Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:"

Transcript

1 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr árg. Upplag Vakning er meðal sauðfjárbænda um aukna nýtingu á fjárhundum við búskapinn. Hér sýnir tíkin Röskva fénu á bænum Giljum í Mýrdal hver það er sem ræður og það eigi að halda sig auðmjúkt við fætur Jón Geirs Ólafssonar húsbónda hennar. Hann er bóndi og hundaþjálfari og býr í Gröf í Skaftártungu. Sjá nánar á bls. 12. Myndi / Jónas Erlendsson Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: Ríkið torveldar sjálft lagningu jarðstrengja með mismunun á innflutningsgjöldum vörugjöld valda hækkun raforkuverðs og seinka þrífösun til bænda engin áform uppi um breytingar Í vetur hefur verið töluvert um bilanir á raflínum vegna brotinna staura og slitinna lína í kjölfar ísingar og óveðurs. Vaxandi kröfur hafa því verið um að leggja raflínur í jörð þar sem hætta er á snjóflóðum eða miklum veðrum vegna staðhátta. Þetta á við um marga staði á landsbyggðinni, til að mynda á Vest fjörðum, þar sem mikið hefur verið um tjón á loftlínum á síðustu tveim mánuðum. Háværar kröfur hafa verið um úrbætur, meðal annars á Alþingi, en athygli vekur að opinber innflutningsgjöld á jarðstrengjum skuli í raun gera þá mun óhagstæðari kost en loftlínur og torvelda úrlausn þessara mála. Jarðstrengir bera 15% vörugjald en loftlínur ekkert Jón Bjarnason alþingismaður gerði fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra hinn 5. nóvember 2012 um verð og álagningu á efni til raforkuflutnings. Í svari ráðherra hinn 23. janúar 2013 kom fram að allt efni í loftlínur er undanþegið vörugjöldum. Vír sem er án rafmagnseinangrunar fellur undir tollskrárnúmer og ber auk úrvinnslugjalds 25,5% virðisaukaskatt. Aftur á móti bera háspenntir jarðstrengir (á tollskrárnúmeri ) 15% vörugjald og að auki leggst á þá 0,15% eftirlitsgjald og 25,5% virðisaukaskattur. Samkvæmt innflutningsskýrslum nam innflutningur á háspenntum jarðstrengjum 778 milljónum króna á árinu Álagt vörugjald hefur samkvæmt því numið tæplega 117 milljónum króna og eftirlitsgjald liðlega 1 milljón króna. Þá má ætla að virðisaukaskattur af endanlegri sölu á umræddri vöru hafi numið nálægt 300 milljónum króna að því er segir í svari ráðherra. Hækkar raforkuverð og seinkar endurbótum á dreifikerfi Það liggur því fyrir að álögur ríkisins hækka verð jarðstrengja umfram loftlínur. Það leiðir síðan til hækkunar á raforkuverði og seinkar endurbótum á 11 KV dreifikerfi til bænda. Það seinkar einnig þrífösun á einstökum býlum og hægir á uppbyggingu stofnlína. Ljóst er að þetta vörugjald leggst þyngst á notendur í dreifbýli, þar sem flutningsleiðir til hvers notanda eru lengri en í þéttbýli. Einnig mismunar þessi gjaldtaka stórnotendum og almennum raforkukaupendum. Á komandi árum mun öll styrking og viðbætur á dreifikerfi til almannanota verða á formi jarðstrengja og loftlínur eingöngu verða byggðar til að tengja stórvirkjanir og stóriðju. Jón Bjarnason spurði því ráðherra einnig hvort til stæði að lagfæra þennan mismun á gjöldtöku á mismunandi rafflutningsefni eða lækka gjöldin. Svar ráðherra var skýrt og einfalt: Ekki eru uppi áform um breytingar á gjaldtöku af rafflutningsefnum sem stendur. Fyrst og fremst pólitísk spurning Árni Steinar Jóhannsson, stjórnarformaður RARIK, segir að það sé fyrst og fremst pólitísk spurning hvort vilji sé til að taka á þessu eða ekki. Ef jarðstrengir væruódýrari gæfi auga leið að hægt væri að flýta úrbótum á dreifikerfinu. Við viljum allt gera til að hraða þessari jarðstrengjavæðingu. Þetta er rekstarlegt hagkvæmnisspursmál fyrir okkur og það er ekkert smá tjón sem orðið hefur bara í vetur. Það hefði samt orðið hryllilegt ef staðan hefði verið eins og fyrir tíu árum, því þrátt fyrir allt er búið að strengvæða gríðarlega mikið. Við erum alltaf að taka verstu kaflana hverju sinni og notum á hverju ári alla þá peninga sem við getum til að koma kerfinu í jörð. Ekki staðið við niðurgreiðslur Árni segir það líka umhugsunar efni hvernig þessu sé stillt upp í framhaldi af breytingum á raforkulögum Það sé einnig pólitískt spursmál hvernig farið sé með niðurgreiðslur til almennra notenda í þessu stóra landi. Þá ætlaði ríkið sér alltaf að koma með meiri niðurgreiðslur en þeir peningar hafa aldrei skilað sér að fullu. Við höfum margbent á það að RARIK og Orkubú Vestfjarða sitja uppi með allt dreifbýlið inni á sínu kerfi, sem er langdýrasti þátturinn. Í sjálfu sér borgar sig illa að leggja rafmagn upp í efstu dalabyggðir. Þetta er þó samveita og þessi hluti samveitunnar er tekinn út fyrir sviga. Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Norðurorka Akureyri greiða lítið sem ekkert til þessara mála í krafti þess að þau þjóna mesta þéttbýli landsins. Það var því alltaf ásetningurinn með breytingum á raforkulögunum 2003 sem tóku gildi af fullum þunga 2004 að vegna þessarar stöðu fengju OV og RARIK framlög til að greiða niður dreifingu til almennra nota í þessu mikla dreifbýli. Í stuttu máli sagt hafa þeir peningar aldrei skilað sér að fullu og þar vantar núna um 800 milljónir króna. Fyrst þetta er ekki að skila sér, eru þá ekki líkur á að það sama verði uppi á teningnum varðandi fögur fyrirheit um niðurgreiðslur vegna stórhækkaðs orkuverðs ef farið yrði út í að selja rafmagn um sæstreng til útlanda? Hugsi nú hver fyrir sig, sagði Árni Steinar Jóhannsson. /HKr. Íslenskir minkabændur: Ævintýrið heldur áfram Í upphafi fjórða uppboðsdags hjá Kopenhagen fur í Kaupmannahöfn er ljóst að meðalverð á íslenskum minkaskinnum mun enn hækka. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, er staddur í Kaupmannahöfn og segir hann að von sé til þess að um 400 milljónir fáist fyrir íslensk skinn á uppboðinu sem lýkur í dag. Ef fer fram sem horfir stefnir í að útflutningstekjur af íslenskum minkaskinnum verði um eða yfir tveir milljarðar króna á árinu. Það eru ríflega 800 kaupendur á uppboðinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þar af eru um 500 kaupendur frá Kína, sem er langstærsti markaður skinna í heiminum. Uppboðið nú er stærsta uppboð sögunnar með tilliti til fjölda skinna en tæpar 5,6 milljónir skinna verða boðnar upp á uppboðinu. Um íslensk skinn verða boðin upp og eru þau af flestum tegundum og litum. Þó er mest um dökk skinn nú en á síðasta uppboði voru ljósari skinn í meira mæli. Ljós skinn eru almennt dýrari en dökk og því er hækkunin sem virðist ætla að verða frá síðasta uppboði enn merkilegri. Uppboði á högnaskinnum er lokið og er meðalverðið nú þegar nálægt krónum á skinnið. Það er um 4-6 prósenta meðalhækkun frá síðasta uppboði, sem var í desember síðastliðnum. Byrjað var að bjóða upp skinn af læðum í gærmorgun og að sögn Björns fór uppboðið mjög vel af stað. Líkur eru því til að verðið muni enn hækka. /fr Niðurstöður skýrsluhalds: Mestu meðalafurðir sem mælst hafa Alls skiluðu 587 mjólkur framleiðendur afurða upplýsingum fyrir árið 2012, en það eru um 88% framleiðend anna. Árskýr á skýrslu árið 2012 voru tæplega og er það fjölgun frá fyrra ári. Meðal afurðir ársins voru kg/árskú, sem eru mestu meðalafurðir sem mælst hafa. Mestar afurðir voru í Skagafirði þetta árið, eða kg/árskú. Snæfellingar fara einnig yfir kg markið. Miðdalur í Kjós er afurðahæsta bú ársins 2012 með kg/ árskú, en þar búa þau Guðmundur H. Davíðsson og Svanborg Anna Magnúsdóttir. Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir á Hóli í Sæmundarhlíð fylgja fast á eftir með kg/árskú. Afurðahæsta kýr ársins 2012 var síðan Urður 1229, Laskadóttir á Hvanneyri í Andakíl. Urður mjólkaði kg síðastliðið ár. Sjá nánar í Fjóstíru á bls. 36.

2 2 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fréttir Rysjótt tíð í febrúar Tíð verður rysjótt í febrúar. Það telja spámenn í Veðurklúbbnum á Dalbæ í Dalvíkurbyggð. Klúbbfélagar eru nokkuð vissir um að tveir snjóhvellir verði í þessum mánuði og verði sá síðari sýnu harðari en hinn fyrri. Spá sína byggja klúbbfélagar m.a. á draumi, en eina nóttina dreymdi einn félaganna að hann væri staddur í fjárhúsi og horfði yfir króna þar sem hann sá bíldóttar ær og tvö lömb í sama lit. En einnig því að tungl mun kvikna í austri 10. febrúar kl og er það sunnudagstungl. Draumurinn, sem og sunnudagstunglið telja klúbbfélagar helsta fyrirboða rysjóttar tíðar í febrúarmánuði. Að öðru leyti eru félagsmenn nokkuð bjartsýnir á það sem eftir lifir vetrar. Engin spá var gefin út fyrir janúarmánuð og segja félagar að óviðráðanlegir tækiörðugleikar hafi orðið þess valdandi, tæknin er alltaf að stríða okkur, segja þeir. /MÞÞ Gunnar Þóroddsson, Hagalandi, við dráttarvél sína á svelluðu túni 18. janúar. Sama ástand var á túninu 3. febrúar þegar Bændablaðið ræddi við hann. Myndina tók Soffía Björgvinsdóttir á Garði, sem er næsti bær við Hagaland við vestanverðan Þistilfjörð. Svelluð tún víða á Norðurlandi valda áhyggjum um kalskemmdir: Maður verður bara að vera bjartsýnn og vona að úr þessu rætist segir Gunnar Þóroddsson bóndi á Hagalandi í Þistilfirði sem vonast eftir góðu vori Valdimar Guðjónsson Suðurland: Nýr formaður kúabænda Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi á Hellu á dögunum var Valdimar Guðjónsson, kúabóndi í Gaulverjabæ í Flóahreppi, kosinn nýr formaður félagsins. Valdimar tekur við formennskunni af Þóri Jónssyni á Selalæk, sem lét af störfum vegna veikinda. Valdimar þekkir starf félagsins vel enda sat hann í stjórn þess í nokkur ár. Mörg spennandi mál bíða félagsins. /MHH Útflutningur í janúar: Landbúnaðarafurðir fyrir 1,4 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir janúar 2013 nam útflutningur 55,8 milljörðum króna (fob verð) og innflutningur 44,2 milljörðum króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 11,6 milljarða króna. Útfluttar iðnaðarvörur vega þyngst í þessum tölum eða sem nemur rúmlega 32,7 milljörðum króna. Þar á eftir voru fluttar út sjávarafurðir fyrir rúma 20,7 milljarða króna og landbúnaðarafurðir fyrir 1,4 milljarða króna. Útflutningur á öðrum vörum skilaði 890,3 milljónum króna. Þess má geta að á sama tíma var verið að flytja inn mat- og drykkjarvörur fyrir rúmlega 3,8 milljarða króna. Gunnar Þóroddsson, bóndi á Hagalandi inni af Sjóhúsavík í Þistilfirði, segir að víða séu mikil svellalög á túnum á Norðurlandi. Það sé enn ekkert að lagast en samt segist hann þó halda í vonina um að svellin taki upp nú í febrúar. Bændablaðið sló á þráðinn til hans á sunnudag, en þá stóð Gunnar úti á svelluðu túni á sama stað og myndin hér að ofan var tekin 18. janúar. Þar hafði ekkert breyst. Svellalög síðan í október Þetta byrjaði nú í haust, 28. október, þegar hér gerði mikinn snjó. Svo kom þetta veður fyrstu helgina í nóvember í beinu framhaldi. Síðan fór að þiðna og frjósa á víxl og þannig er það búið að vera í allan heila vetur og er enn. Það var hlýtt í nótt en í þessum töluðu orðum er hitinn kominn niður í eina gráðu. Það er enn sólskin en Útflutningsverðmæti sauðfjárafurða dróst saman um 200 milljónir í fyrra frá árinu Alls voru fluttar út sauðfjárafurðir að verðmæti rúmlega þrír milljarðar króna. Tveir þriðju hlutar útflutningsverðmætis urðu til við útflutning á kjöti og kjötafurðum, fjórðungur fékkst með sölu á gærum en afgangurinn með sölu á ull og ullarvörum. Langmest var flutt til Evrópu, en 78 prósent útflutningsverðmætis sköpuðust með sölu á Evrópumarkað, þar sem Noregur trónir á toppnum. Alls komu 44 prósent útflutningsverðmætis sauðfjárafurða frá Evrópulöndum utan Evrópusambandsins spáð snjókomu og það sést hvergi nokkurs staðar í túnin hjá mér hér á Hagalandi. Hræddir við ástandið Spurður hvort ekki væru líkur á að gras væri þegar farið að drepast undir svellinu eftir svo langan tíma sagði Gunnar að það væri kannski frekar ráðunauta að svara því. Jú, auðvitað eru miklar líkur á því og Ingvar ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri er orðinn hræddur um ástandið eins og við allir bændurnir sem erum í svipaðri stöðu. Gunnar sagðist hafa heyrt af manni sem var að koma akandi landleiðina að sunnan á dögunum. Hann hafi lýst því að Húnavatnssýslurnar, Skagafjörðurinn, Eyjafjörðurinn og austur úr væri meira og minna allt í rennigljá og útlitið ljótt. Við þurfum að fá hér sunnanátt í nokkra daga, þá getur þetta reddast. Það er þó ekki útlit fyrir það, þar sem spáð er suðaustanátt. Sjálfur er ég þó ekkert svartsýnn ef úr þessu rætist nú í febrúar. Ef við fáum síðan sæmilega hlýtt vor og nægilega rakt, þá getur þetta allt reddast. Þá er líka hægt að sá grænfóðri til að fá hey, svo maður líki þessu saman við kalárin fyrir og eftir Þá var hins vegar svo kalt í ári að það gekk jafnvel á ýmsu með ræktun grænfóðurs. Það spratt ekki og rigningar á haustin ollu vandræðum með að ná því inn. Svell ofan í önnur vandræði Þótt það gengi ekkert vel að heyja síðastliðið sumar þá var það ekki vegna kulda heldur þurrka. Það var hreinlega heitt og þurrt, sem er nýtt á Norðausturlandi. Ég hef t.d. ekki séð svo mikinn bruna í túnum áður í þessari sveit. Það var allt of þurrt til að uppskera fengist. Það eru einhverjar breytingar í þessu árferði sem eru bændum ekki æskilegar. Svo þarf ekki að tíunda það að ástandið í haust var ömurlegt ofan í þetta allt saman. Maður verður að vera bjartsýnn Áfellið sem kom 10. september olli gríðarlegu tjóni. Svo er þetta með svellalögin að gerast núna, en maður verður bara að vera bjartsýnn og vona að úr þessu rætist nú í febrúar og að við stórgræðum á þessu öllu saman. Þess ber líka að geta að í þessari sveit eru margir bæir hér út við sjóinn sem eru með alauð tún. Svo eiga sumir bæir inn til landsins engin tún öðruvísi en á kafi í svelli. Þetta er því ekki alslæmt, sagði Gunnar Þóroddsson. /HKr. Útflutningur sauðfjárafurða 2012: Mest flutt til Evrópulanda utan ESB (ESB), 34 prósent frá löndum ESB, rúm 11 prósent frá Asíu og tæp 11 prósent frá Norður-Ameríku. Eins og áður segir voru sauðfjárafurðir fluttar til Noregs fyrir mest verðmæti, en alls sköpuðust 620 milljónir króna með sölu á Noregsmarkað. Bretland er næst í röðinni með 460 milljónir og þá Bandaríkin með 290 milljónir. Færeyjar og Tyrkland eru svo í fjórða og fimnmta sæti. Löndin fimm stóðu undir 1,9 milljörðum af tæpum 3,1 milljarði sem útflutningurinn skilaði í heild. Sé horft á útflutningsverðmæti kjöts eingöngu var það hæst fyrir sölu á Noregsmarkað, þá til Bandaríkjanna, Færeyja, Tyrklands og loks Hong Kong. /fr

3 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Við vinnum með þér Fagleg ráðgjöf og gott samband Fóðurráðgjöf er gríðarlega mikilvæg þegar niðurstöður heysýna liggja fyrir. Fóðurfræðingur FB ráðleggur bændum um val á fóðurblöndum. Með réttu vali á fóðurblöndum má ná hámarks árangri Veljum íslenskt Íslensk hráefni til fóðurgerðar eru í hávegum höfð hjá Fóðurblöndunni. Við tökum á móti íslenskt ræktuðu byggi og höfrum og nýtum í kjarnfóðurframleiðslu. Einnig nýtum við afurðir úr íslensku sjávarfangi sem tryggja hámarksnyt mjólkurkúa. Góður árangur NÝPRENT ehf. Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af sérhönnuðum kjarnfóðurblöndum. Þróunarvinna Fóðurblöndunnar byggir á nýjustu upplýsingum um afurðir íslensks búfjár. Sérblandað Hitameðhöndlað 100% kögglagæði Gæða hráefni Öryggi Hafðu samband ÚTSÖLUSTAÐIR FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi Fóðurráðgjöf : erlendur@fodur.is Ný heimasíða!

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fréttir Úr Gljúfurárrétt á síðastliðnu hausti. Garnaveiki staðfest í Mývatnssveit eftir 60 ára hlé: Óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu og takmarka útbreiðslu segir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir Ég hvet bændur eindregið til að hafa samband verði þeir varir við grunsamlegar kindur eða ef þeir hafa búið við óeðlileg afföll vegna sjúkdóma í fé undangengin ár, segir Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Norðausturumdæmis, en garnaveiki greindist á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit nýlega. Ólafur segir að veikin hafi að svo komnu einungis greinst á þeim bæ, en sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust og fengu torkennileg sjúkdómseinkenni. Dýralæknir búsins sendi sýni í samráði við héraðsdýralækni til Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Eftir að sýni höfðu verið tekin, þau greind og garnaveiki staðfest veiktust nokkrar kindur til viðbótar og var garnaveiki einnig staðfest í þeim. Öllum þeim kindum sem staðfest er að hafi fengið garnaveiki hefur verið lógað. Óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu sem fyrst Héraðsdýralæknir og sérgreinadýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá Matvlæastofnun funduðu með bændum í byrjun vikunnar og var þá farið yfir stöðuna og til hvaða nauðsynlegra aðgerða þyrfti að grípa. Ólafur segir að enn sé ekki vitað með hvaða hætti sjúkdómurinn barst að Gautlöndum, en líkur séu á að hann hafi um nokkurra ára skeið verið að búa þar um sig án þess að bændur hafi getað áttað sig á því. Ólafur segir ljóst að töluvert víðtækir fjárflutningar hafi verið á milli bæja í varnarhólfinu á liðnum árum og torveldi þeir mjög leit að upptökum smitsins. Þess vegna er óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu í varnarhólfinu aftur sem fyrst og reyna þar með að takmarka útbreiðslu veikinnar. Við þurfum með öllum ráðum að koma í veg fyrir hugsanleg afföll, en þau geta orðið mikil, segir Ólafur, en á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin verður og hvernig að henni verður staðið. Sýnataka kostnaðarsöm Þá segir hann bændur hafa mikinn áhuga á að leita leiða til að fjármagna Mynd / MÞÞ Ólæknandi sjúkdómur Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avium s.s. paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað 1-1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í hræjum af skepnum sem drepast úti um haga og þannig mengað næsta umhverfi og jafnvel borist víðar. Sýking verður um munn með saur menguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Góð reynsla er af því að halda veikinni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. blóðsýnatöku svo hægt verði að gera sér betur grein fyrir hugsanlegri útbreiðslu veikinnar, upptökum hennar og eins til að finna sýktar kindur, en þeim yrði þá í kjölfarið lógað strax. Gallinn er bara sá að sýnatakan er kostnaðarsöm og ekki nægjanlega markviss, þar sem neikvæðar niðurstöður eru ekki alltaf óyggjandi svar, segir Ólafur. Garnaveiki hefur að því er best er vitað ekki komið upp í Mývatnssveit í að minnsta kosti 60 ár. Veikin hefur aldrei verið mjög útbreidd í Skjálfandahólfi, sem liggur milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Garnaveiki greindist síðast í Aðaldal árið 1988 og hætt var að bólusetja fé við veikinni í hólfinu fyrir árum. /MÞÞ Bændablaðið kemur næst úr 21. febrúar Smáauglýsingar Hundurinn Skuggi, Birgir V. Hauksson bóndi á Hellu (lengst til vinstri) með sinn hrút ásamt Guðjóni Vésteinssyni og Antoni Birgi Haukssyni sem er með hrút frá Kraunastöðum í Aðaldal. Myndir/Daði Lange Friðriksson Fundu tvo klakabrynjaða lambhrúta í Gæsadal eftir fimm mánaða útivist alltaf gaman að finna fé segir Daði Lange Friðriksson Daði Lange Friðriksson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðausturlandi og bóndi í Mývatnssveit, fann tvo lambhrúta í Gæsadal við Gæsafjöll síðastliðinn sunnudag, en hann hafði skroppið í smá sleðatúr í björtu og fallegu veðri. Ég var að þvælast um í Reykjahlíðarheiði, fór svo upp með Hrafnabjörgum og norður í Bóndhólshraun og til baka inn í Gæsadal þar sem ég rakst á hrútana, segir Daði. Ekki bar mikið á þeim, enda voru þeir mjög klakabrynjaðir. Daði ók upp í Gæsahóla til að komast í símasamband og hringdi eftir aðstoð, enda voru aðstæður erfiðar, brött brekka, hálka og klettar ofar auk þess sem hann hafði ekki þotu meðferðis til að binda þá á. Sem kunnugt er gerði óveður á norðanverðu landinu 10. september í fyrrahaust og drapst þá sauðfé í stórum stíl. Búið er að leita töluvert á þessu svæði áður og þá voru rjúpnaskyttur þar á ferð í vetur. Fjórir menn komu til móts við Daða úr byggð og einn á bíl frá Hólasandi til að taka hrútana með. Það gekk vel að ná þeim, enda kom Biggi með hundinn með sér að heiman, segir Daði og vísar til Birgis V. Haukssonar í Hellu. Hrútarnir voru að sögn Daða ansi rýrir og mjög brynjaðir. Þeir eru nú farnir að éta og eiga vafalaust eftir að braggast í vetur. Það er alltaf gaman að finna fé, segir hann. Með ólíkindum harðgerð Hann fór ásamt fleirum á föstudaginn var að huga að kindum á Norðurfjöllum, kringum Eilíf og á Hlíðarhaga, en þá var mjög blindað og engin ummerki um líf sjáanlegt. Við höldum áfram að huga að fé þegar við erum á ferðinni, það þýðir ekkert að hanga bara heima þegar veður og færi er gott. Alltaf virðist vera von og íslenska sauðkindin er með ólíkindum harðgerð, segir Daði. Annar hrúturinn sem fannst á sunnudag er í eigu Björgvins bónda á Kraunastöðum í Aðaldal en hinn á Birgir V. Haukssonar bóndi á Hellu í Mývatnssveit. Ekki er langt síðan Birgir heimti tvo lambhrúta við Hlíðarfjall. Þess má geta að móðir Birgir kampakátur með hrút sinn, hundurinn Skuggi fór með í leiðangurinn. Hrútarnir voru mjög klakabrynjaðir þegar þeir fundust og ansi rýrir. Þeir voru bundnir niður í skúffu á fjórhjóli og ekið með þá í byggð. hrútsins frá Kaunastöðum skilaði sér lifandi af fjalli en systir hans ekki. Móðir og bróðir hrútsins frá Hellu skiluðu sér hins vegar bæði lifandi af fjalli. /MÞÞ

5 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar BÁRUJÁRN ÞAKPAPPI OG RENNUR HEPPILEG RAMMAHÚS FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU FORSNIÐIN RAMMAHÚS - Tvö byggingarstig - Koma í efnispökkum - Forsniðin að hluta 26,6m 2 Verð frá: kr. MÚREFNI GIPSPLÖTUR STEINULL VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR - ALLA DAGA BURÐARVIÐUR TIMBURVERSLUN SPÓNAPLÖTUR ÞÉTTIEFNI ER KOMINN TÍMI Á AÐ ENDURNÝJA BÍLSKÚRSHURÐINA? Bílskúrshurðirnar okkar eru ekki aðeins glæsilegar útlitslega heldur hafa þær einnig sannað sig við íslenskar aðstæður og reynst endingargóðar. Þær eru gerðar úr galvanís eruðu stáli og með þykkri einangrun, sem þýðir að þær þola verulegt vind álag og mikinn kulda. Veldu hurð sem endist vel. Nánari upplýsingar í síma eða á fagsolusvid@byko.is FYRIR EFTIR

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN Frumvarp til náttúruverndarlaga boðar stofnanaræði, leyfisumsóknir og aukið eftirlit Taka verður frumvarp til náttúruverndarlaga til gagngerrar endurskoðunar. Bændasamtökin gerðu umsögn þegar það var í kynningardrögum en lítið hefur efni frumvarpsins batnað. Af lestri þess að dæma kemur fram það sem kalla mætti skilningsleysi á lífi í landinu. Efni frumvarpsins og markmið þeirra sem það flytja og stefna að lögfestingu þess ætla ég ekki annað en einlæga umhyggju fyrir umhverfi og náttúru. En því miður er ekki viðurkennt að til að nýta landið þarf oftar en ekki að ganga um það og í mörgum tilvikum að breyta ásýnd þess. Efni frumvarpsins er andi þeirra sjónarmiða að náttúran og landið verði best varðveitt með friðun eða með því að gefa út leyfi, taka upp kerfi og eftirlit. Einhvers konar þjóðgarðavæðing. Að sjálfsögðu er ekki með því verið að taka undir að leyfa eigi óþarfa röskun, óheftan utanvegaakstur eða annað háttarlag sem getur skaðað okkar viðkvæmu náttúru. En sem dæmi skal nefnt hér að skilningur á þörfum búskapar er takmarkaður, t.d. á umferð um lönd bænda, ræktun og annarri nýtingu. Um landbúnaðarland verður að tryggja skilning á athöfnum bænda. Fleiri atriði eins og leyfafargan og eftirlit vegna ræktunar má nefna. Dæmi er ræktun á mýrlendi. Hvar eiga t.d. skilin að liggja um notkun á innfluttum lífverum? Má þar nefna að mest af því fræi sem bændur nota til ræktunar er framræktað og framleitt á erlendri grund. Öðruvísi geta ekki orðið þær framfarir eða sá eftirsótti árangur sem fæst af nýtingu á nýjum plöntum í jarðrækt. 15 ára tún eru óræktað land samkvæmt skilgreiningu frumvarpsins Þá skal ekki sleppt að nefna hér furðulega skilgreiningu á ræktuðu landi: Ræktað land: Land sem nýtt er til framleiðslu plöntuafurða og sem breytt hefur verið með íhlutun til að auka eða bæta slíka framleiðslu með reglulegri áburðargjöf og/eða jarðvinnslu og sáningu. Hafi landið ekki verið ræktað í 15 ár telst það óræktað land. Með þessari skilgreiningu er langstærsti hluti núverandi túnræktar bænda gerður að órækt samkvæmt skilgreiningu náttúruverndarlaga. Það er síðan annað mál að tún ættu almennt ekki að verða gömul, án þess að vera endurræktuð, með skiptirækt eða með öðrum hætti. Fátt bætir hagkvæmni fóðurframleiðslu og beitar meira en markvisst endurræktunarstarf. Það sem er verra er að andi frumvarpsins er á margan hátt lýsandi um að ekki eigi að þróa okkar landbúnað neitt frekar, að hann þurfi til dæmis ekki að stækka eða áherslur að breytast. Ræktunarland í heiminum er af skornum skammti, mannkyninu fjölgar og þéttbýli eykst. Við virðumst ekki geta áttað okkur á hvert hlutverk okkar er og hver tækifæri okkar eru; með ræktunarlönd okkar sem eru enn ónýtt og þá auðlind sem er vatn. Frumvarpið má ekki loka á slík tækifæri og alls ekki læsa okkur inni í stofnanaræði, leyfisumsóknum og eftirliti með okkur sem erum að nýta landið. Með þessu er alls ekki verið að hafna sjónarmiðum náttúruverndar en þar er hlutverk bænda mikið og ríkt. Enda hafa þeir með verkum sínum sýnt að þeir eru almennt liðtækir í landbótum og náttúruvernd. Eignarhald fasteigna Í lögfræðiáliti sem innanríkisráðuneytið hefur látið vinna eru færð rök fyrir því að heimilt sé að setja reglur um eignarhald á fasteignum á Íslandi. Kannski öfugt við það sem oftast hefur verið túlkað um heimildir okkar til að hafa áhrif á þróun eignarhalds á fasteignum. Umræða um heimild útlendinga til að eiga fasteignir hér á landi er gömul. Um það var sett löggjöf árið 1919 þar sem fram komu, í ræðu Jóns Magnússonar forsætisráðherra, sjónarmið um að aðgreina eignarhald á húsum og bújörðum. Mynd HKr. Umræða undanfarin ár hefur ekki síður hverfst um þetta atriði hvort skynsamlegt sé að hafa slíkar takmarkanir. Varðandi landeignir er það sérstaklega viðkvæmt, ekki síst með vísun til umræðu hér að framan um horfur í fæðuframleiðslu heimsins. Ekki síður vegna nýtingar auðlinda, veiðiréttar og fleiri þátta sem snúa beint að þróun búsetu og byggðar. Í svari við fyrirspurn á Alþingi um þróun eignarhalds á bújörðum kemur skýrt fram að ekki sé um neinn bráðavanda að ræða. Það hafa ekki margar bújarðir farið í eign manna sem búa utan landsteinanna. Einmitt þess vegna er tækifæri að meta frumvarp eða hugmyndir innanríkisráðherra og ræða framtíðarhorfur og ekki síst hagsmuni af slíkum ákvæðum. Fyrir fram er ekki hægt að hafna sjónarmiðum innanríkisráðherrans. Heldur er hvatt til að bændur og samtök þeirra taki þau til umfjöllunar og hafi á þeim yfirvegaða skoðun og láti sig umræðuna varða. Hugmyndir ráðherra um að hafa áhrif á þróun byggðar og nýtingar á fasteignum, húsum eða landi eru gott innlegg í umræðu um hvernig við viljum t.d. sjá sveitir og byggð þróast. Að ræða og setja reglur um eignarhald, fjárfestingar hver sem á í hlut er verðugt verkefni. Það er ekki eftirsóknarvert að jarðir séu í eignarhaldi þeirra sem vilja ekki samsvara sig hagsmunum byggðanna. /HB LOKAORÐIN Skýr svör óskast Stjórnmálaflokar ryðjast nú fram á völlinn hver af öðrum og lofa gulli og grænum skógum. Bara ef fólk vilji vera svo elskulegt að kjósa frambjóðendur þeirra í vinnu á Alþingi í þágu almennings næstu fjögur árin. Oftar en ekki hafa flokkarnir samt komist upp með að svíkja jafnharðan gefin loforð um leið og talið hefur verið upp úr kjörkössum. Er ekki mál til komið að breyting verði á þeim ósóma? Fjölmargir bændur hafa frá því fyrir hrun íslenska fjármálakerfisins barist í bökkum vegna mikils fjármagnskostnaðar í sínum rekstri. Þekkt eru mörg dæmi um ágengni fjármálastofnana við að hvetja bændur til fjárfestinga við stækkun og tækjavæðingu búa sinna. Allt var það í nafni hagræðingar og væntinga sem sérfræðingar bankanna gáfu um aukna arðsemi. Oftar en ekki varð þessi mynd að hryllingsmynd þegar bankarnir hrundu. Í sumum tilfellum var um gengistryggð lán að ræða sem tóku stökkbreytingum við hrunið. Í öðrum tilvikum voru lánin tryggð í hinu einstæða íslenska verðtryggingarkerfi. Erfitt er að greina hvor leiðin hafi verið verri. Eitt er víst að í hörmungum lántakenda hefur margsinnis verið sýnt fram á keðjuverkunaráhrif verðtryggingarvitfirringarinnar með slæmum afleiðingum fyrir heimili, fyrirtæki og þar með talinn landbúnaðarrekstur. Allt frá því verðtryggingin var tímbundið sett á með Ólafslögum árið 1979 hafa raddir verið háværar um nauðsyn þess að afnema hana sem fyrst. Þrátt fyrir fögur loforð og fyrirheit hafa pólitíkusar svikið þau loforð jafnharðan. Nærtækast er þar að benda á núverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Í vor fær þjóðin enn á ný tækifæri til að ráða fólk í vinnu á Alþingi til að gæta sinna hagsmuna. Því hlýtur það að vera ein af helstu kröfum almennings að fá skýr svör frá forystumönnum flokkanna fyrir kosningar hvernig þeir ætli að haga sinni vinnu að kosningum loknum. Hvernig þeir ætli t.d. að taka á lánamálum almennings og fyrirtækja. Hvaða áætlanir flokkarnir hafi um að flýta leiðréttingu á innistæðulausri vaxtaútreikningsskekkju heimila og fyrirtækja, bæði vegna gengistryggðra- og verðtryggðar lána. Eða ætla menn bara að bíða eftir enn einni rassskellingunni í dómssölum? /HKr. BÆR MÁNAÐARINS FEBRÚAR 2013 Eldhestar að Völlum í Ölfusi Eldhestar að Völlum í Ölfusi er sveitahótel og hestaleiga staðsett í friðsælu umhverfi stutt frá Hveragerði. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda er aðstaðan og þjónustan hjá Eldhestum til fyrirmyndar. Starfsfólkið leggur mikinn metnað í að taka hlýlega á móti gestum og kynna íslenska hestinn sem best fyrir þeim. Þá er einnig vel hugað að umhverfis- og gæðamálum hjá fyrirtækinu. Hróðmar Bjarnason, einn eigenda Eldhesta, segir frá hugmyndinni á bak við fyrirtækið og hvernig reksturinn hefur þróast: Hugmyndin kviknaði þegar stofnendur fyrirtækisins lágu í heita læknum í Reykjadal í ágústmánuði árið Markmiðið var að gefa erlendum jafnt sem innlendum ferðamönnum tækifæri á að upplifa landið og margbreytileika íslenska hestsins eins og Íslendingar hafa sjálfir gert í rúmlega þúsund ár. Í upphafi buðum við styttri hestaferðir inn á Hengilssvæðið og í nágrenni Hveragerðis. Á síðustu 26 árum hefur margt breyst. Í dag bjóðum við stærsta úrval hestaferða á landinu, eða 35 ferðir með reyndum leiðsögumönnum, vítt og breitt um landið, allt árið um kring fyrir allan aldur og öll getustig, frá einni klukkustund upp í vikulangar ferðir. Dagsferðin inn í Reykjadal, þar sem hugmyndin að stofnun Eldhesta kviknaði, er einmitt vinsælasta ferð fyrirtækisins frá upphafi. Hróðmar bætir við: Það er skemmtilegt að segja frá því að í einni slíkri ferð fór hópur danskra og sænskra gesta í lækinn á meðan fararstjórinn þurfti að halda í alla tíu hestana um 150 m frá baðstaðnum til að hlífa viðkvæmum gróðri. Fararstjóranum láðist að segja gestunum frá því að þau gætu legið í ca. 30 mínútur í læknum. Þegar ein klukkustund var liðin fór fararstjórinn að ókyrrast en hann náði ekki sambandi við gestina og mátti sig hvergi hræra. Svo fór að gestirnir lágu í læknum í tvær og hálfa klukkustund, svo mikið nutu þeir þess. Sjaldan hefur fararstjóri upplifað ánægðari gesti en einmitt í þessari ferð! Eldhestar er með virka umhverfisstefnu og hótelið var fyrsti gististaðurinn á Íslandi til að fá viðurkenningu norræna umhverfismerkisins Svansins. Eldhestar fengu einnig umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2011 og hestaleigan Eldhestar hlaut gæðavottun Vakans árið Hróðmar útskýrir mikilvægi þessara áherslna: Þar sem starfsemi okkar snýst um það að sýna fólki einstæðar óbyggðir landsins skiptir miklu máli fyrir framtíðina að halda landinu hreinu. Að mínu mati er það skylda fyrirtækja í þessari grein að leggja sitt af mörkum til að viðhalda náttúrunni hreinni og óspilltri. Umhverfisstefna okkar byggist á því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki, m.a. með því að fylgja merktum reiðleiðum, hafa nægjanlega fjölda fararstjóra með í ferðum sem og að taka upp umhverfisvæna starfshætti í allri starfsemi Eldhesta. Umhverfisáherslur voru einmitt í forgrunni í byggingu hótelsins á sínum tíma, en öll aðstaða þar er til fyrirmyndar. Herbergin eru 26 að tölu, rúmgóð og vel búin, gestir hafa einnig aðgang að heitum pottum og verönd með fallegu útsýni og skemmtilegt hestaþema er áberandi í skreytingum. Fjölbreyttar veitingar eru í boði í björtum matsal sem rúmar allt að 80 manns, hægt er að slaka á í koníaksstofu með arni og góð aðstaða er til ráðstefnuhalds á staðnum. Nánari upplýsingar um Eldhesta veita María Reynisdóttir, kynningarstjóri hjá Ferðaþjónustu bænda, s , netfang: mariar@farmholidays.is og Fríða Rut Stefánsdóttir, Hótel Eldhestum, s , netfang: eldhestar@eldhestar.is.

7 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM V ið lok síðasta þáttar birtist ein af forláta vísum Höskuldar Einarssonar. Vel fer á því að greina frá fróðlegu samtali sem ég átti við dóttur Höskuldar, Sigríði húsfreyju á Kagaðarhóli, um fleygar vísur föður hennar og annan kveðskap. Sigríður fór með vísu þessa en þekkti ekki höfund hennar. Vænt þætti mér ef einhver lesenda vissi þar deili á: Samleik eiga systurnar sorg og gleði háðar. Ef þú leitar annarrar oftast finnur báðar. Nýlátinn er einn af höfðingjum Húnvetninga, Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal. Að honum gengnum orti Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð: Allra bíður efsta stund, það óþarft telst að kynna, og Gísli á Hofi gekk á fund gömlu feðra sinna. Kvenfélagskonur ákveða að gefa út dagatal af sjálfum sér fáklæddum og safna með því fé til að kaupa nýjan sófa á biðstofu krabbameinsdeildar sjúkrahússins. Átök blossa upp en áhugasamir geta brugðið sér fram í Freyvang og fylgst þar með framvindu mála. Myndir / Guðrún Hrönn Freyvangsleikhúsið Eyjafirði: Fáklæddar dagatalsdömur slá í gegn í sveitinni Undirtektir voru alveg svakalega góðar, leikhúsgestir voru ýmist skellihlæjandi eða tár sáust blika á hvarmi, segir Steingrímur Magnússon, kynningarstjóri Freyvangsleikhússins, en það frumsýndi síðasta föstudag breska gamanleikinni Dagatalsdömurnar, sem valið var besta gamanleikritið í London árið Þetta reynir á allan tilfinningaskalann og leikhúsgestir höfðu á orði að leikritið skildi mikið eftir sig. Verkið er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust í London árið Í því segir frá nokkrum kvenfélagskonum sem taka sig saman og ákveða að gera dagatal með fallegum myndum af sjálfum sér, fáklæddum. Dagatalið ætla þær síðan að selja til að safna fyrir sófa á krabbameinsdeildina á sjúkrahúsinu í heimabæ sínum, en eiginmaður einnar þeirra hefurgreinst með krabba og þær vilja leggja sitt af mörkum til að gera biðstofuna á sjúkrahúsinu vistlegri. Átök blossa upp í hópnum um gerð dagatalsins og ekki minnka þau í kjölfar frægðarinnar sem konurnar öðlast eftir útkomu dagatalsins. Kemur beint og óbeint við alla Ein léttklædd æfing fyrir jólin. Í algleymi þorra er við hæfi að birta lesendum vísu sem Benedikt Benediktsson bóndi á Stóra-Vatnsskarði orti nýverið á ferð til Austurríkis. Nokkur hitamunur mun þó þar ytra og hér heima. Sá blessaði miðill sem ort er um getur nefnilega bæði veitt svölun í hita jafnt og yl í aftökum: Við skulum saman létta lund, lífið fylla gríni. Eiga saman unaðsstund ögn að dreypa á víni. Næstu tvær vísur eftir Ingólf Ómar Ármannsson veita einnig yl, þótt með öðrum hætti sé: Andans gróður yljar mér, örar blóðið streymir. Mögnuð ljóðalistin er ljúfan hróður geymir. Vísan þjála vörum á visku strjálað getur, ljóðamálið lipurt þá lífgar sálartetur. Í framhaldi af frjórri umræðu síðustu þátta um Bjarna Gíslason bónda á Harrastöðum í Dölum kjótlaði sá fróði maður Hjálmar Styrkársson frekara efni til þáttarins. Í kompu sinni fann Hjálmar eftirfarandi: Fyrstu vísuna orti Bjarni Gíslason um Kristján Jónsson, f d. 1938, þá bónda í Snóksdal, Miðdölum : Elli Stjáni varðist vel, varð fyrir láni stundum. Hleypti Grána um grund og mel, glennti upp skjána á fundum. Steingrímur segir að ástæða þess að verkið varð fyrir valinu sé sú að Freyvangsleikhúsið vilji vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Þessi sjúkdómur kemur beint eða óbeint við alla og hefur Freyvangsleikhúsið fengið að kynnast því, segir hann. Öll laun fyrir höfunda- og sýningarrétt renna óskert til rannsókna á sjúkdómnum, en einnig hefur Freyvangsleikhúsið ákveðið að gera enn betur og ánafna Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis hluta af innkomunni. Dagatal með dömunum mun að sjálfsögðu einnig koma út og fær Krabbameinsfélagið ágóða af því. Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett upp á Íslandi og fékk leikfélagið Davíð Þór Jónsson til að skella því yfir á íslensku. Leikstjóri er reynsluboltinn Sigrún Valbergsdóttir. Verkið var sýnt tvívegis um liðna helgi, frumsýning var sem fyrr segir á föstudagskvöld og þá var sýning á sunnudag fyrir boðsgesti, m.a. starfsfólk Krabbameinsfélagsins og lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og þá sem með einum eða öðrum hætti koma að meðferð krabbameinssjúklinga. Sagt er að óvenjumikill áhugi sé hjá karlpeningnum í Eyjafirði að fá uppskriftir að þessum hnallþórum. Mikið um pantanir Steingrímur segir að verkið verði sýnt næstu helgar, bæði á föstudagsog laugardagskvöldum, og þegar sé búið að bóka miða langt fram í tímann. Þetta virðist ætla að verða mjög vinsælt, það er mikið um hópa af öllum tagi sem hafa pantað miða, bæði karla- og kvennahópa, segir hann. Það kæmi mér ekki á óvart þótt við yrðum að sýna langt fram í apríl. Freyvangsleikhúsið er gamlareynt áhugaleikfélag í Eyjafirði, hefur starfað í áratugi. Mikill metnaður hefur einkennt starf þess og má til dæmis nefna að sýningar þaðan voru tilnefndar áhugaverðustu áhugamannasýningarnar ársins árið 2009 og 2011 og hafði félagið þar áður hlotið þessa nafnbót tvisvar. /MÞÞ Seinni vísan er um Ólaf Samúelsson, f. 1878, d Bjó á Fögru-Grund, sem liggur að Haukadalsá, en stóð gegnt Harrastöðum. Ólafur hafði lengi verið í vistum á Harrastöðum : Nú er lítið gras á Grund, grá og kalin rótin. En Ólafur slær þó alla stund, Ólafur sperrir fótinn. Síðan segir Hjálmar: Ég set hér eina vísu til viðbótar en er ekki jafnviss um höfundinn. Þó finnst mér að hún sé einnig eftir Bjarna Gíslason. Vísan er gerð í orðastað Stefáns Jónssonar á Breiðabólsstað í Miðdölum, f. 1870, d Hann réðst til vistar þar Bóndi á Breiðabólsstað var Jón Sumarliðason hreppstjóri og gegndi hann fleiri störfum fyrir sveit sína og hérað. Jón hafði tíðum að orðtæki, að þetta eða hitt væri ekki vegi fjærri. Ég mun þreyja þar hjá fé, þótt ég deyi nærri, ef Jón segir að það sé ekki vegi fjærri. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fréttir Austur-Húnavatnssýsla: Vilja sameina öll sveitar félög í sýslunni Bæjarráð Blönduósbæjar hefur tekið undir sjónarmið sveitarstjórnar Húnavatnshrepps um að raunhæfara sé að stefna að sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu heldur en Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps eingöngu. Bæjarráð ætlar að leita eftir stuðningi og aðkomu annarra sveitarfélaga í sýslunni um viðræður. Bæjarstjórn Blönduósbæjar sendi sveitarstjórn Húnavatnshrepps bréf í síðasta mánuði þar sem óskað var eftir samstarfi um að unnin yrði úttekt á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin, en Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa nú þegar samstarf um mörg verkefni og hafa þau starfað náið saman í mörg ár. Dreifnám hefjist á Blönduósi á komandi hausti Stefnt er því að dreifnám hefjist á Blönduósi næsta haust. Skipað verður framkvæmdaráð til að annast undirbúning þess. Bjóða á öllum nemendum í Austur-Húnavatnssýslu upp á framhaldsskólanám í heimabyggð. Miðað verður við að starfsstöð dreifnáms verði á Blönduósi. Dreifnámið verði unnið í samstarfi og á forsendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Á bæjarráðsfundi Blönduósbæjar í síðasta mánuði gerði Ágúst Þór Bragason grein fyrir Bréfið var tekið til umfjöllunar á sveitarstjórnarfundi Húnavatnshrepps fyrr í þessum mánuði og telur hreppsnefnd það raunhæfari kost að skoða stærri sameiningu, svo sem sameiningu allra sveitar félaga í Austur-Húnavatnssýslu. Á bæjarráðsfundi Blönduósbæjar á dögunum var tekið fyrir svarbréf Húnavatnshrepps um ósk Blönduósbæjar um samstarf við skoðun á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna. Bæjarráð tók undir sjónarmið Húnavatnshrepps og samþykkti að leita eftir stuðningi og aðkomu annarra sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu um viðræður um sameiningu Austur-Húnavatnssýslu í eitt sveitarfélag. stöðu dreifnámsverkefnisins, sem gengur út á að bjóða nemendum í Austur-Húnavatnssýslu upp á framhaldsskóla nám í heimabyggð. Miðað sé við að starfs stöð dreifnáms verði á Blönduósi og nemendum sem eigi heima annars staðar í Austur-Húnavatnssýslu bjóðist daglegur akstur eða stuðningur við daglegar ferðir. Tillaga að dreifnámshópi Austur-Húnavatnssýslu var lögð fram á fundinum og samþykkti bæjarráð Blönduóss hana fyrir sitt leyti. Frá vinstri: Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri og verðlaunahafarnir, Inga Birna Baldursdóttir og Karel G. Sverrisson, Seli Rangárþingi eystra, Gunnlaugur Magnússon og Áslaug Bjarnadóttir, Miðfelli 1 Hrunamannahreppi, Birkir A. Tómasson og Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli Rangárþingi eystra, Samúel U. Eyjólfsson, Bryðjuholti Hrunamannahreppi, Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti Bláskógabyggð og Runólfur Sigursveinsson ráðunautur. Myndir / MHH Sunnlenskir kúabændur verðlaunaðir fyrir frábæran rekstur og bústjórn Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi á Hellu nýlega fengu fimm kúabú viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands og Auðhumlu fyrir frábæran rekstur og bústjórn á kúabúum sínum. Miðað er við rekstrartölur áranna 2010 og 2011 samkvæmt bústjórnarverkefninu SUNNA, sem rúmlega 60 sunnlensk kúabú taka þátt í árlega og hefur verið samvinnuverkefni Búnaðarsambands Suðurlands og viðkomandi búa. Þess má geta að þrjú þessara búa fengu samskonar viðurkenningu árið á undan, þ.e. búin í Gýgjarhólskoti, Móeiðarhvoli og í Seli. Auk verðlaunaskjals fengu búin veglega ostakörfu frá MS. /MHH Kúabændur fjölmenntu á fundinn, sem var haldinn í Árhúsum á Hellu. Stefnumörkun um skógrækt afhent ráðherra Starfshópur, undir formennsku Jóns Loftssonar skógræktarstjóra, sem unnið hefur að gerð stefnumótunar í skógrækt hefur skilað tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Nefndin, sem var skipuð árið 2006, hefur unnið greinargerð með stefnumarkandi tillögum um áherslur í skógræktarstarfinu sem hún kynnti ráðherra fyrir skömmu. Í nefndinni sátu fulltrúar Landshlutaverkefna í skógrækt, Landssamtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands. Jafnframt voru drög að greinargerð nefndarinnar send í almenna kynningu árið 2010 og bárust þá fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem voru til leiðsagnar við endanlega gerð greinargerðarinnar. Í greinargerðinni er fjallað um ýmsa þætti skógræktar og hvernig skógræktaraðilar hyggjast móta og skipuleggja starf sitt. Þar á meðal eru markmið um uppbyggingu skógarauðlindar, endurheimt náttúruskóga, hlutverk við bætta lýðheilsu og útivist og loftslagsmál, svo nokkur mikilvæg atriði séu nefnd. Jafnframt eru þar tillögur um gerð heildstæðrar landsáætlunar í skógrækt, sem framtíðar stjórntækis til að vinna að framgangi stefnumörkunarinnar. Stefnumörkun um skóga og skógrækt á Íslandi er að finna á ýmsum stöðum; í lögum og reglugerðum, áætlunum og alþjóðasamningum, en hana er ekki hægt að finna með heildstæðum hætti á aðgengilegu formi. Með greinargerðinni er ætlunin að bæta úr með þvi að draga saman og leggja fram heildarstefnu í skógræktarmálum. PharmArctica á Grenivík: Reisir 350 fermetra viðbyggingu vegna aukinnar starfsemi Hafist verður handa í vor við að reisa um 350 fermetra viðbyggingu við húsnæði lyfjafyrirtækisins PharmArctica á Grenivík. Fyrirtækið hefur verið starfandi í bænum í áratug og er í um 200 fermetra húsnæði sem fyrirtækið er búið að sprengja utan af sér, skortur á rými er farinn að hamla starfseminni enda hefur umfangið aukist með árunum. Viðsnúningur í rekstri Sigurbjörn Jakobsson, framkvæmdastjóri PharmArctica, segir að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel að undanförnu. Það var formlega stofnað árið 2002 en tók til starfa á árinu Hann segir að fyrirtækið hafi verið rekið með tapi öll árin nema hvað viðsnúningur hafi orðið í rekstri á liðnu ári og hafi þá PharmArctica skilað hagnaði í fyrsta sinn frá því að fyrirtækið var stofnað. Við höfum bæði hagrætt í okkar rekstri og eins hefur verkefnum fjölgað, segir Sigurbjörn. Hjá fyrirtækinu starfa alls níu starfsmenn, þar af er einn lyfjafræðingur, einn líffræðingur og einn líftæknir, en starfsemi þess er mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið og atvinnulífið í Höfðahverfi fjölbreyttara að sögn Sigurbjörns. Lyf, snyrtivörur og fæðubótaefni PharmArctica framleiðir lyf, snyrtivörur og fæðubótarefni en hefur einnig í verktakavinnu tekið að sér að framleiða, fylla á og pakka vörur fyrir önnur fyrirtæki. Félagið hefur lyfjaframleiðsluleyfi til að framleiða forskriftarlyf en það sérhæfir sig einnig í framleiðslu á blautvörum, m.a. kremum, mixtúrum, smyrslum og áburðum. Árið 2010 hóf fyrirtækið framleiðslu á vítamínum með DC-slætti. PharmArctica er í eigu Sæness, Sparisjóðs Höfðhverfinga og Jónínu Freydísar Jóhannesdóttur lyfjafræðings. /MÞÞ

9 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar PRAMAC RAFSTÖÐVAR PRAMAC varaaflstöðvar frá kw. Opnar eða í hljóðeinangruðu húsi. Vélarnar eru ýmist knúnar Perkins eða Yanmar dieselvélum Dráttarvélatengdar-rafstöðvar frá 6 25 kw Framúrskarandi viðhaldsþjónusta og þjónustuumboð um allt land Klettur er einnig umboðsaðili fyrir CATERPILLAR rafstöðvar Rétt fóðrun fyrir burð gefur betri árangur LÍFLÍNA fyrir lömb og ær NÝPRENT ehf. kr Hafðu samband Ný heimasíða! Fóðurblandan hf Korngörðum 12 Reykjavík Sími Fax Bústólpi, Akureyri : KB, Borgarnesi : KS Verslunin Eyri, Sauðárkróki % pöntunarafsláttur í héraði hjá þér

10 10 Fréttir Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Samstaðan og sigurviljinn Loksins hafa stríðinu í kringum Laxárdeiluna verið gerð góð skil og er hún komin á hvíta tjaldið. Herforinginn í því máli, Hermóður Guðmundsson í Nesi, sagði í útvarpsviðtali á þeim tíma að Þingeyingar settu Laxár- og Mývatnssvæðið á sama stað í náttúruvernd og Þingvelli. Ég hygg að í dag taki flestir Íslendingar undir orð þessa friðsæla og vígdjarfa bónda sem reis gegn offari og áformum um eyðileggingu á náttúru þar sem einstökum perlum átti að fórna svo og lífsstarfi kynslóða í friðsælli sveit. Laxárdalnum og Mývatni átti að fórna, heilu bújörðunum átti að sökkva án þess svo mikið að ræða það við fjölskyldurnar sem þær áttu og byggðu þar sitt lífsstarf á búskap og tekjum sem Laxá og Mývatn gáfu og gefa enn. Í þessari einstöku kvikmynd eru viðtöl við karla og konur sem tóku þátt í þessum atburðum og mennina sem sprengdu dýnamítið með hvelli, fólkinu sem söng þjóðsöngva þegar áin þess varð frjáls á ný. Það er enginn svikinn af að heyra sögu þessa fólks, hún er sögð af hógværð um þau hatrömmu átök sem geisuðu en fólkið segir þó söguna alla. Blóðið við suðumark Þegar íslenskir bændur gerast skæruliðar og grípa til að eyðileggja mannvirki er blóð komið að suðumarki, þannig var það þarna. Náttúruvernd steig í nýjar hæðir þennan dag, hinn 26. ágúst Og jafnframt aukin virðing fyrir eignarétti og spurningunni um rannsóknir og afleiðingar röskunar í náttúrunni. Sigríður Tómasdóttir í Brattholti er persóna sem enn mun uppi eftir þúsund ár í minningunni, hún er jafnan talin fyrsti náttúruverndarsinninn á Íslandi. Það er ævintýraljómi yfir minningu Sigríðar og baráttu hennar fyrir verndun Gullfoss. Hún hótaði að fórna lífi sínu fyrir fossinn. Gullfoss var samt á ný kominn í umræðu og rannsakaður sem virkjunarkostur þegar Laxárdeilan geisaði á sjöunda áratugnum. Barátta Þingeyinganna sýnir hversu mikilvægt er að virða náttúruna og horfa á heildarmyndina að öll rök séu höfð að leiðarljósi. Í kringum virkjanir verða alltaf átök og í mínum huga höfum við og verðum að færa fórnir og nýta náttúruna okkur til hagsbóta og að sem minnstur skaði hljótist af. Stjórnvöld á hverjum tíma, hver sem þau eru, verða að ganga þannig um dyr að varúðin sé leiðarljós og öll rök séu tekin með í reikninginn. Samtíðinni bjargað frá stórslysi Kvikmynd Gríms Hákonarsonar er mikilvæg heimild og enn betri fyrir það að hann nær að ræða við fólkið sem í stríðinu stóð, þar á meðal lögfræðing bændanna Sigurð Gizurarson og sprengimennina Arngrím Geirsson í Álftagerði og Guðmund Jónsson á Hofsstöðum sem er nýlátinn, en sá þriðji var Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni, sem einnig er fallinn frá. Myndin flytur vel samhug og baráttuvilja sveitafólksins þar sem allir voru sem einn maður, sextíu og þrír ákærðir, jafnmargir og alþingismennirnir eru í dag, en stjórnvöld sömdu fyrir rest frið og bændurnir unnu fullan sigur. Samstaðan og sigurviljinn, ást bóndans á lífríki landsins bjargaði samtíðinni frá stórslysi. Sigurður Gísli Pálmason á heiður skilinn fyrir að fjármagna þessa baráttusögu og jafnframt þakka ég honum um margt einstakt viðtal í Silfri Egils um náttúruvernd og framtíðarhugsun í sátt við landið þar sem græðgin víkur fyrir hófstilltari hugsun. Munnur hestsins námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ Endurmenntun LbhÍ mun í samstarfi við Matvælastofnun standa fyrir námskeiði á Hvanneyri laugardaginn 23. febrúar er ber nafnið Munnur hestsins. Mikil umræða hefur verið um undan farna mánuði um áhrif beislabúnaðar, áverka í munnvikum hrossa og fleira í þeim dúr. Auðvitað er það svo að tamning hesta og notkun til reiðar felur í sér umtalsverðar breytingar á líkamsstarfsemi þeirra. Meðal annars fær munnurinn nýtt hlutverk sem er gjörólíkt því sem honum er ætlað frá náttúrunnar hendi. Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur mikla þekkingu á þessu sviði og hefur tekið út stöðuna, m.a. í tengslum við hross í keppni. Þekking á byggingu og virkni munnsins er mikilvæg fyrir samspil manns og hests og til að fyrirbyggja særindi í munni reiðhesta. Á námskeiðinu mun Sigríður, eða Systa eins og hún er kölluð, fara ítarlega í líffræði munnsins í máli og myndum en auk þess sýnikennslu á lifandi hestum. Að lokum verða eiginleikar mismunandi méla skoðaðir og hvernig er hægt að draga úr hættunni á að þau og annar beislisbúnaður skaði hestinn. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 12 þátttakendur. Skráningar fara fram um heimasíðuna eða í síma (Ásdís Helga). Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Holdanautaræktun ekki sjálfbær nema innflutningur erfðaefnis komi til Ónýttir möguleikar eru í framleiðslu á nautakjöti hér á landi, þar sem eftirspurn eftir íslensku nautakjöti er mun meiri en framleiðendur anna. Ástæður þess eru einkum að nautakjötsframleiðslan er að stærstum hluta stunduð sem hliðarbúgrein með mjólkurframleiðslu og flestir sláturgripir eru af íslenska kúakyninu, sem fyrst og fremst er ræktað til mjólkurframleiðslu en ekki til kjöt framleiðslu. Ef stunda á kjötframleiðslu í einhverju mæli með holdanautakynjum er nauðsynlegt að flytja inn erfðaefni úr slíkum kynjum. Þetta er meginniðurstaða starfshóps um nautakjötsframleiðslu og stöðu holdanautastofnsins á Íslandi sem þáverandi sjávarútvegsog landbúnaðarráðherra skipaði árið Skýrsla starfshópsins var birt á vef atvinnuvegaráðuneytisins í dag. Starfshópinn skipaði fólk með mikla þekkingu í nautgriparæktinni, en í honum sátu Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Magnús B. Jónsson, Snorri Hilmarsson, Auður Lilja Arnþórsdóttir og Þorsteinn Ólafsson, sem tók sæti Auðar síðar. Sökum meiri eftirspurnar eftir nautakjöti en framleiðendur ná að anna er nokkuð magn nautakjöts flutt inn árlega. Auka mætti innanlandsframleiðslu með auknum ásetningi nautkálfa og bættri nýtingu á vaxtargetu þeirra gripa sem nú eru nýttir til kjötframleiðslu. Gripir af þremur holdakynjum eru ræktaðir á landinu, Galloway, Aberdeen Angus og Limousin. Lítill fjöldi gripa er hér á landi eða rétt tæplega blendingskýr. Mikill skyldleiki er orðinn milli þeirra og af þeirri ástæðu og litlum fjölda þeirra er sjálfbær ræktun til lengri tíma ómöguleg. Ef stunda á kjötframleiðslu í einhverjum mæli með holdagripum þarf að koma til innflutningur á erfðaefni úr holdakynjum. Innflutningur erfðaefnis og gripa er bannaður en hægt er að sækja um undanþágur frá slíku banni. Fordæmi eru fyrir því að slíkar undanþágur hafi verið veittar. Þó er tekið fram að innflutningur á erfðaefni einn og sér myndi ekki nýtast sem skyldi nema gerðar yrðu ráðstafanir til að byggja upp innviði greinarinnar, m.a. með ráðgjöf, skýrsluhaldi og bættu kjötmati. /fr ESB-aðild mun leiða til breytinga á innflutningsgjöldum á bílum: Myndi hækka verð umtalsvert á mörgum vinsælum bíltegundum á Íslandi Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali, að því er fram kemur á Evrópuvef Alþingis, upplýsingaveitu um Evrópusambandið og Evrópumál. Í svari við fyrirspurn Haraldar Ólafssonar um hvernig verð á nýjum bílum muni breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu segir meðal annars: Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aðildarríkjum Evrópusambandsins en á viðskipti þeirra á milli eru ekki lagðir neinir tollar. Ekki er óhugsandi að evrópskir bílar gætu hækkað í verði á Íslandi frá því sem nú er í skjóli tollverndar Evrópusambandsins. Á móti því mælir hins vegar gott umhverfi til verðsamkeppni meðal evrópskra Áfram dregst saman sá úrgangur sem Akureyringar og Eyfirðingar fara með til urðunar, en á liðnu ári voru urðuð tæp tonn. Árið á undan voru þau tæplega tonn og árið 2010 fóru um tonn til urðunar. Skýringar á þessum mikla samdrætti má finna í breyttri meðhöndlun úrgangs á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Urðunarstað á Glerárdal var lokað og þarf nú að fara um langan veg með sorp til urðunar, sem kostar umtalsverða fjármuni. Það er því allra hagur að sem minnst sé urðað Við aðild að ESB þyrftu Íslendingar áfram enga tolla að greiða af bílum framleiddum innan sambandsins en 10% tollur yrði lagður á bíla framleidda utan þess. bílaframleiðenda og möguleiki neytenda til að flytja sjálfir inn bíla þaðan sem þeir eru ódýrastir. Engir innflutningstollar eru á bílum sem fluttir eru hingað til lands. Há vörugjöld eru lögð á bíla á Íslandi, óháð því hvaðan þeir eru fluttir inn og hvar þeir eru framleiddir, en Evrópusambandsaðild breytir engu um þau. Evrópusambandið leggur hins vegar af sorpi. Öll sveitarfélög á svæðinu hafa tekið upp meiri flokkun og því fer mun stærra hlutfall til endurvinnslu en áður. Mikil flokkun heima við Mikil flokkun fer fram á heimilum og eins hafa mörg fyrirtækið tekið upp betri flokkun sorps en áður. Hlutfall heimilisúrgangs í því sem fer í urðun er um 27% og rekstrarúrgangur um 73%, en þær tölur eru ekki alveg nákvæmar þar sem erfitt er að halda nákvæma skráningu yfir sumt 10% innflutningsgjald á bifreiðir sem framleiddar eru utan þess. Á þessu eru undan tekningar, til dæmis hefur sambandið gert samning við Suður-Kóreu um niðurfellingu tolla á árunum Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mundu bílar frá Japan og Bandaríkjunum hins vegar væntanlega hækka í verði um 10% hér á landi eða um sem nemur innflutningsgjaldi á bifreiðir samkvæmt tollskrá Evrópusambandsins. Hér verður að vísu að athuga að framleiðendur bíla frá Asíu hafa sett upp verksmiðjur í Austur-Evrópu og framleiða þar smábíla, sem eru vinsælir þar. Þannig spara þeir bæði flutningskostnað og tolla. Þessa bíla yrði hægt að flytja tollfrjálst til Íslands. Japanskir jeppar, pallbílar og aðrir stórir bílar, sem notið hafa hvað mestra vinsælda hér á landi, eru hins vegar ekki framleiddir í þessum verksmiðjum. Verð þeirra mundi því hækka um 10%. Það sama gildir um bíla frá Ameríku. Enn minnkar úrgangur sem fer til urðunar af úrgangi, eins og t.d. opna óvaktaða gáma og þar sem fyrirtæki og heimili eru með sameiginlega úrgangssöfnun. 432 tonn í brennslu Í brennslu á Húsavík fóru um 432 tonn. Þar eru dýraleifar stærstur hluti en einnig er þar sóttmengaður úrgangur, spilliefni, trúnaðarskjöl, ýmiss konar plast o.fl. Ætla má að nokkuð meira af úrgangi hafi farið til brennslu annars staðar á landinu, en ekki hefur verið hægt að greina það magn nákvæmlega. /MÞÞ

11 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum Veittir eru styrkir til uppsetningar á lýsingarbúnaði samkvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Umsóknir um styrki skulu berast til Bændasamtaka Íslands fyrir 1. mars. Nánari reglur og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4 Dieseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. s , netfang: hak@hak.is vefslóð: GROUPE RENAULT / NISSAN Dacia Duster ÁREIÐANLEGUR 4x4 SPORTJEPPI Kr þús. DÍSIL 5,3L/100 KM. BL ehf. kynnir nýjan bíl frá Renault og Nissan samsteypunni sem nú þegar er einn af vinsælli sportjeppum Evrópu! 1,5 lítra dísilvélin kemur frá Renault, drifkerfi og undirvagn er að mestu leiti útfærsla frá Nissan. íhlutir eru flestir þrautreyndir af báðum framleiðendum og það tryggir áreiðanleika og hagstætt verð. Þú gerir góð kaup í nýjum Dacia Duster sportjeppa. 3 ára ábyrgð eða km BL. ehf / Sævarhöfða Reykjavík / Sími

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fréttir STEKKUR Óviðkomandi umferð bönnuð Ef keyrt er um sveitir landsins má á stöku stað sjá lokuð hlið á vegarslóðum sem kyrfilega eru merkt Einkavegur óviðkomandi umferð bönnuð. Þegar slík skilti ber fyrir augu verður mér yfirleitt hugsað á þá leið að þarna hafi einhver skrattakollurinn að sunnan komið og keypt land án þess að hafa neinn skilning á því hvernig lífið gengur í sveitinni. Um þetta eru ferðafélagar mínir mér yfirleitt sammála.. Dæmigert samtal í bíl þegar svona skilti ber fyrir augu er eitthvað á þessa leið: Ég: Andskotans vitleysingar eru þessir Reykvíkingar, þetta dytti engum venjulegum bónda í hug. Tilfallandi ferðafélagi: Já, ótrúlegt rugl. Hérna kemur þetta malbikslið og ber enga virðingu fyrir einu né neinu. Ég: Einmitt, maður þarf bara orðið að hafa með sér járnsög og klippur í bílnum. Þetta borgarpakk er alveg galið. Þótt það sé ekki til vinsælda fallið að loka vegaslóðum í sveitum og bendi ekki til þess að viðkomandi hafi mikinn skilning á því samfélagi sem hann er orðinn þátttakandi í með eignarhaldi á landi eru samtöl eins og það sem lýst er hér að ofan auðvitað óþolandi ósanngjörn og full af fordómum. Til eru fjölmörg dæmi, og líklega fleiri en hin, um fólk sem hefur eignast jarðir í sveitum landsins og orðið virkir þátttakendur í samfélögum sveitanna. Margt af þessu fólki hefur lagt mikið til byggðarlaga, félagslega jafnt sem fjárhagslega. Dæmi eru um að fólk sem hefur komið að sunnan hafi byggt upp fyrir tugi eða hundruð milljóna á svæðum sem voru í mikilli vörn fyrir. Sumir hafa gengið svo langt að byggja upp sundlaugar. Það er ekki uppbyggilegt að tala á þeim nótum sem lýst er hér að ofan. Það er heldur ekki neinum til gagns að láta sem svo að útlendingar séu að hreinsa upp heilu sveitirnar og leggja byggðarlögin í rúst, eins og innanríkisráðherra lýsti því þegar rætt var við hann um frumvarp sem hann hyggst leggja fram, en í því eru ákvæði um bann við eignarhaldi erlendra ríkisborgara á landi nema þeir eigi þar lögheimili. Innanríkisráðherra hefur reyndar gengið illa að finna orðum sínum stað. Hann hefði kannski betur kynnt sér staðreyndir málsins. Af jörðum í jarðaskrá eiga einstaklingar með erlent ríkisfang 21 jörð að fullu. Alvarlegri er staðan víst ekki. Það hefði hins vegar kannski verið til bóta að innanríkisráðherra og ríkisvaldið veltu fyrir sér leiðum til að auðvelda þeim einstaklingum, innlendum sem erlendum, sem eiga jarðir í sveitum landsins að verða þátttakendur í samfélögum sveitanna. Það mætti til að mynda gera með því að finna leiðir til að heimila tvöfalt lögheimilisfang. Fjöldi fólks hefur tvöfalda búsetu og vildi gjarnan eiga möguleika á að láta hluta af útsvarsgreiðslum sínum renna til þess sveitarfélags sem það dvelur minna í, sem oftast eru minni sveitarfélögin á landsbyggðinni. Það borgar sig oftast að reyna að finna lausnir í samvinnu en trilla ekki fram á sviðið með órökstutt bull. Utanaðkomandi aðilar vilja flestir verða þátttakendur í samfélögum sveitanna. Til þess getur þurft að hjálpa þeim að skilja þær skyldur og réttindi sem fólgnar eru í eign á landi. Ef við tökum upp samræðu við þetta fólk efast ég ekki um að það verður okkur þakklátt. Kannski fækkar líka skiltunum sem banna óviðkomandi umferð. /fr Jón Geir Ólafsson gefur Snúði bendingar og hann á ekki í vandræðum með að ná kindahópnum saman. Vakning meðal bænda um notkun þjálfaðra fjárhunda við smalamennsku: Góðir fjárhundar bráðnauðsynlegir til sveita segir Jón Geir Ólafsson bóndi og hundaþjálfari í Gröf í Skaftártungu Talsverð vakning virðist vera meðal sauðfjárbænda um að koma sér upp góðum fjár hundum til að létta sér störfin. Dæmi um það er að Jón Geir Ólafsson bóndi í Gröf í Skaftártungu hélt fjárhundanámskeið á bænum Giljum í Mýrdal í fyrri viku. Átta bændur komu á námskeiðið og segir hann að áhuginn á fjárhundanotkun fari stöðugt vaxandi. Þá var ég sumpart að prófa sjálfan mig á námskeiðinu og sjá hvort ég gæti miðlað einhverju til annarra. Mér fannst það heppnast það vel að ég ætla að vera með þriggja daga námskeið á Hellu 12. til 14. febrúar næstkomandi. Jón Geir hóf búskap í Gröf árið 1995 og hefur alla tíð síðan verið með hunda til að aðstoða við búskapinn. Ég setti mér strax það markmið að eiga góða hunda. Ég hef þó ekki gefið mig út í þjálfun og kennslu fyrr en núna en hef fram að þessu verið að safna í reynslubankann. Segir Border Collie besta Jón er eingöngu með fjárhunda af Border Collie kyni. Þetta eru bestu fjárhundarnir sem maður fær og þeir hafa alla þá eiginleika til að bera sem nauðsynlegir eru. Þeir eru vinnusamir, halda fé vel í hóp og það er gott að fást við þá. Jón segir að á námskeiðinu hafi mætt átta bændur, bæði karlar og konur, sem hafi verið með góða hunda. Hann segir eitt að eiga góðan hund en annað að nota hann. Í dag séu margir komnir með góða hunda og sauðfjárbændur viti vel út á hvað þetta gengur, svo auðvelt sé að kenna þeim að nota hundana sér til gagns. Bráðnauðsynlegt til sveita í dag Núna eru mikil sóknarfæri til að byggja upp meiri áhuga á fjárhundanotkun. Mér finnst að bændur í dag séu að vakna mjög til vitundar um hversu nauðsynlegt er að eiga góða hunda. Fjárhundar eru bráð nauðsynlegir til sveita í dag. Þeir spara manni sporin og þetta er líka mjög skemmtilegt og hagnýtt áhugamál fyrir sauðfjárbóndann. Segir Jón að þegar horft sé til þess hvað fólki hefur fækkað í sveitum með aukinni tæknivæðingu og breyttum búskaparháttum séu góðir Frá fjárhundanámskeiðinu á Giljum í fyrri viku. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Jón Geir Ólafsson námskeiðshaldari í Gröf, Ragnar Sævar Þorsteinsson Brekkum, Karl Pálmason Kerlingadal, Guðbergur Baldursson Fitjamýri, Sigurjón Sigurðsson Grund, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson Giljum og Ragnhildur Jónsdóttir Fagradal. Á bak við myndavélina var svo Jónas Erlendsson í Fagradal, sem líka tók þátt í námskeiðinu, með tíkina Donnu. Hún er frá Austur-Hlíð austan við Laugarvatn, undan Skottu frá Daðastöðum og Kát. Tíkin Röskva með fulla stjórn á fjárhópnum. Snúður bíður rólegur með fjárhópinn eftir nýjum skipunum frá húsbónda sínum. fjárhundar enn mikilvægari en ella við alla smalamennsku. Líka sóknarfæri í sýningarhaldi fyrir ferðamenn Jón gerði tilraun til að vera með fjárhundasýningar á Geirlandi á Síðu á síðastliðnu sumri. Þó að sýningarnar væru lítið kynntar keyptu þó nokkrir ferðamönnum sig inn á sýningarnar og segir hann að þær hafi lukkast mjög vel. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni sem gaman var að fást við. Það þarf bara að vinna meira í þessu og sjá hver framvindan verður, en þarna eru mikil tækifæri. Það var athyglisvert að útlendingarnir sem komu á sýningarnar áttu flestir hunda heima hjá sér af ýmsum tegundum. Engir tveir hundar eins Jón hefur selt nokkra hunda sem hann hefur þjálfað í gegnum tíðina Myndir / Jónas Erlendsson og einnig tekið að sér að þjálfa upp nokkra hunda fyrir bændur þó í litlum mæli sé. Hann segir mjög einstaklingsbundið hvað langan tíma taki að þjálfa upp góðan fjárhund. Það fari bæði eftir þjálfaranum og hundinum sjálfum hvernig til takist. Það er með þetta eins og annað að góð ástundun og vinnusemi skilar árangri. Ef ég byrjaði t.d. núna að vinna með hund sem er áhugasamur, viljugur og tilbúinn til vinnu, þá gæti maður náð miklum árangri á einu ári en samt haft mikið gagn af honum strax í haust. Það er erfitt að segja hvenær hundur er fullþjálfaður. Maður kennir þeim skipanirnar en það er eins með þá og mannfólkið að þeir þurfa reynslu til að ná góðum árangri. Þá eru engir tveir hundar eins. Þeir eru misöflugir til vinnu, misfrakkir og geðslag er misjafnt rétt eins og hjá okkur mönnunum. /HKr.

13 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Iðnaðarryksugur KÄRCHER SÖLUMENN Hífi- og festingabúnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: Bændablaðið Smáauglýsingar Dreift í 28 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði og býli á Íslandi Styrkir FISKRÆKTARSJÓÐUR Salmonid Enhancement Fund Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán og styrki til verkefna - verðmæti veiði úr þeim. Umsóknir um lán og styrki úr Fisk- Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um, eru beðnir að skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn. veiði. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er aðgang að tölvu. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á sérstöku eyðu- Fiskræktarsjóður FXNytro M-TX árg kr FARÐU LENGRA! FXNytro M-TX turbo Arctic Trucks, í samstarfi við MC Xpress og Alpine ehf, býður nú Yamaha Nytro vélsleða með turbo uppfærslu. Þrjár útfærslur eru í boði; 190, 240 og 270 hestöfl. Verð með turbo uppfærslu frá kr ,- Arctic Trucks Kletthálsi Reykjavík Sími

14 14 Námskeið á vegum Landstólpa: Frá hugmynd að fjósi Landstólpi heldur eins dags námskeið um hönnun, frágang og tæknilegar lausnir í fjósum. Á námskeiðunum, sem haldin verða í húsnæði Vélavals í Varmahlíð 25. mars og í húsnæði Landstólpa í Gunnbjarnarholti 26. mars, verður farið yfir helstu þætti er lúta að grunnhönnun fjósa, frágangi og notkun þeirra. Fjallað verður um nýjungar á sviði mjaltatækni og hönnunar á mjaltaaðstöðu, sem og kynntar mikilvægustu breytingar á hönnunarforsendum síðustu 10 ár. Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á hönnun á aðstöðu fyrir kvígur í uppeldi og kynntar þær lausnir sem algengastar eru erlendis. Rætt verður í máli og myndum um tækifæri og vandamál sem skapast þegar bú eru stækkuð og þeim breytt, sem og kynntar svokallaðar SOP- og LEAN-aðferðir við stjórn kúabúa og mjólkurframleiðslu. Þetta er námskeið sem á erindi til allra kúabænda sem eru að velta fyrir sér nýbyggingu, viðbyggingu eða endurbótum á núverandi aðstöðu. Fyrirlesari á námskeiðunum verður Snorri Sigurðsson, ráðgjafi við Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku. Snorra Sigurðsson þekkja flestir bændur hér á landi, en hann hefur unnið við bæði kennslu og rannsóknir í tengslum við nautgriparækt í mörg ár og hefur verið ötull við að miðla fræðslu til bænda með tíðum greinarskrifum í Bændablaðið og á heimasíðu Landssambands kúabænda. Snorri starfar nú sem ráðgjafi hjá Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku og er hans aðalstarf að leiðbeina dönskum kúabændum um atriði sem lúta að mjólkurgæðamálum, tækni í fjósum og aðbúnaði gripa og hönnunar á nærumhverfi þeirra. Greiða þarf kr fyrir þátttöku en námskeiðin uppfylla kröfur Starfsmenntasjóðs Bændasamtaka Íslands um tímalengd og faglegt innihald og því geta þátttakendur sótt um styrk frá sjóðnum eftir að þátttöku er lokið. Staðfesta þarf skráningu á námskeiðið í síma eða með tölvupósti til: is Námskeiðin hefjast kl. 9 og lýkur kl. 17. Vinsamlegast staðfestið þátttöku sem fyrst, þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Snorri Jónsson með líkjörana og snafsana. Eimingartækin eru í bakgrunni. Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni óskað eftir íslenskum eplum til framleiðslunnar Mynd / smh Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson. Bocuse d Or matreiðslukeppnin í Lyon: Ísland í áttunda sæti með sandhverfu, ylliblómaedik, reyktan lax og írska nautalund Bocuse d Or, óopinber heimsmeistarakeppni matreiðslumanna, var haldin í frönsku borginni Lyon í lok síðasta mánaðar. Að þessu sinni var það Sigurður Kristinn Laufdal Haralds son, matreiðslumaður á Vox, sem keppti fyrir hönd Íslands. Er skemmst frá því að segja að Sigurður lenti í áttunda sæti af 24 þátttakendum. Keppnin er haldin annað hvert ár og höfum við Íslendingar átt þátt takanda frá Lengst hafa Íslendingar náð árið 2001, þegar Hákon Már Örvarsson vann til bronsverðlauna, og alltaf hafa Íslendingar verið í hópi þeirra tíu bestu. Mynd / freisting.is Fiskrétturinn. Mynd / Matthías Þórarinsson Í litlu brugghúsi í Hafnarfirði er vatni breytt í gómsæt vín. Snorri Jónsson rekur þar 64 Reykjavík Distillery ásamt Judith Orlishausen og þó að húsnæðið sé af smærri gerðinni er óhætt að segja að þau séu stórhuga í framleiðslu sinni. Hvergi er kastað til höndunum; hvorki í hráefnisvali né í kröfum um hreinleika afurðanna. Snorri segir að þau kappkosti að nota íslenskt hráefni í afurðir sínar, en vörulína þeirra telur nú þrjár snapsategundir, fjóra líkjöra og eina vodkategund. Hann segir að hugmyndin að þessari bruggverksmiðju hafi fæðst Hann hafi menntað sig í Danmörku, í því sem kallast hátæknifræði (e. mechatronics), og að námi loknu starfaði hann um árabil í Þýskalandi. Bruggverksmiðjan 64 Reykjavík Distillery var svo stofnuð haustið 2009 með það að markmiði að framleiða fyrsta flokks áfenga drykki úr íslensku hráefni. Fyrirtækið fékk fljúgandi start með fyrstu vörulínuna sína, líkjörana þrjá (bláberja, krækiberja og rabarbara), þegar krækiberjalíkjörinn hreppti silfurverðlaun í alþjóðlegri samkeppni (ISW) í Berlín Á síðasta ári fékk fyrirtækið svo hin virtu alþjóðlegu Red dot award hönnunarverðlaun fyrir vörulínuna sem eru að sögn Snorra gríðarleg viðurkenning og til marks um að hönnunin sé framúrskarandi á sínu sviði. Reksturinn hefur frá upphafi verið fjármagnaður af þeim sjálfum og án styrkja. Snorri sinnti rekstrinum í byrjun til hliðar við aðalvinnu sína í Danmörku. Fyrsta afurðin sem Reykjavík Distillery þróaði var bláberjalíkjörinn, gerður úr íslenskum bláberjum, og naut hann strax mikilla vinsælda. Á þeim grunni fékkst bolmagn til að þróa næstu tvær tegundir; rabarbara- og krækiberjalíkjöra sem fóru í sölu í byrjun árs Síðan hafa smám saman bæst við einiberjasnafs, brennivín, aðalbláberjalíkjör og viðhafnarbrennivín auk hágæða vodkans Kötlu sem kynntur var í desember síðastliðnum. Ekkert til sparað Snorri segir að ekkert sé til sparað í framleiðslunni í leit að rétta keimnum. Hann nefnir í því sambandi að notast er við mikið magn ferskra kryddjurta í brennivíninu þeirra og einiberjasnafsinum af kúmeni og einiberjum og hráefni líkjöranna er heldur ekki naumt skammtað. Við reynum helst að fá innlent hráefni en stundum er það ógerlegt og þá leitum við að gæðavörum út fyrir landsteinana. Við leggjum okkur sértaklega eftir lífrænt ræktuðum afurðum. Við erum ófeimin við að gera tilraunir með það frábæra íslenska hráefni sem er í boði. Vinna að þróun á íslensku viskíi Við höfum átt í samstarfi við rannsóknarstofu í München, við Weihenstephan-háskóla, á nokkrum sviðum. Til að mynda erum við í samvinnu við rannsóknir á íslensku byggi, því núna er á stefnuskránni að fara af stað með tilraunir á íslensku viskíi. Við fáum mikið út úr því að vera í samstarfi við fagfólk sem deilir áhuganum með okkur. Við erum enn á fullri ferð í vöruþróun og sífellt að reyna fyrir okkur með hráefni. Þar er helst að nefna, stikilsber, perur, epli og plómur sem eru tegundir sem hægt og rólega að ryðja sér til rúms hérlendis og við höfum þegar gert tilraunir með, þannig að það er margt í pípunum. Ég hef verið að leita fyrir mér hjá eplabændum á Íslandi um hráefniskaup en greinin virðist enn vera of stutt á veg komin hér á landi til að það sé raunhæft að fá eingöngu íslensk epli. Í ljósi hins mikla ávaxtaáhuga Íslendinga á allra síðustu árum er þó við því að búast að raunhæft verði að halda úti framleiðslu á vörum úr íslenskum eplum í nánustu framtíð, segir Snorri. Hann biðlar til þeirra eplabænda sem nú þegar eru með ríflega uppskeru, að setja sig í samband við sig. /smh Sandhverfa og nautalund Matseðlar Sigurðar voru tveir; fiskréttarseðill og kjötréttarseðill. Á fiskréttarseðlinum var boðið upp á sandhverfu með stökku grænmeti og ylliblómaediki. Sem skraut-meðlæti var m.a. hefðbundinn íslenskur reyktur lax, akurhænuegg og dillkrydduð vinaigrette. Á kjötréttarseðlinum var írsk nautalund hjúpuð stökkri kartöflustöppu og brenndri töðu. Sem meðlæti var m.a. akurhænuegg með uxahalaseyði, jarðsveppir og reyktur mergur. Um sjötíu Íslendingar voru mættir til Lyon til að hvetja íslensku keppendurna áfram með þokulúðrum og klappi, en Sigurði til aðstoðar í matreiðslunni var Hafsteinn Ólafsson. Þjálfari Sigurðar var Þráinn Freyr Vigfússon, yfirmatreiðslumaður á Kjötrétturinn. Mynd / Matthías Þórarinsson Kolabrautinni og keppandi Íslands á Bocuse d Or árið Hann náði þá sjöunda sæti. Það voru Frakkar sem báru sigur úr býtum. Lið Dana hlaut silfurverðlaun og Japanir fengu bronsið. Hægt er að fá nánari upplýsingar um matseðlana á vefnum bocusedor. is. /smh Erlendir stúdentar kynna sér íslenskan landbúnað Á hverju ári koma nokkrir hópar úr háskólunum í heimsókn til Bændasamtakanna til að fræðast um landbúnað og hitta starfsfólk og forystumenn bænda. Á dögunum kom tæplega 50 manna hópur erlendra stúdenta í Bændahöllina og snæddi íslenska kjötsúpu að hætti innfæddra. Spurningarnar voru margvíslegar, m.a. hvort hér á landi væru ræktuð bananatré og hvort auðvelt væri að fá vinnu í sveit á sumrin. Margir stúdentanna lýstu áhuga sínum á að komast í sumarvinnu á sveitabæjum og tóku nokkrir því fegins hendi að geta auglýst í smáauglýsingum Bændablaðsins.

15 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Lambamerki Plastiðjan Bjarg Iðjulundur, starfsþjálfunar og endurhæfingar vinnustaður, er eina fyrirtækið sem framleiðir merki fyrir búfénað á Íslandi. Veljum íslenskt - það er allra hagur! MICRO merki. Bjóðum hin frábæru Micro lambamerki á mjög góðu verði. Lámarkspöntun er 10 stk. Veittur er 10% afsláttur ef merki eru pöntuð fyrir 10. mars. Hægt er að fá merkin í stökum númerum þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð. Pöntunina skal þá senda í excelskjali, númer skráð í einn dálk. PVC Gluggar Suðurlandsbraut 24, 2h. S rek@rek.is Combi Nano lambamerki og örmerki. Combi Nano merkin eru minni útgáfa Combi Mini merkja (ásetningsmerkja). Mjög auðvelt er að lesa af merkjunum. Annars vegar er hægt að fá þau sem venjuleg lambamerki þ.e. með blöðku beggja vegna. Hins vegar er blaðka þar sem bæjarnúmer og einstaklingsnúmer er áprentað og henni fylgir hringur sem er endurnýtanlegur. Í hringnum er rafrænn teljari sem er örmerki. Notuð er Combi Junior EID töng til ísetningar. Hægt er að fá merkin í stökum númerum þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð. Pöntunina skal þá senda í excelskjali, númer skráð í einn dálk. ATH! Pantanir á Combi Nano merkjum verða að berast fyrir 20. mars til að tryggja að þau verði komin fyrir sauðburð. Vinsamlega takið fram um hvers konar merki er að ræða þegar pantað er. Starfsþjálfunar - og endurhæfingar vinnustaður Furuvöllum 1, 600 Akureyri. Opnunartími: Mánudaga föstudaga, kl Sími , Fax Netfang pbi@akureyri.is Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta blað kemur út 21. febrúar Gámurinn er þarfaþing! Gistigámar Geymslugámar Salernishús Hafðu samband! » Til sölu og/eða leigu» Margir möguleikar í stærðum og útfærslum» Hagkvæm og ódýr lausn» Stuttur afhendingartími Klettagörðum Reykjavík Sími ATHYGLI EHF

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Mikil óánægja meðal útivistarfélaga og hagsmunahópa með nýtt frumvarp um náttúruvernd: Allt bannað nema það sé sérstaklega leyft frumvarpið er sagt fela í sér miklar skerðingar á útivist og formaður SAMÚT talar um að sýndarsamráð hafi verið um frumvarpið Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samtaka útivistarfélaga (SAMÚT), segir að ýmislegt sé athugavert við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra um náttúru vernd. Fjölmargir aðrir hafa einnig gert athugasemdir við frumvarpið, þar á meðal skógræktarfélög, Landssamband veiðifélaga, Landssamband landeigenda og sveitarfélög. Þá hefur að undanförnu verið safnað undirskriftum á ferdafrelsi.is til að mótmæla fjölmörgum ákvæðum frumvarpsins. Við sendum greinargerðir um frumvarpið til ráðuneytisins en þegar málið var skoðað kom í ljós að þar höfðu menn bara ekkert farið yfir þær. Það sýnir sig að þetta samráð sem talað er um í frumvarpinu er ekki haft og virðist það brotna á einhverjum stigum innan kerfisins, segir Sveinbjörn. Í stjórnsýslunni virðast menn samt lítið læra af reynslunni í þessum efnum. Sama ferli var t.d. uppi á teningnum þegar frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð var lagt fyrir Alþingi Þá virðist ekkert samráð hafa verið haft við Samút eða nokkurt félag útivistarfólks um útfærslu og stjórnsýslu þjóðgarðarins samkvæmt ályktun Samtaka útivistarfélaga frá 23. janúar Þessi mynd er tekin á Kjalvegi, en ferðalög um hálendi Íslands eru mjög vinsæl bæði meðal Íslendinga og útlendinga. Formaður SAMÚT segir að lögin muni gjörbreyta aðgengi að hálendinu þannig að allt verði bannað nema það sé sérstaklega leyft. Ef farið verði óvart in á ranga slóða sem ekki séu inni á því hnitakorti sem lagasetningin miði við séu menn að fremja lögbrot. Skipti þá engu máli þótt slóðinn sé mjög greinilegur og engar merkingar á staðnum Myndir / HKr. Miklar skerðingar á útivist Flest þeirra félaga sem eru innan okkar raða verða fyrir skerðingum af ýmsu tagi sem snúa að útivist og útiveru. Það er skrítið að í frumvarpinu skuli verið að skerða aðgengi að náttúrunni svona mikið án þess að hafa samráð við þau félög sem helst ættu að koma að málinu. Þar hefur ekki verið annað en sýndarsamráð í gangi. Það var óskað eftir að við sendum inn gögn, sem við gerðum eftir að vera búin að lesa yfir drögin að lögunum. Hvítbókin sem þarna liggur til grundvallar er heldur engin smá lesning. Við fengum samt ekki nema tvær til þrjár vikur til að fara yfir hlutina og skila af okkur. Þrátt fyrir það útbjuggum við greinargerðir til að senda með okkar athugasemdum. Ríkið á auðvitað að leita til útivistarfélaga því þar er gífurleg reynsla og þekking á umferð um hálendið og ýmislegt annað. Þegar maður skoðar þann hóp sem stóð að gerð Hvítbókarinnar sem er grunnurinn að þessari lagasmíð, þá var hann mjög einsleitur. Skortur á þekkingu á útivist Það var heldur ekki talað við okkur á fyrri stigum málsins og við vorum mjög ósátt við að hafa ekki fengið að koma að þessu í byrjun. Þá hefði verið hægt að taka tillit til okkar sjónar miða strax í upphafi. Síðan kemur það ítrekað fram í frumvarpinu að þeir sem hafa verið að vinna að þessu máli hafa ekki haft fulla sýn á því hvernig útivist fer fram á Íslandi í dag. Eflaust er það þó mjög lögfrótt fólk og með mikið bókavit en ég er farinn að efast verulega um að það viti nákvæmlega um hvað útivist á Íslandi snýst í dag. Ef við tökum t.d. 31. greinina um utanvegaaksturinn er verið að þrengja mjög akstur í snjó á þeim forsendum að jörð þurfi að vera frosin undir snjónum. Í 31. gr. frumvarpsins segir meðal annars: Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar er akstur vélknúinna ökutækja utan vega bannaður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt sé að aka slíkum tækjum á jöklum og á snævi þakinni jörð utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin og augljóst að slíkt valdi ekki náttúruspjöllum. Sveinbjörn segir að með Talið er að ef frumvarp um ný náttúruverndarlög verði samþykkt verði bændum torveldað að sinna störfum sínum, jafnvel á eigin landi. Á leið í Kerlingafjöll. Akstur um hálendið á vel búnum jeppum er oftast eina mun skerðast mjög ef frumvarpið verður að lögum. orðalaginu augljóst sé sérstök áhersla á það lögð að um þrönga undantekningu sé að ræða frá meginreglunni um bann við akstri utan vega. Hér þarf þá að huga að því að enda þótt snjóþekja sé yfir kann jörð að vera ófrosin undir og við þær aðstæður getur akstur valdið náttúruspjöllum. Það er ekki einu sinni skilgreining á því hvað snjódýptin eigi að vera mikil. Ferðaklúbburinn 4x4 benti í sínum skrifum á að þeirra bílar væru hannaðir til að aka ofan á snjónum, en ekki undir honum. Þegar menn eru t.d. komnir í sex metra snjódýpt þá getur verið mjög erfitt að kanna hvort jörðin undir er frosin eða ekki. Flestir muna eftir áhlaupinu norðanlands í september í fyrra þegar allt fylltist af snjó með mikilli ófærð, en að sjálfsögðu var jörðin ófrosin undir. Hefðu nýju náttúruverndarlögin verið komin í gildi hefðu menn verið þar að fremja lögbrot t.d. við leit að sauðfé. Of víðtækar heimildir fyrir ráðherra Sveinbjörn segir heimildir til ráðherra í frumvarpinu til að loka heilu svæðunum líka allt of víðtækar. Þar sé ráðherra veitt heimild til að loka svæðum ef talinn sé möguleiki á að þar geti orðið náttúruspjöll eða truflun fyrir annað ferðafólk. Þetta standist ekki skoðun. Af hverju á ráðherra að hafa völd til að loka t.d. Langjökli vegna þess að þar sé að fara um gönguhópur erlendra eða innlendra ferðamanna sem þolir ekki truflun. Allt bannað nema það sé sérstaklega leyft Sveinbjörn nefnir einnig nýjan gagnagrunn um slóða og vegi sem eigi að koma í gagnið 2014 og verði grundvöllur að lokun fjölmargra núverandi slóða. Það er ekki búið að ferla há lendið [skrásetja staðsetningarpunkta eða hnit, innskot blm.]. Landmælingar Íslands segja að það þurfi að lágmarki tíu ár til viðbótar að ljúka því verkefni sómasamlega. Ef það á að fara að kasta til höndunum við að gera þetta er betra að sleppa því. Það er auðvitað fullt af veiðislóðum og ýmsum öðrum slóðum sem munu þá ekki rata inn á kortið. Lögin eru að breyta þessu umhverfi þannig að það verði allt bannað nema það sé sérstaklega leyft. Það er algjör kúvending á því sem nú er. Bendir Sveinbjörn á að samkvæmt frumvarpinu verði þetta þannig að ferðafólk verði að vera með hnitakort með sér og GPS-staðsetningartæki til að geta ferðast um hálendið. Ef komið sé að gatnamótum þar sem tvær slóðir skerist verði menn að vera alveg klárir á því hvor slóðinn sé inni á hnitakorti laganna því aðra slóða sem ekki eru þar megi ekki fara. Ef farið sé óvart inn á rangan slóða séu menn um leið að fremja lögbrot og geti fengið háar fjársektir. Í 32. gr. frumvarpsins segir um þetta ákvæði: Grunnurinn verður réttarheimild um heimilar akstursleiðir um landið og jafnframt verður ljóst að óheimilt er að aka vélknúnum ökutækjum á slóðum sem ekki eru sýndir í grunninum. Mikilvægt er að góð samvinna takist um gerð kortagrunnsins og er því áréttað að í reglugerð skuli kveðið á um samráð við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem og um kynningu grunnsins. Vilja náttúruverndarlög sem hægt er að framfylgja Við fögnum náttúruverndarlögum en þau verða að vera þannig að það sé hægt að framfylgja þeim og fara eftir þeim, segir Sveinbjörn. Hann segir að frumvarpið feli einnig í sér gríðarlegar skerðingar, t.d. fyrir fatlað fólk og aðra sem eru ekki sérlega vel á sig komnir líkamlega. Mig minnir að orðalagið sé þannig að gangandi umferð sé miðuð við fólk sem hafi líkamlega burði til að bera 20 kg á bakinu langar vegalengdir. Öðrum er hindruð för með boðum og bönnum. Þarna er verið að draga taum eins hóps útivistarfólks á kostnað annarra. Sveinbjörn segir að með þessari lagasmíð sé greinilega verið að útiloka umferð vélknúinna ökutækja eins mikið og kostur er. Nær væri að stýra þeirri umferð með góðum merkingum. Ríkið hefur þó lítið staðið að merkingu slóða heldur hefur það mest allt farið fram á vegum útivistar félaga. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur t.d. verið mjög ötull við að merkja vegslóða og annað. Hafa félagsmenn gert það á sinn kostnað og skaffað í það bíla, tæki og tól. Segir hann að mörg ljót sár séu á hálendinu eftir útlendinga sem rati í ógöngur enda vanti merkingar um hvar megi aka og hvar ekki. Aðeins tvær gerðir tjalda heimilaðar Sveinbjörn bendir einnig á 22. grein frumvarpsins sem vakið hefur einna mesta athygli. Þar segir m.a. um skilgreiningu á tjöldum sem heimilt verður að nota: Heimild greinarinnar til að tjalda utan alfaraleiðar gildir því einkum fyrir þá sem ferðast um landið gangandi. Heimildin nær einvörðungu til þess að setja niður göngutjöld. Við alfaraleið er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld en mismunandi reglur gilda um tjaldáningu eftir því hvort ferðin liggur um alfaraleið í byggð eða óbyggðum. Með hefðbundnum viðlegutjöldum er átt við tjöld sem eru veigameiri en svo að hægt sé að bera þau á göngu en ekki tjaldvagna eða fellihýsi og ámóta tæki. Það eru til fleiri tegundir af tjöldum, segir Sveinbjörn. Þarna er t.d. ekki minnst á jöklatjöld og með þessum lögum verður ekki lengur heimild til að nota slík tjöld í náttúru landsins. Ég held að þetta hljóti að vera mistök. Þeir sem hafa verið að semja þetta hafi bara ekki vitað betur. Það er greinilegt að þar er um að ræða fólk sem því miður hefur ekki verið að vinna heimavinnuna sína, segir Sveinbjörn Halldórsson. /HKr.

17 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Jörðin Kolgerði til sölu Eitt glæsilegasta bæjarstæði við Eyjafjörð Einstakt útsýni Kolgerði er vel hýst jörð í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Íbúðarhúsið er 221 fm steypt einingahús á steyptum kjallara byggt Hesthús er þar sem áður var fjós og er sambyggð hlaða notuð sem reiðskemma. Vélaskemma og geymsla 100 fm er skammt frá íbúðarhúsinu sem og gömul fjárhús notuð sem skjól fyrir útigangshross. Einnig er 13 fm gróðurhús. Jörðin er um 300 he og tún um 21 he. Samningur er um skórækt við Norðurlandsskóga. Verð: 75 milljónir kr. Myndir og frekari upplýsingar á kolgerdi.123.is og í síma Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! 17 Ný kynslóð af varmadælum. Nýtt W Lítur vel út, hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir stærra húsnæði og sundlaugar. Getur notað vatn, sjó, jörð og loft til orkuöflunar. NIBE F1345 eyðir litlu og sparar mikið. Stærðir frá 24 til 540kW NIBE frá Svíþjóð Stærstir í Evrópu í 60 ár NIBE F1345 Jarðvarmadæla Er rafmagns reikningurinn á ári 1, 2, 5, 10, 20 milljónir eða meira? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Mynd / Baldur Sveinsson Þúsundþjalasmiður í háloftunum Albert Sigurjónsson, hagleikssmiður á Sandbakka í Villingaholtshreppi, dundar sér við það í frístundum að smíða vindmyllur og flugvélar. Verkefnin eru meira en lítið metnaðarfull og er hvert þeirra mörg ár í smíðum. Þá tekur við prófun á meistarastykkjunum, en Albert segir það ólýsanlega tilfinningu að sjá sköpunarverkin virka og verða að veruleika. Albert er húsasmíðameistari og ólst upp á Forsæti við hlið Sandbakka þar sem hann býr nú. Hann var um árabil kartöflubóndi samhliða smíðum með bróður sínum Ólafi, sem býr nú á Forsæti. Upp úr 1990 hættum við í kartöflunum, það er ekki hægt að vera með lítinn eða meðalrekstur í dag varðandi búskap, maður þarf að vera stór svo að þetta reki sig almennilega. Bróðir Alberts, húsasmiðurinn Ólafur, býr við hlið hans á bænum Forsæti þar sem hann og kona hans Bergþóra Guðbergsdóttir reka listagalleríið Tré og list. Albert segir handverkið ekki síður koma úr móðurætt þeirra bræðra. Þetta er alls staðar, það er bara misjafnt hvað fólk fæst við að gera. Þetta fylgir mannskepnunni. Sköpunarþráin er rík í fólki, hvort sem það smíðar, málar eða skrifar, allt er þetta runnið af sama meiði. En maður gerir ekki nema eitt í einu. Faðirinn fyrirmynd Framan af vorum við bræður mestmegnis að smíða heilu jarðirnar ef því var að skipta fyrir bændur. Seinni árin hefur lítið verið við að vera í landbúnaði, eitt og eitt fjós í byggingu en ekkert mikið meira en það. Við höfum byggt mikið af sérteiknuðum sumarhúsum úti um allt. Við höfum aldrei verið í tilboðsbransanum og þetta hefur gengið vel svona. Þetta hefur þó aldrei fyllilega fullnægt smíðaþörfinni minni, þetta er bara Mynd / ehg þrældómur og puð að vera að smíða fyrir aðra alla daga, segir Albert og bætir við; Ég hef alltaf verið að dunda eitthvað með, ég man ekki eftir mér öðruvísi. Ég fór til dæmis í rennibekk föður míns, Sigurjóns Kristjánssonar, áður en ég lærði að lesa. Hann var mikill hagleiksmaður og framleiddi sjálfvirka spunarokka með mági sínum sem voru seldir út um allt land fyrir stríð. Þá síðustu gerði hann upp úr Síðan gerði hann venjulega rokka sem hann hannaði sérstakt mynstur á sem hann kenndi mér þegar ég var unglingur. Ég framleiddi slíka rokka á sínum tíma fyrir Íslenskan heimilisiðnað og það er enn í dag svolítil eftirspurn eftir þeim og ég fæ reglulega fyrirspurnir um að smíða rokka fyrir fólk. Vindmyllur og flugvélar Albert smíðaði vindmyllur á árunum sem hann hitaði vatn með en það var alltaf flugvélasmíðin sem blundaði í honum. Þetta virkaði allt vel en það var dýrt viðhald á vindmyllunum. Þetta þarf að vera vandað til að endast en ég hitaði vatn með þeim með vatnsbremsu. Ég var svo heppinn að bróðir minn, Kristján Már, er verkfræðingur í Reykjavík og hann safnaði gögnum um vindmyllur fyrir mig og var mér innan handar við þetta ævintýri varðandi burðarþol og annað. Þetta er tækni sem á rétt á sér til hitunar húsa, það er ekki spurning, og það væri til dæmis borðliggjandi sparnaður í Grímsey að setja upp álíka vindmyllur til að hita upp húsin í stað olíukyndingar. Þetta er líka annað umhverfi í dag þar sem tækninni hefur fleygt fram. Um tíu árum eftir vindmylluprófanir ákvað Albert að ráðast í það metnaðarfulla verkefni að smíða sér eigin flugvél, en hann er með einkaflugmannspróf og flugvéladellan hefur blundað í honum um langa tíð.

19 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Einn af fjölmörgum rokkum sem Albert hefur smíðað. Hér má sjá grindina að nýju vélinni. Mynd / ehg Albert við einn af spöðum vindmyllunnar sem hann smíðaði fyrir nærri 30 árum. Mynd / ehg Það tók mig sjö ár að smíða hana. Þetta er tvíþekja og er hönnun hennar frá því um 1960 en hún heitir TF-BAY, Baby Great Lakes. Ég er aðili í félagi áhugamanna um heimasmíð, Flugsmíð, sem er ábyrgur aðili gagnvart Flugmálastjórn og er aðili að alþjóðasamtökum heimasmiða. Það eru margir tugir manna í þessu félagi hérlendis og mikil gróska í heimasmíði flugvéla og í viðgerðum, segir Albert. Eins og að byggja einbýlishús Vélarnar sem smíðaðar eru heima má ekki nota í atvinnuskyni en leyfilegt er að fljúga með farþega í þeim. Ef 51 prósent flugvélarinnar er smíðað heima flokkast hún undir heimasmíði. Sjálfvirkur spunarokkur úr smiðju föður Alberts, Sigurjóns Kristjánssonar, sem hann smíðaði árið Mynd / ehg Ég kaupi í rauninni teikningu frá Bandaríkjunum og síðan ber ég ábyrgð á því sjálfur hvað ég nota í hráefni. Maður heldur sérstaka smíðadagbók og síðan kemur eftirlitsmaður frá félaginu Flugsmíð sem tekur út hjá manni verkið. Ég má til dæmis ekki loka hlutum fyrr en hann kemur og yfirfer alla hluti. Við reynum að sýna ábyrgð og vera ekki með galgopahátt, útskýrir Albert og segir jafnframt; Í heimasmíðinni þarf smiðurinn í samvinnu við sinn eftirlitsmann að votta að efnið sem í hana er notað sé hæft. Bygging einnar flugvélar er ekki minna verk en að byggja heilt einbýlishús, það fara á bilinu tvö til sjö þúsund vinnustundir í verkið, það fer eftir því hversu flókin vélin er. Það er mikil bylting með tilkomu netsins að standa í þessu því ég panta frá Kaliforníu hluti í flugvélina sem eru komnir upp að dyrum hjá mér fjórum dögum síðar. Hér áður var eingöngu hægt að styðjast við faxtæki og allt tók mun lengri tíma. Það er mikið um að menn geri upp gamlar vélar, það er mikil vakning í því eins og menn gera upp gamlar vélar og bíla. Maður verður að taka áhættu Albert hefur flogið á tvíþekjunni um allt land og nú er önnur vél í smíðum, grindin klár og annar vængurinn langt kominn en þó er enn langt í land með að hann geti hafið sig á loft á nýja gripnum, sem er að hans sögn mun hraðskreiðari en sú fyrri. Þessi vél er ansi ólík þeirri fyrri, þessi er svokölluð tandem-vél, sem þýðir að menn sitja ekki hlið við hlið, heldur einn fyrir framan og hinn fyrir aftan. Þetta er Beryl-týpa með einum væng og er teiknuð af Fransmanninum Claudé Piel. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hanna sína eigin vél, það þarf bara að hafa eftirlitsaðila sem fylgjast með ferlinu. Þungamiðjan verður að vera í lagi, það er aðalatriðið Það er allt öðruvísi að fljúga eigin vél þegar maður er búinn að basla og nostra við þetta í svona langan tíma. Maður þekkir hverja skrúfu og maður fer náttúrlega ekki á loft nema að maður treysti tækinu og viti að það virkar. Vélin leyfir manni ekki mistök en maður verður að taka áhættu, annars er ekkert gaman að því, segir Albert og víkur talinu að þessum eldmóði sem hann er haldinn; Þetta er baktería sem engin lækning er við, það er eins og með hestamennskuna. Ég vitna í orð gamals manns sem spurður var út í neftóbaksnotkun sína, sem mér finnst eiga vel við í mínu tilfelli; Þetta er eins og einhver árátta og ég er viss um að ef ég hætti þessu, þá byrja ég á einhverju enn verra. /ehg Sunbeam-Oster fjárklippur Sunbeam-Oster fjárklippur Varahlutaþjónusta og sala á fjárklippum. sími: netfang: oksparesimnet.is Aðalfundur Aðalfundur landssamtaka landeigenda á Íslandi verður haldinn 14. febrúar á Hótel Sögu í salnum Kötlu á annarri hæð og hefst kl. 13:00. Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða: Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 5. gr. samþykktar félagsins 2. Málþing kl. 16:00 Stjórnarskráin og eignarrétturinn Málþinginu stýrir Guðni Ágústsson. Frummælendur Karl Axelsson, hæstarréttarlögmaður Ari Teitsson, varaformaður stjórnlagaráðs Rúnar Pétursson, hæstaréttarlögmaður Gert er ráð fyrir að málþingi ljúki kl. 18 Fundurinn er öllum áhugamönnum um málefnið opinn.

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Orkumál Orkusetur Orkueinkunn húsnæðis: Hvaða einkunn fær húsnæði þitt? Er húsnæði þitt að nota of mikla orku til hitunar? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að spyrja áður en hafist er handa við að reyta hár sitt yfir síhækkandi orkureikningum. Eins og áður hefur verið bent á eru tvær leiðir til að lækka orkureikninginn. A) Að berjast gegn hverri tilraun orkufyrirtækja til að hækka verð á kwst. B) Reyna að draga úr orkunotkun og þar með orkukostnaði. Ólíklegt verður að teljast að einstaklingar geti haft umtalsverð áhrif á verðskrár orkufyrirtækjanna en hins vegar er ýmislegt hægt að gera til að draga úr orkunotkun án þess að skerða lífsgæðin nokkuð. Kröfur íbúa varðandi húshitun eru frekar einfaldar, þ.e. að innihitastig sé í kringum 20 gráður allan ársins hring. Með öðrum orðum eru sömu kröfur gerðar til hvaða húsnæðis sem er en einhverra hluta vegna er orkuþörfin, og þar með kostnaðurinn, oft mismunandi milli húsa. Að sjálfsögðu þarf stórt húsnæði meiri orku til hitunar en lítið og þess vegna er mikilvægt að bera saman orkuþörf á hvern upphitaðan fermetra. Fjöldi kwst/m 2 er lítið notað og í byggingarfræðunum er jafnan talað um upphitunarþörf á rúmmetra. Gallinn við rúmmetra er að almenningur notast sjaldan við þá stærð á meðan allir vita hversu stórt húsnæði er í fermetrum. Orkusetur hefur sett upp reikniverk þar sem hægt er að finna orkunotkun á m 2 og hvaða einkunn húsnæði þitt fær með tilliti til orkunotkunar til upphitunar. Kerfið er einkum hugsað fyrir íbúðir með rafhitun, enda er orkukostnaður hjá þeim hópi mun meiri en annarra. Einkunnakerfið er sett upp í tengslum við evrópska Promise-verkefnið sem Orkusetur fer fyrir hér á landi. Kerfið er einfalt og það eina sem húseigandi þarf að gera er að setja inn fermetrafjöldann og velja hvort húsnæði er einbýli, fjölbýli eða Ástralska orkufyrirtækið Linc Energy staðfesti fimmtudaginn 24. janúar að starfsmenn fyrirtækisins hefðu fundið risavaxið olíusvæði í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu, í Arckaringasigdældinni. Þarna er um að ræða olíu sem bundin er í olíuleirstein (e. oil shale) og áætlar fyrirtækið að þar leynist sem svarar 103 til 233 milljarða tunna af olíu. Áætlað er að hægt verði að hefja vinnslu á svæðinu undir lok ársins Í frétt um málið í Dagbladet í Noregi segir að verðmæti þessarar olíu gæti því orðið á við 30-falda stærð norskra olíusjóðsins. Þessi olíufundur staðfestir að mun meira sé um olíu í jörðu en áður var talið. Bandaríkjamenn telja sig þegar hafa fundið sem svarar 2-3 billjónum tunna af olíu í Nevada- raðhús. Því næst setur hann inn árlega orkunotkun samkvæmt orkureikningi (ef djúpt er á orkureikningnum er um að gera að hafa samband við orkusalann). Niðurstaðan kemur upp sem orkunotkun á fermetra og einkunn á bilinu A-G þar sem A þýðir afar góð orkunýtni en G slæm. Notast er við orkumerkingastaðla frá Noregi, sem falla ágætlega að íslenskum aðstæðum. Einkunnin gefur sterkar vísbendingar um stöðu orkunotkunar og ef íbúðin fær lága einkunn er líklegt að svigrúm til orkusparandi aðgerða sé umtalsvert. Með ýmsum aðgerðum má bæta þessa einkunn, allt frá ókeypis ráðum til umfangsmeiri fjárfestinga. Um það verður nánar fjallað síðar. Orkueinkunnina má finna á vef orkuseturs, is nánar tiltekið, orkusetur.is/page/ husnaedisorkueinkunn Frá borsvæði Linc Energy á Arckaringa-svæðinu í sunnanverðri Ástralíu. Gríðarleg olía finnst í Ástralíu voru á góðri leið með að tæma þekktar olíulindir ríki. Bandaríkjamenn hafa það þó fram yfir Ástrala við vinnslu á olíuleirsteini að þar er hægar um vik hvað alla innviði við slíka vinnslu varðar. Talið er að það kosti Ástrala um 50% meira að bora eftir olíunni í óbyggðum hjá sér en Bandaríkjamenn í Nevada. Þessi olíufundur er sérstaklega athyglisverður í ljósi þess að ekki er lengra síðan en 2008 að vísindamenn lýstu því yfir að olíubirgðir í jörðu í Ástralíu myndu ekki endast nema í áratug í viðbót miðað við núverandi framleiðslustig. Martin Ferguson, orkumálaráðherra Ástralíu, sagði þá mjög mikilvægt að tryggja olíubirgðir og auka rannsóknir til að koma í veg fyrir milljarða dollara orkuvöruskiptahalla innan tíu ára. Virðast Ástralar nú geta varpað öndinni léttar. /HKr. Ylræktin á Íslandi notar mikla raforku við sína framleiðslu. Hér er Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem nýverið er búinn að taka í notkun enn eina stækkunina á sínum húsakynnum. Mynd / HKr. EFLA verkfræðistofa með úttekt á þróun raforkuverðs til garðyrkju og ylræktar: Dreifing á raforku hefur hækkað langt umfram neysluverðsvísitölu Garðyrkjubændur hafa þráfaldlega gagnrýnt að fá ekki ívilnun sem stór kaupendur við raforkukaup til samræmis við aðra stórnotendur á landinu. Bændur og almenningur á landsbyggðinni hafa líka gagnrýnt orkusölufyrirtækin fyrir hátt raforkuverð, sér í lagi þar sem nota þarf raforku til húshitunar. Nú síðast hækkaði RARIK gjaldskrá sína í dreifbýli um 8% en engin hækkun varð í þéttbýli. Eftir að skilið var á milli raforkuframleiðslu og dreifingar sýna tölur að dreifing raforkunnar hefur hækkað stórlega, einkum í dreifbýli. Þetta er þvert á fögur fyrirheit um að aðskilnaðurinn ætti að leiða til aukinnar samkeppni á markaði þó að allir vissu að engar forsendur væru hér á landi fyrir slíkri samkeppni. Landsnet og RARIK eru í dag í algjörri einokunaraðstöðu sem dreifingarfyrirtæki og örfá fyrirtæki eru síðan að selja orku inn á þau dreifikerfi og þau eru að langstærstum hluta opinber fyrirtæki. Samkvæmt úttekt sem verkfræðistofan Efla hefur tekið saman, um þróun raforkunotkunar gróðurhúsa og raforkuverðs, má rekja hækkun á raforku frá árinu 2005 að langmestu leyti til stórhækkaðs dreifingarkostnaðar. Er sú hækkun langt umfram neysluverðsvísitölu. Sala á raforku frá framleiðendum hefur aftur á móti ekki haldið í við vísitölu neysluverðs. Helstu niðurstöður frá 2005 eru að vísitala neysluverðs hækkar um 68%, orkan hækkar um 38%, dreifing í þéttbýli hækkar um 87% og dreifing í dreifbýli hækkar um 123%. Því er um raunlækkun á sjálfri orkunni að ræða. Vísitala neysluverðs hækkar um Orkan hækkar um Dreifing í þéttbýli hækkar um Dreifing í dreifbýli hækkar um Heimild: EFLA Ljóst er að RARIK sækir sér auknar tekjur með verulegri hækkun á dreifingu bæði í þéttbýli sem dreifbýli en þó sker hækkun í dreifbýli sig algjörlega úr og er næstum tvöföld hækkun vísitölunnar. Á það skal minnt að lítilsháttar samkeppni ríkir í orkuframleiðslu en það er varla hægt að segja um dreifinguna. Í nokkru jafnvægi við vísitölu fram að hruni Fram að hruni hafði verðskrá RARIK næstum fylgt þróun vísitölu, en með Áætlað framlag ríkisins til lækkunar kostnaðar við lýsingu í gróðurhúsum. Miðað við að breytingar hefðu orðið samkvæmt raunvirði frá 2005 Þáttur Kostn. Mkr. Framlag ríkisins við upphaf árs ,5 Aukning til 2011 vegna aukins markaðar 37,1 Aukning til loka 2011 vegna verðhækkana 116,1 Alls 252,7 Heimild: EFLA Raforkunotkun við garðyrkju notkunarflokkur 0116 Ár Notkun Auking Heimild: EFLA frávikum þó. Athygli vekur að í miðju hrunástandinu verða markvissar hækkanir sem hefjast með 15% hækkun 1. janúar Frá þeim tíma hefur heldur betur gliðnað á milli vísitölu og gjaldskrár. RARIK á sér óneitanlega nokkra málsvörn í þessu máli, sem fyrirtækið notar reyndar sem rök fyrir þessum miklu hækkunum. Það er að raungildi niðurgreiðslna sem lofað var í framhaldi af breytingum á raforkulögum 2003 hefur lækkað. Orkunotkun garðyrkjunnar hefur aldrei verið meiri en 2011 Áhrif efnahagshrunsins á raforkukaup garðyrkjunnar koma glöggt fram í úttekt Eflu. Athyglisvert er að á árinu 2009, þegar RARIK hækkar verð um 15%, var 4,8% samdráttur í raforkunotkun við garðyrkju. Það var í fyrsta skipið í sögu ylræktar hér á landi sem notkun minnkaði. Síðan kom til lækkunar á niðurgreiðslum á dreifingarkostnaði sem kom til framkvæmda mánuði síðar, eða 1. febrúar. Á árinu 2010 fór raforkunotkun garðyrkjunnar aftur að aukast, eða um 3%, og hefur hún aldrei verið jafn mikil og árið 2011, eða MWst, samanborið við MWst árið 2007 og MWst árið Ef miðað er við orkukaup og verð í upphafi árs 2005 hefur upphæð orkukaupa hækkað um 113% samkvæmt úttekt Eflu. Á sama tíma hefur orkunotkunin í greininni aukist um 42%. Niðurgreiðslur halda ekki í við verðlag Niðurgreiðslur ríkisins vegna aukinnar notkunar hafa ekki haldist í hendur við verðlag. Ef áætluðu framlagi hefði verið breytt í raunvirði við upphaf árs 2005 hefðu niðurgreiðslur vegna aukinnar notkunar þurft að hækka um heilar 37 milljónir króna fram til Vegna gjaldskrárhækkana RARIK hefði síðan þurft að auka niðurgreiðslur um 116 milljónir króna til loka árs Samkvæmt úttektinni var hlutfall niðurgreiðslna ríkisins vegna MWst raforkukaupa í garðyrkju og ylrækt á árinu 2011 samtals 35,5% en kostnaðarhlutdeild garðyrkjunnar var 64,5%. Ekki hefur verið ljáð máls á því að garðyrkja og ylrækt nytu stórkaupendaafsláttar við orkukaup í samræmi við álverin. Borið hefur verið við að þar skipti meðaltalsnýting og söluöryggi raforkunnar öllu máli. Meðaltalsnýting stóriðjunnar er um stundir á ári en garðyrkjunnar um stundir og hefur farið vaxandi. Munurinn liggur fyrst og fremst í minni notkun garðyrkjunnar á raforku til lýsingar á sumrin. Eigi að síður virðist augljóst að um stórnotendur sé að ræða. Garðyrkjubændur hafa nú miklar áhyggjur af áformum Landsvirkjunar, sem sækir það fast að fá að leggja sæstreng til Evrópu. Ef þau áform verða að veruleika hefur Samband garðyrkjubænda bent á að raforkuverð muni stórhækka, sem yrði dauðadómur yfir garðyrkju og ylrækt á Íslandi. Skýrsla Eflu virðist staðfesta að sá ótti sé ekki ástæðulaus miðað við þróunina frá /HKr.

21 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Lesendabás 21 Árni Halldórsson, Garði í Mývatnssveit: Ferill hreindýra í íslensku umhverfi uppblástur óhjákvæmilegur ef hreindýrin koma aftur í Þingeyjarsýslur Talið er að þeim hreindýrum sem breiddust hér út hafi verið sleppt í land í Vopnafirði. Þau hafi síðan breiðst þaðan í vestur yfir öræfin. Getið er um þau í Máldögum Skinnastaðarkirkju vegna þeirrar plágu sem af þeim hlaust og gróðureyðingu, þá sérstaklega eyðingu fjallagrasa (Páll Pálsson Aðalbóli). Svo halda dýrin vestur á öræfin, þá á allt svæðið á millum Jökulsár á Fjöllum og Laxár í Þingeyjarsýslu, og þar byrjaði ballið fyrir alvöru. Ég las í bókinni Frá Íslandi til Brasilíu, hún byrjar á lýsingum á árferði og þeim hörmungum sem gengu yfir landið með manna- og skepnufelli. Vorið 1701 er fólk farið að hrynja niður úr hungri. Svalbarðshreppur missti 20 manns af 14 bæjum. Reykdælahreppur missti 90 manns af 60 bæjum og Höfðahverfi missti 40 manns af 30 bæjum. Álíka margir dóu úr hungri í Tjörnesi, Kelduhverfi og Núpssókn frá þessum tíma fram að , sem var síðasti skurðarveturinn í stórum stíl að sagt er. Veturinn 1856 segir Pétur í Reykjahlíð í dagbók sinni að veturinn 1852 hafi verið drepin 52 hreindýr í sveitinni og höfðu þau þá verið hér áður svo fleiri þúsundum skipti. Voru hreindýrin orsök uppblásturs Austurfjalla en ekki sauðféð? Ég hafði oft velt því fyrir mér af hverju mólendi Austurfjalla var svo blásið sem raunin er. Gat aldrei séð hvernig landið hafði fordjarfast svo geysilega þar. Sumarbeit sauðfjár gat varla spillt svona landinu, þá voru ærnar heima og mjólkaðar í kvíum svo vart gat þá verið nema sauðir og hagalömb sem voru rekin á afrétt. Varla gátu þau eyðilagt svo mikið víðerni. Þegar hreindýrin voru búin með flétturnar fóru þau að drepast. Ég man að faðir minn sagði þegar hreindýrin hurfu þá sást varla t.d. kræða í Búrfellshrauni og víðar, en hreindýr voru ákaflega gráðug í kræðuna. Í dag er kræðan víða komin til baka. Talað um hreindýraplágu Ég las frásögn Péturs frá 1856 um pláguna af hreindýrunum og að þau hefðu verið hérna svo þúsundum skipti og veturnir harðir. Kannski hafa dýrin verið hátt í sömu tölu hér á þessu svæði eins og öll hreindýr landsins í dag, þá varð eitthvað undan að láta þegar krafsað er í lynglendið og öllu lyngi flett ofan af jarðveginum af svona stórum og öflugum dýrum. Þá stendur allt landið varnarlaust að vori þegar kápan er horfin en þurr jarðvegurinn svo ófrjór og laus í sér að um endurgræðslu er ekki að ræða á landinu. Þá er ekkert eftir nema að fjúka, og drepur fokjarðvegurinn það sem eftir er af grónu landi svo það er allt orðið auðn sem áður var gróið og gjöfult land og er þetta ferli ennþá í gangi. Væri verra ástandið ef Landgræðslan væri ekki búin að lyfta grettistaki hér víða. Alls staðar blasir við hreindýraauðnin. Um Hrútafjöll, Eilíf og norður frá Grjóthálsi langleiðina að Svínadal. Að sunnanverðu Austaraselsheiði, frá Heiðarsporði, norðaustur sunnan Jörundar um Austari- og Vestari-Brekkur, Neistabörð og norður í Grænulág. Einnig norður af Jörundi austan Hágangna út að Dagmálahól. Eins vestan Hágangna frá Graddabungu um Hágangnadal. Hólasand norður á Þeistareyki og austan Húsavíkurfjalls, einnig svæðið austur frá Reykjahverfi. Þetta er aðeins það sem ég þekki til hér og ekki er allt talið, þá er austan Jökulsár eftir. Uppblástur óhjákvæmilegur ef hreindýrin koma aftur í Þingeyjarsýslur Ef svo hrapallega fer að hreindýrin komi aftur hér í Þingeyjarsýslur getur það ekki endað með öðru en að þar blási allt upp á nýjan leik og meira til. Bæði það sem búið er að græða upp af landi og það sem eftir er af gamalgrónu landi. Einnig það sem er að gróa upp af sjálfu sér. Þetta mun allt glatast. Þetta verða allir að leggja niður fyrir sér og hrapa ekki að neinu þaðnnig að ekki verður aftur snúið. Illa haldin og dauð hreindýr á Norðurfjöllum Freysteinn Jónsson, sem fæddur var 1903 og dó 2007, var ern til þess síðasta. Hann fræddi mig um margt gamalt, en hér er ein frásögn þar sem hreindýr koma við sögu.,,það var haustið 1921 að ég fór í seinni göngur á Norðurfjöll það sem er frá Kröflu norður á móts við Kelduhverfunga og suður um Grjótháls og Eilífsvötn. Þegar við komum á norður á fjöllin fórum við að finna dauð hreindýr, önnur lágu og gátu ekki staðið upp en þó með lífsmarki. Sum hrukku á fætur er komið var að þeim en lögðust er frá þeim var snúið. Illugi Einarsson í Reykjahlíð var gangnaforingi, hann bannaði okkur að snerta dýrin þar sem þau væru eitruð. Endalok hreindýranna voru þau að haustið 1935 sáust 36 dýr hér á fjöllunum en vorið 1936 voru þau horfin og sjást vonandi aldrei aftur. Það væri stórslys, því þau henta ekki þeim vistkerfum sem hér eru ráðandi í gróðri heiðanna, þá byrjar aftur eyðileggingin sem endar með auðn. Hreindýr skilja eftir sig auðn vestan Laxár Einu hef ég tekið eftir, að heiðin vestan Laxár er öll gróin yfir alla ása og heiðarland en þegar komið er í Hvítafell og Þorgerðarfjall sem eru á heiðinni vestan Laxár eru þau blásin. Þarna hef ég heyrt að hreindýr hafi komið að vetrinum en flæmd burt að vori, hvert þetta endurtók sig oft get ég ekki sagt um. Þegar kemur austur yfir Laxá er landið víða mjög illa farið og blásið. Hver ástæðan er á þessu svæði, önnur en vera hreindýranna, er vandséð. Þegar ég var um 10 ára var á heimilinu gamall maður og man ég enn sumt sem hann var að segja frá, þar á meðal þegar hann var vinnumaður hjá Pétri í Reykjahlíð og passaði féð á Dalshúsum í Hlíðardal. Lýsti hann ágangi hreindýranna þannig að þegar þau sáust var sigað á þau hundum til að fæla þau frá, því ef þau komust í beitiland sauðfjárins snerti féð ekki við því landi til beitar eftir það. Þessi aðferð hefur eflaust verið höfð til að halda hreindýrunum frá bithögum víðar. Ég var með Landgræðslunni að gera við girðingu austan Laxárdals vestast á Hólasandi. Þar eru falleg heiðarlönd upp yfir austurbrún dalsins og dágóð rönd uppi á sandinum fallega gróið land. Þá datt mér í hug að hundsfærið, Laxdælir, hefði sigað hreindýrunum frá sér. Bændur og aðrir landbótamenn að taka höndum saman til varnar Nú eru hreindýraspekúlantar farnir að gæla við þá hugmynd að koma hreindýrum aftur í Þingeyjarsýslur. Því verða bændur og aðrir landbótamenn að taka höndum saman til varnar svo illvígum ágangi sem hreindýr eru hér á foksvæðunum norðaustanlands. Komið getur til þess að ráða lögmann til aðstoðar í vörn málsins: 1. Fá úr því skorið hvort það standist lög að taka hreindýr inn á almennan bithaga. 2. Þarf nema 1 aðila sem neitar öllu þótt fleiri vilji? 3. Gildir þetta í sameign í vötnum og afrétti? 4. Eru þessi lög í gildi enn í dag? 5. Þá verður eigandi hreindýranna að fjarlægja þau og þá hafa bændur ekkert annað ráð en að fella dýrin ef þau koma. Eru þeir ekki í fullum rétti til að verja sitt land? Ég veit um fólk sem segir að ef hreindýr komi á okkar land verði þau skotin. Ef lyng og mosaþekjan á jarðveginum rofnar blæs landið upp og grær ekki aftur. Því breytist jarðrakinn og skjól gróðurs hverfur. Hreyfing moldar og sands varnar því að landið geti fest gróður að nýju, því jarðvegurinn er svo rýr og magur þegar öll kápan sem hélt raka og skjóli er horfin. Berglind Orradóttir, sérfræðingur Landgræðslunnnar, lýsti þessu ferli vel í útvarpsþætti á dögunm, miklu betur en ég get gert. Þá verður allt Norðausturland gróðureyðingu að bráð og saga Norðurfjalla endurtekur sig víðar, bæði austan og vestan Jökulsár. Rasið ekki um ráð fram Bændur og aðrir sem hafa yfir landi að ráða. Rasið ekki um ráð fram, þarna er vistkerfi gróðurs tugþúsunda ára gamalt sem hægt er að eyðileggja á örskotstíma og getur þurft að bíða eftir nýju vistkerfi jafnvel tugþúsundir ára. Vil ég benda á Stikluþátt Ómars Ragnarssonar um Loðmundarfjörð þar sem vetrarbeit hreindýra kemur fram, eins og ég hef skýrt hér að framan. Þetta er í þættinum um Steinasafnið í Stöðvarfirði, aftarlega í fyrsta þætti í nýju seríunni hans Ómars þar sem fjórir diskar voru gefnir út rétt fyrir jól. Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vélar og tæki frá vönduðum framleiðendum á fínu verði Yanmar VIO 38 U beltagrafa með vökvastýrðu hraðtengi, 3,9 tonn. Yanmar C80 beltavagn, burður 800 kg og ábyggð ámokstursskófla. FG Wilson P88-1 rafstöð 70 kw í hljóðeinangruðu húsi. FG Wilson P50-1 rafstöð 40 kw ásamt skiptirofa. Tsurumi brunndælur fyrir slóg, skolp og önnur erfið verkefni. Linser gúmmí og stálbelti fyrir flestar gerðir beltavéla. Smiðjuvegur Kópavogur S

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fagstjórar nýrrar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins: Þurfum að setja okkur það markmið að vera leiðandi Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RLM) tók til starfa um ára mótin. Þar er Karvel L. Karvelsson framkvæmda stjóri en þrír fagstjórar eru honum til halds og trausts sem yfirmenn hinna ýmsu fagsviða Ráðgjafarþjónustunnar. Þar er Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktarsviðs Ráðgjafar miðstöðvar landbúnaðarins. Hún er með starfsstöð á Hvanneyri eins og er en stefnir á að færa sig til Akureyrar áður en langt um líður. Gunnfríður er stúdent frá VMA, Búfræðingur og BS90 í búvísindum frá Hvanneyri, Master í búvísindum frá Dýralæknaog landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þá hef ég verið í doktorsnámi við LbhÍ jafnframt því að starfa sem landsráðunautur í nautgriparækt og stunda kennslu við LbhÍ. Hvernig er skipulagi á þínu fagsviði háttað? Sautján starfsmenn tilheyra búfjárræktarsviðinu en allar Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktarsviðs. búfjárræktargreinarnar eru þar innanborðs. Faghóparnir eru fimm, stærstir eru hópar hrossaræktar, sauðfjárræktar og nautgriparæktar en þar að auki tilheyra loðdýr, svín og alifuglar fagsviði búfjárræktar, sem og þeir starfsmenn sem þjónusta skýrsluhaldið á búfjárræktarsviðinu, enda eru þau verkefni sem tengjast framvæmd skýrsluhalds og ræktunarstarfs umfangsmikill. Búið er að skipa í og tilnefna ábyrgðarmenn í öllum faghópum en einnig verður lögð áhersla á að nýta sérkunnáttu starfsmanna þvert á búgreinar þar sem snertifletir eru á verkefnum. Hver eru þín fyrstu verkefni í nýju starfi? Að kortleggja þau verkefni sem falla undir svið búfjárræktar og skipuleggja framkvæmd þeirra innan nýs fyrirtækis. Mörg þessara verkefna tengjast skýrsluhaldi og ræktunarstarfi og mikilvægt er að samfella haldist í þeim verkefum þótt breytingar verði á skipulagi ráðgjafarþjónustunnar en jafnframt þarf að nota þetta tækifæri til að endurskoða verkferla og framkvæmd með það að markmiði að nýta starfsfólk sem best og að framkvæmdin verði sem skilvirkust. Jafnframt þarf að hefja vinnu við að skipuleggja endurmenntun og þróa þá ráðgjöf sem verður í boði til bænda. Hver verða helstu markmið þíns fagsviðs, á hvað verður helst lagt áhersla? Að byggja upp þekkingu, efla og þróa ráðgjöf handa bændum, sem er í takt við þarfir og framtíðarsýn einstakra búgreina sem og landbúnaðarins í heild sinni. Hver er framtíðarsýn þín fyrir þitt fagsvið? Að innan búfjárræktarsviðsins vinni framsækið teymi ráðnauta sem býr yfir öflugri sérþekkingu á sviði búfjárræktar í sínum víðastas skilningi og vinni í náinni samvinnu við starfsmenn annara fagsviða svo bændum standi til boða öflug og heildstæð ráðgjöf varðandi sinn búrekstur. Að hvaða leyti munu störf ráðunauta breytast í nýju fyrirtæki? Ef horft er til nánustu framtíðar þá mun, í einhverjum tilfellum, sérhæfing einstakra ráðunauta aukast eða umfang þeirra verkefna sem þeir sinna breytast að einhverju leyti. Líklega verður þó mikilvægast fyrir okkur sem vinnum hjá nýju fyrirtæki að vinna út frá því að ráðunautastarf er í eðli sínu starf sem krefst þess af okkur að við séum stöðugt að þróa okkur og aðlaga starf okkar að þörfum landbúnaðarins og að við þurfum að setja okkur það markmið að vera leiðandi en ekki sá sem fylgir í kjölfarið. Hvaða mun breytast hjá bændum sem áður hafa sótt leiðbeiningar til Búnaðarsambanda? Ég tel að bændur munu fyrsta kastið helst finna þá breytingu að þeir hafi greiðari aðgang að sérþekkingu sem kannski var ekki til staðar á við komandi svæði. Til lengri tíma litið vona ég að bændur muni fljótlega fara að sjá að með aukinni endurmenntun ráðunauta og endurskipulagningu ráðgjafaþjónustunnar, eigi þeir möguleika á heildstæðari og fjölbreyttari ráðgjöf, segir Gunnfríður. Rekstarráðgjöf, bútækniráðgjöf og margvísleg staðbundin ráðgjöf Runólfur Sigursveinsson er fagstjóri búrekstrar, nýbúgreina og hlunninda hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og er starfsstöð hans á Selfossi. Runólfur starfaði hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá maí 1993, þar á undan kennslu- og stjórnunarstörf við Bændaskólann á Hvanneyri frá árinu 1981 til 30. apríl Varð hann búfræðikandídat frá Hvanneyri 1981 og stundaði nám til kennsluréttinda frá HÍ 1984 og lauk þrigga missera rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun HÍ Hvernig er skipulagi á þínu fagsviði háttað? Um er að ræða tiltölulega breitt starfsvið. Í fyrsta lagi heilstæð rekstrarráðgjöf, þar sem horft er á búrekstur sem eina samhangandi heild, felst bæði í að skoða styrkleika Runólfur Sigursveinsson fagstjóri búrekstrar, nýbúgreina og hlunninda. og veikleika og greina tækifæri til ná betri árangri, hvort sem það er í núverandi rekstri og/eða að takast á við tækifæri. Þá verður þarna inni veigamikil fjármálaráðgjöf, bæði m.t.t. langtímafjármögnunar og eins, ef þörf er á, endurfjármögnun. Í öðru lagi verður lögð áhersla á ráðgjöf á sviði bútækni og orkumála. Í þriðja lagi mun ég hafa umsjón með staðbundinni ráðgjöf sem unnin er vítt og breytt um landið. Alls verða þetta 10 til 15 starfsmenn sem verða á þessum sviðum fyrirtækisins til að byrja með. Hver eru þín fyrstu verkefni í nýju starfi? Fyrstu skrefin að ná yfirsýn yfir þau verkefni falla undir sviðið, skoða hvernig unnið hefur að ákveðnum verkum og móta með starfsmönnum starfið til framtíðar. Hvernig sérð þú fyrir þér að starf sem tengist þínu fagsviði muni þróast á næstu mánuðum? Smá saman verður til meiri samfella í einstökum verkum og verkefnum, nú verður horft til þess að þjónustusvæðið er allt landið, áður var þjónustan meira héraðabundin. Hver verða helstu markmið þíns fagsviðs, á hvað verður helst lögð áhersla? Áhersla til að byrja með verður á að samhæfa eins og kostur er vinnubrögð starfsmanna, í öðru lagi að nýta sem best rekstrarlegar upplýsingar sem til staðar eru hjá hveri rekstrareiningu (búi), með það að markmiði að ná betri árangri í bústjórn. Loks að skoða möguleika til nýbreytni og/eða breytingu á núverandi rekstri. Hver er framtíðarsýn þín fyrir þitt fagsvið? Að styrkja þann grunn sem unninn hefur verið af starfsmönnum fagsviðanna nú þegar, og að bændur sjái tækifæri og kosti til að nýta sér sérhæfða ráðgjöf á þessum sviðum. Að hvaða leyti munu störf ráðunauta breytast í nýju fyrirtæki? Ábyrgð og verksvið einstakra starfsmanna verður væntanlega betur skilgreind en áður var og eins er þjónustusvæðið landið allt en ekki einstök svæði eða héruð. Hvað mun breytast hjá bændum sem áður hafa sótt leiðbeiningar til Búnaðarsambanda? Til að byrja með með verður ekki mikil breyting þar á áhersla verður lögð á að viðhalda eins og kostur er staðbundinni þjónustu þó svo sérhæfing aukist. Grunnurinn verður eftir sem áður persónubundin þjónusta í nærumhverfi en með áherslu á að nýta sérhæfða þjónustu eins og kostur er, segir Runólfur Sigursveinsson að lokum. Mikið verður lagt upp úr því að vinna þvert á faghópa Borgar Páll Bragason er fag stjóri í nytja plöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hann er með starfsstöð á Hvanneyri. Borgar er fæddur og uppalinn á Bustarfelli í Vopnafirði. Hann er stúdent frá Framhaldsskólanum á Laugum, búfræðingur og búfræðikandidat frá Hvanneyri. Borgar hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands frá því námi lauk árið Hvernig er skipulagi á þínu fagsviði háttað? Faghóparnir eru þrír, jarðrækt, fóðrun og garðyrkja en einnig tilheyrir ráðgjöf í landnýtingu þessu fagsviði. Alls tilheyra níu starfsmenn sviði nytjaplantna, en starfsmenn á öðrum fagsviðum munu einnig starfa mikið við ráðgjöf sem fellur hér undir og þá sérstaklega þeir sem Til sölu jörðin Syðra-Fell í Eyjafjarðarsveit Jörðin er í u.þ.b. 20 km fjarlægð frá Akureyri. U.þ.b. 25 hektarar ræktaðs lands upprekstrarréttur er á Skjóldal. Á jörðinni er ágætur húsakostur og heilmiklir nýtingarmöguleikar fyrir áhugafólk um hestamennsku, flug, ferðaþjónustu o.s.frv. Íbúðarhúsið er tæpir 200 fm. Góð aðstaða fyrir fé og hesta. Fylgieignir u.þ.b 450 fm auk eigna sem ekki koma fram á fasteignamati. Verð: 45 millj. Allar nánari upplýsingar á eru á fagsviði búrekstrar, nýbúgreina og hlunninda. Ábyrgðarmenn stýra faglegu starfi innan hvers faghóps og vinna að framþróun ráðgjafar í sinni grein. Mikið verður lagt upp úr því að vinna þvert á faghópa og nýta sérþekkingu starfsmanna sem mest. Hver eru þín fyrstu verkefni í nýju starfi? Fyrst er að ná utan um þau verkefni sem núna er verið að sinna og tryggja að bændur fái áfram góða þjónustu. Næstu verkefni snúast um að skipuleggja ráðgjafarstarfið og verkferla þannig að bændum standi til boða að fá sem besta þjónustu á þessu sviði, óháð búsetu. Þá er að vinna áfram með hugmyndir sem stuðla að framþróun og meiri fjölbreytni í ráðgjöf á þessu sviði. Hver verða helstu markmið þíns fagsviðs, á hvað verður helst lögð áhersla? Helstu markmiðin eru ávallt þau að geta boðið bændum upp á ráðgjöf sem þörf er á hverju sinni. Þess vegna þurfa faghóparnir að fá tíma og ráðrúm til að þróa ráðgjöfina svo hún mæti óskum framtíðarinnar. Þá er Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum. mjög mikilvægt að fleiri bændur sjái hag sinn í því að leita eftir þjónustu á þessu sviði. Til að ná markmiðum er mikilvægt að ráðunautar fylgist vel með öllum nýjungum sem snúa að faginu. Hver er framtíðarsýn þín fyrir þitt fagsvið? Ég sé það fyrir mér að fagsviðið muni eflast til muna í framtíðinni, enda eru hér þær greinar sem eru undirstaðan að velgengni búskapar. Ég sé það fyrir mér að menn fari í auknum mæli að nýta sér þá ráðgjöf sem verður í boði og að það muni skila sér í bættum búrekstri. Að hvaða leiti munu störf ráðunauta breytast í nýju fyrirtæki? Ráðunautar munu hafa meiri faglegan stuðning og finna að þeir þurfa ekki endilega að leysa öll verkefni upp á sitt einsdæmi. Þeir eru hluti af stærri heild. Verkefnum verður stýrt þannig að sérfræðiþekking hvers og eins nýtist sem best. Hvaða mun breytast hjá bændum sem áður hafa sótt leiðbeiningar til Búnaðarsambanda? Fyrstu breytingarnar munu fyrst og fremst felast í því að bændur hafa nú aðgang að fjölbreyttari hópi ráðunauta sem hafa sérþekkingu á fjölmörgum sviðum. Með tímanum munu bændur síðan finna að þjónustan verður enn faglegri og fjölbreyttari, segir Borgar. Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt!

23 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Faglega unnar áburðaráætlanir bæta afkomu bænda Þessa dagana er áburðarframboð áburðarsalanna að skýrast og tími til kominn að huga að áburðarpöntun. Hjá mörgum bændum er um að ræða stærsta árlega kostnaðarliðinn í búrekstrinum og því mikilvægt að vanda vel til þess hvernig að honum er staðið. Ráðunautar hafa um árabil veitt mikilvæga ráðgjöf á þessu sviði og án nokkurs vafa haft þau áhrif að afkoma margra bænda er betri en ella. Það eru þó enn of margir sem fara á mis við þessa ráðgjöf, þó allar forsendur mæli með henni. Ef við horfum á einfalt dæmi til að setja hlutina í samhengi: Gefum okkur að keyptur sé áburður fyrir 2 milljónir og það taki ráðunaut um 2 tíma að vinna áburðaráætlun, þá er kostnaðurinn við faglegan undirbúning ráðunautar að þessum stórinnkaupum u.þ.b. 0,5% af heildarkostnaðinum. Faglega unnin áburðaráætlun leiðir til þess að keyptar eru áburðartegundir sem falla sem best að aðstæðum á hverjum stað, sem verður til þess að bætt afkoma búa getur hlaupið á hundruðum þúsunda. Vert er að vekja athygli á því að ávinningurinn getur vissulega falist í minni kostnaði við áburðarkaup, en þó ekki síst í því að hámarka magn og gæði uppskerunnar, sem stuðlar að bættu heilbrigði og meiri og betri afurðum. Með öðrum orðum getur góð áburðaráætlun dregið úr fóðurbætiskaupum og lækkað dýralækniskostnað. RML hefur marga ráðunauta sem taka að sér að vinna áburðaráætlanir eða aðstoða bændur við að gera það sjálfir og geta bændur sett sig beint í samband við þá. Ráðunautar vinna nú á landsvísu. Eftirtaldir eru til þjónustu reiðubúnir: Anna Lóa Sveinsdóttir (als@bondi.is), Anna Margrét Jónsdóttir (amj@bondi.is), Eiríkur Loftsson (el@bondi.is), Guðmundur Helgi Guðmundsson (ghg@bugardur. is), Kristján Bjarndal Jónsson (kbj@bssl.is), Kristján Ó Eymundsson (koe@bondi.is), María S. Jónsdóttir (msj@bondi.is), Sigríður Ólafsdóttir (so@bssl.is), Ingvar Björnsson (eftir 25. feb) (ib@bugardur.is), Sigurður Jarlsson (sj@bondi.is), Sigurður Þór Guðmundsson (sthg@bondi.is), Bændablaðið Með yfirburðalestur á landsbyggðinni (Samkvæmt lestrarkönnun Capacent) Kemur næst út 21. febrúar Smáauglýsingar Frá hópreiðinni á Mývatn Open 2012, en um manns tóku þátt í þeirri Mývatn Open Hestar á ís og sagnaskemmtun á Sel-Hótel Mývatni Hið feykivinsæla hestamót Mývatn Open Hestar á ís verður haldið 22. og 23. febrúar. Þetta mót er haldið í tíunda skipti á Stakhólstjörn við Skútusaði og er samvinnuverkefni milli Hestamannafélagsins Þjálfa og Sel-Hótel Mývatns. Hestamannafélgið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt í því að kostnaðarlausu. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju. Síðan hefst mótshaldið á laugardeginum sem endar með hestamannahófi á Sel-Hótel Mývatni um kvöldið. Dagskrá Föstudagur 22. febrúar Hópreið um Mývatn kl (allir velkomnir) Laugardagur 23. febrúar Kl Tölt B Kl Tölt A Stóðhestakeppni Skeið Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu Kl Húsið opnar fyrir stemningu kvöldsins, Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi Kl Hestamannahóf hefst ýmsar uppákomur öllum opið. Kl Kráarstemning og lifandi tónlist fram á nótt Á sunnudeginum stendur Sel- Hótel Mývatn fyrir sagnagleði á konudag, fyrsta dag góu, þann 24. febrúar. Góðu heilli hefur sagnahefð á undanförnum árum verið að endurvinna sér sess í mannlífi sem hún sannarlega á að skipa. Í öllum því fargani miðlunarmöguleika sem í boði eru í samtímanum, þrívíddarbíói, sjónvarpi og bíó hefur vel sögð saga eitthvert sérstakt ómetanlegt gildi. Góður sagnamaður fangar áheyrendur og heldur athyglinni allt til enda. Á sagnagleðinni á konudaginn verða því tveimur góðum hefðum haldið á lofti. Annars vegar þeirri að halda Magnús Magnússon frá Íbishóli á graðhestinum Vafa frá Ysta-Móum upp á fyrsta dag góu og hins vegar sagnahefðinni. Eiginmönnum, unnustum og vinum gefst þar tækifæri til að bjóða konum til skemmtunar og veislu. Það er ekki eingöngu andleg næring sem verður boðið upp á, heldur einnig veglegur dögurður. Þetta er í annað sinn sem Sel Hótel Mývatn stendur fyrir hátíð af þessu tagi á konudag. Hátíðin sem haldin var fyrir ári mæltist afar vel fyrir, þar komu saman fræknir sagnamenn bæði úr héraði og lengra að komnir. Fullt var út úr dyrum og sagnamennirnir glöddu gesti með sögum af ýmsu tagi í hátt á annan klukkutíma. Meðal sagnamanna eru Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi kennari og ferðaþjónustubóndi, Syðra- Langholti í Hreppum, og Arngrímur Geirsson, fyrrverandi kennari og bóndi í Álftagerði í Mývatnssveit. Við viljum hvetja konur sérstaklega að mæta í upphlut í tilefni af konudeginum. Allar konur fá gjöf. Mætum og höfum gaman saman. Athugið að sagnaskemmtunin er í Félagsheimilinu Skjólbrekku og hefst kl Frekari upplýsingar er að finna á eða í síma Til sölu jörðin Brattavellir í Dalvíkurbyggð Á Brattavöllum er rekið myndarlegt kúabú með um 150 þúsund lítra framleiðslurétti í mjólk og er jörðin í fullum rekstri. Nánari upplýsingar í síma og á

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Sigurborg Daðadóttir, nýr yfirdýralæknir, kallar eftir því að allir taki þátt í dýravernd: Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum Afar mikilvægt er að þingmenn samþykki frumvarp til laga um velferð dýra sem liggur fyrir Alþingi Sigurborg Daðadóttir tók við embætti yfirdýralæknis nú um síðustu mánaðamót. Sigurborg er menntaður dýralæknir frá Tierärzt liche Hochschule í Hannover og hefur starfað hjá Matvæla stofnun frá árinu 2007, síðast sem gæðastjóri og forstöðumaður áhættumats- og gæðastjórnunarsviðs. Sigurborg er fyrsta konan sem skipuð er yfir dýralæknir, en fjórir dýralæknar hafa gegnt embættinu frá árinu 1943, þegar fyrst var skipað í stöðuna. Sigurborg hefur einnig, ásamt öðru, sinnt verkefnum sem varða dýravelferð. Matvæla stofnun hefur nú tekið yfir eftirlit með framkvæmd allra dýraverndarmála, eftir verkefna flutning frá Umhverfis stofnun á grundvelli laga sem tóku gildi um síðustu áramót. Nokkuð brátt bar að þegar embætti yfirdýralæknis varð laust til umsóknar, en fyrirennari Sigurborgar, Halldór Runólfsson, var skipaður skrifstofustjóri afurða í atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytinu. Því þurfti að þurfti að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva með skjótum hætti. Sigurborg segir að ákvörðunin hafi þó ekki verið auðtekin. Ég hugsaði þetta mjög vel, og framan af var ég ekki á því að sækja um starfið. Það sem aftraði mér var að þetta er mjög viðamikið starf og krefjandi. Það getur þurft að taka ákvarðanir sem skapa óvinsældir, ákvarðanir sem þarf þó að taka. Það þarf líka alltaf að vera viðbúinn og til reiðu og það getur auðvitað verið lýjandi. En þetta er spennandi staða og ég tók þessa ákvörðun vegna þess að mig langar til að hafa áhrif. Mig langar til að halda áfram að bæta þjónustuna, bæta dýravelferð og heilbrigði dýra. Draumur um viðurkenningu á alþjóðavettvangi Dýravelferð er Sigurborgu augljóslega mikið hjartans mál, eins og kemur berlega í ljós þegar hún lýsir framtíðarsýn sinni. Ég á mér draum sem ég skal deila með þér. Sá draumur og framtíðarsýn er að íslensk dýr og afurðir þeirra geti notið álíka viðurkenningar á alþjóðavettvangi eins og svissnesk úr, með tilliti til dýraheilbrigðis og dýra velferðar. Ég held að við Íslendingar höfum allt til þess að bera að þetta sé hægt. Það væri auðvitað stórkostlegt ef þetta yrði almennt viðurkennt úti í hinum stóra heimi. Að það væri vitað og viðurkennt að hér á landi sé dýrahald með þeim hætti að meðferð dýra og heilbrigði þeirra sé til algjörrar fyrirmyndar. Þetta verður hins vegar ekki hægt nema allir taki höndum saman, allt frá dýraeigendum til stjórnvalda. Það þýðir ekki að halda því bara fram að hlutirnir séu í lagi hjá okkur, við verðum að geta sýnt fram á það. Myndum skipa okkur í fremstu röð með samþykkt nýrra laga um velferð dýra Erfitt er að meta hver staða mála er varðandi dýravernd og velferð hér á landi vegna skorts á gögnum, segir Sigurborg. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvernig staðan er. Það er erfitt að leggja á það mat, til þess vantar okkur gögn. Við erum góð á ýmsum sviðum, slæm á öðrum. Fyrirhugaðar breytingar í lagaumhverfinu tel ég vera mjög til bóta. Að færa þennan málaflokk, dýraheilbrigði og dýravelferð, á eina hendi ætti að verða til mikilla bóta og ætti að gera allt starf skilvirkara. Með samþykkt frumvarps til laga um velferð dýra sem liggur fyrir Alþingi nú værum við að skipa okkur í hóp fremstu þjóða í heimi varðandi löggjöf í þessum efnum. Þá eigum við auðvitað eftir að smíða nýjar reglur um aðbúnað á grunni þessara nýju laga og einnig að koma þeim í framkvæmd. Það er ekki nóg að hafa lög og reglugerðir heldur þarf fólk að fara eftir þeim. Það verður líka að vera hægt að framfylgja lögunum. Núgildandi dýraverndarlög úrelt Sigurborg segir að þau lög sem nú eru í gildi varðandi dýravelferð séu úrelt. Þau endurspegli á engan hátt þann veruleika sem sé til staðar í dag og löngu sé orðið tímabært að breyta þeim til þess horfs sem er í frumvarpi til nýrra laga. Hún segist jafnframt vonast til að Alþingi samþykki ný lög hið allra fyrsta. Dýravelferð er í raun ekki annað en siðferði þess tíma sem við lifum á hverju sinni. Það sem þótti í lagi fyrir fimmtíu árum þykir ekki í lagi í dag og ég get lofað því að það sem okkur þykir í lagi í dag mun ekki þykja í lagi eftir fimmtíu ár. Núgildandi lög eru orðin úrelt, þau eru t.a.m. fjarri því nógu ítarleg. Lög um búfjárhald og lög um dýravernd hafa heyrt undir sitt hvort ráðuneytið, hjá sitt hvorri stofnuninni. Dýralæknar sem vinna undir Matvælastofnun (MAST) eiga að vinna eftir dýraverndarlögum en þeir hafa ekki haft nein úrræði til að beita sér þar eð málaflokkurinn hefur heyrt undir Umhverfisstofnun (UST). Það breyttist reyndar um síðustu áramót þegar málaflokkurinn fluttist til MAST. Úrræðaleysi hefur að mati Sigurborgar einkennt stöðu mála varðandi dýravernd og dýravelferð. Samkvæmt lögunum í dag er hægt að krefjast úrbóta séu mál ekki í lagi. Sé ekki brugðist við kröfum um úrbætur er annaðhvort hægt að kæra til lögreglu eða svipta fólk leyfi til að halda dýr. Það er enginn millivegur þarna. Svona mál eru ekki endilega efst á lista lögreglu á niðurskurðartímum, það eru önnur brýnni mál sem þeir setja í forgang samkvæmt bestu vitund sinni. Þetta getur þess vegna verið ansi máttlaust, því miður. Eignarrétturinn ótrúlega sterkur Umræða um brot á dýravelferð hefur verið talsverð í fjölmiðlum síðustu misseri. Erfitt er þó að átta sig á hvort staða dýraverndar og dýravelferðamála er betri eða verri nú en verið hefur. Sigurborg segir einfaldlega að upplýsingar vanti til að meta stöðu mála. Við höfum því miður ekki nægilega aðgengilegar upplýsingar til að geta metið hver þróun mála í dýravelferð hefur verið. Bæði hafa upplýsingar eins og áður segir verið á tveimur stöðum, hjá MAST og UST, og einnig vantar kannski upp á ítarlegri skráningu. Ég hef það á tilfinningunni að staða mála hafi ekki versnað heldur sé umræðan kannski meiri og opnari. Það er um margt jákvætt, gagnsæi er af hinu góða. MAST er auðvitað ríkisstofnun og starfar í þágu samfélagsins. Það má svo sem deila um hversu mikið eigi að birta af niðurstöðum eftirlits. Danir til að mynda birta eftirlitsskýrslur í hvert skipti sem mál af þessu tagi koma upp. Við höfum verið passívari, persónuvernd hefur haft mikið vægi og eignarréttur verið alveg afskaplega sterkur. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað hefur verið erfitt að koma dýrum sem brotið er gegn til hjálpar vegna þess hversu sterkur eignarréttur eigenda þeirra hefur verið. Þessu stendur til að breyta með nýjum lögum um dýravernd. Þá verður gjörbreyting á þessu og það verða allt önnur úrræði, til að mynda ef komið er með dýr í slátrun og í ljós kemur að ekki hefur verið farið vel með dýrið, það eru á því áverkar eða annað slíkt. Þá er, Sigurborg Daðadóttir. eins og staðan er, of seint að krefjast úrbóta. Í nýja frumvarpinu eru hins vegar ákvæði sem gera kleift að bregðast við þessu. Þá er t.d. hægt að beita sektum vegna illrar meðferðar af þessu tagi. Skýring á illri meðferð liggur í veikleikum hjá fólki Að mati Sigurborgar er ekki hægt að halda því fram að ill meðferð dýra sé algengari í einni búgrein en annarri. Í flestum tilfellum fari fólk enda vel með dýrin sín. Oftast er skýringa á illri meðferð á dýrum að leita í veikleikum hjá fólkinu sjálfu. Það á við einhvers konar veikleika að stríða, hvort sem það eru elliglöp, alkóhólismi eða eiturlyfjaneysla, andlegir sjúkdómar eða annað. Það geta allir sem halda dýr átt við einhvers konar veikleika að stríða sem kemur þá niður á dýrunum. Það er alltaf jafn alvarlegt. Þar sem skepnur eru flestar eru þó oftar en ekki fleiri starfsmenn til staðar sem geta leiðrétt hlutina. Þar sem fólk er eitt með skepnur er hætt við því að þessir hlutir komist ekki upp í langan tíma og dýrin líði í samræmi við það. Fræðslu er þörf Margir þeir sem koma að dýraverndarmálum eru á þeirri skoðun að dómstólar hafi ekki nægan skilning á alvarleika málanna. Þá bregðist Erum of kærulaus Kæruleysi er mesta hættan varðandi búfjársjúkdóma hérlendis. Mikil áhætta væri tekin ef leyft yrði að flytja hingað til lands lifandi dýr í frjálsu flæði en það er fleira sem kemur til. Sigurborg segir að bæði sé hætta á að hingað til lands berist sjúkdómar með ferðum fólks til landsins en einnig að allt of mikið kæruleysi sé varðandi umgang óviðkomandi aðila um búfé. Bændur þurfi að huga frekar að því hvernig þeir verji búfé sitt. ákæruvald oft allt of seint við og leggi oftar en ekki litla áherslu á brot á lögum um dýravernd. Sigurborg segist vera þessu sammála. Því miður er það svo og við höfum um það borðleggjandi dæmi. Það hafa verið gerðar dómssáttir vítt og breitt um landið í málum af þessum toga sem hafa verið vægast sagt furðulegar. Hjá sumum sýslumannsembættum hefur gengið verr en annars staðar að fá mál rannsökuð. Ég hugsa að við verðum að taka okkur á við að fræða fólk sem starfar hjá ákæruvaldinu um þessi mál. Svíar gerðu átak í þessum málum, þeir buðu starfsmönnum ákæruvaldsins á námskeið um velferð og atferli dýra og kynntu þeim hversu mikill munur er í þessum efnum milli dýra og manneskja. Það er hægt að fara illa með dýr á ýmsan hátt, það er hægt að misbeita dýrum án þess að fram komi sjáanlegir áverkar. Það er til að mynda hægt að misnota dýr kynferðislega án þess að á því sjáist áverkar, það er ekki bannað samkvæmt þeim lögum sem við búum við í dag. Það verður hins vegar bannað með nýjum lögum, verði þau samþykkt, og það er gríðarlegt framfaraskref. Erum of kærulaus Kæruleysi er mesta hættan varðandi búfjársjúkdóma hérlendis. Mikil áhætta væri tekin ef leyft yrði að flytja hingað til lands lifandi dýr í frjálsu flæði en það er fleira sem kemur til. Sigurborg segir að bæði sé hætta á að hingað til lands berist sjúkdómar með ferðum fólks til landsins en einnig að allt of mikið kæruleysi sé varðandi umgang óviðkomandi aðila um búfé. Bændur þurfi að huga frekar að því hvernig þeir verji búfé sitt. Við ættum ekki að vera verr stödd en önnur lönd til að takast á við nýja sjúkdóma, sjúkdóma sem gætu borist hingað með breyttu loftslagi til að mynda. Okkar búfjárkyn eru hins vegar viðkvæmari en önnur búfjárkyn, til dæmis á meginlandi Evrópu. Það ætti að vera stefna okkar að losna við sjúkdóma sé það fræðilega mögulegt sem hér eru landlægir og koma í veg fyrir að hingað berist nýir sjúkdómar. Það er dýrt fyrir þjóðfélagið að berjast við sjúkdóma. Ef við þyrftum til að mynda að bólusetja hrossastofninn okkar ítrekað myndi það hugsanlega hlaupa á hundruðum milljóna króna árlega. Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í þessu, fyrir utan það sem snýr að velferð dýranna sjálfra. Mesta hættan er auðvitað fólgin í því að hingað berist sjúkdómar með lifandi dýrum. Ég held að allir hljóti að vera sammála því hér á landi, þeir sem vilja vernda okkar dýrastofna, að við getum ekki hætt á að flytja hingað inn lifandi dýr í frjálsu flæði. Það er þó önnur hætta sem er yfirvofandi, og er í raun búin að vera yfirvofandi um langt skeið. Það eru ferðalög mannskepnunnar, okkar Íslendinga en ekki bara útlendinga sem hingað koma. Kæruleysið í þessum efnum er því miður allt of mikið eins og ítrekað hefur komið í ljós. Hestamenn eru að koma til landsins með skítug reiðtygi og skítugan reiðfatnað og ég held að þetta sé bara gangandi tímasprengja. Eins og okkar hestahaldi er háttað er mikil áhætta fólgin í þessu. Ef upp kemur smitsjúkdómur er smithættan afar mikil. Við erum með megnið af hrossunum í miklu nábýli í bæjum og þorpum, og hross eru flutt þvers og kruss um landið. Einu lausnirnar í þessum efnum eru annars vegar mikil fræðsla og hins vegar hörð viðurlög við brotum. Það er hið eina sem dugir. Verðum að gæta að heilbrigði fólks Sömuleiðis er hætta á að hingað til lands berist sjúkdómar með afurðum dýra sem fluttar eru til landsins. Hættan samfara slíku er ekki síst fólgin í sjúkdómum sem geta lagst á fólk, segir Sigurborg. Það er mun minni hætta á að það beri með sér sjúkdóma í dýr, þó að hún sé til staðar. Það er mun styttri leið frá dýri til dýrs og frá manni til dýrs. Við megum hins vegar ekki einblína á innfluttar dýraafurðir út frá heilbrigði dýra heldur út frá heilbrigði okkar mannanna. Íslendingar hafa náð mjög góðum árangri í baráttunni gegn salmonellu og campylobacter í kjúklingum, tíðni slíkra sýkinga í fólki er mun lægri hér á landi en í Evrópulöndunum. Það er það sem við eigum að verja eins og kostur er. Kjúklingabændur hér á landi eru fremstir í heiminum að verjast campylobactersmiti og því má ekki tefla í tvísýnu. Aðrir bændur ættu að taka kjúklingabændur sér til fyrirmyndar, að verja sínar skepnur fyrir sjúkdómum. Svínabændur hafa gert þetta líka en mér þykja aðrir bændur ekki endilega sýna mikla ábyrgð í þessum efnum. Bændur verða að huga að smitvörnum Spurð hvort hún sé með þessu að vísa til frjálslegrar umgengni utanaðkomandi aðila við skepnur, til að mynda í gripahúsum, svarar Sigurborg því til að svo sé.

25 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Bændur eiga að sinna sínum eigin smitvörnum. Það verða ekki aðrir til þess fyrir þá. Við höfum sem betur fer ekki lent í stórvægilegum faröldrum undanfarna áratugi fyrir utan faraldra í hrossum, við búum við fáa bráðsmitandi sjúkdóma. Veiruskita í nautgripum er þó einn slíkur sem veldur vandræðum en mér finnst bændur of áhyggjulausir almennt varðandi þetta. Við búum reyndar við þannig aðstæður í búskap að þetta getur verið mjög erfitt, alla vega í sauðfjárbúskapnum. Sauðfé fer út um allt og blandast hundruðum annarra hjarða. Svo er öllu þjappað saman í réttum svo að hættan er á að fjöldi fjár smitist ef eitthvert smit er á ferðinni. Þessu verður auðvitað ekki breytt svo einfaldlega. Ég spyr hins vegar, ef maður væri með mjög verðmætan stofn, myndi maður þá hætta á þetta? Til dæmis með dýr hross í stóði? Við höfum mest þurft að berjast við sjúkdóma hér á landi sem hafa langan meðgöngutíma, eins og garnaveiki og riðuveiki. Við verðum að berjast gegn þeim sjúkdómum áfram. Það þarf að halda áfram að bólusetja gegn garnaveiki, í það minnsta þar sem ástæða er til. Varðandi riðuveikina ættum við að halda áfram á sömu leið og verið hefur. Það hefur náðst verulegur árangur með riðuna og ég sé því ekki ástæðu til að breyta út af því, nema til komi ný þekking. Sigurborg segist ekki eiga von á stórfelldum breytingum á starfsemi embættis yfirdýralæknis þó að hún sem ný í embætti muni væntanlega setja sitt mark á starfið. Það sem ég sé fyrir mér er að efla vitund fólks fyrir bættri meðferð á dýrum og einnig varðandi sjúkdómavarnir. Það snýr auðvitað fyrst og fremst að bændum, að verja sinn bústofn, en einnig að almenningur og allir sem umgangist dýr séu á vaktinni. Heilbrigðisstarfsfólk dýra, frjótæknar, klaufskurðarmenn og aðrir sem vinna með dýr hefur mér þótt of passívir. Það þarf að virkja þetta fólk til að miðla upplýsingum og fræða það svo það skipti sér af málum, sjái fólk að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Fólk á að vera óhrætt að láta vita Sigurborg kallar eftir þátttöku allra varðandi bætta dýravelferð. Raddir þeirra sem ekki séu sáttir við þá þjónustu sem er veitt verði að heyrast, eigi að verða breytingar á. Spurð hvort þetta eigi við um óánægju með breytingar á dýralæknakerfinu sem urðu árið 2011 og voru mikið gagnrýndar svarar hún því að það sé meðal þess sem verði að fá upplýsingar um frá notendum þjónustunnar. Í upphafi höfðu menn áhyggjur af því að svæði þjónustudýralækna væru of stór og of tímafrek yfirferðar. Það voru hnökrar á því kerfi fyrst en mér finnst að kvörtunum vegna slakrar þjónustu hafi fækkað. Það koma ekki margar kvartanir vegna þessa núna en það er ekki þar með sagt að þessi stærð þjónustusvæðanna sé ekki vandamál. Ef svo er verða dýraeigendur að tilkynna um hnökra á þjónustunni til stofnunarinnar svo hægt sé að bregðast við. Ráðandi - auglýsingastofa ehf Til að hægt sé að meta stöðuna þarf að fara yfir staðreyndir. Ef það reynist þannig að dýravelferð sé ekki tryggð, vegna stærðar svæðanna, þá verður að breyta kerfinu. Það hins vegar veit ég ekki núna, það eru fyrst og fremst NÁMSKEIÐ FYRIR LAGNAMENN OG ÁHUGAMENN UM ORKUSPARNAÐ Varmadælur bændur sem verða að koma fram sínum skoðunum og tilkynningum. Ég vil á sama hátt hnykkja á því að almenningur hefur greiða leið til að tilkynna um ef verið er að fara illa með dýr eða eitthvað megi betur BYLTING Í SÓTTHREINSUN Lausnir fyrir köld svæði. Varmadælur geta sparað verulegan kostnað við kyndingu húsa á köldum svæðum. Á þessu námskeiði er í boði að afla sér þekkingar á varmadælum og notkun þeirra í byggingum. Farið í uppbyggingu og gerðir varmadæla, tengingar, stillingar og lokafrágang. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Orkusetur og Verklagnir ehf. Kennarar: Sigurður Friðleifsson frá Orkusetri. Þór Gunnarsson tæknifræðingur frá Ferli. Gunnlaugur Jóhannsson, pípulagningameistari og Pétur Kristjánsson, sérfræðingur. Staðsetning: Höfn í Hornafirði. Tími: Föstudagur 15. febrúar kl Fullt verð: kr. Verð til aðila IÐUNNAR: kr. Nánari upplýsingar og skráning á eða í síma fara. Það er hægt að gera í gegnum heimasíðu MAST og senda skilaboð þar í gegn. Sé tilkynnt um eitthvað sem ekki er í lagi með þessum hætti er gengið í málið. Fólk á að vera óhrætt við að láta vita. /fr Sagewash sótthreinsikerfið Hlutlaust efni sem drepur bakteríur sem valdið geta sýkingum, ásamt því að halda tækjum, gólfi og veggjum skínandi hreinum. Hafðu samband við ráðgjafa KEMI og fáðu nánari upplýsingar. Námskeið 15. febrúar Höfn Hornafirði NÁNARI UPPLÝSINGAR Á IDAN.IS Skúlatún Reykjavík Sími Fax idan@idan.is - Á hagstæðu gengi til afgreiðslu strax Eigum örfáar nýjar dráttarvélar á lager sem keyptar voru inn á hagstæðara gengi og eru til afgreiðslu strax. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma stk. Valtra A hestöfl með ámokstækjum. Verð: 8, kr. án vsk. Verð: 10, kr. með vsk. 2 stk. Massey Ferguson hestöfl með ámoksturstækjum. Verð: 7, kr. án vsk. Verð: 10, kr. með vsk. Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Netfang: jotunn@jotunn.is - Vefsíða:

26 26 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Enn beðið eftir aðkallandi samgöngubótum í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu: Framkvæmdir á þjóðvegi 60 í Gufudalssveit hugsanlega í gang haustið 2015 deilur við landeigendur og náttúruverndarsamtök hafa tafið málið árum saman og kosningar í vor gætu enn breytt stöðu mála Staðið hefur verið í stappi um áratuga skeið vegna hugmynda um lausnir við vegagerð á þjóðvegi 60 um Reykhólasveit og Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegurinn er inni á vegaáætlun 2011 til Nú er hins vegar ljóst að ekki verðurhægt að hefja framkvæmdir fyrr en 2015 og þá aðeins að samkomulag náist um aðra leið en um Teigsskóg, sem ráðherra sló út af borðinu í fyrra. Var það í kjölfar úr skurðar Hæstaréttar haustið Þar var fallist á kröfur land eigenda á Hallsteinsnesi, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að fella úr gildi úrskurð umhverfis ráðherra frá því í janúar 2007, um vegagerð um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi. Þá hafði Vegagerðin ráðgert að setja verkið í útboð haustið Á leiðinni úr Þorskafirði og í vestur eru fjölmargir farartálmar og þá einkum Hjallaháls, Ódrjúgsháls og síðan Klettháls. Þessir hálsar verða iðulega ófærir þegar eitthvað snjóar og er Hjallaháls milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar þar erfiðastur og beinlínis hættulegur í hálku eins og nýlegt dæmi sannar. Ljóst varð að vegagerð um Teigsskóg út vestanverðan Þorskafjörð gæti ekki orðið að veruleika í kjölfar dómsmáls sem tapaðist við landeigendur og höfnunar í umhverfismati. Áður höfðu Fuglavernd, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Náttúruvaktin hvatt Alþingi til þess að hafna niðurstöðu Vegagerðar og þáverandi umhverfisráðherra árið 2007 um að leggja veginn um Teigsskóg og yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Á síðasta ári ákvað Vegagerðin í samræmi við ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráherra að hefja matsferli varðandi aðrar leiðir en um Teigsskóg. Vegagerðin auglýsti því í byrjun júlí 2012 drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I. Hugsanlegt framkvæmdir geti hafist haustið 2015 Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, segir að nú sé áætlað að verkið geti ekki hafist fyrr en 2015, þegar umhverfismat og ákvörðun um leiðarval liggi fyrir. Það geti reyndar hentað vel að fara í þá framkvæmd haustið 2015 um leið og lokið verði við framkvæmdir sem nú eru á áætlun vestar á Barðaströndinni. D og H-leiðirnar nú efstar á blaði Vegagerðarinnar Það verða fyrst og fremst skoðaðar tvær leiðir. Í fyrsta lagi er það gamla leið D sem er yfir Ódrjúgsháls að vestan og síðan í gegnum jarðgöng undir Hjallaháls. Þá verður einnig skoðuð I-leið, sem er ný leið út Þorskafjörðinn að austanverðu með þverun rétt hjá Laugalandi og yfir í Hallsteinsnes og síðan með þverun yfir Djúpafjörð og Gufufjörð yfir í Melanes. Þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar var reyndar inni í B-leiðinni um Teigskóg og þar var líka inni þverun Þorskafjarðar fyrir ofan Gröf í Þorskafirði. Fengu þessar þveranir grænt ljós í umhverfismati og gæti mat varðandi þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar trúlega gilt áfram ef ákveðið yrði að fara í veg úr austanverðan Þorskafjörð og með brú yfir í Hallsteinsnes. Landeigendur og bændur í austanverðum Þorskafirði hafa þegar gert athugasemdir við vegagerð um þeirra land, svo jarðgangalausnin virðist líklegasti kosturinn eins og málin standa í dag. Þriðja leiðin, H-leið, er svo að fara með jarðgöng undir Hjallaháls og síðan út Djúpafjörðinn að austanverðu og áfram með þverun yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í Melanes. Þetta eru þær leiðir sem helst eru til skoðunar. Magnús Valur segir að einhverjar breytingar á Teigsskógarleiðinni með vegi í fjöruborðinu komi ekki lengur til greina. Ráðherra hafi tekið um það pólitíska ákvörðun að hafna alfarið Teigsskógarleiðinni og því verði Vegagerðin að hlýta þrátt fyrir að sú leið sé inni í samþykktu aðalskipulagi. Segir Magnús Valur reyndar að allir kostir í stöðunni séu þó mun dýrari en Teigsskógarleiðin og muni þar nokkrum milljörðum króna. Þetta gæti þó enn breyst eftir kosningar í vor ef Ögmundur verður þá ekki áfram í sæti innanríkisráðherra. Þverun Þorskafjarðar og virkjun Enn ein leiðin er svokölluð A-leið. Það er þverun yfir mynni Þorskafjarðar frá Reykjanesi yfir í Skálanes, sem er um 2,5 kílómetra og með tengingu í Kollafjörð. Bjarni Maríus Jónsson, sérfræðingur í auðlindastjórnun, benti m.a. á að nýta mætti slíka þverun fyrir sjávarfallavirkjun og skapa þannig um leið tekjur á móti kostnaði við framkvæmdina. Varði hann ritsmíðar sínar um þessi mál á sumardaginn fyrsta 2010 í fyrstu meistaraprófsvörninni í haf- og strandsvæðastjórnun sem fram hefur farið við Háskólasetur Vestfjarða. Þá var stofnað sprotafyrirtæki um hugmyndina sem heitir Vesturorka WesTide ehf. Auk Bjarna stóðu Orkubú Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að stofnun þess. Á íbúafundi í héraðinu á sínum tíma kom fram að 85% aðspurðra voru fylgjandi því að fara Leið A og töldu að verkefnið hefði hagsæld í för með sér fyrir svæðið. Þá sendi sveitarstjórn Reykhólahrepps viðkomandi ráðuneytum bókun sumarið 2012 þar sem kemur fram vilji sveitastjórnarinnar að Leið A yrði skoðuð. Björn Samúelsson á Reykhólum, sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð í áraraðir, taldi þessa leið borðleggjandi og að aðrar tillögur væru ekki til þess fallnar að auka hag Vestfirðinga. Vegagerðin hefur lengst af ekki ljáð máls á að skoða A-leiðina og talið hana allt of kostnaðarsama. Aðspurður segist Magnús Valur ekki reikna með að Vegagerðin leggi til að þessi leið verði farin frekar nú en áður, vegna kostnaðar. Það verður samt fjallað um þessa leið í matsáætluninni og ljóst að sveitarfélagið vill fara þá leið, segir Magnús. Við höfum þó ekkert í höndunum sem hægt er að byggja á varðandi svona virkjun og það gætu orðið ár eða áratugir í slíkt. Kannað hvort D-leiðin sé matsskyld Segir Magnús að vinna við matsáætlunina sé mjög langt komin. Næsta skrefið verði að kanna hvort svokölluð D-leið með jarðgöngum sé matsskyld. Ef ekki, þá þurfi menn að leggja það niður fyrir sér hvort það sé fullnægjandi lausn. Ef það verði talið ásættanlegt ætti að verða óþarfi að fara í umhverfismat varðandi aðrar mögulegar leiðir. Ef þessi leið reynist hins vegar vera matsskyld verði farið í umhverfismat með alla kostina sem fyrirliggjandi eru. Magnús telur að jarðgangaleiðin kosti svipað og vegagerð út austanverðan Þorskafjörð með þverun yfir í Hallsteinsnes. /HKr. Þjóðvegur 60 saga sigra og svikinna loforða samantekt Kristins Bergsveinssonar frá Gufudal um vandræðagang í vegagerð á svæðinu sem engan endi virðist ætla að taka Firðirnir við norðanverðan Breiðafjörð voru um aldir notaðir til samgangna. Að sumrinu á bátum en á hestum og gangandi á vetrum yfir ísilagða firðina. Vélaöld hófst með litlum dráttarvélum upp úr Veturinn 1971 fór Reynir í Fremri-Gufudal ferð á ís á dráttarvél að sækja börn okkar í Reykhólaskóla. Skólastjóri keyrði börnin inn undir Skútunaust og þar tók Reynir dótið á vélina en börnin gengu. Einhverju sinni skruppum við bræður á gömlum Plymouth-bíl frá Gufudal út Gufufjörð og inn Þorskafjörð að Kinnarstöðum, á traustum ís og í góðu færi. Varðandi þá ferð situr í minni að við vorum fljótir í för. Tíu ár eru síðan deilur um vegi í Gufudalssveit hófust, þ.e. um svonefnda B-leið. Tuttugu ár er síðan svæðisskipulag var samþykkt á þeirri leið. Ástæða er til að rifja upp þann feril þótt ófagur sé. Horfum aðeins til baka. Ekki mátti opna vegi vestur fyrir fyrr en klaki fór úr jörð og snjór var að mestu leystur. Það var ekki fyrr en upp úr aldamótum að reglulegur mokstur hófst á leiðinni Bjarkalundur- Flókalundur. Innan þriggja ára verður búið að endurbyggja vegi á allri leiðinni, nema þann kafla sem deilur standa um. Ástæða er til að rifja upp aðdraganda mestu samgöngubótar á þjóðvegi 60, veginn yfir Gilsfjörð. Þegar vegur yfir Gilsfjörð var í undirbúningi heyrðust háværar raddir um að lífríkinu væri hætta búin. Örninn, rauðbrystingur og fleiri tegundir voru taldar í hættu. Háværastir voru menn úr Fuglaverndarfélagi Íslands. Rannsóknir og vöktun fyrir og eftir staðfestu að framkvæmdin hafði engin áhrif á þessar fuglategundir né heldur æðarvarpið í hólmunum. Tafðist það um þrjú ár að verkið hæfist. Gilsfjarðarnefnd starfaði árin þegar verkið var í undirbúningi. Formaður hennar var Sigurbjörn Sveinsson læknir í Búðardal. Nefndin átti fundi með þingmönnum og mætti á nefndarfundi í Alþingi og var starf hennar ómetanlegt. Þegar allt var á lokastigi stóð til að fresta verkinu um óákveðinn tíma. Gilsfjarðarnefnd boðaði til fundar í Dalabúð, sem fylltist af fólki búsettu beggja vegna fjarðar, ásamt þingmönnum, sem var rækilega lesinn pistillinn af Sigurbirni og fleirum. Árangurinn varð sá, að framkvæmdir hófust eins og ætlað var. Samstaða íbúanna beggja megin fjarðar réð úrslitum. Að verki loknu við borðaklippingu haustið 1998 flutti Halldór Blöndal samgönguráðherra ræðu, þar sem fram kom að aðrir firðir vestur sveitir yrðu brúaðir. Svæðisskipulag um veg yfir Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð var samþykkt árið Bjarni P. Magnússon var þá sveitarstjóri Reykhólahrepps. Snæbjörn Jónasson, þáverandi vegamálastjóri, var hafður með í ráðum. Það var svo sumarið 2003 að Vegagerðin boðaði til fundar í Bjarkalundi. Fundarefnið var að kynna áætlun um umhverfismat á vegi vestur hálsa en B-leið yfir firðina ekki tekin með. Fundarmenn mótmæltu harðlega undir forystu Þórólfs Halldórssonar sýslumanns. Vegagerðarmenn héldu heim á Ísafjörð til að gera aðra áætlun þar sem B-leið yrði með. Um haustið mætti Kristján Kristjánsson með nýja áætlun að umhverfismati. Í henni var lagt til að B-leið yrði skipt í þrjá áfanga: I) Bjarkalundur-Þórisstaðir. II) Þórisstaðir-Kraká. III) Kraká- Eyri í Kollafirði. Þó voru vegir vestur hálsana áfram inni á áætlun og sættust menn á það. Umhverfismatið kom síðan með óteljandi athugasemdum með og móti. Niðurstaða úrskurðaraðila var að áfangi I (Bjarkalundur- Þórisstaðir) var samþykktur, áfanga II (Þórisstaðir-Kraká) var hafnað en áfangi III (Kraká-Eyri) samþykktur. Upphófust nú miklar deilur og blaðaskrif um þann víðfræga Teigsskóg, sem andstæðingar vegar þar margfölduðu að stærð með blómum og reynitrjám. Ekki var litið í matsskýrslu Arnlínar Óladóttur, vistfræðings og skógfræðings, sem taldi meðalhæð trjágróðursins vera um 1,20 m. Eftir ítrekaðar kröfur var málinu vísað til umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, sem heimilaði Vegagerðinni að leggja veginn. Árin sem þetta þref stóð voru kláraðir vegir um Bröttubrekku og síðar Svínadal. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hreykti sér af því fyrir þingkosningarnar 2007 að veitt væri milljónum króna í þessa leið. Kristján Möller samgönguráðherra og Guðbjartur Hannesson, þingmaður kjördæmisins, gerðu sér ferð á Patreksfjörð haustið 2007 til að funda um vegamál. Jónas Þór lögreglumaður á Patreksfirði fékk mig til að sitja í bílnum með þeim vestur í Kollafjörð. Átti ég að

27 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar fræða þá um staðhætti. Á leiðinni vestur skall á norðanhríð með engu skyggni en færi var gott og ráðherra hafði góðan bílstjóra og öllu vanan. Jónas hvatti þá til að halda áfram en skutlaði mér til baka að Skálanesi. Fundað var á Patró um kvöldið. Heim kominn sagði ráðherrann að þetta væru verstu vegir á landinu og úrbóta væri þörf strax. Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar var vegur á leiðinni Þórisstaðir-Kraká auglýstur sem næsta útboð árið 2008, en það féll niður eins og annað þegar öll útboð stöðvuðust. Þann 20. maí 2008 sótti Vegagerðin um framkvæmdaleyfi fyrir áfanga II (Þórisstaðir-Kraká). Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti framkvæmdaleyfið og gaf það út 16. júní. Skilyrði var að farin yrði efri leið fyrir ofan Gröf í Þorskafirði. Hreppsnefnd hafði fundað með Gunnlaugi Péturssyni og fleiri landeigendum og taldi líkur á að sættir yrðu um þá leið. Vegagerðin hafnaði hins vegar þeirri leið án raka og gerði ekkert til að ná samkomulagi. Gunnlaugur og fleiri vísuðu úrskurði Jónínu Bjartmarz til dómstóla og unnu bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Margir halda því fram að dómurinn fjalli eingöngu um lagatæknileg atriði í úrskurði umhverfisráðherra en banni ekki vegarlagninguna. Síðan kom Hrunið og allar nýjar framkvæmdir stöðvuðust. Kláraður var vegur í Kollafirði og nú síðast í sumar vegur fyrir Skálanes að Kraká. Áfanganum Þverá í Kjálkafirði- Vatnsfjörður var lokið Meðan á þeirri framkvæmd stóð var örninn svo ósvífinn að verpa og koma upp unga nokkrum tugum metra ofan við vélaskrölt og læti. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, hafði gleymt að láta örninn vita að þetta væri bannað. Útboð á leiðinni Eiði í Vattarfirði- Þverá í Kjálkafirði var auglýst í febrúar Í maí var samið við Suðurverk og eiga verklok að vera í september Farið er yfir Mjóafjörð utarlega á 14 m dýpi um fjöru með 160 m langri brú. Í Kjálkafirði er vegur á 6 m dýpi og 116 m brú. Að fara yfir firðina utarlega á miklu dýpi margfaldar efnismagn, brúarlengd og kostnað. Rökin fyrir leiðarvalinu yfir Mjóafjörð voru þessi: 2,9 kílómetra stytting. Lágmark 500 m frá arnarhreiðri. Snjóþyngsli í Mjóafirði, sem enginn kannast við sem til þekkir. Milljarður króna í aukinn kostnað er auðvitað smáaurar ef þessi háleitu markmið nást. Jón Gunnar Ottósson lendir í vanda á nýjan leik ef örninn tekur upp á því að verpa í námunda við veglínuna. En þetta verður góður vegur og væri gaman að eiga eftir að fara hann. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, ásamt heilum her vegagerðar- og sveitarstjórnarmanna, fundaði mikið um vegamál í héraðinu sumarið Að loknum einum slíkum fundi fékk ég að hitta þá félaga dálitla stund. Afhenti ég þeim skriflega, rökstudda tillögu um veg í fjöruborði neðan við Teigsskóg. Ekki veit ég hvort þeir hafa hent tillögunni á leiðinni heim, en margir hafa tekið undir þessa lausn. Ögmundur var yfirlýsingaglaður og vildi láta vita hver réði: Enginn vegur yrði leyfður um Teigsskóg. Vegur kæmi yfir hálsana. Rista ætti niður Ódrjúgsháls og gera jarðgöng undir Hjallaháls. Nota ætti núverandi veg á Hjallahálsi a.m.k. næstu tíu árin. Þetta yrði það sem kalla mætti vegur á tveimur hæðum. Fundahöld Ögmundar enduðu með því að stór hluti íbúa í Vesturbyggð Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal. og Tálknafjarðarhreppi var mættur á fund á Patró. Ráðherrann og félagar glöddust yfir góðri fundarsókn en eftir yfirlýsingu heimamanna um að nóg væri búið að funda gengu þeir af fundinum og ráðherra sat eftir með sveinum sínum. Nú í sumar sendi Vegagerðin frá sér loftmyndir af þrem leiðum, sem fara ættu í umhverfismat. Þetta eru: Leið I. Frá Kraká um Melanes, yfir Gufufjörð, um Grónes, yfir Djúpafjörð, á fjörum austan Hallsteinsness, á ská yfir Grenitrésnes og þaðan á miklu dýpi yfir Þorskafjörð að Laugalandi. Síðan um beitiland á austurströnd Þorskafjarðar á veg við Bjarkalund. Kostnaðaráætlun 9,7 milljarðar króna. Leið H. Sama og I að Hallsteinsnesi, síðan vestanvert á nesinu inn að Barmi. Þaðan jarðgöng undir Hjallaháls og síðan yfir Þorskafjörð um Kóngavakir að Kinnarstöðum. Kostnaðaráætlun 10,1 milljarður króna. Leið D1. Um Melanes, yfir tún og beitiland á Hofstöðum, yfir miðjan Gufufjörð, um Brekkuflóa, um skóglendi inn á Ódrjúgsháls, yfir Hálsgil, mjög djúpt, þaðan rist niður Miðhúsabrúnir, mjög snjóþungar (snjóflóðaupptök), um Djúpadalseyrar og Mýrarland, í jarðgöngum undir Hjallaháls að Þórisstöðum og síðan yfir Þorskafjörð um Kóngavakir að Kinnarstöðum. Kostnaðaráætlun 9,1 milljarður króna. Náttúrustofa Vestfjarða á að skila af sér umhverfismati síðar í vetur. Allir umræddir kostir hafa í för með sér mikil neikvæð áhrif á náttúru og líka á skilyrði til búskapar. Sauðfé á fóðrum í Gufudalssveit í vetur mun vera nálægt á fjórum jörðum. Beitiland vor og haust má ekki skerða. Sama gildir um austanverðan Þorskafjörð. Ætti ég að gefa leiðum einkunnir á skalanum 1-10 vegna skaða sem þær myndu valda og einkunnin 10 táknaði mestan skaða, þá hlytu leiðir I og D1 einkunnina 9 til 10 en leiðir B1 og H einkunnina 5 til 6. B-leið var ekki tekin með í umhverfismat þó að hún sé á aðalskipulagi. Vegagerðin sendi land eigendum og sveitarstjórnum loftmyndir af umræddum leiðum og óskaði eftir athugasemdum. Í júlí í sumar sendi sveitarstjórn Reykhólahrepps Vegagerðinni tvær ályktanir. Sú fyrri var krafa um að B-leið yrði tekin með í umhverfismat og jafnframt minnti sveitarstjórn á skipulagsvald sitt. Hina geymi ég að ræða. Hafði sveitarstjórn ekkert við tillögur Vegagerðarinnar að athuga? Landeigendur í austanverðum Þorskafirði sendu Vegagerðinni eftirfarandi athugasemdir: Við erum því algerlega mótfallnir að vegur verði lagður um land Hofstaða, Hlíðar og Laugalands samkvæmt leið I og teljum það skjóta skökku við að leggja til vegagerð þessa leið þegar mun hentugra vegstæði býðst samkvæmt leið B eða B1 yfir Þorskafjörð hjá Kinnarstöðum og út Hallsteinsnes. Við teljum það einnig óverjandi að ætla að leggja til leið I sem er 3,0 milljörðum dýrari en leið B eða B1 og hvorki betri með tilliti til umferðaröryggis né greiðfærni. Með sömu rökum er óverjandi að leggja til leið D1 sem er 2,4 milljörðum dýrari og fer þar að auki áfram yfir Ódrjúgsháls. Við gerum athugasemdir við að í skýrsludrögunum er enginn greinarmunur gerður á því hvort jarðir á framkvæmdasvæðinu eru í ábúð og/eða nýttar af ábúendum og þeim jörðum sem eru hreinar eyðijarðir til margra áratuga og lítið eða ekkert nýttar nema til frístundar. Við teljum nauðsynlegt að mat sé lagt á þetta og bendum á mikilvægi þess fyrir sveitarfélagið að sem flestar jarðir séu áfram í ábúð. Á jörðinni Hofstöðum er föst búseta, túnin nýtt til heyskapar og úthagi til beitar, sem hvort tveggja skerðist umtalsvert við veglagninguna. Undirlendi á jörðinni Hlíð, sem er nýtt frá Stað, er mjög lítið, og ljóst að vegur um land jarðarinnar mun draga verulega úr nýtingarmöguleikum hennar. Þá skal vakin athygli á því, að á jörðinni eru skrásettar og friðaðar fornmenjar samkvæmt þinglýstu friðlýsingarskjali fornmenjavarðar frá árinu Á jörðinni Laugalandi er íbúðarhús sem er nýtt til sumardvalar, Mynd / Hlynur Þór Magnússon undirlendi á jörðinni Laugalandi er nýtt frá Árbæ. Loks vekur það furðu okkar sem íbúa í Reykhólahreppi, að Vegagerðin skuli með því að hafna leiðum B og B1 virða að vettugi nýsamþykkt aðalskipulag fyrir Reykhólahrepp, sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur nr. 60 skuli einmitt lagður samkvæmt þeirri leið. Þann 3. september í haust sendi ég forsvarsmönnum samgöngumála bréf og krafðist þess að B-leið yrði tekin með í umhverfismatið og farið yrði eftir gildandi aðalskipulagi. Ég benti á leið neðan Teigsskógar og hvatti til þess að reynt yrði að ná sáttum um B-leið. Næðist það ekki bæri Alþingi skylda til að setja sérlög er heimiluðu veginn. Kvittun barst fyrir því að Ögmundur hefði móttekið bréfið. Vegamálastjóri þakkaði ábendingar og sagði að þær yrðu skoðaðar. Aðrir gáfu engin svör. Allar fyrrverandi sveitarstjórnir og sveitarstjórar í Reykhólahreppi börðust fyrir B-leiðinni og eftir það með blaðagreinum. Það sama gerðu fjölmargir aðrir. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri benti á að birki væri fljótt að gróa í vegfláum og skeringum. Sést það vel nú þegar í Skálmarfirði og Vattarfirði. Í upphafi sagði ég frá samstöðu um veg í Gilsfirði. Nú skortir verulega á, og þess vegna má búast við að enn lendi fólk í hríð og roki á hálsum, í dölum og fjarðarbotnum þó að þokkalegt veður sé á vegi yfir firði og nes. Núna eru á Hjallahálsi vindhraðamælir og vefmyndavél. Vindhraði þar hefur sést fara í 32 m/ sek. í norðan- og norðaustanhríðum, sem stundum var meira en á Klettshálsi. Og í síðasta fárviðri þann 29. desember kl. 13 mældist vindhraði á Hjallahálsi 40 m/sek., á Klettshálsi 41 m/sek. og talsvert yfir 50 m/sek. í hviðum. Ég fékk uppgefið hjá Vegagerðinni að við klifur yfir tvo hálsa með ca. 500 m hækkun væri aukin brennsla á bensíni eða olíu sem svaraði 11 km akstri á láglendi. Í ferðatíma er munurinn meiri. Flutningabílar eyða að sjálfsögðu margfalt meira eldsneyti við 500 m hækkun. Stytting mætti því reiknast 33 km í stað 22 km frá núverandi vegi, miðað við láglendisveg samkvæmt B-leið. Vegleysur hafa mikil neikvæð áhrif á allan atvinnurekstur. Í ferðaþjónustu hafa Bjarkalundur og Flókalundur og fleiri fengið að kenna á því. Það litla sem eftir er af fiskvinnslu, laxeldi og verksmiðjurekstri á líf sitt undir Baldri, gömlum fljótapramma, sem gæti nú bilað eða orðið fyrir óhappi. Gæfa hefur verið með í ferðum Baldurs enda skipinu stjórnað af mönnum sem þekkja Breiðafjörðinn eins vel og hugsast getur. Frá fyrsta fundi í Bjarkalundi árið 2003 hefur Vegagerðin unnið með hangandi hendi. Hún hefur ekki viljað skoða leið B1 ofan eða neðan skógar heldur haldið sig við veg í hlykkjum gegnum miðjan skóginn og staðsett stóra grjótnámu á miðju svæðinu. Nauðsynlegt er að Vegagerðin hafi meira samráð við landeigendur og heimamenn og hafi lipra samningamenn. Bændur á Skálanesi áttu erfitt með að fá Kristján Kristjánsson til að fara þá leið sem þeir vildu. Sú leið var þó farin og hefur lánast vel. Það er furðulegt að Vegagerðin skuli leggja til þrjá verstu kostina. Við hverja þeirra leiða sem yrði farin væri kostnaðurinn nokkrum milljörðum meiri en ef farið yrði yfir firðina þrjá og um austanvert Hallsteinsnes, auk þess sem sú leið er langbest hvað öryggi varðar. Þar gæti varla talist farið vel með takmarkaða fjármuni. Fjórðungssamband Vestfirðinga er horfið frá fyrri yfirlýsingum um að Dýrafjarðargöng og nýr vegur um Dynjandisheiði komi ekki til framkvæmda fyrr en Vestfjarðavegi 60 og Djúpvegi er lokið. Þetta kemur fram hjá Aðalsteini Óskarssyni framkvæmdastjóra á fréttavefnum bb.is 2. nóv Alþingismenn og ráðamenn samgöngumála sviku gefin loforð um að forgangsmál væri að ljúka vegi um Austur-Barðastrandarsýslu. Nú á að skipta ráðstöfunarfénu og ljúka jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og vegi um Dynjandisheiði, hæsta og lengsta fjallveg á Vestfjörðum, áður en lokið er hér syðra. Núna hefði B-leið átt að vera lokið, samkvæmt loforði Sturlu Böðvarssonar árið 2007, og jafnframt lofaði hann milljónum af símapeningunum sem síðan hurfu í hruninu. Um veginn vestur segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður á fréttavefnum bb.is 13. nóv. 2012: Ekki lokið fyrr en kannski árið 2024, í besta falli, og líklega enn síðar. Einnig segir hann að við umhverfismat sé fráleitt að undanskilja einn kostinn, þann sem heimamenn kjósa helst. Ráðamenn samgöngumála virðast haldnir miklum ótta við endurtekin málaferli. Ögmundur er svo hræddur að hann bannar Vegagerðinni að taka B1 með í umhverfismat. Ég hélt að það væru til vegalög sem vinna bæri eftir. Það á að fara eftir þeim, náist ekki að semja við landeigendur. Umhverfisráðuneytið og stofnanir þess virðast hafa tekið afstöðu með andstæðingum B-leiðar. Ætla þau að bera ábyrgð á slysum sem kunna að verða t.d. á Ódrjúgshálsi á 65 ára vegi með 16% halla, þar sem leiðbeinandi hraði er 20 km/klst.? Þann veg ætti að varðveita sem fornminjar. Gufudalshreppur kostaði lagningu þess vegar. Heimamenn fari nú að efla samstöðu sína og átta sig á því að ekki eru margir raunverulegir kostir í boði varðandi veg á láglendi. Sveitarstjórn gæti gefið út yfirlýsingu um að ekki verði gefið út framkvæmdaleyfi nema fylgt sé núverandi aðalskipulagi og byrjað sé á að þvera Þorskafjörð. Allar sveitarstjórnirnar krefjist þess af Alþingi, að framkvæmdir hefjist 2014 og fjármagn verði tryggt til að verkinu verði lokið 2018 eða Þingmenn endurskoði samgöngu áætlun á næsta ári. Dugi það ekki sé ég eina ráðið að fólk af svæðinu fjölmenni í höfuðborgina með potta sína og pönnur og berji Ögmund og aðra ráðamenn til hlýðni. Samstaða er það eina sem dugar. Á nýársdag Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, Görðum, Reykhólum.

28 28 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Ábúendur á Sandhaugum í Bárðardal taka í notkun nýtt hesthús og tamningastöð: Starfsemin fer vel af stað og hesthúsið fylltist strax Ábúendur á Sandhaugum í Bárðardal, þau Erlingur Ingvarsson og Diljá Óladóttir, breyttu í haust sem leið gömlu fjósi við bæinn í nýtt og glæsilegt hesthús og reiðskemmu og tóku nýju húsakynnin formlega í notkun skömmu fyrir jól. Þar er nú þegar tekin til starfa tamningastöð, en Erlingur er menntaður þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann stundar að auki kennslu bæði hér heima og erlendis, einkum í Svíþjóð. Þá stunda þau einnig sauðfjárbúskap, en fyrir tveimur árum tóku þau við rekstri sauðfjárbús foreldra Erlings að Hlíðarenda, sem er næsti bær norðan við Sandhauga. Mikil hjálp frá ættingum og vinum Það tók í raun mjög skamman tíma að vinna að endurbótum á fjósinu og breyta því yfir í nútímalegt hesthús, segir Erlingur, en hafist var handa við endurbætur um miðjan nóvember. Verkinu lauk mánuði síðar. Þá fór fram formleg vígsla og fyrstu hestarnir voru teknir í hús. Erlingur var upptekinn framan af hausti við önnur störf, m.a. kennslu á Hólum, og síðan tóku við bústörf sem setið höfðu á hakanum á meðan á fjarveru hans frá búinu stóð. Við tókum síðan til óspilltra málanna og nutum aðstoðar frá ættingjum og vinum og þannig tókst okkur að vinna verkið hratt en örugglega. Sú hjálp sem við fengum við endurbæturnar var okkur ómetanleg og varð til þess að kostnaður við þær er í lágmarki, segir hann. Kennir heima og erlendis Erlingur er fæddur og uppalinn að Hlíðarenda. Hann hefur að baki um tveggja áratuga farsælan feril við tamningar. Hann stundaði nám á Hólum á sínum tíma og hefur m.a kennt við hestafræðideild háskólans en einbeitir sér að styttri námskeiðum um þessar mundir svo fjarveran frá búinu verði ekki of löng. Meðal annars sér hann um námskeiðið Reiðmanninn á Akureyri, semer haldið á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og þá er hann að hefja kennslu við námskeið í Bústólpahöllinni á Húsavík innan skamms. Um liðna helgi var hann við kennslu í Svíþjóð. Langaði að setjast að á heimaslóðum Erlingur leigði Sandhauga síðla árs 2005 og hefur búið þar síðan, en Diljá flutti þangað í lok árs Hann starfaði við Ræktunarbúið á Ábúendur á Sandhaugum í Bárðardal, þau Erlingur Ingvarsson og Diljá Óladóttir, breyttu í haust sem leið gömlu fjósi við bæinn í nýtt og glæsilegt hesthús og reiðskemmu og tóku nýju húsakynnin formlega í notkun skömmu fyrir jól. hross í allt. Torfunesi árin 2008 til 2011, en hafði áður starfað sjálfstætt m.a. á æskuheimili sínu Hlíðarenda og farið að auki vítt og breitt, verið að störfum í Svíþjóð og Þýskalandi. Einnig hér heima, m.a. á Akureyri og Eyjafirði, Borgarnesi og Blönduósi. Ég var alltaf með annan fótinn heima og tók þátt í búskapnum með foreldrum mínum, og mig langaði að setjast að á mínum heimaslóðum, segir hann. Þau Erlingur og Diljá tóku við rekstri búsins að Hlíðarenda fyrir um tveimur árum og eru með ríflega 200 kindur auk þess að taka hross í tamningu að Sandhaugum. Nýja hesthúsið er sem fyrr segir í gömlu básafjósi en húsið var byggt fyrir rúmum 30 árum, á árunum , og hefur staðið ónotað í áratug. Margt var þar úr sér gengið, innréttingar m.a. svo til ónýtar. Við byrjuðum á því að hreinsa allt út úr húsinu og gera það nánast fokhelt, segir Erlingur, en varðandi framkvæmdir af þessu tagi segir hann máli skipta að gera sem mest sjálfur. Þannig voru allar innréttingar í hesthúsið smíðaðar heima og lítið sem ekkert var um aðkeypta vinnu. Í húsinu eru nú 16 nýjar eins heststíur en aðstaða er þar fyrir ríflega 20 hross í allt. Þar sem áður var aðstaða fyrir kálfa og naut er nú búið að koma fyrir stórum tvegga heststíum. Gestir við vígslu hússins luku lofsorði á hversu glæsileg aðstaðan væri og öllu haganlega fyrir komið. Ég er ánægður með útkomuna og held að vel hafi tekist til, þetta er rúmgott og fínt hús og góð aðstaða, m.a. höfum við útbúið inniaðstöðu í hlöðu og eins erum við með góða geymslu fyrir rúllur og búnað í annarri hlöðu, segir Erlingur. Starfsemin fer vel af stað og er þegar búið að fylla hesthúsið af efnilegum hrossum. Einkum eru það hross af norðanverðu landinu en einnig lengra að komin. Orðsporið skiptir máli Hann segir að starfsemin fari vel af stað og þegar sé búið að fylla hesthúsið af efnilegum hrossum. Aðallega er hann með hross af norðanverðu landinu en þó ekki eingöngu, því nokkur koma lengra að. Ég hef verið lengi í þessum bransa og það þekkja margir til mín, segir Erlingur og bætir við að gott orðspor skipti máli í þessari starfsgrein. Þannig sé mikilvægt að taka þátt í kynbótasýningum og keppnum og halda nafni sínu á lofti. Góð aðstaða er fyrir reiðtygi í nýja hesthúsinu á Sandhaugum. En það verður að forgangsraða þessu eins og öðru, það er mjög dýrt að sækja samkomur af þessu tagi um land allt og varla hægt lengur að fara á alla staði. Rekstur af þessu tagi sem ég er með kallar á útsjónarsemi. Allur fyrirtækjarekstur er erfiður um þessar mundir og aðföng hafa hækkað gríðarlega, sem og allur kostnaður yfirleitt, og það er ekki hægt að velta öllu út í verðlagið. Það er bara að halda vel á spöðunum, segir Erlingur og er bjartsýnn á framtíð hrossaræktarinnar þótt enn séu erfiðir tímar í greininni. /MÞÞ

29 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Þurrverkun hrossakjöts afurða í Þykkvabænum ítalskar sælkeravörur í íslenskum búningi Í Þykkvabænum í litlu aflögðu sláturhúsi hefur Ítalinn Roberto Tariello komið sér fyrir með velvilja kartöflubænda og verkar þar kjöt samkvæmt ítölskum hefðum. Frá 2008 hefur hann leiðsagt ítölskum ferðamönnum um Ísland og hefur allt frá byrjun gælt við þá hugmynd að vinna íslenskt kjöt með gömlum ítölskum aðferðum og spyrða að einhverju leyti saman við ferðaþjónustuna. Íslenski armur fyrirtækisins og hægri hönd Roberto er Ástríður Ástráðsdóttir sem starfar við hlið hans. Roberto segir að hann hafi flækst til Íslands sem ferðamaður frá Bermúdaeyjum og strax heillast af landinu. Áður en ég kom til Íslands hafði ég þvælst víða um heim og starfaði með mörgum frábærum matreiðslumönnum. Ég byrjaði hins vegar mjög ungur að vinna við matvælaframleiðslu og hjálpaði til með fjölskyldunni við vinnslu alls kyns kjötafurða. Þar eru gamlar aðferðir haldnar í heiðri sem rekja má allt aftur til Etrúska og Rómverja. Það má segja að ég hafi snemma þróað með mér ástríðu fyrir mat. Þótt það sé af tilviljun sem Roberto fann sér húsnæði undir starfsemi sína í Þykkvabænum er það á vissan hátt sögulega viðeigandi. Aðalhráefni Roberto er hrossakjöt, en sú afurð er í miklum metum á Ítalíu. Þykkbæingar voru á árum áður kannski kunnustu íslensku hrossakjötsæturnar. Þykkbæingar hafa tekið mér mjög vel, boðið mig velkominn og hjálpað mér af stað. Framleiðslan hófst formlega síðastliðið sumar með aðstoð og í samvinnu við Kjötvinnsluna á Hellu þar sem öll hrávinnsla fer fram. Ég fæ allt mitt kjöt af Suðurlandi. vinna í því að auka gæði afurðanna og að koma þeim víðar í dreifingu. Ég ætla að bæta aðstöðuna í Þykkvabænum svo ég verði fær um að geta tryggt betur gæði og tiltekið framleiðslumagn. Ég framleiði margar tegundir úr þurrkuðu hrossakjöti og svínakjöti. Mín aðferð er að grafa kjötið og þurrka svo og ég nota krydd og aðferðir sem ég ólst upp við úr minni fjölskyldu. Hrossakjötsvörurnar eru kenndar við Þykkvabæ; salami, bresaola, carpaccio og entrecote. GLUGGAR Hrossakjötið er mjög heilsusamlegt kjöt, með lága fituprósentu en ríkt af próteini, járni og vítamínum D og B. Í framtíðinni langar mig til að þróa hráskinku líka Parmaskinkunni og fleiri afurðir með náttúrulegum þráavarnarefnum. /smh Vörurnar fást í sælkeraverslunum Þú færð gluggana hjá okkur Myndir / smh Vörurnar fást nú í Kjötvinnslunni á Hellu og í nokkrum verslunum í Reykjavík; Frú Laugu, Ostabúðinni, Búrinu og Melabúðinni. Ég er nú að Getum útvegað hágæðaglugga frá viðurkenndum framleiðendum. Gluggar úr timbri, timbur/áli, áli og PVC (plasti) Frábært verð, áratuga þekking og toppþjónusta. Hafðu samband og við leysum málið með þér. Fáðu nánari upplýsingar og tilboð hjá okkur í síma FAGMANNA KLÚBBUR NÚ LÍKA FYRIR BÆNDUR! ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG? Hrossakjöt er gæða hráefni, að sögn Roberto Tariello. Reykjavík HLUTI AF BYGMA ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Íslenskir ráðunautar á faraldsfæti þriðji hluti greinar um endurmenntunar- og fræðsluferð Félags fagráðunauta: Tékkneskir bændur sóttir heim Þriðji hluti um endurmenntunarog fræðsluferð sem Fagfélag ráðnauta stóð fyrir dagana 29. ágúst til 7. september síðastliðinn til Slóvakíu og Tékklands. Um er að ræða lokagrein ferðarinnar en hér verður gerð grein fyrir heimsóknum hópsins í Tékklandi. Margrét Ingjaldsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir unnu upp úr dagbókarfærslum ferðalanganna. Hauggasvinnsla skuldlaus eftir 5 ár Við heimsóttum fyrirtæki að nafni ROLS Lesany, sem er hlutafélag í eigu fjögurra aðila, stofnað Á búinu eru 350 mjólkurkýr, 150 holdakýr og 300 svín. Akuryrkja er stunduð á hekturum en landið er í eigu hátt í aðila sem leigja landið til fyrirtækisins. Síðastliðin fimm ár hefur verið rekin hauggasvinnsla á búinu og er uppistaðan í hráefninu kúamykja, svínaskítur, maís, hálmur, sykurrófuhrat og afgangar úr bakaríum. Afurðin er í formi 640 kw af rafmagni. Kílóvattstundin er seld á 3,75 tékkneskar krónur, CZK (24 ISK), og þar af eru 2,50 CZK (16 ISK) styrkur frá tékkneska ríkinu. Stöðin er að sögn staðarhaldara mjög arðsöm og orðin skuldlaus eftir aðeins fimm ára notkun. Megnið af rafmagnsframleiðslu Tékklands er frá kjarnorkuverum, á bilinu 60-70%. Önnur framleiðsla kemur frá vindmyllum, kolum, sólarrafhlöðum og vatnsafli. Rafmagnið er selt inn á dreifikerfi og tékkneska ríkið er stærsti dreifingar- og söluaðili á rafmagni. Við gasvinnsluna myndast hiti sem meðal annars nýtist til að þurrka korn. Fyrirtækið hefur því möguleika á að hefja kornskurð fyrr en aðrir og nær gjarnan að selja afurðina fyrr og fá betra verð fyrir vikið. Svínum fækkar líka í Tékklandi HD Urcice-búið var heimsótt, en það var upphaflega stofnað 1948 sem samyrkjubú. Árið 1994 var því breytt í samvinnuhlutafélag í eigu 240 aðila. Landstærð er um hektarar, þar af á fyrirtækið 200. Annað land er leigt af aðilum. Fyrirtækið hefur áhuga á að kaupa meira land, en landverð er hátt, um tékkneskar krónur á hektarann, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. Fyrir utan hefðbundna kornrækt er stunduð ávaxtarækt, s.s. eplaog perurækt. Í kornræktinni eru stunduð sáðskipti þar sem plæging hefur nánast verið aflögð þó svo starfsmaður búsins teldi æskilegt að plægja um 20% landsins á ári til að halda illgresinu í skefjum. Á búinu eru um 600 mjólkurkýr, tékkneskar rauðskjöldóttar (Czech Fleckvieh). Kýrnar eru mjólkaðar í hringekju þar sem 28 kýr komast fyrir í einu. Undirburður í básum er blanda af þurrkuðum jarðvegi og sandi. Kýrnar mjólka um lítra á ári og heildarinnleggið nemur 4,5-5 milljónum lítra á ári. Mjólkurverðið er 8 CZK/lítra (52 ISK/l) og fyrir kjötið af mjólkurkúnum fást um 35 CZK/kg (228 ISK/kg). Dýralæknakostnaður búsins nemur um 0,30 CZK á innlagðan lítra (2 ISK á innlagðan lítra). Kýrnar bera 25 mánaða og meðalending þeirra er 2,7 mjaltaskeið. Að sögn bændanna er rekstur kúabúsins ekki að skila hagnaði, það var rekið nálægt núlli. Smákálfarnir eru í litlum einstaklingsstíum með skýlum og fá mjólk tvisvar á dag og þess utan hafa þeir aðgang að vatni sem blandað er í vítamín og steinefni. Fjöldi starfsmanna er um 100, um helmingur þeirra starfar einungis hluta úr ári við korn- og ávaxtarækt. Í byggingu er hauggasvinnslustöð Hópurinn við Kaldárfossa í Slóvakíu. Kýr á HD Urciece-búinu, 28 kýr mjólkaðar í einu í hringekju. Hauggasgeymslan hjá ROLS Lesany. sem mun framleiða um 750 kw og er stofnkostnaður áætlaður 60 milljónir CZK (390 milljónir ISK). Búið var áður í svínarækt en eins og flest búin sem við heimsóttum var svínaræktinni hætt fyrir nokkrum árum vegna viðvarandi taprekstrar. Í Tékklandi hefur svínum fækkað úr í á tuttugu ára tímabili. Bonagro eftir Napoleon Bonaparte Hópurinn heimsótti búgarðinn Vinicne Sumice í eigu fyrirtækis sem heitir Bonagro eftir Napoleon Bonaparte. Búið er byggt upp úr grunni 13 búa. Eftir fall kommúnismans voru eigendur en í dag eru 20 eigendur sem eiga 50% hlutanna. Landið er leigt af landeigendum og jörðin er alls ha. Á henni eru ha nýttir í kornrækt, 900 ha fyrir maís þar sem þriðjungur hans er notaður sem fóður, þriðjungur til gasframleiðslu og þriðjungur seldur til framleiðslu á sterkju í Slóvakíu. Hratið úr þeirri framleiðslu er tekið til baka og nýtt til fóðurs. Þá fara 460 ha búsins í sykurrófnarækt, 60 ha í eplarækt, 20 ha undir vínekrur og 74 ha fyrir grasrækt. Starfsmenn eru 150 og starfa við ýmis störf, m.a. er rekið mötuneyti fyrir 300 manns á svæðinu. Tap á mjólkurframleiðslunni Mjólkað er á tveimur stöðum, mjólkurkýrnar eru en heildarfjöldi nautgripa Búið tók þá ákvörðun að breyta stofninum frá Fleckvieh yfir í Holstein með sæðingum, fósturvísum og kaupum á 100 kvígum. Stofninn er nú 60-80% Holstein. Meðalnytin er kg hjá Fleckvieh og kg hjá Holstein, fituinnhald mjólkurinnar er 3,78% og próteininnihaldið 3.36%. Frumutalan er og gerlatalan Fjósið var byggt 2005 með mjaltabás fyrir 20 kýr. Þetta var eina fjósið sem við sáum sem var með mottur í básunum. ESB styrkti bygginguna um 30% af heildarkostnaði. Það tekur tvo menn 5 klst. að mjólka 320 kýr. Á búinu er 8,5 milljón lítra kvóti en heimild er fyrir því að framleiða að vild vegna þess að Tékkland fyllir ekki upp í kvóta ESB. Kýrnar mjólka 2,3 mjaltaskeið að meðaltali og aðalástæður þessarar stuttu endingar eru fótamein og ófrjósemi. Kýrnar fara í gegnum

31 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Leiðbeiningar um eggjaframleiðslu Eitt fjósanna á Bonagro. fótabað með koparsúlfati þegar þær fara í mjaltir og tvisvar í mánuði er sett formaldehýð í baðið til að draga úr fótameinum. Allar kvígur eru aldar upp en nautkálfarnir seldir 6 vikna til Spánar og Hollands fyrir 71 CZK á hvert kg lífþunga ( ISK fyrir kálfinn). Kvígurnar eru sæddar við 400 kg þunga, þó aldrei yngri en 13 mánaða. Verðið sem fæst fyrir mjólkina er 7,34 CZK/lítra (47,7 ISK/lítra) og hefur lækkað um 1 CZK/lítra (6,5 ISK/ lítra) en forsvarsmenn búsins telja sig tapa á mjólkurframleiðslunni. Þess vegna er ætlunin að byggja 1 MW orkuver sem nýtir lífrænt gas fyrir 500 milljónir ISK. Aukin nyt með maski úr ölgerð Fóðrið á Bonagro-búinu er maísvothey og refasmára (alfalfa) heymeti að viðbættu maski (ölhrati), sykurrófu- og maíshrati, sojamjöli, byggi, hveiti og steinefnum. Gripunum er skipt upp í þrjá fóðrunarhópa. Með því að gefa 5-8 kg maski úr ölgerð á grip á dag telja forsvarsmenn búsins nytina aukast um 3 lítra á grip á dag. Þarna er of þurrt fyrir grasrækt svo refasmári (alfalfa) er grunnfóðurtegundin sem ræktuð er í stað grass. Refasmári er með rótarkerfi sem nær fleiri metra niður í jarðveginn og ræður betur við þurrkatíðina í samanburði við grastegundirnar. Hveitiuppskera var 2,1 tonn í sumar en var 7,6 tonn á síðastliðnu ári, uppskerubresturinn var vegna þurrka. Þetta bú hafði hætt svínakjötsframleiðslu vegna lélegrar afkomu eins og mörg bú sem hópurinn heimsótti í ferðinni. Varðandi fjármögnun segja rekstraraðilar búsins auðvelt að fá lán, í boði eru 4% vextir og lengd lána 10 ár. Hins vegar er erfitt að standa í skilum þegar uppskerubrestur verður. Úrvalsfóður fyrir 15 meðalstór kúabú í gasframleiðslu! Hópurinn hafði viðkomu við flatgryfjur búsins en verið var að koma maís þar fyrir vegna gasframleiðslunnar. Sláttuvél slær 35 ha á dag, frá þessu búi og fleirum. Tvær stæður upp á rúmmetra eru nýttar. Magnið samsvarar fóðri fyrir 15 meðalstór kúabú. Ekki var annað séð en að þarna hafi verið úrvalsfóður fyrir mjólkurkýr og sláandi að til stóð að blanda því saman við mykju til gasframleiðslu. Þurrkurinn ekki eins skæður Síðasta heimsókn okkar í þessari ferð var á Zeliv-búið. Eigendurnir eru 500 talsins og um 100 þeirra vinna við félagið. Á búinu eru 800 kýr og nautgripir með kg meðalframleiðslu mjólkur eftir kúna. Stunduð er öflug ræktun á Heilt fjós, bara fyrir smákálfa! Hluti af fóðrunaraðstöðunni á Bonagro-búinu. Svar við spurningu um fjölda áa á mynd í síðustu grein. Þær eru tæplega 400 talsins. mjólkurkúm og 4-5 naut seld á nautastöð árlega auk 20 annarra sem eru seld til annarra búa til kynbóta. Heimanaut er notað á þær kýr sem ekki halda við 2. sæðingu. Búið var stofnað 1996 og byggingar endurbyggðar árið 2000, hringekja er þar sem tekur 32 kýr til mjalta í einu. Búið er á aðalmjólkurframleiðslusvæði Tékklands en þar er stunduð markviss skiptiræktun; grasrækt í blöndu með smára og svo kornrækt. Hveiti og ertum er sáð með grasi, hveitið og erturnar slegin fyrst og svo grasið með í seinni slætti. Landið á þessu svæði liggur hærra yfir sjó heldur en Bonagro-búið og þurrkurinn hafði ekki verið eins skæður hér. Uppskeran af hveiti þetta sumar var rífleg, 7 tonn af hektara á móti 2,5 tonnum árið áður, en þá hafði þurrkur valdið uppskerubresti. Endurmenntun nauðsynleg Guðmundur Jóhannesson (BSSL), formaður Fagfélags ráðunauta, sá um skipulag ferðarinnar og var vel að henni staðið, engir hnökrar komu upp. Sigríður Bjarnadóttir (BSE) og Anna Margrét Jónsdóttir (RHS) eru með Guðmundi í stjórn og aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd eftir þörfum. Hópurinn var ánægður með ferð og fyrirkomulag og sammála um nauðsyn þess sem lið endurmenntunar að líta á landbúnaðartengdar aðstæður í öðrum löndum. Ferðaskrifstofan Slovakia Agritours í Slóvakíu sá um að skipuleggja heimsóknirnar, bæði í Slóvakíu og Tékklandi. Þeir sem framleiða og dreifa eggjum skulu hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun. Heimilt er skv. matvælalögum að veita aðilum með takmarkaða framleiðslu undanþágu frá starfsleyfi. Mikilvægt er að egg séu meðhöndluð á réttan hátt og hér eru nokkrar leiðbeinandi reglur sem ber að hafa í huga við meðhöndlun eggja. Meginreglur eru eftirfarandi: Eggjaframleiðandi skal hafa starfsleyfi Matvælastofnunar til framleiðslu á eggjum (frumframleiðsla á matvælum). Aðili sem rekur eggjapökkunarstöð skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun sem eggjapökkunarstöð. Aðili sem býr til fljótandi eggjamassa eða vinnur egg á annan hátt til matvælaframleiðslu skal hafa starfsleyfi til slíkrar starfsemi. Meðhöndlun Egg sem seld eru neytendum skulu vera með heila og ósprungna skurn. Mjög óhrein egg skulu tekin frá. Sá sem þvær egg skal hafa starfsleyfi frá Matvælastofnun til þvottar og pökkunar á eggjum. Það er vegna þess að það er mikilvægt að þvottur á eggjum sé rétt framkvæmdur. Annars getur hann eyðilagt náttúrulega vörn þeirra gegn sýklum og aukið hættu á að smit komist inn í eggin. Eggin skal geyma í geymslu sem er hrein, þurr og laus við framandi lykt. Þau skulu varin gegn höggum og sólarljósi. Hitastig við geymslu eggja hjá framleiðanda skal vera að hámarki 12 C. Kjörhitastig eggja er 8-12 C í flutningi og við geymslu í verslun og æskilegt er að egg séu ekki geymd í kæli undir 8 C fyrr en þau eru komin í ísskáp neytandans. Ástæða þessa er að raki getur myndast á yfirborði eggja við hitasveiflur og aukið hættu á örverumengun eggja. Eggjum skal pakkað í hreinar umbúðir. Merkingar Ef egg eru seld í neytendaumbúðum á almennan markað skulu eftir farandi upplýsingar vera á umbúðum: Vöruheiti Nettóþyngd, stykkjatal Geymsluskilyrði: hámark 12 C. Varpdagur og / eða best fyrir dagsetning sem skal vera 21 dagur frá varpi Leiðbeiningar um geymsluþol skv. ákvörðun framleiðandans (valkostur) Heiti og heimilisfang framleiðanda / pökkunaraðila / seljanda Auðkennismerki pökkunarstöðvar Ef egg eru seld á sveitamarkaði eða í eigin verslun (framleiðsla undir smáræðismörkum) skulu eftirfarandi upplýsingar vera á umbúðum: Upplýsingar um nafn og heimilisfang framleiðanda Varpdagur og / eða best fyrir dagsetning sem skal vera 21 dagur frá varpi Geymsluskilyrði: hámark 12 C Ávallt skal þvo hendur eftir meðhöndlun eggja við matreiðslu og er það mjög mikilvægt við meðhöndlun eggja ekki hafa verið þvegin. Geymsluþol á eggjum Ekki má afhenda egg til neytenda sem eru eldra en 21 dags gömul og skal gefa upp dagsetninguna sem best fyrir -dagsetningu á umbúðum eggja. Hafa skal í huga að egg geymast lengri tíma og geta verið hæf til neyslu nokkrum vikum eftir best fyrir dagsetningu, ef þau hafa verið geymd á réttan hátt. Óþvegin egg hafa lengra geymsluþol en egg sem hafa verið þvegin. Við þvott getur himnan á eggjaskurninni skemmst en hún veitir egginu náttúrulega vörn gegn uppgufun og örverumengun. Hins vegar má benda á að eggjaframleiðendur án starfsleyfis þurfa ekki að taka sýni úr hænunum til vöktunar á salmonellu. Egg með óþekkta salmonellu stöðu ætti ekki geyma lengi fram yfir best fyrir dagsetningu þar sem salmonella, ef hún er til staðar, getur fjölgað sér með tímanum. Undanþága vegna eggjaframleiðslu í litlu magni Skv. 2. grein matvælaga nr. 93/1995 er heimilt að veita undanþágu frá starfsleyfi og með reglugerð nr. 580/2012 með síðari breytingum (nr. 41/2013) eru settar fram reglur um afhendingu eggja í litlu magni. Skv. þeim má aðili afhenda egg frá allt að 100 alifuglum, eða allt að kg af eggjum á ári og dreifa þeim heilum og óunnum beint til neytenda. Allir þeir sem dreifa matvælum bera ábyrgð á að þau matvæli sem þeir dreifa séu örugg og ekki heilsuspillandi eða óhæf til neyslu. Einnig ber þeim að tryggja rekjanleika. Þetta þýðir að aðili sem heldur innan við 100 hænur má selja egg beint til neytenda án starfsleyfis. Hann má einnig selja egg án starfsleyfis, ef hann heldur yfir 100 alifugla, en dreifir einungis innan við kg af eggjum árlega beint til neytenda. Eggin má ekki þvo og skurnin verður að vera heil og ósprungin. Salan getur farið fram á þeim stað þar sem hænurnar eru aldar. Einnig er aðilanum heimilt að fara með eggin á markað og selja þau sjálfur neytendum. Ef sami aðili rekur leyfisskylda verslun með matvæli má salan fara fram í versluninni. Séu eggin seld á markaði eða í eigin verslun skal merkja umbúðir með nafni og heimilisfangi framleiðanda. Aðilinn skal ávallt upplýsa neytendur um aldur eggjanna þ.e. varpdag. Framleiðandinn skal sjá til þess að egg séu meðhöndluð og geymd við þau skilyrði að öryggi þeirra sé tryggt sbr. leiðbeiningar hér fyrir neðan. Þar sem framleiðandinn er án starfsleyfis eru hænurnar ekki vaktaðar m.t.t. salmonellu og er það ákvörðun kaupandans hvort hann kýs að kaupa egg frá slíkum framleiðanda. Af hverju undanþága? Af hverju er aðilum með færri en 100 alifugla heimilt að dreifa eggjum ef aðilinn er ekki með starfsleyfi? Þessi undanþága er veitt á grundvelli þess að um lítið magn er að ræða, eggin fara ekki í almenna dreifingu og kaupandinn er meðvitaður um að seljandinn er ekki með starfsleyfi. Sama gildir einnig fyrir egg aðila með yfir 100 alifugla sem nota egg til útungunar. Þeir hafa heimild til að dreifa innan við kg af eggjum árlega beint til neytenda án þess að hafa starfsleyfi til frumframleiðslu matvæla en það samsvarar u.þ.b. ársframleiðslu 100 varphæna. Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Lækningajurtir og galdraplöntur Fyrri hluti Plöntur hafa fylgt manninum frá upphafi vega. Þær hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sögu hans og menningu. Landbúnaðarbyltingin grundvallaðist á því að menn fóru að rækta korn og eftir það hófst myndun borga og nútímamenning varð til. Í indversku spekiritunum Rig Veda segir að maðurinn hafi lært að þekkja ætar plöntur frá eitruðum með því að fylgjast með fæðuvali grasbíta. Síðan hefur hann lært að rækta og kynbæta plöntur til að fullnægja þörfum sínum. Á miðöldum var lækningajurtum safnað úti í náttúrunni af grasalæknum og þær ræktaðar í klausturgörðum. Munkar og grasalæknar sáu um að líkna sjúkum og græða sár með jurtalyfjum og smyrslum. Galdrar og vísindi Í seinni tíð hefur vegur grasalækninga vaxið mikið og oftar en ekki í samfloti við svonefnda nýaldarhyggju. Dæmi þetta var illþefjandi sveppaglundur, sem fólk drakk mikið á tímabili í fálmkenndri baráttu sinni við ellina. Ég hef heyrt dæmi þess að fólk hafi drukkið nokkra bolla af þessum yngingarelexír á hverjum degi, og mér skilst þeir sem lengst hafi náð í yngingarferlinu hafi verið farnir að sofa í fósturstellingu. Grasalækningar hafa í grófum dráttum þróast frá göldrum, þar sem seiðkarlar og kerlingar ráku út illa anda með hjálp plantna, yfir í að vera vísindi. Á tímabili var því trúað að plöntur sem bæru blöð sem væru í laginu eins og lifur væru góðar gegn lifrarsýkingum og að plöntur sem líktust kynfærum á einhvern hátt ykju kyngetuna. Í einni athugun kom í ljós að af 119 mikilvægustu plöntunum sem notaðar eru til lyfjagerðar eru 88 tegundir þekktar meðal frumstæðra þjóðflokka sem lækningarjurtir. Eitt undirstöðuefnið í getnaðarvarnarpillunni er upprunalega unnið úr klifurjurt sem vex í regnskógum Suður-Ameríku. Eitur og trúartákn Jurtalyf hafa ekki eingöngu verið notuð til lækninga, þau geta líka verið sterk eitur, og á tímum Grikkja og Rómverja voru þau mikið notuð til að ryðja pólitískum keppinautum úr vegi. Frú Lacusta, eitursérfræðingur Nerós keisara, var einstaklega lagin við það og aðstoðaði hún hann í valdabaráttunni með því að eitra fyrir andstæðingum keisarans. Sedrusviðurinn naut á sínum tíma átrúnaðar kristinna manna, gyðinga og múslíma, þótt hver hefði sína ástæðu. Fíkjutré eru álitin heilög af búddhistum vegna þess að Siddharta Gautama öðlaðist nirvana undir einu slíku. Hindúar trúa því að guðinn Brahma hafi breyst í fíkjutré og hver man ekki eftir fíkjutrénu í aldingarðinum Eden þar sem það þjónaði sem klæðaskápur Evu. Helgileikir í tengslum við árstíðir og uppskeru eru oft tengdir hlutum úr tré, þekkt dæmi um þetta eru jólatré og maístöngin. Fyrir tíma kristninnar þekktist það í Norður- Á miðöldum var lækningajurtum safnað úti í náttúrunni af grasalæknum og þær ræktaðar í klausturgörðum. Evrópu að unglingar færu út í skóg og kæmu til baka með skreyttar trjágreinar, reðurtákn tákn frjósemi sem síðan var dansað kringum. Í kristni eru plöntur notaðar sem tákn og Jesú notaði þær oft í dæmisögum sínum. Fífillinn sem er bitur á bragðið og táknar pínu Krists og krossfestinguna. Samkvæmt helgisögninni var krossinn smíðaður úr ösp og þess vegna skjálfa lauf asparinnar án afláts. Rósir eru tákn Krists og María guðsmóðir var kölluð rós án þyrna vegna þess að hún var talinn syndlaus. Í sveitahéraði einu á Ítalíu fór fullorðinsvíxla unglinga fram með þeim hætti að afi og amma unglingsins velja ungt tré og kljúfa stofn þess. Unglingurinn smeygir sér síðan nakinn gegnum tréð, rétt eins og hann sé að fæðast aftur, en að þessu sinni er unglingurinn að fæðast inn í heim hinna fullorðnu. Síðan er tréð bundið saman eins og um ágræðslu sé að ræða, unglingurinn og tréð halda svo áfram að vaxa og þroskast saman. Askurinn er heimstréð í norrænni goðafræði. Óðinn hékk níu nætur í tré til að öðlast visku og Adam og Eva borðuðu af skilningstrénu og Vallhumall er margreynd lækninga- og galdrajurt. voru rekin úr paradís fyrir vikið. Í norrænni goðafræði eru dæmi þess að menn hafi blótað tré og lundi í tengslum við Freysdýrkun. Um íslenskar plöntur Nokkrar íslenskar plöntur bera goðaheiti til, dæmis baldursbrá, friggjargras og lokasjóður. Í Skandinavíu eru allmargar tegundir plantna kenndar við Jesú Krist en ekkert hér á landi. Nokkur gömul íslensk plöntunöfn eru kennd við Maríu mey eins og maríugras og maríuskór. Tvær jurtir sem vaxa á Íslandi eru þeirri náttúru gæddar að geta opnað skrár og lása, þetta eru tungljurt og fjórlaufasmári. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að þjófarót sé gras eitt með hvítleitu blómi. Er það mælt að hún sé vaxin upp þar sem þjófur hefur verið hengdur og sé sprottin upp af náfroðu upp úr honum. En aðrir segja að hún sé sprottin upp af þjófadysinni. Rót gras þessa er mjög angótt. Þegar þjófarót er tekin verður að grafa út fyrir alla angana á henni án þess að skerða nokkurn þeirra nokkur staðar nema miðangann Askurinn er heimstréð í norrænni goðafræði. eða meginrótina sem gengur beint í jörð niður, hana verður að slíta. En sú náttúra fylgir þeim anganum að sérhvert kvikindi sem heyrir hvellinn þegar hann slitnar liggur þegar dautt. Þeir sem grafa þjófarót binda því flóka um eyru sér. En til þess að þeir sé því ugglausari að þeir heyri alls ekkert hafa þeir þó varúð við að þeir binda um rótina og hinum endanum við hund sem þeir hafa með sér. Þegar þeir eru búnir að undirbúa allt hlaupa þeir frá greftrinum og þegar þeir þykjast komnir nógu langt burt kalla þeir á Eitt undirstöðuefnið í getnaðarvarnapillunni er upprunalega unnið úr klifurjurt sem vex í regnskógum Suður-Ameríku. hundinn. Slitnar þá anginn við það að hundurinn gegnir og ætlar að hlaupa til mannsins, en hundurinn drepst þegar í stað er hann heyrir slithvell rótarinnar. Síðan er rótin tekin og geymd vandlega. Gras þetta hefur þá náttúru að það dregur að sér grafsilfur úr jörð eins og flæðamús dregur fé úr sjó. En þó verður fyrst að stela undir hana peningi frá bláfátækri ekkju milli pistils og guðspjalls á einhverri af þremur stórhátíðum ársins. Þess má geta að í Evrópu er þekkt galdrajurt með kræklótta rót sem nefnist gaddepli. Þar er því trúað að hún spretti upp af sæði þjófs sem hefur verið hengdur og eru aðferðirnar við að ná rót hennar þær sömu. Árið 1671 tók Alþingi fyrir mál Sigurðar Jónssonar galdramanns. 1. júlí 1671 nefndu lögmenn og fógeti tíu sýslumenn og tvo lögréttumenn í dóm á Alþingi til að rannsaka dóma þá sem sýslumennirnir í Ísafjarðarsýslu, Magnús Magnússon og Páll Torfason, höfðu kveðið upp um galdraáburð Guðmundar Magnússonar á Sigurð Jónsson. Sigurður viðurkennir að hafa notað mellifolium, sem er vallhumall, með kvikasilfri og eigin sæði til að rista galdrastaf í viðarbút ásamt vísuorðum sem hann kvað sjálfur til að fremja galdur. Annars staðar segist Sigurður hafa lagt sig niður tekið græðisvepp og látið blæða þar í tvo blóðdropa úr nösum sér og að síðar í draumi hafi hann látið sæðið svo sem við kvenmannspersónu.

33 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Súgþurrkun heys og saga hennar heimilda leitað Lesendabás Ein mesta bylting í heyskap á 20. öld varð með súgþurrkun heys. Að geta hirt hálfþurrt hey og fullþurrkað það við blástur undir þaki stytti velting heysins á velli um 2-3 daga. Fóðurefnin varðveittust stórum betur. Heygæðin uxu að mun. Jafnvel svo að enn í dag eru þeir til sem telja að ekki gefist betra hey en súgþurrkuð taða verkuð eftir uppskriftinni. Súgþurrkun tók að breiðast út hérlendis á seinni hluta fimmta áratugs síðustu aldar. Þekkingin barst frá Bandaríkjunum en var fljótlega löguð að íslenskum aðstæðum. Ungir námsmenn kynntust tækninni vestra og unnu að útbreiðslu hennar hérlendis, meðal annars þeir Jóhannes Bjarnason frá Reykjum í Mosfellssveit og Haraldur Árnason er lengi var ráðunautur hjá BÍ. Ágúst Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík hafði líka kynnst tækninni vestra. Það var hann sem hófst handa um það sumarið 1944 að smíða og útvega blástursútbúnað til heyþurrkunar með þessari aðferð, og fékk að koma honum fyrir í skúr á Vífilsstöðum. Var gerð tilraun með hann þá um haustið. Gaf sú tilraun þá þegar mjög viðunandi árangur... sagði í Tímanum 30. október Þar með hófst saga hinnar nýju heyþurrkunartækni. Ágúst útvegaði bændum vélar og hafði sett búnaðinn upp á rúmlega 100 bæjum, sagði í skýrslu dagsettri í júní Hann ferðaðist víða við leiðbeiningar og... forsögn um niðursetningu á súgþurrkunarvélum á fjölda mörgum heimilum hér og þar á landinu sagði enn fremur í skýrslunni. Töluvert er til af rituðum heimildum um súgþurrkun á Íslandi. Saga hennar hefur þó ekki enn verið tekin saman með heildstæðum hætti. Hjá Landbúnaðarsafni á Hvanneyri er áhugi á því að gera það. Raunar er vart seinna vænna að ná til þeirra sem enn muna fyrstu ár súgþurrkunartækninnar í sveitum landsins. Þessi pistill er áskorun til lesenda, er til málsins þekkja, hvort sem er að minna eða meira leyti, að festa á blað minningar frá upphafsárum súgþurrkunarinnar. Einnig að bjarga undan gögnum sem tæknina varðar: Þar getur verið um að ræða teikningar, ljósmyndir, reikninga og hvað annað sem snerta kann sögu þessara tímamóta heyverkunarhátta. Frásagnir geta snúist um upphaf tækninnar á einstökum bæjum/ sveitum, hvenær og hvernig hana bar að, hvernig henni var komið fyrir og hverju hún breytti í vinnubrögðum Ágúst Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík gerði fyrstu tilraunina með súgþurrkun hérlendis, árið Myndin af Ágústi er felld inn í mynd af Willys-jeppanum, árgerð 1946, sem hann ferðaðist á um landið og gaf fjölda bænda ráð um súgþurrkun. Líkan af súgþurrkunarbúnaði í Landbúnaðarsafni. Líkanið smíðuðu þeir Skjöldur Sigurðsson og Jóhannes Ellertsson. Farsíminn við blásarann gefur hugmynd um stærðarhlutfall. og verkháttum á viðkomandi bæ. Af mörgu er að taka. Landbúnaðarsafn hefur þegar fengið afar rækilega greinargerð borgfirsks bónda, Jóhannesar Gestssonar frá Giljum, af fyrstu árum súgþurrkunar þar, studda heildstæðum gögnum, sem hann hafði hirðusamlega haldið til haga. Nokkra gripi hefur safnið einnig fengið, svo sem blásara og mótora, svo allvel er fyrir þeim hluta séð. Slíkir gripir eru fyrirferðarmiklir og því verða ljósmyndir, líkön og teikningar að duga í sumum tilvikum. Íslendingar áttu á sínum tíma, held ég, heimsmet í súgþurrkun heys. Líklega voru um 75% af töðufeng landsmanna súgþurrkuð með einum eða öðrum hætti áður en plasthjúpaðar rúllur urðu hinn almenni geymsluháttur heys. Fáir trúðu því að unnt væri að súgþurrka hey á votviðrasamri eyju langt úti í hafi. En með því að laga tæknina að íslenskum aðstæðum tókst það, og í því, ekki síst, felst hin merkilega saga. Bjarni Guðmundsson Verkefnisstjóri Landbúnaðarsafn Íslands ses Síma Netfangið Atvinnuskapandi rekstur minni fyrirtækja Það er eftirtektarvert að smáfyrirtæki, svonefnd örfyrirtæki og lítil fyrirtæki, eru stærsti atvinnuveitandi á Íslandi og gegna lykil hlutverki í atvinnulífinu. Þannig eru smáfyrirtæki, fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn, um 99% fyrirtækja í landinu. Um 27 þúsund smáfyrirtæki eru í landinu með um 90 þúsund starfsmenn og smáfyrirtæki með undir 10 starfsmönnum eru rúmlega 90% allra fyrirtækja. Þetta eru athyglisverðar tölur. Lítill opinber stuðningur Íslendingar eru gjarnan hugmyndaríkir og viljugir til þess að taka áhættu á því að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Sem betur fer er tiltölulega auðvelt að stofna nýtt fyrirtæki hér á landi. Hins vegar skortir stundum skilning hjá hinu opinbera á því hve mikilvægt það er að hlúa að þessu og gera fólki auðveldara með að bjarga sér. Flækjustig getur verið talsvert við að fá ýmis rekstrarleyfi, vegna þungs skrifræðis og fjölda eftirlitsaðila. Ólíkt því sem þekkist víða annars staðar eru ekki veittir hvatar í gegnum skattakerfið til þess að koma þessum fyrirtækjum á koppinn og styðja þau þannig á meðan þau eru að slíta barnaskónum. Enn fremur getur reynst afar erfitt að fjármagna slík fyrirtæki þrátt fyrir persónulegar ábyrgðir stofnenda. Muna má að eitt sinn voru öll fyrirtæki smáfyrirtæki, samanber til dæmis Marel. Fjölgun atvinnutækifæra Samkvæmt upplýsingum frá Viðskiptaráði Íslands eru um smáfyrirtæki með undir 10 manns í vinnu í landinu. Því má segja að aðeins þurfi að skapast eitt nýtt starf hjá fjórða hverju smáfyrirtæki til að skapa rúmlega fjölbreytt störf. Þannig væri hægt að minnka atvinnuleysi verulega ef þessi smáfyrirtæki yxu sem nemur aðeins einum starfsmanni. Opinber stuðningur við þessi fyrirtæki með einföldun Kjartan Örn Kjartansson regluverks og skattaívilnunum væri þannig fljótur að borga sig í gegnum minni atvinnuleysisbætur og þess háttar stuningsaðgerðir. Einnig þyrfti að efla sjóði sem taka þátt í fjármögnun nýrra fyrirtækja. Skynsamlegt væri að fara sömu leið og Bandaríkjamenn, eða eins og SBA (Small Business Administration) starfar þar. Í meginatriðum leyfir þessi leið fyrirtækjum og athafnamönnum að setja upp 10% stofnfé, SBAsjóðurinn 40% og bankinn 50%. Í Bandaríkjunum er sjóðnum, sem er sjálfseignarstofnun, heimilt að lána allt að því sem samsvarar um kr. 600 milljónum. Lesa má um þetta t.d. á wikipedia.org. Þetta hefur gefist vel þar ytra og þá hvers vegna ætti það sama ekki að gilda hér? Stjórnmálin Ég geri ráð fyrir því að flestallir stjórnmálamenn séu þessu sammála, a.m.k. í orði kveðnu. Samt er margt ógert í þessum efnum. Hægri grænir, flokkur fólksins, er undantekning, en hann hefur lýst því yfir m.a. á xg.is að hann vilji taka þessi mál föstum tökum komist hann til nægilegra áhrifa. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrv. forstjóri. Vatnsveitur á lögbýlum Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000. Umsóknir um framlög til vatnsveituframkvæmda skulu berast til Bændasamtaka Íslands fyrir 1. mars. Umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Nánari reglur og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Utan úr heimi Ræktunarland er líftrygging Nils Vagstad er rannsóknastjóri hjá rannsóknamiðstöðinni Bioforsk í Noregi. Hann sagði í norska blaðinu Nationen á síðasta ári að ræktunarland væri öryggismál hverrar þjóðar. Það væri óforsjálni að ganga að því sem vísu að framboð á matvælum væri tryggt. Það er boðskapur hans til norskra stjórnmálamanna. Það á ekki að líta á ræktunarland, akra, tún og beitiland sem sérmál landbúnaðarins og bænda, heldur sem öryggispólitískt mál þjóðarinnar. Stjórnmálamönnum, án tillits til fylgis við flokka, ber að varðveita og vernda norskt ræktunarland. Lóðaskortur vegna byggingar íbúðarhúsa og annarra bygginga hefur leitt til þess að norskir sveitarstjórnarmenn hafa á síðari árum heimilað byggingu húsa á ræktunarlandi. Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins, hefur boðað að hún vilji breyta núgildandi reglum um lóðaúthlutanir sem eru frá árunum 2006 og 2010 og taka meira tillit til framangreindra sjónarmiða. Leiðtogi Alþýðusambandsins í Noregi, Roar Flåthen, og Sigbjörn Velferð án hagvaxtar Fyrir 20 árum skrifaði ég blaðagrein þess efnis að fyrir sæmilega jarðbundinn líffræðing væri það vistfræðilega óhugsandi að hagvöxtur stæði um aldur og æfi, skrifar U.B. Lindström í Landsbygdens Folk 12. október. Nú, tuttugu árum síðar, horfumst við í augu við skaðvænlegar afleiðingar þeirrar stefnu að hagkerfi hins vestræna heims skuli vera knúið áfram af trú á viðvarandi hagvöxt. Í skýrslu sinni Velferð án vaxtar bendir breski hagfræðingurinn Tim Jackson á að það sé ríkjandi sjónarmið að hagvöxtur auki velferð allra. Vissulega hefur vöxturinn bætt efnahag fólks, segir hann, en ekki hafa allir notið hans. Á sama tíma og hinir ríku hafa orðið ríkari standa tekjur miðstéttarinnar í stað og hinn tekjulægsti fimmtungur fólks fær að skipta með sér tveimur prósentum af hagvextinum. Þegar hagkerfið þenst út gengur að sama skapi á auðlindir jarðar. Áhrif af þessu á umhverfið eru þegar óviðunandi. Á síðasta fjórðungi nýliðinnar aldar tvöfaldaðist hagkerfi heimsins að umfangi á sama tíma og 60% af vistkerfi jarðar biðu skaða af. Jafnframt eru enn dekkri blikur á lofti. Hvað gerist þegar níu milljarðar jarðarbúa fara að keppa að því að öðlast sömu lífskjör og íbúar OECDlandanna búa nú við? Til þess að það gerðist þyrfti fimmtánfalt stærra hagkerfi en það sem við búum nú við. Nú þegar ræður vistkerfið aðeins við 2/3 hluta af því álagi sem hagkerfi jarðarbúa leggja á það, án þess að það skaðist og 2,7 milljarðar jarðarbúa hafa hver og einn minna en tvo dollara á dag til að lifa af. Mörk ríkja og markaða hefur þurft að endurskoða. Sama gildir um getu okkar til að viðhalda efnahagslegri sjálfbærni, og hin vistfræðilega hefur verið dregin í efa. Þeir sem Johansen, fjármálaráðherra og þingmaður Verkamannaflokksins, hafa tekið undir þetta sjónarmið. Um 3% af flatarmáli Noregs flokkast sem ræktunarland. Ég skil vel að þetta sé erfitt mál að takast á við fyrir stjórnmálamenn og aðra sem takast á við aðkallandi vandamál dagsins. Þeim ber að hlusta á raddir fólksins, segir Nils Vagstad. Hann bendir hins vegar á að þegar taka þurfi ákvarðanir verði að hafa í huga hvers þær geti leitt til í versta falli. Þessu megi líkja við framlög ríkisins til varnarmála, sem í þessu tilfelli er að ríkið verður sjálft að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Við lifum á margan hátt í óvissum heimi. Þó er ljóst að aukið matvælaöryggi er ein helsta forsenda friðar í heiminum. Mikilvægasta gjaldið fyrir það er að vernda ræktunarlandið. Í skýrslu um stöðu og framtíð landbúnaðar í Noregi er boðað að auka þurfi búvöruframleiðslu í Noregi um tuttugu prósent á næstu tveimur áratugum, auk þess sem verulega þurfi að styrkja birgðastöðu korns í landinu. hafa trú á viðvarandi hagvexti hafa ráðið efnahagsstjórninni og gert fjármálakerfinu kleift að taka ráðin í sínar hendur. Aukin skuldsetning hefur verið mikilvægur þáttur í því að auka neysluna. Með öðrum orðum hefur hagstjórnin verið ósjálfbær. Meðan hagkerfið stækkar nægilega hratt gengur allt vel. Ef það gerist ekki missir fólk vinnuna, neyslan dregst saman og þar með er velferðin í hættu. Afleiðingin er efnahagsleg kreppa. Hagvöxturinn er vissulega ósjálfbær en stöðnunin hefur einnig alvarlegar afleiðingar. Það þarf hagvöxt til að fjármagna heilbrigðiskerfið, menntunina og fleiri nauðsynlegar greinar samfélagsins. Ef hagkerfið hrynur er voðinn vís. Jackson vitnar í rannsóknir prófessors Hermans Dalys um stöðug hagkerfi. Þar eru endurnýjanlegar auðlindir aðeins nýttar í þeim mæli sem þær endurnýjast en hinar óendurnýjan legu í þeim mæli sem unnt er að nota þær í staðinn fyrir hinar endurnýjanlegu og úrgangur frá framleiðslunni rýfur ekki þolmörk vistkerfisins. Jafnframt, ef ríkið linaði tök sín á hagstjórninni gæti það sinnt betur félagslegum og vistfræðilegum stefnumiðum sínum. Margvíslegar hugmyndir um að flytja ræktun matvæla inn í háhýsi borganna: Fyrirhugað að reisa fjörutíu metra hátt gróðurhús í Linköping í Svíþjóð Sænsk-bandarískt fyrirtæki hyggst reisa fjörutíu m hátt gróðurhús í Linköping í Svíþjóð, að því er fram kom í blaðinu Landsbygdens Folk í nóvember. Þar á að rækta grænmeti fyrir íbúa borgarinnar og komast jafnframt hjá því að flytja afurðirnar langar leiðir. Skiptar skoðanir eru á því hve vistvæn og hagkvæm framleiðsla sem þessi er. Hugmyndin um grænmetisrækt í borgum varð til í Bandaríkjunum og hefur borist þaðan til Evrópu. Ræktuninni er í þessu tilfelli ætlað að fara fram á tólf hæðum í byggingunni og á þaki hennar. Einn kosturinn við þessa framleiðsluaðferð er að komast hjá mengandi umferð bíla milli dreifbýlis og þéttbýlis og draga jafnframt úr kostnaði við flutninga afurðanna á neytendamarkað. Fyrirtækið Plantagon stendur að byggingu þessa fyrsta garðyrkjuháhýsis í Svíþjóð. Áætlað er að uppskera þar 500 tonn af grænmeti á ári á fermetra ræktunarfleti. Litið er á gróðurhúsið sem tilraunaverkefni þar sem byggingarfyrirtækið mun eiga samstarf við tæknideild borgarinnar um hagkvæmar hringrásarlausnir, m.a. við nýtingu á varma og hringrás koltvísýringsins við ljóstillífunina. Úrgangur frá grænmetisframleiðslunni verður einnig notaður sem orkugjafi í lokaðri hringrás framleiðsluferilsins. Jurtum á fyrsta framleiðslustigi er plantað í bakka sem festir eru á færiband. Bandið flytur þá hægt og rólega hring eftir hring upp á efstu hæð gróðurhússins þar sem grænmetið er uppskorið. Áburðurinn er gefinn í upplausn. Eigendur og stjórnendur fyrirtækisins halda því fram að unnt sé að framleiða þrefalt meira grænmeti á fermetra hringrásarinnar en í hefðbundnu gróðurhúsi. Til þess að komast hjá samkeppni við hefðbundna ræktun í gróðurhúsum hyggst nýja fyrirtækið rækta framandi grænmeti frá Asíu, svo sem frá fyrirtækinu Pak Choi og kínaspergilkál. Plantagon hefur sjálft staðið fyrir þróun verkefnisins en notið aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Sweco, og er stefnt að því að háhýsið verði mest áberandi kennileiti Linköping. Að sögn aðstoðarforstjóra Plantagon, Hans Hassle, hefur fjármögnun fyrirtækisins verið tryggð. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 25 milljónir evra. Almenningi verður einnig gefinn kostur á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Stefnt er að því að heildarhlutur smáfjárfesta verði 100 þúsund evrur. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er bandaríski indíánaþjóðflokkurinn Onondaga, sem efnast hefur á rekstri Margvíslegar hugmyndir eru uppi um gróðurhús í Linköping í Svíþjóð fyrir utan tólf hæða gróðurhúsið sem um er rætt í fréttinni. Myndirnar hér fyrir ofan og eins að neðan sýna eina þessara hugmynda Sweco, sem lýtur að ræktun grænmetis í háhýsi í borginni. grænmetisræktun í Linköping. spilavíta og tóbaksviðskiptum. Á ferð til Bandaríkjanna hitti Hans Hér er háhýsi í Singapúr komið á hálfgert frumskógarstig. Hassle Onondaga-höfðingjann Oren R. Lyons, sem lét í ljós áhuga á að fjárfesta í umhverfisvænu verkefni tengdu ræktun. Það varð upphafið að fyrirtækinu Pentagon International. Fyrsta skóflustungan var tekin á síðastliðnum vetri. Byggingin mun rísa á landi Linköpingborgar og fyrirtækið hefur þegar greitt staðfestingargjald, sem tryggir forgang þess að lóðinni. Þá er hönnun byggingarinnar þegar hafin. Svo sem vænta má eru skiptar skoðanir á þessu verkefni. Gagnrýnendur telja að bæði sé einfaldast og ódýrast að rækta grænmeti á hefðbundinn hátt. Þá telja þeir að fljótandi næring fyrir plönturnar, raflýsing og aðrar sérlausnir hleypi kostnaðinum upp. Styttri flutningsleiðir fyrir afurðirnar vegi þá hækkun ekki upp. Í Linköping hafa allir flokkar í borgarstjórn brugðist jákvætt við verkefninu nema, nokkuð óvænt, Umhverfisflokkurinn. Hann hefur ekki látið sannfærast um að þessi framleiðsluaðferð sé hagkvæm, heldur verði hún dýrari en hin hefðbundna, segir í fréttatilkynningu frá flokknum.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Upplýsingatæknibásinn Fjarskipti á landsbyggðinni Að undanförnu hefur verið vakin athygli á því öryggisleysi sem íbúar víða á landsbyggðinni búa við í raforku- og fjarskiptamálum. Þá hafa íbúar orðið varir við það öryggis leysi sem skapast þegar raforku kerfi detta út eða geta ekki útvegað næga raforku fyrir símstöðvar og fjarskiptasenda. Þegar íbúar eða forsvarsmenn sveitarfélaga leita svara og lausna er ekki laust við að hver vísi á annan. Stjórnvöld benda á fyrir tæki á markaði og fyrirtækin á stjórnvöld. Allt þetta þarf ekki að koma á óvart þegar litið er á hvaða breytingar hafa orðið í þessum málaflokkum á síðustu árum og áratugum og síðast en ekki síst hve mikilvæg hin svokallaða upplýsingahraðbraut er orðin í upplýsingasamfélagi nútímans. Umhverfi fjarskiptamála hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 og þar sem fjarskipti og samkeppnismál heyra undir gildissvið EES-samningsins hafa stjórnvöld innleitt evrópska löggjöf í þessum málaflokkum með auknum þunga. Þá ber að nefna að ríkis fyrirtækið Landssíminn var selt einka aðilum og hörð samkeppni komst á í fjarskipta málum þar sem áður ríkti ríkiseinokun. Í raforku geiranum var innleidd löggjöf ESB um aðgreiningu raforku sölu og dreifingu, sem sumir gagnrýna hvernig staðið var að, sem lýsir sér m.a. í mikilli hækkun á flutnings kostnaði raf magns til íbúa á landsbyggðinni. Til þess að geta áttað sig betur á leiðum til að takast á við þann vanda sem steðjar að varðandi fjarskiptamál á landsbyggðinni er rétt að byrja á því að greina hvaða leikendur eru á sviðinu. Póst- og fjarskiptastofnun Samhliða því sem Póst- og símamálastofnun var gerð að hlutafélagi, Pósti og síma hf., árið 1996 var sett á laggirnar Póst- og fjarskiptastofnun með lögum frá Alþingi 1996 sem skyldi m.a. hafa eftirlit með póst- og fjarskiptum á Íslandi í samræmi við ESBlöggjöf. Meginhlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæma, örugga og aðgengilega fjarskipta- og póstþjónustu fyrir alla landsmenn en ekki síður til að tryggja virka samkeppni á póst- og fjarskiptamarkaði, en samkvæmt EESsamningnum var Íslandi skylt að opna þessa markaði fyrir frjálsri samkeppni. Fjarskiptaráð ríkisins Árið 2003 var skipað fjarskiptaráð ríkisins samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Hlutverk fjarskiptaráðs er m.a.: a. Að vera samráðsvettvangur hagsmunaaðila um bætt fjarskipti, b. Að vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um fjarskiptamál, c. Að veita ráðuneyti fjarskiptamála umsagnir um fjarskiptamál, breytingar á löggjöf, stefnumarkandi ákvarðanir stjórnvalda og fjarskiptaáætlun, d. Að beita sér fyrir samvinnu við þá aðila, félög og samtök er um fjarskiptamál og öryggi fjalla, e. Annað sem ráðherra felur því. Í fjarskiptaráði sitja fulltrúar fjar skiptafyrirtækja, Neytenda samtakanna, fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga o.fl. Innanríkis ráðherra skipar formann og vara formann án tilnefningar. Með ráðinu starfa einnig fulltrúar Póst- og fjarskiptastofnunar. Undirritaður sat sem varaformaður fjarskiptaráðs á árunum 2007 til 2010, og óhætt er að segja að Upplýsingatækni og fjarskipti Jón Baldur Lorange sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands verkefni ráðsins voru ærin. Oft var tekist á um mikilvægar innleiðingar á ESB-löggjöf þar sem framlag fjarskiptafyrirtækja var ómetanlegt í að rýna reglugerðir og áhrif nýrrar lagsetningar á fjarskiptamarkaðinn. Það samráð sem skapaðist í ráðinu milli fyrirtækja á markaði og stjórnvalda skipti sköpum um rétta innleiðingu á löggjöf frá ESB að mínu áliti. Samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu innanríkisráðuneytisins virðist fjarskiptaráð ekki lengur vera starfandi og það er áhyggjuefni, því það gæti til að mynda fjallað um þá stöðu sem komin er upp á fjarskiptamarkaði á landsbyggðinni og hvaða úrbóta væri hægt að grípa til. Fjarskiptasjóður Fjarskiptasjóður ríkisins var stofnaður með lögum nr. 132/2005 og tók hann til starfa árið Lögum um sjóðinn var breytt árið 2011, en samkvæmt upphaflegum lögum var sólarlagsákvæði. Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjar skipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóð félagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum. Fjarskiptasjóður er einnig verkefnisstjórn við gerð fjarskipta áætlunar stjórnvalda á hverjum tíma. Fjarskiptasjóður hefur staðið fyrir útboðum á fjarskiptaþjónustu, en sjóðurinn þarf að vinna innan ramma um ríkisstyrki á samkeppnismarkaði samkvæmt ESB lögum. Fyrstu útboð sem sjóðurinn stóð fyrir voru vegna verkefnis stjórnvalda að byggja upp GSM-samband á öllum stofnvegum landsins og helstu fjarskiptastöðum og í annan stað með svokölluðu háhraðaútboði til að gefa öllum landsmönnum kost á að tengjast Mynd / HKr. upplýsingahraðbrautinni með viðunandi hætti. Í þriðja lagi tryggði sjóðurinn útsendingar RÚV í gegnum gervihnött þar sem þess þurfti við, en það verkefni færðist síðan yfir til menntamálaráðuneytisins. Samningur var gerður við Símann og Vodafone um GSM-verkefnið og síðan var tilboði Símans tekið í uppbyggingu á háhraðaneti. Sá samningur gildir í eitt ár til viðbótar, eða til mars Óvíst er hvað tekur við eftir þann tíma en ákvæði er í samningum um framlengingu um þessa þjónustu við fólk á landsbyggðinni, um staði í allt, sem fengu hraðvirkari tengingu við internetið, flestir ADSL og 3 GSM þráðlaust samband. Í veðurofsanum sem íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi fengu að kenna á var eitthvað um að rafmagn til fjarskiptasenda dytti út með rafmagnsleysinu, en hluti af kostnaði við háhraðaverkefni stjórnvalda var einmitt að tryggja og greiða fyrir rafmagn til fjarskiptasenda á erfiðum stöðum. Gunnar Svavarsson er formaður fjarskiptasjóðs en aðrir stjórnarmenn eru Guðbjörg Sigurðardóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Fjarskiptaáætlun stjórnvalda Á síðasta ári samþykkti Alþingi fjarskiptaáætlun ríkisins til næstu ára. Fjallað hefur verið um þessa áætlun hér í þessum dálki og verður nánar rýnt í hana í næstu tölublöðum Bændablaðsins.

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Líf og starf Fjóstíran Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2012: Meðalafurðir ársins voru kg á árskú sem eru mestu meðalafurðir sem mælst hafa Niðurstöður skýrsluhaldsársins 2012 hafa nú verið reiknaðar og settar á vef Bændasamtaka Íslands Hér verður nú farið yfir helstu uppgjörstölur ársins. Alls skiluðu 587 mjólkur framleiðendur afurðaupplýsingum fyrir árið 2012, en það eru um 88% framleiðendanna. Árskýr á skýrslu árið 2012 voru tæplega og er það fjölgun frá fyrra ári. Meðalafurðir ársins voru kg/árskú, sem eru mestu meðalafurðir sem mælst hafa og er það aukning um tæp 200 kg frá fyrra ári. Meðalbúið var einnig heldur stærra en árið áður, eða 38,9 árskýr, og meðalfjöldi skýrslufærðra kúa var 53,3 kýr. Mestar afurðir voru í Skagafirði Líkt og áður má sjá nokkurn mun milli uppgjörssvæða en mestar afurðir voru í Skagafirði þetta árið, eða kg/árskú. Snæfellingar fara einnig yfir kg markið, en meðalafurðir á því svæði voru kg/árskú. Minnstar afurðir voru í Dalasýslu, eða kg/árskú. Talsverður munur er einnig á bústærð milli uppgjörssvæða. Stærst voru búin í Eyjafirði, þar sem meðalbúið taldi 47,8 árskýr, en minnstu búin voru að meðaltali í Suður- Þingeyjarsýslu, þar sem meðalbúið taldi 25,4 árskýr. Árnessýsla og Eyjafjörður eru sem fyrr öflugustu mjólkurframleiðslusvæðin samkvæmt afurðaskýrsluhaldinu. Í 1. töflu má sjá heildaruppgjör ársins Miðdalur í Kjós er afurðahæsta bú ársins 2012 Miðdalur í Kjós er afurðahæsta bú ársins 2012 með kg/ árskú, en þar búa þau Guðmundur H. Davíðsson og Svanborg Anna Magnúsdóttir. Jón og Hrefna á Hóli í Sæmundarhlíð fylgja fast á eftir með kg/árskú. Á Syðri- Bægisá í Hörgárbyggð er síðan þriðja afurðahæsta bú landsins með kg/árskú. Í 2. töflu má sjá 10 afurðahæstu bú landsins en í 3. töflu má sjá yfirlit yfir afurðahæstu bú á hverju uppgjörssvæði. Eins og sjá má eru nú tvö bú þar sem meðalafurðir fara yfir kg/árskú en Íslandsmet Hraunkotskúnna frá í fyrra stendur þó enn óhaggað. Alls eru 20 bú með ársafurðir hærri en kg/árskú. 1. tafla Skiluðu skýrslum 2012 Meðalbústærð (árskýr) Meðalbústærð (skýrsluf. kýr) Uppgjörssvæði Árskýr Afurðir á árskú Fita % Prótein % Heilsárskýr Kýr á skýrslu Skrá kjarnf. Kjarnf. (árskú) Kjalarnesþing 264,4 5245,0 4 3, , ,8 49 Borgarfjörður 1.824, ,18 3, ,2 49,8 Snæfellsnes 594,5 6032,0 4 3, , ,3 40 Dalasýsla 379, ,22 3, ,6 45,4 Vestfirðir 594,5 5193,0 4 3, , ,0 45 Húnavatnssýslur og Strandir 1.350, ,15 3, ,0 41,4 Skagafjörður 2146,9 6095,0 4 3, , ,9 58 Eyjafjörður 4.497, ,28 3, ,8 65,9 Suður-Þingeyjarsýsla 1395,9 5500,0 4 3, , ,4 34 Austurland 1.011, ,19 3, ,5 55,1 Austur-Skaftafellssýsla 397,4 5914,0 4 3, , ,1 48 Vestur-Skaftafellssýsla 753, ,20 3, ,9 34,8 Rangárvallasýsla 3105,7 5657,0 4 3, , ,1 60 Árnessýsla 4.564, ,15 3, ,6 62,7 Samtals ,0 4 3, , ,9 53 Fjöldi Afurðir Bú - desember 2012 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Miðdalur Guðmundur og Svanborg, Miðdal 22, Hóll Jón og Hrefna 34, Syðri-Bægisá Helgi Bjarni Steinsson 31, Hraunkot Ólafur Helgason 15, Dalbær 1 Arnfríður & Jón Viðar 51, Reykjahlíð Sveinn Ingvarsson 63, Ytri-Skógar Félagsbúið 22, Kirkjulækur 2 Eggert Pálsson 43, Hraunháls Guðlaug og Eyberg 23, Brúsastaðir Brúsi ehf 50, Uppgjörssvæði Fjöldi Afurðir Bú - desember 2012 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Kjalarnesþing Miðdalur Guðmundur og Svanborg, Miðdal 22, Borgarfjörður Eystri-Leirárgarðar Eystri-Leirárgarðar ehf. 42, Snæfellsnes Hraunháls Guðlaug og Eyberg 23, Dalasýsla Lyngbrekka Sigurður og Bára, Lyngbrekku 59, Vestfirðir Botn 2 Björn og Svavar 69, Húnavatnssýslur og Strandir Brúsastaðir Brúsi ehf 50, Skagafjörður Hóll Jón og Hrefna 34, Eyjafjörður Syðri-Bægisá Helgi Bjarni Steinsson 31, Suður-Þingeyjarsýsla Hrifla Hriflubú sf 24, Austurland Egilsstaðir Egilsstaðabúið ehf. 68, Austur-Skaftafellssýsla Seljavellir Eiríkur Egillson 62, Vestur-Skaftafellssýsla Hraunkot Ólafur Helgason 15, Rangárvallasýsla Ytri-Skógar Félagsbúið 22, Árnessýsla Dalbær 1 Arnfríður & Jón Viðar 51, Urður 1229 var afurðahæsta kýr ársins Afurðahæsta kýr ársins 2012 var síðan Urður 1229, Laskadóttir á Hvanneyri í Andakíl. Urður mjólkaði kg síðastliðið ár. Urður er þriðja íslenska kýrin sem fer yfir kg, en Blúnda 468 á Helluvaði í Rangárþingi setti árið 2006 Íslandsmet í afurðum, sem stendur enn, þegar hún mjólkaði kg. Sama ár mjólkaði Stubba 53 á Kvennabrekku í Dölum kg. Urður er því önnur afurðahæsta kýr á landinu frá upphafi. Til gamans má geta þess að Urður er sú kýr sem stendur hæst allra íslenskra kúa í kynbótamati enda fer þarna saman í einum grip gott ætterni, góð bygging og miklar afurðir. Varúð 299, Stígsdóttir í Miðdal í Kjós, er önnur afurðahæsta kýrin árið 2012 og Blúnda 335, Þrasadóttir í Leirulækjarseli, er í þriðja sæti. Í 4. töflu má sjá þær kýr sem mjólkuðu yfir kg árið Til gamans má geta þess að elsta kýrin á listanum er Snotra 354, á Eystra-Seljalandi, en hún er nú á sínu sjöunda mjaltaskeiði. Yngsta kýrin er hins vegar Gjá 1522 á Hrafnagili, sem bar sínum fyrsta kálfi 17. janúar 2012 og hafði því ekki náð fullu ári á skýrslu um síðustu áramót. Ástæða er til að óska kúabændum til hamingju með góðan árangur og jafnframt þakka fyrir gott samstarf á árinu Megi nýtt skýrsluhaldsár verða ykkur öllum farsælt og gjöfult. /GEH Desember 2012 Árs- Prót- Kýr Faðir afurðir ein Fita Bú

37 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Láttu skítinn segja þér frá MIkil svellalög eru nú víða á túnum á Norðurlandi. Um kalskemmdir Nú liggja svell víða yfir túnum og íþróttavöllum á Norðurlandi og óttast menn mjög að túngróður komi stórkalinn undan í vor. Kal er skemmd á lífverum sem má rekja beint eða óbeint til áhrifa af kulda. Kal verður því ekki bara á grösum heldur getur það einnig orðið á mönnum og skepnum ef frumur líkamans frjósa. Kalskemmdir Kalskemmdir á túnum geta verið margs konar og bera þær mismunandi heiti. Í frostkali frjósa frumurnar, og slíkt kal getur einmitt leitt til kalsára á mönnum. Í svellkali drepast plönturnar undir svellum vegna þess að þær verða súrefnislausar. Í klakakali geta rætur plantnanna rifnað og slitnað vegna frostþenslu jarðvatnsins. Rotkal verður ef snjór liggur lengi ofan á þíðri jörð, en smásæir rotsveppir sem lifa við frostmark ráðast þá á plönturnar. Í túnum á Íslandi er svellkal algjörlega ríkjandi. Er það vegna þess að vetrarveðráttan sveiflast mikið umhverfis frostmark og snjór bráðnar í stuttum hlákum þannig að krapinn frýs í víðáttumikla svellbunka. Svell geta jafnvel lagst á hallandi svæði þar sem vatnið hefur ekki náð að renna af áður en aftur frysti. Ef jörð er gaddfreðin og svellbunkinn er samfrosinn við jarðveginn hafa plönturnar engan aðgang að súrefni, þær hreinlega kafna. Svellkal er því í raun köfnun. Plönturnar anda Margir halda að náttúran sé dauð yfir veturinn. Svo er ekki, en lífsstarfsemin er hæg. Einærar jurtir (eins og bygg) lifa vandræðalaust sem fræ, en fjölærar jurtir (eins og túngrös) eru lifandi yfir veturinn og verða fyrir margs konar álagi. Þær þurfa að anda eins og allar lífverur, en vegna þess að hitastigið er lágt er öndunin afar hæg. Engu að síður þurfa þær súrefni til öndunar og þær þurfa að losa sig við úrgangsefni frá önduninni. Á Möðruvöllum höfum við rannsakað hvernig plöntu frumurnar drepast í raun og veru við svellkal. Svo virðist sem það sé ekki súrefnisskorturinn sem aðallega veldur dauða. Við öndunina myndast ýmis efnasambönd sem plantan getur ekki losað sig við vegna þess að hún er innilukt í þéttum svellum. Þessi efni eru aðallega afleiðing þess að venjuleg loftöndun, sem myndar koltvísýring og vatn, breytist í loftfirrða öndun, sem myndar auk þess einnig etanól, mjólkursýru, eplasýru og fleiri lífræn efni. Þessi efni safnast fyrir upp að eitrunarmörkum ef plantan getur ekki losað sig við þau og þau skemma viðkvæm frumulíffæri þannig að plantan drepst. Bjarni E. Guðleifsson. Mynd / Völundur Jónsson Kal-lykt Menn hafa fundið svokallaða kallykt þegar svell leysir í hlákum eða að vori. Lyktin kemur frá þessum uppsöfnuðu og inniluktu úrgangsefnum. Þessi súrsæta lykt minnir um margt á lyktina af rúlluverkuðu votheyi, enda er þar um sömu gerjunarferla að ræða. Heyið sem er þétt vafið í plastumbúðir nær engu súrefni og fer yfir í loftfirrða öndun og myndar etanól, mjólkursýru og fleiri efnasambönd. Nú hafa menn við Eyjafjörð þegar fundið kal-lykt, en reynslan sýnir að það er ekki órækt merki um að plönturnar séu dauðar, heldur er það merki um að plönturnar séu á hættumörkum. Þol grasa Túngrös hafa mismikið svellþol, snarrótin mest, rýgresi einna minnst. Grösin sem notuð eru á íþróttavelli hafa enn minna þol, og það dregur enn meira úr þoli þeirra að þau eru margslegin yfir sumarið en tún grös eru bara slegin allt að þrisvar. Grösin geta þolað að vera innilukt í svelli í vissan tíma, en eftir því sem tíminn verður lengri eykst efnauppsöfnunin og á vissum tíma nær hún þolmörkum plantnanna. Gróf þumalfingursregla er að túngrös þoli að meðaltali þriggja mánaða svell og má reikna með að íþróttavallagrasið þoli varla meira en tvo mánuði. Fyrstu svell mynduðust í nóvember og því er ljóst að nú um mánaðamótin er hættan á kalskemmdum orðin veruleg. Þá má geta þess að þol grasa eykst frá hausti fram yfir áramót en fer síðan minnkandi fram á vor. Því má reikna með að plöntur þoli betur svell sem myndast snemma vetrar (október-nóvember) en svell sem myndast síðar (desember-janúar). Jurtakynbótamenn, íslenskir sem erlendir, hafa lagt áherslu á að auka frostþol fremur en svellþol. Það er þó bót í máli að frostþol og svellþol fylgjast nokkuð að þannig að aukið frostþol eykur einnig svellþol nokkuð. Náttúruhamfarir Mynd / MÞÞ Í svellkali drepast plönturnar undir svellum vegna þess að þær verða súrefnislausar. Undanfarin ár hefur tíðarfar farið hlýnandi, einkum að vetri. Búist var við að svellkal mundi verða fátíðara. En svo er ekki enn, því síðast var talsvert kal á Norðausturlandi vorið Þessir tveir kalvetur hafa verið nokkuð afbrigðilegir, og eru óútreiknanlegar sveiflur eitt einkenni íslenskrar veðráttu. Ég hef sagt að verulegar kalskemmdir séu eins konar náttúruhamfarir, þó að vissulega séu ekki mannslíf í húfi. Fjárhagslegt tjón er tilfinnanlegt en til að draga úr þessum náttúruhamförum er lítið hægt að gera. Þó hafa stöku bændur og framkvæmdastjórar íþróttavalla gripið til þess ráðs að brjóta upp svellin með tiltækum tækjakosti, og er vonandi að það beri árangur. Bjarni E. Guðleifsson. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Með því að meta skítinn frá kúnum má fá afar mikilvægar upplýsingar um næringarástand þeirra, þ.e.a.s. hvort fóðrið er rétt fyrir kýrnar, hvernig vambarstarfsemi þeirra er og heilsa. Þetta er gert með afar einföldum aðferðum, tekur einungis nokkrar mínútur og er nóg að gera vikulega. Mat þetta byggir á því að skoða litinn, áferðina og innihald skítsins og er eitt af því fyrsta sem fóðrunarráðunautar gera þegar kúabú eru heimsótt. Þegar þetta er metið skiptir þó verulegu máli að taka tillit til framleiðslustefnu viðkomandi kúabús. Liturinn skiptir máli Hluti af því að skoða skítinn er að læra að þekkja útlit hans, jafn undarlega og það hljómar. Liturinn breytist t.d. eftir því á hvaða fóðri kýrnar eru, flæðihraða fóðursins í gegnum meltingarveginn, heilsu gripanna og svo framvegis. Þannig er skíturinn allt að því dökkgrænn á litinn fái kýrnar ferskt gras og allt niður í það að vera ljósbrúnn fái kýrnar mikið þurrhey. Séu bændur vanir því að skoða litinn sjá þeir líka um leið og eitthvað breytist og geta þá gripið inn í hratt og örugglega til þess að leysa vandamálin. Í raun er það ekki liturinn sjálfur sem skiptir máli heldur það að allar kýrnar sem eru á eins fóðri hafi sem líkastan lit á skítnum. Sé ekki um slíkt að ræða bendir það til vandamála. Algengt viðmið er að 95% af kúnum sem fá sama fóður hafi sem líkastan skít. Áferðin skiptir máli Þegar talað er um áferð skítsins er það í raun útlit dellunnar sem kýrin hefur skilið eftir. Nokkuð misjafnt er eftir löndum hvernig skítnum er gefin einkunn fyrir áferð en oftast er þó viðmiðið eins, hvað snertir það hvernig skíturinn á að vera. Matið byggir oft á því að skoða 3-4 dellur á hverjar 10 kýr (af handahófi) og gefa útlitinu einkunn á bilinu 1-5, þar sem 3 er sú einkunn sem að er stefnt. Hér er dæmi um einfaldan bandarískan einkunnaskala: Áferðareinkunn 1 Skíturinn er afar þunnfljótandi eins og hálfgerð súpa og rennur út. Myndar ekki hringlaga dellu og getur jafnvel verið loftblandinn. Áferðareinkunn 2 Dellan nær ekki að hlaðast upp og er innan við 2,5 cm á þykkt. Skíturinn rennur auðveldlega út. Áferðareinkunn 3 Dellan nær að hlaðast upp í 4-5 cm þykkt, er hringlaga og það blaut að hún loðir vel við stígvél. Áferðareinkunn 4 Dellan er þykk og loðir ekki við stígvél. Hún er ekki lengur hringlaga en hleðst upp í haug. Áferðareinkunn 5 Skíturinn líkist hrossataði. Innihaldið skiptir máli Næsta skref er svo að skoða hvað er í skítnum. Okkar væntingar til innihaldsins eru þær að fóðurleifarnar séu smáar og að lengd stráanna sé stutt (innan við 1 cm). Lítið sem ekkert ætti að vera af ómeltu korni í skítnum sé jórtrunin í lagi og virkni meltingarvegarins eðlileg. Sýnatakan einföld Þegar skíturinn er metinn er einfaldast að gera það með því að taka Helltu sýninu í sigtið og skolaðu varlega þar til allt fínmelt fóður er skolað burt. frá lengri strá og ómelt korn. sýnishorn í einnota plastmál. Fjöldi sýnanna fer eftir stærð fjósanna en ágætt er að miða við að taka eitt sýni á hverjar 10 kýr í fjósi og reyna að safna þessum sýnum saman á sem flestum stöðum svo meðaltalið gefi góðan þverskurð af fjósinu. Auðveldast er svo að stela sigti úr eldhúsinu (ath. má ekki skila til baka), hella sýninu niður í það og skola svo varlega með vatni (sjá mynd 1). Þegar sýnið er vel leyst upp verða fóðurleifarnar eftir, sem þá er næsta skref að greina. Greiningin auðveld Þegar vatnið er runnið úr sýninu sem á að skoða hafa með því farið allar fullmeltar fóðurleifar og eftir er þá hið ómelta fóður. Þetta skoðar maður síðan vel (sjá mynd 2). Séu ómeltir kornkjarnar, lengri strá og annað slíkt sem ella ætti að vera búið að melta þarf að endurskoða fóðrunina eða annað það við bústjórnina sem ekki er í samræmi við framleiðsluáætlun búsins. Í raun er þumalfingursreglan sú að það ætti ekki að vera hægt að sjá í skítum hvað kýrnar hafa fengið að éta. Sé um slíkt að ræða bendir það til þess að kýrnar nái að velja frá bestu bitana úr gefnu fóðri eða fái of mikið af fóðri með mikinn flæðihraða sem er trúlega ekki oft vandamál hér á landi. Hvað ef? Skítur er meira en næring fyrir flög og tún og getur gefið afar mikilvægar upplýsingar um fóðrunina og heilbrigðisástand hjarðarinnar. Þá er því óhætt að mæla með því að tíma sé varið í það að skoða skítinn vel. Ef skítasýnin gefa til kynna að eitthvað sé í ólagi er einfaldast að hafa samband við næsta sérhæfða ráðgjafa í fóðrun nautgripa og fá aðstoð. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Lesendabás Enn um lagafrumvarp um lax- og silungsveiði Eins og vænta mátti kom formaður LV fram með viðbrögð við grein okkar í Bændablaðinu 10. janúar og er málflutningurinn kunnuglegur. Hér er nauðsynlegt að vitna enn einu sinni í 4. málsgr. 39. gr. núgildandi laga, sem hljóðar svo: Í samþykktum má ákveða að félag skuli starfa í deildum, enda taki hver deild yfir tiltekið veiðivatn eða hluta vatns. Hver deild ráðstafar þá veiði í sínu umdæmi með þeim skilyrðum sem aðalfundur félagsins setur. Nú verður að árétta hér setninguna Hver deild ráðstafar þá veiði í sínu umdæmi með þeimn skilyrðum sem aðalfundur félagsins setur. Þetta er ekki flókinn texti og undarlegt að málsmetandi menn skuli ekki skilja hann. Starf veiðifélaga gengur út á að ráðstafa veiði og þarna segir raunverulega að deildin starfi í umboði og undir eftirliti móðurfélagsins. Það er bara allt í lagi með þetta og deildin fer sínu fram, svo lengi sem félagið leyfir. Allt félagssvæðið er undir forræði félagsins, samkv. núgildandi lögum, hvort sem um er að ræða deildir eða ekki deildir, því að deildirnar eru hluti af félaginu. Sambærilegt ákvæði í frumvarpinu er á þá leið að 39. gr. 4. mgr. 1. töluliður hljóðar svo: Deild ráðstafar veiði og arði í sínu umdæmi. Hvorki þarna, né heldur annars staðar, er minnst á forræði móðurfélags, nema hvað varðar gerð fiskræktaráætlunar. Að öðru leyti verða deildirnar alveg óháðar félaginu um ráðstöfun veiði. Í 6. tölulið sömu gr. er gert ráð fyrir svohljóðandi ákvæði, vegna niðurlagningar deildaskiptingar: getur þá félagsfundur í deild óskað eftir að stofna veiðifélag á starfssvæði deildarinnar, sbr. 2. mgr. 38. gr. Þessi tilvísaða 2. mgr. 38. gr. vísar til forræðis Fiskistofu, en einskis móðurfélags. Veiðifélag Árnesinga hefur lengi gefið út fyrirmæli um upphaf veiðitíma á félagssvæði sínu, sem hefur verið rokkandi frá júní, undanfarin ár. Þá hefur lengi verið í gildi raunverulegt netaveiðibann frá ágúst, fyrir tilverknað félagsins. Það hefur sýnt sig að laxgengd hefur verið treg á efri hluta svæðisins fram að þessum banntíma. Ef af þessari lagabreytingu verður og öllu félagssvæðinu verður skipt í sjálfstæðar deildir verður hverri deild aðeins skylt að fara að landslögum um veiðitíma, en þar segir frá 20. maí til 30. september, að hámarki 105 dagar, innan þeirra marka. Helgarstoppin á netaveiði halda sér en þetta veiðisvæði er það langt að lax gengur tæplega alla þá leið á 84 klst. svo þegar veiðitími netaveiðimanna yrði frá 20. maí til 5. sept. að báðum dögum meðtöldum mundi mjög lítið af laxi sleppa framhjá. Verði nú ákveðið á félagsfundi að fara ekki út í þetta og leggja niður deildaskiptingu geta, samkv. 39. gr 4. mgr. 6. tölulið frumvarps, þær deildir sem fyrir eru stofnað sjálfstæð félög. Þau félög yrðu alveg óháð Veiðifélagi Árnesinga og þyrftu aðeins að hlíta landslögum um veiðitíma og aðra ráðstöfun veiði. Þá mundi koma upp sú staða að aðrir hlutar svæðisins ættu heimtingu á sömu réttindum og þar með stofnun veiðifélaga. Þetta kæmi því í sama stað, nema Veiðifélag Árnesinga hefði ekki einu sinni íhlutunarrétt um gerð fiskræktaráætlana þessara félaga, eins og hjá deildunum. Þá var það matsbeiðni Tungufljótsdeildar Veiðifélags Árnesinga. Það var naumast að þessi tiltekni félagsmaður hafði völd að geta stöðvað málið með því að segja að þetta væri ólöglegt. Það var lágmark að fara fram á að hann gæfi upp hvaða lagagrein hann byggði það á. Einstakir félagsmenn geta krafist endurskoðunar arðskrár en hvergi er getið um það í lögum að einstakir félagsmenn geti stöðvað starf matsnefndar að gerð arðskrár. I öðru lagi stendur hvergi í lögum að óheimilt sé að veiðifélagsdeild standi að gerð arðskrár. Í títtnefndri 39. gr. segir m.a. eins og margoft hefur komið fram: Hver deild ráðstafar þá veiði í sínu umdæmi með þeim skilyrðum sem félagið setur. Hvað halda menn að þarna sé átt við með ráðstöfun veiði? Ekki er átt við hvað gert er við fiskana sem á land koma, heldur það hvernig staðið er að veiðunum, fyrst og fremst hvort menn veiði hver fyrir sínu landi, eða þá það sem algengast er þar sem deildir starfa, að leigja svæðið út í heild. Þar sem sá háttur er á kemur greiðsla venjulega í einu lagi til deildarinnar, sem sér um að jafna niður á félagsmenn. Til þess þarf arðskrá. Það er nauðsynlegur hluti af svona ráðstöfun veiði. Svo er það venjulegast þessi sama lögskipaða nefnd sem sér um að semja arðskrána. Það segir hvergi í lögum að það sé neitt ólöglegt við þetta. Það sem segir í lögunum og greinargerð Karls Axelssonar hrl. er að allt svona skuli gerast í samráði við móðurfélagið. Með fyrirhugaðri lagabreytingu, verði hún samþykkt, verður að mestu kippt fótum undan starfi Veiðifélags Árnesinga. Þá mun hlakka í Bergstaðamönnum ef þeim tekst með þessu móti að stöðva laxrækt í Tungufljóti. Valur Lýðsson Gýgjarhóli Biskupstungum. Hreggviður Hermannsson Langholti Flóa. Skógar til gagns og gamans eða ógn við óspjallaða fjallkonu Undirritaður fékk góðfúslega leyfi Line Venn, ritstjóra Norsk Skogbruk, til að þýða grein hennar úr nýlegu tölublaði þessa ágæta norska rits. Leiðarinn er um samskiptin milli þeirra sem tala mest um náttúruvernd í Noregi og skógargeirans. Þar er m.a. vitnað í orð Trygve Slagsvold Vedum á ráðstefnunni Skogforum, en hann er ráðherra skógarmála og annars landbúnaðar í Noregi. Greinin er lítillega stytt og er þýðingin skáletruð: Meðal þess sem Trygve Slagsvold Vedum vildi koma til skila í ávarpi sínu á ráðstefnunni var þýðing skógarins fyrir norskt samfélag, þ.á m. nokkrum staðreyndum: Í skógargeiranum vinna manns og heildarsala afurða skógarins nemur árlega 44 milljörðum NK (sem jafngildir meira en milljörðum íslenskra króna). Við þurfum að fá almenning til að skilja mikilvægi greinarinnar, þannig að fólk sýni henni velvilja í verki. Enginn mun gera þetta fyrir okkur. Við hjá Norsk Skogbruk erum hjartanlega sammála. Almenningur er farinn að líta skógargeirann slíkum augum að auðsjáanlega hefur umhverfisverndarsinnum tekist að sverta greinina vegna aðferðar sem viðhöfð er við endurnýjun skóganna, sk. rjóðurfellingar Það gerist líka ósjaldan að skógargeirinn fær smá tilvísanir á mjög neikvæðan hátt í náttúru- og vísindaþáttum í NRK. Okkur finnst það áhyggjuefni hversu einhliða hugmyndir fólks eru um skógana okkar. Við erum sammála ráðherranum um að atvinnugreinin verði að hafa áhrif á ímynd sína. Við erum að höndla með frábærlega umhverfisvænt lifandi efni, sem við nýtum svo sannarlega á sjálfbæran hátt. Í mörgum tilvikum geta afurðir skógarins komið í stað efna sem hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir það. Mannkynið lifir af að uppskera það sem jörðin hefur uppá að bjóða. Skógurinn skapar fjölda starfa, sem m.a. tryggja áframhaldandi búsetu á landsbyggðinni. Jafnframt skapar hann verðmæti fyrir þjóðina alla. Þessi sannindi þurfa að verða fólki ljós. Skógargeirinn einhendir sér nú í að tryggja nýliðun mannauðsins og vinnur sameiginlega að því að ná til unga fólksins með átakinu Veljum skóginn, vegna þess að menn sáu að allra hagur væri best tryggður með því að allir legðust á sömu árina. Á sama hátt þarf greinin að sameinast um að bæta ímynd sína með aðgerðum sem duga. Eða eins og ráðherrann sagði: Stundum eru ákvarðanir teknar á grundvelli þess að fylgja straumnum. Það er okkar að sjá til þess að vötnum halli skóginum í vil. Rjóðurfelling sjálfbær nýting Hvað er rjóðurfelling? Hún er aðferð sem lengi hefur verið notuð til að uppskera timbur úr skógunum og er skógurinn þá gjörfelldur á samfelldu svæði, en oftast ekki mjög stóru. Í kjölfar rjóðurfellingar fullþroska skógar er séð til þess að upp vaxi nýr skógur. Í skógarlöndum NV-Evrópu er leitast við að hafa sem jafnasta aldursdreifingu í skógum, svo timburframleiðsla verði jöfn ár frá ári til lengri tíma litið. Nýtingin miðast við að auðlindin rýrni ekki og nýtist því komandi kynslóðum ekki síður en þeim sem nú eru uppi. Sjálfbær þróun er því hugtak sem á upphaf sitt í skógfræðunum, þar sem langtímahugsun er beinlínis knýjandi nauðsyn. Sums staðar eru gamlir skógarteigar sem skarta fjölbreyttum svarðgróðri. Gnótt aðalbláberja er Vetrarstemming í skóginum. t.d. einkenni um helmings stálpaðra greniskóga í Noregi. Ungir skógar eru hins vegar þéttir og illfærir gangandi fólki. Þar er svarðgróður oft lítill og sums staðar nær enginn. Fæstir gróðursettir greniskógar á Íslandi hafa ennþá náð þeim aldri að skógarbotninn sé farinn að grænka að ráði en þess eru þó dæmi, enda hefur mikið verið unnið að grisjun í íslenskum barrskógum undanfarin ár. Sjálfbær þróun eða stirð náttúrusýn Náttúruverndarmenn á Íslandi leita margir í smiðju skoðanabræðra í Noregi og hið sama virðist eiga við um stjórnendur náttúruverndarmála. Sýn þeirra á náttúruna er stirð (statísk) og þáttur tímans oftast alveg gleymdur. Það er sérkennilegt að í landi þar sem aðeins vex skógur á liðlega 1% landsins skuli vera fólk sem hefur áhyggjur af því að ekkert verði eftir af opnu landi, haldi menn áfram að rækta skóg á Íslandi. Líklega birtist í þessu viðhorfi tilfinnanlegur skortur á stærðfræðiskilningi. Í Noregi eru þessar áhyggjur réttmætari, þar sem nær ekkert land neðan skógarmarka er skóglaust í stórum hluta Noregs, nema það sem nýtt er til gras- og kornræktar. Sé hlutverk tímans sniðgengið brenglast náttúruskilningur. Kuldaskeið ísaldar ollu því að fjölmargar tegundir trjáa og runna dóu út á Íslandi. Sumir sem kalla sig náttúruverndarmenn vilja á grundvelli meintrar umhyggju fyrir fjölbreytni lífríkisins helst banna nýbúum þegnrétt í flóru Íslands en ýkja samtímis aðsteðjandi hættu á að einhverjar tegundir sem hér vaxa séu í útrýmingarhættu. Þetta er þeim mun einkennilegri tvöfeldni ef haft er í huga að hérlendis uxu á tertíerskeiðinu miklir skógar, meðal annars rauðviðarskógar (risafura), en líka skógarfura, elritegundir og margar fleiri trjátegundir. Flestar þessara tegunda eru nú útdauðar á Íslandi. Þeim var útrýmt á náttúrulegan hátt! Í þessu ljósi er full ástæða til að vara við gagnrýnislausri notkun hins neikvæða hugtaks ágeng og framandi tegund, eins og vart hefur orðið hjá sumum sem kalla sig vistfræðinga. Um þetta efni ritaði Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræðingur í Skógræktarritið 2. tbl tímamótagrein, þar sem vitnað er til fjölmargra heimilda. Afbragðsgrein um hina fornu Mynd / HKr. skóga Íslands má einnig lesa í Skógræktarritinu 2. tbl. frá árinu Sú grein er byggð á miklum rannsóknum. Höfundar hennar eru Friðgeir Grímsson og Leifur A. Símonarson. Niðurstaðan af röð landfræðilegra atburða er tilfinnanleg tegundafátækt lífríkis Íslands. Furðulegt verður að teljast að hópur manna hjá sumum stofnunum Umhverfisráðuneytisins og innan ríkisháskólanna skuli vilja frysta fábreytni lífríkis Íslands í því fari sem hún var í 1948 eða jafnvel Vitna þeir stundum í alls kyns alþjóðasáttmála máli sínu til stuðnings en því miður túlka þeir suma þessa sáttmála með vægast sagt umdeilanlegum hætti. Lögmálið um stöðugar breytingar Eitt af megineinkennum náttúrunnar er lögmál stöðugra breytinga. Því er ekki hægt að frysta hana í neinu ákveðnu fari um aldur og ævi. Breytingar í lífríkinu verða hraðar þegar loftslag breytist ört. Það sem af er 21. öldinni, hefur meðalhiti á vestanverðu landinu verið um 1 C hærri en á árunum Náttúruleg skógarmörk hækka um 170 m fyrir hverja gráðu sem meðalhiti hækkar. Því er spáð að meðalhiti á Íslandi eigi eftir að hækka um 2-6 C, það sem eftir lifir af öldinni. Í aldarlok verður hægt að rækta hveiti á láglendi Íslands en skóga á miðhálendinu. Alls staðar þar sem nú er byggð verður hægt að rækta ávexti á borð við epli, perur, kirsuber og plómur. Ekki síst vegna hlýnandi loftslags, en líka vegna lögmáls hinna stöðugu breytinga, hlýtur harðlífisstefna svokallaðra náttúruverndarsinna að verða hálfgerð barátta við vindmyllur. Vonandi hafna kjósendur harðlífisstefnunni í komandi alþingiskosningum en bjóða þess í stað velkomna að stjórnvölnum þá sem vilja nýta hlýrra loftslag íslensku þjóðinni til hagsbóta, enda er maðurinn óaðskiljanlegur hluti af náttúrunni. Meintir umhverfisverndarsinnar/ náttúruverndarmenn í Noregi vilja sumir helst banna allt skógarhögg. Skoðanabræður þeirra á Íslandi vilja helst banna skógrækt. Sameiginleg þessum hópi fólks í báðum löndum er stirð (statísk) náttúrusýn og þar með átakanlegur skortur á náttúruskilningi. Sigvaldi Ásgeirsson, skógarbóndi á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Af illri meðferð á skepnum Ill meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta. Ég efast um að það sé tilviljun að þessi setning úr Heimsljósi Laxness hefur komið mér óvenjulega oft í hug að undanförnu. Það er ótrúlegt á 21. öld að við skulum ennþá búa í samfélagi sem lokar augunum fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín, eins og dýra. Við manneskjurnar erum ekki hótinu merkilegri en aðrar skepnur, en höfum í krafti djöfullegra yfirburða á ýmsum sviðum tekið okkur það vald að undiroka, kúga og misnota önnur dýr. Þeirri þróun verður tæplega snúið við, en okkur ber skylda til að umgangast líf þessara skepna með umhyggju og virðingu. Á það skortir því miður mjög mikið. Viðhorf til dýraverndar og réttinda dýra er á mjög líku stigi og viðhorfið til ofbeldis gegn börnum var alveg fram undir þetta. Verksmiðjubúskapur eins og viðgengst víða um heim (og einnig í sumum greinum hérlendis), ekki síst vegna kröfu markaðarins um ódýr matvæli, er svo viðbjóðslegur að maður getur ekki horft ógrátandi á myndir teknar við þær aðstæður. Í þessum geira er brotið á öllum sem við sögu koma. Dýr lifa við óviðunandi aðstæður sem ganga þvert á eðli þeirra og þarfir. Þau eru fóðruð til óeðlilegra afurða og drepin á ómannúðlegan hátt. Verkafólk á þessum búum er oft og tíðum réttlaust farandverkafólk frá fátækum löndum, það býr í hjólhýsum á landareigninni og hefur ekkert að segja um eigið líf, frekar en skepnurnar sem það vinnur með. Landinu er ofboðið með eiturefnum og úrgangi, allt til að framleiða ódýr matvæli sem skapa sífellt fleiri heilsufarsvandamál neytenda. Styrkur okkar og sóknarfæri liggur í jákvæðri ímynd En lítum okkur ögn nær. Ég er sauðfjár bóndi og þó að sjóndeildarhringur minn sé kannski ekki mjög stór líkar mér ekki allt sem ég sé. Ég tel mig hafa metnað fyri hönd okkar stéttar og tel að styrkur okkar og sóknarfæri til framtíðar liggi eingöngu í góðri og jákvæðri ímynd, bæði hvað varðar umgengni við land og búfénað. En þessi mynd þarf að byggja á heilindum. Bak við hana verður að standa raunveruleg og ábyrg afstaða sem ekki þolir neinn afslátt. Nýlega gekk dómur í Héraðsdómi Austurlands í svo kölluðu Stórhólsmáli, sem því miður er orðið að árlegu fréttaefni fjölmiðla og það læðist að manni á beiski grunur að þeim farsa sé hvergi nærri lokið. Ég skora á fólk að fara inn á vefinn og lesa þennan dóm. Þó þar birtist hvergi nærri allt sem máli skiptir er þó augljóst að velferð sauðfjárins sem þarna er um að ræða er algerlega fyrir borð borin. Málið er látið snúast um aukaatriði og hártoganir Í þessum dómi birtist úrræðaleysi eða er það kannski skeytingarleysi til að taka á óviðunandi meðferð á lítilmagnanum. Málið er látið snúast um aukaatriði og hártoganir en ekki langvarandi vanfóðrun og vanhirðu sem er augljóst öllum sem sjá vilja. Slíkt ástand verður ekki til á einum degi. Bóndinn í Hraunkoti, sem af linkind samþykkti að halda hluta fjárins í skamman tíma en sat uppi með það allt og lengi þvert gegn vilja sínum, er gerður að eins konar blóraböggli í málinu. Á sama tíma er fjöldi fjár heima á Stórhóli engu betur haldinn og var flutt burtu undir vor. Við skulum heldur ekki gleyma því að sams konar ástand eða verra kom upp á búinu vorið 2009, en því máli lauk með hlægilega lágri sekt. Ég spyr, hver er ábyrgð sveitarstjórna, forðagæslu og Matvælastofnunar í svoan málum? Hvernig þarf ástandið að vera til að svipta fólk leyfi til búfjárhalds? Er öðrum fyrirtækjum (bú eru líka fyrirtæki), til dæmis í matvælaiðnaði eða ferðaþjónustu, ekki lokað ef skilyrðum um starfsemina er ítrekað ekki fullnægt? Er það bara af því að svona mál snúast um dýr sem ekki hafa rödd að hægt er að láta svona viðgangast? Er búaskapur eina atvinnugreinin þar sem eignaréttur og atvinna er svona heilög? Eða er kannski ekki litið á búskap sem alvöru atvinnugrein með réttindum og skyldum? Lögfræðingur Mast, Steinþór Arnarson, sagði í viðtali á RÚV að það skyti skökku við að ríkið styrkti með beingreiðslum framleiðslu á sauðfjárbúum þar sem ástandið væri með þessum hætti. Þar er ég þó hjartanlega sammála og við skulum bara vona að þeir sem hæst pípa um styrki til landbúnaðarins séu hreinlega ekki búnir að átta sig á þeim ósköpum. Hvernig er það forsvaranlegt? Hvað geta menn fengið mörg tækifæri? Flest svona bú eru ekki innan gæðastýringar vegna sinna vandamála og ættu auðvitað ekki heldur að njóta beingreiðslna. Ef ég man rétt sagði Ólafur Dýrmundsson ráðu nautur í Bændablaðinu í fyrra að fjöldi bænda og búfjáreigenda væri undir eftirliti vegna fóðrunar og aðbúnaðar búfjár. Sumir ár eftir ár. Hvað geta menn fengið mörg tækifæri? Er það einfaldlega svo að lagaleg úrræði eru ekki til, eða óttast menn að beita þeim? Kannski ættu Bændasamtökin einfaldlega að birta nöfn þessara bænda og búa á einhverri aðgengilegri vefsíðu menn gætu þá keppt að því að afmá nafn sitt af því spjaldi. Væri ekki fróðlegt að kynna sér hina hliðina líka? Nú kann einhverjum að finnast langt seilst en ég fullyrði að þessi mál eru eins og önnur ofbeldismál (því þetta er ofbeldi) þau þrífast á þögn og meðvirkni og eitra frá sér út í samfélagið. Meinsemdin birtist víða Við þekkjum öll svona dæmi úr okkar umhverfi og ef við horfum alltaf í hina áttina erum við að segja að þetta sé í lagi. Þessi meinsemd birtist ekki aðeins í vanfóðrun og sóðaskap á einstöku búi sem ratar í fréttir þegar um þverbak keyrir. Hún birtist líka í umhirðuleysi og skorti á umhyggju, til dæmis gagnvart veikum dýrum sem ekki er reynt að lækna eða er lógað. Hún birtist í harkalegri og ófagmannlegri burðarhjálp á vorin þar sem reynt er að spara úr hófi alla dýralæknishjálp. Að aðgengi á dýralæknishjálp skuli hafa versnað vegna reglugerðabreytinga er svo önnur saga. Meinsemdin birtist í hrottaskap og misþyrmingum á skepnum í smalamennsku þar sem þær eru hundeltar og eltar á ökutækjum og jafnvel látnar gjalda eigenda sinna. Og þetta birtist í þrengslum og aðstöðuleysi í sláturhúsum þar sem allt of mörgu fé er hrúgað saman síðasta sólarhringinn sem það lifir. Við þurfum að setja skýr lög og reglur Það er ekki langt síðan bændastéttin var alltaf í vörn vegna tilveru sinnar og jafnvel skammaðist sín fyrir sveitamennskuna. Ég vona að sú tíð sé liðin; ég held við viljum geta sagt með nokkru stolti að við séum bændur. En til að svo megi verða þurfum við að setja skýr lög og reglur og losa okkur við smánarblett á borð við vanfóðrun og illa meðferð á dýrum. Það kann að verða óþægilegt meðan á því stendur en eftir mun standa betra samfélag bæði fyrir menn og skepnur. Kristín Jónsdóttir Hlíð í Hornafirði. Er samvinnan dauð? Samvinnufélög eiga sér langa sögu hérlendis og erlendis. Hugmyndafræðin að baki þeim er upprunnin í Bretlandi um miðja 19. öld og breiddist þaðan út um allan heim. Hingað til Íslands bárust þessar hugmyndir á seinni hluta aldarinnar. Samvinnufélögum fjölgaði hratt á fyrri hluta 20. aldar og þau og samtök þeirra, Samband íslenskra samvinnufélaga, urðu stór þáttur í íslensku atvinnulífi lungann úr öldinni. Það breyttist um 1990 þegar allar eignir SÍS gengu til Landsbankans til að gera upp skuldir, sem voru þá orðnar félaginu ofviða. Í kjölfarið dró mjög úr umfangi samvinnurekstrar. Það er þó ekki svo að samvinnufélög hafi alveg horfið og reyndar varð SÍS aldrei gjaldþrota þrátt fyrir að margir haldi annað. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Hagstofunnar voru 35 samvinnufélög á skrá í árslok 2012 og fjöldi þeirra hefur lítið breyst frá 2007, eftir mikla fækkun árin á undan. Sum þessara félaga eru óvirk og önnur eingöngu eignarhaldsfélög, sem reka dótturfélög í hlutafélagaformi eins og t.d. Auðhumla sem er móðurfélag Mjólkursamsölunnar og Kaupfélag Suðurnesja sem er móðurfélag Samkaupa. Þekktasta samvinnufélagið sem er rekið sem slíkt er líklega Kaupfélag Skagfirðinga en einnig má nefna Sláturfélag Suðurlands, Bifreiðastöðina Hreyfil og Handprjónasambandið. KEA, sem áður var Kaupfélag Eyfirðinga, er síðan öflugt fjárfestingarfélag í sínu heimahéraði. Þeir sem muna þá tíð þegar samvinnufélögin voru sem öflugust um land allt muna líka þær deilur sem um þau stóðu. Samvinnuhreyfingin var mjög tengd Framsóknarflokknum á sinni tíð, sem kannski gerði hvorugum greiða því að það þýddi að hreyfingin hlaut að blandast í pólitíska valdabaráttu og Framsóknarflokkurinn veiktist á sama hátt þegar hreyfingin lenti í ógöngum í lok 20. aldar. Þessar sögulegu byrðar kunna að hafa orðið til þess að samvinnufélögum hér hefur fækkað verulega og segja má að þau séu ekki í tísku. Dæmi um það er að fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga þar sem hvatt er til þess að lög um um samvinnufélög verði endurskoðuð en flutningsmenn hennar nota ekki það orð heldur kjósa að nota hugtakið lýðræðisleg fyrirtæki. Samvinnufélögin lifa hins vegar góðu lífi um heim allan. Félagar í hreyfingunni á heimsvísu eru um einn milljarður og starfsemi félaganna er af öllum stærðum og gerðum. Árið 2012 var helgað samvinnufélögum af Sameinuðu þjóðunum og fjölmargt var gert um heim allan til að vekja athygli á starfi þeirra, þótt ekki heyrðist af því hér á Íslandi. Gildi hreyfingarinnar eru m.a. skilgreind á eftirfarandi hátt: Opinn og frjáls aðgangur: Samvinnufélög eru frjáls félög, opin öllum sem eru tilbúnir að gangast við þeim skyldum og þeirri ábyrgð sem aðild að viðkomandi fyrirtæki felur í sér, án tillits til kynferðis, félagslegrar stöðu, þjóðernis, pólitískra eða trúarlegra viðhorfa. Lýðræðisleg stjórn félagsmanna: Samvinnufélögum er stjórnað af félagsmönnum sínum, er taka virkan þátt í mótun stefnu og ákvarðanatöku. Trúnaðarmenn bera ábyrgð gagnvart félagsmönnum og atkvæði allra vega jafnt. Efnahagsleg þátttaka félagsmanna: Félagsmenn leggja sambærilegt fjármagn til félagsins. Einhver hluti fjármagns er að jafnaði í óskiptri sameign. Tekjuafgangi er að einhverju eða öllu leyti ráðstafað í eftirfarandi: í uppbyggingu rekstursins, t.d. varasjóð; í greiðslur og þóknun til félagsmanna í samræmi við viðskipti þeirra, og til að styðja aðra starfsemi sem félagsmenn hafa samþykkt að styrkja. Sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur: Samvinnufélög eru óháð og sjálfstæð. Ef þau gangast undir samninga við aðrar stofnanir, þar með talin ríki, eða safna fjármagni frá utanaðkomandi aðilum, þá gera þau það á þann hátt sem tryggir lýðræðislega stjórn félagsmanna og svo að þau haldi fullu sjálfstæði og verði áfram óháð. Menntun, þjálfun og upplýsingar: Samvinnufélög sjá félagsmönnum, kjörnum fulltrúum, stjórnendum og starfsmönnum sínum fyrir fræðslu og þjálfun svo þeir geti lagt sitt af mörkum til fyrirtækisins. Samvinna samvinnufyrirtækja: Samvinnufélög þjóna samvinnuhreyfingunni best með því að vinna með og styðja við önnur lýðræðislega rekin fyrirtæki, hvar svo sem í heiminum þau eru. Umhyggja fyrir samfélaginu: Samvinnufélög vinna að uppbyggingu í samfélaginu á sjálfbæran og mannúðlegan hátt í gegnum stefnumótun sem er samþykkt af félagsmönnum. Sjá einnig: / Eftir það umrót sem varð hér í tengslum við bankahrunið 2008 hefur oft verið spurt hverju væri eðlilegt að breyta til að það sem þá gerðist endurtaki sig ekki. Umræðan hefur oftar en ekki einkennst af upphrópunum, ásökunum og gífuryrðum en minna hefur farið fyrir tilraunum til þess að leiða samfélagið inn á nýjar brautir. Það væri reynandi að skoða hvort samvinnuhreyfing 21. aldarinnar á ekki eitthvað af þeim svörum sem geta þokað íslensku samfélagi á framfarabraut. Sigurður Eyþórsson.

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Markaðsbásinn Lestin til Brussel bíður enn Landbúnaðarmálefni í ESB Erna Bjarnadóttir Þann 16. júlí 2009 ályktaði Alþingi að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum aðildarviðræðum yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn. Aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið yfir frá 17. júní 2010 og nú í febrúar eru því liðnir 32 mánuðir síðan þær hófust. Til samanburðar má nefna að viðræður um aðild Möltu, Lettlands og Litháen að ESB tóku 34 mánuði. Ekkert þessara landa var í EES þegar viðræður hófust. Þessi staðreynd ein og sér er merkileg í ljósi þeirra staðhæfinga sem hafðar voru uppi fyrir þremur árum síðan um hraðferð Íslands í samningaviðræðunum. Eftir 32 mánuði er viðræðum lokið tímabundið um 11 kafla af 33. Samkvæmt svari Evrópuvefsins (sjá php?id=64177) heyra 9 af þessum 11 köflum undir efnissvið EESsamningsins. Í hinum 2 var ekki farið fram á neinar sérlausnir eða undanþágur. Í samtals 14 samningsköflum af þeim 29 sem opinber samningsafstaða liggur fyrir er ekki farið fram á neinar sérlausnir eða undanþágur. Viðræður standa enn yfir um þrjá af þessum köflum sem ekki er farið fram á neinar sérlausnir í. Þeim til viðbótar standa viðræður yfir um 13 samningskafla, eða samtals 16 sem standa nú opnir. Það skýtur óneitanlega skökku við að hægt sé að tala um góðan árangur í viðræðunum þegar eftir 34 mánuði er aðeins búið að loka viðræðum um samningskafla sem engar sérkröfur eru í af hálfu Íslands. Hvergi hefur ennþá reynt á slíkar kröfur né frést af viðbrögðum ESB við þeim. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld haldi úti öflugri upplýsingasíðu um gang viðræðnanna eru viðbrögð ESB við samningsafstöðu Íslands ekki opinber. Forystumenn ríkisstjórnarinnar halda því hins vegar stöðugt fram að mörg dæmi séu um að samið sé um sérlausnir fyrir einstök ríki. Þannig var haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Morgunblaðinu 25. janúar (á bls. 14):,,Það eru mörg dæmi um að samið hafi verið um sérlausnir, sagði Jóhanna og vísað m.a. til landbúnaðar Finna.,Ég er mjög bjartsýn á að hægt sé að fá sérlausnir bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, sagði Jóhanna. En hvað er átt við með þessari og öðrum viðlíka staðhæfingum sem hafðar hafa verið í frammi? Kjarninn í starfsemi Evrópusambandsins er að sama löggjöf og reglur gildi hvarvetna innan þess. Evrópusambandið lýsir eðli aðildarviðræðna t.d. í bæklingi sem nefnist nefnist Understanding Enlargement og er aðgengilegur á netinu. Þar kemur skýrt fram m.a. á bls. 9 að aðildarviðræður fjalli um hæfni umsóknarlandsins til að innleiða regluverk ESB sem og eins og segir orðrétt í þessum bæklingi: Þessar reglur eru ekki umsemjanlegar. hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvort viðbrögð ESB við einhverjum af þeim 13 samningsköflum sem hafa verið opnaðir til viðræðna og innihalda sérkröfur af hálfu Íslands beri þetta ekki með sér. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á ferlinu og fresta viðræðunum fram yfir kosningar gæti einmitt endurspeglað þetta. Eftir allar yfirlýsingarnar um samningalipurð ESB við lítið land norður í ballarhafi (sem svo heppilega vill til að hefur einmitt aðgang að stóru mikilvægu hafsvæði) yrði óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, ef það kæmi í ljós í aðdraganda kosninga að það yrði einmitt að slá af mikilvægum kröfum. Evrópusambandið reynir hins vegar að láta hjól aðildarferlisins snúast áfram. Þannig boðar Evrópustofa fundi vítt og breitt um landið og dreifir á þeim pokum með ýmsu góðgæti og býður landsmönnum þannig nú að kíkja í pokann. Evrópumálaráðherra Írlands vonast til að opna viðræður um tvo kafla í viðbót áður en formennskutímabili Íra lýkur. Annar þessar kafla fjallar um matvælaöryggi og dýraheilbrigði, þar sem Ísland krefst fráviks í grundvallaratriðum frá regluverki ESB. Eftir átökin um þennan málaflokk síðastliðið haust og vetur er ekki von að aðildarsinnar vilji hafa þann málaflokk í skotlínunni rétt fyrir kosningar. En ESB-lestin stendur enn á brautarteinunum og bíður þeirrar stefnu sem tekin verður eftir næstu kosningar. SKESS Útflutningur ýmissa búvara 2012 Samkvæmt bráðabirgðatölum um utanríkisverslun frá Hagstofu Íslands voru flutt út hross árið Heildarverðmæti þeirra var rösklega 1 milljarður króna, eða 792 þús. kr. á hross. Mest var flutt út til Þýskalands, eða 547 hross. Kindakjötsútflutningur nam alls tonni og var meðalverð kr. 633/kg. Að magni til var mest flutt út til Hong Kong, 631 tonn, en verðmæti þess var 189 millj. kr. Í verðmætum talið var útflutningur hins vegar mestur til Noregs, 609 millj. kr. fyrir 596 tonn af kjöti. Af öðrum mikilvægum markaðssvæðum má nefna Bandaríkin, en þangað fóru 185 tonn að verðmæti 251 millj. kr., Færeyjar með 295 tonn að verðmæti 251 millj. kr. og Rússland með 387 tonn fyrir 192 millj. kr. Fjöldi Magn, tonn Þús. kr Meðalverð Hross kr Kindakjöt kr/kg Hrossakjöt kr/kg Smjör kr/kg Skyr kr/kg Ostur kr/kg Æðardúnn 3, Minkaskinn Af hrossakjöti voru flutt út 639 tonn og var meðalverð 406 kr./kg. Stærstur hlutinn, eða tæplega 85%, af útfluttu magni fór til Rússlands. og osta nam um 650 millj. króna. sé um einn þriðji hluti þess. Flutt æðardún og var meðalverð fyrir kg kr. Mikilvægustu markaðslöndin eru Japan og Þýskaland. Þá óunnin minkaskinn og var meðalverð þeirra kr./stk. /EB

41 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Vélabásinn Öflug Claas-dráttarvél frá Vélfangi á góðu verði: Vél frá stærsta fjölskyldufyrirtæki í heimi sem verður 100 ára á þessu ári Í þessum pistlum mínum um vélar og tæki hef ég lítið fjallað um dráttarvélar, en fyrir mér er prófun á dráttarvél að fara fram í vinnu við mismunandi aðstæður sem dráttarvélum eru ætlaðar. Því gæti slík prófun tekið mikinn tíma og væri jafnvel aldrei annað en umfjöllun án fullnaðarprófunar. Fyrir nokkru bauð kunningi minn Guðmundur Sigurðsson í Vélfangi mér með sér í bíltúr upp undir Flúðir á sveitabæ þar sem hann sýndi mér nýja Claas-dráttarvél sem Vélfang hafði selt Jóni Viðari á Dalbæ. Þegar við renndum í hlað á Dalbæ var Jón Viðar að vinna á nýju Claas-vélinni sinni og þurfti hann aðeins að skreppa á vélinni og loka einu hliði áður en hann gæti sinnt okkur. Ég notaði tækifærið og fékk far með honum í vélinni enda ágætis sæti með öryggisbelti fyrir farþega í Claas-vélum. Í þessum u.þ.b. 500 metra rúnt hvora leið sýndi Jón mér muninn á því að keyra vélina á sjálfskiptingunni eða handskipta með þumlinum (myndi halda að sjálfskiptingin hentaði vel til aksturs á vegum með ekkert aftan í vélinni, en til vinnu sé vænlegra að nota vélina handskipta). Munurinn var töluverður en það sem kom mér mest á óvart var hversu lítið heyrðist í vélinni inni í stýrishúsinu. Eftir ferð okkar Jóns Viðars skoðaði ég vélina og rak augun í ýmsa kosti sem ég sá strax; rafgeymirinn er á góðum stað og auðvelt að komast að honum, geymslukassi fyrir verkfæri er á þægilegum stað ofan á dísilolíutankinum og gott aðgengi er að glussatengingum aftan á vélinni. Einnig var ég ánægður að sjá að gult blikkljós er staðalbúnaður á þessari vél, en ég hvet menn til að kveikja á gula blikkljósinu þegar ferðast er á dráttarvélum úti á þjóðvegi þrátt fyrir að í lögum sé það bannað. Það er mitt persónulega mat að þetta sé spurning um öryggi fyrir aðra vegfarendur en ekki lög sem eru í raun ólög. Dalbæjarvélin kostar með öllum aukabúnaði Aukabúnaðurinn sem er á Claasvélinni á Dalbæ er ámoksturstæki, loftkæling (inni í stýrishúsinu), auka vinnuljós við stefnuljós að framan, auka vinnuljós áföst ámoksturstækjum (mjög sniðugur búnaður) og valrofi sem skiptir stjórnun á milli ámoksturstækja og rafstýrðu vökvaúrtaka að aftan. Eins og hún stóð þarna á hlaðinu Krónur er ekki slæmt verð fyrir svona vel útbúna vél. Auðvelt er að komast í öryggisboxið fyrir rafmagnið. á Dalbæ kostar Claas-vélin með öllum aukaútbúnaði og vildi Jón Viðar meina að eins og vélin sín væri hún töluvert ódýrari en sambærileg dráttarvél með sama búnaði. Eftir að hafa skoðað vélina nokkra hringi fór ég smá hring (engin vinna og mundi flokkast undir óþarfan montrúnt ). Strax og ég bakkaði vélinni til að snúa við varð ég hrifinn af útsýninu aftur fyrir hana og í speglunum, sem eru mjög góðir. Svo er líka hægt að snúa ökumannssætinu í u.þ.b gráður til hægri og læsa því þar, en í þessari stöðu með sætið er mjög gott Snilldarlausn, loftboxið og fremri kælikassinn á lömum. að vinna ef maður er með eitthvað aftan í vélinni. Aðgengi að öllum stjórntækjum er mjög gott, sérstaklega að stýripinnanum fyrir ámoksturstækin, en í honum er líka gírskiptirinn. Í þessum litla akstri mínum fann ég samt að það er töluverður munur á venjulegri kúplingu og rafmagnskúplingunni sem er í þessari vél (erfitt að lýsa í orðum, en nákvæmari og auðveldara að snuða þessari rafmagnskúplingu en mörgum öðrum sem ég hef prófað). Útsýni aftur fyrir til að bakka að tæki sem tengja á aftan í vélina er sennilega betra á þessari vél en Myndir / HLJ Rauði takkinn neðst til vinstri er gírskiptirinn, en hér fyrir ofan hefði mátt vera ljós. nokkurri annarri sem ég hef prófað, en sætið er svo aftarlega og ekkert fyrir sem skyggir á útsýnið niður á þrítengið eða krókinn. Inni í vélinni er gott aðgengi að öllu og sem dæmi er óvenjulega þægilegt að komast að rafmagnsöryggjaboxinu miðað við það sem ég hef séð áður. Stýrishúsið er rykhelt og ætti kælingin að koma sér vel á heitum sumardögum við heyskap eða sambærilega vinnu með kælingu inni í stýrishúsinu og ekki skemmir að í litlu hólfi undir stýrinu er pláss fyrir eins og hálfs lítra flösku í kæli. Í spjalli við Jón Viðar sagðist Vélaprófanir Hjörtur L. Jónssonson hlj@bondi.is hann hlakka til að fara að vinna alvöru vinnu á vélinni og kynnast henni betur. Það eina sem hann geti sett út á vélina væru smáhlutir, svo sem að honum fyndist vanta ljós niður á stjórnborð hægra megin við ökumanninn, og of sterk ljós frá sumum rofum inni í vélinni í svarta myrkri. Gott aðgengi undir vélarhlífina til að þrífa Oft er erfitt að þrífa í kringum vatnskassann hey og önnur óhreinindi sem vilja safnast þangað, en Claas er með fína lausn á þessu með því að vera með loftboxið og fremri vatnskassann á lömum, sem gefur manni gott aðgengi að þrífa þetta svæði. Mönnum til fróðleiks er orsök 75% íkveikja og bruna á dráttarvélum sú að við smá neista er eldsmatur sem kveikir mikið bál, en með reglulegum þrifum getur maður lágmarkað þá áhættu. Claas Arion 430 ISO og CIS vélarnar eru vel útbúnar með m.a. 130 hestafla vél, 16 gíra kassa, fjögur vökvaskipt drif, rofa í afturbrettum til ræsingar og stöðvunar á aflúrtaki og til að stjórna beisli, loftfjaðrandi sæti með snúning, farþegasæti með öryggisbelti, útvarp og MP3- geislaspilara, gegnsæja topplúgu (sem opnast meira en 45 gráður) og beisli að aftan með 6,2 tonna lyftigetu. Ýmislegt fleira er staðalbúnaður sem mætti nefna, en fyrir áhugasama bendi ég á heimasíðu Vélfang á vefsíðunni Claas-dráttarvélar eiga ekki langa sögu á Íslandi, en sú fyrsta mun hafa komið til landsins Árið áður festi Claas kaup á Renaultdráttarvélaverksmiðjunum og hóf af framleiða dráttarvélar og því er dráttarvélananafnið Claas frekar ungt. Öllu þekktari eru baggabindivélar og rúlluvélar með nafni Claas, en fyrirtækið var stofnað 1913 og verður því 100 ára á þessu ári. Verksmiðjan er stærsta fjölskyldufyrirtæki í heiminum sem framleiðir landbúnaðarvörur, en það er með yfir starfsmenn í vinnu. Laugar landsins Skeiðalaug Skeiðalaug er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, nánar tiltekið í Brautarholti við þjóðveg númer 30. Laugin var tekin í notkun árið 1975 og hefur þjónað heimamönnum og gestum síðan þá. Laugin er 16,68 metrar að lengd og átta metra breið og umhverfi hennar allt hið snotrasta. Við laugina er heitur pottur og rúmgóð vatnsgufubaðstofa. Í næsta nágrenni er síðan tjaldstæði, íþróttavöllur og félagsheimili. Að vetrum er Skeiðalaug opin á fimmtudögum frá til Yfir sumartímann er laugin opin frá til á virkum dögum nema mánudaga en þá er lokað. Um helgar er opið frá til Nánari upplýsingar má fá í síma eða með pósti á netfangið eythorb@ skeidgnup.is

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Bærinn er landnámsjörð, en þar nam land Þrándur mjöksiglandi. Ingvar Þrándarson er uppalinn í Þrándarholti en Magnea Gunnarsdóttir á Selfossi. Foreldrar Ingvars, Þrándur og Guðrún, ráku þar áður bú en árið 2001 stofnaði sonur þeirra, Arnór Hans, og Sigríður Björk kona hans félagsbú með þeim. Árið 2008 tóku Ingvar og Magnea við af Þrándi og Guðrúnu. Býli? Þrándarholt 4. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Ábúendur? Ingvar Þrándarson og Magnea Gunnarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börn Ingvars og Magneu eru Þrándur (8 ára), Eyrún Huld (5 ára) og Snorri (2 ára). Einnig býr þar hundurinn Dimma (1 árs). Stærð jarðar? Um 200 ha. Gerð bús? Við rekum kúabú í félagsbúi ásamt bróður Ingvars og konu hans, þeim Arnóri Hans Þrándarsyni og Sigríði Björk Marinósdóttur í Þrándarholti 3. Einnig eru á bænum nokkrar kindur og hestar. Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkandi kýr eru um 70, naut í uppeldi um 40, hrossin eru 17 talsins og kindurnar 26. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Bræðurnir skiptast á um að sinna bústörfum og vinna við smíðar en þeir reka smíðafyrirtæki samhliða búinu. Bústörfin eru eins og gefur að skilja ólík eftir árstíma. Farið er í fjós kvölds og morgna og öðrum bústörfum sinnt. Magnea og Sigríður Björk vinna báðar utan heimilis, sú fyrrnefnda sem tónlistarkennari og hin sem leikskólakennari. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þegar vel gengur í fjósi er gaman. Einnig eru vorverkin sauðburður og heyskapur skemmtileg. Leiðinlegast er þegar illa gengur í fjósi. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu móti vonandi verða þó kýr og kindur eitthvað fleiri. Svo mætti vel hugsa sér örfá hænsni handa Sirrý. Þrándarholt Hundurinn Dimma og og börnin þrjú. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru á góðu róli. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í fram tíðinni? Við teljum landbúnaðinum best borgið utan veggja Evrópusambandsins. Mikilvægt er að stuðla að framþróun í framleiðsluháttum og markaðssetningu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt okkar er gott og einnig mjólkurafurðir. Að öðru leyti er mikilvægt að leita stöðugt nýrra tækifæra í útflutningi og halda á lofti sérstöðu íslenskra afurða. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Gottaostur og krakkalýsi. Einnig smjörvi, íslenskt smjör og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ribeye-biti, grillaður. Einnig er yngri kynslóðin hrifin af lasagna. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við prófuðum olíurepju á akrinum við Stöðulfell í Þjórsárdal. Vítamínsprengjur milli mála Drykkir úr ávöxtum eru mjög hentugir á milli mála til að seðja sárasta hungrið og eru margir þeirra mjög mettandi í þokkabót. Allir eru þeir stútfullir af vítamínum og aukaorku fyrir daginn og kjörið fyrir hvern og einn að finna sína réttu blöndu. Ananasdrykkur fyrir 2 Nokkrir ísmolar 400 g mjög vel þroskaður ananas, afhýddur, kjarnhreinsaður og saxaður 1 stór, mjög vel þroskaður banani 100 ml hreinn appelsínusafi 50 ml sojamjólk (má sleppa) Aðferð: Setjið ísmola í blandara og hellið svolitlu af safanum út á. Blandið í nokkrar sekúndur. Afhýðið ananasinn, kjarnhreinsið og skerið í bita. Setjið ananasinn út í blandarann ásamt afganginum af appelsínusafanum. Blandið í um 30 sekúndur eða þangað til það er silkimjúkt. Afhýðið bananann og bætið honum út í ásamt sojamjólkinni. Blandið í um 10 sekúndur. Bætið meira af sojamjólkinni saman við ef þið viljið þynnri drykk. Berið fram strax. MATARKRÓKURINN Kíví- og límónusafi fyrir 2 3 vel þroskuð kíví, afhýdd og skorin í stóra bita 150 ml eplasafi (eða 1 sætt epli, þvegið og skorið í stóra bita) 2 lúkur græn vínber (steinalaus), þvegin (má nota 100 ml epla safa til viðbótar í staðinn) safi úr einni límónu Aðferð: Ef notuð er safapressa: Þvoið vínberin vel og eplið og skerið í stóra bita. Setjið eplið og vínberin í safapressu. Farið í lið 5 og haldið áfram með uppskriftina. Ef notaður er blandari eingöngu: Afhýðið kívíið, skerið í stóra bita og setjið í blandarann. Blandið í 2 sekúndur (fræin mega ekki maukast í sundur því þá verður drykkurinn bitur á bragðið). Bætið límónusafanum, vínberjasafanum (ef notaður) og eplasafanum út í. Blandið í aðrar 2 sekúndur (eða hrærið með stórri skeið). Hellið í glös og berið fram strax. Uppskriftir af cafesigrun.com. /ehg Drykkina er hægt að útbúa í öllum regnbogans litum og blanda saman ávöxtum og grænmeti. Mynd / Ny Nordisk Mat

43 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að safna peningum í vetur Gísli Már Kjartansson er ellefu ára gamall nemandi í Grunnskólanum annars skemmtilegast í skólanum er að vera með vinum sínum og að spila fótbolta í frímínútum. Nafn: Gísli Már Kjartansson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Sandgerði. Skóli: Grunnskólinn í Sandgerði. skólanum? Tölvufræðsla og að spila fótbolta í frímínútum. Svo auðvitað að vera með vinum mínum. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: BlazRoca. Uppáhaldskvikmynd: The Dictator. Hún er svo fyndin. PRJÓNAHORNIÐ Fyrsta minningin þín? Þegar ég var í hoppukastala með systrum mínum, Rögnu og Svanlaugu. hljóðfæri? Ég er að æfa Tae kwon do. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að spila Minecraft og svo er líka gaman að læra í henni líka. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Lögfræðingur. Því að þar eru svo góð laun, ég ætla ekki að vinna og vinna fyrir lítinn pening. Ég vil góðan pening. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Farið upp á þak og þjófavörnin fór í gang og þá komu gæjar frá Securitas. Þá hlupu ég og vinir mínir í burtu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að synda ferðir fram og til baka. Sjal með pífu Garn: 3 dokkur Fifa mohair frá garn.is Prjónar: 60 cm hringprjónn nr. 4,5 Eitt prjónamerki Sjalið er prjónað með garðaprjóni, þ.e. prjónað slétt í báðar áttir og notaðar Short rows stuttar umferðir, til að búa til pífuna. Fitjið upp 16 L 1. prjónn: pr 2L, setjið prjónamerki, pr 14 L 2. prjónn: pr 10L, snúið við með því að slá bandinu á bakvið elleftu L. Þannig sleppið þið við að fá gat þar sem snúið er við. 3. prjónn: pr 10L 4. prjónn: pr 16L 5. prjónn: pr 2L, aukið út um 1L, færið prjónamerkið, prjónið 14L 6. prjónn: prjónið 10L, snúið við og munið að slá bandinu bakvið elleftu lykkjuna. 7. prjónn: pr 10L 8. prjónn: pr 17L 9. prjónn: pr 3L, aukið út um 1L, færið prjónamerkið, pr 14L 10. prjónn: pr 10L, snúið við 11. prjónn: pr 10L Endurtakið þetta þar til lykkjurnar á prjóninum verða 111. Þá er byrjað að taka úr í stað þess að auka út. Það er tvær síðustu L áður en komið er að prjónamerkinu eru prjónaðar saman og þá eiga 14 L að vera eftir að brúninni á pífunni. Takið úr þar til 16 L eru eftir og fellið þá af. Ef þið viljið hafa sjalið stærra er auðvitað hægt að prjóna fleiri umferðir áður en farið er að taka úr. Sjalið á myndinni er u.þ.b. 140 cm á breidd og 60 cm á sídd. Gísli Már ætlar að verða lög fræðingur þegar hann verður fullorðinn því í faginu eru svo góð laun. í vetur? Ég ætla að safna pening því mig langar í vélsleða og svo ætla ég að leika við vini mína. /ehg Upplýsingar og pantanir í síma Auglýsing um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt Bændasamtök Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í nautgriparækt samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 1084/2012. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu Tímaáætlun verkefnisins Fjárhagsáætlun verkefnisins. Hvernig verkefnið nýtist nautgriparæktinni. Hvar og hvernig niðurstöður verða kynntar Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, bessast@simnet.is Umsóknum skal skilað fyrir 15. mars n.k. til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllin v/ Hagatorg, 107 Reykjavík. (Merkt: Umsókn um þróunarfé) Hagaís unninn úr sauðamjólk Ábúendur að Syðri-Haga á Árskógsströnd tóku þátt í þróunar verkefninu Sauðamjaltir á árunum Verkefnið miðaði að því að festa framleiðslu sauða- og geitamjólkur í sessi og auka þekkingu og reynslu bænda á sauða mjöltum. Alls mjólkuðu ábúendur lítra af sauðamjólk á þessu tímabili. Mjaltatímabilið er frá lokum ágúst og fram í október. Einnig voru geitur mjólkaðar árið Mjólkursamlagið í Búðardal gerði osta úr mjólkinni en þegar verkefninu lauk bauðst framleiðendum mjólkurinnar verð fyrir mjólkina undir framleiðslukostnaði. Ábúendur hafa síðan þá leitað leiða til að nýta þessa frábæru afurð, en í mjólkinni er mun meira prótín og fjölómettaðar fitusýrur en í kúamjólk og þrefalt meira af C vítamíni, útskýrir Gitta Unn Ármannsdóttir, ábúandi á Syðri- Bændasamtök Íslands Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Haga, og segir jafnframt; Síðastliðið haust var hafist handa við að þróa ís í samstarfi við Holtselsís undir merkinu Hagaís/Holtsel og eru þrjár bragðtegundir nú þegar komnar á markað; bláberja, jarðarberja og vanillu. Í framleiðsluna er notaður ávaxtasykur og hentar hann því einnig fólki með sykursýki. Mörg dæmi eru um að fólk sem er með ofnæmi/ óþol fyrir kúamjólk þoli afurðir úr sauðamjólk. /ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Íslensk hönnun Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramiker á og rekur vinnustofuna Stúdíó Subba í Hamraborg í Kópavogi. Hún vinnur mest með postulín en einnig hefur komið glerlína á markað undir hennar merkjum. Kristín er mest þekkt fyrir nýstárlega bollagerð en einnig hefur hún verið dugleg í gerð skúlptúra. Upphaf: Ég lærði í leirlistardeild Mynd- og handíðaskólans en svo fór ég til Danmerkur árið 1999 í Danmarks Designskole þar sem ég var aðallega í verknámi á gifs- og glerverkstæði. Þegar ég kom heim frá Danmörku byrjaði ég að vinna með nokkrum leirlistakonum í Kópavogi á vinnustofu sem heitir Skruggusteinn, sem var skemmtilegt tímabil. En sköpun mín og framleiðsla er plássfrek og getur verið mjög óþrifaleg, oft rykar mikið upp og verður töluvert subb í kringum mig. Þar sem mér finnst gott að vinna ein sló ég til í einu bjartsýniskastinu og keypti mér húsnæði fyrir nokkrum árum þar sem reynist dásamlegt að vinna, þar er falleg birta og friður. Hráefni: Ég vinn mikið með gifs, bý til grunnform úr gifsi og einnig mót sem ég steypi postulínið í. Ég vinn nytjahlutina yfirleitt úr postulíni eða steinleirsmassa, skúlptúrana vinn ég aðallega í japanskan steinleir. Einnig nota ég ljósmyndir sem ég vinn í Photoshop og sendi til Belgíu þar sem búnir eru til transferar sem ég brenni ofan í glerunginn á mörgum þrívíddarverkum sem ég vinn. Innblástur: Ég á mjög erfitt með að skilgreina hvaðan ég fæ innblásturinn sem skilar sér beinustu leið úr huganum í gegnum hendurnar og á vinnuborðið hjá mér. Það er ekki beinlínis þannig að ég fari í gönguferðir til að fiska upp form eða áferð heldur eru það kannski margir þættir sem vinna saman, til dæmis stemning, litir og birta. Sniðug hugmynd getur alveg eins skotið upp kollinum á meðan ég hlusta á útvarp eða vel mér appelsínur í Fjarðarkaupum. Ég er mikið með hugann við vinnuna mína og er stöðugt að þróa og hugsa. Síðan breytast hugmyndir yfirleitt í samráði við efnið sem ég nota, það virðist stundum eins og leirinn hafi sjálfstæðan vilja. Ég hef alltaf áhuga á því gráa svæði þar sem nytjahlutir og skúlptúrar mætast og hef ég einmitt verið að skoða þau mörk í mínum verkum. Fram undan: Í byrjun febrúar verður opnuð sýning sem ég tek þátt í og er hluti sýningar frá Hönnunarmars í fyrra sem bar heitið HANDLEIKIÐ, en þá sýndi ég ásamt finnskum hönnuði, Pekka Tapió Pykkonen. Fór sú sýning eftir Hönnunarmars í sendiráð Íslands í Finnlandi og heldur nú í annað sýningarrými í Helsinki. Mér finnst gaman og nauðsyn legt að gera tilraunir með efni og form. Ég fer til Berlínar á vinnustofu í apríl því það er bæði hollt og hressandi fyrir hugann að breyta reglulega um umhverfi. Ég hef verið svo heppin að komast á vinnustofur erlendis og hef meðal annars þrisvar farið til Japans á vinnustofu. Það hefur verið mjög lærdómsríkt, þar er keramikhefðin rík og gott að læra og kynnast annarri menningu og siðum. Svo kynnist maður frábærum listamönnum og eflir tengslanetið. Ég er í sambandi við mikið af góðu fólki sem ég hef kynnst af ýmsum þjóðernum. Margir hafa komið til Íslands til að vinna og aðrir í heimsókn til að skoða landið. Síðan er nýr Hönnunarmars handan við hornið, þar munum við stöllur sem rekum Kirsuberjatréð vera með sýningu í búðinni þar sem við ætlum að leika okkur með ýmiss konar speglun. /ehg Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramiker hefur rekið sitt eigið fyrirtæki í tæp 10 ár en að auki hefur hún kennt í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Listaháskólanum. Jafnt nytjahlutir sem hversdagsskraut Þetta endurvinnsluverk gerði Kristín fyrir Hönnunarmars í fyrra. Glerlína Kristínar hefur verið vinsæl, en hún er blásin í Póllandi. Mynd / Guðmundur, Ímynd Skúlptúr eftir Kristínu þar sem ljósmynd er brennd í glerunginn.

45 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Ford Explorer, árg. 97, bensín. Ekinn Verð kr Uppl. í síma DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Weckman sturtuvagnar, 10 tonn. Verð kr ,- með vsk. 12 tonn. Verð kr ,- með vsk. Tilboð. Frír flutningur í heimabyggð. H. Hauksson ehf. Sími Haughrærur 5,6 til 7,6 metra. Búvís ehf. Sími Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla rafhlöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Rafhlöður, eldvarnir ofl. Sjá á eða í síma eftir kl og um helgar. Fjarstýrð myndavél í útihúsin. Snýst í allar áttir. Hægt að fjarstýra úr hvaða tölvu eða snjallsíma sem er. Tilvalið til vöktunar á dýrum. Nánari uppl. á Marktorg ehf. Sími Weckman flatvagnar. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Úrval snjóplóga. Búvís ehf. Sími Til sölu Nissan Terrano 3,0 ekinn 206 þús. bsk. 7.manna. Nýtt olíuverk. Í góðu standi. Gott eintak. Verð tilboð. Gsm: Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s www. brimco.is Nýr Belarus , verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c, 201 Kópavogur. Uppl. í síma Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur framleiddar skv.reglum FEIF. Gangur 4 skeifur með sköflum aðeins kr Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið frá kl.13-16:30 Rýmingarsala. Þýskir gæða snjóblásarar frá ALKO með rafstarti. Fullt verð kr. 199 þ. Rýmingarsöluverð kr. 119 þ. Þú sparar kr. 80 þ. Topplausnir ehf. Smiðjuvegi 40, sími RYÐFRÍIR HITAKÚTAR 2ja öxla kerrur, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Verð frá kr m. vsk. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Sími / hak@hak.is / www. hak.is Bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Mikið úrval, margir litir. CE merktar. Hagstætt verð. Hýsi-Merkúr hf. Sími / hysi@hysi.is Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4 diseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. Sími / netfang: hak@hak.is / vefsíða: www. hak.is MMC Pajero GLS, 3.2 dísel DID, árg. 2004, 33" breyttur, sjálfskiptur. Mjög gott eintak og lítið ekinn. Góð dekk, dráttarkúla. Er í Skagafirði. Verð kr Uppl. í síma Úrval af girðingaefni til sölu. Túnnet er frá kr./ 9.900,- /stk. ÍsBú alþjóðaviðskipti, Síðumúla 31, 108 Reykjavík, sími / isbu@isbutrade. com / / Umboð á Austurlandi: Austurvegur 20, Reyðarfjörður. Sími og MÁLUM, SMÍÐUM ALLT Málum inni og úti. Múr og sprunguviðgerðir. Smíðavinna Skiptum um og lagfærum glugga,hurðar og þak. Viðbyggingar,klæðningar Einangrun. Steinlögn (garðvinna) Á sumrin þarf að panta tíma í það. Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Sími www. brimco.is Opið frá kl.13-16:30. Margra ára starfsreynsla. Flott verk Skrifstofa Hanna Þjónustubíll Ísfeld Cemtec sænskar hóffjaðrir. Góðar fjaðrir í stærðum E4 og E5 og slim ESL-3, ESL-4 og ESL-5. Pakkinn 250 stk. kr Magnafsláttur. Sendum um land allt. Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. Sími opið frá kl.13-16:30, Kranzle háþrýstidæla 1151T. Verð frá kr fyrir utan vsk. Búvís ehf. Sími Traktorsdrifnar rafstöðvar, 10,8 kw upp í 72 kw. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn / mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað o.fl. Verðdæmi: (42 KWA) 33.6 KW = vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf, Sími: , netfang: hak@ hak.is, vefslóð: Til sölu 10 stk. DeLaval Maestro mjaltatæki, sem inniheldur rústfrían skáp, rafræna skráningu á nyt, þvottastatíf, harmony plús mjaltakross og sjálfvirkan aftakara. Uppl. í síma Til sölu Peugot 407, árg. 02. Ekinn dísel. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Polaris 500 sexhjól, árg. 05, ekið km. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Patrol 40". Ekinn km. 170 lítra tankur. Læst drif, GPS. Loftdæla. Lægri milligír. Kastarar. Tilbúinn að taka fjórhjól upp í. Verð kr Einnig Ferosa, sk. 14. Verð kr Uppl. í síma

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar 2013 Til sölu fjórhjól, Suzuki 700, árg. 2006, 28" dekk. Ekið km. Verð kr. 700 þús. Uppl. í síma Til sölu Hobart hrærivél með 80 og 60 lítra pottum. Hafið samband í síma eða Til sölu New Holland BR 560A rúllusamstæða, árg. 2008, notuð ca rúllur. Vél í góðu standi og alltaf verið geymd inni. Uppl. í síma Abbey tankur 7000 lítra. Jötunn Vélar ehf. Vélasala, sími , jotunn.is Pajero GLS 2005, 7 manna. Dísel, sjálfskiptur, ekinn 134 þ. km. Ásett verð kr þ. Tilboðsverð kr Eyðsla lítrar Uppl. í síma Til sölu Revent bakaraofn, nýlega yfirfarinn og í góðu standi. Hafið samband í síma eða BOGS stígvél. Mjúk og hlý, Þola -40 stiga frost. Létt á fæti og renna ekki í hálku. Gott grip og góður sóli. Uppl. í síma , Einar Sörli. Tudor rafgeymar. Seljum rafgeyma í margar gerðir ökutækja og vinnuvéla. Einnig hleðslutæki í úrvali. Jötunn Vélar ehf., 800 Selfossi, sími , Phosforeimer-steinefnafötur. Í kjölfar umræðu um fosfórskort á Norður- og Vesturlandi viljum við vekja athygli á Phosforeimer steinefnafötum með 10% fosfór og 7,5% magnesium innihaldi. Söluaðilar: Fákasport Akureyri, Vélaval Varmahlíð, Landstólpi Egilsstöðum og Gunnbjarnarholti. Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti, 801 Selfoss. Sími , netfang: landstolpi@landstolpi.is Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum. Einnig háþrýstar dælur, frá 2 sem henta mjög vel í að brjóta upp haug. Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað. Hákonarson ehf. Sími: , netfang: hak@hak.is, vefsíða: Til sölu Landcruiser 120 LX, árg 2005, ek. 180 þ. km, 33/35" breyting. Vel með farinn bíll og gott viðhald, nýskoðaður. Einn eigandi frá upphafi. Verð kr Helst bein sala. Uppl. í síma eða , Oddur. Hjólbörur, 255 lítra með sturtum. Verð kr kr. Sími eða Er hálkan til ama? Eigum til skrúfaða ísnagla í ýmsum lengdum fyrir dráttavéla- og vinnuvéladekk. Einnig nagla til að skrúfa undir skó. Sænsk gæðavara. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , Rúllugjafahringir Eigum á lager rúllugjafahringi fyrir nautgripi og tvær gerðir fyrir sauðfé. Hagstætt verð. Landstólpi ehf. Gunnbjarnarholti, 801 Selfoss. Sími: , netfang: landstolpi@landstolpi.is Hjólbörur 100 lítra plast. Verð kr Sími eða Fánar og veifur í úrfali Kerruleigan í Víðidal. Nýjar vandaðar 3ja hesta kerrur í kerruleiguna sem er á móti dýraspítalanum. Aðeins 740 kg. Góðar í drætti. Tryggðar. Erum einnig með 4 hesta kerru. Hagstætt verð og sveigjanleiki. Símar og Geymið númerin. Erum að ganga frá næstu pöntun á King gúmmíbátum. Þeir sem ganga frá pöntun núna geta valið stærð, útfærslu og liti án aukakostnaðar. Áhugasamir hafið samband í síma eða sendið póst á sala@ svansson.is Nánar á is Til sölu Ford Escape LTD, árg. 05, ekinn 85 þ. km, 4wd. Leðursæti, sóllúga, 6 diska spilari, krókur o.fl. Nýjar legur og bremsudiskar að framan, nýjar drifsk. upphengjur o.fl. Verð kr þ. Netfang: geirottarr@ yahoo.com, sími , Rvk.. Vorverkin nálgast! Erum að undirbúa pöntun á tindum, hnífum, festingu o.fl. fyrir vor- og sumarvertíðina. Til að gera innkaup sem hagkvæmust þá væri gott að fá fyrirspurnir varðandi sérpantanir sem allra fyrst. Vélaval Sími netfang: velaval@ velaval.is MMC Pajero, árg. 96, ekinn 267 þús km, 3,5 ltr, 33" dekk. Sjálfsk m. dráttarb, leðurákl. og fjarstarti. Sk Verð kr. 600 þús. Sími Renault Laguna Berline, árg. 2003, ekinn 123 þús km. Rúmgóður á góðum dekkjum. Ný tímareim. Tilboð kr Sími Fóðurvagn. Ummál í mm. 1200x630x800. Verð kr kr. Sími eða Valtra 6850 árg Jötunn Vélar ehf. vélasala, sími , jotunn.is Case 4240 árg Jötunn Vélar ehf. Vélasala, sími , jotunn.is Olíur og síur. Olíur og síur á traktora og vinnuvélar. Einnig sérpantanir á olíusíum og vökvasíum. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , Vélahitarar. Eigum á lager blokkarhitarasett fyrir Perkins dísilvélar. Sænsk gæðaframleiðsla. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , www. jotunn.is Orkel GP1250 rúlluvél, árg. 2000, Jötunn Vélar ehf. Vélasala, Jotunn.is Fánasmiðjan er með mesta úrval fána á landinu. Ef hann er ekki til þá búum við hann til! Kannið málið á fanar.is eða hafið samband í síma Til sölu MMC Pajero 3,2 DID, sjálfskiptur, ekinn 189 þús km, leðurinnrétting, 7 manna. Gullfallegt eintak. Verð: Athuga skipti. Uppl. gefur Bílasalan Start í síma V é l a s k e m m u r Heitgalvaniseruð grind. Verð m. vsk. Miðað við gengi m² Væntanlegt. 45m² Væntanlegt. 45m² Hátt. Til á lager. 120m² x12m 210m² x21m hysi@hysi.is Til sölu Plastrimlagólf! Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimplastrimlagólf! Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari uppl. í síma og Jón bóndi og Jötunn vélar. Til sölu 2x4 láglínumjaltakerfi ásamt 8 Harmony mjaltatækjum og ryðfrírri innréttingu í mjaltabás. VP-76 3ja fasa sogdæluúthald, stór De-Laval endaeining, 3ja fasa mjólkurdæla og tölvustýrð SAC þvottavél. Einnig Nedap kjarnfóðurbás með 35 hálsböndum og nemum. Uppl. í síma Ástralskir fjárhundar. Til sölu 4 yndislegar Aussie tíkur með ættbók frá HrfÍ. Tilbúnar til afhendingar. Uppl. gefur Gréta Björg í síma eða í netfangið greta@trefag.is Húsbíll. Til sölu Ford E 150 Econoline, árg. 93, ek mílur, 351 EFI hlutföll, læsingar lowgír, aukatankur, breyttur 44" en er á 39,5". Uppl. í síma McCormick MC115, árg Jötunn Vélar ehf. Vélasala, sími , jotunn.is Verkfæri. Gæðaverkfæri frá Toptul, handverkfæri, topplyklasett, skrúfstykki, herslumælar, verkfæraskápar o.fl. Jötunn Vélar ehf., 800 Selfossi,sími , Timbur 32 x 100 mm. Verð kr. 250 lm með vsk. 25 x 150 mm. Verð kr. 230 lm með vsk. H. Hauksson ehf., Sími

47 Bændablaðið Fimmtudagur 7. febrúar Fjórhjól til sölu! Er með spili og dráttarkúlu. Götuskráð, '98 árg. Hefur staðið inni í nokkur ár. Er af gerðinni Mountain Lion. Ný yfirfarið. Frekari uppl. í síma Falleg Toyota Hilux bifreið, árg. 2007, ekin km til sölu. Bifreiðin er breytt fyrir 33 dekk og henni fylgja ný nagladekk á felgum auk sumardekkja á felgum. Bíllinn er leðraður og er í toppstandi. Búið að skipta um tímareim o.fl. Ásett verð er kr Uppl. í síma Til sölu afturbretti á Ferguson 135, árg Uppl. í síma , Jóhannes. Til sölu heyrúllur, áborið hey. Er í nágrenni Selfoss. Einnig Welger RP 12 rúlluvél og MF 135 árg. 1969, þarfnast uppgerðar. Sími Til sölu. Grafa, vörubíll og jeppi. Akerman H14, 34 tonn, gangfær, mótor keyrður ca. 500 tíma. Talsvert af varahlutum. Benz 2226, 6x4, árg.1987 m. krana og góðum palli á góðum dekkjum. Gangfær, eitthvað er til af varahlutum í hann. Patrol, árg. 1998, 2,8 td 35" breyttur. Uppl. í síma Skagstrendingur (trefjaplast). Haffæri til feb Var á Strandveiðum Buch vél, 36 hö (nánast önnur vél í varahluti) 12 volt og 24 volt. Lengd 6,35 breidd 2,03 m, 2,35 brt. 2 tölvurúllur, 1 DNG 5000 og 1 sænsk fylgja. GPS. AIS, dýptarmælir, talstöð, vatnsmiðstöð í húsi. Kerra fylgir. Engin skipti. Verð kr þús. Uppl. í síma Til sölu Skidoo Grand Touring 800cc, árgerð Tæki í toppstandi. Verð kr Uppl. í síma Hey til sölu. Er með til sölu allt að 80 heyrúllur til afgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Uppl. í síma Hvolpar til sölu. Border Collie hvolpar, blandaðir, 1/4 íslenskir. Vilja komast á góð sveitaheimili. Sími , myndir á: finnbogib/ Hross til sölu. 6 og 7 v. skjótt, litförótt og bleikálótt, tamin. 4-5 v. litförótt og skjótt. 2 folöld, brúnlitförótt og bleikálótt. 3 stóðhestar. 2. v. brúnlitföróttur. 7 v. rauður litföróttur og 5 v. brúnn, Fjalar undan Fróða og Fjöður, til sölu eða leigu. Get tekið hey uppí. Uppl. í síma eða Til sölu öflugar bílalyftur, 4 og 5 tonna. Vökvadrifnar, gólffríar, tveir tjakkar. Fimm lyftur á lager. Sími Til sölu IH-434, árg. 67. Þarfnast smá lagfæringa. Uppl. í síma Góður jepplingur. Ford Explorer, árg Ekinn u.þ.b km. Er á nýjum Cooper dekkjum. Lítur vel út og vel við haldið. Uppl. í síma , Halldór. Til sölu Walker Turner trésmíðavélar, USA. Borðfræs, borðsög, þykktarhefill, planari og bandsög. Vélar síðan 193X, í góðu standi, 220V, 3fasa. Ódrepandi tæki. Uppl. í síma og á lavaland@lavaland.is - er í Grundarfirði. Gott veri blessað árið. Til sölu MF-350, árg. 86 Verð kr MF-135 með tækjum árg. 72. Verð kr Case traktorsgrafa, 2x4. Vélarvana. Verð kr Zetor Verð kr Sturtuvagn. Verð kr IH baggavél. Verð kr Rúmlega fokhelt 30 ferm. hús. Verð kr Gæruskinnsúlpa sem ný frá Skjólfatagerðinni, blá. Verð kr Á sama stað óskast einskera plógur. Uppl. í síma Til sölu vinnu vélsleði Polaris Widetrak LX í góðu standi á kr , 500CC 44hp. Þetta er tveggja manna touring sleði sem gott er að ferðast á, hátt og lágt drif og bakkgír. Er skráður Framleiðsluár er Nýtt húdd fylgir, gamla er lélegt. Uppl. í síma Til sölu De-Laval mjalta og brautarkerfi fyrir 50 bása með C-200 þvottavél og Harmony plús. Einnig lokaður Paco mjólkurtankur 2200 l. með þvottavél með sápu og sýru skammtara. Uppl. í síma Til sölu 80 stólar, 14 borð, 120 x 70 cm, 15 borð 70 x 60 cm og 40 tréstólar. 10 rúm, 20 sængur og koddar, 2 stálborð og stálvaskur. Vandaðar búðarhillur sem henta vel í geymslur og fl. Varmadæla, loft í vatn. Gaseldavél, gaspanna, djúpsteikingarpottur, gufuofn, uppþvottavél og háfur. Upp. í síma Til sölu hreinræktaðir Border collie hvolpar, fæddir 24. nóvember Foreldrarnir eru góðir smalahundar. Móðirin undan Tútú frá Daðastöðum og Collin frá Hafnarfirði. Faðirinn undan Dot frá Móskógum og Mac frá Eyralandi. Uppl. gefur Steini í síma eða steini@haukholt.is Til sölu. Rúmlega fm frístundalóð með gömlu húsi í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra, til sölu. Tilboð. Sími Til sölu hreinræktaðir Border Collie holpar undan öflugum smalahundum. 2 tíkur og 3 rakkar. Verð kr stk. Uppl. í síma Til sölu Hyundai H-100 sendibíll, árg. 04. Ekinn km. Ný vetrardekk. Verð kr Get tekið kerru upp í. Uppl. í síma , Magnús. Til sölu Dodge Ram 2500, árg. 2000, ekinn dísel. Er 44" breyttur, er á 42" dekkjum. Bremsukerfi og stýrisútbúnaður ný yfirfarinn. Uppl. í síma Til sölu Vekawi snjóblásari. Breidd 212 cm, hæð 80 cm. Vökvatúða er með úrtök til að hafa bæði að framan og aftan. Uppl. í síma Ljómandi góður Suzuki Vitara, árg. 96. Verð kr Case traktorsgrafa, 2x4, vélarvana. Verð kr og gömul hestarakstrarvél. Verð kr Uppl. í síma Til sölu. Tvær barnakerrur. Barnakerra, Eddy Bauer, létt og lipur - Barnavagn Touragoo, bæði lítið notað. Ódýrt. Uppl. í síma Hús til sölu á pick up. 158 x 162. Artic Cat 700 árg. 96. Tvöfalt sæti. Snjótönn með JCB festingum. Deutz- Fahr KM-22 sláttuvél og VW golf 1,4, árg. 02. Ekinn km. Get sent myndir. Uppl. í síma Til sölu mokstursvél, Toyota Bob Cat. Uppl. í síma Til sölu mjólkurtankar. Tilboð óskast í þrjá Mueller mjólkurtanka tankarnir eru allir í góðu standi. Tankur 1. Lokaður tankur með sjálvirkri þvottavél tekur lítra Tankur 2. einn gamall og ódrepandi tekur lítra Tankur 3. tekur 1200 lítra. Tankarnir eru staðsettir í Landeyjum. Nánari uppl. í síma Dráttarvéladekk. Til sölu notuð dráttarvéladekk, 16,9 x 30, kr og 11,2 x 24. Verð kr sími Vantar þig fjárhund? Hreinræktaðir Border Collie hvolpar, tilbúnir til afhendingar. Hafðu samband í síma eða Netfang: merki@centrum.is Til sölu innréttingar og tæki í mjaltabás DeLaval Tandem 2x3, afköst um 50 kýr / klukkustund. Tölvustýrður bás með öllu nema hálsböndum: Innréttingar, tvö aflestrarhlið, galvanhúðað, Alpro láglínumjaltakerfi, þvottavél, sápuskammtarar og vatnshitarar, plötukælir. Tvær Vp-76 sogdælur. Dælur og hitari eru 3fasa en 1fasa mótorar fylgja á sogdælur og tíðnibreytir á mjólkurdælu. Verð kr án vsk. Uppl. veitir Kristinn í síma Til sölu 3 holdakýr og 3 holdakvígur. Kelfdar. Bera í júní. Á sama stað óskast jarðtætari. Er á Norðurlandi. Uppl. í síma Jörð til sölu eða leigu í Þykkvabænum. Jörðin er um 70 ha, tvö góð einbýlishús og ágætis útihús, hesthús fyrir 10 hross. Erum opinn fyrir öllu tilvalið fyrir tvær fjölskyldur. Sími eða geit@internet.is Ford 350 til sölu, í mjög góðu ástandi, einn eigandi. Fluttur inn af Brimborg nýr. Óbreyttur og býður því upp á mikla möguleika. Uppl. í síma Þvottavél Amerísk gæðavara Haugsuga o.fl. landbúnaðartæki til sölu. Hispec 2500 Haugsuga ltr í toppstandi, lítið notuð. Básagrindur fyrir kýr og geldneyti. Fóðurkassar vatnsdallar ásamt flórsköfum og fleira. Heysisbíll Scania í góðu standi, mjólkurtankar og fleiri landbúnaðartæki. Uppl. í síma Óska eftir Óska eftir steinsög með 20 tommu blaði eða stærra. Uppl. í síma og Óska eftir að kaupa haugsugu/skádælu eða hræru. Uppl. í síma Kæri Halldór. Hönnuður óskar eftir að komast í samband við menn sem heita Halldór vegna verkefnis sem hann vinnur að. Hressir, gamlir, ungir, nefstórir, feitir, ljóshærðir, allavega, búsettir hvar sem er. Sami hönnuður óskar einnig eftir iðnaðarhrærivél. Vinsamlegast hafið samband í síma (Hanna). Afrúllari óskast til kaups. Þarf að vera í þokkalegu ástandi. Uppl. í síma Hakkavél með pylsustútum. Óska eftir gamaldags handsnúinni hakkavél með bjúgna- og pylsustútum til kaups. Upplýsingar í síma , Sigurður. Skófla fyrir Verachtert hraðtengi af 25 t gröfu óskast keypt. Má vera í lélegu ástandi. Einnig ódýr hnakkur og beisli. Upplýsingar á vefsíðunni horgsland. is og í síma Smágrafa. Vantar gúmmíbelti á smágröfu. Stærð: 300 x 52 x 82. Uppl. í síma Óska eftir boddýi af Toyota hilux, eða bíl með góðu boddýi, árg Breyttum fyrir 35" dekk og upphækkaður. Má ekki vera ryðgað. Uppl. í síma Atvinna Háskólanemi frá Bandaríkjunum óskar eftir starfi sem tengist íslenskum landbúnaði. Er í umhverfisfræðanámi og hefur bæði áhuga á úti- og innivinnu. Hefur reynslu úr ýmsum þjónustu-, verkamanna- og skrifstofustörfum. Getur byrjað fyrstu vikuna í júní og unnið til loka fyrstu viku september. Vinsl. sendið upplýsingar til Töru Allen í netfangið tallen@coa.edu 24 ára þýsk kona óskar eftir vinnu, helst á Vestfjörðum. Hefur unnið við barnapössun, eldamennsku og sveitastörf. Talar þýsku, ensku og smá íslensku. Uppl. í síma , Theresa. Ferðaþjónustan á Hörgslandi 1 óskar eftir starfsfólki í sumarstörf og einnig í 1 heilsársstarf sem felur í sér aðstoð við smíðar og öll störf við ferðaþjónustu og sveitastörf. Á sama stað óskast ódýr hnakkur og beisli. Uppl. á vefsíðunni horgsland.is og í síma Fertugur karlmaður óskar eftir atvinnu í sveit. Er vanur og með góð meðmæli. Uppl. í síma Óska eftir að ráða starfskraft til starfa á blönduðu búi (kýr, kindur og hross) á Vesturlandi. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Uppl. í síma , Kristinn. 37 ára gamall karlmaður óskar eftir vinnu á Íslandi. Hefur reynslu af starfi á kúabúi og í gróðrarstöð. Uppl. á netfangið alvaro.artigas@hotmail.com eða í síma ára búfræðingur óskar eftir vinnu í sveit á komandi sumri. Uppl. í síma , Magnús. 12 kg Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Þurrkari Amerísk gæðavara Vantar þig starfsmann? Nínukot aðstoðar við að finna starfsfólk fyrir almenn landbúnaðarstörf og ferðaþjónustu. Örugg og góð þjónusta. Uppl. í síma og á vefsíðu Nínukots, Tvo hunda vantar nýtt heimili. Er með rakka 6 ára (labradorblanda) og tík 5 ára (labrador) sem vantar að komast á annað heimili. Orkumikil, blíð og góð. Endilega hafið samband í síma Gisting Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Sér aðstaða. Uppl. gefur Sigurlína í síma Bændur! Þið eigið skilið að fara í frí frá búverkunum endrum og eins. Er með 67 fm íbúð til skammtímaleigu á Seltjarnarnesi. Bíll getur fylgt með. Verðið kemur á óvart. Uppl. í netfangið siggiggeirs@talnet.is eða í síma Jarðir Til sölu smájörð á Vatnsleysuströnd u.þ.b. 25 mín. akstur frá miðbæ Reykjavíkur og 10 mín. til Keflavíkur. Stórt íbúðarhús. Hentar vel sem gistiheimili. Uppl. í síma Bændablaðið Smáauglýsingar Safnarar Ætlar þú að henda jólakortunum þínum? Myndir þú ekki miklu frekar vilja láta þau til safnara? Ég safna nánast öllu. Að sjálfsögðu verður greitt fyrir eldgömul kort. Það er aldrei að vita nema að ég eigi eitthvað sem þig gæti vantað í staðinn. Uppl. í síma eða Aðalgeir á Mánárbakka. Þjónusta Tek að mér viðgerðir á flestum tegundum sjálfskiptinga. Hafið samband í síma til að fá uppl. og tilboð. HP transmission. Einar G. Akureyri. Reikningar og ábyrgð á öllum viðgerðum. Veiði Leiga á gæsaveiði. Hópur áhugasamra skotveiðimanna óskar eftir að leigja gæsaveiðiréttindi á jörð m góðum möguleika á veiði. Erum á Akureyri. Sími Silunganet-Silunganet. Eigum net til veiða undir ís. Heimavík, sími Magnús Geir Björnsson, Elvar Örn Birgisson og Brynjar Helgason, nemendur í Naustaskóla, með Sigurði Sigmarssyni sem ræður ríkjum í Höllinni við Dvalarheimilið Hlíð. Þeir halda á nýju hænsnasköfunni sem krakkar úr skólanum hönnuðu fyrir Sigga kóng. Mynd / MÞÞ Nemendur í Naustaskóla: Sérhönnuðu hænsnasköfu fyrir Sigga hænsnakóng í Hlíð sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is

48 Árið 2013 fagnar CLAAS fyrirtækið 100 ára afmæli CLAAS ER FRAMSÆKNASTA VÖRUMERKIÐ Í LANDBÚNAÐI Í EVRÓPU EINMITT NÚ Markmið CLAAS er einfalt, gæði og aftur gæði CLAAS er tákn um gæði! FRUM CLAAS er lífstíll, þegar þú kynnist CLAAS gæðum þá er CLAAS málið! Spurðu sölumenn okkar um CLAASdráttarvélar og heyvinnutæki, fáðu álit eigenda, vertu í hópi þeirra sem velja það besta. Ekki kaupa dráttarvél án umhugsunar, dráttarvélin er þinn vinnustaður, þú vilt hafa vinnustaðinn þinn þægilegan og umfram allt öruggan. CLAAS-dráttarvélar eru frábærlega hannaðar, og eru til í mörgum stærðum og útfærslum og bjóða hluti sem staðalbúnað sem aðrir bjóða sem aukabúnað gegn gjaldi. Spurðu sölumenn okkar um búnað vélanna, spurðu einnig um þjónustu sem CLAAS-eigendum stendur til boða. Spurðu við erum hér fyrir ykkur. VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Desember 2009 Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Skýrsla nefndar Ásta Möller Freyja Hilmarsdóttir Hulda Gústafsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Guðrún Sigmundsdóttir Smitsjúkdómalæknir hjá sóttvarnalækni Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Guangdonghérað um miðjan nóv. 2002 Smitandi lungnabólga,

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL VINNUMENNING OG KYNJATENGSL LÖGREGLUNNAR AF HVERJU ERU KONUR SVO FÁMENNAR MEÐAL LÖGREGLUMANNA? FINNBORG SALOME STEINÞÓRSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá...

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα