miklu þurrkar í sumar og síðan þessar veðurhamfarir svo snemma Göngur eru að öllu jöfnu alltaf farnar á hestum en í ár var það ekki fært nema á snjósleðum og vel útbúnum að hausti að eldri bændur muni ekki fjallajeppum. Mikill tími hefur farið í annað eins. Þegar blaðamann bar Mynd / GBJ leitir og hefur verið leitað flesta daga að garði var nýbúið að grafa tvær í heilan mánuð. Þetta hefur tafið öll ær úr fönn, þá mánuði eftir þær grófust í fönn, en með þeim var einn lambhrútur sem var dauður. Hundur Sigurðar fann þær en sjálfur sá hann saman og fundið var. Þær kindur sem komnar eru heim hafa farið á beit en í Reykjahverfi náði snjórinn ekki niður að byggð svo ekki þurfti að setja á tvö til þrjú hundruð rúllur í varaforða. Það sé samt mikilvægt að mánuðurinn haldist áfram snjólaus þannig að ekki þurfi að setja strax á hús. Um haustverk að sögn Sigurðar og margt sem situr á hakanum. Nokkuð hefur verið talað um hvernig tófan hefur komist í kindur ekki til þeirra. Þær voru komnar heim hús eftir hretið. Sigurður segir að þar mánaðamótin ágúst-september sem fastar eru í snjó en Sigurður segir að bæ en að sögn Sigurðar líta þær ekki við grænu grasi á túni heldur borða mest af punti sem er meðfram girðingum. Til að byrja með borða þær mjög lítið og hægt, en þegar líður á dagana hressast þær og fara þá að borða kál og gras. Sigurður hefur ekki fundið nema eina dauða af sínum kindum og segist óttast að þær sem hafi drepist hafi gert það strax í versta hretinu, grafist djúpt í snjósköflum þar sem ekki hafi náð að bræða snjó í kring. Kindur sem hafa fundist á lífi hafa hópað sig séu bændur í Mývatnssveit og öðrum svæðum mun verr settir að hafa þurft að gefa hey strax því ekki hafi sumarið nú gefið það vel af sér í þeim efnum. Hálft kíló niður í meðalvigt Margir bændur hafa áhyggjur af heyskorti en Sigurður segist ágætlega bjartsýnn á að drýgja forðann út veturinn. Hann segist ekki þurfa að eiga mikinn pening í bankanum en líði alltaf illa ef hann eigi ekki nóg af rúllum, og reyni að hafa alltaf um snjóaði í fjöll og þá fékk Sigurður þó nokkuð af kindum heim og segir það hafa verið mikið lán. Þá fóru 200 lömb á sláturhúsið en meðalvigtin var þó minni en á venjulegu ári vegna tíðarfarsins í sumar. Þá segir hann að þau lömb sem síðar hafi farið til slátrunar séu hálfu kílói léttari en hann eigi að venjast. Vöðvaflokkunin hafi farið eitthvað niður en þó haldið sér býsna vel, bakmælingar lélegar en lærastigun góð. Spurður hvort hann óttist að þetta hafi áhrif á frjósemina í vor segist að það hafi sloppið til á þeirra afrétt enn sem komið er, það hafi verið unnið ágætlega á tófunni síðastliðin ár. Hann telur þó líklegt að hún verði búin að finna þetta í vetur og þar verði hálfgerð veisla. Auðvitað sé leiðinlegt að horfa upp á það en afar erfitt væri að fara að koma öllum hræjum niður í byggð að svo stöddu. Sigurður segist afar þakklátur öllu því fólki sem hafi komið að leitum og unnið gott starf, það hafi skipt sköpum fyrir bændur á svæðinu. /GBJ

3 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Betra hesthús Leitið tilboða hjá sölumönnum Líflands í síma Þú færð úrvals búnað hjá okkur! Hnakkastatíf Einnig fáanleg í svörtu Fóðurtrog Margar stærðir af trogum úr sterku plasti Brynningarskálar Þær vinsælustu í hesthúsið Viftur Margar stærðir í allar gerðir gripahúsa Nótuð plastborð Brún, grá og græn - 2 þykktir Mottur Gúmmí- og drenmottur í mörgum stærðum Hjólbörur Ýmsar stærðir og gerðir Lynghálsi 3 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri Smellinn + Upplagt fyrir aðila í ferðaþjónustu Stærðin skiptir ekki máli Smellinn+ eru forsteyptar einingalausnir sem má raða saman á ýmsa vegu og tengja með gangi. Hægt er að bæta við mötuneytis- og þjónusturýmum. Smellinn+ einingahúsin eru ódýr og auðveld í uppsetningu. Húsin eru tilvalin fyrir aðila í ferðaþjónustu og möguleikarnir ótalmargir, sama hversu stórt er byggt. Kynntu þér útfærslur og áferðarmöguleika á heimasíðu okkar eða hafðu samband við söludeild. PIPAR\TBWA SÍA BM Vallá ehf Breiðhöfða Reykjavík BM Vallá ehf Akureyri Austursíðu Akureyri Sími: sala@bmvalla.is Sím: sala@bmvalla.is forsteyptar einingar

4 4 Fréttir Ný stuttmynd um sauðfjárrækt og beitarmál Bændur frumsýndu á dögunum stuttmyndina Sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð. Í myndinni, sem er nítján mínútur að lengd, er fjallað um sjónarmið bænda í tengslum við beitarmál og nútímasauðfjárrækt, þróun hennar og framtíð. Meðal viðmælenda eru bændur úr Hrútafirði og víðar, sérfræðingar frá Landgræðslunni og Landbúnaðarháskóla Íslands og landnýtingarráðunautur BÍ. Meðal þess sem kemur fram í myndinni er að í heildina er gróður í framför á landinu samkvæmt rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þá er fjallað um landgræðslustarf, en á sjöunda hundrað bænda starfa innan vébanda Bændur græða landið. Einnig er rætt um ýmsar orsakir landeyðingar, girðingarmál, lausagöngu búfjár og gildi úthagabeitar fyrir landbúnaðinn. Nýtum auðlindir landsins af skynsemi Í myndinni kemur fram að sauðfé hafi fækkað um 45% frá árinu 1977 og að einungis 20-25% sauðfjár séu rekin á afrétti. Skilaboð bænda eru í stuttu máli þau að þeir vilja nýta þá auðlind sem landið er með sjálfbærni að leiðarljósi í sátt við land og þjóð. Gjaldtaka vegna vanrækslu dýra Matvælastofnun hefur hafið gjaldtöku fyrir eftirlitsheimsóknir héraðs dýralækna í kjölfar ábendinga (meðal annars frá búfjáreftirliti) um vanrækslu samkvæmt lögum um dýravernd og reglugerðum um aðbúnað dýra, reynist þær á rökum reistar. Algengustu ábendingar er varða hross lúta að van fóðrun, skjólleysi, vatnsskorti og vanhirðu á hófum. Einnig vegna lítillar útiveru eða hreyfingar og ófullnægjandi aðbúnaðar á húsvist. Þar er meðal annars um að ræða stöðu á bás, of litlar stíur og Nefnd móti tillögur um bætur vegna gróðurelda Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um bætur vegna tjóns af völdum gróðurelda. Eins og fjallað var um í síðasta Bændablaði er nokkur vakning varðandi hættuna af slíkum eldsvoðum en síðasta sumar urðu talsvert miklir gróðureldar á tveimur stöðum á landinu. Annars vegar brann sina og mór á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og hins vegar brann sina, lyng og kjarr í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Kostnaður vegna slökkvistarfs á Laugardal varð um 20 milljónir króna, sem samsvarar um fjórðungi útsvarstekna Súðavíkurhrepps á ársgrundvelli. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu mikill skellur slíkt er fyrir lítið sveitarfélag. Þessi nýlegu dæmi eru meðal ástæðna þess að Einar Kristinn leggur fram umrædda þingsályktunartillögu. Forvarnir og bætur Tillagan gerir ráð fyrir að innanríkisráðherra verði, í samráði við umhverfis- og auðlindaráðherra, falið að skipa nefnd sem móti stefnu um hvernig greitt verði fyrir tjón sem sveitarfélög og einstaklingar verða Matthildur Hjálmarsdóttir er einn viðmælenda í nýrri stuttmynd um sauðfjárrækt. 50% sauðfjárframleiðslunnar eru á - ófullnægjandi loftræstingu. Varðandi sauðfé er einkum bent á vanfóðrun, ófullnægjandi aðbúnað á húsvist, svo sem plássleysi, og vanrækslu á rúningi og klaufhirðu. Ábendingar um holdanautgripi snúast oftast um skjólleysi, vanrækslu á klaufhirðu og burðarhjálp. Umráðamönnum dýra ber að þekkja lög og reglur um dýra velferð og aðbúnað dýra sem finna má á heimasíðu Matvælastofnunar, www. mast.is. Undir þessar ábendingar skrifar Stefán Guðmundsson, fjármálastjóri Matvælastofnunar. Einar Kristinn Dreift á netinu Myndin Sauðfjárrækt í sátt við land og þjóð er aðgengileg á vefsíðunni saudfe.is og bondi.is. Þar myndar innar, sem er tæpar átta mínútur að lengd. Vonast er til þess að Ríkissjónvarpið taki myndina til sýninga sem fyrst, en búið er að fara þess á leit við stofnunina. fyrir af völdum gróður elda. Er þar átt við tjón sem ekki verður bætt af hálfu tryggingafélaga. Nefndinni verður jafn framt gert að marka stefnu um hvernig best verði staðið að forvörnum vegna hættu á gróðureldum. Verkið skuli unnið í samráði við sveitarfélögin og áliti hennar skilað eigi síðar en innan hálfs árs. Þverpólitískt mál Meðflutningsmenn Einars að tillögunni koma úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði auk þess sem þingmenn utan flokka, þau Lilja Mósesdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Atli Gíslason, eru öll flutningsmenn tillögunnar. Því er ljóst að nokkur samstaða er um málið. Hér er enda um að ræða mál sem gengur þvert á allar pólitískar línur og ég á von á að þingheimur geti sameinast um það, segir Einar Kristinn. /fr Allt bendir til að fjár sé saknað eða hafi fundist dautt í Skagafirði eftir óveðrið sem skall á norðanvert landið í september. Búrfjárskaðar og eignatjón voru til umræðu á fundi landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í liðinni viku en fram kom að ekki liggi þó fyrir endanlegar tölur. Farið var yfir stöðu mála og m.a. greint frá fundi fyrr í þessum mánuði með fulltrúum frá Almannavarnarnefnd, en á hann voru boðaðir auk almannavarnarnefndarmenn úr sveitarfélaginu, fjallskilastjórar, Leiðbeiningamiðstöðvar og fulltrúi ríkislögreglustjóra. Fram kom í máli Eiríks Loftssonar frá Leiðbeiningarmiðstöðinni að þær tölur sem nú liggja fyrir varðandi tjón á búpeningi benda til þess að á bilinu 4000 til 5000 fjár sé saknað eða hafi fundist dautt. Tölur þyrftu að liggja fyrir sem allra fyrst svo hægt sé að gera grein fyrir tjóninu og koma tölum til Bjargráðasjóðs. Þá hefur orðið umtalsvert tjón á girðingum, en erfitt er að kanna það nákvæmlega fyrr en snjóa leysir. Vernharð Guðnason gerði grein fyrir þátttöku Almannavarnarnefndar og ræddi einnig hvaða lærdóm draga megi af óveðrinu og þeim aðstæðum sem upp komu sem og því hvernig brugðist var við. Gerði hann grein Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Smám saman eru línur að skýrast varðandi þann fjölda fjár sem drepist hafa í kjöfar óveðursins í september. Hér má sjá leitarmenn grafa eftir fé í Mývatnssveit. Mynd / Erna Erlingsdóttir. Á fimmta þúsund fjár saknað eða hefur fundist dautt í Skagafirði fyrir sameiginlegu leitarátaki bænda og björgunarsveita sem fram fór laugardaginn 29. september sl. Einnig hefur Almannavarnarnefnd skipað vinnuhóp sem vinna á aðgerðaráætlun sem unnið verður eftir ef slíkt ástand kemur upp aftur. Þá á nefndin að skoða hvernig brugðist var við nú og hvað helst þurfi að bæta úr. Í umræðum nefndarinnar var farið ýtarlega yfir málið, auk umræðna um það tjón sem beint hefur orðið urðu umræður um það hættuástand sem skapast ef að heilu svæðin eru rafmagns-og símasambandslaus jafnvel sólarhringum saman. /MÞÞ Mikil eftirspurn eftir hrossakjöti í Austur-Evrópu og hægt að selja mun meira en fæst: Fjölda hrossa verður slátrað í haust Mestur útflutningur til Rússlands og Kasakstan en bestu bitarnir á innanlandsmarkað Hrossaslátrun virðist munu aukast talsvert á komandi hausti miðað við fyrri ár. Síðasta haust, sem og vetur, var mun fleiri hrossum slátrað en árin á undan. Ástæða þess var sögð erfitt tíðarfar vorið áður, sem olli því að víða gáfu bændur hey sín nánast upp og lítið var um fyrningar. Þá ollu miklir þurrkar því að minna var uppskorið sumarið 2011 en oft áður og voru sumir bændur tæpir á heyfeng fyrir veturinn. Mikil tregða í sölu á hrossum, ekki síst hér innanlands, hefur einnig haft áhrif. Sumarið í ár var mönnum misjafnlega hagfellt til heyskapar en af samtölum við ráðunauta má ætla að allnokkur dæmi séu um að heyfengur sé í minnsta lagi. Af þessum sökum hugsa ýmsir bændur til þess að draga úr hrossaeign sinni fyrir komandi vetur. Hjá Norðlenska hefur gætt nokkurs þrýstings á að hafin verði slátrun á hrossum sem fyrst og eru dæmi um að menn séu orðnir óþolinmóðir. Norðlenska markaðssetur allt hrossakjöt á innanlands markað og því snýst slátrun þess að nokkru leyti um samstarf við söluaðila hér á landi. Almennt hefur fyrirtækið ekki verið stórtækt í slátrun hrossa, að sögn Sigmundar Ófeigssonar framkvæmdastjóra. Það er komin óvenju mikill biðlisti hjá okkur. Við hyggjumst fara af stað með þetta í lok sláturtíðar. Það eru á bilinu hross á biðlista en vanalega eru þetta ekki nema um 20 hross sem við erum að slátra á þessum tíma. Ég tel að þetta sé vegna þess að menn hafi áhyggjur af heyjum í vetur og vilji þess vegna losna við hross fljótt. Við finnum aðeins fyrir þrýstingi á þetta og reyndar finnum við líka fyrir þrýstingi um nautgripaslátrun. Heyleysi líklega stærsti orsakaþátturinn Hrossaslátrun fer á fullt hjá KVH á Hvammstanga í byrjun nóvember, að lokinni sauðfjárslátrun. Það verður slátrað talsvert miklu hjá okkur, við erum með fullorðin hross á biðlista og folöld. Þetta er ekki ósvipað og var í fyrra, þótt það séu heldur fleiri fullorðin hross núna. Í fyrra kom talsverð pressa á þetta strax eftir sauðfjárslátrun. Árin á undan var þetta hins vegar miklu dreifðara yfir tíma. Mín tilfinning er sú að heyleysi sé um að kenna. Við slátruðum fjölda fullorðinna hrossa strax fyrir sauðfjárslátrun, á bilinu hrossum, segir Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri. Hann segir að slátrunin muni ekki taka langan tíma þegar farið verði af stað. Við getum slátrað 110 hrossum á dag. Mest af þessu kjöti fer í útflutning, til Rússlands og Kasakstan. Það er bara fille, lundir og innra læri sem fer á markað hér heima af fullorðnu. Læri og hryggir úr folöldum eru markaðssett á heimamarkaði en annað fer út. Við getum selt allt sem við fáum, það er ofboðsleg eftirspurn eftir hrossakjöti í Austur-Evrópu. Veruleg bið eftir slátrun hjá SS Hjá SAH afurðum á Blönduósi hefst hrossaslátrun að lokinni sauðfjárslátrun sem lýkur 26. október. Þar er mun lengri biðlisti eftir slátrun en var á sama tíma í fyrra. Hjá SS eru hundruð hrossa á biðlista og veruleg bið eftir slátrun. Þó hefur þar verið slátrað um 50 hrossum á viku að undanförnu, en stefnt er að því að bæta í það þegar sauðfjárslátrun lýkur í fyrstu viku nóvember. Fjölda slátrað hjá KS síðasta vetur Hjá KS á Sauðárkróki eru heldur færri hross á biðlista eftir slátrun en var á sama tíma í fyrra. Í dag eru um 250 hross sem búið er að panta pláss fyrir í sláturhús, bæði fullorðin og folöld. Fyrir sláturtíð var þó nokkrum fjölda hrossa slátrað hjá KS, nokkrum tugum, en síðustu sex vikur hefur safnast upp biðlisti að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Við byrjum væntanlega eitthvað í næstu viku og upp úr því förum við á fulla ferð. Þessi fjöldi sem er á lista núna er heldur færra en hefur verið á sama tíma undanfarin ár. Þar spilar væntanlega inn í að talsverðu var slátrað í fyrra og svo held ég að bændur séu kannski ekki fyllilega búnir að taka stöðuna hjá sér á þessum tímapunkti. Ég hef nú trú á að margir bændur ætli að slátra töluverðu af hrossum. Það mun taka okkur svona þrjár vikur að slátra þessu. Það mun ekki standa neitt á okkur að slátra hrossum, við höfum markað fyrir afurðirnar og þetta verður því ekki vandamál. /fr

5 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Ferðaþjónustan Langavatni Aðaldal. Fjölbreytt notkun smáhýsa um allt land Hafnarbakki Flutningatækni hefur um árabil selt fjölda smáhýsa frá Contimade. Hagkvæmar lausnir sem bjóða upp á margar stærðir og mismunandi útfærslur allt eftir ykkar óskum! Ferðaþjónustan Hlíð Mývatnssveit. Ferðaþjónustan Breiðavík. Geitey ferðaþjónusta Mývatnssveit. Höfuðstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands Eldhús fyrir ferðaþjónustu í Fljótdal. Snyrtiaðstaða við tjaldvæði á Akranesi. Smáhýsi fyrir veðurradar á Teigsbjargi. Sýningar- og fundaraðstaða við Hringhellu. Áhugasamir hafi samband í síma Gistihús að Hótel Hofi í Öræfum. maggi@12og3.is /09.12 Aðstaða Aftureldingar fyrir töfluæfingar o.fl. Leirubakki ferðaþjónusta. Starfsmannaaðstaða Hótel Núpum. Fosshótel Skaftafell Freysnesi. Hringhella Hafnarfjörður Sími info@hafnarbakki.is hafnarbakki.is

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Aukabúnaðarþing fjallar um leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings 29. október vegna breytinga á leiðbeiningaþjónustunni, en á síðasta búnaðar þingi var ályktað um grundvallar breytingar á starfseminni. Ályktunin á sér langan aðdraganda og hafa miklar umræður farið fram um stefnu í málinu. Nú er búnaðarþing kallað saman til að taka endanlegar ákvarðanir. Nýr búnaðarlaga samningur tók alfarið mið af afgreiðslu búnaðarþings og er þar lagður grunnur að breytingum. Mikilvægt er að vekja athygli á að ekki hefur neinum dyrum verið lokað; aukabúnaðarþing hefur allt vald í málinu. Eftir margra ára umræður var niðurstaðan árið 2010 að leita eftir úttekt á íslensku leiðbeiningaþjónustunni, starfsemi hennar og áherslum. Hafa því starfi verið gerð skil á síðum Bændablaðsins og á bændafundum. Leitað var til systursamtaka okkar í Danmörku um að vinna þá úttekt og vann Ole Kristensen að málinu. Eftir búnaðar þing í mars var næsti áfangi að móta hina nýju starfsemi. Verkefnisstjóri var fenginn til starfans, Ágúst Þorbjörnsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Framsækni ehf. Ágúst kynnti tillögur sínar fyrir formanna fundi aðildar félaga BÍ í september. Tillögur hans eru nú til umræðu og mun stýrihópur, sem stjórn BÍ skipaði, leggja fram endanlegar tillögur sínar fyrir búnaðarþing. Við báða þessa áfanga hefur verið lögð áhersla á að vinna með bændum til þess að kynnast viðhorfi þeirra, stjórnendum leiðbeiningastöðva, aðildarfélögum og ekki síst að leita í smiðju starfsmanna. Nú er það svo í stórum og viðkvæmum málum að sætta þarf mörg ólík sjónarmið. Hvernig það tekst í endanlegri tillögugerð og síðan með afgreiðslu þingsins getur tíminn aðeins skorið úr um. Hins vegar er ljóst að allir verða að nálgast slíka málamiðlun sem flestir geta unað við. Óbreytt ástand er ekki valkostur. Leiðbeiningaþjónusta á vegum samtaka bænda byggir á gömlum grunni. Um 100 ára Frá búnaðarþingi i mars saga hennar sýnir að hún skiptir bændur á hverjum tíma miklu máli. Hún hefur eðlilega tekið miklum breytingum og áherslur á hverjum tíma í takti við aðstæður í land búnaði. Fyrst um sinn var starfsemin á lands vísu en árið 1931 skipar búnaðarþing milliþinga nefnd um endurskoðun á starfinu. Á því starfi byggði tvískipting í landsþjónustu og héraðs þjónustu sem nú er gerð tillaga um að breyta. Áherslur sem lagðar voru fyrir um 80 árum hafa dugað vel og mynda grundvöll hinnar nýju starfsemi. Starfsemin hefur ekki verið óbreytt í gegnum tíðina því stöðug þróun hefur átt sér stað. Síðustu meiri háttar breytingar voru gerðar árið 1998 þegar stefnt var að sameiningu á starfsemi búnaðar sambanda um land allt. Þá var markmiðið að leiðbeiningastöðvar væru ekki með færri en þrjá ráðunauta í starfi. Undirbúningur og umræða hefur tekið nokkurn tíma eins og hér hefur verið rakið. Nú er hins vegar tímabært að marka ákveðin skil. Það verður hlutverk aukabúnaðarþings Heimildarmyndir Mynd / HKr. Ríkisútvarpið sýndi sl. sunnudagskvöld kvikmynd á besta útsendingartíma, Fjallkonan hrópar á vægð. Mynd sem kölluð er heimildarmynd. Af efnistökum hennar mátti ráða að RÚV er ekki mjög annt um virðingu sína sem fjölmiðill allra landsmanna. Fræðslu- og menningarhlutverki var skyndilega ýtt til hliðar. Nú skal fátt sagt um efnistök og framsetningu höfunda myndarinnar heldur bent á að Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtökin hafa unnið mynd sem bregður allt öðru og jákvæðara ljósi á sauðfjárbeit og sauðfjárbúskap. Mynd sem heldur meira jafnvægi í umfjöllun sinni um málefnið. Ekki skal það dulið að framleiðsla hennar er viðbrögð við nefndri heimildarmynd. BÍ og LS hafa nú þegar boðið RÚV myndina til sýningar en þangað til er hún aðgengileg á vefjum samtakanna. Ekki hefur neitt svar borist en við hljótum að reikna með að Ríkissjónvarpið beri gæfu til að sýna sjónarmiðum hennar sömu virðingu og þeirri mynd sem sýnd var síðastliðinn sunnudag. /HB LOKAORÐIN Þurfum viðsnúning Bændur hafa sýnt það á síðustu vikum að í þeim býr mikill kraftur og þrautseigja þótt á móti hafi blásið. Þeir hafa líka sýnt á liðnum árum hverju hugmyndaauðgi og framtakssemi getur áorkað þegar að því kemur að skapa ný störf og auka sjálfbærni og þá um leið arðbærni í landbúnaði. Þar má t.d. nefna margvíslega nýsköpun í framleiðslu fjölda afurða, aukna kornrækt, aukna tæknivæðingu og mikla uppbyggingu ferða þjónustu í sveitum landsins. Þrátt fyrir dugnaðinn eru fjölmargir bændur enn að berjast við óuppgerð skuldamál. Slíkt veldur keðjuverkun því þegar einum gengur illa að standa við sínar skuldbindingar hefur það bein áhrif á aðra. Efnahagshrunið setti lánamál tugþúsunda á annan endann og bændur hafa reynt að draga sinn lærdóm af því. Það er því dapurt að vita til þess hvað bankakerfið og ekki síst yfirvöld hafa reynst svifaseint í að leiðrétta þau mál. Enn hafa t.d. Árna Páls lögin svokölluðu ekki verið afnumin. Samt telja lögfróðir menn þessi ólög einn helsta hemilinn á því að hægt sé að klára uppgjör, í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um úrskurð á ólögmæti gengistryggðra lána. Bankarnir geta því haldið áfram að haga sér eins og blóðsugur með þegjandi samþykki stjórnvalda. Svo ekki sé minnst á afnám verðtryggingar, sérstakt baráttumál forsætisráðherra sem nú er á harðahlaupum undan því máli. Fyrir utan að draga lappirnar við að höggva á augljósa hnúta hefur núverandi ríkisstjórn verið einstaklega dugleg við að tefja uppbyggingu í atvinnumálum. Það hefur leitt til þessa að þúsundir Íslendinga hafa flúið land. Bændur vita það samt ekki síður en aðrir hugsandi Íslendingar að til að rekstur geti gengið þarf framleiðslu sem gefur af sér tekjur. Til að takast á við erfiða skuldastöðu þarf einfaldlega að skapa meiri verðmæti með endurnýjun og uppbyggingu. Auka framleiðni þannig að úr því náist rekstarafgangur. Sama hlýtur að gilda um allan annan rekstur, líka ríkisreksturinn. Það dugar ekki að auka stöðugt skattheimtu ef engin tekjuaukning kemur á móti hjá skattgreiðendum. Slíkt hlýtur að leiða til hnignunar. Þetta hafa núverandi stjórnvöld ekki viljað skilja. Þess vegna ríkir hér enn stöðnun í atvinnulífinu og hámenntað fólk, sem þjóðin er búin að eyða gríðarlegum fjármunum í að mennta, heldur áfram að flýja land. Er ekki að verða kominn tími til að snúa við blaðinu? /HKr. BÆR MÁNAÐARINS OKTÓBER 2012 Hótel Anna er bær októbermánaðar Bær októbermánaðar hjá Ferðaþjónustu bænda er Hótel Anna, sem er lítið, notalegt og vandað sveitahótel í rómantískum stíl sem leggur áherslu á persónulega þjónustu. Hótelið er undir Eyjafjöllum á jörðinni Moldnúpi, nálægt mörgum af helstu náttúruperlum Suðurlands. Gisting er í sjö tveggja manna herbergjum með baði, sjónvarpi og þráðlausu interneti. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda er þjónustan á Hótel Önnu til fyrirmyndar. Gestgjafarnir og fjölskyldan, þau Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann Frímannsson og Einar Jóhannsson, leggja sig fram í hvívetna við að skapa þægilegt umhverfi fyrir gesti sína og hafa þau vandað mjög til verks við að endurskapa andrúmsloft fyrri tíma og miðla sögu staðarins. Þess má einnig geta að hótelið fagnar tíu ára afmæli í ár, en bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í tugi ára. Sagan svífur yfir vötnum á Hótel Önnu, sem ber nafn Sigríðar Önnu Jónsdóttur sem fæddist á Moldnúpi árið Anna var verkakona, vefari og fjósakona með meiru. Hún var mikill ferðalangur og ferðaðist víða um heiminn, oft á tíðum ein síns liðs og af litlum efnum, að sögn Eyju Þóru Einarsdóttur, bónda á Moldnúpi. Sögu ferðalangsins Önnu er haldið á lofti á hótelinu, meðal annars með sýningunni Fjósakona fer út í heim sem segir skemmtilega frá ævi og störfum Önnu, en það kunna gestir staðarins vel að meta. Gamalt fjós á bænum Moldnúpi hefur verið útbúið sem veitingastofa í gömlum stíl og hefur hún hlotið nafnið Önnuhús til heiðurs Önnu. Gestgjafinn Einar Jóhannsson, sem er einnig lærður kokkur, segir stoltur frá veitingastarfseminni: Veitingar hafa alltaf verið stor þáttur í þjónustu okkar. Við leggjum áherslu á að nota ferskasta og hollasta hráefni sem er í boði hverju sinni. Hráefnið tekur mið af hefðum úr sveitinni og við reynum að fá sem mest af því úr héraði. Hótel Anna er tilvalinn staður til slökunar í sveitinni, sem og til skoðunarferða. Heitur pottur og sána standa gestum til boða. Í næsta nágrenni staðarins er einnig fjölbreytt úrval gönguleiða og stutt er í margar af helstu náttúruperlum Suðurlands, svo sem Seljalandsfoss, Skóga og Þórsmörk. Hótel Anna er líka tilvalinn staður til þess að berja norðurljósin augum, en þaðan eru farnar sérstakar norðurljósaferðir á veturna. Álagablettir og huldufólk hafa alltaf verið samferða heimilinu að Moldnúpi, í brekkunum og klettunum við bæinn. Ekki má gleyma heilsulindinni í heiðinni á bak við bæinn, þar sem lækna má ýmsa kvilla með því að drekka úr henni. Á Hótel Önnu er virk umhverfisstefna. Lögð er áhersla á að nýta vel það sem fyrir er, sem sjá má meðal annars í upprunalegu húsnæðinu, antíkhúsgögnunum og skreytingunum. Starfsfólkið reynir einnig að endurvinna sem mest, spara vatn og rafmagn og nýta sem mest af hráefni úr nærumhverfinu. Þá eru gestir hvattir til þess að taka virkan þátt í umhverfisstefnunni með starfsfólki hótelsins. Um bæ mánaðarins Í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða- og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónusta bænda hf. er ferðaskrifstofa í eigu bænda sem býður upp á fjölbreytta gistingu hjá 180 ferðaþjónustuaðilum um allt land; á sveitahótelum, í gistihúsum, sumarhúsum, heimagistingu, svefnpokaplássi og á tjaldsvæðum. Sjá nánar á: manadarins

7 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Í umræðunni Dagur sauðkindarinnar á Hvolsvelli MÆLT AF MUNNI FRAM Árlegur Dagur sauðkindarinnar var haldinn í Skeiðvangi á Hvolsvelli laugardaginn 13. október sl. Að venju var fjölmenni og áhugi mikill fyrir því sem fram fór. Veittir voru verðlaunagripir fyrir góðan árangur en þar var um að ræða tálgaðar kindur eftir Ragnhildi Magnúsdóttur í Gýgarhólskoti. Dómarar á sýningunni voru Eyjólfur Yngvi Bjarnason og Hermann Árnason, sem jafnframt var kynnir. Meðal dagskráratriða var að efstu lamb- og veturgamlir hrútar úr heimasýningum voru boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir. Þá voru bestu gimbrarnar sem mættu stigaðar og dæmdar og keppt var um litfegursta lambið. Veitt voru verðlaun fyrir ræktunarbú ársins 2011, afurðahæstu fimm vetra ána og þyngsta dilkinn, það sem af var sláturtíð. Þá var uppboð á nokkrum úrvalsgripum. Þ au pínlegu mistök urðu við gerð síðasta þáttar að þar féll niður eitt orð í fyrstu hendingu gangnavísu Páls Þórðarsonar frá Sauðanesi. Merking vísunnar snýst þá gjörsamlega við: Það trúa því fáir ég gerði gagn, o.s.frv. Páll hafði fljótt samband við mig og spyr um hver heimildarmaður minn sé. Sá verður ekki dreginn hér inn í umræðuna, en rétt er vísa Páls Þórðarsonar svona: Það trúa því fáir, samt gerði ég gagn í göngunum hérna um árið, innbyrti heilmikið áfengismagn og ældi í morgunsárið. Páll var þó ekki argari en svo að hann lét mér eftir aðra gangnavísu til birtingar. Fyrir nokkrum árum fór Páll með Skagfirðingum í göngur í Staðarfjöllin. Nestið var af svipaðri gerð og þegar ofangreind vísa var ort: Dómarar að störfum á Degi sauðkindarinnar. Úrvalslið í fjöllin fór að finna rolluskjátur. Reiddi með sér býsn af bjór, brennivín og slátur. Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur venju fremur verið mikið um leiðréttingar á vísum í síðustu þáttum. Ekki grætir það þó alla lesendur blaðsins, í það minnsta leiðast Einari Kolbeinssyni ekki vandræði mín: Árni vinnur vel sín störf svo víst hér undrun sætti, að líklega verði lengst af þörf á leiðréttingaþætti. Efsti veturgamli hrútur sýningarinnar, Dalur frá Djúpadal,eigendur Rútur og Guðbjörg á Skíðbakka halda í hrútinn. Hermann Árnason stjórnar uppboði. Efsta lambgimbur sýningarinnar. Axel í Hólum heldur í hana. Í gegnum tíðina hafa verið ortar vísur í sláturhúsum landsins. Landfleygar eru vísur þeirra Egils Jónassonar á Húsavík og Baldurs Baldvinssonar frá Ófeigsstöðum. Nú hefur sonarsonur Egils, Hörður Jónasson, vakið upp vísnagerð á sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Þar vinnur hann m.a. við að flytja heimtökukjöt bænda til sögunar en verki stýrir Grétar Sigurðarson. Til Grétars yrkir Hörður: Hrúturinn Dalur frá Djúpadal í fyrsta sæti Þeir veturgömlu hrútar sem efstir stóðu á sýningunni voru Dalur frá Djúpadal í Hvolhreppi undan Hvelli Hlaut hann 88 heildarstig, þar af 19,5 fyrir læri. Eigendur Dals eru Guðbjörg Albertsdóttir og Rútur Pálsson á Skíðbakka í Austur- Landeyjum. Annar var Teigur frá Árbæjarhjáleigu í Landsveit, sem hlaut m.a. 9 fyrir bak og malir og 19 fyrir læri, alls 87,5 stig. Þriðji var Mökkur frá Austvaðsholti í Landsveit, með 9,5 fyrir brjóst og útlögur, 9 fyrir bak og malir og 18,5 fyrir læri, alls 88 stig. Lambhrútur frá Skúmastöðum efstur í sínum flokki Efsti lambhrútur sýningarinnar var frá Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum undan Hrifloni Hlaut hann 88,5 heildarstig, þar af 9,5 fyrir bak, 9,5 fyrir malir og 18,0 fyrir læri. Eigandi hrútsins er Ólafía B. Ásbjörnsdóttir. Í öðru sæti var lambhrútur frá Álfhólum í Austur Landeyjum, undan Stera , með 9 fyrir bak, 9,5 fyrir malir og 18,5 fyrir læri, alls 87,5 stig. Í þriðja sæti var lambhrútur frá Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð undan Borða , með 9 fyrir bak og malir og 18,5 fyrir læri, alls 87 stig. Lambgimbur frá Hólum í fyrsta sæti Efsta lambgimbrin var frá Hólmum í Austur-Landeyjum með 39 mm ómvöðva, 9,5 fyrir frampart og 18,5 fyrir læri, eigendur Axel Sveinbjörnsson og Silja Ágústsdóttir. Í öðru sæti var gimbur frá Kaldbak á Rangárvöllum með 38 mm bakvöðva, 8,5 fyrir frampart og 18 fyrir læri. Í þriðja sæti var einnig gimbur frá Kaldbak með 39 mm bakvöðva, 9 fyrir frampart og 18,5 fyrir læri. Sigurjón Sigurðsson bóndi á Efri-Grund, handhafi verðlauna fyrir ræktunarbú ársins 2011 í Rangárvallasýslu. Litfegursta lambið frá Vetleifsholti Keppni um litfegursta lambið var spennandi en það var litfögur gimbur frá Vetleifsholti í Ásahreppi sem bar sigur úr býtum. Eigendur hennar eru Karen Eva og Rakel Ýr Sigurðardætur. Afurðahæsta 5 vetra ærin í sýslunni var frá Erlendi Ingvarssyni og Berglindi Guðgeirsdóttur í Skarði í Landsveit með 115,9 stig. Þyngsti dilkurinn frá Hólum Þyngsta dilkinn það sem af var sláturtíð áttu þau Axel og Silja í Hólum í Austur- Landeyjum og var honum slátrar hinn 5. október. Hann vó 29 kg og fór í E5. Efsta-Grund ræktunarbú ársins Ræktunarbú ársins 2011 var að þessu sinni Efsta-Grund undir Vestur- Eyjafjöllum. Þar búa Sigríður Lóa Gissurardóttir og Sigurjón Sigurðsson. Þau hófu búskap þar árið 1998 og hafa stundað markvisst ræktunarstarf í sauðfjárstofni sínum sem skilað hefur jöfnum framförum undafarin ár. Veturgömlu ærnar hjá þeim skila Eigendur litfegursta lambsins, systurnar Karen Eva og Rakel Ýr Sigurðardætur. miklum afurðum og með því mesta sem gerist á landsvísu. Árið 2010 skiluðu veturgömlu ærnar 18,2 kílóum og fullorðnu ærnar 30,5 kílóum. Á undanförnum árum hafa erfðaframfarir í ærstofninum verið að aukast um 0,6 stig á ári sem er mjög góður árangur. Kjötsúpa í boði SS Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sem stendur fyrir Degi sauðkindarinnar en fjölmargir styrktu þennan viðburð. Þannig gaf Sláturfélag Suðurlands kjötsúpu handa gestum en aðrir styrktaraðilar voru: Landsbankinn, Fóðurblandan, BúAðföng, Pakkhúsið Hellu, Árhús Hellu, Prjónaver Hvolsvelli og Gunnhildur Þ. Jónsdóttir, sem gaf málverk eftir sig sem verðlaun fyrir litfegursta lambið. Steinn Másson í Hjarðarbrekku á Rangárvöllum, Fjárræktarfélag Holta- og Landsveitar og Ágúst Rúnarsson í Vestra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum gáfu lömb á uppboð. /Sigríður H. Heiðmundsdóttir frá Kaldbak Aðeins bíða yngismanns ástartækifæri, ef lifna við í höndum hans heimatökulæri. Nokkrar braghendur bárust þættinum frá Magnúsi Halldórssyni járnsmið á Hvolsvelli. Einhverju sinni var hann, ásamt Kristjáni Ragnarssyni frá Ásakoti, á víkingaútreið seint um kvöld. Ferðafélagar þeirra voru orðnir langþreyttir á ölþambi og söng en Magnús og Kristján enn vel opnir um vélindað. Hófu þeir mágar yrkingar ferðafélögum sínum til minnkunar en einnig blundaði með þeim nokkur þrá til fjárfestinga í landbúnaði og Magnús byrjar: Tregðulíf á templurunum teljum galla. Það henta mun oss held ég varla. Happadrýgst er því að svalla. Og Kristján tekur undir: Saman munum seggir láta sönginn gjalla, að taka náðir tímum varla. Teygum vín það bætir alla. Og Magnús: Áfram skulum ávallt stunda ærsl og vökur, í hinum þó að heyrist kjökur. Við hljóma látum rím og stökur. Kristján endar svo þannig óráðshjalið: Við öldrykkjuna eru kraftar ekki sparðir. Undir morgun eitilharðir, ætlum við að kaupa jarðir. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Talsverð miðlun á heyi milli bæja á Ströndum: Bændur þurfa lítið að fækka fé Bændur í Árneshreppi þurfa ekki að fara út í mikla fækkun á fé vegna lítilla heyja, að sögn Jóns Guðbjörns Guðjónssonar, bónda í Litlu-Ávík, sem rekur vefsíðuna Fréttir frá Árneshreppi. Munu tveir bændur þó hafa fækkað eitthvað í stofnum sínum og fækkaði fjármesti bóndinn um fimmtíu fjár. Hann þurfti þó ekki að fara út í frekari fækkun, þar sem hann gat keypt um hundrað rúllur af heyi frá þrem bæjum í Miðdal í Strandasýslu. Á nokkrum öðrum bæjum var ekki sett eins mikið á af gimbrum og ætlunin var þannig að vetrarfóðruðum kindum fækkaði í heildina í hreppnum. Í frétt á vefsíðu sinni segir Jón Guðbjörn enn fremur að enginn bóndi sem hann hafi haft samband við viti samt nákvæmlega að svo stöddu hversu margt fé hann Verðlaunahrúturinn Frosti frá Stóru-Reykjum, Geir eigandi hans og Óðinn Örn Jóhannsson, hrútadómari og ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Mynd / MHH Hraungerðishreppur: Frosti er fallegastur allra hrúta Veturgamli hrúturinn Frosti frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppnum hinum forna sigraði með glæsi brag á hrútasýningu sauðfjárræktar félagsins á dögunum. Hann hlaut 89 stig, sem er afbragðseinkunn. Í stigagjöf fékk hann m.a. 10 fyrir malir, 9 fyrir bak og 18,5 stig fyrir holdfyllingu af 20 möguleikum. Geir Gíslason, eigandi Frosta, fékk að launum glæsilega styttu eftir Ríkharð Jónsson, sem hefur verið veitt í verðlaun síðustu 69 ár á hrútasýningum í sveitinni. Geir er fjórði ættliðurinn sem hlýtur styttuna en faðir hans, Gísli Hauksson, afi hans, Haukur Gíslason, og langafi, Gísli Jónsson, hlutu oft styttuna. Geir, sem er aðeins 24 ára og útskrifaðist frá Hvanneyri 2012, ætlar sér stóra hluti í fjárbúskapnum á Stóru-Reykjum í framtíðinni. Hann Geir með föður sínum, Gísla Haukssyni, með styttuna góðu eftir Ríkharð Jónsson, sem hefur verið Oddgeirs hólum. er nú með um 170 hausa í fjárhúsinu og hann stefnir á að þeir verði um 300, enda er hann að byggja nýtt og glæsilegt fjárhús á Stóru-Reykjum. /MHH Einn af brautryðjendunum Hann sómir sér vel, þessi gamli Fordson-traktor sem komið hefur verið fyrir á grasflötinni fyrir framan sveitahótelið í Sveinbjarnar gerði í Eyjafirði. Fordson var tegundarheitið á fjölda framleiddum fjölnota dráttarvélum sem fyrirtækið Henry Ford & Son hóf framleiðslu á árið 1917 og kostaði þá 750 dollara. Frumgerðin, Model B, kom fram á sjónarsviðið í ágúst 1915, en lokið var við Model F sem var hæft til fjöldaframleiðslu árið 1916 og var sú dráttarvél með 20 hestafla mótor. Henry Ford & Son starfaði til ársins 1920 þegar fyrirtækið var sameinað Ford Motor Company, sem notaði Fordson-nafnið allt fram til Eftir það hétu dráttarvélarnar Ford. Ford merkið hvarf svo af dráttavélamarkaðnum sem sjálfstætt merki árið 1986 þegar Ford keypti Sperry-New Holland. Dráttavéladeild Ford, þ.e. New Holland NV, var svo seld til Fiat (Fabbrica Italiana Automobili Torino) árið Fiat hætti að nota Ford nafnið á dráttavélar sínar árið 1998 að kröfu Ford og hafa þær síðan verið seldir undir merkinu New Holland. /HKr. hyggist hafa á fóðrum í vetur. Ekki sé víst að allt fé sem ætlunin hafi verið að setja á skili sér á hús í haust. Eigi að síður er þó reiknað með að í heildina verði ásetningin mjög svipuð og á síðastliðnum vetri, þrátt fyrir minni heyfeng eftir sumarið en venja er til vegna þurrkanna í sumar. Þá hjálpar það til að nokkrir bændur áttu góðar heybirgðir frá því í fyrra og gátu þar með bjargað öðrum sem voru í hvað mestum vanda. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn á Ísafirði: Fjárveitingar til landshlutaverkefnanna verði í samræmi við lög svo unnið sé að uppbyggingu skógarauðlindarinnar til framtíðar Aðalfundur Landssamtaka skógar eigenda (LSE) var haldinn á Ísafirði dagana 5. til 6. október síðastliðinn. Að sögn Björns B. Jónssonar, framkvæmdastjóra Suðurlandsskóga og starfsmanns LSE, sátu tæplega eitt hundrað skógarbændur fundinn. Félag skógarbænda á Vestfjörðum sá um allan undirbúning aðalfundarins og segir Björn að vel hafi tekist til í öllum atriðum og skipulagningin verið félaginu til mikils sóma. Akurræktun jólatrjáa til umfjöllunar á fræðaþingi Áður en kom að aðalfundinum var fræðaþing skógareigenda haldið. Marianne Lyhne, lektor við Danska landbúnaðarháskólann, flutti þar erindi um akurræktun jólatrjáa, en hún er einn helsti sérfræðingur Dana á þessu sviði. Akurræktun jólatrjáa er vaxandi hluti skógræktar á Íslandi, en Danir hafa um árabil ræktað þessa grein. Fleiri áhugaverð erindi voru flutt á fræðaþinginu. Valgerður Jónsdóttir frá Norðurlandsskógum sagði til að mynda frá plöntugerðum trjáplantna, Sæmundur Þorvaldsson flutti erindi um Skjólskóga og þeir Björgvin Eggertsson og Björn B. Jónsson kynntu verkefnið Kraftmeiri skógur, sem er tveggja ára samvinnuverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands, LSE, skógareigenda í Svíþjóð, Kaupmannahafnarháskóla og Norvik hf. Frá verkefninu var greint í síðasta Bændablaði, en það gengur í grófum dráttum út á að auka skilning skógarbænda á nauðsyn þess að hugsað sé um skógrækt sem fyrirtækjarekstur og hjálpa þeim að fara inn í þann verkþátt skógræktar sem snýr að grisjun og vinnslu efniviðarins. Eignarhaldið á kolefnisbindingunni í skógi Á aðalfundinum voru margar tillögur og ályktanir samþykktar, en að sögn Björns bar þar hæst tillögu sem beinir því til stjórnar LSE og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það hlutverk að skýra betur eignarhald skógareigenda á bindingu kolefnisins í Frá Árneshreppi. Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga. skógi og jarðvegi. Sömuleiðis fékk stefnumótun landssamtakanna, Framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda Samvinna þekking árangur, mikla og góða umfjöllun og var hún samþykkt á fundinum. Auknar verði fjárveitingar til landshlutaverkefnanna Mynd / GG Mynd / smh Björn segir að fleiri tillögur hafi sömuleiðis fengið mikla umfjöllun og afgreiðslu. Samþykkt var tillaga um að stjórn LSE setti það sem forgangsmál að útvega fjármagn til að ráða starfsmann í 100% starfgildi fyrir samtökin til næstu ára. Þá var samþykkt að komið yrði á samstarfi við slökkvilið á landsvísu um samræmdar áætlanir um brunavarnir í skógum og aðgerðaráætlun um slökkviaðgerðir. Einnig var samþykkt að hvetja umhverfis- og auðlindaráðherra til að taka til skoðunar heildarskipulag skógræktar, landgræðslu og endurheimt votlendis. Það má einnig nefna það að mikill þungi var í fundarmönnum varðandi þann niðurskurð sem hefur átt sér stað til skógræktar á undanförnum árum og samþykkt var áskorun á umhverfis og auðlindaráðherra og Alþingi að auka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í skógrækt til þess horfs sem skilgreint var í lögum um landshlutaverkefni og vinna þannig að uppbyggingu skógarauðlindarinnar á Íslandi til framtíðar. /smh

9 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Velferð hrossa á útigangi: Góð haustbeit mikilvæg Því miður er allt of algengt að hross gangi fram eftir hausti á uppbitnu landi og skjóllausu," segir í tilkynningu frá Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Ef vel á að vera þurfa stóðhross sumarfriðað land til haust- og vetrar beitar og ormalyf við beitarskipti. Reiðhestar þurfa sömuleiðis góða haustbeit, einkum þeir sem hafa verið í mikilli brúkun, og nauðsynlegt er að fylgjast vel með holdafari þeirra. Æskilegt er að hestar nái 3,5 í holdastigun að hausti. Ef landið er ekki skjólgott frá náttúrunnar hendi þarf að koma upp kaplaskjóli. Mikilvægt er að slík mannvirki séu vönduð og brjóti vind úr öllum áttum. Bændasamtökin hafa gefið út leiðbeiningar um byggingu kaplaskjóla. Mikilvægast er að hrossafjöldi sé í samræmi við landstærð og landgæði og hafa verður í huga að mjög hratt gengur á beit eftir að sprettu lýkur. Það borgar sig að byrja að gefa fyrr en síðar og missa ekki hross niður í holdum. Flokka þarf hross eftir fóðurþörfum (til dæmis þurfa mjólkandi hryssur tvöfalt meira viðhaldsfóður en geldhross) og varast að hafa hrossa hópa of stóra. Þá er minni hætta á að einstaka hross verði afétin. Sömuleiðis ber að varast að hross verði of feit (holdastig 4,5 eða meira) en æskilegt er að nota gjafatímann til þyngdarstjórnunar, segir ennfremur í tilkynningunni. Hestamönnum er bent á að kynna sér vel reglugerð um aðbúnað, umhirðu og heilbrigðiseftirlit hrossa nr 160/2006 og nýta holdastigun við eftirlit með hrossum. Bændablaðið Smáauglýsingar Dreift í 25 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði og býli á Íslandi Bjarkar Snorrason Sex hefti af Basil fursta Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi í þremur þykkum bókum. Síðan komu þau út í fjölmörgum heftum, en hvert þeirra er sjálfstæð saga. Höfundur Basil fursta er Daninn Niels Gustav Meyn ( ). Útgefandi var Sögusafn heimilanna en þeirri útgáfu stýrði Árni Ólafsson. Páll Sveinsson, kennari í Hafnarfirði, þýddi bækurnar. Vestfirska forlagið á Brekku í Dýrafirði, undir forystu Hallgríms Sveinssonar, hefur nú hafið endurútgáfu Basil fursta og eru komin út sex hefti. Gríðarleg ánægja er með þessa úgáfu bæði meðal þeirra sem þekkja Basil fursta frá fyrri tíð og eins nýrra lesenda. Meðal aðdáenda er Bjarkar Snorrason, fyrrverandi bóndi að Tóftum í Stokkseyrarhreppi, hinum forna og nú veðurbóndi að Brattsholti í sömu sveit. Hann bíður hvers heftis af Basil fursta og er á myndinni með nýjasta heftið sem var að koma út.

10 10 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Til styrktar bændum Mikið hamfaraveður skall yfir Norðurland 10. og 11. september. sl. með miklum fjárskaða í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Við skulum þakka almættinu fyrir að ekki fórst fólk í þessu ofsaveðri. Talið er að hátt í tíu þúsund kindur, lömb og fullorðnar ær hafi farist eða séu mjög illa farnar eftir langa veru undir kaldri fönninni. Hitt er svo aðdáunarvert hvað íslenska sauðkindin er hörð af sér og þolir vel vosbúð. Við þekkjum reyndar ullina, hina hlýju kápu sem hún klæðist. Ullin og lopapeysan eru ekki bara flíkur í hamfaraveðri heldur einnig tískuvörur um víða veröld. Minnumst þess að lopapeysan og ullarfatnaðurinn er útivistarfatnaður sem ekki bregst mannskepnunni í vondum veðrum fremur en sauðkindinni. Flíspeysan er ágæt til síns brúks en hún jafnast ekki á við fallegu lopapeysuna eða ullarnærfötin sem afi notaði til að klæða af sér bæði kulda og hita. Ein þjóðarsál Ár sjálfboðaliðastarfsins og samhjálparinnar er haldið öðru hvoru um víða veröld til að minna á manngæsku og bróðurkærleika. Þegar vondir atburðir eiga sér stað vakna Íslendingar og vilja leggja hjálparstarfi lið. Í fellibylnum fyrir norðan voru bestu hermenn heimsins kvaddir á vettvang, þúsundir manna og kvenna sem halda út í sortann og hríðina hvenær sem kallið berst. Við eigum fólk í björgunarsveitum um land allt sem vinna einstakt starf. Það gerðu þær ásamt mörgum sjálfboðaliðum í baráttunni við að bjarga sauðfé úr fönninni. Þrautseigja sveitafólksins og æðruleysi við erfiðar aðstæður vakti þjóðarathygli. Þegar að er gáð erum við flest sveitamenn og ekki síst í september, þegar réttir og göngur setja svip sinn á mannlífið í landinu. Fjársöfnun til styrktar bændum Að missa lömbin er eitt en að missa ærnar er varanlegur tekjuskaði næstu ár, nema menn byggi hjörðina upp aftur. Bjargráðasjóður mun koma að þessu verkefni lögum samkvæmt en mikilvægt er að brúa bilið sem út af mun standa. Fullyrt er að skaðinn hlaupi á hundruðum milljóna. Þórarinn Pétursson og hans menn í Landssamtökum sauðfjárbænda hafa nú hrint af stað fjársöfnun sem miðar að því að bændur fái stuðning til að brúa líflambakaup og byggja upp hjörðina á ný. Átakinu var hleypt af stokkunum á Bændadögum í Skagafirði í síðustu viku, þar sem Kaupfélag Skagfirðinga og Landsbankinn tilkynntu um fyrstu framlögin, alls átta milljónir. Sérstök verkefnisstjórn er skipuð þeim Guðna Ágústssyni, Dagbjörtu Bjarnadóttur, oddvita Skútustaðahrepps, Jóni Aðalsteini Baldvinssyni, fyrrv. vígslubiskupi, Friðrik Friðrikssyni, fyrrv. sparisjóðsstjóra, og Þórarni Inga Péturssyni, formanni LS. Reikningur hefur verið opnaður í Landsbankanum á Sauðárkróki. Þeir sem vilja styðja við bakið á verkefninu geta lagt framlög inn á reikning nr , kt Við sem í nefndinni erum finnum mikinn samhug og velvilja fólks og fyrirtækja og stórhug hjá mörgum fyrirtækjum. En framlög almennings eru auðvitað jafn mikilvæg og vel þegin. Þar snúast upphæðirnar fremur um lambsverð eða viljann til að vera með og gildir ekki síður hin forna saga um eyri ekkjunnar, að hver geri sitt eftir efnum og aðstæðum. Söfnunarátakið verður byggt upp með atburðum og skemmtilegum uppákomum víða um land, bæði í sveitum og bæjum fyrir norðan og hér í höfuðborginni. Inga Karlsdóttir frá Landsbankanum og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, nældu sér í bita sem án efa hefur Myndir / MÞÞ Sífellt fleiri sækja Bændadaga í Skagfirðingabúð Þetta gekk allt saman ljómandi vel, segir Árni Kristinsson, verslunarstjóri í Skagfirðingabúð, en þar stóðu yfir Bændadagar í liðinni viku. Um árvissan viðburð er að ræða hjá KS og hefur verið nú nokkur síðastliðin ár. Bændur koma í Skagfirðingabúð og kynna vörur sínar og boðið er upp á sérstakt tilboðsverð á ýmsum kjötvörum. Þetta voru vel heppnaðir dagar og fjöldi fólks sækir okkur heim á Bændadögum, fjöldinn hefur aukist ár frá ári, segir Árni, en svo vel hafa Bændadagar spurst út að fólk úr nágrannabyggðum, m.a. frá Akureyri og lengra að, sækir Bændadaga. Salan var góð, enda var verðið einstaklega gott, og það er ánægjulegt að fá þennan fjölda í heimsókn til okkar, segir Árni. Að jafnaði er boðið upp á gestakokk á Bændadögum og að þessu sinni mætti Árni Þór Arnórsson Jón Aðalsteinn Baldvinsson, fyrrverandi Hólabiskup, prófar það sem á hjá MS og lék listir sínar fyrir gesti og gangandi. Gefinn var út bæklingur með uppskriftum en einnig var eldað á staðnum og fólki gefið að bragða á herlegheitunum. Mæltist það að venju vel fyrir. /MÞÞ Nýtt umboð hjá VB Landbúnaði: Pressur til þess að ná olíu úr repjufræi Nýlega gerðu VB Landbúnaður ehf. og þýski pressuframleiðandinn IBG Monforts Oekotec GmbH&Co.KG með sér samstarfs samning um markaðssetningu og sölu á vörum fyrirtækisins á Íslandi. IBG Monforts Oekotec í Mönchen gladbach sérhæfir sig í smíði á fræpressum. Fyrirtækið hefur rúmlega fimmtíu ára reynslu í meðhöndlun og pressun á olíu úr ýmsum frætegundum og hefur stöðugt verið að þróa pressurnar og síurnar, jafnframt því sem framleiðslan hefur aukist ár frá ári. Krafa fyrirtækisins um gæði er mikil. Það nær ekki aðeins til tækjanna sjálfra heldur ekki síður að fyrirtækið leggur sig ávallt fram um að vera í náinni samvinnu við viðskiptavini sína til lengri tíma og veita þeim framúrskarandi þjónustu. VB Landbúnaður mun í framtíðinni vera viðskiptavinum sínum innan handar með ráðgjöf og val á hentugum pressum fyrir hvers konar vinnslu. VBL mun leggja sig fram um að uppfylla kröfur IBG Monforts um langtíma þjónustu við viðskiptavini sína. Mynd / Pétur Ingi Björnsson 25 brautskráðir frá Hólaskóla Árleg haustbrautskráning frá Hólaskóla (Háskólanum á Hólum) fór fram föstudaginn 12. október. Alls voru 25 brautskráðir: fimmtán úr ferðamáladeild, einn úr hestafræðideild og níu úr fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Samtals hefur 91 nemandi verið brautskráður frá skólanum á þessu ári; 90 úr grunnnámi og einn með meistarapróf. Að þessu sinni fór athöfnin fram í Hóladómkirkju. Brautskráningin nú var fyrsta brautskráning hins nýja Hólarektors, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur. Auk hennar fluttu deildarstjórar stutt ávörp og Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, sem brautskráðist með diplómu í viðburðastjórnun, sté einnig í pontu. Að venju tóku skagfirskir tónlistarmenn þátt í dagskránni. Henni lauk með kaffisamsæti sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist á veitingastaðnum Undir Byrðunni.

11 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október HAGKVÆM LAUSN ÁVAXTA OG GRÆNMETIS PÖKKUNARVÉL - Hönnuð til pökkunar í nethólka sem er lokað í báða enda með málm hefti. - Prentari á vélinni prentar á miða sem festist í enda pokans. - Afkastar allt að 35 pokum/mínútu (háð stærð poka). - Stjórnborð með notendavænu viðmóti. - Einföld í notkun. STÁLGRINDARHÚS Stálgrindarhús eru hagkvæmur og traustur kostur fyrir búvélageymslur, hlöður, geymsluhúsnæði og fjölmargt fleira. Við bjóðum upp á ódýra og hagkvæma lausn. Fáðu nánari upplýsingar og tilboð hjá okkur í síma HLUTI AF BYGMA ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 JEPPADEKK M+S M+S2 ST Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með vsk. 205/70R15 Cooper M+s2 96t /75R15 Cooper M+s2 109t /70R15 Cooper M+s 112s /75R15 Cooper M+s 112s x10.50R15 Cooper M+s 109q /65R16 Cooper Wmst2 98t /70R16 Cooper M+s2 91t /70R16 Cooper M+s2 103t /75R16 Cooper M+s 104s /70R16 Cooper M+s 106s /70R16 Cooper M+s2 107t /75R16 Cooper M+s 111s /65R16 Cooper M+s 109s /70R16 Cooper M+s 111s /70R16 Cooper M+s2 112t /75R16 Cooper M+s 116s /75R16 Cooper M+s 122q /65R17 Cooper M+s2 102t /65R17 Cooper M+s2 108h /80R17 Cooper M+s 120q /65R17 Cooper M+s 107s /70R17 Cooper M+s 110s /60R17 Cooper M+s 106s /65R17 Cooper M+s 110s /70R17 Cooper M+s 112s /65R17 Cooper M+s2 112t /70R17 Cooper M+s 115s /60R17 Cooper M+s 110s /55R18 Cooper WSC 100t /60R18 Cooper M+s2 107t /65R18 Cooper WSC 107t /60R18 Cooper WSC 105t /55R18 Cooper M+s2 109s /70R18. Cooper M+s 113s /60R18 Cooper WSC 110t /65R18 Cooer M+s 116s /70R18 Cooper M+s 125s /55R20. Cooper M+s 117s /60R20 Cooper M+s 110s /65R20 Cooper M+s 117s Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur STT SXT Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi Bílabær Borgarnesi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi KM. Þjónustan Búardal G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb KB Bílaverkstæði Grundarfirði Dekk og smur Stykkishólmi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík / SÍMI AT3 Stærð tommu jeppadekk 32x11.50R15 Maxxis Ma x11.50R15 Cooper Stt 113q x12.50R15 Cooper St 108q x12.50R15 Cooper Stt 108q x12.50R15 Dean M Terr. Sxt x12.50R15 Cooper St 113q x12.50R15 Cooper Stt 113q /70R16 Cooper AT3 124r /70R16 Cooper St 118r /75R16 Cooper Atr 121r /75R16 Cooper St 121r /75R16 Dean Wildcat At /75R16. Dean M Terrain Sxt /70R17 Cooper Atr 121r /70R17 Cooper St 121q /70R17 Falken Wild Peak /70R17 Cooper AT3 121r /70R17 Falken Wild Peak x12.50R17 Cooper St 114q x12.50R17 Coper Stt 114q x12.50R17 Dean M TSxt 114q x12.50R17 Cooper St 119q x12.50R17 Cooper Stt 119q x12.50R17 Dean M Terr. Sxt 119q x12.5R17 Falken Wild Peak /65R18 Falken Wild Peak x12.50R18 Cooper Stt 123q /65R18 Falken Wild Peak x13.5R18 Falken Wild Peak Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli Verð með vsk. Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu N1 Bíldshöfða Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði Meira í leiðinni

12 12 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp stjórnlagaráðs: Þetta á að vera auðskilið og skýrt segir Ari Teitsson, sem telur þó vafa á að málið verði afgreitt á þinginu í vetur Hreinn Óskarsson, verkefnastjóri Hekluskóga, tekur við kassa fullum af birkifræi úr höndum Helga Lárussonar, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar. Mynd/HLJ Endurvinnslan afhendir Hekluskógum birkifræ til sáningar Hreinn Óskarsson, verkefnastjóri Hekluskóga, tók við birkifræi í byrjun október sem viðskiptavinir Endurvinnslunnar hafa safnað. Það var Helgi Lárussonar hjá Endurvinnslunni sem afhenti Hreini fræin með formlegum hætti. Endurvinnslan og Hekluskógar hófu samstarf í september, en Endurvinnslan var með móttöku á birkifræjum fyrir Hekluskóga í september og var afraksturinn, sem var töluverður, afhentur af Helga Lárussyni til Hreins Óskarssonar, verkefnastjóra Hekluskóga. Sagði Hreinn við það tækifæri að uppgræðsla Hekluskóga hefði gengið vonum framar í sumar og að nú væri töluvert landflæmi tilbúið til sáningar birkifræs. Allt það fræ sem safnaðist nú í haust yrði sett við fyrsta tækifæri á þau svæði, en alls söfnuðust á annan tug kílóa í fræsöfnuninni. Helgi Lárusson hjá Endurvinnslunni sagði við þetta tækifæri að starfsmenn Endurvinnslunnar væru áhugasamir um samstarfið og hefðu fullan hug á að halda áfram að styrkja Hekluskóga eftir megni. Þess má geta að Endurvinnslan hefur sett upp fjársöfnun fyrir Hekluskóga þar sem hægt er að leggja innlagðar dósir og flöskur beint inn á reikning Hekluskóga. Í nokkur ár hefur Endurvinnslan verið með nokkra valmöguleika til að gefa afrakstur innlagðra dósa á reikninga nokkra góðgerðastofnana. /HLJ Skagafjörður: Meiri kostnaður við refa- og minkaveiðar en áætlað var Alls hafa veiðst 339 refir í Skagafirði það sem af er árinu 2012 og 133 minkar, að því er fram kom á fundi landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins í liðinni viku, en þar voru refa- og minkaveiðar m.a. til umræðu. Veiðitölur fyrir árið 2012 voru lagðar fram á fundinum. Minna er um minkaveiðar en undanfarin ár, að því er fram kemur í fundargerð, en á hinn bóginn hefur refaveiði heldur færst í aukana. Nefndarmenn eru sammála um að ref hafi fjölgað og ný greni finnist nú nær byggð en áður. Útlit er fyrir Ég vil benda á að heysýni sem berast Landbúnaðarháskóla Íslands til efnagreiningar eru oft óþarflega stór. Bæði veldur það auknu vinnuálagi hjá okkur og ónákvæmni við sýnatökuna. Um þúsund heysýni fara um hendur okkar á hverju ári og því skiptir máli að þau séu af sem réttastri stærð til að spara okkur vinnu og tryggja gæði greiningar. Takmörk eru fyrir því hversu stór sýnin mega vera í greiningarferlinu og þegar sýni er of stórt þurfum við að velja hvaða hluta þess við setjum í greiningu. Stór sýni bera oft einkenni þess að vera samsett úr mörgum smærri sýnum héðan og þaðan af túninu eða jafnvel af fleiri en einu túni. Þegar svo háttar til er hætta á því að sá hluti sem við setjum í efnagreiningu endurspegli ekki allt svæðið sem sýnin eru tekin af. Ég vil benda bændum og öðrum sem senda hey til efnagreiningar á að hafa að kostnaður við málaflokkinn fari 300 til 400 þúsund krónur fram úr áætlun ársins. Í fundargerð kemur fram að mjög nauðsynlegt sé að fá aukið fjármagn og er áskorun beint til ríkisins um að auka á ný fjármagn til þessa málaflokks, en undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiðinnar, segir í fundargerð landbúnaðarnefndar. Sveitarstjóra var falið að koma fjárþörf málaflokksins á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis. /MÞÞ Athugasemd frá efnarannsóknarstofu LbhÍ um stærð heysýna þau ekki stærri en venjulegan handbolta eða hálfan brauðpoka. Ef ætlunin er að senda sam sýni af Peik M. Bjarnason mörgum sýnatökustöðum þarf að blanda þeim vel saman og senda síðan einungis framan greint magn af blöndunni til greiningar. Ég vil einnig benda á ágæta grein um sýnatöku á heyi eftir Berglindi Ósk Óðinsdóttur, fóðurráðunaut hjá Bændasamtökum Íslands, í Freyju blaði nr. 2, árgangi nr. 2, sem kom út 10. maí Blaðið má nálgast á Peik M. Bjarnason Verkefnisstjóri Efnarannsóknarstofu LBHÍ Hvanneyri Ráðgefandi þjóðar atkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd fer fram á laugardaginn 20. október. Er þetta í samræmi við ályktun Alþings frá 24. maí Mjög skiptar skoðanir eru um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig hafa verið nefnd ýmis lagatæknileg atriði í rökum gegn þessu frumvarpi. Ari Teitsson á Hrísum í Reykjadal, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, var einn af fulltrúum í stjórnlagaráði sem sömdu þetta frumvarp. Hann segist þrátt fyrir gagnrýnina vera bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist út úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér heyrist af fjölmiðlaumræðunni að það stefni í töluverða þátttöku, sem er mjög ánægjulegt. Ef marka má fjölmiðla eru viðbrögðin við þessum tillögum jákvæð, sem kemur mér reyndar ekki á óvart. Þetta á að vera auðskilið og skýrt, segir Ari. Gagnrýni á frumvarpið og tekist á um vægi atkvæða Talsverð gagnrýni hefur samt komið fram á þetta frumvarp og þá ekki síst af landsbyggðinni, veldur það ekki áhyggjum? Það er þá væntanlega ekki síst gagnrýni varðandi jöfnun í vægi atkvæða, sem er mjög skiljanlegt. Ari sat í nefnd í stjórnlagaráðinu sem sérstaklega fjallaði um kosningar. Segir hann að samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs á útfærslu á kosningakerfinu sé gert ráð fyrir að í framkvæmd verði bæði landslistar og kjördæmalistar í boði, sem eigi að tryggja jafnt vægi atkvæða. Ekki þörf á að hafa allt landið eitt kjördæmi Þá er gert ráð fyrir að fólk geti kosið jafnt persónur af báðum listum sem þýðir að það er ekki hægt að hafa mismunandi vægi atkvæða. Það kemur því ekki til að það þurfi að breyta landinu í eitt kjördæmi í mínum huga. Reyndar segir í stjórnarskrárfrumvarpinu að kjördæmin geti verið frá einu upp í átta. Ég tel afskaplega ólíklegt annað að það verði áfram mörg kjördæmi. Mér finnst líka að það séu mér margir sammála um að það ætti frekar að fjölga þeim á landsbyggðinni. Nú er áberandi sú skoðun í mesta þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu að jafn atkvæðaréttur verði best tryggður með því að landið verði eitt kjördæmi. Nú gefur frumvarpið möguleika á slíku, má því ekki allt eins búast við að það verði niðurstaðan í framkvæmd kosninga ef tillögur stjórnlagaráðs verða samþykktar? Ég held að það séu minni líkur á því þar sem gert er ráð fyrir landslistum. Það hefur reyndar verið jöfnuður í vægi atkvæða hvað varðar flokkana í síðustu tveim kosningum en ekki hvað varðar kjördæmin. Ari viðurkennir þó að í nefndinni hafi verið hörð glíma um þessa hluti, þar sem sumir nefndarmenn hafi verið harðir á þeirri skoðun að landið skyldi gert að einu kjördæmi. Bendir hann á að í kosningu til stjórnlagaþings hafi einmitt komið fram vankantar á slíku fyrirkomulagi. Frumvarpið ekki endanlegt plagg Ari segir að í sínum huga hafi það alltaf verið uppi á borðinu að Alþingi fjallaði ítarlega um frumvarp stjórnlagaráðs. Þannig eigi Alþingi að hafa tækifæri til að bæta og lagfæra það sem þingmenn sammælist um að færa megi til betri vegar. Ari Teitsson. Ég var þeirrar skoðunar að ef menn vildu fá fram skoðun þjóðarinnar hefði dugað að Gallup framkvæmdi skoðanakönnun með kannski tvö þúsund manna úrtaki. Hins vegar sýnist mér núna að það hafi komið í ljós að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi orðið til þess að málið fengi mun skýrari umfjöllun og umræðu í þjóð félaginu en annars hefði orðið. KJÖRSEÐILL Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþings 24. maí Merkið í annan hvorn ferning hverrar spurningar. Kjósandi getur sleppt því að svara einstökum spurningum. 1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? Já Nei 3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já Nei 4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já Nei 5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? Já Nei þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já Nei Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi fær það þá meðferð sem lýst hefur verið. Hins vegar má segja að eftir því sem fleiri taki jákvætt í þetta sé minni ástæða til breytinga hvað varðar meginlínur og grundvöll frumvarpsins. Í fyrstu spurningunni á kjörseðlinum er spurt hvort menn vilji leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Í mínum huga þýðir það ekki að hvergi megi hnika orði. Því hef ég alltaf reiknað með því að þetta frumvarp yrði skoðað nánar og tel mjög eðlilegt að lagasérfræðingar komi að þessari vinnu til að fínpússa þetta á síðustu metrunum. Lögfræðingar hafa komið með aðfinnslur sem sumar geta vel verið réttmætar. Þá er bara að laga frumvarpið samkvæmt því. Breytingar á frumvarpinu eru þó að sjálfsögðu á forræði Alþingis með sama hætti og breytingar á öðrum frumvörpum sem fyrir Alþingi eru lögð. Skoðanakönnun hefði hugsanlega dugað Nú er frumvarpið lagt fyrir þingið til umfjöllunar en jafnframt ákveðið að fara í svokallaða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er í raun ekkert annað en skoðanakönnun. Hefði ekki verið eðlilegra að þingið kæmist að einhverri niðurstöðu sem síðan yrði lögð fyrir þjóðina? Ég var þeirrar skoðunar að ef menn vildu fá fram skoðun þjóðarinnar hefði dugað að Gallup framkvæmdi skoðanakönnun með kannski tvö þúsund manna úrtaki. Hins vegar sýnist mér núna að það hafi komið í ljós að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi orðið til þess að málið fengi mun skýrari umfjöllun og umræðu í þjóðfélaginu en annars hefði orðið. Almenningur er greinilega að kynna sér þetta. Að sumu leyti er kannski betra að umræðan fari fram á þessu stigi þegar ekki er búið að ganga frá málinu á þingi. Það er verið að leita eftir vilja þjóðarinnar varðandi nokkur atriði. Ef það er vilji Alþingis að setja stjórnar skrá í takt við það sem helst má ætla að þjóðin vilji sjá í slíku plaggi hlýtur þetta að vera styrkur fyrir Alþingi. Vissulega hefði verið hægt að fá fram viðhorf þjóðarinnar með einfaldri skoðanakönnun en þá hefðu menn ekki fengið fram þá miklu umræðu og vangaveltur hjá þjóðinni sem mér sýnist fara fram þessa dagana. Nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni Ari segist frekar bjartsýnn á að ný stjórnarskrá verði smíðuð í takt við það sem stjórnlagaráð hafi gert tillögur um. Ég er sannfærður um að það hafi verið nauðsynlegt að gera ýmsar endurbætur á stjórnarskránni. Þegar málið er komið í svo lýðræðislegt ferli sem nú er held ég að þjóðin sé mér sammála um að breytinga er þörf. Það hvarflar þó ekki að mér að allir séu sáttir um allt sem þarna kemur fram og auðvitað koma þar fram ýmsir hagsmunaárekstrar, samanber jöfnun atkvæðavægis, nýtingu auðlinda og fleira. Það er ekki hægt að setja saman stjórnarskrá sem jafnframt er grunnsáttmáli þjóðarinnar þannig að allir verði ánægðir, því miklir hagsmunaárekstrar eru óhjákvæmilegir. Okkur ber þó skylda til að berja í þá bresti sem gerðu það mögulegt að efnahagskerfið hrundi, þó að auðvitað séu ekki allir sammála um leiðir í þeim efnum. Hvað með aðskilnað framkvæmdar valds og löggjafar valds? Ég held að færa megi fyrir því nokkuð góð rök að þessi aðskilnaður hafi verið of lítill. Þar af leiðandi hafi þingið verið of veikt. Því sé nauðsynlegt að gera slíkan aðskilnað til að tryggja styrk og virkni Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu og þar með styrk lýðræðisins. Það hefur í reynd sýnt sig á undanförnum árum og áratugum að það hafa kannski verið á stundum tveir flokksformenn sem hafa bæði ráðið ferð Alþingis og ríkisstjórna. Þetta er ekki það lýðræði sem ég held að almenningur vilji. Þetta þyrfti ekkert að vera svona en gildandi stjórnarskrá gerir þetta mögulegt. Frumvarp stjórnlagaráðs tekur einmitt á þessu og þar eru inni ákvæði um að ráðherrar sitji ekki á þingi. Því ætti að verða minni hætta á yfirráðum framkvæmdarvaldsins yfir þinginu. Óttast að málið klárist ekki á yfirstandandi þingi Ari er ekki sérlega bjartsýnn á að Alþingi nái að ljúka umræðu um frumvarp um nýja stjórnarskrá fyrir þingkosningarnar í vor. Það eru mörg önnur stór og erfið mál sem bíða þingsins. Þá hef ég grun um að það fari að losna um þingið þegar kemur fram í mars á næsta ári vegna kosninganna. Því óttast ég að það náist ekki að koma í gegn öllum þeim málum sem þyrfti og stjórnarskráin kann að gjalda fyrir það, segir Ari Teitsson. /HKr.

13 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri TÆKIFÆRI FYRIR TAMNINGAMENN Hrossaræktarsamtök Austurlands óska eftir tamningamanni/fólki til starfa við Hestamiðstöð Austurlands á Iðavöllum. Á staðnum e.m.a. 18 stíu hesthús og reiðhöll Nánari uppl. hjá formanni Hr. Aust. sími: eða netfang valli@fljotsdalur.is Bændablaðið Smáauglýsingar Meira lesið en nokkurt annað tímarit á landinu Steinefni eru ódýr steinefnaskortur er dýr í héraði hjá þér FB Selfossi sími : FB Hvolsvelli sími : FB Egilsstöðum sími Fóðurblandan Korngörðum Reykjavík Sími Fax fodur@fodur.is CLAAS Arion hestöfl Frum Vökvaskiptur 16/16 gírar 98 lítra vökvadæla Hægt að sameina vökvaflæði fram í mokstursstæki 10 hestafla aflaukning í CIS útfærslu Útskjótanlegur vökvalyftukrókur kg. lyftigeta á beisli Fjögurra hraða aflúttak Rúmgott ökumannshús með frábæru útsýni Fjölstillanlegt sæti með loftfjöðrun Farþegasæti með öryggisbelti Topplúga úr gleri Öll stjórntæki innan seilingar ökumanns CLAAS Arion 400 CIS-EHV Stjórnstöng í sætisarmi fyrir ámoksturstæki og vökvasneiðar Rauður takki á mynd stýrir gírskiptingu +/- 4 vökvasneiðar, 2 rafstýrðar 2 handvirkar Auðvelt og þægilegt í notkun VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Ný stjórn Kvenfélagasambands Íslands. Nýr forseti Kvenfélagasambands Íslands kosinn: Niðurskurði á fjárveitingum ríkisins mótmælt Kvenfélagasambands Íslands hélt 36. landsþing sitt í Keflavík helgina september. Yfirskrift þingsins var Félagsauður og heilsa hönd í hönd, sem er tilvísun í hve heilsusamlegt það er að taka þátt í félags starfi. Á þinginu var Una María Óskarsdóttir, fráfarandi vara forseti KÍ til sex ára, kosin nýr forseti Kvenfélagasambandsins. Þingið sóttu um 150 konur af landinu auk aðstandenda þinghaldsins. Á þinginu voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra snýst um niðurskurð á fjárveitingum ríkisins. Skorar þingið á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Í greinargerð með þessari samþykkt segir: Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1930 og hlutverk þess er að vera málsvari kvenfélaganna í landinu. Kvenfélögin starfa um land allt og gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Kvenfélagasamband Íslands rekur Leiðbeiningastöð heimilanna sem allir geta leitað til sér að kostnaðarlausu og hefur hún starfað í 50 ár. Leiðbeiningastöðin rekur símaþjónustu, heldur úti heimasíðu og gefur út fræðsluefni. Starfsmaður í 50% starfi sinnir þessu verkefni. Frá upphafi hefur ríkisvaldið stutt myndarlega við þessa starfsemi með fjár framlögum og þannig gert það kleift að halda úti þessari þjónustu. Á síðustu misserum hefur í auknum mæli verið leitað eftir ráðleggingum hjá Leiðbeiningastöðinni, innhringingum hefur fjölgað um 43,7% og samskipti gegnum heimasíðu aukast jafnt og þétt. Aðkallandi er að endurnýja tölvubúnað Leiðbeiningastöðvarinnar. Kvenfélagasamband Íslands fékk á fjárlögum árið 2011 kr en árið 2012 er sá styrkur kominn niður í Enginn styrkur fékkst í ár til að reka Leiðbeiningastöð heimilanna og er því áfram haldandi rekstur hennar í miklu uppnámi. Því skorum við á Alþingi og ríkisstjórn að hækka fjárframlag til Kvenfélagasambands Íslands og styrkja á ný Leiðbeiningastöð heimilanna. Í annarri ályktun þingsins voru allar konur hvattar til að fara reglulega í krabbameinsskoðun. Í þriðju ályktun inni er svo fagnað góðum árangri af forvarnarstarfi gegn vímuefnum hér á landi meðal ungmenna. Í greinargerð með þeirri ályktun segir að meðal forvarnarverkefna hafi verið landsverkefnið BARA GRAS sem fjöldi félagasamtaka og einstaklinga hafa tekið þátt í. Verkefnið fólst í að virkja, hvetja og styrkja foreldra í forvörnum, en Kvenfélagasamband Íslands tók virkan þátt í verkefninu. Þingið hvetur til að öflugu forvarnarstarfi fyrir ungt fólk verði haldið áfram. Nýr forseti og varaforseti Sem fyrr segir var Una María Óskarsdóttir kosin nýr forseti Kvenfélagasambandsins en Guðrún Þórðardóttir var kosin nýr varaforseti. Þá var Margrét Baldursdóttir gjaldkeri endurkjörin, Bryndís Birgisdóttir var kosin meðstjórnandi og Katrín Haraldsdóttir er ný í varastjórn. Aðrar í stjórn eru Dóra Ruf ritari og Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir í varastjórn. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnar Birna Hauksdóttir og Hallfríður Bjarnadóttir. Til vara, Magdalena Jónsdóttir og Margrét Samsonardóttir. Ný nálgun var á hópastarfi þingsins, svokallað Hugmyndarými eða Open Space sem Kári Gunnarsson ráðgjafi stjórnaði. Þingið sóttu um 150 konur af landinu öllu auk þeirra félagskvenna sem sinntu gestgjafa vinnu á þinginu, en Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu var gestgjafi þingsins. Lífrænt grænmeti frá Akri. Lífrænt Ísland í Norræna húsinu Sunnudaginn 14. október var opnað eins konar lífrænt markaðs torg í Norræna húsinu. Það samanstóð af sýnishornum afurða frá 18 lífrænum matvælaframleiðendum og mál stofum um t.a.m. sjálfbærni, eiturefnalausa ræktun heimagarða, lífræna ylrækt og svínarækt. Viðburðurinn var skipulagður af Samtökum lífrænna neytenda og var afar vel sóttur. Að sögn Dominique Plédel Jónsdóttur, sem Náttúran.is kynnti Lífrænt Íslandskort Náttúran.is hefur þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prent útgáfu. Kortið var kynnt á Lífrænu Íslandi 2012 í Norræna húsinu um síðustu helgi og verður dreift ókeypis á völdum stöðum. Ráðgert er að Lífrænt Ísland verði framvegis gert að árlegum viðburði Samtaka lífrænna neytenda hér á landi. Lífræna Íslandskortið er hannað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur, framkvæmda stjóra Náttúrunnar, og Signýju Kolbeinsdóttur. Segir Guðrún að að nauðsynlegt hafi verið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengi legri fyrir alla. Upplýsingar um aðila með lífræna starfsemi hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og uppfærðar reglulega á grundvelli upplýsinga frá Vottunarstofunni Túni. Ný könnun Náttúrunnar meðal vottaðra aðila hefur varpað ljósi á raunverulegt framboð á lífrænum íslenskum Myndir / Gissur Gunnarsson Lífrænt brauð og sultur frá Sólheimum. er í framkvæmdanefnd samtakanna, voru gestir einstaklega áhugasamir, vörum og eru þær upplýsingar settar fram á kortinu. Það er ósk útgefanda að kortið verði til þess að hvetja hið lífræna Ísland til dáða og djörfungar á komandi árum. Forsetahjónin og Jóhann Örn Einarsson frá Organic Lífstíl. forvitnir og jákvæðir. Það kom berlega í ljós að eftirspurn eftir lífrænum afurðum er gríðarlega mikil. Þar af leiðandi eru mörg tækifæri til nýsköpunar um land allt til að svara henni. /smh Lífræna kortið endurspeglar stöðuna eins og hún er nú haustið Gögnin er einnig hægt að skoða á Grænu Íslandskorti og Lífræna kortinu á vef Náttúrunnar. Er kominn tími til að kalka? Þegar skoðaðar eru niðurstöður jarðvegs efnagreininga frá árinu 2011 má vel sjá þess merki að sýru stig er víða full lágt, sé ætlunin að rækta þar gras, grænfóður eða korn, og því veruleg þörf á að kalka. Í súrum jarðvegi hefur kölkun oftast úrslitaáhrif á það hvort sáðgresið endist vel eða illa. Vissulega sprettur gras í súrum túnum en það er ekki sáðgresið sem menn hafa kostað til við að sá, heldur er það til dæmis snarrót, lín gresi og túnvingull sem hafa tekið yfirhöndina. Þegar tún og akrar hér á landi eru kölkuð er langoftast notaður skeljasandur sem tekinn er úr fjörum eða dælt upp af sjávarbotni. Æskilegt er að skelin í sandinum sé ekki mjög gróf því þá gætir áhrifanna seinna. Þegar dreifa á skeljasandi á gróin tún er yfirleitt ráðlegast að dreifa því að hausti til, þó áður en jörð gegnfrýs. Við kölkun í nýræktir og grænfóðurakra er hins vegar ráðlegt að kalka á vorin eða a.m.k. eftir að búið er að plægja til að kalkið tapist ekki of langt niður í jarðveginn. Gott er að kalka þegar aðeins á eftir að herfa/tæta síðustu umferðina. Þá blandast skeljasandurinn vel við efsta lag yfirborðsins en liggur samt ekki ofan á og kemst því síður í beint samband við köfnunarefni áburðarins. Hvað jarðvegsgerð snertir þarf mun minna af skeljasandi á sandjarðveg en á t.d. mýri til að jákvæð áhrif kölkunar komi fram. Algengt er að 1-2 t/ha af skeljasandi dugi á sandjarðveg meðan 4-6 t/ha þarf af skeljasandi á mýrartún til að sambærileg áhrif verði og sýrustig jarðvegsins hækki. Móajarðvegur er síðan þar mitt á milli. Við yfirbreiðslu er ekki hægt að kalka eins mikið og í opna akra, þar sem sandurinn verður að ná að ganga niður í svörðinn yfir veturinn. Telja má að 1,5-3 t/ha sé hæfilegt magn til að svo megi verða. Að ýmsu þarf að hyggja þegar metið er hvort þörf sé á að kalka, hvaða kalkgjafa sé æskilegast að nota og hversu mikið. Það getur því verið ráðlegt að leita aðstoðar hjá ráðunaut svo sem bestur árangur náist. Borgar Páll Bragason, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði BÍ

15 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október FRÁBÆR NÝJUNG HJÁ BYKO Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. BYKO RAMMAHÚS Steinefni eru ódýr steinefnaskortur er dýr í héraði hjá þér FB Selfossi sími : FB Hvolsvelli sími : FB Egilsstöðum sími Fóðurblandan Korngörðum Reykjavík Sími Fax fodur@fodur.is WORKSHARP HNÍFABRÝNIÐ skerpir alla hnífa, axir, sláttuvélablöð, skóflur. NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÆKLINGUR Á BYKO.IS Dreifing: Bændablaðið Smáauglýsingar Bylting á byggingavörumarkaði í gerð sumarhúsa - tvö byggingarstig - koma í efnispökkum - forsniðin að hluta Nánari upplýsingar veita sölumenn timburverslunar BYKO í síma eða með tölvupósti á fagsolusvid@byko.is. TOP N+... betra gler Gasfyllt gler, aukin einangrun. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Þekking - Gæði - Þjónusta

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Kristín G. Magnús, stofnandi Ferðaleikhússins, að hætta með starfsemina og auglýsir búnaðinn til sölu: Getur skapað nýtt tækifæri fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni Þrátt fyrir miklar annir hjá Kristínu G. Magnús, sem starfaði sem leikkona hjá Þjóðleikhúsinu og leiklistarkennari við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur ásamt því að halda fyrirlestra um leiklist sem nefndust List um landið og farið var með í flest alla framhaldsskóla landsins á vegum menntamálaráðuneytisins, tókst henni árið 1965 með hjálp góðra athafnamanna og margra listamanna að stofna Ferðaleikhúsið og hefur hún staðið að rekstri þess allar götur síðan. Fyrstu fimm árin voru settar upp leiksýningar, eftir áður óþekkta höfunda, fluttar á íslensku, sem sýndar voru í Glaumbæ í Reykjavík, nú Listasafni Íslands, og einnig fóru sýningar hringinn í kringum landið. Árið 1970 hófust sýningar hjá Ferðaleikhúsinu sem sérstaklega voru settar upp fyrir erlenda ferðamenn, sem leið áttu um Reykjavík að sumarlagi. Sýningarnar báru fyrst heitið Kvöldvaka en síðan festist samheitið Light Nights yfir þessar sýningar, sem eru byggðar á íslensku efni, en fluttar á ensku (að undanskildum þjóðlagatextum og rímum). Efnisskráin er mismunandi frá ári til árs en alltaf mjög fjölbreytileg. Má þar nefna leikin atriði byggð á þjóðsögum, stutta kafla úr Íslendingasögum, rímnakveðskap, glímu, dans, þjóðlagasöng, tónlist og margt fleira. Ferðaleikhúsið hefur einnig sýnt leikrit eftir íslenska höfunda bæði heima og víða erlendis. Sýningar leikhússins hafa ávallt hlotið mikið lof áhorfenda, svo og leiklistargagnrýnenda, segir Kristín. Kaflaskipti í lífinu Kristín G. Magnús, leikkona, leikstjóri, leikritahöfundur og leiksýningaframleiðandi, hefur starfað í atvinnuleikhúsum á Íslandi og víða erlendis í tæp 60 ár. Myndir / ehg Glæsilegur búningur huldukonu úr safni Ferðaleikhússins. Ég hef í hyggju að hætta með sýningar Ferðaleikhússins í núverandi mynd og róa á önnur mið. Ég get samt vel hugsað mér að koma fram eitt og eitt kvöld, sem gestaleikari, hvort sem er heima eða erlendis. En núna býð ég til sölu leikhúsútbúnað Ferðaleikhússins, svo sem leiksviðsmyndir, leikmuni, búninga, gamla íslenska muni og gínur. Einnig er mögulegt að skyggnur, ásamt sýningarvélum, gætu fylgt með. Mér er mjög annt um ofangreinda hluti og myndi helst vilja að þeir færu allir á einn og sama staðinn, einhvern góðan stað þar sem vel væri farið með þessi verðmæti. En ef ekkert viðunandi tilboð fæst, bætir Kristín við, gæti komið til greina að bjóða í einstaka muni síðar. Leikmyndirnar af íslenskri baðstofu og víkingaskála eru hannaðar af sérfræðingum í leiksviðsmyndagerð. Það skal jafnframt tekið fram að ég er tilbúin að hjálpa við að koma sýningunni upp, sem leikstjóri, ef þess yrði óskað. Í þessari nýju uppfærslu myndu þátttakendur sýningarinnar ekki þurfa að tala á ensku eða neinu erlendu tungumáli. Sýningin yrði meira byggð upp á sjónrænum þáttum eins og dansi, glímu, rímnakveðskap, söng og tónlist, sýndir yrðu gamlir búskaparhættir, konur við tógvinnu og svo framvegis. En stuttar kynningar í Egill Skallagrímsson og Leifur Eiríksson sem ungir menn. hlustunartækjum fyrir áhorfendur, á ensku, þýsku og fleiri tungumálum, væru til hagsbóta. Ég trúi því að svona sýning gæti verið mjög skemmtileg og fróðleg fyrir gesti og gangandi, hvort sem um innlenda eða erlenda ferðamenn væri að ræða. Þeir sem hafa áhuga á að setja sig í samband við Kristínu til að fá nánari upplýsingar varðandi ofangreint mál geta sent henni tölvupóst á theatre@vortex.is /ehg Ráðandi - auglýs ingastof a eh f BYLTINGARKENNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI *Fu elb Boos o tí hvern lítra af ol íu kostar 7 kr. Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl Föstudaga: Frá Kemi Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík Sími: ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN Dæmi um 15% eldsneytissparnað dráttarvélar: Meðaltals notkun dráttarvélar á ári: 1000 klst. Meðaltals olíueyðsla dráttarvélar á klst: 25 ltr. Verð á litaðri díselolíu: kr. 180 Eldsneytiskostnaður á ári án FuelBoost: kr Eldsneytiskostnaður á ári með FuelBoost: kr * Olíur Smurolíur Gírolíur Koppafeiti Glussi Hreinsiefni fyrir mjaltakerfi Spenadýfur Heyrnarhlífar... mikið úrval Styrkir vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu Bændasamtökin auglýsa eftir umsóknum um stuðning vegna nýliðunar í mjólkurframleiðslu, samkvæmt verklagsreglum sem kynntar voru með auglýsingu nr. 497/2012 í Stjórnartíðindum. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á vefsíðunni bondi.is Athygli umsækjenda er vakin á breytingu á eyðublaði, Netfang: landslatur@bondi.is - Sími: Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

17 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Aðaldalsflugvöllur: ISAVIA óskar eftir stuðningi Norðurþings Sagt jaðra við fjárkúgun Bæjarráð Norðurþings tók á dögunum fyrir erindi frá ISAVIA vegna Húsavíkurflugvallar, en það snýst um rekstur flugvallarins þar sem fyrirhugað er að Flugfélagið Ernir haldið áfram áætlunarflugi sínu til vallarins í vetur. ISAVIA hefur metið kostnað við rekstur flugvallarins miðað við heils árs þjónustu. Niðurstaða þeirrar skoðunar hefur leitt í ljós að árlegur rekstarkostnaður muni aukast um 14 milljóna króna. ISAVIA bendir á að ekki sé fyrir hendi fjármagn í þjónustusamningi við innanríkisráðuneytið vegna þessa viðbótar rekstrarkostnaðar. Fyrirtækið telur því ekki fjárhagslegan grundvöll fyrir heilsársþjónustu á Húsavíkurflugvelli án frekari stuðnings hins opinbera eða annarra hagsmunaaðila. Óvissa ríkir því um framhaldsflug nú eftir 1. október og óskar félagið eftir viðræðum við sveitarfélagið Norðurþing um málið. Bæjarráð samþykkti beiðni ISAVIA um viðræður en leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að þjónusta við áætlunarflug á Húsavíkurflugvelli verði tryggð. Bændablaðið Smáauglýsingar Dreift í 25 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði og býli á Íslandi Vettlingar VETTLINGAR GUIDE 43 SÁ MEST SELDI! TILBOÐ VETTLINGAR GUIDE 762 TILBOÐ Jaðrar við fjárkúgun Tveir bæjarfulltrúar, þeir Friðrik Sigurðsson og Hilmar Dúi Björgvinsson, bókuðu á fundinum að þeim þætti framkoma ISAVIA í garð íbúa í Þingeyjarsýslu vera fyrir neðan allar hellur. Að leggja fram bréf þar sem því er hótað að flug leggist af til Aðaldalsflugvallar ef ekki komi til frekari fjármunir til reksturs flugvallarins, nema sveitarfélagið Norðurþing leggi fram fjármuni, jaðrar við fjárkúgun, segir í bókun þeirra. Benda þeir á ISAVIA hafi hagnast um 2,1 milljarð króna árið 2010 og um ríflega 600 milljónir árið Reikna má með því að tekjur ISAVIA af flugi um Aðaldalsflugvöll á ársgrundvelli séu nú þegar farnar að nálgast þá fjárhæð sem nefnd er í bréfi ISAVIA. Þar kemur fram að rekstur vallarins á ári nemi 14 milljónum. Ekki er heldur tekið tillit til tekjuaukningar ISAVIA af lendingum á Reykjavíkurflugvelli. Ef opinber aðili eins og ISAVIA er ekki tilbúinn að taka þátt í því að byggja upp flugstarfsemi um Aðaldalsflugvöll er best að þeir afsali sér þessum mannvirkjum til Norðurþings, segir enn fremur í bókun þeirra Friðriks og Hilmars. Vinnuvettlingar úr svínaskinni Sérsaumaður þumall Bómullarbak Með frönskum rennilás Stærðir 7-11 Verð: 440 kr. Cat. 1 Þunnir vinnuvettlingar úr geitaskinni Vetrarvettlingar Bómullarbak Með frönskum rennilás Bómullarfóðraðir Stærðir 8-11 Verð: 993 kr. Cat. 2 EN 420 Sveigjanleiki Ending VETTLINGAR GUIDE 105 EN Sveigjanleiki Ending FÓÐRAÐIR TILBOÐ Þunnir vinnuvettlingar, synthetic leður Flísfóðraðir Krómfríir Má þvo við 40 hita Stærðir 7-11 Verð: 690 kr. Cat. 2 Cat. 2 EN Þunnir vinnuvettlingar úr geitaskinni Vetrarvettlingar Bómullarbak Flísfóðraðir Stærðir 7-11 Verð: 993 kr. EN Sveigjanleiki Ending VETTLINGAR GUIDE 5163 Sveigjanleiki Ending FÓÐRAÐIR FÓÐRAÐIR TILBOÐ VETTLINGAR GUIDE 46 TILBOÐ VETTLINGAR GUIDE 6W TILBOÐ Styrkja Sögusetur íslenska hestsins Byggðarráð Skagafjarðar mun styrkja Sögusetur íslenska hestsins um kr. á árinu Þetta kom fram á fundi ráðsins sem haldinn var fyrr í þessum mánuði. Sögusetrið sendi sveitarfélaginu beiðni um rekstrarstyrk og kom fram í bréfi að mennta- og menningarráðuneytið styrkti setrið um fjórar milljónir króna á árinu. Samþykkti sveitarfélagið í ljósi þess að ráðuneytið myndi einnig koma að málum að styrkja Sögusetrið og er gert ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun ársins. Sterkir vinnuvettlingar úr geitaskinni Hnúavörn Flísfóðraður Teygja yfir úlnliðinn Stærðir 9-11 Verð: kr. Cat. 2 EN Sveigjanleiki Ending Nánari upplýsingar í vörulistum okkar á Gildir í október 2012 FÓÐRAÐIR Extra sterkir og góðir vetrarvettlingar Sér rakavarðir Vel formaðir fingur Synthetic leður Stærðir 8-12 Verð: kr. Cat. 2 EINN SÁ STERKASTI! EN Sveigjanleiki Ending FÓÐRAÐIR Ferro Zink hf.l Árstíg 6 l 600 Akureyri l l sími l Álfhellu l 221 Hafnarfjörður l sími

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Korn er samheiti yfir ýmsar korntegundir; t.d. hveiti, rúg, hafra og bygg. Á Íslandi er venjan að kalla byggið einfaldlega korn, en á ensku t.a.m. er corn heiti á maís-korni. Byggkorn er sú korntegund sem best hefur gengið að rækta á Íslandi. Það skýrist helst af því að hún þarf styttri vaxtartíma en aðrar tegundir. Hún er líka sú tegund sem mest er notuð sem fóðurkorn hér á landi. Jónatan Hermannsson er tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, þar sem kynbætur á íslenskum kornyrkjum fara fram. Hann segir að öll rök hnígi til þess að kornrækt á íslandi sé hagkvæm. Sé fjárfestingu stillt í hóf, t.d. með sameign bænda á tækjum, sé kornrækt á Íslandi hagkvæm í öllum venjulegum árum ekki síst þegar heimsmarkaðsverð er hátt á aðföngum, s.s. korni. Jónatan nefnir líka möguleika kornræktar til manneldis. Nú þegar sé bygg, hveiti, rúgur og repja ræktað með ágætum árangri til framleiðslu á matvöru. Það er kannski ekki stór hluti af heildarmagni korns á landinu í tonnum talið en það er afar verðmætur þáttur kornræktarinnar. /smh Fullþroska byggkorn af yrkinu Judit, sem er sexraða og sænskt að uppuna. Mynd / smh Sóknarmöguleikar kornræktarinnar» Til Íslands eru flutt um og yfir 100 þúsund tonn af kornvöru árlega. Rúmlega tuttugu prósent af því magni eru til manneldis en annað fer í fóður.» Á árinu 2000 var magn ræktaðs korn á Íslandi tonn en síðan hefur það farið stigvaxandi. Mesta uppskeran fram að þessu fékkst árið 2009, þegar hún nam tonni.» Í nýundirrituðum Búnaðarlagasamningi milli Bændasamtaka Íslands og ríkisins er kveðið á um sérstök framlög sem eiga að stuðla að aukinni kornrækt í landinu. Einkum er þar horft til sóknarfæra innan svínaræktarinnar.» Í skýrslunni Kornrækt á Íslandi tækifæri til framtíðar, frá 2011, er dregin sú ályktun að innanlandsnotkun á byggi geti á fáum árum aukist úr um 16 þúsund tonnum í þúsund tonn og til lengri tíma litið um þúsund tonn til viðbótar. Það sé gert með auknu hlutfalli byggs í fóðri nautgripa og svína. Hlutfall byggs í öllu fóðurkorni á Íslandi er nú um 40%. Nokkrar svipmyndir af kornræktinni og kornræktunarferlinu fylgt eftir í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi Plæging Ferlið hefst með plægingu, annaðhvort á hausti eða vori. Tæting Síðan er jarðvegurinn tættur/fínunninn. Það er gert rétt fyrir sáningu til að nýta jarðvegsrakann í spíringuna. Sáning Þegar jarðvegurinn er tilbúinn er sáðkorninu dreift með áburðinum sem er felldur niður um leið. Því fyrr sem hægt er sá eftir 20. apríl, þeim mun betra. Myndir / Dalsmynni Gullkorn Þegar kornið er fullþroskað og veður er hagstætt er þreskivélin ræst. Í sumar þroskaðist kornið hratt og vel, í Dalsmynni sem og víðast hvar annars staðar á landinu. Mynd / smh

19 Bændablaðið fimmtudagur 7. júlí Óvenju snemma var byrjað að þreskja korn á svæðinu þetta árið, í lok ágúst, og þeirri vinnu var í raun lokið í september. Hér er yngri bóndinn í Dalsmynni, Atli Sveinn, undir stýri á þreskivélinni. Myndir / smh Dælt úr þreskivélinni í vagninn. Kornræktin í Dalsmynni Í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur kornrækt verið stunduð frá árinu Síðustu árin hafa hektarar lands verið settir undir þessa ræktun. Fyrst og fremst er ræktað fyrir búið sjálft, en þar er kúabúskapur aðalbúgreinin. Um tonn af korni fara í búið sjálft á ári. Svanur H. Guðmundsson er bóndi í Dalsmynni. Sáðkorn kostar á bilinu kr./kg. Á hvern hektara eru notuð um 200 kg, svo kostnaður nemur nálægt 30 þúsund krónum á hvern hektara sé sáðkornið keypt. Byggið sem við erum að rækta kostar okkur um kr./kg á góðu ári. Þegar við vorum að byrja í kornræktinni nam allur kostnaðurinn við ræktunina álíka miklu og einungis sáðkornið núna. Olíu- og áburðarkostnaður hefur líka margfaldast. Það er því nokkur áhætta í því fólgin að rækta bygg. Að sama skapi er ávinningurinn miklu meiri af eigin ræktun, því kjarnfóður hefur einnig hækkað mjög mikið. Það minnkar áhættuna verulega ef við náum sáðbyggi úr eigin ræktun, auk þess sem við höfum verið að nota búfjáráburð í meiri mæli með smá viðbót af köfnunarefnisáburði. Svanur segir að þetta ár sé það besta frá því hann hóf að rækta bygg. Við gátum sáð því fyrsta upp úr miðjum apríl og þrátt fyrir þurrkana hafa mýrarakrarnir komið einstaklega vel út í sumar. Þetta haust erum við að ná um fjórum til fimm tonnum af hektara, en erum kannski að fara niður undir tvö tonn í verstu árum. Við erum fimm bændur sem störfum saman í félagi sem heitir Yrkja ehf. og rekur þurrkstöðina auk ýmissa tækja. Við leggjum allt bygg inn hjá félaginu, sem sér um þurrkunina. Við kaupum það svo út aftur sem við ætlum til eigin nota en félagið selur hitt. Stærsti kaupandinn er svínabú í nágrenninu sem kaupir byggið laust og óvalsað. Aðrir smærri kaupendur kaupa byggið valsað í 500 kg sekkjum. Sumir félaganna rækta eingöngu bygg til sölu. Hafursfellið er hér til vinstri á myndinni en á milli vagnsins og þreskivélarinnar sést heim að Dalsmynni. Mynd / smh Keyrt með kornið í þurrkstöðina. Kornið var allt vel þroskað. Fór inn í þurrkstöð með um 82% þurrefni, sem er mjög gott að sögn Svans. Völsun Mynd / Dalsmynni Sekkjun Mynd / Dalsmynni

20 20 Bændablaðið fimmtudagur 7. júlí 2011 Það verður ýmislegt um að vera á Hótel Smyrlabjörgum í vetur: Villibráðarhlaðborð 27. október, verð 6200 kr á mann. Jólahlaðborð 24. nóv, 1. des og 8. des., verð 6800 kr á mann Tilboð á gistingu er 3500 kr á mann með morgunverði. Gerum verðtilboð í hópa. Nánari upplýsingar og pantanir í síma eða á Allir velkomnir nær og fjær Hönnunarfyrirtækið Farmers Market: Einn stærsti kaupandi ullar á landinu Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson stofnuðu hönnunarfyrirtækið Farmers Market árið 2005, þá með tvær hendur tómar, en eru í dag einn stærsti kaupandi ullar á landinu og einn stærsti viðskiptavinur íslenskra framleiðslufyrirtækja í textíl. Við erum að búa til tískumerki fyrir innlendan og erlendan markað en stærsti útflutningsmarkaðurinn er Japan, þar sem við seljum vörur okkar í stórum tískuhúsum. Við höfum einblínt á það frá upphafi að nota náttúruleg hráefni og þá var náttúrlega borðleggjandi að nota íslensku ullina. Við erum þó með allan skalann af hráefnum sem við kaupum frá hráefnisframleiðendum úti um allan heim en við leggjum höfuðáherslu á að þau séu náttúru leg, útskýrir Jóel. Íslenska hráefnið sérstaða Nú eru um 400 vörunúmer í línunni hjá fyrirtækinu og 10 framleiðendur úti um allan heim sem starfa fyrir þau. Íslenska ullin sem þau kaupa árlega hleypur á tonnum. Okkar sérstaða á alþjóðamarkaði er að við notum íslenskt hráefni í hluta línunnar og höfum ýmsar tilvísanir í norræna arfleið okkar í hönnunni. Við kaupum hvorttveggja ullina beint frá Ístex og í gegnum Glófa fyrir þann hluta sem það síðarnefnda framleiðir fyrir okkur. Glófi er í raun eina framleiðslufyrirtækið á Íslandi sem getur sinnt hönnunarfyrirtækjum eins og okkur, en þar eru prjónaðar ullarvoðir og þær síðan sniðnar og saumaðar á saumastofunni Kópavoginum. Ekki má gleyma þeim góðu prjónakonum sem hafa sinnt handprjóni fyrir okkur úr íslensku ullinni. Þó að þar sé ekki beinlínis um framleiðslufyrirtæki að ræða heldur einstaklinga í íhlaupa- og aukavinnu þykir okkur mikilvægt að hafa þær til taks fyrir minni lotur og sérverkefni. /ehg Hin vinsæla kápa frá Farmers Market sem nefnist Barðastaðir og er úr 100% íslenskri ull. Tölurnar eru úr lambshorni. Fergusonfélagið heldur fundi á Egilsstöðum og Suðurlandi Erfðatækni, umhverfi og samfélag Stök námskeið á sviði erfðatækni sem henta þeim sem vilja efla og dýpka þekkingu sína á erfðatækni á einn eða annan máta. Á námskeiðunum verður farið yfir hvað felist í erfðatækni og hvernig megi nýta þessa tækni í grunnrannsóknum, læknisfræði, landbúnaði og matvælaiðnaði. Lögð verður áhersla á að fjalla um málið frá öllum hliðum og kynntir verða bæði möguleikar og takmarkanir við beitingu tækninnar. Hagnýting erfðatækni í landbúnaði fim. 1. nóv., kl. 12:30-17:00 Hagnýting erfðatækni í matvælaiðnaði fim. 8. nóv., kl. 12:30-17:00 Hagnýting erfðatækni í heilbrigðisvísindum fim. 15. nóv., kl. 12:30-17:00 Öll námskeiðin eru haldin hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík Arnar Pálsson dósent við HÍ, Áslaug Helgadóttir prófessor við LbhÍ, Eiríkur Steingrímsson prófessor við HÍ, Guðni Elísson prófessor við HÍ, Helga Margrét Pálsdóttir sérfræðingur hjá MAST, Jón Hallsteinn Hallsson dósent við LbhÍ, Magnús Karl Magnússon Oddur Vilhelmsson dósent við HA og Zophonías Jónsson dósent við HÍ. Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á eða í síma Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid Fergusonfélagið er félag áhugamanna um gamlar Fergusonvélar. Þar skipar gamli Gráni, Ferguson TEA og TEF-20 vélarnar, heiðurs sess en þrjátíuog fimmurnar (FE-35, MF-35 og MF-35x) fylgja fast á eftir. MF-135 er einhver albesta dráttarvél sem framleidd hefur verið og það er sko enginn svikinn af hundraðþrjátíuogfimmunni. MF-65 og arftaki hennar, MF-165, urðu þó ekki eins algengar hér. Það alþekkt að margir Fergusonkallar eru ekki við eina fjölina felldir í vélamálum og þá fer að styttast í Farmalinn enda voru þessar tvær tegundir, Ferguson og Farmall, algengustu vélar landsins og fengust báðar hjá Kaupfélaginu. Fergusonfélagið hefur síðastliðið hálft annað ár, í samvinnu við Bjarna Guðmundsson, kennara og verkefnisstjóra Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, haldið þrjá fundi um þessar gömlu dráttarvélar; á Akureyri, í Ljósheimum í Skagafirði og í Mosfellsbænum. Nú verður framhald á þessum fundum úti um land. Sá næsti verður haldinn í Hóteli Héraði á Egilsstöðum miðvikudagskvöldið 24. október og svo verða tveir fundir á Suðurlandi, sá fyrri í Félagsheimilinu að Flúðum mánudags kvöldið 29. október og sá síðari í Sögusafninu á Hvolsvelli þriðjudags kvöldið 30. október. Allir fundirnir munu hefjast kl og er aðgangur að þeim ókeypis. Allir áhuga menn um gamlar dráttarvélar eða þátt þeirra í Íslandssögunni eru velkomnir. Á fundunum mun Sigurður Þessa Ferguson-dráttarvél gerði Sigurður Skarphéðinsson, formaður Ferguson félagsins, upp síðastliðinn vetur. Vélin er árgerð 1949 en Guðmundur Árnason, bóndi á Þverhamri í Breiðdal, keypti þessa vél nýja og eigandi er Aron Árnason. Skarphéðinsson, sem um áratuga skeið gerði við Ferguson og Massey Ferguson dráttarvélar og er nú formaður Fergusonfélagsins, kynna félagið og Bjarni á Hvanneyri segir Traktorasögur um tækni sem breytti sveitunum. Bjarni ætlar í máli og myndum að fjalla um fyrstu dráttarvélarnar, Nalla, Ferguson og fleiri, og hvernig þær, ásamt landbúnaðarjeppanum, breyttu störfum og mannlífi til sveita á síðustu öld urðu eftirsóttar menningarminjar og hluti þjóðarsögunnar. Í Fergusonfélaginu er reynt að hvetja menn til að halda til haga sögu hverrar vélar og varðveita ekki bara gömlu dráttarvélarnar og fylgihluti þeirra heldur líka þátt þessara tækja í byltingunni sem varð í sveitum landsins um miðja síðustu öld. Þar hefur Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri verið öflugur liðsmaður með bókum sínum um Fergusoninn og Farmalinn. Hann er nú að vinna að þriðju bókinni sem tengist landbúnaðinum. Bjarni áritar bækur sínar að fundum loknum, óski fundarmenn þess, hvort heldur þeir koma með þær að heiman eða kaupa á staðnum. /Ragnar Jónasson

21 22 Hlökkum til að beita honum í vetur 24 Mikil tækifæri 26 í ullariðnaði Þrif besta meðferð véla Vetrarbúnaður Blaðauki 18. október 2012 Þurfum að hefja íslenska lopann upp á hærra plan Íslenskur textíliðnaður sem var stofnað eftir gjaldþrot Álafoss árið 1991 hefur gengið í gegnum nokkra öldudali en síðastliðin fjögur ár hefur fyrirtækið skilað hagnaði. Á ári hverju eru framleidd um 750 tonn af hreinni ull í verksmiðjunni, sem er í rekstri frá morgni til kvölds. Ístex gerir samning við Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtökin á hverju hausti um ullarkaup til eins árs í senn. Í þeim samningi er ákvæði um að Ístex kaupi alla ull sem bændur vilja selja félaginu. Ullin er misjöfn að gæðum og notum við betri ullarflokka í framleiðslu á lopa og vélprjónabandi en sú lakari er ekki nothæf í fatnað. Ullin sem ekki er nothæf í fata framleiðslu er að mestu seld til fyrirtækja sem framleiða gólfteppi á því verði sem markaðurinn er tilbúinn að greiða, segir Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri. Annar flokkur í gólfteppi Ístex selur lopa og band um allan heim og eru fræg tískuhús á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. Mest af framleiðslunni fer í handprjón, bæði hérlendis og erlendis. Lopasalan hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2008 og finnum við fyrir verulega auknum áhuga á öllum mörkuðum svo útlit er fyrir góða sölu á næstu árum. Það falla til um 330 tonn af lakari ull sem við getum ekki notað í okkar gæðaframleiðslu og er hún seld úr landi til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands. Þar eru fyrirtæki sem framleiða gólfteppi en íslenska ullin er sterk og endingargóð og í annars flokks gæðum nýtist hún þar, útskýrir Guðjón og segir jafnframt; Ársframleiðslan hjá okkur er um 750 tonn af hreinni ull en við notum um 400 tonn í okkar framleiðslu og náum enn að anna markaðnum. Lopasalan eykst þó frá ári til árs en við gætum þess að eiga umframbirgðir á lager. Hér innanlands er plötulopi og léttlopi vinsælastur en víða erlendis er Álafosslopinn, sem er þykkari, vinsælli. Lopinn er seldur um allan Ístex selur lopa og band um allan heim og eru fræg tískuhús á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. heim í hefðbundnar prjónaverslanir, nú síðast til Japan. Mörg störf í ullariðnaði Verksmiðja Ístex í Mosfellsbæ er á tæplega átta þúsund fermetra gólffleti þar sem unnið er á tveimur vöktum í bandframleiðslunni. Heildarstarfsmannafjöldi er 48 manns þegar starfsstöð ullarþvottastöðvarinnar á Blönduósi er í fullum rekstri. Við höfum upplifað misjafna tíma, við þraukuðum þetta svokallaða góðæri þegar krónan hækkaði upp úr öllu valdi og fengum 60 krónur fyrir dollarann en núna fáum við120, svo það er allt annað umhverfi í dag. Ístex hefur skilað hagnaði síðastliðin fjögur ár og við stefnum ótrauð áfram á þessari leið. Það sem við höfum fram yfir aðra bandframleiðendur er íslenska ullin, sem er sérstakt hráefni með tog og þel, en það geta ekki allir framleitt úr svona ull. Þel er fínt og tiltölulega stutt en togið er gróft og langt. Íslenska ullin er á hráefnismarkaði skilgreind sem hráefni í gólfteppagerð og við getum til dæmis ekki keppt við Merino-ull. Íslenska ullin er loftmikil og léttari en aðrar ullargerðir og við komum þessum boðskap á framfæri eins og við mögulega getum til að hefja lopann upp á hærra plan, segir Guðjón og bætir við; Það er ótrúlega stór hópur hérlendis sem hefur aukatekjur af ullarvinnslu og verslun og mörg hundruð manns sem hafa aðaltekjur af ullarvinnslunni eins og á prjónastofunum á Hvammstanga og á Hvolsvelli, í Vík í Mýrdal og í Kópavogi. Síðan eru handprjónahópar víða um land. Verksmiðjan hjá okkur er þokkalega búin en við þurfum að halda uppbyggingu áfram. Við höfum keypt vélar undanfarin ár til að auka sjálfvirkni og þar sem við höfum varla náð að anna eftirspurn eru tvær vaktir sem sinna bandvinnslunni. /ehg Hitaveitu & gasskápar fyrir sumarbústaði og heimili Gæði Þjónusta Öryggi Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt / Sími: / blikkvik@blikkvik.is

22 22 Vetrarútbúnaður BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 18. OKTÓBER 2012 Grunnurinn að vel heppnaðri fjallaferð er góðir skór, ullarnærföt og lagskiptur klæðnaður Brandur Jón Guðjónsson er verslunarstjóri Fjallakofans í Kringlunni 7. Fyrirtækið hefur starfað í átta ár og sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vönduðum útivistarfatnaði og búnaði. Helsti viðskiptavinahópur Fjallakofans er göngufólk og björgunarsveitamenn. Brandur leiðir lesendur inn í heim útivistarfatnaðar sem er mörgum ekki kunnur. Þegar hallar að hausti fara ýmsir að undirbúa sig undir veturinn hvað varðar útbúnað og klæði. Það á ekki síst við um björgunarsveitamenn, því að á þessum tíma árs á sér stað mikil nýliðun í þeirra hópi. Brandur segir að einnig sé sífellt stækkandi hópur ástríðufullra náttúrunjótenda á ferðinni allt árið, í öllum veðrum, að takast á við sjálfa sig og misblíð náttúruöflin. Þetta fólk gerir sér æ betur grein fyrir því að góður búnaður skiptir öllu máli til þess að njóta útiveru við alls konar aðstæður, að sögn Brands. Brandur segir að margir sem séu að hefja sinn útivistarferil leiti leiðsagnar hjá þeim sem reyndari séu og hefji því sína útivist með ferðafélögum og klúbbum eins og Ferðafélagi Íslands og fleirum. Reynsluboltarnir sem eru í fararstjórn innan þessara félaga þekkja landið vel og einnig gildi góðs búnaðar og geta því leiðbeint með öruggum hætti. Það hefur til dæmis notið vaxandi vinsælda að ganga á Hvannadalshnúk að vori. Sá sem ætlar að gera það þarf að undirbúa sig alveg frá áramótum. Það gengur enginn á Hnúkinn nema vera í góðu formi til þess. Þess vegna koma margir til okkar strax í upphafi nýs árs til að verða sér úti um rétta búnaðinn fyrir undirbúningstímann og ferðina sjálfa. Grunnurinn að réttum búnaði til allra gönguferða, ekki síst að vetrarlagi, er góðir skór. Því oftar, meira, lengra og hærra sem menn ætla sér að ganga, þeim mun þéttari og betri skó þurfa þeir já, skórnir eru algjört grundvallaratriði. Annað lykilatriði er góð nærföt. Þau þurfa að vera vönduð og úr góðum efnum sem flytja rakann vel frá líkamanum og halda einangrunargildi sínu þó að þau blotni. Þar hefur margsannað sig að ullin er best. Utan yfir þetta er síðan raðað öðrum klæðnaði. Oft duga þægilegar göngubuxur úr softshell-efni yfir ullarnærbuxurnar. Á sama hátt er hægt að fara í softshell-jakka yfir ullarbolinn. Dugi það ekki til er gott að fara í millipeysu, sem er þá til dæmis önnur ullarpeysa eða flíspeysa. Góðar softshell-flíkur eru úr efni sem tefur vindinn mjög vel en andar á sama tíma rakanum frá líkamanum. En í raun snýst málið um að lagskipta klæðnaðinum. Betra er að vera í fleiri þunnum lögum til að tempra hitann en fáum þykkum. Það á að halda af stað léttklæddur því að fólk er fljótt að ganga sér til hita, en vera síðan með fatnað í bakpokanum til að bæta á sig, ef þörf er á. Það er fyrst og fremst reynslan sem kennir mönnum þetta. En svo heldur enginn af stað í gönguferð án þess að vera með regnskjól í bakpokanum. Brandur segir að ysta lagið í útivistarklæðnaði kallist skel. Það eru yfirleitt þunnar flíkur, algjörlega vindheldar, og með öndunar- og vatnsvarnarfilmum sem sjá til þess að notandinn haldist sem lengst þurr þó að veðráttan sé rysjótt. Þessar filmur eru af ýmsum gerðum, misgóðar og misdýrar. Þekktasti framleiðandinn á slíkum filmum er Gore-Tex og ennþá Myndin sýnir starfsfólk Fjallakofans í nokkrum gerðum útivistarfatnaðar, nærfötin og sokkarnir eru frá SmartWool og allur annar fatnaður frá Marmot. Þorbjörg er í bláum ullarnærfötum og ullarsokkum. Nærfötin eru 100% merino-ull en í sokkunum er um 70% ull á móti gerviefnum, sem eru notuð til að fá í þá styrk og teygju. Hákon, lengst til vinstri, er í hefur engum öðrum tekist að búa til filmu sem tekur þeim fram í vatnsheldni. Útivistarklæðnaður fæst í ýmsum verðflokkum og eins og með flest annað eru gæðin meiri eftir því sem verðið er hærra. Brandur segir að sá sem velji ódýrasta klæðnaðinn sé ekki illa settur með hann, en hann verði fyrri til að hrekjast fyrir veðri og vindum en sá sem velji dýrari klæðnað. Svo má auðvitað ekki gleyma að minnast á sokkana, svo og húfurnar og vettlingana sem aldrei má vanta þegar farið er til fjalla, sérstaklega að vetri. Til að gefa hugmynd um verð á góðum fatnaði í Fjallakofanum:» Ullarnærföt úr merinoull kostar um krónur settið. Um síðar buxur og síðerma boli er að ræða.» Gönguskór kosta frá kr.» Softshell-buxur kosta frá kr.» Softshell-jakkar kosta frá kr.» Regnbuxur kosta frá kr.» Regnjakkar kosta frá kr. /gugu Björgunarfélag Hornafjarðar á vel búnum Mercedes-Benz Sprinter Hlökkum til að fá að beita honum í vetur Björgunarsveitir landsins leggjast ekki í híði þegar vetur gengur í garð. Vetrarferðir af margvíslegum toga verða sífellt vinsælli, en því tilheyrir auðvitað að ferðast er í vályndum veðrum og ýmislegt getur farið úrskeiðis. Þá reynir á velvild og óeigingjarnt starf björgunarsveitanna og þær þurfa að sjálfsögðu að vera á vel búnum ökutækjum. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélagsins á Höfn í Hornafirði, segir að sveitarmenn hlakki til að takast á við veturinn á nýjum Mercedes-Benz Sprinter sem sveitin fékk afhentan í síðasta mánuði. Björgunarsveitin fékk bílinn tilbúinn að öllu leyti eftir breytingar fyrir 35 tommu dekk sem framkvæmdar voru af Jeppaþjónustunni Breyti. Við erum með þrjá bíla; Toyota Landcruiser 80 sem er breyttur fyrir 44 tommu dekk, Ford 350 Pickup breyttan fyrir 47 tommu dekk og svo vorum við með sjö ára gamlan Ford Econoline sem er á 35 tommu dekkjum en vorum að skipta honum út fyrir Sprinterinn, segir Friðrik Jónas. Úr 3-4 milljónum á sætið í 1,3 milljónir Hann segir að þetta hafi verið gert af hagkvæmnissjónarmiðum. Fordinn hafi eytt um 25 lítrum á hundraðið og segir Friðrik Jónas að Sprinterinn eyði um tíu lítrum á hundraðið. Sé sætafjölda bílsins deilt upp í verðið komi út upphæðin kr. Sé sætafjölda í breyttum Nissan Patrol deilt í heildarverðið komi út 3-4 milljónir kr. Þetta hefur að sjálfsögðu mikið að segja en svo þarf heldur ekki meirapróf á Sprinterinn því hann er það léttur. Það geta því fleiri í björgunarsveitinni keyrt bílinn. Við erum með lykilmenn sem við viljum að keyri bílana en það getur alltaf komið upp á að þeir séu ekki viðlátnir. Þá verðum við að hafa menn sem hafa réttindi til að aka. Friðrik Jónas segir að björgunarsveitin geti notað nýja bílinn í allt að vetrarlagi nema akstur upp á jökul. Bíllinn er hins vegar fyrst og fremst hugsaður til fólksflutninga og til almennrar aðstoðar á þjóðveginum. Bíllinn er níu manna. Við erum gríðarlega sáttir við bílinn og líkjum honum ekki við bílinn sem hann leysir af hólmi. Þetta er eins og Rolls í akstri, segir Friðrik Jónas. Við bíðum bara spenntir eftir vetrinum þannig að við getum farið að beita bílnum af alvöru. Fjórhjóladrif og 440 Nm tog Í björgunarsveitinni eru um sautján manns og sinnir hún margvíslegum verkefnum. Mörg þeirra tengjast björgunum í Skyndidalsá, sem heitir Jökulsá í Lóni þar sem nær dregur þjóðveginum. Þar hafa ferðamenn verið gjarnir á að festa bíla sína. Sex til átta útköll á ári tengjast slíkum verkefnum. Einnig hefur verið mikið um leit að týndum ferðamönnum í sumar, meira en undanfarin ár. Núna er björgunarsveitin að undirbúa að draga bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann þangað mannlaus fyrir skemmstu. Búið er að staðsetja bílinn og verkefnið fram undan er að spila bílinn upp á þurrt land. Bíllinn kemur með fjórhjóladrifi og V6-dísilvél frá verksmiðju og síðan var sett í hann driflæsing og honum breytt fyrir 35 tommu dekk. Páll Halldór Halldórsson, sölustjóri Öskju, umboðsaðili Mercedes- Benz, segir að V6-vélin skili 190 hestöflum en meira um vert er að togið er 440 Nm. Þetta er sama V6-vél og Mercedes hefur notað svo árum skiptir í ML og GL en í þeim er bara meira afl tekið út úr vélinni. Við breikkum felgurnar á bílnum, klippum og snyrtum brettakantana til og setjum á hann plastbrettakanta. Þessi breyting er í algjöru lágmarki og Benzinn fær að njóta sín í staðinn, segir Páll Halldór. Hátt er undir bílinn og hann er verklegur í allri notkun. Megintilgangurinn er að koma björgunarsveitarmönnum frá stjórnstöð á vettvang og til þess nýtist þessi níu manna bíll mjög vel. Lítið mál er síðan fyrir tvo menn að fjarlægja afturbekkina tvo úr honum ef nauðsynlegt er að flytja búnað eða jafnvel slasað fólk á börum. Bíllinn er því mjög fjölhæfur í allri notkun. /gugu

23

24 24 Vetrarbúnaður BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 18. OKTÓBER 2012 Mikil tækifæri í ullariðnaði en áhættan umtalsverð, segja forsvarsmenn ullarvörufyrirtækins Glófa, sem er með starfsstöðvar á þrem stöðum á landinu Páll Kr. Pálsson og Logi Arnar Guðjónsson keyptu ullarvörufyrirtækið Glófa á Akureyri í lok árs 2005 og fleiri fyrirtæki í ullariðnaði árin 2006 og 2007, til að stækka rekstrareininguna og ná þannig hagræðingu í rekstrinum. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur eigin ullarvörur undir vörumerkinu Varma en auk þess framleiðir Glófi ullarvörur fyrir fjölda hönnuða og fyrirtækja sem selja undir eigin vörumerkjum. Framleiðslan á sér stað í þremur starfsstöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, á Hvolsvelli og á Akureyri. Áhugi minn á framleiðslu úr íslensku ullarbandi vaknaði árið 2004, í tengslum við verkefni sem ég vann fyrir Ístex, sem er algert lykilfyrirtæki varðandi framleiðslu úr íslenskri ull. Síðan kynntist ég Loga, sem þá var framkvæmdastjóri Glófa, og við sáum í því tækifæri að byggja upp stærra fyrirtæki í ullarvöruframleiðslu og byrjuðum á að kaupa Glófa í lok árs Þá voru sjö fyrirtæki að framleiða ullarvörur á Íslandi. Við keyptum síðan meðal annars Eiríksson, Janus/Tinnu og Prjónaver á Hvolsvelli til viðbótar. Við náðum fljótt hagræðingu með þessum aðgerðum og fundum fyrir því þegar við komumst vel í gang að margir hönnuðir höfðu þörf fyrir þjónustu okkar og áhuga á samstarfi. Hjálpaði þar mikið að hafa Birgi Einarsson, prjónameistara okkar, sem er einn sá færasti á sínu sviði. Heildarvelta um 350 milljónir Fyrirtækið gerði tilraunir með að fara inn á tískumarkaðinn með ullarvörulínur, en það tókst ekki eins og til stóð, m.a. vegna grófleika íslensku ullarinnar. Nú er áherslan í eigin framleiðslu á smávörur úr íslenskri ull, einkum húfur, hárbönd, sjöl, trefla vettlinga og sokka. Það má segja að við séum á þessum flókna enda á markaðnum og það er nauðsynlegt að hafa nálægð við viðskiptavininn til að þróa réttu hlutina sem virka. Það er ákveðið pláss á markaðnum fyrir smávörur og við sjáum mikil tækifæri þar fyrir Varma-vörumerkið okkar. Við höfum einnig fengið hönnuði til liðs við okkur, nú síðast Sigríði Heimisdóttur vöruhönnuð til að hanna fyrir okkur mokkavörulínu sem framleidd er á Akureyri. Þar sjáum við mikla möguleika með íslenska lambskinnið bæði fyrir heimamarkað og útflutning. Um 40% af framleiðslu Glófa eru fyrir hönnuði og fyrirtæki sem selja undir eigin vörumerkjum og fer það hlutfall vaxandi. Heildarveltan er í kringum 350 milljónir. Úr verksmiðju Glófa á Akureyri. Saumakona saumar bleika skó, en mokkaframleiðslan fer alfarið fram á Akureyri. Halldóra Guðmundsdóttir í verksmiðjunni í Kópavogi við sníðaborðið á sínum fyrsta vinnudegi. Jóna Stígsdóttir saumakona og Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Glófa, Dóróthea sauma kona í baksýn. Margir hönnuðir leita til okkar en einnig fyrirtæki sem hafa hönnuði í vinnu hjá sér og biðja okkur um að framleiða fyrir sig. Stærsti viðskiptavinurinn okkar í dag er Íslendingur sem er búsettur í Þýskalandi og selur eigin vörulínu þar í landi undir merkjum íslensku ullarinnar. Fyrirtækið lent í áföllum Fyrirtækið hefur lent í miklum hremmingum frá hruni og hefur það bitnað verulega á rekstrinum. Það er mikil samkeppni á þessum markaði svo þetta er oft á tíðum erfitt viðskiptaumhverfi. Þó að ferðamönnum fjölgi er líka kreppa í útlöndum og margir á markaðnum með ullarvörur. Fyrir hrun fjárfestum við mikið og vorum með töluverðan hluta skulda Myndir / ehg Sólveig Davíðsdóttir, verkstjóri í verksmiðjunni í Kópavogi, sníðir ermar. Prjónavélin á fullu. okkar í erlendum lánum, þannig að hrunið kom verulega við okkur. Einnig urðum við fyrir miklu tjóni þegar verksmiðjan okkar á Akureyri brann vorið Hrunið og bruninn hafa vissulega sett strik í reikninginn fyrir okkur en við náum að halda sjó með frábæru starfsfólki og með því að auka vöruúrvalið, segir Páll og bætir við; Við getum framleitt helmingi meira en við gerum í dag með okkar tækjakosti, en til að nýta afkastagetuna til fulls þurfum við fleiri verkefni. Helstu tækifæri okkar liggja í Varmasmávörunum og mokkavörulínunni sem við stefnum á að fara í auknu með á erlendan markað. En þetta er erfiður bransi og það kostar umtalsverða fjármuni, líkast til ekki undir 40 milljónum króna, að hanna og þróa eina vörulínu með 20 einingum, koma henni á markað með kynningum og þátttöku í sýningum innanlands og erlendis og koma henni í sölu í verslunum. Til að slíkt verkefni heppnist þarf mikla þekkingu í hönnun, framleiðslu og markaðsmálum, auk umtalsverðra fjármuna. Fáir geta gert það og það tekur langan tíma að ná árangri. Þess vegna er gott að eiga samstarf við hönnuði og sterk fyrirtæki sem hafa metnað og getu til að vinna með okkur. /ehg

25 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 18. OKTÓBER 2012 Vetrarbúnaður 25 PLUKA REYTINGARVÉLAR TIL Á LAGER Fullkomnar reytingarvélar með mjög góðum hreinsibúnaði, enginn sóðaskapur af dúni eða fiðri. Dreifing: Veturinn kemur Fólksbíladekk Jeppadekk Vörubíladekk Gámur til sölu Til sölu er 20 feta gámur, einangraður, með áfastri varmadælu loft/loft sem bæði getur hitað og kælt. Söluverð er kr vsk þar sem hann er hjá Varma & Vélaverki Knarrarvogi 4 í Reykjavík Upplýsingar gefur: Theodór í síma eða tb@vov.is Gagnheiði 34 Selfossi birkigrund@simnet.is Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað - vinnsluhæð 240 mm vinnslubreidd 250 mm - færanlegt vinnsluborð 470x600 mm - hakkavél - mótor 550 wött - hæð 1470 mm - þyngd 58 kg. Verð aðeins kr Sími Síðumúla 11, 108 Reykjavík.

26 26 Vetrarbúnaður BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 18. OKTÓBER 2012 Ullarteppi og gærur mjög vinsælar vörur Rammagerðin rekur verslanir í Hafnarstræti, á Egilsstöðum og Akureyri ásamt því að vera með tvær verslanir á Keflavíkurflugvelli. Íslenskar prjónakonur framleiða fyrir verslunina en hluti af lopapeysuframleiðslunni er unninn í Kína. Það er ekkert launungarmál að aukinn ferðamannafjöldi skilar sér til okkar í aukinni umferð. Við erum eins og allir að reyna að skapa okkur sérstöðu og við leggjum áherslu á samstarf við íslenskt handverksfólk og hönnuði. Við leitum mikið í grasrótina til þess og höfum við sem dæmi konur vítt og breitt sem prjóna fyrir okkur, útskýrir Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar. Hugur í okkur Þegar kemur að ullarvörum lætur Rammagerðin framleiða bæði hér heima og erlendis fyrir sig til að anna eftirspurn. Við framleiðum einnig lopapeysur erlendis, núna erum við til dæmis að versla við verksmiðju í Suður-Kína. Þá er það vara sem er hönnuð af íslenskum konum, ullin er keypt af Ístex og send út. Við erum einnig með peysur sem eru framleiddar úr annarri ull en þeirri íslensku, og mokkavörur og margt fleira. Ístex-teppin eru mjög vinsæl og eins ullargæran sem selst alltaf vel, sérstaklega uppi í Leifsstöð. Það er aldrei til nógu mikið af mórauða og gráa litnum. Einnig er snoðuð gæra að verða vinsæl, hún er klippt niður Mest af ullarvörunum selt á netinu Nordic Store var stofnað sem vefverslun árið 2002 en árið 2008 keyptu Bjarni Jónsson og Hafsteinn Valur Guðbjartsson síðuna og breyttu um áherslur. Við ákváðum að fara meira út í ullarvörur og árið 2009 opnuðum við verslun á Skólavörðustíg. Það gekk mjög vel og því opnuðum við aðra verslun árið 2011 í Lækjargötu. Þetta eru mest erlendir ferðamenn sem versla við okkur en í auknum mæli Íslendingar. Úrvalið er mest í lopapeysum og tískuvörum úr íslenskri ull eftir nokkra hönnuði. Við látum framleiða allt sem við seljum, mest af því hér heima en einnig erum við með prjónakonur í vinnu. Við seljum gríðarlega mikið af prjónabandi og ullarvörum á netsíðum okkar, til dæmis á nordicstore.net. Við markaðssetjum allar vörur okkar sem hágæðavörur og er því snögg. Við notum hana mikið til að prýða með og einnig er hún sniðug í sæti til að mýkja, segir Lovísa, en það sem af er árinu hefur verslunin selt um þúsund lopapeysur. Hugmyndafræði okkar er að vera með staðsetningarnar á besta stað og við auglýsum ekki mikið. Við gerum líka út á íslenska markaðinn því við erum í raun gjafavöru- og minjagripaverslun. Við leggjum mikið upp úr gjafavöru og er jólavertíðin mikilvæg, sem byggir á gamalli hefð. Vinsælast hjá okkur er sniðugir bolir, kerti þar sem hraun er sett saman við kertavax, húfur með lopapeysumynstrum, ýmis smávara, íslenska lopapeysan og fylgihlutir eins og vettlingar, húfur og slíkt. Við seljum einnig mikið af skinnvörum sem ferðamenn tengja norðrinu. Þannig að það er bara hugur í okkur og ekkert annað. /ehg og seljum á hærra verði en flestir íslenskir aðilar, útskýrir Bjarni og segir jafnframt; Það magn sem við þurfum er ekki hægt að prjóna hér heima og einnig eru margar vörur það flóknar að þær þarf að framleiða erlendis til að gæðin verði sem mest. Því höfum við látið framleiða hluta fyrir okkur síðustu ár í Kína. Ekki af því að það sé ódýrara þegar upp er staðið því það eru ýmis gjöld sem koma til, flutningur og annað, heldur vegna þess að framleiðslugetan er ekki fyrir hendi hér heima. Kínversku verkakonurnar geta lifað á því sem þær framleiða fyrir okkur en ekki þær íslensku. Það er síðan umhugsunarvert hvers vegna sumir íslenskir aðilar selja peysurnar á fáránlega lágu verði. Þeir sýna handverki prjónakvenna ekki mikla virðingu. /ehg Hugsanlega liti hann betur út, þessi gamli og lúni Ferguson í Selárdal, ef hann hefði fengið að standa innandyra alla Mynd / HKr Þrif og almennt viðhald besta meðferð véla Eindregið mælt með því að koma tækjum fyrir innandyra yfir veturinn Þegar vetur konungur fer að banka á dyr þurfa bændur að huga að því að ganga frá tækjum sínum og vinnuvélum sem ekki verða notaðar fyrr en á komandi vori og sumri. Góður frágangur tækja skiptir miklu máli varðandi endingu og getur lengt líftíma þeirra umtalsvert. Össur Björnsson, þjónustustjóri hjá Jötunn Vélum, hefur langa reynslu af meðferð véla og umhirðu þeirra. Að mati hans er einna mikilvægast að menn temji sér að umgangast vélar sínar af snyrtimennsku og fagmennsku. Þrif á vélum skipta afar miklu máli. Drulla safnar í sig bleytu og það tærist undan henni. Moð, heyrusl, mold og drulla á ekki að sjást á vélum sem búið er að ganga frá. Óhreinindi halda að hita og hiti er ekki besti vinur vélbúnaðar. Hins vegar á alls ekki að háþrýstiþvo vélar, eða í það minnsta fara mjög varlega við það og passa mjög vel að háþrýstiþvottur beinist ekki að vélarhlutum, legum eða rafkerfum. Þar er betra að nota heitt vatn eða olíuhreinsi og mögulega hvort tveggja. Það er mjög auðvelt að skemma með háþrýstiþvotti. Að sama skapi á að smyrja eftir þrif af þessu tagi, segir Össur. Sinna á viðhaldi jafnt og þétt Önnur afar mikilvæg regla varðandi vélar er að gera alltaf við jafnóðum að mati Össurar. Það er afar mikilvægt að láta það ekki bíða að laga hlutina, jafnvel þó að ekki virðist um mikla bilun að ræða. Bilanir eru ansi fljótar að eitra út frá sér og skemma meira. Að láta slíkt danka mun að endingu kosta menn miklu meira en eðlilegt viðhald. Ég mæli með því að menn fari með vélarnar sínar í yfirhalningu árlega hjá þjónustuaðilum, í það minnsta dráttarvélar og dýrari og flóknari vélar eins og rúllusamstæður. Hýsa á vélar ef kostur er Hafi menn tök á er alltaf best að koma tækjum undir þak yfir vetrartímann. Í ljósi þess að ekki er víst að bændur hafi pláss fyrir öll sín tæki innanhúss er nauðsynlegt að forgangsraða því hvaða tæki er mikilvægast að hýsa. Séu berir tjakkar á vélum er mikilvægt að verja þá eins og hægt er. Á heytætlum eru stórir tjakkar, einnig á rakstrarvélum og sláttuvélum og jafnvel á haugsugum. Komi bændur þessum tækjum ekki öllum inn er gott að verja þau með olíu en þá verða menn að muna að þrífa hana af næsta vor því sandur og drulla sest í olíuna. Mismunandi gerðir af olíum henta til að verja tæki eins og þessi, allt frá þykkum olíum yfir í þunnar sem veðrast af ef tæki stendur úti yfir vetur. Össur Björnsson Þær þunnu henta kannski ágætlega til að verja lakk en þar sem um bera vélarhluti er að ræða hentar þykkari olía betur. Sumir hafa haft uppi efasemdir um gagnsemi þess að geyma tæki inni í illa einangruðum geymslum, þar sem raka gætir. Þó að menn losni við að næði um vélarnar og að þeim dragi snjó geta vélar verið útsettar fyrir sífelldum sagga í slíkum geymslum. Össur segir skiptar skoðanir um þetta. Mitt mat er að það sé alltaf betra að geyma tæki í skjóli, innanhúss. Ef menn eiga kost á því er það betra. Það er gjarnan talað um að gott sé að láta lofta vel um óeinangraðar byggingar en auðvitað ekki svo að það skafi inn í þær. Varasamt að nota yfirbreiðslur Dæmi eru um að menn hafi notað yfirbreiðslur og breitt yfir tæki sem geymd eru úti. Sé það gert þarf í það minnsta að vanda afar vel til verka, segir Össur. Það getur verið til bóta en það getur líka verið bölvað ólán. Ég er ekki viss um að ég myndi gera það sjálfur, því ef þetta fer að slást til í vindi getur það nuddað lakk og eyðilagt það. Eins ef það skefur snjó undir yfirbreiðsluna getur snjórinn bráðnað en vatnið gufar ekki upp vegna yfirbreiðslunnar. Þá er bara um gufubað að ræða og það er auðvitað ekki gott. Ef menn ætla að nota þessa aðferðafræði verður þetta í það minnsta að vera vel heppnuð yfirbreiðsla og ég tel erfitt að gera þetta svo vel fari. Ég er persónulega hrifnari af því að verja tjakka og annað slíkt með smurningu en yfirbreiðslum. Skjól getur verið tvíbent Mikilvægt er að ganga vel frá þeim tækjum sem standa úti yfir vetrartímann. Góð, slétt malarplön sem bjóða jafnvel upp á einhvers konar skjól eru snyrtileg og gott að ganga um þau en eins og svo margt annað geta þau verið tvíbent, bendir Össur á. Af malarplönum getur skapast sandblástur, sem er ekki endilega það besta sem menn fá á vélar. Auðvitað er mjög gott að koma tækjum í skjól en þá getur hugsanlega hlaðist upp snjór að þeim. Í gamla daga var ekki óalgengt að menn væru að raða tækjum uppi á hól svo ekki hlæðist að þeim en ég mæli nú kannski ekki með því. Að reyna að koma tækjum fyrir þar sem ekki safnast vatn eða snjór að getur verið gott í stað þess að koma þeim fyrir þar sem hleðst að snjór og svo vatn þegar hlánar. Að sama skapi er ekki til bóta að láta vélar standa uppi á hól þar sem vindar næða um þær. Forhitun dráttarvéla eykur endingu Að skipta um olíur á mótorum og vökvakerfi er mikilvægt en það er matsatriði hvaða tímasetning hentar best til þess. Rétt er að skipta um olíur á tækjum sem bara eru notuð yfir sumartímann, svo sem sláttuvélar. Við notkun getur vatn komist inn í sláttuborð og yfir vetrartímann sest vatnið og veldur ryðmyndun. Sömu sögu má segja um önnur heyvinnutæki; rétt er að skipta um olíur að vertíð lokinni, ekki síst ef aðstæður eru til þess að geyma tækin inni. Ef horft er hins vegar til dráttarvéla sem verið er að nota allan veturinn er ekki síður mikilvægt að skipta fyrir sumarvertíðina, vegna þess að yfir veturinn getur raki þést í vélinni vegna hitamismunar. Össur mælir eindregið með því að bændur fái sér hitara á þær dráttarvélar sem þeir nota að jafnaði yfir vetrarmánuðina. Það má fá ódýrar klukkur sem ræsa slíka hitun ef menn fara alltaf á sama eða svipuðum tímum að ná í rúllur, svo dæmi sé tekið. Þetta fer mun betur með vélar og lengir líftíma þeirra. Koppafeiti er nauðsynleg Nauðsynlegt er að mati Össurar að smyrja alla koppa á vélum. Það er mikilvægt að gera það að notkun lokinni, til að losna við vatn sem hugsanlega hefur komið inn á liði. Ef smurt er að hausti tel ég ekki sérstaka ástæðu til að smyrja aftur að vori, séu tæki geymd inni. Sé maður hræddur um að vatn hafi komist inn á liði að vetrinum má hugsanlega smyrja aftur að vori en það má passa sig á því að ekki þola allir hlutir ofsmurningu. Fóðringar þola smurningu en ekki þola allar legur slíkt. Auk þess sem nefnt hefur verið hér að framan bendir Össur á að gott sé að mæla frostþol og bæta á kælivökva á mótorum dráttarvéla. Þá sé til bóta að skipta um síur og yfirfara ljós og rafgeyma, auk almennrar umhirðu. /fr

27 NOTAÐIR GÆÐABÍLAR TOYOTA LAND CRUISER 120 VX Árgerð 2005, ekinn 148 þús. km. Dísil, sjálfskiptur Gott eintak Verð: SUBARU LEGACY Árgerð 2007, ekinn 82 þús. km. Bensín, sjálfskiptur Verð Tilboðsbíll Tilboðsverð: NISSAN NAVARA 4WD DOUBLE CAB AT LE Árgerð 2007, ekinn 126 þús. km. Dísil, sjálfskiptur Verð: Tilboðsbíll Tilboðsverð kr ISUZU D-MAX 35 Árgerð 2008, ekinn 95 þús. km. Dísil, sjálfskiptur Verð: Tilboðsverð: Bílaumboðið Askja ehf. Kletthálsi Reykjavík Sími Tilboðsbíll

28 28 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Mikil samskipti við Grænlendinga í landbúnaðarmálum en gera má enn betur: Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Samstarf bændasamtaka að aukast og ýmis samlegðaráhrif geta nýst þjóðunum Um miðjan september síðastliðinn hélt Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ásamt forsvarsmönnum Bændasamtaka Íslands í heimsókn til Grænlands, þar sem fundað var um samstarf þjóðanna í landbúnaðarmálum auk þess sem undirritaður var samningum milli þjóðanna um nýtingu grálúðustofnsins á hafsvæðinu milli landanna tveggja. Mikilla íslenskra áhrifa gætir í búskap á Suður-Grænlandi og er löng hefð fyrir samstarfi við Íslendinga um landbúnaðarmál, meðal annars hefur fjöldi grænlenskra bænda sótt verknám hingað til lands. Veruleg tækifæri eru hins vegar til þess að auka það samstarf sem þegar er fyrir hendi. Steingrímur segir megintilefni ferðarinnar hafa verið ósk frá Grænlendingum um að ráðherrar hittust og færu yfir samstarf þjóðanna á sviði landbúnaðarmála. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Grænlands, Ane Hansen, orðaði þetta á fundi sem við áttum í tengslum við fund sjávarútvegsráðherra Norður- Atlantshafsins í byrjun júlí og ég tók SKESSUHORN 2012 því að sjálfsögðu vel. Í framhaldinu bauð hún mér í heimsókn og í samhengi við þá heimsókn tókst að ná lendingu varðandi grálúðusamning milli þjóðanna sem var þarna undirritaður. Það var auðvitað stórmál, búið að taka ein tíu ár að ná því máli í höfn, og það var því verulegur áfangi í samskiptum þjóðanna. Í tengslum við þennan fund kom síðan upp sú hugmynd að við leiddum forystumenn bændahreyfinga landanna saman og niðurstaðan varð sú að með mér fóru fulltrúar Bændasamtaka Íslands. Við hittum fyrir stjórn sauðfjárbændasamtakanna grænlensku, sem eru í grunninn grænlensku bændasamtökin, áttum með þeim ágæta fundi og fórum síðan í skoðunarferð í leiðinni. Grænlenskur landbúnaður ber mikið svipmót af íslenskum Rétt er að landbúnaður á Grænlandi ber mikið svipmót af íslenskum landbúnaði, segir Steingrímur. Hann er mjög íslenskur. Samskipti milli stjórnvalda í þessum efnum hafa hins vegar ekki verið í formi formlegra samstarfssamninga til þessa, heldur einkum verið samskipti ráðuneyta og ráðherra. Ég fór í heimsókn til Grænlands sem landbúnaðarráðherra árið 1990 og hitti þáverandi kollega minn Kaj Egede og forystumenn grænlenskra sauðfjárbænda. Meðal annars færði ég þeim þá verðlaunagrip sem enn er keppt um, sá bóndi sem nær mestri frjósemi árlega er verðlaunaður fyrir það á árlegri sauðfjárbændahátíð. Íslendingar hafa komið þarna mikið að jarðrækt í gegnum tíðina einnig. Á tíu ára afmæli grænlensku heimastjórnarinnar ákváðu Íslendingar að veita árlega námsstyrki fyrir tvo grænlenska nemendur, í landbúnaðarfræðum annars vegar og sjávarútvegsfræðum hins vegar, sem þeir hafa eitthvað nýtt sér. Það hefur þó ekki verið alveg sem skyldi, það hefur kannski ekki verið alveg nógu virkt. Heimsókninni verður fylgt eftir Á fundi ráðherranna, og sömuleiðis á fundum forsvarsmanna bændasamtakanna, var farið yfir samskipti þjóðanna, stöðu þeirra og hvað mætti gera til að efla þau. Að sögn Steingríms er þegar hafin vinna við að fara yfir þau málefni sem rædd voru á fundunum og móta hugmyndir að því hvernig hægt sé að forma frekara samstarf. Við hyggjumst fylgja þessari heimsókn eftir og setja fram hugmyndir um hvernig við gætum orðið Grænlendingum að liði en jafnframt taka við þeirra óskum um samstarf. Það er alveg ljóst að þeir horfa fyrst og fremst, kannski nánast eingöngu, til Íslands hvað varðar stuðning og uppbyggingu sauðfjárræktarinnar og jafnvel landbúnaðarins á fleiri sviðum. Þeir hafa enda, eins og ég segi, fyrst og fremst sótt sína ráðgjöf hingað og það má segja að það sé orðin mjög löng og skemmtileg saga. Hingað hafa þeir sótt efnivið, þeirra búfjárstofn er héðan að uppistöðu til. Þeir hafa sent hingað nemendur í starfsþjálfun um langt árabil. Þau samskipti eru orðin býsna mikil og ég giska á að u.þ.b. helmingur grænlenskra sauðfjárbænda sem starfandi eru í dag hafi fengið sína starfsþjálfun hér á landi. Grænlendingar gætu nýtt sér aðstoð við leiðbeiningaþjónustu Þeir bræður Jóhannes og Steingrímur Sigfússynir frá Gunnarsstöðum í Steingrímur og Jóhannes ásamt landbúnaðarráðherra Grænlands, Ane Hansen, og Hans bónda í Görðum sem sótti sitt verknám á Gunnarsstaði til Jóhannesar. Grænlendingar hafa um nokkurt skeið nýtt sér skýrsluhaldsforritið Fjárvís og fyrir skemmstu komu ráðunautar grænlensku ráðgjafarþjónustunnar hingað til lands til að funda um frekara samstarf í þeim efnum. Steingrímur segir að nú hafi í raun verið ágætur tímapunktur til að efla samskipti þjóðanna og ekki síst að tengja saman bændasamtök þeirra. Við veltum upp frekari möguleikum um hluti sem við gætum verið Grænlendingum innan handar með. Þar má fyrst nefna skýrsluhaldið, að auðvelda þeim aðgang að því, og að því er verið að vinna. Þeir eiga heldur ekki auðvelt um vik með að greina jarðvegssýni eða fóðursýni til að átta sig á sem heppilegastri áburðargjöf. Það vantar í raun aðstöðu til greininga og kannski þjálfun á fólki til að taka sýnin. Þetta getur verið mikið hagsmunamál fyrir þá, því það þarf töluvert mikinn áburð til að ná uppskeru þarna. Yngri kynslóð grænlenskra bænda er orðin vel tæknivædd hvað varðar tölvukost og netsamband og getur því nýtt sér ýmsa aðstoð sem við getum boðið þeim. Þetta er lítið samfélag og það geta verið mikil samlegðaráhrif í því sem við getum orðið þeim til aðstoðar með, skýrsluhaldi, jarðræktarráðgjöf, efnagreiningar o.s.frv. Þetta eru hlutir sem velta ekki miklu fyrir okkur en geta skipt Grænlendinga miklu máli. Hlýnandi loftslag opnar möguleika Steingrímur þekkir vel til grænlensks landbúnaðar enda hefur hann fylgst vel með honum um langt skeið. Að mörgu leyti hefur verið jákvæð þróun í grænlenskum landbúnaði. Hann er, að því er mér sýnist, orðinn öflugri og betur skipulagður. Hann er hins vegar dýr og þeir eru með mikla styrki til fjárfestinga. Grænland er auðvitað eins og það er, varðandi veðurfar til að mynda. Þeir eru að fóta sig í kartöflurækt og grænmetisrækt með ágætum árangri. Ef ég man rétt sögðust þeir reikna með um 200 tonna kartöfluuppskeru í ár. Grunnurinn í landbúnaðinum er þannig að breikka og það má hugsa sér að við gætum komið á einhvers konar samstarfi milli aðila í þessum efnum. Þeir eru líka aðeins að fóta sig í nautgriparækt, það eru komnar nokkrar litlar holdanauthjarðir á bæi þarna. Með hlýnandi loftslagi og breyttum veðurfarsaðstæðum eru að opnast möguleikar á Grænlandi sem maður hefði ekki trúað á fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Fóðuröflun ætti að verða auðveldari með loftslagsbreytingum en þá kemur reyndar annað til sögunnar og það er að þurrkar hafa verið að há þeim undanfarin sumur, ekki ólíkt því sem hefur verið að gerast hér á landi. Þeir eru í fullri alvöru farnir að velta fyrir sér vökvun líkt og er að gerast hér. Ævintýralegir möguleikar fyrir hendi Grænlendingar eru nálega sjálfbærir í kindakjötsframleiðslu en þess ber þó að geta að kindakjötsneysla á Grænlandi er ekki mjög mikil. Grunnurinn að landbúnaði á Grænlandi er sauðfjárræktin en ef hægt yrði að breikka þann grunn sem landbúnaðurinn byggir á myndi það hafa gríðarleg áhrif til góðs. Þetta eru um eða innan við eitthundrað bú en sauðfjárbúskapurinn er samt sem áður algjör undirstaða dreifbýlissamfélagsins á Suður- Grænlandi, sem er í raun eina strjálbýlið í landinu. Þessi byggð hefur mikið gildi, þarna eru menningarsögulegar minjar og sögustaðir eins og Brattahlíð og Garðar. Búseta þar byggir á landbúnaði og ef hún væri ekki til staðar er hætt við að þeir staðir myndu drabbast niður ansi fljótt. Þarna eru gríðarmiklir möguleikar í ferðamennsku og ég hef lengi trúað því að Grænland muni springa út sem ferðaþjónustuland. Það eru ævintýralegir möguleikar í ferðaþjónustu þar. Þar gætu líka verið miklir möguleikar í ferðaþjónustu bænda. Viðbótartekjumöguleikar í formi heimagistingar, framleiðslu beint frá býli og í fleira í slíkum dúr gætu nýst þeim gríðarlega vel. Það myndi styðja við þann búskap sem þarna er. Þetta er atriði sem Ferðaþjónusta bænda gæti hjálpað þeim að útfæra svo dæmi sé tekið, að byggja upp vísi að slíku þar sem Grænlendingar gætu orðið þátttakendur í bókunarkerfum, gæðakerfum eða öðru slíku. Það er því ótal margt sem við getum orðið þeim að liði með og það ætlum við okkur að gera, segir Steingrímur. /fr

29 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Jeppa- og fjórhjóladekk Mætum vetri á réttum dekkjum Bílabúð Benna - Dekkjaþjónusta Jóhannes og Mâse Kanuthsen, sem kom í heimsókn í sumar með fjölskyldu sína. Jóhannes á Gunnarsstöðum hefur kennt nágrönnum úr vestri sauðfjárrækt: Grænlenskir verknemar í nærri þrjátíu ár Verknemar frá Bændaskólanum á Grænlandi hafa lengi sótt Ísland heim og á Gunnarsstöðum í Þistilfirði hafa þeir verið síðan 1985 hjá Jóhannesi bónda. Flestöll ár síðan hefur verið einn á ári, og því meira en tuttugu í heildina. Áður en verknemarnir byrjuðu að koma til Jóhannesar höfðu einhverjir verið á fleiri bóndabæjum á Íslandi, s.s. í Leirhöfn á Melrakkasléttu, en þá komu þeir í gegnum Búnaðarfélag Íslands frá Grænlenska landbúnaðarskólanum. Þetta er liður í þeirra búfræðinámi og er hver þeirra eitt ár á landinu. Í dag koma þeir til Axels sonar hans sem tekinn er við fjárbúinu. Þá hafa einnig margir verknemar komið í Ytra-Áland, sem og nokkra aðra bæi í Þistilfirði og á Langanesi. Yfirleitt sómamenn Jóhannes segir að þetta hafi yfirleitt verið mestu sómamenn þó að stundum hafi það gengið upp og ofan eins og eðlilegt sé. Tvisvar hafa komið pör, þ.e. verknemar komið með kærustur sínar með. Veturinn voru Mâse og Lillian á Gunnarsstöðum og eignuðust þau strákinn Minik meðan á dvölinni stóð. Í sumar komu þau í heimsókn, fimmtán árum síðar, með fjögur börn og segir Jóhannes það hafa verið alveg sérstaklega gaman að fá þau í heimsókn. Minik hafi áhuga á að sækja landið heim og komast í hestamennsku, en margir þeirra verknema sem hafa komið sækja í hestamennskuna og einn keypti sér tvö trippi og lét flytja þau heim á eftir sér. Grænlendingarnir sem koma læra ýmislegt hvað viðkemur búrekstri, s.s. að fara með vélar, margir hafa lært að rýja í verknáminu og auðvitað að hirða um skepnurnar. Þá segir Jóhannes einnig að hann reyni að kenna þeim aðeins hvernig fjárbókhaldið virki, og sumir hafi lagst í það. Einnig hafa þeir lært að gera við og að sjóða járn, sem þeim fannst flestum gaman. Nokkrir hafa tekið bílpróf hér á landi, til að byrja með höfðu fæstir þeirra bílpróf og kannski lítið með það að gera þar sem samgöngur í Grænlandi fara minnst fram á bílum. Eins og hluti af fjölskyldunni Á þeim tíma sem þessir strákar voru hjá okkur urðu þeir oft eins og einn af fjölskyldunni, segir Jóhannes Tómas og Eskild að læra að úrbeina hangikjötslæri árið Sulut við rúning árið og rifjar upp að gestirnir hafi oft spilað mikið við krakkana þeirra og kennt þeim grænlensk spil. Þá var oft nokkur stríðni og hrekkir í gangi enda ýmislegt sem gengur á á mannmörgu heimili. Grænlendingar eru veiðimannaþjóð og nokkrir hafa veitt seli meðan á dvölinni stóð. Jóhannes rifjar upp að það hafi verið alveg sérstakt hvað María, kona Nils sem kom árið 1992, hafi verið lagin við að verka bráðina og vinna skinnin. Sú var alin upp hjá ömmu sinni á austurströndinni, í veiðimannasamfélagi, og kunni að lifa af landinu. Einnig hafi fleiri sem komið hafi kunnað það en það sé nú eitthvað að breytast með tímanum. Flestir hafa talað dönsku og nokkrir ensku, en Anú, sá fyrsti sem kom, talaði bara grænlensku. Það hefur auðvitað verið mjög gaman að kynnast þessu fólki, viðhorfum þess til lífsins og tilverunnar og lifnaðarháttum þess. Það sem mér hefur fundist svolítið áberandi og sérstakt er hvað Grænlendingar hugsa öðruvísi en við og hafa sterka forlagatrú. Að það skipti engu máli að taka áhættu því öllum sé ákveðinn tími skammtaður og maður breyti því ekkert, segir Jóhannes. Spurður út í Grænlandsförina nú í september segist hann hafa haft virkilega gaman af því að fara og hitta þar fyrir nokkra stráka sem hafi verið hjá honum, þeim gangi vel í búskap og hann hafi einnig frétt af fleirum sem séu öflugir bændur á Grænlandi. Hann segir það mest áberandi hvað þeir sem stundi landbúnað horfi fram á allt aðrar aðstæður en hér heima. Þarna er erfitt að rækta, samgöngur erfiðar og t.d. fá þeir bara aðföng einu sinni á ári, s.s. áburð, fóðurbæti, olíu o.fl. Þá hafi einnig verið gaman að spjalla við þá á íslensku, en tveir þeirra sem hann hitti voru á Íslandi fyrir tæpum tuttugu árum og tala fína íslensku þó að þeir hafi enga æfingu fengið í millitíðinni. Jóhannes segist ekki hafa lært mörg orð í grænlensku enda afar sérstakt tungumál sem þessir nágrannar okkar hafa. /GBJ ÞÓR H F Krókhálsi Reykjavík Sími Lónsbakka 601 Akureyri Sími Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur Námskeiðið veitir bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum í réttindaflokki (I) og lyfturum (J). Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að bændum. Sérstaklega verður fjallað um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað og gerðar æfingar í því. Lagðir verða fram gátlistar fyrir bændur til að gera áhættumat. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, myndum, myndböndum og verkefnum. kl hjá LbhÍ á Hvanneyri 5. nóv. kl og 6. nóv. kl í V-Húnavatnssýslu 7. nóv. kl og 8. nóv. kl í A-Húnavatnssýslu 12. nóv. kl og 13. nóv. kl í Skagafirði 14. nóv. kl og 15. nóv. kl :00 í Garði, Eyjafjarðasveit 22. nóv. kl og 23. nóv. kl á Holti í Önundarfirði Ertu að rækta olíurepju?...þá eigum við réttu pressuna handa þér! Þýskar hágæða repjupressur með mikil afköst. Pressa allt að 30 kg á klst. Einfaldar og fyrirferðarlitlar, aðeins 55 kg. Auðveldar í þrifum. Repjupressa NF500 Snigilpressa fyrir kaldpressun á olíu Afköst kg/klst Rafmótor 1,5 kw 230 V eða 400 V Orkunotkun wött Bumbubanar Drifbúnaður Tannhjóladrif Greinakurlarar Mál (LxBxH) 840 x 280 x 575 mm Þyngd Áburðardreifarar 55 kg Getum Greinaklippur, útvegað flöskur, tappa, toppklippur áfyllingarbúnað ofl. ofl. kl á Geirlandi á Síðu 17 á Stóra Ármóti, Suðurlandi kl við Höfn í Hornafirði kl við Egilsstaði kl í Ýdölum í Aðaldal kl við Þórshöfn Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Niðurstöður úttektar á verkun og gæðum heyja í stæðum og flatgryfjum Helgi Eyleifur Þorvaldsson Hér á landi hefur áhugi kúabænda á verkun votheys í stæðum og flatgryfjum aukist á undanförnum misserum en þessar verkunaraðferðir eru taldar geta dregið úr kostnaði við fóðuröflun. Hér verða kynntar nokkrar niðurstöður verkefnis sem hafði þann tilgang að kortleggja hlut, verkun og fóðurgildi votheys í stæðum og flatgryfjum á tíu völdum kúabúum á Íslandi, sem og að kanna ástæðurnar fyrir vaxandi áhuga bænda á að verka hey í stæður/flatgryfjur. Verkefnið er BS-verkefni Helga Eyleifs Þorvaldssonar við Landbúnaðarháskóla Íslands og var það styrkt af Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar. Kúabúin í úrtakinu eru í Eyjafirði, Borgarfirði og á miðju Suðurlandi. Í meðfylgjandi töflu eru þessi stæðu/ flatgryfjubú borin saman við meðal kúabú og kemur þar fram skýr munur, einkum í bústærð en einnig í meðalafurðum (ársnyt) og kjarnfóðurnotkun. Einkenni stæðu/flatgryfjubúanna felast meðal annars í markvissri endurræktun og sáðskiptum, en að jafnaði höfðu 74% túna verið endurræktuð á síðustu tíu árum og yfirleitt er stunduð mikil kornrækt með á mörgum búum, eins og kemur fram á meðfylgjandi kökuriti. Þá eru sumir bændur að prófa sig áfram í ræktun á heilsæði sem hentar sérstaklega vel til stæðuverkunar. Ríflega 80% af heyfeng búanna eru verkuð í stæðum eða flatgryfjum en afgangurinn er yfirleitt verkaður í stórböggum. Þá eru bændurnir farnir að fjárfesta meira í þessari tækni, til dæmis með því að gera flatgryfjur. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi mynd, sem sýnir aukningu í flatgryfju verkun á kostnað stæðuverkunar milli áranna 2010 og 2011 á þessum búum. Yfirleitt er byrjað að prófa sig áfram með stæðuverkun en síðan skipta bændur smátt og smátt yfir í flatgryfjur með steyptu plani og veggjum, sem tryggir betri verkun og nýtingu á fóðri. Á átta búum voru notaðir einhvers konar múgsaxar við hirðingu (dragtengdir, sjálfkeyrandi eða á heyhleðsluvagni) en á tveimur búum voru notaðir heyhleðsluvagnar með fjölhnífabúnaði). Við gjafir voru á sex búum notaðir svokallaðir blokkarskerar en á hinum búunum voru notaðir stæðuskerar. Munurinn á þessum tækjum kemur skýrt fram á meðfylgjandi myndum. Gjaftæknin Árskýr, fjöldi 38,5 73,9 92 Ársmjólkurframleiðsla, tonn 209,3 447,4 114 Meðal ársnyt/árskú, tonn 5,4 6,2 14 Kjarnfóður, tonn/árskú 0,8 1,1 41 Fita, % 4,2 4,1-3 Prótein, % 3,4 3,3-2 Blokkskeri á skotbómulyftara. er þrenns konar; heilfóðrun (sex bú), Weelink-sjálffóðrunarkerfi (tvö bú) eða gefið beint á fóðurgang (tvö bú). Á þremur búum voru ekki notuð íblöndunarefni í heyið. Alls töldu níu af tíu bændum að verkunaraðferðin hefði fyllilega staðist væntingar en svör bænda (einn eða fleiri) við öðrum spurningum eru tekin saman hér á eftir; Af hverju var skipt yfir í stæðu-/ flatgryfjuverkun úr stórbaggaverkun? 1. Minni kostnaður og vinna við heyskap og heilfóðrun 2. Jafnara fóður 3. Minna brottkast (skemmt fóður) 4. Hærra fóðrunarvirði (meira át) 5. Geymist betur Hverjir eru helstu ókostir og vandamál sem komið hafa upp? 1. Hitamyndun eftir að stæður eru opnaðar fyrir gjafir 2. Stæðu- og flatgryfjuverkun er vandasamari en stórbaggaverkun 3. Erfitt getur verið að opna og taka úr stæðum í miklum snjó eða frostum 4. Rokskemmdir á yfirbreiðslum og fóðri 5. Vond lykt 6. Meiri vinna að skera og gefa fóðrið borið saman við stórbagga. Þó gátu fimm af tíu bændum ekki nefnt neina ókosti eða vandamál sem komið hefðu upp við þessar aðferðir. Hvernig lágmarkar þú hitamyndun í stæðum? 1. Mjóar og langar í staðinn fyrir breiðar og stuttar stæður 2. Vönduð og mikil þjöppun 3. Mikil ferging, vandaður frágangur og rétt staðsetning a. Tvöfalt plast (þunnt næst fóðrinu og þykkt yfir) b. Þéttriðið net breitt yfir þykka plastið (dregur úr ágangi fugla) c. Dekk eða sandpoka til aðfergja plastið og mikið af þeim d. Möl yfir plastenda á jöðrum (vandamál í frostum við gjafir) eða fergja með stórböggum 4. Gefa jafnt og þétt úr hverri stæðu Vel skorinn kubbur sem skilur eftir sig snyrtilegt skurðarsár. Þjöppun er Stæðuskeri. Athuganir og mælingar frá úrtaksbúunum 95% fráviksmörk Meðaltal Lægri Hærri Rúmmál stæðu, m Rúmþyngd, kg/m Heyþurrefni, % Þurrefni/rúmmetra, kg Strálengd heys (söxun), sm 5,7 3,4 8,2 Sýrustig, ph 4,3 3,6 5,1 Meltanleiki þurrefnis, % 72,3 66,5 79,2 Próteinhluti þurrefnis, % 13,8 11,9 15,9 NH 4 -N, % 5,5 2,2 8,8 Athuganir og mælingar frá úrtaksbúunum Á búunum voru tekin heysýni um leið og rúmmál og rúmþyngd var mæld. Sýnin voru efnagreind á rannsóknastofu Landbúnaðarháskóla Íslands á hefðbundinn hátt og strálengd mæld, sem er mælikvarði á gæði söxunar. Helstu niðurstöður eru

31 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Junkkari sturtuvagnar Finnsk gæðavara á sérlega hagstæðu verði. Eigum til afgreiðslu sturtuvagna í stærðum 10 og 13 tonna. Snyrtilega frágengnar stæður á Helgavatni í Þverárhlíð. Aukabúnaður: Upphækkanir á skjólborðum. teknar saman í meðfylgjandi töflu. Stærð stæða var mjög breytileg, ekki bara milli búanna heldur einnig innan þeirra. Meðalstærðin var 475 rúmmetrar, sem svarar til 310 rúlla (250 kg þe/rúllu) eða uppskeru af 25 ha slægju (3 þurrefnistonn/ ha). Sömuleiðis var rúmþyngdin í stæðunum mjög breytileg milli búa en að jafnaði 471 kg í rúmmetra. Rúmþyngdin ræðst fyrst og fremst af þurrefnishlutfalli í heyinu en einnig af gæðum þjöppunar, fergingar og söxunar (strálengd). Í meðfylgjandi mynd er dregin rauð lína sem sýnir meðalrúmþyngd heys, í stæðum sem voru mældar í þessu verkefni, sem fall af þurrefnisstigi (hlutfalli, %) heysins. Þessi lína er líka notuð hér til að greina á milli stæða með ófullnægjandi þjöppun og stæða með fullnægjandi þjöppun. Samkvæmt erlendum heimildum er rúmþyngd mikilvægur mælikvarði á gæði frágangs heyja í stæðum. Ófullnægjandi rúmþyngd eykur hættuna á ótímabærri hitamyndun í stæðum sem búið er að opna fyrir gjafir og skemmdir af völdum loftleka inn í stæðurnar á geymslu tímanum verða mun umfangsmeiri ef þjöppun og frágangi á plastdúk er ábótavant. Þurrefnishlutfall í heyjunum var mest á bilinu 19-55%, sem er mjög breytilegt, en var að meðaltali 39%. Samkvæmt erlendum heimildum er ekki ráðlegt að þetta hlutfall fari yfir 40% því þá eykst hættan á hitamyndun í stæðunum, sem getur valdið miklu tjóni. Kjörhlutfall þurrefnis í heyi til stæðuverkunar er á bilinu 30-35%. Lægri þurrefnismörkin (30%) miðast við að ekki leki næringarefnaríkur safi úr heyinu við þjöppun. Magn þurrefnis í rúmmetra var mest á bilinu kg, sem er meira en tvöfaldur munur. Mjög veikt samband fannst á milli þurrefnismagns í rúmmetra og þurrefnishlutfalls í þessu verkefni eins og þó hefði mátt búast við. Það bendir til þess að gæði þjöppunar hafi verið mjög breytileg milli búa. Það er þess vegna ekki æskilegt að nota rúmmál sem mælieiningu á heymagn í stæðum. Strálengd var mest á bilinu 3,4-8,2 cm en að jafnaði 5,7 cm. Hins vegar var hey sem skorið var með fjölhnífabúnaði með strálengd mest yfir 10 cm. Í þessu verkefni fannst þó ekkert samband milli strálengdar og annarra mældra þátta, enda gagnasafnið takmarkað. Sýrustig er mikilvægur gæðaþáttur í votheyi og í þessu verkefni var það mest á bilinu 3,6 til 5,1 en að jafnaði 4,3. Sýrustig er annar mælikvarði á gerjunarvirkni heysins. Lágt sýrustig er vísbending um mikla gerjunarvirkni en hátt sýrustig er vísbending um litla gerjunarvirkni eða loftháð niðurbrot. Venjulega er sterkt samband milli sýrustigs og heyþurrefnis en því var ekki að dreifa í þessu verkefni, sem getur stafað af íblöndunarefnum, mjög breytilegu efnainnihaldi í hráefni eða mistökum við sýnameðferð. Ammoníum bundið N (% NH4- N) mælir próteinniðurbrot sem verður við verkun á heyi í loftfirrtu umhverfi. Þessi mæling gefur vísbendingar um gæði fóðurpróteinsins og árangur verkunarinnar í heild sinni. Æskilegast er að þetta hlutfall sé sem lægst og allt undir 10% telst vera mjög gott. Í þessu verkefni var ammoníum bundið N mest á bilinu 2,2-8,8% en að jafnaði 5,5%. Í stórri íslenskri samantekt sem gerð var á verkun heys í stórböggum var þetta hlutfall talsvert lægra en hér mældist. Fóðurgildi (meltanleiki þurrefnis og próteininnihald) stæðuheys í þessu verkefni skar sig á engan hátt frá fóðurgildi annarra heysýna frá bændum sem voru efnagreind árið Í verkefninu voru einnig mæld þrjú sýni úr heilsæðisstæðum. Í tveimur þessara sýna var meltanleikinn 62-65% af þurrefni, sem er óásættanlega lágt ef stefnt er að hámarks fóðurgæðum fyrir mjólkurkýr. Lágt fóðurgildi í heilsæði er þekkt á norðlægum slóðum ef, af ýmsum ástæðum, kornfylling misferst og stöngulhlutfallið (trénishlutinn) er því of hátt. Að lokum Stæðuverkað fóður er að öllum líkindum komið til að vera, enda virðist þróun í fóðurverkun og tækni bæði hérlendis og erlendis benda til þess. Kúabú hafa á undanförnum árum stækkað mikið, en á slíkum búum hentar verkunaraðferðin einna best, en síður fyrir minni bú. Bændur í þessu verkefni telja flestir að verkunin sé heppilegri en stórbaggaverkun, lækki kostnað og að fóðrið sé jafnara og fyrnist betur. Verkun fóðurs í stæður og flatgryfjur er þó vandaverk og að öllum líkindum er meiri vandi að framleiða gott stæðuverkað fóður en gott stórbagga fóður. Mikilvægt er að kynna sér helstu atriði sem þarf að hafa í huga áður en ráðist er í stæðuverkun, enda er mikið undir lagt þegar svo stór hluti heyforðans er saman kominn í einni geymslu. Aðstæður þarf að vega og meta í hvert sinn með það að markmiði að ná fram sem ákjósanlegustu útkomu fyrir hvert bú. Ritgerðina má nálgast í heild sinni á Helgi Eyleifur Þorvaldsson og Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Dalvegur Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Fundir Landssamtaka landeigenda á Íslandi Landssamtök landeigendaboða til opinna funda um hagsmunamál landeigenda föstudaginn 19. okt Fundirnir verða í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi kl 13:30 og í Félagsheimilinu Ásbyrgi kl 20:30 Fundarefni: Örn Bergsson formaður Landssamtaka landeigenda fjallar um ýmis hagsmunamál landeigenda. Lögfræðingarnir Sigurður Jónsson og Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir fjalla um þjóðlendumál og kröfur ríkisins í landssvæði í Húnavatnssýslu. Allir velkomnir. LLÍ.

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Trjábörkur er til margs nytsamlegur Þrátt fyrir að börkurinn, ysta lag trésins, blasi við í hvert sinn sem horft er á tré veita fæstir honum alvarlega athygli. Ef betur er að gáð er börkurinn stórmerkilegur, litfagur og breytilegur milli tegunda og fallegur. Trjábörkur getur verið hrjúfur eða sléttur viðkomu, liturinn er margbreytilegur og þykkt hans mismunandi milli tegunda. Börkur er til margra hluta nytsamlegur, hann hefur meðal annars verið notaður sem einangrun í hús, sem gólfefni, til ölgerðar, sem litarefni í síldarpækli og það eru unnin úr honum lyf. Vegna skógarleysis fara litlar sögur af nytjum á berki hér á landi. Vitað er að börn og fullorðnir á Ströndum tíndu næfur eða næfrakollur í fjörunni, en það eru litlar krullur af trjáberki sem rekur til landsins með hafstaumi, og brenndu sem reykelsi. Varnarlag trésins Börkurinn er ysta lag trésins og varnarlag þess. Þykk hans er breytilegt milli tegunda og áferðin afar fjölbreytt. Ef borinn er saman Hrjúfur börkur á grein. Marglita börkur regnboga myrtusviðar. börkur ólíkra trjátegunda eins og birkis og reyniviðar sést hvað hann er þunnur og sléttur viðkomu á þeim báðum en greinilegt hvernig börkurinn á birki flysjast af og hringar sig. Börkurinn á greni og furu er aftur á móti grófur og harður viðkomu. Þrátt fyrir að flestir þekki tré á útlitinu getur verið gaman að spreyta sig á því að greina tegundir eftir berkinum. Undir berkinum er sáldvefur sem flytur lífræn næringarefni um plöntuna. Næst kemur vaxtarlagið eða vaxtarvefurinn, en í honum á eiginlegur vöxtur trésins sér stað. Undir vaxtarlaginu er svokölluð rysja, lifandi vefur sem liggur næst kjarnviðnum sem er innst, er gerður úr dauðum frumum og er það sem almennt er kallaður viður. Nytjar Líkt og með aðra hluta plantna hafa menn fundið margs konar nytjar fyrir trjábörk. Í berkinum er að finna ýmis efnasambönd sem notuð eru í efna- og lyfjaiðnaði. Víðibörkur hefur verið notaður sem verkjalyf frá því löngu fyrir upphaf okkar tímatals og var sjúklingum ráðlagt að tyggja hann til að lækka hita og draga úr bólgum. Áhrif barkarins voru þekkt í Kína og Evrópu og meðal indíána í Norður-Ameríku. Í víðiberki er að finna svo nefndar salisýlsýrur sem aspirín var upphaflega unnið úr. Kínín er einnig unnið úr berki, Börkur á ösp. en það er fyrsta lyfið sem notað var gegn malaríu, eða mýrarköldu eins og sjúkdómurinn kallast á íslensku. Í innra lagi barkarins er að finna latex, sem þjónar sem vörn trésins gegn skordýrum og er eitt af undirstöðuefnunum í gúmmíiðnaði. Litarefnið sandalviður, sem notað er í kryddblöndur, er unnið úr trjáberki og mikið notað í síldarpækil og gefur pæklinum rauðan lit. Kanill sem margir nota út á hrísgrjónagraut er unninn úr berki kaniltrjáa. Korkur finnst í berki margra trjátegunda en aðeins fáar tegundir gefa af sér kork sem er nógu þykkur og mjúkur til að hægt sé að nota hann sem byggingar- og einangrunar efni. Korkur er léttur í sér og hefur verið notaður sem flotholt. Hann er líka notaður í korktappann sem heldur léttvíninu í flöskunni þangað til heim er komið eða sem lyktað er af á veitingarhúsum þegar fólk þykist hafa vit á vínum. Rómverjar notuðu innra lag barkar ákveðinna trjátegunda til að rita á og ekki er ólíklegt að Páll postuli hafi ritað bréf sín til kristinna safnaða á börk. Börkur var og er án efa enn notaður til að búa til reipi og klæðnað og til að mála á myndir. Indíánar í Suður-Ameríku búa til báta úr berki og nota eitur sem þeir vinna úr berki til að lama fisk þegar þeir eru á veiðum. Frændur þeirra í Norður- Ameríku höfðu einnig mikið dálæti á berki og nýttu hann á margan hátt. Tré voru berkjuð á ákveðnum árstímum og börkurinn rifinn í mjóar ræmur sem síðan voru ofnar í klæði, kaðla og segl sem var notað í tjöld. Litarefni fyrir fatnað og málning fyrir líkamann voru einnig búin til út trjáberki. Búnir voru til diskar til að borða af, mottur til að sofa á og snjóþrúgur til að ganga á úr trjáberki, kyndlar, töskur og sérstakir bakpokar voru búnir til úr birkiberki til að bera börnin í. Ílát úr berki þóttu einangrandi og góð til að geyma í matvæli og sumir ættflokkar grófu hina látnu í kistum sem búnar voru til úr trjáberki. Indíánar lögðu sér einnig börk til munns og var hann hluti af fæðu þeirra þegar harðnaði á dalnum. Rysjan var hnoðuð í deig og borðuð eins og brauð. Nytjar á berki tengdust einnig trúarbrögðum því búnar voru til grímur sem notaðar voru við helgihald og einnig var unnið lyf úr muldum berki sem gerði mönnum auðveldara með að komast í tengsl við helgidóminn.

33 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Lesendabás Áskorun til stjórnvalda varðandi útiræktun erfðabreyttra plantna Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Íslensk framleiðsla. 33 Fimm neðangreind landssamtök og fagaðilar hafa sent stjórnvöldum áskorun um að stöðva leyfisveitingar til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum, uns fram hefur farið gagnger endurskoðun á regluverki leyfisveitinga og rannsóknarforsendum þeirra og vísindarannsóknir sem lagðar eru þeim til grundvallar hafa verið gerðar gegnsærri og óháðari hagsmunum líftæknifyrirtækja. Tilefni áskorunarinnar er m.a. niðurstöður rannsóknar sem nýverið var kynnt í Frakklandi og leiddi í ljós hver langtímaáhrif neyslu erfðabreyttra afurða á heilsufar kunna að verða. Rannsóknin varpar ljósi annars vegar á heilsufarsáhrif erfðabreytts maís sem víða er notaður í fóður og matvæli og hins vegar á alvarlegar brotalamir í leyfisveitingakerfi því sem notast er við í Evrópu, þ.á m. hér á landi. Hópur sérfræðinga frá háskólunum í Caen í Frakklandi og Verona á Ítalíu, undir forystu Gilles-Eric Séralini, rannsakaði langtíma eitrunar áhrif erfðabreytts maísyrkis á tilraunarottur. Um er að ræða maísyrkið NK603 sem Monsanto framleiðir og er erfðabreytt til að þola illgresiseitrið Roundup. Fylgst var með rottunum allt æviskeið þeirra, sem er um tvö ár. Könnuð voru áhrif þess að fóðra þær á NK603-maísyrkinu, með eða án viðbætts Roundup-eiturs. Rannsóknirnar leiddu í ljós að kvenrottur í meðferðarhópum urðu fyrir tíðari og skjótari ótímabærum dauða, mynduðu mun oftar æxli í brjóstvöðvum, heiladingull varð oft óvirkur og jafnvægi kynhormóna raskaðist. Karlrottur urðu margfalt oftar fyrir tjóni á lifur, alvarlegri nýrnabilun og myndun sýnilegra og stórra æxla. Hjá báðum kynjum komu fram viðvarandi nýrnavandamál. Vísindamennirnir telja að hin miklu og neikvæðu heilsufarsáhrif sem fram komu í rannsókninni skýrist annars vegar (1) af truflandi áhrifum Roundup-illgresiseitursins á innkirtlastarfsemina og hins vegar (2) af öflugri tjáningu hins erfðabreytta efnis í maísyrkinu og afleiðingum þess fyrir efnaskipti líkamans. Þetta er fyrsta langtíma tilraun á dýrum sem sýnir heilsufarsáhrif neyslu erfðabreyttra afurða á heildarlíftíma dýranna (tveimur árum). Maísyrkið NK603 er víða ræktað og notað að öllum líkindum einnig hér á landi til fóðrunar búfjár, svo og til vinnslu fjölmargra matvæla, og sums staðar til manneldis. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) samþykkti notkun þess í matvæli og fóður í Evrópu á árinu 2009 á grundvelli skammtíma (90 daga) tilrauna á rottum sem Monsanto sjálft gerði. Sama tegund af rottum var notuð í frönsku langtíma rannsókninni á þessu maísyrki. Opinberar leyfisveitingar verði endurskipulagðar Rannsókn Séralini o.fl. sýnir þörf á að endurskipuleggja kerfi leyfisveitinga til ræktunar erfðabreyttra plantna og draga úr áhrifum líftæknifyrirtækja á þær. ESB veitir líftæknifyrirtækjum leyfi til ræktunar á grundvelli öryggisrannsókna sem gerðar eru af sömu fyrirtækjum og sækja um leyfin. Þetta eru skammtíma tilraunir á dýrum, og aðferðirnar sem notaðar eru gera vísindamönnum kleift að dylja breytileika og frávik. Monsanto hefur notað hugtakið historical norm til að gera lítið úr tölfræðilega marktækum niðurstöðum rannsóknar Séralini o.fl. Þá leyfist líftæknifyrirtækjunum að halda grunngögnum þessara dýratilrauna sinna leyndum. Þess hefur víða verið krafist að öll slík rannsóknargögn verði gerð opinber og að líftæknifyrirtæki láti sjálfstæðum vísindamönnum í té fræ erfðabreyttra plantna sem þau hafa þróað til þess að þeir geti gert Tveir staðir á landinu hafa formlega verið lýstir svæði án erfðabreyttra lífvera (e.: GMO-free region). Þetta eru Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði (efri mynd) og bærinn Vallanes á Héraði (neðri mynd). óháðar rannsóknir á öryggi þeirra. Evrópusamtök vísindamanna um félagslega og umhverfislega ábyrgð hafa fagnað rannsókn Séralini o.fl. og krafist ábyrgrar umfjöllunar um hana og endurskoðunar á öryggismati leyfisveitinga. Rannsóknir hannaðar í þágu sérhagsmuna? Franska rannsóknin var gerð af vísindamönnum sem eru óháðir sérhagsmunum fyrirtækja í líftækni og skýrsla þeirra var ritrýnd og birt í virtu alþjóðlegu vísindatímariti. Skömmu eftir birtingu hennar hóf líftækniiðnaðurinn árás á aðferðafræði hennar, höfunda hennar og þá stofnun sem margir þeirra starfa hjá (CRIIGEN). Gagnrýnin birtist einkum á vefsetri Science Media Centre (SMC), sem sendir fjölmiðlum upplýsingar um vísindaleg málefni. Þótt SMC telji sig sjálfstæðan aðila er meirihluti fjármögnunaraðila þess og meðlima tengdur stórfyrirtækjum sem mörg hver eru líftæknifyrirtæki. Hópur átta vísindamanna sem gagnrýndu rannsóknina harkalega á vefsetri SMC starfa nær allir fyrir líftæknifyrirtæki, eru handhafar styrkja frá stjórnvöldum og líftæknifyrirtækjum til að þróa erfðabreyttar plöntur, tengjast þrýstihópum fyrir erfðatækni á borð við International Life Sciences Institute eða hafa stofnað sín eigin líftæknifyrirtæki. Líftækniiðnaðurinn hefur sakað Séralini og félaga um að hanna rannsóknina til þess að kalla fram ákveðnar niðurstöður. Það segir hins vegar sína sögu að rannsókn Séralini o.fl. leiddi í ljós að erfðabreytta maísyrkið NK603 ylli tilraunarottum heilsutjóni, en tilraunir Monsanto á sams konar rottum fundu engin marktæk heilsufarsáhrif af neyslu sama maísyrkis. Vísbendingar um vaxandi neikvæð áhrif erfðabreyttra matvæla á lýðheilsu Fram til þessa hefur megnið af erfðabreyttum matvælum verið í formi unninna matvæla, en vinnsluferlar sundra mestu af DNA í erfðabreyttum hráefnum. Markmið líftækniiðnaðarins er hins vegar að auka hlut ferskra erfðabreyttra matvæla í fæðuvali okkar, sem mundi gera neytendur berskjaldaða fyrir miklu magni af erfðabreyttu DNA. Suður-Afríka er eina landið í heiminum þar sem leyft er að rækta grunnfæðu almennings í formi erfðabreytts yrkis. Suður-Afríkubúar neyta nú erfðabreytts maís beint af ökrunum og sem verra er fjörutíu prósent af þessum maís eru sama erfðabreytta yrkið (NK603) og notað var í rannsókn Séralini. Það er verulegt áhyggjuefni að líftækniiðnaðurinn sé að þróa erfðabreytt hveiti, hrísgrjón og kartöflur, sem allt eru grunnfæðutegundir sem neytt yrði beint af akrinum. Franska rannsóknin gefur sterkar vísbendingar um hver áhrif erfðabreyttra matvæla kunni að verða á heilsufar manna sem neyta þeirra alla ævi: Því meir sem við neytum af erfðabreyttum matvælum (ýmist unnum og beint af akrinum) og því lengur sem við gerum það, þeim mun líklegra er að við verðum fyrir heilsutjóni sambærilegu því sem tilraunadýrin í rannsókn Séralini urðu fyrir. Neðangreind landssamtök og fagaðilar harma órökstudd og óábyrg viðbrögð margra þar á meðal íslenskra vísindamanna við niðurstöðum Séralini o.fl., sem reyndar eru síður en svo þær fyrstu sem sýna fram á heilsufarstjón af völdum erfðabreyttra afurða. Almannavaldinu ber að bregðast við slíkum rannsóknum á grundvelli varúðarreglunnar, og tryggja betur en gert hefur verið öryggi íslenskrar náttúru, neytenda og framleiðenda gagnvart hugsanlegri áhættu af völdum erfðabreyttra lífvera og afurða þeirra. Matvæla- og veitingafélag Íslands Náttúrulækningafélag Íslands Neytendasamtökin Slow Food Reykjavík Vottunarstofan Tún Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími Bændablaðið Smáauglýsingar Hin árlega uppskeruhátíð verður haldin á Hótel Smyrlabjörgum, laugardaginn 3. nóvember. Veislustjóri verður Guðni Ágústsson. Grétar Örvars og Bjarni Ara munu leika fyrir dansi. Maturinn verður ekki af verra taginu, þar sem boðið verður upp á hlaðborð, með réttum útbúnum úr afurðum bænda í ríki Vatnajökuls. Miðaverð er 6500 kr á mann, Sérstakt tilboðsverð á gistingu 3500 kr á mann með morgunverði. Pantanir í síma eða á smyrlabjorg@smyrlabjorg.is Allir velkomnir nær og fjær Endurmenntun LbhÍ Íslenska landnámshænan Júlíus Már Baldursson bóndi á Tjörn á Vatnsnesi Haldið 20. okt. hjá LbhÍ á Hvanneyri Verkun og geymsla heys í útistæðum Í samstarfi við Búnaðars. Austurlands Bjarni Guðmundsson kennari og Pétur Diðriksson bóndi Haldið 24. okt. á Austurlandi Skjól, skógur og skipulag Í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Landgræðslu ríkisins Dr. Alexander (Sandy) Robertsson M Sc., D.Phil (Oxon) Hefst 25. okt. hjá LbhÍ á Hvanneyri Torf- og grjóthleðslur Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari Hefst 26. okt. hjá LbhÍ á Reykjum Frumtamningar - Lengi býr að fyrstu gerð Randi Holaker og Haukur Bjarnason Hefst 2. nóv. hjá LbhÍ á Miðfossum Grunnur að blómaskreytingum Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 3. nóv. hjá LbhÍ í Hveragerði Ostagerð - heimavinnsla mjólkurafurða Í samstarfi við Austurbrú Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur Haldið 10. nóv. á Höfn í Hornafirði Rúningur I Gísli Þórðarson bóndi í Mýrdal II Hefst 10. nóv. í Skorradal Jarðræktarforritið Jörð.is Í samstarfi við Búnaðars. Austurlands Borgar Páll Bragason verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands Haldið 16. nóv. á Vopnafirði Aðventuskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 24. nóv. hjá LbhÍ í Hveragerði Sauðfjársæðingar Í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og Búnaðarsamband Suðurlands Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Haldið 27. nóv. hjá LbhÍ á Hvanneyri Haldið 29. nóv. á Stóra-Ármóti Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir Hefst 18. jan. í Grímsnesi Hefst 8. feb. í Grímsnesi Hefst 8. mars á Hallormsstað Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá LbhÍ og Böðvar Guðmundsson skógtæknir hjá SuðurlandsskóguM Hefst 22. jan. hjá LbhÍ í Hveragerði Hagkvæm nautakjötsframleiðsla Þóroddur Sveinsson lektor við LbhÍ Haldið 14. mars á Stóra-Ármóti Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Utan úr heimi Birgðastaða korns í heiminum liggi fyrir á hverjum tíma Forseti Frakklands, François Hollande, leggur til að birgðastaða korns í heiminum skuli liggja fyrir á hverjum tíma. Jafnframt vill hann að tryggt verði, eftir því sem unnt er, að lágmarksbirgðir korns séu ætíð fyrir hendi til að koma í veg fyrir spákaupmennsku með korn á alþjóðamarkaði. Að áliti forsetans eru kornbirgðir á viðráðanlegu verði nauðsynlegar, einkum þegar uppskeran er léleg, til að tryggja fæðuþörf jarðarbúa. Bandaríkin og ESB lögðu niður opinbert kornbirgðahald sitt upp úr 1980, þar sem kerfið reyndist óhóflega dýrt í rekstri. Því má vænta þess að þau verði treg til að taka það upp aftur. Þar sem framboð á korni er lítið um þessar mundir gæti sérstök birgðasöfnun korns einnig leitt til verðhækkunar á því. Frakkland boðar G20-löndin til kreppufundar Frakkland hefur boðað landbúnaðarráðherra G20-landanna (lönd með stærstu hagkerfi heims) til skyndifundar um miðjan október nk., þar sem birgðastaða matvæla og óstöðugt verðlag á þeim verður til umræðu. Fundinn sækja einnig starfsmenn greiningarstofnunarinnar AMIS, sem munu leggja fram tillögur til að koma á jafnvægi í alþjóðaviðskiptum með matvæli. Landbúnaðarráðherra Frakklands, Stéphane Le Foll, mun kynna á fundinum þau viðbrögð sem Frakkland hefur undirbúið til að draga úr verðsveiflum á búvörum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Áætlunin felst m.a. í því að fá framámenn í frönskum matvælaiðnaði til að sameinast um að róa markaðinn og að hætta framleiðslu á lífeldsneyti, sem keppir við matvælaframleiðsluna um hráefni. Á vettvangi ESB kallar Le Foll eftir afgerandi aðgerðum til að hafa stjórn á markaðnum. ESB verður að leggja skýrar línur fyrir hann, einkum hvað varðar viðskipti með hráefni til matvælaframleiðslu. Þá mun franska ríkisstjórnin hvetja til þess að byggðar verði korngeymslur á bújörðum og er stefnt að því að í fyrsta áfanga verði byggt rými fyrir 5 milljónir tonna af korni. Þá er stefnt að því að stórauka framleiðslu á próteinfóðri. Landsbygdens Folk, 21. sept Kínverjar hleypa dönsku svínakjöti inn á matvörumarkað sinn Danir treysta jafnt og þétt tengsl sín við kínverskan landbúnað. Stjórnvöld í löndunum hafa gert samning sem opnar kínverskan markað fyrir dönsku svínakjöti. Danir munu einnig leiðbeina Kínverjum um svínarækt og nýjustu tækni í greininni. Landbúnaðarráðherra Danmerkur, Mette Gjerskov, og hinn kínverski starfsbróðir hennar, Han Chanfu, undirrituðu samning um samstarfið þegar kínversk sendinefnd sótti Danmörku heim fyrr á þessu ári. Gerð samningsins er góð tíðindi fyrir danska svínarækt, sagði danski ráðherrann, og í fréttatilkynningu lagði hann áherslu á að svínarækt væri ein mikilvægasta útflutningsgrein Danmerkur. Samningurinn opnar nýjar leiðir að kínverska markaðnum, þar sem 1,3 milljarðar manna búa. Þegar á næsta ári verða matvæli frá dönskum landbúnaði að verðmæti 1,9 milljarðar evra seld til Kína. Að auki munu danskir leiðbeinendur miðla Kínverjum af þekkingu sinni á svínarækt, bæði um fóðrun og uppeldi og hagnýta tækni í greininni. Þessi viðskiptasamningur er gerður á afar heppilegum tíma fyrir danska svínarækt. Staða danskra svínaafurða hefur verið að þrengjast á hefðbundnum mörkuðum. Það á einkum við um þýska markaðinn, þar sem eftirspurn eftir svínaafurðum hefur dregist saman. Samningurinn sem hér um ræðir kemur í beinu framhaldi af yfirstandandi sókn Dana inn á kínverska markaði. Þegar forseti Kína, Hu Jintao, heimsótti Danmörku í júní sl. voru undirritaðir nokkrir fleiri mikilvægir samningar varðandi landbúnað í Kína. M.a. undirritaði danska fyrirtækið Arla samning um að fimmfalda umsvif sín í Kína fram til ársins Auk þess mun Arla gerast aðili að stærsta mjólkurfyrirtæki Kína, Mengniu, og danska kjötfyrirtækið Danish Crown stofnaði til samstarfs við stærsta kjötfyrirtæki Kína. Þá óskaði landbúnaðarráðherra Dana, Mette Gjerskov, eftir að ræða við kínversku sendinefndina um lífræna ræktun og vistvænan landbúnað. Kína er risastór markaður, sagði hún, og kínverska þjóðin er farin að átta sig á hlutverki lífrænnar framleiðslu búvara. Þar er þörf fyrir sérfræðiþekkingu sem er að finna í Danmörku. Mikilvægt er að við gerum allt sem við getum til að stuðla að sjálfbærum landbúnaði í Kína, sagði Mette Gjerskov. Landsbygdens Folk, 21. sept Spenadýfu eða sprey eftir mjaltir Í dag er kúabændum erlendis nánast undantekningarlaust ráðlagt að nota einhvers konar sótthreinsandi efni, s.s. spenadýfu, á kýrnar eftir mjaltir, en nota spenasprey að öðrum kosti. Af hverju á að nota sótthreinsandi efni? Tíðni nýrra júgurbólgutilfella fer eftir því hlutfallsálagi smitefna sem júgurvefurinn lendir í og þar geta m.a. verið á ferðinni smitefni nærri spenaenda eða smitefni í umhverfinu sem geta farið í lítil sár eða rispur á spenahúðinni. Með dýfunum er gerð tilraun til þess að drepa bakteríur á yfirborði spenanna ásamt því að loka spenaendunum fyrir smitefnum. Dregið úr smitálagi Með því að nota rétta spenadýfu strax eftir mjaltir er hægt að draga stórlega úr þessu smitálagi ásamt því að auðvelda hugsanlegum spenasárum að gróa. Jafnframt verður húðin mýkri og þolir betur álag. Spenadýfur henta sérstaklega vel þar sem smitefni eins og Staphylococcus aureus valda usla, svo ekki sé talað um Streptococcus agalactiae. Þessar bakteríur smitast auðveldlega á milli kúa og notkun á réttum spenadýfum hentar afar vel til þess að vinna gegn þessari óværu. Ekki eingöngu Spenadýfur eingöngu þykja ekki henta eins vel ef um annars konar smit er að ræða eins og sk. umhverfissmit. Þar koma til aðrar aðferðir til viðbótar sem lúta fyrst og fremst að vinnubrögðum í fjósi. Kúnum á að halda hreinum, s.s. með notkun á undirburði og almennilegri loftræstingu, hafa mjaltatækin rétt stillt og uppmæld og fleira mætti einnig nefna. Hvers má vænta af notkun á spenadýfu? Í Kanada eru starfræktar öflugar rannsóknir á sviði júgurbólgu og þar hafa rannsóknir sýnt allt að 50% fækkun nýrra tilfella af júgurbólgu sé rétt spenadýfa notuð strax eftir mjaltir í stað þess að nota ekki neitt. Spenadýfurnar hafa engin áhrif á júgurbólgu sem þegar hefur komið sér fyrir en draga að líkindum úr duldri júgurbólgu. Vinnur ekki gegn júgurbólgu sem þegar er komin Séu kýrnar þegar með háa frumutölu en þó ekki veikar er ráðlegast að takast á við það í geldstöðunni með réttum lyfjum og eftir föngum spenalokun í kjölfarið. Spenadýfa virkar ekki á þessar kýr, enda ekki lyf í þeim skilningi. Geldstöðumeðhöndlun er algengasta aðferðin sem notuð er í dag í Danmörku og sú aðferð sem bændum er uppálagt að nota. Þá er bændum ráðlagt að nota spenadýfur einnig á geldar kýr og kvígur með reglulegu millibili til þess að minnka líkur á því að þær séu með júgurbólgu þegar þær bera. Sprey eða dýfu? Í raun má nota flest efni bæði sem dýfur og sprey og eru báðar aðferðirnar nothæfar. Sprey er hins vegar mun vandmeðfarnara og hefur oft komið í ljós að það gefur falskt öryggi. Ástæðan er Spenadýfa. Dæla fyrir spenasprey. sú að bændur sprauta efninu upp undir spenana en geta ekki verið öruggir með að efnið hylji vel og nái að loka spenaendanum. Vegna mjög tíðra mistaka við notkun á spenaspreyi ætti fyrsta val alltaf að vera spenadýfa en ekki sprey, auk þess sem spenadýfa er mun umhverfisvænni þar sem aðeins er um 60% efnisnotkun að ræða með spenadýfu miðað við að nota sprey. Notkun á spenadýfu Margar gerðir af mismunandi spenadýfubollum eru í boði og sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu. Bæði eru til bollar sem fyllt er á handvirkt og bollar sem eru tengdir með slöngu við sameiginlegt kerfi sem sjálfvirkt heldur efninu í réttu magni. Hvaða gerð sem er notuð er afar mikilvægt að tæma bollana alltaf eftir mjaltir, þrífa þá og láta standa tóma á milli mála. Enn fremur þarf að skvetta úr þeim og þvo í miðjum mjöltum ef skítur lendir ofan í bollanum, enda fráleitt að nota hann skítugan og væntanlega betra að nota ekkert en óhreinan spenadýfubolla. Þegar spenadýfan er sett á spenann er mjög mikilvægt að hylja allan spenann vel, því annars má vænta minni virkni af efninu. Að mjöltum loknum á alltaf að henda restunum úr bollunum og alls ekki hella aftur í stærra ílát til síðari nota. Notkun á úða Líkt og með spenadýfubollana eru fjölmargar lausnir í boði fyrir spenasprey, bæði mismunandi brúsar og einnig dælukerfi með þar til gerðum sprautum og svo auðvitað kerfin sem mjaltaþjónar nota. Eingöngu skal nota efni sem gefin eru upp fyrir spenasprey og svo þarf sérstaklega að gæta þess að alltaf sé nóg efni í brúsanum eða í sprautunni sem notuð er. Afar mikilvægt er að forðast of mikinn þrýsting við sprautun efnisins, svo dropastærð úðans verði ekki of lítil. Gatið sem efnið sprautast út um ræður einnig miklu um dropastærðina og þarf að passa að gatið sé alltaf hreint og rúmt. Miðað er við að dropastærð eigi að vera meiri en 10 μm til þess að draga úr líkum á að efni berist í öndunarveg þess sem sprautar efninu á kúna. Eftir að búið er að úða skal gengið úr skugga um að efnið hafi þakið allt yfirborð spenans og spenaendans með því að skoða spenana vel og ef ekki hangir dropi neðan í hverjum spena hefur efninu ekki verið sprautað rétt á. Hvaða efni á að nota? Góð efni virka vel á helstu smitefni sem valda júgurbólgu og eru því afar hagstæð í notkun og umfram allt afar einföld í notkun. Þegar kemur að vali á efnum vandast málið hins vegar, enda eru tugir efna á markaðinum. Þegar horft er til virkni viðkomandi spenadýfu eða spreys vandast málið því fáir opinberir aðilar í heiminum gera kröfu um vottun á virkni efnanna, þar sem þetta eru ekki lyfseðilskyld efni. National Mastitis Consil, sem kalla mætti Alþjóðlega júgurbólguráðið, gefur reglulega út lista með þeim efnum sem hafa verið prófuð af óháðum aðilum og reynst vel gegn ólíkum gerðum af júgurbólguvaldandi bakteríum. Á heimasíðu ráðsins, org, má fræðast nánar um þessi efni auk þess sem þar er að finna margs konar annan fróðleik um júgurbólgu og frumtöluvandamál. Ekki alltaf sömu efnin árið um kring Varðandi val á efnum getur verið erfitt að gefa heildstæðar leiðbeiningar og er ráðlegast að leita til mjólkurgæðaráðunauta SAM um aðstoð við valið, enda þarf hvert bú að hafa fleiri en eina gerð efna aðgengilega, t.d. þar sem á sumrin á að nota aðra gerð en að vetrinum. Þar sem spenahúð er þurr og mögulega einhver smásár á spenum þarf að velja feitari efni og þar sem notaðir eru mjaltaþjónar er í dag ráðlagt að nota joðblandað efni (ekki of sterkt þó) svo dæmi sé tekið.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Lesendabás Aðstaða og smitálag er mismunandi á milli búa og því fráleitt að ætla að eitt efni henti fyrir alla. Upplýsingar um virk efni endurnýjast hratt og nánast stöðugt bætast ný efni við sem talin eru betri en hin eldri. Þarna þarf kúabóndinn því fyrst og fremst að treysta á opinbert eftirlit sem hefur prófað efnin og sannreynt virkni þeirra og fjárfesta síðan í efnum sem henta á viðkomandi kúabúi. Algengustu mistökin Þegar skoðuð er reynsla erlendis af notkun á efnum til þess að takast á við smitefni og halda júgurbólgu niðri kemur í ljós að oft eru sömu mistökin gerð. Langalgengustu mistökin eru að efnin eru ekki rétt borin á spenana. Þar eru algengustu mistökin röng notkun á spreyi, lélegt eftirlit með því að efnin séu rétt borin á (afar algengt í mjaltaþjónafjósum) og/eða ekki nógu djúpir spenadýfubollar miðað við spenastærðir á viðkomandi búi (speninn nær ekki allur að þekjast með efninu). Næstalgengust eru mistök við geymslu á efnunum sem gera þau minna virk eða jafnvel óvirk. Fæst efnin mega t.d. frjósa en einnig má nefna beint sólarljós og jafnvel geymslu í opnu íláti, sem getur gert það að verkum að uppgufun verður og virknin fellur. Í þriðja sæti kemur svo rangt val á efnum miðað við smitálag viðkomandi bús og þau smitefni sem um ræðir á viðkomandi kúabúi. Þá vinna sum efni afar illa saman til notkunar fyrir og eftir mjaltir og hafa bændur lent í því að efnahvörf verða á milli efnanna, sem geta valdið sárum á spenum og húðertingu. Að lokum Vart þarf að taka fram að notkun á efnum er alls engin töfralausn. Spenadýfubollar. Ef ekki er stunduð virk bústjórn, þar sem unnið er markvisst að því að koma í veg fyrir að bakteríur dafni í umhverfinu eða geti smitast á milli kúa, s.s. vegna lélegra eða illa viðhaldinna mjaltatækja, slakra vinnubragða við mjaltir eða við umhirðu gripa og nærumhverfis þeirra í fjósi, verður notkun á efnum gagnslítil. Sé hins vegar gott skipulag hvað varðar vinnulag í fjósi og við mjaltir og viðhald tækja gott getur notkun á spenadýfu eða spenaspreyi verið lykill að góðum og jöfnum árangri. Heimildir www. vfl.dk Snorri Sigurðsson Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Stjórnarskráin og ESB Stjórnarskrá Ísland leyfir ekki að fullveldi landsins verði framselt til annarra þjóða eða yfirþjóðlegra stofnana. Svo hefur verið allt frá lýðveldisstofnun árið 1944, þegar íslenska þjóðin kom saman á Þingvöllum og innsiglaði sjálfstæði og fullveldi landsins. Engan hefur sjálfsagt órað fyrir, á þeirri sigur- og fagnaðarstund að nú, rúmum aldarhelmingi síðar, sæti hópur manna og ráðgerði breytingar á stjórnarskránni sem fælu í sér heimildir til að selja frá okkur full yfirráð yfir Íslandi. Tillaga til nýrrar stjórnarskrár, sem liggur fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 20. október, markar tímamót. Í 111. gr. tillagnanna er kveðið á um heimild til framsals ríkisvalds Íslands til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Ekki eru gerðar aðrar kröfur til að slíkt framsal nái fram að ganga en að fyrir þeim sé samþykki Alþingis, sem síðan hljóti staðfestingu einfalds meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með getur það oltið á einu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort fullveldinu er afsalað með þessum hætti. Eigi að breyta stjórnarskránni í þá veru að heimila afsal ríkisvalds er lágmark að krefjast aukins meirihluta, tveggja þriðju hluta, fyrir slíkri ákvörðum bæði á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og tíðkast um stórar ákvarðanir í flestum lögskipuðum félögum. Hér er um svo stórt mál að ræða að þjóðin má ekki láta slá ryki í augu sér og glepjast af fagurgala tillögugerðarmanna um að það sé næg vörn fyrir sjálfstæði okkar að eitt atkvæði geti ráðið úrslitum meirihluta um fullveldiframsal allrar þjóðarinnar. Framsal fullveldis á svo veikum grunni myndi í raun leiða af sér að tvær þjóðir byggju í landinu þar eftir. Þá er í 111. greininni sett það skilyrði að fullveldisafsal skuli ávallt vera afturkræft. Þetta ákvæði er einskis virði, enda þarf það land sem ætlar að endurheimta fullveldi sitt að vera í aðstöðu til að svo megi verða. Land sem komið er á framfæri yfirþjóðlegra stofnana eða ríkjasambands og jafnvel búið að afsala sér eigin mynt hefur engar forsendur til að yfirgefa selskapinn. Nær hefði verið að höfundar tillögunnar að nýrri stjórnarskrá, stjórnlagaráðið, kæmu hreint fram og segðu berum orðum í tillögu sinni að heimilt væri að framselja ríkisvaldið til ESB. Um það snýst allt þetta brölt með stjórnarskrána. Það er dapurlegur tvískinnungur í íslenskum stjórnmálum, að hinir sömu og halda því á lofti að færa eigi hið vandasama verk, að semja nýja stjórnarskrá, til fólksins í landinu, vilja undir engum kringumstæðum leyfa sama fólkinu í landinu að segja álit sitt á hvort áfram eigi að halda til streitu umsókn um inngöngu í Evrópusambandið, sem nú brennur stafna á milli. Kosningarnar 20. október snúast því raunverulega um hvort við viljum halda áfram á þeirri óheillabraut að sækjast eftir því að verða útnári stórveldisins Sambandsríkis Evrópu og lifa síðan á snöpum frá þeim sem völdin hafa eftir að hafa misst yfirráð yfir löggjafarvaldinu og grundvallaratvinnuvegi okkar, sjávarútveginum. Verði þessi tillaga að nýrri stjórnarskrá felld í komandi kosningum stendur stjórnarskráin, áfram og óhögguð, vörð um fullveldi okkar og innlent ríkisvald. Við slíkar aðstæður er vandséð að áframhaldandi umsóknarferli að ESB verði tekið alvarlega þar ytra. Óðinn Sigþórsson Einarsnesi Upplýsingatæknibásinn Fjórtán forrit í hugbúnaðarflóru tölvudeildar BÍ Hugbúnaðarverkefni tölvu deildar Bændasamtaka Íslands hafa aldrei verið fleiri en í dag. Alls eru fjórtán tölvukerfi í rekstri og þróun í deildinni. Kjarninn í hugbúnaðarþróuninni er skýrsluhaldsforrit fyrir bændur og ráðunauta, en þau eru: Upplýsingatækni og fjarskipti Jón Baldur Lorange WorldFengur (1), upprunaættbók íslenska hestsins. HUPPA (2), skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. FJARVIS.IS (3), skýrsluhaldskerfi í sauðfjárrækt. Í,,Fengsfjölskyldunni eru einnig SportFengur/Kappi (4), fyrir íþrótta- og gæðingadóma, og nýjasta vefforritið er fyrir skráningar keppenda á kynbóta- og íþróttasýningar sem mun auðvelda utanumhald fyrir sýningarhaldara en ekki síður bæta þjónustu við keppendur. Þegar búið er að ganga frá skráningu hrossa og keppenda á mót með fullnægjandi hætti er sýningaskrá uppfærð sjálfkrafa í WorldFeng eða SportFeng eftir því sem við á. Vefforritið LAMB (5) var opnað í síðasta mánuði og er ætlað að leggja grunn að nýrri kynslóð vefforrita Bændasamtakanna þar sem lögð er áhersla á opin og frjálsan hugbúnað (open source) og lausn sem er samhæfð fyrir einkatölvur, spaldtölvur og snjallsíma. Í,,fjölskyldu sauðfjárforrita er einnig Ófeigur/VasaFjárvís (6) fyrir bændur sem eru farnir að nota örmerki í sauðfé sitt. Samráðshópur tók til starfa á árinu sem er ráðgefandi um þróun á forritum fyrir sauðfjárbændur. Í samráðshópnum eru Oddný Steina sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands Valsdóttir, bóndi á Butru, Einar Ófeigur Björnsson, bóndi á Lóni, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem öll eru skipuð af LS, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur Bændasamtakanna í sauðfjárrækt, og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtakanna. AFURÐ (7) er tölvukerfi sem hefur verið þróað fyrir félagssvið Bændasamtakanna á undanförnum árum. Það heldur utan um greiðslur til bænda samkvæmt búvörusamningum og upplýsingar um framleiðslu afurða. Snati (8) er vefforrit til að halda utan um ættbók fyrir smalahunda sem Bændasamtökin smíðuðu fyrir Smalahundafélag Íslands. Það var opnað í júní í sumar. Dýraauðkenni (9) (www. dyraaudkenni.is) er vefforrit til að halda utan um miðlægan gagnagrunn um öll gæludýr landsmanna. Það var þróað fyrir Völustall ehf., sem er félag í eigu Dýralæknafélags Íslands. Öll gæludýr sem eru örmerkt er skráð af dýralæknum inn í gagnagrunninn, sem á að tryggja samræmdar upplýsingar um öll örmerkt gæludýr á sama stað. Fjárvísnámskeið á Blöndósi. Matvælastofnun hefur samið við tölvudeild um smíði og rekstur á tveimur hugbúnaðarkerfum. Annars vegar er Bústofn (10) og hins vegar Heilsa (11). Bæði kerfi eru opinber eftirlitskerfi og því miklar kröfur gerðar til aðgangsstýringar. Bústofn heldur utan um bústofn og forða bænda. Með kerfinu geta bændur skilað inn forðagæsluskýrslu sinni rafrænt með rafrænu auðkenni með sama hætti og skattaskýrslu. Nú í haust er þriðja árið sem bændur geta skilað forðagæsluskýrslu með þessum þessum hætti. Þá sér tölvudeildin um rekstur þriðja tölvukerfisins, MARK (12), þar sem bændur geta pantað plötumerki fyrir búfé sitt, en einnig er MARK eftirlitskerfi með skyldumerkingu búfjár í samræmi við reglugerð þar um. Þrettánda kerfið er Búhagur (13), sem er í prófun hjá ráðunautum. Búhagur safnar saman upplýsingum úr bókhaldi bænda (dkbúbót) sem gefa leyfi fyrir slíku og ber saman við niðurstöður úr HUPPU, skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. Allt er þetta gert með sjálfvirkum hætti en samræmt og miðlægt aðgangskerfi fyrir öll bú, sem byggt hefur verið upp í Bændatorginu, gerir þetta mögulegt. Í fyrstu var Búhagur þróaður fyrir kúabændur en Fagráð í sauðfjárrækt hefur lýst yfir áhuga á að bæta sauðfjárræktinni við, en þá verða lesin gögn úr FJARVIS. IS, skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt. Fjórtánda kerfið er síðan í smíðum og er það til að halda utan um landsmarkaskrá. Landsmarkaskrá (14) verður opnuð á vefnum síðar á árinu og verður þar hægt að leita að öllum mörkum í búfé sem eru skráð í landsmarkaskrá. Um þessa hugbúnaðarþróun og rekstur forrita sjá fjórir forritarar í fullu starfi og þrír í hlutastarfi. Auk þess er verkefnisstjóri sem er auk þess sviðsstjóri tölvudeildar.

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Fulltrúar bænda og stjórnvalda við undirritun búvörusamninga og búnaðarlagasamnings. Frá vinstri: Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri BÍ, Sveinn Ingvarsson, stjórnarmaður BÍ, Þórarinn I. Pétursson, formaður LS, Sveinn Sæland, formaður SG, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra, Sigurður Loftsson, formaður LK, Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, og Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Breytingar á búvörusamningum og nýr búnaðarlagasamningur Nýr búnaðarlagasamningur var undirritaður föstudaginn 28. september sl. af hálfu Bændasamtakanna og ríkisvaldsins. Við sama tilefni voru núverandi búvörusamningar um framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkur og samningur um starfsskilyrði garðyrkjuframleiðenda framlengdir um tvö ár. Búvöru samningarnir verða nú lagðir í dóm bænda en kjörgögn verða send út á næstu vikum. Búnaðarþing og aðalfundir sauðfjárog kúabænda 2012 ályktuðu að berjast ætti fyrir framlengingu á gildandi búvörusamningum. Garðyrkjubændur unnu hins vegar að undirbúningi viðræðna um nýjan samning um starfsskilyrði garðyrkjunnar, enda rennur sá samningur út í árslok. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hóf viðræður við Bændasamtök Íslands og búgreina félögin í ágúst sl. á grundvelli framan greindra ályktana. Strax kom fram sú afstaða stjórnvalda að aðstæður í ríkisfjármálum gerðu ekki mögulegt að standa að fullu við samningana frá Verðtryggingarákvæði tekin úr sambandi Eins og kunnugt er áttu mjólkur- og sauðfjársamningarnir að taka að fullu gildi að nýju um í ársbyrjun 2013, eftir að samið var um að verðtryggingarákvæði þeirra yrðu tekin úr sambandi árið Garðyrkjusamningurinn átti síðan að renna endanlega út í lok þessa árs eins og að framan greinir. Allir samningarnir voru jafnframt framlengdir um tvö ár vorið 2009, eins og nú er lagt til að verði endurtekið. Fyrir þá framlengingu átti garðyrkjusamningurinn að renna út í árslok 2010, mjólkursamningurinn í lok þessa árs og sauðfjársamningurinn í árslok Viðbrögð vegna kreppu Samningarnir 2009 voru viðbrögð vegna vanda ríkissjóðs. Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 skertu stjórnvöld einhliða framlög skv. samningunum í fjárlögum Bændur mótmæltu því harðlega, enda var þessi ákvörðun samningsbrot af hálfu stjórnvalda, en ákváðu eftir sem áður að ganga til viðræðna um málið á vormánuðum Ljóst var að þjóðin öll átti í gríðarlegum erfiðleikum og bændur hafa aldrei skorast undan því að taka þátt í að leysa sameiginlegan vanda eins og dæmin sanna. Niðurstaða viðræðnanna varð sem kunnugt er tveggja ára framlenging til að mæta skertum framlögum. Verðtryggingarákvæðin voru tekin úr sambandi að mestu árin Framlög gátu mest hækkað um 5% á milli ára. Þessir samningar voru samþykktir með miklum meirihluta í allsherjaratkvæðagreiðslu bænda og mótatkvæðalaust á Alþingi. Um næstu áramót áttu fyrri ákvæði hins vegar að taka gildi að nýju. Það hefði þýtt talsverða hækkun á útgjöldum ríkissjóðs vegna búvörusamninga á næsta ári. Staðan er hins vegar sú að þá hækkun er ríkissjóður ekki enn í stakk búinn til að takast á við. Framlenging samninga Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra bauð aðra tveggja ára framlengingu á samningunum, gegn því að ekki kæmi til hækkunar samkvæmt gildandi ákvæðum. Lítið svigrúm var til efnislegra breytinga á búvörusamningunum sjálfum en um leið var boðið til viðræðna um nýjan búnaðarlaga samning. Það var ákaflega mikil vægt, enda rennur hann út í lok þessa árs. Gildandi búnaðarlagasamningur var gerður við mjög erfiðar aðstæður í lok árs 2010 og þá aðeins til tveggja ára, en nú var opnað að nýju á að semja til fimm ára eins og venja hefur verið. Við þessar viðræður, bæði 2009 og nú, hefur því þurft að mæta ólíkum sjónarmiðum, aðstæðum í fjármálum þjóðarinnar og kröfum bænda um tryggara rekstrarumhverfi til lengri tíma. Hvað var samið um? Allir samningarnir voru lengdir um tvö ár og gilda nú til ársloka 2014 (garðyrkja), 2016 (mjólk) og 2017 (sauðfé). Framlög næsta árs eru byggð á fjárlögum 2012 að viðbættum verðbótum samkvæmt spá fjármálaráðuneytis um verðlagsþróun næsta árs. Sú spá er ein af forsendum fjárlagafrumvarps hverju sinni og er almennt notuð til að uppfæra ríkisútgjöld. Víki spáin frá verðlagsþróun hækkar (eða lækkar) framlag ársins 2014 til viðbótar þáverandi forsendum fjárlaga. Þessi aðferð verður notuð til að uppreikna framlögin út gildistímann. Gerð er 1% hagræðingarkrafa á alla samningana vegna framlaga ársins 2013 en eftir það fellur hún niður það sem eftir er samningstímans, þar með talið þær kröfur sem voru í samningunum fyrir breytingarnar Garðyrkjusamningur ber ekki lengur heitið aðlögunarsamningur heldur samningur um starfsskilyrði garðyrkjunnar og heitið er að byrja nú þegar undirbúning að langtímasamningi. Ákvæðum sauðfjársamnings um greiðslur á geymslugjaldi beint til bænda er breytt til samræmis við það fyrirkomulag er verið hefur undanfarin tvö ár. Þá eru aukin framlög til jarðræktar fest í sessi. Það er einnig til samræmis við framkvæmd síðustu ára en afgangur af öðrum liðum hefur verið nýttur til þeirra verkefna. Í mjólkursamningi er virkjað endurskoðunarákvæði 8.2 í gildandi samningi frá Það er ætlun samningsaðila að rýna kosti og galla núverandi kvótakerfis. Aðalbreytingin frá gildandi samningi er að ekki verða gerðar frekari tilfærslur frá beinum framleiðslustuðningi til annarra verkefna, líkt og ákvæði hans segja. Árið 2013 átti að ljúka verulegum tilfærslum frá framleiðslutengdum stuðningi til minna framleiðslutengds stuðnings. Þetta er mjög mikilvæg breyting því með henni lýkur óvissu um fjárhæð beingreiðslna næstu ára. Endanlega er fest í sessi framlag til jarðræktar, þróunarmála og gæðamála út samningstímann til samræmis við þá framkvæmd sem verið hefur undanfarin ár. Góðir samningar eða slæmir? Ljóst er að með samningum þessum eru bændur að afsala sér fjármunum til skamms tíma litið. Fyrir lá af hendi stjórnvalda að mögulegt væri að standa við ákvæðin um hækkun framlaga svo sem fyrr er getið. Hins vegar hefur verið samið um niðurfellingu vatnshalla sem var innbyggður í alla búvörusamninga. Það er mjög mikilvægt því sú langvarandi rýrnun hefur kostað búgreinarnar miklu meiri fjármuni en nú þarf að spara vegna ástandsins í ríkisfjármálunum. Að viðbættum nýjum og hækkuðum framlögum til búnaðarlagasamnings er einnig komið til móts við bændur. Til lengri tíma eru framlög nánast á pari við niðurskurðinn. Búnaðarlagasamningur Nýr búnaðarlagasamningur gildir til ársloka Í samningum er fest í sessi stefnumótun Búnaðarþings 2012 um leiðbeiningaþjónustu. Meginbreytingin er sú að ekki verður lengur gerður munur á landsþjónustu og héraðsþjónustu. Er gert ráð fyrir tímabundinni hækkun á framlagi til leiðbeiningaþjónustu, sem framlag vegna aukakostnaðar við breytingar á starfseminni. Ekki er gerð breyting á fyrirkomulagi kúasæðinga eða annarra framlaga til búfjárræktar og ræktunarstöðva. Jarðrækt Framlög til jarðræktar hækka verulega. Jarðræktarframlög árið 2013 geta orðið um 180 milljónir, að viðbættum tilfærslum úr sauðfjárog mjólkursamningum. Þar er um verulega hækkun að ræða sem getur hleypt nýju lífi í jarðrækt, ekki síst kornrækt. Efling kornræktar til innlendrar fóðurframleiðslu er flestum búgreinum og landbúnaðinum öllum mikilvæg. Sérstaklega er að þessu sinni horft til svínaræktar, en heimilt verður að víkja frá stærðarmörkum á stuðningi, vegna ræktunar á korni á vegum svínabænda. Á móti kemur að með meiri fjármunum er hægt að breyta þeim stærðarmörkum er hafa verið á undanförnum árum, eða fella þau niður. Nánar verður útfært í reglum hvernig stuðningi verður háttað. Aftur er nú hugað að stuðningi við hreinsun á stórum affallsskurðum. Þá eru sett í samninginn framlög, sem undanfarin ár hafa verið til lífrænnar ræktunar, 3,5 milljónir árlega, sem áður voru á sérstökum fjárlagalið en úthlutað af BÍ. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Framleiðnisjóður landbúnaðarins er endurreistur í nýja samningnum. Árið 2010 var gerður tveggja ára búnaðarlagasamningur, þar sem framlög til sjóðsins voru lækkuð verulega. Sjóðurinn hefur frá þeim tíma haldið sjó með því að draga saman og ganga á eigið fé, sem rýrnað hefur verulega á síðustu misserum. Bókun fylgir búnaðarlagasamningi sem markar þann ramma sem endurreistum Framleiðnisjóði er ætlað að vinna að. Fyrirvari vegna ESB-aðildar Ríkisvaldið hefur nú sett í alla samningana fyrirvara vegna aðildar að Evrópusambandinu. Ákvæðið þýðir að komi til aðildar falla samningarnir niður og landbúnaðarstefna ESB tekur yfir, þó með þeirri aðlögun sem mögulega verður samið um. Ákvæði þetta er eðlilegt að stjórnvöld setji fram, enda hafa þau sótt um aðild að ESB og vinna að henni. Eftirlaunaskuldbindingar Með búnaðarlagasamningi fylgir jafnframt samkomulag um að eftirlauna skuldbindingar frá gömlum tíma verði metnar og á árinu 2013 verði tekin ákvörðun um fram tíð þeirra. Búnaðarþing 2012 ályktaði um nauðsyn þess að eftirlaunaskuldbindingar er lægju hjá búnaðarsamböndum vegna ráðunauta, frá gamalli tíð, þegar launahlut þeirra var skipt á milli hins opinbera og búnaðarsambanda, yrði mætt með sérstökum hætti. Jafnframt er um framlög að ræða vegna lífeyrishækkana starfsmanna Búnaðarfélags Íslands. Ekki tókst að ljúka þessari greiningu og vinnu en mögulega verður niðurstaða mála sú að framlög vegna leiðbeiningaþjónustu lækki sem nemur þeim árlegu greiðslum sem nú þarf að inna af hendi. Nauðsynlegt er að taka fram að nú eru þessi framlög öll greidd af fjármunum úr búnaðarlagasamningi. Hlutur BÍ er 100% á ábyrgð ríkis. Kostnaðarlega breytir þetta því litlu en verði breytingin sem rætt er um að veruleka einfaldar það mjög fjármálaleg samskipti samtaka bænda og ríkis. Búvörusamningar og tollvernd Í fyrsta sinn er gengið frá öllum grunnsamningum landbúnaðarins sameiginlega. Þessi breyting og samkomulagið frá 2009 eru ekki gerð við venjulegar aðstæður. Það er skoðun forystumanna bænda að með þessum hætti skapist möguleikar í samningagerðinni til að fanga ný viðfangsefni þvert á búgreinar. Áfram verður unnið að endurnýjun búvörusamninga hverrar greinar, líkt og áætlun um gerð nýrra samninga um garðyrkjuna lýsir. Hins vegar er mikilvægt að muna að innan samninganna eru möguleikar á að þróa og breyta. Því ber ekki síst að meta samningana nú sem ramma um starfsskilyrði til lengri tíma. Bændasamtökin óskuðu við upphaf viðræðna eftir umræðu um nauðsyn þess að endurskoða tollvernd á landbúnaðarvörur. Bændasamtökin hafa gefið út sérstakt fræðslurit um tollvernd og þýðingu hennar. Segja má að íslensk landbúnaðarstefna byggi á tveimur meginstoðum: búvörusamningum og tollvernd. Sú krónutala sem þar á að tryggja innlendri framleiðslu samkeppnis aðstöðu hefur rýrnað í verðbólgu undanfarinna ára. Endurskoðun tollverndar og framtíð hennar mun alfarið ráða því hvernig tekst að verja hag landbúnaðarins. Ekkert mun ráða kjörum bænda meira til framtíðar. Í dag er í allnokkrum búvörum, mjólk, grænmeti og fleira tegundum, lítil sem engin vernd í tollum. Verslunin er í vaxandi mæli farin að skapa sér meira rými til hagnaðar í skjóli af rýrnandi tollvernd. En tollvernd er til að verja íslenskan landbúnað, þau störf og þær tekjur sem hann skapar. Ísland hefur heimild til 24 milljarða tollverndar en nýtir árið 2011 ekki nema 5,9 milljarða. Mismunurinn er sóttur í vasa bænda og fyrirtækja þeirra, sem sæta þurfa minni tekjum af vinnu sinni, með stöðugt hækkandi framleiðslukostnaði. Þó að ekki hafi tekist að vinna að málinu nú með stjórnvöldum lýstu þau skilningi á þessari stöðu. Hins vegar þarf að greina hana nákvæmlega og útfæra hugmyndir að breytingum. Að því munu Bændasamtökin vinna á næstunni og lýstu því yfir við frágang samninganna.

37 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Landssamtök sauðfjárbænda: Mikilvægt að forsendur búrekstrarins liggi fyrir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er ánægður með samningana fyrir hönd sauðfjárræktarinnar. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sauðfjárbændur að forsendur búrekstrarins liggi fyrir sem lengst fram í tímann. Aðalfundur LS fyrr á þessu ári markaði þá stefnu einróma að við ættum að vinna því framgang að samningarnir yrðu framlengdir að nýju. Ég er mjög sáttur við þá niðurstöðu sem náðist. Nú erum við með samning allt til ársloka 2017, eða í fimm ár miðað við næstu áramót, og það tel ég mjög jákvætt fyrir okkar grein. Ég hvet bændur til að styðja þennan samning. Hvað varðar efni samninganna telur Þórarinn mestu máli skipta að náðst hafi að tryggja að framlögin þróuðust áfram í takt við verðlagsþróun. Framlögin verða framvegis uppreiknuð í fjárlögum á hverju hausti, eins og önnur ríkisútgjöld, en verði sá útreikningur Í samkomulagi kúabænda og ríkisins um framlengingu mjólkursamningsins til ársloka 2016 er gert ráð fyrir því að árleg framlög vegna hans árin 2013 til 2016 verði m.kr. á ári, á verðlagi ársins 2012, en það er 1% skerðing frá framlögum yfirstandandi árs. Upphæðin tekur árlegum breytingum í samræmi við verðlagsuppfærslu fjárlaga, en víki þróun meðaltalsvísitölu neysluverðs frá verðlagsforsendum fjárlaga á árinu skal mismunurinn leiðréttur í fjárlögum næsta árs. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að samkvæmt þessu megi gera ráð fyrir því að framlög vegna mjólkursamnings verði um m.kr. á árinu Til samanburðar má nefna að sé upprunalegt framlag samningsins framreiknað samkvæmt vísitölu neysluverðs, eins og hún var í lok ágúst sl., væri framlagið komið í u.þ.b m.kr., að teknu tilliti til 1% árlegrar skerðingar eins og þar kveðið er á um. Með þeim breytingum sem nú eru gerðar er grunnupphæð samningsins í raun fest og ekki kemur til frekari skerðinga frá og með árinu 2013, segir Sigurður. Hann bendir á að í samkomulaginu sé eftirfarandi bókun: Samningsaðilar eru sammála um, á grundvelli greinar 8.2 Þórarinn I. Pétursson, formaður LS ekki í samræmi við verðbólgu fáum við það bætt í næstu fjárlögum á eftir. Við tökum á okkur 1% skerðingu á framlögum næsta árs en eftir það fellur sú krafa niður. Árleg krafa um 1% lækkun framlaga sem samningsins, að hefja vinnu við stefnumótun fyrir greinina með því mark miði að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu hennar til lengri tíma. Til undirbúnings þessu verði skipaður starfshópur samningsaðila til að meta þá reynslu sem komin er af framkvæmd samningsins, þ.á.m. kostnaðarþróun í greininni, áhrif kvótakerfisins og stöðu verðlagningar og tolla. Starfshópurinn skal skila niðurstöðu sinni í síðasta lagi 31. desember Í umræddri grein 8.2 mjólkursamningsins segir: Að liðnum fimm árum frá gildistöku samnings þessa skulu samnings aðilar kanna Samband garðyrkjubænda fagnar framlengingu á samningi grænmetisframleiðenda og ríkisins en samningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða var framlengdur út árið Ef skoðuð eru áhrif þess fyrir garðyrkjuna eru það helst eftirfarandi atriði sem við viljum nefna, segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Í fyrsta lagi geta grænmetisframleiðendur andað léttar og litið þó þrjú ár fram í tímann með áætlanagerð sína. Það versta sem fyrirtæki eiga við að stríða er óvissa. Óvissa með hvernig rekstrarumhverfi þess er og verður til lengri tíma. Vissulega hefðu framleiðendur viljað sjá samning til tíu ára til þess að tryggja þann grundvöll. Það er hins vegar mat okkar að rétt var að samþykkja þessa framlengingu þar sem vissa okkar um að eftir þann samningstíma verði nýr langtímasamningur um starfsskilyrði undirritaður. Óhætt er að fullyrða að markmið samningsins síðastliðin tíu ár hafi nánast að fullu náðst. Ekki aðeins geta samningurinn frá 2007 innihélt er því ekki lengur inni. Þórarinn segir að vissulega hafi samningarnir frá 2009 haft í för með sér verulega skerðingu á framlögum til landbúnaðarins. Ríkið fór einhliða inn í samningana eftir bankahrunið. Það var að sjálfsögðu samningsbrot, en bændur tóku mjög ábyrga afstöðu með því að ganga til samninga. Við tókum einfaldlega á okkur hluta af sameiginlegum byrðum landsmanna. Bændur hafa aldrei skorast undan því. Að öðru leyti eru samningarnir lítið efnislega breyttir að sögn Þórarins. Við erum að færa greiðslufyrirkomulag geymslugjalds inn í samnings textann til samræmis við þá fram kvæmd sem tíðkast hefur eftir að hætt var að greiða geymslugjald til sláturleyfis hafa. Jafnframt erum við að setja aukið fjármagn í jarðrækt til samræmis við það sem sauðfjár- og kúabændur hafa gert undanfarin ár. Landssamband kúabænda: Framleiðendur fá svigrúm til aðlögunar Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda Samband garðyrkjubænda: Mikil lyftistöng fyrir garðyrkjuna Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda framkvæmd hans og í framhaldi af þeirri könnun hefja viðræður um áframhaldandi stefnumótun og gerð nýs samnings. Sigurður rifar upp að hinn 1. september sl. voru liðin sjö ár frá gildistöku samningsins og nú er verið í annað sinn að leggja til framlengingu hans. Í árslok 2016 verða því liðin rúm ellefu ár frá því að samningurinn tók gildi. Þá verður einnig hálfnað það tímabil sem stefnumörkun Landssambands kúabænda, sem samþykkt var á síðasta ári, nær yfir. Í henni er m.a. stefnt að breytingu á kvótakerfinu þannig að ríkisstuðningur nýtist betur til lækkunar framleiðslukostnaðar. Einnig er í stefnumörkuninni lögð áhersla á við gerð nýs mjólkursamnings, að stefnt verði að breyttu fyrirkomulagi ríkisstuðnings í þá átt að draga úr tilhneigingu hans til að eigngerast. Sigurður segir að Landssamband kúabænda hafi ætíð lagt á það áherslu að breytingar af þessu tagi ættu sér nokkurn aðdraganda og framleiðendur fengju nauðsynlegt svigrúm til aðlögunar að nýjum veruleika. Með því að hefjast nú þegar handa við framangreinda úttekt gefst greininni talsvert andrúm til að takast á við þær breytingar sem kunna að verða, segir Sigurður Loftsson, formaður LK. framleiðendur verið sáttir heldur neytendur og ríkið, segir Bjarni. Nýtt nafn á samningnum Bjarni segir að í öðru lagi hafi aðilar verið sammála um tillögu SG um nýtt nafn samningsins. Upphaflega var hann aðlögunarsamningur eftir stórfellda breytingu á tollum á grænmeti sem voru lagðir af. Íslensk framleiðsla þurfti að há harða samkeppni við innflutning og óhætt að segja að með atbeina neytenda er staða innlendrar framleiðslu nokkuð sterk. Fulltrúar SG töldu að aðlögun væri lokið en við tæki samningur um starfsskilyrði. Óhætt er að fullyrða að framleiðsla grænmetis á Íslandi hafi aldrei verið öflugri og hefur vaxið og dafnað vel. Hlutverk samnings í þeirri niðurstöðu er töluvert og hefur verið mikil lyftistöng garðyrkjunnar, segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Breytingar á búvörusamningum: Fyrirkomulag kosninga Bændasamtök Íslands efna til atkvæðagreiðslu um breytingar samningum um starfsskilyrði sauðfjár ræktar og mjólkurframleiðslu sem undirritaðir voru 28. september sl. Á kjörskrá eru allir viðtakendur greiðslna sem tengjast þessum samningum og eru jafnframt félagar í BÍ með því að vera félagar í búnaðarsambandi eða búgreinafélagi viðkomandi búgreinar. Einnig aðrir sem eru aðilar að búrekstri sem njóta þessara greiðslna og eru félagar í BÍ samanber ofangreint. Kjörskrár hafa verið sendar búnaðar samböndunum, Landssamtökum kúabænda og Landssamtökum sauðfjárbænda til yfirferðar. Jafnframt munu allir sem hafa aðgang að Bændatorginu geta séð hvort þeir eru á kjörskrá. Póstkosning Stefnt er að því að kjörskrá liggi fyrir 29. október nk. Á grundvelli hennar verða sendir út atkvæðaseðlar í pósti. Hver og einn sem er á kjörskrá fær Kjörskrá á Bændatorgi Á Bændatorginu á geta bændur gengið úr skugga um hvort þeir séu örugglega á kjörskrá vegna kosningar um framlengingu búvöru samninga. Undir liðnum Mín síða koma þessar upplýsingar fram. Þar koma einnig upplýsingar um í hvaða félögum bændur eru skráðir í samkvæmt félagatali Bændasamtakanna. Forsvarsmönnum búgreinasamtaka og búnaðarsambanda verður sömuleiðis veittur aðgangur að þá atkvæðisseðil og umslag utan um hann sem síðan skal stinga í umslag merkt Bændasamtökum Íslands. Það skal merkt með nafni sendanda þannig að ganga megi úr skugga um hverjir hafa greitt atkvæði og bera það saman við kjörskrá. Atkvæðunum sjálfum í ómerktum umslögum er síðan safnað saman og þau opnuð og talin þegar kjörfundi er lokið. Athygli er sérstaklega vakin á því að telji einhverjir að þeir eigi að vera á kjörskrá en fá ekki send kjörgögn verður áfram hægt að senda erindi þess efnis til kjörstjórnar kosninganna sem hefur aðsetur í Bændahöllinni í Reykjavík. Síðasti dagur til að póstleggja atkvæðaseðla er 19. nóvember Kjörgögn á að senda út 5. nóvember nk. og síðasti dagur til að póstleggja atkvæðaseðla verður 19. nóvember. Kjörfundi er þar með lokið. Talning atkvæða mun þá fara fram í lok þeirrar viku eða 22. til 23. nóvember og niðurstaðan kynnt í kjölfarið. kjörskrám á Bændatorginu. Nánari upplýsingar veitir tölvudeild BÍ í síma Bændafundir fram undan Bændasamtök Íslands munu á næstu dögum og vikum, í samvinnu við LK og LS, halda bændafundi þar sem nýir búvöru samningar og búnaðarlagasamningurinn verða til umfjöllunar. Fyrsti fundurinn verður í Eyjafirði mánudaginn 22. október. Árlega halda forystumenn bænda í fundaferð um landið til þess að ræða þau mál sem efst eru á baugi í atvinnugreininni. Auk þess að fjalla um nýframlengda búvöru samninga og nýjan búnaðarlaga samning verður rætt um þær breytingar sem eru í farvatninu á leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Aukabúnaðarþing kemur saman í síðustu viku októbermánaðar til þess að ákveða um framtíðarskipulag ráðgjafar í landbúnaði. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina og fylgjast með auglýsingum um þá á vef Bændasamtakanna, Dagsetning Svæði Fundarstaður Fundartími mánudagur 22. október Eyjafjörður Hlíðarbær 20:30 þriðjudagur 23. október Norður-Þing Öxi á Kópaskeri 13:30 þriðjudagur 23. október Suður-Þing Breiðamýri 20:30 þriðjudagur 23. október Hornafjörður Smyrlabjörg 12:00 miðvikudagur 24. október Vopnafjörður Mikligarður 12:00 fimmtudagur 25. okt Kirkjubæjarkl. Icelandair-Hótel 14:00 fimmtudagur 25. október Mýrdalur Hótel Höfðabrekka 12:00 fimmtudagur 25. október Barðaströnd Birkimelur 12:00 fimmtudagur 25. október Ísafjörður Hótel Ísafjörður 12:00 miðvikudagur 31. október Hvanneyri Ásgarður 20:30 fimmtudagur 1. nóvember Húnavatnssýslur Víðihlíð 20:30 fimmtudagur 1. nóvember Skagafjörður Hótel Varmahlíð 14:00 fimmtudagur 1. nóvember Suðurland Þingborg 13:30 fimmtudagur 1. nóvember Kjós Kaffi Kjós 20:30 þriðjudagur 6. nóvember Egilsstaðir Hótel Hérað 13:30

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Lesendabás Steingrímur Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skrifar: Með lögum skal land byggja Tvö lömb Indriða bónda á Skjaldfönn reyndust hvort um sig vera 72 kg að þyngd á fæti þegar þau komu í sláturhúsið á Blönduósi. Magnaðir móðurleysingjar Gaman var að sjá og lesa um 74 kg einlembingslambhrútinn í Stykkishólmi í síðasta Bændablaði og er eigendum óskað til lukku með hann. En við Vestfirðingar viljum ekki vera neinir eftirbátar Snæfellinga á þessu sviði. Því fannst mér rétt að koma á framfæri frásögn og mynd af tveimur bræðrum sem fæddust 6. maí í vor, móðirin Brúska og faðirinn Skrauti Brúska fór af túnum áleiðis á sínar hefðbundnu sumarslóðir á Skjaldfannarfjall hinn 12. júní en skilaði sér ekki heim af þeim slóðum í I II eða eftirleit. Hrútarnir hennar fundust svo í eftirleit 6. október, móðurlausir á Lónseyrarfjalli á Snæfjallaströnd og vigtuðu hvor um sig 72 kg. Þeim var fargað á Blönduósi og var fallþungi 29,6 og 29,0 kg, eða samtals 58,6 kg, og fóru báðir í U4. Þar sem viðbúið er að hér sé um afurðalandsmet tvílembu að ræða er sárt að sjá henni á bak og fullur vilji til að leita betur ef færi gefst. Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn við Djúp Um ljósleiðaravæðingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps og kröfur Ábótans Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Skeiða- og Gnúpverjahreppur að leggja ljósleiðara á öll lögbýli í sveitarfélaginu, íbúum að kostnaðarlausu. Að auki býðst öðrum húseigendum að fá tengingu á eigin kostnað. Þetta er lofsvert framtak hjá sveitarstjórninni og ætti að vera öðrum sveitarstjórnum til eftirbreytni. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að verðmæti eigna sem hafa ljósleiðaratengingu eykst, auk þess sem hagsæld og framleiðni eykst á þeim svæðum sem njóta slíkra tenginga. Með ljósleiðaratækni er auðvelt að bjóða meðal annars sjónvarpsþjónustu, myndbandaleigu, raunverulega háhraðatengingu við internetið og síðast en ekki síst talsímaþjónustu. Á síðastliðnum árum hefur fjarskiptafyrirtækið Ábótinn veitt íbúum og fyrirtækjum í téðum hreppi internetþjónustu. Þjónustan hefur verið veitt með ADSL í gegnum kopar línur ásamt þráð lausum tengingum. Aðeins er um internetþjónustu að ræða. Þetta framtak forsvarsmanna Ábótans var til fyrirmyndar og sýndi meðal annars skilning á nauðsyn góðra fjarskipta í dreifbýli og hefðu stærri fjarskiptafyrirtæki mátt taka þetta sér til fyrirmyndar. Því er það óskiljanlegt þegar forsvarsmenn Ábótans krefja nú Skeiða- og Gnúpverjahrepp um bætur að upphæð 87 milljónir króna vegna röskunar á samkeppni! Í stað þess að samfagna íbúum með nýtt og öflugt dreifikerfi fjarskipta er krafist bóta sem hugsanlega eiga sér lagastoð en eru siðlausar og alger lega úr takti við raunveruleikann. Forsvarsmenn Ábótans ættu manna best að sýna því skilning þegar lyft er grettistaki í fjar skiptum hreppanna. Spurt er hvorir séu mikilvægari, hagsmunir Ábótans eða hagsmunir íbúa og fyrir tækja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það er nauðsynlegt að benda á að Ábótinn veitir Ingólfur Bruun aðeins internetþjónustu í gegnum dreifikerfi sitt. Nýja ljósleiðarakerfið mun hins vegar bjóða upp á sjónvarpsþjónustu, myndbandaleigu, internetþjónustu (á margföldum hraða miðað við internetþjónustu Ábótans) og að lokum talsímaþjónustu. Því er ekki rétt að halda fram að um röskun á samkeppi sé að ræða. Hér er um að ræða tvo nánast óskylda hluti. Á heimasíðu Ábótans kemur þetta fram: Það hefur alla tíð verið markmið Ábótans að styrkja byggð í dreifbýli Suðurlands með fjarskiptum. Ef þetta væri raunverulegt markmið forsvarsmanna Ábótans myndu þeir láta af bótakröfum sínum þegar í stað. Ég vil leyfa mér að hvetja forsvars menn Ábótans til að láta af kröfum sínum um skaða bætur af hendi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Áframhaldandi málarekstur er þeim til hnjóðs og mun aðeins halda áfram að skaða ímynd og viðskiptavild Ábótans. Ingólfur Bruun Höfundur er hugmynda smiður Fjarskiptafélags Öræfinga, sjá Nýlega skrifaði Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM, grein í Bændablaðið undir heitinu Sex landbúnaðar ráðherrar stóðust prófið. Af þessu tilefni vil ég rekja feril og framkvæmd landbúnaðarsamnings WTO að nokkru leyti. Samningurinn um aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO (GATT-samningurinn) tók gildi hér á landi 1. janúar Þau atriði samningsins sem fjalla um markaðsaðgang öðluðust gildi 1. júlí sama ár. Með gildistöku samningsins urðu veigamiklar breytingar á skipan innflutningsmála landbúnaðar afurða. Fullgilding samningssins kallaði á ýmsar lagabreytingar, einkum á tollaog búvörulögum, og voru þær gerðar með lögum nr. 87/1995. Samningurinn felur m.a. í sér aukinn markaðsaðgang á ýmsum landbúnaðarvörum sem áður var bannað að flytja til landsins og/eða var háður sérstökum takmörkunum. Aukinn markaðsaðgangur samkvæmt samningnum er veittur í formi tollkvóta á lægri tollum, þ.e. 32% af leyfilegum hámarkstollum (tollabindingum). Tollkvótarnir miðuðust við meðalneyslu áranna og skyldu þeir vera 3% af því magni í upphafi og aukast í 5% árið Þetta á m.a. við um kindakjöt, en skylt er samkvæmt samningnum að auglýsa 345 tonn á ári. Á meðfylgjandi mynd er tafla sem sýnir magn í upphafi, þ.e. þegar kvótanum var fyrst úthlutað og síðan að sex árum liðnum, eða eftir árið Frá árinu 1995 hafa tollkvótar verið auglýstir og þeim úthlutað ef áhugi er fyrir hendi til innflutnings, að undanskildum kvótum fyrir kindakjöt. Framan af var lítill eða enginn áhugi á að flytja inn lambakjöt til Íslands. Í byrjun árs 2007 óskuðu tvö fyrirtæki eftir heimild til innflutnings á kindakjöti til landsins, en kjötið átti að koma frá Nýja-Sjálandi. Þáverandi Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafnaði þessum beiðnum. Það gerði hann á þeirri forsendu að ráðuneytinu hefðu í fyrra tilfellinu ekki verið látnar í té nauðsynlegar upplýsingar áður en vara var send frá útflutningslandi og í hinu tilfellinu að ekki hefði farið fram áhættumat og ýmsar úttektir vegna hugsanlegs innflutnings á kindakjöti frá Nýja- Sjálandi. Innflutningsaðilarnir vildu ekki una þessum ákvörðunum ráðherrans. Málið kom því til kasta umboðsmanns Alþingis og í áliti sínu frá 13. september 2010 í máli nr. 5199/2008 var það niðurstaða umboðsmanns að ráðuneytið hefði í fyrra tilfellinu ekki sýnt fram á að því hefði eins og atvikum var háttað verið heimilt að lögum að synja beiðninni synjunin hefði því verið ólögmæt. Í síðara tilfellinu var það niðurstaða umboðsmanns að ráðuneytið hefði ekki sýnt fram á að synjun þess hefði verið í samræmi við 2. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993, eins og það ákvæði bæri að túlka í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins. Synjun þessi hefði ekki heldur verið í samræmi við lög. Í kjölfar þessa álits var margs konar spurningum beint til ráðuneytisins og ákveðnum tilmælum jafnframt komið á framfæri við ráðuneytið um bætta stjórnsýslu. Eins og áður um getur var tollkvótum vegna innflutnings á kindakjöti (undir vöruliðum 0204, 0206 og 0210) ekki úthlutað á árunum Ráðuneytið hefur þegar viðurkennt að það kunni að vera ósamrýmanlegt samningsskuldbindingum Íslands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni en hefur bent á það í bréfum sínum til umboðsmanns að það hafi verið afstaða þeirra landbúnaðarráðherra sem gegnt hafi embætti allt frá því að lög nr. 87/1995 tóku gildi að ekki skyldi auglýsa tollkvóta fyrir lambakjöt. Með hliðsjón af niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og með vísun til íslenskra laga ákvað ég hins vegar að uppfylla lagalega og þjóðréttarlega skyldu Íslands og auglýsa tollkvóta fyrir kindakjöt í sumar sem leið. Ég skil vel að forverum mínum á stóli landbúnaðarráðherra hafi verið fremur óljúft að opna fyrir lágmarksaðgang hvað innflutning lambakjöts varðar. Sjálfum var mér svipað farið á útmánuðum veturinn 2009 þegar málið kom lítillega til skoðunar í ráðuneytinu. Nú þegar hins vegar liggur fyrir með skýrum hætti að um lögbundna og samningsbundna skyldu er að ræða er með ólíkindum að fyrrverandi landbúnaðarráðherra skuli berja sér á brjóst og hælast yfir því að hafa brotið landslög og um leið alþjóðlega samninga sem Ísland hefur gert. Hvort er meiri hetjuskapur að fara að landslögum, þótt það kunni að vera pólitískt viðkvæmt, eða hæla sér af því að brjóta þau læt ég lesendum eftir að dæma.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Send í sveit Leggjum bændum lið Ég vil hvetja almenning til umhugsunar um þá erfiðu stöðu sem framundan er hjá ýmsum bændum. Haustið er tími svo margvíslegrar uppskeru hjá bændum; þá kemur m.a. í ljós afrakstur síðasta sauðburðar auk sauðfjárræktunar síðustu ára og áratuga. Sú ræktun er ekki byggð á skyndilausnum eða skammtímaávinningi heldur er um ígrundun og langtímasjónarmið að ræða, þar sem haft er að leiðarljósi að afurðirnar skili sauðfjárbóndanum sem mestum arði svo búið standi undir sér og helst að það framfleyti fjölskyldunni. Nú standa margir bændur frammi fyrir þeirri spurningu hvert innleggið í sláturhúsið verður þetta haust og þar með hvað þeir fá útborgað. Auk þess er spurningin um hvað muni vera fram undan hávær hjá ýmsum þeirra. Sláturtíð lýkur ekki fyrr en seinni hluta október og þá geta menn einhverja grein gert sér fyrir tjóninu sem þeir hafa orðið fyrir, en langt er í frá að allt liggi ljóst fyrir. En það er svo margt annað sem alger óvissa ríkir um. Allt vinnuskipulag hefur riðlast vegna þess gjörningaveðurs sem gekk yfir landið september. Haustverkum er ýtt til hliðar vegna brýnni verkefna; leitar að búfénaði í kapphlaupi við tímann og þeim verður sinnt síðar, þegar færi gefst. Skemmdir urðu á trjágróðri, korni, grænfóðri, girðingum, jafnvel byggingum, og víða tókst ekki að slá hána. Að ýmsu öðru þarf að hyggja fyrir veturinn en það hefur allt orðið að víkja um sinn. Þá er ýmislegt annað sem bætist þar ofaná, s.s. að vegna rafmagnsleysis varð matur e.t.v. ónýtur, hella þurfti niður mjólk og svo það að bændur urðu fyrir óvæntum útgjöldum í stórum stíl vegna leitarstarfa sem staðið hafa yfir vikum saman. Aukinn mannskapur við leitarstörf þarfnast matar, húsaskjóls og fatnaðar en hlífðarfatnaður dugði jafnvel ekki daginn út. Á vélknúin ökutæki af ýmsum gerðum þurfti eldsneyti og reikna má með bilunum og sliti á tækjum við leitarstörf í erfiðum aðstæðum. Allt eru þetta óvænt útgjöld við búsýsluna. Björgunarstörf við erfiðar aðstæður Við venjulegar kringumstæður þegar smalað er, hvernig svo sem viðrar, rennur féð undan þegar styggð kemur að því, smalarnir dreifa sér á leitarsvæðin og smám saman stækkar safnið sem rennur undan þeim til byggða. Nú bar svo við að þetta gerðist ekki á hinn hefðbundna hátt. Færra fé fannst sem rann undan smalanum, hreyfingin á leitarsvæðinu var sama og engin, það gerðist ekkert! Snjór yfir öllu gerði allar aðstæður erfiðari, þungt að ganga og klofa snjóinn sem útheimtir mikið þrek. Því betur fannst fé á lífi, meiri hluti þess hefur lifað af þessar hremmingar. En margt fé hefur drepist, á kafi í fönn eða það hefur hrakið í ár og læki. Þar er um framleiðslutæki bænda að ræða. Það útheimtir andlegt og líkamlegt þrek að grafa upp stirðnaða skrokka og drösla þeim upp á yfirborðið. Víða á leitarsvæðunum var leiðindaveður, krapahríð, slydda, rigning og kalt. Þegar heim kom var illmögulegt að þurrka fatnað hjá þeim sem að auki bjuggu við rafmagnsleysi. Matseld við þær kringumstæður útheimti mikið skipulag og útsjónarsemi. Eftir að hafa hvílst en kannski svefnlausa nótt var farið á ný að leita, klæddur í þurr nærföt og innri fatnað en utanyfirfatnaður ennþá jafnblautur og fyrri daginn. Í rafmagnslausum húsakynnum var hljótt, enginn niður Kindur sem grafnar voru upp í Mývatnssveit. Hólmfríður S. Haraldsdóttir frá tækjum og vélum, útvarp ekki í gangi og víða var ekki símasamband, hvað þá tölvusamband. Skortur var á upplýsingum og aðgengi að þeim var ekkert fyrst um sinn. Rafmagnsleysi veldur því að fólk kemst ekki á internetið, heimasímar sem eru tengdir rafmagni verða gagnslausir, farsímar verða ekki endurhlaðnir nema úti í bíl og ekki algilt að allir hafi tæki til þess. Textavarp nýtist ekki og þegar heilt byggðarlag verður rafmagnslaust, auk þess sem nánast var ófært á milli bæja, þá voru menn einangraðir. Þögnin var alger og hún undirstrikaði e.t.v. þær aðstæður sem ríkja þar sem dauðinn hefur barið dyra. Þá reynir á styrk hvers og eins EN einnig á stuðning meðbræðra. Bændur ekki vanir að barma sér Það gjörningaveður sem skall á svo óvænt og með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á kallar fram margvísleg viðbrögð og tilfinningar. Áfallið leggst af mismunandi þunga á fólk og mannfólkið er misjafnlega í stakk búið að taka áföllum. Þó má segja að bændum sé eðlislægt að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði. Þeir þekkja litróf lífsins harla vel, allt frá því að líf kviknar og þar til því lýkur, og eru ekki óvanir að aflífa skepnur þegar þess er þörf. Þeir hafa ekki lagt í vana að barma sér þótt illa gangi og eru ekki að því heldur á þessum tíma. Enda er þeim efst í huga nú að bjarga því sem bjargað verður og eru flestir eða allir örþreyttir við björgunar- og leitarstörf. Það ástand sem nú hefur skapast reynir á hinn mannlega mátt, meira en góðu hófi gegnir. Í húfi er lifandi fénaður sem bændum er kær og að auki leggjast á þá áhyggjur af fjárhagslegu tjóni og í mörgum tilfellum stórtjóni. Ekki má gleyma að huga að börnunum sem mörg eiga sínar uppáhaldsskepnur og vegna álagsins hafa foreldrar ærin verkefni. Þörf er á varkárni í umræðunni um ástandið því börn skilja oft hlutina öðruvísi en hinir fullorðnu, eða misskilja, og Mynd/Erna Erlingsdóttir það getur bakað þeim óþarfa hræðslu og óöryggi. Tjón verður aldrei að fullu bætt Ráðamenn hafa lýst yfir að þeirra vilji standi til að bæta það tjón sem menn hafa orðið fyrir. En þótt Bjargráðasjóður eigi að taka við þar sem hefðbundnum tryggingum sleppir þarf enginn að búast við að hann bæti allt það tjón sem aðrir bæta ekki. Sem dæmi má nefna að girðingar sem eyðilögðust munu ekki fást fullbættar og það gefur augaleið að girðingar sem voru misjafnlega upplitsdjarfar áður en þessar náttúruhamfarir gengu yfir fást ekki bættar eins og um girðingar í góðu viðhaldi eða nýlega reistar sé að ræða. Samt sem áður er endurreisn girðinga gríðarlega fjárfrek. Það er í svo mörg horn að líta og mönnum gefst ekki tími til að huga að öllum þáttum fyrr en fyrsta lota er um garð gengin. Þess vegna er allt í lagi að almenningur hugleiði af alvöru í hvaða stöðu bændur og búalið eru og í raun er flestum hollt að hugleiða það. Á íbúafundunum sem haldnir voru skynjaði ég hve örþreyttir menn voru en samt sem áður þótti fólki gott að hittast og spjalla, bera saman bækur sínar, en ekki síður að eiga samræður við þá sem komu utan að. Þar bar e.t.v. hæst kynning á áfallahjálpinni sem fólkinu stendur til boða. Íslenska sauðkindin hefur sýnt alveg ótrúlega seiglu, líklega meiri seiglu en menn bjuggust við. Leitarfólk hefur unnið þrekvirki og ekki má gleyma að nefna þátt björgunarsveitanna, sem er ómetanlegur. Í þessum aðstæðum hefur komið berlega í ljós hve samtakamáttur fólks og samkennd er mikils virði. Einmitt í slíku andrúmslofti ætti að nýta alla jákvæða krafta til endurreisnar og af myndarskap. Á íbúafundinum í Skjólbrekku kom fram að raflínan í sveitinni yrði lögð í jörð og því var spurt hvort ekki væri lag nú að leggja ljósleiðara samtímis þannig að menn í sveitinni sætu við sama borð og meirihluti landsmanna hvað nettengingu varðar. Ástæða er til að skora á alla hlutaðeigandi að vinna því máli brautargengi. Gleymum ekki því að bændur þurfa á stuðningi okkar að halda nú næstu vikur og mánuði. Verkefnin sem bíða þeirra nú eru óþrjótandi og óvissan mikil um marga þætti í nánustu framtíð. Eftir því sem tíminn líður frá óveðursdögunum og daglegu verkefnin taka við hjá almenningi er enn mikilvægara að við munum eftir þeim. Gerum það sem í okkar valdi stendur og verum þeim innan handar og hjálpum eftir því sem okkur er unnt. Hólmfríður S. Haraldsdóttir Ferðamálafræðingur Kyrrðin og frelsið minnisstæðast Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður og kerfis fræðingur hjá Gagnavörslunni. Hvar varstu í sveit og hvenær? Ég er ættaður úr Landeyjunum og frá Eyjafjöllunum. Frá átta ára aldri var ég í sveit hjá frændfólki mínu og fram á unglingsár. Ég var í sveit á Skíðbakka í Landeyjum en líka eitt sumar á Brú í Austur-Landeyjum. Ábúendur og tegund bús? Á báðum bæjunum var kúa- og sauðfjárbú. Á Skíðbakka var ég lengst af hjá móðursystur minni Sigríði Erlendsdóttur og manni hennar Alberti Halldórssyni. Áður en afi og amma mín létust, Erlendur Árnason og Guðbjörg Jónasdóttir, var ég hjá þeim í sveit. Á Brú bjuggu Jarþrúður (Ditta) K. Guðmundsdóttir og Helgi Benóný Gunnarsson. Hvað var skemmtilegast við dvölina? Það var frelsið í sveitinni og allir krakkarnir, frændur mínir og frænkur sem voru á svipuðum aldri og ég. Ég hafði einnig gaman af að kynnast dýrunum og maður náði sérstakri tengingu, til dæmis við beljurnar sem allar höfðu sín eigin nöfn. En það var líka mikil sorg þegar verið var að slátra og sú upplifun var allt öðruvísi en ég hafði kynnst áður. Ég man eftir augnablikum þegar nautgripi var slátrað sem við krakkarnir þekktum með nafni og þá voru allir krakkarnir úti í fjósi grátandi yfir því sem koma skyldi. Hvað var erfiðast við dvölina? Mér fannst erfiðast að vera lítill strákur og fara í sveit í burtu frá mömmu og pabba. Ég var óöruggur fyrst en fjölskyldan var mjög góð við mig. Stundum upplifði ég að maður væri nálægt lífi og dauða, sem var ekki eins algengt á æskuslóðunum í Þorlákshöfn. Hvaða verk voru á þinni könnu? Ég var kúasmali, sótti beljurnar, rak þær inn í fjós og hjálpaði til við mjaltirnar. Síðan hjálpaði maður til í þeim verkum sem þurfti, eins og í heyskap og öðru. Geturðu nefnt eftirminnileg atvik? Mér er það minnisstætt þegar ég fékk að prófa að keyra traktor. Einnig fór ég á reiðnámskeið í Hólmahjáleigu hjá Bergi Pálsyni og Agnesi Antonsdóttur. Þá var ég á námskeiði hjá þeim í nokkrar vikur og við fórum í langa reiðtúra um allar Landeyjarnar. Mikið af móðurfólkinu mínu býr enn í Landeyjunum og er mikið hestafólk. Mér fannst líka eftirtektarvert í sveitinni þegar við krakkarnir vorum að leika að þá sögðu krakkarnir í sveitinni okkar eru að fara að gera í leik eins og í Playmó en í þorpinu mínu var það minn er að fara gera. Það var greinilega meira framsóknareðli í börnunum í sveitinni, en í þorpinu var þetta meira á einstaklingsstiginu. Þarna lærði ég nýja mállýsku sem mér finnst í dag mjög falleg. Skildi dvöl þín í sveitinni eitthvað sérstakt eftir sig? Það er ekki spurning, það er mjög margt. Í fyrsta lagi tengingu við náttúruna og uppruna hluta. Kyrrðin í sveitinni er mér einnig mjög minnisstæð, maður var stundum á gangi um kvöld og það lá við að það mætti heyra saumnál detta. /fr Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi stöðum: Hvanneyri, mánudaginn 5. nóvember Stóra Ármóti, miðvikudaginn 7. nóvember Búgarði á Akureyri, föstudaginn 9. nóvember Námskeiðin eru frá klukkan 10:00-18:00 Skráning: Skráning fer fram í síma eða með tölvupósti til bondi.is. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 26. október. Athygli er vakin á því að sækja þarf um aðild að gæðastýringu hjá Matvælastofnun fyrir 20. nóvember til að hefja þátttöku í gæðastýringu á næsta framleiðsluári. Nauðsynlegt er að hafa setið gæðastýringarnámskeið til að vera fullgildur þátttakandi. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Markaðsbásinn Aðalfundur Evrópusamtaka bænda og samvinnufélaga bænda, COPA-COGECA: Bændum líst þunglega á breytingar á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni Dagana október var haldinn aðalfundur COPA-COGECA í Búdapest í Ungverjalandi. Fyrir Íslands hönd sóttu fundinn Erna Bjarnadóttir og Sigurbjartur Pálsson. Fundinn sóttu bændur alls staðar að úr Evrópu, allt frá Íslandi í norðri til Tyrklands í suðri. Auk þess vakti það athygli þeirrar sem þessar línur ritar að meðal fundarstjóra á fundinum voru háttsettir forstjórar úr röðum samtaka áburðarframleiðenda í Evrópu, efnafyrirtækja sem framleiða varnarefni fyrir landbúnað, John Deere dráttarvélaframleiðandans og framkvæmdastjóri Carrefour, franskrar smásölukeðju. Hér verður fjallað um þrjá af helstu málaflokkum sem til umræðu voru á fundinum. Framleiðni og arðsemi landbúnaðar í ESB Rætt var um þá byrði sem bændur í Evrópu bera af þeirri stjórnsýslu sem fylgir styrkjafyrirkomulagi ESB. Bændur hafa miklar áhyggjur af því að þetta dragi úr framleiðni og arðsemi evrópsks landbúnaðar og geri hann ósamkeppnishæfan við landbúnað í öðrum löndum. Leist þeim einnig þunglega á þær breytingar sem boðaðar hafa verið á sameiginlegu landbúnaðar stefnunni fyrir tímabilið Eins og þær liggja nú fyrir eru þær fallnar til þess að auka enn á stjórnsýslubyrði og þar með kostnað við búreksturinn. Meðal annars eru uppi hugmyndir um að skylda bændur til að taka 7% lands úr ræktun. Það mun enn auka á óhagræði við framleiðsluna. Evrópskir bændur hafa einnig áhyggjur af þeim takmörkunum sem þeim eru settar við að nota erfðabreytt afbrigði af ræktunarplöntum. Þeir telja að keppinautar þeirra í öðrum löndum sem fá að nota erfðabreyttar jurtir fái með því samkeppnisforskot og samhliða verði arðsemi í evrópskum landbúnaði minni. Mikið var talað um mikilvægi rannsókna til að auka arðsemi landbúnaðarins. Staða bænda í virðiskeðjunni Mikil umræða var á fundinum um stöðu bænda gagnvart smásöluversluninni. Í mörgum löndum hefur orðið mikil samþjöppun á smásölumarkaði og við það hefur staða bænda í virðiskeðjunni veikst. Robert Carlson, bóndi frá Bandaríkjunum og formaður alþjóðasamtaka bænda, sagði m.a. frá því að í Bandaríkjunum væri engin leið fyrir bónda að hefja framleiðslu á alifugla- eða svínakjöti án þess að hafa fyrst tryggt sér sölusamning við smásöluverslanakeðju. Evrópuþingið hefur beitt sér á þessu sviði og samþykkti nú síðast í sumar ályktun um þetta mál. Þar er m.a. skorað á framkvæmdastjórn ESB að leggja fram tillögur að löggjöf án þess þó að spillt verði fyrir eðlilegri markaðsstarfsemi sem stuðli að sanngjarnara sambandi milli framleiðenda, birgja og dreifingaraðila matvæla, og koma gildandi reglum í fullnaðar framkvæmd, ekki síst vegna þess að nýjustu tölur um afkomu í landbúnaði frá Eurostat síðan 2009 hafa sýnt að tekjur bænda hafa dregist saman um 11,6%. Í ályktuninni er einnig að finna lista sem ekki er tæmandi yfir ósanngjörn skilyrði í viðskiptum og mörg fleiri atriði sem þingið telur að þurfa skoðunar við. Að lokum segir svo þingið það forgangsmál að ESB setji af stað upplýsingaherferð gagnvart bændum til að fræða þá um samningsrétt sinn og algengustu ólöglegu, ósanngjörnu og móðgandi samningaþætti og viðskiptahætti sem þekktir eru. ( europa.eu/sides/getdoc.do?type=- MOTION&language=EN&reference=B7-0006/2012). Maria do Céu Patrao Neves, þingkona frá Portúgal, hefur lengi barist fyrir því að ESB beiti sér í þessum málaflokki og má segja að nýjasti afrakstur þess sé ofangreind ályktun. Jerome Bédier, framkvæmdastjóri frönsku smásölukeðjunnar Carrefour, dró hins vegar ekki af sér við að kvarta yfir því að smásalan þyrfti sífellt að verða við nýjum kröfum viðskiptavina sinna. Endurskoðun landbúnaðarstefnu ESB Þriðja málið sem setti verulegan svip á umræður á fundinum var endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB, CAP. Framkvæmdastjóri ESB í landbúnaðar málum, Dacian Ciolos, Gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað Þekkt fyrir styrkleika og endingu Fást hjá umboðsmönnum okkar um land allt Forstjóri dráttarvélaframleiðandans John Deere var meðal fundarstjóra á aðalfundi COPA-COGECA. Endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu var á dagskrá fundarins. fjallaði um hana. Landbúnaðarstefnan þarf að takast á við sjálfbærni út frá þremur sjónarhornum, sagði Ciolos, umhverfislega, efnahagslega og félagslega. Ciolos sagði frum framleiðsluna veikasta hlekkinn í matvælavirðiskeðjunni og það kæmi efnahagslega niður á bændum. Þar viðgengjust ósanngjarnir viðskiptahættir og nauðsynlegt væri að breyta löggjöf til að ráðast að rótum vandans. Í máli bænda kom einmitt fram að samkeppnislöggjöfin væri í dag hindrun í vegi þess að bændur sameinuðust í markaðsmálum. Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á tekjur bænda, t.d. er maísuppskeran í Ungverjalandi aðeins um helmingur af því sem gerist í venjulegu árferði vegna þurrka, að sögn Ciolos. Einnig kostaði aukin stjórnsýsla bændur tíma og peninga. Evrópusambandið þyrfti á hagvexti að halda og landbúnaður væri stór atvinnuvegur sem hefði þar mikilvægu hlutverki að gegna. Fyrri stoð landbúnaðarstefnunnar væri mjög mikilvæg og aðgerðir til að endurbæta hana mættu ekki hafa neikvæð áhrif á tekjur bænda. Seinni stoðin væri ekki beinn tekjustuðningur heldur tæki hún utan um leiðir til að bæta bændum upp tekjutap vegna aðgerða sem þeir þyrftu að taka á sig til að mæta væntingum frá samfélaginu. Báðar stoðir væru mikilvægar en ef slá ætti upp skjaldborg um fyrri stoðina kostaði það fórnir í þeirri seinni. Minni fjármunir yrðu til ráðstöfunar í framtíðinni og það kostaði fórnir. Hann sagðist einnig Landbúnaðarmálefni í ESB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands vilja komast frá því að byggja stuðning við bændur á sögulegum grunni og beina honum að raunverulegum þörfum í dag. Hér má skjóta því inn að mikill munur er á stuðningi við landbúnað innan ESB í dag. Þannig er stuðningur á hektara í Lettlandi 144 evrur/ha, 157 evrur/ha í Eistlandi og 174 evrur/ ha í Litháen. Meðaltal innan ESB er hins vegar ríflega 250 evrur/ha og hollenskir bændur fá 420 evrur/ ha. Framleiðslukostnaður bænda í þessum þremur fyrrnefndu löndum er hins vegar svipaður eða aðeins hærri en að meðaltali innan ESB. Heyra mátti gagnrýni frá fleiri fulltrúum fleiri landa í þessu efni en ljóst er að jöfnun stuðnings milli bænda og landa er eitt viðkvæmasta þrætumálið í endurskoðun CAP. Ciolos ræddi um nauðsyn þess að auka samkeppnishæfni evrópsks landbúnaðar. Í tillögum til endurskoðunar á CAP er að finna hugmyndir um að gera hana grænni, í merkingunni umhverfisvænni. Þar eru m.a. komnar fram hugmyndir um að 7% lands verði skilgreind sem vistfræðileg áherslusvæði (ecological focus areas). Hann sagði að þetta væri ekki endurnýjun á set-aside fyrirkomulaginu þar sem bændur voru skyldaðir til að taka 10% lands úr ræktun til að njóta óskertra beingreiðslna og var lagt niður fyrir nokkrum árum. Undir þetta gætu líka fallið svæði sem væru vaxin trjágróðri. Hann viðurkenndi þó að mikil vinna við tæknilega útfærslu á þessu væri eftir. Mikil gagnrýni var meðal bænda á fundinum á þessar hugmyndir. Þeir töldu þetta kalla á kostnaðarsama og vinnufreka stjórnsýslu auk þess sem þetta væri ómarkviss aðgerð. Á sama tíma og verið væri að skikka bændur í aðgerðir af þessu tagi færu stór svæði árlega undir byggingar, vegi og önnur mannvirki. Bændur gagnrýndu einnig framkvæmdastjórnina fyrir að ganga nú fram í aðgerðum sem beindust gegn áherslum sem lagðar voru fyrir örfáum árum til að auka framleiðslu á lífrænum orkugjöfum. Evrópskir bændur hafa fjárfest mikið í þessu skyni. Ciolos tók undir þessi sjónarmið í máli sínu. Önnur mál Á fundinum flutti Marcela Villarreal, forstjóri samskipta og samvinnuskrifstofu FAO, áhugavert erindi um matvælaverð í heiminum og þróun þess. Matvælaverð sveiflast nú meira en fyrr, t.d. hefur matvælaverðsvísitala FAO hækkað um 6% frá því í júlí síðastliðnum. Hún vildi þó ekki tala um verðkreppu nú líkt og Minni eftirspurn væri eftir matvælum vegna efnahagskreppunnar í heiminum og olíuverð lægra nú en þá. Flutningskostnaður væri í lágmarki og áburðarverð mun lægra en 2007/2008. Verð myndi samt haldast hátt áfram og lítill samdráttur í framboði hveitis og maís valda tiltölulega miklum verðhækkunum. Þeir hópar sem yrðu fyrir mestum áhrifum af matvælaverðshækkunum væru fátækt fólk í borgum sem og fátækt fólk í dreifbýli sem keypti meiri mat en það framleiddi, en 2/3 heimila í dreifbýli í heiminum eru í þeirri stöðu. Heimili sem rekin eru af konum eru einnig í þessum hópi. Verðhækkanir á heimsmarkaði hefðu mest áhrif á framboð í þróuðum löndum, þ.e. til aukningar, en sáralítil í þróunarlöndum. /EB

41 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Vélabásinn KIA Sportage frá Öskju: 7 ára ábyrgð eykur traust neytenda Bílaumboðið Askja, sem er með umboð fyrir KIA-bifreiðar, er eina umboðið sem býður upp á 7 ára ábyrgð á sínum bílum. Það eitt eykur traust neytenda á KIA, sem hefur hlutfallslega verið mest að auka hlutdeild sína í íslenska bílaflotanum á undanförnum árum. KIA Sportage er eitt af merkjum KIA og er fjórhjóladrifinn fólksbílsjepplingur, en ég prófaði einn slíkan um liðna helgi. Bíllinn er hlaðinn af aukabúnaði sem er staðalbúnaður, s.s. hiti í framsætum upp á bak, hraðastillir (cruise control), ipod og USB-tengi við útvarp, 6 hátalarar, tenging fyrir handfrjálsan símabúnað, 4x4 læsing og fleira. Eins og ég er vanur var mitt fyrsta verk að núllstilla aksturstölvuna og skella mér síðan í léttruglaða innanbæjarumferðina á föstudegi. Eftir um klukkutíma akstur sýndi aksturstölvan mér að ég hafði ekið 29,7 km og meðaleyðslan hafi verið 9,5 lítrar miðað við 100 km. Vélaprófanir Hjörtur L. Jónssonson hlj@bondi.is Helstu mál: Verð: Lengd: mm Breidd (án spegla): mm Hæð mm Hestöfl: 134@4000 Viðunandi eyðsla Morguninn eftir var rok og rigning og lítt skemmtilegt veður til að keyra í nágrenni höfuðborgarinnar, svo að ég ók austur fyrir fjall. Á leiðinni austur var hið besta veður. Á leiðinni til baka stillti ég hraðastillinn (cruise control) á 90 en stoppaði í tvígang til að taka myndir, við malarnámið við Ingólfsfjall og uppi á Hellisheiði. Þegar í bæinn var komið sýndi aksturstölvan að ég hefði ekið 90 km á 85 mínútum á meðalhraðanum 63 og eyðslan miðað við 100 km hefði verið 8,1 lítri af dísilolíu. Ekki slæmt miðað við að á leiðinni austur var sterk suðaustanáttin beint á móti, en í bakaleiðinni hafði vindinn lægt töluvert. Uppgefin eyðsla er í innanbæjarakstri á þessum bíl 8,9 lítrar og 5,9 lítrar á langkeyrslu. Ég skil vel að ég hafi verið töluvert fyrir ofan uppgefna eyðslu í langkeyrslunni vegna aðstæðna og var þokkalega sáttur við sjálfan mig í innanbæjarakstrinum. Bíllinn er ekkert nema þægilegur í akstri, en ánægðastur var ég með baksýnisspeglana á hliðunum, en í þeim er virkilega gott útsýni aftur fyrir bílinn. Góð fjöðrun KIA Sportage er vel hljóðeinangraður og umhverfishljóð frá umferð inn í bílinn eru lítil, þannig að á malarvegi heyrist sáralítið í smágrjóti sem spýtist upp undir bílinn þegar ekið er á möl. Holóttur malarvegurinn sem ég ók, með miklu lausu grjóti, gaf mér góða tilfinningu fyrir fjöðruninni, sem tók vel holurnar, og veggripið í fjórhjóladrifnum bílnum var gott. Góður kraftur og tog Þó að ég hafi ekið mörgum bílum sem eru kraftmeiri skilar þessi rúmsentímetra og 134 hestafla dísilvél orkunni vel frá sér við snúninga. Var ég ánægður með orkuna, sérstaklega á malarveginum, þar sem maður fann vel hvernig tog vélarinnar og fjórhjóladrifið unnu vel saman þegar gefið var í út úr lausum malarbeygjunum. Þægilegar stillingar á sætahiturum Sætin eru þægileg og hitarari í framsætunum hefur tvær stillingar og er lægri stillingin það lág að hægt er að vera með hana lengi án þess að það valdi óþægindum. Í það minnsta tók ég hitann ekkert af eftir að hann var settur á meðan ég var í bílnum. Stjórntæki vel staðsett en hliðargluggar óþægilega litlir Stjórntæki og mælaborð eru þannig upp sett að ekkert truflar útsýni né aðgengi, sem er til fyrirmyndar. Það eina sem ég get sett út á er hversu litlir gluggarnir eru á hliðum bílsins, en sitji maður vinstra megin í bílnum og vilji njóta útsýnis til hægri er útsýnisramminn frekar lítill. Að öðru leyti var ég mjög ánægður með bílinn og hlýtur 7 ára ábyrgð að vega þungt þegar ákveðið er að kaupa nýjan bíl. Eftir þennan prufuakstur á KIA Sportage mæli ég hiklaust með bílnum.

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Í desember 2004 keyptu Ragnar Sölvi og Berglind Efra-Langholt í Hrunamannahreppi og fluttu þar inn. Þar var fyrir rekið kúabú og mjólkuðu þau Ragnar og Sölvi og Berglind í nokkra mánuði, en tóku síðan ákvörðun um að hætta með kýrnar og snúa sér alfarið að hrossarækt. Efra-Langholt Býli? Efra-Langholt. Staðsett í sveit? Hrunamannahreppur. Ábúendur? Ragnar Sölvi Geirsson. Berglind Ágústsdóttir. Viktor Logi, Aron Ernir og Jón Valgeir Ragnarssynir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fimm manna fjölskylda, tveir hundar, tveir heimiliskettir og þrír hesthúskettir. Stærð jarðar? 400 hektarar. Gerð bús? Hrossaræktarbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Töluverður fjöldi af hrossum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Sumar og haust: Hrossin rekinn heim og byrjað að þjálfa og temja. Fylgst með hryssum sem eru komnar að köstun, eftirlit með stóðhestum. Vetur: Farið í hesthúsið, gefin morgungjöf, þjálfað og tamið fram á kvöld. Þá er kvöldgjöfin gefin. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er fátt sem er leiðinlegt en skemmtilegasti tíminn eru vorin þegar allt er að lifna við eftir langan vetur. Það er oft mikil eftirvænting hjá hrossaræktandanum þegar folöldin fæðast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum málum. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ágætlega ef við göngum ekki í Evrópusambandið. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í mjólk og lambakjöti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör og grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og kjúklingur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti dagurinn í Efra- Langholti. Við komum síðdegis, flutningabíllin á undan okkur, kassar úti um allt og kýrnar biðu eftir mjöltum. Næstu daga sáumst við hjónin ekki mikið því að bóndinn var að koma sér inn í mjaltirnar og húsfreyjan svo til bundin inni af tveimur ungum sonum og að taka upp úr kössum. Svo var það líka mikill heiður og er eftirminnilegt þegar Hryssan okkar Ísold frá Gunnarsholti fékk Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið Súpur sem næra sál og líkama Nýverið kom út uppskriftabókin Súpur allt árið eftir Sigurveigu Káradóttur. Þar má finna 25 nærandi súpuuppskriftir frá ýmsum heimshornum og allar eru þær matarmiklar og bragðgóðar. Einnig eru uppskriftir af kjarngóðu grænmetis- og kjötsoði í bókinni. Gúllassúpa Fyrir g laukur 300 g gulrætur 100 g sellerí 3 4 msk. ólífuolía 1 kg nautagúllas 3 4 tsk. tómatpúrra 1 flaska passata tómatsósa 2 dósir tómatar ml vatn 1 teningur nautakraftur 500 g kartöflur 2 3 tsk. sjávarsalt 2 tsk. hvítur pipar 1 msk. sæt paprika 1 msk. sterk paprika 1 msk. malað kumin ½ tsk. cayenne-pipar 3 lárviðarlauf MATARKRÓKURINN Aðferð: Saxið laukinn frekar smátt og skerið gulrætur og sellerí í bita aðeins stærri en laukinn. Setjið þetta í pott með smávegis ólífuolíu og 1 teskeið af salti og leyfið þessu að malla þar til laukurinn verður glær. Bætið þá kjötinu í pottinn, ásamt kryddinu. Látið brúnast og taka smá lit áður en tómatpúrrunni og tómötunum er bætt saman við. Hellið því næst vatninu út í ásamt kraftinum. Skrælið kartöflurnar, skerið í teninga og bætið í pottinn. Lækkið undir pottinum og leyfið að malla vel og lengi, eða í 1½ 2 tíma. Það er ekki verra að kaupa kjötið 2 3 dögum áður en á að nota það og leyfa því að meyrna aðeins. Endilega bætið við meira vatni ef þarf, sérstaklega ef súpan er hituð upp daginn eftir. Kryddið eftir smekk og berið fram með góðu brauði. Brauðbollur með gulrótum og kotasælu 50 g pressuger eða 1 bréf þurrger 5 dl volgt vatn 4 dl fínrifnar gulrætur 250 g kotasæla 2 tsk. salt 1 msk. olía 4 dl heilhveiti 12 dl hveiti 1 egg til penslunar graskersfræ eða sesamfræ Aðferð: Myljið pressugerið út í vatn í skál. Bætið afgangnum af hráefnunum út í, hveitinu síðast. Hnoðið deigið í vél eða höndunum þar til það er orðið slétt. Því næst er það látið hefast undir blautum klút í 30 mínútur. Ofninn stilltur á 225 C. Hnoðið deigið í stutta stund á hveitistráðu borði. Því er svo skipt í tvennt og rúllað í tvær lengjur. Lengjurnar eru skornar í tíu jafna bita hvor. Bitarnir eru mótaðir í bollur sem er raðað á ofnplötu með bökunarpappír undir. Penslið brauðbollurnar með eggi og dreifið graskersfræjum eða sesamfræjum yfir. Látið bollurnar hefast í 20 mínútur. Bakið í miðjum ofni við 225 C í um það bil 20 mínútur og látið brauðbollurnar kólna á grind. /ehg 45

43 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða rallýökumaður Jónas Þór Magnússon er 11 ára gamall nemandi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Hann hefur mest gaman af sundi í skólanum en sjálfur hefur hann stundað golf í frístundum. Í vetur ætlar hann meðal annars að einbeita sér að því að leika sér. Nafn: Jónas Þór Magnússon. Aldur: 11 ára. Búseta: Þorlákshöfn. Skóli: Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sund. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Ingó og Veðurguðirnir. Uppáhaldskvikmynd: Expendables. Fyrsta minningin þín? Þegar ég sá mömmu mína í fyrsta sinn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfði golf. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Leikir. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Rallýökumaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stökkva af þaki. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Taka til í herberginu mínu. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Leika mér bara. /ehg Brandenburg Lykilatriði í fjármögnun atvinnutækja Lykill.is Bændablaðið Smáauglýsingar PRJÓNAHORNIÐ Jólakjóllinn hennar Hún Alda í Alvöru og Hannyrðabúðinni á Selfossi gaukaði að okkur þessari uppskrift. Þetta var upprunalega skokkur en eins og okkur prjónakonum hættir til þá breyttist hún í meðförum í kjól þegar ermarnar bættust við. Nú þarf að fara að huga að jólakjólunum á litlu dömurnar og passlegt að fara að fitja upp á þeim fyrsta. Garnið fæst í Bjarkarhóli í Reykholti, á garn.is, í Fjarðar kaupum, A4, Ævintýra kistunni Akranesi, Ranglátur Tálknafirði, Esar Húsavík, Vogue, Prjónakistunni, Hannyrðabúðinni/Alvörubúðinni Selfossi, Volare Vestmannaeyjum, Versluninni Hlín Hvammstanga og Aþenu Grindavík. Stærð ára Garn frá Kartopu og garn.is. Líka er hægt að nota græna eða túrkis, eða samsetningu, númerin fyrir þær eru einnig hér fyrir neðan. Eina dokku þarf af hverri tegund. Kartopu Basak nr. Kartopu Kar sim nr. Frapan frá Garn.is nr. Fjólublátt Grænt Túrkis K725 K442 K515 K725 K392 K Hringprjónn nr. 4,5 og bambus sokkaprjónar nr. 4,5. Heklunál nr. 4. Prjónafesta: 21L x26 umf gera 10 cm. Aðferð Fitjað er upp á kjólnum neðan á pilsinu með tvöföldu Kar sim til að gera kantinn aðeins stífari. Tengt saman og prjónað í hring. Prjóna 2 umferðir með tvöföldu. Síðan prjónað með einföldu 16 umferðir með Kar sim, þá 14 umferðir með Basak, 12 umferðir með Kar sim og 10 umferðir með Basak, 8 umferðir með Kar sim, 6 umferðir Basak og 4 umf Kar sim, eftir það er prjónað með Basak upp að handvegi. Ermar prjónaðar og síðan eru ermar og bolur sett saman á hringprjón og prjónað í hring, sett merki við öll samskeyti milli erma og bols, þá er tekið úr með raglan/laska úrtöku sitt hvoru megin við merkinguna með 2L sl á milli í annarri hvorri umferð Pils á kjól Fitja upp L með Kar sim með tvöföldu garni og tengja í hring. Prjóna 2 umferðir með tvöföldu síðan með einföldu Kar sim þannig að alls eru 16 umferðir. Prjónið síðan samkvæmt aðferðinni hér að ofan en takið úr um leið þannig: Merkja við eftir 10. hverja L allan hringinn. Taka síðan 2 saman við merkin þannig: í 4. hverri umferð 4 sinnum, síðan í 5. hverri umferð 3(4)4 sinnum og síðan 6. hverri umferð 4 sinnum. Prjónið síðan áfram þar til bolurinn mælist 39(47) 55 cm eða eins síðan og þið viljið hafa kjólinn. Setjið nú 8L á hjálparpjón fyrir ermum sitt hvoru megin við miðju þannig að jafn margar lykkjur verði á bak og framstykki. Geymið. Ermar Fitjið upp með Basak 40 (42)44 L á sokkaprjónana (gott að hafa stutta sokkaprjóna, 15 cm, þegar prjónuð eru svona lítil stykki)og prjónið 4 umf. sl í hring, prjónið síðan 1 umferð brugðna og síðan 4 umf sl. Þar næst er prjónað með Frapan og aukið um leið út jafnt yfir um 14 L, samtals 54(56)58 L á prjóninum. Prjónaðar 10(12)14 umferðir, þá eru 8L settar á hjálparprjón undir miðri erminni. Endurtakið hina ermina eins. Bolur Sameinið á hringprjóninn framstykki, ermi, bakstykki og hina ermina. Merkið eins og áður sagði fyrir samskeytunum þar sem bolur og ermar mætast. Nú eru teknar 2 L saman sitt hvoru megin við samskeytin með 2 L sl á milli í annarri hvorri umferð. Prjónið nú áfram með þessum úrtökum með Frapan þar til röndin að framan og aftan á bolnum er orðin 10 umferðir Frapan. Skiptið þá yfir í Basak og prjónið áfram með raglan/laska úrtökunum 4 umferðir. Þá eru teknar saman 2 L, 6 sinnum ofan á miðri hvorri ermi, til að mynda fallega púffermi. Prjónið nú áfram með Basak og haldið áfram raglan úrtökunni eins og áður þar til eru 72(78)84 L á prjóninum, þá er gott að skipta aftur yfir á sokkaprjónana. Prjónið þá áfram án úrtöku 6(8)8 umferðir, þá er prjónuð 1 umferð brugðin og síðan 4 umferðir sléttar. Fellt laust af. Frágangur Lykkið saman ermi og bol undir höndum. Gangið frá öllum endum. Leggið inn af kraganum um brugðnu umferðina og saumið hann fastan. Leggið inn af ermunum um brugðnu umferðina og saumið fast, fallegt getur verið að draga ermina aðeins saman til að mynda fallegt púff. Heklið með fastahekli neðan á pilsið Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Íslensk hönnun Fullnýting íslenskra hráefna Ágústa Margrét Arnardóttir er hugmyndasmiður og einn af skipuleggjendum sýningarinnar Fashion with Flavor, sem stendur fyrir tísku sem bragð er af. Ágústa telur þetta einu sýningu sinnar tegundar í heiminum þar sem fyrirsætur bera fram mat klæddar fatnaði úr aukaafurðum hráefnisins sem þær bera fram. Hver er tilgangurinn með sýningunni? Að kynna fullnýtingu náttúrulegra hráefna á sem víðtækastan og flottastan hátt; í mat, fatnaði, fylgi hlutum, skóm, listmunum, snyrtivörum og fleiru. Ég vil að Fashion with Flavor sé viðburður, og jafnvel samfélag, fyrir alla sem nota náttúruleg hráefni eða greinilegan innblástur frá íslenskri náttúru. Hvernig hefur tekist til? Það hefur tekist gríðarlega vel til. Ég og kokkurinn Hinrik Carl Ellertsson unnum mikið saman í ár. Fyrst sendi ég honum mínar hugmyndir um hálfgerð þema hvers réttar. Laxinn léttur með stuttum pilsum, þorskurinn suðrænn og seiðandi með litríkum fötum, lambakjötið átti að minna á íslenska sumargrillveislu og svo framvegis. Hinrik tók hugmyndir mínar og margfaldaði allt sem ég vonaðist eftir, til dæmis notaði hann eld, þurrís, sprengiduft sem kurlast upp í manni og alls konar aukahluti til að gera matreiðsluna fjölbreytta og ólíka flestu öðru þó að í grunninn hafi maturinn náttúrlega verið gerður úr íslenskum eðalhráefnum. Við vorum líka svo heppin að fá matvæli í styrk frá góðu fólki í Vogafjósi, Skinney/Þinganesi, Fjarðalaxi, Garðheimum, Spírunni, Reykjavik Distillery og fleirum. Það gerði sýninguna enn betri og öll helgin einkenndist af mikilli gleði. Fyrirsæta í fatnaði úr laxa-, þorsk- og karfaroði og skóm úr laxaroði. Úr hvaða hráefnum var fatnaðurinn? Hráefnin í dressunum og á diskunum koma frá hreindýrum, kindum, þorskum, löxum, körfum, hlýrum og hrossum. Fyrirsætur báru fram matinn klæddar í fatnað, fylgihluti og skó úr aukaafurðum þess sem borðað var. Í einum rétti tileinkuðum hrossum og hreindýrum klæddust stúlkurnar kjólum úr hreindýraleðri, báru töskur með hreindýrshornum og skóm skreyttum hrosshárum, framreitt var hrossakjöt með hreindýrasoðssósu. Hér klæðist fyrirsætan fatnaði úr hreindýra- og lambsleðri og skóm úr lambsleðri skreyttum hrosshárum. Komu margir að sýningunni? Fyrir utan alla styrktaraðila voru um 30 þátttakendur; Arfleifð með fatnað og fylgihluti, HALLDORA með skó, Sign með skart og Hinrik Carl matreiðslumeistari. Greta Salóme hafði yfirumsjón með tónlist og með henni var fimm manna band auk þess sem Harmonikkubræðurnir frá Hornafirði tóku sjóaralög með einum fiskréttinum. Baksviðs voru klæðarar, hárgreiðslufólk, förðunarfólk, ljósmyndarar, grafískur hönnuður og fleira. Frekari upplýsingar og myndir má sjá á fashionwith flavor. /ehg

45 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Smáauglýsingar VIÐ ERUM GÓÐIR Í VARMA Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Grafika 10 Vatnshitablásarar kö p k F F. Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s is DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur fyrir vatn og mykju. Uppl. í síma / netfang: hak@hak.is / vefsíða: Palmse malarvagnar. Búvís ehf. Sími Toyota Land Cruiser 100 VX dísel til sölu. Árg. 06, ekinn km. Einn með öllu, frábær bíll í toppstandi. Ásett verð kr. en skipti koma til greina. Uppl. veitir Ásgeir í síma Óska eftir tilboði í Mercedes Benz TDT Station, árg Dráttarkrókur. Bíllinn stendur á bílaplani Orkunnar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Uppl. í síma og eilin@simnet.is Kranzle háþrýstidæla 1151T. Verð frá kr fyrir utan vsk. Búvís ehf. Sími Til sölu Toyota Hilux Double Cab, árg. 2006, ekinn 135 þús. Verð kr þús. staðgreitt. Uppl. í síma Til sölu JCB 4CX traktorsgrafa, nýskráð í des Ekin vinnustundir. Í góðu lagi. Verð kr. 7,8 m án vsk. Nánari uppl. í síma Bændablaðið Smáauglýsingar Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Ýmist sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum. Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað. Hákonarson ehf. Sími: , netfang: hak@hak.is Vefsíða: Haughrærur 5,6 til 7,6 metra. Búvís ehf. Sími Til sölu Schulte SDX-110 snjóblásari frá jan Gerður fyrir að vera framan á dráttarvélum. Aðeins 50 vst. Verð kr án vsk. Uppl. í síma eða Til sölu Komatsu PW-150 hjólagrafa, árg Töluvert notuð. Nýlegur mótor. Verð kr. 2 m án vsk. Nánari uppl. í síma RYÐFRÍIR HITAKÚTAR Nýr Belarus , verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c, 201 Kópavogur. Uppl. í síma Til afgreiðslu strax: Reck mykjuhrærur með cm turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í síma og Vegna breyttra heimilisaðstæðna eru til sölu fallegir hreinræktaðir íslenskir fjárhundar, Rakki 3 1/2 árs Stefsstells Skírnir og tík 1 1/2 árs Snætinda Kráka Sól. Uppl. um ættbækur, geðgæði o.fl. Unnur Til sölu (leigu) flutningavagn f. bíla og tæki. Burðargeta rúm 2 tonn. Breidd 240 cm, lengd 550 cm, með spili. Tveggja öxla með bremsubúnaði. Vagninn er nýlegur og lítið notaður. Verð kr. 870 þús. Nýr kostar kr þús. Uppl. í síma Til sölu Nissan Patrol Elegance. 3.0 L TD. Ekinn km. Árg. 04. Ryðvörn, 33". Leður, sjálfsk. Gæðabíll. Tilboð kr Sími og Á hagstæðu verði: Joskin haugsuga lítra með 8 sjálfhleðsluranaopi, sogdælu l/mín, flotdekk 28Lx26, galvanhúðuð og beislisfjöðrun. Uppl. í síma og Til sölu þessi fína flugvél fyrir smölun og eftirlit með búsmalanum. Fín á tún, lítil og nett fyrir tvo menn, flýgur í 4,5 klst. Tek jafnvel bíl upp í. Uppl. í síma , jks@visir.is Til leigu (sölu) Toyota Hilux, skráður fyrir fjóra. Dísel turbo intercooler, 4x4, með krók. Heithúðaður pallur. Ekinn 161 þús. Óryðgaður. Eins og nýr. Uppl. í síma Er með McCormick C105 traktor með ámoksturtækjum og skóflu til sölu. Árg og notuð 2130 vst. Uppl. í síma milli kl. 16:00 og 20:00. Á hagstæðu verði: Same Dorado 86, 4wd, með MX T6 ámoksturstækjum, lyftukrók og vökvavendigír. Ökuhraði 0,2 40 km/klst. Uppl. í síma og Til sölu Honda CRV, 4x4, sjálfskiptur, ekinn 206 þús km. Álfelgur, ný Toyo harðskeljadekk. Vel með farinn og snyrtilegur bíll. Skoðaður með 13 miða. Bíllinn fæst á 36 mán Vísa/Euro raðgreiðslum. Verð kr Uppl. gefur Bílasalan Start, Smalahundavörur! Flautur, DVD, bækur, kaffibollar, bangsar, límmiðar o.m.fl. Jón bóndi, sími , Úrval snjóplóga. Búvís ehf. Sími Á hagstæðu verði: Maschio hnífatætarar cm með tvöföldum hnífafestingum, dempara á loki, PTO 540 og 1000, pinnatætarar 300 cm. Uppl. í síma og Hestaflutningabíll til sölu. Volkswagen Man vörubíll til sölu. Sjö og hálft tonn (þarf ekki meirapróf, gamla prófið dugar). Hægt að nota í margt fleira. Uppl. veitir Hólmgeir í síma Til sölu loðnupressa af gerðinni Myren. Pressan er nýlega tekin úr notkun og henni fylgja nokkur varasigti. Uppl. gefur Valdimar í síma

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október 2012 Til sölu Massey Ferguson 575, árg Vélin er með tvívirkum ámoksturstækjum og virkar öll vel. Verð 700 þús. án vsk. Uppl. í síma Hef til sölu þrjár hurðar sem eru 360 cm á breidd og 340 cm á hæð. Sími Til sölu kerra, árg Lengd 2,75 m, breidd 1,42 m, hæð 1,55 m. Verð kr Upplýsingar veitir Bílahöllin, Bíldshöfða 5, í síma Ormalyfs- og bólusetningasprautur, nálar o.m.fl. fyrir haustið. Jón bóndi, sími , Brand haughrærur. Öflugar og fjölhæfar. Til afgreiðslu núna. Vélfang, sími SealSkinz, vatnsheldir sokkar, húfur og hanskar. Jón bóndi, sími , Kuhn ProTwin alhliða skítadreifarar. Til afgreiðslu nú þegar. Vélfang, sími Eigum Tanco rúlluskeran vinsæla til afgreiðslu nú þegar. Vélfang, sími Til sölu Tacoma, árg.2005, ekinn 52 þús. km. Er á Uppoði inni á Uppl. í síma hjá eiganda Rúningsvörur, klippur, kambar, mokkasíur, rólur, teljarar o.m.fl. Jón bóndi, sími , Til sölu nokkrir notaðir 40 feta frysti/ kæligámar. Verð frá eftir aldri og ástandi gámanna. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma Til sölu LED vinnuljós og HID kastarar í miklu úrvali. Eigum til á lager mikið úrval LED vinnuljósa á allar tegundir ökutækja frá kr. Einnig HID (Xenon) kastara í mörgum útfærslum frá kr. AMG Aukaraf. Sími , Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Sími / hak@hak.is / www. hak.is Olíur. Olíur og frostlögur á 15% afslætti í október. Jötunn Vélar. Viðgerðarbækur. Eigum til viðgerðarbækur fyrir margar gerðir eldri dráttavéla t.d. Massey Ferguson, Ford, IH og Case. Jötunn Vélar. New Holland Eigum fyrirliggjandi og útvegum flesta varahluti og síur í New Holland dráttarvélar. 15% afsláttur af New Holland síum út nóvember. Case. Sérpöntum varahluti í allar gerðir Case dráttarvéla. Eigum einnig síur á lager í margar gerðir Case dráttarvéla. 15% afsláttur af Case síum út nóvember. Málning. Eigum til gott úrval málningar, í original litum, á flestar gerðir dráttavéla. Til sölu Bleikjuseiði til sölu. Fjallableikja ehf. að Hallkelshólum í Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Uppl. veitir Jónas í síma og Guðmundur í síma eða á netfanginu fjallableikja2010@gmail.com Ódýr dekk fyrir alla. Kíkið á www. dekkverk.is til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í síma Kveðja, Gummi í Dekkverk. Þanvír. Verð kr rl. með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Nokkrir góðir bílar til sölu, allir skoðaðir fyrir árið 2013 og í góðu lagi. Verð frá kr. 250 þús. Uppl. í síma Olíuverk. Útvegum olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja. Vélavit, sími Bændur og búalið athugið. Fjárhúsgólf úr gegnheilu plastprófílefni komin í hús. Stærð 3 cm x 6 cm x 280 cm. Frábær reynsla á Íslandi. Athugið, getum einnig útvegað margar stærðir og gerðir ásamt nótuðum plastborðum, básamottum, drenmottum og fleiru. Jóhann Helgi og Co. Sími og Timbur í fjárhúsgólf 32 x 100 mm. Verð kr. 250 lm með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Þak-og veggstál frá Weckman Steel, 0,5 mm galv. tilboð kr m2, 0,45 mm litað. Verð kr m2, 0,5 mm litað, verð kr m2 Afgreiðslufrestur 4-6 vikur. H. Hauksson ehf. Sími Langar þig í þitt eigið land? Til sölu land á Suðurlandi, 40 mín akstur frá Reykjavík ha með 800 m2 stálgr.húsi, 200 m2 hesthúsi og 60 m2 aðstöðuhúsi. Verð kr. 40 millj ha spilda að aðliggjandi vegi ásamt 22,5 ha beitilandi. Verð kr. 12,5 millj. 3. 4,2 ha spilda að aðliggjandi vegi ásamt 22,5 ha beitilandi. Verð kr. 13,5 millj ha spilda að aðliggjandi vegi, verð kr. 9 milljónir. Uppl. í síma Til sölu Massey Ferguson 135, árg. 66. Uppgerður. Verð kr Uppl. í síma Framsóknar-grænn Nissan Terrano II leitar nýs eiganda. Árg. 2001, akstur 150 þ. km. Beinskiptur, dísel, 2,7 l. Hátt og lágt drif. Krókur. Léttur á fóðrum og viðhaldi. Erfitt að festa í ófærð. Sæti fyrir sjö. Fæst fyrir milljón. Uppl. í síma , Óli. Mitsubishi L200 til sölu, árg Ekinn 131 þús. km. Ný tímareim. 33 lítið notuð nagladekk. Verðhugmynd kr þús. Uppl. í síma Til sölu Mitsubishi Pajero, árg. 98. V6, langur. Ekinn 187 þús. km. Sjálfsk., bensín. Í mjög góðu ástandi. Uppl. í síma Land til sölu - 55 ha. Mjög gott land til sölu á Árborgarsvæðinu, aðeins um 40 mín. akstur frá Reykjavík. Landið er allt nýgirt og selst á mjög góðu verði, aðeins kr pr. ha. Allar uppl. í síma eða á netfanginu svartsel@simnet.is VW LT35 langur m. háum toppi, árg Innréttaður með rúmi fyrir 2-3. Olíumiðstöð tengd inn á kælikerfi bíls. Fjarstýring á miðstöð. Þilofn í gistirými tengdur inn á kælikerfi bíls. Borð með plássi fyrir 5-6 í sæti. Eldavél með tveimur hellum. Fortjald 2,4 x 3,2 m. Hillur og hankar f. farangur. Stór neyslurafgeymir 12 V lýsing, Inverter 12V-230 V, 4000 W gasofn. Vifta á þaki. Skráður 3ja manna. Nýbúið að skipta um tímareim. Sumar- og vetrardekk á felgum. Ekinn 215 þús km. Dráttarkrókur. Hægt að koma þremur mótorhjólum inn í bílinn þegar rúm er uppsett. Tilvalinn fyrir hjólafólk eða sem húsbíll. Bíllinn þarfnast aðhlynningar á lakki hér og þar. Aukasett af afturhurðum fylgja. Verð kr þúsund eða besta boð. Uppl. veitir Ásgeir í síma Til sölu 31 nagladekk á felgum undan Toyota Hi-lux. Uppl. í síma Til sölu ónotað hraðtengi framan á traktorsgröfu, árg Passar á New Holland, Case og e.t.v. fl. Uppl. í síma Til sölu MF-135, árg. 74, með tækjum. Verð kr Kanadískur Chevrolet hertrukkur 4x4. Verð kr Magarius-Deutz hertrukkur 4x4. Verð kr Breskur gæða sendibíll, háþekja. Verð kr Hjólhýsi, gamalt og ljótt en grindin góð. Verð kr og hestarakstrarvél 75 ára. Verð kr Uppl. í síma Til sölu greiðslumark í sauðfé, alls 56,6 ærgildi. Óska eftir tilboði. Tilboð sendist á netfangið golfsop@gmail. com fyrir 1. nóvember. Áskilinn er réttur til að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum. Til sölu Polaris 6-hjól, 6x6, árg m. spili. Ekið aðeins km. Hjól í toppstandi. Uppl. í síma Til sölu kálfagólf, keðjudreifari, Alö varahlutir og rúllugreip. Til sölu DeLaval plastgólf fyrir kálfa eða sauðfé, 40 X 60 cm, 80 stk., um 20m2. Howard keðjudreifari, eldri rúllugreip og varahlutir í ALÖ 620 ámoksturstæki m. þriðja sviði. Uppl. í síma Til sölu Schäffer S221 liðléttingur, árg Notkun 266 vst. Er á tvöföldum dekkjum að framan, skófla og greip. Vel með farinn. Verð kr Uppl. í síma Til sölu VW Caddy, árg. 2006, dísel, sjálfskiptur, ekinn 98 þús. km. Verð þús. kr. Uppl. í síma Til sölu Zetor 5011, ekinn tíma. Þarfnast smávægilegra lagfæringa en lítur vel út. Vel gangfær. Uppl. í síma , Pétur. Til sölu rafsuða 225 A, hámarkssuðugeta. Logsuða AGA x11 með öllum spíssum. Uppl. í síma Til sölu Pajero Sport GLS 3000 President, árg. 02, ekinn 171 þús. km, bensín, sjálfskiptur, leður, hiti í sætum, dráttarbeisli, litað gler, smurbók. Góður bíll og lítur vel út. Skoðaður 2013 án athugasemda! Verð kr Uppl. í síma Til sölu loftpressa 2,5 hp. 200 l kútur. Lítið sem ekkert notuð. Verð u.þ.b kr. Einnig ryðfrír pallettutjakkur m. rafmagnslyftu. Þrælgóð græja. Uppl. gefur Sigríður í síma Til sölu Kyron jeppi, dísel, árg. 07. Ekinn km. Verð kr Skipti á ódýrari. Á sama stað óskast heyvinnsluvélar. Uppl. í síma Til sölu fín Fiat 4x4 með tækjum. Verð kr vsk. Case traktorsgrafa án framdrifs. Mótor fastur en góð að öðru leyti. Nal baggabindivél. Vel með farin. Bækurnar um seinni heimsstyrjöldina. Verð kr Britannica 24 bindi í mjög vönduðu bandi. Verð kr Enn fremur gamall strokkur og skilvinda. Verð kr stk. Uppl. í síma Til sölu Lincoln Navigator, árg. 2004, svartur, leður, sjö manna og vel búinn bíll. Verð kr þúsund. Sími Vetrardekk til sölu. Til sölu 4 stk. lítið slitin nagladekk (Discoverer-Cooper), stærð R18. Uppl. í síma Til sölu Mitsubishi Pajero, 7 manna, 1/1999. Nýskoðaður án athugasemda. Er á 33 dekkjum. Hefur fengið gott viðhald. Dráttarkúla. Uppl. í síma Til sölu notaður þrískera plógur. Sími Til sölu 130 heyrúllur fyrningar og 50 rúllur nýjar. Er í Reykhólasveit. Uppl. í síma Til sölu 5 ný heilsársdekk 225x60x16 á álfelgum. Boltadeiling: 110 mm. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Pajero, árg. 92, bensín. Sjálfskipting. Góð vél og kassi. Verð kr Uppl. í síma Er að rífa Suzuki VL-7, árg. 06 og Jeep Liberty, árg. 05. Uppl. í síma Til sölu dráttarvél 28 hö tv.dr. Tvívirk ámoksturstæki, veltiskófla. Tveggja hr. aflúrtak, tveir vökvast. aftan, 4 ára, 180 vst. Verð kr. 1,2 millj. án vsk. Uppl. í síma , eða Til sölu flekamót fyir krana. Mótin eru 3,05 m á hæð og í nokkrum lengdum upp í 12 m. Mótin eru auðveld í notkun og skila góðum árangri. Auðvelt að hækka upp þegar steypt er 2 eða 3 hæða hús. Áfastir vinnupallar. Magn 100 lm í tvöföldu með öllum fylgihlutum. Verð kr. 5 millj. án vsk. Uppl. í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! Uppl. í síma Óska eftir að taka á leigu jörð eða jarðarpart til að hefja bleikjueldi. Gott vatn skilyrði. Uppl. í síma eða Netfang: jho@simnet.is Óskum eftir stórum Lego-kubbum vegna byggingaframkvæmda okkar. Askur Freyr og Ás Teitur, 6 ára. Aðstoðarmenn okkar svara í síma Óska eftir að kaupa 6-10 fermetra gám eða geymsluhúsnæði til flutnings. Hjá sama aðila er til sölu Janomi overlocker. Uppl. í síma Notaður hjólbarði óskast á Case traktorsgröfu. Stærð: Uppl. í síma Óska eftir að kaupa Deutz DX 3,50, árg. 86, með góðum gírkassa. Mótor þarf ekki að vera í lagi. Uppl. í síma Óska eftir Land Rover Discovery, dísel, beinskiptum, árg eða eldri. Æskilegt að kassar og vél væru í lagi. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa dráttarvél með ámoksturstækjum, helst MF 135, þarf að vera á NA- landi. Vantar einnig 56 hö mótor í Polaris, vatnskældan. Uppl. í síma ára Labradortík fæst gefins á gott heimili í sveit. Hún er mjög fjörug og mannblendin. Uppl. í síma Hvolpar. Border Collie blendingar fást gefins. Uppl. í síma Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Uppl. gefur Sigurlína í síma Gamall útsaumur. Óska eftir að kaupa gamlan útsaum, krosssaum, gobelín og fleira, saumaðan í stramma eða java. T.d. gamla púða, rennibrautir eða myndir. Má vera snjáður en ekki mikið. Myndir sendist á laekjartun@ emax.is. Uppl. í síma Varahlutir Erum með varahluti fyrir Benz, VW, Skoda, MMC, Hyundai, Peugeot, Renult, Fiat, Suzuki, Dodge, Ford, Land Rover og fl. Kaupum bíla til niðurrifs og uppgerðar. Ísetningar á varahlutum. Eldshöfða 6, 110 RVK. Opið 9-18 og lau Varahlutavaktin, sími

47 Bændablaðið Fimmtudagur 18. október Volvo - Volvo - Volvo. Vantar Volvo Duett eða Volvo kryppu til uppgerðar eða niðurrifs. Uppl. í síma Atvinna Ég er 26 ára og óska eftir vinnu í sveit. Er lærður trésmiður, vanur minni vélaviðgerðum, járnsmíði, girðingavinnu, vélavinnu. Starfa sjálfstætt í trésmíðum í dag. Mjög vanur hrossum, járningum og verið töluvert í kringum fé. Minnst við kýr, en er fljótur að læra. Endilega hafðu samband ef þig vantar mann. Frikki, sími og netfang zofi86@ gmail.com Færeyskur karlmaður óskar eftir vinnu á kúabúi á Íslandi. Upplýsingar gefur Sólbjartur í síma Þjónusta Bændur-verktakar. Skerum öryggisgler í bíla, báta og vinnuvélar. Sendum hvert á land sem er. Skiptum einnig um rúður í bílum. Vinnum fyrir öll tryggingafélögin. Margra ára reynsla. BílaGlerið ehf. Bíldshöfða 16, 110 Rvk. Sími Bókhald, VSK, laun, skattskýrslur og stofnun fyrirtækja. Fagleg vinnubrögð á sanngjörnu verði. Bókhald og þjónusta ehf. Sími Tek að mér að binda inn bækur á hóflegu verði. Get útvegað Búvélar og ræktun og ýmsar eldri bækur. Uppl. í síma Beint frá smiðju, í sveit. Íslensk y gæða þ framleiðsla. RÚLLUBAGGASPJÓT. á rúllubaggaspjótum. Kynntu þér málið. Birna og Rúnar í nýja fjósinu á Reykjum, sem þau geta verið stolt af enda frábærlega vel heppnað. Myndir / MHH Nýtt og glæsilegt fjós á Reykjum á Skeiðum - Söguðu gamla fjósið í burtu og byggðu stálgrindahús Sunnudaginn 7. október fagnaði heimilisfólkið á Reykjum á Skeiðum nýju og glæsilegu fjósi með opnu húsið fyrir sveitunga sína. Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason (sem varð 56 ára þennan dag) eru bændur á Reykjum. Þau söguðu gamla fjósið í burtu og byggðu stálgrindahús sem er 24 m lengra og 2,4 m breiðara en gamla fjósið (byggt 1982) með haugkjallara undir nýbyggingunni. Stækkunin er fyrir ca 120 geldneyti (66 legubásar fyrir kvígur, hálmstíur fyrir ungkálfa og 3 stíur fyrir nautauppeldi) og 20 básar fyrir mjólkurkýr og sjúkrastíur. Þá verða básarnir fyrir mjólkurkýr 70 auk 18 bása fyrir geldkýr. Tré og straumur var með alla steypuvinnu og raflagnir, Landstólpi með húsið og allan búnað því tilheyrandi s.s. þakglugga og innréttingar. Sigurður Kárason með járnsmíði að hluta og Veitandi (Skúli í Birtingaholti) með pípulagnir. Nesey með jarðvinnuna. Það var byrjað á verkinu fyrir 13 mánuðum, allt verktakar úr nágrenninu. Systkinin Örn og Margrét Ágústsbörn frá Brautarholti á Skeiðum og Lára Bjarndóttir á Blesastöðum í kálfastíunni á Reykjum. Helga Ásta Þorsteinsdóttir, bókari hjá sýslu manni á Hvolsvelli, Árný Odds dóttir, fyrr verandi bóndi á Hellu vaði, og Ingi björg Magnús dóttir Kópa vogi litu inn í opna húsið. Vettlingabókin: Gamlir og nýir vettlingar Ný prjónabók eftir Kristínu Harðardóttur textílkennara var að koma út. Í bókinni eru vandaðar og aðgengilegar vettlingauppskriftir, unnar eftir gömlum íslenskum vettlingum frá mismunandi tímum, þeim elstu frá um Í bókinni eru bæði einfaldar og flóknar uppskriftir, meðal annars af fingravettlingum, laufaviðarvettlingum, vettlingum með ísaumi og vettlingum með ýmiss konar útprjóni, til dæmis krónuprjóni og geislaprjóni. Fyrri bækur Kristínar eru Vettlingar og fleira og Sokkar og fleira, sem hafa verið geysivinsælar og selst í mörg þúsund eintökum. Þvottavél 12 kg Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Til sölu nýr 25 hestafla bensínmótor Tegund: KOHLER Command Pro 25 CH. Þetta er alvöru iðnaðarmótor með steypujárns fóðruðum strokkum og hertum sveifarás. Rafeinda kveikju og rafstarti. Mótornum fylgir 22 lítra bensíntankur með hraðtengjum, búnaður fyrir reimdrif, stjórnborð með börkum og vinnustundamælir, mótorvörn fyrir yfirhita og smurþrýsting. Fæst á ca hálfvirði, eða vsk Hafið samband við Adda, sími Bændablaðið Smáauglýsingar Afkastamikill þurrkari > Þurrkari ÞVOTTASNÚRUR. Alvöru þvottasnúrur fyrir íslenskar aðstæður. Á Reykjum er sérstakt hesthús, sem var smíðað upp úr tveimur frystigámum, en á þá var sett ris úr stálgrind úr gamalli hlöðu á bænum. Amerísk gæðavara DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Amerísk gæðavara Björt og þægileg vinnuaðstaða LÉTTHLIÐ. Íslensk framleiðsla á góðu verði. HLIÐ fyrir þá sem gera kröfur. Bendum á heimasíðuna okkar. Sími: Þegar Birna og Rúnar eru spurð hvað varð til þess að þau fóru í nýja framkvæmdina verður Birna fyrir svörum. Við vorum búin að vera að fjölga gripunum smám saman þannig að aðbúnaður geldneytanna var ekki forsvaranlegur, auk þess var kominn tími á viðhald á þaki og gluggum á fjósinu. Við skulduðum ekki mikið en erum með góðan rekstur sem við teljum geta staðið undir fjárfestingunni með því að auka mjólkurframleiðsluna eitthvað og auka kjötframleiðslum en við höfum ekki haft pláss til að setja á nautkálfa. Þarna erum við komin með bjarta og þægilega vinnuaðstöðu og það fer vel um alla gripina, sem verður vonandi til þess að þeir skili okkur meiri tekjum. Við erum mjög ánægð að hafa drifið okkur í þessar framkvæmdir, það er bara miklu skemmtilegra að vinna í svona björtu og vistlegu fjósi, segir Birna. 52 árskýr og 305 þúsund lítra greiðslumark Rúnar er fæddur og uppalinn á Reykjum og byrjaði að búa þar með Kristín Björnsdóttir Selfossi, sem er sunnlenskum bændum að góðu kunn, vann mjög lengi á skrifstofu MBF og er nú starfsmaður BSSL. Hinar fjallhressu og söngglöðu Reykhóls systur, Erla Þorsteinsdóttir á Laugarvatni, Jóhanna Þ. frá Selfossi og Bergljót Þ. á Reykhóli, létu sig ekki vanta í opna fjósið. fyrri konu sinni, Guðríði Ingibjörgu Pálsdóttur, árið Birna flutti að Reykjum árið 2000 en áður bjó hún í 22 ár í Stóru-Hildisey 2 í Landeyjum með fyrri manni sínum, Ólafi L. Bjarnasyni, og ein í tvö ár eftir að hann lést. Á Reykjum er 305 þúsund lítra greiðslumark og 52 árskýr og nokkur hross. /MHH lavit tvegar vara luti í estar gerðir traktora sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case Erum ei ig með alla varahluti í JCB vi uvélar Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager tvegum olíuverk í estar gerðir bíla og tæk a a ð samba og látið okkur aðstoða við að tvega réttu varahluti a Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is

48

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi Fæddur 15. desember

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα