EFNISYFIRLIT 1 VERKLÝSING AÐSTAÐA, VARNIR OG VINNUPALLAR MÚRVIÐGERÐIR MÁLUN ÚTVEGGJA ANNAÐ 7 1.

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "EFNISYFIRLIT 1 VERKLÝSING AÐSTAÐA, VARNIR OG VINNUPALLAR MÚRVIÐGERÐIR MÁLUN ÚTVEGGJA ANNAÐ 7 1."

Transcript

1 EFNISYFIRLIT 1 VERKLÝSING AÐSTAÐA, VARNIR OG VINNUPALLAR Aðstaða Varsla og varnir Vinnupallar MÚRVIÐGERÐIR Viðgerðir og málun, almennt, Háþrýstiþvottur Múrviðgerð á flötum Múrviðgerð á köntum Viðgerð á sprungum með múr Viðgerð á sprungum með múr og kítti Múrviðgerð á tröppum MÁLUN ÚTVEGGJA Sílanböðun útveggja Málun útveggja Málun tréverks og glugga Málun á blikki Málun útihurða ANNAÐ Endurnýja glerfalslista Endurnýjun glugga Endurnýjun klæðningar á þakkanti Klæðning á skyggni yfir dyrum Klæðning á múrhúðaða fleti Endurnýjun lama Viðgerð á plastklæðningu VIÐBÓTARVERK Tímavinna TEIKNINGASKRÁ 10 VERKSAMNINGUR 11 1

2 1 VERKLÝSING 1.1 AÐSTAÐA, VARNIR OG VINNUPALLAR AÐSTAÐA Verkkaupi leggur til aðstöðu að hluta til fyrir verktaka nálægt verkstað. Sjá gr Vinnusvæðið er á hliðum hússins. Aðkoma að húsinu er góð. Lóðin er opin og bílastæði malbikuð framan við hús. Verktaki skal leggja til nauðsynlegar rafmagnskapla og aðrar nauðsynlegar lagnir og annast tengingu þeirra. Verkkaupi leggur til aðgang að rafmagni, köldu vatni og heitu sé þess þörf. Sjá gr Hann greiðir kostnað við þá notkun, en verktaki sér um lagnir og tengingar. Þá leggur verktaki til verksins gáma undir rifið efni og rusl, og annast flutning þeirra og förgun úrgangs hjá sorpmóttökustöð. Magn er heild fyrir aðstöðu. Í verði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. starfsmannaaðstaða, raflagnir og förgun á rusli. Þegar aðstaðan er komin upp verður greidd 30% og 70% með jöfnum greiðslum á verktíma VARSLA OG VARNIR Verktaki skal annast, kosta og bera ábyrgð á öllum vörnum sem nauðsynlegar eru meðan á verkinu stendur. Hér er um að ræða t.d. varnir gegn falli efna og verkfæra af þaki og vinnupöllum en gerð er krafa til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Þá er um að ræða öryggisráðstafir gagnvart gönguleiðum að og frá húsinu m.m. Þar sem umferð er að og frá húsinu, er nauðsynlegt að verktaki taki sérstakt tillit til gangandi sem akandi umferðar. Hann skal annast öryggisráðstafanir sem tryggi öruggt aðgengi að húsinu og bílastæðum við það. Í þessu sambandi getur verið nauðsynlegt að loka svæðum við húsið tímabundið. Skal það gert í samvinnu við eftirlitsmann. Verktaki ber ábyrgð á vörslu og skemmdum sem kunna að verða á eignum verkkaupa og annarra vegna ófullnægjandi vörslu og verkskipulagningar á verktímanum. Leita skal samþykkis verkkaupa um tilhögunina, en það fyrrir verktaka þó ekki ábyrgð. Allar skemmdir sem kunna að verða af völdum verktaka eða manna á hans vegum skal verktaki lagfæra á sinn kostnað, jafnóðum eða í verklok eftir aðstæðum hverju sinni. Magn er heild. Innifalið í verði skal vera allur kostnaður við verkið. Verður greitt með jöfnum greiðslum á verktíma VINNUPALLAR Húsið, sem á að mála, er tvær hæðir, ris og kjallari. Botnflatarmál 1. hæðar er 222 m 2. Samanlögð hæð útveggja og þaks er um 11,5 m mælt frá lóðaryfirborði. Byggingarár hússins er 1957 og 3. Hæð Verktaki skal leggja til vinnupalla eða vinnulyftur sem nota þarf við framkvæmd verksins. Honum er í sjálfsvald sett hvort hann setur upp fasta vinnupalla úr áli, stáli eða timbri eða notar færanlega verkpalla eða vinnulyftur. Vinnupallar og vinnulyftur skulu uppfylla kröfur Vinnueftirlits ríksins og íslenskra álagsstaðla. Pallarnir skulu þannig gerðir að óviðkomandi eigi ekki aðgang upp á þá utan reglulegs vinnutíma. Verktaka ber að sjá til þess að tilhögun vinnupalla sé sem heppilegust og öruggust gagnvart starfsmönnum og íbúum hússins. 2

3 Magn er heild fyrir verkið. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. vinnupallar, lyftur, efni, vinna, tæki, festingar og öryggisvarnir. 1.2 MÚRVIÐGERÐIR VIÐGERÐIR OG MÁLUN, ALMENNT, Húsið er úr steinsteypu. Yfirborð útveggja er múrhúðað og málað. Ástand málningar er nokkuð gott. Múrviðgerðir eru á afmörkuðum stöðum húss. Sprungur eru aðallega á plötuskilum. Aðrar múrviðgerðir eru minni háttar. Verktaki ásamt eftirlitsmanni verkkaupa skal meta og mæla umfang múrviðgerða og ákveða aðferðir múr- og sprunguviðgerða. Efni til múrviðgerða skulu vera forframleiddar múrviðgerðablöndur, sem hlotið hafa almenna viðurkenningu hér á landi. Um sé að ræða hraðþornandi, trefjastyrktar viðgerðarblöndur, sem rýrna ekki. Blöndurnar skal vera auðvelt að handleggja. Þetta er verðlaus liður HÁÞRÝSTIÞVOTTUR Háþrýstiþvo skal alla steinsteypta veggi hússins, sem málaðir verða og viðgerðir. Verja skal allt umhverfi þannig að háþrýstiþvottur valdi ekki skemmdum. Miða skal við þrýsting allt að 300bar með köldu vatni. Þrýstingur skal valinn þannig að yfirborðsáferð á flötum skemmist ekki og laus málning hreinsist öll af. Hreinsun miðast við mjög vandlega yfirferð og að hvergi sé laus málning eða önnur óhreinindi að loknum háþrýstiþvotti. Þar sem hreinsa þarf lausa steypu og ryð af járnum getur þurft að auka þrýsting upp í 500bar. Hreinsa skal burtu rusl, málningu og öll ummerki eftir háþrýstiþvott. Sama á við um hreinsun á múrbrotum tilheyrandi múrviðgerðum, sem skal farga í gám á lóð hússins. Ekki er reiknað með að húsið verði háþrýstiþvegið, nema að mjög takmörkuðu leyti, þar sem múrviðgerðir eru. Kostnaður vegna háþrýstiþvotts er innifalinn í viðkomandi Málningarlið MÚRVIÐGERÐ Á FLÖTUM Um er að ræða viðgerð á múrhúðuðum flötum. Reiknað er með að múrhúðað sé yfir flötinn til að ná sem líkastri áferð og var fyrir. Múrhúðun 12-15mm, með tilbúinni múrviðgerðarblöndu eða sambærilegri blöndu. Háþrýstiþvegið undir og sementskústað. Þar sem múr hefur losnað, þarf að brjóta hann upp og endurmúra. Mælieining er m2. Magntala er múraður flötur eftir þykkt. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. vinna, efni, tæki. Kostnaður við hreinsun flata sjá gr MÚRVIÐGERÐ Á KÖNTUM Viðgerð á við þar sem steypustyrktarstál hefur sprengt utan af sér steypuhulu á köntum og valdið ryðsmiti á yfirborði eða að kantur sé sprunginn af öðrum orsökum. Á hornum á steyptri þakrennu eru skemmdir í málningu og steypu, sem þarf að gera við. 1. Flöturinn umhverfis skemmd sé afmarkaður með sögun eða broti þannig að skil milli viðgerða myndi sem næst 90 gráðu horn við flötinn. Brjóta skal uns sér í óryðgarð stál. Brjóta skal þannig að brotsárið nái minnst 10 mm inn fyrir stálið. Miða skal við að 3

4 lágmarks steypuhula verði mm. Til að ná mm steypuhulu getur þurft að slá stálið inn. 2. Slípa eða sandblása allt ryð af stálinu og skola steypusárið með hreinu vatni eða ómenguðu þrýstilofti. 3. Bera tvær umferðir af sementsbundnu ryðvarnarefni á stálið með pensli samkvæmt fyrirmælum framleiðanda og í seinni umferðinni skal bera a.m.k. 20 mm út á steypuna, þar sem járnið gengur inn í hana. 4. Setja upp réttskeiðar sé þess þörf og festa vel. 5. Meðhöndla steypusárið samkvæmt fyrirmælum framleiðanda múrblöndunar. Í flestum tilfellum skal sárið kústað með grunni þ.e.a.s. þynntri múrblöndu. 6. Draga upp múrblöndu í blautann grunninn og gang frá viðgerðinni í samræmi við yfirborðið í kring. 7. Aðhlúun og eftirmeðferð múrs skal vera í samræmi við fyrirmæli framleiðanda múrsins. Nýlagðan múr skal verja fyrir of hraðri þornun, sérstaklega fyrsta sólarhringinn eftir útlögn. Halda skal múrnum rökum í minnst 7 sólarhringa, eða sprauta yfir hann steypuþekju. Steypuþekja skal hafa eyðst af fletinum áður en hann er sílanborinn eða málaður. Mælieining er m. Magntala er lengd af viðgerðum köntum, flokkað eftir dýpt og gerð. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. sögun, múr, viðgerðarefni, frágangur og vinnu VIÐGERÐ Á SPRUNGUM MEÐ MÚR Verklýsing þessi á við stakar sprungur sem eru yfir 0,5 mm breiðar. 1. Saga skal í sprunguna U-laga fúgu, um 8 mm breiða og 10 mm djúpa. 2. Hreinsa skal ryk og önnur óhreinindi úr fúgunni með ómenguðu þrýstilofti eða köldu vatni. 3. Væta skal fúguna tímum áður en viðgerð hefst. 4. Grunna skal fúguna samkvæmt fyrirmælum framleiðanda múrsins. 5. Fylla fúguna með tilbúnum múr sem hentar stærð fúgunnar. 6. Við framkvæmd verksins skal fara eftir verklýsingu framleiðanda svo og verklýsingum sem hér fylgja. 7. Ganga frá yfirborði fúgunnar í samræmi við aðliggjandi yfirborð. 8. Aðhlúun og eftirmeðferð múrs skal vera í samræmi við fyrirmæli framleiðanda múrsins. Nýlagðan múr skal verja fyrir of hraðri þornun, sérstaklega fyrsta sólarhringinn eftir útlögn. Halda skal múrnum rökum í minnst 7 sólarhringa, eða sprauta yfir hann steypuþekju. Steypuþekja skal hafa eyðst af fletinum áður en hann er sílanborinn eða málaður. Mælieining er m. Magntala er lengd af viðgerðri sprungu. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. sögun, hreinsun, múr, efni og vinnu VIÐGERÐ Á SPRUNGUM MEÐ MÚR OG KÍTTI Verklýsing þessi á við óþéttar samskeytasprungur þar sem endurnýja þarf þéttingar. 1. Saga skal í sprunguna U-laga fúgu, um 8 mm breiða og 12 mm djúpa. 2. Hreinsa skal ryk og önnur óhreinindi úr fúgunni með ómenguðu þýstilofti eða köldu vatni. 3. Grunna skal fúguna með primer sem framleiðandi fúgufylliefnsins leggur til. 4. Setja skal bakfylliefni í botn fúgunnar, t.d. límband eða snæri eða annað sambærilegu efni. 4

5 5. Fylla fúguna með teygjanlegu fúgufylliefni þar til 3-4 mm eru eftir, þá skal fylla strax út með tilbúinni múrviðgerðablöndu, sem hentar stærð fúgunnar. Þýsta skal múrnum í blautt fúgufylliefnið og pússa í samræmi við yfirborðið í kring. 6. Við framkvæmd verksins skal fara eftir verklýsingu framleiðanda svo og verklýsingum sem hér fylgja. 7. Ganga frá yfirborði fúgunnar í samræmi við aðliggjandi yfirborð. 8. Aðhlúun og eftirmeðferð múrs skal vera í samræmi við fyrirmæli framleiðanda múrsins. Nýlagðan múr skal verja fyrir of hraðri útþornun, sérstaklega fyrsta sólarhringinn eftir útlögn. Halda skal múrnum rökum í minnst 7 sólarhringa, eða sprauta yfir hann steypuþekju. Steypuþekja skal hafa eyðst af fletinum áður en hann er sílanborinn eða málaður. Mælieining er m. Magntala er lengd af viðgerðri sprungu. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. sögun, hreinsun, múr, efni og vinnu MÚRVIÐGERÐ Á TRÖPPUM Um er að ræða viðgerð á múrhúð á tröppum við aðalinngang. Múr framan á tröppum hefur losnar að hluta til á tveim neðstu tröppum. Brjóta skal upp lausan múr og endurmúra. Múrhúðun 15-25mm, með tilbúinni múrviðgerðarblöndu eða sambærilegri blöndu. Háþrýstiþvegið undir og sementskústað. Magn er heild. Í verði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. vinna, hreinsun, efni, tæki og annað sem til verksins þarf. Hreinsun flata sjá gr MÁLUN ÚTVEGGJA SÍLANBÖÐUN ÚTVEGGJA Sílanbaða skal steypta fleti sem málning hefur losnað af og allar múrviðgerðir. 1. Hreinsa burtu lausa og flagnandi málningu sem ekki hefur farið við háþrýstiþvott. 2. Bera 40% monosílan á alla bera steinsteypu og fleti sem gert hefur verið við með múr, þannig að fljótandi himna myndist, og skal þess vandlega gætt að hvergi verði fletir útundan. Sprauta skal efninu með lágum þrýstingi, þvert yfir lóðrétta fleti með sm millibili. Lárétta og lítið hallandi fleti, svo sem vatnsbretti, skal sílanbaða ríkulega. Ekki má bera efnið á heitan flöt móti sól eða í rigningu. Flöturinn skal vera þurr til að ná sem mestu ísogi. Efnið má ekki komast í snertingu við vatn eða vatnsgufu fyrir notkunn. 3. Hreinsa skal efnið strax af flötum sem það á ekki að fara á t.d. gleri, timbri eða klæðningum. Nota skal spritt við hreinsunina eða hreinsiefni sem framleiðendur mæla með. 4. Efnisnotkun skal vera a.m.k. 0,2 l/m2, miðað við sléttan flöt. Vatn má ekki komast í snertingu við efnið í 4-6 klukkustundum eftir að efnið hefur verið borið á. 5. Ekki skal bera efnið á við lægra hitastig en 5 gráður. Einnig skal hitastig veggjarins vera minnst 3 gráðum yfir daggarmörkum loftsins meðan sílanböðun stendur og þornun þess. Kostnaður við sílanböðun skal innifalin í einingarverði málningar MÁLUN ÚTVEGGJA Eftir múr og steypuviðgerðir skal mála alla fleti sem viðgerðir eru á. 5

6 Nota skal í hverju tilfelli efni sem þróað hefur sérstaklega til utanhússmálunar og hlotið hefur almenna viðurkenningu hér á landi sem slíkt. Við alla málningarvinnu skal fara eftir leiðbeiningum framleiðanda um undirbúning og framkvæmd. Framleiðendur hafa gefið út leiðbeinandi bæklinga um vöru sína og er verktaka bent á að kynna sér þá, þar sem þeir eru hluti af verklýsingu. Áður en málun heft skulu fletir vera hreinir og þurrir. Hitastig utanhúss skal vera yfir mörkum sem framleiðandi setur. Mála skal alla steinfleti með terpentínuþynnanlegri akrílbundinni málningu í fyrri umferð og vatnsþynnanlegri akrílbundinni málningu í seinni umferð. Grunna skal undan málun. Yfirborð steins er múrhúðað. Litur: Samkvæmt ákvörðun verkkaupa. 1. Hreinsa lausa málningu sem ekki hefur farið af með háþýstiþvotti. Flöturinn skal vera hreinn og þurr. 2. Grunna með terpentínuþynnanlegri akrílbundinni málningu rækilega þynntri með terpentínu, allt að 40%. Þurrfilmuþykkt sé 35 μ (mikron). Yfirmálun sé í samræmi við fyrirmæli framleiðanda. 3. Mála fyrri umferð með óþynntri terpentínuþynnanlegri akrílbundinni málningu. Efnisnotkun sé um 0,17 l/m2 miðað við sléttan flöt. Þurrfilmuþykkt 70 μ (mikron). Yfirmálun sé í samræmi við fyrirmæli framleiðanda. 4. Mála seinni umferð með óþynntri vatnsþynnanlegri akrílbundinni málningu. Efnisnotkun 0,12 l/m2, miðað við sléttan flöt. Þurrfilmuþykkt μ. Þannig að endanleg þurrfilmuþykkt sé a.m.k μ. 5. Ekki skal mála við læga hitastig en 5 C. Mælieining er m2. Magntala er veggflötur. Op, svo sem gluggar og hurðir, stærri er 1 m2 dragast frá. Veggfletir inn með gluggum og hurðum reiknast með. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, sílanböðun, tæki og vinna MÁLUN TRÉVERKS OG GLUGGA Mála skal timburklæðningu á þakköntum og annað tréverk eftir lýsingu þessari. Um er að ræða endurmálun veðraðra flata og nýtt timbur. Glugga og tréverk skal hreinsa vel af allri lausri málningu. Mála skal alla gluggakarma og pósta á sv-gafl og sa-hlið (götuhlið) hússins. Núverandi litur er ljós. Litur skal vera sami og fyrir er. 1. Forvinna undir endurmálun skal vera eftirfarandi. Skafa skal burt lausa og flagnaða málningu. Yfirborðveðrun (grána) skal hreinsa með sköfum og slípun með sandpappír. Þar sem naglahausar hafa ryðgað, skulu þeir slegnir inn og kíttað yfir. Síðan bætt í ryðfríum skrúfum eftir þörfum. 2. Áður en málun hefst skal rakinn í viðnum vera minni en 18%. 3. Metta skal beran við með grunnolíu (viðarolíu) með þurrefnisinnihaldi 5-15 %. Til að metta viðinn getur þurft að fara fleiri en eina umferð. Yfirmálun sé í samræmi við fyrirmæli framleiðanda. 4. Mála tvær umferðir af alkýðoliumálningu, með þurrefnisinnihaldi %. Milli umferða sé biðtími í samræmi við fyrirmæli framleiðanda. Endanleg þurrfilmuþykkt sé a.m.k μ (mikron). 5. Ekki skal mála við lægra hitastig en 5 C. Mælieining er m fyrir gluggakarma, pósta og opnanleg fög. Magntala er lengd af gluggakörmum, póstum og opnanlegum fögum. 6

7 Mælieining er m2 fyrir timburklæðningu. Magntala er flötur tréverks. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. vinna, efni, tæki, þrif, hreinsun, málun og förgun MÁLUN Á BLIKKI Blikkáfellur (flassning) yfir steyptum kanti á göflum er farin að ryðga og þá aðallega skrúfur eða naglar. Hreinsa þarf allt ryð og skipta um ónýtar skrúfur, grunna og mála vandlega. Mælieining er m. Magntala er lengd af áfellum ( flasningum). Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. hreinsun, efni, skrúfur, tæki og vinna MÁLUN ÚTIHURÐA Útihurðir eru úr dökkum harðviði. Þær skal skafa upp og lakka aftur að utan og innan ásamt körmum. Hreinsa skal vandlega allt lakk og pússa með sandpappír þannir að grámi sé hreinsaður burt. Einnig skal hreinsa upp messing hlífðarplötur neðst á hurðum. Lakka skal 2 umferðir með glæru utanhúss viðarlakki yfir hurðir. Sjá verklið Mælieining er stk. Magntala er fjöldi útihurða. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, tæki og vinna. 1.4 ANNAÐ ENDURNÝJA GLERFALSLISTA Gert er ráð fyrir að endurnýja þurfi megnið af glerfalslistum á sa-hlið(götuhlið) og sv-gafl hússins. Botnlistar skulu vera sérhannaði botnlistar úr áli eða harðviði. Hreinsa skal fals vel áður en nýir listar eru settir. Bera skal akrílkítti undir lista, en hafa gúmmílista að rúðu. Gæta skal þess að útloftun sé undir rúðu, inn í fals og út úr gluggakarmi eða undir botnlista. Mælieining er m. Magntala er lengd af endurnýjuðum listum. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, fjarlæging og förgun eldri lista, hreinsun á falsi, glerlistar, skrúfur, gúmmí þéttilistar, tæki og vinna ENDURNÝJUN GLUGGA Gert er ráð fyrir að endurnýja þurfi alla glugga á 1.hæð og kjallara á sa- hlið hússins. Gert hefur verið við suma gluggana og eru gluggar farnir að skemmast út frá þeim viðgerðum. Nýir gluggar skulu vera sem líkastir þeim sem fyrir eru, en úr varanlegu efni t.d. ál-tré eða plast gluggar. Verkið skal þannig unnið að það valdi sem minnstum skemmdum á múr í kring. Þétta skal vandlega utan með nýjum gluggum og kítta við stein. Mælieining er stk. Magntala er fjöldi glugga eftir stærð. Í einingaverði skal vera innifalinn allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, gler, laus fög, skrúfur, fjarlæging og förgun eldri glugga, viðgerð á múr, tæki og vinna ENDURNÝJUN KLÆÐNINGAR Á ÞAKKANTI Endurnýja þarf klæðningu á þakkanti á sv-gafli. Um er að ræða panel-klæðningu. Losa þarf upp stálkant, sem beygður er yfir kant. Einnig þarf að endurnýja klæðningu neðan á kanti. Klæðning skal fest með ryðfríum skrúfum eða nöglum. Gengið skal vel frá stálkanti aftur með viðeigandi festingum. Mælieining er m2. Magntala er flötur af fullfrágengnum þakkanti. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, naglar, skrúfur, tæki og vinna. 7

8 1.4.4 KLÆÐNING Á SKYGGNI YFIR DYRUM Steypt skyggni yfir dyrum er sprungið að framan. Framan á kant skal klæða með sléttu steni og þakdúk ofan á skyggni. Gengið frá við vegg og að framan með ál-flasningu. Mælieining er m2. Magntala er fermetrar. af klæddum fleti með kanti. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. Klæðning á kanti, dúkur, festingar, tæki og vinna KLÆÐNING Á MÚRHÚÐAÐA FLETI Á sv-gafli (stigahúsi), eru sléttir fletir milli hornsúlna, sem skal klæða með ljósu sléttu steni, á einfalda 40mm tré grind. Gengið frá að ofan og neðan með ál-flasningu, sem nær undir glugga að ofan, og út yfir glugga að neðan. Mælieining er m2. Magntala er klæddur flötur. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. þéttingar við glugga og vegg, klæðning, trégrind, festingar og frágangur ENDURNÝJUN LAMA Lamir á svalahurð á 3.hæð eru ryðgaðar. Endurnýja þarf allar lamir (3stk) með ryðfríum eða messing-lömum. Mælieining er heild. Í verði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, skrúfur, fjarlæging eldri lama, tæki og vinna VIÐGERÐ Á PLASTKLÆÐNINGU Á na-gafli er gat á plastpanel-klæðningu á 3.hæð, sem þarf að laga. Óvíst er hvort hægt er að fá svona klæðningu til viðgerðar. Gert er ráð fyrir að búinn verði til prófíll úr áli og settur yfir gatið. Hann nái frá efri brún klæðningar og niður á móts við neðri brún klæðningar. Fest við klæðningu með ryðfríum draghnoðum. Síðan málað með sama lit og klæðning. Mælieining er heild. Í verði skal vera innifalið allur kostnaður við framkvæmd verksins, s.s. efni, sníða og beygja efnið, draghnoð, tæki og vinna. 1.6 VIÐBÓTARVERK TÍMAVINNA Komi til að verktaki vinni aukaverk í tímavinnu, skal greiða honum fyrir eftir einingaverðum sem hér eru boðin. Einingarverð skulu vera jafnaðartaxtar og ekki verður greitt aukalega þótt unnið sé utan dagvinnutíma. Tímagjaldið skal miðast við hvern unnin tíma. Taxtarnir skulu innifela allan kostnað svo sem allar samnings- og lögbundnar greiðslur ofan á laun, ferðir, fæði, álagningu, verkstjórn, kostnað vegna allra almennra handverkfæra o.s.frv. Mælieining er klst. Magntala er fjöldi klukkutíma iðnaðarmanna og verkamanna. Í einingaverði skal vera innifalið allur kostnaður er tengist því að hafa iðnaðarmenn og verkamenn í vinnu. 8

9 MAGNTÖLUR Verkl. Verkþáttur Ein. Samnings Magn Ein.verð 1.1. AÐSTAÐA, VARNIR, VINNUPALLAR Aðstaða heild 1 Samtals Verð Varsla og varnir heild Vinnupallar heild SAMTALS KR 1.2. MÚRVIÐGERÐIR Múrviðgerð á flötum Múrviðgerð á flötum, 2-5 mm m 2 3 Múrviðgerð á flötum, mm m Múrviðgerð á köntum Vatnsbretti, br = 0,15 m lm 10 Með hliðum glugga,br = 0,10 m lm 5 Múrviðgerð á köntum, d =2-5 mm lm 10 Múrviðgerð á köntum, d =10-50 mm lm Viðgerð á sprungum með múr lm Viðgerð á sprungum m. múr og kítti lm 30 Viðgerð á ryðguðu járni í kanti lm Múrviðgerð á tröppum heild SAMTALS KR 1.3. MÁLUN Málun útveggja (blettað) m Málun vatnsbretta og kanta m. þykkhúð lm Málun tréverks og glugga Málun gluggakarma, pósta og lausra faga lm 150 Málun tréverks (þakkantar) m Málun á áfellu úr galv. Blikki (b=0,7m) lm Málun útihurða stk 3 9

10 1.3 SAMTALS KR 1.4. ANNAÐ Endurnýjun glerfalslista lm Endurnýjun glugga ( 2,7x1,4m ) stk 4 Endurnýjun glugga ( 2,7x0,4m ) stk 4 Endurnýjun opnanl. gl. ( 0,3x1,3m ) stk Endurnýja klæðningu á þakkant m Klæðning á skyggni yfir dyrum m Klæðning á múraða fleti m Endurnýjun lama á svalahurð heild Viðgerð á gati á plastklæðningu heild SAMTALS KR 1.6 VIÐBÓTARVERK Tímavinna Iðnaðarmaður klst 20 Verkamaður klst SAMTALS KR SAMTALS ALLT KR 0.9 TEIKNINGASKRÁ Eftirtaldar eldri teikningar fylgja útboði þessu: Útlit Teikningar minnkaðar úr A2. 10

11 VERKSAMNINGUR UTANHÚSSVIÐGERÐ OG MÁLUN VERKSAMNINGUR SEPT VERKKAUPI: NAFN VERKKAUPA VERKTAKI: NAFN VERKTAKA UMSJÓN: 11

12 1. GREIN VERKEFNI Verkið er í því fólgið: 1) Að hreinsa, gera við og mála hluta útveggja, skipta um nokkra glugga og klæða veggfleti og dyraskyggni. 2. GREIN SAMNINGSGÖGN Verkið skal unnið í samræmi við þennan samning og eftirtalin gögn: Útboðsgögn, eins og þau eru tilgreind í grein í útboðs- og samningsskilmálum Tilboðsblað verktaka dags ásamt útfylltri og yfirfarinni (leiðréttri) tilboðsskrá, sem er fylgiskjal A með samningi þessum. Bréf um staðfestingu á töku tilboðs dags sem er fylgiskjal B með samningi þessum. Verktryggingu frá #( nafn tryggingarfélags )# dags að fjárhæð kr. sem er fylgiskjal C með samningi þessum. Verkáætlun (tíma- og greiðsluáætlun) sem er fylgiskjal D með samningi þessum. Fundargerðir skýringafunda milli verkkaupa og verktaka áður en verksamningur er undirritaður, hafi slíkir fundir farið fram, fylgiskjal E. Framantalin gögn eru hluti þessa samnings. 3. GREIN SAMNINGSFJÁRHÆÐ Samningsfjárhæð er, samkvæmt tilboði verktaka og með leiðréttingum samkvæmt ákvæðum útboðsgagna: kr. með virðisaukaskatti skrifað, 4. GREIN FRAMKVÆMDATÍMI Framkvæmdatími hefst strax og tilboði hefur formlega verið tekið og skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 15. desember

13 5. GREIN ÁGREININGSMÁL Rísi mál út af samningi þessum skal reka það fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða frumrit, eitt handa hvorum aðila. Reykjavík, F.H. VERKKAUPA F.H. VERKTAKA Vottar: Nafn og kennitala Nafn og kennitala 13

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Brúnás 2 Geirmundur J. Hauksson Hermann J. Ólafsson Pétur Á. Jóhannsson. Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Brúnás 2 Geirmundur J. Hauksson Hermann J. Ólafsson Pétur Á. Jóhannsson. Lokaverkefni í byggingariðnfræði Brúnás 2 Geirmundur J. Hauksson Hermann J. Ólafsson Pétur Á. Jóhannsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði Vor 2018 Höfundar: Geirmundur J. Hauksson kt. 070175-3989 Hermann J. Ólfasson kt. 130680-5349 Pétur

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS

TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS VERKLÝSING Byggjandi STYKKISHÓLMSBÆR Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi Sími 433 8100 Fax 433 1705 Arkitekt ARKITEKTASTOFAN OG EHF. Skúlatúni 2, 105 Reykjavík Sími 562 6833

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 Búðartangi 10 Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 kt: 111079-5959 kt: 010273-3079 kt: 190570-3719 Leiðbeinendur: Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

AFLAKÓR 4, KÓPAVOGUR

AFLAKÓR 4, KÓPAVOGUR AFLAKÓR 4, KÓPAVOGUR Lokaverkefni Byggingariðnfræði BI LOK 1006 2012-1 Höfundur: Einar Ólafur Einarsson Kennitala: 021282-3249 Leiðbeinendur: Jón Guðmundsson og Ágúst Þór Gunnarsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Glitvellir 25, 220 Hafnafjörður

Glitvellir 25, 220 Hafnafjörður Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2012 Glitvellir 25, 220 Hafnafjörður Ragnar Kristinn Lárusson Höfundur: Ragnar Kristinn Lárusson Leiðbeinendur: Ágúst Þór Gunnarsson, Jón ólafur Erlendsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

4. útgáfa júní Vörulýsing. steinsteypa. Sterkari lausnir

4. útgáfa júní Vörulýsing. steinsteypa. Sterkari lausnir 4. útgáfa júní 2012 Vörulýsing steinsteypa Sterkari lausnir Almennar upplýsingar Öryggisatriði Óhörðnuð steinsteypa er ertandi. Varast skal snertingu við húð og augu. Komist steinsteypa í augu er mikilvægt

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar

Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar 1.1.-1 Hitaveiturör Tæknilegar upplýsingar 1.1.1 Stálrör SET notar aðeins stálrör frá viðurkenndum framleiðendum við framleiðslu á einangruðu lagnaefni fyrir hitaveitur. Krafist er gæðaskírteina með rörunum

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað. Blandað á staðnum. Ekkert fer til spillis. Umhverfisvænt. Tímasparnaður.

Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað. Blandað á staðnum. Ekkert fer til spillis. Umhverfisvænt. Tímasparnaður. Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað Blandað á staðnum Ekkert fer til spillis Umhverfisvænt Tímasparnaður Snyrtileg lausn Sterkari lausnir Þunnflotsbíll Steypustöð á hjólum Vinsælar lausnir: Anhýdrít

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson 1 UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA Í ritgerðinni eru settar fram í nokkrum köflum kröfur er snerta efnisgæði til girðingarefnis. Ennfremur kröfur sem gerðar eru varðandi framkvæmd og vinnubrögð við uppsetningu

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Nokkur valin atriði úr aflfræði

Nokkur valin atriði úr aflfræði Einföld sveifluhreyfin Nour valin atriði úr aflfræði Soðum raftajöfnuna fyrir orm með ormstuðul sem má rita á eftirfarandi formi: mẍ = x sem er óhliðruð. stis diffurjafna. Umritum hana yfir á eftirfarandi

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Kennitala: 110981-3929 Torfi G.Sigurðsson Tækni- og verkfræðideild School of

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014. frá 16. Nr. 57/1013 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 134/2014 2016/EES/57/74 frá 16. desember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 168/2013 að því er varðar kröfur

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010

TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 TÆKNILEGIR TENGISKILMÁLAR VATNSVEITNA -TTV- 2010 Samorka 28. febrúar 2011 Útgefandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík Sími: 588 4430, Fax 588 4431 Tölvupóstfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Stefnumót við náttúruna

Stefnumót við náttúruna Stefnumót við náttúruna HUGMYNDAHEFTI//FRUMATHUGUN 01//REYKJAVÍK//DES 2010 Upplýsingastandur Setsvæði Geymsla Verslun Vistvæn sjónarmið Sorp H U G M Y N D A F R Æ Ð I Markmið verkefnisins byggist á því

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TachoSil vefjalímsnetja 2. INNIHALDSLÝSING Hver cm 2 TachoSil inniheldur: Mannafíbrínógen Mannatrombín 5,5 mg 2,0 a.e. Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Spiron 25 mg töflur Spiron 50 mg töflur Spiron 100 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING Ein tafla inniheldur 25 mg, 50 mg eða 100 mg af spírónólaktóni. Hjálparefni með

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Methergin 0,2 mg/ml stungulyf, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver lykja inniheldur methylergometrinmaleat 0,2 mg/ml. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Norditropin SimpleXx 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í rörlykju Norditropin SimpleXx 15 mg/1,5 ml,

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2005. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2005 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS

ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS Jóhanna Bettý Durhuus Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 011 Höfundur/höfundar: Jóhanna Bettý Durhuus Kennitala: 160584-3789 Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Samþykktar teikningar séu fyrir hendi við skoðun á nýsmíði, endurnýjun eða breytingum.

Samþykktar teikningar séu fyrir hendi við skoðun á nýsmíði, endurnýjun eða breytingum. kjalnúmer...: VLR-665 Útg.d...: 15.10.003 15.8.1..10 5010 amþ. teikingar 5010 amþ teikningar 5010 amþ teikningar Reglugerð Túlkun Verklýsing Upplýsingar kilgreiningar á dæmingum Aðferð Forsenda dóma érm.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 128/32 IS Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 10.5.2001 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 884/2001 frá 24. apríl 2001 þar sem mælt er fyrir um ítarleg framkvæmdaákvæði varðandi fylgiskjöl vegna

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PRID alpha 1,55 g skeiðarinnlegg fyrir nautgripi 2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR Virkt innihaldsefni: Prógesterón... 1,55 g Hjálparefni: Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Uppsetning rafgirðinga

Uppsetning rafgirðinga Page 1 of 11 Uppsetning rafgirðinga Lárus Pétursson, landbúnaðarverkfræðingur. EFNISYFIRLIT Inngangur Uppsetning rafgirðinga 1. Undirbúningur og skipulagning 1.1. Efnisáætlun 2. Val girðingarstæðis. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 10 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 10 mg: 1 tafla inniheldur 158,4

Διαβάστε περισσότερα

Rafmagsfræði loftræsikerfa

Rafmagsfræði loftræsikerfa Rafmagsfræði loftræsikerfa Sigurður Sigurðsson Febrúar 2003 Sigurður Sigurðsson 2 Rafmagnsfræði loftræsikerfa Höfundur: Sigurður Sigurðsson Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI DÝRALYFS Posatex eyrnadropar, dreifa handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Virk innihaldsefni: Orbifloxacin 8,5 mg/ml Mometasonfuroat (sem mónóhýdrat) 0,9 mg/ml

Διαβάστε περισσότερα

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum Skrifað út 30.3.2005; 18:59 6.1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm 3. Hversu langa pípu þyrfti að nota í loftvog til að samsvara loftþrýstingi miðað við 76

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. frá 28. maí 2014

Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. frá 28. maí 2014 Nr. 18/68 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ÁKVÖRÐUN FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR 2016/EES/18/07 frá 28. maí 2014 um vistfræðilegar viðmiðanir við veitingu umhverfismerkis ESB fyrir málningu

Διαβάστε περισσότερα

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn.

Venofer 20 mg járn/ml stungulyf, lausn og innrennslisþykkni, lausn. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα