KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ"

Transcript

1 KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum HELSTU NIÐURSTÖÐUR Skipulagsstofnun telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka hvort heldur að tekið er tillit til klukkustundar- eða sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Þó má búast við að sólarhringsgildi geti farið yfir viðmiðunarmörk á takmörkuðum svæðum innan þynningarsvæðis. Skipulagsstofnun telur að þó svo að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs muni einnig verða innan viðmiðunarmarka utan þess þynningarsvæðis sem hefur verið afmarkað fyrir álver Norðuráls þá muni loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík rýrna talsvert vegna efna úr samanlögðum útblæstri frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðuráls og United Silicon á svæðinu. Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið nærri íbúðarbyggð muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma næst iðjuverunum. Þynningarsvæði var á sínum tíma afmarkað vegna starfsemi Norðuráls. Svæðið er allstórt og tekur m.a. yfir lóð Thorsil og nánasta umhverfi hennar. Útreikningar á dreifingu mengunar sýna að þynningarsvæðið muni einnig gegna hlutverki vegna starfsemi Thorsil þar sem búast má við því að sólarhringsgildi brennisteinsdíoxíðs nái viðmiðunarmörkum reglugerðar á nokkrum stöðum innan þess. Skipulagsstofnun leggur til eftirfarandi skilyrði: 1. Verði breytingar á mannvirkjum innan lóðar Thorsil þarf fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis. Ef ástæða er til að ætla að slíkar breytingar kunni að auka mengun utan þynningarsvæðis þarf Thorsil að leggja fram nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna og bera hana undir Umhverfisstofnun áður en Reykjanesbær breytir deiliskipulag svæðisins eða veitir leyfir fyrir breytingunum. 2. Losun Thorsil á brennisteinsdíoxíði þarf að vera undir 15 kg SO 2 á hvert framleitt tonn af kísli, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. 3. Í vöktunaráætlun þarf að gera ráð fyrir mælistöð vegna loftmengunar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ samkvæmt líkanreikningum. 4. Í vöktunaráætlun þarf að koma fram að uppsöfnun á helstu þungmálmum í mosum á svæðinu verði mæld með reglubundnum hætti. Reykjavík, 1. apríl 2015

2 1 INNGANGUR 1.1 ATHUGUN SKIPULAGSSTOFNUNAR Þann 20. október 2014 sendi Mannvit hf. f.h. Thorsil, frummatsskýrslu um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík, Reykjanesbæ til athugunar hjá Skipulagsstofnun, samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Framkvæmdin og frummatsskýrslan voru auglýst opinberlega þann 23. október 2014 í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Frummatsskýrsla lá frammi til kynningar frá 23. október til 5. desember 2014 á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, bókasafni Reykjanesbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan var einnig aðgengileg á Netinu: og Skipulagsstofnun leitaði umsagnar Reykjanesbæjar, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Mannvirkjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Vinnueftirlits ríkisins. Á kynningartíma bárust Skipulagsstofnun einnig fimm athugasemdir. Skipulagsstofnun sendi umsagnir og athugasemdir til Mannvits. Þann 24. febrúar 2015 sendi Mannvit hf. f.h. Thorsil matsskýrslu um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík, Reykjanesbæ til Skipulagsstofnunar og óskaði eftir áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Við undirbúning þessa álits leitaði Skipulagsstofnun jafnframt eftir sérfræðiáliti Sigurðar Magnúsar Garðarssonar prófessors við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. 1.2 GÖGN LÖGÐ FRAM VIÐ ATHUGUN SKIPULAGSSTOFNUNAR Frummatsskýrsla. Kísilmálmverksmiðja Thorsils í Helguvík, Reykjanesbæ. Frummatsskýrsla með 2 viðaukum. Ársframleiðsla allt að tonn. Thorsil ehf og Mannvit október Umsagnir bárust frá: Reykjanesbæ með bréfi dags. 28. október Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja með bréfi dags. 20. nóvember Mannvirkjastofnun með bréfi dags. 24. nóvember Umhverfisstofnun með bréfum dags. 21. nóvember og 3. desember Veðurstofu Íslands með bréfum dags. 12. nóvember og 5. desember Vinnueftirliti ríkisins með bréfi dags. 14. nóvember Athugasemdir bárust frá: Benóný Harðarsyni með bréfi dags. 5. desember Herði Einarssyni með tölvupósti dags. 4. desember Olíudreifingu ehf. með bréfi dags. 5. desember Sókn lögmannsstofu f.h. AGC ehf. með bréfi dags. 6. nóvember United Silicon með bréfi dags. 3. desember Matsskýrsla: Kísilmálmverksmiðja Thorsils í Helguvík, Reykjanesbæ. Matsskýrsla með 7 viðaukum í sérstöku hefti. Ársframleiðsla allt að tonn. Thorsil ehf og Mannvit febrúar Önnur gögn: Í kjölfar umsagna og athugasemda óskaði Skipulagsstofnun eftir frekari upplýsingum frá framkvæmdaraðila og nokkrum þeirra sem gert höfðu athugasemdir auk þess sem aflað var sérfræðiálits frá Sigurði Magnúsi Garðarssyni. Gögnin eru: Svar Olíudreifingar við fyrirspurn Skipulagsstofnunar dags. 29. desember Svör United Silicon við fyrirspurnum, Skipulagsstofnunar dags. 22. og 23. janúar 2015 og viðbótarupplýsingar frá United Silicon í tölvupósti dags. 12. febrúar Svör Thorsil við fyrirspurnum, Skipulagsstofnunar dags. 13. janúar og 13., 25. og 26. mars

3 Álitsgerð. Loftgæði við Helguvík. Dags. 11. febrúar Unnið af Sigurði Magnúsi Garðarssyni, prófessor, Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. 2 FRAMKVÆMD OG MARKMIÐ Thorsil ehf. hyggst reisa og reka kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ og er gert ráð fyrir allt að tonna ársframleiðslu af kísilmálmi (e. metallurgical grade silicon). Kísilmálmurinn, sem áformað er að framleiða í verksmiðjunni verður seldur til fyrirtækja sem starfa í efna- og málmiðnaði. Fyrirtækið hefur samið við Reykjaneshöfn um leigu á um 15 hektara lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði í Helguvík þar sem áformað er að reisa verksmiðjuna. Fyrir er á svæðinu rekin ýmis starfsemi svo sem sorpbrennslustöðin Kalka, Al álendurvinnsla og Síldarvinnslan og áformuð bygging kísilmálmverksmiðju United Silicon 1 og álvers Norðuráls. Umhverfis álver Norðuráls er þynningarsvæði sem gerð er grein fyrir í starfsleyfi fyrirtækisins. Afmörkun þess er í starfsleyfi Norðuráls og aðalskipulagi Reykjanesbæjar. En styrkur mengunarefna má vera ofan viðmiðunarmarka reglugerða innan þynningarsvæðis. Áætlað er að framkvæmdir við jarðvinnu á fyrirhugaðri iðnaðarlóð hefjist þegar tilskilin leyfi liggja fyrir. Ofnar verksmiðjunnar verða fjórir. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði byggð í tveimur jafnstórum tonna áföngum þar sem tveir ofnar verði teknir í notkun árið 2017, en ekki liggur fyrir hvenær síðari ofnarnir verða byggðir. Verksmiðjan mun nota valin hráefni og verður byggð í samræmi við nýjustu lýsingar á bestu fáanlegu tækni með öflugum reykhreinsivirkjum og háum skorsteinum til að tryggja sem besta dreifingu í útblæstri og minnst áhrif á umhverfið. Áætlað er að starfsmenn verksmiðjunnar verði um 130 miðað við rekstur tveggja ofna, en fjölgi í 170 við full afköst. Áætluð orkuþörf verksmiðjunnar þegar fjórir ofnar hafa verið gangsettir samsvarar um 174 MW afli. Ekki liggur fyrir hvaðan orkan mun berast en framkvæmdatími muni ráðast af því hvenær orka fæst afhent. Gert er ráð fyrir að við byggingu verksmiðjunnar vinni allt að 350 manns. Í töflu 1 má sjá hversu mikið þarf af helstu hráefnum miðað við fullbyggða verksmiðju Thorsil sem mun framleiða tonn af kísilmálmi á ári. Hráefni Eining Magn Kvarts tonn/ári Kol, koks og rafskaut tonn/ári Timbur tonn/ári Kalk tonn/ári Vatn m 3 /dag 300 Aflþörf MW 174 Orkuþörf GWh/ári um Tafla 1. Hráefnisnotkun Thorsil þegar framleiðsla hefur náð fullum afköstum (byggt á matsskýrslu). Aukaafurðir og úrgangur. Í matsskýrslu kemur fram að þó svo að aðalafurð verksmiðju Thorsil verði kísilmálmur þá falli einnig til töluvert af kísildufti og gjalli sem stefnt sé á að selja úr landi. Gjallið sé unnt að nota á margvíslegan hátt eins og í sérsteypur ýmiss konar. Magn helstu afurða má sjá í töflu 2. 1 Kísilmálmverksmiðja United Silicon fór í mat á umhverfisáhrifum undir heitinu Stakksbraut 9. Það heiti eða styttingin S9 er notuð í matsskýrslu Thorsil. 3

4 Afurðir Eining Magn Kísilmálmur tonn/ári Kísilduft tonn/ári Gjall tonn/ári Tafla 2. Afurðir Thorsil þegar framleiðsla hefur náð fullum afköstum (byggt á matsskýrslu). Fram kemur að engin hættuleg efni myndist við framleiðsluferlið þannig að engin spilliefni falli til við framleiðsluna. Úrgangur frá vélum og búnaði verði eina uppspretta efna sem koma þurfi til spilliefnamóttöku. Að auki falli til við reksturinn pokasíur, sekkir, pappi, vörubretti og ýmiss konar málmur, sem fari til endurvinnslu, auk úrgangs frá skrifstofu og mötuneyti sem skilað verði til viðurkenndrar móttökustöðvar. Helstu mannvirki. Í matsskýrslunni kemur fram að lóð fyrirtækisins er um 15 hektarar en byggingar á lóðinni verði af ýmsum stærðum og gerðum. Lóðin sé allstór vegna þess að byggingar yfir búnað og aðstöðu verði nokkuð umfangsmiklar en einnig þurfi rými fyrir geymslusvæði undir kvarts, kol og timbur og akstursleiðir innan lóðarinnar. Umfang helstu mannvirkja má sjá í töflu 3. Mannvirki 1. áfangi, m 2 2. áfangi, m 2 Hæð, m Hreinsivirki Kolageymsla Timburgeymsla Kvarsgeymsla Opin Mölun og flokkun Verkstæði Kæling og steypa Ofnhús Skrifstofa og starfsmannahald Hreinsivirki - pokahús Reykháfar Tafla 3. Umfang helstu mannvirkja beggja áfanga verksmiðjunnar (byggt á matsskýrslu). Efnistaka. Í matsskýrslu kemur fram að áætlað er að efnistaka vegna byggingar verksmiðjunnar muni að stærstum hluta fara fram innan lóðar fyrirtækisins. Þar sé nægt efni til framkvæmda við burðarlag og fyllingar til staðar og á iðnaðarsvæðinu, m.a. vegna fyrri framkvæmda við Helguvíkurhöfn. Flytja þurfi til um m 3 af fyllingarefni fyrir sökkla undir gólfplötur húsa og í lóðina undir vegi og í opin svæði. Þá megi búast við að þörf verði fyrir lítilræði af mold til landmótunar á gras- og gróðursvæði. Ekki komi því til að sótt verði efni í efnistökustaði utan iðnaðarsvæðisins. Hafnaraðstaða. Í matsskýrslu kemur fram að hráefni til framleiðslunnar, sem nemi í fyrsta áfanga um tonnum á ári, verði flutt til landsins með skipum með um t flutningsgetu. Í Helguvíkurhöfn sé 150 m langur hluti hafnargarðsins frátekinn fyrir skipin á móts við núverandi sementssíló Aalborg Portland. Á bryggjunni verði komið fyrir löndunarkrana ásamt trekt og færibandakerfi til flutnings á hráefnunum frá hafnarbakkanum inn á lóð Thorsil. Færiböndin frá höfninni verði lokuð og byggð á háum súlum til að tryggja flæði umferðar undir færiböndin. Færibönd frá höfn að lóð Thorsil verði austan við olíuleiðslu. Undirstöður færibanda verði settar niður utan við helgunarsvæði olíulagnar til að tryggja að olíulögnin verði ekki fyrir skemmdum og þannig frágengið 4

5 að færibandið hafi ekki nein áhrif á olíulögnina eða þjónustu við hana til framtíðar. Á lóð Thorsil muni færiböndin flytja hráefnin í hráefnageymslur, sem að hluta til verði yfirbyggðar en opnar á hliðum. Gert sé ráð fyrir að kolageymsla og geymsla fyrir timbur verði undir þaki en ekki kvartsgeymsla. Skip sem komi með hráefni í lausu til Thorsil muni leggjast að norðurbakka Helguvíkurhafnar á svipuðu svæði og skip sem flytja sement og fiskimjöl. Gert sé ráð fyrir að viðlegukanturinn verði lengdur í samræmi við áætlanir hafnarinnar. Olíuskip leggist við olíulöndunarbúnaðinn við hafnargarðinn austan hafnarinnar. 3 VÆGISEINKUNNIR Í matsskýrslu Thorsil er lagt fram mat á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á tiltekna umhverfisþætti og stuðst við leiðbeiningar sem Skipulagsstofnun gaf út árið 2005, um flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vægi umhverfisáhrifa. Í matsskýrslunni er greint frá vægi áhrifa með vægiseinkunnum, þar sem neikvæðasta vægiseinkunnin er verulega neikvæð, þá talsvert neikvæð, því næst nokkuð neikvæð, síðan óveruleg, svo nokkuð jákvæð, síðar talsvert jákvæð og að lokum eru mestu jákvæðu áhrifin metin sem verulega jákvæð. Skýringar á ofangreindum hugtökum er að finna í töflu í leiðbeiningunum og einnig í kafla 4.4 í matsskýrslu Thorsil. Í þessu áliti notar Skipulagsstofnun vægiseinkunnir á sama hátt og gert er í matsskýrslunni. 4 NIÐURSTAÐA UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM 4.1 SJÓNRÆN ÁHRIF Samkvæmt matsskýrslu verða byggingar fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju umfangsmiklar. Hæð þeirra verður allt að 45 metrar og skorsteinar allt að 52 metrar. Landslag á svæðinu telst ekki vera einstakt og er ekki ósnortið. Landmótun umhverfis verksmiðjuna ásamt endalegri hönnun og litavali bygginga mun hafa það að markmiði að lágmarka sjónræn áhrif, sbr. 35. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999 um að þess skuli gætt að mannvirki falli sem best að svipmóti lands. Fram kemur í matsskýrslu að sjónræn áhrif verði óveruleg frá Vogum, enda fjarlægð nokkuð mikil þaðan yfir til Helguvíkur. Áhrif frá Njarðvíkum eru talin nokkuð neikvæð og áhrif frá nyrstu byggð í Reykjanesbæ talin talsvert neikvæð. Áhrif frá Garðskagavegi og þar um kring eru hins vegar talin verulega neikvæð vegna nálægðar. Áhrifin eru öll talin bein og varanleg en þó afturkræf í þeim skilningi að hægt er að taka verksmiðjuna niður síðar meir. Skipulagsstofnun telur að sjónræn áhrif verði talsvert neikvæð frá næsta þéttbýli í Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra, en landmótun og útlitshönnun bygginga kann að draga nokkuð úr þeim áhrifum. Hafa ber í huga að verndargildi svæðisins er ekki hátt og að kísilmálmverksmiðja Thorsil verður reist á svæði sem hefur verið raskað og hefur lengið verið skilgreint sem iðnaðarsvæði í skipulagi. Frekari áform eru um verksmiðjur á svæðinu sem verða einnig umfangsmiklar. Það verður því fyrirsjáanlega um að ræða samlegðaráhrif mannvrkja á iðnaðarsvæðinu. Á móti kemur að iðnaðarsvæðið við Helguvík liggur lægra í landi en svæðið umhverfis sem er til þess fallið að draga úr sýnileika mannvirkja. 4.2 ÁHRIF Á HLJÓÐVIST Í matsskýrslu kemur fram að reiknað hafi verið hljóðstig frá fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju með forritinu SoundPLAN og hafi helstu hljóðuppsprettur verið skilgreindar sem verksmiðjan og mannvirki hennar, færibönd frá höfn að iðnaðarlóð og hafnaraðstaða og löndunarbúnaður. Hljóðstigið hafi verið reiknað fyrir þrenns konar tilvik þar sem hluti búnaðar á borð við löndunarbúnað og færibönd verði ekki í gangi allan sólarhringinn. Í skýrslunni er sýnt fram á að í nærliggjandi íbúðarbyggð verði hávaði 5

6 frá fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju og löndunarbúnaði langt innan viðmiðunargilda um hávaða samkvæmt reglugerð. Við iðnaðarhúsnæði í nágrenni verksmiðjunnar og löndunarbúnaðar verði hávaði einnig vel innan viðmiðunargilda. Í matsskýrslu kemur fram að áhrif af rekstri fyrirhugaðra framkvæmda á hljóðvist í íbúðarbyggð og á iðnaðarsvæðinu séu talin nokkuð neikvæð þó að þau verði töluvert undir viðmiðunarmörkum. Samkvæmt deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins sé gert ráð fyrir jarðvegsmönum milli bygginga Thorsils og nyrstu íbúðarbyggðar í Reykjanesbæ. Ekki sé gert ráð fyrir þeim í framangreindum hljóðstigsútreikningum. Ef þær verði byggðar megi gera ráð fyrir að dragi úr hávaða frá fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju í nærliggjandi íbúðarbyggð. Skipulagsstofnun telur að þó svo að útreikningar sýni að hljóðstig verði undir viðmiðunarmörkum reglugerðar um hávaða er ekki ólíklegt að íbúar muni heyra í búnaði verksmiðjunnar einkum þegar kyrrð er í þéttbýlinu. Skipulagsstofnun er sammála því sem segir í matsskýrslu og telur að áhrif verksmiðju Thorsil muni verða nokkuð neikvæð á hljóðvist. 4.3 ÁHRIF Á LOFTGÆÐI Áhrif verksmiðju Thorsil á loftgæði Í matsskýrslu kemur fram að helstu útblástursefni frá framleiðsluferlinu verði kísilduft og kolmónoxíð auk þess sem brennisteinsoxíð myndist vegna brennisteins í kolefnisgjöfum og köfnunarefnisoxíð vegna efnahvarfs köfnunarefnis og súrefnis í heitu lofti yfir ofnunum. Allur útblástur verði leiddur í gegnum reykhreinsibúnað með pokasíum og geri hönnun pokasíuhúsa ráð fyrir virkni reykhreinsivirkja í samræmi við nýjustu ákvæði um bestu fáanlegu tækni (BAT) fyrir þennan iðnað og að útblástur ryks verði undir 5 mg/nm 3 af útblásturslofti. Frá pokasíunum fari útblástur til andrúmslofts um 52 m háa skorsteina til að tryggja sem besta dreifingu. Magn helstu mengunarefna sem lagt var til grundvallar við útreikninga á dreifingu mengunarefna má sjá í töflu 4. Efni Losun á framleitt tonn af kísli Árleg losun t ársframleiðslu Brennisteinsdíoxíð SO 2 15 kg t/ári Köfnunarefnsioxíð NO x 18 kg t/ári Ryk (PM 10 ) 0,6 kg 66 t/ári PAH 2 g 0,25 t/ári Kolmónoxíð CO 22 kg t/ári 1 Reiknað sem NO 2 Tafla 4. Losun helstu mengunarefna (byggt á matsskýrslu). Í matsskýrslu er sett fram loftdreifingarspá unnin af verkfræðistofunni Vatnaskil. Til að reikna dreifingu loftmengunar á svæðinu hafi verið notað reiknilíkanið CALPUFF. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) hafi valið líkanið til viðmiðunar fyrir dreifingu um langan veg en einnig fyrir nærsviðsdreifingu þar sem veðurfræðilegar aðstæður séu flóknar, til dæmis þar sem veður (vindur eða hiti) sé mjög misleitt í rúmi vegna landslags eða vatnsmassa nærri upptökum útblásturs. Allt landslag, bæði náttúrulegt og byggingar, þurfi því að fara inn í grunnmynd fyrir líkanið. Þetta eigi sérstaklega vel við Thorsil þar sem lóð fyrirtækisins sé við sjó, það sé klettaveggur við sjóinn og síðan verði háar byggingar undan ríkjandi norðaustan átt. Í suðaustan átt standi vindur af sjó, inn höfnina 6

7 yfir byggingar Síldarvinnslunnar, sementssíló AP og mögulegar byggingar United Silicon á leið sinni að Thorsil. Viðmiðunarmörk helstu mengunarefna skv. reglugerðum eru sýnd í töflu 5. Efni Viðmiðunartími Mörk Tegund Brennisteinsdíoxíð SO 2 Köfnunarefnisdíoxíð NO 2 Líkindi (leyfð tilvik yfir mörkum) 1 klst. 350 µg/m 3 Heilsa 99,7% (24 skipti á ári) 24 klst. 50 µg/m 3 Gróður 98,1% (7 skipti á ári) 24 klst. 125 µg/m 3 Heilsa 99,2% (3 skipti á ári) Ár og vetur 20 µg/m 3 Gróður 1 klst. 110 µg/m 3 Heilsa 98,0% (175 skipti á ári) 1 klst. 200 µg/m 3 Heilsa 99,8% (18 skipti á ári) 24 klst. 75 µg/m 3 Heilsa 98,1% (7 skipti á ári) Ár og vetur 30 µg/m 3 Heilsa Köfnunarefnisoxíð NO x Ár 30 µg/m 3 Gróður Kolmónoxíð CO 1 klst. 30 mg/m 3 Heilsa 98,1% (175 skipti á ári) 8 klst. 6 mg/m 3 Heilsa 98,6% (21 skipti á ári) 8 klst. 10 mg/m 3 Heilsa 100% (0 skipti á ári) Ryk 24 klst. 50 µg/m 3 Heilsa 98,1% (7 skipti á ári) PM 10 Ár 20 µg/m 3 Heilsa B(a)P Ár 1 ŋg/m 3 Heilsa Tafla 5. Viðmiðunarmörk fyrir helstu mengunarefni samkvæmt reglugerðum (byggt á matsskýrslu). 2 Brennisteinsdíoxíð. Í matsskýrslu kemur fram að samkvæmt dreifingarspá Vatnaskila verði sólarhringsmeðaltal brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðju Thorsil undir viðmiðunarmörkum. Samkvæmt reglugerð má það fara yfir 50 μg/m 3 í sjö skipti á ári utan þynningarsvæðis sé litið til gróðurverndar. Þetta jafngildir því að styrkur þarf að vera undir 50 μg/m 3 í minnst 98,1% tilvika til að uppfylla ákvæði reglugerðar. Styrkur brennisteinsdíoxíðs verði alltaf undir því líkindagildi. Styrkurinn sé undir 50 μg/m 3 í 99% tilvika nema á tveimur reitum suðvestan við verksmiðju Thorsil en þar fari styrkur brennisteinsdíoxíðs þrisvar á ári yfir 50 μg/m 3. Sólarhringsviðmið með tilliti til heilsuverndar í reglugerð er að styrkur brennisteinsdíoxíðs megi fara þrisvar á ári yfir 125 μg/m 3 en reiknað gildi fer aldrei yfir það. Klukkustundarmörk með tilliti til heilsuverndar fyrir brennisteinsdíoxíð eru 350 μg/m 3. Þeim mörkum sé aldrei náð en samkvæmt reglugerð má fara yfir þau mörk í 24 skipti á ári. Köfnunarefnisoxíð og ryk. Í matsskýrslu kemur fram að reiknuð losun fyrir köfnunarefnissambönd og ryk reiknist alls staðar innan viðmiðunarmarka reglugerðar. Þungmálmar, arsen og PAH. Í matsskýrslu kemur fram að losun þungmálma frá kísilframleiðslunni verði lítil. Þungmálmar komi inn í framleiðsluferlið með hráefnum, einkum kolum, en ákveðnir málmar fylgi einnig kvartsinu. Miðað sé við þær aðferðir sem Norðurlöndin hafi lagt fram til IPPC skrifstofunnar vegna endurskoðunar á BAT lýsingum Evrópusambandsins. Megnið af þungmálmum 2 Taflan byggir á reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nema ákvæðið um B(a)P er í reglugerð nr. 410/2008 um arsen, kadmíum, kvikasilfur, nikkel og fjölhringa arómatísk vetniskolefni í andrúmslofti. 7

8 verði eftir í afurðunum, bæði kísli og kísildufti. Til þess að auka gæði afurðanna sé því mikilvægt að nota sérvalið hreint kvarts og kol sem séu þvegin til að ná burt ösku. Með því að þvo kolin sé magn þungmálma og brennisteins í kolum lækkað verulega. Þó sé gert ráð fyrir því að kvikasilfur sé allt lífrænt bundið og þvoist því ekki úr kolunum. Með því að lágmarka ryk í útblæstri sé dregið enn frekar úr losun þungmálma með ryki. Miðað sé við að losun ryks um skorsteina geti verið um eða jafnvel undir 0,1% af heildarrykmyndun í framleiðsluferlinu. Losun vegna bilana, dreifðrar losunar og annarra slíkra þátta geti verið annað eins eða jafnvel meira. Sé þessi mögulega losun borin saman við ákvæði reglugerðar nr. 990/2008, um útstreymisbókhald sé losun arsens og kvikasilfurs næst því að flokkast sem bókhaldsskyld þar sem viðmiðunarmörkin séu 20 kg/ári og 10 kg/ári. Losun Thorsil sé áætluð um 25% af því gildi. Losun á kadmíum sé um 12% af mörkum í reglugerðinni, en allir aðrir málmar séu innan við 10% af mörkum ef miðað er við 0,5% ryklosun. Fram kemur í matsskýrslu að Thorsil hafi ekki sérstakar upplýsingar um hlutfall B(a)P af PAH sem muni koma frá verksmiðjunni, en iðulega sé miðað við að B(a)P sé 1% af PAH þannig að þá megi miða við að losun B(a)P geti verið um 3 kg/ári miðað við að losun PAH sé um 250 kg á ári. Til að draga úr losun PAH umfram það sem almennt megi reikna með frá kísilmálmframleiðslu ráðgerir Thorsil að nota pokasíur af bestu gerð þannig að losun ryks verði í lágmarki í útblæstri. Hæsti reiknaði styrkur PAH sé 0,0006 µg/m 3 sem er undir viðmiðunarmörkum reglugerðar. Skipulagsstofnun fellst á að losun þungmálma og arsens falli ekki undir reglur um útstreymisbókhald, en þar sem þungmálmar eru óhjákvæmilegur fylgifiskur hráefnanna er ljóst að fylgjast þarf með uppsöfnun þeirra í nágrenni verksmiðjunnar. Það er því brýnt að fylgst verði með styrk þeirra umhverfis Helguvík. Skipulagsstofnun telur að Thorsil hafi með útreikningum sínum sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði innan viðmiðunarmarka hvort heldur að tekið er tillit til klukkustundar- eða sólarhringsgilda eða ársmeðaltals. Útreikningar Thorsil miða við lægri losun brennisteinsdíoxíðs, eða 15 kg SO 2 í stað 20 kg SO 2 á hvert framleitt tonn af kísli, en miðað er við í starfsleyfi United Silicon. Í matsskýrslu kemur fram að í umsókn um starfsleyfi sé gert fyrir losun undir 15 kg SO 2 á framleitt tonn af kísli. Skipulagsstofnun telur að frá upphafi rekstrar skuli miða við þau mörk í starfsleyfi, a.m.k. þar til vöktun leiðir í ljós að mögulega verði hægt að rýmka losunarheimildir. Skipulagsstofnun telur jafnframt brýnt að ef til þess kemur að víkja þurfi frá fyrirhuguðu umfangi og fyrirkomulagi bygginga innan lóðar Thorsil verði athugað sérstaklega hvort slíkar breytingar kalli á nýja útreikninga á dreifingu mengunarefna. Á þetta er sérstaklega bent þar sem niðurstreymisáhrif bygginga á lóð Thorsil á dreifingu mengunarefna virðast vera nokkur. Skipulagsstofnun beinir því til Reykjanesbæjar að ekki verði gerðar breytingar á skipulagi lóðarinnar eða gefin út byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir verulegum breytingum á mannvirkjum á lóð Thorsil án þess að framkvæmdaraðili hafi sýnt fram á að þær breytingar hafi ekki marktækar breytingar á dreifingu mengunarefna á Helguvíkursvæðinu. Skipulagsstofnun telur að kísilmálmverksmiðja Thorsil muni hafa nokkuð neikvæð áhrif á loftgæði umhverfis Helguvík en að áhrifin muni að mestu leyti verða bundin við nánasta umhverfi og að mestu leyti afturkræf Samlegðaráhrif verksmiðju Thorsil með álveri Norðuráls og kísilverksmiðju United Silicon á loftgæði Í matsskýrslu kemur fram að við mat á samlegðaráhrifum mengunarefna frá starfsemi Thorsils, Norðuráls og kísilvers United Silicon á loftgæði hafi verið miðað við að ársframleiðsla Thorsil verði tonn af kísilmálmi á ári, ársframleiðsla Norðuráls verði tonn á ári og losun frá United Silicon miðuð við árlega framleiðslu á tonnum af kísilmálmi og dreifingu mengunarefna samkvæmt matsskýrslu fyrir þá framkvæmd (Stakksbraut 9). Útreikningar á dreifingu mengunarefna fyrir Thorsil og Norðurál, sem verði tvö stærstu fyrirtækin á svæðinu, hafi verið gerðir sameiginlega og byggi á veðurgögnum fyrir sama 5 ára tímabilið en reikningar fyrir United Silicon hafi verið gerðir fyrir annað 5 ára tímabil. Með því að reikna dreifingu yfir 5 ára tímabil sé jafnaður út breytileiki milli einstakra ára og nákvæmni veðurgagna aukin. Hafa beri í huga að í Helguvík séu einnig starfandi 8

9 Sorpbrennslustöðin Kalka, Al álendurvinnsla og Síldarvinnslan. Þó svo að fyrirtækin losi að einhverju leyti sömu mengunarefni og stóriðjurnar þrjár þá sé útblástur þeirra miklu minni og sú losun og áhrif hennar innan skekkjumarka. Í matsskýrslu kemur fram að ársmeðalstyrkur brennisteinsdíoxíðs og köfnunarefnisoxíða frá starfsemi Thorsils, Norðuráls og kísilvers United Silicon sé alltaf innan viðmiðunarmarka reglugerða. Hæsti reiknaði ársmeðalstyrkur Thorsil og Norðuráls fyrir brennisteindíoxíð er 5,4 μg/m 3 og fyrir United Silicon 9,9 μg/m 3, en viðmiðunarmörk eru 20 μg/m 3. Hæsta reiknaða gildi Thorsil fyrir köfnunarefnisoxíð sé um 2 μg/m 3 og fyrir United Silicon 3,4 μg/m 3, en viðmiðunarmörk séu 30 μg/m 3. Reiknuð gildi fyrir svifryk og PAH séu einnig alltaf undir viðmiðunarmörkum þar sem ársmeðaltöl þessara þátta eru enn lægra hlutfall af viðmiðunarmörkum reglugerðar. Fram kemur að sé miðað við 15 kg SO 2 /t Si losun brennisteindíoxíðs frá Thorsil reiknist sólarhringsstyrkur frá Thorsil og Norðuráli oftar en sjö sinnum á ári yfir viðmiðunarmörkun, 50 μg/m 3, á þremur stöðum um 250 m suðvestur af syðra útblástursopi verksmiðju Thorsil, en á sama svæði reiknist styrkur frá United Silicon um 10 μg/m 3. Þar sé því mögulegt að sólarhringsstyrkur fari yfir 50 μg/m 3 oftar en sjö skipti á ári og verði því við eða yfir viðmiðunarmörkum. Ef losun Thorsil sé reiknuð sem 20 kg SO 2 /t Si þá reiknist styrkur yfir 50 μg/m 3 frá Thorsil og Norðuráli oftar en sjö skipti á ári á sama svæði. Líkur séu á hæstum samanlögðum styrk á þessu svæði. Með því að setja lægsta birta gildi sem bakgrunnsstyrk alls staðar reiknist þrjú lítil svæði við aðrar hliðar lóðar Thorsil þar sem styrkur gæti náð 50 μg/m 3 oftar en sjö skipti á ári. Meðal annars þess vegna hafi Thorsil ákveðið að miða við t SO 2 /ári eða 15 kg SO 2 /t Si miðað við full afköst í starfsleyfisumsókn sinni. Annars staðar er ekki útlit fyrir að sólarhringsstyrkur nái 50 μg/m 3 oftar en sjö skipti á ári (98,1% hlutfallsmörk). Fram kemur í matsskýrslu að hæsta reiknaða klukkustundarmeðaltal fyrir brennisteinsdíoxíð frá Thorsil og Norðuráli annars vegar og United Silicon hins vegar sé um 125 μg/m 3 á svæði þar sem styrkur frá United Silicon er undir 100 μg/m 3. Umhverfismörk, 350 μg/m 3, má fara yfir í 24 skipti á ári. Á því svæði þar sem styrkur frá United Silicon reiknast yfir 150 μg/m 3 fer styrkur frá Thorsil og Norðuráli í um 100 μg/m 3. Ekki sé því talið líklegt að styrkur brennisteindíoxíðs nái viðmiðunarmörkum fyrir klukkustundargildi. Fram kemur í matsskýrslu að hæstu sólarhringsgildi köfnunarefnisoxíða nái aldrei mörkum fyrir köfnunarefnisdíoxíð þegar verksmiðjurnar eru skoðaðar saman. Samkvæmt reglugerð megi klukkustundarmeðalstyrkur köfnunarefnisdíoxíðs ekki fara yfir 110 μg/m 3 oftar en 175 skipti á ári (verður að vera undir því marki 98,0% tímans). Hæsti reiknaði styrkur frá Thorsil fyrir þetta tímabil sé 104,6 μg/m 3 við 98,0% líkindamörk. Hæsti reiknaði styrkur frá United Silicon fyrir þetta tímabil sé 13,9 μg/m 3 við 98,0% líkindamörk. Samkvæmt reikningum sé því mögulegt að samanlagður styrkur köfnunarefnisoxíða nái reglugerðarmörkum um klukkustundargildi fyrir köfnunarefnisdíoxíð (NO 2 ) á litlu svæði innan þynningarsvæðis Helguvíkur þar sem hágildi Thorsils sé, skammt suðvestur af verksmiðjunni. Samkvæmt reglugerð megi klukkustundarmeðalstyrkur köfnunarefnisdíoxíðs ekki fara yfir 200 μg/m 3 oftar en 18 skipti á ári (verður að vera undir því marki 99,8% tímans) 3. Hæsti reiknaði styrkur köfnunarefnisoxíða frá Thorsil fyrir þetta tímabil sé 156,0 μg/m 3 við 99,8% líkindamörk. Hæsti reiknaði styrkur frá United Silicon fyrir þetta tímabil sé 56,0 μg/m 3 við 99,8% líkindamörk. Samkvæmt reikningum sé því möguleiki að samanlagður styrkur köfnunarefnisoxíða nái reglugerðarmörkum fyrir köfnunarefnisdíoxíð. Engu að síður sé ekki líklegt að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir mörk þar sem einungis hluti köfnunarefnisoxíða sé til staðar sem köfnunarefnisdíoxíð. Því sé metið að mörk fyrir köfnunarefnisdíoxíð séu alls staðar uppfyllt. Fram kemur í matsskýrslu að ekki séu líkur á því að samanlagður styrkur þungmálma, ryks PM 10 eða PAH nái viðmiðunarmörkum. Mat á styrk þungmálma í umhverfinu sé fengið út frá ársmeðaldreifingu 3 Í tilvitnaðri reglugerð nr. 251/2002 eru tvenns konar mörk fyrir klukkustundargildi annars vegar 110µg/m 3 og hins vegar 200 µg/m 3. Fyrri mörkin eru með 98 % mörkum en þau seinni 99,8%, sbr. töflu 5. 9

10 svifryks. Miðað við að 0,5% af ryki berist frá verksmiðju Thorsil í gegnum hreinsibúnað sé mesta losun þungmálma um 5 kg/ári eða innan við 1/ hluti svifrykslosunar og reikna megi með að ársmeðalstyrkur arsen verði sama hlutfall af ársmeðalstyrk svifryks. Ársmeðaltalsstyrkur svifryks nái yfir 0,1 μg/m 3 á litlu svæði suðvestur af Thorsil. Á sama svæði megi reikna með að styrkur arsens verði innan við 1/ hluti af því eða 0,01 ng/m 3. Til samanburðar séu mörk í reglugerð 6 ng/m 3 eða 600 sinnum hærri. Losun Norðuráls og United Silicon sé líklega af sömu stærðargráðu og því vart ástæða til að meta styrk arsens og þungmálma nánar og ekki þörf á því að gera frekari grein fyrir samlegðaráhrifum með Norðuráli eða United Silicon. Ef öll þessi fyrirtæki starfi í fullum rekstri megi reikna með því að uppsöfnun þungmálma verði líklega með sambærilegum hætti og hefur verið á Grundartangasvæðinu en lagt sé til að Thorsil, Noðrurál og United Silicon standi að vali á sýnatökustöðum og söfnun á mosasýnum sumarið Fram kemur í matsskýrslu að af framangreindu megi ráða að samlegðaráhrif verksmiðju Thorsil, kísilmálmverksmiðju United Silicon og álver Norðuráls hafi í för með sér að farið verði yfir mengunarmörk á takmörkuðum svæðum skammt frá kísilmálmverksmiðjunum. Á þetta við um umhverfismörk með tilliti til gróðurverndar fyrir sólarhringsstyrk brennisteinsdíoxíðs. Utan við þetta afmarkaða svæði sé ekki talið að styrkur framangreindra mengunarefna fari yfir umhverfismörk í reglugerðum. Er þá miðað við að losun sé 15 kg SO 2 /t Si frá Thorsil. Áhrif útblásturs séu því talin vera nokkuð neikvæð á þessum takmörkuðu svæðum en óveruleg utan þeirra sem og utan núverandi þynningarsvæðis Norðuráls og þynningarsvæðis í skipulagi Helguvíkursvæðisins. Í athugasemd Benónýs Harðarsonar er fundið að mikilli losun brennisteins frá verksmiðju Thorsil. Mengunarálag muni aukast með þriðju verksmiðjunni sem komi til með að losa töluvert af brennisteini skammt frá þéttbýlinu í Reykjanesbæ. Það þurfi því að stíga varlega til jarðar og leggja sérstaka áherslu á að styrkur brennisteinsdíoxíðs verði undir mörkum einkum við íbúðarbyggð. Í svörum Thorsil kemur fram að niðurstaða útreikninga á samlegðaráhrifum fyrir Thorsil, kísilmálmverksmiðju United Silicon og álver Norðuráls sé í megindráttum sú að farið sé yfir mengunarmörk á takmörkuðum svæðum innan þynningarsvæðis skammt frá kísilmálmverksmiðjunum miðað við 15 kg SO 2 /t Si losun frá verksmiðju Thorsil. Þetta eigi við um umhverfismörk með tilliti til gróðurverndar fyrir sólarhringsstyrk brennisteinsdíoxíðs. Utan við þetta afmarkaða svæði fari styrkur framangreindra mengunarefna ekki yfir umhverfismörk reglugerða. Áhrif útblásturs séu því talin vera nokkuð neikvæð á þessu takmarkaða svæði en óveruleg utan þess sem og utan þynningarsvæðis fyrirhugaðs álvers Norðuráls. Í athugasemd United Silicon er haldið fram að í frummatsskýrslu sé ekki fjallað um samlegðar- og sammögnunaráhrif mengunarútblásturs frá fyrirhugaðri verksmiðju Thorsils og öðrum starfandi iðnaðarfyrirtækjum sem séu með gildandi starfsleyfi. Samlegðaráhrif muni verða að minnsta kosti í tilfelli mengunarefnanna brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisoxíða, ryks auk annarra mengunarefna, sem muni berast frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju United Silicon, fyrirhuguðu álveri Norðuráls og sorpbrennslustöð Reykjanesbæjar í tiltölulega miklu magni. Fram kemur að til þess að meta samlegðaráhrifin á svæðinu hafi United Silicon notað AERMOD loftdreifingarlíkan og miðað við allan fyrirsjáanlegan útblástur frá starfsemi á svæðinu með gildandi starfsleyfi og síðan bætt við fyrirhuguðum útblæstri frá verksmiðju Thorsil. Þegar gert sé ráð fyrir fyrirhuguðum útblæstri Thorsil í líkanútreikningum og samlegðaráhrifin metin sé niðurstaðan allt önnur en komi fram í frummatsskýrslu Thorsil. Þessar niðurstöður útreikninga samlegðaráhrifa sýni að ársmeðalstyrkur brennisteinsoxíðs muni fara yfir viðmiðunarmörk á þremur stöðum á svæðinu, meðal annars í íbúðarbyggð í norðurhluta Reykjanesbæjar. Niðurstöður útreikninga samlegðaráhrifa sýni að sólarhringsstyrkur brennisteinsoxíðs muni fara mjög nálægt viðmiðunarmörkum, meðal annars við íbúðarbyggð. Loftdreifingarútreikningar sýni, að teknu tilliti til samlegðaráhrifa allrar starfsemi og fyrirhugaðrar starfsemi með starfsleyfi á svæðinu, að áhrifin séu mun meiri og alvarlegri en haldið sé fram í frummatsskýrslu Thorsils og fari yfir viðmiðunarmörk á svæðinu og valdi þannig verulegum neikvæðum áhrifum á loftgæði á svæðinu. 10

11 Í ljósi framangreindra athugasemda United Silicon ákvað Skipulagsstofnun að leita sérfræðiálits um mat á áhrifum á loftgæði sbr. 22. gr. í reglugerð nr. 1123/2005. Leitað var til Sigurðar Magnúsar Garðarssonar prófessors við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Í áliti Sigurðar Magnúsar Garðarssonar kemur fram að í mati Thorsil hafi verið notað líkanið CALPUFF til að reikna dreifingu SO 2 frá kísilmálmverksmiðju Thorsil en United Silicon hafi notað AERMOD líkanið. Bæði AERMOD og CALPUFF líkönin séu viðurkennd líkön og séu t.d. bæði viðurkennd af Environmental Protection Agency (EPA) í Bandaríkjunum sem hafi langa reynslu af notkun loftdreifingarlíkana. AERMOD líkanið er æstætt (tímaóháð) líkan sem taki inn veðurstika samkvæmt jaðarlagstúlkunum en CALPUFF geti hermt staðbundin, tímaháð veðurskilyrði. Í báðum þessum líkönum sé boðið upp á möguleika á að taka tillit til nærsviðsáhrifa til að meta niðurstreymisáhrif. Fram kemur að United Silicon lagði fram útreikninga, byggða á AERMOD líkaninu, sem sýni dæmi um staðsetningu hámarksstyrks, sem dæmi að hámarksstyrkur SO 2 frá Thorsil verði í u.þ.b m fjarlægð frá útblástursstað. Þessir útreikningar byggist á hefðbundinni útreikningum stróks frá útblástursstað með AERMOD án niðurstreymisáhrifa (þar með talið áhrifa frá byggingum í nærsviði). Thorsil sýni staðsetningu mesta ársmeðalstyrk með CALPUFF og sýni þeir reikningar að hámarksstyrkur sólarhringsmeðaltals sé mun nær útblástursstaðnum eða í um m fjarlægð. Í svörum Thorsil komi fram að í útreikningum sé tekið tillit til áhrifa bygginga við útblásturstaðinn sem geti haft veruleg áhrif á hegðun stróksins vegna svokallaðra niðurstreymisáhrifa og fleiri nærsviðsáhrifa sem gætu einnig skipt máli. Fram kom í svörum Thorsil að staðsetning hæsta gildis án áhrifa bygginga í CALPUFF hefði verið í um 3000 m fjarlægð. Af framansögðu sé ljóst að United Silicon telji almennt að hámarksstyrkur frá Thorsil verði mun fjær útblástursstaðnum en útreikningar Thorsil geri ráð fyrir. Útreikningar United Silicon séu í sjálfu sér ekki rangir en ekki sé skoðað hvaða áhrif byggingar hafi á loftstreymið og þar með dreifinguna á SO 2 en það sé vel þekkt að slík áhrif geti oft verið umtalsverð. United Silicon segi að ekki þurfi að taka tillit til bygginga og vísar til þess að rishæð stróksins sé nægjanleg og byggingar hlémegin séu ekki nægjanlega háar til að hafa áhrif. Það séu þó fleiri atriði sem geti haft áhrif, t.d. byggingar vindmegin sem og stöðugleiki lofts. Þar sem verulegt byggingarmagn sé í nærumhverfinu, eins og sjá má í frummatsskýrslunni, sé nauðsynlegt að taka það inn í líkankeyrslur AERMOD, til að staðfesta þá fullyrðingu að slíkt skipti ekki máli, en það hafi ekki verið gert. Af framansögðu sé ekki ástæða til að draga í efa að niðurstreymisáhrif hafi áhrif á dreifingu SO 2 en ekki sé hægt að segja að AERMOD keyrslurnar sýni að engin niðurstreymisáhrif séu til staðar þar sem ekki hafi verið notast við þá líkaneiningu AERMOD sem taki þau með í reikninginn. Thorsil segi í sínum svörum að næmnigreining á staðsetningu hámarksstyrks hafi ekki verið gerð. Það sé ljóst að óvissa geti verið í útreikningi á staðsetningu mesta styrks og því sé full ástæða til að íhuga vöktun til að staðfesta spárnar. Eins sé ástæða til að upplýsa eftirlitsaðila ef hönnun útblástursbúnaðar breytist og/eða fyrirkomulag bygginganna því slíkt getur haft áhrif á dreifingu SO 2. Eftir að kynningartíma lauk bárust ný gögn frá United Silicon, en með þeim fylgdu nýir útreikningar á dreifingu mengunarefna sem Force Technology í Danmörku vann. Þar er m.a. reiknuð samanlögð mengun frá United Silicon, Norðuráli og Thorsil auk þeirra fyrirtækja sem starfa á svæðinu en losa brennisteinsdíoxíð í mun minni mæli, þ.e. Kalka, fiskimjölsverksmiðjan og Alur. Í útreikningunum kemur fram að styrkur brennisteinsdíoxíðs hvort heldur skammtíma- eða langtímagildi reiknast neðan viðmiðunarmarka reglugerðar nr. 251/2002. Skipulagsstofnun telur að í matsskýrslu Thorsil sé sýnt fram á að styrkur ryks og köfnunarefnisoxíða vegna samlegðaráhrifa með kísilmálmverksmiðju United Silicon og álveri Norðuráls verði innan marka reglugerðar nr. 251/2002, hvað varðar skammtímaviðmið (klukkustundar- og sólarhringsgildi) og ársmeðaltal. Skipulagsstofnun tekur jafnframt undir með matsskýrslu um að B(a)P verði innan marka reglugerðar 410/2008 miðað við hefðbundið hlutfall efnisins af PAH. Skipulagsstofnun er sammála niðurstöðu matsskýrslu um það að ekki sé líklegt að samanlagður styrkur þungmálma frá iðjuverunum á Helguvíkursvæðinu nái viðmiðunarmörkum um útstreymisbókhald samkvæmt reglugerð nr. 990/2008. Engu að síður telur Skipulagsstofnun einsýnt 11

12 að þungmálmar munu safnast upp á svæðinu umhverfis iðjuverin í Helguvík eins og vikið er að í matsskýrslu. Slík uppsöfnun er þekkt í nágrenni sambærilegra verksmiðja hérlendis og erlendis. Ljóst er að gegnumstreymi hráefna í kísilmálmverksmiðju Thorsil er um tonn á ári og þó svo að styrkur þeirra sé eingöngu snefill af hráefnum þá verður ekki hjá því komist að þeir berist með ryki frá verksmiðjunni. Það er því mikilvægt að halda ryklosun í algjöru lágmarki. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að frá upphafi verði fylgst með styrk þessara efna í mosa. Nauðsynlegt er að byrja á því að afla grunngagna um ástand svæðisins áður en verksmiðjurnar hefja framleiðslu og mæla síðan með reglubundnum hætti hvernig svæðið þróast eftir að starfsemi hefst á svæðinu. Þeir misvísandi útreikningar sem lagðir hafa verið fram um staðsetningu og styrk brennisteinsdíoxíðs sýna nauðsyn þess að gaumgæfa útreikningana og forsendur þeirra. Í samanburði á reiknilíkönunum tveimur, CALPUFF sem Thorsil notar og AERMOD sem United Silicor notar, hefur komið fram að líkönum á borð við AERMOD hætti til að ofreikna styrk í mikilli fjarlægð en CALPUFF hafi reynst betur við að staðsetja hámarksstyrk í mikilli fjarlægð. 4 Byggt á sérfræðiáliti Sigurðar Magnúsar Garðarssonar telur Skipulagsstofnun líklegt að munurinn á hinum ólíku útreikningum Thorsil og United Silicon skýrist að einhverju leyti á því að útreikningar Thorsil taka tillit til áhrifa bygginga á svæðinu. Skipulagsstofnun telur að þó svo að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs muni verða innan viðmiðunarmarka utan þynningarsvæðis sem hefur verið afmarkað fyrir Norðurál við Helguvík þá muni loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík rýrna talsvert vegna efna úr samanlögðum útblæstri frá fyrirhugaðri starfsemi. Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið muni áhrifin verða talsvert neikvæð. Áhrifin eru þó að mestu staðbundin og afturkræf að því undanskildu að reikna má með uppsöfnun þungmálma á svæðinu. Thorsil hefur ákveðið að hækka skorsteina frá því sem boðað var í tillögu að matsáætlun úr 40 m í allt að 53 m og halda losun brennisteinsdíoxíðs undir 15 kg SO 2 á hvert framleitt tonn af kísli. Hvort tveggja er gert í þeim tilgangi að draga úr styrk mengunarefna umhverfis Helguvík. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að sannreyna útreikninga á loftgæðum með samfelldri vöktun. Jafnframt er eðlilegt að staldra við eftir hvern áfanga við byggingu verksmiðja á svæðinu og skoða hver umhverfisáhrifin eru. Skipulagsstofnun beinir því til Umhverfisstofnunar að við reglubundna endurskoðun starfsleyfis skv. 20. gr. reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun að takmarka starfsemi ef mengun er meiri en búast mátti við og heimilt er skv. 21. gr. sömu reglugerðar. Mat á umhverfisáhrifum álvers Norðuráls í Helguvík með allt að tonna ársframleiðslu lauk með áliti Skipulagsstofnunar 4. október Byggingu álversins er ekki lokið en fyrirtækið hefur starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir tonna framleiðslu á ári, útgefið 10. september Mati á umhverfisáhrifum allt að tonna kísilmálmverksmiðju United Silicon (áður Stakksbraut 9) lauk með áliti Skipulagsstofnunar 10. maí Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði reist í tveimur jafnstórum tonna áföngum, en fyrirtækið hefur starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir tonna framleiðslu á kísli á ári, útgefið 3. júlí Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust árið Eins og rakið var að framan ráðgerir Thorsil að reisa sína verksmiðju í tveimur jafnstórum tonna áföngum.era verður ráð fyrir að allar ofangreindar verksmiðjur geti risið og starfað í samræmi við þau áform sem liggja fyrir og þær hafa heimild til samkvæmt útgefnum leyfum. Engu að síður gefa bæði endurskoðunarákvæði starfsleyfa og áfangaskiptingar verksmiðjanna möguleika á því að leggja mat á það hvernig til hefur tekist með fyrri áfanga áður en hafist er handa um frekari framkvæmdir. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt í ljósi þeirra miklu áforma um verksmiðjurekstur sem eru á iðnaðarsvæðinu í Helguvík, sem liggur nærri íbúðarbyggð í Reykjanesbæ, að vandlega sé 4 A.S. Rood 2014: Performance evaluation of AERMOD, CALPUFF, and legacy air dispersion models using the Winter Validation Tracer Study dataset. Atmospheric Environment 89, bls Einnig: 12

13 farið yfir niðurstöður vöktunar við endurskoðun starfsleyfa sem og að tekið sé mið af niðurstöðum vöktunar þegar tekin er afstaða til leyfisveitinga til seinni áfanga. 4.4 LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA Í matsskýrslu kemur fram að Thorsil verði að afla sér losunarheimilda fyrir gróðurhúsalofttegundir í gegnum viðskiptakerfi Evrópu um gróðurhúsalofttegundir (ETS) sem Ísland er aðili að. Losunin sé tvíþætt í skilningi þess kerfis. Annars vegar sé losun koldíoxíðs af jarðefnauppruna og hins vegar sé losun koldíoxíðs sem komi úr endurnýjanlegum timburskógum. Sótt verði um leyfi fyrir losun koldíoxíðs af jarðefnauppruna til Umhverfisstofnunar og heimilda aflað í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar um. Áætlað magn koldíoxíðs frá notkun jarðefna við fyrirhugaða starfsemi Thorsils sé til tonn á ári miðað við full afköst fyrsta og annars áfanga. Til framtíðar stefni Thorsil að því að koma losun koldíoxíðs undir t/ári. Þetta sé sambærilegt og sum önnur fyrirtæki, sem séu að hefja kísilframleiðslu, stefna á og litlu hærra en viðmiðunargildi sem IPCC leiðbeiningar loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefa, það er 5 t CO2/t Si. Í svari Thorsil við fyrirspurn Skipulagsstofnunar um það af hverju fyrirtækið reikni með því að vera yfir viðmiðunargildi IPCC. Í svörum Thorsil kemur fram að fyrirtækið sé að hefja framleiðslu á kísil í nýrri verksmiðju á nýjum stað. Ekki sé búið að gera endanlega samninga við ofnaframleiðendur eða aðra söluaðila tækjabúnaðar, en almennt ábyrgist þeir aðilar ekki að losun verði undir ákveðnum gildum, því verði einfaldlega náð með markvissum rekstri í verksmiðjum. Viðmiðunargildi IPCC sé gildi sem betri fyrirtæki eiga að geta náð og Thorsil stefni að því að ná því eftir að rekstur sé kominn í jafnvægi, en geti ekki ábyrgst það í upphafi starfseminnar. Skipulagsstofnun bendir á að starfsemin mun auka nokkuð heildarlosun Íslands af gróðurhúsalofttegundum. Skipulagsstofnun telur brýnt að Thorsil hagi starfsemi sinni með þeim hætti að losun gróðurhúsaloftegunda verði sem fyrst neðan viðmiðunarmarka IPCC. Engu að síður verður um umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda að ræða og því telur stofnunin að áhrif af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda verði talsvert neikvæð. 4.5 VÖKTUN UMHVERFISÁHRIFA Í viðauka 2 með matsskýrslu eru birt drög að umhverfisvöktunaráætlun fyrir Thorsil í Helguvík Í vöktunaráætluninni kemur fram að fylgst verður með loftgæðum í tveimur mælihúsum við norður- og suðurmörk iðnaðarsvæðisins. Vakta eigi styrk brennisteinsdíoxíðs (SO 2 ), brennisteinsvetnis (H 2 S), svifryks (PM 10 og PM 2,5 ), köfnunarefnisoxíða (NO X ), PAH í svifryki (PM 10 ), og rykbundins brennisteins. Gert sé ráð fyrir að sýnasöfnun verði samfelld allt árið og byrji að lágmarki 12 mánuðum áður en verksmiðjan verði gangsett. Jafnframt kemur fram að tekið verði þátt í öðrum mælingum sem kunni að tengjast starfsemi Thorsil þegar og ef til slíkra verkefna kemur. Dæmi um verkefni í þessa veru er vöktun á þungmálmum í mosum og mælingar í ferskvatni. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á mikilvægi þess að vakta svæðið umhverfis Helguvík með sama hætti og gert hafi verið á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Mikilvægt sé að vakta helstu loftmengunarefni og fylgjast með dreifingu þeirra og styrk. Einnig telur stofnunin mikilvægt að fylgst verði með uppsöfnun þungmálma og PAH efna í umhverfinu. Í sama streng tekur Reykjanesbær sem bendir á að þó svo að styrkur mengunarefna reiknist neðan viðmiðunarmarka sé brýnt að sannreyna það með sameiginlegri vöktun verksmiðjanna á svæðinu. 13

14 Í svörum Thorsil er tekið undir þetta og fram kemur að fyrirtækið hafi leitað eftir samráði við Norðurál og stuðst við þeirra hugmyndir, sem unnar hafi verið í samráði við Umhverfisstofnun, um vöktun á Helguvíkursvæðinu. Hún sé byggð á þeim grunni sem notaður er á Grundartanga. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að fylgst verði með loftgæðum á svæðinu umhverfis Helguvík og beinir því sérstaklega til rekstraraðila og Umhverfisstofnunar að við staðarval mælistöðva verði miðað við að mælistöðvar verði staðsettar í þeirri línu sem mesti styrkur mengunarefna teygir sig samkvæmt líkanreikningum að þéttbýlinu í Reykjanesbæ. Jafnframt verði fylgst með styrk helstu þungmálma í mosum á svæðinu. Skipulagsstofnun tekur undir með Reykjanesbæ og telur nauðsynlegt að iðjuverin við Helguvík standi sameiginlega að vöktun umhverfisáhrifa og beinir því til Umhverfisstofnunar að horft verði til sams konar fyrirkomulags og tíðkast hefur á Grundartangasvæðinu. 5 STAÐA SKIPULAGS OG LEYFISVEITINGA Varðandi stöðu skipulags og leyfisveitinga vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil með allt að tonna ársframleiðslu í Helguvík bendir Skipulagsstofnun á eftirfarandi: Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Reykjanesbæjar. Unnið er að breytingum á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins í Helguvík. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Reykjanesbæjar skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi skv. 9. gr. laga nr. 160/2010 og brunahönnun skv. 22. gr. laga nr. 75/2000. Framkvæmdin er háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar samkvæmt lögum nr. 7/1998 og reglugerð nr. 785/1999. Framkvæmdin er háð starfsleyfi Vinnueftirlits ríkisins skv. 95. gr. laga nr. 46/1980. Framkvæmdin er háð losunarleyfi skv. 8. gr. laga nr. 70/ NIÐURSTAÐA Í samræmi við 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og 24. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 hefur Skipulagsstofnun farið yfir matsskýrslu Thorsil sem lögð var fram samkvæmt 10. gr. sömu laga. Matsskýrsla Thorsil byggði á auglýstri frummatsskýrslu, umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma frummatsskýrslu. Skipulagsstofnun telur að matsskýrsla Thorsil hafi uppfyllt skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hvað varðar þau atriði sem getið er í 18. grein reglugerðar nr. 1123/2005. Einnig telur stofnunin að í matsskýrslu sé gerð grein fyrir athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma frummatskýrslu og þeim svarað á fullnægjandi hátt. Skipulagsstofnun telur að sjónræn áhrif verði talsvert neikvæð frá næsta þéttbýli í Reykjanesbæ vegna umfangs bygginga og nálægðar þeirra en landmótun og útlitshönnun bygginga kann að draga nokkuð úr þeim áhrifum. Skipulagsstofnun telur að Thorsil hafi sýnt fram á að verksmiðjan muni ekki hafa verulega neikvæð áhrif á hljóðvist í íbúðarbyggð. Þá hefur verið sýnt fram á að styrkur ryks og köfnunarefnisoxíða verði innan marka reglugerðar nr. 251/2002, miðað við skammtímaviðmið (klukkustundar- og sólarhringsgildi) og ársmeðaltal. Þá liggur fyrir að B(a)P verði innan marka reglugerðar 410/2008 miðað við hefðbundið hlutfall efnisins af PAH. Skipulagsstofnun fellst jafnframt á það mat framkvæmdaraðila að ekki sé líklegt að samanlagður styrkur þungmálma og arsens frá iðjuverunum á Helguvíkursvæðinu nái viðmiðunarmörkum um útstreymisbókhald samkvæmt reglugerð nr. 990/2008. Engu að síður telur stofnunin einsýnt að þungmálmar munu safnast upp á svæðinu umhverfis iðjuverin í Helguvík. Nauðsynlegt er því að byrja á því að afla grunngagna um 14

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

ÁLVER Í HELGUVÍK. Ársframleiðsla allt að t MATSSKÝRSLA

ÁLVER Í HELGUVÍK. Ársframleiðsla allt að t MATSSKÝRSLA ÁLVER Í HELGUVÍK Ársframleiðsla allt að 250.000 t MATSSKÝRSLA ÁGÚST 2007 Forsíðumynd: Yfirlitsmynd af Helguvík og næsta nágrenni. SAMANTEKT OG HELSTU NIÐURSTÖÐUR Almennt Norðurál Helguvík sf. hefur í hyggju

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Niðurstöður ársins 2015

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Niðurstöður ársins 2015 Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga Niðurstöður ársins 215 Ljósmynd á forsíðu: Ása Birna Viðarsdóttir SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ Titill skýrslu Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga.

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit Skútustaðahreppur, Mývatnssveit 600269-1009 Hlíðavegi 6, 660 Mývatn Iceland s: 464-4163 f. 464-4363, netf. gudrunm@myv.is Skipulagsstofnun Laugavegur 166 150 Reykjavík Efni: Bréf Skipulagsstofnunar dags.

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Inngangsorð Stefna ISAL Fyrirtækið Framleiðsluferlið Árangursvísar

Efnisyfirlit. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Inngangsorð Stefna ISAL Fyrirtækið Framleiðsluferlið Árangursvísar ISAL 2015 2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Yfirlýsing framkvæmdastjórnar.... 3 Inngangsorð.... 4 Stefna ISAL... 5 Fyrirtækið... 7 Framleiðsluferlið... 8 Árangursvísar 2015.... 9 Losun í andrúmsloft.... 11 Úrgangsmál

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar

Yfirlýsing framkvæmdastjórnar ISAL 2 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Allar upplýsingar í þessari skýrslu eru réttar og veittar samkvæmt okkar bestu vitund. Þær gefa raunhæfa mynd af starfsemi fyrirtækisins

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Inngangsorð Stefna ISAL Fyrirtækið Árangursvísar

Efnisyfirlit. Yfirlýsing framkvæmdastjórnar Inngangsorð Stefna ISAL Fyrirtækið Árangursvísar ISAL 2017 2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Yfirlýsing framkvæmdastjórnar.... 3 Inngangsorð... 4 Stefna ISAL.... 5 Fyrirtækið... 7 Árangursvísar 2017.... 9 Losun í andrúmsloft... 11 Úrgangsmál.... 12 Frárennsli.....

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókahald aflþynnuverksmiðju. Becromal Iceland ehf. Skýrsla ársins 2013

Grænt bókahald aflþynnuverksmiðju. Becromal Iceland ehf. Skýrsla ársins 2013 Grænt bókahald aflþynnuverksmiðju Skýrsla ársins 2013 Apríl 2014, Akureyri EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1 1 SKÝRSLA STJÓRNAR 1 2 STAÐFESTING ENDURSKOÐUNAR 2 3 ALMENNT UM AFLÞYNNUVERKSMIÐJU BECROMAL ICELAND

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

HALLSVEGUR - ÚLFARSFELLSVEGUR OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG. Frummatsskýrsla Mat á umhverfisáhrifum

HALLSVEGUR - ÚLFARSFELLSVEGUR OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG. Frummatsskýrsla Mat á umhverfisáhrifum OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG Frummatsskýrsla Mat á umhverfisáhrifum Desember 2008 OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG Frummatsskýrsla 07241 S:\2007\07241\a\Matsskýrslur\Frummatsskýrsla\07241_v081219

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ. Tillaga að matsáætlun

Suðurnesjalína 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ. Tillaga að matsáætlun milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavíkurbæ 16.4.2018 18010 Orðskýringar Byggingarbann Helgunarsvæði Jarðskaut Kerfisáætlun kv Launafl / raunafl Leiðari Línugötur Línustæði MVA MW Svæði

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

LV Kröfluvirkjun. Stækkun Kröfluvirkjunar. Deiliskipulag Skútustaðahrepps

LV Kröfluvirkjun. Stækkun Kröfluvirkjunar. Deiliskipulag Skútustaðahrepps LV-2016-073 Kröfluvirkjun Stækkun Kröfluvirkjunar Deiliskipulag Skútustaðahrepps Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2016-073 Dags: 26.maí 2016 Fjöldi síðna: 75 Upplag: 5 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

GRÆNT BÓKHALD 2009 NORÐURÁL GRUNDARTANGI EHF

GRÆNT BÓKHALD 2009 NORÐURÁL GRUNDARTANGI EHF GRÆNT BÓKHALD 2009 NORÐURÁL GRUNDARTANGI EHF Góð umgengni við umhverfið er lykilatriði í ábyrgum rekstri fyrirtækisins og er tryggð með stöðugri vöktun umhverfi sþátta YFIRLÝSING FORSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRA

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

Uppbygging á Kársnesi Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði. Desember Borgartún Reykjavík

Uppbygging á Kársnesi Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði. Desember Borgartún Reykjavík Desember 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15186 S:\2015\15186\v\Greinagerð\Útgefin\15186_sk161216\15186_sk161216_Greinargerð.docx Desember 2016 Nr. útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 GREINARGERÐ KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 SIGRBJÖRG ÓSK ÁSKELSDÓTTIR ÞÓRÐR ÞÓRÐARSON EFNISYFIRLIT 1 INNGANGR 3 FORMÁLI 3 SKILGREINING AÐALSKIPLAGS 4 ÚTLISTN HGTAKA

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Kennitala: 110981-3929 Torfi G.Sigurðsson Tækni- og verkfræðideild School of

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2005. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2005 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

UMHVERFISSTOFNUN Ritstjóri: Björn Þorláksson Prentun: Ásprent Stíll ehf. Útgáfunúmer: UST-2018:02

UMHVERFISSTOFNUN Ritstjóri: Björn Þorláksson Prentun: Ásprent Stíll ehf. Útgáfunúmer: UST-2018:02 ÁRSSKÝRSLA 2017 UMHVERFISSTOFNUN Ritstjóri: Björn Þorláksson Prentun: Ásprent Stíll ehf. Útgáfunúmer: UST-2018:02 ÁRSSKÝRSLA UMHVERFISSTOFNUNAR 2017 ÁRSSKÝRSLA 2017 EFNISYFIRLIT Þetta reddast en ekki af

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudalur, Dagverðardalur og Innri-Kirkjubólshlíð Greinargerð með hættumatskorti Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar Apríl 2008 Forsíðumynd:

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 Hrefna Kristmannsdóttir og Helga Rakel Guðrúnardóttir Desember 2009 Efnisyfirlit INNGANGUR... 2 AÐFERÐIR...

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 Samorka 28. febrúar 2011 Útgefandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík Sími: 588 4430, Fax 588 4431 Tölvupóstfang:

Διαβάστε περισσότερα

Borðaskipan í þéttefni

Borðaskipan í þéttefni Eðlisfræði þéttefnis I: Borðaskipan í þéttefni Kafli 7 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 8. vika haust 2017 1 Inngangur Sú nálgun sem gerð var með einnar rafeindar nálguninni og með því að gera ráð fyrir

Διαβάστε περισσότερα

FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016

FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016 FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016 Útgefandi: Þjóðskrá Íslands Borgartúni 21, 105 Reykjavík 1. prentun október 2016 Prentun: Pixel ehf Ritið er á vefsíðu Þjóðskrár Íslands ISSN 1670-8350 (prentuð útgáfa) ISSN

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

Matvæli úr dýraríkinu

Matvæli úr dýraríkinu Skoðunarhandbók - leiðbeiningar Matvæli úr dýraríkinu Desember 2016 1. INNGANGUR...4 Inngangur...4 1.2 Lagagrunnur...5 1.3 Skilgreiningar...6 1.4 Verklag...8 1.5 Skoðunarkerfið...9 1.5.1 Tilefni...9 1.5.2

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Markmið kaflans eru að kunna: Hraða, hröðun Stigstærð, vektorstærð Reikna krafta sem verka á hluti með hliðsjón af massa og hröðun hans Geta reiknað lokahraða

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα