senda persónugreinanlegar upplýsingar til sóttvarnalæknis þegar þessi sýkill greinist.

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "senda persónugreinanlegar upplýsingar til sóttvarnalæknis þegar þessi sýkill greinist."

Transcript

1 Útgáfudagur 4. maí 2016

2 FORMÁLI Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á stefnumótun gegn fjölónæmum bakteríum á Íslandi og birtir tilmæli um samræmdar forvarnir og aðgerðir á landsvísu. Varnir og viðbrögð við fjölónæmum bakteríum eru hluti af sýkingavörnum heilbrigðisþjónustunnar og allur kostnaður við forvarnir, skimanir áhættuhópa og aðgerðir gegn VÓE greiðist því af viðkomandi heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaráðstafanir nr. 817/2012 skal vera til staðar þekking og grunnviðbúnaður sem snýr að sóttvörnum á heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum. VÓE er tilkynningarskyldur sýkill og læknum og rannsóknarstofum ber því að senda persónugreinanlegar upplýsingar til sóttvarnalæknis þegar þessi sýkill greinist. Markmið þessara leiðbeininga er að móta samræmda stefnu á Íslandi til að draga úr útbreiðslu á ónæmum bakteríum innan heilbrigðisþjónustunnar. Í þessu skjali verður fjallað um vankómýsín ónæma enterókokka (VÓE). Leiðbeiningarnar eru ekki ítarleg verklýsing, nánari útfærsla er í höndum viðkomandi heilbrigðisþjónustu. Leiðbeiningarnar voru unnar í samvinnu við sýkingavarnadeild og sýklafræðideild Landspítala. Þeir sem komu að gerð þessara leiðbeininga voru: Ritstjóri: Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis og sérfræðilæknir á sýklafræðideild Landspítala. Ritstjórn: Ása St. Atladóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Ásdís Elfarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítala. Hjördís Harðardóttir, sérfræðilæknir á sýklafræðideild Landspítala. Kristján Orri Helgason, sérfræðilæknir á sýklafræðideild Landspítala. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir á sýkingavarnadeild Landspítala. 2

3 EFNISYFIRLIT Formáli... 2 Inngangur... 4 Markmið... 5 Grundvallaratriði... 5 Skimun sjúklinga... 5 Heilbrigðisstarfsmenn... 5 Sýnataka aðferð... 6 Aðgerðir við óvænta greiningu og sýkingahrinur... 6 Rakning smitleiða þegar VÓE greinist óvænt... 6 Smitleiðir og áhættuþættir... 7 Smitleiðir... 7 Þættir sem auka líkur á dreifingu bakteríunnar... 7 Þættir sem auka líkur á sýklun með VÓE... 7 Almennt um sýklalyf og VÓE... 7 Upplýsingar til sjúklinga og aðstandenda... 8 Tilkynningarskylda og skimpróf á rannsóknarstofum... 8 Sýkingavarnir á sjúkrahúsum... 9 Sýkingavarnir á langlegustofnunum Sýkingavarnir í heimahjúkrun Sýkingavarnir heilsugæsla og einkareknar stofur Viðaukar Viðauki 1 - Spurningalisti við skimun vegna VÓE Viðauki 2 - Skráning við rakningu smitleiða við VÓE sýkingahrinu Viðauki 3 - Upplýsingar til sjúklinga og aðstandenda vegna VÓE Viðauki 4 - Lokaþrif eftir einangrun vegna VÓE Viðauki 5 - Sýnataka úr umhverfi eftir þrif vegna VÓE

4 INNGANGUR Enterókokkar eru Gram-jákvæðar bakteríur, sem eru hluti af eðlilegri flóru meltingarvegarins og valda sjaldan sýkingum hjá fullfrískum einstaklingum. En aldraðir, einstaklingar með veiklað ónæmiskerfi og þeir sem eru með inniliggjandi leggi eða fá endurtekna sýklalyfjameðferð eru í aukinni hættu á sýkingum af þeirra völdum. Algengustu sýkingarstaðir af völdum enterókokka eru í þvagfærum, skurðsárum (einkum í kviðarholi) og í blóði hjá sjúklingum með æðaleggi. Hjartaþelssýkingar koma einnig fyrir en eru sjaldgæfari. Enterókokkar sem helst valda sýkingum í mönnum eru Enterococcus faecalis og Enterococcus faecium. Á síðastliðnum árum hefur vankómýsín ónæmi meðal enterókokka farið vaxandi erlendis og á Íslandi. Enterókokkar sem eru ónæmir fyrir vankómýsíni eru á íslensku kallaðir VÓE (vankómýsín ónæmir enterókokkar), en eru erlendis þekktir sem VRE (Vancomycin resistant enterococci). Mikilvægt er að draga úr útbreiðslu slíkra baktería innan heilbrigðisþjónustunnar, því sýkingar með VÓE leiða til lengri legutíma og aukins kostnaðar. Auknar líkur eru á að fyrsta sýklalyfjameðferð virki ekki og áframhaldandi meðferðarúrræði takmarkist með þeim afleiðingum að dánarhlutfall af völdum alvarlegra sýkinga hækkar. Aðgerðir gegn VÓE beinast því að heilbrigðisþjónustunni. Afar ólíklegt er að VÓE leiði til alvarlegra sýkinga hjá heilbrigðum einstaklingum og þess vegna eru engar aðgerðir gegn VÓE í samfélaginu. Auk þess er erfitt að hefta útbreiðslu slíkra baktería í samfélaginu. Enterókokkar eru að upplagi ónæmir fyrir mörgum sýklalyfjum, t.d. cefalósporínum og því er um fá lyf að velja við meðferð sýkinga af þeirra völdum. Þetta á einkum við Enterococcus faecium en þá er vankómýsín oft eini sannreyndi meðferðarmöguleikinn. Mikil notkun þessara sýklalyfja ýtir undir að enterókokkar þrói með sér frekara ónæmi gegn sýklalyfjum. Sýnt hefur verið fram á að mikil og ómarkviss notkun sýklalyfja er tengd myndun á bæði ampicillin- og vankómýsínónæmi í enterókokkum. Flestir sem bera VÓE eru einkennalausir og bakterían getur því borist manna á milli og í umhverfið án þess að hennar verði vart og á sjúkrahúsum erlendis er útbreiðsla VÓE víða orðið mikið vandamál. Um leið fjölgar sýkingum af völdum VÓE sem oft eru einnig ónæmir fyrir flestum eða öllum öðrum sýklalyfjum. Allir sem greinast með VÓE, eru sýklaðir í görn og bera þannig bakteríuna, hugsanlega til lengri tíma. Allir sjúklingar sem hafa greinst með VÓE skulu merktir í Sögu sjúkraskrá. Ekki er hægt að aflétta grun um VÓE hjá þeim sem hafa greinst með þessar bakteríur einu sinni, heldur þarf ávallt að taka tillit til þess við innlögn á sjúkrahús, langlegustofnun og við heimahjúkrun. Enterókokkar eru harðgerðar, Gram-jákvæðar bakteríur sem geta lifað lengi í umhverfinu m.a. á sjúkrahúsum. Góð umhverfisþrif með sýnatökum frá umhverfi í kjölfarið til að tryggja árangursrík þrif er því að líkindum mikilvæg til að stöðva dreifingu VÓE innan heilbrigðisstofnana. Auk þess eru rétt smitgátarvinnubrögð og skynsamleg notkun sýklalyfja lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu VÓE á sjúkrahúsum. Ekki er mælt með sérstökum aðgerðum hjá einstaklingum, sem eru með VÓE utan heilbrigðisþjónustunnar. En við innlögn eða meðferð á sjúkrastofnun eða í heimahúsum ber sjúklingum eða aðstandendum þeirra að upplýsa um sýklun með ónæmum bakteríum, svo efla megi sýkingavarnir og draga úr dreifingu sýklalyfjaónæmis. 4

5 MARKMIÐ Markmið þessara leiðbeininga er að: Draga úr útbreiðslu VÓE á sjúkrahúsum og á langlegustofnunum. Samræma forvarnir og aðgerðir gegn VÓE á landsvísu. Stuðla að því að einstaklingar með VÓE fá fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. GRUNDVALLARATRIÐI Við alla heilbrigðisþjónustu skal ávallt viðhafa grundvallarsmitgát gegn sýkingum. Óheimilt er að mismuna sjúklingum vegna ónæmra baktería: Sjúklingar skulu fá þær rannsóknir, þjónustu og meðferð sem þörf er á, án þess að óeðlileg töf verði á vegna ónæmra baktería. Óheimilt er að neita sjúklingum um heilbrigðisþjónustu, innlögn eða flutning milli deilda eða heilbrigðisstofnana vegna ónæmra baktería. SKIMUN SJÚKLINGA Skimun skal fara fram fyrir eða við innlögn sjúklinga/íbúa á sjúkrahús og langlegustofnanir, sjá viðauka 1 Spurningalisti við skimun vegna VÓE. Með innlögn er átt við innlagnir á legudeildir, dagdeildir, göngudeildir og bráðadeildir, þar sem meðferð/dvöl varir í > 4 klst. eða flutning á langlegustofnun. Ef innlögn ber ekki brátt að er æskilegt að skimun fari fram fyrir innlögn. Ef þörf er á sýnatöku er æskilegt að henni sé lokið og að svar liggi fyrir áður en af innlögn verður. Skimun og hugsanleg sýnataka má þó ekki valda töfum á innlögn. Taka skal strok frá endaþarmi eða saursýni og strok frá sárum ef þau eru til staðar hjá sjúklingum sem: Hafa legið á sjúkrahúsum utan Íslands á síðustu sex mánuðum í 24 klst. að lágmarki og/eða hafa farið í blóðskilun erlendis og/eða hafa nýlega legið á deild þar sem VÓE hefur greinst. Ef sjúklingurinn/íbúinn hefur legið á sjúkrahúsi í löndum þar sem VÓE eru algengir eða kemur af sjúkrahúsi/sjúkradeild með sýkingahrinu af VÓE, skal meta í samráði við smitsjúkdómalækni hvort taka skuli tvö eða fleiri sýni frá viðkomandi með eins eða tveggja daga millibili, áður en sýklun með þessum bakteríum er útilokuð. HEILBRIGÐISSTARFSMENN Almennt er ekki mælt með skimun fyrir VÓE hjá heilbrigðisstarfsmönnum. Starfsmenn með niðurgang skulu ekki vinna við umönnun sjúklinga/íbúa eða meðhöndla matvæli, óháð orsök niðurgangsins. Sýklun með VÓE má ekki koma í veg fyrir að starfsmaður vinni í samræmi við sína menntun, en á 5

6 nýbura-, gjörgæslu- eða brunadeildum kemur til greina að flytja starfsmann með VÓE sýklun til í starfi. SÝNATAKA AÐFERÐ Við skimun og rakningu smitleiða á að taka strok frá endaþarmi eða saursýni. Við stroksýni frá endaþarmi skal nota almennan bakteríurræktunarpinna, þ.e. breiðan pinna í glasi með bleikum tappa. Þegar endaþarmsstrok er tekið þá skal bleyta pinnann með saltvatni og stinga honum inn í endaþarm u.þ.b. 1,5 2,5 cm og snúa varlega heilan hring. Mikilvægt er að fá saur á pinnann til að draga úr líkum á falskt neikvæðum niðurstöðum. Ef sjúklingur er með einkenni um sýkingu skal einnig taka sýni frá sýkingarstað, t.d. þvag, sár og umhverfis íhluti (t.d. nálar, æðalegg, dren o.s.frv.). Hægt er að sameina sýnatökur fyrir VÓE og fjölónæmum Gram-neikvæðum bakteríum (GNB) sem mynda breiðvirka β-laktamasa (BBL), en þá skal nota tvo pinna samtímis á hvern sýnatökustað, þ.e. einn pinna í leit að VÓE og annan í leit að fjölónæmum og BBL myndandi GNB. Sýni skal senda á Sýklafræðideild við fyrsta mögulega tækifæri, helst samdægurs. AÐGERÐIR VIÐ ÓVÆNTA GREININGU OG SÝKINGAHRINUR Ef VÓE greinist óvænt hjá inniliggjandi sjúklingi á sjúkrahúsi eða íbúa langlegustofnunar, þarf að framkvæma áhættumat í samvinnu við sýkingavarnateymi á viðkomandi stofnun og skipuleggja aðgerðir í samræmi við áhættumat. Helstu aðgerðir sem hægt er að beita eru: Þeir sem greinast með VÓE skulu dvelja í eigin herbergi með eigið salerni. Beita tímabundinni einangrun við áhættuþætti sem auka líkur á dreifingu smits. Rekja smitleiðir hjá sjúklingum sem hafa legið samtímis á sömu deild og upphafssjúklingur sýkingahrinunnar í samræmi við áhættumat. Þrífa og sótthreinsa stofur þar sem VÓE-berar hafa legið. Að því loknu þarf að taka sýni úr umhverfi (skv. lista) til að kanna hvort VÓE sé enn í umhverfinu. Ef sýnin eru jákvæð þarf að endurtaka þrif, sótthreinsun og sýnatöku úr stofum þar til þau eru neikvæð. Fræða starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur. Endurskoða sýklalyfjanotkun á stofnuninni. RAKNING SMITLEIÐA ÞEGAR VÓE GREINIST ÓVÆNT Þegar VÓE greinist óvænt skal leita að bakteríunni hjá sjúklingum sem hafa samtímis legið 7 daga á sömu deild og upphafssjúklingur sýkingahrinunnar. Einnig skal meta þörf á sýnatöku frá sjúklingum sem eru með auknar líkur á VÓE sýklun/sýkingu óháð lengd legu á stofnuninni, sjá undir Smitleiðir og áhættuþættir. Ef enginn greinist með VÓE við þessa leit er ekki þörf á frekari sýnatöku hjá sjúklingum. En ef VÓE greinist hjá einum eða fleiri sjúklingum þarf að taka sýni frá öllum sem hafa legið yfir nótt eða lengur en 8 klst. á sama tíma og á sömu deild og upphafssjúklingur. Ef sjúklingur, sem taka á sýni frá hefur verið fluttur á aðra deild eða sjúkrahús þarf að upplýsa umönnunaraðila á þeim stað, sem sér til þess að sýni verði tekið. Einnig þarf að hafa samband við þá sem eru komnir 6

7 heim og kalla þá til sýnatöku. Ekki skal taka sýni frá starfsmönnum. Í viðauka 2 er tafla sem hægt er að nota við rakningu smitleiða. SMITLEIÐIR OG ÁHÆTTUÞÆTTIR Smitleiðir Smitleið VÓE er snertismit ýmist beint eða óbeint. Bakteríurnar geta borist á hendur heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga frá sýkluðum íhlutum (t.d. þvagleggjum, æðanálum, sáradrenum), sýkluðum sárum og öðrum sýkluðum svæðum á líkamanum. Í kjölfarið berast þeir á milli manna, oftast með höndum. Enterókokkar þola vel þurrk og lifa lengi í umhverfinu eða í meira en þrjá mánuði á þurru yfirborði. Þess vegna þarf að huga sérstaklega að mengun í umhverfi (t.d. snertifletir, yfirborð og tæki notuð til rannsókna) og mögulegu smiti þaðan. Þetta eykur þörf á góðum þrifum og vönduðum sýkingavarnavinnubrögðum. Þættir sem auka líkur á dreifingu bakteríunnar Ákveðnir þættir auka líkur á að VÓE-sýklaðir einstaklingar dreifi bakteríunni. VÓE-sýklaðir einstaklingar bera bakteríuna í meltingarveginum. Niðurgangur, hægðamissir og ristilstóma auka sýklun húðarinnar og líkur á að VÓE dreifist til annarra. Sýklalyfjameðferð með þriðju kynslóðar cefalósporínum og sýklalyfjum gegn loftfælnum bakteríum, eykur þéttni VÓE í saur sem eykur líkur á að bakterían dreifist út í nánasta umhverfi og til annarra. Sýking af völdum bakteríunnar og sýkluð sár auka einnig líkur á dreifingu hennar. Þættir sem auka líkur á sýklun með VÓE Þættir sem auka líkur á að einstaklingar sýklist með VÓE eru hár aldur, undirliggjandi sjúkdómar eins og nýrnabilun, krabbamein eða ónæmisbæling. Sjúklingar með þvagleggi eru líklegri til að vera sýklaðir með VÓE. Sýklalyfjameðferð einkum með þriðju kynslóðar cefalósporínum og sýklalyfjum gegn loftfælnum bakteríum. Sennilega eykur vankómýsín einnig líkur á sýklun með VÓE, sérstaklega ef það er gefið um munn. ALMENNT UM SÝKLALYF OG VÓE Reynsla frá öðrum löndum sýnir að notkun þriðju kynslóðar cefalósporína, vankómýsíns og sýklalyfja gegn loftfælnum bakteríum auka líkur á sýklun með VÓE. Hafa skal þetta í huga við val á sýklalyfjum bæði við meðferð á sýkingum og fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð. Forðast skal óþarfa notkun á þessum lyfjum og helst á ekki nota þau nema sambærilegir meðferðamöguleikar séu ekki til staðar. Aðrir þættir sem snúa að sýklalyfjanotkun, sem eru hugsanlega árangursríkir, eru m.a. að: Taka sýni í ræktanir og aðrar greiningaraðferðir til að fá sem bestu greiningu áður en sýklalyfjameðferð er hafin. Endurskoða sýklalyfjameðferð í samræmi við niðurstöður ræktana. Stytta sýklalyfjameðferð bæði við meðhöndlun sýkinga og fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf. Gæta aðhalds við sýklalyfjagjöf ef ábending er ekki augljós. 7

8 Ekki er mælt með upprætingarmeðferð gegn sýklun með VÓE, því afar ólíklegt er að slík meðferð skili árangri. UPPLÝSINGAR TIL SJÚKLINGA OG AÐSTANDENDA Upplýsa skal sjúklinga sem greinast með VÓE og aðstandendur þeirra um bakteríuna, smitleiðir og smitgát sem þeir skulu viðhafa. Þeir skulu einnig vera upplýstir um góða handhreinsun og fá aðstoð við framkvæmd hennar ef þörf er á. Leiðbeina skal aðstandendum um handþvott og notkun handspritts. Í viðauka 3 er að finna upplýsingar um VÓE fyrir þá sem greinast með VÓE og aðstandendur þeirra. TILKYNNINGARSKYLDA OG SKIMPRÓF Á RANNSÓKNARSTOFUM VÓE er tilkynningarskyldur sýkill og læknum og rannsóknarstofum ber því að senda persónugreinanlegar upplýsingar til sóttvarnalæknis þegar þessi sýkill greinist. Eyðublað fyrir klínískar tilkynningar á VÓE er í viðauka 4. Sýklarannsóknarstofur á Íslandi skulu fylgja aðferðalýsingum sýklafræðideildar Landspítala við skimun á fjölónæmum og BBL myndandi GNB. Nánari lýsingu á framkvæmd skimprófa er hægt að nálgast í Rannsóknarbók sýklafræðideildar Landspítala undir 3.03 Leiðbeiningar og Lyfjamælingar og næmispróf. Þegar grunur vaknar um VÓE skal senda stofninn á sýklafræðideild Landspítala til nánari greiningar. 8

9 SÝKINGAVARNIR Á SJÚKRAHÚSUM Fyrir sjúklinga sem eru með VÓE-sýklun en eru án áhættuþátta sem auka líkur á dreifingu (sjá bls. 7 Smitleiðir og áhættuþættir ), gilda allar sömu reglur og við einangrun nema sjúklingurinn má fara út úr herberginu. Sjúklingurinn skal dvelja á einbýli með eigið salerni en þegar hann fer út úr herbergi sínu verður hann að vera með hreinar og nýsprittaðar hendur og í hreinum fötum. Ef sjúklingurinn er með áhættuþætti sem auka líkur á dreifingu smits (sjá Smitleiðir og áhættuþættir ), skal hann dvelja tímabundið í einangrun, þ.e. hann má ekki fara út úr herbergi sínu á meðan áhættþættir eru til staðar nema þá í rannsóknir og skal þá flytjast á hreinum bekk/hjólastól í hreinum fötum og með sprittaðar hendur. Auk þess skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Umgengni og umönnun sjúklinga sem eru VÓE-berar og eru án áhættuþátta sem auka líkur á dreifingu bakteríunnar: Þeir dvelja í einbýli, með sér salerni og helst sturtu. Ef sjúklingar þurfa að samnýta sturtu þarf að þrífa sturtuna eftir hverja notkun VÓE-bera. Takmarka skal fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem annast sjúklinginn. Starfsfólk skal nota einnota hlífðarfatnað (sloppa og hanska) við aðhlynningu og umbúnað, við skipti á umbúðum og sárum. Sloppa skal nota einu sinni og setja þá í þvott (ef þeir eru úr taui, henda að öðrum kosti) að lokinni notkun og taka nýjan slopp þegar næst er farið inn til sjúklings. Skipta skal um hanska eftir þörfum þegar sjúklingi er sinnt og hreinsa hendur við hanskaskipti. Ávallt skal hreinsa hendur (þvo eða spritta eftir þörfum) áður en herbergi sjúklingsins er yfirgefið, þetta á við alla, þ.e. sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur. Þegar starfsfólk yfirgefur herbergið skal það afklæðast hlífðarfatnaði í fordyri eða við hurð út af stofunni og hreinsa hendur (handþvottur eða handsprittun). Óhreint lín sem fer í þvott fer í vatnsuppleysanlega poka svo í taupoka, eða sambærilegt í samræmi við reglur viðkomandi stofnunar. Mengað rusl fer í gula poka Sóttmengað - brennist. Sjúklingur má fara úr herbergi sínu og vera ásamt öðrum einstaklingum í sameiginlegu rými deildar og borða með öðrum. Hann má nota venjuleg mataráhöld sem fara venjulega leið í þvott, en má ekki sækja mat á matarhlaðborð sjálfur, heldur skal fá aðstoð frá starfsfólki. Eftir hverja máltíð skal spritta helstu snertifleti í nánasta umhverfi sjúklingsins og velja borðfélaga sem ekki eru með áhættuþætti, sem auka líkur á að þeir sýklist af VÓE ef það er mögulegt. Sjúklingur má nota eigin föt en skal fara í hrein föt daglega. Fötin þurfa að þola þvott við 60 C. Óhrein föt skal geyma í lokuðum poka þar til þau eru þvegin. Sjúklingar með sama smit (t.d. eru hluti af sömu sýkingahrinu á stofnun) geta verið saman í herbergi. Aðstaða og þrif Fjarlægja skal alla ónauðsynlega hluti úr herberginu áður en sjúklingur kemur inn í fyrsta sinn. Snertifleti í nánasta umhverfi sjúklingsins skal hreinsa og spritta a.m.k. einu sinni á morgunvakt og einu sinni á kvöldvakt. Í rúmi sjúklingsins skal vera dýna með áklæði sem þolir sótthreinsiefni og sæng og koddi sem þola þvott. 9

10 Hlustpípur, blóðþrýstingsmælar, hitamælar, stasar og annar svipaður tækjabúnaður skal vera í stofu allan legutímann og sótthreinsað að lokinni legu. Venjubundin dagleg þrif með sápuvatni. Að auki skal spritta alla snertifleti með ræstispritti eða sjúkrahússpritti (ræstispritt er hægt að nota á lítið óhreina fleti, sjúkrahússprittið notist á hreina fleti). Þegar sjúklingur útskrifast eða flyst milli herbergja þarf að framkvæma lokaþrif (sjá Viðauka 5). Að þrifum loknum þarf að taka umhverfissýni (sjá viðauka 6), en ekki má nota stofuna fyrr en neikvæð svör liggja fyrir. Leiðbeiningar fyrir heimsóknargesti VÓE-bera: Hreinsa hendur í hvert sinn sem herbergi sjúklings er yfirgefið. Snerta sem minnst í umhverfi í sameiginlegu rými deildar. Sækja ekki mat/kaffi á matarhlaðborð heldur færir starfsfólk þeim hressingu. Klæðast hlífðarfatnaði ef þeir sinna sjúklingi í aðhlynningu eða umbúnaði. 10

11 SÝKINGAVARNIR Á LANGLEGUSTOFNUNUM Við VÓE-sýklun án áhættuþátta sem auka líkur á dreifingu (sjá bls. 7 Smitleiðir og áhættuþættir ), gilda allar sömu reglur og við einangrun nema heimilismaðurinn má fara út úr herberginu. Heimilismaðurinn skal dvelja á einbýli með eigið salerni en þegar hann fer út úr herbergi sínu verður hann að vera með hreinar og nýsprittaðar hendur og í hreinum fötum. En ef heimilismaðurinn er með áhættuþætti sem auka líkur á dreifingu smits (sjá Smitleiðir og áhættuþættir ), skjal hann dvelja tímabundið í einangrun, þ.e. hann má ekki fara út úr herbergi sínu á meðan áhættþættir eru til staðar. Fylgja skal eftirfarandi leiðbeiningum í öllum samskiptum við heimilismanninn. Umönnun og umgengni Einbýli, sér salerni og helst sturta. Ef hann samnýtir sturtu með öðrum þarf að þrífa sturtuna eftir hverja notkun sjúklings. Heimilismenn sem eru með VÓE-sýklun án þátta sem auka líkur á dreifingu bakteríunnar þurfa ekki að vera í einangrun og geta hreyft sig óhindrað á deildinni. Ítreka skal notkun handspritts mörgum sinnum á dag hjá þeim sem eru með VÓE-sýklun. Ávallt skal hreinsa hendur (þvo eða spritta eftir þörfum) áður herbergi heimilismanns með VÓE er yfirgefið, þetta á við alla, þ.e. sjúklinga, stafsmenn og aðstandendur. Íbúar geta borðað með öðrum íbúum en skal færður allur matur (sækja sér ekki mat sjálfir). Eftir hverja máltíð skal spritta snertifleti í nánasta umhverfi íbúans og velja borðfélaga sem ekki hafa áhættuþætti ef það er mögulegt. Takmarka skal fjölda starfsmanna sem annast heimilismanninn. Starfsfólk skal nota hlífðarfatnað (slopp og hanska) við aðhlynningu og umbúnað, skipti á umbúðum sára og þ.h. Sloppa skal nota einu sinni og setja þá í þvott að lokinni notkun eða henda þeim sem eru einnota og taka nýjan slopp þegar næst er farið inn til sjúklings. Skipta skal um hanska eftir þörfum þegar heimilismanni er sinnt og hreinsa hendur við hanskaskipti. Sjúklingur má nota eigin föt en skal fara í hrein föt daglega. Fötin þurfa að þola þvott við 60 C. Óhrein föt skal geyma í lokuðum poka þar til þau eru þvegin. Óhreint lín sem fer í þvott fer í vatnsuppleysanlega poka svo í taupoka, eða annað sambærilegt í samræmi við reglur stofnunarinnar. Mengað rusl fer í gula poka Sóttmengað - brennist. Sjúklingar með sama smit (t.d. eru hluti af sömu sýkingahrinu á stofnun) geta verið saman í herbergi. Þegar starsfólk yfirgefur herbergið skal afklæðast hlífðarfatnaði í fordyri eða við hurð út af stofunni og hreinsa hendur (handþvottur eða handsprittun). Heimilismenn með áhættuþætti (t.d. niðurgang óháð orsök niðurgangs) sem auka líkur á dreifingu smits skulu dvelja tímabundið í einangrun þar til áhættuþáttur er ekki lengur til staðar, sjá nánar undir Smitleiðir og áhættuþættir. Aðstaða og þrif Rúmdýna skal vera með með áklæði sem þolir sótthreinsiefni og nota sæng og kodda sem þola þvott. Ef mögulegt er skulu blóðþrýstings- og hitamælar og önnur nauðsynleg lækningatæki ekki notuð fyrir aðra á stofnuninni og geymd inni á herbergi þess sem er með VÓE-sýklun. Ef það er 11

12 ekki hægt skulu lækningatækin sótthreinsuð áður en þau eru notuð fyrir aðra íbúa deildarinnar/stofnunarinnar. Stofu íbúans skal þrífa daglega á hefðbundinn hátt með sápuvatni. Að auki skal spritta alla snertifleti í nánasta umhverfi heimilismannsins með ræstispritti eða sjúkrahússpritti (ræstispritt er hægt að nota á lítið óhreina fleti, sjúkrahússprittið notist á hreina fleti). Þegar sjúklingur útskrifast eða flyst milli herbergja þarf að framkvæma lokaþrif (sjá viðauka 5). Að þrifum loknum þarf að taka umhverfissýni (sjá viðauka 6), en ekki má nota stofuna fyrr en neikvæð svör liggja fyrir. Leiðbeiningar fyrir heimsóknargesti Hreinsa skal hendur í hvert sinn sem herbergi sjúklings er yfirgefið. Snerta sem minnst í umhverfi í sameiginlegu rými deildar. Sækja ekki mat/kaffi á matarhlaðborð heldur skal starfsfólk færa þeim hressingu. Klæðast hlífðarfatnaði sinni þeir sjúklingi í aðhlynningu eða umbúnaði. 12

13 SÝKINGAVARNIR Í HEIMAHJÚKRUN Við alla umönnun skal ávallt beita grundvallarsmitgát en auk þess skal viðhafa viðbótarvarúð með viðeigandi umgengisreglum og hlífðarfatnaði við umönnun einstaklinga sem bera VÓE. Starfsfólk skal klæðast stutterma klæðnaði og nota viðeigandi hlífðarbúnað eftir þörfum. Skjólstæðingnum og aðstandendum hans skal kenna vandaða handhreinsun og þjálfa þá í aðferðinni. Að auki skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum við samskipti og umönnun skjólstæðinga sem bera VÓE: Umönnun og umgengni Mælt er með að skjólstæðingur skipti daglega um nærföt og handklæði, og fari í hrein föt a.m.k. annan hvorn dag. Óhreint lín skal handleika sem minnst og varast að hrista línið svo að ryk þyrlist ekki upp. Lín frá skjólstæðingi, mengað blóði eða öðrum líkamsvessum skal setja beint í þvottavél á heimilinu eða setja í plastpoka á leið í þvottahús. Lín skal þvo við a.m.k. 60 C. Hanskar eru notaðir við beina snertingu við skjólstæðinginn og það sem hann hefur notað, áhöld, tæki og hvers kyns óhreinan þvott (fatnað, lín o.s.frv.). Alltaf skal spritta hendur þegar skipt er um hanska. Við alla aðhlynningu og umbúnað, t.d. þegar skipt er á rúmfatnaði eða umbúðum sára/stóma skal nota einnota plastsvuntu. Ef starfsmaður er í langerma klæðnaði þrátt fyrir tilmæli um stutterma flíkur skal hann klæðast langerma hlífðarsloppi sem hylur vinnufötin við alla aðhlynningu og umbúnað. Einnota langerma hlífðarsloppum og plastsvuntum skal henda eftir hverja heimsókn. Óhætt er að henda þeim í heimilissorp nema við líkamsvessamengun sem þá fellur undir áhættusorp (sjá fyrir neðan). Margnota sloppa skal setja í vatnsuppleysanlega poka, svo í taupoka eða annað sambærilegt í samræmi við reglur heilbrigðisþjónustunnar og skila í þvott á næstu starfsstöð (t.d. heilsugæslu) eftir hverja heimsókn heimahjúkrunar. Sár sem eru sýkluð með VÓE skal hylja þéttum umbúðum. Þvag, hægðir og önnur fljótandi efni (s.s. blóð, gröftur, vessar) skal skola beint niður í salerni. Skipta skal um umbúðir áður en vessað hefur í gegnum þær. Ávallt skal hreinsa hendur upp að olnbogum (þvo eða spritta eftir þörfum) áður heimilið er yfirgefið. Lækningatæki og annar búnaður Helst skal nota einnota áhöld. Ef það er ekki hægt, skal nota margnota búnað og áhöld sem hægt er að þvo og sótthreinsa. Ef mögulegt skal nota þann búnað sem skjólstæðingur á t.d. blóðþrýstingsmæli. Ef mögulegt skulu blóðþrýstings- og hitamælar og önnur nauðsynleg lækningatæki, ekki notuð fyrir aðra skjólstæðinga heimahjúkrunarinnar, heldur geymd heima hjá skjólstæðingi sem er með VÓE sýklun. Ef það er ekki hægt skulu lækningatækin sótthreinsuð áður en þau eru notuð fyrir aðra skjólstæðinga. Við sótthreinsun lækningatækja skal nota hitasótthreinsun (t.d. uppþvottavél) þegar hægt er, annars viðeigandi sótthreinsiefni. Ef sótthreinsun lækningatækja fer fram á heilsugæslustöð þarf að setja þau í öruggar plastumbúðir til að hægt sé að fara með þau á heilsugæslustöðina til að setja í uppþvottavél. 13

14 Þrif og sorp Líkamsvessamengun skal fjarlægja strax, þurrka upp bleytu og fjarlægja sýnileg óhreinindi, t.d. með einnota þurrkum. Nota skal hanska og plastsvuntu við verkið. Æskilegt er að spritta daglega snertifleti í nánasta umhverfi, t.d. handföng, klósettsetu, niðursturtuhnapp á klósetti, rofa fyrir ljós og rofa á búnaði sem skjólstæðingurinn notar. Mælt er með að heimilið sé þrifið reglubundið með sápuvatni. Margnota klúta skal þvo eftir hverja notkun, hent ef er einnota. Sorp skal helst fjarlægt daglega. Sorpi má henda eins og öðru heimilissorpi, nema áhættusorpi, en það skal setja í gula poka merkta Sóttmengað - brennist sem starfsmenn taka með sér og henda á næstu starfsstöð sem tekur við sóttmenguðu sorpi. Nálar og oddhvassir hlutir og einnota hlutir sem innihalda blóð eða aðra líkamsvessa sem gætu lekið telst vera áhættusorp. Sjá nánar í reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun sorps. Ef skjólstæðingur þarf að sækja meðferð eða fara í rannsókn innan heilbrigðisþjónustunnar, t.d. á sjúkrahús, göngudeild, heilsugæslu eða einkarekna stofu skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Sá sem pantar meðferð/rannsókn skal tilkynna meðferðaraðilanum/rannsóknaraðilanum fyrirfram að viðkomandi sé með VÓE. Skjólstæðingurinn skal vera í hreinum fötum. Ef húðsár eru til staðar þurfa þau að vera þakin þéttum hreinum umbúðum. Skjólstæðingurinn skal spritta hendur sínar áður en hann yfirgefur heimili sitt. Ef skjólstæðingur er fluttur í sjúkrabíl skulu sjúkraflutningsmenn og aðrir sem koma að flutningnum aðeins klæðast hlífðarbúnaði við beina snertingu (við lyftingu úr rúmi í börur). Þeir skulu sótthreinsa hendur vandlega að loknum flutningnum. Ef skjólstæðingur er fluttur í eigin hjólastól er stóllinn þrifinn og sótthreinsaður áður en ferðin hefst. 14

15 SÝKINGAVARNIR HEILSUGÆSLA OG EINKAREKNAR STOFUR Grundvallarsmitgát skal ávallt viðhöfð gagnvart öllum einstaklingum en auk þess skal viðhafa viðbótarvarúð með viðeigandi umgengisreglum og hlífðarfatnaði þegar við á, ef þekktir VÓE berar fá þjónustu. Klæðast skal stutterma klæðnaði og nota viðeigandi hlífðarbúnað eftir þörfum. Að auki skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum í samskiptum við sjúklinga sem bera VÓE: Umönnun og umgengni við sjúkling Starfsfólk skal í starfi sínu klæðast stutterma vinnuklæðnaði til að handhreinsun sé sem árangursríkust og minni líkur á að óhreinar ermar beri smit á milli manna. Skipuleggja viðtalstíma sjúklinga með VÓE í lok dags ef mögulegt er og lágmarka bið á biðstofu. Allur óþarfur búnaður og innanstokksmunir á rannsóknar- eða meðhöndlunarstofu skal fjarlægður af stofunni eða breitt yfir hann áður en sjúklingur kemur inn. Nota skal hanska við alla beina snertingu við sjúklinginn, áhöld, búnað og innanstokksmuni sem hann hefur verið í snertingu við, einnig þegar verið er að ganga frá eftir rannsókn eða meðferð. Við skoðun og ummönnun sjúklings skal fara í plastsvuntu eða hlífðarslopp utan yfir vinnufatnað. Margnota hlífðarslopppa skal nota einu sinni og að notkun lokinni setja þá í vatnsuppleysanlega poka, svo í taupoka eða annað sambærilegt í samræmi við reglur heilbrigðisþjónstunnnar og þvo við lágmark 60 C. Umbúðum af sýktum sárum, hönskum og öðrum einnota búnaði ber að farga sem sóttmenguðum úrgangi. Aðstaða, lækningatæki og þrif Öll húsgögn og hjálpartæki sem notuð eru á heilsugæslustöðvum, göngudeildum, læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta skulu þola hreinsun og sótthreinsun (stólar, dýnur, borð o.s.frv.). Við skoðun og umönnun sjúklinga með VÓE-sýklun skal helst nota einnota áhöld. Ef það er ekki hægt, skal nota margnota búnað og áhöld sem hægt er að þvo og sótthreinsa. Margnota lækningatæki og annar búnaður eru fyrst þvegin og síðan sótthreinsuð skv. leiðbeiningum framleiðanda. Hitasótthreinsun í uppþvottavél er besta sótthreinsunaraðferðin, en nota skal viðeigandi sótthreinsandi efni ef hitasótthreinsun er ekki möguleg. Föt og lín, sem er mengað líkamsvessum skal þvo við a.m.k. 60 C. Margnota lök, skal setja í vatnsuppleysanlega poka, svo í taupoka eða annað sambærilegt í samræmi við reglur stofnunarinnar og þvo við lágmark 60 C hita að heimsókn lokinni. Líkamsvessa, skal þurrka strax upp með einnota þurrkum og nota hanska og hlífðarslopp og/eða plastsvuntu við verkið. Að því loknu skal sótthreinsa svæðið með viðeigandi sótthreinsiefni. Sorp og úrgang skal fjarlægja daglega, áhættusorp skal setja í gula poka merkta Sóttmengað - brennist. Nálar og oddhvassir hlutir og einnota hlutir sem innihalda blóð eða aðra líkamsvessa sem gætu lekið telst vera áhættusorp. Sjá nánar í reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun sorps. Óhreint lín skal meðhöndla eins lítið og kostur er. Eftir að meðferð sjúklings er lokið skal þrífa snertifleti í umhverfi hans og starfsfólksins (með sápuefnisvættum klúti) og sótthreinsa með sótthreinsunarefni (t.d. 70% spritt, Virkon 1%). Dæmi um helstu snertifleti eru m.a. hurðarhúnar, rofar, legubekkir, leiksvæði, stólsetur og armar. Þrífa þarf stofu eftir að sjúklingur er farinn og spritta mögulega snertifleti í biðstofu. Ræstingafólk skal klæðast sama hlífðarbúnaði og heilbrigðisstarfsmenn. 15

16 16

17 VIÐAUKAR Viðauki 1 - Spurningalisti við skimun vegna VÓE Eftirfarandi spurningalista skal leggja fyrir alla sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús, endurhæfingarstofnun og aðrar heilbrigðisstofnanir og íbúa sem flytja inn á langlegustofnanir. Ef einni eða fleiri af eftirtöldum spurningum er svarað játandi, skal taka strok frá endaþarmi og sárum, ef þau eru til staðar. Heilbrigðisstofnun: Deild: Sjúklingur Íbúi á langlegustofnun Annað, hvað?: Nafn: Kennitala: Heimilisfang: Póstnúmer: Spurningar til skimunar áhættu Hefur þú: Legið á sjúkrahúsum utan Íslands á síðustu sex mánuðum* og/eða farið í blóðskilun erlendis og/eða nýlega legið** á deild með sýkingahrinu af völdum VÓE * miðað er við að innlögn á erlendu sjúkrahúsi hafi varað í 24 klst. að lágmarki. ** með innlögn er átt við innlagnir á legudeildir, dagdeildir, göngudeildir og bráðadeildir, þar sem meðferð/dvöl varir í > 4 klst. eða innflutning á langlegustofnun. 17

18 Viðauki 2 - Skráning við rakningu smitleiða við VÓE sýkingahrinu Nafn Kennitala Deild Herbergi/rúm Legutími, frá (ddmmyy) til (ddmmyy) Dags. VÓE sýnatöku Svar VÓE jákv./neikv. Útskrifaður heim eða heiti stofnunar 18

19 Viðauki 3 - Upplýsingar til sjúklinga og aðstandenda vegna VÓE Ef þú ert sýkluð/-aður eða sýkt/-ur af VÓE, láttu þá strax vita þegar þú þarft að leita á heilbrigðisstofnun. Gerðar eru sérstakar ráðstafanir til að fyrirbyggja dreifingu bakteríunnar innan heilbrigðisþjónustunnar. Hvað er VÓE? Enterókokkar eru bakteríur sem eru hluti af eðlilegri örveruflóru ristilsins en við ákveðnar aðstæður geta þessar bakteríur valdið ýmsum sýkingum. Í sumum tilfellum hefur bakterían myndað ónæmi gegn sýklalyfi sem heitir vankómýsín og kallast þá vankómýsín ónæmur enterókokkur eða VÓE (á ensku VRE=vancomycin resistant enterococci). Sýkingar af völdum VÓE eru ekki algengari en sýkingar af völdum vankómýsin næmra enterókokka og verða oftast hjá mikið veikum sjúklingum inni á sjúkrahúsum. Sýking eða sýklun af völdum VÓE Þar sem enterókokkar eru hluti af örveruflóru heilbrigðra einstaklinga, getur bakterían lifað í okkur án þess að valda sýkingum. Þetta er kallað sýklun og er eðlilegt ástand. Sýklun er einkennalaus og langvarandi. Undir sérstökum kringumstæðum getur bakterían síðan valdið sýkingum. Langflestir sem bera VÓE eru með sýklun (eru sýklaðir) því sýkingarnar, sem eru með hefðbundnum einkennum sýkinga, eru tímabundnar og lagast við sýklalyfjagjöf. Hvers konar sýkingar getur VÓE orsakað? VÓE getur valdið sýkingum í þvagfærum, kviðarholi og jafnvel blóðsýkingum. Eru einhverjir í aukinni áhættu á að fá sýkingar af völdum VÓE? Einstaklingar sem eru í aukinni áhættu á að sýkjast af VÓE: Aldraðir einstaklingar. Mjög ónæmisbældir einstaklingar t.d. á gjörgæsludeildum og krabbameinsdeildum. Einstaklingar sem hafa verið meðhöndlaðir með vankómýsíni eða öðrum mjög breiðvirkum sýklalyfjum um lengri tíma. Einstaklingar sem eru sýklaðir af VÓE. Sjúkrahús eða samfélag: Ónæmar bakteríur eru líklegri til þess að ná sér á strik inni á sjúkrahúsum (t.d. hjá ónæmisbældum sjúklingum, í skurðsárum, þar er mikið af sýklalyfjum) heldur en úti í samfélaginu. Þess vegna eru strangari reglur um viðbrögð við sýklun/sýkingum af völdum ónæmra baktería þar en úti í samfélaginu. Hver er meðferðin við VÓE? Við sýkingar eru notuð sýklalyf sem næmi er fyrir skv. ræktunarsvari. Ef einstaklingar eru sýklaðir af VÓE, þ.e. bera bakteríuna en engin sýking er til staðar, þá er ekki til meðferð sem upprætir bakteríuna. Hvernig dreifist VÓE? VÓE dreifist með snertingu, annað hvort beint manna á milli eða úr umhverfi. Hendur eru því mikilvægastar í dreifingu bakteríanna. Hendurnar geta mengast við snertingu t.d. salernis- eða annars mengaðs umhverfis. Meiri hætta er á dreifingu ef einstaklingur sem ber VÓE fær niðurgang, því ber að passa hreinlæti sérstaklega vel undir þeim kringumstæðum. VÓE dreifist ekki með hósta eða hnerra. 19

20 Hvernig er hægt að koma í veg fyrir dreifingu VÓE? Ef þú eða einhver á þínu heimili er með VÓE eru eftirfarandi ráð góð til að fyrirbyggja dreifingu bakteríunnar: Handþvottur/handsprittun. Þvoðu hendur vel eftir salernisferðir og áður en matvæli eru meðhöndluð. Handspritt getur líka verið góður kostur ef sótthreinsa á hreinar hendur. Þrífðu reglulega svæði á heimilinu sem geta mengast af VÓE, eins og t.d. salerni og baðherbergi. Daglegt líf með VÓE Það að vera VÓE-beri á ekki að hafa nein áhrif á daglegt líf úti í samfélaginu. Gott almennt hreinlæti er nægilegt til að hindra að smit berist á milli manna. Góður handþvottur eftir salernisferðir er mikilvægur þáttur þess að hindra dreifingu bakteríunnar. Að vera VÓE-beri hefur ekki áhrif á atvinnuþátttöku. VÓE-berar mega vinna öll störf og gera allt það sem þeir sem eru ekki berar mega gera. Að vera VÓE-beri hindrar þig ekki í að sinna börnum og barnabörnum, eða taka þátt í leik og starfi. Að vera VÓE-beri hindrar almennt ekki ferðalög hvorki innan lands né utan. En ráðlegt er þeir sem eru háðir blóðskilun tryggi að þeir fái meðferð á áfangastað þrátt fyrir VÓE-sýklun. Ekki er víst að maki sé sýklaður, þó líkur á því séu örlítið hærri. Allt venjulegt samneyti við maka er í lagi, þ.m.t. kynlíf. 20

21 Viðauki 4 - Lokaþrif eftir einangrun vegna VÓE Að einangrun lokinni þarf að hreinsa og sótthreinsa stofuna og það sem í henni er. Mikilvægt er að vanda vel til verka því að bakterían getur leynst víða. Hjúkrunarfræðingur sem annast sjúkling skal ganga úr skugga um að ræstingafólk þekki aðstæður og hafi fengið og skilið eftirfarandi leiðbeiningar. Hlífðarfatnaður: Þeir sem þrífa skulu vera í ermalöngum sloppi, með svuntu og hanska. Undirbúningur fyrir lokaþrif hjúkrunarfólk Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði, klæddur hlífðarfatnaði undirbýr herbergið fyrir lokaþrif. Takið allt lín, sæng og kodda og setjið í vatnsuppleysanlega poka og síðan í venjulega taupoka eða annað sambærilegt í samræmi við reglur viðkomandi heilbrigðisþjónustu. Geymið í fordyri þar til undirbúningi er lokið. Alla margnota hluti, s.s. þvagflöskur, bekjur (bekken), hitamæla og hlustpípur skal sótthreinsa. Þá hluti, sem sótthreinsa má í þvottavél í skolherbergi skal setja í plastpoka og geyma í fordyri þar til undirbúningi er lokið. Alla aðra hluti skal þvo með klór ppm lausn eða Virkon 1% lausn inni í einangrunarherberginu. Öllum einnota hlutum skal henda í gula poka fyrir sóttmengað sorp. Vinnubrögð ræstingafólk Hlífðarfatnaður skal notaður (síðaerma sloppur, einnota hanskar). Gluggatjöld, tjöld milli rúma og við handlaug, skulu tekin niður, sett í vatnsuppleysanlegan poka og svo í venjulegan taupoka. Tjöldin skal geyma í fordyri og svo send í þvott að verki loknu. Allt í stofu og salerni skal þvegið, einnig gólf, úr ppm klór lausn eða Virkon 1% lausn. Vanda skal sérstaklega þvott á rúmi og öllum snertiflötum, sem hafa verið næst sjúklingi, s.s. bjöllu, útvarpi, fjarstýringum, rafmagnsrofum, handföngum, rúmgrindum, borði og borðskúffu. Allir snertifletir á tækjum í herbergi sjúklings s.s. monitorar, öndunarvélar og fleira skulu þvegnir vandlega með klór eða Virkon lausn. Þvegið skal innan úr og ofan af skápum og öðrum láréttum flötum og herðatrjám sem ekki er hægt að þrífa (t.d. tré-herðatré) skal henda. Sjáanleg óhreinindi skulu þvegin af veggjum (blettahreinsun) en samráð skal haft við hjúkrunarfræðing um hvort frekari hreingerningar sé þörf. Veggir neðan við snaga skulu þvegnir. Hendur skulu hreinsaðar vandlega með þvotti og sprittun, að verki loknu. Þegar þrifum er lokið Moppur og klúta skal setja í glæra plastpoka og senda strax í ræstimiðstöð, þvegið þar við 90 C. Moppuskaft skal þvegið með spritti og fata sótthreinsuð með því að þvo hana í þvottapotti í skolherbergi. 21

22 Fara skal úr hlífðarfatnaði í fordyri, ef það er til staðar, annars áður en herbergi er yfirgefið. Margnota sloppar fara í vatnsuppleysanlegan poka og síðan í venjulegan taupoka eða annað sambærilegt í samræmi við reglur stofnunarinnar. Plastsvunta og hanskar fara í gulan poka merktan Sóttmengað - brennist". Hendur skulu hreinsaðar vandlega áður en herbergið er yfirgefið. Hendur skulu sprittaðar og nýir hanskar settir upp áður en farið er með búnað til sótthreinsunar í skolherbergi. 22

23 Viðauki 5 - Sýnataka úr umhverfi eftir þrif vegna VÓE Eftir að einangrun á heilbrigðisstofnun vegna VÓE lýkur, er mælt með að stofan þar sem VÓE-beri lá ásamt öllu sem í henni er og salerni sjúklings sé þrifið og sótthreinsað vandlega með Virkon 1% lausn. Sýnataka getur oftast hafist um fjórum tímum eftir að þrifum lýkur en yfirborð sem á að taka sýni frá þarf að vera orðið þurrt. Strokin eru tekin á venjulega bakteríustrokpinna (með bleikum tappa) sem vættir eru með dauðhreinsuðu saltvatni áður en sýnin eru tekin. Miðað er við að taka sýni á 5 6 pinna úr einni stofu og aðliggjandi salerni. Hverjum pinna er strokið á marga staði samkvæmt eftirfarandi: Pinni I: Eining sjúklings Rúmið: Strjúkið pinnanum yfir sem flesta fleti gafls og rúmbríka og gálga auk rúmdýnu. Fjarstýring/bjalla fyrir rúmið: Strjúkið pinnanum yfir alla takka og snertifleti. Náttborð: Strjúkið yfir snertifleti ofan á borðflötum og á hliðum, handföng og framan á skúffum og skápum sem og inni í skúffum og skápum í náttborði. Rafmagnsstokkur fyrir ofan rúm, rofar og tengi á stokk auk leslampa. Skápur: Strjúkið pinnanum á alla snertifleti á hurð, innan í hliðum og á herðatré. Pinni II: Umhverfi í stofu Allar hurðir á stofu og salerni: Húnar, snertifletir, báðum megin. Veggrofar Stólar: Bak, armar og seta. Ofn, gluggahandföng, takkar og snertifletir á sjónvarpi og öðrum rafmagnstækjum, fjarstýringar. Pinni III: Salerni (allir fletir) Snertifletir á handlaug (að utan og að innan) og snerlar á krönum við handlaug. Af snertiflötum við sturtu. Af klósettkassa. Af klósettsetu. Af klósettbrún. Af gólfi: Hér og þar á gólfinu og út í hornin og ruslafata. Pinni IV: Hjúkrunar- og lækningatæki Strjúka yfir takka og snertifleti á hjartsláttarskjá. Strjúka af snertiflötum blóðþrýstingsmælis, sérstaklega þeim hluta sem er settur um handlegg sjúklings. Strjúka yfir alla snertifleti sjúklingalyftara/sarita. Strjúka af öllum öðrum tækjum sem eru í stofunni. Pinni V: Gólf Strjúka yfir gólfið í herberginu á nokkrum stöðum og einnig í hornunum, bregða honum einnig á ruslafötu og skammel. Merkja þarf hvert sýnaglas (pinna) með sýnatökustað. Einnig skal fylla út lista í viðauka Viðauki - sýnataka í umhverfi við leit að vankómýsín ónæmum enterókokkum og senda með sýnabeiðni á sýklafræðideild Landspítala. Pinnana má geyma í stofuhita fram að sendingu til rannsóknar sem best 23

24 er að sé sem fyrst. Niðurstaða sýnatökunnar liggur oftast fyrir eftir þrjá daga. Ef eitt eða fleiri sýni eru jákvæð þarf að endurtaka þrifin og sýnatökuna, þar til allt er orðið hreint. 24

25 Skráning á sýnatöku í umhverfi við leit að VÓE Stofnun Deild Stofa Dags. og tími við lok ræstingar Dag. sýnatöku Sýnatökustaður 25

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Guangdonghérað um miðjan nóv. 2002 Smitandi lungnabólga,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

Sýkingavarnir= Öryggi sjúklinga. Ólafur Guðlaugsson Smitsjúkdómalæknir LSH

Sýkingavarnir= Öryggi sjúklinga. Ólafur Guðlaugsson Smitsjúkdómalæknir LSH Sýkingavarnir= Öryggi sjúklinga Ólafur Guðlaugsson Smitsjúkdómalæknir LSH Spítalasýkingar = Sýkingar tengdar heilbrigðisþjónustu Eru sýkingar sem eru tengdar þeirrar þjónustu sem sjúklingur fær í eða tengda

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Eficur vet. 50 mg/ml stungulyf, dreifa handa svínum og nautgripum. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml inniheldur: Ceftiofur 50 mg (sem ceftiofurhýdróklóríð) Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Senokot (Icepharma), töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur mulin aldin (fræbelgi) Senna plantna, bæði Alexandrian Senna (Cassia senna L. (C. acutifolia

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS CIALIS 2,5 mg filmuhúðaðar töflur 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Hver tafla inniheldur 2,5 mg tadalafil. Hjálparefni með þekkta verkun: Hver

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PRID alpha 1,55 g skeiðarinnlegg fyrir nautgripi 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virkt innihaldsefni: Prógesterón... 1,55 g Hjálparefni: Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Relistor 12 mg/0,6 ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hettuglas með 0,6 ml inniheldur 12 mg af metýlnaltrexónbrómíði. Einn ml af lausn

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Amoxicillin Mylan 750 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir750 mg af amoxicillíni. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS STARLIX 60 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 120 mg filmuhúðaðar töflur STARLIX 180 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING STARLIX 60 mg filmuhúðaðar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur. Siklos 1000 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Siklos 100 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Síprox 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 250 mg cíprófloxacín (sem cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat). Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AMMONAPS 500 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Í hverri töflu eru 500 mg af natríumfenýlbútýrati. Í hverri töflu eru 62 mg af natríum. Sjá lista yfir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamotrigin ratiopharm 25 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 50 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 100 mg dreifitöflur. Lamotrigin ratiopharm 200 mg dreifitöflur.

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Pradaxa (dabigatran) LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA

Pradaxa (dabigatran) LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA Pradaxa (dabigatran) LEIÐBEININGAR FYRIR LÆKNA vegna blæðingarhættu í fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegareki eftir valfrjáls mjaðmar- eða hnéliðskipti Þær leiðbeiningar sem eru gefnar í þessum bæklingi

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Brimonidin Bluefish 2 mg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 2,0 mg af Brimonidintartrati, sem jafngildir 1,3 mg af brimonidini.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lexotan 3 mg töflur. Lexotan 6 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Brómazepam 3 mg og 6 mg. Hjálparefni: Lexotan 3 mg inniheldur laktósaeinhýdrat sem jafngildir 89,7

Διαβάστε περισσότερα

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni.

Hvítar eða næstum hvítar filmuhúðaðar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, ígreyptar GX EH3 á annarri hliðinni og A á hinni hliðinni. 1. HEITI LYFS Alkeran 2 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2 mg af melfalani. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Filmuhúðuð tafla Hvítar eða næstum hvítar

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Constella 290 míkrógramma hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 290 míkrógrömm af línaklótíði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Emla 25 mg/g + 25 mg/g krem 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af kremi inniheldur 25 mg af lidocaini og 25 mg af prilocaini. Hjálparefni með þekkta verkun: Macrogolglýserólhýdroxýsterat

Διαβάστε περισσότερα

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014

Dýralyfjafréttir. Dýralyf handa skrautfiskum. Pistillinn ESVAC 2014 Dýralyfjafréttir Lyfjastofnun Nóvember 2016 6. tbl. Dýralyf handa skrautfiskum Í pistlinum hér til hægri er vikið að býi og nú skal einnig fjallað um skrautfiska. Í sumum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS AVAMYS 27,5 míkrógrömm/úðaskammt nefúði, dreifa 2. INNIHALDSLÝSING Hver úðaskammtur gefur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Sjá lista yfir öll

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Quinine Sulfate Actavis 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg af kínín súlfati. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Finasteride Alvogen 5 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 5 mg af fínasteríði Hjálparefni með þekkta verkun Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum. Veraflox 60 mg töflur handa hundum. Veraflox 120 mg töflur handa hundum. 2. INNIHALDSLÝSING Hver

Διαβάστε περισσότερα

Matvæli úr dýraríkinu

Matvæli úr dýraríkinu Skoðunarhandbók - leiðbeiningar Matvæli úr dýraríkinu Desember 2016 1. INNGANGUR...4 Inngangur...4 1.2 Lagagrunnur...5 1.3 Skilgreiningar...6 1.4 Verklag...8 1.5 Skoðunarkerfið...9 1.5.1 Tilefni...9 1.5.2

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun Hveitisterkja Sjá

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cisordinol Depot 200 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Zúklópentixóldekanóat 200 mg/ml Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Sporanox 100 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Eitt hylki inniheldur 100 mg af itraconazoli. Hjálparefni: Súkrósi. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Amoxibactin vet 250 mg töflur fyrir hunda 2. INNIHALDSLÝSING 1 tafla inniheldur: Virkt innihaldsefni: Amoxicillín 250 mg (jafngildir 287,50 mg af amoxicillínþríhýdrati)

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TachoSil vefjalímsnetja 2. INNIHALDSLÝSING Hver cm 2 TachoSil inniheldur: Mannafíbrínógen Mannatrombín 5,5 mg 2,0 a.e. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS TAFLOTAN 15 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 15 míkrógrömm af

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Ketamín 100 mg (Jafngildir 115,33 mg ketamínhýdróklóríð) Hjálparefni: Klórókresól

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Lamictal 2 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 5 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 25 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 50 mg tuggu-/dreifitöflur. Lamictal 100 mg

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að

Διαβάστε περισσότερα