HeartSine samaritan PAD SAM 500P. Notandahandbók

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "HeartSine samaritan PAD SAM 500P. Notandahandbók"

Transcript

1 HeartSine samaritan PAD SAM 500P Notandahandbók

2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit 2 Leiðbeiningar 4 Leiðbeiningar 4 Frábendingar 4 Ætlaðir notendur 4 Varnaðarorð og varúðarreglur 5 Kynning 10 SAM 500P 10 Skyndilegt hjartastopp (SCA) 10 Sleglatif 10 Gæði hjarta-lungna-lífgunar 11 Samviðnáms hjartalínurit 11 Ráðlögð þjálfun 12 Taktmælir fyrir hjarta-lungna-lífgun (CPR) 12 Yfirlit yfir SAM 500P 13 Undirbúningur 14 Umbúðir opnaðar 14 Atriði sem huga skal að áður en tækið er tekið í notkun 14 Gátlisti við undirbúning 16 Notkun SAM 500P 17 Hvenær nota á tækið 17 Notkun SAM 500P 17 2 Eftir notkun 18 Pediatric-Pak 20 Þjónusta og viðhald 22 Kröfur um rekjanleika 23 Meðferð gagna 24 Bilanaleit 25 Rautt blikkandi gaumljós 25 Viðvörun um lága stöðu rafhlöðu 25 Viðvörun um fullt minni 25 Hljóðviðvaranir 25 Þjónusta þarf tækið 26 Leitað eftir aðstoð 26 Undanþágur ábyrgðar 26 Tæknilegar upplýsingar 27 Listi yfir raddkvaðningar 41 Fullorðnir/börn 41 Ef ekki er þörf á rafstuði 41 Ef þörf er á rafstuði 41

3 Tákn sem notuð eru í handbókinni Viðvörun: Hætta á dauða eða alvarlegum meiðslum Varúð: Hætta á meiðslum Hjartastuðsvörn, Tenging af gerð BF Má ekki hafa í miklum hita eða við opinn eld. Má ekki brenna Inniheldur ekki náttúrulegt gúmmí-latex Ekki sæft Endurvinnanlegt Óendurhlaðanleg rafhlaða i Ath.: Hætta á að gögn eða hlutir skemmist Frekari upplýsingar Tákn sem notuð eru á tækinu IP56 Kveikt/Slökkt Vörn gegn innferð fellur í flokk IP56 samkvæmt EN Sjá notkunarleiðbeiningar Einnota hlutur. Má ekki endurnota 3XN6 Ekki valda skammhlaupi í rafhlöðunni Ekki merja rafhlöðuna Hitatakmörk eins og sýnt er Notist fyrir áááá/mm Farga í samræmi við reglur viðkomandi lands Sjálfvirkt hjartastuðtæki til beitingar á líkamann Hvað varðar raflost, eld og tæknilega hættu, einungis í samræmi við ANSI/AAMI ES :2005 CSA C22.2 NO :2008 IEC :2010 Fylgja skal leiðbeiningum um notkun 3

4 Leiðbeiningar Leiðbeiningar HeartSine samaritan PAD 500P er ætlað til notkunar hjá þeim sem verða fyrir hjartastoppi og eru með eftirfarandi einkenni: Meðvitundarlausir Anda ekki Ekkert blóðflæði Samaritan PAD 500P er ætlað til notkunar á sjúklinga eldri en 8 ára eða sem eru þyngri en 25 kg (55 lbs) þegar notuð er fullorðinseiningin samaritan Pad-Pak. Samaritan PAD 500P er ætlað til notkunar á börn á aldrinum 1 til 8 ára eða sem eru allt að 25 kg (55 lbs) þegar notuð er barnaeiningin samaritan Pediatric-Pak. Frábendingar Svari sjúklingur áreiti eða sé hann með meðvitund, á ekki að veita meðferð með SAM 500P. Ætlaðir notendur Samaritan PAD 500P er ætlað starfsfólk sem hlotið hefur þjálfun í notkun tækisins. Notendur skyldu hafa hlotið þjálfun í því að veita grunnlífsbjörg / notkun sjálfvirkra hjartastuðtækja 4

5 Varnaðarorð og varúðarreglur Viðvörun Sjúklingar sem henta fyrir meðferð SAM 500P hefur verið hannað til notkunar á meðvitundarlausa sjúklinga sem svara ekki áreiti. Svari sjúklingur áreiti eða sé hann með meðvitund, á ekki að veita meðferð með SAM 500P. Í SAM 500P er notaður rafhlöðu- og rafskautapakki sem hægt er að skipta út og nefnist hann Pad-Pak. SAM 500P tækið ásamt fullorðins Pad-Pak er ætlað til notkunar hjá sjúklingum yfir 25 kílógrömmum (55 pund) að þyngd eða sem jafngildir barni sem er um átta ára gamalt eða eldra. Þegar tækið er notað hjá yngri börnum (frá 1 til 8 ára) á að fjarlægja fullorðins Pad-Pak og koma fyrir Pediatric-Pak. Sé Pediatric-Pak eða annað hentugt hjartastuðtæki ekki tiltækt má nota fullorðinskerfi. Ef þú meðhöndlar barnungan sjúkling með fullorðins Pad-Pak skaltu hunsa allar raddkvaðningar varðandi gæði hjartalungna-lífgunar (CPR). CPR Advisor er í augnablikinu aðeins ætlaður til að veita endurgjöf á fullorðna sjúklinga. Ekki tefja meðferð með því að reyna að komast að nákvæmum aldri og þyngd sjúklings. Hætta við gjöf rafstuðs SAM 500P tækið gefur rafstuð í lækningaskyni sem getur valdið notendum og þeim sem hjá standa alvarlegum skaða. Gættu þess að tryggja að enginn snerti sjúklinginn þegar gefa á rafstuð. Forðastu að opna tækið eða gera við það Ekki er hægt að gera við neina hluta í SAM 500P tækinu. EKKI má opna eða gera við tækið undir neinum kringumstæðum þar sem hætta gæti verið á raflosti. Ef grunur leikur á skemmdum á að skipta SAM 500P út tafarlaust. 5

6 Varnaðarorð og varúðarreglur Forðast skal sprengi- eða eldfimar lofttegundir Gengið hefur verið úr skugga um að óhætt sé að nota SAM 500P samhliða gjöf súrefnis með grímu. Til þess að forðast hættu á sprengingu er þó eindregið ráðlagt að nota EKKI SAM 500P nálægt lofttegundum með sprengihættu, að meðtöldum eldfimum svæfingarlyfjum eða óblönduðu súrefni. Varúð Rétt staðsetning rafskautapúða Það skiptir öllu máli að staðsetja rafskautapúða SAM 500P rétt. Fylgja verður nákvæmlega leiðbeiningunum í notandahandbók fyrir neyðartilvik og á tækinu. Ef staðsetning er röng eða loft, hár, sáraumbúðir eða lyfjaplástrar eru milli púðanna og húðar getur það dregið úr virkni hjartastuðs. Lítils háttar húðroði eftir hjartastuðsmeðferð er eðlilegur. Ekki snerta sjúkling meðan á greiningu stendur Sé sjúklingur snertur meðan á greiningarhluta meðferðarinnar stendur getur það truflað greiningarferlið. Forðastu að snerta sjúklinginn meðan á greiningu stendur. Tækið lætur vita hvenær óhætt er að snerta sjúklinginn. 6

7 Ekki nota ef pokinn með rafskautunum er ekki innsiglaður Pad-Pak er einnota hlutur og nota verður nýjan eftir hverja notkun eða ef pokinn sem heldur hjartastuðspúðunum innsigluðum hefur verið rofinn eða er skaddaður að öðru leyti. Ef grunur leikur á að Pad-Pak sé skemmdur verður að skipta um hann tafarlaust. Athuga Næmi fyrir rafsegultruflun Sem öryggisráðstöfun gegn truflun verður notkun SAM 500P að eiga sér stað a.m.k. 2 m (6 fet) frá öllum tækjum sem starfa á fjarskiptatíðni. Að öðrum kosti á að slökkva á þeim búnaði sem veldur rafsegultrufluninni. Hitabil notkunar SAM 500P tækið, með rafhlöðu, púðum og rafskautum, er hannað til notkunar við hita á bilinu 0 ºC til 50 ºC. Notkun tækisins utan þessa bils getur valdið gangtruflun. Vörn gegn innferð IP56-matið á ekki við um það ef einhverjum hluta SAM 500P er dýft í vatn eða annan vökva. Komist tækið í snertingu við vökva getur það valdið alvarlegum skemmdum á tækinu eða valdið íkveikju eða losti. 7

8 Varnaðarorð og varúðarreglur Lenging á líftíma rafhlöðu Ekki kveikja á tækinu að óþörfu þar sem það getur stytt þann tíma sem tækið er til reiðu. Geymsla við hita sem er ekki á bilinu 0 ºC til 50 ºC getur dregið úr geymslutíma Pad-Pak. Ekki prófa tækið á hermum og kennsludúkkum Ekki er hægt að prófa tæki okkar á hefðbundnum hermum og kennsludúkkum. Reiknirit okkar styðst við breytilegan hjartslátt sem eitt viðmið við mælingu á sleglatifi (VF). Því mælum við ekki með notkun á venjulegum hermum til að prófa tæki okkar. i Frekari upplýsingar Notkun þessarar handbókar Mikilvægt er að lesa þessa handbók vandlega áður en SAM 500P er notað. Handbók þessari er ætlað að styðja við þá þjálfun sem fyrir hendi kann að vera. Vakni spurningar af einhverju tagi skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila eða beint við HeartSine Technologies til að fá ráð eða útskýringar. Upplýsingarnar í handbókinni geta breyst fyrirvaralaust og skuldbinda ekki HeartSine Technologies. Handbók þessa má ekki afrita eða senda með neinum hætti, rafrænt eða vélrænt, svo sem með ljósritun og hljóðritun án skilmerkilegs skriflegs leyfis HeartSine Technologies. 8

9 Notandaþjálfun Samaritan PAD 500P er ætlað starfsfólk sem hlotið hefur þjálfun í notkun tækisins. Notendur skyldu hafa hlotið þjálfun í því að veita grunnlífsbjörg / notkun sjálfvirkra, hjartastuðtækja Notkun aukahluta SAM 500P er sjálfstæður búnaður. Ekki nota ósamþykkta fylgihluti með því. SAM 500P getur bilað ef ósamþykktir fylgihlutir eru notaðir. Reglulegt viðhald Athuga skal tækið reglulega. Sjá Þjónusta og viðhald á bls. 22. Tækinu fargað á réttan hátt Farga skal tækinu í samræmi við reglur viðkomandi lands eða staðar eða hafa samband við dreifingaraðila HeartSine. Fylgja skal vinsamlegast Eftir notkun á bls. 18. Fara skal að þeim reglum sem gilda á viðkomandi stað Leita skal upplýsinga hjá heilbrigðisyfirvöldum á hverjum stað um þær kröfur sem kunna að vera gerðar til þeirra sem eiga og nota hjartastuðtæki. 9

10 Kynning SAM 500P SAM 500P tækið er hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki til nota á líkamann, hannað til að gefa með hraði rafstuð þeim sem verða fyrir skyndilegu hjartastoppi (sudden cardiac arrest, SCA). SAM 500P tækinu er ætlað að starfa í samræmi við leiðbeiningar evrópska endurlífgunarráðsins (European Resuscitation Council, ERC) og bandarísku hjartasamtakanna (American Heart Association, AHA) frá 2010 um hjarta-lungna-lífgun (Cardiopulmonary Resuscitation, CPR) og bráðameðferð við hjarta- og æðasjúkdómum (Emergency Cardiovascular Care, ECC). Skyndilegt hjartastopp (SCA) Skyndilegt hjartastopp er það kallað þegar hjartað hættir skyndilega að dæla af krafti vegna bilunar á leiðnikerfi hjartans. Oft fá þeir sem verða fyrir skyndilegu hjartastoppi ekki nein viðvörunarmerki né einkenni. Skyndilegt hjartastopp getur líka komið fyrir hjá fólki sem hefur áður greinst með hjartasjúkdóma. Hvort sjúklingurinn 10 lifir hjartastoppið af fer eftir því hvort hann fær tafarlausa og árangursríka hjartalungna-lífgun (CPR). Beiting hjartastuðtækis á líkamann fyrstu mínúturnar eftir lost getur aukið mjög möguleika sjúklings á að lifa af. Hjartaáfall og skyndilegt hjartastopp er ekki það sama þótt hjartaáfall geti stundum leitt til skyndilegs hjartastopps. Ef þú finnur fyrir einkennum hjartaáfalls (verk fyrir brjósti, þrýstingi, mæði, taki fyrir brjósti eða annars staðar í líkamanum) áttu tafarlaust að leita bráðaþjónustu læknis. Sleglatif Eðlilegur raftaktur samdráttar hjartavöðvans sem fær blóðið til að streyma um líkamann er kallaður eðlilegur skútasláttur (normal sinus rhythm, NSR). Sleglatif (ventricular fibrillation,vf) sem óregluleg rafboð í hjartanu valda er oft orsök skyndilegs hjartastopps. Hjá þeim sem verða fyrir skyndilegu hjartastoppi er hægt að koma aftur á eðlilegum skútaslætti með rafstuði yfir hjartað. Þessi meðferð nefnist hjartastilling.

11 Kynning Gæði hjarta-lungna-lífgunar Þegar hjarta-lungna-lífgunarmeðferð (CPR) er veitt manneskju sem fengið hefur skyndilegt hjartastopp er lífsnauðsynlegt að gæði hnoðs á brjóstkassa séu mikil. Ef gæði veittrar hjarta-lungna-lífgunar eru mikil aukast líkurnar á árangursríkri endurlífgun sjúklings stórlega. Rannsóknir hafa sýnt að ófaglærðir aðilar sem veita bráðaþjónustu veita reglulega árangurslausa hjarta-lungna-lífgun vegna reynsluleysis. Sem svar við þessu vandamáli hafa HeartSine þróað SMA 500P með CPR-ráðgjafa. SAM 500P með CPR-ráðgjafa getur veitt björgunarfólki endurgjöf á skilvirkni hjarta-lungna-lífgunar (CPR) sem þeir eru að veita manneskjunni. SAM 500P notar ICG-mælingar til að greina skilvirkni og tíðni hjartahnoðsins sem veitt er og ráðleggur síðan, á grunni þessarar greiningar, björgunarmanninum að hnoða fastar, hraðar eða hægar, eftir því sem við á. SAM 500P notar bæði heyranlegar og sýnilegar kvaðningar til að gefa aðilanum sem veitir bráðaþjónustuna endurgjöf um gæði hnoðsins sem verið er að veita. Viðvörun: Eiginleikinn CPRráðgjafi er aðeins ætlaður til notkunar á fullorðna sjúklinga. Ef Pediatric-Pak er notaður er CPR-eiginleikinn afvirkjaður. Í því tilfelli er björgunarmaðurinn hvattur til að hefja hjartalungna-lífgun, en fær enga endurgjöf frá CPR-ráðgjafa. Samviðnáms hjartalínurit (ICG) Samviðnáms hjartalínuritið er aðferð til að mæla breytingar samviðnáms hjá sjúklingi vegna hreyfingar, blóðflæðis og breytinga á lögun hjartans. SAM 500P notar þessar mælingar til að áætla samviðnámsbreytingar í brjóstinu og svo sem leið til að ákvarða skilvirkni hjartahnoðsins sem veitt er við hjartalungna-lífgun. 11

12 Kynning Ráðlögð þjálfun Skyndilegt hjartastopp er ástand sem kallar á tafarlausa bráðaaðstoð læknis. Ástandið er þess eðlis að hægt er að veita aðstoðina áður en leitað er til læknis. Til að greina þetta ástand á réttan hátt ráðleggur HeartSine að allir þeir sem gætu þurft að nota SAM 500P tækið fái fulla þjálfun í hjarta-lungna-lífgun (CPR), grundvallarlífsbjörg (BLS) og þó einkum í notkun sjálfvirks hjartastuðtækis á líkamann. HeartSine ráðleggur enn fremur að þessari þjálfun sé haldið við með reglulegum endurþjálfunarnámskeiðum samkvæmt fyrirmælum þess sem sér um þjálfunina. Hljóti mögulegir notendur SAM 500P tækisins ekki þjálfun í þessari tækni skal hafa samband við viðkurkenndan dreifingaraðila eða beint við HeartSine Technologies. Báðir þessir aðilar geta séð til þess að þjálfun fari fram. Að öðrum kosti skal hafa samband við heilbrigðisyfirvöld varðandi upplýsingar um þjálfun á vegum þar til bærra aðila á hverjum stað. Taktmælir fyrir hjarta-lungna-lífgun (CPR) Meðan á hjarta-lungna-lífgun stendur heyrist hljóðmerki frá SAM 500P tækinu og gaumljósið Óhætt að snerta blikkar á hraða samkvæmt leiðbeiningum 2010 AHA/ERC. Þessi búnaður er hér nefndur taktmælir fyrir hjarta-lungna-lífgun (CPRmetronom). Taktmælinn á að nota sem leiðbeiningu um hve oft á að þrýsta á brjóst sjúklings sé þörf á að beita hjartalungna-lífgun. 12

13 Yfirlit yfir SAM 500P Gagnatengi Hnappur fyrir rafstuð Ýttu á þennan hnapp til að gefa rafstuð í lækningaskyni. Táknmyndin Barnvænt Táknmynd CPR-ráðgjafa Táknmyndin Festa púða Aðgerðaörvar kringum þessa táknmynd blikka og gefa til kynna að festa eigi rafskautin við sjúkling eins og sýnt er. Gaumljós Þegar grænt gaumljós blikkar er SAM 500P tilbúið til notkunar. Táknmyndin Ekki snerta Ekki snerta sjúklinginn þegar aðgerðaörvar kringum þessa táknmynd blikka. Verið getur að SAM 500P tækið sé að greina hjartslátt sjúklings eða við það að hlaða og búa sig undir að gefa rafstuð. Aðgerðaörvar Kveikt/slökkt hnappur Ýttu á þennan hnapp til að kveikja/slökkva á tækinu. Táknmyndin Óhætt að snerta Óhætt er að snerta sjúklinginn þegar aðgerðaörvar kringum þessa táknmynd blikka. Grænn flipi Hátalari Rafskautaskúffa 13

14 Undirbúningur Umbúðir opnaðar Athuga skal að í pakkanum séu notandahandbók, mjúkt hulstur, Pad-Pak, ábyrgðarskírteini og notandahandbók fyrir neyðartilvik. Pad-Pak er einnota rafhlaða sem hægt er að taka úr og rafskautapakki í einni einingu. Hún er fáanleg í tveimur útgáfum 1 : Grá Pad-Pak eining sem ætluð er fullorðnum og bleik Pad-Pak eining sem ætluð er börnum (sjá mynd hér að neðan). Atriði sem huga skal að áður en tækið er tekið í notkun 1. Athuga skal fyrningardagsetningu (ár/mánuður) aftan á Pad-Pak einingunni (sjá myndina hér að neðan). Sé komið fram yfir fyrningardagsetningu, verður að endurnýja Pad-Pak / 05 Adult Pad-Pak Pediatric-Pak 1 Þriðja útgáfan er einnig fáanleg, sérstaklega ætluð flugfélögum 14

15 2. Opnaðu Pad-Pak. Geymdu umbúðirnar ef þörf verður á að endursenda Pad-Pak til HeartSine. Settu SAM 500P tækið á sléttan flöt. Stingdu Pad-Pak inn í SAM 500P (sjá myndina hér að neðan). Hlustaðu eftir smelli og gakktu úr skugga um að báðir flipar sé rétt settir í. 3. Ef þurfa þykir fer SAM 500P í gegnum sjálfspróf. Aðgerðaörvarnar blikka meðan á þessu stendur. Þegar sjálfsprófi er lokið með góðum árangri blikkar grænt gaumljós (sjá Yfirlit yfir SAM 500P á blaðsíðu 13). Þá er SAM 500P tækið tilbúið til notkunar. 4. Kveiktu á SAM 500P með því að ýta á á rofaborðinu á framhliðinni til að ganga úr skugga um að tækið starfi eðlilega. Hlustaðu eftir raddkvaðningum en farðu EKKI eftir þeim. Gakktu úr skugga um að ekki séu spiluð nein varnaðarorð. Ath.: EKKI toga í græna flipann á Pad-Pak. Ef búið er að opna rafskautaskúffuna getur verið að það þurfi að skipta um Pad-Pak. Kveiktu aðeins EINU SINNI á SAM 500P. Ef kveikt er og slökkt á tækinu aftur og aftur eyðast rafhlöðurnar fyrir tímann og þá getur þurft að skipta um Pad-Pak. 5. Slökktu á SAM 500P með því að ýta á á rofaborðinu. Athugaðu hvort grænt gaumljós blikki (sjá Yfirlit yfir SAM 500P á blaðsíðu 13). Ef engin varnaðarorð hafa heyrst og grænt gaumljós blikkar er tækið tilbúið til notkunar. 15

16 Undirbúningur 6. Settu SAM 500P í mjúka burðarhulstrið sem fylgir. Geyma skal SAM 500P á öruggum stað sem gott er að komast að í hreinu, þurru umhverfi og þó sér í lagi þar sem til þess sést og heyrist. Gættu þess að geyma tækið eins og fyrirmæli kveða á um (sjá Tæknilegar upplýsingar á blaðsíðu 27). Hiti í 0 til 50 C biðstöðu: (50 til 122 F) Rakastig: 5 til 95% (án þess að þéttast) Ath.: HeartSine mælir með því að Pad-Pak varaeining sé geymd hjá SAM 500P. Hægt er að geyma hana í afturhólfinu á mjúka burðarhulstrinu. Gátlisti við undirbúning 1. skref. Athuga fyrningardagsetningu Pad-Pak. 2. skref. Koma Pad-Pak fyrir. 3. skref. Athuga hvort sjálfsprófi sé lokið með góðum árangri. 4. skref. Kveikja á tækinu til að gá hvort það gengur. 5. skref. Slökkva. 6. skref. Ganga frá SAM 500P á réttan hátt. 7. skref. Skrá SAM 500P. 8. skref. Búa til þjónustuáætlun (sjá Þjónusta og viðhald á blaðsíðu 22). 7. Fylla skal út ábyrgðarskírteinið og skila því til viðurkennds dreifingaraðila eða beint til HeartSine Technologies (sjá Kröfur um rekjanleika á blaðsíðu 23). 16

17 Notkun SAM 500P Hvenær nota á tækið SAM 500P er ætlað til notkunar hjá þeim sem verða fyrir skyndilegu hjartastoppi og eru með eftirfarandi einkenni: Meðvitundarlaus Andar ekki Ekkert blóðflæði SAM 500P hefur verið hannað til notkunar á meðvitundarlausa sjúklinga sem svara ekki áreiti. Svari sjúklingur áreiti eða sé hann með meðvitund, á ekki að veita meðferð með SAM 500P. SAM 500P er ætlað til notkunar hjá sjúklingum yfir 25 kg (55 lbs) að þyngd eða sem jafngildir barni sem er um átta ára gamalt eða eldra. Þegar tækið er notað hjá yngri börnum (frá 1 til 8 ára) á að fjarlægja fullorðins Pad- Pak og koma fyrir Pediatric-Pak. Sé Pediatric-Pak eða annað hentugt hjartastuðtæki ekki tiltækt má nota fullorðins Pad-Pak. Notkun SAM 500P Vísað er til sérstakrar notandahandbókar fyrir neyðartilvik. Meðan á notkun SAM 500P tækisins stendur gefur það frá sér umfangsmiklar raddkvaðningar til að leiðbeina notandanum. Allar raddkvaðningarnar má sjá í Listi yfir raddkvaðningar á blaðsíðu 41. Ath.: SAM 500P tækið fer úr hamnum til að gefa rafstuð þegar greindur hefur verið taktur sem ekki er stuðvænn. 17

18 Notkun SAM 500P Eftir notkun Slökktu á SAM 500P með því að ýta á á rofaborðinu. 2. Fjarlægðu rafskautspúðana af sjúklingnum og leggðu þá saman andspænis hvorum öðrum. Verið getur að rafskautin séu þakin líkamsvef manna, vökva eða blóði. Fargaðu rafskautunum sérstaklega sem smitandi úrgangi. 3. Pad-Pak inniheldur litíum rafhlöður. Einingin er einnota og verður að skipta henni út eftir hverja notkun. Fjarlægðu Pad-Pak eininguna með því að þrýsta á flipana tvo á sitt hvorri hlið Pad-Pak. Pad-Pak einingin rennur þá fram (sjá myndina hér að neðan). Ekki fleygja SAM 500P tækinu eða Pad-Pak með venjulegum úrgangi. Fargaðu þeim á viðeigandi endurvinnslustað í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað. Að öðrum kosti á að skila þeim til dreifingaraðila til förgunar eða endurnýjunar. 4. Athugaðu hvort SAM 500P tækið sé óhreint eða mengað. Ef nauðsyn krefur skal hreinsa það með mjúkum klút sem vættur hefur verið með öðru eftirfarandi efna: Sápuvatni Ísóprópýl alkóhóli (70% lausn). Varúð: Ekki má dýfa SAM 500P í vatn né annan vökva. Komist tækið í snertingu við vökva getur það valdið alvarlegum skemmdum á tækinu eða valdið íkveikju eða losti. Ath.: Ekki hreinsa SAM 500P tækið með svarf-, hreinsi- eða leysiefnum.

19 5. Athugaðu hvort SAM 500P tækið sé skemmt. Ef SAM 500P tækið er skemmt á að skipta því út tafarlaust. 6. Nýrri Pad-Pak einingu komið fyrir. Áður en það er gert á að athuga fyrningardagsetningu Pad-Pak (sjá Undirbúningur á blaðsíðu 14). Eftir að nýrri einingu hefur verið komið fyrir skal athuga hvort grænt gaumljós blikki. 19

20 Pediatric-Pak Notkun Pediatric-Pak Pediatric-Pak er ætlað til meðferðar há börnum sem orðið hafa fyrir skyndilegu hjartastoppi á aldrinum 1 til 8 ára með eftirtalin einkenni: Meðvitundarlaus Anda ekki Ekkert blóðflæði Staðsetning rafskauta: Hjá börnum er um tvær leiðir að ræða við staðsetningu rafskauta: a. Ef brjóst barnsins er smávaxið er ef til vill nauðsynlegt að staðsetja annan púðann á mitt brjóstið BERT og hinn púðann á BERT bak barnsins, á miðju brjóstkassans eins og sýnt er í aðferð a). AÐ FRAMAN -AÐ AFTAN Aðferð a) 20

21 b. Ef brjóst barnsins er nógu stórt til að hægt sé að hafa 2,5 cm (1 þumlungs) bil á milli púðanna má staðsetja þá líkt og hjá fullorðnum. Staðsettu annan púðann á BERT brjóst barnsins hægra megin fyrir ofan geirvörtu og hinn púðann á BERAN brjóstkassa barnsins vinstra megin fyrir neðan geirvörtu eins og sýnt er í aðferð b). Viðvörun: Rafskaut hjartastuðtækis verða að vera í að minnsta kosti 2,5 cm (1 þumlungs) fjarlægð frá hvoru öðru og mega aldrei snertast. Viðvörun: Pediatric-Pak inniheldur segulmagnaðan hlut (segulstyrkur yfirborðs gauss). Forðastu að geyma tækið nærri geymslumiðlum sem næmir eru fyrir segulhrifum. Viðvörun: Ekki ætlað sjúklingum yngri en 1 árs. Notist á börn að 8 ára aldri eða að 25 kg (55 lbs) þyngd. EKKI SKAL TEFJA MEÐFERÐ ÞÓTT EKKI SÉ VEL KUNNUGT UM ALDUR EÐA ÞYNGD. Aðferð b) Staðsetja má rafskaut á brjóst barnsins ef brjóstið er nógu stórt EÐA ef áverkar koma í veg fyrir staðsetningu eins og sýnt er í aðferð a). 21

22 Þjónusta og viðhald HeartSine mælir með því að notendur framkvæmi ástandsskoðanir reglulega. Ráðlagðar ástandsskoðanir eru: Vikulega Athuga gaumljósið. Ef græna gaumljósið blikkar ekki á 5 til 10 sekúndna fresti eða ef rauða gaumljósið blikkar eða ef hljóðmerki heyrist, er eitthvað að. Sjá Bilanaleit á blaðsíðu 25. SAM 500P tækið framkvæmir sjálfspróf á miðnætti að Greenwich-tíma á hverjum sunnudegi. Meðan á sjálfsprófi stendur blikkar rautt gaumljós, en það verður aftur grænt þegar sjálfsprófinu er lokið með góðum árangri. Sjálfsprófið tekur ekki meira en 10 sekúndur. Ef rautt gaumljós blikkar áfram er SAM 500P tækið bilað (sjá Bilanaleit á blaðsíðu 25). Mánaðarlega Séu einhver merki um ytri skemmdir á tækinu skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila eða HeartSine Technologies beint. Athuga skal fyrningardagsetningu á SAM 500P Pad-Pak einingunni (sjá Undirbúningur á blaðsíðu 14 um hvar dagsetninguna er að finna). Ef komið er fram yfir fyrningardagsetningu eða hún nálgast, á að skipta Pad-Pak einingunni út eða hafa samband við viðkomandi dreifingaraðila HeartSine varðandi endurnýjun. Ef varnaðarorð heyrast þegar kveikt er á SAM 500P eða ef minnsti grunur leikur á að SAM 500P tækið sé ekki í lagi skal lesa kaflann Bilanaleit á blaðsíðu

23 Kröfur um rekjanleika Samkvæmt reglugerð um lækningatæki verðum við að staðsetja öll lækningatæki sem við seljum. Mikilvægt er að fylla út ábyrgðarskírteinið með upplýsingum um þig og skila því til viðurkennds dreifingaraðila eða beint til HeartSine Technologies. Að öðrum kosti skal senda tölvupóst á sem hefur að geyma: Nafn Heimilisfang Raðnúmer tækis eða nota netskráningarkerfi okkar á Með því móti getum við haft samband vegna áríðandi orðsendinga um SAM 500P, svo sem varðandi síðari uppfærslur hugbúnaðar eða aðgerðir til leiðréttingar er varða öryggi á þessu sviði. Verði breytingar á þeim upplýsingum sem veittar hafa verið, svo sem breytt heimilisfang eða ef annar eignast SAM 500P tækið, skal senda okkur uppfærðu upplýsingarnar. 23

24 Meðferð gagna HeartSine Saver EVO hugbúnaðurinn er valfrjáls fylgihlutur. Hafðu samband við viðurkenndan dreifingaraðila eða beint við HeartSine Technologies varðandi þjónustu við meðferð gagna eftir notkun. 1. Tengdu USB-kapalinn sem fylgir við SAM 500P tækið (sjá myndina hér á eftir). 2. Tengdu USB-kapalinn við PC-tölvu. 3. Ræstu HeartSine Saver EVO hjálparforritið. Ath.: SAM 500P tækið á aðeins að tengja við IEC60950 PC-tölvu. Varúð: Ekki er hægt að gefa hjartastuð meðan SAM 500P tækið er tengt við PC-tölvu. Hafa skal samband við viðkurkenndan dreifingaraðila eða beint við HeartSine Technologies varðandi frekari upplýsingar um þennan valfrjálsa fylgihlut. 24

25 Bilanaleit Rautt blikkandi gaumljós Blikki rautt gaumljós eða ef tækið gefur frá sér hljóðmerki skal athuga fyrningardagsetningu á Pad-Pak (sjá Undirbúningur á blaðsíðu 14). Sé ekki komið fram yfir fyrningardagsetningu skal kveikja á SAM 500P með því að ýta á á rofaborðinu og hlusta eftir raddkvaðningunni leitið aðstoðar læknis. Slökktu síðan með því að ýta á á rofaborðinu. Ef þessi aðgerð leysir ekki vandann skal tafarlaust hafa samband við viðurðkenndan dreifingaraðila eða HeartSine Technologies. Viðvörun um lága stöðu rafhlöðu i Þessi skilaboð gefa ekki til kynna bilun. Þegar tækið spilar skilaboðin Varúð lág staða rafhlöðu í fyrsta skipti heldur það áfram að ganga eðlilega. Það getur þó verið að færri en 10 rafstuð séu eftir. Ef þessi skilaboð heyrast skal undirbúa Pad- Pak varaeininguna undir notkun og búa sig undir að skipta um hana fljótlega. Panta skal nýja Pad-Pak eins fljótt og unnt er. Viðvörun um fullt minni Ef tækið spilar skilaboðin fullt minni, getur minnið ekki skráð neinar frekari hjartarafritsupplýsingar (ECG) eða atburði. Tækið getur þó áfram greint og gefið rafstuð ef þurfa þykir. Ef þessi skilaboð heyrast skal hafa samband við tæknideild HeartSine Technologies. Hljóðviðvaranir Ef tækið gefur frá sér 3 hröð hljóðmerki þegar slökkt er á því hefur það skynjað að hitinn umhverfis er utan skilgreinds notkunarbils. Þetta hljóðmerki getur líka átt sér stað við vikulegt sjálfspróf. Ef þetta hljóðmerki heyrist skal tryggja að skilgreindar starfsaðstæður tækisins komist aftur í samt lag. Ef gaumljós breytist úr grænu í rautt meðan á notkun stendur og tækið fer að gefa frá sér hljóðmerki er ekki nóg á rafhlöðunni til að gefa rafstuð. Tækið heldur áfram að greina hjartslátt sjúklings og láta vita hvenær þörf er á hjartalungna-lífgun. 25

26 Bilanaleit Þjónusta þarf tækið Ef tækið spilar skilaboðin þjónusta þarf tækið hefur komið fram bilun. Hafa skal samband við viðurkenndan dreifingaraðila eða beint við HeartSine og fáið nánari leiðbeiningar. Viðvörun: Ef þessi skilaboð heyrast meðan á notkun stendur á tafarlaust að finna annað hjartastuðtæki. Ekki er leyfilegt að breyta þessu tæki á nokkurn hátt. Leitað eftir aðstoð Ef farið hefur verið yfir bilanaleitina hér að framan, skref fyrir skref, og tækið er enn í ólagi skal hafa samband við viðurkenndan dreifingaraðila eða tækniaðstoð HeartSine Technologies á Undanþágur ábyrgðar HeartSine eða viðurkenndum dreifingaraðilum ber ekki skylda til að skipta út eða gera við meðan tækið er í ábyrgð ef einhver þessara aðstæðna á við: Tækið hefur verið opnað. Óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á tækinu. Tækið hefur ekki verið notað í samræmi við leiðbeiningar þessarar handbókar. Raðnúmerið hefur verið fjarlægt, eyðilagt, því breytt eða það gert á annan hátt þannig úr garði að það er ólæsilegt. Tækið hefur verið notað eða geymt utan tilskilins hitabils. Pad-Pak umbúðunum er ekki skilað. Tækið hefur verið prófað með ósamþykktum aðferðum eða búnaði sem ekki á við (sjá Varnaðarorð og varúðarreglur á blaðsíðu 5). 26

27 Tæknilegar upplýsingar Tæknilegar lýsingar (með ísettri Pad-Pack einingu) Stærð: 20 x 18,4 x 4,8 cm (8,0 x 7,25 x 1,9 þuml.) Þyngd: 1,1 kg (2,4 lbs) Umhverfisþættir Notkunarhiti: 0 til 50 C (32 til 122 F) Biðhiti: 0 til 50 C (32 til 122 F) Flutningshiti: -10 til 50 C (14 til 122 F) í allt að tvo daga. Ef tækið hefur verið geymt undir 0 C (32 F) á að koma því aftur í rétt hitastig milli 0 og 50 C (32 til 122 F) í a.m.k. 24 klukkustundir fyrir notkun. Rakastig: 5 til 95% (án þess að þéttast) Fylgiskjal: IEC 60529/EN IP56 Hæð: 0 til fet (0 til metrar) Rafstuð: MIL STD 810F aðferð 516.5, aðgerð 1 (40G) Titringur: MIL STD 810F aðferð 514.5, aðgerð 1 flokkur 4 MIL STD 810F aðferð 514.5, aðgerð 1 flokkur 7 27

28 Tæknilegar upplýsingar Pad-Pak og Pediatric-Pak Þyngd: 0,2 kg (0,44 lbs) Tegund rafhlöðu: Einnota hylki með bæði rafhlöðu og hjartastuðsskaut (litíummangandíoxíð (LiMnO 2 ) 18V) Rýmd (nýrrar) rafhlöðu: > 60 stuð Rýmd (4 ára) rafhlöðu: > 10 stuð Biðtími: Sjá fyrningardagsetningu á Pad-Pak. Tegund rafskauta: Einnota, fortengdur sambyggður hjartarafritsskynjari/ hjartastuðspúði Staðsetning rafskauta: Fullorðnir: Að framan til hliðar Barna: Rafskaut að framan og aftan eða að framan til hliðar Virkt svæði rafskauts: 100 cm 2 Snúrulengd rafskauts: 3,5 fet (1 m) Geymslutími rafskauts: Sjá fyrningardagsetningu á Pad-Pak. Sjúklingagreiningarkerfi Aðferð: Metur hjartarafrit sjúklings, merkjagæði, áreiðanleika rafskautstengingar og samviðnám sjúklings svo ákvarða megi hvort þörf sé á hjartastuði. Næmi/Sérhæfni: Uppfyllir kröfur IEC

29 Notandaviðmót Sjónkvaðningar: Hljóðkvaðningar: Tungumál: Stjórntæki: Tengja púða, víkja frá, framkvæmi hjarta-lungna-lífgun (CPR), rafstuð núna, sjálfsprófi lokið tilbúið til notkunar Umfangsmiklar raddkvaðningar leiðbeina notanda eftir aðgerðaröð (sjá Listi yfir raddkvaðningar á blaðsíðu 41). Hafa skal samband við viðurkenndan dreifingaraðila HeartSine. Tveir hnappar: Kveikt/slökkt og Rafstuð Afkastageta hjartastuðtækis Tíminn þar til rafstuð er veitt (ný rafhlaða) eða eftir 6 rafstuð: Hleðslutími: Yfirleitt 150 J á <8 sek., 200 J á <12 sek. Eftir hjarta-lungna-lífgun (CPR): Yfirleitt 8 sekúndur Samviðnámsbil: 20 Ω til 230 Ω Rafstuð í lækningaskyni Bylgjuform: Tvífasa, hækkandi bylgjuform (SCOPE, Self Compensating Output Pulse Envelope). Bestað tvífasa bylgjuform jafnar meðal annars út orku og halla (energy, slope and envelope) fyrir samviðnámsbil sjúklings. Orka: For-samskipaðar stillingar framleiðanda fyrir hækkandi orku (escalating energy) eru útgáfa AHA/ERC 2010 Fullorðnir: 1. rafstuð: 150 J; 2. rafstuð: 150 J; 3. rafstuð: 200 J Börn: 1. rafstuð: 50 J; 2. rafstuð: 50 J; 3. rafstuð: 50 J 29

30 Tæknilegar upplýsingar Atburðaskráning Gerð: Minni: Yfirferð: Innra minni 90 mínútna hjartarafrit (heildarupplýsingar) og skráning atburðar/tilviks Sérsniðinn USB-kapall beintengdur við PC-tölvu og Saver EVO hugbúnaður fyrir gagnayfirferð byggt á Windows Rafsegulsviðssamhæfi EMC: IEC Útgeislaðar sendingar: IEC55011 Rafstöðuafhleðsla: IEC (8 kv) RF-ónæmi: IEC MHz 2,5 GHz, (10 V/m) Segulsviðsónæmi: IEC (3 A/m) Flugvélar: RTCA/DO-160D, kafli 21 (flokkur M) RTCA DO-227 (ETSO-C142a) 30

31 SCOPE tvífasa bylgjuform Með SAM 500P fæst SCOPE (Self Compensating Output Pulse Envelope) tvífasa bylgjuform. Þetta bylgjuform bestar sjálfkrafa púlsmót (pulse envelope) bylgjuformsins (hæð, halla og tímalengd) fyrir vítt svið samviðnáms hjá sjúklingum, frá 20 ohm til 230 ohm. Bylgjuformið sem sjúklingurinn fær er bestað, samviðnámsmeðhöndlað (impedance-compensated), tvífasa, stýft, veldisbylgjuform (truncated exponential waveform) með innbyggðum samskiptareglum með stighækkandi orku sem svarar 150 J, 150 J og 200 J. Tímalengd hvers fasa er aðlöguð sjálfvirkt til að vega á móti mismunandi samviðnámi sjúklinga. Tímalengd fyrra fasans (T1) er alltaf jafngildi tímalengdar síðari fasans (T3). Biðin milli fasa (T2) er alltaf sú sama, 0,4 ms, fyrir öll samviðnám sjúklinga. Sértæk einkenni SCOPE bylgjuformsins fyrir 150 J púls eru talin upp hér til hliðar. V Volt V Viðnám (ohm) T 1 T 3 T Tímalengd (msek.) Spenna bylgjuforms (volt) V 1 Halli % Tímalengd bylgjuforms (msek.) T 1 T , ,7 4,5 4, ,4 6,5 6, , ,4 10,5 10, , , ,6 15,5 15, , Tæknilýsing fyrir Adult Pad-Pak-bylgjuform Öll gildin eru nafngildi 31

32 Tæknilegar upplýsingar Viðnám (ohm) Orka (júl) Spenna bylgjuforms (volt) V 1 Halli % Tímalengd bylgjuforms (msek.) T 1 T , ,6 7,8 5, , ,4 8, , ,1 10 6, , ,3 10,8 6, , ,4 11,5 7,3 Tæknilýsing fyrir Pediatric-Pak bylgjuform Öll gildin eru nafngildi Reiknirit til greiningar á hjartsláttartruflunum SAM 500P notar HeartSine samaritan ECG reiknirit til greiningar á hjartsláttartruflunum. Þetta reiknirit metur hjartarafrit sjúklings til að ganga úr skugga um að rafstuð í lækningaskyni sé viðeigandi. Sé þörf á rafstuði hleður SAM 500P tækið sig og ráðleggur notanda að þrýsta á rafstuðshnappinn. Ef rafstuð er ekki ráðlagt fer tækið í hvíld þannig að notandi geti veitt hjarta-lungnalífgun (CPR). Geta reiknirits SAM 500P tækisins til að greina hjartarafrit með tilliti til hjartsláttartruflana hefur gengist undir umfangsmikið mat með notkun nokkurra gagnagrunna með raunverulegum hjartarafritsferlum. Á meðal þeirra er gagnagrunnur American Heart Association (AHA) og gagnagrunnur Massachusetts Institute of Technology MIT NST. Næmi og sértækni reiknirits SAM 500P tækisins til að greina hjartarafrit með tilliti til hjartsláttartruflana uppfylla kröfur IEC

33 Getu SAM 500P tækisins til að greina hjartarafrit með tilliti til hjartsláttartruflana er lýst í eftirfarandi töflu: Stuðvænn taktur: Sleglatif (VF) Sláttarflokkur Stuðvænn taktur: Hraðsláttur frá sleglum (VT) Taktur sem ekki er stuðvænn: Samsettir taktar sem ekki eru stuðvænir Taktur sem ekki er stuðvænn: Sláttarstöðvun Umfang mælinga með hjartarafriti (sekúndur) Tæknilýsingar á afkastagetu sem krafist er Afkastageta (%) 90% einhliða lægri vikmörk Næmi >90% Næmi >75% Sértækni >95% Sértækni >95% 100* 99.97* *Engin villa til að mæla 33

34 Tæknilegar upplýsingar Greiningarreiknirit CPR-ráðgjafa Eftirfarandi samantekt sýnir árangurinn sem CPR-þáttur greiningarreikniritsins skilar þegar hann er keyrður á móti klínískum gagnagrunni. Mikilvægi þess að veita skilvirkt brjósthnoð getur skilið á milli þess að sjúklingurinn lifi góðu lífi eftir hjartaáfall eða eigi við þá ógæfu að etja að þjást af taugafræðilegri skerðingu vegna ónógrar súrefnisbindingar í heila. Flest nútíma hjartastuðtæki og vélræn endurlífgunarkerfi eru með taktmæli til að tryggja að hjarta-lungna-lífgun sé veitt á réttum hraða. Endurgjafarkerfi til að tryggja að notandinn veiti hjartahnoð af réttri dýpt og gefi þannig nægan endurfyllingartíma, myndi besta gegnflæðisþrýsting kransæða. Samviðnáms-hjartalínurit (ICG) mælir breytingar á lögun og hreyfingu blóðs í brjóstholinu, sem getur verið gagnleg vísbending um gegnflæðisstig meðan á ytra hjartanuddi stendur. Hægt er að mæla samviðnáms-hjartalínuritið nákvæmlega með tveimur venjulegum rafskautum hjartastuðtækis. Sameining bæði krafts og hraða stjórnunarverkfæra hjarta-lungna-lífgunar mun auka gagn hjarta-lungna-lífgunar fyrir bæði leikmenn og vegfarendur með lágmarksþjálfun. CPR-viðmið CPR-hraði: góður CPR-kraftur: nægur Tæknilýsingar á afkastagetu Næmi > 90% Sértækni > 90% Næmi > 90% Sértækni > 90% Afkastageta (%)

35 Takmarkanir vegna barna Notkun eiginleikans CPR-ráðgjafi verður að takmarka við aðeins fullorðna sjúklinga. Tækni við brjósthnoð er mismunandi fyrir mismunandi aldur og stærð barnungra sjúklinga (að átta ára aldri). Fyrir yngri sjúklinga á barnsaldri ættu björgunarmenn að hnoða neðri hluta bringubeinsins en ekki hnoða yfir flagbrjóskið. Fyrir sjúklinga á efri enda barnsaldursins ætti að framkvæma hnoð eins og á fullorðnum. Krafturinn sem áskilinn er fyrir barnunga sjúklinga er minni en krafist er í hjarta-lungna-lífgun fullorðinna. Í augnablikinu er CPR-ráðgjafi stilltur aðeins til að ráðleggja um hjartahnoð af þeim krafti og hraða sem hentar fyrir fullorðna sjúklinga (eldri en átta ára og þyngri en 25 kg / 55 lbs). Staðsetning rafskauta kann einnig að vera önnur hjá barnungum sjúklingum. Það fer eftir stærð sjúklingsins hvort rafskautin eru sett að framan og aftan eða að framan til hliðar (stöðluð staðsetning fyrir fullorðna). Mismunandi staðsetningar rafskauta kunna að leiða til mismunar í ICG-álestri. Núverandi tækni styður ekki CPR-ráðgjafa í að ákvarða hvaða staðsetningar rafskauta verið er að nota og þar af leiðandi verður að staðsetja rafskaut að framan til hliðar svo að CPR-ráðgjafi virki rétt. Af þessum ástæðum er CPR-ráðgjafi óvirkur þegar Pediatric-Pak er notaður í SAM 500P tækinu. Ath.: Staða rafskauta sem valin er hjá barnungum sjúklingum hefur engin áhrif á aflestur af heilariti sem notað er til að ákvarða hvort sjúklingurinn þurfi að fá stuð frá hjartastuðtæki. Viðvörun: Ef barnungur sjúklingur er meðhöndlaður með fullorðins Pad- Pak verður þú að hunsa kvaðningarnar. Í augnablikinu er CPR-ráðgjafinn aðeins ætlaður til að veita endurgjöf á fullorðna sjúklinga. 35

36 Tæknilegar upplýsingar Leiðsögn og yfirlýsing framleiðanda - Rafsegulútsendingar SAM 500P tækið er ætlað til notkunar í neðangreindu rafsegulumhverfi. Kaupandi eða notandi SAM 500P tækisins verður að tryggja að það sé notað í slíku umhverfi. Geislunarpróf Samræmi Rafsegulumhverfi Leiðsögn Útgeislun frá fjarskiptabylgjum (RF) CISPR 11 Útgeislun frá fjarskiptabylgjum (RF) CISPR 11 Útgeislun yfirsveiflu IEC/EN Spennusveiflur/ flöktútsendingar IEC/EN Hópur 1 Flokkur B Á ekki við Á ekki við SAM 500P tækið notar aðeins RF-orku við innri starfsemi sína. Þess vegna er útgeislun þess frá fjarskiptabylgjum mjög lítil og ekki líkleg til að hafa truflandi áhrif á nærliggjandi rafeindabúnað. Búnaðinn má nota í öllum mannvirkjum, þar á meðal í íbúðarhúsnæði og húsnæði sem er beint tengt við almennt lágspennt rafveitukerfi til heimilisnota. 36

37 Leiðsögn og yfirlýsing framleiðanda - Rafsegulónæmi SAM 500P tækið er ætlað til notkunar í neðangreindu rafsegulumhverfi. Kaupandi eða notandi SAM 500P tækisins verður að tryggja að það sé notað í slíku umhverfi. Ónæmisprófun IEC prófunarstyrkur Rafstöðuafhleðsla (ESD) IEC/EN Svipult yfirálag í rafkerfi (electrical fast transient/burst) IEC/EN Spennuhnykkur IEC/EN Spennufall, stutt truflanir og spennubreytingar í aðfærslulögnum rafveitu IEC/EN Rið (50/60 Hz) segulsvið IEC/EN ± 6 kv snerting ± 8 kv loft ±2 kv fyrir raflagnir ±1 kv fyrir raflagnir ±1 kv sundurgreiningarhamur ±2 kv hefðbundinn hamur < 5% Ut (> 95% fall í Ut) í 0,5 umferðir 40 % Ut (> 60% fall í Ut) í 5 umferðir 70% Ut (> 30 % fall í Ut) í 25 umferðir < 5% Ut (> 95% fall í Ut) í 5 sek. Samræmisstig Uppfyllir skilyrði Uppfyllir skilyrði Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við 3 A/m 3A/m Ath.: Ut er spenna riðstraums áður en prófun fer fram Rafsegulumhverfi Leiðsögn Gólf skyldu vera úr tré, steinsteypu eða keramikflísum. Ef gólf eru klædd gerviefni skal loftraki vera að minnsta kosti 30%. Á ekki við Á ekki við Á ekki við Segulsvið raforkutíðni ættu að vera á þeim sviðum sem einkenna dæmigerðan stað í dæmigerðu almennu rými eða sjúkrahúsumhverfi. 37

38 Tæknilegar upplýsingar Leiðsögn og yfirlýsing framleiðanda - Rafsegulónæmi SAM 500P tækið er ætlað til notkunar í neðangreindu rafsegulumhverfi. Kaupandi eða notandi SAM 500P tækisins verður að tryggja að það sé notað í slíku umhverfi. Ónæmisprófun IEC prófunarstyrkur Samræmisstig Rafsegulumhverfi Leiðsögn Færanleg og þráðlaus samskiptatæki á fjarskiptatíðni ætti ekki að nota nær neinum hluta SAM 500P en ráðlögð aðskilnaðarfjarlægð reiknað út frá þeirri formúlu sem á við tíðni sendisins. Ráðlögð aðskilnaðarfjarlægð Fjarskiptatíðni frá rafmagnsleiðslum IEC/EN Vrms 150 khz til 80 MHz utan ISM-bands a Á ekki við Á ekki við 10 Vrms 150 khz til 80 MHz innan ISM-bands a Á ekki við Á ekki við Útgeislun frá fjarskiptabylgjum IEC/EN V/m 80 MHz til 2,5 GHz 10 V/m 80 MHz til 2,5 GHz d = 1,2 P 80 MHz til 800 MHz d = 2,3 P 800 MHz til 2,5 GHz Þar sem P er hámarks afltala úttaks sendis í vöttum (W) samkvæmt framleiðanda sendis og d er ráðlögð aðskilnaðarfjarlægð í metrum (m) b. Styrkur sviðs frá föstum fjarskiptabylgjusendum, samkvæmt fastri svæðiskönnun rafsegulsviðs c, ætti að vera lægri en... [næsta blaðsíða] 38

39 Leiðsögn og yfirlýsing framleiðanda - Rafsegulónæmi... samræmingarstig hvers tíðnisviðs. Truflanir geta komið fram nærri búnaði merktum eftirfarandi tákni: Athugasemd. 1: Við 80 MHz og 800 MHz gildir hærra tíðnibilið. Athugasemd 2: Ekki er víst að þessar leiðbeiningar eigi við í öllum tilvikum. Rafsegulútbreiðsla er háð gleypni og endurkasti frá mannvirkjum, hlutum og fólki. a ISM-tíðnibilin (í iðnaði, vísindum og læknisfræði) á milli 150 khz og 80 MHz eru 6,765 MHz til 6,795 MHz; 13,553 MHz til 13,567 MHz; 26,957 MHz til 27,283 MHz; 40,66 MHz til 40,70 MHz; b Samræmisstigum ISM-tíðni á tíðnibilinu 150 khz og 80 MHz og á tíðnibilinu 80 MHz til 2,5 GHz er ætlað að draga úr líkum á því að færanlegur/handbær fjarskiptabúnaður geti valdið truflun ef óvart er komið með hann inn á svæði ætluð sjúklingum. Vegna þessa hefur viðbótarþáttur upp á 10/3 verið tekinn inn í formúlurnar sem notaðar eru til að reikna út ráðlagða aðskilnaðarfjarlægð fyrir senda á þessum tíðnibilum. c Ekki er hægt að spá með fræðilegri nákvæmni fyrir um sviðsstyrk frá föstum sendum, svo sem grunnstöðvum fyrir útvarpssíma (far-/þráðlausa síma) og farútvörp á landi, amatörradíó-tæki, AM og FM útvarpsútsendingar og sjónvarpsútsendingar. Til að meta rafsegulumhverfi vegna fastra fjarskiptabylgjusenda er rétt að íhuga mælingu á rafsegulstað. Fari mældur sviðsstyrkur á staðnum þar sem SAM 500P tækið er notað yfir nothæft RF samræmisstig (sjá framar), á að fylgjast með SAM 500P tækinu til að ganga úr skugga um að það starfi eðlilega. Ef í ljós kemur að það starfar óeðlilega getur verið nauðsynlegt að gera frekari ráðstafanir, svo sem að snúa SAM 500P tækinu öðruvísi eða koma því fyrir annars staðar. 39

40 Tæknilegar upplýsingar 40 Ráðlagðar aðskilnaðarfjarlægðir milli far- og færanlegs samskiptabúnaðar á fjarskiptatíðni og SAM 500P SAM 500P er ætlað til notkunar í rafsegulumhverfi þar sem höfð er stjórn á útsendingum á fjarskiptatíðni. Kaupandi eða notandi SAM 500P getur stuðlað að því að fyrirbyggja rafsegultruflanir með því að hafa lágmarksfjarlægð milli far- og færanlegs samskiptabúnaðar á fjarskiptatíðni (sendar) og SAM 500P eins og mælt er með hér á eftir í samræmi við hámarkssendistyrk fjarskiptabúnaðarins. Málhámark sendistyrks sendis W 150 khz til 80 MHz utan ISM-banda Aðskilnaðarfjarlægð miðað við tíðni sendis m 150 khz til 80 MHz innan ISM-banda 80 MHz til 800 MHz d = 1,2 P 0,01 Á ekki við Á ekki við 0,12 0,23 0,1 Á ekki við Á ekki við 0,38 0,73 1 Á ekki við Á ekki við 1,2 2,3 10 Á ekki við Á ekki við 3,8 7,3 100 Á ekki við Á ekki við MHz til 2,5GHz d = 2,3 P Fyrir senditæki með málhámark sem ekki er tilgreint hér að framan er hægt að meta ráðlagða aðskilnaðarfjarlægð d í metrum (m) með því að nota þá jöfnu sem á við tíðni sendisins þar sem P er málhámark sendistyrks sendisins í vöttum (w) samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda sendis. ATHUGASEMD 1 Við 80 MHz og 800 MHz gildir hærra tíðnisviðið um aðskilnaðarfjarlægð. ATHUGASEMD 2 ISM-tíðnibilin (í iðnaði, vísindum og læknisfræði) á milli 150 khz og 80 MHz eru 6,765 MHz til 6,795 MHz; 13,553 MHz til 13,567 MHz; 26,957 MHz til 27,283 MHz; 40,66 MHz til 40,70 MHz; ATHUGASEMD 3 Viðbótarþáttur upp á 10/3 var tekinn inn í formúlurnar sem notaðar eru til að reikna út ráðlagða aðskilnaðarfjarlægð fyrir senda á ISM-tíðnibilunum á milli 150 khz og 80 MHz og á tíðnibilunum 80 MHz tl 2,5 GHz til að draga úr líkum á því að færanlegur/handbær fjarskiptabúnaður geti valdið truflun ef óvart er komið með hann inn á svæði ætluð sjúklingum. ATHUGASEMD 4 Ekki er víst að þessar leiðbeiningar eigi við í öllum tilvikum. Rafsegulútbreiðsla er háð gleypni og endurkasti frá mannvirkjum, hlutum og fólki

41 Listi yfir raddkvaðningar Hér fer á eftir listi yfir raddkvaðningar sem notaðar eru í SAM 500P tækinu. Lestu raddkvaðningarnar fyrir notkun til þess að þekkja þær gerðir fyrirmæla sem gefin eru. Fullorðnir/börn Hringið í kallið eftir hjálp Fjarlægið föt frá brjóstkassa sjúklings Togið í græna flipann til að ná í rafskautin Losið rafskautin frá undirlaginu Setjið rafskautin á beran brjóstkassa sjúklings eins og sýnt er á mynd Þrýstið rafskautunum þétt á beran brjóstkassa sjúklings Greining á hjartslætti Ekki snerta sjúkling Ef ekki er þörf á rafstuði Stuð ekki ráðlagt Byrjið endurlífgun Óhætt er að snerta sjúkling Leggðu hendurnar hvora yfir aðra á miðjan brjóstkassann Þrýstu beint niður á brjóstkassann í takt við tóninn Haltu ró þinni Ef þörf er á rafstuði Snertið ekki sjúkling Stuð ráðlagt Snertið ekki sjúkling Ýtið nú á stuðrofann Stuð gefið Byrjið endurlífgun Óhætt er að snerta sjúkling Leggðu hendurnar hvora yfir aðra á miðjan brjóstkassann Þrýstu beint niður á brjóstkassann í takt við tóninn Haltu ró þinni 41

42 42 Athugasemdir

43 43

44 Viðurkenndur dreifingaraðili US/Americas HeartSine Technologies, Inc. 121 Friends Lane, Suite 400 Newtown, PA Sími: (215) Gjaldfrjálst: (866) Bréfsími: (215) EMEA/ASP HeartSine Technologies. 203 Airport Road West Belfast, Northern Ireland BT3 9ED Sími: +44 (0) Bréfsími:+44 (0) H Icelandic

HeartSine samaritan PAD SAM 360P. Handbók

HeartSine samaritan PAD SAM 360P. Handbók HeartSine samaritan PAD SAM 360P Handbók Efnisyfirlit Efnisyfirlit 2 Leiðbeiningar 4 Leiðbeiningar 4 Frábendingar 4 Ætlaðir notendur 4 Varnaðarorð og varúðarreglur 6 Kynning 11 SAM 360P 11 Skyndilegt hjartastopp

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PRID alpha 1,55 g skeiðarinnlegg fyrir nautgripi 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virkt innihaldsefni: Prógesterón... 1,55 g Hjálparefni: Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 23,75 mg, 47,5 mg, 95 mg eða 190 mg af metoprololsuccinati. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken ZOC 23,75 mg forðatöflur. Seloken ZOC 47,5 mg forðatöflur. Seloken ZOC 95 mg forðatöflur. Seloken ZOC 190 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Semintra 4 mg/ml mixtúra, lausn handa köttum. 2. INNIHALDSLÝSING Einn ml inniheldur: Virk innihaldsefni: Telmisartan Hjálparefni: Benzalkónklóríð

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Logimax 5 mg/47,5 mg forðatöflur. 2. INNIHALDSLÝSING 1 forðatafla inniheldur 5 mg felodipin og metoprololsúkkínat 47,5 mg (samsvarandi 50 mg metoprololtartrat).

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

Pradaxa (dabigatran) LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA

Pradaxa (dabigatran) LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA Pradaxa (dabigatran) LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA vegna blæðingarhættu í fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegareki eftir valfrjáls mjaðmar- eða hnéliðskipti Þær leiðbeiningar sem eru gefnar í þessum bæklingi

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Posatex eyrnadropar, dreifa handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Orbifloxacin 8,5 mg/ml Mometasonfuroat (sem mónóhýdrat) 0,9 mg/ml

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill

Viðauki III. Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Viðauki III Samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðill Athugasemd: Þessi samantekt á eiginleikum lyfsins, áletranir og fylgiseðill er niðurstaða málskotsferilsins sem þessi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramól-L 100 mg forðatöflur Tramól-L 150 mg forðatöflur Tramól-L 200 mg forðatöflur 2. INNIHALDSLÝSING Tramól-L 100 mg forðatöflur Hver tafla inniheldur 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Seloken 1 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af stungulyfi inniheldur 1 mg af metoprololtartrati. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fentanyl ratiopharm 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur. Fentanyl ratiopharm 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.

Διαβάστε περισσότερα

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014 Dýralyfjafréttir Lyfjastofnun Nóvember 2016 6. tbl. Dýralyf handa skrautfiskum Í pistlinum hér til hægri er vikið að býi og nú skal einnig fjallað um skrautfiska. Í sumum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat)

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Quetiapin Hexal 50 mg inniheldur 50 mg af quetiapini (sem quetiapinfúmarat) SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quetiapin Hexal 50 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 150 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 200 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 300 mg forðatöflur Quetiapin Hexal 400

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku 1 Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku Electromechanical energy conversion principles Umbreyting milli raforku og hreyfiorku Umbreytingin getur almennt gengið í hvora áttina sem er: Umbreyting úr

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tradolan 50 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 50 mg af tramadólhýdróklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα