14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári"

Transcript

1 20 14, tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr árg. Upplag Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti, en síðan kemur kinda- og svínakjöt, en samdráttur var í sölu á nauta- og hrossakjöti Samkvæmt tölum Búnaðarstofu BÍ sem birtar eru á bls. 16 í Bændablaðinu í dag, þá var kjötframleiðslan á Íslandi frá ágúst 2014 til júlíloka 2015 samtals rúmlega tonn. Var það aukning upp á 1,3% á milli ára, eða svipað og söluaukningin milli ára. Mest var framleitt af kindakjöti, eða rétt rúm 10 þúsund tonn, en þar á eftir kom alifuglakjöt, tonn. Svínakjöt var síðan í þriðja sæti með tæplega tonn. Eins voru framleidd tæplega tonn af nautakjöti og tæplega tonn af hrossakjöti. Meðaltalsaukning á þessu 12 mánaða framleiðslutímabili upp á 1,3% var haldið uppi af aukinni framleiðslu á alifuglakjöti upp á 5,5% og aukinni framleiðslu á kinda- og svínakjöti upp á tæplega 2% í hvorri grein. Athygli vekur að á sama tíma varð verulegur samdráttur í hrossakjötsframleiðslunni eða sem nemur -12,2% og í nautakjötsframleiðslunni upp á -6,1%. Verkfall skekkti myndina Ef tekin er staðan síðustu þrjá mánuði var samdrátturinn í hrossa- og nautakjötsframleiðslunni mun meiri, eða -31,2% í hrossakjötinu og -11,3% í nautakjötinu. Það skýrist væntanlega að einhverju leyti af verkfalli dýralækna. Virðist verkfallið einnig hafa haft einhver áhrif á samdrátt í sölu á nautakjöti á sama tímabili upp á -15,1%, á hrossakjöti upp á -2,8% og á alifuglakjöti upp á -2,3%. Á þessu þriggja mánaða tímabili varð aftur á móti umtalsverð söluaukning á svínakjöti sem nam 12,3% og á kindakjöti upp á 6,6%. Þess ber þó að geta að salan á kindakjöti sýnir tölur yfir sölu afurðastöðva til kjötvinnsla og verslana, en ekki endanlega sölu til neytenda. Um 1,2% aukning í kjötsölunni Heildarsalan á kjöti á innanlandsmarkaði á tólf mánaða tímabili frá byrjun ágúst 2014 til loka júlí 2015, nam rúmum tonnum. Er það söluaukning upp á 1,2% á milli ára. Er það tæpum tonnum minna en heildarframleiðslan á sama tíma, en hluti af þeirri framleiðslu var seldur til útflutnings. Mest var selt af alifuglakjöti, eða rúmlega tonn. Þá komu sauðfjárafurðir með tonn og svínakjötssalan nam rúmlega tonni. Nautakjötssalan nam rúmu tonni og seld voru rúm 545 tonn af hrossakjöti. Hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti og er hlutdeildin þar 32,5%. Sauðfjárafurðir standa fyrir 27,7%, svínakjöt fyrir 24% og nautakjöt er með 13,5% hlutdeild. Hrossakjötið rekur svo lestina með 2,2% markaðshlutdeild. /HKr.

2 2 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir Tölur Matvælastofnunar segja fjölda búfjár landsmanna 2014 hafa numið 1,7 milljónum dýra auk eldisfisks: Yfir 70 þúsund hross ekki talin með Búfé á Íslandi á árinu 2014 var samkvæmt tölum Matvælastofnunar (MAST) samtals fyrir utan alifugla og eldisfisk. Með alifuglunum er talan dýr að því er fram kemur í nýrri starfsskýrslu stofnunarinnar og eldisfiskurinn er talinn tonn. Í mjög vandaðir og greinargóðri skýrslu MAST, sem nánar er fjallað um í blaðinu í dag, vekur athygli að þar er að þessu sinni alveg sleppt að telja fram fjölda hrossa í landinu. Engar upplýsingar er lengur að finna um fjölda hrossa í landinu sem um árabil hafa verið talin um og yfir 70 þúsund. Vekur þetta nokkra furðu þar sem um er að ræða tölfræði sem hefur verið hluti af hagtölum landsins. Sem dæmi töldust hrossin vera á árinu 2012, en í tölum MAST fyrir árið 2013 voru hrossin aðeins talin eða færri en árið áður. Erfitt var að finna skýringar á þessu misræmi á milli ára, aðrar en þær að framkvæmd talningar var gjörbreytt við lagasetningu sem tók gildi um áramótin 2013/2014. Þá tók MAST búfjáreftirlitinu af sveitarfélögunum. Um leið var hefðbundinni vorskoðun og talningu hætt, en eins og flestir vita eru hross að stórum hluta ekki tekin á hús strax að hausti. Sverrir Þ. Sverrisson, sérfræðingur á stjórnsýslu- og lögfræðisviði MAST, útskýrði þetta í fyrra m.a. með því að við yfirfærsluna til MAST hafi 10 til 12 ársverkum við búfjáreftirlit verið fækkað í 6. Það væri langt undir þeim starfsmannafjölda sem þurfi til að sinna hefðbundnum skoðunum. Hugmynd okkar var að ráða Þrátt fyrir að tölur skorti nú um fjölda hrossa á Íslandi, þá fer ekkert á milli mála á þessari mynd, sem tekin var um verslunarmannahelgina, að íslenski hrossastofninn er alls ekki útdauður. Mynd / HKr. til viðbótar verktaka til að sinna vorskoðunum á árinu 2014 en ekki var fjármagni veitt til þess af hálfu Alþingis. Búfjáreftirlit var alfarið flutt til MAST í fyrra Með breytingu á lögum um búfjárhald nr. 38/2013 sem tók gildi um áramótin 2013/2014 færðist búfjáreftirlit sveitarfélaga til Matvælastofnunar. Á sama tíma var búfjáreftirlitsmönnum, sem oft komu úr röðum bænda sem þekktu vel til, sagt upp. Fram að þessum breytingum sáu búfjáreftirlitsmenn vítt og breitt um landið um að safna tölum um búfé og höfðu ráðunautar og starfsmenn Bændasamtaka Íslands umsjón með að allar tölur um búfjáreign skiluðu sér. Þar með talið tölum um hrossaeign. Var það gert eftir að hross höfðu verið tekin á hús þ.e.a.s. á tímabilinu janúar mars. Fjöldatölur hrossa komu fram með vorgögnum, sem ekki eru lengur fyrir hendi. Eftir lagabreytinguna er hefðbundin vorskoðun ekki áskilin í lögum. Því varð nauðsynlegt að tölur um hrossaeign kæmu fram með haustskýrslum (forðagæsluskýrslum) sem umráðamönnum búfjár er skylt að skila til Matvælastofnunar. Vinna við gagnasöfnun um hross hefur ekki gengið eftir Í fyrrahaust var greint frá því á síðum Bændablaðsins að vinna væri í gangi milli Matvælastofnunar og tölvudeildar Bændasamtaka Íslands við samanburð gagna, annars vegar skráðum upplýsingum í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng, og hins vegar skráðum upplýsingum í Bústofn, tölvukerfi Matvælastofnunar um búfjáreign í landinu. Var þetta gert í framhaldi af því að tölur um hrossaeign ársins 2013 viku verulega frá fjöldatölum áranna þar á undan. Var því áhersla lögð á að eigendur og umráðamenn hrossa skiluðu haustskýrslum sem gera mátti með rafrænum hætti. Eins var talið mikilvægt að hrossaeigendur yfirfæru skráningar í heimarétt WorldFengs um afdrif og merkingar hrossa sinna, en allir félagar í Landssambandi hestamannafélaga og Félagi hrossabænda hafa frían aðgang að WorldFeng. Af einhverjum óútskýrðum ástæðum hafa áform um nýtt verklag við talningu hrossa ekki gengið eftir. Bændablaðið óskaði skýringa á þessu frá MAST, en þær höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. /HKr. Sauðfé á Íslandi taldist vera um 488 þúsund á árinu 2014: Heldur fjölgar í sauðfjárstofninum Fjöldi sauðfjár í landinu er þó aðeins rúmur helmingur þess sem var 1980 Sauðfé taldist vera samtals á árinu 2014 samkvæmt tölum MAST. Það er nokkur fjölgun frá 2013 þegar stofninn var skepnur. Sauðfjárrækt er sem fyrr langmest á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Í því sem MAST skilgreinir sem vesturumdæmi voru fjár í fyrra og í Norðvesturumdæmi en þar undir eru líka Vestfirðir. Í þriðja sæti kemur Suðurumdæmi með fjár og Austurumdæmi með fjár. Suðvesturumdæmi var svo með fjár. Stofnstærðin svipuð frá síðustu aldamótum Fjöldi sauðfjár á Íslandi hefur haldist nokkuð stöðugur frá árinu 2000 eða á bilinu til Sauðfé hefur samt fækkað verulega á liðnum áratugum og er það nú aðeins um helmingur af stofnstærðinni árið 1980 þegar sauðfjárstofninn taldi skepnur. Sú tala var komin niður í árið 1981 og fækkaði sauðfé mjög ört á Íslandi frá árinu 1981 og fram til 1992 þegar það taldist vera Þá kom smá aukning til 1994 þegar fjöldinn var kominn í Þá varð aftur fækkun í stofninum til 1995 þegar hann fór í fjár. Smá aukning varð þá til 1999 er fjöldinn fór upp í rúmlega skepnur. Síðan hefur fjöldinn verið á nokkuð svipuðu róli, í kringum 465 þúsund fjár að meðaltali, en fæst varð féð þó árið 2005 þegar stofninn taldi aðeins fjár eða færri en á síðasta ári. Óvissa um horfur Nokkur óvissa er um hvað bændur gera í haust, vegna minni heyöflunar víða vegna kuldatíðar. Hugsanlega verður því heldur færra fé sett á í vetur en áður. Sjúkdómavarnir Eldgos bitna jafnan hart á sauðfé, en árstími skiptir þó verulegu máli. Í tengslum við rannsókn á áhrifum eldgossins í Holuhrauni tók Matvælastofnun grassýni á átta bæjum á Austurlandi í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands. Mælt var meðal annars magn flúors og brennisteins með það að markmiði að kanna hvort magn þessara efna gætu haft áhrif á heilsufar grasbíta á svæðinu. Á fimm af þessum átta bæjum höfðu sýni verið tekin af túnum 2013 og við samanburð milli ára reyndist magn brennisteins vera töluvert hærra en árið áður en ekki reyndist marktækur munur á flúormagni. Bæði gildin, ásamt magni ýmissa steinefna, reyndust innan viðmiðunarmarka og því var ekki talin hætta á neikvæðum heilsufarslegum áhrifum á búfénað sem beitt var á túnin á viðkomandi bæjum svo og bæjum í svipaðri fjarlægð frá gosstöðvunum það sem eftir lifði ársins. Áætlað er að ráðast í frekari sýnatökur á svæðinu vorið Rannsóknir á útbreiðslu kregðu Á árinu hófst rannsóknarverkefni í samstarfi við Keldur þar sem útbreiðsla kregðu á líflambasölusvæðum var könnuð en sýnatökur fóru fram í haustslátrun Endanlegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja ekki fyrir en kregða er þekktur sjúkdómur í sauðfé og töluvert útbreitt vandamál. Kindur sem sýkjast af kregðu geta átt á hættu að veikjast af skæðari lungnasjúkdómum í kjölfarið, t.d. lungnapest. Garnaveiki og riðuveiki Í nóvember greindist garnaveiki á sauðfjárbúinu Blöndubakka í Héraðshólfi. Ekki hafði greinst garnaveiki í Héraðshólfi síðan fyrir fjárskipti í kringum árið Einnig greindist tilfelli garnaveiki á bænum Dölum í Fjarðabyggð en síðast greindist sjúkdómurinn á tveimur bæjum í Fjarðabyggð árið Við reglubundna skimun fyrir riðuveiki voru alls sýni frá 273 bæjum send til rannsóknar á Keldum. Þar af voru 43 línubrjótar. Hefðbundin riða fannst í tveimur sláturhúsasýnum frá bænum Neðra-Vatnshorni í Vatnsneshólfi, en síðast greindist hefðbundin riða á landinu árið Hefðbundin riða greindist síðast í Vatnsneshólfi árið Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á að hvetja bændur til að senda hausa af föllnu fé til rannsóknar á Keldum en það getur skipt sköpum fyrir baráttuna gegn sjúkdómnum. Sullur Á haustmánuðum greindist vöðvasullur í sláturlambi. Tilfellið undirstrikar mikilvægi ormahreinsunar í hundum því ormurinn þarfnast viðkomu í görnum hunda og refa en í þeim lifa fullorðnir ormar. Vöðvasullur er lirfustig bandormsins Taenia ovis og greindist fyrst á Íslandi árið 1983 en kindur eru millihýslar ormsins. Sjúkdómurinn smitast ekki yfir í menn og því er ekki um hættu fyrir neytendur að ræða en hann getur þó valdið sauðfé töluverðum óþægindum ásamt skemmdum á kjöti að því er segir í skýrslu MAST. /HKr.

3 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Kraftvélar fara um landið Kraftvélar fara um landið með Weidemann 1160 og 1260 ásamt nýja Weidemann T4512 skotbómulyftaranum. Við verðum á ferðinni í þinni heimabyggð í ágúst og september þar sem þér gefst kostur á að reynsluaka vélum og ræða við sölumenn Kraftvéla. Það er hagkvæmast að nota liðstýrðar smávélar og skotbómulyftara til allra gjafa og smærri verka á búinu. Þú sparar dráttarvélina og eyðir minni olíu. Fjöldi aukatækja eru fáanlegir á þessar vélar. Hólmavík Skriðluland Félagsheimilið Árblik Vegamót Snæfellsnes Sauðárkrókur Vélaverkstæði KS Ketilás Hofsós Pardus Blönduós Varmahlíð Bjarkarlundur Víðigerði Laugarbakki Borðeyri Baula Kleppjárnsreykir Hvanneyri Akureyri Kraftvélar Dalvík Möðruvellir Laufás Fosshóll Hafralækjarskóli Ásbyrgi Brúarás Mánagarður Þórshöfn Reyðarfjörður/Olís Breiðdalsvík Vopnafjörður Egilsstaðir Rafey Þjórsárver Þykkvabær Gunnarshólmi Landeyj. Gamla fjósið Hvassafelli Reykholt Brautarholt á Skeiðum Laugaland Holtum Kirkjubæjarklaustur Vík í Mýrdal Fagurhólmsmýri Sýningarstaðir í ágúst 27. ágúst kl. 10:00-11:00 Hvanneyri 27. ágúst kl. 12:00-13:00 Kleppjárnsreykir 27. ágúst kl. 14:00-15:00 Baula 27. ágúst kl. 17:00-18:00 Vegamót Snæfellsnes 28. ágúst kl. 10:00-11:00 Félagsheimilið Árblik 28. ágúst kl. 12:00-13:00 Skriðluland 28. ágúst kl. 14:00-15:00 Bjarkarlundur 28. ágúst kl. 16:00-17:00 Hólmavík 29. ágúst kl. 10:00-11:00 Borðeyri 29. ágúst kl. 12:00-13:00 Laugarbakki Miðfirði 29. ágúst kl. 14:00-15:00 Víðigerði 29. ágúst kl. 16:00-17:00 Blönduós 30. ágúst kl. 10:00-11:00 Varmahlíð Skagaf. 30. ágúst kl. 12:00-13:00 KS Sauðárkróki 30. ágúst kl. 14:00-15:00 Pardus Hofsósi 30. ágúst kl. 16:00-17:00 Ketilás 31. ágúst kl. 10:00-11:00 Dalvík 31. ágúst kl. 12:00-13:00 Möðruvellir 31. ágúst kl. 14:00-17:00 Kraftvélar Akureyri 31. ágúst kl. 18:00-19:00 Laufás Sýningarstaðir í september 1. september kl. 10:00-11:00 Fosshóll 1. september kl. 12:00-13:00 Hafralækjarskóli 1. september kl. 14:00-15:00 Ásbyrgi 1. september kl. 17:00-18:00 Þórshöfn 2. september kl. 10:00-11:00 Vopnafjörður 2. september kl. 13:00-14:00 Brúarás 2. september kl. 15:00-17:00 Rafey Egilsstöðum 2. september kl. 18:00-19:00 Reyðarfjörður/Olís 3. september kl. 10:00-11:00 Breiðdalsvík 3. september kl. 14:00-15:00 Mánagarður 3. september kl. 17:00-18:00 Fagurhólmsmýri 4. september kl. 10:00-11:00 Kirkjubæjarklaustur 4. september kl. 13:00-14:00 Vík í Mýrdal 4. september kl. 15:00-16:00 Gamla fjósið Hvassafelli 4. september kl. 17:00-18:00 Gunnarshólmi Landeyj. 5. september kl. 10:00-11:00 Þykkvabæ 5. september kl. 12:00-13:00 Laugaland Holtum 5. september kl. 14:00-15:00 Þjórsárver 5. september kl. 16:00-17:00 Brautarholti á Skeiðum 5. september kl. 18:00-19:00 Reykholti Brenderup kerrur Kraftvélar eru söluaðili fyrir Brenderup kerrur og verðum við með tvær tækjakerrur í hringferðinni okkar. Brenderup bjóða uppá fjölbreytt úrval kerra, allt frá litlum kerrum í garðverkin, uppí stórar tækjakerrur með kg. burðargetu. H2 hönnun ehf. Dalvegur Kópavogur Sími Draupnisgata Akureyri Sími kraftvelar@kraftvelar.is

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir Landbúnaður og ferðaþjónustan: Ólöglegt að borga ekki sjálfboðaliðum laun Talsvert hefur borið á því á undanförnum árum að bændur og ferðaþjónustuaðilar fái til sín starfsfólk sem ekki þiggur laun fyrir störf sín, en fær fæði og húsnæði í staðinn. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Norðausturlandi, hefur vakið athygli á því á vef skrifstofu Stéttafélaganna (framsyn.is) að það standist ekki lög að þessu starfsfólki, sem oft er kallað sjálfboðaliðar, sé ekki greidd í það minnsta lágmarkslaun. Ég fór yfir málin með lögfræðingi áður en ég skrifaði þetta inn á vefinn. Mér skilst að það sé talsvert um að þetta tíðkist. Við höfum mest orðið vör við þetta í ferðaþjónustunni og hjá bændum en sjálfsagt nær þetta víða út í atvinnulífið. Fyrir utan þá hlið að þetta er beinlínis ólöglegt þá verður manni líka hugsað til þess hvernig svona fyrirkomulag skekkir samkeppnisstöðuna í atvinnulífinu; milli þeirra sem nota sjálfboðaliðsvinnuafl og hinna sem ekki gera það. Þar fyrir utan verður sá sem er með sjálfboðaliðana í vinnu að átta sig á því að ef eitthvað kemur upp á svo sem slys þá er hann skaðabótaskyldur. Það er það sem við erum að benda á í þessum pistli, segir Aðalsteinn. Hann bætir því við að hann hafi ákveðnar áhyggjur af því að þetta muni jafnvel færast í vöxt, samhliða vaxandi fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim. Allir sem taka þátt í efnahagslegri starfsemi Í pistli Aðalsteins kemur fram að allir sem taki þátt í efnahagslegri starfssemi með vinnuframlagi í þjónustu Útflutningur á kjötafurðum til Rússlands liggur að mestu niðri unnið að því að endurheimta leyfin inn á Rússland Eins og fram hefur komið í fréttum á undanförnum vikum eru hvorki íslenskar sauðfjárafurðir né hrossakjöt á lista yfir þær vörur sem ekki er heimilt að flytja inn til Rússlands, vegna viðskiptabannsins. Hins vegar liggur útflutningur kjötafurða til Rússlands að mestu niðri, vegna þess að Matvælaeftirlit Rússlands gerði í úttektum sínum hér á landi, seint á síðasta ári, athugasemdir við tiltekin atriði í nokkrum sláturhúsum og stöðvaði síðan innflutning þaðan í mars á þessu ári. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að nokkur vinna hafi verið sett í markaðssetningu á sauðfjárafurðum í Rússlandi. Til að mynda hafi Kaupfélag Skagfirðinga (KS) gert það í gegnum fyrirtækið Icecorpo, sem starfar í Sankti Pétursborg og KS á helmingshlut í. Það leggur Aðalsteinn Á. Baldursson. annars aðila, eins og á bæjum eða í ferðaþjónustu, séu launþegar og þeim beri að greiða laun. Að lágmarki laun samkvæmt 10. launaflokki kjarasamnings Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands og tryggja þeim þar með öll réttingi sem lög og kjarasamningar tilgreina. Þá beri bændum að meta nám sem nýtist starfsmönnum í starfi um allt að tvo launaflokka. Í þeim tilvikum þegar kostnaður vegna fæðis og húsnæðis er dreginn af launum starfsmanna, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings, ber vinnuveitendum að uppfylla að starfsmannaaðstaða standist reglugerðir um aðbúnað og hollustu starfsmanna. Þá segir í pisti Aðalsteins að vanræki bændur þessar skyldur séu þeir sjálfir ábyrgir gagnvart hinu opinbera. Mörg dæmi séu um það á almennum vinnumarkaði að litlir atvinnurekendur verði gjaldþrota vegna þeirra krafna sem á þá stofnast vegna óskráðs eða ranglega skráðs launafólks. Aðalsteinn telur að það sé ýmist vegna fáfræði eða þá að einfaldlega sé meðvitað verið að brjóta lög í þessum tilfellum sem um ræðir. Við höfum alveg orðið vör við það að sumir vita upp á sig sökina og laga ekki það sem þeir eiga að laga. Við höfum þá einfaldlega látið skattayfirvöld vita og gefið þeim upplýsingar um þessa aðila. Þá eru þeir komnir á lista sem ekki er gott að vera á, segir hann. /smh áherslu á ferskt og fryst lambakjöt á markað sem borgar hátt verð. Að sögn Ágústs er bannið tímabundið og verið er að vinna að úrbótum til að mæta kröfum rússneska Matvælaeftirlitsins. Þetta bann nær til Kaupfélags Skagfirðinga, Sláturhúss KVH á Hvammstanga og Sláturfélags Suðurlands, en ekki voru gerðar viðlíka athugasemdir hjá Norðlenska og engin úttekt fór fram hjá SAH Afurðum í það skiptið. Það er verið að vinna hörðum höndum að því að ná þessum leyfum til baka og búið að senda út heilmiklar greinargerðir um úrbætur sem gerðar hafa verið. Stór hluti athugasemdanna voru minni háttar atriði og jafnvel túlkunaratriði, segir Ágúst. Árið 2013 voru 742 tonn af sauðfjárafurðum flutt út til Rússlands og 514 tonn í fyrra. Af hrossakjötsafurðum voru flutt í kringum 600 tonn bæði árin. Heildarverðmæti útflutningsins nemur um 600 milljónum króna. /smh Upprunamerkingar á innfluttum matjurtum í verslunum á Íslandi: Upprunalands ekki getið í 16 til 25% tilvika Samkvæmt starfsskýrslu Matvælastofnunar (MAST) fyrir árið 2014 er töluvert um að upprunamerkingum sé ábótavant á innfluttum matjurtum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun stóðu fyrir verkefni til að kanna hvort upplýsingar sem skylt er að gefa um uppruna matjurta væru til staðar, hvort þær væru læsilegar og hvort þær væru villandi. Skoðaðar voru innpakkaðar og óinnpakkaðar matjurtir í 49 verslunum. Á innpökkuðum matjurtum Raunsærri mynd með breyttum forsendum við talningu á alifuglum: Um 773 þúsund kjúklingar framleiddir á 27 búum neysluegg framleidd á 13 búum með húsplássi fyrir varphænur Samkvæmt tölum MAST voru alifuglar taldir vera á árinu 2014 miðað við nýjar reikniforsendur stofnunarinnar. Er það gjörbreytt tala frá árinu 2013 þegar alifuglar voru einungis taldir vera Nýjustu tölur um fjölda alifugla á árinu 2014 eru því með allt öðrum og að því er virðist raunsærri hætti en fyrri tölur og er talan um fugla útskýrð sem talning á fjölda fuglastæða kjúklingar Á árinu voru aldir kjúklingar í samtals 85 húsum á 27 búum. Voru kjúklingar ræktaðir í þessum búum. Kjúklingaframleiðsla jókst á árinu, kjúklingaeldi hófst á einu nýju kjúklingabúi með tveimur eldishúsum og bætt var við tveimur nýjum eldishúsum á öðru búi. Í fyrsta skipti í mörg ár voru aldir kjúklingar með aðgang að útisvæði í tveimur eldishúsum á liðnu ári. Kjúklingaræktin er umfangsmest í Suðurumdæmi, eða sem nemur fuglum. Suðvesturumdæmi kemur þar fast á eftir með fugla, en síðan kemur Vesturumdæmi með kjúklinga. 12 þúsund kalkúnar Kalkúnar eru aldir hjá einum framleiðanda á 5 búum í 9 eldishúsum í Suðvestur- og Suðurumdæmi. Kalkúnar töldust samkvæmt upplýsingum MAST og stofnfuglar samtals þúsund varphænur Á árinu voru framleidd neysluegg til dreifingar á 13 varphænsnabúum í samtals 44 varphúsum með húsplássi fyrir alls varphænur. Í 20 þessara húsa eru hænurnar haldnar á gólfi, eða 28% allra varphæna. 72% varphæna á landinu eru því haldnar í hefðbundnum búrum. Suðvesturumdæmi ber höfuð og herðar yfir önnur umdæmi í eggjaframleiðslunni með voru upplýsingar um upprunaland á 84% vara sem innihéldu eina matjurtategund. Á vörum með blöndu af tegundum voru upplýsingar um upprunaland allra tegunda á þremur af hverjum fjórum vörum. Upplýsingar um upprunaland vantaði því á 16% þeirra vara sem innihéldu eina tegund matjurta en á um fjórðung vara sem innihéldu blöndu matjurta. Merkingar þessara vara voru almennt vel læsilegar (92% varanna) og skýrar (ekki villandi, 93% varanna). Hænuungar og egg. varphænur. Þar á eftir kemur Suðurumdæmi með varphænur. Leyfum fjölgar Á árinu var einu nýju varphænsnabúi með einu varphúsi veitt leyfi til frumframleiðslu eggja, auk þess fengu tvö ný varphús á öðru varphænsnabúi leyfi til frumframleiðslu eggja. Ekki er búið að skilgreina í reglugerð á síðasta ári hvaða starfsemi krefst úttektar áður en starfsemin hefst skv. lögum nr. 55/2014 um velferð dýra. Þess vegna getur MAST ekki upplýst um úttektir á fyrirhugaðri starfsemi með alifuglum skv. lögum um velferð dýra. Í henni koma ekki fram ákvæði um lágmarkskröfur fyrir fullorðnar varphænur sem eru haldnar á gólfi. Matvælastofnun hefur þó gert kröfur um hámarksþéttleika og aðra velferðarþætti skv. tilskipun 1999/74/ EC um vernd varphænsna, en tilskipunin er ekki innleidd hérlendis. Fjöldi fuglastæða í lausagönguhúsum varphæna miða við fyrrgreinda tilskipun. Á árinu voru starfræktar 12 eggjapökkunarstöðvar á jafnmörgum varphænsnabúum. Eitt fyrirtæki er að auki með leyfi til vinnslu á eggjum. Á óinnpakkaðar matjurtir vantaði upprunamerkingar við þriðjung þeirra eða upprunamerkingin var þannig að ekki var greinilegt hvort hún ætti við matjurtina. Við þriðjung óinnpakkaðra matjurta var upprunamerkingin ekki vel læsileg þótt hún væri til staðar. Mikill munur reyndist vera á milli verslana, sumar þeirra voru með allar óinnpakkaðar matjurtir vel merktar en einnig voru dæmi um verslanir þar sem engar upprunamerkingar voru til staðar að því er fram kemur í skýrslu MAST. /HKr. Gjörbreytt mynd Mynd / Jón Eiríksson Í starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014 er dregin upp talsvert önnur mynd af alifuglaræktinni en fram komu í tölum stofnunarinnar í fyrra. Þá kom fram að alifuglum hafði þá fækkað um þriðjung milli ára eða úr fugli frá árinu 2012 í eins og áður segir. Þar skipti mestu máli mikil fækkun varphænsna og holdahænsna. Þá kom einnig fram í tölum MAST í fyrra að andaeldi hafði snarminnkað, gæsaeldi var ekki svipur hjá sjón á meðan kalkúnaeldi jókst aðeins. Íslendingar kenna Bretum að verjast kampýlóbakter Breska matvælastofnunin FSA hefur sett á laggirnar vinnuhóp með það að markmiði að lækka tíðni kampýlóbaktersmits í kjúklingum í Bretlandi. Þar hefur ekki tekist að lækka tíðni smitaðra hópa með bættum smitvörnum á búum þrátt fyrir margra ára tilraunir til þess. Dýralækni alifuglasjúkdóma á Íslandi var boðið til London í febrúar til að halda erindi um stöðuna á Íslandi. Fræddi hann fundarmenn um íslenskar aðferðir til varnar því að kjúklingahópar smitist af kampýlóbakter. Árangurinn sem hefur náðst hér á landi vekur verðskuldaða athygli erlendis. /HKr.

5 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Ert þú að gefa rétt kjarnfóður? Með réttu vali á kjarnfóðri má ná hámarks árangri Fóðurráðgjöf er mikilvæg þegar niðurstöður heysýna liggja fyrir. Fóðurblandan býður upp á fóðuráætun viðskiptavinum sínum að kostnaðarlausu. Hafðu samband og við hjálpum þér að finna hentugustu lausnina fyrir þig. Sendum um allt land Hafðu samband FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi FB Verslun Hellu Suðurlandsvegi FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir Sigurður Már Harðarson Vilmundur Hansen Auglýsingastjóri: Auður Laila Jónasdóttir Sími: Frágangur fyrir prentun: Prentsnið Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Nýjar leiðir? Undanfarna mánuði hefur verð á mjólkurafurðum á heimsmarkaði lækkað mjög mikið, í sumum tilvikum um helming. Það hefur valdið miklum erfiðleikum hjá kúabændum víða um heim þar sem verðið sem þeim stendur til boða dugir ekki fyrir framleiðslukostnaði. Ástæður þessa eru einkum þríþættar. Í fyrsta lagi hefur hægt talsvert á hagvexti í Kína. Afleiðingar þess eru meðal annars að dregið hefur úr eftirspurn eftir mjólkurvörum þar í landi, en hún hefur verið í stöðugum og hröðum vexti undanfarin ár. Í öðru lagi eru það aðgerðir Rússa gegn innflutningi á matvælum. Eins og fram hefur komið hafa Rússar lagt bann við innflutningi á matvælum frá flestum löndum Evrópu, þar með talið Íslandi. Það hefur þýtt að vörur sem ætlunin var að flytja þangað hafa leitað annað, með þeim afleiðingum að verð hefur lækkað á flestum mörkuðum. Í þriðja lagi er um að ræða afnám Evrópusambandsins á framleiðslustýringu á mjólk. Það hefur þýtt aukna samkeppni sem hefur enn frekar ýtt undir verðlækkanir. Bændur í Evrópu ósáttir Bændur eru eðlilega ósáttir við þetta ástand og hafa mótmælt víða í Evrópu, m.a. í Bretlandi og fyrirhugaðar eru umfangsmiklar mótmælaaðgerðir í Brussel í næsta mánuði. Þessi staða er vitanlega ósjálfbær. Fái bændur ekki fyrir framleiðslukostnaði þýðir það auðvitað ekki annað en gjaldþrot á endanum. Það sér allt sanngjarnt fólk, bæði neytendur, stjórnmálamenn og aðrir sem málið snertir. Flestum þykir líka vænt um sinn landbúnað og vilja standa vörð um hann. Staðan hefur líka orðið umhugsunarefni m.a. hjá frændum vorum Dönum, sem hafa um árabil rekið mjög útflutnings- og markaðsdrifinn landbúnað og lagt áherslu á stækkun búa. Þrátt fyrir þessa aðferðafræði hefur það ekki leitt til þess að afkoma greinarinnar hafi verið ásættanleg og núverandi ástand hjálpar sannarlega ekki til. Það er athyglisvert að í Bretlandi og Danmörku hefur verslunin gripið inn í. Stórmarkaðir í þessum löndum hafa í sumum tilvikum hækkað verð á mjólk, með því skilyrði að hækkunin renni öll til bænda. Norska verslunarkeðjan REMA 1000, sem starfar í Danmörku og öðrum löndum, hækkaði t.d. mjólkurverð um 50 danska aura fyrir nokkrum dögum með þessum skilmálum og breska keðjan ASDA gerði slíkt hið sama. Líklegt má telja að fleiri sigli í kjölfarið. Neytendur eru að öllu jöfnu ekki hrifnir af verðhækkunum en í þessum tilvikum hafa þeir tekið hækkunum vel. Þeir vilja passa upp á sinn landbúnað. Önnur staða á Íslandi Hér á Íslandi er staðan nokkuð önnur. Um síðustu mánaðamót fengu kúabændur smávægilega hækkun á mjólkurverði eftir að það hafði verið óbreytt frá því í október Margir telja þá hækkun of litla og vel er hægt að rökstyðja að svo sé, en eftir sem áður var þetta hækkun, en ekki verðfall eins og erlendir mjólkurframleiðendur hafa mátt þola. Eins og fram hefur komið þá er verð til bænda á mjólk og heildsöluverð ákveðið af verðlagsnefnd búvöru og miðað við greiningar á því fyrirkomulagi hefur það skilað sér í lægra verði til neytenda en á flestum öðrum neysluvörum. Verðlag á kjöti hérlendis er hins vegar frjálst á öllum stigum. Sauðfjárbændur eru til dæmis afar ósáttir þessa dagana enda er útlit fyrir að afurðaverð til þeirra í komandi sláturtíð standi í stað eða lækki frá fyrra ári. Svínabændur hafa einnig vakið athygli á því að verð til þeirra fer nú lækkandi á sama tíma og smásöluverð hækkar. Afkoman í kjötframleiðslu er í mörgum tilvikum fjarri því að vera nægilega góð. Sauðfjárbændur hafa vakið athygli á að skipting kökunnar sé ekki sanngjörn. Það er að vísu nokkuð erfitt að meta skiptinguna þar sem kjötskrokkar nýtast í framleiðslu á mörgum vörum sem allar eru verðlagðar með sjálfstæðum hætti. Skiptingin verður aldrei að fullu ljós nema að afurðastöðvarnar gefi upp á hvaða meðalverði þeir selja skrokkinn frá sér. Það hafa þær ekki viljað gera hingað til og bera fyrir sig samkeppnissjónarmið. Það er skiljanlegt en það þýðir líka að notast er við gögn sem geta ekki sagt alla söguna. Allt að einu er það sanngjarnt að vekja máls á skiptingu kökunnar og fjalla um hvort að það sé rétt gefið. Hlutarnir eru bara fjórir bóndinn, afurðastöðin, smásalan og ríkið. Hvað er að því að það sé allt uppi á borðinu? Íslenskur landbúnaður mikilvægur En það er líka þannig hér á Íslandi að margir vilja standa vörð um landbúnaðinn. Það hefur ítrekað komið fram í könnunum að mikill meirihluti almennings telur mikilvægt að hér sé stundaður landbúnaður. Greinin á því marga stuðningsmenn meðal neytenda. Verslunin hefur líka stundum talað hlýlega til bænda þó að þar sé nú reyndar oft gert upp á milli þeirra eftir búgreinum. En myndi íslensk verslun til dæmis gera sambærilega hluti og nú eru að gerast erlendis að hjálpa bændum að ná hærra afurðaverði? Það væri forvitnilegt að vita. Það væru sannarlega nýjar leiðir. /SSS LOKAORÐIN Falskt öryggi Það er sannarlega þörf á að vera vakandi í umferðinni, ekki síst ef umferðaryfirvöld virðast ekki fylgja eftir þeim reglum sem hér eiga að gilda. Oft heyrir maður gagnrýnt að bændur séu að þvælast á dráttarvélum sínum úti í umferðinni einmitt þegar þéttbýlisbúar eru mest á ferðinni yfir sumartímann í sínum sumarleyfum. Þá virðast menn lítt taka tillit til þess að grasið sprettur bara á sumrin og heyskapur kallar á umferð dráttarvéla á milli túna. Undirritaður veit þó ekki betur en bændur forðist eins og hægt er að ferja vinnuvélar á milli svæða yfir hádaginn, heldur nýti fremur kvöld og nætur til þess. Eiga þeir upp til hópa sannarlega heiður skilið fyrir tillitssemina. Það er aftur á móti annað mál sem varðar öryggi vegfarenda sem stingur í augu og varðar kannski enn frekar þéttbýlisbúa og aðra þar sem umferðin er mest. Þar er um að ræða dagsljósabúnað ökutækja. Evrópuvaktin tilkynnti það með viðhöfn í ágúst 2011 að nýir bílar og litlir flutningabílar, sem smíðaðir eru hjá evrópskum framleiðendum, verða með sjálfvirkum dagsljósabúnaði frá og með mánudegi 7. febrúar sama ár. Var þetta sagt liður í aðgerðum framkvæmdastjórnar ESB til að auka umferðaröryggi. Vitnað var í Antonio Tajani, iðnaðarmálastjóra ESB, sem sagði að þetta yrði ekki aðeins til að auka öryggi heldur einnig til að draga úr orkunotkun ökutækja og CO2 útblæstri. Virðist sem síðan hafi ríkt algjört sinnuleysi hjá íslenskum umferðaryfirvöldum varðandi þennan búnað, enda allt sem frá ESB kemur væntanlega Guði þóknanlegt. Nú eru í umferðinni fjöldinn allur af nýjum og nýlegum bílum sem eru með svokallaðan dagsljósabúnað. Gallinn er bara sá að hann kveikir einungis á stöðuljósum framan á bílunum, en ekki að aftan. Stöðuljós eru eðli samkvæmt dauf ljós og virka því alls ekki til að vekja athygli á bílnum úti á vegum í dagsbirtu. Er þetta sérlega bagalegt á malarvegum þar sem rykmökkur liggur yfir í mikilli umferð. Fólk treystir á sjálfvirknina, en áttar sig ekki á hvað stöðuljósin eru dauf. Þá áttar það sig heldur ekki á að aftan á bílunum eru engin ljós og í myrkri skapar þetta stórkostlega hættu. Dagsljósabúnaðurinn sem nú er á mörgum nýjum bílum virðist hugsunarlaust samþykktur af íslenskum umferðaryfirvöldum þótt hann uppfylli alls ekki þær kröfur sem gerðar voru af sömu yfirvöldum fyrir mörgum árum. Þess í stað er lögð mikil áhersla á, m.a. af skoðunarstöðvum, að ýmislegt annað sé í fullkomnu lagi, eins og númeraljós aftan á bílum. Er ekki kominn tími til að tekið sé á þessu máli áður en stórslys hljótast af? /HKr. Aðalfundur NBC í Noregi: Norrænir bændur kenna á viðskiptabanni Rússa Viðskipti með búvörur og brothætt efnahagsástand í heiminum voru meðal þeirra mála sem norrænir bændur þinguðu um á aðalfundi samtaka bænda á Norðurlöndum (NBC) sem haldinn var dagana 23. til 25. ágúst sl. í Þrándheimi í Noregi. Þjóðir sem í ríkara mæli hafa treyst á útflutning á sínum framleiðsluvörum stíga nú ölduna í kjölfar viðskiptabanns Rússa. Forystumenn danskra bænda telja að gjaldþrot bíði margra svína- og kúabænda þar í landi á komandi ári vegna uppnáms á mörkuðum og lágs afurðaverðs. Vandinn er ekki síður tilkominn vegna slæmrar skuldastöðu stórbúa sem eiga erfitt með að mæta sveiflum sem fylgja óróa á mörkuðum. Á dagskrá fundarins var rætt um uppgang öfgaafla í stjórnmálum og þá sem komast áfram með því að beita popúlisma. Sums staðar á Norðurlöndunum hafa flokkar Formenn norrænna bændasamtaka. Frá vinstri: Lars Petter Bartnes (Noregi), Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Helena Jonsson (Svíþjóð), Juha Marttila (Finnland) og Martin Merrild (Danmörku). Mynd / TB komist til áhrifa sem berjast gegn innflytjendum og leggja áherslu á öfgakennda þjóðernishyggju. Þessir flokkar hafa sumir hverjir hvatt til róttækra breytinga í landbúnaði, m.a. með minnkandi ríkisstuðningi og niðurfellingu á tollum. Í Noregi hefur bændahreyfingin staðið í ströngu í samskiptum við nýja ríkisstjórn sem hefur það á stefnuskrá sinni að lækka stuðning umtalsvert og orðið nokkuð ágengt. Á meðal þess sem bændur ræddu á fundinum var samskipti við þessa flokka, hvort það ætti að leiða þá hjá sér eða stofna til samtals. Viðskipti og regluverk Þróun á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) var til umræðu á fundinum. Í umræðum um aukin viðskipti á milli landa með búvörur hafa norrænir bændur einkum lagt áherslu á að tekið sé tillit til gæða og munar á framleiðsluaðferðum. Ólíkar aðferðir í landbúnaði, t.d. hvað varðar lyfjagjöf, dýravelferð og gæðavitund í matvælaframleiðslu eru óneitanlega fyrir hendi á milli landa í heiminum og skekkja samkeppnisstöðu verulega. Fundurinn sendi frá sér sameiginlega ályktun er varðaði eignarrétt á landi og auðlindum sem nýttar eru í matvælaframleiðslu. Strangari kröfur og íþyngjandi regluverk hefur gert bændum erfitt fyrir á ýmsum sviðum á síðustu árum, t.d. er varðar landnýtingu. Í ályktun NBC var lögð áhersla á mikilvægi þess að framleiða mat og samfélagslegt hlutverk bænda í því tilliti. Vegna þess að tekjur í landbúnaði séu almennt lágar og arðsemi lítil hafi bændur minna svigrúm en stórfyrirtæki til þess að mæta ýmsum kröfum sem gerðar eru, t.d. er varðar mengunarskatta. Þá verði í sumum tilvikum að bæta bændum upp þann skaða sem þeir verða fyrir vegna íþyngjandi regluverks. Norðmenn hafa farið með forystu í NBC síðustu tvö árin en á fundinum tóku Finnar við formennskunni. Það er því Juha Marttila, formaður MTK, sem fer fyrir samtökum norrænna bænda næstu tvö árin.

7 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Líf og starf Íslandsmeistaramót í hrútadómum: Nálægt 100 þátttakendur Íslandsmeistaramótið í hrútadómum árið 2015 var haldið í Sævangi, Sauðfjársetrinu á Ströndum, 16. ágúst. Þar reyndu hrútaþuklarar víðs vegar af landinu á hæfileika sína, bæði vanir og óvanir. Keppnin felst í að leggja mat á fjóra veturgamla kollótta hrúta af Ströndum, finna kosti þeirra og galla. Þátttaka var betri en nokkru sinni fyrr í keppninni sjálfri, 53 kepptu í flokki óvanra (sem raða hrútunum í röð og rökstyðja matið, oft á gamansaman hátt) og 41 í flokki vanra (sem gefa hrútunum stig fyrir ýmsa eiginleika eftir kúnstarinnar reglum sem bændur kunna). Um 500 manns mættu til að horfa á og upplifa þessa einkennilegu skemmtun Strandamanna. Einnig var í fyrsta skipti haldið svokallað þukleinvígi, þar sem stórleikararnir úr myndinni Hrútar, Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, kepptu sín á milli í hvor væri flinkari hrútaþuklari og næði betra andlegu sambandi við sauðskepnuna. Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ fór með sigur á hólmi í flokki vanra þuklara og er því Íslandsmeistari í hrútaþukli árið Í öðru sæti í keppninni var Vilberg Þráinsson á Hríshóli í Reykhólahreppi, en í þriðja sæti var Bjarki Reynisson á Kjarlaksvöllum. Strandamönnum þykir sumum heldur verra að verðlaunapallurinn hafi alfarið verið skipaður utansýslumönnum að þessu sinni. Í fyrsta sæti í flokki óvanra (þeirra sem stiga ekki hrútana) var Björg Helgadóttir frá Holti í A-Hún., í öðru sæti var Helga Gunnarsdóttir á Hólmavík (með Bjarnheiði Fossdal á Melum sem stuðningsfulltrúa) og í þriðja sæti varð Elínborg Birna Vignisdóttir á Hólmavík. Sérskipuð dómnefnd helstu hrútasérfræðinga landsins sá um dómgæsluna, ráðunautarnir Eyþór Einarsson, Jón Viðar Jónmundsson og Lárus Birgisson. Einvígi Theodórs og Sigurðar Einvígi þeirra Theodórs Júlíussonar og Sigurðar Sigurjónssonar, sem leika Gumma og Kidda í kvikmyndinni Hrútar, var kostulegt á að horfa. Þukluðu þeir hrútana með miklum tilþrifum og sendu hvor öðrum meinlegar athugasemdir inn á milli, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þeir báru sig reyndar einstaklega fagmannlega að við þuklið og fengu mikið hrós frá dómnefndinni. Theodór hafði að lokum betur í þukleinvíginu, en hann var einn af fáum keppendum sem höfðu röðina á hrútunum nákvæmlega á hreinu. Kiddi (Theodór Júlíusson) sá strax að þessi kind var ekki af Bólsstaðastofni þó að álitlegur væri bekrinn. Arnar Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Sauðfjársetursins, færir gullkorn Kidda til bókar. Það er Jón Stefánsson í Broddanesi sem heldur í Svala sem er í hans eigu. Þess má geta vanra dómara var svipur hjá sjón miðað við það sem áður hefur verið því að þeir áttu þar ekki mann á verðlaunapalli og um slíkt eru engin dæmi frá fyrri mótum. Kvittur kom upp um að ófarirnar mætti að einhverju rekja til Jóns þar sem hann hefur mörg undangengin mót undantekningarlaust haldið í besta hrútinn. fyrir Stranda mennina eins og að sólin kemur upp að morgni að svo væri. Það er líklegasta skýring þess hvern óratíma það tók marga þessa reyndu dómara þeirra að koma Svala í efsta sætið í stigum. Fyrir miðju á milli tveggja glæsikvenna má sjá þann þekkta sauðfjárræktarmann, Sigurgeir Jóhannsson í Minni-Hlíð. Verðlaunapallurinn fyrir vana dómara. Sigurvegarinn að þessu sinni var Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum sem hampar hinu einstaka listaverki Valgeirs Bendiktssonar í Árnesi, Horft til himins, en Búnaðarsambandið gaf það á sínum tíma til minningar um Brynjólf Sæmundsson ráðunaut. Áreiðanlega á enginn einstakur stærri hlut að máli við að byggja upp hinn glæsilega fjárstofn Strandamanna en Brynjólfur. Í öðru sæti var Vilberg Þráinsson á Hríshóli og er hann mótbýlismaður Guðmundar og fjölskyldu hans. Þetta hlýtur að vera þeim Kjarlaksvallabændum mikil glæsibrag. Frammistaða þeirra bræðra var hins vegar frábær í þessari keppni og augljóst að þar fóru vanir menn með öll handtök og hugtök alveg síns eða hvatning áhorfenda. Gumma (Sigurður Sigurjónsson) varð aðeins náttúrubarnaskóla við Sauðfjársetrið. Vegleg verðlaun fyrir góðan árangur á hrútadómunum voru gefin af Ferðaþjónustunni Heydal í Mjóafirði, SAH afurðum á Blönduósi, Ístex, Bændasamtökunum, Mjólkursamsölunni (MS), Malarhorn á Drangsnesi, Sauðfjársæðingastöð Vesturlands, Indriða á Skjaldfönn og Sauðfjársetri á Ströndum. Sigurvegarinn í keppninni og Íslandsmeistari í hrútaþukli, Guðmundur Gunnarsson, varðveitir einnig í eitt ár farandgrip sem hagleiksmaðurinn Valgeir Benediktsson í Árnesi smíðaði úr hvalbeini og rekaviði og gaf Búnaðarsambandi Strandamanna fyrir áratug til minningar um Brynjólf Sæmundsson sem var héraðsráðunautur á Ströndum í meira en 40 ár. Litprúðar lífgimbrar frá Drífu á Ósi Kaffihlaðborð var á boðstólum og ókeypis á allar sýningar Sauðfjársetursins í tilefni dagsins. Happdrætti var haldið á hrútadómunum, þar sem líflömb frá bændum á Ströndum voru í vinning og aðeins dregið úr seldum miðum. Litprúðar lífgimbrar komu frá Drífu á Ósi og Barböru og Viðari í Miðhúsum, en vel byggðir kynbótahrútar frá Sigríði og Ragnari á Heydalsá, Jóni og Ernu á Broddanesi, Gunnari og Pálínu í Bæ í Árneshreppi og Indriða bónda á Skjaldfönn við Djúp. Allar vinningshafar voru á staðnum og gáfu sig fram þegar dregið var og fóru tvö líflömb til bænda á Ströndum, tvö á Vesturlandið og tveir vinningar fóru á höfuðborgarsvæðið, m.a. unnu tvö ung systkini, sem eiga heima í 101 Reykjavík, úrvals lambhrút. Meðfylgjandi myndir tóku Angantýr Ernir Guðmundsson, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Jón Jónsson og Trausti Rafn Björnsson MÆLT AF MUNNI FRAM P étur Pétursson reyndist flestum frjórri á hagyrðinga kvöldi Karlakórs Eyjafjarðar, og orti nokkuð viðstöðulaust um sessunauta sína. Þar sem flestir hagyrðinganna áttu þingeyskan uppruna þótti Pétri um of: Þingeyingar þykja smart, þó er artin köld. Óþarflega er nú margt af þeim hér í kvöld. Hjálmar gleður liðið lítt, létt reynist undir að róa. Eitt er þó hérna andlit nýtt; andskotans fésið á Jóa. En harðast úti varð þó sá er hér skráir skítkastið frá Pétri. Það hafði lekið út meðal hagyrðinganna, að ég hefði farið í ristilskoðun. Það þótti Pétri verðmætt að vita: Um Árna verður sagt með sann sem í versta reyfara, að finna verði fyrir hann fullan skítadreifara. Þótt mjög sé Árni í málum fínum, mörgu ríður hann á slig og dreifir hægðasýnum sínum sínkt og heilagt yfir mig. Á heilsu Árna höfum minnst, en honum áfram miðar. Hans nú allvel höfum kynnst hægðum til baks og kviðar. Og til að bíta höfuðið af skömminni..: Þótt hann ýmsar hafi hitt holdugar geirvörtur, óþverrann fær aldrei stytt Árni Geirhjörtur. En svo verður aðeins uppihald á skítkastinu þegar Birgir nær að inna Pétur eftir ferðalögum fatlaðra með Strætó í Reykjavík, sem hafa þó lítið með pólitík að gera: Margvísleg afglöpin mögnuð ég tel og mistökin hneyksluðu okkur, því ökumenn stóðu sig álíka vel og auðnulaus ráðherraflokkur. Og Pétur finnur líka pólitískan þef er Birgir spyr hvað honum þyki um það, að konur sitji nú alla helstu yfirlögreglustóla landsins: Ég harla lítið herma kann af hugarefni brýnu, en flestar eigna frama þann flokksskírteini sínu. Pétur var, líkt og aðrir þetta kvöld, spurður hvort treysta megi hagyrðingum þennan dag 1. apríl: Samviskan þá svikið getur og sýnist brýnt að lag ana. Ég þeim treysti ekkert betur alla hina dagana. Svo var Pétur spurður út í þær skrokkskjóður sem Jóhannes á Gunnarsstöðum hlaut á þorrablóti Þistla nú í vetur, en Jói hlaut þar mikla höfuðáverka: Að orsökum má ýmsum leita, sem aðeins skemmtir fjandanum. Mér sýndist ráða svell og bleyta og síðan feikn af landanum. Aðspurður um vandræði Evrópusambandsins og bréfaskriftir Gunnars Braga utanríkisráðherra álítur Pétur helsu orsök vera: Við glappaskot hann gengi á svig og grimman bardagann, ef hann hógvær héldi sig við hluti sem hann kann. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir í vonina að úr rætist, en eftir kalt og blautt sumar er spretta hæg og því má allt eins búast við að uppskera verði með lélegra móti í haust. Mynd / MÞÞ Kartöflurækt á Norðurlandi: Gerist ekkert undir grösunum í sólarleysi Þetta var nú frekar dapurt, bæði lítið og lélegt, segir Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi. Hann hefur aðeins litið undir grösin og segir að mun minna sé undir en vant er. Bergvin segir að þetta sumar sé gjörólíkt því sem var í fyrra, það var einstaklega gott og allt snemma á ferðinni. Ég kíkti undir grösin hjá mér þegar aðeins var liðið á ágústmánuð, en það er um þremur vikum seinna en ég er vanur. Óvenju kalt og blautt hefur verið í nánast allt sumar. Þetta getur farið á hvorn veg sem er, segir Bergvin, en verði sólríkir dagar nú síðsumars gæti spretta tekið við sér. Aftur á móti megi ekki búast við góðri uppskeru verði tíð með sama hætti og verið hefur. Það gerist ekkert undir grösunum ef það er sólarlaust, það er alger forsenda þess að spretta taki við sér að sólin fari að láta sjá sig. Ef okkur verður ekki að þeirri ósk má búast við að uppskeran í haust verði fremur léleg, segir Bergvin. /MÞÞ Staðan í loðdýraræktinni á Íslandi er nokkuð góð: Yfir 43 þúsund minkalæður og rúmlega 8 þúsund högnar á 28 búum Hagur loðdýrabænda á Íslandi hefur heldur vænkast á þessu ári eftir mikið verðfall á minkaskinnum á síðasta ári. Við árslok 2014 voru 33 aðilar með aliminka á 28 minkabúum í landinu samkvæmt tölum MAST. Staðan á skinnamörkuðum hefur farið hægt batnandi, en óvissa ríkir þó enn varðandi stóra skinnakaupendur eins og Rússa og Kínverja. Á þeim 28 loðdýrabúum sem hér eru starfrækt voru um 44 þúsund paraðar læður samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og skv. niðurstöðum úr plasmacytósurannsóknum. Tveir bændur hættu minkarækt en nokkuð er um að fleiri en einn bóndi séu með dýr á sama búi. Staða minkaræktunar í landinu er í heild nokkuð góð þótt verðsveiflur á skinnum hafi gert mörgum erfitt fyrir. Mikill árangur hefur náðst í ræktunarstarfi minkabænda í kjölfarið á innflutningi kynbótadýra. Þar hafa íslenskir bændur skipað sér í efstu sæti í gæðum skinna á heimsvísu. Koma þeir þar fast á hæla danskra kollega sinna en mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara frændþjóða í minkaræktinni. Það hefur skilað sér í stærri dýrum og betri feldgæðum. Tvö einangrunarbú fyrir innflutning Kínverjar hafa verið mjög umsvifamiklir kaupendur á skinnamarkaði á undanförnum árum. Þessi mynd var tekin í uppboðshúsi Kobenhagen Fur í Danmörku þar sem Kínverjar eru jafnan mjög áberandi. Í norðvesturumdæmi eru starfrækt tvö einangrunarbú fyrir innflutta minka. Í maí og í desember voru fluttir inn annars vegar högnar og hins vegar minkar af báðum kynjum frá dönskum ræktunarbúum. Dýrin voru flutt með flugi til Keflavíkur og flutt í einangrunarstöð í Skagafirði. Lögum samkvæmt voru dýrin í einangrun í rúma 6 mánuði og var einangrun aflétt að loknum rannsóknum af fyrri innflutningshópnum í nóvember. Samkvæmt reglugerð um velferð minka skulu bændur láta prófa að minnsta kosti 10% paraðra læða á hverju búi fyrir A-sjúkdómnum plasmacytosis. Allar blóðprufur sem teknar voru á minkabúum landsins á síðasta ári reyndust neikvæðar. Tíðni algengustu sjúkdóma var svipuð og undanfarin ár. Í byrjun október vaknaði grunur á einum bæ í norðvesturumdæmi um tilfelli af B-sjúkdómnum lungnafári sem bakterían Pseudomonas aeruginosa veldur. Ekki náðist að staðfesta bakteríuna og því voru engin staðfest tilfelli af lungnafári á árinu. Ný reglugerð um aðbúnað og velferð minka tók gildi rétt fyrir árslok Engar ábendingar bárust Matvælastofnun á árinu sem sneru að aðbúnaði og velferð minka. Ekkert refabú starfrækt Myndir / HKr. Sem fyrr er ekkert refabú starfrækt á landinu, einu refirnir sem haldnir eru innan girðinga, svo vitað sé, er refapar í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Eitt stórt kanínubú Hér bíður stór skinnasending lestunar í loðskinnauppboðshúsi Kopenhagen Fur, en fyrirtækið er jafnframt með vöruhús í Kína. Tæplega 300 kanínur eru haldnar sem hluti af búfénaði á Íslandi við lok árs Eitt stórt holdakanínubú er á landinu og nokkuð er um að einstaklingar haldi nokkrar kanínur, ýmist af angóru-, holda- eða feldkyni, sem gæludýr eða til heimanotkunar. Slátrun á holdakanínum hófst á Hvammstanga haustið 2014 og hefur sala afurða gengið vel. /HKr. Hér eru nokkrir Ikea-pokar í garðinum á Eyrarbakka með fallegum kart- Mynd / MHH Kartöflur ræktaðar í Ikea-pokum Í garði á Eyrarbakka eru íslenskar kartöflur ræktaðar í Ikea-pokum með góðum árangri. Kartöflurnar voru settar niður í vor og þegar þær verða teknar upp í haust er sturtað úr pokunum og kartöflurnar tíndar úr, sniðug lausn fyrir fólk sem hefur ekki garð, býr t.d. í blokk eða annað slíkt. /MHH

9 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Dekkjainnflutningur 15% afsláttur af öllum dekkjum til 15. september 2015 Eigum á lager flestar stærðir traktora-, vagna-, vinnuvélaog vörubíladekkja. Einnig mikið úrval fólksbílaog jeppadekkja jeppadekk í úrvali á góðu verði. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson jasondekk@simnet.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf. Hafnarstræti 88 Akureyri Allt í gleri ÚTI OG INNI Mynd: Josefine Unterhauser HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S KÄRCHER SÖLUMENN Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 Bordýpt 15 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf Akralind Kópavogi Sími

10 10 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir Nautgripastofninn á Íslandi telur gripi: Fjölgaði um gripi milli ára stofninn hefur samt ekki enn náð sömu stærð og árið 1991 Nautgripastofn landsmanna tók nokkurn kipp á Íslandi á síðasta ári samkvæmt tölum MAST. Þá töldust nautgripir vera samtals samanborið við gripi á árinu Nemur fjölgunin samkvæmt því gripum milli ára, eða um 8%. Nautgripastofninn á Íslandi hefur verið nokkuð svipaður að stærð í yfir 30 ár samkvæmt tölum, en heldur fækkaði í stofninum frá 2010 til Það gerðist þrátt fyrir umræðu um aukna eftirspurn eftir nautakjöti og mjólk á markaðnum. Nautgripum fækkaði úr árið 2010 í árið 2011 og voru komnir í gripi árið Mikil eftirspurn eftir mjólkurafurðum og nautakjöti virðist nú vera að skila sér í töluverðri fjölgun í stofninum á nýjan leik og aukinni bjartsýni kúabænda. Ljóst er þó að töluverðan tíma getur tekið að mæta aukinni eftirspurn á markaði. Sem dæmi tekur um 18 til 24 mánuði að ala naut upp í sláturstærð og það tekur kvígur kannski á þriðja ár að verða fullmjólkandi kýr. Blikur eru þó á lofti varðandi hvata til frekari fjölgunar í mjólkurkúastofninum þar sem nokkurt jafnvægi eftirspurnar og framboðs virðist vera að nást. Flestir gripir og mjólkurkýr eru í Suðurumdæmi Sem fyrr er Suðurumdæmi öflugast í nautgriparæktinni með gripi í heildina. Þar eru líka flestar Mynd / HKr. mjólkurkýr eða rétt rúmlega 10 þúsund. Næst kemur Norðausturland með gripi og þar af mjólkurkýr. Norðvesturumdæmi er með gripi og mjólkurkýr, en Vesturkjördæmi er með gripi og mjólkurkýr. Holdakýr eru einnig flestar í Suðurumdæmi eða 711. Þar á eftir kemur Norðvesturumdæmi með 410 kýr, en mun færri eru í öðrum umdæmum. Nautgripastofninn nær enn ekki sömu stærð og 1991 Árið 1981 töldust nautgripir alls vera talsins, en síðastliðið haust töldust þeir vera eða tæplega 23% fleiri en árið Á þessu 33 ára tímabili hafa orðið sveiflur í stofnstærðinni, en nautgripirnir hafa þó aldrei orðið fleiri en árið 1991 þegar stofninn fór í dýr. Í þessum tölum frá MAST er ekki greint á milli mjólkurkúa og nautgripa sem sérstaklega eru aldir til kjötframleiðslu. Í bakgrunnstölum Hagstofu Íslands, sem byggjast á skýrslum bænda, hafa mjólkurkýr að jafnaði verið um eða yfir þriðjungur stofnsins, en holdagripir um 20 þúsund. Færri fá gripagreiðslur Með setningu reglugerðar um gripagreiðslur á árinu 2006 komu stjórnvöld til móts við framleiðendur nautakjöts sem fram að því höfðu ekki notið framleiðslustyrkja. Matvælastofnun var síðan falið að ákveða hvaða eigendur nautgripa uppfylltu skilyrði um rétt til gripagreiðslna skv. fyrirmælum reglugerðarinnar. Á árinu 2014 fengu 753 framleiðendur nautakjöts gripagreiðslur en þeir voru 769 árið Voru greiddar út 644 milljónir króna vegna þessa í fyrra en 627 milljónir árið áður. /HKr. Um 30 þúsund svín eru í landinu auk smágrísa: Engir alvarlegir sjúkdómar komu upp í fyrra Á landinu eru starfandi 12 svínaframleiðendur sem reka 21 svínabú/starfsstöð víðs vegar um landið. Færst hefur í aukana að einstaklingar kaupi sér eitt eða nokkur svín til eldis, þá helst yfir sumartímann. Alls eru tæp svín á landinu auk smágrísa. Samkvæmt starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014 komu engir alvarlegir sjúkdómar upp á árinu. Sjúkdómastaða á svínabúum var nokkuð góð á árinu líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sjúkdóma sem koma reglulega upp eru skita hjá smágrísum og fráfærugrísum, auk brjósthimnubólgu, lungnabólgu, liðabólgu og fleira. Nákvæm heilbrigðisskoðun Í sláturhúsum fer fram sjúkdómaeftirlit. Svínin eru skoðuð af héraðseða eftirlitsdýralækni fyrir og eftir aflífun, þ.e. líffæri og skrokkar eru heilbrigðisskoðaðir. Við heilbrigðisskoðun í sláturhúsum ber mest á kregðu, langvinnri brjósthimnubólgu og langvinnri gollurhússbólgu. Í skýrslu MAST 2014 kemur fram að á árinu hafi verið tekin sýni til skimunar á svínainflúensu H1N1, svínainflúensu H3N3, PRRS-veiki og Aujeszky s. Mótefni gegn svínainflúensu H1N1 og H3N2 greindust á flestum svínabúum landsins en engin svín á búunum sýndu einkenni sjúkdómsins. Mótefni gegn svínainflúensu H1N1 og H3N2 hafa áður greinst hér á landi. Á árinu var tvisvar sinnum flutt inn djúpfryst svínasæði frá Noregi, alls 361 skammtur. Sæðið er úr tegundunum Duroc, Yorkshire og Landrace og er notað til kynbóta á flestum svínabúum landsins. Sæðið er flutt inn til notkunar beint á svínabúunum og gekk allur innflutningur vel. Engar grunsemdir vöknuðu á árinu um að smitsjúkdómar hefðu borist með innfluttu sæði til landsins. Auknar kröfur um dýravelferð Í lok árs kom út ný reglugerð um velferð svína (nr. 1276/2014). Reglugerðin gefur svínabændum svigrúm til 10 ára til að framfylgja kröfum reglugerðarinnar ef aðstæður eru þannig að kostnaðarsamt sé að uppfylla þær. Breytingar úr básahaldi yfir í lausagöngu falla þar undir, en þó með þeim fyrirvara að básarnir þrengi ekki um of að gyltunum. Þessi frestur er háður því að svínabændur skili inn tímasettri úrbótaáætlun og kostnaðarmati til Matvælastofnunar. /HKr.

11 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2012 JEPPADEKK SÁRASPREY FYRIR ÖLL DÝR Einstaklega græðandi Hægir á blæðingu Dregur úr sársauka og kláða Myndar filmu og hlífir sári Vinnur gegn bakteríu- og sveppamyndun Íslensk framleiðsla Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöruverslunum um land allt Siglufjörður Sími Bændablaðið Kemur næst út 10. september DEEGAN MTZ BAJA CLAW MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir Icetrack ehf. Sími netfang: / Haustið nálgast Frum - Kuhn taðdreifarar BvL V-Mix heilfóðurblandarar Kverneland plógar Thaler liðléttingar Brandt haughrærur og mykjudælur Redrock haugsugur og mykjudælur Tanco rúlluskerar og rúllugreipar velfang@velfang.is Fyrir kýr og lík dýr TRIOLIET er leiðandi í fóðrunartækni og gjafakerfum fyrir nútíma mjólkurkúa- og nautgripabú með úrvali tækja til heilfóðrunar. TRIOLIET tækin eru þekkt fyrir hámarks afköst, áreiðanleika og endingu og eru íslenskum bændum að löngu kunn. TRIOLIET fóðurblandarar Nettir en tilkomumiklir í afköstum, bæði staðbundnir blandarar og aftan í dráttarvélar. TRIOLIET sjálfvirk gjafakerfi Framúrskarandi skurðar- og hleðslutækni með fullkominni nákvæmni. Hafðu samband í síma eða á landstolpi@landstolpi.is og fáðu nánari upplýsingar Landstólpi er vaxandi fyrirtæki með kjarnastarfsemi í heildsölu og smásölu landbúnaðarvara og byggingu stálgrindarhúsa. Landstólpi Gunnbjarnarholti 801 Selfoss s landstolpi@landstolpi.is

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir Kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabæ: Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár Kvenfélagið Sigurvon í Þykkvabæ stendur fyrir sýningu í skólahúsinu í Þykkvabæ undir heitinu Líf og atvinnuþátttaka kvenna í 100 ár. Sýningin var opnuð laugardaginn 23. ágúst. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og séra Guðbjörg Arnardóttir fylgdu verkefninu úr hlaði í kirkjunni okkar í Þykkvabæ. Sýningin er sett upp í tilefni af 100 ár kosningaafmæli kvenna, en hún er mynda- og munasýning. Leitast er við að sýna konur í Djúpárhreppi Mynd / MHH Árborg: Selfossbæirnir fallegasta gatan Framkvæmda- og veitustjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur valið götuna við Selfossbæina á Selfossi fallegustu götuna árið Viðurkenning þess efnis var Smalahundafélags Íslands: Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2015 í umsjá Austurlandsdeildar SFÍ verður haldin í Einholti á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu helgina 29. til 30. ágúst. Þar munu margir af bestu Border Collie-smalahundum landsins etja kappi í braut. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli helgina ágúst Hin árlega Kjötsúpuhátíð verður haldin á Hvolsvelli helgina 28. til 29. ágúst. Hátíðin byrjar á föstudagskvöldinu með skemmtilegu súpurölti um skreyttar götur Hvolsvallar en þá taka íbúar sig saman um að skreyta hinum forna við hin ýmsu daglegu störf. Um það bil 200 manns sóttu okkur heim um helgina og var góður rómur gerður af framtakinu af hálfu gesta. Sýningin verður opin 30. ágúst nk. kl og einnig um Safnahelgina í nóvember. Verkefnið hlaut styrk frá verkefnasjóði v/100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, Uppbyggingarsjóði Suðurlands-SASS og Rangárþingi ytra. afhent íbúum í tengslum við Sumar á Selfossi um síðustu helgi. Við götuna búa fimmtán íbúar, elsti íbúinn, Gunnar Gunnarsson, er 86 ára og yngsti íbúinn, Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir, er 18 ára. /MHH Landskeppni ágúst A-flokki, opinn flokkur B-flokki, fyrir hunda sem hafa náð 3ja ára aldri en ekki náð 50 stigum á Landskeppni Unghundaflokki, fyrir hunda yngri en 3 ára. Dómari verður Ross Gamesy frá Wales. Keppnin hefst á keppni unghunda á laugardaginn kl Allir velkomnir. göturnar sínar, bjóða upp á súpu og búa til skemmtilega stemningu. Á laugardeginum 29. ágúst verður Kjötsúpuhátíðin, glæsileg skemmtun á miðbæjartúninu og súpa í boði fyrir alla. Allar nánari upplýsingar má finna á /MHH Tiltekt við Skeiðflatarkirkju Á hverju sumri koma saman sóknarbörn - - Mynd / Birna Viðarsdóttir á Hvoli í Mýrdal Lyfjanotkun við matvælaframleiðslu er ekki vandamál á Íslandi: Sýnataka staðfestir mjög góða stöðu hér á landi Talsverð umræða hefur verið um að ofnotkun sýklalyfja bæði á sjúkrahúsum og í landbúnaði sé stærsta heilbrigðisógn sem nú steðji að Vesturlandabúum. Í skýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að lyfjanotkun í matvælaframleiðslu á Íslandi er ekki vandamál. Ísland og Noregur eru þau lönd sem þykja standa sig best hvað litla notkun sýklalyfja varðar í landbúnaði. Hér hafa sýklalyf t.d. ekki verið notuð sem vaxtahvetjandi efni eins og þekkt er víða um lönd. Hefur Skráning MAST á stofnstærð sauðfjár skiptir miklu máli varðandi skrá um rétthafa greiðslumarks og stuðningsgreiðslu ríkisins við sauðfjárbændur. Sama gildir um skráningu á fjölda nautgripa og ýmsar aðrar stærðir í landbúnaði. Á árinu 2014 voru beingreiðslur samtals milljónir króna, þar af m.kr. (5.298) vegna mjólkurframleiðslu og m.kr. vegna sauðfjárframleiðslu. Jukust beingreiðslur í mjólkurframleiðslunni í þetta verið staðfest í fjölmörgum úttektum á vegum Eurostat á undanförnum árum. Læknar hérlendis og víðar hafa í mörg ár varað við vandanum sem hefur verið að valda sívaxandi vandræðum við meðhöndlun sýkinga á sjúkrahúsum. Stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar um margvíslegar afleiðingar ofnotkunar sýklalyfja og má þar t.d. nefna áhugaverða mynd um ofvirkni sem sem sýnd var í Sjónvarpinu í síðustu viku. Unnið samkvæmt Aðskotaefnaáætlun Hér á landi hefur verið í gangi svokölluð Aðskotaefnaáætlun sem byggir á reglugerð (IS) númer 30/2012 og er ætlað að upplýsa um þessi mál. Er sýnatökum dreift á héruð og sláturhús eftir framleiðslumagni og sláturtölum. Héraðsdýralæknar og eftirlitsdýralæknar sjá um nær allar sýnatökur, en fiskeftirlitsmenn hafa tekið hluta af sýnum úr fiskeldi. Sýni af vöðva, fitu, lifur, nýrum eða þvagi frá dýrum eru tekin í öllum sláturhúsum við slátrun. Mjólkursýni eru tekin á kúabúum, en þar eru einnig krónum talið um 141 milljón milli ára en drógust saman í sauðfjárræktinni um 39 milljónir króna samkvæmt skýrslu MAST. Á árinu 2014 var fjöldi lögbýla með skráð greiðslumark sauðfjár samtals 1.769, en voru á árinu Lögbýli skráð með greiðslumark mjólkur voru 664 á árinu og hafði þá fækkað úr 672 eða um 8 frá árinu áður. Enginn framleiðandi lagði hins vegar inn greiðslumark til geymslu sem þýðir væntanlega að tekin þvagsýni til að skima fyrir ólöglegum lyfjum úr bæði mjólkurkúm og ungneytum. Eggjasýni eru tekin á eggjabúum og eggjapökkunarstöðvum eftir því sem við á. Sýni úr fiskeldi eru flest tekin við slátrun og vinnslu. Þá voru einnig tekin á síðasta ári sýni af nýrum hreindýra. Ekkert ámælisvert Skimað var fyrir vaxtarhvetjandi og óleyfilegum lyfjum, minnst 30 tegundum af sýklalyfjum, hníslaog sníklalyfjum og öðrum lyfjum, en einnig aðskotaefnum eins og þrávirkum lífrænum efnum, PCBefnum, þungmálmum og sveppaeitri. Skimað var fyrir sumum eða öllum efnunum í hverju sýni. Sýnin voru greind hjá faggiltum rannsóknastofum bæði hérlendis og erlendis. Tvö sýni mældust yfir viðmiðunarmörkum og samkvæmt verklagi var málið skoðað nánar, en ekki var ástæða til að bregðast frekar við þar sem um líffræðilegan breytileika var að ræða í báðum tilvikum. Umrædd sýni voru í lýsi og í þörungamjöli. /HKr. Lögbýlum með greiðslumark fækkar einhverjir hafa verið að bæta við sig. Handhafar beingreiðslna á árinu vegna mjólkurframleiðslu 2014 voru 649 á móti 659 á árinu Í sauðfjárframleiðslu voru handhafar beingreiðslna 1751 á móti 1738 árið Samtals voru staðfestar 69 breytingar handhafa beingreiðslna, í fyrra en þær voru 86 árið áður. Þar af 17 vegna mjólkurframleiðslu, en þær voru 22 árið Vegna sauðfjárframleiðslu voru staðfestar 52 breytingar á síðasta ári en 64 árið áður. /HKr.

13 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Tea Tree virkar vel á exem, Tea Tree sjampó og hárnæring fyrir þurran og feitan hársvörð. Einnig er Tea Tree fyrirbyggjandi fyrir lús. Sjálfvirk hreinsun á síu NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Tengill NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Fæst í Lyfju og Apótekinu um allt land. KÄRCHER SÖLUMENN 10% afsláttur af öllum síum og olíum í ágúst! Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Sólvangi Egilsstaðir Sími jotunn@jotunn.is Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin. Opið alla daga. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fréttir Slæmt útlit með berjauppskeru: Versta sumar í mörg ár Allt útlit er fyrir að berjauppskera úr náttúru Íslands verði með versta móti þetta haustið. Að sögn Þorvaldar Pálmasonar, eins af aðstandendum vefsins berjavinir.com, er smá von til þess að það rætist örlítið úr aðalbláberjunum ef tíðin verður hagstæð það sem eftir lifir sumars og í byrjun hausts. Aðalbláberin eru fljótust til og því helst von með þau. Annars eru bara engin ber, neins staðar. Þannig að uppskeran verður einfaldlega mjög lítil eða engin víðast hvar. En ég bendi á að það er talsvert af aðalbláberjagrænjöxlum, þar sem aðalbláber vaxa til dæmis í Svarfaðardal. Ef það kemur svolítið hlýindaskeið núna þá er, eins og ég segi, smá von til þess að það verði hægt að tína eitthvað af aðalbláberjum á þeim stöðum. Svo koma nú kannski einhver krækiber. Það má nú vera ansi hart til að þau láti ekki sjá sig. Verstar eru horfurnar fyrir bláberin. Þrátt fyrir að nokkuð sólríkt hafi verið vestanlands í sumar segir Þorvaldur að það nægi ekki. Það var það kalt þannig að bjartviðrið dugar ekki til. Það ræður mjög miklu hvernig vorið er og það var einstaklega kalt. Svo skiptir máli hvernig sumarið er og það hefur líka verið kalt og líka hefur vantað sól eins og á Norður- og Austurlandi. Við Berjavinir höldum úti Facebook-síðu og við höfum hvergi frétt af vænlegri sprettu. Ég óttast að þetta verði eitt versta berjaár í nokkurn tíma, segir Þorvaldur berjavinur Pálmason. /smh Smíðum bíllykla Smíðum og forritum Tímapantanir óþarfar Afar illa lítur út með berjasprettu þetta haustið og sérstaklega með bláberin. Matarhöll á Hlemmi Nýverið var greint frá því að Íslenski sjávarklasinn væri um það bil að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um að taka við rekstri á húsnæðinu við Hlemm, en framtíðarskipulag gerir ráð fyrir að þar verði rekin matarhöll. Borgin auglýsti eftir hugmyndum fyrr í sumar og var hugmynd Íslenska sjávarklasans talin vænlegust. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til viðræðna við hópinn sem stendur að þeirri hugmynd. Þetta er á algjöru byrjunarstigi, segir Þórir Bergsson veitingamaður á Bergsson Mathús, en hann er einn af þeim sem mynda þennan hóp. Hópurinn ætlar að hittast fljótlega og við munum kasta á milli okkar hugmyndum um frekari útfærslur á þessari grunnhugmynd sem við lögðum fram. Svo þurfum við að fara með útkomuna úr því í samningaviðræður við borgina. Það má segja að grunnhugmyndin sé nokkuð fastmótuð á þá leið að þarna verður blandað saman matarmarkaði og tilbúnum götumat (street food) eins og við þekkjum frá Krásarmarkaðnum sem hefur verið haldinn í Fógetagarðinum á laugardögum í sumar. Við sjáum fyrir okkur til dæmis bakarí, kaffihús og verslun með kjötafurðir þar sem bæði væri hægt að kaupa tilbúna rétti en einnig hráefni. Við munum höfða til ferðamanna og hótelgesta sem eru þarna víða í grenndinni en einnig reyna að laða til dæmis Reykvíkinga til okkar úr úthverfunum. Þarna verður lagt upp úr því að hafa á boðstólum sælkeravörur og gæða hráefni sem sótt er í nærumhverfi, segir Þórir og tekur fram að þarna muni flestar matvælaframleiðslugreinar eiga sína fulltrúa og jafnvel blómabændur. Þarna verður allt skipulagt í þaula, enda er þetta lítið svæði. Við verðum með stjórn á markaðnum en ætlum samt að hafa hann dálítið lífrænan. Að sögn Þóris gera björtustu vonir ráð fyrir því að þetta verði að einhverju leyti farið af stað fyrir jólin. Hann segir að það geti þó allt eins verið, að það verði ekki fyrr en með næsta vori. Aðrir í hópi með Íslenska sjávarklasanum eru þeir Leifur Welding hönnuður og Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumaður og annar stofnenda Krás Götumatarmarkaðar. Niels L. Brandt, framkvæmdastjóri hins kunna matarmarkaðar Torvehallerne í Kaupmannahöfn, verður ráðgjafi hópsins. /smh Stóðréttir haustið 2015 Fyrstu stóðréttir á þessu hausti verða í Auðkúlurétt við Svínavatn í Austur-Húnavatnssýslu þann 26. september. Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum ekki síst á meðal ferðamanna. Bændablaðinu hefur borist fjöldi fyrirspurna um réttirnar í haust. Hér er listi yfir Auðkúlurétt við Svínavatn, A-Hún. laugardaginn 26. sept. kl Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 25. sept. kl Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 25. sept. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardaginn 3. okt. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A-Hún. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 26. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. okt. kl Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V - Hún. laugardaginn 5. sept. kl Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudaginn 13. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 19. sept. Gunnar Jónasson afhjúpar, með tilsjón listamannsins, lágmyndina af Guðmundi Jónssyni fyrir hönd Hvanneyringa Jón Hólm Stefánsson, talsmaður gefenda, lengst t.h. og Björn Þorsteinsson rektor, lengst t.v. Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri: Lágmynd af Guðmundi Jónssyni afhjúpuð Þegar Hvanneyringar brautskráðir vorið 1963 fögnuðu 50 ára skólaafmæli sínu tilkynntu þeir að þeir myndu færa skólanum lágmynd af Guðmundi Jónssyni skólastjóra er varðveita skyldi í Landbúnaðarsafni. Verkfærasafni var með lögum komið upp á Hvanneyri árið 1940 og munu fyrstu verk við það hafa komið í hlut Guðmundar, þá kennara við skólann. Guðmundur, sem síðar stýrði Hvanneyrarskóla um langt árabil, gerði m.a. fyrstu munaskrá safnsins, og mun hafa átt mikinn þátt í að velja þá gripi, sem til álita komu, gripi sem nú mynda elsta kjarnann í Landbúnaðarsafni. Nemendum Guðmundar þótti því að hann verðskuldaði minningamark í safninu. Laugardaginn 6. júní sl. komu þeir úr hópnum, sem heimangengt áttu, í heimsókn að Hvanneyri og stóðréttirnar sem að þessu sinni eru 18 talsins. Ekki voru þó fyrirliggjandi upplýsingar um þær allar þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur fengið eru síðustu stóðréttir haustsins þann 3. október í Flókadalsrétt, Tungurétt, Víðidalstungurétt og í Þverárrétt. Listi yfir fjárréttir er á blaðsíðum Listamaðurinn, Pétur Bjarnason, við lágmynd sína af Guðmundi skólastjóra. afhentu gjöf hópsins. Lágmyndin er gerð af listamanninum Pétri Bjarnasyni. Henni var komið fyrir við innganginn í safnið. Orð fyrir nemendahópnum hafði Jón Hólm Stefánsson á Gljúfri í Ölfusi, en myndina afhjúpaði elsti Mynd / HKr. 24 og 25 ásamt korti sem sýnir staðsetningu réttanna. Fyrirvari er gerður á að einhverjar villur kunni að hafa slæðst inn og verður þá reynt að bæta úr því í næsta blaði eftir því sem kostur er. Sömu leiðis eru ábendingar vel þegnar ef einhverjar réttir hafa orðið útundan í upptalningu blaðsins. Skrapatungurétt í A-Hún. sunnudaginn 20. sept. kl Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 19. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 3. okt. um kl Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 25. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. laugardaginn 26. sept. kl Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún. laugardaginn 3. okt. um kl Þverárrétt í Vesturhópi, V-Hún. laugardaginn 26. sept. kl Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. okt. kl félagi þeirra, Gunnar Jónasson á Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Bjarni Guðmundsson hélt erindi um Guðmund og Jóhannes Torfason á Torfalæk mintist Guðmundar og kynna sinna af honum, en Guðmundur var föðurbróðir Jóhannesar. Þá flutti Gunnar Þórisson á Fellsenda í Þingvallasveit ljóðakveðju. Þeir Jón, Jóhannes og Gunnar voru allir í hópnum sem brautskráðist vorið Ásgeir, sonur Guðmundar, flutti þakkir afkomenda hans en þeim hafði verið boðið til samkomunnar. Athöfninni stjórnaði Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ og formaður stjórnar Landbúnaðarsafnsins. Að henni lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis í Skemmunni á Hvanneyri. LbhÍ og Landbúnaðarsafnið þakka Hvanneyringum 1963 fyrir ánægjulega heimsókn og góða gjöf.

15 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvettlingar Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ísfell ehf Óseyrarbraut Hafnarfjörður Sími isfell@isfell.is Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Sorbact - Græn sáralækning Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Fæst í apótekum Celsus ehf.

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 BÚNAÐARSTOFA Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis um flutning verkefna frá Bændasamtökunum til MAST: Telur brýnt að verkefni Búnaðarstofu verði afmörkuð í sjálfstæðri einingu Tjón vegna fugla: Færri tilkynningar en í fyrra Bændur eru hvattir til að skrá tjón af völdum álfta og gæsa á Bændatorginu. Þetta er annað árið sem bændur eru beðnir um að tilkynna um tjón af völdum fugla í ræktunarlandi sínu. Stjórnvöld hafa komið á laggirnar aðgerðahóp til að koma með tillögur um hvernig megi bregðast við vegna þess tjóns sem bændur verða fyrir, sérstaklega þeir sem stunda kornrækt. Forsenda þess að hægt sé að leggja mat á tjónið er að bændur fylli út tjónatilkynningu á Bændatorginu á þar til gerðu rafrænu skráningarformi. Miðað við skráningu bænda þegar Bændablaðið fór í prentun mætti halda að tjón af völdum fugla í ræktunarlandi bænda þetta árið sé mun minna en í fyrra, því innan við 10 tjónatilkynningar voru komnar inn á Bændatorgið. Vöruskipti við útlönd: 5,9 milljarða króna halli Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 56,2 milljarða króna og inn fyrir 66,4 milljarða króna. Vöruskiptin í júní voru óhagstæð um 10,2 milljarða króna. Á vef Hagstofunnar segir að fyrstu sex mánuði ársins 2015 hafi verið fluttar út vörur fyrir rúma 332,4 milljarða króna en inn fyrir tæpa 338,4 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 5,9 milljörðum króna. Á sama tíma á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 9,8 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessu ári var því 3,9 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Líkum má leiða að því að viðskiptahallinn væri mun meiri ef flytja þyrfti inn öll þau 30 þúsund tonn af kjöti sem íslenskir bændur framleiða hér á hverju ári. Útflutningur Fyrstu sex mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruútflutnings 61,3 milljarðar, eða 22,6% hærra en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 29,9% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,2% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á fiskimjöli. Innflutningur Fyrstu sex mánuði ársins 2015 var verðmæti vöruinnflutnings 57,5 milljarðar, eða 20,5% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru og flugvéla. /VH MAST er með höfuðstöðvar á Selfossi og starfsstöð í Reykjavík. Alþingi hefur samþykkt stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á búvörulögum nr. 99/1993 þar sem meðal annars er fjallað um stjórnsýsluverkefni sem Búnaðarstofa sinnir nú hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ). Markmið frumvarpsins var að einfalda og skýra tiltekin ákvæði búvörulaga, meðal annars vegna stjórnsýsluverkefna hjá Matvælastofnun (MAST). Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis gerðu umsagnaraðilar ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en BÍ og aðilar tengdir landbúnaði mótmæltu flutningi þessara stjórnsýsluverkefna til MAST og lögðu til að verkefnin yrðu flutt í sjálfstæða stofnun undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis segir m.a.:,,nefndinni bárust efasemdir um að fela ætti Matvælastofnun umrædd verkefni þar sem þau eru einkum í ætt við þjónustu, framkvæmd búvörusamninga, áætlunargerð og söfnun talnaupplýsinga en ekki eftirlit sem er meginhlutverk stofnunarinnar. Með öðrum orðum var bent á að umrædd verkefni féllu ekki að þeim verkefnum sem stofnunin sinnir nú þegar. Meirihlutinn tekur undir þessi sjónarmið og telur brýnt að verkefnin verði skýrt afmörkuð í sjálfstæðri einingu í skipulagi stofnunarinnar. Jafnframt bendir meirihlutinn á að umrædd verkefni má vinna óháð staðsetningu. Framleiðsla og sala ýmissa búvara (tölur í kg) Starfsfólk Búnaðarstofu í dag, talið frá vinstri: Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Ómar Jónsson, Ásdís Kristinsdóttir og Jón Baldur Lorange forstöðumaður. Stjórnarfrumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust með minni háttar breytingum sem þýðir að verkefnin flytjast frá BÍ til MAST. Útfærsla og nánari tímasetningar liggja ekki fyrir en samkvæmt samkomulagi sem BÍ, MAST og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skrifuðu undir í desember í fyrra er stefnt að því að ljúka flutningnum í lok þessa árs. Ráðherra skipar þriggja manna verkefnisstjórn til að útfæra hvernig og hvenær yfirfærslan á sér stað. Fulltrúi ráðuneytisins verður formaður en síðan verður einn fulltrúi BÍ og einn fulltrúi MAST. Á stjórnarfundi Bændasamtakanna 13. ágúst sl. var samþykkt samhljóða að tilnefna Jón Baldur Lorange sem fulltrúa BÍ í væntanlega verkefnisstjórn. Júlí Maí til júlí Ágúst 2014 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla til júlí 2015 Júlí mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,7 5,5 28,40% Hrossakjöt ,2-12,2 3,70% Nautakjöt ,8-11,3-6,1 11,30% Sauðfé ,9 34,20% Svínakjöt ,6 12 1,9 22,40% Samtals kjöt ,6 1,4 1,3 Sala innanlands Alifuglakjöt ,1-2,3 1,5 32,50% Hrossakjöt ,9-2,8-8,2 2,20% Nautakjöt ,1-15,1-6,9 13,50% Sauðfé * ,6 6,6 27,70% Svínakjöt ,7 12,3 0,7 24,00% Samtals kjöt ,7 1,6 1,2 Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa, safnar upplýsingum um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða Nýliðun í mjólkurframleiðslu Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa auglýsir eftir umsækjendum um framlög vegna stuðnings við nýliðun í mjólkurframleiðslu. Er það samkvæmt verklagsreglum í VIÐAUKA V, (verklagsreglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu) í reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, með Bændasamtök Íslands, Búnaðarstofa auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna jarðabóta á jörðum bænda á árinu Opnað var í byrjun sumars fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu. Um 200 umsóknir höfðu verið skráðar í Bændatorginu þegar Bændablaðið fór í prentun, en í fyrra bárust rúmlega umsóknir. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. september Framlög til jarðræktar fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1100/2014 um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum 2015, og reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, í VIÐAUKA II og III, um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, gefin út af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur um framkvæmt úttekta. Úttektum skal að jafnaði vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert og eru styrkir greiddir fyrir árslok. Á Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. síðari breytingum. Þeir sem hafa hug á að sækja um eru hvattir til að kynna sér áðurnefndar verklagsreglur. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi. Umsóknareyðublað má finna á Bændatorginu undir Búnaðarstofa Styrkumsóknir Nýliðunarstyrkir Nautgriparækt. Nánari upplýsingar veitir Búnaðarstofa í síma og á ak@bondi.is.

17 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Við finnum lausnina með þér Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar, talið frá vinstri: Sveinn Kristinsson, Ásta Rut Sigurðardóttir afhenti þeim verðlaunin. Mynd / MHH Bláskógabyggð: Umhverfisverðlaun Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar samþykkti samhljóða að um hverfis verðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 færu til Þallar í Reykholti. Reykholt er í eigu Ástu Rutar Sigurðardóttur og Sveins Kristinssonar. Þöll er efst í Reykholtshverfinu og er um 1 og 1/2 ha lóð. Þar er einstaklega snyrtilegt og falleg umhirða. Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig þau Ásta Rut og Sveinn beita hrossunum inni á miðri lóð og láta þau hjálpa til við umhirðuna, segir Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir í Hrosshaga, formaður umhverfisnefndar. /MHH MJÓLKURTANKAR NOTAÐIR MJÓLKURTANKAR FRÁ HOLLANDI Reiðhöllin að Litlu-Fellsöxl við Akranes, stærð 1650 fm. FREKARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA Sími jotunn@jotunn.is Hýsi - Merkúr hf. / Völuteigi 7 / 270 Mosfellsbær / Sími / hysi@hysi.is / Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta blað kemur út 10. september ATHYGLI-Ágúst 2015 Fjórhjóladrifin Diesel Vinnuhæð: 16,4 m Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta Pallhæð: 14,4 m Lárétt útskot: 9,3 m Lyftigeta: 230 kg Aukabúnaður: Rafmagnsog lofttenglar í körfu Til afgreiðslu strax Hafðu samband Klettagörðum Reykjavík stolpigamar.is Rannsókna- eða tilraunaverkefni í garðyrkju Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um framlög til rannsókna- eða tilraunaverkefna vegna ársins 2015 samkvæmt 5. gr. í samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða, frá 12. mars 2002, með síðari breytingum. Framleiðnisjóður annast vörslu umræddra fjármuna, auglýsir eftir umsóknum og sér um greiðslu framlaga. Styrkir vegna rannsókna/tilrauna geta numið allt af 50% heildarkostnaði við rannsóknina/tilraunina. Einungis eru veitt framlög til rannsókna eða tilrauna sem nýtast íslenskri grænmetisframleiðslu. Nánari reglur um kröfur til styrkumsókna og verklagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta umsóknanna má finna á heimasíðu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins fl@fl.is Þar eru einnig umsóknareyðublöð til útfyllingar. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins á netfanginu thorhildur@fl.is Umsóknarfrestur er til 1. október 2015 Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: rannsóknir í garðyrkju.

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 HROSS& HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir Hæfileikahross á síðsumarssýningum Rúmlega 200 hross voru sýnd á þremur kynbótasýningum sem fram fóru í síðustu viku, á Selfossi, á Mið-Fossum í Borgarfirði og á Sauðárkróki. Komu þar fram mikil getuhross sem reyndust meðal hæst dæmdu hrossa ársins. Um helmingur hrossanna var sýndur á Selfossi, 104 talsins. Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð þar hæstur hrossa, með 8,59 í aðaleinkunn. Hnokki er 8 vetra geldingur undan Aroni frá Strandarhöfða og Dömu frá Þóroddsstöðum. Hnokki hefur verið að sanna sig á keppnisbrautinni undir stjórn Bjarna Bjarnasonar sem sýndi hann fyrir dómi. Hnokki hlaut þar 8,13 fyrir sköpulag og 8,89 fyrir hæfileika sem reynist vera 5. hæsta einkunn fyrir hæfileika á Íslandi í ár. Hann hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Næsthæstu aðaleinkunn hlaut Vegur frá Kagaðarhóli, 5 vetra, undan Óperu frá Dvergsstöðum og Seið frá Flugumýri II. Vegur hlaut 8,05 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og vilja og geðslag. Sýnandi og þjálfari Vegs er Jóhann Kristinn Ragnarsson. Alls hlutu 40 hross fyrstu verðlaun, þ.e. með aðaleinkunnina 8,00 eða hærra, á sýningunni. Úr keppni í dóm Hryssan Arna frá Skipaskaga hefur vakið athygli á þessu ári. Fyrst á töltmótinu Þeir allra sterkustu undir stjórn Sigurðar Sigurðarsonar sem vann mótið. Í vor mættu þau Sigurður og Arna á úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið og tryggðu sér þar sæti í landsliði Íslands. Mánuði síðar dró Sigurður sig úr liðinu. Arna var nú sýnd á kynbótasýningunni á Mið-Fossum og stóð hún þar efst hrossa með 8,47 í aðaleinkunn. Arna hlaut 8,57 fyrir sköpulag og 8,40 fyrir kosti, en Sigurður sýndi hryssuna fyrir dómi. Næsthæstu aðaleinkunn hlaut 5 vetra hryssa, Augsýn frá Lundum II, undan Kappa frá Kommu og Auðnu frá Höfða, sem hefur sannað sig sem gæðingamóðir. Augsýn hlaut 8,28 í aðaleinkunn, 8,29 fyrir sköpulag og 8,28 fyrir kosti. Önnur ung hryssa, Auðlind frá Brúnum, hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á sýningunni, 8,51. Auðlind er undan Auði frá Lundum, bróður Augsýnar. Móðir Auðlindar er Átta frá Eystri-Hól. Hún hlaut 8,26 í aðaleinkunn. Sýnandi bæði Augsýnar og Auðlindar var Jakob Svavar Sigurðsson. Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð efstur hrossa á Selfossi með 8,59 í aðaleinkunn. Hnokki hefur farið mikinn á mótum í vor og sumar og sannað sig sem frambærilegur keppnishestur. Hér er hann á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Knapi er Bjarni Bjarnason. Mynd/Guðrún Hulda Hæst dæmdu hross ársins á Íslandi 2015 Fæðingarnúmer Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Eigandi Sköpulag Kostir Aðaleinkunn IS Glóðafeykir Halakoti Daníel Jónsson Svanhvít Kristjánsdóttir IS Nói Stóra-Hofi Daníel Jónsson Bæring Sigurbjörnsson IS Blær Miðsitju Tryggvi Björnsson Tryggvi Björnsson IS Sending Þorlákshöfn Helga Una Björnsdóttir Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Óskarsson IS Kolbrá Kjarnholtum I Daníel Jónsson Magnús Einarsson IS Andvari Auðsholtshjáleigu Árni Björn Pálsson Stephanie Wagner IS Þota Prestsbæ Þórarinn Eymundsson Prästgårdens Islandshästar IS Skaginn Skipaskaga Jakob Svavar Sigurðsson Skipaskagi ehf Hæstu hæfileikadómar ársins á Íslandi 2015 Fæðingarnúmer Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Eigandi Sköpulag Kostir Aðaleinkunn IS Glóðafeykir Halakoti Daníel Jónsson Svanhvít Kristjánsdóttir IS Freyja Baldurshaga Teitur Árnason Teitur Árnason IS Þór Votumýri 2 Daníel Jónsson Gunnar Már Þórðarson, Kolbrún Björnsdóttir IS Nípa Meðalfelli Daníel Jónsson Sigurbjörg Ólafsdóttir, Sigurþór Gíslason IS Hnokki Þóroddsstöðum Bjarni Bjarnason Margrét Hafliðadóttir IS Blær Miðsitju Tryggvi Björnsson Tryggvi Björnsson IS Kolbrá Kjarnholtum I Daníel Jónsson Magnús Einarsson IS Bylgja Sauðárkróki Tryggvi Björnsson Pétur Vopni Sigurðsson, Sigríður Pétursdóttir IS Birta Laugardal Magnús Bragi Magnússon Magnús Bragi Magnússon, Þorvarður Björgúlfsson IS Edda Egilsstaðabæ Guðmundur Friðrik Björgvinsson Einar Ben Þorsteinsson, Melanie Hallbach Alls voru 56 hross sýnd á Mið- Fossum og hlutu 16 hross fyrstu verðlaun á sýningunni. Kostagóð á Sauðárkróki Á Sauðárkróki hlaut 10 vetra hryssa hæstu aðaleinkunn sýndra hrossa, 8,49. Þar af hlaut Birta frá Laugardal fyrir kosti, og er þar með á meðal 10 hæst dæmdu hrossa fyrir kosti á árinu á Íslandi. Birta hlaut 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja og geðslag og brokk. Birta er undan Aris frá Akureyri og Brá frá Laugardal. Hún hefur þegar átt tvö folöld en eigendur hennar eru Þorvarður Björgúlfsson og Magnús Bragi Magnússon sem sýndi hana fyrir dóm. Ungur stóðhestur, Hlekkur frá Ytra- Vallholti, hlaut næsthæstu aðaleinkunn sýningarinnar, 8,42. Hlekkur, sem er undan Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu og Gnótt frá Ytra-Vallholti, hlaut 8,24 fyrir sköpulag og 8,54 fyrir kosti. Sýnandi Hlekks var Bjarni Jónasson. Alls voru 54 hross skráð til dóms á sýninguna og hlutu 26 þeirra fyrstu verðlaun. Birta frá Laugardal hlaut hæstu einkunn hrossa á Sauðárkróki. Hún hlaut m.a. 9,5 fyrir vilja, geðslag og brokk og 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið. Sýnandi hennar og annar eigandi er Magnús Bragi Magnússon. Mynd / Elisabeth Jansen Arna frá Skipaskaga fór ekki á Heimsmeistaramótið en á sannarlega framtíðina fyrir sér hvort heldur sem keppnis- eða kynbótahryssa. Hún hlaut 8,47 í aðaleinkunn á Mið-Fossum. Hér er hún á töltmótinu Þeir allra sterkustu. Knapi er Sigurður Sigurðarson. Mynd / Guðrún Hulda Uppskera fram undan Alls voru dómar kveðnir upp á kynbótasýningum á Íslandi í ár. Alls hlutu 475 aðaleinkunnina 8 eða hærra. Um 41% sýndra hrossa fengu því fyrstu verðlaun. Fram undan er uppskeruhátíð hrossaræktarinnar en hún fer jafnan fram í nóvember samhliða aðalfundi Félags hrossabænda. Þar verður farið yfir hrossaræktarárið 2015 og ræktendur verða heiðraðir fyrir árangur sinn í hrossarækt, þar sem afkvæmahross og afkastamikil hrossaræktarbú hljóta verðlaun. /GHP

19 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Samdráttur í mannvirkjagerð í Evrópu Staðan í efnahagsmálum í ESBríkjunum virðist lítið vera að lagast. Atvinnuleysi stendur nánast í stað samkvæmt tölum Eurostat og dregið hefur úr ýmsum þáttum eins og mannvirkjagerð. Frá maí til júní 2015 dró úr byggingastarfsemi hjá evruríkjunum um 1,6% og úr ýmsum framkvæmdum sem ekki teljast til opinberra framkvæmda og hernaðar um 2,7%. Er staðan í mannvirkjagerð með því versta sem sést hefur á undanförnum árum. Mestur var samdrátturinn í mannvirkjagerð í Þýskalandi eða sem nemur 4,5% og í Póllandi 4,2%. Þá var samdrátturinn í Svíþjóð 2,7% og í Frakklandi 2,5%. Aftur á móti jukust framkvæmdir í Rúmeníu um 3,5%, um 2,6% í Búlgaríu og um 2,5% í Bretlandi. Einnig hefur orðið samdráttur í mannvirkjagerð sem nemur 2,3% að meðaltali frá júní 2014 til júní Ef eingöngu eru teknar almennar framkvæmdir fyrir óbreytta borgara þá er samdrátturinn 3,1% og 2% í byggingariðnaði. Til sölu færanleg heykögglaverksmiðja Óskað er eftir tilboði í færanlega heykögglaverksmiðju. Verksmiðjan er staðsett í Eyjafirði, eina sinnar tegundar og hefur starfað samfellt frá Auk hefðbundinnar kögglunar á heyi hafa á síðustu árum verið gerðar ýmsar tilraunir með aðrar afurðir til úrvinnslu: Þurrkun á heyi og hálmi Kögglun á hálmi til undirburðar Söxun/mölun á hálmi til undirburðar kögglun á grisjunarvið (lerki og stafafura) Vakin er athygli á að samkvæmt tilraunaniðurstöðum er hægt að ná umtalsverðum vaxtarauka hjá kálfum þegar fóðrað er með heykögglum. Einnig nýtast þeir afar vel fyrir gemlinga og sem sauðburðarfóður. Hér er um að ræða mjög spennandi tækifæri fyrir drífandi aðila. Nánari uppl. veita Stefán í síma og Sigurgeir í síma SUMARHÚS TIL SÖLU 19 Fallegt 65 fm SUMARHÚS á frábærum ÚTSÝNISSTAÐ í landi Skriðukots í Haukadal í Dalabyggð, 370 Búðardalur). ENGINN BÚSTAÐUR ER NÁLÆGT. Eignin skiptist í: forstofa, eldhús, stofa, baðherbergi, 3 svefnherbergi og geymslu. Rafmagnskynding með hitakút og vatnsofnum. Kalt vatn kemur frá lind ofar í fjallinu. Stór og góð timburverönd. Stórt bílaplan. Geymsla er í bústað en einnig hefur verið komið fyrir gám á lóð sem er nýttur sem bátaskýli og geymsla. Lóðin er afgirt og hefur mikið hefur verið plantað á henni. Ekkert er greitt af lóðinni og mun ekki verða í nánustu framtíð. TILVALIN EIGN FYRIR ÞÁ SEM VILJA VERA EINIR OG SÉR MEÐ FALLEGT ÚTSÝNI YFIR HAUKADALSÁ FREMRI OG HAUKADALSVATN. Eiríkur Svanur Sigfússon Löggildur fasteignasali. Sími Bateson 4ra hesta kerra á hausttilboði *) Stórar og rúmgóðar 4ra hesta kerrur á tveimur öxlum. Rist framan á kerru tryggir góða loftun um kerruna. Öflugir flexitorar veita mjúka og góða fjöðrun. Minna skrölt og minni hávaði. Stórir og breiðari hjólbarðar á 16 felgum sem hentar vel á slóðum og sveitavegum. Rampur með timburgólfi sem leikur einn er að setja niður og reisa upp. Ljós inni í kerru, gúmmímottur í gólfi og þverskilrúm er staðalbúnaður. Hægt er að fá milligólf inn í kerrurnar fyrir fjárflutninga. Því má líka bæta við eftirá. Aðeins kr án vsk. / kr. með vsk. Kerrurnar eru einnig fáanlegar lengri og með meiri lofthæð. Inn í allar stærri kerrurnar er fáanlegt milligólf sem hentar vel fyrir fjárflutninga. *) Gildir út september á meðan birgðir endast 2-3ja hesta kerrur sem passa aftan í jepplinga eða minni bíla. ÞÓR H F Reykjavík: Krókháls Reykjavík Sími Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími Vefsíða:

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Þórdís Jónsdóttir handverksmaður ársins 2015 á Handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafirði: Frábært að fá svona góð viðbrögð Það var virkilega ánægjulegt að fá þennan titil, þarna voru mjög margir góðir handverksmenn með fallegt handverk. Ég er því himinlifandi með þessa viðurkenningu og hún gefur mér byr undir báða vængi að halda ótrauð áfram með mín verk, segir Þórdís Jónsdóttir, sem valin var Handverksmaður ársins 2015 á Handverkshátíð á Hrafnagili sem haldin var um liðna helgi. Þórdís hefur undanfarin ár handbróderað púða og myndir og sótt innblástur í gömul mynstur og handbragð. Í umsögn dómnefndar segir að fágað og listrænt handverk Þórdísar og samspil forms og lita hafi heillað dómnefndarmenn. Fullkomið vald á viðfangsefninu birtist með skýrum og fjölbreyttum hætti. Áhugi á handverki frá barnæsku Þórdís hefur alla tíð haft áhuga á handverki og segir að hún hafi nánast drukkið það í sig með móðurmjólkinni, en foreldrar hennar voru liðtækir handverksmenn. Þau voru bæði að sinna handverki eftir því sem færi gafst frá daglegum önnum á stóru heimili, segir hún. Strax á æskuárum hafi hún því lært ýmislegt sem því viðkemur og ekki síst að bera virðingu fyrir góðu handverki. Fyrir allmörgum árum var Þórdís í samstarfi við mágkonu sína, en í sameiningu ráku þær Saumasmiðjuna og saumuðu barnaföt. Þórdís sá þá m.a. um að bródera mynstur í fötin. Þetta var mjög skemmtilegur tími og það gekk vel hjá okkur. Fötin voru vinsæl, við lögðum áherslu á að hafa þau vönduð og falleg. Eins og gengur snerum við okkur svo að öðru, fórum hvor í sína áttina og fundum annan starfsvettvang, en það er aldrei að vita nema við tökum þráðinn upp að nýju síðar, segir Þórdís. Eins og hjá afa og ömmu Hún tók síðan fljótlega til við að hanna og bródera í púða. Þetta eru púðar af því tagi sem margir kannast við af heimilum ömmu sinnar og afa, þeir voru mjög algengir fyrir þó nokkuð mörgum áratugum og þóttu þá mikil stofuprýði. Jafnvel hefur maður heyrt sögur af því að þegar komu gestir, einkum börn, hafi púðunum verið snúið við til að hlífa þeim. Ég heyri þetta reyndar enn, fólk hefur haft á orði við mig að það myndi alls ekki tíma að hafa púða af þessu tagi uppi við í stofunni sinni. Ég hef þá stundum bent á að fólk kaupir skó fyrir tugi þúsunda og notar þá. Það sama ætti að gilda um púða í stofunni heima, þeir eru ekki bara til skrauts, þá má nota, segir Þórdís og bendir á að púðarnir eigi langa lífdaga, mun lengur en t.d. skófatnaður. Þetta eru viðbrögð sem ég fæ Íslenski þjóðbúningurinn hefur orðið Þórdísi innblástur í verkum sínum, en hún hefur gert púða með myndum sem tengjast honum. Fágað og listrænt handverk Þórdísar og samspil forms og lita heillaði dómnefndarmenn. Hér er Þórdís við eitt af verkum sínum sem prýðir heimilið og heldur á einum af púðum sínum. Myndir / MÞÞ Viðurkenningar á Handverkshátíð Valnefnd Handverkshátíðar velur árlega fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Þórdís Jónsdóttir og verðlaun fyrir sölubás ársins hlaut Vagg og velta. Valnefnd veitti ein aukaverðlaun í ár, Gleði og bjartsýnisverðlaunin, en þau hlaut Hildur Harðardóttir með sölubásinn Hildur H. List-Hönnun. Fleira vakti athygli valnefndar, s.s. bás Hjartalags, Leðurverkstæðið Hlöðutúni og Erna Jónsdóttir leirlistamaður. Verðlaunagripina í ár gerði Guðrún Gísladóttir. stundum, en vissulega eru viðhorf manna misjöfn og smekkur með ólíkum hætti. Það er allt í lagi með það og raunar bara fínt að allir séu ekki eins. Hugarfarið breyttist eftir hrun Boltinn fór að rúlla hjá Þórdísi hvað púðasauminn varðar í kringum árið Hún lagði til nokkra af púðum sínum á setustofu veitingastaðarins Friðrik V. þegar hann var opnaður í Kaupvangsstræti, Gilinu á sínum tíma. Þeir vöktu strax athygli og fólk fór að spyrjast fyrir um hvort ég gæti útvegað því púða. Ég tók sérstaklega eftir því að á árunum eftir hrun virtist viðhorf fólks breytast. Fólk þekkti púða af þessu tagi frá heimilum sem voru því kær, t.d. hjá afa og ömmu, og það var eins og menn vildu að einhverju leyti endurvekja þá góðu og ljúfu stemningu sem þar var, segir Þórdís. Það var eins og fólk vildi í auknum mæli halda á lofti því gamla og góða, hafa hlýlegt í kringum sig. Ég tók vel eftir því hvernig hugarfarið breyttist í þá veru. Vinsælar tækifærisgjafir Hún sækir innblástur í gömlu púðana, leitar fanga hvað mynstur varðar í gamlar bækur og einnig er slík mynstur að finna á netinu. Þórdís hefur undanfarin ár handbróderað púða og myndir og sótt innblástur í gömul mynstur og handbragð. En svo tekur sköpunargleðin völdin, ég útfæri mynstrin og myndirnar eftir mínu höfði, þannig að mín verk eru mitt hugarfóstur frá grunni, þó svo að ég styðjist við eldri verk og mynstur. Þórdís vinnur við púðagerðina heima við og býður þeim sem áhuga hafa að koma og skoða, en einnig heldur hún úti síðu á Facebook, handbróderaðir púðar, þar sem áhugasamir geta fylgst með hennar verkum. Hún segir að verk hennar séu vinsæl til tækifærisgjafa ýmiss konar, eins og brúðkaups- eða jólagjafa. Jákvæð þróun í handverki Þórdís segir að það hafi verið einkar ánægjulegt að taka þátt í Handverkshátíðinni, en þar hafi hún hitt fjölmarga sem lögðu leið sína í kynningarbás hennar. Ég hef aldrei sýnt púðana þar áður, það hefur bara einhvern veginn staðið þannig á hjá mér að ég hef ekki séð mér fært að taka þátt. Það var því mjög skemmtilegt að taka þátt núna og sjá þróunina sem orðið hefur á þessum vettvangi. Hún er jákvæð, það er fjöldinn allur af mjög svo frambærilegu handverksfólki að störfum hér á landi um þessar mundir, segir Þórdís. Þá segir hún jákvæðar viðtökur gesta við handverki sínu ekki hafa spillt fyrir gleðinni. Það er frábært að fá svona góð viðbrögð, gefur manni svo mikið að sjá og heyra að fólki líki það sem ég er að fást við, í aðdraganda svona sýningar situr maður mikið einn við vinnu sína svo að það er gaman að hitta allt fólkið sem leggur leið sína á þessa sýningu og ég er afskaplega glöð eftir helgina, segir Þórdís. Í nógu að snúast Næsta verkefni er handan hornsins, en Þórdís mun taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Nú fer ég á fullt við að undirbúa þá sýningu, það þýðir ekki annað en að bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi á hverri sýningu, segir hún og bætir við að ýmsar hugmyndir séu á ferðinni í hennar höfði. Auk púðanna hefur hún til að mynda líka saumað út myndir, bæði litlar og stórar, og einnig gert púða með myndum sem tengjast íslenska þjóðbúningnum. Hún sýndi nokkur útsaumsverk sín af því tagi á gluggasýningu hjá Litlu saumastofunni við Brekkugötu fyrr í sumar en hún var sett upp í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og bar yfirskriftina: Skundum á kjörstað. Seinlegt verk en ánægjulegt Þórdís segir að mikil vinna liggi að baki hverju og einu verki, hvort heldur sem er púði, mynd eða annað. Þetta er afskaplega seinlegt og þeir eru býsna margir klukkutímarnir sem fara í hvert og eitt þeirra. Ég hef stundum ætlað mér að tímamæla eitthvert verkefni, en sú fyrirætlan hefur alltaf farið út um þúfur, enda er þetta ekki verk sem maður gerir í einum rykk. En ég hef svo gaman af þessu að ég er ekki að horfa í tímann sem í verkið fer, fremur ánægjuna sem ég hef út úr því og svo líka þeir sem á endanum eignast verkið, segir Þórdís og bætir við að hún sé afskaplega lánsöm að hafa tækifæri til að geta einbeitt sér algjörlega að handverkinu. Tímakaupið er ekki hátt og eflaust ekki hægt að lifa á þessu einu saman. En þetta gengur upp, áhugi á íslensku handverki hefur á liðnum árum aukist til muna og æ fleiri hafa á því skilning að handverksfólk þarf að hafa laun fyrir sína vinnu. /MÞÞ

21 21 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Vel heppnuð handverkshátíð Hin árlega Handverkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit fór fram dagana ágúst. Þar var margt um manninn eins og vant er, fjölmargt að sjá og skoða. Þar mátti sjá íslenska hönnun bæði í fatasaum, vöruhönnun og nytjalist. Þá voru þar einnig kræsingar fyrir matgæðinga, húsdýr fyrir börnin, sýning á gömlum dráttarvél- Á laugardagskvöldinu var síðan uppskeruhátíð þar sem fjöldi Eyfirðinga skemmti sér saman ásamt sýnendum og þeim sem unnu að hátíðinni, en það þarf ansi mörg handtök til að halda þessa viðamiklu hátíð. Guðni Ágústsson var veislustjóri og fór mikinn, en hann hafði nú fengið einhver skot á sig í vísnaformi, þar á meðal frá Pétri Péturssyni lækni en honum leist ekki á veislustjórann: Ë iu YDU IXJODKU èxìhpd RJ YRUX E QGXU t VYHLWLQQL GXJOHJLU Dè WDND ìiww VHP JHUèL VYHLWDU~QWLQQ PM J VNHPPWLOHJDQ 8SSVWLOOLQJLQ i Y UXEtOQXP YDU YLè E LQQ (VSLKyO HQ 'MiNQLQQ i 0\UNi YDU YLè E LQQ %ULQJX RJ YDU IHQJLQQ Dè OiQL I\ULU VêQLQJXQD ëhvvl VNHPPWLOHJD UM~SQDÀDXWD YDNWL PLNOD DWK\JOL i VêQLQJXQQL RJ EiUXVW OM~ U WyQDU KHQQDU UHJOXOHJD XP VêQLQJDUVDOLQQ + QQXQLQD i OHLUOLVWDNRQDQ (UQD -yqvgywwlu ð o b l i t t s u a h um og margt fleira. Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins var Þórdís Jónsdóttir og verðlaun fyrir sölubás ársins hlaut Vagg og velta. Valnefnd veitti ein aukaverðlaun í ár, Gleði og bjartsýnisverðlaunin, en þau hlaut Hildur Harðardóttir með sölubásinn Hildur H. List-Hönnun. Í Eyjafirði aumt er stand og ýmislegt til mæðu Ef þarf að sækja suðrá land slíka fuglahræðu. Hjálmar Freysteinsson hagyrðingur hafði þetta um málið að segja: Fyrir sunnan finna má fuglahræður betri en hægt er ekki að hræða þá sem hafa vanist Pétri kr. á mánuði Einfalt að reisa miðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán MALTA MAL LTA b bjálkahús, 8,7 m2, 28 mm bjálki, 3,2 x 3,2 m utanmál, hæð að þakbrún 188 cm, hæð að stafni 217 cm, lengd þakskeggs 20 cm, innra rými 17,28 m3. 28 mm bjálki kr. Styrkingar: kr Festingar: kr Samtals: kr Freyvangsleikhúsið sýndi brot úr Fiðlaranum á þakinu en leikhúsið er öflugt áhugamannaleikhús í Eyjafirði, einnig var söngur og almenn gleði. Skemmtileg helgi sem er orðin rótgróin í hjörtum Eyfirðinga sem og þeirra sem áhuga hafa á handverki og hönnun. /GBJ Baggagreipar Almennt verð: kr kr. á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán U UNA bjálkahús, 4,4 m2, 19 mm bjálki, 2,5 x 2,2 m utanmál, hæð að þakbrún 194 cm, hæð að stafni 234 cm, lengd þakskeggs 20 cm, innra rými 9,5 m kr. 19 mm bjálki Styrkingar: kr Festingar: kr Samtals: kr Ålö / TRIMA greipin Flexibal t 7JOT MBTUB HSFJQJO IKÈ PLLVS VOEBOGBSJO ÈS t 4ÓWBMOJOHBSOJS FSV ÚøVHJS PH CSFJ JS NN Ó WFSNÈM t ZOHE LH t )ÈNBSLT SÞMMVTU S DN Verð kr án vsk. NF WTL kr. á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán MAAS bjálkahús, 7,5 m2, 28 mm bjálki, 2,96 x 2,96 m utanmál, hæð að þakbrún 194 cm, hæð að stafni 234 cm, lengd þakskeggs 20 cm, innra rými 16,11 m mm bjálki kr Styrkingar: kr Festingar: kr Samtals: kr kr. á mánuði miðað við 12 mánaða vaxtalaust kortalán Stoll baggagreip LE MANS bjálkahús, 13,9 m2, 34 mm bjálki, 4,0 x 4,0 m utanmál, hæð að þakbrún 182 cm, hæð að stafni 245 cm, lengd þakskeggs 40 cm, innra rými 29,8 m3 t )FOUBS WFM GZSJS TU SSJ SÞMMVS t.køssj TÓWBMOJOHBS t ZOHE LH t )ÈNBSLT SÞMMVTU S DN Verð kr án vsk. NF WTL kr Styrkingar: kr Festingar: kr Samtals: kr VAXTALAUST LÁN BYKO býður kortalán án vaxta í allt að 12 mánuði. Sjá nánar á Stoll stórbaggagreip t "G NÚSHVN UBMJO CFTUB HSFJQJO Ó NF IÚOEMVO È SÞMMVN PH TUØSCÚHHVN t ZOHE LH t )ÈNBSLT SÞMMV CBHHBTU S N mm bjálki hausttilboð Verð kr án vsk. NF WTL Bílkerra, 2100x1200 mm kr Almennt verð: kr. allar kerrur Heitgalvaniseraðar leyfileg heildarþyngd 750 kg með LED ljósum Stoll baggagreip á þrítengi ÞÓR HF t»eâs PH FJOGBMEVS LPTUVS t 4UJMMBOMFHU CJM NJMMJ TÓWBMOJOHB t 'SÈ N VQQ Ó N t ZOHE LH Bílkerra, 2400x1470x310 mm. Verð kr án vsk. NF WTL Reykjavík: Krókháls Reykjavík Sími Akureyri: Vefsíða: Lónsbakka 601 Akureyri Sími kr Sendum um allt land byko.is

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Tómas Jóhannesson, Bergdís Hrönn Kristinsdóttir og sonur þeirra, Sveinn Hlynur, sem starfað hefur með foreldrum sínum á loðdýrabúi þeirra, Rándýri við Grenivík, í sumar. Myndir / MÞÞ Bergdís og Tómas reka loðdýrabúið Rándýr við Grenivík: Stefnan er að halda áfram og standa í lappirnar Stefnan er að halda þessu áfram og reyna að standa í lappirnar, segja þau Bergdís Hrönn Kristinsdóttir og Tómas Jóhannesson loðdýrabændur, en þau hafa rekið félagið sitt, Rándýr ehf., um árabil. Loðdýrabú þeirra er á Grenivíkurhólum, skammt sunnan við Grenivík í Grýtubakkahreppi. Það á sér langa samfellda sögu sem nær allt aftur til ársins 1971 þegar fyrstu loðdýrin voru flutt til Íslands. Rándýr er annað tveggja loðdýrabúa við Eyjafjörð, hitt er handan fjarðar, Dýrholt, sem stendur skammt frá Dalvík. Bergdís og Tómas, Tommi og Dísa eins og þau eru iðulega kölluð, eru alls með rúmlega minkalæður á búi sínu. Þetta er rétt svona meðalbú, segir Tommi og kveðst munu halda því áfram í þeirri stærð á komandi árum. Þrír 100 metra langir skálar eru á búinu auk tengibyggingar. Samfelld saga frá árinu 1970 Forsaga Rándýrs nær allt aftur til ársins 1970, en 21. desember árið 1970 komu minkar frá Noregi til Grávöru, hlutafélags sem stofnað hafði verið í Grýtubakkahreppi, og 65 aðilar, einstaklingar og félög áttu hlut í. Félagið var rekið um árabil, en þó fór á endanum fyrir Rúmlega minkalæður eru nú á búinu, sem er nokkurn veginn meðalstærð loðdýrabúa hér á landi um þessar mundir. Ekki gott að hafa öll eggin í sömu körfunni, segir Tómas, en alls eru minkar af 8 litaafbrigðum á búinu. því líkt og mörgum öðrum loðdýrabúum að reksturinn varð of þungur og endaði með gjaldþroti. Tómas réði sig til starfa hjá félaginu á fyrsta starfsári þess og hefur starfað innan loðdýraræktarinnar alla tíð upp frá því, eða í rúma fjóra áratugi. Kona hans, Bergdís, hóf störf hjá Grávöru fáum árum síðar, eða árið Þau þekkja því vel til í greininni. Þau tóku rekstur búsins á leigu árið 1991, eftir þrot Grávöru og keyptu hann fimm árum síðar, árið 1995 og stofnuðu félagið Rándýr ásamt Frímanni Kristjánssyni sem rak búið með þeim til Hafa þau því rekið búið í nær aldarfjórðung. Til marks um þrjósku bænda Um skeið bjuggu þau bæði með mink og ref, en einn skálanna þriggja á búinu var reistur sérstaklega undir refi, á árunum 1979 til 80 og komu fyrstu refirnir á búið árið Við vorum með þetta hvort tveggja fram til ársins 2003, þá gáfumst við endanlega upp á refnum, það var afskaplega lítið upp úr honum að hafa, eða eiginlega ekki neitt. Þetta var nokkuð stórt refabú á sínum tíma, með þeim stærri í landinu, um 250 læður. Það fór svo að reksturinn borgaði sig engan veginn, svipað verð fékkst fyrir refa- og minkaskinn, en refurinn étur á við þrjá minka. Það var bara glórulaust að reyna að halda þessu áfram, en það var nú haft á orði að það væri til marks um þrjósku bænda hversu lengi þeir héldu þetta út. Við vorum með þeim síðustu til að hætta, bróðir minn hér í sveitinni hélt sínum rekstri út ári lengur en við og síðasta búinu sem var á Jökuldal var lokað ári síðar, segir Tómas.

23 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Loðdýrabúið Rándýr er staðsett í Grenivíkurhólum skammt sunnan Grenivíkur. Það er eina loðdýrabúið í sveitarfélaginu en þegar mest var voru þar níu loðdýrabú. Það þarf margt að spjalla þegar fóðurbílstjórinn rennir í hlað. Hér eru þeir Jón bílstjóri og Tómas á spjalli við fóðurbílinn. Helgarmaturinn í húsi Fóðurkostnaður er stór hluti útgjalda þegar kemur að loðdýrarækt og á brattann að sækja þegar að honum kemur. Jón fóðurbílstjóri Sigurðsson á Sauðárkróki og gamall refur í loðdýrarækt renndi í hlað með fulllestaðan fóðurbíl þegar Bændablaðið var í heimsókn hjá Rándýrshjónum. Tvö loðdýrabú eru við Eyjafjörð, hvort sínum megin fjarðarins og kaupa þau bæði fóður frá Fóðurfélaginu á Sauðárkróki. Leiðin frá Króknum til Grenivíkur og til baka er um 300 kílómetrar og því um nokkuð langan veg að fara. Bíllinn kemur að jafnaði þrisvar í viku yfir sumartímann. Rándýrsbúið tekur fóður í fimm tonna síló sem er inni á búinu en annað sem rúmar um tvö tonn er úti. Í eina tíð var fóður framleitt á Grenivík og því hægt um vik að sækja það eftir hendinni. Sú starfsemi var lögð niður og um tíðina hefur fóður verið keypt víða að, m.a. frá Dalvík og Húsavík. Jón og Tómas koma fóðrinu ofan í sílóið. Reksturinn ber ekki umfangsmiklar fjárfestingar Fyrir vikið segja þau ekki svigrúm til að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar, reksturinn beri þær einfaldlega ekki. Við höfum verið að endurnýja hjá okkur, tökum bara eitt skref í einu, segja þau. Þannig hafa þau endurnýjað öll búr á búinu og segja að þau búr sem nú eru í notkun séu á allan hátt mun betri en þau sem voru í notkun hér á árum áður. Þau eru úr rústfríu stáli, örugg og góð, ryðga til að mynda ekki eins og stundum gerðist með eldri gerð búa, en þá gátu minkar nagað sig út úr þeim. Stundum kom fyrir að þeir sluppu af búum við litlar vinsældir eins og gefur að skilja. Það er algjör viðburður ef minkar sleppa úr búrum en þá nást þeir fljótt í gildrur sem eru víða um húsin, segir Tómas. Mikilvægt að ná upp stórum og hraustum dýrum Hvað búskapinn varðar segja þau mest um vert að ná upp frjósemi í stofninum og þar sé að mörgu að hyggja til að vel takist til. Þá þurfi að huga að holdafari dýranna, mikilvægt sé að það sé rétt fyrir pörunina og sé mikil vinna að baki við að skoða hvert einasta dýr. Það er mikilvægt að ná ræktuninni upp með stórum og hraustum dýrum, segja þau. Alls eru þau með 8 litafbrigði á sínu búi og segja það einnig skipta máli þegar að loðdýrarækt kemur, að vera ekki með öll egg í sömu körfunni því tískusveiflur séu miklar á markaði og það sem gengur út eitt árið og nýtur vinsælda vilji menn ef til vill síður næsta ár á eftir. Bindandi búskapur en skemmtilegur Þetta er skemmtilegur búskapur, segja þau. Það er gaman á gottímanum á vorin, í apríl og maí, þá er mikið að gera og viðveran löng. Það er líka skemmtilegur tími á haustin þegar verið er að flokka dýrin og skoða gæðin. En vissulega er þetta mjög bindandi, maður hleypur ekki neitt í burtu í frí. Það er ekki auðvelt að fá afleysingu í starf af þessu tagi, sá sem hleypur í skarðið þarf að kunna til verka, segja Tómas og Bergdís, en þau eru svo lánsöm að hafa slíkan mann innan seilingar, Arvid Kro á Lómatjörn, en hann sinnir hlutastarfi á búinu og er öllum hnútum kunnugur. Hvergi bangin þótt á móti blási núna Þau hjónin segjast hvergi bangin þótt á móti blási nú um stundir og ætla sér ótrauð að halda loðdýrabúskap áfram. Það er nú líka þannig að maður dettur ekki inn í hvaða vinnu sem er á þessum aldri. Það er líka ákveðið frelsi fólgið í því að vera sjálfs síns herra, og geta ráðið sér sjálfur og ekki víst að maður kunni við sig í starfi hjá öðrum, segir Tómas. Við munum því halda þessu áfram á meðan starfsorkan endist. /MÞÞ Gólf - Einstök hönnun léttari - sterkari - hreinsa sig betur - hálkuvörn Þolir 4000kg öxulþunga Ekki of bjartsýn fyrir næsta uppboð Þau Tómas og Bergdís hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að rekstri loðdýrabúa, en miklar sveiflur eru jafnan í rekstrinum, stundum gengur vel, stundum ekki. Þannig urðu nokkur umskipti í rekstri íslenskra loðdýrabúa á liðnu ári. Það voru viðbrigði því fjögur ár þar á undan voru loðdýrabændum afar hagstæð. Mikil verðlækkun varð á skinnum á uppboðsmörkuðum á síðasta ári og segja þau Tómas og Bergdís að það hafi í sjálfu sér ekki komið loðdýrabændum á óvart. Verðlækkun hafi legið í loftinu. Við erum ekki of bjartsýn fyrir uppboðið í Kaupmannahöfn núna í september, verðið lækkaði aðeins á síðasta uppboði sem var fyrr í sumar og það má allt eins eiga von á að sveiflan verði áfram niður á við, segja þau. Ástand og horfur í Kína, þar sem hlutabréf hafa fallið í verði síðustu mánuði, sé eitt þeirra atriða sem setja strik í reikninginn. Þau hjónin nefna þó að markaðurinn sé ótrúlega góður þrátt fyrir að verð sé lágt. Það er mikill markaður fyrir skinn, það selst allt sem inn á uppboðið kemur, eftirspurnin er ágæt, enda eru skinn nú notuð í ýmislegt annað en pelsa. Fjölbreytnin er mikil, það er m.a. verið að nota skinn í púða, veski,skartgripi, skór eru bryddaðir með skinnum og þannig mætti lengi telja, segir Bergdís. Óvissa engin nýlunda Þau segja óvissu í rekstri loðdýrabúa enga nýlundu, svo hafi verið alla tíð, enda séu það margir þættir sem hafi áhrif á hvernig gengur, oftast utanaðkomandi þættir sem íslenskir loðdýrabændur hafi litla stjórn á. Þeir séu hins vegar með pálmann í höndunum þegar kemur að margvíslegum sjúkdómum sem herja á minkabú í Evrópu, Ísland sé laust við þá erfiðu sjúkdóma og liggi styrkleiki greinarinnar ekki hvað síst þar. Það eru alltaf sveiflur í þessari grein og maður veit aldrei nákvæmlega hvað er handan hornsins, en við það höfum við búið alla tíð og gerum okkur vel grein fyrir þeirri stöðu, segja þau. Á Íslandi í 15 ár - 10 ára verksmiðjuábyrgð Á Íslandi eru 2,6 ha gólfbita frá Andersbeton G. Skaptason, Starengi 13, 800 Selfoss. Sími gsm , netfang: gskapta@internet.is Sala og ráðgjöf Norðurlandi: Benedikt Hjaltason, Akureyri. Sími , netfang: bigben@simnet.is

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Suðvesturland Fossvallarétt við Lækjarbotna (Rvk/Kóp) sunnudaginn 20. sept. um kl Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudaginn 20. sept. um kl Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 20. sept. um kl og 11. okt. kl Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. laugardaginn 26. sept. um kl Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 19. sept. kl Vesturland Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 20. sept. kl Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 26. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 13. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudaginn 20. sept. um kl Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudagana 13. og 27. sept. kl Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 19. sept. og laugardaginn 3. okt. Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. sunnudaginn 13. sept. Fróðárrétt í Fróðárhreppi laugardaginn 19. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudaginn 20. sept. kl Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 26. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudaginn 15. sept. Hamrar í Grundarfirði laugardaginn 19. sept. og 3. okt. Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 19. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 14. sept. Hornsrétt í Skorradal, Borg. Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Mýrar í Grundarfirði Mýrdalsrétt í Hnappadal Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. sunnudaginn 13. sept. kl og föstudaginn 25. sept. sunnudagana 27. sept. og 4. okt. kl sunnudaginn 6. sept. laugardagana 12. og 26. sept. laugardaginn 19. sept. og 3. okt. þriðjudaginn 22. sept. laugardaginn 5. sept. Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudaginn 13. sept. kl og laugardaginn 26. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudaginn 16. sept. kl Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. laugardaginn 19. sept. Ósrétt á Skógarströnd, Dal. föstudaginn 2. okt. kl Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudaginn 20. sept. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardaginn 19. sept. og 26. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudaginn 20. sept. kl og 4. okt. kl sunnudaginn 20. sept. kl sunnudaginn 20. sept. kl og sunnudaginn 4. okt. mánudaginn 14. sept. og föstudaginn 18. sept. laugardaginn 19. sept. kl og 11. okt. sunnudaginn 20. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudaginn 14. sept. kl Þæfusteinsrétt á Hellissandi/ Rifi, Snæf. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. Vestfirðir laugardaginn 19. sept. laugardaginn 26. sept. Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsfirði Upplýsingar liggja ekki fyrir. Broddanes, Strand. sunnudaginn 20. sept. kl Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahrepp, A-Barð. Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 18. sept. Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði Upplýsingar liggja ekki fyrir. Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í Skutulsfirði Upplýsingar liggja ekki fyrir. Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudaginn 27. sept. kl Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. laugardagur 19. sept. kl Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 20. sept. kl Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í Skutulsfirði Upplýsingar liggja ekki fyrir. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 19. sept. Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardaginn 19. sept. Melarétt í Árneshreppi, Strand. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardaginn 19. sept. um kl Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. kl Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudaginn 13. sept. kl Syðridalsrétt í Bolungarvík laugardaginn 19. sept. Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 26. sept. Norðvesturland Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. kl Beinakeldurétt, A-Hún. þriðjudaginn 15. sept. kl Fossárrétt í A-Hún. laugardaginn 5. sept. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. laugardaginn 5. sept. kl Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. laugardaginn 5. sept. kl Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardaginn 19. sept. um kl Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. laugardaginn 5. sept. Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. laugardaginn 29. ágúst kl Skrapatungurétt í Laxárdal, A.-Hún. sunnudaginn 6. sept. kl Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. kl Sveinsstaðarétt, A-Hún. sunnudaginn 13. sept. kl Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. föstudaginn 11. sept. kl Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. (seinni réttardagur) kl Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. föstudaginn 11. sept. kl Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. kl Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. kl Mið-Norðurland Akureyrarrétt við Hrappstaði, Eyf. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði föstudaginn 18. sept. um kl Hlíðarrétt í Skagafirði sunnudaginn 20. sept. Hofsrétt í Skagafirði laugardaginn 19. sept. Holtsrétt í Fljótum, Skag. Hólsrétt við Dalvík sunnudaginn 20. sept. Hraunarétt í Fljótum, Skag. þriðjudaginn 8. sept. Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. sept. kl Kleifnarétt í Fljótum, Skag. laugardaginn 5. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudaginn 13. sept. Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudaginn 13. sept. Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 6. sept. kl Ósbrekkurétt í Ólafsfirði Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf. Reykjarétt í Ólafsfirði Sauðárkróksrétt, Skagafirði Selárrétt á Skaga, Skag. föstudaginn 18. sept. og laugardaginn 19. sept. kl miðvikudaginn 9. sept. og fimmtudaginn 10. sept. laugardaginn 5. sept. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 5. sept. og laugardaginn 19. sept. Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardaginn 19. sept. um kl Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudaginn 14. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 5. sept. Skálárrrétt í Hrollleifsdal, Skag Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudaginn 11. sept. Staðarrétt í Skagafirði sunnudaginn 6. sept. Stíflurétt í Fljótum, Skag. föstudaginn 11. sept. Tungurétt í Svarfaðardal sunnudaginn 13. sept. um kl Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. Þórustaðarétt á Moldhaugnahálsi, Eyf. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. laugardaginn 5. sept. og laugardaginn 12. sept. mánudaginn 14. sept. sunnudaginn 6. sept. kl Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar Brúsastaðarétt í Þingvallasveit sunnudaginn 20. sept. um kl Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 20. sept. um kl Heiðarbæjarrétt laugardaginn 19. sept. um kl í Þingvallasveit Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudaginn 20. sept. um kl Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardaginn 19. sept. um kl Kjósarrétt í Kjós sunnudaginn 20. sept. um kl Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, laugardaginn 26. sept. um kl Gullbr. Selflatarrétt í Grafningi mánudaginn 21. sept. um kl Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 20. sept. um kl Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 19. sept. um kl Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 20. sept. um kl Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana október. Fjárréttir haustið 2015 Bændablaðið birtir nú sem endranær yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Ferðamálafulltrúar komu til aðstoðar á sumum stöðum og víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar. Víða eru fyrri og seinni réttir og eru dagsetningar tilteknar í listanum þar sem við á. Fyrsta rétt haustsins verður Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu en réttað verður þar laugardaginn 29. ágúst. Upplýsingar um dagsetningar annarra rétta birtast hér á opnunni, skipt eftir landshlutum en í stafrófsröð innan hvers landshluta. Listi yfir helstu stóðréttir á landinu er birtur á blaðsíðu 14. Leitið til heimamanna Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar. Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á netfangið tjorvi@ bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar jafnóðum og eru aðgengilegar á vef Bændablaðsins, bbl.is. /TB

25 25 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Norðausturland Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S-Þing. sunnudaginn 13. sept. kl Ormarsstaðarétt í Fellum, Fljótsdalshéraði sunnudaginn 27. sept. kl Mánárrétt á Tjörnesi Teigsrétt, Vopnafirði sunnudaginn 6. sept. Miðfjarðarnesrétt á Langanesi mánudaginn 14. sept. miðvikudaginn 9. sept. Álandstungurétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 19. sept. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S-Þing. sunnudaginn 6. sept. Miðfjarðarrétt Dalsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði Mýrarrétt í Bárðardal, S-Þing. Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd, S-Þing um kl Ósrétt á Langanesi föstudaginn 18. sept. Borgarhafnarrétt, Suðursveit, A-Skaft. Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N-Þing. mánudaginn 14. sept. Fossrétt á Síðu, V-Skaft. Skógarrétt í Reykjahverfi, S-Þing. kl Svalbarðsrétt sunnudaginn 13. sept. Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, N-Þing. sunnudaginn 13. sept. kl Tungugerðisrétt á Tjörnesi sunnudaginn 13. sept. Fjallalækjarselsrétt sunnudaginn 6. sept. Garðsrétt í Þistilfirði sunnudaginn 6. sept. Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S-Þing. Gunnarsstaðarétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði laugardaginn 12. sept. um kl og sunnudaginn 20. sept. laugardaginn 5. sept. kl Hallgilsstaðarétt á Langanesi föstudaginn 18. sept. Tungurétt í Öxarfirði, N-Þing. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S-Þing sunnudaginn 6. sept. kl Tunguselsrétt á Langanesi mánudaginn 14. sept. Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. Hvammsrétt í Svalbarðshreppi í Þistilfirði Illugastaðarétt í Fnjóskadal S-Þing. Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing. Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing sunnudaginn 13. sept. kl sunnudaginn 6. sept. kl sunnudaginn 13. sept. um kl sunnudaginn 20. sept. um kl Víðikersrétt í Bárðardal, S-Þing. sunnudaginn 30. ágúst kl Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing. kl Þorvaldsstaðarétt, Langanesbyggð miðvikudaginn 16. sept. Austurland Melarétt í Fljótsdal, N-Múl. laugardaginn 19. sept. kl Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudaginn 11. sept. um kl Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. laugardaginn 19. sept. um kl Landréttir við Áfangagil, Rang. Suðausturland fimmtudaginn 24. sept. um kl Laugarvatnsrétt, Árn. sunnudaginn 13. sept. kl kl Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardaginn 19. sept. um kl Grafarrétt í Skaftártungu, V-Skaft. laugardaginn 19. sept. Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. um kl Lögrétt Álftveringa í landi Holts og Herjólfsstaða Uppl. liggja ekki fyrir. Selflatarrétt í Grafningi mánudaginn 21. sept. um kl Skaftárrétt, V-Skaft. kl Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, Rang. sunnudaginn 20. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 20. sept. um kl laugardaginn 5. sept. um kl Suðurland Austur-Landeyjaréttir við Miðey, Rang. Uppl. liggja ekki fyrir. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudaginn 11. sept. Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudaginn 20. sept. kl Tungnaréttir í Biskupstungum kl Fjallrétt við Þórólfsfell, Rang. mánudaginn 14. sept. sunnudaginn 20. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudaginn 20. sept. Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti, Rang. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudaginn 20. sept. um kl Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang. sunnudaginn 20. sept. um kl Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardaginn 19. sept. kl Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 20. sept. um kl

26 26 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Íslensk hollusta selur nokkrum af bestu veitingastöðum á Norðurlöndum þurrkað lyng og brenndur þari meðal eftirsóttra afurða í fjölbreyttri vörulínunni Fyrirtækið Íslensk hollusta var stofnað fyrir tíu árum og felst starfsemi þess í úrvinnslu á hráefni í boði hinnar villtu náttúru. Eyjólfur Friðgeirsson, líffræðingur og zen-búddisti, er stofnandi þess og eigandi en forveri Íslenskrar hollustu var fyrirtækið Hollusta úr hafinu. Að sögn Eyjólfs var nafngiftin Hollusta úr hafinu tilkomin vegna þess að hugmyndin var að útfæra vörur úr þara fyrst og fremst og selja þær. Við söfnuðum stórþara, beltisþara og einnig fjörugrösum, segir Eyjólfur. Þau eru mjög merkileg og voru notuð í brauðbakstur í gamla daga og reyndar matargerð. Enska heitið á þeim er Irish moss, en okkar íslensku fjallagrös heita Iceland moss upp á ensku en þau hafa líka lengi verið í okkar vörulínu í ýmsum útfærslum, segir Eyjólfur um fyrstu vörurnar sem hann sendi frá sér. Beltisþarinn eins og besta nasl Það er hægt að borða beltisþarann bara sem nasl, nánast eins og hann kemur úr sjó. Hann heitir enda laminaria saccharina á latínu því hann er með vott af sætum keimi og auðvitað saltur líka. Það er að vísu dálítið erfitt að verða sér úti um þennan þara, en núna kaupi ég hann vestan frá Stykkishólmi af fyrirtæki sem heitir Íslensk bláskel. Þeir eru með kræklingarækt rétt fyrir utan Stykkishólm og taka beltisþarann af kræklingalögnunum. Svo þvo þeir hann upp úr köldu vatni áður en hann er þurrkaður. Þá verður hann svona stökkur og góður. Hann vex mikið á kræklingalögnunum og er í raun til óþurftar þar og þeir eru farnir að leggja sérstakar lagnir fyrir beltisþarann því eftirspurnin hefur stóraukist á síðustu árum, en það eru margir alveg vitlausir í hann og svo þykir hann mjög hollur. Sölin voru lengi eina sælgæti Íslendinga Ég byrjaði líka fljótlega að selja söl. Þau voru lengi vel eina sælgætið sem Íslendingar áttu kost á og hafa lengi verið þekkt fyrir bragðgæði og hollustu. Notkun á sölvum er talin hafa borist með írskum formæðrum okkar, en þessi þari er enn mikið notaður á Írlandi. Í kjölfarið fór ég að selja fjallagrösin og ég held að ég sé stórtækasti fjallagrasasalinn á Íslandi í dag. Ég held að ég selji á annað tonnið af fjallagrösum á ári, segir Eyjólfur. Upphaf alls þessa og grunn velgengninnar rekur Eyjólfur til þess að hann var að prófa sig áfram árið 2006 með teblöndu til eigin nota. Teblandan samanstendur af fjallagrösum, birki og ætihvönn og mér þótti hún svo góð að ég ákvað að láta reyna á að koma henni á neytendamarkað og sérstaklega hugsað fyrir ferðamenn. Það var auðvitað löngu áður en þessi sprenging varð, en þetta tókst samt og hefur bara vaxið með auknum straumi ferðamanna. Ég hef líka alltaf haldið áfram að selja fjallagrösin, bæði heil og möluð því það finnst mörgum gott að nota þau í brauðbakstri til dæmis og út í hafragrautinn. Með 100 manns í vinnu Eyjólfur er hér í starfsstöðinni þar sem tekið er við berjum og unnið úr þeim. úr og ég segi iðulega að ég sé með um 100 manns í vinnu og það er ekki fjarri lagi því það eru um 70 manns sem vinna við tínslu bæði á berjum og jurtum. Svo er starfsfólk í vinnu við úrvinnslu á þessum berjum, því við erum með saft og sultur auk þess sem við seljum óhemju mikið af ferskum berjum á haustin og auðvitað frosin yfir veturinn. En Eyjólfur er líka með kryddog tejurtir sem eru eftirsóttar bæði af almenningi og veitingamönnum. Ég er með blóðberg sem ég sel mikið hér og líka úr landi og salt sem Íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir líka unnu sjálfir í gamla daga. Það salt er dálítið sérstakt því þetta er í raun brimsaltur þari, sem er brenndur og eftir stendur þetta saltkrydd með eins konar barbecue-bragði. Lengi vel var þetta eina saltið sem var notað á Norðurlöndum. Þegar menn voru komnir með öskuna, þá bleyttu þeir hana upp í sjó og voru þá komnir með eins konar deig sem auðvelt var að breiða yfir steina og þurrka. Mér skilst að þetta verið það verðmætt að það hafi verið notað mikið sem afgjald af jörðum hér á Suðurlandi. Mörg örnefni eins og Saltvík og Saltnes eru væntanlega tilkomin vegna þess að þar fór fram slík verkun á brenndum þara. Það var svo ekki fyrr en á 15. öld sem það opnaðist fyrir innkaup á hvítu salti og við fórum að kaupa slíka vöru af Englendingum frá Miðjarðarhafinu. Myndir / smh Nokkrar úrvalstegundir af sultu og hlaupi sem Íslensk hollusta framleiðir. Í byrjun tíndi Eyjólfur sínar náttúruafurðir eingöngu sjálfur, en eftir að hann fór að eldast og umsetningin varð meiri hefur hann notið aðstoðar fjölmargra við öflunar á aðföngum. Núna kaupi ég því meirihlutann af því sem ég vinn Eyjólfur er hér í ætihvannastóði, en ætihvönnin er mikilvæg nytjajurt hjá Íslenskri hollustu. Mynd / úr einkasafni

27 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Þegar blaðamann bar að garði var Eyjólfur að þurrka aðalbláber sem hann var búinn að blanda saman við salt. Það fer svo í sérstakar pakkningar og seldar sem sælkerakrydd. Noma í Kaupmannahöfn í hópi viðskiptavina Um leið og Íslendingar fóru að neyta hvíta saltsins tapaðist talsvert af steinefnum og næringarefnum sem voru í þaranum. Þetta salt sel ég bæði í sælkeraverslunum, sérverslunum og til veitingahúsa. Líklega er ekki nema um 20 prósent af veltunni hjá mér sala í smásöluverslanir og mun meira í svokölluðum túristaverslunum. Það hefur svo þróast í þá átt á síðustu árum að um tíu prósent af minni framleiðslu er selt til útflutnings. Af því er mikið sem fer inn á veitingahús og til víngerðar og reyndar líka hér heima og þá á hótel og bakarí og fleira. Ég sel á veitingahús um öll Norðurlönd og til gaman má geta þess að í Hvítbók bestu veitingahúsa á Norðurlöndum, sem gefin var út í fyrra, erum við að selja til tíu af þrjátíu bestu stöðunum á þeim lista. Það er þá einkum krydd, brenndi þarinn, söl, þurrkað lyng, fjörugrös, þari og fleira. Ég hef selt töluvert til þess fræga veitingastaðar í Kaupmannahöfn sem heitir Noma, sem hefur verið valinn besti veitingastaður heims í nokkur skipti. Þaðan hafa vörurnar mínar spurst dálítið út, enda er þar mikil miðstöð matargerðarlistar og margir veitingamenn sem koma þar við. Noma hefur keypt mest af sölvum, en einnig beltisþara og fjallagrös. Ég sel líka blóðberg nokkuð víða og svo hefur brugghús í Danmörku keypt af mér ætihvannarfræ. Ég hef óskaplega gaman af því að versla við þessi veitingahús, því það er mikið að gerast og á mörgum stöðum eru afar frjósamir matreiðslumenn sífellt að þróa sig áfram með bragð. Ég er í ágætu sambandi við þessa íslensku matreiðslumenn sem Íslensk hollusta er með nokkrar útgáfur af sælkerakryddblöndum. ég er í viðskiptum við og þeir leita mikið til mín ef það er eitthvað sem þá vantar eða vilja prófa. Þar má nefna þurrkuð bláber, þarasaltið, ætihvannarrót, -blöð og -fræ og hráefni úr birki. Það sem ég er að fást við núna er mjög spennandi ég er að vinna með þörung sem vex hér við Ísland sem er með keim eins og hvítur jarðsveppur (truffla). Ég hafði frétt af því að einhverjir norrænir matreiðslumenn höfðu snuðrað þetta upp og fór að grúska í þessu. Þessi vara er enn á þróunarstigi og því ekki tilbúin, segir Eyjólfur sem greinilega er spenntur fyrir framvindu þessa máls. Eftirsótt þurrkað lyng og lauf Kokkarnir eru rosalega hrifnir af þessu, segir Eyjólfur og sýnir blaðamanni ofan í sekk fullan af þurrkuðum jurtum. Hluti af þeim berjum sem ég kaupi eru óhreinsuð og þegar við hreinsum berin tek ég lyngið og laufið frá, sem kemur með berjunum og þurrka það. Þessu fylgir ýmislegt eins og grænjaxlar og ýmis annar gróður. Yfirleitt sel ég þetta bara beint til kokkanna svona þurrkað. En svo set ég saman við þetta krækiberjahrat og salt og úr þessu verður til krydd sem ég pakka inn í sælkerapakkningu. Eyjólfur er sem fyrr segir líffræðingur að mennt og segist alltaf hafa haft áhuga á náttúrunni og því sem er í umhverfinu í kringum hann. Ég hef tínt sveppi, fjallagrös og ýmislegt í gegnum tíðina til eigin nota. Í klaustri zen-búddista í Kaliforníu, sem ég tilheyri, kynntist ég svo þessari þaranotkun. Zen-búddisminn sem ég fylgi á rætur sínar í Japan og þar tíðkast mjög notkun á þessum sjávargróðri, segir Eyjólfur um upphaf þess að hann fór að gefa þaranum gaum. Þetta á mjög vel við mínar lífsskoðanir, að nytja það sem náttúran býður upp á og í raun hefur zen-búddisminn hjálpað mér við að skýra þær hugmyndir sem ég fæ varðandi nýtingu á afurðum náttúrunnar yfirvega þær og koma í verk. Hugurinn róast og maður á auðveldara með að vera í sjálfum sér við hugleiðslu. Starfsstöð fatlaðra á Selfossi sér um pakkningu Öllu tei og kryddi, sem er í litlu gjafapakkningunum hjá Íslenskri hollustu, er að sögn Eyjólfs pakkað í starfsstöð fatlaðra á Selfossi. Ég held að við höfum átt í því samstarfi í ein 6 8 ár og það hefur gengið mjög vel. Mér finnst mjög ánægjulegt að geta átt í þessu samstarfi og lagt mitt af mörkum. Annars erum við sjálf með tvær starfsstöðvar; í annarri fer fram móttaka og vinnsla á ákveðnum krydd- og tejurtum, þurrkun og pakkning á ákveðnum vörum, en í hinni er berjamóttaka og vinnsla sultu- og saftgerðin. Ég kaupi mikið af aðalbláberjum, bláberjum, hrútaberjum og krækiberjum. Í fyrra til dæmis keypti ég alls 12 tonn af berjum. Við erum að vinna úr þessu krækiberjasafa, bláberjasaft og svo gerum við mikið af sultum. Svo seljum við fersk ber á haustin og frosin ber allan ársins hring. Það gengur svo sem ágætlega núna að fá ber, enda hef ég verið að byggja upp sambönd í nokkurn tíma. Eins og fyrr segir er ég í raun með yfir 70 manns sem tína fyrir mig berin á öllu landinu sem betur fer því á undanförnum árum hefur þessum gæðum verið mjög misskipt vegna tíðarfarsins. Í fyrra var ágætt norðaustanlands og austanlands, en mjög lítið á síðustu tveimur árum til dæmis á Vestfjörðum þar sem ég er víða með tínslufólk. Sunnanlands hefur verið líka mjög lélegt, en þó reyndar var aðeins að hafa þar í fyrra. Þetta er svo flutt hratt og vel með Landflutningum til mín og fer þá ýmist í kæli eða frysti. Jurtaæta sem drekkur ekki kaffi 27 Eyjólfur er jurtaæta til fjölda margra ára. Hann segir að hann drekki heldur ekki kaffi og hafi ekki gert í 25 ár. Hann notar hins vegar villtu jurtirnar til að vega upp á móti þessu. Ég var búinn að vera að prófa mig áfram með ýmsar jurtateblöndur og þekki þá möguleika mjög vel. Núna er ég kominn með þrjár blöndur í sölu sem allar eru tilkomnar þannig að mér hefur þótt þær falla best að mínum smekk og ég hef viljað drekka sjálfur, segir Eyjólfur og tekur dæmi af blöndu sem inniheldur fjallagrös, birki og ætihvönn í grunninn. Ég bætti svo við hana mjaðjurt en passa að hafa hana bara í bakgrunni. Þú finnur ekki beint fyrir bragðinu, því ef hún verður of ráðandi hefur bragðið tilhneigingu til að verða of væmið. Svo eru í þessu brenndar byggflögur sem ég fæ frá Vallanesi á Héraði, en þær gefa góða fyllingu. Hér áður fyrr var bygg gjarnan notað í stað kaffis og til að drýgja það þegar skortur var, til dæmis á stríðstímum. Einnig með bað- og húðvörur Auk þess að framleiða vörur fyrir bragðlaukana og magann er Eyjólfur með svolítið af bað- og húðvörum. Ég er til dæmis með baðsalt, þar sem ég blanda saman jarðsalti úr borholu á Reykjanesi við þara annars vegar og Hekluvikur hins vegar, en hann er mjög hreinsandi fyrir húðina. Ég hef einnig verið að fikta við að búa til krem í einhver ár og set rauðsmára í kremið mitt. Það skilst mér að virki svo vel á þurra húð, exem og sumar tegundir af soriasis. Rauðsmárinn er sérstaklega virkur, en svo er ég með nokkrar aðrar tegundir í þessu kremi. Það hefur komið í ljós við rannsóknir á honum að hann virðist vera mun öflugri hér á landi en í löndum sunnar í Evrópu. Rannsóknarstofan Sýni hefur gert efnagreiningar og bakteríugreiningar fyrir mig til að halda gæðunum í lagi. Eins eru að verða svo miklar breytingar um kröfur á merkingum og þá fæ ég hjálp við að verða við þeim hjá slíkum sérhæfðum aðilum. Eyjólfur segir að hann sé aðallega að skemmta sér við þetta brölt sitt allt saman hann auglýsi til dæmis mjög lítið og því komi velgengnin skemmtilega á óvart. Með tíðinni hafa vörurnar spurst út og selt sig dálítið sjálfar á eigin verðleikum. Ég hefði kannski þurft að fara í einhverja markaðsherferð, en það kann ég bara ekki og veit ekki hvernig ég ætti að bera mig að. Mig hefur dreymt um að fá vottun frá Vottunarstofunni Túni, um uppruna varanna; að þær séu hreinar náttúruvörur. Mér skilst að slík vottun þekkist í sjávarútveginum; að þannig sé hægt að votta villtar afurðir. Ég þarf einhvers konar viðurkenningu á því að vörurnar eru að öllu leyti sprottnar úr villtu íslensku hráefni, auk þess sem þetta er allt handpakkað. /smh Vinnufatnaður Fyrir fagfólk Mikið úrval af flottum gæða vinnufatnaði sem þolir þvott allt að 95 og þarf ekki að strauja. Í berjavinnslunni fer fram vinnsla á nokkrum gerðum af safti, sultu og hlaupi. Pantið vörulista hjá okkur praxis@praxis.is Vatteraðir jakkar kr. Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Sportskór Einnig til á herrana. Litur Svart, hvítt. Str Dömusandalar Verð kr Litur Svart, hvítt, blátt. Str Verð kr Bonito ehf. Faxafen Reykjavík Sími Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga.

28 28 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fjölbreytt fóðurráðgjöf hjá RML Sumarið hefur verið misjafnt eftir landshlutum eins og svo oft áður og eins og bændur vita hefur veðurfar mikil áhrif á gróffóðrið, bæði magn og gæði. Það er því mjög mikilvægt að gefa sér tíma á haustin til þess að fara yfir það hvers var aflað og hvernig það komi til með að nýtast í vetur. Þá er fyrsta ráðið að senda sýni til efnagreininga. Á heimasíðu RML er hægt að panta heysýnatöku. Ráðunautar geta einnig ráðlagt bændum um hversu mörg sýni sé heppilegt að taka á hverjum stað og úr hverju, það þarf að meta út frá aðstæðum hjá hverjum og einum og fer eftir því á hversu löngu tímabili heyskapur fór fram, hversu mikil ræktun er í gangi á bænum og fjölbreytni í ræktun. Eins ræðst af til hvers á að nota fóðrið hversu miklar upplýsingar eru nauðsynlegar og að lokum skiptir verkunaraðferð líka máli. Ráðunautar RML geta einnig gefið bændum upplýsingar um þá möguleika til efnagreininga sem eru í boði, bæði hvað hægt sé að greina og verð, en nú býðst bændum að senda sýnin sín á nýja rannsóknarstofu á Hvanneyri, Efnagreiningu ehf., sem verður góð viðbót við þann möguleika að senda sýnin út til Blgg í Hollandi. Eftir að niðurstöður efnagreininga eru komnar til bænda geta ráðunautar hjálpað til við túlkun þeirra. Þá er farið yfir það hvaða eiginleika fóðrið hefur og hvernig það kemur þá til með að nýtast til fóðrunar á þeim gripum sem því er ætlað. Einnig bendum við á ef eitthvað er athugavert eða mikilvægt að hafa í huga varðandi viðbótarfóður, hvort sem er steinefni eða kjarnfóður. Kjósi bændur frekari ráðgjöf varðandi fóðrunina er bæði hægt að fá hana sérsniðna að hverjum og einum en einnig bjóðum við sér staka ráðgjafarpakka fyrir kúabændur sem við köllum Stabba og Stæðu. Stabbi er pakki þar sem farið er yfir gróffóðurgæði á búinu og fundið út hvaða viðbótarfóður er heppilegt að gefa með út frá þeim markmiðum sem bóndinn setur varðandi framleiðslu, nyt og efnainnihald. Áætlanirnar miða að því að uppfylla næringarþarfir gripanna og tryggja gott heilsufar og frjósemi, á sem hagkvæmastan hátt. Hérna er gert ráð fyrir því að vinna áætlanir fyrir aðskilda fóðrun, þ.e. þar sem gróffóður og kjarnfóður er gefið sérstaklega. Í Stabba er gert ráð fyrir einni heimsókn yfir veturinn þar sem farið er yfir áætlunina og framkvæmd hennar. Í slíkri heimsókn horfir ráðunautur eftir holdafari hjá kúnum og fóðrunaraðstöðu og kemur með ábendingar sem eru í takt við framkvæmd áætlunarinnar. Stæða er stærri pakki með sömu grunnmarkmið og Stabbi, þ.e. að fara yfir gróffóðurgæði og finna viðbótarfóður sem hentar og enn eru markmiðin að uppfylla næringarþarfir til framleiðslu, tryggja gott heilsufar og frjósemi og allt þetta á sem hagkvæmastan hátt. Innifalin í Stæðu er heysýnataka og í kjölfarið túlkun á niðurstöðum. Unnin er fóðuráætlun út frá þeim markmiðum sem bóndinn setur sér og aðstæður leyfa. Hérna er hægt að vinna áætlanir hvort sem er með aðskilda fóðrun en einnig ef blanda á saman gróffóðri og einhverju viðbótarfóðri, hvort sem um ræðir bygg, kjarnfóður eða hrávöru. Tvær heimsóknir eru innifaldar í Stæðu og ráðunautur metur hold og ástand gripa, aðstöðu til fóðrunar og framkvæmd og kemur með ráðleggingar sem því tengjast og svo að framkvæmd fóðuráætlunar gangi sem best upp. Hérna býðst bændum einnig að fá ráðleggingar varðandi fóðurverkun og beit. Hvað ræður verðlagi á Íslandi? Verðlag á ýmsum neysluvörum hefur verið allnokkuð til umræðu undanfarið og athygli verið vakin á að verð á ýmsum heimilistækjum og raftækjum sé umtalsvert hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta eru ekki ný tíðindi. Í verðsamanburði Eurostat sem birtist í júní sl. má lesa að Ísland var í 9. sæti þegar kemur að verði á neysluvörum árið Landið trónir hins vegar í efsta sæti þegar kemur að verði á heimilistækjum sem er 53% hærra VEIÐIÁ TIL LEIGU Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar, Ölfusi óskar eftir tilboðum í veiðirétt félagsins í Varmá og Þorleifslæk fyrir árin 2016 til 2018, eða árin 2016 til ársins Frekari upplýsingar veitir formaður félagsins í síma eða á Áhugasamir vinsamlegast sendi tilboð fyrir 1. sept 2015, á heimilisfangið, Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar, Hrauni 2, 816 Ölfusi en að meðaltali innan ESB, húsgögnum og heimilisbúnaði (19%), fatnaði (39%) og skóm (47%). Um síðustu áramót voru felld niður vörugjöld af mörgum vörum, s.s. sjónvörpum, en bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa bent á að þessi breyting hafi ekki skilað sér til neytenda. Lauslega leiddi könnun Neytendasamtakanna í ljós að sjónvarpstæki eru um 50% dýrari á Íslandi en í Danmörku þrátt fyrir að bæði tollar og virðisaukaskattur er lægri á þessar vörur hér á landi en þar. Athyglisverð eru ummæli framkvæmdastjóra SVÞ í Morgunblaðinu þann 13. ágúst sl. þar sem hann er að svara gagnrýni ASÍ, en þar segir hann að í greiningu Samtaka atvinnulífsins, þar sem borið var saman verð á ýmsum vörum í Noregi, Svíþjóð og Íslandi, hafi komi fram að verð á sjónvörpum hafi verið 63% hærra á Íslandi en í Noregi og 67% hærra en í Svíþjóð á síðasta ári. En eftir afnám vörugjalda hafi sambærileg tæki AÐEINS verið 47% dýrari á Íslandi en Noregi og aðeins 45% dýrari en í Svíþjóð. Já, gott og vel, vörugjöld hafa lækkað vöruverð. En aðeins 47% eða 45% dýrari hvað er það? Er það þá vegna legu landsins óhagkvæmni í verslunarrekstri? Eða hvað er það? Það var ekki síður athyglisvert að hlusta á Sigurð Jóhannesson, hagfræðing hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, bókstaflega réttlæta þennan verðmun í viðtali við RÚV í fréttum þess mánudagskvöldið 10. ágúst sl. Hann taldi að flutningskostnaður og stærð markaðarins réði mestu um hátt verðlag hérlendis. Lækkun tolla taldi hann koma fram í verðlagi en um leið sagði hann Erna Bjarnadóttir. að verðhækkanir frá birgjum skili sér almennt í vöruverði en lækkanir síður. Röksemdafærsla þessara tveggja manna, sem oft eru kallaðir til álitsgjafar þegar matvöruverð ber á góma, er einkennileg. Líklega var hagfræðingurinn að segja að samkeppni á markaði hér á landi sé of lítil til að verðlækkanir birgja (sem lækkun vörugjalda og tolla hljóta að vera hluti af) skili sér til neytenda, með öðrum orðum fákeppni. Á það þá ekki einnig við um matvörumarkaðinn? Skýrsla Samkeppniseftirlitsins frá því í vetur bendir einmitt eindregið til þess að fákeppni sé ráðandi á þessum markaði. Í skýrslu þess segir m.a.: Samkvæmt upplýsingum um arðsemi skráðra dagvörusmásala (e. grocery retailers) erlendis er meðalarðsemi eigin fjár um 13% í Evrópu og um 11% í Bandaríkjunum samanborið við 35% 40% hér á landi. Þessar tölur gefa til kynna að arðsemi stærstu íslensku verslanasamstæðanna sé mjög góð í alþjóðlegum samanburði. Er það eðlilegt að verslun með brýnustu nauðsynjar sé svo arðbær sem raun ber vitni? Það er því sérstök ástæða til að hrósa IKEA fyrir að ganga nú fram á völlinn og benda kollegum sínum í verslunarrekstri á hið augljósa, að láta neytendur njóta góðs af lækkunum á innkaupsverði hvort sem það er vegna gengisþróunar eða annarra ytri aðstæðna sem lækka vöruverð og koma þeim þannig til hagsbóta. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands Þróunarverkefni í sauðfjárrækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunaverkefna í sauðfjárrækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár til stuðnings við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í sauðfjárrækt, sbr. auglýsingu nr. 703/2014. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: - Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins - Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu - Tímaáætlun verkefnisins - Fjárhagsáætlun verkefnisins - Hvernig verkefnið nýtist sauðfjárræktinni - Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Umsóknarfrestur til 1. október. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á fl.is. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri 311 Borgarnes Sími Yndisgarðurinn Hvanneyri. Skjólbelti framtíðar: Námskeið um val og samsetningu tegunda fyrir gagnleg og endingargóð skjólbelti Föstudaginn 4. september verður opið námskeið um tegundaval fyrir heppilegar plöntur í skjólbelti haldið í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Til að skjólbelti skili bestum árangri er nauðsynlegt að þau þjóni hlutverki sínu sem vindbrjótur vel, séu þétt, vaxi nokkuð hratt upp og endist vel. Þau þurfa að haldast þétt að neðan þannig að ekki nái að trekkja undir þau en jafnframt verða þau að ná að vaxa nokkuð hratt upp því skjólbelti skýla stærra landsvæði eftir því sem þau eru hærri. Ný hugsun í ræktun skjólbelta miðar að því að velja heppilega samsetningu tegunda fyrir íslenskar aðstæður, með sjálfbærni að leiðarljósi. Í skjólbeltum ættu að vera blanda af langlífum, stórvöxnum stofntrjám sem eru megintré beltisins, hraðvaxta fósturtegundum og langlífum, skuggþolnum og skugga-

29 29 facebook.com/enneinn Glótoppur. Ferð til fjár Verslanir N1 um land allt bjóða gott vöruúrval fyrir bændur í smalamennsku ÍSLENSKA/SIA.IS ENN /15 varpandi runnum sem plantað er í þriggja raða belti, eða í fjölraða belti á mjög vindasömum stöðum. Skjólbelti framtíðar er verkefni á vegum Yndisgróðurs Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir Yndisgróðurs á harðgerum og nytsömum garð- og landslagsrunnum eru nýttar við plöntuval í skjólbeltum framtíðar. Samson Bjarnar Harðarson, landslagsarkitekt og lektor við Landbúnaðarháskólann, er verkefnastjóri og hefur umsjón með námskeiðinu. Í tengslum við verkefnið fór Samson til Danmerkur í sumar til að kynna sér skjólbeltarækt þar ytra. Ný hugsun í skjólbeltarækt byggist einmitt að stórum hluta á hugmyndum Dana. Þeir höfðu glímt við sams konar vandamál og Íslendingar um endingarlítil og gisin skjólbelti. Á 7. og 8. áratug síðustu aldar fóru Danir að þróa hugmyndir þar sem fyrst og fremst er horft til náttúrulegra skógarjaðra, trjá- og runnabelta sem víða getur að líta í búsetulandslagi Danmerkur. Opinn dagur á Hvanneyri. Tilrauna- og sýniskjólbeltum hefur verið komið upp á Hvanneyri og á Suðurlandi og verða beltin á Hvanneyri skoðuð á námskeiðinu. Í yndisgarðinum á Hvanneyri verða skoðaðar ýmsar tegundir runna sem henta í skjólbelti og hafin er ræktun á í þeim tilgangi. Megintilgangur námskeiðisins er að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir afmarkað en fjölbreytt úrval nytsamra tegunda fyrir skjólbelti. Farið verður yfir hvaða tegundir og yrki hafa góða eiginleika og hvaða tegundir henta illa fyrir skjólbelti. Microflex regngalli Vnr * Blár Microflex regngalli. Verð kr. COFRA leðurhanskar Vnr G120 KD00 Leðurhanskar með laska. Stærðir 10 og 11. Verð 990 kr. Regnjakki Vnr LR9055 Regnjakki EN GR. Uppfyllir sýnileikastaðal, fáanlegur gulur eða appelsínugulur. Stærðir S 3XL. Verð kr. DUNLOP Purof Professional Vnr D Létt stígvél með höggdeyfi í sóla, hentug við margskonar aðstæður. Stærðir: Verð kr. Tech tappaviðgerðarsett Vnr Með lofthylkjum fyrir fjórhjól. Verð kr. Tími og staðsetning: Föstudaginn 4. sept. kl hjá Lbhí á Hvanneyri. Verð: kr. Skráning: - endurmenntun@lbhi.is - sími Starfandi bændur geta sótt um allt að kr. námsstyrk til Starfsmenntasjóðs bænda á hverjum vetri. Fleiri námskeið eru haldin á vegum Yndisgróðurs í Landbúnaðarháskólanum og má skoða frekari upplýsingar um verkefnið á vefnum: Þjarkur samfestingur Vnr Þunnur samfestingur með hnjápúðavösum, dökkblár með heiðbláu á bringu. Stærðir Verð kr. N1 verslanir og umboðsmenn um land allt Sími: Sensor höfuðljós Vnr Stillanlegur fókus, snertifrír rofi. Verð kr. Fjórhjóladekk Mikið úrval fjórhjóladekkja frá Maxxis og Swamp lite fyrir flestar gerðir hjóla. Klettagarðar, Grindavík, Ólafsvík, Patreksfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reyðarfjörður, Reykjanesbær, Akureyri og Vestmannaeyjar. Banner rafgeymar Start- og neyslugeymar í miklu úrvali. Mobil smurolía Hluti af smalamennsku Mobil Delvac MX 15W-40 4 og 20 lítra. Mínerölsk olía fyrir vinnuvélar. 10 AFSLÁTTUR % Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Sólvangi Egilsstaðir Sími jotunn@jotunn.is

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Áhugaverðir tímar fram undan í mjólkurframleiðslunni: Byggja á nýjan samning á grunni þess sem fyrir er og gera nauðsynlegar breytingar Á dögunum bárust um það fregnir að aukning í mjólkurframleiðslu hefði verið tæp 15 prósent miðað við sama tíma í fyrra og voru þá horfur á því að framleiðsla þessa árs yrði meiri en greiðslumark ársins, sem er 140 milljónir lítra. Um svipað leyti sendu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði bréf til bænda þar sem samdráttur er boðaður á greiðslumarki næsta árs. Áður hafði því verið lýst yfir að greitt yrði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innvegna mjólk út næsta ár. Landbúnaðarráðherra hefur boðað uppstokkun á greiðslumarkskerfinu svo það er ljóst að það eru forvitnilegir tímar fram undan í mjólkurframleiðslunni. Því er ekki úr vegi að kanna hug formanns Landssambands kúabænda til stöðunnar og hvers sé að vænta. Það hefur verið ævintýraleg aukning í sölu mjólkurafurða síðustu tvö ár, einkum þeim fituríkari. Frá miðju ári 2013 til dagsins í dag er aukningin í smjörsölu til að mynda 21 prósent, rjóma 11 prósent og feitum ostum um 11 prósent, þá hefur sala nýmjólkur vaxið um þrjú prósent, eftir viðvarandi samdrátt síðustu áratugi. Vegna þessa var greiðslumark aukið milli áranna 2013 og 2014 úr 116 milljónum lítra í 125 millljónir og síðan í 140 milljónir fyrir yfirstandandi ár. Þessi mikli vöxtur hefur verið mjög krefjandi verkefni fyrir greinina, en ekki verður betur séð en bændum hafi gengið vel að nýta þau tækifæri sem hann hefur skapað, segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um stöðu mála. Laga þarf greiðslumarkið að bættri birgðastöðu Hluti þess greiðslumarks sem ákvarðað var fyrir yfirstandandi ár kom til vegna þess að byggja þurfti upp nauðsynlegar birgðir, en þær höfðu gengið til þurrðar í söluaukningu síðustu ára. Söluspáin gerði ráð fyrir aukningu upp á 136 milljónum lítra og 4 milljónir voru áætlaðar til birgðasöfnunar. Nú stefnir í að framleiðsla yfirstandandi árs verði nokkuð yfir útgefnu greiðslumarki og því líklegt að laga þurfi greiðslumarkið til samræmis við bætta birgðastöðu. Lækki greiðslumarkið deilast stuðningsgreiðslurnar á færri lítra sem því nemur, það gerir þeim væntanlega léttara fyrir sem átt hafa í erfiðleikum við að fylla sitt greiðslumark. Að öðru leyti sé Hafðu samband í síma eða á landstolpi@landstolpi.is og fáðu nánari upplýsingar Landstólpi er vaxandi fyrirtæki með kjarnastarfsemi í heildsölu og smásölu landbúnaðarvara og byggingu stálgrindarhúsa. Landstólpi Gunnbjarnarholti 801 Selfoss s landstolpi@landstolpi.is Sigurður Loftsson, formaður Lands- Mynd / HKr. ég ekki annað en komandi ár geti orðið kúabændum hagfellt. Það er ennþá þokkalegur vöxtur í sölu, en auðvitað er nauðsynlegt að haldið verði vel á spöðum í markaðsmálum og hvergi slakað á því efni, segir Sigurður. Hann segir enga ástæðu til að efast um að ekki verði staðið við yfirlýsingar um að áfram verði greitt fullt afurðastöðvarverð fyrir alla mjólk á næsta ári. Brýnt að taka upp starfsskilyrði kjötframleiðslunnar Nú rennur mjólkursamningurinn út í árslok á næsta ári. Sigurður segist sjá það fyrir sér að nýr samningur um starfsskilyrði kúabænda muni taka mið af þeim árangri sem núverandi samningur hefur skilað. Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kemur fram að núverandi samningur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar og þau ákvæði búvörulaganna sem tengjast greininni, hafa skilað verulegum árangri til hagsbóta fyrir neytendur og tryggt afkomu bænda. Ég tel því eðlilegt að byggt verði áfram á grunni þess fyrirkomulags sem í gildi er, en þróa það jafnframt áfram og sníða af því þá agnúa sem til staðar eru. Mikilvægustu þættirnir sem varða starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar eru tollverndin og að bændur fái áfram að koma fram sameinaðir gagnvart markaði, að þessu þarf sérstaklega að gæta. Síðan er að mínu mati algörlega nauðsynlegt að tekið verði á starfsskilyrðum nautakjötsframleiðslunnar. Uppstokkun á styrkjakerfinu hefur ekki verið rædd Klippt og Skorið TRIOLIET Turbobuster stæðuskerar - Hraðvirkir og sterkbyggðir. Í ræðu landbúnaðarráðherra á síðasta Búnaðarþingi kom fram að hann sæi fyrir sér að með nýjum búvörusamn- aði byrja að ganga í endurnýjun lífdaga. Sigurður sér þó ekki fyrir sér að þar verði einhver sérstök uppstokkun í einni svipan. Það hafa ekki verið viðraðar neinar hugmyndir eða tillögur af því tagi við okkur varðandi mjólkina og ég tel afar ólíklegt að svo verði. Að mínu mati ber að horfa til þess að stuðningur ríkisins við greinina treysti afkomu bænda og stuðli að bættum aðbúnaði gripa, en jafnframt lægra vöruverði til neytenda og bættri samkeppnishæfni greinarinnar. Það má líka benda á að síðasta Búnaðarþing varaði við hugmyndum um landgreiðslur, þar sem slíkur stuðningur hefði ríka tilhneigingu til að eigngerast. Ég óttast að það sama geti átt við um búsgreiðslur. Í þessu sambandi er líka rétt að minna á, að landbúnaðarráðherra gaf um síðustu áramót út nýja reglugerð um velferð nautgripa, þar sem um helmingur allra fjósa í landinu var úreltur á næstu 20 árum. Landssamband kúabænda hefur áætlað að fjárfestingarþörf greinarinnar einungis vegna þess sé ekki undir 18 milljörðum. Með einhverjum hætti verður greinin að bera þá fjárfestingu. Það er ekki bundið við Ísland að eiginfjármyndun í landbúnaði sé hæg, slíkt er fremur algengara en hitt víðast hvar í þróuðum löndum. Margar þjóðir bregðast við þessu með því að tryggja landbúnaðinum aðgang að langtímafjármögnun á boðlegum vöxtum, slíku er hins vegar ekki til að dreifa hér. Það bætir þá varla úr skák ef stuðningsgreiðslum greinarinnar verður spreðað út um holt og móa með óljósum tilgangi. Ég tel því að það eigi að byggja nýjan samning á grunni þess sem fyrir er, en gera á því nauðsynlegar breytingar. Það gildir um greiðslu- Skiptir mestu að það sé stuðlað að traustri búsetu Sú þróun hefur orðið í mjólkurframleiðslunni að kúabú hafa verið að stækka. Risafjós er í byggingu hjá hefur ekki áhyggjur af því að það séu ekki bændur sem standi að slíkum búrekstri og þiggi stuðningsgreiðslur en aðrir til þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Flateyjarbúsins hafa um framtíð þess, en vissulega eru þar á ferð hugmyndir um stærra bú en áður hefur þekkst hér á landi. Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er hvort rekstur þessa bús stuðlar að traustari búsetu fólks í sínu nærum- lega neikvætt að utanaðkomandi aðilar vilji fjárfesta í greininni. Hins vegar er það mín skoðun að fjölskyldubúið eigi áfram að vera sá grunnur sem nautgriparæktin byggir á, en það verður líka að þróast í samhliða nýrri tækni og auknum samfélagskröfum. Hvað varðar beingreiðslurnar, þá eru þær greiddar á framleiddan lítra mjólkur innan greiðslumarks og gera sér engan mannamun í því eins og fyrirkomulagið er í dag, enda eru þær hugsaðar til að lækka vöruverð til neytenda. Sé hins vegar vilji til þess að taka í auknum mæli tillit til stærðarhagkvæmni búanna við útdeilingu stuðnings, er eðlilegast að ræða það samhliða nýjum samningi. Tækifæri fyrir dugmikla og útsjónarsama bændur Mynd / TB Núverandi stjórnvöld hafa lýst því í stjórnarsáttmála að íslenskum landbúnaði verði gert kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir. Nú í byrjun sumars var endanlega staðfest skipun samninganefndar vegna búvörusamninga og væntanlega verður gengið frá nýjum samningum á komandi vikum eða mánuðum sem gilda muni næstu ár. Þar munu að vonum felast tækifæri fyrir dugmikla og útsjónarsama bændur. Ég er því heldur bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd nautgriparæktarinnar. /smh

31 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA ATHYGLI-Ágúst 2015 Smiðjuvegi 72 Gul gata Kópavogi Sími BOS geymslugámar og skemmur Bændablaðið Næsta blað kemur út 10. september Hinir vinsælu BOS geymslugámar aftur fáanlegir á Íslandi! Léttir og auðveldir í uppsetningu 10 ára ábyrgð gegn tæringu Þýsk gæðavara Sýningargámar á staðnum Hafðu samband Bjóðum einnig vöruskemmur í ýmsum stærðum frá BOS. Klettagörðum Reykjavík stolpigamar.is Deutz Fahr 5110C hö á ótrúlegu kynningarverði 5C serían er hönnuð sem alhliða vél sem vinnur frábærlega með ámoksturstækjum. Við hönnun vélarinnar var þess gætt að hún væri notendavæn og þægileg en jafnframt einföld og laus við óþarfa rafbúnað og tækni. 5 góðar ástæður til þess að kaupa sér Deutz úr 5C seríunni: Þýskur 3,6L Deutz mótor Stop&Go (turbokúpling) - hægt að hemla og stöðva án þess að kúpla Vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur Eco vökvadæla sem án VSK skilar hámarksflæði við aðeins snúninga SSD - töföld stýrisdæla, fækkar snúningum á stýri Kynningarverð: 5110C með Stoll FZ20 ámoksturstækjum og skóflu: kr ,- án vsk. m.v. Eur = 148 ÞÓR H F Reykjavík: Krókháls Reykjavík Sími Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími Vefsíða:

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Fróðleiksbásinn Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur Garðar, hvað er hvað hugleiðingar um hugtök Margar eru gerðir garða og hugtökin ýmisleg. Matjurtagarða, kryddgarða og [lyfjaj-]urtagarða er ekki þörf á að útskýra nánar. Þann hóp skipa líka laukgarðarnir sem húsfreyjur á sögusvæði Laxdælu, og ef til vill víðar, höfðu yfir að ráða á öld Íslendingasagna. Í kringum bæi og hús í þorpum landsins voru blómagarðar afgirtir skikar undir gafli íbúðarhúsa þar sem íbúar, les húsmóðirin eða amman, ræktuðu blóm og kannski nokkra runna, jafnvel tré s.s. birki, gulvíði eða reynivið sem fengin voru úr nálægu skóglendi. Þetta er mér í barnsminni, þó er ég ekki ýkja roskinn! Lóð eða garður Eftir að farið var að skipuleggja byggingalóðir í bæjum á þann hátt sem nú tíðkast kom garðurinn til sögunnar. Þ.e. að það svæði sem ekki fór undir byggingar á hinni afmörkuðu lóð var rammað inn með limgerði eða einhvers konar grindverki og kallað garður. En reyndar var það svo, að alveg fram á áttunda áratuginn hélt lóðin oft áfram að vera bara lóð, og svo er það víða enn í þéttbýli víðs vegar um landið. Þar hafa húseigendur lítið sinnt um að koma lóðinni í það stand að kallast geti garður. Og jafnvel eru margar fjölbýlishúsalóðir á höfuðborgarsvæðinu ennþá bara lóðir. Lóð verður ekki að garði við það eitt að ýtt sé út og sléttað yfir raskið sem verður við byggingaframkvæmdirnar og síðan tyrft yfir með þökum af aflögðu túni. Lóðin verður ekki að garði fyrr en lögð hefur verið alúð í að rækta hana upp og velja í hana gróður sem verndar hana fyrir veðrum og vindi. Þegar í lóðina er komin lifandi mold, iðandi ánamaðkar og fuglasöngur getum við fyrst kallað hana garð. Heimilisgarðar Garðar Schierbecks landlæknis (nú Víkurgarður eða Fógetagarðurinn við Aðalstræti), Árna Thorsteinsson landfógeta (nú kallaður Hressingarskálagarðurinn) við Austurstræti og Halldórs Friðrikssonar kennara þar sem Alþingishúsið stendur nú, eru líklega fyrstu heimilisgarðarnir (þ.e. garðar með trjám, blómum og matjurtum) á Íslandi sem nokkur vissa er um hvernig voru. Ég undanskil garða Björns Halldórssonar, prests í Sauðlauksdal (um 1750), og Gísla sýslumanns Magnússonar, Vísa-Gísla, á Hlíðarenda í Fljótshlíð (um 1660). Lítið er vitað um garða þeirra eða annarra (t.d. klaustra og biskupssetra) fyrir 1880, svo ekki er hægt að lýsa þeim eða staðsetja þá eftir heimildum. Bara er vitað að þeir voru til. Þótt fylltar rósir séu þokkafullar, eiga þær ekki erindi í skógargarða. Hér rósin 'Skotta. Skrúðgarðar Fyrsti eiginlegi skrúðgarðurinn á Íslandi er Skrúður á Núpi í Dýrafirði (1909), handverk klerksins og kennarans Sigtryggs Guðlaugssonar. Garður sem byggður var upp sem skrúðgarður (og kennslugarður) eftir ákveðnum og fremur klassískum prinsippum sem sótt voru til suðlægari landa, en aðlöguð íslenskum aðstæðum. Lystigarðurinn á Akureyri kom litlu síðar. Nú var ísinn brotinn, en engin skriða fylgdi svosem á eftir. Hellisgerði í Hafnarfirði kom til á þriðja áratug aldarinnar sem leið. Í Reykjavík var byrjað að móta Tjarnargarðinn (með Hljómskálagarði og Hallargarði) á fjórða áratugnum en litlu miðaði með hann þar til eftir stríðsárin. Tjarnargarðurinn varð eiginlega til fyrir þá slembilukku að mýrin var of vot fyrir byggingar og auk þess höfðu öskuhaugar Reykvíkinga verið þar um nokkurt árabil. Tjarnargarðurinn er fyrsti almenningsgarðurinn á Íslandi. Munurinn á almenningsgarði og skrúðgarði er að í almenningsgarðinum er lögð áhersla á rýmið og að honum sé hægt að halda við með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Erlendis eru almenningsgarðar kallaðir parkar. Í skrúðgarði er meiri áhersla lögð á nándina, þrengri rými og þéttri framsetningu skrautgróðurs af öllu tagi. Slíkir garðar æpa á mannafla ef þeir eiga að standa undir nafni. Þar þarf mikið að reyta arfa, stinga upp beð og sinna einstökum plöntum. Almenningsgarðar Hluti Tjarnar garðsins, Hallargarðurinn við Fríkirkjuveg 11, er fyrsti almenningsgarðurinn sem hannaður var að akademískum skrúðgarðaarkitekt eins og landslagsarkitektar hétu þá. Hönnuðurinn var Jón H. Björnsson, yfirleitt betur þekktur sem Jón í Alaska. Litlu síðar var Austurvöllur á Ísafirði unninn eftir hönnun hans. Báðir þessir garðar sköruðu skilgreingarnar almenningsgarður og skrúðgarður því að í þeim var plöntuvalið meira í ætt við skrúðgarðahugtakið en hitt. Þeir kölluðu Mörkin á Hallormsstað er trjásafn. Sigurður Blöndal við státna eik. Garðurinn í Höfða við Mývatn er dæmigerður trjágarður. Minnisvarði um sr. Sigtrygg og Hjaltlínu, konu hans, í Skrúð. því á viðhald sem misbrestur vildi verða á hjá sveitarfélögum sem þurftu að dreifa þeim rýru fjárhæðum sem ætlaðar voru til garðyrkju og garðyrkjustarfa á fleiri svæði. Sums staðar hefur verið komið upp trjásöfnum, á útlensku arboretum, þar sem trjám af ýmsum tegundum frá ýmsum heimshlutum er safnað saman og plantað út í fastsettum kerfum þar sem hver planta er merkt sérstaklega með greinargóðum upplýsingum. Af sama tagi og með líku fyrirkomulagi eru grasagarðar og rósagarðar. Hvergi skortir þar merkingar um ætt, nafn og uppruna plantnanna sem eru sýningargripirnir í slíkum upplýsinga- og safngörðum. Skrúðgarðyrkja Annars þurfa menn að gæta sín á að hafa þessi skrautgarðahugtök of föst. Almenningsgarðar eru undartekningarlaust í eigu bæjar- eða sveitarfélaga og geta í víðasta skilningi fallið undir skrúðgarðahugtakið. Hugtakið lystigarður fellur ekki beinlínis að neinni annaðhvort- -eða-skilgreiningu. Lystigarðar geta ýmist verið almenningsgarðar, skrúðgarðar, einkagarðar eða garðar í eigu einhverra samtaka. Sama gildir um yndisgarða. Hugtakið trjágarður er líka til. Þar eru tré oftast í aðalhlutverki, en trjágarðar gætu líka alveg eins verið byggðir upp sem skrúðgarðar. Líklega veltur orðnotkunin á vana, útfærslum, eignarhaldi og fjármögnun hverju sinni. En hvaða hugtök sem í umferð eru um skipulagða og ræktaða garða, stóra sem smáa, þá eru þeir sem stunda þá iðn að byggja þá upp og hlotið hafa til þess tilskilda menntun kallaðir skrúðgarðyrkjumenn eða jafnvel skrúðgarðyrkjufræðingar. Skrúðgarðyrkja er löggild iðngrein. Aðrir sem lokið hafa garðyrkjunámi og útskrifast með prófskírteini í plönturæktun og gróðurhúsavinnu hafa enn ekki fengið löggildingu sem iðnaðarmenn. Það er samt huggun harmi gegn að þeir mega kalla sig garðyrkjufræðinga og starfa sem garðyrkjumenn fyrir borgun. Skógargarðar Nýlega hefur eitt garðahugtakið enn skotið upp kollinum, það er skógargarður. Við þekkjum hugtök eins og opinn skógur eða útivistarskógur. Eins eru til yndisskógar. Í öllum slíkum skógum er gaman að ganga um og skoða. En skógargarður er af nokkru öðru tagi. Þar er allnokkru bætt við skógræktina og útfærslan meira í átt til skrúðgarðyrkjunnar. Og skógargarður þarf ekki að vera víðáttumikill til að skógarupplifunin sé sterk. Skógargarður er útivistargarður þar sem fylgt hefur verið lögmálum skóglendis og skógarþróunar. Í útfærslunni skipta náttúrulögmálin og landslag mestu máli, en mannshugurinn hjálpar til og hefur hönd í bagga. Erlendis er skógargörðum fyrst og fremst komið upp í náttúrulegum skógum þar sem gróðri er stýrt með úrvali og skipulagi sem miðar að því að til framtíðar verði allur skógurinn aðgengilegur til íveru og útivistar. Önnur aðferð er að byrja á því að velja land sem hentar til trjáræktar, gróðursetja þar fyrst tré sem þurfa nokkurn tíma til að ná það góðum aldri og hæð að undir þeim og í kringum þau sé kominn nokkur skógarkarakter. Oftast tekur þessi upphafsþáttur um 15 til 20 ár. Þegar svipmótið er fengið hefst garðyrkjan. Stígakerfi er ákveðið. Nokkra grisjun þarf yfirleitt að gera og velja síðan inn undirgróður sem fellur vel að þörfunum og myndar neðra trjálagið í skóginum. Og á þessu stigi þarf líka að huga að lággróðrinum, s.s. grastegundum, blómplöntum, byrkningum og mosum sem mynda neðsta gróðurlagið. Á öllum stigum þarf að sjá til þess að allur gróður myndi heilbrigða og eðlilega heild. Plöntur sem virka framandi í þessu samhengi eða þrífast illa þarf að fjarlægja um leið og ljóst er að þær stinga í stúf við það sem ætlað var. Framandi plöntur í þessu samhengi eru garðaafbrigði með skellóttum blöðum, plöntur með fylltum blómum og aðrir dæmigerðir garðablendingar. Ofkrýndar rósir eins og t.d. 'Hansa eða 'Skotta, 'Harison s Yellow o.s.frv. eiga ekkert erindi í skógargarða. Ekki heldur randagras, brúskur (Hosta) með marglitum blöðum ellegar aðrar þess háttar plöntur. Skriðular plöntur sem erfitt er að hafa stjórn á, geta skapað vandamál hafi þær engar náttúrulegar takmarkanir sem hefta óstýrilæti þeirra. Klettabelti, lækjarfarvegir og gil, jafnvel skurðir, geta sett þeim tilhlýðilegar skorður. Sannfærandi og náttúrulegt Fjölærar plöntur þurfa að vera sem næst sínu upprunalega og náttúrulega formi og hæfar til að mynda samfellur og stóð með öðrum viðlíka tegundum. Það er líka áríðandi að slíkum plöntum sé valinn staður sem líkastur er kjörvist þeirra í náttúrunni. Allar plöntutegundir þurfa að vera í nokkrum massa hver um sig, þótt þær geti skarast eðlilega og myndað samfélög. Samt er engin frágangssök að nota einstaka áhersluplöntur eða plöntuhópa ef þær falla að ákveðnu svæði og undirstrika það. Í barrtrjáaumhverfi geta t.d. alparósir komið vel út án þess að virka óeðlilegar. En þá þarf að takmarka valið og velja bara tvær til þrjár tegundir, eða afbrigði, sem látnar eru mynda samfélag eða stóð þar sem nokkur eintök af hverju tagi standa saman. Slíkir hópar geta verið mismunandi stórir, en ávallt í námunda hver við annan. Ein tegund samt í hverjum hóp. Meginmálið er að plöntusamfélagið sé sannfærandi, svo að þeir sem um garðinn fara álíti að svona hafi þetta verið frá upphafi vega. Framtíðin sumarbústaðalönd? Á Íslandi þarf venjulega að byrja á því að planta skóginum og bíða með frekari útplöntun þar til trén hafa myndað það skjól og þá gróðurvist sem þarf til. En auðvitað má búa í haginn með því að laga jarðveg, forma land til betra horfs ef þurfa þykir, sjá út stígakerfi og viðhalda því. Líta á alla þætti sem þarf að ramma inn, s.s. læki, fossa, hvamma, björg, steina og önnur náttúruvætti svo að þau týnist ekki í skóginum. Rjóður og áningastaði þarf einnig að hafa í huga, og að sjálfsögðu þjónustusvæði sem liggur vel við en er ekki áberandi. Skógargarðar falla vel að þeim aðstæðum sem flestir sumarbústaðaeigendur eru í með lóðir sínar. Eftir að búið er að koma þeim á legg, sem tekur álíka langan tíma og koma sumarbústaðarlóð í gott skikk, er eftirvinnan lítil. Að sjálfsögðu mun þar alltaf verða þörf á að leiðrétta og grípa inn í ef eitthvað virðist vera að fara úr böndunum. En í stórum dráttum verða skógargarðar að mestu sjálfbærir eftir að byrjunarörðugleikarnir eru liðnir hjá. Þeir verða samt garðar sem þarf að sinna í ákveðnum takti ár hvert..

33 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Matjurtarækt á Austurlandi verkefni um eflingu ræktunar í heimahéraði Verkefninu Matjurtarækt á Austurlandi er ætlað að stuðla að því að sem flestar matjurtir, sem matsölustaði á Austurlandi, einkum veitingastaði og mötuneyti, vanhagar um, verði ræktaðar í heimahéraði. Auk þess að stuðla að aukinni heimaræktun matjurta almennt á svæðinu. Markmiðinu verði náð með samstilltu átaki umsækjanda og hlutaðeigandi samstarfsaðila (gjarna í kasasamstarfi) um matjurtaræktina, auk þess, sem stefnt er að stofnun samsölu- eða samvinnufyrirtækis (sala, pökkun og dreifing). Samstarfsaðilar umsækjenda: Gróðrarstöðin Barri ehf. í Fellabæ, Búnaðarsamband Austurlands, Sólskógar á Kaldá á Völlum og Hitaveita Egilsstaða og Fella, auk þess sem fleiri aðilar á Austurlandi gætu bæst við síðar og gjarna fjárfestar einnig. Verkefnið byggist að verulegu leyti á nýtingu náttúrugæða í landsfjórðungnum með ræktun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða úr héraði í samkeppni við hliðstæð aðflutt aðföng. Verkefnið hlaut þakkarverðan styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurbrúar. Mikilvægt er að undirbyggja vel slíkt frumkvöðlaverkefni, meðal annars í ljósi vaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Í því sambandi má nefna að sjóleiðin (Norræna) er opin, auk þess sem beint flug í Egilsstaði erlendis frá, gæti einnig styrkt samkeppnisaðstöðu á þessu sviði hér eystra. Verkefni þetta útheimtir góðan undirbúning, þar sem eftirtalin atriði eru meðal þeirra, sem einna mestu máli skipta: 1. Gera þarf a.m.k. grófa áætlun yfir matjurtaþörf matsölustaða í fjórðungnum, til að átta sig á tegundum og magni matjurta, sem þá vanhagar helst um. Segja má að þessi forvinna liggi að miklu leyti fyrir nú þegar, sem staðfestir mikla vöntun á frumkvæði í héraði á þessu sviði, þrátt fyrir verulegan flutningskostnað af höfuðborgarsvæðinu, þaðan, sem helftin af vörum þessum er fengin. Einnig má búast við að meiri ferskleiki jurta, beint úr héraði, styrki samkeppnisstöðu heimaræktunar. 2. Ráða þarf reynsluríkan kunnáttumann um þessa ræktun, til að leiðbeina væntanlegum framleiðendum um sem flestar hliðar ræktunarinnar og, eftir atvikum, meðferð og markaðssetningu framleiðslunnar. 3. Öflug kynning þarf að fara fram á verkefninu í fjórðungnum, bæði meðal væntanlegra kaupenda og framleiðenda, til að kanna áhuga fólks á þátttöku í því og til að gera sér sem best grein fyrir þeim áherslum, sem mestu máli skipta fyrir farsælum framgangi verkefnisins. 4. Nauðsynlegt er að efla áhuga væntanlegra ræktenda með heimsóknum, fundum og námskeiðahaldi, m. a. í lífrænni ræktun. Í leiðinni mætti vekja áhuga manna á stofnun sérstaks samsölu- eða samvinnufélags, sem væri miðstöð fyrir sölu, vinnslu, pökkun og dreifingu á framleiðslunni til viðskiptavina, sem og félagi framleiðenda matjurta. Einnig mætti skoða landshlutabundið samstarf við hliðstæð félagasamtök. 5. Miðað við að undirbúningsverkefni þetta stefni í jákvæða átt, þarf tímanlega að huga að allnákvæmri verk áætlun framleiðslu- og söluárið , þannig að ræktunin sé í takt við vel áætlaða markaðsþörf, enda hafi fyrrnefnt samsölufyrirtæki þá vonandi séð dagsins ljós. Í viðræðu við væntanlega kaupendur heimaræktaðra matjurta er óhætt að segja að verkefninu var undantekningarlaust afar vel tekið. Sömu sögu er að segja af forstöðufólki á þessum vettvangi í Landbúnaðarháskóla Íslands og umbeðin fagleg liðveisla auðsótt. Í samræmi við forgangsatriði hér að framan er ákveðið að efna til tveggja kynningarfunda um verkefnið, þriðjudaginn 15. september, nánar þannig: Hótel Tærgesen á Reyðarfirði, kl. 16 og á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 20. Eftirfarandi dagskrá fundanna er áætluð á þessa leið: 1. Inngangsorð verkefnisstjóra Matjurtaverkefnisins. 2. Kynning á verkefninu út frá eigin hugmyndum og fagþekkingu og kortlagning á fyrirhuguðum námskeiðum í matjurtarækt á Austurlandi. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs-og endurmenntunardeildar LBHÍ, Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. 3. Viðhorf fulltrúa úr hópi veitingastaða á Austurlandi og BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR frá Ifor Williams Eigum hina vinsælu vagna frá þessum þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða Reykjavík Sími sala@vikurvagnar.is væntingar þeirra til verkefnisins. 4. Umræður Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki á Austurlandi, sem er hvatt til að taka daginn frá. Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og samstarfsaðilar

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Lesendabás Á beit. Mynd / HKr. Bændur hafa aldrei fengið krónu í styrk frá ríkinu Fóðrun mjólkurkúa á komandi vetri einstaklingurinn í fyrirrúmi Vandasamasti tíminn í ári kýrinnar er síðasti mánuðurinn fyrir og fyrsti mánuðurinn eftir burð. Ef vel tekst til þennan tíma er eftirleikurinn oftast nær auðveldur og í mörgum tilfellum hægt að stilla á sjálfstýringu. Þetta tímabil á einstaklingurinn að hafa forgang og mikilvægt að fylgjast af mikilli nákvæmni með hverjum grip. Fóðrun í geldstöðu byggist á síðslegnu, kalísnauðu heyi, steinefnum, vítamínum og síðustu 3 vikurnar fyrir burð er gefið sérstakt kjarnfóður til að undirbúa vömbina fyrir sterkara fóður. Geldkýr eiga að vera sér og undir engum kringumstæðum eiga geldkýr að fá sama fóður og mjólkandi kýr. Eftir burð leggur mjólkurlaginn gripur allt í sölurnar til að framleiða mikla mjólk. Átgetan er takmörkuð, svo þörfum er ekki mætt. Á þessu tímabili býr kýrin að því hvernig til tókst í geldstöðunni, ekki aðeins með tilliti til fóðrunar en einnig hvað varðar aðbúnað. Það hefur sýnt sig að góður aðbúnaður hefur ekki síður mikið að segja í undirbúningnum fyrir mjaltaskeiðið. Gæði heyja Eins og flest ár er heyfengur bænda í ár líklega býsna misleitur, bæði eftir landshlutum og innan svæða. Í ár var tíðarfar sérstaklega óhagstætt til heyverkunar á Norðaustur- og Austurlandi. Víða annars staðar náðust líklega nokkuð góð hey af fyrra slætti þótt magnið sé í lægri kantinum. Enn er víða eftir að ná seinna slætti og tvísýnt um gæði hans. Hámarksát og góð nýting á heyfengnum fæst með því að blanda hráefnum saman og fá einsleita blöndu. Fyrstu heilfóðurkerfin komu til landsins 2004 og síðan þá hefur þessi tækni ekki bara stuðlað að aukinni fjölbreytni í jarðrækt, betri landnýtingu og þar með aukinni sjálfbærni heldur einnig betra heilsufari, góðri nyt og góðri efnasamsetningu mjólkur. Fóðurblöndun Með fóðurblöndun höfum við góða stjórn á efnasamsetningu fóðursins. Þar sem aðstæður leyfa hópskiptingu hjarðarinnar er hægt að koma til móts við þarfir hvers hóps án þess að sóa verðmætum hráefnum. Aftur á móti þar sem mjólkurkýrnar eru í einum hópi er búin til blanda í góðu jafnvægi við þarfir kúa í kg dagsnyt og restina fá þær svo úr hlutlausu kjarnfóðri. Það er mikill breytileiki í nyt milli búa. Þannig eru afurðahæstu búin með um 40% hærri nyt en meðalnyt skýrslufærðra búa. Er þetta viðunandi? Hvar vilt þú vera? Mikil tækifæri felast í því að auka nyt svo fremi sem það er gert á hagkvæman hátt. Hlutur heimaaflaðs fóðurs ræður hér miklu. Í dag ræður efnainnihald mjólkur alfarið verði til bænda. Það er því mikilvægt að efnasamsetning fóðursins stuðli að hárri nyt og efnaríkri mjólk. Þetta á ekki aðeins við um orku, prótein, steinefni og vítamín heldur eru á markaðnum ótal fóðurefni eða fæðubótarefni sem geta hjálpað til að tryggja þetta. Hér erum við að tala um fitusýrur, nauðsynlegar amínósýrur, ger, bindiefni fyrir myglueitur, svo fátt eitt sé nefnt. Mörg dæmi eru um það að umtalsverður ávinningur fáist við markvissa notkun þessara efna. Fóðurblöndun gerir bændum kleift að nýta sér þessi úrræði á mjög raunhæfan og auðveldan hátt. Grétar Hrafn Harðarson ráðgjafi Jötunn Véla ehf. Umræður síðustu vikna í samfélaginu hafa á margan hátt verið bændum afar óhliðhollar og ósanngjarnar. Lítils háttar verðhækkun til bænda á mjólk hefur fengið umfjöllun eins og um stórfrétt væri að ræða. Verkalýðsfélögin hafa sagt sig frá starfi verðlagsnefndar búvöru eftir að hafa haldið nefndinni í gíslingu í lengri tíma með því að tilnefna ekki fulltrúa eins og til stóð. Fráleit umfjöllun um ríkisstyrki til landbúnaðar, þar sem verslunin slær sér á brjóst og menn ganga jafnvel svo langt að halda því fram að Bændasamtökin, stéttarfélag bændanna, þrífist á ríkisstyrkjum. Hinn eini rétti sannleikur málsins er sá að bændur hafa aldrei fengið krónu í ríkisstyrk. Stuðningurinn sem fer frá ríki gegnum beingreiðslurnar til bænda er og hefur alltaf verið stuðningur til neytenda í formi verðlækkunar á nauðsynjavöru sem öll heimili þurfa á að halda og með því móti verið unnið að betri hag þeirra sem mest þurfa á að halda. Þetta veit launþegahreyfingin mæta vel, þótt hún hafi nú flúið af hólmi og vilji ekki vera aðili að opinberri verðlagningu á mjólk lengur. Upphaf alls þessa má rekja til þess er ákvörðun var tekin um að greiða niður verð á mjólkurvörum til neytenda í því skyni að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Það var ekkert lögmál þá að þessi stuðningur ríkisins til neytenda færi í gegnum mjólkurvörur, því á þeim tíma var rætt um fleiri leiðir eins og t.d. niðurgreiðslu á olíuverði. Samtökum bænda og mjólkuriðnaðinum var einfaldlega talið best treystandi til að koma þessum peningum, styrkjum frá ríkinu, óskertum til neytenda. Þannig var það því um langt skeið að neytendur nutu lægra verðs á mjólkurvörum vegna niðurgreiðslna frá ríkinu. Framkvæmdin var þannig að bændur fengu greitt fullt skráð verð á mjólk á hverjum tíma, en mjólkursamlögin fengu síðan greitt ákveðna krónutölu með hverri seldri einingu af mjólkurvörum. Útsöluverðið var þá einnig ákvarðað í opinberri verðlagningu. Á þessum tíma var ekki talað um ríkisstuðning til bænda, enda var hann ekki til, einungis stuðningur til neytenda sem bændum og fyrirtækjum þeirra var treyst fyrir að koma til neytenda. Tilvist beingreiðslna til bænda snýr umræðunni bændum í óhag Þegar núverandi greiðslumarkskerfi (kvótakerfið) var tekið upp var með einu pennastriki ákveðið að þeim Hólmgeir Karlsson. fjármunum sem ríkið hafði varið til niðurgreiðslna á mjólkurvörum til neytenda skyldi breytt í beingreiðslur til bænda sem tengdar væru útgefnu greiðslumarki eða kvóta hvers framleiðanda. Með þessu móti fékkst mun einfaldara kerfi til að viðhalda þessum niðurgreiðslum til neytenda á mjólk. Engu öðru var í raun breytt, mjólkin áfram undir opinberri verðlagningu bæði hvað varðar verð til bænda og verð á öllum helstu grunnvörutegundunum. Á þessum tíma sátu saman í verðlagsnefnd búvöru, sem þá hét reyndar 6 mannanefnd, fulltrúar bænda, vinnslunnar og fulltrúar frá verkalýðsfélögunum. Þá ríkti skilningur á þessu kerfi og tilgangi þess, en nú þegar árin hafa liðið hefur umræða um þessi mál farið mjög á skjön við raunveruleikann og bændur og samtök þeirra þurfa sífellt að verja tilvist sína og allt of oft heyrir maður sleggjudóma eins og að hætta eigi öllum ríkisstyrkjum til bænda og menn hrópa um leið á óheftan innflutning í leit að lægra vöruverði. Íslenskur landbúnaður er grunnstoð ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins Nú verðum við að taka höndum saman og snúa þessari vitleysu við áður en það verður um seinan. Stuðlum að upplýstri umræðu um landbúnað, tökum höndum saman um að allir fái skilning á þessari einföldu setningu: bændur hafa aldrei fengið krónu frá ríkinu. Á sama tíma þurfum við að setja fram skipulega hver gildi landbúnaðarins eru fyrir samfélagið. Hvers vegna við sem þjóð þurfum að framleiða matvæli. Hvers vegna okkar matvæli eru betri en gengur og gerist. Fá fram réttlátan samanburð á sambærilegum matvælum hér og í nágrannalöndunum þar sem tekið er mið af lífskjörum og verðlagi almennt. Fá fram mynd af virðiskeðjunni allri þar sem fram kemur hver hlutur bænda er í verðlagningunni og hver hlutur milliliða og verslunar er. Ef við vinnum þetta skipulega þá er ég þess fullviss að samfélagið mun í ríkara mæli taka upp málstað bænda á ný og hætta að hlaupa eftir æsifréttum hvort heldur þær koma frá óvinveittum stjórnmálaflokkum, aðilum innan verslunargeirans eða jafnvel úr umræðum meðal bændanna sjálfra. Bændur þurfa að tala einni röddu Í lokin er ástæða til að brýna fyrir bændum að taka höndum saman í hagsmunabaráttu stéttarinnar og láta ekki innri ágreining um einstök mál verða að stóru málunum í umfjöllun, hvort heldur er á saklausum samskiptasíðum eða í fjölmiðlum. Bændur og félög þeirra þurfa að senda samfélaginu skýr og rétt skilaboð um mikilvægi þess að við byggjum landið með heilbrigðum landbúnaði. Hugleiðingar í ágúst 2015 Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa ehf. á Akureyri

35 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Ábending til bænda frá Vinnueftirlitinu Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur: Eiturlofttegundir í innilofti fjósa og fjárhúsa Inniloftsmengun getur orðið hættuleg í fjósum og haughúsum eins og bændur hafa fengið að reyna í aldir. Er það fyrst og fremst hin eitraða lofttegund brennisteinsvetni sem veldur mestri hættu. Sem betur fer er sterk (skíta-) lykt af brennisteinsvetninu svo menn fá viðvörun. En ef styrkur er mikill, yfir 100 ppm (milljónustu), lamast lyktarskynið og hættan stóreykst. Við niðurbrot í húsdýraskít myndast nokkrar fleiri eitraðar lofttegundir, áberandi úr kúamykju en líka getur orðið talsvert af þeim í fjárhúsum. Auk brennisteinsvetnis myndast ammoníak og jafnvel köfnunarefnissýrlingar. Einnig myndast óeitraðar gastegundir, s.s. metan. Það er líka varasamt þó að það eitt og sér sé ekki eitrað, það þynnir loftið og lækkar súrefnisinnihaldið, eins og reyndar fleiri gastegundir úr húsdýraskítnum, og getur valdið súrefnisskorti og jafnvel sprengihættu. Koltvísýringur myndast líka og ryður burt súrefninu, sé hann í miklu magni veldur hann örari öndun og súrefnisskorti. ekki gert kerfisbundnar mælingar á mengunninni, helst hafa áhugamenn verið að mæla. Til eru mælingar sem Vinnueftirlitið hefur gert af sérstökum tilefnum í fjósalofti. Af þeim má draga þá ályktun að mengunin fari stundum yfir mörkin. Gastegundirnar skaða heilsu bæði dýra og manna og gera fólk og fé veikari fyrir öðrum heilsubrestum og er því ástæða til að fylgjast vel með menguninni. Ammoníak (stingandi lykt) veldur ertingu og í framhaldi ætingu, bólgum og veiklun öndunarfæra, brennisteinsvetni (skítalykt) gerir það einnig og veldur höfuðverk og svimakennd, og það sem er Friðrik Daníelsson. alvarlegra, veldur líka bráðalömun öndunarstöðva í heila og meðvitundarleysi við lágan styrk (0,05% af inniloftinu) og köfnun og skjótum dauða ef styrkur verður nógu hár. Köfnunarefnissýrlingarnir (þung hráalykt,veikur sætur keimur gæti fundist með) geta valdið vökva í lungum og köfnun. Fyrir bændur og aðra þá sem vinna við fjós og fjárhús gilda mengunarmörk sem eru í reglugerð 390/2009. Bæði eru þar gildin sem mega vera í inniloftinu við vinnu í 8 klst. í einu (brennisteinsvetni 5 ppm, ammoníak 20 ppm, köfnunarefnistvíildi 3 ppm) og í 15 mínútur en þau gildi eru oftast tvöfalt hærri en gildin fyrir 8 tímana. Fari mengunin í hærra gildið (kallast þakgildi) þarf að rýma svæðið innan stundarfjórðungs. Eiturgasið er frekar auðvelt að mæla Allar þessar eiturgastegundir er frekar auðvelt að mæla. Þó að brennisteinsvetnið í kúamykjunni sé þekktasta eiturlofttegundin þurfa bændur líka að vera á varðbergi gagnvart öðrum gastegundum, súrefniseyðingu og súrefnisskorti í bæði fjósum og fjárhúsum og hafa næga loftræstingu. Sín vegna en hraustar kindur og kýr eru gleði bóndans! Mengun í útihúsum getur farið yfir viðmiðunarmörk Í reglugerðum 1066/2014 og 438/2002 eru mörk á styrk brennisteinsvetnis (0,5 ppm) og ammoníaks (20 ppm) fyrir kindur og kýr í fjárhúsa- og fjósalofti. Svo virðist sem stofnanir hérlendis hafi Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðaherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit. Ný heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Mývatnssveit, en áætlað er að taka stöðina í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustungan var tekið á dögunum. Núverandi heilsugæsla er rekin í gömlu íbúðarhúsi sem hentar starfseminni illa. Trésmiðjan Rein ehf., sem byggir húsnæðið, átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 96 milljónir króna. Frá þessu segir á vef velferðarráðuneytisins. Löng saga Áform um byggingu heilsugæslustöðvar í Mývatnssveit eiga sér langa sögu, en til þessa hefur gamla íbúðarhúsið að Helluhrauni 17 í Reykjahlíð verið látið duga með lítils háttar lagfæringum sem gerðar hafa verið á síðari árum. Í apríl 2014 lauk Framkvæmdasýsla ríkisins frumathugun á mögulegum kostum til að bæta úr húsnæðismálum heilsugæslunnar. Niðurstaðan var sú að skynsamlegast væri að byggja, fremur en að ráðst í framkvæmdir við núverandi húsnæði, þar sem gagngerar endurbætur myndu ekki nægja til að sníða af því ýmsa vankanta. /MÞÞ FRUM - Þetta snýst allt um þig Nýja CLAAS ARION 400 vélin er alveg eins og þú vilt hafa hana. Hver dagur færir þér ný verkefni og það ert þú sem þarft að takast á við þau. Þegar þú kaupir dráttarvél þá þarf hún að vera alveg eins og þú vilt hafa hana. Þú vilt dráttarvél sem gerir einmitt það sem þú vilt að hún geri og að hún uppfylli allar þínar kröfur og væntingar. Hvorki meira og örugglega ekki minna. Þess vegna vilt þú ekki bara næstu dráttarvél sem er til á lager. Þú færð nýju ARION 400 dráttarvélina nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana ARION 460 / 450 / 440 / 430 / 420 / kw ( hö). VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Frostagata 2a 600 Akureyri

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Vertu vinur okkar á Facebook Sími: Súðarvogur Utan úr heimi Bændur athugið Hjá Slippfélaginu færðu gæða málningu fyrir íslenskar aðstæður Bestun Birtingahús Gæði - Reynsla - Þjónusta Hafið samband og fáið faglega ráðgjöf Sendum hvert á land sem er Veljum íslenskt Opnunartími: Virka daga: Laugardaga: Borgartúni 22 Rvk. - Dugguvogi 4 Rvk. - Dalshrauni 11 Hafnarfirði - Gleráreyrum 2 Ak. Sími: Myndir / SS Libramont 2015 Landbúnaðarsýningin Libramont 2015, sem haldin er árlega fjóra daga seinnipartinn í júlí í Libramont-Chevgny í Suður- Belgíu, var afar vel sótt í ár. Alls voru gestir sýningarinnar um 220 þúsund talsins og þar af m.a. hópur ungra íslenskra bænda, en dvöl á sýningunni var hluti af ferðalagi þeirra um Evrópu. Líkt og undanfarin ár var sýningin afar fjölbreytt og margt áhugavert að sjá og skoða enda voru um 800 sýnendur á Libramont í ár með yfir 5 þúsund tegundir tækja og tóla auk kynbótagripa. Allt fyrir alla Bændablaðið Kemur næst úr 10. september Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt verklagsreglum Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt, sbr. auglýsingu nr. 702/2014. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: - Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins - Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu - Tímaáætlun verkefnisins - Fjárhagsáætlun verkefnisins - Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni - Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Umsóknarfrestur er til 1. október Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á fl.is. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins; thorhildur@fl.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri 311 Borgarnes Sími Það má heita að á sýningunni séu öll helstu landbúnaðartæki sem völ er á og öll helstu og þekktustu vörumerkin bæði í dráttarvélum, heyvinnuvélum eða öðru því sem bændur nota við sín daglegu störf. Vissulega verða ekki miklar breytingar á þessum vélum og tækjum ár frá ári en alltaf er þó eitthvað nýtt sem kemur og alltaf er einhver framþróun sem betur fer. Þeir sem hafa farið oft á landbúnaðarsýningar sjá því alltaf eitthvað nýtt og áhugavert í hvert skipti og var sýningin í ár engin undantekning. Hauggasorkuver fyrir minni búin Þegar rætt er um rekstur á hauggasorkuverum erlendis hafa sjónir manna oftast beinst að stærri kúabúunum, þar sem hingað til hefur ekki þótt hagkvæmt að vinna gas úr tiltölulega litlu magni af skít. Nú kann að verða breyting á þessu en fyrirtækið Biolectric kynnti á sýningunni heildarlausn fyrir kúabú í hauggasframleiðslu. Kúabóndi getur sem sagt í dag keypt heildarlausn, bæði gerjunartank og allt stýrikerfið fyrir gerjunina ásamt öllu orkuframleiðslukerfinu. Kerfið virkaði afar áhugavert og í fyrsta skipti sem undirritaður, sem hefur allnokkra reynslu af landbúnaðarsýningum, rekur augun í heildstæða lausn sem virðist geta hentað fyrir a.m.k. einhver íslensk kúabú. Jan Palmaers, sem er einn af eigendum fyrirtækisins, sagði að kerfið væri hannað fyrir 600 þúsund lítra mjólkurframleiðslueiningu eða kýr. Þær þyrftu einnig að vera í fjósi þar sem eru lokaðir flórar vegna þess að orkuvinnsla á skít frá opnum haughúsum væri mun erfiðari. Aðspurður um muninn þá sagði Jan að væru kýr á rimlum þá þyrfti u.þ.b. 200 þúsund lítra mjólkurframleiðslu í viðbót svo mykjan væri nógu orkurík og gasframleiðslan væri sambærileg en skýringin felst í uppgufuninni frá haughúsum og orkutapi þar með. Minnsta staðlaða einingin frá Biolectric kostar uppsett, á meginlandi Evrópu, 95 þúsund evrur eða um 14 milljónir króna og slíkt

37 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst gasorkuver framleiðir 77 þúsund kwh á ári að meðaltali. Bændur í flestum löndum Evrópusambandsins fá styrki fyrir að framleiða sk. umhverfisvænt rafmagn og er áætlaður uppgreiðslutími á fjárfestingu sem þessari einungis um fimm ár. Heimsendingarþjónusta á léttvíni Á sýningunni var fyrirtækið Nord Attelage með ótal léttikerrur fyrir hestamenn til sölu, bæði keppniskerrur og einnig kerrur fyrir skemmtireið. Þessar kerrur eru til í öllum stærðum og gerðum og einnig fyrir minni hestakyn eins og íslenska hestinn. Fyrirtækið GrondDepot er með sérstaka þjónustu því það sér um að keyra út jarðveg til bænda, án endurgjalds! Hér sést Jan Palmaers fyrir framan gerjunartank fyrirtækisins Biolectric, en það er sérhæft í framleiðslu á hauggasorkuverum fyrir kúabú sem framleiða í kringum 600 þúsund lítra. Það eru ekki bara tæki, tól og kynbótagripir á Libramont heldur einnig fjölmargir bændur sem eru í heimavinnslu og sölu beint frá býli. Betrand Guindeuil er einmitt einn þeirra en hann er ungur vínbóndi með tiltölulega litla framleiðslu í Villenave de Rions-héraði suðaustan við Bordeaux í Frakklandi. Í hörðum heimi samkeppninnar í léttvínssölu hefur hann fundið snjalla leið til þess að koma sinni vöru á markað en hann býður upp á heimsendingarþjónustu um allt meginland Evrópu, þ.e. sé yfirhöfuð heimilt að selja léttvín utan sérstakra áfengisverslana. Áhugaverð leið við markaðssetningu á vörum beint frá býli. Ókeypis mold fyrir bændur Allt er nú til kann einhver að segja en í Belgíu veitir fyrirtækið GrondDepot afar sérstaka þjónustu sem felst í því að bændur geta haft samband og fengið ókeypis jarðveg frá fyrirtækinu til þess að jafna út land sitt! GrondDepot kemur þá á svæðið með jarðveginn, fyllir í lautir og dældir og jafnar sjálft út og gerir tilbúið fyrir sáningu. Virkar einkar undarleg ókeypis þjónusta en tilfellið er að í Belgíu eru margir verktakar í vandræðum með uppmokstur frá t.d. vegstæðum og byggingareitum. Þann jarðveg sem kemur upp þarf að losna við með ærnum tilkostnaði og því varð til þessi skemmtilega þjónusta sem bændur geta notfært sér. Til þess að koma til greina sem móttakandi á jarðvegi þarf bóndinn þó að tryggja að geta tekið við að lágmarki 100 rúmmetrum jarðvegs og að hafa fyrirfram heimild sveitarfélags síns fyrir verkinu. Nýr mjaltaþjónn GEA svo að sjálfsögðu alls-konar hjálpartæki og tól fyrir hesthús- og/eða reiðhallareigandann. Einn slíkra aðilar var fyrirtækið EquiTech en það selur margskonar sérhæfð tæki fyrir framangreinda aðila eins og jöfnunarbúnað fyrir reiðhallargólf, Vélsmiðja Ingvars Guðna Létthlið er hagkvæm og góð lausn en hliðunum er hægt að raða saman að vild. Létthliðin eru seld í einingum þannig að það er hægt að raða saman hliði sem hentar mismunandi aðstæðum, hvort heldur á að girða af sumarhús eða tún. VIG framleiðir tvær gerðir af léttgrindum, bæði með stand andi pílárum úr röri og með gegnheilum teinum. Létthlið er afar hagkvæmur kostur. Sem dæmi er hægt að setja tvær tveggja metra grindur á VIG stálstaura og setja loku sem hægt er að læsa, eða setja eina fjögurra metra grind á tréstaura með VIG-lömum sem ætlaðar eru í þá. Stórfyrirtækið GEA sýndi á sýningunni nýjan mjaltaþjón sinn, en einn slíkur verður einmitt tekinn í notkun hér á landi í ár. Hönnun og útlit mjaltaþjónsins er nokkuð breytt frá því sem áður var, en mjaltaþjónninn var áður seldur undir merkjum Westfalia Surge. Eftir að GEA tók yfir WestfaliaSurge hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú virðist sem fyrirtækið sé í raun í fyrsta skipti komið með lausn sem gæti hentað fyrir flesta kúabændur. Í samtölum við söluaðila Lely og DeLaval kom fram að GEA er nú að leggja afar mikla áherslu á markaðssetningu mjaltaþjónsins víða í Evrópu og hafa náð allgóðum árangri enda bjóða þeir þennan Betrand Guindeuil var á sýningunni að kynna áhugaverða þjónustu sem var léttvínssala beint frá býli með heimsendingarþjónustu! mjaltaþjón á töluvert lægra verði en samkeppnisaðilarnir hafa boðið sína mjaltaþjóna til þessa. Nýtir spænið betur Á Libramont sýningunni er meira um hestavörur og búnað fyrir hesthús en á mörgum öðrum landbúnaðarsýningum. Ótal sölubásar voru með reiðfatnað og reiðtygi en einnig margir aðrir aðilar með sýningarbása fyrir margs konar búnað eins og hestakerrur, reiðkerrur og hrossataðssugur, innréttingar fyrir keppnisvelli, hlaupabretti og svo m.a. frekar undarlegt tæki sem er sérhannað til þess að nýta sem mest af spæni og sagi og hægt er. Tækið virkar þannig að þegar stía er mokuð, er taðið sett ofan í þar til gerðan hristara, sem sigtar frá sag og spæni en skíturinn sjálfur fer beint ofan í hjólbörur. Snorri Sigurðsson Ráðgjafi hjá SEGES P/S Íslensk framleiðsla - fæst um allt land Vélsmiðja Ingvars Guðna Tanga 801 Selfoss Sími Fax vig@vig.is

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Íslenska forystuféð seinni hluti Jón Viðar Jónmundsson Ráðunautur hjá RML Hér verður fram haldið umræðu um nokkur atriði í könnun á íslensku forystufé sem byrjað var að kynna í síðasta blaði. Út frá fornum sögum virðist ekki ástæða til að efast um að þetta fé kemur til landsins með landnámsmönnum eins og annað búfé. Fyrstu lögbækur vitna sterkt um gríðarmikið notagildi þess í fjárbúskap strax á fyrstu öldum. Engar heimildir gera hins vegar mögulegt að meta hlutdeild þessa fjár í sauðfjárfjölda í landinu. Áður hefur verið sleginn vari um að nota upplýsingar úr bókinni Forystufé of bókstaflega til að meta dreifingu þess um landið. Hún og aðrar heimildir sem mögulegt er að styðjast við benda samt til að dreifing forystufjár hafi verið ákaflega breytileg eftir landsvæðum. Búseta þess stóð föstustum fótum á Norðurlandi og Austurlandi að hluta en var áreiðanlega takmörkuð í öðrum landshlutum. Áreiðanlega hafa samt einhverjir flutningar átt sér stað með prestum sem oft fluttu bústofn sinn og hyski á milli landshluta. Þekkt er dæmi um flutning til Barðastrandar snemma á síðustu öld úr Svarfaðardal á slíku fé og fékk einhverja takmarkaða útbreiðslu í aðrar sveitir þar vestra. Ekki hef ég samt fundið dæmi um flutning á þannig fé af þessu svæði á fjárskiptaárunum og það mun nánast hafa útrýmst við riðuniðurskurð á Barðaströnd á níunda áratug síðustu aldar. Víða í skrifum Halldórs Pálssonar kemur fram að forystufé sé ekki að finna á Vestfjörðum. Þó að ég hafi fundið dæmi þess í gömlum fjárbókum þá eru það alla jafnan einstakar kindur sem ekki gerðu neina framræktun mögulega. Forystufé var skotið undan niðurskurði Fjárskiptin um miðja síðustu öld útrýmdu öllu fé utan Vestfjarða á svæðinu frá Mýrdalssandi vestur og norður að Jökulsá á Fjöllum. Vitað er að forystufé var skotið undan niðurskurði en þær kindur virðast hafa lent í höndum aðila sem ekki hafa borið gæfu til að standa nógu skipulega að framhaldsræktun þess. Mest af nýja fénu var sótt til Vestfjarða. Í Suður-Þingeyjarsýslu, Eyjafjörð, Skagafjörð austan vatna, útsveitir á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna og Árnessýslu kom að misjöfnum hluta þó fé sem rakti uppruna sinn í Norður-Þingeyjarsýslu og fluttist þannig á þessi svæði forystufé að nýju. Fyrstu skrefin í frekari útbreiðslu á önnur svæði eru stigin þegar sæðingar hefjast frá Laugardælum síðla á sjötta áratugnum. Öll þau ár sem þær sæðingar voru stundaðar voru forystuhrútar í notkun þar og lögðu þeir grunn að uppbyggingu forystufjárstofns á ýmsum búum á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Mér hefur samt ekki tekist að rekja ættir til þessara hrúta fyrir neitt núlifandi fé. Lengi var að vísu til stofn með traustar ætternisupplýsingar af þessum meiði á Hesti, þó að ráðamönnum þar hafi tekist að útrýma honum þar á bæ. Í uppsveitum Borgarfjarðar eru samt kindur sem áreiðanlega mun með tímanum taka að rekja í þetta fé sem var á Hesti. Ákvæði um forystukyn sett í búfjárræktarlög Næsti sögulegi atburður í verndun og útbreiðslu forystufjár verður þegar Sigurður Björgvinsson bóndi á Neistastöðum kemur á Alþingi sem varamaður og flytur þar tillögu um að setja í búfjárræktarlög ákvæði um að sæðingastöðvarnar skuli ætíð bjóða til notkunar hrúta af forystufjárkyni. Í framhaldi af því hafa frá því um 1980 ætíð verið til boða slíkir hrútar þar. Þeir hafa orðið mjög mótandi um Þessi sögufræga mynd er tekin á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi Haraldur Sveinsson heldur stoltur í forystuána sína sem rekur ættir að Arnarvatni í ræktun þessa fjár í landinu síðustu áratugina. Allt forystufé í landinu rekur uppruna sinn í Norður- Þingeyjarsýslu Stöplaritið sýnir fjölda búa með tilgreindan forystufjárfjölda í hjörðinni frá einni kind í 20. Heila línan sýnir hins vegar hve stór hluti alls forystufjárstofnsins í landinu eina eða tvær forystukindur en innan við fjórðung af forystufénu er hins vegar að Ljóst er að allt forystufé í landinu í dag rekur uppruna sinn í Norður- Þingeyjarsýslu þar sem miðpunkturinn er í Núpasveit og Öxarfirði auk þess sem áhrif sveitanna við Þistilfjörð eru mikil. Smá áhrifa gætir líka frá fé úr Bakkafirði, Vopnafirði og Hólsfjöllum. Upprunasvæðið er því lítið og utan þess er ekki að finna neitt forystufé af öðrum ættargrunni. Einn þáttur í því að meta hve vel hafi tekist til um varðveislu stofnsins er að skoða þróun í skyldleikarækt í stofninum. Til þess að það sé mögulegt verður að safna ætternisupplýsingum. Þar reyndist þrítugan hamarinn að klífa eins og Sigríður hafði áður reynt í sinni rannsókn. Að vísu tókst að bæta við umtalsverðum upplýsingum í þeim efnum en samt eru þessar ætternisupplýsingar því miður alltof gloppóttar. Um 40% af forystufénu er að vísu tilkomið við sæðingar og þar eru faðernið á hreinu. Ættir hrútanna á stöðvunum verða hins vegar ekki raktar á nokkurn hliðstæðan hátt og fyrir aðra stöðvarhrúta. Til skamms tíma hefur það fremur heyrt til undantekninga að forystufé væri skráð í skýrsluhaldinu, en í þeim tilvikum bætist við sú brotalöm að mjög algengt er ef faðerni er af heimastofni að þeir hafi ekki verið skráðir vegna fátæktar þeirra með afkvæmafjölda. Þó að þessar kindur sé yfirleitt eftirminnanlegar þá virtist minna manna um ættir þeirra vera ótrúlega svikult. Við bætist að talsvert af forystufé síðustu áratuga er komið á viðkomandi bú við kaup. Oftar en ekki gleymist að afla ætternisupplýsinga með gripnum og ákaflega seinlegt og oft ómögulegt reyndist að stagla í slík göt. Ávallt hefur eitthvað verið um flutning á þessu fé á gráu svæði, einkum áður en leyfi til flutninga urðu almennari á síðustu árum. Fyrir kom að neitað væri að veita þessar upplýsingar af þeirri ástæðu þó að slíkur tepruskapur heyrði samt frekar til undantekninga í þessum málum. Brýnt að tryggja skráningu Eitt brýnasta mál í sambandi við viðhald og verndun stofnsins á komandi árum er að tryggja að allt forystufé í landinu verði skráð í skýrsluhaldinu. Það er lykilatriði í sambandi við að fylgjast með þróun stofnsins. Það ætti að hjálpa í þessum efnum að ákveðið hefur verið að stofninn verði í framtíðinni þar sérmerktur út frá grunni þessara upplýsinga. Þegar kemur að útreikningum á afurðum búsins verður þessu fé haldið utan þeirra kappleikja á komandi árum. Hér verður ekki fjallað neitt um niðurstöður útreikninga á skyldleikarækt í stofninum að öðru leyti en að segja að ný skyldleikarækt og árleg aukning í skyldleikarækt hefur góðu heilli verið langt innan þeirra marka sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Forystufjáreigendur í Norður- Þingeyjarsýslu þar sem kjarni ræktunarstarfsins er hafa verið með fádæmum lagnir við framkvæmd sinnar ræktunar. Þeir nota sjálfir sæðingar mjög lítið en nota marga hrúta, en mjög takmarkað hvern og einn, til endurnýjunar á stofninum og sækja þá í þær hjarðir innan svæðisins sem eru hvað fjarskyldastar. Eina ræktunarlega slysið sem orðið hefur er á ábyrgð okkar sem staðið höfum að hrútavali á stöðvarnar en þar gerðustum við sekir um alltof mikla notkun á Blesa og sonum hans. Þetta voru hrein mistök þar sem ekki var þar að sækja neina sérstaka eiginleika umfram aðra forystuhrúta sem voru í boði á þeim tíma. Allt bendir til að sú regla sem unnið hefur verið eftir nú um áratug að velja hrúta á stöðvarnar til tveggja ára notkunar, einn vetur á hvorri stöð, skili okkur góðum árangri í viðhaldi stofnsins. Eitt atriði enn í sambandi við verndum stofnsins er hvernig hann dreifist milli búa. Á mynd er sýnt hvernig stærðardreifing þeirra rúmlega 400 hjarða af forystufé er. Stöplaritið sýnir fjölda í hverjum stærðarflokki en heila línan hve stóran hluta stofnsins sé að finna í hjörðum af viðkomandi stærð eða minni. Þar má sjá að 57% búanna með forystufé hafa eina eða tvær kindur en á þessum meirihluta búanna er að finna innan við 25% stofnsins. Þegar stofninn er talinn á þennan hátt næst helmingur fjárins þegar komið er í bú með fimm kindur en þá eru komin til sögunnar yfir 80% allra búa með slíkt fé. Stærsta forystufjárhjörðin taldi 20 slíkar kindur. Nú veit ég að í dag hafa einhverjar af stærstu hjörðunum fjölgað þessu fé þannig að þær finnast nú stærri. Því miður hefur það líka gerst að hið minnsta tvær af stærstu hjörðum voru á búum þar sem fjárbúskapur er nú aflagður. Þessi mikla dreifing stofnsins á fjölda búa er tvímælalaust mikill styrkur fyrir verndun og viðhald hans. Viðhald og verndun stofnsins hefur tekist með afbrigðum vel Það sem hér er sagt sýnir að viðhald og verndun stofnsins hefur tekist með afbrigðum vel. Þekki ég í raun ekki annað dæmi í heiminum um slíkan árangur í jafn litlum stofni. Einu áföllin sem benda má á verða að skrifast á reikning okkar sem einhverja ábyrgð áttum að bera. Á mikilvægustu forystufjáreiginleikunum höfum við engar beinar mælingar og því ekki tilefni til umræðu. Útlitseiginleika, liti og horn má hins vegar skoða nánar. Forystuféð er að meginstofni hyrnt. Í stofninum á norðausturhorninu er hins vegar að finna gamlar línur af kollóttu og hnýflóttu fé (raunverulega hnýfilhyrnt en ekki blendingshnýflar), sem væri skaði að hyrfi úr stofninum. Ferhyrnt fé er hins vegar áreiðanlega aðskotahlutur í þessu fé og mætti hverfa það litla sem slíka blöndun er enn að finna. Annað fé í landinu getur borið þunga þeirrar ræktunar. Hjá forystufé er verið að leita að vitsmunum en ekki þungum haus. Hefur ætíð skorið sig úr öðru fé vegna lita Forystufé hefur ætíð skorið sig úr öðru fé vegna lita. Að grunni til er það með aðra liti en hvítan. Hvort hvítur litur hjá því sé ekki alfarið kominn inní stofninn með innblöndum skal ósagt látið. Það örfá hvíta fé sem fram kom í könnuninni reyndist stundum við nánari skoðun tvílitt og bar þann sérstaka lit sem þeir frændur Leifur og Jóakim erfðu til afkomenda sinna. Samanburður lita við könnun Lárusar bendir ekki til stórfelldra breytinga á undanförnum tveim áratugum. Breytingin sem gerst hefur er samt að hlutlausi erfðavísirinn hefur sótt á og þá á kostnað annarra erfðavísa. Frá því að könnunin var gerð hafa sæðingastöðvarnar hins vegar brugðið við til varnar bæði golsótta og gráa litnum. Samkvæmt bók Ásgeirs má álykta að golsótti liturinn hafi áður verið mun útbreiddar hjá forystufé en var orðið. Tvíliturinn vinnur einnig heldur á. Má segja að móhosótt eða móarnhöfðótt séu að verða einkennislitir hjá forystufé á síðustu árum. Mórauði liturinn er áfram frekar í sókn gagnvart þeim svarta. Svarbotnóttur eða einlitur svartur hrútur ætti því nú að vera á óskalista sæðingastöðvanna fyrir nýja stöðvarhrúta. Erfðir á litarmunstrum hjá tvílitu fé hafa aldrei verið gerðar hér á landi. Kemur þar margt til en fyrst og fremst vöntun á gögnum. Skipulegar paranir til að rannsaka slíkt hafa ekki verið gerðar og einnig gera breytileg nöfn litarmunstra eftir landsvæðum málið ekki einfaldara. Hvort hjá forystufé geti verið að finna einhver önnur litamunstur en hjá öðru fé verður því ekki dæmt um. Hin sérstaki eyglótti litur sem Leifur og afkomendur hans hafa erft hafa vakið grunsemdir hjá mér um að ekki megi útiloka slíkt.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst ÖRYGGI HEILSA UMHVERFI Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru? Nú líður að þeim tíma árs að margir fara á fjöll í smalamennsku og því ekki úr vegi að fara aðeins yfir klæðnað sem hentar. Svo vitnað sé til orðalags í bókina Ferðamennska og rötun sem gefin var út af Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem farið var yfir hentug föt til útivistar segir þar nokkurn veginn orðrétt: Engin bómull ætti að fara með til fjalla, gallabuxur, bolir, nærföt og sokkar úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll, bómullarföt halda verst hita ef þau blotna, bómull dregur í sig raka og einangrar þá ekkert. Til er mikið af góðum fatnaði og sokkum sem einangra vel jafnvel þó blaut séu. Íslensku ullarfötin standa alltaf fyrir sínu Góð ullarnærföt standa alltaf fyrir sínu og ekki mikil svitalykt af ullarfötum. Regnfötin eru ómissandi, en endilega notið sem mest áberandi regnföt því þegar regnfatnaðar er þörf er almennt ekki gott skyggni og því betra að vera í appelsínugulu regnfötunum frá 66 sem við þekkjum svo vel. Sokkar og skófatnaður er jafn breytilegur og úrvalið mikið. Ef maður er blautur og kaldur á fótunum er manni alls staðar kalt og því mikil nauðsyn að vera vel útbúinn til fóta. Flóran í góðum sokkum Konan fremst á myndinni var skömmuð fyrir að skemma gott myndefni af því að hún var hjálmlaus, en hún var þó ekki sú eina sem var hjálmlaus. er mikil, en mér hefur reynst vel sokkar úr efni sem heitir neopren (sama efni og er í blautbúningum kafara), þó maður blotni verður manni ekki kalt, ullarsokkar úr hreinni íslenskri ull eru alltaf gulls í gildi. Margir eru farnir að nota sokka sem nefnast selskinnssokkar og eru vatnsheldir og mjög hlýir. Aldrei fara á fjöll nema með aukasokka og aukavettlinga Misjafnt er hvernig menn búa sig til ferða, en ég fer oft hálendisdagsferðir á minni mótormeri og alltaf eru a.m.k. tvenn aukasokkapör, aukavettlingar og það nýjasta Hjörtur L. Jónsson í bakpokanum eru síðu upphituðu nærbuxurnar og fullhlaðin rafhlaða sem ég skrifaði um í sumar. Aldrei fer ég án litla sjúkrapakkans í ferð, hann fylgir mér í allar mótorhjólaferðir. Að lokum, ég hef kynnst því að splundrast á hausinn, en þó var ég var á minni ferð en margur smalahesturinn nær. Alltof oft sér maður hestamenn hjálmlausa í smölun og einnig hef ég séð smala á fjórhjóli án hjálms. Förum jákvæð inn í smalamennskuna þetta árið og notum þann öryggisbúnað sem völ er á, það er svo leiðinlegt að heyra fréttir af slysum við smalamennsku. TRX 500FA Honda 5-speed DCT sjálfskipting og ESP rafmagnsskipting Rafstýrt aflstýri Powersteering ring Sjálfstæð afturfjöðrun með 216mm stillanlegri dempun AP Suretrac mismunadrif sem tryggir léttari eiginleika og minni snúningsradíus TraxLok 2/4WD drif. HI LO 2/4 wd Erum með fullkomið þjónustuverkstæði fyrir öll Honda fjórhjól KR án vsk kr með vsk Sími: Vatnagörðum Reykjavík Sími KROSSGÁTA Bændablaðsins KYRTLA LYGN SMÁORÐ PILI AF- HENDING AUÐN UPP- HRÓPUN SPENDÝR Í VAFA TVEIR EINS Á NÝ MAGN 20 KLUNNA- LEGA ÁÞEKKUR ÓHREINKA FISKUR AKUR KK NAFN RÍKI AMLÓÐI TÚTTA FELL POTTUR ÁVÖXTUR TVEIR EINS SKJÓTUR FUGL ÆXLUN GÁSKI SAMTALS ARINN NÆGILEGA TÁLBEITA HAMINGJA ÁNÆGJU- BLOSSI SYSTIR SJOKK MATARÍLÁT GRIMMUR HÓTUN STIKK- PRUFA HREYFING ÁMA HRÆÐA ÆTTAR- SETUR SJÁVARDÝR TÓNLISTAR- STEFNA EFNI SKJÓTUR ÍSKUR SUSS OFSÖGUR STRUNS MIKILL ILMUR GILDRA ESPA KRASSA Lausn á krossgátu í síðasta blaði SMÁ- MJAKA TIGNA SÆ DANSARI Í RÖÐ ÓVILJANDI HJÖR SVELGUR 19 FLYSJA TIPL RÓTA HÆÐ FÍKNI- EFNI HALD SNJÁLDUR YFIRRÁÐ BLÓMI HÖFUÐ- FAT S T R Á H A T T U R SLAGA K R U S A HANDA SKYLDI A R M A HÆKKAR R Í S S Æ K Ý R U SPENDÝR SJÁVAR- ÓBEIT RÁÐGERA T L A S T HVÍLD KEYRA Æ Í VAFA N Á Ð ÓSKIPTAN G STARF EINRÆKTA A L L A N TEYMA Í RÖÐ L E I Ð A FJÚK R I K K A DRÓS MÁLMUR D R I F GÆLU- NAFN MILDA TIL A Ð L A DRYKKUR HLJÓM D J Ú S LIÐORMUR ANDI I G L A S J Ó RÆNU- LEYSI MIKILL Ó R Á Ð FLAGA ÓSOÐINN S N E I Ð D A N S M Æ R HÆLSIN LYKT H Á S I N SÁLDRA R ÓLÆTI SKYLDA A T NARSL FÆRNI EINING S N A R L FLJÓT- FJALLSNÖF R A S J K RJÚKA ERGJA Ó S A KOMAST ANNRÍKI N Á EKKI SKIP ÞEI E I A Ó V A R T STORKUN HAF Ö G R U N MJÖÐUR PÍLA Ö L ÁNA KORR L Ö M A S N A S N Ö R L SLYNGUR NÁLEGA I Ð A K Æ N N S I R K A FRUMEFNI UMSÖGN TVEIR EINS ÚT KERALDI UXI SKÓLI SEFAST KRYDDA SAMTÖK VÖRU- MERKI Bændablaðið Smáauglýsingar

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Við flytjum í Bakkakot árið 2000 og byrjum að búa þar með nokkrar kindur sem við eigum. Síðan þá höfum við verið að fjölga smátt og smátt. Býli: Bakkakot. Staðsett í sveit: Refasveit í Blönduósbæ í Austur- Húnavatnssýslu. Ábúendur: Ragnar Heiðar Sigtryggsson og Aðalbjörg Valdimarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýr): Við eigum þrjá syni, Gísla 16 ára, Pálma 13 ára og Guðna 6 ára, ásamt hundinum Týru og kisunni Rusla. Stærð jarðar: Um 300 ha. Við erum með 290 kindur og 25 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við vinnum bæði utan bús og sinnum búinu utan vinnutíma, þ.e. snemma á morgnana og síðan seint á kvöldin. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er gaman ef við ger um það saman, nema tína plast af girðingum, segir Hjördís. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og hann er í dag. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í finum málum. Bakkakot Gerð bús: Við erum með fjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir: Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi bara vel. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að flytja út ferskt kjöt og sýna fram á hreinleika afurðanna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, skinka, ávextir og græmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heim ilinu? Saltað hrossakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bú störfin? Við erum enn að bíða eftir því. MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Búið til ykkar eigið beikon Svínasíðan er ein mesta gjöf matgæðinga og tilvalin til beikongerðar. Beikon er venjulega saltpæklað og síðan reykt. Annaðhvort nota menn saltlög eða þurrverka kjötið. Útkoman er ferskt beikon eða pansetta sem er hálfþurrkað beikon. Fyrsta skref í beikongerðinni er að finna heila svínasíðu. Það er raunar synd að það er erfitt að fá hana í heilu því oftast er hún skorin í minni bita. Biðjið kjötkaupmanninn ykkar um heila síðu eða reynið að versla beint við bændur. Ef það tekst ekki verður beikonið bara minna en alveg jafn ljúffengt. Beikon með svörtum pipar og púðursykri 1 stk. myndarleg svínasíða ¼ dl sjávarsalt 1 dl dökkbrúnn sykur 1 matskeið ferskur malaður svartur pipar ½ tsk. marið lárviðarlauf 1 tsk. saxaður laukur (eða duft) 1 tsk. saxaður hvítlaukur (eða duft) ½ tsk. malað timjan eða blóðberg (þurrkað) 1 tsk. nitritsalt fyrir þá sem vilja bleikt beikon (má sleppa) Aðferð Blandið salti, púðursykri, svörtum pipar, lárviðarlaufinu, lauk, hvítlauk og blóðbergi saman í stóru plastíláti með loki. Bætið við svínakjötinu með fituna upp, nuddið og geymið í kæli í 10 daga. Snúið svínakjötinu á hina hliðina eftir fimm daga. Eftir dag 10, fjarlægið svínakjötið úr ílátinu og skolið með köldu vatni. Fjarlægið eins mikið af kryddblöndunni og mögulegt er. Þerrið og geymið í kæli, án plastloks, í 24 klukkustundir til að fá smá húð. Hitið grillið 150 C með eldi úr viði með ögn af kolum til að halda uppi hitanum. Reykið í um 1½ klst. á kg við 100 C þar til innra hitastig nær 70 C. Fjarlægið og látið beikonið hvíla við stofuhita í 30 mínútur. Kælið beikon áður en það er sneitt. Steikið beikonsneiðar á heitri pönnu yfir miðlungshita í 5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til það er stökkt. Ofnbökuð svínasíða með kryddblöndu og bjór Fyrir kryddblöndu Ögn ólífuolía 2 tsk. salt 1 tsk. cayenne pipar 1 tsk. malað cumin 2 stk. saxaður hvítlaukur 1 tsk. reykt paprika (duft) 1 msk. púðursykur 1 bjór eða jafnvel tveir (einn í réttinn, hinn fyrir kokkinn) Aðferð Leggið fituhliðina upp og þurrkið hana með pappír. Skerið með beittum hníf nokkrar skálínur yfir fituna og endurtakið í hina áttina á ská. Blandið saman salti og kryddunum í litla skál og nuddið kjötið með kryddunum og púðursykrinum. Úðið yfir ólífuolíu, setjið í poka og setjið kjötið í ísskáp í lágmark klukkutíma. Hitið ofninn í 220 C. Leggið á fituhlið upp næstu 10 til 15 mínútur. Passið upp á að skoða kjötið reglulega því á einhverjum tímapunkti fer fitan að brúnast. Þegar það gerist, lækkið í 90 C og látið það malla með loki í 90 mínútur. Eftir 90 mínútur, opnið einn bjór og hellið í ofnfatið. Látið malla í annan klukkutíma. Soðinu verður að hella yfir kjötið þegar það er sneitt eða rifið. Það eru nokkur atriði sem þú getur gert við svínakjötsafganga. Það er gott að hafa nóg til. Besta Tacofylling allra tíma er svínakjöt með salsa, dýrindis samlokufylling með ögn af BBQ-sósu. Líka hægt að saxa smá vorlauk og framreiða í kínverskum pönnukökum ásamt hoisin-sósu. Þetta er máltíð sem er gott að eiga í frystinum þegar þarf bragóðan skyndibita. Spaghetti Carbonara: Spaghetti Carbonara er ljúffengur og auðveldur réttur sem inniheldur í rauninni bara beikon, egg og pasta. Rétturinn kemur upphaflega frá Apennine-hæðum Mið-Ítalíu nálægt Róm. 2 handfylli spaghetti 4 stór egg 8 sneiðar beikon, pansetta eða beikon í bitum 1/2 bolli ferskur rifinn Parmigiano- Reggiano 1/2 bolli ferskur rifinn ostur, t.d. brauðostur eða jafnvel ítalskur sauðostur Ferskur malaður svartur pipar Sjávarsalt Aðferð Sjóðið 3 lítra af ríkulega söltuðu vatni (það ætti að smakkast eins og hafið) og látið sjóða. Bætið spaghettí og eldið í um 8 til 10 mínútur eða þar til al dente. Þegar pasta er gert, geymið 1/2 bolla af vatni, sigtið og kælið. Þegar pasta er eldað, hitið stóra pönnu yfir miðlungshita. Bætið beikoni og eldið í um 3 mínútur eða þar til kjötið er stökkt og gullið. Þeytið egg og ost vel saman í skál. Setjið geymda pastavatnið í pönnuna. Bætið í spaghettí og hristið pönnu yfir hitanum í nokkrar sekúndur þar til pastað er heitt. Fjarlægið pönnuna af hitanum og bætið í eggjablöndu og hrærið fljótt þar til eggin þykkna. Ef sósan virðist of þykk, þynnið þá með smá pastavatni. Kryddið vel með svörtum pipar. Gæti þurft smá salt. Skiptið pasta í skálar og framreiðið strax.

41 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst PRJÓNAHORNIÐ Rákir Herrapeysan Rákir er í boði Handverkskúnstar. Garnið í peysuna færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi eða á Stærð: Maxi heklgarn frá garn.is Nál: 2 mm Stærð: S/M Yfirvídd (í munsturpjóni): 88 sm Garn: Kartopu Ketenli 7 dokkur Prjónar: Hringprjónn 40 og sm nr 4,5 Sokkaprjónar nr 4,5 Prjónfesta: 20 lykkjur og 24 umferðir = 10x10 sm Útskýringar: S: slétt lykkja B: brugðin lykkja sm: sentimetrar Munstur: *Prjónið *1S,1B* endurtakið út umferðina frá *-* 4 sm. Prjónið 2 umferðir slétt.* Endurtakið frá *-* Laskaúrtaka: Fellt er af um 1 lykkju sitt hvoru megin við prjónamerkin þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru að prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Prjónið 2 lykkjur slétt og síðan 2 lykkjur slétt saman. Bolur: Fitjið upp 225 lykkjur, tengið í hring og prjónið stroff *2S, 3B* 7 sm. Aukið út í síðustu umferð um 1 lykkju = 226 lykkjur á prjóninum. Setjið tvö prjónamerki í stykkið, það fyrra í byrjun umferðar og það seinna eftir 113 lykkjur (fram- og bakstykki). Prjónið munstur þar til bolurinn mælist 51 sm (mælt með stroffi). Setjið 10 lykkjur á þráð/nælu undir handvegi, 5 lykkjur sitt hvoru megin við prjónamerkin. Geymið bolinn og prjónið ermar. Ermar: Fitjið upp 55 lykkjur, tengið í hring og prjónið stroff *2S, 3B* 8 sm. Aukið út í síðustu umferð um 5 lykkjur jafnt yfir umferðina. Setjið prjónamerki og prjónið munstur eins og á bol en aukið út sitt hvoru megin við prjónamerkið um 1 lykkju, fyrst eftir 3 sm og síðan með 6 sm millibili alls 9 sinnum = 78 lykkjur á erminni. Prjónið þar til ermin mælist 61 sm (mælt með stroffi). Setjið 10 lykkjur á þráð/nælu, 5 lykkjur sitthvorum megin við prjónamerkið. Geymið ermina og prjónið aðra eins. Berustykki: Sameinið bol og ermar á einn hringprjón = 342 lykkjur á prjóninum. Setjið prjónamerki í öll samskeyti erma og bols = 4 prjónamerki. ATH: Lykkjurnar tvær sitthvorum megin við prjónamerkin eru alltaf prjónaðar slétt. Prjónið 4 umferðir áður en úrtaka hefst. Takið úr þannig: 2x í 4. hverri umferð og síðan í 2. hverri umferð þar til bolurinn mælist um það bil 66 sm. Setjið þá 15 lykkjur fyrir miðju á framstykki á þráð/nælu og prjónið nú fram og til baka. Haldið áfram að taka úr eins og áður í laskalínunni en takið jafnframt úr við hálsmál: 2 lykkjur x2, 1 lykkju x2. Prónið þar til bolurinn mælist um 70 sm. Hálsmál: Takið upp lykkjur í hálsmáli, einnig þær sem geymdar voru á framstykki, prjónið eina umferð slétt og jafnið lykkjufjöldann í 105 lykkjur. Prjónið stroff *2S+3B* 10 sm. Fellið af í sléttum og brugðnum lykkjum. Frágangur: Gangið frá endum, lykkið saman undir höndum. Þvoið flíkina og leggið til þerris. Prjónakveðja, Guðrún María Guðmundsdóttir Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma Létt Þung Miðlungs Þyngst Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1 9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fyrsta minningin úr Legolandi Lúkas Fróði Magnússon er sjö ára vatnsberi sem finnst skemmtilegast í heimilisfræði í skólanum. Honum finnst leiðinlegast af öllu að liggja í leti. Hann fór í ferðalag í sumar og að veiða. Nafn: Lúkas Fróði Magnússon. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Reykjavík. Skóli: Háteigsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Heimilisfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit: Amabadama. Uppáhaldskvikmynd: Tommi og Jenni. Fyrsta minning þín? Þegar ég var í bát í Legolandi í Danmörku. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég er að fara að æfa karate. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Smiður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég og bróðir minn tíndum öll,,bannað að kúka -hundaskiltin úr görðunum hjá nágrönnunum hjá frænku okkar og Jói þurfti að fara og skila þeim öllum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að liggja í leti. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í ferðalag og að veiða.

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 Vélabásinn Öflugur 33" breyttur Toyota Hilux: Hilux alltaf vinsæll og verður það örugglega áfram Hjörtur L. Jónsson Helstu mál og upplýsingar Hæð Breidd Lengd Þyngd mm mm mm kg Í febrúar 2014 prófaði ég 38 tommu breyttan Toyota Hilux frá Arctic Trucks. Sá bíll var beinskiptur, með 2500 vél sem skilar 144 hestöflum. Síðan þá hefur mig langað að prófa sama bíl með 3000 vélinni, sjálfskiptan og 171 hestafls vél. Bíllinn sem prófaður var nú er 33" breyttur hjá Toyota og er með ýmsum aukabúnaði. Skemmtilegur bíll á vondum vegum Munurinn að ferðast og sitja í þessum tveim Toyota Hilux er nánast enginn, en þegar kemur að vél og skiptingu er munurinn mikill. Snerpan í 3000 vélinni er mikil og sjálfskiptingin er óneitanlega þægilegri fyrir flesta, þó svo að ég og fleiri vilji bara beinskipta bíla þá eru fleiri sem kjósa sjálfskipta bíla. Ég fann mikinn mun á þessum 27 aukahestum frá fyrri bílnum sem ég prófaði. Á mikið breyttum bílum fylgir alltaf smá hljóð í stórum og grófum dekkjum, en á þessum bíl var það hljóð alveg í lágmarki. Á grófum malarvegi og vondum vegslóðum er bíllinn stöðugur og glettilega mjúkur, en þegar ekið var eftir góðum malarvegi fann ég aðeins fyrir leiðinda titringi þegar farið var yfir lausa smásteina sem lágu lausir á yfirborði vegarins. Sennilega mætti losna við þetta með því að minnka aðeins loftmagn í dekkjunum. Mikil dráttargeta Ég ók bílnum rúma 100 km í blönduðum akstri og var meðalhraði hjá mér 45 km á klst. og eyðslan 8,9 lítrar af dísil á hundraðið. Hilux með 3000 vélinni er gefin upp samkvæmt bæklingi 7,7 miðað við óbreyttan bíl. Hilux er með gormafjöðrun að framan og fjaðrir að aftan. Þessi fjöðrunarbúnaður hefur reynst vel og gerir bílinn stöðugan. Sem dæmi er veltipunktur Toyota Hilux 48 gráðu halli, en mjög fáir bílar þola svo mikinn halla. Þess ber þó að geta að bíllinn sem ég var á er 33 tommu breyttur, með pallhýsi og ýmsu öðru sem þyngir hann og að ég Breyttur Hilux á 33 tommu dekkjum. Á mikið niðurgröfnum vegslóða var ég ánægður með hæðina undir bílinn. var alls ekki að reyna við neinn sparakstur. Dráttargeta er kg með kerru sem er útbúin með bremsum. Pallurinn er frekar lítill (mætti vera lengri), en málin á pallinum eru 154,5 x 151,5 cm. Gott verð á eigulegum bíl Þótt Hilux sé fyrir mér mest vinnubíll þá er hann vel búinn öryggislega. Loftpúðar allan hringinn inni í húsinu, stöðugleikastýring, dekkjum og plássið virðist lítið, rákust dekkin aldrei í brettin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. ABS hemlunarkerfi með rafstýrðri hemlunardreifingu, hemlunarhjálp sem bætir í kraftinn á hemlun þegar er nauðhemlað. Grunnverð á sjálfskiptum Hilux 3000 er , Myndir / HLJ Ekkert of mikið af tökkum, en allt sem þarf er þarna á þægilegum stöðum. en með breytingum sem eru í þessum bíl kostar hann rétt tæpar Ódýrasti Toyota Hilux bíllinn er beinskipti 2500 bíllinn og er hann frá SPOT er eitt besta öryggistæki sem völ er á Í lok febrúar var töluverður viðbúnaður björgunarsveita á Suðurlandi vegna leitar að konu sem hafðist við í fjallaskála. Ástæða leitarinnar var að ekkert merki hafði komið frá sendi sem hún hafði meðferðis. Konan fannst og var talið að tækið hefði bilað, en svo var ekki því ástæðan var að tækið var innandyra í fjallaskála og einnig röng áskrift fyrir íslenskar aðstæður. Tækið sem hér um ræðir heitir SPOT og hefur verið umdeilt meðal manna um ágæti þess. Fyrir SPOT eru tvær áskriftarleiðir. Annars vegar að tækið sé alltaf í gangi og sendir staðsetningarhnit einu sinni á sólarhring. Hin áskriftin er sú öruggari, að mínu mati, og sú áskrift sem allir eiga að nota hér á Íslandi, sem er að skrifa leiðina (ferlar leiðina) sem farin er og gefur upp staðsetningu á mín. fresti. Getur verið erfitt að ná sambandi norðan við há fjöll Ókostur fyrir Ísland er að gervihnettirnir, sem tækið tengist, eru svo sunnarlega að þeir eru í u.þ.b. 7 gráðum upp til suðurs og geta því fjöll og dalir hindrað tengingu og þar af leiðandi merki frá tækinu. SPOT er þannig uppbyggt að ef ekki næst að senda á réttum tíma gerist það sjálfkrafa þegar samband næst. Sem dæmi að ef verið er að ferðast eftir veginum um norðanverðan Arnarfjörð á Vestfjörðum skyggja fjöllin á sendingu, en nyrst í hverjum dal og firði er samband og þá sendir tækið. Á SPOT tækjum er takki sem merktur er 911, en sé honum haldið niðri í nokkrar sek. þá er búið að senda út neyðarboð eftir aðstoð. Handhafi SPOT sem hefur borgað áskrift er einnig búinn að borga tryggingu um að björgunarleiðangurinn sem kallað er eftir þarf ekki að hafa áhyggjur af kostnaði vegna þyrlu eða björgunarsveit því þeir (þyrlan eða björgunarsveitin) getur sótt kostnaðinn í tryggingarfélag SPOT. Hægt að sjá heima í tölvunni hvar SPOT-tækið er statt Margsinnis hef ég ferðast með mönnum sem eiga svona tæki og verið með í láni tæki sjálfur. Hvert tæki er með netfang (netslóð) sem hægt er að deila til vina og kunningja, það eina sem þarf að passa er að hafa tækið efst í bakpoka eða tösku þannig að sem minnst skyggi á sendingar og móttökuskilyrði fyrir tækið. SPOT getur ekki náð sambandi við gervihnetti sína inni í húsum og fjallakofum og því gott að skilja tækið eftir í gangi úti í u.þ.b. 15 mín. (reyna að hafa fría sjónlínu til suðurs þessar 15 mín.) Ekki fer mikið fyrir SPOT-tækinu. þegar komið er á áfangastað. SPOT ætti að henta vel fyrir smalamennsku, rjúpnaveiðar, vélsleðaferðir og fleira, en sama hversu tæknin er góð þá er ekkert sem kemur í staðinn fyrir ferðaáætlun fyrir ferð. Hægt er að fræðast meira um SPOT á vefsíðunni:

43 Bændablaðið Fimmtudagur 13. ágúst Amerísk gæðavara 12 kg Þvottavél Tekur heitt vatn > sparneytin Stórt op > auðvelt að hlaða Þvotta og orkuklassi A Engin kol í mótor DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Gólfborð til sölu Sími: Netfang: augl@bondi.is Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Jökulsárlón ehf. óskar eftir að ráða skipstjóra til að sigla Hjólabátum tímabundið frá byrjun september. Umsækjendur verða að vera með skipstjórnarréttindi. Húsnæði er í boði. Uppl. og umsóknir í síma eða á katrin@jokulsarlon.is Cemtec sænskar skeifur og fjaðrir. Frábærar vörur framleiddar skv.reglum FEIF. Leitun að betri verðum. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið frá kl Samasz slátturvélasamstæði. Vinnslubreidd 8,6 m. Nýtt heimsmet í slætti. Sjá Búvís á Facebook. Verð vsk. Búvís ehf. Sími Ný furugólfborð, 14O m2. Hvert borð er 480 sm. á lengd, 2.8 sm. á þykkt og 9,2 sm. á breidd. Um er að ræða gæðafuru frá Finnlandi tekin úr skógi sem er yfir 100 ára gamall. Ætlað á gólf innanhús. Uppl. í síma Járngirðingastaurar Túngirðinganet Gaddavír - Stagvír Vír og lykkjur ehf Lyngás 8, 210 Garðabæ viroglykkjur@intenet.is facebook.com/viroglykkjur Sími Ég spái því að ef þú tekur ekki völdin og hugar vel að heilsu þinni þá bilar eitthvað. STIGA borðtennisborðin fást hjá Allt sem þú þarft til borðtennisiðkunar. F&F kort ehf. Sími , Suðurlandsbraut 10 Rvk. Til sölu MF 135 árg Söluverð kr. Uppl.í síma Isuzu D - Max árg. 07, sjálfskiptur, dísel, ekinn Bíll í toppstandi. Uppl. gefur Hörður í síma Weckman rúlluvagnar. Ný gerð. Stærð palls 2,55 x 9,0 m. Til á lager. H. Hauksson ehf. Sími Dráttarvél til sölu, Branson hö 4X árg.'85 v.stundir með ámoksturstækjum og gröfu (backhoe) aflúrtak aftan og undir miðju sturtuvagn fylgir verð: Fín vél til smáverka.uppl. á tf3ks@simnet.is Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF MHG.IS Eigum til á lager nýjar beltagröfur 25 tonn, 35 tonn og 50 tonn. Til sölu stálgrindamastur / ljósamastur rúmir 13 metrar. Ný yfirfarið. Verð tilboð. Uppl. síma Flytjum inn og seljum gúmmíbáta. Harðbotna báta (RIB), plastbáta, vesti, ýmsa aukahluti og varahluti í báta og vélar. Svansson ehf Smiðjuvegi 52 (rauð gata),200 Kópavogur, símar og , sala@svansson.is Til sölu Manito 626 árg. 90. Verð: vsk. Uppl. í síma CFMOTO 500 Götuskráð, tveggja manna, fjórhjóladif, spil, ,- Eigum til á lager nýja fleyga og klemmu frá FRD Kirkjulundi nitro.is VANTAR ÞIG IÐNAÐARMANN? Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Sími , www. brimco.is Opið frá kl Samasz heyþyrla, vinnslubreidd 530 m. Verð kr án vsk. Búvís ehf. Sími Hef til sölu Yamaha YFZ 450 fjórhjól árg. 08. Ásett verð Kraftmikið sporthjól. Flott leiktæki. Tilboð óskast. Er á Austurlandi. Uppl. í símum og Getum útvegað Bomag jarðvegsþjöppur frá kg Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. Sími / Ford Transit, árg. 13, ek. 37 þús. Háþekja og langur, 3,5 tonna bíll. Klæddur að innan. Auka tímastillt olíumiðstöð. Negld dekk og sumardekk fylgja. Ný yfirfarinn af Brimborg, vsk.-bíll, dráttarkr., rennihurðir beggja vegna. Eins og nýr. Uppl. í síma og á jrbilar.is Samasz slátturvél, vinnslubreidd 3 m. Verð án vsk. Búvís ehf. Sími Weckman sturtuvagnar 11 tonna og 13 tonna. Til á lager. H. Hauksson ehf. Sími New Holland E18 2. tonna grafa, árg. 07 til sölu. Notuð í 202 tíma. Eingöngu notuð í sand og mold, hefur alltaf staðið inni. Mjög vel með farin. Verð: vsk. Uppl. gefur Ragnar í síma Getum útvegað undirvagns hluti á allar vélar, bæði á stál og gúmmíbeltum frá Linser. Uppl. í síma / set@velafl.is og á / gk@velafl.is

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 JCB JS330LC, árg 2005, 8,200 vst hraðtengi, skófla, fleyglagnir. Verð 9,500,000 + vsk Terex HR 18, árg 2006, 840 vst hraðtengi, fleyglagnir, 5 skóflur. Verð 4,980,000 + vsk Til sölu Man LC, árg. '95, ekinn km. Álpallur: lengd 5,9m breidd 2,5m með lausum skjólbörðum. Ný framdekk, afturdekk 70% Verð m/vsk. Uppl. í síma Til sölu Scania árg. 96, ekinn km. Palfinger krani 24 tonn metrar. Verð: 3,850,000 + vsk. Uppl. í síma Lambheldar hliðgrindur. Breidd 4.27 m, hæð 1.10 m. Möskvastærð 10 x 15 cm. Verð fyrir 1 stk auk vsk. Verð 2-4 stk auk vsk. 5 stk eða fleiri auk vsk. Uppl. í síma og , Aurasel ehf. Til sölu ruslagámar í þremur stærðum. Uppl. í síma Tveggja öxla kerrur, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Verð frá kr m.vsk. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið Framleiðum krókheysisgrindur með eða án gámalása. Grunnaðar og/eða málaðar. Gott verð. Vagnasmidjan. is - Eldshöfða 21 Rvk. Uppl.í símum og Traktorsdrifnar rafstöðvar (Agro-Watt) - Stærðir : 10,8 KW 72 KW. Stöðvarnar eru með eða án, AVR ( spennujafnara ). AVR tryggir örugga keyrslu á viðkvæmum rafbúnaði, t.d. mjólkurþjónum, tölvubúnaði, nýlegum rafsuðum ofl. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, Komatsu D 41P, Árg 1998 notkun 12,000 t, breiðbelta vél, nýlegur undirvagn Verð 4,500,000 + vsk Case 695 Super R, árg 2006, 3,000 vst, servo kerfi, snjótönn,sanddreifari. Verð 5,900,000 + vsk Mjög góður Zetor 7045 árg '81 Aðeins 2600 vinnustundir. Ný kúpling, nýuppt. bremsur og vökvadæla, ný afturdekk og annað framdekk. Fylgihlutir: tæki, snjótönn, skófla, þyngdartunna á beisli, léttkeðjur á öll hjól. slöngur og tengi fyrir rúllugreip. Ekkert ryð. Verð Enn fremur er óskað eftir tilboði í Econoline 4x4 húsbíl/fornbíl, árg. '87 í góðu lagi (sjá fleiri myndir á bilariki.is ) Uppl. í síma Getum útvegað þessi tæki í mörgum útfærslum og stærðum. Ryðfrítt stál eða ál, þola 120 hita. Fjölnota tæki sem eru hraðvirk og skila 100% vinnu. Sumar útfærslurnar gætu hentað vel í þrif á gólfum í gripahúsum. Hákonarson ehf. netfang: hak@hak. is, sími , Samasz sláttuvélar, ýmsar stærðir. Verð frá kr án vsk. Búvís ehf. Sími Metar-Fact taðdreifari, 6 tonna. Fyrirliggjandi á Austurlandi. Búvís ehf. Sími Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi dælur í mörgum stærðum, fyrir magndælingu á, vatni, skolpi, sjó, olíu. Háþrýstar dælur fyrir vökvun og niðurbrot í haughúsum. Slöngubúnaður með hraðkúplingum, flatir barkar á frábæru verði, Allur búnaður fyrir vökvun á ræktunarsvæðum. Haugdælur með vacuum búnaði. Aðrir aflgjafar : rafmagn, bensín / diesel, glussaknúnar (mjög háþrýstar). Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir iðnað og heimili. Gerum einnig við allar dælur. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, Case 1150C jarðýta, árg 1981 Notkun 20,000 t. Vél í góðu standi. Fjölskekkjanleg tönn og ripper. Vél í góðu standi. Verð 2,500,000 + vsk Hisun 700 4x4 fjórhjól árg. 11 til sölu ásett verð Uppl.í síma Háþrýstibúnaður fyrir heitt vatn. Þrýsingur allt að L / min. Hákonarson ehf, netfang : hak@ hak.is, Sími , Taðklær. Breidd 150 cm kr án vsk. Breidd 180 cm kr án vsk. Búvís ehf. Sími Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4" díseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, MAN , 6x4, árg 1997 ekinn 330,000 km, dráttarstóll sturtudæla, dekk 50% Verð 990,000 + vsk Mercedes Benz cyl, árg. 75, uppgerður var skipt um innréttingar og sprautaður. Skoðaður út 2017! Verð , skoða skipti á jeppling. Uppl. í síma Kerrur á einum og tveimur öxlum, með og án bremsum, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið Kranzle þýskar háþrýstidælur í úrvali. Búvís. Uppl. í síma M.Benz Atego, árg 2008 ekinn 492,000km, (langkeyrsla) með bíla/vélaflutninga palli Verð 5,300,000 + vsk Til sölu liðléttingur, Weidemann 1140, árg. 12, notaður 110 klst. Uppl. í síma Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,0-6,0mtr. í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allar lokur og lamir fylgja. Brimco ehf, Flugumýri 8, Mos. Sími Opið kl Palmse malarvagn, fjaðrandi hásingar og beisli, burðargeta 18 tonn. Búvís ehf. Sími Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, Kruz FST-25 malarvagn. Árg 2006, dregin ca 110,000 km Góður vagn. Verð 1,400,000 + vsk Uppl. í síma / set@velafl.is og á / gk@velafl.is Patura spennar í úrvali. P1 er bæði fyrir 12V og 230V. 5km. drægni. Frábært verð aðeins kr Mikið úrval af öðrum rafgirðingarvörum skoðið Patura bækling 2015 á www. brimco.is - Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið kl Úrval af girðingarefni til sölu. Tunnet er frá kr stk.+ vsk. ÍsBú Síðumúla 31, 108 Reykjavík. Sími isbu@isbutrade.com eða á Vagnasmiðjan auglýsir. Getum afgreitt í sept. og okt. nýja grimmsterka Hardox palla. Bæði stakar skúffur og einnig skúffu, sturtugrind og tjakk tilbúið að setja á 3ja og 4ja öxla nýja eða notaða bíla. Lýsing, myndir, myndband og teikningar á vagnasmidjan.is. Uppl. í símum og Vagnasmiðjan ehf. Eldshöfða 21, Rvík. Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá Comet, www. comet-spa.com - Aflgjafar; rafmagn, Hondabensín, Yanmardísel, aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bar. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is,

45 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Háþrýstibúnaður fyrir stíflulosun í skolp og drenrörum. Getum útvegað þennan búnað í mörgum útfærslum og styrkleikum. Fyrir rör frá 30 mm upp í 900 mm. Háþrýstislöngur allt að 150 metrar á lengd, 3/8, ½, 5/8, ¾. Bensín / dísil, vatnsflæði allt að:132 L / 3000 Psi. Búnaður á sérsmíðuðum vagni með þrýstibremsum eða á stálgrind. Búnaðurinn hentar einnig vel fyrir öflugan háþrýstiþvott. Vandaður og hentugur búnaður, fyrir sveitarfélög og verktaka. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak. is, Til sölu FENDT 3 SX ámoksturstæki árg. 07 af FENDT 820. Passar á 700 og 800 línu. Tilboð óskast. Uppl. í síma Til sölu Mosa TS 400 a, dísil rafsuðuvél, 13 kva rafall. Ný vél og nýupptekinn rafall. Tilboð. Uppl. í síma Vagn til sölu, árg. 08. Opnanlegar hliðar og hurðar að aftan. L=13,75 B:2,5 H:3,8. Vagn sem gefur mikla möguleika í breytingar. Verð Uppl. í síma Galloper, dísil árg.'00 til sölu, ekinn km. Verð kr. eða tilboð. 4x4, 5 dyra, farþegaf. 7, næsta skoðun ágúst '16. Upp. í síma Tilvalið í göngurnar, Gas Gas EC300 góðum kostum búið m.a. kveikjubreytirofi sem gerir það einstakt í rollubröltið. Verð tilboð JHM Sport sími JCB JS árg. 2 skóflur. Verð 3,5 m + vsk Uppl. í síma Yanmar Vio árg. 4 tonn, 420 vst Vökvahraðtengi, 3 skóflur þar af ein tilt.vel með farin vél. Verð 5 mkr +vsk Uppl. í síma Örfáir stólar eftir og verða þeir seldir með 30% afslætti. Uppl. um stólana gefur Sigurður í símum og Vatnshitarar fyrir háþrýstiþvott. Max þrýstingur : 200 Bar, 250 Bar, 500 Bar. Vatnsflæði: 15 L / min, 25 L / min. Max hiti á vatni : 140. Hákonarson ehf., Uppl. í síma , hak@hak.is, Til sölu Kemppi Fast Mig KM400 vatnskæling, verð án vsk. Uppl. í síma Airrex Geislahitarai 15kw, 80w rafmagn/dísil, lyktarlaus, 1.2 ltr/klst. Tilvalin í vélageymsluna, veislutjaldið eða á veröndina. JHM Sport sími Yanmar SV18 smágrafa 2015 árg. 1,9 tonn Uppl. í síma Fjölnotakerra til sölu lítið notuð. Einnig til sölu rúllugreip. Nánari uppl. í síma Sem nýtt Can Am 800 Outlander Max Ltd árg. '07 til sölu. Tveggja manna hjól, ekið aðeins 1100 mílur. Mjög vel með farið. Uppl. í síma Til sölu Kettler æfingavél, Hks- Selection Ultra. Tilboð. Uppl. í síma Til Sölu Trooper árg. 03, ssk, ek km. Mikið endurnýjaður, er á nýjum dekkjum og nýlega búið að skipta um spíssa, glóðakerti og Alternator. Er með dráttarkúlu. Skoðaður Verð 850 þús kr. Frekari uppl. í síma Man TGA 2004 Ekinn til sölu, góð dekk, glussakerfi, bíll í góðu lagi. Verð 4,5 millj án vsk. Uppl. veitir Eyþór í síma Trjáplöntunaráhöld, geispur, spaðar, bakkabelti,bakkahaldarar, plöntupokar. Nissan Navara árg. '06 ekinn 52 þ.km. Dodge Durango árg. 06, ekinn km. Uppl. í símum og Til sölu Massey Ferguson 135, árg 72. Er á Flótsdalshéraði. Óska eftir tilboðum á jonas.h@simnet.is. Frekari uppl. í síma Unglingurinn Nissan Patrol árg. 98, keyrður km. Nýr geymir og Altanator. Skoðaður Aðrar uppl. í símum og Til afgreiðslu strax: Reck mykjuhrærur með 60 cm Turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor,pto , lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í símum og Á hagstæðu verði: Maschio hnífatætarar cm. Einnig pinnatætarar 300 cm. Ódýr þurrkublaðagúmmí fyrir flestar gerðir ökutækja. Uppl. í símum og Yanmar C12 beltavagn 2015 árg. Burðargeta 1150 kg Uppl. í síma Kaeser M135 loftpressa 2011 árg. 13 rúmmetra, 10 bör. 18 KW rafall. Uppl. í síma Liebherr 40K 1983 árg, 37,5 m bóma Fjarstýring, á keyrsluspori, tengistykki fyrir öxla og fl. Mjög gott ástand. Verð 3,6 mkr + vsk. Uppl. í síma Til sölu Toyota Hiace 4x4 11 manna árg. 00. Akstur km. Verð kr Uppl. veitir Sigvaldi í síma Innihrærur fyrir gripahús. Rafdrifnar : 7,5 KW, 9,2 KW, 11 KW Glussadrifnar : 8 KW, 60 L / min, 120 Bar.Vinnudýpt : 130 cm Skrúfa : 200 mm Land Cruiser 100, árg. 06, ek ,2 Dísil. Góður bíll til sölu. Er með góða viðhaldssögu. Ásett verð Uppl. í síma Rafdrifið færiband, á hjólum, lítið notað, til sölu stærð (lxb) (3,7x1,0) m. Uppl. veitir Gísli í síma Tilboð óskast. Scania 142 H, árg. 85, kominn á eftirlaun til sölu, verð Uppl. í síma og á jon@hals.is. Bílskúrshurðarfleki til sölu gegn vægu gjaldi, Mál: H 2.41 m B 2.86,5 ms. Uppl. í síma Fyrstur kemur, fyrstur fær. Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Allar rafhlöður á einum stað. Sjá Sími eftir kl 17 og um helgar. Næsta Bændablað kemur út 10. september Weber jarðvegsþjöppur og hoppara til á lager Uppl. í síma Tsurumi dælur í miklu úrvali Uppl. í síma Uppl. í síma merkur.is

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst 2015 McHale 160 cm.árg.'97. Euro festing. Staðsetning: VB-Landbúnaður Akureyri. Tilboð. 50% afsláttur! Verð áður án vsk. Verð nú kr án vsk. Vicon RV 1601.Árg. 06. Fastkjarna rúlluvél,14 hnífar. Rúllustærð 0,90 til 1,60. Auka belti fylgir. Notkun: ca 11,500 rúllur. Staðsetning: VB-Landbúnaður Akureyri. Vél alltaf geymd inni og er í góðu lagi. Verð kr án vsk. Welger RP120. Árg. 95. Einföld og góð vél, vel með farin og er í lagi. Er með garnbindingu. Staðsetning: VB-Landbúnaður, Akureyri. Verð kr án vsk. Lely Welger DA 235 Profi. Árg. 13. Vél notuð í tvö sumur. Smurkerfi á keðjur og legur. Myndavél. 25 hnífar. Dekk 505/50-17 R. Ávallt geymd inni. Notkun: 5,535 rúllur.staðsetning: VB-Landbúnaður Akureyri.Verð kr án vsk. Deutz Fahr MP 235. Árg. 07. Búnaður: Nýrri gerðin af Deutz Fahr samstæðunum. Öflug vél sem er í toppstandi. Búið að endurnýja sóp og fl. Yfirstærð af dekkjum. Notkun: 23,000 rúllur. Staðsetning: Reykjavík. Verð kr án vsk. Belarus , árgerð 2006, notkun 80 klst, verð án vsk. kr Staðsetning: Gylfaflöt Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri Krone Kw 520. Árg. 00. Staðsetning: Reykjavík. Verð kr án vsk. Rúlluvél TILBOÐ! McHale Fusion 2. Árg. 08. Búnaður: Hnífar, breiðsópur og net. Notkun: rúllur. Staðsetning: VB-Landbúnaður Akureyri. Ný keðja vinstra megin. Sópur uppgerður og fl. Vél í góðu lagi. Verð áður Ýmis skipti skoðuð. Verð kr án vsk. Kuhn Árg. 05. Góð vél. Staðsetning: Suðurland. Verð kr án vsk. Welger RP 200 master. Árg. 98. Með breiðum sóp, hnífum og neti. Notkun: Ca. 18,000 rúllur. Staðsetning: Reykjavík. Verð kr án vsk. McHale 991B. Árg. 95. Vökvastýrð. Geymd inni. Vélin er í topplagi nema stöðufótur er tjónaður. Nýr stöðufótur fylgir vélinni. Getur verið afhent í Reykjavík. Staðsetning: Vesturland. Verð kr án vsk. Kuhn GA7822 MasterDrive. Árg. 08. Rakar til hliðar. 7,8m vinnslubreidd. Tandem öxull. Stýranleg. Staðsetning: VB-Landbúnaður, Akureyri. Flott vél og klár í notkun. Verð kr án vsk. Lely Hibiscus 425s. Árg. 14. Lyftutengd. Falleg vél og í góðu lagi. Staðsetning: VB-Landbúnaður Reykjavík. Verð kr án vsk. John Deere 6420 SE. Árg. 05, Notkun: Verð án vsk: kr. Massey Ferguson 7499 VT. Árg. 11, Notkun: 2200, Verð án vsk: kr. Massey Ferguson Árg. 12. Notkun: 590. Verð án vsk: kr McCormick MC 115. Árg. 07. Notkun: Verð án vsk: kr. No-5 Deutz Agroplus 95. Árg. 06. Notkun: Verð án vsk: kr. Kubota M 130X. Árg. 13. Notkun: 700. Verð án vsk: kr. Til sölu Til sölu 2 stk. Deutz d 15. Annar allur upptekinn,hinn óuppgerður. Uppl. í síma Til sölu tvö stk. Lister ljósavélar 3 cyl. Halomag hertrukkur ryðgaður. Uppl. í síma Í smalamennsku og veiði. Vertu í góðu sambandi með Motorola. Langdrægar talstöðvar, tvær saman í pakka með hlust og hljóðnema á kr Bjóðum einnig ódýrari stöðvar allt niður í kr settið. Uppl. í síma og á Til sölu Bens 309D, árg. 84, skráður sem fornbíll, innréttaður sem húsbíll með góðu krami en boddý þarfnast lagfæringa. Tilvalið fyrir laghenta í vetur. Uppl. í síma Weckman þak-og veggstál. Dæmi um verð m2 = 0,5 mm Galv. Verð kr ,5 mm Aluzink. Verð kr , 0,6 mm Galv, verð kr ,45 litað, verð kr , 0,5 mm verð kr Litað / stallað, verð kr Verð pr m2 m vsk. Afgreiðslufrestur 4-6 vikur. H.Hauksson ehf. Sími Hyundai Starex H1 7 manna, árg. 99, ekinn 253 þús. Óska eftir tilboðum. Uppl. í síma Er á Austurlandi. Hey til sölu ca 150 rúllur tilvalið í hross, einnig 6 Delaval básainnréttingar með fóðurtrogum skálum og mottum. Vélboða tankur 4000l og kornvals glussadrifinn. Ýmis skipti möguleg. Uppl. í síma Freyr frá upphafi, ,58 bindi. Samvinnan , 33 bindi og Sunnudagsblað Tímans 24b. Allt í mjög góðu bandi. Uppl. í símum og Til sölu 380 ærgildi, greiðslumark í sauðfé, til nýtingar frá 1. janúar Frekari uppl. veitir Egill í síma Til sölu Kinshofer KM krabbi með rótor. Lítið notaður. Verð stgr. Uppl. í síma Timbur-lagerhreinsun 50 x 150 mm. Verð kr. 410 lm. H. Hauksson ehf, sími Ódýr góð dekk. Sendum. Kíkið á til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í síma Kveðja Dekkverkdrengir. Delaval brautakerfi til sölu. 32 básar, 5 Milkmaster aftakarar, C-200 forritanleg þvottavél, 5 Harmony plus mjaltatæki, 1600 lítra sogdæla með olíuhringrásarkerfi. Þriggja fasa sogdælumótor og mjólkurd. Uppl. gefur Bragi í síma Við seljum rafstöðvar frá DEK kw, Everet bílalyftur og fl. Gott verð. Sendum um allt land. Uppl á eða í símum og Fráveiturör - Drenrör Ræsisrör: Burðarmikil plaströr úr PP eða PE í flokki SN8 ásamt fittings. Yfirborðslausnir: Lok á brunna - Niðurföll - Rennuristar o.fl. Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf - Miðhrauni Garðabæ m@ malmsteypa.is is Sími Vandað girðingaefni. 5 stengja túnnet. Verð kr rl. lowa gaddavír Verð kr rl. Motto gaddavír Verð kr rl. Þanvír. Verð kr rl. með vsk. Tilboð = Frír flutningur í heimabyggð. H. Hauksson ehf. Sími Rotþrær-heildarlausnir, vatnsgeymar, lindarbrunnar, heitir pottar, lífrænar skolphreinsistöðvar, jarðgerðarílát, einangrunarplast, frauðplastkassar, olíu- og fituskiljur, olíugeymar, fráveitubrunnar, sandföng, vatnslásabrunnar, fráveiturör, tengibrunnar fyrir ljósleiðara og lagnir í jörð, línubalar, fiskiker, sérsmíði. Allt íslensk framleiðsla. Borgarplast, sími eða á borgarplast.is Fjárhúsmottur verð kr stk. með vsk. H. Hauksson ehf.sími Timbur í fjárhúsgólf 32 x 100 mm. Verð 245 lm. 38 x 100 mm. Verð kr. 290 lm. með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Bobcat beltagrafa x220, árg Þrjár skóflur fylgja með. Ekki servo. Verð Allar nánari uppl. í síma Heilsöltuð síld til sölu. Uppl. í síma Til sölu eru 104,6 ærgildi í sauðfé frá 1. janúar Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist á netfangið fanneyolof@rml.is eða í pósti merkt Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, 104,6 ærgildi í sauðfé Klausturvegi 2, 880 Kirkjubæjarklaustri, í síðasta lagi 15.október Til sölu/leigu byggingarkrani og mót, stillansar fyrir uppslætti og fl. Kaffiskúr, vinnuskúr og hef einnig JCB vél sem þarfnast lagfæringar. Uppl.í síma kör með flotteinum 20 mm. og sökkt. 22 mm, af netum. Í hverju kari eru 5 sett, 5x30 faðmar. Fæst fyrir lítið eða ekkert. Uppl. í síma Gunnlaugur , Jón Kornvals frá Smára í Vík er falur. Lítið notaður. Sími Nokkrar kelfdar kýr til sölu, af íslenskum og angus-stofni. Burðartími næsta vor. Uppl. í síma Til sölu borðstofusett, borð 150 cm og 50 cm plata. Rautt pluss á stólum og 2 með örmum. Uppl. í síma hektarar til sölu í landi Brúar í Biskupstungum. Uppl. í síma Til sölu PFAFF leður saumavél 345- H3 og verkfæri til leðurgerðar. Einnig með bíl, Opel Tigra árg. 99 tjónuð eftir árekstur. Tilboð óskast. Uppl. veitir Kiddi í síma og Anna í síma MF 135 með ámoksturstækjum árg 75 verð 350 þús. og Subaru Forester árg. 06 bsk. ekinn km. Verð Uppl. í síma Vespa til sölu SYM jet4 með 50cc 4gengis vél. Uppl. í síma Til sölu eða í skiptum Same Jaguar 100 traktor árg Er á nýjum dekkjum. Uppl. gefur Júlíus í síma eða á medalheimur@ emax.is. Folöld til sölu. Til sölu 8 vel ættuð folöld í mörgum fallegum litum undan rauðum vel skjóttum tvístjörnóttum hesti ættuðum undan Randver frá Nýjabæ. Einnig til sölu 4 fylfullar hryssur, fyljaðar undan sama hesti. Endilega komið og lítið við þegar þið eruð á ferðinni. Sjón er sögu ríkari. Frekari uppl. eru veittar í síma á kvöldin milli kl. 20:00-21:30. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir á netfangið fitjar@isl.is Norskur Rana innfjarðarplastbátur til sölu, vottaður. Er á kerru og gott að ferðast með hann landshluta á milli. Uppl. í síma Óska eftir Óska eftir að kaupa staurabor. Uppl. í síma Óska eftir ca 40 rúllum af góðu söxuðu heyi fyrir kindur. Uppl. veitir Magnús í síma Óska að leigja gott rjúpnaveiðiland í haust. Skoða allar staðsetningar. NV-land efst á óskalistanum. Hef einnig áhuga á gæsaveiði. Vinsamlegast hafið samband á hirtzen@hotmail.com Gæsaveiði. Við erum fjórir karlar úr Reykjavík sem óskum eftir að leigja kornakur eða svæði til gæsaveiða eina helgi í október. Lofum góðri umgengni. Uppl. í síma Vantar varahluti í KRONE HSL 3503 heyhleðsluvagn eða heilan vagn. Uppl. í síma Á nokkur aflagða Pöttinger rúlluvél? Vantar kefli úr slíkri vél og e.t.v. fleira dót. Ef svo skyldi vera, vinsamlegast hringið í síma , Þórarinn. Klyfberi óskast, helst nothæfur og einnig kamína í lítinn bústað. Uppl. veitir Ragnhildur í síma eða á rankasigga@gmail.com Hef áhuga á að kaupa fjórhjól og önnur biluð tæki líkt og utanborðsmótora, báta og mótorhjól. Ástand er aukaatriði. Uppl. veitir Linnet í síma Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á netfangið olisigur@gmail.com. Óska eftir að kaupa Volvo 240 bifreið. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma Gistiheimili óskar eftir 15 lítra þvottavélum/þurrkurum eða stærri vélum og fyrirferðarlítilli strauvél. Einnig starfsmannaskápum og þvottagrindum. Uppl. í síma eða á info@ apotekguesthouse.is Til leigu Herbergi og eða hesthúspláss í Hafnarfirði til afnota/leigu gegn því að annast mokstur og gjafir í sex hesta húsi. Einnig að passa heimilisdýrin þegar eigendur eru fjarverandi. Ef þú ert reyklaus, jákvæður einstaklingur erum við til í samninga. Afar hentugt t.d. fyrir stúlku í námi. Nánari uppl. í síma eftir kl

47 Bændablaðið Fimmtudagur 27. ágúst Dýrahald Yndislegur hundur, hálfur Border Collie og hálfur Labrador, eins og hálfs árs, fæst gefins. Uppl. í síma Leiga Hestamenn, land fyrir haustbeit á Suðurlandi. Uppl. í síma Sumarhús Starfsmaður óskast á kúabú á Suðurlandi, helst vanur fjósverkum í fullt eða hlutastarf. Nánari uppl. í símum og Veiði Gæsaskyttur leita að bændum sem vilja losna við gæs frítt af túnum/ ökrum á Suður- og Vesturlandi. Möguleiki á veiði allar helgar. Góð umgengni Uppl. veitir Árni Vigfús í síma Þjónusta HUMBAUR álkerrur. Bændur og verktakar! erum að fá sendingu af þessum vinsælu 2,5 tonna álkerrum. Mál innan 3.0x1.5m. Verð m/vsk og skráningu. Rotþrær-heildarlausnir, vatnsgeymar, lindarbrunnar, heitir pottar, lífrænar skolphreinsistöðvar, jarðgerðarílát, einangrunarplast, frauðplastkassar, olíu- og fituskiljur, olíugeymar, fráveitubrunnar. Allt íslensk framleiðsla. Borgarplast. Uppl. í síma eða á borgarplast.is Atvinna SSHús ehf. óskar eftir smiðum vönum mótauppslætti og almennri smíðavinnu. Uppl gefur Matthías í síma Tek til vetrargeymslu fellihýsi og tjaldvagna. Hæð hurðarops 2,40 m. Uppl. í síma Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið samband í síma til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, Einar G. Bændablaðið Smáauglýsingar DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Erum að taka við pöntunum í aðrar gerðir af Humbaur kerrum.t.d. sturtu,véla,bíla og flatvögnum. Verkefna-og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans Verkefna-og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið Veittir verða tveir aðalstyrkir kr ,- og einn verkefnastyrkur kr ,-. Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðstjórn engar umsóknir hæfar. Úthlutað er til verkefna sem tengjast Fljótsdalshreppi, eða verkefna er sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar með lögheimili í Fljótsdalshreppi er sækja um fyrir verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa forgang umfram aðra umsækjendur. Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, fyrir 18. september 2015, eða á netfangið Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fljótsdalshrepps sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is Næsta Bændablað kemur út 10. september Eldri blöð má finna hér á PDF: Varmadælur Besta loft í loft dæla sem SP í Svíþjóð hefur prófað Sparnaðar A +++ INVERTER SYSTEM Hvammsdal 4, 190 Vogar. Sími: Gsm: REYKJAVÍK S: / AKUREYRI S: / LELY ASTRONAUT A3 Til sölu mjög góður notaður og yfirfarinn Lely Astronaut A3 mjaltaþjónn. Árgerð 2007 Ný Atlas Copco SF4 loftpressa. Tölva, prentari og T4C hugbúnaður. 70 hálsbönd með QWES H hálskubbum með beiðslisgreiningu. Hefur alltaf verið á þjónustusamningi. Hentar líka sem mjaltaþjónn nr. 2 á sama bæ, (þá lægra verð án loftpressu, tölvu, prentara og CRS). Fyrst settur upp í nóvember Tilbúinn til afhendingar. Verð kr án vsk. Kominn heim á bæ með uppsetningu og byrjaður að mjólka Allar nánari upplýsingar hjá Sverri í síma REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími:

48 48 Bændablaðið Fimmtudagur 6. febrúar / EG / eg.umbrot@gmail.com MF Útskjótanlegur dráttarkrókur með vökva, loftkæling, húsfjöðrun, 3 vökvasneiðar, vinnuljós á handrið og afturbretti, breið afturbretti með lengingum, dyna 4 autodrive. VALTRA N103 - H5 rafskipting, sjálf skipti mögu leikar, loftkæling, húsfjöðrun, 3 vökvasneiðar, auka ökuljós í topp að framan, 3+ framhalds ábyrgð. MF 5610 með tækjum, skóflu og aukabúnaðarpakka Fullt verð * * VALTRA N103 með tækjum, skóflu og aukabúnaðarpakka Fullt verð * KRÓNA SÍÐSUMARSAFSLÁTTUR Aðeins 2 stk af hvorri vél í boði. Fyrstir koma, fyrstir fá! * * * án vsk. Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Sólvangi Egilsstaðir Sími jotunn@jotunn.is

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs M.S. ritgerð í hagfræði Háskóli Íslands Ásdís Kristjánsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur Inngangur

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Guangdonghérað um miðjan nóv. 2002 Smitandi lungnabólga,

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Ritröð Samkeppniseftirlitsins Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Rit nr. 1/2012 Skýrsla Janúar Samkeppniseftirlitið Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is Efnisyfirlit Hluti I Inngangur, samantekt

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014

Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014 Ágúst 2015 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2014 Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI NIÐURSTÖÐUR ÚR VINNUMARKAÐSRANNSÓKN HAGSTOFUNNAR 2003 Jón Torfi Jónasson Andrea Gerður Dofradóttir 2009 2009 Höfundar ISBN 978-9979-9847-9-5 Öll réttindi áskilin. Rit þetta

Διαβάστε περισσότερα