Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði"

Transcript

1 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Sauðfjárbændur fjölmenntu til Reykjavíkur á dögunum til þess að halda aðalfund og árshátíð. Af því tilefni var slegið upp rúningskeppni á Kex-hostel þar sem sex þaulvanir rúningsmenn kepptu um Gullklippurnar. Hér má sjá Bergþóru Guðnadóttur, hönnuð og eiganda Farmers Market, reyna sig með vélklippurnar undir styrkri leiðsögn Jóns Eyjólfssonar frá Kópareykjum. Farmers Market er einn stærsti kaupandi ullar hér á landi og vinnur fjölbreyttar vörur sem seldar eru um allan heim. Það þótti því vel við hæfi að Bergþóra lærði réttu handtökin við rúninginn. Nánar um Gullklippurnar á bls. 7. Mynd / TB Hvalur á skurðarplaninu í hvalstöðinni Hval rði. Hvalveiðar skaða lambakjötssölu Hvalveiðar Íslendinga ollu því að íslenskt lambakjöt var ekki auglýst í Whole Foods verslununum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fyrir vikið gengu markmið um söluaukningu frá árinu 2012 ekki eftir. Beita þurfti töluverðum fortölum til þess að koma í veg fyrir að verslanirnar kipptu ekki alfarið að sér höndunum hvað varðar sölu á íslensku lambakjöti. Árið 2012 voru 200 tonn af íslensku lambakjöti flutt út á Bandaríkjamarkað og hafði útflutningur farið stigvaxandi árin á undan. Stefnt var að því að flytja út 250 tonn af lambakjöti á Bandaríkjamarkað árið 2013 en þær áætlanir gengu ekki upp. Þrátt fyrir að kjötið væri ekki auglýst hélst salan frá árinu áður og seldust um 200 tonn í fyrra. Sjá frétt á bls. 4 /fr Kaupfélag Skagfirðinga: Stofnar sölu- og dreifingarfyrirtæki í Rússlandi Um er að ræða þjónustu við dýra veitingastaði þar sem hátt verð fæst fyrir íslenskt lambakjöt Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hyggst á næstunni setja á fót fyrirtæki úti í St. Pétursborg í Rússlandi sem mun markaðssetja íslenskt lambakjöt á Rússlandsmarkað. Um er að ræða þjónustu við dýra veitingastaði og fæst hátt verð fyrir vöruna. Þegar fram í sækir má búast við að fyrirtækið gæti markaðssett ýmsa aðra íslenska matvöru og dreift henni í Rússlandi. Að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, hefur KS farið fyrir vinnu við markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Rússlandi síðustu þrjú ár. Þetta er mjög kröfuharður markaður. Þetta eru sum af dýrustu veitingahúsum í Rússlandi og þar með í heiminum. Það er ofsalega mikill áhugi á vörunni en kaupendur eru fremur litlir og eru oft ekki með innkaupaþjónustu, vöruhótel eða annað þvíumlíkt. Við höfum náð umtalsverðum árangri í kynningu en minni í sölu vegna þessa. Við höfum reynt núna í þrjú ár að finna samstarfsaðila á dreifingarmarkaði í Rússlandi en þeir hafa ekki treyst sér til að taka við vöru í því magni sem við þurfum að flytja út til að það séu hagkvæmir flutningar. Við þurfum að flytja vöruna út í gámavís. Því var það niðurstaðan í lok síðasta árs að kanna möguleika á að koma okkur fyrir þarna úti með eigið fyrirtæki. Langt og strangt ferli KS er í samstarfi við hjónin Sigurjón Bjarnason og Katerinu Gerasimova um stofnun fyrirtækisins, sem ber heitið Icecorpo. Katerina er frá St. Pétursborg og er með mikla þekkingu og tengingar þar út að sögn Ágústs. Þetta er skref sem við sáum okkur knúin til Ágúst Andrésson. Mynd / HKr. að taka og er þannig hugsað að Icecorpo muni veita íslenskum útflytjendum þjónustu, selja og dreifa vöru. Fyrst og fremst verða það matvæli í upphafi, þá horfum við til lambakjötsins, en einnig að það kanni gagnkvæm viðskipti milli landanna. Þetta ferli er langt og strangt, því fylgir mikil skriffinnska og pappírsvinna, en við vonumst til að fyrirtækið verði komið á koppinn í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. Sótt á dýran markað Ekki er ný saga að kjöt sé flutt út til Rússlands frá Íslandi en nýjungin er sú að nú er verið að sækja inn á mjög dýran markað. Við höfum áratugareynslu af sölu á ódýrara kjöti inn á Rússlandsmarkað, hrossakjöti og ærkjöti til að mynda. Það eru ódýrir markaðir sem geta tekið við miklu magni en þetta nýja verkefni er annars eðlis. Við byggðum auðvitað á fyrri reynslu og þeim tengingum sem við höfum skapað. Það hefur hjálpað mikið til. Mikil tækifæri í Rússlandi Ágúst segir menn sjá fyrir sér að fyrirtækið muni geta markaðssett og dreift ýmsum öðrum framleiðsluvörum. Til að mynda séu gríðarlegir möguleikar í útflutningi á bleikju á þessum markaði. Áður þurfi hins vegar að ganga frá vottunarmálum svo hægt sé að flyta eldisfisk á Rússlandsmarkað. Þá séu möguleikar á útflutningi mjólkurvara fyrir hendi, hægt væri að flytja út súkkulaði, íslenskan bjór og vatn, svo dæmi séu tekin. Það er mjög mikill vilji fyrir viðskiptum við Ísland af hálfu Rússa. Því ætti að forðast að blanda saman viðskiptasamningum við afstöðu til milliríkjadeilna eða stöðu mannréttindamála í viðkomandi ríkjum. Slíkt á ekki heima á þeim vettvangi, þó sjálfsagt sé að taka afstöðu til þeirra mála í annarri umræðu, segir Ágúst. /fr

2 2 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fréttir Stöðugleiki á Ströndum Íbúar í þremur hreppum á Ströndum, Strandabyggð, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru samtals 664 talsins samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flestir eru íbúarnir í Strandabyggð, 506 talsins, 105 eiga lögheimili í Kaldrananeshreppi og 53 í Árneshreppi. Nokkur stöðugleiki hefur verið í íbúafjölda síðustu árin á svæðinu, til samanburðar voru samtals 499 íbúar samtals árið 2006 í hreppunum tveim sem sameinuðust sama ár í Strandabyggð, í Kaldrananeshreppi bjuggu þá 112 og 50 í Árneshreppi. Guðný fyrrverandi formaður og Þórhildur nýkjörinn formaður. Nýr formaður hjá Búvest Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldinn var fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku var þá kjörin formaður í stað Guðnýjar H. Jakobsdóttur í Syðri-Knarrartungu en hún lét af embætti eftir níu ára stjórnarsetu. Halldór J. Gunnlaugsson á Hundastapa kom nýr inn í stjórn en áfram sitja þeir Daníel Ottesen á Ytra Hólmi, Valberg Sigfússon á Stóra-Vatnshorni og Kristján Magnússon í stjórninni. Á fundinum kom fram að rekstur samtakanna var jákvæður um 1,5 milljónir á síðasta ári. Velta samtakanna á var 99 milljónir á árinu. Næg verkefni eru fram undan í starfi samtakanna, meðal annars vinnuverndarverkefni sem er á döfinni. Þá voru samþykktar ályktanir, meðal annars varðandi uppbyggingu og lagfæringu malarvega á starfssvæði Búvest, um að selja skuli Hótel Sögu og um stuðning við málflutning Bændasamtaka Íslands varðandi sjálfstæði Landbúnaðarháskólans. /fr Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í byrjun apríl. Samkvæmt nýrri framsetningu Ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins (RML) á greiningu á skýrlsuhaldsgögnum í sauðfjárrækt kemur fram mikill mismunur á tekjum bestu og slökustu búanna í greininni. Þannig eru bestu ærnar að skila þriðjungi betri tekjum í búið en þær slökustu. Ef miðað er við tvö jafn stór bú með 400 kindum, þá getur þar munað um þrem milljónum króna á tekjum. Sauðfjárbændur þurfa að ræða hvort ástæða sé til að breyta vægi einstakra verkefna sem rúmast innan búvörusamninga, til að mynda hvort auka eigi vægi gæðastýringar á kostnað beingreiðslna eða hvort jafnvel eigi að forgangsraða notkun fjármuna alveg upp á nýtt. Núverandi búvörusamningur í sauðfjárrækt rennur út í árslok 2017 og brýnt er að markmið sauðfjárbænda fyrir nýjan samning liggi fyrir ekki seinna en á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) að ári. Hvað er að vera sauðfjárbóndi? Svo orðaði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, hlutina í setningarræðu sinni við upphaf aðalfundar samtakanna sem haldinn var dagana apríl síðastliðna. Þórarinn velti síðan upp spurningunni hvað væri að vera sauðfjárbóndi. Það hefur lengi legið fyrir að Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknað í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir í krónum talið eftir hverja vetrarfóðraða á. Niðurstöður þessara greininga til þess að framfleyta fjölskyldu á sauðfjárrækt eingöngu þarf bú sem er stærra en meðalbúið í dag. Greinin hefur einfaldlega þróast þannig að margir sinna öðrum verkefnum með. Það þarf ekki að vera slæmt því hún getur oft hentað mjög vel með öðrum búgreinum, ferðaþjónustu eða hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu RML. Á vefsíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að þessar niðurstöðurnar sýni skýrt að mikil tækifæri séu til að bæta afkomu sauðfjárbúa. Samkvæmt líkaninu er hver ær á landinu að skila krónum að jafnaði. Breytileikinn er talsverður. Á þeim búum sem sýna besta niðurstöðu er hver ær að skila rúmum krónum á meðan að annarri starfsemi, sagði Þórarinn. Hann sagði ljóst að ekki hefðu allir félagar LS uppi áform um að lifa eingöngu á sauðfjárrækt, því færi fjarri og það væri líka allt í lagi. Afurðaverð talsvert lægra en í nágrannalöndum Í máli Þórarins kom fram að bændur hefðu fengið ágætar afurðaverðshækkanir á síðustu árum, sem ekki hefðu orðið til þess að verð til neytenda hefði hækkað. Á árunum 2006 til 2013 hefði smásöluverð á lambakjöti hér á landi hækkað um rúm 40 prósent, sem væri þriðjungi minna en hækkanir á almennu verðlagi á sama tíma. Verð til bænda hafi hins vegar hækkað mun meira, um rúm 90 prósent. Það hefur náðst með góðum árangri í útflutningi og hagræðingu í sláturiðnaðinum. Þrátt fyrir það er afurðaverð hér á Íslandi ennþá Mynd / HKr. Ný uppgjörsframsetning sýnir að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu í sauðfjárrækt: Bestu sauðfjárbúin fá um þriðjungi hærri tekjur eftir hverja kind en þau slökustu ær í efsta flokki eru að skila krónum en þær lökustu krónum meðalærin á þeim búum sem sýna lakasta niðurstöðu er að skila krónum. Þarna munar krónum á kind á búum í efsta og neðsta flokki. Meðalstórt sauðfjárbú með 400 kindur í efsta flokki hefur því um þremur milljónum meira í tekjur en bú af sömu stærð í neðsta flokk. Landssamtök sauðfjárbænda hvetja bændur eindregið til að kynna sér þessar greiningar á vefsíðu RML. /HKr. Afurðaverð til sauðfjárbænda svipað og í Póllandi Þórarinn Ingi Pétursson talsvert lægra en í nágrannalöndum okkar. Undanfarin misseri hefur það verið á svipuðu róli og í Póllandi. Um þriðjungur framleiðslunnar fluttur út Þórarinn benti á að margvísleg tækifæri væru í útflutningi á lambakjöti. Ekki mætti hins vegar líta framhjá því að markmið sauðfjárbænda ætti fyrst og fremst að vera að sinna heimamarkaðinum vel. Um þriðjungur kjötframleiðslunnar væri fluttur út, eða um tonn á ári. Það væri afar lítið í alþjóðlegu samhengi og það gæti líka skapað vandkvæði við útflutning. Engu að síður væri afar mikilvægt að vinna nýja markaði og sinna þeim sem fyrir væru því útflutningur hefði, eins og áður hefur komið fram, staðið að miklu leyti undir því hversu vel hefði gengið að hækka afurðaverð til bænda. /fr Fráfarandi formaður í ræðustóli. Nýr formaður hjá BSSL Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var 11. apríl síðastliðinn. Guðbjörg Jónsdóttir á Læk gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hún hafði setið sem formaður síðustu sex ár. Baldur Indriði Sveinsson frá Litla-Ármóti var kosinn nýr í stjórn en aðrir stjórnarmenn sitja áfram. Stjórnin skipti svo með sér verkum og var Ragnar Lárusson í Stóra-Dal kosinn formaður. Aðrir í stjórn eru þeir Gunnar Kristinn Eiríksson í Túnsbergi, Jón Jónsson, Prestbakka og Erlendur Ingvarsson í Skarði. /fr Böðvar í Ysta-Hvammi nýr í stjórn LS Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var apríl síðastliðna var Böðvar Baldursson í Ysta-Hvammi í Aðaldal kjörinn nýr í stjórn samtakanna fyrir Norðausturhólf. Fimm manns sitja í stjórn samtakanna, formaður sem kosinn er beinni kosningu og fjórir stjórnarmenn. Þeir eru kosnir hver innan síns landshluta en landinu er skipt í fjögur hólf, Vesturhólf, Norðvesturhólf, Norðausturhólf og Suðurhólf. Ganga stjórnarmenn úr Oddný Steina Valsdóttir var jafnframt endurkjörin í stjórn fyrir Suðurhólf, en enginn bauð sig fram gegn henni. Þegar þannig háttar til eru allir félagsmenn á viðkomandi svæði í kjöri. Hlaut Oddný Steina mjög afgerandi kosningu. Stjórn samtakanna skipa því, auk þeirra Oddnýjar Steinu og Böðvars, þau Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka formaður, Atli Már Traustasona á Syðri-Hofdölum og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson stjórn til skiptis en kjörtímabilið á Giljum var endurkjörinn fyrsti Framkvæmdastjóri og stjórn LS, talið frá vinstri: Sigurður Eyþórsson, er tvö ár. varamaður í stjórn, Birgir Arason Þórarinn Ingi Pétursson, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Atli Már Traustason, Helgi Haukur Hauksson, Oddný Steina Valsdóttir og Böðvar Baldursson. Mynd / smh í Gullbrekku annar varamaður sem kosinn var í stjórn innan og Sigvaldi H. Ragnarsson á Norðausturhólfs á aðalfundi 2013, lét af störfum í stjórn snemma á þessu ári. Ólafur Þorsteinn Gunnarsson tók þá sæti hans og gegndi stjórnarstörfum fram að aðalfundi. Böðvar og Sigurður Þór Guðmundsson kepptu um stjórnarsætið í kosningu á fundinum og hafði Böðvar sigur eins og áður sagði. Hákonarstöðum var kjörinn þriðji varamaður. /fr

3 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl VARMADÆLUR Á KYNNINGARVERÐI KYNNINGARVERÐ Daikin jarðvarmadæla 2,5-13kW, nýjung frá Daikin sem kom einstaklega vel út úr prófunum hjá Sænsku orkustofnuninni núna í janúar 2014 Miðað við kws/ári Orkusparnaður kws/ári Orkusparnaður % COP á ársgrundvelli Miðað við kws/ári Orkusparnaður kws/ári Orkusparnaður % COP á ársgrundvelli Daikin jarðvarmadæla EGSQH10S18AA9W Gólfhiti % 5,0 Gólfhiti % 5,0 Kynntu þér upplýsingar og niðurstöður á Ofnar % 3,9 Ofnar % 3,9 Thermia varmadælur Loft í vatn og vatn í vatn jarðvarmadælur. *Thermia Atec var yfirburða best í prófunum sem Sænska orkustofnunin framkvæmdi á 11 mismunandi loft í vatn varmadælum. Thermia G3 er mest selda jarðvarmadælan á Íslandi, hefur reynst einstaklega vel og er áreiðanleg. Eina varmadælan fyrir heimili með heit-gas tækni sem eykur verulega framleiðslu á neysluvatni. ÁRA Termo Blok hitatúpur Innbyggð hringrásardæla, lofttæming, loftvörn, lágspennuvörn, þensluker og veðurstýring. Stærðir frá 6-40 kw Verð frá kr Termo Blok 6kW KYNNINGARVERÐ Daikin Altherma Inverter loft í vatn varmadæla fyrir minna húsnæði. 1,8-8,3 kw Vinnur niður í -25 C Allt innbyggt og tilbúið til að tengja beint við hitakerfi. 5 ára ábyrgð SWEP varmaskiptar í öllum stærðum á frábæru verði. Hægt að fá þá með eða án einangrunar. Grundfos UPS hringrásardælur 25/60 og 32/80 til á lager. Innhringibúnaður til að stjórna hitakerfum í gegnum GSM-síma. Íslenskt viðmót. Verklagnir ehf. bjóða lausnir til hitunar á köldum svæðum sem ekki hafa aðgang að hitaveitu. Við höfum sérhæft okkur í orkusparandi aðgerðum og náð mjög góðum árangri. Hafðu samband og við reiknum út fyrir þig mögulegan orkusparnað þér að kostnaðarlausu. Höldum kynningar fyrir sveitarfélög, sumarhúsafélög og aðra sem þess óska. *Samkvæmt prófunum á vegum Sænsku orkustofnunarinnar

4 4 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fréttir Sauðfjárbændur vilja að lambakjöt verði kynnt í auknum mæli fyrir erlendum ferðamönnum sem hingað koma. Mynd / HKr. Ferðamenn ættu allir að borða lambakjöt Sauðfjárbændur vilja að lambakjöt verði kynnt í auknum mæli fyrir erlendum ferðamönnum sem hingað koma. Markmiðið ætti að vera að sem allra flestir þeirra borði lambakjöt í heimsókn sínum hingað til lands. Þá vilja sauðfjárbændur í þessu samhengi að kannað verði hvort ferðaþjónustuaðilar bjóði upp á íslenskt lambakjöt á matseðlum sínu og að veitingamenn verði hvattir til að bjóða upp á það. Þetta er inntakið í einni af þeim sextán ályktunum sem samþykktar voru á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var apríl síðastliðinn. Af öðrum ályktunum sem samþykktar voru ber helst að nefna ályktanir varðandi kjör og starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar, ályktanir varðandi gjaldtöku Matvælastofnunar vegna eftirlits og ályktanir vegna viðhalds varnargirðinga. Þá var hart tekist á um ásetningshlutfall eins og fjallað er um hér í blaðinu. Bæta þarf kjör Á aðalfundinum var samþykkt að skipaður yrði starfshópur sem fari eigi yfir kosti og galla núgildandi sauðfjársamnings, leggja mat á hverju hann hefur skilað og setja fram helstu áhersluatriði varðandi gerð nýs samnings. Má segja að slíkt starf sé nátengt efni fleiri ályktana fundarins en meðal annars var samþykkt ályktun sem beindi því til stjórnar Landssamtakanna að beita sér að fullum þunga fyrir því að kjör og starfsskilyrði sauðfjárbænda FRUM verði bætt svo atvinnugreinin verði eftirsóknarverðari. Horft yfir öxlina á MAST Nokkurrar tortryggni gætti í garð Matvælastofnunar í ályktunum fundarins en þrjár ályktanir snúa beint að hlutverki stofnunarinnar. Fundurinn hvatti þannig stjórn samtakanna til að fylgjast með framkvæmd gæðastýringar í búfjáreftirliti og að lagst yrði gegn því að Matvælastofnun fái heimild til sérstakrar gjaldtöku vegna gæðastýringareftirlits. Sömuleiðis hvatti fundurinn stjórnina til að fylgjast með þróun í gjaldtöku Matvælastofnunar vegna búfjáreftirlits með tilliti til þessa að forsendur gjaldskrár þurfi að vera skýrar og í samræmi við raunkostnað við eftirlitið. Þá krefst fundurinn þess að Matvælastofnun sinni skyldu sinni og viðhaldi sauðfjárveikivarnargirðingum. Vilja styrkja Bjargráðasjóð Fundurinn telur mikilvægt að tryggja starfsemi Bjargráðasjóðs til framtíðar og einkum að svokölluð A-deild hafi burði til að takast á við hlutverk sitt, en úr henni er bætt stórfellt tjón af völdum náttúruhamfara. Fundurinn gerir einnig þá kröfu að Vegagerðin bæti verklag og framkvæmd við snjómokstur og hálkuvarnir vegna flutninga sláturfjár. Fundargerð og ályktanir fundarins verða birtar á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is, eftir páska. /fr TRAKTORSDRIFINN TRJÁKURLARI Aflþörf 25> hö Stillanlegt frálag Vökvaknúinn matari Tekur allt að 200 mmø Kurlstærð 6 12mm Stærð í matara 200x200mm Nánari upplýsingar í síma Whole Foods verslanirnar auglýstu ekki lambakjöt í fyrra vegna hvalveiða Íslendinga. Íslenskt lambakjöt ekki auglýst í Whole Foods verslunum í Bandaríkjunum: Hvalveiðar skaða lambakjötssölu Hætta á að sölu á íslensku lambakjöti yrði hætt vegna hvalveiða Íslendinga Hvalveiðar Íslendinga ollu því að íslenskt lambakjöt var ekki auglýst í Whole Foods verslununum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fyrir vikið gengu markmið um söluaukningu frá árinu 2012 ekki eftir. Beita þurfti töluverðum fortölum til þess að koma í veg fyrir að verslanirnar kipptu ekki alfarið að sér höndunum hvað varðar sölu á íslensku lambakjöti. Áætlanir um aukningu gengu ekki eftir Þetta kom fram í erindi Ágústs Andréssonar formanns Landssamtaka sláturleyfishafa sem hann hélt við upphaf aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda í byrjun mánaðarins. Árið 2012 seldu Whole Foods verslanirnar um 200 tonn af íslensku lambakjöti og hafði salan stigaukist ár frá ári. Áætlanir gerðu ráð fyrir að magnið myndi aukast upp í 250 tonn á síðasta ári en það gekk ekki eftir. Whole Foods kipptu að sér höndum varðandi auglýsingar á kjötinu eftir harða gagnrýni hvalfriðunarsinna á hvalveiðar Íslendinga. Það má því gera því skóna að hvalveiðar Íslendinga hafa skaðað viðskipti með lambakjöt á Bandaríkjamarkaði. Þrátt fyrir þetta hélst salan milli ára og um 200 tonn seldust á síðasta ári. Samið um að kjötið yrði áfram selt en ekki markaðssettt Allt lambakjöt sem flutt er út til Whole Foods verslananna kemur frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri SKVH hefur sinnt samskiptum við fulltrúa Whole Foods síðustu ár en saga viðskipta íslenskra sláturleyfishafa við fyrirtækið hefur staðið í á annan áratug. Þegar hvalveiðar hófust hér við land árið 2009 var gert samkomulag við Whole Foods um að þeir myndu halda áfram að selja íslenskt lambakjöt en þeir myndu ekki markaðssetja það. Einhverra hluta vegna varð það þó ekki raunin fyrr en í fyrrasumar. Þá kom þrýstingur á fyrirtækið um að hætta viðskiptum við okkur. Það gerðu þeir ekki en auglýstu hins vegar ekki vöruna, segir Magnús. Það að sala á íslensku lambakjöti hafi haldist milli ára í Whole Foods Kynning á íslensku lambakjöti í verslun Whole Foods. Kynna ekki íslenskar vörur valdi það fyrirtækinu tjóni Ágúst Andrésson verslununum þrátt fyrir að kjötið hafi ekki verið auglýst gefur til kynna að staða þess sé sterk úti í Bandaríkjunum, að því er Magnús segir. Já, hún er mjög sterk. Við höfðum ákveðnar væntingar varðandi sölu í fyrra, það hafði verið aukning í sölu í mörg ár í röð en nú brást það. Að kjötið væri ekki auglýst kom augljóslega í veg fyrir aukningu sem við höfðum vonast eftir. Mynd / Níels Rúnar Gíslason Von er á fulltrúum Whole Foods til fundar við sína birgja í næsta mánuði. Magnús segir að þetta mál verði til umræðu þá. Það á eftir að koma í ljós hvað verður. Ef stemmingin úti í Bandaríkjunum er á þá leið að þetta geti valdið fyrirtækinu tjóni, ef hvalafriðunarsinnar láta í sér heyra, þá mun Whole Foods aldrei fara út í að vera áberandi sem kynningaraðili fyrir íslenskar vörur. Það er bara svoleiðis. Hvað varðar aðra möguleika á markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Bandaríkjunum segir Magnús að menn séu alltaf að líta í kringum sig. Þetta samstarf hefur hins vegar gengið vel og gekk í sjálfu sér ekki illa í fyrra. Þau markmið sem við settum okkur náðust bara ekki. Það á svo bara eftir að koma í ljós hvaða afstöðu fyrirtækið tekur í haust. Fulltrúar þess eru alla vega að koma til landsins og það segir manni að þeir séu alla vega ekki að hætta að kaupa af okkur kjöt. /fr

5 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Silotite er fimm laga hágæða heyrúlluplast NÝPRENT ehf. Sterkt heyrúlluplast sem þolir meðhöndlun n og er með mikla mótstöðu gegn súrefni. Eigum einnig til fyrirliggjandi bindigarn og heyrúllunet. Áratuga reynsla á Íslandi! Hafðu samband Fóðurblandan hf Korngörðum Reykjavík Fax: Silotite heyrúlluplast hvítt / grænt kr verð án vsk. boðið er upp á greiðslukjör FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi Rými Lipurð Þægindi KUBOTA M110GX með samlitum Trima +3.0P ámoksturstækjum kostar aðeins kr án vsk Áreiðanleiki í fyrirrúmi ár á Íslandi M110GX er glæný og öflug dráttarvél frá KUBOTA KUBOTA M110GX er búin 3,8 lítra 4 strokka KUBOTA mótor með vökvaskiptingu (24 gírar afturábak / 24 gírar áfram) og sjálfskiptingu á gírum. Rúmgott ökumannshús með loftpúðafjaðrandi ökumannssæti og þægilegu farþegasæti. Öflug miðstöð með loftkælingu. Öflugt vökvakerfi með rafstýrðu beisli 3 - tvöföld vökvaúrtök og alvöru vökvaútskjótanlegum lyftukrók. Rofar á afturbrettum fyrir lyftu. 100% driflæsing að framan og aftan. KUBOTA M110GX kemur með Trima +3.0 P ámoksturstækjum með demparabúnaði, 3. sviði og skóflu sem er 2,20 m á breidd. ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 16 Akureyri: Lónsbakka Sími:

6 6 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN Hvað þýða loftslagsbreytingarnar? Skýrsla nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út á dögunum er umhugsunarverð. Þar er talið að loftslagsbreytingar muni ógna fæðuöryggi jarðarbúa í framtíðinni. Mat skýrsluhöfunda er að framboð á matvælum muni ekki haldast í hendur við fjölgun jarðarbúa á næstu áratugum. Þetta eru að sjálfsögðu uggvænlegar fréttir sem kalla á viðbrögð alþjóðasamfélagsins án tafar. Þær kalla einnig á það að við Íslendingar metum stöðu okkar. Hvaða áhrif hafa þessar loftslagsbreytingar á okkur? Þau geta sum orðið neikvæð. Sviptingar í veðurfari geta aukist og hingað geta borist meindýr sem við erum ekki vön að þurfa að berjast við, því þau hafa ekki lifað af íslenskan vetur. Fiskigengd getur líka breyst með neikvæðum hætti þó að við höfum aðallega upplifað það á hinn veginn í ljósi þess að makríll varð á fáum árum mikilvægur veiðistofn í íslenskri landhelgi. Það eru líka ýmis önnur áhrif sem geta verið jákvæð vegna hnattrænnar stöðu okkar, sem opna möguleika okkar til að leggja okkar að mörkum við að framleiða meiri mat. Það getur orðið mögulegt að rækta hér landsvæði og nytjajurtir sem ekki var raunhæft áður. Kornrækt hefur til dæmis margfaldast síðustu tvo áratugina, en verulegt svigrúm er enn til að bæta þar í og draga þar með úr þörf fyrir fóður sem flytja þarf hingað um langan veg með tilheyrandi áhrifum á umhverfið. Nýtum orkuna betur Angi af sama meiði er innlend orkuframleiðsla. Þó svo að sú orka sem nú þegar er framleidd hér á landi sé umhverfisvænni en í flestum öðrum löndum þá ættum við ekki að slaka neitt á í því að finna leiðir til að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það þýðir meðal annars að nýta meira þá möguleika sem við eigum til framleiðslu á lífrænni orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis og bæta um leið orkunýtinguna í heild. Það er fólgin mikil orka í lífrænum úrgangi, en einnig og ekki síður þurfum við að finna leiðir til að nýta raforku á fleiri sviðum, ekki síst í samgöngum og flutningum. Viðbrögð okkar sem þjóðar þurfa að snúast um hvað við getum lagt að mörkum samfara þessum tíðindum. Þar með talið framlag okkar bænda til aukinnar framleiðslu fóðurs og matvæla á Íslandi. Landbúnaðurinn er hluti af lausn vandans. Takið eftir því að í öllum tillögum um aðgerðir til þess að sporna við þessari óheillavænlegu þróun á heimsvísu, þá er landbúnaðurinn í einu af aðalhlutverkunum. Aukin fæðuframleiðsla er skipulagsmál Íslensk stjórnvöld hljóta að velta fyrir sér hvaða aðgerða er þörf til þess að bregðast við þessari stöðu, bæði í bráð og lengd. Fram hefur komið m.a. í máli sérfræðinga Veðurstofu Íslands að aukin fæðuframleiðsla framtíðar sé skipulagsmál nútíðar. Íslenskir bændur hljóta að túlka það sem svo að við þurfum að passa upp á landbúnaðinn okkar, hann þarf að vera arðsamur, og til að takast á við breytta tíma eiga rannsóknir, ráðgjöf og þróunarstarf að vera í lykilhlutverki. Menntun í búfræði og garðyrkju þarf að taka mið af þessu, það hefur úrslitaáhrif varðandi nýliðun og fjárfestingavilja. Þó að við þekkjum ekki alls kostar þær breytingar sem kunna að verða á ræktunarskilyrðum og tegundavali, virðist ljóst að allar sviðsmyndir krefjast þess að góð ræktunar- og beitilönd séu varðveitt og varin hverskonar eyðingu. Við þekkjum heldur ekki hvernig heimsviðskipti með matvæli munu þróast og hvort það verður með þeim hætti að það skapi frekari útflutningstækifæri fyrir okkur, það er vel líklegt. Þó læðist að sá grunur, að áhugi alþjóðasamfélagsins á að eyða of mikilli orku í að flytja til mat, jafnvel fram og til baka, gæti minnkað. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga rifjast það upp að hnattræn umhyggja þarf að endurspeglast í aðgerðum heimafyrir. Hvaða stefnu hafa framboð til sveitarstjórna, verðandi handhafar skipulagsvaldsins, til verndunar ræktunarlands, til eflingu landbúnaðar, og til að bæta búsetuskilyrði í sveitum- þar sem matvælaframleiðslan fer fram? Hafa framboðin yfirleitt leitt hugann að þessum málum? Öxlum ábyrgð Mestu máli skiptir að þjóðir heims taki málið alvarlega. Verði ekki brugðist við er lífsbjörg milljarða í verulegri hættu. Þó að spáð sé verr fyrir mörgum öðrum löndum heldur en þeim sem liggja á norðlægum slóðum þá berum við líka ábyrgð. Við þurfum að draga úr útblæstri eins og aðrir. Afleiðingarnar geta orðið neikvæðar hér líka en við getum þurft að taka á okkur stærri og meiri skyldur en áður við framleiðslu matvæla. Að því þarf að huga, fyrr en síðar. /SSS LOKAORÐIN Jafnvægi Tíminn er sannarlega afstæður og engu líkara en jörðin snúist hraðar í dag en í gær. Þó örlítið hökt verði á veðrinu nú um páskana er samt greinilegt að sumarið mun leggja vetur konung að velli innan skamms, ja, nema kannski á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Þar en fannfergi enn gríðarlegt að sögn Indriða Aðalsteinssonar bónda. Vorverkin í sveitum ættu því víðast hvar að geta farið fram með nokkuð skaplegum hætti þetta árið. Talandi um vorverk, þá bólar enn lítið á raunverulegum lausnum á þeim vanda sem steðjar að bændum landsins í vaxandi mæli og lýtur að ásókn af álft og gæs. Þeim sem ferðast um landið er löngu orðið ljóst að miklu mun meira af t.d. álft hefur vetursetu á Íslandi en opinberlega er viðurkennt. Þúsundir álfta má sjá á túnum bænda allt árið um kring og í fjörum þar sem fuglinn getur nælt sér í þang til átu. Um leið og nýgræðingurinn fer að skjótast upp úr moldfinni á túnum bænda er álftin og gæsin mætt og slíta upp stráin af mikilli lagni. Á nýræktarspildum er ekki óalgengt að sjá fuglahópa svo hundruðum skiptir og alveg ljóst að slík tún verða seint sláttutæk. Bændur hafa kallað eftir heimildum til að verjast ágangi fugla með takmörkuðum veiðum. Þar er við ramman reip að draga, einkum af tilfinningalegum ástæðum. Gæs hefur svo sem verið veidd, en álft er í hugum flestra fugl, sem alls ekki má snerta. Þar verða menn þó að horfa til þess að alger friðun á einum stofni, sem á sér fáa eða enga náttúrulega óvini, getur leitt til mikils ójafnvægis í náttúrunni. Nægir þar að líta til friðunar á ref á stórum svæðum landsins. Hefur slíkt þegar valdið stórskaða á fuglalífi eins og margoft hefur komið fram t.d. á Hornströndum. Má því segja að hugsunarlaus friðun refs í opinberum friðlöndum hafi þegar leitt til stórkostlegs umhverfisslyss og spurning hver ætli að axla ábyrgðina af því. Það er nefnilega fleira en lömb bóndans sem verða refnum að bráð því að á matseðli hans eru ekki síður rjúpur, vaðfuglar, spörfuglar, mávar, æðarfuglar og jafnvel stöku álftarungar sem fullorðnar álftir ná ekki að verja. Þó góðum og gegnum umhverfisverndarsinnum sé kannski nákvæmlega sama um að bændur tapi tugum eða hundruðum lamba í refskjaft á hverju ári, þá verða þeir hinir sömu samt að taka afstöðu til hvar þeir standa gagnvart öðrum lífverum í náttúrunni. Þar hlýtur að verða að reyna að stuðla að jafnvægi. /HKr. Vor í lofti Þessar myndir tók Auðunn Birgir r Harðarson af Jökulsárlóni við rætur Breiðamerkurjökuls fyrir helgina. Lengst til vinstri sést brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi og hægra megin sést í Breiðamerkurjökul. Samkvæmt nýlegum mælingum er Jökulsárlón dýpsta vatn á Íslandi, en þar eru mest 248 metrar niður á botn. Jökulsárlón er ungt lón og hefur myndast eftir að Breiðamerkurjökull tók að hopa eftir Áður rann áin beint undan jökli og til sjávar.

7 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Líf og starf Ófáar sjálfsmyndir voru teknar við réttina. Varaborgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir sýnir ánni árangurinn, sem vafalaust hefur kitlað hégómagirndina. MÆLT AF MUNNI FRAM 7 Í mars síðastliðinn hélt Karlakórinn Hreimur sinn árlega Vorfagnað undir yfirskriftinni Kvöldið er fagurt. Mér var falið að hafa stjórn nokkra á samkomunni. Auk viðamikils söngs kórsins, voru og til skrauts hagyrðingarnir Björn Ingólfsson, fyrrum skólastjóri á Grenivík, Friðrik Steingrímsson, fyrrum baðvörður í Mývatnssveit og meðlimur í Hreim, og Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri. Milli söngatriða fengu þeir að lauma inn vísum. Upp kom hin áleitna spurning hvort setja ætti kórmeðlimum einhver aldursmörk. Um það orti Björn Ingólfsson svo: Handhafar hrútaverðlauna ásamt ráðunautum. Frá vinstri: Eyþór Einarsson, Þór Jósteinsson og Sigríður K. Sverrisdóttir frá Skriðu, Sigurður Sigurjónsson frá Ytri-Skógum og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Julio Cesar Gutierrez, Hávarðsstöðum, kom, sá og sigraði og mundar hér Gullklippurnar. Við hlið hans er ung frænka, Alba Ísey Manzi. Myndir / TB Að þeir komist upp á svið og að þeir sjái á blaðið síðan er aðal atriðið að þeir geti staðið. Friðrik Steingrímsson taldi aldursmörk mættu vera ögn rýmri: Neðri mörkin miðast við að mútustand sé búið, efri mörkin andlátið; ekki er það nú snúið. Og Hjálmar læknir vill engar skorður settar: Misjafnt ellin með okkur fór merktir af hennar kífi. Samt geta allir sungið í kór séu þeir enn á lífi. Hagyrðingunum fannst veislustjórinn ekki beint í samræmi við yfirskrift samkomunnar þ.e.a.s. að kvöldið væri fagurt. Friðrik skólabróðir minn orti því: Greyið Árni Geirhjörtur við galla á að stríða, eins og þessar eyrkörtur sem ekkert manninn prýða. Hjálmar var ögn háttprúðari, eða þannig: Bjarni Bjarnason á Hraðastöðum og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS. Það var Bjarni sem lagði til sauðfé í keppnina um Gullklippurnar. Baldur Stefánsson í Klifshaga sýndi fagmannleg handtök. Rúningsmenn tóku á honum stóra sínum í miðborg Reykjavíkur: Kristín Þórhallsdóttir dýralæknir fylgdist með því að allt færi vel fram. Keppt um Gullklippurnar í 101 Þeir flíka vilja fegurðinni en fyndið sýnast kann, að hafa ráðið hér sem kynni harðfisksölumann. Nú hef ég kórinn heyrt og séð; hrifinn varð ég enn á ný. Árni syngur ekki með! Ósköp varð ég feginn því. Það var rífandi stemning á Kex-hostel í Reykjavík þegar rúningskeppnin um Gullklippurnar fór fram á dögunum í samstarfi Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændablaðsins og Kex-hostel. Einvala lið rúningsmanna var mætt í höfuðstaðinn en alls sýndu sex þátttakendur listir sínar. Eftir harða keppni stóð Julio Cesar Gutierrez, Hávarðsstöðum, uppi sem sigurvegari og hlaut hinar eftirsóttu Gullklippur. Fjöldi fólks fylgdist með viðburðinum, sem var haldinn í tengslum við aðalfund og árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda. Guðrún Dís Emilsdóttir dagskrárgerðarmaður og Jón Eyjólfsson á Kópareykjum lýstu keppni. Hjálmari þótti hins vegar fyrrum sveitungi, Friðrik Steingrímsson, falla vel að fegurð kvöldsins: Textinn skýr og takturinn fastur tónverkin þeir endurskapa. Friðrik er langtum fallegastur, það fer onum svo vel að gapa. Þrátt fyrir að eiga að helga sig söngnum, þá var Friðrik vokandi yfir hverju því sem aflaga fór við veislustjórn. Mér hafði svo sem ekki verið búin nein aðstaða á sviðinu, og var fullkomlega á hrakhólum með pappíra mína. Oftar en ekki voru gullkorn mín á gólfinu. Þá orti Friðrik: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, keppti um Gullklippurnar og fékk að auki það verk að snoða þennan unga mann. Heyra mátti háan skell hreyfðist við það rykið, er veislustjóra vitið féll sem var þó ekki mikið. Ort var um nokkuð mikil tilþrif söngstjórans Steinþórs Þráinssonar. Björn orti um þann mikla atgang: Stórræðum miklum stendur í Steinþór, og alveg sverja má að limaburðurinn líkist því að langi hann mest að berja þá. Portið á Kex-hostel hentaði einkar vel til keppnishalds. Þarna var áður Kexverksmiðjan Frón en nú er þar rekið vinsælt gisti- og veitingahús. Harpa Birgisdóttir, Kornsá, og Sigríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti voru tímaverðir. Vinnumennirnir Aðalsteinn Orri Arason úr Varmahlíð og Bjarni Rúnarsson frá Reykjum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fréttir Sigurður Sigurjónsson ábúandi á Ytri-Skógum og Þór Jósteinsson og Sigríður K. Sverrisdóttir ábúendur á Skriðu með verðlaunagripina. Mynd / smh Kjarkur og Ás bestu hrútarnir 2014 Kjarkur frá Ytri-Skógum er mesti alhliða kynbótahrútur landsins árið 2014 og Ás frá Skriðu besti lambahrúturinn. Verðlaun sauðfjársæðingastöðvanna voru veitt við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda og hlutu ræktendur hrútanna farandverðlaunagripi gerða af Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, svo sem venja er. Kjarkur frá Ytri-Skógum Kjarkur frá félagsbúinu að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum fæddist vorið Kjarkur er sonur Kveiks sem hlaut þessi sömu verðlaun árið Kjarkur fékk mikla notkun veturinn 2009 til 2010 og stór hópur sona hans kom til skoðunar haustið Dætur hans sýndu síðan glæsilega niðurstöðu sem afurðaær haustið 2011 sem skilaði Kjarki einu hæsta BLUP kynbótamati landsins fyrir afurðasemi, sem þó hefur lítillega lækkað frá þeim tíma. Í hrútaskrá fyrir árið 2013 stendur Kjarkur í 114 í heildareinkum í kynbótamati. Afkvæmi Kjarks hafa alltaf verið aðeins undir meðaltali í þunga en með þykkan bakvöðva, fitulítil og gerð þeirra breytileg þó ætíð komi fram nokkrir toppar undan honum. Dætur hans hafa síðan reynst mjög frjósamar og góðar afurðaær. Kjarkur var sinn fimmta vetur á sæðingastöð nú í vetur og hafa rúmlega ær verið sæddar við honum. Víða má finna góða syni hans og nú þegar eru tveir þeirra komnir til notkunar á sæðingastöð, þeir Hængur og Salamon Hann er því vel kominn að heiðursnafnbótinni mesti alhliða kynbótahrúturinn 2014 sem Sigurður Sigurjónsson ræktandi hans veitti viðtöku. Ás frá Skriðu Ás frá Skriðu í Hörgárdal er fæddur vorið 2009 úr ræktun þeirra Þórs Jósteinssonar og Sigríðar K. Sverrisdóttur sem stunda sauðfjárrækt í Skriðu með eftirtektarverðum árangri. Ás er töluvert fjarskyldur þeim megin hrútalínum sem hafa verið á stöðvunum undanfarin ár. Hann er sonur Fálka frá Skriðu. Ekki er að finna sæðingarstöðvarhrúta í ættartré Áss í fyrstu þrjá liði en Spakur frá Arnarvatni kemur fyrir í fjórða lið í gegnum Smára frá hinu þekkta sauðfjárræktarbúi Smáhömrum í Steingrímsfirði, en þaðan var hann keyptur að Skriðu. Kjarkur frá Ytri-Skógum. Ás frá Skriðu. Ás var valinn inn á stöð sumarið 2012 á grunni athyglisverðrar reynslu úr sinni heimasveit. Hann fékk mikla notkun haustið 2012 og var þá í hópi mest notuðu hrúta stöðvanna. Í þeim stóra hópi lamba sem komu til skoðunar síðastliðið haust undan Ás, var að finna marga úrvals gripi og fjölda sona sem skipuðu sér í efstu sæti yfir landið. Afkvæmin eru að jafnaði þéttvaxin, fremur lágfætt en væn. Bakvöðvinn getur verið breytilegur en þó að jafnaði yfir meðallagi miðað afkvæmi annarra stöðvarhrúta og fitan hófleg. Lærholdin eru yfirleitt úrvals góð og er hann annar tveggja hrúta sem skarta hæsta meðaltali fyrir þann eiginleika af stöðvarhrútum síðasta haust. Yfirburðir Áss kristallast í háu kynbótamati fyrir gerð (119 stig) og fitu (115 stig) og er hann í hópi hæstu hrúta yfir landið fyrir þá eiginleika og langefstur af þeim hrútum sem til greina komu í þessu vali. Heildarkynbótamat Áss stóð í 110 í Hrútaskránni Ás skipar sér ótvírætt í hóp yfirburða kynbótagripa með tilliti til kjötgæða og er því vel að því kominn að fá nafnbótina besti lambafaðirinn árið 2014 sem þau Þór og Sigríður veittu viðtöku. /fr Flóahreppur kaupir lóðir í Hraungerði fyrir sjö milljónir Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt gagntilboð Kirkjumálasjóðs í lóðir við Þingborg, alls um 16 ha að stærð. Tilboðið hljóðaði upp á kr., en þetta er landið sem m.a. félagsheimilið Þingborg er á, leikskólinn Krakkaborg, gamla Þingborg og skipulagt land sem liggur fyrir neðan leikskóla. Flóahreppur leigir þetta land í dag og borgar fyrir það árlega leigu en mun nú eignast það. /MHH Sigurður Ingi Jóhannsson í ræðustóli á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda. Ágreiningur milli MAST og landbúnaðarráðuneytisins Ágreiningur er milli milljarð á næstu tólf árum. Ísland verið við Hagfræðistofnun Háskóla Matvælastofnunar og landbúnaðarráðuneytisins mun kannski ekki hafa úrslitaáhrif Íslands um að gera úttekt á íslenska um á matvælaframboð í heiminum en landbúnaðarkerfinu. Sú vinna gæti ábyrgð á varnarlínum vegna búfjársjúkdóma. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra sem hann hélt við upphaf aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Sigurður Ingi sagði jafnframt að meta þyrfti fyrirkomulag þeirra varnarlína og varnarhólfa sem nú væru í gildi á landinu upp á nýtt. Sigurður Ingi ræddi afkomu sauðfjárbænda í ræðu sinni. okkur er skylt að leggja okkar af mörkum, sagði Sigurður Ingi og benti á að með fjölguninni fylgdi vaxandi eftirspurn sem gæti skapað tækifæri í útflutningi. Hann lagði þó, eins og fram kemur hér að ofan, áherslu á siðferðislega skyldu Íslendinga til að taka þátt í brauðfæða heiminn. Er ríkisstuðningi rétt fyrir komið? Sigurður Ingi velti því upp orðið gott veganesti þegar viðræður um nýja búvörusamninga yrðu teknar upp. Nýta þarf gott landbúnaðarland til matvælaframleiðslu Sigurður Ingi greindi frá því að unnið væri að nýrri landsskipulagsstefnu í umhverfisráðuneytinu, en sem kunnugt er gegnir Sigurður Ingi einnig embætti umhverfisráðherra. Við þá vinnu ætti að gæta þess Afkoma sauðfjárbænda er ekki hvort ríkisstuðningi við að land sem hentaði vel til boðleg fyrir fólk sem vill lifa mannsæmandi lífi á henni. Ég sé fyrir mér sókn í matvælaframleiðslu, framleiðslu lambakjöts. Það þarf að vera samvinnuverkefni bænda og stjórnvalda. Sigurður Ingi sagðist telja að stjórnvöld ættu að tryggja aðgang að erlendum mörkuðum með milliríkjasamningum og merkja ætti lambakjöt sem flutt yrði út Íslandi með glöggum hætti. Mikilvægt væri að útflytjendur sameinuðust um eitt slíkt vörumerki í útflutningi. Ísland þarf að leggja sitt af mörkum sauðfjárframleiðslu væri rétt fyrir komið eins og hann er í dag. Hann spurði hvort eðlilegt væri að greiða öllum sauðfjárbændum ríkisstyrki, sama hversu lítil framleiðsla þeirra væri. Þá velti hann því fyrir sér hvort hugsanlega væri eðlilegt að landshlutaskipta stuðningi eða jafnvel binda hann við landnæði. Hann lagði þó áherslu á að þetta væru einungis vangaveltur á þessu stigi málsins, hann væri ekki að boða breytingar á næstunni en ljóst mætti vera að sauðfjárbændur þyrftu að taka þessar spurningar upp í aðdraganda nýs búvörusamnings. Í þessu samhengi landbúnaðar yrði ekki tekið undir aðra starfsemi heldur yrði það nýtt til matvælaframleiðslu. Jafnframt þyrfti að tryggja að búrekstur héldist á góðum ríkisjörðum, annaðhvort með sölu eða leigu til ungra bænda. Því miður hefði það verið svo að á undanförnum árum hefði búskap verið hætt á mörgum slíkum jörðum og það væri óásættanleg þróun. Ég tel skynsamlegt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning, sagði Sigurður Ingi í lok ræðu sinnar. Hann benti enda á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fullvissaði fundarmenn um að ríkisstjórnin stæði með íslenskum Fólki í heiminum mun fjölga um benti ráðherrann á að samið hefði landbúnaði. /fr Hart deilt um ásetningshlutfall Hart var tekist á um ásetningshlutfall sauðfjár á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem stóð yfir dagana 3. til 4. mars síðastliðna. Á aðalfundi samtakanna á síðasta ári var samþykkt tillaga um að ásetningshlutfallið myndi hækka í áföngum til ársins 2016 og standa þá í 0,75. Fundurinn nú breytti um kúrs og samþykkti með allra minnsta mun, einu atkvæði, að ásetningshlutfall skyldi vera 0,65 í ár og út samningstíma búvörusamnings í sauðfjárrækt. Greiðslumark lögbýlis er tiltekinn fjöldi ærgilda sem veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði. Beingreiðsla er tiltekin fjárhæð sem skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra. Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir tillögu um ásetningshlutfall til ráðherra sem aftur ákvarðar um hlutfallið. Í samræmi við ályktun aðalfundar LS í fyrra tók ráðherra þá ákvörðun að hækka hlutfallið á þessu ári úr 0,60 í 0,65. Til að Frá fundi LS í Bændahöllinni. fá óskertar beingreiðslur þurfa handhafar þeirra því að eiga að lágmarki 65 vetrarfóðraðar kindur fyrir hver 100 ærgildi greiðslumarks lögbýlis. Búist var við því að það hlutfall yrði hækkað á næsta ári í 70 vetrarfóðraðar kindur. Breytt um kúrs Nú hefur aðalfundurinn hins vegar breytt um stefnu, eins og áður segir. Hart var deilt um málið á fundinum og voru röksemdir þeirra sem vildu að ásetningshlutfallið héldist í 0,65 ekki síst þau að birgðir af lambakjöti Mynd / HKr. væru nú talsverðar og ekki ástæða til að hvetja til frekari framleiðslu. Á móti sögðu aðrir fundarmenn að ótækt væri að hringla með ályktanir af þessu tagi milli funda, sem og að tækifæri væri í meiri framleiðslu. Athyglisvert var þó að heyra orð Sigurðar Þórs Guðmundssonar sem sagði að ásetningshlutfallið væri orðið marklaust sökum þess búfjáreftirlitsmenn teldu fé ekki lengur. Mjótt á mununum Mynd / HKr. Greidd voru atkvæði um tillöguna með nafnakalli sem fáheyrt er að viðhaft sé aðalfundum LS. Fór svo að 20 samþykktu að ásetningshlutfall skyldi vera 0,65 út samningstímann, 19 voru á móti og 7 sátu hjá eða greiddu ekki atkvæði. Svo sem áður er nefnt er það ekki fundarins að ákveða ásetningshlutfallið heldur ráðherra að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga. Skilaboð fundarins verða hins vegar gerð framkvæmdanefndinni ljós. /fr

9 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Ég mæli hiklaust með Bio-Kult Candéa hefur gjörbreytt lífi mínu til hins betra FRUM - Mig langar að deila sögu minni af hvernig Bio-Kult Candéa hylkin björguðu eins og ég vil orða það lífi mínu. Ég hef þjáðst af kláða á kynfærasvæði svo lengi sem ég man eftir mér. Mamma gekk með mig á milli lækna án árangurs. Fyrir um 6 árum fór kláðinn að versna og verða hamlandi þar sem ég var ekki lítið barn lengur og gat ekki klórað mér eftir hentug leika, oft var ég í búðum að skjót ast á bak við rekka eða með fæt ur í kross. Mér leið Silja Ívarsdóttir al veg rosalega illa. Ég var búin að ganga milli lækna bæði hér heima og erlendis þar sem ég bjó í 2 ár án árangurs. Kláðinn jókst mjög svo þegar ég var að fara að sofa svo þetta hafði þau áhrif að svefninn versnaði og ég svaf lítið og slitótt. Það að fá ekki nægan svefn hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég breyttist í gangandi stressbolta og var alltaf þreytt og kvíðin og með miklar skapsveiflur. Það leiddi til þess að meltingin fór í klessu og ég hafði hægðir svona 1 sinni í viku ef ég var heppin. Mér leið líka rosalega illa að fara til læknis þegar kláðinn á kynfærasvæðinu var að drepa mig en ekkert fannst. Ég sagði oft að ég vildi frekar greinast með krabbamein heldur en að þjást svona en samt var ekkert hægt að finna að mér. Í vor fór ég í viðtal hjá konu sem mælir Hungrið hverfur og kílóin fjúka Zotrim jurtatöflurnar hjálpa í baráttunní við aukakílóin. Þær innihalda efni sem bæði auka brennslu og minnka matarlyst. Fólk sem hefur tekið inn Zotrim jurta töflurnar er á einu máli um að þær hafi minnkað hungur tilfinningu og sykurþörf svo nasl á milli mála heyri sögunni til. Fólk borðar minna og létt ist - maginn minnkar og bumb an hverfur. Regína Róberts dóttir fann fljótlega aukna orku eftir að hún byrjaði að taka Zotrim auk þess sem hún hætti að narta á milli mála. Fyrst fann ég að bjúgur sem ég hafði glímt við minnkaði og síðar losnaði ég alveg við hann. Ég hef svo miklu meiri orku og er hressari, bæði andlega og líkam lega. Þegar ég leggst á koddann á kvöldin sofna ég strax og þarf því ekki að nota svefnlyf eins og áður, segir Regína. Hún hefur misst rúmlega tíu kíló og ummálið hefur minnkað um 66.5 cm. Mér líður svo miklu betur eftir að ég byrjaði að nota Zotrim og mun nota það áfram. Hall dór Gunnarsson ákvað að prufa Zotrim til að léttast. Fyrstu dagana fann ég engan mun á mér en tók síðan eftir því að ég var aldrei svangur á milli mála. Á fyrstu sex vikunum léttist ég um sjö kíló og er kominn niður um 2 beltastærðir. Það skemmtilegasta er að ég hef ekki breytt neinu varð andi hreyfingu en hef náð að skera burt allan óþarfa í mataræðinu. Löngun í sætindi og nart á milli mála er horfin, segir hann. Halldór tekur þrjár töflur nokkrum mínútum fyrir morgunmat, hádegismat og kvöld mat. Zotrim jurtatöflur eru frábær vara sem ég mæli hiklaust með. að minnka matarlyst. hungurtilfinningu sem hjálpar til við að minnka neyslu hitaeininga. eru örvandi. Verkun taflanna er því tvíþætt aukin brennsla og minni neysla. Zotrim fœst í apótekum, heilsuverslunum og í heilsu hillum stórmarkaða. Frekari upplýsingar er að finna á ph-gildi líkamans og í ljós kom að ég var með Candida sveppasýkingu í meltingavegi. Ég hafði les ið um Bio-Kult Candéa en aldrei dottið í hug að ég væri með þessa sýkingu og ekkert spáð meira í það. Strax eftir við talið fór ég og keypti Bio-Kult Candéa og fann sam stundis breytingu. Ég var svo hamingjusöm að ég sendi tölvupóst á alla þá lækna sem ég hafði leitað til vegna ofangreindra vanda mála og út skýrði að ég væri læknuð eins og að ég hafi fund ið eins og ég vil orða það my life saver sem væri Bio-Kult Candéa hylkin. Í dag er kláð inn að mestu horfinn sem hefur leitt til betri svefns og stressið og skapsveiflurnar alveg í takt við raun veruleikann. Bio Kult Candéa hefur lílka lagað meltinguna og eru engar melt ingatruflanir eða hægðatregða lengur. Það sem ég tók svo mikið eftir með inn töku hylkjanna er hvað maður tók augljóslega eftir breytingum stig frá stigi. Hjá mér snar minnkaði kláðinn sem varð til þess að svefninn lagaðist sem varð til þess að stressið og kvíðinn minnkaði og skapsveiflurnar einnig sem leiddi til betri melt ingar sem varð til að húðin fór hægt og rólega að lagast með. Silja Ívarsdóttir Betra líf með Femarelle Guðrún Jóhannsdóttir Ég var komin á breyt inga skeiðið og áttaði mig á því þegar ég var orðin grát gjörn og fljót að æsa mig við börnin mín sem áttu það svo sannar lega ekki skilið. Einnig var ég komin með hitakóf og svitn aði mikið á nætur n ar. Ég heyrði af Femarelle fyrst hjá vin - konu minni, þessu undra efni. Ég sé sko sannarlega ekki eftir því í dag, en ég fór strax og keypti mér pakka. Eftir aðeins nokkra daga notkun, fann ég mikinn mun á minni líðan, nú er ég í meira jafnvægi, svita köstin urðu fljótlega færri og fæ þau ekki lengur. Ég er búin að taka þetta núna í nokkurn tíma, og ég þakka fyrir hvern dag eftir að hafa fundið þessi frábæru hylki. Mér líður mjög vel í dag og þakka það Femarelle. Takk fyrir, Guðrún Jóhannsdóttir, bakvinnslustarfsmaður og bóndi. Birna Gísladóttir er sölu- og markaðsstjóri IceCare.

10 10 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fréttir Feðgarnir Sveinn A. Sæland, formaður SG, og Axel Sæland. Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn 29. apríl og verður haldinn að Hótel Selfoss og hefst kl. 13. Fundurinn markar ákveðin tímamót því auk hefðbundinna aðalfundastarfa verður í fyrsta skiptið kosið eftir nýjum samþykktum SG sem samþykktar voru á síðasta ári. Núverandi formaður stjórnar SG er Sveinn A. Sæland. Endurskoðun félagskerfis SG hefur á undanförnum árum unnið að endurskoðun félagskerfis garðyrkjunnar og samþykkti á aðalfundi 2013 að breyta því og gera aðild einstaklingsbundna (einstaklingar og rekstrarfélög framleiðenda), en áður voru undirfélög garðyrkjunnar sem mynduð grunn SG. Samtímis þessum breytingum voru nýj lög SG samþykkt á síðasta ári. Helsta nýmælið er að á aðalfundinum verður kosið beinni kosningu til stjórnar í fyrsta sinn. Til þess að reka smiðshöggið á þá mikla vinnu sem lögð hefur verið í endurbætur félagskerfisins er stefnt að kynningu á aðalfundinum á drögum um stefnumótun garðyrkjunnar til næstu ára. Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafi hefur leitt þessa vinnu og mættu t.d. yfir 30 félagsmenn á sérstakan vinnufund um stefnumótun nú í mars. Bændablaðið Kemur næst út 8. MAÍ Mynd / HKr. Tímamótaaðalfundur Sambands garðyrkjubænda: Í fyrsta skiptið kosið eftir nýjum samþykktum Örnefnanefnd samþykkti 17 ný örnefni á síðasta ári Örnefnanefnd afgreiddi á síðasta ári formlegar tilkynningar um 22 ný nöfn. Eftir umfjöllun í nefndinni voru 17 ný nöfn samþykkt og send þinglýsingarstjórum. Fjórum nöfnum var hafnað af öryggisástæðum með tilvísun til 5. gr. laga um bæjanöfn o.fl.: Ekki mega nafngiftir leiða til samnefna á fasteignum í sama héraði né nafna sem eru svo lík öðrum nöfnum á fasteignum í héraðinu að hætt sé þess vegna við nafnabrenglum. Einu nafni var hafnað vegna þess að örnefnið sem kenna átti nýbýlið við er að mestu leyti innan landamerkja annarrar jarðar. Beiðnir um breytingar á nöfnum býla: Örnefnanefnd fékk á árinu 1 formlegt erindi um nafnbreytingu á býli og heimilaði hana. Við val á nýju nafni var miðað við staðhætti í landinu. Ný nöfn 2013 Árið 2013 tók örnefnanefnd, samkvæmt lögum um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953 með síðari breytingum, við tilkynningum um eftirgreind nöfn býla og sendi nöfnin hlutaðeigandi þinglýsingarstjórum: Ánaland. Úr landi Efri-Reykja í Bláskógabyggð. Ásgarður III. Úr landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heimahagi. Úr landi Köldukinnar í Rangárþingi ytra. Hraunmörk. Úr landi Skálmholts í Flóahreppi. Hróarsklettar. Úr landi Hróarsholts II í Flóahreppi. Kelduholt. Úr landi Köldukinnar í Rangárþingi ytra. Klettholt. Úr landi Hróarsholts í Flóahreppi. Litla-Pula. Úr landi Pulu, Holtaog Landsveit. Lúnansholt III. Úr landi Lúnanholts II, Rangárþingi ytra. Lúnansholt IV. Úr landi Lúnanholts II, Rangárþingi ytra. Nónhamar. Úr landi Lækjarhúsa á Hofi í Öræfum. Sauðholt III. Úr landi Sauðholts í Ásahreppi. Skálafell. Úr landi Þóroddsstaða í Ölfusi. Stekkjarás. Úr landi Dagverðareyrar í Hörgársveit. Stekkjarhóll. Úr landi Öndólfsstaða í Þingeyjarsveit. Syðri-Hamrar III. Úr landi Syðri-Hamra II, Ásahreppi. Víðibakki. Úr landi Árbakka í Rangárþingi ytra. Árið 2013 fjallaði örnefnanefnd enn fremur um og féllst á beiðni um eftirgreinda breytingu á nafni býlis og sendi hið nýja nafn hlutaðeigandi þinglýsingarstjóra skv. lögum um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953 með síðari breytingum. Hólmatjörn. Áður Ölversholt IV, Rangárþingi ytra. Seltjarnarneskaupstaður varð Seltjarnarnesbær Örnefnanefnd samþykkti breytingu á heiti sveitarfélagsins á Seltjarnarnesi úr Seltjarnarneskaupstaður í Seltjarnarnesbær. Rík málvenja er fyrir því að sveitarfélagið sé nefnt Seltjarnarnesbær og nafnið fellur vel að íslensku máli. Indriði Vignir Haraldsson bóndi á Kvistási og Ólafur Jónsson refaskytta með litla hvíta læðu sem vóg einungis 2,7 kílógrömm og brúnan högna sem kiðlingarnir á bænum þurfa ekki að óttast framar. Algengt er að læðurnar séu 3- kg og dæmi eru um 7 kg re. Myndir / María Dís Ólafsdóttir Bóndinn á Kvistási í Kelduhverfi: Þorði ekki að setja kiðlinga sína út af ótta við tófur Fékk til sín refaskyttu af Fjöllum til að bjarga málum Á bænum Kvistási í Kelduhverfi býr Indriði Vignir Haraldsson með 40 kindur og 7 geitur. Þann 14. janúar bar fyrsta geitin og síðan 4 til viðbótar og lifðu samtals 8 kiðlingar. Þeir eru orðnir stálpaðir og tímabært að setja þá út enda snjólétt og tíðarfar ágætt. Indriði hefur hins vegar ekki þorað að setja þá út þar sem mikið hefur verið um tófuspor kringum fjárhúsin og einnig í görðum við íbúðarhús þar sem tófan hefur verið að eltast við rjúpur. Eitt sinn að næturlagi leit hann út um eldhúsgluggann og sá þá tvær tófur í eltingaleik kringum olíutank og í annað sinn skaust mórauð tófa framhjá útidyrunum. Það varð að ráði að refaskyttan Ólafur Jónsson á Fjöllum lagði út gómsæta bita í haglabyssufæri við fjárhúsin og fór tófa fljótlega að koma þar að og gæða sér á þeim. Að kvöldi 4. apríl lá Ólafur svo fyrir þeim og skaut mórauðan ref og hvíta læðu þá um nóttina með haglabyssu út um fjárhúsdyrnar. Nú leika sér ánægðir kiðlingar við fjárhúsvegginn í Kvistási og ábúendur geta sofið áhyggjulausir enda heyrist ekki lengur tófugagg um nætur. Síðustu tvær geiturnar báru svo í lok mars og bættust þar með þrír litlir kiðlingar við í hópinn en ærnar munu bera á tilsettum tíma í vor. Ólafur hefur skotið fimm tófur til viðbótar í sveitinni í vetur og hefur orðið var við margar sem ekki hafa náðst enn sem komið er. Það er orðið mikið meira um tófu hér en var fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Enda tala menn um að tófustofninn hafi tífaldast og líklega vel það, sagði Ólafur í samtali við Bændablaðið. Svona er þetta um allt land og í Húnavatnssýslum lá maður þrjár nætur við æti og skaut 31 tófu. Hér á svæðinu við Öxarfjörðinn og til Húsavíkur er búið að taka um 60 Þessi kiðlingur vissi greinilega vel hvernig átti að stilla sér upp fyrir ljósmyndarann. tófur í vetur. Samt næst ekki nema brot af tófunum og því mikill fjöldi eftir. Hann segir tófuna á svæðinu vera óhrædda við menn og sækja því mikið heim að húsum. Hann velti því fyrir sér hvort þessar tófur alist upp í þjóðgarðinum þarna fyrir ofan þar sem bannað er að skjóta þær. Þar sé mikil umferð ferðamanna í næsta nágrenni við þekkt tófugreni og ekki óalgengt að séu óhræddar við menn. Betri tækni léttir veiðimönnum starfið Ólafur segir ekki auðvelt að eiga við tófurnar í skammdeginu. Þó séu menn nú komnir með ýmis hjálpartæki eins og hreyfiskynjara og myndavélar sem valda því menn geta lagt sig á meðan beðið er þar sem borið hefur verið út æti fyrir tófuna. Hreyfiskynjarinn vekur menn svo ef tófa kemur í færi. Þetta sé mikill munur frá því sem áður var þegar menn þurftu að vaka heilu næturnar. Þá segir hann að refaskyttur séu orðnar mun þjálfaðri í skotfimi en áður og með öflugir vopn sem hiklaust sé hægt að beita á tófur á yfir 200 metra færi. Segist hann hafa heyrt dæmi um að skytta hafi náð tófu á 468 metra færi. Þrátt fyrir þetta þá haldi tófunni áfram notar jafnhliða haglabyssunni er Tikka T3 300 magnum af gerðinni Winchester sem er með þeim stærstu sem hér þekkjast. Ólafur segir að þó tófan sé ekki stórt dýr sé hún algjör ryksuga í náttúrunni og sem dæmi hafi læða eitt sinn komið með 23 þúfutittlingsunga í kjaftinum í sinni síðustu ferð heim á greni. Ég myndi giska á að tófa fari ekki undir 100 kílómetra í leit sinni að æti að næturlagi. Fróðlegt væri að fá staðfestingu á þessu með því að festa GPS-tæki við tófu. Hún fer þó aldrei beina línu, heldur sveimar um í leit að æti með nefið niðri við jörðu. ÓJ/HKr.

11 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Háþrýstiþvottadælur Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá Comet, Aflgjafar: Rafmagn / Honda bensín / Yanmar dísil / Aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bör. Hákonarson ehf. s , netfang: hak@hak.is vefsíða: Bændablaðið Smáauglýsingar Vertu til er vorið kallar Brúarvogi 1-3, Reykjavík

12 12 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fréttir Snjóflóð stórskemmdi 50 ára stafafurureit í Fnjóskárdal: Trén líklega ónýt á um tveimur þriðju hlutum reitsins Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM: Það jafnast ekkert á við íslenska lambið Stundum talar sumt fólk eins og íslenskur landbúnaður eigi sér enga sérstöðu. Þetta er að vísu mjög þröngur hópur sem þannig lætur. Staðreyndin er sú að íslenskir bændur eiga frábæran heimamarkað og matvælin, hvort sem er mjólkurvörur, kjöt eða grænmeti, njóta mikilla vinsælda neytenda. Best finnum við þetta þegar eitthvað kemur fyrir, t.d. olli írska smjörið miklu uppnámi í vetur. Svo og þegar eitraðir búfjársjúkdómar hrjá og steindrepa heilu hjarðirnar í Evrópu fer hrollur um okkar fólk. Það áttar sig á að heilbrigðir búfjárstofnar og holl matvæli eru auðlind. Ég dvaldi á dögunum stutta stund á Grand Kanarí með Íslendingum. Ég áttaði mig á að besta smjörið sem ég fékk í kaupfélaginu þar ytra var það írska. Ég spurði fólkið hvort það hefði smakkað þetta smjör. Það sem kom mér mest á óvart var það að mjög stór hópur þessa fólks sagðist alltaf taka íslenskt smjör með sér út til að njóta þess að borða harðfiskinn okkar sem einnig er í farteskinu. Og þegar ég spurði á fjölmennri hátíð hvort því þætti fyllti svínahryggurinn sem það var að borða ekki góður sagði fólkið einum rómi það jafnast ekkert á við íslenska lambið. Og margir sögðust alltaf taka skyr og rjóma með sér út. Ég óska bændum til hamingju með þessa góðu stöðu og bið þá að gera ekkert sem raskar henni. Hluti af þessari gæfu er mikil fagmennska hjá matvælafyrirtækjunum og iðnaðarfólkinu góða sem kann að gera mat úr góðu hráefni. Tollverndin er lífsakkeri landbúnaðarins Mesta hættan sem nú steðjar að íslenskum landbúnaði er sú umræða að allar varnir beri að leggja af. Oft heyrist að tolla eigi að fella niður jafnvel einhliða. Og stundum er talað eins og við séum eina landið í Evrópu sem býr við tollvernd. ESB er tollabandalag og við búum við þá sérstöðu að mjög stór hluti innfluttra landbúnaðarvara er alls ekki tollaður til Íslands. En ESB beitir tollum og verndartollum til að vernda sína heimamarkaði í mjög ríkum mæli. Svo kemur hin umræðan að við eigum ekkert að óttast og ég heyri vel menntað fólk halda því fram að tollana eigi að fella niður einhliða og að við munum alltaf velja íslenskar vörur fram yfir innfluttar. En málið er ekki svona einfalt því okkar markaður er mjög smár og hin stóru fyrirtæki væru ekki lengi að undirbjóða markaðinn í verðstríði. Veskið ræður miklu við svona aðstæður, þar og hér. Umræða um tollalækkun er tilræði við matvælaframleiðsluna, þar má enga ákvörðun taka nema ljóst sé hvaða áhrif hún hefur í raun og veru á stöðu landbúnaðarins. Eigum ekki nægan gjaldeyri Nú berast þær fréttir úr Seðlabankanum að staðan sé sú á Íslandi, horft til næstu ára, að það vanti eitt hundrað milljarða á ári til að jafna stöðu út- og innflutnings. Því blasir það verkefni við okkur að auka framleiðslu í landinu til að flytja út vörur og afla gjaldeyris. Enn fremur að framleiða vörur til að spara gjaldeyri. Landbúnaðurinn bæði sparar og aflar gjaldeyris. Landbúnaðurinn framleiðir vörur á ári hverju fyrir um 60 milljarða króna. Landbúnaðurinn skapar að lágmarki 12 til 15 þúsund störf í landinu. Sveitirnar eru byggðar fólki um allt land en eru ekki í eyði. Stærsta málið er í heimi sem vantar brauð, matvæli til að fæða börnin sín, að sinna því kalli að efla landbúnaðinn og auka framleiðsluna. Hvert eru Samtök atvinnulífsins að fara? Nú hafa þau forkastanlegu vinnubrögð átt sér stað að Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér tíu spora framtíðarsýn sem er þannig orðuð að það er eins og Samtök verslunar og þjónustu hafi samið þau ein síns liðs. Þau fara í meginatriðum gegn hagsmunum landbúnaðarins. Landbúnaðarfyrirtækin eru stórir aðilar í SA og biðja aðeins um eitt: að staða landbúnaðarfyrirtækjanna sé virt og þau séu með í ráðum þegar rætt er um stöðu atvinnugreinarinnar og stefnumörkun sett fram. Hvort sem það eru tollarnir, sem eru ákveðið lífsakkeri. Með niðurfellingu þeirra stæði íslenskur landbúnaður berskjaldaður. Þegar opinber verðlagning er til umræðu eða annað sem að landbúnaðinum snýr ber SA að virða þá viðlits sem eru í samtökunum og kynna þeim drauma sína eða skoðanir. Þarna hefur trúnaðarbrestur átt sér stað sem ber að ræða af alvöru. Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Hálfrar aldar gamall furureitur í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskárdal stórskemmdist í snjóflóði sem féll í kjölfar stórhríðarinnar sem var dagana 20. og 21. mars. Hvort hægt verður að nýta viðinn af brotnu trjánum kemur ekki í ljós fyrr en snjóa leysir. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær snjóflóðið féll en Sigurður Skúlason, fráfarandi skógarvörður á Vöglum, man ekki eftir því að flóð hafi fallið á þessum stað áður að því er fram kemur á vef Skógræktar ríkisins. Beggja vegna við hafi hins vegar fallið spýjur. Þetta flóð kom úr gili ofan skógarins, fór niður milli hóla og breiddi úr sér þar fyrir neðan. Sigurður segir að víða í skóginum séu merki um snjóbrot enda snjóþungur vetur í Fnjóskadal og mikið fannfergi í skóginum núna. Við fyrstu sýn virðist sem um tveir þriðju reitsins hafi skemmst segir í frétt á skógræktarvefnum. Upphaflega kvæmatilraunareitur Reiturinn sem skemmdist í umræddu snjóflóði var upphaflega kvæmatilraun með fjórum kvæmum af stafafuru, Bennet Lake, Canmore S., Upper Lake Creek og Carcross. Skógræktarfólki þykir skaði ef einhver þriggja síðasttöldu kvæmanna hafa alveg þurrkast út í flóðinu en Sigurður segir nokkra von fólgna í því að flóðið skyldi falla á norðanverðan reitinn. Þar er mest af Bennet Lake kvæminu sem til er annars staðar í ræktun. Hin kvæmin eru suðlægari kvæmi og sjaldgæfari hérlendis. Það er því meira tjón ef Hálfrar aldar gamall furureitur í Þórðarstaðaskógi stórskemmdist í snjó óði sem féll í kjölfar stórhríðarinnar sem var dagana 20. og 21. mars. eitthvað af því hefur farið alveg forgörðum í flóðinu. Hreinsun skógarins verður mikið og erfitt verk Stafafuran í reitnum var grisjuð fyrir tveimur árum og þá mældust trén metra há. Sigurður segir ómögulegt að sjá fyrr en snjóa leysir hvort viðurinn úr þessum trjám er nýtanlegur. Ef bolirnir eru heillegir og hægt að saga þá niður í þriggja metra langa búta má selja þá til Elkem á Grundartanga en erfiðara verður að vinna verðmæti úr þessu eftir því sem trén eru meira brotin. Ljóst er, segir Sigurður, að hreinsun skógarins verður mikið og erfitt verk, jafnvel hættulegt. Þegar trjábolir liggja þvers og kruss þarf að fara að með ítrustu gát við hreinsun og skógarhögg. Sjaldan séð annað eins Sigurður segir reyndar að stafafurureiturinn í Þórðarstaðaskógi sé ekki það eina sem bíði hreinsunar í sumar. Víða hafi tré brotnað undan snjó í skógum Fnjóskadals í vetur. Hann segist sjaldan hafa séð annað eins á 27 ára ferli sínum sem skógarvörður á Vöglum enda fannfergið með mesta móti í dalnum núna. Jafnfallinn snjór mældist 153 sentímetrar við Vaglir á mánudagsmorgun í liðinni viku. /MÞÞ Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum Við duttum heldur betur í lukkupottinn því bormenn Ræktunarsamband Flóa og Skeiða voru að finna hjá okkur um hundrað gráðu heitt vatn, sem er að gefa okkur 20 til 25 sekúndulítra. Þetta er frábært og mun m.a. nýtast okkur í ferðaþjónustu, ræktun og fleira og fleira hér á jörðinni og í næsta nágrenni, segir Gunnar Skaptason, athafnamaður og einn eigenda Bergstaða í Biskupstungum. Þetta er í fyrsta skipti sem heitt vatn finnst á þessum stað í Biskupstungum, eða í eystri tungunni svonefndri við Tungufljótið. Vatnið fannst á 972 metra dýpi. Hér hefur verið talað um að bora eftir heitu vatni síðustu Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar Efni verður tekið úr tíu námum í Bláskógabyggð Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur gefið Vegagerðinni leyfi til að taka efni úr tíu námum sveitarfélagsins, alls um rúmmetra, til að fara út í lagfæringar á Kjalvegi í sumar. Í venjulegu árferði heflum við bara slóðann sem þarna er. Við höfum hins vegar tekið kafla og kafla í nokkrum áföngum frá Slitlagsenda sunnan við Grjótá og norður að Hvítá að búið er að lyfta veginum örlítið upp úr landi án þess að lagfæra plan eða hæðarlegu að nokkru marki. Með því móti helst ástand vegarins betra í lengri tíma eftir heflun, þar sem hann er þá ekki lengur niðurgrafinn eins og slóðinn sem fyrir er. Vatn nær því að renna af veginum en ekki eftir honum eins og í lækjarfarvegi, segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, en til stendur að fara út í töluverðar framkvæmdir á Kjalvegi í sumar. Bormenn Ræktunarsambandsins, frá vinstri: Sveinbjörn Jóhannsson frá Snorrastöðum í Laugardal og Johnny Símonarson, ásamt Halldóri Jónssyni og Gunnari frá Bergstöðum. Mynd / MHH fjörutíu ár en það hefur aldrei neinn þorað fyrr en núna. Ég vil þakka Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi og starfsmönnum bordeildar Þeir sem aka Kjalveg hafa þurft að kljást við mikið ryk og nánast samfellt þvottabretti og grjótbarning sem veldur stórtjóni á ökutækjum. Mynd / HKr. Já, það stendur til að fara í heldur lengri kafla en venjulega, allt að 10 km frá Hvítá inn að Árbúðum. Áætlað er að fara í þessar framkvæmdir í sumar þegar frost leysir. Það verða Ræktunarsambands Flóa og Skeiða fyrir þeirra vinnu, allir þessir aðilar hafa staðið sig frábærlega í þessari vinnu, bætti Gunnar við. /MHH starfsmenn og tæki Vegagerðarinnar ásamt aðkeyptri vinnu frá verktökum sem vinna þetta verk, segir Svanur enn fremur. /MHH

13 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Smellinn + Upplagt fyrir aðila í ferðaþjónustu Einstakt hús margir möguleikar Smellinn+ eru forsteyptar einingalausnir sem eru byggðar á staðlaðri grunneiningu með baðherbergi. Grunneining getur staðið ein og sér, en einingunum má einnig raða saman á ýmsa vegu og tengja með gangi. Hægt er að bæta við mötuneytis- og þjónusturýmum. Smellinn+ einingahúsin eru ódýr og auðveld í uppsetningu. Þau eru tilvalin fyrir aðila í ferðaþjónustu, en henta einnig einstaklega vel sem veiðihús, gestahús, sumarhús o.fl. PIPAR\TBWA SÍA Kynntu þér útfærslur og áferðarmöguleika á heimasíðu okkar eða hafðu samband við söludeild. BM Vallá ehf Breiðhöfða Reykjavík BM Vallá ehf Akureyri Austursíðu Akureyri Sími: sala@bmvalla.is Sím: sala@bmvalla.is forsteyptar einingar komið á netið Kynntu þér ítarlegar upplýsingar um starfsemi og afkomu Landsvirkjunar á landsvirkjun.is/arsskyrsla2013. Á árinu kannaði Landsvirkjun hagkvæmni vindorku. Meðalnýting vindmyllna Landsvirkjunar er um eftir eitt ár í rekstri. Meðalnýting á heimsvísu er 28%. 40% Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar 2013 er komin út. Þetta er á rafrænu formi. Með þessu viljum við tryggja betra aðgengi að árlegu uppgjöri Landsvirkjunar.

14 14 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Breytingartillögur um ný fánalög: Nota megi fánann á afurðir dýra og jurta einnig hlunnindaafurðir, ræktaðar og villtar Frá skinnauppboði hjá Kopenhagen fur í febrúar. Skinnauppboð hjá Kopenhagen fur: Minkaskinn lækka talsvert í verði Verð á minkaskinnum lækkaði á síðasta uppboði Kopenhagen fur sem fór fram um síðustu helgi. Ljós minkaskinn gerðu allt frá því að standa í staði í verði og lækka um fimmtán prósent. Brún skinn lækkuð um á bilinu 18 til 23 prósent. Lækkunin er heldur meiri en búist var við að sögn Björns Halldórssonar formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Meðalverð íslensku skinnanna var um krónur, sem er talsvert undir framleiðslukostnaði. Reiknað hefur verið út að framleiðslukostnaður á hvert skinn sé ríflega krónur. Þetta var þriðja uppboð sölutímabilsins og á síðasta uppboði lækkaði verð einnig. Þá var verðið um framleiðslukostnaðinn að 250 fermetrar byggðir við leikskólann í Þingborg Það á að endurbæta gamla húsnæði leikskólans og byggja viðbyggingu, um 250 fermetra. Leikskólinn verður þannig um 650 fermetra þegar framkvæmdum lýkur. Í eldri hluta leikskólans er gert ráð fyrir einni deild fyrir yngstu börnin og starfsmannaaðstöðu. Börn sögn Björns. Það er alveg ljóst að það eru nokkur lönd sem geta engan veginn lifað af með þessum verðum, án þess að fá þá verulegan stuðning frá opinberum aðilum. Framleiðslukostnaður er svipaður milli landanna og þegar meðalverð á skinnum í löndum eins og Kanada er orðið krónur og í Grikklandi krónur, þá gengur þessi framleiðsla auðvitað ekki til lengdar. Björn segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum minkabændum sem hafi verið í rekstri um einhverja hríð. Þeir hafi fengið góð verð fyrir skinn síðustu ár og þoli tímabundna niðursveiflu. Verðið á skinnunum sé í sjálfu sér ekki slæmt en öll aðföng hafi hækkað verulega síðustu misseri, einkum verð á fóðri. Næsta uppboð fer fram í júní. /fr Þingeyjarsýslur: Viðvarandi fækkun íbúa undanfarin áratug Viðvarandi fækkun hefur undanfarin áratug verið í öllum sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum, ef undan er skilin Langanesbyggð. Þar hefur ekki orðið marktæk fækkun íbúa.þekkingarnet Þingeyinga hefur gefið út skýrslu um fólksfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum og við Bakkaflóa. Neikvæð íbúaþróun Fram kemur að í Þingeyjarsýslum er íbúaþróun í heildina neikvæð síðustu ár en við Bakkaflóa bregður við nýjum tón þar sem íbúum hefur fjölgað milli ára um 7,7% í þorpinu og ef horft er til síðustu fjögurra ára þá hefur íbúum fjölgað um 16.6% á Bakkafirði. Þarna eru þó tiltölulega fáir einstaklingar á bak við hvert prósent en árið 2011 voru þar 72 íbúar en eru núna 84 talsins. Þegar horft er á byggðakjarnana síðastliðin fjögur ár hefur mesta fækkunin orðið á Raufarhöfn en þar hefur fækkað um 28 íbúa síðan árið 2011 sem gera 14,4%. Mynd / HKr. Tæplega 10% fækkun á 10 árum Á landinu öllu hefur íbúum fjölgað um 1,18% á milli áranna 2013 og 2014 en í Þingeyjarsýslum og Bakkafirði hefur þeim fækkað um 1,36%. Ef miðað er við íbúaþróun frá árinu 2004 þá hefur íbúum í Þingeyjarsýslum og Bakkafirði fækkað um 9,8% á meðan mannfjöldi á landinu öllu hefur aukist um 12%. Í öllum sveitarfélögum svæðisins er viðvarandi fækkun síðustu ár nema Langanesbyggð, þar sem breyting er einungis 0,3% síðan árið 2004 og því ekki marktækar tölur um fækkun. Þegar horft er á aldursdreifingu íbúa innan sveitafélaganna má sjá svolítið mittismjóa dreifingu, þ.e. það vantar inn í yngstu árgangana og einnig árganga á milli ára. Þetta er eitt af einkennum fólksfækkunar, að það vantar barnafjölskyldur. Þessi dreifing er þó örlítið jafnari í Langanesbyggð þar sem mikill fjöldi ungbarna er og ekki áberandi vöntun inní árgangana á milli ára. /MÞÞ niður í 9 mánaða gömul hafa verið tekin inn í leikskólann í mörg ár. Í nýja hlutanum er svo gert ráð fyrir tveimur deildum fyrir eldri börnin, segir Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps. Við leikskólann vinna nú 14 starfsmenn og börnin eru 42. /MHH Til tíðinda dró í lok marsmánaðar síðastliðnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í máli sem snertir breytingar á lögum um notkun á þjóðfána Íslendinga. Bændasamtök Íslands sóttust fyrst eftir því árið 2008 að fá að nota íslenska fánann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir á markaði. Núna kemur breytingartillaga í fyrsta skiptið fram til annarrar umræðu. Sigurður Eyþórsson, framkvæmda stjóri Landssamtaka sauðfjár bænda, kom fyrir nefndina af hálfu Bændasamtaka Íslands og segir hann að áður hafi verið mælt þrisvar fyrir málinu en það ekki komist lengra það hafi sofnað í nefndinni. Þrátt fyrir að vel hafi verið tekið í málið á sínum tíma hefur hvorki gengið né rekið við að afgreiða það á Alþingi. Er nú svo komið að málið hefur verið flutt í fjórgang án þess að hljóta afgreiðslu. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, flutti það tvisvar og nú er verið að flytja það í annað sinn sem þingmannamál. Ég tek eftir því að núna kemur meirihlutaálit frá nefndinni, en vonandi þýðir það ekki að ágreiningur sé uppi, því að það mun örugglega hafa neikvæð áhrif á hvort það kemst til afgreiðslu fyrir þinglok. Samtök bænda hafa lengi haft áhuga á að koma upp merki sem gæti aðgreint íslenskar búvörur frá innfluttum. Árið 2007 var byrjað að fara yfir það hvernig þessum málum væri háttað í nágrannalöndunum en einnig var horft til þess merkis sem garðyrkjubændur höfðu komið sér upp, það er að segja fánarandarinnar. Ákveðið var að leita eftir því hvort hægt væri að útvíkka þá notkun á fleiri vörur. Niðurstaða garðyrkjubænda varð hins vegar sú að þeir vildu ekki heimila það. Þeir töldu sig hafa fjárfest of mikið í merkinu til að óhætt væri að hleypa fleiri vörum undir það. Auðvitað höfðu þeir fullt vald til þess, enda eiga þeir merkið og hafa byggt það upp frá grunni. Sigurður telur líklegt að umræða um írskt smjör og almenn umræða um upprunamerkingar undanfarin misseri, meðal annars að frumkvæði bænda, hafi nú ýtt við málinu. Neytendur hafi almennt meiri áhuga á upprunamerkingum og það hafi örugglega skilað sér til þingsins. Hann segir málið mikilvægt bæði fyrir framleiðendur og neytendur. Meginhugmyndin er auðvitað sú að koma á fót merki sem bæði neytendur og framleiðendur geti treyst. Ákvörðunin er síðan neytandans en bændur vilja sjá skýra aðgreiningu og það er varla til nein skýrari upprunamerking en íslenski fáninn. Verði frumvarpi samþykkt er svo undir framleiðendum komið að nýta þá möguleika sem þarna gefast, en merkingarnar eru valfrjálsar. Ég er þó í engum vafa um að bændur vilja að sem flestir sem vinna úr þeirra vörum nýti sér þetta. Útvíkkaðar heimildir til notkunar á fánanum Sigurðar segir að í breytingartillögunum nú sé heimild til notkunar fánans útvíkkuð nokkuð frá fyrri útgáfum. Hvað varðar bændur þá eru meginatriðin þau að nota má fánann á afurðir dýra sem hér eru ræktuð, hlunnindaafurðir (svo sem æðardún) og nytjajurtir, bæði villtar og ræktaðar. Það var okkar upphaflega hugmynd að þetta gilti bara um innlendar matvörur úr innlendum hráefnum sem koma af landinu, en fáninn er auðvitað eign okkar allra svo ég skil vel að fleiri vilji nýta hann. Sigurður Eyþórsson. Mynd / TB Með breytingunum má nota merkinguna á sjávarafurðir sem koma úr íslenskri landhelgi. Til viðbótar má nota hana á matvæli framleidd hérlendis sem hafa verið hér á markaði í að minnsta kosti 30 ár þó hráefnið sé erlent. Dæmi um það væri til dæmis ORA grænar baunir, Royal búðingur og annað sambærilegt. Þessar vörur eru framleiddar hér þó að hráefnið sé erlent. Hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni eða framleiddar hér Opnasta heimildin gildir um aðrar vörur en matvörur. Þar er til dæmis átt við aðrar vörur sem eru hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni, eða framleiddar hérlendis. Nægilegt er að eitt þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt. Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi, gæti til dæmis fengið merkið þó hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki framleidd hér. Um slíkt eru dæmi. Að vísu gilda líka lög um að ekki megi blekkja neytendur, en þessir skilmálar eru nokkuð opnir og orka tvímælis. Hugsunin er auðvitað sú að það megi merkja íslenska hönnun, en ég tel að eftirlitsaðilar þurfi að fylgjast vel með því hvernig þessi ákvæði verða nýtt og taka sérstaklega á því að þau séu ekki notuð til að villa um fyrir neytendum. Ráðherra er síðan ætlað að útfæra skilgreiningar nánar í reglugerð. Það þarf til dæmis að skilgreina lágmarkshlutfall innlendra hráefna í matvælum sem mega fá merkinguna t.d. mjólkurvörum sem blandað er í ávöxtum og/eða öðrum innfluttum hráefnum. Þetta þarf klárlega að liggja fyrir um leið og lögin taka gildi ef þau verða endanlega afgreidd. Óheimilt í dag að merkja vörur fánanum Nú hefur borið nokkuð á því að íslenskir framleiðendur eru þegar farnir að merkja vörur sínar íslenska fánanum, en er það ekki ólöglegt í dag? Sigurður segir óheimilt að merkja vörur með fánanum sjálfum. En það er hægt að nota og fá skráð margs konar merki sem skírskota til fánans, eins og fánarönd garðyrkjubænda er dæmi um. Að vísu eru notkunarheimildir í núverandi lögum en þær byggja á leyfi sem forsætisráðuneytinu er ætlað að gefa út.. Skilyrði fyrir því leyfi hafa aldrei verið útfærð og því engin slík gefin út, segir Sigurður og bætir við að það sé lögreglan sem fari með eftirlit með notkun fánans. Mér vitanlega hefur hún aldrei skipt sér af því þó að hann hafi verið notaður til að merkja vörur án leyfis. Hún hefur oft gert athugasemdir við fánatíma og almenna meðferð fánans, en ég hef aldrei heyrt um að þessu ákvæði hafi verið fylgt eftir. Sigurður segir að samkvæmt breytingar tillögunum er Neytendastofu ætlað að hafa eftirlit með notkun fánans á merkingar og úrskurða um vafaatriði eða misnotkun. Það fellur ágætlega að þeirra verkefnum sem snúa meðal annars að því að tryggja að neytendur séu ekki blekktir. Ég held að það sé betra en að eftirlit verði hjá ráðuneytinu eða lögreglunni. En það á eftir að koma í ljós. Mestu skiptir að nýjum lögum verði fylgt eftir í þegar þau taka gildi. /smh

15 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl ENNEMM / SÍA / NM56591 Frábærar netlausnir fyrir sumarbústaðinn Sumaráskrift, 3G/4G beinir og loftnet auðvelda lífið í bústaðnum og gera þér kleift að vera á þráðlausu neti og streyma tónlist. Nú, eða kíkja örstutt á tölvupóstinn til að tékka hvort allt sé ekki örugglega í góðum farvegi í vinnunni og þú getir haldið áfram að slaka á. Kynntu þér málið á siminn.is 3G/4G loftnet Enn betra samband og WiFi fyrir alla 3G/4G beinir Fyrir þráðlaust net 3G/4G netlykill Netsamband á stærsta dreifikerfinu

16 16 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 STEKKUR Áfallastreituröskun eftir fermingu Mér leiðast fermingarveislur. Eiginlega eru fáar samkomur sem mér leiðast eins óskaplega. Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir það að verkum að mér finnast fermingarveislur svona ofsalega leiðinlegar. Nú er ég ekki sérstaklega ómannblendinn, mér finnst ágætt að borða kökur og þó ég sé kannski ekki neitt mjög ættrækinn er þó ágætt að hitta ættingja sína við þessi tækifæri, sjá ný börn sem hafa bæst við í ættina, nýja maka eða gamlar frænkur sem eiga enn í mér hvert bein eftir að hafa passað mig sem barn. En mér leiðast þessar veislur. Ofboðslega. Í engri fermingarveislu hefur mér þó leiðst jafn mikið og minni eigin. Ekki var það fyrir að ofurkonan hún móðir mín hafi ekki staðið að henni eins og best varð á kosið, með matarveislu og tilheyrandi sem hefði vel getað sómt sér við 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Ég fékk drjúgt af fínum gjöfum og græddi á öllu saman. Nokkrum árum seinna sagði ég mig síðan úr þjóðkirkjunni enda verið vita trúlaus frá því ég man eftir mér, líka þegar ég fermdist. En það er ekki þess vegna sem ég hefi þessa ímugust á fermingarveislum. Ég held að ástæðan fyrir þessari andúð minni sé sú að ég man hversu ofsalega mér leiddist sjálfum á fermingardaginn minn. Kannski þetta sé einhvers konar áfallastreituröskun? Í það minnsta fyllist ég mikilli samkennd með fermingarbörnum þegar ég kem í veislurnar þeirra. Ég er sannfærður um að þeim leiðist jafn mikið í sinni veislu og mér leiddist í minni. Og hvernig má annað vera? Ferming fer almennt fram á versta hugsanlega tíma í lífi hverrar manneskju. Að vera 13 eða 14 ára unglingur er nefnilega ekkert grín. Unglingar er sjálfhverfustu og viðkvæmustu blóm sem til eru. Minnstu atburðir geta valdið slíku hugarangri að unglingnum finnst sem heimurinn muni aldrei verða samur aftur. Heill fermingardagur er kvalræði fyrir unglinginn. Unglingurinn vaknar með hnút í maganum að morgni en jafnframt yfirfullur af spennu. Ekkert má klikka. Það má ekki gleyma því sem þarf að segja í kirkjunni. Það má ekki stíga í kjólfaldinn og hrasa, þá er lífið búið. Þegar komið er í veisluna þarf síðan að standa og taka í höndina á fólki sem unglingurinn hefur hugsanlega ekki séð síðan hann var fimm ára, eða jafnvel aldrei. Unglingurinn er neyddur til að bjóða gesti velkomna, segja þeim að gera sér gott af veitingunum. Það getur verið þrautin þyngri fyrir unglinginn sem segir kannski aldrei neitt á opinberum vettvangi. Og svo vilja allir spjalla. Gömlu frændurnir og afasysturnar ryðja út úr sér innihaldslausum frösum um hvað unglingurinn sé nú orðinn stór, hvað hann sé líkur þessu eða hinu ættmenninu og hvað það sé nú langt síðan þau hafi séð hann síðast. Unglingar eru ekki orðnir útfarnir í þeirri list að sem svona spjall er, flestum þeirra finnst þetta jaðra við að þurfa að hlusta á heila sinfóníu eftir Mahler eða horfa á íranska bíómynd sem sýnd er í Ríkissjónvarpinu. En kannski er þetta algjört rugl í mér. Kannski elska unglingar fermingardaginn sinn, athyglina, veisluna, samfundi með ættingjum, spjallið. Kannski. En kannski ekki. /fr Kjötiðnaðarmeistarar SS með verðlaun sín, talið frá vinstri: Steinar Þórarinsson, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Jón Þorsteinsson og Björgvin Bjarnason með verðlaunagripi sína. Á myndina vantar feðgana Hrafn Magnússon og Daníel Inga Hrafnsson. Mynd / ÖRS Frábær árangur kjötiðnaðarmanna SS á Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna: Fengu verðlaun fyrir 90% af þeim vörum sem þeir sendu í keppnina Hlutu 14 gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun Eins og greint var frá í síðasta blaði stóðu kjötiðnaðarmenn SS sig vel í glæsilegri Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í lok mars. Auk þeirra meistara sem þar var getið sérstaklega með sín gullverðlaun vakti athygli að það voru hvorki fleiri né færri en fimm kjötiðnaðarmenn SS sem hlutu verðlaun í Fagkeppni MFK. Þetta voru þeir Hrafn Magnússon, Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals 19 vörur inn í keppnina. Hlutu þeir fjórtán gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Því hlutu 90% innsendra vara verðlaun og þar af 75% gullverðlaun. Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands, sem Jón Þorsteinsson vann með 250 stigum eða fullu húsi stiga, en það hefur ekki gerst fyrr í sögu keppninnar. Í keppnina í heild bárust 143 vörur og hlutu 111 þeirra verðlaun eða 78%. Gullverðlaun hlutu 35% innsendra vara, 29% silfurverðlaun og 13% bronsverðlaun. Á þessu má sjá að árangur SS manna er einstakur. Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst, fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur haft gull-, silfur-, eða bronsverðlaun. Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa stig og vera nánast gallalaus. Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að hafa stig og má aðeins vera með lítilsháttar galla. Til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42 til 45 stig. Árangur einstakra manna er sem hér segir: Jón Þorsteinsson Kjötmeistari Íslands fullt hús stiga 250 stig. Athyglisverðasta nýjung keppninnar. Salami camemberti Besta vara unnin úr hrossa- eða folaldakjöti Salami camemberti Besta hráverkaða varan Salami camemberti. Besta vara unnin úr svínakjöti. Grísa Rillette Átta gullverðlaun. Hangikjet, Sölpylsur, Katalónskar Bratwurstpylsur, Grísa Rillette, Hreindýra lifrarkæfa, Salami Camemberti, Bolabiti og purupopp Ein silfurverðlaun. Bökuð nautalifrarkæfa Steinar Þórarinsson Besta varan unnin úr alifuglakjöti. Lifrarkæfa með jarðarberjahlaupi. Fern gullverðlaun: Lifrarkæfa með jarðarberjahlaupi, Lifrarpylsa, Blóðpylsa með jarðarberjakeim og Grafið grísafile. Hrafn Magnússon Ein silfurverðlaun. Púrtvíns salamí Björgvin Bjarnason Tvenn gullverðlaun. Lamba spægipylsa og Veiðipylsa Bjarki Freyr Sigurjónsson Ein bronsverðlaun Chili stubbar Daníel Ingi Hrafnsson kjötiðnaðarnemi tók þátt í sérstakri nemakeppni í matvælagreinum. Þar var ekki raðað nema í fyrsta sæti, en hann stóð sig með miklum ágætum og fékk að launum viðurkenningu keppninnar. Ljóst er að þessi árangur kjötiðnaðarmanna SS er mjög athyglisverður og mikill heiður fyrir fyrirtækið að hafa slíka fagmenn innanborðs. Þessi mynd var tekin 7. apríl, þegar húnvetnskir kúabændur heimsóttu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þeir fengu sér að snæða í mötuneytinu og um leið var þeim sagt frá námi við skólann. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar landbúnaðarins, sagði þeim frá starfsemi RML og síðan fóru bændurnir í Landbúnaðarsafn Íslands. Þá var ferðinni heitið að Helgavatni, en Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk var leiðsögumaður hópsins. Mynd / Áskell Þórisson

17 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl PIPAR\TBWA SÍA Láttu Rekstrarland létta þér lífið Gæðavörur fyrir landbúnað Við bjóðum fjölbreytt úrval rekstrarvara fyrir landbúnað. EVANS vörulínan hentar einstaklega vel til sóttvarna og þrifa fyrir kúa-, svína- og alifuglabú. Vörurnar eru unnar eftir vottuðum aðferðum skamkvæmt ISO gæða- og umhverfisstöðlum. Hágæða vinnufatnaður og verkfæri, ásamt rafgeymum, smurolíum, hreinsiefnum og áhöldum. Allt þetta og miklu meira í Rekstrarlandi. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma eða hjá útibúum Olís um land allt. Rekstrarland leggur mikla áherslu á vistvænar og umhverfisvottaðar vörur. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Skeifunni Reykjavík Sími

18 18 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Sambýli trjáa, sveppa og lúpínu er leið til betri árangurs við landgræðslu: Getur bætt lifun og vöxt trjáplantna sprotafyrirtækið Grænn gróði er með starfsstöð sína í Belgsholti í Melasveit Í Belgsholti í Melasveit er sprotafyrirtækið Grænn gróði með starfsstöð sína. Starfið gengur út á að þróa einfalda tækni til að smita trjáplöntur með svepprótasveppum með það að markmiði að bæta lifun og vöxt þeirra. Sigurbjörn Einarsson jarðvegslíffræðingur byrjaði árið 1986 á að þróa aðferð sem miðaði að því að smita trjáplöntur með svepparótarsmit. Eftir margra ára hlé á því starfi tók hann upp þráðinn að nýju fyrir sex árum í samvinnu við þá Harald Magnússon bónda í Belgsholti og Jón Jóel Einarsson og stofnuðu þeir fyrirtæki um þetta verkefni. Fyrirtækið hefur verið að þróa tækjabúnað sem byggir á því að fjöldaframleiða hnausa sem í er plantað hefðbundnum bakkaplöntum og eru þær framræktaðar þeim í tvö ár. Í hnausana er blandað sveppasmiti sem sótt er í vaxinn skóg og mynda plönturnar sambýli við sveppina í hausunum á þeim tíma, segir Sigurbjörn. Kveikjan að þessari aðferð varð í einkaskógrækt minni á æskuslóðum í Dölunum. Ég hafið fengið styrk frá Rannsóknaráði árin 1986 til 1990 til að vinna að þróun hagnýtingar á svepprótarsveppum í skógarækt en verkefnið dagaði svo uppi vegna fjárskorts. Ég lauk verkefninu með því að búa til fræðslumyndband um efnið og er það nú aðgengilegt á YouTube undir heitinu Stefnumót í náttúrunni. Sveppir afar mikilvægir sambýlingar við tré Sveppir eru geysilega mikilvægir sambýlingar við tré og hjálpa plöntunni við upptöku á næringu og vatni, útskýrir Sigurbjörn. Fyrst Haraldur bóndi í Belgsholti og Jón Jóel Einarsson í uppeldisreit birkiplantna. um sinn bjó ég til hnausa með fremur frumstæðum hætti en svo datt ég niður á skilvirkari aðferð til að búa til hnausa til að rækta plönturnar í. Nú notum við gamlan fóðurblandara frá Haraldi bónda til að blanda saman lífríkri mold sem samanstendur meðal annars af sandi, hálmi og mold ásamt sveppasmitinu og því er pakkað inn í net. Við höfum verið að þreifa okkur áfram með að finna heppileg hlutföll af sandi, hálmi og mold. Nethnausum er raðað þétt saman í beð, plast lma er síðan breidd y r hnausana og síðan er eins árs bakkaplöntum stungið í gegnum plastið í þá miðja. Lúpínan heppileg hjálparplanta á afmörkuðu svæði Hnausunum er svo raðað saman í beð og plastfilma breidd yfir. Síðan er eins árs bakkaplöntum stungið í gegnum plastið í þá miðja og þetta er ræktað þannig í tvö ár. Í kjölfarið fæddist sú hugmynd að bæta lúpínunni við hnausinn og hugsa þá slíkar einingar til notkunar á slæmum svæðum eins og á melum og söndum. Það er mörgum mjög í nöp við lúpínuna, en ef það er hægt að nota hana í markvissum tilgangi á afmörkuðu svæði sem hjálparplöntu þá er sjálfsagt að gera það. Lúpínan tryggir að hnausinn fær góða rótarfestu á fyrsta vaxtarskeiði sem fyrirbyggir frostlyftingu. Hún framleiðir lífrænar leifar sem eykur Sigurbjörn með lífe da birkiplöntu í nethnaus eftir tvö ár í frameldisbeði. Eldisbeð fjölplöntuhnausa af birki, lúpínu og melgresi. Jón Jóel og Haraldur við gamla fóðurblandarann sem nú gegnir hlutverki jarðvegsblandara fyrir hnausaframleiðsluna. næringu og bætir vatnsbúskapinn umhverfis birkiplöntuna, framleiðir köfnunarefni og örvar svepprótarmyndun. Þá ver lúpínan birkiplöntuna gegn sandfoki. Þegar birkið vex mun lúpínan sjálfkrafa hörfa. Við höfum líka notað melgresi á móti lúpínunni. Að sögn Sigurbjörns hefur fyrirtækið selt dálítið af plöntum til sveitarfélaga og landgræðsluverkefna. Næstu skref hjá fyrirtækinu er að vélvæða fleiri skref í framleiðsluferlinu og þróa skilvirka tækni til að planta hnausunum út. Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti styrk til þessa verkefnis um það leyti sem efnahagshrunið dundi á landinu upp úr 2008, en sjóðurinn varð í kjölfarið fjárvana og því skilaði sér ekki allt það fjármagn sem búið var að úthluta til fyrirtækisins. Nú vonast aðstandendur Græns gróða til þess að sjóðurinn láti af hendi rakna það sem upp á vantar. Fyrirtækið hefur búið til heimasíðu ( þar sem frekari upplýsingar eru aðgengilegar um starfsemina. /smh

19 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl REYKJAVÍK Sími: /// AKUREYRI Sími: /// HAUGSUGUDÆLUR Eigum til afgreiðslu Jurop haugsugudælur Er haugsugudælan í lagi? Eigum til og getum útvegað varahluti í flestar gerðir haugsugudæla REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: Lambamjólkurduft Aðeins 9.900kr m.vsk 25kg poki Sendum um land allt -Selenbætt -Vítamínbætt -Einstaklega bragðgott -Drjúgt í notkun -Tilboð vegna stimpils Bændablaðið Næsta blað kemur út 8. maí Vélar á verði sem gleður - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki IÐNVÉLAR ehf. Smiðjuvegi Kópavogur Sími idnvelar@idnvelar.is idnvelar.is

20 20 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Jóhann Karl Sigurðsson hjá Hringrás reynir að virkja skólakrakka til meðvitundar um endurvinnslu úr sér genginna hluta: Þetta er allt hráefni en ekki rusl Þurfum að taka okkur verulega á í endurheimt og endurvinnslu á rafhlöðum til að ná 45% markinu árið 2016 Hringrás er öflugt fyrirtæki sem sér meðal annars um móttöku margvíslegra úrgangsefna svo sem dekkja, brotamálms og spilliefna til endurvinnslu eða förgunar. Byggir fyrirtækið á starfsfólki með áralanga reynslu og þekkingu á þessu sviði. Í júlí 2013 gerðu Hringrás hf. og Samskil ehf. samning um samstarf við Gámaþjónustuna hf. og dótturfélög um gagnkvæm viðskipti. Í þessum samningi felst að Hringrás kaupir brota- og góðmálma sem Gámaþjónustan og dótturfyrirtæki safna um allt land og raftæki sem sömu aðilar safna á landsvísu. Þá nær samningurinn til söfnun brotamálma, raftækja. Á móti mun Gámaþjónustan taka á móti og kaupa endurvinnsluefni eins og timbur, plast og fleira af Hringrás. Yfir þrjár milljónir rafhlaða falla til árlega Bændablaðið heimsótti fyrirtækið í síðustu viku til að forvitnast um hvað yrði um hin margvíslegu efni sem m.a. ekki er talið æskilegt að urða vegna mengunarhættu fyrir jarðveg og vatn. Meira en 3 milljónir rafhlaða eru taldar falla til á Íslandi á ári hverju. Í þeim er m.a. að finna sink, blý, nikkel, kadmíum, liþíum, kvikasilfur og brúnkol. Mörg þessara efna geta verið mjög skaðleg fyrir heilsu manna og dýra ef þau eru urðuð með öðru sorpi. Því er mikilvægt að flokka þær frá öðru sorpi og skila þeim til móttökustöðva. Rafhlöðurnar sem berast til Hringrásar eru fluttar út í verksmiðjur í Belgíu og Þýskalandi. Þar eru þær bræddar niður í stórum brennsluofnum, þar sem efnum er bætt út í, í flóknum efnaferlum. Þannig eru efnin í rafhlöðunum skilin í sundur og safnað hverju fyrir sig svo hægt sé að endurvinna þau. Jóhann Karl Sigurðsson, rekstrarstjóri spilliefna- og raftækjadeildar, segir að fyrirtækið hafi starfað í brotamálum síðan 1950 og hafi lítið starfað í öðrum þáttum fyrr en á seinni árum. Með samningnum við Gámaþjónustuna sjái þeir um aukaefnin, en málmarnir komi til Hringrásar þó að félagið sé einnig í móttöku spilliefna. Þá erum við í móttöku hjólbarða og búum til úr þeim hráefni sem við seljum erlendis. Við tætum þá niður og hreinsum vírinn úr og seljum hráefnið síðan til frekar vinnslu erlendis. Þar er efnið m.a. notað í gervigrasvelli, reiðhallir, í framleiðslu á gúmmímottum og öðru líkt og gert er á Akureyri. Í þessu höfum við verið í á annan áratug til viðbótar við málmvinnsluna. Þá erum við búin að vera í spillefnamóttöku í ein níu ár og fórum út í það að kröfu okkar viðskiptavina um víðtækari þjónustu. Þurfum að taka okkur verulega á í endurvinnslu á rafhlöðum Jóhann segir að nokkuð vel gangi að ná inn ónýtum rafgeymum en treglega gangi að fá rafhlöðunum skilað inn. Árlega séu flutt inn rúmlega 200 tonn af rafhlöðum. Við erum ekki að fá nema um 25% af því sem fellur til á hverju ári af rafhlöðum. Um 75% lendir því miður á röngum stað eins og á ruslahaugum. Þarna vantar talsvert upp á að almenningur sé vakandi fyrir því að safna þessu og koma til skila. Eins fyrirtæki þar sem stór hluti af rafhlöðunum fellur til. Markmiðin hjá Evrópusambandinu, sem við verðum að uppfylla í EES-samningnum, voru að ná inn 25% árið 2012 og við rétt náðum því. Síðan eigum við að vera komnir í 45% árið 2016, 65% árið Árlega eru utt inn rúmlega 200 tonn af rafhlöðum. Við erum ekki að fá nema um 2 af því sem fellur til á hverju ári af rafhlöðum. Um 7 lenda því miður á röngum stað eins og á ruslahaugum, segir Jóhann Karl Sigurðsson. Mynd / Áskell Þórisson 2020 og 85% árið Við þurfum því að fara að bæta okkur verulega. Jóhann segir að nánast allar rafhlöður sem fari frá Hringrás, eða um rúm 98%, fari beint í endurvinnslu erlendis. Tæplega 2% af rafhlöðunum er ekki hægt að endurvinna og eru því sendar í brennslu. Allt er þetta hráefni sem verðmæt er að fá inn. Reyna að fá skólakrakka til umhverfisvænnar hugsunar Jóhann segist leggja áherslu á að reyna að ala ungviði landsins upp með því hugarfari að skila rafhlöðum á endurvinnslustaði. Í því augnamiði hafi verið útbúin myndskeið með fræðsluefni fyrir grunnskólanemendur. Þá hafi hann farið sjálfur um landið og sé búin að heimsækja alla grunnskóla landsins nema um tíu skóla á norðausturhorninu og á suðurhluta Vestfjarða. Þægileg umhverfisverkefni fyrir krakka Við völdum rafhlöðurnar úr þar sem auðvelt væri að skapa verkefni fyrir krakka í umhverfismálum og auðvelt hjá þeim að koma með rafhlöðurnar í skólana. Við höfum samið um móttöku við nánast alla skólum landsins. Margir skólar gera þetta mjög vel en aðrir eru tregari til. Þetta er þekkt erlendis og krakkar í Bretlandi koma t.d. með rafhlöðurnar í skólann. Myndskeiðið sem við gerðum fyrst var um rafhlöður, söfnun á þeim og flokkun. Við byggjum það að hluta til á breskri mynd um sama efni. -Hvað með sparperur og aðrar nýjar perutegundir sem tekið hafa við af gömlu glóperunum. Innihalda þær ekki hættuleg efni? Þær innihalda kvikasilfur og þeim þarf að skila til eyðingar. Það á líka við um fluorsent perurnar sem algengar eru í skólum og fyrirtækjum. Við hreinsum kvikasilfrið úr perunum og það er síðan sent erlendis í brennslu. Kvikasilfrið úr þessum perum er ekki endurunnið, heldur fargað þar sem enn hefur ekki skapast farvegur til að endurvinna það. Aftur á móti er kvikasilfur úr rafhlöðunum endurnýtt sem og fljótandi kvikasilfur sem fellur til úr hitamælum, rannsóknartækjum og öðru. Góð reynsla af starfsemi Úrvinnslusjóðs Jóhann segir að skilin á perunum hafi verið að aukast og fljótlega verði enn frekari breytingar á því skilakerfi

21 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl sem tók til starfa 2009 með breyttum lögum um raftæki frá 1. janúar það ár. Þá var innflytjendum gert skylt að stofna skilakerfi. Í framhaldinu voru stofnuð tvö slík kerfi 2009, en með breyttum lögum sem nú liggja fyrir Alþingi stendur til að Úrvinnslusjóður yfirtaki skilakerfin. Markmið með lögunum um raftæki sem sett voru að frumkvæði Evrópusambandsins og tóku gildi á Íslandi 1. janúar 2009, var að stuðla að nýtingu hráefnanna til endurvinnslu. Og koma í veg fyrir að notuð tæki væru send til þróunarlandanna þar sem þau hafi skapað umhverfisvandamál. Sameining skilakerfa undir einn hatt Ég tel þetta mjög til bóta þó ég sé sjálfur framkvæmdastjóri fyrir öðru skilakerfinu sem heitir Samskil. Ég hef reyndar frá upphafi verið þeirrar skoðunar að þetta ætti heima inni í Úrvinnslusjóði. Ég tel það miður að nú sé í sambandi við nýja úrgangsfrumvarpið verið að ræða um að gera sérstakt skilakerfi fyrir rafhlöður og rafgeyma. Að mínu mati á það að vera hjá Úrvinnslusjóði sem hefur reynst ákaflega vel. Þar er sérstakur sjóður fyrir hvert efni sem lögum samkvæmt verður að standa undir förgun eða endurvinnslu þeirra. Þá fjármuni má ekki nota í neitt annað. Þannig mega peningar sem innheimtir eru af sölu rafgeyma ekki notast í endurvinnslu hjólbarða eða olíumálningar svo eitthvað sé nefnt. Óþarfi að flækja málin að kröfu ESB Að mínu mati hefur starfsfólk Úrvinnslusjóðs staðið sig frábærlega. Það á að nýta þá þekkingu til að gera enn betur. Stundum verðum við nefnilega að spyrna við fótum gagnvart Evrópusambandinu sem krefst þess að sett séu upp sérstök skilakerfi fyrir einstök efni og að framleiðendur og innflytjendur verði gerðir ábyrgir. Það er í sjálfu sér gott, en við erum bara með enn betra og fullkomnara kerfi hér á landi sem er Úrvinnslusjóður. Hann eigum við að nýta betur og kynna á erlendum vettvangi. Hann getur alveg nýst í öllum tilfellum og líka svarað fyrir innflytjenda- og framleiðendaábyrgð, því að í stjórn hans sitja fulltrúar frá atvinnulífinu. Það er óþarfi að fara að flækja kerfið þó Evrópusambandið krefjist þess. Skilagjaldi á raftækjum haldið í lágmarki Varðandi skil á þvottavélum og öðrum raftækjum, þá er skilagjald sem á þau eru lögð eingöngu hugsuð til að standa undir kostnað við móttöku en ekki til endurgreiðslu líkt og gerist með skil á ónýtum bílum. Reynt er að hafa gjaldið í algjöru lágmarki. Vegna skilagjalda á raftækjum losnar fólk síðan við að greiða fyrir förgun. Móttaka á rafgeymum eru einu tilvikin sem við greiðum fyrir skil á hlutum sem innihalda spilliefni. Þó erum við ekki að borga fyrir einn og einn geymi, heldur ef fyrirtæki koma með marga geyma í einu sem þau hafa safnað saman. Síðan borgum við auðvitað fyrir verðmæta málma sem menn skila hingað til endurvinnslu, segir Jóhann. Þetta er allt hráefni en ekki rusl Hann segir að mikil breyting hafi orðið til batnaðar varðandi skil á brotajárni og örðum málum sem áður var gjarnan urðað víða um land. Ég held að slíkt sé nánast horfið en hins vegar var mikið um slíkt hér áður fyrr. Manni skilst að víða séu heilu námurnar af brotajárni sem búið er að urða þar sem liggja jafnvel þúsundir tonna. Sem betur fer hefur þarna orðið mikil framþróun og við erum farin að standa okkur mikið betur hér á Íslandi. Þá er fólk almennt farið að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að endurvinna efni og spara þar með um leið námavinnslu og ágang á auðlindir jarðar. Enda Hér eru Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísa rði, Jóhann Karl Sigurðsson og Ralf Trylla, umhver sfulltrúi hjá Ísafjarðarbæ. Myndin var tekin þegar skólinn fékk afhent myndskeiðið sem kennslugagn, stand undir rafhlöður og rafhlöðukassa til að gefa nemendum. Mynd / Kubbur Jóhann Karl ásamt starfsmönnum Hringrásar á athafnasvæði fyrirtækisisins í Klettagörðum. Endurvinnsluiðnaðurinn er orðinn umsvifamikil atvinnugrein á Íslandi. Mynd / ÁÞ er endurvinnsla alltaf að verða hagkvæmari og umhverfislega réttari hugsun. Þetta er allt hráefni en ekki rusl. Málmarnir eru bræddir upp aftur og mótaðir í nýja hluti. Sama er verið að gera með plastið. Verðið plasti til endurvinnslu er að vísu full lágt, en eitthvað er verið að vinna slíkt hér á landi líka, eins og vegstikur og staura. Mikill fjöldi starfa hefur skapast í endurvinnslu Störf í endurvinnslu eru orðin gríðarlega mörg á Íslandi og fjölmörg fyrirtæki starfa við slíkt. Það er verið að vinna úr gúmmíi, málmum og verið að vinna lífdísil og margvíslegt annað. Bara hér hjá Hringrás starfa um 40 manns og við erum með starfsmenn á þrem stöðum á landinu fyrir utan Reykjavík. Hringrás er með starfsstöðvar á Reyðarfirði og á Akureyri. Einnig erum við með athafnasvæði á Skagaströnd, Ísafirði og í Helguvík. Þá sendum við mikið Það þarf að skoða vel hvort hættuleg efni leynist í heimilstækjunum sem send eru til endurvinnslu erlendis. Mynd / Áskell Þórisson girðingar og ýmislegt annað. Þá má geta þess að Hringrás á einnig fyrirtækið Vöku sem sér um að safna saman ónýtum bílum til endurvinnslu. r sér gengnir utningsgámar eru líka verðmæti. Mynd / ÁÞ menn frá Reykjavík til að vinna úti á landi við niðurrif á olíutönkum skipum, byggingum og ýmsum öðrum mannvirkjum. Jafnvel erum við að hreinsa upp gamlar lagnir, Mynd / Áskell Þórisson Kröfur um hátt endurvinnsluhlutfall Jóhann segir að í gegnum fyrirtækið fari þúsundir tonna á hverju ári af málmum, dekkjum og öðru efni til endurvinnslu. Kröfur um endurvinnsluhlutfall notaðar hluta eru stöðugt að aukast. Þannig er krafa um að endurvinna verði 65% af gömlu túbusjónvarpstækjunum. Myndlampinn er tekin úr þeim og myndbyssan tekin frá, þar sem í þeim er blý. Glerið úr myndlampanum er sent utan, þar sem blýið er hreinsað úr og glerið síðan endurunnið. Skjáglerið er hreint og gæti nýst til vegagerðar, í hafnarframkvæmdir eða sem efni í skrautpússningu utan á steinhús. Jóhann segir að þar sem gler er bara bræddur kvartssandur sem er ódýrt hráefni borgi sig vart að flytja það utan með skipum til endurbræðslu. Því þurfi að finna farveg til að endurnýta það með einhverjum hætti hér heima. Það á m.a. við um gler undan drykkjarvörum. Krafa um endurvinnslu á ljósaperum er um 50% nýtingu. Glerið úr þeim fer til endurvinnslu erlendis sem og raftæki, bílar og annað sem þar er tætt í sundur í verksmiðju og flokkað í sundur með seglum og öðrum búnaði. Þar sem glerið er eðlisþyngst fellur það á botninn af færibandi endurvinnslustöðvanna. Plast flokkast líka úr og fer í endurvinnslu en aukaefni eins og tau úr sætum og annað fer í brennslu í orkuverum. Varðandi tölvur segir Jóhann að þær séu skrúfaðar í sundur þar sem í prentplötunum séu góðmálmar sem endurunnir eru með sérstöku aðferðum. Endurvinnsla á gömlum ísskápum sem enn innihalda hættulegt freon er komið til Efnamóttökunnar sem sér um að tappa af þeim. Þess má geta að einangrunin í mörgum af gömlu ísskápunum inniheldur líka freon. Skáparnir eru síðan pressaðir og sendir í brennslu. Jóhann segir að freon sé nú bannað en þess í stað er nota porpangas sem kælimiðill. Þá inniheldur einangrunin ekki lengur hættuleg efni. Nýr ísskápur í dag er því mjög umhverfisvænn og auðvelt að nýta í endurvinnslu. Nýta skip sem hingað koma fyrir álverin Til að ná sem hagstæðustum flutningsgjöldum vegna flutnings á brotamálmi úr landi eru leigð skip sem flytja hráefni til Íslands fyrir álverin og myndu annars fara tóm út aftur. Þannig er okkur að takast að láta þessa endurvinnslu standa undir sér og skila þeirri framlegð sem nauðsynleg er. Varðandi plastið þá tekur Gámaþjónustan það hjá okkur og sér um að flytja það úr landi. Bændur taki sig á Jóhanna segir að þó mikið hafa áunnist í að breyta hugarfari almennings og stjórnenda í atvinnulífinu varðandi endurnýtingu á margvíslegum hlutum, þá þurfi bændur landsins að taka sig verulega á. Víða um sveitir liggi vélar, tæki og mannvirki sem hætt er að nota og valdi verulegri sjónmengun fyrir vaxandi straum ferðamanna. Íslendingar megi ekki láta það spyrjast um sig, og allar síst bændur sem eru í hágæða matvælaframleiðslu, að þeir séu einhverjir umhverfissóðar. Örlítið breyttur hugsunarháttur samfara svolítilli framtakssemi geti gjörbreytt ásýnd sveitanna á skömmum tíma, öllum til góðs. /HKr.

22 22 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Magnús við skrifborðið sitt í Bændahöllinni. Mynd / HKr. Magnús Sigsteinsson lætur af störfum eftir 46 ára starf hjá Bændasamtökunum: Mér leiddust heldur fjósverkin Varð fyrsti landsráðunautur í byggingum og bútækni árið 1968 Það er ekki sjálfgefið að fólk vinni allan sinn starfsferil hjá einum og sama vinnuveitandanum. Magnús Sigsteinsson, forstöðumaður Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands, lætur senn af störfum, en hann hefur síðustu 46 ár unnið hjá Bændasamtökunum og þar áður forvera þeirra, Búnaðarfélagi Íslands. Magnús var ráðinn landsráðunautur í byggingum og bútækni hjá Búnaðarfélaginu árið 1968, strax að loknu háskólanámi sínu og hefur leiðbeint bændum varðandi hönnun landbúnaðarbygginga af ýmsu tagi allar götur síðan. Þá hefur hann um árabil verið skrifstofustjóri Búnaðarþings auk þess að sinna ýmsum verkefnum fyrir Bændasamtökin. Alla tíð búið á Blikastöðum Magnús, sem lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir, er fæddur í Reykjavík árið 1944, sonur hjónanna Helgu Magnúsdóttur og Sigsteins Pálssonar. Þau Helga og Sigsteinn bjuggu á Blikastöðum í Mosfellssveit en jörðina hafði móðurafi Magnúsar, Þ. Magnús Þorláksson keypt árið 1908 og ásamt konu sinni, Kristínu Jósafatsdóttur breytt kotinu sem þá var í stórbýli með miklum dugnaði. Þau Helga og Sigsteinn byggðu jörðina áfram upp og var þar rekið eitt stærsta kúabú landsins, með á milli 50 og 60 mjólkandi kúm þar til árið Magnús er kvæntur Mörtu G. Sigurðardóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. Þau hjón byggðu sér hús í Blikastaðalandi og fluttu í það árið 1972 og hafa búið þar allar götur síðan. beitt fyrir. Ég náði því hins vegar ekki að slá tún með hestasláttuvél því þegar ég var 7 ára gamall var hætt að slá með hestasláttuvélinni og keyptur traktor, Massey Harris Pony með sláttuvél. Brátt fjölgaði traktorum og vinnutækjum við þá á búinu og leystu dráttarhestana og hestaverkfærin af hólmi. Á mínum uppvaxtarárum var því mitt aðalstarf á sumrin að vinna hin ýmsu bústörf með traktor og heyvinnuvélum. Í þá daga voru duglegir krakkar oft látin vinna á vélum strax og þeir náðu niður á kúplinguna og bremsuna úr ekilssætinu. Mér þótti þessi vélavinna skemmtileg, var með traktoradellu og síðan bíladellu, því á Blikastöðum var bæði til jeppi og vörubíll sem ég var oft látinn keyra sem unglingur, að sjálfsögðu sjaldan út á Vesturlandsveginn próflaus heldur aðeins innan bújarðarinnar. Ekki stóð til að verða bóndi Magnús segir að þó hann hafi tekið virkan þátt í búskapnum hafi aldrei staðið til að hann yrði bóndi og tæki við búskap á Blikastöðum. Við vorum sammála um það við pabbi að það væri ekki framtíð í því að halda áfram að reka kúabú á Blikastöðum, svona nálægt Reykjavík. Svo var nú kannski það að mér leiddust heldur fjósaverkin, ég hafði miklu meira gaman að útivinnu, tækjavinnunni. Fékk meðmæli frá búnaðarmálastjóra til náms Magnús gekk í barna- og unglingaskóla á Brúarlandi í Mosfellssveit. Hann tók landspróf í gagnfræðaskólanum í Vonarstræti í Reykjavík og innritaðist síðan í Menntaskólinn í Reykjavík þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið Magnús hélt síðan til náms í Noregi þar sem hann nam einn vetur í Bændaskólanum á Öxnavaði á Jaðri, skammt frá Stafangri. Þaðan útskrifaðist hann sem búfræðingur árið 1965 og haustið eftir hóf hann nám í landbúnaðartæknifræði við Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi. Þaðan útskrifast Magnús með cand agric gráðu af tæknilínu í ágúst Ég vissi ekki nákvæmlega hver framtíðin yrði hjá mér. Þegar ég sótti um inngöngu í Landbúnaðarháskólann á Ási þurfti meðmæli frá Búnaðarfélagi Íslands en þar á milli var samningur um að einn Íslendingur gæti haldið þangað til náms hvert ár. Þegar ég var á síðasta ári í menntaskóla var ég orðinn ákveðinn í að mig langaði að læra landbúnaðarnám, með áherslu á tæknigreinarnar, bæði vélar og byggingar. Ég fór því og talaði við Halldór Pálsson, sem þá var búnaðarmálastjóri, og honum leist vel á mínar hugmyndir. Ég fékk því meðmæli frá Búnaðarfélaginu og í framhaldi af því var ákveðið að ég héldi til náms í bændaskóla. Að bændaskólinn á Öxnavaði skyldi verða fyrir valinu var ekki síst fyrir áhrif Árna G. Eylands sem taldi að það yrði gott fyrir mig að fara þangað, ekki síst til að ná góðum tökum á norskunni áður en ég byrjaði í háskólanáminu. Þetta gekk eftir, ég tók búfræðinginn á einum vetri en venjulega var námið tveir vetur. Það var vissulega strembið en gekk allt. Ég fékk svo inngöngu í skólann á Ási og var þar í þrjú afar ánægjuleg ár. Gaman að hanna stórbyggingar Þegar ég útskrifaðist frá Ási þá sagði Halldór Pálsson að það vantaði mann til að ráðleggja um byggingar og bútækni. Ég var því ráðinn sem landsráðunautur í byggingum og bútækni hjá Búnaðarfélaginu en sú staða hafði ekki verið til áður. Þetta starf var nú eiginlega það besta sem ég gat hugsað mér út frá minni menntun og áhuga. Þetta var mikil upphefð. Megináhersla var lögð á leiðbeiningar um byggingar, vinnuhagræðingu og aðbúnað. Árið 1990 setti Búnaðarfélagið á fót teiknistofu fyrir bændur en það ár var Byggingarstofnun landbúnaðarins, sem rekin var af Stofnlánadeildinni, lögð niður. Ég var frá upphafi ráðinn forstöðumaður þessarar teiknistofu og hef starfað síðan við ráðgjöf, hönnun og teikningu landbúnaðarbygginga af ýmsu tagi. Það hefur verið gríðarlega gaman að takast á við hönnun á ýmsum stærri verkefnum. Það fyrsta sem ég hannaði af slíkum stærri byggingum er líklega tilraunafjósið á Möðruvöllum, síðan tilraunafjósið á Stóra-Ármóti, fjósið á Hvanneyri og síðan Nautastöðin á Hesti. Allt voru þetta stórbyggingar sem var gaman að hanna og teikna. Var með traktoradellu Um verk á 24 árum Magnús tók þátt í hefðbundnum sveitastörfum á Blikastöðum og vann við búskapinn á sumrin eftir að hann hóf skólagöngu. Sem smápatti var ég látinn stjórna rakstrarvél sem hesti var Magnús og Marta í skíðaferð árið 2011 í ítalska þorpinu Madonna di Campiglio. Magnús segir að hann viti ekki hversu mörg gripahús hann hefur hannað og teiknað í gegnum tíðina. Þau eru rosalega mörg, bæði fjós, fjárhús, svínahús og hesthús. Verknúmerin alls hjá teiknistofu

23 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Byggingarstofnunarinnar, frá því að hún var stofnsett árið 1990, eru rúmlega ellefuhundruð. Það eru allt frá einföldum vélageymslum og upp í hátæknifjós, bæði viðbyggingar og nýbyggingar. Ég hef verið svo heppinn að hafa með mér góða samstarfsfélaga þessi ár. Sigurður Sigvaldason verkfræðingur starfaði með mér fyrstu árin sem burðarvirkishönnuður, síðan Davíð Arnljótsson, Sigurður Björnsson og nú síðast Sæmundur Óskarsson. Mikilvæg þjónusta fyrir bændur Sú þjónusta sem Byggingaþjónustan hefur boðið bændum upp á hefur skipt miklu máli í íslenskum landbúnaði að mati Magnúsar. Ég tel að þetta hafi verið gríðarlega mikilvæg þjónusta fyrir íslenska bændur. Það er nú einu sinni þannig að þegar menn ákveða að byggja upp fyrir framtíðar búrekstur eru þeir að leggja í gríðarlega mikla fjárfestingu og því afar mikilvægt að vel takist til. Við höfum alla tíð haft yfir að ráða mikilli þekkingu og miklum upplýsingum um landbúnaðarbyggingar, tækni í húsum og samspil þar á milli auk vinnuhagræðingar og aðbúnað gripa. Það hefur að mínu mati verið mjög mikilvægt fyrir bændur að geta sótt þessa þekkingu til okkar og fengið hér allar teikningar á einum stað. Framkvæmdir sem skiluðu bullandi mínus All nokkuð dró úr eftirspurn eftir þjónustu byggingaþjónustunnar eftir efnahagshrunið. Árin þar á undan hafi hins vegar verið gífurlega mikið að gera. Eftirspurnin minnkaði töluvert eftir bankahrunið en á árunum 2002 og fram til ársins 2007 var gríðarleg eftirspurn eftir okkar þjónustu. Á þeim tíma var ekkert vandamál fyrir bændur að fá lán til framkvæmda, þeir voru nánast eltir uppi og spurðir hversu mikið þeir vildu fá. Síðan tóku bankastofnanir bara veð í jörðunum. Framkvæmdir voru því kannski sumar hverjar ekki byggðar á nægilega öruggum rekstraráætlunum. Það er hins vegar afar mikilvægt þegar menn ætla að fjárfesta í búskap að menn greini reksturinn til framtíðar rækilega. Hvernig á að standa undir fjárfestingunni, skilar hún arði eða mun dæmið bara koma út í bullandi mínus? Sums staðar var það því miður þannig. Magnús er mikill hestamaður og hefur síðastliðin 17 ár farið í árvissa vikulanga hestaferð með Ferðafélaginu Feita Jarpi. Bætiefni efla bústofn Fjölbreytt vöruúrval fyrir allan búfénað hestaferðir og skíðamennsku en þau hjón eru skíðafólk gott og hafa gjarnan farið í skíðaferðir í Alpana að vetrum. Það má svo vel vera að ég reyni að fara að sveifla golfkylfu. Ég hef aðeins gert það og hef gaman að og sérstaklega hefur konan gaman að því. Það kemur því sterklega til greina að ég reyni að mennta mig meira í því svo ég fari að geta eitthvað enda er aðstaða til golfiðkunar í Mosfellsbæ geysilega góð með tvo golfvelli við bæjardyrnar. Þó Magnús hætti nú störfum segir hann vel koma til greina að taka að sér teikniverkefni fyrir bændur ef eftirspurn væri eftir því, þá gjarnan í samstarfi við Byggingaþjónustuna. Ég gæti vel hugsað mér það. Þessi tími sem ég hef starfað við þetta er búinn að vera afskaplega góður og skemmtilegur. /fr Ráðgjöf reyndist heilladrjúg Þegar Magnús fór í heimsóknir til bænda sem voru að hugsa um framkvæmdir á þessum tíma fékk hann iðulega héraðsráðunauta til að koma með sér í slíkar heimsóknir. Þeir þekktu betur aðstæður bændanna og komu inn í málið á forstiginu og við gátum leiðbeint mönnum. Ég er tvímælalaust þeirrar skoðunar að það hafi í einhverjum tilfellum komið í veg fyrir að bændur reistu sér hurðarás um öxl í framkvæmdum. Þessir ráðunautar höfðu flestir starfað um árabil á svæðinu, þekktu bændur, þeirra búskap og getu þeirra til að standa undir fjárfestingum. Það var hlustað á okkur þegar við komum í þessar ferðir og ég tel að í mörgum tilfellum hafi okkar ráðgjöf reynst bændum heilladrjúg að þessu leyti. Söluráðgjafar Líflands ráða þér heilt við val á bætiefnum. Vöruflóra Líflands inniheldur m.a. júgurbólguforvörn, skitumeðal, orkudrykk, bætiefnafötur, fljótandi selen og vítamín. Verður ekki verklaus Þrátt fyrir að Magnús hætti nú störfum hjá Bændasamtökunum segir hann það fjarri lagi að hann verði verklaus. Hann og Marta keyptu árið 2001 jörðina Neistastaði í Flóahreppi og hafa þau stundað skógrækt þar af miklum móð í samstarfi við Suðurlandsskóga auk þess að vera með góða aðstöðu fyrir hross en Magnús er hestamaður mikill. Þau hjón byggðu sér þar fallegt bjálkahús og segist Magnús eiga von á því að dvelja enn meira á Neistastöðum nú eftir að hann lætur af starfi. Þá gefist meiri tími fyrir Alhliðasteinn Sími Rediar Rautt anol Allium hvítlauksolía Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Sími Sími Sími Hestafata með hvítlauk H fata

24 24 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Hraundís Guðmundsdóttir er heldur betur vígaleg þar sem hún mundar keðjusögina á keðjusagarnámskeiði hjá LbhÍ þar sem unnið var við að grisja í skóginum í Hveragerði. Vaxandi áhugi fyrir ræktun ávaxtatrjáa hér á land: Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Vaxandi áhugi er hér á landi fyrir ræktun ávaxtatrjáa; garðyrkjustöðvar selja slík tré og freista margir þess að rækta þau í görðum sínum með misjöfnum árangri. Lokaritgerð Hraundísar Guðmundsdóttur skógfræðings á Rauðsgili í Borgarfirði við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallaði um ræktun ávaxtatrjáa á Íslandi, en hún segir að aðalmarkmið hennar hafi verið að draga saman á einn stað allt það sem vitað er um ræktun ávaxtatrjáa hér á landi um tíðina. Í ritgerðinni skoðaði Hraundís lifun og þrif plantnanna eftir tegundum og landshlutum en að auki fór hún í gegnum allt það sem ritað hafði verið um ræktun ávaxtatrjáa um tíðina og nýtti sér í þá vinnu heimildir sem aðgengilegar eru inn á vefnum tímarit.is sem og greinasafn Landbúnaðarháskólans. 160 manns tóku þátt í tilraunaverkefni Garðyrkjufélag Íslands og Landbúnaðarháskólinn hófu vorið 2011 tilraun með ræktun nokkurra ávaxtatrjáa, þ.e. epla-, peru,-plómu,- og kirsuberjatrjáa og fór hún fram víða um land. Alls tóku um 160 manns þátt í tilrauninni og dreifðust þeir um landið. Upplýsingar voru að sögn Hraundísar skráðar í gagnagrunn. Ég var ein af þátttakendum í verkefninu og er með 12 ávaxtatré í garðinum hjá mér, segir hún. Eplatréð við Höpfnerhúsið á Akureyri tekin Eigandi myndarinnar er Nanna Túliníus. Hraundís segir að ná megi viðunandi árangri í ávaxtarækt á skjólgóðum og sólríkum stöðum hér á landi með ýmis yrki miðað við núverandi veðurfar. Frumniðurstöður úr ávaxtatilrauninni frá árinu 2011 voru þær að góð lifun var á flestum yrkjum en tíðni kals hafi reyndar verið nokkuð mikil. Eplatré voru lægri eftir því sem vestar og norðar dró á landinu og því hærra yfir sjó sem þau voru. Lifun var betri á Suðurog Norðurlandi en á Vesturlandi. Það er enn of snemmt að kveða upp úr um hvaða yrki ávaxtatrjáa henta best hér á landi og í mismunandi landshlutum. Gögn og reynsla eru enn of takmörkuð og of skammur tími liðinn frá upphafi skipulegra tilrauna, en það er nauðsynlegt að halda vel utan um allar skráningar um ræktun ávaxtatrjáa hér á landi næstu árin til að niðurstöður fáist, segir Hraundís. Elstu heimildir frá árinu 1777 Elstu heimildir sem ég fann um ræktun ávaxtatrjáa voru frá árinu 1777, þar sem talað var um eplatré sem gróðursett voru í Viðey tveimur árum fyrr og var frá því greint að trén döfnuðu vel, segir Hraundís. Þá nefnir hún að Levetzau Kammerjunkur sem hafi verið á ferð um Akureyri hafi lýst því árið 1779 að hann hafi séð tvö perutré í garði þar í bæ og hafi annað þeirra verið með fullþroska peru á. Heimildir eru til um að fröken Jónína Möller, dóttir Edvals verslunarstjóra á Akureyri hafi sáð eplakjarna og náði hann að spíra. Eplatréð stóð inni í stofu í fyrstu en var svo fært út í garð við Höepfnersverslun þegar það varð of stórt fyrir stofuna. Þegar eplatréð var orðið 30 ára gamalt, árið 1910 blómstraði það og flykktust bæjarbúar og gestir að til að líta það undur augum að sjá eplatré í fullum blóma. Hraundís nefnir að Jóhann Rögnvaldsson garðyrkjumaður hafi í grein sem hann skrifaði árið 1969 greint frá því að hann myndi eftir trénu þar sem það hefði staðið við Höepfner þakið eplum, þá ungur drengur. Áskell Löve skrifaði hins vegar grein í Náttúrufræðinginn árið 1939 þar sem fram kemur að einungis hafi verið fimm epli á trénu og þau öll óæt. Höepfnershúsið brann árið 1912 og eplatréð góða þar með. Ég fann margar greinar um ræktun ávaxtatrjáa og uppskeru aldina á liðinni öld, en flestar voru frá árunum 1920 til Mér sýnist að árið 1946 hafi verið einstaklega gott veður á landinum og fengu margir ávexti úr görðum sínum það sumar, bæði Akureyringar og Reykvíkingar. Sama ár eru áhugamenn um skógrækt á ferðinni í Múlakoti í Fljótshlíð og sáu þeir nokkur eplatré þar, greinar trjánna svignuðu undan ávöxtunum að sögn, segir Hraundís. 67 ára gömul eplatré Hún segir að elstu eplatrén hér á landi séu að líkindum í Furulundi í Reykjavík. Þá hafi Jón Dungal og Elísabet kona hans gróðursett eplatré í gróðurhúsi sínu við Hvamm þar sem þau bjuggu í kringum árið Reykjavíkurborg eignaðist það land síðar og seldi það til fyrirtækisins BM Vallár árið 1985 með því skilyrði að garður hjónanna fengi að standa áfram. Gróðurhúsið þar sem eplatrén voru gróðursett í fyrstu eru löngu horfin, en 67 árum síðar standa eplatrén enn. Hraundís segir að hún hafi raða fjölda frétta af ávaxtatrjám í tímaröð og til samanburðar tók hún veðurfar á Stykkishólmi á tímabilinu 1830 til ársins Veðurfar hefur greinilega áhrif Það er greinilegt að hitafar hefur mikil áhrif á ræktun ávaxtatrjáa, það kemur berlega í ljós þegar skoðaðar eru fréttir af ávaxtatrjám og veðurfari á síðustu öld, segir Hraundís. Fréttir af ávaxtatrjám hafi verið mjög fáar á 19. öld og á framanverðri 20. öld en í kjölfar hlýindaskeiðs sem hófst um 1920 hafi fréttum fjölgað til muna. Á fjórða, fimmta og sjötta áratug liðinnar aldar var meðalhiti að jafnaði yfir 4 en þegar kemur fram yfir árið 1960 fór að kólna verulega. Fréttir af ræktun ávaxtatrjáa eru flestar á fimmta áratug síðustu aldar þegar ársmeðalhiti er hár, en svo fer þeim hratt fækkandi þegar á fór að kólna í veðri, segir Hraundís. /MÞÞ

25 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Bændablaðið Smáauglýsingar REYKJAVÍK Sími: /// AKUREYRI Sími: /// DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ GOTT ÚRVAL Í BOÐI ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI? ÖRYGGISHLÍFAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: DUSS Brot- og borvélar Kjarnaborvélar DIA 303 W DIA 50 W PX 48 A bor- og brotvél Bændablaðið Smáauglýsingar Dreift í 31 þúsund eintökum á 387 dreifingarstaði PKX 4 A brotvélar DIA 400 W / BS 400 FAGMENNSKA ALLA LEIÐ Skeifan 3E-F Sími Fax

26 26 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Áskoti í Ásahreppi: Þrjú hundruð hestar synda í einu hestasundlaug landsins Það er vitlaust að gera, ekki síst núna fyrir landsmót hestamanna á Hellu í sumar, og það hefur verið meira en nóg að gera frá því að við opnuðum hestasundlaugina hér í Áskoti 2006, segir Jakob Þórarinsson, en hann og eiginkona hans, Arnheiður Guðbergsdóttir, eiga fyrirtækið Sundhestar ehf. Sundlaugin í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er 40 metra löng, auk hringlaugar en hitastigið á vatninu er 14 gráður. Hestar eru að synda allt upp í 600 metra á dag. Við erum að taka á móti 250 til 300 hrossum hér á ári, mikið af stóðhestum og keppnishrossum. Stór þáttur hefur alltaf verið sjúkraþjálfun og endurhæfing hrossa sem hafa slasast eða meiðst og reynslan sýnt að sund kemur þar vel að gagni enda fara allir okkar viðskiptavinir hæstánægðir með þjónustuna og batann sem hestarnir fá. Í stuttu máli þá er sundþjálfun er leið til þess að byggja upp þrek og þol, auka vöðvamassa sem styrkir bak og lend. Eflir jafnvægi og eykur gleði og jákvæðni, bætti Jakob við. /MHH Félagarnir Jakob og Hörður vinna mikið saman í hestasundlauginni. Þeir eru báðir fyrrverandi lögreglumenn og forfallaðir hestamenn í dag. Hryssan Stjarna frá Kríumýri í Flóa er hér með þeim, en hún er í eigu Harðar. Hún slasaðist illa á löppum nýlega en hefur nánast alveg jafnað sig eftir sjúkraþjálfun í Áskoti og sundferðunum. Tíu dag sundþjálfun er mjög vinsæl í Áskoti, en þá syndir hesturinn einu sinni á dag í þessa daga fyrir utan einn dag sem hann fær frí. Fyrsta daginn syndir hann tvær ferðir og síðan bætist ein ferð við með hverjum degi. Á þessum 10 dögum syndir hesturinn 3 sinnum y r laugina sem gerir um 1,6 km. Hér er Hörður Harðarson með einn hest í lauginni. Sundlaugin er sambærileg við venjulega sundlaug. Bæði er í henni fullkominn hreinsibúnaður og eins er notaður klór til þess að tryggja sem best hreinlæti. Könnun um ferðalög og ferðahegðun Íslendinga: Margir telja að erlendir ferðamenn auki áhuga landans á íslenskri náttúru Álag erlendra ferðamanna á náttúruna of mikið að flestra mati Niðurstöður liggja nú fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2013 og ferðaáform þeirra á árinu 2014, sem Ferðamálastofa fékk MMR til að gera í janúar síðastliðnum. Er þetta fimmta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti. Greint er frá niðurstöðum könnunarinnar á vefsíðu Ferðamálastofu. Spurningalistinn er að mestu leyti sá sami og í fyrra en að þessu sinni voru svarendur í fyrsta sinn beðnir um að taka afstöðu til fimm fullyrðinga um áhrif ferðaþjónustu og erlendra ferðamanna á náttúru og samfélag. Flestir (65%) eru á því að erlendir ferðamenn hafi aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru en eru jafnframt á því (63%) að álag ferðamanna á íslenska náttúru sé of mikið. Að mati 59% svarenda hefur ferðaþjónusta skapað eftirsóknarverð störf í þeirra heimabyggð og 58% eru á því að ferðamenn hafi aukið áhuga Íslendinga á eigin menningu. 42% töldu hins vegar að ferðaþjónusta hefði leitt til fjölbreyttari þjónustu sem þeir hefðu nýtt sér. Íslendingar ferðaglaðir sem fyrr Af fjölmörgum áhugaverðum niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu má nefna að þó svo álíka margir hafi verið á faraldsfæti innanlands árið 2013 og 2012, eða níu af hverju tíu svarendum, fóru þeir færri ferðir eða um 5,7 talsins árið 2013 í samanburði við 6,8 ferðir árið Þetta hefur þó ekki haft áhrif á meðaldvalarlengd á ferðalögum sem er svipuð milli ára eða um 15 nætur. Á faraldsfæti í júlí og ágúst Ferðalög landsmanna eru árstíðabundin líkt og fram hefur komið í fyrri könnunum Ferðamálastofu og þarf vart að koma á óvart. Júlí og ágúst voru sem áður stærstu ferðamannamánuðir ársins 2013 en 72,9% ferðuðust innanlands í júlí og 62,2% í ágúst. Júní fylgir síðan fast á eftir en ríflega helmingur (54,5%) ferðaðist þá. Þegar þróunin er hins vegar skoðuð á þeim fimm árum sem Ferðamálastofa hefur framkvæmt kannanir meðal Íslendinga hefur þeim farið fjölgandi sem ferðast utan háannar. Flestir gista í sumarhúsum Hlutfallslega fleiri nýttu gistivalmöguleikana sumarhús eða íbúð í einkaeign (41,6%) og hótel, gistiheimili eða sambærilega gistingu (31,3%) á ferðalögum um landið á árinu 2013 en árinu Sem fyrr gistu þó flestir hjá vinum eða ættingjum á síðastliðnu ári eða 48,5%. Þar á eftir kom gisting í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl (42,8%) en samkvæmt könnunum Ferðamálastofu hefur þeim þó heldur fækkað á síðustu árum sem nýta þessa tegund gistingar. Sundlaugar og jarðböð vinsæl Þegar niðurstöður eru bornar saman við fyrri kannanir má sjá að þeim fer fjölgandi sem nýta sér sundlaugar eða jarðböð en 75,5% greiddu fyrir slíka afþreyingu á ferðalögum innanlands árið Þar á eftir fylgdu söfn og sýningar (37,1%), leikhús og tónleikar (25,4%), veiði (21,7%), golf (13,2%) og bátsferðir (9,9%). Náttúrutengd afþreying var sem áður nýtt af hlutfallslega fáum. Þannig fóru 6,1% í gönguferð eða fjallgöngu með leiðsögumanni, 3,9% í skoðunarferð með leiðsögumanni, 3,4% í hestaferð og 2% í flúðasiglingu eða kajakferð. Hvaða landsvæði voru heimsótt? Suðurlandið var sá landshluti sem flestir heimsóttu á ferðalögum á árinu 2013, eða 66,1%. Svarendur tilgreindu annars heimsóknir sínar til einstakra landshluta með eftirfarandi hætti: Suðurland 66,1% Norðurland 61,8% Vesturland 52,3% Höfuðborgarsvæðið 32,7% Austurland 29,2% Vestfirðir 24,5% Reykjanes 20,3% Hálendið 14,6% Merkjanleg aukning hefur síðan verið í heimsóknum til flestra landshluta á þeim árum sem þessi spurning hefur verið inni í könnun Ferðamálastofu, nema höfuðborgarsvæðisins. Um helmingur ferðalanga kemur við á Akureyri Í könnuninni eru tilgreindir 55 staðir um allt land (6-9 í hverjum landshluta) og svarendur beðnir að merkja við hvort ferðalög þeirra hafi legið þangað á árinu. Akureyri er þar efst á blaði en helmingur svarenda sem ferðaðist innanlands kom þangað á síðastliðnu ári. Listinn yfir 10 fjölsóttustu staðina árið 2013 var annars þessi: Akureyri 49,6% Borgarnes 33,9% Þingvellir/Gullfoss/ Geysir 30,1% Skagafjörður 22,5% Egilsstaðir/ Hallormsstaður 21,6% Mývatnssveit 21,3% Hvalfjörður 20,0% Vík 19,1% Húsavík 17,6% Kirkjubæjarklaustur 17,3% Enn fækkar dagsferðum Einnig er spurt um dagsferðir en þær eru skilgreindar sem a.m.k. fimm klst. langar skemmtiferðir út fyrir heimabyggð. Fjölgaði þeim sem ekki sögðust hafa farið í neina dagsferð á árinu 2013 frá árinu Þannig sögðust 37,6% aðspurðra ekki hafa farið í dagsferð í fyrra en þetta hlutfall var 33,2% árið 2012 og síðan enn lægra árið 2011 eða 25,2%. Þeir sem fóru í dagsferðir fóru að jafnaði 7,9 ferðir á árinu 2013 álíka margar og árið 2012 þegar þær mældust 8,0 talsins. Þingvellir, Gullfoss og Geysir bera hins vegar höfuð og herðar yfir aðra staði þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í dagsferðum. Vart þarf að koma á óvart að efst raðast staðir í nágrenni höfuðborgarinnar. Þingvellir, Gullfoss, Geysir 33,1% Reykjanesbær 19,0% Borgarnes 18,2% Eyrarbakki 16,5% Hvalfjörður 14,2% Grindavík 13,9% Akureyri 13,5% Akranes 11,5% Bláa lónið 10,0% Krísuvík 9,5% Um könnunina Könnunin var unnin sem netkönnun dagana janúar Úrtakið var Íslendingar á aldrinum ára, valdir handahófskennt úr einstaklinga álitsgjafahópi MMR sem valinn er með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,3%. Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í þýði. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum MMR. /MÞÞ

27 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Opið alla virka daga kl Ekki bara fánar heldur líka allt fyrir fána Borðfánar og stangir Fíber stangir Vara og auka hlutir Boga fána stangir Úti og inni vegg stangir Allar gerðir af fánum Hekla Rún Harðardóttir, Vallaskóla hreppti þriðja sætið í upplestrarkeppninni. Við hlið hennar er Baldvin Alan Thorarensen Grunnskólanum í Hveragerði sem var í fyrsta sæti og var Guðjón Leó Tyr ngsson, Sunnulækjarskóla sem var í öðru sæti. Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar Þar kepptu sjöundu bekkingar úr fimm skólum Grunnskóli Hveragerðis í fyrsta sæti, Sunnulækjarskóla í öðru sæti og Vallaskóli í þriðja sæti Þetta unga fólk var til sóma á allan máta og sýndi og sannaði að þeim markmiðum keppninnar var náð að flytja íslenskt mál með góðum framburði og vönduðum upplestri, segir Guðrún Þóranna Jónsdóttir, kynnir og umsjónarmaður lokahátíðar Stóru upplestrarkeppninngar. Hátíðin fór fram í Ráðhúsi Þorlákshafnar 3. apríl. Þar kepptu nemendur 7. bekkja frá fimm skólum í Árnessýslu, Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Jónas Sigurðsson tónlistarmaður flutti skemmtilegt ávarp og nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga fluttu tónlist. Til úrslita í upplestrarkeppninni kepptu 15 nemendur, þrír nemendur frá hverjum skóla. Lesefnið sem valið Sunnlenski sveitadagurinn verður haldinn á Selfossi laugardaginn 3. maí Sunnlenski sveitadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður á Suðurlandi. Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum en hann verður nú haldin í sjötta sinn. Sunnlenski sveitadagurinn er óður til landbúnaðarins og er haldinn á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja við Austurveginn á Selfossi. Á deginum, sem í ár ber upp á laugardaginn 3. maí, gefst sunnlenskum bændum og þjónustufyrirtækjum þeirra tækifæri til að kynna eigin framleiðslu og þjónustu en milli manns hafa sótt sýninguna árlega. Fjöldi fyrirtækja nýta sér Sunnlenska sveitadaginn til að kynna vöru sína og þjónustu. Í boði er sýningarsvæði með eða án kerfisveggja í skemmu og í tjaldi. Utandyra er einnig boðið upp á svæði og tilvalið að vera þar með plássfrekar vélar, tæki og tól. Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem boðið er upp á skemmtun og munnbiti af ýmsu til að smakka. Undanfarin ár hefur verið heilsteikt naut og lambakjöt í boði Félags kúa- og sauðfjárbænda og hafa gestir var að þessu sinni til upplestrar var eftir skáldið, Þorgrím Þráinsson og ljóðskáldið, Erlu eða Guðfinnu Þorsteinsdóttur. Nemendur máttu síðan velja eitt ljóð til að lesa upp. Skemmtilegt var að þá fluttu tveir keppendur ljóð eftir sjálfa sig. Baldvin Alan sigraði Í fyrsta sæti var Baldvin Alan Thorarensen Grunnskólanum í Hveragerði, í öðru sæti var Guðjón Leó Tyrfingsson, Sunnulækjarskóla og í þriðja sæti var Hekla Rún Harðardóttir, Vallaskóla. Félag íslenskra bókaútgefenda gaf öllum keppendum ljóðabókina Nokkur ljóð, sem eru valin ljóð eftir Erlu og Íslandsbanki veitti þeim nemendunum sem hlutu viðurkenningu, peningaupphæð. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn halda utan um stóru upplestrarkeppnina á landsvísu. /MHH kunnað að meta það. Setning fer fram með hátíðlegum hætti utandyra og er sett klukkan eitt en sýningin stendur frá Auk þess að sýningin sé óður til bænda er bryddað upp á ýmsu fróðlegu og uppákomum sem vekja gleði og kátínu. Íslandsmeistaramót í baggakasti hefur slegið í gegn en þar er keppt við mikinn fögnuð bæði í kvenna- og karlaflokki. Glímubrögð eru kennd undir leiðsögn HSK og Samtök ungra bænda bregða á leik með gestum og börnum er gefið kostur að fara á hestbak. Andlitsmálun er í boði fyrir börnin og vísir af dýragarði með íslenskum húsdýrum á útisvæðinu. Íslenska landnámshænan og fjölskrúðugar dúfur hafa mikið aðdráttarafl. Sunnlenski sveitadagurinn er hátíð þar sem fullvíst er að gestir sýningarinnar upplifi einstaklega skemmtilegan dag. Sýningaráð Sunnlenska sveitadagsins skipa: Auður I Ottesen sýningastjóri, Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóra Jötun Véla, og Þórir L Þórarinsson,framkvæmdarstjóri Vélaverkstæði Þóris. Auk þeirra er í ráðinu Ólafur Jósepsson, sölustjóri hjá Vélaverkstæði Þóris. Ferðamanna fánar 100 x150cm henta á 5-6mtr stangir Skoðið heimasíðuna Ef eitthver vandræði eru í sambandi við fána eða búnað tengdam þeim, erum við tilbúin að aðstoða ykkur. Fljót og örugg þjónusta, getum afgreitt fánapöntun á sólarhring. Eigum flesta þjóðfána til á lager. Erum með fullkomnustu tækin til fánaprentunar á landinu. Mikið úrval í vefverslun MEST SELDU LANDBÚNAÐARDEKKIN Í ÞÝSKALANDI! Sundstræti 45, 400 Ísafirði, s: fanar@fanar.is Gerðu verð- og gæðasamanburð. Það er ekki að ástæðulausu að BKT eru mest seldu landbúnaðardekkin í þýskalandi, en þjóðverjar eru þekktir fyrir að vilja mikil gæði á sanngjörnu verði Einstök gæði - góð ending - Gott verð Söluaðilar á landsbyggðinni: Húsavík Bílaþjónustan ehf Garðarsbraut Ísafjörður Bílaverið ehf Sindragötu Borgarnes Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarbraut Sauðárkrókur Hjólbarðaþjónusta Óskars Borgartúni 6b Blönduós N1 píparinn ehf Efstubraut Stykkishólmur Dekk og Smur Nesvegi Kirkjubæjarklaustur Bílaverkstæðið Iðjuvellir Vík í Mýrdal Framrás ehf Smiðjuvegi Hveragerði Bílaverkstæði Jóhanns Austurmörk Hvolsvöllur Hvolsdekk Hlíðarvegi Hella Varahlutaverslun Björns Lyngási Ólafsvík Dekkjaverkstæði G.Hansen Hvammstangi Kaupfélag V-Húnvetninga Strandgötu Ólafsfjörður Múlatindur Múlavegi Sími: Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2

28 28 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Veitingastaðurinn Rub & Stub í Kaupmannahöfn býður upp á mat úr ruslinu : Barist gegn sóun matar Einn af hverjum átta jarðarbúum býr við hungur meðan 30 prósentum alls matar er hent Á dögunum fór fram málþing í Norræna húsinu um sóun á matvælum en talið er að um 30 prósent alls matar sem framleiddur er í heiminum lendi í ruslinu. Geigvænlegar tölur, í ljósi þess að á árunum 2010 til 2012 þjáðust um 870 milljónir manneskja af viðvarandi vannæringu. Það þýðir að einn af hverjum átta jarðarbúum lifir neðan við hungurmörk. Nægur matur framleiddur Nægur matur er hins vegar framleiddur í heiminum til að brauðfæða alla jarðarbúa. Þrátt fyrir að fólki hafi fjölgað um 70 prósent í heiminum á síðustu 30 árum framleiðum við 17 prósent fleiri kaloríur á hverja manneskju í dag heldur en við gerðum fyrir 30 árum, eingöngu í landbúnaði. Þá á eftir að telja til allar fiskveiðar. Ástæða þess að hungur fyrirfinnst í þessu mæli þrátt fyrir þessar staðreyndir eru fátækt, ójöfn dreifing efnislegra gæða, styrjaldir og loftslagsbreytingar. Nálega allir þeir sem búa við hungur eru íbúar þróunarríkja eða um 852 milljónir. Um 16 milljónir þeirra sem búa við hungur eru íbúar iðnríkjanna. Á síðasta aldarfjórðungi hefur þó tekist að draga úr fjölda þeirra sem lifa undir hungurmörkum samkvæmt gögnum Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Á árunum 1990 til 1992 var fjöldinn milljónir Á veitingastaðnum Rub & Stub er matvara sem annars hefði verið hent nýtt til að búa til veislumat. sem jafngilti einum af hverjum fimm jarðarbúum. Samkvæmt nýjustu tölum sultu 842 milljónir manns á árunum 2011 til 2013 eða 12 prósent jarðarbúa. Geigvænleg sóun Æ aukinn fjöldi fólks gerir sér grein fyrir þeirri geigvænlegu sóun sem á sér stað í matvælaframleiðslu, við úrvinnslu, í smásölu og hjá neytendum, bæði á heimsvísu og hér á landi. Fjöldi fólks hefur tekið pólitíska afstöðu gegn sóun á matvælum og hér á landi, sem erlendis, eru til hópar fólks sem kalla sig ruslara. Ruslarar eru þeir sem safna mat úr ruslagámum og neyta hans. Fjölmörg dæmi eru vitanlega um að fólk geri slíkt úr neyð en ekki síður hefur fjöldi fólks tekið þá afstöðu að rusla sem andóf við neyslusamfélaginu og sóuninni. Nýtir það sem annars væri hent Í Kaupmannahöfn er rekinn Einungis tveir launaðir starfsmenn vinna á staðnum y rkokkur og framkvæmdastjóri. Um 100 sjálfboðaliðar skipta með sér vöktum við að þjónusta gesti. Veitingastaðurinn er heimilislegur, þar eru nýtt notuð húsgögn og húsbúnaður og andrúmsloftið er allt hið notalegasta. veitingastaður sem heitir Rub & Stub, og er markmiðið með rekstrinum að berjast gegn sóun á matvælum. Með því að nota vörur sem falla til við matvælaiðnað og eru ekki nýttar stefnir veitingastaðurinn að því að draga úr sóun á mat í Kaupmannahöfn og Danmörku. Veitingastaðurinn opnaði í ágúst á síðasta ári og hefur síðan þá notið vaxandi vinsælda Kaupmannahafnarbúa, sem og ferðafólks. Á veitingastaðnum er þó ekki framreiddur matur sem beinlínis hefur verið hent í ruslið heldur er samið við birgja um að Rub & Stub taki til sín matvöru sem af einhverjum ástæðum er ekki nýtt eða selst ekki. Dæmi um slíkt gætu verið grænmeti sem ekki stenst útlitskröfur, matvara sem er að komin nálægt síðasta söludag eða árstíðabundinn matvara eins og jólamatur sem ekki hefur selst fyrir hátíðarnar. Allur maturinn er hins vegar í góðu lagi. Ágóðinn til hjálparstarfs Að elda úr afgangs matvælum krefst skapandi hugsunar þar sem nýta þarf þau matvæli sem í boði eru hverju sinni. Rub & Stub er rekið af sjálfboðaliðum og ganga um 100 sjálfboðaliðar vaktir á Svona lítur ferli þess matar sem veitingastaðurinn býður upp á út. Ágóðinn er nýttur til hjálparstarfs í Sierra Leone. veitingastaðnum. Einungis tveir launaðir starfsmenn starfa þar, yfirkokkur og framkvæmdastjóri. Allur ágóði af rekstri veitingahússins fer til hjálparstarfs í Sierra Leone þar sem unnið er að uppbyggingarstarfi eftir borgarastyrjöldina sem geisaði í landinu á tíunda áratugnum. Blaðamaður sótti staðinn heim í ferð sinni til Kaupmannahafnar á dögunum og varð mjög hrifinn af því sem á borð var fyrir hann borið. Það kvöld var aðalrétturinn lasanja borinn fram ásamt haustsalati í fallegum litum. Verðinu var sannarlega í hóf stillt og var þetta hin besta kvöldstund. Best var þó að fá á tilfinninguna að með því að borða á Rub & Stub hefði maður gerst örlítill þátttakandi í að gera heiminn að bærilegri stað. Vonandi vindur það upp á sig. /fr Anna á Stóru-Borg sýnd í Heimalandi Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir frumsamda leikgerð eftir skáldsögu Jóns Trausta um Austur-Eyfellinginn Önnu Vigfúsdóttur á Stóru-Borg. Margrét Tryggvadóttir leikskólakennari á Hvolsvelli skrifar leikgerðina og leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson. Þátttakendur eru á þriðja tug. Sýningar verða í félagsheimilinu Heimalandi undir fjöllunum. Frumsýning var í byrjun apríl. Með titilhlutverkið fer Þórunn Ólafsdóttir og bróður hennar, Pál Vigfússon lögmann á Hlíðarenda, leikur Bjarni Böðvarsson. Anna Vigfúsdóttir var fædd í byrjun 16. aldar og dó árið Hún var hefðarkona en þekktust fyrir samband sitt við alþýðupiltinn Hjalta Magnússon og langvarandi stríð við lögmanninn bróður sinn af þeim sökum. Siðaskiptin koma þar líka töluvert við sögu. Fyrir réttum 100 árum, árið 1914, skrifaði Jón Trausti skáldsögu um Önnu sem byggð er á heimildum og sögnum úr héraði um samband hennar við Hjalta og átökin við Pál. Skáldsagan naut strax mikillar hylli en er nú í fyrsta sinn færð upp á leiksvið. Sem er viðeigandi á aldarafmæli þessarar hárómantísku ástarsögu um sjálfstæða konu, sem gefur kynsystrum sínum í Njálu ekkert eftir þegar kemur að því að bjóða körlum byrginn, segir í tilkynningu frá leikfélaginu. Leikfélag Austur- Eyfellinga var stofnað árið 1970 og er fyrsta leikfélagið í Rangárvallasýslu. /MHH Leikarahópurinn og forsvarsmenn Leikfélags Austur-Eyfellinga, sem taka þátt í uppfærslunni á Heimalandi.

29 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Bændablaðið Kemur næst út 8. maí Gullgæsin til sölu - Minnsti stórmarkaður á Íslandi! Af sérstökum ástæðum er til sölu vel rekinn og skuldlaus verslunarrekstur á Reykhólum í Barðastrandasýslu. Verslunin er bland af matvöru, gjafavöru og söluskála með kaffihorni. Einnig er verslunin með umboð fyrir N1 og er eldsneytiskortasjálfsali fyrir utan. REYKJAVÍK S: / AKUREYRI S: / NÝR John Deere 6125 M 125 hestöfl Ný model af John Deere dráttarvél með ýmsum nýjungum Verð frá kr vsk. Verð miðast við gengi GBP 188 Vélin er með nýjustu gerð að John Deere H340 ámoksturstækjum með dempara Dekk 540/65R38 og 480/65R24 4 gíra vökvagírar og 6 gíra gírkassi með vökvavendigír Fjaðrandi framhásing Loftkæling í húsi og afturrúðuþurrka Mjög vandað ökumannssæti Fjaðrandi farþegasæti með öryggisbeltum Tvöföld ökuljós, 10 vinnuljós og gult snúningsljós Lyftukrókur, vökvaútskjótanlegur Stór eldneytisgeymir og öflugur alternator Útsláttarrofi á rafmagni Blokkarhitari 110 l/mín mjög stór glussadæla 3 pör vökvaúrtök Reksturinn er í 70 fm. leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins. Ársvelta sl. 3 ár er yfir 70 milljónir á ári og alltaf hagnaður. Eina verslunin á stóru svæði, hentar mjög vel fyrir samhenta fjölskyldu eða tvær. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið, fuglaskoðun, ættarmót, sumarbústaðir, gæsaveiðar, rjúpnaveiðar, norðurljós og svo þessi klassíski. Fráfarandi eigendur til fjögurra ára gætu aðstoðað nýja í upphafi. Frábært tækifæri til að skapa sér góðar tekjur. Allt fylgir með, laus þegar hentar, verð kr. 13 milljónir. Nánari uppl. gefur Eyvindur í símum og eða á eyvimagn@simnet.is. Ný kynslóð af varmadælum NIBE árgerð 2014 sparar meira Nýtt W Sparaðu meira! NIBE F1255 Jarðvarmadæla NIBE F1255 er byltingarkennd nýung í jarðvarmadælum, 4 til 16kW í einni og sömu varmadælunni. Hér er á ferðinni ein besta varmadæla sem komið hefur. NIBE F1255 hitar ofnakerfi, gólfhita, potta, sundlaug, neysluvatn o.fl. Sparaðu meira / NIBE F1255 SCOP 5.50 Allur búnaður innandyra. Einstaklega hljóðlát. REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: NIBE er stærsti framleiðandi á varmadælum í Evrópu með um helmings markaðshlutdeild. Yfir helmingur allra húsa í Svíþjóð er t.d. með búnað frá NIBE og um 80% Svía hita hús sín með varmadælu. S: FFriorka friorka@friorka.is

30 30 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014

31 Árlega gefur LbhÍ út ritið Nytjaplöntur á Íslandi. Í þessu riti eru listuð yrki ýmissa nytjaplantna sem mælt er með til ræktunar hér á landi. Þarna eru plöntur sem ætlaðar eru til landbúnaðar, landgræðslu, garðræktar, í grasflatir og fyrir íþróttavelli. Við val á listann er fyrst og fremst stuðst við innlendar tilraunir en tilraunaniðurstöður frá nágrannalöndunum hafðar til hliðsjónar. Einkum eru niðurstöður frá norðursvæðum Skandinavíu mikilvægar og einnig Vestur-Noregi. Það er mikilvægt að styðjast við þennan lista þegar teknar eru ákvarðanir um það hverju eigi að sá. Það getur skipt sköpum fyrir árangurinn að rétt yrki séu notuð. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvítsmára. Hlustaðu á viðtöl við nemendur á YouTube! Á síðu LbhÍ á YouTube er talsvert af viðtölum við núverandi og fyrrverandi nemendum LbhÍ. Þetta er góð leið til að segja tilvonandi nemendum frá náminu við LbhÍ, sagði Áskell Þórisson, sem stýrir útgáfu- og kynningar málum við skólann. Á heimasíðu skólans eru flýtihnappar yfir á YouTube. LbhI blaðið Apríl Apríl Útgefandi: Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Landbúnaðarháskóli Íslands - Íslands Háskólanámið og búfræðin á Hvanneyri en garðyrkjubrautir á Reykjum Aðsetur háskólanámsins og náms í búfræði er á Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarnes er í 14 km fjarlægð og frá Hvanneyri til Reykjavíkur eru um 80 km. Í nágrenni Hvanneyrar eru fallegar göngu- og reiðleiðir og mikil náttúrufegurð. Aðsetur starfsmenntanáms í garðyrkjutengdum greinum er að Reykjum í útjaðri Hveragerðis. Meðfylgjandi mynd er hluti af líkani sem nemendur á umhverfisskipulagsbraut LbhÍ gerðu. Silja Yraola Eyþórsdóttir og Anna Kristín Guðmundsdóttir, nemendur á fyrsta ári í umhverfisskipulagi. Umhverfisskipulag er BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Með því að halda áfram í námi til meistaragráðu geta nemendur öðlast starfsréttindi sem landslagsarkitektar eða skipulagsfræðingar. Fólk sem hlotið hefur þessa gráðu vinnur að mótun umhverfis í þéttbýli og dreifbýli. Myndin var tekin á vinnulofti Umhverfisskipulags á Hvanneyri. Í haust hefst kennsla í lífrænni ræktun í Garðyrkjuskólanum Umsóknarfrestur um nám við LbhÍ er til 5. júní Umsóknarfrestur um nám í allar deildir og brautir Landbúnaðarháskóla Íslands er til og með 5. júní. Sótt er um á nám á rafrænu formi á heimasíðu skólans Á myndinni má sjá Aðalstein OrraArason sem er á öðru ári í búfræði. Garðyrkjuskólinn fékk styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu árið 2012 til að þróa nám í lífrænni ræktun matjurta. Skólinn fékk VOR, Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, til liðs við sig auk Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts. Þessi vinna gekk ákaflega vel og þegar verkefninu lauk var komin námskrá fyrir þessa námsbraut. Í ljósi þess hve umræða um lífrænt ræktaðar afurðir hefur verið hávær í samfélaginu og eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matjurtum mikil ákvað skólinn að drífa í að bjóða upp á þessa námsbraut nú í haust. Nú þegar hefur skólinn sent út stuttan kynningartexta á helstu netmiðla og satt best að segja hafa viðbrögðin komið okkur skemmtilega á óvart, fólk virðist mun áhugasamara um þetta nám en okkur óraði fyrir, sagði Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfsmenntanáms LbhÍ. Guðríður sagði lífræna ræktun frábrugðna hefðbundnum ræktunaraðferðum að því leyti að ekki er notaður tilbúinn áburður í lífrænu ræktuninni heldur þurfa áburðarefni að vera náttúruleg og lífræn. Auk þess má ekki nota hefðbundin plöntuvarnarefni gegn meindýrum, sjúkdómum og illgresi heldur er lögð áhersla á að ná jafnvægi í ræktuninni með réttri ræktunartækni. Lífræn ræktun snýst í grunninn um það að tryggja frjósemi jarðvegs og að ganga þannig um jarðveginn að hann haldi frjósemi sinni sem lengst. Vissulega eru þetta líka sjónarmið sem bændur í hefðbundinni ræktun hafa að leiðarljósi en þeir geta nýtt sér tilbúinn áburð og plöntuvarnarefni til að tryggja heilbrigði ræktunarplantnanna sagði Guðríður. Sá sem lýkur námi í lífrænni ræktun matjurta getur farið af stað í eigin matvælaframleiðslu og framleitt lífrænar afurðir. Það er ljóst að framboð af lífrænt ræktuðum afurðum er mun minna en eftirspurnin. Þess vegna má líta á það sem markaðstækifæri fyrir ungt og drífandi fólk að fara af stað með lífrænan búskap, ekki síst vegna þess að neytendur virðast enn sem komið er, tilbúnir að greiða hærra verð fyrir lífrænt ræktaðar afurðir en þær sem framleiddar eru á hefðbundinn hátt. Eins er mögulegt að þeir framleiðendur sem nú stunda lífrænan búskap hafi þörf fyrir að fá ungt og vel menntað fólk til starfa í garðyrkjustöðvar sínar.

32 2 LbhI blaðið 2014 Lærði um þjóðgarða og verndarsvæði Þetta var afskaplega áhugavert og skemmtilegt nám og alveg yndislegt að koma á Hvanneyri í staðarlotum, segir Jónas Gunnlaugsson sem lauk BS-gráðu frá LbhÍ í fyrravor. Hann nam við Náttúru- og umhverfisbraut, en innan brautarinnar geta nemendur valið á milli fjögurra áherslna þar sem Jónas valdi þjóðgarða og verndarsvæði. Nám á þeirri braut snýst um viðfangsefnin sem sinna þarf á þeim vettvangi, en ört stækkandi þjóðgarðar og verndarsvæði hér á landi krefjast vaxandi sérþekkingar á þessu sviði. Jónas segir að hann hafi alla tíð verið mikill náttúruunnandi, stundað skíði og fjallgöngur um árin. Hann starfaði til fjölda ára í bókabúð í heimabæ sínum Ísafirði, búð sem foreldrar hans ráku og hann tók síðar við ásamt konu sinni. Jónas hljóp í skarðið með landvörslu á Hornströndum eina viku sumarið Og þá má eiginlega segja að ekki hafi verið aftur snúið. Mest um vert var að ég uppgötvaði að það var líf fyrir utan bókabúðina, veröldin var stærri en bara búðin, segir hann. Næstu sumur starfaði hann einnig við landvörslu á Hornströndum og segir starfið hafa verið sérlega skemmtilegt. Í framhaldinu fýsti mig að læra meira og þá lá beint við að sækja um á Hvanneyri og fara í þetta sérsniðna nám fyrir þá sem áhuga hafa á þjóðgörðum og verndarsvæðum, segir hann en lokaverkefni hans fjallaði um gestastofu fyrir friðlandið á Hornströndum. Hann segir það hafa verið sér afskaplega hollt að skipta um starfsvettvang, mikil andleg tilbreyting, eins og hann orðar það og veganestið frá Hvanneyri sé verulega gott. Jónas er rekstrarstjóri í Melrakkasetrinu á Súðavík og kann starfinu vel. Hann segir að starfsemi setursins fari jafnt og þétt vaxandi og gaman sé að taka þátt í uppbyggingu þess. Það er nú svo að störf fyrir þá sem ljúka námi með þessa sérþekkingu á þjóðgörðum og verndarsvæðum eru ekki á hverju strái. Fjármagn til þessa málaflokks er mjög af skornum skammti og ekki mörg heilsársstörf í boði hér fyrir vestan. Sumarstörfin sem í boði eru við landvörslu eru einungis 6-7 vikur og því ekki til að byggja afkomu sína á. Búnaðarnám er ótrúlega fjölbreytt og áhugavert Búnaðarnám er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi og lýkur með búfræðiprófi. Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði rekstrar, bútækni, jarð- og búfjárræktar. Námið gengur oft undir nafninu Bændaskólinn. Meðal þess sem fjallað er um í náminu er búfjárrækt, jarðvegs- og umhverfisfræði, nytjaskógrækt, búvélafræði og bókhald. Möguleikar á sérhæfingu í náminu eru einkum á sviði nautgripa-, sauðfjár- og hrossaræktar. Á Hvanneyri er nýtt kennslufjós og nýleg fjárhús á Hesti. Þá er skólinn með frábæra aðstöðu til kennslu í hrossarækt og hestamennsku. Hluti búfræðinámsins felst í námsdvöl á einu af tæplega 80 kennslubúum, sem LbhÍ er með samstarfssamning við. Þar dvelur nemandinn sem einn af fjölskyldunni í þrjá mánuði og tekur þátt í daglegum störfum heimilismanna. Eins og gefur að skilja starfa þeir sem ljúka tveggja ára námi í búfræði flestir við landbúnaðarstörf en einnig starfa margir innan stoð- og þjónustugreina landbúnaðarins. Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga. Jónasi Gunnlaugssyni opnaðist nýr heimur þegar hann tók að sér landvörslu í friðlandinu á Hornströndum en í kjölfarið ákvað hann að sækja sér menntun við Landbúnaðarháskólann þar sem sjónum er beint að þjóðgörðum og verndarsvæðum. Ferðamenn virða fyrir sér tilraunareiti með mosadreifingu í Skaftafelli. Hægt að hraða landnámi mosagróðurs á röskuðum svæðum eftir framkvæmdir Notkun fræ- og mosaslægju við endurheimt staðargróðurs í Vatnajökulsþjóðgarði er heiti á verkefni sem nýlega er lokið. Tveir lektorar við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands, þau Járngerður Grétarsdóttir og Ragnar Frank Kristjánsson unnu að verkefninu en markmið þess var að prófa og þróa aðferðir til að endurheimta staðargróður í þjóðgarðinum í kjölfar rasks. Nokkrar aðferðir hafa verið notaðar hér á landi til að græða upp svæði með gróðri úr umhverfinu og hafa þær flýtt fyrir endurheimt staðargróðurs. Í þessu verkefni var prófuð sú aðferð að safna og dreifa mosabrotum og fræslægju, (sem er nýsleginn gróður að hausti eftir að fræþroska er náð) til að græða sár í landi sem hafði myndast m.a. eftir göngustígagerð. Tilraunir hófust haustið 2012, efnivið var safnað í næsta nágrenni við göngustíga og dreift í tilraunareiti við stígkanta sem seint gróa af sjálfsdáðum. Landnám gróðurs var skráð síðastliðið vor og haust og skoðað var hverju dreifing mosabrota og fræslægju skilaði umfram náttúrulegt landnám gróðurs úr umhverfinu. Niðurstaðan er sú að hægt er að hraða landnámi mosagróðurs til muna með handvirkri dreifingu á mosabrotum sem safnað var úr nágrenninu og hvorki reyndist söfnun tímafrek né til skaða fyrir mosaþembuna. Svo virðist sem mikilvægt sé að dreifa þunnu lagi af grasslægju eða heyi yfir mosabrotin til að auka líkur á lifun þeirra ef undirlagið er erfitt Hluti af tilraunareit í mosadreifingartilraun í stígkanti göngustígs að Skaftafellsjökli. viðfangs. Annars konar lífræn þakning getur mögulega gert sama gagn. Tilraunin með söfnun og dreifingu fræslægju skemmdist og er því ekki hægt að segja til um hvort sú aðferð skili sér við þær aðstæður sem eru í Skaftafelli, en fram kemur í skýrslu þeirra Járngerðar og Ragnars að aðferðin sé sérlega áhugaverð þar sem vinna á með uppgræðslu með gróðurinn á staðnum. Verkefnið hlaut tveggja ára styrk frá Vinum Vatnajökuls árið 2011, en fyrra framkvæmdaárið var 2012 og hið síðara Erfðafræðin heillaði Ólöfu Ósk en lokaverkefnið snýst um erfðafræði sauðfjár Ólöf Ósk Guðmundsdóttir lauk BS-gráðu í búvísindum við LbhÍ vorið Búfjárræktin heillaði mig mikið í náminu og ég tók meðal annars áfanga í ræktun nautgripa, sauðfjár og hrossa. Í lokaverkefninu mínu einbeitti ég mér svo að sameindaerfðafræði og rannsakaði erfðafjölbreytileika í stofni íslensku landnámshænunnar, sagði Ólöf. Er með starfsstöð í háskóla í Kuopio í Finnlandi Þegar BS-gráðan var í höfn kenndi Ólöf við LbhÍ, en ákvað svo að fara framhaldsnám við auðlindadeild skólans. Mín sérhæfing í framhaldsnáminu er erfðafræði og kynbætur búfjár. Ég fór í skiptinám til landbúnaðarháskólans í Uppsölum í Svíþjóð (SLU) og lærði þar um greiningu á genamengjum og lífgagnafræði. Það var mjög skemmtilegt að upplifa Svíþjóð og ég get hiklaust mælt með námi við sænska landbúnaðarháskólann. Og nú er Ólöf Ósk komin til Finnlands. Ég er með starfsstöð við háskóla Austur-Finnlands (UEF) í Kuopio. Hér er ég að vinna með prófessor sem er sérfræðingur í erfðafræði búfjár. Hann er núna til dæmis að rannsaka orsakir mikillar frjósemi í finnsku fé. Ég er aðallega að vinna í mínu lokaverkefni hér en það snýst einmitt um erfðafræði íslensks sauðfjár. Það sem ég er að skoða er erfðasamsetning stofnsins og svo mun ég skoða breytileika sem gæti tengst vöðvaþykkt. Ólöf sagði að Finnland væri mjög áhugavert land. Finnar sjálfir eru mjög duglegir og ákveðnir. Flestir fylgja staðalímyndum okkar um þá og fara í saunu vikulega á Adamsklæðunum. Það er hefð sem mjög auðvelt er að venjast! Landslagið hér er fallegt og ég fékk tækifæri til að heimsækja Lappland sem var alveg frábært. Samarnir í Lapplandi eru þeir einu sem hafa leyfi til þess að eiga og rækta hreindýr og stunda hreindýrabúskap sem er ekki mjög ólíkur sauðfjárbúskapnum á Íslandi. En framtíðin? Ólöf sagði að næsta skref væri að ljúka framhaldsnáminu. Svo er aldrei að vita hvert lífið fer með mig. Draumurinn er að vera viðloðandi búskap, jafnvel í Kjósinni þar sem ég er uppalin. Svo myndi ég líka vilja vera áfram í starfi við LbhÍ. Það er mjög mikilvægt að efla námið sem er í boði þar, sem og rannsóknarstarfið. Ég vil mjög gjarnan eiga þátt í framtíð skólans sem ég vona innilega að verði björt, sagði Ólöf Ósk Guðmundsdóttir að lokum. Á myndinni má sjá Ólöfu með gamlan Siberian Huskey í Lapplandi.

33 LbhI blaðið Benjamín Örn Davíðsson skógfræðingur starfar við skógarhögg Næg verkefni og góður markaður fyrir afurðir Aron Stefán Ólafsson BS í umhverfisskipulagi Aukin vitund um umhverfið Nýtt vefrit Skrína er vefrit á sviði auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísinda. Í Skrínu verða birtar ritrýndar, fræðilegar greinar og ritstýrðar Aron Stefán Ólafsson útskrifaðist með BS-gráðu í umhverfisskipulagi frá LbhÍ í fyrravor. Ég tel að námið sé einkar góður grunnur fyrir þá sem vilja starfa við skipulagningu og uppbyggingu á umhverfi okkar og mæli hiklaust með því, segir hann. Aron kveðst alla tíð hafa haft áhuga fyrir náttúrunni og því umhverfi sem við deilum í leik og starfi og því hafi nám í umhverfisskipulagi vakið áhuga sinn. Ég kynntist því í náminu hvaða mikilvægu þættir móta umhverfi okkar og þar með okkur sjálf. Hvað það er sem er sérstakt við okkar umhverfi og hvað þarf að vernda og viðhalda þannig að afkomendur okkar fái notið þess til framtíðar, segir Aron. Námið hafi tvinnað saman listræna og fræðilega kunnáttu á skemmtilegan hátt og því fyllilega staðið undir væntingum. Þá henti aðstaða og umhverfi á Hvanneyri vel til að stunda háskólanám, rólegt sveitalífið veiti aukna orku og innblástur. Eftir þetta nám hef ég aukna vitund um umhverfi okkar, hvort sem það er manngert eða náttúrulegt. Ég kann að meta góða hönnun og skipulag sem fellur vel að náttúrunni og myndar þar með eftirsóknarvert umhverfi. Námið gerði mér kleift að horfa með gagnrýnisaugum á hönnunar- og skipulagstillögur og taka þar með upplýsta afstöðu til þeirra, segir hann. Lokaverkefni hans snérist um að endurskipuleggja og setja fram hönnunartillögu á litlu bæjarfélagi í sinni heimasveit. Það hlaut athygli heima fyrir og hefur að sögn eflaust fengið marga til að hugsa um hvernig hægt er að hafa áhrif á umhverfið með margvíslegum hætti. Meðfylgjandi mynd er úr BS-ritgerð Arons Stefáns. greinar almenns eðlis, auk nýgræðinga, ritfregna og ritdóma. Tekið er við greinum til birtingar allt árið og verða þær birtar jafnóðum og þær eru tilbúnar. Slóðin er: Ég er að byggja þetta upp skref fyrir skref. Það eru fjölmörg tækifæri í þessari grein og um að gera að nýta þau, segir Benjamín Örn Davíðsson skógfræðingur, sem starfar við skógarhögg. Hann var í fyrsta hópnum sem brautskráðist með BS-gráðu frá LbhÍ eftir að skólinn bauð upp á nám í skógfræði. Síðar tók Benjamín meistaragráðu við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi. Hann flutti heim í mars í fyrra. Verkefni við skógarhögg eru næg svo lengi sem hægt er að selja timbrið sem til fellur, en um þessar mundir er næg eftirspurn, allt selst sem í boði er. Elkem á Grundartanga kaupir bróðurpart þess grisjunarviðar sem til fellur. Ýmislegt annað er þó að sögn Benjamíns hægt að gera við afurðir skógarins, margir spennandi möguleikar séu fyrir hendi. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni munum við vera með öfluga og fjölbreytta vinnslu á ýmsum afurðum og vera sjálfbær að mestu um timbur og timburafurðir, segir hann en eftir að kreppan skall á opnaðist líka markaður fyrir timbur úr íslenskum skógum, þar sem það innflutta varð mjög dýrt. Sem dæmi nefnir Benjamín að hægt sé að vinna undirburð fyrir kýr úr afurðum skógarins, en hann er nú að mestu innfluttur. Við gætum skapað bæði atvinnu og sparað gjaldeyri með því að vinna þennan undirburð hér heima, en til að gera slíkt þarf að koma sér upp góðri aðstöðu. Það þarf rými til að þurrka viðinn og síðan salla hann niður í fínt sag. Ég væri löngu kominn á fullt í þessu ef ég hefði aðstöðuna, segir Benjamín. Hann vinnur að því að byggja upp starfsemi um skógarhöggið og er að kanna möguleika á að stofna um hana fyrirtæki. Verkefnin séu vissulega næg en fleira spilar inn í svo sem að starfið er líkamlega erfitt og slítandi og því óvíst hversu lengi menn endist. Fjárfestingar í vélum og tækjum eru umtalsverðar og eins er ávallt á Íslandi óvissa tengd veðri, snjóþungir vetur á norðanverðu landinu geti sett strik í reikninginn. Antonía Hermannsdóttir dýraeftirlitsmaður Vildi menntun sem miðaðist við íslenskar aðstæður Antonía Hermannsdóttir er dýraeftirlitsmaður hjá Mast, hún sér um Suðvesturumdæmi. Antonía lauk BSprófi í búvísindum frá LbhÍ vorið Fyrsta ár sitt í námi tók hún við Kaupmannahafnarháskóla, en tvö þau síðari var hún við nám á Hvanneyri. Þetta voru skemmtileg ár á Hvanneyri, en námið var byggt upp á annan veg en úti í Danmörku. Annirnar voru þrjár úti á hverju námsári, en fjórar á Hvanneyri og einingarnar sem fengust fyrir hvern áfanga voru fleiri úti en heima. Það var farið yfir mun meira námsefni hér, farið yfir víðara svið en kannski dýpra kafað í málin úti, segir Antonía. Í Danmörku var fyrr hægt að velja sér sérsvið en hér heima en það segir hún Benjamín Örn Davíðsson skógfræðingur starfar við skógarhögg. Hér er hann við vænan viðarstafla eftir grisjunarstörf að Vöglum á Þelamörk. kost fyrir þá sem vita hvert þeir stefna. Ástæðan fyrir því að ég flutti mig heim var sú að ég vildi að menntun mín miðaðist við íslenskar aðstæður en námið á Hvanneyri miðast eðlilega við þær. Ég er almennt mjög ánægð með það nám sem ég fékk þar og það nýtist mér vel í starfi, segir hún. Antonía tók við starfi dýraeftirlitsmanns í Suðvesturumdæmi um síðustu áramót, en þá fluttist búfjáreftirlit frá sveitarfélögum til Mast. Meðal þess sem hún sinnir í starfi eru ábendingar um slæma meðferð á dýrum og segir að langmest sé um ábendingar er varða gæludýr í hennar umdæmi. Þetta er krefjandi starf, en líka skemmtilegt, segir hún. Vekjum forvitni og virðingu fyrir náttúrunni Ég var mjög ánægð með það yfirgripsmikla nám sem LbhÍ bauð upp á, fjölbreyttar námsgreinar og námsefni á náttúrufræðibrautinni, segir Brynja Davíðsdóttir sem lokið hefur BS- og MS-námi í náttúru- og umhverfisfræði frá skólanum. Hún segir góðan anda í skólanum, þægileg nálægð í samskiptum nemenda og kennara sem gert hafi námið persónulegt og boðið upp á kynni við marga þeirra vísindamanna sem fremst standa á sínu sviði. Ég gat sniðið námið að áhugasviði mínu, fuglum og mólendi/votlendi en bæði lokaverkefni mín við skólann fjölluðu um það. Brynja segist alla tíð hafa verið mikið náttúrubarn og því legið beinast við að dýpka þekkingargrunninn og læra náttúrufræði, ekki síst aðferðir til að færa athuganir á náttúrunni á rannsóknarform sem nýtist alþjóðasamfélaginu. Brynja lærði hamskurð í Bretlandi á unglingsárum og varði um leið miklum tíma í útivist og náttúruskoðun. Hún fékk innsýn í þróun og byggingu mismunandi fugla og annarra dýra og aðlögun þeirra að kjörlendi sínu. Þá vakti munur á vistkerfi Íslands og Bretlands athygli hennar, jarðvegsgerð, áhrif veðurfars og náttúrunýting. Þrátt fyrir góða dvöl ytra hafi náttúra Íslands kallað sig heim að lokum. Brynja starfar sem hamskeri, einkum fyrir söfn og skóla, en á sumrin er hún landvörður á vegum Umhverfisstofnunar og Djúpavogshrepps á ríkisjörðinni Teigarhorni. Jörðin státar af strandlengju, votlendi, mólendi, dragá, lækjum og fjölbreyttri flóru auk friðlýstra tjarna í næsta nágrenni. Þar er einnig skógrækt og æðarvarp. Jörðin er heimsþekkt og vernduð fyrir fjölda, stærð og fjölbreytni geislasteina sem þar finnast. Fuglalíf sé nokkurt. Huga þurfi að beitarfriðun til framtíðar litið ef halda eigi í menningarlandslagið og fuglalíf. Ég hef nýtt mér þekkingu mína sem náttúrufræðingur til að skrásetja og vakta náttúrufar Teigarhorns og tek þátt í gerð verndaráætlunar fyrir svæðið. Þá hef ég komið upp safni geislasteina og tek þátt í kennslu grunnskólabarna, tek á móti gestum og erlendum háskólahópum sem koma í vettvangsferðir í steindafræði. Fræðsla um náttúruna á að vera helsta verkefni okkar kynslóðar, vekja forvitni og virðingu fyrir henni og því sem hún færir okkur.

34 4 LbhI blaðið 2014 Tveggja ára MS nám í skipulagsfræði! Námsbraut í skipulagsfræði er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun. Skipulagsfræði er sjálfstæð fræðigrein, en henni tengist fjöldi annarra faggreina svo sem lögfræði, félagsfræði, hagfræði, landfræði, náttúrufræði, sagnfræði, arkitektúr og verkfræði. Námið er byggt upp af námskeiðum og rannsóknarverkefni. Námskeiðum lýkur á þriðju önn og þá hefst vinna við rannsóknarverkefnið. Miðað er við að nemendur sem útskrifast af námsbrautinni hafi aflað sér nauðsynlegrar þekkingar til að uppfylla þær menntunarkröfur sem gerðar eru til skipulagsfræðinga af Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Mikilvægt er að skipulagsfræðingar á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari, veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni, menningu, fagurfræði, sögu landsins, byggðaþróun og innri gerð byggðar. Meginmarkmið námsbrautarinnar er að útskrifa nemendur sem hafa tileinkað sér sérhæfingu skipulagsfræðingsins í að tvinna saman alla þá ólíku þætti sem koma að skipulagsgerð, hagræna og félagslega, umhverfislega, lagalega og hagsmunatengda þætti. Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands Auðlindadeild / Umhverfisdeild Þriggja ára BS nám á Hvanneyri í Borgarfirði. Rannsóknatengt MS nám á nokkrum sviðum. MS nám í skipulagsfræði í Reykjavík. Búvísindi Haldgóður grunnur í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða með áherslu á íslenskan landbúnað og sjálfbæra nýtingu landsins Náttúru- og umhverfisfræði Fjórar áherslur: Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar og verndarsvæði, náttúra og saga. Áhersla er lögð á vistfræðilega nálgun Skógfræði/Landgræðsla Tvær leiðir: Sjálfbær skógrækt og endurheimt vistkerfa. Fléttað er saman náttúruvísindum, tækni og haggreinum auk landupplýsinga - og landslagsfræða Umhverfisskipulag Grunnám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Mótun umhverfis í stórum og smáum skala með áherslu á vistvænar hönnunarlausnir Hestafræði Sameiginleg námsbraut LbhÍ og Hólaskóla Háskólans á Hólum. Traustur þekkingargrunnur á öllum meginsviðum hestamennsku Skipulagsfræði Námsbraut í skipulagsfræði er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun Starfs- og endurmenntunardeild Bændaskólinn Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Bændaskólinn er á Hvanneyri. Búfræði Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf Garðyrkjuskólinn Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi auk verknáms. Garðyrkjuskólinn er á Reykjum við Hveragerði. Blómaskreytingar Blómaskreytinganámið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að blómaskreytingum og fá þeir innsýn í rekstur blómaverslana Garðyrkjuframleiðsla: Garð- og skógarplöntubraut Nemendur eru búnir undir sérhæfð störf á fagsviði garð- og skógarplöntuframleiðslu. Þeir fá undirstöðuþekkingu í framleiðslu allra helstu tegunda garð- og skógarplantna Garðyrkjuframleiðsla: Ylræktarbraut Nemendur eru búnir undir sérhæfð störf á fagsviði ylræktar og matjurtaræktunar. Ylræktarnám veitir nemendum undirstöðuþekkingu á framleiðslu allra helstu tegunda í gróðurhúsum Námsbraut um lífræna ræktun matjurta Markmið námsbrautar um lífræna ræktun matjurta er að búa nemendur undir sérhæfð störf á fagsviði lífrænnar ræktunar matjurta í gróðurhúsum eða í útiræktun Skógar- og náttúrubraut Námið á brautinni veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt, landgræðslu og öðrum landbótum og umönnun umhverfis Skrúðgarðyrkja Löggilt iðngrein. Sveinspróf að loknu verknámi. Nýframkvæmdir, umhirða og viðhald garða og grænna svæða. Hellulagnir, hleðslur og önnur mannvirki í umhverfinu Nemendagarðar Nemendagarðarnir á Hvanneyri eru sjálfseignarstofnun sem býður upp á húsnæði fyrir nemendur. Í boði eru einstaklingsherbergi, einstaklingsíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Allar upplýsingar um verð og stærð húsnæðis á vegum garðanna á heimasíðunni. Skeifudagur Grana Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana og fer dagurinn fram á Mið-Fossum í Andakíl sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Opið hús í Garðyrkjuskólanum Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands - á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Opna húsið hefst kl. 10 og lýkur kl. 18. Garðyrkjuskólinn er á Reykjum rétt hjá sundlauginni í Hveragerði. Heimsókn að Reykjum er fastur liður í hátíðarhöldum hjá mörgum á sumardaginn fyrsta. Icelandic Agri - cultural Sciences Icelandic Agricultural Sciences (IAS) er alþjóðlegt vísindarit sem birtir greinar um hagnýt og fræðileg efni í náttúruvísindum, aðallega tengd norðurslóðum. Ritið er gefið út af átta íslenskum stofnunum sem beint eða óbeint tengjast nýtingu á náttúruauðlindum. Allar greinar sem birtast í ritinu eru ritrýndar af fræðimönnum sem oft eru erlendir. Greinar í IAS koma fram í ýmsum alþjóðlegum vefsetrum og má t.d. finna í Google-Scholar leitarvél. Matsstuðull (e. Impact Factor) í Web of Science er nú 1,750. Ritið kemur út einu sinni á ári. IAS er í prentaðri útgáfu og í opnum rafrænum aðgangi á vefsíðu ritsins

35 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Frumleg, heit og litrík Út kom fyrir nokkru hjá Veröld ljóðabókin Innri rödd úr annars höfði eftir Ásdísi Óladóttur. Innri rödd úr annars höfði er sjöunda ljóðabók Ásdísar. Ljóðabækur hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og hlotið jákvæðar viðtökur. Rödd Ásdísar er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík segir Vigdís Grímsdóttir um ljóð Ásdísar. Ljóðin eru vönduð og fáguð segir m.a. í ritdómi Eiríks Arnar Norðdahl um ljóðbók Ásdísar, Einn en ekki tveir. Innri rödd úr annars höfði er 48 blaðsíður að lengd og inniheldur 35 ljóð. Guðrún Vilmundardóttir braut um og hannaði innsíður og Ólafur Unnar Kristjánsson sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Leturprenti. Sigurður dýralæknir afmælisrit Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næstkomandi. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminningum Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans. Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og er hann lipur vísnasmiður. Í fyrrnefndum afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá Tabula gratulatoria og býður útgefandi öllum þeim sem sýna vilja Sigurði sóma að skrá nafn sitt þar og eignast um leið bókina. Verð hennar verður kr m/sendingargjaldi og er tekið við áskrifendum í netfanginu og í síma Bókaútgáfan Hólar 35 Scroll fyrir mjólkurróbóta Nú er kominn tími til að endurnýja loftpressuna fyrir mjaltaþjóninn Líftími loftpressunnar í mjaltaþjóninum er takmarkaður eins Hafðu samband - við skoðum málið með þér IÐNVÉLAR ehf. Smiðjuvegi Kópavogur Sími idnvelar@idnvelar.is idnvelar.is REYKJAVÍK S: / AKUREYRI S: / Sendið tölvupóst á magnus@vbl.is til að fá sendan bækling um vélarnar og viðtækin Fáanlegar með þremur mismunandi gerðum af húsum Fjöldi viðtækja fáanlegur Í drifbúnaði Avant vélanna eru engar reimar, kúplingsdiskar né drifsköft LIPUR GRIPUR TIL SÖLU AVANT 528 FJÖLHÆFUR LIÐLÉTTINGUR Tilvalinn fyrir bændur, sumarhúsaeigendur, frístundafólk og verktaka 28 hö Kubota DI 105 díeselmótor með 36 lítra vökvadælu, 200 bar, vatnskæld Lyftigeta: 950 kg Lyftihæð 280 cm Þyngd: 1150 kg Lengd 240 cm Breidd: 119 cm Hæð 198 cm Hentar vel í ýmis konar bústörf, jarðvegsvinnu, alls konar verktakavinnu,trjáfellingar, hausthreinsun, snjóhreinsun og margt fleira REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: Bændablaðið Smáauglýsingar Efri-Ey 1 í Meðallandi í Skaftárhreppi Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir til ábúðar frá 5. júní 2014 ríkisjörðina Efri-Ey 1, landnr Á jörðinni er 289,8 m2 íbúðarhús, byggt árið Útihúsin voru byggð á árunum Ræktað land er samkvæmt úttekt 42,8 ha lítrar í mjólk og 168,8 ærgilda greiðslumark fylgir með í leigunni. Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí nk. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband í síma Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu ráðuneytisins, Fyrirspurnir sendist á netfangið postur@fjr.is

36 36 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Aukið fé til gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í sumar: Sex milljónir til verndar og viðhalds Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði. Landvarsla efld á nokkrum svæðum Einnig voru veittar rúmar 14 milljónir króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum í umsjá Umhverfisstofnunar. Verður fjármagnið nýtt til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar Laugavegarins og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði. Fjármunirnir í forgangsverkefni nýtast til að lagfæra og koma í veg fyrir frekari spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna í Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við framkvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Þetta eru viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar. Gönguleiðir samtals um 90 km Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna á Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við framkvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. Munu hóparnir vinna áfram að uppbyggingu og lagfæringu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í framhaldi af því mikla og góða starfi sem starfsfólk Skógræktar ríkisins Lagðar verða 6 milljónir króna í gönguleiðir á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði. og sjálfboðaliðar hafa unnið þar á síðustu árum. Gönguleiðirnar eru samtals um 90 km að lengd og mikið verk óunnið í viðhaldi þeirra. Ýmsir hafa styrkt verkefni þessi undanfarin ár svo sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Pokasjóður, Ferðamálastofa, Umhverfissjóður Landsbankans o.fl. Leitað hefur verið eftir styrkjum frá fleirum svo hægt verði að gera enn betur. Ferðaþjónustan á svæðinu, sem er undir hatti Vina Þórsmerkur hefur stutt við verkefnið. Nú er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Þórsmerkursvæðið og verða framkvæmdir unnar í samræmi við það. /MÞÞ Sigurður Skúlason skógarvörður á Norðurlandi kvaddur: 27 farsæl ár í Vaglaskógi Sigurður Skúlason, sem gegnt hefur stöðu skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Norðurlandi, lét af störfum um nýliðin mánaðamót, en hann hefur verið skógarvörður með aðsetur í Vaglaskógi í 27 ár. Við starfi hans tekur Rúnar Ísleifsson skógfræðingur. Starfsfólk Skógræktarinnar og Norðurlandsskóga heiðruðu Sigurð á síðasta vinnudegi hans og þakkaði Jón Loftsson skógræktarstjóri honum vel unnin störf. Sagði hann meðal annars að ekki væri hægt að hugsa sér að nokkur maður hefði gegnt starfi skógarvarðar á Norðurlandi betur en Sigurður. Þetta kemur fram á vef Skógræktar ríkisins. Fékk forláta kóreulífvið að gjöf Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, tók undir þetta í ávarpi og færði þeim hjónunum Sigurði og Margréti Guðmundsdóttur forláta kóreulífvið, Thuja koraiensis, sem hann hafði ræktað af fræi af tré á Hallormsstað. Kóreulífviður er hægvaxta og verður tíu metra hátt tré eftir á að giska 500 ár og 12 metrar eftir ár. Þar er því sáð til framtíðar eins og Sigurður Skúlason hefur gert með störfum sínum á Vöglum og Margrét sömuleiðis. Hún er hins vegar ekki hætt störfum fyrir Skógræktina en heldur áfram að vinna gjaldkera- og skrifstofustörf í Kópavogi þar sem þau hjónin búa nú. Annar lítill kóreulífviður var afhentur hjónunum Rúnari Ísleifssyni og Valgerði Jónsdóttur sem nú flytja í skógarvarðarbústaðinn á Vöglum. Rúnar tók við skógarvarðarstarfinu í byrjun apríl en Valgerður er framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga. Hún hefur reyndar líka tekið við rótgrónu embætti í Vaglaskógi, að sjá um fræbanka Skógræktar ríkisins og uppfæra frælistann. Sigurður Skúlason þakkar fyrir sig. Rúnar Ísleifsson og Jón Loftsson hlusta. Hallgrímur Indriðason hjá Skógrækt ríkisins slær á létta strengi, en sitjandi eru Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður Skógræktarfélags S-Þingeyinga, og Sigurður Skúlason, fyrrverandi skógarvörður. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, færði Sigurði og Margréti konu hans forláta kóreulífvið að gjöf fyrir vel unnin störf. Nýr skógarvörður, Rúnar Ísleifsson, skoðar óværu á lerki ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, starfsmanni á Vöglum. Bændablaðið Smáauglýsingar Dreift í 31 þúsund eintökum á 387 dreifingarstaði og býli á Íslandi

37 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl REYKJAVÍK Sími: /// AKUREYRI Sími: /// BREVIGLIERI Jarðtætarar Gerð Stærð Útbúnaður Þyngd B123v 230 cm Sléttunarhleri 800 kg B123v 250cm Sléttunarhleri 850 kg B123v 280cm Jöfnunarvals 1200 kg B123v 300cm Sléttunarhleri 950 kg BREVIGLIERI Pinnatætari Gerð Stærð Útbúnaður Þyngd Mek Jöfnunarvals (50 cm), 2 hraða 1650 kg Sýklahreinsibúnaður fyrir vatn Einfaldur í uppsetningu UV lampi í kvarsumhverfi til hámörkunar sýkladrepandi áhrifa Kerfi sem fylgist með líftíma lampans Umhverfisvænir lampar BLUGEO WATER INNOVATION REKI EHF Fiskislóð 57-59, 101 Reykjavík Sími: netföng: bjorn@reki.is kristinn@reki.is tryggvi@reki.is limtrevirnet.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: Lækur í Flóahreppi AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: Fjármála- og efnahagsráðuneytið auglýsir til ábúðar frá 5. júní 2014 ríkisjörðina Læk í Flóahreppi, landnr Með í ábúðinni fylgir hálf jörðin Arnarstaðakot, landnr Á jörðinni er íbúðarhús sem skemmdist í jarðskjálfta árið 2008, fyrir liggur að landeigandi mun byggja nýtt hús í samráði við nýjan ábúanda. Útihúsin voru byggð á árunum Ræktað land er samkvæmt Þjóðskrá Íslands 90,4 ha. Greiðslumark í eigu landeiganda er lítrar í mjólk og fylgir með í leigunni. Um er að ræða lífstíðarábúð. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband í síma Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu ráðuneytisins, fjarmalaraduneyti.is/verkefni/jardeignir/auglysingar Fyrirspurnir sendist á netfangið postur@fjr.is Þarft þú að gefa fé? -við framleiðum þrjár útfærslur af gjafagrindum Gjafagrind til notkunar úti eða á taði, fyrir allt að 30 kindur. Létt og meðfærileg Sterk Sauðfé brýtur ekki hornin á grindinni Rúllugrindur fyrir stórgripi Frábær hönnun Mjög einföld í notkun Sterk og meðfærileg Gjafagrind til notkunar innandyra, fyrir allt að 70 kindur. Þrjár gerðir Sterk Auðveld í notkun Sérstakar slæðigrindur Sauðfé brýtur ekki hornin á grindinni Aðalnúmer: Söludeild: Aðalskrifstofa - Borgarbraut Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is

38 38 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Kynbótamat sauðfjár 2014 Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sauðfjárræktarráðunautur hjá RML Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið Í 1. töflu má sjá matið fyrir þá hrúta sem voru í notkun á sæðingastöðvunum síðasta vetur. Við endurútreikninginn núna voru grunnhópar kynbótamatsins skilgreindir á sama veg fyrir alla eiginleika. Þannig þýðir einkunn 100 núna meðalkynbótamat fyrir gögn síðustu 10 ára eða frá Hyrndir hrútar: Fita Gerð Kjötgæði Mjólkurlagni Frjósemi Heild Kvistur Snær Kjarkur Guffi Þróttur Tenór Bósi Ás Gaur Rafall Guðni Snævar Stakkur Grámann Hængur Kári Myrkvi Salamon Váli Drífandi Prúður Garri Þorsti Bekri Bursti Skratti Vetur Saumur Kollóttir hrútar: Steri Sigurfari Dalur Höttur Strengur Dolli Baugur Kroppur Roði Fjalli Rosi Robbi Breytingarnar eru óverulegar fyrir dætraeiginleikana, frjósemi og mjólkurlagni þar sem grunnhópar fyrir þá voru áður skilgreindir á sama hátt. Breytingin er heldur meiri fyrir kjötgæðaeiginleikana, gerð og fitu og samanburður á eldra kynbótamati og því nýja fyrir þá eiginleika er með öllu ómarktækur. Mikilvægt er að hafa í huga að innbyrðis röð gripa breytist ekki þar sem gripir sem áður voru háir eru áfram þeir hæstu þó reiknuð einkunn hafi lækkað. Kynbótamatið er eitt af öflugustu verkfærunum sem sauðfjárbóndi hefur til að stuðla að erfðaframförum í stofninum hjá sér. Þegar þróunin í kynbótamati einstakra eiginleika er skoðað fyrir síðustu 20 ár sést að gríðarlegur árangur hefur náðst í bættri gerð gripa. Mikill árangur hefur náðst síðustu fimm árin í öllum eiginleikum sem kynbótamat er reiknað fyrir. Erfðaframfarirnar eru metnar með því að reikna meðalkynbótamat hvers eiginleika hjá öllum hrútum sem fæddir eru viðkomandi ár með þeim skilyrðum að hrútarnir eigi lágmarksupplýsingar um bæði sláturlömb og dætur. Á 1. mynd má sjá árangurinn. Umræða um vægi eiginleika í kynbótamati á sér reglulega stað. Nýverið var vægi gerðar og fitu breytt í einkunn fyrir kjötgæði þannig að eiginleikarnir hafa núna jafnt vægi. Almennt hafa viðbrögð við þessari breytingu verið jákvæð en jafnframt hafa komið nokkrar fyrirspurnir varðandi vægi einstakra ára í einkunn fyrir frjósemi. Fagráð í sauðfjárrækt ályktaði árið 2010 að breyta væginu á þann veg að aukin áhersla skyldi lögð á frjósemi tveggja vetra áa. Margir bændur hafa gagnrýnt þessa ákvörðun en þá þarf að hafa í huga að kynbótamarkmið þurfa að vera skýr og vera þau sömu í ákveðinn árafjölda svo þau skili tilsettum árangri í stað þess að breyta þeim reglulega. Fyrr í vetur gerði greinarhöfundur úttekt á frjósemi tveggja vetra áa fæddum árin á sömu 140 búunum öll árin. Í hverjum árgangi eru um ær á þessum búum. Meðalfrjósemi þessara áa má sjá í 2. töflu. Líkt og taflan gefur til kynna er frjósemi hjá tveggja vetra ám heldur að aukast og því rétt að sjá hvort aukin áhersla á þann eiginleika muni ekki skila enn meiri ávinningi á allra næstu árum. Landsýn Vísindaþing landbúnaðarins 2014: Ónýtt tækifæri í veiðiferðamennsku hér á landi Ónýtt tækifæri eru við stangveiðar hér á landi. Einkum eru þau tækifæri fólgin í ódýrari veiðum, silungsveiði í vötnum og stangveiði í sjó við strendur. Miklu skiptir þó að viðhalda sjálfbærri nýtingu fiskistofna, að búsvæðum fisks verði ekki spillt, hugað verði að vatnsgæðum og ímynd stangveiði. Þetta er niðurstaða Guðna Guðbergssonar sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun en Guðni hélt erindi með yfirskriftinni Stangveiði í ám og vötnum ferðamennska með nýtingu hlunninda á Landsýn Vísindaþingi landbúnaðarins Í erindi sínu benti Guðni á að stangveiði hér á landi sé í samkeppni við stangveiði í nágrannalöndum en einnig í samkeppni við annars konar innlenda afþreyingu. Veiðiferðamennska er talsvert sérhæfð og hefur ekki fylgt almennri ferðamennsku í miklu mæli hérlendis. Almennt er það svo að verið er að fara í veiðitúr en þó eru einnig dæmi um að fólk sameini ferðalög sín og veiði sem afþreyingu. Segja má að meiri gaumur hafi verið gefinn þeim hópi sem fer sérstaklega í veiðiferðir enda veiðileyfi í eftirsóttar ár dýr og oft seld með löngum fyrirvara. Þá er aðgengi að mörgum vötnum og ám óskýrt sem veldur því að aðgengi að ódýrari veiðum er ekki til staðar. Leigutakar auka verðmæti Veiðiréttur hér á landi fylgir landi og verður ekki frá því skilinn. Skylt er að stofna veiðifélög um veiðar í ám og vötnum og venjan Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2000 töldu um manns sig stunda stangveiðar hér á landi. er sú að veiðiréttur sem boðinn út til hæstbjóðanda. Það þýðir að veiðiréttur verður eins og hver önnur verslunarvara enda selja svo þeir sem halda á veiðirétti árinnar veiðirétt til einstakra veiðimanna. Leigutakar eru í raun mjög mikilvægir fyrir landeigendur þar eð þeir hafa náð meiri verðmætum út úr ánum, þeir hafa getað verðlagt veiði hærra en ella. Veiðimenn halda gjarnan tryggð við ákveðnar ár, koma þangað aftur og aftur og verða um sumt talsmenn veiði auðlindarinnar. Við ár hafa risið veiðihús og eru þau sérsniðin þörfum veiðimanna. Þau eru því sjaldan nýtt til annars og eru nálega eingöngu í notkun yfir veiðitímann. Þá er þjónusta og leiðsögn sérsniðin að þörfum veiðimanna og skila arði út í samfélagið. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2000 töldu um manns sig stunda stangveiðar hér á landi. Meðal veiðidagar voru 8 ár hvert. Samkvæmt umræddri könnun var talið að á bilinu til erlendir stangveiðimenn kæmu til landsins árlega en þær tölur sveiflast all nokkuð, bæði í tengslum við efnahagsástand og veiðivon. Veiði veitir fjármunum til dreifbýlis Rétt um lögbýli njóta veiðihlunninda hér á landi og eru veiðifélög 106 talsins. Veiðidagar voru árið þúsund á ári en ekki liggja fyrir nýrri tölur. Stangveiði veitir sem sagt fjármunum frá þéttbýli til dreifbýlis og er á sumum svæðum mikilvæg undirstaða byggðar. Samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2004 var velta greinarinnar á milli 9 og 10 milljarðar króna og beinar tekjur samfélagsins á milli 2 og 3 milljarðar. Þá styður stangveiði við um störf á landinu öllu. Nauðsynlegt að ná til kvenna Veiði og veiðiferðamennska hefur ekki skipað stóran sess innan ferðaþjónustu hér á landi eins og áður segir. Það eru hins vegar tækifæri fyrir hendi, einkum í silungsveiði í ám og vötnum og ódýrari veiðiskapar. Að mati Guðna vantar hins vegar betra skipulag og væri skynsamlegt að taka upp þá aðferð sem beitt hefur verið við laxveiði og rakin er hér að ofan. Þá eru talsverð tækifæri til markaðssetningar sem byggir á sérstöðu í heimabyggð, til að mynda í tengslum við matartengda ferðamennsku. Hins vegar er ljóst að stangveiði er í samkeppni við aðrar tómstundir og kostnaður við veiðar hefur þar mikið að segja. Þá er afar mikilvægt að kynna veiðina sem sport fyrir bæði kynin en ekki bara fyrir karlmenn. /fr

39 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Matar- og handverksfélag kvenna á Vesturlandi: Ljómalind kemur vel undan vetri Í byrjun árs 2013 kom saman hópur 12 kvenna af Vesturlandi og ákvað að stofna matar og handverksfélag, sem síðar hlaut nafnið, Ljómalind. Markmið hópsins var að halda úti sveitamarkaði þar sem hægt væri að koma á framfæri vörum úr héraðinu. Í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Kaupfélag Borgfirðinga og Vaxtarsamning Vesturlands var mögulegt að opna markaðinn í maí 2013 og er staðsettur á Sólbakka 2, hjá hringtorginu norðan við Borgarnes. Opið hefur verið allar helgar í vetur á haust. Virka daga og laugardag og sunnudag /Sigrún Elíasdóttir. Húsnæði Ljómalindar í Borgarnesi. Markaðurinn hefur verið opinn allar helgar í vetur, sem verður að teljast óvenju metnaðarfullt hjá sveitamarkaði úti á landi. En Ljómalind hefur náð að þreyja þorrann og kemur vel undan vetri. Sífellt fjölgar vörum úr héraðinu sem rata inn í frumlegar hillur Ljómalindar. Hefur markaðurinn hleypt lífi í hina ýmsu framleiðslu og með opnun nýrrar matarsmiðju í Borgarnesi handan við hornið aukast möguleikarnir enn frekar. Góður heyfengur er gulli betri Handverk, hönnun, leikföng, smyrsl og matvörur Á markaðnum er kjöt, ís, sultur, smyrsli, saft, skyr, te og jafnvel leikföng. Einnig er í boði vandað handverk, bæði þjóðlegt og nýstárleg hönnun í bland. Við leggjum mikið upp úr að vöruúrval sé fjölbreytt og fylgi hugmyndafræðinni um vandaða, vel framsetta vöru úr náttúrulegum efnum, rétt eins og innréttingarnar í versluninni endurspegla. Svo virðist sem vöntun hafi verið á valkosti sem þessu, því viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, bæði hjá ferðamönnum og heimafólki. Ljómalind nálgast nú sinn fyrsta afmælisdag og um um leið og við þökkum fyrir móttökurnar, bjóðum við alla velkomna að kíkja á vöruúrvalið eða bara setjast og fá kaffi í notalegu umhverfi. Það verður opið alla daga frá 16. apríl og fram Rjúpnaveiðar: Verulega hefur dregið úr veiðum frá 2000 Mjög hefur dregið úr veiðum á rjúpu á undanförnum árum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. og eru veiðarnar vart nema um fjórðungur þess sem þær voru um síðustu aldamót. Samkvæmt tölum Hagstofu voru veiddar rjúpur árið 2000, árið 2001 og árið Þá varð algjört hrun í veiðunum og árið 2003 var ekkert veitt, en aðeins voru veiddar rjúpur árið 2004 samkvæmt opinberum tölum. Árið 2005 kom aftur verulegur kippur í veiðarnar og þþað ár veiddust rjúpur, en veiði datt svo niður í fugla árið eftir. Frá þeim tíma hefur veiðin verið nokkuð flöktandi og mest árið 2009, eða rjúpur. Síðan hefur veruilega dregið úr veiðum og á árinu 2012 voru aðeins veiddar rjúpur. Tölur um veiðarnar á síðasta ári liggja ekki fyrir. Megastretch rúlluplast í hæsta gæðaflokki Sími Allar nánari upplýsingar um verð er að finna á Advance íblöndunarefni Megastretch rúlluplast Megaplast Power stæðuplast Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Sími Sími Sími Netex rúllunet

40 40 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fjölskyldan á Rauðsgili í Borgarfirði stundar skóg- og býflugnarækt: Sonurinn keypti býflugur fyrir fermingarpeningana sína Við byrjuðum í skógrækt um leið og Vesturlandsskógar hófu sína starfsemi, árið 2000 og ætluðum í upphafi að vera með um 25 ha land undir skógræktina. Það endaði með því að við settum alla fjallshlíðina undir, um 82 ha. Fyrstu árin gróðursettum við ekki mikið, en höfum smám saman bætt í og höfum undanfarin 6 ár gróðursett um 10 þúsund plöntur árlega. Staðan er sú núna að við höfum gróðursett um 100 þúsund plöntur í rúmlega 30 ha lands, segir Hraundís Guðmundsdóttir, skógfræðingur og bóndi á Rauðsgili í Borgarfirði. Þar býr hún ásamt sambýlismanni sínum, Birni Oddssyni vélvirkja hjá Norðuráli og tveimur börnum þeirra, Snorra, 19 ára rafvirkjanema í Tækniskólanum í Reykjavík og Heklu, grunnskólanema á fjórtánda ári. Fjölskyldan flutti að Rauðsgili árið 1997 þegar hún keyptu jörðina af móður Björns, en hann er fæddur þar og uppalinn. Hraundís starfa í 50% starfi hjá Vesturlandsskógum en fjölskyldan stundar auk skógræktar einnig býflugnarækt á búinu. Hún segir að allt sem gróðursett hafi verið á jörðinni séu eins til tveggja ára gamla bakkaplöntur, mest fura, en einnig greni, lerki, birki, ösp og reynitré. Það er mikil vinna við að koma plöntunum niður á vorin og haustin en hér hjálpast allir að við vinnuna, krakkarnir hafa aðstoðað okkur við gróðursetninguna frá því þau voru lítil. Þau byrja á því að vera áburðardreifarar og bera plönturnar, en hafa svo eftir því sem aldurinn færist yfir hjálpað til við gróðursetningu, segir Hraundís. Góður lífeyrir fyrir barna- og langömmubörnin Hún segir að styrkur fáist frá ríkinu fyrir hverja plöntu sem sett er niður, en ekki sé um að ræða stórar upphæðir. Það tekur langan tíma að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði. Arðurinn er ekki mikill fyrstu áratugina en það er svo ótal margt annað sem skógurinn býður upp á annað en timbur, það er t.d. fátt skemmtilegra en að ganga í skóginum, hlusta á fuglasönginn, tína ber og sveppi og njóta náttúrunnar, segir Hraundís. Gífurleg verðmæti liggi í skóginum og þau aukist jafnt og þétt eftir því sem hann eldist enda sé viður ávallt eftirsóttur. Þetta er góður lífeyrir fyrir barnabörnin eða langömmubörnin í framtíðinni, segir hún. Hraundís Guðmundsdóttir í bý ugna gallanum. Fá jólatré úr skóginum og við á grillið Hraundís segir að enn sem komið er sé skógurinn að Rauðsgili ekki stór, en þó séu heimilismenn farnir að ná sér í eigin jólatré í skóginum og þá fáist líka viður á grillið yfir sumarið. Hraundís sótti fyrir fáum árum námskeiðið Grænni skógar sem haldið er á vegum Landbúnaðarháskólans og ætlað skógarbændum og áhugafólki í skógrækt. Það dugði mér ekki, ég vildi læra meira og skráði mig því í BS nám í skógfræði við Lbhí. Fyrsta árið tók ég nokkur fög því ég var alls ekki viss um að ég myndi ljúka náminu, ætlaði bara að bæta við þekkingu mína. En eftir fyrsta veturinn á Hvanneyri varð ekki aftur snúið, þetta var svo gaman að ég tók þá ákvörðun að einbeita mér að náminu og lauk því í fyrravor, 2013, segir hún. Fermingarpeningarnir fóru í kaup á býflugum Auk þess að stunda skógrækt á jörðinni stundar fjölskyldan einnig býflugnarækt. Hraundís segir að þau hafi kynnst býflugnarækt á málfundi sem Framfarafélagið í Borgarfirði hélt í Logalandi veturinn Snorri sonur okkar hefur alltaf haft mikinn áhuga fyrir skordýrum og lék sér mikið að ranabjöllum, lifrum og ánamöðkum sem barn. Á sumrin var hann alltaf með fullar lúkur af ýmiss konar skordýrum. Ég spurði hvort hann hefði ekki áhuga á að gerast býflugnabóndi og hann var sko alveg til í það, segir Hraundís. Við keyptum allan búnað sem til þurfti en Snorri borgaði sjálfur fyrir flugurnar, þær kostuðu 50 þúsund krónur og notaði hann fermingarpeningana sína til að greiða fyrir þær. Þetta var vorið 2010, Snorri 14 ára gamall og nýfermdur. Uppskera sumarsins var seld á markaði í Borgarfirði og strákurinn fékk allan fermingarpeninginn til baka og vel það. Grunnskólaneminn Hekla að setja reyk á bý ugurnar til að róa þær niður áður en farið er í búið að sækja hunangið. Hekla með hunang úr búinu. Flugurnar verða að sjálfsögðu pirraðar þegar farið er í búin til að taka hunangið. Vaxandi áhugi fyrir býflugnarækt Hraundís segir að þegar fjölskyldan á Rauðsgili hafi byrjað á sinni býflugnarækt hafi félagar í Býflugnafélaginu verið 18 talsins, en eru nú um 80. Ég hafði aðallega áhuga fyrir að fá glænýtt hreint hunang úr búunum, en Snorri hafði mestan áhuga á að fylgjast með flugunum. Aðrir í fjölskyldunni voru lítið hrifnir af því uppátæki að fylla garðinn af býflugum. Eftir fyrsta sumarið varð ég að kaupa hlífðargalla á Heklu, hún lét sig ekki muna um það að vaða inn í búin óvarin þegar hún var að huga að þeim. Nú erum við öll í þessu fjölskyldan og allir hjálpast að þegar verið er að sækja hunangið. Skemmtilegt og gefandi Býflugnarækt segir hún vera mjög skemmtilega og gefandi, það er að segja ef maður er ekki hræddur við býflugur eins og margir eru, segir hún. Það er gaman að fylgjast með þeim fljúga út og inn úr búinu daginn út og inn að safna hunangi. Þær hafa ekki nokkurn minnsta áhuga á okkur mannfólkinu þegar þær eru að vinna, en verða að sjálfsögðu pirraðar þegar verið er að fara ofan í búin og taka af þeim hunangið. Hraundís segir að fjölskyldan sé ávallt í hlífðarfötum þegar búin eru opnuð, en það kemur fyrir að maður er kærulaus og þá hafa þær af og til náð að stinga okkur, en það er bara fylgifiskur ræktunarinnar, segir hún. Hvert bú gefur að meðaltali 10 til 13 kg af hunangi Því fylgir nokkur kostnaður í upphafi að hefja býflugnaræktun, ýmislegt þarf að kaupa, eins og kassa, ramma og hlífðarfatnað auk annars sem fylgir ræktuninni auk þess sem sækja þarf námskeið. Flugurnar eru keyptar sér, en þær eru fluttar inn af Býflugnafélaginu frá Álandseyjum á hverju ári. Hver bú getur að sögn Hraundísar lifað í nokkur ár, það sé þó misjafnt og sum nái að endurnýja sig. Veturinn er að sögn erfiðastur fyrir býflugurnar, þær fara ekki í dvala á veturna heldur halda sig inni í búinu og halda á því hita. Myndist of mikill raki eða ef þær hafa ekki nægt fóður drepst allt búið. Við tökum af þeim vetrarforðann, sem þær hafa safnað yfir sumarið og gefum þeim þess í stað sykurvatn, segir Hraundís. Hvert bú gefur að meðaltali 10 til 13 kíló af hunangi á sumri, en síðasta sumar var að hennar sögn lélegt, uppskeran var rýr vegna veðurfars. Við höfum notað mikið af hunangi sjálf, en svo höfum við einnig selt svolítið á mörkuðum hér í sveitinn og þá fengið aðeins upp í kostnað, segir hún. Hluti jarðarinnar með lífræna vottun Búið á Rauðsgili hefur verið með lífræna vottun frá Túni á hluta jarðarinnar og hafa þaðan verið seldar lífrænt vottaðar jurtir. Við erum með 1 ha lands þar sem ég sáði og plantaði vallhumli, en hann er aðallega notaður, en einnig hef ég tínt töluvert af villtum jurtum, segir Hraundís, en í hópi kaupenda eru grasalæknir og aðilar sem framleiða íslenskar snyrtivörur og nýta jurtir í sínar afurðir. Tveir þeirra koma sjálfir og tína á jörðinni og borga eftir vigt, en eins hefur Hraundís séð um tínsluna og einnig þurrkun jurtanna. /MÞÞ

41 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Biskupstungnabraut frá Múla að Neðra-Dal: Vegurinn endurbættur og breikkaður Vegurinn er líklega 6,5 m breiður í dag, orðinn lélegur og þarfnast styrkingar. Við stefnum að því að auglýsa útboð núna í apríl eða byrjun maí, segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis hjá Vegagerðinni, varðandi framkvæmdir á Biskupstungnabraut frá Múla að Neðra-Dal. Það má því reikna að verkið hefjist í sumar og að um það bil þriðjungur af vegalengdinni verði kláraður fyrir veturinn en afgangurinn mun þá klárast næsta sumar. Það mun ráðast af niðurstöðu útboðs hver mun vinna verkið en áætlaður heildarkostnaður er um 130 milljónir króna. Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sem hefur samþykkt það um leið og hún minnti á að allt efni sem fer í veginn þarf að koma úr efnistökusvæðum sem eru í samræmi við gildandi aðalskipulag og með framkvæmdaleyfi. Endurbæturnar ná yfir 3,8 kílómetra kafla og verður sá kafli átta metra breiður. /MHH Bændablaðið Kemur næst út 8. maí Smáauglýsingar Jörð óskast á Vestfjörðum eða Vesturlandi Upplýsingar sendist í Pósthólf 9008 hjá Íslandspósti, Þönglabakka 4, 109 Reykjavík. -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA 41 Allt í gleri, bæði úti og inni Heildarlausnir í hreingerningavörum fyrir heimili og fyrirtæki. SPEGLAR SANDBLÁSTUR SLÍPUN Smiðjuvegi Kópavogi - Sími: ispan@ispan.is Allt á sama stað. BESTA HREYFILSHÚSINU Grensásvegi Reykjavík Sími: Hitaveitu & gasskápar fyrir sumarbústaði og heimili Gæði Þjónusta Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt / Sími: / blikkvik@blikkvik.is AMAZONE áburðardreifararnir eru einhverjir vönduðustu dreifarar sem völ er á. Hárnákvæm dreifing með tveimur dreifiskífum úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumannssæti, kögglasigti, vandaður og endingargóður drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun. Auk AMAZONE áburðardreifarar þessa er fáanlegur vökvastýrður jaðarbúnaður svo áburðurinn lendi ekki úti í skurði eða utan girðingar. Fyrir þá allra kröfuhörðustu bjóðum við tölvustýrða dreifara með vigtarbúnaði ofl. - Hafðu samband - við eigum örugglega rétta dreifarann handa þér! ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 16 Sími Akureyri: Lónsbakka Sími Vinnufatnaður Fyrir fagfólk Mikið úrval af flottum gæða vinnufatnaði sem þolir þvott allt að 95 og þarf ekki að strauja. Vatteraðir jakkar kr. Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Sportskór Einnig til á herrana. Litur Svart, hvítt. Str Dömusandalar Verð kr Litur Svart, hvítt, blátt. Str Verð kr Bonito ehf. Faxafen Reykjavík Sími Opið mánud. - föstud. 11:00-17:00, lokað laugardaga. Pantið vörulista hjá okkur praxis@praxis.is

42 42 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar 2013: Árangur næst með elju og dugnaði Ábúendur á Syðri-Bægisá, þau Helgi Steinsson og Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir, hlutu sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar árið 2013, en þau voru afhent á aðalfundi sambandsins nýverið. Veitt í ellefta sinn Verðlaunin voru veitt í ellefta sinn og samkvæmt sömu reglum og ávallt hafa gilt. Byggt er á niðurstöðum skýrsluhalds hjá þeim búum sem hafa eitt hundrað eða fleiri fullorðnar ær á skýrslum. Tekið er tillit til þriggja þátta, reiknaðs kjötþunga eftir fullorðna kind, gerðarmats og hlutfalls milli vöðva- og fitueinkunnar. Þá má sami aðili ekki fá verðlaunin nema á tíu ára fresti. Í ár var einmitt liðinn áratugur frá því að verðlaunin voru síðast veitt ábúendum á Syðri-Bægisá. Helstu niðurstöður úr skýrslum fyrir árið 2013 varðandi búið eru þær að fullorðnar ær voru 140, meðalkjötmagn eftir kind voru 28,5 kg. Veturgamlar ær voru 32, meðalkjötmagn eftir hverja veturgamla á voru 13,7 kg. Metnir dilkar voru 177 talsins, fallþungi var 17,4 kg, gerðarmat 10,7, fita 7,6 og hlutfall gerð/fita 1,41. Flest verkfæri kynbótastarfsins hafa verið nýtt Fram kom við afhendingu verðlaunanna að ábúendur á Syðri- Bægisa væru ágætt dæmi um bændur sem með elju og dugnaði ná árangri. Ötullega hefur verið unnið að kynbótum á sauðfé og góðum aðbúnaði sem eftir er tekið. Dilkar hafa verið vænir og feikivel gerðir. Snyrtimennska einkennir jafnframt búið að Syðri-Bægisá. Flest verkfæri kynbótastarfsins hafa verið nýtt og Helgi hefur verið í forsvari fjárræktarfélagsins í sinni sveit og haldið uppi ágætu starfi. Búið að Syðri-Bægisá er því gott dæmi um að þegar menn tileinka sér hinar bestu aðferðir í kynbótum, fóðrun og umönnun eigins búpenings uppskera menn í samræmi við það. /MÞÞ Verðlaun voru veitt á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á dögunum. Frá vinstri eru Helgi Steinsson, Syðri Bægisá, sem hlaut sauðfjárræktarverðlaun, Anna Baldvina Jóhannesdóttir frá Dýrholti í Dalvíkurbyggð sem hlaut ásamt loðdýrabúinu Rándýri í Grýtubakkahreppi hvatningarverðlaun BSE og Guðmundur Guðmundsson, sem stendur ásamt eirum að félagsbúinu Hallandi, en búið hlaut nautgriparæktarverðlaun BSE að þessu sinni. Hvatningarverðlaun BSE fóru til loðdýrabúanna Dýrholts og Rándýrs: Ósvikinn áhugi einkennir rekstur loðdýrabúanna Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar 2013 fengu tvö loðdýrabú á svæðinu; Dýrholt ehf. í Dalvíkurbyggð og Rándýr ehf. í Grýtubakkahreppi. Að því fyrrnefnda standa hjónin Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson en því síðarnefnda hjónin Bergdís Hrönn Kristinsdóttir og Tómas Jóhannesson. Rándýr ehf., er elsta loðdýrabú landsins þó það hafi ekki alltaf verið rekið af núverandi eigendum en í það bú komu fyrstu minkarnir sem til landsins voru fluttir í desember árið Tómas hóf ungur að starfa á búinu, strax á upphafsárum þess og því má segja að hann hafi verið viðloðandi reksturinn alla tíð. Mest tæplega 30 loðdýrabú í Eyjafirði, nú eru þau tvö Lítil fjölgun var í loðdýraræktinni fyrsta áratuginn, en í kjölfar þess að tekið var upp kvótakerfi í Anna Baldvina Jóhannesdóttir, sem rekur loðdýrabúið Dýrholt í Dalvíkurbyggð ásamt Skarphéðni Péturssyni manni sínum, tekur við hvatningarverðlaunum Búnaðarsambands Eyjafjarðar úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur, formanns sambandsins. hefðbundnum búgreinum í kringum árið 1980 fóru bændur í auknum mæli að huga að öðrum búgreinum sem kynnu að koma í stað þeirra hefðbundnum og eða að bæta upp þann samdrátt sem varð í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu. Loðdýraræktin var þá sú búgrein sem helst var litið til í því sambandi. Mikil uppbygging varð á næstu árum í greininni og í Eyjafirði var loðdýraræktin sterkust í nágrenni Dalvíkur annars vegar og í Grýtubakkahreppi. Sennilega voru refabú í Eyjafirði flest 17 árið 1985 og minkabúin voru 18 árið Á nokkrum búum voru báðar tegundir loðdýra og heildarfjöldi búa á þessum tíma hefur því verið tæplega 30. Ekki þarf að fjölyrða um þá erfiðleika sem greinin gekk í gegn um frá því um 1990 og næstu 15 ár þar á eftir. Árið 1991 voru skráð loðdýr í Eyjafirði í 5 sveitarfélögum, en tæpum áratug síðar, árið 2000 voru dýr á 7 búum. Árið 2010 hafði orðið sú breyting að einungis 2 loðdýrabú voru starfrækt í firðinum. Annars vegar Dýrholt í Svarfaðardal og Hörgárdal þar sem voru skráð dýr og Rándýr í Grýtubakkahreppi með dýr. Á báðum þessum búum eru einungis minkar. Taka fullan þátt í uppbyggingu greinarinnar Einar E. Einarsson ráðunautur RML í loðdýrarækt segir í umsögn um búin tvö að á þeim tíma sem hann hefur starfað sem ráðunautur í loðdýrarækt, frá árinu 1999 hafi búin verið til fyrirmyndar varðandi rekstur og góðar afurðir. Þrautseigja Ef skoðuð er útkoma þeirra á gæðalistum okkar eða útkoma úr einstaka skinnasýningum má líka sjá að þau liggja bæði í hópi þeirra búa hér á landi sem hafa hvað besta framleiðslu. Oft er sagt að þrautseigja einkenni marga bændur en þeir aðilar sem standa að þessum búum eru heldur engin undantekning á því. Bæði búin liggja fyrir utan þéttustu kjarnana í minkarækt en hafa samt sem áður ekki látið það á sig fá og tekið fullan þátt í uppbyggingu greinarinnar með öðrum minkabændum, sem sannar að áhugi þeirra er ósvikinn, segir í umsögn Einars. /MÞÞ Hríshólshjónum þökkuð vel unnin störf Stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar þakkaði Sigurgeir Hreinssyni fráfarandi formanni sambandsins vel unnin störf í þágu eyfirskra bænda á aðalfundi þess nýverið. Sigurgeir hefur samtals setið í stjórn BSE í 24 ára, þar af var hann formaður þess í 13 ár. Hann kom fyrst inn í stjórn árið 1986 og sat til ársins 2001, eftir örstutt hlé kom hann aftur inn í stjórnina árið 2005 og var þar til á liðnu ári, 2013 þegar hann lét af búskap og tók við stöðu framkvæmdastjóra BSE. Hann var formaður þess á sama tíma, frá 2005 til 2013 og einnig á árunum 1996 til Sigurgeir og Bylgja Sveinbjörnsdóttir eiginkona hans fengu áletraðan skjöld frá sambandinu þar sem honum eru þökkuð störf í þágu eyfirskra bænda en einnig þökkuðu bændur Bylgju sérstaklega fyrir lánið á Sigurgeir í áraraðir, eins og Árni Arnsteinsson í Stóra-Dunhaga, stjórnarmaður í BSE, komst að orði. Þess má geta að Sigurgeir og Bylgja hlutu landbúnaðarverðlaun Bændasamtaka Íslands árið 1999 og nautgriparæktarverðlaun BSE Bylgja Sveinbjörnsdóttir og Sigurgeir Hreinsson hlutu viðurkenningu frá stjórn BSE á aðalfundi sambandsins, en Sigurgeir hefur sinnt stjórnarstörfum á vegum þess í rúmlega tvo áratugi. Sigurgeir hefur um langt skeið sinnt hagsmunum eyfirskra bænda og gert það vel, hann hefur lengi verið í brúnni í okkar sambandi auk þess að vera fulltrúi okkar á Búnaðarþingi og á fundum á vegum Landssambands kúabænda, segir Árni. Snemma beindist áhugi Sigurgeirs að búskap. Ungur að árum gat hann rakið ættir bæði kúa og kinda langt aftur í tímann og kunni góð skil á búi foreldra sinna. Það lá því beint við að hann aflaði sér frekari menntunar á því sviði með því að fara í Bændaskólann á Hvanneyri þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræðingur árið Hófu búskap á Hríshóli 1981 Sigurgeir og Bylgja hófu búskap á Hríshóli árið 1981, fyrstu 16 árin í félagsbúi með foreldrum Sigurgeirs. Á Hríshóli var byggt nýtt fjós árið 2003 með nýjustu tækni innan dyra s.s. mjaltaþjóni og ýmsu fleiru. Árið 2008 kom Elmar sonur þeirra inn búskapinn með þeim. Sigurgeir og Bylgja hætta búskap vorið Hríshólsbúið hefur lengi verið með afurðahæstu kúabúum héraðsins og nokkrum sinnum í efsta sæti. Svipaða sögu er að segja af sauðfjárbúskapnum. Frá Hríshóli hafa komið á annan tug kynbótanauta inn á sæðingastöð og mörg hver reynst vel. Mjög virkur í félagsmálum Sigurgeir hefur verið mjög virkur í félagsmálum bænda. Hann var m.a. í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Félags eyfirskra kúabænda Hann var einnig í fyrstu stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð 1985 og í fyrstu stjórn Kornræktarfélagsins Akurs Þá sat hann í stjórn BSE og aftur , þar af formaður og Síðan framkvæmdastjóri BSE. Sigurgeir var fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á aðalfundum Stéttarsambands bænda og einnig fulltrúi BSE á Búnaðarþingi. Hann sat í Kynbótanefnd Bændasamtaka Íslands í nautgriparækt, var í Fagráði í nautgriparækt og varaformaður í stjórn Landssambands kúabænda Þá varð hann formaður stjórnar Bjargráðasjóðs /MÞÞ

43 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Tekjuöflun Bjargráðasjóðs verði þannig að hann geti bætt tjón vegna stóráfalla Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ nýverið beinir því til Bændasamtaka Íslands og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að sjá til þess að tekjuöflun Bjargráðasjóðs verði með þeim hætti að hann geti bætt bændum tjón sem verða þegar stóráföll ganga yfir. Í greinargerð sem fylgir ályktun BSE segir að í lögum um Bjargráðasjóð sé ekkert sem tryggi að þegar uppi komi stóráföll verði það bætt í samræmi við tjónið. Þar sé einungis hægt að treysta á velvild ríkisvaldsins hverju sinni. Eftirlit verði einfaldað Þá var á aðalfundi sambandsins samþykkt ályktun þar sem því var beint til Matvælastofnunar og Atvinnuvegaráðuneytis að einfalda eftirlit með aðbúnaði og velferð dýra. Það hlýtur að vera hagkvæmt að sameina alla eftirlitsþætti því þeir eru á hendi MAST í dag. Færri starfsmenn þyrfti og bændur væru ekki að agnúast yfir því að fá hvern eftirlitsmanninn á fætur öðrum heim á hlað sem er að skoða nánast það sama, segir í greinargerð. Tilraun verði gerð til að draga úr kalskemmdum Á fundinum var einnig samþykkt tillaga að gerð nýrra búvörusamninga þar sem ríkisstjórn er hvött til að undirbúa samningsgerð við bændur vegna nýrra búvörusamninga. Endurnýjun slíkra samninga takilangan tíma og skilgreining samningsmarkmiða þurfi að liggja fyrir í tíma. Eins hvatti aðalfundurinn stjórn til að stuðla að framkvæmd tilraunar sem hafi það að markmiði að draga úr kalskemmdum á þann hátt að fleyguð séu göt á svell sem liggur á túnum. Vísbendingar eru um að hægt sé að draga úr kaltjóni vegna klakamyndunar með því að gata svellið með ákveðnu millibili, segir í greinargerðinni. /MÞÞ Verðlaun fyrir nautgriparækt: Afurðir jafnan góðar á Halllandsbúinu Á Halllandi á Svalbarðsströnd búa nú félagsbúi Guðmundur Guðmundsson, Lára Hrafnsdóttir, Máni Guðmundsson og Hólmfríður Freysdóttir. Árið 1991 gengu þau inn í búskapinn með foreldrum bræðranna, Guðmundi Haraldssyni og Hólmfríði Ásgeirsdóttur og stóð svo til ársins Aðaluppistaðan í búskapnum var þá mjólkurframleiðsla og svo hefur verið síðan. Jafnframt hefur nautakjötsframleiðsla verið til staðar og með nýrri byggingu árið 2005 jókst sú framleiðsla til muna. Elsti hluti fjóssins er frá því laust fyrir 1960 og var að þeirrar tíðar vana hefðbundið básafjós. Viðbyggingar hafa risið og miklar 43 breytingar átt sér stað, fyrst kom mjaltabás og lausganga með legubásum og loks mjaltaþjónn. Flestir skrokkar í úrvalsgæðaflokki Afurðir hafa jafnan verið góðar á Halllandsbúinu, en við síðustu breytingar varð stórt stökk þar sem meðalnytin komst í 6845 kg eftir kúna á síðasta ári. Fallþungi nautanna er einnig með ágætum, vega að meðaltali rúm 300 kg við slátrun ríflega tveggja ára gamlir og lenda flestir skrokkar í úrvalsgæðaflokka. Nautgripir á Halllandi eru nú um 300, um 70 mjólkurkýr, annað eins af kvígum og 160 naut á ýmsum aldri. /MÞÞ Fræðslufundur Gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk. síðasta vetrardag kl í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri. Fundarsalurinn Borg á 2. hæð. Á fundinum mun Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML, hafa framsögu um fundarefnið, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Kúabændur og aðrir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn. Kaffiveitingar. REYKJAVÍK Sími: /// AKUREYRI Sími: /// REKSTRARVÖRUR GOTT ÚRVAL af augaboltum, beislisbitum, pinnum, beislisboltum, beisliskúlum, festihlekkjum, hraðtengihlekkjum, hringsplittum, keðjuhlekkjum, klofsplittum, krókum, R-splittum, smellukrókum, smellusplittum, strekkjurum, vírlásum, yfirtengjum, yfirtengiskúla, og margt fleira HAGSTÆTT VERÐ Sjá nánar í vefverslun okkar á VBL.is undir beislishlutir REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: Innréttingar Hillu- og skúffukerfi Fyrir allar gerðir bíla FAGMENNSKA ALLA LEIÐ

44 44 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Lesendabás Unglingar af malbikinu Eru ára krakkar í þéttbýli hættir að fara í sveit á sumrin? Hvað veldur ef svo er? Eru það krakkarnir sem vilja ekki fara eða eru ábúendur til sveita búnir að gefast upp á krakkagrislingunum af malbikinu? Það er mjög slæmt að mínu mati ef sú er raunin að færri og færri börn fari í sveit á sumrin og það þarf í raun ekkert að fjölyrða um það. Ef ástæðan er sú að ábúendur til sveita vilja ekki fóstra bæjarbörn á sumrin vegna þess að þau séu frekar fyrir en til gagns og hugsanlega að meðlagsgreiðsla vegna fyrirhafnar, fæðis og uppihalds sé það lág að hún jaðri við að vera ósanngjörn, þá þarf hreinlega að skoða aðkomu ríkis og bæjarfélaga að málinu því sveitavistin mun skila betri og heilbrigðari þegnum út í þjóðfélagið þegar börnin vaxa úr grasi. Þetta er jarðbundin skoðun mín. Ef börnin vilja ekki fara vandast auðvitað málið, man að sjálfur var ég sendur þrisvar sinnum í sveit til óskyldra aðila og entist hvergi út sumarið, var þó ætíð hjá úrvalsfólki. Mikið vandamál getur orðið með börn í þéttbýli sem eru vaxin upp úr leikskólum en eru of ung til að fá að vinna venjulega sumarvinnu og eru oftast ein að þvæla með lykil um hálsinn ef foreldrarnir vinna bæði úti. Auðvitað hefur tækni til sumarverka í sveitum tekið stórstígum breytingum og vélar orðnar flóknari og dýrari en áður þannig að ekki eru barna meðfæri. Þess vegna er e.t.v. raunin orðin sú í dag að taka barn eða ungling í sveit þýðir oftar en ekki að þau eru tekin í fóstur tímabundið líkt og dagmamma nema þarna er orðið ærið starf fósturmömmu og pabba því barnið dvelur þarna um daga og nætur í nokkrar vikur samfleytt. Ef viðkomandi barn er heppið þá teygist úr dvölinni og barnið verður lengur en eitt sumar á sama bænum, stálpast í ungling og er þá vonandi farið að vinna fyrir sér og meðlagsgreiðslan félli sjálfkrafa niður. Ég er ekki jafn spenntur fyrir því að sumardvöl barna og unglinga verði atvinnuvegur til sveita þ.e. að stofnuð séu barnaheimili með fjölda barna í vistun án hefðbundins búskapar því þá læra börnin ekkert um lífið og tilurðina. Ég er að tala um venjulega sveitadvöl þar sem einu til tveim börnum er bætt inn í fjölskyldu til sveita tímabundið. Það er í raun eðlilegt að ríki og sveitarfélög komi að málum með endurgreiðslu dvalargjalds barna í sveit líkt og barnaheimilisgjöld eða dagmömmugjöld yngri barna. Því vil ég segja, það er þess virði að greiða dágóða upphæð með börnum og unglingum sem eru svo heppin að komast að í sveit á sumrin. Því miður þótti ekki á tímabili cool af hálfu unglinga að fara í sveit, þótti beinlínis hallærislegt og púkó að dvelja í sveit sumarlangt og ekki annað en neyðarbrauð því þeir sem voru svo heppnir að eigin mati að fá sumarvinnu við afgreiðslu eða á lager hjá Hagkaup eða Bónus þóttu hinir vel settu, en var það svo?? Mín skoðun er sú að sveitaunglingurinn var eftir sumarið mun betur settur bæði vitsmunalega og fjárhagslega, svo ekki sé nú talað um þroskastöðu hans. Og við bændur og búalið vil ég segja þetta, takið að ykkur börn til sumardvalar ef þið mögulega getið og sannið til, þau munu þegar þau vaxa úr grasi neyta afurða ykkar og endurgjalda ykkur þannig dvölina svo um munar. Síðan munu þau halda úti góðu umtali um bændur og skilja frekar hvar skóinn kreppir að þegar á þarf að halda. Í raun er ekki til betri markaðssetning en það að fóstra börn og unglinga úr þéttbýli. Þau alla vega fitja síður upp á trýnið þegar landbúnaðarvörur og landbúnaðarmál eru til umræðu. Kristján Gunnarsson Ráðgjafi hjá Bústólpa. Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Ullin Einkunnar orð Sigurjóns á Álafossi, þegar hann kynnti ullarvörur verksmiðjunnar á síðustu öld, voru: Eignist þú góðan grip þá mundu hvar þú fékkst hann. Þeir sem komnir eru á aldur, muna vel hvar og hvernig þeir fengu hlýju fötin sín. Þar með talin silkimjúku þel nærfötin, sem héldu á manni hita, þó ekki væru þá komin vatnsheld yfirhafnarföt á hvert mannsbarn, né hlífðarflíkur við hæfi og það yljar manni ennþá, minningin um svellþæfðu þelvettlingana næst hendi innanundir grófari togvettlingum sem tóku við snjó og bleytu í vetrarkuldanum og hrintu frá svo einangrun þelsins naut sín, sama átti við um sokkana og íleppana í heimagerðu skinnskónum. Þeir forðuðu mörgum frá kali á tám og fingrum fyrri ára og alda. Því rifja ég þetta upp nú, að mér sýnist sem öldin önnur sé að gleyma sér í ofgnótt gerviefnanna, og eigi erfitt með að meta og muna upphaf og eðli ekta vöru. Og komin langt frá því að skilja og meta eðliskosti íslensku ullarinnar, ef hún er rétt meðhöndluð til fjölnota úrvinnslu. Þar eigum við námu tækifæra og ónýtt verðmæti. Það er mér mikið umhugsunarefni hvernig komið er þróun þessara mála og hvert stefnir, ef áfram verður haldið á sömu braut. Svo langt er nú gengið með þeirri meðferð og hirðingu sem tíðkast hefur síðustu áratugi á íslensku sauðkindinni, rúningu og reifi jafnt og úrvinnslu ullar, að frágangssök er að þola viðkomu hennar nær sér en utan yfir margföldu undirlagi annarra mýkri fata. Lopapeysan, sem nú um tíma hefur verið helsta og verðmætasta söluvaran, vegna góðrar hönnunar og tískusveiflu, stingur svo með sínum margniðurbútuðu, stífu tog og fýldings hárum, að mann svíður og klæjar undan svo óþolandi er. Engu síður þá sem ólust upp í þelskyrtunum næst sér fram á fullorðinsár og leið vel með það. Er þetta eðlilegt.? Hvað er breytt.? Hvers vegna.? Viljum við hafa þetta svona og jafnvel versnandi.? Eða viljum við staldra við og hugsa málið.? Til þess að glöggva sig á stöðunni og gera sér grein fyrir hvað veldur breytingunni, verður að byrja hjá kindinni sjálfri, fóðrun hennar, húsvist, rúningstíma og meðferð reyfisins. Eðlislægir eiginleikar sauðkindarinnar eru að skipta um reyfi á vorin. Þá eru að koma skil milli nýju ullarinnar og þeirrar gömlu með því að togið á nýja reyfinu er farið að vaxa út í þelið á því eldra og lyfta því frá skrokknum. Náttúran hefur sín ráð til að skilja á milli kulda og hitatímabils árstíðanna og losa dýrin við vetrar dúðurnar, þegar hlýnar af sumri. Þegar maðurinn fór að temja dýrin í sínar þarfir, fann hann ráð til að hirða af þeim arðinn og gera að sýnum nytjum. Hann fór því að rýja kindina á vorin, út frá þessum eiginleikum og eðli og fékk með því heillegt reyfi sem saman stóð af fíngerðum, þéttum hármassa innst, þelinu, með grófari og gisnari hárum yst, toginu, og endunum á toghárum næsta reyfis, fýldingnum, sem klippt var í þegar rúið var en stendur svo eins og illhærur inn úr þeli reyfisins. Formæður okkar þvoðu vel þessi reyfi, aðskildu síðan fíngerða þelið frá með því að taka (togið) ofan af sem kallað var, þ.e. draga toglokkana út úr reyfinu og illhærurnar innanúr, þartil aðeins var silkimjúkt þelið eftir. Togið var kembt sér og haft aðallega í ytri fatnað, eða spunnið örfínt í þráð til ýmissa nota. En þelið var kembt, spunnið, tvinnað og þrinnað. Allt eftir til hvers átti að nota, í prjónles Guðríður B. Helgadóttir. eða vefnað, ígangsflíkur, undirlök eða rúmteppi. Til allra þessara nota var litafjölbreytni íslenska fjárins uppspretta margra listaverka í samsetningu og meðhöndlun. En vélaöldin yfirtók vandvirkni og listfengi mannshandarinnar í meðferð þessa hráefnis, ullarinnar, og sauðfjárbændur fóru að leggja meiri áherslu á kynbætur til kjötframleiðslu og frjósemi. Ullarmiklar, lagðprúðar kindur hlutu ekki náð fyrir augum ráðgefandi stefnu, til jafns við lágfættu holdmassa skrokkana og þessarar áráttu að kreista út úr hverri á eins mörg lömb og tæknin gæti þar fyrir komið, án tillits til að ærin hefur aðeins tvo spena frá náttúrunnar hendi og er ætlað að stikla fótfrá um fjöll og víðerni. En stuttfætta holdmassanum er hætt við að velta um hrygg og verða afvelta á sléttlendi heimagæslunnar og mikils þarf við um sauðburð við að reyna að koma aukalömbum í fóstur milli mæðra til uppvaxtar, því reynslan sýnir að hverri á hentar best náttúrulögmálið með 1-2 lömb á spena og gefur með því mestan arð, þó einstaka kind geti skilað þremur jafngóðum dilkum að hausti. Einnig þetta er umhugsunarefni sem vert er að horfa á frá fleiri hliðum. Með breyttum búskaparháttum og húsvist frá hausti til vors, er svo farið að haust og vetrarrýja féð. Og þar með gjörbreyta ullinni, reyfið sem samanstendur af tvennskonar misgrófum og mislöngum hárum fær þá aldrei að vaxa á sinn eðlilega hátt. Ásetnings haustlömbin eru rúin um leið og tekið er á hús að hausti. Sú ull sem á þeim spratt yfir sumarið er fyrst og fremst toghárin, því þelhárin vaxa mest og þéttast þegar kólna fer af hausti og vetri. Þarna er því klippt í miðju þelhári þar sem engin ullarskil eru komin önnur. Og aftur eru þessar kindur klipptar seinnipart vetrar, þegar snoðið, (þelið sem klippt var í), er farið að lyftast frá skepnunni, við vöxt togs á næsta árs reyfi. Ærnar eru rúnar um miðjan vetur, áður en þelhárin eru fullvaxin eða fýldingurinn farinn að mynda ullarskil. Þar er því einnig saxað í miðju þelhári sem ódrýgir enn mýkri hluta reyfisins. Síðan er öll þessi ull tætt og táin saman svo úr verður massi margniður bútaðra stuttra hára, sem hanga varla saman þegar teygja þarf lopann við spuna, toghár og illhærur í yfirgnæfandi meirihluti, af svo stuttri lengd, stinga eins og nálaroddar þegar komið er í flík, eftir þessa meðhöndlun. Lopapeysutískan hefur um tíma bjargað að nokkru, heiðri íslensku ullarinnar. En þegar grannt er skoðað, getur það orðið skammgóður vermir, því tískan breytist ört og heimurinn líka, svo enginn veit nema stutt sé í að aðstæður útheimti önnur not mýkri gerðar fata. Eins og meðferð ullar er háttað nú, er hún varla samkeppnisfær við til dæmis ástralska og norska ull að mýkt og gæðum. Og fyrr en varir hefur þjóðin gleymt hverju hún á líf sitt að launa, í gegnum aldir hafíss og harðinda fortíðar, og langt fram á síðustu öld. En það er vandratað meðalhófið í meðferð og húsvist fólks og fénaðar. Að mörgu þarf gæta, vega og meta svo vel fari. Það eru gömul sannindi og ný. Gerðir fjárhúsa, vinnuaðstaða og innistöðugjöf eða meiri útivist með tilliti til ullargæða og meðferðar meiri og betri afurða, jafnvel án meiri tilkostnaðar, er vel þess virði að leiða hugann að, Með þessum skrifum vil ég aðeins minna á að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Og það gæti verið stutt í það að langsóttara yrði að rifja upp þekkingu og vinnuaðferðir genginna kynslóða, ef áhugi og aðstæður gæfu tilefni til að heimfæra þær upp á komandi tíma. Og svo er líka umhugsunarefni nú á krossgötum bændaþjóðfélagsgerðar og borgríkjasamfélags þessarar þjóðar, hvernig framtíðar samfélagi og landsnytjum verður háttað til gæfu og gengis á komandi tímum. Eins og er virðist þar allt vera laust í reipunum, í hershöndum skammtíma sjónarmiða óprúttinna sérhagsmuna og valdabrölts. Sem skeytir engu um líðan fólks né meðferð og framtíð lands. Þetta er háskalegt viðhorf og ekki að undra þó upp vakni ýmsar áleitnar spurningar. Maðurinn og sauðkindin hafa átt samleið á þessari eyju frá landnámstíð og deilt saman kjörum í blíðu og stríðu. Það má til sanns vegar færa að hún sé ein þeirra hollvætta sem gott er að búa með og vert að gera vel til í bráð og lengd. Skrifað í byrjun Góu Guðríður B. Helgadóttir.

45 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl REYKJAVÍK Sími: /// AKUREYRI Sími: /// PLÓGAR FRÁ NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2012 TIL AFGREIÐSLU STRAX FARMER L skeri FARMER M skeri FARMER M skeri FARMER MS 950 Vario 4 skeri FARMER MS 950 Vario 5 skeri SÁRASPREY FYRIR ÖLL DÝR Hreindýr á Klausturseli. Hreindýraveiðar: Nær 80 á biðlista eftir veiðileyfi Einstaklega græðandi Hægir á blæðingu Dregur úr sársauka og kláða Myndar filmu og hlífir sári Vinnur gegn bakteríu- og sveppamyndun Íslensk framleiðsla Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöruverslunum um land allt Siglufjörður Sími info@primex.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: Hreindýrum hefur fjölgað mjög á Íslandi á síðustu áratugum og veiðar á hreindýrum hafa einnig aukist. Þrátt fyrir stórauknar veiðar telja margir að þær dugi samt ekki til að halda stofninum inna skynsamlegra marka. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, hafa veiðar aukist verulega frá 1995 þó dregið hafi umtalsvert úr veiðum aftur á síðustu þrem árum. Árið 1995 voru veidd 329 hreindýr og voru veiðarnar á svipuðu róli næstu árin. Það var ekki fyrr en 1999 að veiðarnar komust í 409 dýr og voru komnar í 553 dýr árið Síðan jukust veiðarnar ört og árið 205 voru veidd 855 hreindýr, 1037 dýr árið 2006 og 1283 dýr árið Metveiðar árið 2009 Efnahagshrunárið 2008 varð verulegur kippur í veiðunum, en þá voru felld 1529 dýr. Árið 2009 voru svo felld 1549 dýr sem er það mesta sem veiðst hefur. Á árinu 2010 voru svo felld dýr og árið veiðarnar fóru svo niður í 993 dýr árið 2012, en endanlegar tölur fyrir 2013 liggja ekki fyrir hjá Hagstofunni, en heimilt var að veiða dýr á síðasta ári. Þar af var heimild gefin fyrir veiðar á 606 törfum og 623 kúm. Reiknað er með að talan verði svipuð í ár. Gríðarlegur áhugi á veiðum Áhuginn á veiðunum skortir ekki og í fyrra barst gild umsókn og varð því að draga um hverjir hrepptu hnossið. Árið 2013 var annað árið sem veiðimenn þurftu að hafa lokið skotprófi áður en þeir máttu halda til veiða. Á árinu 2012 gátu menn fengið endurgreitt veiðileyfi ef þeir skiluðu inn leyfinu ef þeir stóðust ekki skotprófið. Talsvert mun hafa verið um slíkt. Um það var þó ekki að ræða í fyrra, þar sem öllum átti þá að vera ljóst að þeir þurftu að fara í gegnum skotpróf til að fá veiðileyfið. 78 veiðimenn voru á biðlista í byrjun apríl Síðasti greiðsludagur staðfestingargjalds hreindýraveiðileyfa fyrir árið 2014 var 31. mars sl. Þeir sem ekki greiddu fyrir 1. apríl misstu þá tilkall til leyfisins og Umhverfisstofa gat þá úthlutað örðum leyfinu. Þann 10. apríl voru samtals 78 á biðlista eftir að fá leyfi til veiða á 9 veiðisvæðum. Það er ekki ókeypis að stunda hreindýraveiðar því veiðileyfi kostar krónur fyrir hverja kú og fyrir tarf. Þá á eftir að tala kostnað við byssu og annan búnað, ferðalög gistingu og veiðileiðsögn.

46 46 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Karlakór Eyjafjarðar setur upp kórverk eftir stjórnanda sinn: Skemmtum okkur vel á æfingum og vonum að gestir hafi jafn gaman af Karlakór Eyjafjarðar setur innan tíðar upp kórleikinn Frásögn úr Frónsskíri í Laugaborg, en áætlað er að sýna verkið fjórum sinnum í vor. Stjórnandi kórsins, Petra Björk Pálsdóttir, samdi verkið en Skúli Gautason leikari aðstoðar við leikstjórn. Hljómsveit sem undir leikur er skipuð þeim Valmari Väljaots á píanó, Hauki Ingólfssyni á bassa, Birgi Karlssyni á gítar og Árna Katli Friðrikssyni á trommur. Kórinn syngur bæði gömul lög og ný og eru leikarar í verkinu úr röðum kórfélaga, þeir standa sig með mikilli prýði, segir Petra Björk, en þrjú frumsamin glæný lög verða flutt á sýningunni. Kórfélagar í Karlakór Eyjafjarðar eru ríflega 30 talsins og taka allir þátt í uppfærslu á kórverkinu. Petra Björk hefur stjórnað kórnum frá árinu 2002 og segir að hugmyndin hafi verið sú að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt nú í vor í stað þess að halda hefðbundna vortónleika. Mig langaði að brydda upp á einhverju nýju, en verk af þessu tagi hefur lengi verið að gerjast uppi í höfðinu á mér, ég hef verið með það í vinnslu í nokkur ár þar uppi, segir hún. Létt gamanleikrit Í fyrrasumar settist Petra Björk svo niður og skrifaði verkið, kynnti það svo fyrir stjórn á liðnu hausti sem tók vel í að setja það upp þannig að hafist var handa við æfingar. Við byrjuðum á því að æfa lögin og eftir áramót var tekið til við að æfa verkið í heild sinni og það hefur Mig langaði að brydda upp á einhverju nýju, en verk af þessu tagi hefur lengi verið að gerjast uppi í höfðinu á mér, segir Petra Björk, höfundur kórverksins og stjórnandi Karlakórs Eyjafjarðar. Mynd / MÞÞ gengið ljómandi vel, við skemmtum okkur konunglega á æfingum og vonum að gestir muni hafa af því ánægju líka, segir hún. Þetta er létt gamanleikrit sem gerist á óræðum en sögulegum tíma. Engilbert Ingvarsson í hlutverki hundsins á bænum reynir að ná athygli heimasætunnar, en Petra Björk fer með hlutverk hennar. Hundurinn á bænum leggur sitt af mörkum Kórverkið segir frá óðalsbónda nokkrum og vel gjafvaxta dóttur hans, karlinn er orðinn þreyttur á að hafa hana heima við og lætur berast út að henni muni fylgja ríkulegur heimanmundur finnist fyrir hana rétti maðurinn. Vonbiðlarnir taka að streyma heim á bæinn en dóttirin finnur þeim allt til foráttu og vísar á bug. Enda eru hún að upplagi dyntótt frekjudós, segir Petra Björk. Við sögu koma fjölmargir kynlegir kvistir, hundurinn á bænum, sem leggur sitt af mörkum til að hrekja vonbiðla á brott, alvitur spegill sem ekki lýgur, þjónustufólk Pétur Pétursson fer með hlutverk sögumanns í kórverkinu, en að baki honum eru félagar í Karlakór Eyjafjarðar. er að sjálfsögðu á þönum kringum feðginin og er sölumaður sigins fisks á sveimi. Petra Björk segir að verkið sé að hluta til samið með kórfélaga í huga, líf þeirra og störf, en sem dæmi er aðaltekjuöflun kórsins ár hvert sala á signum fiski. Sögumaður sem stundum villist út af textanum Hér er einn af vonbiðlunum á ferðinni, Þór Jónsteinsson að segja frá fína húsinu sínu. Skúli Gautason hefur aðstoðað við uppsetningu kórverksins. Sögumaður er einnig í verkinu, hinn skorinorði Pétur Pétursson læknir fer með það hlutverk og skilar því með sóma að sögn höfundar. Hann villist stundum út af textanum ef sá gállinn er á honum og í raun veit maður aldrei upp á hverju hann tekur, en það er allt í góðu og hann hefur enn sem komið er ekki farið yfir strikið, segir Petra Björk. Pétur er líka í hlutverki hvíslara, ef við hin gleymum okkur þá er bara að treysta á Pétur, hann er með textann, bætir hún við, en höfundurinn fer sjálfur með hlutverk dótturinnar. Sýningar verða sem fyrr segir í Laugaborg, frumsýning 2. maí næstkomandi og þá er sýning daginn eftir, 3. maí og einnig eru fyrirhugaðar tvær sýningar helgina þar á eftir, eða dagana 9. og 11. maí. /MÞÞ

47 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Gáfu Guðna bjórvettlinga og íslenskan bjór að auki í sólinni á Kanaríeyjum Þessar systur sem Guðni Ágústsson er þarna með heita Valdís (til vinstri) og Sigrún Bjarnadætur. Sigrún bjó í Húnakoti í Þykkvabænum en nú á Hellu, en Valdís býr í Reykjavík. Þær prjóna þessa bjórvettlinga fyrir útihátíðir og fleira. Systurnar gáfu Guðna bjórvettling á lokahófi á Klörubar á Kanaríeyjum fyrir skömmu og færðu honum Víking bjór. að auki. Íslenskara gat það ekki verið og sögðu þær við Guðna að ef hann færi á Landsmót Hestamanna á Hellu eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum væri vettlingurinn mikilvægur. Hún er hlý blessuð ullin og lopavettlingurinn svíkur engan en þær systur selja vettlingana eins og heitar lummur, sagði Guðni. í samtali við Bændablaðið við komuna til landsins. Væntanlega tekur hann systurnar á orðinu og skellir sér með bjórvetlinginná Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu í lok júní. Bústjóri á sauðfjárbú Leitum að öflugum einstaklingi/pari til starfa á sauðfjárbú í Dalasýslu. Um er að ræða fullt starf á sauðfjárbúi með fjár og 25 geldneyti. Aðstaða er góð, fjárhús með gjafagrindum og góðri sauðburðaraðstöðu. Sauðfjárbúið er staðsett á Lambeyrum í Dalasýslu sem eru 20 km frá Búðardal en þar er verslun, leikskóli, grunnskóli auk þess sem nýlega er hafin dreifnámskennsla á framhaldsskólastigi. Starfs- og ábyrgðarsvið: Allt sem við kemur daglegum rekstri á sauðfjárbúi, svo sem vinna við gjafir, sauðburð, skýrsluhald, sæðingar, smalamennskur o.fl. Auk þess þarf viðkomandi að sjá um ýmislegt viðhald á útihúsum, vinnu við heyskap, skítmokstur, viðhald girðinga o.fl. Hæfniskröfur: Reynsla af landbúnaðarstörfum og dráttarvélavinnu. Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Sveigjanlegur vinnutími með miklu vinnuálagi á ákveðnum árstímum. Menntunarskilyrði: Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur hinsvegar er jákvætt ef viðkomandi hefur menntun á sviði landbúnaðar. Launakjör, vinnutími og húsnæðismál: Vinnutími er breytilegur með miklu álagi á ákveðnum árstímum. Launakjör samkvæmt samkomulagi en miðað er við föst mánaðarleg laun. Afnot af góðu og nýlega byggðu einbýlishúsi með 4 svefnherbergjum getur verið hluti af launakjörum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en það er þó samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar: Umsóknarfrestur er til 1. maí 2014 og skulu umsóknir sendar skriflega á lambeyrar@simnet. is. Nánari upplýsingar veitir Daði Einarsson í síma ALL BAJA MTZ RADIALS FEATURES Bændablaðið kemur næst út 8. maí REYKJAVÍK S: / AKUREYRI S: / TIL SÖLU Zetor Proxima hestöfl. ALÖ ámoksturstæki með þriðja sviði og softdrive Verð án skóflu kr án vsk. Verð með skóflu kr án vsk. Skráning kr Verð miðast við gengi DKK 20,8 Helsti búnaður Proxima cl mótor í umhverfisflokki Tier lll með ERG turbinu og intercooler Án Ad blue eldsneytisblöndunar og flókins rafeindabúnaðar Mótorhitari Gírkassi mekanískur 12x12 með vendigír í mælaborði Tvöföld þurrkúpling Ökuhraði 40 km/klst Öflugt framdrif með miðlægu læstu drifi og nafbremsum Aflútak 540 og 540e sn/min. Vökvadæla 60 l/min 200 bar Vökvastýri með sjálfstæðri vökvadælu Opnir beislisendar Cat ll Dráttarkrókur og dráttarbeisli Lyftigeta beislis er 4150 kg 3 x 2 vökvaúrtök að aftan Vagnbremsuventill Vandað ökumannshús með þægilegu vinnuumhverfi Pústurrör á húshorni Stillanlegt ökumannssæti Rúðuþurrkur að framan og aftan með hreinsivökva Vinnuljós á þaki húss að framan og aftan, aukaljós í grill auk ökuljósa Dekk 380/70R 24 og 480/70R 34 Útvarp Farþegasæti Þyngd vélar án ámoksturstækja, 3630 kg REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: AKUREYRI Baldursnes Akureyri Sími: Bændablaðið Smáauglýsingar Bújörðin Skálholt auglýst til ábúðar Kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar, f.h. kirkjumálasjóðs, auglýsir lausa til ábúðar jörðina Skálholt, landnúmer , Biskupsstungum, sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Ábúðarsamningur verður til fimm ára frá og með 1. júní 2014, með möguleika á framlengingu. Ábúðarsamningnum fylgir starf ráðsmanns á Skálholtsstað, sem gerður verður sérstakur ráðningarsamningur um. Sjá nánari upplýsingar á kirkjan.is

48 48 Bændablaðið Miðvikudagur u 16. apríl 2014 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen þjóðfræðingur og garðyrkjufræðingur Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá Vinsældir ávaxtatrjáa hafa aukist mikið undanfarin ár og er það draumur margra að rækta sína eigin ávexti í garðinum jafnvel þótt uppskeran sé lítil og mörgum þykir nóg ef trén blómstra. Þau ávaxtatré sem reynst hafa nógu harðger til að rækta utan dyra hér á landi eru epla-, peru-, plómu- og kirsuberjatré. Fyrirsögnin á greininni er gamalt slagorð fyrir verslanir Silla og Valda sem voru víða um Reykjavík fyrir fjörutíu árum eða svo. Á þeim tíma þótti lúxus að fá ávexti um jólin og talað var um eplalykt í húsum. Upphafleg mun um Biblíutilvitnun vera að ræða úr Matteusarguðspjalli og ætlað að vara við falsspámönnum. Fyrirsögnin hefur ekkert með greinina að gera annað en að orðið ávextir kemur þar fram og mér finnst slagorðið flott fyrirsögn. Ávaxtatrjám þarf að velja góðan stað í garðinum, í skjóli og þar sem sólar nýtur, til dæmis við suðurvegg. Til að vel takist með ræktunina þarf að velja yrki sem reynst hefur vel. Yrki eru plöntur sem fjölgað er kynlaust og allir afkomendur eru sömu arfgerðar og móðurplantan. Plöntur eru valdar til ræktunar vegna sérstakra eiginleika, hversu harðgerðar þær eru eða vegna mikillar uppskeru, bragðgæða eða blómfegurðar. Undantekningarlaust ágædd Ávaxtatré sem seld eru hér eru undantekningarlaust ágrædd. Það þýðir að ofanjarðarhlutinn, sem er framræktað yrki, er grætt á rót af villitré. Ástæðan fyrir þessu er sú að rót framræktaðra yrkja er lélegri en villirætur. Rætur villitrjánna eru mismunandi og kallast rótarstofnar. Ágræðslan er yfirleitt gerð í 20 sentímetra hæð frá rótarhálsinum. Sendinn jarðvegur og vel framræstur Æskilegt er að blanda hæfilegu magni af lífrænum áburði í jarðveg fyrir ávaxtatré. Einnig þarf framræsla að vera góð og gott að jarðvegurinn sé eilítið sendinn. Þegar ávaxtatré er plantað skal gera svolítinn kúf á jarðveginn og planta trénu þannig að það standi aðeins ofar en jarðvegurinn í kring. Nauðsynlegt er að setja staur niður með trénu til að styðja við það fyrstu árin. Eftir að ávaxtatré hafa komið sér fyrir eru þau nægjusöm og nóg að kasta nokkrum kornum af áburði í jarðveginn í kringum þau tvisvar til þrisvar yfir sumarið. Gott er að vökva þau reglulega í þurrkatíð, sérstaklega á meðan aldinin eru að vaxa. Ávaxtatré þola vel klippingu en óþarfi er að klippa þau mikið nema hugmyndin sé að móta þau sérstaklega. Hæfilegt bil á milli trjáa er þrír til fimm metrar. Tvö yrki nauðsynleg til að fá ávöxt Ávaxtatré geta verið sjálffrjóvgandi eða ekki og sum eru það sem kallað er hálfsjálffrjóvgandi. Ef um er að ræða tré sem ekki frjóvga sig sjálf verður að hafa að minnsta kosti tvö tré af ólíkum yrkjum til að frjóvgun geti átt sér stað. Þetta stafar af því að tré sem eru af sama yrki eru í raun sama planta sem fjölgað hefur verið kynlaust. Blómgist ávaxtatré mikið getur Ekki eru öll epli góð til matar. reynst nauðsynlegt að fjarlægja nokkra aldinvísa úr hverjum blómklasa til að aldinin verði færri en stærri. Epli (Malus domestica). Upprunalegur vaxtarstaður epla er Kasakstan og fjalllendi Mið-Asíu. Fjöldi yrkja er talinn í þúsundum og skiptast þau í villi-, matarog skrautepli. Í náttúrulegum heimkynnum sínum ná eplatré átta metra hæð. Ræktuð eplatré eru undantekningarlaust ágrædd. Algengustu rótarstofnar epla kallast M27, M9 og M26 en gerð rótarstofnsins ákvarðar hæð trésins. Frægasta epli sögunnar er án efa eplið sem Adam og Eva eiga að hafa borðað af og er kennt við skilningstréð. Ólíklegt er þó að um sé að ræða epli á frummáli því litlar líkur eru á að eplatré hafi vaxið á söguslóðum Biblíunnar. Aftur á móti er erfitt að segja fyrir víst hvað óx í paradís sköpunarsögunnar. Annað frægt epli er það sem stóð í stúlkunni í ævintýrinu um Mjallhvíti og ekki má gleyma þrætueplinu súra sem dafnar svo vel hér á landi. Reynslan af eplayrkjunum er mismunandi en mörg þeirra lofa góðu. Dæmi um yrki sem hafa reynst vel eru Sävstaholm, Carroll, Haugmann, Melba, Quinte og Huvitus. Epli eru yfirleitt ekki sjálffrjóvgandi en þó eru undantekningar á því. Dæmi um sjálffrjóvgandi yrki eru Sunset og Scrumptious. Auk þess eru til yrki sem eru hálfsjálffrjóvgandi sem þýðir að þau geta frjóvgað sig sjálf en eru betri með öðrum tegundum. Dæmi um það eru Transparente Blanche og James Grieve. Einnig eru til yrki með þrjá litninga en þau eru ónothæf til að frjóvga með. Þar má nefna Close, Gravenstein og Jonagold. Öll þessi yrki hafa reynst harðgerð hér á landi. Á svokölluðum fjölskyldutrjám eru fleiri en eitt yrki grædd á eina rót og þannig næst uppskera yfir lengri tíma og fjölbreytni í bragði og lit. Gallinn við fjölskyldutré er að ef eitt yrkið er mjög kraftmikið getur það vaxið fram úr öðrum og orðið ráðandi. Til að eplatré, sem ekki frjóvga sig sjálf, frjóvgist þarf að minnsta kosti tvö ólík yrki sem blómstra á svipuðum tíma. Yfirleitt Í Japan eru haldnar hátíðir þegar kirsuberjatrén blómstra á vorin. sjá flugur um frjóvgunina en þeir sem vilja vera alveg vissir um að hún takist bera frjókornin á milli blómanna á trjánum með mjúkum pensli eða fjöður. Pera (Pyrus communis). Upprunnin í Mið-Asíu, er náskyld epli og ræktunin svipuð. Nær allt að tólf metra hæð. Pera er viðkvæmari en epli en getur þrifist ágætlega á skjólgóðum og sólríkum stað. Heimildir eru um ræktun á perum í Kína meira en þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals. Áður en tóbak barst til Evrópu frá Nýja heiminum reyktu Evrópubúar þurrkað perulauf. Líkt og síder er búinn til úr eplum er búinn til drykkur úr perum sem kallast perrý. Yrki sem reynst hafa vel hér eru Skånsk sukkerpære, sem er upprunnin í Svíþjóð. Hún er harðgerð, blómstrar snemma og þroskar aldin utandyra. Herrapæra og Broket July eru upprunnar í Frakklandi og eru sæmilega harðgerðar á góðum stað. Grev Moltke er frá Danmörku og hefur myndað aldin utandyra hér. Pepi er frá Eistlandi og lofar góðu. Ekkert af þessum yrkjum er sjálffrjóvgandi Pera er viðkvæmari en epli en getur þri st ágætlega á skjólgóðum og sólríkum stað. fyrir utan Pepi sem hugsanlega er sjálffrjóvgandi. Grev Moltke er þriggja litninga og getur því ekki frjóvgað önnur tré. Plóma (Prunus domestica). Upprunnin í Mið-Asíu þar sem tréð nær tíu metra hæð. Plómur eru annaðhvort sjálffrjóvgandi eða ekki. Yrkin sem hér eru í ræktun eru hvoru tveggja. Opal, sem er frá Svíþjóð, er sjálffrjóvgandi, þroskar aldin um miðjan september og er þokkalega harðgert. Czar er sjálffrjóvgandi breskt yrki sem hefur reynst nokkuð harðgert og þroskar aldin snemma í september. Edda frá Noregi. Ekki sjálffrjóvgandi, þroskar um miðjan september. Lofar góðu. Hermann er sjálffrjóvgandi yrki frá Svíþjóð sem myndar aldin snemma og lofar góðu. Plómur eru losandi séu nokkrar borðaðar í einu. Súrkirsuber (Prunus cerasus). Upprunaleg heimkynni í Kákasus og Vestur-Asíu þar sem tréð nær allt að fimm metra hæð en er oft runnavaxið og því sjaldan klippt. Oft flokkað í tvær undirtegundir, morell (P. cerasuas var. austera) og amarell (P. carasus var. caproniana). Plóma er upprunnin í Mið-Asíu, þar sem tréð nær tíu metra hæð. Aldin af amarell eru yfirleitt sætari en af morell. Súrkirsuber eru með harðgerðustu ávaxtatrjám sem völ er á en aldinin eru ekki góð til átu. Bæði til sjálf- og ósjálffrjóvgandi yrki. Blómfalleg og henta sem skrauttré. Yrkin Fanal og Skyggemorell eru bæði upprunnin í Þýskalandi, harðgerð, sjálffrjóvgandi og þroska aldin í september. Nordia er sænskt að uppruna, sjálffrjóvgandi og lofar góðu þrátt fyrir takmarkaða reynslu. Sætkirsuber/fuglakirsuber (Prunus avium). Upprunnið í Mið-Asíu og getur náð allt að tuttugu metra hæð en má halda niðri með klippingu. Yrki bæði sjálfog ósjálffrjóvgandi. Harðgerð en viðkvæmari en súrkirsuber. Þrífast best í frjósömum og vel framræstum jarðvegi. Yrkin sem reynst hafa best hér á landi eru öll frá Kanada og þroska aldin í ágúst. Stella og Sunburst eru sjálffrjóvgandi en Sue ekki. Í Japan flykkist fólk út í almenningsgarða með teppi, stóla, borð og nesti á vorin þegar kirsuberjatrén blómstra og haldnar eru veislur í tilefni blómgunar þeirra.

49 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Lesendabás Rýnt í vallarfoxgras Tuukka og Tenho ný grasafbrigði í boði á Íslandi Öll grös virðast eins séð úr fjarska, en þegar betur er að gáð sést að stór munur er á þeim hvað búvísindalega eiginleika varðar sem geta haft áhrif á framleiðni og afköst dýra. Í ræktunarferlinu er fóðuruppskera mæld með því að nota uppskeruvélar fyrir lítil tún og er eitt tún slegið í einu og fóðrið mælt nákvæmlega til að auðkenna snemmsprottin afbrigði, sérstaklega fyrir lönd þar sem vaxtartíminn er stuttur. Að slætti loknum er farið með grassýni á rannsóknarstofu til að mæla þurrefnisinnihald, meltanleika, sykurmagn og trefjar. stjórnun býla og efnahagsleg óvissa krefjast þess að nýttir séu harðgerir og sveigjanlegir erfðaþættir. Til að viðhalda arðsemi býlis Pétur Pétursson verðum við stöðugt að leita nýrra lausna. Tuukka og Tenho eru fyrstu skrefin til að hámarka framleiðslu á grasi, segir Johan Mourik, svæðisstjóri fyrir Íslandi hjá Barenbrug. Þar sem Meðaltal uppskeru, þurrefni hkg/ha - Korpu 2010,2011 og 2012, Möðruvöllum 2010 og 2012 Korpa Möðruvellir 1.sl. 2.sl. Alls 1.sl. 2.sl. Alls Meðaltal 5 uppskeruára Tuukka Tenho Snorri ræktun nýrra afbrigða tekur 15 ár er nauðsynlegt að fjárfesta stöðugt í rannsókn og plönturæktun til að tryggja stöðugt framboð nútímalegra grastegunda á markaðnum. Fóðurblandan hefur verið í samstarfi við sáðvörufyrirtækið Barenbrug í áraraðir og hefur áunnist mikið og gott samstarf. Tvær nýjar grasfræblöndur innihalda Tenho og Tuukka. Þessar blöndur hafa komið einstaklega vel út hér á landi. Pétur Pétursson Fóðurblandan hf. Rúlluplast, bindigarn og net FORSALA 2014 Plast, garn og net Verðlisti - FORSALA 2014 Staðgreiðsla Verð án VSK Greiðslufrestur Verð án VSK Greining á sjúkdómum er afar mikilvægur hluti af afbrigðamatinu. Það er nauðsynlegt að prófa afbrigðin við fjölbreyttar aðstæður til að geta spáð af nákvæmni fyrir um afköst þess. Annar þáttur í afköstum afbrigðis er mat á afköstum við raunverulegar aðstæður á býli þar sem ný grös eru prófuð í bithaga búfjár og í súrheysverkun. Til að framkvæma þetta notar sáðvörufyrirtækið Barenbrug fjölmarga prófunarstaði um heim allan til að rækta afbrigði sem laga sig auðveldlega að staðbundnum aðstæðum og ræktunaraðferðum. Fyrir vallarfoxgras, sem er aðalgrastegundin á Íslandi, hefur Barenbrug ræktað tvö ný afbrigði: Tenho og Tuukka: Bæði afbrigðin voru þróuð í Skandinavíu og hafa verið prófuð opinberlega á Íslandi á síðustu árum (sjá töflu hér á eftir). Tuukka er tegund sem skríður frekar seint og er mjög næringarríkt. Mikill meltanleiki og prótín eru mjög mikilvæg til að auka afurðir með grasfóðrun, segir Rien Louwes, framleiðslustjóri hjá Barenbrug. Tuukka hefur einnig reynst vetrarþolið og harðgert og gefur af sér stöðuga uppskeru í gegnum árin. Tenho er nýtt afbrigði sem var þróað í Kanada og Skandinavíu og hefur verið tekið til ræktunar við margvísleg skilyrði. Það gefur af sér mikinn afrakstur, bæði í bithaga og í slætti. Tenho stendur sig betur en Snorri í prófunum bæði á norður- og suðurhluta Íslands (sjá töflu hér á eftir). Auk þess gefur þetta afbrigði, sem er með meðalgóðan til góðan endurvöxt, af sér virðishátt fóður. Þar sem vallarfoxgras er stærstur hluti af fæðu búfjár er afar mikilvægt að fjárfesta stöðugt í endurbættum afbrigðum. Breytingar á loftslagi, VISQUEEN rúlluplast 75 cm Hvítt / Grænt / Svart , ,- VISQUEEN rúuluplast 75 cm Hvítt - án hlífðarpakkningar , ,- VISQUEEN rúlluplast 50 cm Hvítt / Grænt 8.900, ,- Piippo MagicBlue net 1,23 m x 3100 m , ,- Piippo MagicBlue net 1,30 m x 3100 m , ,- Piippo HYBRID net 1,23 m x 4000 m , ,- Piippo rúllubindigarn 1000 m/kg (5 kg hnota) 2.020, ,- Piippo baggabindigarn 400 m/kg (5 kg hnota) 2.020, ,- Piippo ferbaggagarn 130 m/kg (9 kg hnota) 3.470, ,- KRONE ferbaggagarn 110 m/kg (10 kg hnota) 4.400, ,- GREIÐSLUSKILMÁLAR ef pantað er fyrir 1. maí: STAÐGREIÐSLA: Staðgreiðsla eða greiðsla við móttöku greiðsluseðils. GREIÐSLUFRESTUR: 2 gjalddagar júli og 15. október % greiðist 15. júlí 2014 og eftirstöðvar greiðast 15. október Finnska PIIPPO bagganetið og bindigarnið þekkja íslenskir bændur af yfir þriggja áratuga frábærri reynslu. PIIPPO er leiðandi framleiðandi á sínu sviði og net og garn frá PIPPO hefur ávallt verið í hæsta gæðaflokki. ÞÓR H F REYKJAVÍK - AKUREYRI OUEE POLIWRAP VISQUEEN 5-laga rúlluplast í hæsta gæðaflokki, framleitt í Bretlandi eftir ströngustu kröfum úr besta fáanlega hráefni. VISQUEEN rúlluplast hefur verið notað af íslenskum bændum í mörg ár með frábærum árangri. Hentar jafnt á rúllur sem stórbagga. Eitt vandaðasta plastið sem völ er á í dag. Sendum frítt á afgreiðslur Samskipa-Landlutninga um land allt ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 16 Akureyri: Lónsbakka Sími:

50 50 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Fréttaskýring evrumál og ESB Franski sambandsríkissinninn François Heisbourg varaði Íslendinga við upptöku evru í fyrirlestri í síðustu viku: Skaut helstu rökin fyrir aðild að ESB í kaf segir framkvæmd evruvæðingar vera mistök sem gangi ekki upp og spáir pólitískri sprengingu í mikilvægum ríkjum Hörður Kristjánsson Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu undir þeim formerkjum að taka upp gjaldmiðilinn evru er enn í umræðunni, þrátt fyrir að árum saman hafi skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Þær skoðanakannanir voru reyndar að engu hafðar þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna ákvað að sækja formlega um aðild að ESB í júlí Þessar aðildarviðræður voru síðan settar á ís af sömu ríkisstjórn á vordögum 2013 en pólitískar deilur um framhaldið hafa nú klofið þjóðina í herðar niður. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort það eigi að halda áfram viðræðum eða ekki, á fyrrnefndum forsendum, yrði að öllum líkindum sem bensín á það ófriðarbál sem kynnt hefur verið upp að undanförnu. Rökin fyrir inngöngu í ESB og upptöku evru skotin í kaf Frá því að sótt var um aðild að ESB 2009 voru helstu, og lengi vel nánast einu rökin fyrir aðild þau, að íslenska krónan væri ekki lengur nothæf sem gjaldmiðill. Því væri eina raunhæfa leiðin til að skipta um gjaldmiðil að ganga í ESB og myntbandalag þess í framhaldinu og taka upp evru. Sömu aðilar hafa á sama tíma blásið á alla aðra möguleika eins og hugmyndir um myntsamstarf væri tekið upp við Noreg og Kanada. Það var því afar sérstakt að heyra það af fyrirlestri franska prófessorsins François Heisbourg í Háskóla Íslands í síðustu viku, að evran gæti gengið af Evrópusambandinu dauðu. Heisbourg er mikill sambandsríkissinni og einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum. Hann gaf á síðasta ári út bókina Endalok evrópska draumsins sem vakið hefur töluverða athygli. Heisbourg kom hingað til lands á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Samtökin Þjóðráð og Heimssýn stóðu einnig að fyrirlestrinum. Heisbourg sagðist í fyrirlestri sínum eiga mjög erfitt með að skilja rökin fyrir því að Íslendingar taki upp evru við núverandi aðstæður. Hann sagðist hafa komið hingað til lands rétt áður en efnahagskerfið sprakk í loft upp haustið Hann hafi því haft ágætt tækifæri til að meta stöðuna hérlendis frá þeim tíma. Þó að hann segðist hvetja Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið hvatti hann þá líka til að halda sig víðs fjarri evrunni. Athygli vekur að það er þvert á þá skoðun sem endurspeglast í nýlegri skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ. Aðferðarfræði glundroða og ótta Sú aðferðarfræði sem ESBaðildarsinnar hafa beitt til að reyna að sannfæra Íslendinga um að aðild sé besta lausnin fyrir Ísland, er mjög vel þekkt í alþjóðapólitík. Hún byggir í grunninn á því að skapa fyrst umræðuglundroða í samfélaginu, ala á ótta og fá fólk til að trúa því að ákveðin öfl hafi lausn á hvernig sé hægt að tryggja fólki öryggi á ný. Fræðin ganga síðan út á að ef það tekst að skapa nægan glundroða og vekja nægan ótta þá sé hægt að fá fólk til að samþykkja nánast hvað sem er. Þessi aðferðarfræði kom t.d. sósíalþjóðernissinnum Hitlers til valda í Þýskalandi í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar og kreppunnar miklu Á Íslandi lýsir þetta sér í því að alið er á þeim ótta að við séum gjörsamlega ófær um að standa á eigin fótum og getum ekki rekið þjóðfélagið sjálf. Krónan sé ónýt og því verði ekki bjargað nema með því að ganga í ESB og taka upp evru. Bandarísk yfirvöld notuðu þessa sömu aðferðarfræði t.d. til að fá almenning í landinu til að samþykkja innrás í Víetnam, Írak, Líbíu og Afganistan svo eitthvað sé nefnt. Oftast var farið þá leið að skapa óstjórnlegan ótta við kommúnista og síðar talíbana sem bandarísk yfirvöld bjuggu reyndar til í baráttu gegn vondum kommúnistum. Yfirvöld í Washington beittu líka sömu aðferðarfræði þegar reynt var að fá almenning í Bandaríkjunum til að samþykkja botnlausan fjáraustur til að bjarga bandarískum einkabönkum eftir hrunið Sú tilraun mistókst reyndar í fyrstu atrennu og lög um þá fjárveitingu voru kolfelld í þinginu. Samt var ekki stoppað heldur beitt aðferðinni maður á mann, þar til sá fjáraustur fékkst samþykkur á þinginu, án þess meira að segja að skilyrt væri hvernig peningar til bankanna væru nýttir. Angela Merkel kanslari Þýskalands beitti nákvæmlega sömu aðferðarfræði þegar hún sá fram á að þýska þjóðin var að rísa upp til að andmæla fjáraustri í bankakerfið. Hún fullyrti þá að mikil hætta væri því að evran hryndi og þar með tilurð ESB ef Þjóðverjar og aðrar aðildarþjóðir samþykktu ekki stórkostlegar lánveitingar til Grikkja. Hún náði sínu fram á elleftu stundu, en samt voru það ekki í raun Grikkir sem áttu að fá peningana að lokum, heldur þýskir og franskir bankar. Þeir höfðu tapað stór í vanhugsuðum lánveitingum til fyrirtækja, m.a. þýskra, sem voru með umsvifamikinn rekstur í Grikklandi. Þau höfðu m.a. byggt upp mikla væntingabólu í kringum gríska ferðamannaiðnaðinn, líkt og hvíslað er um að sé nú líka að byrja að gerast á Íslandi. Samskonar aðferðarfræði var lík notuð á eftirminnilegan hátt þegar fyrrverandi ríkisstjórn Íslands reyndi að fá þjóðina til að taka á sig Icesave-skuldbindingar sem hún bar enga ábyrgð á. Það var einungis fyrir inngrip Ólafs Ragnars Grímssonar forseta sem ríkisstjórninni tókst ekki að framkvæma það ætlunarverk sitt. Tvær skýrslur Tvær skýrslur hafa komið fram að undanförnu sem fjalla um stöðu mála varðandi umsóknaraðild Íslands. Í því sambandi er vert að hafa í huga að mjög hefur verið haldið á lofti af þeim sem aðhyllast aðild, að lítið mál sé að fá undanþágur fyrir flestum þeim frávikum sem Íslendingar vilji gera varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Fyrri skýrslan sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir utanríkisráðherra var lögð fram á Alþingi sló þessar röksemdir þó út af borðinu. Þar sagði m.a.: Reynsla annarra þjóða sýnir að erfitt hefur reynst að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins enda þýðir aðild að land tekur upp hina sameiginlegu stefnu. Hægt er að fá tímabundnar undanþágur en þær eru teknar upp í gerðir sambandsins og breytingar á þeim verða einungis gerðar á grundvelli þess. Þegar um er að ræða sérlausnir, sem kann að verða samið um, þarf að taka skýrt fram í François Heisbourg með bók sína Endalok evrópska draumsiins. aðildarsamningi um það ef þær eiga að verða varanlegar. Skýrsla Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands Seinni skýrslan, sem er upp á 133 síður var kynnt 7. apríl, en hún var unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Var hún unnin fyrir félög þar sem forystumenn hafa opinberlega haldið mjög á lofti nauðsyn þess að aðildarviðræðum að ESB verði haldið áfram. Þetta eru Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda. Skýrslan snýst að verulegu leyti um að færa rök fyrir því að viðræðum við ESB verði ekki slitið. Á blaðsíðu 5 í skýrslunni segir m.a.: Í viðtölum skýrsluhöfunda við embættismenn ESB og fulltrúa aðildarríkjanna kom fram skilningur á sérstöðu Íslands en á hinn bóginn var lögð áhersla á að samningaviðræður væru auðvitað samningaviðræður. ESB myndi aldrei gefa ádrátt um eftirgjöf í neinu málefni fyrirfram. [feitletrun blm.] Höfundar skýrslunnar telja mikinn hag af því fyrir Íslendinga að taka upp evru. Um það segja þeir m.a.: Þegar allt þetta er dregið saman, auk þess að taka tillit til þess mikla viðskiptaábata sem alþjóðleg og greiðsluhæf mynt getur sannanlega fært smáþjóðum, verður ekki önnur ályktun dregin en að upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu muni fela í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland, segir m.a. í skýrslu Alþjóðastofnunar. Í skýrslu Alþjóðamálastofnun ar HÍ er hamrað á nauðsyn þess að taka upp evru hér á landi og að evran geti verið lykillinn að afnámi gjaldeyrishafta. Þá sé upptaka evrunnar ekki eins mikið mál og andstæðingar hafi viljað vera láta, því það þurfi ekki að taka nema þrjú ár að taka upp evru. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, lagði út af skýrslunni á Alþingi og túlkaði hana svo að þar kæmi fram að Ísland gæti tekið upp evru mjög fljótt eftir aðild að ESB. Aðild að evru er ekki fjarlægur möguleiki eftir mjög langan tíma," sagði Árni Páll. Upptaka evru tæki að lágmarki 8 ár og hugsanlega 14 ár Niðurstöður skýrsluhöfunda og formanns Samfylkingarinnar eru vissulega athyglisverðar, en ljóst að skoða verður þær í víðara samhengi. Margsinnis hefur nefnilega komið fram að upptaka evru í gegnum inngöngu í ESB er ferli sem tekur mörg ár. ESBaðildarsinninn Friðrik Jónsson, sem m.a. hefur starfað hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington DC, er þó greinilega talsvert jarðbundnari en skýrsluhöfundar og Árni Páll. Hann er m.a. með BA og MA í alþjóðasamskiptum og MBA í alþjóðaviðskiptum og segir m.a. í bloggi sínu 8. apríl sl.: Með einfaldri bjartsýnisstærðfræði aðildarsinnans mín þá lítur ferlið að upptöku Evru á Íslandi í besta falli svona út: 2-3 ár að klára samning, 2 ár að klára samþykkt aðildarsamnings á Íslandi og í ESB, 2-3 ár að verða aðili að ERMII og 2-3 ár að verða aðili að evrunni. Það eru að lágmarki 8 ár (ef núverandi ríkisstjórn setur allt af stað aftur á morgun) en líklega nær 11 árum og ef viðræður fara ekki í gang aftur fyrr en eftir lok þessa kjörtímabils jafnvel 14 árum. Það þýðir að Ísland gæti kannski tekið upp evruna árið 2028! Nafnlausir heimildarmenn og trúverðugleikinn Það hefur einnig vakið mikla athygli að í skýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands, sem er undir hatti æðstu vísindastofnunar þjóðarinnar, skuli ítrekað vera vitnað í nafnlausa heimildarmenn um stöðu viðræðna. Þá er líka áhugavert að skoða þá miklu áherslu sem Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda, hafa lagt á að Ísland gangi í ESB, enda kostuðu þau gerð skýrslunnar. Þá hafa þessi samtök notið dyggs stuðnings áhrifamanna í pólitík og vísindasamfélagi varðandi rökin um nauðsyn þess að taka upp evru. Þar má t.d. formann Samfylkingarinnar, prófessora við Háskóla Íslands eins og hagfræðiprófessorinn Þórólf Matthíasson og hagfræðidoktorinn Gylfa Magnússonar og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Hann sagði m.a. í viðtali við Reuters snemma árs 2009 þegar verið var að undirbúa grunninn að aðildarumsókn: En ef við viljum trúverðugan gjaldeyri með trúverðugan seðlabanka að baki honum þá virðist sem svo að evran sé rökréttasta skrefið. Dómsdagsspárnar sem ekki rættust Talandi um trúverðugleika er mönnum hollt að skoða þann þátt sérstaklega í ljósi umræðunnar að undanförnu. Flestir fyrrnefndra aðila voru t.d. í hópi þeirra sem lögðu áherslu á að íslenskur almenningu tæki á sig alla ábyrgð af Icesavebrölti Landsbanka Íslands í Bretlandi. Banka sem var einkabanki og alls ekki rekin á ábyrgð íslenska ríkisins. Einn helsti talsmaður þeirrar hugmyndar var doktor Gylfi Magnússon þáverandi viðskiptaráðherra sem sagðist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef Icesave-samningur þáverandi ríkisstjórnar við Breta og Hollendinga yrði felldur. Í viðtali á Stöð tvö þann 26. júní 2009 mælti hann þessi fleygu spádómsorð: Kúba norðursins Þá væri bara einfaldlega allt í uppnámi. Öll samskipti okkar við erlend ríki, áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, lánasamningarnir frá Norðurlöndum og raunar líka bara hversdagslegir hlutir eins og alþjóðleg bankaviðskipti. Og fréttamaður spyr: Hér myndi sem sagt allt stöðvast? - Við værum bara eiginlega búin að einangra okkur frá umheiminum og komin aftur á Kúbustig, við yrðum svona Kúba norðursins. Lífskjör hér hrynja gjörsamlega Þórólfur Matthíasson sem einnig hefur haft sig talsvert frammi í ESB og evrumálinu fór mikinn í samtali við Stöð tvö varðandi tilraun ríkisstjórnarinnar til að knýja Íslendingar til að gangast í ábyrgð fyrir Icesave. Hann sagði að allt færi hér á verri veg ef Íslendingar neituðu að borga Icesave: Við erum búin að fá ítrekun á greiðslur eins og á Icesave og við sinnum þeim ekki. Þá gerist það að lánveitendur okkar vilja ekki láta meira fé af hendi rakna og þá hrynur krónan. Hún fer niður fyrir allt sem við höfum nokkurn tíma þekkt og lífskjör hér hrynja gjörsamlega. Atvinnuleysi eykst, þannig að við erum að horfa upp á alveg hrikalega sviðsmynd. Ég bara vona að það komi ekki til þess að slíkar sviðsmyndir rætist. Allir vita hvernig fór. Forsetinn tók málið úr hendi ríkisstjórnarinnar og lét þjóðina um að ákveða hvað hún vildi gera varðandi Icesave. Skemmst er frá að segja að samningarnir voru kolfelldir í tvígang og dómsdagsspár fræðimannanna rættust ekki. Um áreiðanleika orða Þórólfs Matthíassonar prófessors um málefni landbúnaðarins þarf varla að fjölyrða hér. Margt af því sem hann hefur skrifað og rætt um í fjölmiðlum, í skjóli akademísks frelsis, hefur ítrekað verið hrakið. Nú síðast af framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. Tilurð ESB byggð á sérskilgreindu verkefni Fyrirlestur François Heisbourg var um margt áhugaverður og lýsti hann þar vel tilurð og þróun Evrópusambandsins. Hann

51 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl margítrekaði líka á fundinum að þó hann væri ekki hrifin af þróun evrunnar þá væri hann einlægur stuðningsmaður þess að ESB þróaðist yfir í það að verða einskonar Bandaríki Evrópu". Heisbourg rifjaði upp tilurð ESB og sagðist viljandi kalla það verkefni sem væri harla óvenjulegt í pólitísku lífi fólks og þjóða. Framvindan markaðist ekki af samhangandi þróun þjóðfélaganna heldur sem fyrir fram markað verkefni. Evrópusambandið væri á sama hátt sérskilgreint verkefni eins og tilurð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var á sínum tíma. Sagði Heisbourg mikilvægt að menn hefðu þetta í huga í umræðu um Evrópusambandið. Hluti að ástæðu fæðingar ESB væri sú staðreynd að menn hafi viljað koma í veg fyrir að reynsla tveggja heimsstyrjalda og Kalda stríðsins að auki myndu endurtaka sig. Hann segir að tíminn sem það tekur að þróa ESB sé ekki hindrun í sjálfu sér. Það hafi t.d. tekið um 70 ára eftir að lýst var yfir sjálfstæði Bandaríkja Ameríku, þar til öll ríkin fengu sama gjaldmiðilinn í formi dollars. Heisbourg sagði að öll tilvist ESB byggði á samstarfi fyrrverandi pólitískra og hernaðarlegra óvinaríkja, Frakklands og Þýskalands. Þar væri gengið út frá því að ef þessi tvö pólitískt ólíku ríki gætu komist að samkomulagi um einhverja hluti væri engin ástæða til að önnur ríki Evrópu gætu ekki samþykkt slíkt hið sama. Skref ESB í átt að Bandaríkjum Evrópu Heisbourg sagði einnig að árið 1989 hefðu orðið tímamót í þróun ESB. Það hafi verið kreppan sem kölluð hafi verið lok kalda stríðsins og sameining þýsku ríkjanna. Bæði Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hafi lagt blessun sína yfir þetta, sem leiddi til enn nánari samskipta ríkjanna. Á fundi í byrjun desember 1989 hafi verið gerð grundvallarsamþykkt um að Evrópusambandið yrði bæði efnahagslegt og pólitískt ríkjasamband. Þýskaland samþykkti að leggja niður þýska markið og þess í stað yrði tekinn upp evra sem sameiginlegur gjaldmiðill frá Sagði Heisbourg að rökin sem lögð hefðu verið fyrir þýsku þjóðina hefðu verið að evran yrði reist á forsendum þýska marksins. Þar með hefði verið tekið nýtt skref í átt að Bandaríkjum Evrópu. Andstaða við sambandsríkjahugmyndina í Frakklandi Heisbourg segir að frá þessum tímapunkti hafi ESB verið rekið á forsendum efnahagslegs samruna en pólitíski hlutinn lagður til hliðar. Með því hafi verið gerð grundvallarmistök. Síðan hafi Maastricht-samningurinn frá komið í kjölfarið, sem samþykktur hafi verið í Frakklandi með mjög naumum meirihluta. Það hafi þýtt að mikil andstaða hafi verið í Frakkalandi við sambandsríkjahugmyndina, ólíkt afstöðu Þjóðverja sem vildu herða ferlið. Því hafi krafturinn fyrir pólitískri sameiningu í raun endað þarna. Eigi að síður hafi útþensla ESB haldið áfram í krafti efnahagssjónarmiða. Allt hafi leikið í lyndi fram yfir aldamótin 2000, fjöldi aðildarríkja hafi tvöfaldast og efnahagsvöxtur verið 2-3%. Fyrsta óveðursskýið var innrásin í Írak Benti hann á að gallinn í myntsamstarfinu hefði hins vegar falist í togstreitu vegna vaxtamunar og ólíkra aðstæðna á milli nýju ríkjanna og Þýskalands. Fyrsta óveðursskýið á pólitískum himni ESB hefði verið styrjöldin í Írak Þá hefðu Bretar þurft að taka á kvörðun um hvort þeir færu út í innrás í Írak með Bandaríkjamönnum. Það hefði þýtt að þeir drægju sig um leið út úr öllu hernaðarsamstarfi á vegum ESB. Það varð ofan á og Bretar drógu hermenn sína frá Evrópu. Heisbourg líkti hernaðarsamvinnu ESB án Breta við það að vera með evruna án Þjóðverja. Frakkar og Hollendingar kusu gegn nánari pólitískum samruna Hann segir að annað óveðursskýið hafi hrannast upp þegar ESB ákvað að setja pólitíska samrunann aftur á dagskrá 2005 og það var kallað stofnanasáttmáli. Fyrirbærið hafi verið endurspeglun á því sem gert var í Bandaríkjunum upp úr 1780 til að styrkja ríkjasambandið með því að undirbúa sameiginlega stjórnarskrá. Í Evrópu komu strax upp miklir hnökrar þegar tvö stofnendaríkjanna, Frakkaland og Holland, kusu gegn stjórnskipunarlegum samningi. Þriðja pólitíska óveðursskýið var heimskreppan 2008 Heisbourg sagði að þriðja óveðurskýið hafi svo verið heimskreppan 2008 sem átt hafi upphaf sitt í Kaliforníu. Þá hafi verið álíka efnahagsskekkja í kerfinu í Evrópu og olli hruninu í Bandaríkjunum. Gallinn var að það hafi skort nauðsynlega innviði í Evrópu til að takast á við evruvandann. Spánn hafi verið gott dæmi um að efnahagskerfið gengi ekki upp. Þar hafi verið gríðarlegur vöxtur fyrir hrun sem allir hafi litið á sem jákvæðan hlut. Sama átti við um Írland og Grikkland. Gjá hefur myndast milli ríkjanna í norðri og suðri Hann segir að nú sé staðan nú orðin sú að á Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi hafi velviljinn í garð ESB fallið um 20% og haldi áfram að falla. Þar spili inní mikið atvinnuleysi og gjá hafi myndast milli ríkjanna í norðri og suðri sem sé stórhættulegt. Mikið atvinnuleysi á Spáni og á Ítalíu sé nú búið að vera viðvarandi í 5-6 ár. Þegar slíkt gerist verði ekki auðvelt að fá fólk sem hefur jafnvel aldrei á ævinni fengið vinu til að fara út á vinnumarkaðinn. Árangurinn sé mikill samdráttur í efnahag viðkomandi ríkja. Evran getur aldrei orðið markmið samruna ESB Möguleikarnir felast að mati Heisbourg m.a. í því að setja framtíð Evrópusambandsins ofar framtíð evrunnar, því evran geti aldrei verið megin markmið samruna ríkjanna. Ef það á hins vegar að bjarga evrunni, þá verður að innleiða stefnu, sem mun snúa íbúunum gegn Evrópusambandinu eða gegn því frjálsræði sem ríkir innan ESB. Þá eru menn um leið klárlega að gera eitthvað rangt eins og við höfum verið að sjá gerast í einstökum ríkjum innan ESB. Þarna á Heisbourg við það að til að bjarga evrunni þarf að setja verulega aukna fjármuni úr ríkissjóðum ESB ríkjanna, flytja þá í bankakerfið og úr vösum almennings. Slíkt muni almenningur aldrei samþykkja og því snúast gegn ESB. Björgun evrunnar þýðir stórhækkuð framlög evruríkjanna Möguleikarnir varðandi evruna út af fyrir sig eru þrír. Einn er að klára að mynda sambandsríki Evrópu. Til þess þyrftu aðildarríkin að samþykkja að vísa meiri völdum til Brussel og að leggja ESB til 10% landsframleiðslunnar í skatttekjur til að mynda skattagrunn sambandsins. Sagði Heisbourg vandann vera að pólitíkusar sem töluðu fyrir slíku í Róm, París eða Berlín myndu ekki einu sinni fá að ljúka málin sínu. Slíkt mun ekki gerast á næstu tíu til tuttugu árum. Hann segir að vegna þess að fjármálamenn hafi margir brennt sig illa í árásum á evruna í byrjun kreppunnar, þá muni menn hafa svigrúm með evruna í nokkur ár, þangað til fjármálamennirnir fari aftur á kreik. Á næstu árum mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum Hann segir að fulltrúar á Evrópuþinginu séu að verða mjög þreyttir á að ráðstafanir sem gerðar hafa verið séu litlu að skila. Efnahagsvöxtur sé sáralítill. Atvinnuleysi sé fast í um 12% á evrusvæðinu. Einhvers staðar, einhvern tíma á næstu árum mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum. Hann segir það nánast borðleggjandi. Ekki sé eins augljóst að á meðan menn hafi verið að innleiða margvíslega þætti sem stuðla eigi að auknum samruna, þá hafi menn á sama tíma verið að vinna að endurreisa bankakerfið á grundvelli einstakra ríkja. Nefnir hann sem dæmi að stóru bankarnir fjórir í Frakklandi sem áður hafi verið á alþjóðlegum markaði, spili nú á innanlandsgrunni. Sama hafi gerst í Þýskalandi og ítalska bankakerfið hafi í raun aldrei farið út úr þessum þjóðlega fasa. Spánn sé svo ótrúlegt dæmi út af fyrir sig og þar hafi sama þróunin átt sér stað. Heisbourg segir niðurstöðuna vera þá að það sé tæknilega og rekstrarlega tiltölulega auðvelt sé fyrir þessi lönd að ganga út úr evrusamstarfinu rf þegar og ef þau telja það skynsamlegt. Með öðrum örðum evruríkin eru á fullu að undirbúa það að evran líði undir lok og ætla þá að vera tilbúin til að taka a upp eigin gjaldmiðla að nýju. Evran eykur á vandann Heisbourg segir að vegna þess hversu miklum fjármunum er búið að verja í evrukerfið þá muni menn reyna að halda því áfram. Staðreyndin sé hins vegar sú að evran auki á vandann í samskiptum ríkja í frjálsu flæði vinnuafls milli landa. Bendir hann á Svíþjóð og Danmörku sem dæmi þar sem þeim ríkjum gangi vel vegna þessa að þau eru enn með sinn eigin gjaldmiðil. Með öðrum orðum að evran sé ekki að skila tilætluðu hlutverki sínu. Hvað varðar mögulega gliðnun og flótta ríkja úr ESB sagði hann: Ég veit ekki hvað gerist með Skotland og ekki heldur með Bretland og Evrópusambandið þó ég telji að Bretar muni áfram vera innanborðs." Ísland í verstu mögulegri stöðu Ég held að þið hafið sett ykkur í verstu mögulegu stöðuna. Þið eruð að fullu tengdir evrópska efnahagskerfinu með innleiðingu reglna með öllum sínum skyldum án þess að vera í Evrópusambandinu. Ef eitthvað fer úrskeiðis mun Evrópusambandið fyrst taka tillit til sinna eigin aðildarríkja. Þegar hlutirnir fóru á versta veg 2008 þá urðuð þið fyrir barðinu á Bretum og Hollendingum en höfðuð enga talsmenn innan sambandsins. Meðan þið eru í evrópska efnahagssvæðinu er betra fyrir ykkur að vera í ESB. Ég veit þó ekki hvort það sé gott fyrir ykkur að fara sömu leið og Svisslendingar sem eru ekki inna evrópska efnahagssvæðisins heldur með beina gagnkvæma samninga við sambandið. Þar eigi Svisslendingar í talsverðum erfiðleikum með að höndla þá samninga en ESB eigi þó erfitt með að hunsa Svisslendinga vegna landfræðilegra stöðu þess ríkis. Þá stöðu hafi Íslendingar ekki enda með íbúafjölda sem er ekki nema 1/25 af íbúafjölda Sviss og efnahagskerfi í sömu hlutföllum." Hann sagði einnig að Pólland hafi hagnast verulega í kreppunni með því að vera aðili að ESB en halda sínum gjaldmiðli og vera ekki í evrusamstarfinu. Íslendingar eiga ekki að innleiða evru Heisbourg sagðist vilja ráðleggja Íslendingum að horfa ekki til innleiðingar evrunnar. Hann sagðist ekki vita hvort slíkt reyndist ómögulegt í viðræðum um inngöngu í ESB, en á það yrði þá að láta reyna. Ísland hefði sterk rök fyrir því í ljósi kreppunnar að standa utan evrusvæðisins. Grikkir hefðu verið betur settir án evru Benti hann líka á stöðuna í Grikklandi þar sem ESB hefði gengið of langt með innleiðingu evrunnar. Ef þeir hefðu ekki haft evruna hefðu hlutirnir ekki orðið eins erfiðir og þeir urðu. Það hefði ekki orðið auðvelt, eins og við vitum af reynslunni af flöktandi vaxtamun, en við hefðum aldrei þurft að horfa upp á sex ára samdrátt, fjölda atvinnuleysi og hættu á kerfishruni annan hvern mánuð eins og við höfum þurft að horfa upp á. Írar verr settir með evruna Þá benti hann einnig á að Írland hafi verið fórnarlamb evrunnar í vissum skilningi, sem hafi drifið áfram fasteignabólumyndunina og spillingu. Því hafi Írar verið verr settir með evruna en án hennar. Hins vegar hafi Írar noti aðstoðar vegna þess að þeir voru aðilar að ESB og hafi ekki verið hlunnfarnir af aðildarþjóðunum eins og Íslendingar vegna áfalla sem þeir urðu fyrir. Það hefði ekki verið eins auðvelt að sniðganga ykkur ef þið hefðuð verið aðilar að ESB. Ég held að Bretar hefðu ekki þorað að gera það sem þeir gerðu gagnvart ykkur með því að setja á ykkur hryðjuverkalög ef þið hefðum verið aðilar að ESB. Evran hefur leitt til sundrungar Sagði hann að evran hafi neytt forysturíki ESB þjóðanna til að taka upp stefnu sem hefur samdráttar- og sundrungaráhrif, bæði innan landa og á milli landa. Lýðræði og traust hafi minnkað sem rekja mætti til þess hvernig spilað hafi verið úr hlutunum eftir kreppuna. Íbúar innan ESB líti enn á sín eigin lönd sem grundvöll lýðræðisins en ekki ESB. Kosningaþátttaka í öllum kosningum Evrópuþingsins hafi stöðugt farið minnkandi á síðustu 35 árum eða úr 60% og sé nú komin niður í um 40%, þrátt fyrir inngöngu nýrra ríkja þar sem hún er hlutfallslega mikil. Óvíst hvað muni gerast í kosningum í maí. Sagði hann þær kosningar æði tvíbentar. Um leið og það væri nauðsynlegt fyrir lýðræði ESB að hugarfar breyttist og kosningaþátttaka ykist, þá óttaðist hann að aukin kosningaþátttaka muni leiða til þess að öfgastefnur og öfgaflokkar fái aukið vægi á Evrópuþinginu. Þetta var tilraun sem mistókst Þetta var tilraun sem mistókst. Við verðum að hætta við þessa tilraun, sagði Heisbourg og átti þar við evruna. Miðað við þessi orð virðist vera hrein fjarstæða fyrir Íslendinga að nota þau rök að nauðsynlegt sé að gerast meðlimur í ESB til þess að geta gengið í myntbandalag ESB. Rangar fullyrðingar um að evran sé mikilvægasta myntin Önnur rök fyrir aðild að ESB og upptöku evru sem haldið hefur verið að Íslendingum, er að það sé eina skynsamlega leiðin vegna þess að lang stærsti hluti viðskipta Íslendinga fari fram í evrum. Þessi rök eru líka haldlaus þar sem fullyrðingin er einfaldlega röng samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands sem Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á fyrir skömmu. Í þeim gögnum kemur fram að 56% útflutnings frá Íslandi frem fram í dollurum, en einungis 27% í evrum. Það eru einmitt útflutningstekjurnar sem skipta aðal máli fyrir hagkerfið. Þá er 36% innflutningsins gerður í dollurum og 32% í evrum. Þess má einnig geta að 7% útflutningsins er greiddur með íslenskum krónum og 3% innflutningsins. Þannig hafa hver rökin af öðrum fyrir mikilvægi þess að taka upp evru hér á landi reynst ýmist haldlaus eða byggð á röngum fullyrðingum. Rangar fullyrðingar um hátt matvælaverð Harðir aðildarsinnar að ESB hafa líka hvað eftir annað haldið á lofti háu verði á matarkörfunni á Íslandi. Þess vegna sé brýn nauðsyn á að ganga í ESB. Hér séu nær allir hlutir miklu dýrari en í Evrópu og þá ekki síst landbúnaðarafurðir. Þetta er einnig rangt ef mark er takandi á tölum Eurostat, hagstofu ESB. Lítið fer þar svo umræðu um þróun mála í Evrópusambandinu sjálfu og hvaða áhrif upptaka evru á Spáni og á Ítalíu hafði til stórhækkunar verðlags. Hundruð milljóna lögð í að sannfæra Íslendinga Afar hávær hópur hefur síðan, með dyggri aðstoð frá ESB og með liðsinni fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins, Timo Summa, reynt að telja Íslendingum trú um mikilvægi aðildar. Hefur ESB eytt hundruðum milljóna í þessa vegferð hér á landi. Reynt hefur verið að slá á gagnrýni um aukna samþjöppun valds og að ESB stefni í að verða sambandsríki. Eins og fram kom í erindi Heisbourg er takmarkið hins vegar einmitt að búa til sambandsríki eða Bandaríki Evrópu eins og hann nefndi það. Þá bendir margt til að enn meiri samþjöppun valds sé líka nauðsynleg ef myntsamstarf ESB ríkjanna á að geta gengið upp. Greinilegt er á orðum François Heisbourg að ef Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið, þá verði menn að finna einhver önnur rök fyrir því en að brýn nauðsyn sé á inngöngu til að taka upp evruna.

52 52 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Utan úr heimi Vélmenni leysa mannshöndina af hólmi Finnar telja að á næstu 20 árum muni vélmenni (róbótar) yfirtaka þriðja hvert starf í Finnlandi. Það er niðurstaða könnunar Rannsóknastofnunar atvinnuveganna þar í landi. Störf, sem ritarar, bankamenn og skrifstofufólk annast nú, eru meðal þeirra starfa sem einkum eru til skoðunar í þeim efnum. Bjartsýni ríkir um að bærilega muni ganga að finna umræddu fólki ný störf, en að tímabundið muni þó koma til aukins atvinnuleysis í landinu. Í Bandaríkjunum er áætlað að vélmenni muni yfirtaka um helming starfa þar í landi á næstu tveimur til þremur áratugum. Ræktunarland í Svíþjóð dregst saman Um 18% af ræktunarlandi í Svíþjóð er horfið á einum áratug, samkvæmt fréttatilkynningu frá Svenska Jordbruksverket. Umrætt land er nú annaðhvort sjálfgróið eða hefur verið tekið undir aðra notkun. Hér er um að ræða sjötta hluta alls ræktunarlands í landinu. Jordbruksverket hefur boðað að stærð akra og túna verði aftur mæld eftir tvö ár. Verkefnið GrassBots er eitt þessara verkefna, en tilgangur þess að er að þróa tæki sem geta slegið og hirt uppskeru votlendis með góðum afköstum en um leið án þess að valda skaða á umhver nu. DOWN ON THE FARM WALL STREET: AMERICA S NEW FARMER Bandarískir fjárfestar sækjast eftir akurlendi Fjárfestar á Wall Street vilja kaupa 1,6 milljónir ferkílómetra af akurlendi í Bandaríkjunum. Ef fjárfestar eignast helminginn af ræktunarlandi í Bandaríkjunum getur það ógnað matvælaöryggi í landinu, segir hugmyndaveitan Oakland Institute í nýbirtri skýrslu sinni, Down on the farm, sem kom út um miðjan febrúar. Í ljós hefur komið að meðal næstu kynslóðar í Bandaríkjunum, sem ætti að taka við jörðum, sem nú losna, hefur áhugi á búskap dvínað. Þar með opnast fjárfestum tækifæri til að eignast 400 milljónir ekra af ræktunarlandi á næstu tveimur áratugum, segir í skýrslu frá fjármálastofnuninni Oakland Institute, en það samsvarar fjórföldu ræktunarlandi í Noregi, að því er fram kom í blaðinu Nationen 1. mars síðastliðinn. Fjárfestingarsjóðir, þar á meðal lífeyrissjóðir og háskólasjóðir, fylgjast grannt með viðskiptum með fasteignir í Bandaríkjunum, segir Lukas Ross, sem starfar við áðurnefnda fjármálastofnun og er höfundur skýrslu þeirrar, sem hér er fjallað um. Ef það tekst að ná eignarhaldi á ræktunarlandinu, getur ný stétt jarðeignabaróna ógnað matvælaöryggi þjóðarinnar, segir hann. Samkvæmt skýrslunni sjá bandarískir fjárfestar mikla framtíð í því að komast yfir ræktunarland þar í landi og viðskipti með það. Ný stétt jarðeignabaróna getur þá ógnað öryggi í matvælaöflun almennings, segir Lukas Ross. Annar meinbugur, að áliti Oakland Institute, er sá að bændur sem vilja stunda búskap verða undir í samkeppninni, þar sem efnaðir fjárfestar þrýsta upp verð bújarðanna. Áætlað er að bandarískir fjárfestar hafi undir höndum allt að 1,8 milljarða dala til þessara fjárfestinga og þeir eru nú þegar á höttunum eftir nýjum fjárfestingarkostum. Í skýrslunni er varað við jarðeigendum, sem reka ekki sjálfir búskap á jörðum sínum. Töluverðar líkur eru á því að þeir stundi búskap sem er umhverfisspillandi eða óhollur fyrir heilsu starfsmanna. Anuradka Mittel, forstöðumaður Oakland Institute, telur skýrsluna sýna þá þróun að eigendur jarða, sem stunda ekki búskap sjálfir, ráði rekstrarfélög til að annast dagleg störf á búinu. Þau hafi hins vegar aðra forgangsröðun á því hvað beri að rækta til að ná hámarkshagnaði. Það er því miður ekki endilega rekstur sem miðast við heildarhagsmuni, þ.e. baráttu gegn veðurfarsbreytingum, vaxandi hungri í heiminum og stöðugleika í heimsviðskiptum, segir Mittel í viðtali við vefritið The International News Magazine. Þýtt og endursagt /ME Sjálfkeyrandi sláttuþjarkar fyrir votlendi Víða erlendis eru gríðarlega mikil votlendissvæði sem eru vannýtt til landbúnaðarframleiðslu en flest lönd hafa þó sett strangar takmarkanir við notkun þessara svæða vegna mikilvægi þeirra í nútíma vistkerfi. Vegna þessa hafa verið sett af stað ótal verkefni sem miða að því að nýta núverandi framleiðslugetu svæðanna, án þess að raska þeim og er þar oftast horft til möguleika svæðanna til framleiðslu á hráefnum til lífgasframleiðslu. Verkefnið GrassBots er eitt þessara verkefna, en tilgangur þess að er að þróa tæki sem geta slegið og hirt uppskeru votlendis með góðum afköstum en um leið án þess að valda skaða á umhverfinu. Léttur sláttuþjarkur á beltum Til þess að ná tilætluðum árangri var nauðsynlegt að þróa tæki sem nota mætti á votlendissvæðinu án þess að marka í það og fyrir valinu varð beltastýrð sláttuvél sem er sjálfkeyrandi, þ.e. mannlaus svo hún sé léttari. Sláttuborðið er ekki nema 2,65 metrar en vélin er svo létt að hægt er að aka henni yfir mjög blaut svæði og slá þau. Það er fyrirtækið Kongskilde sem hefur þróað þennan merkilega sláttuþjark en hann er knúinn 100 hestafla Caterpillar-vél og notast við grunnbúnað frá Lynex en sláttuvélin sjálf er JF CM 2645F tromluvél. Sláttuþjarkurinn er í dag einungis sláttuvél en hugmyndir Kongskilde eru að þróa tækið þannig að það verði búið sláttukóngi og tækið safni uppskerunni jafn óðum upp í vagn. Fullkomin tækni Sláttuþjarkinn er búinn óhemju fullkomnum búnaði sem tvinnar saman upplýsingar sem berast frá þrívíddar-myndavélum, radarmælum, leiserbúnaði og hitamyndavélum. Með þeim gögnum sem frá þessum tækjum berast getur svo höfuðtölva sláttuþjarkans brugðist við breytilegum aðstæðum og skiptir þá engu hvort þjarkinn keyrir fram á veiðimann, girðingarstaur eða stórt spendýr. Notast við gervihnetti Það er ekki eingöngu fullkominn búnaður sem er á sláttuþjarkinum sjálfum. Við stjórnun þjarksins er einnig notast við gervihnattamyndir og sérstakan hugbúnað, sem tengir saman myndir frá Google Earth kerfinu af því svæði sem á að slá og hirða og svo reiknar tölvan út hvaða leið sé heppilegust fyrir þjarkinn að fara um svæðið. Þetta sama kerfi hefur einnig verið í notkun í hefðbundnum landbúnaði með það að markmiði að lágmarka akstursleiðir og hefur kerfið þegar sannað sig með 15% eldsneytissparnaði og 10-15% auknum afköstum. Miklir notkunarmöguleikar Þó svo að verkefnið GrassBots byggi á því að hanna tæki sem getur nýtt Sláttuþjarkinn er búnn óhemju fullkomnum búnaði sem tvinnar saman upplýsingar sem berast frá þrívíddarmyndavélum, radarmælum, leiserbúnaði og hitamyndavélum. Kongskilde hefur þróað þennan merkilega sláttuþjark, en hann er knúinn 100 hesta a Caterpillar-vél og notast við grunnbúnað frá Lynex. vannýtt votlendissvæði þá horfa forsvarsmenn Kongskilde til þess að tækið, og tækni sem þróuð hefur verið í tengslum við þetta verkefni, geti nýst miklu víðar í landbúnaði í framtíðinni. Þar er m.a. horft til bæði brattlendra svæða sem erfitt er að hirða í dag með vélum en einnig hefðbundins heyskapar og annarrar akuryrkju sem með þessu má gera sjálfvirka með öllu. Fyrst er stað er þó horft til hinna vannýttu votlendissvæða en í Danmörku, þar sem Kongskilde er einmitt með þróunarsvið sitt staðsett, er talið að um 210 þúsund hektarar af votlendi séu vannýttir og geti með réttri nýtingu staðið undir mikilli lífgasframleiðslu. Ekki einfalt mál Jafnvel þó svo að tæknin sé orðin slík í dag að það sé í raun hægt að senda sláttuþjarkana af stað út á akrana eru nokkur óleyst mál til staðar og þar á meðal lagaumhverfi margra landa. Fæst landslög gera ráð fyrir því að til sé sjálfvirkur sláttuþjarkur og vakna því upp margar spurningar um skyldur og ábyrgð eigenda, öryggi fólks og dýra o.fl. Þar til lagaumhverfi þjarka verður skýrara þurfa því fyrirtækin sem þróa og selja búnaðinn að setja eigin öryggiskröfur og í þessu verkefni hefur verið sett sú viðmiðunarkrafa að sláttuþjarkinum fylgi amk. einn maður með neyðarstöðvunarhnapp og geti því brugðist við og yfirtekið stjórnina telji hann það nauðsynlegt. Í sumar og næsta haust verður GrassBotsþjarkurinn þróaður enn frekar, en Kongskilde stefnir að því að sýna hann á landbúnaðarsýningunni Agromek 2014 sem haldin verður í nóvember næstkomandi. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktarsviði Þekkingarsetri landbúnaðarins

53 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl ÖRYGGI HEILSA UMHVERFI Ljósbrún froðumyndun í bensínvélum Hjörtur L. Jónssonson Nú eru páskarnir fram undan og eflaust ætla einhverjir að reyna að fara í skemmtiferð á fjórhjóli eða sleða. Þá er ráð að huga að því hvort smurolían sé í lagi á vélinni. Eflaust kannast einhverjir við að hafa verið að mæla smurolíu á vél og ljósbrún drullufroða var á olíukvarðanum og jafnvel enn meira í olíutappanum þar sem smurolíunni er bætt á vélina. Þetta á sér í flestum tilfellum eðlilegar skýringar og kemur til út af því að vélin fær sjaldan að fullhitna. Vélin er líklegast keyrð stutta vegalengd í kulda og raka (innan við 6-10 km). Til að forðast þetta er ráð að keyra af og til lengur, a.m.k. í 30 mínútur eða 15 km, eða skipta oftar um smurolíu. Smáar vélar viðkvæmari fyrir svona froðumyndun Í mestri hættu eru vélar í fjórhjólum, eins strokks mótorhjólum og litlum bensínbílum eins og VW, BMW, Skoda, Opel og fleirum. Ástæðan er nánast undantekningalaust að vélin er keyrð stutt og nær ekki fullum hita. Þegar drepið er á vélinni úti í kuldanum byrjar vélin að draga í sig raka úr andrúmsloftinu og svitnar að innan. Þetta endurtekur sig aftur og aftur og með tímanum verður smurolían á litinn ekki ósvipað og kaffi með mjólk út í. Það er ástæðulaust að halda það versta þegar maður sér smurolíuna svona á litinn því að í flestum nútímaolíum eru bætiefni sem verja slitfleti frá þessari froðu og þess vegna safnast hún oftast efst í ventlalokinu. Það eina sem virkilega þarf að passa er að öndunin á vélinni stíflist ekki. Hvaðan kemur vatnið (froðan)? Við bruna í bensínvél fer einn lítri af vatni í gegnum vélina á hvern lítra af bensíni sem brennt er. Þetta vatn er rakt loft og fer mestur hlutinn út úr vélinni með afgasinu. Nokkur hluti vatnsgufunnar þrengir sér niður í sveifarhús vegna óþéttleika stimpilhringja. Sveifarhúsöndunin á svo að sjá til þess að vatnsgufa og brunagas leiðist frá sveifarhúsinu. Ef vélin fær ekki að fullhitna nær bara gufan upp í ventlalok og verður af þessari ljósbrúnu froðu. Sé olía mæld strax eftir akstur af og til getur maður fylgst með lit olíunnar og þegar smurolíuliturinn er að víkja fyrir mjólkurkaffislitnum er tímabært annaðhvort að keyra í 30 til 60 mínútur eða skipta um olíu. Við þennan pistil var fengin aðstoð hjá Herberti Herbertssyni, olíusérfræðingi hjá N1. Förum varlega og gleðilega páska. Lesendabás Líftími og þróun fyrirtækja Líftíma fyrirtækja er oft skipt upp í fjóra hluta: Upphaf, þar sem fyrirtækið slítur barnsskónum, Uppbyggingu, þar sem fyrirtækið byggist upp og stækkar, Stöðnun, þar sem fyrirtækin hætta að þróast, og loks síðast Hnignun, þar sem fyrirtækin ná ekki að viðhalda stærð sinni eða stöðu og deyja. Ástæðan fyrir þessu mynstri eru fyrst og fremst mannlegar; fólkið sem stýrir fyrirtækjunum missir smám saman getuna og viljann til að stækka og takast á við breytingar. Sömuleiðis geta tæknibreytingar og breytingar á markaði neytt fyrirtækin til að þróast í allt aðra átt en þau voru stofnuð til, eins og þegar stígvélaframleiðandinn Nokia fór að framleiða farsíma. Tæknibreytingar geta líka gert fyrirtæki óþörf, eins og gjaldþrot Kodak árið 2012 sannar. Fyrirtæki sem lifa og ná að dafna reyna að halda sér á stigi tvö, það er að vera í uppbyggingu. Þau eru með skýr markmið um að stækka út frá sýn stjórnenda á umhverfið og vinna stöðugt að því markmiði að ná betri árangri og stækka reksturinn til að gera hann hagkvæmari. Uppkaup fyrirtækja sem eru í samkeppni og/ eða tengdri starfsemi er liður í þessu. Þarf alltaf að vera að stækka? Svo að við sökkvum okkur enn dýpra í stjórnunarfræðin, er eitthvað að því að fara úr uppbyggingu og yfir í stöðnun? Þarf alltaf að vera stækka? Nei, einmitt ekki, en stjórnendur fyrirtækja verða að vera meðvitaðir um að þegar fyrirtæki vaxa ekki heldur standa í stað eru þau í raun að minnka. Skýringin er sú að ef verðmæti framleiðslu viðkomandi fyrirtækis, í þessu tilfelli bóndans, vex ekki á hverju ári meira en mældur hagvöxtur er búið að dragast saman. Til að gera tölurnar samanburðarhæfar þarf að draga frá verðbólgu fyrir seinna árið. En einfaldari leið er auðvitað að bera saman framleitt magn á milli ára. Til lengri tíma þurfa bú að vaxa hraðar, hvort sem er í magni afurða eða tekna, en langtímahagvöxtur, eða um 3% á ári. Ef fyrirtæki framleiðir svipuð mikil verðmæti á hverju ári þá verður sífellt erfiðara að hagræða í rekstri til að bæta afkomuna. Tæknibreytingar gera það að verkum að framleiðni fyrirtækja eykst undantekningarlaust og þurfa fyrirtæki að skila hluta af ávinningnum í formi launahækkana, og eða lækkunar á afurðaverði sökum samkeppni. Allt hagkerfið er á sama tíma að finna leiðir til að auka hagkvæmi og kröfur Jón Þór Helgason á starfsemi fyrirtækja aukast einnig. Fyrir rúmum 20 árum var meðalkúabúið með rétt yfir 100 þúsund lítra framleiðslu, í dag er meðalframleiðslan um eða yfir 200 þúsund. Á sama tíma hefur launavísitala hækkað um 400%. Í dag telst 100 þúsund lítra bú vera lítið bú sem gæti lent í sívaxandi erfiðleikum með að standa undir rekstrarkostnaði. Allur kostnaður hefur hækkað meðal annars vegna launahækkana og hækkunar á aðföngum. Þau bú sem gætu gert þetta væru þau bú sem notað hafa síðustu ár til að greiða upp sínar skuldir, en þar sem stækkunin er engin er fjárfestingarþörfin að sama skapi lítill. Þessar stækkanir síðustu áratugi hafa ekki verið mögulegar nema að tækniframframfara. En mikilvægt er að hafa skýra framtíðarsýn um búreksturinn og áætlanir um reksturinn til að geta stækkað búin á sem hagkvæmasta hátt. Það kostar vissulega peninga, en með góðum rekstraráætlunum er hægt að taka betri ákvarðanir og þá kemur peningurinn hratt til baka. Markmiðasetning Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að vera með sífellt stærra bú. Hitt er að til lengri tíma verða búin að stækka til að geta greitt mannsæmandi laun. Helsta markmið rekstrar á alltaf að vera hámarka hagnað til lengri eða skemmri tíma. Til skemmri tíma miðað við þær aðstæður sem eru núna, til lengri tíma þarf fjárfestingu. Stórfyrirtæki hérlendis sem og erlendis kalla reglulega til sérfræðinga inn í fyrirtækin sín til að hjálpa eigendum, stjórnendum og starfsmönnum að móta stefnu fyrirtækisins til næstu 3-5 ára og búa til sýn fyrir framtíðina. Hvert fyrirtækið á að stækka, hvernig það á að þjóna viðskiptavinum sínum og annað í þeim dúr. Þessi vinna kostar peninga en hún skilar sér í því að það er komin skýr markmið fyrir fyrirtækið. Þá er allt verklag fyrirtækisins í samræmi við markmiðin, markaðssetningin og um leið ímynd félagsins. Gott dæmi um þetta eru símafélögin sem keppast við að vera allt frá því að vera íhaldssöm eins og Síminn, í að vera markaðssett fyrir unga fólkið eins og Tal og Nova. Markaðssetningin eins og við sjáum hana er afsprengi vinnu innan fyrirtækjanna sem byggist á mati stjórnanda og aðstoðarfólks þeirra á því hvernig best sé að ná árangri. Fyrir lítil fyrirtæki, eins og búrekstur er, þarf þessi vinna líka að eiga sér stað. Kannski ekki með því að kalla til ráðgjafateymi heldur bara setjast niður við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvernig búið á að vera eftir 10 ár, og hvað þurfi að gera til að ná því markmiði. Bara þetta eitt skiptir máli, því ef til er sýn á hvernig reksturinn á að vera eftir 5 ár og eftir 10 ár, þá er kominn framtíðarsýn sem hægt er að vinna eftir. Síðan þarf að brjóta niður stóra markmiðið í mörg lítil til að geta unnið í átt að stóra markmiðinu. Markmið hvers og eins eru mismunandi eftir aðstæðum á búi, hæfni og þekkingu viðkomandi bónda, aldri bónda og áhuga. Þessi markmið þurfa að vera í stöðugri endurskoðun eftir því sem tímanum líður. Umhverfið er sífellt að breytast og því borgar sig að vera sífellt að endurmeta markmið sín, hvort þau séu arðbær eða ekki. Sumir eru búnir að stækka mikið við sig og þá er eðlilegt að menn hugi að því að nýta fjárfestingar sínar betur með því að setja sér það markmið að ná meiri tekjum út úr fjárfestingunum til að greiða niður skuldir. Arðsemi í rekstri í landbúnaði er afar lág og því er besta fjárfestingin fólgin í því að greiða niður skuldir. Meira um það síðar. Aðrir hafa áhuga á að fara í stækkun, eða jafnvel búa til aðra tekjustofna fyrir búið. Aðalatriðið í öllum þessum vangaveltum er að bændur sé búnir að ákveða með fyrirvara hvaða stefnu þeir ætla að taka og nýti þá hæfileika sem þeir hafa til að hámarka afrakstur búa sinna. Til að geta það þurfa bændur að átta sig á öllum kostnaðarliðum búsins til að hægt sé að meta mögulegan ávinning. Og við það að skoða reksturinn niður í kjölinn átta menn sig á kostnaðarliðum í rekstrinum. Meira um það í næsta blaði. Greinina ásamt öðru efni má lesa á burekstur.blog.is Bændablaðið Kemur næst úr 8. maí Eigum á lager drifsköft og íhluti fyrir vinnuvélar AGRICULTURE Dalvegur Kópavogur Sími Draupnisgata Akureyri Sími kraftvelar@kraftvelar.is H2 hönnun ehf.

54 54 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Nautastöð Bændasamtaka Íslands Kúagripasæðingar 2013 Framhald Enn höldum við áfram að rýna í sæðingarstarfsemina undanfarin ár. Fróðlegt er að sjá hvernig sæðingar skiptast niður á milli mánaða. Verulegur munur er á fjölda sæðinga milli mánaða en línan er svipuð flest árin. Fram að árinu 2013 var eins og það drægi úr fjölda 1. sæðinga seinni hluta ársins en það breytist á árinu Trúlegasta skýringin á þeim viðsnúningi er sú að markaðurinn kallaði eftir meiri mjólk og þess vegar eru kýr látnar lifa lengur og þá ekki síður að kvígur hafi verið sæddar yngri en áður. Áfram virðist fækka sæðingum yfir sumartímann. Flestar sæðingar þetta árið eru í desember og síðan í janúar. Eins og alltaf eru þær fæstar í September. ϭϯ Ϭй ϭϭ Ϭй Á mynd 1 má sjá fjölda 1. sæðinga eftir mánuðum síðastliðin þrjú ár. Mynd 2 sýnir hlutfallslegan fjölda sæðinga eftir mánuðum. Þar sést betur sú breyting sem verður á sæðingum í lok árs 2013 miðað við fyrri ár. Á mynd 3 má sjá hvernig fanghlutfall er eftir mánuðum. Eins og alltaf er það best yfir sumartímann. Ýmsar ástæður eru fyrir því en kannski eru það mestu fréttirnar að munurinn skuli ekki vera meiri milli mánaða. Það sýnir að bændum tekst almennt að halda kúnum í góðu jafnvægi yfir fóðrunartímann. En það tekst misvel upp eins og sjá má á þessari mynd þá er munur á milli ára mikill. Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ DLJŶĚ ϭ &ũƃůěŝ ϭ ƐčĝŝŶŐĂ ş ŵąŷƶĝŝ ϮϬϭϭ ϮϬϭϮ ŽŐ ϮϬϭϯ ϯ ϱϭϭ ϯ ϬϬϬ Ϯ ϱϭϭ Ϯ ϬϬϬ ϮϬϭϭ ϭ ϱϭϭ ϮϬϭϮ ϭ ϬϬϬ ϱϭϭ ϮϬϭϯ Ϭ DLJŶĚ Ϯ,ůƵƚĨĂůůƐůĞŐƵƌ ĨũƂůĚŝ ƐčĝŝŶŐĂ ş ŵąŷƶĝŝ ϮϬϭϭ ϮϬϭϮ ŽŐ ϮϬϭϯ DLJŶĚ ϯ &ĂŶŐŚůƵƚĨĂůů ĞĨƚŝƌ ŵąŷƶĝƶŵ ϮϬϬϭϭ ϮϬϭϮ ŽŐ ϮϬϭϯ ϴϬй ϳϱй ϭϭ Ϭй ϳϬй ϵ Ϭй ϴ Ϭй ϲϱй ϮϬϭϭ ϳ Ϭй ϲ Ϭй ϮϬϭϮ ϱ Ϭй ϮϬϭϯ ϮϬϭϭ ϲϭй ϮϬϭϮ ϱϱй ϮϬϭϯ ϱϭй ϰ Ϭй Árangur óreyndra og reyndra nauta % Árangur, óreynd naut eða fleiri sæðingar 75% 70% Dynjandi % 60% 55% 50% Mynd 2 80% Árangur, reynd naut eða fleiri sæðingar 75% 70% 65% 60% 55% Lögur Toppur Húni Rjómi Sandur Víðkunnur Hjarði Dynjandi Kambur Baldi Koli Birtingur Röskur Frami Vindill Baugur Hryggur 50% Kjarni Bryti Tandri Öllari Sær Öxndal Kóngur Ottó Skellur Roði Laxi Vindur Gormur Stormur Djass Trosi Skalli Vatnar Fáni Otur Afli Stólpi Hattur Gýmir 45% Súgandi á mynd hér fyrir neðan en hann er að meðaltali 62,9%. Það er verulegt fall frá fyrra ári þar sem fanghlutfall var metið 66,5%. Þar ræður töluverðu að nautin úr árgangi 2006 virðast nýtast frekar illa. Bæði Baldi frá Baldursheimi og Kambur frá Skollagróf, sem eru nautsfeður, eru metnir með slakt fanghlutfall. Sama gildir um önnur naut í árgangi 2006 eins og t.d. Dynjanda frá Leirulækjarseli og Víðkunn frá Víðiholti Hegri Sandur Mynd Kunningi Þá skoðum við hvernig hélt við ákveðnum nautum á árinu Við byrjum á óreyndum nautum og á mynd 1 má sjá að alls voru 26 óreynd naut notuð í sæðingum eða fleiri á árinu Sambærileg tala fyrir árið 2012 var 28 naut. Á myndinni kemur fram árangur þessara nauta. Meðal fanghlutfall þeirra er 71,1 %, sem telst gott, og hittir á að vera nákvæmlega það sama og fyrir ungnaut árið Á mynd 2 má sjá að á á árinu 2013 voru notuð 18 reynd naut (20 á árinu 2012) í 150 sæðingum eða fleiri. Árangur þeirra sést

55 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sumarbeit mjólkurkúa Eiríkur Loftsson Ábyrgðamaður í jarðrækt hjá RML Aðstæður til beitar eru mjög breytilegar frá einu búi til annars. Kemur þar margt til, m.a. hve langt er frá fjósi í hentugt beitiland og hversu greið leiðin er í beitilandið. Heppilegt er talið að beitiland mjólkurkúa sé ekki meiri en 1 km. frá fjósi. Við skipulagningu beitar má velja ólíkar leiðir og ekki sú sama sem hentar best alls staðar. Það fyrirkomulag sem valið er þarf að taka mið af aðstæðum á hverjum stað og hve stóran hluta fóðursins beitinni er ætlað að vera. Beitarkerfi eru misjafnlega vinnufrek og dýr í framkvæmd. Mjólk úr kúm sem eru á mikilli og góðri beit er oft með hærra efnainnihald en mjólk úr kúm á innifóðrun. Hún er fitu- og próteinríkari og inniheldur meira af ákjósanlegum fitusýrum og andoxunarefnum. Nauðsynlegt er að kýr hafi alltaf ótakmarkaðan aðgang að fersku drykkjarvatni. Þó svo að stutt sé í fjós og aðgang að vatni þar drekka kýrnar vatn ef það er einnig að finna í beitarhólfinu. Beitarkerfi Til eru ótal útfærslur á beitarkerfum sem byggjast þó í grundvallaratriðum á randbeit eða hólfabeit af einhverju tagi. Oft er þessum aðferðum beitt samtímis. Randbeit er oftast notuð á gæðamikla og verðmæta beit sem er í takmörkuðu magni. Á það t.d. við um grænfóður. Með henni má ná góðri nýtingu beitarinnar sem þó getur orðið á kostnað afurða eftir grip ef of langt er gengið. Árangursrík randbeit er fremur vinnufrek beitarstjórnun. Til hagræðis er gott að hafa beitarlínuna langa svo að ekki þurfi að færa rafstrenginn eins oft. Stykki sem búið er að randbeita bíta kýr ekki aftur sama sumar vegna traðks og kúaskíts eftir beitina. Þegar beitilandinu er skipt niður í nokkur hólf er talað um hólfabeit. Hólfabeit gefur kost á að ná hámarksafurðum eftir grip en á kostnað lakari beitarnýtingar. Með góðri stjórnun má þó ná nærri jafn góðri nýtingu og við randbeit ef beitt er á hvert hólf aftur og aftur en í stuttan tíma í senn. Milli beitarlota getur þurft að snyrta hólfin með því að slá þau. Hægt er að fá hækkunarsett neðan á diskasláttuvélar til að sláttunándin verði hæfileg. Dagleg vinna er minni en við randbeit en meiri kostnaður í girðingum og hliðum. Stöðug beit. Beitt er á stór hólf í lengri tíma, eldri tún, úthagi og há. Lítil vinna og fjárfesting í girðingum til beitarstjórnunar. Lakari nýting beitarinnar. Aðlögun af innifóðrun yfir á beitina Mikill munur er á beit og innifóðrun og því mikilvægt að kýrnar fái góðan tíma til að aðlagast beitinni. Gott er að byrja að láta kýrnar út í nokkurn tíma áður en gróður er tilbúinn til beitar. Í fyrstu er kúnum síðan beitt á eldri tún með fullri gjöf. Það er áramunur hvenær spretta hefst og tún verða tilbúin til beitar og eins hve snemma er hægt að sá grænfóðri. Spretta túna er hæg í fyrstu en eykst með hækkandi hitastigi. Um mitt sumar nær hún hámarki, svo hægir á henni aftur. Það fer því vel á því að með hraðari sprettu aukist hlutur beitarinnar. Beitarframboð er varla nægjanlegt til að fullnægja fóðurþörfum kúnna af gróffóðri fyrr en grasið er komið í um 10 cm. Rannsóknir sýna að át kúa á beit vex með aukinni grashæð í yfir 25 cm. Sé beitargróðurinn lágvaxinn dregur úr áti því þá þurfa kýrnar að fara um stærra svæði til að fylla sig. Fræðilega er talað um að íslenskar kýr ættu að geta mjólkað kg mjólkur af beit. Ekki er þó raunhæft að ætla þeim að mjólka meira en kg við venjulegar aðstæður þó beitin sé góð og skipulag hennar gott. Ekki ætti að draga úr kjarnfóðurgjöf á hámjólka kúm með beit og ekki minnka hana of hratt hjá öðrum kúm í byrjun beitartímans. Til að nýta sem best afurðagetu mjólkurkúa á beit er nauðsynlegt að gefa þeim verkað gróffóður með beitinni allt sumarið. Þannig er áhrifum af fóðurbreytingum sem geta orðið þegar skipt er á milli beitarhólfa og milli túnbeitar og grænfóðurs haldið í lágmarki. Einkenni beitargróðurs snemma sumars Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Kýr velja gjarnan tegundir eins og hvítsmára ef hann er í túninu. Vallarýgresi, vallarfoxgras, hávingull og vallarsveifgras eru allt lystugar grastegundir. Snemma á sprettustigi eru grös með háan meltanleika (orkuríkt), próteinrík og lystug. Þau innihalda hins vegar lítið af tréni og geta af þeim sökum haft óæskileg áhrif á vambarumhverfið. Það er því nauðsynlegt að gefa verkað gróffóður sem inniheldur hæfilega mikið tréni með beitinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar beitin er stór hluti fóðursins. Vanti tréni í fóðrið er hætta Mikill munur er á beit og innifóðrun og því er mikilvægt að kýrnar fái góðan tíma til að aðlagast beitinni. Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Kýr velja gjarnan tegundir eins og hvítsmára ef hann er í túninu. á að kýr fá efnaskiptasjúkdóma eins og súra vömb. Næringargildi grasa lækkar eftir því sem líður á sumarið og þau þroskast, þau verða grófari, tréni eykst en próteininnihald og meltanleiki lækkar. Með aukinni sprettu og þroskastigi þarf að varast að ofmeta ekki gæði beitarinnar og skipta tímanlega yfir á orkuríkari beit, há eða grænfóður. Lækkun á próteini með aukinni sprettu er mun hraðari en á orku og þarf að hafa það í huga við val á kjarnfóðri. Breytilegt er milli grastegunda hve hratt prótein lækkar, t.a.m. er hún hraðara hjá vallarfoxgrasi en vallarsveifgrasi. Stórir skammtar af köfnunarefnisgjöf á beitiland geta valdið mjög háu próteininnihaldi grasa fyrst eftir áburðargjöf. Það getur leitt til þess að kýr fái annað hvort þembu eða nítrít eitrun. Gjöf á verkuðu gróffóðri með beitinni á að hindra að það gerist. Í byrjum beitartímans er kúm hætt við graskrampa sem er afleiðing af magníumskorti. Einkum er hætta á þessu fyrstu dagana eftir áburðargjöf með kalíáburði. Er þá mikið kalí í grösunum sem hindrar nýtingu á magníum. Grænfóður til beitar Til að fá góða beit þegar líður á sumar og fram á haust er nauðsynlegt að grænfóður sé megin hluti beitarinnar. Ýmsir kostir eru í boði við ræktun grænfóðurs til beitar. Fljótsprottnar tegundir má rækta til beitar snemma sumars. Árferði ræður mestu um hvenær þær eru tilbúnar til nýtingar en það flýtir fyrir ef hluta grænfóðursins er sáð eins snemma og færi gefst. Byrja má að beita á grænfóðrið þegar það hefur náð cm hæð. Sumarrýgresi, bygg, sumarhafrar og vetrarrýgresi geta verið komin í þessa hæð dögum eftir sáningu. Tíminn ræðast af árferði og eins hve snemma er sáð. Tíminn er heldur lengri ef snemma er sáð vegna þess að hitastig er þá lægra. Sumarrepja þarf aðeins lengri tíma til að ná 20 cm hæð. Bygg, hafra og sumarrepju þarf að randbeita og gott að byrja ekki of seint á því vegna þess að þessar tegundir geta verið fljótar að spretta úr sér. Fyrir þessar tegundir má miða við að kúm dugi hálfur hektari og hann þarf að beita á um 15 dögum. Rýgresistegundirnar hafa það fram yfir aðrar grænfóðurtegundir að þær gefa góðan endurvöxt. Orkuinnihald sumarrýgresis lækkar hratt eftir skrið en vetrarrýgresi heldur orkugildinu betur við aukinn þroska. Til þess að hafa alltaf í boði úrvals beit á rýgresi má slá það þegar sprettan er orðin of mikil og nýta svo endurvöxtinn til beitar. Vetrarrepja er sú grænfóðurtegund sem best hentar til beitar síðla sumars og á haustin. Vetrarrepju sem er sáð í byrjun maí má jafnvel byrja að beita í júlí í cm hæð eða snemma í ágúst í cm hæð. Ef sáð er seint í maí eða byrjun júní er hún kannski tilbúin til beitar síðast í ágúst og komin í cm hæð. Mikilvægt er að kýr sem eiga að mjólka vel og er beitt er á vetrarrepju hafi einnig aðgang að túni til beitar og að þær séu fóðraðar á heyi með beitinni. Fóðurnæpa hentar vel til haustbeitar. Hún þarf heldur lengri sprettutíma en vetrarrepjan. Sumir sem hafa reynt að rækta næpur til beitar hafa gefist upp á því. Ástæðan er sú að í byrjun kunna kýrnar ekki átið á næpunni og þurfa þær tíma til að komast upp á lag með það. Aðlögun af beit yfir á innifóðrun Þegar styttist í að hætt verði að beita kúnum undir haust þarf tímanlega að minnka hlut beitarinnar í heildarfóðri kúnna. Til að forðast of skarpa fóðurbreytingu þarf að gefa þessu nokkurn tíma. Ef haustbeitin er fóðurkál eða fóðurnæpa og beitt er lengi fram eftir hausti er æskilegt að beitin hafi ekki of mikið vægi í fóðruninni þar sem allra veðra er von og dagar á beit geta jafnvel fallið niður. Eins skal ekki beita kúnum á kál eftir frostnótt fyrr en líður á dag vegna hættu á að kýrnar verði fyrir nítríteitrun. Mikilvægir minnispunktar Gefa góðan aðlögunartími frá innistöðu til beitar og frá beit til innistöðu. Gott framboð beitar allan beitartímann, bæði magn og gæði. Beita á gott sáðgresi fyrri hluta sumars og grænfóður seinni hluta sumars. Alltaf sé aðgengi að hágæða viðbótarfóðri. Alltaf sé aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Kýrnar hafi þurrt svæði til að liggja á og jórtra. Hafa fjósið opið fyrir kýrnar. Verja kýrnar fyrir sólbruna. Láta kýrnar ekki standa úti og híma í vondu veðri. Ársfundur Byggðastofnunar mánudaginn 28. apríl 2014 Miðgarði, Skagafirði. Dagskrá ársfundar: Kl. 13:00 Setning fundarins, Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:05 Ávarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Kl. 13:20 Þóroddur Bjarnason, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:35 Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar. Kl. 13:50 Afhending Landstólpans samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar. Í tengslum við ársfund Byggðastofnunar 2014 verður haldin málstofa með yfirskriftinni Hvernig má svæðaskipta Íslandi með tilliti til byggðaaðgerða. Málstofan hefst klukkan 14:00. Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir. Málstofunni lýkur ekki síðar er klukkan 16:00. Allir velkomnir.

56 56 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Vélabásinn Mitsubishi Outlander 4X4: Kraftmikill með mikla dráttargetu Hjörtur L. Jónssonson Þegar fjölskyldubíllinn þarf að vera rúmgóður, fjórhjóladrifin, þægilegur, kraftmikill og á góðu verði er vert að skoða Mitsubishi Outlander. Þó svo að Outlander hafi verið til sölu hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi, í nokkur ár hefur Outlander tekið töluverðum breytingum frá fyrstu árgerð. Einhver best hljóðeinangraði bíll sem ég hef keyrt Ég tók Outlander í prufuakstur fyrir skemmstu og ók honum tæpa tvöhundruð kílómetra. Eins og oftast þegar ég prófa nýjan bíl set ég bílinn í gang og geng einn hring um bílinn. Þegar ég rölti mér í hring um bílinn fannst mér dísilvélin vera hávær, en þegar ég settist inn í bílinn og lokaði hurðinni hélt ég að vélin væri ekki í gangi en snúningshraðamælirinn sagði annað. Einnig þegar ég ók bílnum á malarvegi fann ég vel hvernig smásteinar og möl lömdu undirvagninn. Þrátt fyrir að finna vel fyrir mölinni heyrðist nánast ekkert malarhljóð inn í bílinn. Þó var eitt sem angraði mig, en það var hvað maður fann tiltölulega mikið fyrir litlum holum á malarvegi. Ég tel að sé hægt að laga með öðrum dekkjum og felgum. Outlander kemur á 18 tommu álfelgum með lágum dekkjum ( ) sem gefur góða aksturseiginleika á malbiki. Með því að fá sér 17 tommu felgur og dekk sem eru með hærri prófíl ætti að nást betri fjöðrun út úr hærri dekkjunum. Margir eru með tvo felguganga fyrir sumar og vetur og mæli ég með að ef einhver fari að þessum ráðleggingum hafi 17 tommu felgurnar sem vetrardekkjaganginn (t.d ). Eyðslan í langkeyrslu lítil en fullmikil í innanbæjarakstri Outlander er útbúin með akreinavara sem er mjög gott gagnvart öryggi og virkar þannig að ef maður fer yfir á aðra akrein og yfir punktalínu án þess að gefa stefnuljós pípir mælaborðið og akreinavaraljósið blikkar gult (hef aðeins keyrt einn bíl áður með þessum búnaði og finnst mikið öryggi í honum). Einnig er Outlander með árekstrarvara að framan, en þegar ég reyndi að prófa hann var ég alltaf byrjaður (sennilega vegna hugleysis) að bremsa áður en árekstrarvarinn tók völdin. Að keyra bílinn í innanbæjarakstri er gott, fyrir utan að þegar lagt er af stað úr kyrrstöðu finnst mér bíllinn latur af stað fyrstu tvo til þrjá metrana, en eftir það var hann næstum of sprækur. Útsýni er mjög gott og ef maður ætlaðar njóta útsýnis, eru ekki margir bílar sem jafnast á við Outlander. Ég keyrði bílinn svolítið innanbæjar og fannst hann þá eyða full miklu. Uppgefin eyðsla er 5,7 lítrar á hverja hundrað kílómetra í meðalakstri, en ég var að Mitsubishi Outlander. Svona ljósabúnaður nnst mér óásættanlegur þó að reglur segi þetta í lagi. eyða lítrum innanbæjar. Þegar ég fór í langkeyrslu var bíllinn hins vegar að eyða rúmum 6 lítrum. Eftir 170 km. Prufuakstur, á meðalhraða upp á 62 km á klukkustund, var eldsneytiseyðsla bílsins 7,7 lítrar á hundraðið. Mjög mikið farangursrými og pláss Fyrir fólk sem er mikið með farangur s.s. golfsett ætti þessi bíll að henta vel þar sem að farangursrýmið aftur í bílnum er virkilega mikið (gæti vel trúað að hægt sé að koma vel fyrir þrem til fjórum golfsettum). Einnig er plássið fyrir fætur í fremri sætunum óvenju mikið og fyrir farþegana þrjá í aftursætinu er óvenju mikið pláss (ekkert þröngt fyrir þrjá fullorðna). Mitsubishi hefur alltaf verið með góða spegla bæði inni í bílnum og á hliðum sem sést vel aftur fyrir bílinn. Ég verð aðeins að nefna ljósabúnaðinn sem mér hefur verið tíðrætt um að undanförnu, en þessi bíll er með eins og flestir nýir bílar dagljósabúnað sem eru bara tvö lítil ljós fram fyrir bílinn. Ef keyrt er með ljósarofann stilltan á auto eru þessi litlu ljós, en ef keyrt er inn í bílageymslu (til dæmis fyrir framan Hagkaup Holtagörðum) þá kveikna sjálfkrafa ökuljósin, einnig þegar dimma tekur. Mitsubishi Outlander 4X4. Lengd: Hæð Breidd: Þyngd Verð frá Myndir /HLJ mm mm mm kg kr. Nægilegt pláss frá bremsudælum framan og aftan vilji maður minka felgu um eina tommu. Hins vegar kvikna þessi ljós ekki sjálfkrafa í þoku og skafrenningi og því er það áríðandi að fólk sé meðvitað um það að er aðstæður myndast þar sem gott væri að treysta á að sjá afturljós verður bílstjórinn að kveikja ljósin sjálfur eða að láta setja dagljósaútbúnað í bílinn sem ég mæli með að fólk geri þegar það kaupir nýjan bíl. Kraftmikil vél og gott verð Akreinavarinn sem þarna er grænn blikkar gulur og autar ef farið er y r punktalínu án þess að gefa stefnuljós. Mjög mikið farangursrými og þessa skúffu er hægt að fjarlægja vilji maður enn meira rými. Dísilvélin er 2,2 lítra og á að skila 150 hestöflum. Tog vélarinnar er mjög gott og má bíllinn draga kg vagn sé hann búin bremsum sem er óvenju mikið miðað við stærð og þyngd, snerpan er góð að undanskildum fyrstu metrunum. Eftir prufuaksturinn þegar ég skoðaði verðlistann kom verðið mér á óvart því að ég hafði gert ráð fyrir að verðið væri á milli 7 og 8 milljónir, en verðið á Outlander er frá á ódýrasta bílnum sem er að vísu bensínbíll. Bíllinn sem var prófaður kostar Hægt er að fræðast meira um Outlander á vefsíðu Heklu á slóðinni www. mitsubishi.is.

57 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Lesendabás Erfðabreytt skepnufóður og matur er það málið? 3.hluti Erfðabreytt ræktun matjurta og neysla þeirra hefur í för með sér: Þróun ofurillgresis Þróun eiturþolinna ofurskordýra Nýja tegund hættulegrar lífveru sem finnst í erfðabreyttri uppskeru Eyðingu og tap á náttúrulegum sýklavörnum (plantna, dýra og manna) Minnkuð jarðvegsgæði Minni uppskeru Minna næringarefnainnihald uppskeru Aukningu sjúkdóma og skæðari sýkla Stórkostlega hækkun á tíðni ófrjósemi, fæðingargalla, andvana fæðingum og skyndidauða. Ofurillgresi og ónæmi fyrir eitri Gríðarleg eyðilegging á umhverfi fylgir ræktun erfðabreyttrar uppskeru. Erfðabreytt korn með gen sem fælir skordýr (Bt korn) og átti að verða til að minnka skordýraeitursnotkun (og gerði það í byrjun),er farið að missa virkni - innan við 10 árum eftir að fyrstu fræ með þessa eiginleika voru sett á markað. Gegnum notkun á Roundup hefur orðið til ofurillgresi með mótstöðu gegn illgresiseyði og krefst stöðugt eitraðri efna í meira magni. Vegna þessa er nú Monsanto að þróa nýtt eiturefni, að hluta til úr bannaða eitrinu Agent Orange sem notað var til að drepa gróður í Víetnamstríðinu og á að nota á matjurtirnar þegar Roundup er hætt að virka. Frá árinu 1996 þegar erfðabreytt fræ var kynnt til sögunnar til ársins 2011 hefur notkun illgresiseyðis aukist um 25% árlega vegna aukinnar mótstöðu. Óþekkt skaðleg lífvera Árið 1998 u.þ.b. 2 árum eftir að Roundup Ready sojabaunir komu á markað, greindist áður óþekkt lífvera í soja. Þessi lífvera er af svipaðri stærð og vírus og vex mjög vel í sambýli við aðrar örverur s.s. bakteríur, sveppi og vírusa. Dýralæknar uppgötvuðu lífveruna í kjölfar hárrar tíðni ófrjósemi og aukinnar tíðni skyndilegra fósturláta og vitað er að hún hefur áhrif á nautgripi, hross, svín, sauðfé og alifugla. Þar sem þessi lífvera hefur slík áhrif á svo margar ólíkar dýrategundir er viðbúið að hún hafi sömu áhrif á menn. Hjá sumum bændum vestanhafs er hún orðin verulegt vandamál, sem ógnar eðlilegri endurnýjun gripa á búum og þar með rekstrargrundvelli þeirra. Auk þessa veldur hún sjúkdómum og dauða hjá plöntum. Lífveran finnst í erfðabreyttum maís og sojabaunum, en einnig í jarðvegi þar sem þessar jurtir eru ræktaðar með glýfosati og þar sem húsdýraáburður sem inniheldur mikið magn glýfosats er borinn á tún. Sjá myndband og umfjöllun á slóðinni: watch?v=-nhcw36wihs Einnig: 12/0513/16/81 D9LD9P00014AEE.html Ný áður óþekkt lífvera sem finnst í erfðabreyttu fóðri s.s. soja og maís veldur ófrjósemi, fósturláti og vansköpun. Líflaus jarðvegur og minna næringarefnainnihald Rannsókn sem gerð var af Navdanya í Indlandi á efnum í jarðvegi sem erfðabreytt bómull hafði verið ræktuð í um 3ja ára skeið leiddi í ljós, að á þessum 3 árum varð veruleg hnignun á jarðvegslífi og efnaframboði í jarðvegi erfðabreyttu plantnanna. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem skoðar langtíma áhrif erfðabreyttrar Svín: om/12/0 13/ 16/81D9LD9P00014AEE.html Bý ugur: p 33 3 bómullar með tilheyrandi eiturefnanotkun á jarðveginn. Áhrif erfðabreyttrar uppskeru á lífverur í jarðvegi eru almennt ekki rannsökuð og niðurstöðurnar benda til að öryggiskröfur og fullyrðingar líftækniiðnaðarins í sambandi við ræktun erfðabreyttra matvæla séu rangar. Á 3 árum minnkaði heildarlífmassi örvera um 8,9%, bakteríum hafði fækkað um 14%, geislasveppum (sem eru nauðsynlegir til að brjóta niður sellulósa til að skapa mold) hafði fækkað um 17%, lífsnauðsynleg ensím sem gera næringarefni aðgengileg fyrir plöntur höfðu einnig minnkað mikið, fosfórsýra hafði minnkað um 26,6% og köfnunarefnishvatar um 22,6 %. Fullyrðingar framleiðenda erfðabreyttra matvæla þess eðlis að þau innihaldi meira af næringarefnum en matvæli ræktuð með hefðbundnum hætti fá ekki staðist. Snefilefni s.s. járn, mangan og sink, getur minnkað allt að 80-90% í erfðabreyttri plöntu m.v. óerfðabreytta. Skortur á þessum efnum veikir líkama neytandans og gerir hann m.a. útsettan fyrir sjúkdómum og skortseinkennum. Margföldun á eiturefnanotkun Virka efnið í Roundup illgresiseyði heitir glýfosat. Það er ekki,,bara illgresiseyðir. Efnið var í upphafi með einkaleyfi sem steinefna klóbindir (chelator) og sem sýklalyf. Það binst steinefnum/snefilefnum mjög fastri bindingu og gerir þau óaðgengileg fyrir plöntur og lífverur í jarðvegi að nýta sér. Efnið dregur frá plöntunum næringu og veikir þær og það er þannig sem það drepur aðskotaplöntur á akrinum s.s. illgresi. Árið 2007 var notað í Bandaríkjunum 184mill.punda af glýfosat og magnið eykst jafnt og þétt um allan heim með meiri notkun erfðabreytts fræs. Þar sem glýfosat er einnig öflugt sýklalyf útrýmir það hagstæðum örverum í jarðvegi, sem nauðsynlegar eru fyrir plöntuna til að starfa og framleiða hágæða næringu, en ýtir undir vöxt sjúkdómsvaldandi sýkla. Þetta á líka við um örverur í innyflum þess sem neytir efnisins með plöntunni. Leyfar glýfosat í fæðu nægja til þess að framkalla slíka virkni. Rannsóknir hafa sýnt að Roundup er eitrað fyrir erfðaefni (DNA) manna, jafnvel þó það sé þynnt út margfalt það sem leyft er að nota til úðunar í landbúnaði. Glýfosat sem plantan tekur upp, gegnsýrir hana alla og það er ekki hægt að þvo það af því það er inni í vefjum jurtarinnar. Á undanförnum árum hefur magn leyfilegs glýfosats í erfðabreyttri uppskeru verið hækkað, sums staðar mörg hundrað falt m.v. það sem áður var leyft. Fyrir því virðist engin önnur ástæða en sú að það er verið að aðlaga reglurnar að því aukna magni sem nú er úðað á matjurtaakra með erfðabreyttum plöntum og finnst þ.a.l. í uppskerunni ekkert af þessari uppskeru mætti nota til fóðurs eða manneldis, ef,,gömlu viðmiðin væru enn í gildi. Á sama tíma eru að koma fram upplýsingar um að hættan af notkun glýfosats hafi verið stórlega vanmetin og að það sé engu betra jafnvel verra en Agent Orange. Á undanförnum árum hafa býflugur horfið á stórum svæðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Grunur beinist að skordýraeitri framleiddu af erfðabreyttum plöntum, eiturefnanotkun í landbúnaði og samspili áhrifa þessa á mótstöðu skordýranna gegn vírusum, sveppum og bakteríum. Býflugur sjá um að frjóvga stóran hluta uppskeru bænda og villtra plantna. Ástæðulaus áhætta á kostnað komandi kynslóða Dr. Don Huber er einn af leiðandi sérfræðingum í heiminum i dag hvað varðar erfðabreyttar lífverur. Hann er alþjóðlega viðurkenndur vísindamaður og hefur starfað sem prófessor í plöntusjúkdómum við Purdue-háskólann undanfarin 35 ár. Rannsóknir hans og niðurstöður undanfarinna áratuga hafa leitt til þess að hann er afar harður andstæðingur erfðabreyttra lífvera og erfðatæknilega meðhöndlaðrar fæðu (GE,) sem og notkunar illgresiseitursins Roundup í landbúnaði. Hann segir orðrétt: Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar munu skrifa um okkar tíma munu þeir ekki skrifa um þau tonn eituefna sem við notuðum eða notuðum ekki. Þegar kemur að glýfosati munu þeir skrifa um það hversu fús við vorum að fórna börnum okkar og tefla tilvist sjálfra okkar í tvísýnu, með því að hætta sjálfbærni landbúnaðar; allt byggðu á fölskum loforðum og gölluðum vísindum í þeim tilgangi einum að auka gróða fyrirtækja án nokkurs næringarlegs gildis. Sjá áhugavert viðtal við Dr.Don Huber prófessor í plöntusjúkdómum: articles/archive/2013/10/06/ dr-huber-gmo-foods.aspx Heimildir ásamt fyrri greinum: Sigríður Sævars Margt hefur færst til betri vegar varðandi meðhöndlun úrgangs á norðanverðu landinu undanfarin ár en alltaf má gera betur. Meðhöndlun úrgangs er grunnþjónusta: Margt áunnist á liðnum árum Margt hefur áunnist í úrgangsmálum á Norðurlandi undanfarin ár, urðunarstöðum hefur fækkað og þeir eru betri en áður og þá hafa verið stigin stór skref í átt að meiri nýtingu margs konar aukaafurða. Þá hefur það sorpmagn sem fer til urðunar minnkað ár frá ári sem kemur til af því að almenningur tekur þátt í flokkun þess og kemur endurvinnanlegu efni frá sér á þar til gerðar stöðvar. Þetta er meðal þess sem fram kom á málþingi um úrgangsmál á Norðurlandi en það var haldið á Akureyri nýverið. Þingið var haldið á vegum verkefnastjórnar sem vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, en meðhöndlun úrgangs telst til grunnþjónustu í nútímasamfélagi. Svæðið sem um ræðir nær frá Húnaþingi vestra og allt austur yfir til Norðurþings. Fjölbreytt erindi Yfir 60 manns sátu málþingið og mættu bæði starfsfólk og sveitarstjórnarfólk frá öllum þeim 18 sveitarfélögum sem svæðisáætlunin nær yfir. Einnig mættu ýmsir aðrir sem tengjast úrgangsmálum á einn eða annan hátt. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra var með á fundinum, flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum. Fjölbreytt erindi voru flutt um ýmislegt sem tengist úrgangsmálum og var jarðgerðarstöð Moltu ehf. heimsótt. Samkvæmt lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs eiga sveitarstjórnir að staðfesta áætlun, fyrir viðkomandi svæði, sem byggir á markmiðum landsáætlunar. Megin viðfangsefni áætlunarinnar er að þar eiga að koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á viðkomandi svæði og aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun. Þar skal einnig koma fram hvernig sveitarfélag hyggst ná markmiðum landsáætlunar. Ábyrg meðhöndlun á lífrænum úrgangi Sameiginleg svæðisáætlun fyrir allt þetta svæði er skref í átt að aukinni samvinnu sveitarfélaga í úrgangsstjórnun. Markmiðið er að setja fram heildarstefnu í málaflokknum fyrir allt Norðurland. Stærstu verkefnin á næstu árum eru m.a. ábyrg meðhöndlun á lífrænum úrgangi, að finna ásættanleg úrræði fyrir þann úrgang sem lögum samkvæmt á að fara í brennslu. Tryggja þarf rekstur þeirra meðhöndlunarúrræða sem nú þegar eru til staðar og auka samvinnu um þær lausnir sem til eru innan svæðisins. Fram kom á málþinginu að útgjöld sveitarfélaganna á svæðinu til hreinlætismála er rúmur einn milljarðar króna á ári. Tekjur málaflokksins eru um 500 milljónir. Sveitarfélögin innheimta þó ekki öll þjónustugjöld, t.d. ekki þrjú þau fámennustu. Innheimta sveitarfélaganna er yfirleitt á bilinu frá rúmlega 25 þúsund krónum og upp í krónur á heimili árið /MÞÞ

58 58 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir keyptu jörðina Þórukot í Víðidal 1. janúar 1997 af föður Péturs, Baldri Skarphéðinssyni. Við höfum fækkað fénu og seldum sauðfjárkvótann og aukið við mjólkurframleiðsluna og fjölgað kúnum. Þórukot Býli: Þórukot. Staðsett í sveit: Víðidal í Húnaþingi vestra. Ábúendur: Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin, dóttir og tveir synir. Rakel Sunna 19 ára sem er í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, Róbert Máni 15 ára og Friðbert Dagur 13 ára ásamt hundinum Óliver og þremur fjósköttum. Stærð jarðar? Jörðin er um 300 ha. Tegund býlis? Mjólkurframleiðsla auk smá sparifjár og hrossa. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 25 mjólkurkýr, kvígur og kálfar, 60 kindur og 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ýtt er á klukkuna um 7 leytið, drengirnir eru þá vaktir fyrir skólann og kemur skólabíll rétt fyrir 8. Húsbóndinn fer þá í fjósið að mjólka og sinnir gegningum auk annara verka á býlinu og/eða verktakavinnu fyrir aðra bændur í sveitinni (á sumrin, áburðardreifing og rúllun) fram að fjósmjöltum um kvöldið. Húsfrúin fer í sína vinnu að Sveitasetrinu Gauksmýri um klukkan 9.00 en reynir að taka eins mikinn þátt í bústörfum eins og hún getur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störfin eru skemmtileg að vissu marki, þau geta líka verið leiðinleg ef hlutirnir ganga ekki upp. Að búa í sveit er lífsstíll og að vissu leyti aðlagar maður sig að rútínu og gerir það skemmtilegt. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við þurfum að stækka mjólkurframleiðsluna til að geta framleitt meira og að aðbúnaðurinn sé sem bestur. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Allt er breytingum háð. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Hann mun blómstra áfram um ókomna framtíð. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að viðhalda hreinleika íslensku búfjárafurðanna munum við verða sterkari á þessum vettvangi. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísköld mjólk beint úr mjólkurtanknum fyrir drengina út á morgunkornið ásamt Létt og laggott meðólífu og rjómi frá MS. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið klikkar ekki, annars er það kjúllinn hjá konunni það besta (öðru nafni skíthoppari hjá valinkunnum nágrönnum okkar í sveitinni). Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við skiptum alfarið yfir í rúlluheytæknina á þriðja ári okkar við búskapinn og endurnýjuðum neysluvatnið 2007, fórum þá í vatnsveitu frá næsta bæ við okkur og bæði menn og skepnur stórgræddu á því. MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Nautaveisla og seðjandi súkkulaðimús Það væri fyrirsjáanlegt að vera með uppskrift að páskalambi á þessum árstíma. Við ætlum hins vegar að bregða út af vananum að þessu sinni og kynna til leiks safaríkar nautasteikur ásamt seðjandi súkkulaðimús. Við innkaup á nautakjöti er ágætt að miða skammt á mann við g af beinlausu kjöti og g fyrir kjöt á beini. Leita skal að fallegu kjöti með innfitu. Góð meyrnun gefur betra bragð. Kjötið skal vera dökkrautt á lit með hvítri fitu. Grilluð T- Bone steik með béarnaise-smjöri Fyrir fjóra: 4 stk. T-Bone steikur 4 msk. ólífuolía 2 stk. hvítlauksrif ½ búnt steinselja 2 msk. ólífuolía 3 msk. smjör 8 msk. hvítvínsedik safi úr ½ sítrónu 3 stk. litlir skalotlaukar ½ búnt estragon svartur pipar Maldon sjávarsalt Skerið litla rauf þvert í gegnum fituna sem er umhverfis steikina á 3 cm bili allan hringinn. Penslið steikina með ólífuolíu og nuddið saltinu inn í raufarnar. Blandið smjörið með lauk og kryddi, mótið í smjörpappír og setjið í frystinn. Þá er béarnaisebragðið komið án vesens sem sumir eru hræddir við. Annar möguleiki er líka að rúlla upp afgöngum af ekta béarnaise og geyma í frystinum, klárt ofan á næstu steik. Kryddið steikina fyrir eldun með sjávarsalti og svörtum pipar. Grillið á hvorri hlið í um 3-4 mín eða eftir smekk. Skerið smá bita af smjörinu og látið leka yfir heita steikina. Berið fram með bakaðri kartöflu og salati. Innbakað naut g smjördeig 600 g nautahryggvöðvi salt og pipar Fylling: 1 pakki Parma-skinka 240 g sveppir 2 msk. sinnep 2 msk. kóríander 6 msk. muldir villisveppir Hryggvöðvinn er úrbeinaður og snyrtur. Vöðvinn er skorinn í 400 g bita og lokað á grilli eða pönnu, kryddað með örlitlu salti og pipar. Smjördeigið flatt út í jafnmargar kökur og kjötbitarnir eru. Setjið fyrst Parma-skinku og sveppi undir kjötið, sem er svo sett á smjördeigið. Síðan fyllingu ofan á. Lokið kökunni og penslið samskeytin með sundurslegnu eggi eða vefjið í smurðan álpappír og setjið á grillið. Bakið í 225 c heitum ofni í mín. eða grillið. Þessi tími og hiti miðast við að allt sé vel kalt þegar það fer inn í ofninn, annars er tíminn skemmri eða um 5-10 mín. Hitinn fer eftir gæðum ofnsins eða grillsins. Berið fram með bakaðri kartöflu og sósu að eigin vali. Eftirhitinn er töluverður, svo það skal taka kjötið út í 50 c og láta hvíla fyrir skurð. Nauta ribeye með pönnusósu 4 sneiðar nautahryggvöðvi (2 cm þykkar) 2 msk. þurrkaður grænn pipar 25 g smjör Sósa 3 msk. koníak 1 dl vatn 1 tsk. kjötkraftur 2 dl rjómi 1 dós sýrður rjómi (36%) salt Þerrið kjötsneiðarnar og veltið upp úr muldum pipar (má nota 1½ msk. ferskan (saxaðan) í staðinn fyrir 2 msk. þurrkaðan), látið bíða í 1 klst. Steikið kjötsneiðarnar í smjöri á vel heitri pönnu í 3-4 mín. hvora hlið. Stráið örlitlu salti yfir. Hellið koníaki yfir og takið síðan kjötið af pönnunni. Bætið vatni, kjötkrafti, rjóma og sýrðum rjóma út í. Látið krauma við vægan hita í 5-10 mín. eða þar til sósan hefur þykknað. Kryddið til. Borið fram með léttsteiktu grænmeti og bökuðum eða soðnum kartöflum. Súkkulaðimús Dökk súkkulaðimús 250 g mjólk 330 g dökkt súkkulaði ½ l rjómi 2½ blað matarlím Setjið matarlím í kalt vatn (10mín). Sjóðið mjólk og setjið matarlímið út í. Blöndunni hellt yfir súkkulaðið í smá skömmtum. Hrærið vel á milli (mikilvægt að ná kremáferð á blönduna áður en öll mjólkin fer út í). Blandan á að vera C þegar léttþeyttur rjóminn fer út í í smá skömmtum með sleif. Ef súkkulaðiblandan er of köld þá er bara að hita hana í örbylgjuofni eða kæla hana ef hún er of heit. Hvít súkkulaðimús 140 ml mjólk 1 vanillustöng, tahiti 4 g matarlím, 2-3 blöð 175 g hvítt súkkulaði 190 g rjómi, léttþeyttur Látið matarlímið í kalt vatn. Skafið vanilluna og látið í pott ásamt mjólkinni. Hitið mjólkina að suðumarki og látið standa í 20 mín. Hitið mjólkina aftur upp og látið gelatínið leysast upp í henni. Hellið yfir fínt hakkað súkkulaðið í tveimur skömmtum og hrærið út með sleikju. Þegar blandan skín og súkkulaðið er brætt hellist blandan yfir léttþeyttan rjómann í mjórri bunu. Hrærið létt í með sleikju á meðan hellt er. Setjið í glös og skreytið með berjum að eigin vali.

59 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Vill verða björgunarsveitarkona Hafrún Katla er 7 ára stelpa í Neskaupstað sem æfir blak og skíði. Hún ætlar að verða björgunarsveitarkona þegar hún verður stór og vinna í Egilsbúð. Síðasta sumar safnaði hún sér fyrir trampólíni og hoppaði á því út í eitt. 59 Prjónablaðið Björk nýkomið út fæst um land allt Nafn: Hafrún Katla Aradóttir. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Í Neskaupstað. Skóli: Nesskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að leika með kaplakubba og pinnabretti. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar. Uppáhaldsmatur: Makka rónugrautur. Uppáhaldshljómsveit: Mugison. Uppáhaldskvikmynd: Fólkið í blokkinni. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var í útilegu með mömmu og pabba og vinum okkar ég sat í stólnum mínum og með annan stól undir fótunum og ég var að drekka svala og var með Hello Kitty derhúfuna mína. Ég var svona tveggja eða þriggja ára. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi blak með Þrótti Nes og skíði. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Björgunarsveitarkona og vinna í Egilsbúð. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að veiða risastóran fisk úti á firði á græna bátnum með pabba. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Bíða í bíl. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég safnaði pening og keypti trampólín og hoppaði mikið á því. PRJÓNAHORNIÐ Páskakarfa Efni: Lyppa ljósgul. 2 dokkur. Heklunál nr 3 Karfan er hekluð frá botni og upp í hring. Botninn ræður stærðinni á körfunni svo að þið getið haft hana í þeirri stærð sem þið kjósið. Hún er svo stífuð með sykurstífelsi helmingur heitt vatn og helmingur sykur sem er leystur vel upp, karfan gegnbleytt og strekkt utan um skál á hvolfi og látin þorna vel. Skálin sem notuð er ræður lögun körfunnar. Skammstafanir: ll > loftlykkjur st > stuðlar fl > fastalykkjur Fitjið upp 28 l á 4 prjóna. Tengið í hring. 1 umferð slétt. 2 l slétt saman 4 sl slegið upp á prjóninn 1 l sl slegið upp á 4 l sl, 2 l sl saman 1 l sl, endurtekið. Slétt umferð. 2 l sl saman 3 l sl slegið uppá 3 l sl slegið uppá 3 l sl 2 l sl saman 1 l slétt endurtekið. Slétt umferð. 2 l sl saman 2 sl slegið uppá 2 l sl saman slegið uppá 1 l sl slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2 sl 2 sl saman 1 sl. Slétt umferð. 2 sl saman slegið uppá 2 sl saman slegið uppá 2sl saman slegið uppá 1 sl endurtekið allan hringinn. 1 sl umferð. Fellt af. Hitt beltið er bara 1 sl og 1br 12 umferðir. Karfa 1. Fitjið upp 3 ll og tengið í hring. 2. Heklið 6 fl í hringinn, tengið. 3. Heklið nú 2 fl í hverja fl.tengið 4. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverja fl.tengið. 5.Heklið 2 fl í hverja fl tengið. 6. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið. 7. Heklið 1 fl og 2 fl í aðra hverna fl tengið. 8. Heklið fl í fl allan hringinn, tengið fl og 2 fl í aðra hverja fl, tengið fl í fl allan hringinn, tengið fl, 2 fl í sömu fl allan hringinn, tengið fl í fl allan hringinn, tengið. 18. Nú eru heklaðir stuðlar allan hringinn en aðeins tekið í innri hluta lykkjunnar þannig að myndist kantur. Heklaðar 9 umferðir stuðlar. Pífa: 1 fl, * 8 ll 1 fl í 5 lykkju * endurtekið *-* allan hringinn. Snúið við og heklið í hina áttina þannig að pífan snúi rétt. Hekla 15 stuðla utan um loftlykkjubogana allan hringinn. 3 ll stingið heklunálinni gegnum fyrstu ll og heklið 1 fl þannig að myndist takki. 1 fl í 3ja stuðul endurtakið það eiga að vera 5 takkar á hverjum boga. Gangið frá endum og stífið. Eggjabelti Við notum litríka afganga úr prjónakörfunni í beltin. Prjónar nr 4, Gott að nota stutta prjóna. Gleðilega páska. Létt Miðlungs Þung Sudoku Galdurinn við Sudokuþrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

60 60 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Scania R470, árg. 06, ekinn 495 þús km. Retarder, Opticruise, 3 öxla gámagrind fyrir 40 gáma fylgir. Verð 5,9 millj. kr. + vsk DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Uppl. í síma Opið frá kl Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,0-6,0 m í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allar lokur og lamir fylgja. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið kl Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak. is, Volvo FH , árg. 06, ekinn 810 þús. km. Retarder, Bsk. Mikið endurnýjaður. Verð 5,0 millj. kr. + vsk JCB 3CX, árg. 08, notuð 500 vst. Fyrst skráð árið Servo. Mikið af aukahlutum fylgja. Verð 10,9 millj. kr. + vsk Næsta Bændablað kemur út 8. maí Smáauglýsingasíminn er: Eldri blöð má finna hér á PDF: Kerrur á einum og tveimur öxlum, með og án bremsa, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. sími Opið Brynningartæki. Úrval af brynningartækjum frá kr m.vsk. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos sími Opið kl Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur framleiddar skv. reglum FEIF. Leitun að betra verði. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið frá kl Frábærir gafflar í hirðinguna og önnur störf. Álskaft og plastgreiða nær óbrjótanleg. Léttir og skemmtilegir. Sjá myndband á Verð kr.9.885,- m.vsk. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið frá kl Ný sending komin! Skóbursti fyrir heimilið, vinnustaðinn og ferðamannastaðinn. Galv.grind með góðum burstum. Verðið er aðeins kr.7.500,- m.vsk. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið frá kl Til sölu fjárflutningakassi á þrítengi. Allt járn galvaníserað, klæddur með áli. Stærð: 2,30 x 1,40 m. Uppl. í síma Traktorsdrifnar rafstöðvar (Agro- Watt ). com - Stærðir: 10,8 kw 72 kw. Stöðvarnar eru með eða án AVR (spennujafnara). AVR tryggir örugga keyrslu á viðkvæmum rafbúnaði, t.d. mjaltarþjónum, tölvubúnaði, nýlegum rafsuðum o.fl. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, www. hak.is Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi dælur í mörgum stærðum, fyrir magndælingu á, vatni, skolpi, sjó, olíu. Háþrýstar dælur fyrir vökvun og niðurbrot í haughúsum. Slöngubúnaður með hraðkúplingum, flatir barkar á frábæru verði, Allur búnaður fyrir vökvun á ræktunarsvæðum. Haugdælur með vacuum búnaði. Aðrir aflgjafar: Rafmagn, bensín/dísel, glussaknúnar (mjög háþrýstar). Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir iðnað og heimili. Gerum einnig við allar dælur. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4" díseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá Comet, www. comet-spa.com - Aflgjafar; rafmagn, Hondabensín, Yanmardísel, aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bar. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, Háþrýstibúnaður fyrir stíflulosun í skólp- og drenrörum. Getum útvegað þennan búnað í mörgum útfærslum og styrkleikum. Fyrir rör frá 30 mm upp í 900 mm. Háþrýstilöngur allt að 150 metrar á lengd, 3/8, ½, 5/8, ¾. Bensín/dísel, vatnsflæði allt að:132 L / 3000 Psi. Búnaður á sérsmíðuðum vagni með þrýstibremsum eða á stálgrind. Búnaðurinn hentar einnig vel fyrir öflugan háþrýstiþvott. Vandaður og hentugur búnaður, fyrir sveitafélög og verktaka. Hákonarson ehf. Uppl. í síma , hak@hak.is, www. hak.is Land og Fólk byggðasaga Norður- Þingeyinga til sölu á lækkuðu verði. Eldri útgáfan á kr ,- Nýrri útgáfan á kr Vönduð útgáfa sem inniheldur óhemju fróðleik um Norður-Þingeyjarsýslu, myndir af öllum bæjum og ábúendum ásamt ábúendatali fyrir allar jarðir svo langt sem heimildir ná. Upplögð gjöf til allra sem tengjast þessu svæði og þeirra sem hafa gaman af að kynnast landinu betur. Bókin er send hvert á land sem er og er einnig til sölu hjá umboðsmönnum á nokkrum stöðum. Uppl. gefnar í síma og CAT 315M, árg. 00, notuð vst. Tvöföld bóma, hraðtengi, fleygur, 3x skóflur. Verð 5,5 millj. kr. + vsk Kramer 480, árg. 04, notuð vst. Opnanleg skófla, gafflar, góð dekk. Verð 3,9 millj. kr. + vsk MB Actros 4144, árg 07, ekinn 35 þús. km, bsk, Retarder. Óbeyglaður pallur. Verð 8,9 millj. kr. + vsk B Sturluson ehf Vagnhöfði Reykjavík Símar: & Hreinræktaðir íslenskir hvolpar til sölu. Móðir: Ásafrík. Faðir: Kersinsnætursnati. Uppl. í síma Til sölu Toyota Hilux x-cab, árg. '94, ekinn 137 þús. km bensín - 38' breyttur - Loftdæla. Vel með farinn bíll. Uppl. í síma

61 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Massey Ferguson 4270, 130 hö. Árg. 00. Notkun Verð án vsk kr. Til sölu CASE MAXXUM 135, árg. 98. Ekinn klst. Frambeisli og aflúrtak að framan. Vökva skotkrókur, skriðgír. Vél í góðu standi og hefur reynst mjög vel. Verð kr. + vsk. Uppl. í síma Til sölu mjög gott eintak, Suzuki Grand Vitara, árg '04, ek km, 4x4 bensín. Verð 950 þús. kr. Uppl. í síma Toyota Yaris 2003 til sölu. Ljósblár. 5 dyra. Smurður í apríl Næsta aðalskoðun Ekinn 167 þ. km. Beinskiptur. Engin skipti. Verð kr. Gsm Claas Variant 280RC, árg. 02, Notkun , Verð án vsk kr. Nissan Doublecab 35 breyttur árg. 02. Ekinn 140 þ. km. Dísel, bsk. Ásett verð kr Tilboð kr Til sölu Nissan Patrol, óslitinn, árg. 00, bíll með leðri, topplúgu, olíumiðst. og rafmagni í sætum. Keyrður 100 þús. km. Selst nýskoðaður fyrir 1,4 millj. kr. eða í skiptum fyrir holdabeljur. Einnig til sölu ryðfrír tvöfaldur vaskur án blöndunart. á 80 þús. Hobbat iðnaðarhrærivél á 210 þús. Fuglareitingavél með diskum á 200 þús. og gömul þreskivél fyrir laghenta á 550 þús. Uppl. veitir Garðar: gardaruxi@gmail.com og vinn í Noregi. Til sölu fallegt og vandað 83 fm, 5 herb. timburhús, fullbúið að innan sem utan. Húsið er í mjög góðu ástandi og er laust nú þegar. Það selst einungis til flutnings. Verð 17,5 milljónir króna. Uppl. í síma Nissan Terrano II 99 til sölu. Ekinn 277 þús. km. Ný kúpling, nýr vatnskassi og ný vatnsdæla. Einnig nýr rafgeymir og góð heilsársdekk. Páskatilboð 200 þús. Uppl. í Valtra T152 Direct. Árg. 11. Notkun: Verð án vsk kr. Valtra A-95. Árg. 05. Notkun: Verð án vsk kr. Landini 220 Powermaster. Árg. 09. Notkun: Verð án vsk kr. MMC Pajero Intence, 33, árg. 08. Ekinn 195 þ. km. Dísel, ssk. Ásett verð kr Tilboð kr KIA Sportage CRDI, árg. 05. Ekinn 173 þ. km. Dísel, ssk.. Ásett verð kr Tilboð kr MB bílar, Kletthálsi 1a, 110 Reykjavík Sími: Opið virka daga 10-18, laugardaga mbbilar.is Nimbus 320 Coupé til sölu. Vel útbúinn gæðabátur með tvöföldum skrokki, árg. '04. Fljótandi sumarbústaður, verð kr Báturinn er í Snarfara-höfn í Elliðavogi. Uppl. í síma Lén fyrir bæinn. Mikilvæg forsenda góðs árangurs í sölu og kynningu á internetinu er gott og snjallt lén, sem notað er fyrir tölvupóst og fyrir heimasíðu. Nú má einnig skrá lén með séríslenskum stöfum. Sbr. t.d. Ármót.is /armot.is. Er lénið fyrir þitt bæjarnafn laust? Leitið á is. Til sölu Benz 322, árg. '64. Verð 400 þús. Uppl. í síma Viltu selja bílinn í dag! Hærra uppítökuverð. Ertu að fara að kaupa nýjan bíl og vilt fá hærra uppítökuverð fyrir bílinn þinn? Viltu staðgreiða nýja bílinn og fá staðgreiðsluafslátt? Hafðu samband í gegnum og við sendum þér kauptilboð þér að kostnaðarlausu. Til Sölu Mercedes-Benz árg. '83. Gott kram en lélegt body, innréttaður sem húsbíll. Verð: 400 þús. kr. eða skipti á Subaru Legacy. Uppl. í síma Sumar í nánd. Bráðsniðugt og ódýrt húsbílaefni til sölu. Eigum 2 svona Mercedes Benz 508D bíla. Nýinnfluttir, eru 1987 módel og lítið keyrðir, nánast óryðgaðir, hafa alla tíð fengið gott viðhald og eftirlit, flokkast sem fornbílar og engin bifreiðagjöld. Sparneytnir og duga vel næstu 20 árin. Verð innan við 2 milljónir króna. Verða afgreiddir nýskoðaðir. Uppl. veittar hjá Bílahlutum, Eldshöfða R. Sími Til sölu Man 4X4, Árg. 86. Ekinn 68 þús. 6 cyl, dísel, 5 gíra. Driflæsing, nafdrif, loftbremsur, nýleg Michelin XZL dekk. Engin bifreiðagjöld. Í góðu standi. Verð þús. m.vsk. Uppl. í síma McCormick MC 115, árg. 03. Notkun: Verð án vsk kr. Sími Til sölu Skagstrendingur, 2,35 br.tonn, lengd 6,22 m. Buch 36 hö. Þessi bátur var á strandveiðum. 2 rúllur, öll helstu tæki í brú. Mikið af varahlutum í vél. 12volt og 24 volt. Kerra fylgir. Verð Uppl. í síma , og Til sölu Deutz-Fahr MP125 rúllubindivél, árg. '06. Netbinding, breiðsópvinda, 14 hnífar, mjög góð vél í topp lagi alltaf geymd inni verð kr án vsk. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma Til sölu Toyota Land Cruiser 90 VX, árg. '02, ekinn 167 þús. km, 3.3 bensín mótor, ssk. Mjög vel með farinn bíll, aldrei verið reykt í honum. Nýbúið að skipta um tímareim. Nýr geymir. Verðhugmynd þús. kr., umsemjanlegt. Uppl. í síma Til sölu New Holland TS125A með Alö Q65 ámoksturstækjum. Árg hö. Vinnust Verð kr án vsk. Kraftvélar ehf. Sími Til sölu Fibo Intercon færanleg steypustöð B1200, sjálfvirk, framleiðslugeta 16 m3 á klst. Lítið notuð og vel með farin. Uppl. í síma , Sveinn. Til sölu Man , 4X4, árg. 89. Ekinn 373 þ. Effer krani. 3 í glussa 1050kg>10,5m. Pallur sturtar á þrjá vegu. Verð þ. + vsk. Næsta skoðun 06/2015. Uppl. veitir Áskell í síma og á askell@ husagerdin.is Cat lyftari til sölu, árg. 08, í frábæru ástandi, skoðaður út ágúst 14. Einungis notaður á þurrvörulager. 700 tíma notkun. Ásett verð 2,8 millj. kr. Uppl. veitir Ægir í síma Til sölu Starex H1, 7 manna, 4x4 dísel, árg. '04. Ný skoðaður '15. Ásett verð kr. Tilboð 950 þús. kr. stgr. Skoðum öll tilboð. Uppl. í síma Til sölu Fella TH 800 heytætla, árg. '03. Verð vsk. Á sama stað óskast John Deere 631 ámoksturstækjagálgi eða sambærilegur. Uppl. í síma og á mikluvellir@simnet.is Til sölu DAF krókheysi, 2 pallar, skoðaður til Uppl. í síma Sumarbústaður til sölu, 46 fm, ásamt 8 fm útihúsi. Allt inní húsi er nýtt: Rafmagn, parket, eldhúsinnrétting, sturta, handlaug, innfellt wc, olíufylltir rafmagnsofnar, innihurðir og 120 ltr hitakútur. Útihús fulleinangrað, ofn, ljós, tvöföld hurð, setrusviður. Bæði hús í toppstandi, tilbúin til notkunar og flutnings. Staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Verð kr. Uppl. í síma DIECI Skotbómulyftari 25.6, lyftigeta kg í 6 metra hæð. Breidd;1,8 m Hæð 1,95 m Lengd 4,1 m. Verð kr án vsk. með göfflum og skóflu. Búvís. Sími og

62 62 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl 2014 Þaulreyndar lyfjasprautur frá Henke Sass Wolf. 0,1-3 ml og 0,1-5 ml. Varahlutir fáanlegir. Kr Lífland Sími Nálar í lyfjasprautur. Margar stærðir fáanlegar. 10 nálar í pakka. Kr Lífland Sími Níðsterkir nitril hanskar í sauðburðinn. 100 stk. í kassa. ATH! Ný gerð, 30 cm langir. Kr Lífland S Probicol LAMBAKRAFTUR, styrkir og eflir viðnámsþrótt og mótstöðu nýborinna lamba. Túpa (20 ml) dugir í 5 lömb. Kr túpan. Lífland Sími Sótthreinsandi og græðandi sáraúði sem þurrkar upp sár og skeinur, 500 ml. Kr Lífland Sími Joðlausn til sótthreinsunar, 500 ml. Kr Lífland Sími Palmse malarvagn Dumper Burðargeta 12 tonn. Hardox pallur. Verð kr án vsk. Búvís. Sími Palmse rúlluvagnar. Pallstærð 8 x 2,5 m. Burðargeta 12 tonn. Til afgreiðslu núna á Suðurlandi. Verð kr án vsk. Búvís. Sími og Skagaþjarkur M-Bens Vario 814, árg. 91 /8 4x4. Hátt og lágt drif. Innfluttur í nóv. 04 frá Þýskalandi. Breytt í húsbíl 05. Mjög vandaðar innréttingar úr hlyn.fataskápur, wc skápur, geymsla undir bekkjum og stór farangursrými undir rúmi. Eldhúsborð lagt niður og búin til svefnaðstaða f Skráður fyrir 6 í belti. Bíll og hús í 24 voltum, útsláttarrofar. Sólarsellur 120 amp. Inntak fyrir 220 v. Truma gasmiðstöð, kalt vatn, tveggja hellna gaseldavél, gasísskápur. Geislaspilari, DVD spilari og lítið sjónvarp. Rafmagnstrappa inn í bíl. Farþegastóll á snúning. Hliðarbekkur á móti eldhúsborði. Sjón er sögu ríkari. Uppl. gefur Ólafur í s eða og Ása í s Til sölu Case 580F traktorsgrafa, árg. '82, notkun um tímar. Vél í góðu standi verð án vsk. Einnig til sölu Zetor 5011, árg. '82, notkun tímar, Deutz Fahr GP 2.3 Rúllibindivél, árg. '97, notkun rúllur, Fella 350 stjörnumúgavél, 3ja tonna fóðursíló, Nordsten áburðadreifari max kg og svo "hefðbundinn" skítadreifari. Tæki í góðu lagi og alltaf geymd inni. Uppl. í síma Rafmagnsreiðhjól. Ekkert próf, aðeins skynsemi. Verð frá kr. Bindir & stál ehf. Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Uppl. í síma , Iðnaðarsaumavélar. Nýjar og notaðar hjá Kiano ehf. Uppl. í síma kiano@kiano.is, Rafmagnsminiskutlur. Verð kr. 25% afsláttur af síðustu hjólunum. 50% af sýningarhjólum. Bindir & stál ehf. Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Uppl. í síma , Gashitari/lampi á pallinn, hæð 220 cm. Verð Bindir & stál ehf, Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Uppl. í síma , Til sölu Weidemann 1140, árg. 12, með kló, skóflu og þyngingu. Notaður 65 vst. Verð 2,7 m + vsk. Uppl. í síma Fánasmiðjan er með mesta úrval fána á landinu, ef hann er ekki til búum við hann til. Kannið málið á fanar.is eða hafið samband í síma Til sölu Frábært fóður fyrir hesta og kindur. Til sölu heilsöltuð síld, kg. Saltsíld gefur skepnum bæði fitu og vítamín. Fyrstur kemur fyrstur fær. Uppl. í s Erum að flytja inn dálítið af berrótarplöntum af tegundunum Norðmannsþin (Abies Nordmanniana) og Glæsiþin (Abies Fraseri) til tilrauna við ræktun jólatrjáa. Vinsamlegast hafið samband ef þið eruð áhugasöm um að vera með í innkaupunum. Lágmark 25 stk. af tegund. Selskógar ehf, , danielth@nett.is Yamaha Víking snjósleði óskast, árg. '00 eða yngri. Er einnig að leita eftir iðnaðarhurðum fyrir tvö hurðarop, br. 3,50 m, hæð a.m.k. 3,70 m. Uppl. í síma eða uppl. á myrmanni@mi.is Til sölu tímaritið Samvinnan, öll eintök, 20 bækur í góðu bandi. Uppl. í síma Til sölu utanborðsmótor, 35 hestafla, Evenrud, í þokkalegu standi. Með rafstarti. Inngjöf og skiptibarkar fylgja. Uppl. í síma Til sölu Polaris Sportsman 500, 6x6, árg. '06, með spili og kúlu. Staðsett í Dölunum. Alltaf geymt inni. Verð Uppl. í síma eða thor8@simnet.is Til sölu. Mér eru laus í hendi yfir 100 refabúr og tæplega 50 minkabúr þeim sem vill koma í Önundarfjörðinn og hirða þau. Fyrstur kemur fyrstur fær. Uppl. info@sagnaslod.is Til sölu Deutz Fahr dragtengd tveggja stjörnu múgavél, árg. '00. Vinnslubr. 6-6,5 m. "Halarófuvél", rakar í 1 eða 2 múga. Verð vsk. Uppl. í síma Kuhn Premia 3000 sáðvél, árg. 10, til sölu, með áföstu grasfræboxi. Hægt að sá fleiri en einni frætegund samtímis. Á sama stað óskast til kaups Unia Scan-agro diskaherfi, 4 m breitt. Uppl. í síma Heyrúllur til sölu, síðslægja af fullábornum túnum. Uppl. í síma Til sölu lítið notuð hellusög, vel með farin. Sagar 45. Öflug og góð vél. Uppl. í síma Til sölutoyota Hilux, bensín, árg. '92 ekinn 248 þús. Dráttarbeisli og pallhús. Verð 170 þús. kr. eða tilboð. Ekki skipti. Uppl. í síma , Gunnar. Til söu Zetor dráttarvél 4718, árg. '78, ekinn klst. Verð 170 þús. Einnig til sölu Suzuki skellinaðra TS50 sem þarfnast lagfæringar. Verð 30 þús. Uppl. í síma eftir kl 18. Ford Transit, árg. '02 - '05 árg. Vantar varahluti úr framdrifnum Ford Transit, 9 manna, árg. '02-'05, með '98 cc vél. Tilbúinn að kaupa heilan bíl eða bilaðan. Uppl. í síma , Oliver. Til sölu rafmagnssópur, án rafgeyma, nýyfirfarinn. Verð 150. þús. PZ 170 sláttuvél og krabbi (um 500l). Uppl. í síma heyrúllur til sölu, staðsettar í nágrenni Borgarness. Nánari uppl. í síma Til sölu Fendt dráttarvél 308, árg. 97, með tækjum. Einnig Krone 550 snúningsvél. Ford 5000 árg. 71. Á sama stað er óskað eftir gömlum steypubíl, má vera lélegur. Uppl. í síma Til sölu 3 hitakútar - einn 200 lítr. árg. 04, annar 290 lítr. árg. 97 og sá þriðji 300 lítr. - árg. 97. Verð kr. pr. stk. Uppl. í síma Til sölu miðstöðvarketill fyrir olíu með brennara, ekki mikið notaður og virkilega góður. Uppl. í síma Til sölu dokaplötur lengdarmetrar kr lm. Zetur 400 stk. kr 180 stk. Einnig víbrator með 5 m barka, kr o.fl. verkfæri. Uppl. í síma , Benedikt. Til sölu mjög vel með farinn upphlutur: Balderaðir borðar og loftvirki sem ekki er smíðað lengur,skyrtur og svuntur saumað með lissusaumi, líka peysa og ýmsir hlutir tengdir þjóðbúningi. Uppl. veitir Hanna í síma Til sölu ódýrir utanborðsmótorar 15, 25, 40, 60 og 70 hö. Einnig kerra með sturtu 155 X 280, v. 120 þús. Einnig Honda CRF v. 250 þús. Uppl. í s Topplyklasett og IBC tengi fyrir tanka (þessa hvítu lítra). Heimsækið vefsíðuna Get útvegað gott skerpukjöt. Einnig til sölu mjög góð tölvuvigt sem selst fyrir lítið. Uppl. í síma Til sölu rúlluhey, vallarfoxgras og hálmrúllur í plasti, þurrar. Staðsetning Borgarfjörður. Uppl. í síma Til sölu Hanomag henchel vörubíll með sturtum, árg 75. Ekinn aðeins 190þ. km. 2ja hásinga drif á báðum. Dettur í gang. Fullt af aukahlutum fylgja. Verðhugmynd 700 þ. kr. Ath. skipti á búvörum að hluta. Uppl. í síma Ræktunarsamband Hvalfjarðar hefur til sölu Kverneland pinnatætara, árg. 99. Vinnslubreidd 3 m. Er með gaddakefli. Uppl. í s , Daníel. Til sölu 1550 lítra Röka mjólkurtankur með áfastri þvottavél. Kælivél getur fylgt með. Á sama stað óskast KR-afrúllari. Uppl. í síma Til sölu sáðvél, Såtabel Nordsten, 3m og rafknúinn kornsnigill 3m nýr. Uppl. í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á netfangið olisigur@ gmail.com Til roskinna bænda og ráðsettra húsfreyja. Ef leynast kynnu uppi í hillu á bænum rykfallinn Epiphone Casino eða Epiphone Sheraton, sem fengist keyptur fyrir sanngjarnt verð. Uppl. í síma Átt þú gamalt reiðhjól í hlöðunni? Safna gömlum reiðhjólum. Því eldri, því betra. Ástand skiptir ekki máli. Uppl. í síma , Bjartmar. Óska eftir Slam GT540 fjölfætlu, lyftutengdri til niðurrifs eða varahlutum í samskonar vél. Uppl. í síma Blikksmíða verkfæri, Óska eftir að kaupa notuð blikksmíðaverkfæri, handknúinn vals og rilluvél. Uppl. í síma Óska eftir notuðu afturdekki á Zetor 1 stk 14,9/ Uppl. í síma Óska eftir mjólkurtanki með þvottakerfi. Stærðarbil ltr. Uppl. í sima Atvinna Óska eftir að ráða góðan og öruggan starfskraft ára til vinnu á sauðfjárbúi frá 15. júní. Gæti verið um ársstarf að ræða fyrir réttan aðila. Þarf að geta unnið með vélar og tæki. Þarf helst að eiga bíl, en ekki skilyrði. Fæði og húsnæði á staðnum. Algjör reglusemi áskilin. Uppl. í síma Alexandre og Mathieu frá Frakklandi óska eftir starfsnámi á íslenskum sveitabæ frá 9. júní til 4. júlí í tengslum við nám sitt við landbúnaðarskóla í heimalandinu. Um væri að ræða uppihald og aðstaða á þeim tíma sem þau kæmu. Fyrir frekari uppl. vinsamlega sendið línu á bettermann.a@orange.fr eða á matthieu.manc@hotmail.fr Vantar duglegan ungling til aðstoðar við sveitastörf í vor og sumar. Uppl. gefur Guðmundur í síma og Óskum eftir starfskrafti til landbúnaðarstarfa á blönduðu búi á Norð-Austurlandi, fullt fæði og húsnæði á staðnum. Viðkomandi þarf að hafa ökuréttindi. Uppl. í síma Shimon (36 ára) frá Ísrael óskar eftir því að komast í sveit á Íslandi gegn fæði og húsnæði á tímabilinu 1. júní - 1. ágúst. Er að hefja nám á Ísafirði í haust og myndi gjarnan vilja vera á Vestfjörðum en aðrir staðir koma gjarnan til greina. Er tilbúinn í fjölbreytta vinnu. Uppl. í netfangið elt@gmx.net og í síma Skype-reikningur: xanthera. Ungt fólk með áhuga á landbúnaði athugið - tækifæri til að vinna á nautgripabúi í Dakota í Bandaríkjunum í 12 mánuði. Eigandinn er Vestur- Íslendingur en forfeður hans settust að á jörðinni árið Vinnan felst í umhirðu Simmental-nautgripa á búi sem nýtir nýjustu tækni í búskapnum. Óskað er eftir einstaklingi með reynslu af bústörfum. Æskilegur tími er 12 mánuðir. Aðstoð veitt við dvalarleyfi en viðkomandi þarf svokallaða "J1" vegabréfsáritun. Vefslóð búsins er þar sem eru myndir og upplýsingar um ræktunina. Nánari uppl. veitir Curtis Olafson í netfangið colafson@polarc Ég heiti Bernadette og er 26 ára kona frá Bretlandi. Hef verið að Íslandi síðan í haust og unnið við kýr og kindur, ásamt því að læra íslensku. Nú vantar mig heimili frá júní farm í miðjan ágúst þar sem ég get unnið fyrir fæði og húsnæði og fengið tækifæri til að tala íslensku. Uppl. á netfangið bennamc87@gmail.com Óska eftir starfsmanni í sauðburð, helst vönum, frá 1. maí til 1. júní. Uppl. í sími og Starfskraft vantar á blandað bú í Eyjafirði frá 1. maí Uppl. í síma Starfsmaður óskast í sauðburð á Skagafirði í maí. Ekki eru um næturvaktir að ræða. Uppl. í síma eða á freyr1@simnet.is Aðstoð óskast í sauðburði. Starfskraftur óskast á sauðfjárbú í Dalasýslu. Uppl. í síma Ráðskona óskast í sveit á Austurlandi í sumar eða eftir samkomulagi. Uppl. í síma eftir kl. 19:00. Einkamál Myndarleg kona óskar eftir að kynnast góðum bónda. Áhugamál: Útivist, ferðalög, náttúran, eldamennska og fl. Uppl. í síma Jarðir Til sölu smájörð á Vatnsleysuströnd, u.þ.b. 25 mín. akstur frá miðbæ Reykjavíkur og 10 mín. til Keflavíkur. Stórt íbúðarhús. Hentar vel sem gistiheimili. Uppl. í síma Jörð óskast á Vestfjörðum eða Vesturlandi. Upplýsingar sendist í Pósthólf 9008 hjá Íslandspósti, Þönglabakka 4, 109 Reykjavík. Smáauglýsingasíminn er:

63 Bændablaðið Miðvikudagur 16. apríl Neró sem er tæplega 3 ára hreinræktaður labrador óskar eftir heimili í sveit eða hjá góðu fólki á landsbyggðinni. Uppl. í síma , Sigurpáll. Er með 3ja ára útikött, hálfur Maine Coon fress, sem við þurfum að losa okkur við vegna flutninga í blokk. Hann er stór og fallegur og vanur hundum. Uppl. í síma Leiga Til leigu rúmgott íbúðarhús, um 1,5 tíma akstur frá Reykjavík. Hitaveita, háhraðanet, möguleiki á aðstöðu fyrir hesta. Hafið samband við 46flatheddari@gmail.com Myndeftirlit o.fl. Öryggiskerfi, myndavélalausnir, hliðopnanir og ýmislegt fleira. Uppl. í síma og á vefsíðunni leidni.is VÉLAR TIL SÖLU Á að halda fjáröflun í sumar? Eigum úrvals söluvarning fyrir sumarhátíðir og skemmtanir. Sérpantanir að hefjast. Sjá nánar á og Facebook. Málningar- og viðhaldsvinna. Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. Tilboð eða tímavinna. Lítið Mál ehf., Sigurður , siggi@ litidmal.com GB Bókhald.Tek að mér að færa bókhald - skila vsk. skýrslu - geri ársreikninga - geri og skila skattaskýrslu - er með dk+dkbúbót. Gerða Bjarnadóttir. Netfang gbbokhald@gmail.com Sími og Bændur - verktakar! Skerum öryggisgler í bíla, báta og vinnuvélar. Sendum hvert á land sem er. Skiptum einnig um rúður í bílum. Vinnum fyrir öll tryggingafélögin. Margra ára reynsla. BílaGlerið ehf. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík. Sími Veiði Við erum nokkrir félagar að leita að ágætu gæsalandi fyrir næsta haust. Æskileg staðsetning er á Suðurlandi, um 1-3 klst. akstur frá Rvk. Aðrir landshlutar koma líka til greina. Getum borgað sanngjarnt gjald og erum líka til í að taka til hendinni við ýmis bústörf upp í leigu ef þess er óskað (erum allir vanir sveitamenn). Lofum snyrtilegri umgengni. Uppl. í síma eða í tölvupósti jonrag@simnet.is, Jón. Spurningabókin Hvað veist þú um Vestfirði kom út fyrir síðustu jól. Þar er um að ræða skemmtilega og fræðandi spurningabók fyrir alla fjölskylduna, þar sem finna má fjölda fjölbreyttra spurninga tengdum Vestfjörðum og vestfirðingum. Eyþór Jóvinsson samdi spurningarnar. Þetta er þriðja bók Eyþórs Jóvinssonar, en að baki á hann tvær ljósmyndabækur síðastliðin tvö ár. Bókinni er fyrst og fremst ætlað að skemmta vestfirðinum og öðrum eftir jólasteiknni, samhliða því að fræða landsmenn um Vestfirði. Spurningarnar spanna allt frá Gísla Súrsyn til Mugisons, frá landnámi Hrafna-Flóka og til sveitarstjórnakosninganna Fortíð, nútíð og framtíð. Bókin er fáanleg í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði og er væntanleg í verslanir um allt land. Bændablaðið Næsta blað kemur út 8. maí Amerísk gæðavara 12 kg Þvottavél Tekur heitt vatn > sparneytin Stórt op > auðvelt að hlaða Þvotta og orkuklassi A Engin kol í mótor DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Fendt 412 Vario, árg Notkun Verð án vsk kr. CLAAS VARIANT 280RC, árg Notkun , Verð án vsk kr. Valtra T152 Direct. árg Notkun: Verð án vsk: kr. McCormick MC 115, árg Notkun: Verð án vsk: kr. sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Selen, E-,A og D-vítamín á fljótandi formi, til inngjafar fyrir lömb, kálfa og kiðlinga Fiona AK-90, árg. 2006, 2ja hólfa áb.+fræ. Verð án vsk kr. John Deere 6230, árg. 2007, Notkun Verð án vsk kr. Vélfang ehf. Gylfaflöt Reykjavík Sími: Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is -Mjög hátt hlutfall af vítamínum og seleni -Tilvalið í lömb sem hafa verið lengi inni -Gefið um munn - engar nálastungur og minnkar því líkur á liðabólgu Sjá nánar:

64 48 Bændablaðið i udagur 6. br ar 2014 Gistill...næsti áfangi Nýjung í gistirými fyrir ferðaþjónustu Gistill er ný gerð einingahúsa úr timbri sem eru sérstaklega hönnuð með þarfir þeirra sem reka hótel og gistiheimili í huga. Einingakerfið býður upp á sveigjanleika til að laga hýsin að aðstæðum þar sem þess gerist þörf. Einingarnar eru framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum og er allt timbur úr sjálfbærum skógum. Gistihýsin má fá í ýmsum stærðum og gerðum og geta staðið ein og sér, í þyrpingum eða í lengjum. Klæðningar Hægt að velja ýmsar útfærslur á klæðningu. Heildarlausnir. Dæmi um samsetningarmöguleika. / EXPO auglýsingastofa Nánari upplýsingar veita sölumenn timburverslunar BYKO í síma eða með tölvupósti á fagsolusvid@byko.is. Sjá einnig á

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir Lífið FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Jóhannes Arnljóts Ottósson gullsmiður MEÐ NÝJA LÍNU Í KVENSKARTI HJÁ NOX 2 Andrea Fanney Jónsdóttir deildarstjóri STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8 Silja Kristjánsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum. HEILSA Kynningarblað Æfingatæki, matarmýtur, hitakóf, svefntruflanir, sveppasýkingar, umhverfisvæn hreinsiefni og einfaldar leiðir til að komast í betra form. HOLLUR MATUR Í SÍMANN Fjölmörg ókeypis smáforrit

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi Fæddur 15. desember

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα