Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Veghönnunarreglur 03 Vegferill"

Transcript

1 3 Veghönnunarreglur

2 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit, verkefnaskipting, númeraðar orðsendingar 3 Reglur, alm. verklýsingar, Rauður sérskilmálar 4 Handbækur, leiðbeiningar Grænn 5 Greinargerðir, álitsgerðir, Blár skýrslur, yfirlit Ú Útboðslýsingar

3 3 EFNISYFIRLIT: Efnisyfirlit 3.1 Markastærðir Hönnunarhraði Lárétt lega Bein lína Hringbogi Stærðir beygjuradíusa Tengibogi Helstu notkunarsvið tengiboga Lykkja Breikkun akbrautar í beygjum Hæðarlega Langhalli Hábogar og lágbogar Neyðarrampi Þverhalli og yfirhæðir Þverhalli á beinum vegi Þverhalli í beygjum Öfugur þverhalli í beygjum Breyting á þverhalla Sniðhalli Samband hraða, beygjuradíuss og þverhalla Vegsýn Almennt Stöðvunarlengd Mætilengd Framúraksturslengd Veghönnunarreglur 3-1 Útgáfa

4 3.1 Markastærðir 3.1 Markastærðir Í töflu eru birt yfirlit yfir ýmis hönnunaratriði úr kafla 3 og lítils háttar úr kafla 4. Hönnunaratriði Vegtegund Hámarkslengd beinnar línu L max (m) Allar , Lágmarkslengd beinnar línu L min (m) Allar Lágmarksbeygjuradíus R min (m) Allar Lágmarksklótóíðustærð A min (m) Allar Lágm.radíus með öfugan þverhalla (m) A, B. C A Hámarkslanghalli S max (%) B og C D A-C í dreifbýli Lágmarkshábogi H Hmin (m) A-C í þéttbýli D í dreifbýli D í þéttbýli Lágmarkslágbogi H lmin (m) Allar Hámarksþverhalli q max (%) Allar 8,0 8,0 8,0 8,0 7,5 7,5 7,0 6,5 6,0 5,5 5,0 Hámarksþverhallabreyting q max (%/m) 1) Allar 0,5a 0,5a 0,5a 0,4a 0,4a 0,25a 0,25a 0,2a 0,2a 0,2a 0,2a Lágmarksþverhallabreyt. q min (%/m) 1) Allar 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a A ,5 6,5 6 Hámarkssniðhalli P max (%) B og C ,5 8,5 7,5 D Stöðvunarlengd í dreifbýli (S=0) L s (m) Allar Stöðvunarlengd í þéttbýli (S=0) L s (m) Allar Mætilengd í dreifbýli L m (m) B, C, D Mætilengd í þéttbýli L m (m) B, C, D Lágmarksframúraksturslengd L f (m) C Lágmarksfj. á mögul. framúrakstri á 5 km C Lágmarksbeygjuradíus á vegam. (m) Allar Hámarkslanghalli á planvegamótum (%) Allar Tafla Markastærðir 1) a (m) = Fjarlægð akbrautarkants frá snúningslínu akbrautar. Veghönnunarreglur 3-2 Útgáfa

5 Hönnunarhraði Hönnunarhraði Hönnunarhraði (V h ) er sá hámarkshraði umferðar sem vegur eða vegkafli er hannaður fyrir. Velja skal hönnunarhraða með tilliti til vegflokks, vegtegundar, umferðar, landfræðilegra aðstæðna og kostnaðar. Í dreifbýli skal almennt velja eins háan hönnunarhraða og umferðaröryggi og aðstæður leyfa og hagkvæmt er miðað við stofnkostnað og rekstrarkostnað. Samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987 með síðari breytingum eru almenn ákvæði um leyfilegan hámarkshraða eftirfarandi: Vegir með bundnu slitlagi í dreifbýli. 90 km/klst. Malarvegir í dreifbýli 80 km/klst. Vegir í þéttbýli.. 50 km/klst. Hönnunarhraði skal vera jafn eða meiri en leyfilegur hámarkshraði. Við hönnun skal þess gætt að raunhraði á veginum geti orðið sem jafnastur og þær hraðabreytingar sem nauðsynlegar kunna að vera vegna vegferils verði ekki of miklar. Því skal fara eftir mynd Æskilegt er að hönnunarhraði breytist í takt við breytingar á leyfðum hraða og að breytingarnar séu ekki meiri en 20 km/klst. í hvert sinn. Mörk hönnunarhraða fyrir mismunandi vegtegundir eru sýnd í kafla 2.1. Veghönnunarreglur 3-3 Útgáfa

6 3.3 Lárétt lega 3.3 Lárétt lega Bein lína Í dreifbýli skal forðast að nota langar beinar línur þar eð ökumenn eiga erfitt með að meta hraða bifreiða, sem á móti koma og ljós þeirra geta verið blindandi. Í dreifbýli skal lengd beinnar línu ekki vera meiri í metrum en tuttugufaldur hönnunarhraði í km/klst., L max. Ef bein lína er á milli tveggja beygna í sömu átt er æskilegt að lengd hennar í metrum sé a.m.k. sexfaldur hönnunarhraði í km/klst., L min, sjá töflu L max L min Tafla Hámarks- og lágmarkslengdir beinnar línu, L max og L min í m Hringbogi Almennt skal nota eins stóra radíusa hringboga og unnt er m.a. með tilliti til landslags (útlits) og kostnaðar. Þó skal þess jafnframt gætt að sá hraði sem 85 % vegfarenda ekur á eða innan við (V 85 ) víki ekki um of frá hönnunarhraða (V h ) vegarins, sbr. kafla 3.2. Lágmarksbeygjuradíus, sjá töflu , skal ekki nota nema annað sé ekki verjandi af umhverfis- eða kostnaðarástæðum R min Tafla Lágmarksbeygjuradíusar, R min í m Forðast skal að aðliggjandi hringbogar séu með mjög misjöfnum radíusum, sjá mynd Þegar bogi og bein lína tengjast, Vegtegund Lengd beinnar línu Lágmarksradíus er lágmarksbeygjuradíus, sjá töflu , háður lengd L (m) á A, B, C L > 600 m R > 600 m beinu línunni, nema að hönnunarhraðinn krefjist stærri D L > 500 m R > 500 m A, B, C L < 600 m R > L radíuss, sjá töflu D L < 500 m R > L Tafla Lágmarksbeygjuradíus háður lengd beinnar línu Æskilegt er að hringbogi sé ekki styttri en að það taki tvær sekúndur að aka hann á hönnunarhraða, þ.e.: L = V h * 2 / 3,6 V h = km/klst. L = m Veghönnunarreglur 3-4 Útgáfa

7 3.3 Lárétt lega Í undantekningartilvikum er heimilt fyrir vegtegundir B til D að nota saman hringboga sem kreppast í sömu átt, þannig að þeir mætist í sameiginlegum snertli, egglína. Stærðarmunur radíusa þannig samansettra hringboga skal liggja á svæðinu merkt gott á mynd fyrir vegtegund B og C en á svæðunum merktum gott eða nothæft fyrir vegtegund D nema landfræðilegar aðstæður hamli það. Tengja skal slíka boga saman með klótóíðu Stærðir beygjuradíusa Við val á radíusum samliggjandi beygna eða beinnar línu og beygju í dreifbýli skal þess gætt að ekki verði of snögg breyting á eiginleikum veglínu. Skal í því sambandi nota mynd og skulu vegtegundir A til C falla innan gott en vegtegundin D falla innan gott eða nothæft nema landfræðilegar aðstæður hamli því. Mynd Kröfur um radíusa samliggjandi beygna eða beinnar línu og beygju Forðast skal stuttar beygjur. Ætíð skal kanna útlit veglínu með teikningu rúmmyndar ef stefnubreyting beygju er minni en 4 gon. Veghönnunarreglur 3-5 Útgáfa

8 3.3 Lárétt lega Tengibogi Á vegtegundum A, B og C skal nota tengiboga til að jafna áhrif breytinga á miðflóttakrafti sem verða við breytingar á krappa í beygjum eða við það að beygja tekur við af beinni línu. Tengiboginn bætir útlit veglínunnar, stuðlar að jafnari ökuhraða og á honum er ákjósanlegt að breyta þverhalla vegar ef þörf krefur. Tengibogi er gerður með klótóíðu sem hefur jöfnuna: A 2 = R * L A Stærð klótóíðunnar (m). L Lengd klótóíðunnar (m). R Radíus við enda klótóíðunnar (m). Lágmarksstærð klótóíðu. Fyrir R 750 m skal þess gætt að stefnubreyting í klótóíðunni τ 3,5 gon, sjá mynd Þetta næst með því að A sé a.m.k. jafnt þriðjungi af R: A min R / 3 Þess skal einnig gætt að unnt sé að koma við þeirri þverhallabreytingu, sem nauðsynleg er, innan klótóíðunnar. Í því sambandi er heimilt að reikna með hámarksþverhallabreytingu ( q max ). Af útlitslegum ástæðum er, auk framanskráðs, æskilegt að nota ekki minni klótóíðu en samkvæmt töflu A min Tafla Lágmarksstærð klótóíðu, A min í m Hámarksstærð klótóíðu. Óæskilegt er að stærð klótóíðu sé stærri en radíus aðliggjandi hringboga: A max = R Ekki er æskilegt að nota mjög langa klótóíðu ef útlit vegarins krefst þess ekki. Ætti því yfirleitt ekki að nota klótóíður stærri en 300 m (A > 300) nema við sérstakar aðstæður eða þegar radíus hringboga er stærri m. Í töflu er sýnd leiðbeinandi stærð klótóíðu sem hlutfall af stærð aðliggjandi beygjuradíuss. Ekki er nauðsynlegt að nota klótóíðu við stærri beygjuradíusa en m. Radíus Tafla Leiðbeinandi stærð klótóíðu Stærð klótóíðu m R A 0,5R m 0,5R A 0,33R m 0,33R A 0,25R m 0,25R A 0,2R Veghönnunarreglur 3-6 Útgáfa

9 3.3 Lárétt lega Helstu notkunarsvið tengiboga Einfaldur tengibogi er klótóíða sem tengir beina línu og hringboga, sjá mynd KU Upphaf klótóíðu. KE Endir klótóíðu. HU Upphaf hringboga. Mynd Einfaldur tengibogi Vendibogi eru tvær klótóíður sem kreppast í gagnstæða átt, tengdar í núllpunkti, sjá mynd Æskilegt er að stærðir beggja klótóíðanna séu svipaðar (einkum fyrir vegtegund A). Í öllum tilvikum ætti stærðarmunurinn að vera innan markanna A 1 1,5A 2. Mynd Vendibogi Egglína er klótóíðuhluti sem tengir tvo hringboga með stefnubreytingu í sömu átt, sjá mynd Radíusar hringboganna skulu uppfylla kröfur á mynd og er æskilegt að stefnubreyting í klótóíðunni sé a.m.k. 3,5 gon. Hringbogarnir skulu hvorki skerast né hafa sama miðpunkt. Mynd Egglína Toppbogi. eru tvær einfaldar klótóíður tengdar saman í radíusnum R T, sjá mynd Þessa gerð beygju ætti aðeins að nota í undantekningartilvikum. Mynd Toppbogi Veghönnunarreglur 3-7 Útgáfa

10 3.3 Lárétt lega Lykkja Lykkjur eru beygjur með mjög litlum radíus, RL 40 m, og mikilli stefnubreytingu, allt að og jafnvel yfir 200 gon. Í lykkjum er vikið frá ákvæðum um hönnunarhraða á aðliggjandi hlutum vegarins. Næst lykkjum er æskilegt að draga úr hönnunarhraða, t.d. með minnkandi beygjuradíusum. i Innri kantur. y Ytri kantur. M R i Rás KU Upphaf tengiboga. KE Endir tengiboga. R y R Minnsta frávik hringboga frá snertli klótóíðunnar. KE R Mynd Lykkja Lykkjur eru umferðartæknilega erfiðar og ætti aðeins að nota þær þar sem landfræðilegar aðstæður útiloka aðrar lausnir. Lykkja er gerð úr hringboga og tengibogum sem tengja hringbogann við aðliggjandi veglínu, sjá mynd Tengibogi lykkjunnar samanstendur af einni til þremur samsettum klótóíðum eftir stærð beygjuradíuss í ás hennar. Ef radíus í ás lykkjunnar er stærri en 40 m skal nota eina klótóíðu. Fyrir minni radíusa gildir tafla Klótóíða A 2. Klótóíða A 3. Klótóíða A R ás R u R e R u R e R u R e 40 R 20 R < 20 A = 40 A = 15 R = R = 70 R = 70 R ás A = 40 A = 15 A = 8 R = R = 70 R = 70 R = 20 R = 20 R ás Tafla Stærð og fjöldi klótóíða í lykkjum, R u og R e eru radíusar í upphafi og í enda klótóiðu Æskilegt er að nota ekki minni boga en R ás = 12 m í ás lykkjunnar. Breikka skal akbraut í lykkju eins og lýst er í kaflanum um breikkun akbrauta í beygjum. Þverhalli skal vera jafn í öllum hringboga lykkjunnar og skal ekki nota meiri þverhalla en 3-4 %. Sniðhalli lykkjunnar skal ekki vera meiri en 6 % í miðju lykkjunnar. Veghönnunarreglur 3-8 Útgáfa

11 3.3 Lárétt lega Langhalli í innri akrein lykkju skal ekki vera meiri en hámarkslanghalli á viðkomandi vegi. Þetta hefur í för með sér að draga verður verulega úr langhalla á ás vegarins næst lykkjunni og einnig til að breyting á langhalla við lykkju verði ekki mikil. Ákvarða má hámarkslanghalla fyrir ás lykkju S ÁS með mynd sem gefur samband milli radíuss lykkjunnar og hámarkslanghalla áss hennar með hliðsjón af langhalla aðliggjandi vegkafla. Mynd Hámarkslanghalli lykkju S ÁS miðað við langhalla aðliggjandi vegkafla og radius lykkju Langhalli lykkju skal ekki vera meiri en langhalli aðliggjandi vegkafla. Langhalli lykkju skal haldast jafn frá neðri byrjunarpunkti hringboga hennar að þeim stað ofan hennar þar sem breikkun akbrautar lýkur. Lágmarksradíus há- og lágboga til að breyta langhalla fyrir og eftir lykkju, H H og H L, er 1000 m. Veghönnunarreglur 3-9 Útgáfa

12 3.3 Lárétt lega Breikkun akbrautar í beygjum Í beygjum með 400 m radíus eða minni skal breikka akbraut til að halda óskertu rými fyrir þau ökutæki sem um veginn fara. Breikkun er meðhöndluð á mismunandi hátt eftir því hversu kröpp beygjan er. Beygjuradíus, R (m) Breikkun akbr. 1,8 1,2 0,9 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 Tafla Heildarbreikkun (m) akbrautar tveggja akreina vega í beygjum með R 50 m Finna má milligildi til að ákveða breikkun fyrir aðrar beygjustærðir en í töflu og skal ákvörðunin vera með 0,1 m nákvæmni. Breikka skal akbrautina jafnt til beggja hliða og skal breyta breiddinni línulega á tengiboga beygjunnar. Ef tengibogi er mjög langur má breyta breiddinni á styttri vegalengd. Í vendiboga þar sem breikka þarf akbraut í báðum hringbogum skal meta sérstaklega með tilliti til lengdar tengiboganna, hvort akbraut mjókki í akbrautarbreidd vegtegundar í vendipunkti. Í toppbogum og beygjum með mjög stuttum hringbogum skal haldið óbreyttri breikkun á lengd sem samsvarar V h / 3 mælt í metrum. Vegi með fjórum akreinum (tveimur akbrautum) skal meðhöndla eins og tvo tveggja akreina vegi. Í beygjum með R < 50 m og í lykkjum þarf að ákvarða breikkun fyrir hvora akrein fyrir sig. Breikkunin er háð radíus í ás beygjunnar (lykkjunnar). Beygjuradíus, R (m) Innri akrein 4,3 3,6 3,1 2,7 2,4 1,9 1,6 1,3 1,2 Ytri akrein 3,3 2,9 2,6 2,3 2,1 1,7 1,4 1,2 1,1 Tafla Breikkun (m) akreina í beygjum með R < 50 m Breikka skal akreinar línulega á tengiboga beygjunnar og utan hans ef þörf er á, þannig að breikkun á hvorri akrein verði ekki meiri en 1 m á hverja 10 m. Veghönnunarreglur 3-10 Útgáfa

13 3.4 Hæðarlega 3.4 Hæðarlega Langhalli Langhalli skal vera eins lítill og kostur er, sjá þó kafla um sniðhalla og afvötnun. Með því eykst öryggi á vegum og rekstrar- og orkukostnaður minnkar. Á hinn bóginn skal eftir föngum laga langhalla að landi og halda þannig niðri stofnkostnaði vega og laga þá að umhverfinu. Hámarkslanghalli S max (%) miðað við hönnunarhraða er sýndur í töflu Vegtegund A B og C D Tafla Hámarkslanghalli, S max í % Hámarkslanghalli aðalvega á planvegamótum er eins og sýndur er í töflu , þó er æskilegt að þessi halli verði hvergi meiri en 5 %. Á mislægum vegamótum gildir tafla Vegtegund Allar Tafla Hámarkslanghalli aðalvega í planvegamótum í % Við val á langhalla skal haft í huga að umferðaröryggi minnkar verulega við meiri langhalla en 6 %. Á vegarköflum þar sem þverhallabreytingar eiga sér stað og þverhallinn verður um 0 %, er æskilegur lágmarkslanghalli vega 0,7 til 1,0 %. Með þessu er tryggt, að afrennsli vatns verði fullnægjandi, þar sem þverhalli er lítill. Á slíkum svæðum skal þess gætt að sniðhalli vegarins sé a.m.k. 0,5 %. Þar sem kantsteinar eru notaðir þarf lágmarkslanghalli við kantstein að vera 0,5 %. Veghönnunarreglur 3-11 Útgáfa

14 3.4 Hæðarlega Hábogar og lágbogar Við breytingar á langhalla eru notaðir hringbogar, hábogar og lágbogar, sem með nægjanlegri nákvæmni má reikna sem parabólu. Eftirfarandi jöfnur eru notaðar við útreikning boganna sjá einnig mynd : T = H / 2 * (S 1 - S 2 ) / 100 T Snertill há- eða lágboga (m). y = x 2 / 2H H Radíus há- eða lágboga (m). S Langhalli (%). Mynd Skýringar á stærðum í há- og lágboga, S er langhalli, T er snertill og H er radíus Há- og lágbogar tengjast að jafnaði með beinum línum, en þeir geta einnig tengst hvor öðrum. Há- og lágboga skal velja í samhengi við hönnunaratriði í láréttum fleti, þannig að eftirfarandi markmið náist: Samræmi verði við hönnunaratriði í láréttum fleti, þannig að rúmferill vegarins verði sem bestur. Hámarksöryggi miðað við aðstæður með eins langa vegsýn og unnt er. Aðlögun vegarins að landinu til að halda stofnkostnaði lágum. Snjósöfnun hlémegin vegna skafrennings verði sem minnst, sem m.a. þýðir að hábogar þurfa vera stærri en m. Almennt skal nota eins stóra háboga og lágboga og unnt er með tilliti til landslags (útlits) og kostnaðar. Lágmarksboga skal ekki nota nema annað sé ekki verjandi af umhverfiseða kostnaðarástæðum. Veghönnunarreglur 3-12 Útgáfa

15 3.4 Hæðarlega Vegsýn skal alls staðar vera jöfn eða meiri en stöðvunarlengd á vegtegundum A, B og C. Á vegtegundum B og C skal líka miða við lágmarksatriði vegna framúraksturs, sjá töflu Á einbreiðum vegum af vegtegund D, skal ákveða lágmarksháboga miðað við mætilengd ella breikka í vegtegund C yfir hæðina. Lágmarkshábogi, H Hmin, er sýndur í töflu og eftirfarandi jöfnu: H Hmin = L 2 / (2 * (h ½ a + h ½ m ) 2 ) L L s eða L m, stöðvunar- eða mætilengd. h a Augnhæð. Hæð miðunarpunkts. h m Vegtegund A - C í dreifbýli A - C í þéttbýli D í dreifbýli D í þéttbýli Tafla Lágmarkshábogi H Hmin í m Við val á lágmarkslágboga, H Lmin, skal taka mið af töflu Vegtegund Allar Tafla Lágmarkslágbogi H Lmin í m Þar sem lágmarkslágbogar eru notaðir í undirgöngum, undir brýr eða við álíka aðstæður, skal kanna hvort vegsýn nái stöðvunarlengd vegna yfirbyggingar viðkomandi mannvirkja. Þar sem hallabreytingar eru litlar skal lengd snertils há- og lágboga vera a.m.k. eins og sýnt er í töflu Vegtegund Allar í dreifbýli Allar í þéttbýli 22, , , , , ,5 Tafla Lágmarkslengd snertils T min í m Veghönnunarreglur 3-13 Útgáfa

16 3.4 Hæðarlega Neyðarrampi Á löngum bröttum vegarköflum þarf að leggja neyðarrampa fyrir stór og þung ökutæki. Í brekkum sem eru með langhalla 6 % skal ekki vera meira en 3 km í neyðarrampann frá toppi brekkunnar. Velja þarf góðan stað fyrir neyðarrampa. Neyðarrampi verður stystur sveigi hann út af veginum upp í bratta (< 15 %), sjá mynd Hönnunarhraði á slíkum rampa skal vera að lágmarki 130 km/klst, en æskilegt er að hann sé 140 km/klst. Þetta þýðir mjög stóran beygjuradíus eða beina veglínu. Það er best að neyðarrampinn sé snertill beygju og sé lagður hægra megin við veginn. Neyðarrampinn skal vera vel merktur bæði við hann og áður en komið er að honum. Mynd Grunnmynd af neyðarrampa með fangbraut Lengd fangbrautar er fundin út frá hönnunarhraða og meðallanghalla fangbrautar, sjá töflu og eftirfarandi jöfnu: 2 L = V h * 100/(252 * (25 + S)) L Lengd fangbrautar (m). S Meðallanghalli fangbrautar (%). Hönnunarhraði Meðallanghalli fangbrautar S V h (km/klst) 15 % 10 % 5 % 0 % 5 % Tafla Lengd fangbrautar í m Efnið sem á að nota í fangbrautina skal vera hrein einskorna 25 mm rúnnuð sjávar- eða ármöl sem hefur verið hörpuð og skoluð. Þessa möl má ekki þjappa og hún á að vera eins laus í sér og unnt er. Óheimilt er að nota malað efni. Tryggja skal að fangbrautin sé vel afvötnuð svo að hún frjósi ekki. Það getur verið nauðsynlegt að leggja drenlögn í fangbrautina, sjá myndir og Mynd Þversnið fangbrautar Veghönnunarreglur 3-14 Útgáfa

17 3.4 Hæðarlega mikils hraða ökutækisins skal þykkt fangbrautar vera lítil í byrjun til að ökumaður missi síður stjórn á ökutækinu. Síðan á að þykkja malarlagið en við það eykst viðnámið sem fangbrautin veitir og hægir fljótar á ökutækinu, sjá mynd Mynd Langsnið fangbrautar Það skal nota stóran lágboga við innkeyrslu fangbrautarinnar vegna hraða ökutækisins. Síðustu m fangbrautar skulu ekki vera með meiri langhalla en 5%, sjá mynd Einnig skal setja upp hindrun við enda fangbrautar til að stöðva ökutæki sem ekki stoppa á fangbrautinni. rvegna NeFMynd Langsnið neyðarrampa Mynd Dæmi um fangbraut Mynd Viðnám fangbrautar utragbanvegupimraayðmynd er erlent dæmi um neyðarrampa. Mynd sýnir hvernig ökutækið sekkur í einskorna sjávar- eða ármöl og hvernig fangbrautin hægir á ökutækinu.

18 3.5 Þverhalli og yfirhæðir 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Þverhalli á beinum vegi Einhliða þverhalla skal nota á allar akbrautir. Vegtegundir A og B hafa tvær akbrautir. Lágmarksþverhalli, q min, skal vera eftirfarandi fyrir allar vegtegundir: Vegir með steinsteypu- eða malbiksslitlagi og V h 90 km/klst 3,0%. Aðrir vegir með bundnu slitlagi 3,5%. Vegir með malarslitlagi 4,0%. Lágmarkskröfur um þverhalla á öxlum eru þær sömu og á akbrautum Þverhalli í beygjum Þverhalli (%) í beygju skal yfirleitt vera niður til sömu handar og beygjan. Lágmarksþverhalli er sá sami og á beinum vegi. Hámarksþverhalla skal jafnan nota með mikilli varúð og ganga í öllum tilvikum úr skugga um að ekki sé farið upp fyrir hámarkssniðhalla. Samband hraða, beygjuradíuss og þverhalla er sýnt í töflu og hámarksþverhalli er sýndur í töflu Vegtegund Allar 8,0 8,0 8,0 8,0 7,5 7,5 7,0 6,5 6,0 5,5 5,0 Tafla Hámarksþverhalli q max í % Í beygjum með lítilli stefnubreytingu eða í toppboga skal halda fullum þverhalla á vegalengd sem er a.m.k. jafn löng þeirri leið sem ekin er á tveimur sekúndum á hönnunarhraða. Hliðarakreinar skulu yfirleitt hafa sama þverhalla og akbraut. Þó er heimilt að frá- og aðreinar hafi annan þverhalla en aðliggjandi akbraut. Ef þverhalli slíkra akreina er til gagnstæðrar áttar við akbraut skal munur þverhallanna þar sem þeir koma saman (á brotlínu) að hámarki vera 6% fyrir vegtegund A og 7% fyrir aðrar vegtegundir. Lágmarksþverhalli axla í beygjum skal vera sá sami og á beinum vegi. Þó er heimilt að minnka þverhalla á ytri öxl, sem er 1,5 m á breidd, niður í 2% þegar einhliða þverhalli akbrautar er meiri en 3,5%. Þverhalli innri axla í beygjum skal vera sá sami og þverhalli akbrautar. Veghönnunarreglur 3-16 Útgáfa

19 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Öfugur þverhalli í beygjum Í undantekningartilvikum er heimilt að þverhalli sé upp til sömu handar og beygjan, þ.e. öfugur þverhalli. Þetta getur einkum verið æskilegt á vegamótasvæðum og til þess að auðvelda afvötnun. Í slíkum tilvikum skal nota lágmarksþverhalla, þ.e. 3% eða 3,5% fyrir vegi með bundnu slitlagi og 4,0% fyrir vegi með malarslitlagi. Lágmarksbeygjuradíusar (m) til þess að heimilt sé að nota öfugan þverhalla eru sýndir í töflu Vegtegund A, B, C Tafla Lágmarksbeygjuradíus með öfugum þverhalla R min í m Breyting á þverhalla Þverhalla er breytt með því að snúa akbraut vegar um ákveðinn snúningsás. Algengast er að þessi snúningsás sé miðlína akbrautar, en einnig er mögulegt að nota aðra snúningsása ef það er talið heppilegt, sjá mynd Mynd Snúningsásar þverhallabreytinga akbrauta Þegar breyta þarf þverhalla skal breytingin gerð á þeim kafla vegarins sem liggur í tengiboga ef hann er fyrir hendi og skal þverhallabreytingin í þeim tilvikum ekki ná inn á beina línu eða hringboga nema í undantekningar tilvikum. Þar sem bein lína og hringbogi tengjast án tengiboga skal breyta lágmarksþverhalla á beinu línunni og það sem eftir er á hringboganum. Þar sem tveir misstórir hringbogar tengjast án tengiboga, skal breyta þverhallanum á stærri hringboganum. Veghönnunarreglur 3-17 Útgáfa

20 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Þverhallabreyting q er mismunur þverhalla á meter. Mikilvægt er að þverhallabreyting liggi innan hæfilegra marka. Óæskilegt er vegna útlits og akstursþæginda, að þverhallabreyting sé of snögg, en hún má heldur ekki verða of hæg vegna afrennslis af veginum. Lengd vegarkafla Lb sem þverhallabreytingar eru gerðar á er reiknuð með jöfnunni: Lb = ( qe - qu ) * a / q Lb Vegalengd (m) sem þverhalla er breytt á. qe Þverhalli (%) akbrautar við enda þverhallabreytingar. qu Þverhalli (%) akbrautar við upphaf þverhallabreytingar. a Fjarlægð (m) akbrautarkants frá snúningsás. q Þverhallabreyting (%/m), sjá töflu Hámarks- og lágmarksþverhallabreytingar eru samkvæmt töflu q a q max < 4,0 m 0,5a 0,5a 0,5a 0,4a 0,4a 0,25a 0,25a 0,2a 0,2a 0,2a 0,2a q max 4,0 m 2,0 2,0 2,0 1,6 1,6 1,0 1,0 0,8 0,8 0,8 0,8 q min 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a 0,1a Tafla Hámarks- og lágmarksþverhallabreytingar, q max og q min í %/m Í töflu táknar a fjarlægð akbrautarkants frá snúningsási eins og í jöfnunni á undan. Á breiðum akbrautum skal þess jafnframt gætt að qmin verði ekki stærra en q max. Ef langhalli, S, vegar er a.m.k. 1% skal nota lágmarksþverhallabreytingar, Δq min, þar sem þverhalli akbrautar er minni en lágmarksþverhalli, q min. Ef langhalli vegar er minni en 1% þá skal nota þverhallabreytingar á milli lágmarks Δq min og hámarks Δq max, þar sem þverhalli akbrautar er minni en lágmarksþverhalli, q min. Einnig má nota skábreytingu þverhalla, sjá myndir og 8. Helstu tilfelli þverhallabreytinga eru sýnd á myndum til 6. Veghönnunarreglur 3-18 Útgáfa

21 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Breyting ú r þ akha lla q q min R = R v. kantur báðir kantar L b h. kantur í e inhlið a halla R = R q < q min v. kantur báðir kantar L b h. kantur Mynd Bein lína - tengibogi - hringbogi Breyting ú r ein hlið a halla q q min R = R v. kantur L b h. kantur í einhliða halla í að ra átt R = R q < q min v. kantur L b h. kantur Mynd Bein lína - tengibogi - hringbogi Veghönnunarreglur 3-19 Útgáfa

22 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Breyting úr einhliða halla R R = í annan einhliða halla í sömu átt v. kantur L b h. kantur Mynd Bein lína - tengibogi - hringbogi Breyting úr einhliða halla R1 A R2 í annan einhliða halla í sömu átt v. kantur L b h. kantur Mynd Egglína, hringbogi - tengibogi - hringbogi R 2 Bre yting úr einhlið a halla q q min R 1 v. kantur L b h. kantur í einh liða h alla í aðra átt A R 2 R 1 q < q min v. kantur L b h. kantur Mynd Vendilína, hringbogi - tengibogar - hringbogi Veghönnunarreglur 3-20 Útgáfa

23 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Ef breyta þarf þverhalla úr -q min í +q min á vegi með mjög litlum eða engum langhalla, má breyta þverhallanum á ská milli akbrautarkanta eins og sýnt er til skýringar á mynd Mynd Skábreyting þverhalla Við skábreytingu þverhalla verður beygjuband og þverhallaband eins og sýnt er á mynd Brey ting ú r einhliða halla R 2 A R 1 í e inh liða ha lla í aðra átt q < q min Hryggur v. kant ur L b h. kant ur Mynd Skábreyting þverhalla Í þessu tilfelli er lengd vegarkafla sem þverhallabreytingar eru gerðar á: L b = 0,1 * B * V h L b Vegalengd (m) sem þverhalla er breytt á. B Akbrautarbreidd (m). V h Hönnunarhraði (km/klst). Veghönnunarreglur 3-21 Útgáfa

24 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Ef akbraut er snúið um kant í stað miðlínu lítur beygjuband út eins og sýnt er á mynd Mynd Snúningur um akbrautarkant Sniðhalli Sniðhalli (%) er heildarhalli akbrautar sem myndast af þverhalla og langhalla. P = (q 2 + S 2 ) ½ Mikill sniðhalli getur verið varasamur í hálku og þarf að gæta að hámarkssniðhalla, sbr. töflu Fari saman langhalli og þverhalli, sem eru nálægt hámörkum þeirra, skal minnka þverhallann þannig að sniðhallinn fari ekki upp fyrir hámarkssniðhalla, skv. töflu , sé hvorki hægt að draga úr langhallanum né rýmka beygjuna. Vegtegund A ,5 6,5 6 B og C ,5 8,5 7,5 D Tafla Hámarkssniðhalli, P max í % Vegna afvötnunar er mikilvægt að alltaf sé einhver sniðhalli. Í vindingi við erfiðar aðstæður er lágmarkið 0,5% en óæskilegt er að hann fari niður fyrir 1,0%. Veghönnunarreglur 3-22 Útgáfa

25 3.5 Þverhalli og yfirhæðir Samband hraða, beygjuradíuss og þverhalla Í töflu er sýnt hliðarviðnám ökutækis á blautu óslitnu slitlagi og með læst hjól og einnig lágmarksbeygjuradíus, R min (m) Hliðarviðnám f hl 0,22 0,20 0,18 0,17 0,15 0,14 0,12 0,11 0,10 0,09 0,08 R min Tafla Hliðarviðnám og lágmarksbeygjuradíus, R min Eftirfarandi jafna er til að reikna út töflu : R = (V h / 3,6) 2 / (g(f hl * n + q)) m R = V 2 h / (127(f hl * n + q)) m V h Hönnunarhraði km/klst, (1 km/klst = 1/3,6 m/sek). g Þyngdarhröðun Jarðar 9,81 m/sek 2. f hl Hliðarviðnám. q Þverhalli í hundraðshlutum. n Nýtingastuðull á hliðarviðnámi (0,48 1,00). Í töflu er sýnt samband hraða, beygjuradíuss og þverhalla. Taflan gildir fyrir allar vegtegundir. Farið er inn í töfluna með hönnunarhraða og beygjuradíus og fenginn út þverhalli. Heimilt er að nota næsta hálfa eða heila prósent þverhalla, q (%). n q% 1, ,0 1, ,5 1, ,0 1, ,5 0, ,0 0, ,5 0, ,0 0, ,5 0, ,0 0, ,5 0, ,0 Tafla Samband hönnunarhraða, beygjuradíuss og þverhalla Veghönnunarreglur 3-23 Útgáfa

26 3.6 Vegsýn 3.6 Vegsýn Almennt Orðið vegsýn er hér notað um þá lengd sem ökumaður sér fram á veginn og sér þar hlut á yfirborð vegarins með ákveðna lágmarkshæð (hæð miðunarpunkts). Vegsýn er megingrundvöllur umferðaröryggis og gæða umferðarflæðis á vegum. Skilgreindar eru þrenns konar lengdir sem vegsýn þarf að uppfylla að lágmarki: L s Stöðvunarlengd. L m Mætilengd. L f Framúraksturslengd. Vegsýn þarf að vera jafn löng eða lengri en stöðvunarlengd á öllum vegum. Vegsýn þarf að vera jafn löng eða lengri en mætilengd á einnar akreinar vegi, sem ekinn er í báðar áttir. Vegsýn sem er lengri en framúraksturslengd eykur gæði umferðarflæðis. Stöðvunarlengd er sú vegalengd sem ökutækið fer á viðbragðstíma ökumanns að viðbættri hemlunarvegalengd. Viðbragðstími telst: Í dreifbýli t = 2,0 sek. Í þéttbýli t = 1,5 sek. Vegsýn er háð hönnunaratriðum í láréttum og lóðréttum fleti. Þversniðs vegar og landslag hafa og áhrif á vegsýn. Til að finna vegsýn skal taka tillit til alls vegumhverfis. Reikna skal vegsýn fyrir hverja lengd (L s, L m og L f ) fyrir sig og báðar umferðarstefnur Stöðvunarlengd Við útreikning á vegsýn fyrir stöðvunarlengd (sjónlínu) er augnhæð ökumanns 1,1 m (h a ) á ás eigin akreinar. Hæð miðunarpunkts er 0,25 m (h m ) á ás eigin akreinar, nema í þéttbýli þar sem hönnunarhraðinn er km/klst þá er hæð miðunarpunkts 0,1 m, sjá mynd Mynd Stöðvunarlengd í láréttum og lóðréttum fleti Veghönnunarreglur 3-24 Útgáfa

27 3.6 Vegsýn Eftirfarandi jafna er til að reikna út nauðsynlega stöðvunarlengd L s (m), sbr. töflur og 2: L s = (V h / 3,6)t + (V h / 3,6) 2 / (2g(f b + S)) m L s = (V h / 3,6)t + V 2 h / (254(f b +S)) m V h Hönnunarhraði km/klst, (1 km/klst = 1/3,6 m/sek). t Viðbragðstími. g Þyngdarhröðun Jarðar 9,81 m/sek 2. f b Bremsuviðnám, sjá töflu S Langhalli í hundraðshlutum Bremsuviðnám f b 0,48 0,45 0,42 0,39 0,36 0,34 0,33 0,32 0,31 0,30 0,29 Tafla Bremsuviðnám, f b Nauðsynleg stöðvunarlengd L s (m), viðbragðstími 2 sek., í dreifbýli er sýnd í töflu Langhalli S% % % % % % % % % % % % % % % % % % % % % % Tafla Stöðvunarlengd í dreifbýli, L s í m Veghönnunarreglur 3-25 Útgáfa

28 3.6 Vegsýn Nauðsynleg stöðvunarlengd L s (m), viðbragðstími 1,5 sek., í þéttbýli er sýnd í töflu Langhalli S% % % % % % % % % % % % % % % % % % % % % % Tafla Stöðvunarlengd í þéttbýli, L s í m Mætilengd Mætilengd er skilgreind sem tvöföld stöðvunarlengd að viðbættri 10 m öryggislengd. Mætilengd er óháð langhalla. Lágmarksmætilengd (m) í dreifbýli og þéttbýli er sýnd í töflu Dreifbýli Þéttbýli Tafla Mætilengd, L m í m Veghönnunarreglur 3-26 Útgáfa

29 3.6 Vegsýn Framúraksturslengd Við útreikning á vegsýn fyrir framúraksturslengd er augnhæð ökumanns 1,1 m (h a ) á ás eigin akreinar og fyrir hæð miðunarpunkts 1,0 m (h m ) á ás mótlægrar akreinar, sjá mynd Mynd Framúraksturslengd í láréttum og lóðréttum fleti Framúraksturslengd er skilgreind sem sú vegalengd sem þarf til öruggs framúraksturs. Framúraksturslengd er ekin vegalengd þess ökutækis sem fer fram úr og ekin vegalengd ökutækis, sem á móti kemur á sama tíma auk öryggisvegalengdar á milli ökutækjanna þegar framúrakstri er lokið, sjá mynd nauðsynleg framúraksturslengd, L f ekin ve galeng d þ ess er fer framúr ekin vegalengd þess se m kemur á móti ekin vegale n gd þess sem farið er fra mú r öryggislengd Öku tæ ki við u p phaf framúraksturs Ökutæ ki a ð fra mú ra kstri loknum Mynd Nauðsynleg framúraksturslengd, L f Lágmarksframúraksturslengd og lágmarkshábogi, H Hmin, fyrir framúraksturslengd á beinni veglínu eru sýnd í töflu og eftirfarandi jöfnu: H Hmin = L 2 f / (2 * (h ½ a + h ½ m ) 2 ) L f Framúraksturslengd. h a Augnhæð. Hæð miðunarpunkts. h m L f H Hmin Tafla Lágmarksframúraksturslengd og minnsti hábogi á beinni veglínu í m Veghönnunarreglur 3-27 Útgáfa

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Markmið kaflans eru að kunna: Hraða, hröðun Stigstærð, vektorstærð Reikna krafta sem verka á hluti með hliðsjón af massa og hröðun hans Geta reiknað lokahraða

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku 1 Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku Electromechanical energy conversion principles Umbreyting milli raforku og hreyfiorku Umbreytingin getur almennt gengið í hvora áttina sem er: Umbreyting úr

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson 1 UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA Í ritgerðinni eru settar fram í nokkrum köflum kröfur er snerta efnisgæði til girðingarefnis. Ennfremur kröfur sem gerðar eru varðandi framkvæmd og vinnubrögð við uppsetningu

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Rafeindabygging atóma David P. White Allar bylgjur hafa einkennandi bylgjulengd, λ, og útslag, A. Tíðni bylgju, ν, er fjöldi heilla bylgna sem fara yfir línu á

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

Nokkur valin atriði úr aflfræði

Nokkur valin atriði úr aflfræði Einföld sveifluhreyfin Nour valin atriði úr aflfræði Soðum raftajöfnuna fyrir orm með ormstuðul sem má rita á eftirfarandi formi: mẍ = x sem er óhliðruð. stis diffurjafna. Umritum hana yfir á eftirfarandi

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Stærðfræði. Lausnir. Lausnir. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009

Stærðfræði. Lausnir. Lausnir. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009 4 1 2 3 5 6 Lausnir Lausnir 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009 Átta Lausnir 2007 Björgvin Sigurðsson, Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir Ritstjóri: Hafdís Finnbogadóttir Öll réttindi áskilin

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók Kennslubók Þetta hefti er þýtt úr dönsku með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku. Íslensk þýðing: Sigurður H. Pétursson Mynd á kápu er fengin frá Guðna Þór í Rönning Umbrot: Ísleifur Árni Jakobsson Faglegur

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Rafmagsfræði loftræsikerfa

Rafmagsfræði loftræsikerfa Rafmagsfræði loftræsikerfa Sigurður Sigurðsson Febrúar 2003 Sigurður Sigurðsson 2 Rafmagnsfræði loftræsikerfa Höfundur: Sigurður Sigurðsson Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni

Διαβάστε περισσότερα

Landskeppni í eðlisfræði 2014

Landskeppni í eðlisfræði 2014 Landskeppni í eðlisfræði 2014 Forkeppni 18. febrúar 2014, kl. 10:00-12:00 Leyleg hjálpargögn: Reiknivél sem geymir ekki texta. Verkefnið er í tveimur hlutum og er samtals 100 stig. Gættu þess að lesa leiðbeiningar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar

Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar 1.1.-1 Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar 1.1.1 Stálrör SET notar aðeins stálrör frá viðurkenndum framleiðendum við framleiðslu á einangruðu lagnaefni fyrir hitaveitur. Krafist er gæðaskírteina með rörunum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA Flutningslínur Á formlegri ensku heita þær Transmission Lines Líka oft kallaðar Feeder lines Fæðilínur Flutningslínur, merkjaflutningslínur Flutningslína flytur afl (merki)

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4.

Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014. frá 4. Nr. 52/594 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) nr. 165/2014 2016/EES/52/36 frá 4. febrúar 2014 um ökurita í flutningum á vegum, niðurfellingu reglugerðar

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Kennitala: 110981-3929 Torfi G.Sigurðsson Tækni- og verkfræðideild School of

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 Búðartangi 10 Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 kt: 111079-5959 kt: 010273-3079 kt: 190570-3719 Leiðbeinendur: Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum Skrifað út 30.3.2005; 18:59 6.1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm 3. Hversu langa pípu þyrfti að nota í loftvog til að samsvara loftþrýstingi miðað við 76

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Námskeið fyrir hita- og vatnsveitur Dælur og stýringar

Námskeið fyrir hita- og vatnsveitur Dælur og stýringar Námskeið fyrir hita- og vatnsveitur Dælur og stýringar Hönnun Dæluval - Stýringar Þorleikur Jóhannesson Vélaverkfræðingur Námskeið fyrir hita- og vatnsveitur 1 Efnisyfirlit Miðflóttaaflsdælur Láréttar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

G U LU S Í Ð U R N A R

G U LU S Í Ð U R N A R GULU SÍÐURNAR Reykjafell hf. Skipholt 35 105 Reykjavík Sími 588 6000 Fax 588 601 www.reykjafell.is Akureyri Furuvellir 13 Sími 46 5000 Reyðarfjörður Nesbraut 10 Sími 477 000 Almennar upplýsingar MÆLIEININGAR

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2015 um lykilupplýsingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 5. júní 2015 Efnisyfirlit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 GREINARGERÐ KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 SIGRBJÖRG ÓSK ÁSKELSDÓTTIR ÞÓRÐR ÞÓRÐARSON EFNISYFIRLIT 1 INNGANGR 3 FORMÁLI 3 SKILGREINING AÐALSKIPLAGS 4 ÚTLISTN HGTAKA

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα