56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár"

Transcript

1 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr árg. Upplag Hádeigsfundur um matvælaframleiðslu, tollvernd og fæðuöryggi: Hver á að framleiða Frá grisjun í Vaglaskógi. Hægt að grisja um 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu árum: Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum Áætlað er að hægt verði að grisja allt að 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu 5-10 árum. Lauslega áætlað er verðmæti grisjunarviðarins um 3,8 milljarðar króna sem leggst við aðra atvinnuskapandi og gjaldeyrissparandi verðmætaframleiðslu á Íslandi. Gleðilegu tíðindin eru þau að eftirspurn eftir trjáviði er margfalt meiri en framboðið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í verkefninu Íslensk skógrækt, Ísú sem Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hefur með höndum, en þetta verkefni hefur staðið fyrir úttektum á ræktuðum skógum hér á landi með það að meginmarkmiði að reikna út kolefnisbúskap þeirra. Það er mikilvægur hluti í bókhaldi gróðurhúsaloftegunda á Íslandi sem yfirvöld hafa skuldbundið sig til að gera með undirritun Kyotobókunarinnar. Þau gögn sem safnast við þessa úttekt er hægt að nýta til að gefa upplýsingar um margt annað í fari ræktaðra skóga á Íslandi en kolefnisbúskap. Þetta eru upplýsingar sem lýsa stærð og ástandi skóga í þátíð og nútíð og eru líka forsenda fyrir spá fyrir um framtíð skóganna. Þannig er m.a. hægt, með nokkurri nákvæmni, að áætla flatarmál og til gamans fjölda trjáa í ræktuðum skógum. Yfir 6 milljónir plantna gróðursettar 2007 en aðeins 3,5 milljónir á síðasta ári Skipulög skógrækt hófst hér á landi árið 1899 en fyrstu áratugina var ræktun nýrra skóga með gróðursetningu trjáplantna afar Mynd / MÞÞ takmörkuð. Þegar mest var, árið 2007, voru gróðursettar yfir 6 milljónir plantna. Afköst hafa hins vegar dregist verulega saman undanfarin ár vegna niðurskurðar á fjárlögum og stefnir nú allt í að árleg gróðursetning á þessu ári verði einungis um 3,5 milljónir plantna. 56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt birki. Þannig tekur náttúran sjálf virkan þátt í skóggræðslunni. /MÞÞ Sjá nánar á bls. 14 og 28 matinn okkar? Bændasamtök Íslands boða til hádegisfundar mánudaginn 15. apríl um fæðuöryggi og mikilvægi þess að þjóðir nýti náttúrulegar aðstæður til framleiðslu á mat. Norski fyrirlesarinn Christian Anton Smedshaug, sem hefur komið hingað til lands áður og verið sannspár um þróun mála, mun halda erindi á Hótel Sögu. Á fundinum verður meðal annars spurt hvaða Útlit fyrir slæmt kalár Þetta lítur því miður ekki nægilega vel út. Það bendir allt til þess að þetta verði mikið kalár, segir Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum, en hann hefur fylgst með þróun mála undanfarnar vikur og er ekki bjartsýnn. Svell eru að sögn Bjarna víða enn undir snjó, en í hlákukafla sem gerði í mars tók hann verulega upp sums staðar. Ekki er útlit fyrir að snjó taki upp í bráð, veðurspá er ekki hagstæð næstu daga, en Bjarni segir að varla komi í ljós fyrr en að hálfum mánuði liðnum eða jafnvel þremur vikum hvernig staðan nákvæmlega er. Sýni voru tekin á Möðruvöllum í febrúar og kom í ljós að sumar grastegundir voru þá þegar dauðar enda hefur svell legið yfir túnum meira og minna í allan vetur. Svellþol jurta er mismunandi, en túngrös eru almennt afar þolin og er þumalfingursreglan Ný norsk rannsókn: Repja í svínafóðri talin gefa hollari afurðir Í nýrri rannsókn sem gerð var á repju í svínafóðri og fjallað er um í norska tímaritinu Svin kemur í ljós að grísir hafi ákjósanlega hæfileika til að framleiða hollt kjöt og holla fitu. Prófanir á nýju repjuríku svínafóðri, sem gerðar voru í Øyer í Noregi, benda til að framleiða megi svínakjöt sem sé ríkara af æskilegum fjölómettuðum fitusýrum. Á blaðsíðu 38 þýðir og staðfærir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, þessa grein. Þar kemur m.a. fram að löngum hafi það verið talið æskilegt að auka magn fjölómettaðra fitusýra í svínakjötsafurðum. Það sé þó einnig æskilegt að auka hlutfall omega-3 fitusýra, þar sem omega-6 fitusýrur séu orðnar yfirgnæfandi í mataræði hinna velmegandi samfélaga. Í greininni kemur enn fremur fram að jórturdýr og önnur dýr sem alin eru á grænu leiðir Íslendingar eigi að velja til að tryggja fæðuöryggi og leggja sitt af mörkum í matvælaframleiðslu heimsins. Þá mun Christian Anton ræða af hverju og hvernig tollum er beitt sem stjórntæki til að verja innlenda matvælaframleiðslu. Fundurinn er öllum opinn og hádegis hressing verður í boði bænda. Nánar er fjallað um efni fundarins á bls. 4. Fátt bendir til annars en að slæmt kalár sé fram undan á norðanverðu landinu. Mynd / Vikudagur sú að þau lifa allt að þriggja mánaða svell. Staðan er ekki góð, fátt bendir til annars en að víða verði mikið um kal hér í Eyjafirði, einkum þó í utanverðum firðinum, bæði austan- og vestanmegin. Þetta verður að öllum líkindum slæmt kalár, segir Bjarni. Ástandið er skárra í innanverðum Eyjafirði og þá nefnir Bjarni að mikill snjór sé enn yfir í Svarfaðardal og þar séu öll kurl ekki enn komin til grafar. /MÞÞ Mynd / smh grasi gefi almennt af sér kjötafurðir sem innihalda hollari fjölómettaðri fitu en þau sem hafa verið alin á fóðurblöndum sem innihalda korn og soja. Því sé gjarnan haldið fram að omega- 3 fitusýrur sé aðallega að finna í fiski, en húsdýr geta gefið af sér kjötafurðir sem innihalda nægilegt magn omega-3 fitusýra, bara ef þau eru alin á réttum fóðurefnum. Rannsóknin sýndi fram á að grísir sem fengu repjublandað kjarnfóður höfðu hagstæðari fitusýrusamsetningu en grísir sem fengu staðlaða kjarnfóðurblöndu. Fitan af repju grísunum var aukinheldur mýkri og léttara að skera í. Sjá á bls. 38.

2 2 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fréttir Sjálfstæðisflokkurinn: Vill tollalækkun Í kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis kemur fram að flokkurinn vilji lækka tolla og vörugjöld sem muni leiða til lægra vöruverðs og aukinnar samkeppni. Innan landbúnaðargeirans hafa menn sett spurningamerki við þessa stefnu, ekki síst í ljósi málflutnings Samtaka verslunar og þjónustu upp á síðkastið en samtökin vilja að tollar á innflutt matvæli verði felldir niður. Slíkt gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska búvöruframleiðslu. Einar Kristinn Guðfinnsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að ekki sé stefnt að því að lækka tolla á innfluttar búvörur sem séu í samkeppni við innlenda framleiðslu. Ég fullyrði að við munum ekki standa að tollalækkunum sem veikja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Við höfum alltaf fylgt þeirri stefnu að standa vörð um íslenskan landbúnað. Einar segir hins vegar að markmiðið sé að lækka tolla og aðflutningsgjöld á vörum sem keypt eru í miklu mæli erlendis, til að stuðla að því að sú verslun flytjist til landsins. Augljóst dæmi um þetta væru til dæmis föt. Það er ljóst að ríkið hefur ekki tekjur af slíkri verslun en fengi hins vegar tekjur ef hún flyttist til landsins, byggi hér til veltu og ný störf. Það vekur hins vegar athygli að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti eftirfarandi færslu inn á Facebook-síðu sína 30. mars síðastliðinn: Flott framtak hjá Melabúðinni. Það þarf að taka vörugjöld, tolla og skatta til endurskoðunar og lækka. Með færslunni birti Bjarni frétt um að Melabúðinn hygðist bjóða matvörur á stórlækkuðu verði sem kaupmenn töldu að mætti ná með því að fella niður tolla og vörugjöld. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu fréttarinnar. /fr Ný Valtra N103 Fyrir áramót kynnti Valtra glænýja gerð af hinni vinsælu N línu sem fengið hefur tegundarheitið N103 og er 111 hestöfl að því er segir í fréttatilkynningu frá Jötunn Vélum. Meðal spennandi nýjunga í þessari vél má helst nefna glænýja þriggja strokka Valtra-dísilvél með fjórum ventlum á strokk og Common rail-eldsneytiskerfi sem gerir mótorinn samtímis mjög öflugan og sparneytin. Síðan má nefna glænýja hönnun á húddi vélarinnar sem nú er niðursveigt fram sem eykur útsýni stjórnandans til muna, sem skiptir miklu við vinnu með ámoksturstækjum. Fyrstu vélarnar af þessari gerð eru væntanlegar til landsins í lok maí og verð þeirra er frá kr vsk. Frambjóðendur í ræðuþjálfun Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi verða vel undirbúnir undir setu á næsta þingi svo framarlega að þeir njóti trausts kjósenda tilað komaast þar inn fyrir dyr. Alþjóðlegu samtökunum POWERtalk hafa nefnilega sent þeim boð á ræðunámskeið sem haldið verður á Patreksfirði um næstu helgi.,,okkur langar með þessu móti að leggja okkur að mörkum til frambjóðenda og vinna saman að betri vinnubrögðum á Alþingi, segir Þórunn Pálmadóttir, landsforseti POWERtalk á Íslandi. Talsmenn SVÞ segja alifugla- og svínabændur laumufarþega innan bændastéttar og vilja afnema tolla: Villandi umræða um alifugla- og svínarækt forsvarmenn búgreinanna segja samtökin fara með rangt mál og finnst að starfsfólki sínu vegið Alifugla- og svínarækt skapa um störf sem dreifast víða um landið. Þessar tvær greinar standa undir um helmingi framleiðslu þess kjöts sem neytt er í landinu og eru mikilvægur hlekkur, bæði í íslenskum landbúnaði og atvinnuefnahagslífi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í auglýsingu sem Félag kjúklingabænda og Svínaræktarfélag Íslands sendu frá sér á dögunum en auglýsingin var birt undir yfirskriftinni Í sannleika sagt um kjúklinga- og svínakjöt. Tilefni auglýsingarinnar er umræða síðustu vikna um búgreinarnar tvær en sú umræða hefur ekki síst verið leidd af talsmönnum Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Alifugla- og svínabændur telja umræðuna villandi, fullyrðingar misvísandi og oft rangar. Á aðalfundi SVÞ 21. mars síðastliðinn sagði formaðurinn, Margrét Kristmannsdóttir, að alifuglaog svínarækt væri iðnaðarframleiðsla sem ætti lítið skylt við landbúnað. Við viljum að hætt verði að slá skjaldborg utan um laumufarþega innan bændastéttarinnar s.s alifuglaog svínaræktendur, sagði Margrét í ræðu sinni. Þá hvöttu kaupmenn til þess að tollar á innflutt matvæli yrðu afnumdir í því skyni að lækka verðlag. Var það gert með því að bjóða vörur til sölu í Melabúðinni í eina klukkustund á þeim verðum sem kaupmenn töldu að væru raunhæf, væru tollar, innflutningsgjöld og innflutningshöft afnumin. Margrét sagði við það tækifæri að það væri í góðu lagið þó að drægi úr kaupum á íslenskum landbúnaðarafurðum. Tekjumissir ríkissjóðs, væru tollar og vörugjöld afnumin, myndi jafnast út með því að neysla á öðrum varningi sem bæri hærri virðisaukaskatt myndi aukast. Nefndi hún fatnað sérstaklega í þessum efnum. Margrét lagði þó ekki fram útreikninga máli sínu til stuðnings. Það borgar sig að versla á Íslandi Forsvarsmenn alifuglabænda og svínabænda hafa bent á að fyrir Sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er í mörgu tilliti einstök og er auðlegð sem ber að verja með öllum tiltækum ráðum. Þá er meiri áhætta á að sýkjast af innfluttum matvælum en innlendum matvælum. Þetta kom fram á fjölmennum hádegisfundi Bændasamtaka Íslands 3. apríl sl. um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Á fundinum höfðu framsögu þeir Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum og Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. Vilhjálmur spurði hvort smitsjúkdómastöðu íslensks búfjár væri ógnað af innflutningi á hráu kjöti en Karl fjallaði um innflutt matvæli og sýkingarhættu. Vilhjálmur sagði sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna í mörgu tilliti einstaka og auðlegð sem bæri að verja með öllum tiltækum ráðum. Hann benti á að einn þáttur í því að verja þá stöðu væri að sem minnst væri flutt inn af hráum ómeðhöndluðum dýraafurðum sem mögulega gætu borið með sér smit. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir síðustu jól hleyptu SVÞ af stokkunum átaki undir yfirskriftinni Það borgar sig að versla á Íslandi. Því skjóti skökku við að samtökin höggvi nú í íslenska alifugla- og svínarækt sem skapi atvinnu, spari gjaldeyri og séu mikilvægur þáttur í þjónustu við íslenska neytendur og verslunina. Neytendur og atvinnulífið séu hluti af sömu keðjunni, eins og kom fram í átaki SVÞ, og þar séu íslenskir bændur og matvælaframleiðendur ekki undanskildir. Félag kjúklingabænda sendi frá sér yfirlýsingu 1. apríl sl. þar sem málflutningur Margrétar og SVÞ var gagnrýndur. Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að gæði íslensks alifugla- og svínakjöts og kröfur um framleiðsluaðferðir í greinunum séu með þeim mestu sem gerast í heiminum. Fjöldi fólks hafi þá atvinnu sína af alifuglarækt og afleiddum störfum. Málflutningur SVÞ sé villandi en ekki sé verið að bera saman sambærilegar vörur þegar talað sé um að lækka megi verð á svínakjöti og kjúklingum með því að gefa innflutning frjálsan. Ummæli framkvæmdastjórans byggja á fordómum á sýklafræðideild Landspítalans, sagði sýkingaráhættu bæði tengda innlendum og innfluttum afurðum en innflutt matvæli valda nú þegar hópsýkingum á Íslandi. Hann sagði líkurnar aukast við aukinn innflutning á fersku kjöti og tiltók sérstaklega ýmsar sýklalyfjaónæmar bakteríur sem væru alvarleg ógn við lýðheilsu í heiminum nú um stundir. Megum ekki láta blekkjast af gróðahyggju Augljóst var af viðbrögðum fundargesta að erindi þeirra Vilhjálms og Karls sýndu fram á alvarleika málsins. Níels S. Olgeirsson formaður Matvís, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, sagði m.a. í samtali við Bændablaðið að hann teldi ekki stætt á því að krefjast þess að flytja inn hrátt kjöt til landsins í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundinum. Ekki bara værum við að setja búfjárstofnana í hættu heldur einnig lýðheilsu landsmanna. Við þurfum að fara mjög varlega í þessum efnum og við megum ekki láta þrönga sérhagsmunahópa sem hafa skammtíma Við þessari yfirlýsingu brást Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ í samtali við Morgunblaðið og endurtók að þar á bæ teldu menn kjúklingarækt iðnaðarframleiðslu. Þetta er að mestu leyti innflutt fóður. Við segjum að þetta sé að mestu leyti innflutt vinnuafl sem vinnur við þessar greinar. Það er ekki með nokkru móti hægt að leggja þessa starfsemi að jöfnu við þennan hefðbundna gamla íslenska landbúnað. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar, gagnrýndi orð Andrésar um innflutt vinnuafl harðlega og taldi að hann ætti að biðjast afsökunar á þeim. Ummælin byggðu á alvarlegum fordómum í garð erlends starfsfólks hér á landi. Athyglisvert væri að ummælin kæmu úr þessari átt þar sem verslun og þjónusta hefðu í talsverðum mæli þurft að treysta á innflutt vinnuafl, ekki síður en umræddar búgreinar. Út í bláinn að tala um einungis nokkra tugi starfa Áfram hélt hnútukastið í fjölmiðlum er Andrés svaraði og sagði Aðalstein taka orð sín úr samhengi. Í það sinn hélt Andrés því einnig fram að aðeins væri um nokkra tugi starfa að ræða í greinunum. Það hafa alifugla- og svínaræktendur nú bent á að sé fjarri sannleikanum. Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri Matfugls, eins af þremur sláturleyfishöfum í alifuglaslátrun á landinu, sagði t.a.m. í samtali við gróðahyggju að markmiði ráða för. Sigurður Sigurðarson, fyrr verandi dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma, sat einnig fundinn, en Sigurður er einna fróðastur Íslendinga um baráttu gegn riðuveiki og öðrum sauðfjár sjúkdómum. Það er ekki smekklegt að reyna að gera lítið úr hættunni sem stafar af innflutningi á hráum kjöti með því að tala um að það sé annað sem skapi hættu, s.s. komur ferðamanna, eins og einn Bændablaðið að aðeins hjá hans fyrirtæki störfuðu um 150 manns við slátrun, úrvinnslu, sölu og dreifingu. Þá væri eftir að telja þá bændur sem ræktuðu kjúklinginn sem slátrað væri hjá fyrirtækinu. Því væri út í bláinn að tala um að einungis nokkrir tugir starfa væru í greinunum. Margir framleiðendur Sveinn benti jafnframt á að það væri ekki rétt sem SVÞ hafi haldið fram, að aðeins tveir framleiðendur stæðu fyrir 95 prósent af alifuglaframleiðslu á landinu. Þrír sláturleyfishafar væru starfandi í greininni, Matfugl, Reykjagarður og Ísfugl. Bak við þá væru bændur víða um land sem ýmist framleiddu fyrir fyrirtækin eða legðu inn hjá þeim sína fugla. Þetta er eins og að segja að Norðlenska, SS og Kaupfélag Skagfirðinga væru þrír framleiðendur á lambakjöti í landinu. Það dettur hins vegar engum í hug að halda slíku fram, sagði Sveinn og bætti því við að málflutningur SVÞ hefði komið illa við starfsfólk Matfugls, því þætti að sér vegið. Svínakjöt og fuglakjöt halda neysluverðsvísitölu niðri Hörður Harðarsson, svínabóndi í Laxárdal og formaður Svínaræktarfélags Íslands, tekur í sama streng og Sveinn. Á landinu séu ellefu starfandi svínaræktendur sem reki bú á hátt í tuttugu stöðum. Þar sé verið að veita fjölda fólks atvinnu, sem og í slátrun og úrvinnslu en þrír sláturleyfishafar á fjórum stöðum slátra svínum. Hörður bendir jafnframt á að stór hluti svínafóðurs sé innlent korn. Til að mynda sé allt upp í 80 prósent fóðurs á hans búi íslenskt bygg og íslenskt hveiti. Þá bendir Hörður á að frá því í janúar 2008 hafi vísitala neysluverðs hækkað um 45 prósent. Á sama tímabili hafi svínakjöt hækkað um 15 prósent og fuglakjöt um 33 prósent. Hins vegar hafi föt hækkað um 75 prósent og raftæki um tæp 72 prósent. Ekki eru tollar að þvælast fyrir þar, sagði Hörður. /fr Góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna ber að verja með öllum tiltækum ráðum Frá hádegisfundi Bændasamtaka Íslands þann 3. apríl síðastliðinn um þá Mynd / HKr. fundarmanna gerði í umræðunum eftir framsögur, sagði Sigurður og vísaði þar til orða Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Sigurður sagði fundinn hafa verið afar gagnlegan og lagði áherslu á að sitt mat væri að berjast yrði gegn innflutningi á hráu kjöti með öllum ráðum. /fr Sjá nánar á bls. 12

3 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl GRÆJAÐU FJÁRHÚSIÐ FYRIR SAUÐBURÐINN Sauðburðurinn er viðburðaríkur gleðitími með mörgum svefnlausum nóttum. Hjá Líflandi færðu allt sem þú þarft fyrir sauðburðinn svo að hann gangi smurt fyrir sig. VÖRULISTI Á LIFLAND.IS SÖLUAÐILAR LÍF LANDS ERU ALDREI LANGT UNDAN: Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi KM þjónustan Búðardal Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Bændaþjónustan Saurbæ og Blönduósi Búval Kirkjubæjarklaustri BúAðföng Hvolsvelli Pakkhúsið Hellu Ásbúðin Flúðum Jötunn Vélar Selfossi Burðargel ml. Sleipiefni til notkunar við burðarhjálp og skoðanir. Latextúttur fyrir lambaflöskur. Hægt að setja á ýmsar flöskur. ÖRFÁ DÆMI UM VÖRUÚRVALIÐ HJÁ LÍFLANDI: Lambaflaska 1 lítri, með túttu og mælikvarða. Lykkja á botni til að hengja upp. Sprauta fyrir glas 0,1 3,0 ml. Sjálfvirk endurfylling og nákvæm skömmtun. Lambamjólk Universal, 10 kg. Besti valmöguleikinn ef móðurmjólk er ekki til staðar. Burðarhjálp fyrir kindur. Úr plasti og hægt að sótthreinsa. Lífland verslun Reykjavík Lynghálsi Reykjavík sími Lífland verslun Akureyri Lónsbakka 601 Akureyri sími Sölumenn og ráðgjafar Líflands eru til taks í síma lifland@lifland.is

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fréttir Rándýr fær viðurkenningu Loðdýrabúið Rándýr ehf. á Grenivík hlaut nýverið viðurkenningu Kopenhagen Fur fyrir skinn sín en þau voru valin úr 136 skinnabúntum frá Íslandi. Rándýr er í eigu hjónanna Tómasar Jóhannessonar og Bergdísar Kristinsdóttur og er elsta starfandi loðdýrabú á Íslandi. Áður hét það Grávara og fékk minka frá Noregi árið Rándýr ehf. hefur átt búið síðan Upphaflegir eigendur voru Tómas og Frímann Kristjánsson en fyrir þrem árum eignaðist Bergdís hlut Frímanns. Á búinu Mynd / Grýtubakkahreppur eru nú rúmlega líflæður og er skinnaframleiðslan skinn á ári. Þau eru seld hjá Kopenhagen Fur í Danmörku sem er stærsta skinnauppboðshús í heimi. Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit 2013: Prjónles, kýr og kvenfélög Undirbúningur 21. Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit er hafinn, en hún verður haldin dagana ágúst. Í fyrra skreyttu kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit traktor með prjónlesi en í ár fá kýr á bænum Hvassafelli að njóta góðs af dugnaði kvenfélagskvennanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á fyrstu flíkurnar. Kýrnar verða á beit á hátíðarsvæðinu í sumar til marks um að handverki eru engar skorður settar. Í fyrra leiddi þetta uppátæki kvenfélagskvennanna til þess að hrundið var af stað samkeppni um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar. Samkeppnin fékk verðskuldaða athygli og var það Brjóstkassinn á Sléttu sem bar sigur úr býtum. Í ár verður samkeppnin endurtekin og spennandi að sjá upp á hverju íbúar sveitarinnar finna. Opið hús í Garðyrkjuskólanum Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Opna húsið hefst kl. 10 og lýkur kl. 18. Garðyrkjuskólinn er á Reykjum, rétt hjá sundlauginni í Hveragerði. Heimsókn að Reykjum er fastur liður í hátíðarhöldum hjá mörgum á sumardaginn fyrsta. Skeifudagur Grana á Mið-Fossum Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana á Mið-Fossum í Andakíl, sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nem endur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reið mennsku og frumtamningum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Lífland og Fóðurblandan lækka verð á kjarnfóðri Verðskrá á fóðri frá Líflandi lækkaði um 5% 25. mars og Fóðurblandan tilkynnti síðan lækkun hjá sér í kjölfarið 2. apríl síðastliðinn. Í tilkynningu Líflands kom fram að lækkunin væri á flestum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og næmi hún allt að fimm prósentum. Lækkunin er þó mismunandi eftir tegundum. Ástæða verðbreytinga er sögð lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar. Lífland hefur Búast má við um 100 sýnendum og heimsóknum. Þegar hefur borist fjöldi umsókna en umsóknarfresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna á einnig tekið í sölu nýja tegund af kúafóðri sem hefur fengið nafnið Hagnyt. Um tvær blöndur er að ræða sem henta vel fyrir bændur með bygggjöf. Hjá Fóðurblöndunni lækkaði verð á fóðri um allt að 5% þann 2. apríl. Þar er lækkunin einnig mismunandi eftir tegundum. Ástæða lækkunarinnar hjá Fóðurblöndunni er líkt og hjá Líflandi sögð styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis. Bændur í Borgarfirði eystri eiga von á lömbum í vor Gunnar Björnsson gerði fósturtalningu á hverri einustu á í sveitinni Bændur í Borgarfirði eystra hafa flestir látið telja fóstur í ám sínum frá því fyrst var boðið upp á þá nýbreytni, fyrir réttum áratug. Fyrstu árin létu sumir einungis telja í gemlingum, en nú í vetur létu allir fjáreigendur í sveitinni telja í ám sínum öllum. Fjáreigendurnir eru fjórtán, en fjórir þeirra með fáar kindur. Talið var í ám og 476 gemlingum og niðurstaðan er sú að í Borgarfirði eiga að fæðast lömb í vor. Frjósemin virðist eilítið minni en verið hefur síðustu árin og geldar ær með fleira móti, eða 3,2% ánna. Að meðaltali töldust vera 1,89 lifandi fóstur í hverri á og 1,95 í hverri á með lambi. Í gemlingum eru að meðaltali 1,12 lifandi fóstur og 1,29 í gemlingi með lambi. Á bænum Hofströnd, þar sem eru ríflega 100 ær, eru að meðaltali 2,24 fóstur í hverri á, en á Framnesi, þar sem nú eru aðeins 11 ær, er frjósemin langmest, með 30 fóstur eða 2,7 í hverri á. Frá því um fjárskipti hefur Skúli Andrésson bóndi á Framnesi haft fátt fé en afurðagott. Síðastliðið ár skiluðu ær hans að meðaltali 42,4 Norðmaðurinn Christian Anton Smeds haug, doktor í umhverfisfræðum, heldur fróðlegan fyrirlestur á hádegisfundi Bændasamtakanna í Bænda höllinni mánu daginn 15. apríl næstkomandi. Umfjöllunarefni hans á fundinum snýr meðal annars að náttúrulegum aðstæðum landa til framleiðslu búvara og mikilvægi alþjóðlegrar landbúnaðarstefnu. Það sem ég mun fjalla um og velta upp er spurningin um það af hverju það sé mikilvægt að leggja meiri áherslu á alþjóðlega landbúnaðar stefnu í nútímasamfélagi og til framtíðar. Einnig finnst mér mikilvægt að þjóðir heimsins velti því fyrir sér hversu arðbært það er út frá framleiðsluaðstæðum að framleiða matvæli í hverju landi fyrir sig. Þegar allt kemur til alls eru það veðurguðirnir og aðstæður í umhverfinu sem fá svo miklu ráðið um uppskeru hvers tíma. Það er mikill munur milli landa þegar kemur að náttúrulegum aðstæðum og slíka hluti er hægt að bæta í gegnum landbúnaðarstefnu. Á okkar tímum, þar sem miklar verðsveiflur eru á alþjóðlegum matvælamörkuðum og ráðamenn velta því fyrir sér hvort heimurinn geti framleitt nægan mat, til að mynda vegna loftslagsbreytinga Skúli Andrésson, bóndi á Framnesi kg kjöts hver og lömbin einstaklega fitulítil miðað við þyngd. Skúli er að verða hálfníræður og á síðasta hausti fluttu þau Framneshjón til vetrardvalar í Egilsstaði og eftirlétu syni og tengdasyni sínum að annast ærnar. Skömmu fyrir fósturtalningu og annarra þátta, er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um landbúnaðarframleiðslu í hverjum heimshluta, segir Christian, en í fyrra kom út endurbætt útgáfa af bók hans Hvernig á að brauðfæða heiminn á 21. öldinni, þar sem hann bætti við kafla um hlutverk landbúnaðar í umhverfisáföllum. Árið 2008 voru miklir þurrkar í Ástralíu, tveimur árum síðar kom Skúli í heimsókn og þótti ærnar heldur léttar á sér. Óttaðist hann að piltunum hefði brugðist búskaparlistin, þótt sá síðarnefndi væri búfræðingur, en annað kom á daginn þegar talið var. Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga, hefur annast talninguna. Eftir fyrstu tvö árin, þar sem eilítið var um skekkjur í talningu, hefur talningin reynst afar örugg þótt einstaka frávik komi fyrir, helst þannig að fleiri reynist þrílembdar en talningin segir. Að sögn Gunnars hefur hann ekki áður talið í hverri einustu á í álíka fjármargri sveit og þessari. Frá upphafi talningar hefur Andrés bóndi í Njarðvík annast allt skipulag hennar af mikilli nákvæmni. Bæði bændur og Gunnar vita tímasetningu á hverjum bæ upp á hár, og nú orðið er matseðill talningarmanna með í skipulaginu, svo ekki komi upp hjá þeim leiði yfir einhæfu fæði. Það voru Þorsteinn Kristjánsson, bóndi á Jökulsá Borgarfirði eystra og Andrés Hjaltason, bóndi í Njarðvík sem tóku þennan pistil saman. Christian Anton Smedshaug með hádegisfyrirlestur mánudaginn 15. apríl: Stefna um matvælaframleiðslu mikilvæg geisuðu þurrkar í Sovétríkjunum og árið 2011 gerðist slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Þetta er stöðug áminning um hversu óöruggar aðstæður eru og hversu stutt getur verið í skort. Þegar svona mikið óöryggi er á alþjóðavettvangi verða þjóðir að vera sjálfbærar um matvæli, hafa varrúðarráðstafanir og stefnu um framleiðslu matvæla. /ehg

5 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Byrjum að keyra plasti og neti út um landið í maí. Verið velkomin á vefsíðu okkar Rani plast fyrir rúllur, útistæður og f latgryfjur Rani plast: Rani wrap 75 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Rani wrap 50 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Agriflex plast: Agriflex 75 cm hvítt kr án vsk. net og garn Famleitt úr 100% 0% DOWLEX LLDPE hráefni. 12 mánaða vörn gegn sólarljósi. (Samkvæmt prófun) Úrvals styrkur og góð mótstaða fyrir smágötum (nálarauga). Fimm laga plast. Framleitt af Aspla í ESB. Hentar í allar gerðir af grasi og allar pökkunarvélum. 75 cm hvítt - Verð kr Greiðist allt til 10. október og miðast verð þá við gengi á evru 1. október. (Sölugengi Landsbanka Íslands) Einnig má greiða í sumar og miðast verð þá við gengi evru þegar greitt er. Ofangreind verð eru miðað við gengi: 1 Evra = 155 kr. Núna er tíminn til að huga að vorverkum Tegund Stofn Sáðmagn Sekkur Verð án vsk Verð pr. sekk Grasfræ Vallarfoxgras Engmo Grænfóðurfræ Sumarrýgresi Barspectra Vetrarrýgresi Dasas Vetrarrepja Hobson Bygg Aukusti 6 raða / / Einar 6 raða Lukhas 2ja raða Hafrar Axeli Með fyrirvara um prentvillur Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi Reykjavík Simi

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Tollar hafa tilgang Umræða um landbúnaðarmál undanfarin misseri hefur beinst að verndartollum. Slík umræða er ekki ný af nálinni en tollverndin er mjög mikilvæg sem ein af meginstoðum innlendrar matvælaframleiðslu. Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt tolla á alifugla- og svínakjöti og telja þessar búgreinar vera laumufarþega innan Bændasamtakanna. SVÞ hafa hins vegar valið að lauma sér inn í umræðu sem snýst um hagsmuni heimilanna í landinu til að berjast fyrir afnámi tolla á þessar kjöttegundir. Samhliða þessu gera samtök verslunar lítið úr alifugla- og svínabændum og þeirra starfsfólki með dæmalausum málflutningi um að þessar atvinnugreinar séu iðnaðarframleiðsla sem gegni litlu hlutverki í íslensku samfélagi, enda sé um innflutt vinnuafl og innflutt fóður að ræða. Staðreyndin er hins vegar sú að búgreinarnar tvær, alifugla- og svínarækt, eru taldar skapa um störf víða á landsbyggðinni séu afleidd störf talin með. Búgreinarnar eru því mikilvægar fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf auk þess sem verð á svína- og alifuglakjöti hefur hækkað mun minna en aðrar matvörur síðustu árin. Heilbrigði íslensku alifugla- og svínastofnanna er betra Á seinustu árum hefur fóðuröflun breyst mikið og nú eru dæmi um að svínabú fóðri að meirihluta með íslensku korni, ræktuðu í sveitum landsins. Heilbrigði íslensku alifugla- og svínastofnanna er betra en í nágrannalöndunum og lyfjanotkun við eldi dýranna hérlendis er mun minni en þekkist erlendis, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ekki verður lagt mat á uppruna starfsmanna sem vinna við framleiðslu og úrvinnslu þessara afurða. Þó má leiða að því líkur að samsetning þess hóps sé ekki ósvipuð því sem gengur og gerist hjá þeim sem starfa við verslun og þjónustu. Í báðum tilfellum er vafalítið starfandi fólk af erlendu bergi brotið sem rækir störf sín af dugnaði og trúmennsku. Treysta ekki kaupmönnum til að skila tollalækkun í lækkun matvælaverðs Áhugavert var að sjá niðurstöður viðhorfskönnunar hjá þeim félögum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þeir spurðu hlustendur: Treystir þú kaupmönnum til að lækka matvælaverð ef tollar verða felldir niður? 84% sögðu nei en aðeins 14% sögðu já. Þó svo að ekki sé um vísindalega rannsókn að ræða er niðurstaðan engu að síður vísbending um að neytendur treysta kaupmönnum ekki til að lækka matvælaverð ef tollar verða felldir niður. Það er áhugavert að rifja upp áróðursherferð SVÞ frá því í byrjun síðustu jólavertíðar, þar sem samtökin hvöttu Íslendinga til að versla innanlands fyrir jólin og láta af innkaupaferðum erlendis. Á þeim tíma fannst samtökunum sjálfsagt og eðlilegt að fólk verslaði heima fyrir til að styrkja verslun þeirra og efla þannig íslenskt efnahagslíf þjóðinni til hagsbóta en væri ekki að fara til útlanda til að gera jólainnkaupin. Það er ástæða til að taka undir með SVÞ í þessu máli. Það er mikilvægt að styðja við bakið á fyrirtækjum sem skapa fjölda starfa árið um kring og tryggja neytendum fjölbreytt framboð á vöru og þjónustu. Oft sannast hið fornkveðna að hollur er heimafenginn baggi. Fagna umræðu um tolla Bændasamtökin fagna umræðu um tolla. Tollverndin er ein stoðin sem tryggir starfsumhverfi íslensks landbúnaðar. Það er því mjög mikilvægt að gera almenningi grein fyrir því hvers vegna tollar eru lagðir á erlendar búvörur og hvaða áhrif það muni hafa fyrir starfsskilyrði landbúnaðar að fella þá niður. Tollar eru liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði og þeir eru lagðir á til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu. Því eru lagðir tollar á þær innfluttu búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Fjölmargar landbúnaðarvörur eru fluttar inn án tolla. Þetta á við um margar vörur sem ekki eru framleiddar hér á landi, eins og til dæmis hveiti, kornvörur, pasta, hrísgrjón, sykur, matarolíur, ávexti og sumar tegundir grænmetis. Um allan heim tíðkast að ríki verndi og styðji innlenda matvælaframleiðslu. Rökin að baki eru einkum þau að talið er mikilvægt að tryggja framleiðslu matvælanna í viðkomandi löndum. Menn vilja ekki standa frammi fyrir því að hafa fórnað matvælaframleiðslunni fyrir skammtíma gróða, né stóla á innfluttar matvörur eingöngu. Til þess að ná þessum markmiðum nota ríki meðal annars tollvernd. Íslenski matvörumarkaðurinn er örmarkaður, stærð hans mætti jafna við smáborg í Evrópu. Ef kæmi til stórfellds innflutnings á búvöru mætti gera ráð fyrir að jaðarframleiðsla á heimsmarkaði myndi keppa við íslenska kjarnaframleiðslu. Enn fremur er rétt að hafa í huga að reynsla annarra þjóða af því að opna fyrir innflutning og á sama tíma draga úr hvatningu til innlendra framleiðenda er að slíkt hefur leitt til mikilla verðhækkana á mat. /SSS LOKAORÐIN Krafist réttlætis Það verður gaman að fylgjast með hvernig öllum þeim aragrúa framboða sem gera nú hosur sínar grænar fyrir kjósendum mun reiða af í komandi kosningum. Munu Íslendingar eftir kosningar sjá fram á raunverulegar aðgerðir til réttlátari skiptingar á þjóðarkökunni eða munu þeir áfram sitja uppi með bullandi misrétti og áframhaldandi eignaupptöku hjá almenningi og ofbeldi af hálfu fjármálastofnana? Það er einkennilegt að hlusta á suma frambjóðendur reyna að verja gerðir fjármálakerfisins gagnvart almenningi á liðnum árum. Einnig verðtryggingu á neytenda lánum, sem jafnvel þessir sömu frambjóðendur hafa viðurkennt með innleiðingu evrópsks reglu verks að sé kolólöglegt. Benda má á dóm sem byggir á þessu sama regluverki sem féll í Danmörku þar sem íslenskt verð tryggt neytenda lán var dæmt ólöglegt. Eiga þá bara sumar af evrópskum reglum sem hér eru innleiddar að gilda gagnvart íslenskum þegnum að mati þessa fólks? Svo þykjast menn vera að semja um aðild að Evrópusambandinu sem krefst upptöku á ótölulegum fjölda af reglum og lögum. Er það bara allt í plati? Íslendingar horfa á það á hverjum degi að verið er að bera fjölskyldur út úr húsum sínum vegna krafna banka og annarra fjármálastofnana sem byggja á innheimtu okurvaxta á lánum. Það er gert þó að viðurkennt sé af sömu stofnunum að forsendur lánasamninga hafi brostið við fall bankanna haustið Það er m.a. þessi yfirgangur sem kjósendur eru að kalla eftir að væntanlegir alþingismenn stoppi án tafar. Það er ekki nóg að hafa lög og reglugerðir, það þarf að fara eftir þeim. Því er með öllu óskiljanlegt að bankar komist enn upp með að hunsa dóma Hæstaréttar Íslands um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga. Þar er í fjölda tilvika búið að framkvæma eignaupptöku og reka fólk í gjaldþrot á ólögmætan hátt án þess að nokkur þurfi að svara til saka fyrir slíkt. Þá er örugglega ekki vanþörf á að taka til endurskoðunar fjölda laga og reglugerða sem eru ólög í sjálfu sér. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Það skulu væntanlegir þingmenn hafa í huga þegar þeir taka að sér löggjafarhlutverk á Alþingi Íslendinga í vor. Þeirra ábyrgð er mikil við að tryggja velferð þegnanna, réttlæti og áframhaldandi sjálfstæða tilveru íslenska lýðveldisins. /HKr. BÆR MÁNAÐARINS APRÍL 2013 Gistihúsið Egilsstöðum Gistihúsið Egilsstöðum er hlýlegt sveitahótel á bökkum Lagarfljóts. Gisting er í 18 björtum og vel búnum herbergjum með baði. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda hafa gestgjafarnir lagt sig fram við að varðveita sögu hússins og endurskapa andrúmsloft fyrri tíma auk þess að bjóða gestum fyrsta flokks matarupplifun. Gistihúsið Egilsstöðum er í eigu og rekstri hjónanna Huldu Elisabethar Daníelsdóttur og Gunnlaugs Jónassonar. Gunnlaugur er af Egilsstaðaættinni sem búið hefur Egilsstaði frá árinu 1889 og Hulda á rætur frá Færeyjum og Vestfjörðum. Hulda segir frá sögu staðarins: Það er ekki tilviljun að hér hafi verið opnað gistihús á sínum tíma. Þetta fyrrverandi stórbýli stendur á fjölförnustu vegamótum Austurlands þar sem hefur ætíð verið mikill gestagangur. Fyrr á tíð Gestgjafarnir Gunnlaugur Jónasson og Hulda Elisabeth Daníelsdóttir. reyndist torvelt að hýsa alla þá gesti sem sóttu húsráðendur heim sökum bágra efna og fór svo að árið 1884 taldi Eiríkur Halldórsson, þá ábúandi á Egilsstöðum, sig tilneyddan að hefja gjaldtöku fyrir gistingu. Þar með hófst í raun rekstur gistihússins. Saga okkar sem húsráðenda byrjar svo árið 1997 þegar við fluttum heim frá Danmörku. Við keyptum gamla gistihúsið og endurnýjuðum það frá grunni en það mátti í raun ekki tæpara standa því það höfðu verið blikur á lofti um niðurrif. Gunnlaugur og Hulda hafa lagt mikla alúð í uppbyggingu þessa gamla húss. Þau hafa reynt að vera trú anda þess og einsett sér að hótelið verði ætíð með persónulegu sniði, hvort sem um herbergi, þjónustu eða veitingar er að ræða. Fjölskyldan er afar samhent og má segja að hver fjölskyldumeðlimur hafi sitt hlutverk innan veggja Gistihússins. Meðan Gunnlaugur sér um daglega stjórn hótelhlutans og framkvæmdir hef ég lagt línur veitingahlutans. Börnin okkar hafa líka frá upphafi lifað og hrærst innan Gistihússins. Þau hafa skottast um gangana, tínt blóm í vasa veitingasalarins, hlaupið með hressingu handa vegmóðum ferðamanni og svo sannarlega gætt húsið lífsmagni, bætir Hulda við kát. Líkt og í Gistihúsinu sjálfu er matargerðin sprottin úr traustum hefðum en hráefni gjarnan sett í nýtt og frumlegt samhengi svo að útkoman verður gestum eftirminnileg. Hulda segir frá áherslunum á þessu sviði: Við berum mikla virðingu fyrir hráefninu en það er að miklu leyti fengið úr okkar nánasta umhverfi hér á Austurlandi. Fáist það ekki við bæjardyrnar, eða innan Héraðs og fjórðungs er það hið minnsta alíslenskt. Við erum stolt af íslenskum landbúnaði og viljum kynna þá sem eru okkur næst með því að nýta afurðir þeirra. Gamlir munir og myndir setja svip sinn á híbýlin öll og skapa hlýlegt andrúmsloft. Meðal þess sem gestir veitingastaðarins geta skoðað er úrdráttur úr Húsmæðrabók Sigfríðar Nieljohniusdóttur frá 1951 um borðsiði, en þar stendur meðal annars: Ef þér er boðinn réttur sem þú hefur ekki bragðað áður, áttu samt sem áður að smakka á honum. Þetta þykir okkur góð regla og gestir okkar eru duglegir að framfylgja henni, sem betur fer, segir Hulda að lokum og hlær. Nánari upplýsingar um Bæ mánaðarins og alla bæi innan Ferðaþjónustu bænda má finna á

7 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Líf og starf Mikil drift í Fergusonfélaginu Á undanförnum árum hefur verið mikil vakning í því að varðveita og gera upp gamlar dráttarvélar. Samfara þessum áhuga á uppgerð véla hafa verið stofnuð félög í kringum þennan áhuga. Fergusonfélagið var stofnað 2007 og eru félagarnir nú orðnir rúmlega 180 talsins. Fyrir skemmstu fékk undir ritaður boð frá Sigurði Skarphéðinssyni, formanni Fergusonfélagsins, um að fara á fund hjá félaginu á Króksfjarðarnesi. Ekki var unnt að þiggja boðið en myndir fengust af fundinum, sem greinilega var mjög áhugaverður. Var í framhaldinu komið á spjalli um starfsemi félagsins yfir kaffibolla með þeim Sigurði Skarphéðinssyni, formanni Fergusonfélagsins, og Ragnari Jónassyni, vefsíðustjóra félagsins. Sigurður starfaði mest allan sinn starfsaldur við að þjónusta dráttarvélar og aðallega Ferguson. Gott viðtal við Sigurð má finna á vefsíðu Bændablaðsins í 5. tölublaði 10. mars Mynd / af síðu Fergusonfélagsins MÆLT AF MUNNI FRAM Í ársbyrjun barst bráðgott bréf frá Kristjáni Ragnarssyni ættbornum í Ásakoti í Biskupstungum. Kristján starfar að vélasölu hjá Vélfangi og hafði milligengið vélakaup fyrir kunningja sinn, Svein M. Sveinsson bónda á Skaga. Tólið befalaði Sveinn af ónefndum bónda í Árnessýslu. Einhverjar vanefndir urðu á þessum vélaviðskiptum, sem varð til þess að vopnaskak í vísnaformi hófst milli Sveins bónda og Kristjáns. Sveinn ríður á vaðið: Varnarþingin velflest þar varða hring um skammirnar. Þeir Árnesinga andskotar eru slyngir braskarar. Kristján heldur uppi vörnum fyrir Árnesinga: Orðum hagar rímnarefur, á rýrum Skaga dvalið hefur. Fylli í maga fátt þar gefur, flesta daga hyski sefur. Sveinn svarar fullum hálsi: Liðugt dælist lygaræpa og landasvæla af gungunum. Allir þrælar illra glæpa eiga hæli í Tungunum. En Kristján verst fimlega: Vert er að brýna vísnastingi vel, svo hvíni og hátt við syngi, því görótt vín og galdrakynngi glepur sýn í Húnaþingi. Mitt í þessu vísnaati kemur Hjalti bróðir Kristjáns í heimsókn. Við það eflist Sveinn til muna: Frá góðum fundi í Fergusonfélaginu í Króksfjarðarnesi fyrir skömmu. Ekki er fríður flokkurinn, fátt sem prýðir ódráttinn. Tungna skríður skrokkurinn skratti víða um húsganginn. Af fundi félagsins á Egilsstöðum. Áhuginn á Ferguson er greinilega mikill Ragnar Jónasson kynntist Ferguson aftur á móti þegar hann fór í sveit á Villingadal í Eyjafirði þegar hann var ára. Forsagan er eldri en félagið, því vefsíðan sem Ragnar stofnaði kom fyrst Var hún undanfari stofnunar félagsins sem Ragnar var hvatamaður að. Sem síðustjóri er hann þó í gamni kallaður framkvæmdastjóri félagsins, eða eins og Sigurður orðar það, primus motor félagsins. Félagið var stofnað fimmtudaginn 6. desember 2007 í stofu 204 í Iðnskólanum í Reykjavík, en stofnfundurinn hafði verið auglýstur í Bændablaðinu skömmu áður. Um þrjátíu manns mættu á stofnfundinn og 20 til viðbótar skráðu sig sem stofnfélaga. Frá stofnun félagsins hefur félögum stöðugt fjölgað. Við skoðun á félagatalinu voru flestir félaganna fæddir á árunum frá 1945 til 1965 og voru í sveit á árunum frá 1950 til Þeir kynntust Ferguson sem krakkar í sveit. Þrátt fyrir að félagið heiti eftir landbúnaðartæki eru ekki nema um 20 til 30 bændur í félaginu. Félagsfundir haldnir víða Haldnir hafa verið 5-6 fundir í félaginu yfir vetrarmánuðina á höfuðborgarsvæðinu, m.a. Iðnskólanum Reykjavík, Kaffi Álafossi, á Verkfræðistofunni Eflu og víðar. Síðastliðið ár hafa félagsmenn verið í samstarfi við Bjarna Guðmundsson á Landbúnaðarsafninu Hvanneyri um sameiginlega fundi. Bjarna þekkja flestir áhugamenn um landbúnaðartæki, en hann skrifaði m.a. bókina Og svo kom Ferguson. Fundir félagsins hafa verið í Skagafirði, Akureyri, Flúðum, Hvolsvelli og nú síðast í Króksfjarðarnesi, þar sem yfir 50 gestir komu á fundinn og 8 nýir félagar bættust í Ferguson-félagatalið. Hollvinafélag um búnaðarsögu Eyjafjarðar hefur óskað eftir fundi í Eyjafirði, en sennilega verður sá fundur að bíða eitthvað. Fyrirhugað var að fara í fyrstu skipulagða utanlandsferð félagsins til Danmerkur í maí, en ekki reyndist nægur áhugi vera fyrir slíku. Kostnaðarsamt að flytja vélar á sýningar Margir félaganna eiga Fergusondráttarvélar og taka sumir stundum þátt í viðburðum þar sem gamlar vélar eru sýndar. Kostnaðurinn við að flytja vélarnar á milli staða getur þá verið mikill því ekki keyra menn vélarnar á sýningarstað. Kerrur og vagnar þurfa að vera til þess gerð að flytja dráttarvélar. Dæmi eru um að fenginn hafi verið stór vinnuvélavagn til slíkra flutninga og þá fluttar nokkrar vélar í einni ferð. Ferguson-dráttarvélarnar hafa sumar fengið afar sérstakt hlutverk á Íslandi í gegnum tíðina, eins og þessi Ferguson TEA 20 rúta. Þetta veglega hús smíðaði mikil hagleiksmaður, Þorvaldur Keran St. Ingvarsson ( ) frá Geitagili í Örlygshöfn, sennilega á árunum Hann starfaði á þessum árum við byggingu vistheimilisins í Breiðavík í Rauðasandshreppi. Talið er að Örlygshafnar og Breiðavíkur. Mynd / Hrafnkell Þórðarson frá Látrum Ragnar Jónasson, prímus mótor og vefsíðustjóri Fergusonfélagsins, og Sigurður Skarphéðinsson, formaður félagsins. Mikill áhugi á að gera upp gamlar vélar Margir eru að gera upp gamlar Ferguson-dráttarvélar og leggur félagið áherslu á að saga og uppruni vélarinnar sé skráður samfara uppgerð. Sagan er ekki síður merkileg og því ættu menn að leggja jafn mikið upp úr sögulegum heimildum og upptektinni. Engin lognmolla er í félagsstarfinu. Verið er að gefa út félagsskírteini sem verða afhent félögum á næstunni og veitir félagsmönnum afslætti hjá helstu Ferguson-varahlutasölum. Bolir með merki Fergusonfélagsins eru nánast skyldueign hvers félagsmanns. Svo er það heimasíðan Þar er mikið efni um Ferguson og fleira. Þá er félagið líka komið á Facebook að sögn þeirra félaga Sigurðar Skarphéðinssonar og Ragnars Jónassonar. /HLJ Kristjáni þykir nú sem sveigt hafi verið ómaklega að sér og sínum: Ennþá Skaga skarfurinn skáldaflagið treður. Lúsamaga larfurinn ljóta bragi kveður. En að lokum nást sættir. Kristján mildast nú til muna: Bragarsviðið breyti lit, betri siði tökum. Setjum niður sveitakrit semjum frið í stökum. Við blíðmælgina mýkist Sveinn sem eltiskinn: Mikill sjóður manndómsþinga menntagróður vaxi hjá. Eflist hróður Árnesinga, alfaðir góður blessi þá. Og tilvalið er að halda sig enn frekar á sunnlenskum slóðum. Sigurjón Valdimar Jónsson ættaður frá Skollagróf, nú búandi á Selfossi, yrkir næstu samtímavísur: Af er það sem áður var, öllum linnir þrautum. Núna fylgi Framsóknar fer með himinskautum. Sigurjón las fyrirsögn í Mogganum: Fossvogskirkjugarður áttræður. Nærliggjandi íbúum boðið í kaffi : Tertur miklar trufla frið, en tala vel um staffið. Upp þeir risu í afmælið, alltaf hressir kaffið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fréttir Þórir L. Þórarinsson hjá Vélaþjónustu Þóris, Auður I. Ottesen, sýningarstjóri Sunnlenska sveitadagsins, Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn Véla, og Össur Björnsson hjá Jötunn Vélum á fyrsta fundi sýningarstjórnar. Sunnlenski sveitadagurinn haldinn í fimmta sinn Sunnlenski sveitadagurinn verður haldinn á Selfossi í fimmta sinn þann 4. maí næstkomandi. Hefur þessi hátíð fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður á Suðurlandi. Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum, en hann verður nú haldin í fimmta sinn. Sunnlenski sveitadagurinn er óður til landbúnaðarins og er haldinn á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja við Austurveginn á Selfossi. Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur ráðið Jóhönnu E. Pálmadóttur í 50% starf í þrjá mánuði vegna uppbyggingar á listamiðstöð fyrir textíllistamenn í Kvennaskólanum á Blönduósi. Listamiðstöðin verður markaðssett og auglýst bæði innanlands og utan og mun undirbúningi verða lokið fyrir sumarið. Sagt er frá þessu á vef Þekkingarsetursins. Þar kemur fram að í nokkur ár hafi verið starfandi vísir að listamiðstöð á textílsviði á Blönduósi á vegum Textílseturs Íslands. Verkefnið hafi þó aldrei komist mikið lengra en á byrjunarreit. Þekkingarsetrið hafi ákveðið að taka þátt í frekari uppbyggingu verkefnisins þess vegna að hlutverk Þekkingarsetursins samkvæmt samþykktum sé m.a. að hafa frumkvæði að rannsókna- og þjónustuverkefnum á sérsviðum setursins sem eru textíll, strandmenning og laxfiskar. Á vefnum segir að markmiðið með ráðningu Jóhönnu E. Pálmadóttur sé að gera textíllistina sýnilegri Á Sunnlenska sveitadeginum, sem í ár ber upp á laugardaginn 4. maí, gefst sunnlenskum fyrirtækjum tækifæri til að kynna fyrir gestum eigin framleiðslu og þjónustu en rúmlega tíu þúsund manns hafa sótt sýninguna á undanförnum árum enda er eftir mörgu að slæðast. Á dögunum var Auður I. Ottesen, ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn, ráðin sýningarstjóri sýningarinnar. Guðbrandur Björnsson Smáhömrum, formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu, færir Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þakkarviðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu bænda. Veittu Jóni Bjarnasyni þakkarviðurkenningu Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu veitti á dögunum Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þakkarviðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu bænda. Guðbrandur Björnsson Smáhömrum, formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu, veitti Jóni viðurkenninguna á aðalfundi sauðfjárbænda í Bændahöllinni þann 5. apríl. Á viðurkenningarskjalinu stendur: Jón Bjarnason alþingismaður. Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu, haldinn í Sævangi 10. mars 2013, færir þér bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu bænda og auðsýnda staðfestu þína gegn aðild að Evrópusambandinu. /HLJ Listamiðstöð fyrir textíllistamenn í Kvennaskólanum: Ráðið í stöðu sérfræðings Jóhanna E. Pálmadóttir hefur verið ráðin til að byggja upp listamiðstöð fyrir textíllistamenn í Kvennaskólanum á Blönduósi. með uppbygginu lista miðstöðvar í textíl og efla samstarf viðkomandi stofnana á svæðinu. Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda haldinn í Hlíðarbæ: Ef við berum gæfu til að mjaka hlutum til betri vegar er ástæða til bjartsýni segir Trausti Þórisson, formaður félagsins Það er í raun margt sem brennur á nautgriparæktinni. Sumt þokast í rétta átt en annað ekki. Oft finnst manni að góðir hlutir gerist of hægt en ef við berum gæfu til að mjaka hlutum til betri vegar er ástæða til bjartsýni enda nauðsynlegt að hafa hana að leiðarljósi, sagði Trausti Þórisson bóndi á Hofsá, formaður Félags eyfirskra kúabænda, á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Hlíðarbæ. Náttúruöflin minna reglulega á sig Trausti kom víða við í skýrslu sinni, en í upphafi ræddi hann náttúruöflin og hvernig þau með reglulegu millibili minna rækilega á sig með tilheyrandi skakkaföllum í búskapnum. Vel og snemma voraði árið 2012 og litu tún vel út og sáning var með fyrra fallinu. Miklir og langvinnir þurrkar herjuðu síðan á tún og akra víða hér norðanlands og var uppskera með minna móti þar sem jarðvegur er þunnur. Þar að auki setti hausthret strik í reikninginn þar sem bændur misstu bæði fé og stórgripi. Fyrir vikið var búfé víða komið fyrr á fulla gjöf og bætti það ekki ástandið, sagði Trausti. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar líkur á kali Hann nefndi að Bjargráðasjóður hefði að vissu marki bætt mönnum tjónið en eftir sæti að margir væru tæpir með hey og hefðu þurft að kaupa hey, mikið til af Vestur- og Suðurlandi. Ekki væri á þessari stundu vitað að hve miklu leyti bætur fengjust úr Bjargráðasjóði, sem ekki væri burðugur um þessar mundir. Því betur hefði aukafjárveiting úr ríkissjóði uppá 140 milljónir komið svo hægt væri að bæta bændum norðanlands tjón sem skapaðist af hausthretinu. Til að bæta gráu ofan á svart eru líkur á kali miklar þar sem svell hafa víða legið. Snjóalög út með firði eru mikil og gæti rotkal orðið þar sem harðfenni liggur á þíðri jörð. Allt á þetta eftir að koma í ljós og verðum við að vona að vel vori og komandi sumar verði gott. Við eigum það alveg inni hjá máttarvöldunum, sagði Trausti. Ferðamenn eiga stóran þátt í söluaukningu Trausti fór yfir mjólkurframleiðslu liðins ár sem var með ágætum miðað við árin á undan og nam heildarinnvigtun 125 milljónum lítra. Innvigtun hjá MS Akureyri síðustu 12 mánuði var rúmir 38 milljónir lítra, sem er aukning upp á 0,88 % frá árinu á undan. Sala jókst í öllum flokkum nema drykkjarmjólk og sagði Trausti að vel horfði með sölu á þessu ári, sérstaklega væri áberandi hve mikið sala hefði aukist á fitugrunni og líkur væru á að jöfnuður myndi nást á árinu milli sölu á fitu og próteini. Aukinn straumur ferðamanna til landsins á stóran hlut að máli í söluaukningunni og eru uppi hugmyndir um að kynna íslenskar mjólkurvörur sérstaklega fyrir erlendum ferðamönnum sem hingað koma, sagði Trausti. Minni ásetningur nautkálfa getur skapað skort eftir tvö ár Framleiðsla og sala á nautakjöti jókst töluvert á síðastliðinu ári, verð til framleiðenda hækkaði ögn, en Trausti sagði ástæðu til að hafa áhyggjur af því að dregið hefði úr ásetningi nautkálfa, sem myndi að öllu óbreyttu leiða af sér skort á kjöti innan tveggja ára. Við því þyrfti endilega að bregðast en menn hefðu gert sér vonir um að nefnd skipuð af ráðherra árið 2011 til að skila tillögum um innflutning á nýju erfðaefni til að efla holdanautastofninn myndi skila árangri. Engar tillögur, bara vangaveltur Þess er skemmst að minnast að það tók starfshópinn 16 mánuði að skila af sér og var þar engar tillögur að finna heldur einungis vangaveltur um stöðu holdanautakynjanna í landinu. Þó komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að skyldleikaræktun væri ógn við áframhaldandi ræktun, enda erfðaefnið sem okkur stendur til boða komið nálægt tvítugu. Má með sanni segja að þessi vinna hafi verið til einskis og stendur nú fyrir dyrum að koma á fót nýjum starfshópi með aðkomu LK, BÍ, Landssambandi sláturleyfishafa og Matvælastofnunar, sagði Trausti. Hlutverk starfshópsins væri að rýna nýframkomna skýrslu um nautakjötsframleiðsluna, móta tillögur um hvernig standa skuli að innflutningi á erfðaefni til eflingar holdanautastofnsins í landinu, leggja drög að kynbótaskipulagi svo innflutningur erfðaefnisins komi að tilætluðum notum, koma með tillögur að breyttu og bættu kjötmati (EUROP-kerfis) og móta tillögur um hvernig stuðla mætti að aukinni fagmennsku við framleiðslu á nautakjöti. Hópnum er ætlað að hraða störfum sínum og skila af sér skýrslu eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Getum staðið okkur betur Það ætti að vera öllum ljóst að við getum staðið okkur betur í framleiðslu á nautakjöti. Víðast hvar er þessi framleiðsla afgangsstærð en reynsla og árangur þeirra sem best standa sig sýnir að bætt fóðrun frá fæðingu til slátrunar skilar sér margfalt til bóndans. Gæði gróffóðurs skipta verulega miklu máli og þótt kjarnfóður sé dýrt skilar það sér til baka. Það sem okkur vantar er ráðgjöf og öflugar rannsóknir sem taka mið af aðbúnaði, mismunandi kjarnfóðurgjöf (eða korngjöf) á vaxtarhraða og fóðrun á mismunandi orkuríku gróffóðri. Það breytir þó ekki því að við verðum hreinlega að fá nýtt erfðaefni, sagði Trausti. /MÞÞ Leita allra leiða til að viðhalda góðri ímynd íslenskrar nautgriparæktar Á aðalfundinum voru samþykktar nokkrar tillögur sem allar voru samþykktar samhljóða. Í þeirri fyrstu segir að aðalfundurinn leggist eindregið gegn öllum hugmyndum um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóða. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að ljóst sé að lífeyrissjóðir muni gera meiri arðsemiskröfur en nú verandi eigandi sem þýðir einfaldlega að raforkuverð mun hækka. Slíkt sé ekki viðunandi og telur fundurinn eðlilegt að renta af fallorkuauðlind þjóðarinnar renni milliliðalaust til kaupenda, þ.e. fólksins í landinu, í formi lægra raforkuverðs. Umræður, fræðsla og áróður besta forvörnin Þá beinir aðalfundurinn því til stjórnar LK að komið verði á fót hugmyndabanka um lokaverkefni Trausti Þórisson bóndi á Hofsá, frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem styrkhæf séu frá Fagráði í nautgriparækt. Eins hvetur aðalfundurinn stjórn LK til að leita allra leiða til að viðhalda góðri ímynd íslenskrar nautgriparæktar í hugum neytenda. Skammt er síðan tvö bú misstu mjólkursöluleyfi vegna ítrekaðra brota á Reglugerð um aðbúnað nautgripa. Augljóst er að öll umræða er varðar slæma umhirðu húsdýra á lögbýlum skaðar gott orðspor sem fer af íslenskum nautgripaafurðum. Umræður, fræðsla og áróður eru besta forvörnin og ættu Leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti í nautgriparækt, sem eru nú í vinnslu, að geta nýst til góðra hluta, segir í greinargerð með þeirri tillögu. Loks var samþykkt tillaga þar sem aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda krefst þess að stjórn LK þrýsti á að fá leiðréttingu á mjólkurverði til framleiðenda sem fyrst. Þá ítrekar fundurinn nauðsyn þess að skilaverð á nautakjöti hækki frá því sem nú er. Vill meiri samvinnu Í umræðum undir liðnum önnur mál lagði Þórður Þórðarson til að samin yrði tillaga um verðlagsmálin og vildi að meiri samvinna væri með félögum kúabænda á Norðurlandi. Sigurgeir Hreinsson ræddi um BSE og framtíðarhorfur þess. Trausti ræddi hugmyndir um að sameina alla sæðingarstarfsemi á landinu. Taldi hann nauðsynlegt að leita allra leiða til að hagræða á þeim svæðum þar sem starfsemin er dýrust áður en farið væri í allsherjarsameiningu svo menn vissu frekar um hvað væri að ræða. Einnig minntist hann á tryggingamál gagnvart gripatjónum og vonaðist til að þau mál yrðu í höfn á þessu ári því bætur frá Bjargráðasjóði væru oft litlar. /MÞÞ Meira á bls. 31

9 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl ÞÉTTIEFNI FÁST NÚ Í BYKO ÞÉTTIEFNI - LÍMEFNI / EXPO auglýsingastofa

10 10 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fréttir Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Seljum ekki matvælaöryggið Bændasamtökin stóðu fyrir fróðlegu málþingi á Hótel Sögu þann 3. apríl sl. um efnið Hvaða áhætta felst í innflutningi á hráu kjöti? Sigurgeir Sindri, hinn nýi formaður BÍ, setti málþingið með ávarpi. Hér skal honum þakkað sérstaklega fyrir að halda slíkt málþing, það er fræðsla og umræða sem eflir skilninginn á að hér er dauðans alvara á ferð, hvort sem það er innflutningur á hráu kjöti eða innflutningur á lifandi dýrum. Enda stóð ekki á aðsókninni, en um eitt hundrað og tuttugu manns mættu og hlýddu á hin góðu erindi sem framsögumennirnir fluttu. Fróðlegt var að sjá fólkið sem mætti. Þar voru á meðal annarra hörðustu talsmenn hins frjálsa innflutnings og að Ísland felli einhliða niður tolla á landbúnaðarvörum. Þessir talsmenn hlustuðu en höfðu sig ekki í frammi í fyrirspurnum eða ræðuhöldum. Einstök staða Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum sagði sjúkdómastöðu íslenska búfjárstofna í mörgu tilliti einstaka og auðlegð sem bæri að verja með öllum tiltækum ráðum. Það kom fram að staða hænsnfugla og svína væri alls ekki undanskilin, hún væri einstök. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landsspítalans, flutti ekki síður magnað erindi. Hann sagði líkurnar aukast á sjúkdómum við aukinn innflutning á fersku kjöti og tiltók sérstaklega ýmsar sýklaónæmar bakteríur sem væru ein mesta ógnin nú um stundir. Það er full ástæða til að hefja mikla umræðu um þær einstöku aðstæður sem íslenskur landbúnaður býr við í heilbrigði bústofnanna. Og ekki síður í hinni ómenguðu jörð þar sem eiturefni eru ekki notuð í matvælaræktinni. Við skulum öll taka málið til umræðu í okkar fjölskyldu og vinahópum, þetta er alvörumál og auðlind sem við viljum ekki fórna fyrir einhverja skyndiákvörðun sem opnar leiðir fyrir lífshættulega sjúkdóma sem raska lífsöryggi manna og dýra. Er sjálfstæði Íslands til sölu? Ung kona vakti athygli mína á málþinginu og nokkrum dögum síðar skrifaði hún grein í Laugardagsblað Morgunblaðsins undir þessari fyrirsögn. Hún heitir Ragnhildur Þóra Káradóttir og er lektor í taugavísindum við Háskólann í Cambridge í Bretlandi. Hún hefur grein sína með eftirfarandi orðum: Búandi erlendis er stundum skrítið að hlusta á þjóðfélagsumræðuna á Íslandi þegar maður kemur heim. Laugardaginn fyrir páska var mér brugðið að heyra í fréttum viðtal við formann Samtaka verslunar og þjónustu að það sé betra að fella niður innflutningsgjöld til að lækka skuldir heimilinna heldur en að ganga að rót vandans, sem er í fjármálakerfinu sjálfu. Síðan leggst hún í rannsóknarvinnu á því hvað hefðbundinn páskamatur kosti í þremur löndum. Á Íslandi, Englandi og Ítalíu. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að páskamaturinn sé ódýrastur á Íslandi, hann sé 59% dýrari á Englandi og 27% dýrari á Ítalíu en á Íslandi. Síðan segir hún í greininni: Ég spyr, hverjar eru langtímaafleiðingar þess að fella niður innflutningsgjöld og tolla? Eflaust verða afleiðingarnar þær að landbúnaður á Íslandi leggist af og við verðum ekki lengur sjálfbjarga þjóð að fæða okkur sjálf. Lokaorð hennar eru þessi: Seljum ekki matvælaöryggið frá okkur, verðum ekki þrælar erlendra markaðsafla, höldum sjálfstæði okkar. Ekki verður þessi kona sökuð um að vera ekki skólagenginn eins og nú ber á í umræðunni hjá ESBsinnunum og Samfylkingunni þegar skoðanakannanir sýna andstöðu við þá og þeirra sjónarmið. Könnun á heilsufari sauðfjár - í Kjósarhreppi, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð Í lok febrúar fengu þeir sauðfjárbændur sem eru með tíu kindur eða fleiri í Borgarbyggð, Hvalfjarðar sveit og Kjósarhreppi senda póstkönnun þar sem m.a. var spurt um heilsufar sauðfjár á viðkomandi bæ. Rannsóknin er lokaverkefni í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og er markmiðið að meta hvort tölfræðilega marktækur munur sé á heilsufari sauðfjár á milli þessara svæða. Könnunin var send á 222 bæi og þegar þetta er skrifað í byrjun apríl hafa borist svör frá 121 aðila. Svarhlutfallið er því um 55%. Þeim sem sáu sér fært að svara könnuninni eru færðar bestu þakkir fyrir. Hver þátttakandi fékk happdrættisnúmer og við skil á könnuninni var númerið sett í pott sem nú hefur verið dregið úr. Vinningshafi er Sigurgeir Þórðarson, Hvalfjarðarsveit, og hlýtur hann króna gjafabréf í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Gjafabréfið fær Sigurgeir sent á næstu dögum. Unnið verður úr gögnum á næstu mánuðum og verða niðurstöður kynntar í Bændablaðinu þegar rannsókninni er lokið. Telji einhver sig falla undir þann hóp sem hefði átt að fá spurningalistann en fékk hann af einhverjum ástæðum ekki má sá hinn sami gjarnan hafa samband og fá könnunina senda. Ef einhver lumar á svörum sem ekki hefur komist í verk að setja í póst eru einnig öll svör enn vel þegin. Því hærra sem svarhlutfallið er, þeim mun áreiðanlegri verða niðurstöður. Gyða S. Björnsdóttir meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands Stella og Guðjón með þrílembingana á Hæringsstöðum í Flóa. Snemmborið hjá 75 ára fjárbónda og kennslukonu í Flóanum Ærin Grána, sem er 7 vetra, kom eiganda sínum, Sigrúnu Ingibjörgu Þorgeirsdóttur (alltaf kölluð Stella) og snúningsstrák hennar, Guðjóni Gestssyni, heldur á óvart þegar hún bar þremur lömbum fyrir páska á bænum Hæringsstöðum í Flóahreppi. Á bænum eru 54 ær og sex gemlingar, auk hrossa. Auk þess að stunda búskap er Stella kennari í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, en þar hefur hún kennt í fimmtíu ár og er ekkert á þeim buxunum að hætta. Þeir vilja ekki losna við mig, ætla að leyfa mér að kenna Að frumkvæði stjórnar BÍ hefur verið myndaður starfshópur til að endurskoða og móta tillögur um skynsamleg framtíðarverkefni búnaðarsambandanna og BÍ, í kjölfar þess að ráðgjafarþjónustan er komin í sérstakt rekstrarfélag. Starfshópinn skipa eftirtalin: Karl Kristjánsson, Búnaðarsambandi Vestfjarða (BSV) Gunnar Brynjarsson, Búnaðarsambandi S-Þingeyinga (BSÞ). Eiríkur Egilsson, Búnaðarsambandi A-Skaftfellinga (BASK). Gunnar Eiríksson, Búnaðarsambandi Suðurlands (BSSL). Gunnhildur Gylfadóttir, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar (BSE). Einar Ófeigur Björnsson, Búnaðarsambandi N-Þingeyinga (BSNÞ). Helga Guðmundsdóttir, Búnaðarsambandi Austurlands (BSA). Guðmundur Davíðsson, Búnaðarsambandi Kjalarnesþings (BSK). Guðmundur Sigurðsson, Búnaðarsamtökum Vesturlands (BV). Guðrún Lárusdóttir, Búnaðarsambandi Skagfirðinga (BSS. Jón Gíslason, Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda (BSHS), Mynd / MHH eitthvað áfram, en ég kenni íslensku og stærðfræði á unglingastiginu, sagði Stella, sem er 75 ára. Snúningsstrákurinn hennar er hins vegar fjórum árum eldri en hún því hann fagnar 80 ára afmæli á næsta ári. /MHH Starfshópur endurskoðar framtíðarverkefni búnaðarsambandanna og BÍ og tveir fulltrúar frá BÍ, þeir Sveinn Ingvarsson og Gunnar Guðmundsson. Starfshópurinn hefur nú þegar haldið einn fund. Honum er ætlað að skila niðurstöðu eða tillögum fyrir Búnaðarþing Hlutverk starfshópsins er m.a. að greina lögbundin hlutverk, hvaða verkefnum sé æskilegt að þessir aðilar sinni, hvert út af fyrir sig, sameiginlega eða í samvinnu, hvert þeirra hlutverk eigi að vera í félagsstarfsemi bænda á hverju svæði og ekki síður að skoða hvaða brýnu nýju viðfangsefnum sem tengjast hagsmunum bænda þau geti eða eigi að sinna.

11 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Eflum fjölbreyttan landbúnað Íslenskur landbúnaður felur í sér mikil tækifæri til öflugrar sóknar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla fjölbreyttan landbúnað á grundvelli einkaframtaks og frelsis til athafna. Landbúnaður er öryggismál og byggir á sérstöðu Íslands sem matvælaframleiðslulands. Eflum heilbrigða samkeppni með landbúnaðarafurðir Aukum framfarir með öflugri menntun og hagnýtum rannsóknum Eflum útflutning á grunni hollustu, hreinleika og gæða Matvælalandið Ísland, bændur, sjómenn og íslenskur matvælaiðnaður eiga að ganga í takt. Framtíðin er okkar. Við skulum tala fyrir lausnum. Við skulum vera hluti af þeirri samstöðu sem þjóðin öll þarf að sýna á næstu misserum til að rétta rækilega úr kútnum. Þar höfum við sannarlega lagt okkar að mörkum. Við viljum byggja sveitir okkar glæsilegum búskap. Hirða vel um landið okkar. Haraldur Benediktsson í setningarræðu Búnaðarþings Haraldur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Í þágu heimilanna

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fréttir STEKKUR Hversdagsmatur kaupmannsins Á háskólaárum mínum vann ég með námi í hverfisverslun í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikið og gott kjöt- og fiskborð var flaggskip þessarar verslunar. Þangað streymdi fólk í stríðum straumum, ekki bara úr Vesturbænum heldur miklu víðar að, til að kaupa hinar ýmsu kjötvörur eða fiskmeti. Verslunin hafði á sér orð fyrir gott vöruúrval og gæðavörur. Ekki síst átti það við um þær íslensku landbúnaðar vörur sem þar voru í boði. Ég var á þessum árum svo einfaldur að ég taldi fullvíst að allir íbúar Reykjavíkur sem komnir væru yfir miðjan aldur væru annaðhvort úr sveit eða hefðu í það minnsta dvalið langdvölum í sveit á yngri árum. Þess vegna undraðist ég stundum þekkingarleysi fullorðinna húsmæðra sem komu og spurðu um hina aðskiljanlegustu hluti varðandi matseld og hráefni. Ég skildi alls ekki að fólk þyrfti að spyrja að því hvernig ætti að matreiða súpukjöt, jafnvel sama fólkið aftur og aftur. Hins vegar kom sama fólkið einmitt aftur og aftur og bað um hið sama, íslenskt súpukjöt. Og þannig var þetta. Vissulega var stundum kengúrukjöt eða sniglar í frystinum og vissulega vöktu slíkir exótískir réttir athygli og áhuga. En langsamlega stærstur hluti viðskiptavina vildi sem sagt íslenskar landbúnaðarvörur. Ég seldi þúsundir lambalæra, hryggja og kóteletta á þeim árum sem ég vann þarna. Ég seldi nautalundir í kílóavís og aðra vöðva sömuleiðis. Og ekki voru þær fáar svínahnakkasneiðarnar og svínakóteletturnar sem ég seldi á grill Reykvíkinga á sumrin. Á hverjum einasta degi sauð ég slátur og svið í miklu magni og seldi heitt. Ég grillaði tugi, ef ekki hundruð, kjúklinga á degi hverjum sem fólk greip svo með sér til að létta sér eldamennskuna á kvöldin. Og allt voru þetta íslenskar landbúnaðaafurðir. Þó að ég hafi selt helling af dýru kjöti úr þessu kjötborði kom það mér spánskt fyrir sjónir á dögunum þegar fulltrúar Samtaka verslunar og þjónustu blésu í herlúðra á dögunum í þessari sömu verslun og töldu það helsta hagsmunamál neytenda að þeir gætu nú keypt innfluttar nautalundir, innflutta parmaskinku, innfluttar kjúklingabringur og innfluttan geitaost án tolla og aðflutningsgjalda. Já, það mun lækka matarreikning heimilanna! Eða er það ekki? Tilfellið er nú reyndar að meðan ég vann í þessari tilteknu verslun var stærsti hluti þess sem viðskiptavinir keyptu úr kjötborðinu hjá mér ekki nautalundir eða önnur dýr vara. Ég seldi hins vegar drjúgt af kjötfarsi, ýsu í raspi, slátri og gúllasi. Mat sem í margra huga myndi kallast hversdagsmatur. Þess vegna þykir mér það stórmerkilegt að verslunarmenn vilji nú ráðast að bændum og saka þá um að standa gegn hagsmunum heimilanna. Ganga jafnvel svo langt að segja að ákveðnar búgreinar séu laumufarþegar í landbúnaðarkerfinu og segjast ekki munu gráta það ef þær yrðu ei meir. Sömu búgreinar og þjónusta verslunina með vörur sem viðskiptavinir síðan kaupa í miklu mæli. Sumir myndi kalla það, tja, ósvífni. Það má vel vera að forsvarmenn verslunar og þjónustu í landinu hafi efni á því að gúffa í sig nauta lundir, fylltar með geitaosti og innvafðar í parmaskinku, á venjulegu þriðjudagskvöldi. Við hin látum okkur yfirleitt nægja soðna ýsu eða kjötbollur. Úr íslensku hráefni. /fr Hádegisfundur Bændasamtakanna um áhættuna af innflutningi á hráu kjöti vakti mikla athygli: Alvarlegar afleiðingar verði einangrun íslenskra búfjárstofna rofin Sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er í mörgu tilliti einstök og er auðlegð sem ber að verja með öllum tiltækum ráðum að mati Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis við Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Einn þáttur í því er að flytja sem allra minnst af hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum til landsins. Þetta kom fram á hádegisfundi Bændasamtakanna um áhættuna af innflutningi á hráu kjöti. Vegna landfræðilegrar einangrunar Íslands eru húsdýr hérlendis að mestu laus við mörg þau smitefni sem landlæg eru í húsdýrum erlendis, þ.á m í Evrópusambandinu. Sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er afar óvenjuleg miðað við það sem þekkist erlendis. Mikill fjöldi af smitefnum, þekktum og óþekktum, getur valdið faraldri í búfé hér á landi. Hér hafa einstaklingar innan stofnana enga ónæmisreynslu og dýrastofnar eru í miklu samneyti hér á landi. Vilhjálmur benti á að þegar einangrun dýrastofna væri rofin gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Nærtækt væri að benda á landafundina miklu, þegar Spánverjar fundu Ameríku. Þá rufu þeir ára einangrun frumbyggja Ameríku. Á minna en 100 árum fækkaði frumbyggjum stórlega, eða um 80 til 100 prósent, allt eftir svæðum. Höfuðástæðan var ekki hernaðarmáttur Spánverja heldur sjúkdómar sem þeir báru með sér. Reynslan af innflutningi hörmuleg Sáralítið hefur verið flutt inn af lifandi dýrum frá landnámi og er allur innflutningur bannaður nema með leyfum yfirvalda og þá er skylt að setja dýr í sóttkví. Nokkuð hefur verið flutt inn af sauðfé á síðari öldum. Reynslan af því hefur náttúrlega verið hörmuleg. Í flestum tilfellum fylgdu þessum innflutningi smitsjúkdómar sem ollu miklum búsifjum, sagði Vilhjálmur. Árið 1762 kom upp fjárkláði sem orsakaði að fella þurfti um 80 prósent af stofninum áður en kláðanum var útrýmt. Seinni fjárkláðinn hafði í för með sér að skera þurfti fjár. Síðar var tekið til við að baða fé og tók 150 ár að losna við óværuna. Sauðfjárriða barst með innflutningi frá Danmörku árið 1878 og hefur kostað gríðarlega fjármuni og baráttu að berjast gegn henni. Árið 1933 bárust síðan mæðiveiki og garnaveiki til landsins með 20 karakúlkindum frá Þýskalandi. Talið er að fjár hafi drepist og um fjár voru fellt til að útrýma mæðiveikinni á árunum 1944 til 1965 en þá tókst loks að útrýma henni. Nýtt smitefni berst til landsins einkum með fernum hætti. Í fyrsta lagi með innflutningi lifandi dýra og erfðaefnis þeirra. Í annan stað getur smitefni borist með fóðri. Í þriðja lagi geta smitefni borist með ferðum fólks og innflutningi á aðgreinanlegum hlutum, svo sem fatnaði eða notuðum reiðtygjum. Talið er að hitasótt í hrossum árið 1998 hafi t.a.m. borist til landsins með þeim hætti. Í fjórða lagi getur smitefni borist til landsins með afurðum dýra og um það eru þekkt þrjú staðfest dæmi hér á landi. Mörg dæmi eru þekkt erlendis um að smit hafi komist í búfé með matvælum. Gin- og klaufaveiki er sú pest sem menn óttast hvað mest, veiran er mjög smitandi og getur sýkt fjölda gripa, hún er mjög harðgerð, getur borist með dýrum sem engin einkenni sýna og getur lifað lengi í matvælum. Í Bretlandi kom upp faraldur árið 2001 þar sem svín voru fóðruð með matarafgöngum af veitingahúsi. Afleiðingin varð sú að á bilinu sex til tíu milljónum svína var slátrað og nam kostnaðurinn við aðgerðirnar um milljörðum króna. Þrjú þekkt tilvik smits með dýraafurðum Þrjú tilvik eru þekkt um smitsjúkdóma í íslensku búfé sem eru tilkomnir vegna innflutnings á dýraafurðum. Miltisbrandur barst hingað með ósútuðum nautahúðum frá Afríku og varð fyrst vart árið Nokkuð mörg tilfellu komu fram í mönnum og dýrum. Svínapest barst þá til landsins á hernámsárunum en hún kom með innfluttu svínakjöti frá Bandaríkjunum árið Hún barst síðan á 10 bú í nágrenni Reykjavíkur. Blöðruþot, sjúkdómur sem líkist mjög gin- og klaufaveiki, kom upp hér á landi árið 1953 á stóru svínabúi en sjúkdómurinn barst með ómeðhöndluðum matarúrgangi frá herstöðinni á Miðnesheiði. En hverjar eru líkurnar á að smitsjúkdómar berist með matvælum í dýr hérlendis? Vilhjálmur segir litlar líkur til að þeir berist inn á stærri svínabú eða alifuglabú með innfluttum matvælum. Það sé vegna þess að óheimilt sé að matarúrgangur sé notaður til að fóðra skepnur á þessum búum. Hins vegar aukist hættan verulega ef útivist svína aukist frá því sem nú er en neytendur hafa í auknu mæli kallað eftir afurðum af slíkum dýrum. Hvað varðar dýr sem ganga utandyra þá eru þau berskjaldaðri fyrir smiti komist þau í matarúrgang sem skilin er eftir á víðavangi. Einnig má ímynda sér að smit úr nagdýrum, músum og rottum sem komist hafa í matarúrgang, geti borist í þessar skepnur. Þá geta menn smitað dýr, hafi þeir neytt matvæla sem í eru smitefni. Búfé tómstundabænda getur verið útsett fyrir smiti, t.a.m. heimilishænur sem fóðraðar eru með matarafgöngum og sauðfé og hross sem fá afganga af bakarísmat sem gæti innihaldið kjöt eða ostmeti. Þá gætu gæludýr sem fóðruð eru með hráu eða lítt meðhöndluðu kjöti smitast og að síðustu gætu villt dýr smitast komist þau í matarúrgang. Aukinn innflutningur, aukin hætta Eigi að flytja matvæli hingað til lands þarf eftirlit og sjúkdómsvöktun þeirra landa sem flutt er inn frá að vera virkt og áreiðanlegt. Sé öllum reglum fylgt ættu líkur á að smitefni berist hingað til lands að vera litlar. Hins vegar er ljóst að verði innflutningur aukinn þá aukast líkurnar. Rétt er þó að benda á að aldrei verður hægt að útiloka að smit berist til landsins fyrir slysni, gáleysi eða vegna þess að hingað til lands verði matvælum smyglað. /fr Meiri hætta á sýkingum með innfluttum matvælum Það er meiri hætta á að sýkjast af innfluttum matvælum en innlendum matvælum, sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýklafræðideildar Landspítalans, á hádegisfundi Bændasamtakanna um þá áhættu sem felst í því að flytja inn hrátt kjöt til landsins. Líkurnar á sýkingum myndu aukast með auknum innflutningi á fersku kjöti og sérstakt áhyggjuefni er að hingað til lands gætu borist sýklalyfjaónæmar bakteríur, sem væri alvarleg og vaxandi ógn. Sýkingarhætta er þó einnig tengd innlendum afurðum. Karl benti í þessu samhengi á að tilteknir sýklar fyndust ekki á Íslandi eða væru í mun minni mæli í matvælum hér á landi en erlendis. Til að mynda sýndi rannsókn á vegum Matvælastofnunar (MAST) og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum árið 2010 fram á að e.coli og salmonella fannst ekki í sýnum teknum úr 845 nautgripum á 169 búum dreift um landið. Því er hægt að draga þá ályktun að litlar líkur eru á að þessir sjúkdómar berist í fólk með íslenskum nautgripaafurðum. Hins vegar eru dæmi um hópsýkingar af völdum e.coli sem Íslendingar hafa orðið fyrir, t.a.m. árið 2007, en þá sýktust 9 manns vegna smitaðs grænmetis frá Hollandi. Þó að um grænmeti hafi verið að ræða þarna segir Karl að hið sama geti átt við um innflutt kjöt. Tekið eftir árangrinum á heimsvísu Árið 1979 var bannað að selja ferska Vilhjálmur Svansson, dýralæknir við Tilraunastöðina á Keldum. Mynd / HKr. Mynd / HKr. kjúklinga hér á landi til að stemma stigu við salmonellusýkingum. Eftir umfangsmiklar aðgerðir til að útrýma salmonellu var aftur leyft að selja ferska kjúklinga árið Sala á ferskum kjúklingum jókst þá mjög og á sama tíma jukust smit vegna kampýlóbakter verulega. Brugðist var við með mikilli herferð til að upplýsa neytendur um áhættuna og einnig að gera enn frekari ráðstafanir á kjúklingabúunum. Það skilaði miklum árangri og hefur verið tekið eftir því á heimsvísu að sögn Karls. Kampýlóbakter hefur verið vaktað á Íslandi síðan 2001 og greinist hann í kjúklingum skulu þær afurðir frystar eða hitameðhöndlaðar. Þá er enn unnið að bættum smitvörnum í kjúklingaeldishúsum, meðal annars með flugnanetum. Þessar aðgerðir kosta hins vegar talverða fjármuni. Að sama skapi hefur tekist vel að vinna gegn salmonellu í kjúklingum þó að áfram þurfi að vinna gegn henni. Salmonellusýkingar í fólki á Íslandi eru tiltölulega sjaldgæfar og langflestir smitast á ferðalögum erlendis. Aukin notkun sýklalyfja hættuleg Karl lagði áherslu á að gríðarleg áhætta væri fólgin í aukinni notkun sýklalyfja í landbúnaði, en aukin notkun eykur á ónæmi baktería gagnvart lyfjum. Í sumum löndum er sýklalyfjanotkun margfalt meiri í dýrum en mönnum og er Danmörk dæmi um það. Fjölónæmar bakteríur geta borist milli manna og dýra. Á Íslandi er sýklalyfjanotkun langminnst í Evrópu ásamt Noregi og Svíþjóð. Staðfest hefur verið með rannsóknum að smit með fjölónæmum bakteríum getur borist úr dýrum í menn. Karl benti á að lyfjaónæmar e.coli bakteríur hefðu fundist í kjúklingi og hægt væri að rekja það til innflutts fóðurs, þrátt fyrir að fóðrið væri hitameðhöndlað. Þetta væri afar alvarlegt mál þar eð til væru iðrabakteríur sem orðnar væru algjörlega ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum, svokallaðar ofurbakteríur. Slíkar bakteríur gætu borist til Íslands með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því væri afar mikilvægt að fylgjast vel með innfluttu dýrafóðri. Karl klykkti út með því að áhætta væri af innfluttum matvælum en hún væri þó einnig til staðar í innlendum matvælum. Aukin áhætta á sýkingum í fólk er augljós með auknum á innflutningi á fersku kjöti, einkum kjúklingum, en þeir geta borið með sér kampýlóbakter, salmonellu eða e. coli bakteríur. /fr

13 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl ÖFLUG UPPBYGGING FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ÞESS VEGNA KÝS ÉG VG TÓMAS ÍSLEIFSSON FERÐAÞJÓNUSTUBÓNDI YTRI-SÓLHEIMUM FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Atvinnulífið á landsbyggðinni: Skógrækt hefur mikla þýðingu Alls hafa orðið til 81,4 ársverk í skógrækt hér á landi á tímabilinu fyrir tilstuðlan landshluta verkefnanna í skógrækt. Ársverkunum fjölgaði úr 63 árið 2001 upp í um 100 árið 2007 en hefur fækkað aftur niður í 47 ársverk árið Á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Hallormsstað í liðnum mánuði voru birtar niðurstöður úr nýrri rannsókn á atvinnuuppbyggingu í skógrækt á Íslandi og er frá þeim greint á vef Skógræktar Íslands. Ljóst er að vinna við skógrækt hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni og að mikið verk er framundan við skógrækt á Íslandi ef uppfylla á þá samninga sem gerðir hafa verið við bændur. Til þess þarf aukið fjármagn til skógræktar þar sem brýn þörf er orðin á grisjun skóga auk áframhaldandi gróðursetningu í samræmi við gerða samninga, segir í frétt á vef skógræktarinnar. Fjöldi afleiddra ársverka Alls má gera ráð fyrir að atvinnuuppbygging á vegum landshlutaverkefnanna í samstarfi við skógarbændur um allt land hafi að auki skilað sem svarar afleiddum ársverkum á landsbyggðinni að jafnaði frá árinu Til samanburðar er á vefnum nefnt að í umræðu um kísilmálmverksmiðju á Suður nesjum á árinu 2012 var talað um að þar myndu verða til sem sam svaraði 90 ársverkum. Fram undan er mikil vinna við skógrækt á næstu árum þar sem sá skógur sem gróðursettur hefur verið á síðustu árum er óðum að vaxa upp í grisjunarstærð. Ef skógurinn er ekki grisjaður á réttum tíma dregur úr vexti trjánna og þannig munu miklir fjármunir tapast til framtíðar. Leikarahópurinn, ásamt Kjartani Ragnarssyni, sem mætti að sjálfsögðu á frumsýninguna, og Svandísi Dóru Einarsdóttur leikstjóra, en þau eru uppi til vinstri. Gnúpverjar sýna Saumastofuna Fram undan er mikil vinna við skógrækt á næstu árum þar sem sá skógur sem gróðursettur hefur verið á síðustu árum er óðum að vaxa upp í grisjunarstærð. Kærkomin viðbót við fábrotið atvinnulíf Öll þessi ársverk í skógrækt eru unnin á landsbyggðinni og eru dreifð um allt land. Víða er fábrotið atvinnulíf á þeim svæðum þar sem skógurinn er ræktaður og því er þessi atvinna kærkomin viðbót við atvinnulífið á landsbyggðinni. Fram kemur að mjög aðkallandi er að fjármagn verði áfram lagt í þessa grein meðan á uppbyggingu hennar stendur og að aukið verði verulega við það fjármagn sem nú er til ráðstöfunar. Skógrækt á Íslandi á alla möguleika á að verða umsvifamikil og sjálfbær atvinnugrein í framtíðinni sem mun spara þjóðarbúinu mikinn gjaldeyri og skapa mikla atvinnu víða um land. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif sem skógrækt hefur á loftslag með kolefnisbindingu. Það er því til mikils að vinna með fjármögnun í nútíðinni til að framtíðin beri í skauti sér öfluga atvinnu við íslenska skóga að ógleymdum þeim afurðum sem skógarnir gefa af sér. /MÞÞ Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja frumsýndi laugardaginn 16. mars hið frábæra leikrit Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Verkið var fyrst sett upp af Leikfélagi Reykjavíkur við gífurlegar vinsældir og nú er það komið í Gnúpverjahreppinn. Saumastofan var skrifuð í tilefni af kvennaárinu 1975 sem náði hápunkti með kvennafrídeginum sama ár. Saumastofan var ádeila inn í þjóðfélagið á sínum tíma, þar sem staða konunnar innan feðraveldisins var miðpunktur ádeilunnar. Af hverju eru konur með lægri laun en karlar? Af hverju hafa karlmennirnir völdin þegar konan er sú sem í raun og veru heldur öllu saman? Kjartan beinir athyglinni að mikilvægum spurningum sem eiga fullt erindi enn þann dag í dag. Hvað hefur raunverulega breyst? Saumastofan er gamanleikrit með tónlist og söng ásamt dramatísku ívafi. Leikstjóri verksins er Svandís Dóra Einarsdóttir ásamt einvala liði tónlistarmanna og leikenda. Saumastofan er sýnd í Árnesi og panta má miða í síma eða Miðaverð er einungis kr. og næstu sýningardagar eru 21. mars kl , 26. mars kl og 27. mars kl Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ. Málstofa um beitarmál og landnýtingu: Búfjárbeit getur stuðlað að fjölbreytni í landslagi og gróðri segir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Landssamtök sauðfjárbænda héldu opna málstofu á dögunum um beitarmál og landnýtingu. Þau Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ, Gústav M. Ásbjörnsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, héraðsfulltrúi og verkefnis stjóri hjá Land græðslunni, héldu erindi en í lok þeirra voru líflega umræður. Anna Guðrún hélt erindi sem hún kallaði Hugleiðingar um sauðfjárbeit. Þar fór hún yfir víðan völl og velti fyrir sér áhrifum sauðfjárbeitar frá landnámi til okkar daga. Sitt sýnist hverjum um ástæður gróðureyðingar og uppblásturs. Rakti Anna Guðrún m.a. ólíkar kenningar vísindamanna, t.d. að uppblástur á Íslandi hefði ekki hafist ekki við landnám heldur væri hann eldri og tengdist beint eldgosum og öskufalli. Rannsóknir sýndu að víða um land hefði verið lítill sem enginn uppblástur fyrr en á 13. öld, meira en 400 árum eftir landnám. Þá hefði hins vegar uppblástur og fok aukist mikið í kjölfar kólnunar og eldgosa. Anna Guðrún fjallaði um hugtakið menningarlandslag. Í því samhengi benti hún á að varla væri sá lófastóri blettur á landinu sem ekki hefði mótast af sauðfjárbeit og þannig hefði sauðkindin kallað fram það gróðurfar og landslag sem við hefðum í dag. Færði hún rök fyrir því að íslenskt menningarlandslag væri að nokkru leyti mótað af sauðkindinni og þannig væri náttúran og sagan samtvinnuð í landslaginu. Beit er náttúruvernd! Þá rakti Anna Guðrún þróun landbúnaðar í Evrópu, þar sem beit hefur minnkað jafnt og þétt á síðustu öld. Það hefur leitt til mikilla breytinga á gróðurfari og landslagi þar sem skógur er að taka yfir á stórum svæðum. Benti hún á ýmis verkefni í hinum stóra heimi þar sem markmiðið væri að endurheimta fyrra landslag, m.a. með búfjárbeit sem stuðlaði að fjölbreytni í landslagi og gróðri. Þannig væri beit orðin að náttúruvernd. Við þessar upplýsingar Önnu Guðrúnar fór kliður um salinn og var greinilegt að þessi orð féllu í góðan jarðveg hjá sauðfjárbændum. Um sauðfjárbeit á Íslandi sagði Anna Guðrún m.a. að hún væri sérstaða sem við ættum að viðhalda. Sauðfjárræktin á Íslandi byggði að stórum hluta á úthagabeit og hefði gert það um aldir. Afurðirnar væru Gústav M. Ásbjörnsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum og verkefnisstjóri samstarfsverkefnisins Bændur græða landið. betri fyrir vikið, þar sem fæðan væri fjölbreytt og heilsan góð. Ýmis önnur fróðleg atriði komu fram í erindi Önnu Guðrúnar Þórhalls dóttur, sem mælti með beit fyrir vistkerfið. Nefndi hún sem dæmi að beit þétti svörðinn, áburður og fræ dreifðust með skít, traðk gæfi set fyrir fræ og allt þetta yki umsetninguna í vistkerfinu. Án beitar væri minni hreyfing næringarefna og sina gæti tekið sig upp. Þó að prófessorinn mælti með beit undirstrikaði hún mikilvægi þess að stjórna beitinni, vakta hana og sýna sveigjanleika. Tengja þarf landnýtingu við ástand gróðurs og jarðvegs Á eftir erindi Önnu Guðrúnar hélt Gústav M. Ásbjörnsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni erindi um mat á ástandi afrétta, verklag og aðferðir. Í máli hans kom fram að um þriðjungur af flatarmáli Íslands væri afréttir og m.a. þess vegna væri mikilvægt að fylgjast með ástandi þeirra. Gústav fór yfir þau atriði og gögn sem menn nota við mat á gæðum afrétta til beitar. Nefndi hann þar gróður- og vistkerfakort og staðbundnar mælingar á uppskeru ásamt fleiru. Margir aðilar koma að ástandsmati á afréttum: LbhÍ, Landgræðslan, Náttúrufræðistofnun, Skógrækt ríkisins, fulltrúar sveitarfélaga, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og að sjálfsögðu landeigendur sjálfir. Í niðurstöðum Gústavs kom fram að safna þyrfti á einn stað upplýsingum um stærð og nýtingu afrétta og samræma mælikvarða á ástand. Taldi hann að víða þyrfti að mæla nánar áhrif beitar, og vettvangsskoðanir væru mikilvægar bæði vor og haust. Tengja þyrfti landnýtingu við ástand gróðurs og jarðvegs og nauðsynlegt væri að hagsmunaaðilar kæmu að ákvörðunum um mælikvarða og aðferðir til að meta þá. 640 bændur græða landið Í lok málstofunnar hélt Sigríður Júlía Brynleifsdóttir erindi um samstarf bænda og Landgræðslunnar í verk efninu Bændur græða landið. Þar fór hún yfir hlutverk og stefnu Landgræðslu ríkisins og sagði frá samstarfi við bændur. Síðasta sumar voru 640 skráðir þátttakendur í Bændur græða landið og 531 af þeim virkur. Þessi hópur dreifði tæplega tonnum af áburði og kg af fræi á síðasta ári. Hver þátttakandi dreifði að meðaltali 1,9 tonnum af áburði og 16,7 kg af fræi. Um framtíð verkefnisins sagði Sigríður Júlía að því yrði haldið áfram en líklega yrði stefnt að aukinni notkun lífræns áburðar og að gera samninga við bændur um ákveðinn hektarafjölda í uppgræðslu. Byggjum umræðuna á staðreyndum Myndir / TB Góðar umræður voru á eftir erindum þar sem bændur og fleiri létu í ljós fjölbreyttar skoðanir sínar á beitarmálum og landnýtingu. Þar kom m.a. fram mikilvægi þess að taka ákveðin og afmörkuð svæði fyrir og meta ástanda og áhrif beitar. Ekki væri raunhæft að tala um landið í heild eins og oft væri gert í umræðunni. Þá voru fundarmenn sammála um að efla þyrfti fagmennsku í umfjöllun um viðfangsefnið. Efla þyrfti rannsóknir og koma umræðunni út úr karpi og þrasi. Minnka þyrfti tilfinningahitann og tala um staðreyndir byggðar á rannsóknum og bestu manna yfirsýn. /TB

15 É M Y N T S A F N A R A F Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Bændablaðið Næsta blað kemur út miðvikudaginn 24. apríl Auglýsendur passið að tryggja ykkur pláss tímanlega! Tryggið ykkur góðan gúmmíbát fyrir vorið Stærðir frá 2,7 m til 4,7 m. Margir litir. Áhugasamir hafið samband í síma eða sendið póst á sala@svansson.is Nánar á VIÐ ÞORUM AÐ STANDA Safnaramarkaður Sunnudaginn 14. apríl Síðumúla 17 (2. hæð) kl MEÐ ÍSLENSKUM HEIMILUM Mynt Seðlar Minnispeningar Barmmerki Smáprent Frímerki Póstkort o.fl. Sala - Kaup - Skipti 14. apríl L A G Í S L A N D S MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Allri sorpbrennslu hjá Sorpsamlagi Þingeyinga á Húsavík var hætt fyrir páska: Yfirvöld sýna tómlæti og stefna í umfangsmikinn akstur með úrgang milli landshluta Allri sorpbrennslu hjá Sorpsamlagi Þingeyinga á Húsavík var hætt rétt fyrir páska, þann 27. mars. Móttaka fyrir sorp verður áfram til staðar í bænum, sem og flokkunarstöð. Til stendur að auka flokkun í héraðinu til að draga úr sorpmagni, en fyrirsjáanlegt er að aka þurfi úrgangi um langan veg til urðunar á næstu mánuðum. Í fyrstu verður það að Stekkjarvík norðan Blönduóss, en í haust er til skoðunar að flytja sorpið austur á Hérað. Hafsteinn H. Gunnarsson, framkvæmda stjóri Sorpbrennslu Húsavíkur, segir stöðuna dapurlega og þessi ákvörðun sem menn hafi neyðst til að taka nú komi sér illa fyrir svæðið. Framtíð sorpbrennslunnar á Húsavík hefur verið afar óljós síðustu vikur og mánuði. Reksturinn hefur verið erfiður, en dýrar og nauðsynlegar endurbætur á tækjabúnaði verða ekki umflúnar. Hvorki tókst að tryggja fjármagn til endurbóta né rekstrargrundvöll brennslunnar. Mögulegt er að hefja brennslu að nýju ef rekstrargrundvöllurinn breytist verulega á næstu örfáu mánuðum. 600 tonn af úrgangi til brennslu Sorpsamlagi Þingeyinga berast árlega um eða yfir 600 tonn af úrgangi til brennslu, einkum dýraleifar og annar úrgangur sem ekki er heimilt að urða, s.s. frá heilbrigðisstofnunum. Úrgangurinn kemur víða að, en sem dæmi má nefna að nú nýlega fékk brennslan til förgunar salmonellusmitaðan kjúkling frá Matfugli, um fugla, um 20 tonn á einu bretti. Hafsteinn segir að þegar brennslan á Húsavík loki nú fyrir páska þurfi menn að sækja þjónustuna til Keflavíkur. Þá nefnir hann að lokunin komi sér illa fyrir Norðlenska, sem rekur sláturhús á Húsavík og hefur að jafnaði fargað um 300 tonnum af sláturúrgangi, þ.e. því sem fellur undir áhættuflokk 1 og hvorki er leyfilegt að nýta til moltugerðar eða urða. Ekið með sorpið um þjóðvegi Það stefnir allt í að eina brennslan sem eftir verður hér á landi verði í Keflavík og þangað verður öllu stefnt sem ekki má farga á annan hátt en með því að brenna. Það virðist vera sem stjórnvöld hafi það á stefnuskrá sinni að fækka urðunarstöðum og sorpbrennslum í landinu markvisst en afleiðingarnar eru þær að verið er að flytja landshorna á milli alls kyns úrgang, ekið verður með hættulegan farm um langan veg, segir Hafsteinn. Sorphirða í Þingeyjarsýslum verður með þeim hætti á næstunni að sorpi verður safnað ýmist í móttökustöð á Húsavík eða flokkunar stöð Gámaþjónustu Norður lands á Akureyri, sett í flutnings gáma og ekið til urðunar í Stekkjar vík, urðunarstað Norðurár bs. nálægt Blönduósi. Unnið verður að endurskipulagningu sorphirðu í Þingeyjar sýslum á næstu vikum þar sem áhersla verður á flokkun endurvinnsluefna frá heimilum og rekstraraðilum. Um 250 km leið með sorpið Til staðar er lítill urðunarstaður við Kópasker, starfsleyfi hans rann út í lok síðastliðins árs og er nú unnið að því að endurnýja það. Ekki verður þó heimilt að urða þar sorp nema frá næsta nágrenni, Kópaskeri, Raufarhöfn og sveitum í kring. Fyrir liggur því að sorp íbúa úr suður hluta sýslunnar verði flutt um 250 kílómetra leið að Stekkjarbakka norðan Blönduóss. Sömu leið þurfi svo að fara til baka, alls um 500 kílómetra. Magnið er um 2000 tonn í heild á ári, en hægt er að taka um 18 tonn í ferð og að sögn Hafsteins er kostnaður við flutninginn vel á annað hundrað þúsund krónur. Þetta er gríðarlega dýrt og óhagkvæmt, en eins og staðan er í dag virðist þessi kostur sá eini sem í boði er, segir hann. Stefnt að því að minnka úrgang með meiri flokkun Reynt verður á næstu vikum að endurskipuleggja sorpmálin í heild og fá íbúa til að flokka meira svo flytja þurfi minna magn á brott. Við munum áfram taka við sorpi og koma því í réttan farveg, segir Hafsteinn, en áhersla verður lögð á flokkun endurvinnsluefna Markús Ívarsson sæmdur gullmerki Héraðssambandsins Skarphéðins Héraðsþing HSK var haldið í Aratungu laugardaginn 9. mars og mættu um 100 manns á þingið sem var það 91. í röðinni. Móttökur heimamanna voru frábærar, en þing sambandsins var nú haldið í fjórða sinn í Aratungu. Í upphafi þings var Markúsi Ívarssyni veitt gullmerki sambandsins, en hann hefur verið í forystuveit Ungmennafélagsins Samhygðar í áratugi og þá sat hann um árabil í stjórn HSK. Jón Gestur Viggósson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sæmdi hjónin Ástu Laufeyju Sigurðardóttur og Ólaf Elí Magnús son silfurmerki ÍSÍ. Bergur Guðmundsson ritari HSK og Ólafur Guðmundsson frjálsíþróttakempa voru sæmdir starfsmerki UMFÍ, en Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti þeim merkin. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, afhenti á þinginu foreldrastarfsbikarinn til handknattleiksdeildar Ungmenna félags Selfoss, Hestamannafélagið Sleipnir hlaut unglingabikarinn og Ungmennafélag Selfoss fékk bikar sem stigahæsta félag í heildarstigakeppni ársins. Þá var Vilhjálmur Þór Pálsson Umf. Selfoss/GOS útnefndur öðlingur ársins. Miklar og góðar umræður fóru fram í fjórum starfsnefndum þingsins og alls voru 23 tillögur samþykktar á þinginu. Reikningar sambandsins voru lagðir fram, en rúmlega 1,3 milljóna króna hagnaður var af rekstri sambandsins. Öll stjórn og varastjórn sambandsins var endurkjörin á þinginu. Stjórn HSK 2013 skipa: Formaður: Guðríður Aadnegard, Íþróttafélaginu Hamri Gjaldkeri: Hansína Kristjánsdóttir, Ungmennafélagi Selfoss Ritari: Bergur Guðmundsson, Ungmennafélagi Selfoss Varaformaður: Örn Guðnason, Ungmennafélagi Selfoss Meðstjórnandi: Fanney Ólafsdóttir, Ungmennafélaginu Vöku Varamenn: Lára Bergljót Jónsdóttir, Ungmennafélagi Skeiðamanna, Anný Ingimarsdóttir, Ungmenna félaginu Samhygð, og Guðmundur Jónasson, Ungmennafélaginu Heklu. Stjórn HSK vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að undirbúningi þinghaldsins. Forystu Ungmennafélags Biskupstungna er sérstaklega þakkað fyrir góðar móttökur og frábæra um gjörð þinghaldsins. Einnig er Ungmennafélagi Laugdæla þakkað framlag þess, en þingforsetar og ritarar komu Uppbygging sorpbrennslustöðvarinnar á Húsavík, sem gangsett var haustið 2006, var að fullu fjármögnuð með lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga sem hvorki er hægt að breyta né greiða upp. Afborgunum og vaxtakostnaði vegna lánanna hefur á undanförnum árum verið mætt með nýju hlutafé. Fyrir liggur að ráðast þarf í fjárfrekar endurbætur á brennslunni sem ljóst er að ekki verður hægt að fjármagna miðað við núverandi forsendur. Mynd / Hafþór Hreiðarsson Sorpsamlag Þingeyinga hefur eytt margvíslegum úrgangi sem hvorki má endurvinna né urða. Þar má nefna lífrænan úrgang frá sláturhúsum, dýrahræ og sóttmengaðan úrgang frá sjúkrahúsum. Nú þegar ljóst er að brennslunni verði lokað munu fyrirtæki og sveitarfélög á starfssvæði hennar þurfa að flytja úrganginn til eyðingar, landshluta á milli, með töluverðum tilkostnaði. frá heimilum og rekstraraðilum. Markmið flokkunarinnar er að auka endurnýtingu og endurnotkun og minnka þar með það magn sem annars færi til urðunar. Ljóst er að flutningur sorps og endurvinnsluefna eftir þjóðvegum landins munu aukast töluvert með tilheyrandi mengun og sliti á vegum. Unnið er að því að opna úr röðum Laugdæla. Bláskógabyggð er þakkaður stuðningurinn, en sveitarfélagið bauð þingfulltrúum urðunarstað í Tjarnarlandi, skemmt frá Eiðum á Héraði síðsumars eða í haust og segir Hafsteinn að ögn styttra og ódýrara verði að flytja úrganginn þangað, en kostnaðarsamt eftir sem áður. Yfirvöld sýna tómlæti Hafsteinn segir að bæði stjórn og Íþróttamennirnir sem voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann HSK gullmerki sambandsins, en hann er hér með Guðríði Aadnegard, formanni HSK. Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Ungmennafélagi Selfoss, var valin íþróttamaður HSK árið Hér er hún með verðlaunin sín. eigendur Sorpsamlags Þingeyinga undrist það tómlæti sem yfirvöld hafi sýnt rekstrarumhverfi sorpbrennslna sem starfað hafa samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum, því viðurkennt sé að sorpbrennsla er nauðsynlegur þáttur í úrgangsstjórnun, ekki síst við neyðaraðstæður. Hann bendir á að skipaður hafi verið starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis á síðasta ári og átti hann að skila tillögur í desember síðastliðnum. Ekki bólaði enn á þeim. Hann hefði sent ráðuneytinu skriflega fyrirspurn um stöðu mála um miðjan janúar, en ekki fengið svar. Ég fékk ekki einu sinni staðfestingu á að erindi mitt hefði verið móttekið. Það ríkir þögnin ein á þeim bæ, segir Hafsteinn. /MÞÞ Myndir / MHH og gestum til hádegisverðar á þinginu. Arion banka er þakkað framlag vegna kostunar á verðlaunahátíðinni á þinginu, sagði Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, í samtali við blaðið. /MHH

17 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Bættar samgöngur og lengri áætlunarferðir í Þórsmörk Reykjavík Excursions / Kynnisferðir hafa í samstarfi við ferðaþjónustu aðila í Þórsmörk ákveðið að lengja áætlun rútuferða í Þórsmörk nú í ár. Þetta er gert til að mæta aukinni eftirspurn eftir ferðum í Þórsmörk á vorin og haustin og auðvelda ferðamönnum að komast í Mörkina með öruggum hætti. Áætlunarferðir í Þórsmörk hefjast því 2. maí í vor, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Reglulegar ferðir verða farnar allt þar til í lok október í haust. Með þessari breytingu er tímabil áætlunarferða í Þórsmörk lengt um einn og hálfan mánuð bæði í vor og haust frá því sem verið hefur. Farnar verða ferðir einu sinni á dag í maí, fjóra daga vikunnar eða fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga samkvæmt áætlun RE14 sem leggur af stað frá BSÍ kl. 9 að morgni dags. Daglegar ferðir hefjast svo 13. júní þar sem farnar verða ferðir tvisvar sinnum á dag milli Húsadals í Þórsmörk og Reykjavíkur og verður sú áætlun í gangi fram til 15. september. Frá 16. september til loka október verður ekið eins og í maí eða fjóra daga vikunnar. Ekið er á milli Húsadals, Langadals og Bása og geta ferðamenn farið úr eða stigið um borð í rúturnar á öllum þessum stöðum og haldið ferð sinni áfram með áætlunarferðinni. Bóka þarf í ferðirnar á vorin og haustin með minnst 12 tíma fyrirvara en hægt er að mæta beint í rúturnar á öðrum tímabilum. Þessu til viðbótar verður boðið upp á kvöldferðir fjóra daga vikunnar eða þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga á tímabilinu 13. júní til 31. ágúst í sumar. líka öryggi ferðamanna þar sem þeir þurfa síður að aka sínum eigin bílum yfir jökulárnar, segir Bjarni Freyr, framkvæmdastjóri Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk. Hægt að taka rútuna á ýmsum stöðum Hægt verður að taka rútuna alla leið úr Reykjavík eða stíga um borð á ýmsum stöðum á leiðinni s.s. á Hvolsvelli og við Seljalandsfoss. Nánari upplýsingar um tímaáætlun, verð og miðabókanir er að finna á vefsíðu Volcano Huts í Húsadal og á vefsíðu Reykjavík Excursions FATNAÐUR FYRIR BÆNDUR Á EINUM STAÐ 17 Auðvelda ferðamönnum aðgengi að Þórsmörk Markmið okkar með lengri áætlun og aukinni tíðni rútuferða í Þórsmörk er að auðvelda ferðamönnum aðgengi að Þórsmörk og svara aukinni eftirspurn eftir samgöngum í Þórsmörk á vorin og haustin. Ferðir okkar í Þórsmörk eiga sér langa sögu og á hverju ári flytjum við þangað þúsundir erlendra ferðamanna, skólabarna og áhugamanna um útivist sem vilja upplifa náttúru svæðisins. Áætlunarferðir í Þórsmörk tengjast einnig ferðum okkar í Landmannalaugar, þar sem ferðamenn sem ganga Laugaveginn geta tekið rútuna aftur eftir gönguna yfir Laugaveginn og komist þannig áfram leiðar sinnar um landið. Það er okkur því mikil ánægja að kynna þessa breytingu og stuðla með því að betri samgöngum í Þórsmörk, segir Gréta Björg Blængsdóttir, innkaupa- og vörustjóri hjá Reykjavík Excursions / Kynnisferðum. Lengri áætlun bætir aðgengi ferðamanna að Þórsmörk til muna og hefur mikil og jákæð áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja og félagasamtaka sem bjóða upp á ferðir, gistingu og aðra þjónustu í Þórsmörk. Ferðaskipuleggjendur geta nú skipulagt ferðir í Þórsmörk lengur á vorin og haustin og við sem tökum á móti ferðamönnum í Mörkinni getum boðið betri þjónustu og haldið úti starfsemi lengur en ella. Með kvöldferðum fær fólk lengri tíma til að ganga um Þórsmörk og eftir gönguna getur það fengið sér kvöldverð í Húsadal áður en það heldur til baka eftir ánægjulega dagsferð. Lengri áætlun og aukin tíðni rútuferða eykur S2404 RÚSSKINNSHANSKAR STYRKTUR LÓFI 435 KR SAMFESTINGUR BEAVER KR K BARNASAMFESTINGUR KR * ÖRYGGISSKÓR RENO KR SAMFESTINGUR ÞUNNUR KR AT/C MARGVASABUXUR KR SLOPPUR KR. Bændablaðið Kemur næst út 24. apríl N1 VERSLUN KLETTAGARÐAR 13 AKRANES ÓLAFSVÍK AKUREYRI REYÐARFJÖRÐUR HÖFN VESTMANNAEYJAR GRINDAVÍK Meira í leiðinni

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Mikilvægt fyrir ungt fólk í landbúnaði að eiga Samtök ungra bænda: Nýr formaður segir nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir að horfa til Á aðalfundi Samtaka ungra bænda sem fram fór á Egilsstöðum 16. mars síðastliðinn var Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Látrum í Mjóafirði kjörin formaður. Tók Jóhanna þar með við stjórnartaumunum af Helga Hauki Haukssyni, sem gegnt hafði formennsku frá stofnun Samtakanna. Af því tilefni tók Bændablaðið Jóhönnu tali og ræddi við hana um stefnu samtakanna og framtíðina í búskap og félagsmálum. Jóhanna er fædd 28. júní 1991 í Reykjavík en er uppalin að Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp, þar sem hún býr enn. Foreldrar hennar, þau Sigmundur Hagalín Sigmundsson og Jóhanna María Karlsdóttir, reka þar sitt bú með kýr, kindur og hross en Jóhanna er einnig þátttakandi í sauðfjárbúskapnum. Jóhanna er búfræðingur frá Hvanneyri og útskrifaðist þaðan 1. júní síðastliðinn. Jóhanna segist hafa kynnst Samtökum ungra bænda í gegnum netið árið 2010 og kynnti sér félagsskapinn. Strax þá skráði ég mig í samtökin og þegar ég var síðan við nám á Hvanneyri var ég kosin í stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á aðalfundi Samtaka ungra bænda í fyrra var ég síðan kosin í stjórn og ákvað síðan að láta slag standa og gefa kost á mér í formennskuna nú á síðasta aðalfundi. Jóhanna segir að frá stofnun hafi mestur tími samtakanna farið í uppbyggingar og kynningarstarf, meðal annars við stofnun landshlutafélaga. Það starf sé nú að mestu að baki og hægt að snúa sér að öðrum brýnum verkefnum. Mesta uppbyggingin er búin núna. Við höfum verið í miklu kynningarstarfi meðal ungra bænda fram að þessu og fengið mjög marga til liðs við okkur. Nú er að myndast svigrúm til að vinna enn meira að okkar hagsmunamálum og verða sýnilegri út á við. Þessi samtök eiga enn mikið inni. Við höfum verið að vinna að því að móta okkar stefnuskrá, um hvað við viljum vinna að og hvar hagsmunir okkar, ungra bænda, liggja. Við höfum jafnframt farið af stað með verkefni sem gengur út á heimsóknir í framhaldsskóla til að kynna landbúnað í heild sinni og aðkomu ungs fólks að landbúnaði. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt af nálinni en hefur gengið mjög vel fram að þessu. Það er mikill áhugi á þessu hjá framhaldsskólunum, ég verð mjög vör við það. Hafa áhyggjur af stöðu búfræðináms Jóhanna segir að áherslumál ungra bænda séu mörg og fjölþætt en fyrst og fremst séu það möguleikar ungs fólks í landbúnaði, nýliðun og menntun sem brenni á félags mönnum. Eins og kom glögglega fram á aðalfundinum okkar á dögunum þá er það framtíð ungs fólks sem brennur á okkur, sama hvar innan landbúnaðargeirans það vill starfa. Það getur verið að það vilji verða bændur, búfræðingar eða vinna annars staðar innan geirans. Fólk hefur jafnframt áhyggjur af stöðu búfræðinámsins, þeir sem eru útskrifaðir frá Hvanneyri eða eru þar í námi leggja þunga áherslu á við stöndum traustan vörð um námið og öll svið þess. Svo viljum við auðvitað bara hafa sem mest áhrif á umræðuna. Allt sem er í gangi innan landbúnaðarins kemur okkur líka við, ekki síður en þeim sem eldri eru. Jóhönnu finnst sem aðeins hafi skort á að hlustað sé á raddir ungs fólks sem er að hasla sér völl í landbúnaði og stundum sé ekki horft til þeirra hagsmuna. Það er mín skoðun já. Við höfum orðið aðeins útundan í þeirri umræðu en það er þó alltaf að verða meiri vakning í þeim efnum. Við heyrum það alveg hjá fólki. Samtök ungra bænda voru að sumu leyti litin ákveðnu hornauga fyrst en í dag er fólk almennt farið að taka undir með okkur. Samtök ungra bænda Samtök ungra bænda voru stofnuð 23. október 2009 í Dalabúð í Búðardal. Fjórar landshlutadeildir starfa innan samtakanna; á Norðurlandi, Suðurlandi, Austurlandi og á Vesturlandi og Vestfjörðum. Tilgangur samtakanna er að sameina unga bændur um hagsmunamál og vinna að framgangi þeirra. Félagar í Samtökum ungra bænda eru nú um 300 talsins. Starf samtakanna skilar sér Á síðasta búnaðarþingi fjölgaði ungum bændum verulega í hópi þingfulltrúa. Sumir þessara ungu bænda hafa einmitt starfað með Samtökum ungra bænda. Jóhanna er sannfærð mikið að segja. Já, ég vil meina það. Við höfum auðvitað hjálpað okkar félagsmönnum að verða sýnilegri, hvort sem er í sinni heimasveit eða á landsvísu. Við veitum þeim tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Mér þótti afar ánægjulegt að ungu fólki á búnaðarþingi skyldi fjölga með þessum hætti, fólk sem hefur starfað með okkar samtökum og eru okkar málsvarar. Jóhanna segir að þeirri spurningu hafi ítrekað verið velt upp hvort Samtök ungra bænda ættu að stíga skrefið til fulls innan félagskerfis bænda og sækja um aðild að Bændasamtökum Íslands. Hún þvertekur alls ekki fyrir það en segir að áður en nokkur slík ákvörðun yrði tekin þurfi samtökin að klára ákveðna stefnumótunarvinnu. Það hefur verið mikið rætt og ég hef fengið þessa spurningu oft, um hvort að við ætlum ekki að sækja um aðild að Bændasamtökunum. Ég segi að það strandi á því að okkur finnst í rauninni við í ekki vera búin að klára að marka okkur stefnu. Við erum í raun ekki búin að marka heildarstefnu fyrir Samtök ungra bænda og getum þar af leiðandi ekki útvíkkað okkar starfsemi enn frekar, á meðan við vitum ekki fyrir fullt og fast hvert við viljum fara með félagsskapinn eða hvaða stefnu við ætlum að taka. Sú vinna er hins vegar hafin, hefur staðið frá því á aðalfundi á síðasta ári og nú á síðasta aðalfundi voru kynnt drög að heildarstefnu samtakanna. Þar kom fram skýr vilji fulltrúa til að vinna enn frekar að stefnumörkun samtakanna. Við munum vinna áfram að málinu fram að næsta aðalfundi og leggja það fyrir þá á nýjan leik. Góður félagsskapur Það er mikils virði fyrir ungt fólk í landbúnaði að eiga heildarsamtök sem vinna að hagsmunum þess, segir Jóhanna. Ekki síður er mikilvægt að kynnast fólki víðs vegar að af landinu og geta borið saman bækur sínar við það. Það er ótrúlega mikils virði. Ég hef til að mynda kynnst mörgum af mínum bestu vinum í dag í gegnum þessi samtök. Ef ég ætlaði að keyra hringinn núna og heimsækja alla sem ég þekkti þyrfti ég að taka ansi langan tíma í það. Ég hef þó alla vega gistingu. Þetta er mikill félagsskapur sem maður fær út úr þessu. Það er líka mjög gagnlegt að geta rætt hlutina við marga sem eru í svipuðum sporum og maður sjálfur er, kannski í mismunandi landshlutum og fá hugmyndir um hvernig þeir gera hlutina. Við höfum verið að vinna að því að koma á fót vettvangi þar sem ungt fólk í landbúnaði getur skipst á skoðunum. Hann er enn sem komið er á Facebooksíðu, hvað sem síðar verður, en þar eru aðskiljanlegustu hlutir ræddir. Þar er velt upp spurningum eins og hver hæðin á fjárhúskjallara á að vera, hvaða kornafbrigði hafa reynst best og í raun allt milli himins og jarðar. Talsmenn hinna dreifðu byggða Samtök ungra bænda snúa ekki bara að landbúnaði segir Jóhanna heldur einnig að málefnum landsbyggðarinnar. Við höfum rætt byggðamál mjög mikið innan okkar raða og við viljum að það sé stutt við dreifðari byggðir landsins. Það þarf að vera grunnþjónusta um allt land til að hægt sé að halda landinu í byggð. Bændur þurfa að leita læknis og senda börnin sín í skóla eins og aðrir íbúar þess lands. Ég bý á svæði sem hefur orðið verulega útundan og um síðustu jól sátum við í myrkri, tölvulaus og símalaus. Maður velti óhjákvæmilega fyrir sér hvort árið væri virkilega Þetta er því auðvitað málefni sem við látum okkur varða og setjum fram þá kröfu að fólk á lands byggðinni njóti eðlilegrar og traustrar grunnþjónustu. Á síðasta búnaðarþingi var í fyrsta skipti kosin stjórn Bændasamtakanna þar sem konur eru í meirihluta. Jóhanna segir að það skipti miklu Mynd / HKr. máli fyrir konur í landbúnaði að eiga fyrirmyndir af þessu tagi. Að sjálfsögðu. Ég hefði líklega drifið mig fyrr á Hvanneyri til að mynda, hefði ég áttað mig á því hversu mikill fjöldi kvenna væri þar við nám. Það er erfitt að að stíga ein fram og afar mikilvægt að bæði kynin komi að stefnumörkun og ákvarðanatöku. Alveg eins og það eru mismunandi sjónarmið milli landshluta hvað varðar landbúnaðinn þá eru mismunandi sjónarmið milli kynjanna. Þegar ég útskrifaðist sem búfræðingur vorum við 28 í útskriftarárgangnum. Af því vorum við átta stelpur og ég held að þetta sýni kannski hlutfallið innan landbúnaðargeirans, af þeim sem eru virk í félagsmálum til dæmis. Þetta voru hins vegar alt mjög sterkar konur og það skiptir auðvitað máli. Jóhanna María situr í fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ef horft er til skoðanakannana er afar líklegt að það sæti þýði varaþingmennsku, hið minnsta. Jóhanna segir að framtíðin sé þó að verða bóndi. Ég hef alltaf verið viðloðandi búskapinn heima og það blundaði alltaf í mér að fara í bændaskólann og verða svo bara bóndi og húsmóðir í sveit. Núna tek ég smá krók, stoppa aðeins við í félagsmálum, en það er stóri draumurinn að geta verið bóndi. Helst vildi ég búa með bæði kýr og kindur en ég hef þó alla tíð verið meiri sauðfjárkona. Lengst af var ég mikill heimalningur, einkum áður en ég fór á Hvanneyri. Það kom ekkert annað til greina en að verða bóndi heima og ég átti erfitt með að horfa út fyrir þann ramma. Í dag dreymir mig hins vegar alveg jafn mikið um að verða bóndi á Suðurlandi eða Norðurlandi eins og heima á Látrum, segir Jóhanna. /fr

19 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku Dextrósi Styrkir erta slímhúð Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol Kamasa verkfæri þessi sterku LAMBBOOST Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið Broddur Örvandi Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar Fáanlegt hjá dýralæknum og búrekstrarvöruverslunum Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila í síma Smiðjuvegi Kópavogi Sími CLAAS Arion hestöfl Fjölbreytt úrval krana til margvíslegra nota ásamt aukabúnaði Bílkranar JIB 20 yfirhalli Lyftigeta 2,5-80 tonn Gálgi 12 yfirhalli Frum Vökvaskiptur 16/16 gírar 98 lítra vökvadæla Hægt að sameina vökvaflæði fram í mokstursstæki 10 hestafla aflaukning í CIS útfærslu Útskjótanlegur vökvalyftukrókur kg. lyftigeta á beisli Fjögurra hraða aflúttak Rúmgott ökumannshús með frábæru útsýni Fjölstillanlegt sæti með loftfjöðrun Farþegasæti með öryggisbelti Topplúga úr gleri Öll stjórntæki innan seilingar ökumanns CLAAS Arion 400 CIS-EHV Stjórnstöng í sætisarmi fyrir ámoksturstæki og vökvasneiðar Rauður takki á mynd stýrir gírskiptingu +/- 4 vökvasneiðar, 2 rafstýrðar 2 handvirkar Auðvelt og þægilegt í notkun Leitið nánari upplýsinga! VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri FAGMENNSKA ALLA LEIÐ Skeifan 3E-F Sími Fax

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Grábotni og Máni eru öðrum hrútum fremri Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru tveir kostahrútar sæmdir nafnbótinni mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013 og besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu Sá hrútur sem hlýtur þann heiður að vera valinn mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013 er Grábotni frá Vogum 2 í Mývatnssveit og er ræktandi hans Gunnar Rúnar Pétursson. Faðir Grábotna er Grímur frá Staðarbakka en móðir hans heitir Grábotna og er hún í langfeðratali komin út af Hestshrútunum Áli og Krák Á sæðingastöðvunum hefur Grábotni átt glæstan feril og var næst vinsælasti hrútur stöðvanna haustið Hann stóðst væntingar sem lamba faðir og jafnframt steig kynbótamatið fyrir dæturnar. Var hann síðan mest notaði hrútur stöðvanna haustin 2010 og Í heildina hafa ríflega ær verið sæddar við Grábotna. Í umsögn ráðunauta segir að mikill þroski og góð bollengd einkenni lömbin undan Grábotna og er enginn sæðingastöðvahrútur um þessar mundir sem sýnir jafn mikið útslag í einkunn fyrir fallþunga. Samkvæmt hrútaskýrslu fjárræktarfélaganna er einkunn hans 151 fyrir fallþunga byggð á upplýsingum um tæplega lömb. Gerð lambanna er úrvalsgóð og bakvöðvinn þykkur. Læraholdin bregðast sjaldan hjá afkvæmunum og eru ásamt malaholdum oft allra sterkasti eiginleiki þessara lamba. Hann skartar geysi háu kynbótamati fyrir kjötgæðaeiginleika eða 127 fyrir gerð og 125 fyrir fitu. Jafnvígasti kynbótahrútur allra tíma? Grábotni var felldur í janúar 2013, talinn fullnotaður. Synir Grábotna finnast víða um land og hafa Grábotni er mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið Hann er ættaður frá Vogum 2 í Mývatnssveit. margir staðið sig með prýði sem lambafeður og er líklegt að sterkir alhliða kynbótahrútar í þeirra hópi eigi eftir að koma fram á næstu árum. Nú þegar er einn sonur Grábotna kominn í hóp sæðingastöðvahrúta, Grámann frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Í umsögn ráðunauta kom fram að Grábotni sé einn jafnvígasti kynbótahrútur landsins nú á seinni árum, ef ekki allra tíma og ber með sóma heiðursnafnbótina mesti kynbótahrúturinn Máni er besti lambafaðirinn Viðurkenning sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður stöðvanna á starfsárinu kom í hlut Mána en hann fæddist á tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti í Borgarfirði vorið Haustið 2010 var hann í afkvæmarannsókn á veturgömlu hrútunum á Hesti þar sem kostir hans voru helstir mjög góð gerð sláturlamba og í mælingum á lifandi lömbum, voru þau með þykkan bakvöðva ásamt góðri lögun hans. Lærahold afkvæma hans voru einnig mikil. Hann þótti því verðskulda að vera tekinn til notkunnar á sæðingastöð veturinn Máni fékk strax í desember 2010 mikla notkun eða rúmlega 700 sæddar ær skv. skráningum sæðinga og sömu notkun fékk hann í desember Þegar unnið var sameiginlegt uppgjör hrútlamba undan stöðvahrútunum í október 2011 átti hann nokkuð stóran afkvæmahóp þar. Hann var meðal efstu hrúta og var í rauninni aðeins sjónarmun á eftir Gosa sigurvegara síðasta árs. Við uppgjör hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum haustið 2012 átti hann aftur stóran hóp hrútlamba og stóð næst efstur í heildarstigun lamba, aðeins Borði sem hlaut verðlaunin 2010, átti betri hóp. Leiðrétt þykkt bakvöðva í þessum hrútahópi var 31,1 mm. Lögun bakvöðvans var einnig frábær í afkvæmum Mána eða 4,3 að jafnaði sem er með því besta sem gerist ásamt því að fituþykktin var hófleg eða 3,1 mm. Meðalþungi lambanna var 47,1 kg og í fallþungauppgjöri fjárræktarfélaganna fyrir árið 2012 hefur Máni nú einkunnina 116 þar sem liggja að baki upplýsingar um tæplega lömb. Afkvæmi hans eru skv. uppgjörinu 0,33 kg þyngri en meðaltalið. Við stigun hrútlamba undan Mána fengu þau að jafnaði 84,1 stig og aðeins voru það lömbin undan Borða sem voru hærri í heildarstigum haustið Afkvæmi Mána hafa góða frambyggingu, eru útlögugóð með góð bakhold og öflug lærahold. Bollengd er í góðu meðallagi. Það er því ljóst að kjötgæðaeiginleikar Mána eru óumdeildir. Í afkvæmarannsóknum haustið 2012 komu fram á sjónarsviðið nokkrir synir Mána um allt land sem fróðlegt verður að fylgjast með á komandi árum, að Máni , sem þykir besti lambafaðirinn, fæddist á tilraunabúi Land- Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson hjá LbhÍ, Þórarinn Ingi Pétursson (sem tók við verðlaunum fyrir Gunnar Rúnar Pétursson, ræktanda Grábotna) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur hjá RML. sögn ráðunauta. Máni var hins vegar felldur haustið /Texti: Eyþór Einarsson og Eyjólfur Ingvi Bjarnason / TB Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2013: Þungar áhyggjur af viðhaldi varnarlína Sauðfjárbændur vilja breytingar á gæðastýringu Sauðfjárbændur hafa þungar áhyggjur af viðhaldi varnarlína vegna sauðfjársjúkdóma. Matvælastofnun (MAST) áætlar enga fjármuni til þeirra verkefna á þessu ári en það er í verkahring stofnunarinnar að viðhalda girðingunum. Þetta kom fram á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var í Bændahöllinni apríl síðastliðinn. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður samtakanna, gerði málið að umtalsefni í setningarræðu sinni. Hann sagði ljóst að nauðsynlegt væri að halda þessum girðingum við til að sporna gegn útbreiðslu sjúkdóma. Í almennum umræðum tóku fleiri undir þessi sjónarmið enda yrðu þau hólf sem kaupa mætti líflömb úr að vera sjúkdómafrí. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ávarpaði fundinn einnig og lýsti sömu áhyggjum. Gera þyrfti við varnargirðingar í sumar væri þess nokkur kostur. Steingrímur vonast til að hægt verði að útvega fjármuni til þess og er það mál til athugunar í ráðuneytinu. Í ályktun sem fundurinn samþykkti er þetta sérstaklega áréttað og þess krafist að MAST sinni skyldum sínum. Þá þurfi einnig að setja fjármuni í að fjarlægja aflagðar varnargirðingar, þar sé bæði um að ræða umhverfis- og dýraverndarmál. Þakkir fyrir veitta aðstoð Í setningarræðu sinni kom Þórarinn Þórarinn Ingi Pétursson var endurkjörinn formaður LS. víða við. Hann gerði duttlunga náttúrunnar að umtalsefni í upphafi ræðu sinnar og nefndi þar vitanlega hamfaraveðrið sem gekk yfir norðanvert landið síðastliðið haust. Hann sendi þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu gjörva hönd á plóg við að bjarga skepnum og aðstoða bændur í þeim ósköpum. Þá sagði hann að áföll sem þetta og eldgosin í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum drægu fram samstöðu í þjóðfélaginu. Þórarinn sendi jafnframt kveðjur til bænda á Bretlandseyjum sem misstu fé sitt í fönn nú fyrir skemmstu. Í ávarpi Steingríms J. þakkaði hann samstarf við sauðfjárbændur á árinu og gerði að umtalsefni starf og hlutverk Bjargráðsjóðs, í framhaldi af þeim áföllum sem bændur hefðu orðið fyrir sl. haust. Fjármögnun sjóðsin til að bregðast við því væri frágengin og taldi hann vel hafa verið unnið hjá sjóðnum við að bæta bændum tjónið. Þá fagnaði hann því að lög um búfjárhald hefðu verið samþykkt á Alþingi en sagði jafnframt ljóst að MAST þyrfti fjármagn til að standa sómasamlega að því eftirliti sem yfirfærslu verkefni fylgdi. Snyrtileg umgengni verði gerð að skilyrði Eitt stærsta málið sem kom til kasta fundarins voru tillögur gæðastýringarnefndar sem skipuð var á aðalfundi Tillögur nefndarinnar fólu í sér tillögur að breytingu á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Tillagan, sem samþykkt var á fundinum, felur í sér ýmsar breytingar á reglugerðinni. Hvað veigamesta breytingin er þó að inn í reglugerðina eiga nú að koma viðmiðunarreglur um mat á umhverfisþáttum sauðfjárbúa, með öðrum orðum að mat verður lagt á umgengni og snyrtimennsku búanna þegar þau eru tekin út. Fram til þessa hafa verið ákvæði um snyrtilega umgengni í reglugerðinni en ekki hafa verið til staðar skilgreiningar á því hvað þurfi að uppfylla í þeim efnum. Eru þess dæmi að bændur hafi verið sviptir gæðastýringarálagi vegna slæmrar umgengni en þeim úrskurðum verið snúið við þar eð ekki hafi verið skilgreindar reglur um hvað teljist slæm umgengni. Þessu vilja sauðfjárbændur nú breyta. Það er á valdi ráðherra að breyta reglugerðinni og mun honum nú verða send tillaga fundarins. Deilt um rafrænt kjötmat Meðal annarra mála sem komu til umræðu var tillaga um áframhaldandi vinnu að stjórnar samtakanna um að tekið verði upp rafrænt kjötmat. Talsverðar umræður spunnust um tillöguna og snerust þær meðal annars um kostnað við upptöku kerfisins en búnaður af því tagi sem til þarf er dýr. Ekki var samstaða um málið og fór svo að 26 fulltrúar samþykktu tillöguna en 10 voru henni mótfallnir. Full samstaða var hins vegar um aðra tillögu sem laut að því að mörkuð yrði skýr stefna í dilkakjötsmati og unnið yrði að því að fullri alvöru að samræmi sé í því mati um land allt. Fundurinn studdi þá hugmynd um stofnun samráðshóps með fulltrúum Landssamtaka sauðfjárbænda, MAST og Landssambands sláturleyfishafa sem fjalla skuli um áherslur í kjötmati. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á MAST og aðra eftirlitsaðila í matvælaiðnaði að sinna betur eftirliti með úrvinnslufyrirtækjum sem vinna úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Enn fremur að sjá til þess að innihalds lýsingar séu í samræmi við innihald vörunnar. Mótmæla hækkunum á raforkuverði Raforkumál komu til umræðu á fundinum, bæði hvað varðar kostnað og eins afhendingaröryggi. Fundurinn mótmælti óhóflegu hækkunum á raforku og dreifingu hennar sem hafi komið afar hart niður á íbúum og atvinnurekendum í dreifbýli. Þá krafðist fundurinn þess að stjórnvöld féllu frá kröfum um arðgreiðslu frá RARIK þar sem tjónið á dreifikerfi vegna náttúruhamfara sl. haust hafi verið gríðarlegt. Þórarinn Ingi endurkjörinn Á aðalfundi samtakanna á síðasta ári voru gerðar breytingar á samþykktum sem fólust í því að í stað þess að stjórnarmenn séu kosnir til þriggja ára í senn skuli þeir kosnir til tveggja ára. Á fundinum nú var í fyrsta skipti kosið eftir þessum reglum sem fela einnig í sér að kjósa skuli tvo stjórnarmenn annað hvert ár til tveggja ára í senn. Þeir Einar Ófeigur Björnsson og Jóhann Ragnarsson sem setið höfðu í stjórninni gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ný stjórn var kosin og fór kosningin þannig að Þórarinn Ingi Pétursson var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Oddný Steina Valsdóttir, Helgi Haukur Hauksson, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Atli Már Traustason. Vegna breytinganna sem raktar voru hér að framan þurfti að draga um hvaða tveir stjórnarmenn skyldu sitja í eitt ár til að koma kerfinu af stað. Kom það í hlut þeirra Helga Hauks og Oddnýjar Steinu. Varamenn í stjórn eru þeir Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Böðvar Baldursson og Einar Guðmann Örnólfsson. /fr

21 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Gámurinn er þarfaþing! Gistigámar Geymslugámar Salernishús» Til sölu og/eða leigu Hafðu samband! » Margir möguleikar í stærðum og útfærslum» Hagkvæm og ódýr lausn» Stuttur afhendingartími Klettagörðum Reykjavík Sími ATHYGLI EHF TOP N+... betra gler Gasfyllt gler, aukin einangrun. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Þekking - Gæði - Þjónusta DEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR RADIAL TAKTORADEKK GÆÐI Á GÓÐU VERÐI! SÓLNING NÚ Á 5 STÖÐUM Smiðjuvegi

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Enskur landbúnaður í máli og myndum á Rural Life Centre landbúnaðarsafninu: Lýsir yfir 150 ára sögu landbúnaðar á Suður-Englandi Stærsta landbúnaðarsafn á Suður- Englandi er rétt utan við bæinn Farnham í Surrey og heitir Rural Life Centre. Safnið á nú um 40 þúsund muni sem það varðveitir og árlega koma um 25 þúsund gestir til að skoða herlegheitin. Safnið var opnað árið 1973 og fagnar því 40 ára afmæli á þessu ári. Í tilefni þess verða ýmsar uppákomur og sýningar. Hjónin Madge og Henry Jackson fluttu á svæðið upp úr 1950 og voru upphafsmenn safnsins, sem byrjaði með gömlum plógi sem þau fundu og gerðu upp. Eftir það fengu þau bæði söfnunarbakteríuna og opnuðu Old Kiln-safnið, sem síðar breytti um nafn yfir í Rural Life Centre. Eftir að þau féllu frá hefur safnið verið rekið á styrktarfé og eingöngu af sjálfboðaliðum. Nú nær safnið yfir um 10 ekru stórt landsvæði og hýsa 30 byggingar safnmunina sem lýsa yfir 150 ára sögu landbúnaðar á Suður-Englandi. /ehg Gamall Fordson-traktor og Pioneer-valtari. Á safninu var íslenskum handverkskonum kennd listin við að spinna. Hér er Dagný M. Sigmarsdóttir frá Skagaströnd, til hægri, einbeitt við iðjuna sem hún náði góðum tökum á. Myndir / ehg Eggjasjálfsali frá árinu 1950 sem tók 100 sex eggja bakka og notaður var við þjóðveginn á Suður-Englandi. Tæki sem pakkaði spýtum í búnt. Vél sem notuð var til að búa til þakskífur. Glæsilegur sígaunavagn sem velunnari safnsins gerði upp.

23 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Keyptu öfluga vatnssugu Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar keyptu á dögunum öfluga vatnssugu sem ætluð er til nota ef vatn færi að leka í híbýlum fólks á svæðinu. Miklu máli skiptir að dæla vatni hratt burt út úr híbýlum fólks, komi leki að vatnslögnum, því gólfefni skemmast mjög fljótt liggi vatn lengi á þeim. Tvær litlar og afkastamiklar brunndælur voru einnig keyptar í sama tilgangi. Bjarni Höskuldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, segir við vefinn 641.is að þennan búnaði hafi vantað hjá slökkviliðinu, en hann var einungis til hjá slökkviliðinu á Húsavík. Í vetur keyptu brunavarnirnar pallbíl sem búið er að útbúa til slökkvistarfs, sem hentar þar sem langt er að sækja vatn. Á pallinum er búið að koma fyrir brunaslöngum sem eru tengdar saman, samtals um 800 metra langar. Aftan í bílnum er kerra með bensínknúinni vatnsdælu. Mjög víða í Þingeyjarsýslu eru aðstæður með þeim hætti að nokkuð langt er að sækja vatn, en með þessum búnaði tekur það stutta stund að tengja dæluna og síðan er bílnum ekið í áttina að brunastað og slöngurnar lagðar um leið út af pallinum. Að sögn Bjarna ætti þessi búnaður að henta líka mjög vel við að slökkva í sinu, þar sem erfitt getur verið að koma slökkvibílnum að. Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar eru því ágætlega búnar tækjum og tólum til slökkvistarfs í Þingeyjarsýslu. /MÞÞ Háþrýstiþvottadælur fyrir allan iðnað Öflugar og vandaðar dælur á frábæru verði frá COMET Árið 2013 fagnar CLAAS fyrirtækið 100 ára afmæli 23 Aflgjafar : Rafmagn / Honda bensín / Yanmar diesel / Aflúrtak á traktor. Heitt og kalt vatn, mikið vatnsflæði og þrýstingur allt að 500 bar. Hákonarson ehf. s , netfang: hak@hak.is vefslóð: CLAAS ER FRAMSÆKNASTA VÖRUMERKIÐ Í LANDBÚNAÐI Í EVRÓPU EINMITT NÚ Tinna Guðmundsdóttir Handhafi Eyrarrósarinnar 2013: Alveg í skýjunum Við erum afskaplega stolt af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu og glöð. Þetta er virkilega ánægjulegt og við erum alveg í skýjunum, segir Tinna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi, sem á dögunum hlaut Eyrar rósina Þessi viðurkenning verður okkur hvatning til að halda áfram því góða starfi sem hér hefur verið unnið. Markmið CLAAS er einfalt, gæði og aftur gæði CLAAS er tákn um gæði! Myndarleg upphæð sem nýtist vel Hún nefnir að mikil viðurkenning á starfsemi Skaftfells felist í því að taka við Eyrarrósinni, þar sé vissulega á ferð heilmikil rós í hnappagatið. Tinna segir að einnig muni um minna en þá rausnarlegu peningagjöf sem fylgi nafnbótinni. Sú upphæð, þúsund krónur, sé álíka há fjárhæð og reksturinn hafi að jafnaði haft úr að spila árlega undanfarin ár. Þetta er mikil upphæð, mjög myndarleg, og við munum af fremsta megni nýta hana vel og skynsamlega, segir Tinna. Hún segir að næg verkefni séu fram undan: Það er af nógu að taka þegar að þeim kemur og við munum bara í rólegheitum átta okkur á stöðunni og hvaða möguleikar og tækifæri hafa opnast með þessari viðurkenningu. Hlökkum til Hún segir að starfsemin í Skaftfelli hafi verið virk í 15 ár og sé vel þekkt í myndlistarheiminum, bæði hér á landi og eins líka í nágrannalöndum, en gestavinnustofur sem til boða standa í húsinu hafa verið vel nýttar af innlendum og erlendum listamönnum. Þá leggja fjölmargir leið sína á sýningar í Skaftfelli og yfir sumarið þegar ferðalangar í Norrænu eru í bænum iðar allt af lífi í Skaftfelli. Starfsemin er líka fastur liður í tilveru heimamanna sem að sögn Tinnu eru duglegir að sækja sýningar og aðra viðburði sem þar eru í boði. Það vita margir af okkur, en þeir verða eflaust enn fleiri eftir þessa viðurkenningu. Við hlökkum til að taka á móti öllum þeim sem á næstu vikum og mánuðum líta við hjá okkur, segir Tinna. /MÞÞ FRUM CLAAS er lífstíll, þegar þú kynnist CLAAS gæðum þá er CLAAS málið! Spurðu sölumenn okkar um CLAASdráttarvélar og heyvinnutæki, fáðu álit eigenda, vertu í hópi þeirra sem velja það besta. Ekki kaupa dráttarvél án umhugsunar, dráttarvélin er þinn vinnustaður, þú vilt hafa vinnustaðinn þinn þægilegan og umfram allt öruggan. CLAAS-dráttarvélar eru frábærlega hannaðar, og eru til í mörgum stærðum og útfærslum og bjóða hluti sem staðalbúnað sem aðrir bjóða sem aukabúnað gegn gjaldi. Spurðu sölumenn okkar um búnað vélanna, spurðu einnig um þjónustu sem CLAAS-eigendum stendur til boða. Spurðu við erum hér fyrir ykkur. VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Myndir / HKr. Véla- og renniverkstæðið Kapp ehf. í Garðabæ varð til um síðustu áramót þegar Freyr Friðriksson keypti Véladeild Egils ehf.: Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur Véla- og renniverkstæðið Kapp ehf. í Garðabæ tók til starfa sem sjálfstætt fyrirtæki um áramótin þegar Freyr Friðriksson keypti véla & renniverkstæðið út úr Agli ehf, áður Egill vélaverkstæði ehf. Kapp ehf. er nú með vélaverkstæðishlutann en Egill ehf. starfar eftir söluna á véladeildinni, einkum í viðgerðaþjónustu á sviði kæli-, raf- og heimilistækja, og er með CNC-verkstæði sem og framleiðslu á fiskvinnsluvélum. Freyr Friðriksson er eigandi Kapp. Hann segir að mikið hafi verið að gera í viðgerðarþjónustu fyrir bændur, m.a. í upptektum á vélum í dráttarvélar. Sjálfur þekkir Freyr ágætlega til í sveitum, enda kynntist hann sveitastörfunum vel sem vinnumaður í nokkur sumur í Smáratúni í Fljótshlíð. Í Fljótshlíðinni á hann líka bústað og er um leið að eigin sögn frístundabóndi. Hann er menntaður vélvirki með framhaldsnám í Danmörku sem hann lauk árið 1999 og fór þá beint til starfa hjá Agli. Ég hef verið framkvæmdastjóri Egils undanfarin þrettán ár og átti það fyrirtæki áður, en seldi það árið 2005 en sá áfram um reksturinn. Í janúar urðu kaflaskil í fyrirtækinu þegar ég keypti véladeildina út úr Agli vélaverkstæði. Það má því segja að ég sé kominn með Kapp eins og Egill var í upphafi. Við önnumst alla grunnvinnu í viðgerðum, slípum sveifarása, gerum við hedd, rennum ventla og ventilsæti ásamt því að plana og þrýstiprófa blokkir. Þá liggur mikil reynsla hjá okkur þegar kemur að rennismíði og alls konar reddingum er tengjast viðgerðum almennt, en fyrst og fremst er okkar sérfag ásprautun, þar sem við sprautum á slitfleti undan pakkdósaog legusætum og gerum þannig notaðan skemmdan hlut að nýjum. Þetta var búið að vera okkar sérgrein í Agli síðan Þekktir fyrir ásprautun Ásprautunin sem Freyr nefnir er þannig framkvæmd að vír er rennt inn í ásprautunarbyssu sem bræðir vírinn og er málminum sprautað á öxla, tjakkstangir eða annað sem þarf að lagfæra. Síðan er viðkomandi hlutur slípaður niður í rétt mál og er viðgerður hlutur þá kominn með slitsterkara yfirborð en upphaflega. Segir Freyr að þetta sé oft mun ódýrara en að kaupa nýjan íhlut frá verksmiðju. Freyr segist vera mjög heppinn með starfsmenn, sem eru nú orðnir sex talsins og hafa sumir starfað hjá Agli um áratuga skeið. Þar má t.d. nefna Harald Guðjón Samúelsson sem fæddur er í Fremstuhúsum í Dýrafirði. Móðurbróðir hans var Drengur Guðjónsson, sem var vel þekktur þar um slóðir, en hann lést árið Drengur tók við búinu á Fremstuhúsum og stundaði auk þess akstur með farþega á milli Þingeyrar og Ísafjarðar. Ég byrjaði að læra hjá Agli 2. júní Það hefur ýmislegt breyst í þessum geira síðan, segir Haraldur. Ég er svo heppinn að vera með svona reynslubolta með mér ásamt yngri mönnum. Sú reynsla sem þessir karlar búa yfir finnst ekki víða. Freyr segir ekki spurningu um að upptekt og viðgerð á mótor úr dráttarvél eða vinnuvél geti margborgað sig. Slíkur mótor, eins og úr JCB-gröfu, geti hæglega kostað alltað fjórar milljónir króna, en umtalsverð viðgerð kosti kannski um einn fjórða af því verði. Segir hann að yfirleitt sé annað uppi á teningnum þegar komi að úrbræddum fólksbílavélum en þá sé oft hæpið að það borgi sig að gera við þær enda bílverðið það lágt að menn leggja ekki oft út í mikinn kostnað þegar kemur að heildarupptektum og slíku. Vel búið tækjum Kapp ehf. er vel búið tækjum sem flest tilheyrðu áður Agli. Þar má nefna planvél til að plana vélablokkir og hedd, auk borvélar til að bora út fyrir slífum í sílindra (strokka). Þá er Kapp með sérstakan suðuklefa fyrir pinna- og MIG-suðu. Hedd í nútíma jeppavélum eru flest smíðuð úr áli í dag og hætt er við að í þeim myndist sprungur. Þessar sprungur er oft erfitt að sjá þar sem þær opnast ekki nema við ákveðinn hita og þá undir álagi á vél. Kapp er með sérstaka þrýstiprófunarvél til að þrýstiprófa slík hedd. Flaggskip Kapp er svo slípivél, sem er nánast öll tölvustýrð og sú eina sinnar tegundar í landinu. Vönduð vinnubrögð skapar traust Freyr segir að lykillinn að velgengni sé að öðlast traust þeirra viðskiptavina sem unnið er fyrir. Þá dugi ekkert annað en vönduð vinnubrögð og lipur þjónusta. Það spyrjist síðan gjarnan út, sem sé besta auglýsingin sem hægt er að fá. Það hafi m.a. fleytt þeim áfram í þjónustu fyrir bændur og ýmsa vélainnflytjendur. Við erum reyndar með slagorð sem er; þú finnur traust í okkar lausn, segir Freyr Friðriksson. Ef við stöndum okkur ekki þá leita menn ekki til okkar aftur, svo einfalt er það. /HKr.

25 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Ný kynslóð af varmadælum NIBE F1245 Jarðvarmadæla Nýtt W Hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir allt venjulegt húsnæði. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnakerfi, gólfhita og neysluvatn. Getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöflunar. Allur búnaður innandyra. NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið. NIBE frá Svíþjóð. Stærstir í Evrópu í 60 ár. NIBE F1245 Jarðvarmadæla Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85% Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka SS kynnir bætiefnafötur og saltsteina frá Vitfoss Danmörku Vitlick Winter Bætiefnafata með A-, B- og E vítamínum + hátt selen Vitlick High-Mag Bætiefnafata hátt magnesíum + selen Salto Universal Alhliða bætiefnasteinn Salto Får Bætiefnasteinn fyrir sauðfé Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi Reykjavík Simi

26 26 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Deildarfundur Norðausturdeildar Auðhumlu: 29 framleiðendur með úrvalsmjólk Deildarfundur Norðausturdeildar Auðhumlu, samvinnufélags mjólkurframleiðenda, var haldinn í Sveinbjarnargerði í liðinni viku. Á honum voru veittar viðurkenningar til kúabænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu sem framleiddu úrvalsmjólk á árinu Alls framleiddu 64 kúabændur á öllu landinu úrvalsmjólk á sl. ári og þar af voru 29 á svæði MS Akureyri. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins Mörk fyrir 1. flokk A eru þau að beint meðaltal líftölu sé jafnt eða minna en 25 þús., faldmeðaltal mánaðarins á frumum sé undir 220 þús., að engar lyfjaleifar finnist í mánuðinum og faldmeðaltal frírra fitusýra sé jafnt eða minna en 1,1 mmol/l. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður hjá MS tilkynnti á fundinum að hann hyggðist láta af störfum um næstu áramót, eftir áratuga farsæl störf hjá MS Akureyri. Bændur þökkuðu Kristjáni fyrir vel unnin störf með því að rísa úr sætum sínum og klappa fyrir honum. Myndir / Hallgrímur Einarsson - Eftirtaldir bændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk: Jóhann Tryggvason Vöglum Helgi og Beate Stormo Kristnesi Kristín S. Hermannsdóttir Merkigili Félagsbúið Espihóli Espihóli Níels Helgason Torfum Jóhann H. Jónsson Stóra-Dal Félagsbúið Villingadal Villingadal Hlynur Þórsson Akri Gamla Klauf ehf. Klauf Benjamín Baldursson Ytri-Tjörnum 2 Guðmundur Gylfi Halldórsson Breiðabóli Gestur Jónmundur Jensson Efri-Dálksstöðum Dagverðareyri ehf. Dagverðareyri Gunnsteinn Þorgilsson Sökku Sveinn Kjartan Sverrisson Melum Urðarbúið Urðum Félagsbúið Böðvarsnes Böðvarsnesi Karl Björnsson Veisu Gunnar Hallur Ingólfsson Steinkirkju Vogabú ehf. Vogum Glúmur Haraldsson Hólum Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum Ketill Indriðason Ytra-Fjalli Arndísarstaðir ehf. Arndísarstöðum Ingvar Ketilsson Halldórsstöðum Ólafur Haraldsson Fljótsbakka Ingjaldsstaðabú ehf. Ingjaldsstöðum Félagsbúið Hraunkoti Hraunkoti 1 Sigtryggur Garðarsson Reykjavöllum. Aðalfundur Landssambands kúabænda 2013: Sextíu prósent kúabænda andsnúin íblöndun erlends erfðaefnis gera kröfu um að tollar á innfluttum mjólkurafurðum fylgi verðlagsþróun Sextíu prósent íslenskra kúabænda eru mótfallnir því að blanda erlendu erfðaefni við íslenska kúastofninn í því skyni að auka hagkvæmni mjólkurframleiðslu. Þetta kom fram í setningarræðu Sigurðar Loftssonar, formanns Landssambands kúabænda (LK), við upphaf aðalfundar sambandsins sem var haldinn á Egilsstöðum mars síðastliðinn. Kynbótastarfið er einn helsti drifkraftur aukinnar hagvæmni mjólkurframleiðslunnar. Það er því ekki óeðlilegt að um það séu skiptar skoðanir innan greinarinnar hvernig best sé að þeim málum staðið og vissulega takmarkar stærð stofnsins umtalsvert þá möguleika sem við höfum til að hraða erfðaframförum samanborið við nágrannalöndin. Hugmyndir um að ýta undir framfarir í kúastofninum með innflutningi erfðaefnis hafa verið til umræðu á vettvangi LK nú um langt árabil og tekist á við sjónarmið þeirra sem vilja halda stofninum hreinum í því tilliti. Niðurstaða viðhorfskönnunar LK á afstöðu bænda til þessa máls er hins vegar nokkuð afgerandi og athyglisverð, en tæp 60% hópsins vilja ekki að notuð sé innblöndun í íslenska kúastofninn við framræktun hans. Það er því ljóst að ekki getur orðið að neinni innblöndun á vettvangi hins sameiginlega kynbótastarfs meðan svo er og þá niðurstöðu ber að virða, sagði Sigurður í ræðu sinni. Margir nota heimanaut Sigurður nefndi í framhaldi af þessu að enn væru miklir möguleikar á að ná framförum í ræktunarstarfinu. Í viðhorfskönnuninni sem Sigurður gerði að umtalsefni kom í ljós að tæp 60 prósent svarenda notuðu heimanaut á kvígur. Reyndar sýna niðurstöður skýrsluhalds að hlutfallið er enn hærra eins og kom fram í síðasta Bændablaði, eða 70,4 prósent. Sigurður sagði að mikilvægt væri að draga úr notkun á heimanautum til að bæta kynbótastarfið. Í yfirliti greinar eftir þá Ágúst Sigurðsson og Jón Viðar Jónmundsson um árangur ræktunarstarfsins á umliðnum áratugum og sem vitnaða var til á þessum vettvangi fyrir ári síðan kom fram að: Erfðaframfarir hin síðari ár hafa verið 11% af erfðabreytileika, en gætu verið 16% við bestu aðstæður, þar sem allir bændur tækju fullan þátt, ættfærslur fullkomnar og eingöngu notuð sæðinganaut. Það megi því segja að kerfið keyri á 11/16 afköstum, eða um 70%. Sú staða hlýtur að vera með öllu óviðunandi, greinin ætti ekki að sætta sig við minna en 90-95% afköst því þarna er um stórar upphæðir að tefla í aukinni hagkvæmni rekstrarins. Í þessu ljósi er athyglisverð sú niðurstaða viðhorfskönnunarinnar að tæp 60% svarenda notar heimanaut á kvígurnar og þegar spurt er um ástæður þessa, svarar sama hlutfall því til að þetta sé gert til þæginda. Einungis tæp 8% tilgreina háan sæðingakostnað og 9% að sæðinganautin uppfylli ekki kröfur þeirra. Í könnuninni kemur líka fram að heimanautanotkunin er mest meðal minnstu búanna og er þá sama hvort um er að ræða kvígur eða kýr. Á þessum sömu búum er samt andstaðan við innblöndun í stofninn líka áberandi mest. Kynbótastarfið eins og það er uppbyggt hér á landi er félagslegt verkefni og árangurinn í réttu samræmi við virkni þátttakenda. Samstaða er forsenda árangurs, þeir sem hana vilja ættu því að ganga á undan með góðu fordæmi. Stjórnin endurkjörin Sigurður var endurkjörinn formaður á fundinum, sem og aðrir stjórnarmenn, þau Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði, Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 og Trausti Þórisson á Hofsá. Varamenn eru eftir sem áður Jóhanna Hreinsdóttir í Káraneskoti og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal. Samræmd gjaldskrá fyrir sæðingar Ríflega tuttugu ályktanir voru samþykktar á fundinum. Þeirra á meðal var ályktun um góða búskaparhætti en þeir væru, ásamt snyrtimennsku, mikilvægir til að tryggja velferð dýra og þar með byggja upp traust og velvilja í garð framleiðslunnar. Umgengni og vinnubrögð gætu haft bein áhrif á gæði og hreinleika afurðanna. Aðalfundurinn fagnaði vinnu sem unnin hefur verið við undirbúning útkomu handbókar með leiðbeiningum um góða framleiðsluhætti og hvatti til samstarfs LK, afurðastöðva og Matvælastofnunar sem byggði á leiðbeiningunum og miðaði að því að skapa skilvirkt kerfi með fáum eftirlitsaðilum. Ályktað var um sæðingarstarfsemi og hvatt til þess að komið yrði á samræmdri gjaldskrá fyrir allt landið. Þá lýsti fundurinn áhyggjum vegna ótryggrar dýralæknaþjónustu á ákveðnum svæðum um landið og skoraði á stjórnvöld að endurskoða vaktsvæði dýralækna í ljósi þess að þau væru allt of víðfeðm til að einn vaktlæknir gæti sinnt þeim. Að sama skapi krafðist fundurinn þess /MÞÞ að starfshópur sem ætlað er að fara yfir löggjöf og reglur um afhendingu dýralyfja yrði skipaður hið fyrsta og að hann ynni hratt og vel. Vilja meiri tollkvóta Kúabændur leggja jafnframt áherslu á að stjórnvöld sjái til þess að tollar á innfluttum mjólkurafurðum fylgi verðlagsþróun en verðtollar hafa verið óbreyttir frá undirritun WTO samninganna árið Fundurinn vill jafnframt að unnið verði af krafti að því að auka tollkvóta fyrir íslenskar mjólkurvörur á markaði innan Evrópu, í ljósi mikillar eftirspurnar og sölu á skyri á Finnlandsmarkað. Í ljósi nýlegrar skýrslu um holdanautaræktun og nautakjötsframleiðslu ályktaði aðalfundurinn að brýna nauðsyn bæri til að flytja inn nýtt erfðaefni til að bæta holdanautastofninn í landinu. Ætti á annað borð að stunda holdanautaræktun hér á landi væri það óhjákvæmilegt. Þó yrði að kanna hvernig hægt væri að standa að slíkum innflutningi svo hann væri ásættanlegur með tilliti til sóttvarna annars vegar og kostnaðar hins vegar. Magnús B. hlaut heiðursverðlaun Á fundinum var Magnúsi B. Jónssyni veitt heiðursviðurkenning LK, en Magnús hefur um áratugaskeið starfað í þágu bænda, sem skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ráðunautur og síðast landsráðunautur í nautgriparækt en því starfi gegndi hann fram á síðasta ár er hann lét af störfum. /fr

27 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Eykur kyngiviðbragðið -Fyrirbyggir stíuskjögur -Gefur aukið ónæmi -Flýtir fyrir þroska -Hraðar efnaskiftum í vöðvum -Einstaklega góð upptaka -Mjög bragðgott -Nákvæm skammtadæla, ekkert -Tilbúið til notkunar Minnkar líkur á: -vöðvastífleika í hrygg -vöðvaniðurbroti -vöðvabólgu Bætir: -Frjósemi -Þjálfanleika -Almennt heilsufar -Eykur frjósemi -Lækkar frumutölu, færri -Minnkar líkur á bólgu -Aukið E-vítamín í mjólk -Veitir aukið ónæmi -Mjög bragðgott -Nákvæm skammtadæla -Ekkert fer til spillis HÁÞRÝSTI DÆLUR FYRIR HEIMILI OG IÐNAÐ Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is Dynjandi hefur mikið úrval af vatns-, borholu-, og háþrýstidælum af ýmsum stærðum og gerðum. Hafðu samband og við aðstoðum þig. Dynjandi örugglega fyrir þig! Bændablaðið Smáauglýsingar Hádegisfundur Matvælaframleiðsla, tollvernd og fæðuöryggi Fyrirlesari: Christian Anton Smedshaug, doktor í umhverfisfræðum og höfundur bókarinnar Feeding the World in the 21st Century. Hver á að framleiða matinn okkar? Staður og stund: mánudagur 15. apríl 2. hæð Hótel Sögu, í salnum Kötlu kl Bændasamtök Íslands boða til hádegisfundar mánudaginn 15. apríl um fæðuöryggi og mikilvægi þess að þjóðir nýti náttúrulegar aðstæður til framleiðslu á mat. Hvaða leiðir eiga Íslendingar að velja til að tryggja fæðuöryggi og leggja sitt af mörkum í matvælaframleiðslu heimsins? Af hverju og hvernig er tollum beitt sem stjórntæki til að verja innlenda matvælaframleiðslu? Christian Anton Smedshaug starfaði áður hjá Norsku bændasamtökunum en vinnur nú við rannsóknir og ráðgjöf. Hann gaf út bókina Feeding the World in the 21st Century, þar sem meðal annars er fjallað um matvælaframleiðslu í sögulegu samhengi og möguleika landbúnaðarins til að mæta viðfangsefnum framtíðarinnar. Á eftir erindinu verða umræður, en erindi Christian Antons fer fram á ensku. Hádegishressing verður í boði bænda og eru allir áhugasamir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Sjá nánari upplýsingar á bondi.is Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda fór fram þann 5. apríl sl. í Súlnasal Hótels Sögu Árshátíðarnefnd LS þakkar eftirtöldum fyrirtækjum stuðning við hátíðina Arion banki Búaðföng Búvís Dýralæknamiðstöðin Hellu Dýralæknaþjónusta Suðurlands Ferðaþjónusta bænda Fjalllalamb Fóðurblandan Hótel Dyrhólaey Hótel Katla Íslandsbanki Ístex Jötunn Vélar KASK flutningar Kaupfélag Borgfirðinga Kaupfélag Skagfirðinga Kaupfélag V-Húnvetninga Landstólpi Norðlenska Olís Pakkhúsið Hellu SAH afurðir Sláturfélag Suðurlands Sláturfélag Vopnfirðinga Sláturhús KVH VB landbúnaður Vélfang VÍS

28 28 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Grisjað á starfsstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum: Reiturinn skilaði miklum afurðum á stuttum tíma Undanfarnar vikur hefur verið unnið að grisjun á starfsstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum og hafa þeir Hrafn Óskarsson og Guðmundur Ragnarsson unnið að því verki. Einn af reitunum sem þeir grisjuðu er klónasafn af alaskaösp staðsett í Kollabæjarlandi og var það gróðursett árið Það má segja að árangurinn hafi komið okkur á óvart, segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, en afraksturinn úr fyrstu grisjun var mjög góður og reiturinn skilaði góðum og miklum afurðum þótt ekki sé ýkja langt síðan í hann var gróðursett. Geta ávaxtað fé sitt ríkulega Ýmsir klónar af ösp, aðallega af C-10 uppruna, sem kalla má kvæmið Copper River Delta í Alaska, voru gróðursettir sem 1-2 ára pottaplöntur, alls um plöntur á ha, og lifði mest allt. Áður en grisjun fór fram var hæð og þvermál trjánna í klónasafninu mælt og rúmmálsvöxtur reiknaður út. Í stuttu máli var meðalvöxtur allra klóna 12,7 m 3 /ha/ári og vöxtur bestu klóna var rúmlega 25 m 3 /ha/ári að því er fram kemur í frétt á vef Skógræktar ríkisins. Hreinn segir að þetta sýni skógarbændur geti ávaxtað fé sitt ríkulega á vel innan við mannsaldri. Reiturinn umræddi sé ekki nema ríflega 20 ára gamall og hafi gefið vel af sér. Við áttum ekki von á þessu, einkum í ljósi þess að þetta var tilraunareitur, hann stóð áveðurs og við gerðum fyrirfram ráð fyrir að vindurinn myndi setja strik í reikninginn og draga úr vexti, en sú varð ekki raunin, segir Hreinn. Skilar miklum afurðum á stuttum tíma Hæstu tré í reitnum voru tæplega 15 m og þvermálið í brjósthæð upp í rúmlega 25 cm. Það sem er áhugavert Það sem er áhugavert við þennan reit er hversu hraður vöxturinn er og hversu miklum afurðum hann skilar á stuttum tíma. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að grisjun á starfsstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum og hafa þeir Hrafn Óskarsson og Guðmundur Ragnarsson unnið að því verki. Myndir / Hrafn Óskarsson Hæstu tré í reitnum voru tæplega 15 m og þvermálið í brjósthæð upp í rúmlega 25 cm. við þennan reit er hversu hraður vöxturinn er og hversu miklum afurðum hann skilar á stuttum tíma, þó um sé að ræða blöndu af bæði hraðvaxta og hægvaxta klónum. Til gamans má geta að annar grisjaranna, Hrafn Óskarsson, vann einnig að gróðursetningu trjánna fyrir 23 árum síðan. Reiturinn í Kollabæ er aðeins 0,35 ha að stærð og úr grisjuninni komu rúmmetrar (m 3 ) viðar sem voru nýttir til arinviðargerðar. Eftir standa 350 tré sem munu á næstu árum heldur bæta í vöxtinn, sér í lagi þvermálsvöxtinn þegar þau fá meira rými. Lítið reikningsdæmi Út frá þessum niðurstöðum má setja upp lítið reiknidæmi fyrir jarðeiganda sem vill eignast arinviðarskóg til að kynda upp húsakynni sín eða nýta til sölu. Ef gróðursett er til skógar árið 2013 í 10 ha lands og gert er ráð fyrir að viðarvöxtur verði heldur minni en var í Kollabæjarreitnum eða 10 m 3 / ári/ha. Þá ætti bóndinn um rúmmetra standandi viðarmassa eftir 20 ár (2033). Ef hann fjarlægði helming trjánna í grisjuninni eins og gert var í Kollabæ, ætti bóndinn að fá m 3 viðar grisjaði hann alla 10 ha. Það yrði um 50% meiri arinviður en framleiddur er árlega á landinu öllu. Trén sem eftir standa má síðan fella eftir önnur 20 ár og framleiða úr þeim verðmætan smíðavið. /MÞÞ

29 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl SPEGLA AGAR SE ALLT LA 30% A SL TT R OTT RA LE SLA ALLT Í GLER SÍ A 1969 S L AR ARGLER A GLER SA L S GLER GLER LL R LL EGG R A R S L EGG R S L RE SA GLER O L O L AKURShús - vi allra hæfi - GLER OG SPEGLAR S EG PA OG Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Verkefna-og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans Verkefna-og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið Styrkt verða tvö aðalverkefni, styrkupphæðir kr Sjóðsstjórn er heimilt að veita einnig einn verkefnastyrk, styrkupphæð kr ,- Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá styrkupphæðir í kr Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðstjórn engar umsóknir hæfar. Úthlutunarreglur og skila inn umsóknum um verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa forgang umfram aðra umsækjendur. eða verkefna er sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. fram við skil á lokaskýrslu. Áfanga-og lokaskýrslum skal skila í hafi styrkhafi ekki skilað lokaskýrslu innan 2ja ára frá úthlutun. Hugmyndir að verkefnum er t.d. hægt að sækja í Staðardagskrá 21 fyrir Fljótsdalshrepp, sem er að finna á heimasíðu Fljótsdalshrepps Þá er heimilt er að leggja fram eigin tillögu að verkefni. Á heimasíðunni er hægt að nálgast umsóknareyðublöð. Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 dalshreppur@fljotsdalur.is. Nánari upplýsingar eru veittar í síma

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Bólusetningaráðleggingar til sauðfjárbænda: Clostridium-sjúkdómar í sauðfé og bólusetningar Framleiðsla bóluefna á Tilraunastöðinni að Keldum stendur á gömlum merg og hafa bólu efni og mótefna sermi gegn sauðfjársjúkdómum verið framleidd á stofnuninni frá upphafi eða í rúmlega hálfa öld. Sum þeirra var reyndar byrjað að framleiða á Rannsókna stofu Háskólans við Barónsstíg upp úr 1930 en framleiðslan var síðar flutt upp að Keldum. Í þessum pistli verður gerð grein fyrir bóluefnum og sermi gegn svo kölluðum Clostridiumsjúkdómum í sauðfé ásamt stuttri lýsingu á sjúkdómunum. Clostridium-bakteríur eru mjög útbreiddar í náttúrunni og finnast einnig sem hluti af eðlilegri garnaflóru. Þær mynda dvalargró og geta því lifað lengi í umhverfinu. Bakteríurnar valda stökum sjúkdómstilfellum, mjög mismunandi milli ára, bæja og jafnvel landshluta. Ekki er hægt að útrýma þessum sjúkdómum eða verjast með lyfjagjöf. Eina og jafnframt kostnaðarminnsta ráðið er bólusetning og í sumum tilvikum meðhöndlun með mótefnasermi. Áður en farið var að framleiða bóluefni á sínum tíma ollu þessir sjúkdómar víða miklum búsifjum. Bóluefnin eru framleidd þannig til að sýklar eru ræktaðir upp í stórum stíl og þeir ásamt eiturefnunum sem þeir mynda gerð óvirk með formalíni. Mótefnasermi er framleitt í hrossum með því að sprauta þau með eitri sýklanna. Sjúkdómarnir sem hér er um að ræða eru lambablóðsótt, flosnýrnaveiki/ garnapest og bráðapest. Lambablóðsótt Lambablóðsótt er víða landlæg og finnst sýkillinn, Clostridium perfringens B í jarðvegi og kindasaur. Fullorðnar kindur eru smitberar og geta sóttmengað hús og haga. Sjúkdómurinn leggst á nýfædd lömb, 1-4 daga gömul, oftast 2-3 daga. Þau verða fárveik, emja og stynja og fetta höfuðið aftur. Venjulega dregur sjúkdómurinn lömbin til dauða á fáeinum klukkustundum. Afar sjaldgæft er að lömb eldri en daga gömul fái lambablóðsótt. Hægt er að verja nýfædd lömb gegn lambablóðsótt með því að bólusetja ærnar á meðgöngu. Bóluefni gegn lambablóðsótt var fyrst notað hér á landi 1937 og hefur verið framleitt á Keldum alla tíð. Það er nú framleitt sem hluti af blönduðu bóluefni gegn lambablóðsótt, flosnýrnaveiki/ garnapest og bráðapest (sjá síðar). Það má líka verja lömb gegn lambablóðsótt með því að sprauta þau með mótefnasermi. Flosnýrnaveiki/garnapest Clostridium perfringens D veldur tvenns konar sjúkdómum í sauðfé. Annars vegar flosnýrnaveiki í lömbum snemma á vorin eða sumrin en þó sjaldnast í alveg nýfæddum lömbum. Flosnýrnaveiki lýsir sér oft sem skyndidauði í stórum, fallegum lömbum en einkennin geta líka verið svipuð og við lambablóðsótt. Lömbin virðast þó hafa minni kvalir en þembast aftur á móti meira upp. Sjúkdómurinn er algengastur í lömbum eldri en tveggja vikna en stök tilfelli geta þó sést í yngri lömbum. Hinn sjúkdómurinn sem D-stofninn veldur er garnapest (eitrun) sem sést helst á haustin. Féð verður uppþembt með froðu og blóð Blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, garnapest og bráðapest. Smásjármynd af Clostridium perfringens-bakteríum um vit og sterka ólykt. Garnapest er oft ruglað saman við bráðapest. Bóluefni hefur verið framleitt á Keldum frá 1972 og er nú framleitt sem hluti af blönduðu bóluefni. Bráðapest Bráðapestar af völdum Clostridium septicum verður helst vart á haustin og snemma vetrar. Það er einkum yngra féð sem veikist. Oft snöggdrepst fé á túnbeit eftir að það kemur af fjalli eftir fyrstu frostnætur. Illa lyktandi rotnun á sér stað á stuttum tíma. Bráðapest olli miklu tjóni áður fyrr og var farið að gera tilraunir með bóluefni strax á 19. öld. Hafin var framleiðsla hér á landi um 1930 og á Keldum frá því Bóluefni gegn bráðapest er nú hluti af blönduðu bóluefni. Blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, flosnýrnaveiki (garnapest) og bráðpest Áður fyrr voru bóluefni gegn ofangreindum sjúkdómum framleidd hvert fyrir sig. Frá árinu 1994 hefur hins vegar til hagræðis og einföldunar fyrir bændur verið framleitt á Keldum svokallað blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, flosnýrnaveiki og bráðapest. Bóluefnið inniheldur sömu sýkla og eiturefni og bóluefni gegn hverjum þessara sjúkdóma fyrir sig. Mælt er með því að yngra fé sé bólusett einu sinni (veturgamalt) til tvisvar (ásetningslömb) á haustin fljótlega eftir að það kemur af fjalli. Fæst þá góð vörn gegn bráðapest og garnapest og grunnbólusetning gegn lambablóðsótt, sem einfaldar vorbólusetninguna á fengnum ám. Lengi vel var ráðlagt að bólusetja allt fé tvisvar sinnum fyrir burð. Reynslan hefur sýnt að ef þessi haustbólusetning er gerð nægir yfirleitt að bólusetja allar fengnar ær einu sinni, u.þ.b. hálfum mánuði áður en fyrstu ær bera. Skila ærnar þá mótstöðu gegn lambablóðsótt og flosnýrnaveiki í lömbin með broddmjólkinni. Ef mikil brögð eru að flosnýrnaveiki/garnapest í hálfstálpuðum lömbum getur verið nauðsynlegt að bólusetja lömbin u.þ.b. þriggja vikna gömul. Hálfur skammtur dugar en best er að bólusetja tvisvar með hálfsmánaðar millibili. Rétt er að hafa í huga að mótefnin sem lömbin fá með broddmjólkinni endast ekki sem vörn gegn bráðapest og garnapest á haustin heldur verður að bólusetja þegar lömbin koma af fjalli eins og áður segir. Ef menn telja óþarft að bólusetja að haustinu vegna lítillar pestarhættu verður að bólusetja yngra fé,alla vega fengna gemlinga, tvisvar að vorinu, 4 vikum og 2 vikum fyrir burð. Mótefnasermi Sermi gegn lambablóðsótt hefur verið framleitt á Keldum allt frá upphafsárum stofnunarinnar og á síðustu áratugum einnig gegn flosnýrnaveiki. Sermið er framleitt með því að sprauta óvirku eitri sýklanna í hross og þau látin framleiða mótefni gegn því. Hrossunum er síðan tekið blóð og sermið notað til þess að verja lömbin. Þessi aðferð var mikið notuð áður fyrr en framleiðslan er dýr og fyrirhafnasöm og því hefur dregið úr henni. Sermi er helst notað í lömb á bæjum þar sem ær hafa ekki verið bólusettar og í fyrirmálslömb. Sprauta þarf lömbin á fyrsta sólarhring eftir burð. Sermið sem framleitt er í dag inniheldur bæði mótefni gegn lambablóðsótt og flosnýrnaveiki. Innflutt bóluefni Um árabil hafa bóluefni gegn Clostridium-sjúkdómum verið flutt inn frá útlöndum. Þetta eru prýðisbóluefni, margreynd. Auk þátta gegn B (lambablóðsótt) og D-stofnum (flosnýrnaveiki) af Clostridium perfringens veita þau einnig vörn gegn C-stofni. C-stofn veldur garnadrepi í svínum og sauðfé en hefur þó aldrei verið staðfestur hér á landi með vissu. Bóluefnið inniheldur einnig stífkrampastofn (Clostridium tetani). Stífkrampi er yfirleitt ekki vandamál hér á landi þó svo að hans verði öðru hverju vart. Þá er einnig hægt að fá bóluefni sem veitir vörn gegn Clostridium sordelli sem hefur orðið vart á einstaka stað, einkum sem orsök legeitrunar. Erlendu bóluefnin veita hins vegar ekki vörn gegn bráðapest (Clostridium septicum ) vegna þess að þann stofn vantar í þau. Rétt er að taka fram að við allar bólusetningar skal gæta þess að féð verði fyrir sem minnstu hnjaski, sérstaklega nálægt burði. Þá er mikilvægt að viðhafa fyllsta hreinlæti og skipta reglulega um bólusetningarnálar og alltaf ef þær óhreinkast. Eggert Gunnarsson dýralæknir og bakteríufræðingur

31 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Formaður FEN telur mjólkursamning hagkvæman: Verðum að nýta tímann og sjá hvernig málin þróast Ég tel að þessi niðurstaða sé okkur hagkvæm eins og mál standa því meðan óvissa ríkir um svo margt í þjóðfélaginu er gott fyrir okkur að sjá þó ekki sé nema fjögur ár fram í tímann. Við verðum þó að gera okkur grein fyrir því að að þeim tíma liðnum verða væntanlega töluverðar breytingar á búvörusamningum, sagði Trausti Þóris son á aðal fundi Félags eyfirskra nautgriparæktenda. Tímarnir breytast Aðalfundur Félags eyfirskra nautgriparæktenda: Skuldamálin þokast til betri vegar Trausti Þórisson, formaður Félags eyfirskra kúabænda, segir skuldamál bænda vera að þokast í rétta átt. Þeir sem tóku á sínum tíma gengistryggð lán hafa allflestir fengið leiðréttingu en því miður á það ekki við um hina sem eru með öll sín lán verðtryggð og óvíst að þeim bjóðist leiðrétting vegna forsendubrests sem hér vissulega varð. Þá ríkir algjör óvissa með svokölluð biðlán sem upphaflega voru veitt til þriggja ára, afborgunarlaus, en þau eru flest á gjalddaga á þessu ári og áskilur lánveitandi sér allan rétt til aðgerða, hverjar svo sem þær verða, segir hann. Nauðsynlegt að fá hækkun á mjólkurverð Trausti nefndi á aðalfundi félagsins að nú væru fyrstu verðskrár frá áburðarsölum komnar og ljóst að áburður heldur áfram að hækka milli ára. Eins er með öll önnur aðföng og er okkur bráðnauðsynlegt að fá hækkun á mjólkurverð. Allar hækkanir skila sér inn í verðlagsgrundvöll kúabús og tel ég líklegt að við munum fá einhverja hækkun en í ljósi sögunnar skulum við ekki gera okkur of miklar vonir, segir hann. /MÞÞ Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins spor í rétta átt Þann 1. janúar síðastliðinn tók til starfa nýtt fyrirtæki, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf, þar sem öll leiðbeiningaþjónusta á landinu var sameinuð undir einn hatt, með það að leiðarljósi að auka skilvirkni og bæta nýtingu fjármuna sem í ráðgjöfina fer. Þessi ráðhögun hefur ýmsar breytingar í för með sér. Í fyrsta lagi er reiknað með að öll þjónustukaup verði samkvæmt gjaldskrá sem endurspegli kostnaðinn sem í hnotskurn þýðir að bændur sem nýta sér ráðgjöf borga fyrir hana fullu verði. Eðlilegt er að auknar kröfur verði gerðar til þjónustunnar og verður spennandi að fylgjast með fyrstu sporum fyrirtækisins. Menn gera sér almennt grein fyrir að fyrstu árin verði fjárhagslega erfið og tel ég þetta sameiningarskref mikla áskorun til ráðunauta og annarra hjá fyrirtækinu að standa sig í stykkinu, sagði Trausti Þórisson, formaður Félags eyfirskra kúabænda. Við bændur þurfum líka að kunna að kaupa þessa þjónustu. Í öðru lagi er ljóst að búnaðarsamböndin munu eiga í hálfgerðri tilvistarkreppu eftir breytingarnar og óvíst að þau lifi þær af. Við verðum bara að vona að þetta sé spor í rétta átt. /MÞÞ Vísaði hann þar til kosningu síðast liðið haust um framlengingu á lítt breyttum mjólkursamningi til ársloka Kjörsókn var dræm, en einungis 36% greiddu atkvæði. Já sögðu 386 og nei 49 og var framlengingin staðfest af Alþingi laust fyrir jól. Tímarnir breytast og því óeðlilegt að samningar verði framlengdir lítt breyttir út í hið óendanlega, sagði Trausti. Við þurfum því að nýta tímann vel sem núverandi mjólkursamningur gefur til að leggja niður fyrir okkur hvernig við viljum sjá mjólkurframleiðslu í landinu þróast. Að mörgu að hyggja Grunnurinn að þeirri umræðu mun verða viðhorfskönnun meðal mjólkurframleiðenda sem nú stendur yfir ásamt klásúlu í mjólkursamningnum sem kveður á um að aðilar meti allar forsendur og reynslu af gildandi samningi en þeirri rýnivinnu á að vera lokið á þessu ári. Að mörgu er að hyggja og er það visst áhyggjuefni að stór hluti ríkisstuðnings skuli fara í kaup á framleiðsluheimildum. Ef við aftur á móti ákveðum að leggja niður kvótakerfið mun það hafa í för með sér að hver og einn gerir viðskiptasamning um Trausti Þórisson, formaður Félags eyfirskra kúabænda, segir að nýta verði tímann sem núgildandi mjókursamningur gefur til að leggja línur um hvernig bændur vilja sjá mjólkurframleiðslu í landinu þróast. það mjólkurmagn sem tekið er á móti í afurðastöð sem væntanlega útilokar mjólkurframleiðslu á þeim stöðum sem lengst liggja frá samlagi af þeirri einföldu ástæðu að afurðastöðvarnar sjá sér hag í að framleiðslan færist þeim nær. Allt hefur kosti og galla Trausti sagði það sama gilda um opinbera verðlagningu. Hún væri langt í frá gallalaus gagnvart bændum en ef henni verður fórnað mun tollaverndin hverfa. Það er í raun alveg sama hverju breytt verður allt hefur sína kosti og galla en það er okkar að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Hagsmunir ungu bændanna og þeirra sem búið hafa lengi og skulda lítið eru ekki alltaf hinir sömu svo nauðsynlegt er að fara bil beggja, sagði Trausti. /MÞÞ FRUM - Brand haughrærur. Fjöldi gerða fyrir allar aðstæður. JCB skotbómulyftarar í mörgum stærðum. Thaler liðléttingar. Aflmiklir og lipir vinnuþjarkar. Redrock haugsugur og mykjudælur. Kuhn rótherfi og jarðtætarar. Kuhn taðdreifarar. Dreifa öllu taði og hálmskít. VERKIN TALA

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Prúðbúnir sauðfjárbændur á árshátíð Sauðfjárbændur gerðu sér dagamun í lok síðustu viku á árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda. Gleðin var við völd í Súlnasal Hótel Sögu þar sem Gísli Einarsson fór á kostum sem veislustjóri kvöldsins og hljómsveitin Í 7unda himni lék fyrir dansi. Bændablaðið mætti í fordrykkinn og festi stemninguna á myndflögu. Myndir / TB

33 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Vorið nálgast Mikið úval vökvunarhjóla, röra og vatnsdæla til vökvunar á túnum, ökrum og garðlöndum. og SCAN diskherfi haugsugur Fljótvirk og ódýr jarðvinnslutæki sem lágmarka kostnað við endurræktun. bogballe áburðardreifarar Til afgreiðslu strax og eftir pöntun. tindatætarar Mikil dreifigæði og einföld stilling, hámarkar nýtingu áburðarins. Einstaklega sterkir og endingargóðir. Tilvaldir í félagseign. Maletti jarðtætarar valtrarar SKESSUHORN 2012 Með og án þjöppunarkerfis. Í fjölda gerða og útfærslna. taðdreifarar Plógar Einföld og hagkvæm leið til að dreifa taði og skán og hámarka nýtingu. sáðvélar Nýir og notaðir plógar til afgreiðslu fyrir vorið. og mykjudælur Sterkar, nákvæmar og einfaldar í notkun. Vönduð tæki og mikil afköst. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax:

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Tímamót í starfsemi Bændasamtakanna Á síðasta Búnaðarþingi voru þau sögulegu tímamót að fjórar konur voru kosnar í stjórn Bændasamtakanna og skipa því konur meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Að auki er varaformaður samtakanna Guðný Helga Björnsdóttir og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. Skila landinu betur af okkur Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum í Húnaþingi vestra situr nú sitt annað kjörtímabil í stjórn Bændasamtakanna og er jafnframt varaformaður. Einnig er hún í stjórn Landssambands kúabænda og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, svo hún er enginn nýgræðingur þegar kemur að félagsmálum bænda. Ég fer inn í félagsmálin á sínum tíma því mér finnst það spennandi verkefni að taka þátt í því að efla landbúnaðinn og samkennd meðal bænda. Það sem mér finnst einnig mikilvægt sem stjórnarmaður Bændasamtakanna er að efla samheldni búgreinanna og félagskerfi bænda og að bændur nái því fram úr búrekstrinum sem hægt er á sem hagkvæmastan máta. Menn verða að nýta landið eins vel og hægt er og ná sem bestum afurðum út úr gripunum en jafnframt þarf stöðugt að hafa dýravelferð og landnýtingu að leiðarljósi. Þetta eru þeir hlutir sem ég vil að nái fram að ganga, segir Guðný Helga og bætir við; Það þarf ekki síst núna, að efla innanlandsframleiðsluna og koma því á framfæri hversu hrein hún er og hversu mikið minna af sjúkdómavörnum við notum hér en víða annars staðar. Við náum að framleiða meira á landinu án þess að vera með eiturefni og þessu þurfum við að koma á framfæri til neytenda. Það er ekki svo einfalt að hægt sé að fá vöruna á lægra verði því það kostar að hún sé heilnæm og góð. Síðan væri enn betra ef við gætum í framhaldinu komið vörunum á þennan hátt á markaði erlendis því við erum með fullt af ræktanlegu landi og góðum gripahúsum sem er ekki fullnýtt um landið. Við getum framleitt meira en þá þurfum við að ná mörkuðum sem geta borgað fyrir það að búpeningurinn hafi það eins gott og mögulegt er og að framleiðslan sé stunduð á sem heilnæmast hátt. Það á að vera metnaðarmál allra bænda að nýta landið á sem bestan hátt og að skila því betur af sér en við fáum í hendurnar. Hagsmunum bænda haldið á lofti Vigdís Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum er á öðru kjörtímabili sínu í stjórn Bændasamtakanna. Hún hefur víðtæka reynslu af félagsmálum og hefur meðal annars setið í sveitarstjórn. Hún sat í stjórn Búnaðarsambands Austurlands og Fjórar konur í stjórn Bændasamtaka Íslands, talið frá vinstri: Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri, Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum og Guðbjörg Jónsdóttir á Læk. Mynd / ehg var formaður þess í ein sex ár og í framhaldi af því fór hún inn í stjórn Bændasamtakanna. Ég er borgarbarn, fædd og uppalin í Reykjavík, en hafði alltaf sterkar taugar til sveitarinnar og undi mér hvergi betur en þar. Það kom því mínu fólki ekkert á óvart að ég endaði í búskap og nú er ég búin að vera á Egilsstöðum í 35 ár. Ég var lengi vel að kenna með bústörfum og félagsstörfum en er hætt því. Ég tel mikilvægt að við nýtum landið, þessa auðlind okkar, til þess að framleiða matvæli og gæða það um leið lífi. Það er mikilvægt að hafa líf í landinu og búskapurinn á stóran þátt í að skapa það. Bændur hafa yfirburðaþekkingu á staðháttum og möguleikum landsins, sem er mikilvægur arfur sem ber að virða og varðveita. Landbúnaðurinn þarf að vera í sátt við land og þjóð og við þurfum alltaf að leitast við að fræða og upplýsa þjóðina um mikilvægi landbúnaðar og hvað hlutverk hans er í rauninni víðtækt. Til þess að landbúnaður blómstri þurfa bændur að geta haft góða afkomu af búum sínum. Hlut verk Bændasamtakanna er afar mikilvægt bæði hvað varðar utanumhald á þekkingu og faglegri leiðbeiningu í greininni og eins til að standa vörð um hina margvíslegu hagsmuni sem varða landbúnaðinn og kjör bænda. Í þeim tilgangi að efla starfið er byrjað að vinna að endurskipulagningu samtakanna með stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins um síðustu áramót og fram undan er enn frekari vinna við að bæta og efla okkar samtök. Það eru tímar breytinga og mikilvægt að vel takist til. Bændasamtökin hafa unnið mikið og gott starf og ég verð ekki vör við annað en að það sé fullur hugur í nýrri stjórn að takast á við verkefnin framundan. Ég mun leggja mitt af mörkum í þeim efnum eftir bestu getu, segir Vigdís. Vinnum saman til góðra verka Guðbjörg Jónsdóttir á Læk í Flóahreppi er nýr stjórnarmeðlimur Bænda samtakanna en hún hefur haft áhuga á pólitík frá því að hún man eftir sér. Hún hefur beitt sér töluvert í gegnum tíðina í samfélagslegum hagsmuna málum, til dæmis setið í sveitar stjórn, og sinnir nú einnig formennsku í Búnaðarsambandi Suðurlands. Ég er búin að vera í pólitík nærri allt mitt líf, enda mjög pólitísk í eðli mínu. Ég hef tekið þátt í þessari hefðbundnu flokkapólitík, setið í sveitar stjórn og sinnt bændapólítískum hlutverkum. Það var þrýstingur frá mínu baklandi að gefa kost á mér í stjórn Bændasamtakanna og ég skoraðist ekki undan því enda áhugavert að taka þátt í þessu starfi, útskýrir Guðbjörg og spurð hvaða málefni hún muni setja á oddinn svarar hún; Markmið mitt er að stuðla að framförum og framþróun íslensks landbúnaðar. Það fer síðan eftir málefnum hverju sinni hvað þarf að fást við á hverjum tíma. Við erum á tímamótum varðandi félagskerfið og það skipulag sem er. Við erum búin að stíga fyrsta skrefið með stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og ég vil sjá að við höldum áfram með breytingar á félagskerfi bænda þar sem Bændasamtökin eru hatturinn yfir því. Þar þarf að endurspegla vilja íslenskra bænda og við þurfum að vera leiðandi í því starfi. Ég er mikil landsbyggðarmanneskja og mér líst vel á nýju stjórnina. Ég held að við munum ná saman til góðra verka og ég vona að uppröðun stjórnarinnar endurspegli mismunandi sjónarmið kynjanna, búgreina og svæða. Málefni sem brenna á bændum mikilvæg Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjar klaustri 2 í Skaftárhreppi sat sitt fimmta Búnaðarþing nú í vetur og er einn af nýjum stjórnarliðum Bændasamtakanna. Í fyrra lauk hún öðru kjörtímabili sínu sem stjórnarmaður í Landssamtökum sauðfjárbænda, svo að hún er félagsmálum bænda vel kunn. Ég hef lengi haft áhuga á félagsmálum bænda og það voru margir búnir að spyrja mig hvort ég gæfi ekki kost á mér í stjórn Bændasamtakanna nú. Ég var tvístígandi en ákvað svo að gefa kost á mér og fara alla leið. Síðan kom í ljós að ég fékk brautargengi og er afar sátt við það. Áhugi fyrir félagsmálum bænda er meginástæðan fyrir því að ég tek þetta hlutverk að mér og ég vonast til að geta orðið bændum að liði, segir Fanney Ólöf og bætir við; Batnandi kjör bænda er það sem mikilvægt er að vinna að og ég vil vinna að þeim málum og málefnum sem brenna á bændum á hverjum tíma. Það er oft gert grín að því á Búnaðarþingi að alltaf sé umræða um ref og mink og gæs og álft. En það er bara þannig að þau mál sem brenna á bændum á hverjum tíma koma inn á Búnaðarþing og það þarf að sinna þeim af bestu getu. Þó að til dæmis Evrópusambandsumræðan hafi róast er vissara að vera á vaktinni og gefa ekkert eftir í þeirri baráttu. Ég hef áhuga á að vinna að bættum hag bænda svo búskapurinn verði áhugaverður og spennandi kostur fyrir komandi kynslóðir. Nú er stór pakki í vinnslu um það hvernig félagskerfi bænda verður í framtíðinni, það hafa komið fram hugmyndir sem þarf að velta fyrir sér og vonandi komumst við að góðri niðurstöðu með það. /ehg Reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða Sendar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til staðfestingar Bændasamtök Íslands hafa nú sent atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneyti reglur um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða til staðfestingar. Reglurnar fjalla um ráðstöfun fjármagns úr jarðræktarsjóði vegna jarðræktar og hreinsunar affallsskurða, skv. 5. gr. samnings um verkefni samkvæmt búnaðarlögum, nr. 70/1998 og framlög til þeirra á árunum 2013 til 2017, dags. 28. september 2012 sbr. grein 6.4 í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, dags. 10. maí 2004, með síðari breytingum, og grein 4.5 í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, dags. 25. janúar 2007, með síðari breytingum. Bændasamtökin munu auglýsa eftir umsækjendum í Bændablaðinu á næstunni. Umsóknum skal þá skilað á skrifstofu Bændasamtaka Íslands á sérstökum eyðublöðum sem samtökin láta í té, eða á rafrænu formi, eigi síðar en 10. september ár hvert vegna framkvæmda á árinu. Framlög verða annars vegar veitt til sáningar á ræktarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóðurog olíujurtarækt er ætluð til fóður- og matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Framlög má aðeins veita ef heildarflatarmál ræktunarinnar er a.m.k. 2 ha. Uppskera er kvöð. Framlag á hvern ha. fyrir hvert bú er kr á ha. frá 1-30 ha. og kr á ha. frá ha. Þessi stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Svínabú verða skilgreind í reglunum. Greitt er út á heila ha. og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög skerðast á hvern ha. hlutfallslega ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann jafnt á alla ræktaða ha. Þá má veita framlög til hreinsunar affallsskurða. Framlög má veita til upphreinsunar á stórum affallsskurðum sem taka við vatni af stóru vatnasvæði. Skilyrði er að skurðirnir séu hreinsaðir bakka á milli og séu minnst 6m breiðir að ofan. Framlag á hvern kílómetra er kr Greitt er út á hundruð metra og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög má aðeins veita ef heildarlengd er a.m.k. 100 metrar. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt. Bændasamtök Íslands munu setja sérstakar verklagsreglur um framkvæmd úttekta sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra staðfestir. Reglurnar munu m.a. kveða á um hvenær úttektum skuli lokið. Gert er ráð fyrir að þessar verklagsreglur verði tilbúnar í apríl mánuði. Til að standast úttekt þarf m.a. að liggja fyrir viðurkennt túnkort af ræktarlandinu, t.d. úr túnkortagrunni Bændasamtaka Íslands. Úttektir á framkvæmdum skulu berast Bændasamtökum Íslands fyrir 15. nóvember á sama ári eftir að umsókn berst og skulu styrkir greiddir fyrir árslok.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl SMÁvirkjun Kynningarblað Landssamtaka raforkubænda apríl 2013 Í tilefni væntanlegs aðalfundar Í tilefni væntanlegs aðalfundar Lands samtaka raforkubænda var ákveðið að gefa út einblöðung sem fylgirit með Bændablaðinu. Ástæðan var sú að stjórnin telur að starfsemi samtakanna þarfnist aukinnar kynningar bæði meðal félagsmanna og ekki síður út fyrir raðir þeirra. Ung heimasíða (raforkubondi.wordpress.com) er annar gefa mynd af sögu félagsins í fortíð og nútíð en gagnast sjálfsagt síður við að ná til þeirra sem standa enn fyrir utan félagsskapinn. Við sem nú sitjum í stjórn sam takanna vildum gjarnan að allir þeir aðilar sem hafa virkjað, eiga virkjun, eða ætli sér að virkja í framtíðinni í Landssamtökin. Þeir sem stefna að slíkum framkvæmdum eiga þangað jafnvel enn ríkast erindi. Sterk samtök hafa alltaf burði til að bæta stöðu sinna félaga til framtíðar en veik og fámenn þeim mun síður. Við teljum að bygging og rekstur virkjana þar sem hagkvæmir kostir eru í boði geti og eigi eftir að styrkja búsetu vítt um landið og því fyrr þeim mun betra. Jafnframt er öruggt að vel nýttir og góðir virkjunarkostir eru þjóðhagslega hagkvæmir á ýmsan hátt. stofu og leit að heppilegum virkjunarkostum niðurstöður frá þessum stofnunum örvi framkvæmdir. Á fyrirhuguðum aðalfundi verður gerð ýtarleg grein fyrir afrennsliskortum eins og þau líta líta út á þeim tímapunkti. Eins rekur. Ekki er hægt að fara inn á háspenntari línur en 33 kv vegna kostnaðar. Við gerum okkur grein fyrir því að ekki eru allir eigendur vatnsréttinda með sterkan vilja til umræddra framkvæmda. Til þess geta legið ýmsar ástæður t.d. að fjárhagsleg fullnýtt, lánamöguleikar ótryggir o.s.frv. Gagnvart þessum atriðum má benda á að þar sem góðir virkjunarkostir eru fyrir hendi og jákvæðir hagkvæmnisútreikningar þá ætti að losna um lánsfé og eins hitt að áhugasamir fjárfestar eru líklegir til samninga. vatnsréttarhöfum töluverðar tekjur árlega, en oftast miðast þeir við 5-10% af árlegri veltu virkjunarinnar til vatnsréttarhafa. Slíkir samningar gefa því tryggar tekjur, án áhættu en hagnaður skiptist þá milli vatnsréttarhafa og framkvæmdaaðila. Við höfum bent á að allar stærri orkuveitur hafa hver fyrir sig fengið sérlög sem hafa tryggt þeim umtalsvert lægri byggingar- og rekstrarkostnað, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs og stærri sveitarfélaga hefur tryggt þeim lánakjör sem eru af allt öðrum toga en þeim sem einkaaðilar þurfa við að glíma. Þetta var gert til að halda orkuverði niðri og var af hinu góða. Fyrir aðra orkuframleiðendur þýðir þetta hinsvegar að þeir eru að keppa við niðurgreitt rafmagn. Viðurkenning ríkisvaldsins á þeirri staðreynd þarf að koma fram í því m.a. að það sjái til þess að landslög vinni með þeim sem virkja vilja í stað þess andstæða eins og nú er. Þessu hefur því ítrekað verið beint að ráðherrum og viðkomandi ráðuneytum en án sjáanlegs árangurs til þessa. Einnig vinna með nýjum orkuframleiðendum að undirbúningi nýrra virkjana, ekki síst þar sem bæta þarf afhendingaröryggi á raforku og ríkiskassann t.d. í formi tekjuskatts. Landssamtökin telja eðlilegt að skyns- verði sem minnst, eða engin, og frágangur til fyrirmyndar. Með því einu getur samfélagið verið sátt við slíkar framkvæmdir og þær orðið fram kvæmdaaðila til sóma. Minna land undir uppistöðulón. Um Landssamtök raforkubænda Landssamtök raforkubænda voru stofnuð 4. júní 1999 fyrir forgöngu Ólafs Eggertssonar á virkjanir til raforkuframleiðslu. Samkvæmt samþykktum félagsins eru þau stofnuð sem hyggja á slíkar framkvæmdir. Tilgangur samtakanna er að stuðla að samvinnu félagsmanna, vera málsvari þeirra, stuðla að rannsóknum á virkjunartækifærum og miðla þekkingu og reynslu. Stjórnin er skipuð þremur mönnum og er skipuð til þriggja ára og kosið um einn stjórnarmann ári sem og mann í varastjórn og skoðunarmenn. hafa erindi og tilverurétt, ekki síst á þeim vetfangi sem snýr að opinberu valdi, lögum og reglugerðum. Það virðist hinsvegar ekki auðvelt að hnika þar fram sanngjörnum breytingum þó að augljós sé nauðsyn þeirra og t.d. á jafnvel eðlileg krafa um að lögskipað lýðræði gildi meðal þeirra sem eiga sameiginleg vatnsréttindi ekki greiða leið gegnum okkar Alþingi. Málið hefur verið kynnt m.k. fjórum viðkomandi ráðherrum á síðustu 7-8 árum án sýnilegs árangurs enn. Engin andstaða við málið hefur þó komið fram og er því von um að dropinn holi steininn að lokum. Í lögum frá 1923 var umrætt lýðræði virt með eðlilegum hætti en þau lög gilda ekki lengur. Ónotuð virkjunartækifæri eru tvímæla laust víða um landið, bæði fyrir heimilisrafstöðvar til nota á eigin býli eða fyrir orkuframleiðendur sem selja inn á netið. Hraða þarf rannsóknum á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru og kanna hagkvæmni þeirra með öruggum hætti, hugsanleg Því miður getur vegalengd frá heppilegu vatnsfalli að lágspenntri línu (11-33 kv) verið óviðráðanlega löng vegna kostnaðar, Með afrennsliskortum og kortum af fyrrgreindum línulögnum má vænta ábend inga um vænlega virkjunarkosti sem ættu síðan að rannsakast betur með tilliti til viðkomandi þátta. Þessi leið er nú mjög til skoðunar og kynningar fyrir atbeina Landssamtakanna og Á aðalfundi Landssamtakanna þ. 13. apríl n.k. verður þetta áhugaverða málefni kynnt af til þess bærum aðilum og er vænst góðrar þátttöku og vakandi áhuga.

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Koltunguvirkjun SMÁvirkjun Kynningarblað Landssamtaka raforkubænda apríl 2013 Koltunguvirkjun stendur í samnefndu gili fremst í Svaðbælisheiði, inn af bænum Þorvaldseyri. Það var Ólafur Pálsson bóndi á Þorvaldseyri sem byggði virkjunina árið 1928 sem þótti mikil bylting á þeim tíma. Framleiðslugeta hennar var þó aðeins 12 kw. en dugði vel til lýsingar í íbúðarhúsi og fjósi og einnig til upphitunar að hluta. Mikil fyrirhöf var að byggja á þessum stað þar einu, grafa fyrir stöðvarhúsi og steypa upp húsið, leggja aðrennslisrör í bratta brekku og mynda uppistöðulón. Þá var mikil vinna að Handgrafa þurfti fyrir staurunum en allur jarðvegur þar sem línustæðið lá var grófur aur og víða stutt niður á grunnvatn. í Svaðbælisheiði en einnig er veitt vatni úr nálægri uppsprettulind. Vatnslaust verður þurrkum og frosti og þá er framleiðslan minni. Túrbínan er af Pelton gerð og er þýsk að var 2x200 volta jafnstraums rafall og var álagi áður stýrt með notkun heima á bænum með ofnum og lýsingu. Þegar mjaltavélar komu til sögunnar var einnig settur mótor á sogdæluna og þurfti þá að minnka á ofnum í íbúðarhúsi á meðan mjólkað var. áfallalaust fram til ársins 1947 þegar eldgos varð í Heklu en þá barst talsvert magn af að því að stöðva virkjunina og þar sem vikur barst með vatninu inn í rörin olli það síðar skemmdum á túrbínuhjólunum. Á einni túrbínuhúsið. Þá tóku við viðgerðir og voru bænum. Hlé var gert á rafmagnsframleiðslu um nokkurra mánaða skeið. Árið 1960 byggði Eggert Ólafsson við stöðvarhúsið og það var stækkað um helming. Hann smíðaði líka nýja túrbínu sem var með tveimur túrbínuhjólum og steypti í á driföxli túrbínunnar. Fenginn samskonar rafall og fyrir var. Framleiðslan jókst við þetta en þá voru komnar tvær vélasamstæður sem keyra mátti saman eða sitt í hvoru lagi. Ef bilun kom upp í annarri þá var hægt að tengja hina, sem gerði það að verkum að rekstraröryggi var mun meira. Vandamál gat skapast að vetri til þegar kólnaði snögglega í veðri og gerði snjóbyl. Þá vildi fenna í lækinn og hlaðast krapi og myndaðist grunnstingull við inntak uppistöðulónsins. Þá minnkaði rafmagnið eða fór alveg af. Þá var farið gangandi inn að rafstöðinni oft í slæmu veðri og myrkri, farið Ferðin gat tekið 2-3 tíma og beðið var heima eftir að ljóstíra færi að loga á perum. Þegar rafmagn komst aftur á þurfti að setja ofna heima á bænum fyrir til þess að jafna spennuna og bæta við álagi heima eftir því sem styrkur rafmagnsins jókst. Árið 1964 var svo rafmagn leitt um sveitina frá Sogsvirkjun sem kallað var til að byrja með Sogsrafmagnið. Þá var heimarafmagnið eingöngu notað til upphitunar á íbúðarhúsi laskaðist í miklu austan roki þar sem margir staurar brotnuðu og vírar slitnuðu. Fyrir lá að það þyrfti að fara í algjöra endurnýjun á rafmagnslínu og einnig lágu fyrir ýmsar frestað að fara í endurbætur á þessu stigi. Borað var eftir heitu vatni rétt fyrir framan stöðvarhúsið árið 1989 og fékkst þar 66 stiga heitt vatn, 1,5 ltr./sek sjálfrennandi, sem notað er til húshitunar. Þar með var minni þörf fyrir rafmagn frá virkjuninni sem áður hafði framleitt rafmagn til húshitunar og frestuðust því endurbæturnar enn um sinn Þegar sá möguleiki opnaðist árið 2000 að bændur gætu framleitt rafmagn til sölu inn á og rör. Um mitt árið voru vélar gangsettar með nýjum rafal, en sömu túrbínum. Einnig var lagður nýr jarðstrengur frá virkjuninni heim að bæ. Fyrirkomulag á samrekstri við 18 kw. rekstur virkjunarinnar þegar gaus í Eyja- Svaðbælisheiði og fyllti lækjarfarvegi af ösku svo ekki var annað að gera en að hætta framleiðslu og stöðva vélarnar. Uppistöðulón virkjunarinnar fylltist af ösku og var mokað upp úr því margsinnis. Einnig settist aska í inntaksmannvirki og rör. Virkjunin hefur ekki enn verið gangsett, þremur árum eftir gos, þar sem enn berst mikli aska með vatninu í rigningum, en fer þó minnkandi. Það mun því ekki líða langur tími þar til heyra má þýðan nið túrbínuhjólanna þegar þau fara að snúast aftur. Ólafur Eggertsson, formaður Lands samtaka raforkubænda Hugleiðing um smávirkjanir og umhverfið Það er afskaplega gaman að virkja og búa til smávirkjun. Ég er ekki alveg viss um hvað gefur af sér þessa gleði og ánægju en ég held að það hljóti að vera það að sjá náttúruna strita fært í farveg sem er manninum þóknanlegur og sem maðurinn getur nýtt. Ég vil hvetja þá sem eiga möguleika á að virkja til þess að vinna úr þeim möguleikum sem landið býður uppá og láta verkin tala. Virkjunin verður ekki til af sjálfu sér. Með því að virkja ár og læki er ekki verið að spilla náttúrunni. Þvert á móti eru smávirkjanir, ef rétt er frá þeim gengið, eins sem fer jafnan vel að landslaginu og býr til til þess að framkvæma þá vinnu sem þessi raforkuskammtur getur framkvæmt. Í um- gleymast. Umræðan snýst oft um það að verið sé að spilla náttúrunni í ágóðaskyni og að virkjunin verði lýti sem fæli frá ferðamenn og þá sem vilja njóta náttúrufegurðar. Mín reynsla af byggingu smávirkjana í Sandá í landi Eyvindartungu í Laugardal þágu Héraðsskólans að Laugarvatni árið til allt til ársins 2002 þegar ég og fjölskylda systur minnar, byggðum stærri virkjun í ánni. Við byggðum síðan aðra virkjun ofar í ánni árið Við þessar virkjanir urðu til lítil uppstöðulón þar sem gróður og fuglalíf hefur aukist og orðið fjölbreyttara en áður var. Þannig hefur álft straumönd og stokkönd orðið meira áberandi en áður. Stargróður hefur myndast við lónin og fjölbreytni aukist í gróðurfarinu. Ávallt hefur verið mikil ferðamennska í Laugardalnum og talsverð umferð um hlaðið í Eyvindartungu Eftir tilkomu nýju virkjananna jókst umferðin verulega og áhugi ferðamanna á þeim var og er mikill. Margsinnis hafa skipulagðir hópar ferðamanna komið við í Eyvindartungu og notið leiðsagnar okkar um virkjanirnar og um þá fögru náttúru sem umlykur þær. Mér á jákvæðari nótum að þessu leyti, svo sem eins og umræða um ferðamennsku á Íslandi völdum ferðamanna á Íslandi er að tiltölu völdum virkjana. Sigurður Jónsson, formaður Landssamtaka raforkubænda Småkraft foreninga Nú er nýafstaðin ráðstefna Landssamtaka raforkubænda í Noregi (n. Småkraft foreninga) er haldin var í Bergen dagana mars. Sjálfur aðalfundur samtakanna er í raun aðeins lítill hluti dagskrárinnar er samanstóð af eftirfarandi: 19. mars - Smávirkjanakúrs NVE vaxtarmöguleikar og þróun. 20. mars - Setning ráðstefnunnar ásamt almennum fyrirlestrum um orkumál en deginum lauk með aðalfundi samtakanna og veitingu smávirkjanaverðlaunanna 2012 (n. småkraftprisen). 21. mars - Þrjú aðskilin málþing, þar af með sameiginlegri skoðunarferð til rafalaverkstæðis og smávirkjunar í nágrenni Bergen. Skráðir þátttakendur á ráðstefnunni voru 450 en 64 söluaðilar voru með kynningarbás og buðu allt frá lokubúnaði til fjarskiptalausna. Einn íslenskur aðili var með kynningu á ráðstefnunni, Verkís verkfræðistofa. Höfundur sótti heim Småkraftdagene er þeir voru haldnir í Ålesund á síðastliðnu ári. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði og má þar m.a. nefna reynslu af sjálfhreinsandi Coanda inntaki í Noregi og innleiðingu er eiga að auka enn frekar fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum með fjárhagslegum stuðningi. Þann 1. janúar árið 2012 varð Noregur hluti af norsk-sænskum markaði með græn skírteini. En Svíþjóð og Noregur settu sér það markmið að auka orkuframleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa um 26,4 TWh. fram til Eftirfarandi aðilar geta sótt um græn skírteini til ársins 2020: Öll orkuverk er nýta endurnýjanlega orkugjafa með upphaf framkvæmda (n. byggestart) eftir Eldri orkuver er nýta endurnýjanlega orkugjafa og hafa aukið orkuframleiðslu sína varanlega, upphaf framkvæmda eftir MW með upphaf framkvæmda eftir Samkvæmt heimasíðu Småkraft foreninga eru baráttumál Landssamtaka raforku bænda í Noregi m.a.: Umsóknarferli NVE: Í dag má búast við NVE vari í allt að 5-6 ár eftir að skilað er inn umsókn. Þennan tíma þarf að stytta. orkuuppbyggingar í Noregi er Skattamál: Allar virkjanir með uppsett (n. grunnrenteskatt) af allri sinni orkuframleiðslu eða um 30% skatt. Það er hamlandi fyrir svo stór verkefni og hefur orðið til þess að færri virkjanir 5,0-10 MW eru byggðar í Noregi. Þess eru dæmi Einnig er eignaskattur (n. eiendomskatt) oft talsverður og krítískur er kemur að hagkvæmnisútreikningum. Í mars 2012 voru innan Landssamtaka raforkubænda í Noregi 246 virkjanir og 600 skráðir meðlimir ásamt um 40 stuðningsaðilum, fyrirtæki er styðja fjárhagslega við starf samtakanna. Norskir raforkubændur ásamt því að fjórum sinnum á ári kemur út tímaritið,. Að lokum ber að nefna að umsóknir um fyrirtæki í eigu einkaaðila er sérhæfa sig í uppbyggingu smávirkjana. Má þar nefna t.d. Småkraft AS ( Fjellkraft AS ( Bekk og strøm AS ( og að lokum Blåfall með Landsbankanum á árunum 2007 til 2012 og átti 10% eignarhluta. Staða norskra raforkubænda er því um leigu vatnsréttinda.

37 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl SMÁvirkjun Kynningarblað Landssamtaka raforkubænda apríl 2013 Smávirkjanir í eigu einkaaðila að kanna hagkvæmni þess að virkja smærri vatnsföll á bújörðum og tilgreina megin kosti og galla þess. Niðurstöður nefndarinnar er að og viðskiptaráðuneytis í júní Helstu niðurstöður nefndarinnar voru: Tæknilega er hægt að virkja bæjarlæki. Slíkur kostur getur verið hagkvæmur fyrir einstakling og byggð. með virkjun bæjarlækja. Virkjun bæjarlækja kann að styrkja byggð í dreifbýli og auka þar fjölbreytileika atvinnulífs. Fjármögnun einkarafstöðva þarf að gerast með lánum og styrkjum frá Lánasjóði landbúnaðarins, Framleiðni- ráðuneyti og Byggðastofnun. Stýrihópur, skipaður fulltrúum ofangreindra aðila fjallar um og afgreiðir umsóknir ásamt fulltrúa Samtaka raforkubænda. Gengisfall íslensku krónunnar torveldar öll erlend innkaup. Verð á útbúnaði til smávirkjana hefur einnig aukist í Evrópu sökum mikillar eftirspurnar, þar sem rík áhersla er lögð á uppbyggingu endurnýjanlegra orkuauðlinda. Lágt raforkuverð hérlendis takmarkar einnig arðsemi smávirkjana tengdar netinu þrátt fyrir góða fjármögnunarmöguleika. Á meðan raforkuverð hefur lítið breyst síðastliðin neysluvísitölu og er það gott dæmi um hinn sérstaka raforkumarkað hérlendis. Fjarlægð fyrirhugaðra virkjana frá þar sem tengigjald og lagning jarðstrengs vegur þungt. Sameign á lækjum þar sem lítill minnihluti getur stöðvað framkvæmdir Landsnetinu þar sem raforkubóndinn þarf þá hvorki að borga fyrir eigin raforkunotkun eða Að lokum er rétt að vekja athygli á því að smávægilegur fjöldi smávirkjana í eigu einkaaðila eru í dag tengdar lands netinu, samanborið við þann mikla fjölda heima rafstöðva er áður voru í rekstri hérlendis. Gefur það tilefni til að ætla að mikill fjöldi verk efna bíði betri tíma. Eiður Jónsson Jón Snæbjörnsson Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt möguleikar á allt að 60 MW með skyn samlegri áhugamenn um slíkan virkjana kost nefni þó tölur allt að 100 MW. Virkjun smárra vatnsfalla feli því töluverða orku í sér - orku sem gæti nýst fyrst og fremst dreifðum byggðum landsins. Nú árið 2013 er áhugavert að líta til baka og sjá hvernig til hefur tekist frá aldamótum er skýrslan um raforkubændur leit dagsins ljós og vaxandi áhugi var fyrir byggingu smávirkjana. Er rýnt er í listann hér að neðan er ekki að litla nýframkvæmd árið 2010 og heildarfjöldi virkjana er tæplega þrjátíu. Hvað veldur? Þar voru þá í rekstri, Stuttárvirkjun (1948), Kiðárvirkjun 1 (1978) og Kiðárvirkjun 2 (2003). einkaaðila eru víða til staðar ef hægt er að tryggja kröfur bæði til arðsemi og búnings rannsóknir forsenda frekari framkvæmda. Ef litið er til baka til tíma sveita raf stöðvanna voru hérlendis í rekstri allt að 542 heima- öðrum landshlutum. Að sögn helstu söluaðila búnaðar fyrir smávirkjanir er mikill áhugi á endurbyggingu heimarafstöðva og nýframkvæmdum. Óvisst er að nálgast upplýsingar um fram kvæmdir og eru minni rafstöðvar ekki tilkynningaskyldar getur verið mun hærri en virkjana tengda [kw] (Koltunguvirkjun) Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum Árteigsvirkjun 4 Árteigur, Köldukinn Systragilsvirkjun Hróarsstöðum, Þingeyjarsveit Sandárvirkjun V Eyvindartunga, Bláskógabyggð Múlavirkjun Vatnaleið, Snæfellsnesi Lindárvirkjun Gríshóll, Snæfellsnesi Ljósárvirkjun 1 Neðri-Dalur undir Eyjafjöllum Árteigsvirkjun 5 Árteigur, Köldukinn Beinárvirkjun Geysir í Haukadal Torfunesvirkjun Torfunesi, Þingeyjarsveit (Vindrafstöð) Belgsholt, Melasveit Breiðadalsvirkjun Breiðadal við Önundarfjörð (Köldukvíslarvirkjun) Eyvík, Tjörnesi Samtals kw Handbækur Árið 2003 kom út handbók sem bar heitið, Litlar um undir búning. Endur skoðuð 2. útgáfa var er að segja að handbókin sé víðlesin þar sem nándar nærri eins mikil viðbrögð (e. hits) eða ákveðið að gefa Landssamtökum raforkubænda 90 útprentuð eintök af skýrslunni og verður henni dreift á komandi aðalfundi. Önnur handbók ekki síður mikilvæg eru leiðbeiningar um mælingar á vatnsrennsli í smá ám og lækjum ásamt meðfylgjandi Excel skjali til út reiknings á rennsli út frá vatnshæð að ræða endur skoðun á bæklingi Sigurjóns í staðinn fyrir handvirka útreikninga út frá leidbeiningar/ Á heimasíðu Ný sköpunar miðstöðvar Ís- er að vera hluti af frumstigi í mati á því hvort fjár hagsleg ur grund völlur sé fyrir upp setningu reiknilikoen/ Til að auðvelda gerð kostnaðar áætlana áætla Lands samtök raforkubænda að setja er bjóða þjónustu tengda smá virk jun um. Að lokum er rétt að nefna fyrir þá aðila er lesa norsku að bæði ítarlegar leiðbeiningar Vannkraft/Smaakraftverk/ Kostnadar/ Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið LITLAR VATNSAFLSVIRKJANIR KYNNING OG LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING 2. ÚTGÁFA APRÍL 2010

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 SMÁvirkjun Kynningarblað Landssamtaka raforkubænda apríl 2013 Aðalfundur Lands samtaka raforkubænda Allt frá stofnun hefur aðalfundur félagsins verið þungamiðja félagsstarfsins. Staðsetning aðalfundar hefur ávallt verið ákvörðuð með það að markmiði að starf félagsins á slíkar framkvæmdir. Þannig náist að miðla þekkingu og reynslu þeirra sem náð hafa þekkingar á sviði smærri virkjana. funda og fundartíma: Stofnfundur 4. júní á 3. hæð Bændahallar og 9. júní á Kirkjubæjarklaustri júní á Selfossi júní á Egilsstöðum júní á Laugum í Sælingsdal júní í Ljósvetningabúð í Köldukinn sept. Lindin Laugarvatni apríl í Vík í Mýrdal júní á Egilsstöðum júní á Hvanneyri Enginn fundur júní í Þrastarlundi Grímsnesi apríl. Hótel Geirland á Síðu Árið 2014 er stefnt að því að halda aðalfundinn á sunnanverðum Vestfjörðum, líklega á Bíldudal. Jón Snæbjörnsson AÐALFUNDUR LANDSSAMTAKA RAFORKUBÆNDA 2013 Aðalfundar Landssamtaka raforkubænda 2013 verður haldinn í Hótel Geirlandi (3 km austan við Kirkjubæjarklaustur) þ. 13. apríl n.k., og hefst hann kl Dagskrá fundarins verður þannig: 1. Setning fundarins og skipun starfsmanna. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Framsaga, Tinna Þórarinsdóttir frá Veðurstofu, Afrennsliskort, möguleikar til raforkuvinnslu selja inn á netið. 6. Fyrirspurnir til framsögumanna og orðið frjálst Kosinn einn maður í stjórn til þriggja ára, og einn í varastjórn sama tíma. 11. Kosnir 2 skoðunarmenn til eins árs. 12. Önnur mál. Fundarslit, (áætluð eigi síðar en 17.30). Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um virkjanir innan við 10 MW. Að loknum fundi býðst fundargestum að skoða litla rafstöð á Kirkjubæ og rafstöð í stækkunarferli að Botnum í Meðallandi. Stjórnin Umbrot: Þríbrot ehf. Sigfús á Geirlandi Af forsíðu Tímans, 23. mars Aðalfundur Landssamtaka raforkubænda er nú í ár haldinn í Geirlandi á Síðu. Þar bjó lengi Sigfús H. Vigfússon, rafvirki og bóndi (f. 1902, 1912, d. 1988). Sigfús á Geirlandi átti stóran þátt í rafvæðingu Vestur-Skaftafellssýslu og eru störf hans ítarlega rakin í héraðsritinu er reistar voru af V-Skaftfellingum voru 32 reistar af Sigfúsi, en þar af smíðaði Sigfús Sigfúsar nú varðveittar í héraðssafninu á Skógum. En Sigfús gerði víðreist og fór árið 1929 austur á Firði til að setja upp rafstöðvar á nokkrum bæjum. Eftirfarandi er lýsing Vilhjálms Hjálmarssonar á framkvæmdum við Skyndimyndir frá þessu fermingarsumri mínu, ekki síst frá rafvæðingu heimilisins, skjóta enn upp kolli, býsna skírar. Það var komið fram á slátt. Laust eftir hádegi á ganglítilli trillu, en þaðan er margra klukkustunda sigling á ganggóðu skipi. Annar mannanna var Sigfús á Geirlandi. Bóngóður með hann til Mjóafjarðar. Sigfús hafði þá skroppið upp í Hérað og hresst við tvær nýlegar sveitarafstöðvar og þá lagt nótt við dag. Líklega hefur hann ofgert sér því hann lagðist veikur til svefns um kvöldið. Morguninn eftir tók hann til óspilltra málanna. Öðru sinni var það í brakandi heyþurrki og mikið undir, Sigfús stóðst ekki mátið, snaraðist út á tún, greip lausa hrífu og fór að raka. Hrífuskaftið hrökk í sundur í fyrsta hrífufari. Einhver nærstaddur fékk honum aðra traustari og Sigfús fór hamförum í komið í hlöður. Tvær aðrar svipmyndir minna á stemmninguna hjá heimilisfólkinu á Brekku á þeim hjá sumum en öðrum. Þegar slegið var utan af svart- gljáandi eldavél með þrjár hellur og tvo ofna varð fermingardrengnum svo mikið um herlegheitin að hann borðaði ekki meira þann daginn! lítils fólks á Brekku var sagt hvað til stæði 1. júní bað hún guð almáttugan að hjálpa sér, hraðaði sér á vettvang og varð vitni að því þegar ljós kviknaði á perunni og vatn horfði á ljósið þar til farið var að hátta. Ég enda þessar línur með tilvitnun í fyrri skrif mín: Heimilisfólkinu á Brekku þótti vænt um Sigfús á Geirlandi og dáði hann, ekki aðeins sem ljósgjafa heldur einnig sem mann eftir sumarlöng kynni á Brekku. Hjálmar hafði mynd af honum í stofu sinni þar sem hún honum eitt sinn afmæliskveðju í nafni allra á bænum á þessa leið: sem færðir okkur heima ljós og hlýju. Þú Sigfús Helgi Vigfússon er minnisstæður mér sem maður ársins tuttugu og níu. Heimildir: Dynskógar, 2. bindi, 1983 Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, 1998 Jón Snæbjörnsson

39 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Árið 2013 fagnar CLAAS fyrirtækið 100 ára afmæli Athugið! FRUM - VÉLFANG og CLAAS bjóða öllum þeim sem kaupa eða staðfesta kaup á nýrri dráttarvél á árinu 2013 í heimsókn til höfuðstöðva fyrirtækisins í Þýskalandi. Hverri vél fylgja 2 boðsmiðar. VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is Bændablaðið Næsta blað kemur út miðvikudaginn 24. apríl Auglýsendur passið að tryggja ykkur pláss tímanlega! VERTU TIL ER VORIÐ KALLAR Vorverkin nálgast með hækkandi sól og nú þarf að huga að því að panta sáðvörurnar. Lífland hefur allt sem þarf til að leggja hönd á plóg: MINNUM Á SÁÐVÖRUBÆKLINGINN SÁÐVARA LÍFLANDS VORIÐ 2013 ÞAÐ LÍFLAND - -, Skúmi Elmeri og Wolmari. Swale Meroa og Dasas Landsins mesta úrval sáðvöru Góð þjónusta og ráðgjöf Frír flutningur ef pantað er fyrir 15. apríl Pantanir hjá sölumönnum Líflands í síma Áratuga reynsla Skilvirk dreifing og örugg afhending Hagstætt verð Kynntu þér vörulistann á lifland.is Lífland verslun Reykjavík Lynghálsi Reykjavík sími Lífland verslun Akureyri Lónsbakka 601 Akureyri sími Lífland skrifstofa Brúarvogi Reykjavík sími lifland@lifland.is

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Er sveitarómantíkin horfin? Illa er vegið að okkur svínabændum og sagt að við séum ekki bændur. Hver er ástæðan? Sagt er að öll rómantík sé horfin úr sveitinni með þessum búskap og að þessi búskapur sé orðinn svo vélvæddur, hægt sé að ýta á takka og allt gerist þetta af sjálfu sér. Vélvæðing á sér stað alls staðar. Hvað varð um kaupmanninn á horninu sem var hvorki með posa né tölvukerfi? Róbót mjólkar kýrnar okkar. Fóðurgrindur ýta heyinu að kindunum. Fóðurkerfi eru nú í flestum búskap til að hafa betri og jafnari fóðrun fyrir dýrin, sem verður til þess að þeim líður betur. Ég hef hugsað mikið um þetta undanfarnar vikur þegar ég er að vinna inni á svínabúinu mínu. Ég get ekki séð að þessi búgrein sé vélvæddari en aðrar og langar því að fræða ykkur sem lesið þetta aðeins um svínabúskap. Fyrir um 15 árum áttum við litlar sætar gyltur sem voru mjög skapharðar og gáfu af sér grísi sem uxu ekki hratt. Erfitt var að hafa gylturnar saman þar sem þær gengu mjög hart að hver annarri. En þetta var í rauninni ekkert kyn og líklega orðið mjög skyldleikaræktað. Síðan fóru bændur að huga að kynbótum og horfðu mjög til Norðurlandanna, þar sem vaxtarhraði var orðinn meiri og kostnaður við uppihald minni. Komu þessar kynbætur á mjög svo góðum tíma þar sem á svipuðum tíma harðnaði á dalnum fyrir svínabændur og hægt var að framleiða ódýrara kjöt. Annað sem gerðist var að dýrin urðu stærri og stærri en enginn peningur var til að breyta aðbúnaði. Hröð þróun Nú eru allir svínabændur landsins að horfa til breytinga inni á búum sínum til að stækka það pláss sem hvert og eitt svín hefur. Sá möguleiki hefur verið ræddur að hafa dýrin í opnu rými því gylturnar eru orðnar ögn blíðari. En það er ekki hægt að opna fyrir þeim í hvaða rými sem er fyrir svona stór dýr. Þróun er mjög hröð og góð erlendis þar sem verið er að hanna þessi pláss og stíur til að þær nýtist þessum dýrum sem best. Þó að stíur séu heldur of litlar fyrir þessi dýr í dag er enginn bóndi sem lætur dýrinu sínu líða illa, en það er örugglega hægt að láta því líða betur og stefnum við þangað. En ekki kaupum við bara eitthvað til að prufa heldur nýtum við okkur að þessi stóru bú erlendis prufukeyri þetta fyrst. Nú er að koma reynsla á ýmislegt og hægt að fara að gera upp hug sinn um hvað hentar dýrunum okkar best, því um leið og dýrinu líður betur gefur það meira af sér. Hver einasta gylta með nafni Þá er ég komin að vinnu inni á búinu. Á mínu búi er hver einasta gylta með nafni. Hjá sauðfjárbændum er sauðburður öll vor, hjá mér eru got allar helgar. Hjá mér gjóta um níu gyltur hverja helgi. Þá þarf að líta vel eftir þeim. Stundum erum við heppin og þær gjóta allar föstudag og laugardag. Stundum eru þær að gjóta alla helgina. Ef þær gjóta ekki öllum grísunum sínum fljótt sjálfar þarf að aðstoða þær, þar sem þær verða mjög veikar ef þetta gengur ekki hratt og vel fyrir sig og allt sem á eftir kemur verður erfitt. Þær mjólka illa, verða lystarlausar og þar af leiðandi vaxa grísirnir illa. Þetta þarf því að vakta mjög vel. Ekki sé ég neina vélvæðingu við þetta. Fóðrunin á sér stað með fóðurkerfi í flestum deildum en það þarf að fara yfir það daglega og fylgjast með því sem getur misfarist. Það er ekki gott ef einhver svín fá ekki að borða. Eins er þetta orðið í öllum öðrum búgreinum, fjárbændur eru komnir með grindur sem ýta heyinu að þeim, kúabændur eru með gjöf í róbótunum og áfram mætti telja, í fiskeldi, í refarækt og Guðný Tómasdóttir segir að nú sé vegið harkalega að svínabændum í landinu. Viðar Gauti Jónsson og Katla Rún Jónsdóttir stolt með litla sæta grísi í fanginu. áfram og áfram. Allt þarf þetta eftirlit. Stanslaust eftirlit þarf með gyltum til að fylgjast með hvort þær séu að beiða. Taka þarf sæði úr göltum og sæða allar gyltur tvisvar til þrisvar næstu 2-3 daga. Allt þarf þetta kunnáttu til að þekkja og skynja þarfir og líðan dýranna. Það er enginn róbót sem getur gert þetta. Á hverjum miðvikudegi eru teknir um 28 daga gamlir grísir frá mæðrum sínum, þá fara þeir á vöggustofu. Þar þarf að fylgjast vel með því að þeir borði og drekki svo að þeir dafni áfram. Það getur enginn nema sá sem hefur þekkingu á dýrum gert. Blessaðar geldingarnar Þá kemur að þessum blessuðu geldingum sem mikið hefur verið rætt um, en sú aðgerð er nú ekki meiri en t.d. að marka lamb. Ég væri alveg til í að hætta að gelda en þá verður þú líka að vera tilbúin að borða kjöt af ógeltu dýri. En það er mikill munur á að gelda og hafa kunnáttu til þess eða gelda og hafa ekki þjálfun til þess. Dýrin eru öll gelt fyrir fjögurra daga aldur, en það fer eftir stærð og styrkleika dýranna þegar þau fæðast. Það er mikill munur á að gelda 4 daga gamlan grís eða 7 daga gamlan, sem ég myndi aldrei gera. Aðgerðin er þannig að allt gotið, gyltur og geltir, er tekið upp í grind, allar gyltur fá járnbætiefni í munn og eru svo settar aftur í stíurnar sínar. Geltirnir fá tvo smá skurði sem tekur innan við 30 sekúndur að gera og fá svo líka járn. Hef ég mikið gert af því að horfa á gotið eftir þessar aðgerðir og hegðun beggja kynjanna er nákvæmlega eins. Ég hef líka einhvern tímann gelt 7-8 daga gamla grísi og eftir það eru gylturnar röltandi um stíuna meðan geltirnir fara allir undir hitaperuna, skjálfa þar og líður greinilega mjög illa. Þetta viljum við svínabændur ekki. Í okkar augum er þetta tap. Við viljum fá að gelda grísina áður en þeir verða fjögurra daga gamlir. Að gefa þeim verkjastillandi væri bara góð viðbót. En að deyfa þá gerir þá vankaða og fara þeir jafnvel ekki á spena og gyltan getur lagst á þá. Það finnst mér ekki spennandi. Á mínu búi klippum við ekki hala. Grísum líður vel í hópi en eingöngu í sínum hópi. Þeir eru ekki glaðir ef þeir eru settir inn í nýjan hóp. Þá þurfa þeir að slást til að vinna sér sess í hópnum. Mikilvægt er að velja saman samstæða grísi til að ekki þurfi að hrófla við hópnum oft á vaxtartímabilinu. Grísirnir vilja liggja mjög þétt saman. Ef það verður of kalt raða þeir sér upp í hrúgu og líður ekki vel. Of mikill hiti er heldur ekki góður og of mikill raki gerir allt ógeðslegt, blautt og kalt svo þetta þarf að vakta mjög vel. Ég vona að þetta sýni þér örlítið hvað við erum að glíma við dags daglega inni á svínabúinu þó að þessi listi sé alls ekki tæmandi. Að lokum vil ég rétt koma inn á nauðsyn landbúnaðar. Þar eru svínin mjög mikilvæg. Svínabú veita mörg störf á Íslandi. Áður en svínabúskapur hófst voru sláturhús landsins mjög dýr í rekstri og voru nánast eingöngu starfandi á haustin í kringum sauðfjárslátrun. Vegna svínaslátrunar, sem er í hverri viku, geta þessi sláturhús nú starfað allt árið og boðið upp á nauta- og hrossaslátrun allt árið. Kjötvinnslur blómstra þar sem svínakjöt er notað í mjög margar vinnsluvörur. Það þarf ekki mikið að koma upp á í heiminum til að innflutningur stoppi í einhvern tíma. Svo sem eins og eitt eldgos gæti stoppað innflutning og hvað gera svangir menn þá ef landbúnaður er lagður af? Fólk ætti að hugsa aðeins lengra en nef þess nær áður en það tjáir sig. Ef við ætlum að búa hér á þessu skeri þurfum við að framleiða allar nauðsynjavörur. Ég er sammála að sveitarómantíkin er farin en því miður er hún farin alls staðar. Kaupmaðurinn á horninu og heyskapurinn í sveitinni er því miður ekki það sem nútímamaðurinn er tilbúinn að fara til baka til. Í dag er rómantíkin önnur. Guðný Tómasdóttir Ormsstöðum

41 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Teg: Teg: Teg: Teg: Teg: Teg: KÄRCHER SÖLUMENN

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Íslensk hönnun Einar Vignir Skarphéðinsson er fæddur og uppalinn á Patreksfirði og býr þar í dag ásamt eiginkonu sinni Helgu Gísladóttur. Hann er húsasmiður að mennt, lauk nýverið smíðakennaranámi fyrir grunn- og framhaldsskóla og er nú smíðakennari við Grunnskóla Vesturbyggðar. Handverkið á hug hans allan og nýtir hann hverja stund til að vinna í því. Upphaf: Ég hef verið í handverki frá árinu 1991, í rúm 20 ár. Barnaleikföng áttu hug minn allan til að byrja með en svo fór ég á námskeið í trérennismíði, varð hugfanginn af þeirri list og hef aðallega verið í því síðan. Ég er einn af stofnfélögum í Trérennismíðafélagi Íslands sem var stofnað árið Innblástur: Ég fæ hugmyndir úr umhverfinu og náttúrunni sem ég er alinn upp við, fjörunni, fjöllunum og sjónum, en ég notast nær eingöngu við efnivið úr náttúrunni. Þá hef ég smíðað náttúruleikföng eða bíla úr viði þar sem ég nota enga málningu, lakk, lím eða nagla og skrúfur, aðeins viðinn og matarolíu sem ég ber á bílana. Einnig hef ég prófað mig áfram í gleri, kopar, messing, pappír, plexígleri, mósaík, silfri og fleiru. Efniviður: Þeir hlutir sem ég renni aðallega eru skálar, kertastjakar, pennar, bréfahnífar og margt fleira. Þá sinni ég ýmsum sérverkefnum og pöntunum. Íslenski viðurinn er mér hugleikinn og þá helst lerki, birki og reynir þótt það sé líka gaman að prófa framandi og spennandi viðartegundir. Ég hef tínt rekavið á Ströndum Varð hugfanginn af trérennismíði og smíðað verðlaunagripinn á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg um hvítasunnuna og heitir gripurinn eftir honum, Einarinn. Sýnishorn af verkum Einars. Pennar og lyklakippur úr smiðju Einars hafa verið mjög vinsæl. vinna með viðartegundir og hefur og renni úr honum en hann kemur mjög skemmtilega út þegar hann er ormétinn og skreyttur frá náttúrunnar hendi. Slíkur viður kemur frá Síberíu og getur verið mörg ár í hafísnum í Norður-Íshafinu þar til hann kemur til Íslands. Þá tekur við annað eins í þurrkunarferlinu en götin í viðnum koma eftir orminn sem étur sig í gegnum viðinn. Hann heitir latneska nafninu Laredo. Vinsælastir eru þó pennarnir sem ég renni og set í lurk eða trjágrein með krækjum og lömum og þá er hægt að brenna fallega nafn viðkomandi eiganda inn í lokið á lurknum. Ég kom fyrstur með þessa hugmynd og var til margra ára sá eini hér landi sem seldi pennana þannig. Þeir hafa verið keyptir í útskriftargjafir, stórafmæli, fermingar, við starfslok og fleira. Glæsilegur kistill sem smiðurinn útbjó af hagleik. Fram undan: Munir eftir mig hafa farið út um víðan heim og á marga framandi staði, sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef tekið þátt í fjölda handverkssýninga bæði Aðalstarf Einars er smíðakennsla í Grunnskóla Vesturbyggðar og hefur á Ísafirði og í Reykjavík, þar á meðal Handverkssýningunni í Perlunni sem var tileinkuð Vestfjörðum, handverkssýningum í Laugardals höllinni og atvinnuþróunarsýningum á Ísafirði. Einnig hef ég hannað og smíðað frá upphafi verðlauna gripinn á heimildarmynda hátíðina Skjaldborg sem haldin er á Patreksfirði ár hvert um hvítasunnuna. Sá gripur heitir eftir mér og er kallaður Einarinn svo það er mjög gefandi og skemmtilegt að fá að takast á við mörg fjölbreytt verkefni. /ehg

43 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl JÖRÐ TIL SÖLU Tilboð óskast í jörðina Jódísarstaði í Þingeyjarsveit. Stærð jarðar tæpir 400 hektarar. Jörðin var í bændaskógarkerfinu og síðan í Norðurlandsskógum og var byrjað að planta Búið er að planta í um 40 hektara. Á jörðinni er 140 m2 íbúðarhús á tveimur hæðum alls 280 m2, 100 m2 bílskúr 200 kinda fjáhús, 22 kúa fjós sem breytt hefir verið í geymslu og 1000 hesta hlaða og hitaveita. Jörðin á land að Skjálfandafljóti með tilheyrandi veiðirétti. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar í símum Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Mikil fjölgun í gæsa- og álftastofninum hér á landi veldur bændum víða um land vaxandi áhyggjum. Hér má sjá Mynd /HKr H Ö Hitaveitu & gasskápar fyrir sumarbústaði og heimili Gæði Þjónusta Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt / Sími: / blikkvik@blikkvik.is Staðalbúnaður - Sparneytnar 4ra strokka Perkings dieselvélar - Hitari á mótor - Vökvavendigír með stillanlegu átaki og útslætti á keyrslu - Dyna-4 gírkassi 16F/16R (hægt er að skipta vökvaþrepum bæði í gírhandfangi og eins með vendigírnum) - 2 tvívirkar vökvaspólur/vagnbremsuventill - 4 aflúrtakshraðar (hraðabreytir í ökumannshúsi) - Opnir beislisendar/lyftudráttarkrókur - Loftpúðasæti/farþegasæti - Fullkomin vinnuljósabúnaður - Rafstýrt beisli - Verkfærakassi - Flotmikil dekk 440/65R24 - Og 540/65R34 að aftan - Niðursveigð vélarhlíf (lágnefja) - Vökvadæla 100 L L olíutankur - Lyftigeta út á beislisendum 5000 kg TIL AFGREIÐSLU STRAX Hafðu samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar. Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Ársfundur fagráðs í nautgriparækt verður haldinn 18. apríl 2013 frá kl. 13:00-16:00 á Sveitasetrinu Gauksmýri í Húnaþing vestra. Aðalefni fundarins er beit nautgripa, en einnig verður kynnt starf fagráðs á síðasta starfsári. Erindin sem flutt verða eru: Útbeit nautgripa. Katrín Andrésdóttir, fyrrverandi héraðsdýralæknir. Beit mjólkurkúa vor, sumar og haust. Eiríkur Loftsson, ábyrgðarmaður fóðrunar hjá RML, og Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal í Skagafirði. Fundurinn er öllum opinn og eru bændur sérstaklega hvattir til að mæta og hlýða á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum. Fagráð í nautgriparækt

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Rafrænar skráningar á kynbótasýningar Sú breyting varð um áramótin að allt ráðgjafarstarf búnaðar sambandanna og Bændasamtaka Íslands var flutt yfir í nýtt fyrirtæki sem fékk nafnið Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. (RML). Bændasamtök Íslands hafa falið því framkvæmd kynbótasýninga og munu búnaðarsamböndin því ekkert koma að því starfi. Skráningar verða nú loksins með rafrænum hætti og hér í þessum pistli verður kerfið kynnt. Opnað verður á skráningar á allar sýningar vorsins samtímis um miðjan apríl. Síðasti skráningardagur er viku fyrir sýningar, nema í þeim tilfellum þar sem sýning fyllist þá lokast sjálfkrafa á sýninguna, þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunnin og eigandinn verður að skrá á aðra sýningu. Lena Reiher og Oddný Kristín Guðmundsdóttir munu leiðbeina þeim sem þess þurfa í síma , einnig verður hægt að senda þeim tölvupóst á netföngin is og Skráningarkerfið Víkjum nú að skráningarkerfinu. Einfaldasta leiðin er að skrá í gegnum heimasíðu Worldfengs, www. worldfengur.com, (sjá mynd 1) en þar er hægt að smella á hnappinn Skrá hross á kynbótasýningu. Munið að hafa við hendina fæðingarnúmer hrossins og kennitölu knapa en það eru upplýsingar sem verða að koma fram. Eins og fram kemur á mynd 2 þarf að velja kynbótasýningar og síðan aðildarfélag/söluaðila sem er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. Skrá knapa og fæðingarnúmer hrossins. Velja sýningu og merkja við hvort hrossið á að fara eingöngu í byggingardóm, hæfileikadóm eða fullnaðardóm þ.e. bæði byggingar og hæfileikadóm. Hafi hross verið fulldæmt á almanaksárinu getur eigandi valið að láta nýjasta byggingardóm úr fullum dómi standa við endursýningu. Ekki er hægt að koma með hross í byggingardóm og ætla síðan að koma á næstu sýningu með hrossið í reiðdóm. Þegar þessum aðgerðum er lokið er farið í reitinn setja í körfu. Hrossið færist þá í svo kallaða vörukörfu. Ef það á að skrá fleiri hross er aftur farið í að velja aðildarfélag/söluaðila og ferlið endurtekið þ.e. knapi skráður, hross og sýning valin og þannig koll af kolli þar til búið er að ská þau hross sem til stendur að sýna. Þá er næst að ganga frá greiðslu því skráning fer ekki yfir í WorldFeng fyrr en greiðsla hefur borist (sjá mynd 3). Aðeins endurgreitt ef tilkynnt er tímanlega um forföll Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu í síma en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@ rml.is og rml@rml.is. Endurgreitt er kr ,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr ,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. Til að hægt sé að skrá hross á sýningu verður hrossið að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt annars fer skráning ekki í gegn. Varðandi skráningu á stóðhestum í sýningu fer skráning ekki í gegn nema búið sé að uppfylla reglur um sönnun á ætterni, til sé blóð og búið sé að taka röntgenmynd af hæklum. Það heyrir nú sögunni til að hægt sé að mæta á síðustu stundu með vottorð um að þetta sé klárt, því Mynd 1. Skrá hross í kynbótasýningu. Þegar það hefur verið gert opnast næsti gluggi (mynd 2). Mynd 2. Velja söluaðila, skrá knapa og hross. Velja sýningu og skrá hross í byggingardóm eða fullnaðardóm. Setja í körfu og ganga frá greiðslu þegar búið er að skrá öll þau hross sem á að sýna. á að vera er smellt á áfram. Áður er smellt er á áfram er gott að skoða vel þ.e. Reisa í fullnaðardóm og Móa eingöngu í byggingardóm o.s.frv. Með því að smella á ruslafötuna er hægt að eyða skráningu. Mynd 4. Hér eru skráðar upplýsingar um greiðanda og hægt að setja inn óskir um sýningardaga eða annað. Þegar það er klárt er smellt á áfram. Hér eru skráðar upplýsingar um greiðanda og hægt að setja inn athugasemdir með skráningu síðan er smellt á áfram. Þá kemur upp næsti gluggi (mynd 5). það er einfaldlega ekki hægt að skrá hestinn á sýningu nema þetta sé í lagi. Allir stóðhestaeigendur eiga að vera meðvitaðir um þessi atriði því þau hafa verið við líði í nokkur ár. Vonandi á þessi nýjung eftir að mælast vel fyrir meðal knapa og hrossaeiganda. Röðun Mynd 5. Hér er greiðsluform ákveðið og smellt á greiða. Hér hefur verið ákveðið að greiða með millifærslu og þá birtist mynd 6, ekki stofnast krafa í heimabanka þannig að viðkomandi þarf að ganga frá millifærslu sjálfur og þá er mjög mikilvægt að númer pöntunar komi fram. Mynd 6. Hér má sjá reikningsnúmer og kennitölu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Munið að láta pöntunarnúmer fylgja með greiðslu. pöntunarnúmer fylgja í skýringu svo hægt sé að sjá fyrir hvað hross var verið að greiða. Eins og áður hefur komið fram færist hrossið ekki inn á sýningu fyrr en búið er að ganga frá greiðslu inn á þennan reikning. Það má því segja að einfaldast sé að greiða með kreditkorti því þá er hægt að ganga frá þessu öllu í einu. á mynd 5 verið hakað í að greiða með korti kemur upp eftirfarandi gluggi (mynd 7). Mynd 7. Hér eru settar inn upplýsingar um kortið og gengið frá greiðslu. Hrossið skráist um leið á viðkomandi sýningu. Hér eru gefnar upp upplýsingar um kortið og smellt á greiða núna. Þá kemur upp eftirfarandi gluggi ef allt hefur verið í lagi (mynd 8). Mynd 8. Hér kemur fram að allt er til reiðu fyrir sýningu. Hér er hægt að prenta rangt kortanúmer eða ekki er heimild á kortinu og þá verður viðkomandi að hafa samband við sinn viðskiptabanka. hrossa niður á daga mun svo verða birt á heimasíður RML is nokkrum dögum fyrir sýningu. Sjáumst á kynbótasýningum vorsins. Halla Eygló Sveinsdóttir, hrossaræktarráðunautur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf.

45 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Kynbótasýningar árið Skagafjörður Selfoss Víðidalur Akureyri Hvammstangi Hafnarfjörður Selfoss Skagafjörður Hornafjörður Fljótsdalshérað Melgerðismelar Hross sem koma til kynbótadóms skulu vera vel undirbúin, hraust og ósár, vel fóðruð og hirt. Hross sem koma til kynbótadóms skulu vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt með örmerki. Úr öllum stóðhestum fimm vetra eða eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni við komu til dóms. Allir stóðhestar sem koma til kynbótadóms skulu vera DNAgreindir svo og foreldrar þeirra. Mælingar, þéttleikamat og skráning galla séu þeir til staðar skal fara fram á eistum stóðhesta sem til dóms koma. Röntgenmynda skal hækilliði allra stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri og koma til dóms á kynbótasýningum. Röntgenmyndirnar er heimilt að taka af hestunum hvenær sem er á því ári sem fimm vetra aldri verður náð. Eftir reiðdóm skal kanna heilbrigði hrossanna og skrá athugasemdir í WorldFeng. Hafi hross áverka af stigi B hlýtur það hvorki dómsniðurstöður fyrir hæfileika né verðlaunun. Verði áverki af stigi B í yfirlitssýningu hlýtur hrossið ekki mögulega hækkun einkunna né verðlaunun. Hestar með eistnagalla sem jafngilda rauðu T eða eru með rautt S (spatt) eru ekki verðlaunaðir á kynbótasýningum né heldur hljóta þeir þátttökurétt í einstaklingssýningum kynbótahrossa á fjórðungs- og landsmótum. Járningar: Hross sem sýnd eru í reið skulu vera járnuð. Járningin skal vera vönduð sem kostur er, eðlilegt samræmi sé milli tálgunar framog afturhófa og hófhalli samsvari halla kjúkunnar. Hófar mega ekki vera lengri en 9,0 cm mælist hrossið lægra en 137 cm á stöng á hæstar herðar, sé hrossið 137 cm en þó lægra en 145 cm á hæstar herðar má hóflengdin vera allt að 9,5 cm og ef hæðin er 145 cm eða meiri má hóflengdin vera allt að 10,0 cm. Ekki má muna meiru en 2 cm á lengd fram- og afturhófa. Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm og skal sama breidd vera á framog afturfóta skeifum. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni. Efni skeifnanna hafi ekki meiri eðlisþyngd en hefðbundið skeifnajárn. Skeifurnar séu af hæfilegri stærð miðað við hófa og ekki má muna meiru í þykkt en 2 mm á framog afturfótaskeifum. Leyfilegt er að nota skafla, þeir skulu þá vera tveir í hverri skeifu og þeir séu að hámarki (lengd*breidd*hæð) 15mm*15mm*12mm. Afbrigðileg járning, s.s. uppsteyptir hófar, er óheimil. Pottun skeifna er óheimil Hella Miðfossar FM Hornafirði FM Kaldármelum Selfoss Miðfossar Hvammstangi Hella Skagafjörður Dalvík Útdráttur úr reglum um sýningarhross Reiðtygi og annar búnaður: Hnakkar: Heimilt er að nota alla hnakka og hnakkígildi sem ekki valda hrossinu óþægindum eða særindum og hæfa íslenskum hrossum. Beislabúnaður: Hann skal fara vel, vera rétt stilltur og ekki valda hestinum eymslum eða særindum. Dómnefnd getur veitt undanþágu á reglum þessum til notkunar á mélalausum beislabúnaði ef ástæða þykir til. Reiðmúlar: Með hringamélum er heimilt að nota enskan múl (með eða án skáreimar), þýskan múl, mexíkóskan múl og spangamúl. Með íslenskum stöngum, hálfstöngum og tvítaumsstöngum er heimilt að nota enskan múl (með eða án skáreimar) eða mexíkóskan múl. Keyri: Leyfilegt er að nota písk, hámarkslengd 120 cm. Fótahlífar: Þær séu að hámarki 120 g (samanlagður þungi á hvern fót þ.e. legghlífar og hófhlífar) og í dökkum lit, svartar eða dökkbrúnar. Nokkrar vinnureglur við kynbótadóma Járningareglur. Færri en átta ferðir riðnar þegar skeifa fer af > má koma aftur og klára sýningu. Átta ferðir eða fleiri riðnar þegar skeifa fer af > kemur aðeins á yfirlitssýningu. Skeifa af á yfirlitssýningu > getur komið aftur og klárað sýninguna. Reglur um reiðdóm. Færri en sex ferðir riðnar þegar ákveðið er að hætta af ófyrirséðum ástæðum > dómur ógildur. Sex ferðir eða fleiri riðnar > dómur gildur. Meira en hálf langhlið riðin > langhliðin talin með sem ein ferð. Hægt og greitt, tölt og stökk á yfirlitssýningum. Ef ná á einkunn hærra en 8,0 fyrir tölt eða hærri einkunn en 8,5 fyrir stökk, verður að sýna bæði hæga og greiða ferð á gangtegundunum á yfirlitssýningum. Ef hrossi er riðið hvað eftir annað lengra en afmörkun brautar segir til um, getur það haft áhrif á vilja/geðslags einkunn. Réttleika dómar. Við dóma á réttleika skal sú regla viðhöfð að gefa ekki hærri einkunn en 7,5 ef svo illa er staðið að teymingu að erfitt sé að sjá réttleikann fullkomlega. Komi knapi ekki með hest til áverkaskoðunar eftir sýningu skal dómur falla niður og knapa veitt áminning. Við sköpulagsdóma skal ætíð hafa eldri dóma við hendina ef um þá er að ræða. Nánari upplýsingar um framansagt og ýmislegt fleira má allajafna finna á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins Lágur fosfór og kalí í heyjum frá sumrinu 2012 Steinefnainnihald heyja frá sumrinu 2012 var víða lægra en verið hefur undanfarin ár. Þetta sýna niðurstöður heyefnagreininga. Á þeim svæðum landsins sem þurrkar voru hvað mestir síðastliðið vor og fram eftir sumri er þessi breyting greinilegust og má ætla að þar hafi upptaka næringarefna engan vegin verið nægjanleg. Vitanlega spratt gras illa í þurrkinum en einnig var magn einstakra steinefna, s.s. fosfórs og kalí, lágt í uppskerunni, sums staðar mjög lágt. Æskilegt er að gildi fyrir fosfór (P) í heyi sé nálægt 3 g í kg þurrefnis og kalí (K) nálægt 18 g/kg þe. Séu þessi gildi komin niður í 2 fyrir fosfór og 12 fyrir kalí má ætla skortur sé á þessum efnum og hann farinn að koma niður á sprettu. Tilbúinn áburður hefur á síðustu tíu árum nærri fjórfaldast í verði. Af þessum sökum hafa sumir bændur að einhverju leyti dregið úr notkun hans. Hefur þá stundum áburðargjöf í heild minnkað eða að valdar hafa verið áburðartegundir sem innihalda einkum köfnunarefni, en minna af fosfór og kalí. Þannig hefur köfnunarefnisgjöf haldist svipuð en áborið magn af fosfór og kalí minnkað. Búfjáráburður er steinefnaríkur og getur með skynsamlegri nýtingu gefið stóran hluta af þeim fosfór og þó einkum því kalíi sem bera þarf á túnin. Nýlegar athuganir hafa þó sýnt að innihald kúamykju á áburðarefnum er mjög breytilegt og því ekki tryggt að hún sé alls staðar að skila þeim áburðarefnum sem sumir bændur gera ráð fyrir. Kalí er aðeins í mjög litlu Gjaldskrá fyrir árið 2013 Sú regla er í gildi að eigandi getur valið að láta sköpulagsdóm standa innan almanaksársins og mæta aðeins með hross í reiðdóm. Aðeins er val um sköpulagsdóm úr síðasta fullnaðardóm ársins. Gjald fyrir þessa sýningu er það sama og fyrir sköpulagsdóm ,- kr. Ítrekað skal að lægra gjaldið er aðeins tekið hafi hrossið verið skráð til byggingardóms eða reiðdóms við skráningu á sýninguna. Hlutur RML Launahlutur Rekstur tækja WorldFengur LM sjóður Vsk Vallaraðstaða (án vsk.) Samtals: Inntökuskilyrði fyrir Fjórðungsmót 2013 Stóðhestar 4 vetra 7,90 Stóðhestar 5 vetra 8,05 Stóðhestar 6 vetra 8,20 Stóðhestar 7 v. og eldri 8,25 Hryssur 4 vetra 7,80 Hryssur 5 vetra 7,95 Hryssur 6 vetra 8,10 Hryssur 7 v. og eldri 8,15 Eignarhald við sýningu ræður um þátttökurétt. Sýningargjald vegna FM verður það sama og fyrir hefðbundin reiðdóm kr ,- Eiríkur Loftsson magni í kjarnfóðri og steinefnum sem búfé er gefið og má því gera ráð fyrir því að lítið kalí sé í mykju þar sem innihald heyja af kalíi er lágt. Þessu kann að vera öðruvísi farið með fosfór sem og önnur efni sem bætt er inn í þessa hringrás næringarefna t.d. með steinefnagjöf. Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er hægt að fá greiningu á innihaldi búfjáráburðar. Eins og við aðra sýnatöku er mikilvægt að vandað sé til hennar og farið eftir leiðbeiningum. En hvað er þá til ráða þar sem innihald heyja af fosfór var lágt? Sé ástæða til að ætla að of lítið hafi verið borið á af fosfór er ástæða til að bæta úr því og auka skammtinn. Hæfilegur skammtur á hektara er sá sami og eðlilegt er að tekinn sé upp með uppskeru, um 15 kg/ha miðað við 5 þurrefnis tonna uppskeru. Upptaka plantna á næringarefnum á sér stað með rótum, úr vatni í jarðveginum. Því er upptaka minni í þurrkatíð, og því minni sem minna vatn er í jarðveginum. Sé þurrkatíð ástæða þess að plöntur innihalda lítið af fosfór dugar lítið að auka fosfórskammtinn í áburði. Það er hinsvegar mikilvægt að bera tímanlega á og nýta þá rakann í jarðveginum. Leysanleiki áburðarefna er minni á þeim tíma vegna þess að hiti er jafnan lágur, en hafi plönturnar góðan aðgang að fosfór í byrjun vaxtartímans eflir það rótarmassa plantnanna og síðan upptöku næringarefna. Ungir plöntuhlutar innihalda hlutfallslega meiri fosfór en eldri, ung blöð eru því fosfórríkari en þau eldri. Geta plöntur nýtt sér fosfór úr eldri blöðum til að mynda ný. Því er mikilvægt að þær nái góðri sprettu í byrjun vaxtartímans, það getur komið þeim til góða í framhaldinu. Hjá þeim sem kalíinnihald heyja var lágt er rétt að auka kalískammtinn sé ekki hægt að skella skuldinni á þurrka. Rétt er að stefna að því að kalí-tala í heyi sé nálægt 18 g/kg þe. Til að geta skipulagt fóðrun búfjár og gert nákvæmar fóðuráætlanir þarf að efnagreina fóðrið. Gróffóður er undirstaðan í fóðrinu á hverju búi og því mikilvægt að vita efnainnihald þess. Fjöldi bænda fær hey sín efnagreind á hverju hausti en mörgum fleirum gæti sá háttur orðið að gagni. Auk þess að nýtast við skipulag fóðrunar gefa heyefnagreiningar gagnlegar upplýsingar við val tilbúins áburðar og gerð áburðaráætlana. Eiríkur Loftsson, ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf.

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Ræktun á repju hefur gengið vel hér á landi eins og sjá má á þessum fallega akri á bænum Stöðulfelli. Repja þykir henta sérlega vel í svínaeldi og erlendar rannsóknir sýna að fóðrun svína með Mynd / HKr. Ný norsk rannsókn um áhrif að notkun repju í svínafóður: Repja í fóðri talin gefa hollara kjöt Í fyrsta tölublaði norska tímaritsins Svin árið 2013 fjallar Eli Gjerlaug Enger, sérfræðingur í erfðarannsóknum hjá Norsvin, um nýja rannsókn sem gerð var á repju í svínafóðri. Rannsóknin gekk út á að finna ákjósanlega samsetningu fitusýra í svínakjötsafurðum. Þar kemur meðal annars fram að grísir hafi ákjósanlega hæfileika til að framleiða hollt kjöt og fitu en prófanir á nýju repjuríku svínafóðri, sem gerðar voru í Øyer í Noregi, benda til að framleiða megi svínakjöt sem sé ríkara af æskilegum fjölómettuðum fitusýrum. Hlutfall Omega-6 og Omega-3 Löngum hefur verið talið æskilegt að auka magn fjölómettaðra fitusýra í svínakjötsafurðum. Niðurstöður áðurnefndrar rannsóknar benda þó til að það sé ekki einungis magn fjölómettaðra fitusýra sem beri að leggja áherslu heldur þurfi að taka tillit til þess hverskonar fjölómettaðar fitusýrur eru í kjötafurðunum. Almennt er viðurkennt að fólk neyti of lítils af omega-3 fitusýrum og of mikils af omega-6 fitusýrum en mikilvægt er að hlutfall þessara fitusýra sé innan æskilegra marka. Í mataræði velmegunarsamfélags líkt og í Noregi er hlutfallið á milli omega-6 og omega-3 um það bil tíu á móti einum en ráðlagt er með að hlutfallið sé fjórir á móti einum eða lægra. Gæði kjötsins og næringarinnihald ræðst af því fóðri sem dýrin éta Samkvæmt Eli gefa þau dýr sem fóðruð eru með hefðbundnum fóðurblöndum kjötafurðir með hærra hlutfalli milli omega-6 og omega-3 en ráðlagt er en hlutfallið er oft á milli 7:1 og 12:1. Jórturdýr og önnur dýr sem alin eru á grænu grasi gefa almennt af sér kjötafurðir er innihalda hollari fjölómettaða fitu en þau sem hafa verið alin á fóðurblöndum sem innihalda korn og soja. Í greininni segir að fóður allra húsdýra megi gera töluvert hollara með því að skipta soja út fyrir nepju, lín eða repju. Því er gjarnan haldið fram að omega-3 fitusýrur sé aðallega að finna í fiski, en samkvæmt Eli geta húsdýr gefið af sér kjötafurðir sem innihalda nægilegt magn omega-3 fitusýra, bara ef þau eru alin á réttum fóðurefnum. Olíufræ ræktað á heimaslóðum og er ríkt af Omega-3 Í kjölfarið á umræddi rannsókn á ákjósanlegri samsetningu fitusýra í svínakjötsafurðum var sett saman ný fóðurblanda sem síðan var borin saman við hefðbundið svínafóður. Nýja fóðurblandan var sett saman með það fyrir sjónum að nota meira af innlendu hráefni, sem meðal annars er ríkt af omega-3 fitusýrum, en draga úr notkun á innfluttu soja. Sojamjöl inniheldur afganga af sojaolíu sem eykur magn omega-6 fitusýra í hefðbundnu svínafóðri. Eli segir að soja sé oft framleitt við ófullkomin framleiðsluskilyrði og flutningsvegalengdirnar séu langar. Norskframleitt hráefni Það er pólitísk stefna að svínarækt verði áfram stærsti notandi viðtakandi á norskum hráefnum. Repja í svínafóður er stöðugt meira í umræðunni. Ekki bara að repja gefi hollari fitu, heldur er repjuprótein hliðarvara í vaxandi repjuolíuframleiðslu í mörgum löndum, og það gerir þetta hráefni stöðugt hagstæðara. Hér í Noregi má sjá fyrir sér að olíufræ geti orðið algengara í skiptiræktun þar sem oft hefur verið notað mathveiti. Svínakjöt með Omega-3 og Selen Fóðrið í tilrauninni var sett saman þannig að fitan sem var í svínaskrokkunum hefði hlutfallið omega- 6/omega-3 4:1. Fóðrið skyldi auk þess vera hagkvæmt í framleiðslu og hráefni vera aðgengilegt fyrir norskar fóðurstöðvar. Notað var sambland af ólíkum repjuhráefnum til að auka umfang omega-3 fitusýra. Lífrænt selen var sett í báðar blöndurnar til að auka selen í svínakjötinu. Svínakjöt með meira omega-3 og aukið magn selen gefur líkur á jákvæðum heilsufarsáhrifum, sem ella þyrfti að ná með aukinni fiskneyslu. Fóðurtilraun í Øyer Mynd / smh Framkvæmd var fóðurtilraun með ca. 600 grísum árið Um helmingur af grísunum fékk tilraunarfóður og hinn helmingurinn hefðbundið kjarnfóður. Ekki kom fram neinn munur á hópunum þegar skoðaður er framleiðsluárangur og hagkvæmni í framleiðslu. Grísirnir döfnuðu vel og litu út fyrir að líka fóðrið vel. Hátt hlutfall repjuafurða er því mögulegt að nota í fóðri fyrir svín. Hollari fita Við finnum það ekki á bragðinu en þegar samsetning er á fitusýrum getur þar verið töluverður munur. Grísir sem hafa fengið repju blandað kjarnfóður höfðu hagstæðari fitusýrusamsetningu en grísir sem fengu staðlaða kjarnfóðurblöndu. Hlutfall alfa-línolíusýru (C18:3 omega-3) var um það bil þrefalt hærra í spiki (1,0 m.v. 3,1 g/100g fita) og 2,5-falt það magn í kjöti (0,5 m.v. 1,2 g/100g fita) hjá repju grísunum. Einnig var skráð langvirkandi aukning omega-3 fitu sýra (fljótandi fitusýrur) bæði í spiki og kjöti. Þessar fitusýrur framleiða grísirnir sjálfir með alfa-línolíusýru í fóðrinu. Mikilvægt er að framleiða omega- 6/omega-3 hlutfall á 4:1. Við sem unnum að rannsókninni erum ánægð með að árangurinn gaf hlutfallið 4,8:1 í kjötinu og 3,8:1 í spikinu. Betri vinnslueiginleikar Fitan af repjugrísunum var mýkri og léttara að skera í. Einnig var merkjanlegur munur á vinnslueiginleikum fyrir medisterpylsur á kjöti af hefðbundnum grís og repjugrís. Þessi árangur var eins og vonast hafði verið eftir og fyrir okkur liggja fleiri áhugaverð verkefni með ýmsar tegundir afurða, segir Eli Gjerlaug Enger. Þýtt og staðfært: Hörður Harðarson

47 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Gluggar Hurðir Opnaleg fög Uppsetning Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. Matur fyrir kr. samlokur-pizzur-salöt 10,000 nyir boltar komnir i boltalandid okkar Abbey haugsugur og taðdreifarar Hugið snemma að vorverkunum Nýbýlavegi 32 S: Est d Dalvegur Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Bændablaðið Smáauglýsingar Dreift í 28 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði og býli á Íslandi

48 48 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Stefán Thors skipaður ráðuneytisstjóri Umhverfis- og auðlinda ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði á dögunum Stefán Thors í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 12. janúar sl. og þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð í samræmi við 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, sbr. reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. 20 sóttu um embættið og hæfnis nefnd mat tvo umsækjendur hæfasta, þau Sigríði Auði Arnardóttur og Stefán Thors. Ráðherra tók að loknum viðtölum ákvörðun um að skipa Stefán í embætti ráðuneytis stjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stefán Thors útskrifaðist með meistaragráðu frá skipulags deild Arkitektaskólans í Kaupmannahöfn árið 1976 að loknu sex ára háskólanámi, lagði stund á viðbótarnám í skipulagsfræðum í Stokkhólmi árið 1978 og hefur sem skipulagsstjóri sótt fjölmörg námskeið, m.a. á sviði stjórnunar og verkefnastjórnunar. Hann hefur starfað hjá opinberum skipulagsyfirvöldum frá árinu 1976, að frátöldum fjórum árum sem hann vann sjálf stætt við ráðgjafarþjónustu í skipulagsmálum. Hann var skipaður skipulagsstjóri ríkisins árið 1985 og forstjóri Skipulagsstofnunar 1. janúar Alls hefur hann því rúmlega 27 ára reynslu af stjórnun. Meðal mikilvægra þátta í reynslu hans má nefna náið samstarf við ráðuneyti, ríkisstofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila um land allt. Þá hefur hann í störfum sínum stöðugt fjallað um viðfangsefni þar sem meta þarf vægi milli verndunar- og nýtingarsjónarmiða, sem segja má að sé kjarninn í starfi umhverfisog auðlindaráðuneytisins. Sem skipulagsstjóri og forstjóri hefur Stefán frá upphafi tekið þátt í samráði forstöðumanna stofnana sem heyra undir ráðuneytið og þekkir því vel til flestra verkefna ráðuneytisins. Þá hefur hann fyrir hönd þeirrar stofnunar sem hann hefur stýrt tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Stefán er kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur myndlistarmanni og eiga þau tvo uppkomna syni. Í umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar um Stefán Thors segir m.a.: Stefán hefur langa og farsæla stjórnunarreynslu í undirstofnun ráðuneytisins, þar sem tekist er á við flókin stjórnsýsluverkefni og hann hefur því yfirgripsmikla þekkingu á verkefnasviði ráðuneytisins. Framtíðarsýn Stefáns varðandi uppbyggingu og verkefni nýs ráðuneytis er mjög skýr og hann er sterkur greinandi sem á auðvelt með að ná yfirsýn. Stefán er skipaður í embætti ráðuneytisstjóra til fimm ára frá deginum í dag að telja og mun þegar hefja störf í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar: Allt of litlu fé er varið til uppbyggingar og viðhalds tengi- og héraðsvega Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur áhyggjur af því hve litlu fé er varið til viðhalds vega og brúa í sveitarfélaginu. Sérstaklega hefur sveitarstjórn áhyggjur af slæmu ástandi héraðsvega vegna skorts á viðhaldi. Við fórum á fund vegagerðarmanna til að fá upplýsingar um hvað standi til að gera í vegum hér í sveitarfélaginu á næstunni. Á fundi þeirra koma fram það sem við höfum lengi vitað að allt of litlu fé er varið til uppbyggingar og viðhalds tengi- og héraðsvega. Þess vegna er viðhald mjög lítið og uppbygging nær engin, segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Jónas segir að samt sem áður hefur verið tekin upp sú nýbreytni að klæða gamla malarvegi með lágmarkskostnaði án þess að endurbyggja þá og stendur til að klæða tæplega 5 kílómetra kafla af Hólavegi á þann hátt á næsta ári. Við fögnum við þessari nýbreytni og að loksins fari eitthvað af stað. Mikið vegakerfi Eyjafjarðarsveit er víðáttumikið sveitarfélag með langt vegakerfi. Vegakerfið í umsjón Vega gerðar er um 220 kílómetrar í sveitarfélaginu og skiptist í stofnvegi um 23 kílómetra, tengivegi um 71 kílómetra, héraðsvegi um 49 kílómetra og landsvegi um 77 kílómetra. Einbreiðar brýr eru 11 í sveitarfélaginu, en tvíbreiðar brýr eða ræsi 5. Lágmarksviðhald í stað nýrrar brúar Sveitarstjórn hefur að sögn Jónasar kallað eftir umbótum á hverju ári en hægt hefur miðað. Hann segir að menn hafi haldið að til stæði að byggja nýja brú yfir Eyjafjarðará, svokallaða Stíflubrú sunnan við Melgerði, en á fundinum kom fram að það verði ekki á næstunni heldur standi til lágmarksviðhald á henni til að forðast að hún skemmist meir en orðið er. Ég sé því ekki annað en að í stað þess að fagna nýrri brú á næstunni þá verðum við að halda upp á 80 ára afmæli Stíflubrúar og Sandhólabrúar á þessu ári og jafnframt 100 ára afmæli brúar yfir Munkaþverá. /MÞÞ Beit á Almenningum Nýverið birti ítölunefnd niðurstöður sínar um beit í Almenninga, afrétt Vestur-Eyfellinga. Vildi meirihlutinn heimila beit sauðfjár, en minnihluti nefndarinnar taldi afréttinn ekki beitarhæfan. Deilurnar um beit á Almenninga eru margslungnar og vekja upp ýmsar spurningar. Friðun Þórsmerkursvæðisins Þegar fjallað er um Almenninga, lítinn afrétt norðan við Þórsmörk, þarf í raun að skoða allt Þórsmerkursvæðið í heild, því náttúrulegar hindranir eru litlar fyrir fé að komast á milli svæða. Deilur um beit á þessum slóðum eiga sér áratuga langa sögu, en þeim lauk tímabundið með merkum samningi Landgræðslunnar og Vestur- Eyfellinga um friðun Almenninga sem gerður var Árið 1920 afhentu bændur í Fljótshlíð Skógrækt ríkisins beitarrétt í Þórsmörk gegn því skilyrði að landið yrði friðað fyrir beit. Þótt miklu væri til kostað varð raunin hins vegar sú að ógerlegt reyndist að girða milli Almenninga og Þórsmerkur þannig að fjárhelt væri. Þegar fé var sem flest voru landþrengsli mikil í Vestur- Eyjafjallahreppi. Margt fé var því flutt á Almenninga, langt umfram það sem landið bar. Árið 1973 var t.d fullorðins fjár sett í afréttinn. Rannsóknir það sama ár leiddu hins vegar í ljós að bithagar voru þar naumir, gróður rýr og beitarþol lítið. Í raun grundvallaðist upprekstur fjárins fyrst og fremst á ágangi, þ.e. beit á Þórsmörk, Goðalandi og aðliggjandi smáafréttum í fullkominni óþökk umráðahafa lands þar. Árið 1985 hófust samningaviðræður um beitarfriðun enn á ný. Það ár voru 900 fullorðins fjár flutt á afrétt og land í slæmu ástandi. Beitardögum var síðan fækkað, en aðlögunartími veittur með því að fresta áformum um endurnýjun girðingar milli Almenninga og Þórsmerkur, þótt það kostaði í raun áframhaldandi ágangsvandamál í Þórsmörk, Goðalandi og víðar. Ástæða að baki þessari ákvörðun var í reynd sú að ekki var talið verjandi að veita almannafé í svo hæpna framkvæmd. Meðan á samningaferlinu stóð var bændum í Vestur-Eyjafjallahreppi veitt margháttuð aðstoð við að laga sig að því að hætta beit í Almenninga. Árið 1990 tók svo gildi samningur um beitarfriðun, sem vara skyldi í a.m.k. 10 ár. Ástand lands í Almenningum Friðun og landbætur sem upp rekstrar - bændur hafa unnið með tilstyrk Landgræðslunnar hafa bætt ástand Almenninga mikið á þeim rúmlega 20 árum sem liðin eru. Á það ber hins vegar að líta að land í Almenningum var mjög illa farið vegna samspils langvarandi ofbeitar og óblíðra náttúruafla og enn vantar mikið á að gróður sé þar í viðunandi ástandi. Landbúnaðarháskóli Íslands mat beitarþol afréttarins á árinu Í skýrslunni kemur m.a. fram að 91% afréttarins væri ógróinn, og ennfremur að meginhluti gróna landsins væru mosaþembur. Jarðvegsrof er þar mikið og töluverð aska frá eldgosunum 2010 og Á slíku landi getur beit hægt mjög á náttúrulegri gróðurframvindu. Viðmiðanir um ástand lands hafa breyst mikið á undanförnum árum. Í nágrenni eldfjallanna er einkum mikilvægt að byggja upp gróður sem fær er um að binda gjósku og breyta henni í jarðveg með gróðurmætti sínum. Meðal slíkra tegunda eru birki og víðir, sem hafa breiðst ört út bæði í Almenningum og Þórsmörk í kjölfar friðunarinnar. Um ítölu og beit í Almenninga Ítölunefndin sem skipuð var fyrir Almenninga klofnaði í úrskurði sínum. Að áliti meirihluti nefndarinnar er beit heimil fyrir 50 tvílembur fyrstu fjögur árin, síðan má fjölga þeim í 130 á átta árum. Minnihluti nefndarinnar byggði hins vegar á ofangreindri skýrslu Landbúnaðarháskólans um beitarþol og taldi afréttinn þurfa lengri frið fyrir beit til að jafna sig eftir áföll af völdum eldgosa og rányrkju fyrri ára. Þar væri mikið í húfi, ekki síst í ljósi tíðra eldgosa. Ein meginástæða þess að fjáreigendur í Vestur-Eyjafjallahreppi fluttu fé í Almenninga sumarið 2012, eftir friðun frá 1990, er líklega úrskurður Óbyggðanefndar um að ríkið ætti landið, en bændur beitarréttinn. Töldu þeir nytjar tryggja betur áframhaldandi beitarrétt. Á móti koma hins vegar þau sjónarmið að eignarrétti fylgi ríkar skyldur, og að þinglýstur samningur um áframhaldandi friðun væri í raun sterkari til viðhalds beitarréttindum en að nýta svo illa farið land til beitar. Úrskurður ítölunefndar fyrir Almenninga gerir ráð fyrir fáu fé, 50 tvílembum til að byrja með, en eigendur beitarréttar eru margir. Slík beit skiptir vart miklu máli fyrir möguleika þeirra til sauðfjárbúskapar. Félagslegar ástæður virðast því ríkari hér en efnahagslegur ávinningur og umhverfissjónarmið. Í samfélagi nútímans er eðlilegt að saman fari réttindi og skyldur. Ef fé er flutt í Almenninga þarf að varna því að leita í Þórsmörk, Goðaland og önnur aðliggjandi svæði. Eru eigendur beitarréttarins reiðubúnir til að taka á sig slíkar skyldur? Vænta má að margir yrðu til mótmæla ef verja ætti fjármunum skattgreiðenda til að verja þessar viðkvæmu náttúruperlur fyrir ágangi sauðfjár sem nóg rými er fyrir í heimahögum. Andrés Arnalds Fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins

49 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl OLÍUR OG GLUSSI FYRIR BÆNDUR OG BÝLIÐ FULL BÚÐ AF OLÍU, GLUSSA OG REKSTRARVÖRUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Aðalfundur Kornræktafélags Þingeyinga verður haldinn miðvikudaginn 17. april, í Ljósvetningabúð kl Venjuleg aðafundarstörf. Erindi: Ingvar Björnsson. Stjórnin. Evrópsk gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað. Cultor dekkin eru framleidd af einum stærsta framleiðanda vinnuvéladekkja í Evrópu og þekkt fyrir styrkleika og endingu. Í boði er mikil stærðarflóra fyrir hvers kyns landbúnaðarvélar, bæði radial og nylon. Kemi Tunguhálsi 10, 110Reykjavík Sími: Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl Föstudaga: Frá kl BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR Fást hjá umboðsmönnum okkar um land allt Þekkt fyrir styrkleika og endingu Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Nánari upplýsingar á benni.is - Kúlulegur - Rúllulegur - Nálalegur - Línulegur I na arhjól Brunndælur Mi flóttaaflsdælur Skömmtunardælur I na ardælur Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax: I ntölvur - Skynjarar Hnappaefni - Spólurofar Aflrofar - Hra ast ringar Töfluskápar - Drifke jur - Tannhjól - Flutningske jur - Ástengi Keilulegur Leguhús Ásflétti Rafmótorar Kílreimar - Tímareimar Viftureimar

50 50 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Skiptir sáðmagn máli? Nú líður að því að bændur fara huga að sáningu byggs. Þeir vita að sáðkorn og áburður eru með stærstu kostnaðarliðum í kornræktinni en eru jafnframt miklir áhrifavaldar á uppskeru, kornþroska og veðurþol. Almennt um áhrif köfnunarefnis Áhrif af stærð og samsetningu áburðarskammta hafa nokkuð verið rannsökuð hér á landi. Bændur verða að hafa í huga náttúrulega frjósemi landsins þegar ákveða skal áburðarmagn, sér í lagi magn köfnunarefnis. Of mikið köfnunarefni ýtir undir grænvöxt sem eykur hættu á legu með tilheyrandi uppskerutapi enda dregur úr strástyrk þegar stráin verða hærri og bera þung öx. Einnig dregur það úr kornfyllingu en þegar stráin leggjast tefst flutningur efna upp í ax, liggjandi korn þornar seint og verður óhjákvæmilega blautara en það sem stendur og meira tapast ofan í svörð. Hér á landi hefur verið mælt með að köfnunarefnisskammtar séu á bilinu kg N/ha. Stærstu skammtarnir eiga vel við þar sem frjósemi er mjög lítil t.d. í sandi en þeir minnstu á mjög frjósamri framræstri mýri. Mælt hefur verið með að bera um kg P/ha og kg K/ha. Bændur geta leitað sér leiðbeininga um heppilega áburðaskammta á korn í handbók bænda, á bóndi.is eða hjá ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Áhrif ólíkra sáðmagnsskammta Minni og færri athuganir hafa verið gerðar á kjörsáðmagni. Ráðlegt sáðmagn er yfirleitt álitið vera um kg/ha. Réttast væri að gefa upp sáðmagn sem fjölda plantna á flatarmálseiningu en vegna hentugleika í framkvæmd er það alltaf gefið upp í kílógrömm á hektara (kg/ ha). Sáðmagn í kg/ha er háð þeim fjölda plantna á fermetra sem óskað er eftir, þúsundkornaþyngd sáðkornsins og spírunarhæfni þess. Lítið mál er að reikna þetta með jöfnu. kg/ha = (plöntur á m2 þúsundkornaþungi í g) spírun í % Sáðmagn er að sjálfsögðu háð yrkjum, þannig verða bændur að taka tillit til þess að tvíraða yrki geta af sér fleiri stöngla en sexraða yrki. Kornþyngd í sexraða yrkjum er einnig oftast minni. Því þurfa sexraða yrkin heldur stærri sáðmagnsskammta. Keypt sáðkorn á að standast staðla um lágmarks þúsundkornaþyngd og spírunarhlutfall en þeir þættir geta líka verið breytilegir milli yrkja. Keypt sáðkorn á að standast 90% spírun í prófi en búast má við að 80% af spírunarhæfu Egill Gunnarsson korni komist upp á akri við þokkalegar aðstæður. Einnig verður að taka tillit til umhverfisaðstæðna eins og frjósemi, veðurfars og raka, þannig er ekki ráðlegt að sá stórum skömmtum í þurrum jarðvegi. Fleiri plöntur þurfa meiri raka og auka þar enn á þurrkstress. Þekkt er bæði erlendis og hérlendis að aukið sáðmagn í a.m.k. 300 kg/ ha getur aukið uppskeru en slíkir skammtar eru sjaldan hagkvæmir. Uppskeruaukning skýrist af fleiri stönglum á flatarmálseiningu vegna fleiri plantna. Samt getur verið að fjöldi sprota sem vex af hverri plöntu fækki en samt sem áður fjölgar þeim kornum sem vaxa á flatarmálseiningu. Það er þó ekki allt unnið því stærri skammtar leiða iðulega til minni kornfyllingar, verri strástyrks og þar af leiðandi meiri legu. Meira sáðmagn má samt nýta sér í frjósömum jarðvegi því það gæti aukið líkur á að ná þroska innan tímamarka og minnka leguhættu þar sem næringarefnin dreifast á fleiri plöntur. Jafnframt hefur veirð álitið að með stærri sáðskömmtum miðað við frjósemi megi koma í veg fyrir að seinþroska sprotar nái að mynda blöð og öx þar sem meiri samkeppni milli plantna valdi því að blöð verði stærri og ná sneggri vexti snemma á vaxtarskeiðinu. Tilraun á Möðruvöllum 2011 Tilraun var gerð á Möðruvöllum sumarið Þar voru borin saman tvö yrki sem algeng eru í ræktun hér á landi. Annars vegar Judit, sem er sexraða og hinsvegar Kría, sem er tvíraða. Könnuð voru áhrif þriggja misstórra köfnunarefnisskammta ( kg N/ha) og þriggja misstórra sáðmagnsskammta ( kg/ha sem samsvarar sáðkorn/m 2 ) á uppskeruþætti, strástyrk og legu. Verkefnið var hluti af lokaverkefni til BS prófs við Landbúnaðarháskóla Íslands og var styrkt af verkefna- og rannsóknarsjóði Fljótsdalshrepps og Landsbanka Íslands. Þroski Eins og búist hafði við var Krían þroskameira yrki en Judit. Áhrif af vaxandi sáðmagni lágu þó ekki ljós fyrir. Þannig breyttist gildi rúmþyngdar og þurrefnishlutfalls lítið. Aukið sáðmagn hafði þó greinileg áhrif á þúsundkornaþunga í sexraða yrkinu Judit þannig að það dró úr honum. Þannig reyndist þúsundkornaþyngd að meðaltali vera 35 grömm þegar sáðmagn var 105 kg/ ha en 31 grömm þegar sáðmagn var 315 kg/ha. Mælingar á þroska eru eflaust vanmetnar, en meiri þroski og kornfylling gefa betri afurð til fóðurs, sáðkornframleiðslu og maltgerðar. Uppskera Í tilrauninni á Möðruvöllum gaf Judit mun meiri uppskeru í tonnum þurrefnis á hektara en Kría. Aukið sáðmagn er líklegt að bæta við kornuppskeru í Judit (mynd 1) en ekki fannst marktæk aukning í uppskeru Kríu. Þannig varð uppskeruaukning hjá Judit að meðaltali um 1 tonn þe./ ha við að auka sáðmagn úr 105 kg/ ha í 210 kg/ha. Frekari aukning jók heldur við uppskeru en aldrei svo að það réttlætti sáningu 315 kg/ha. Þéttleiki og kornfjöldi Eins og önnur tvíraða yrki reynist Krían gefa af sér mun fleiri sprota á hverja plöntu og flatarmálseiningu en sexraða yrkið Judit, en þó sérstaklega við lægsta sáðskammtinn (mynd 2). Aftur á móti ætti það að koma kornræktarmönnum lítið á óvart að Judit gefi af sér fleiri korn á flatarmálseiningu (mynd 3) og á hvert ax. Það er ágætt að hafa þennan mun á tvíraða og sexraða yrkjum í huga því uppskera er samsett af margfeldi fjölda axa á flatarmálseiningu, fjölda korna í axi og þyngd einstakra korna. Í eldri rannsóknum hefur það komið fram að aukið sáðmagn auki heildarfjölda stöngla auk þess að hafa neikvæð áhrif á fjölda korna í hverju axi. Einnig var áhugavert að sjá að þar sem stönglarnir voru flestir á fermetra voru fæst korn á fermetra. Þetta var mjög skýrt hjá Kríu. Fylgnigreining sýndi að aukin sprotamyndun af hverju sáðkorni dró úr myndun korna á axi og fermetra. Þó er fjölgun sáðkorna sem dregur úr fjölda stönglamyndunar af hverju sáðkorni samt líkleg til að auka uppskeru. Þetta bendir til þess að talsvert hafi verið af seinsprottnum hliðarsprotum í tilraunareitunum sem ekki hafi náð að mynda ax og þroska fræ. Hætt er við að slíkir geldstönglar keppi við þá stöngla sem bera ax og hafi af þeim næringarefni. Það að fjöldi korna í hverju axi breytist lítið við aukið sáðmagn gæti bent til þess einmitt að aukið sáðmagn dragi úr myndun seinsprottinna stöngla og kornuppskera deilist á færri stöngla. Stórir sáðmagnsskammtar hljóta að njóta sín betur þar sem frjósemi og aðgengi er nægjanlegt að köfnunar efni. Hjá Judit virtust stærri sáðmagnsskammtar skila töluverðum uppskeruauka í heildarkornfjölda umfram lítið sáðmagn þar sem framboð köfnunarefnis var ríkulegt í jarðvegi. Lega, strástyrkur og hæð Judit er hættara við legu en Kríu (mynd 4) enda töluvert hávaxnara yrki. Þannig verður þungamiðjan sem hlýst af axinu hærri og plöntunni hættara við veltu ef svo má segja. Aukið sáðmagn eykur hættu á legu einkum hjá Judit. Þannig var lega mun meiri þar sem sáðmagn var 315 kg/ha frá 105 kg/ha. Aukning á legu frá 105 kg/ha í 210 kg/ha er ekki marktæk en á mörkunum að vera það, svo orsakasamhengið er nokkuð skýrt (mynd 4). Þó er það þannig að magn köfnunarefnis er afgerandi þáttur á aukna legu af ræktunarþáttum. Stærri sáðmagnsskammtar drógu úr stönglaþyngd hjá báðum yrkjum milli minnsta og mesta sáðmagns (mynd 5). Það er því vísbending um minna byggingarefni á lengdareiningu og minni eðlisþyngd strás. Mæling á stönglaþyngd er ný af nálinni í íslenskum byggrannsóknum. Stönglaþyngd er mæling á þyngd strás á ákveðinni lengd þess, mælt sem milligrömm á sentimetra (mg/ cm). Þetta er einföld aðferð til að meta brotþolsstyrk óbeint og fann Ingvar Björnsson í sínu mastersverkefni góða fylgni milli þess hlutfalls og mælinga á brotþolsstyrk. Hins vegar verður að viðurkennast að ekki fannst marktæk fylgni milli stönglaþyngdar og legu í þessari rannsókn en samt er vart hægt að útiloka orsakasamhengi þarna á milli. Áhrif af köfnunarefni og sáðmagni á leguhættu eru ólík. Köfnunarefni eykur leguhættu með því að stráin verða hærri með hærri þungamiðju en aukið sáðmagn dregur úr styrkleika strásins. Það hefur samt líka sýnt sig í erlendum rannsóknum að lítið sáðmagn getur einnig aukið leguhættu. Þá fjölgar plantan stönglum af hverju sáðkorni og rótarkerfið verður ekki nægjanlegt akkeri til festa svo umfangmikla plöntu í slagveðrum. Ályktanir Uppskeruaukning sem varð við fyrstu styrkleikaaukningu í sáðmagni stendur undir auknum kostnaði hjá báðum yrkjum. Byggið nær viðunandi þroska og styrk en það dregur úr því þegar aukið var við sáðmagnið frekar. Það gildir að meðalhófið er farsælast. Niðurstöðurnar benda til að ráðlegt sáðmagn sé breytilegt fyrir þessi yrki. Uppskerulega er meiri akkúr í að auka sáðmagn hjá Judit fremur en Kríu. Það er vegna þess að sexraða yrki eins og Judit myndar færri stöngla á hverja plöntu en tvíraða yrki. Það gæti því verið hagur í því að hafa sáðmagn hjá sexraðayrki um eða meira en 400 plöntur/ m 2 (u.þ.b. 210 kg/ha) en hámarks sáðskammtur hjá tvíraðayrki samkvæmt þessum niðurstöðum ætti vera að hámarki 400 plöntur/m 2 (u.þ.b. 200 kg/ha) og helst minna til að fá sem hagkvæmasta uppskeru. Draga má þá ályktun að kjörsáðmagn sé háð framboði köfnunarefnis. Minna sáðmagn kom betur út þar sem var lítið magn köfnunarefnis en stærri sáðmagnsskammtar komu betur út þar sem var meira köfnunarefni. Meðferðir, þar sem saman fór minnsta áburðarmagn og miðsáðmagn, miðáburðarmagn og mesta sáðmagn, mesta áburðarmagn og miðsáðmagn, komu best út uppskerulega. Ekki kom vel út að hafa mikinn áburð þar sem var lítið sáðmagn. Skynsamlegt gæti verið í frjósömu landi að auka við sáðmagnið til að ná þroska innan tímamarka og fá góða uppskeru. Niðurstaðan er að sáðmagn hefur mikil áhrif á gæði uppskerunnar og árangur kornræktarinnar en um leið er mikilvægt að taka tillit til annarra þátta eins og hér hefur verið rakið, þegar ákveða skal heppilegasta sáðmagnið. Ritgerðina má nálgast í heild sinni á Egill Gunnarsson, Þóroddur Sveinsson og Jónatan Hermannsson Landbúnaðarháskóla Íslands

51 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Sunnlenski sveitadagurinn 2013 laugardaginn 4. maí Sölu- og þjónustuaðilar athugið Sunnlenski sveitadagurinn hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburðurinn á Suðurlandi. Nú gefst sunnlenskum fyrirtækjum tækifæri til að kynna fyrir gestum framleiðslu sína og þjónustu, en rúmlega manns hafa sótt sýninguna undanfarin ár. Sunnlenski sveitadagurinn verður nú haldinn í fimmta sinn. Efri mynd: Tveir húnvetnskir, Helga Una Björnsdóttir situr Bikar frá Syðri - Reykjum og Kári Steinsson á Presti frá Hæli. Neðri mynd: Örlygur frá Efra-Langholti var valinn álitlegasti þriggja vetrarfolinn. Myndir / Sigurður Sigmundsson Stóðhestaveisla í Ölfushöll Hin árlega Stóðhestaveisla fór fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli þann 30. mars. Þar koma fram stóðhestar á ýmsum aldri, landsmótssigurvegarar og stjórstjörnur í bland við yngri vonarstjörnur víðs vegar af landinu. Meðal hesta sem komu fram voru hinn magnaði Óskasteinn frá Íbishóli, Fróði frá Staðartungu, Harnnar frá Flugumýri, Óskasteinn frá Íbishóli, Arion frá Eystra-Fróðholti, Konsert frá Korpu og margir fleyri. Heiðurshestur sýningarinnar að þessu sinni var Galsi frá Sauðárkróki. Áhugasamir hafi samband við Auði Ottesen í síma eða á netfangið audur@rit.is fyrir 1. maí. Beint frá bónda, heilsteikt naut, handverk, garðyrkjuvörur, landbúnaðarvélar, glímusýning, baggakast, þrautabrautir, landnámshænur, dúfur, hestar, geitur, kindur, kálfar, hundar og grísir Austurvegi 69, 800 Selfossi Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa saman að Sunnlenska sveitadeginum Verð án vsk.-kr/rúllu Litur Listaverð án vsk. Með 3% magn.afsl Með 6% magn og stgr.afsl. Magn á bretti Rúlluplast Ný vara Grænt Net Garn

52 52 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Starfsmenn RLM á sviði nytjaplantna ásamt og stjórnendum og skrifstofufólki Í síðasta blaði voru starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem starfa á Búfjárræktarsviði kynntir en nú er komið að starfsmönnum á sviði nytjaplantna sem og stjórnendum og skrifstofufólki. Eins og áður hefur komið fram starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ráðunautar sem áður voru starfsmenn Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambandanna um allt land. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu RML, Svið nytjaplantna RML Fagsviði nytjaplantna tilheyra faghópar í jarðrækt, garðyrkju og fóðurráðgjöf en einnig tilheyrir sviðinu ráðgjöf í landnýtingu. Ábyrgðarmaður leiðir starf hvers faghóps og situr hann jafnframt sem fulltrúi RML í fagráði viðkomandi greinar. Viðfangsefni fagsviðsins er einkum ræktun og nýting á landsins gæðum og aðferðir við að nýta uppskeru til fóðrunar. Nafn: Borgar Páll Bragason. Starfsheiti: Fagstjóri nytjaplantna. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fæddur í Vopnafirði og uppalinn á Bustarfelli í þeirri sveit. Búsettur á Hvanneyri í Borgarfirði. Kvæntur Oddnýju Kristínu Guðmundsdóttir frá Hvanneyri og á með henni 2 börn. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Framhaldsskólanum á Laugum. Búfræðingur og búfræðikandidat frá Hvanneyri. Fyrri störf eru fjölbreytt, allt frá byggingavinnu og sjómennsku til sumarstarfa hjá Landgræðslunni og landbúnaðarstarfa á æskuslóðum sem enn eru starfrækt. Kom til RML frá Bændasamtökunum þar sem ég hef starfað síðan námi lauk árið Þar var ég verkefnastjóri og hafði meðal annars umsjón með verkefnum á sviði jarðræktar, landupplýsinga og jarðabótastyrkja. Faghópur í jarðrækt Jarðræktarráðunautar RML (faghópur í jarðrækt) sinna ráðgjöf sem snýr að jarðrækt og fóðuröflun. Meðal verkefna má nefna: Skurðamælingar og skipulag endurræktunar. Jarðvinnsla, val á tækjum og jarðvinnslutækni. Áburðarráðgjöf og áburðaráætlanir. Val á tegundum og yrkjum til ræktunar í kornrækt, túnrækt, grænfóðurrækt eða orkujurtaræktun. Aðstoð við skýrsluhald og skráningu í jörð.is Greiningar á fóðuröflunarkostnaði. Að auki sinna ráðunautar RML hvers kyns ráðgjöf og upplýsingagjöf er varðar jarðrækt og fóðuröflun. Megináhersla ráðgjafar í jarðrækt er aukin hagkvæmni fóðurframleiðslunnar Nafn: Ingvar Björnsson. Starfsheiti: Ábyrgðarmaður jarðræktar. Starfsstöð: Akureyri. Uppruni og búseta: Fæddur og uppalinn á Hólabaki í Húnaþingi. Búsettur á Akureyri ásamt eiginkonunni Elínu Aradóttur og þremur börnum. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1993, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1996 og Búfræðikandídat frá Hvanneyri MSc gráða í plöntukynbótum frá University of Guelph í Kanada Hefur starfað hjá Búgarði ráðgjafarþjónustu sem héraðsráðunautur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum frá 2003 með árherslu á jarðrækt og búrekstur. Starfaði í hlutastarfi hjá RALA síðar LBHÍ sem sérfræðingur/ Lektor á árunum við kennslu og rannsóknir. Ýmis fyrri störf s.s. kennsla og rannsóknir við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og störf fyrir Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins með námi. Nafn: Kristján Bjarndal Jónsson. Starfsheiti: Ráðunautur í jarðrækt. Starfsstöð: Selfoss. Uppruni og búseta: Fæddur í Neðra-Dal, Biskupstungum. Faðir hans var þaðan, en Aðalheiður móðir hans er frá Böðmóðsstöðum í Laugardal. Búsettur á Selfossi frá Kvæntur Sigrúnu Jensey Sigurðardóttir. Menntun og fyrri störf: Búfræðingur frá Hvanneyri Var við nám í Danmörku 1968 til Búfræðikandídat frá Hvanneyri Ráðunautur, einkum í jarðrækt frá 1973 til ársloka 2012 hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Nafn: Sigurður Jarlsson. Starfsheiti: Ráðunautur í jarðrækt. Starfsstöð: Ísafjörður. Uppruni og búseta: Fæddur í Reykjavík 18. ágúst Búsettur á Ísafirði frá árinu Menntun og fyrri störf: Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1970 og Búfræðikandidat þaðan Ráðunautur frá útskrift hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða og til ársloka Ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands frá 2003 til ársloka Faghópur í fóðrun RML býður upp á ráðgjöf varðandi framleiðslu og val á hentugu fóðri fyrir jórturdýr og hross. Boðið er upp á fóðuráætlanir fyrir nautgripi, sauðfé og hross. Fóðuráætlanir fyrir mjólkurkýr eru unnar í Opti-for Island sem byggir á norræna fóðurmatskerfinu NorFor. Ráðunautar RML eru reiðubúnir að koma á fundi með hverskonar fræðsluerindi um fóður og fóðrun búfjár. Nafn: Eiríkur Loftsson. Starfsheiti: Ábyrgðarmaður í fóðrun. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Uppruni og búseta: Er frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi Árnessýslu og uppalinn þar. Búsettur í Beingarði í Hegranesi, Skagafirði. Kvæntur Stefaníu Birnu Jónsdóttur og á með henni þrjú börn á aldrinum 15 til 23ja ára. Menntun og fyrri störf: Hóf skólagöngu í Ásaskóla og síðan Flúðaskóla. Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1982 og búfræðikandídat frá Hvanneyri Starfaði hjá Bútæknideild RALA á skólaárum á Hvanneyri og til vors Vann hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í hlutastarfi veturinn Ráðunautur í Skagafirði frá 1989 lengst af í nautgriparækt og jarðrækt. Nafn: Hrafnhildur Baldursdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur í fóðrun. Starfsstöð: Selfoss. Uppruni og búseta: Frá Litla-Ármóti í Flóahreppi en þar er stundaður kúabúskapur. Menntun og fyrri störf: Lauk BS-90 námi í búvísindum frá Hvanneyri vorið Flutti til Noregs haustið 2007 til að stunda mastersnám í fóðurfræði og lauk því Vann á kúabúi samhliða náminu í Noregi sem fóðurráðgjafi ásamt almennum bústörfum. Fyrir sameiningu starfsmaður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í fóðurleiðbeiningum, aðallega þó fóðuráætlanir í fóðurmatskerfinu NorFor. Nafn: Jóna Þórunn Ragnarsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur í fóðrun. Starfsstöð: Selfoss. Uppruni og búseta: Fædd, uppalin og búsett á Selfossi með viðkomu í Noregi. Ættuð af Ströndum og Austur-Skaftafellssýslu í föðurætt en frá Noregi og Þýskalandi í móðurætt. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands Búfræðingur 2008, B.Sc. í búvísindum og frjótæknir 2011 frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Ráðunautur í fóðrun og fóðurverkun hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og RML frá 2012 auk ýmissa starfa í landbúnaði. Garðyrkja Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sinnir almennri ráðgjöf í ylrækt grænmetis og blóma, ræktun útimatjurta og garð- og skógarplantna. Auk þess ráðgjöf um áburðargjöf, varnir gegn sjúkdómum, meindýrum og illgresi. Nafn: Ægir Þór Þórsson. Starfsheiti: Ábyrgðarmaður í garðyrkju. Starfsstöð: Reykjavík. Uppruni: Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Menntun og fyrri störf: Líffræðingur frá Háskóla Íslands, lauk þaðan doktorsprófi (Ph.D) Vann í Háskóla Íslands þar til ég hóf störf hjá Bændasamtökum Íslands 2010 sem landsráðunautur í garðyrkju. Nafn: Magnús Ágúst Ágústsson. Starfsheiti: Ráðunautur í garðyrkju. Starfsstöð: Reykholt í Bláskógabyggð. Uppruni og búseta: Fæddur 1950 á Löngumýri á Skeiðum og uppalinn þar en á auk Árnessýslu ættir að rekja til Austur- og Suðausturlands. Bjó í Hveragerði í rúm 30 ár en býr nú ásamt eiginkonu, Rannveigu Árnadóttur og syni í Reykholti í Bláskógabyggð. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá ML BSc (120 ) í líffræði frá HÍ vorið 1975, og nam við háskólann í Reading í Bretlandi Var aðstoðarmaður við tilraunastöð Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins frá júní 1973, stundakennari við búvísindadeildina á Hvanneyri veturinn og ráðinn tilraunastjóri hjá RALA við tilraunastöð Garðyrkjuskóla ríkisins 1975 og gegndi því starfi til ársloka Stundakennari við Garðyrkjuskóla ríkisins Garðyrkjubóndi í Lindarbrekku í Hveragerði frá Landsráðunautur í ylrækt hjá Búnaðarfélagi Íslands síðar Bændasamtökum Íslands frá og sem landsráðunautur í garðyrkju frá Sinnti auk þess stundakennslu við Garðyrkjuskóla ríkisins á árunum og var fagdeildarstjóri ylræktarbrautar Er í hlutastarfi hjá RML frá ársbyrjun Stjórnendur og skrifstofufólk Nafn: Karvel Lindberg Karvelsson. Starfsheiti: Framkvæmdastjóri og ráðunautur í svínum og alifuglum. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fæddur á Akranesi 1971, ólst þar upp en var með annan fótinn í Borgarfirði frá unga aldri. Bjó í Hálsasveit í Borgafirði frá því skömmu fyrir síðustu aldamót en hefur búið á Akranesi síðustu 2 árin. Giftur Lindu Björk Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi 1992, búfræðingur frá Hvanneyri 1995 og BS í búvísindum frá Hvanneyri Tók hluta af námi við KVL í Danmörku sérmenntun í svínarækt á masterstigi. Er að klára meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. Byrjaði sem bústjóri á Hýrumel í Hálsasveit 1999, varð síðar bóndi og framkvæmdastjóri Grísagarðs og starfaði við það til ársins Hóf störf sem landsráðunautur í svína og alifuglarækt Var ráðinn framkvæmdastjóri RML við síðustu áramót en er jafnframt ráðunautur alifugla og svína hjá RML. Nafn: Vignir Sigurðsson. Starfsheiti: Fjármálastjóri. Starfsstöð: Akureyri.

53 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Uppruni og búseta: Fæddur á Húsavík og að mestu uppalinn þar. Nú búsettur í Litlu-Brekku Hörgársveit. Menntun og fyrri störf: Búfræðingur frá Hvanneyri, stúdent frá VMA og Landbrugstekniker frá Danmörku. Starfaði áður sem framvæmdastjóri Búgarðs á Akureyri og þar áður sem forstöðumaður fóðuriðnaðar KS í Skagafirði. Nafn: Berglind Ósk Óðinsdóttir. Starfsheiti: Starfsmannastjóri. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fædd og uppalin á Hauganesi við Eyjafjörð þar sem hún skottaðist um í fiskhúsinu eða niður á bryggju. Núna búsett á Hvanneyri með Sigtryggi Veigari Herbertssyni og tveim drengjum 10 og 2 ára. Menntun og fyrri störf: Lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2000, kenndi í grunnskóla þrjá vetur en fór svo í Búvísindadeildina á Hvanneyri. Kláraði þar fyrst BSc próf, fór svo í skiptinám til Noregs og kláraði í kjölfarið MSc próf í fóðurfræði. Vann sem ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands frá útskrift að stofnun RML. Kem til með að halda tengingu við fóðurfræðina með því að taka þátt í starfi faghóps um fóðrun. Nafn: Gunnar Guðmundsson. Starfsheiti: Verkefnisstjóri þekkingar yfirfærslu og erlendra samskipta. Starfsstöð: Borgarfjörður (Hestur / Hvanneyri). Uppruni og búseta: Fæddur á Kirkjubóli í Dýrafirði 13. apríl 1948 og uppalinn þar. Kvæntur Gíslínu Lóu Kristinsdóttur, ljósmóður. Þau búa á Akranesi og eiga þrjár uppkomnar dætur. Menntun og fyrri störf: Próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst, 1969, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1970, búfræðikandidat frá Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri 1973, Dr. Scient próf í fóðurfræði jórturdýra frá Norges Landbrukshögskole að Ási í Noregi Bú- og tilraunastjóri á tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands og Rala í Laugardælum í Flóa , fóðurráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands Forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Borgfirðinga , nautgriparæktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, síðar Bændasamtökum Íslands og sviðsstjóri ráðgjafarsviðs BÍ frá 2000 til ársloka Hefur tekið þátt í ýmsum félagsog nefndastörfum innan og utan landbúnaðarins. Fulltrúi í stjórn NorFór - félags um starfrækslu norræna fóðurmatskerfisins fyrir nautgripi. Nafn: Helga Halldórsdóttir. Starfsheiti: Verkefnisstjóri þróunar og samskipta hjá RML. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fædd 1962 og uppalin á Minni-Borg í Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. Hefur búið í Borgarnesi frá árinu Gift Gunnari Jónssyni og eiga þau þrjú uppkomin börn. Menntun og fyrri störf: Leiðsögumaður frá EHÍ, Diploma í opinberri stjórnun og stjórnsýslu frá EHÍ, stúdent frá FVA. Starfsmaður á skrifstofu BV frá 1998 og skrifstofustjóri BV frá 2006 til loka árs Rekur með fjölskyldunni ferðaþjónustufyrirtækið Egils Guesthouse í Borgarnesi. Nafn: Sigrún Brynja Ingimundardóttir. Starfsheiti: Skrifstofumaður. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Uppruni og búseta: Er frá Ketu í Hegranesi, Skagafirði. Búsett á Sauðárkróki. Gift Símoni Baldri Skarphéðinssyni og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. Menntun og fyrri störf: Hóf skólagöngu í barnaskóla Rípurhrepps og svo í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Vann að mestu við verslunarstörf, þar af í níu ár í eigin verslun. Hjá Leiðbeiningamiðstöðinni ehf. frá Nafn: Oddný Kristín Guðmundsdóttir. Starfsheiti: Skrifstofumaður. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fædd í Borgarnesi og uppalin á Hvanneyri frá sjö ára aldri en er einnig ættuð úr Vatnsdal. Búsett á Hvanneyri, er gift Borgari Páli Bragasyni og eiga þau tvö börn. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi Viðskiptafræðingur frá Bifröst Hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina, m.a. við skrifstofustörf, ferðaþjónustu og störf tengd landbúnaði. Starfaði sl. 9 ár hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Hvað á að gefa kúnum næsta vetur? Á liðnum vetri hafa ráðunautar gert NorFor-fóðuráætlanir fyrir mjólkurkýr fyrir hátt í hundrað bú. Hér eru vangaveltur um fóður og fóðuröflun í framhaldi af þeirri vinnu. Þegar bændur skipuleggja gróffóðuröflun sína fyrir komandi ár og ákveða hvað skal rækta til sláttar í sumar er mikilvægt að það fóður sem vænta má að verði til næsta haust og vetur passi saman til gjafa. Túnin geta verið ólík, t.d. hvað aldur ræktunar og gróðurfar varðar og þarf áburðargjöf og sláttutími að vera í samræmi við til hvaða nota uppskeran er ætluð. Fóðrun og fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr hefur reynst hvað best með hey sem hefur háan meltanleika (um og yfir 70%), gott orkugildi (yfir 0,8 FEm/kg þe) og með próteingildi á bilinu g hráprótein/kg þe. Trénisinnihald hefur víðaverið of hátt þar sem of seint er slegið. Almennt er mælt með að innihald meltanlegs trénis (NDF) sé á bilinu g/kg þe í góðu kúaheyi, og að ómeltanlegt tréni (indf) sé ekki hærra en 120 g/kg NDF því það getur komið niður á orkuinnihaldi heyjanna. Sláttutími hefur mikið að segja um orku- og próteingildi heyjanna og trénisinnihald, en þó verður að sjálfsögðu að feta hinn gullna meðalveg milli magns og gæða uppskeru. Þá hefur veðurfar á vorin einnig mikil áhrif s.s. á ómeltanlegt tréni (indf) en í þurrum, köldum vorum er hættara við að grösin fari snemma í kynvöxt, þ.e. setji punt. Þá verður hlutfall stöngla hátt á kostnað blaða og hlutfall indf því hærra. Það sama má segja með steinefnin sem eru mikilvæg fyrir gripina okkar, en það hefur áður verið rakið í grein hér í Bændablaðinu. Skynsamleg notkun á köfnunarefnisáburði og góð nýting búfjáráburðar getur haft úrslitaáhrif á hvort heyin verði próteinrík og þá má ekki gleyma mikilvægi brennisteins í próteinmyndun grasa. Hér á landi getur verið skortur á brennisteini í jarðvegi, einkum á þurrviðrasömum svæðum þar sem jarðvegur er ólífrænn, s.s. sandar og melar. Þá skiptir tegund plantna einnig máli þar sem belgjurtir og smárar innihalda jafnan minna tréni en grös þó hinsvegar sé ómeltanlegi hluti trénisins hlutfallslega hærri í belgjurtum og smárum en í grösum. Þegar heimaöfluðu fóðri er raðað saman í fóðuráætlun er Eiríkur Loftsson gott að gera sér grein fyrir heildarmagni heyja af hverri tegund og heildarmagni af heimaöfluðu eða aðkeyptu, íslensku korni. Þá þarf að skoða hvenær helsti burðartími er hjá kúnum þannig að hægt sé að gera sér í hugarlund hvenær mesta þörfin er fyrir besta gróffóðrið. Víða er rúllum eða stórböggum raðað í stæður eftir sláttutíma eða gæðum svo að hægt sé að nálgast hverja tegund fyrir sig eftir því sem það hentar. Margir rækta korn til fóðurs með ágætis árangri, bæði hvað uppskeru og gæði varðar. Korn (bygg og hveiti) inniheldur mikið af sterkju sem brotnar hratt niður í vömb en tiltölulega lítið af hrápróteini, algengt að það sé 11-13%. PBV-gildi kornsins er því neikvætt, oft um og undir -30 g PBV/kg þe. Því þurfa hey sem gefin eru með korni að innihalda meðal magn hrápróteins eða meira og hafa jákvætt PBV-gildi. Hægt er að vega lág AAT- og PBVgildi korns upp með próteinríkum kjarnfóðurblöndum en undirstaðan þarf alltaf að vera gott gróffóður ef gefa á mikið korn. Í ljósi þess að víða um norðan og austanvert landið hafa tún verið svelluð um langan tíma má búast við að endurræktun túna og ræktun grænfóðurs verði umfangsmikil á þeim svæðum. Hentugar tegundir grænfóðurs til beitar fyrir mjólkurkýr eru rýgresi og vetrarrepja en þessar tegundir gefa mikla og lystuga uppskeru. Getur verið ágætt að blanda þeim saman. Til sláttar er uppskera grænfóðurs oftast með lágu þurrefni enda erfitt að þurrka það. Það er því óheppilegt að grænfóður verði uppistaðan í fóðri mjólkurkúa. Ef Jóna Þórunn vandað er til verka getur rýgresi verkast vel í rúllum og gefið gott fóður, eitt sér eða í blöndu með öðrum tegundum. Til að fá Ragnarsdóttir meira þurrefni getur hentað að rækta í heilsæði bygg eða hafra með rýgresi og vetrarrepju til rúllu- eða stæðuverkunar. Uppskera af slíkri blöndu getur verið mjög mikil og bæði orku- og próteinrík ef vel tekst til. Mikilvægt er að kappkosta hreinlæti við alla fóðurverkun og útiloka jarðvegsmengun í rúllur og heystæði. Notkun íblöndunarefna hjálpar til að tryggja rétta verkun og koma í veg fyrir óæskilega gerjun á borð við smjörsýrugerjun. Nokkur mikilvæg atriði: Taka heysýni í samráði við ráðunaut. Hirðingarsýni geta hentað ef þurrefni er komið upp fyrir 45% annars skal taka verkað sýni. Mikilvægt er að vanda til verka við sýnatöku og fara eftir ráðleggingum. Réttur áburðartími, rétt magn og samsetning áburðar. Hafa í túnunum grastegundir sem skila góðri uppskeru hvað varðar magn, gæði og lystugleika. Vanda val á sláttutíma, heyverkun og plöstun á heyi. Velja baggastæðum úti góða staðsetningu varðandi aðgengi að þeim og að áhrif veðurs verði sem minnst. Verja stæðurnar fyrir skepnum og skipuleggja þær þannig að auðvelt sé að velja hentugt hey hverju sinni. Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Eiríkur Loftsson Ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

54 54 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Ræktun í sumarhúsalandinu Sumarhúsaeigendur ættu að gefa íslenskum trjátegundum gaum og planta þeim í auknum mæli við bústaði sína. Úrval tegunda er meira en fólk grunar í fyrstu, þó að hér sé aðeins fjallað um nokkrar þeirra, og í flestum tilfellum eru þær harðgerðar. Ekkert mælir þó gegn því að rækta einnig erlendar trjátegundir. Ilmbjörk Birki er tré eða kræklóttur runni sem getur orðið allt að hundrað ára gamall og náð þrettán metra hæð. Björkin er eina tréð sem myndað hefur samfellda skóga á landinu frá lok síðustu ísaldar og er talið að þeir hafi þakið um fjórðung landsins við landnám. Hér áður var birki notað til eldiviðar og stundum sem byggingarviður í lítil hús. Einnig má tappa af því svonefndu birkivatni, sem þykir gott til drykkjar ef það er bragðbætt með hunangi eða sykri. Laufið gefur af sér gulan lit sé það notað til litunar og úr birkiösku var unnin sápa. Birkivendir þóttu góðir til að hýða óþekk börn með. Birki er nægjusamt tré en vex þó best við góða aðhlynningu og í frjósömum jarðvegi. Trjárækt við Meðalfellsvatn. Fjalldrapi Algengur um allt um land. Hann líkist smávöxnu birki, enda ættingi þess. Fjalldrapi er hægvaxta, jarðlægur og lágvaxinn runni, tíu til sextíu sentímetrar á hæð. Blöðin fá á sig fallegan koparrauðan haustlit. Vex gjarnan í fjallshlíðum eða samfelldum fjalldrapamóum á láglendi og hentar vel í steinhæðir. Harðgerð og nægjusöm planta. Áður fyrr var fjalldrapi notaður sem tróð undir torf í þökum torfbæja því börkur hans fúnar seint og hlífði viðnum undir torfinu. Blendingur af birki og fjalldrapa nefnist skógarviðarbróðir. Reyniviður Ilmreynir vex villtur um allt land innan um birki sem stakstætt tré en myndar ekki samfelldan skóg. Hann finnst oft í giljum og skriðum þar sem hann fær að vera í friði og sauðfé kemst ekki að. Reynir vex bæði sem einstofna tré með hvelfda krónu og sem stór margstofna runni með grófa greinabyggingu og getur náð allt að fimmtán metra hæð. Börkurinn er grá- eða brúnleitur, blómstrar hvítum blómum í júní og fær rauð ber á haustin. Tréð þolir illa seltu. Sagan segir að reyniviðurinn hafi átján náttúrur, níu góðar og níu vondar. Hann þykir lélegur smíðaviður og má ekki vera öðrum megin í skipi því þá veltur það á hliðina. Ef reyniviður brennur á milli vina verða þeir óvinir. Á Bretlandseyjum er mikil trú á reynivið og honum plantað framan við hús til að varna því að illir andar og afturgöngur komist inn í húsin. Birki með reklum. einnig dansa í kringum einiberjarunna um jólin. Brekkuvíðir Blaðfallegt afbrigði af gulvíði, kræklóttur runni eða lítið tré. Fremur skuggþolinn og auðveldur í ræktun. Hentar vel í limgerði en er nokkuð maðksækinn, einkanlega sé mikið á hann borið. Gulvíðir Runni eða lítið tré með rauðleitum greinum. Gulvíðirinn getur náð allt að fimm metra hæð og blómstra litlum blómum í maí. Hann er algengur í mólendi og meðfram ám víða um land. Í gamla daga var víðivatn talið gott við ofkælingu, blóðlátum og losta. Greinarnar voru einnig notaðar til að fægja hnífapör og hann þótti góður til litunar og til að búa til blek. Gulvíðirinn er harðgerður og laus við vanþrif þannig að hann hentar vel á sumarhúsalóðir. Grasvíðir Þessi víðir gengur einnig undir nafninu smjörlauf og er líklega minnsta trjátegund í heimi. Hann skýtur greinaendunum einn til tíu sentímetra upp fyrir jarðvegsyfirborðið. Plantan er áberandi og falleg á vorin þegar hún blómstrar. Smjörlauf þótti gott til beitar og sauðfé fitnaði fljótt af því. Fræullin sem er mjúk viðkomu nefnist kótún og þótti gott að leggja hana við sár. Loðvíðir Einir Lávaxinn eða jarðlægur sígrænn runni sem vex villtur í móum og hraunum um mestallt land. Einirinn er hægvaxta og þolir illa að vera fluttur. Það borgar sig því frekar að kaupa plöntur í garðyrkjustöð en að taka þær úti í náttúrunni. Hentar Ilmreynir. ágætlega sem þekjuplanta, í steinhæðir eða sem stakur runni. Einiberin má þurrka til neyslu og sé þau marin losna þau við olíu og rammt bragð, þau er hægt að nota í marineringu villibráðar. Svo má Allt frá því að vera jarðlægur og upp í einn og hálfur til tveir metrar á hæð. Blómstrar snemma á vorin, karlreklarnir með skærgulum og áberandi frjóhirslum. Blöðin loðin á efra og neðra borði. Harðgerður, vind- og seltuþolinn. Inúítar notuðu loðvíði til að lina tannverk, stöðva blæðingar og lina niðurgang.

55 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Upplýsingatæknibásinn Færum heiminn heim í hlað Tölvuvæðing í landbúnaði hófst strax á áttunda áratug síðustu aldar með tölvu skráningu á skýrsluhaldsgögnum og bú reikningum í stórtölvu umhverfi. Hand skrifaðar skýrslur bænda, sem tóku þátt í skýrsluhaldi búgreina og búreikningum, voru þá sendar til Reykjavíkur til skráningar og uppgjörs. Með einkatölvuvæðingunni og síðar net væðingunni með tilkomu internetsins sköpuðust nýir og spennandi möguleikar til að auka aðgengi bænda að skýrsluhalds gagnagrunnum búgreina og við að færa skráninguna,,heim í hlað. Það var eðlilegt að bændur veltu fyrir sér notagildi tölva í búskap sínum ef enginn var hugbúnaðurinn til að glæða þær lífi, þegar einkatölvur voru fyrst að koma á markað. Þess vegna lagði Búnaðarfélag Íslands mikla áherslu á smíði sérhæfs hugbúnaðar fyrir bændur á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Þá var einkatölvuforritum ýtt úr vör og má þar nefna Einka-Feng og Íslandsfeng í hrossarækt, NPK fyrir jarðrækt og Fjárvís fyrir sauðfjárbændur, að ógleymdu bókhaldsforritinu Búbót, sem var komið á markað fyrir Aðgengi bænda að gögnum og rafræn skráning Skömmu eftir að ég hóf störf hjá Búnaðarfélaginu árið 1991 bjó ég til slagorð sem átti að vísa leiðina fram á við í tölvumálum: Færum heiminn heim í hlað! Þetta átti að vera brýning um verkefnin fram undan og ekki veitti af á upphafsdögum tölvu- og netvæðingar. Markmiðið var sem sagt að smíða hugbúnað sem opnaði aðgengi bænda að skýrsluhaldsupplýsingum sínum sem voru geymdar í miðlægum stórtölvum í Reykjavík, og því var þetta nokkuð háleitt markmið árið 1993, sérstaklega í ljósi þess að internetið varð ekki að veruleika fyrir almenning fyrr en árið En svo kom internetið í sínu veldi. Jafnræði allra landsmanna í aðgengi að internetinu var eitt af því sem varð að nást fram til að bændur gætu setið við sama borð og aðrir landsmenn í aðgengi að upplýsingasamfélaginu. Fyrst þegar við hjá Búnaðarfélaginu ræddum við fjarskiptafyrirtæki, sem þá var aðeins Póstur og sími, um netvæðingu sveita þá vantaði ekki fyrirstöður. Ein var sú að framboð af hugbúnaði fyrir bændur á internetinu væri af skornum skammti. Til hvers ætti að leggja í kostnaðarsamar framkvæmdir við að tengja sveitirnar við upplýsingahraðbrautina ef enginn væri hugbúnaðarinn? Við urðum að sýna fram á þörfina! Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar. Hafist var handa við metnaðarfulla hugbúnaðargerð í þágu bænda og landbúnaðar. Áskorunin var að smíða hugbúnað fyrir internetið sem opnaði aðgengi bænda að miðlægum gagnagrunnum og byði upp á rafræna skráningu. Til að gera langa sögu stutta urðu til netforritin FJARVIS.IS fyrir sauðfjárræktina, WORLDFENGUR. COM fyrir upprunaættbók íslenska hestsins á heimsvísu, HUPPA.IS fyrir nautgriparækt, JÖRÐ.IS fyrir jarðræktina, ræfrænt upplýsingatorg Bændatorgið og síðan hafa verið smíðuð netforrit fyrir Matvælastofnun til að bjóða upp á rafræna skráningu á forðagæsluskýrslum (Bústofn. is) og rafræna heilsufarsskráningu búfjár (Búfjárheilsa.is), svo það helsta sé nefnt. Allt opnar þetta aðgengi bænda og ráðunauta að miðlægum gagnagrunnum og færir skráninguna,,heim í hlað með skráningum í gegnum internetið. Í dag er stærsti hluti bænda að skila inn skýrsluhaldsgögnum rafrænt með aðstöð þessara netforrita. Grunnnet fjarskipta í samfélagslegri eigu Í Bændablaðinu, og hér í þessum dálki sem fjallar m.a. um fjarskipti, hefur verið fjallað um hvernig til hefur tekist í uppbyggingu á háhraðaneti til allra landsmanna með tilkomu Fjarskiptasjóðs ríkisins. Á kosningaári er rétt að horfa til framtíðar. Á Búnaðarþingi 2013 var til umfjöllunar það óöryggi sem skapaðist víða á lands byggðinni í fjarskiptamálum vegna náttúruhamfara og óveðurs, og var kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við því ástandi. Það skal tekið undir það hér. Í dag eru það fjarskiptafyrirtæki á markaði sem tryggja fjarskiptaþjónustu um allt land. Á heildina litið hafa þau staðið sig vel við að innleiða nýjungar fyrir neytendur og byggt hér upp öflugt fjarskiptakerfi að grunni til sem Íslendingar treysta á daglega í leik og starfi. Þá hefur tekist að tryggja sambærilegt verð fyrir fjarskiptaþjónustu í þéttbýli og dreifbýli, sem er ein af forsendum þess að hér sé hægt að tala um jafnræði allra landsmanna í aðgengi Jón Baldur Lorange sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands að fjarskiptaþjónustu. Það er hins vegar langt í land að hægt sé að tala um fullt jafnræði í þessum málum þegar kemur að stöðu fólks á landsbyggðinni. Þar er langt í land. Íbúar í hinum dreifðu byggðum þurfa enn að búa við ótryggar og of hægar tengingar við internetið. Það verður að ráða bót á ef hér á að vera unnt að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Með háhraðaverkefninu viðurkenndu stjórnvöld í verki að aðgengi að upplýsingasamfélaginu fyrir alla landsmenn næst ekki nema með samfélagslegum stuðningi. Nú er komið að næsta áfanga. Það verður best gert með því að hækka lágmarkskröfur um alþjónustu í fjarskiptum fyrir alla landsmenn, þannig að öllum landsmönnum verði tryggður nethraði a.m.k. 50 Mb fyrir árið 2016, og 100 Mb eigi síðan er en Fjarskiptaáætlun stjórnvalda þarf að breyta til samræmis við þetta markmið. Það er nokkuð ljóst að þetta verður ekki gert á markaðslegum forsendum heldur þarf áfram að koma til samfélagslegur stuðningur. Vandfundið er annað verkefni sem fellur betur undir stuðning við landsbyggðina. Fjarskiptafyrirtækið Míla, sem er einkarekið í dag en er í fjárhagslegri endurskipulagningu, hefur kynnt áhugaverðar hugmyndir um að koma ljósleiðara á hvern bæ á landinu og hafa nefnt kostnaðartölur sem ekki hafa sést áður. Míla rekur í dag það sem nefnt hefur verið grunnnet, og önnur fjarskiptafyrirtæki á markaði treysta á og þurfa að greiða fyrir aðgang að. Það hljóta að vakna upp spurningar, eins og frumkvöðullinn Ingólfur Bruun hjá fjarskiptafyrirtæki Öræfinga, bendir á í grein í Morgunblaðinu nýlega, hvort sú uppbygging sem þarf að ráðast á næstu árum hvað varðar grunnþjónustu landsmanna í fjarskiptamálum verði ekki betur tryggð til framtíðar í höndum ríkis og sveitarfélaga. Áfram verði þó að tryggja virka og heilbrigða samkeppni á fjarskiptamarkaði í að bjóða símaog netþjónustu eins og er í dag. Eini munurinn verði þá að grunnnetið er í höndum opinberra aðila en ekki einkaaðila, þ.e.a.s. í samfélagslegri eigu. Það ætti að tryggja betri samkeppnisstöðu einkafyrirtækja, gegnsæi, jafnræði fyrirtækja að grunnnetinu og síðast en ekki síst þá tryggir þetta betur grunnkerfi fjarskipta á landsbyggðinni, sem verður að efla til muna, ef ekki á illa að fara. Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda! Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn föstudaginn 19. apríl á Hótel Örk í Hveragerði og hefst hann kl. 13:00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf. Vakin er athygli á að tekin verður ákvörðun um hvort innleiða nýtt félagskerfi sem samþykkt var á síðasta aðalfundi. Einnig verða afgreiddar nýjar samþykktir SG. Ef þær tillögur verða samþykktar mun verða kosið beinni kosningu til stjórnar SG. Allir hvattir til að mæta! Bændablaðið Smáauglýsingar

56 56 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Utan úr heimi Ég skal framleiða matinn fyrir þig Ég vil vera bóndi, sagði Brita Skallerud, varaformaður Norges Bondelag, í grein í blaðinu Nationen 18. mars. Ég vil vera bjartsýn. Ég skal framleiða matinn fyrir þig. Ég vil stunda búfjárrækt. Ég vil vera sjálfseignarbóndi. Ég vil ekki að stórfyrirtæki eigi mig og jörðina mína. Ég vil njóta mín og eiga heima í sveitinni minni. Ég vil vera mikilvæg fyrir samfélagið þar sem ég bý og vera til gagns. Ég vil gefa næstu kynslóð kost á að eiga jafn gott líf og ég sjálf á. Ég vil eiga búfé á beit, ég vil geta tekið mér frí, ég vil læra, ég vil fá greitt fyrir það sem ég vinn, ég vil standa með varanlegum verðmætum og styðja sjálfbært líf þeirra sem koma á eftir mér. Ég vil taka ábyrgð, ég vil sjá kornið bylgjast á akrinum. Ég vil vinna mikið en líka eiga frítíma. Það er um þetta sem málið snýst, þú og ég sem bændur eigum ekki aðeins að komast af heldur lifa eðlilegu lífi við heimsins mikilvægasta starf. Við þurfum að eiga aðgang að fé til fjárfestinga, til að greiða Hugmyndir eru nú uppi um að ESB og Bandaríkin stofni til fríverslunarbandalags þessara grónu ríkja bandalaga. Það sem knýr á um stofnun slíks bandalags er að bæði svæðin finna fyrir því að að styrkur hagkerfa þeirra hefur dregist saman, jafnframt því sem þau telja að bæði hagkerfin eflist við nánara samstarf. Samningaviðræður hefjast í ár og árið 2015 á þetta stærsta viðskiptabandalag í heimi að taka til starfa. Þýskaland, með hina öflugu bílaframleiðslu sína og annan útflutningsiðnað, horfir til þess að hagur þess vænkist við þetta. Sérfræðingar telja þó að störfum í Þýskalandi muni fækka við þetta og að fjölgun starfa í upphafi verði þar skammvinn. Talið er að það muni einkum bitna á litlum fyrirtækjum, þar með töldum bújörðum, sem selja afurðir sínar á innanlandsmarkaði og þær óttast um sinn hag. Þá eru háværar raddir uppi um að landbúnaði verði haldið utan við væntanlegan samning. Óraunsætt er að það gerist, þar sem Bandaríkin sjá í honum mikla möguleika á auknum útflutningi búvara. Það mundi hins vegar leiða til þess að það opnaðist fyrir útflutning frá Bandaríkjunum á hormónakjöti, klórþvegnum kjúklingum og erfðabreyttum matvælum, en gegn því er sterk andstaða í Frakklandi. Að vísu á sér nú þegar stað mikill innflutningur á erfðabreyttu fóðri til Frakklands. Með fyrirhuguðum viðskiptasamningi ykist sá innflutningur stórum, jafnframt því að frjáls innflutningur á erfðabreyttum matvælum kæmi til sögunnar en í Bandaríkjunum er ekki skylt að sérmerkja slík matvæli, eins og í ESB. Bandaríkin telja merkingu erfðabreyttra matvæla viðskiptahindranir og ESB tekst varla að breyta þeim viðhorfum þeirra á tveimur árum. afleysingarmanni til þess að geta skroppið í frí við eins og aðrir. Við eigum að geta lagt inn afurðir; kjöt, mjólk, egg, grænmeti eða korn, án þess að nágranninn verði að leggja niður búskap sinn og það á að nýta landgæðin á litlum sem stórum jörðum. Bændum á einnig að gefast kostur á að taka þátt í þróun samfélags síns og njóta opinberrar þjónustu og sömu launahækkana og aðrir þegnar þjóðarinnar. Framleiðslukostnaður matvæla í Noregi hefur hins vegar hækkað tvöfalt meira en söluverð þeirra síðusta áratug. Skýringin er sú að það er olíugróðinn sem er aðaláhrifavaldurinn í hagkerfinu. Jafnframt er ekki pólitískur vilji til að greiða fyrir þá samfélagsþjónustu sem bændur veita til jafns við önnur verkefnið sem hið opinbera fjármagnar, svo sem heilbrigðismál, varnarmál, lestarsamgöngur, vegagerð, fræðslumál og margt fleira. Gamalt máltæki segir að margs þarf búið við. Sumt af því er bundið efnahag, annað ekki. Fríverslunarbandalag ESB og Bandaríkjanna Í Evrópu er verulegur áhugi á að rýmka fyrir stórrekstri í landbúnaði og auka útflutning búvara. Fylgismenn þess líta vonaraugum til væntanlegs viðskiptasamnings ESB og Bandaríkjanna. Hlé hefur nú verið gert á vinnu við fríverslunarsamning á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. ESB hefur gert fjölda viðskipta samninga við önnur lönd eða vinnur að gerð þeirra, þar á meðal við Kanada, um viðskipti með búvörur. Þá berast fregnir um það að Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) eigi í beinum viðræðum um viðskipti við Japan og að þeim sé haldið utan við athygli fjölmiðla í því skyni að komast hjá átökum við þau alþjóðlegu samtök og einstaklinga sem telja að frjáls viðskipti með búvörur grafi undan matvælaöryggi og baráttunni við hungur í heiminum. Áhugi leiðtoga landa ESB á yfirstandandi viðræðum um fríverslun með matvæli snýst ekki eingöngu um atvinnutækifæri og hagvöxt heldur einnig um það að Barak Obama hefur ekki gleymt Evrópu, þegar menn héldu að Kyrrahafssvæðið stæði honum nær. Pólitískt og táknrænt eru viðræðurnar afar mikilvægar fyrir ESB. Hugsið ykkur, hann vill heldur eiga samstarf við okkur lýðræðissinnana frekar en rándýrskapítalistana í Kína. Takið eftir, hann snýr bökum saman við evrópskt verðmætamat! Enginn skyldi þó ætla að Bandaríkin séu orðin góði frændinn sem klappar á öxlina á þér. Bandaríkin reka margþætta matvælapólitík, ekki aðeins gagnvart bændum heldur einnig sem aðilar að voldugum viðskiptablokkum. Þar fyrir utan er fríverslun ekki töfraformúla fyrir gull og græna skóga. Reynslan af innri markaði Evrópu er engin óskaauglýsing fyrir frjáls viðskipti. /Nationen, 26. febr. 2013, Kari Gåsvatn. Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2013 síðari hluti Rétt meðferð geldkúa skiptir sköpum í mjólkurframleiðslu Nýverið var haldið hið árlega fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku en þingið, sem kallast KvægKongres, var að vanda haldið í bænum Herning á Jótlandi. Hér fer síðari hluti umfjöllunar um fagþingið en fyrri hlutinn birtist í 6. tbl. Bændablaðsins 21. mars sl. Kýrin Ein málstofa fagþingsins kallaðist einfaldlega Kýrin, en þar var eðlilega áherslan lögð á kýrnar sjálfar og þeirra líðan. Danskar kýr endast fremur illa og að meðaltali ekki nema í 2,3 mjaltaskeið og má setja spurningamerki við hvort það sé ásættanleg ávöxtun af þeim mikla kostnaði sem felst í uppeldi kúa. Mikill munur er á þó á milli búa og hafa sumir bændur náð afar miklum og góðum árangri við það að fá betri endingu og einn þeirra bænda er Poul Henrik Jensen en hann hélt einkar fróðlegt erindi þar sem hann reyndi að skýra það af hverju kýrnar á hans kúabúi verða mun eldri en aðrar kýr. Skýrði hann það fyrst og fremst með vinnusemi og góðu atlæti við gripi sína en þess má geta að á meðan margir danskir kúabændur töpuðu á búum sínum árið 2012 þá skilaði bú Poul hagnaði. Poul nefndi sem skýringu á því að meðalkýr skili ekki hagnaði fyrr en 4-5 mánuðum eftir þriðja burð, en þá hefur hún greitt upp allan sinn uppeldiskostnað þ.e. fóður, vinnu og fastan kostnað. Hann leggur því allt kapp á að halda kúnum í fjósi sínu eins lengi og nokkur kostur er. Erindi um blendingskálfa var einnig áhugavert en í þeim löndum þar sem tekin hefur verið upp markviss notkun á kyngreindu sæði þá fæðast nú svo margir kvígukálfar, að flestir hafa svigrúm til þess að sæða með holdanautum til þess að fá blendinga. Af þessum sökum er lögð töluverð áhersla á ráðgjöf á þessu sviði í Danmörku og raunar fleiri löndum. Undanfarin ár hafa augu bænda og ráðgjafa opnast varðandi hið mikla mikilvægi réttrar geldstöðu, meðhöndlunar kúa í geldstöðu og góðs aðbúnaðar geldkúa fjarri mjólkandi kúm. Þrjú erindi á þessari málstofu komu öll inn á þetta og voru með þeim allra áhugaverðustu á fagþinginu enda var verið að kynna til sögunnar nýja danska staðla varðandi meðhöndlun geldkúa. Í erindum Kaspar Krogh, dýralæknis og landsráðunautar, og Ole Aaes, landsráðunautar í fóðrun nautgripa, komu fram þær forsendur sem liggja til grundvallar nýjum áherslum í Danmörku varðandi meðhöndlun geldra kúa s.s. reynslu af ólíku holdastigi kúa en í dag er ekki mælt með því að geldkýr hafi yfir 3,0 í holdastig, sem er lægra viðmið en notað hefur verið til þessa við almenna ráðgjöf. Skýringin á lækkun þessa gildis felast fyrst og fremst í bættri ræktun mjólkurkúa, en einnig í margskonar tilraunaniðurstöðum sem sýna m.a. að góð hold við burð ná ekki að bæta upp lítið át og þá sýna niðurstöðurnar einnig að heldur holdminni kýr nú til dags séu fyrr að ná fullri nyt en holdmeiri kýr. Hægt er að fræðast nánar um holdastig í erindi Sigtryggs Veigars Herbertssonar í Veffræðslu LK á naut. is. Þá hefur reynslan sýnt að þar sem mikill breytileiki er á holdum geldkúa aukast líkur á fóðrunarsjúkdómum verulega og sé geldstaðan of stutt kemur það beint niður á heildar mjaltaskeiðsafurðum. Margt annað fróðlegt kom fram í erindum þeirra Kaspars og Ole, en eitt erindi enn snéri að meðhöndlun geldkúa en það erindi flutti Christian L. Pedersen bústjóri á kúabúinu Gjorslev Gods Í einni málstofunni var fjallað um nautakjötsframleiðslu og þar m.a. kynntar hugmyndir um bætta nýtingu sláturafurða. Hér má t.d. sjá hvernig breyta má kálfahausum í eftirsótta vöru í suðurhluta Evrópu. Svona hálf kálfahausarúlla kostar 8,9 evrur pr. kíló út úr búð eða um kr. og er óhætt að mæla með því að áhugasamir skoði það á heimasíðu fagþingsins (sjá hér neðst). Þar fer hann nefnilega lið fyrir lið í máli og myndum yfir það hvernig þeim hefur tekist, með eftirtektarverðum árangri, að undirbúa kvígur og kýr fyrir komandi mjaltaskeið. Nautakjötsframleiðsla Að þessu sinni var ekki sérlega mikil áhersla á nautakjötsframleiðslu sem slíka en þó fjölluðu nokkur erindi um þennan þátt nautgriparæktarinnar. Holdanautabú eru all nokkur í Danmörku, en oftast eru þetta hliðarbúgreinar og reka fáir holdanautabú sem aðalbúgrein. Meðal áhugaverðra erinda þessarar málstofu var erindi um framtíðar markaðshorfur. Þar kom fram að þörf fyrir aukna framleiðslu nautakjöts er til staðar í dag, en þó er því spáð að aukningin á eftirspurn eftir nautaog lambakjöti muni ekki vaxa jafn mikið og eftirspurn eftir svína og alifuglakjöti á næstu 12 árum. Í spá alþjóðlega landbúnaðarbankans Rabobank, sem þarna var kynnt, kom fram að talið er að markaður fyrir nauta- og lambakjöt muni vaxa um 23% á næstu 12 árum, um 34% fyrir alífuglakjöt og um heil 39% fyrir svínakjöt. Sem svar við því að geta ekki vaxið jafn mikið og hinar stóru greinarnar, leita Danir á önnur mið m.a. að vinna enn betur úr afurðunum. Voru í því sambandi sýnd dæmi s.s. kálfahausarúllur og innmatssnakk en þessar afurðir eru í dag seldar í verslunum. Áður voru þær fyrst og fremst nýttar í gæludýrafóður og er virðisaukningin veruleg af breyttum notum og skilar bættum arði af framleiðslunni. Af öðrum erindum í þessari málstofu má nefna erindi um sjálfbærni við nautakjötsframleiðslu en það erindi byggði á niðurstöðum tilraunaverkefnis sem unnið var bæði í Danmörku og Svíþjóð. Tilgangur verkefnisins var að finna leiðir til þess að draga úr umhverfisáhrifum holdanautaframleiðslu en kolefnisfótspor framleiðslunnar er miklu stærra en þauleldisframleiðslu (kraftmikið eldi án beitar) enda þarf mun fleiri fóðureiningar til holdanautaeldis sem byggir á beit og tekur það auk þess lengri tíma. Í ljós kom að hægt er að minnka kolefnisfótspor framleiðslunnar með því að velja vetrarfóður kúnna (innskot: flestir holdanautabændur kaupa að gróffóðrið) með kolefnisfótspor þess í huga. Þannig megi draga úr umhverfisáhrifum framleiðslu með gripi á beit en alltaf séu þó minnstu áhrifin pr. framleitt kíló kjöts fólgin í þauleldi. Kúakynin og sauðfjárrækt Málstofur kúakynjanna voru nokkrar en þær voru um leið ársfundir útbreiddustu kúakynja landsins, sem eru Holstein-Friesian, Jersey og Rauðar danskar. Það kann að hljóma einkennilega að hafa á Fagþingi nautgriparæktarinnar í Danmörku sér málstofu þar sem fjallað er um sauðfjárrækt, en þar í landi heyrir sauðfjárræktin undir Nautgriparæktardeild Ráðgjafarmiðstöðvar Bænda samtakanna sem í daglegu tali nefnist Þekkingarsetur landbúnaðarins. Alls eru nú um 120 þúsund vetrarfóðraðar ær í landinu en meðalbúið er afar smátt og langflestir sauðfjáreigendur með sauðfé sem aukabúgrein. Á þessari málstofu voru einungis flutt tvö erindi. Annað var um sjúkdóma og smitvarnir, þar sem m.a. var dregin fram sú staðreynd að sjúkdómar í sauðfé geta mjög auðveldlega flust á milli búa með samnotkun á vélum og tækjum,

57 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl s.s. klaufskurðarbásum, fötum og stígvélum og slíku. Alltaf er rétt að minna á smitgát þegar farið er á milli búa og sér í lagi með búnað eða fatnað sem hefur komist í snertingu við skít. Þá var farið afar vel yfir útbreiðslu Schmallenberg-vírussins í Evrópu, en vírus þessi flyst með flugum og veldur vansköpun ef kýr eða ær smitast á vissu stigi meðgöngunnar. Kosturinn við þennan vírus er þó sá að dýrin mynda skjótt mótefni og fer sjúkdómurinn því hratt yfir og ætti ekki að valda miklum usla aftur. Hitt erindið var einnig afar áhugavert, en það fjallaði um notkun sauðfjár til þess að halda gróðri niðri á grænum svæðum í byggð með beit. Þó nokkuð er um það að sveitarfélög kaupi slíka þjónustu af sauðfjárbændum. Nokkuð misjöfn reynsla er þó af þessu kerfi í Danmörku og virðast a.m.k. enn sem komið er ekki margir sauðfjárbændur bera mikið úr býtum. Weidemann smávélar létta þér verkin Eigum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara Almennt Síðasta málstofan var svo almenns eðlis, þ.e. með erindum sem erfitt var að setja í einn flokk. Þarna mátti hlýða á mörg góð erindi, s.s. Lifðu lífinu í jafnvægi sem Solvejg Høj flutti, en hún er félagsráðgjafi og hefur sérhæft sig í að aðstoða bændur sem eiga í erfiðleikum í einkalífinu. Að hennar sögn er það mun algengara en fólk heldur að óhamingja sé til staðar, oft vegna álags sem fylgir því að vera í búskap og það sér í lagi hjá mökum bændanna. Hún nálgaðist erindi sitt á einkar áhugaverðan hátt, m.a. með því að skipta allsstaðar út orðinu kú í hefðbundnum glærum fóðurráðgjafa með kona og náði óskiptri athygli kúabændanna fyrir vikið. Önnur fín erindi voru flutt á málstofunni og snéru þau að ráðgjöfum bændanna, hvernig þeir geti Innmatur stórgripa er oft vannýttur og endar hreinlega oft sem gæludýrafóður. Sé hann rétt meðhöndlaður þykir þetta herramannsmatur í sumum löndum. Hér má sjá framleiðsluferilinn sem svo endar með niðurskornum smábitum sem nýttir eru m.a. í sérstaka súpu. Þessi vara er seld á um 4,5 evrur pr. kíló út úr búð eða um 700 kr./kg. m.a. bætt sig í framkomu. Veki efnið hér fyrir neðan áhuga má nálgast öll erindin (flest á dönsku, sum á ensku) á heimasíðu fagþingsins: www. kvaegkongres.dk. Neðst á síðunni eru marglitir kassar sem standa fyrir hverja málstofu sem hér hefur verið lýst, sem og í fyrri samantektinni. Snorri Sigurðsson Nautagriparæktarsviði Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku. Weidemann 1140CX30 25 hestafla Lyftigeta 798 kg í beinni stöðu Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng Verð kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) husa.is Erum að fá í hús! GIRÐINGAR EFNI Weidemann 1160CX30 35 hestafla Lyftigeta 995 kg í beinni stöðu Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng Verð kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) MIKIÐ ÚRVAL FRÁBÆRT VERÐ FAGMANNA KLÚBBUR NÚ LÍKA FYRIR BÆNDUR! ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG? Weidemann 1240CX35 35 hestafla Lyftigeta 1151 kg í beinni stöðu Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng Verð kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) Nýtið ykkur hagstætt gengi og gerið góð kaup í Weidemann smávélum HLUTI AF BYGMA ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 Dalvegi Kópavogur Sími

58 58 Lesendabás Landsbyggðirnar og framtíð sveitanna! Í tengslum við nýafstaðinn ársfund Byggðastofnunar sem haldinn var í Varmahlíð í Skaga firði var haldið fróðlegt málþing undir yfirskriftinni Brothættar byggðir ný nálgun. Þar var til umfjöllunar vinna Byggða stofnunar og fleiri aðila með íbúum nokkurra byggðarlaga sem skera sig úr hvað varðar mikla fólksfækkun, erfitt atvinnuástand og óhagstæða aldursþróun undangengin ár. Fulltrúi Byggðastofnunar rakti framgang verkefnis sem stofnunin ásamt Norðurþingi, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Háskólanum á Akureyri o.fl. hefur unnið að undanfarna mánuði með íbúum Raufarhafnar. Fulltrúi íbúasamtaka á Bíldudal lýsti horfum og væntingum þar í tengslum við sambærilegt verkefni. Fjallað var um tækifæri og möguleika ferðaþjónustunnar í strjálbýlinu frá áhugaverðu sjónarhorni (ferðaþjónustan sem ylrækt) og loks var afar upplífgandi erindi um ævintýrið á Siglufirði. Þróun umræðunnar um byggðamál hefur verið athyglisverð að undanförnu og á Byggðastofnun og ekki síst formaður stjórnar Byggðastofnunar, Þóroddur Bjarnason, hrós skilið fyrir frumkvæði í að breikka og dýpka umfjöllun um þennan mikilvæga málaflokk. Í sem stystu máli má segja að nú sé í fyrsta lagi farið að tala um landsbyggðirnar í fleirtölu í stað þess að fjalla um landsbyggðina sem einsleitt mengi. Það endurspeglar mun betur veruleikann eins og hann er. Þrískipt Ísland Í grófum dráttum má segja að í byggðalegu tilliti sé Ísland þrískipt. Það er höfuðborgarsvæðið sjálft, síðan stórbaugurinn umhverfis höfuðborgarsvæðið með um 100 km radíus þar sem verulegra áhrifa af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið gætir. Loks landsbyggðin eða öllu heldur landsbyggðirnar þar fyrir utan. Og það er einmitt málið; landsbyggðirnar þar fyrir utan. Þar innan er að finna mikinn breytileika allt frá svæðum eins og Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu þar sem verið hefur nokkuð samfelld fólksfjölgun og allmörg svæði og byggðarlög önnur sem standa bærilega. Á hinum endanum er að finna einstakar byggðir eða svæði þar sem staðan er orðin mjög brothætt. Við slíkar aðstæður er það niðurstaða Byggðastofnunar að til þurfi nýja nálgun, sértækar aðgerðir og vinnu með íbúum þar sem hin almennu stuðningsúrræði á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og byggðaaðgerða dugi ekki ein til. Byggðastofnun var tryggt fé, 50 milljónir króna, á fjárlögum yfirstandandi árs til að vinna sam kvæmt þessari nýju aðferðafræði. Það, ásamt sóknaráætlunum lands hlutanna með nýjum fjármunum upp á 400 milljónir króna þrátt fyrir þröngan fjárhag ríkisins, sýnir ásamt mörgu fleiru í verki vilja núverandi ríkisstjórnar. Byggðamál eru eilífðarmál Róm var ekki byggð á einum degi og verður það ekki heldur í þessu tilviki. Byggðamál eru eilífðarmál og kalla á sífellda og viðvarandi athygli og aðgerðir. Nokkur forgangs verkefni munu skipta miklu um þróunarmöguleika strjálbýlisins á Íslandi og aukið jafnrétti í byggðalegu tilliti: 1. Gera þarf heildaráætlun um ljósleiðaravæðingu alls landsins. Stjórnvöld þurfa í samstarfi við þá sem veita fjarskiptaþjónustu að finna heppilegustu leiðir og eftir atvikum stuðla að því með fjárhagslegum stuðningi að allir íbúar landsins njóti innan ásættanlegs tíma, t.d. 3-5 ára, fullnægjandi þjónustu í þessum efnum. Ef ekkert verður að gert bendir margt til að framvindan verði of tilviljankennd og ákveðin svæði verði útundan. 2. Við næstu endurskoðun samgöngu áætlunar þarf að gera sérstaka áætlun um átak í uppbyggingu tengivega og hvers kyns hliðarvega út frá meginleiðum. 3. Í fjárlögum áranna 2014 og 2015 þarf að taka tvö seinni skrefin í að jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum (í fjárlögum yfirstandandi árs er tekið um þriðjungsskref í þeim efnum). Með hitaveituvæðingu þéttbýliskjarna eins og Skagastrandar og vonandi einnig Hafnar í Hornafirði fækkar enn í þeim hópi landsmanna sem ekki njóta hlunnindanna af heitu vatni til húshitunar og annarra þarfa. Að sama skapi verður hlutfallslega minna mál og sjálfsagðara að jafna stöðu þeirra sem eftir sitja. Þá má einnig benda á þá möguleika er opnast á grundvelli laga sem taka kyntar veitur svo sem trjákurlsveituna á Hallormsstað inn í kerfið. Alþingi samþykkti á lokametrunum frum varp frá undirrituðum þar um. 4. Vinna þarf áfram á þeirri braut sem tilkoma náms á framhaldsskólastigi í fleiri byggðarlögum undanfarin ár hefur markað. Framhaldsdeildir eru nú starfræktar á Patreksfirði, Þórshöfn og Hvammstanga, Hólmavík bætist við í haust og Vopnafjörður er í undirbúningi. Framhaldsskóli í Fjallabyggð sem fór af stað á botni kreppunnar, allt hefur þetta sannað gildi sitt. 5. Áfram á að færa aukin verkefni, fjármuni, áhrif og störf frá ríki til sveitarfélaga. Vel heppnuð yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna í tíð núverandi ríkisstjórnar sem einnig fór fram á botni kreppunnar og þrátt fyrir hana á að vera mönnum hvatning í þeim efnum. Næst eru það málefni aldraðra og meiri samþætting allrar nærþjónustu á hendi sveitarfélaganna eða í samstarfi þeirra. 6. Hér læt ég staðar numið að sinni. Með batnandi þjóðarhag og ekki síst þeirri staðreynd að afkoma ríkissjóðs er nú að komast í jafnvægi á nýjan leik, sem svo sannarlega hefur kostað fórnir, eru möguleikar til að hrinda þessum og fleiri þjóðþrifamálum í framkvæmd allt aðrir og betri til næstu ára litið. Steingrímur J. Sigfússon Höf. er atvinnuvega- og nýsköpunar ráðherra og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Það vorar Veðurblíðan undanfarinn mánuð fyllir mann bjartsýni og tilhlökkun að geta aftur farið að taka til í garðinum, gróðursetja nýjar plöntur og hlúa að. Ótímabæru hausthretin, sem beygðu sumar plöntur og greinar undir snjó sem fór ekki aftur fyrr en nú og í sumum landshlutum liggur enn sem hjarn, hafa eflaust brotið, beygt og kæft einhverjar plöntur. Þá þarf að hlúa að og gróðursetja í skörðin. Á stórum hluta landsins fóru þessi veður ómjúkum höndum um bændur og búfé þeirra, sem fórst hundruðum saman og hraktist af veðrum. Um endanlega úrlausn þeirra mála er enn óséð hvernig kemur undan vetri, þó að fjárhagslegt tjón hafi verið bætt að nokkru. Bændaþjóðfélagið ól upp sterka hlyni og sveigjanlegar eikur með djúpar rætur, sem eru ýmsum veðrum vön að standa af sér þó að næði um börkinn. Þetta á einnig við um mannlífið í landinu. Efnahagshrunið svokallaða liggur enn sem mara á þjóðinni með óuppgerðum bakreikningum á þá sem létu þar greipar sópa um efnahag og varasjóði landsmanna. Sú rústabjörgun sem fram hefur farið síðan hefur að mestu farið í að hreinsa til í kringum bankahallirnar og koma sem flestu í samt lag þar innan dyra, en mannfólkið stendur enn velkt, ráðvillt og skjálfandi á bjargbrún blindgötunnar sem það var statt á þegar þetta gjörningaveður ágirndarinnar skall á. Fjárbændur norðurhjarans lögðu nótt við dag að bjarga því sem bjargað varð úr fönn og undan veðri við að koma skepnum sínum í hús. Ráðamenn þjóðarinnar láta sig litlu varða þó að fjölskyldur standi húsnæðislausar á götunni eftir missi íbúða sinna í eignatilfærslu hagvaxtarþjónustunnar. Þar er nú séð um að tillitssemi og ábyrgðartilfinning séu ekki að flækjast fyrir í ábatasömum viðskiptum sumra. Á Alþingi Íslendinga hefur að undanförnu ríkt norðurskauts fimbulvetur, svo að sá hafís sem þar hefur myndast liggur landfastur enn og óséð um hvernig úr muni rætast. Það staurblinda skilningsleysi á aðkallandi úrlausnarefnum samtímans og miskunnarlausa tillitsleysi við mannlega reisn er ekki traustvekjandi, þegar mikið liggur við að víðsýni og fyrirhyggja vinni vel saman við að leggja grunninn að þjóðfélagi framtíðarinnar. Áður var með kvótakerfi og frjálsri sölu á veiðileyfum og framleiðslurétti í landbúnaði búið að rústa heilbrigðri og heiðarlegri þróun í atvinnugreinunum, en nú veltur framtíð þjóðarinnar á að vel takist til við að leggja undirstöður að uppbyggingu þessara atvinnugreina á ný, með framsýnni lagasetningu. Því hvað sem hver segir þá verður því ekki haggað að þeir sem byggja þetta eyland úti í íshafi norðursins eiga allt sitt undir því að vera sjálfum sér eins nægir um fæðuöflun og nokkur kostur er, ef eitthvað bjátar á í aðdráttum. Í stríði lokast leiðir um loft og haf, breytt veðurfar og uppskerubrestur í öðrum löndum gerir þau ekki aflögufær í hallæri, gjaldeyrishöft ofl. geta ófyrirsjáanlega komið í veg fyrir viðskipti milli landa. Framleiðslan innanlands skapar atvinnu og mikil verðmæti, innflutningur kostar gjaldeyri, en útflutningur héðan á hágæðavöru gæti orðið eftirsóttur og mikil tekjulind. Landrými og landkostir bjóða upp á margbreytilega möguleika. Sorglega staðreyndin er sú að ráðandi öfl í þjóðfélaginu hafa á undanförnum áratugum róið að því öllum árum með lagasetningum að leggja niður landbúnað í sveitum og útgerð frá þorpum og kaupstöðum vítt og breitt um landið, og þar með byggð, því þegar atvinnan er frá fólkinu tekin þá flytur það eðlilega, nauðugt, viljugt á eftir, þar sem enginn getur framfleytt sér og sínum nema vinna fyrir kaupi í þjóðfélagi peninganna. Þetta þjóðfélag hefur verið rekið í þágu fárra undanfarið. En sú spilaborg hrundi! Nú er það stóra spurningin hvers konar þjóðfélag við viljum byggja hér upp aftur. Það hlýtur að verða öllum affarasælast að þróa byggð um landið allt eftir landkostum. Skipulag byggðar þrífst alls staðar best þar sem sveitin og ströndin vinna saman í atvinnuuppbyggingu og þjónustu við fólkið. Sá þekkingarsnauði misskilningur að ala á ríg og vanmati þar á milli skaðar þjóðfélagið bæði leynt og ljóst. Því menningartengd ferðamannaþjónusta framtíðarinnar mun líka byggjast að stærstum hluta upp á því sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða í fæðu og fegurð til andlegrar og líkamlegrar endurnæringar. Óþol þéttbýlisbúans leitar einnig upprunans í faðmi landsins. Það er því mikil skammsýni sem ríkt hefur í vanmati stjórnvalda á landsbyggðinni og þeim sem þar kjósa að búa. Vonandi er ekki að verða hver síðastur að snúa við þeirri öfugþróun, það er nefnilega svo margt sem þolir enga bið að laga og bakfæra í rangfærslum og pólitískri refskák stjórnmálamanna að undanförnu. Er þar fyrst að nefna heilbrigðiskerfið, sem hefur verið leikið svo grátt að það er af þeim sökum orðið stórhættulegt einmitt þeim sjúku sem það á að þjóna! Samþjöppun í þágu sparnaðar, segja pólitíkusar. Sparnaðar fyrir hvern? Áreiðanlega ekki fyrir sjúklingana og aðstandendur þeirra, sem þurfa að aka eða fljúga landshorna á milli til að komast undir læknishendur, með margföldum kostnaði og óþægindum, því vel búnar heilbrigðisstofnanir í heimabyggð mega ekki sinna sínum tilgangi, dýr tæki bíða eftir notkun. Og læknarnir flýja land! Enginn ræðst til starfa á ný, fólkið helst ekki við þar sem lífsöryggið er frá því tekið. Fæðandi konur verða að ferðast (og fæða stundum) í ófærð og hvaða veðri sem gefur yfir heiðar og fjöll, til að koma börnum sínum í heiminn. Ella dvelja í nálægð eða á tilskipuðu sjúkrahúsi óákveðinn dagafjölda fyrir fæðingu, fjarri heimkynnum sínum þar til stundin rennur upp. Það er ekki undarlegt þó að keisaraskurðum fjölgi nokkuð við svona aðstæður, og varla er það sparnaðarráðstöfun. Þetta er forgangsverkefni að laga aftur því fljótvirkasta leiðin til að þurrka út byggð í landinu er að taka frá fólki öryggið í heilbrigðisþjónustu og skólamálum. Enginn núlifandi Íslendingur á að þola slíkt, til þess hefur fólk borgað sína skatta og lagt fram krafta sína í sameiginlegan rekstur öryggisstofnana samfélagsins. Aðgengileg heilbrigðisþjónusta og skólar í heimabyggð eru forsendur fyrir búsetu fólks, ásamt atvinnu við hæfi. Að laska það kerfi eins og nú hefur verið gert er því fljótvirkasta ráðið til að leggja niður byggð í landinu. Fjarskiptaþjónusta nútímans gefur alls konar möguleika til úrlausnar hvar sem er á landinu. Staðfastar ákvarðanir ráðandi afla undangenginna áratuga að flytja allt og alla á einn þéttbýlisstað á Suðurnesjum ganga ekki upp, eins og reynslan sannar. Heilbrigðisþjónusta höfuðborgarsvæðisins annar ekki lengur fólksfjölgun þar, hvað þá að hún sé aflögufær með sjúkrarými eða tíma fagfólks við að sinna landsbyggðarbúum, nema í undantekningartilvikum. Enda óþarft ef kerfi landsbyggðarinnar væri virkt og atvinna fólks við þá iðju lækna og umönnunarþjónustu tryggð til frambúðar. Af sárri reynslu má sjá hvílík afglöp það eru að draga þannig saman eins og gert hefur verið í þessum efnum. Fólkið í landinu má ekki láta það líðast en verður að krefjast þess af þeim sem næst veljast til valda að þessum málum verði kippt í lag. Það er mikið umrót í þessu þjóðfélagi nú, sem engan þarf að undra eftir það sem á undan er gengið. Hitt vekur mörgum meiri furðu, ef þroski þjóðarinnar er ekki meiri en svo að allt verði sett aftur í sama far sóunar og græðgi, með aðeins örfárra einstaklinga fjármagnshag í huga. Þegar líf almennings og starf er í húfi og framtíðar búsetuþróun í uppnámi. Er Íslands óhamingja að verða svo algjör að ekkert þessara mörgu framboða hafi á að skipa því fólki sem treystandi sé til að byggja hér upp réttlátara þjóðfélag? Fólk bíður eftir að heyra þær raddir og sjá þann vilja er vert verði að ljá atkvæði sitt til brautargengis við að byggja hér upp þá samfélagsgerð sem setur mannkosti og samhjálp í öndvegi, gengur um lífríki náttúrunnar af virðingu og metur gjafir hennar að verðleikum. Gömlu gildin: heiðarleiki, nýtni og sparsemi, eru enn óyggjandi máttarstoðir undir framtíðarlausnir. Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja er gott heilræði, því af ótal mistökum má margt læra og varast, en einnig nýta það sem vel hefur reynst, þróa áfram og laga að nýrri tækni. Gott er að byrja á að finna þær öndvegissúlur aftur. Þær dugðu vel aldamótakynslóð síðustu aldar, við að þróa og byggja upp þá stökkbreytanlegu þjóðfélagsgerð sem í deiglunni var á því tímabili harðindanna um bæði hér heima og landnemunum vestan hafs. Það er ögrun, en um leið mikil gæfa og gleði ef vel tekst fyrir unga fólkið nú á dögum, að eiga þann valkost að mega taka þátt í að byggja hér upp og skapa mannvænna þjóðfélag. Með nánari tengingu borgar og landsbyggðar og auknum skilningi á þörfum hvorutveggja til samvinnu og samábyrgðar. Þar sem gamla sjálfsþurftar bændaþjóðfélagsgerðin er liðin undir lok að mestu en ótal ónotaðir og ókannaðir möguleikar til að skapa í staðinn fjölþætta atvinnuflóru á landsbyggðinni, með gróandi þjóðlíf og glaða, heilbrigða æsku bíða úrlausnar. Nú bíðum við kjósendur eftir vísbendingu þeirra sem bjóða sig fram til að skapa þessa framtíð. Skrifað 4. apríl 2013 Guðríður B. Helgadóttir.

59 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl DEKK Ný heimasíða & verslun Opnunartilboð á völdum vörum aðeins í stuttan tíma eða á meðan byrgðir endast allt að 40% afsláttur Vacuum pökkunarvél -20% Flotveiðivesti -40% Vog/pundari -15% Demantsbrýni -20% Gleraugu 6 litir af linsum -10% Uppblásin björgunarvesti -30% Heyrnarhlífar -40% Og fullt af öðrum vörum á miklum afslætti Námsskeið: Aðlögun að lífrænum búskap fyrstu skrefin Námsskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík föstudaginn 19. apríl 2013 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar. Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eða í síma og Þátttökugjald: Kr Lífræna akademían er samstarfsverkefni fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu Dráttarvéladekk - Radial Dráttarvéladekk - Nylon Dráttavéla framdekk Vagnadekk Smádekk - Grasmunstur Verð geta breyst án fyrirvara Stærð Stærð Stærð Stærð Stærð Verð frá m/vsk 320/70 R /85 R /70 R /70 R /70 R /65 R /65 R /65 R /85 R /85 R /70 R /85 R , /65 R /65 R /65 R /65 R /85 R /70 R /85 R /85 R /70 R /70 R /70 R /65 R /65 R /65 R Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk / / / / / / / / / / / / Verð frá m/vsk 13x x x x x x x x x x x x x x x Kambdekk -3RIB Stærð Verð frá m/vsk Fínmunstruð dekk Stærð Verð frá m/vsk x x / x x Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk 4.80/ x x x x /80 R /55 R /80 R /70 R /80 R /60 R /80 R /80 R /50 R Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi Bílabær Borgarnesi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi KM. Þjónustan Búardal G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb KB Bílaverkstæði Grundarfirði Dekk og smur Stykkishólmi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Suðurland Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík / SÍMI Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu N1 Bíldshöfða Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði Meira í leiðinni

60 60 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Lesendabás Hraðar breytingar í landbúnaði næstu árin Landbúnaðurinn mun breytast af enn meiri hraða næstu árin finnst þá kannski mörgum nóg um. Það hafa orðið sömu byltingar þar og í veiðum og vinnslu á fisk. Fullvinnsla á fisk og markviss markaðssetning hefur aukið margfalt verðmæti afla af okkar fiskmiðum. Því skulum við fylkja okkur að baki þeim sem tala af framsýni um hag landbúnaðar og sjávarútvegs að bættum lífskjörum og hag heimilanna. En um hvað er talað? Samtök verslunarinnar á Íslandi eru í valdabaráttu um að komast í að geta grætt meira en áður af matarverslun. Fréttatími laugardagskvöldsins 30. mars var dæmi um það. En hvað stóð þar upp úr? Jú, það mátti bæta hag heimilanna, með því að lækka verð á kjúklingabringum, geitaosti, nautalundum, parmesan osti. Annað hvort lifi ég ekki sama hversdagslífi og neytendur þeir sem kaupmenn hafa í huga eða að Samtök verslunarinnar vilja ekki ræða um verðlag á almennri neysluvöru. Alþjóðlegur samanburður segir matarverð á Íslandi vera sambærilegt og lægra við helstu nágrannalönd okkar. Vörur eins og mjólk, kjöt og slíkar vörur eru almennt á sambærilegu verði. Hins vegar ber að taka undir með þeim sem vilja berjast fyrir almennt betri kaupmætti og auknum ráðstöfunartekjum. Íslendingar eru að bíða eftir breytingum sem færir þeim von um betri tíma, og viðreisn í okkar samfélagi. Slíka viðreisn er ekki að finna í að fórna grundvallarhagsmunum landbúnaðar og sjúkdómavarna til verndar lýðheilsu og dýraheilbrigði. Hún felst í að létta á álögum, sköttum og sækja fram af krafti. Efla atvinnu, sækja sjóinn og byggja upp. Skapa vinnufrið í sjávarútvegi. Málið snýst um viðhorf og samfélagsgerð. Hvað sem líður álagningu smásöluverslunnar og hag hennar, má aldrei slíta umræðuna úr samhengi. Samhengi hlutanna er að vinna og framleiða sem mest hér á landi. Spara gjaldeyri og afla gjaldeyris, efla atvinnu, nýta gjafir náttúrunnar og gæta að umhverfinu. Um þetta þarf að skapast meiri sátt. Við viljum versla í heimabyggð, velja íslenskt. Framleiðendur á fiskafurðum segja að bilið á milli neytenda og þeirra sem veiða og vinna fisk hafi aldrei verið meira. Munur á skilaverði á fisk og útsöluverð í erlendum stórmörkuðum sjaldan meiri en nú. Þannig er valdabarátta um verðmyndun ekki aðeins hér á landi. Er arðsemiskrafan sem gerð er á verslun kannski of há? Hvað með ítrekuð brigsl um svindl á matvöru? Er ekki mál að linni að hlaupið sé upp og hagsmunum Haraldur Benediktsson milliliða hampað á kostnað bænda og sjómanna? Hver hefur í kosningabaráttunni í vor talað um hagsmuni bænda sem hafa tekið á sig stöðugt hærri framleiðslukostnað? Þann vanda geta aðeins sterk stjórnvöld tekið á og þau eru ekki við völd núna. Eða gert útgerðum kleift að takast við lækkandi afurðaverð, á sama tíma og aðkallandi endurnýjun og fjárfestingar kalla á. Er afkoma verslunarinnar svo slæm að hún telji sig geta bætt hana fyrst og fremst með hærri álagningu á mat? Hvað þarf mikla álagningu til að standa undir arðgreiðslum til þeirra sem fest hafa fjármuni í hlutabréfum í verslanakeðjunni Högum? Á það að allt koma fram í matarverðinu? Er tæplega 90 milljarða afskrift á lánum til fyrirtækja í verslun og þjónustu ekki talandi dæmi um vanda þeirrar atvinnugreinar? Hann verður ekki leystur með innflutningi á hráu kjöti. Verslun á að ganga vel, rétt eins og frumframleiðendum, afurðastöðvum eða öðrum sem þjónusta veiðar, vinnslu og smásölu. En það þarf að ganga fram af hógværð. Ný stjórnvöld verða að vinna að bættu rekstrarumhverfi bænda, útgerða og annarra sem vinna og skapa verðmæti. Verslunin þarf líka skilning á hagsmunum sínum. Sykurskattur, vörugjöld og framvegis ruglar verðmyndun, en svar verslunar á ekki að vera að ráðast á forsendur annara atvinnugreina. Við þurfum breytingar ekki meira af því sama. Heldur raunveruleg stjórnarskipti þau verða aðeins með sterkri kosningu Sjálfstæðisflokksins. Annað er meira af því sama með aðeins breyttum andlitum. Haraldur Benediktsson Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Íslenskur landbúnaður til framtíðar Á mektarárum frjálshyggjunnar var það viðhorf áberandi að land búnaður á Íslandi væri baggi á neytendum og samfélaginu til trafala að dragnast með svo gamal dags atvinnustarfsemi. Þá var ein blínt á mikinn hagnað og að ná honum mjög hratt, ávöxtun eiginfjár yrði að vera samkeppnishæf við banka starfsemi og verðbréfa sölu því annars væri allt í plati. En hrunið breytti þessu eins og mörgu öðru. Skyndilega varð þorra al mennings ljóst að sú skoðun sem m.a. Vinstri græn höfðu haldið ákveðið á lofti, að hinar hefðbundnu atvinnu greinar hér á landi ættu sér framtíð, var hreint ekki út í bláinn. Jafnframt reyndist æði margt í fjármálageiranum hafa verið í þessu fræga plati og það var yfirleitt frekar dýrt plat. Að mati Vinstri grænna á landbúnaður á Íslandi að byggjast á nýtingu landgæða og endurnýjanlegra auðlinda með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Engin kynslóð hefur rétt til að byggja sína afkomu á því að ganga á rétt næstu kynslóða til að lifa eðlilegu lífi. Þess vegna er það nauðsyn að vinna með náttúrunni og ganga ekki á hana umfram það sem hún þolir. Bændur styrktu sína stöðu Landbúnaðurinn var ein þeirra atvinnugreina sem hélt nokkuð vel sínu striki í gegnum hrunið og verstu afleiðingar þess, þrátt fyrir ágjöf. Það er staðreynd að störfum í landbúnaði hefur fjölgað eftir hrun og störf við úrvinnslu landbúnaðarvara eru álíka mörg og þau voru fyrir hrun. Framlag landbúnaðarins til að halda hér uppi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir atvinnustigi var því umtalsvert á árunum Að ýmsu leyti hefur bændum tekist að styrkja sína stöðu á síðustu árum og það má að nokkru rekja til stöðu krónunnar. Gengi hennar er nú nærri því sem samfélagið ræður við og því er staða landbúnaðarins gagnvart útflutningi raunsönn nú samanborið við stöðu atvinnugreina sem byggja meira á innflutningi. Sömuleiðis er samanburður á verði innfluttra matvæla og innlendra mun réttari nú þegar gengið má teljast eðlilegt. Raunar sýna óháðar kannanir, s.s. frá Norrænu ráðherranefndinni, Hagstofu Íslands og Eurostat, að matvælaverð hér á landi er það lægsta á Norðurlöndum. Framlag landbúnaðarins skiptir máli Framlag landbúnaðarins til samfélagsins er nú rúmir 50 milljarðar á ársgrundvelli og ef tekið er tillit til afleiddrar starfsemi eins og vinnslu afurða er það líklega nærri 130 milljörðum. Þótt megináhersla sé lögð á framleiðslu fyrir innanlandsmarkað er útflutningur þó um 11 milljarðar á ársgrundvelli. Leiddar eru að því líkur að a.m.k. 12 þúsund manns hafi atvinnu af landbúnaði þegar allt er talið. Af framangreindu er ljóst að mikilvægi landbúnaðarins fyrir atvinnulífið er umtalsvert og eru þá ótalin ýmis hliðaráhrif, s.s. á menningu og varðveislu menningararfs. Ferðaþjónusta í sveitum er orðin stór atvinnugrein sem byggir tilveru sína að verulegu leyti á nábýli við landbúnaðinn. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði teljum að framtíð góðs mannlífs á Íslandi sé að nokkru undir því komin að hér þrífist öflugur og framsækinn landbúnaður. Jafnframt beri að styðja við landbúnaðinn vegna mikilvægis hans fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Um allan heim er landbúnaður styrktur beint og óbeint og því er óhugsandi að slík atvinnugrein geti þrifist við okkar aðstæður án stuðnings sem er a.m.k. til jafns við það sem gerist í nálægum löndum. Þessa skoðun berum við kinnroðalaust á borð fyrir hvern sem er. Ég óska öllum sem starfa að íslenskum landbúnaði alls hins besta, með von um sólríkt vor og bjarta framtíð. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi Er athafnafrelsi á Íslandi? Svarið er nei. Fólkið í landinu þarf að geta um frjálst höfuð strokið og það þarf að hafa fjárhagslegt öryggi til að eiga í sig og á, en er það svo í okkar þjóðfélagi? Langt í frá. Sá viðskilnaður sem þingmenn á allt of mörgum undanfarandi þingum hafa boðið kjósendum upp á er ekki sæmandi. Að meðaltali eru 4 fjölskyldur bornar út af heimilum sínum á dag vegna þess að við búum við óraunhæft lánakerfi sem stökkbreytist nánast mánaðarlega. Fólk stendur ráðalaust vegna vanskila og hvergi fær það úrlausn á sínum málum. Er það þjóðþinginu sæmandi að hundruð fjölskyldna verði að leita til hjálparstofnana til að fá mat til að halda lífi? Það er ekki björt framtíð hjá þjóð þar sem vel menntað, duglegt, vinnufært fólk flýr land unnvörpum til að bjarga sér og sínum, án þess að þingmenn geri nokkuð til að stöðva þá óheilla þróun. Sér þingheimur ekki að þetta fólk er ómetanlegur aflgjafi fyrir framtíðar þróun samfélagsins? Mér sýnist þeir flokkar sem hafa skipst á að stjórna landinu á undanförnum þingum hafa enga framtíðarsýn eða þjóðarstolt. Einar gamli Guðfinnsson, farsæll og duglegur útgerðarmaður í Bolungarvík, sagði mér eitt sinn að hann skildi ekki hvers vegna allir á Íslandi gætu ekki lifað sómasamlegu lífi eins og landið væri gjöfult og gott. Hér gætum við öll lifað eins og kóngar. Þessi góði maður og aðrir slíkir vissu það að stjórnmál og geta fóru ekki endilega saman. Bændur eru ein fátækasta starfsstétt landsins og veit ég það fyrir víst að allt of margir þeirra eru illa settir. Nýliðun í stéttinni er nánast ómöguleg vegna lánakerfisins, og þeir sem sitja jarðirnar hafa ekki efni á að eðlilegri endurnýjun á tækjum Ásgeir Pétursson og viðhaldi á húsum. Stanslaus krafa er um lægra matvælaverð en á meðan hækka aðföngin. En eitt er víst, að ekki er hækkandi verð á matvörum að lenda í vösum bændanna. Vegna reglugerða frá ESB er búið að breyta sláturhúsum, kjötvinnslum og mjólkurstöðvum fyrir jafnvel hundruð milljóna og hefur einn forstjórinn sagt mér að það taki minnst 20 ár að greiða þá fjárfestingu niður. Hver þarf að greiða þá upphæð? Jú, auðvitað neytandinn en ekki kröfuhafinn ESB. Á sama tíma er rakinn harður áróður fyrir innflutningi af erlendum búvörum niðurgreiddum af ESB. Merkilegt er það þó að eftir að allar þessar reglugerðir tóku gildi í Evrópu er orðið svo dýrt að slátra skepnum í nýju fínu sláturhúsunum að það er ódýrara að keyra gripina til Rúmeníu og Póllands og frakta kjötið svo aftur til baka. Hefði nokkur maður t.d. trúað því að ekki er einum einasta kalkúni lengur slátrað í Danmörku? Hef ég það eftir dönskum bændum sem sjálfir eru orðnir mjög argir út í ESB að kjúklingar eru framleiddir og slátrað í Rúmeníu og víðar austur þar og þeir svo fluttir til Danmörkur og pakkað í danskar umbúðir og svo er þetta selt sem danskir kjúklingar. Góður vinur minn Jón M. Guðmundsson heitinn bóndi á Reykjum, mikill framámaður í íslenskri bændastétt, sagði mér eitt sinn að sú þjóð sem kæmi illa fram við bændur sína ætti ekkert gott skilið. Ég verð að vera sammála þessu og að við verðum að hlúa að bændum okkar því þetta er dugandi fólk sem leggur metnað sinn í að framleiða góðar vörur. Duglegum athafnamönnum má ekki hegna með óraunhæfum kröfum og reglugerðum framleiddum í Brussel þannig að sjálfsbjargarviðleitni þeirra sé brotin aftur. Margir segja að ekki sé hægt að breyta neinu hér á landi að atkvæðið sé dautt, stjórnmálamenn séu allir að ota sínum tota, hér sé tilgangslaust að kjósa, hér breytist ekkert. En ég segi að þessu er hægt að breyta, það þarf vilja til og hann hef ég séð í hugsjónum Hægri grænna. Þeir hafa raunhæfa lausn sem ég hef kynnt mér og heyrt hjá hagfræðingnum Ólafi Arnarssyni sem þjóðin þekkir frá ljósvakamiðlum. Þessi lausn er talin fljótvirk og koma heimilum og fyrirtækjum til góða vegna þess að fólkið geti endurheimt frelsi sitt til athafna. Góðir Íslendingar, það er von, til þess þurfum við kjark, til að breyta óásættanlegum lífsskilyrðum okkar. Kynnið ykkur framtíðarsýn Hægri grænna og takið þátt í nýrri framtíð fyrir okkur öll xg.is Ásgeir Pétursson, Fyrrverandi millilandaskipstjóri og núverandi bóndi.

61 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Hrafnseyri við Arnarfjörð. Mynd / HS Vestfjarðalistinn: Hvaða ráð eru til viðreisnar á Vestfjörðum? Nokkrir Vestfirðingar hafa sett saman svokallaðan Vestfjarðalista sem innlegg í umræðu dagsins og birtist hér hluti hans. Við erum ekki að heimta auknar fjárveitingar úr ríkissjóði en bendum á að stjórnvöld þurfa að búa nokkuð í haginn með markvissari hætti en verið hefur um sinn. Grundvallaratriði er að Vestfirðingar fái að bjarga sér sjálfir. Sjávarútvegur Gefa ætti krókaveiðar frjálsar á minni bátum þegar þeim hentar. Úthluta til dæmis tonna frumbyggjarétti í ýmsum tegundum til valinna staða hér vestra og láta sjá hvort slíkt hefði ekki heillavænleg áhrif á viðkomandi byggðarlög. Þetta yrðu að sjálfsögðu sértækar aðgerðir, en aðrir staðir sem eru í svipaðri aðstöðu gætu komið á eftir. Sjómenn, fiskvinnslufólk, fiskverkendur og útgerðarmenn sem lögheimili eiga á viðkomandi stöðum verða að koma sér saman um framkvæmd veiðanna og vinnslu. Þessar aflaheimildir verði ekki framseljanlegar. Landbúnaður Ríkisjarðir á Vestfjörðum sem ekki eru nýttar í dag verði auglýstar lausar til ábúðar eða notkunar í ýmsu atvinnuskyni. Stjórnvöld beiti sér einnig ákveðið fyrir því að jarðir í einkaeign, sem ekki eru í notkun, verði nýttar á ýmsan markvissan hátt. Kemur þar margt til greina, sé rétt að staðið. Fiskeldisbóndinn á Bakka í Dýrafirði sannprófaði, og notaði til þess ellistyrkinn sinn meðal annars, að hægt er með lygilegum árangri að rækta silung í hinu ískalda vestfirska vatni sem hvarvetna rennur lítt notað til sjávar. Hér gæti orðið um vistvæna vestfirska stóriðju að ræða bara ef menn vilja. Og flettið svo Bændablaðinu og sjáið þar ótal dæmi um alla þá grósku og tækifæri sem felast í sveitum þessa lands. Vestfjarðasjóðurinn Settur verði á laggirnar tryggingaog fjárfestingasjóður, Vestfjarðasjóðurinn, með allt að 20 milljarða stofnfé. Hann er hugsaður sem mótleikur við uppákomur og upphlaup í atvinnulífi á Vestfjörðum sem sífellt eru í gangi. Módelið að Vestfjarðasjóðnum er þegar fyrir hendi. Það er Íbúðalánasjóður. Þó svo að sá sjóður sé ekki í góðum málum í dag má það ekki villa mönnum sýn. Vestfjarðasjóðurinn myndi byrja með hreint borð og nýjum áherslum. Hvers konar sjóður? 1. Vestfjarðasjóðurinn hafi það hlutverk að tryggja og styðja við atvinnu rekstur á Vestfjörðum, hverju nafni sem nefnist, stóran sem smáan. Ríkis sjóður verði eigandi og bakhjarl Vestfjarðasjóðsins. Vel mætti hugsa sér að Vestfjarðasjóðurinn yrði í upphafi sjálfstæð deild í Íbúðalánasjóði. 2. Stofnfé sjóðsins verði 20 milljarðar króna. Til að fjármagna sjóðinn skal bjóða út skuldabréfalán hjá bönkum landsins, lífeyrissjóðum og öðrum aðilum líkt og Íbúðalánasjóður gerir. Athugað verði hvort hið þrautreynda 200 ára danska kerfi henti ekki Vestfjarða sjóðnum: Með hverju láni sem veitt er skal gefa út annað skuldabréf til fjárfesta með sömu skilmálum. Þá er alltaf jafnvægi milli útgefinna lána og útgefinna skuldabréfa. Engin vaxtaáhætta, aðeins vanskila- og afskriftaáhætta. Ábyrgðinni verði skipt milli aðila. 3. Sjóðurinn veitir lán með veði í eignum viðkomandi fyrirtækja. Heimilt er að veita lán til smáfyrirtækja jafnvel þó að þau hafi engin veð önnur en frumkvæði, kjark og þor. Bannað verði að veita lán út á íbúðarhús viðkomandi. Heimilt er að láta hluta af lánum sjóðsins vera víkjandi lán. 4. Lánin verði veitt til eins margra ára og þurfa þykir. Lántakendur hafi val um hvort lán þeirra eru verðtryggð eða óverðtryggð. Eins hafi þeir nokkurt val um það hvenær afborganir hefjast. Vextir verði eins og þeir gerast hjá Íbúðalánasjóði á hverjum tíma. Vestfjarðaráðherra Nú þurfa menn að bræða með sér hvort ekki sé rétt að sérstakur ráðherra, Vestfjarðaráðherra, fari með málefni Vestfirðinga í ríkisstjórn, í nánu samráði við heimamenn, meðan verið er að snúa vörn í sókn og koma í veg fyrir að örlög Hornstranda færist yfir fjórðunginn. Til vara má benda á að Umboðsmaður Vestfjarða, með því nafni, kæmi hugsanlega einnig til greina ef ráðherrann stæði í mönnum. En sá umboðsmaður yrði að hafa völd og vinna í samráði við heimamenn. Eins og er virðist enginn hafa heildaryfirsýn yfir málefni Vestfjarða þótt ótrúlegt sé eftir allar skýrslurnar. Hér duga ekki smáskammtalækningar liðinna ára, heldur markviss vinnubrögð. F. h. Vestfjarðalistans Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson, Guðmundur Ingvarsson. ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku Dextrósi Styrkir erta slímhúð Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol LAMBBOOST Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið Broddur Örvandi Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar Kosningar fram undan Löggjafinn, þ.e. þingmenn, hefði getað breytt lögum um verðtryggingu á því kjörtímabili sem nú er senn á enda. Þess í stað var keyrt áfram með verðtrygginguna óbreytta í kjölfar bankahruns og gengisfalls krónunnar með afdrifaríkum afleiðingum fyrir lántakendur. Vextir ásamt verðtryggingunni fóru á tímabili yfir 20%. Í stað þess var gripið til sértækra aðgerða fyrir þá sem verst voru settir. Hluti af þeim aðgerðum var hin svonefnda 110 prósenta leið í bland við lausnir umboðsmanns skuldara, sem þykja bæði niðurlægjandi og tóku sinn tíma. Lántakendur þurftu jafnframt að leggja í tímafrekar og kostnaðarsamar dómstólaleiðir til að fá lögleysum hnekkt, svo sem gengistryggðum lánum. Nú er verðtryggingin sjálf á leið fyrir dóm og þýðir gjaldþrot fyrir ríkissjóð ef úrskurðað verður lántakendum í vil og bakagreiðslur koma til með að ná langt aftur í tímann. Í mínum huga miðast tíminn aftur til 2006 og ríkið er ábyrgt fyrir ofteknum vöxtum á lánum Íbúðalánasjóðs, sem er langstærstur lánveitandi til íbúðakaupa. Hvort sem þetta var forsendubrestur, svokölluð stökkbreyting lána eða einungis rangar forsendur neysluvísitölugrunns á tímum bankahruns og gengisfalls, var um oftekna vexti auk verðtryggingar að ræða. Á árunum 2006 til 2010 er lauslega áætlað að upphæðir sem um ræðir nemi milljörðum og þeim ber að skila til lántakenda. Ekki með hókus pókus aðferðum gegnum skattkerfið heldur með endurgreiðslu á stórum hluta vaxta / verðtryggingar auk lækkunar höfuðstóls lána. Nú verður kosið um tækifærið sem fór forgörðum Núverandi ríkisstjórn var í lófa lagið að setja lög sem drægju úr vægi verðtryggingarinnar, eða með neyðarlögum ef þess þurfti með. Þess í stað var málið sett í nefnd þar sem hagsmunaaðilar lánastofnana og lífeyrissjóða áttu setu og niðurstaðan varð sú að ekki mætti hrófla við verðtryggingunni. Með því að leggja fram frumvarp Fáanlegt hjá dýralæknum og búrekstrarvöruverslunum Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila í síma Sigurður Ingólfsson þess efnis geta stjórnvöld það enn þótt tíminn sé naumur. Í stað þess hafa lánastofnanir siglt seglum þöndum og gátu eytt 64 milljörðum í sjálfa sig árlega á kostnað lántakenda (áætlaður rekstrarkostnaður skv. skýrslu Samkeppnisstofnunar) Margir vilja halda því fram að verð tryggingin sé ekki vandamálið, hún sé einungis afleiðing viðvarandi verðbólgu. Gæti ekki allt eins verið að vegna verðtryggingarinnar fái verðbólgan að vaða áfram óbeisluð? Fólk má heldur ekki gleyma því að þótt fjármálastofnanir og lánveitendur aðrir treystu því að allir fjármálagjörningar væru öruggir í umhverfi verðtryggingar féllu bankarnir og lífeyrissjóðir töpuðu stórfé í Hruninu. En þeir sem af ýmsum ástæðum tóku lán á þessum kjörum á áðurnefndu tímabili hafa margir glatað eigin fé, sitja í yfirveðsettum eignum eða eru eignalausir. Heimili jafnt sem fyrirtækin gátu einfaldlega ekki staðið undir þessu vaxtastigi sem spannst upp við þær aðstæður sem urðu og komu lántakendum algjörlega að óvörum. Ég treysti Hægri grænum, flokki fólksins, til að leysa vanda heimila og fyrirtækja og gera þær hliðarráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hér verði heilbrigt efnahagslíf til frambúðar. Þá geta allir landsmenn átt hér góða ævi í gjöfugu landi en ekki aðeins forréttindastéttir. Sigurður Ingólfsson á lista Hægri grænna í Reykjavík suður.

62 62 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Lesendabás Húshitunarkostnaðurinn: Hækkaði vegna aðgerða stjórnvalda Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar í stjórnarflokkunum fengu alveg einstakt tækifæri til þess að lækka húshitunarkostnað þar sem hann er hæstur, um þriðjung. Það var ekki gert. Þvert á móti hefur húshitunarkostnaður á þessum svæðum hækkað mjög umtalsvert með beinum aðgerðum stjórnvalda á þessu kjörtímabili. Þetta var gert með því að draga úr niðurgreiðslu vegna húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum um 600 milljónir króna og innheimta síðan í ofanálag sérstakar arðgreiðslur á orkufyrirtækin sem þjóna íbúum á þessum svæðum upp á hundruð milljóna króna, sem leggst beint ofan á húshitunarkostnaðinn. Hinn mikli húshitunarkostnaður er til staðar á mjög afmörkuðum svæðum á landinu. Þeir sem búa við þessi ósköp eru um 10% landsmanna, eða um 30 til 35 þúsund manns. Þessi sligandi kostnaður veldur því að lífskjör þess fólks sem við býr er verri sem þessu nemur. Tillögur um 30 til 35% lækkun á húshitunarkostnaði Þetta hefur verið mismikið vandamál frá einu ári til annars. Stundum hefur gengið vel að afla fjár til þess að lækka þennan kostnað. Stundum verr. Þetta varð til þess að ég lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi og fékk mér til stuðnings þingmenn úr mörgum stjórnmálaflokkum. Tillagan gekk út á að finna varanlegar leiðir sem tryggðu lækkun húshitunar kostnaðarins. Í framhaldi af þessu setti ríkisstjórnin á laggirnar nefnd sem meðal annars var skipuð fulltrúum köldu svæðanna sem fékk einmitt þetta verkefni. Þessi nefnd vann fljótt og vel. Og 19. desember 2011 lagði nefndin fram tillögur sínar. Tillögur nefndarinnar voru í skemmstu máli þær að dreifingarkostnaðurinn vegna orkusölu inn á þessi svæði yrði greiddur niður að fullu. Þetta þýddi í raun lækkun húshitunarkostnaður á þessum dýru svæðum um 30 til 35%. Þetta var mjög umtalsvert. Sem dæmi má nefna að árlegur húshitunarkostnaður sem að óbreyttu kerfi hefði numið um 200 þúsund á ári færi niður fyrir 140 þúsund krónur. Til þess að fjármagna þetta var lagt til að lagt yrði á 10 aura gjald á hverja selda kílówattstund. Það var alltof sumt sem þurfti, til þess að ná þessum mikla og mikilvæga áfanga. Lækkun húshitunarkostnaðar var ekki forgangsmál ríkisstjórnarflokkanna Ég spurði þáverandi iðnaðarráðherra á Alþingi, fljótlega eftir að tillögurnar komu fram, um hvort þeim yrði ekki hrint í framkvæmd. Ráðherrann tók þessu vel og boðaði aðgerðir haustið Það kom mér því mjög á óvart þegar ríkisstjórnin birti lista yfir þau þingmál, sem hún ætlaði að leggja fram á síðasta þingi, að þar var ekki að finna neitt mál af þessu tagi. Þó var boðað að lögð yrðu fram á síðasta þingi 177 þingmál frá ríkisstjórninni. Þar var þó ekkert að finna sem laut að lækkun húshitunarkostnaðarins. Forgangsröðun ríkisstjórna birtist auðvitað í þeim þingmálum sem hún vill vinna brautargengi. Á þeim forgangslista var lækkun húshitunarkostnaðar ekki að finna. Að minnsta kosti 177 önnur mál voru að mati ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna, brýnni og nauðsynlegri! A.m.k. þremur mánuðum bætt við húshitunarkostnaðinn! Ríkisstjórnin bætti svo gráu ofan á svart. Á þessu kjörtímabili hafa framlög til lækkunar húshitunarkostnaðar lækkað um 600 milljónir króna að raungildi. Það veldur því að kostnaður þeirra sem búa við hina sligandi húshitun hefur hækkað um sem svarar 80 þúsund krónur á hverja 4 manna fjölskyldu. Ætli það geti ekki svarað til a.m.k. þriggja mánaða kostnaðar við húshitun. Við getum því sagt að þetta valdi því að í raun séu íbúar núna að greiða fyrir 14 til 15 mánaða húshitun, í samanburði við það sem gerðist árið Þetta er í boði ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar á Alþingi. Höggvið enn í sama knérunn En það er ekki nóg með þetta. Ríkisstjórnin hefur fengið það samþykkt að RARIK og Orkubú Vestfjarða greiða arð til ríkisins, sem fer auðvitað beint út í verðlagið. Á þessu ári á Orkubúið að greiða 60 milljónir og RARIK 310 milljónir. Skoðum aðeins hvað það þýðir. Tökum Orkubúið sem dæmi, af því að það starfar á svokölluðu köldu svæði. Það lætur nærri að arðgreiðslukrafan ein valdi því að húshitunarkostnaðurinn hækki sérstaklega á Vestfjörðum um svona 30 þúsund krónur fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þar bætist við enn einn viðbótarmánuðurinn, sem íbúum köldu svæðanna er gert að standa straum af. Og allt í boði stjórnarflokkanna. Lögðum fram frumvarp til lækkunar á húshitunarkostnaði Þegar fullreynt var og ljóst að ríkisstjórnin taldi það ekki ómaksins vert að leggja fram frumvarp til lækkunar á húshitunarkostnaði í samræmi við tillögur eigin nefndar gripum við Ásbjörn Óttarsson alþingismaður til þess ráðs að smíða frumvarp sem byggði algjörlega á tillögum nefndarinnar. Við fengum til liðs við okkur þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu auk þingmanna utan flokka, sem urðu meðflutningsmenn. Þrátt fyrir það reyndist ekki vilji stjórnarmeirihlutans að afgreiða málið. Það hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Sá pólitíski meirihluti sem nú situr sína síðustu valdadaga hafði ekki vilja né áhuga til að taka á þessu máli. Þvert á móti. Hann gerði stöðuna á köldum svæðum miklu verra. Nú bíður þetta mál kosninga og nýs stjórnarmeirihluta á Alþingi. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður Sóknarfæri í aukinni matvælaframleiðslu Íslendingar eru fámenn þjóð sem á mikið ræktunarland, miklar orkulindir og mikið vatn. Hækkandi matvælaverð á heimsvísu og breytingar á veðurfari munu opna mikla möguleika fyrir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Mörg nágrannaríkja okkar hafa á undanförnum árum lagt aukinn kraft í framleiðslu og markaðssetningu landbúnaðarafurða. Ísland á að undirbúa sig undir þær breytingar sem eru framundan á matvælamörkuðum heimsins. Matvælaþörf margfaldast í heiminum Það er sama hvort um er að ræða erlendar ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir, vísindamenn eða viðskipta tengda fjölmiðla flestir eru sammála um að heimurinn muni breytast hratt á næstu áratugum og að matvælaframleiðsla verði veigameiri í allri pólitískri umræðu. Jarðarbúar eru í dag yfir 7 milljarðar talsins og spár gera ráð fyrir því að þeim fjölgi í 9 milljarða til ársins Íbúum fjölgar um dag hvern eða um 140 einstaklinga á hverri mínútu. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur gefið út yfirlýsingu um að vegna fólksfjölgumar og breytinga á neysluvenjum megi gera ráð fyrir því að matvælaþörf heimsins muni aukast um 70% til ársins Á sama tíma hefur efnahagsleg framþróun aukið kaupgetu hundruða milljóna manna í Asíu og víðar. Í Asíu er t.d. gert ráð fyrir stóraukinni mjólkur- og kjötneyslu í stað korns og hrísgrjóna. Nefna má í því samhengi að þrátt fyrir stóraukna mjólkurframleiðslu í Asíu gera spár ráð fyrir að árið 2025 muni innflutningsþörf Kínverja á mjólk nema heildarmjólkurframleiðslu XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember 2007, þegar almenn verðtryggð húsnæðislán urðu ólögleg hér á landi, þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir að allir, sem að áttu verðtryggð húsnæðislán eftir þessa dagsetningu munu fá leiðréttingu til dagsins í dag í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá, sem að tóku lán sín fyrr eða þá, sem að greiddu upp lán sín eftir þann tíma. Allir munu fá leiðréttingu sinna mála frá Undanbragðalaust. Bankarnir eða fólkið Seðlabankinn mun stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem að kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og skuldbreytir þeim eða endurgreiðir hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli þeirra, sem þegar voru búnir að gera upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf skuldunautum til handa til langs tíma til þess að stilla greiðslubyrðina af við greiðslugetuna. Nýju bréfin verða færð niður til þess, sem að þau hefðu verið og Ásmundur Einar Daðason Frakklands, Rússlands og Bandaríkjanna. Þættir sem vinna gegn aukinni matvælaframleiðslu Samhliða þessari auknu eftirspurn eru ýmsir stórir þættir sem vinna gegn aukinni framleiðslu eða munu stuðla að mikilli hækkun matvælaverðs. Hækkandi orkuverð og notkun jurta til olíuframleiðslu. Besta ræktunarland heimsins er þegar fullnýtt og framboð á nýju ræktunarlandi fer minnkandi. Árið 1960 voru 1,45 ha af ræktuðu landi á hvern jarðarbúa en árið 2003 var þessi tala komin í 0,78 ha. Þetta er m.a. ástæða þess að Kínverjar kaupa stór landsvæði í Súdan, Eþíópíu, Kasakstan og víðar. Vatn er af skornum skammti og ljóst að það verður takmarkandi þáttur í matvælaframleiðslu heimsins innan fárra ára. Sem dæmi má nefna munu bera 7,65% fasta vexti. Með því að Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01% vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Það er vaxtamunurinn, sem mun greiða upp þessa leiðréttingu. Þannig rennur þessi mismunur því til fólksins en ekki til bankanna, sem hefði verið ef ekkert væri að gert. Stimpil og uppgreiðslugjöld vegna aðgerðanna verða afnumin og útburðum sýslumanna frestað. Ekki verðbólguhvetjandi Hinn nýi sjóður mun greiða lánardrottnunum, eigendum gömlu bréfanna, bréfin að fullu. Þannig fá að það þarf 15 m 3 af vatni til að framleiða 1 kg af nautakjöti og 0,4-3 m 3 af vatni til að framleiða 1 kg af korni. Talið er að jarðabúar nýti rúmlega 50% af nýtanlegu ferskvatni heimsins og að þetta hlutfall verði komið í 90% árið Loftslagsbreytingar munu einnig hafa mikil áhrif á landbúnaðarframleiðslu og mörg fæðuframleiðslusvæði verða fyrir neikvæðum áhrifum, m.a. vegna þurrka og flóða. Þetta mun hins vegar hafa þau áhrif að köld og dreifbýl lönd í norðri hlýna og verða góð ræktunarlönd. Ísland á að nýta sóknarfærin Á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknar flokksins var m.a. mótuð stefna í landbúnaðarmálum. Framsóknar flokkurinn vill að staðinn verði vörður um matvælaframleiðslu þjóðarinnar, hvatt verði til nýsköpunar í landbúnaði og leitað verði leiða til að nýta þau fjölmörgu sóknarfæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu hér á landi. Þingflokkur Framsóknar hefur í framhaldi af þessum samþykktum lagt til á Alþingi að allir helstu hagsmunaaðilar á sviði landbúnaðarframleiðslu og matvælaiðnaðar verði kallaðir til og unnin verði áætlun um aðgerðir sem miði að því að stórauka matvælaframleiðslu landsins. Það þarf að skoða alla lagaumgjörð landbúnaðarins, menntastofnanir á sviði landbúnaðar þurfa að taka þátt í þessu átaki og fara þarf sérstaklega yfir allt sem snýr að nýsköpun, markaðs- og sölumálum. Ísland á að nýta sér þau sóknarfæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins Öll verðtryggð húsnæðislán eftir leiðrétt Kjartan Örn Kjartansson þeir allt sitt strax og vandi ÍLS þar með leystur, en með því að þeim er gert að með sérstakri bindiskyldu að geyma fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það fé ekki fara í umferð fyrr en Seðlabankanum þóknast það með stjórn sinni á peningamagni í umferð til þess að ráða við verðbólguna. Þetta er eina haldbæra lausnin Það þarf ekki að skoða eða leita eða kortleggja eitt eða neitt. Það er búið að gera það. Þetta er þaulreynd og þekkt aðferð, sem að t.d. lesa má um á Wikipedia.com undir TARP, HAMP og Quantative easing eða á undir Kynslóðasáttin. Þetta er eina lausnin sem að fær eða til er án þess að hækka skatta á alla alþýðu manna eða að það kosti stórfé sem að annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stórmáli, sem svo margir þjást undan og ef að það vill að þessum leiðréttingum verði komið á fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri græna með því að setja X við G 27. apríl nk. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er varaformaður Hægri grænna, flokks fólksins og í 1. sæti listans í Reykjavík norður

63 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Landbúnaður og ferðaþjónusta Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur ekki áherslu á stórar heildarlausnir sem leysa eiga allan vanda í atvinnuuppbyggingu á heilu landsvæðunum. Slíkar lausnir eru að okkar mati ekki framtíðarlausnir fyrir íslenskt samfélag. Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á ferðaþjónustu og fjölbreyttan iðnað og afþreyingu í tengslum við hana. Lagt hefur verið í öflugt kynningarátak til að efla ferðaþjónustu á Íslandi ásamt stóraukinni áherslu á uppbyggingu ferðamannastaða og í að styrkja innviði friðlýstra staða. Áfram þarf að halda á þeirri braut og tryggja að náttúruperlur þjóðarinnar láti ekki á sjá undan ágangi ferðamanna, bæði með markvissri uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn á fleiri viðkomustöðum og bættri skipulagningu ferðaþjónustu. Miklu skiptir að tengja landkynningu á náttúru og menningu saman í auknum mæli og breikka þannig þann hóp ferðamanna sem kemur til landsins. Á næstu þremur árum verður Veiðimál og húsfélög svar við grein Halldórs Jónssonar í 4. tbl. Bændablaðsins: Fullyrðing um að Tungufljótið bjóði ekki upp á skilyrði fyrir lax er röng Sæll Halldór. Það var gott að þú skyldir senda þína skilagrein í Bændablaðið. Það gefur fullt tilefni til að svara og sem stjórnarmaður í Veiðifélaginu Faxa sé ég mig knúinn til að gera það. Tilvitnun í grein þína: Tungufljót býður ekki náttúruskilyrði fyrir laxastofn. Sem blasir auðvitað við því annars hefði alltaf verið þarna lax af náttúrunnar hendi. Þið eruð furðu kargir að halda þessu fram, og bægið frá ykkur þeirri vitneskju að þarna var gerður laxastigi. Hann virkaði ekki vel áður en hann var lagaður, en þó sannaðist að hann virkaði aðeins, við fátæklegar laxræktartilraunir, sem gerðar voru. Víst er um það að betur mætti hann virka og kannski væri til bóta að breyta á honum útfallinu. En heilmikið gekk samt upp hann þegar laxagengd var mest, árið Það munu hafa verið kringum 1000 laxar og talsverð veiði fyrir landi Hrísholts og Einholts, það er næst fyrir neðan sleppitjörnina. Þetta blöskraði Ormari, vini mínum, og hélt að ribbaldarnir að Sunnan græddu óheyrilega. Hann lét því Vegagerðina girða þetta af og læsti svo. Við erum að sumu leyti sáttir við þetta meðan laxgengd er svo lítil að ekki er grundvöllur fyrir veiðum. Það var samt galli að hann lokaði þarna skemmtilegri reiðleið um gamla Réttavaðið. Röng fullyrðing Sú fullyrðing að Tungufljótið bjóði ekki upp á skilyrði fyrir lax er röng. Það hefur verið sannað á síðustu árum, með seiðarannsóknum. Og síðasta innlegg var að af 10 klaklöxum, sem teknir höfðu verið í stiganum í haust, reyndust, með hreisturrannsókn, 7 vera af náttúrulegu klaki. Þetta sláandi hlutfall stafar að hluta af því að seiðaslepping tókst mjög illa hjá okkur, vorið Heldur var það vonandi skárra síðastliðið vor, en þá höfðum við reyndar frekar fá seiði. Verst verður það næsta vor, því þá höfum við engin seiði til að sleppa, svo árið 2014 verðum við mest að treysta á náttúrulega klakta laxinn. Næsta tilvitnun er þessi: Staðbundin harðger bleikjustofn hefur hinsvegar lifað í ánni um aldir og hefur veiðst talsvert bæði í net og á stöng, sem Bergstaðamenn og fleiri hafa árlega nýtt sér. Hvaða kúnstir voru þetta þá að vera að sækja bleikjuseiði frá Arndís Soffía Sigurðardóttir og Inga Sigrún Atladóttir m.a. ráðist í uppbygginu við Stöng í Þjórsárdal, Gullfoss, Dyrhólaey, Sólheima jökul, Víkurfjöru, Reykjahlíð, Gluggafoss, Skógafoss, Hamragarða, Landmannalaugar, Fjallabak, Fjarðárgljúfur, Laugarvatns skóg, Geysissvæðið, Reykjadal og í Vestmannaeyjum. Ferðaþjónusta í sveitum landsins er nú mikilvæg aukabúgrein og stoð undir byggð í sveitum landsins. Íslenskur land búnaður Kirkjubæjarklaustri um árið 1975 og dreifa þeim um svæðið? Eitthvað hefur staðbundni stofninn ekki staðist væntingar. Hvað var það sem þarna vantaði á? Virtist hrygning og klak ekki ganga nógu vel eða var það vöxturinn sem var lítill? Laxastiginn mun hafa verið opnaður 1974, svo varla hefur laxinn verið farinn að drepa þetta niður, þó að Stangveiðifélag Reykjavíkur væri farið að útvega kviðpokaseiði, sem heimamenn voru að sleppa fyrir þá, af mestu fákunnátu. Spurningin er líka þessi: Með hvaða hætti haldið þið að laxinn hafi drepið svona bleikjuna fyrir ykkur? Er það fullorðni laxinn sem étur þetta þegar hann er að ganga upp eða eru það seiðin sem gera það, þegar þau eru að ganga niður? Ég hef reyndar séð það sjálfur, austur í Hvítá, að lax og silungur geta vel þrifist saman. Hvað silungur er lítill í Tungufljótinu þessi árin tel ég að stafi af gríðarlegum aurframburði, sem hefur verið að gerast síðustu vetur, fyrst veturinn , svo ég tæki eftir. Líkur eru til að þetta komi að mestu úr miklum bakka við Ásbrandsá, sem farinn er að grafast fram. Í það minnsta hefðum við hug á að laga þennan bakka. Tilvitnun: En nú kom aðeins lax í veiðarfærin allt til þess að lögregla kom og bannaði þeim alla veiði í ánni sem þeir héldu fram að þeir ættu rétt til fyrir sínu landi. Landeigendur á Bergstöðum vildu heldur ekki una miklum ágangi veiðimanna á vegum Lax- Ár á landi sínu sem liggur að veiðisvæðinu. Leigutekjunum ætlað að gjalda fyrir skaða og skapraun Þar sem umtalsverðar tekjur eru af veiðum, þar eru svæðin leigð út, til fagaðila. Þá geta menn ekki lengur veitt að vild, fyrir sínu landi. Þá verða menn líka að sætta sig við umferð veiðimanna. Af því getur hlotist talsvert óhagræði, þar sem óheppilega hagar til. Það olli ekki hrifningu á Vatnsleysu þegar börnin höfðu verið að leika sér á fína jeppanum á talsvert sprottnu túninu, meðan pabbi var að veiða. Þar sem lag er á útleigu er leigutekjunum ætlað að gjalda fyrir svona skaða og skapraun. Tilvitnun: Enga arðskrá fyrir Tungufljótsdeild lögðu forsvarsmenn fram svo að fyrsta afgjaldið frá Lax-Á lenti í fjárhirslum forystumanns deildarinnar hefur staðið af sér áföll hrunsins. Tvennir búvörusamningar við bændur hafa varið stöðu stéttarinnar þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs. Mikill vöxtur hefur verið í ýmsum hliðargreinum landbúnaðarins. Má þar nefna loðdýrarækt og kornrækt. Síðarnefndu afurðarinnar má meðal annars njóta í formi ljúffengs bjórs frá ýmsum landshlutum. Til að efla ferðaþjónustu og ný sköpun í landbúnaði þarf að styrkja byggð um allt landi. Eitt af forgangsverkefnum Vinstri grænna er ljósleiðara væðing í dreifbýli og full jöfnun húshitunarkostnaðar. Þannig er stutt við öflugt uppbyggingarstarf sem án efa á eftir að vera einn okkar helsti vaxtarbroddur í framtíðinni. Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi, skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. og liggur þar enn að sögn. Líklega kemur það aldrei til úthlutunar meðal landeigenda. Komið í veg fyrir framlagningu arðskrár Það er nú óþarfi að vera með einhver ólíkindalæti þarna. Þið hafið, ásamt Gunnari Briem, lagt allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að hægt væri að leggja fram arðskrá. Það mál er í hnút, eins og alkunna er og olli miklu um að farið var að leggja fram hið misheppnaða frumvarp til breytinga á veiðilögunum. Það kannski liggur minna á að koma þessu í lag, meðan tekjur Lax-Ár, af svæðinu, eru neikvæðar. Samt þarf þetta að gerast og gæti orðið þrautaráðið að krefjast þess af Veiðifélagi Árnesinga að það láti endurskoða arðskrána, eins og lögin gera ráð fyrir. Þá er spurning hvort það getur tekið fyrir þennan hluta af svæðinu eða verður að leggja það allt undir. Það mundi varla kosta minna en 20 milljónir. Síðan yrði að stofna húsfélög á sumarbústaðasvæðunum, til að gera arðgreiðslu til þeirra framvæmanlega. Tilvitnun: Veiðifélag Árnesinga ætti í huga þess sem hér skrifar að vera öflugt félag sem stundaði fiskirækt í stórum stíl, seldi veiðileyfi og ræki eftirlit og þjónustu. Mokveiði yrði þá um allt vatnasvæðið öllum til hagsbóta og allir legðust á eitt að laða að sér veiðimenn. Þetta var nú fallega sagt. Gallinn er bara sá að þetta myndi aldrei virka. Bæði yrði það gríðarlegt fyrirtæki hjá Veiðifélagi Árnesinga að sjá um alla þessa starfsemi og síðan eru engar líkur til að fjandskapur sumarbústaðaeigenda mundi minnka að ráði við þessa breytingu. Þeir myndu áfram halda því fram að þeir mættu veiða fyrir sínu landi. Það er líka venjan, þegar þéttbýlisbúar eignast land í dreifbýli að þá er öllu lokað og læst, einkum til að aðrir geti ekki batað sig af þeirra gæðum. Lífsgæði eru afstæð og þessvegna finnst mörgum annarra velferð hafa neikvæð áhrif á lífskjör sín. Þessi viðhorf held ég að hafi ráðið meira um framgöngu ykkar gagnvart veiðimönnum heldur en að Árni Baldursson, Margeir og Drífa séu illviljaðar manneskjur. Með kveðju og von um að hreinskilin umræða geti varpað ljósi á málin. Valur Lýðsson Gýgjarhóli, Biskupstungum. Við höfum hlutverki að gegna Í þeim efnahagslegu þrengingum sem við Íslendingar höfum gengið í gegnum á umliðnum árum hefur það verið okkur hvatning að vita af tækifærum allt í kringum okkur til þess að ná vopnum okkar á nýjan leik. Hvers virði er það fyrir okkur Íslendinga að búa yfir hreinu vatni og geta dags daglega andað að okkur hreinu lofti? Svarið er einfalt; þetta eru lífsþægindi sem fjölmargar þjóðir öfunda okkur af, lífsþægindi sem okkur finnst vera sjálfsögð, en eru það ekki og fara þverrandi úti í hinum stóra heimi eftir því sem tíminn líður og jarðarbúum fjölgar dag frá degi. Á degi hverjum nemur fjölgun jarðarbúa um manns. Til samanburðar erum við Íslendingar nú um stundir sem næst Þessi mikla fólksfjölgun þýðir bara eitt; baráttan um brauðið eykst og þegar við blasir að vegna loftlagsbreytinga má í auknum mæli búast við uppskerubresti á ýmsum grunnfæðutegundum heimsins, eins og t.d. korni, verður það æ mikilvægara fyrir okkur sem þjóð að hlúa að matvælaframleiðslunni í landinu. Gildi hennar kom raunar skýrt í ljós í kjölfar bankahrunsins þegar sala innlendra matvæla jókst á kostnað innfluttra matvæla. Almennt ríkir ágætt traust á milli búvöruframleiðenda og neytenda, sem í leiðinni er traust á milli þéttbýlis og hinna dreifðu byggða. Án þess trausts væri íslenskur landbúnaður ekki það sem hann er í dag. Efnahagslegur uppgangur hefur verið í nokkrum af fjölmennustu ríkjum heims. Nægir þar að nefna Kína, Indland og Brasilíu. Kaupmáttur í þessum fjölmennu ríkjum hefur aukist og eftirspurn eftir dýrari matvælum að sama skapi. Þetta er ein af ástæðum þess að heimsmarkaðsverð á ýmsum matvælum hefur hækkað á síðustu árum. Ekkert bendir til annars en að þessi þróun haldi áfram. Jarðarbúum fjölgar jafnt og þétt, sem kallar á aukna matvælaframleiðslu. Þó svo að íslenskur landbúnaður sé ekki stór í þessu samhengi, þá skiptir hann samt máli. Störfum til sveita hefur Verið velkomin á vefsíðu okkar Kristján Þór Júlíusson vissulega fækkað með aukinni tækni, en landbúnaðurinn skapar sem fyrr ófá störf í úrvinnsluiðnaðinum. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, eru margar þessara afurðastöðva burðarfyrirtæki. Ég nefni af handahófi MS á Akureyri og Egilsstöðum, Norðlenska, Kjarna fæði og Benny Jensen Akureyri, Norðlenska á Húsavík og Fjallalamb á Kópaskeri. Búvöruframleiðslan er mikilvægur hlekkur í að tryggja matvælaöryggi í landinu. Og jafnframt hefur landbúnaðurinn ýmis tækifæri til þess að sækja fram með útflutningi bæði mjólkur- og sauðfjárafurða. Markaðarnir eru fyrir hendi og nokkrar af okkar öflugustu afurðastöðvum hafa numið ný lönd á mörkuðum erlendis með hinar ólíklegustu vörur. Þó svo að undanfarin misseri hafi eitthvað hægt á útflutningi á íslenskum búvörum eru sóknarfærin utan land steinanna til staðar. Um það eru flestir sammála. Það er langtímaverkefni að vinna nýja markaði, en ef vel tekst til geta þeir skipt miklu máli fyrir vöxt og viðgang íslensks landbúnaðar. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. SNJÓTENNUR OG SANDDREIFARAR 15% VORAFSLÁTTUR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

64 64 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Markaðsbásinn Erna Bjarnadóttir Matvælaverð og útgjöld heimilanna hagfræðingur Bændasamtaka Íslands Samtök Verslunar og þjónustu hafa verið óþreytandi við að bera á borð fyrir landsmenn staðhæfingar um að með afnámi tolla á tilteknum búvörum megi bæta hag heimilanna í landinu verulega. Þessa umræðu setja samtökin af stað í aðdraganda kosninga þar sem staða heimilanna er eitt helsta málefnið. Ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar í Reykjavík síðdegis miðvikudaginn 4. apríl eru neytendur ekki trúaðir á málflutning samtakanna, enda hefur hann sýnt sig að vera villandi í veigamiklum atriðum. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands fyrir árin voru meðal útgjöld heimilanna þús. kr. á ári. Af þeim voru 13,2% til matvörukaupa, eða kr. Kjötkaup námu kr. Meðfylgjandi graf sýnir hvernig þessi kjötkaup skiptast milli kjöttegunda. Stærsti liðurinn er unnar kjötvörur, en mest ber á svína- og lambakjöti í þeim vöruflokkum auk þess sem til viðbótar eru notuð ýmis íblöndunarefni. Lamba- og alifuglakjöt eru 21-22% af útgjöldum til kjötkaupa hvor flokkur um sig. Í krónum talið á verðlagi ársins 2011 eru þetta þúsund krónur. Síðan þá hefur verðlag hækkað um 8,7%. Lauslega áætlað ver því meðalfjölskyldan kr. á ári til kaupa á alifuglakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa haldið því fram að raunhæft sé að lækka útgjöld heimilanna um 3,5 milljarða króna með því að láta versluninni eftir að flytja inn kjúklingabringur. Heildarútgjöld heimila (sem er fjöldinn sem formaðurinn notar í sínu dæmi) til kaupa á öllu alifuglakjöti á ári eru hins vegar samkvæmt ofangreindum útreikningum 4,5 milljarðar króna. Erfitt er að fá fyrrnefnt dæmi til að ganga upp að þessum staðreyndum virtum. Ráðningar starfsfólks og kjarasamningar Endurbirt tafla þar sem texta um 10,17% orlof vantaði í fyrri birtingu Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands Orlofsuppbót Desemberuppbót Heimilt er þó að greiða desember- og orlofsuppbót jafnharðan óski starfsmaður eftir því, enda sé gengið frá því í ráðningarsamningi. Ofan á mánaðarlaun kemur þá hlutfall af desember- og orlofsuppbót miðað við fullt starf 173,33 klst. á mánuði kr. 44,89 á klukkustund. Meðfylgjandi súlurit sýnir verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum frá janúar 2008 til mars 2013, samkvæmt vísitölu neysluverðs. Eins og sjá má hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45,5%. Matur hefur hækkað um 56,9%. Innfluttar matvörur og vörur úr innfluttum hráefnum hafa þar hækkað langt umfram aðrar vörur. Sem dæmi hafa brauð og kornvörur hækkað um 73,7%, sykur, súkkulaði og sælgæti um 54,3% og ávextir um 90,9%. En hvað með íslenska kjötið? Í heildina hefur kjöt hækkað um 30%. Alifuglakjöt hefur hækkað um 33% og svínakjöt um 15%. En hvernig hefur verslunin staðið sig undanfarin ár við að halda niðri verði á öðrum nauðsynjum? Allir þurfa föt, skófatnað og jafnvel raftæki, gömlu þvottavélarnar snúast ekki endalaust og fólk stofnar ný heimili. Jú, samkvæmt sömu heilmild hefur fatnaður, skór, húsgögn og heimilisbúnaður og raftæki hækkað um 67-75% frá janúar 2008 til mars Árleg útgjöld heimilanna til þessarra fjögurra vöruflokka voru samkvæmt vísitölu neysluverðs um 670 þúsund krónur í mars 2012 eða nálægt 700 þús. krónur á verðlagi í mars Ef verslunin gæti lækkað verð á þessum vörum um 5% myndi það færa heimilunum í landinu krónur í vasann eða sem svarar öllum útgjöldum þeirra til kaupa á alifuglakjöti í eitt ár. Heimild: Hagstofa Íslands Laugar landsins Sundlaugin Sandgerði Sundlaug Sandgerðisbæjar stendur við Skólastræti 2. Laugin var stækkuð og gagngerar endurbætur gerðar á henni árið 2008 og hún svo opnuð í ágúst það ár. Hún er hluti Íþróttamiðstöðvar Sandgerðisbæjar en þar eru einnig íþróttasalur og þreksalur. Sundlaug Sandgerðisbæjar er hefðbundin 25 metra útilaug. Við laugina eru vaðlaug og tveir heitir pottar, þar af annar með nuddi. Tvær rennibrautir eru við sundlaugina, rennibrautin Buna og rennibrautin Hrollur. Þá er einnig gufubað á staðnum. Sundlaugin í Sandgerði er opin frá 7.00 til á virkum dögum og frá til á laugardögum. Yfir sumartímann, frá byrjun maí og út september, er einnig opið á sunnudögum frá til Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma eða með því að senda tölvupóst á netfangið

65 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Volkswagen Amarok: Lúxuspallbíll og draumabíll fyrir kerrudrátt Bílar eru með misjafna getu til að draga kerru, eyða mismiklu með og án kerru og getur munurinn verið allt að tvöföldun á eyðslunni. Hingað til hafa amerískir pallbílar verið vinsælastir þeirra sem eru í hestasporti eða vélsleðasporti og draga mikið kerrur. Nú er komin á markað frá Volkswagen nýr bíll með mikla dráttargetu. Ég er lengi búinn að bíða eftir þessum bíl, en 2010 voru flestir blaðamennirnir sem fylgdust með Dakarrallinu á Volkswagen Amarok og létu vel af bílnum. Síðan þá hefur bíllinn gengið í gegnum smá breytingar og er fyrir vikið vandaður og kraftmikill. Greinilegt er að framleiðandinn hefur lagt mikinn metnað í hönnun á þessum bíl. Verð: Lengd: Breidd: Þyngd: Vél upp í dýrast mm mm kg. 4 strokka, 2,0 TDI 179 hestöfl Útsýni er gott, maður situr hátt og Volkswagen Amarok, bíll sem beðið hefur verið eftir Auðfengið var að fá að prófa Amarok hjá liðlegum sölumönnum nýrra bíla hjá Heklu. Ég fór í bíltúr upp fyrir Hellisheiðarvirkjun og prófaði bílinn í snjó, á möl, í halla og á grófum bögglagrjótsvegslóða. Að sitja inni í bílnum er eins og maður sé í stórum og rúmgóðum jeppa, allt pláss er eins og best verður á kosið. Útsýni er gott, maður situr hátt og er með mikla yfirsýn yfir umferð og umhverfi. Speglarnir á hliðum bílsins eru stórir og sýna vel aftur fyrir bílinn, mælaborðið er einfalt, en nánast óteljandi upplýsingar er hægt að ná í þar og á þessum litla tíma sem ég var með bílinn sá ég bara brot af möguleikum þeim sem í boði eru á Amarok. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var hversu beygjuradíusinn var lítill, aðeins 12,95 metrar, og því gott að keyra hann innanbæjar og í þröngum aðstæðum. Kraftmikil vél og átta þrepa skipting Ég tók sérstaklega eftir því að inni í bílnum voru a.m.k. á þrem stöðum tenglar fyrir 12 volta straum (kælibox og fleira) og aftur á pallinum miðjum var það fjórða. Flestir bílar eru með þann valmöguleika að vera með barnalæsingar á afturhurðunum þannig að ekki sé hægt að opna afturdyr að innan, en yfirleitt er þetta takki sem krakkar læra fljótt að taka af. Í Amarok verður að nota lykilinn til að setja barnalæsinguna á eða taka hana af, sem ég tel mikinn öryggiskost. Vélin er tveggja lítra TDI (dísilvél) og á að skila 179 hestöflum og skilar 420 Nm togi, uppgefin eyðsla er frá 7,6 upp í 8 lítra á hundraðið. Á þessum rúmlega 100 km akstri sem ég ók bílnum skorti mig aldrei afl og í brattri brekkunni upp á Skarðsmýrarfjall stoppaði ég, tók af stað með spyrnugjöf og tók það bílinn ekki nema um metra að ná 80 km hraða þó að brekkan væri brött. Átta þrepa sjálfskiptingin og kraftmikil vélin gerir Amarok kleift að draga kg kerru og þegar bíllinn skiptir sér sjálfur finnur maður varla þegar hann rennur á milli þrepa í sjálfskiptingunni. Því miður var bíllinn sem ég prófaði ekki kominn með krók til að prófa hann með þunga kerru, en miðað við kraft og togkraft mundi ég áætla að bíllinn væri að eyða á bilinu á hundraðið með þriggja hesta kerru eða sambærilegan þunga aftan í sér. togkraft varðar. má hlaða hann yfir 1100 kg. Þar komast tvö eurovörubretti þversum fyrir aftan hvort annað. Einnig er Amarok með vinnuljós sem hægt er að kveikja á aftur á pallinn. Í torfærum og á mjög ósléttu er hægt að láta bílinn lulla ótrúlega hægt og ná þar með fullnaðargripi á öll hjól og er með ólíkindum að finna gripið á svona hægri ferð upp skaflinn sem ég prófaði bílinn á. Í tilraun tvö fór ég hraðar og komst styttra. Ástæðan er að bílar með svona þyngdardeili komast oftast meira í torfærum sé farið mjög hægt og því hægar sem farið er, þeim mun betur virkar búnaðurinn. Í snjó kemur sér vel að undir lægsta punkt, drifkúlu að aftan, eru 26,5 cm (einnig er hægt að fá 33 breytingu hjá Arctic Trucks fyrir , ásamt ýmsum öðrum búnaði). Ég fullyrði að þessi bíll verði vinsæll meðal hestamanna Pallurinn er óvenju stór og tvær Evro pallettur komast fyrir þversum milli hjólaskála. til að draga þungar hestakerrur og annarra sem þurfa að draga á eftir sér þunga byrgði á kerru. Sem fjölskyldubíll ætti Amarok að henta vel Í snjó kemur sér vel að undir lægsta punkt, drifkúlu að aftan, eru 26,5 cm. fyrir alla og ætti að vera fýsilegur kostur að skipta út stóra ameríska pallbílnum sem er að eyða á bilinu lítrum á hundraðið fyrir bíl sem að öllu jöfnu ætti að vera með eyðslu undir 10 lítrum. Vinnuljós á pallinum Pallurinn er óvenju stór, breiður og

66 66 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Á Hvannabrekku búa Steinþór Björnsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir ásamt börnum sínum. Svo eru þau svo heppin að eiga sveitarómaga sem heitir Stefán Ingólfsson (pabbi Auðbjargar). Býli? Hvannabrekka. Staðsett í sveit? Berufirði í Djúpavogshreppi. Ábúendur? Steinþór Björnsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir ásamt börnum sínum. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru Guðný Þóra (17 ára), Ína Kathinka (13 ára), Guðrún Lilja (9 ára), Anna Jóna (7 ára), Stefán Valur (3 ára) og Karólína Björt (2 ára). Stærð jarðar? Tæpir 800 ha. Gerð bús? Mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 31 mjólkandi kú og um 200 geldneyti á ýmsum aldri. Einnig 24 kindur, 50 hænur, 11 endur, fimm kanínur, einn hund og svo norskan skógarkött sem heitir Göltur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér á bæ byrjar dagurinn snemma, klukkan 05. Þá eru mjaltir og svo er að koma börnunum í skólabílinn og í framhaldi af því er farið að sinna geldneytum og fiðurfénaði. Sinnum svo ýmsum störfum fram að hádegi. Eftir mat er farið að sinna kúnum og fjósverkum og fram að kvöldmjöltum er ýmsum bústörfum sinnt. Kvöldmjaltir eru Hvannabrekka klukkan fimm. Þegar mjöltum og fjósverkum er lokið er farið að sinna börnum og koma þeim í háttinn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst flestallt skemmtilegt en konunni finnst leiðinlegast að moka út úr hænsnakofanum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og vonandi með meiri kornrækt. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum svo sem enga skoðun á því. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í fram tíðinni? Það er erfitt að spá í það. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Að koma íslenskum vörum á markaði sem geta greitt hátt verð fyrir gæðavöru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Lýsi og mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakk, spaghettí og alvöru kartöflumús. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar við tókum mjaltabásinn í notkun. Lægra innihald kolvetna og meiri fita Á metsölulista bóksala um þessar mundir er lífsstíls- og uppskriftabókin Lág kolvetna lífsstílinn eftir líkamsræktarþjálfarann og heilsuráðgjafann Gunnar Má Sigfússon. Þar kynnir hann út á hvað lág kolvetna lífsstílinn gengur og vitnar þar í fjölda rannsókna. Í bókinni eru síðan uppskriftir til þriggja vikna fyrir þá sem vilja prófa en þær eru hver annarri girnilegri, innihalda fá hráefni og eru fljótlegt að matreiða þær. MATARKRÓKURINN Sunnudagspítsan Botninn 3 egg 200 g rjómaostur 2 dl möndlumjöl 1 msk. Husk trefjar 2 dl rifinn ostur Smá salt Sósan ½ dós maukaðir tómatar 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk. lífræn ólífuolía 1 msk. oregano Salt pipar Aðferð: Hrærið saman eggjum og rjómaosti. Blandið síðan hinu hráefninu saman við. Fletjið út á smjörpappír og bakið í 15 mínútur við 180 C. Hrærið innihaldi sósunnar vel saman. Setjið sósuna á þegar búið er að forbaka botninn og álegg að vild. Setjið aftur inn í ofn í mínútur við 180 C. Þegar pítsan kemur út úr ofninum, setjið klettasalat, ferska basilíku og ólífuolíu yfir. Súkkulaðikaka 100 g smjör 70 g 70% súkkulaði 2 egg 2 tsk. vanilluduft eða vanilludropar 2 tsk. tilbúið kaffi 1 dl rjómi 1 g stevia-sætuefni Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman á lágum hita. Bætið síðan rjóma út í. Þeytið hinu hráefninu saman með handþeytara, smyrjið eldfast mót og bakið við 200 C í 6-8 mínútur. /ehg

67 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Útivera skemmtilegri en tölvustundir Elísabet Helga Jónsdóttir er 12 ára gömul og nemandi við Grunnskólann í Sandgerði. Í skólanum eru smíði og frímínútur í uppáhaldi en fyrir utan skóla æfir hún sig og spilar á þverflautu. Nafn: Elísabet Helga Jónsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Sandgerði. Skóli: Grunnskólinn í Sandgerði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smíði og frímínútur. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur, því þeir eru svo góðir. Uppáhaldsmatur? Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit? Ásgeir Trausti er besti söngvarinn. Þannig að það er hann og hljómsveitin sem er með honum. Uppáhaldskvikmynd? Mýrin. Því Elísabet Helga ætlar að verða hárgreiðslukona þegar hún verður stór. hún er spennandi og tekin smá upp í Sandgerði. Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór í þvottahúsið hjá afa og sagði: Mamma, sjáðu afi er að gera í sig. Æfir þú íþróttir, eða spilar þú á hljóðfæri? Ég spila á þverflautu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Mér finnst ekkert sérstaklega gaman í tölvu. Vil frekar vera úti að leika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég klifraði upp í bát og þá kom maður alveg brjálaður og hótaði að hringja í lögregluna. Við hlupum þá í burtu heim til ömmu vinkonu minnar. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að laga til í herberginu mínu. Mér finnst líka náttúrufræði og sund ekkert svakalega skemmtilegt. /ehg Eignatorg kynnir til sölu: Lögbýlið Skeiðflöt í Mýrdal Jörðin er talin vera 102 ha, þ.a. um 37 ha ræktað land og annað land að mestu leyti vel gróið. Á jörðinni stendur 320 fm íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr ásamt ágætum útihúsum. Jörðin stendur í stuttu ökufæri frá Vík í Mýrdal (um 13 km) og staðsetning hennar býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu, hestamennsku o.fl. Eitt af einkennum staðarins er fagurgræn Esperanto stjarna sem mörkuð er í krappa hæð við bæinn og sem borið hefur verið á í nærri 45 ár. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma / eða bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b 105 Reykjavík Sími: eignatorg@eignatorg.is PRJÓNAHORNIÐ Hátíðarkragi Nú standa yfir fermingar og síðan taka brúðkaupin við. Víða er það svo að við hittum sama fólkið aftur og aftur við þessar athafnir og ekki er hægt að kaupa kjól í hvert skipti. Þá er gott að eiga kraga eða einhverja fylgihluti sem breyta kjólnum. Þennan kraga er auðvelt að hekla á einni kvöldstund. Efni: Whistler frá garn.is svart með silfurþræði, 1 dokka eða silfurlitað en whistler er líka til í tveimur rauðum litum, grænu, fjólubláu og bleiku. Heklunál nr. 4 og svo ein falleg tala. Við getum haft kragann víðan og líka upp í háls þannig að við gefum upp lykkjufjölda fyrir tvær stærðir. Byrjað er að fitja upp með 130 (110) loftlykkjum. 1. umf. Heklið nú fastalykkju í hverja loftlykkju nema byrjið í 6 loftlykkju frá nálinni til að mynda hnappagat. Það getur líka verið 7 eða 8 loftlykkja eftir því hvað þið viljið hafa töluna stóra. Ef þið hafið flotta skrautlega tölu sem puntar má hún alveg sjást vel. Snúið við og heklið 1 loftlykkju. 2. umf. Heklið nú 1 fastalykkju í hverja fastalykkju út umferð, snúið á sama hátt og áður. 3. umf. Heklið 1 fastalykkju í næstu 8 l og síðan #2 fastalykkjur í næstu l og 9 fastalykkjur í næstu 9 l# endurtakið # til # endið með 2 fastal.í eina fastalykkju og eina út umferðina. Snúið við. 4. umf. Heklið 1 fastal. í næstu 8 l.# 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju, síðan eina í næstu 10 l # endurtakið # til #2 fastal í næstu fastal. og eina i hverja l út umferð. Snúið við. 5. umf. Heklið 1 fastal. í næstu 8 l. # 2 fastalykkjur í næstu l og eina fastal í hverja fastal í næstu 11 l. endurtakið # til # endið með 2 fastal. í næstu l og eina í hverja l út umferðina. Snúið við. Reynið að láta útaukninguna standast á á milli umferða. Snúið við. 6. umf. Heklið nú 3 loftl., hoppið yfir 4 fyrstu fastal., 1 stuðull í næstu fastalykkju, 3 loftlykkur, 1 stuðull í sömu fastalykkju # hoppið yfir 4 fastalykkjur, heklið 1 stuðul í næstu fastal., 3 loftlykkjur, 1 stuðull í sömu fastalykkju # endurtakið # til # þar til umferðin er á enda, endið með 1 stuðli í síðustu fastal. Snúið við. 7. umf. Heklið nú 3 loftlykkjur, en í hvern boga eru nú heklaðir 2 stuðar 4 loftlykkjur og 2 stuðlar endurtekið út umferðina, endað með 1 stuðli í 3. loftlykkju í byrjun fyrri umferðar. Snúið við. 8. umf. Heklið 3 loftlykkjur, núna eru heklaðir 3 stuðlar, 4 loftlykkjur og 3 stuðlar í hvern boga út umferðina, endað með 1 stuðli í 3 loftl í byrjun fyrri umferðar. Snúið við. 9. umf. Heklið nú 4 stuðla í loftlykkjubogann frá fyrri umferð, fitjið upp 3 loftlykkjur, stingið heklunálinni gegnum fyrstu loftlykkjuna, dragið bandið í gegn og dragið svo bandið gegnum báðar lykkjurnar heklið síðan 4 stuðla, 1 fastalykkju í næsta boga, endurtakið þetta út umferðina og endið með því að tengja síðustu 4 stuðlana við stuðlana í umferðinni á undan. Dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og gangið frá endanum. Saumið töluna í. Góða skemmtun. Kápa nýju hannyrðabókarinnar Hlýir fætur. Ný hannyrðabók: Fjölbreytt og fallegt sokkaprjón Ekkert lát virðist á útgáfu hannyrðabóka enda viðfangsefnið mjög vinsælt. Hlýir fætur Sokkauppskriftir er komin út hjá Bókaútgáfunni Sölku en hönnuðir sokkanna eru Ágústa Þóra Jónsdóttir og Benný Ósk Harðardóttir. Í bókinni eru 54 uppskriftir að sokkum af mismunandi stærðum og gerðum fyrir börn og full orðna. Hér eru sokkar sem auð velt er að prjóna, bæði háir og lágir, einbanda og tvíbanda, allt frá sokkum til að nota í göngu ferðir til fínlegri sokka í bæjarferðina við stutt pils. Sérstakur kafli er með einföldum uppskriftum auk þess em ítarlegar leiðbeiningar eru um sokka prjón. Einnig eru uppskriftir fyrir þá sem eru lengra komnir og jafnvel þá sem vilja spreyta sig á eigin hönnun. Gefnar eru al menn ar leið bein ingar um sokka prjón bæði ef fylgt er upp skriftum til hins ýtrasta eða ef menn vilja nýta sér hug myndirnar til að út færa sína eigin sokka. Bókin er prýdd líflegum myndum og aðgengilegum teikningum sem gera fjölbreytt sokkaprjón að leik einum Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautir á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

68 68 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. AFSLÁTTUR 15%KYNNINGAR Í APRÍL t Borgartúni 28 Sími DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Weckman sturtuvagnar, 10 tonn. Verð kr ,- með vsk. 12 tonn. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Sími / hak@hak.is / www. hak.is Myglueyðir. Mildex er öflugur myglueyðir sem eyðir myglublettum á áhrifaríkan hátt. Úðið yfir mygluna og hún hverfur. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, sími , Traktorsdrifnar rafstöðvar, 10,8 kw upp í 72 kw. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn / mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað o.fl. Verðdæmi: (42 KWA) 33.6 KW = vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf, Sími: , netfang: hak@ hak.is, vefslóð: Nýr Belarus , verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c, 201 Kópavogur. Uppl. í síma Er stíflað? Trausti Hrausti er einn allra fljótvirkasti stíflueyðir sem völ er á. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, sími , Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum. Einnig háþrýstar dælur, frá 2 sem henta mjög vel í að brjóta upp haug. Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað. Hákonarson ehf. Sími: , netfang: hak@hak.is, vefsíða: Verð á sumarskeifum. Gangurinn á kr Pottaður gangur kr Sendum um allt land. Helluskeifur, Stykkishólmi. Sími Haughrærur 5,6 til 7,6 metra. Búvís. Sími , Rothvati. Sept O Aid örverur í rotþrær. Kemur niðurbrotinu í gang og hindrar að ólykt berist frá rotþrónni. Fáðu ráðgjöf hjá okkur fyrir þínar aðstæður. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, sími , ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Kaplahrauni 5 - Sími MÁLUM, SMÍÐUM ALLT Málum inni og úti. Múr og sprunguviðgerðir. Smíðavinna Skiptum um og lagfærum glugga,hurðar og þak. Viðbyggingar,klæðningar Einangrun. Steinlögn (garðvinna) Á sumrin þarf að panta tíma í það. Kranzle háþrýstidælur. Búvís ehf. Sími Flórsköfuglussi. Erum með mikið úrval af glussa fyrir allar gerðir tækja. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum okkar. Kemi ehf. Tunguhálsi 10, sími , Margra ára starfsreynsla. Flott verk Skrifstofa Hanna Þjónustubíll Ísfeld Bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Mikið úrval, margir litir. CE merktar. Hagstætt verð. Hýsi-Merkúr hf. Sími / hysi@hysi.is Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4 diseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. Sími / netfang: hak@hak.is / vefsíða: www. hak.is Palmse malarvagnar. Búvís ehf. Sími , Appolo ryðfríir áburðardreifarar. Nákvæm dreifihæfni. Búvís ehf. Sími , Bjóðum upp á gistingu og mat fyrir litla hópa og nátthaga fyrir hesta. Þarf að bóka fyrirfram. Nánari uppl. á www. seljaland.is, seljaland@seljaland.is eða síma Sveitahótelið Vatnsholt í Flóahreppi: Gisting. Veitingar. Ráðstefnur. Veislur. Hvataferðir. Uppl. í síma , alfheidur@hotelvatnsholt.is Til sölu fjárflutningakassi á þrítengi. Allt járn galvinserað, klæddur með áli. Stærð 2,30 x,1,40 m. Uppl. í síma , Gunnar.

69 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Til sölu Nissan Patrol GR, árg. 05, ekinn km, breyttur fyrir 35" dekk, leðursæti. Mjög góður bíll. Verð kr Uppl. í síma Tæplega eins og hálfs árs íslenskan fjárhund vantar nýtt heimili vegna breyttra aðstæðna eiganda. Hundurinn er geldur og skapgóður, búsettur á Akureyri. Gott heimili óskast. Uppl. í síma , Sveinbjörg. Sti-Ren, 25 kg. Sótthreinsiduft fyrir gripahús. Stráð í ganga, stíur og aðra staði þar sem raki er. Kr Lífland, Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri. Sími Til sölu Ford F350 Lariat, 44"breyttur. Er á 41" dekkjum, ekinn Árgerð 2006, tveir eigendur, 6 lítra dísel. Innfluttur nýr af IB. Breyttur af GK-viðgerðir. Eingöngu malbiksbíll sl. 5 ár. Áhv.1 milljón, verð kr. 3,5 millj. Uppl. í netfangið ingiv81@gmail.com og í síma , Ingi. Hörðudalsá. Hörðudalsá er þriggja stanga lax- og silungsveiðiá. Veiðisvæðið er 14 km. Veiðileyfi í Hörðudalsá eru seld í Seljalandi. Nánari uppl. á seljaland@seljaland.is eða síma Til sölu Volvo FL-7, árg. 89, ekinn u.þ.b. 107 þús. km, með 12 tonn/ metra krana. Er í mjög góðu standi. Ný dekk að aftan, góð að framan. Verð kr þús. án vsk. Sími , Sigurður. Þessi 4 hesta kerra er til sölu. Frábært eintak, smíðuð úr áli. Notuð í u.þ.b km. Alltaf geymd inni á vetrum, eins og ný. Uppl. í síma , Sigurbjörn. Maxima hágæða, fjarstýrðar stólpalyftur. Lyftigeta: 4 x 7,5 tn. CE og ISO 9001 vottaðar. Gott ÁR ehf. Sími Til sölu New Holland TL100A, með Alö 940 ámoksturstækjum. Árg vst Verð. kr án vsk. Kraftvélar ehf. Sími www. kraftvelar.is Til sölu Mercedes Benz 814 sendibíll, bíll í góðu standi, 1000 kg lyfta m. fjarst. Sami eigandi í 13 ár. Verð aðeins kr. 700 án vsk. Uppl. í síma Til sölu Polaris 800 Sportman Touring, árg. 2007, ekinn km. Aukahlutir, spil, dráttarkúla, plasthlífar, hiti í handföngum, stuðaragrind, GPS. Verð kr Ívar, sími Bólusetningasprautur og nálar í úrvali. Lyfjasprautur fyrir glas frá kr. 10 margnota nálar frá kr. Lífland, Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri. Sími Marsk Stig 3000 flaghefill, árg. 04, til sölu. Lítið notaður. Einnig rafstöð, 3. fasa og eins fasa. 10 kw. Perkins mótor. Uppl. í síma Til sölu Suzuki Vitara xl 7, árg. 2003, ekinn 140 þúsund km. Sk manna, leðursæti, sjálfskiptur. Verð kr þús. Uppl. í síma og Til sölu vinnubúðagámar. Gámarnir eru árg og eru í ágætu ástandi. Um er að ræða 18 stk. svefngáma og þrjá klósettgáma með sturtum. Getum flutt gámana hvert á land sem er. Uppl. í síma Yamaha Grizzly 700, árg. 08. Ekið 11 þús. 27 Big Horne. Vökvastýri. Kassi með aukasæti. Einn eigandi og góð þjónusta. Aukastuðarar. Verð kr. 890 þús. Engin skipti. Uppl. veitir Tómas í síma JFC fóðurvagn (255 lítra) Gæðavagn á góðu verði. Kr Lífland, Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri. Sími Plastpanill. Eigum til plastpanil, hentar vel í gripahúsin. Auðvelt að þrífa. Breidd 25 og 50 cm Lengd: 5 metrar, þykkt: 35 mm. Vélaval ehf. 560 Varmahlíð. Sími Fjórhjól til sölu. Jianshe Wild Cat, 4x2, árgerð Lítur mjög vel út og í góðu standi. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Musso, árg. 1998, ek. 116 þús. km, bensín, sjálfskiptur. Einn eigandi. Stgr. verð kr. 350 þús. Uppl. í síma Til sölu: Vindingavél fyrir spólur í mótora frá ½ - 20 hestöfl. Uppl. í síma Hjólbörur (90 lítra) Níðsterkar og notadrjúgar. Kr Lífland, Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri. Sími Plastgólf fyrir sauðfé og ungkálfa. Stærðir: 40 x 80 cm og 40 x 40 cm. Vélaval ehf. 560 Varmahlíð. Sími Til sölu lasertag. Lasertagbúnaður, samtals 42 byssur ásamt tilheyrandi búnaði. Upplagt fyrir ferðaþjónustuaðila. Ásett verð kr Allar nánari uppl. í síma eða á netfangið artex@simnet.is Til sölu skotbómulyftarar. netvelar.is. Til sölu Nissan Navara AT LE, árg. 2007, ekinn 110 þús. km, dísel, sjálfskiptur, 33 tommu dekk. Leðursæti, hiti í sætum, topplúga. Verð kr þús. Skipti á ódýrari. Uppl. í síma eða Til sölu Toyota Landcruiser 100 DTI, árg. 6/1999. Ekinn 319 þús. km. Dísel, sk Sjálfsk. Þetta er langkeyrslubíll sem hefur fengið toppþjónustu. Verð kr Flottur bíll. Skipti möguleg. Uppl. í síma Til sölu 7 tonna beltagrafa, Cat 70B, árg Ásett verð kr þús. m.vsk. Frekari uppl. í síma , Arnar. Gámahús til sölu. 36 fm gámahús, einangrað. Klæðning fylgir með. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma Til afgreiðslu strax: Reck mykjuhrærur með cm. turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í síma og Labrador og Border Collie blendingar gefins. Æðislegir karakterar, rosa duglegir og skemmtilegir. Fæddir 7. Febrúar, 2 hundar og 2 tíkur. Það er bara aðeins hvítt í bringu og loppum. Uppl. í síma hesta æki. Til sölu Man ,árg. 2003, m. 20 hesta kassa, fullinnréttaður með 6 graðhestaboxum, góður bíll, einnig beislisvagn 16 hesta. Uppl. í síma og faxaflutningar@ hive.is Til sölu New Holland TL 80 A, árg. 2005, vinnust , 98 hö. með túrbínu. Quicke 35 alö tæki. Mótorhitari og hraðtengi á tækjum, 3ja hraða aflúrtak. Góður og þokkalega vel útlítandi vél, dekk um 80-85%. Sigþór, sími og netfang: urdir@kopasker.is Úrval notaðra plóga. Vélfang, Súkkulaðibrúnir HRFÍ labrador rakkar til sölu. Áhugasamir geta haft samband við Elínu í síma eða elinh10@ru.is Til sölu Liebherr 721c plógýta, árg Í góðu standi. Uppl. í síma Á hagstæðu verði: Maschio hnífatætarar cm. Pinnatætarar 300 cm. Gaspardo 300 cm sáðvél fyrir allar gerðir af fræi. Uppl. í síma og Framleiðum sumarhús, gestahús og ferðaþjónustuhús. Ýmsar stærðir og gerðir eftir óskum kaupenda. Vönduð vinna, gott verð. Nánari uppl. í síma eða smidafedgar@gmail.com. Bændablaðið Smáauglýsingar

70 70 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl 2013 Varahlutir í John Deere Til sölu MMC Lancer, árg. 97. Verð kr Smátjónaður en gangfær og skoðaður. Uppl. í síma Til sölu ljósavél, NTZ, 4 kw, díseldrifin með starti. Uppl. í síma og Til sölu 2 stk. GoodYear dekk, stærð 23,5R25. 1 stk. Hankook dekk, stærð 30x9,50X15. Einnig David Brown 1200a, árg. 1971, Deutz Fahr rúlluvél, árg. 91 og Kverneland pökkunarvél með teljara. Uppl. í síma , Matthías. Agco Parts varahlutir. Original varahlutir og síur frá Agco Parts fyrir Massey Ferguson og Valtra dráttavélar. Mikið úrval. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , www. jotunn.is Ford Transit T , dísel, árg. 05, ek. aðeins 131 þús. km. Nýlega sprautaður, ný kúpling, nýtt í bremsum og nýr startari. Skráður 7 manna. Góður bíll og vel viðhaldið. Uppl. í síma Sauðburðarvörur í miklu úrvali. Inngjafabyssur fyrir bólusetningu, ormalyf og AB-mjólkina. Túttur, pelar, merkisprey, burðargel o.m.fl. Til sölu mjög lítið notaður sláttutraktor MTD racing frá Cleveland Ohio, árg Mótorinn, Briggs & Stratton er 12,5 hestöfl. Uppl. í síma Til sölu glussaspil á Manitou. Passar bæði á og Einnig skófla 1,5-2 m3. Uppl. í síma Steinrimar. Til sölu steinrimar (fjósbitar) stærð 120 x 250 x 13, alls 65 stk. Eru á Norðurlandi. Hagstætt verð. Uppl. í síma Rafstöðvar, vatnsdælur, rafsuður. Varaaflsstöðvar, dísel, vatnskældar, kw á lager. Gott verð sem fyrr. Holt1 ehf. sími Bíll til sölu. Til sölu er Toyota Avensis Station, árg. 1999, ekinn 260 þús. sjálfskiptur, ekkert ryð, gott viðhald. Einn eigandi, skoðaður 14. Bíll sem hefur alltaf verið fyrir norðan. Staðgr. kr ,- Engin skipti. Uppl. í síma , Bylgja. Til sölu Polaris Sportsman 500 cc H.O., árg Ekið km. Verðhugmynd kr Gsm: eða netfangið torgeirmar@ hotmail.com Til sölu Toyota Hilux double cab D/C DX, árg. 1991, dísel. Uppl. í síma Fendt. Sérpöntum varahluti í allar gerðir Fendt dráttavéla. Eigum einnig síur á lager í flestar gerðir Fendt. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , Tudor rafgeymar. Rafgeymar í margar gerðir ökutækja og vinnuvéla. Einnig hleðslutæki í úrvali. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , www. jotunn.is New Holland. Eigum fyrirliggjandi og útvegum flesta varahluti og síur í New Holland dráttarvélar. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , www. jotunn.is Vor í lofti. Drifskaftsefni, hjöruliðir, öryggishlífar, traktorssplitti, beisliskúlur, lásar, yfirtengi ofl. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími , Ford Focus, árg. 05, ek. 105 þús. Fimm dyra, beinsk. Vel viðhaldið og ný smurður. 16" álfelgur og góð dekk fylgja, skoða skipti. Uppl. í síma Daihatsu Sirion, árg. 98, ek. 155 þús. km, 5 dyra, beinsk. Góður og sparneytinn. Ný smurður og ný skoðaður. Skoða skipti. Uppl. í síma Til sölu Volvo FL7, árg. 1988, með 12 tonn/metra HMF krana, fastur pallur. Mikið endurnýjaður. B. Sturluson bílaog vélasala, sími , www. trucks.is Fligel TDK sturtuvagnar. Galveniseruð grind, sturtar á þrjá vegu, 355/60 R18 16 PR dekk. R.A.G Import & Export, Helluhrauni 4, Hafnarfirði. Sími og , Nýjung léttar og liprar fjárgrindur sem henta sérstaklega vel á sauðburði og við gerð lítilla gerða í haga. Um er að ræða tvær stærðir, 1,5 og 2 m langra grinda sem eru 1,2 m á hæð. Þyngd grindanna er aðeins 9 og 11 kg. Grindurnar verða á tilboði í vor kr vsk fyrir 1,5 m grindina og kr vsk fyrir 2 m grindina. Við kaup á 10 grindum fylgir 1 grind með frítt. Lagnaefnið frá John Guest fyrir stofn- og neysluvatnslagnir fyrir kalt vatn, heitt vatn og forhitað og miðstöðvarkerfi. Engin verkfæri til að setja saman eða taka í sundur, því er einfaldlega stungið saman á sama hátt og lofttengjum. Vönduð og lítil plastskál með nippilloka. Hentar vel t.d. fyrir kálfa, hross og sauðfé. Skálin er með 1/2" úrtaki að ofan og festist með tveimur gegnumgangandi boltum. Ættleiðingaspreyið vinsæla fyrir sauðburðinn. Varist eftirlíkingar. Spreyið bæði lömbin og snoppuna á rollunni og málinu er reddað. Plastplötur til klæðninga á stíum. 6 og 12 mm þykkar. Plöturnar henta vel til notkunar í gripahús og geymslur og geta oft komið í stað olíuborins krossviðar. Plöturnar eru mjög sterkar og auðveldar í þrifum. Krókheysi. Til sölu Hiab multilift krókheysi. Uppl. í síma Herfi, vinnslubreidd 3 metrar. Búvís, sími Til sölu Audi A6, árg. 1997, bensín, ekinn 194 þús. km. Nýskoðaður, nýtt í bremsum allan hringinn og nýir demparar og fóðringar að framan. Góð Michelin vetrardekk. Traustur og góður bíll. Verð 430 þús. kr. Er í Reykjavík. Uppl. í síma Taðdreifarar, 8 tonna. Búvís ehf. Sími , Sáðvél til sölu Fiona AK 90 Tveggja hólfa fjölsáðvél Árgerð: 2006 Vinnslubreidd: 3,0 m Búnaður: 385 lítra tankur fyrir sáðkorn og 540 lítra tankur fyrir áburð. Vélin leggur fræ og áburð niður um sömu sáðpípur. Kögglasigti, hæðarkvarði, sitllanleg sáðdýpt, afskröpur á landhjólum, merkidiskar á örmum ofl. Verð án vsk.: 890,000,- Staðsetning: Norðurland Athugasemdir: Slitfletir hafa verið endurnýjaðir eftir þörfum. Vélin stendur inni og er klár til notkunar. Upplýsingar veitir Kalli í síma Til sölu Polaris Sportsman 500cc H.O. árgerð ekið 1650 km Verðhugmynd Kr Gsm: eða torgeirmar@hotmail.com Vélaskemmur Heitgalvaniseruð grind. Verð m. vsk m² (5x6m. Hæð 3,15m) = m² (5x9m. Hæð 3,15m) = m² (5x9m. Hæð 3,65m) = m²(10x12m.Hæð 4,6m) = hysi@hysi.is Pöntum allt milli himins og jarðar fyrir þig à Internetinu sjàum um allt ferlið,hvað vantar þig? oskapontun@oskapontun. is Til sölu Plastrimlagólf! Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari uppl. í síma og , Jón bóndi og Jötunn vélar. Timbur 32 x 100 mm. Verð kr. 275 lm með vsk 25 x 150 mm. Verð kr. 230 lm með vsk. H. Hauksson ehf., sími Weckman þak- og veggstál 0,5 mm galv. tilboð = kr m2 0,45 mm litað Verð kr ,- m2 0,5 mm litað Verð kr ,- m2 Stallað / litað Verð kr ,- H. Hauksson ehf., sími Til sölu Hyudai H-100 sendibíll, árg. 04. Ekinn km. Ný vetrardekk. Verð kr Get tekið kerru upp í. Uppl. í síma , Magnús. Gegnheil plastborð. 3 x 6 x 280 cm. 3 x 10 x 280cm. 4 x 8 x 280 cm. 6 x 12 x 280 cm. 8 x 23 x 300 cm. Nótuð 2,8 cm x 13cm. Plötur 2,5 x 100 x 100 cm. 2,5 x 105 x 205 cm. Sívalir girðingastaurar úr gegnheilu plasti: 4,5 x 175 cm. 6 x 175cm. 7 x 175cm. 8 x 175cm. 10 x 175cm. 10 x 230cm. 12 x 225 cm. 15 cm x 250 cm. Krosslaga 7 x 7 x 175cm. Jóhann Helgi & Co, sími , netfang: jh@johannhelgi.is Gegnheilt plast í fjárhúsgólf. Básamottur 1,7 x 122 x 182 cm og 1,8 x 100 x 150 cm. Drenmottur 100 x 100 x 4,5cm. Gúmmíhellur 50 x 50 x 4,5cm. Jóhann Helgi & Co ehf. Sími , netfang: jh@johannhelgi.is Hágæðagluggar frá Færeyjum, 10 ára ábyrgð. Fáanlegir úr plasti, timbri og álklæddir timburgluggar. Heildarlausnir á leiksvæðum: Útileiktæki, fallvarnarefni, girðingar, bekkir o.fl. Jóhann Helgi & Co, sími , netfang: jh@johannhelgi. is, Til sölu Isuzu Crew-cap pickup, 2,5 dísel, með pallhúsi. Sumar- og vetrardekk á felgum. Lélegt lakk en lítið ekinn, gott kram, eyðir ekki nema 8,5-9 l/100km í blönduðum akstri. Ásett verð kr þ. en selst á kr þ. Er til í að taka upp í fellihýsi eða camper. Uppl. í síma Til sölu Ford 3000, árg. 66, í pörtum, PZ-135 sláttuvél og IH-H-30 hjólaskófla, árg. 76. Uppl. í síma Til sölu MF-690, 80 hö. árg. 86 með Trima 1420 tækjum. Gangfær en lélegur, sérstaklega húsið. Uppl. í síma Skoda Octavia station til sölu. Ambiente Combi, árg Ekinn km. 4x4. Dísel. Beinskiptur, 6 gíra. Ásett verð kr þ. Áhvílandi um kr þús. 40 þ. kr. á mánuði. Engin skipti. Uppl. í síma Til sölu Arctic Cat vélsleði, Powder Special 700, árg Belti 136 x 15. Sleði í mjög góðu standi, vel viðhaldið og geymdur inni. Uppl. í síma Til sölu! Ofn f. 16 pizzu, djúpsteikingarpottur, hamborgarapanna. Handlaug með snertifríum blöndunartækjum, i3 turbo ofn frá PMT. Uppl. í síma Til sölu 4 stálgrindarsperrur, 1/2 poka steypuhrærivél, sópur á dráttarvél, dekkjavél fyrir 22 1/2 dekk, víbravaltari, 2 olíutankar með dælu, kerra fyrir smávélar o.fl. Uppl. í síma Til sölu MF-135 með tækjum, MF-3165 með tvívirkum tækjum, MF-350, rúlluvagn, 3ja tonna sturtuvagn, Fiat x4 og Ferguson 20. Uppl. í síma Til sölu 16 álfelgur undan Skoda Octavia, fólksbílakerra, flexitorar og Welger baggavél. Uppl. í síma Patrol, árg Góður Patrol til sölu, ekinn 210 þ. km. Er búin að eiga hann í 7 ár og aldrei brugðist. Verðhugmynd kr. 300 þ. eða meira Uppl. í síma Tilboð óskast. Til sölu Massey Ferguson 165 Multipower, tilvalinn til uppgerðar. Á sama stað er til sölu þriggja metra hnífaherfi í þokkalegu standi. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma eða tölvupósti: oddurolafs@gmail.com Til sölu Polaris Sportsman 335, 4x4, árg. 00 með bilaðan mótor en nýjar kúplingar. Uppl. í síma Til sölu prjónavél, hillur í geymslur, hillueyja, kamína, varmadæla (loft í vatn). Einnig 30 l af rústrauðri þakmálningu. Uppl. í síma Jeppi til sölu, MMC Pajero 2,8, dísel, árg. 97. Góður bíll sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Nýleg 32 dekk fylgja með. Verðhugmynd kr. 450 þús. eða tilboð. Uppl. í síma Gullmoli Case 580G til sölu, árg. 87. Uppl. í síma , Rúnar. Ýmis tæki og bílar til sölu: Kíkið inn á Eða hafið samband í netfangið maggi@metanbill.is eða í síma Til á hagstæðu verði: Áburðardreifarar 800 lítra, slóðar 4 m, flagjafna 3 m, 9 hjóla rakstrarvélar, 6-stjörnu heytætlur, 3 m sláttuvél, gaddavír og lambhelt girðinganet. Uppl. í síma eða Á hagstæðu verði: Trjáplöntunaráhöld, geyspur, spaðar, bakkabelti, bakkahaldarar, plöntupokar. Mjög lítið notað lipurt fjórhjól með flutningsgrindum framan og aftan. Uppl. í síma eða Á hagstæðu verði: Vökvayfirtengi, lyftutengdir dráttarkrókar, Rúllugreipar, vendibrotplógur einskorinn vbr. 60 cm, vd. 55 cm. Ýtutennur fyrir ámoksturstæki, vbr. 2,65 m, skekkjanlegar. Uppl. í síma og

71 Bændablaðið Fimmtudagur 11. apríl Gírkassi í Unimog 416. Til sölu gírkassi með aflúrtaki í MB Unimog 416 fluttur inn notaður frá Danmörku í fyrra. Verðhugmynd kr. 500 þús. Uppl. í síma Til sölu vél, gírkassi og fleira úr Mercedes-Bens 914, árg Uppl. í síma Sáðvél til sölu Fiona AK 90, tveggja hólfa fjölsáðvél, árg. 2006, vinnslubreidd 3,0m. Búnaður: 385 lítra tankur fyrir sáðkorn og 540 lítra tankur fyrir áburð. Vélin leggur fræ og áburð niður um sömu sáðpípur. Kögglasigti, hæðarkvarði, stillanleg sáðdýpt, afskröpur á landhjólum, merkidiskar á örmum o.fl. Verð án vsk. kr. 890,000. Staðsetning: Norðurland. Athugasemdir: Slitfletir hafa verið endurnýjaðir eftir þörfum. Vélin stendur inni og er klár til notkunar. Upplýsingar veitir Kalli í síma Daihatsu Feroza til sölu, árg. 92, ekin 135 þ. km, skoðuð 14. Mikið búið að endurnýja. Verð: Tilboð. Nánari uppl. í síma , Jón Bjarni. Til sölu Zetor 4718, árg Uppl. í síma Til sölu tveir gangar af 15 álfelgum, sex gata, 8 breiðar. Passa á flesta japanska jeppa. Verð kr gangurinn. Díselvél úr Nissan d/c. Verð kr Einnig jepplingur, Daihatsu Terios, árg. 99. Sk. 14, sjálfsk. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Weckman sturtuvagn 10 t. Sæmileg dekk og Kverneland tunnusaxari fyrir rúllur. Uppl. í síma Til sölu þurrt gott hey í rúllum. Er í Kjós. Uppl. í síma Til Sölu Nova Brick hvít utanhússklæðning, 13 bretti, alls 120 fm. Einnig sumardekk Bridgestone, stærð Uppl. í síma Til sölu Valtra Valmet 6200, árg með Trima ámoksturtækjum. Notuð vst. Verð kr. 3 millj. Einnig Niemayer pinnatætari 3ja m breiður með valsara. Lítið notaður. Verð kr. 600 þús. Toyota Hilux D/C, árg. 2005, breyttur á 33. Ný dekk og nýupptekin vél. Ekinn 210 þ. Verð kr þús. Uppl. í síma Til sölu: 70 ha Steyr, árg. 95, með tækjum, notaður í tíma, ný framdekk, verð þús + vsk. Einnig góður dísel Hilux extra cab með húsi á um hálfslitnum 33 heilsársdekkjum. Ekinn 236 þús. km. Verð 750 þús. m. vsk. Uppl. í síma Hey til sölu. Gott hey til sölu, bæði stórbaggar og rúllur. Er í Hvalfjarðarsveit. Uppl. í síma Íbúðargámar. Tveir íbúðargámar/ vinnubúðir, stærð 7,2 x 2,3 m, með WC, sturtu, hitakút, ofnum og lítilli rafmagnstöflu. Eru nálægt Blönduósi. Verð kr. 800 þús. f. báða. Uppl. í síma Gjafavara. Höfum til sölu á mjög góðu verði, matar- og kaffistell, kristalsskálar, glös og ýmsa aðra gjafavöru. Erum til húsa að Víkurhvarfi 2 í Kópavogi. Opnunartími þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá 14 til 17. Sími Óskapöntun sér um að panta fyrir þig! Pöntum allt milli himins og jarðar fyrir þig á Netinu. Sjáum um allt ferlið, hvað vantar þig? is, oskapontun@oskapontun.is, sími Til sölu Deutz-Fahr heytætla, árg. ca. 1992, önnur árg.1986 fylgir. Einnig Belarus 520, árg. 1980, ógangfær en á góðum afturdekkjum. Er á Vesturlandi. Uppl. í síma Ford Ranger dísel. Til sölu vel með farinn Ranger pallbíll, árg. 2007, ekinn 157 þúsund km. með intercooler og túrbínu, 31 dekk, krómgrind á palli og prófíltengi að aftan. Rafmangs afturlæsing, krómpakki o.fl. Verð kr eða tilboð. Uppl. í síma , Stefán Smári. Heyrúllur til sölu; hey af fullábornum túnum úr fyrri slætti og einnig háarslætti. Uppl. í síma Góð kaup. Vefverslunin bokabudineskja.notando.is er með gott vöruúrval. Frí heimsending eða afsláttur. Kíktu á úrvalið. Bygg og hálmur til sölu. Til sölu votverkað bygg í stórsekkjum, pakkað í rúlluplast. Einnig þurr og góður hálmur. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma Til sölu lítið notaður og vel með farinn hnakkur. Verð kr strípaður. Uppl. í síma Til sölu Alö votheysskeri á ámoksturstæki. Breidd 190 cm, 3 tjakkar, lítið notaður. Uppl. í síma eða í netfangið elvarey@gmail.com Til sölu Zetor 7745, 4x4, árg. 92, þokkaleg dekk. Ágætlega útlítandi vél, lítið ryðguð. Uppl. gefur Sigþór í síma eða í netfangið urdir@kopasker.is Til sölu Fendt 307, árg 86, með tækjum, nýleg afturdekk og ágæt framdekk. Verð kr + vsk. Uppl. í síma Notaðar dráttarvélar. Flytjum inn notaðar dráttarvélar frá Evrópu eftir þínum óskum og skráum þá gömlu á söluskrá hjá okkur. B. Sturluson, og 40 feta gámur til sölu. Til sölu 40 feta gámur, getur verið með eða án rafmagnstöflu. Uppl. gefur Guðjón í síma Til sölu 4 stk. ónotuð Mastercraft nagladekk. Stærð 245/65/R-17 og 4 stk. ónotuð GoodYear sumardekk. Stærð 255/65/R-17 Uppl. í síma , Katrín. Traktorar til sölu. International 454, árg. 77, Massey Ferguson 135, árg. 72 og Massey Ferguson 256, árg. 84. Gangfærir en þarfnast aðhlynningar. Uppl. í síma eða , eftir hádegi. Til sölu Subaru Legacy, árg Skoðaður Beinskiptur. Með krók. Ekinn 225 þ. km. Tímareim og kúpling í góðu lagi. Verðhugmynd kr. 220 þ. Uppl. í síma eftir kl. 18. Til sölu flatvagn 5,50 x 2,20. Burðargeta kg. Undirvagn Alko eins öxla. Kia Sorento dísel, árg. 07. Verð kr. 2,2 millj. Toyota Corolla Verso, árg. 05, sjálfsk. 7 manna, dráttarbeisli. Verð kr Varahlutir í Suzuki Vitara XL-7. T.d. mótor, gírkassi, felgur, topplúga, rafmagn o.fl. Uppl. í síma Til sölu 2 stk. tankar úr ryðfríu stáli. Þrír stútar og mannop eru á báðum tönkum. Helstu mál: Þvermál 90 cm, hæð 150 cm. Uppl. eru veittar í síma , einnig er hægt að senda fyrirspurn á sverrir@vifilfell.is Til sölu Ford Focus station, árg. 05, ekinn km. Skipti möguleg á 3-5 hesta kerru. Uppl. í síma Óska eftir Pontan hans afa föl? Tók afi í nefið eða batt hann inn bækur? Safnari óskar eftir tóbakspontum. Staðgreiðslu og góðu verði heitið fyrir fallegar pontur. Einnig óskað eftir bókbandstækjum. Uppl. í síma Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Neyðarkall. Vantar vél eða vélablokk í Ferguson, árg. 52, bensín, með 85 mm stimplum. Uppl. í síma , Gauti. Vantar hringrásardælur, rafmótora tíðnibreyta, smátraktor, sláttutraktor, varmaskipta, heitan pott, gangstéttahellur, skjólveggi og ristahlið. Uppl. Í síma , Erling. Óska eftir gömlum jeppum eða 4x4 pallbílum frá USA með nothæfri drifrás. Sérstaklega hásingum/gírkössum/millikassa NP205. Einnig vantar gamlan Suzuki jeppa með nothæfu krami. Uppl. í síma eða í netfangið sigaf@simnet.is, Sigurður. Óska eftir að kaupa áburðardreifara. Uppl. í síma Kartöfluniðursetningsvél. Óska eftir notaðri kartöfluniðursetningsvél t.d. Underhaug eða sambærilegri vél, einnig öðrum tækjum til kartöfluræktar og vinnslu. Sími , netfang ivar@hotmail.com Dráttarvél óskast. Óska eftir gangfærri dráttarvél. Helst með ámoksturstækjum en samt ekki skilyrði. Nánari uppl. í síma eða í netfangið kek@kraftaverk.is Óska eftir að kaupa staurabor á dráttarvél. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa húdd á MF-35X, árg. 65. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa u.þ.b. 100 ltr. rafmagnshitakút. Uppl. í síma , Heiðar. Óska eftir 28 afturfelgum á MF gengur einnig af Ford-Nal-David Brown og e.t.v. fleiri teg. Einnig óskast dekkjum 13,9-28 eða 14,9-28, mega vera hálfslitin en ófúin. Netfang: mflosi@ simnet.is eða sími Óska eftir að kaupa 4 stjörnu snúningsvél. Helst Fella. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa hö. dráttarvél með tækjum. Þarf að vera í góðu lagi. Allt kemur til greina. Vantar einnig 12 tonna sturtuvagn, rúllugreip og brettagaffla. Uppl. í síma , Agnar. Óska eftir jörð eða einbýlishúsi í sveit á Suðurlandi. Reglusemi, öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma eða Fláaskófla óskast til kaups. Uppl. í síma Hestakerra óskast. Notuð Ifor Williams TA510, sex hesta kerra, óskast. Staðgreiðsla. Uppl. í síma Er einhvers staðar að finna eftirstöðar af Markham sturtuvagni, þessum bláu sem hér voru á markaði á áttunda áratugnum? Mig vanhagar fyrst og fremst um hjólöxul undan slíkum vagni en vagn í heilu lagi kemur vel til greina að kaupa ef enn finnst og falur væri. Nánar í síma Óska eftir að kaupa rúlluvél Welger RP-12 eða RP-12S. Uppl. í síma Atvinna 44 ára karlmaður, menntaður smiður, óskar eftir vinnu við sauðburð og önnur bústörf. Mjög vanur og ábyrgur. Uppl. í síma Óska eftir aðstoð við sauðburð frá 15. maí maí. Uppl. í síma Sveitaáhugi. Strákur á 15 ári vill komast í sveit. Er vanur sveitastörfum og til í að vera hvar sem er á landinu. Uppl. í síma Óskum eftir duglegum unglingi í sveit á aldrinum ára. Helst snemma í maí. Erum á Mýri í Bárðardal. Uppl. í síma Óska eftir að ráða manneskju til aðstoðar á sauðburði frá miðjum maí. Er á Norðurlandi. Uppl. í síma Starfsmaður óskast á blandað bú á Vestfjörðum. Uppl. á netfanginu raudsdal@vortex.is Starfskraftur óskast í sauðburð. Óska eftir aðstoð á sauðburðartíma í um 3 vikur í maí á Suðurlandi. Uppl. í netfangið klettafru@internet.is Ertu tamningamaður eða kona sem hefur áhuga á að búa í sveit? Okkur vantar að ráða 1-2 einstaklinga við tamningar, þjálfun og tengd störf frá og með 1. maí ja herbergja íbúð með eða án húsgagna fylgir með fyrir réttu einstaklingana. Upplagt fyrir par sem hefur áhuga á að vinna með góð hross á viðurkenndum hestabúgarði norður í landi, 23 km frá Akureyri. Viðkomandi verður að hafa töluverða reynslu af tamningum og hirðingu hrossa. Keppnisreynsla æskileg en ekki skilyrði. Allar frekar uppl. eru gefnar upp í síma eða á netfangið herdisarm@simnet.is 28 ára karlmaður óskar eftir starfi við landbúnað. Vegna sérstakra aðstæðna gefst mér tækifæri á að vinna við það sem ég elska mest sem er auðvitað landbúnaður. Hef unnið meira og minna við fjár- og kúabú. Er með bílpróf og öll réttindi á vélar. Æskilegast væri fyrir mig að það væri á N-NA landi. Frekari upplýsingar í síma , Viktor Ráðskona óskast á sveitabæ á Norðurlandi í vor. Nánari uppl. í síma , Íris. Ráðskona óskast í sveit. Einnig óskast vön manneskja í sauðburð. Uppl. í síma Starfskraftur óskast á sauðfjárbú á Vesturlandi. Uppl. í síma Tékknesk kona, Zuzana Kocianova, óskar eftir starfi á íslensku bóndabýli í júlí og ágúst. Vill gjarnan starfa við grænmetisræktun en er opin fyrir ýmsu. Ekki með bílpróf. Uppl. í netfangið: nikita.cz@seznam.cz Ungur skiptinemi við Háskóla Íslands óskar eftir að komast að í vikutíma á sauðfjárbúi á Norðurlandi dagana apríl. Upplýsingar í netfangið pframe@unca.edu eða í síma , Patrick Edmund Frame. Starfskraftur óskast í sveit. Óska eftir starfskrafti til aðstoðar við sauðburð og almenn bús- og heimilisstörf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ég er á Norðurlandi. Uppl. í síma Starfskraft vantar á sauðfjárbú á Suðurlandi yfir sauðburð frá 1. maí til 25. maí. Uppl. í síma eða ára þýsk kona óskar eftir starfi í sveit á Íslandi frá enduðum maí til enda ágúst. Bústörf eða ferðaþjónusta. Talar þýsku, ensku og frönsku. Uppl. í netfangið tianut@web.de, Nelly Bubenheim. Einkamál Bóndi óskast! Einhleyp og myndarleg kona óskar eftir að kynnast bónda í sveit. Upplýsingar í síma: Gisting Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Sér aðstaða. Uppl. gefur Sigurlína í síma Íbúðaskipti Leiguskipti. Hef áhuga á leiguskipti á stúdíóíbúð í 101 Reykjavík (í göngufæri frá miðbænum og Háskóla Íslands) og litlu húsnæði á landsbyggðinni, helst nálægt sjó. Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið leigdu@gmail.com Jarðir Makaskipti á góðri jörð! Tveggja hæða einbýlishús með stórum bílskúr og góðum garði í Hafnarfirði í skiptum fyrir góða bújörð. Verðhugmynd 40 millj. Uppl. í síma Eggert. Þvottavél Amerísk gæðavara 12 kg Leiga Nú er fátt um fína drætti á leigumarkaðnum. Óska eftir 3-4 herbergja íbúð til langtímaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Má vera hurða- og gluggalaus! Meðmæli frá síðasta leigusala, snyrtilegri umgengni og vænum greiðslum heitið. Uppl. í síma , Hilmar. Safnarar Óska eftir að kaupa gamla seðla. Er að byrja að safna gömlum seðlum og óska eftir að kaupa. Uppl. í síma Veiði Svæði til gæsaveiða. Vill taka á leigu svæði til gæsaveiða næsta haust. Korn er kostur en ekki skilyrði. Skoða allt á svæðinu: Hvalfjarðarsveit, Borgarfjörður, Mýrar, Snæfellsnes. Axel, sími og netfang: axelmk@simnet.is Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta Bændablað kemur út miðvikudaginn 24. apríl Afkastamikill þurrkari > DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Þurrkari Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Varahlutir - Viðgerðir Amerísk gæðavara sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Oftast ódýrastir! Vélavit Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is

72 Menntavegur fyrir alla Í Borgarfirði eru tveir framúrskarandi háskólar í fallegu og fjölskylduvænu umhverfi. Báðir leggja áherslu á samvinnu nemenda, góðan aðgang að kennurum, vandað húsnæði og ekki síst frábæra þjónustu við barnafjölskyldur. Háskólinn á Bifröst Námið er í fyrsta sæti í fallegu og fjölskylduvænu háskólaþorpi þar sem lífið snýst um að læra. Nemendur við skólann leggja stund á viðskiptafræði, lögfræði, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) við örvandi aðstæður tíminn líður hratt. Landbúnaðarháskóli Íslands Náttúran og auðlindir landsins eru viðfangsefni háskólans. Nemendur útskrifast af fimm mismunandi námsbrautum með BS, MS eða PhD. Einstaklingsmiðað rannsóknanám, auk starfs- og endurmenntunar í styttra námi. Fjölskylduvænt umhverfi og persónuleg kennsla. Nánari upplýsingar: Nemendur geta skráð sig í staðnám eða fjarnám Ljúka má bæði grunngráðu og meistaragráðu Háskólagátt skólagjaldalaust aðfararnám að háskólanámi Raunhæf verkefni eru drifkraftur kennslu Nemendur taka námskeið á sumrin og flýta fyrir sér Námið er skipulagt með framtíðarþarfir nemenda í huga Samheldni og vináttubönd myndast til lífstíðar Jafnvel mestu mannafælur læra að vinna í hópum Fæst við landið og allt sem á því lifir Aðalstarfstöð á Hvanneyri Kennsla og rannsóknir í náttúruvísindum og búfræðum Áhersla á hópvinnu og persónulega kennslu Fjölskylduvænt námsumhverfi Grunnnám í landslagsarkitektúr Gott húsnæði og frábær aðstaða til útivistar Fjölbreytt endurmenntun

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Desember 2009 Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Skýrsla nefndar Ásta Möller Freyja Hilmarsdóttir Hulda Gústafsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt. ZINZINO BalanceShake Jarðarberjabragð BalanceShake er bragðgóður og frískandi drykkur sem inniheldur BalanceOil, vítamín, steinefni, 1,3/1,6-betaglúkan og prótein, allt í einum pakka. BalanceShake eykur

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja

Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Kápa Ranns. versl 4/18/07 12:51 PM Page 1 C M Y CM MY CY CMY K Rannsóknasetur verslunarinnar Háskólinn á Bifröst Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja Rannsókn

Διαβάστε περισσότερα

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Ritröð Samkeppniseftirlitsins Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Rit nr. 1/2012 Skýrsla Janúar Samkeppniseftirlitið Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is Efnisyfirlit Hluti I Inngangur, samantekt

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs M.S. ritgerð í hagfræði Háskóli Íslands Ásdís Kristjánsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur Inngangur

Διαβάστε περισσότερα

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri Mataræði á meðgöngu Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri 2018 Góður undirbúningur - hefst snemma Konur geta undirbúið sig fyrir meðgöngu með því að: - borða fjölbreyttan og næringarríkan mat - taka

Διαβάστε περισσότερα