VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF"

Transcript

1 Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími / VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir R SAM

2 -Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri 2015 Öll réttindi áskilin. Skýrslu þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda. -S ISSN (vefútgáfa) L-ISSN (prentútgáfa) 1

3 Þeir sem styrktu rannsóknina voru 2

4 3

5 EFNISYFIRLIT 1. SAMANTEKT INNGANGUR GÖGN OG AÐFERÐIR BAKGRUNNSBREYTUR KYN MENNTUN VINNUMARKAÐUR STARFSGREINAR SAMFÉLAGSÞRÓUN Í SVEITARFÉLAGINU HVERNIG METUR ÞÚ STÖÐU EFTIRFARANDI ÞÁTTA Í ÞÍNU SVEITARFÉLAGI UM ÞESSAR MUNDIR? HVERSU LÍKLEGT EÐA ÓLÍKLEGT TELURÐU AÐ ÞÚ MUNIR FLYTJAST BURT ÚR SVEITARFÉLAGINU Á NÆSTU TVEIMUR ÁRUM? VIÐHORF TIL SAMGANGNA OG REYNSLA AF ÞEIM FINNUR ÞÚ FYRIR ÓÞÆGINDUM EÐA KVÍÐA ÞEGAR ÞÚ FERÐAST UM EFTIRFARANDI VEGI AÐ VETRARLAGI? FINNUR ÞÚ FYRIR ÓÞÆGINDUM EÐA KVÍÐA ÞEGAR ÞÚ FERÐAST UM EFTIRFARANDI VEGI AÐ SUMARLAGI? HEFUR ÞÚ Á SÍÐUSTU 12 MÁNUÐUM ÞURFT AÐ BREYTA FERÐAÁÆTLUN ÞAR SEM VÍKURSKARÐ HEFUR VERIÐ LOKAÐ? ATVINNUMÁL OG ATVINNUSÓKN HVERSU ÁNÆGÐ/UR EÐA ÓÁNÆGÐ/UR ERT ÞÚ MEÐ EFTIRFARANDI ÞÆTTI Í ÞÍNU SVEITARFÉLAGI? HVERT SÆKIR ÞÚ AÐALLEGA VINNU? ÞJÓNUSTUSÓKN OG SÓKN Í MENNINGU OG AFÞREYINGU HVERSU OFT SÆKIR ÞÚ EFTIRFARANDI ÚT FYRIR ÞÍNA HEIMABYGGÐ AÐ JAFNAÐI?

6 9. VÆNTINGAR TIL VAÐLAHEIÐARGANGA HVERSU JÁKVÆÐ/UR EÐA NEIKVÆÐ/UR ERTU GAGNVART VAÐLAHEIÐARGÖNGUM ALMENNT? HVERJU TELUR ÞÚ AÐ VAÐLAHEIÐARGÖNG MUNI HELST BREYTA FYRIR ÞIG PERSÓNULEGA? VÆNTINGAR TIL NOKKURRA BREYTINGA MEÐAL ÍBÚA VESTAN VAÐLAHEIÐAR HVERSU SAMMÁLA EÐA ÓSAMMÁLA ERTU EFTIRFARANDI?: MEÐ TILKOMU VAÐLAHEIÐARGANGA VÆNTINGAR TIL NOKKURRA BREYTINGA MEÐAL ÍBÚA AUSTAN VAÐLAHEIÐAR HVERSU SAMMÁLA EÐA ÓSAMMÁLA ERTU EFTIRFARANDI?: MEÐ TILKOMU VAÐLAHEIÐARGANGA HEIMILDIR VIÐAUKI 1. ÖLL SVÖR VIÐ OPNU SPURNINGUNNI: HVERJU TELUR ÞÚ AÐ VAÐLAHEIÐARGÖNG MUNI HELST BREYTA FYRIR ÞIG PERSÓNULEGA? VIÐAUKI 2. ÖLL SVÖR VIÐ OPINU SPURNINGUNNI: ANNAÐ SEM FÓLK VILL KOMA Á FRAMFÆRI VIÐAUKI 3. SPURNINGALISTI KÖNNUNARINNAR

7 MYNDIR Mynd 1. Líkan Janelle; Spatial Reorganization... 7 Mynd 2. Líkan Weisbrods; um samgöngubætur og áhrif á ýmsa þætti í samfélaginu... 8 Mynd 3. Aðal starfsgrein svarenda (austan og vestan Vaðlaheiðar) Mynd 4. Aðal starfsgrein svarenda (eftir kyni) Mynd 5. Afstaða til þróunar mannfjölda í sveitarfélaginu (austan og vestan Vaðlaheiðar) Mynd 6. Afstaða til stöðu menntunartækifæra í þínu sveitarfélagi (eftir svæðum) Mynd 7. Afstaða til stöðu fjölbreytni félagslífs í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 8. Afstaða til stöðu fjölbreytni afþreyingar í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 9. Afstaða til stöðu á úrvali af matvöru og nauðsynjavörum í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 10. Afstaða til stöðu úrvals af öðrum vörum en mat og nauðsynjavörum í sveitarfélaginu (eftir svæðum).. 16 Mynd 11. Afstaða til vöruverðs í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 12. Afstaða til aðgengis að heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 13. Afstaða til fjölbreytni heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 14. Gæði heilbrigðisþjónustu í þínu sveitarfélagi (eftir svæðum) Mynd 15. Afstaða til almenningssamgangna í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 16. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú flytjist úr sveitarfélaginu þínu á næstu tveimur árum? (eftir svæðum) Mynd 17. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að vetrarlagi? (eftir svæðum) Mynd 18. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að vetrarlagi? (eftir kyni) Mynd 19. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að vetrarlagi? (konur, eftir svæðum) Mynd 20. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Ljósavatnsskarð að vetrarlagi? (eftir svæðum) Mynd 21. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Dalsmynni að vetrarlagi? (eftir svæðum) Mynd 22. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að sumarlagi? (eftir svæðum).. 25 Mynd 23. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Ljósavatnsskarð að sumarlagi? (eftir svæðum) Mynd 24. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Dalsmynni að sumarlagi? (eftir svæðum) Mynd 25. Hefur þú á síðustu 12 mánuðum þurft að breyta ferðaáætlun þar sem Víkurskarð hefur verið lokað? (eftir svæðum) Mynd 26. Ánægja eða óánægja með atvinnuöryggi (eftir svæðum) Mynd 27. Ánægja eða óánægja karla með atvinnuöryggi, eftir svæðum Mynd 28. Ánægja eða óánægja kvenna með atvinnuöryggi (konur, eftir svæðum)

8 Mynd 29. Ánægja eða óánægja með fjölda starfa í boði (eftir svæðum) Mynd 30. Ánægja eða óánægja karla með fjölda starfa í boði (eftir svæðum) Mynd 31. Ánægja eða óánægja kvenna með fjölda starfa í boði (eftir svæðum) Mynd 32. Ánægja eða óánægja með fjölbreytni starfa í boði (eftir svæðum) Mynd 33. Ánægja eða óánægja karla með fjölbreytni starfa í boði (eftir svæðum) Mynd 34.. Ánægja eða óánægja kvenna með fjölbreytni starfa í boði (eftir svæðum) Mynd 35. Afstaða til sveigjanleika þeirra starfa sem eru í boði í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 36. Afstaða karla til sveigjanleika þeirra starfa sem eru í boði í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 37. Afstaða kvenna til sveigjanleika þeirra starfa sem eru í boði í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Mynd 38. Ánægja eða óánægja með laun fyrir störf í boði (eftir svæðum) Mynd 39. Ánægja eða óánægja karla með laun fyrir störf í boði (eftir svæðum) Mynd 40. Ánægja eða óánægja kvenna með laun fyrir störf í boði (eftir svæðum) Mynd 41. Hversu oft sækir þú mat og nauðsynjavörur út fyrir heimabyggð þína að jafnaði? (eftir svæðum) Mynd 42. Hversu oft sækir þú aðra verslun en mat og nauðsynjavörur út fyrir heimabyggð þína að jafnaði? (eftir svæðum) Mynd 43. Hversu oft sækir þú læknisþjónustu út fyrir heimabyggð þína að jafnaði? (eftir svæðum) Mynd 44. Hversu oft sækir þú menningu og afþreyingu út fyrir heimabyggð þína? (eftir svæðum) Mynd 45. Hversu oft sækir þú íþróttir og tómstundir barna út fyrir heimabyggð þína? (eftir svæðum) Mynd 46. Hversu oft sækir þú eigin félags-, íþrótta- og tómstundaiðkun út fyrir heimabyggð þína? (eftir svæðum) Mynd 47. Hversu jákvæð/ur eða neikvæð/ur ertu gagnvart Vaðlaheiðargöngum almennt? (eftir svæðum) Mynd 48. Hverju telur þú að Vaðlaheiðargöng muni helst breyta fyrir þig persónulega? (opin spurning, flokkuð svör, fjöldi tilvika) Mynd 49. Hverju telur þú að Vaðlaheiðargöng muni helst breyta fyrir þig persónulega? (opin spurning, fjöldi tilvika, flokkuð svör, eftir kyni) Mynd 50. Hverju telur þú að Vaðlaheiðargöng muni helst breyta fyrir þig persónulega? (opin spurning, fjöldi tilvika, flokkuð svör, eftir svæðum) Mynd 51. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun ég fara oftar austur fyrir Vaðlaheiði Mynd 52. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun ég fara oftar austur fyrir Vaðlaheiði (eftir kyni) Mynd 53. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun ég fara oftar í Vaglaskóg Mynd 54. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun ég fara oftar í Vaglaskóg (eftir kyni) Mynd 55. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga get ég frekar hugsað mér að eiga heima austan Vaðlaheiðar Mynd 56. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga get ég frekar hugsað mér að eiga heima austan Vaðlaheiðar (eftir kyni) Mynd 57. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga get ég frekar hugsað mér að eiga heima austan Vaðlaheiðar (eftir aldri)

9 Mynd 58. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga get ég frekar hugsað mér að eiga sumarbústað austan Vaðlaheiðar 55 Mynd 59. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga get ég frekar hugsað mér að eiga sumarbústað austan Vaðlaheiðar (eftir kyni) Mynd 60. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun atvinnusókn mín aukast austur fyrir Vaðlaheiði Mynd 61. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun atvinnusókn mín aukast austur fyrir Vaðlaheiði (eftir kyni) Mynd 62. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun fyrirtækið sem ég vinn hjá fá aukin sóknarfæri í að veita þjónustu eða selja framleiðsluvöru Mynd 63. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun fyrirtækið sem ég vinn hjá fá aukin sóknarfæri í að veita þjónustu eða selja framleiðsluvöru (eftir kyni) Mynd 64. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun atvinnusókn mín til Akureyrar aukast (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 65. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun atvinnusókn mín til Akureyrar aukast (eftir kyni) Mynd 66. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun þjónustusókn mín til Akureyrar aukast (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 67. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun þjónustusókn mín til Akureyrar aukast (eftir kyni) Mynd 68. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun sókn mín í afþreyingu til Akureyrar aukast (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 69. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun sókn mín í afþreyingu til Akureyrar aukast (eftir kyni) Mynd 70. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun þjónustusókn mín til Húsavíkur minnka (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 71. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun þjónustusókn mín til Húsavíkur minnka (eftir kyni) Mynd 72. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun þjónustusókn mín til Reykjavíkur minnka (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 73. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun þjónustusókn mín til Reykjavíkur minnka (eftir kyni) Mynd 74. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun fyrirtæki sem ég vinn hjá fá aukinn sóknarfæri í að veita þjónustu eða selja framleiðsluvörur (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 75. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga mun fyrirtæki sem ég vinn hjá fá aukinn sóknarfæri í að veita þjónustu eða selja framleiðsluvöru (eftir kyni) Mynd 76. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga er líklegt að ég nýti möguleika á háskólanámi á Akureyri (eftir nær- og fjærsvæðum) Mynd 77. Með tilkomu Vaðlaheiðarganga er líklegt að ég nýti möguleika á háskólanámi á Akureyri (eftir kyni) 67 8

10 TÖFLUR Tafla 2. Hlutfall og fjöldi svara eftir kyni og staðsetningu austan og vestan Vaðlaheiðar... 9 Tafla 3. Menntun svarenda eftir svæðum austan og vestan Vaðlaheiðar... 9 Tafla 4. Hver er staða þín á vinnumarkaði? Greint eftir staðsetningu austan og vestan Vaðlaheiðar Tafla 7. Eru aðrir staðir sem valda þér óþægindum eða kvíða vegna ferða að vetrarlagi? Tafla 9. Helsta ástæða ferðar þegar þú hefur þurft að breyta ferðaáætlun þar sem Víkurskarð hefur verið lokað 27 Tafla 10. Búseta samkvæmt póstnúmeri og staðsetning starfa, flæðitafla Tafla 11 Hvert sækir þú aðallega mat og nauðsynjavörur út fyrir heimabyggðina? (fjöldi) Tafla 12. Hvert sækir þú aðallega aðra verslun en mat og nauðsynjavörur út fyrir heimabyggðina? (fjöldi) Tafla 13. Hvert hefur þú aðallega sótt læknisþjónustu út fyrir heimabyggðina? (fjöldi) Tafla 14. Hvert hefur þú aðallega sótt menningu og afþreyingu út fyrir heimabyggðina? (fjöldi) Tafla 15. Hvert hefur þú aðallega sótt íþróttir og tómstundir vegna barnanna út fyrir heimabyggðina? (fjöldi) Tafla 16. Hvert sækir þú aðallega eigin félags, íþrótta og tómstundaiðkun út fyrir heimabyggðina? (fjöldi)

11 1. SAMANTEKT Íbúar vestan heiðar upplifðu jákvæðari stöðu ýmissa þátta í samfélaginu heldur en íbúar austan heiðar. Heilbrigðisþjónusta var undantekning, þar var ánægjan meiri austan heiðar. Um 8 svarenda austan og vestan heiðar fannst það mjög eða frekar ólíklegt að þeir flyttust búferlum á næstu tveimur árum. 35% svarenda sögðust finna fyrir miklum óþægindum eða kvíða við að ferðast að vetrarlagi um Víkurskarð. Ekki var mikil munur á viðhorfum svarenda austan og vestan Vaðlaheiðar. Mikill munur var á viðhorfum karla og kvenna en 73% þeirra sem svöruðu að ferð yfir Víkurskarð ylli þeim miklum óþægindum eða kvíða voru konur. Þegar spurt var um ferðir um Ljósavatnsskarð sögðust flestir finna fyrir litlum eða engum kvíða og flestir sögðust ekki eiga leið um Dalsmynni að vetrarlagi. Lokanir á Víkurskarði höfðu raskað ferðum 62% svarenda austan heiðar en vestan heiðar var algengast að Víkurskarð hefði aldrei raskað áætlunum fólks (68%). Marktækur munur var á svæðunum að þessu leyti. Óánægja með fjölbreytni starfa var meiri austan Vaðlaheiðar. Konur austan við Vaðlaheiði voru óánægðari en karlar með stöðu atvinnumála, s.s. atvinnuöryggi. Fáir óku yfir Víkurskarð á leið sinni til vinnu en sjá mátti dæmi um það, nokkur dæmi voru t.d. um að íbúar úr dreifbýlinu austan heiðar sæktu vinnu til Akureyrar. Nokkuð var um að fólk sækti sér vinnu til staða utan þess svæðis sem könnunin fór fram á. Þungt vægi Akureyrar sem þjónustustaðar kom m.a. fram í því að 67% þeirra sem voru vestan heiðar sögðust aldrei sækja sér mat og nauðsynjavörur út fyrir heimabyggðina. Hins vegar sóttu 64% þeirra sem bjuggu austan heiðar sér slíkt út fyrir heimabyggðina einu sinni í mánuði eða oftar. Þá sóttu 52% svarenda austan heiðar sérvöru einu sinni eða oftar í mánuði út fyrir heimabyggð, samanborið við 23% vestan heiðar. Fleiri austan heiðar þurftu einhvern tíma að sækja sér læknisþjónustu út fyrir heimabyggðina eða 72% á móti 46% vestan heiðar. Sá hópur sem aldrei sagðist þurfa 1

12 að sækja læknisþjónustu út fyrir heimabyggðina var stærri vestan heiðar eða 48% á móti 19% austan heiðar. Sókn í afþreyingu og menningu var svipuð milli svæðanna austan og vestan heiðar. Svipað gilti um eigin íþrótta- og tómstundaiðkun og íþróttir og tómstundir barna en flestir sóttu þetta sjaldan eða aldrei út fyrir heimabyggðina. Rúmlega 9 svarenda voru jákvæðir gagnvart göngunum almennt, þar af tæplega 8 mjög jákvæðir, lítill munur var á viðhorfum austan og vestan ganganna. Hvað varðar persónulegar breytingar vegna ganganna þá töldu langflestir að göngin myndu auðvelda aðgengi austur og vestur fyrir Vaðlaheiði. Í öðru lagi var tímasparnaður nefndur og í þriðja lagi aukið öryggi. Konur og íbúar austan heiðar lögðu meira upp úr öryggisþættinum. Konur lögðu frekar áherslu á fjölskyldutengda þætti en karlar. Þegar spurt var sérstaklega um væntingar íbúa vestan heiðar þá taldi meirihluti svarenda þar líklegt að ferðum þeirra austur fyrir Vaðlaheiði myndi fjölga en álíka margir voru því sammála og ósammála að þeir myndu setja sig þar niður. Meirihluti svarenda vestan heiðar gat frekar hugsað sér að eiga sumarbústað austan heiðar. Varðandi atvinnusókn þá voru færri vestan heiðar sem töldu líklegt að hún myndi aukast austur fyrir heiði. Álíka margir voru sammála og ósammála því að sóknarfæri fyrir fyrirtæki þeirra myndu aukast. Austan heiðar voru fleiri ósammála því að atvinnusókn þeirra til Akureyrar myndi aukast (57%) en 25% voru þessu sammála. Hins vegar voru mun fleiri sammála því að þjónustusókn þeirra þangað myndi aukast eða 65%, á móti 22% sem voru þessu ósammála. Minnihluti (64%) taldi að þjónustusókn til Húsavíkur myndi minnka. Álíka margir voru sammála og ósammála því að sóknarfæri fyrirtækja sem þeir unnu hjá myndu aukast. Minnihluti eða um fjórðungur var sammála því að það væri líklegt að þeir myndu nýta möguleika á Háskólanámi á Akureyri. Hér var mikill munur milli kynja, rúmlega þriðjungur kvenna taldi þetta líklegt en tæplega fimmtungur karla. 2

13 2. INNGANGUR Rannsóknin sem þessi skýrsla greinir frá er hluti af rannsókn sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri () hafði frumkvæði að og hófst Styrkur sem var veittur frá Háskólasjóði KEA í júní 2014 gerði kleyft að hefjast handa við rannsóknina og fjármagnaði sá styrkur að mestu hönnun og fyrirlögn könnunarinnar sem þessi skýrsla byggist á. Úrvinnsla könnunarinnar var síðan fjármögnuð af styrk frá Vaðlaheiðargöngum ehf. Einnig styrkti Eimskip rannsóknina. Öllum þessum aðilum er þakkað fyrir sitt framlag. Hjalti Jóhannesson og Halla Hafbergsdóttir, sérfræðingar hjá, hafa einkum unnið að verkefninu, með aðstoð annars starfsfólks. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við viðskipta- og raunvísindadeild HA og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við sömu deild komu að undirbúningi könnunarinnar og hönnun spurningalista. Könnunin sem greint er frá í þessari skýrslu er hluti af stærri rannsókn sem skiptist í tvo megináfanga. Fyrri áfanginn verður framkvæmdur fyrir opnun Vaðlaheiðarganga (2017) til að greina grunnstöðu í samfélaginu og væntingar íbúa á áhrifasvæði ganganna. Seinni áfanginn verður unninn með svipuðum hætti þegar göngin hafa verið opin í 2-3 ár. Þannig verður unnt að greina þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélögunum á áhrifasvæðinu. Þá verður einnig hægt að skoða hvort væntingar íbúanna til samgöngubótanna hafi gengið eftir og hvort frekari væntingar hafi komið fram. Rannsóknin skiptist í eftirfarandi áfanga og verkþætti: 1. áfangi ( ). 1a. Spurningakönnun meðal íbúa á áhrifasvæði ganganna til að afla gagna um stöðu samgangna áður en göngin opna. Kannað hvernig hindranir í samgöngukerfinu birtast mismunandi samfélagshópum og hvaða breytinga sé vænst í kjölfar bættra samgangna 1. 1b. Sérfræðingaviðtöl við forsvarsmenn sveitarfélaga og stofnana þeirra, fyrirtækja í opinberum rekstri og annarra fyrirtækja. Viðtöl við vegfarendur sem hafa mikla reynslu af ferðum á þessu svæði. 1c. Samantekt heildarniðurstaðna úr könnun og viðtölum um stöðu samgangna fyrir opnun ganga. 1 Skýrslan fjallar um þessa könnun. 3

14 2. áfangi (2-3 árum eftir opnun ganga). 2a. Spurningakönnun meðal almennings á áhrifasvæði ganganna. 2b. Sérfræðingaviðtöl og viðtöl við vegfarendur. 2c. Samantekt heildarniðurstaðna úr könnun og viðtölum um stöðu samgangna á þeim tíma sem liðinn er frá opnun ganga og samanburður við stöðu fyrir opnun þeirra. Öllum sem hafa lagt rannsókninni lið með einum eða öðrum hætti er þakkað fyrir sitt framlag. Á það ekki síst við um styrkveitendur og þá sem tóku þátt í könnuninni sem hér er greint frá, án virkrar þátttöku þeirra hefði rannsóknin ekki átt sér stað. 4

15 3. GÖGN OG AÐFERÐIR Símakönnun var gerð meðal íbúa á áhrifasvæði Vaðlaheiðarganga. Valið var að gera úrtak í þeim sveitarfélögum þar sem búast má við mestum breytingum á samskiptum með tilkomu ganganna. Vestan Vaðlaheiðar má búast við mestum breytingum á samskiptum við Akureyri, fjölmennasta þéttbýlisstað á Norðurlandi og miðstöð verslunar og þjónustu. Á rannsóknarsvæðinu vestan ganga eru einnig í úrtakinu Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur sem næst eru vestari gangamunnanum. Þessi þrjú sveitarfélög mynda saman það svæði sem kallað er í þessari skýrslu vestan Vaðlaheiðar. Talið var að í öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði megi búast við minni áhrifum en í þessum þremur. Svæðinu austan Vaðlaheiðar var skipt í tvennt; annars vegar í nærsvæði og hins vegar fjærsvæði. Á nærsvæði má búast við tíðari samskiptum og meiri áhrifum og nær svæðið út að efri mörkum þess sem kalla má daglega atvinnusókn eða um það bil 45 mínútna akstur aðra leið. Sveitarfélögin Þingeyjarsveit, Norðurþing að Tjörnesi, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur tilheyra nærsvæðinu. Á fjærsvæði þar sem búast má við minni breytingum á samskiptum og almennt minni samfélagsáhrifum vegna fjarlægðar eru Norðurþing austan Tjörness, Svalbarðshreppur, Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Saman mynda sveitarfélögin austan Vaðlaheiðar frá Þingeyrarsveit í vestri til og með Vopnafjarðarhreppi í austri það sem kallað er í þessari skýrslu austan Vaðlaheiðar. Í úrtakinu voru manns 18 ára og eldri og fundust símanúmer hjá 696 manns. 451 svaraði könnuninni og er því svarhlutfall 65% af þeim sem hringt var í. Jafnt hlutfall svara fékkst frá körlum og konum og jafnt hlutfall frá fólki búsettu austan og vestan Vaðlaheiðar. Símakönnunin var framkvæmd í október og nóvember 2014 og voru spurningar greindar eftir staðsetningu vestan og austan við Vaðlaheiði. Í nokkrum tilvikum voru spurningar greindar eftir kyni og aldri. Auk þess voru í nokkrum tilvikum gerðar greiningar á mismun viðhorfa milli nær- og fjærsvæðis austan ganga. Við hönnun spurningalista var meðal annars höfð hliðsjón af fyrri könnunum sem framkvæmdar hafa verið á vegum í tengslum við samgöngubætur og 5

16 samfélagsáhrif annarra framkvæmda (Kjartan Ólafsson og Hjalti Jóhannesson, 2002; Hjördís Sigursteinsdóttir og Kjartan Ólafsson, 2004; Hjalti Jóhannesson (ritstj.), 2010), Handbók í aðferðafræði rannsókna (Grétar Þór Eyþórsson, 2013) og könnun meðal íbúa á áhrifasvæði Héðinsfjarðarganga (Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn Stefánsson, 2010). Spurningalistann má sjá í viðauka 3. Greining í þessari skýrslu miðar að því að greina áhrif jarðganganna á tiltekna þætti samfélagsins og fylgir kaflaskipting skiptingu spurningalistans í efnisflokka. Voru eftirfarandi efnisflokkar lagðir til grundvallar: Samfélagsþróun í sveitarfélaginu (íbúaþróun, þjónusta, félagslíf o.fl.) Áform um búferlaflutninga Viðhorf til núverandi samgangna og reynsla af þeim Atvinnumál og atvinnusókn Þjónustusókn og sókn í menningu og afþreyingu Almennar og einstaklingsbundnar væntingar til Vaðlaheiðarganga Væntingar til ýmissa breytinga vestan Vaðlaheiðar Væntingar til ýmissa breytinga austan Vaðlaheiðar Bakgrunnsbreytur voru hefðbundnar, þ.e. kyn, aldur, menntun, staða á vinnumarkaði, atvinnugrein, tekjur, hjúskaparstaða og fjöldi barna á heimili. Við hönnun spurningalistans var stuðst við líkan sem hefur verið notað til að útskýra helstu drifkrafta og og áhrif samgöngubóta (Janelle, 1969). Samkvæmt líkaninu er krafan um bætt aðgengi helsti drifkrafturinn að baki samgöngubótum. Við framfarir í samgöngum sem geta verið með ýmsu móti, s.s. tækniframfarir eða ýmsar endurbætur samgöngukerfa, er unnt að yfirstíga landfræðilegar hindranir sem áður voru fyrir hendi. Í þessu tilviki leysa jarðgöng af hólmi fjallveg sem lokast oft að vetrinum, ásamt því að stytta þjóðveginn um 15 km. Við þetta styttist ferðatími og afleiðing af því er samkvæmt líkaninu ýmis aðlögun umhverfisins (samfélagsins) að breyttum aðstæðum, sem felst meðal annars í aukinni miðlægni/samþjöppun starfsemi á færri staði. Afleiðing af þessu verða aukin samskipti milli staða eða svæða og fyrr eða síðar kemur fram krafa um bætt aðgengi á ný. 6

17 Mynd 1. Líkan Janelle; Spatial Reorganization Mynd 2 lýsir helstu þáttum sem samgöngubætur hafa áhrif á, samkvæmt Weisbrod (1997). Eins og sjá má í líkani Weisbrod er fyrst og fremst um efnahagslega þætti að ræða. Höfundurinn leggur þó áherslu á að sumum áhrifaþáttum sé sleppt og að ekki séu öll innbyrðis tengsl sýnd. Marga þessara þátta er unnt að mæla ef nægilega góð opinber gögn eru til fyrir hæfileg landsvæði, s.s. áhrifasvæði samgöngubóta. Því miður er svo í íslensku samhengi að ýmis hagræn gögn eru torfengin fyrir smærri landfræðilegar einingar. Séu nauðsynleg gögn til staðar er t.d. unnt að bera saman stöðuna á áhrifasvæði samgöngubótanna fyrir og eftir framkvæmd og mæla þannig breytingar eftir á. 7

18 Mynd 2. Líkan Weisbrods; um samgöngubætur og áhrif á ýmsa þætti í samfélaginu Könnun á borð við þá sem þessi skýrsla fjallar um mælir áhrif samgöngubótanna á tiltekna valda þætti fyrir og eftir framkvæmdina. Aðeins er unnt að mæla suma þessara þátta á meðan framkvæmdirnar eiga sér stað, s.s. hvernig fólk upplifir stöðu samgangna og ýmissa þátta í samfélaginu, auk væntinga til áhrifa samgöngubótanna. Hins vegar er auðveldara að skoða áhrif á ýmsa hagræna þætti eftirá, s.s. þeirra sem byggjast á opinberum hagtölum enda verður ákveðin töf á birtingu slíkra talna. Fram kemur í grein Weisbrod að mikilvægt sé að skilgreina vel þau atriði sem liggja skuli til grundvallar um efnahagsleg áhrif samgöngubóta og velja aðferðir til að nálgast svörin. Lögð er áhersla á að samgöngubætur séu þáttur í því að bæta lífsgæði og efnahagslega afkomu fólks á tilteknu svæði en menn verði að gera sér grein fyrir því að sum svæði geti haft hag af samgöngubótum á meðan önnur geti tapað af þeirra völdum. Í þessari rannsókn er stuðst við þetta líkan og við það miðað að greina á hvern hátt lífsgæði og að nokkru leyti einnig afkoma fólks breytist við tilkomu Vaðlaheiðarganga, s.s. með stækkun atvinnusvæða með tilheyrandi breytingum á vinnumarkaði. Í öðrum áfanga rannsóknarinnar sem fram fer 2-3 árum eftir opnun ganganna verður unnt að skoða nánar efnahagslega þætti, s.s. fasteignaverð, fjárhag sveitarfélaga og afkomu fyrirtækja samkvæmt fyrirliggjandi opinberum gögnum, með fyrirvara um aðgengi slíkra gagna. 8

19 4. BAKGRUNNSBREYTUR 4.1. Kyn Í heildina var svörun nokkuð jöfn bæði milli karla og kvenna og hvort sem svarendur voru staðsettir austan eða vestan megin Vaðlaheiðar. Fleiri voru í úrtakinu vestan heiðar þar sem fleiri íbúar búa. Fleiri konur svöruðu vestan megin heiðar en fleiri karlar svöruðu austan hennar. Tafla 1. Hlutfall og fjöldi svara eftir kyni og staðsetningu austan og vestan Vaðlaheiðar Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Fjöldi Karlar 46% 54% 222 Konur 54% 46% 224 Samtals Menntun Þegar menntun svarenda var skoðuð kom í ljós að fleiri voru með háskólapróf, sem og framhaldsnám á háskólastigi vestan megin Vaðlaheiðar. Hinsvegar höfðu fleiri eingöngu lokið stúdentsprófi og höfðu iðnpróf eða önnur starfsréttindi á framhaldsskólastigi austan heiðar. Tafla 2. Menntun svarenda eftir svæðum austan og vestan Vaðlaheiðar Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Fjöldi Grunnskólapróf eða minna 18% 75 Nám á framhaldsskólastigi, ekki lokið 4% 7% 21 Lokið stúdentsprófi 13% 23% 72 Iðnpróf eða önnur starfsréttindi á framhaldsskólastigi 23% 28% 101 Háskólapróf 31% 17% 96 Framhaldsnám á háskólastigi 12% 6%

20 4.3. Vinnumarkaður Rúmlega helmingur þeirra sem svöruðu könnuninni eða 56% voru í fullu starfi og almennt var staða þeirra á vinnumarkaði svipuð austan og vestan megin Vaðlaheiðar. Tafla 3. Hver er staða þín á vinnumarkaði? Greint eftir staðsetningu austan og vestan Vaðlaheiðar Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Fjöldi Í fullu starfi 58% 55% 254 Í hlutastarfi 14% 18% 71 Í námi 8% 8% 38 Í fríi eða foreldraorlofi 1% 2% 7 Í atvinnuleit eða á milli starfa 4% 2% 12 Öryrki / ellilífeyrisþegi 16% 15%

21 4.4. Starfsgreinar Flestir sem svöruðu unnu við opinbera þjónustu en þar undir fellur til dæmis heilbrigðisþjónusta, umönnun og opinberar stofnanir. Landbúnaður var stærri atvinnugrein austan Vaðlaheiðar en vestan hennar og svipað gilti um fiskveiðar. Hins vegar voru verslun og þjónusta, svo og opinber þjónusta, meira áberandi í þéttbýlinu vestan heiðar. Að öðru leyti var ekki ýkja mikill munur á milli svæða á því við hvaða starfsgreinar svarendur störfuðu. 5% 1 15% 25% 3 35% Landbúnaður Fiskveiðar Matvælaframleiðsla Iðnaður/veitur Verslun og þjónusta Opinber þjónusta Fræðslustarfsemi Menningar- og íþróttastarfsemi 1% 6% 3% 8% 3% 5% 3% 16% 17% 19% 17% 18% 16% 15% 23% 28% Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 3. Aðal starfsgrein svarenda (austan og vestan Vaðlaheiðar) 11

22 Vinnumarkaðurinn var þannig ekki mjög mismunandi milli svæðanna en hann var nokkuð kynskiptur. Mun fleiri konur en karlar störfuðu í opinberri þjónustu og fræðslustarfsemi á meðan að mun fleiri karlar en konur störfuðu við iðnað og fiskveiðar. Kynjaskiptingin var jafnari í landbúnaði, matvælaframleiðslu og verslun og þjónustu. 5% 1 15% 25% 3 35% Landbúnaður Fiskveiðar Matvælaframleiðsla Iðnaður/veitur Verslun og þjónusta Opinber þjónusta Fræðslustarfsemi Menningar- og íþróttastarfsemi 1% 5% 4% 3% 7% 1% 3% 13% % 21% 25% 33% 35% Karlar Konur Mynd 4. Aðal starfsgrein svarenda (eftir kyni) 12

23 5. SAMFÉLAGSÞRÓUN Í SVEITARFÉLAGINU Nokkrar spurningar vörðuðu upplifun svarenda af aðstæðum í sveitarfélaginu þar sem þeir bjuggu. Þessar spurningar voru einkum hugsaðar til þess að bera saman aðstæður fyrir og eftir opnun ganga. Áformað er að spyrja sömu spurninga í endurtekinni könnun tveimur til þremur árum eftir opnun ganga og þannig sjá hvaða breytingar hafa átt sér stað á aðstæðum íbúa á svæðinu Hvernig metur þú stöðu eftirfarandi þátta í þínu sveitarfélagi um þessar mundir? Hér var spurt um viðhorf til stöðu nokkurra þátta í sveitarfélaginu og voru niðurstöðurnar greindar eftir búsetu svarenda vestan Vaðlaheiðar eða austan hennar. Í ljós kom að fyrir flesta samfélagsþætti upplifðu íbúar jákvæðari stöðu vestan heiðar en austan hennar. Heilbrigðisþjónusta var undantekning því þar var ánægjan meiri austan heiðar. Áberandi var að fyrir marga samfélagsþætti notuðu fleiri vestan heiðar valkostinn mjög jákvæð og virtust þannig vissari í sinni sök þegar þeir svöruðu. Þróun mannfjölda Íbúar vestan Vaðlaheiðar voru jákvæðari gagnvart íbúaþróun í sínu sveitarfélagi. Þannig voru 65% þeirra frekar eða mjög jákvæðir hvað þróun mannfjölda varðar miðað við 34% íbúa austan megin. Hins vegar voru 37% íbúa austan megin mjög eða frekar neikvæðir gagnvart þessari þróun samanborið við 7% svarenda vestanmegin. Niðurstöðuna má sjá á myndinni hér að neðan % 34% 32% 27% 28% 3% 7% 7% 2% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 5. Afstaða til þróunar mannfjölda í sveitarfélaginu (austan og vestan Vaðlaheiðar) 13

24 Menntunartækifæri Þegar svæðin austan og vestan heiðar voru borin saman má sjá að ánægja með stöðu tækifæra til menntunar var meiri vestan megin. Þar voru 83% mjög eða frekar jákvæðir en 57% voru sama sinnis austan heiðar % 56% 19% 12% 3% 5% 3% 1% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 6. Afstaða til stöðu menntunartækifæra í þínu sveitarfélagi (eftir svæðum) Félagslíf Meirihluti svarenda var ánægður með félagslífið í sveitarfélaginu en nokkur munur var á milli svæða. Þannig voru 74% íbúa vestan heiðar mjög eða frekar ánægðir með félagslíf en 52% austan hennar % 46% 24% 22% 17% 18% 8% 6% 1% 2% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 7. Afstaða til stöðu fjölbreytni félagslífs í sveitarfélaginu (eftir svæðum) 14

25 Afþreying Meirihluti svarenda var ánægður með afþreyingu en þar var mikill munur á milli svæðanna. Vestan heiðar voru 73% ánægð með afþreyingu en minni hlutinn eða 42% austan heiðar % 38% 3 26% 17% 19% 1 2% 4% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 8. Afstaða til stöðu fjölbreytni afþreyingar í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Úrval af matvöru og nauðsynjavörum Meirihluti svarenda var jákvæður gagnvart úrvali af matvöru og nauðsynjavörum. Hins vegar var mikill munur á milli svæðanna. Þannig voru 8 jákvæðir vestan heiðar en 52% austan megin % 26% 3 16% 5% 6% 8% 7% 7% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 9. Afstaða til stöðu á úrvali af matvöru og nauðsynjavörum í sveitarfélaginu (eftir svæðum) 15

26 Úrval af öðru en mat og nauðsynjavörum Hér var spurt um viðhorf gagnvart úrvali af öðrum vörum en mat og nauðsynjum, þ.e. ýmiss konar sérvöru. Ekki kom á óvart að talsverður munur var á milli svæðanna að þessu leyti. Vestan heiðar voru 64% svarenda jákvæðir en 23% austan heiðar. Af þeim sem voru óánægðir bjuggu 26% vestan heiðar en 62% austan heiðar og voru viðhorfin þannig nokkurn veginn andstæð hvað þetta varðar % 42% 23% 19% 21% 21% 15% 12% 7% 2% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 10. Afstaða til stöðu úrvals af öðrum vörum en mat og nauðsynjavörum í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Vöruverð Meiri hluti svarenda hafði neikvætt viðhorf til vöruverðs á sínu svæði og var ekki marktækur munur milli svæðanna að þessu leyti % 3 21% 16% 15% 11% 13% 1% 1% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 11. Afstaða til vöruverðs í sveitarfélaginu (eftir svæðum) 16

27 Heilbrigðisþjónusta Meirihluti svarenda var jákvæður gagnvart aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hér brá þó svo við að ánægja með aðgengi að heilbrigðisþjónustu var meiri austan heiðar eða 75% á móti 42% vestan heiðar. Þetta er áhugavert, m.a. í ljósi þess að framboð á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er allgott á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hins vegar hefur aðgengi að heimilislæknum ekki verið gott á Akureyri hin síðustu ár og er ekki ósennilegt að það sé hlutaskýring á þessari niðurstöðu. Aðgengi að heimilislæknum er hins vegar gott á Húsavík og biðtími stuttur, eða allt að einni viku en sjaldan lengri skv. fyrirspurn 13. apríl % 15% 1% 57% 36% 18% 18% 13% 11% 6% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 12. Afstaða til aðgengis að heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu (eftir svæðum) 17

28 Hvað varðar viðhorf til fjölbreytni heilbrigðisþjónustu kom í ljós að ekki var marktækur munur milli svæðanna. Þó voru aðeins fleiri jákvæðir austan heiðar eða 41% á móti 37% vestan hennar. Þetta er athyglisvert, m.a. í ljósi þess að Sjúkrahúsið á Akureyri býr yfir allmikilli sérhæfingu á lækningasviði og að Læknastofur Akureyrar bjóða upp á þjónustu ýmissa sérfræðilækna % 36% 29% 29% 23% 25% 1 6% 3% 5% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 13. Afstaða til fjölbreytni heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Loks var spurt um viðhorf til gæða heilbrigðisþjónustunnar en þar var meiri hluti svarenda með jákvæð viðhorf og voru þeir sem austan heiðar bjuggu jákvæðari eða 81% á móti 66% vestan heiðar % 62% 19% 19% 14% 6% 9% 13% 5% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 14. Gæði heilbrigðisþjónustu í þínu sveitarfélagi (eftir svæðum) Samandregið voru viðhorf gagnvart heilbrigðisþjónustu almennt jákvæðari austan heiðar á öllum mælikvörðum; aðgengi, fjölbreytni og gæðum sem var athyglisverð niðurstaða. Mögulega má túlka þetta að einhverju leyti svo að svarendur vilji standa vörð um heilbrigðisþjónustu á sínu svæði austan heiðar. 18

29 Almenningssamgöngur Hér var spurt almennt um almenningssamgöngur en hafa ber í huga að aðeins er um að ræða almenningssamgöngur innan þéttbýlis á Akureyri. Í öðrum tilvikum eru svarendur að vísa til samgangna utan þéttbýlis % 42% 28% 21% 21% 12% 8% 4% 5% 4% Mjög neikvæð Frekar neikvæð Hvorki né Frekar jákvæð Mjög jákvæð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 15. Afstaða til almenningssamgangna í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Meirihluti svarenda reyndist jákvæður gagnvart almenningssamgöngum og voru svarendur vestan heiðar jákvæðari eða 77% á móti 46% austan heiðar. 19

30 5.2. Hversu líklegt eða ólíklegt telurðu að þú munir flytjast burt úr sveitarfélaginu á næstu tveimur árum? Almennt séð fannst fólki það ekki líklegt að það flyttist búferlum á næstu tveimur árum hvort heldur sem það bjó austan eða vestan megin heiðar. Um 8 svarenda fannst það mjög eða frekar ólíklegt. Ekki var marktækur munur milli svæðanna að þessu leyti % 55% 28% 25% 9% 5% 7% 9% 3% 8% Mjög líklegt Líklegt Hvorki líklegt né ólíklegt Ólíklegt Mjög ólíklegt Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 16. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú flytjist úr sveitarfélaginu þínu á næstu tveimur árum? (eftir svæðum) Þegar þessi spurning var greind eftir aldri kom hinsvegar fram marktækur munur 2. Yngra fólk var mun líklegra til að telja líklegt að það myndi flytjast búferlum en þeir sem eldri voru og var þetta í samræmi við almenna tíðni búferlaflutninga eftir aldri í tölfræðilegum gögnum. Staðan var ámóta austan og vestan heiðar hvað þetta varðaði, almennt var yngra fólk hreyfanlegra. Vestan heiðar töldu 21% svarenda ára flutninga vera líklega á næstu tveimur árum. Austan heiðar voru heldur fleiri eða 38% sama sinnis. Ekki reyndist vera marktækur munur milli kynja á því hvort búferlaflutningar væru líklegir eða ólíklegir. 2 χ 2 =60,774,(12),p=0,000 20

31 6. VIÐHORF TIL SAMGANGNA OG REYNSLA AF ÞEIM Nokkrar spurningar vörðuðu viðhorf til samgangna og reynslunnar af þeim. Þannig var spurt um hvort svarendur fyndu fyrir óþægindum þegar ferðast var um Víkurskarð og fleiri vegi að vetri og sumri og hvort viðkomandi hafi þurft að breyta ferðaáætlunum þegar Víkurskarð hefur verið lokað Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um eftirfarandi vegi að vetrarlagi? Víkurskarð Almennt séð var ekki mikil munur á viðhorfum svarenda austan og vestan Vaðlaheiðar á því hvort þeir finndu fyrir óþægindum við að ferðast að vetrarlagi um Víkurskarð. Þeir voru heldur fleiri (35%) sem fundu fyrir miklum óþægindum eða kvíða en þeir sem sögðust finna fyrir litlum (28%) eða engum óþægindum eða kvíða (31%). Það kom ekki á óvart að fólk austan megin svaraði ekki valmöguleikanum að það ferðaðist aldrei yfir Víkurskarðið á veturna. Sá valkostur var þó greinilega fyrir hendi hjá þeim sem bjuggu vestan Vaðlaheiðar að sleppa ferðum um Víkurskarð algjörlega á veturna % 29% 23% 33% Engum Litlum Miklum Ég ferðast þar aldrei að vetrarlagi 33% 37% 11% 0 Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 17. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að vetrarlagi? (eftir svæðum) 21

32 Mikill og marktækur munur var hins vegar á viðhorfum karla og kvenna hvað varðar ferðir yfir Víkurskarð á veturna 3. Sjá mátti að 73% af þeim sem svöruðu að ferð yfir Víkurskarðið ylli þeim miklum óþægindum eða kvíða voru konur. Hins vegar voru konur einungis 27% af þeim sem svöruðu að slík ferð ylli þeim engum áhyggjum % 51% 33% 17% 23% 19% 9% 2% Engum Litlum Miklum Ég ferðast þar aldrei að Karlar Konur vetrarlagi Mynd 18. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að vetrarlagi? (eftir kyni) Lítill munur var á milli viðhorfa karla austan og vestan Vaðlaheiðar hvað varðaði óþægindi eða kvíða við að fara yfir Víkurskarð að vetrarlagi. Hvað konur varðaði var nokkur munur á viðhorfum þeirra eftir búsetu austan eða vestan heiðar. Hins vegar er rétt að hafa í huga að margar konur vestan heiðar ferðuðust þar aldrei á veturna % 19% 14% 28% Engum Litlum Miklum Ég ferðast þar aldrei að vetrarlagi Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar 46% 58% 17% Mynd 19. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að vetrarlagi? (konur, eftir svæðum) 3 χ 2= 76,458,(3),p=0,000 22

33 Ljósavatnsskarð Sömu spurningar var spurt um Ljósavatnsskarð, þ.e. hvort vetrarferðir þar um yllu óþægindum eða kvíða. Líkt og með Víkurskarð reyndist ekki mikill munur á svörum austan og vestan megin Vaðlaheiðar. Svöruðu flestir því til að Ljósavatnsskarðið ylli þeim engum óþægindum eða kvíða. Eins og með Víkurskarðið voru fleiri vestanmegin sem sögðust ekkert ferðast um Ljósavatnsskarð á veturna % 48% 37% 25% 1 14% 17% 2% Engum Litlum Miklum Ég ferðast þar aldrei að vetrarlagi Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 20. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Ljósavatnsskarð að vetrarlagi? (eftir svæðum) Dalsmynni Flestir svöruðu að þeir ferðuðust ekki um Dalsmynni á veturna. Dalsmynni er þó stundum notað þegar Víkurskarðið er ófært og margir velja að vera ekki á ferðinni % 27% 43% 5 13% 14% 9% 9% Engum Litlum Miklum Ég ferðast þar aldrei að vetrarlagi Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 21. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Dalsmynni að vetrarlagi? (eftir svæðum) 23

34 Aðrir staðir Spurt var opinnar spurningar um hvort aðrir staðir yllu óþægindum eða kvíða vegna ferðalaga að vetrarlagi. Svöruðu flestir því til að Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði yllu þeim helst kvíða. Sjá annars heildarlistann yfir staðina hér að neðan. Tafla 4. Eru aðrir staðir sem valda þér óþægindum eða kvíða vegna ferða að vetrarlagi? Fjöldi Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði 7 Aðrir fjallvegir 7 Ólafsfjarðarvegur 5 Öxnadalsheiði 3 Götur á Akureyri 2 Fljótsheiði 2 Holtavörðuheiði 2 Kaldakinn 2 Bakkaselsbrekka 1 Brú yfir Skjálfandafljót 1 Grenivíkurvegur 1 Hafnarfjall og Holtavörðuheiði 1 Tjörnes 1 Oddsskarð 1 Öxnadalsheiði og Dalvíkurleið 1 24

35 6.2. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um eftirfarandi vegi að sumarlagi? Til samræmis við vetrarferðir var spurt um hvort sömu vegir yllu óþægindum eða kvíða að sumarlagi. Allt annað var uppi á teningnum og almennt séð ollu ferðalög að sumarlagi ekki miklum óþægindum eða kvíða eins og myndirnar hér að neðan sýna % 92% 1 8% 4% 2% Engum Litlum Miklum Ég ferðast þar aldrei Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 22. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Víkurskarð að sumarlagi? (eftir svæðum) % 6 5% 3% 5% 1% Engum Litlum Ég ferðast þar aldrei Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 23. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Ljósavatnsskarð að sumarlagi? (eftir svæðum) 25

36 % 72% 23% 26% 5% 2% Engum Litlum Ég ferðast þar aldrei Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 24. Finnur þú fyrir óþægindum eða kvíða þegar þú ferðast um Dalsmynni að sumarlagi? (eftir svæðum) 6.3. Hefur þú á síðustu 12 mánuðum þurft að breyta ferðaáætlun þar sem Víkurskarð hefur verið lokað? Þegar spurt var hvort fólk hefði þurft að breyta ferðaáætlun vegna þess að Víkurskarð hafi verið lokað kom í ljós að það var mikill munur milli svæðanna austan og vestan Vaðlaheiðar. Vestan heiðar var algengast að fjallvegurinn hefði aldrei raskað áætlunum fólks (68%). Hins vegar höfðu lokanir raskað ferðum 62% svarenda austan heiðar þannig að dæmið snérist í raun við í þeirra tilviki. Þetta varpaði ágætlega ljósi á mikilvægi samgangna yfir til Eyjafjarðar fyrir íbúa á svæðinu austan heiðar. Það var marktækur munur á milli svæðanna að þessu leyti 4. 4 χ 2 =41,475(3),p=0,000 26

37 % 38% 38% 18% 13% 9% 11% 5% Aldrei Já, einu sinni Já, 2-5 sinnum Já, oftar en 5 sinnum Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 25. Hefur þú á síðustu 12 mánuðum þurft að breyta ferðaáætlun þar sem Víkurskarð hefur verið lokað? (eftir svæðum) Einnig var spurt í hvaða erindagjörðum fólk hefði aðallega verið þegar lokanir á Víkurskarði trufluðu ferðir þess. Eins og sjá má á töflunni að neðan voru ástæður ferða mjög fjölbreyttar og erindin misjafnlega brýn. Þó má sjá að drjúgur hluti erindanna var væntanlega nokkuð áríðandi, s.s. þau sem voru heilbrigðistengd, vörðuðu vinnu eða skóla og þau sem tengdust flugi. Tafla 5. Helsta ástæða ferðar þegar þú hefur þurft að breyta ferðaáætlun þar sem Víkurskarð hefur verið lokað Svör Verslunartengt 15 Heilbrigðistengt 17 Vinnu- og skólatengt 20 Fjölskylda og vinir 24 Afþreying 10 Flug 4 Ýmislegt 21 27

38 7. ATVINNUMÁL OG ATVINNUSÓKN Spurt var nokkurra spurninga er varða atvinnumál og atvinnusókn svarenda. Þetta er málaflokkur sem mjög hefur verið ræddur í tengslum við Vaðlaheiðargöng og væntanleg áhrif þeirra, m.a. í tengslum við uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Húsavík Hversu ánægð/ur eða óánægð/ur ert þú með eftirfarandi þætti í þínu sveitarfélagi? Almennt séð má segja að konur austan megin við Vaðlaheiði séu óánægðari með stöðu atvinnumála en karlar sömu megin. Rétt er að setja þetta í samhengi við þær atvinnugreinar sem svarendur sögðust vinna við að aðalstarfi. Þannig voru mun fleiri í ýmiss konar þjónustustörfum vestan heiðar en slík störf höfða gjarnan til kvenna. Mun meiri munur er á viðhorfum karla og kvenna austan megin en vestan. Þegar myndirnar hér að neðan eru skoðaðar er hægt að segja að þeir karlar sem spurðir voru virðast sáttari með sína stöðu en konurnar. Atvinnuöryggi Þegar skoðaður er munur á viðhorfum til atvinnuöryggis milli svæða austan og vestan Vaðlaheiðar kemur í ljós að hann er ekki marktækur. Ljóst er hins vegar að mikill meirihluti svarenda er frekar eða mjög ánægður með atvinnuöryggi í sínu sveitarfélagi % 28% 21% 17% 1 4% 6% 2% Mjög óánægð/ur Frekar óánægð/ur Hvorki né Frekar ánægð/ur Mjög ánægð/ur Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 26. Ánægja eða óánægja með atvinnuöryggi (eftir svæðum) 28

39 Þegar viðhorf til atvinnuöryggis eru greind eftir kyni og svæðum kemur í ljós að það er afar lítill munur milli viðhorfa karlanna hvort þeir búa austan eða vestan Vaðlaheiðar, samanber myndina að neðan % 8 11% 15% 1 1 Óánægður Hvorki né Ánægður Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 27. Ánægja eða óánægja karla með atvinnuöryggi, eftir svæðum. Hins vegar má sjá að það er meiri munur á viðhofum meðal kvenna eftir því hvorum megin heiðarinnar þær búa, samanber myndina að neðan. Fleiri konur eru ánægðar með atvinnuöryggið vestan heiðar en austan hennar (73% á móti 63%) og fleiri eru óánægðar austan heiðarinnar en vestan hennar (13% á móti 8%) % 63% 8% 13% 19% 24% Óánægð Hvorki né Ánægð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 28. Ánægja eða óánægja kvenna með atvinnuöryggi (konur, eftir svæðum) Þegar könnunin verður endurtekin eftir opnun Vaðlaheiðarganga og atvinnusvæði hafa stækkað verður áhugavert að sjá hvort upplifun fólks hvað varðar atvinnuöryggi hefur jafnast út milli svæðanna. 29

40 Fjöldi starfa í boði Hvað varðar ánægju eða óánægju með fjölda starfa í boði kemur fram að viðhorfin eru mjög svipuð beggja vegna heiðarinnar þegar bæði kynin eru skoðuð saman, eins og myndin hér að neðan sýnir. Munurinn er ekki tölfræðilega marktækur % 29% 3 25% 27% 25% 1 4% 5% 3% Mjög óánægð/ur Frekar óánægð/ur Hvorki né Frekar ánægð/ur Mjög ánægð/ur Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 29. Ánægja eða óánægja með fjölda starfa í boði (eftir svæðum) Almennt séð er fólk ekki ánægt með fjölda starfa í boði. Þrátt fyrir að munurinn sé ekki marktækur má sjá að heldur fleiri svara því til að þeir séu óánægðir austan megin. Sama spurning var einnig greind bæði eftir kyni og svæðum og þá kemur í ljós að meðal karla austan og vestan heiðar er lítill munur en þó er ánægja heldur meiri með fjölda starfa í boði meðal karla vestan heiðar % 38% 24% 26% 35% Óánægður Hvorki né Ánægður Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 30. Ánægja eða óánægja karla með fjölda starfa í boði (eftir svæðum) 30

41 Hins vegar má sjá meiri mun milli kvenna austan og vestan heiðar en óánægja með fjölda starfa í boði er meiri austan heiðarinnar. Einnig má sjá að óánægja meðal kvenna er almennt meiri en meðal karlanna. Þannig eru 59% kvenna austan heiðar óánægðar með fjölda starfa í boði en 38% karla á sama svæði. Áhugavert verður að fylgjast með þróun þessa þáttar þegar könnunin verður endurtekin nokkrum árum eftir opnun ganganna % 59% 32% 23% 23% 18% Óánægð Hvorki né Ánægð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 31. Ánægja eða óánægja kvenna með fjölda starfa í boði (eftir svæðum) Fjölbreytni starfa í boði Fram kemur marktækur munur 5 milli svæðanna austan og vestan Vaðlaheiðar hvað varðar ánægju eða óánægju með fjölbreytni starfa í boði. 5 χ 2 =20,880(4),p=0,000 31

42 % 38% 31% 22% 19% 15% 9% 8% 3% 3% Mjög óánægð/ur Frekar óánægð/ur Hvorki né Frekar ánægð/ur Mjög ánægð/ur Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 32. Ánægja eða óánægja með fjölbreytni starfa í boði (eftir svæðum) Um 6 svarenda austan megin við Vaðlaheiði segjast vera mjög eða frekar óánægðir með fjölbreytni starfa í boði á móti vestan heiðar. Mun fleiri vestan megin svara að þeir séu hvorki ánægðir né óánægðir með fjölbreytni starfa í boði. Þegar spurning um fjölbreytni starfa er greind eftir kyni og svæðum kemur í ljós að það er bæði nokkur munur milli svæða og kynja. Heldur fleiri karlar austan heiðar eru óánægðir með fjölbreytni starfa í boði eða 51% á móti vestanmegin. Þeir sem eru hlutlausir eru hins vegar fleiri vestanmegin og enginn munur meðal þeirra sem eru ánægðir % 36% 24% 24% 24% Óánægður Hvorki né Ánægður Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 33. Ánægja eða óánægja karla með fjölbreytni starfa í boði (eftir svæðum) Enn meiri munur kemur fram milli kvenna eftir búsetu vestan eða austan heiðar. Þannig eru konur austan heiðar óánægðari með fjölbreytni starfa í boði, eða 7 á 32

43 móti 43% vestan heiðar. Aðeins 1 kvenna austan heiðar eru ánægðar með fjölbreytni starfa í boði % 35% 19% 22% 1 Óánægð Hvorki né Ánægð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 34.. Ánægja eða óánægja kvenna með fjölbreytni starfa í boði (eftir svæðum) Sveigjanleiki starfa í boði Þegar könnunin var framkvæmd kom í ljós að misjafnt var hvernig fólk skildi þessa spurningu og hugtakið sveigjanlegt starf og þarf því að hafa það í huga við túlkun þessarar spurningar. Nokkur munur reyndist vera á milli svæðanna þegar bæði kynin voru spurð um ánægju eða óánægju með sveigjanleika starfa í boði, samanber myndina að neðan og sögðust heldur fleiri ánægðir austan Vaðlaheiðar % 31% 22% 26% 15% 8% 5% 3% 1% Mjög óánægð/ur Frekar óánægð/ur Hvorki né Frekar ánægð/ur Mjög ánægð/ur Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 35. Afstaða til sveigjanleika þeirra starfa sem eru í boði í sveitarfélaginu (eftir svæðum) 33

44 Þegar þessi spurning var greind bæði eftir kyni og svæðum kom í ljós að meðal karla voru óvenjumargir sem svöruðu því til að að þeir væru hvorki ánægðir né óánægðir og bendir þetta til þess að margir hafi ekki skilið spurninguna % 29% 5 33% 33% 38% Óánægður Hvorki né Ánægður Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 36. Afstaða karla til sveigjanleika þeirra starfa sem eru í boði í sveitarfélaginu (eftir svæðum) Meðal kvenna var niðurstaðan heldur meira afgerandi og í heildina voru heldur fleiri búsettar austan heiðar ánægðar með sveigjanleika starfa í boði. Margar svöruðu því til að þær væru hvorki ánægðar né óánægðar sem vissulega dregur úr ályktunarhæfni þessarar spurningar og bendir til þess að svarendur hafi e.t.v. ekki skilið spurninguna % 42% 29% 28% 29% 43% Óánægð Hvorki né Ánægð Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 37. Afstaða kvenna til sveigjanleika þeirra starfa sem eru í boði í sveitarfélaginu (eftir svæðum) 34

45 Laun fyrir þau störf sem í boði eru Í heildina voru heldur fleiri óánægðir en ánægðir með laun fyrir störf í boði. Óánægja með launin var heldur meiri vestan heiðar, 49% á móti 43% og ánægja með launin reyndist mun meiri fyrir austan heiði, 29% á móti 17% vestan heiðar % 37% 34% 27% 27% 13% 16% 6% 1% 2% Mjög óánægð/ur Frekar óánægð/ur Hvorki né Frekar ánægð/ur Mjög ánægð/ur Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 38. Ánægja eða óánægja með laun fyrir störf í boði (eftir svæðum) Þegar þessi spurning er greind eftir kyni og svæðum kemur í ljós að karlar vestan heiðar eru óánægðari með launin en kynbræður þeirra austan heiðar. Einnig má sjá að karlar eru í heildina ánægðari með launin heldur en konurnar % 31% 27% 22% 33% Óánægður Hvorki né Ánægður Vestan Vaðlaheiðar Austan Vaðlaheiðar Mynd 39. Ánægja eða óánægja karla með laun fyrir störf í boði (eftir svæðum) 6 χ 2 =13,373(4),p=0,010 35

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL VINNUMENNING OG KYNJATENGSL LÖGREGLUNNAR AF HVERJU ERU KONUR SVO FÁMENNAR MEÐAL LÖGREGLUMANNA? FINNBORG SALOME STEINÞÓRSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá...

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI NIÐURSTÖÐUR ÚR VINNUMARKAÐSRANNSÓKN HAGSTOFUNNAR 2003 Jón Torfi Jónasson Andrea Gerður Dofradóttir 2009 2009 Höfundar ISBN 978-9979-9847-9-5 Öll réttindi áskilin. Rit þetta

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir Nám og UT-færni Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun Kannanir lagðar fyrir í: Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA.

SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA. SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA. Afstaða og skuldbinding til náms, líðan og stuðningur foreldra og skóla Kristjana Stella Blöndal, dósent við Félags- og mannvísindadeild, Félagsvísindasviði

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Kápa Ranns. versl 4/18/07 12:51 PM Page 1 C M Y CM MY CY CMY K Rannsóknasetur verslunarinnar Háskólinn á Bifröst Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Rannsókn

Διαβάστε περισσότερα

Uppbygging á Kársnesi Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði. Desember Borgartún Reykjavík

Uppbygging á Kársnesi Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði. Desember Borgartún Reykjavík Desember 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15186 S:\2015\15186\v\Greinagerð\Útgefin\15186_sk161216\15186_sk161216_Greinargerð.docx Desember 2016 Nr. útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Fyrir að eða fyrir því að?

Fyrir að eða fyrir því að? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Fyrir að eða fyrir því að? Um fornöfn í forsetningarliðum sem innleiða setningar Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Mirko Garofalo Kt.:

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 Hrefna Kristmannsdóttir og Helga Rakel Guðrúnardóttir Desember 2009 Efnisyfirlit INNGANGUR... 2 AÐFERÐIR...

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna.

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna. Hugvísindasvið Sögur af Saffó Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna Ritgerð til B.A.-prófs Þorsteinn Vilhjálmsson Janúar 2013

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

HALLSVEGUR - ÚLFARSFELLSVEGUR OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG. Frummatsskýrsla Mat á umhverfisáhrifum

HALLSVEGUR - ÚLFARSFELLSVEGUR OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG. Frummatsskýrsla Mat á umhverfisáhrifum OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG Frummatsskýrsla Mat á umhverfisáhrifum Desember 2008 OG MISLÆG GATNAMÓT VIÐ VESTURLANDSVEG Frummatsskýrsla 07241 S:\2007\07241\a\Matsskýrslur\Frummatsskýrsla\07241_v081219

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

Stærðfræði. Lausnir. Lausnir. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009

Stærðfræði. Lausnir. Lausnir. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009 4 1 2 3 5 6 Lausnir Lausnir 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009 Átta Lausnir 2007 Björgvin Sigurðsson, Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir Ritstjóri: Hafdís Finnbogadóttir Öll réttindi áskilin

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ

KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ 201409064 KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum HELSTU NIÐURSTÖÐUR Skipulagsstofnun telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs

Διαβάστε περισσότερα

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017 KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F 2017 11. maí 2017 Helstu niðurstöður 1F 2017 Samanborið við 1F 2016 Heildarhagnaður tímabilsins var 966 m.kr. og hagnaður á hlut var 1,42 kr. (1F 2016: 10 m.kr. og 0,01

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 GREINARGERÐ KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 SIGRBJÖRG ÓSK ÁSKELSDÓTTIR ÞÓRÐR ÞÓRÐARSON EFNISYFIRLIT 1 INNGANGR 3 FORMÁLI 3 SKILGREINING AÐALSKIPLAGS 4 ÚTLISTN HGTAKA

Διαβάστε περισσότερα

Hugvísindasvið. Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun. Ritgerð til BA-prófs. Fabio Teixidó

Hugvísindasvið. Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun. Ritgerð til BA-prófs. Fabio Teixidó Hugvísindasvið Íðorð í jarðfræði Orðmyndun og notkun Ritgerð til BA-prófs Fabio Teixidó Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Íðorð í jarðfræði Orðmyndun og notkun Ritgerð til

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα