Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón"

Transcript

1 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr árg. Upplag Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980: Sauðfé hefur fækkað um 350 þúsund Hrossum hefur aftur á móti fjölgað um þriðjung eða um 25 þúsund hross og Íslendingar eru nú álíka margir og hænurnar í landinu Sauðfé á Íslandi hefur fækkað um ríflega 350 þúsund á rúmlega þrjátíu árum, frá 1980, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hrossum hefur aftur á móti fjölgað um 25 þúsund á sama tímabili og nautgripum hefur fjölgað um nærri Íslendingar álíka margir og hænurnar í landinu Alifuglar eru hins vegar álíka margir nú og árið 1980, um 322 þúsund. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um nærri 95 þúsund, úr árið 1980 í í janúar 2013, sem er þá svipaður fjöldi og hænsnastofninn í landinu. Þá hefur svínastofninn tvöfaldast og hefur gyltum og göltum fjölgað úr dýrum árið 1980 í dýr í fyrra. Á árinu 1980 taldist sauðfé á Íslandi vera samtals , en fækkaði mikið fram til 1990 þegar talan var komin í Sauðfé hélt enn áfram að fækka fram til ársins 2000, eða í Síðan hefur fjöldinn haldist nokkuð í horfinu en með einhverjum sveiflum á milli ára. Þannig var sauðfé í árslok Samkvæmt nýjustu tölum sem nú liggja fyrir frá Matvælastofnun (MAST) fyrir árið 2012 var sauðfé í fyrra talsins. Það er ríflega 350 þúsund færra en árið Hrossastofninn stækkaði um þriðjung Þróunin hefur verið þveröfug hvað hrossaeign varðar, en mesta stökkið var á milli áranna 1980 til Þá fjölgaði hrossum úr í Síðan hefur heldur fjölgað í stofninum og voru hross á Íslandi árið 2012, eða um 25 þúsund fleiri en árið Undanfarin misseri hafa verið talsvert háværar raddir meðal forystumanna í hrossarækt um að nauðsynlegt væri að fækka verulega í stofninum. Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón Búfé á Íslandi samkvæmt tölum Matvælastofnunar var samtal á árinu 2012 til Þar af var sauðfé flest, samtals Þar á eftir komu alifuglar að meðtöldum varphænsnum, sem voru talsins. Hross voru eins og fyrrr segir talsins og nautgripir töldust vera samtals Auk þessa voru loðdýr og samkvæmt samtölum MAST voru samtals svín í landinu að öllum grísum meðtöldum. Flestir nautgripir á Suðurlandi Suðurland ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta í nautgriparæktinni. Þar voru samkvæmt tölum MAST. samtals nautgripir í fyrra, þar af mjólkurkýr. Norðurland vestra er stærst í sauðfárræktinni Þegar litið er á sauðfjárræktina er Norðurland vestra langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og telst sauðfé þar vera samtals Suðurland er í öðru sæti með Flest hross eru á Suðurlandi Þó að Skagfirðingar og fleiri Norðlendingar séu taldir miklir hestamenn hefur Suðurland vinninginn í fjölda hrossa. Þar eru hross talsins. Norðurland vestra og þar með talinn Skagafjörður kemur svo þar á eftir með hross. Suðurland og Norðurland vestra stærst í loðdýraræktinni Sú búfjárgrein sem hefur verið í hvað örustum vexti á síðustu árum er loðdýraræktin. Inni í samtölum MAST er langmest af mink, eða minkalæður og högnar af loðdýrum í heildina. Suðurland hefur vinninginn í loðdýra ræktinni með dýr en Norðurland vestra fylgir þar fast á eftir með dýr. /HKr. - Sjá nánar tölur MAST um búfjáreign Íslendinga í fyrra á bls. 34

2 2 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Áburðargjafar í lífrænni ræktun: Sveppamassinn bannaður verður þó áfram á undanþágu Í Bændablaðinu 4. júlí síðastliðinn birtist grein með fyrirsögninni Sveppamassi bannaður frá og með 1. júlí 2013 eftir Christinu Stadler, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í inngangi greinarinnar kemur fram að samkvæmt evrópskum reglum sé bannað að nota sveppamassa frá og með 1. júlí, vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Í greininni greindi hún frá niðurstöðum verkefnis sem gengur út á að kanna hvaða áburður gæti komið í staðinn fyrir sveppamassann í lífrænni ræktun. Niðurstaða verkefnisins er sú að molta úr búfjáráburði er talin vera jafngóð sveppamassanum og fiskimjöl enn betra. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, frá Vottunarstofunni Túni, er það ekki alls kostar rétt að notkun sveppamassans sé með öllu bönnuð frá og með 1. júlí. Hægt sé að nýta undanþágur á meðan lífræn búfjárrækt sé að byggjast upp í einstökum löndum. Gert er ráð fyrir að með komandi ræktunartímabili hafi bændur komið sínum málum í lag, segir Gunnar. /smh Kjarnfóður: Lífland hefur lækkað verð Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri frá og með 1. október. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna góðrar uppskeru í Evrópu. Verðlista kjarnfóðurs má sjá á heimasíðu Líflands, Bændafundir haustið 2013: Hvað vilja bændur ræða? Nú standa fyrir dyrum bændafundir Bændasamtakanna, en þeir eru haldnir á haustin í sveitum landsins. Samkvæmt samþykktum BÍ ber að halda bændafundi að minnsta kosti einu sinni á ári á hverju búnaðarsambands svæði. Undanfarin ár hefur þátttaka bænda verið undir væntingum í mörgum sveitum. Þess vegna er nú óskað eftir því að félagsmenn í Bændasamtökunum hafi sjálfir frum kvæði að umræðuefnum komandi bænda funda. Fundarformið verður með þeim hætti að forystumenn úr stjórn Bændasamtakanna halda stutt inngangserindi en síðan verða tekin fyrir ákveðin mál sem heimamenn hafa óskað eftir að sett verði á dagskrá. Þá verða umræður og skipst á skoðunum um fundarefnið. Einnig verður mögulega í boði að fá utanaðkomandi fyrirlesara sem fjalla um afmörkuð mál. Af nógu er að taka þegar umræðuefni eru annars vegar en með því að velja ákveðin mál er markmiðið að hver fundur taki mið af áhuga bænda á hverju svæði. Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir nauðsynlegt fyrir þá sem vinna að hagsmunum bænda að eiga samtal við félagsmenn sína um málefni líðandi stundar. Með þessu fyrirkomulagi vonumst við til þess að frumkvæði komi frá heimamönnum sjálfum. Fundirnir verða í kjölfarið skipulagðir í samráði við aðildarfélög á hverju svæði. Þess vegna hvetjum við bændur til að hafa samband við sín félög og koma sínum óskum á framfæri, segir Eiríkur. Mikil fjölgun í refastofninum veldur óvenjulegri búhegðun dýranna á Ströndum: Orðið algengt að þerna sé með hverju fullorðnu pari í greni Jafnvel dæmi um að greni sé tvísetið og tvö fullorðin refapör sitji í einu búi Það sem liðið er af árinu hefur varla komið sú vika að ekki hafi komið frétt í fjölmiðlum um fjölgun á tófu. Verst virðist ástandið vera á Vestfjörðum og einhver brögð hafa verið á að sauðfé hafi komið sært eftir bit frá ref. Bændablaðinu lék forvitni á að vita hvort ástandið væri eins slæmt og látið hefur verið af. Til að kanna ástandið var haft samband við refaskyttur frá Borðeyri og alla ströndina norður í Reykjafjörð. Þó að ekki sé búið norðar en í Norðurfirði í Árneshreppi eru þar landeigendur sem skjóta töluvert af ref á sumrin til að verja hlunnindi sín. Þernur í fjölda grenja Í samtali við refaskyttur kom í ljós mikil fjölgun á þernum á undanförnum árum. Þernur eru þriðja fullorðna dýrið á greninu, sem er í flestum tilfellum geld eins árs læða. Nafnið þerna á þriðja fullorðna dýr á greni mun vera komið frá Páli Hersteinssyni heitnum, fyrrverandi veiðistjóra og refafræðimanni. Flestar skytturnar voru spurðar um skýringar á þessari aukningu á gelddýrum sem kallast þernur. Var lítið um svör en sumir vildu tengja það offjölgun á refum. Dæmi um tvö refapör í einu greni Hannes Hilmarsson á Kolbeinsá býr syðst þeirra veiðimanna á Ströndum sem rætt var við. Hann vaktar töluvert stórt svæði, frá Hrútafjarðarbotni og norður að Bitrufirði. Hannes og faðir hans Hilmar Guðmundsson hafa stundað refaveiðar lengi, Hilmar í yfir 60 ár. Heildarveiði það sem af er árinu hjá þeim feðgum er 54 dýr. Það sem vakti athygli þeirra feðga var að undanfarin ár hefur þernum verið að fjölga í grenjavinnslu. Af sjö grenjum í gamla Kolbeinsstaðahreppi voru þernur á tveim. Á síðasta ári fundu þeir á einu greninu tvöfalda ábúð, en þar voru tvö karldýr og tvö kvendýr rétt eins og þernan hafi verið með karlkyns þjón með sér. Hafa þeir feðgar á Kolbeinsá ekki heyrt af því áður. Mikil fjölgun ásetinna grenja Torfi Halldórsson Broddadalsá og Ragnar Bragason Heydalsá vinna saman að grenjavinnslu og hafa veitt samtals 45 dýr. Torfi hefur stundað refaveiðar síðan 1977 og finnst honum fjöldinn af refum vera allt of mikill og í nokkuð mörg ár á eftir var svona eitt greni hér í Kollafirði á tveggja ára fresti, en núna eru öll greni setin meira og minna svona 3-5 greni á hverju ári. Veiðistjórnunin fór alveg úr böndunum á ref þegar þessir lærðu menn tóku við veiðistjórnunni. Ég veit ekki um neinn refaveiðimann sem vill útrýma refnum en allir vilja fækka honum mikið þannig að ekki verði óbætanlegur skaði á fuglalífinu af völdum hans, sagði Torfi. Gæi á Hólmavík hefur fellt 151 dýr Þorvaldur Garðar Helgason á Hólmavík veiðir ref allt árið og er með frekar stórt svæði sem hann veiðir á. Hann er ötull og iðinn við veiðarnar enda sú skytta sem hefur veitt langmest á árinu, en alls hefur hann fellt 151 dýr. Þorvaldur Garðar er með yfir helming veiðinnar hjá Feðgarnir Hannes Hilmarsson og Hilmar Guðmundsson Kolbeinsá 54 Torfi Halldórsson Broddadalsá og Ragnar Bragason Heydalsá 45 Þorvaldur Garðar Helgason (Gæi) Hólmavík 151 Jón Halldórsson Hólmavík 30 Guðbrandur Sverrisson (Brandur) á Bassastöðum 12 Halldór Logi Friðgeirsson Drangsnesi 59 Valgeir Benediktsson og Gunnlaugur A. Ágústsson í Árneshreppi 49 Pétur Guðmundsson Ófeigsfirði 14 Óskar Kristinsson Dröngum 30 Ragnar Jakobsson Reykjafirði 30 Samtals: - Mynd / Jón Halldórsson Mynd / Jón Halldórsson sér í vetrarveiði þar sem hann leggur út æti og liggur við það á nóttunni. Mest hefur hann fengið tólf refi á einni nóttu. Þegar nefndar voru tölur um heildarveiðina á ref við Þorvald Garðar sagðist hann vita um töluvert marga á svæðinu frá Borðeyri og norður Strandir sem hefðu skotið eina eða fleiri tófur á árinu. Þannig væri heildartalan eitthvað hærri af felldum dýrum á þessu svæði en fram kæmi í meðfylgjandi töflu. Jón á Hólmavík með 30 dýr Jón Halldórsson Hólmavík hefur aðeins skotið ref fyrir einstaka landeigendur og hefur það sem er af er ári skotið 30 dýr. Jón hefur aðallega verið að flytja öðrum fréttir af refaveiðum á Ströndum á heimasíðu sinni holmavik en var svo vinsamlegur að láta Bændablaðið fá myndir sem hann hefur tekið tengdar þessari frétt. Guðbrandur á Bassastöðum hættur grenjavinnslu Guðbrandur Sverrisson, sem flestir þekkja sem Brand á Bassastöðum, er landsþekktur veiðimaður og hefur stundað refaveiðar til fjölda ára. Brandur hefur að mestu hætt grenjavinnslu en svona til að halda sér við var hann með tólf dýr. Það er óvenju lítið hjá honum, en vetrarveiðin hjá honum var nánast engin í vetur miðað við fyrri ár. Við grenjavinnslunni af Brandi á Bassastöðum tók Halldór Logi Friðgeirsson á Drangsnesi, sem hefur veitt 59 dýr það sem er af ári. Þernugrenin vekja furðu Í Árneshreppi eru þeir Guðlaugur A. Ágústsson Steinstúni og Valgeir Benediktsson Árnesi. Guðlaugur var með 11 dýr og Valgeir með 38. Í stuttu spjalli sagði Valgeir að sér fyndist ref hafa fjölgað mikið og einnig finnst honum það furðulegt hvað það er mikið algengara nú seinni ár hvað svokölluð þernugren eru að verða algengari, en meirihlutinn af vorgrenjum á hans svæði var slík greni. Mynd / HLJ Pétur ver æðarvarpið í Ófeigsfirði Haft var samband við þrjá hlunnindabændur, sem að mestu veiða ref til að verja hlunnindi sín. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði er með æðarvarp sem hann hefur í gegnum árin reynt að verja fyrir tófu og mink. Alls náði Pétur fjórtán dýrum í ár. Þrjú fullorðin dýr í hverju greini á Dröngum Óskar Kristinsson svaraði fyrir landeigendur á Dröngum, en þeir veiddu 30 dýr. Í samtali við Óskar kom fram að mikil aukning hefur verið af ref hjá þeim og nánast undantekningarlaust væru þrjú fullorðin dýr á hverju greni á Dröngum (greni með þernu ). Oft ættu dýrin nvolpana niðri í fjöru á vorin undir steinum eða í gjótum vegna þess að hefðbundin greni eru á kafi í snjó fram eftir sumri, en þegar snjórinn fer upp til fjalla færa dýrin sig með hvolpana þangað. Algengt er að það séu á bilinu 7-9 hvolpar á hverju greni á Dröngum í bestu grenjunum, en sem dæmi var farið norður í byrjun maí til að skoða svæðið og var þá unnið greni þar sem læðan var drepin og undir steini í fjörunni voru níu nýgotnir yrðlingar. Refurinn hættur að hræðast mannfólkið Ragnar Jakobsson frá Reykjafirði er kominn á níræðisaldur og fer á hverju vori í byrjun maí norður í Reykjafjörð til að verja kríuvarpið. Ragnar er vel kunnur refaveiðum, en hann var grenjamaður fyrir ríkið fram til 1994 á Hornströndum, allt þar til Hornstrandir voru friðaðar fyrir refaveiðum. Í spjalli við Ragnar, sem veiddi 30 dýr í ár, kom fram að honum fyndist mesta breytingin á refnum vera hve óhræddur hann væri orðinn við menn. Fyrir friðun tók refurinn á sprett og forðaði sér ef hann fann lykt af mannfólki en núna skokkar hann um og fer jafnvel þvert á vindátt af manni og bregður ekki einu sinni við að finna lyktina. Grenin eru alltaf að koma nær og nær bæjunum í Reykjafirði og þess eru dæmi að tófur hafi gotið undir vörubretti niður við bæi, einnig að það hafa verið greni í viðarstöflum hér fram eftir sumri, sagði Ragnar, en Reykjafjarðarmenn eru frægir fyrir nýtingu á rekavið sem sjá má þar í stöflum. /HLJ

3 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Ríkisstuðningur við landbúnað eykst innan OECD-ríkjanna Viðsnúningur á síðasta ári eftir aldarfjórðungs samdrátt Úr Tungnarétt. Skráning lambadóma í fjárvís.is Þessa dagana er vinna við lambadóma í fullum gangi. Til að hægt sé að gera upp niðurstöður einstakra búa og safna saman upplýsingum um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er nauðsynlegt að fá þessar upplýsingar inn i skýrsluhaldið. Bændur eru hvattir til að skrá dóma sjálfir inn í fjárvís.is og er miðað við Hrútaveisla haldin á ný í Akrahreppi eftir ríflega tveggja áratuga hlé Síðastliðið haust voru gerðar breytingar á varnarlínum vegna sauðfjár sjúkdóma sem meðal annars fólust í því að svo kallað Tröllaskaga hólf var flokkað sem ósýkt svæði, utan Dalvíkur byggð norðan Hámundarstaða. Tröllaskagahólf nær frá Héraðsvötnum í vestri til Eyjafjarðarár í austri. Fram að breytingunum hafði umrætt svæði talist sýkt svæði og þar með verið ólöglegt að selja fé á milli bæja innan hólfsins. Félag fjárbænda í Akrahreppi í Skagafirði hyggst nú halda hrútasýningu í hreppnum, þá fyrstu um ríflega tveggja áratuga skeið, en á meðan hólfið taldist sýkt svæði voru slíkar sýningar ólöglegar. Með því að nú hefur hömlum verið létt af svæðinu gefst nú tækifæri til slíks sýningahalds og verður því fagnað með hátíð sunnudaginn 6. október næstkomandi. Samkoman verður haldin í fjárhúsunum á Þverá og hefst hún klukkan 13. Hvorki þarf að greiða þátttökugjald né aðgangseyri og eru allir velkomnir en Kvenfélag Akrahrepps mun standa fyrir kaffisölu á staðnum. Á Hrútaveislunni, sem svo er nefnd, verður boðið upp á Mynd / Ruth Örnólfsdóttir að dómaskráningu ljúki viku eftir að mælingarnar eru gerðar. Þeir bændur sem ekki hafa tök á því að skrá dómana sjálfir inn í Fjárvís geta fengið það gert hjá RML gegn vægu gjaldi. Að afloknu skoðunartímabilinu (lambadómum) skulu allir dómar vera komnir inn í gagnagrunn Fjárvís. /Sauðfjárteymi RML hrúta sýningu, hrúta uppboð og skrautgimbra sýningu. Á hrútasýningunni verður keppt í tveimur flokkum, flokki vetur gamalla hrúta og lambhrúta. Þátttöku rétt öðlast 15 hæst dæmdu hrútarnir í hvorum flokki í eigum félagsmanna. Ráðunautar munu svo raða þeim í sæti. Lambhrútasalan fer þannig fram að hver félagsmaður fær að koma með hrúta og fær úthlutað stíu fyrir sína hrúta. Geta þá gestir og gangandi fengið að skoða hrútana og falað þá til kaups. Stefnt er á að bestu hrútarnir sem koma á sölusýninguna verði boðnir upp, þannig að allir ættu að eiga möguleika á að geta keypt kostagripi. Verð á lambhrút hefur verið ákveðið krónur fyrir utan virðisaukaskatt og verður það byrjunarverð á uppboðshrútum. Skrautgimbrasýningin verður þannig að öllum börnum í Akrahreppi er boðið að koma með sína skrautgimbur til sýningar. Ræður þar litur, hornalag, gáfur og fleira sem ráðunautum finnst ekki mikið til koma við einkunnagjöf. Ef bara eru til hvítar gimbrar á bænum er bara að skreyta eina. Yngstu keppendurnir mega hafa með sér aðstoðarmann. /fr. Samkvæmt skýrslu OECD um landbúnaðar mál jókst ríkisstuðningur við landbúnað á síðasta ári innan flestra aðildarríkja. Um viðsnúning er að ræða, þar eð ríkisstuðningur til handa land búnaði hefur undanfarinn aldar fjórðung lækkað jafnt og þétt og náði sögulegu lágmarki árið Hið sama á við um Ísland og önnur OECD-lönd, en hér á landi mælist hækkunin 3 prósent milli áranna 2011 og Í skýrslunni er fjallað um landbúnað og ríkisstuðning við hann í 47 löndum sem samanlagt framleiða um 80 prósent af öllum landbúnaðarvörum í heiminum. Ríkisstuðningur við landbúnaðarframleiðslu var á síðasta ári 17 prósent í löndunum öllum og hafði hækkað um tvö prósentustig frá árinu áður. Mikilvægast að draga úr fátækt Að mati OECD má greina skörpustu hækkunina í ríkisstuðningi við landbúnað innan landa sem lagt hafa áherslu á aukna sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Hins vegar er það mat OECD að einungis sé hægt að greina veikt samband milli aukinnar sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukins fæðuöryggis, einkum í þróunar ríkjunum. Mun skilvirkara væri ef takast mætti að draga úr fátækt í heiminum. Hækkun stuðnings mun minni en hækkun verðlags Ríkisstuðningur við landbúnað hér á landi var af OECD talinn vera 20,2 milljarðar króna árið Frá árinu Öll mjólk keypt á fullu afurðastöðvaverði Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga hafa ákveðið að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk frá októberbyrjun og út þetta ár. Þetta þýðir að greitt verður fyrir mjólk sem bændur framleiða umfram greiðslumark á fullu afurðastöðvaverði. Ástæðan er gríðarleg sölu aukning 2008 hefur sá stuðningur hækkað um rúmlega 13 prósent. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 29 prósent. Í gögnum OECD er stuðningnum skipt upp í fernt; beinan stuðning, markaðsvernd, óbeinan stuðning og annað. 40 prósent reiknuð markaðsvernd Beinn stuðningur er talinn vera sá stuðningur sem ríkið reiðir af hendi beint til landbúnaðarins. Meðal annars er um að ræða búvörusamninga við sauðfjárbændur, mjólkur framleiðendur og garðyrkjuna auk búnaðarlaga samnings, ráðgjafar þjónustu og annars. Beinn stuðningur er samkvæmt OECD talinn nema 10,8 milljörðum króna. Það er hækkun um 13 prósent frá árinu OECD metur markaðsvernd landbúnaðarvara sem stuðning upp á 8,1 milljarð króna. Sá útreikningur miðast við mun á heimsmarkaðsverði og innanlandsverði, í þeim tilvikum þegar innanlandsverð er hærra. Ekki er tekið tillit til þess þegar innanlandsverð er lægra en heimsmarkaðs verð. Mestu máli skiptir þessi mismunur varðandi mjólkurvörur og kjúkling. Hækkun frá árinu 2008 er metin 18 prósent. Óbeinn stuðningur lækkar Óbeinn stuðningur er metinn sem umtalsvert minni en fyrrnefndir þættir, eða 0,9 milljarðar króna. Óbeinn stuðningur eru meðal annars ríkisframlög til Matvælastofnunar. Þessi liður hefur lækkað á síðustu fimm árum um 17 prósent. í smjör, rjóma, ostum, drykkjarmjólk og ýmsum öðrum afurðum það sem af er ári og útlit fyrir áframhaldandi aukningu. Söluaukning á smjöri hefur verið svo mikil að helst er hægt að kalla hana sprengingu. Vonast er til þess að bændur sjá ákvörðunina sem hvatningu til að framleiða enn meiri mjólk. Aðeins 2,12 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs Annar stuðningur er síðan 0,4 milljarðar króna. Bein ríkisútgjöld vegna stuðnings við landbúnað eru því talinn vera 12,1 milljarður króna og kostnaður neytenda af markaðsvernd er talinn 8,1 milljarður. Útgjöld til landbúnaðarins voru 2,12 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs árið 2011 og hafa farið lækkandi síðustu áratugi. Ísland í fimmta sæti Samkvæmt skýrslu OECD er ríkisstuðningur talinn vera tæp 47 prósent af heildartekjum bænda. Það hlutfall hefur lækkað úr 52 prósentum árið Ríkisstuðningur sem hlutfall af tekjum bænda hér á landi er sá fimmti hæsti innan OECD. Stuðningurinn er hærri í Noregi (63%), Sviss (57%), Japan (56%) og Suður-Kóreu (54%) en að meðallagi er hann nítján prósent innan OECD. Stuðningurinn innan Evrópusambandsins er sömuleiðis nítján prósent. Lægstur er stuðningurinn í Nýja-Sjálandi, Úkraínu og Ástralíu. Mikill viðskiptahalli við útlönd Þá vekur athygli að viðskiptahalli vegna landbúnaðavara var 21,6 milljarðar króna árið Með því er átt við að fluttar voru inn landbúnaðarvörur fyrir umrædda uppæð umfram útfluttar landbúnaðarvörur. /fr Þá hafa Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði lagt til að greiðslumark næsta árs, það er framleiðsluréttur bænda á innanlandsmarkað, verði aukið úr 116 milljónum lítra í 123 milljónir lítra. Það er því ljóst að bjart er fram undan. /fr Staðið við búvörusamninga í fjárlögum Staðið verður við ákvæði búvörusamninga í fjárlögum næsta árs ef frumvarp þar að lútandi nær fram að ganga. Munu samningarnir fylgja almennum verðlagsbreytingum en sem kunnugt er var samið um að svo skyldi vera í september 2012 þegar einnig var samið um að eftirstöðvar verðbóta kæmu ekki að fullu til greiðslu. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga ársins 2014 sem kynnt var síðasta þriðjudag. Nokkuð er dregið úr framlögum í þágu landbúnaðar og dreifbýlis í frumvarpinu. Stærsti niðurskurðurinn á sér stað í þremur fjárlagaliðum; verðmiðlun landbúnaðarvara, jöfnun flutningskostnaðar og Fóðursjóði. Ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til þessara þriggja liða og jafngildir það lækkun að raungildi um 2.001,5 milljónir króna. Niðurgreiðslur á húshitun verða lækkaðar að raungildi um 108,3 milljónir króna. Stærstur hluti lækkunar innar felst í 75 milljóna króna lækkun vegna aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Þá lækkar fjárveiting til Bændasamtaka Íslands um 7,3 milljónir króna og til Búnaðarsjóðs um 30 milljónir. Hins vegar hækka framlög til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um 14 milljónir og í flutningssjóð olíuvara um 27 milljónir að raungildi. Skorið niður hjá skólunum Dregið verður úr framlögum til menntastofnana tengdra landbúnaði samkvæmt frumvarpinu. Háskólinn á Hólum þarf að þola mesta niðurskurðinn, 8,6 prósent frá síðustu fjárlögum. Skýrist stærstur hluti samdráttarins með því að fellt verður niður tímabundið 39 milljóna króna framlag vegna rekstarerfiðleika. Landbúnaðarháskóli Íslands fær samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 655,1 milljónir, sem er 0,7 prósenta samdráttur frá yfirstandandi fjárlögum. Skýringar þess eru að fellt er niður tímabundið 10 milljóna króna framlag vegna langvarandi rekstrarörðugleika. Þá dragast framlög til Tilrauna stöðvar Háskólans að Keldum saman um 2,5 prósent. Skýringin er sú að tíma bundið framlag til rannsókna á smit sjúkdómum í íslenska hestinum fellur niður. Fjárframlög til rannsókna háskóla í þágu landbúnaðar verða dregnar saman að raungildi um 2,4 milljónir króna og verður fjárveitingin 162,7 milljónir króna. Sömuleiðis verður dregið saman í landgræðslu og skógrækt í þágu land búnaðar. Framlög til þess málaflokks verða 24 milljónir sem jafngildir 0,4 milljóna lækkun að raungildi. Þá verður dregið saman í hagskýrslum og hag rannsóknum um landbúnað en þar er gert ráð fyrir framlagi upp á 21,1 milljón króna. Það jafngildir 1 milljóna króna raunlækkun frá yfirstandandi fjárlögum. Allar þessar lækkanir skýrast af aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. Framlög til héraðsbundinna skógræktar verkefna taka litlum breytingum. Samkvæmt frumvarpinu hækka þau í prósentum frá yfirstandandi fjárlögum um á bilinu 1 1,5 prósent en raungildi framlaganna lækka hins vegar öll lítils háttar í samræmi við markmið um lækkun útgjalda og aðhald í ríkisfjármálum. Framlög til Matvælastofnunar aukast um 16,2 prósent frá yfirstandandi fjárlögum og gerir frumvarpið ráð fyrir 1.287,8 milljónir króna renni til stofnunarinnar. Stærstur hluti hækkunarinnar skýrist af endurskoðaðri áætlun um ríkistekjur stofnunarinnar en hún gerir ráð fyrir að tekjurnar aukist um 135,1 m.kr. vegna breytinga á verkefnum sem fjár mögnuð eru með lögbundinni gjaldtöku. /fr

5 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Er klárt fyrir klárinn? - Allt í hesthúsið - Gerðu vel við fákinn með nýrri loftræstiviftu, gúmmímottum, brynningarskál eða fóðurtrogi. Hjá okkur færðu hnakkastatíf og allt sem þarf til að lyfta aðstöðu þinni og gæðinganna á æðri stall. Kynntu þér vörubæklinginn á heimasíðu okkar, komdu við eða hafðu samband. Við veitum þér góð ráð og persónulega þjónustu. Lífland verslun Reykjavík Lynghálsi Reykjavík sími Lífland verslun Akureyri Lónsbakka 601 Akureyri sími Lífland Bændaþjónustan Blöndósi Efstubraut Blönduósi sími Sölumenn og ráðgjafar Líflands eru til taks í síma eða lifland@lifland.is Slöngur og þvottabyssur Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Steinhella 17a 221 Hafnarfjörður Sími:

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN Það er sá tími ársins Út er komin árleg skýrsla Efnahagsog framfarastofnunar Evrópu (OECD) um stuðning við landbúnað. Í kjölfar hennar er sömuleiðis árvisst reynt að þyrla upp moldviðri tengdu opinberum stuðningi við landbúnað. Í þetta sinn var meira að segja reynt að halda því fram að landbúnaðinum og stofnunum hans hefði verið hlíft við öllum niðurskurði síðustu ára. En hvað segir skýrslan í raun? Stuðningur heldur ekki í við verðlag Stuðningur við landbúnað hækkar í heild innan landa OECD, ekki bara á Íslandi, eftir óslitna lækkun í aldarfjórðung. Hækkun stuðnings á Íslandi frá árinu 2008 er innan við helmingur af hækkun verðlags á sama tíma. 40% af stuðningi við íslenskan landbúnað eru reiknuð markaðsvernd en ekki útgjöld úr ríkissjóði. Hækkunin á Íslandi á milli áranna 2011 og 2012 er nánast öll tilkomin vegna hærri reiknaðs stuðnings. Lækkunin stuðnings síðustu 25 árin er hins vegar rúm 40% að mati OECD. Heildarútgjöld til landbúnaðar hafa einnig farið stöðugt lækkandi síðustu áratugi og eru núna ríflega 2% af heildinni Landbúnaður hefur ekki sloppið við niðurskurð Staðhæfingar um að landbúnaðurinn og stofnanir hans hafi sloppið við niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins eru rangar. Síðla árs 2008 afnámu stjórnvöld einhliða vísitölutengingu búvörusamninga. Það hefur þýtt mörg hundruð milljóna króna tekjulækkun fyrir bændur. Ýmsar stofnanir landbúnaðarins fengu auk þess að kenna á niðurskurðarhnífnum. Meðal annars voru framlög til skógræktarverkefna lækkuð um EU27 Meðalverð = 100 Matur og óáfengir Brauð og drykkir korn og egg Belgía Búlgaría Tékkland Danmörk Þýskaland Eistland Írland Grikkland Spánn Frakkland Ítalía Kýpur Lettland Litháen Lúxemborg Ungverjaland Malta Holland Austurríki Pólland Portúgal Rúmenía Slóvenía Slóvakía Finnland Svíþjóð Bretland Ísland Noregur Sviss Króatía Svartfjallaland Makedónía Serbía Tyrkland Albanía Bosnía-Hersegóvína Kjöt Mjólk, ostur Áfengir drykkir 20% og Framleiðnisjóður landbúnaðarins skorinn niður um 90% þegar mest var. Sparnaður ríkisins vegna niðurskurðar á búvörusamningum er um það bil 3,8 milljarðar Tóbak á árunum (á verðlagi 2012). Framlög samkvæmt búnaðarlögum eru nú 420 milljónum króna lægri en þau voru árið 2008 (á verðlagi ársins 2013) sem er 43% niðurskurður. Að auki hætti ríkið nýlega að greiða mótframlag í Lífeyrissjóð bænda. Það þýðir um 300 milljóna króna kostnaðarhækkun hjá bændum í ár. Þessar greiðslur fengu bændur á sínum tíma með því að afsala sér afurðaverðshækkunum. Lægsta matvælaverð á Norðurlöndum Íslendingar verja aðeins 13% útgjalda sinna í matvörur en meðaltalið er 14% í ríkjum ESB. Innlendar búvörur hafa hækkað minna í verði en innfluttar matvörur frá hruni. Matvælaverð hérlendis er nú það lægsta á Norðurlöndum samkvæmt mælingum Eurostat frá því í fyrra. Það er á svipuðu róli og á Írlandi. Með matvælaframleiðslu íslenskra bænda styrkjum við fæðuöryggi landsmanna og getum varist utanaðkomandi áföllum og sveiflum betur. Um allan heim tíðkast það að ríki verndi og styðji sína matvæla framleiðslu. Rökin að baki eru einkum þau að almenningur og stjórnvöld í umboði hans meta það svo að mikilvægara sé að tryggja að matvælaframleiðsla sé fyrir hendi í viðkomandi löndum en að láta það ráðast af duttlungum markaðarins. Menn vilja ekki standa frammi fyrir því að hafa fórnað matvælaframleiðslunni fyrir skammtímagróða, ef og þegar eitthvað kemur uppá. Meginhluti innlendrar búvöruframleiðslu kemur frá litlum fjölskyldubúum og fer á innanlands markað. Strangar kröfur eru gerðar til heilbrigði, hreinleika og rekjanleika matvælanna. Þau eru framleidd við aðstæður sem neytendur þekkja. Sjúkdómar eru fáir miðað við önnur lönd og gæði afurðanna eins og best verður á kosið. /SSS LOKAORÐIN Dapurlegt Út er komin skýrsla, afskaplega áferðarfalleg. Hún er örugglega kandídat í fegurðarskýrslu ársins eins og menn voru gjarnan að hossa sér á alveg fram að efnahagshruninu haustið Innihald skýrslunnar er hins vegar allt annað mál. Tilgangurinn með skýrslugerðinni er líka greinilega sá að slá ryki í augu illa upplýstra pólitíkusa til að keyra ákveðið mál í gegnum kerfið. Skýrslan er gefin út af Gamma (GAM Managment) fyrir Landsvirkjun. Í skýrslunni segir að markmiðið með henni hafi átt að vera tvíþætt. Annars vegar að greina áhrif sæstrengs á hag íslenskra heimila í samhengi við íslenskan raforkumarkað, og hins vegar að greiningin væri það skýr og aðgengileg að hún myndi gagnast öllu áhugafólki um efnið. Þannig yrði sneitt hjá ýmsum raftæknilegum atriðum sem vissulega skipta máli fyrir lagningu sæstrengs en betur verða tekin fyrir á öðrum vettvangi en þess í stað lögð meiri áhersla á hagfræðilega hluta málsins. Ágætur ritstjóri skýrslunnar hefur lýst því, m.a. í útvarpsviðtölum, að þetta snúist um mikilvægi þess að nýta þá umframorku sem alltaf þarf að vera til staðar í orkukerfi landsmanna með því að selja hana um sæstreng til útlanda. Það þurfi því ekki að virkja svo mikið. Samt segir hann sjálfur að svipaða orku þurfi fyrir slíkan streng og fæst frá einni Kárahnjúkavirkjun. Komið hefur fram, m.a. í þessu blaði, að það þurfi að reisa allt að fimm vatnsaflsvirkjanir til að fóðra strenginn. Spurningin er hvar á að reisa þær virkjanir og hvar á þá að fá orku til frekari atvinnu uppbyggingar á Íslandi? Í Bændablaðinu hefur ítrekað verið bent á að þetta snúist einfaldlega að hækka orkuverð á innanlandsmarkaði. Enda kemur það beinlínis fram i skýrslunni. Fullyrt hefur verið að orkuverð hér á landi muni þó ekki hækka svo mikið til almennings. Ekkert mál væri heldur fyrir yfirvöld að greiða niður orkuverð til almennings. Reynsla Norðmanna er hins vegar allt önnur. Með tengingu við orkunet Evrópu var þeim um leið bannað að mismuna orkukaupendum á báðum endum sæstrengs. Það er dapurlegt ef Landsvirkjun, þetta óskabarn þjóðarinnar, telur nauðsyn á að að leggja sæstreng til útlanda til að búa til sjálfvirkan rafmagnsverðshækkunarrofa á neyslu íslensks almennings og íslenskra fyrirtækja, m.a. í landbúnaði. /HKr. Úr Tungnaréttum Þar var kátt á hjalla að venju í Tungnaréttum í Biskupstungum þegar smalað var þar fyrir skömmu. Tungnaréttir eru um 60 ára gamlar og voru mannvirkin farin að láta verulega á sjá. Félagið Vinir Tungnarétta tók sig því til og endurbyggði réttina af miklum myndarskap. Var sú framkvæmd alfarið unnin í sjálfboðavinnu. Úr Tungnaréttum, talið frá vinstri: Pétur Þorvaldsson byggingameistari, Halldór Páll Halldórsson, skólameistari á Laugarvatni, og Magnús Hlynur Hreiðarsson blaðamaður sem hér er öfugu megin við myndavélina. Mynd / Ruth Örnólfsdóttir

7 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Líf og starf Þórkötlustaðarétt sauðfé í aðalhlutverki MÆLT AF MUNNI FRAM 7 Þ að var jafnan mikið ort á Stafnsrétt og er svo ugglaust enn. Jónas Tryggvason frá Ártúnum var góður liðsmaður í þeim hópi: Mun ei saka dáðadrengi, dymbilvaka hausts og snjóa. Þó fölna taki fjöll og engi finnur stakan græna skóga. Þegar sundurdrætti stóðsins er lokið er stóðið rekið til ýmissa átta og allt til Skagafjarðar. Rekstrarmenn fara mikinn og hafa hátt, enda Bakkus einn meðreiðarsveina. Vísa Þorleifs Rósantssonar frá Hamri á Þelamörk er til að staðfesta stemninguna: Ingjaldur Breki Hauksson var mættur við Þórkötlustaðarétt við Grindavík laugardaginn 21. september til að taka á móti fé bænda þar um slóðir. Ekki var annað að sjá en piltinum litist vel á féð. Þessi mynd sýnir líka vel hvað tæknin hefur breyst mikið á liðnum árum. Fyrir örfáum áratugum þurftu menn í sveitum landsins að hringja á milli bæja og snúa sveif á símtækinu og gefa mislangar hringingar til að gefa til kynna við hvern þeir vildu tala. Þá þurftu íbúar kaupstaðanna líka að hringja með því að snúa sveif í miðstöð til að fá samband áfram í aðra síma. Svo komu sjálfvirku skífusímarnir, takkasímar og farsímar. Einhvern tíma hefðu menn þó verið sagðir ljúga því að hægt væri að festa dreng í réttum á mynd með farsímtæki svo nokkur sómi væri að, hvað þá að myndin væri send sjálfvirkt og þráðlaust í geymslu á skýi til notkunar síðar. Það er nú samt raunin með þessa mynd og fleiri á síðunni, sem teknar voru á Nokia 920-farsíma. Myndir / Haukur Már Harðarson Gleði raskast, vantar vín, verður brask að gera. Ef að taska opnast mín á þar flaska að vera. Að stóðrekstrinum loknum safnast fólk til Stafnsréttar. Gleðin er allsráðandi og nokkur pör hefja stjákldans á eyrunum við harmonikkuspil. En stór dagur fram undan við fjárdrátt. Fjörið fjarar út er á nótt er liðið. Jónas Tryggvason kveður: Kvölda fer um farinn veg, flestum þorrið tárið. Nú er þorrið allt sem ég átti í morgunsárið. Og Rósberg tekur undir með Jónasi: Senn að völdum svefninn fer, sveit í tjöldin skríður. Svona er öldin önnur hér er á kvöldið líður. Sundurdrátturinn hefst með nýjum degi. Að sjálfsögðu er Marka- Leifi á staðnum. Rósberg yrkir: Þar er sparkað, kjaftað, kýtt, karlar þjarka um hross og skjátur. Þar er slarkað, þjórað, spýtt. Þá er Marka-Leifi kátur. Bjarni Jónsson úrsmiður fór sjaldan erindisleysu á Stafnsrétt: Þó ég bjarta þrái veig þreyttur og hjartakalinn, nú er hart um nýjan fleyg niður Svartárdalinn. Svona lýkur samantekt Rósbergs frá Stafnsrétt. En frá þessu andans aðhaldi sem Stafnsrétt hefur verið gegnum árin koma fleiri vísur. Gylfi Pálsson rithöfundur og ljóðskáld sendi þættinum einhverja skærustu perlu sem lifir frá Stafnsréttum. Vísuna orti Jón Þorfinnsson, Ytra-Mallandi á Skaga: Nótt að beði sígur senn, sofnar gleði á vörum, samt við kveðum eina enn áður en héðan förum. Fréttamenn eru sæknir í réttir landsins. Varla ræður þar einvörðungu fréttaþorstinn. Ásta Sverrisdóttir bóndi á Ytri-Ásum sendi þættinum ágætt efnisbréf. Þar er meðal annars stórgóð staka eftir Ásgrím Kristinsson frá Ásbrekku: Gegnum aldir, góði minn, gengu plágur nauða. Fréttamaður framhleypinn fórst í Svartadauða. Úr Tungnarétt: Þuríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Ketilsdóttir og Hafdís Ægisdóttir. Mynd / Ruth Örnólfsdóttir. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Eyrarrósina. Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík veita viðurkenningu til framúrskarandi menningarverkefna í tíunda sinn Eyrarrósin, viðurkenning til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í tíunda sinn sinn í febrúar Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta krónur auk flugferða. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina. Stjórn Skógræktarfélags Íslands: Fagnar ákvörðun umhverfisog auðlindaráðherra Veffræðsla LK heldur áfram Tilraunaverkefni Landssambands kúabænda með veffræðslu til áhugafólks um nautgriparækt hefur gengið vonum framar, en nú fer í hönd síðara tilraunaár þessa verkefnis. Verkefnið gengur út á það að færa fræðsluna heim til fólks með því að birta upptökur af fyrirlestrum á netinu og með einföldu lykilorði getur hver sem er opnað fyrirlesturinn og hlustað og horft þegar það hentar viðkomandi. Nú þegar eru þátttakendur á þriðja hundrað en fyrra starfsár verkefnisins gekk afar vel með 16 ólíkum fræðsluerindum og alls um 12 klukkustundum af fræðsluefni. Þennan síðari starfsvetur hefur verið leitað að sumu leiti í sama knérunn með því að ráða til verkefnisins marga af sömu fyrirlesurunum, en með nýtt efni. Auk þess hafa verið fengnir nýjir fyrirlesarar einnig til þess að halda erindi enda mikilvægt að dagskráin veki áhuga sem flestra. Alls verða fluttir 16 fyrirlestrar Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar. Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Viðurkenningin er mikilvæg enda um veglega upphæð að ræða, og tilnefning til Eyrarrósar er einnig mikilsverður gæðastimpill fyrir þau afburða menningarverkefni sem hana hljóta. Fyrri Eyrarrósarhafar eru: Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, Bræðslan, Landnámssetrið í Borgarnesi, Aldrei fór ég suður, Strandagaldur á Hólmavík, LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði. Umsóknarfrestur er til miðnættis þann 15. nóvember 2013 og skulu umsóknir sendar rafrænt á artfest.is. Ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2014 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2014 skuli fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár vera að lágmarki 0,65 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2014, að því Stjórn Skógræktarfélags Íslands fagnar ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra um að afturkalla lög um náttúrvernd sem Alþingi samþykkti sl. vor. Skógræktarfélag Íslands gagnrýndi frumvarpið með ýmsum hætti frá upphafi auk þess sem félagið fjallaði einnig um svokallaða Hvítbók sem það taldi hæpna grunnstoð til að byggja á. Bent er á að nefnd sem vann að undirbúningi og gerð frumvarpsins allt frá árinu 2009 hafi sýnilega verið skipuð hóp sérfræðinga, lögfræðinga og forsvarsmanna stofnana. Það hafi því ekki komið á óvart að niðurstaða frumvarpsins yrði stofnanamiðuð eftirlitsvæðing náttúruverndar með auknum boðum og bönnum, refsiákvæðum og er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins. Til að meta hvort skilyrði um lágmarksfjölda vetrarfóðraðs sauðfjár séu uppfyllt skal hafa mið af haustskýrslum sem sauðfjáreigendur senda Matvælastofnun skv. 11. og 13. gr. laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl og þeim upplýsingum sem stofnunin aflar með eftirliti skv. 10. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald. viðurlögum. Auk þess með tilkalli til stóraukinna fjármuna úr ríkiskassanaum. Þá segir í fréttatlkynningu frá félaginu: Skógræktarfélag Íslands gagnrýndi einnig samráðsleysi og óbilgirni í því sambandi sem dæmi sanna. Nauðsynlegt er að ráða bót á slíkum vinnubrögðum við endurskoðun náttúrverndarlaganna. Þá kom einnig á óvart að gerðar voru alvarlegar tilraunir til að þrengja stöðu skógræktar og uppgræðslu hér á landi. Skógræktarfélag Íslands telur í ljósi þeirra miklu gagnrýni sem kom fram á frumvarpið þar sem hátt í 200 umsagnir komu fram að nauðsynlegt sé að endurskoða þau frá grunni. starfsveturinn sem munu spanna afar vítt svið allt frá uppeldi gripa til stæðuverkunar, hörgulsjúkdóma, kornræktar og áburðardreifingar svo dæmi séu tekin. Þá verður einn fyrirlestur á dönsku en hann verður textaður í tilraunaskyni og gangi það vel, er óhætt að segja að flóðgáttir að endurmenntunarmöguleikum fyrir áhugafólk um landbúnað hér á landi opnist. Fyrsti fyrirlestur ársins verður birtur 7. október og fluttur af Þóroddi Sveinssyni, tilraunastjóra LbhÍ á Möðruvöllum, og mun hann fjalla um nautakjötsframleiðslu. Nánari upplýsingar um Veffræðslu LK má nálgast á heimasíðu samtakanna: en rétt er að minna á að allir sem hafa áhuga geta fengið lykilorð og þannig aðgengi að bæði nýjum fyrirlestrum og þeim sem sem sendir voru út fyrsta starsfárið. Til þess að fá lykilorð þarf einungis að senda tölvupóst á netfangið með nafni og heimilisfangi. Völvuskógur opinn skógur á Skógum Sunnudaginn 15. september var Völvuskógur á Skógum undir Eyjafjöllum formlega opnaður sem opinn skógur. Af því tilefni var boðað til hátíðardagskrár í skóginum sunnudaginn 15. september. Þrátt fyrir heldur leiðinlega veðurspá var vel mætt á opnunina, en á gestir voru á sjötta tug. Sýningin MATUR-INN haldin á Akureyri um aðra helgi: Ánægjulegt að sjá svo mikla grósku í matvælaframleiðslunni fyrir norðan segir Jóhann Ólafur Halldórsson, starfsmaður sýningarstjórnar Sýningin MATUR-INN 2013 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 11. og 12. október næstkomandi. Hún er nú haldin í sjötta sinn og verður æ stærri og viðameiri í hvert sinn. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði, Local food og er haldin annað hvert ár, síðast haustið 2011, en þá var sett aðsóknarmet og talið að hana hafi sótt á bilinu 13 til 15 þúsund gestir. Fáir viðburðir norðan heiða eru fjölsóttari. Jóhann Ólafur Halldórsson, starfsmaður sýningarstjórnar, segir að upphaflega hafi sýningin verið sett upp í Verkmenntaskólanum á Akureyri í tengslum við keppnina Matreiðslumaður ársins. Hún var þá fremur smá í sniðum en hefur heldur betur undið upp á sig. Sýningin sprengdi fljótlega af sér húsnæði Verkmenntaskólans og var þá flutt í Íþróttahöllina, sýnendur verða sífellt fleiri og gestirnir sömuleiðis, segir Jóhann Ólafur. Hann nefnir að eftir að stofnað var til Vaxtarsamnings Eyjafjarðar hafi orðið til svonefndur matvælaklasi og upp úr honum félagið og verkefnið Matur úr Eyjafirði sem í fyrstu hét Matur úr héraði. Hliðstæð félög eru til í flestum landshlutum. Tæplega 40 aðilar taka þátt Jóhann Ólafur segir að aðilar muni kynna og selja vörur á sýningunni um aðra helgi, en lagt er að venju upp með að hún verði sem fjölbreyttust og gefi góða mynd af því sem fyrirtæki, stór sem smá, eru að fást við á sviði matvælaframleiðslu. Við búum svo vel í Eyjafirði að hér eru stór og öflug fyrirtæki í matvæla vinnslu, stórar kjötvinnslur, fiskvinnslur og sterkur mjólkur iðnaður. Til viðbótar og til hliðar við þessa stóru aðila eru fjölmargir smærri framleiðendur sem einnig sjá sér hag í að taka þátt í sýningunni og kynna starfsemi sína, segir hann. Þannig að þátttakendur eru bæði burðarásar í þessum geira í héraðinu og einnig þeir smærri, ferðaþjónustufyrirtæki og veitingastaðir. Fjölbreytni í sýnendahópnum er því mikil. Dagskrá hófst með göngu upp í skóginn, þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði skóginn formlega með því að klippa á borða við stíg inn í skóginn. Einnig flutti hann ávarp. Aðrir sem fluttu ávörp voru Magnús Gunnarsson, formaður Kjörinn vettvangur til að kynna vöru sína Jóhann Ólafur segir ánægjulegt að sjá þá miklu grósku sem ríkir í matvælaframleiðslu norðan heiða um þessar mundir. Framleiðendur matvæla finni fyrir ákveðinni uppsveiflu í kjölfar þess að ferðamönnum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri, en ferðaþjónusta og matvælaframleiðsla haldist svolítið í hendur. Sýningin MATUR-INN er sölusýning, þar kynna framleiðendur ýmsar nýjungar og gefa fólki að smakka en það hefur mælst vel fyrir meðal neytenda. Framleiðendur líta á sýninguna sem kjörinn vettvang til að koma sér og vöru sinni á framfæri, þessi leið hefur gefist vel svo sem m.a. má sjá á gestafjöldanum en mikið fjölmenni er jafnan á sýningunum, segir Jóhann Ólafur. Flestir sýnendur frá Norðurlandi Sem fyrr segir munu allt á fjórða tug aðila taka þátt í sýningunni, flestir eru úr Eyjafirði eða nærsveitum en dæmi eru þess að sýnendur komi um lengri veg. Sá sem lengst er að kominn er úr Höfn í Hornafirði. Vonandi mun þessi sýning þróast og eflast enn frekar á komandi árum og gaman væri að sjá sýnendur frá öllum landshlutum, t.d. í gegnum matarmenningarfélögin sem hvarvetna eru til, segir Jóhann Ólafur. Þá nefnir hann einnig að veitingastaðir á Akureyri muni í Skógræktarfélags Íslands, Ágúst Árnason, fulltrúi fyrrverandi nemenda Skógaskóla og Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Inn á milli ávarpa tók Viðarbandið vel valin lög. Að ávörpum loknum tók við ratleikur um skóginn fyrir yngri kynslóðina. tilefni af sýningunni bjóða sérstaka rétti á sínum matseðlum, tilboð eða annað í tengslum við sýninguna. Þannig muni hún víkka út, fara út fyrir veggi Íþróttahallarinnar og inn á veitingastaðina líka. Þetta er hugmynd sem við viljum gjarnan þróa áfram og vitum til þess að einhverjir veitingastaðir í bænum ætla að taka þennan bolta á lofti nú. Þannig verður til eins konar matar- og uppskeruhátíð á Akureyri þessa helgi. Dömur spreyta sig á desertum Um sömu helgi verða haldnir Dömulegir dekurdagar og í tilefni af þeim munu dömur taka þátt í afþreyingarhluta sýningarinnar, en jafnan er efnt til keppni á hverri sýningu þar sem leikir og lærðir etja kappi við matargerð. Dömurnar munu spreyta sig á desertum að þessu sinni, það verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr því, segir Jóhann Ólafur. Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi sér um afþreyingu og skemmtun á sýningunum, en uppboð á veglegum matarkörfur er fastur liður á sýningunni. Þar leggja sýnendur í púkkið og rennur ágóði til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár að færa sýningardaga til, hún verður nú opnuð á föstudeginum 11. október kl. 13 og opin fram til kl. 20 um kvöldið. Á laugardeginum verður opið frá kl. 13 til 18. /MÞÞ

9 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október REYNSLA, ÞEKKING OG FJÖLBREYTT ÚRVAL Gæðaeftirlit BYKO gluggar eru CE vottaðir og með íslenska gerðar vottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI). GLUGG AR NIR ERU SÉRSMÍÐAÐIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM BYKO býður upp á fjölbreytt úrval glugga og hurða sem framleiddir eru í okkar eigin glugga- og hurðaverksmiðju. BYKO hefur framleitt glugga og hurðir í fjöldamörg ár, hvort tveggja sérhannað fyrir íslenskar aðstæður. facebook.com/byko.is Nánari upplýsingar á byko.is, eða senda fyrirspurn á gluggar@byko.is Sími BÍLSKÚRS- OG IÐNAÐARHURÐIR Í MIKLU ÚRVALI

10 10 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Matarmarkaður hjá Grasrót á Akureyri: Sauðaís, fjallagrös, hrökkbrauð og býflugnahunang í boði Grasrót skapandi samfélag, við Hjalteyrargötu 20 á Akureyri, þar sem skrifstofur Slippsins voru til húsa á árum áður, verður með opið hús og matarmarkað í húsakynnum sínum næstkomandi laugardag, 5. október, frá kl. 11 til 17. Yfir 30 einstaklingar eru með vinnustofur hjá Grasrót og fást þeir við margvíslega hluti, handverk af ýmsum toga er áberandi, listmálun, fatasaumur, eldsmíði og tréskurður svo eitthvað sé nefnt. Sigurlaug Leifsdóttir, verkefnastjóri Grasrótar, segir að flestar vinnustofur verði opnar og gefist gestum kostur á að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu. Til viðbótar verður svo matarmarkaður á efstu hæð hússins þar sem hægt verður að kaupa varning eins og nautakjöt, harðfisk, kartöflur, geitakjöt, sauðaís, býflugnahungang, hrökkbrauð, konfekt, pestó, sultur og brauð, te og fjallagrös. Nánast allur varningur sem boðin verður til sölu á matarmarkaði okkar er héðan úr héraðinu, Eyjafirði, segir Sigurlaug. Flestir þeir sem bjóða vörur til sölu eru innan samtakanna Beint frá býli og munu framleiðendum kynna sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Í boði góð aðstaða gegn vægu gjaldi Grasrót skapandi samfélag hefur starfað á Akureyri undanfarin ár með því markmiði að vera vettvangur fyrir áhugasamt fólk sem vill fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar með litlum tilkostnaði. Miðstöðin er vettvangur fyrir alla í líflegu umhverfi þar sem fólk getur komið saman og unnið að skapandi verkefnum á sviði iðnaðar, þjónustu og menningar, segir Sigurlaug. Hjá Grasrót gefst fólki kostur á að leiga ódýra aðstöðu fyrir þá starfsemi sem það stundar. Við höldum kostnaði í lágmarki þannig að fólk þarf ekki að leggja út í mikinn stofnkostnað. Stundum er mikill kostnaður því fylgjandi að leigja aðstöðu og getur verið þröskuldur fyrir þá sem eru að þróa sig áfram í starfi, segir hún. Í miðstöðinni er einnig aðstaða fyrir félagasamtök og einstaklinga sem þurfa aðstöðu til að starfrækja áhugamál sín, svo lengi sem starfsemin rímar við aðra starfsemi sem þar fer fram og viðkomandi eru virkir þátttakendur. Áhersla er lögð á endurnýtingu og gjörnýtingu. Starfsmaður Réttarstörfum er nú að mestu lokið á landinu og eru allar fjárréttir afstaðnar þrátt fyrir að veður og veðurspá hafi riðlað réttarhaldi víða. Enn eru þó eftir sex stóðréttir í Skagafirði, Eyjafirði og Vestur- Sigurlaug Leifsdóttir, verkefnastjóri Grasrótar. Grasrótar aðstoðar við söfnun efnis, fræðslu og hugmyndavinnu. Það að geta gengið inn í skapandi samfélag og orðið hluti af því er mikilvægt fyrir þá sem eru að þróa og byggja upp sína eigin framleiðslu. Reynslan, þekkingin og hugmyndirnar sem safnast saman á svona stað er ómetanlegur fjársjóður sem margfaldast þegar honum er deilt og verður sjálfkrafa mikilvægur stuðningur við frumkvöðla, segir Sigurlaug. Í fyrstu viðbrögð við efnahagshruni Grasrót var upphaflega stofnuð sem viðbragð við efnahagshruninu og miklu atvinnuleysi í kjölfar þess. Strax fór af stað mikið samstarf við Vinnumálastofnun og óhætt er að segja að Grasrót hafi átt mikinn þátt í því að viðbrögð stofnunarinnar á Akureyri voru mjög öflug og höfð til fyrirmyndar á landsvísu. Stór þáttur í hugmyndafræðinni er að bjóða upp á skapandi samfélag þar sem allir eru jafnir og nýta styrkleika hvers annars. Stefnt er að því að miðstöðin verði til þess að auka fjölbreytnina í afþreyingar- og verslunarflóru bæjarins og að hún verði miðpunktur hönnunar og framleiðslu úr héraði og þannig mikilvægur hluti af upplifun ferðamanna sem til bæjarins koma. Stóðréttir haustið 2013 Húnavatnssýslu og má sjá þær hér að neðan. Enn sem fyrr brýnir Bændablaðið fyrir fólki sem hefur hug á því að halda í stóðréttir að hafa samband við heimamenn til að fá tímasetningar staðfestar. Stóðréttir haustið 2013 Deildardalsrétt í Skagafirði laugardagur 5. október Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardagur 5. október Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardagur 5. október Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardagur 5. október kl. 10 Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardagur 12. október kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardagur 12. október kl. 13 Hestarnir voru sannarlega þarfasti þjónninn þegar farið var í göngur í Fjörður, enda illfært öðrum fararskjótum. Mynd / Þórarinn Ingi Pétursson Gengið í Fjörður: Ryðja þurfti leiðina fyrir gangnamenn Sauðfjárbændur í Grýtubakkahreppi fóru í seinni göngur um þarsíðustu helgi, 21. og 22. september síðastliðinn. Lagt var af stað eftir að snjómoksturstæki höfðu verið ræst en moka þurfti Leirdalheiði áður en gangnamenn héldu af stað í göngur. Talið er að nú sé jafnvel meiri snjór á heiðinni en í seinni göngum í fyrra en menn frá björgunarsveitinni á staðnum fóru á vélsleðum og aðstoðuðu bændur við leitina. Afleitt færi Þetta gekk bara vel, segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi í Grýtubakkahreppi og formaður Félags sauðfjárbænda. Hann segir að menn hafi ýmist farið gangandi, á hestbaki eða á snjósleðum til leitar. Og færið var afleitt, hvernig svo sem ferðamátinn var, segir hann. Fé var rekið óvenjuseint á afrétt í sumar, komið var fram undir mánaða mót júní-júlí þegar loks var hægt að komast í Fjörður vegna snjóa. Spurður um hvort bændur í héraði séu ekki orðnir leiðir á miklum snjóþyngslum svarar Þórarinn: Nei, aldrei. Þetta er bara svona og við því er ekki neitt að gera. Það verður bara að spila úr þeim aðstæðum sem í boði eru hverju sinni. Um Fjörður Fyrir þá sem ekki þekkja til staðhátta er það sem nefnt er Fjörður samheiti yfir fleiri en einn fjörð austan Kaldbaks við austanverðan Eyjafjörð. Það er eitt af mörgum tilkomumiklum fjöllum á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Fimmtudaginn 19. september sl. útskrifuðust tíu nemendur frá Asíu og Afríku úr sex mánaða námi við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Athöfnin fór fram í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands að Keldnaholti í Reykjavík þar sem skólinn er til húsa og meginhluti námsins fer fram, en auk Landbúnaðarháskólans kemur Landgræðsla ríkisins að rekstri skólans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Landgræðsluskólinn er hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem finna má víðsvegar um heiminn en höfuðstöðvar hans eru í Japan. Auk Landgræðsluskólans starfa þrír aðrir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi; Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegs skólinn og Jafnréttisskólinn. Allir skólarnir bjóða árlega upp á um 6 mánaða nám fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndum og Mikill snjór var á heiðinni þrátt fyrir að enn væri nokkuð eftir af september mánuði. Mynd / Guðni Sigþórsson Á milli þeirra eru gróskumiklir dalir, sem voru byggðir á fyrri öldum, en eru allir komnir í eyði. Úti fyrir mynnum dalanna eru víkur fyrir opnu hafi, Keflavík vestast og síðan Þorgeirsfjörður og Hvalvatnsfjörður. Með undirlendinu eru skólarnir fjármagnaðir af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Við útskriftarathöfnina flutti utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, ræðu þar sem hann undirstrikaði mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar á heimsvísu ásamt mikilvægu hlutverki Landgræðsluskólans í að taka á þeim áskorunum. Ráðherrann fagnaði einnig nýrri jafnréttisstefnu sem fylgir þeim kallast þeir í einu lagi Fjörður. Til að komast út að sjó í Hvalvatnsfirði þarf að fara um jeppaveg yfir Leirdalsheiði og Hávörður, samtals um 27 kílómetra leið frá Höfðahverfi við Eyjafjörð. /MÞÞ Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: Tíu nemendur frá Asíu og Afríku útskrifaðir Landgræðsluskólans sem tók gildi sl. sumar. Auk utanríkisráðherra tóku til máls Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskólans, og Sveinn Runólfsson, formaður stjórnar skólans, ásamt tveimur útskriftarnemum: Enock Ssekuubwa frá Úganda og Tserennadmid Bataa frá Mongólíu. Aðrir nemar komu frá Gana, Eþíópíu, Níger, Namibíu og Kirgistan, fimm konur og fimm karlar.

11 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Sunbeam-Oster fjárklippur Varahlutaþjónusta og sala á fjárklippum. Startarar, alternatorar, varahlutaþjónusta sími: netfang: Bændablaðið Kemur næst út 17. október Ertu á leið erlendis Toyota Reykjanesbæ tekur að sér allar almennar viðgerðir, smurþjónustu bón, þvott og þrif. Við geymum bílinn, þér að kostnaðarlausu á meðan dvöl þinni erlendis stendur. HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUR OG RÚÐUVÖKVI FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2012 KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐUÐU ÚRVALIÐ! Kemi Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík Sími: Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl Föstudaga: Frá kl SÁRASPREY FYRIR ÖLL DÝR Einstaklega græðandi Hægir á blæðingu Dregur úr sársauka og kláða Myndar filmu og hlífir sári Vinnur gegn bakteríu- og sveppamyndun Íslensk framleiðsla Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöruverslunum um land allt Siglufjörður Sími info@primex.is

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Fréttir Listin að lifa geðheilsa Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Áhyggjur! Öll höfum við einhverntímann áhyggjur og kvíðum fyrir. Við finnum fyrir kvíða þegar við erum óörugg, hætta er í aðsigi, við þurfum að takast á við krefjandi verkefni eða eigum von á örlagaríkum fréttum. Kvíði er eðlileg tilfinning hjá heilbrigðu fólki og áhyggjur og kvíði innan eðlilegra marka eru til gagns, virkar eins og viðvörun eða hvatning, kveikja á athygli okkar og einbeitingu og kalla fram hugsanir um undirbúning, áætlanir og varúðarráðstafanir. Það er þegar kvíðinn og áhyggjurnar fara úr böndunum sem um kvíðaröskun er að ræða, en áætlað er að allt að þriðjungur manna fái einhvers konar kvíðaröskun einhvern tímann á ævinni. Ef kvíði og áhyggjur skerða lífsgæði okkar er mikilvægt að bregðast við. Þá finnst okkur líklegt að hlutirnir gangi illa, að þeir muni mistakast og það illilega og við höfum sífelldar áhyggjur af öllu milli himins og jarðar þótt engin hætta sé á ferðinni. Við upplifum okkur föst í aðstæðunum, að ekkert sé hægt að gera og það sé erfitt fyrir aðra að koma okkur til hjálpar, tilgangslausar áhyggjur eru viðvarandi. Kvíða og áhyggjum fylgja líkamleg einkenni, verkir í hálsi, öxlum og baki, verkir frá meltingarfærum, skjálfti, köfnunar tilfinning og hjartsláttur. Sjálfstraustið minnkar, við rífum okkur niður, finnum fyrir skömm og sektarkennd og treystum okkur ekki í hlutina. Hegðun okkar og samskipti verða neikvæð, við tölum hlutina niður, erum nöldrandi eða fámál, hvöss eða í vörn, oft er stutt í reiði, depurð, vonleysi og einmanaleika. Allar ákvarðanir taka of langan tíma og þeim er endalaust slegið á frest. Kvíðinn og áhyggjurnar flæða yfir lífið eins og dökk sósa yfir hrísgrjón, valda þreytu og orkuleysi, draga úr einbeitingu, athygli og gleði, skapa pirring, innri spennu og svefnvandamál. Ef við sjálf, fólkið okkar, nágrannar eða vinir þjást af of miklum áhyggjum og kvíða er mikilvægt að gera eitthvað í málinu, taka upp betri siði og leita sér hjálpar. Munum að það er auðveldara að slökkva litla elda en stóra og oft þarf ekki svo mikið til að unnt sé að snúa á kvíðann og byrja að feta sig út úr of miklum áhyggjum. Til þess þarf að rjúfa vítahringinn sem viðheldur vandanum, en hann byggist á samspili hugsana okkar og hegðunar, tilfinningalegri líðan, líkamlegum viðbrögðum og þess viðhorfs sem við höfum gagnvart tilveru okkar og lífi. Fyrstu bjargráð sem hægt er að grípa til geta til dæmis verið: Jákvætt sjálfstal: Ekki rífa þig niður, talaðu jákvætt til sjálfs þín. Já, vendu þig á það, núna strax! Veldu þér þínar setningar til að tala þig upp, ég get þetta, þetta kann ég, ég tek eitt skref í einu, ég get fengið hjálp, ég stóð mig vel. Varúð: Lærðu að þekkja kvíðavekjandi og bjagaðar hugsanir og áhyggjur. Skoðaðu þær þegar þær koma upp, varaðu þig á þeim, mundu að oft eru þær ekki réttar, þetta eru bara hugsanir sem koma ósjálfrátt ekki heilagur sannleikur. Láttu þær líða hjá án þess að fara að velta þér upp úr þeim og æfðu þig í að finna raunhæfari og hjálplegri hugsanir. Stjórn: Þú þarft að vera við stjórnina, ekki áhyggjurnar eða kvíðinn. Kvíði kallar fram öryggishegðun sem heftir okkur og skapar meiri áhyggjur. Eins og að hringja daglega í börnin, sem eru komin burtu í framhaldsskóla, til að athuga hvort eitthvað hafi komið fyrir í dag og hafa svo áhyggjur allan daginn fram að næsta símtali. Haltu þínu striki: Kvíðinn kallar forðaðu þér, slepptu þessu bara, slepptu búnaðarfélagsfundinum, ekki fara út í að skipta um hlöðuhurðina og alls ekki fara í Ikea í næstu Reykjavíkurferð. Ekki gefa kvíðanum tauminn þinn, þú verður að takast á við hlutina jafnvel þó þeir valdi þér áhyggjum og kvíða annars verður til vítahringur sem þrengist og takmarkar líf þitt sífellt meira. Skipulag: Það er hjálplegt að skipuleggja tíma sinn og verkefni, já skrifa niður! Það styrkir þá tilfinningu að allt gangi samkvæmt áætlun og dregur úr líkum á að kvíðinn valdi frestun. Slökun: Leitastu við að finna þína leið til slökunar á daginn. Það er kjörið að taka upp gamla góða bændasiðinn að kasta sé eftir hádegismatinn. Eiga rólega stund í beddanum eða í góðum stól. Líta á klukkuna og gefa sér þá gjöf að slaka á í mínútur. Þá getur verið gott að dreifa huganum með tónlist, lestri eða krossgátu. Gefðu áhyggjunum ekki vald yfir lífi þínu og ef þær hafa náð því, gríptu þá um stýrið og taktu ákvörðun um að stýra sjálfur á hverjum degi. Ekki hika við að leita þér hjálpar, þú átt það skilið og það margborgar sig. Heimildir: J.S Maxmen, N.G. Ward, M. D. Kilgus og M.Fennell. Stóðhesturinn Glaður frá Vatnsholti er í hesthúsinu hjá Kim, glæsilegur 1. verðlauna hestur, undan Huginn frá Haga. Glaður er með 9,0 fyrir skeið og hefur sýnt tölt upp á 8,5. Hann er kraftmikill með gott geðslag, góður vilji og jákvæðni. Hann er í sölumeðferð hjá Kim. Danskur hestahvíslari á Selfossi Kim Allan Andersen frá Danmörku hefur getið sér gott orð sem tamningamaður, en hann er búsettur á Selfossi og hefur opnað sína eigin tamningastöð, Tamningastöð Kims, í hesthúsi við Bæjartröð. Auk þess að temja og þjálfa hross selur Kim hross í gegnum sölusíðuna www. glacialhorses.com Frá Mön Kim er frá sveitabæ á eyjunni Mön sem liggur suður af Sjálandi í Danmörku, þar sem hann ólst upp við gott atlæti og innan um dýrin. Hann fékk mjög snemma áhuga á hestum og vildi helst bara vera í kringum þá. Árið 1996 vildi hann breyta um og réði sig sem vinnumann á bænum Kópareykjum í Borgarfirði hjá Jóni Eyjólfssyni bónda. Eftir góða veru þar flæktist hann á milli Danmerkur og Íslands en fann það fljótt að hann vildi bara vera á Íslandi og réði sig því sem tamninga- og aðstoðarmann hjá Reyni Aðalsteinssyni heitnum á Sigmundarstöðum í Borgarfirði. Þar segist Kim hafa lært mikið í kringum íslenska hestinn enda Reynir frábær fagmaður. Eftir dvölina á Sigmundarstöðum gerðist Kim vinnumaður við tamningar á Hofsstöðum í Borgarfirði hjá Eyjólfi Gíslasyni, þar sem honum þótti líka mjög gott að vera. Suðurland heillaði Kim var alltaf mjög heillaður af Suðurlandi enda mikið um að vera í hestamennskunni þar. Hann ákvað því að flytja sig úr Borgarfirðinum 1999 og réði sig á hestabúið til Sigurðar Sigurðarsonar og Guðmars Péturssonar í Þjóðhólfshaga í Ásahreppi. Þar lærði hann margt og þótti gott að vera. Sjálfstæður á Selfossi Upp úr 2000 ákvað Kim að gerast sjálfstæður tamningamaður og hefur unnið við það síðan. Auk þess vann hann um tíma hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða og hafði tamningarnar með. Það hefur verið meira en nóg að gera enda hefur hann þjálfað og tamið hross í að verða 13 ár, auk þess að járna. Þá fer hann reglulega út til Danmerkur, Kanada og Bandaríkja til að kenna eigendum íslenskra hrossa og aðstoða við vandamál sem koma upp. Kim hefur einnig keppt og oftast staðið sig mjög vel. Hestahvísl Kim þykir mjög góður hestahvíslari, en hann notar þá aðferð mikið við tamningar. Já, hvíslið svínvirkar á hrossin, aðferðin snýst í raun og veru um að fá hestinn til að vinna með þér með ákveðinni líkamstjáningu eins og slökun, hugsun og fá hestinn með sér, það er erfitt að skýra þetta út en hvíslið virkar 100%, það veit ég, segir Kim. Hvíslið lærði hann af Reyni Aðalsteinssyni. Á tvo stóðhesta Kim á tvo stóðhesta, sem eru undan Flaug frá Hestheimum. Stóðhestarnir heita Svartur frá Selfossi, fjögurra vetra, undan Stála frá Kjarri, og Pálma frá Selfossi, þriggja vetra, undan Þresti frá Hvammi í Ölfusi. Kim bindur miklar vonir við stóðhestana enda báðir glæsilegir og lofa miklu. Kim fékk verkefni í Bandaríkjunum að prófa þennan flotta hest og að sjálfsögðu var kúrekahatturinn kominn á loft. Stærsti hesturinn í hesthúsinu hjá Kim, Fáni frá Hvammi 3 í Landsveit, er til sölu, en Kim hefur séð um þjálfun hestsins. Hann er 1,55 cm á hæð. Kim að sýna Breka fra Eyði-Sandvík á Suðurlandsmótinu. Þeir höfnuðu í 1. sæti. Tamningastöð Kims Já, nú hef ég ákveðið að stíga skrefið til fulls og opna tamningastöð á Selfossi. Ég hef haft nóg að gera síðustu ár en nú vil ég einbeita mér að tamningu og þjálfun með sérstakri áherslu á sýningu á kynbótahrossum. Ég verða mjög fjölbreytta þjónustu þar sem ég legg fyrst og fremst áherslu á 100% vinnubrögð og þjónustu þar sem hesturinn er alltaf númer 1, 2 og 3. Ég er með góða aðstöðu á Selfossi, 17 hesthús og ég og kona mín bjóðum alla velkomna með hrossin sín til okkar, hvort sem þau eru á Suðurlandi eða öðrum landshlutum, það er bara að hafa samband. Að sjálfsögðu býð ég líka upp á góða kennslu fyrir unga sem aldna, sagði Kim að endingu. Hann er með netfangið kimiceland@ gmail.com og er að sjálfsögðu líka í símaskránni. /MHH

13 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október HENRAD miðstöðvarofnar 20% AFSLÁTTUR Í OKTÓBER HLÝTT Í VETUR Húsasmiðjan býður 20% afslátt af Henrad miðstöðvarofnum og Danfoss hitastillum í október. Henrad miðstöðvarofnar eru þekktir fyrir gæði og endingu enda fylgir þeim 10 ára ábyrgð. Allar helstu stærðir og gerðir til á lager. Hafðu húsið hlýtt í vetur. Nánari upplýsingar í næstu Húsasmiðjuverslun. 436 MÖGULEGAR SAMSETNINGAR Í BOÐI Ofnalokar og hitastillar 20% AFSLÁTTUR Í OKTÓBER HLUTI AF BYGMA ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 STEKKUR Frystikistulagið Ein albesta fjárfesting mín í gegnum tíðina var þegar ég keypti mér frystikistu. Í gegnum árin hafði ég búið við það ófremdarástand að eiga bara ísskáp með litlu frystihólfi sem dugði rétt svo til að geyma í því frostpinna fyrir börnin og klakabox til að eiga klaka í kokkteilinn. Þær voru margar stundirnar sem ég stóð og endurraðaði í frystihólfið með það að markmiði að sjá hvort ég gæti nú ekki komið nokkrum lærissneiðum efst til hægri, við hliðina á rúgbrauðshleifnum og kæfunni sem hún mamma mín blessunin hafði gaukað að mér. En eftir að ég eignaðist frystikistuna mína er þetta vandamál úr sögunni. Nú get ég fyllt hana af alls konar gúmmelaði og kræsingum sem síðan er hægt að tína upp hægt og rólega og hafa í matinn. Það hefur ekki verið ónýtt að eiga pláss í frysti fyrir ýmsa matvöru síðustu fimm ár, eða frá því að fjármálakerfi landsins hrundi með brauki og bramli. Á meðan dæmi voru um að fólk bæði guð að blessa Ísland blessaði ég frystikistuna mína. Mér þykir slátur gott, eins svið og sperðlar, innmatur og aðrar afurðir sauðkindarinnar. Ég hef glaðst óskaplega yfir vel birgri frystikistunni síðustu ár, ekki síst þegar styst hefur í mánaðamót. Helsta áhyggjuefni mitt er raunar að missa yfirsýn yfir hvað er til í kistunni. Á dögunum sá ég meira að segja á Facebook hvar góð vinkona mín, bóndi á Austurlandi, var að barma sér yfir leiðinlegustu verkum haustsins. Ein uppá stungan um hver þau verk gætu verið var tiltekt í frystikistunni. Ég skildi þá afstöðu mæta vel. Þegar líður að hausti kemur sá tími að ég fer að orða það að nú þurfi að fara að klára úr frystikistunni. Konan mín hefur þá gjarnan að orði, með mæðusvip, að það sé merkilegt að þegar þurfi að klára úr frystikistunni virðist það alltaf vera sperðlar, slátur og lifur sem liggur á að klára. Það liggi hins vegar ekki jafn mikið á að klára lambalærin og hryggina sem hún viti að séu þarna ofan í kistunni. Við þessi orðaskipti verð ég jafnan heyrnardaufur, þarf jafnvel að skreppa eitthvert. Og nú er sláturtíð komin á fullt skrið og frystikistur landsmanna fyllast af ýmsu kjötmeti. Fyrir allmörgum árum hefði ekki hvarflað að mér að ég ætti eftir að standa og hræra í blóði, rúgmjöli, haframjöli, heilhveiti og mör með glöðu geði. Kannski er skýringin sú að kostnaðarvitundin mín hafi aukist með því að flytja úr foreldrahúsum, rétt eins og kostnaðarvitund sjúklinga á víst að aukast með því að þurfa að borga gistináttagjald á sjúkrahúsin. Hver veit? Hvað sem því líður eru þessi haustverk orðin fastur liður í lífi minnar fjölskyldu. Ég nýt þess auðvitað að hafa hamhleypuna hana móður mína með mér í þessum verkum (í raun gerir hún meira og minna allt sem þarf að gera, ég hlýði henni bara). Það gleður mig síðan innilega þegar ofan í frystikistuna staflast öskjur með lifrarpylsu, blóðmör, sperðlum og hakki auk súpukjöts, læra og hryggja. Þá er nú fagurt yfir að líta í gegnum frostmóðuna sem stígur upp úr kistunni. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Íslands var kynnt nú á dögunum. Ég held ég muni passa upp á að fylla frystikistuna mína upp í topp þetta haustið. SS byggir fermetra vöruhús í Þorlákshöfn SS er að hefja byggingu á nýju vöruhúsi á athafnasvæði félagsins í Þorlákshöfn. Vöruhúsið, sem verður fermetrar að stærð, verður notað undir innflutning á áburði. Nýja vöruhúsið verður kærkomin viðbót við rúmlega 500 fermetra vöruhús sem fyrir er. Athafnasvæði SS er um fermetrar við höfnina í Þorlákshöfn, sem tryggir búvörudeild félagsins gott rými til frekari vaxtar á komandi árum. Búvörudeild SS á sér ekki langa sögu en á árinu 2001 hóf SS skipulegan innflutning á tilbúnum áburði fyrir bændur. SS er í afar farsælu samstarfi við norska stórfyrirtækið YARA um innflutning og sölu á áburði að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Brýnt að bæta aðstöðuna í Þorlákshöfn SS skipar upp áburð á 12 höfnum um allt land. Umsvifin eru hins vegar Frá Forysturæktarfélagi Íslands: Íslenska forystuféð er einstakt á heimsvísu og er meðal þeirra verðmætu erfðaauðlinda sem ber að varðveita í samræmi við alþjóðlega sáttmála og skuldbindingar. Umfjöllun á alþjóðlegri ráðstefnu mest í Þorlákshöfn og því er brýnt fyrir SS að bæta enn frekar aðstöðuna í Þorlákshöfn með byggingu á nýju vöruhúsi. SS flytur einnig inn kjarnfóður í samstarfi við DLG í Danmörku en DLG er samvinnufélag bænda. Í dag rekur SS 3 fóðurbíla og eru mikil sóknarfæri fram undan. Búvörudeildin selur einnig bætiefni, rúlluplast og sáðvörur. Með nýja vöruhúsinu í Þorlákshöfn verður SS enn betur í stakk búið að þjónusta bændur. Í tilkynningu frá SS segir enn fremur að afar mikilvægt sé að koma fjárfestingum af stað til að auka atvinnustarfsemi: Það er því ánægjulegt fyrir SS að hefja framkvæmdir í Þorlákshöfn. Þann 3. september s.l. var samið við Landstólpa um kaup og uppsetningu á nýja vöruhúsinu sem er 1500 fermetra stálgrindahús. Landstólpi hefur mikla reynslu á þessu sviði enda hefur fyrirtækið byggt tugi húsa um allt land á undanförnum árum. Í síðasta Bændablaði var greint frá því að flutt hafi verið erindi um forystuféð á ársþingi Búfjárræktarsambands Evrópu í Nantes í Frakklandi (bls. 29) og í sama blaði var einnig kynnt starfsemi viðtæks Evrópusamstarfs um varðveislu erfðaauðlinda (bls. 35). Það er reynsla mín að frásagnir af íslenska forystufénu og eiginleikum þess vekja alltaf athygli, innanlands sem utan, og þannig var það vissulega í Nantes. Erindið sem byggt var upp með texta, tölum og myndum (sjá Behavioural studies on Icelandic leadersheep, Ólafur R. Dýrmundsson, Emma Eythórsdóttir and Jón V. Jónmundsson á www. eaap2013.org) vakti góðar umræður þar sem fram kom spurning um eðli fjárins og erfiðir eiginleika þess til að fara á undan fé í rekstri og sýna sérstaka vitsmuni með ýmsum hætti. Að miklu leyti var byggt á niðurstöðum tilraunar til að mæla forystufjáreiginleika sem gerð var haustið 2007, svo og þeirri víðtæku söfnun ætternisupplýsinga sem dr. Jón Viðar Jónmundsson kynbótafræðingur hefur forgöngu um. Þá var vísað í myndband um forystufé sem Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson framleiddu og frumsýndu vorið 2009 en þar eru m.a. sýndir stuttir kaflar úr tilrauninni. Hvernig erfast forystueiginleikarnir? Nú spyrja erfða- og kynbótafræðingar hvernig forystueiginleikarnir erfist en tilraunin haustið 2007 staðfesti að þeir eru arfbundnir. Ekki er vitað hve margir erfðavísar (gen) koma við sögu, allavega fleiri en einn, en með þeirri tækni sem nú er beitt við arfgerðagreiningu ætti að vera hægt að komast nær hinu rétta í framtíðinni. Dr. Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur er nú Auk Landstólpa koma að verkinu fjöldi góðra verktaka á Suðurlandi. Verkfræðistofan Ferill sem SS hefur átt langt og farsælt samstarf við sér um hönnun, umsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrir áramót. Nýja vöruhúsið verður eingöngu fjármagnað úr rekstri SS enda fjárhags- og lausafjárstaða félagsins góð. Mikilvægt fyrir sveitarfélagið Frekari uppbygging við hafnarsvæðið í Þorlákshöfn hefur mikla þýðingu fyrir Sveitarfélagið Ölfus því að þótt Þorlákshöfn hafi á árum áður verið stór sjávarútvegshöfn á landsvísu og þótt enn sé myndarlegur sjávarútvegur starfræktur í Þorlákshöfn, hefur starfsemin við höfnina breyst í áranna rás. Við höfnina hefur byggst upp aðstaða hjá fyrirtækjum sem flytja vörur til og frá landinu í verulegu magni. Má Forystuféð vekur athygli Mynd / Ragnar Þorsteinsson þegar farinn að rannsaka þann þátt. Forystufjárræktarfélag Íslands, sem er landsfélag stofnað um aldamótin, fagnar þeim áhuga sem vísindamenn hér á landi og erlendis sýna forystufénu. Þá skiptir líka megin máli að allstór hópur íslenskra sauðfjárbænda um land allt vill varðveita stofninn með öllum tiltækum ráðum en þar koma sæðingar mikið við sögu og hafa reyndar gert síðan á 6. áratug liðinnar aldar. Við bætist vaxandi áhugi á forystufé erlendis, einkum í Norður- Ameríku. Þar er verið að byggja upp stofn forystufjár með sæðingum en a.m.k. sex kynslóðir þarf til að vera kominn með svo til hreinræktaðað fé þar nefna auk SS fyrirtækið Lýsi hf. sem flytur inn ómegalýsi sem dælt er á tanka í Þorlákshöfn og fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. sem flytur út vikur sem notaður er til ræktunar og í byggingariðnaði. Fjöldi fyrirtækja er í Sveitarfélaginu Ölfusi og á Suðurlandi öllu sem flytja út og selja hágæða vörur á erlendum mörkuðum. Þessi fyrirtæki hafa fæst kost á því að flytja sínar vörur beint út frá Þorlákshöfn í dag. Mikið hagræði hlýst af fyrir þau fyrirtæki sem geta notað höfnina til inn- og útflutnings þar sem siglingarleiðin frá Evrópu til Íslands styttist verulega sé siglt til Þorlákshafnar í stað Reykjavíkur auk þess sem landleiðin milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur er tiltölulega stutt. Forsvarsmenn sveitarfélagsins segja það því ekki að ástæðulausu sem fyrirtæki eins og SS sjá tækifæri í myndarlegri uppbyggingu í Þorlákshöfn. með eiginleika forystufjár, miðað við að byrjað sé með 50% blending. Það hafa margir gert hér á landi, þeirra á meðal sá sem þetta ritar. Forystufjársetur í Þistilfirði 2014 Forystufjárræktarfélag Íslands fagnar fyrirhugaðri stofnun Fræðaseturs um forystufé í Þistilfirði (www. forystusetur.is) að ári en þar verður m.a. sett upp sýning með uppstoppuðu forystufé, ljósmyndum og sögum. Stjórn setursins er skipuð fimm Norður-Þingeyingum úr Þistilfirði, og er Daníel Hansen á Svalbarða formaður hennar. Er við hæfi að reisa slíkt setur í Norður-Þingeyjarsýslu þar sem þungamiðja forystufjárræktunar hefur staðið frá fornu fari. Þaðan hafa flestir sæðingahrútarnir komið og á seinni árum hefur verið selt þaðan all margt forystufé á fæti á fjárbú víða um landið. Það er nú til í öllum sýslum en heildarstofninn telur um af vetrarfóðruðum kindum í landinu. Til nánari upplýsingar má geta þess að auk mín sitja í stjórn Forystufjárræktarfélags Íslands þau Bjarney S. Hermundardóttir, Tunguseli á Langanesi og Tryggvi Ágústsson, Selfossi. Skráðir félagar eru 160, þar af nokkrir erlendis. Allir sem eiga forystufé eða hafa áhuga á því eru velkomnir í félagið. Ólafur R. Dýrmundsson Ph.D. Bændasamtökum Íslands ord@bondi.is Sími /0317

15 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Bændablaðið Kemur næst út 17. október Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað - vinnsluhæð 240 mm vinnslubreidd 250 mm - færanlegt vinnsluborð 470x600 mm - hakkavél - mótor 550 wött - hæð 1470 mm - þyngd 58 kg. Verð aðeins kr Sími Síðumúla 11, 108 Reykjavík.

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Matreiðslumeistari heimsækir sauðfjárbónda Lambakjöt eins og það gerist best Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, tók hús á Sigurbirni Hjaltasyni á Kiðafelli og ræddi við hann um sauðfjárrækt. Hvaða aðferðum beitir bóndinn til þess að framleiða gott lambakjöt og hvað er það sem matreiðslumaðurinn er að leita eftir? Myndband af heimsókninni á Kiðafell og úr eldhúsinu á Grillinu er að finna á Facebook-síðu Grillsins og á vef Bændablaðsins, bbl.is. Ræktunin: Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, segir að honum þyki vænt um skepnurnar sínar og að hann sjái til þess að þeim líði vel. Það er nánast dekstrað við hverja kind! segir hann. En hvernig hagar Sigurbjörn sinni sauðfjárrækt? Sigurbjörn: Ég hef byggt fyrst og fremst á því síðustu árin að auka kjötgæðin og kjötmagnið á kostnað fitunnar. Það hefur almennt náðst mikilll árangur í því hjá bændum að minnka fitu á skrokkunum. Ég reikna með að þú sjáir það til dæmis á frampörtum að það er hægt að fá mjög fitulítið kjöt. Sigurður: Við höfum tekið sérstak lega eftir því með hryggi sem við erum að fá. Þeir eru sumir hverjir afar stórir og vel holdfylltir. Sigurbjörn: Það er ekkert skrítið. Þeir bændur sem eru að stunda þessa ræktun mæla hryggvöðvann sérstaklega með ómtæki. Þá fá þeir upplýsingar um þau lömb sem hafa þykkasta og best lagaða hryggvöðvann og setja þau á. Það er því engin tilviljun að hryggvöðvinn sé svona þykkur því það hefur verið lögð mikil áhersla á það í ræktunarstarfinu. Það er eiginlega regla að ef hryggvöðvinn er vel lagaður og þykkur fylgir þykkur og góður lærvöðvi. Sigurður: Við mat reiðslumennirnir sækjum svolítið í fituna, sérstaklega innfituna í kjötinu því að þar liggur bragðið. Hefur þróun í sauðfjárræktinni orðið til þess að minnka innfituna? Sigurbjörn: Ég myndi eiginlega vilja spyrja þig þessarar spurningar! Finnst þér að það vanti fitu orðið í kjötið? Sigurður: Já, í sumum skrokkum. Mér hefur fundist fitulagið sem er ofan á hryggnum heldur þunnt í sumum tilvikum. Þá er maður stundum kominn alveg niður í kjöt þegar maður Ferskt eða frosið? Sigurbjörn: Finnur þú mun á fersku kjöti og kjöti sem hefur verið fryst? Sigurður: Já, það er mikill munur á því. Ef kjötið er búið að fara í rétt meyrnunarferli er munurinn töluverður. Á Grillinu leggjum við mikið upp úr því að kjötið fái góða meyrnun áður en það er eldað. Við höfum beðið okkar birgja að láta kjötskrokkana hanga í 5 daga áður en þeir eru frystir. Eftir að búið er að afþíða kjötið þá látum við það hanga í eina viku til viðbótar. Við komumst ekki með frysta kjötið í þann meyrleika sem við náum tekur húðina af. Á Grillinu eru erum við til dæmis á höttunum eftir stórum og holdmiklum hryggjum. Við leggjum upp úr því að vera með sæmilega gott fitulag ofan á hryggnum. Núna þegar sláturtíðin stendur yfir þá fáum við lambahryggina ferska til okkar og látum það hanga inni á kæli í þrjár vikur. Lundirnar skerum við af hryggjunum eftir viku því þær þola ekki lengri tíma í kæli. Með þessu erum við að hámarka bragð og meyrleika í kjötinu að okkar mati. Sigurbjörn: Það er búið að rækta þessa fitu nánast af hryggvöðvanum. Það er bara þannig. Ef kjötið er hins vegar ekki nógu innanfeitt, eða fitusprengt, þá er það yfirleitt fólgið í aðbúnaðinum og fóðruninni á eldistímanum. Trúlega er það svoleiðis. Annars finnst mér skipta hvað mestu með gæðin á kjötinu að dilkarnir séu ekki mjög ungir þegar þeim er lógað. Ef lömbunum er slátrað undir þriggja mánaða gömlum finnst mér kjötið vera misjafnlega gott. Sigurður: Ég er sammála því. Maður sér töluverðan mun á kjötinu eftir því hvenær lömbunum er slátrað. Kjötið er ljósara af yngri lömbum en dökknar þegar líður á haustið. Við sækjum í að fá kjöt sem er dekkra. Sigurbjörn: Ég kýs það sjálfur að dilkarnir séu stórir og helst orðnir fjögurra mánaða gamlir við slátrun. Sigurður: Það er staðreynd að það er bragðmunur og áferðin er önnur. Svo er það eins og áður sagði hengingin sem hefur allt að segja um gæðin. Sigurbjörn: Þú getur þá mælt með því fyrir fólk að borga meira fyrir kjöt sem er búið að hanga vel og þorna? Það er alveg þess virði að gera það? Sigurður: Já alveg klárlega. Ég myndi mæla með því. með ferska kjötinu sem fær þriggja vikna meyrnun. Það er meðal annars vegna þess að við frystinguna hafa eiginleikar kjötsins breyst og það þolir ekki meira en viku í kæli, þá byrjar það að grána. Sigurður kokkur og Sigurbjörn bóndi skiptast á skoðunum um lambakjöt. Myndir og texti / TB Grillaður lambahryggur - með seljurót, grænkáli og krækiberjasósu Hér er haldið í bragðið sem er úr náttúrunni. Sótt er í lyngið og krækiberin sem eru í beitarhögum lambsins til þess að krydda réttinn. Í sósuna er notaður kaldpressaður krækiberjasafi að helmingi á móti soði. Berjabragðið minnir á árstíðina. Lambahryggvöðvi 1 stk. lambahryggur, vel holdfylltur salt og pipar Þurrkuð aðalbláber Þurrkað bláberjalyng Þurrkað blóðberg Villt einiber Aðferð: Kaupið ferskan lambahrygg sem búinn er að hanga í það minnsta 5 daga. Mælt er með því að geyma lambahrygginn á grind í kæli í 1 viku áður en hann er eldaður. Úrbeinið með salti og pipar. Grillið lambið á funheitu grilli. Setjið hryggvöðvann á ofnplötu og kryddið með jöfnum hlutföllum af þurrkuðum aðalbláberjum, bláberjalyngi, blóðbergi og einiberjum. Eldið hryggvöðvann í ofni við 160 C í 4 6 mín. Látið lambið hvíla úti á borði undir álpappír í 15 mín. Lambahryggvöðvinn á að vera 58 C í kjarnahita þegar hann er tilbúinn. Seljurót 2 stk. seljurót 60 g heslihnetuolía 60 g gott eplaedik 10 g salt 200 g vatn 15 g sykur 100 g smjör (sem er búið að brúna) 1 búnt steinselja Aðferð: Vefjið seljurótinni í álpappír og bakið heila í ofni við 200 C í 2 klst. Takið úr ofninum og afhýðið. Setjið 1 stk. seljurót í blandara og maukið. Bætið 50 g af brúnuðu smjöri út í maukið og kryddið til með salti og smá sítrónusafa. kryddið með salti og steikið á pönnu í restinni af brúna smjörinu. Gerið vinagrettu úr eplaediki, salti, sykri, vatni og heslihnetuolíunni. Veltið seljurótinni þegar hún kemur af pönnunni upp úr vinagrettunni og rótina. Krækiberjasósa 1 ltr. gott lamabasoð frá Íslenskri hollustu 50 ml kirsuberjaedik 10 g smjör Aðferð: Sjóðið krækiberjasafann niður um ¾. Sjóðið lambasoðið niður um helming. Bætið soðinu saman við krækiberjasafann. Sjóðið edikið niður um helming og blandið saman við sósuna. Þykkið og smakkið til með salti. Bætið smjöri í sósuna rétt áður en hún er borin fram. Grænkál Fjarlægið stilkinn úr grænkálinu Snöggsteikið grænkálið í nokkrar sekúndur í smjöri á pönnu. Takið af hitanum og kryddið með salti og sítrónusafa.

17 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október FYRIR SLYDDU, SNJÓ OG HÁLKU! COOPER DISCOVERER M+S Neglanlegt vetrardekk fyrir jeppa Mikið skorið með góðu gripi í snjó og ís (sérhannað snjómunstur) Nákvæm röðun nagla eykur grip á ísilögðum vegum Endingargott dekk Vinsælt heilsársdekk fyrir þá sem vilja sem mest grip yfir veturinn COOPER DISCOVERER M+S 2 Nýtt og endurbætt neglanlegt vetrardekk Mikið skorið Einstaklega gott grip Hentar vel við íslenskar aðstæður Hannað fyrir Skandinavíumarkað COOPER SA2 Nýtt óneglanlegt vetrardekk Frábært veg og hemlunargrip Góð vatnslosun Góður míkróskurður Mjúkt og endingargott N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Bændablaðið Smáauglýsingar Frjó Quatro og Umbúðasalan sameinast Frjó Quatro og Umbúðasalan hafa ákveðið að sameinast undir nafninu Frjó-Umbúðasalan ehf. Fyrirtækin og starfsmenn þess eiga sér langa sögu í þjónustu við kaupendur á þessum markaði og einsetja sér að bjóða áfram góða vöru frá þekktum birgjum. Bryndís Björk Reynisdóttir Garðyrkjufræðingur S Þorkell Þorkelsson Kjötiðnaðarmaður S Matthías Sturluson Þjónustustjóri S Bæjarflöt 4, Grafarvogi, sími Fornubúðum 5, Hafnarfirði, sími

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Þegar útlit og innihald skipta máli kemur til kasta Brúarsmiðjunnar og PORTS hönnunar: Vilja styðja við menningarlegt sjálfstraust í sveitum landsins Fólk verði ófeimið við að kynna gestum sögu staðanna og íslenska sveitamenningu Brúarsmiðjan, sem margir bændur þekkja orðið af góðu, er orðin rúmlega eins árs. Fyrirtækið var stofnað í júlí á síðasta ári af Margréti Sveinbjörnsdóttur menningar miðlara sem einnig gegnir starfsheitinu brúarsmiður. Hún er með góða tengingu við sveitina enda Þingvellingur að uppruna en býr nú í vesturbæ Reykjavíkur. Margrét segir að starfsemin hafi staðið vel undir væntingum og mörg spennandi verkefni fram undan. Markmið Brúarsmiðjunnar er að byggja brýr á milli menningar og ferðaþjónustu, veita ráðgjöf um menningarmiðlun og hágæðamenningarferðaþjónustu og miðla menningu á lifandi, áhugaverðan og vandaðan hátt, með áherslu á upplifun, gagnvirkni, gæði og skemmtimenntun. Hugsunin er hvort tveggja að veita öðrum ráðgjöf við miðlun menningar og að miðla sjálf, með því að setja upp frá grunni sýningar, viðburði og ýmsar eftirminnilegar upplifanir. Ágætt dæmi um slíkar sýningar er sýningin Ljósan á Bakkanum sem hefur verið í Húsinu á Eyrarbakka í sumar. Segir Margrét að sú sýning eins og mörg fleiri verkefni Brúarsmiðjunnar hafi verið unnin í nánu samstarfi við fyrirtækið PORT hönnun sem rekið er af Eddu V. Sigurðardóttur. Margrét lauk meistaraprófi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands haustið Hún er auk þess með cand. mag.-gráðu í norrænum málum og bókmenntum frá Árósaháskóla með hagnýta fjölmiðlun frá Háskóla Íslands sem aukagrein. Þá hefur hún lokið diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands, auk Brautargengisnámskeiðs hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Mikil tækifæri í sveitunum Tíðindamaður Bændablaðsins hitti Margréti og Eddu að máli í Café Flóru í Laugardalnum fyrir skömmu. Greinilegt var á þeirra orðum að mikil tækifæri liggja í faglegri uppbyggingu menningarferðaþjónustu í sveitum landsins. Þær segja að samstarf þeirra hafi í raun byrjað nánast fyrir tilviljun en verið afskaplega farsælt síðan. Upphaf samstarfsins var í landbúnaði Mynd / HKr. Eitt fyrsta verkefnið sem við unnum saman var reyndar löngu áður en ég stofnaði Brúarsmiðjuna. Það er gaman að segja frá því að það verkefni var útlitshönnun og kynningarmál fyrir Landbúnaðarsýninguna á Hellu sumarið 2008, sem við unnum fyrir Búnaðarsamband Suðurlands, segir Margrét. Í vinnu minni þarf ég oft á grafískum hönnuðum að halda og leita þá auðvitað til þeirra sem ég þekki og treysti, segir Margrét. Sama á við hjá mér, segir Edda. Við leitum til sérfræðinga varðandi þætti eins og textasmíði og annað sem aðrir kunna betur en við. Frá samstarfinu við sýninguna á Hellu höfum við mikið verið að vinna saman, m.a. með bændum, og náð góðri tengingu við sveitina. Grafíski hönnuðurinn Edda er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur auk þess meistaragráðu í auglýsingahönnun frá Syracuseháskóla. Hún starfaði sem yfirhönnuður hjá bókaútgáfunni Houghton Mifflin Publishing í Boston um árabil og síðar sem framkvæmdastjóri hönnunarsviðs hjá bandaríska hönnunar- og útgáfufyrirtækinu Mazer Creative Services. Edda stofnaði PORT hönnun í mars 2008 en á þó engan heiður að hönnun efnahagshrunsins á Íslandi sjö mánuðum seinna. Samstarfsmaður Eddu í PORTI hönnun heitir Kári Martinsson Regal og er grafískur hönnuður með meistaragráðu í faginu frá Danmarks Designskole. Edda segir að auk grafískrar hönnunar snúist hluti af vinnu sinni um markaðsmál, markaðssetningu og skilgreiningu á þörfum viðskipta vinanna varðandi heildarútlit og annað. Snýst um að leysa málin Þetta snýst oft um að átta sig á hvaða markmið það eru sem fólk er að reyna að ná. Þá er líka spurningin hver markhópurinn er sem ætlunin Úr íbúðahótelinu Reykjavík Resi- er að ná til. Hvernig ætlunin er að nálgast þann hóp, hvaða miðla við ætlum að nota til þess og hvernig þeir nýtast best. Við Margrét vinnum líka saman við að skilgreina hlutina. Þetta eru oft miklar pælingar áður en nokkuð fer að verða sýnilegt. Við vinnum því oft mjög djúpt með viðskiptavinum okkar. Edda hefur unnið mikið fyrir Bændasamtök Íslands við gerð margvíslegs kynningar- og fræðsluefnis fyrir ýmsar búgreinar. Þar á meðal er veggspjald með heitinu Íslenskur landbúnaður, sem margir kannast við. Þá hefur hún nýlokið við að hanna merki og heildarútlit fyrir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem hóf starfsemi í byrjun þessa árs. Sem dæmi um önnur verkefni má nefna að Edda vann samkeppni um nýtt merki fyrir Vatnajökulsþjóðgarð við stofnun hans í júní PORT hönnun hefur síðan hannað allt grafískt efni, svo sem skilti, fána, merkingar á starfsmannafatnað, bæklinga og annað kynningarefni fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig var unnin ný útlitshönnun fyrir Ferðamálastofu á síðasta ári og margvíslegt efni fyrir Ferðaþjónustu bænda. Bæði umgjörðin og innihaldið verða að vera í lagi Kjarninn í vinnu okkar Margrétar er að skapa útlit og kynningarefni, t.d. fyrir ferðaþjónustubændur, sem hægt er að leggja fram fyrir væntanlega gesti. Margrét bendir þó á að það sé ekki nægilegt að útlitið og umgjörðin sé flott með vef og öllu saman, því þjónustan

19 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Nýtt merki Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem PORT hönnun hefur nýlega hannað. og innihald hennar verði líka að vera í góðu lagi. Gæðin þurfi að endurspeglast alla leið. Edda tekur undir þetta: Innihaldið verður að standa undir því sem útlitið gefur til kynna. Menningarlegt sjálfstraust einungis að vinna úti í sveitum landsins. Dæmi um áhugavert sameiginlegt verkefni í höfuðborginni er sögusýning sem sett var upp í vor í íbúðahótelinu Reykjavík Residence Hotel að Hverfisgötu 21, húsi sem gjarnan hefur verið kennt við Hið íslenska prentarafélag. Þar er um að ræða sýningu á sögu hússins í hundrað ár. Uppistaðan í sýningunni er ljósmyndir, flestar fengnar að láni frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Íslands, Félagi bókagerðarmanna og víðar, og með fylgja stuttir skýringartextar á íslensku og ensku. Þær eru nú að byrja á ámóta sýningu fyrir annað hótel í eigu sömu aðila ofar á Hverfisgötunni, á númer 45. Í báðum tilfellum hannar Edda allt útlit fyrir starfsemi hótelanna, en Margrét sér um hina sagnfræðilegu miðlun. /HKr. Háþrýstiþvottadælur Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá Comet, Aflgjafar: Rafmagn / Honda bensín / Yanmar dísil / Aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bör. Hákonarson ehf. s , netfang: hak@hak.is vefsíða: Bændablaðið Smáauglýsingar Þær stöllur segja mikilvægt að ferðamenn fái að upplifa sérstöðuna á hverjum stað. Heimamenn átti sig oft ekki á að hversdagslegu hlutirnir geti verið mesta upplifun ferðamannsins sem komi úr allt öðru umhverfi. Ég segi oft við ferðaþjónustubændur: Ekki vera feimnir við að hengja upp á vegg teikningar barnanna og gamlar ljósmyndir frá bænum eða af fjölskyldunni og setja gömlu bróderuðu dúkana hennar ömmu á borðin. Þetta eru allt atriði sem gera staðina persónulegri en keyptar fjöldaframleiddar skreytingar út úr búð. Af hverju að vera með silkiblóm í sveitinni þegar það er hægt að tína blágresi í brekkunni ofan við bæinn? Það má ekki gera áfangastaðina svo alþjóðlega að fólk upplifi aldrei hvar það er statt í heiminum. Það þýðir samt alls ekki að slegið sé af gæðakröfum. Ég vil kalla þetta menningarlegt sjálfstraust, segir Margrét. Að fólk sé ekki feimið við að sýna hvað það hefur fram að færa og hvað svæðið stendur fyrir. Það er óþarfi að búa til franskar súkkulaðikökur þegar það er einfaldlega hægt að baka pönnukökur að íslenskum sið, bætir Edda við. Það eru einmitt slíkir hlutir sem ferðamenn kunna að meta og sækjast eftir að upplifa. Vefsíður líka mikilvægar Á meðal þeirra verkefna sem Brúarsmiðjan og PORT hönnun hafa unnið saman er yfirgrips mikill vefur, heildarútlit umbúða fyrir nýja línu matarminjagripa og sýning um sögu ylræktar á Íslandi sem sett hefur verið upp í Friðheimum í Biskupstungum. Hefur það verkefni vakið mikla athygli og koma tugir þúsunda ferðamanna í heimsókn á hverju ári. Vefurinn er orðinn mjög mikilvægur þáttur í upplýsinga öflun fyrir þá sem eru að ferðast. Allt sem lýtur að útliti á vef og öðru gefur skoðandanum til kynna hvernig staðið er að starfseminni sem þar fer fram. Þess vegna skiptir svo miklu máli að vanda sig, segir Edda. Gestastofan á Þorvaldseyri er annað verkefni sem vakið hefur mikla athygli, en þar hannaði Edda allt útlit. Þessa dagana eru Margrét og Edda að vinna að nýjum vef fyrir Kálfholt hesta ferðir í Ásahreppi og höfðu áður gert kynningarbækling um hesta ferðirnar. Þá eru þær einnig að vinna með fjölskyldunni í Efsta-Dal II í Laugardal að heildarútliti, merkingum o.fl. í nýju ferðamannafjósi þar á bæ. Margrét og Edda segja mjög gaman að vinna með fólki sem hafi sjálft ákveðna sýn á hvað það vilji gera en leiti síðan eftir aðstoð þeirra varðandi útfærsluna. Samstarfið verði þá oft mjög innihaldsríkt og upp úr slíku spretti gjarnan dýrmæt vinátta. Líka athyglisverð verkefni í höfuðborginni Þær Edda og Margrét eru þó ekki HVÍTA HÚSIÐ / SÍA Flottur úr Dölunum Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Orkumál Nýja Hallewind -vindmyllan í Belgsholti komin í gagnið Að baki liggur þrotlaus vinna við endurbætur og endurhönnun Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit er búinn að gangsetja nýja vindmyllu sem byggð er á grunni fyrri vindmyllu sem eyðilagðist í roki haustið Nýja vindmyllan virkar vel eftir mikinn undirbúning, endurhönnun og endursmíði Haraldar og aðstoðarmanna. Haraldur gangsetti fyrri vindmyllu sína í Belgsholti hinn 9. júlí 2011 en hún eyðilagðist að mestu í roki hinn 5. desember sama ár. Þar fóru um sjö milljónir króna nánast út í veður og vind. Haraldur var þó ekkert á því að gefast upp og hóf þegar undirbúning að endurreisn vindmyllunnar. Skilaði það árangri og hóf hann tilraunakeyrslu á algjörlega endurhannaðri vindmyllu nú í september. Þegar tíðindamaður Bændablaðsins heimsótti Harald miðvikudaginn 25. september var suðlægur vindur um 14 metrar á sekúndu og fyrsti formlegi dagur raforkuframleiðslunnar. Er myllan nú farin að framleiða raforku fyrir býlið hvenær sem vindur blæs. Umframorku selur Haraldur til Fallorku á Akureyri, sem selur honum svo til baka rafmagn þegar raforkuframleiðsla vindmyllunnar dugar ekki til. Haraldur segir að helsti ávinningurinn af því að setja upp vindmyllu á sveitabæ eins og hann rekur sé lækkun orkukostnaðar. Best ef hægt er að nýta orkuna sjálfur Það er mest út úr þessu að hafa ef menn þurfa að nota mikið rafmagn og geta með slíkri framleiðslu sparað sér orkukaup. Myllan er það stór hjá mér að ég er oft að framleiða umfram það sem ég nýti, þótt ég fái ekki mikið fyrir það. Það eru eigi að síður tekjur Teg: Teg: upp í kostnað en best væri auðvitað ef ég gæti nýtt allt rafmagnið sjálfur. Telur hann að vindmyllan eigi að geta lækkað raforkukostnað hans um Haraldur segir helsta ávinninginn liggja í því að nýta sem mest af raforkunni til eigin þarfa. Hallewind á fullum snúningi í 14 metra vindi á sekúndu. Teg: KÄRCHER SÖLUMENN 70%. Vindmyllan hjá honum getur framleitt um 30 kílóvött (kw) miðað við 10 metra vindhraða. Nýtir vel við kornvinnslu Í Belgsholti er talsvert mikið lagt upp úr kornrækt og útheimtir vinnsla á korninu umtalsverða orku. Haraldur segir þó að hitarar við kornþurrkunina á bænum nýti heitt vatn, en blásara og sniglar geti hann rekið á eigin rafmagni þegar vindurinn blæs: Þessi búnaður tekur að meðaltali um fjögur kílóvött á klukkustund. Margir hafa fylgst með tilraunum Haraldar af áhuga og hafa fyrirtæki eins og SS, VB landbúnaður, Jötunn vélar og síminn styrkt þetta verkefni. Mun betri hönnun á Hallewind en á gömlu vindmyllunni Haraldur segir að fyrri vindmyllan hafi verið keypt tilbúin frá Svíþjóð, en hún var af gerðinni Hannewind. Það lá því beinast við að nýja myllan væri kölluð Hallewind eftir aðalhugmyndasmiðnum. Spaðar gömlu myllunnar voru úr samsettu trefjaplasti sem þoldu ekki álagið hinn 29. nóvember 2011 eftir að bilun varð í snúningsbúnaði vindmyllunar. Límingar á tveim blöðum af þrem gáfu sig þannig að þau klofnuðu og brotnuðu af. Með aðeins eitt 170 kg blað á spaðanum og mylluna á fullum snúningi sá miðflóttaaflið til þess að mótorbúnaðurinn og mylluhúsið, sem var um eitt tonn að þyngd, sneru efsta hlutann af 24 metra háu mastrinu í sundur. Féll brakið í jörðina með miklum látum. Haraldur var þó ekkert á því að gefast upp og kom þá upp í hugann að þegar faðir hans var að byggja ný fjárhús á svipuðum stað 1958 og aðeins átti eftir að setja í hurðir að vestanverðu gerði mikið vestanveður um nóttina og splundraðist húsið svo aðeins einn hliðarveggur stóð norhæfur eftir, nema hvað hægt var að rífa þakið að mestu og nota meirihlutan aftur. Hann komst í gegnum það tjón, svo Haraldur hugsaði með sér að það hefði trúlega verið stærra tjón svo hann hlyti að komast í gegnum þetta. Með hluta af spöðunum undir hendinni fór hann til Seiglu á Akureyri og fékk þá til að taka mót og endurhanna ný 6,5 metra löng blöð á spaða á nýja vindmyllu. Mastrið endurhannaði Haraldur einnig og í ljósi vindhraða á svæðinu lækkaði hann það í 15 metra. Þá hafa menn frá Raftákn séð um endurhönnun tölvubúnaðar og forritun á stjórnkerfi myllunnar. Talaði um vindmyllur upp úr svefni Haraldur hefur sjálfur lagt ómælda vinnu við endurhönnun vindmyllunar og stjórnbúnað hennar og hefur öðlast dýrmæta þekkingu á þessu sviði. Hefur hann að sögn eiginkonunnar, Sigrúnar Sólmundardóttur sjúkraliða, verið vakinn og sofinn yfir þessu síðastliðin tvö ár. Hann talar meira að segja um vindmylluna upp úr svefni, sagði frúin og kvaðst afar fegin að vindmyllan væri nú loksins komin í gang. Margvísleg hugtök eru höfð á hraðbergi í Belgsholti sem fæstir aðrir þekkja af eigin raun. Hafa barnabörnin auðvitað gripið þetta á Haraldur Magnússon og heimilishundurinn við nýju vindmylluna í strekkingsvindi í Belgsholti miðvikudaginn 25. september. Myndir / HKr. lofti og hafa á takteinum orð eins og encoder, mjúkræsir, neyðarstopp, kílóvött og ýmislegt fleyra. Eins og tvær dráttarvélar Fjárhagslega er þetta búið að vera mikið mál og er nýja vindmyllan búin að kosta um sjö milljónir króna, svipað og sú sem eyðilagðist. Það er samt fyrir utan verðmat á eigin vinnuframlagi. Það má því segja að þetta hafi kostað sem nemur verði á tveimur þokkalegum dráttarvélum. Á nú verðmæta hönnun fyrir fleiri vindmyllur Haraldur segir að hvað sem verði sé nú búið að þróa stýrikerfi og tölvuforrit sem hann eigi og geti notað áfram fyrir sjálfan sig eða aðra. Þá sé búið að leysa margháttuð tæknileg vandamál sem voru til staðar í gömlu myllunni og mót séu til norður á Akureyri til að smíða nýja spaða. Nýja vindmyllan byggir á mikilli sjálfvirkni og vinnur í takt við vindhraðamæli. Ef vindur verður of mikill snýst mótorhúsið í 10 gráðu þrepum í senn eftir vindi að 60 gráðum en eftir það við 20 m/sek. meðalvind á þremur mínútum í 90 gráður og stöðvar spaðana. Þá snýr hún sér aftur upp í vindinn þegar vindur fer niður fyrir 18 m/sek. þriggja mínútna meðalvind. Búnaðurinn sem þessu stýrir er allur endurhannaður en það var meðal annars hann sem virkaði illa á gömlu vindmyllunni. Núna er mikið betri búnaður sem stýrir vindmyllunni. Sem dæmi var búnaður í gömlu vindmyllunni sem las þegar mótorhúsið átti að snúa sér undan vindi. Það var einungis ómerkileg útvarpsmótstaða sem bilaði einmitt þegar vindmyllan eyðilagðist. Hann segir að í stað þess að myllan færi í stopp hafi búnaðurinn séð til þess að hún hafi farið að taka til sín straum og blása á móti vindinum þar til hún þoldi ekki álagið. Í stað keðjubúnaðar sem sneri mótorhúsi gömlu vindmyllunnar og átti það til að slakna lét Haraldur vélsmiðjuna Héðin smíða stærsta tannhjól sem smiðjan gat smíðað og er það með 184 tönnum. Þá var allur snúningsflöturinn styrktur og stýribúnaður endurbættur. Hægt verður að fylgjast með framleiðslu myllunnar á belgsholt.is. /HKr.

21 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar Samkvæmt 3. gr. verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar auglýsa Bændasamtök Íslands eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar. Verklagsreglurnar, sem hafa hlotið staðfestingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, eru aðgengilegar á vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is. Umsóknarfrestur er til 17. október næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Elías Blöndal Guðjónsson, elias@bondi.is. 21 Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík PRAMAC RAFSTÖÐVAR PRAMAC varaaflstöðvar frá kw. Opnar eða í hljóðeinangruðu húsi. Vélarnar eru ýmist knúnar Perkins eða Yanmar dieselvélum Dráttarvélatengdar-rafstöðvar frá 6 25 kw Framúrskarandi viðhaldsþjónusta og þjónustuumboð um allt land Klettur er einnig umboðsaðili fyrir CATERPILLAR rafstöðvar

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Kornbændur undir Eyjafjöllum koma misjafnlega undan illviðrinu á dögunum Kornbændur undir Eyjafjöllum fóru misjafnlega út úr illviðrinu sem fór yfir sunnanvert landið um miðjan septembermánuð, en nokkrir atkvæðamiklir ræktendur eru á þessu svæði. Er talið að vindhviður hafi slegið í rúmlega 45 metra á sekúndu þegar verst lét undir Eyjafjöllum, en ljóst er að eitthvað verður undan að láta þegar slíkt fárviðri fer um kornakra. Bændur á svæðinu bera sig þó býsna vel og ætla að halda sínu striki, enda ekkert sjálfgefið þegar kornrækt er annars vegar á Íslandi og gera verður ráð fyrir skakkaföllum annað veifið. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri á nægar kornbirgðir Það stefndi auðvitað ekki í sömu uppskeru og í fyrra, þegar við fengum metuppskeru. Þegar hvassviðrið reið yfir var ég búinn að skera um fimm hektara af ágætis korni. Maður fékk hins vegar ekki frið fyrir roki og rigningu fyrstu dagana í september til þess að klára. Ég nota talsvert kríu-yrkið og það er frekar bráðþroska þannig að korn var orðið ágætlega þroskað þegar þessi hvellur kom, en þá er kornið viðkvæmt fyrir slíkum vindhviðum. Svo er krían líka viðkvæmari fyrir svona veðráttu og því brotnaði talsvert hjá mér og talsvert tjón varð. Kornakur á Þorvaldseyri eftir rokið. Ólafur bóndi skar kornið strax eftir að lægði og telur sig hafa náð nú um þriðjungi uppskerunnar í fyrra. Mynd / Þorvaldseyri Sigurður Grétar í Ásólfsskála í stykkinu sem fór hvað verst út úr fárviðrinu um miðjan september. Mynd / smh Hér sést vel hversu illa byggakurinn í Ásólfsskála er farinn. Mynd / smh Óli Kristinn í fallegum byggakri. Hann vonast eftir að ná um 150 tonna uppskeru ef allt gengur upp. Mynd / smh

23 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Óli Kristinn á Eystra-Seljalandi unir sáttur við sitt. Kominn með 50 tonn af þurrkuðu byggi. Mynd / smh éta allavega einn og hálfan hektara hjá mér En fuglarnir eru alveg farnir núna, sem skýrist af því að það eru komnar gæsaskyttur í akra hér nálægt og þá flæmast þeir burt. En þetta er veruleg plága hérna hjá okkur og álftin er verst. Sigurður Grétar var með 12 ha lands undir kornræktina í ár og ætlar ekki að láta deigan síga fyrir næsta sumar. Ég ætla að halda ótrauður áfram og verð bara með svipað aftur næsta ár. Ég rækta korn eingöngu fyrir kýrnar og er því ekkert að hugsa um að auka við mig. Þetta dugar mér oftast nær mjög vel. Lítið tjón á Eystra-Seljalandi Á Eystra-Seljalandi, við vesturenda Eyjafjalla, búa þau Óli Kristinn Ottósson og Auður Jóna Sigurðardóttir. Stærstu byggakrarnir undir Eyjafjöllum eru þeirra ræktun þetta árið. Alls eru þau með um 64 ha undir kornið þetta sumarið, sem er mikil aukning frá því í fyrra þegar voru með 24 ha. Óli Kristinn segir að hann hafi sloppið nokkuð vel frá ofviðrinu á dögunum. Það var í raun ekki nema í einu stykki hér sem eitthvert tjón varð, en ég náði þó um 50 tonnum úr því sem ég er búinn að þurrka. Ef allt gengur upp núna á næstu dögum vonast ég eftir að geta selt Fóðurblöndunni um 70 tonn af byggi, en ég nota sjálfur um 40 tonn fyrir mínar 60 kýr. En ég hef gefið þeim kjarnfóður líka til jafns við byggið. Í heildina vonast ég eftir að ná um 150 tonnum. Kornið er þó frekar lélegt miðað við í fyrra, en ef það styttir einhvern tíma upp þá á ég von á góðri uppskeru á endanum. Í landi Eystra-Seljalands stendur kornþurrkstöð sem bændurnir þar eiga og reka í samstarfi við aðra bændur í sveitinni. Ég á húsið en við rekum stöðina fjórir bændur, en við nýtum hana mest ásamt þeim í Bollakoti. /smh Ég náði svo að þreskja fljótlega eftir að veðrið var gengið niður, segir Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri og gerir samt ekki mikið úr því tjóni sem varð á kornökrum hans. Nei nei, ég get ekki sagt að þetta sé mikið högg. Í minni kornrækt hef ég alltaf tekið inn í myndina að svona lagað geti gerst. Ég hef passað mig á því að sá ekki í svo stórt land að ég þyldi ekki tap af því, segir Ólafur, en hann er með um 40 ha lands undir kornrækt og hefur verið með á undanförnum árum. Ég er t.a.m. bara ánægður með að hafa náð um 200 rúllum af fyrsta flokks hálmi. Hann fauk ekki, þar sem ekki var búið að slá. Ég á enn góðar kornbirgðir frá því í fyrra þrátt fyrir að hafa selt um 70 tonn og á því nóg bæði fyrir búskapinn en einnig í framleiðsluna og það eru engar líkur á því að ég verði fyrir kornskorti, segir Ólafur, en hann framleiðir vörur úr byggi, hveiti og repju. Hann segir að uppskeran nú sé þriðjungur þess sem var í fyrra. Þetta er bara eitt af þessum sérstöku sumrum þegar náttúran er okkur óhagstæð. Sumarið var rigninga samt og sólarlítið og það segir sig sjálft að slík veðrátta hentar kornrækt illa. Það er í rauninni magnað að það skuli vera hægt að fá einhverja uppskeru. Mér svíður eiginlega meira tjónið sem álftir og gæsir valda á ökrunum ár eftir ár. Held að það séu ákveðnar líkur á því að þessir fuglar muni ganga af kornræktinni dauðri ef við fáum ekki að gera eitthvað róttækt í að fækka þeim. Ólafur telur að tjón sé svipað hjá bændum sem eru með akra sína nálægt fjöllunum; að þar hafi orðið meira tjón en hjá hinum sem eru fjær með sína akra og lengra frá; t.d. í Landeyjum eða Gunnarsholti. Það þarf að líta aftur til ársins 1983 til að finna svipuð áföll í kornrækt hér undir fjöllum, segir hann. Vorum að taka inn nýja sendingu af vörum frá RITCHIE. Einingarnar í RITCHIE kerfinu eru hannaðar til þess að ganga saman sem eykur notkunarmöguleika og styttir vinnuferla. Einingarnar eru teinaðar saman á fljótlegan og einfaldan hátt. Allar vörurnar frá RITCHIE eru heitgalvanhúðaðar sem tryggir hámarksendingu við íslenskar aðstæður. Fjárgangur Til meðhöndlunar og flokkunar á sauðfé. Grunneining. Mögulegt er að bæta við grunneiningu eða kaupa staka hluti úr henni. Veltibúr Auðveldar klaufskurð til muna. Snýr fénu og skorðar það á bakið. Rétt vinnuhæð, ekkert bogr, engin barátta. Sigurður Grétar lætur ekki deigan síga Ég vonast eftir að ná 10 stórsekkjum, en til samanburðar voru þetta um 80 í fyrra, segir Sigurður Grétar Ottósson í Ásólfsskála, en ljóst er að tjón hans er umtalsvert og líklega það mesta hjá kornbændum undir Eyjafjöllum. Við erum með 45 mjólkandi kýr að jafnaði og allt mitt korn hefur farið í þær, en nú blasir það við að ég þarf að kaupa það sem upp á vantar. Nú er bara að vona að maður sé með góð hey. Ég á eftir að fá niðurstöður sýnatöku en mér finnst eins og það eigi að vera í fínu lagi og þá getur það vegið aðeins upp á móti þessu tjóni. Ég er búinn að búa hér frá 1989 og þetta er mesta tjón á korni sem ég hef upplifað af veðurfarsástæðum. Ég sáði mjög snemma örugglega með þeim fyrstu á landinu og kornið var því mjög þroskað þegar þetta veður gekk yfir. Akurinn er líka illa staðsettur þegar blæs svona ofsalega að austan. Svo þegar akurinn er lagstur á vissum stöðum er leiðin opin fyrir álftir og gæsir og þeim hefur tekist að éta allhressilega út frá sér. Mér sýnist að þeim hafi tekist að Fjárvogir Galvaniseraðar fjárvogir. 3 útgáfur í boði: 1. Með skífu 2. Með einfaldri tölvu. Birtir vegið gildi. 3. Með fullkomnari tölvu sem vistar vegin gildi við númer. Hægt að tengja við heimilistölvu og örmerkjalesara.. Aðrar vörur í sauðfjárbúskapinn: Gjafagrindur - Gjafagrindurnar frá Ritchie eru sterk smíði. Teinaðar saman, einfaldari meðhöndlun. Heitgalvanhúðaðar. Combi-Clamp fjárklemman - Fjárklemman klemmir féð og heldur því kyrru á meðan það er meðhöndlað. Flokkun í 3 áttir. Rétt vinnuhæð. Drykkjarker - Drykkjarker með floti, henta vel í fjárhúsin. Galvaniseruð á góðu verði. Comer heyskeri - Meðfærilegur og góður. Sker rúllur eins og smjör. REKJAVÍK: Krókháls 16 AKUREYRI: Lónsbakka sími Gerðisgrindur Koma í tveimur lengdum, 1,2 m og 1,8 m. Hagstætt verð. Læsast saman án nokkurra festinga

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Vilhjálmur Egilsson er nýr rektor við Háskólann á Bifröst: Ný námsbraut í matvælarekstrarfræði tekin upp haustið 2014 Rektor segist óhræddur í samkeppninni við aðra háskóla landsins Vilhjálmur Egilsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í sumar og tók við starfi rektor Háskólans á Bifröst þann 1. júlí sl. Hann segir margt áhugavert vera að gerast í skólanum varðandi námsframboði m.a. er varðar matvælaframleiðslu og atvinnulífið í landinu. Stærsta hlutverk okkar er að mennta fólk til forystustarfa í atvinnulífinu og samfélaginu. Við viljum að fólk sem komi hér inn fái góða menntun sem nýtist hvar sem er í atvinnulífinu og hvert sem það vill fara hér á Íslandi eða annars staðar. Síðastliðinn föstudag var sett í gang Rannsóknarstofnun atvinnulífsins á Bifröst. Vilhjálmur segir að Samtök atvinnulífsins styrki skólann mjög myndarlega í þessu verkefni. Við munum reyna að fá fleiri til að koma að þessu en þarna verða stundaðar rannsóknir í þágu atvinnulífsins á víðu sviði. Stuðningur Samtaka atvinnulífsins er okkur mjög mikilvægur og gerir okkur kleyft að fá fleiri kennara til liðs við okkur. Efnahagshrunið leiddi til fækkunar nemenda Vilhjálmur segir að aðsóknin að skólanum hafi dalað í kjölfar efnahagshrunsins. Ástæður þess hafa ekki verið greindar nákvæmlega. Hann segir þó ljóst að meira los hafi verið á fólki en fyrir hrun og það ekki jafn tilbúið til að binda sig til langtímanáms í skólanum eins og áður. Dæmið að snúast við Þetta virðist þó vera að snúast við. Fyrir þennan vetur ákváðum við að fella niður skólagjöldin í aðfaranámi að háskólanáminu. Við tókum upp innritunargjöld í staðinn sem hafði í för með sér að aðsóknin jókst verulega. Við teljum að það muni skila fleiri nemendum inn í háskólann sjálfan á næsta ári. Kjarninn í háskóladeildunum fram að þessu hefur einmitt verið fólk sem farið hefur í gegnum aðfaradeildina hjá okkur sem við köllum nú háskólagátt. Nú erum við með um 550 til 600 virka nemendur við skólann. Þar af eru um 170 í háskólagáttinni og því eru á fimmta hundrað í háskóladeildunum. Í Háskólagátt er boðið upp á eins árs undirbúningsnám fyrir nám á háskólastigi. Námið er ætlað nemendum sem hafa u.þ.b. þriggja ára framhaldsskólanám og/eða umtalsverða reynslu úr atvinnulífinu. Á viðskiptasviði er boðið upp á nám til BS- og BBA-gráðu í viðskiptafræði, bæði í fjarnámi og staðnámi, ásamt meistaranámi í alþjóðaviðskiptum. Á lögfræðisviði er boðið upp á nám til BS-gráðu í viðskiptalögfræði, ásamt meistaranámi í lögfræði. Á félagsvísindasviði er boðið upp á nám til BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS), bæði í staðnámi og fjarnámi. Þar er jafnframt hægt að stunda meistaranám í menningarstjórnun og menningarfræði í samstarfi við HÍ. Óhrædd í samkeppninni við aðra háskóla Nú hefur hörð gagnrýni verið á þá stefnu að reka allan þann fjölda háskóla á Íslandi sem nú er raunin. Hvernig horfir slík gagnrýni gagnvart stjórnendum Háskólans á Bifröst? Við stefnum að því að reka þennan háskóla sem sjálfbæran skóla. Hann hefur verið það í gegnum tíðin og við göngum út frá því að svo verði áfram. Þegar upp er staðið snýst málið um það hvort okkur tekst að veita góða menntun, hvort nemendur eru tilbúnir að koma hingað og hvernig þeim reiðir af þegar þeir eru komnir út í atvinnulífið. Það er endalaust viðfangsefni sem hverfur ekkert. Við teljum okkur standa mjög vel í þessu og að fólk sem hefur farið í gegnum nám við Háskólann í Bifraust hafi almennt gengið mjög vel í atvinnulífinu og sé eftirsótt. Það hefur sýnt þegar út í atvinnulífið er komið að nemendur hafa fengið mikið út úr náminu við skólann. Við erum því óhrædd í samkeppninni við aðra háskóla en göngum líka út frá því að við þurfum alltaf að vera að sanna okkur. Núna erum við eins og ávallt áður á fleygiferð við að breyta og bæta skólastarfið. Við verðum stöðugt að vera að þróa námið og miðað það við þarfir nemenda og atvinnulífsins. Í Borgarfirði eru nú reknir tveir háskólar, þ.e. Háskólinn í Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri. Vilhjálmur segir að samvinna sé ekki mikil milli þessara háskóla fyrir utan að sumir kennaranna kenni við báða skólana. Enda má segja að skólarnir starfi á mjög ólíkum sviðum. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri sinnir fyrst og fremst búvísindum á meðan við erum í viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði og líka stjórnmálafræði. Þá erum við með mastersnám í lögfræðinni, alþjóðaviðskiptum og menningarstofnunum. Skólarnir á Bifröst og á Hvanneyri starfa því á mjög ólíkum sviðum. Ný braut í matvælarekstrarfræði haustið 2014 Er eitthvað á döfinni að sérhæfa skólanna á Bifröst meira með því að fara út í matartengt nám? Já, við ætlum haustið 2014 að fara út í nám í matvælarekstrarfræði. Það verðu þá hluti í viðskiptafræðinni hjá okkur. Þetta gengur út á það að kenna nemendum bæði um viðskipti og rekstur sem og um vörur og tæknina á bak við matvælaframleiðsluna. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur við þessum hugmyndum okkar hjá fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Þá er ég að tala um landbúnað, sjávarútveg og allt sem tengist þeim greinum og öðrum matvælaiðnaði hér á Íslandi. Það má bend á það að matvælagreinarnar eru burðargreinar í Norðvesturkjördæmi sem skólinn starfar í og eru mjög mikilvægar fyrir landið í heild. Fram til þessa hefur í raun ekki verið til markviss stefna um að mennta fólk sérstaklega til forystustarfa í þessum atvinnugreinum. Þá erum við að tala um fólk sem getur verið leiðandi í öllum störfum fyrirtækjanna. Starfsmenn á gólfi, í framleiðslunni og í rekstrarstjórn. Það er enginn annar háskóli að bjóða upp á slíkt nám. Við horfum til þessa náms af mikilli bjartsýni, enda hafa þessar hugmyndir fengið mjög góðar viðtökur. Vilhjálmur segir að uppbygging matvælarekstrarfræðinámsins sé að öllu leyti þróað af starfsfólki skólans auk þess sem þar verði í bland nýtt fög sem eru vel þekkt. Það má segja að sjávarútvegsfræði verði að hluta tengd þessu þó að í þessu námi munum við sérhæfa okkur í því sem lýtur að vinnslu matvæla. Atvinnuvegasýning á Bifröst næsta sumar Hafin er undirbúningsvinna í skólanum við að skipuleggja atvinnuvegasýningu sem hugmyndin er að setja upp á Bifröst næsta sumar. Býst Vilhjálmur við að endanleg ákvörðun um þetta sýningarhald verði tekin einhvern þessa dagana. Þar ætlum við að kynna það sem er að gerast í atvinnulífinu. Þetta er enn ein viðleitnin hjá okkur til að styrkja tengsl skólans við atvinnulífið. Þarna ætlum við að reyna að ná til fyrirtækjanna og fá starfsfólk og stjórnendur í atvinnulífinu til að koma og segja frá því sem þeir er að gera. Sýna fólki hvaða verðmæti er verið að búa til í þeirra fyrirtækjum, hvaða þýðingu það hafi fyrir sam félagið og hvaða sýn stjórnendur þeirra hafa á framtíðina. Okkur langar líka til að útbúa minni útgáfu af þessari sýningu til að fara með í framhaldskóla og grunnskóla og kynna nemendum atvinnulífið í landinu. Nemendur vinna rekstraráætlanir með fyrirtækjum í fullum rekstri Annað athyglisvert verkefni sem skólinn er þátttakandi í og er þegar farið af stað er námskeiðahald í gerð rekstraráætlana. Þar er um að ræða verkefni sem unnið er í samvinnu við sveitarfélögin á Vesturlandi í gegnum Sóknaráætlun Vesturlands. Eru Arion banki og Landsbankinn einnig meðal þátttakenda í verkefninu. Myndir / HKr. Þarna fá nemendur Háskólans á Bifröst raunveruleg verkefni við að gera rekstraráætlanir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Um er að ræða tvo sex eininga áfanga. Þarna eru fyrirtækin að hjálpa okkur við að mennta nemendurna á sama tíma og þau eru að fá heilmikið gagn af þessu. Ég tel að þetta sé mjög mikilvægt fyrir nemendur sem og skólanna sjálfan sem og fyrirtækin sem taka þátt. Sér í lagi ef fyrirtækin eru ekki með neinar rekstraráætlanir fyrir, þá geta þau farið í gegnum æfingarnar með nemendunum. Alls konar hugmyndir geta síðan sprottið upp úr því samstarfi, fyrirtækjunum til gagns. Vilhjálmur sagði að stefnt hafi verið að því að ná inn í þetta verkefni að lágmarki 20 fyrirtæki og það sé nú þegar komið vel yfir þann fjölda. Segir hann að þetta verkefni komi til með að styrkja mjög tengsl skólans við atvinnulífið. Draumurinn er sá að í framtíðinni verði fyrirtækin stöðugt í svona verkefni sem ætti þá að dýpka tengslin enn frekar. Við förum þá að geta unnið upp úr því alls konar nemendaverkefni í einstökum rekstrar þáttum fyrirtækjanna. Núna er t.d. farið sérstaklega ofan í efni eins og virðisaukaskattsskil, uppbyggingu launakostnaðar og fleira. Eftir áramótin koma inn fleiri þættir eins og rekstraráætlun endurnýjuð á grundvelli upplýsinga sem þá hafa aflast. Þá verður einnig farið út í atriði eins og gerð ráðningarsamninga, viðskiptasamninga og samskipti við eftirlitsaðila. Þetta eru allt atriði sem menn eru að glíma við í sínum daglega rekstri. Við erum mjög spennt að sjá hvernig til tekst. Óttast ekki skörun við HR Þó að Háskólinn á Bifröst sé að leggja aukna áherslu á nánari tengingu við atvinnulífið óttast Vilhjálmur ekki að það muni skarast við verkefni Háskólans í Reykjavík sem einnig kennir sig við atvinnulífið. Það má segja að við séum systurstofnanir að því leyti að báðir háskólarnir eru að vinna á sama sviði. Það er þó alveg pláss fyrir báða skólana. Þeir eru með tæknigreinar sem við erum ekki með en við erum með hagfræði og stjórnmálafræði

25 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október sem þeir eru ekki með. Þá erum við að fara út í matvælarekstrarfræði sem þeir hafa ekki. Ég hef ekki orðið var við annað en að nemendur úr báðum þessum skólum séu að gera það mjög gott á vinnumarkaði. Viðskiptatengt lögfræðinám Þið bjóðið upp á nám í lögfræði sem líka er boðið upp á í öðrum háskólum, er einhver þörf á að vera að mennta lögfræðinga á mörgum stöðum? Ég held að það skipti miklu máli á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum að við getum boðið upp á faglega samkeppni í landinu. Eins og námið var í Háskóla Íslands og er kannski að einhverju leyti enn, þá var verið að steypa alla lögfræðinga svolítið í sama mót. Útkoman var dálítið einsleit. Þess vegna fóru bæði Bifröst og HR út í að mennta lögfræðinga þar sem tengslin við viðskiptalífið voru meiri. Hér viljum við mennta viðskiptalögfræðinga án þess að þar sé verið að beina nemendum í einhverja blindgötu. Þeir geta áfram farið út í hefðbundna lögmennsku. Við erum samt sannfærð um að þeir sem útskrifist með lögfræðimenntun frá Bifröst smellpassi inn í mjög mörg fyrirtæki. Við viljum að okkar lögfræðingar verði sérfræðingar í að vera með fólk í vinnu, sérfræðingar í skattamálum, sérfræðingar í öllu sem lýtur að samningagerð í fyrirtækjum og sérfræðingar í öllu því sem snýr að samskiptum við eftirlitsaðila. Ég held að það séu fá fyrirtæki á Ísalandi sem þurfa ekki á svona fólkið að halda. Eftir því sem þjóðfélagið verður flóknara og regluverkið viðameira nýtist svona fólk mjög vel. Okkar lögfræðingar fá ekki bara þekkingu á lögfræðistörfunum, heldur líka rekstrarþáttunum. Rekstraráætlanaverkefnið sem ég gat um er einmitt hugsað jafnt fyrir nemendur í lögfræði og viðskiptafræði, segir Vilhjálmur Egilsson. Fjölmargt fleira í deiglunni Vilhjálmur segir að auk þessara áhersluþátta sem hann hefur nefnt, þá sé uppi hugmynd um að styrkja skólann hvað varðar tengsl við þjónustu greinar. Telur hann það mjög áhugavert verkefni þar sem þjónustugreinar séu ört vaxandi í samfélaginu samhliða aukinni ferðaþjónustu. Í dag sé engin sérmenntun sem leggi áherslu á þjónustu. Þá eru fjölmörg önnur mál í deiglunni eins og efling á Rannsóknarsetri verslunarinnar og umsýsla með tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Þar er búið að gera heljarmikla úttekt þar sem rætt var við á áttunda hundrað manns inni í fyrirtækjum og talað við vel á annað hundrað innflytjendur. Í framhaldinu verður stillt upp verkefnum til að taka á þessum hlutum. Segir Vilhjálmur að ýmis fleiri verkefni séu einnig í skoðun á Bifröst. /HKr. Japönsk gæði Er þetta ekki flott? Til sölu hinar sérstöku súlu-blæaspir, 2-3 m háar. 30 ára reynsla af þeim hér á landi. Þurfa lítið rými og henta vel sem stakstæð tré. Einnig hengibirki og vörtubirki frá N-Noregi og ýmsar aðrar öðruvísi plöntur. Alaska aspir 2-3 m (Sælandsaspir, keisaraaspir og iðun). Íslenskt birki 2-3 m. Nú er góður tími til að planta. Grænt-Land Sími: Hausttilboð! Birkitré 2-3 m. á hæð. Tilboðsverð v. magnkaup, 10 stk. Eða fleiri. Grænt Land ehf. - Flúðum Uppl. í síma Haustverð Nú er rétti tíminn til þess að gera góð kaup í KUBOTA M108s dráttarvél með ámoksturstækjum. Eigum eftir 2 vélar á sannkölluðu haustverði til afgreiðslu strax. Helsti búnaður: 108 hestöfl Kúplingsfrír vendigír 32 gírar áfram / 32 gírar aftúrábak Kúplingsfrír milligír Loftkæling í húsi Loftpúðafjaðrandi ökumannssæti Brettakantar útfyrir afturhjól Vökvaútskjótanlegur dráttarkrókur 3 tvöföld vökvaúrtök (1 með stillanlegu flæði) Vökvavagnbremsa Tveggja hraða aflúrtak 540 / 540e Aflúrtak sett inn / tekið af með rofa Lipur og sparneytin alhliðavél sem hentar vel í íslenskan landbúnað. Vélin kemur með KUBOTA LA1403 ámoksturstækjum með 3. sviði, dempara, hraðtengi og EURO festingum. 2,05 m heavy duty skófla fylgir. Allt þetta og meira til á aðeins: ,- án vsk. Ekki bíða eftir að gengið veikist frekar þegar líður á vetur, grípið tækifærið strax! Verð er tilgreint án virðisaukaskatts. Verð miðast við gengi á GBP = 195. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 10 Akureyri: Lónsbakka Sími:

26 26 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Kanadamenn eru hrifnir af íslensku sauðkindinni: Það er ullin á íslensku kindunum, hún er svo sérstök segir Jane Hutchins textílkona og sauðfjárbóndi sem býr við Kyrrahafið á syðsta odda Vancouver-eyju í Kanada Jane Hutchins er ein fjölmargra Kanadamanna sem hafa komið sér upp íslenskum sauðfjárstofni. Hún rekur lítið fjárbú, Tideview Farm, á East Sooke-svæðinu syðst á vesturströnd Vancouvereyju. Þetta er nánar tiltekið rétt vestan við borgina Victoria, sem er höfuðborg Bresku Kólumbíu. Tíðindamaður Bændablaðsins og íslenskt samferðafólk heimsóttu Jane og sambýlismann hennar Robert Byers í júlílok til að forvitnast um hvað hefði leitt til þess að þau ákváðu að fá sér íslenskt sauðfé. Það er ullin á íslensku kindunum, hún er svo sérstök, sagði Jane, sem líka er vel þekkt fyrir vefnaðar- eða textílþekkingu sína og verndun ofinna listaverka sem yfirvöld í Bandaríkjunum og Kanada hafa m.a. nýtt sér. Úr þeirri grein kemur áhugi hennar á ullinni og hefur hún haldið íslenskar kindur um 15 ára skeið. Í svölum Kyrrahafsandvara Sveitabær Jane og Roberts heitir Tideview Farm og er á East Sookesvæðinu á Vancouver-eyju. Bærinn er umkringdur skógi á alla vegu. Stutt er þó niður að sjó, eins og svalur andvarinn af Kyrrahafinu gaf til kynna þegar komufólk bankaði upp á síðdegis á miðvikudeginum 28. júlí. Það var ekki laust við að svalt síðdegisloftið minnti á Ísland, enda sögðu þau kvöldin oft svöl þar um slóðir og ekki óalgengt að þokan skriði inn yfir landið frá sjónum. Á austurströnd Vancouver-eyju er allt annað uppi á teningnum og þar gætir kaldra loftstrauma af Kyrrahafinu mun minna. Eyjan er nokkuð stór, eða ferkílómetrar, tæplega þriðjungur af flatarmáli Íslands. Íbúar eru um 760 þúsund, ríflega tvöföld íbúatala Íslands. Til samanburðar er Danmörk lítið eitt stærri en Vancouver-eyja, tæplega 43 þúsund ferkílómetrar, en með 5,6 milljónir íbúa. Jörmuðu ósviknu íslensku kindajarmi Vesturíslensku kindunum þeirra, sem eru 17 talsins, virðist líða vel í þessu loftslagi sem að jafnaði er þó mun hlýrra en á Íslandi. Ekki gátum við heldur annað heyrt en að þær jörmuðu ósviknu íslensku kindajarmi. Þeim er beitt á afgirt tún og þar eru skýli til að verja þær fyrir veðri og vindum auk fjárhúsa sem þær eru í yfir háveturinn. Að sögn Roberts nýta þær sér þó sjaldan skýlin nema helst ef það rignir sérlega mikið. Myndir / HKr. dveljast í um helgar. Þess má geta að Robert vann einnig í sama safni. Fengum fé frá íslenskri konu í Ontario Við fengum okkur kindurnar af því að ullin hafi sömu eiginleika og ullin af lamadýrunum sem við vorum með. Hún segir sambúð lamadýra og kindanna vera góða. Lamadýrin virðist vakta vel landið og verji kindurnar fyrir árásum fjallaljóna og sléttuúlfa sem oft eru á sveimi í skóginum. Robert hafði verið með Romneykindur af breskum uppruna, en það er stofn sem var sérstaklega ræktaður fyrir beit á votlendi. Við töldum að slíkt fé hentaði vel á þessum slóðum. Við leitum því út um allt að Icelandic Romney sem auðvitað er ekki til. Þá leituðum við að bændum í Norður- Ameríku sem höfðu verið með íslenskt sauðfé. Við fórum á fimm bæi sem voru með íslenskt fé. Við skoðuðum svo kindurnar hjá íslenskri konu í Ontario sem hafði flutt þær frá Íslandi til Hudson í Ontario í Kanada Við sáum að þær litu svo miklu betur út en allar aðrar kindur af íslenskum uppruna sem við höfðum séð. Þá hugsuðum við með okkur ef við ætlum að fara út í þetta þá væru þetta réttu kindurnar. Heyöflun er ekki einföld á Vancouver-eyju Lukkuleg með nýjar upplýsingar um skurð á kindakjöti Jane fékk að sjálfsögðu afhent nýjasta eintak af Bændablaðinu og hefur Bændablaðið sennilega aldrei verið borið út beint til lesenda á vestlægari slóðum en þetta. Þá voru húsráðendum einnig afhentir ýmsir bæklingar um íslenskt sauðfé, þar á meðal með upplýsingum um kjötskurð og aðra meðhöndlun á sauðfjárafurðum. Þótti Jane mikið til koma og leiðbeiningar um hvernig kindaskrokkar eru hlutaðir niður á Íslandi vöktu sérstaka athygli hennar. Hún hafði aldrei séð þetta áður og einungis haft teikningar af hvernig Frakkar og Bandaríkjamenn hluta niður skrokka. Sagði hún að í Bandaríkjunum væri hægt að segja til um frá hvaða ríki kjötið væri bara með því að skoða hvernig það væri hlutað niður. Með bárujárn á þaki rétt eins og á Íslandi Eitt af því fyrsta sem vakti athygli þegar gengið var í hlað var að bárujárn var á þaki hússins líkt og algengast er á Íslandi, en harla óvenjulegt að sjá í Kanada. Á þakinu voru meira að segja varnir til að hindra snjóskrið af þakinu. Robert Byers sagði að þegar það snjóaði á þessum slóðum á annað borð gæti snjóað mjög mikið í einu og þá í logni, en yfirleitt fylgdi rigning i kjölfarið. Þá yrði snjórinn á þakinu mjög þungur og ekki gott að fá hann allan yfir sig í einu. Það er mun dýrara að setja bárujárn á þak en flögur úr tré eða tjörupappa eins og algengast er. Ef menn horfa hins vegar til endingar er bárujárnið mun ódýrari kostur, sagði Robert. Tjöruflögurnar endast kannski í tíu ár en járnið verður ennþá í fínu lagi eftir að ég hef yfirgefið þetta líf. Byrjaði með lítið frístundahús Jane byrjaði að byggja þetta hús í byrjun áttunda áratugarins ásamt þáverandi eiginmanni, sem nú er látinn. Var þetta þá hugsað sem eins konar sumarhús. Eiginmaðurinn vann þá á safni í Victoria, höfuðborg Bresku Kólumbíu, sem er á suðurenda Vancouver-eyju. Þau nýttu húsið, sem vart var þá meira en kofi, til að Ég sá að hún fóðraði kindurnar bæði á heyi og korni. Við gerðum slíkt hið sama þegar við fengum kindurnar fyrst en hættum svo að gefa þeim korn, bara mjög gott hey. Landareiginin á Tideview Farm er ekki mikil, um tveir hektarar. Hún ber engan heyskap á sumrin og er aðeins nýtt sem beitarland fyrir kindurnar og lamadýrin. Jane segir að á Vancouvereyju sé hey ekki gott fyrir sauðfé og helst nýtanlegt fyrir hross. Það sé mjög næringarefnasnautt og því reyndar ekki sérlega gott fyrir hrossin heldur. Þess vegna kaupa þau inn allt hey og fá það með trukkum frá Abbotsford á meginlandinu, sem er sveitarfélag austur af Vancouverborg. Hún segir að heyflutningar um langan veg séu þó ekki alltaf æskilegir vegna mögulegra sjúkdóma sem geti

27 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október fylgt heyinu. Sums staðar hafi þetta valdið hræðilegum vandamálum. Þessi heykaup eru raunverulega eini ósjálfbæri þátturinn í okkar búskap. Jane segist líka gera sér full ljóst að aðstæður fyrir sauðféð séu allt aðrar á Vancouver-eyju, þar sem það er haft í girðingum, en á Íslandi þar sem féð lifir sumarlangt á margvíslegum villigróðri. Þessi munur hafi örugglega mikil áhrif á bragðgæði kjötsins. Það sé samt ekki kjötið sem skipti þau mestu máli, heldur ullin. Sífellt erfiðara að koma fé til slátrunar Sláturtíminn hjá þeim á Tideview Farm er yfirleitt í seinni hluta nóvembermánaðar. Þá er leitað til þeirra örfáu slátrara sem geta tekið það að sér og eru alla jafna mjög önnum kafnir. Þegar þau hófu sinn sauðfjárbúskap voru einungis fimm menn á svæðinu í kringum þau sem gátu tekið það að sér. Reglur hafa mikið breyst síðan og nú verður að slátra í löggiltum sláturhúsum. Í stað fimm slátrara á okkar svæði í upphafi eru einungis þrír starfandi slátrarar á allri Vancouvereyju sem taka að sér sauðfjárslátrun og aðeins eitt sláturhús. Þetta er skelfileg þróun. Þetta er athyglisvert í ljósi þessa að eyjan er eins og fyrr segir ríflega 31 þúsund ferkílómetrar, eða lítið eitt minni en Danmörk. Þetta er einmitt ein helsta ástæðna fyrir því að Jane og Robert hafa reynt að útbreiða fagnaðarerindið með því að fjölga ræktendum íslensks sauðfjár. Hugmyndin er að reyna að efla innviðina í þessari grein varðandi slátrun og aðra nýtingu fjárins. Við vonum að þetta takist. Jane segir að þrátt fyrir að ástandið sé ekki gott í þessum efnum sé samt mögulegt að vera með heimaslátrun ef þau nýti kjötið einungis til eigin nota. Með 15 kg fallþunga Fallþungi fjárins hjá Jane og Robert er að meðaltali nálægt 15 kílóum [upphengdur skrokkur] sem er ekki langt frá því sem gerist víða á Íslandi. Kjötið nota þau á ýmsa vegu, í steikur og eru einnig dugleg við að gera eigin pylsur af ýmsum toga. Buðu þau gestum að smakka á þrem gerðum af kryddpylsum [salami] sem þau höfðu sjálf búið til úr eigin hrútakjöti. Ein þeirra líktist helst pepperoni eins og pizzukynslóðin á Íslandi þekkir vel, en ekki var samt laust við keim af hrútabragði. Þykir kjötið bragðgott, jafnvel af ársgömlum hrútum Aðspurð um bragðgæði og hvort þau forðuðust ekki að slátra hrútum vegna bragðsins á kjötinu, sérstaklega þegar kæmi fram að fengitíma, sagði hún svo ekki vera. Þau hafi meira að segja boðið kunningjafólki sínu í mat og voru með kjöt af nýslátruðum eins árs gömlum hrút á borðum sem vinunum þótti afbragðsgott. Sennilega hefði samsetning fæðu fjárins eitthvað með þetta að gera líka. Það er líka áhugavert að fínasti hlutinn af kjötinu af íslenska fénu er gjörólíkt því sem við þekkjum af örðum sauðfjártegundum, segir Jane. Einn vinur okkar sem er ullarflokkunarmaður hjá kanadísku ullarsamsteypunni og búinn að vinna við rúningu og flokkun alla sína æfi var með athyglisverða skýringu á kjötgæðum. Hann hélt því fram að fé með fíngerða ull eins og íslenska féð væri líklegra til að gefa af sér mun fínna kjöt, hvað grófleika trefjanna snertir, en fé með grófari ull. Mikil áskorun að rækta íslenskt sauðfé Við höfum líka passað vel upp á að kindurnar fái nauðsynleg næringarefni. Það er mikil áskorun að rækta íslensk fé og um margt ólíkt ræktun á örðum tegundum. Það er t.d. mikilvægt að kindurnar fái öll réttu steinefnin. Þær þurfa t.d. meiri kopar en aðrar kindur. Þá er líka gott Þetta eru falleg og yndisleg dýr, segir Robert Byers. Hrútarnir voru ólmir í safaríkt trjálauf sem Robert bauð þeim upp á. Örin bendir á sauðfjárbú Tideview Farm sem er á East Sooke-svæðinu á syðsta odda Vancouver-eyju. Lamaull til vinstri og ull af íslenska fénu á Tideview Farm til hægri. Þessi er orðin fjörgömul, en hún er dóttir Agnesar sem var í fyrsta hópi íslensks sauðfjár sem Jane og Robert eignuðust. að vera með járnríkt vatn til að koma í veg fyrir að kindurnar verði fyrir kopareitrun. Annað vandamál er að hér eru nokkrar tegundir af sníkjudýrum sem finnast ekki á Íslandi. Við þurfum því að vera mjög vakandi yfir heilbrigði fjárins. Reyndin er að kindurnar standa sig mun betur gegn slíkri ásókn ef steinefnabúskapur þeirra er réttur. Rýja tvisvar á ári Síðan þarf maður að átta sig á því hvenær best er að rýja féð. Við höfum gert það tvisvar á ári. Það er rétt eftir burð, sem er venjulega í fyrstu viku apríl, og síðan seint í september sem er sú rúning sem við leggjum mest upp úr. Það væri gott að vera með fyrri rúninguna töluvert fyrr en við gerum. Það væri t.d. fínt að rýja um sex vikum fyrir burð, en í Norður- Ameríku hittir það á Valentínusardag. Þá eru hins vegar fáir rúningsmenn á lausu, reyndar aðeins tveir og annar þeirra er blómaheildsali, eins Jane við skoska rokkinn sem er afar líkur hefðbundnum íslenskum spunarokkum. heppilegt og það er, segir Jane og hlær. Hann er að sjálfsögðu mikið upptekinn á Valentínusardaginn. Reyndu að hafa áhrif á fengitímann en með slökum árangri Við reyndum að hafa áhrif á burðinn með því hleypa til fyrr, eða í september og hafa hrútana með ánum fram í desember. Þannig ætluðum við að láta kindurnar bera í mars um leið og grasið er orðið sæmilegt á túnum. Afleiðingin varð sú að sauðburðurinn dreifist yfir sex vikna tímabil, sem var hreint rugl. Þessar kindur vissu betur. Þær gerðu sér greinilega ljóst að lömb sem voru borin seinna áttu mun meiri möguleika á að komast af svo þær höfðu engan áhuga á hrútunum of snemma. Við hugsuðum þá sem svo; allt í lagi við leyfum ykkur að ráða. Við settum hrútana því ekki til þeirra fyrr en nóvember og þeir höfðu þá nóga að gera í tíu daga. Jane segir frjósemi fjárins kannski ekki alltaf sérlega mikla. Mest hafi verið um einlembt, þó eitthvað sé alltaf um tvílembinga. Það hafi þó komið fyrir að þau hafi fengið þrílembinga sem þau hafi sett alla á, en það hafi ekki gefið sérlega góðan árangur. Passað upp að fá nýtt blóð í stofninn Robert tekur virkan þátt í fjárbúskapnum með Jane og upplýsti komufólk um að þau reyndu sérstaklega að passa upp á að þessi litli 17 kinda stofn úrkynjaðist ekki. Þau hefðu verið með fjóra hrúta sem þau hefðu verið að skipt út fyrir nýja til að viðhalda genabreytileika. Við erum núna að fá tvo hrúta með flugi frá Quebec. Við höfðum áður fengið hrúta að austan sem voru afkomendur hrúta sem komu beint frá Íslandi. Þessir hrútar sem við erum nú að fá frá Quebec eiga uppruna að rekja til upprunalegu íslensku hjarðarinnar sem kom til Hudson í Ontario í Kanada [rétt vestan við landamerki Quebec, innsk. blm.). Þeir eiga uppruna að rekja til hjarðar sem var í eigu konu af íslenskum uppruna. Hún varð að láta hjörðina sína af hendi, sem er önnur saga. Hún dó fyrir um sjö árum og féð lenti þá í höndum á ungu pari. Nokkrar af okkar upprunalegu kindum komu eins og áður sagði úr hjörð þessarar íslensku konu. Við höfðum leitað mikið að íslensku fé en þótti hennar hjörð skara fram úr. Þegar við byrjuðum með íslensku kindurnar skoðuðum við hvort það væru ekki fleiri á okkar svæði sem væru með slíkar kindur. Það reyndust vera örfáir bændur svo við fórum út í að miðla öðrum af okkar stofni til að reyna að undirbyggja innviði sem nauðsynlegir eru fyrir slíka ræktun, eins og varðandi slátrun, segir Robert. Þeim skötuhjúum þykir greinilega afar vænt um kindurnar sínar og forðast að slátra nokkurri skepnu nema af nauðsyn og flest lömbin selja þau sem lífdýr til annarra bænda. Þau eiga t.d. enn eina kind af annarri kynslóð í sínum stofni en móðirin hét því ágæta nafni Agnes. Ræktendum íslensks sauðfjár fer fjölgandi Jane segir að nú séu um 25 bændur með íslenskt fé á svæðinu í kringum þau. Aðspurð hvað hafi þurft til að sannfæra fólk um að taka að sér íslenskt fé segir Jane: Ekkert, fólk hringir til okkar af því að það hefur frétt af þessu fé og ágæti þess. Robert tekur undir þetta. Það hefur því farið frá okkur fé m.a. til Yukon, Alberta og víða um Bresku Kólumbíu, segir hann. Þetta er vissulega stórt svæði og það tekur til dæmis um þrjá til fjóra daga á bíl að heimsækja fólkið sem er með kindur frá okkur í Yukon. Fólkið þaðan kom til okkar með stóran hestaflutningavagn í eftirdragi til að sækja kindurnar og fleiri dýr eins og geitur sem það var að kaupa. Þeim hefur gengið mjög vel við ræktun á íslenska fénu. Íslenska sauðkindin til margra hluta nytsamleg Sama má segja um fólk sem er með íslenskt fé í Alberta. Þar er reyndar verið að þróa athyglisverða hluti með þetta íslenska fé. Þar er fólk m.a. að byggja mjólkurbás fyrir kindurnar. Það er nefnilega auðvelt að mjólka þær og frægð íslenska fjárstofnsins stafar ekki síst af því hvað hægt er að nýta hann í margvíslegum tilgangi. Það er auðvelt að mjólka kindurnar, búa til osta, éta kjötið og nýta ullina sem er hreint frábær. Það eru þó til aðrar sauðfjártegundir sem menn nýta frekar til að fá mjólk til ostagerðar. Þelið með svipaða eiginleika og ull af lamadýrum Ullin var reyndar ein af megin ástæðum fyrir því að við fengum okkur íslenskar kindur. Það er vegna þess að undir ullin [þelið] er mjög líkt ullinni af lamadýrum. Hársverleikinn er t.d. nákvæmlega sá sami. Jane fékk því íslenska féð í upphafi til að blanda ullinni saman við ull af lamadýrum sem hún var upphaflega með. Reynslan hefur hinsvegar orðið sú að við spyrjum okkur til hvers að vera með lamadýr þegar ullin af kindunum er svona góð. Ullin vekur mikla hrifningu Við seljum ullina oft beint til þeirra sem eru að spinna og það hefur spurst út. Fólk sem hefur að skoða ullina verður agndofa og vill endilega fá ull líka. Þetta er fólk hvaðanæva að á Vancouver-eyju og jafnvel af meginlandinu. Oft er þetta listafólk og þar á meðal ein kona frá Vancouverborg sem hefur farið til Íslands og sýnt list sína, einnig í New York og víðar. Þarna skipta eiginleikar ullarinnar máli og við erum því að fá ágætis verð fyrir ullina okkar. Til að vinna ullina, hreinsa og spinna, verðum við að senda hana til Alberta eða til Saskatchewan. Jane spinnur þó líka á skoska rokkinn sinn og litar alla ull sjálf sem hún notar, segir Robert Byers. /HKr.

28 28 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Dagana ágúst síðastliðinn var íslenskt áhugafólk um jarðrækt, sem er í félagsskapnum Ræktunar félag um nytjaplöntur, á ferðalagi um norður hluta Finn lands að kynna sér búskap þarlendra. Leiðin lá um Austurbotn, þar sem heimsótt voru kúabú, svínabú og tvö bú með nautakjötsframleiðslu en öll búin framleiddu korn, ýmist til eigin nota eða sölu. Að auki heimsótti hópurinn tilrauna stöð í jarðrækt, finnsku bænda samtökin, mjólkursamlag og sáðvélaframleiðanda. Síðast var heim sóttur kúmen bóndi, sem jafnframt er jarðræktarráðunautur. Hópurinn samanstóð af átján íslenskum bændum og þar á meðal voru bændurnir í Keldudal í Skagafirði, þau Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir. Flogið var til Oulu, sem er á svipaðri breiddargráðu og suðurhluti Íslands, en svo var ferðast með rútu um Austurbotn. Þegar þangað var komið byrjuðum við á að skoða héruðin suður af Oulu og allt að Vasa, en á svæðinu er bæði öflug kornrækt og búfjárrækt. Við heimsóttum fimm býli, rannsóknarstöð í jarðyrkju, sáðvélaframleiðanda, mjólkurstöð og finnsku bændasamtökin. Meri Ojanen, ungbændafulltrúi finnsku bændasamtakanna, skipulagði ferðina ásamt Finnboga Magnússyni hjá Jötunn Vélum. Við nutum svo leiðsagnar Meri og Niinu Kangas, sem báðar hafa verið verknemar í Keldudal, segir Guðrún, en frásögn hennar af ferðinni fer hér á eftir. Fyrsta stop: Bullstop Fyrsta býlið sem við heimsóttum heitir Bullstop og er rekið af feðgum. Þar eru naut alin til slátrunar á ári. Innleggið var um 450 tonn á ári. Kálfarnir koma inn á býlið frá tveimur uppeldisbúum sex mánaða gamlir og eru aldir í 12 mánuði. Eftir þann tíma er meðalfallþunginn um 340 kg. Gripirnir eru fóðraðir á votheyi úr stæðum sem eru yfirbyggðar, byggi og bjórhrati, auk steinefna. Allt gróffóður og bygg var ræktað á búinu, kornið valsað í flatgryfjur og sýrt með mjólkursýrugerlum. Fóðrað er með sjálfkeyrandi og sjálfhlaðandi heilfóðurvagni. Sáð beint án jarðvinnslu Næst heimsóttum við sáðvélaframleiðandann V&M, sem framleiðir sáðvélar sem hægt er að sá með beint án jarðvinnslu. Þar hlustuðum við á fyrirlestur um kosti beinnar sáningar umfram hefðbundinnar jarðvinnslu og sáningar. Í kjölfarið heimsóttum við svínabú, rekið af feðgum, sem framleiddu sláturgripi á ári. Engar gyltur voru á búinu, en grísirnir keyptir inn á búið við fráfærur. Á búinu var ræktað bygg til nota á búinu, á 350 ha, sem sáð var með beinni sáningu. Bændurnir töldu ótvíræðan hag af þessari ræktunaraðferð. Hópurinn samankominn. Ræktunarfélag um nytjaplöntur kynnti sér búskap í norðurhluta Finnlands: Getum sótt þangað þekkingu í jarðrækt og félagslega þjónustu. Fannst okkur áhugavert að hver finnskur bóndi hefur rétt til 26 frídaga á ári og er kostnaðurinn við afleysingarnar að mestu greiddur af finnska ríkinu. Um kvöldið fórum við í grillveislu og ekta finnskt sána úti í skógi. Allt endaði það vel. Á degi þrjú byrjuðum við á því að heimsækja bændur með Highlanderholdagripi. Býlið heitir Lakeuden Highland. Þar bjuggu hjón sem framleiddu og seldu beint frá býli. Gripunum var slátrað þriggja til þriggja og hálfs árs gömlum. Þá voru þeir að jafnaði kg að þyngd en þeir þyngstu allt að 500 kg. Öllum gripunum var slátrað í sláturhúsi og kjötið unnið í lítilli kjötvinnslu samkvæmt óskum bændanna. Úr gripunum voru framleiddir vöðvar, hakk, pylsur, álegg og niðursuðuvara. Kornrækt var á 20 ha, til að fá hálm, en kornið selt. Gripirnir gengu úti allt árið og einungis var lítið skýli til að nota við burð. Hjónin áttu tvær jarðir; uppeldið var á annarri jörðinni en kýrnar á hinni. Byggrækt til bjórframleiðslu Um kvöldið heimsóttum við svo Hanhimäki-kúabúið, sem er með 100 mjólkandi kýr. Kýrnar voru í básafjósi með mjaltabás, gróffóður og kjarnfóður var gefið með sjálfvirku fóðurkerfi. Meðalnytin var lítrar og á búinu var framleidd um 1 milljón lítra á ári. Allt gróffóður var verkað í heymetisturni, túnin voru 50 ha og slegin tvisvar sinnum. Bygg var ræktað á 40 ha, þurrkað í eigin þurrkstöð og allt selt til bjórframleiðslu. Bygg til bjórframleiðslu er á hærra verði en ræktunin er vandasamari og uppskeran minni því að þess konar bygg þarf að vera með mjög lágt próteininnihald. Dóttirin á bænum var nautgriparæktarráðunautur á svæðinu og gerði fóður- og sæðingaráætlanir fyrir 25 bændur og sæddi einnig allar kýrnar á bænum. Á meðalkúabúi í Finnlandi eru 30 árskýr. Afleysingar á frídögum bænda greiddar af ríkinu Næsta dag byrjuðum við á því að Sóla í Seli skoðar kúmen. Eitt nautahús af mörgum á Bullstop. heimsækja tilraunastöð í jarðrækt, MTT Agridood Research Finland. Hjá MTT vinna 750 manns á 15 starfsstöðvum vítt og breitt um Finnland. Á stöðinni sem við heimsóttum eru í gangi tilraunir á hverjum tíma og sex fastir starfsmenn. Við hlustuðum á fyrirlestur um kornrækt, kartöflur og kúmen meðal annars og skoðuðum tilraunareiti með kúmen, ertur og hestabaunir. Við heimsóttum starfsmenn finnsku bændasamtakanna í héraðinu, MTK. Skrifstofa þeirra var í sama húsi og leiðbeiningaþjónusta bænda, ásamt fleiri stofnunum. Þar fræddumst við um MTK og þjónustu þeirra við bændur. Samtökin eru með skrifstofur á 14 svæðum auk þess eru þar sjö skrifstofur vegnar skógræktar og veita samtökin ýmsa aðstoð, t.d. í samskiptum bænda við aðrar stofnanir Mjólkurstöðin rekur veitingastað og sérvöruverslun Næstu heimsóttum við mjólkurstöðina Juustoporrti sem vann úr 30 milljónum lítra mjólkur. Þar af voru þrjár milljónir lítra af lífrænni mjólk og geitamjólk ein milljón lítra. Mjólkurstöðin rekur veitingastað við þjóðveginn og þar er einnig verslun fyrir ýmsa sérvöru mjólkurstöðvarinnar og bænda af svæðinu. Á staðinn komu ein milljón manns á ári. Vöruúrvalið sem stöðin framleiddi var gríðarlegt og unnu 150 ársstarfsmenn í fyrirtækinu. Nánast einungis var framleidd dýr sérvara. Við enduðum á því að heimsækja kornbónda sem jafnframt var jarðræktarráðunautur hjá ProAgria. Þar skoðuðum við kúmenrækt og nýlega þurrkstöð. Kúmenið var ræktað fyrir sérleyfishafa sem eiga yrkin og sköffuðu fræið. Finnskt kúmen er hágæða kúmen og gefur tvöfalt meiri olíu en kúmen sem ræktað er sunnar í Evrópu. Hann ræktaði bygg og vorsáðu hveiti með góðum árangri.

29 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Atli Már Svansson, Auðunn Óskarsson, Ólafur Jón Guðjósson, Örn Karlsson og Haraldur Magnússon. Góð veðurfarsskilyrði í Finnlandi Það sem stendur upp úr er hve miklu betri veðurfarsskilyrði til ræktunar eru í Finnlandi en hér á landi. Það eru þó miklir möguleikar á því að sækja þekkingu í jarðrækt til þessa svæðis í Finnlandi. Vorin eru svipuð og á Íslandi en sumrin eru miklu hlýrri. Þegar við fórum í þessa ferð um miðjan ágúst voru kornakrar á Íslandi fagurgrænir og kornið lítið fyllt, en finnskir akrar á svipaðri breiddargráðu stóðu tilbúnir til þreskingar með um 80% þurrefni. Skógarnyt fylgir öllum jörðum Um 59 þúsund býli eru í Finnlandi. Jarðirnar eru mjög litlar, að meðaltali 38,9 ha, og hvert býli þarf að nýta Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta íslensk framleiðsla í20ár ÚTBOÐ Highlander-nautgripir. Meri Ojanen, Finnbogi Magnússon, Egill Örlygsson og Efemía Valgeirsdóttir, Björgvin Þór Harðarson og Auðunn Óskarsson. fjölda jarða. Auk þess fylgir skógarnyt öllum jörðum. Mjög strangar reglur gilda um það ef bændur ætla að ryðja skóg til akuryrkju. Það er tveggja til þriggja ára umsóknarferli. Jarðnæði er mjög dýrt og torveldar nýliðun í finnskum landbúnaði, enda eru styrkir til landbúnaðar í Finnlandi að mestu greiddir á land. Styrkir eru einnig greiddir á gripaeiningu eða haus og greiddur er styrkur á framleiddan mjólkurlítra. Einnig fannst okkur athyglisvert að hætt er að greiða styrki til nýliðunar og fjárfestinga, sem voru hluti af aðlögunarferli Finnlands að ESB. Mikil óvissa er meðal finnskra bænda um áframhald á styrkjum til landbúnaðarframleiðslu. Finnski landbúnaðarráðherrann hyggst ekki fara fram á áframhaldandi sérlausnir fyrir Finnland í næstu samningalotu í Brussel, en samið er um landbúnaðarstyrki í ESB til 7 ára í senn. /smh Veiðifélagið Hængur óskar hér með eftir tilboðum í Laxá á Refasveit fyrir árin og Þeir sem óska eftir útboðsgögnum eða nánari upplýsingum hafi samband við Atla Þór Gunnarsson í síma , , eða atlitg@hotmail.com. Eða Magnús Björnsson í síma Tilboðum skal skila til formanns veiðifélagsins Hængs, Magnúsar Björnssonar, Syðra-Hóli, 541 Blönduósi. Útboðsfrestur er til kl , laugardaginn 26.október, og verða opnuð sama dag og tíma, í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, á heimili formanns veiðifélagsins að Syðra-Hóli. Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Formaður veiðfélagsins Hængs Magnús Jóhann Björnsson BANNER STARTGEYMAR Í FLESTAR GERÐIR FARARTÆKJA Banner startgeymar í allar stærðir ökutækja t.d. mótorhjól, fjórhjól, vélsleða, dráttarvélar, vörubíla, vinnuvélar, jeppa og fólksbíla. Eigum einnig til start- og neyslugeyma fyrir báta, fellihýsi og hjólhýsi. Banner geymar eru framleiddir í evrópu. N1 VERSLANIR N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÍMI Meira í leiðinni

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Góðir hlutir gerast hægt í Rangárvallasýslu: Bændur byggja upp Fjárhúsbygging í Fljótshlíð Á bænum Butru í Fljótshlíð eru ábúendurnir nýbyrjaðir á byggingu nýrra fjárhúsa. Oddný Steina Valsóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, býr þar og segir þau hugsa sér að fjölga fénu eftir því sem aðstæður leyfi og því muni þau vinna þetta í nokkrum áföngum. Miðgangshús á taði með gjafagrindum Mummi í Skálakoti stendur hér á annarri hæðinni á hótelinu. Mynd / smh Hótelbygging í Skálakoti Guðmundur Jón Viðarsson, eða Mummi í Skálakoti eins og hann er jafnan kallaður, er að reisa hótel við bæ sinn undir Eyjafjöllum. Hótelið verður í burstabæjarstíl, þriggja hæða með 15 herbergjum sem verða allt að 35 fermetrum að stærð. Mummi er ferðaþjónustubóndi með sauðfé og hrossarækt. Gistirými fyrir viðskiptamannahópinn Mummi hefur verið í hótelrekstri í Vík í Mýrdal en er á leið út úr honum. Hann mun því eingöngu sinna ferðamönnum heima í Skálakoti og þaðan út frá en stuttar og langar hestaferðir með ferðamenn, frá hálftíma upp í hálfan mánuð, eru þungamiðjan í ferðaþjónustunni þar á bæ. Ég held úti dagsferðunum og þessum styttri ferðum allan ársins hring, en lengri ferðir eru bara yfir hefðbundinn sumartíma. Ég er aðallega að hugsa til þess að byggja hótel með gistirými fyrir viðskiptamannahópinn minn hér í Skálakoti. Fyrir erum við með 25 manna gistrými en nýja hótelið er hugsað fyrir annan markhóp. Mummi segist ekki vera farinn að bóka inn á nýja hótelið en vonast til að það verði tilbúið árið /smh Við byrjuðum í sumar og búið er að steypa sökkla. Húsið verður tæpir 650 fermetrar en gert ráð fyrir möguleika á viðbyggingu ef svo ber undir. Veggir verða steyptir upp, stálgrind í þak smíðuð á staðnum og þakið verður hefðbundið með þéttklæðningu og steinull. Um er að ræða miðgangshús á taði með gjafagrindum að mestu. Við Fjósbygging á Núpi III undir Eyjafjöllum Á Núpi III undir Eyjafjöllum er risin myndarleg ný fjósbygging. Hjónin Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir hafa farið rólega í sakirnar í byggingu tæplega þúsund fermetra fjóss, en botnplatan í haughúsinu var steypt um haustið Við efnahagshrunið var hlé gert á framkvæmdum til haustsins 2010 og hefur síðan verið unnið hægt en markvisst að byggingunni. Er nú svo komið að nýverið var þak lagt á fjósið og er þá komin heilleg mynd á húsið. Frá steypuvinnunni á Butru síðastliðið sumar. Mynd / Butra stefnum semsé að því að fjölga fénu að því marki sem aðstæður leyfa. Það er ekki fastmótað hvenær framkvæmdum lýkur, en við höfum hugsað okkur að vinna þetta í nokkrum áföngum eftir því sem tími og efni standa til, segir Oddný. Tóku við búrekstri um áramótin Við tókum formlega við búrekstri af eiganda jarðarinnar, Böðvari Gíslasyni, um áramótin Undirbúningur hófst þó með heyskap sumarið Við tókum við um 150 fjár og höfum aukið jafnt og þétt við fjártöluna ásamt því að koma upp aðstöðu fyrir nautaeldi. Í dag eru um 460 fjár á vetrarfóðrum auk um 75 nauta. /smh Vinnuaðstaðan gjörbreytist Nýja fjósið er tæplega þúsund fermetrar. Myndir / smh Með nýju fjósi gjörbreytist öll vinnuaðstaða til batnaðar. Berglind segir að með nýju fjósi gjörbreytist öll vinnuaðstaða, enda verði það afar rúmgott. Það er tæplega þúsund fermetrar að stærð og mun rúma 63 kýr ásamt geldneyti. Nú eru 45 mjólkandi kýr á Núpi og 200 þúsund lítra kvóti en þegar svigrúm gefst er á stefnuskránni að auka við kvótann. Það þarf þúsund lítra kvóta fyrir svona fjós til að fullnýta fjárfestinguna. Gamla fjósinu, sem var byggt upp úr 1950, verður breytt í aðstöðu fyrir nautaeldi. Ætluðu fyrst að byggja yfir geldneyti og endurbæta aðstöðu Upphaflega var ætlunin að byggja aðeins yfir geldneyti og endurbæta mjaltaaðstöðu í gamla fjósinu en eftir því sem hugmyndin þróaðist ákváðum við að skynsamlegast væri að byggja yfir mjólkurkýrnar, ásetningskvígur og ungkálfa. Þá horfðum við líka til þess að bæta vinnuaðstöðuna, því þegar hún batnar verður hagræði meira og öll vinna skemmtilegri. /smh

31 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Skelltu inn smáauglýsingu með farsímanum eða spjaldtölvunni Falleg sumarhús - Hagkvæm í innkaupum - Sérsniðin eftir óskum kaupenda - Stuttur uppsetningartími - s Smáauglýsingasíminn er KUHN - rúlluvélasamstæður á verði fyrir þig SJÁUMST Í VETUR! VANDAÐUR VETRAR- OG ENDURSKINSFATNAÐUR KÍKTU Á DYNJANDI.IS! Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is Starfsmaður í mötuneyti FRUM - KUHN I-Bio, verð kr m.v. 159 kr. Sé pantað fyrir 1. nóv þá kr KUHN FBP , verð kr m.v. 159 kr. Sé pantað fyrir 1. nóv þá kr KUHN I-Bio Rúllar og pakkar í sama hólfi Netbúnaður 14 hnífar Nýr stíflulosunarbúnaður Intelli Wrap KUHN FBP hnífar Sjálfvirkt smurkerfi Netbúnaður Tandem öxull Vökvastíflulosun Intelli Wrap Focus stjórnborð Bændasamtök Íslands óska eftir matráði til starfa í mötuneyti samtakanna í Bændahöllinni í Reykja- - merkta Starfsmaður í mötuneyti á skrifstofur VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri 107 Reykjavík LYFTARARAFGEYMAR BETRI ENDING MEÐ EXIDE PIPAR\TBWA SÍA Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir lyftara. Veldu þaulreynda vöru frá gæðafram-amleiðanda. Exide rafgeymarnir fást hjá Olís. Hafið samband við sérfræðinga Olís í síma eða kjartans@olis.is og fáið nánari upplýsingar.

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Kaffihúsið Gísli, Eiríkur, Helgi opnað á Dalvík: Unnið að uppsetningu sýningar um bræðurna þjóðþekktu frá Bakka í Svarfaðardal Gísli, Eiríkur og Helgi, bræðurnir geðþekku sem kenndir eru við Bakka í Svarfaðardal, eru mættir galvaskir til Dalvíkur. Kaffihús sem ber nafn bræðranna var opnað á besta stað í bænum síðla sumars og það er bara byrjunin. Til stendur að vinna í vetur að því að koma upp fyrsta hluta Bakkabræðraseturs í sama húsnæði og er hún þegar hafin. Það eru hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson sem reka kaffihúsið Gísli, Eiríkur, Helgi og hyggja á opnun Bakkabræðraseturs. Fyrir reka þau öfluga ferðaþjónustu að Vegamótum á Dalvík og eru með um 70 gistirými. Sá rekstur hefur gengið vel, enda hefur ferðaþjónusta í Dalvíkurbyggð vaxið hröðum skrefum líkt og gildir um marga aðra staði á landinu. Við höfum verið að velta þessu fyrir okkur lengi, en hugmyndin kviknaði árið 2008 þegar við fórum að huga að því hvað hægt væri að gera til að byggja upp og auka afþreyingu hér á svæðinu. Þá fórum við að skoða hvað það væri sem við ættum hér í Dalvíkurbyggð sem hægt væri að nýta í þessu skyni, til að efla ferðaþjónustuna, segir Kristín Aðalheiður, Heiða eins og hún er jafnan kölluð. Hafði augastað á gömlum fjárhúsum Fljótlega skutu Bakkabræður upp kollinum og þau fóru að skoða hvort ekki væri hægt að nýta sér þessar þekktu þjóðsögur af bræðrunum og tengja saman menningu og ferðaþjónustu. Landsmenn þekkja allir sögurnar af Bakkabræðrum og okkur fannst vera tími til kominn að festa þá betur í sessi hér í héraðinu, segir hún, en fyrsta skrefið var að leita að húsnæði undir eins konar sýningu. Heiða hafði lengi haft augastað á gömlum fjárhúsum sem stóðu skammt sunnan við Dalvík og höfðu lengi verið tóm. M.a. hafði hún staðið fyrir undirskriftasöfnun þess efnis að ekki yrði hróflað við húsunum, þau ekki rifin eða fjarlægð. Myndir / MÞÞ Komu sér fyrir í Siggabúð Ég fór að vinna á fullu í þessu verkefni, gerði viðskiptaáætlun og fór að huga að endurbyggingu fjárhúsanna með það að markmiði að setja þar upp Bakkabræðrasetur. Fljótt kom í ljós að verkefnið var viðamikið og endurbygging yrði kostnaðarsöm, áætlað var að kostnaður yrði um 30 milljónir króna og þetta var að gerast svona um það bil korteri fyrir kreppu. Það var því ekki um auðugan garð að gresja þegar leita átti eftir fjármagni til uppbyggingarinnar. Við notuðum hins vegar tímann vel og unnum að margvíslegum öðrum störfum, hugmyndavinnu, búningahönnun og búningasaumi svo dæmi séu nefnd, segir Heiða, en þau hlutu nokkra styrki til að vinna að verkefninu á þeim tíma. Það fór svo að fólk nefndi við mig hvort ekki væri betra að færa setrið inn í bæinn og leggja fjárhúsahugmyndina á hilluna og það varð úr að sú hugmynd varð ofan á, segir hún. Þau fengu fínasta húsnæði, hús sem nefnist Sigtún og er sambyggt húsæði Leikfélags Dalvíkur, Ungó. Þar rak Sigurður P. Jónsson krambúð á sínum tíma, sem í daglegu tali var nefnd Siggabúð, en Siggi var langömmubróðir Heiðu. Hann hóf verslunarrekstur á Dalvík í kringum árið 1930 og eru innréttingar og ýmis annar búnaður enn til staðar í húsnæðinu og í fullri notkun nú þegar búið er að opna þar kaffihús. Kjallarinn kjörinn til að endurskapa þjóðsögurnar Málið tók við þessa ákvörðun algjöra U-beygju, við fengum húsnæðið í júní og byrjuðum á endurbótum og náðum að opna kaffihúsið skömmu fyrir Fiskidagshelgina þegar hér var fólk í þúsundatali. Það var mjög gaman og mikið um að vera, segir Heiða. Húsið sem um ræðir, Sigtún, er á þremur hæðum og undir því er kjallari. Kaffistofan er á jarðhæð þess og Setri Bakkabræðra verður komið fyrir á hæðum fyrir ofan og eins í kjallara, sem Heiða segir að henti einkar vel til að endurskapa sögur af bræðrunum. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að hann sé kjörinn til að koma þeim þar fyrir í fótabaðinu fræga og eins sögunni af því þegar þeir báru myrkrið út úr húsi sínum í húfum sínum og sólskinið í bæinn, segir hún. Unnið verður af kappi við að setja sýninguna upp á komandi vetri og stefnt að því að fyrsti hluti hennar verði tilbúinn vorið Samstarf við Leikfélag Dalvíkur Sem fyrr segir er kaffihúsið við hlið húsnæðis Leikfélags Dalvíkur, en félagið fagnar 70 ára afmæli sínu á næsta ári. Samstarf verður á milli aðila, en meðal annars verður veitingasala opin fyrir og eftir sýningar sem og í hléi þegar félagið efnir til sýninga. Jafnan hefur Leikfélag Dalvíkur sýnt tvö verk á ári, eitt að haustinu og er það gjarnan fyrir börn og ungmenni og svo annað eftir áramót. Þann tíma sem félagið nýtir húsið ekki, sem er frá því í apríl eða maí og fram í október, munu þau Heiða og Bjarni hafa húsið til afnota og eru þegar farin að huga að ýmsum uppákomum. Þetta samstarf styður hvert annað, nýting á húsinu verður betri en áður og þá stendur líka til að fara í nokkuð umfangsmiklar endurbætur á Ungó á næstu þremur árum, sem er mjög ánægjulegt, segir Heiða. Spennandi tímar fram undan Kaffihúsið Gísli, Eiríkur, Helgi verður opið daglega í allan vetur frá kl. 11 til 18 en Heiða segir að viðtökur hafi verið góðar og margir sem leið eiga um Dalvík hafi staldrað við, fengið sér kaffisopa og litið á innanstokksmuni. Haustið og komandi vetur lofi góðu, en ýmsar uppákomur eru í farvatninu og þá má búast við að margt verði um manninn í bænum, enda skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaða fjalli vinsælt. Hópar af ýmsu tagi eiga þess kost að panta utan hefðbundins afgreiðslutíma og liggja þegar fyrir fjölmargar pantanir frá t.d. starfsmanna félögum. Það er bara spennandi tími fram undan og hér verður mikið um að vera, segir Heiða. Hægt er að hafa samband utan opnunartíma ef hópar hafa áhuga á að koma í heimsókn. /MÞÞ

33 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Uppistaðan í hráefninu sem SS notar er upprunnin úr hreinni náttúru Íslands Frá stofnun SS 28. janúar árið 1907 hefur fyrirtækið verið í fararbroddi á sviði matvælaframleiðslu og aldrei sem nú. Íslendingar treysta SS til að framleiða aðeins gæðamatvöru.

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Úr Þórkötlustaðarrétt við Grindavík. Mynd / Haukur Már Harðarson Búfjárstofninn á Íslandi á síðasta ári taldist vera tæplega ein milljón mest var af sauðfé, tæplega 463 þúsund, varphænur voru rúmlega 322 þúsund og hrossin töldust vera ríflega 77 þúsund Opinberar búfjártölur Allar búgreinar (samtölur) Búfé á Íslandi samkvæmt tölum Matvælastofnunar var samtal á árinu 2012 til Þar af var sauðfé flest, samtals Þar á eftir komu alifuglar að meðtöldum varphænsnum, sem voru talsins. Hross voru talsins og nautgripir töldust vera samtals Auk þessa voru loðdýr og samkvæmt samtölum MAST voru samtals svín í landinu. Flestir nautgripir eru á Suðurlandi Suðurland ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta í nautgriparæktinni. Þar voru samkvæmt tölum MAST. Þar voru samtals nautgripir, þar af mjólkurkýr. Flestir nautgripir á Suðurlandi eru í Rangárþingi eystra, samtals talsins. Þar af eru mjólkurkýr. Þar á eftir kemur Borgarbyggð með nautgripi og þar af mjólkurkú. Síðan Flóahreppur með nautgripi og þar af mjólkurkýr. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er svo með nautgripi og þar af mjólkurkýr. Þá kemur Hrunamannahreppur með nautgripi og þar af mjólkurkýr. Norðurland eystra er sá landshluti sem er með næstflesta nautgripi, eða og þar af mjólkurkýr. Norðurland vestra kemur þar á eftir með nautgripi og þar af mjólkurkýr. Vesturland er í fjórða sæti með nautgripi og þar af mjólkurkýr. Þá kemur Austurland með nautgripi, þar af mjólkurkýr. Síðan eru Vestfirðir eru með nautgripi og þar af 511 mjólkurkýr. Flestir gripirnir á því svæði eru í Ísafjarðarbæ og Reykhólahreppi. Reykjanessvæðið rekur síðan lestina með nautgripi og þar af 328 mjólkurkýr. Langflestir nautgripirnir á því svæði eru í Kjósarhreppi. Norðurland vestra er stærst í sauðfárræktinni Þegar litið er á sauðfjárræktina er Norðurland vestra langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og telst sauðfé þar vera samtals Suðurland er í öðru sæti með sauðfé og Vesturland er í þriðja sæti með Síðan kemur Austurland með sauðfé, Norðurland eystra með , Vestfirðir er með og á Reykjanessvæðinu taldist sauðfé vera á árinu Flest hross eru á Suðurlandi Þó að Skagfirðingar og fleiri Norðlendingar séu taldir miklir hestamenn hefur Suðurland vinninginn í fjölda hrossa. Þar eru hross talsins. Athuga ber að samtölur allra alifugla og loðdýra hafa að geyma allar tegundir búfjár sem skilgreindar eru undir þessum búgreinum. Sveitarfélag Nautgripir Sauðfé Hross Svín Alifuglar Loðdýr Samtals 2506 Vogar Ölfus Garður Akranes Garðabær Álftanes Blönduós Akureyri Reykjavík Kópavogur Grindavík Sandgerði Dalabyggð Skagabyggð Norðurþing Ásahreppur Hveragerði Mosfellsbær Borgarbyggð Snæfellsbær Bolungarvík Vesturbyggð Skagaströnd Akrahreppur Fjallabyggð Hörgársveit Fjarðabyggð Flóahreppur Reykjanesbær Árneshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Skagafjörður Hornafjörður Hafnarfjörður Kjósarhreppur Stykkishólmur Ísafjarðarbær Dalvíkurbyggð Langanesbyggð Seyðisfjörður Bláskógabyggð Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Vestmannaeyjar Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Helgafellssveit Reykhólahreppur Húnaþing vestra Fljótsdalshérað Rangárþing ytra Hvalfjarðarsveit Súðavíkurhreppur Húnavatnshreppur Eyjafjarðarsveit Svalbarðshreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Skorradalshreppur Grundarfjarðarbær Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Fljótsdalshreppur Rangárþing eystra Hrunamannahreppur Kaldrananeshreppur Vopnafjarðarhreppur Tálknafjarðarhreppur Borgarfjarðarhreppur Sveitarfélagið Árborg Svalbarðsstrandarhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes-og Grafningshreppur Samtals Fjöldi búa Matvælastofnun - aðalskrifstofa Austurvegur Selfoss Tel: Fax: mast@mast.is Norðurland vestra og þar með talinn Skagafjörður kemur svo þar á eftir með hross. Þar af eiga Skagfirðingar hross. Vesturland er svo næst í röðinni með hross. Síðan kemur Norðurland eystra með hross. Athygli vekur hversu mörg hross eru á Reykjanessvæðinu, en þar eru þau talsins. Þar af er stærsti hrossahópurinn í Reykjavík, þar sem hestamennska er mjög vinsæl. Austurland kemur svo með hross og Vestfirðir reka svo lestina í hestamennskunni með 928 hross. Suðurland og Norðurland vestra stærst í loðdýraræktinni Sú búfjárgrein sem hefur verið í hvað örustum vexti á síðustu árum er loðdýraræktin. Inni í samtölum MAST er langmest af mink, eða minkalæður og högnar af loðdýrum í heildina. Af öðrum eldisloðdýrum en mink og ref má nefna samtals 258 kanínur á landinu sem ýmist voru feldkanínur, angórakanínur eða kjötkanínur. Suðurland hefur vinninginn í loðdýraræktinni með dýr en Norðurland vestra fylgir þar fast á eftir með Aðrir landshlutar eru þar talsvert langt á eftir. Það eru Austfirðir með dýr, Reykjanessvæðið með dýr, Norðurland eystra með dýr, Vesturland með 11 dýr en á Vestfjörðum er ekki skráð ræktun á neinum loðdýrum. Flest svín á Suðurlandi Svínaræktin er langöflugust á Suðurlandi samkvæmt tölum MAST. Þar voru samtals dýr, gyltur, geltir, eldisgrísir og smágrísir, þegar tölurnar voru teknar saman á síðasta ári. Næstöflugast var Norðurland eystra með dýr og Reykjanes fylgdi fast á hælana með dýr. Síðan kom Vesturland með dýr, Austurland með 150 dýr og Norðurland vestra með aðeins 61 dýr. Á Vestfjörðum var ekkert svín í fyrra samkvæmt úttekt MAST. Reykjanes risinn í eggjaframleiðslunni Reykjanes ber höfuð og herðar yfir aðra landshluta í eggjaframleiðslunni en þar reyndust vera varphænur í fyrra. Suðurland er í öðru sæti með varphænur og Norðurland eystra var í þriðja sæti með varphænur. Þá kom Austurland með varphænu, Norðurland vestra með hænur og Vesturland var með varphænur. Það vekur óneitanlega athygli að á öllum Vestfjörðum töldust ekki vera nema 162 varphænur í fyrra samkvæmt tölum Mast. Mest alifuglarækt á Suðurlandi Þegar kemur að alifuglum öðrum en varphænum, þar með talin holdahænsni 5 ára og eldri, lífungar yngri en 5 mánaða, aliendur, aligæsir og kalkúnar, er Suðurland öflugast í framleiðslunni með fugla samtals. Í örðu sæti var Reykjanes með fugla og Norðurland eystra með fugla. Langt bil er í framleiðslu annarra landshluta, en Austurland var með 203 fugla, Vesturland með 143 fugla, Norðurland vestra með 122 fugla og Vestfirðir ráku lestina með aðeins 39 alifugla. /HKr.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Þvottaboltinn er græna byltingin í þvottavélina! Gerður úr náttúrulegum efnum Án ilmefna 100% öruggur fyrir húð, trefjar fatnaðarins og umhverfið Varðveitir vel liti fatnaðarins og teygju trefjanna Upplagður fyrir þvottinn af ungbarninu (góð forvörn) Hentar þeim vel sem eru með óþol gegn efnunum/eru með viðkvæma húð Hentar sérlega vel þar sem frárennsli er ekki fyrir hendi. Ef þú ert t.d. með rotþró getur þú með þvottaboltanum minnkað flæði efnanna í hana/til móður jarðar Ef þvottaboltinn er pantaður í gegn um Undraboltann ehf er frí póstsending innifalinn hvert á land sem er verð þvottaboltans er kr (þriggja vikna skila frestur) finndu okkur á Fésbókinni Bændablaðið Kemur næst út 17. október WORKSHARP HNÍFABRÝNIÐ skerpir alla hnífa, axir, sláttuvélablöð, skóflur. Dreifing: Landbúnaðarsaga Íslands Enn er hægt að panta Landbúnaðarsögu Íslands eftir þá dr. Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing og Jónas Jónsson fyrrverandi búnaðarmálastjóra á áskriftarverði. Um er að ræða mikið og vandað verk í fjórum stórum bindum, samtals 1357 blaðsíður, með aragrúa ljósmynda, teikninga og korta. Fyrstu tvö bindin fjalla almennt um sögu landbúnaðar á Íslandi frá örófi alda til okkar daga en í tveimur seinni bindunum er helstu greinum landbúnaðarins gerð ítarleg skil. Hér er í fyrsta sinn komið heildaryfirlit yfir helstu atvinnugrein þjóðarinnar um aldir, saga bænda og alþýðu og þar með saga þjóðarinnar út frá sjónarmiði landbúnaðarins. Því er um tímamótaverk að ræða. Nánari upplýsingar um verkið má finna á heimasíðu forlagsins, Forsala Sé verkið keypt í forsölu er veittur 25% afsláttur af fullu verði sem er kr en áskrifendur greiða aðeins kr Verkið verður sent áskrifendum í nóvember. Athugið að þetta verð gildir ekki eftir útkomu verksins. Hægt er að panta verkið með eftirfarandi hætti: Með því að senda tölvupóst á Fara inn á heimasíðu forlagsins, og kaupa verkið þar í vefverslun. Hringja í síma Skipta má greiðslum í allt að fjóra hluta en þá þarf að taka það fram í tölvupósti eða hringja í ofangreint símanúmer. Athugið að þegar pantað er þarf eftirfarandi að koma fram: Fullt nafn Heimilisfang Kennitala Greiðslumáti Þeir sem þegar hafa pantað verkið og áttu von á að fá það í hendur í september eða október er beðnir velvirðingar á töfinni en því ollu óviðráðanlegar aðstæður. SKRUDDA Eyjarslóð Reykjavík s skrudda@skrudda.is

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Tanksýnin gefa vísbendingar Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins um fóðrun kúnna Niðurstöður tanksýnanna gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvort rétt sé staðið að fóðrun kúnna. Sérstaklega eru það niðurstöðurnar um úrefni, fríar fitusýrur, fitu, prótein, laktósa og frostmark sem ber að skoða. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig megi lesa út úr tanksýnunum og meta ástand fóðrunarinnar. Þó ber að geta þess að ekki má horfa blint á eitt tanksýni heldur reyna að bera saman yfir lengra tímabil, enda getur eitt tanksýni mistekist, gefið villandi niðurstöður. Í töflu 1 eru tekin nokkur dæmi um tanksýni þar sem eitthvað er að og með því að meta saman ólíka mæliþætti má komast til botns í vandræðunum sem eru á hverjum bæ fyrir sig. Ráðunautar í fóðrun geta hjálpað til við slík tilfelli, en þeir þurfa einnig að fá upplýsingar um fóðrið og fóðrunaraðferðir, holdstig kúnna og heilsu. Þá geta mjaltakerfi einnig verið vanstillt og valdið skemmdum á mjólkinni í tanknum. Mjólkurmagn Er samræmi milli innvegins mjólkur magns og þess sem mælist úr kúnum dags daglega? Er samræmi milli fóðuráætlunarinnar sem unnið eftir og þess magns sem selt er til mjólkurbús, þegar búið er að draga frá mjólk sem fer í kálfa og heimilishald? Með því að vikta fóðurnotkun til eins dags er hægt að gera sér í hugarlund hversu mikið kýrnar éta og ættu að framleiða miðað við gæði fóðursins. Úrefni gefur vísbendingar um prótein- og orku í fóðrinu Þó að úrefnainnihald hafi ekki áhrif á verð innlagðrar mjólkur gefur það okkur mikilvægar vísbendingar um fóðrunina og samræmi orku og próteins í fóðrinu. Almennt er talað um að úrefni í mjólk eigi að liggja á bilinu 3-6 mmól/l. Þá má reikna með að 100 gramma aukning á PBV á dag hækki úrefnagildið í tankmjólkinni um það bil 0,4 mmól/l. Sé orkuskortur í fóðrinu upp á 7 MJ um 0,5 mmól/ml. Sé offóðrað á AAT hækka úrefnin einnig örlítið. Út frá dæmi 1 í töflu 1 liggur grunur á að offóðrað sé á próteini, sérstaklega í ljósi þess að fríar fitusýrur eru á mjög góðu róli. Þetta er einfalt að laga með því að skipta um kjarnfóður og velja þá kjarnfóðurblöndu með lægra hrápróteininnihaldi. Dæmi 2 er andstæða dæmis 1, hér vantar sennilega hráprótein í fóðrið og einfaldast er að skipta um kjarnfóðurblöndu og velja þá eina sem inniheldur meira hráprótein. Sumum bændum finnst kannski óþarfi að vera að horfa mikið á úrefnainnihaldið þar sem verðefnainnihaldið er á góðu róli, sérstaklega þar sem úrefnin hafa engin áhrif á mjólkurverðið til bóndans. Hins vegar getur of lágt eða hátt úrefnainnihald haft áhrif á frjósemi kúnna. Sé úrefni lágt fyrst eftir burð er hætt við að kýrnar liggi niðri og beiði ekki fyrst eftir burð. Sé úrefni hátt er hins vegar hætt á því að kýrnar haldi ekki en beiði þó eðlilega auk þess sem við fáum minni afurðir. Það er orkufrekt ferli fyrir kúnna að umbreyta köfnunarefninu í fóðrinu magnast orkuskortur ef hann er til fóðrun Nú þegar sala á mjólkurfitu er orðin jafn mikil og sala á mjólkurpróteini þurfa sumir bændur að auka framleiðslu sína á mjólkurfitu og hækka fituhlutfall mjólkur sinnar. Hátt fituhlutfall miðað við próteinhlutfall gefur hærra hlutfall af smjöri miðað við framleiðslu á undanrennudufti. Í dæmi 3 í töflu 1 sést að fituinnihaldið er óeðlilega lágt þó að próteinhlutfallið sé nokkuð eðlilegt. Það getur bent til þess að vambarumhverfið er ekki mjög hagstætt eða að kýrnar séu með skitu. Nokkrar fóðrunarástæður geta verið fyrir því að fituinnihaldið er lágt: Of lítið gróffóðurát vegna rangrar fóðrunaraðferðar (s.s. of lítið gefið eða fóður orðið ólystugt Léleg gróffóðurgæði eða lítið át Lágt sykurinnihald í gróffóðrinu veldur ólystugra gróffóðri og þar með fær kýrin minna af byggingarefnum fyrir mjólkurfitu óþarflega lágt og of smátt saxað fóður hefur neikvæð áhrif á vambar umhverfið og dregur úr jórtrun Stórir skammtar af kjarnfóðri í einu valda miklum sýrustigssveiflum í vömb og þar af leiðandi lélegt vambarumhverfi Röng kjarnfóðurtegund miðað við gróffóðurát og gæði. Sé mikið kjarnfóður gefið (yfir kg/ vegis sykurrófuhrat til að veita vambarörverunum nægilegt tréni til að vinna úr. Mikil vanfóðrun á bæði próteini og orku Selenskortur Þá ber að nefna að lágt fituinnihald getur verið erfðafræðilegs eðlis enda lengi verið ræktað fyrir aukinni nyt og próteinmyndun hjá kúnum en minni áhersla lögð á fitumyndun vegna aðstæðna á markaðnum. Kynbótamat hjarðarinnar fyrir einstökum eiginleikum s.s. fituinnihaldi getur gefið vísbendingar um þetta. Lágt próteinhlutfall í mjólk bendir til orkuskorts Ef kýrnar fá of litla orku úr fóðrinu eða ef vambarumhverfið er lélegt verður framleiðsla própíonsýru í vömbinni lítil. Þar með verður upptaka glúkósa í blóðinu lágt, en glúkósi er eitt mikilvægasta hráefnið í framleiðslu mjólkurpróteina í júgranu. Á sumum bæjum fer saman lágt próteinhlutfall og lélegar afurðir sem þá kemur af of litlu próteini í fóðrinu. Dæmi 4 í töflu 1 sýnir tanksýni með lágt próteinhlutfall og há úrefni. Þó svo að fríar fitusýrur séu ekki mjög miklar virðast kýrnar þó fá of litla orku úr fóðrinu. Það sést best á lágu fituinnihaldi. Í dæmi 5 er einnig lágt próteininnihald en ekki aðrar vísbendingar sem gefa til kynna að kýrnar fái of litla orku. Þetta tanksýni er úr hjörð þar sem kýrnar bera á afmörkuðum tíma og voru því allar komnar um það bil 1-2 mánuði frá burði. Á þeim tíma er þurrefnisinnihald í mjólkinni hvað lægst án þess að fóðruninni sé beint ábótavant. Mynd 1 sýnir verðefnahlutfall í mjólkinni frá burðartíma í október fram í júní. Þar sést greinilega hvernig verðefnahlutfallið fer lækkandi fyrstu vikurnar eftir burð en hækkar svo jafnt og þétt út mjaltaskeiðið. Háar fríar fitusýrur og hátt úrefni = orkuskortur Verði fitukúlurnar í mjólkinni fyrir hnjaski og springa veldur það háu hlutfalli af fríum fitusýrum auk bragðgalla af mjólkinni. Þetta getur verið bæði vegna fóðrunar eða vegna galla eða bilunar í í mjaltakerfið við mjaltir, rangur halli á mjólkurrörum eða frysting mjólkur í mjólkurtanknum geta verið ástæður þess að fríar fitusýrur mælast háar í tankmjólkinni. Einnig geta of tíðar mjaltir í mjaltaþjónum valdið því að fitan í mjólkinni verður viðkvæm eða óstöðug og þolir því verr alla meðhöndlun s.s. dælingu og hræringu í tanknum. Þá getur orkuskortur í fóðrinu valdið því að mjólkurfitukúlurnar verða viðkvæmari en ella. Í mörgum tilvikum er hægt að finna ástæður hárra fitusýra með því að skoða betur hina þættina sem mældir eru í tanksýnunum. Í dæmi 6 í töflu 1 eru úrefni og fríar fitusýrur háar, verðefna- og laktósahlutfallið lágt en frostmarkið eðlilegt. Það bendir sterklega til þess að vandinn sé fóðrunarlegs eðlis. Lítið gróffóðurát, hvort sem það kemur af of lítilli gjöf eða lélegu fóðri sem veldur lítilli lyst, of lítil kjarnfóðurgjöf eða sein upptröppun á kjarnfóðri eftir burð geta valdið orkuskorti. Einnig geta verið óbeinar orsakir s.s. lélegt vambarumhverfi sem veldur hraðara flæði í gegnum kúna (þunnt Laktósaframleiðsla gefur einnig mikilvægar upplýsingar Hvorki úrefnainnihald né laktósahlutfall í mjólkinni hefur áhrif á skilaverð til bóndans en þau geta hins vegar veitt mikilvægar upplýsingar um fóðrunina, sérstaklega þegar horft er á þau saman. Í dæmi 6 kemur fram hátt innihald af fríum fitusýrum og lágt hlutfall laktósa sem bendir til þess að kýrnar sjálfar séu ástæða þess að fríu fitusýrurnar eru háar, en ekki t.d. mjaltakerfið. Hins vegar getur það verið vegna mjaltakerfis eða tæknilegra annmarka þegar fríu fitusýrurnar rjúka upp án þess að laktósahlutfallið breytist (en algengast er að það sé Laktósahlutfall gefur bóndanum mikilvægar upplýsingar þegar frostmarkið er of hátt, eins og sést í dæmi 7 í töflu 1. Of hátt frostmark (þegar frostmarkið fer að nálgast of mikilli vatnsíblöndun, s.s. þegar vatni er bætt í endaeininguna eða mjólkurlögnina eftir mjaltir til að dæla mjólk fram í tank. Í slíkum tilfellum ætti verðefnainnihald ekki að vera hátt. Hins vegar getur frostmark mjólkurinnar verið afbrigðilegt vegna sérstakra aðstæðna við fóðrun. Laktósahlutfall í mjólk stjórnast af osmótískum þrýstingi í júgranu, sem aftur stjórnast af steinefnaframboði kúnna. Í Noregi tíðkast að gefa kúm kartöfludrykk, þ.e.a.s. hrat og öll þau næringarefni sem verða eftir þegar kartöfluákavíti er framleitt. Slíkur kartöfludrykkur inniheldur mikið kalí og lítið kalk miðað við kjarnfóður. Kýrnar í dæmi 7 höfðu ekki aðgang að saltsteini og fengu því líka of lítið natríum. Með því að stilla fóðrunina af fannst lausn á þessu vandamáli; þ.e.a.s. hið tæknilega var í lagi. Lélegt júgurheilbrigði getur valdið lágu laktósainnihaldi, enda saltinnihald hærra í mjólk með háa frumutölu. Þegar frumutalan er há er rétt að skoða einnig laktósahlutfallið. Dæmi 8 í töflu 1 bendir til þess að mjaltatæknin hafi klikkað og að í mjólkina hafi blandast mikið vatn. Heldur lágt innihald fitu, próteins og laktósa, auk þess sem frostmarkið er hátt, bendir til þess. Í eðlilegri mjólk, beint úr kúnni, er frostmarkið -0,527 C en í þessu dæmi er það -0,509 C, sem bendir til þess að um 4% vatn hafi bæst við í tanknum. Að lokum Verðefnainnihald mjólkur getur skipt miklu máli fyrir rekstrarafgang á kúabúum og ættu bændur að kappkosta að auka verðmæti mjólkur sinnar. Með því að stilla af fóðrun og fóðrunaraðferðir er hægt að auka verðmæti hvers mjólkurlítra, bæta fóðurnýtingu og draga úr kostnaði sem hlýst af rangri fóðrun, of hárri útskolun úrefna, lélegri frjósemi og heilbrigði. Því er mikilvægt að skoða tanksýni gaumgæfilega og leita ráða hjá fóðrunarráðgjöfum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þýtt og staðfært úr Buskap 5/2013

37 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október grafika.is 2013 Gírmótorar Rafmótorar Við erum góðir í mótorum Knarrarvogi Rvk. Sími vov@vov.is Bændablaðið Smáauglýsingar Vacuum pökkunarvélar og pokar. Vacuum pökkuð matvæli geymast allt að 6 sinnum lengur. Reykofnar og fylgihlutir. Hamborgarapressur Hnífar Brýni Skotveiðigleraugu Heyrnahlífar Erum á facebook Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær? Ráðstefna Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur Hitatúpur með veðurstýringu jafnar innihita sem skilar sér í minni orkuþörf. Termo Blok Hitatúpa Tilbúin til að tengja beint við hitakerfi hringrásadæla, þenslukar ofl. Innbyggt og tekur lítið pláss. Termo Blok 6kW Termo Blok 9kW Termo Blok 12kW Termo Blok 16kW Grand Hótel Reykjavík við Sigtún Mánudaginn 7. október 2013 kl Í boði eru fleiri stærðir og útfærslur, hafið samband fyrir séróskir. Framleiddar í Evrópu fyrir Norðurlöndin Ráðstefnustjóri: Skúli Helgason, stjórnmálafræðingur Setning Reynsla Bandaríkjanna af notkun erfðatækni í landbúnaði Kynningarávarp: María Ellingsen, leikstjóri, formaður stjórnar Framtíðarlandsins Frummælandi: Dr. Doug Gurian-Sherman, vísindafulltrúi á sviði matvæla- og umhverfismála, Union of Concerned Scientists Erfðavísindin, erfðatæknin og áhrif á heilsufar Kynningarávarp: Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækningafélags Íslands Frummælandi: Dr. Michael Antoniou, Dósent í sameindaerfðafræði, King s College London School of Medicine Kaffihlé Matvæli og fóður vottuð og merkt án erfðabreyttra efna Kynningarávarp: Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils Framsögumaður: Dr. John Fagan, sameindalíffræðingur og stofnandi Genetic-ID Fyrirspurnir til framsögumanna Ráðstefnuslit Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur Matvæla- og veitingafélag Íslands Náttúrulækningafélag Íslands Slow Food Reykjavík Landvernd Neytendasamtökin Vottunarstofan Tún

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Að rembast eins og rjúpan við staurinn Rjúpan er á margan hátt sérkennilegur fugl, hún skiptir litum eftir árstíðum og er fiðruð um tærnar. Í huga margra er hún tengd vetrinum. Mörgum finnst rjúpur ómissandi hluti af jólunum og að það séu engin jól nema rjúpur séu á boðstólum á aðfangadagskvöld. Við minnisleysi er gott að bera rjúpnaheila á gagnaugað. Rjúpur eru hánorrænir fuglar og koma víða fyrir í þjóðsögum landa á norðurhveli. Á latnesku nefnist rjúpan Lagopus mutus en þar sem sú íslenska telst sérstök deilitegund gengur hún undir fræðiheitinu Lagopus mutus islandorum. Hér á landi eru aðallega tvö heiti notuð, kvenfuglinn nefnist rjúpa en karlfuglinn karri. Einnig eru þekkt nöfn eins og rjúpkarri, hrókeri og ropkarri. Heitið rjúpa sé þekkt frá því á 13. öld en að uppruni þess sé umdeildur. Sumir telja það mjög fornt og skylt litháíska orðinu raubas sem þýðir grádröfnóttur eða indóevrópska orðinu (e) reub(h) sem þýðir jarpur og vísa til sumarbúnings rjúpunnar. Aðrir segja að orðið rjúpa tengist sagnorðinu að ropa og latneska orðinu raucus" sem þýðir rámur. Samkvæmt þessu er rjúpan rámi fuglinn eða fuglinn sem ropar. Þeir sem þekkja til rjúpunnar vita að um varptímann gefur karrinn frá sér djúp rophljóð, til að gefa til kynna varpsetur sitt, sem er eitthvað á þessa leið: karrrrrrrr ka ka ka karrrrrrrrrr ka ka ka ka. Goggunarröð innan hópsins Rjúpan er af orraætt og eini villti hænsnfuglinn á Íslandi. Ættingjar hennar eiga heimkynni allt í kringum Norðurpólinn, Skotlandi, á stöku stað í Ölpunum og Pýreneafjöllum. Þær eru einnig þekktar í Altaífjöllum í Mongólíu og í hlíðum Fuji í Japan. Hér er rjúpan algeng um allt land og heldur sig í þurrlendismóum eða lyngheiðum til fjalla. Fuglarnir eru félagslyndir og finnast því yfirleitt í hópum. Umgengnisreglur innan hópanna eru strangar og hegðun rjúpunnar ræðst af goggunarröð. Þær helda sig út af fyrir sig yfir hávarptímann. Rjúpur eru jurtaætur og gefur fjallalyngið þeim hið sérstaka bragð sem margir sækjast eftir. Rjúpan skiptir litum eftir árstímum. Á veturna er hún næstum alhvít og samlit snjónum þannig að erfitt getur reynst að sjá hana. Þegar líða tekur að sumri fer hún í sumarbúning og verður jörp eða móleit á litinn. Karrinn tekur sumarbúninginn seinna en kvenfuglinn og er því meira áberandi um fengitímann. Eggin í hreiðrinu Varpið hefst yfirleitt í lok maí með því að kvenfuglar finna sér laut innan varpsvæðis sem karrinn ver af hörku. Rjúpan fóðrar holuna með stráum, mosa og dálitlu af fiðri og verpir tíu til ellefu eggjum í hana. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að ef maður finni rjúpnahreiður að vori eigi ekki að taka eggin undan henni heldur að láta hana verpa við. Það er gert með því setja lítinn staur upp á endann á milli eggjanna, við hliðina á því eða með því að setja tréspæni í hreiðrið þannig að það standi hærra en eggin. Þegar búið er að þessu sest rjúpan á hreiðrið og heldur áfram að verpa þar til staurinn fer á kaf. Af þessu er dregið orðatiltækið að rembast eins og rjúpan við staurinn. Sagt er að rjúpan haldi áfram að verpa þangað til hún hefur orpið nítján eggjum en deyi á því tuttugasta. Menn eiga því að hafa Rjúpa (Lagopus muta). gætur á hreiðrinu og taka staurinn og eggin burt þegar þau eru orðin nítján því það þykir níðingsverk að Rjúpnamolar Egg Rjúpan verpir að jafnaði tíu til ellefu rauðbrúnum og svartdílóttum eggjum. Eggin eru um 25 grömm á þyngd og útungun tekur þrjá vikur. Ungarnir koma vel þroskaðir og sjálfbjarga úr eggi og þeir yfirgefa hreiðrið um leið og þeir eru orðnir þurrir. Þeir verða fleygir á tíu dögum en móðirin fylgir þeim í um mánaðartíma. Sultur og seyra Ef vanfær kona borðar valslegna rjúpu eða annan valsleginn fugl fær barnið valbrá. Ætíð er sultur og seyra í því búi þar sem mikið er veitt af rjúpum. Rjúpur frá Grænlandi Talið er að íslenski rjúpnastofninn sé upprunninn á Grænlandi og stundum þvælast grænlenskar rjúpur til Íslands. láta hana verpa sig til dauða. Sagt er að eggin standi jafnan á stöku í hreiðrinu og að menn eigi Jurtaætur Fullorðnar rjúpur eru jurtaætur. Fyrstu vikurnar lifa ungarnir á skordýrum og kornsúrulaukum en þegar þeir verða eldri minnkar hluti skordýra í fæðu þeirra. Á haustin er grasvíðir mikilvægasta fæða rjúpunnar en á veturna lifir hún mest á fjalldrapa, birki og rjúpnalaufi. Veðurboðar Ef rjúpur koma snemma til byggða á haustin boðar það harðan vetur. Áður fyrr notuðu veðurspámenn uppblásinn rjúpusarp eða kýrblöðru fyrir loftvog. Ef sarpurinn eða blaðran var mjög hörð boðaði það storm en ef þau voru lin boðaði það hægviðri og stillu. Verja óðalið af hörku Karrarnir eru afkastamiklir við hreiðurgerð og búa til mörg hreiður innan óðals sem þeir helga sér. Karlfuglinn ver óðalið af hörku jafnmörg börn og eggin eru í fyrsta rjúpuhreiðrinu sem þeir finna á ævinni. á meðan rjúpan ungar út. Karrarnir hópast saman að loknu klaki og taka ekki þátt í ungauppeldinu. Vor, haust og vetur Rjúpur eru stöðugt að skipta um bolfiður og fella fjaðrirnar þrisvar á ári, á vorin, haustin og veturna. Flugfjaðrir fella þær einungis einu sinni á ári. Ástarörvun Til að kona elski bónda sinn skal saxa niður rjúpuhjarta og gefa henni með mat. Rjúpnagall þykir gott við augnveiki. Við minnisleysi á að bera rjúpnagall eða rjúpnaheila á gagnaugað einu sinni í mánuði eða borða steikta rjúpnalifur. María mey og rjúpan Einu sinni bað María mey alla fuglana að koma á sinn fund. Hún vildi prófa trú þeirra og skipaði þeim að vaða eld. Fuglarnir þorðu ekki annað en að hlýða henni og óðu því hver á eftir öðrum út í bálið, allir nema rjúpan. Þegar fuglarnir komu yfir eldinn var fiðrið brunnið af fótum þeirra og hafa þeir verið fiðurlausir á fótunum æ síðan. Rjúpan óð ekki bálið og er því fiðruð á fótunum. Guðsmóðirin reiddist rjúpunni fyrir að óhlýðnast sér og lagði á hana að verða allra fugla meinlausust og vegna þess er rjúpan ofsótt og lifir í sífelldum ótta um líf sitt. María mildaði dóminn með því að láta rjúpuna skipta um lit eftir árstíðum þannig að rándýr sjá hana síður. Kennir þegar kemur að hjartanu Dómur Maríu var svo harður að meira að segja bróðir rjúpunnar, fálkinn, ofsækir hana. Þegar fálkinn hefur veitt systur sína rífur hann hold hennar inn að hjartanu en þegar hann tekur síðasta bitann rennur upp fyrir honum að bráðin er systir hans og þá vælir hann ámátlega. Af þessu er dreginn málshátturinn: Það kennir þegar kemur að hjartanu. Náttúrulegar stofnsveiflur Mörgum þykir gaman að fara á rjúpnaveiðar á haustin. Fuglarnir eru yfirleitt skotnir með haglabyssu og þeir hittnustu koma klyfjaðir til byggða. Mörgum þykir ómissandi að hafa rjúpu í jólamatinn en sjálfur hef ég aldrei kunnað að meta þær. Miklar náttúrulegar sveiflur eru í rjúpnastofninum. Hann nær lágmarki um það bil einu sinni á áratug en vex þess á milli þar til hann nær hámarki. Talið er að nær helmingur allra fullorðinna rjúpna falli á hverju ári og allt að níutíu og fimm prósent unga drepist fyrsta veturinn. Rjúpnaveiðar með vaði Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir að fyrr á tímum hafi verið algengt að snara rjúpuna í vað. Tveir menn voru við veiðina og höfðu vað á milli sín, 30 til 40 faðma langan, gerðan úr hampi eða togþræði. Á miðjum vaðnum voru tvær eða þrjár snörur úr taglhári; var snörunni smeygt ofan á höfuðið á rjúpunni. Í Eyjafirði var tíðara að hafa net á miðjum vað. Var þessi veiði augnraun mikil, þegar alsnjóa var og bjart uppyfir, og varð margur sjóndapur af snjóbirtu af þessum rjúpnaveiðum. [...] Sums staðar mun hafa tíðkazt að skjóta rjúpur um miðja 18. öld, helzt syðra, en fátt var nú samt um byssur þá í landi hér. Til ýmissa hluta nytsamlegar Til að kona elski bónda sinn skal saxa niður rjúpnahjarta og gefa henni með mat. Rjúpnagall þykir gott við augnveiki. Við minnisleysi á að bera rjúpnagall eða rjúpnaheila á gagnaugað einu sinni í mánuði eða borða steikta rjúpnalifur. Ef rjúpur koma snemma til byggða á haustin boðar það harðan vetur. Áður fyrr notuðu veðurspámenn uppblásinn rjúpusarp eða kýrblöðru fyrir loftvog. Ef sarpurinn eða blaðran var mjög hörð boðaði það storm en ef þau voru lin boðaði það hægviðri og stillu. Sumir segja að ef kona leggist í rjúpnafiðursæng um barnsburð verði fæðingin mjög erfið, aðrir segja að leggja megi rjúpnafiður undir konu til að auðvelda fæðingu. Ef rjúpnafiður er eingöngu í sæng manns getur hann ekki dáið.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Schaffer 2024 SLT Schaffer liðléttingarnir eru liprar og öflugar vinnuvélar sem bjóða upp á mikla notkunarmöguleika VINNUÞJARKUR 39 Verð frá kr ,- án vsk. Með skóflu og greip Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. GRIZZLY fjórhjól skilar góðu dagsverki - því getur þú treyst! Grizzly er létt, kraftmikið og öruggt. Á því verður vinnan hrein ánægja, þökk sé einstakri hönnun sem hefur þægindi notandans að leiðarljósi. - mest seldi liðléttingur á Íslandi Kletthálsi Reykjavík sími Hafðu samband við sölumenn okkar í síma Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Sími jotunn@jotunn.is Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta blað kemur út 17. október Þetta fallega hús í Vestmannaeyjum er til sölu. Hentar vel fyrir ferðaþjónustu. Möguleg skipti á íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar í síma

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Utan úr heimi Skordýraeitur undir grun Eftirlitsstofnunin EFSA heyrir undir ESB og hefur eftirlit með matvæla framleiðslu og heilbrigðismálum í sambandinu. Hún telur að efnið neonikotinoder, sem er að finna í skordýraeitri, valdi hinum uggvænlega býflugnadauða sem gengið hefur yfir Evrópu. ESB hefur nú hraðað ákvörðunum um að banna notkun á þessu efni í löndum sambandsina, að Áhyggjur eru uppi í Noregi um að lax sé ekki lengur sú hollustufæða, sem hann hefur verið álitinn hingað til, ekki síst fyrir börn og barnshafandi konur. Þegar konur ganga með barn á brjósti berast þeim eiturefni með mjólkinni. Samkvæmt frétt í blaðinu Nationen fyrir nokkru eykst ásókn laxeldisstöðva í Noregi jafnt og þétt í það að nota varnarefnið glyfosat í fóður laxins, en virka efnið í því nefnist endo sulfan. EFSA, eftirlitsstofnun ESB, hefur sannfært stjórn endur stöðvanna um að tífalda megi að skaðlausu magn varnarefnisins í laxafóðri. Norðmenn kaupa laxafóður frá Suður- Ameríku en þar er notkun á efninu leyfð. Glyfosat er útbreiddasta jurtaeyðingarefni í heimi um þessar mundir. Stórfyrirtækið Monsanto framleiðir það og það er selt undir nafninu Roundup. Talið er að glyfosat valdi fósturláti og vansköpun á fóstrum og grunur er um að efnið valdi sjúkdómum á við alzheimer, sykursýki o.fl. Er þá ónefndur skaði á bakteríum og sögn blaðsins Land Lantbruk & Skogsland. Ástæða þess hvernig þessum málum er komið er sú að vaxandi maísrækt í Evrópu hefur í för með sér aukna notkun varnarefna, sem innihalda áðurnefnt efni og fleiri varhugaverð. Árið 2008 var eitrað fyrir býflugnager í Þýskalandi við maísræktun. Þessi efni hafa m.a. einnig verið notuð í Svíþjóð. Áhyggjur af notkun aukaefna í norsku laxeldi gerlagróðri í jarðvegi. Einnig hafa nýlega verið birtar upplýsingar um að glyfosat skaði býflugur og humla. Þar eru rannsóknir þó skammt á veg komnar. Yfirvöld, bæði í Noregi og ESB, leitast við að gera sem minnst úr óhollum efnum í matvælum. Þau taka frekar undir þau sjónarmið að brýnt sé að fram leiðslan sé hagkvæm, hvort sem um sé að ræða grænmeti, ávexti, fiskafóður eða annað fóður. Við neytendur eigum því mikið komið undir vönd- uðum vinnubrögðum eftirlitsstofnana. Þegar illgresi eða skaðleg skordýr hafa myndað ónæmi gegn einu varnarefni er fundið upp annað sem dugar um sinn. Sem dæmi um áhrif efnisins á fólk birtu bæði fréttastofan AFP og þýska blaðið Der Spiegel frétt þann 3. maí sl. að um að að 60 nemendur í Brasilíu hefðu veikst þegar flugvél dreifði jurtaeitri yfir víðáttumikla akra í héraðinu Rio Verda. 28 börn voru lögð inn á sjúkrahús. Þýtt og endursagt /ME Símaþjónusta fyrir bændur á Rogalandi í Noregi Rogaland í Noregi. Á Rogalandi í Suður-Noregi var í september sl. stofnað til símaþjónustu fyrir bændur og búalið. Þar geta þeir og fjölskyldur þeirra leitað ráða ef vanda ber að höndum eða fólk vill einfaldlega blanda geði við annað fólk í líkri stöðu. Reyndir bændur og makar þeirra eru til viðtals alla daga frá kl Að sögn Bondebladet voru tildrög verkefnisins þau að kúabóndi á þessum slóðum að nafni Erik Sjöland fékk margar upphringingar frá bændum í nágrenni sínu sem vantaði góð ráð og vildu blanda geði við annað fólk í líkri stöðu. Á Rogaland, eins og annars staðar í Noregi, hefur bændum fækkað á síðari árum og þar með hefur orðið erfiðara fyrir þá að afla sér traustar upplýsingar um allt, sem þá varðar búskapinn eða allar þær stofnanir og fyrirtæki sem bændur þurfa að eiga samskipti við, segir Erik Sjöland. Umræddri þjónustu, sem hefur fengið heitið Til fyrir bóndann, er ætlað að sinna hvers kyns grunnþjónustu í landbúnaði. Í stjórn hennar munu m.a.eiga sæti fulltrúar heilbrigðisþjónustunnar, atvinnulífsins, Bændasamtaka Rogalandsfylkis og leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins í fylkinu. Rekstur þess er fjármagnaður af fylkinu, fyrirtækjum í landbúnaði þar, bönkunum og nokkrum sveitarfélögum á svæðinu. Í fyrstu umferð eru fjórir bændur af svæðinu sem sinna símsvöruninni. Þeir eiga allir mikla reynslu að baki og njóta virðingar í samfélagi sínu. Þýtt og endursagt /ME Hinir íslensku ferðafélagar ásamt Þórði Þorgeirssyni og Fláka frá Blesastöðum 1A. Fagferð til Þýskalands, Hollands og Belgíu fyrri hluti Í endaðan júlí hélt hópur 30 íslenskra bænda og bændaefna í landbúnaðar fagferð til Þýska lands, Hollands og Belgíu, en ferðin var farin á vegum GJ Travel og var Snorri Sigurðsson fararstjóri. Áhersla var lögð á heim sóknir til bænda og annarra aðila í landbúnaði og endaði ferðin á landbúnaðarsýningunni Libramont í Belgíu sem greint var frá í síðasta blaði. Hér á eftir fylgir fyrri hluti ferðalýsingar þessarar fagferðar, en eins og við er að búast var margt að sjá og skoða. Ferðin byrjaði með flugi til Hamborgar fimmtudaginn 18. júlí en þaðan lá leiðin til Hannover. Á leiðinni mátti sjá fjölbreytt akurlendi en lítið var um hefðbundinn skepnubúskap. Hveiti- og byggakrar voru áberandi, sem og repju- og maísakrar auk gríðarstórra svæða með kartöflurækt og mátti þar víða sjá tilkomumikinn vökvunarbúnað í gangi við akrana. Górillur og gíraffar Þegar komið var til Hannover var byrjað á því að heimsækja hinn magnaða Erlebnis-dýragarð. Alls eru þar 235 dýrategundir á 22 hekturum lands. Eðlilega vöktu sumar dýrategundir meiri athygli ferðafélaganna en aðrar, en vissulega er óviðjafnanlegt að komast í návígi við skepnur eins og ísbirni, gíraffa, górillur og fleiri slíkar framandi skepnur. Með einkaleyfi Föstudaginn 19. júlí var haldið til Harsewinkel í Þýskalandi en þar er ein af 12 verksmiðjum CLA-AS. Eins og margir vita hefur CLAAS verið í fararbroddi varðandi hönnun og nýjungar á ýmsum sviðum landbúnaðartækninnar og spannar framleiðsla þess í dag allt svið jarðræktar- og uppskerutækni auk dráttarvéla. Í ár eru liðin 100 ár frá stofnun fyrirtækisins en uppruna þess má rekja til hugvitsmannsins August Claas sem framleiddi og seldi vélar sem bundu korn í knippi. Árið 1921 fékk hann einkaleyfi á hugmynd sinni um tæki sem gat bundið hnúta á spotta en allt frá því að þetta einkaleyfi kom í hús hefur CLAAS lagt mikla áherslu á þróunarog rannsóknastarf en á hverju ári er varið á annan tug milljarða íkr. til þess. Þetta mikla frumkvöðlastarf hefur skilað góðum árangri og sem dæmi má nefna að fyrirtækið fékk 87 einkaleyfi samþykkt í fyrra og er í dag með einkaleyfi í gildi. Þess má geta að CLAAS er enn í einkaeigu Claas fjölskyldunnar en fjölskyldan hefur haldið mikla tryggð við bæinn Harsewinkel, sem vart væri merktur á landakortið ef ekki hefði komið til þess að Claas fjölskyldan ákvað að vera með verksmiðjuna sína þar. Hjá CLAAS tók Günter Leigers á móti hópnum og skýrði frá helstu þáttum starfseminnar. enda engin smásmíði með 12 metra skurðarborðið. Þetta litla hnútabindingatæki var fur fyrirtækið lagt mikla fjármuni í þróunar starfsemi. Fullbúnar vélar á korters fresti Verksmiðjan í Harsewinkel framleiðir bæði þreskivélar og dráttarvélar, en þó eingöngu stærri vélarnar. Á degi hverjum renna út af færibandi verksmiðjunnar fullbúnar vélar á 15 mínútna fresti en þar sem vinnudagurinn í verksmiðjunni er hefðbundinn, þ.e. ekki unnið á vöktum, nemur framleiðslan að jafnaði um 40 vélum á dag. En hvað þarf til þess að slík afköst geti átt sér stað? Jú, eftirfarandi uppskrift hjálpar: 40 hektara undir þaki 20 hektara útisvæði Alsjálfvirka málningardeild metra af keðjufæriböndum 3 samsetningarlínur fyrir vélar starfsmenn Borga 18 evrur (2.900 íkr) að jafnaði á tímann 800 reiðhjól 300 lyftara, þar af nokkra sjálfkeyrandi Ótal suðu- og skurðarþjarka Íhluti og annað smálegt LEXION engin smásmíði Verksmiðjan er með þrjú samsetningarfæribönd og á tveimur þeirra eru settar saman þreskivélar og á einu þeirra dráttarvélar. Þarna mátti sjá fumlaus vinnubrögð fólks og vélmenna vinna hin ótal verk sem sinna þarf til þess að geta búið til þreskivél enda um marga hluti að ræða. Alls eru t.d. íhlutir í þreskivélina LEXION talsins en sú vél er sú allra stærsta sem fyrirtækið framleiðir. Mun færri hluti þarf í smærri þreskivélar enda er LEXION engin smásmíði. Vélin sjálf vegur 20 tonn og er með korntank sem tekur 12 rúmmetra af korni. Til þess að slíkur tankur standi ekki tómur of

41 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október lengi er myndarlegt 12 metra breitt skurðarborð á vélinni en þess má geta að með þessari vél var sett heimsmet í þreskingu á hveiti árið 2011 þegar vélin náði að þreskja 675,8 tonn á einungis átta klukkustundum! Afar erfitt er fyrir stjórnanda vélarinnar að sjá vel út til hliðanna á jafn breiðu skurðarborði en það hefur þróunarsviðið leyst með því að notast við sjálfvirkar myndavélar sem eru staðsettar við útbrúnir skurðarborðsins og bæði sjá um að stýra vélinni til hliðanna sem og að senda mynd á skjái í stýrishúsinu. Mörgum ferðafélaganum leið eins og þeir væru staddir í geimskutlu þegar þeir settust upp í mikilfenglegt stýrishús LEXION-vélarinnar. Þess má til gamans geta að CLAAS er núverandi heimsmetshafi í hveitiþreskingu. Heimsókn í Hrafnsholt Næsta dag var haldið af stað frá Hannover og var byrjað á því að heimsækja hrossaræktarbúið Hrafnsholt í Neustadt sem er í eigu Herberts Ólasonar, sem líklega er betur þekktur undir nafninu Kóki. Þegar þangað var komið kynnti Herbert starfsemina og búskaparsöguna en búið hefur hann nú átt í rúm 10 ár eftir að hafa leigt það í 17 ár fram til ársins Hann býr þarna sjálfur ásamt nokkrum starfsmönnum og er með um 30 hross á húsi allt árið um kring. Auk þess leigir hann hinum þekkta hestamanni Þórði Þorgeirssyni aðstöðu. Jörðin er alls 80 hektarar og er stór hluti þess tún sem heyjuð eru fyrir búið. Alls er heyjað þrisvar sinnum og er uppskeran fín, um 20 rúllur af hektaranum í hvert skipti. Auk þess er slegið ferskt gras í öll hross á búinu og þeim því núllbeitt sem kallað er. Glæsileg aðstaða Húsakostur búsins er glæsilegur og eru til að mynda sér hesthús með stóðhestastíum með gerði fyrir utan hverja stíu. Þá eru margar tveggja hesta stíur einnig í öðru hesthúsi og auk þessa stendur til að byggja m² reiðhöll á búinu. Töluverða athygli vakti einskonar hestaskýli með nokkrum stíum. Þar var eingöngu þak yfir en engir veggir og því frýs þar á veturna. Það kemur þó ekki að sök að sögn Herberts enda allt vatn frosttryggt með hringdælu-hitakerfi og sem dæmi má nefna að síðasta vetur var frost samfleytt í 6 vikur en hrossin, sem voru vel að merkja í brúkun, þrifust afar vel enda breitt yfir þau eftir notkun. Hesthús þetta var að mestu tómt þegar hópurinn var í heimsókn, en þó vakti athygli hryssa ein sem var ekki af íslensku kyni enda verulega stærri en önnur hross á búinu. Þessa hryssu notar Herbert til þess að fóstra fósturvísa úr íslenskum hryssum en að hans sögn hefur það gefist mun betur en að nota íslenskar hryssur til slíks verks. Þessi hryssa er einmitt fósturmóðir hryssunnar Embryo sem Herbert á einnig, sem nú er sex vetra og til stóð að skola hana og setja svo fósturvísi í áðurnefnda hryssu, sem þá mun hafa gengið með tvo ættliði! Fláki og Þórður flottir Í stóðhestahúsinu stóð meðal annarra hinn glæsilegi stóðhestur Fláki frá Blesastöðum 1A og héldu þeir félagar Þórður og Fláki litla einkasýningu fyrir hópinn. Ekki voru nú allir í hópnum áhugafólk um hesta, þar með talinn undirritaður, en okkur varð öllum ljóst við sýningu þeirra félaga að þarna fóru miklir garpar og hæfðu hver öðrum. Höfuðstöðvar Top Reiter Þrátt fyrir allt ofantalið má í raun skipta búinu í tvær einingar, annars vegar hrossaræktarbúið sjálft og svo hins vegar höfuðstöðvar fyrirtækisins Top Reiter sem Herbert á einnig, en Top Reiter framleiðir og selur reiðtygi og -fatnað. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt og nú starfa í tengslum við það tugir starfsmanna í Húsakostur á Hrafnsholti er allur hinn glæsilegasti. Glæsilegt útsýni frá Lorelei-klettinum við ána Rín. Póllandi við framleiðslu auk sölu- og skrifstofufólks í Þýskalandi. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og fengu ferðafélagarnir sýningu á nýjustu vörum Top Reiter og í kjölfarið stóð þeim til boða að kaupa sér vörur og notuðu margir tækifærið. Frá Hrafnsholti var svo ekið sem leið lá til bæjarins Koblenz sem stendur við ármót Rínar og Mósel. Afar gaman var að sjá hvernig landslagið breyttist eftir því sem nær Koblenz dró og frá sléttlendinu í Neðra Saxlandi tók við fjalllendi og dalir þeirra í millum. Vínekrur í sérflokki Sunnudagurinn var nýttur til skoðunarferðar upp með ánni Rín og var stefnan tekin á smábæinn Rüdesheim. Ekið var eftir vegi sem lá við hlið árinnar að austanverðu og lá leiðin um mörg falleg og sérstæð þýsk smáþorp. Um miðja vegu til Rüdesheim var stoppað við klettinn Lorelei en þaðan er glæsilegt útsýni yfir ána til beggja handa og skal engan undra að staðurinn dragi að sér ferðamenn í þúsunda tali á degi hverjum enda magnað að sjá ána niðurgrafna í dalinn með brattar hlíðarnar á báðar hliðar, en ofan þeirra sléttlendi þar sem stunduð er m.a. kornrækt. Þrúgur á 65 landskikum Eftir því sem nær Rüdesheim dró sáust æ fleiri vínekrur í hlíðum fjallanna enda svæðið eitt þekktasta vínræktarsvæði landsins. Í Rüdesheim var farið í heimsókn til vínræktandans Adolf Störzel en hann ræktar þrúgur á 10 hekturum og framleiðir fjórar ólíkar gerðir af hvítvíni og eina af rauðvíni en gerðir vínsins fer eftir tegund berjarunnans, ræktunarsvæðisins og uppskerutíma þrúgunnar. Þessir 10 hektarar skiptast í 65 landskika en skýringin á því felst í langri sögu vínframleiðslu í héraðinu og erfðarétti, sem gerði það að verkum að land hefur skipst upp í ótal smáskika eftir því sem kynslóðaskipti hafa orðið. Þessir smáreitir Adolfs liggja ekki hlið við hlið heldur er dreift á all nokkuð stórt svæði og inn á milli eru því svæði sem eru í eigu annarra! Átt þúsund vínflöskur af hektaranum Búið framleiðir árlega þúsund flöskur af víni og er stærsti hluti framleiðslunnar Riesling-vín eða um 80% en fram kom að ástæðan fyrir því háa hlutfalli felst í þeirri jarðvegsgerð sem landskikar búsins eru á. Á þessu svæði getur hver hektari lands gefið af sér allt að flöskur en til þess að svo megi verða þarf um berjarunna. Athyglisvert var að sjá að víða var verið að endurrækta landskika með vínberjarunnum en fram kom að hver planta endist í um ár og þarf þá að hvíla skikann, setja í hann köfnunarefnisbindandi plöntur ásamt sólblómum, sem brjóta víst vel niður gamlar berjarunnarætur. Svo þegar ný planta er sett í skikann er hún græðlingur sem hefur verið skeytt á rót af bandarískum vínviði. Skýringin er sú að fyrir löngu síðan komu lýs með plöntum frá Bandaríkjunum en lýs þessar éta ræturna á hinum evrópska vínviði en láta þann bandaríska í friði. Því eru ræturnar frá Bandaríkjunum nýttar áfram og hinn evrópski vínviður einfaldlega græddur á ræturnar. Mikill munur á fólki og vélum Til þess að sjá um þessa 10 hektara, auk vínframleiðslunnar sjálfrar, þarf ekki nema tvo starfsmenn að jafnaði en til viðbótar eru ráðnir tínslumenn á haustin þegar uppskerutíminn fer fram. Á sumrin fer mestur tími þessara tveggja starfsmanna í að klippa til runnana og reyta burtu dauð laufblöð ásamt því að vökva plönturnar en þegar hausta tekur hefst berjatínslan. Hægt er að fá vélar til þess að hrista niður alla berjaklasa en slíkar vélar er þó ekki hægt að nota í miklu brattlendi og þá er eina ráðið að handtína klasana af runnunum. Miklu munar þó á afköstum véla og manna en einn maður á vél nær að tína af einum hektara á þremur klukkustundum, en það tekur átta menn þrjá daga að gera slíkt hið sama! Nota niturbindandi plöntur Víntínslutímabilið stendur út október og þá hefst sjálf vínframleiðslan en þegar þrúgusafinn hefur verið kreistur úr berjunum er bætt við hann sérstökum gerlum og vínið látið taka sig í sex mánuði uns það er tilbúið til þess að fara á flöskur. Vínið er svo sett á flöskur jafnt og þétt eftir því sem líður á árið og þegar komið er vor á ný hefst aftur tími umhirðunnar utandyra. Fram kom að enginn tilbúinn áburður er notaður heldur eingöngu ræktun á köfnunarefnisbindandi plöntum á milli raða vínberjarunnanna og sjá þær um að seyta köfnunarefni til runnanna. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku hönnun umbrot auglýsingar prentun Hvaðeina sem þarf að prenta: Boðskort Bæklinga Bréfsefni hönnun umbrot auglýsingar prentun FRUM - ÁRA Með kveðju góður punktur Sími GSM Grensásvegi 12A 108 Reykjavík frum@frum.is Nafnspjöld Sálmaskrár Plastkort Dreifimiða Reikninga Skýrslur og sönghefti góður punktur Grensásvegur 12A Sími frum.is NÝTT FRÁ DICK CEPEK Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en b r einnig y r frábær m akst rseiginleik m tan ega Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk fyrir estar gerðir jeppa og jepplinga NÝTT! NÝTT! Trail Fun Mud Country Country Country Fun Country ar sérstaklega hannað með það í h ga að ná fram einst k m askt rseiginleik m tan ega, a k þess að era bæði hlj ðlátt og endingargott ið akst r innanbæjar Fun Country er ætlað nútíma jepp m sem ilja komast lengra ekkið er fáanlegt í stærð m frá til Kletthálsi Reykjavík Sími arctictrucks.is

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Bækur Skessuhorn gefur út vísnabókina Stolin krækiber eftir Dagbjart og Bjarna Þór Stór hópur fólks hefur gaman af vísum. Mér finnst mikilvægt að sagðar séu sögur með vísunum. Þetta verður að vera skemmtilegt. Það er ekkert gaman að gera vísu ef enginn hefur gaman af að heyra hana og þá sögu sem kveðskapnum fylgir. Þetta segir Dagbjartur Dagbjartsson, bóndi og vísnaáhugamaður úr Borgarfirði. Vesturlandsblaðið Skessuhorn gaf nýverið út safn tækifærisog lausavísna í bókinni Stolin krækiber Skopmyndaskreytt úrval vísnaþátta úr Skessuhorni. Kveðskap í bókinni hefur Dagbjartur áður birt í vísnaþáttum sínum í blaðinu. Vísurnar eru tengdar saman með líflegum frásögnum Dagbjartar en auk þess er bókin myndskreytt með 128 skopteikningum Bjarna Þórs Bjarnasonar, listamanns á Akranesi. Sagt er frá höfundum vísnanna, samskiptum þeirra við samferðamenn sína og ýmsum öðrum viðburðum sem tengjast efninu. Mikilvægt að hirða vel um góðan kveðskap Fjölmargar af vísunum í Stolnum krækiberjum birtast nú í fyrsta sinn á bókarformi. Þær eru eftir hundruð skálda og hagyrðinga en engin þó eftir Dagbjart sjálfan. Ég hef þá reglu að birta aldrei vísu eftir sjálfan mig. Þær eru þó til en mér finnst menn eyðileggja vísnaþætti með því að birta eigið efni, segir hann. Efnið í bókinni hefur Dagbjartur ýmist fundið af prentuðum heimildum eða tínt saman úr munnlegri geymd. Um leið hefur hann haldið til haga frásögum sem tengjast þeim. Því má segja að um töluvert merka menningarlega vinnu sé að ræða af hans hálfu. Það er úrval úr þessum fjársjóði sem nú birtist í bókinni. Ég hef haft ánægju af þessu alla tíð, safnað vísum og skrifað þær niður allt frá unglingsárum. Auðvitað eru þær misjafnlega merkilegar. Sumar eru bæði merkar og skemmtilegar þótt þær séu ekki fullkomnar bragfræðilega séð. Að sama skapi getur maður rekist á vondar vísur sem þó eru rétt kveðnar. Það er allur gangur á þessu. Ég hef reyndar grun um að mikið af vísum hafi aldrei verið skráðar. Mestar áhyggjur hef ég af því sem er að týnast. Fólk ætti að skrá vísur og alls ekki að kasta þeim sem það finnur á pappírum en bjarga þeim frekar á skjalasafn. Tilvísun í Þuru í Garði En hvers vegna nafnið Stolin krækiber? Dagbjartur segir að eitt sinn hafi tímaritið Iðunn birt vísukorn eftir skáldkonuna Þuru Árnadóttur í Garði, en hún varð landsfræg fyrir lausavísur sínar. Þura var ekki alls kostar sátt við þennan meinta stuld og sendi Iðunnarmönnum tóninn: Nú er smátt um andans auð en allir verða að bjarga sér. Iðunn gerist eplasnauð; etur hún stolin krækiber. Þannig segir Dagbjartur að titill bókarinnar sé tilvísun í síðustu hendinguna í vísu Þuru. Vísnasafn Dagbjartar er afrakstur áratuga tínslu í berjamó íslenskrar vísnagerðar sneisafull fata af krækiberjum og sum stolin. Stolin krækiber fást í bókaverslunum Eymundsson og fleiri bókabúðum auk þess sem hægt að panta bókina á vef Skessuhorns og fá hana senda heim án kostnaðar. Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Umhverfisvænn hreinn þvottur Þegar Þorsteinn Kristiansen og kona hans eignuðust drenginn sinn fyrir rúmum þremur árum hugsuðu þau mikið út í umhverfið og heilsusamlega lífshætti fyrir ófædda barnið sitt og var þvottur þar einn af þáttunum. Eftir nokkra leit á netinu fundu þau töfralausnina fyrir sig, þvottaboltann, fullan af steinefnakúlum sem vinna á óhreinindum, sveppum, lykt og sýklum, og létu þvottaefni lönd og leið. Við sóttum boltann alla leiðina til Kína eftir nokkra leit og erum mjög ánægð með hann. Ég er alltaf með augun opin fyrir umhverfisvænum vörum og fannst frábært að finna undraboltann eins og við köllum hann. Þetta er græna byltingin fyrir þvottavélina okkar, fötin og húðina. Kosturinn við boltann er að hann passar í allar þvottavélar og það er hægt að taka hann með sér hvert sem er. Hann er handhægur, þvær mjög vel og sótthreinsar. Í honum eru fjórar tegundir af steinefnakúlum sem gefa góða virkni, útskýrir Þorsteinn. Vonum að okkur verði tekið vel Við finnum fyrir því að margir glíma við húðvandamál og/eða eru með óþol gegn efnum. Þetta getur minnkað lífsgæði þeirra sem fyrir því verða. Það er því góð tilfinning að geta blessað fólk með þvottaboltanum og til dæmis forðað ungbarninu frá því að þurfa að líða fyrir áhrif efnanna. Hugsunin með fyrirtæki okkar Undraboltinn ehf. er að koma vistvænni vöru á íslenskan markað. Ef okkur er vel tekið hvetur það okkur til frekari dáða. Áhrif efnanna á okkur og á móður jörð er mikið í umræðunni á Norðurlöndunum. Við hugsum ef til vill ekki út í það en fyrir tíma þvottaefna voru notaðar náttúrulegar leiðir til að þvo þvottinn. Það má því eiginlega segja að þvottaboltinn sé afturhvarf til fortíðar, þar sem náttúrulegum þvottaaðferðum er beitt á nútímalegan hátt. Góð lausn fyrir bændur og sumarbústaðaeigendur Hægt er að nota boltann í allt að þrjú ár, miðað við fimm þvotta í viku, þar til endurnýja þarf hann og það má nota hann upp í hitastig allt að 60 gráður. Stilla þarf vindingu vélarinnar í hóf. Sumir vilja hafa lykt af þvottinum sínum og þá bendi ég fólki á að nota ilmkjarnaolíur í þvottaefnis- eða mýkingarhólfið, þá helst lofnarblómaeða sítrónuilmkjarnaolíu. Við mjög erfiðum blettum hef ég bent fólki á að nota sömu aðferðir og áður því þó að þetta sé undrabolti ábyrgjumst við ekki að hann nái því allra erfiðasta, segir Þorsteinn og bætir við; Ég hef undanfarið hugsað um bændur og rotþrær því það hlýtur að vera atriði fyrir þá að vera lífrænir í hugsun og að hugsa um flæði efna með því að láta ekki of mikið af efnum fara út í rotþrærnar. Hér gæti verið góð lausn fyrir þá til að huga að. /ehg

43 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Valtra N103 H3 týpa H5 týpa Meðal staðalbúnaðar má nefna: NÝTT! Hjálmar mikið úrval 43 Nýjungar: Valtra N103 H3 / H5 Borgartún 36 (bakvið Cabin Hótel) Sími vdo.is Hitaveitu & gasskápar fyrir sumarbústaði og heimili Gæði Þjónusta Öryggi H5 skipting frá Valtra. 4 rafskiptir gírar + 5 vökvaþrep í hverjum gír með sjálfskiptimöguleika Einstök Hitrol vökvaseigjutengsli (convertor) sem eykur alla mýkt er valbúnaður. Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Eigum úrval af nýjum og notuðum vélum á hagstæðu verði til afgreiðslu strax. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma Austurvegur Selfoss Lónsbakki Akureyri Jötunn Vélar ehf. - Kt Sími jotunn@jotunn.is Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt / Sími: / blikkvik@blikkvik.is

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Krónur og dómar: Íslenskt sýningasumar 2013 Pétur Halldórsson Hrossaræktarráðunautur hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins Sýningasumarið 2013 var stofnað til 18 kynbótasýninga hrossa vítt og breitt um landið auk fjórðungsmóta á Austurog Vesturlandi. Minnstar voru fyrri vorsýning á Selfossi, 11 hross, og síðsumarssýning á Miðfossum, 14 hross. Stærstar urðu héraðssýning á Gaddstaðaflötum, 286 hross, héraðssýning á Vesturlandi, 217 hross, og seinni vorsýning á Selfossi, 216 hross sjá Töflu I. Skráning hrossa á sýningar var nú með breyttu sniði og fór öll gegnum nýtt kerfi í W-Feng. Þetta nýja fyrirkomulag gekk framar öllum vonum og hefur án vafa sparað bæði tíma og peninga í aðdraganda allra sýninga. Utanumhald og framkvæmd var nú í fyrsta sinni á hendi nýstofnaðs fyrirtækis, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), í stað einstakra búnaðarsambanda svo sem áður var. Gjaldtaka fyrir dóma var óbreytt frá fyrra ári (2012), þ.e. kr fyrir fullnaðardóm en fyrir byggingardóm/ reiðdóm. Sýningagjöld á Íslandi eru skilgreind í Töflu II. Sýningar erlendis Nú er það svo að íslensk hross eru sýnd og dæmd vítt og breitt um heiminn ár hvert. Í sýningaskrá W-Fengs er að finna dómsniðurstöður frá 63 sýningum í 11 löndum, fyrir árið Óformleg könnun á gjaldtöku fyrir dóma í nokkrum löndum gefur eftirfarandi niðurstöðu miðað við gengisskráningu þann 5. sept. 2013: Tafla III Ljóst er af fjöldatölum dæmdra hrossa að Ísland dregur vagninn og skapar langstærstan hluta þeirra gagna sem liggja til grundvallar alþjóðlegu kynbótamati í hrossarækt. Það er í sjálfu sér gleðilegt og staðfestir enn sem fyrr þá miklu ástríðu og metnað sem einkennir íslenska ræktendur. Talsverður breytileiki er í sýningagjöldum milli landa svo sem taflan ber með sér. Stærstu breyturnar þar eru að líkindum mismunandi aðstöðugjöld (vallarleiga), laun og ferðakostnaður dómara og aðkeypts starfs-fólks, stærð sýninga og sá fjöldi hrossa sem kostnaður dreifist á. Kynbótasýningar 2013 Tafla I Alls hross Fulln./Reiðd. B.dómar Sauðárkrókur, fyrri Selfoss, fyrri Víðidalur Sörlastaðir Selfoss, seinni Gaddstaðaflatir Akureyri Hvammstangi Sauðárkrókur, seinni Fljótsdalshérað Melgerðismelar Miðfossar Gaddst.fl., miðsumarss Miðfossar, síðsumarss Blönduós, síðsumarss Gaddst.fl., síðsumarss Skagafjörður, síðsumarss Dalvík, síðsumarss Áfram veginn... Sýningagjöld, kynbótasýningar hrossa 2013 Gengisskráning 5. sept Fullnaðardómur Byggingardóm. Hæfileikad. Austurríki, AT IS kr ( ) EUR 150,0 70,0 USD Kanada, CA IS kr ( ) EUR 257,1 147,4 USD Sviss, CH IS kr / *Stóðh. / Hryssur-Geld. ( ) EUR 202,9 / 162,3 81,2 *Stóðh. / Hryssur-Geld. USD 268 / *Stóðh. / Hryssur-Geld. Þýskaland, DE IS kr ( ) EUR USD Danmörk, DK IS kr / / *Stóðhestar / Hryssur. ( ) EUR 279,7 / 253,3 204,1 / 124,8 *Stóðhestar / Hryssur. USD 370 / / 165 *Stóðhestar / Hryssur. Ísland, IS IS kr ( ) EUR USD Holland, NL IS kr / / *Stóðh. / Hryssur-Geld. ( ) EUR 170,0 / 85,0 85,0 / 37,5 *Stóðh. / Hryssur-Geld. USD 225 / / 50 *Stóðh. / Hryssur-Geld. Svíþjóð, SE IS kr ( ) EUR USD 364,9 273,7 364,9 Bandaríkin, US IS kr *Á bilinu... háð hrossafjölda. ( ) EUR *Á bilinu... háð hrossafjölda. USD *Á bilinu... háð hrossafjölda. * Í svigum: Fjöldi sýninga sem lokið er þann 17. sept fjöldi fulln./reiðd. - fjöldi byggingardóma. Byggt á svörum W-Fengsskrásetjara í Evrópu og Ameríku vor og haust 2013 Það er lykilatriði í öllu okkar sameigin lega starfi að ná sem flestum gripum til dóms. Sýningagjöld mega aldrei verða flöskuháls sem takmarkar aðsókn og þátttöku. Gjöldin eiga að endur spegla raunkostnað í hvívetna. Kynbótadómar eru þjónustustarf og framboð sýninga á að lúta eftirspurn í einu og öllu m.t.t. tímasetninga viðburða og staðsetningar þeirra, innan heilbrigðra hagkvæmnimarka. Fagráð í hrossarækt setur niður sýningaáætlun fyrir íslenskar kynbótasýningar og sú áætlun liggur að jafnaði fyrir snemma á nýju ári. Í þessu tilliti er eftirtektarvert hversu smáar fyrstu vorsýningar á Íslandi hafa verið undangengin ár. Nýr framkvæmdaraðili (RML) þarf að greina, þegar öll rekstrargögn sýninga 2013 liggja fyrir, hvar skynsamleg neðstu fjöldamörk liggja til að setja á sýningu. Reynsla undangenginna ára undirstrikar að eftirspurn eftir sýningum er hverfandi lítil fram yfir miðjan maímánuð en þá vex hún bratt. Þegar nálgast mánaðamót maí-júní verður eftirspurninni engan veginn mætt nema með því skipulagi sem þróað hefur verið, þ.e. að hafa tvær dómnefndir að störfum á stærri sýningum, dæma 70 hross á dag í stað 35. Miðsumarssýningar um og eftir miðjan júlí eru vonandi komnar til að vera sem einn af mörgum sýningamöguleikum ræktenda; hvort heldur sem er á landsmótsári eins og nú fer í hönd eða millimótaári. Hér gildir að eðlilegt er að bjóða upp á möguleikann og láta skráningu ráða aðgerðum. Nýliðið sýningasumar var opnað fyrir skráningu á velflestar sýningar strax á vordögum, gegnum W-Feng. Sami háttur verður hafður á komandi vori. Skráning í tíma einfaldar mjög allt skipulag, mönnun og undirbúning. Það er ráðandi en vondur plagsiður að skrá til dóms á síðasta korteri síðasta skráningardags eða að treysta á framlengdan skráningarfrest. Það græða allir ef þessi vani verður aflagður. Það er veisla fram undan á komandi vori og landsmótssumri. Stórar vonir og væntingar fylgja okkur inn í veturinn. Sameiginleg ástríða fyrir íslenskri hrossarækt er það afl sem knýr starfið allt. Pétur Halldórsson hrossaræktarráðunautur. RML, Hvolsvelli. Sími / / petur@rml.is Nú líður að vetri með válynd veður og rafmagnsleysi LEDperur ehf. er með til sölu hleðslu kastara sem hægt er að nota í 6 klst. á hleðslu. Þá bjóðum við ORKUbanka sem er lítið tæki sem notar 4AA rafhlöður til áfyllingar farsíma 4-5 sinnum. 10W kastari sem gefur frá sér 900lm. og dugar í 6 klst. á hleðslu kr W kastari sem gefur frá sér 1800lm og dugar í 6 klst. á hleðslu kr W kastari sem gefur frá sér 3000lm. og dugar í 6 klst á hleðslu kr W kastari sem gefur frá sér 5000lm. og dugar í 5 klst. á hleðslu kr ORKUbankinn með 4AA rafhlöðum kr Þá er hægt að fá 20W kastarann í tösku og kostar það saman kr LEDperur ehf. Lýsandi sparnaður UPPLÝSINGAR Í SÍMA: og asgeir@ledperur.is

45 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Nautastöð BÍ að Hesti Bryti frá Akurey. Nautgripasæðingar 2012 Grein 1 Sæðingastarfsemi hér á landi á sér langa sögu og hefur gegnt stóru hlutverki í kynbótastarfinu frá því byrjað var að sæða kýr. Í nokkrum greinum verður nú gerð grein fyrir umfangi, þátttöku og árangri í þessu starfi undanfarin þrjú ár. Á árinu 2012 voru sæddar ( árið 2011) kýr 1. sæðingu eða 76,7% af heildarfjölda kúa og kvígna samkvæmt talningu MAST árið á undan ( kýr og kvígur). Sambærilegt hlutfall ársins á undan var heldur hærra, eða 78,4%. Skýrasta niðurstaðan af þessum tölum er sú að enn vantar allt of margar kýr og kvígur inn í sæðingastarfsemina. Vinsældir heimanauta eru enn of miklar og við gætum auðveldlega stækkað virka erfðahópinn með því að gefa heimanautunum frí. Þátttaka í sæðingastarfseminni er mismikil milli svæða en á meðfylgjandi töflum má sjá hver hún er á einstökum svæðum. Rétt er að vekja athygli á að hjá Kjalnesingum eru hlutfallslega mjög margar holdakýr og það hefur mikil áhrif á notkunina á þeirra svæði. Hver tafla tekur á einu ári. Fróðlegt er að skoða þessa notkun í ljósi umræðu um kostnað við sæðingar. Kostnaður er mismikill eftir svæðum en notkun endurspeglar ekki nema þá að litlu leyti mun á kostnaði. Ástæðu fyrir mismikilli notkun og almennt of lítilli notkun verður því að leita víðar. Kynbótastarfið er samstarfsverkefni þar sem allir njóta árangurs þeirra sem taka þátt. Eftir því sem þátttakan eykst má við því búast að framförin aukist og öryggi starfsins verði meira. Það er mikils virði fyrir bændur og landsmenn alla. Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ Kjalnesinga ,62% Borg/Snæ ,71% Dalamanna ,45% Vestfjarða ,38% Strandamanna ,00% V-Hún ,55% A-Hún ,48% Skagafjarðar ,28% Eyjafjarðar ,94% S-Þing ,60% Austurlands ,65% A-Skaft ,62% Suðurlands ,65% Kjalnesinga ,50% Borg/Snæ ,70% Dalamanna ,78% Vestfjarða ,46% Strandamanna ,00% V-Hún ,28% A-Hún ,38% Skagafjarðar ,02% Eyjafjarðar ,61% S-Þing ,38% Austurlands ,36% A-Skaft ,73% Suðurlands ,54% Landið Kjalnesinga ,24% Borg/Snæ ,65% Dalamanna ,47% Vestfjarða ,66% Strandamanna ,00% V-Hún ,83% A-Hún ,20%

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Bækur Lesendabás Dætur Erlu, frá vinstri, þær Guðrún, 93 ára, og Hildigunnur, 83 ára, og tengdabörnin, Sólveig Einarsdóttir og Guðjón Sigurðsson þegar þau tóku við fyrstu eintökunum af nýja ritsafni skáldkonunnar í Félagslundi. Ritsafn skáldkonunnar Erlu er komið út Afkomendur skáldkonunnar Erlu, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, komu saman í Félagslundi í Flóahreppi laugar daginn 28. september þar sem nýju og glæsilegu ritsafni skáldkonunnar var fagnað. Um er að ræða fimm bækur í fallegri öskju með ljóðum Erlu. Fjórar bækur geyma hugverk skáld konunnar og fimmta bókin er um líf og ritstörf hennar. Guðfinna fæddist 27. júní 1891 og átti níu börn með manni sínum, Pétri Valdimari Jóhannessyni, alltaf nefndur Valdimar. Þess má geta að Guðfinna bjó á Selfossi sín síðustu ár. Um skáldkonuna Skáldkonan Guðfinna Þorsteinsdóttir, öðru nafni Erla, var meðal frumkvöðla í íslenskri bókmenntasögu. Hún var ein örfárra kvenna sem fengu útgefið efni eftir sig fyrir miðja síðustu öld. Afköst hennar á yngri árum voru með ólíkindum. Alls gaf hún út sex bækur. Auk þessa var hún húsmóðir í sveit, ól upp níu börn og bjó lengst í Teigi í Vopnafirði ásamt eiginmanni Pétri Valdimar Jóhannessyni. Seinna meir átti Guðfinna mikil tengsl við Selfoss og Flóann. Á efri árum flutti hún til Guðrúnar dóttur sinnar og margir muna eftir henni er hún bjó á Birkivöllum 18 á Selfossi. Margrét dóttir hennar bjó síðan í Gaulverjabæ. Prentmet á heiðurinn af um broti, prentun og öskju ritsafnsins. Fyrirtækinu og starfsfólki þess var hrósað í hástert á útgáfuhátíðinni fyrir frábæra þjónustu og fagmannlega unnið verk. Ritstjóri ritsafnsins, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, og Magnús Stefánsson hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi voru leyst út með blómvöndum í Félagslundi, en þau eiga meira og minna allan heiðurinn af ritsafninu, ásamt stjórn Erlusjóðs. sinnar af sinni alkunnu snilld. Guðrún, sem er 93 ára, gaf fyrir tveimur árum út ljóðabókina Blá klukkur. Stoltar dætur með ritsafn móður sinnar, þær Guðrún (t.v.) og Hildigunnur. Alls voru systkinin níu en Guðfinna var jarðsett á Selfossi. Verkin voru fjölbreytt, þrjár ljóðabækur, frásagnaþættir og þýddar skáldsögur. Barnaljóð hennar og þulur þykja einstök. Guðfinna naut engrar menntunar utan farskóla í æsku. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi Verk Guðfinnu hafa verið ófáanleg um margra áratuga skeið en nú eru þau komin út í heildarútgáfu í haganlegri öskju. Ritstjóri verksins er Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við Háskóla Íslands. Hægt er að fá nánari upplýsingar um ritsafnið hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi í síma og Þar er það selt á krónur en verður mun dýrara í verslunum. /MHH Náttúrulegar kynbætur skila meiri árangri en erfðabreytingar Erfðabreyttar plöntur voru þróaðar í Bandaríkjunum og seldar bandarískum bændum á forsendum þess að þær dragi úr eiturefnanotkun og auki uppskeru. Á þeim 16 árum sem bandarískir bændur hafa ræktað þær hafa þeir séð væntingar um ævintýrið breytast í martröð. Af þessu þurfa bændur í öðrum heimshlutum, þ.m.t. íslenskir bændur, nú að draga lærdóma. Erfðabreytingar hafa ekki aukið uppskeru Það eru reyndar engin yrki á markaði sem erfðabreytt var til að auka uppskeru og ólíklegt er að svo verði. Ástæðan er sú að vísindamönnum reynist of erfitt að skilgreina og meðhöndla öll þau gen sem ákvarða jafn flókið fyrirbæri og uppskeru. Ný langtímarannsókn við Wisconsin-háskóla sýnir að uppskera á erfðabreyttum maís hefur ekki verið meiri en á venjulegum maís. Þeir sem gerðu rannsóknina telja að ástæður þess kunni að liggja í sjálf tæknin sem notuð er við erfðabreytingar. Því fleiri genum sem skotið er í plöntuna, því meiri er hættan á því að genin hafi áhrif hvert á annað með þeim hætti að dragi úr uppskeru. Fræðimenn komust einnig að því að tæknin við innskot gena geti genamengi plöntunnar orðið fyrir hnjaski sem valdi óvæntum breytingum, t.d. minni uppskeru. Það verður æ ljósara að takmarkanir erfðatækninnar gera vísindamönnum mjög erfitt og jafnvel ókleift að þróa plöntuyrki með flóknum eiginleikum á borð við aukna uppskeru, köfnunarefnisbindingu, þol gegn þurrk, vætu eða seltu. Erfðabreytingar hafa ekki minnkað eiturefnanotkun Þekkt er að síendurtekin notkun sömu varnarefna veldur því að illgresi og skordýr mynda ónæmi fyrir þeim. Þetta gerðist með erfðabreyttar plöntur. Bandarískir bændur komust að því að plöntur sem erfðabreytt var til að þola illgresiseitur (Ht-plöntur) þjónuðu þeim tilgangi í aðeins þrjú ár áður en illgresi fór að mynda ónæmi gegn eitrinu (Roundup) sem notað var. Eins komust bændur að raun um að plöntur sem erfðabreytt var til að innihalda Bt-eitur og ráða með því niðurlögum skordýra (Bt-plöntur) þjónuðu þeim tilgangi í 5-6 ár áður en skordýrin urðu ónæm fyrir Bt-eitrinu. Ónæmt illgresi og skordýr hafa síðan þróast í ofurplöntur og ofurskordýr sem knúið hefur bændur til að ráða niðurlögum þeirra með notkun eldri og hættulegri eiturefna. Aukin eiturefnanotkun hefur dregið úr hagnaði bænda og rýrt tiltrú þeirra á erfðabreyttum plöntum. Bændum er hinsvegar nær ókleift að taka upp ræktun ó-erfðabreyttra yrkja að nýju vegna þess að: aðgangur að óerfðabreyttu fræi er orðinn erfiðari þar sem líftækni fyrirtækin hafa keypt upp fyrirtæki sem framleiða slíkt fræ; þeir gátu ekki rift samningum sem líftæknifyrirtækin höfðu gert við þá um notkun erfðabreytts fræs; þeir gátu ekki ræktað og markaðssett óerfðabreytt fræ fyrr en landið hafði hreinsast af erfðabreyttum efnum (DNA), Ofurillgresi sem er orðið ónæmt fyrir illgresiseyði. Sandra B. Jónsdóttir sem getur tekið all frá 2 og upp í 20 ár. Bandarískir bændur hafa komist að því að veruleiki erfðabreyttra plantna var fjarri þeim fyrirheitum sem seljendur þeirra gáfu. Auglýsingaskrum og vald líftæknifyrirtækjanna hefur kostað fjölda bandarískra bænda sjálfstæði þeirra og jafnvel lífsviðurværi. Evrópulönd uppskera meira á flatareiningu en Bandaríkin hvers vegna? Vísindamenn við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi undir stjórn dr. Jack Ónæmi breiðist út vegna erfðabreyttrar ræktunar Niðurstöður nýjustu (2013) rannsókna Stratus á ónæmi eru sláandi: Helmingur bandarískra bænda sem haft var samband við árið 2012 sagði illgresi á jörðum sínum orðið ónæmt fyrir glýfosati (roundup-illgresiseyði sem mest er notaður). (Sjá Frönsk rannsókn komst að því að fimm tegundir skordýra höfðu þróað ónæmi fyrir Bt-eitrinu sem splæst var með erfðatækni í korn- og bómullaryrki sem ræktuð eru í miklu magni. Þrjár þeirra eru í Norður-Ameríku og tvær í Suður-Afríku og á Indlandi. (Sjá Nature Biotechnology 31, bls (2013).) Charles Benbrook notar gögn bandaríska landbúnaðarráðuneytisins við greiningu á notkun varnarefna í ræktun á erfðabreyttum plöntum. Nýjasta skýrsla hans (2012) um fyrstu 16 árin ( ) sýnir að með ræktun erfðabreyttra yrkja hefur heildar notkun eiturefna aukist um 183 þúsund tonn (404 m p). Árið 2011 var eiturefnanotkun á hverja flatareiningu 20% meiri í ræktun erfðabreyttra yrkja en í hefðbundinni ræktun. (Sjá Heinemenn komust að óvæntum niðurstöðum er þeir báru saman gögn um framleiðni landbúnaðar í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu s.l. hálfa öld. Þær sýndu að Evrópa ræktar meiri matvæli á hverja flatareiningu en Ameríka þótt evrópskir bændur noti til þess minni efnaaðföng. Höfundar telja að meginskýringin á minni framleiðni og sjálfbærni í bandarískum landbúnaði sé fólgin í því hve notkun erfðabreyttra plantna er útbreidd í Bandaríkjunum. Að brauðfæða Jarðarbúa Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD) hefur nýverið birt ítarlega skýrslu undir heitinu Vaknið áður en það er orðið of seint (unctad.org), þar sem kallað er eftir því að horfið sé frá iðnvæddum landbúnaði mikillar efna- og orkunotkunar til vistfræðilegra aðferða. Erfðabreyttur landbúnaður samrýmist ekki þeirri leið sem UNCTAD boðar, þar sem honum er miðstýrt af stórfyrirtækjum, hann er þéttbær, fokdýr og háður gríðarlegum aðföngum eiturefna og tilbúins áburðar. Erfðabreyttar plöntur munu ekki mæta framtíðarþörfum landbúnaðar; veruleg þróun þarf að verða í erfðavísindum ef þau eiga að koma að einhverju liði, einkum þarf erfðatæknin að verða nákvæmari og fyrirsjáanlegri. Erfðabreyttar plöntur muni ekki leysa fæðuvandann. Öðru máli gegnir um nýjar og endurbættar plöntur sem þróaðar eru með náttúrulegum kynbótum, mun hraðar og með minni kostnaði. Þær skila mun betri árangri en erfðabreyttar plöntur. Ný yrki hafa verið þróuð sem eru sérlega þolin fyrir vætu, þurrkum og söltum jarðvegi. Sum þeirra eru þolin fyrir sjúkdómum, önnur bera aukið næringargildi og enn önnur auka uppskeru. Unnið er að þróun nýrra aðferða í fræmeðferð sem miðar að því að auka getu plantna til að binda köfnunarefni. Náttúrulegar kynbætur stuðla að fjölbreytni í fræframboði og því að fæðuframleiðslan verði í höndum bænda og samfélaga fremur en risafyrirtækja og ríkisstjórna. Sandra B. Jónsdóttir Sjálfstæður ráðgjafi.

47 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Bækur Með útgáfuteiti á Árbæjarsafni Útgáfufélagið Uppheimar og Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri héldu í síðustu viku útgáfuteiti í Árbæjarsafni. Tilefnið var útkoma bókarinnar Frá hestum til hestafla eftir Bjarna. Þetta er þriðja bók Bjarna um verkhætti til sveita á tækniöld. Þær fyrri, og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmall fremstur, hafa notið mikillar hylli, enda rekur höfundur sögu íslensks samfélags út frá framvindu í landbúnaði á fróðlegan og bráðskemmtilegan hátt, að ógleymdu frábæru myndefni. Í þessari bók segir Bjarni sögur af vinnuhestum og hestanotkun við bústörf, fyrstu dráttarvélinni sem til Íslands kom, Akranesstraktornum svonefnda, Lanz-þúfnabananum og loks af landbúnaðarjeppunum Willys og Land Rover. Þá rifja átta einstaklingar upp minningar sínar frá þessum breytingatímum. Í tilefni af útkomu þriðju bókarinnar í þessum flokki hafa verið sett í sölu 100 tölusett sett af bókunum árituðum í öskju. Bjarni lék bókstaflega við hvern sinn fingur í útgáfuteitinu. Fyrir utan að lesa upp úr verkinu dró hann fram gítar og söng ljóð eftir Guðmund Inga þar sem hann lýsir heyskap þar sem hestum var beitt fyrir heyvinnslutækin. Bjarni við forláta Willys-jeppa sem einn gestana mætti á í fögnuðinn. Myndir / HKr. Og Bjarni spilaði og söng um heyskapartækni liðinna tíma. Landsmarkaskrá 2013 Landsmarkaskrá 2013, sú fjórða í röðinni, er til sölu á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík (s eða á jl@bondi.is). Verð kr ,- kr. m. vsk. Upplag er takmarkað, eingöngu tölusett eintök. Fáein eintök eru eftir af 2004 útgáfunni en hinar tvær eru uppseldar. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

48 48 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Vélabásinn Toyota Prius+ Sol tvinnbíll: Hjörtur L. Jónssonson Sjö sæta vistvænn fjölskyldubíll Fyrir skemmstu kynnti Toyota nýjan og stærri Prius+, en sá bíll er nú gjörbreyttur frá fyrstu Priusbílunum sem komu til landsins. Í síðustu viku tók ég stuttan hring á þessum bíl. Toyota Prius+ Sol er fyrsti sjö sæta hybrid-bíllinn sem ég hef prófað. Hann er sjálfskiptur, eyðslugrannur, en samt með 136 hestafla vél. Prius+ mengar það lítið að hann fær frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur (mengun 96 g á km). Þegar ég settist inn í bílinn fannst mér ökumannssætið gott, stjórntæki öll á þægilegum stöðum og aldrei þarf neitt að teygja sig í neina takka. Stýrið er stillanlegt bæði upp og niður ásamt því að hægt er að draga það að sér. Eitt fannst mér sniðug nýjung sem ég hef ekki séð áður, en í framrúðunni að innanverðu speglast upplýsingar, s.s. hraði, og þegar maður hækkar og lækkar í útvarpinu með tökkum í stýrinu, en fyrir þá sem finnst þetta óþægilegt er hægt að slökkva á þessu með einum takka við hlið stýrisins. Þegar ég lagði af stað fannst mér bíllinn vera fulllengi að hitna að innan en þegar hitanum var náð hélt miðstöðin jöfnum og góðum hita um allan bílinn. Skemmtilega mjúk skipting Á keyrslu finnur maður aldrei bílinn skipta sér upp eða niður, svo mjúk er skiptingin. Hægt er að vera með vélina stillta á tvo vegu, þ.e.a.s. sparakstur (eco) og gamantakkinn sem mér finnst mjög heillandi (= meiri kraftur). Í innanbæjarakstri með eco-takkann á er bíllinn frekar latur af stað nema maður gefi vel í en ef sparaksturstakkinn er tekinn af munar það mjög miklu. Hins vegar er munurinn lítill og nánast enginn í langakstri nema þegar farið er upp Útsýni; í framrúðunni má sjá speglast 89 km hraða. Verð: Lengd: mm Hæð: mm Breidd: mm Þyngd: kg Hestöfl 136 Ágætis pláss en frekar hörð sæti. Mjög lítið pláss er fyrir hné í öftustu tveim sætunum. brattar brekkur eða verið er að taka fram úr öðrum bíl; þá fannst mér betra að hafa aðeins meiri snerpu með því að ýta á gamantakkann. Á malarvegi er fjöðrunin góð og skriðvörnin virkar vel en of mikið heyrist í smásteinum sem lemja undir bílnum. Í hálku vinnur spólvörnin vel og deilir aflinu til skiptis á milli drifhjólanna (náði í prufuakstrinum að finna flughálan vegstubb þar sem töluverðir hálkublettir voru). Drepur á mótor til að menga minna Mér fannst það svolítið skrítið þegar ég var á leið til Reykjavíkur úr prufuakstrinum þegar vélin drap á sér í Lögbergsbrekkunni og rafmagnsmótorinn einn sá um að halda bílnum á réttri ferð, en svona eru bara hybrid-bílar, þeir drepa á bensínvélinni um leið og hægt er til að spara orku og bensín. Ef bíllinn er stilltur upp fyrir sjö farþega er ekki nema 232 lítra farangursrými en séu tvö öftustu sætin sett niður eykst rýmið upp í 784 lítra og séu síðustu þrjú sætin líka sett niður þá verður rýmið lítrar. Farþegasætin (miðjusætin þrjú) eru ekkert sérstaklega þægileg og virðast vera frekar lítið í þau lagt, en það er allt í lagi að sitja í þeim, plássið er gott og olnbogarými ágætt (spurning um sitjandann á dæmigerðum skjólgóðum Íslendingi í langkeyrslu). Mælaborðið í miðjunni. Öftustu sætin bara fyrir smáfólk Öftustu sætin tvö eru ekki fyrir mjög stóra og þunga; ég telst ekki stór en rak mig upp í loftið þegar ég settist þar og fannst hart undir sitjandanum (mundi halda að öftustu tvö sætin mundi henta fyrir hæð undir 150 cm og 60 kg). Toyota Prius+ er gefinn upp fyrir að eyða ekki nema 4,1 lítra af bensíni á hundraðið. Miðað við verð er það ekki mikið að borga 6,2 milljónir fyrir svona stóran og sparneytinn bíl og þrátt fyrir þessar örfáu aðfinnslur eru einfaldlega svo margir góðir hlutir sem kaffæra neikvæðni mína að varla er hægt að gera hagstæðari kaup þegar til lengri tíma er litið. Mjög góðar upplýsingar um Toyota Prius+ er hægt að sjá á vefsíðu umboðsins á Öryggismál Heilsa bænda og vinnuumhverfi: Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks hafa aukist Sonja Sif Jóhannsdóttir forvarnafulltrúi hjá TM gerði fyrir nokkrum árum rannsókn á heilsufari sjómanna hjá Brimi hf. Niðurstaðan var nokkuð sláandi og greinilegt að með breyttu mataræði og hreyfingu má bæta heilsufar og vellíðan. Samantekt úr rannsóknum Sonju Sifjar Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks hafa aukist á undanförnum árum. Gott heilsufar einstaklinga er allra hagur, ekki eingöngu fyrir einstaklinginn sjálfan heldur einnig fyrir samfélagið, þar sem velferðarsjúkdómar eru mjög kostnaðarsamir. Markmið verkefnisins var að rannsaka heilsufar og líkamsástand sjómanna fyrir og eftir 6 mánaða íhlutunartímabil. Íhlutunin fólst í því að auka hreyfingu og bæta mataræði sjómannanna, bæði úti á sjó og í landi. Sextíu og tveir starfandi sjómenn hjá Brimi hf. tóku þátt í rannsókninni. Heilsufar þeirra var skoðað út frá tveimur mælingum, en eftirfarandi mælingar voru gerðar: holdafar, blóðþrýstingur, hjartarafrit, blóðprufur, þrek og hreyfing. Einnig svöruðu þátttakendur spurningalistum um heilsutengd lífsgæði, mataræði og aðra lífsstílsþætti. Þessar stöðumælingar voru framkvæmdar fyrir og eftir 6 mánaða íhlutunaraðgerð sem náði til hluta úrtaks (rannsóknarhópur, n=31; viðmiðunarhópur, n=31). Mikill ávinningur var af íhlutuninni hjá rannsóknarhópi. Rannsóknarhópur léttist að meðaltali um 3,5+2,7 kg (p<0,001), líkamsþyngdarstuðull lækkaði um 1,1 kg/m 2 (p<0,001), fituhlutfall líkamans lækkaði um 1,8% + 1,1% (p<0,001) og mittismálið minnkaði um 4,1+2,5 cm (p<0,001). Þegar niðurstöður blóðmælinga eru skoðaðar hjá rannsóknarhópi kom m.a. í ljós Sonja Sif Jóhannsdóttir að gildi þrýglýseríðs lækkaði um 18,6% (p=0,004) og HDL hækkaði um 11,4% (p=0,001) og neðri mörk blóðþrýstings lækkuðu um 3,3+ 3,0 mmhg (p=0,033). Líkamsþrek sjómannanna í rannsóknarhópi jókst um 14,3% (p<0,001) og um 230% aukning varð á hreyfingu eða virkni þeirra fyrir og eftir rannsóknina. Þátttakendur í rannsóknarhópi borðuðu einnig meira af grænmeti og drukku minna af sykruðum drykkjum í lok rannsóknar. Athyglisverðar jákvæðar breytingar komu einnig fram í heilsutengdum lífsgæðum hjá rannsóknarhópnum þar sem depurð,kvíði batnaði og þrek jókst marktækt (p<0,05). Engar breytingar til batnaðar urðu á heilsufarsbreytum né líkamsástandi sjómanna í viðmiðunarhópi á þessu tímabili. Mikilvægi þessarar rannsóknar er ótvírætt því aukin hreyfing og bætt mataræði stuðlaði að betri heilsu og líðan sjómannanna. Niðurstöðurnar gefa dýrmætar vísbendingar um að þverfaglegar og einfaldar lífsstíls íhlutanir séu árangursríkar og mikilvægt að hafa það í huga við skipulag heilbrigðisog forvarnarstarfs. Ætla má að bætt heilsa sjómanna dragi úr fjarvistum vegna veikinda og slysa og auki um leið öryggi þeirra en það skilar sér í minni útgjöldum fyrir alla aðila. Í símaspjalli við Sonju Sif var hún spurð miðað við kynni hennar af starfsfólki sem vinnur við landbúnað hvort hún teldi að hugsanlega mætti líkja sjómennsku og landbúnaði saman? Ég held að bændur komi betur út þó svo að það sé erfitt að fullyrða það, en það er erfitt að bera saman bændur og sjómenn þar sem mun fleiri konur vinna landbúnaðarstörf. Sjómennirnir í rannsókninni voru í vaktavinnu, sem er ekki holl líkamanum. Almennt mína sjómenn borða of mikið og mun reglulegra en bændur, ekki það að bændur séu eitthvað að borða slæman mat en hefð er fyrir því að til sjós er veislufæði nánast alla daga. Bændur hreyfa sig meira en sjómenn og fá betri svefn að mestu þrátt fyrir árstíðabundna tarnavinnu, s.s. sauðburð og heyskap. Hins vegar eru landbúnaðarstörf alltaf að verða tæknivæddari og líkamlegt erfiði minna en á árum áður. /HLJ

49 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Íslendingar kynntu sér forvarnir í norskum landbúnaði: norskir bændur taka beinan þátt í forvarnastarfi í landbúnaði Norðmenn eru framarlega í vinnuverndar málum og starf rækja umfangsmikla forvarna starfsemi til þess að lágmarka slys og annan skaða í landbúnaði. Þeir reka Landbrukets HMS-tjeneste, LHMS, sem stendur fyrir Landbruk, helse, miljö, sikkerhet. Aðalmarkmið LHMS er að fækka slysum í landbúnaði, bæta vinnuumhverfi og hafa jákvæð áhrif á líðan bænda. Höfuð stöðvarnar eru í Kongsberg þar sem 6 manns starfa en alls vinna um 50 manns að vinnuverndinni á landsvísu. Starfsemin er nátengd heilsuverndar stöðvum um allan Noreg. Í ágústlok fór þriggja manna hópur frá Íslandi til að kynna sér starfsemi LHMS. Í hópnum voru Halla Eiríksdóttir frá Búnaðarsambandi Austurlands, Guðmundur Hallgrímsson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og Tjörvi Bjarnason frá Bændasamtökunum. Markmiðið með heimsóknni var að kynnast vinnuverndarstarfinu í Noregi en hér á Íslandi stendur til að gera átak í vinnuverndarmálum landbúnaðarins. Formlegur hópur frá Bændasamtökunum og búnaðarsamböndunum hefur fundað reglulega síðustu mánuði og lagt á ráðin um að koma á fót forvarnarstarfi sem miðar að því að fækka slysum í landbúnaði og bæta lífsgæði bænda. Í ferðinni heimsótti hópurinn höfuðstöðvar LHMS í Kongsberg og fór að auki út í sveit til fundar við bændur sem nýta sér þjónustuna. Endurskipulagning á starfseminni stendur fyrir dyrum í Noregi en búið er að ákveða að LHMS verði sameinað norsku ráðgjafarþjónustu landbúnaðarins að tveimur árum liðnum. Markmiðið með sameiningunni er fyrst og fremst að hagræða og spara fé að sögn Jan Elgvangs, starfsmanns LHMS. Í hverju felst þjónusta LHMS? Þjónustan sem er í boði er margþætt en miðar öll að því að lágmarka slysahættu og bæta vellíðan þeirra sem starfa í landbúnaði. Norðmennirnir leggja áherslu á að bjóða félagsmönnum tilboð eða þjónustupakka sem greitt er fyrir. Í því felst m.a. ráðgjöf og forvarnir, heimsóknir á býli, námskeið og fagleg leiðsögn, heilsuvernd, áfallahjálp og fleira. Að auki er LHMS með ýmsa fjölbreytta starfsemi, s.s. kynningar á starfinu, útgáfu, auglýsingaherferðir, vefefni, fréttabréf, tengslanet, fyrirlestra, tölfræði, þjónustu við meðlimi, sölu o.fl. Bændur greiða að hluta fyrir þjónustuna Þjónustan er fjármögnuð með félagsgjöldum og opinberu fé sem kemur úr búnaðarlagasamingi sem bændur gera við norska ríkið ár hvert. Fé úr landbruksavtalen nam 294 milljónum íslenskra króna árið Að auki eru sterkir bakhjarlar eins og Norges bondelag, tryggingafélög og samvinnufélög bænda sem leggja fjármuni til starfseminnar. Bændur gerast meðlimir í LHMS en nú um stundir eru þeir 10 þúsund talsins. Um tvenns konar aðgang er að ræða og greiða menn hálft eða fullt gjald eftir eðli þjónustu sem þeir njóta. Fullt gjald er Jan Elgvang, starfsmaður LHMS, Halla Eiríksdóttir, Guðmundur Hallgrímsson og bóndinn Ingrid Tarum rýna í skráningarmöppu búsins. Grunnteikning af búinu er aðgengileg. Þarna koma m.a. fram upplýsingar handbækur. NKR á ári, ISK. Hálft gjald, t.d. fyrir maka, vinnufólk og börn er 850 NKR eða ISK. Að vera meðlimur skapar afslátt hjá tryggingafélögum og ýmis fleiri fríðindi. Bændur gera þriggja ára þjónustusamning Algengast er að bændur geri þriggja ára þjónustusamning en þá fylgir bóndinn ákveðnu ferli sem nær yfir þrjú ár í senn og endurtekur sig svo að tímabilinu loknu. 1. ár HMS-heimsókn á býlið Skoðun og skráning. Ráðgjafi fer yfir starfsemina á býlinu með bónda. Gerðar eru viðbragðsáætlanir og þeim fylgt eftir með æfingum og tímasettum markmiðum. 2. ár Hópvinna í heimabyggð Mælingar, námskeið o.fl. Bóndi sækir námskeið og aflar sér þekkingar. Dæmi eru um námskeið í fyrstu hjálp, brunavarnarstörf o.fl. 3. ár Heilsufar Heyrnarmælingar, öndunarpróf, viðtal við heilbrigðisstarfsfólk. Bóndinn fer á sína heilsuverndarstöð. Fylgt eftir með aðgerðaáætlun. Forvarnir eru sjálfsagður þáttur í búrekstrinum Íslensku gestirnir fóru í tvær sveitaheimsóknir meðan á dvölinni stóð. Þar var rætt við bændur um vinnulag í heimsóknum ráðgjafa og reynt að meta hverju þjónustan skilar. Í heimsóknunum kom greinilega fram að bændurnir taka forvarnarstarfið alvarlega og telja þjónustu LHMS nauðsynlega og sjálfsagðan þátt í búrekstri. /TB Tilboð á Abbey haugsugum Abbey 2000 ECO - Stærð ltr. - Vacuumdæla ltr/min - Dekk 28,1 R26 Tilboðsverð kr , - án vsk. (kr ,- m. vsk) Fjölbreytt úrval krana til margvíslegra nota ásamt aukabúnaði Bílkranar Lyftigeta 2,5-80 tonn FAGMENNSKA ALLA LEIÐ Skeifan 3E-F Sími Fax JIB 20 yfirhalli Dalvegur Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Gálgi 12 yfirhalli Leitið nánari upplýsinga! Est d. 1947

50 50 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Ásmundur og Matthildur hófu árið 1995 búskap á Hlemmiskeiði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með 20 kýr, nokkrar kindur og hross. Árið 1999 fluttu þau að Norðurgarði í sömu sveit og hafa verið að bæta jafnt og þétt við bústofninn og framleiðslurétt í mjólk. Norðurgarður Býli? Norðurgarður. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Ábúendur? Ásmundur Lárusson og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru fjögur. Árný Fjóla Ásmundsdóttir, 22 ára, leikskólastarfsmaður í Reykjavík, Hannes Orri, að verða 17 ára, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Bergsveinn Vilhjálmur 12 ára og Elín Ásta 9 ára. Stærð jarðar? 185 hektarar. Gerð bús? Kúabú, grísauppeldi og jólatrjáarækt á byrjunarstigi. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 120 nautgripir, þar af um 56 mjólkurkýr, 17 hross, þrjár læður sem hver um sig á sitt umráðasvæði, 320 grísir í húsi og tveir gælugrísir sem hafa gengið frjálsir um hlaðið í sumar ásamt fimm íslenskum hænum, einum sperrtum hana og kanínunni Dropa. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vinnudagarnir eiga það til að verða langir og fjölbreyttir en viðfangs efnin miðast við árs tíma og hvað liggur fyrir hverju sinni. Venjulega hefst vinnudagurinn á Fjölskyldan öll saman komin. mjöltum og umhirðu kálfa. Síðan taka við verkefni eins og gjafir, skít mokstur, þrif, viðhald á húsum, ýmsar lagfæringar og snúningar en í mismunandi hlut föllum eftir þörf og aðstæðum hverju sinni. Oftast lýkur vinnu deginum á mjöltum yfir vetrar tímann en sumar kvöldin eru gjarnan nýtt til ýmissa verka sem ekki hafa rúmast innan vinnu ramma dagsins. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Í sjálfu sér eru engin bústörf leiðinleg, þau eru bara misskemmtileg, en ætli sláttur á góðum sumardegi, þegar uppskeran er góð, sé ekki meðal skemmtilegustu bústarfanna. Það er reyndar alltaf dapurlegt að fást við veikar skeppnur og missa bústofn. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það eru svo sem engar stórkostlegar breytinagar á dagskránni en ætli búskapurinn verði ekki bara svipaður og nú en vonandi þó einhverjar endurbætur að mjaltaaðstöðu. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þar sem bændum hefur fækkað mikið undanfarin ár er mikilvægt að þeir sem eftir standa séu virkir í félagsmálum bænda, en það þarf virkilega að stækka hóp bænda sem eru sýnilegir og virkir. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í fram tíðinni? Við erum bjartsýn og höfum þá trú að íslenskum landbúnaði muni vegna vel í framtíðinni ef bændur og þjóðin spila rétt og hjálpast að við að standa vörð um hann. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að stefna ætti á úflutning í sem flestum búvörum um 10-20% umfram innanlandsframleiðslu en jafnframt passa upp á að sinna vel innanlandsmarkaði sem fer stækkandi með aukningu erlendra ferðamanna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskápurinn er alltaf fullur af mat því ef einhvers staðar glittir í auðan blett er húsmóðirin rokin í kaupstað, en allra síst má vanta ost, smjörva og grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hér ætti líklega að standa nautakjöt og svínakjöt úr eigin framleiðslu. Um þessar mundir er það reyndar nautacarpaccio og humar sem nýtur mestra vinsælda hjá eldra fólkinu á heimilinu og lasagna hjá þeim yngri sem og flest sem gert er úr nautahakki. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta stóra flóðið sem við fengum yfir okkur eftir að við hófum búskap hér í Norðurgarði, en það var árið 2006 og fjölmargir bæir á Skeiðum urðu umflotnir vatni. Við þurftum að flytja hross á öruggt landsvæði, rúllur flutu burt, girðingar skemmdust og vatn flaut inn í byggingar. Hægeldaður lambabógur og ljúffengur ábætir Hægelduð pottsteik MATARKRÓKURINN - BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Gamli steikarpotturinn hefur ekki misst sjarmann, hvorki í ofni eða á útigrilli. Á haustin er tilvalið að útbúa kraftmikla kjötrétti og leyfa nýju rótargrænmeti að njóta sín með. Nú ætlum við að hægelda lambabóg. Grænmetið og kjötsafinn samlagast í fullkomna sósu og svo skemmir ekki að gefa þessu góðan tíma á lágum hita, þá verður kjötið meyrt og gómsætt. Við útbúum síðan einfaldan eftirrétt úr íslenskum osti sem ljúffengt er að gæða sér á eftir vel heppnaða máltíð. ½ lambaframpartur á beini salt nýmalaður pipar 5 greinar af garðablóðbergi 5 greinar af rósmaríni hvítlauksgeirar Aðferð: Hitið ofninn í 60 C. Kryddið lambaframpartinn með salti og pipar og setjið í ofnpott. Leggið helminginn af kryddjurtunum og hvítlauknum undir frampartinn og afganginn ofan á. Setjið í ofninn og bakið í 24 klst. Takið þá kjötið úr ofninum og hækkið hitann í 200 C. Setjið frampartinn aftur í ofninn í 5 mín. eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður. Það má gjarnan hafa fjölbreyttara grænmeti í pottinum, t.d. gulrætur, blómkál, chili, papriku eða lauk. Berið fram með nýjum kartöflum. Bakaður hvítmygluostur með hindberjum 1 stk. Gullostur, Auður eða annar hvítmygluostur nokkur hvítlauksrif 50 ml góð ólífuolía 1 msk. hindberjasulta 1 askja hindber stökkt kex eða brauð Aðferð: Gatið ostinn og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Stráið fínt sneiddum hvítlauk yfir ásamt nýmuldum pipar. Þá er osturinn bakaður við 170 C gráður í 5-10 mín. Setjið sultu ofan á ostinn eftir eldun ásamt ferskum hindberjum. Framreiðið í bréfinu með brauði eða stökku kexi að eigin vali. Gott er að nota bakaða ostinn sem ídýfu með brauði, hindberjum og hunangi.

51 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Uppáhaldshljómsveitin er ekki hljómsveit Nafn: Sigrún Ásta Magnúsdóttir. Aldur: Fjögurra. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Reykjavík. Leikskóli: Bjartahlíð. Hvað finnst þér skemmtilegast í leikskólanum? Hópastarf, þá er gert eitthvað skemmtilegt eins og að leika á leikvellinum bak við skólann í snúsnútæki sem er hægt að snúa. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kanína. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Leikhópurinn Lotta. Það er samt ekki hljómsveit. PRJÓNAHORNIÐ Uppáhaldskvikmynd: Ávaxtakarfan. Fyrsta minningin þín? Þegar systir mín gaf mér tuskukanínuna sína, þegar ég var eins árs. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi glímu heima hjá mér. Ég hef líka prófað að spila á trommur og gítar heima hjá afa mínum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að sjá gíraffa. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að sofa. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Já, ég fór út í garð. Það er svo gott veður úti í garði á sumrin. Þetta fallega hús í Vestmannaeyjum er til sölu. Hentar vel fyrir ferðaþjónustu. Möguleg skipti á íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingar í síma Mest seldu jarðvarmadælurnar á Íslandi Thermia varmadælur loft í vatn og vatn í vatn (jarðvarmadælur). Hafðu samband og kynntu þér mögulegan orkusparnað með varmadælu. Bjóðum fría ráðgjöf og útreikninga um mögulegan orkusparnað. Vertu velkominn í hóp ánægðra viðskiptavina, við bjóðum þér að hafa samband við okkar viðskiptavini til þess að kynna þér gæði og þjónustu okkar. Thermia fagnar 90 ára afmæli í ár og er í eigu Danfoss. ÁRA Smiðjuvegur Kópavogur - info@verklagnir.is Skjól Stærð: Ein stærð. Efni: Plötulopi nr 1 1 plata. Prjónar: Sokkaprjónar nr. 5,5 eða hringprjónn nr. 5,5, 40 cm. Prjónafesta: Prjónafestan skiptir ekki höfuðmáli að þessu sinni því vettlingarnir verða þæfðir og minnka heilmikið. Síðan þarf að móta þá og teygja til eftir þæfingu. Aðferð: Vettlingarnir eru prjónaðir í hring með einföldum plötulopa. Athugið að vinstri vettlingur er spegilmynd af þeim hægri og því þumallinn á vinstri vettling staðsettur gagnstætt þumli á hægri vettling. Vettlingar: Fitjið upp 66 L með tvöföldum plötulopa á prjóna nr 5,5. Prjónið slétt með einföldum lopa uns stykkið mælist 18 cm, þá eru teknar út lykkjur fyrir þumli: prjónið 6 L frá byrjun umf, prjónið með öðru bandi 14 L og færið þær aftur yfir á hinn prjóninn, haldið áfram að prjóna uns vettlingur mælist 15 cm frá þumli. Þá er komið að úrtöku: prjónið 2 L saman, prjónið 33 L, takið 1 L óprj, prj 1 L slétt, steypið þeirri óprj yfir. Prjónið þá 1 umf slétt og endurtakið svo úrtökuna í annarri hverri umf þar til 46 L eru eftir á prjóninum. Dragið þá lykkjurnar saman með tvöföldum plötulopa og festið vel. Prjónið svo þumalinn, setjið prjóna í lykkjurnar þar sem þumallinn var staðsettur. Prjónið í hring uns þumall mælist 15cm, dragið þá bandið í gegnum lykkjurnar. Þæfing: Þæfið vettlingana í þvottavél við 40 gráður. Gott er að hafa annan þvott með, t.d. handklæði. Mikilvægt er að móta vettlingana um leið og þeir koma úr þvotti á meðan þeir eru enn blautir. Frágangur: Hægt er að skreyta vettlingana að vild, t.d. með útsaum, tölum, perlum. Eða eins og í þessu tilfelli með tvöföldum lopa, þar sem honum er tyllt við og vettlingurinn þæfður og mótaður aftur. Jenný Erla Jónsdóttir Aðventa nóvember - 6. desember Franskir og þýskir aðventutöfrar Aðventuferðir okkar hafa svo sannarlega slegið í gegn og í þessari ferð kynnumst við einstakri aðventustemningu þriggja landa, Þýskalands, Frakklands og Sviss. Förum í spennandi og áhugaverðar skoðunarferðir. r. Verð: kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fararstjóri: Pavel Manásek Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Spör ehf. Létt Miðlungs Þung Sudoku Galdurinn við Sudokuþrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

52 52 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Q-Trak hjólaskóflur Fjölhæfar & öflugar DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Sveitahótelið Vatnsholt í Flóahreppi. Gisting. Veitingar. Ráðstefnur. Veislur. Hvataferðir. Uppl. í síma alfheidur@hotelvatnsholt.is Notuð 2ja hesta MARO kerra. Kerran er hvít að lit og með hörðum toppi. Nýskráð Gúmmí á gólfum, varadekk. Skoðuð. Mjög vel með farin. Einn eigandi. Verð 1,0 m. Uppl. í símum og Myndir á Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4" dísildrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf / Sími / netfang: hak@hak.is / vefsíða: www. hak.is MultiOne fjölnotavélar Margar stærðir / Fjöldi fylgihluta Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,0-6,0mtr. í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allar lokur og lamir fylgja. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Uppl. í síma Opið kl Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. Flugumýri 8, 270 Mos. Opið Sími Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf / Sími / netfang: hak@hak. is / vefsíða: SweepEx sópar á margar gerðir vinnuvéla Vatnsafls túrbínur 1 kw kw Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Uppl. í síma Opið frá kl Brynningartæki. Úrval af brynningartækjum frá kr m.vsk. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið kl FDX extrem háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað. Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá Comet, Aflgjafar: Rafmagn / Honda bensín / Yanmar dísil / Aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bar. Hákonarson ehf / Sími / netfang: hak@hak. is / vefsíða: Neysluvatnsdælur / Brunndælur Austurrísk gæðavara Patura spennar í úrvali. P1 er bæði fyrir 12V og 230V. 5 km. drægni. Frábært verð eða aðeins kr ,- Mikið úrval af rafgirðingarvörum, skoðið Paturabækling á is - Brimco ehf., Flugumýri 8, Mos. Uppl. í síma Opið kl Kerrur á einum og tveimur öxlum, með og án bremsa, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið Traktorsdrifnar rafstöðvar 10,8 kw upp í 72 kw. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn/mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað ofl. Verðdæmi: (42KWA) 33,6 KW = ,- + vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf / Sími / netfang: hak@ hak.is / vefsíða: Land og fólk, byggðasaga Norður- Þingeyinga, til sölu á lækkuðu verði. Eldri útgáfan á kr Nýrri útgáfan á kr Vönduð útgáfa sem inniheldur óhemju fróðleik um Norður-Þingeyjarsýslu, myndir af öllum bæjum og ábúendum ásamt ábúendatali fyrir allar jarðir svo langt sem heimildir ná. Upplögð gjöf til allra sem tengjast þessu svæði og þeirra sem hafa gaman af að kynnast landinu betur. Bókin er send hvert á land sem er og er einnig til sölu hjá umboðsmönnum á nokkrum stöðum. Uppl. gefnar í símum og Rafmagns utanborðsmótorar Stærðir frá 1-10 hö Þýsk gæðavara Notuð 4ra hesta kerra. Kerran er hvít að lit með segli á toppi. Ný skráð Skoðuð og lítur vel út miðað við aldur. Verð 750 þús. Uppl. í símum og Myndir á Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum.einnig háþrýstar dælur, frá 2 sem henta mjög vel í að brjóta upp haug.við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað. Hákonarson ehf / Sími / netfang: hak@hak.is / vefsíða: Reck mykjuhrærur með cm turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í símum og Sand og saltdreifarar margar stærðir / gott verð Orkuver ehf Sími OG VINNAN VERÐUR LEIKUR EINN

53 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Maschio hnífatætarar cm pinnatætarar 300 cm. Flagjafna 3 m, 9 hjóla rakstrarvélar, 6-stjörnu heytætlur, 3 m sláttuvél. Uppl. í símum og Weckman malar-grjótvagn. Gerð M 130. Hardox stál í skúffu. Verð kr ,- með vsk. mínus kr ,- afsláttur!!! H. Hauksson ehf, Sími Ford F Árg, 7,3 l PS, á tvöföldu, ek , nýsk. án aths. Glæný dekk, nýtt í bremsum tilbúinn fyrir dráttar stól, raflagnir og grindartengingar. Uppl. í síma Mikið úrval af smurolíu, glussa og koppafeiti ásamt öðrum smurvörum, Fáðu nánari upplýsingar og ráð um val á réttu olíunni hjá söluráðgjöfum okkar. Kemi ehf, Tunguhálsi 10, sími , Haugmelta fyrir öll haughús, flýtir niður broti og heldur mykjunni mýkri og meðfærilegri. Kemi ehf. Tunguhálsi 10. Sími , Nýr Belarus Verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. Uppl. í síma Palmze Malarvagn PT1200. Heildar burðargeta 14,6 tonn. Búvís ehf. Uppl. í síma Rýmingarútsala! Stálklæðning 0,7 mm á aðeins kr.1200/lm. ÍsBú alþjóðaviðskipti / Síðumúla 31, 108 Reykjavík / Sími / isbu@ isbutrade.com / Deutz 15, árg 61 með sláttuvél. Vél í toppstandi, ný dekk að aftan, góð að framan. Uppl. í síma Óska eftir svona cc Scorpa Trial hjóli með Yamaha fjórgengismótor! Uppl. í síma , Auðunn. Teflon smurfeiti, frábær endingargóð og slitsterk alhliða smurfeiti með einstaklega góðri viðloðun og mikilli vörn gegn raka og tæringu. Kemi ehf, Tunguhálsi 10. Sími , www. kemi.is Haughræra. Lengd 5,6 til 7,6 metrar. 7,6 m. kr án vsk. Búvís sími buvis.is Cobra MT-975 UHF talstöðvar. Drægni allt að12 km. Borðhleðslutæki og hleðslurafhlöður. Tveggja stöðva sett. Kr án.vsk. Búvís ehf. Uppl. í síma Heilsárs sumarbústaður til sölu. Um er að ræða nýbyggingu með háu manngengnu lofti stærð samtals 40 m 2. Hægt er að stækka það upp í 50 m 2 með því að nýta allt loftið. Húsið er einangrað, búið að leggja rafmagnslagnir og dósir. Pípulagnir fyrir eldhús og bað verða frágengnar. Baðherbergi komið upp. Eldhúsinnrétting getur fylgt, seld sér. Teikningar fylgja með. Verðhugmynd kr. 5.3 m. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma , EVK. Dieci skotbómulyftara af öllum stærðum og gerðum ásamt varahlutum. Búvís ehf. Uppl. í síma Til sölu fjórhjól Linhay (VDO) árg Götuskráð. Ekið km. Fjórhjóladrifið m/hátt og lágt drif o.fl. Hjólið er í toppstandi. Uppl. í síma Myglueyðir. Mildex Q myglueyðirinn sem hefur slegið í gegn vegna yfirburða eiginleika. Þetta er efni sem eyðir myglunni á einfaldan og hraðan máta. Kemi ehf, Tunguhálsi 10. Sími , Taðklær. Einfaldar og góðar. Kr án vsk. Búvís sími buvis.is Vandaðar, ódýrar hliðgrindur. 4,27 m breiðar, kr. en kr. ef keyptar eru fleiri en fimm. Gönguhlið 1.50 m. breið, kr Eitt gönguhlið fylgir ókeypis ef keypt eru tvö stór hlið. Verð án vsk. Nánari uppl. hjá elvarey@gmail.com í síma eða á om@mo.is í síma Fin Lube teflon, eitt fjölhæfasta og skemmtilegasta smurefnið á markaðnum í dag. Má nota á rafkerfi, plast og gúmmí. Mikil tæringarvörn. Minni viðhaldskostnaður! Kemi ehf, Tunguhálsi 10, Sími , www. kemi.is Til sölu Zetor 6911, árg. 79, lítið notuð vél en urgur í gírkassa. Verð 200 þús. Uppl. í síma RAG Import Export. R.A.G Import&Export. Helluhraun 4, 220 Hafnarfjörður. Símar og eða á netfangið rafn@ rag.is og - Facebook rag import export Hágæða þvottaefni fyrir öll mjaltakerfi. Erum einnig með spenadýfur, júgurþvottaefni og alhliða kvoðusápur í þrifin á gripahúsum. Kemi ehf, Tunguhálsi 10. Sími , Kranzle-háþrýstidælur. Hámarksþrýstingur 150 bör. Vinnuþrýstingur bar. Vatnsmagn 10 l/min, 220 volt, 2,8 kw. Kr ,- án vsk. Búvís sími buvis.is Til sölu lítið notaður golf/fjölnota bíll. Tveggja manna ssk., með bensínmótor, hentar vel í allskonar snatt. Verð með vsk. Uppl. í síma Guðni. JohnDeere 6140R. Árg. 12. Ek. 500 tíma. Frambúnaður og aflúrtak. 140 Hestöfl. Eigum þessa ásamt fleiri vélum. Búvís ehf. Uppl. í síma Til sölu Isuzu Trooper árg. 99, ek. 260 þús. Allur endurnýjaður. 35" breyttur. Dísel, beinsk. Nýskoðaður. Uppl. í síma Weckman sturtuvagnar 12 og 13 tonna til á lager. H. Hauksson ehf., Sími NOVA X-DRY er sótthreinsandi undirburðarefni með einstaka rakadrægni. Efnið dregur allt að 200% þyngd sína ásamt að sótthreinsa og eyða ammoníaklykt. Við reglulega notkun fækkar flugum. Prófaðu og finndu muninn. Kemi ehf, Tunguhálsi 10, sími , Mykjudreifarnir frá Fliegl hafa slegið í gegn í Evrópu. Getum boðið örfáa á kynningarverði lítra á 700/ dekkjum og með lítra dælu. R.A.G Import&Export Helluhraun 4 Hafnarfirði símar og is facebook RAG Import-Export Til sölu Suzuki Vitara, árg. 98, ekinn 218 þ. Skoðaður 14 og lítur vel út. Verð; 350 þús., ath. skipti á einhverju ódýrara, t.d. vantar mig folaldaskrokk. Uppl. í síma Til sölu KYMCO 500, 4x4, árg. 07. Nýskoðað og yfirfarið í góðu standi. Vsk.-nóta getur fylgt. Verð með virðisaukaskatti. Uppl. í síma Weckman flatvagnar. Verð kr með vsk. H. Hauksson ehf., sími Rothvati. Sept O Aid örverurnar í rotþrær koma niðurbrotinu í gang og hindra að ólykt berist frá rotþrónni. Fáðu ráðgjöf hjá okkur fyrir þínar aðstæður. Kemi ehf, Tunguhálsi 10, sími , AMG Aukaraf í samvinnu við BÚVÍS auglýsir mikið úrval af LED vinnuljósum, Xenon kösturum og Xenon leitarljósum. Sanngjörn verð og góð þjónusta. Verð frá 9.900kr m/vsk. Sími www. buvis.is sími Til sölu er 312 fermetra einbýlishús í Mosfellsbæ. Tvöfaldur bílskúr, tveggja íbúða möguleiki. Laust við samning. Uppl. hjá Fasteignasölunni Lundi í síma Warwick sturtuvagn. Burðargeta 4 tonn. Búvís. Sími www. buvis.is

54 54 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október 2013 Til sölu 4 metra bátur á vagni með 6hp nýlegum Johnson-fjórgengismótor. Uppl. í síma TYM 603. Árg 07. Notkun 1140 tíma. Verð vsk. jotunn.is VOLVO FL10. Árg. 87. Notkun 690 þ. Ný dekk. Verð vsk. jotunn.is Til sölu Musso, árg. 97, 2,3 bensín, ssk,. ekinn km., 32" dekk, nýskoðaður (14), gott viðhald og þjónustubók. Verð kr. Uppl. í síma Til sölu Khun 8118 taðdreifari árg. 07, lítið notaður og lítur vel út. Ásett verð 2,9 án vsk. Uppl. í síma Grimme upptökuvél. jotunn.is Til sölu nýlegt 275 m 2 vandað hús, sérhannað til flutnings. Býður upp á mikla möguleika. Hentar vel sem gistieining eða veiðihús. Möguleiki er á allt að 18 tveggja manna herbergjum. Verðhugmynd pr/ m 2. Getum sent myndir og teikningar ef óskað er eftir. Uppl. í símum og Til sölu 40 fm sumarhús til flutnings. Húsið er með ofnakerfi, rafmagni, nýrri eldhúsinnréttingu og baðherbergi með sturtu. Uppl.gefur Heimir í síma og á netfangið heimirolafs@simnet.is Suzuki Grand Vitara árg. '05. ssk. Ekinn km., á.a.g. 99% á malbiki. Lakk óslitið og bíllinn lítur út nánast eins og nýr. Búið að endurnýja bremsur í framhjólum, þ.e.a.s. diska, dælur og klossa. Búið að endurnýja púst að mestu leyti og endurryðverja bílinn. Álfelgur, dráttarkrókur og negld vetrardekk á aukafelgum. Bíllinn er nýskoðaður. Verð 1690 þús. Uppl. í síma Landyni Legend 125. Árg tímar. Verð vsk. jotunn.is Til sölu Hyundai Terracan t.d.i árg '05 ekinn 159 þús km verð kr Uppl. gefur Ágúst í símum og Ryðfríir tankar 3 x 10 m3, láréttir með hræriverki, einnig 1 x 5 m3 lóðréttur með hræru. Að smáfiskadæla (IRAS), ýmsar dælur og búnaður, kvarnir o.fl. Uppl. í síma Til sölu Toyota Hilux DC V8 árg '' dekk, gormar og aukatankur. V8 Rover og ssk. Algerlega ryðlaus. Verður fornbíll um áramótin. Uppl. í síma Zetor 5211 árg '86 verð kr Uppl. gefur Ágúst í símum og Citroen C2 - smábíll sem eyðir litlu. Árg. 03, skoðun Ekinn 96 þús. Beinsk. Verð 600 þús. Uppl. í síma MF Árg. 99. Notkun 10 þ. tímar. Verð vsk. jotunn.is Snjóblásarar 2,29-2,59m. skekkjanlegar tennur 2,65m. Uppl. í símum og Boltabyssa Blitz kr. Skot í boltabyssu 50 stk kr. Lífland sími Sterkar vogir. Max 50 kg. og max 100 kg. Verð frá kr. Lífland sími Claas Rolland 255. Rodo Cut. Árg. 06. Verð vsk. jotunn.is Massey Ferguson 240 árg '84 verð kr Uppl. gefur Ágúst í símum og SAME Dorado 86 4WD með MX T6 ámoksturstækjum, lyftukrók, vökvavendigír ökuhraði 0,2-40 km/klst. Uppl. í símum og New Holland TS125A. Árg. 05. Alö Q65 ámoksturstæki. Vinnust Verð kr án vsk. Kraftvélar ehf. Sími MF Árg. 2004/5, notkun 5500 tímar, verð vsk. jotunn.is Massey Ferguson 165, verð kr Uppl. gefur Ágúst í símum og Til sölu traktorsgrafa Caterpillar árgerð 94. Nýuppgerðar hurðir. Góðar keðjur fylgja. Tilboð óskast. Netfang: saevar@ru.is eða í síma Til sölu Ford Transit T , dísil, árg. 05, ek. aðeins 131 þús. Nýlega sprautaður, ný kúpling, nýtt í bremsum og nýr startari. Skráður 7 manna. Góður bíll og vel viðhaldið. Nýskoðaður. Uppl. í síma Fíat Agri 80/90. Árg 93. Verð vsk. jotunn.is Claas 657 ATZ. Árg. 07. Notkun 4700 tímar. Verð vsk. jotunn.is Kverniland kd 1300 taðdreifari til sölu. 1 snigill í botni og dreifirotor á hlið. 6 rúmmetrar vsk. Uppl. gefur Sigvaldi í síma Til sölu snjóplógur Tellefsdal, breidd 2,70 m. Nýsandblásinn. Tilboð óskast. Netfang: saevar@ru.is eða uppl. í síma Skelltu inn smáauglýsingu með farsímanum eða spjaldtölvunni Multi One liðléttingur, 3 hjóla, greip og skófla. Árg. 08. Verð vsk. jotunn.is NewHolland TL100A. Árg. 05. Notkun 3900 tímar. (Ný ámoksturstæki). Verð vsk. jotunn.is Við erum að selja heyrúllukerrur sem auðvelda fólki að taka upp eða ferðast með eina heyrúllu í einu. Kerran er mjög þægileg í notkun og fyrirferðarlítil. Með hjálp rúllukerrurnar getur þú gert þetta sjálf/ur. Nánari uppl. fást í síma eða í gegnum netfangið heyrullukerra@gmail.com. Til sölu notuð IRAS smáfiskadæla ásamt stjórn- og lofttæmingarbúnaði. Verð: þús. Uppl. í síma

55 Bændablaðið Fimmtudagur 3. október Til sölu Til sölu Renault Megane árgerð Keyrður km. Þarf að skipta um afturdempara og örlitlar frekari lagfæringar. Verð krónur. Upplýsingar í síma Plastrimlagólf! Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari uppl. í símum og Jón bóndi og Jötunn vélar. Gegnheil plastborð. 3x6x280 cm. 3x10x280 cm. 4x8x280 cm. 6x12x280 cm. 8x23x300 cm. Nótuð 2,8x13 cm. Plötur 2,5x100x100 cm. 2,5x105x205 cm. Sívalir girðingarstaurar úr gegnheilu plasti: 4,5x175 cm. 6x175 cm. 7x175 cm. 8x175 cm. 10x175 cm. 10x230 cm.12x225 cm. 15cmx250 cm. Krosslaga 7x7x175 cm Jóhann Helgi & Co. Sími johannhelgi.is Gegnheilt plast í fjárhúsgólf. Básamottur 1,7x122x182 cm og 1,8x100x150 cm. Drenmottur 100x100x4,5 cm. Gúmmíhellur 50x50x4,5 cm. Jóhann Helgi & Co. ehf. Sími is Hágæða gluggar frá Færeyjum, 10 ára ábyrgð. Fáanlegir úr plasti, timbri og álklæddir timburgluggar. Heildarlausnir á leiksvæðum: Útileiktæki, fallvarnarefni, girðingar, bekkir o.fl. Jóhann Helgi & Co. Sími www. johannhelgi.is Hef til sölu hágæða girðingarefni á sanngjörnu verði. Sendi um allt land. Girðingar ehf. Óska eftir dráttarvél 4x4 með tækjum í ódýrari kantinum. Uppl. í síma Weckman þak-og veggstál. Dæmi um verð = 0,5 mm. Galv. kr m 2 0,6 mm. Galv. kr m 2 0,45 litað. kr m2. Afgreiðslufrestur 4-6 vikur. H. Hauksson ehf. Sími Rafstöð, dráttarvél og pökkunarvél. Dísilrafstöð, árg kw. International 574 árg. 70, hydro skiptur og Kverneland 7517 rúllupökkunarvél árg. 97. Uppl. í síma Til sölu 2 tankar, 2500 m 3 hvor, þvermál 17 m og hæð 16 m. Voru áður notaðir undir loðnu. Tankarnir eru skrúfaðir saman í 125 cm. einingum en eru ósamsettir og tilbúnir til flutnings. Verð er 12 m. kr. saman eða 7 m. sitt í hvoru lagi (einnig kemur til greina að selja þá í hlutum). Áhugasamir hafi samband í síma Electrolux frystiskápur til sölu hæð 180, br 60, dýpt 60, 7 hillur. Verð kr Uppl. símum og Hey til sölu í Rangárþingi eystra. Gott verð. Uppl. í síma Til sölu Renault Megane árg. 99. Keyrður km. Þarf að skipta um afturdempara og örlitlar frekari lagfæringar. Verð krónur. Uppl. í síma Erum með um 250 stk. af 600 kg sekkjum. Henta vel undir kartöflurnar. Selst í heilu lagi á 100 þús. Uppl. í síma eða á netfangið silja@iskalk.is Til sölu útskorið sófasett, sófaborð, borðstofuborð og stólar, skenkur o.fl. Allt mjög vel með farið. Sendi myndir ef þú sendir fyrirspurn á netfangið svangud@outlook.com eða í síma Rúmlega 2 ára Border Collie tík vantar heimili í sveit. Hún er smávaxin og snögghærð, geðgóð og mjög hlýðin. Faðir hennar er frá Dalsmynni á Snæfellsnesi og móðir frá Svanavatni í Landeyjum. Hún fæst fyrir lítinn pening. Uppl. í síma Til sölu Hilbar hnakkur, 5-6 ára í góðu standi. Verð kr með ístaðsólum og gjörð. Fremur djúpt sæti og góðir hnépúðar. Uppl. í síma og á netfanginu grenjaskytta@ gmail.com Okkur hjá Íslenskum fjallagrösum hf. vantar 1000 til 2000 l tanka. Til dæmis gamla mjólkurtanka. Uppl. í síma Krone 125 rúlluvél árg. 00, lítið notuð, geymd inni, til sölu. Skipti koma til greina, t.d. á rakstrarvél, litlum sturtuvagni, sláttuvél, litlum traktor. Uppl í síma Til sölu grá kanínuskinn, verð kr stk. Talsvert magn til. Uppl. gefur Óli í síma Til sölu Suzuki Grand Vitara, XL7, -7 manna, árg. 06, ek.143 þús, skoðaður í maí. Dráttarkúla og gott viðhald. Tilboð óskast. Uppl. í síma Til sölu þvottavél og þurrkari í góðu ásigkomulagi. Uppl. í síma Til sölu 50 ærgilda greiðslumark í sauðfé. Tilboð og nánari fyrirspurnir óskast sendar á jon@sokn.is, fyrir 20. október n.k. Til sölu á Fáskrúðsfirði hellugerðarvélar A4 og A5 ásamt öllum algengustu hellumótum. Loftpressa og 500 l hrærivél fylgja. Til sölu á sama stað gólfslípivél og 4 stk. 500 w kastarar. Uppl. í síma Til sölu Massey Ferguson 135, árg. 75, með einvirkum tækjum í góðu lagi (ný skófla). Þarfnast útlitslagfæringar. Verðhugm án vsk. Uppl. í síma Til sölu Krone AM202 diskasláttuvél uppgerð. Verðhugmynd án vsk. Uppl. í síma Kristinn. Til sölu efri skjólborð á Weckman sturtuvagn 11,5 tonna, ónotuð. Uppl. í síma Til sölu yfirbyggð kerra 2007 árg, nýlega skoðuð, 5 m á lengd og 2 m á b og h. Verð 1590 þ. Einnig með Zodiac 4,7 m slöngubát til sölu ásamt mótor og kerru. Verð 790 þ. Uppl. í síma Til sölu eru 54 ærgildi í sauðfé frá 1. janúar 2014 Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist á netfangið rs@rml.is eða í pósti merkt Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, 54 ærgildi í sauðfé Austurvegi 1, 800 Selfoss í síðasta lagi 15.október Til sölu Ursus dráttarvél, 40 hö, árg. '80. Á sama stað lítil rafmagnseldavél með tveimur hellum og ofni. Uppl. í síma Til sölu rafmótor, 7,5 kw rpm. Möguleg skipti á rafstöð. Uppl. í síma Til sölu 2 öxla kerra,árg 05. stærð 1.7 x 4.2 burðargeta 2 tonn skoðuð 14 verð 600 þ. Uppl. í síma Kristinn. Til sölu Mickey Thompson nagladekk 33x12,5x15 2 stk. Copper 35x12,5x35 4 stk. á felgum. Durango 35x12,5x35 4 stk. nagladekk á felgum. 235x45x17 2 stk. Einnig álfelga á Volvo S60. Uppl. í síma Til sölu Volvo fl611 árg. 92. Gott eintak, verð 680 þús. + vsk. Einnig MMC Pajero 2,8 dísil árg. 99, verð Nýtt húdd, bretti og hurð á Lödu Sport, tilboð. Framljós, vatnskassi, grill ofl. á Carina árg. 93, tilboð. Uppl. í síma Til sölu jarðýta Caterpillar D4 árg. 74, með ripper, í nokkuð góðu standi. Uppl. í síma Timbur - tilboð 2 x stk. x 4,2 m 110 stk x 4,5 m Verð kr. 515 lm með vsk. H. Hauksson ehf., sími Heyblásari til sölu. Allar uppl. í síma Til sölu greiðslumark í sauðfé, 385 ærgildi, sem gildir frá 1. janúar Tilboð í greiðslumarkið allt eða hluta þess sendist í Búgarð, Óseyri 2, 603 Akureyri merkt -Ærgildi 40 eða á netfang ogv@bondi.is, fyrir 15. október nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu 100,9 ærgildagreiðslumark í sauðfé. Tilboð og nánari fyrirspurnir óskast sendar á ari@rang.is Til sölu 20 feta einangraður, gámur mjög heill. Uppl. í síma Sjókajak: Point 65n (trefjaplast) til sölu ásamt þurrbúningi (st. L-XL) og öllu sem til þarf. Verð 200 þús. Uppl. í síma Til sölu Hi Spec 1000 taðdreifari árg. '05 í góðu standi og vel viðhaldið. Verð 800 þ. + vsk. Uppl. í síma Til sölu Subaru Legacy árg. 05 ssk. Ekinn 308 þ. Verð 850 þ. Uppl. í síma Til sölu Jeep Liberty árg. 05 vél 3,7 ssk. Ekinn 120 þ. Listaverð 1250 þ., verð 950 þ. Uppl. í síma Magneta rafstöð fyrir dráttarvél. 1. fasa 20 kva að afli. Nóg rafmagn fyrir íbúð og útihús til sveita eða hvað sem er hvar sem er. Klár í rafmagnsleysið í vetur! Yfirbyggð. Drifskaft og yfirtengi fylgja. Verð 500 þ. eða góð skipti. Uppl. í síma Til sölu Mitsubishi Outlander, árg. 05, bsk., ekinn 115 þús. km. Ný tímareim, ný vatnsdæla, ný dekk. Litur grænn, dráttarbeisli. Listaverð þús. Tilboð 950 þús. Uppl. í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Óska eftir vel með farinni (helst lítið notaðri), 4x4 dráttarvél með tækjum á verðbilinu 3-5 m. Uppl. í síma Óska eftir greiðslumarki í sauðfé. Höfum kaupendur að greiðslumarki í sauðfé. Uppl. hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands í síma eða á netfangið gsig@bondi.is Óska eftir gangfærri Lödu Sport, árg. 89 eða eldri fyrir lítinn pening. Uppl. í síma Við óskum eftir að kaupa notaðan l mjólkurtank. Uppl. veitir Gunnar í síma eða á gunnar@arkea.is Er að leita að tvegga drifa rútu 4x4, 16 til 30 manna. Skoða allt. Uppl. í síma Óska eftir 4 cyl Toyota dísil svinghjól fyrir 3B og 13B Toyota vél 3,4L, eða vél/bíl til niðurrifs. Er í Toyota Dyna, Landcruiser og Coaster bílum, einnig Hino. Uppl. í síma Óska eftir notuðum hesthúsinnréttingum til kaups. Uppl. í síma , Kristinn. Óska eftir að kaupa notaðar Krone diskasláttuvélar til niðurrifs. Uppl. í síma Kristinn. Vantar Steyr 8090 eða sambærilegan Steyr í varahluti. Er einnig að leita að sturtuvagni fyrir dráttarvél. Uppl. í símum , og Óska eftir sauðfjárkvóta. Gott verð í boði. Uppl. í síma Óska eftir notaðri fjárvigt, skoða allt. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma á kvöldin. Greiðslumark í sauðfé. Tilboð óskast í 50 ærgildi af greiðslumarki til sauðfjárframleiðslu. Tilboð berist Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir 20. okt. merkt Tilboð í kvóta. Óska eftir ámoksturstækjum á Zetor 6245 eða traktor með tækjum, má vera bilaður. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa vél í Pajero , 2500 dísil í L200 eða Sport. Uppl. í síma Óska eftir notaðri fjárvigt í góðu lagi allt kemur til greina. Uppl. í síma á kvöldin. Atvinna Fjögurra manna íslensk fjölskylda búsett í Asker (nágrenni Osló) í Noregi óskar eftir au pair frá desember 2013 fram á sumar Óskum eftir einstaklingi sem er 19 ára eða eldri með reynslu af barnapössun. Þarf að hafa bílpróf. Tilvalið fyrir einstaklinga með áhuga á útivist. Nánari uppl. gefnar í síma eða í gegnum tölvupóst srunarsdottir@ hotmail.com - Sólrún og Andri. Hagaganga Hagabeit hrossa: 10 hektara ræktað og girt tún 15 km. frá Borgarnesi. Laust frá og með janúar Langtímaleiga. Uppl. á netfangið larusjg@hugall.is Jarðir Sjávarjörð til sölu á Vesturlandi, á land að Hítará. Einnig gamlir munir, frímerki, bækur og fleira. Uppl. í síma Námskeið TILBOÐ Garðhús 9,0 fm - s Handavinnuhelgi í Skúlagarði. Við endurtökum leikinn frá í fyrra og höldum handavinnuhelgi í Skúlagarði október Kennt verður m.a.: Eistneskt myndprjón, krókódílahekl, rússneskt hekl, gauragangur, þæfing, nýtt úr gömlu, hugmyndavinna og útsaumur í verðlausan textíl, m.a. ull. Kennarar: Sólveig Mikaelsdóttir, Anna Brynjarsdóttir og Anna Birna Einarsdóttir. Garn og fleira handavinnuefni frá versluninni Snældunni verður til sölu á staðnum, 20% afsláttur af garni. Verð kr pr. mann. Innifalið; Gisting í tvær nætur, kvöldverður á föstudagskvöld, morgunverður laugardag og sunnudag, hádegisverður á laugar dag, hátíðarkvöldverður á laugardagskvöld og hressing í hádeginu á sunnudag. Nánari uppl. og skráning hjá Regínu í síma eða með tölvupósti á netfangið skulagardur@simnet. is Skráningarfrestur til og með 14 október. Þjónusta GB Bókhald. Tek að mér að færa bókhald - skila vsk.skýrslu - geri ársreikninga - geri og skila skattaskýrslu - er með dk+dkbúbót. Gerða Bjarnadóttir. Netfang gbbokhald@gmail.com Sími og Viðburðir Rangæingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í samvinnu við Skaftfellinga hefst í Skaftfellingabúð í Reykjavík 10. okt. kl. 20 og svo næst 31.okt., 14. nóv. og 28. nóv. Kirkjukaffið verður sunnudaginn 13. október eftir messu í Seljakirkju. Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 2. nóvember í Húnabúð í Skeifunni og hefst með fordrykk kl. 19. Uppl. gefur Gunnar formaður í síma Smáauglýsingasíminn er sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Næsta Bændablað kemur út 17. október TRAKTORSDRIFINN TRJÁKURLARI Nánari uppl. í síma Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is FRUM Amerísk gæðavara 12 kg Þvottavél Tekur heitt vatn > sparneytin Stórt op > auðvelt að hlaða Þvotta og orkuklassi A Engin kol í mótor DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Aflþörf 25> hö Stillanlegt frálag Vökvaknúinn matari Tekur allt að 200mmø Verð nú ,- kr.

56

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Desember 2009 Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Skýrsla nefndar Ásta Möller Freyja Hilmarsdóttir Hulda Gústafsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI NIÐURSTÖÐUR ÚR VINNUMARKAÐSRANNSÓKN HAGSTOFUNNAR 2003 Jón Torfi Jónasson Andrea Gerður Dofradóttir 2009 2009 Höfundar ISBN 978-9979-9847-9-5 Öll réttindi áskilin. Rit þetta

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

UMHVERFISSTOFNUN Ritstjóri: Björn Þorláksson Prentun: Ásprent Stíll ehf. Útgáfunúmer: UST-2018:02

UMHVERFISSTOFNUN Ritstjóri: Björn Þorláksson Prentun: Ásprent Stíll ehf. Útgáfunúmer: UST-2018:02 ÁRSSKÝRSLA 2017 UMHVERFISSTOFNUN Ritstjóri: Björn Þorláksson Prentun: Ásprent Stíll ehf. Útgáfunúmer: UST-2018:02 ÁRSSKÝRSLA UMHVERFISSTOFNUNAR 2017 ÁRSSKÝRSLA 2017 EFNISYFIRLIT Þetta reddast en ekki af

Διαβάστε περισσότερα