SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Σχετικά έγγραφα
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli 30 mg af kódeinfosfathemihýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver sýruþolin tafla inniheldur 400 mg (Asacol 400 mg) eða 800 mg (Asacol 800 mg) af mesalazíni.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Meðalmánaðardagsumferð 2009

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 50 mg/ml: 1 ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur amoxicillin þríhýdrat, samsvarandi 50 mg af amoxicillini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Symbicort forte Turbuhaler, 320 míkrógrömm/9 míkrógrömm /skammt, innöndunarduft.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Transcript:

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Terbinafin Bluefish 250 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini (sem terbinafinhýdróklóríð). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Terbinafin Bluefish 250 mg töflur eru hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með deilistriki og TF greypt í aðra hliðina. Töflunni má skipta í jafna helminga. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar 1. Meðhöndlun terbinafin næmrar sveppasýkingar, s.s. búksveppa (tinea corporis), nárasveppa (tinea cruris) og fótsveppa (tinea pedis) (af völdum húðsveppa (dermatophytes), sjá kafla 5.1), þegar það er talið heppilegt vegna staðsetningar eða útbreiðslu sýkingarinnar eða vegna þess hversu alvarleg hún er. 2. Meðhöndlun terbinafin næmrar sveppasýkingar í nöglum (onychomycosis) af völdum húðsveppa (dermatophytes). Athugið. Terbinafintöflur til inntöku verka ekki gegn litbrigðamyglu (pityriasis versicolor). Taka ber tillit til viðmiðunarreglna á hverjum stað, t.d. ráðlegginga í hverju landi fyrir sig um rétta notkun og ávísun sveppaeyðandi lyfja. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Skammtar. Lengd meðferðar er mismunandi eftir ábendingu og hversu alvarleg sýkingin er. Viðbótarupplýsingar um sérstaka sjúklingahópa Lyfjagjöf Til inntöku Fullorðnir 250 mg einu sinni á dag. 1

Húðsýkingar Venjuleg lengd meðferðar við fótsveppum (tinea pedis), búksveppum (tinea corporis) og nárasveppum (tinea cruris) er 2-4 vikur. Við fótsveppum (milli táa, á iljum): Ráðlögð lengd meðferðar getur verið allt að 6 vikur. Einkenni sýkingarinnar hverfa e.t.v. ekki að fullu fyrr en mörgum vikum eftir að ráðin hefur verið bót á sveppasýkingunni. Naglsveppir Til að ná tilætluðum árangri þarf lengd meðferðar hjá flestum sjúklingum að vera 6-12 vikur. Naglsveppir í fingurnöglum: Í flestum tilfellum nægir 6 vikna meðferð við naglsveppum í fingurnöglum. Naglsveppir í tánöglum: Í flestum tilfellum nægir 12 vikna meðferð við naglsveppum í tánöglum, þó einstaka sjúklingar geti þurft allt að 6 mánaða meðferð. Ef vöxtur nagla er lélegur á fyrstu vikum meðferðarinnar getur það bent til þess að sjúklingurinn þurfi lengri meðferð. Einkenni sýkingarinnar hverfa e.t.v. ekki að fullu fyrr en mörgum vikum eftir að ráðin hefur verið bót á sveppasýkingunni og bati er ekki sýnilegur fyrr en mörgum mánuðum eftir að meðferð er hætt, sem er sá tími sem tekur heilbrigða nögl að vaxa fram. Börn Takmarkaðar upplýsingar eru um notkun terbinafins hjá börnum og er notkun því ekki ráðlögð hjá þeim aldurshópi. Skert nýrnastarfsemi Notkun terbinafintaflna hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi hefur ekki verið rannsökuð nægilega vel og því er notkun ekki ráðlögð hjá þessum sjúklingahópi (sjá kafla 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun og kafla 5.2 Lyfjahvörf ). Skert lifrarstarfsemi Notkun terbinafintaflna er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með langvinnan eða virkan lifrarsjúkdóm (sjá kafla 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun ). Aldraðir Ekkert bendir til þess að breyta þurfi skömmtum fyrir aldraða sjúklinga eða að þeir fái aðrar aukaverkanir en yngri sjúklingar. Þegar terbinafini er ávísað fyrir þennan aldurshóp skal þó hafa í huga möguleika á skertri nýrna- eða lifrarstarfssemi (sjá kafla 4.4). 4.3 Frábendingar Þekkt ofnæmi fyrir terbinafini eða einhverju hjálparefna terbinafintaflna. Verulega skert nýrnastarfsemi. Verulega skert lifrarstarfsemi. 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Lifrarstarfsemi Notkun terbinafintaflna er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með langvinnan eða virkan lifrarsjúkdóm. Gera skal próf til að kanna lifrarstarfsemi áður en terbinafintöflum er ávísað. Eiturverkun á lifur getur komið fram hjá sjúklingum, með fyrirliggjandi lifrarsjúkdóm og án hans, og því er mælt með reglubundnu eftirliti á lifrarstarfsemi með lifrarprófum (eftir 4-6 vikna meðferð). Strax skal stöðva notkun terbinafins ef gildi á lifrarprófum hækka. Tilkynnt hefur verið um örfá tilvik af alvarlegri lifrarbilun (sem hafa leitt til dauða eða þarfnast lifrarígræðslu) hjá sjúklingum sem fengið hafa terbinafintöflur. Í meirihluta tilvika þar sem um lifrarbilun var að ræða var sjúklingur með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm og orsakatengsl við notkun terbinafins því óljós (sjá kafla 4.8 Aukaverkanir ). 2

Sjúklingum sem fá ávísað terbinafini skal gera grein fyrir mikilvægi þess að tilkynna strax ef vart verður við eftirtalin einkenni: viðvarandi óútskýrðra ógleði, minnkaða matarlyst, þreytu, uppköst, verk ofarlega í hægri hluta kviðar, gulu, dökkt þvag eða ljósar hægðir. Stöðva skal inntöku terbinafins hjá sjúklingum sem fá þessi einkenni og meta lifrarstarfsemi strax. Áhrif á húð Tilkynnt hefur verið um örfá tilvik alvarlegra húðviðbragða (t.d. Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardreplos húðþekju (toxic epidermal necrolysis)) hjá sjúklingum sem nota terbinafintöflur. Ef fram koma versnandi húðútbrot skal stöðva meðferð með terbinafintöflum. Áhrif á blóðmynd Í örfáum tilvikum hefur verið tilkynnt um blóðsjúkdóma (daufkyrningafæð, kyrningahrap, blóðflagnafæð, blóðfumnafæð) hjá sjúklingum sem fengið hafa meðferð með terbinafintöflum. Meta þarf vandlega orsök allra blóðsjúkdóma sem fram koma hjá sjúklingum sem fengið hafa meðferð með terbinafini og íhuga skal breytingu á meðferð, þ.m.t. að hætta meðferð með terbinafintöflum. Skoða þarf sjúklinga sem fá háan hita eða særindi í hálsi á meðan þeir fá meðferð með terbinafini, vegna þess að möguleiki er á blóðsjúkdómafræðilegum aukaverkunum. Nýrnastarfsemi Notkun terbinafintaflna hefur ekki verið rannsökuð nægilega hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 50 ml/mín. eða kreatínín í sermi sem er hærra en 300 míkrómól/l ) og því er notkun þeirra ekki ráðlögð (sjá kafla 5.2 Lyfjahvörf ). Gæta skal varúðar þegar terbinafin er notað hjá sjúklingum með undirliggjandi psoriasis eða helluroða, vegna þess aðm örsjaldan hefur verið tilkynnt um tilfelli af helluroða. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Áhrif annarra lyfja á terbinafin Lyf sem virkja umbrot geta aukið plasmaúthreinsun terbinafins og lyf sem hamla cytochrom P450 geta minnkað plasmaúthreinsun. Þegar samhliðanotkun slíkra lyfja er nauðsynleg þarf að aðlaga skammt terbinafins samkvæmt því. Eftirtalin lyf geta aukið verkun eða plasmaþéttni terbinafins Cimetidin minnkaði úthreinsun terbinafins um 33%. Fluconazol jók C max terbinafins um 52% og AUC um 69% vegna hömlunar á bæði CYP2C9 og CYP3A4 ensím. Önnur lyf sem hamla bæði CYP2C9 og CYP3A4, eins og ketoconazol og amiodaron, geta valdið svipaðri aukningu á útsetningu þegar þau eru notuð samhliða terbinafini. Eftirtalin lyf geta minnkað verkun eða plasmaþéttni terbinafins Rifampicin jók úthreinsum terbinafins um 100%. Áhrif terbinafins á önnur lyf Niðurstöður úr rannsóknum sem voru gerðar voru in vitro og hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum sýna að hverfandi líkur eru á að terbinafin minnki eða auki úthreinsun flestra lyfja sem umbrotin eru fyrir tilstilli cytochrom P450 kerfisins (t.d. terfenadin, triazolam, tolbutamid og getnaðarvarnalyf til inntöku) að undanskildum þeim sem eru umbrotin fyrir tilstilli CYP2D6 (sjá aftar). Terbinafin hefur ekki áhrif á úthreinsun antipyrins eða digoxins. Tilkynnt hefur verið um óreglulegar tíðablæðingar hjá sjúklingum sem nota terbinafintöflur samhliða getnaðarvarnarlyfjum til inntöku, tíðnin er þó sambærileg við tíðni þessarar aukaverkunar hjá sjúklingum sem nota getnaðarvarnarlyf til inntöku ein sér. 3

Terbinafin getur aukið verkun eða plasmaþéttni eftirtalinna lyfja Koffein Terbinafin minnkaði útshreinsun koffeins sem gefið var um æð um 19%. Efni sem aðallega eru umbrotin af CYP2D6 Rannsóknir in vitro og in vivo hafa sýnt að terbinafin hemur CYP2D6 miðluð umbrot. Þessar niðurstöður geta verið klínískt mikilvægar fyrir efni sem eru aðallega umbrotin fyrir tilstilli CYP2D6, t.d. ákveðin lyf í eftirtöldum lyfjaflokkum; þríhringlaga þunglyndislyf, beta-blokkar, sérhæfðir serótónínendurupptökuhemlar (SSRIs), lyf við hjartsláttartruflunum (þ.á.m. flokkur 1A, 1B og 1C) og mónóamínoxídasahemlar (MAOIs) af tegund B, sérstaklega ef þau eru með þröngan lækningalegan stuðul (sjá 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun ). Terbinafin minnkaði úthreinsun desipramins um 82%. Terbinafin getur minnkað verkun eða plasmaþéttni eftirfarandi lyfja Terbinafin jók úthreinsun ciclosporins um 15%. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga Rannsóknir á eiturverkun á fóstur og frjósemi hjá dýrum benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa. Vegna þess að klínísk reynsla hjá þunguðum konum er mjög takmörkuð skal ekki nota terbinafintöflur á meðgöngu nema klínískt ástand móður krefjist notkunar á terbinafini til inntöku og að hugsanlegur ávinningur fyrir móður sé meiri en áhættan fyrir fóstrið. Brjóstagjöf Terbinafin skilst út í brjóstamjólk, því eiga mæður á terbinafini til inntöku ekki að vera með barn á brjósti. Frjósemi Rannsóknir á eiturverkun á fóstur og frjósemi hjá dýrum benda ekki neinna áhrifa á frjósemi. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif terbinafintaflna á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Sjúklingar sem finna fyrir aukaverkun eins og svima eiga að forðast akstur og notkun véla. 4.8 Aukaverkanir Eftirtaldar aukaverkanir hafa komið fram í klínískum rannsóknum eða tilkynnt hefur verið um þær eftir markaðssetningu. Aukaverkanir (tafla 1) eru flokkaðar eftir tíðni, þær algengustu fyrst, samkvæmt eftirfarandi tíðniflokkun: Tíðni Líffæra-kerfi (MedDRA 9.1) Blóð og eitlar algengar ( 1/10) Algengar ( 1/100, <1/10) Sjaldgæfar ( 1/1.000, <1/100) sjaldgæfar ( 1/10.000, <1/1.000) Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) Kyrningahrap Daufkyrningafæð Blóðflagnafæð Blóðfrumnafæð Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) Blóðleysi 4

Tíðni Líffæra-kerfi (MedDRA 9.1) Ónæmiskerfi Efnaskipti og næring algengar ( 1/10) Minnkuð matarlyst Algengar ( 1/100, <1/10) Sjaldgæfar ( 1/1.000, <1/100) sjaldgæfar ( 1/10.000, <1/1.000) Bráðaofnæmis -viðbrögð Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) Bráðaofnæmislík viðbrögð, ofsabjúgur Merki um eða versnun staðbundins helluroða eða rauðra úlfa (cutaneous or systemic lupus erythematosus) Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) Bráðaofnæmis viðbrögð, viðbrögð sem líkjast sermissótt Geðræn vandamál Kvíði Þunglyndi* Taugakerfi Eyru og völundarhús Æðakerfi Höfuðverkur Bragðskyns missir** Vanbragð (óeðlilega dauft bragðskyn) ** - Svimi, náladofi og minnkað skynnæmi (Hypoaesthesia) Lyktarskynstap Væg heyrnarskerðing (Hypoacusis), Heyrnarskerðing, Eyrnasuð Æðabólga Meltingarfæri Lifur og gall Uppþembdur kviður Kviðverkur Niðurgangur Meltingartruflanir Ógleði Mettunartilfinning Lifrarbilun Hækkuð gildi lifrarensíma* Brisbólga Lifrarbólga Gula Gallteppa 5

Tíðni Líffæra-kerfi (MedDRA 9.1) Húð og undirhúð algengar ( 1/10) Útbrot Ofsakláði Algengar ( 1/100, <1/10) Sjaldgæfar ( 1/1.000, <1/100) sjaldgæfar ( 1/10.000, <1/1.000) Ofsabjúgur Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) Regnbogaroði Psoriasislík viðbrögð eða versnun á psoriasis Stevens-Johnson heilkenni Eitrunardreplos húðþekju Bráður útbreiddur graftarbóluroði (acute generalized exanthematous pustulosis) Hárlos Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum) Ljósnæmisviðbrögð Ljósskinnþroti (Photodermatosis) Ljósnæmis ofnæmisviðbrögð (Photosensitivity allergic reaction) og Sólarofnæmisútbrot (Polymorphic light eruption) Stoðkerfi og stoðvefur Liðverkir Vöðvaverkir Rákvöðvalýsa Æxlunarfæri og brjóst Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Óreglulegar tíðablæðingar Milliblæðingar Lasleiki Þreyta Einkenni sem líkjast flensu Sótthiti Rannsóknaniðurstöður Hækkuð gildi kreatínín kínasa Þyngdartap*** * Kvíði og einkenni þunglyndis í kjölfar truflunar á bragðskyni. ** Vanbragð og bragðskynsmissir, sem yfirleitt gengur til baka nokkrum vikum eftir að notkun lyfsins er hætt. Tilkynnt hefur verið um einstaka tilvik þar sem um langvarandi dauft bragðskyn var að ræða. *** Þyngdartap í kjölfar vanbragðs. Liðverkir (arthalgia) og vöðvaverkir (myalgia) geta verið hluti af ofurnæmissvörun í tengslum við ofnæmisviðbrögð í húð. Tilkynnt hefur verið um nokkur tilvik um truflun á tíðablæðingum, s.s. milliblæðingar og óreglulegan tíðahring, hjá sjúklingum sem nota terbinafin samhliða getnaðarvarnarlyfjum til inntöku (sjá kafla 4.5). Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 6

4.9 Ofskömmtun Tilkynnt hefur verið um nokkur tilfelli ofskömmtunar (allt að 5 g). Einkennin eru höfuðverkur, ógleði, verkur í efri hluta kviðar og svimi. Ráðlögð meðferð við ofskömmtun felst í að fjarlægja lyfið, aðallega með gjöf virkra lyfjakola og veita meðferð í samræmi við einkenni. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: Húðlyf, sveppalyf til inntöku, ATC flokkur: D 01 B A 02. Terbinafin er allylamin sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Við litla þéttni hefur terbinafin sveppadeyðandi verkun á húðsveppi, myglusveppi og ákveðna tvíbreytisveppi (dimorphic fungi). Verkun á gersveppi er ýmist sveppadeyðandi eða sveppaheftandi, háð tegundum. Terbinafin truflar, með sértækum hætti, nýmyndun steróla í sveppum snemma í nýmyndunarferlinu, með hömlun á ensímið squalen epoxidasa. Þetta veldur ergósteról skorti og uppsöfnun squalens inni í frumuhimnu sveppa. Ergósteról skorturinn og squalen uppsöfnunin eiga bæði þátt í dauða sveppafrumanna. Þegar lyfið er gefið til inntöku næst sveppadeyðandi þéttni af virka efninu í húð, hári og nöglum. Mælanleg þéttni virka efnisins greinist enn 15-20 dögum eftir að meðferð er hætt. Terbinafin er notað til að meðhöndla sveppasýkingar í húð og nöglum af völdum húðsveppa, eins og Trichophyton (s.s. T. rubrum, T. mentagrophytes, T. verrucosum, T. violaceum), Microsporum canis og Epidermophyton floccosum. Taflan hér á eftir sýnir lágmarks heftistyrk gegn húðsveppum (minimum inhibitory concentrations/mic). Örvera MIC (μg/ml) Trichophyton rubrum 0,001 0,15 Trichophyton mentagrophytes 0,0001 0,05 Trichophyton verrucosum 0,001 0,006 Trichophyton violaceum 0,001 0,1 Microsporum canis 0,0001 0,1 Epidermophyton floccosum 0,001 0,05 Terbinafin hefur litla verkun gegn mörgum tegundum candida gersveppa. Terbinafintöflur, öfugt við staðbundna terbinafin meðferð, hafa enga verkun gegn litbrigðamyglu (pityriasis (Tinea) versicolor). 5.2 Lyfjahvörf Hámarksþéttni í plasma, 0,97 mcg/ml, næst innan 1-2 klst. frá inntöku eins 250 mg skammts af terbinafini. Helmingunartími frásogs er 0,8 klst. og helmingunartími dreifingar er 4,6 klst. 7

Próteinbinding terbinafins er mikil (99%). Lyfið flæðir hratt í gegnum húð og safnast fyrir í fitusækna hornlaginu. Terbinafin skilst einnig út í húðfitu og þannig næst mikil þéttni í hársekkjum, hári og þeim húðsvæðum þar sem mikið er af fitukirtlum. Einnig hefur verið sýnt fram á að terbinafin dreifist í neglur innan nokkurra vikna frá upphafi meðferðar. Terbinafin umbrotnar hratt fyrir tilstilli CYP-ísóensíma, aðallega CYP2C9, CYP1A2, CYP3A4, CYP2C8 og CYP2C19. Umbrotsefnin hafa enga sveppaeyðandi verkun og skiljast aðallega út í þvagi. Helmingunartími brotthvarfs er um 17 klst. Ekkert bendir til uppsöfnunar í plasma. Ekki hafa komið fram aldurstengdar breytingar á lyfjahvörfum en brotthvarfshraðinn hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi getur verið minnkaður, sem veldur aukinni plasmaþéttni terbinafins. Rannsóknir á lyfjahvörfum, á stökum skömmtum, hjá sjúklingum með vægt til alvarlega skerta lifrarstarfsemi, hafa sýnt fram á að úthreinsun terbinafins getur minnkað um u.þ.b. 50%. Fæðuneysla hefur væg áhrif á aðgengi terbinafins, en ekki í þeim mæli að breyta þurfi skömmtum. 5.3 Forklínískar upplýsingar Langtíma rannsóknir (allt að 1 ár) á rottum og hundum sýna engin marktæk eitrunaráhrif við skammta til inntöku allt að 100 mg/kg á dag. Við stóra skammta er lifur og ef til vill einnig nýrun þau líffæri sem mögulega verða fyrir áhrifum. Í tveggja ára rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum á mýs sáust engin æxlismyndandi áhrif eða önnur óvenjuleg áhrif, í tengslum við meðferð með skömmtum allt að 130 mg/kg á dag (karldýr) og 156 mg/kg á dag (kvendýr). Í tveggja ára rannsókn á krabbameinsvaldandi áhrifum á rottur komu fram auknar líkur á lifraræxlum hjá karldýrum við hámarksdagskammt 69 mg/kg, þar sem altæk útsetning (systemic exposure) var svipuð klínískri útsetningu (clinical exposure). Ekki hefur verið sýnt fram á með hvaða hætti æxlin þróast. Óvíst er um klínískt mikilvægi þessa. Breytingarnar eru hugsanlega tengdar fjölgun oxunarkorna (peroxisomes) og vitað er að þær eru sértækar fyrir viðkomandi tegund, þar sem þær koma ekki fram í framangreindri rannsókn á músum eða öðrum rannsóknum á krabbameinsvaldandi áhrifum á mýs, hunda eða apa. Við háskammta-rannsóknir á öpum kom fram ljósbrotsgalli í sjónhimnu við stærri skammta (þéttni sem ekki veldur eitrun, 50 mg/kg). Þetta er talið stafa af því að umbrotsefni terbinafins er til staðar í augnvef, sem hverfur þegar meðferð með lyfinu er hætt. Þetta er ekki tengt vefjafræðilegum breytingum. Almennar in vitro og in vivo rannsóknir á eituráhrifum á gen gefa ekki vísbendingar um stökkbreytandi eða litningasundrandi (clastogenic) áhrif. Engin skaðleg áhrif á frjósemi eða aðra æxlunareiginleika komu fram í rannsóknum á rottum og kanínum. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Örkristallaður sellulósi Natríum glýkólat sterkja (tegund A) Hýprómellósi Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíum sterat 8

6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Þynnupakkningar (PVC/á1): 7, 10, 14, 20, 28, 30, 49, 50, 56, 60, 98, 100, 112, 250 og 500 töflur. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Engin sérstök fyrirmæli. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Bluefish Pharmaceuticals AB Torsgatan 11 SE-111 23 Stokkhólmur Svíþjóð 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER IS/1/12/055/01 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21. júní 2012. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 30. janúar 2015. 10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 18. febrúar 2016. 9