Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn.

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Nr ágúst 2009 REGLUGERÐ. um barnamat fyrir ungbörn og smábörn."

Transcript

1 REGLUGERÐ um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. I. KAFLI Gildissvið og skilgreiningar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um eftirtalin matvæli sem er ætlað að fullnægja sérstökum næringarþörfum heilsuhraustra ungbarna og smábarna. Efnisákvæði reglugerðarinnar eiga þannig við um matvæli fyrir ungbörn sem verið er að venja af brjósti og fyrir smábörn þegar um er að ræða viðbót við mataræði þeirra og/eða þegar verið er að venja þau á almennt fæði: a) Tilbúinn barnamat, þar sem uppistaðan er korn sem skiptist niður í eftirfarandi fjóra flokka: 1. Einfaldar kornvörur sem eru hrærðar út eða hræra skal út með mjólk eða öðrum heppilegum næringarvökva. 2. Kornvörur, að viðbættum próteinríkum fæðutegundum, sem eru hrærðar út eða hræra skal út með vatni eða öðrum próteinfríum vökva. 3. Pasta sem nota skal eftir að það hefur verið soðið í vatni eða öðrum heppilegum vökva. 4. Tvíbökur og kex sem neyta má beint eða mylja út í vatn, mjólk eða annan heppilegan vökva. b) Annan barnamat fyrir ungbörn og smábörn þar sem uppistaðan er ekki korn. Reglugerðin gildir ekki um mjólkurvörur ætlaðar smábörnum. Ákvæði reglugerðarinnar ná þó ekki til barnamatar sem ætlaður er til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. 2. gr. Skilgreiningar. Merking orða í þessari reglugerð er sem hér segir: Ungbörn eru börn yngri en 12 mánaða. Smábörn eru börn á aldrinum eins til þriggja ára. Barnamatur er matur fyrir ungbörn og smábörn. Varnarefnaleifar eru leifar af varnarefnum ásamt umbrots-, niðurbrots- og myndefnum þeirra. II. KAFLI Samsetning, efnainnihald og merking. 3. gr. Barnamatur skal framleiddur úr innihaldsefnum sem staðfest hefur verið með viðurkenndum vísindarannsóknum að henti næringarþörf ungbarna og smábarna. Tilbúinn barnamatur þar sem korn er uppistaðan skal uppfylla viðmiðanir um samsetningu sem eru tilgreindar í viðauka I. Barnamatur, sem er lýst í viðauka II, skal uppfylla viðmiðanir um samsetningu sem þar eru tilgreindar. Óheimilt er að markaðssetja barnamat nema hann uppfylli ákvæði þessarar reglugerðar. 4. gr. Íblöndun næringarefna. Við framleiðslu á barnamat er einungis heimilt að bæta þeim næringarefnum, sem eru skráð í viðauka IV. 5. gr. Varnarefnaleifar. Í barnamat skulu ekki vera nein efni í því magni sem stefnt getur heilsu ungbarna og smábarna í hættu.

2 Barnamatur skal ekki innihalda meira af leifum einstakra varnarefna en sem nemur 0,01 mg/kg nema að því er varðar þau efni sem tiltekin viðmiðunarmörk hafa verið ákvörðuð fyrir í viðauka VI en í því tilviki skulu þau sérstöku mörk gilda. Óheimilt er að nota varnarefnin í töflum 1 og 2 í viðauka VII við framleiðslu á landbúnaðarafurðum sem notaðar eru til framleiðslu á barnamat. Við eftirlit skal litið svo á varðandi magn þessara varnarefna að þau hafi ekki verið notuð ef leifar þeirra eru ekki meiri en 0,003 mg í hverju kg af vörunum tilbúnum til neyslu. Greiningaraðferðir til þess að ákvarða innihald varnarefnaleifa skulu vera staðlaðar og almennt viðurkenndar. 6. gr. Merking. Merkingar á umbúðum vara sem reglugerð þessi tekur til skulu uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum, og reglugerðar nr. 757/2002 um sérfæði, með síðari breytingum, auk þess skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum: a) Upplýsingar um fyrir hvaða aldurshóp varan er ætluð með hliðsjón af samsetningu hennar, áferð og öðrum sérstökum eiginleikum. Óheimilt er að tilgreina að vara sé ætluð ungbörnum yngri en 4 mánaða. Heimilt er að mæla með notkun vöru fyrir ungbörn frá fjögurra mánaða aldri, nema óháðir aðilar með þekkingu á sviði læknisfræði, næringarfræði eða lyfjafræði eða annað fagfólk, sem er ábyrgt fyrir ungbarna- og mæðravernd, ráðleggi annað. b) Ef varan er ætluð ungbörnum yngri en sex mánaða skulu koma fram upplýsingar um hvort glúten er í vörunni eða ekki. c) Orkugildi í kílójúlum (kj) og kílókaloríum (kkal) ásamt prótein-, kolvetna- og fituefnainnihaldi, gefið upp sem tölugildi í 100 g eða 100 ml af vöru eins og hún er seld og, þar sem við á, miðað við tiltekið magn tilbúinnar vöru sem ráðlagt er að neyta. d) Meðalmagn hvers steinefnis og hvers vítamíns, sem gildi eru tilgreind fyrir í viðauka I og II, gefið upp sem tölugildi í 100 g eða 100 ml af vöru eins og hún er seld og, þar sem við á, miðað við tiltekið magn tilbúinnar vöru sem ráðlagt er að neyta. e) Leiðbeiningar um hvernig ber að tilreiða vöruna, ef nauðsyn krefur, og yfirlýsing um mikilvægi þess að fylgja þeim leiðbeiningum. Eftirfarandi má koma fram: a) Meðalmagn næringarefnanna, sem talin eru upp í viðauka IV, komi það ekki fram skv. ákvæði d-liðar 1. mgr., gefið upp sem tölugildi í 100 g eða 100 ml af vöru eins og hún er seld og, þar sem við á, miðað við tiltekið magn tilbúinnar vöru sem ráðlagt er að neyta. b) Auk tölulegra upplýsinga, upplýsingar um vítamín og steinefni sem eru tilgreind í viðauka V, gefnar upp sem hlutfall viðmiðunargilda sem þar eru gefin upp, miðað við 100 g eða 100 ml vörunnar eins og hún er seld og, þar sem við á, tilgreint magn vöru sem ráðlagt er að neyta, að því tilskildu að magnið í vörunni sé a.m.k. 15% af viðmiðunargildunum. III. KAFLI Eftirlit og gildistaka. 7. gr. Eftirlit. Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Matvælastofnunar, hver á sínum stað, eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar reglugerðar. 8. gr. Viðurlög. Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti sakamála.

3 9. gr. Gildistaka. Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af efnisákvæðum tilskipunar nr. 2006/125/EB um barnamat þar sem korn er uppistaðan og barnamat fyrir ungbörn og smábörn. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 140/2003 um barnamat fyrir ungbörn og smábörn. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. ágúst F. h. r. Sigurgeir Þorgeirsson. Baldur P. Erlingsson. VIÐAUKI I Samsetning tilbúins barnamatar þar sem korn er uppistaðan og sem ætlaður er ungbörnum og smábörnum. Kröfurnar um næringarefni, eiga við um vörur sem eru tilbúnar til notkunar og eru markaðssettar þannig eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. 1. Korninnihald. Tilbúinn barnamatur þar sem korn er uppistaðan er aðallega framleiddur úr einni eða fleiri tegundum malaðs korns og/eða sterkjuríkum rótarávöxtum. Magn korns og/eða sterkjuríkra rótarávaxta skal vera a.m.k. 25% af þurrvigt endanlegu blöndunnar. 2. Prótein Próteininnihald í vörum sem tilgreindar eru í 2. og 4. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. skal ekki vera meira en 1,3 g/100 kj (5,5 g/100 kkal) Magn viðbætts próteins í vörur sem tilgreindar eru í 2. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. skal ekki vera minna en 0,48 g/100 kj (2 g/100 kkal) Magn próteinríkra fæðutegunda, sem notaðar eru við framleiðslu á kexi, sbr. í 4. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. og eru kynntar sem slíkar skal ekki vera minna en 0,36 g/100 kj (1,5 g/100 kkal) Efnastuðull viðbætts próteins skal vera að minnsta kosti 80% af viðmiðunarpróteininu (kasíni, sbr. skilgreiningu í viðauka III) eða próteinorkuhlutfall (PER) próteinsins í blöndunni skal jafngilda a.m.k. 70% af próteinorkuhlutfalli viðmiðunarpróteinsins. Einungis er heimilt að bæta við amínósýrum í þeim tilgangi að auka næringargildi próteinblöndunnar og þá aðeins í þeim hlutföllum sem eru nauðsynleg til þess að ná því markmiði. 3. Kolvetni Ef súkrósa, frúktósa, glúkósa, glúkósasírópi eða hunangi er bætt í vörurnar sem um getur í 1. og 4. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. skal: magn viðbættra kolvetna af þessum uppruna ekki vera meira en 1,8 g/100 kj (7,5 g/100 kkal), magn viðbætts frúktósa ekki vera meira en 0,9 g/100 kj (3,75 g/100 kkal) Ef súkrósa, frúktósa, glúkósasírópi eða hunangi er bætt í vörurnar sem um getur í 2. tl. a- liðar 2. mgr. 1. gr. skal: magn viðbættra kolvetna af þessum uppruna ekki vera meira en 1,2 g/100 kj (5 g/100 kkal), magn viðbætts frúktósa ekki vera meira en 0,6 g/100 kj (2,5 g/100 kkal). 4. Fituefni Innihald fituefna í vörum sem tilgreindar eru í 1. og 4. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. skal ekki vera meira en 0,8 g/100 kj (3,3 g/100 kkal).

4 4.2. Innihald fituefna í vörum sem tilgreindar eru í 2. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. skal ekki vera meira en 1,1 g/100 kj (4,5 g/100 kkal). Ef innihald fituefna er meira en 0,8 g/100 kj (3,3 g/100 kkal) skal: magn lársýru ekki vera meira en 15% af heildarinnihaldi fituefna, magn mýristínsýru ekki vera meira en 15% af heildarinnihaldi fituefna, magn línólsýru (í formi glýseríða = línóleata) ekki vera minna en 70 mg/100 kj (300 mg/100 kkal) og ekki meira en 285 mg/100 kj (1.200 mg/100 kkal). 5. Steinefni Natríum. Einungis má bæta natríumsöltum í tilbúinn barnamat, þar sem uppistaðan er korn, í tæknilegum tilgangi, magn natríums í tilbúnum barnamat, þar sem uppistaðan er korn, skal ekki vera meira en 25 mg/100 kj (100 mg/100 kkal) Kalsíum Magn kalsíums, í vörum sem tilgreindar eru í 2. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. skal ekki vera minna en 20 mg/100 kj (80 mg/100 kkal) Magn kalsíums í vörum sem tilgreindar eru í 4. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. og eru framleiddar með því að bæta við mjólk (mjólkurkex) og kynntar þannig, skal ekki vera minna en 12 mg/100 kj (50 mg/100 kkal). 6. Vítamín Í tilbúnum barnamat, þar sem korn er uppistaðan, skal magn þíamíns vera að minnsta kosti 25 μg/100 kj (100 μg/100 kkal) Fyrir vörur sem tilgreindar eru í 2. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr.: Á 100 kj Á 100 kkal Lágmark Hámark Lágmark Hámark A-vítamín (μg RJ) (1) D-vítamín (μg) (2) 0,25 0, (1) A-vítamín gefið upp sem retínól jafngildi. RJ = 3,33 alþjóðaeiningar (ae). (2) D-vítamín gefið upp sem kólekalsiferól. 10 μg = 400 alþjóðaeiningar af D-vítamíni. Þessi mörk gilda einnig ef A- og D-vítamíni er bætt út í annan tilbúinn barnamat, þar sem korn er uppistaðan. 7. Hámarksgildi fyrir viðbætt vítamín, steinefni og snefilefni. Kröfurnar um næringarefni, eiga við um vörur tilbúnar til notkunar og eru markaðssettar þannig eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans, að undanskildu kalíumi og kalsíumi þar sem kröfurnar eiga við um selda vöru. Næringarefni A-vítamín (μg RJ) E-vítamín (mg α-tj) (1) D-vítamín (μg) C-vítamín (mg) Þíamín (mg) Ríbóflavín (mg) Níasín (mg NJ) (3) B6-vítamín (mg) Fólínsýra (μg) B12-vítamín (μg) Pantóþensýra (mg) Bíótín (μg) Hámark á 100 kkal ,5/25 (2) 0,5 0,4 4,5 0, ,35 1,5 10

5 Kalíum (mg) Kalsíum (mg) Magnesíum (mg) Járn (mg) Sink (mg) Kopar (μg) Joð (μg) Mangan (mg) /180 (4) /100 (5) ,6 (1) α-tj = d-α-tókóferóljafngildi. (2) Mörk sem gilda um vörur sem eru járnbættar. (3) NJ = níasínjafngildi = mg nikótínsýru + mg trýptófans/60. (4) Mörk sem gilda um vörur sem um getur í 1. og 2. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. (5) Mörk sem gilda um vörur sem um getur í 4. tl. a-liðar 2. mgr. 1. gr. VIÐAUKI II Samsetning barnamatar handa ungbörnum og smábörnum. Kröfurnar um næringarefni, eiga við um vörur sem eru tilbúnar til notkunar og eru markaðssettar þannig eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. 1. Prótein Ef kjöt, alifuglar, fiskur, innmatur eða aðrir hefðbundnir próteingjafar eru einu efnisþættirnir sem nefndir eru í heiti vörunnar, þá: skulu tilgreindar tegundir af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt a.m.k. 40% af þyngd fullgerðu vörunnar, skal hver tilgreind tegund af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega a.m.k. 25% af heildarþyngd tilgreindu próteingjafanna, skal heildarpróteinið úr tilgreindum próteingjöfum vera a.m.k. 1,7 g/100 kj (7 g/100 kkal) Ef kjöt, alifuglar, fiskur, innmatur eða aðrir hefðbundnir próteingjafar, hver fyrir sig eða í samsetningu, eru nefndir fremst í heiti vörunnar, hvort sem varan er sett fram sem máltíð eða ekki, þá: skulu tilgreindar tegundir af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt a.m.k. 10% af þyngd fullgerðu vörunnar, skal hver tilgreind tegund af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega a.m.k. 25% af þyngd allra tilgreindu próteingjafanna, skal próteinið úr tilgreindu próteingjöfunum vera a.m.k. 1 g/100 kj (4 g/100 kkal) Ef kjöt, alifuglar, fiskur, innmatur eða aðrir hefðbundnir próteingjafar, hver fyrir sig eða í samsetningu, koma fyrir í heiti vörunnar, hvort sem varan er kynnt sem máltíð eða ekki: skulu tilgreindar tegundir af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega samanlagt a.m.k. 8% af heildarþyngd vörunnar, skal hver tilgreind tegund af kjöti, alifuglum, fiski, innmat eða öðrum hefðbundnum próteingjöfum vega a.m.k. 25% af heildarþyngd próteingjafanna, skal próteinið úr tilgreindu próteingjöfunum vera a.m.k. 0,5 g/100 kj (2,2 g/100 kkal), skal heildarmagn próteins í vörunni, frá öllum próteingjöfum, vera a.m.k. 0,7 g/100 kj (3 g/100 kkal) Ef ostur er tilgreindur ásamt öðrum innihaldsefnum í heiti bragðmikillar vöru, hvort sem hún er talin vera máltíð eða ekki, þá: skal prótein úr mjólk vera a.m.k. 0,5 g/100 kj (2,2 g/100 kkal), skal heildarmagn próteins í vörunni, frá öllum próteingjöfum, vera a.m.k. 0,7 g/100 kj (3 g/100 kkal).

6 1.5. Ef fram kemur á merkimiða að líta ber á vöruna sem máltíð en hvergi er minnst á kjöt, alifugla, fisk, innmat eða aðra hefðbundna próteingjafa í heiti vörunnar skal heildarinnihald próteins í vörunni, frá öllum próteingjöfum, vera a.m.k. 0,7 g/100 kj (3 g/100 kkal) Sósur, sem eru tilgreindar sem meðlæti með máltíð, eru undanskildar kröfunum í liðum 1.1 til 1.5, að báðum meðtöldum Í eftirréttum, þar sem mjólkurvörur eru tilgreindar sem fyrstu eða einu innihaldsefnin í heitinu, skal mjólkurprótein vera a.m.k. 2,2 g/100 kkal. Allir aðrir eftirréttir eru undanþegnir kröfunum í lið 1.1 til Heimilt er að bæta við amínósýrum í þeim tilgangi einum að auka næringargildi þeirra próteina sem fyrir eru og aðeins í þeim hlutföllum sem eru nauðsynleg til þess að ná því markmiði. 2. Kolvetni. Heildarmagn kolvetna í ávaxtasafa, grænmetissafa og ávaxtanektar, hreinum ávaxtaréttum, eftirréttum og búðingum skal ekki vera meira en: 10 g/100 ml fyrir grænmetissafa og drykki sem byggjast á þeim, 15 g/100 ml fyrir ávaxtasafa og ávaxtanektar og drykki sem byggjast á þeim, 20 g/100 g fyrir hreina ávaxtarétti, 25 g/100 g fyrir eftirrétti og búðinga, 5 g/100 g fyrir aðra drykki sem innihalda ekki mjólk. 3. Fita Eftirfarandi á við um vörur sem vísað er til í lið 1.1. í þessum viðauka: Ef kjöt eða ostur eru einu innihaldsefnin eða eru tilgreind fremst í heiti vörunnar skal heildarmagn fitu, úr öllum fitugjöfum, ekki vera meira en 1,4 g/100 kj (6 g/100 kkal) Fyrir allar aðrar vörur skal heildarfita, úr öllum fitugjöfum, ekki vera meiri en 1,1 g/100 kj (4,5 g/100 kkal). 4. Natríum Endanlegt magn natríums í vöru skal annaðhvort ekki vera meira en 48 mg/100 kj (200 mg/100 kkal) eða ekki meira en 200 mg/100 g. Ef ostur er eina innihaldsefnið, sem er nefnt í heiti vörunnar, skal endanlegt natríummagn vörunnar hins vegar ekki vera meira en 70 mg/100 kj (300 mg/100 kkal) Ekki má bæta natríumsöltum í vörur sem gerðar eru úr ávöxtum eða í eftirrétti og búðinga nema í tæknilegum tilgangi. 5. Vítamín. C-vítamín. Endanlegt magn C-vítamíns í ávaxtasafa, ávaxtanektar eða grænmetissafa skal annaðhvort vera a.m.k. 6 mg/100 kj (25 mg/100 kkal) eða a.m.k. 25 mg/100 g. A-vítamín. Endanlegt magn A-vítamíns í grænmetissafa skal vera a.m.k. 25 μg RJ/100 kj (100 μg RJ/100 kkal). Ekki má bæta A-vítamíni í annan barnamat. D-vítamín. Ekki má bæta D-vítamíni í barnamat. 6. Hámarksgildi fyrir viðbætt vítamín, steinefni og snefilefni. Kröfurnar sem varða næringarefnin eiga við um vörur sem eru tilbúnar til neyslu og markaðssettar þannig eða endurgerðar samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans, að undanskildu kalíum og kalsíum þar sem kröfurnar eiga við um selda vöru.

7 Næringarefni A-vítamín (μg RJ) E-vítamín (mg α-tj) C-vítamín (mg) Þíamín (mg) Ríbóflavín (mg) Níasín (mg NJ) B6-vítamín (mg) Fólínsýra (μg) B12-vítamín (μg) Pantóþensýra (mg) Bíótín (μg) Kalíum (mg) Kalsíum (mg) Magnesíum (mg) Járn (mg) Sink (mg) Kopar (μg) Joð (μg) Mangan (mg) Hámark á 100 kkal 180 (1) 3 12,5/25 (2) /125 (3) 0,25 0,4 4,5 0, ,35 1, ,6 (1) Í samræmi við ákvæðin í 5. lið. (2) Mörk sem gilda um vörur sem eru járnbættar. (3) Mörk sem gilda um rétti sem byggjast á ávöxtum, ávaxtasafa, ávaxtanektar og grænmetissafa. VIÐAUKI III Amínósýrusamsetning kaseins. Arginín Systín Histidín Ísóleusín Leusín Lýsín Metíónín Fenýlalanín Þreónín Trýptófan Týrósín Valín (g/100 g af próteini) 3,7 0,3 2,9 5,4 9,5 8,1 2,8 5,2 4,7 1,6 5,8 6,7 VIÐAUKI IV Næringarefni. 1. Vítamín. A-vítamín Retínól Retínýlasetat Retínýlpalmítat Betakarótín

8 D-vítamín D2-vítamín (= ergókalsíferól) D3-vítamín (= kólekalsíferól) B1-vítamín Þíamínhýdróklóríð Þíamínmónónítrat B2-vítamín Ríbóflavín Natríumríbóflavín-5'-fosfat Níasín Nikótínamíð Nikótínsýra B6-vítamín Pýridoxínhýdróklóríð Pýridoxín-5-fosfat Pýridoxíndípalmítat Pantóþensýra Kalsíum-D-pantóþenat Natríum-D-pantóþenat Dexpanþenól Fólat Fólínsýra B12-vítamín Sýanókóbalamín Hýdroxókóbalamín Bíótín D-bíótín C- vítamín L-askorbínsýra Natríum-L-askorbat Kalsíum-L-askorbat 6-palmítýl-L-askorbínsýra (askorbýlpalmítat) Kalíumaskorbat K-vítamín Fýllókínon (fýtómenadíon) E-vítamín D-alfa-tókóferól DL-alfa-tókóferól D-alfa-tókóferólasetat DL-alfa-tókóferólasetat 2. Amínósýrur. L-arginín L-systín L-histidín L-ísóleusín L-leusín L-lýsín

9 L-systín og hýdróklóríð þeirra L-metíónín L-fenýlalanín L-þreónín L-trýptófan L-týrósín L-valín 3. Annað. Kólín Kólínklóríð Kólínsítrat Kólínbítartrat Inósítól L-karnitín L-karnitínhýdróklóríð 4. Sölt steinefna og snefilefni. Kalsíum Kalsíumkarbónat Kalsíumklóríð Kalsíumsalt af sítrónusýru Kalsíumglúkonat Kalsíumglýserófosfat Kalsíumlaktat Kalsíumoxíð Kalsíumhýdroxíð Kalsíumsölt af ortófosfórsýru Magnesíum Magnesíumkarbónat Magnesíumklóríð Magnesíumsalt af sítrónusýru Magnesíumglúkonat Magnesíumoxíð Magnesíumhýdroxíð Magnesíumsölt af ortófosfórsýru Magnesíumsúlfat Magnesíumlaktat Magnesíumglýserófosfat Kalíum Kalíumklóríð Kalíumsalt af sítrónusýru Kalíumglúkonat Kalíumlaktat Kalíumglýserófosfat Járn Ferrósítrat Ferríammoníumsítrat Ferróglúkonat Ferrólaktat Ferrósúlfat

10 Ferrófúmarat Ferrídífosfat (ferrípýrófosfat) Járn (sem frumefni) (karbónýl- og vetnisafoxað járn og járn afoxað með rafgreiningu) Ferrísakkarat Natríumferrídífosfat Ferrókarbónat Kopar Kopar-lýsín samband Kúpríkarbónat Kúprísítrat Kúpríglúkonat Kúprísúlfat Sink Sinkasetat Sinkklóríð Sinksítrat Sinklaktat Sinksúlfat Sinkoxíð Sinkglúkonat Mangan Mangankarbónat Manganklóríð Mangansítrat Manganglúkonat Mangansúlfat Manganglýserófosfat Joð Natríumjoðíð Kalíumjoðíð Kalíumjoðat Natríumjoðat VIÐAUKI V Viðmiðunargildi fyrir næringarmerkingar á mat handa ungbörnum og smábörnum. Næringarefni A-vítamín D-vítamín C-vítamín Þíamín Ríbóflavín Níasínjafngildi B6-vítamín Fólat B12-vítamín Kalsíum Járn Sink Viðmiðunargildi á merkimiðum (μg) 400 (μg) 10 (mg) 25 (mg) 0,5 (mg) 0,8 (mg) 9 (mg) 0,7 (μg) 100 (μg) 0,7 (mg) 400 (mg) 6 (mg) 4

11 Joð Selen Kopar (μg) 70 (μg) 10 (mg) 0,4 VIÐAUKI VI Sértæk hámarksgildi leifa fyrir varnarefni eða umbrotsefni varnarefna í barnamat. Efnaheiti Hámarksgildi leifa (mg/kg) Kadúsafos 0,006 Demetón-S-metýl/demetón-S-metýlsúlfón/oxýdemetónmetýl (hvort um sig eða í samsetningu, gefið upp sem demetón-s-metýl) 0,006 Etóprófos 0,008 Fípróníl (summa fípróníls og fípróníldesúlfínýls, gefin upp sem fípróníl) 0,004 Própíneb/própýlenþíóþvagefni (summa própínebs og própýlenþíóþvagefnis) 0,006 VIÐAUKI VII Varnarefni sem ekki má nota við framleiðslu landbúnaðarafurða sem ætlaðar eru til framleiðslu á barnamat. Tafla 1 Efnaheiti (skv. skilgreiningu á varnarefnaleifum) Dísúlfótón (summa dísúlfótóns, dísúlfótónsúlfoxíðs og dísúlfótónsúlfóns, gefin upp sem dísúlfótón) Fensúlfóþíón (summa fensúlfóþíóns, súrefnishliðstæðu þess og súlfónum þeirra, gefin upp sem fensúlfóþíón) Fentín, gefið upp sem plúsjón trífenýltíns Haloxýfóp (summa haloxýfóps, salta þess og estera, þ.m.t. samrunaefnasambönd, gefin upp sem haloxýfóp) Heptaklór og trans-heptaklórepoxíð, gefið upp sem heptaklór Hexaklórbensen Nítrófen Ómetóat Terbúfos (summa terbúfoss og súlfoxíðs og súlfóni þess, gefin upp sem terbúfos) Tafla 2 Efnaheiti Aldrín og díeldrín, gefið upp sem díeldrín Endrín B-deild Útgáfud.: 18. ágúst 2009

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470 26.7.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 49/191 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/2470 2030/EES/49/21 frá 20. desember 2017 um að koma á fót skrá Sambandsins

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO ZINZINO LeanShake Zinzino LeanShake gómsæt og næringarrík staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar 1. Notaðu hann til að minnka fitu og byggja upp vöðva 3 og á sama tíma koma jafnvægi á þarmaflóruna og bæta

Διαβάστε περισσότερα

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO

LeanShake. Helstu kostir: ZINZINO ZINZINO LeanShake Zinzino LeanShake gómsæt og næringarrík staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar 1. Notaðu hann til að minnka fitu og byggja upp vöðva 3 og á sama tíma koma jafnvægi á þarmaflóruna og bæta

Διαβάστε περισσότερα

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt. ZINZINO BalanceShake Jarðarberjabragð BalanceShake er bragðgóður og frískandi drykkur sem inniheldur BalanceOil, vítamín, steinefni, 1,3/1,6-betaglúkan og prótein, allt í einum pakka. BalanceShake eykur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428. frá 25. ágúst 2015 Nr. 18/105 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2015/1428 2016/EES/18/12 frá 25. ágúst 2015 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 244/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011. frá 14.

Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011. frá 14. Nr. 24/174 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 26.4.2012 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 10/2011 2012/EES/24/09 frá 14. janúar 2011 um efnivið og hluti úr plasti sem ætlað er

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri Mataræði á meðgöngu Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri 2018 Góður undirbúningur - hefst snemma Konur geta undirbúið sig fyrir meðgöngu með því að: - borða fjölbreyttan og næringarríkan mat - taka

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. frá 28. maí 2014

Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. frá 28. maí 2014 Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR 2016/EES/18/07 frá 28. maí 2014 um vistfræðilegar viðmiðanir við veitingu umhverfismerkis ESB fyrir málningu

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 8/484 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 497/2014. frá 14.

Nr. 8/484 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 497/2014. frá 14. Nr. 8/484 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 5.2.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 497/2014 2015/EES/8/21 frá 14. maí 2014 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

2013/EES/37/31 HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,

2013/EES/37/31 HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, 27.6.2013 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 37/219 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 874/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Hvað borða íslensk börn og unglingar?

Hvað borða íslensk börn og unglingar? Hvað borða íslensk börn og unglingar? Könnun á mataræði 9 og 15 ára barna og unglinga 2003 2004 Inga Þórsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús

Διαβάστε περισσότερα

L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 10.5.2001 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 884/2001 frá 24. apríl 2001 þar sem mælt er fyrir um ítarleg framkvæmdaákvæði varðandi fylgiskjöl vegna

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli Leiðbeininar Nærinar- o heilsufullyrðinar er varða matvæli Maí 2013 0 Efnisyfirlit 1. Innanur... 2 1.1. Löjöf sem vísað er til í þessu skjali... 2 1.2. Ganleir tenlar... 2 2. Nærinarildismerkinar... 2

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur,

Διαβάστε περισσότερα

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar. um mataræði. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 38/30 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 37/2010. frá 22.

Nr. 38/30 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 37/2010. frá 22. Nr. 38/30 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 5.7.2012 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 37/2010 frá 22. desember 2009 2012/EES/38/08 um lyfjafræðilega virk efni og þeirra að því

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4.

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4. Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014 2016/EES/52/36 frá 4. febrúar 2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Handbók fyrir. leikskólaeldhús

Handbók fyrir. leikskólaeldhús Handbók fyrir leikskólaeldhús Handbók fyrir leikskólaeldhús Útgefandi: Embætti landlæknis 1. útgáfa 2005 2. útgáfa 2009 3. útgáfa 2018 Unnið af faghópi á vegum Embættis landlæknis Ljósmyndir: Arnaldur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PRID alpha 1,55 g skeiðarinnlegg fyrir nautgripi 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virkt innihaldsefni: Prógesterón... 1,55 g Hjálparefni: Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1206/2005 frá 27. júlí 2005 um varanlegt

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1206/2005 frá 27. júlí 2005 um varanlegt ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2008/EES/45/01 I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 45 15. árgangur 18.7.2008 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta sem elda fyrir aldraða

Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta sem elda fyrir aldraða Námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta sem elda fyrir aldraða Byggt á handbók um mataræði aldraðra Elva Gísladóttir næringarfræðingur og verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð Ný handbók um mataræði aldraðra

Διαβάστε περισσότερα

ADR -HANDB ÓK Flutningur á hættulegum farmi Stykkjavara

ADR -HANDB ÓK Flutningur á hættulegum farmi Stykkjavara ADR -HANDB ÓK Flutningur á hættulegum farmi Flutningur á hættulegum farmi Stykkjavara I S B N 978-9979-863-49-6 9 789979 863496 Stykkjavara Handbók þessi er fyrst og fremst ætluð fyrir námskeið handa þeim

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli

Næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli Leiðbeininar Nærinar- o heilsufullyrðinar er varða matvæli Október 2015 2. útáfa 0 Efnisyfirlit 1. Innanur... 2 1.1. Löjöf sem vísað er til í þessu skjali... 2 1.2. Ganleir tenlar... 2 2. Nærinar- o heilsufullyrðinar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 37 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2013/EES/37/01 2013/EES/37/02 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 37 20. árgangur 27.6.2013 Framkvæmdarákvörðun

Διαβάστε περισσότερα

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 Samorka 28. febrúar 2011 Útgefandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík Sími: 588 4430, Fax 588 4431 Tölvupóstfang:

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Mimpara 30 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 60 mg filmuhúðaðar töflur Mimpara 90 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 30 mg,

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014 Dýralyfjafréttir Lyfjastofnun Nóvember 2016 6. tbl. Dýralyf handa skrautfiskum Í pistlinum hér til hægri er vikið að býi og nú skal einnig fjallað um skrautfiska. Í sumum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Xenical 120 mg hörð hylki. 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hvert hart hylki inniheldur 120 mg af orlístati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Verkefnaskýrsla Rf 14-02

Verkefnaskýrsla Rf 14-02 Verkefnaskýrsla Rf 14-2 ÁGÚST 22 MENGUNARVÖKTUN Í LÍFRÍKI SJÁVAR VIÐ ÍSLAND 2-21 Eva Yngvadóttir Helga Halldórsdóttir Þuríður Ragnarsdóttir Elín Árnadóttir Titill / Title Mengunarvöktun í lífríki sjávar

Διαβάστε περισσότερα

SKRIFLEGT PRÓF. Númer og heiti prófgreinar: LÆK210G Lífefna- og sameindalíffræði B Prófdagur og tími: 23. mars 2009, kl.

SKRIFLEGT PRÓF. Númer og heiti prófgreinar: LÆK210G Lífefna- og sameindalíffræði B Prófdagur og tími: 23. mars 2009, kl. Prófstaður Eintakafjöldi: SKRIFLEGT PRÓF Deild: Læknadeild Kennarar: Ingibjörg Harðardóttir (s. 898-7655), Guðrún V. Skúladóttir (s. 695-8301), Jón Jóhannes Jónsson (s. 824-5917), Ísleifur Ólafsson (824-5332).

Διαβάστε περισσότερα

Reyking sjávarafurða

Reyking sjávarafurða Reyking sjávarafurða Hvað er reyking? Efnisyfirlit 3 Hvað er reyking 3 Tilgangur reykingar 4 Hráefni 6 Flökun á fiski 8 Söltun 9 Hitastig 9 Saltgerð 9 Þurrsöltun 10 Pækilsöltun 10 Söltunartími 10 Skolun

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Listi yfir efni sem leyfð eru í snyrtivörur með tilteknum skilyrðum.

Listi yfir efni sem leyfð eru í snyrtivörur með tilteknum skilyrðum. Listi yfir efni sem leyfð eru í snyrtivörur með tilteknum skilyrðum. Dálkur a; efnum raðað í stafrófsröð eftir INCI-heitum þeirra. INCI-nöfn efnanna eru skáletruðu, þau eru notuð til að einkenna efni í

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Nr febrúar 2012 REGLUGERÐ. um úðabrúsa.

Nr febrúar 2012 REGLUGERÐ. um úðabrúsa. REGLUGERÐ um úðabrúsa. I. KAFLI Gildissvið, orðskýring og merkingar. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um úðabrúsa sem ætlaðir eru til notkunar á vinnustöðum og lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

Kennsla í barnalæknisfræði v/ læknadeild Háskóla Íslands Þórður Þórkelsson Barnaspítala Hringsins

Kennsla í barnalæknisfræði v/ læknadeild Háskóla Íslands Þórður Þórkelsson Barnaspítala Hringsins Næring nýbura og ungbarna Kennsla í barnalæknisfræði v/ læknadeild Háskóla Íslands Þórður Þórkelsson Barnaspítala Hringsins Vökvabúskapur nýbura Vökvabúskapur nýbura Þvagútskilnaður nýbura er mjög lítill

Διαβάστε περισσότερα

Matvæli úr dýraríkinu

Matvæli úr dýraríkinu Skoðunarhandbók - leiðbeiningar Matvæli úr dýraríkinu Desember 2016 1. INNGANGUR...4 Inngangur...4 1.2 Lagagrunnur...5 1.3 Skilgreiningar...6 1.4 Verklag...8 1.5 Skoðunarkerfið...9 1.5.1 Tilefni...9 1.5.2

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα