11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag"

Transcript

1 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði misjöfn á landinu. Guðbjörg og Eyþór Haraldsbörn nutu sín vel á nýslegnu túninu á Vestri-Reynir undir Akrafjalli. Þurrkar hamla slætti Sláttur er víða hafinn á landinu en í litlum mæli þó. Þurrkar, næturkuldar og kuldatímabil í maímánuði valda því að víða er þó nokkuð í að heyskapur hefjist af alvöru. Á Austurlandi eru menn ekki byrjaðir að hugsa sér til hreyfings sökum kulda og lítillar sprettu. Á Norðvesturlandi eru þurrkar að leika bændur grátt en þar eru tún farin að brenna vegna skorts á vætu. Á Vesturlandi er sumstaðar ágætis spretta og menn byrjaðir að heyja af krafti en annars staðar vantar úrkomu. Þrátt fyrir að sláttur hafi hafist á Hvassafelli undir Eyjafjöllum 2. júní síðastliðinn eru bændur á Suðurlandi almennt ekki farnir af stað í heyskap. Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands segir að í Flóanum hafi t.a.m. bara einn bóndi verið byrjaður að bera niður á síðasta þriðjudag. Einhverjir bændur séu byrjaðir slátt í Landeyjum en almennt sé heyskapur ekki farinn af stað í neinum mæli. Það var svo kalt á tímabili í maí og svo hefur verið lítil úrkoma. Þó svo það sé þokkalegur lofthiti núna þá hefur verið kalt á næturnar. Þetta er allt í lagi eins og er en okkur vantar vætu, sérstaklega í uppsveitum Suðurlands. Það er að verða regla að þar sé vöntun á vætu öll vor með hættu á skrælnun og bruna í túnum. Tún byrjuð að brenna á Norðvesturlandi Á Vesturlandi er staða mála misjöfn. Í Reykholtsdal er sláttur hafinn og í nágrenni Akraness sömuleiðis. Í uppsveitum eru þurrkar hins vegar að ergja menn og menn bíða eftir rigningu. Á Norðvesturlandi eru bændur ekki byrjaðir heyskap að neinu ráði. Gunnar Ríkharðsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda segir að á hans svæði sé enginn bóndi byrjaður að slá að honum vitandi. Mikill skortur sé á vætu og sumstaðar séu tún farin að brenna. Sömu sögu er að segja í Skagafirði. Sláttur er hafinn á einum bæ, Hofdölum í Viðvíkursveit en þar er einungis búið að slá eina nýrækt. Önnur tún hafa sprottið lítið vegna þurrka og er það almennt þannig að sögn Steinunnar Önnu Halldórsdóttur ráðunauts. Þurrkurinn er farinn að koma verulega niður á sprettu. Það er byrjað að brenna á þurru landi, á uppgræddum melum og þar sem stutt er niður á grjót. Menn eru byrjaðir að vökva flög með haugsugum til að reyna að bjarga einhverju þar en það þarf bara ærlega rigningu í heilan sólarhring hið minnsta. Kalt á Austurlandi Á Austurlandi eru bjartsýnustu bændur að vonast til að geta farið að skoða málin eftir eina og hálfa viku að sögn Önnu Lóu Sveinsdóttur héraðsráðunauts. Kalt hefur verið í veðri og spretta hæg en þurrkar eru ekki farnir að plaga Austfirðinga í sama mæli og sum staðar annars staðar á landinu. Ekki má þó við þurrkum til langs tíma í viðbót. Á svæði Búgarðs, ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi, er staða mála nokkuð misjöfn. Tilfinnanlega vantar vætu að sögn Vignis Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Kalt hefur verið um nætur, þurrakuldi á tímabilum en hitinn hefur hins vegar verið á uppleið undanfarið. Innarlega í Eyjafirði er farið að brenna á uppgræddum áreyrum en á betri blettum, sparistykkjunum, eru menn farnir að huga að slætti. Einhverjir eru byrjaðir í litlum mæli. Í Þingeyjarsýslunum er sömu sögu að segja. Í Norður-Þingeyjarsýslu vantar t.a.m. vætu en menn eru þó nokkuð bjartsýnir. Þar er venjan að þeir séu seinna á ferðinni en við Eyjafjörðinn og menn eru ekki svartsýnir á stöðu mála. /fr Stjórn Norðurorku hf. á Akureyri samþykkti á fundi nýverið að koma á fót og reka hauggasstöð til framleiðslu metans úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal. Talið er að hægt sé að vinna um 1,5 milljón normalrúmmetra af hauggasi úr sorphaugunum á 25 árum og að metan sé um 55-60% af hauggasinu. Mannvit á Akureyri veitir ráðgjöf við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku segir að þegar hafi verið boraðar 8 holur sem gefi nægjanlegt magn af metani til að hægt sé að hefjast handa. Við eigum eftir að bora meira á svæðinu og fá þannig staðfestar kenningar um raunmagn og hraða niðurbrots, en þegar vitum við að haugurinn ofan Akureyrar er þurrari en sá sem fyrir er í Álfsnesi, og því hægara niðurbrotsferli í gangi, segir Helgi. Það magn metans sem áætlað er að vinna úr fyrrum sorphaugum Akureyringa og nærsveitarmanna þeirra nú er um 150 normalrúmmetrar á klukkutíma eða um þúsund normalrúmetrar á ári. Það segir Helgi að nægi fyrir um fólksbílaígildi, þ.e. bíla sem eyði um 8 lítrum á km og eknir Mynd / Lilja Guðrún Eyþórsdótttir. Reisir hauggasstöð á Glerárdal Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Stefán Steindórsson við lóð fyrirhugaðrar metanáfyllingarstöðvar. séu um 12 þúsund kílómetra á ári. Ef þörfin eykst er mögulegt að stækka stöðina, segir Helgi. Áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina, m.a. byggingu hreinsistöðvar við sorphaugana og áfyllistöð, nemi um 300 milljónum króna. Helgi segir að stefnt verði að því að hreinsistöðin verði hönnuð og smíðuð á Akureyri en fyrir er mikil reynsla og þekking á þessu sviði hjá starfsfólki Mannvits, sem m.a. hannaði verksmiðju fyrir Orkey þar sem framleiddur er lífdísill. Helgi segir að fyrirtækið stefni að því að hefja afgreiðslu á metani snemma á næsta ári, líklega í mars til apríl árið 2013 en áfyllistöð verður staðsett á lóð ofarlega við Súluveg, á svæði þar sem fyrir eru m.a. fyrirtækin MS Akureyri og Möl og sandur. /MÞÞ

2 2 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fréttir Flug á Norðausturlandi: Styrkir falla niður í lok næsta árs Rekstrarstyrkir vegna áætlunarflugs til og frá Akureyri og á norðausturhorn landsins, til Þórshafnar og Vopnafjarðar, falla niður í lok ársins Flugfélagið Norlandair á Akureyri hefur sinnt þessu áætlunarflugi og segir Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri þess að félagið þurfi að íhuga sína stöðu í kjölfarið, en bróðurpartur af tekjum félagsins skapast vegna flugs til og frá Grænlandi. Staðsetning fyrirtækisins á Akureyri hafi fyrst og fremst komið til vegna áætlunarflugs á norðausturhornið og til Grímseyjar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort einnig verði hætt að greiða rekstrarstyrki vegna flugs til Grímseyjar. Áætlunarflug til Þórshafnar og Vopnafjarðar standi ekki undir sér og sé haldið úti á þeim forsendum að ríkið greiði styrki með flugleiðinni. Fluginu verði því sjálfhætt um leið og ríkið hætti að styrkja leiðina. Norlandair hefur flogið fimm sinnum í viku til Þórshafnar og Vopnafjarðar. Þessi fyrirætlan hefur verið mjög í umræðunni og fólk óttast hið versta, því við erum háð góðum samgöngum hér úti við ysta haf, hvort sem er í lofti eða láði, segir Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri í Langanesbyggð. Hann segir að Hófaskarðsleiðin sé vissulega mikil samgöngubót og íbúar á svæðinu séu þakklátir fyrir hana. Það þarf hinsvegar ekkert að fjölyrða um það við þá sem þekkja sláttinn í byggðarlögum á borð við Þórshöfn og Vopnafjörð, hvað þetta flug skiptir gríðarlega miklu máli. Það er nánast sama hvar á það er litið; sjávarútvegsfyrirtækin sem hafa verið að fjárfesta og framkvæma hér fyrir milljarða króna á undanförnum árum nýta sér þessa þjónustu mikið, hún skiptir sveitarfélagið miklu máli þegar kemur að því að lokka fólk til starfa, s.s. í skólanum og í önnur þjónustustörf, enda veitir hún aðgengi að suðvesturhorninu sem annars yrði mjög tímafrekt og oft torfært segir Gunnólfur. Erla Björk Örnólfsóttir, Nýr rektor við Hólaskóla Erla Björk Örnólfsóttir, doktor í sjávarlíffræði, tók við starfi rektors við Hólaskóla - Háskólann á Hólum 1. júní síðastliðinn. Áður gegndi hún starfi forstöðumanns Varar Sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð. Erla Björk er líffræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og er með doktorspróf í sjávarvistfræði frá Texas A&M háskólanum í Texas í Bandaríkjunum. Að doktorsnámi loknu vann Erla Björk að rannsóknum í Bandaríkjunum auk þess sem hún var sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun um tíma. Erla Björk hefur ritað fræðigreinar um lífríki sjávar og leiðbeint nemendum og hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir störf sín. Þau nutu sannarlega veðurblíðunnar, lömbin í Sýrnesi í Aðaldal, áður en kuldakastið hófst í síðustu viku. Vonast Ragnar bóndi eftir að fari að hlýna á ný og óskar helst eftir hressilegri rigningu, þar sem landið er tekið að skrælna vegna langvarandi þurrka. Mynd / Ragnar Þorsteinsson. Bóndinn í Sýrnesi í Aðaldal búinn að sleppa lambfénu þrátt fyrir kuldkast í síðustu viku: Smá afturkippur í veðrinu eftir besta maímánuð í mörg ár Hann virðist bara vera alveg sambandslaus þarna uppi, þrátt fyrir Internet og alla tækni! Smá afturkippur var í veðrinu í síðustu viku á norðaustanverðu landinu eftir að það hafði leikið við Þingeyinga vikurnar á undan. Það er kalt, sagði Ragnar Þorsteinsson bóndi í Sýrnesi í Aðaldal í samtali við Bændablaðið um miðja síðustu viku. Maí var þó verið betri nú en í mörg ár. Jörð orðin mjög þurr Það er aðeins um fjögurra stiga hiti, norðanátt og eiginlega of lítil úrkoma. Það er allt orðið svo þurrt og eiginlega engin úrkoma verið síðan í vetur. Maí-stórhríðin, sem er nánast árlegt fyrirbæri hér um slóðir, var heldur fyrr á ferðinni nú en á síðasta ári og það var heldur til bóta. Sauðburðarhljóð í bændum var því heldur skárra en mörg undangengin ár. Ragnar segir að úthagi í lágsveitum sé þrátt fyrir allt óðum að grænka, bændur eitthvað farnir að sleppa geldfé í heimalönd og með þessu áframhaldi ætti að verða kominn gróður fyrir lambfé í lágsveitum í byrjun júní. Sjálfur er Ragnar farinn að hleypa út lambfé. Ég er með rétt um 300 kindur og beiti bara hér á lágheiðarnar eins og Fljótsheiðina. Það er kominn þokkalegur gróður í hana. Samt hefur aðeins gránað í allra efstu fjöll, Lambafjöllin, eða yfir 300 metra hæð. Þetta er samt miklu betra en spáin hljóðaði upp á. Það er bara þessi fjárans kuldi og þetta virðist vera að fara í sama farið og í júní í fyrra. Ragnar gerir sér þó vonir um að fari eitthvað að hlýna svo hann detti ekki í sama kuldagírinn og í fyrra. Virðist sambandslaus þarna uppi Það er þó ekki við neinn að sakast út af veðrinu. Hann virðist bara vera alveg sambandslaus þarna uppi, þrátt fyrir Internet og alla Miklir þurrkar undanfarið Ástandið er eflaust sérstaklega slæmt í flögum og á þeim túnum þar sem grunnt er ofan í mold, segir Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, en miklir þurrkar hafa verið að undanförnu. Hann segir ástandið mismunandi eftir svæðum og að tækni! Það verður þá bara að hafa það. Við veljum það sjálf að búa á þessu landi og það er enginn sem skipar okkur það. Við verðum þá bara að taka afleiðingunum. Maður vonar svo bara að það fari að hlýna og að við fáum einhverja úrkomu að gagni. Eyjafjörður komi til dæmis ekki illa út í heildina, af og til hafi komið smádembur út lofti og þá hefur verið frekar kalt á nóttunni, næturdöggin hafi bjargað miklu. Almennt eru þó miklir þurrkar og það hefur sín áhrif á allan gróður, segir Ólafur. /MÞÞ Endurnýjun í sveitinni Ragnar segir að þrátt fyrir erfiða tíð í fyrra hafi fólk ekki verið að sýna á sér neitt fararsnið. Þá hafi verið að koma nýr bóndi í sveitina að bænum Miðhvammi, Ari Heiðmann Jósavinsson, sem ætli að endurvekja kúabúskap á bænum sem áður var aflagður. /HKr. Metfjöldi brautskráðist frá Landbúnaðarháskóla Íslands Alls brautskráðust 109 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands að þessu sinni en það eru fleiri nemendur en nokkru sinni áður. Nemendur háskóladeilda og bændadeildar brautskráðust frá Reykholtskirkju föstudaginn 1. júní en nemendur garðyrkjubrauta brautskráðust daginn eftir frá Hveragerðiskirkju. Til viðbótar má telja nemendur af ýmsum þjóðernum sem árlega útskrifast úr Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna sem LbhÍ rekur í samstarfi við Landgræðsluna, Utanríkisráðuneytið og Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá er vert að minnast þess að heildarfjöldi nemenda, sem sækir námskeið og námskeiðslínur á vegum Endurmenntunar LbhÍ, nálgast nú 3000 á ári hverju. Nemendur af háskólabrautum Landbúnaðarháskóla Íslands ásamt búfræðingum, sem voru útskrifaðir við athöfn í Reykholtskirkju föstudaginn 1. júní. Myndir / Áskell Þórisson.

3 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Ný gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað Bílabúð Benna kynnir Cultor, evrópsk gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað. Cultor dekkin eru framleidd af einum virtasta og stærsta framleiðanda vinnuvéladekkja í Evrópu og þekkt fyrir styrkleika og endingu. Í boði er mikil stærðarflóra fyrir hvers kyns landbúnaðarvélar, bæði radial og nylon. Þekkt fyrir styrkleika og endingu Cultor dekkin fást hjá umboðsmönnum okkar um land allt Umboðsmenn um land allt Megastretch og Duoplast 3 plus Rúlluplast Sterkt, öruggt og endingargott. Fyrir allar gerðir rúlluvéla Hafðu samband við sölumenn og fáðu tilboð í síma: Lynghálsi 3 og Brúarvogi 1-3 Reykjavík / Lónsbakka Akureyri /

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fréttir Almannavarnir: Kynna viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal Um tíma hefur verið unnið að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda á frístundasvæðum í Skorradal. Þetta er í fyrsta sinn sem slík áætlun er gerð hér á landi. Fimmtdaginn 14. júní verða lokadrög áætlunarinnar kynnt fyrir sumarhúsaeigendum, íbúum og landeigendum í Skorradal og afhent gögn og upplýsingar vegna fyrirhugaðrar kerfisprófunar í Skorradal á nýju viðvörunarkerfi Almannavarna sem sendir sms-boð í alla farsíma innan þjónustusvæða símafyrirtækjanna. Kynningin verður haldin í Ársal á efstu hæð nýja skólans á Hvanneyri frá kl. 20 til 22. Sjá nánar á vefsíðu Skorradalshrepps Skógardagurinn mikli á Fljótsdalshéraði Í ár er áttunda árið sem við skógarbændur höldum okkar Mikla skógardag í kringum Jónsmessuna, sem fyrr í samvinnu við Héraðsog Austurlandsskóga, Skógrækt ríkisins Hallormsstað, Barra hf., Félög kúa- og sauðfjárbænda á Fljótsdalshéraði og skátana auk annarra styrktaraðila. Upphaf þessarar hátíðar má rekja til þess að skógarmenn á Héraði voru að halda sólstöðuhátíðir sem ekki voru opnar almenningi. Við í félagi skógarbænda ákváðum að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð og fá fleiri aðila til liðs við okkur. Það var strax auðsótt mál. Allir sem við töluðum við voru jákvæðir og sáu tækifæri í að fá sem flesta, unga sem aldna til að njóta Jónsmessunar við leik og störf í skjóli Hallormsstaðarskógar. Strax var ákveðið að á þessum degi ættu öll dýrin í skóginum að vera vinir og það mætti ekki selja neitt eða rukka fyrir þjónustu. Þetta hefur gengið eftir þrátt fyrir erfitt efnahagsástand síðustu ára. En alltaf bætist í hóp þeirra sem koma að undirbúningnum, nú síðast hafa skátarnir bæst í hópinn og sauðfjárbændur hafa séð um að bjóða fólki að koma á föstudagskvöldið í Mörkina og smakka hið margrómaða austfirska lambakjöt, matreitt af listakokkum. Nú geta menn byrjað að skemmta sér strax á föstudagskvöldi, tjaldað undir fallegu birkitré og tekið þátt í hressandi skógarhlaupi eða skokki um hádegisbil daginn eftir. Síðan hefst hin eiginlega dagskrá um klukkan eitt, og hafa menn um ýmislegt að velja: Skátaleiki, Íslandsmeistarakeppni í skógarhöggi, fylgjast með skemmtidagskrá eða gæða sér á úrvals nautakjöti eða pylsum. Á eftir geta menn sötrað alvöru ketilkaffi og fengið rjúkandi skógarlummur og rabarbarasultu með. Skógarbændur segja fátt er skemmtilegra en að rölta um og njóta alls þess sem Skógardagurinn mikli býður uppá. Hænan Gulla og andarungarnir. Lilja Guðmundsdóttir á Ósabakka, Birta Skúladóttir og Skúli Darri með andarungana og Skúli Helgason með hænuna Gullu. Mynd / MHH Hænan Gulla eignaðist þrjá andarunga Hænan Gulla á Ósabakka í Skeiða og Gnúpverjahreppi er nú í hlutverki andamömmu eftir að hafa legið á fjórum stokkandareggjum í 12 daga. Forsaga málsins er sú að stokkönd var með hreiður við sumarbústaða Skúla Helgasonar og fjölskyldu í landi Ósabakka. Eina nóttina heyrði Skúli mikil læti úti, hljóp þá út að hreiðrinu en þá voru tveir hrafnar búnir að fæla öndina af hreiðrinu og voru langt komnir með að éta hana þegar Skúli kom. Lífsmark var með öndinni en Skúli hjó höfuðið af henni til að lina þjáningar hennar. Eftir voru fjögur egg og brá Skúli á það ráð í samráði við krakkana sína að koma eggjunum í hænsnakofann til ömmu Lilju á Ósabakka. Kraftaverk gerðist, 13 dögum síðar komu fjórir andarungar í heiminn, einn drapst strax. Gulla sér nú um ungana allan sólarhringinn og þegar þeir komast út í andapollinn við hænsnakofann fylgist hún með, hún fer aldrei sjálf í vatnið enda kunna hænur ekki að synda. /MHH Hreindýr leggja til atlögu við girðingar á bænum á Hlíðarenda í Norðurdal í Breiðdal. Fráleitt að flytja hreindýr til Vestfjarða - segir landnýtingarráðunautur MAST og Landgræðslan eru því líka andvíg Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Bændasamtaka Íslands, telur fráleitt að að flytja hreindýr til Vestfjarða eins og Stefán Sigurðsson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri taldi álitlegan kost í frétt í síðasta Bændablaði. Sagði hann þetta í umfjöllun um meistararitgerð sína sem sýnir drjúgar tekjur á Austurlandi vegna veiða. Hreindýr hafa verið að valda bændum á Austfjörðum vandræðum vegna ágangs á tún og valda þá um leið skemmdum á girðingum, eins og Arnaldur Sigurðsson bóndi á Hlíðarenda í Norðurdal í Breiðdal greindi frá í síðasta Bændablaði. Engin kjörlendi fyrir hreindýr á Vestfjörðum Ólafur segir að sér hafi lengi verið kunnugt um þetta vandamál vegna hreindýra á Austurlandi. Ég hef eindregið varað við flutningi hreindýra inn á önnur svæði, svo sem Reykjanes og Vestfirði, en uppi hafa verið áform um slíkt. Þetta tel ég fráleitt því þar eru engin kjörlendi fyrir hreindýr, líkt og sums staðar á Austurlandi. Samtök bænda á Vestfjörðum hafa skiljanlega mótmælt flutningi hreindýra þangað, einnig vegna sjúkdómahættu. Telur Ólafur flutning á hreindýrum til Vestfjarða einnig geta fallið undir dýravelferðarmál, auk þess sem hreindýr myndu sækja inn á skógræktarsvæði og tún og valda þar skemmdum. Gott fyrir ferðaþjónustuna Í viðtali við Bændablaðið telur Stefán þetta hinsvegar álitlegan kost og bendir á að ferðaþjónustan myndi væntanlega taka fagnandi á móti skotveiðimönnum utan háannatímans. Sauðfjárbændum hefur fækkað á Vestfjörðum undanfarin ár, á tímabilinu frá árinu 2000 til 2011 fækkaði þeim um 40%. Landnýting hefur því minnkað í kjölfar þess að færra sauðfé er á svæðinu. Gróður á þessu svæði hentar, eftir því sem ég best veit, líka vel fyrir hreindýr. Það eina sem eftir er að skoða er hvort hreindýr geti borið smit yfir í sauðfé. Komi í ljós að sú hætta sé ekki fyrir hendi tel ég ekkert standa í vegi fyrir því að hafist verði handa við að flytja hreindýr vestur á firði, segir Stefán. Flutningurinn óheimill vegna sjúkdómahættu Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða séu ekki nýjar af nálinni. Matvælastofnun (MAST) myndi þurfa að taka afstöðu til slíkra flutninga ef sótt yrði um leyfi fyrir þeim. Við túlkum þetta þannig að flutningur þessara dýra yfir allar þær varnarlínur sem þarna eru í milli sé óheimill. Þetta eru jórturdýr sem geta borið með sér sjúkdóma að austan, garnaveiki og riðuveiki. Þarna fyrir austan eru hólf sem eru bæði garnaveiki- og riðusvæði, s.s. Breiðdalurinn og Jökuldalurinn. Fyrir vestan eru hins vegar hrein svæði, svæði sem náðst hefur að Ólafur R. Dýrmundsson. Stefán Sigurðsson. hreinsa. Hatrömm barátta var háð við riðu í kringum Patreksfjörð og Tálknann, en þar hefur ekki komið upp riðutilfelli í yfir 20 ár. Nú er allur Vestfjarðakjálkinn yfirlýst sjúkdómafrítt svæði og þá stöðu vilja menn verja með kjafti og klóm. Ég veit að Strandamenn t.a.m. eru alveg grjótharðir á því og vilja ekki sjá hreindýr. Vantar rannsóknir Halldór viðurkennir að ekki standi miklar rannsóknir að baki þessari afstöðu MAST. Vestfirðir verða hins vegar að fá að njóta vafans. Þetta mál er í pattstöðu þar til einhver kemur með fjármuni í rannsóknir á hreindýrunum, til að kanna sjúkdómastöðu þeirra og svo framvegis. Það mun kosta allnokkra peninga. Þangað til að slíkt hefur farið fram mun MAST neita þessum hugmyndum. Dýraverndarsjónarmið munu sömuleiðis koma inn á borð MAST en að sögn Halldórs er kjörlendi fyrir hreindýr ekki víða á Vestfjörðum. Þar eru meiri hrakviðri og blautara loftslag en fyrir austan. Það þyrfti því að fara í náttúrufræðiskoðun á Vestfjörðunum til að meta hvort hreindýr gætu hreinlega þrifist þarna fyrir vestan. Landgræðslan hafnar hugmyndunum Landgræðsla ríkisins fer með gróðureftirlit í landinu og flutningur á hreindýrum til Vestfjarða myndi því falla undir eftirlitshlutverk þeirrar stofnunar. Bændablaðið hafði samband við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, Mynd / Arnaldur Sigurðsson. héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum, og innti hana eftir afstöðu stofnunarinnar gagnvart þessum hugmyndum. Sigríður segir landgræðsluna áður hafa svarað fyrirspurnum um hugsanlegan flutning hreindýra til Vestfjarða og lagst gegn slíkum hugmyndum af gróðurverndarástæðum. Í svari Sigríðar kemur meðal annars fram að rannsóknir og opinbert mat á ástandi jarðvegs og gróðurs á Vestfjörðum sýni að staða mála sé mjög misjöfn, víða sé mikið jarðvegsrof og gróður beri þess víða merki að hafa verið undir langvarandi búfjárbeit. Á öðrum svæðum er gróður í framför. Þó að dregið hafi úr sauðfjárbeit víða á Vestfjörðum er ekki þar með sagt að það gefi svigrúm til að auka beitarálag á þessum slóðum með hreindýrabeit. Vistkerfi þessa svæðis eru afar viðkvæm fyrir beit og umferð hreindýra og ljóst að gróðurlendi á Vestfjörðum yrði fyrir miklum áhrifum af hreindýrabeit ef um stóra hjörð eða hjarðir yrði að ræða, segir Sigríður. Dýrin skemma skógrækt og uppgræðslu Óljóst er hvort kjörlendi fyrir hreindýr finnist á Vestfjörðum. Landgræðslan hefur efasemdir um að slík svæði, sé þau á annað borð þar að finna, séu þá nægilega stór til að hreindýr haldist þar. Sigríður segir rásgirni hjarðdýra eins og hreindýra alþekkta. Líklegt er að þau einfaldlega haldi sig ekki á þeim slóðum sem þeim er ætlað að vera á. Þeim halda engar girðingar en á Austur- og Suðausturlandi virðast þau halda sig á láglendi í auknum mæli að vetri til og að einhverju leyti um sumartímann líka. Þá er það reynsla skógarbænda og annarra skógræktarmanna á Austurlandi að hreindýrin valdi skemmdum í nýskógrækt, sér í lagi í ungskógum. Enn fremur sækja þau mjög í uppgræðslusvæði stofnana og landgræðslufélaga á Austurlandi og valda þar skaða og eru í mikilli samkeppni við sauðfé um beit á þessum svæðum, þar á meðal uppgræðslusvæðum bænda í verkefninu Bændur græða landið. Ekki er ástæða til að ætla að málum yrði öðruvísi farið á Vestfjörðum. Önnur verkefni mikilvægari Sigríður segir að Landgræðslan leggist alfarið gegn öllum hugmyndum um að flytja hreindýr til Vestfjarða. Gríðarmörg verkefni bíða úrlausnar á sviði gróður- og náttúruverndar og ekki hvað síst verkefni sem styrkja og efla byggðir landsins. Í þeim mikla niðurskurði sem þessir málaflokkar hafa orðið að þola síðan hrunið varð, er það mat Landgræðslunnar að umræddar hugmyndir þarfnist mikilla og kostnaðarsamra rannsókna áður en þeim yrði hrint í framkvæmd. Miðað við þau verkefni sem bíða okkar á fyrrgreindum sviðum, hljóta rannsóknir á fýsileika flutnings hreindýra til Vestfjarða að lenda aftarlega á forgangslistanum. /fr/hkr.

5 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní KRONE vélar klárar í heyskapinn Getum enn boðið eftirfarandi vélar til afgreiðslu með skömmum fyrirvara: KRONE Comprima CV 150 XC rúlluvélasamstæða COMPRIMA CV 150 XC-17 er fastkjarna rúllusamstæða með breytilegri baggastærð frá 80 cm til 150 cm. Hér er á ferðinni einhver áreiðanlegasta, einfaldasta og öruggasta fastkjarna rúllusamstæða sem völ er á fyrir íslenskar aðstæður. Frábær reynsla Comprima fastkjarnavélanna frá KRONE tryggir góðar og þéttar rúllur við hvaða aðstæður sem er. Comprima V 150 XC-17 rúlluvél Bellima F130 COMPRIMA V 150 XC rúlluvélin frá KRONE er fastkjarnavél með breytilegri baggastærð 90 cm -150 cm. Vario fastkjarnavélarnar frá KRONE eru þær fastkjarnavélar sem reynst hafa hvað best við íslenskar aðstæður. BELLIMA F130 rúlluvélin frá KRONE er gamla góða KRONE 125/130 rúlluvélin í nýjum búningi. Einföld, örugg og traust rúlluvél. Bellima er rúlluvélin fyrir þá sem sækjast eftir einfaldri en áreiðanlegri vél sem getur gengið linnulaust án þess að bila. EasyCut miðjuhengdar sláttuvélar EasyCut sláttuvélar með knosara EasyCut diskasláttuvélarnar frá KRONE eru þægilegar og afkastamiklar. Þær hafa reynst vel vð íslenskar aðstæður, enda hágæða vélar, sterkar, traustar og áreiðanlegar. Fyrirliggjandi í vinnslubreiddum 3,20 m og 3,60 m. Fyrir þá sem vilja knosaravélar er EasyCut 320 C-VQ diskasláttuvélin hreint afbragð. Hún hefur alla kosti EasyCut vélanna og öflugan stáltindaknosara. Fyrirliggjandi í vinnslubreidd 3,20 m. ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF Reykjavík: Krókhálsi 10 Akureyri: Lónsbakka Sími:

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Breyttir tímar Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Ingvi Magnússon Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN BÆR MÁNAÐARINS JÚNÍ 2012 Hestheimar í Ásahreppi Þægilegt og heimilislegt andrúmsloft Bær júnímánaðar hjá Ferðaþjónustu bænda er Hestheimar í Ásahreppi á Suðurlandi. Hestheimar eru fjölskylduvænt ferðaþjónustubýli, frábær kostur fyrir hesta- og dýraunnendur sem og aðra sem gera kröfur um góðan aðbúnað, en að sama skapi vilja láta sér líða vel í heimilislegu umhverfi og gæða sér á heimatilbúnum réttum úr hlýlega opna eldhúsinu. Hestheimar eru í aðeins 50 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þar er í boði gisting í 12 tveggja manna herbergjum í aðalbyggingunni og í notalegu gestahúsi, í tveimur smáhýsum auk svefnpokagistingar á hlöðulofti. Þægilegt andrúmsloft Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptavinum og mati starfsfólks Ferðaþjónustu bænda hefur gestgjöfunum þeim Leu Helgu Ólafsdóttur og Marteini Hjaltested tekist einstaklega vel að skapa þægilegt og heimilislegt Búið að rúlla heyinu á nýslegnu túni á Vestri-Reyni. andrúmsloft á staðnum. Gestir geta til dæmis slakað á í heitu pottunum við gistihúsin og notið útsýnisins að Eyjafjallajökli eða norðurljósannna auk þess sem hægt er að panta jógakennslu og nudd. Í hlýlega opna eldhúsinu er hefðbundinn íslenskur heimilismatur einnig í hávegum hafður. Hátt þjónustustig Hestheima sést best á því að margir gestanna koma aftur ár eftir ár. Starfsemin í Hestheimum er afar fjölbreytt. Rík áhersla er lögð á hestaferðir, sýningar á íslenska hestinum og reiðnámskeið og er hestaleiga opin allt árið. Margar góðar reiðleiðir eru í nágrenninu og lengri hestaferðir eru í boði yfir sumarið. Í Hestheimum hafa einnig verið sölusýningar hesta í 12 ár og er það elsta sölusýning landsins. Dýrin á bænum eru fjölmörg fyrir utan hestana, sem vekur gjarnan kátínu yngri gesta. Það eru þó ekki einungis menn og dýr sem lifa í sátt og samlyndi á Hestheimum. Kunnugir Heimilisfólkið í Hestheimum. segja að álfabyggðirnar í Hestheimum séu með þeim alstærstu á landinu. Um bæ mánaðarins Bær mánaðarins er nýjung hjá Ferðaþjónustu bænda og gengur þannig fyrir sig að í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær Mynd / Lilja Guðrún Eyþórsdótttir. Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn sagði eitt sinn í viðtali að þegar hann var að alast upp í Keflavík hefðu fimm manns unnið í bankanum en 30 skip verið í höfninni. Núna væri þessu öfugt farið þegar 5 skip lægju í höfn en bankastarfsmenn væru 30. Hvort þetta er nákvæmlega rétt eftir haft skal ósagt látið. En lýsingin er mjög myndræn fyrir þær miklu breytingar sem hafa orðið á undanförnum áratugum í þjóðfélaginu. Fyrir um 45 árum vó matvara um helming í meðalútgjöldum heimilanna. Í dag er hún um 13% af útgjöldunum. Bændabýlum hefur fækkað og sömuleiðs bændum sem hafa eingöngu tekjur sínar af framleiðslu búvara. Atvinnulíf til sveita er víðast margbrotnara og æ fleiri sinna vinnu utan bús. Fjarskipti og bættar samgöngur hafa að sönnu skipt landbúnaðinn miklu máli og hjálpað til við að halda landinu í byggð og skapa þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð í dag. Störfum við grundvallaratvinnugreinar hefur fækkað verulega, við landbúnað, veiðar og vinnslu. Slík þróun hefur öðru fremur skapað bætt lífskjör hjá þjóðinni. Hún hefur tryggt að hægt er að byggja upp sterka heilbrigðisþjónustu, menntun og betri aðbúnað - betra líf. Þjónustugreinar hafa eflst og fjöldi starfa er tengdur þeim um allt land. Ekki er mögulegt hér að sökkva sér í djúpar greiningar á hver áhrif þessarar þróunar hafa verið og enn síður að átta sig á hvert við stefnum. Hins vegar eru mörg sjónarmið sem þarf að samræma þegar horft er til framtíðar varðandi landbúnað okkar. Hvernig verður honum best borgið í framtíðinni og hvernig tekst bændum að þróa og móta sitt starf til vaxtar og viðgangs? Miklu skiptir hvernig við stöndum að málum næstu mánuði og ár. Á margan hátt hefur íslenskur landbúnaður sýnt fram á mikilvægi sitt á undanförnum árum. Sérstaklega á þeim tíma sem liðinn er frá hruni. Að framleiða mat hér innanlands er grundvallaratriði og okkur ber að nýta þær auðlindir sem við höfum með skynsamlegum hætti. Við megum ekki missa sjónar á þeim þáttum sem verða að vera í lagi. Þar skiptir mestu að viðhalda og hvetja til áframhaldandi sóknar. Við bændur megum ekki slá undan í að halda stöðu landbúnaðarins í samfélaginu. Almenningur er afar jákvæður í garð bænda og landbúnaðarins. Það sjáum við þegar reynt er að höggva í þann velvilja sem við höfum og sá fræjum efasemda um atvinnugreinina. Vissulega er oft ósanngjarnt hvernig málum er stillt upp og öll bændastéttin sett undir neikvæð formerki í dægurþrasi fjölmiðlanna. Vafalaust má finna að mörgu hjá bændum en tæplega er hægt að hengja sök á alla stéttina þó að einhverjum skriki fótur í sínum búrekstri. Jafnframt skal á það minnt að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Því miður er það svo að mannlegur harmleikur er oft að baki þegar ýmis erfið mál skjóta upp kollinum. Landsmót hestamanna Nú stendur fyrir dyrum Landsmót hestamanna í Reykjavík. Landsmót er stærsta landbúnaðarsýning sem haldin er á Íslandi og er sannköllluð veisla fyrir allt áhugafólk um hrossaræktina. Engin önnur búgrein getur státað af öðrum eins sýnileika og hrossaræktin. Fyrir búgreinina er afar mikilvægt að vel takist til því áhrif Landsmóts ná langt út fyrir Ísland. Hér eru allir hvattir til þess að mæta á Landsmótið í Reykjavík, hitta glaðbeitta hestamenn og verða vitni að þeim mögnuðu sýningum sem þar fara fram. /HB innan vébanda Ferðaþjónustu bænda þar sem fólk hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða - og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Þá er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum LOKAORÐIN Kerfisvandi Efnahagsvandræði í Evrópusambandsríkjunum eru farin að fæla fjárfesta frá þessum löndum og trú spákaupmanna á að neysla fari að aukast þar á næstunni minnkar. Þannig forðast menn eins og heitan eldinn að blanda sér inn í efnahagsmál Evrópu, allir nema íslenska ríkisstjórnin. Hún vill enn ólm stökkva á þennan stórlaskaða vagn. Ótti fjárfesta og spákaupmanna við ástandið í Evrópu kemur greinilega fram í lækkun heimsmarkaðsverðs á hráolíu. Brent Crude-skráningin í London er nú um 10 dollurum lægri á tunnu en á sama tíma í fyrra. Verðið hjá Brent var skráð 97,44 dollarar á tunnu í gærmorgun. Svipaða sögu er að segja af skráningu WTI Crude Oil í New York. Þar var hráolíuverðið á sama tíma skráð 83,41 dollar á tunnu. Vissulega góð tíðindi fyrir íslenska bændur, ferðaþjónustu, útgerðir og almenning. Tilkynning um stórlán til björgunar spænska bankakerfinu hefur ekki dugað til að efla tiltrú fjárfesta á ástandinu í Evrópu. Reyndar benda ýmsir hagspekingar á að þessi lán virki rétt eins og að pissa í skóna sína. Lánin eigi að nota til að bjarga bönkum og þar með hag fjármagnseigenda. Björgunarlánin séu hins vegar tekin af spænska ríkinu og það verði almenningur á Spáni sem komi til með að borga þau. Þannig sé stöðugt verið að ganga á eignir almennings, sem komist að lokum í þrot og atvinnuleysi komi til með að aukast. Ástandið á Spáni geti því farið að verða æði eldfimt, rétt eins og í Grikklandi og spurning hvenær upp úr sjóði. Grunnvandi þess efnahagskerfis sem notast er við um allan heim og á nú í botnlausum vandræðum er þó miklu djúpstæðari en fasteignabólur og aðrar efnahagsbólur. Vandamálið er kerfið sjálft sem byggir á þeirri hugsun að hægt sé að skapa verðmæti úr engu með vöxtum á peninga. Þessi hugmynd hefur leitt til gríðarlegs veldisvaxtar vaxta sem engin raunverðmæti eru á bakvið en hefur leitt til sívaxandi peningaprentunar. Þeir peningar hafa hrúgast upp á toppi píramídans. Skattar, verðbólga og enn hærri vextir hafa verið notaðir til að ná raunverðmætum frá þeim sem sitja í undirstöðum píramídans, þ.e. almenningi, til að búa til rauneignir á bak við hina verðlausu peninga. Með slíkri eignaupptöku veikist undirstaða hagkerfisins hægt og bítandi og píramídinn hrynur. Þetta er hinn raunverulegi vandi sem við er að glíma en varðhundar kerfisins vilja ekki viðurkenna. /HKr. gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Fyrsti bær mánaðarins, bær maí mánaðar var Hótel Rauðaskriða í Aðaldal. Nánari upplýsingar um bæ mánaðarins má finna hér: is/baeir/baer_manadarins

7 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Í umræðunni Uppbygging til mikillar fyrirmyndar í Friðheimum Taka á móti manns í gróðurhúsunum í sumar Við birtum fréttir af því í Bændablaðinu fyrir 9 mánuðum síðan að hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann í Friðheimum í Biskupstungum hygðust byggja stórt gróðurhús þar sem gerð yrði aðstaða til móttöku gesta. Á föstudaginn síðasta buðu bændurnir til opnunarveislu og vígðu formlega glæsilega gestastofu sem án efa á eftir að njóta mikilla vinsælda. Knútur og Helena fluttust úr Reykjavík fyrir 17 árum síðan og hafa á þeim tíma byggt upp myndarlegt garðyrkju- og hrossabú. Um árabil hefur verið boðið upp á hestasýningar í Friðheimum á hringvelli þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar, stúka fyrir gesti í skjólgóðum reit og boðið upp á heimsóknir í hesthúsið eftir sýningu. Í nýju gestastofunni í Friðheimum, sem er tæpir 300 fermetrar að stærð, geta gestir skoðað tómataplönturnar í návígi, fræðst um sögu garðyrkjunnar á Íslandi og bragðað á ljúffengri tómatasúpu. Bændurnir í Friðheimum eru meðlimir Ferðaþjónustu bænda en þau hafa einnig starfað undir merkjum Opins landbúnaðar frá byrjun þess verkefnis. Mikil stígandi hefur verið í fjölda gesta síðustu árin en nú þegar liggur fyrir að um 12 þúsund manns heimsæki Friðheima í sumar. Við vígslu nýja hússins þökkuðu ábúendur öllum þeim fjölmörgu aðilum sem hafa aðstoðað þau í uppbyggingunni. Nokkrir gestir tóku til máls en þar var m.a. minnst á hversu mikilvægt starf það er að sýna almenningi nútímabúskap og fræða um störf bænda. Myndir: TB Margrét Sveinbjörnsdóttir og María Helena. Nína G. Pálsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, Júlíus Ármann (á bakvið) og Lilja Samúelsdóttir. Hjónin Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir ásamt Þóru Björk Schram. Karítas Ármann og Dóróthea Ármann. Hvenær skal hefja slátt? Nú er kominn sá tími þegar margir bændur eru farnir að huga að slætti og einhverjir þegar byrjaðir, en á sama tíma eru aðrir bændur að ljúka við að bera áburð á tún eða að bíða eftir vætu svo áburðurinn nýtist. Hjá þeim hefst sláttur sennilega ekki fyrr en a.m.k. vika er liðin af júlí. Þetta er íslenskur raunveruleiki og sýnir hvað bændur búa við misjöfn skilyrði í veðurfari og búskaparlagi. Þegar farið er að velta því upp hvenær heppilegast sé að fara að slá, gefur það auga leið að ekki er hægt að huga að því með einhverjar fyrirfram ákveðnar dagsetningar heldur þurfa bændur að kunna að meta þroskastig grassins, hver á sínum heimavelli. Til að fá úrvals töðu af túni Spá um hversu hratt meltanleiki vallarfoxgrass muni falla á næstu dögum miðað við langtímaveðurspá. Til viðmiðunar eru upplýsingar um meltanleika vallarfoxgrass á sama tíma árin Á bondi.is (Jarðrækt verður að slá grasið áður eða um það bil sem það skríður, en þá umbreytast næringarefnin í plöntunni sem fóðurverkun) má sjá grasþroskamælingar víðs vegar um landið þessi ár og getur það e.t.v. stutt bændur við mat á heppilegum sláttutíma. Þar má gerir hana tormeltari. Það er þó því mishratt hann fellur eftir tegundum. miður ekki svo einfalt að best sé að slá sem fyrst á vaxtarskeiðinu, því þá er magnið svo lítið og ending sáðgresis í túni styttist. Hér þarf að taka tillit til margra þátta. Til dæmis hver sé áætluð fóðurþörf bústofnsins, hversu miklar fyrningarnar eru og af hvaða gæðum þær eru. Þá gerir mismunandi samsetning bústofns mismiklar kröfur um fóðurgæði. Sú heyöflunaráætlun sem reynt er að fylgja, fer í raun eftir þeim misjöfnu forsendum sem hvert og eitt bú er rekið samkvæmt. Þegar bændur velta því fyrir sér hvenær æskilegt sé að fara að slá eru þeir að vega og meta uppskerumagn og fóðurgæði. Til að spá fyrir um hvers sé að vænta á næstu dögum má reyna að átta sig á hversu mikið þroskastigið muni falla til viðbótar miðað við veðurspá. Það er vel þekkt að af veðurfarsþáttum hefur hiti mest áhrif á meltanleika grasa. Reikna má með að meltanleiki vallarfoxgrass falli um 0,34 prósentustig á dag þegar meðalhiti sólarhringsins er 10,3 C. Fyrir hverja gráðu sem hitinn víkur frá 10,3 C eykst eða minnkar fallið um 0,05 prósentustig fyrir hverja gráðu. Algengt viðmið fyrir úrvalshey er þegar meltanlegt þurrefni er meira en 74% sem samsvarar um 0,85 FEm/kg þe. Það er einkum hey sem er ætlað hámjólka kúm og sauðfé um burð. Á meðfylgjandi mynd er tekið dæmi um vallarfoxgrastún á Sveinbjörn Gunnarsson gæðir sér á grænmeti. Hvanneyri. Ég gef mér það að meltanleiki þurrefnis hafi verið kominn niður í 77% þann 8. júní, sem er með því lægsta ef skoðuð eru árin Samkvæmt langtímaveðurspá mun vallarfoxgras á Hvanneyri þá falla úr flokki yfir úrvalstöðu 20. júní en þá mun meltanlegt þurrefni vera komið niður að 74%. Þá má búast við að gömul tún hafi farið niður fyrir þetta viðmið um hálfum mánuði fyrr. Þetta eru auðvitað bara vangaveltur, en mikilvægt er að fylgjast vel með, því það er ekki gott að vera óviðbúinn þegar allt fellur saman, veður, magn og gæði. Vallarfoxgras (sáðgresið) er vissulega ekki nema í hluta af íslenskum túnum, en algengara er að í þeim séu villt, óræktuð grös sem oft eru uppskerulítil fyrr en þau fara að skríða og eru þá lakara fóður en fyrr á vaxtarskeiðinu. Þannig eru mörg þeirra íslensku grasa, sem gjarnan koma í túnin þegar sáðgresið hverfur úr gróðrinum. Eftir því sem fleiri ár líða frá því að sáð er í nýrækt, þeim mun meiri verður hlutdeild uppskerulítilla grasa, en uppskerumiklum grösum og viðkvæmari fækkar. Ef halda á sömu heygæðum og áður þýðir þetta að hefja þarf slátt fyrr, en þá er sprettan ekki orðin eins mikil og áður. Misjafnt er hvenær kominn er tími á endurvinnslu túna, en huga þarf að því í tíma. Borgar Páll Bragason MÆLT AF MUNNI FRAM Þ á er komið að síðasta innleggi frá hagyrðingakvöldi Karlakórs Eyjafj. frá 4. apríl sl. Reynir Hjartarson kennari á Akureyri á því síðustu vísur þeirrar samkomu. Birgir spyr þá Reyni hvort hann telji samkynhneigð falla undir dauðasynd, og geti þannig tekið undir með Snorra í Betel: Enn þarf Snorri að axla skinn, allt nú fór úr skorðum. Hann vill ei flug um aftan inn eins og hrafninn forðum. Líkt og aðra hagyrðingana í hópnum, spyr svo Birgir, hvað Reynir hafi helst gert konu sinni til þæginda á konudaginn? Reynir lætur vel yfir verkum sínum þann daginn : Dreif ég mig í dagsins starf, sem drótt mun hafa í minnum, og gerði það sem gera þarf, og gerði það tvisvar sinnum. Birgir spyr síðan um doktorsvarnir tveggja sona Péturs Péturssonar, sem reyndar telur til nokkurs skyldleika við Reyni. Ekki vill hann þó eigna Pétri einum þann heiður: Ekki er gerlegt genarán að gáfum eða fögru skinni. Hjá Pétri er blessað barnalán. -börnin líkjast móður sinni. Víðfrægum sonum er vegurinn beinn, sem vert er að gera um bögu, en maðurinn gat ekki meikað það einn, Magga kom líka við sögu. Birgir spyr þá Reyni, hvort ekki þrengi að honum, þar sem frændi hans Pétur sé nú hættur heilsulækningum og skoðunum á skyldmennum. Enga þjóðarsorg telur Reynir það skapa, enda taki nú Pétur sem aldrei fyrr á móti sjúkum í hesthúsi þeirra frænda. Þykir Reyni orðið þröngt um sig á kaffistofunni: Á Heilsugæslu hættur er, en hefur nóg að gera. Vitjar hans ráða veikur hver og vill þar upp sig bera. Í hesthúsinu ei hefur frið, hann vill engum neita. Taugaveiklaða talar við sem til hans ennþá leita. Nú kaffistofan orðin er sem opin læknastofa, bletti á húðinni burtu sker bráðveikir Sterann lofa. Þungt mér sinnast þá ég finn, að þvagprufur hann tekur, því bölvaður notar bollann minn svo barmana yfir lekur. Hann er ekki á hnífinn spar, ef holdi á sést þar feira. Er bar ég út ruslið, á botninum var botnlangi og eitthvað fleira. Af tillitssemi við lesendur, verður ekki fleira birt af upplýsingum um læknisstörf Péturs í hesthúsi þeirra frænda, en glöggt sést að fáleikar eru með þeim frændum þessi dægrin. En Reynir vill ólmur að það komi fram, að hann líði engan læknaskort, og geti kvíðalaust haldið heim í kvöld á vit þess sem verndar hann best: Á kvöldin þegar sól er sest og sérhver genginn hjallinn, þá mín gætir Bakkus best blessaður elsku kallinn. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fréttir Efri röð frá vinstri: Steinn Másson, Hestamannafélaginu Geysi, Sigríður Th. Kristinsdóttir, Hestamannafélaginu Geysi, Egill Sigurðsson, varaoddviti Ásahrepps, Haukur Guðni Kristjánsson, varaoddviti Rangárþings eystra og Sigurður Einar Guðmundsson, Hestamannafélaginu Ljúf. Neðri röð frá vinstri: Guðný Höskuldsdóttir, varaformaður stjórnar Rangárbakka, hestamiðstöðvar Suðurlands ehf., Ingvar P. Guðbjörnsson, stjórnarformaður Rangárbakka, hestamiðstöðvar Suðurlands ehf., Kristinn Guðnason, stjórnarformaður Rangárhallarinnar ehf., Haraldur Þórarinsson, formaður Landsmóts ehf. og Landssambands hestamannafélaga, Sigurbjartur Pálsson, stjórnarmaður í Landsmót hestamanna 2014 verður á Hellu Landsmót hestamanna árið 2014 verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu, en í sumar verður landsmótið sem kunnugt er haldið í Reykjavík. Samingur um landsmótið á Hellu var undirritaður föstudaginn 1. júní sl. en þetta verður 5. landsmótið sem haldið er á Gaddstaðaflötum. Saga landsmótanna nær aftur til ársins 1950 þegar fyrsta landsmótið var haldið á Þingvöllum. Þar voru sýnd 133 hross; gæðingar, kynbótaog kappreiðahross. Á þeim tíma var aðeins keppt í einum flokki gæðinga sem var flokkur alhliða gæðinga, auk kappreiða og kynbótasýninga. Eftir það voru haldin landsmót á fjögurra ára fresti, allt þar til að á ársþingi Landssambands hestamannafélaga 1995 var samþykkt að halda landsmót á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem haldið var eftir þeim reglum, þ.e. á tveggja ára fresti, var í Reykjavík árið 2000, að því er fram kemur á vefsíðunni landsmót.is. Landsmótið í Reykjavík nú síðar í mánuðinum er það tuttugasta frá upphafi. Landsmót er í dag einkahlutafélag (ehf.), að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga og að 1/3 hluta Bændasamtaka Íslands. Félagið var stofnað árið 2001 með það að markmiði að vera rekstraraðili landsmótanna. Fyrsta mótið sem einkahlutafélagið stóð að var árið 2002 á Vindheimamelum í Skagafirði og hefur rekstur mótanna verið með þeim hætti síðan. Mótin hafa vaxið gríðarlega að umfangi, sérstaklega hvað keppnishlutann varðar og fjölda hrossa. Það er þó áhugavert að fyrsta landsmót hestamanna á Þingvöllum árið 1950 sóttu um gestir. Aðsóknarmet var slegið á Gaddstaðaflötum árið 2008 þar sem hátt í gestir, knapar, starfsmenn og sjálfboðaliðar komu saman. Landsmót hestamanna hefur verið stærsti íþróttaviðburður landsins frá upphafi, enda er Landssamband hestamannafélaga þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ með rúmlega félagsmenn. /HKr./MHH Háskólanemar rannsaka eyðibýli á Íslandi annað árið í röð Kláruðu yfirlit yfir 103 hús í fyrra og fara nú um Norðurland eystra og Vesturland Í sumar munu 8 háskólanemar sjá um rannsóknir á eyðibýlum sem lýkur svo með kynningu á verkefninu og bókaútgáfu í haust. Með tíð og tíma mun ritröðin Eyðibýli á Íslandi ná yfir öll yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins. Rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Eyðibýli á Íslandi hófst árið 2011 fyrir tilstuðlan Eyðibýlaáhugamannafélags. Að því standa arkitektar, sagnfræðingar, jarðfræðingar og fleiri. Er rannsóknin mikilvægt innlegg í að stjórnvöld og almenningur átti sig á þeim verðmætum sem geta falist í húsakosti fyrri tíma. Þar sem til stendur að skrásetja á komandi árum allt landið á þennan máta mun skapast verðmætur þekkingargrunnur um líf Íslendinga fyrr á tímum. Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli (hús) á Íslandi. Í framhaldinu er ætlunin að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra eða stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu. Verkefnið hefur á nýliðnum vetri verið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra. Norðurland eystra og Vesturland rannsökuð í sumar Í sumar mun rannsóknin ná til tveggja ólíkra landsvæða, annars vegar Norðurlands eystra og hins vegar Vesturlands, og hefjast í byrjun júní. Þá munu átta háskólanemar úr verkfræði, arkitektúr, jarðfræði og fornleifafræði vinna við rannsóknina með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þar sem til stendur að skrásetja á komandi árum allt landið á þennan máta mun skapast verðmætur þekkingargrunnur um líf Íslendinga fyrr á tímum. Háskólanemarnir átta sem vinna að rannsókn á eyðibýlum á Vesturlandi og Norðausturlandi í sumar. Efri röð frá vinstri: Hildur Guðmundsdóttir, Axel Kaaber og Birkir Ingibjartsson. Neðri röð frá vinstri: Steinunn Eik Egilsdóttir, Þuríður Elísa Harðardóttir, Bergþóra Góa Kvaran, Olga Árnadóttir og Sólveig Guðmundsdóttir Beck. Varðveita sögu og menningarminjar Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkrar menningarminjar og mikilvægar heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil. Þar er m.a. boðið upp á nautasteikur, hamborgara og Eldfjallasúpu, sem er kraftmikil eins og nafnið ber með sér. Gamla fjósið á Hvassafelli : Vinsæll veitingastaður undir fjöllunum Heiða Björg Scheving, leikskólastjóri á Hvolsvelli og bóndi á Hvassafelli undir Eyjafjöllum og maður hennar, Páll Magnús Pálsson, hafa breytt gamla fjósinu hjá sér í glæsilegan veitingastað við þjóðveg nr. 1. Þau opnuðu 12. ágúst í fyrra og hafa nú opnað fyrir sumarið. Salurinn tekur manns og er tilvalinn fyrir hópa eða annan mannfagnað. Gamla fjósið, eins og staðurinn heitir, er með fjölbreytt úrval af veitingum og um helgar eru kökuhlaðborð að hætti heimilisins. Allt leirtau á staðnum er í gömlum stíl, keypt á mörkuðum í Belgíu. Þá er allt brauðið á staðnum bakað úr korni og hveiti frá Þorvaldseyri og ísinn kemur frá Fossís á Suður-Fossi í Mýrdal. Kjötið á staðnum er frá Hvassafelli en hamborgararnir vekja sérstaka athygli, eru 140 gr og þykja einstaklega bragðmiklir. Opið er frá kl. 11:00 alla daga vikunnar og fram á kvöld, eða þar til síðustu gestirnir fara. Gamla fjósið er á Facebook. /MHH Dyrhóll Eystri í Mýrdalshreppi. Yfirlit yfir 103 yfirgefin hús komið út í bók Fyrstu skref verkefnisins voru tekin í fyrra þegar rannsókn fór fram á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur-Skaftafellssýslu, Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Afraksturinn var heildstætt yfirlit um 103 yfirgefin hús sem kom út í veglegu riti. Björgun áhugaverðra og mikilvægra húsa Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð víðum skilningi. Það er látið ná yfir yfirgefin hús í sveitum og smærri þéttbýlisstöðum, jafnvel þótt þau standi þar sem enn er önnur byggð til staðar, þ.e. ekki eingöngu á eyðijörðum. Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á facebook: www. facebook.com/eydibyli Einnig má hafa samband við rannsakendur í gegnum netfangið eydibyli@gmail.com

9 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA HJÓLBARÐAR FYRIR TRAKTORA, VINNUVÉLAR OG LANDBÚNAÐAR TÆKI VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA BKT AGRIMAX RT-657 Næsta Bændablað kemur út 28. júní BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459 BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur). RAUÐHELLU HFJ HELLUHRAUNI HFJ SÍMI DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW Sáðvara Gras- og grænfóðurfræ frá viðurkenndum framleiðendum Verðskrá 2012 Sáðmagn Sekkur Verð án vsk Verð pr. sekk Tegund Stofn kg/ha kg kr/kg án vsk. Grasfræ Grænfóðurfræ Nánari upplýsingar um nytjaplöntur: Nytjaplöntur á Íslandi Útgefandi Landbúnaðarháskólil Íslands. Janúar Viðskiptakjör: - útgáfu reiknings. Pantanir Bergur Pálsson, bergur@yara.is, sími Skrifstofa Fosshálsi 1. Sími Heimkeyrsla: Upplýsingar hjá sölumanni og skrifstofu. Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi 1 IS-110 Reykjavík Sími Fax:

10 10 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fréttir Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Um Grímsvatnagos og Flóaáveitu Ísland er oft nefnt land elds og ísa, land hinnar stórbrotnu náttúru. Í flestum landshlutum geta orðið náttúruhamfarir; eldgos, jarðskjálftar eða snjóflóð, skriðuföll eða hamfarir stórfljótanna. Heiður jökulskalli eða fjallvegur er baðaður sól og blíðu að morgni en er veðravíti að kveldi. Blátt og blítt hafið breytist í brimskafl sem engu eirir á einu augabragði. Fólkið í landinu er mótað af þessum tilfinningum landsins. Þegar ógnin er stærst og neyðin mest á þessi þjóð eina sál og allir leggjast á eitt að hjálpa. Í Grímsvatnagosi í maí 2011 kynntust íbúar Vestur- Skaftafellssýslu samhug þjóðar sinnar og hjálpsemi. Sjálfboðaliðar stóðu dögum saman og mokuðu ösku eða hjálpuðu bændum í sauðburði, ekkert síður fólk af höfuðborgarsvæðinu en úr sveitum. Lögreglan og björgunarsveitirnar voru alls staðar þar sem hjálpar þurfti við. Ráðherrar og alþingismenn risu upp frá deilum sínum og vandræðum, fóru á svæðið og ræddu við fólkið. Forsetinn og forsætisráðherra landsins komu og kynntu sér málin. Augu alheimsins hvíldu á þessari sveit dögum saman í gegnum hið alsjáandi auga sjónvarpsvélanna. Æðruleysi og ró íbúanna vakti aðdáun umheimsins, fólkið fann hlýja strauma og blessuð dýrin áttu samúð almennings og ekki síst barnanna, sem vorkenndu litlum lömbum og folöldum með ösku í augunum. Margir komu að verki Það var ánægjulegt verkefni að fara fyrir söfnunarsjóði Grímsvatnagossins þar sem fyrirtæki gáfu peninga til aðstoðar íbúunum og sannarlega komu þeir að góðum notum til hjálpar heimamönnum og sveitarfélaginu. Hátt í 30 milljónir söfnuðust úr öllum áttum samfélagsins, nær og fjær gossvæðinu. Hin ýmsu þjónustufyrirtæki gáfu, svo og ekkert síður útgerðarfyrirtæki í sjávarþorpunum og vakti athygli hversu rausnarleg mörg þeirra voru. Ég Þvottavél Amerísk gæðavara 12 kg vil hér þakka öllum þeim sem með ráðum og dáð studdu vini mína í Skaftárhreppi í þessum hremmingum. Ég þakka sveitarstjórn og heimamönnum gott samstarf svo og samstarfsfólki mínu í nefndinni, þeim Hugrúnu Hannesdóttur, Sigurði Loftssyni og Sigurgeiri Sindra Sigurgeirssyni fyrir samstarfið. Mín ósk er að sú gifta sem fylgt hefur Skaftfellingum verði þeim hliðholl héðan í frá sem hingað til. Þeir hafa í gegnum aldir staðið af sér eldgos og harðindi og jafnan horft fram á veginn vonglaðir. Flóaáveitan Flóamenn minntust 85 ára afmælis Flóaáveitunnar með útihátíð við flóðgáttina á Brúnastaðaflötum hinn 1. júní s.l. Jafnframt vígði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ferðamannaveg að flóðgáttinni. Flóaáveitan er eitt stærsta verkefni síðustu aldar og breytti Flóanum og Suðurlandi öllu. Henni fylgdi framkvæmdavilji; Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga risu til sóknar og Selfoss varð alvöru verslunarstaður og bær. Mjólkurfræðin kom inn í landið fyrir alvöru en hún er glæsilegasti sproti matvælaiðnaðarins. Við sams konar tilefni fyrr sagði öldungurinn Stefán Guðmundsson í Túni, sem var á hátíðinni og man framkvæmdirnar, þessi orð og geri ég þau að mínum: Biblían segir okkur að allt hafi sinn tíma. Áveitan hafði sinn tíma en tími engjasláttarins er liðinn. En svo mikil heill hefur fylgt þessari framkvæmd að hún kemur Flóamönnum enn að góðu haldi en í breyttu hlutverki þó, eða í vatnsmiðlun um svæðið og skurðakerfið tekur við vatni úr þurrkskurðum túnræktarinnar. Magnús Torfason alþingismaður og sýslumaður Árnesinga mælti hin djúpu orð um áhrif Flóaáveitunnar, að hún sé,,eins konar frumburður stórfyrirtækja landbúnaðarins í framtíðinni. Þessi orð rættust sannarlega. Flóaáveitan var frumburður stórra verka á morgni nýrrar aldar. Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Þurrkari Amerísk gæðavara Agnes Einarsdóttir og Eyþór Pétursson í Baldursheimi 2 hlutu Heiðurshornið að þessu sinni. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga: Sauðfjárbændur verðlaunaðir Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldinn á Stöng í Mývatnssveit fyrir skömmu. Á fundinum voru veittar tvær viðurkenningar til sauðfjárbænda, Sauðfjárræktarverðlaun búnaðarsambandsins og svo veitti Sf. Mývetninga farandgripinn Heiðurshornið í minningu Eysteins Sigurðarsonar á Arnarvatni. Heiðurshornið var nú veitt í sjötta sinn en það er veitt þeim sem besta útkomu hafa í kjötmati, þ.e. vöðvaog fituflokkun að teknu tilliti til hlutfalls þar á milli, en þar að auki er horft til fjölda lamba sem koma til nytja. Hlutskörpust þar voru Eyþór Pétursson og Agnes Einarsdóttir í Baldursheimi 2, Mývatnssveit, en næst þeim komu síðan Þröstur Jónasson á Sílalæk og Hrafnhildur Kristjánsdóttir á Grænavatni 2. Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir á Búvöllum hlutu Sauðfjárræktarverðlaun BSSÞ. Sveinbjörn er hér með Jóni Benediktssyni, formanni. Sauðfjárræktarverðlaun BSSÞ voru nú veitt í fjórða sinn en við útreikning til þeirra vega þyngst fjöldi lamba til nytja og vænleiki, en einnig flokkun dilka. Endurspegla þessi verðlaun nokkuð tekjur bænda af fjárræktinni. Verðlaunin hlutu Sveinbjörn Þór Sigurðsson og Hulda Kristjánsdóttir á Búvöllum í Aðaldal og voru þau með afgerandi forystu, en næst þeim komu Mótmæla mismun í dreifikostnaði á raforku Aðalfundurinn var vel sóttur og eftir því tekið að fullar heimtur voru á kjörnum fulltrúum. Á fundinum voru nokkrar ályktanir og tillögur samþykktar og má þar nefna að því var beint til stjórnar BÍ að búnaðarsamböndin í landinu kæmu ríkisstjórnar Íslands og Alþingis þess eðlis að tryggja ríkisábyrgð á Vaðlaheiðargöngum svo megi fara í þær framkvæmdir sem fyrst. Einnig var samþykkt áskorun til héraðsdýralæknis umdæmisins um að beita sér fyrir útrýmingu á garnaveiki á svæðinu sem heldur hefur aukist á síðari misserum. Félagsbúið Gautlöndum og Ármann að endurskipulagningu ráðgjafarþjónustu. Stjórn BSSÞ skipa nú og Sigríður á Vatnsleysu. Búvellir hafa Einnig var mótmælt harð- Jón Benediktsson Auðnum, árum saman verið með afurðahæstu lega þeirri mismunun sem orðin er Guðrún Sigríður Tryggvadóttir fjárbúum í héraði og fjárræktarstarf í dreifikostnaði á raforku í landinu Svartárkoti og Gunnar þar allt til mikillar fyrirmyndar. Gríðargóður vænleiki og afburða flokkun dilka hafa verið aðalsmerki og farið fram á að allir notendur í dreifbýlinu ættu kost á 3ja fasa rafmagni. Brynjarsson Baldursheimi 1. Búnaðarþingsfulltrúar voru kjörnir Sif Jónsdóttir Laxamýri og Hávar bænda þar. Þá var samþykkt áskorun til Sigtryggsson Hriflu. /MÞÞ 600 íslensk Sigurrósar" ullarteppi seldust upp á nokkrum klukkutímum Hljómsveitin SigurRós setti sig í samband við hönnunarfyrirtækið Farmers Market í byrjun árs og bað fyrir hönnun á ullarteppum til að selja fyrir tónleikaferðalag sveitarinnar. Fyrsta upplag af teppunum seldist upp í forsölu á nokkrum klukkustundum, svo ákveðið var að framleiða annað eins magn og nú fljúga senn 600 íslensk ullarteppi út um allan heim til dyggra aðdáenda SigurRósar. Þetta er stórskemmtilegt verkefni en SigurRósarliðar höfðu samband og báðu okkur um að hanna tónleikateppi fyrir nýjustu plötuna sína, Valtari. Við tókum vel í það svo Bergþóra, konan mín og meðeigandi, hannaði teppið sem er einskonar abstrakt útgáfa af plötuumslaginu. Í byrjun voru 300 teppi sett í forsölu á vefnum en þau seldust upp á nokkrum klukkutímum áður en byrjað var að framleiða þau, útskýrir Jóel Pálsson, eigandi Farmers Market. Við ákváðum strax að gera þetta verkefni með þeim tækjakosti og búnaði sem er til hér heima, þannig að þetta yrði takmarkað magn. Ullin er þvegin á Blönduósi, spunnin í Mosfellsbæ hjá Ístex, síðan send á prjónastofuna á Hvolsvelli og að Myndir / MÞÞ Ullarteppið var hannað af Bergþóru Guðnadóttur og eiganda Farmers Market. lokum enda teppin í frágangi hjá Glófa í Kópavogi. Eftir fyrri söluna var ákveðið að spýta í lófana og gera önnur 300 teppi í annarri litasamsetningu, sem seldust einnig upp á nokkrum klukkustundum, en í þetta hafa farið um 700 kíló af íslenskri ull. /ehg

11 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Smellinn + Einstakt hús margir möguleikar PIPAR\TBWA SÍA bmvalla.is BM Vallá ehf. Breiðhöfða Reykjavík Sími: sala@bmvalla.is BM Vallá ehf Akureyri Austursíðu Akureyri Sím: sala@bmvalla.is Upplagt fyrir aðila í ferðaþjónustu Smellinn+ eru forsteyptar einingalausnir sem eru byggðar á staðlaðri grunneiningu með baðherbergi. Grunneining getur staðið ein og sér, en einingunum má einnig raða saman á ýmsa vegu og tengja með gangi. Hægt er að bæta við mötuneytis- og þjónusturýmum. Smellinn+ einingahúsin eru ódýr og auðveld í uppsetningu. Þau eru tilvalin fyrir aðila í ferðaþjónustu, en henta einnig einstaklega vel sem veiðihús, gestahús, sumarhús o.fl. Kynntu þér málið á heimasíðu okkar eða hafðu samband við söludeild. ÞÓR H F Plast, garn og net Verðlisti - SUMARVERÐ 2012 Staðgreiðsla Verð án VSK Greiðslufrestur Verð án VSK Krókhálsi Reykjavík Sími Lónsbakka 601 Akureyri Sími VISQUEEN rúlluplast 75 cm Hvítt / Grænt / Svart , ,- VISQUEEN rúlluplast 50 cm Hvítt / Grænt 8.400, ,- Pippo ECO-net 1,23 m x 2000 m , ,- Piippo MagicBlue net 1,23 m x 3100 m 22,300, ,- Piippo MagicBlue net 1,30 m x 3100 m , ,- Piippo HYBRID net 1,23 m x 4000 m , ,- Piippo rúllubindigarn 1000 m/kg (5 kg hnota) 2.020, ,- Piippo baggabindigarn 400 m/kg (5 kg hnota) 2.020, ,- Piippo ferbaggagarn 130 m/kg (9 kg hnota) 3.460, ,- 2ára Akureyri S: buvis@buvis.is

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fréttir Sunnanverðir Vestfirðir: Matís leggst á árarnar Matís ohf. leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu. Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna sem hefja munu störf á Patreksfirði á næstu dögum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi. Starfsmennirnir fjórir munu starfa í nánu samstarfi sín á milli og við aðra starfsmenn Matís, um allt land. Í frétt á vef stofnunarinnar segir m.a. að Matís hafi um alllangt skeið litið til tækifæra á sunnanverðum Vestfjörðum enda eru þar sem annars staðar í nágrenni Breiðafjarðar miklir möguleikar á aukinni verðmætasköpun tengdum matvælum. Matís hefur nú ráðið tvo starfsmenn til þess að styðja við og vinna með heimamönnum að uppbyggingu á matvælaframleiðslu og tengdum atvinnuvegum á svæðinu. Matís mun vinna með fyrirtækjum, sveitarstjórnum og einstaklingum á svæðinu sem munu geta nýtt sér sérfræðiþekkingu Matís til uppbyggingar sinnar eigin starfsemi. Starfsemi Matís við Breiðafjörð byggir á traustu og öflugu samstarfi við heimamenn enda hafa þeir haft frumkvæði að þeirri uppbyggingu sem Matís ræðst nú í. Eyfirskir póstkassar skreyttir handverki Íbúar í Eyjafjarðarsveit hafa verið hvattir til að prjóna, sauma eða hekla utan um póstkassa sína. Uppátækið er liður í handverkshátíð sem haldin verður að Hrafnagili á komandi sumri, en samhliða hinni árlegu handverkshátíð við Hrafnagilsskóla mun Búnaðarsamband Eyjafjarðar fagna 80 ára afmæli sambandsins með veglegri landbúnaðarsýningu á svæðinu. Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðanna að Hrafnagili, hefur hvatt íbúa sveitarinnar til að skreyta póstkassa sína með handverki í tilefni sýninganna og er þess að vænta að íbúarnir taki vel við sér í þeim efnum. Frá og með laugardeginum 7. júlí getur almenningur valið fallegasta póstkassann á sérstökum atkvæðaseðlum en kjörkassar verða staðsettir hjá ferðaþjónustuaðilum sveitarinnar. Eins og frægt er orðið hafa þrjú kvenfélög í Eyjafjarðarsveit sameinast um að prjóna utan um gamla Deutz-dráttarvél, sem verður tenging milli sýninganna tveggja í ár. Undirbúningur handverkshátíðar og landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012 er kominn á fullan skrið og gengur vel, að sögn Esterar. Kvenfélagskonurnar okkar eru að leggja lokahönd á að prjóna utan um traktorinn á Kristnesi. /MÞÞ Skjólskógar á Vestfjörðum farnir að skila sýnilegum árangri víða um Vestfjarðakjálkann: Verkefnin hafa gengið vel en fjárskortur farinn að segja til sín segir Sæmundur Kr. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sem vill stórefla skógrækt til húshitunar Sæmundur Kr. Þorvaldsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum, segir skógrækt á Vestfjörðum hafa gengið vel síðan verkefni Skjólskóga fóru í gang fyrir alvöru. Hinsvegar séu fjárveitingar til þessa verkefnis komnar niður að þolmörkum og þegar farnar að hamla nauðsynlegum rannsóknum og árangursmati. Við stofnuðum um þetta áhugamannafélag árið 1996 og það starfaði í fjögur ár í Öndunarfirði og Dýrafirði. Síðan komumst við inn í landshlutabundin skógræktarverkefni árið 1999 sem þá var verið að setja á stofn í þremur landshlutum Þá varð til fyrirbærið Skjólskógar á Vestfjörðum sem er af sama toga og önnur landshlutaverkefni í skógrækt. Við höfum þó byggt á okkar gamla módeli nánast óbreyttu, segir Sæmundur, ekki aðeins litið á skóginn sem nýja auðlind heldur einnig til að nýta kosti skóga og skjólbelta fyrir hefðbundinn búskap svo sem akuryrkju og tún, landgræðsluskóga og skjól fyir búsmala í hagaskógum Hvaða svæði eruð þið með undir í ykkar verkefni? Við erum með alla Vestfirði undir, allt gamla Vestfjarðakjördæmið. Þá hafa öll lögbýli á svæðinu aðkomurétt svo framarlega að við höfum fjármagn til, og skynsamlegt sé talið að viðkomandi býli, þar sem áhugi er á, fari í skógrækt. Annað skilyrði er svo að menn hafi nægt land fram að bjóða, því við teljum okkur ekki eiga að eyða opinberu fé í að rækta trjágarða við hús, slíkt verða menn að gera á eigin kostnað. Lágmarks landrýmið sem menn verða að hafa hjá okkur eru 10 hektarar, en það er talsvert minna landrými en víðast annars staðar. Ástæðan er m.a. minna samfellt undirlendi á Vestfjörðum og lítil reynsla af trjárækt sums staðar. Fæstir vissu í raun hvað þeir voru að fara út í og því vildum við leyfa mönnum að prófa í minni skala til að byrja með en annars. Unnið samkvæmt 52 samningum Núna erum við með 52 samninga sem verið er að vinna eftir og er sú ræktun dreifð vítt og breitt um allan Vestfjarðakjálkann. Þéttast er það þó í Dýrafirði og Öndundarfirði, í Bjarnarfirði og í Tálknafirði. Þetta hefur gengið mjög vel og nú er árangurinn virkilega farinn að koma í ljós á mörgum þeim bæjum sem fyrstir komu inn í verkefnið. Á sumum jörðum í Öndunarfirði og Dýrafirði er farið að sjá veruleg merki skógræktar sem ekki var áður. Eins eru í Tálknafirði og sumstaðar í Reykhólasveit og skjólbelti sjást orðið mjög víða. Veðurlega mitt á milli Vesturlands og Norðurlands Sæmundur segir að veðurfar og landslag spili talsverða rullu í skógrækt á Vestfjörðum og leita þurfi að hentugum aðstæðum á hverjum stað. Við getum t.d. ekki notað Suðvesturlandskvæmin og Norðurlandskvæmin alveg í blindni. Við erum veðurfarslega einhversstaðar þarna mitt á milli. Helmingur vetranna fylgir Vesturlandinu og síðan koma Norðurlands vetur á milli. Þetta á þó ekki við í öllum tegundum eins og greni sem virðist þrífast hvar sem er á landinu, allavega strandkvæmin sem virðast ganga um allt land. Helsti vandinn sem við er að glíma er vindálag, jarðvegsgæði og sumarþurrkar. Sami sumarhiti á Bíldudal og í Reykjavík Annars er það mjög misjafnt eftir svæðum á Vestfjörðum hvernig þau henta til skógræktar. Vestur- Barðastrandarsýsla virðist vera sumarhlýjasta svæðið, þ.e. Bíldudalur, Tálknafjörður, Patreksfjörður og Rauðisandur, en þar er aftur á móti mest hætta á alvarlegum sumarþurrkum. Veðurstöðin á Bíldudal er á pari við Reykjavíkurhita júní, júlí og ágúst. Sama má segja um Rauðasand og Reykhóla, báðir þessir staðir eru með hærri sumarhita eru Hallormsstaður. Það hefur komið í ljós eftir að maður fór að hafa aðgang að mörgum nýjum sjálfvirkum veðurstöðvum sem ekki eru bara staðsettar á ystu annnesjum eins og á Bjargtöngum, Galtarvita og á Hornbjargsvita að veðrið á Vestfjörðum er víða mun betra en ætla mætti. Veðrið og hitastig getur þó verið mjög staðbundið svo við verðum mjög að huga að staðbundnum aðstæðum og hreinlega gera tilraunir í ræktun, þar eru engar hreinar línur. - vaxandi hagaskógi hjá bændum í Mynd / Kristján Jónsson Skógrækt til að hafa áhrif á veður Sæmundur segir að Skjólskógar hafi talsvert verið að vinna með vinda-módel sem Haraldur Ólafsson veðurfræðingur kom fram með fyrir mörgum árum ásamt hugmyndum um hvernig drepa mætti niður vind og fjallabylgjur með skógrækt. Módelin séu þó enn með þeim annmarka að skalinn er oft of stór til að niðurstöður verði marktækar fyrir þrengri svæði á Vestfjörðum. Eigi að síður hafi menn reynt að nýta þessi reiknilíkön eins og hægt er. Sæmundur segir að fjárframlög til skógræktar í landinu séu í raun orðin of lítil eftir stöðugan niðurskurð undanfarinna ára. Hjá Skjólskógum á Vestfjörðum hafi menn byrjað að skera niður strax árið Við getum þó ekkert kvartað umfram önnur skógræktarverkefni þar sem við höfum fylgt hinum verkefnunum á landinu. Þetta er þó samt orðið of lítið og ég er hræddur um að ef menn ná ekki auknum framlögum, þá geti menn ekki haldið áfram öllu lengur sjálfstæðri starfsemi hér á Mynd / Hallfríður Sigurðardóttir. Vestfjörðum. Þetta fer að koma niður á faglegheitunum sem voru ekki of mikil fyrir. Nauðsynleg vinna situr á hakanum vegna fjárskorts Í ár erum við að fá um 40 milljónir króna í Skjólskóga á Vestfjörðum. Af þeirri upphæð fara um 16 milljónir beint til bænda. Annað fer í laun og annan rekstur og í að ná niður fjögurra milljóna króna uppsöfnuðum halla síðustu ára. Þá erum við bara að gera það nauðsynlegasta en á hakanum situr vinna sem nauðsynlegt er að ráðast í við úttekt á þeim árangri sem náðst hefur frá byrjun. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram í blindni án þess að mæla árangurinn. Það er því gert ráð fyrir að draga verulega úr nýframkvæmdum á næstur árum ef fjármagn eykst ekki, en leggja meira í úttektir og rannsóknir. Sæmundur segir að á næsta ári sé reiknað með að fara í samstarf við önnur skógræktarverkefni við að þjálfa fólk í grisjun eldri skóga og hvers konar úrvinnslu og nýtingu viðarins. Ræktun eldiviðarskóga fyrir kyndistöðvar Við erum með umsókn inni hjá Orkusjóði um að skoða ítarlega framleiðslu á orkuviði til upphitunar. Þá er horft til hraðvaxta tegunda (ösp og víðir) í akurræktun á frjósömu landi. Spurningin er hvort við getum stytt okkur leið eins og Skotar og Írar hafa gert þar sem við höfum enn ekki skóg til grisjunar eins og t.d. kyndistöðin á Hallormsstað hefur aðgang að. Spurningin er hvort ekki sé hægt að rækta orkuvið með hraðvöxnum tegundum og hægt er að uppskera eftir 5, 10 eða 20 ár og kurla viðinn í eldsneyti fyrir kyndistöðvar. Við búum svo vel hér á Vestfjörðum að Orkubú Vestfjarða er með 6 kyndistöðvar sem hita vatn miðlægt fyrir þéttbýli með rafmagni og olíu. Það þarf ekkert nema kurlbrennara til að nýta við í stað innfluttrar olíu. Þá ætti slíkt líka að vera samkeppnisfært við óniðurgreitt rafmagn. Á Suðurlandi er að fara í gang skoðun á umtalsverðri ræktun til kurlgerðar fyrir málmiðnaðinn. Kosturinn er einnig sá að þetta er algjörlega kolefnishlutlaus starfsemi. Þetta er sérlega áhugavert þar sem allar spár benda til að orkuverð í heiminum muni fara ört vaxandi og tvöfaldast á næstu 30 árum. Því er ekki spurning um að Íslendingar eigi að reyna að verða sjálfum sér nægir um orku þar sem orkukostir eru fáir og jarðvarmi ekki til staðar. Það er í raun skrítið að það sé endalaust verið að tala um þetta hérlendis án þess að neitt gerist. Það gæti hæglega gerst með stuttum fyrirvara að það verða veruleg vandræði með olíu. /HKr.

13 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní BÆNDUR OG BÚALIÐ kjósa KVERNELAND Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! plógar Viftur Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Kúplingar- og höggdeyfar Frum Accord áburðardreifarar / Viftu- og tímareimar Stýrisendar og spindilkúlur jarðtætarar og herfi Taarup sláttuvélar með og án knosara Sjá einnig: VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri Bændablaðið kemur næst út 28. júní Smáauglýsingar Heyvinnuvélar Vélar í hæsta gæðaflokki á lágmarks verði Heyþyrlur Átt þú eftir að skila? Bændur eiga að vera búnir að skila áætlun um reiknað endurgjald til ríkisskattstjóra. Þeir sem eiga það eftir eru hvattir til að bæta úr því hið fyrsta og áður en heyskapur hefst fyrir alvöru. Ef áætlun berst ekki fyrir lok júnímánaðar verður endurgjaldið ákvarðað af ríkisskattstjóra. Diskasláttur vélar Múgavélar Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Verður að hafa borist ríkisskattstjóra fyrir 5. mars 2012 Nafn rekstraraðila Kennitala rekstraraðila Heimilisfang Póstnúmer Símanúmer Tölvupóstfang Gsm símanúmer Upplýsingar um bústærð 1. janúar 2012 Fjöldi fjár á húsi Fjöldi mjólkandi kúa Annað Viðmiðunarflokkur Reiknað endurgjald á mánuði 2012 Frá og með hvaða mánuði 2012? G Reiknað endurgjald maka á mánuði 2012 Frá og með hvaða mánuði 2012? Rökstuðningur, t.d. ef reiknað endurgjald er lægra en viðmiðunarflokkur segir til um, sjá að neðan. Reiknað endurgjald bænda rekstrarárið 2012

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fréttir Bændur farnir að þora að kaupa Vélasalar kátir með sölu ársins og bjartsýnir á framhaldið Vélasalar eru bjartsýnir á komandi sumar og segja að bændur séu skynsamari í kaupum nú en áður. Sala á dráttarvélum sé að glæðast mikið og núna sé sótt í einfaldari og ódýrari vélar. Ákveðinn stöðugleiki sé að komast á, menn séu farnir að hafa trú á framtíðina aftur og þora að fjárfesta. Hins vegar sé áhyggjuefni að aukin sala dráttarvéla og tækja virðist að einhverju leyti vera knúin áfram af algjörri nauðsyn, því eldri tæki séu úr sér gengin og ekkert annað í stöðunni en að kaupa nýtt. Virðist vera góður gangur framundan Þór hf. selur meðal annars Kubota dráttarvélar, sem voru söluhæstu vélar síðasta árs, Deutz og Krone auk annarra merkja. Oddur Einarsson framkvæmdastjóri Þórs er bjartsýnn á komandi ár hvað varðar sölu. Það er ágætis hreyfing í Kubota dráttarvélunum og virðist vera góður gangur framundan. Við höfum selt fimm vélar það sem af er ári. Svo höfum við selt eina Deutz núna í maí. Það eru auðvitað dýrar vélar og því kannski eðlilegt að sé minni sala í þeim núna. Þess utan er ágæt sala í heyvinnuvélum, rúlluvélum og rúllusamstæðum. Það var heldur minni sala í jarðvinnslutækjum en við áttum von á. Það gæti skýrst af því að vorið var heldur kalt og menn því seinir af stað, hafa jafnvel frestað ræktuninni um ár. Að öðru leyti erum við mjög bjartsýnir og það hefur gengið vel hjá okkur. Ætlar að selja 70 nýjar dráttarvélar Hjá Jötni - Vélum varð Finnbogi Magnússon framkvæmdastjóri fyrir svörum. Jötunn selur Massey Fergusson, Valtra, McHale, Pöttinger og Vicon svo eitthvað sé nefnt. Finnbogi segir að sér finnist heilmikið vera að gerast, bæði í dráttarvélum og öðrum tækjum. Það er bara mikil bjartsýni í mér. Þetta hefur allt verið nokkuð eftir væntingum. Mitt markmið fyrir þetta ár er að afhenda 70 nýjar dráttarvélar og núna um mánaðamótin verðum við búin að afhenda um 25 vélar, ríflega þriðjung þess sem við einsettum okkur. Það er mun meiri eftirspurn núna eftir rúllusamstæðum en var, en svona svipuð eftirspurn eftir öðrum tækjum. Sala í þeim tækjum hélt sér auðvitað alltaf en hrundi ekki eins og sala á dráttarvélum. Svo erum við að flytja inn fjögur vökvunarkerfi sem fara bæði á Norðurland og Suðurland. Eftir þurrka síðustu ára hafa menn mikið verið að velta þessu fyrir sér og þessi fjögur kerfi eru að koma vegna þess. Þá er nokkur sala í heyhleðsluvögnum, við erum að afhenda þrjá nýja slíka í ár. Finnbogi segir augljóst að bændur fari varlegar í fjárfestingar nú en fyrir nokkrum árum. Menn eru mikið að taka hrárri vélar en áður var, íhuga fjárfestingarnar betur og fara varlegar. Það er mun meiri skynsemi í fjárfestingum. Í dráttarvélum eru þetta mikið vélar á bilinu 100 til 110 hestöfl, frekar hráar af aukabúnaði, sem eru að seljast. Það er auðvitað það sem langflestir venjulegir bændur þurfa á að halda. Finnbogi segist telja að aukið líf á markaðnum skýrist af nokkrum þáttum. Það hefur sáralítið selst af dráttarvélum síðustu þrjú ár og á meðan eldast vélarnar bara. Bilanir, sumar stórar, eru að verða algengari og menn verða hræddir við að standa uppi í flekknum með bilaða vél. Menn eru að fá meiri trú á framtíðinni, að ástandið sé að batna. Þeir sem eru með sín mál á hreinu eru kannski tilbúnir núna til að fara í þetta. Margir virðast eiga peningana Oddur Einarsson framkvæmdastjóri Þórs er bjartsýnn á komandi ár hvað varðar sölu. Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns Véla (t.v.) og Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri fyrirtækisins. Mynd / MHH til eða geta fengið aðstoð frá sínum banka. Menn eru farnir að finna til þess að ástandið sé að verða stöðugt, andlega hliðin er stöðugri og fólk er farið að þora að framkvæma hluti. Áhyggjur af því að lausafé sé að minnka Stefán Bjarnason framkvæmdastjóri hjá VB Landbúnaði segir að þar á bæ séu menn mjög kátir með gang mála það sem af er ári. VB Landbúnaður selur m.a. John Deere, Lely og Avant. Það er mikil aukning í dráttarvélasölu hjá okkur, við erum búnir að flytja inn ellefu John Deere vélar á árinu. Við liggjum með eina til tvær vélar óseldar til að hægt sé að skoða og prufukeyra. Árið í fyrra var mjög gott í sölu á heyvinnuvélum og okkur sýnist að árið í ár verði bara á sömu nótum, segir Stefán. Ástæðurnar fyrir auknum viðskiptum eru margþættar, að mati Stefáns. Bændur voru margir að fá gengið frá endurútreikningi Stefán Bjarnason framkvæmdastjóri hjá VB Landbúnaði. sinna lána í lok síðasta árs, bæði hjá Arion banka og Landsbankanum. Það er kannski fyrsta atriðið. Svo finnst okkur áberandi að menn kaupi dráttarvélar og önnur tæki í miklum mæli án uppítöku á móti. Það þýðir einfaldlega að tækin sem þeir áttu fyrir eru bara ónýt og sýnir fram á endurnýjunarnauðsyn, menn verða hreinlega bara að fjárfesta. Stefán segir augljósa breytingu í því hvað bændur eru að kaupa nú. Dráttarvélarnar sem menn eru að kaupa núna eru hráar og ódýrari týpur en áður. Við erum núna aðallega að selja John Deere Standard en áður seldum við næstum ekkert nema John Deere Premium. Munurinn á vélunum var ekki hestaflafjöldi heldur útbúnaður, að vissu leyti hversu mikill lúxus fylgir með vélinni. Það er kannski ekki alveg svona einfalt en þannig er það í meginatriðum. Menn komast af með Standardvélina. Við höfum litlar breytingar séð á sölu á heyvinnuvélunum. Við Mynd / HKr. Mynd / HKr. sjáum hins vegar breytingar í sölu á plasti. Við höfum undanfarin þrjú ár selt plast þannig að bændur hafa tekið sig saman og fengið plastið á lægra verði með því að taka þátt í innflutningnum. Færri og færri bændur telja sig geta þetta og við höfum pínulitlar áhyggjur af því í þessu ljósi að lausafé í landbúnaðinum sé að verða minna. Við heyrum fleiri bændur segja sem svo að þeir vildu gjarnan vera með í þessu, en eigi bara ekki lausan pening til. Menn eru núna að fjárfesta af skynsemi, skoða vel hvað þeir þurfa, hvað er í boði og hvað þeir ráða við. Bændur horfa til þjónustu og ábyrgða Hjá Vélfangi merkja menn líka aukningu, að mati Eyjólfs Pálmasonar framkvæmdastjóra. Vélfang selur Claas, Fendt, Kverneland og Kuhn auk fleiri merkja. Það er klárlega Eyjólfur Pálmason framkvæmdastjóri Vélfangs. aukning frá fyrra ári, mest í dráttarvélum. Það er mikill gangur í Claas dráttarvélum hjá okkur núna, ég er búinn að selja á annan tug véla sem ýmist er búið að afhenda eða eru á leiðinni í afhendingu. Þetta er algjör sprenging frá síðasta ári. Bændur eru farnir að huga mikið að þjónustu og ábyrgðum, við veitum t.d. árs ábyrgð á öllu sem við seljum. Þá erum við að segja má eina fyrirtækið í þessum bransa sem enn er með opið verkstæði á Akureyri og það er mikils virði fyrir okkur. Það hefur verið góð sala í rúllusamstæðum, betri en við bjuggumst við. Sala minni tækja minnkaði töluvert eftir efnahagshrunið en hún datt þó ekki alveg upp fyrir, eins og segja má að dráttarvélasalan hafi gert. Það var því þó nokkur endurnýjun í þessum tækjum en ég segi bara sjálfur að ég er mjög feginn því að bændur fari varlega í þessum fjárfestingum. Við fundum dálítið fyrir því eftir seinni gengislánadóminn að þá hægði á. Menn stoppuðu og þeir sem voru með erlend lán sátu aftur uppi með óvissu. Við ráðlögðum mönnum að bíða og sjá til hvernig hlutirnir færu. Eyjólfur segir sömuleiðis að nánast öll notuð tæki seljist. Það er að segja ef þau eru á eðlilegu verði. Framboð og eftirspurn ráða þessum markaði. Markaðurinn gleypir ekki hvaða vél sem er ef hún er of hátt verðlögð, en hinar, sem rétt eru verðlagðar, seljast um leið. Ástandið skárra en í fyrra Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðartækja hjá Kraftvélum, segir ástandið á markaðnum vissulega vera skárra en í fyrra. Eigi að síður vanti enn mikið upp á að staðan í endurnýjun dráttarvéla geti talist eðlileg. Kraftvélar eru með umboð fyrir New Holland dráttarvélar og hafa selt 2 vélar það sem af er ári. Samkvæmt tölum um nýskráningar nýrra véla Þorsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri hjá Rafvörum. Mynd / HKr. Mynd / HKr.

15 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní segir Eiður að búið sé að skrá 38 dráttarvélar auk þeirra sem fluttar hafi verið inn notaðar. Þá er ég búinn að sortera úr vélar sem ekkert eru tengdar landbúnaði sem og notaðar vélar. Þetta er mun betra en í fyrra, en í maí 2011 var einungis búið að skrá 11 nýjar dráttarvélar hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins liggur nærri að nýskráðar hafi verið 50 dráttarvélar hér á landi frá áramótum til loka maí. Þá er verið að tala um allar vélar, bæði nýjar innfluttar, notaðar innfluttar dráttarvélar og vélar sem seldar hafa verið af eldri lagerum. Eiður segir að mesti fjöldinn sé venjulega að koma í skráningu á vorin. Samt sem áður geti júní og júlí oft verið góðir. Þá sé söluferli véla nú mun lengra en fyrir hrun, þar sem umboðin séu yfirleitt ekki með nýjar dráttarvélar á lager. Margir hrifnir af einfaldleika Belarus Rafvörur hafa undanfarin ár verið að selja Belarus dráttarvélar frá Hvíta- Rússlandi. Þorsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri segir að við efnahagshrunið 2008 hafi þeir átt þrjár nýjar vélar á lager um leið og botninn datt úr dráttarvélasölunni. Það hefur svo sem ekkert stórt verið að gerast í sölunni en ég er samt búinn að selja tvær af þessum vélum í vetur og á því aðeins eina vél eftir. Belarus hefur forðast að innleiða mikið af tölvutækni í sínar dráttarvélar og hefur lengst af ekki heldur verið með glussaskiptingu. Vélarnar hafa því nokkra sérstöðu á markaðnum í dag. Lagt hefur verið mikið upp úr því að bændur gætu sem mest annast viðhald vélanna sjálfir. Fram undir fall Sovétríkjanna (1991) voru t.d. bæði loftsíur og glussa- og olíusíur margnota og hægt að þvo þær. Eftir 1990 breyttist tæknileg hönnun vélanna mikið en eigi að síður eru þær oft enn fyrsti kostur þeirra sem vilja einfaldar en notadrjúgar dráttarvélar. Þorsteinn segir að þeir sem áður hafi keypt Belarus dráttarvélar hafi margir hverjir haldið tryggð við þær. Það eru margir hér á landi sem þekkja Belarus, eru hrifnir af þessum vélum og vilja helst ekkert annað, segir Þorsteinn. Þeir líti á það sem kost að ef eitthvað bilar, þá sé minna mál að gera við hlutina þar sem ekki þurfi að fara með vélarnar í sérhæfðar tölvur til að finna út hvað sé að. Slíkt sé ekki alltaf auðvelt þegar dráttarvél bilar úti á túni. Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðartækja hjá Kraftvélum og Ævar Þorsteinsson forstjóri. Mynd / HKr. Eigendur Orkuvers hf., Birkir Þór Guðmundsson rokkbóndi og Ásgeir Kristján Mikkaelsson framkvæmdastjóri við nýju" höfuðstöðvarnar að Smiðjuvegi í Kópavogi. Mynd / HKr. Með fjölnotavélar og litlar dráttarvélar fyrir landbúnaðinn Orkuver ehf. var stofnað í byrjun árs 2003 og í upphafi var aðalstarfsemi þess innflutningur á búnaði fyrir litlar og meðalstórar virkjanir. Ásgeir Kristján Mikkaelsson framkvæmdastjóri segir að við efnahagshrunið 2008 hafi menn þurft að fara að horfa í aðrar áttir og í ágúst 2010 hafi fyrirtækið hafið innflutning á MultiOne fjölnotavélum, sem einkum voru hugsaðar fyrir verktaka, sanddreifara og fleiri tæki. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þessar vélar hentuðu einnig vel til ýmissa verka í landbúnaði. Við erum líka með ítalskar Goldoni dráttarvélar, þó það séu einkum minni vélar en þessar hefðbundnu. Þær eru þó einkum hugsaðar fyrir verktaka í snjómokstri og öðru og henta t.d. vel fyrir mokstur á gangstéttum þar sem þær eru svo nettar. Þetta eru 95 hestafla vélar og bændur hafa verið að taka þær í landbúnaðinn vegna þess hvað þær eyða litlu en eru samt öflugar. Þannig er ég nú með stuttu millibili búinn að selja tvær 95 hestafla Goldoni vélar í landbúnað. Þetta er góður valkostur fyrir bændur, sem geta notað vélina í öll almenn störf í sveitinni nema til að rúlla með henni heyi, þar sem hún er svo létt. Það er t.d. hægt að nota hana í að dæla skítnum úr haughúsinu, rifja og raka og ýmislegt annað. Sjálfur þekkir Ásgeir ágætlega til landbúnaðarins enda upprunninn úr Breiðadal í Öndunarfirði þar sem hann var einnig bóndi. Meðeigandi Ásgeirs í Orkuveri og húsinu að Smiðjuvegi er Birkir Þór Guðmundsson rokkbóndi frá Hrauni á Ingjaldssandi. Ásgeir segir að fyrirtækið hafi verið að koma sér fyrir að Smiðjuvegi 11 í Kópavogi í skemmu sem þeir félagar keyptu og hýsti áður fyrirtækið Timbur og stál. Er nú verið að gjörbreyta húsinu og koma upp öflugri verslunaraðstöðu en hlutar af rými byggingarinnar hafa þegar verið leigðir út til nokkurra fyrirtækja. /fr/hkr. TOP N+... betra gler Gasfyllt gler, aukin einangrun. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra Um er að ræða u.þ.b. 5 hektara frístunda spildu úr landi Þjóðólfshaga í Rangárþingi ytra. Á spildunni stendur sumarhús sem er 44,5 fm að stærð. Húsið var byggt árið 1990 og er klætt að utan með standandi timburklæðningu. Að innan er sumarhúsið tvö svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi, hiti er í gólfum. Í kringum sumarhúsið stendur ca. 160 fm sólpallur með heitum potti. Samhliða sumarhúsinu stendur 25 fm. gestahús sem er stúdíoíbúð með sérbaðherbergi. Einnig stendur á lóðinni 20 fm. hnakkageymsla. Búið er að skipta spildunni upp í hólf með nýjum rafmagns girðingum og vatn er í öllum hólfum. Spildan ber ca. 15 hross í sumarbeit, einnig er gerði framan við sumarhúsið sem er fyrir ca. 10 hesta. HAFA LOGO LÖGMANNA SUÐURLANDI Í AUGLÝSINGUNNI EINNIG Á AÐ STANDA FYRIR NEÐAN: Steindór Guðmundsson Löggiltur fasteignasali: Sími steindor@log.is Sigurður Sigurðsson Sölumaður Sími sigurdur@log.is Sími Lokað í júlí Vegna lokana í júlí eru bændur minntir á að panta nautgripamerki tímanlega. Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. Furuvöllum 1, 600 Akureyri. Sími , Fax Netfang pbi@akureyri.is Opnunartími: Mánudaga föstudaga, kl

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins hentar ekki hér á landi Þátttaka mín í starfi Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP), allt frá 1976, sem tengiliður Íslands við sambandið frá 1977, og í stjórn þess frá 2009, hefur nýst mér og ýmsum öðrum með margvíslegum hætti, ekki síst vegna persónulegra sambanda við fjölda fólks í landbúnaðarstofnunum og ráðuneytum í mörgum Evrópulöndum. Þótt EAAP sé algerlega óháð Evrópusambandinu hef ég orðið margs vísari um landbúnaðarstefnu þess (CAP) og áhrif hennar á þróun landbúnaðar víða í Evrópu. Þá hef ég einnig notið góðs af samböndum sem ég hef í gegnum samtök lífrænna bænda, IFOAM, dýravelferðarsamtök og Slow Food hreyfinguna í Evrópu og víðar. Í því sambandi vil ég vekja athygli á eftirtöldum atriðum sem ég tel skipta máli þegar aðildarviðræður eru í undirbúningi á milli Ríkisstjórnar Íslands og Evrópusambandsins: Þótt samanburður við þróun landbúnaðar í norðurhéruðum Svíþjóðar og Finnlands sé gagnlegur tel ég hann hafa takmarkað gildi. Líta þarf á áhrif landbúnaðarstefnu ESB á landbúnaðarþróun og fæðuöryggi frá mun hærri og víðari sjónarhóli. Á þetta hef ég reyndar bent nokkrum sinnum á seinni árum, m.a. eftir nokkur kynni af þróuninni í Skotlandi og víðar á Bretlandseyjum, á Möltu og á Krít, þ.e.a.s. í jaðarbyggðum ESB utan Norðurlanda. Ég leyfi mér að fullyrða að margvíslegan lærdóm má draga af þróuninni, bæði í löndum sem hafa verið lengi í ESB, t.d. í Grikklandi og á Írlandi í ár, og t.d. í Ungverjalandi og Eystrasaltslöndunum sem gengu í sambandið upp úr aldamótunum. Öll eru þessi lönd í erfiðri og jafnvel afleitri efnahagslegri stöðu og öll Ólafur R. Dýrmundsson. nota þau evru sem gjaldmiðil. Mér finnst ekki hafa verið litið nægilega mikið til fenginnar reynslu í þessum löndum, t.d. í úttektum sem búgreinafélög innan Bændasamtaka Íslands hafa fengið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að vinna. Ýmsar spurningar vakna þegar rætt er við búvísindamenn, bændur o.fl. frá ESB þjóðunum, fjölmennum sem fámennum, t.d. þessar tíu: a) Hvers vegna dróst framleiðsla svínakjöts á Möltu saman um nær 50% á fyrstu fimm aðildarárunum á liðnum áratug? b) Hvers vegna er framleiðsla sykurs úr sykurrófum liðin undir lok í Bretlandi og á Írlandi? c) Hvers vegna hefur sauðfjárstofninn á Írlandi dregist saman um 50% á seinni árum? d) Hvers vegna heyrast þær raddir frá Grikklandi, t.d. í viðtali í Bændablaðinu 18. apríl sl., að þar þurfi að endurreisa landbúnaðinn eftir 30 ára áhrif frá landbúnaðarstefnu ESB? e) Hvers vegna rekur ESB landbúnaðarstefnu með styrkjakerfi sem sums staðar hefur reynst mjög illa, t.d. í Grikklandi, þar sem gripa- og landtengdar greiðslur, í stað framleiðslutengdra greiðsla, hafa dregið úr framleiðslu og aukið innflutning matvæla og þar með skert fæðuöryggi? f) Hvers vegna er verið að flytja vaxandi fjölda nautgripa, sauðfjár o.fl. búfjár á fæti til slátrunar um langan veg til Tyrklands og annarra landa austan Miðjarðarhafs þar sem gripirnir er hálsskornir án deyfingar að hætti Halal á sama tíma og sláturhús með ESBviðurkenningu, t.d. í Eistlandi, eiga í vök að verjast? Hvers vegna renna stuðningsgreiðslur til landbúnaðar í ESB í g) Hvers vegna á svínarækt í vök að verjast í ýmsum löndum Austur-Evrópu og víðar vegna innflutnings svínakjöts frá Danmörku og Hollandi, eða vegna fjárfestingar utanaðkomandi aðila frá Vestur-Evrópu og víðar í gríðarlega stórum verksmiðjubúum sem leiða til uppgjafar svínabænda í stórum stíl? Að hve miklu leyti ráða bankar og fjárfestingasjóðir ferðinni? h) Hvers vegna renna stuðningsgreiðslur til landbúnaðar í ESB í vaxandi mæli til stórra fyrirtækja sem byggja upp ósjálfbæran verksmiðju- og stórbúskap á sama tíma og venjulegum bændum fækkar og búskapur í jaðarbyggðum er á undanhaldi, þrátt fyrir byggðastuðning ESB? i) Hvernig er hægt að koma þeim upplýsingum betur til skila að stuðningsgreiðslur ESB til landbúnaðar fara minnkandi, eru tímabundnar og nema venjulega ekki meiru en 40-60% af heildarstuðningi á móti 60-40% úr ríkissjóði viðkomandi aðildarþjóðar? j) Hvernig er hægt að koma þeim upplýsingum betur til skila að það sé ekki sjálfgefið að matvælaverð lækki hér á landi við ESB-aðild, a.m.k. ekki þegar til lengri tíma er litið, m.a. vegna vaxandi orkukostnaðar, mótvægisaðgerða gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, loftlagsbreytinga, jarðvegseyðingar og vatnsskorts í heiminum? Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi til umhugsunar því að ég tel að enn betur þurfi að stuðla að gagnrýninni og faglegri umræðu um kosti og galla aðildar að ESB, sérstaklega hvað varðar líklega eða sennilega þróun landbúnaðarframleiðslu, fæðuöryggis og matvælaverðs í alþjóðlegu samhengi. Þótt greina megi ákveðna og uppbyggjandi þætti í CAP, svo sem stuðning við lífrænan landbúnað og verndun gamalla búfjárkynja, tel ég meginstefnuna alls ekki henta hinum sérstæða íslenska landbúnaði. Ólafur R. Dýrmundsson Landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu Vilja borga meira fyrir íslenskt Snædís Anna Þórhallsdóttir, nemandi við auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, skilaði lokaritgerð sinni í byrjun maí þar sem hún kannaði viðhorf íslenskra neytenda til landbúnaðarafurða og áhrifaþætti þegar kemur að kjötneyslu. Niðurstöður voru á margan hátt áhugaverðar, eins og Snædís skýrir hér frá. Markaðsráð kindakjöts hefur áður gert svipaðar neytendakannanir en mig langaði að kanna þetta almennt fyrir fleiri landbúnaðarafurðir. Mig langaði að vita hvað neytendum finnst og að lokum ákvað ég að afmarka verkefnið við fjórar kjöttegundir, lamba-, nauta-, svína-, og kjúklingakjöt. Ég vildi skoða viðhorf neytenda til þessara kjöttegunda og reyndi að leggja mat á til hvaða þátta fólk horfir helst þegar það fer út í búð og kaupir kjöt, útskýrir Snædís Anna, en um 800 manns af öllu landinu svöruðu spurningalista sem Snædís útbjó og fyrirtækið Miðlun sendi út. Landssamtök sauðfjárbænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda styrktu verkefnið. Gæðin mikilvægust Niðurstöður verkefnisins sýna að neysla á kjöti er svipuð milli kynja en töluverður munur er á neyslumynstri eftir því hvort fólk er búsett í þéttbýli eða dreifbýli. Neysla á lambakjöti er mun algengari í dreifbýli á meðan kjúklingur er vinsælli í þéttbýli. Svínakjöt virðist vera algengari neysluvara í þéttbýli en um 35% dreifbýlisbúa segjast aldrei borða svínakjöt, sem mér fannst merkilegt. Þættir sem hafa áhrif á neyslu kjöts - Raðað eftir mikilvægi fyrir hverja kjöttegund fyrir sig Gæði Að varan sé íslensk Verð Hollusta Efnainnihald Rekjanleiki Lífræn ræktun Gæði Verð Efnainnihald Að varan sé íslensk Hollusta Rekjanleiki Lífræn ræktun Gæði Verð Efnainnihald Að varan sé íslensk Hollusta Rekjanleiki Lífræn ræktun Gæði Verð Hollusta Efnainnihald Að varan sé íslensk Rekjanleiki Lífræn ræktun sem þótti mikilvægara en verð hennar. Snædís Anna Þórhallsdóttir, nemandi við Auðlindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, skilaði lokaritgerð í vor þar sem viðhorf íslenskra neytenda til landbúnaðarafurða var kannað. Í heild fundust svarendum gæði kjöts skipta mestu máli fyrir allar kjöttegundirnar. Fyrir svína-, nautaog kjúklingakjöt skiptir verðið svo næstmestu máli að mati neytenda, en fyrir lambakjötið hefur íslenskur uppruni meira að segja en verðið. Eins og sést á meðfylgjandi mynd bað ég fólk að leggja mat á mikilvægi sjö þátta. Það að varan sé íslensk lenti í öðru sæti fyrir lambakjöt en í fjórða sæti fyrir svína- og nautakjöt og í fimmta sæti fyrir kjúkling. Þar virðast neytendur því ekki leggja jafn mikla áherslu á íslenskan uppruna eins og fyrir lambakjötið. Einnig var hollusta mikilvægari fyrir kjúkling en hinar kjöttegundirnar og virðist fólk vera búið að tengja ákveðna hollustuímynd við kjúklingakjötið. Sérstaðan mikilvæg Rekjanleiki og lífræn ræktun eru þættir sem hafa lítil áhrif á eftirspurn eftir kjöti, sama um hvaða kjöttegund ræðir. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að meirihluti neytenda vilji frekar kaupa íslenskt kjöt og sé tilbúinn að borga hærra verð fyrir íslenskar kjötvörur. Ég spurði neytendur að því hvort þeir myndu kaupa ódýrara, erlent kjöt frekar en íslenskt, væri það í boði, og meirihluti svaraði því neitandi. Hins vegar þótti mér áhugavert að ef ég skoðaði svörin útfrá kynjum kom í ljós að jafnmargir karlar sögðu já og nei en meirihluti kvenna svaraði spurningunni neitandi, sem bendir til þess að konur leggi frekar áherslu á íslenskan uppruna kjöts, segir Allir Karlar Konur Íbúar í þéttbýli Íbúar í dreifbýli Snædís Anna. Þeir sem ekki sögðust vilja kaupa erlent kjöt voru í kjölfarið beðnir að gefa upp hversu miklu meira þeir væru tilbúnir að greiða fyrir íslenska kjötið og þar sögðust flestir vera tilbúnir að borga á bilinu 6-15% meira fyrir íslenskt kjöt. Vitund neytenda um góðan aðbúnað dýra fer vaxandi í heiminum og samkvæmt niðurstöðum telja um 90% svarenda aðbúnað húsdýra vera mikilvægan þátt við framleiðslu á kjöti. Ég spurði fólk að því hvort það væri tilbúið að borga meira fyrir kjötvöru sem bæri vottun þess að vera framleidd við góðar aðstæður, en hér á landi er engin slík vottun til, í raun er bara gert ráð fyrir því að allt kjöt sé framleitt við góðar aðstæður. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að flestir væru tilbúnir að borga á bilinu 1-10% meira fyrir kjöt með slíka vottun. Samkvæmt þessu gætu því verið forsendur fyrir því að taka upp slíka vottun, það gæti mögulega skilað hærra verði til þeirra bænda sem búa dýrum sínum góða aðstöðu og á móti þrengt að bændum sem ekki framfylgja lögum um velferð dýra. Það er líklegt að innflutningsvernd á landbúnaðarvörum muni minnka með tímanum og þess vegna finnst mér að ætti að vera kappsmál fyrir matvælaframleiðendur á Íslandi að sýna fram á sérstöðu í þáttum eins og nálægð við markaði, framleiðsluaðferðum, gæðum og næringargildi. Því er mikilvægt að koma á framfæri þeim upplýsingum sem til eru um sérstöðu íslenskra búfjárafurða og að halda áfram rannsóknum og söfnun upplýsinga, segir Snædís að

17 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Íslensk framleiðsla í 45 ár. 45 ÁRA Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími Tilboð - 4. bindi Sveitir og jarðir í Múlaþingi Bindi 4 er á sérstöku tilboði kr. Vegna þess hve mörg eintök eru til hjá Búnaðarsambandi Austurlands þá hljóta ófullkomin bindasöfn að vera í hillum fólks. Nú fara að verða síðustu forvöð að fullkomna bindasafnið! 4.bindi hefur að geyma yfirlit um sveitir, jarðir og ábúendur í fyrri bindum, sögu Búnaðarsambands Austurlands, land og byggðir í Múlaþingi ásamt lýsingum á veðurfari og árferði. Áhugasamir geta haft samband í síma eða á austur@bondi.is. Sendum í póstkröfu. NEW HOLLAND T5000 línan Vel útbúin vél á ótrúlega hagstæðu verði. Eigum aðeins örfáar vélar í stærðum 106 og 113 hestafla til ráðstöfunar. Hafið samband við sölumenn okkar Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Árnmar Guðmundsson frá Bessastaðagerði í Fljótsdal á Austurlandi hefur undanfarin ár starfað hjá fyrirtækinu Conoco Philips, á olíuborpalli í Norðursjó. Tekur búfræðideildina á olíuborpalli Þurfti að finna sér eitthvað að gera í frítímanum og fór í fjarnám frá Hvanneyri úti á Norðursjó Annað hvert ár eru teknir inn nemendur í bændadeild við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, sem nýta sér fjarnámslausnir. Um er að ræða einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir nemendur sem einhverra hluta vegna geta ekki sótt staðarnám á Hvanneyri. Námið hefur notið vinsælda en flestir þeir sem það stunda eru starfandi bændur sem eru að sækja sér frekari kunnáttu. Einn þeirra nema sem stundar fjarnám nú er þó ekki starfandi bóndi heldur vinnur á olíuborpalli í Norðursjó. Árnmar Guðmundsson er frá Bessastaðagerði í Fljótsdal á Austurlandi. Þar bjó hann fyrstu tvö ár ævi sinnar en flutti þá niður á Reyðarfjörð þar sem hann bjó til 15 ára aldurs. Þá flutti hann ásamt foreldrum sínum aftur upp í Fljótsdal þar sem þau tóku við búi af afa Árnmars og ömmu. Ég var hins vegar uppfrá nærri því hverja helgi í æsku. Þó ég hafi ekki búið í sveit þá fékk maður búskapinn í æð, segir Árnmar sem nú um stundir tekur verknámið við bændadeildina í Bakkakoti í Stafholtstungum hjá þeim Sindra og Kristínu. Hengir upp talíur Undanfarin ár hefur Árnmar hins vegar starfað hjá fyrirtækinu Conoco Philips, á olíuborpalli í Norðursjó. Þetta kom þannig til að ég bjó úti í Noregi og var þar í byggingavinnu. Mig langaði til að breyta til og gera eitthvað annað. Þetta var árið 2007 og þá var staðan þannig að þú fékkst vinnu ef þú gast skrifað nafnið þitt og staðið í lappirnar. Fljótlega eftir að ég hóf að starfa þarna varð mun erfiðara að komast inn í þessa vinnu. Ég vinn við viðhaldsverkefni þarna úti, við að skipta út rörum auk annars. Í starfslýsingunni minni segir að starfið felist í því að hengja upp talíur fyrir píparana. Ég geri nú hins vegar ýmislegt annað, maður gerir bara það sem þarf að gera. Fríin góð og launin ágæt Árnmar segir að ekki sé mikið um Íslendinga á olíuborpöllunum, allavega hafi hann ekki heyrt af mörgum. Hann kann vel við vinnuna sem unnin er í skorpum. Ég vinn tvær vikur, er í fríi í þrjár og svo vinn ég aftur tvær vikur og fæ frí í fjórar. Það hljómar auðvitað eins og mikið frí en á móti kemur að maður er á olíuborpalli lengst úti í sjó. Maður skreppur ekkert, maður hittir ekki fjölskylduna sína á meðan. Hins vegar er netsamband og á mörgum þessum pöllum er komið þráðlaust netsamband inn á herbergin. Við höfum sjónvarp, við höfum líkamsrækt, bíó og billjardborð þannig að það er nóg að gera til að stytta sér stundir. Ég var áður á sjó, m.a. á frystitogurum og ég líki þessu ekki saman. Að fara 40 daga túr á frystitogara, áður en netsamband kom í þá, koma svo heim í fimm daga og fara aftur út. Þetta er ekki sambærilegt við það á nokkurn hátt. Mér líkar þetta ágætlega. Það er mikill kostur að hafa þessi góðu frí til að geta gert það sem ég vil og launin eru ágæt, ekki síst meðan gengið er svona hagstætt. Verkefnavinna í frítímanum í stað sjónvarpsgláps Eins og áður segir er Árnmar úr sveit og áhuginn á landbúnaðinum er mikill. Eftir nokkurn tíma á olíuborpallinum sá hann að þessi vinna gæfi honum ýmis tækifæri. Ég hef mikinn áhuga á landbúnaði og ég hafði frítíma þarna úti í Norðursjó sem ég gat nýtt í þetta. Ég vinn frá sjö til sjö og það er miklu gáfulegra að eyða tíma sínum í að gera verkefni fyrir skólann á kvöldin heldur en að horfa á einhverja bandaríska gamanþætti. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að skella mér í þetta nám. Þetta er þriðja árið mitt í fjarnáminu. Það gengur bara ágætlega. Fyrsta árið var svolítið erfiðara en nú er, vegna þess að þá gat ég ekki tengst netinu á tölvunni minni heldur þurfti að sækja verkefnin á minnislykil og flytja þau yfir í mína tölvu þar sem ég vann þau. Það var ekki hægt að vinna þau í tölvunum sem eru á pallinum, ekki með íslensku lyklaborði og ónæði. Síðan varð ég að flytja þau til baka til að senda þau fullunnin. Eftir að það kom þráðlaust net inn á herbergin varð þetta miklu auðveldara. KIlo Bravo borpallur Conoco Philips í Norðursjó. Allir mjög liðlegir á Hvanneyri Árnmar segir að sér hafi verið mjög vel tekið á Hvanneyri þegar hann kom að máli við fólk þar um fjarnám undir þessum kringumstæðum.

19 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Það hefur passað mjög vel til að ég hef getað mætt í allt sem á að mæta í, hvort sem það hafa verið próf, komudagar, verklegir dagar, upp í fjárhúsið á Hesti og fjósið á Hvanneyri. Ég hef náð þessu öllu í mínum fríum. Ég er vissulega að fara nokkuð óhefðbundna leið í verknáminu þar sem ég skipti tímanum talsvert mikið upp, en það gengur ágætlega. Ég veit að áður hafa menn á Hvanneyri farið krókaleiðir til að koma til móts við ýmsar þarfir í verknáminu. Það gekk mjög vel að finna lausn fyrir mig, þarna er fólk mjög liðlegt ef mögulega er hægt að koma til móts við nemendur. Skólinn í sjálfu sér skiptir sér ekki af því hvenær og hvernig ég sinni verknáminu. Ég þarf að skila ákveðnu og fæ engan afslátt af því. Ég fæ mín verkefni og þarf að skila þeim, en hvenær ég er hér í Bakkakoti er bara á milli mín og Sindra og Kristínar. Ég þarf hins vegar að skila mínum tímum og verkefnum nákvæmlega eins og aðrir verknemar. Síst verra að dreifa verknáminu Sú leið sem Árnmar hefur farið í verknáminu, að skipta því upp í styttri einingar þegar hann á frí frá vinnu, gerir það vitaskuld að verkum að námið tekur lengri tíma en ella. Á móti kemur að hann fær tækifæri til að takast á við fleiri og mismunandi verkefni í búskapnum. Ég byrjaði á því að koma í hingað í Bakkakot í byrjun mars og var þá með þegar var rúið og gert klárt fyrir sauðburð. Svo kom ég aftur í apríl. Þá mokuðum við skít og bárum á tún. Svo er ég búinn að vera núna í hálfan mánuð og mestur tíminn hefur farið í sauðburð núna. Ég næ svo heyskap í sumar, mögulega næ ég að keyra fénu á fjall og svo ætla ég í leitir í haust með Sindra. Ég náði líka jarðvinnslu núna í vor, sáningu og áburðardreifingu. Ég held, þegar allt kemur til alls, að það sé í sjálfu sér ekki verra að taka verknámið svona. Ég næ svo margþættum verkum með því að dreifa tímanum svona. Ég held til dæmis að það séu dæmi um að ef fólk fer í verknám á sauðfjárbúum, byrjar í apríl, tekur námið þétt og er búið í byrjun júlí, þá sé ekki allsstaðar farið að heyja af neinu viti. Ég gæti alla vega trúað að svoleiðis væri þetta á ýmsum bæjum á Vestfjörðum og Austfjörðum, svo dæmi séu tekin. Verknámið svipað og skiptinám Þrátt fyrir að heimahagarnir kalli sterkt á Árnmar er hann viss um að verknámið í Stafholtstungunum verði honum að miklu gagni. Ég var búinn að kanna hvort það væri hægt að taka verknámið heima í Bessastaðagerði en það gekk ekki. Til þess þyrfti ég að vera skráður fyrir búi þar. Eftir á sé ég hins vegar alls ekki eftir því að hafa farið hingað. Það er margt sem gert er öðruvísi og það er gagnlegt að sjá það og bera saman. Ég held að þetta sé dálítið eins og þegar krakkar fara í skipti nám erlendis. Þau kynnast öðrum búskaparháttum þar, alveg eins og verknemar gera. Kannski eru fjárhúsin öðruvísi og því er unnið öðruvísi á sauðburði. Margt er gert öðruvísi og það getur verið gott á báðum stöðum. Það er öllum til gagns að víkka sjóndeildarhringinn og sjá nýja hluti. Auðvitað langar mig að gerast bóndi Námið í bændadeildinni er mjög góður undirbúningur fyrir búskap, að mati Árnmars. Spurður hvort hann vilji taka við búskap af foreldrum sínum segir hann það vel koma til greina. Ég gæti alveg hugsað mér það en það er auðvitað ekki komið að neinu slíku ennþá. Svo gæti maður auðvitað hugsað sér að hefja búskap einhvers staðar annars staðar. Mig langaði til að auka við þekkingu mína á jarðrækt, á dýrum og almennum búskap. Hvort að ég fæ tækifæri til að nýta þá þekkingu einhvern tíma í praxís á bara eftir að koma í ljós. Auðvitað langar mig að gerast bóndi. Það er margt við það sem er skemmtilegt og spennandi. Þó að tekjurnar séu kannski ekki myljandi þá er maður sjálfs síns herra að miklu leyti og það kemur á móti. Svona 8 til 5 vinna freistar mín ekki mikið. Mælir með fjarnáminu Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt til að dvelja á Hvanneyri í lengri tíma og stunda þar nám er fjarnámsleiðin góð lausn, að mati Árnmars. Alveg tvímælalaust. Þetta nám virkar mjög vel, alla vega fyrir mig. Það er hægt að stjórna því nokkuð hversu mikið menn taka í einu og miða það við þann tíma sem fólk hefur. Mér hefur gengið vel að semja við skólann um allt sem þessu viðkemur, þar hafa allir verið mjög liðlegir. Ég hefði auðvitað verið til í að taka staðarnámið líka. Þar er mikið félagslíf og margt spennandi og skemmtilegt í gangi. Það myndast líka góðar tengingar milli fólks. Hins vegar hentar það bara ekki öllum, fólki sem er komið með fjölskyldu eða annað. Þess vegna er alveg frábært að eiga kost á þessari leið. Þarf að dunda eitthvað á kvöldin Árnmar á eftir tvo skylduáfanga í náminu næsta vetur og verknámið, sem hann klárar í haust. Ef allt fer eðlilega klárar hann því búfræðinámið næsta vor. Svo kemur bara í ljós hvað tekur við næst, það er spurning hvort maður ráðist bara á búvísindadeildina. Maður hefur allavega fengið vitlausari hugmynd heldur en það. Eftir sem áður verð ég að finna mér eitthvað til að dunda við eftir klukkan sjö á kvöldin á borpallinum. /fr DeLaval rekstrarvörur í héraði hjá þér FB Selfossi sími : FB Hvolsvelli sími : FB Egilsstöðum sími Fóðurblandan Korngörðum Reykjavík Sími Fax fodur@fodur.is Ferðaþjónustan Langavatni Aðaldal. Fjölbreytt notkun smáhýsa um allt land Hafnarbakki Flutningatækni hefur um árabil selt fjölda smáhýsa frá Contimade í Tékklandi. Hagkvæmar lausnir sem bjóða upp á margar stærðir og mismunandi útfærslur allt eftir ykkar óskum! Ferðaþjónustan Hlíð Mývatnssveit. Ferðaþjónustan Breiðavík. Geitey ferðaþjónusta Mývatnssveit. Starfsstöð Klafa ehf á Grundartanga. Eldhús fyrir ferðaþjónustu í Fljótdal. Snyrtiaðstaða við tjaldvæði á Akranesi. Smáhýsi fyrir veðurradar á Teigsbjargi. Sýningar- og fundaraðstaða við Hringhellu. Áhugasamir hafi samband í síma Gistihús að Hótel Hofi í Öræfum. maggi@12og3.is /06.12 Skrifstofur Rio Tinto í Straumsvík. Leirubakki ferðaþjónusta. Starfsmannaaðstaða Hótel Núpum. Fosshótel Skaftafell Freysnesi. Hringhella Hafnarfjörður Sími info@hafnarbakki.is hafnarbakki.is

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fjallkona á hálum ís Sauðkindin fær það óþvegið í nýrri kvikmynd Herdísar Þorvaldsdóttur MS Akureyri sækir mjólk á sérútbúnum tankbílum til framleiðenda en bílar fyrirtækisins fara rúmlega Vaðlaheiðargöng: Myndu spara MS verulega peninga MS Akureyri myndi spara á bilinu 9 til 12 milljónir króna árlega í eldsneytiskostnaði með tilkomu Vaðlaheiðarganga, en göngin myndu stytta leiðina frá Akureyri yfir í Fnjóskadal um 15,5 kílómetra. Mjólkurflutningabílar MS Akureyri fara að jafnaði um 30 ferðir í viku yfir Víkurskarð, sem yrði úr sögunni yrðu Vaðlaheiðargöng að veruleika. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri hjá MS Akureyri, segir að Mjólkursamsalan sé í hópi stærstu flutningaaðila í landinu, en öll mjólk sem fer til vinnslu hjá MS er sótt til framleiðenda hvarvetna á landinu. Til þess eru notaðar sérútbúnar bifreiðar, tankbílar. Þá dreifir fyrirtækið einnig öllum sínum vörum til viðskiptavina, auk þess að kaupa þjónustu frá verktökum. Við höfum náð ágætis árangri í rekstri bílaflotans þrátt fyrir þrengingar undanfarin ár, tækjakostur okkar hefur stækkað og verið aðlagaður að þeim verkefnum sem við sinnum, auk þess sem við höfum sameinað leiðir og gripið til fleiri ráðstafana til að ná fram hagræðingu, segir Sigurður Rúnar. Einn af tankbílum MS Akureyri valt vetur. Rúmlega 30 ferðir yfir Víkurskarð í viku Á fundi Samtaka atvinnurekenda á Akureyri sem haldinn var nýlega greindi Sigurður Rúnar frá sparnaði sem fyrirtækið gæti náð fram með tilkomu Vaðlaheiðarganga, en mjólkurbílar á vegum MS Akureyri fara rúmlega 30 ferðir á viku yfir Víkurskarðið. Sparnaður í eknum kílómetrum nemur allt að 30 þúsund kílómetrum á ári og í peningum talið getur hann numið allt að 12 milljónum króna á ári. Olíukostnaður er mikill, á Víkurskarði þarf að fara um brattar brekkur sem hefur í för með sér meiri brennslu á olíu og einnig meira slit á bílum en í venjulegum akstri, segir Sigurður Rúnar. Hann nefnir líka að oft verði tafir vegna veðurs og af þeim hljótist umtalsverður aukakostnaður sem og óþægindi, en krafa nútímans sé hraði og öryggi þjónustunnar. Þá fylgi aukin slysahætta ferðum um Víkurskarð, einkum að vetrarlagi. Sigurður Rúnar sagði reynsluna í kjölfar þverunar Gilsfjarðar, með styttingu upp á 17,3 kílómetra, vera þá að framkvæmdin hafi sannað gildi sitt. Auk þess sem styttingin sjálf hafi haft jákvæð áhrif, telji hann þau góðu áhrif sem hún hafi haft á byggðina hafa verið vanmetin í undirbúningsvinnunni. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona frumsýndi fyrir skömmu kvikmyndina Fjallkonan hrópar á vægð (enski titillinn er A Cry for Mercy). Í myndinni, sem er nær samfelld neikvæð gagnrýni á sauðfjárrækt í landinu, er fjallað um gróður- og jarðvegseyðingu og þátt sauðkindarinnar í að rýra landgæði um fjöll og firnindi. Boðskapur myndarinnar er að stöðva skuli tafarlaust alla lausagöngu búfjár. Það er vissulega hægt að dást að baráttuþreki Herdísar en eins og landsmenn vita hefur hún um áratugaskeið barist gegn lausagöngu búfjár og fyrir aukinni landvernd. Herdís hefur ýmislegt til síns máls og hægt er að taka undir sumt í málflutningi hennar. Leikstjórinn dregur að borðinu ýmsa málsmetandi menn sem tjá sig um viðfangsefnið. Þarna má m.a. sjá sérfræðinga Landgræðslunnar, hagfræðingana Þorvald Gylfason og Þórólf Matthíasson, forstjóra Náttúrufræðistofnunar, sérfræðinga frá Skógræktinni, bændur, sjónvarpsmenn og ráðherra tjá sig um beitarmál, ástand afrétta og síðast en ekki síst sauðfjárrækt í landinu. Herdís er í hlutverki sögumanns og spyrils sem gjarnan leitar að leiðum til þess að fá viðmælendurna til þess að staðfesta eigin skoðun. Úr þessu verður til kokteill sem búið er að frumsýna í kvikmyndahúsum og verður að öllum líkindum á dagskrá Ríkissjónvarpsins í septemberbyrjun þegar bændur búa sig undir göngur. Á kynningarveggspjaldi kvikmyndar Herdísar Þorvaldsdóttur er skeytt saman þremur ljósmyndum til þess að kalla fram neikvæð hughrif áhorfandans sauðkind með lambið sitt við uppþornað rofabarð í óbyggðum. Ljósmyndin er grafísk sviðsetning en tilgangurinn helgar meðalið. Myndin segir sannarlega meira en þúsund orð. Samsett mynd: Darri Úlfsson. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona berst fyrir banni á lausagöngu búfjár. Mynd / Árni Sæberg. Mynd segir meira en þúsund orð Kvikmyndin Fjallkonan hrópar á vægð er því marki brennd að geta kallast hreinræktuð áróðursmynd og öfgafull á köflum. Tæknilega er myndin vel gerð enda er fagfólk í hverju plássi í því tilliti er svekkjandi að sjá útkomuna. Í myndinni gera framleiðendur sér far um að ýkja hluti, halda öðrum til baka eða nefna alls ekki og veikja þannig trúverðugleika verksins. Herdís, sem hefur ritað tugi blaðagreina um ofbeit og lausagöngu búfjár í gegnum tíðina, minnist á það í inngangi að hugmyndin hafi kviknað vegna þess að mynd segi meira en þúsund orð. Til þess að fullnýta áhrifamátt myndmiðilsins er ýmsum brögðum beitt, sumum snjöllum en öðrum miður geðslegum. Hvaða tilgangi þjónar til dæmis að sýna fréttamyndskeiðið af haugakjötinu frá 1985 enn eina ferðina þegar 100 skrokkum af ómarkaðshæfu hrútakjöti var hent eða þá að sýna fjárflutningabíl hleypa fé út á hrjóstruga jörð? Af hverju eru engar myndir úr grösugum högum sem auðvelt er að finna um allt land? Þjónar sennilega ekki tilgangi kvikmyndagerðarinnar. Eitt gleggsta dæmið er þó kynningarveggspjaldið sem framleiðendur nota til þess að undirstrika boðskap myndarinnar. Þar er notuð mynd, eða öllu heldur þrjár myndir, þar sem sést ær með lambi við ljótt rofabarð og í baksýn er sandfjúk og auðn. Þarna hefur grafískur hönnuður klippt saman þrjár myndir í myndvinnsluforritinu Photoshop svo að úr verður ein mynd. Kindin var ekki á þessum stað þegar myndin var tekin og rofabarðið er ekki í sömu sýslu og sandfjúkið í bakgrunni! Aðspurður sagði hönnuðurinn Darri Úlfsson í samtali við undirritaðan að samsetta myndin væri huglæg túlkun á viðfangsefninu. Vart getur þetta listaverk verið málstað Herdísar til framdráttar. Sérvalin efnistök Um efnistökin er hægt að fjalla um í löngu máli. Í stuttu máli má segja að sauðkindinni sé kennt um flest það sem aflaga hefur farið og Nýtt fyrirkomulag við eyðingu skógarkerfils í Eyjafjarðarsveit: leitt til gróðureyðingar og landrofs. Lítillega er minnst á náttúruöflin, s.s. á eldgos eða veðurfar en varla er eytt orðum að ágangi hrossa, hreindýra, álfta eða gæsa og jafnvel ferðamanna. Beinlínis er gert lítið úr verkefninu Bændur græða landið og því ranglega haldið fram að uppgræðsla undir þeim merkjum sé einvörðungu á eigin landi bænda. Þá er athyglisvert að hlusta á Svein Runólfsson, forsvarsmann Landgræðslunnar, fara með æðruleysisbæn alkóhólistans þegar spurt er um hvers vegna stofnunin bannar ekki lausagöngu á viðkvæmum svæðum. Er það ekki svo að Landgræðslan fari með eftirlitshlutverk og geti gripið í taumana þegar svo ber undir? Landbúnaðarpólitíkin fléttast inn í handrit Herdísar og þar finnur hún ýmsar brotalamir. Markmiðið virðist helst að gera bændur tortryggilega fyrir að þiggja beingreiðslur, nokkuð sem þekkist í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Sveitarfélagið leggur til eitur en bændur úða Baráttan við skógarkerfil heldur áfram í sumar í Eyjafjarðarsveit, en fyrirkomulagið verður með öðrum hætti en áður. Fyrir skömmu var haldinn fundur með landeigendum um eyðingu á skógarkerfli þar sem fyrirkomulag þessa árs var kynnt. Það gengur út á að landeigendur bera nú sjálfir ábyrgð á því að úða á sinni landareign, en sveitarfélagið leggur til eitur. Einnig verður fjármunum varið í styrki sem greiddir verða í hlutfalli við útlagðan kostnað. Mikill skaðvaldur Með þeim fjármunum sem við höfðum til verksins í fyrra náðum við ekki að eitra í öllu sveitarfélaginu eins og árið áður. Því urðum við að fara nýjar leiðir nú og mikil áhersla er á að verja jaðarsvæðin þannig að kerfillinn leggi ekki undir sig ný lönd, segir Jónas Vigfússon sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Landeigendur eru farnir að gera sér grein fyrir hvað þessi planta er mikill skaðvaldur. Margir hafa verið duglegir við að berjast við kerfilinn fram að þessu og ég hef fulla trú á að aðrir taki vel við sér nú. Starfsmaður verður ráðinn til að hafa yfirumsjón með verkinu og hjá Beitarmál Tjörvi Bjarnason sviðsstjóri útgáfu- & kynningarsviðs Bændasamtök Íslands tjorvi@bondi.is Um 20% sauðfjár gengur í afréttum Í myndinni er klifað á að sauðfé eigi að girða af en ekki fólk. Bændur skuli bera ábyrgð á því að byggja ekki sinn búskap á landi annarra og hafa búfé sitt á eigin landi og innan girðinga. Um þetta eru vissulega uppi ýmis ágreiningsmál sem sauðfjárbændur, aðrir landeigendur, sérfræðingar og almenningur eru ekki á einu máli um. Það kemur hins vegar ekki skýrt fram í myndinni hvað stór hluti af sauðfé á Íslandi gengur laus á afréttum yfir sumartímann. Samkvæmt áætluðum tölum frá dr. Ólafi R. Dýrmundssyni, landsráðunaut í lífrænum búskap og landnýtingu, er talið að einungis 20% af sauðfé í landinu gangi á afréttum en 80% séu í heimalöndum bænda. Af þessum 20% er lítið hlutfall á gosbeltinu eða móbergssvæðunum sem Herdís fjallar mest um. Ekki er mikið rætt um þá fækkun sem orðið hefur á sauðfé síðustu áratugina. Þeir sem bera sig eftir því geta séð að árið 1977 voru 896 þúsund vetrarfóðraðar kindur í landinu en þær voru 486 þúsund á síðasta ári. Þetta er fækkun um 45% á rúmum þremur áratugum. Þess er að engu getið í myndinni að gróðurframvinda hefur verið jákvæð hér á landi síðustu áratugi en gervihnattamyndir og rannsóknir staðfesta það. Ástæðurnar eru m.a. loftslagsbreytingar, verndun svæða og léttara beitarálag búfjár. Ekki er mörgum orðum eytt í umræður um beitarskipulag, landbótaáætlanir og svokallaða gæðastýringu sem sauðfjárbændur vinna eftir og hefur það að markmiði að fara vel með beitilönd. Um 90% sauðfjárbænda eru með gæðavottun beitilanda frá Landgræðslu ríkisins upp á vasann. Sömu yfirvöld hafa staðið fyrir friðun beitilanda og bannað lausagöngu í góðri sátt við bændur. Þar má nefna dæmi um Landnám Ingólfs. Bændur þurfa ekki að kvíða umræðunni Þegar myndin Fjallkonan hrópar á vægð verður sýnd í Ríkissjónvarpi allra landsmanna má í kjölfarið búast við neikvæðri umræðu um störf sauðfjárbænda. Þá munu bændur þurfa að svara fyrir sig og koma skilaboðum á framfæri sem ekki er að finna í mynd Herdísar. Það er ekki fyrirkvíðanlegt. Bændur geta staðið beinir í baki og rakið fjölda atriða sem styrkja þeirra málstað og hrekja þann málflutning sem haldið er fram í kvikmynd leikkonunnar. Bændur hafa hag af því að fara vel með landið og það er leiðarstef langflestra landeigenda og bænda. Vafalaust má ýmislegt betur fara við að stjórna beitarmálum búfjár en það verkefni þarf að leysa með skynsemi og rökhyggju að leiðarljósi en ekki með áróðri þar sem heimildagildi er í hæsta máta vafasamt. Það er sama hvað er hrópað og ýkt sannleikurinn er sagna bestur. honum geta landeigendur nálgast eitur, en þeir sem vilja hefjast handa strax geta sett sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins varðandi afhendingu á eitri. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur beint þeim tilmælum til landeigenda að uppræta einnig plöntuna Bjarnarkló (tröllahvönn) en hún getur verið varasöm og breiðist hratt út. /MÞÞ

21 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta blað kemur út 28. júní

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Edda Kamilla Örnólfsdóttir ræktar rabarbara innarlega í Eyjafirði: Verður í boði fyrir íslenska neytendur sumarið 2015 Hugmyndin er sú að rækta rabarbara svo að íslenskir neytendur geti nálgast þessa vöru, segir Edda Kamilla Örnólfsdóttir en hún er nú að hefja rabarbararæktun í landi skammt ofan við Hólavatn í Eyjafjarðarsveit. Hún ræktar rabarbarann frá grunni, eða upp frá fræjum og er með tvö yrki, annað breskt en hitt þýskt og hefur til að byrja með tekið um hálfan hektara lands undir ræktunina. Um 50 til 60 tonn af rabarbara eru árlega flutt inn hingað til lands. Edda Kamilla segir að hugmyndin hafi fyrst vaknað sumarið 2008, en þá fór hún að huga að því að hefja ræktun af einhverju tagi. Foreldrar hennar bjuggu á árum áður í Hólakoti og þegar jörðin var seld héldu þau eftir parti úr henni, túni ofan vegar þar sem þau hafa m.a. verið með hross og einnig komið sér upp vistlegu afdrepi. Edda er búfræðingur frá Hólum og starfaði um skeið við tamningar og hestamennsku. Árið 2004 tók hún diplómu í stjórnun og starfsmannamálum við Háskólann í Reykjavík og lauk síðar B.Sc. -prófi í viðskiptafræði við sama skóla. Hún flutti norður á heimaslóðir sínar árið 2009 og hóf nám í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Nú stundar Edda meistaranám í viðskiptafræði við sama skóla og er að skrifa 90 eininga meistararitgerð um samkeppnishæfni sauðfjárbænda. Ef vel gengur er ekkert því til fyrirstöðu að stækka garðinn, segir Edda og bætir við að það sé frábært að eiga þess kost að komast í kyrrðina í sveitinni og vinna við ræktunarstörf. Þýsk og bresk yrki Það tekur plöntuna þrjú ár að verða fullþroskuð, frá því hún er sett niður og þar til hægt er að uppskera. Edda gerir ráð fyrir fyrstu uppskeru sumarið 2014 en stefnir á að bjóða upp á nýjan og ferskan eyfirskan rabarbara í verslunum sumarið Hún notar tvö mismunandi yrki, annað heitir Viktoría og er breskt og svipar til þess rabarbara sem Íslendingar eru vanir, hitt er þýskt og heitir Rosling og hefur hárauðan stilk. Að auki er hún með gamla, góða íslenska rabarbarann heima við hús, fékk hann úr garðinum hjá ömmu sinni. Lítill kostnaður og mest vinna við uppskeruna Ég er alveg heilluð af þessari plöntu og það var fyrst og fremst áhugi og forvitni sem rak mig út í Erfitt fyrir almenning að nálgast rabarbara Í fyrrahaust setti Edda svo niður fyrstu plöntunar en hún fékk styrk frá Atvinnumálum kvenna vorið 2011 til að gera viðskiptaáætlun um rabarbararæktunina. Þá fór ég að skoða þetta mál fyrir alvöru og sá að það eru töluverðir möguleikar fyrir hendi hvað þessa ræktun varðar, segir hún. Það hefur verið erfitt fyrir almenna neytendur að nálgast þessa vöru, hún er yfirleitt ekki til sölu á almennum markaði. Edda ætlar til að byrja með að rækta rabarbara á hálfum hektara lands og sjá til með framhaldið, en nægt og gott ræktarland er til staðar þannig að hægt er að auka við ef viðtökur verða góðar. þessa rabarbararæktun. Reyndar er það þannig að ræktunin krefst ekki mikils, plantan sér að mestu um sig sjálf og þrífst best í köldu loftslagi, MANITOU MLT H Nett fjölnotatæki Lyftigeta: kg Lyftihæð: mm 4-hjóladrifinn 4-hjólastýrður 75 hö, Kubota, Hlaðinn aukabúnaði td., loftkælt ökumannshús, skófla, gafflar, útvarp. STAÐGREIÐSLUVERÐ KR VSK Myndir / MÞÞ enda upprunnin í Síberíu. Þetta er harðger planta og nægusöm, segir Edda. Kostnaður við ræktunina er því lítill og mest vinna felst í uppskerustörfum þegar að þeim kemur. Hægt er að taka rabarbarann upp tvisvar á sumri og reiknað er með að uppskera af tveimur hekturum lands nemi á bilinu 10 til 15 tonnum eftir árferði. Landið sem Edda nýtir undir rabarbararæktunina er gömul afrétt og hefur aldrei verið borinn á það áburður. Sjálf notar hún einkum hrossaskít, bar vel á af honum á liðnu hausti og segir ekkert plast eða önnur aukaefni hafa komið við sögu. Ef frá er talið að garðurinn var tættur upp með aðstoð véla, er ræktunin og allt sem henni viðkemur lífrænt. Flytja inn 50 til 60 tonn árlega Þegar Edda fór að skoða möguleika á rabarbararæktun ofan í kjölinn á liðnum vetri komst hún að því að hingað til lands eru að jafnaði flutt inn á milli 50 og 60 tonn af rabarbara árlega. Stærsti innflytjandinn er Kjarnavörur, sem framleiðir sultur, en nægt íslenskt hráefni er ekki til staðar í umfangsmikla sultugerð. Mest er flutt inn frá Póllandi. Það hefur líka verið erfitt fyrir hinn almenna neytanda að nálgast rabarbara, fólk þarf að þekkja einhvern sem á hann úti í garði og rabarbari er ekki eins algengur í görðum núorðið og var í eina tíð, segir Edda. Hún nefnir einnig að fyrir hendi sé áhugi hjá forsvarsmönnum veitingastaða á að kaupa rabarbara, en dýrt sé fyrir þá að flytja afurðina inn. Endalausir möguleikar varðandi nýtingu Rabarbarasulta er líklega þekktasta afurðin, en Edda segir að hægt sé að nýta rabarbara á margvíslegan hátt, m.a. í saft, vín, bökur og eftirrétti svo dæmi séu tekin. Neðsti hlutinn á stilknum, sá hvíti, hefur verið soðinn niður og þannig nýttur sem - ábætisréttur. Rótin þykir að sögn Eddu meinholl, en víða í Asíu er hún þurrkuð og mulin og nýtt sem hægðalyf fyrir eldra fólk. Það er hægt að nýta alla jurtina, ekki bara stilkinn, möguleikarnir eru fjölmargir og um að gera að prófa sig áfram, segir hún. Blöðin eru til að mynda rík af oxalsýru og gamalt húsráð er að sjóða þau og nota soðið til að þrífa potta og pönnur. Oxalsýran er náttúrulegt eiturefni og Edda segir ef til vill hægt að nota það í görðum sem skordýraeitur til að halda óæskilegum pöddum í skefjum. Fyrst þurfi þó að skoða hversu dýrt sé að vinna sýruna úr blöðunum. Ég er bjartsýn á að viðtökurnar verði góðar og Íslendingar taki því fagnandi að geta keypt rabarbara úti í búð og nýtt hann í það sem hugurinn girnist, segir Edda. /MÞÞ

23 24 Yfirlit yfir viðburði sumarsins Unglistahátíðin 26 Grímsævintýri 27 Eldur í Húnaþingi í Grímsnesi Ferðalög og viðburðir sumarsins Grillvagn sauðfjárbænda á ferðinni um allt land í sumar Blaðauki 14. júní 2012 Grillvagn Landssambands sauðfjárbænda verður á ferðinni í sumar á fjölmörgum hátíðum víða um landið en þetta er þriðja árið sem hann er í notkun. Viðtökurnar hafa verið framar vonum en félagar hjá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna sjá um að fylgja vagninum eftir og matreiða á hverjum stað. Þessi vagn er prýði sauðfjárbænda, það er ekki spurning. Það er alltaf eitthvað í gangi allt árið og allt gert í sjálfboðavinnu af okkar hendi. Við höfum kynnst stjórnum sauðfjárbænda um allt land sem eru skemmtilegt og gott fólk. Það finnst öllum svo gaman að sjá tvo heilgrillaða skrokka og vagninn vekur jafnan athygli en við grillum einnig læri, kótilettur og sneiðar. Við auglýsum aldrei hvaðan kjötið kemur og tökum yfirleitt þaðan sem styst er að ná í það, við höfum tekið kjöt frá öllum söluaðilum, segir Kjartan Bragason, formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Grillvagninn verður á ferðinni um landið í sumar, á Kótilettunni á Selfossi, Reykhóladögum, Unglistahátíð á Hvammstanga og á Landbúnaðarsýningu Grillvagninn verður á eftirtöldum hátíðum í sumar: á Kótilettunni á Selfossi, Skógardeginum á Héraði, Humarhátíðinni á Hornafirði, Bæjarhátíð í Búðardal, Reykhóladögum, Unglistahátíð á Hvammstanga og á Landbúnaðarsýningu í Eyjafirði svo fátt eitt sé nefnt. /ehg sömum gestum áhugaverðar plöntur í skógarbotninum. Myndir / smh Viðburðarríkt sumar í Grasagarði Reykjavíkur Fræðslugöngur í júní Í Grasagarði Reykjavíkur er jafnan mikið líf yfir sumarmánuðina. Ekki eingöngu er náttúran iðandi af lífi á þessum árstíma, því mannfólkið hefur tilhneigingu til að vilja fara á stjá og fylgja henni vel eftir. Í Grasagarðinum er fólki gert auðvelt með ýmsum hætti að gefa náttúrunni þann gaum sem hún verðskuldar. Alla föstudaga í júní, klukkan 13:00, er Fræðsluganga um svæði garðsins með fræðslufulltrúanum Hildi Örnu Gunnarsdóttur. Dagur villtra blóma Af öðrum áhugaverðum viðburðum á vegum Grasagarðsins má nefna Dag villtra blóma 17. júní kl. 20. Gengið verður um ósnortna fjöruna á Laugarnestanga en þar er gróðurfar fjölbreytt. Plöntur verða greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Mæting á Laugarnestanga kl. 20. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Kristján Kristjánsson, fyrrverandi formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og Kjartan Bragason núverandi formaður grilla tvo heilléttreykta lambsskrokka fyrir utan Smáralindina. Viðburðir í Grasagarði Reykjavíkur í sumar: föstudagar í júní» Boðið upp á fræðslugöngur alla föstudaga í júní kl júní» Dagur villtra blóma kvöldganga um Laugarnesfjöru. 21. júní» Sumarsólstöðutónleikar í Café Flóru Ólöf Arnalds. 3. júlí» Jurtalitun og litunarjurtir. Guðrún Bjarnadóttir kynnir íslenska jurtalitunarhefð, jurtir og efni. 8. júlí» Íslenski safnadagurinn - leiðsögn um safndeild. 9. ágúst» Ljósmyndaganga um Laugardal. Leiðsögn um Laugardal með ljósmyndum. 12. ágúst» Opnun Ljósmyndasýningar franska fuglaljósmyndarans Christophe Pampoulie í Café Flóru. 25. ágúst» Uppskeruhátíð í nytjagarðnum. Ræktun og nýting mat-, krydd-, og lækningajurta kynnt. Nánari upplýsingar um viðburðina er að finna á vefnum Garðyrkju- og blómasýningin 2012 ARGH! 0612 Hveragerði júní

24 24 Ferðalög og viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 14. JÚNÍ 2012 Ýmsir viðburðir og hátíðir sumarsins á landsbyggðinni Reykjanes Sólseturshátíðin í Garði. Sjá bls. 27 Bæjarfélag Heiti hátíðar Hvenær Garður Listaverkefnið Ferskir vindar. 25.maí - 24.júní Garður Sólseturshátíð í Garði júní Grindavík Gönguhátíð ágúst Vogar Fjölskyldudagar í Vogum ágúst Reykjanesbær Vesturland Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar. 30. ágúst - 2. sept Víðavangshlaup. Árlegt hlaup Flateyri/Önundarfjörður haldið í Önundarfirði. Nokkrar vegalengdir í boði, 17. júní ætlað öllum aldursflokkum. Reykhólahreppur Gengið um sveit útivistarhelgi með göngum og hjóladegi. Skemmtilegar göngur undir leiðsögn. Á hverjum degi júní verða barnagöngur á morgnana fyrir yngstu kynslóðina. Fyrir frekari upplýsingar: info@reykholar.is. Bolungarvík Markaðshelgin í Bolungarvík júlí hefst venjulega með mislitum og háværum syngjandi skrúðgöngum úr hverfum bæjarins, sem júlí mætast og koma saman í brekkusöng við varðeld á föstudagskvöldinu. Þingeyri Dýrafjarðardagar. Hátíð með víkingablæ júlí Hólmavík Hamingjudagar júlí Reykhólahreppur Bátadagar. Skemmtilegir dagar þar sem trébátaeigendur hittast og sigla saman. Skemmtilegir dagar til að kynnast trébátum af öllum júlí gerðum og þá sérstaklega breiðfirska laginu. Frekari upplýsingar á Suðureyri Sæluhelgin. Hátíð fyrir alla fjölskylduna júlí Reykhólahreppur Bátadagar júlí Húnaþing vestra Bjartar nætur Fjöruhlaðborð á Vatnsnesi úrval kræsinga að hætti Vatnsnesinga, 23. júní bögglauppboð, fjöldasöngur, töfrandi umhverfi. Blönduós Smábæjarleikar í knattspyrnu júní Skagafjörður Miðnæturmót Arionbanka, spilað verður alla nóttina júlí Skagafjörður Íslandsmót í hestaíþróttum á Vindheimamelum júlí Blönduós Húnavaka. Bæjarhátíð á Blönduósi júlí Húnaþing vestra Eldur í Húnaþingi og Grettishátíð, tónleikar í Borgarvirki, víkingar á Laugarbakka, kraftakeppni júlí í anda Grettis sterka, böll og fjölskylduhátíð á Hvammstanga. Skagafjörður Skagafjarðarrall. 28. júlí Skagafjörður Króksmótið ágúst Skagaströnd Kantrýdagar á Skagaströnd ágúst Skagafjörður Tónlistarhátíðin Gæran ágúst Skagafjörður Hólahátíð ágúst Skagafjörður Laufskálarétt. 29. september Norðurland eystra Handverkshátíðin við Hrafnagils skóla. Í ár verður samhliða sett upp stór Landbúnaðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Sjá bls. 29. Ísafjörður, Bolungarvík, Dýrafjörður Hlaupahátíð í Ísafjarðarbæ. Óshlíðarhlaupið, Vesturgatan, skemmtiskokk og Svalvogahjólreiðar júlí Sveitamarkaðir verða í Reykholti í sumar. Akranes Norðurálsmótið júní Reykholt Sveitamarkaðir. 16. júní, 21. júlí og 25. ágúst Akranes Írskir dagar júlí Akranes Sveitakeppni GSI 1.deild kvenna verður haldin á júlí Garðavelli. Reykholt Reykholtshátið tónlistarhátíð. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi. Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem júlí haldin er í einstöku sögulegu umhverfi Reykholts síðustu vikuna í júlí ár hvert. Fólkvangurinn Einkunnir Dagur hinna villtu blóma. 17. júní Búðardalur Hestaþing. Nánar á júní Borgarbyggð Brákarhátíð. 23. júní Búðardalur Bæjarhátíð í Búðardal júlí Snæfellsbær Sandara- og Rifsaragleðin júlí Grundarfjörður Á góðri stund í Grundarfirði júlí Dalabyggð Ólafsdalshátíðí Ólafsdal. 12. ágúst Stykkishólmur Danskir dagar í Stykkishólmi ágúst Vestfirðir Ísafjarðarbær Gengið verður um sveit í Reykhólahreppi júní. Hér sést Kollabúðadalur, en þar verður langa gangan að hluta í ár. Sjá bls. 26 Þjóðhátíðar- samkoma. Hátíðarsamkoma á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. 17. júní Þingeyri/Dýrafjörður Reykhólahreppur Ísafjörður Önundarfjörður Hesteyri Flatey Ísafjörður Ísafjörður/Bolungarvík Sápurennibraut hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. Sjá bls.26 Félagsmót Storms. Gæðingakeppni, kappreiðar og hinn sívinsæli útreiðatúr. Reykhóladagar Árleg hátíð sem haldin er í Reykhólahreppi. Bæjarhátíð með skemmtilegum viðburðum alla helgina. Mýrarboltinn - Evrópumeistaramót í mýrarbolta Sandkastalakeppni. Kynslóðirnar koma saman með fötur, skóflur og góða skapið. Kjötsúpuferð. Árviss ferð, farið frá Ísafirði. Messudagur í Flatey sem tilheyrir Flateyjardögum. Messað er í kirkjunni í Flatey og tími gefst til að skoða sig um eftir messuna. Frekari upplýsingar fást hjá sóknarnefnd Flateyjarkirkju. Act alone. Leiklistarhátíð, einleikir Þríþrautarmót Vasa2000 / Heilsub. Bolungarv.: 700m sund, hjólaðir 17 km, 7 km hlaup júlí Júlí ágúst 4. ágúst 4. ágúst 4. ágúst ágúst 1. september Norðurland vestra Skagafjörður Jónsmessuhátíð á Hofsósi júní Húnaþing vestra Harmonikkuhátíð í Ásbyrgi á Laugarbakka júní Skagafjörður Landsbankamótið júní Skagafjörður Lummudagar. Hátíð sem haldin er í fjórða sinn. Skipulögð dagskrá er á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð júní Akueyri Listasumar sett á Akureyri. 9. júní - 2. september Akureyri Bíladagar júní Akureyri Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn. 17. júní Akureyri Flugdagar júní Siglufjörður Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins. 23. júní Akureyri Artic Open golfmótið júní Akureyri Gönguvika á Akureyri og í nágrenni júlí Hörgársveit Sæludagur í sveitinni. 4. júlí Akureyri N1 mót KA júlí Ólafsfjörður Blue North Music Festival í Ólafsfirði júlí Siglufjörður Þjóðlagahátíð á Siglufirði júlí Akureyri Pollamót Þórs júlí Akureyri Glerárdalshringurinn. 7. júlí Akureyri Sumartónleikar í Akureyrarkirkju (alla sunnudaga 8. júlí í júlí). Ólafsfjörður Nikulásarmót í Ólafsfirði júlí Hrísey Fjölskyldu- og skeljahátíð júlí Akureyri Hjóladagar júlí Siglufjörður Reitir á Siglufirði - Alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi júlí greina. Akureyri Miðaldadagar að Gásum júlí Húsavík Mærudagar á Húsavík júlí Fnjóskadalur Fjögurra skóga hlaupið. 28. júlí Akureyri Fjölskylduhátíðin Ein með öllu um verslunarmannahelgina ágúst Siglufjörður Síldarævintýrið á Siglufirði ágúst Akureyri Handverkshátíðin að Hrafnagili ágúst Siglufjörður Pæjumót á Siglufirði ágúst Dalvík Fiskidagurinn mikli - Fiskur, vinalegheit, fiskisúpukvöldið, öllum boðið. Allt frítt á hátíðarsvæðinu. 11. ágúst

25 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 14. JÚNÍ 2012 Ferðalög og viðburðir sumarsins 25 Grenivík Grenivíkurgleði ágúst Ólafsfjörður Berjadagar í Ólafsfirði ágúst Akureyri Akureyrarvaka, afmælishátíð bæjarins. 24. ágúst - 2. september Siglufjörður Ljóðahátíð á Siglufirði september Austurland Kópasker og Vopnafjörður Rímur og rokk júní Seyðisfjörður Seyðisfjörður Karlinn í tunglinu menningardagur barna. Listasmiðja fyrir börn, frítt inn. Jazz hátíð Egilsstaða á Austurlandi er haldin árlega á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Fjarðabyggð seinnipart júnímánaðar. Upplýsingar á júní júní Hornafjörður Humarhátíð Hornafirði júní Fljótsdalshérað Skógardagurinn mikli júní Fjarðabyggð Hernámsdagurinn. 1. júlí Fjarðabyggð Eistnaflug júlí Seyðisfjörður Seyðisfjörður Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan Atvinnutónlistarmenn koma fram á miðvikudagskvöldum í Seyðisfjarðarkirkju. Haldin árlega í júlí og ágúst. Sjá nánar á LungA- LungA er alþjóðleg, margverðlaunuð listahátíð sem samanstendur af listasmiðjum og fjölbreyttum viðburðum fyrir ungt fólk á aldrinum ára í eina viku um miðjan júlí ár hvert. Frekari upplýsingar er að finna á júlí ágúst júlí Fjarðabyggð Franskir dagar júlí Seyðisfjörður Á árlegri Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins er lögð áhersla á þjóðlegt hand- og listverk í bland við Norsk/ Íslenskan mat og tónlist frá 1800 til dagsins í dag. Frekari upplýsingar á júlí Fjarðabyggð Neistaflug ágúst Fljótsdalshérað Ormsteiti ágúst Seyðisfjörður Hverfahátíð, dans, leikir, grill og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Grannar og vinir hittast í þremur hverfum bæjarins. Grill og æfingar fyrir keppni kvöldsins á milli hverfa fer fram í hverfunum sem hvert um sig er skreytt með einkennislit. Brenna og hittingur í miðbænum. 18. ágúst Fljótsdalshérað Hrafnkelsdagurinn, söguleg skemmtun í Jökuldal. 4. ágúst Breiðdalsvík Breiðdalur brosir við þér ágúst Suðurland Sjá bls. 27. Sjá bls. 26. Vestmannaeyjar Pæjumót í fótbolta júní Árborg Hveragerði Eyrarbakki Selfoss Árborg 17. júní í Árborg 2012 Hin árlegi 17. júní er haldin hátíðlegur í Árborg. Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ. Hefur verið haldin árlega í Hveragerði síðan Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kringum Jónsmessuna ár hvert. Fjölbreytt dagskrá í gangi, varðeldur, söngur og fl. Nánari upplýsingar á www. eyrarbakki.is. Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands verður nú haldið í níunda sinn á Gesthúsasvæðinu, Selfossi. Bílasýning á laugardeginum 23. júní (ókeypis inn á svæðið), bílaleikir og fl. á sunnudeginum. Allir velkomnir að mæta með sína eldri bíla/tæki og taka þátt í skemmtilegu móti. Nánar á Sumarmót hvítasunnumanna Glæsileg kristileg fjölskyldudagskrá fyrir alla aldurshópa. 17. júní júní 23. júní júní 29. júni- 1. júlí Grímsnes Brú til borgar. 30. júní - 1. júlí Hella Besta útihátíðin júlí Hvolsvöllur Hvolsvöllur Tour de Hvolsvöllur er hjólreiðakeppni og fjölskylduvæn hjólreiðahátíð sem haldin er árlega í Rangárþingi eystra. Upplýsingar um hátíðina er að finna á vef sveitarfélagsins Hvolsvöllur.is er götugrillhátíð sem haldin er árlega á Hvolsvelli. Margir þekkja hin hefðbundnu götugrill sem haldin eru víða en á þessari hátíð er haldið eitt alls herjar götugrill í miðbæ bæjarins. Gestir koma sjálfir með mat á grillið og njóta þess að skemmta sér og öðrum. Upplýsingar um hátíðina er að finna inn á 7. júlí 7. júlí Vestmannaeyjar Goslokahátíð júlí Árborg Stokkseyri Safnadagurinn Íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur í sveitarfélaginu. Nánari dagskrá á Bryggjuhátíðin á Stokkseyri Bryggjuhátíðin brú til brottfluttra" er haldin á Stokkseyri. Varðeldur og bryggjusöngur ásamt fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. Nánari upplýsingar um hátíðina eru á og www. stokkseyri.is. 8.júlí júlí Skógar Jazz undir fjöllum júlí Vestmannaeyjar Peyja Shellmót í fótbolta. 27. júlí - 1. ágúst Vestmannaeyjar Þjóðhátíð ágúst Selfoss Stokkseyri Selfoss Selfoss Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. 15. Unglingalandsmót UMFÍ verðu haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Fjölbreytt afþreyingardagskrá fyrir alla fjölskylduna samhliða skemmtilegri keppni. Fjölskyldudagar á Stokkseyri Færeyskir fjölskyldudagar verða haldnir á Stokkseyri um verslunarmannahelgina. Fjölmargir listamenn munu skemmta svo öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar eru á www. stokkseyri.org og www. arborg.is. Meistaradeild Olís á Selfossi Knattspyrnudeild Selfoss heldur knattspyrnumótið Meistaradeild Olís í áttunda skipti í sumar á nýju glæsilegu vallarsvæði. Mótið fer fram á Selfossi og er ætlað fyrir stráka í 5. flokki. www. olismot.is. Sumar á Selfossi og bíladelludagur. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðanna verða á ágúst ágúst ágúst 11. ágúst Hveragerði Eyrarbakki Menningar- og fjölskylduhátíðin Blómstrandi dagar er árlegur viðburður og á fastan sess í bæjarlífinu. Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi einkennir hátíðina sem hefur orðið viðameiri með hverju árinu. Aldamótahátíð á Eyrarbakka Hestar, kindur, geitur og hænur, menn, konur og börn bjóða ykkur velkomin á hina árlegu þorpshátíð sem haldin verður á Eyrarbakka. Íbúar og gestir klæða sig upp á í anda aldamótanna Allar nánari upplýsingar um hátíðina verða á is og á ágúst ágúst Biskupstungur Tvær úr Tungunum ágúst Kjötsúpuhátíðin Selfoss Flúðir Kjötsúpuhátíðin í Rangárþingi eystra er haldin fyrstu helgina í september. Upplýsingar um hátíðina er að finna inn á vef sveitarfélagsins Brúarhlaupið á Selfossi Brúarhlaupið verður haldið laugardaginn 1. september. Frjálsíþróttadeild Umf Selfoss heldur hlaupið og er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar á og Uppskeruhátíð á Flúðum. 31. ágúst - 2. sept 1. september september Rímur og rokk á Vopnafirði og Kópaskeri Í samstarfi Kaupangs og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga Dagana júní kraumar suðupottur á Vopnafirði, þar sem forn kveðskaparhefð og unglingar af norðausturhorni landsins eiga stefnumót. Hugmyndasmiður verkefnisins Sigríður Dóra Sverrisdóttir hefur nú kallað til leiks Steindór Andersen kvæðamann, Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og Baldvin Eyjólfsson tónlistarkennara sem munu vinna með hóp unglinga frá Vopnafirði og Kópaskeri í listasmiðju. Þar fær unga fólkið tækifæri til að tileinka sér rímur og vinna með þær á ýmsan hátt. Kveðskapur á sér sterkar rætur á Vopnafirði og í Þingeyjarsýslum. Helgi Kristjánsson frá Leirhöfn á Melrakkasléttu safnaði rímum sem nú eru varðveittar á Snartarstöðum í Norðurþingi. Rímurnar batt hann sjálfur inn í bækur og eru þær hluti af bókasafni Helga sem varðveitt er á Byggðasafni N-Þingeyinga á Snartarstöðum við Kópasker. Hluti þeirra rímna verður nýttur á námskeiðinu. Nýverið veitti Seðlabanki Íslands veglegan styrk úr menningarsjóði í nafni Jóhannesar Nordal, til að hægt væri að skrá rímnasafn Helga og gera það aðgengilegt. Verkefnið er samstarf Kaupvangs á Vopnafirði og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Afrakstur vinnusmiðjunnar verður fluttur á tveimur stöðum laugardaginn 16. júní. Annars vegar í Miklagarði í Vopnafirði klukkan 15:00 og hinsvegar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri klukkan 20:30. Fjölmargir aðilar hafa styrkt þetta spennandi verkefni, m.a. Menningarráð Austurlands og Menningarráð Eyþings.

26 26 Ferðalög og viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 14. JÚNÍ 2012 Unglistarhátíðin Eldur í Húnaþingi Tónleikar í Borgarvirki Hópurinn sem fór Laugardagsgönguna í fyrra. Gengið um sveit í Reykhólahreppi Skemmtileg útivist með leiðsögn Gengið um sveit er heiti á útivistarhelgi sem verður nú annað árið í röð í Reykhólahreppi. Harpa Eiríksdóttir, ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, stofnaði til þessarar gönguhelgi fljótlega eftir að hún tók við starfi sínu. Mér fannst það vanta að geta boðið fólki upp á að skoða sveitina gangandi með leiðsögn, segir hún. Það er skemmtilegt að fá að hvetja til útivistar og bjóða um leið uppá eitthvað sem stuðlar að fjölbreytni í afþreyingu á svæðinu. Hún fékk bróður sinn, Gauta Eiríksson leiðsögumann, með sér í lið sem og þá Svein Ragnarsson Sólheimar í sumar: Fræðslufundir í Sesseljuhúsi Fræðslufundir verða haldnir á laugardögum í Sesseljuhúsi á Sólheimum þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Fundirnir hefjast kl 15:00 og er aðgangur ókeypis. 16. júní - Að upplifa og njóta náttúrunnar - Helena Óladóttir umhverfisfræðingur og kennari veitir fólki innsýn í útinám og náttúruleiki í gönguferð með útikennsluívafi. 17. júní - Dagur hinna villtu blóma - Valgeir Bjarnason fer í fræðslugöngu um villt blóm í landi Sólheima í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma. 23. júní Skátadagur Jón Ingvar Bragason formaður dagskrárráðs BÍS stýrir skátaskemmtun og -leikjum. 30. júní - Álfar og huldufólk - Erla Stefánsdóttir sjáandi fræðir gesti um álfaheima og orku í íslenskri náttúru. 7. júlí - Afmæli Sesseljuhúss í tilefni af 10 ára afmæli hússins. Fyrirlestrar, skemmtun og veitingar. 14. júlí - Vistvænn lífstíll - Bryndís Þórisdóttir kennari fjallar á lifandi hátt um hvaða leiðir er hægt að fara til þess að velja vistvænan lífstíl. Hvaða máli skipta hinar litlu ákvarðanir hins daglegs lífs? Er hægt og Þröst Reynisson sem báðir eru staðkunnugir leiðsögumenn. Harpa segir að Gengið um sveit hafi heppnast vel í fyrra og því hafi verið ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Því miður er Þröstur Reynisson upptekinn að þessu sinni en bæði Sveinn og Gauti verða með leiðsögn. Sú nýbreytni verður í ár að á föstudeginum verður í boði að hitta hestana" og verður þá teymt undir þeim krökkum sem það vilja. Síðan verður ratleikur um Reykhóla. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vefnum Merki Dags hinna villtu blóma. að njóta lífsins um leið og við stígum létt til jarðar? 21. júlí - Jurtalitun Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um sögu og aðferðir jurtalitunar á Íslandi og fer í stutta göngu í leit að litunarjurtum. 28. júlí - Ljósmyndaganga - Pétur Thomsen ljósmyndari kennir náttúru og umhverfisljósmyndun. 4. ágúst Heilsugarðar - Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitekt, fræðir gesti um heilsugarða. Farið verður í gönguferð að nýjum líflegum matjurta- og heilsugarði Sólheima. 11. ágúst Lífræni dagurinn Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur, heldur fyrirlestur um lífræna og lífeflda ræktun í tilefni af lífræna deginum. 18. ágúst - Sveppatínsla - Michele Rebora sveppaáhugamaður fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra matsveppa. Unglistarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin dagana júlí. Hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan árið Nánast öll vinna við undirbúning hátíðarinnar er unnin í sjálfboðavinnu af íbúum í héraðinu. Margt fólk úr ólíkum áttum hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar ár hvert og hafa margar skemmtilegar og frumlegar hugmyndir litið dagsins ljós. Samt sem áður hefur ákveðin hefð skapast í kringum hátíðina og eru þar ákveðnir viðburðir sem skipað hafa sér fastan sess. Hátíðin er sett á miðvikudagskvöldinu þar sem unglistareldurinn er tendraður ásamt því að á dagskrá er fjöldinn allur af fjölbreyttum skemmtiatriðum, skemmtileg stemning og kjötsúpa í boði fyrir gesti og gangandi. Einn helsti atburður hátíðarinnar er tónleikar í Borgarvirki á föstudagskvöldinu. Borgarvirki er ein af fallegustu náttúruperlum í Húnaþingi vestra og hafa tónlistarmenn eins og Ragga Gísla, Steini (úr Hjálmum), KK, Egill Ólafsson og Hörður Torfa komið þar fram undir berum himni. Að þessu sinni mun hin efnilega hljómsveit Ylja koma fram en Ásgeir Trausti, ein bjartasta von Vestur-Húnvetninga mun hita upp fyrir þau. Eftir þá tónleika verða tónleikar í félagsheimilinu á Hvammstanga með stórhljómsveitinni Jet Black Joe. Melló Músíka er einnig fastur liður á hátíðinni þar sem tónlistarmenn úr sýslunni spila lög eftir sig og aðra. Markmiðið er að eiga saman ljúfa kvöldstund og hlusta á góða tónlist. Eftir flutning heimamanna tekur hljómsveit við og spilar fram á nótt. Þetta árið mun hljómsveitin The Lovely Lion með heimamenn innanborðs hita upp fyrir þríeykið Úlfur Úlfur. Fjölskyldudagur á laugardeginum Fjölskyldudagurinn er haldinn hátíðlegur á laugardeginum og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar má meðal annars finna hoppikastala, sápufótboltakeppni, fyrirtækjakeppni, tónlistaratriði og margt fleira. Veitingar verða á staðnum. Á fjölskyldudeginum hefur alltaf skapast skemmtileg stemning og hefur veðrið ekki skemmt fyrir undanfarin ár. Að kvöldi laugardags eru svo haldin tvö böll í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Fyrra ballið er barna- og unglingaball og seinna ballið er svo fyrir 16 ára og eldri. Hingað til hafa hljómsveitir á borð við Bermúda, Í svörtum fötum, Sniglabandið og Skítamórall leikið fyrir dansi. Buff mun sjá um að halda uppi stuðinu í ár. Ofaná þessa föstu liði, er margt fleira skemmtilegt í boði á meðan á hátíðinni stendur. Þar má nefna Sirkusskóla fyrir börn á aldrinum 4-12 ára, úti-yoga, förðunarnámskeið, listasýningar, Útvarp Unglist, tónleika fyrir unglinga í félagsmiðstöðinni, tónleika í kirkjunni, heimsmeistaramót í Kleppara, íþróttamót og annað sprell. Brú til borgar í Grímsnesi Margvísleg íslensk menning Menningarhátíðin Brú til borgar verður haldin í fimmta sinn að Borg í Grímsnesi í sumar. Það er félagskapurinn Hollvinir Grímsness (HG) sem hafa staðið að hátíðunum árlega frá fyrsta starfsári félagsins árið 2008, en yfirskrift allra viðburða HG er Íslensk menning. Hátiðin verður að þessu sinni haldin dagana 30. júní og 1. júlí nk. og verður sú stærsta hingað til, en 15 fyrirlesarar, einsöngvari og kór munu koma fram á þessari hátíð. Leiðsögn sýlsumanns Að laugardeginum 30. júní verður farin hópferð undir stjórn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns þar sem könnuð verður saga nokkurra stórbýla í umdæmi Gríms landnámsmanns. Mun sú ferð taka a.m.k. fjóra tíma þó vegalengdir séu ekki miklar. Í ferðinni mun Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur segja frá merkum fornminjum sem þarna er að finna og fáir vita af. Þá segir Þorvaldur Friðriksson fréttamaður frá skrímslum í ám og vötnum í Grímsnesinu. Á sunnudeginum hefst síðan dagskrá kl. 12:30 í kirkjugarðinum í Klausturhólum en með því að hefja hana á þessum stað er ýmislegt unnið, að sögn Guðmundar Guðmundssonar hjá HG. Til dæmis verður hægt að kynna sér endurbætur sem hafa verið unnar á kirkjugarðinum, en áttatíu ár eru liðin frá því að hann var aflagður. Af þessu tilefni munu tveir skildir verða afhjúpaðir. Svo mun nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti, hr. Kristján Valur Ingólfsson, vera með stutta helgistund. Einnig mun viðstöddum verða afhent svolítið kver, sem Jón Þ. Þór hefur tekið saman um sögu Klausturhóla frá landnámi til ársins 1932, þegar kirkjan var aflögð og kirkjustarf fluttist til Stóru-Borgar. Að loknu kaffihléi í Gömlu-Borg verði dagskránni framhaldið kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg. Þá mun frú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flytja setningarræðuna. Frá dráttarvélasýningunni á síðasta ári. Farmallinn var sóttur sýsluna á enda fyrir sýninguna. Bogi Melsted frá Klausturhólum Jón Þ. Þór sagnfræðingur flytur að því búnu samantekt sína um Boga Melsted, sagnfræðing og fræðimann, en hann var fæddur í Klausturhólum og starfaði alla tíð í Kaupmannahöfn. Hann var ókvæntur og barnlaus Bogi var svo jarðsettur í Klausturhólum. Guðrún Ása Grímsdóttir prófessor frá Apavatni mun næst segja frá landhnámsmönnum í Grímsnesi og svo kemur Birna Lárusdóttir í pontu og segir frá þriggja sumra vinnu sinni að fornleifarannsóknum í Grímsnesi. Síðastur mun Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fréttamaður, segja frá áhrifum Kelta á örnefni og bæjarnöfn í Grímsnesi. Milli erindanna mun Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari syngja þekkt lög ásamt tvöföldum kvartetti, við undirleik Jóns Bjarnsonar organista. Við val á lögunum var söngur Kjartans Pálssonar, alþýðutenórs, fjallkóngs og bónda í Vaðnesi, hafður í huga. Að sögn Guðmundar vilja HG leggja sitt að mörkum með þessum hátíðum til að kynna menningararf sveitarinnar fyrir yngri kynslóðum, nýjum íbúum, eigendum og dvalargestum frístundahúsa í sveitarfélaginu. Segir hann suma eigendanna, sem eiga lögheimili sitt í þéttbýlinu, telja sig vera orðna Grímsnesinga eftir áratuga dvöl þar í öllum frístundum sínum. Segir hann að með hverju árinu fjölgi óskum meðal þeirra að fá að vita meira um sögu jarðanna, uppruna mannvistaleifa á lóðum þeirra auk þess sem sótt er mjög eftir frásögnum af huldufólki og dulrænum fyrirbærum.

27 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS Landbúnaðardekk Maí 2012.pdf :01:44 Ferðalög og viðburðir sumarsins JÚNÍ 2012 Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi í ágúst Grímsævintýri verða á Borg í Grímsnesi laugardaginn 11. ágúst, en þetta er einn stærsti viðburður ársins í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjölbreytt dagskrá er í boði og aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Vegleg dagskrá Dagskrá Grímsævintýra er vegleg að vanda. Sönghópurinn Blár Ópal, Möguleikhúsið verður með sýninguna Langafi prakkari, Jón Víðis töframaður leikur listir sínar, spámiðill gægist inn í framtíðina og að sjálfsögðu verður hoppkastali og önnur leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Björgunarsveitin Tintron verður á staðnum með sín tæki og tól og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Glæsilegur markaður verður í íþróttahúsinu á Borg og þar má m.a. skoða og kaupa fallegt handverk, lífrænt ræktað grænmeti, harðfisk, sultu, bakkelsi, bækur o.fl. við ljúfa harmonikkutónlist. Tombóla Rúsínan í pylsuendanum er árleg og víðfræg tombóla kvenfélagskvenna DEKK Dráttarvéladekk - Radial sem öðlast hefur sinn sess, enda er þar engin núll að finna og margt góðra vinninga. Kvenfélagið var stofnað 1919 og tombólan hefur frá upphafi verið helsta fjáröflun félagsins og ágóðinn af tombólunni rennur til menningar- og líknarmála. Handverksfólki, framleiðendum og þjónustuaðilum sem áhuga hafa á að vera með sölu- eða kynningarbás á markaðnum er bent á að hafa samband fyrir 31. júlí n.k. við Sirrý í síma , Friðsemd í síma og einnig má senda póst á netfangið kvenfel@gmail.com. 320/70 R /85 R /70 R /70 R /65 R /65 R /85 R /85 R /70 R /85 R /65 R /65 R /65 R /65 R /85 R /70 R /85 R /85 R /70 R /70 R /70 R /65 R 38 Dráttarvéladekk - Nylon Laugardagur um Verslunar mannahelgi er merkilegur dagur á Aðalbóli, en þá er hinn árlegi Hrafnkelsdagur haldinn hátíðlegur til heiðurs Hrafnkeli Freysgoða. Félag áhugamanna um Hrafnkelssögu og sögutengda ferðaþjónusta á Héraði, eða Hrafnkelssögufélagið eins og það er yfirleitt kallað, var stofnað formlega í desember árið 2005 til að efla menningarlíf á Fljótsdalshéraði og kynna betur söguarf svæðisins. Hrafnkelssaga varð eitt af meginviðfangsefnum félagsins strax í upphafi vegna þess hvenær sagan var rituð, hve ítarlegar lýsingar á sögusviðinu eru í henni og þó að sögusviðið nái yfir stórt svæði, þá er hægt að skoða það að mestu leyti akandi eða gangandi. Stærsti hluti vinnunnar í fyrstu fólst í því að koma fyrir upplýsingaskiltum á sjö stöðum og halda svokallaðan Hrafnkelsdag. Ferðin um sögusviðið hefst kl.13 á Egilsstöðum og tekur um þrjár klukkustundir. Á leiðinni er stoppað og sagt frá ýmsum stöðum sem nefndir eru í sögunni, auk annarra viðeigandi upplýsinga og stundum kveðskapar. Ekið er inn Vellina að Hengifossi. Þar er horft yfir í Hrafnkelsstaði áður en haldið er yfir heiðina, svo og ofan í Hrafnkelsdalinn að Aðalbóli. Áhugasamir geta farið úr rútunni fyrir ofan og gengið seinasta spölinn að Aðalbóli, en það er um 30 mín ganga. Þeir sem fara ekki í rútuferðina geta ekið sjálfir í Hrafnkelsdal og tekið þátt í dagskránni þar. Þegar komið er að bænum er boðið upp á ýmis konar skemmtanir. Oft er 49,900 46,900 59,900 67,900 70,900 69,000 58,900 77,900 99,900 99, , , ,000 Verð frá m/vsk Stærð Vagnadekk 19,900 14,900 12,900 18,900 20,900 21,900 29,000 49,900 56,900 16,900 21,900 Verð frá m/vsk Stærð M / / / / / / / / / / / Y CM MY CY CMY K byrjað á leikþætti um Hrafnkelssögu sem bæði yngri og eldri áhorfendum þykir skemmtilegur. Síðan eru leikir, æfingar í vopnanotkun, smiðjur, handavinna eða slíkt svo að gestir kynnist ýmsum þáttum úr lífi manna á tímum Hrafnkels Freysgoða. Næst snæða menn Faxasteik (grillað hrossakjöt og meðlæti að hætti Ferðaþjónustu Sáms Sámsbars) og svo er endað á kvöldvöku með varðeldi, kveðskap, rímnasöng, fróðleik um víkingatengd efni eða dansi. Að lokum stíga gestir aftur upp í rútuna eða bílinn sinn og halda af stað heim sælir á svip. Leikþáttur um Hrafnkel Freysgoða Í ár fer Hrafnkelsdagurinn fram með svipuðu sniði og undanfarið og mun Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýna leikþáttinn um Hrafnkel Freysgoða undir stjórn Sigurlaugar Gunnarsdóttur, sem er einnig handritshöfundur þáttarins. Landsvirkjun og Menningarráð Austurlands styrkja búninga- og leikþáttagerð að þessu sinni. Hvers konar maður var Hrafnkell og hvar hafði hann verið búsettur? Hvernig var Eyvindur veginn og hvar? Hvernig var klæðnaður Íslendinga á tímum Hrafnkels? Hvernig lifði og lék fólkið þá? Hvað með bardagatækni og vopn? Þetta eru þær spurningar sem leitast verður við að svara á degi sem helgaður er Hrafnkeli Freysgoða. Sólseturshátíðin í Garði Sólseturshátíðin í Garði dagana júní er sannarlega hátíð fjölskyldunnar. Hátíðarhöldin fara fram á Garðskaga en þar er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar. Sólsetrið á Garðskaga er einstök sjón og tímasetning hátíðarinnar er vel við hæfi þar sem Sumarsólstöður eru nýafstaðnar og sólsetrið gyllir hafið á meðan Garðbúar og gestir þeirra syngja og gleðjast við varðeldinn. Verð frá m/vsk Dráttavéla framdekk C 82, , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,900 Stærð Hrafnkelsdagur á Aðalbóli í Hrafnkelsdal: Til heiðurs Hrafnkeli Freysgoða Verð frá m/vsk Stærð Smádekk - Grasmunstur Stærð Verð frá m/vsk 13x x x x x x x x x x x x x x x Fínmunstruð dekk Stærð Austurland / SÍMI Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst. Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli 12,900 16,500 12,900 23,900 26,900 11,900 34,900 17,900 23,900 12,900 33,900 17,900 18,500 35,900 17,900 Útsölustaðir Höfuðborgarsvæðið Norðurland Vesturland/Vestfirðir Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík Verð frá m/vsk Stærð Útsölustaðir Útsölustaðir N1 Akranesi Bílabær Borgarnesi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi KM. Þjónustan Búardal G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb. KB Bílaverkstæði Grundarfirði Dekk og smur Stykkishólmi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri 2,400 3,400 4,500 3,700 6,500 4,700 3,200 8,900 10, x x x x /80 R /55 R /80 R /70 R /80 R /60 R /80 R /80 R /50 R /80 R 14 C Verð geta breyst án fyrirvara 5,900 9,400 8,900 8,500 15,900 15,900 17,900 13,500 18,500 19,900 23,900 32,900 21,700 39,900 48,900 Verð frá m/vsk x / x x Tjaldvagna og fellihýsa dekk 28,500 23,900 29,900 45,900 51,900 63,900 52,500 73,500 99, , , , N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu N1 Bíldshöfða Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði Meira í leiðinni

28 28 Ferðalög og viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 14. JÚNÍ 2012 Ferðaþjónusta bænda, Beint frá býli og Opinn landbúnaður: Opið hús hjá ferðaþjónustubændum Það var sannarlega líf og fjör hjá stórum hluta ferðaþjónustubænda um allt land á opnu húsi sem efnt var til í boði Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og Opins landbúnaðar síðastliðinn sunnudag. Fólk streymdi í sveitina til að fá sér kaffisopa, skoða gistiaðstöðuna, spjalla við bændur og til að upplifa einstaka stemningu. Mikið var um að vera og á ákveðnum bæjum var til dæmis hægt að fylgjast með mjöltum, skoða fjárhúsin, taka þátt í heimatilbúinni sælgætisgerð, fara á hestbak og gæða sér á heimabakstri. Undir hatti Beint frá býli seldu bændur búvörur þar sem fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Þar mátti sjá ferskar, íslenskar matvörur úr villtri náttúru landsins, lambakjöt, grænmeti, egg, hverabrauð, rjómaís, handverk og miklu fleira sem fáanlegt er beint frá býli og einnig heimsent. Ellefu býli tóku þátt í þessu átaki Beint frá býli. Í Árbæ í Hornafirði er m.a. boðið upp á heimagerðan mjólkurís. Í Vallanesi, í um 15 km fjarlægð frá Egilsstöðum, er m.a. ræktað lífrænt grænmeti, kartöflur og korn. Framleiðsla þaðan er undir vörumerkinu Móðir jörð. Í Möðrudal á Fjöllum eru 300 fjár og 30 geitur á vetrarfóðrum. Fyrir slátrun fara lömbin beint af úthaga í sláturhús. Öllum búfénaði er slátrað á Vopnafirði, eru skrokkarnir teknir heim og vara neytenda fullunnin í vottaðri kjötvinnslu og reykhúsi. Á fjölskyldubúinu Bjarteyjarsandi er stunduð sauðfjárrækt, ferðaþjónusta og ýmislegt annað. Ferðaþjónustan er grundvölluð á matvælaframleiðslunni og gestum er boðið í heimsókn í fjárhúsin. Á Bjarteyjarsandi hefur um árabil verið rekið Gallerý Álfhóll og þar er að finna fjölbreyttan varning framleiddan af heimafólki og hagleiksfólki í nágrenni við bæinn. Á Háafelli í uppsveitum Borgarfjarðar var boðið upp á rósagarð og barnvæna aðstöðu. Einnig var hægt að panta kaffi, pönnukökur og vöfflur úr geitamjólk sem borið var fram utan dyra. Þar var boðið upp á sérstæðan geitamjólkurís en í mjög takmörkuðu magni.vörur sem í boði eru í Rósagarði, ýmist sendar eða sóttar, eru kiðlingakjöt, geitakjöt, egg, handverk úr geitaskinni, sápur, geitagærur og geitamjólkurís. Erpsstaðir í Dölum eru alhliða ferðaþjónustubýli þar sem lögð er áhersla á menningartengda ferðaþjónustu, s.s. að kynna landbúnað fyrir ferðamönnum og heimavinnslu á rjómaís, skyri og ostum. Litli-Dunhagi er í Hörgárdal, aðeins um 10 km norðan Akureyrar. Í Litla-Dunhaga er stundaður kúabúskapur og mjólkurframleiðsla. Eru allir kálfar sem fæðast lifandi settir á. Nautin eru alin til tveggja ára aldurs en kvígurnar aldar til að verða mjólkurkýr. Af þessum nautgripum kemur einnig kjötið sem selt er frá býlinu. Þar eru landnámshænur sem gefa eggin sem seld eru á bænum. Í Skjaldarvík í Hörgárbyggð er rekið gistiheimili allt árið, einnig er hestaleiga opin 15. maí-15. september ár hvert. Morgunverður er allt árið og á sumrin er boðið upp á tveggja rétta kvöldverð öll kvöld, Bjarteyjarsandur tók nýverið við grísum sem ætlunin er að ala vistvænt í sumar. Grísir eru forvitnilegir fyrir mannfólkið, ekki síst unga fólkið. Þeir komu rúmlega tveggja mánaða á Bjarteyjarsand, en þeim verður slátrað í haust. Þá verður þar boðið upp á egg og beikon beint frá býli. Mynd / smh en nauðsynlegt er að panta í mat. Verslun með ýmiskonar handverki og matarminjagripum er opin allt árið. Á Garði í Eyjafjarðarsveit er rekið mjólkurbú með 100 mjólkandi kúm og 200 nautgripum. Samhliða mjólkurframleiðslunni er rekin verktakaþjónusta sem sérhæfir sig í þjónustu við bændur við öll bústörf. Nautakjötið frá Garði er selt undir vörumerkinu nautakjot.is. Gripum er slátrað á viðurkenndu sláturhúsi á Akureyri, þeir síðan fluttir heim að Garði og úrbeinaðir af faglærðum kjötiðnaðarmanni í kjötvinnslu sem staðsett er þar. Kjötinu er svo pakkað í neytendaumbúðir. Í Holtseli í Eyjafjarðarsveit fer fram framleiðsla á rjómaís og voru ábúendur í Holtseli fyrstir íslenskra bænda til að framleiða mjólkur- og rjómaís úr eigin mjólk. Þá er einnig framleiddur rjómaís fyrir sykursjúka og ávaxtaís eða sorbet t.d. fyrir þá sem eru með mjólkur- og eða eggjaóþol. Þar er einnig rekin verslun sem selur ýmsar vörur frá Beint frá Býli -framleiðendum. Á Síreksstöðum í Vopnafirði er búskapur með sauðfé, nautgripi, hænur og endur. Einnig er ferðaþjónusta á býlinu. Leigð eru út sumarhús og sjö herbergja gistihús sem tekið var í notkun sumarið Opinn landbúnaður Opinn landbúnaður var með upplifun fyrir börn og fullorðna á öllum aldri þar sem hægt var að kynnast nútímabúskap og fjölbreyttri starfsemi í sveitum landsins. Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri til að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Öll býlin í Opnum landbúnaði eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði. Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, sem líka er þátttakandi í Beint frá Býli, er orðinn vel þekktur ekki síst meðal leikskóla- og grunnskólabarna á suðvesturhorni landsins. Þar var ekkert slegið af á sunnudaginn og boðið að smakka á lambalæri a la Bjarteyjarsandur. Bláberjalegið Botnsheiðarlambalæri með handtíndum, villtum íslenskum jurtum og aðalbláberjum var einnig á boðstólum og að sjálfsögðu heitt á könnunni og gestir gátu skoðað sig um. Erpsstaðir á Vesturlandi taka einnig þátt í bæði Opnum landbúnaði og Beint frá býli og var gestum boðið að skoða sig þar um á sunnudaginn. Hvannabrekka í Berufirði er líka þáttakandi í Opnum landbúnaði. Bauðst gestum að skoða það sem þar fer fram og að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi. Í Hænuvík yst við vestanverðan Patreksfjörð var líka opið hús á sunnudaginn. Þar voru m.a. vikugamlir andarungar til sýnis og auðvitað lömbin á staðnum. Einnig buðu Guðjón Bjarnason og fjölskylda upp á hangikjötssmakk og heitt kaffi. Heimilisfólk í Ytri-Fagridal á Skarðsströnd við Breiðafjörð bauð gestum upp á kaffiveitingar og að skoða sig um á bænum. Síreksstaðir í Vopnafirði taka svo bæði þátt í Opnum landbúnaði og Beint frá býli og þar gat fólk líka skoðað sig um á sunnudaginn.

29 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 14. JÚNÍ 2012 Ferðalög og viðburðir sumarsins 29 Handverks- og landbúnaðarsýning verður haldin við Hrafnagilsskóla í sumar Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 20. sinn á komandi sumri og Búnaðarsamband Eyjafjarðar fagnar 80 ára afmæli sínu á árinu. Handverkshátíðin og Búnaðarsambandið ætla af þessu tilefni að stilla saman strengi sína og halda upp á samtals 100 ára afmæli og verður af því tilefni mikið um dýrðir Undirbúningur að sýningunni er langt kominn og gengur vel, en auk sýninganna verður í boði fjöldi Konur úr þremur kvenfélögum í Eyjafjarðarsveit hafa prjónað flík í öllum regnbogans litum utan um gamla dráttarvél af gerðinni Deutz, sem ætlunin er að sýna. atriða af ýmsum toga, öll þó tengd þema hátíðarinnar sem er handverk og landbúnaður. Handverkssýningin sjálf fer að stórum hluta fram innandyra, á um 500 fermetra stóru svæði í Hrafnagilsskóla og á svæði framan við það, en þar hefur á liðnum árum verið komið upp stóru og veglegu torgi þar sem sýnendur hafa aðstöðu í tjöldum. Nú verður svæðið stækkað, enda mun meira umleikis en áður og verða tún sunnan við Hrafnagilsskóla einnig nýtt undir landbúnaðarsýningu BSE. Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. Æðarbændur Erum byrjuð að taka á móti og hreinsa dún. Greiðum flutningskostnað fyrir allan dún hvaðan sem er af landinu sem berst til okkar land- eða sjóveg í hreinsun og sölu. Gerum upp strax að hreinsun lokinni. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma & ÍSLENSKUR ÆÐARDÚNN Dúnhreinsun Nesvegi 13 Stykkishólmi Útboð Tamning á hrossum Tilboð óskast í 2. mánaða tamningu á 8. hrossum sem eru eftirfarandi: IS IS IS IS IS IS IS Hryssa 1.mánaða tamning Hestur ótamin Hryssa ótamin Hryssa ótamin Hestur ótamin Hryssa ótamin Hryssa ótamin Vinsamlega sendið tilboð vegna tamningu á meðfylgjandi hrossum fyrir 20.júní Merkt FF.Sendist á netfang Kraftvélar bjóða upp á flest sem viðkemur landbúnaði Dráttarvélar Smávélar Rúllubindivélar Ámoksturstæki Sláttuvélar Heyþyrlur Rakstrarvélar Sturtuvagna Haugsugur Tankdreifara Áburðardreifara Plóga Mykjudreifara Mótorhitara Heyskera Klippur Jarðvinnsluvélar Sáðvélar Jarðtætara Úrval dráttarvélavarahluta Rótherfi Partalistar aðgengilegir á heimasíðu okkar Kraftvélar er umboðsaðili m.a. fyrir: Kraftvélar útvega einnig varahluti í allar aðrar gerðir landbúnaðartækja, m.a. frá: Dalvegi Kópavogur Sími Búfénaður skal ávallt hafa aðgang að saltsteini í héraði hjá þér FB Selfossi sími : FB Hvolsvelli sími : FB Egilsstöðum sími Fóðurblandan Korngörðum Reykjavík Sími Fax fodur@fodur.is

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Plantað í ker Færst hefur í vöxt að sumarblómum og skrautrunnum sé plantað í ker og potta af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. Kerin, sem eru hluti af skreytingunni, geta í raun verið hvaða ílát sem er svo lengi sem þau halda mold. Hægt er að fá margar og fjölbreytilegar gerðir af ílátum undir blóm, til dæmis útipotta, tunnur, körfur og ker úr plasti eða leir. Einnig er boðið upp á gott úrval hengipotta, úr plasti, basti og leir og svalakassa. Ekkert mælir heldur gegn því að nota hluti af heimilinu undir blómin. Ég hef til dæmis séð gúmmískó og stígvél notuð sem blómapotta og gamalt salerni sem útipott með góðum árangri. Það sem einna helst þarf að gæta að við val á keri er að það þoli frost ef það á að standa úti yfir veturinn. Sígrænir runnar og sumarblóm Sígrænir runnar, til dæmis lífviður, buxus, garðaýr, einir og jafnvel bambus, gefa kerjunum fallegan svip og geta staðið í þeim langt fram eftir vetri. Hægt er að setja allar tegundir sumarblóma í ker; stjúpur, skrautnálar, flauelsblóm og silfurkambur njóta alltaf mikilla vinsælda. Það er heldur ekkert sem mælir gegn því að planta hádegisblómum, nellikum, fagurfíflum, pelargóníum og tóbakshorni í ker. Moldin í kerin Sömu reglur gilda um jarðveg í keri og beði, það verður að vinna hann vel og gæta þess að frárennsli sé gott. Ef ekki er gat á kerinu er nauðsynlegt að setja lag af grófu efni, til dæmis grófan vikur, smásteina eða leirkúlur, í botninn þar sem afrennslisvatn getur safnast fyrir án þess að ræturnar fúni. Þetta á sérstaklega við ef kerið stendur undir berum himni. Ker sem stendur á þurrum stað þarf aftur á móti að vökva reglulega. Engin ástæða er til að skipta um jarðveg í kerinu á hverju ári, nóg er að gera það á nokkurra ára fresti ef jarðvegurinn er blandaður með áburði á vorin. Ef skipta þarf um mold má setja hvers konar venjulega gróðurmold í kerið. Einnig er hægt að hressa upp á gamla mold með því að blanda hana með lífrænum áburði og nokkrum kornum af tilbúnum áburði. Gott er að hvolfa moldinni úr þröngu keri sem standa á úti yfir veturinn. Mold þenst mikið út þegar hún frýs og hætt er við að kerið muni springa undan þenslunni. og því er hæfilegt að planta þeim með 10 til 12 sentímetra millibili. Stórgerðar plöntur eins og pelargóníur og margarítur þurfa aftur á móti meira pláss. Kerið kann því að virðast tómlegt til að byrja með en gróðurinn þéttist fljótt. Hægt er að setja allar tegundir sumarblóma í ker. Stjúpur, skrautnálar, flauelsblóm og silfurkambur njóta alltaf mikilla vinsælda en það er ekkert sem mælir gegn því að planta hádegisblómum, nellikum, fagurfíflum, pelargóníum og tóbakshorni. Einnig getur verið fallegt að planta hengijurtum eins og brúðarauga, skjaldfléttu eða hengitóbakshorni út við jaðra kersins og láta plönturnar flæða yfir barmana. Þeir sem eru hagsýnir geta plantað matjurtum í kerin. Blöð ýmissa matjurta geta verið mjög falleg, til dæmis á kartöflum, rófum, hnúðkáli, beðju, salati, steinselju og grænkáli. Það má einnig búa til lítinn kryddjurtagarð í kerinu og planta í það rósmaríni, sítrónumelissu, myntu eða öðrum tegundum kryddjurta. Runnar og sígrænt Vel kemur til greina að planta skrautrunnum, til dæmis töfratré, Plönturnar í kerinu Yfirleitt eru sumarblómin smávaxin þegar þeim er plantað út á vorin en þau stækka yfir sumarið skrautkirsi, kvistum og rósum, í ker. Allar þessar tegundir blómstra fallega og eru blaðfagrar eftir blómgun. Sígrænir runnar eins og alparós, lífviður, buxus, barlind, garðaýr, sópur, einir og jafnvel bambusar, gefa kerjunum fallegan svip og geta staðið í þeim langt fram eftir vetri. Þeir sem vilja halda sígrænum plöntum og viðkvæmum tegundum af skrautrunnum lifandi og fallegum á milli ára þurfa að geyma kerið með plöntunum í á skjólgóðum stað yfir veturinn. Eins er hægt að vefja plönturnar með striga til að verja þær fyrir köldum vetrarvindum og vorsól. Staðsetning kerja Til að blómstrandi plöntur í keri dafni vel þurfa þær flestar sól hluta úr degi og skjól. Það ætti ekki að vera vandamál þar sem yfirleitt má flytja kerin til eftir því hvernig vindurinn blæs. Sígrænir runnar, til dæmis lífviður og garðaýr, þola mjög vel að standa í skugga og þrífast jafnvel betur þar en í sól. Hengiplöntur þola illa vind og því er nauðsynlegt að setja þær í skjól ef spáð er vondu veðri. Þær fara einnig illa ef þær fá ekki vatn reglulega og eru lengi að jafna sig.

31 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Landbúnaðarháskóli Íslands: Fjöldi námskeiða í boði Mikill fjöldi námskeiða er í boði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í sumar. Mörg þeirra lúta að skógrækt og meðferð þess efnis sem skógræktin gefur af sér. Hér getur að líta yfirlit yfir hluta þeirra: Akurskógrækt Haldið í samstarfi við Suðurlandsskóga. Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á trjárækt á ökrum. Kennarar: Bjarni D. Sigurðsson LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur LbhÍ/Mógilsá, Böðvar Guðmundsson áætlanafulltrúi Suðurlandsskógum, Hallur Björgvinsson svæðisstjóri Suðurlandsskógum, Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur Mógilsá og Göran Espmark formaður Norrskog Svíþjóð. Tími: Fös. 15. júní, kl. 16:00-19:00 og lau. 16. júní, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi. Torf- og grjóthleðsla Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Lögð áhersla á verklega kennslu. Endurhlaðin verður rétt á námskeiðinu Kennari: Guðjón Kristinsson torfog grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundakennari við LbhÍ. Tími: Fös. 31. ágúst, kl. 9:00-17:00 og lau. 1. sept 9:00-16:00 í Breiðavík Vesturbyggð (18 kennslustundir). Skráningarfrestur er til 21. ágúst Húsgagnagerð úr skógarefni Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun. Kennarar: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir. Fös.21. sept., kl. 16:00-19:00 og lau. 22. sept., kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. því efni sem er að falla til við grisjun. Kennarar: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir. Fös.5. okt., kl. 16:00-19:00 og lau. 6. okt., kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Námskeiðið er öllum opið. Það hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12. Kennarar: Björgvin Örn Eggertsson skógfræðingur hjá LbhÍ og Böðvar Guðmundsson skógtæknir hjá Suðurlandsskógum. Tími: Þri. 9. okt. kl. 9:00-17:30, mið. 10. okt. kl. 9:00-17:30 og fim. 11. okt., 9:00-16:00 (3x) á Hallormsstað (28 kennslustundir). Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og má meta til 1 einingar af námi í garðyrkjufræðum. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans á is/namskeid. Að jafnaði þarf að skrá sig minnst viku fyrir dagsett námskeið! Ýmis stéttarfélög koma að niðurgreiðlsu á námskeiðsgjöldum. PVC Ál Ál / Tré - Tré Allar gerðir glugga og hurða BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax: Íslenska landnámshænan Námskeiðið er ætlað öllum sem eiga íslenskar hænur eða vilja hefja ræktun á þeim. Námskeiðið nýtist einnig vel ræktendum annarra hænsnfugla. Kennari:Júlíus Már Baldursson, Tjörn á Vatnsnesi, bóndi og ræktandi landnámshænsna. Tími: Þri. 25. sept. kl :30 (8 kennslustundir) á Löngumýri í Skagafirði. Torf- og grjóthleðsla Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Lögð áhersla á verklega kennslu. Hlaðinn verður veggur ofl. á námskeiðinu. Kennari: Guðjón Kristinsson torfog grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundakennari við LbhÍ. Tími: Fös. 28. sept. kl. 9:00-17:00 og lau. 29. sept. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum (18 kennslustundir). Skráningarfrestur er til 20. sept Húsgagnagerð úr skógarefni Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d smíðakennurum, almennum kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr Gluggavinir.is Hlíðasmári 11 Sími:

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Sjáðu tækifærin sem felast í því að vinna eftir NorFor-fóðuráætlun" Á bænum Reykjum á Skeiðum búa Rúnar Þór Bjarnason og Birna Þorsteinsdóttir með rúmlega 50 mjólkurkýr og nokkra hesta. Síðastliðinn vetur hafa þau fengið NorFor-fóðuráætlanir unnar af Hrafnhildi Baldursdóttur, ráðunaut á Suðurlandi. Áður höfðu þau gert sínar fóðuráætlanir sjálf en þó stuðst við ráðleggingar frá ráðunaut. Þegar þau svo sáu Norfor auglýst í haust ákváðu þau að nýta sér þær ráðleggingar sem í boði eru. Eins og áður kom fram eru um 50 mjólkurkýr á bænum, í lausagöngufjósi með Weelink-gjafakerfi og tölvustýrðum kjarnfóðurbás þar sem bygg og kjarnfóður er gefið sjálfvirkt eftir nyt, en þau Rúnar og Birna sáu á þátttöku sinni í Sunnuverkefninu að kjarnfóðurnýtingin batnaði verulega þegar þau fóru að fóðra þannig. Hver eru markmiðin með fóðruninni? Þegar NorFor-fóðuráætlanir eru unnar er útgangspunkturinn ávallt markmið bóndans með fóðruninni, ráðunauturinn vinnur áætlunina út frá þessum markmiðum og kemur með hagkvæma áætlun sem hentar í hvert skipti. Á Reykjum var lagt upp með þau markmið að nýta heimaræktað bygg eins mikið og mögulegt væri og að fá sem mesta mjólk með háu efnainnihaldi, og þá sérstaklega próteini. Með þetta að leiðarljósi vann Hrafnhildur fóðuráætlunina í samráði við þau Birnu og Rúnar. Á Reykjum er sjálfvirkur kjarnfóðurbás þar sem gefið er eftir nyt og því er fóðuráætlunin þannig uppbyggð að búnir voru til nythópar, bæði fyrir fullorðnar kýr og kvígur og gerð sérstök áætlun fyrir hvern hóp fyrir sig þar sem magn kjarnfóðurs og byggs er ákvarðað út frá gróffóðrinu. NorFor-fóðurmatskerfið reiknar átgetu gripanna og áætlar þannig magn gróffóðurs sem gripirnir éta, en til þess eru settar inn upplýsingar um gripina eins og mjaltaskeið, nyt, o.s.frv., en einnig eru upplýsingar um gróffóðrið mikilvægar og þær fást með efnagreiningum. Með aðstoð NorFor er hægt að finna kjarnfóðurtegundir sem henta hverju sinni, í þessu tilfelli með byggi og gróffóðrinu sem til var á bænum. Magn kjarnfóðurs og byggs er svo fundið þannig að heildarfóðurskammtur dagsins uppfylli allar næringarkröfur gripanna á sem hagkvæmastan máta. Á Reykjum þurfti ekki að skipta um kjarnfóðurblöndu því sú sem notuð var á bænum hentaði vel með gróffóðrinu og bygginu, sem er að hluta til súrsað en einnig er þurru byggi blandað saman við. Hinsvegar voru helstu breytingarnar þær að með NorFor-áætluninni breyttust hlutföll kjarnfóðurs og byggs á mjaltaskeiðinu, þ.e. nú gefa þau minna bygg í upphafi mjaltaskeiðsins og meira kjarnfóður en þau Steinefni eru ódýr steinefnaskortur er dýr voru vön og svo öfugt þegar líður á mjaltaskeiðið. Yfir mjaltaskeiðið eru þau líklega að gefa u.þ.b. jafn mikið bygg og kjarnfóður. Nú tekur kjarnfóðurgjöfin meira mið af mjaltaskeiðinu og trappast jafnar niður en áður, sem gerir það að verkum að kýrnar halda nytinni betur. Nú eru nythóparnir fleiri, en kýrnar eru flokkaðar í átta hópa yfir mjaltaskeiðið. Nú sest Birna niður við tölvuna á hverjum mánudegi og færir þær kýr sem tímabært er að færa á milli nythópa. Heilbrigði gripa er mikilvægt Þegar unnar eru fóðuráætlanir með NorFor er mikil áhersla lögð á að gera áætlun sem stuðlar að heilbrigðum gripum, því þannig gefa þeir meira af sér, endast betur og eru hagkvæmari í rekstri. Á Reykjum hefur heilsufar gripanna verið gott undanfarin ár og fóðrunarsjúkdómar ekki verið áberandi. Hinsvegar finna þau Birna og Rúnar fyrir því að lystarleysi var minna núna í vetur en undanfarið, en það kemur ekki á óvart þar sem NorFor leggur mikla áherslu á vambarjafnvægi og að umhverfi vambarinnar sé eins og best verður á kosið. Þannig líður gripnum betur og hann getur étið meira. Það er svo auðvitað undirstaða þess að framleiðslan haldist eins og best verður á kosið. Fjárhagslegur ávinningur Þegar öllu er á botninn hvolft má sjá að efnainnihald mjólkurinnar á Reykjum hefur hækkað og meðalnytin líka. Birna tók saman kjarnfóðurnotkun, nyt, prótein- og fitueiningar í tvö 8 mánaða tímabil, frá ágúst til apríl bæði veturinn og veturinn Fyrri veturinn voru þau ekki með NorFor-fóðuráætlun. Birna fann það út að þau notuðu meira í héraði hjá þér FB Selfossi sími : FB Hvolsvelli sími : FB Egilsstöðum sími Fóðurblandan Korngörðum Reykjavík Sími Fax fodur@fodur.is Birna Þorsteinsdóttir á Reykjum á Skeiðum með barnabarn sitt Írenu í réttunum síðastliðið haust. Ostaauglýsingar á heyrúllum á túninu á Reykjum á síðastliðnu sumri Kúnum á Reykjum hleypt út í vor. Eins og sést er verið að byggja nýtt fjós kjarnfóður seinni veturinn, en nytin hækkaði um 9%, fitueiningar hækkuðu um 9,5% og próteineiningar um 25%. Birnu reiknaðist til að kjarnfóðurkostnaður hefði aukist um rétt rúm 800 þúsund, en tekjuaukning vegna aukinnar nytar og hærra efnainnhalds nam um 1,8 milljónum, reiknað út frá föstu verðlagi hvors tveggja. Það þýðir á endanum að eftir stendur rétt tæp milljón í aukinni afkomu. Þau Birna og Rúnar eru sammála um að þar eigi NorFor hlut að máli og spennandi verður að fylgjast með áframhaldandi þróun á búinu, en þau eru ákveðin í því að fóðra eftir NorFor-fóðuráætlunum áfram, því með þeim verði fóðrunin markvissari. Birna bætir því þó við að líklega hafi fleiri þættir haft áhrif á betri afkomu í vetur og undir það tekur Hrafnhildur. Heildarmyndin á búinu sé mjög góð, þ.e. allt frá kálfum og uppúr, árangurinn hafi verið góður síðustu ár en ánægjulegt sé að hann hafi batnað enn meira með þátttöku í NorFor. Bændur séu duglegir að uppfæra kjarnfóðurlistann og færa gripi á milli hópa þegar líður á mjaltaskeiðið. Hrafnhildur bætir því við að á Reykjum sé yfirsýn bænda góð ásamt eftirfylgni, síðast en ekki síst sé áhugi og vilji til þess að leggja á sig auka vinnu við að ná enn betri árangri og uppskera eftir því. Í lokin vilja þau Birna og Rúnar hvetja bændur sem eru með tölvustýrð mjaltakerfi til að láta nytina stjórna kjarnfóðurgjöfinni og einnig hvetja þau alla bændur til þess að nýta sér ráðleggingar og NorFor-fóðuráætlanir sem standa til boða. Kjarrartunga á Snæfellsnesi Á bænum Knarrartungu á Snæfellsnesi búa þau Guðjón Jóhannesson og Guðný Jakobsdóttir. Þau eiga fjögur börn, þrjú þeirra reyndar flutt að heiman en örverpið er enn í foreldrahúsum. Guðný og Guðjón byrjuðu á því að vera vinnufólk í Knarrartungu hjá foreldrum Guðnýjar árið 1993, tóku svo við rekstrinum þremur árum seinna og 1999 keyptu þau jörðina. Þegar þau tóku við var mjólkað í 24 bása fjósi, á árunum 2003 og 2004 breyttu þau hlöðunni í lausagöngufjós með stuttum fóðurgangi og komu upp tandem mjaltabási, en gamla fjósinu var breytt í kálfauppeldi. Nú búa þau með 50 mjólkurkýr og 50 kindur. Próteinið hvarf úr mjólkinni Guðný og Guðjón hafa látið gera fyrir sig fóðuráætlanir annað slagið frá því þau hófu búskap og þegar NorFor-kerfið byrjaði sem tilraunaverkefni tóku þau þátt í því. Við reyndum í nokkur ár að nota það en þar sem heysýnaniðurstöður komu afar seint og illa, þá gáfumst við upp á endanum. Þau ákváðu hins vegar að fá NorFor-fóðuráætlun aftur núna í vetur og höfðu samband við Lenu Reiher, ráðunaut á Vesturlandi. Kveikjan að þeirri ákvörðun að gefa Norfor annan séns var að próteinið hvarf úr mjólkinni hjá okkur einn daginn. Guðjón hafði þá samband við Lenu á Búvest og bað hana að leita að því með okkur. Þar sem komið var fram í mars þegar heysýnin voru tekin fengu þau flýtimeðferð á efnagreiningum svo Lena gæti unnið fóðuráætlunina sem fyrst og um páska var farið að gefa samkvæmt NorForfóðuráætlun. Berglind Ósk Óðinsdóttir Fóðurfræðingur boo@bondi.is Fóðrunin er spennandi og krefjandi verkefni Eins og fram kemur hérna voru þau Guðjón og Guðný ekki ánægð með efnainnihaldið í mjólkinni, því var þeirra helsta markmið að laga það og helst að auka nytina um leið. En þar sem langt var liðið á vetur var ekki mikið svigrúm til þess að breyta gróffóðurgjöfinni, sem miðar að því að setja inn 6 rúllur þriðja hvern dag og eru rúllurnar af þremur mismunandi heygerðum. Út frá þessum forsendum og efnagreiningum á gróffóðrinu vann Lena áætlun sem breytti kjarnfóðurgjöfinni töluvert. Þá var farið að gefa tvær tegundir af kjarnfóðri, heildarmagnið breyttist hinsvegar lítið frá því sem þau höfðu verið að gefa en með þessum breytingum varð fóðrunin markvissari og nýttist gripunum betur. Fóðuráætlunin gengur út frá því að hlutfall kjarnfóðurtegundanna ráðist af nythæð og fjölda vikna frá burði og því þurfa þau Guðný og Guðjón að flokka kýrnar niður í hópa samkvæmt áætluninni og færa þær á milli eftir því sem líður frá burði og breyta þannig kjarnfóðurgjöfinni. Það fer vissulega meiri tími í fóðrunina núna en áður, jafnframt vekur þetta áhuga á því verkefni sem fóðrun kúa í raun er. Það eru svo ótal margir þættir sem þurfa að vinna saman svo útkoman verði mikil mjólk með góðu efnainnihaldi, þetta er spennandi og krefjandi verkefni og þó að tíminn hafi kannski aukist þá teljum við það jákvætt og vonandi skilar það sér líka í budduna. Reynsla þeirra Guðnýjar og Guðjóns af NorFor-fóðuráætlunum nú í vetur er góð, þó stutt sé. Þau eru farin að sjá próteinið hækka, kýrnar halda betur á sér og því sjá þau fram á að meðalnytin muni hækka einnig. Því er stefnan sett á að byrja strax í haust að beygja sig undir visku og vald Lenu og fóðra samkvæmt NorForfóðuráætlunum. Hagkvæm framleiðsla með heilbrigðum gripum Það er alltaf gaman að heyra og sjá þegar vel gengur og þessi tvö dæmi sýna vel hvernig markviss vinna við fóðrun getur skipt sköpum um afkomu bænda. NorFor-fóðuráætlanir eru sérstaklega gerðar til þess að auka hagkvæmni við fóðrun, sem er gríðarlega stór kostnaðarliður í mjólkurframleiðslu. NorFor-fóðuráætlun byggir á því að uppfylla næringarkröfur gripanna þannig að þeir fái öll þau næringarefni sem nauðsynleg eru til þess að framleiða innihaldsríka og mikla mjólk. Það er gert með því að huga vel að heilsufari gripsins og lágmarka hættu á fóðrunarsjúkdómum eins og súrdoða og súrri vömb, sem hafa áhrif á átlyst og þar með átgetu gripanna. Veikir gripir eru óhagkvæmir í rekstri og hagkvæmni er annað einkunnarorð NorFor, þar sem næringarkröfur gripanna eru uppfylltar á sem hagkvæmastan máta. Það er gert með því að nýta gróffóðrið sem best og velja með því kjarnfóðurtegundir sem henta best. Það er von okkar sem vinnum NorFor-fóðuráætlanir að sem flestir sjái tækifærin sem felast í því að vinna með þær á sínu búi og freista þess að framleiða mjólkina á hagkvæmari hátt, með því að nýta bæði heimaaflað sem og aðkeypt fóður sem best og framleiða mikla og góða mjólk með heilbrigðum gripum. Við hvetjum því alla bændur sem vilja kynna sér þetta betur að hafa samband við héraðsráðunaut eða undirritaða. Með von um gott og gjöfult sumar.

33 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Vorskipið er komið með úrval heyvinnutækja Sumar 2012: BREYTTUR OPNUNARTÍMI Skrifstofa Lífeyrissjóðs bænda verður opin frá kl. 9:00 til 14:00 í júní, júlí og ágúst. LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Bændahöllinni við Hagatorg Reykjavík s fax lsb@lsb.is - Heyvinnutæki til afgreiðslu strax Skálmar IS frá Nýja-Bæ Bygging: 8,37 Hæfileikar 8,35 Aðaleinkun 8,36 sláttuvélar múgavélar Verður í húsnotkun á Fákshólum fram að landsmóti upplýsingar hjá Sigurði Óla í síma Eftir landsmót : upplýsingar hjá Sigurði Óla í síma / Ólöf í síma / Kristinn í síma framsláttuvél heyþyrlur Stærsti innflytjandi heyvinnutækja á Íslandi Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: husa.is ÞAKEFNI MIKIÐ ÚRVAL OG FRÁBÆRT VERÐ Íbúðarhús/sumarhús til flutnings Um er að ræða reisulegt, vandað og fullbúið íbúðarhús sem selst til flutnings. Húsið er 81,1 fm að grunnfleti auk 13,7 fm efri hæðar. Alls er húsið 94,8 fm. Vandaðar innréttingar og gólfefni í öllum rýmum. Tvö svefnherbergi, stofa eldhús opið í eitt, þvottahús og sjónvarpshol. Húsið er staðsett í Þjórsárnesi í Flóahreppi. Verð 19,1m. Allar nánari upplýsingar veitir Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali s , steindor@log eða Bárujárn, ýmsir litir Sími Þakefni úr áli, ýmsir litir Þakrennur í miklu úrvali Þakpappi, saumur, þakull og allt annað í þakið FRÁBÆRT VERÐ FYRIR BÆNDUR Grænt poly bárujárn, litur sem fellur vel að umhverfinu. Afar slitsterkt og endingargott. kr pr.m. 0,5 mm Svart ál kr pr.m. 0,7 mm ALLT Í ÞAKIÐ! Frekari upplýsingar í Húsasmiðjunni í heimabyggð

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Utan úr heimi Aðgerðir gegn hlýnun lofthjúpsins Um miðjan maí sl. var haldinn alþjóðlegur samningafundur í Bonn í Þýskalandi þar sem fjallað var um aðgerðir gegn hlýnun lofthjúps Jarðar næstu þrjú árin. Um árabil hafa iðnríkin og þróunarlöndin tekist á um þessar aðgerðir og nýlega lýsti Connie Hedegaard, yfirmaður veðurfarsmála hjá ESB, því yfir að beina þyrfti umræðunni að því sem sameinar viðhorf þjóða í þessum málaflokki. Undanfarna áratugi hafa fjölmenn þróunarlönd, með Kína í fararbroddi, styrkt mjög efnahag sinn og Connie Hedegaard telur að þessi lönd þurfi að leggja meira af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þetta sagði hún á fundi með fulltrúum lítilla eyríkja og fátækustu þróunarlandanna, en þau eiga jafnframt mest í húfi og standa fremst í flokki þeirra sem vilja draga úr hlýnum lofthjúpsins. Þetta sjónarmið er hins vegar ekki að skapi Kínverja, sem sjálfir telja land sitt enn í flokki þróunarlanda og að þeir hafi þannig rétt til að auka eigin losun gróðurhúsalofttegunda. Samningamennirnir í Bonn fjölluðu einnig um hvað við tekur þegar hætt verður að fylgja ákvæðum núgildandi samnings um þessi mál en hann rennur út síðar á þessu ári. Alþjóðlegir samningar um aðgerðir í veðurfarsmálum byggjast á því að þeir séu samþykktir samhljóða. Það vakti því óánægju og því var mótmælt þegar ESB lagði fyrir nokkru "veðurfarsgjald" á flugfargjöld til og frá Evrópu. Indverjar og Bandaríkjamenn gáfu í skyn að allar alþjóðlegar viðræður um veðurfarsmál gætu strandað vegna gjaldsins, sem er fáeinar evrur á hvern farþega. Sem fyrr eru litlar væntingar uppi þegar Sameinuðu þjóðirnar fjalla um veðurfarsmál. "Þegar öllu er á botninn hvolft snýst málaflokkurinn um pólitíska hagsmuni þátttökulandanna", sagði Alden Meyer frá samtökunum "Union of concerned scientists" (má ef til vill þýða sem samtök samfélagslega ábyrgra vísindamanna), við fréttastofu AFP. Ráðstefnan í Bonn stóð í tvær vikur en hún var þáttur í undirbúningi fyrir næstu alþjóðlegu veðurfarsráðstefnu, sem haldin verður í Quatar í desember á þessu ári. Eitt af aðalmálum hennar verður að undirbúa nýjan alþjóðlegan veðurfarssáttmála sem samþykkja á fyrir árið (Nationen, 15. maí 2012). Hlutverk landbúnaðar er að binda sólarorku Bandaríski líffræðingurinn Barry Commoner gaf árið 1976 út bók sem bar heitið The poverty of power, þar sem hann fjallar um þróun bandarísks landbúnaðar frá því vélvæðing hans hófst fyrir alvöru um Hann vitnaði í erindi D.M. Woodruffs, prófessors við Háskólann í Missouri, sem hóf gjarnan fyrirlestra sína með því að varpa fram spurningunni: Hvaða hlutverki gegnir landbúnaðurinn? Venjulegt svar við spurningunni er: Að framleiða matvæli og spunaefni. Svar prófessorsins var hins vegar: Hlutverk landbúnaðarins er að binda sólarorkuna. Iðnvæddur landbúnaður nú á dögum bindur vissulega sólarorkuna, en notkun orku, sem unnin er úr jörðu (kol, olía og gas), er langtum meiri en orka afurðanna. Hinn umfangsmikli hlutur fjármagnsins, svo sem í véla- og tækjabúnaði landbúnaðarins, er einnig mun meiri en verðmæti orkunnar í afurðunum. Fjármagnið, sem dælt hefur verið í landbúnaðinn undanfarna áratugi, hefur í miklu mæli útrýmt þörf landbúnaðarins fyrir vinnuafl. Hin voldugu stórfyrirtæki í bandarískum landbúnaði hafa breytt dreifbýli Bandaríkjanna í nýlendur, segir Barry Commoner. Í bókum sínum sýnir hann fram á samhengið milli orku-, umhverfis- og efnahagskreppu annars vegar, og hins vegar þeirra breytinga sem orðið hafa á landbúnaði í hinum vestræna heimshluta. Þar er um þessar mundir vaxandi þungi í kröfum um fjölgun atvinnutækifæra en þau sjónarmið hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn hingað til. Hinum iðnvædda landbúnaði nú á dögum má líkja við stórt færibandakerfi. Hráefni til framleiðslunnar er safnað frá öllum heimshlutum á sama tíma og þörf fyrir vinnuafl á bújörðum minnkar jafnt og þétt. Í orkunotkun á sér stað umfangsmikil sóun. Á 8. áratug síðustu Barry Commoner gaf árið 1976 út bókina The poverty of power. Þar fjallar hann um hlutverk landbúnaðarins og kemst að þeirri niðurstöðu að hlutverk bænda sé að binda sólarorkuna. aldar rannsökuðu Steinhardt-hjónin orkunotkun við matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum. Þau komust að þeirri niðurstöðu að kerfið notaði 10 hitaeiningar af orku fyrir hverja eina sem kom á borð neytandans. Ef neysla allra jarðarbúa væri jafnmikil á mann og neysla íbúa Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna þyrftum við 4-5 Jarðir. Um langan aldur hefur fimmtungur mannkyns ráðið yfir 80% af auðlindum Jarðar. Allt bendir til að þetta sé að breytast. Valdið er að flytja sig austur á bóginn og margt bendir til að staða Vesturlanda sé að veikjast. Það á ekki síst við um hinn iðnvædda landbúnað, sem breiðst hefur út frá stríðslokum 1945; landbúnaður sem notar í miklum mæli orkugjafa sem unnir eru úr jörðu og skilar aðeins litlum hluta hennar í afurðum. Það kerfi á sér ekki langa framtíð. (Bonde og Småbruker nr. 3, 2012.) Vi hadde tenkt å lage maden din," eða við höfðum hugsað okkur að framleiða matinn þinn, stóð m.a. á skiltum sem norskir bændur báru í mótmælagöngu um miðbæ Oslóar undir lok síðasta mánaðar. Mynd / Bondeblade Höfðum hugsað okkur að framleiða matinn þinn Norskir bændur flykktust til Oslóar til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda Ríflega bændur söfnuðust saman í kröfugöngu á götum Oslóar 21. maí síðastliðinn. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með forystumönnum bænda í viðræðum þeirra við stjórnvöld en bændaforystan hefur gagnrýnt samningsboð ríkisstjórnarinnar um nýjan landbúnaðarsamning. Kröfugangan hélt sem leið lá eftir Karl Johans götu og upp að Stórþinginu. Fjöldinn var svo mikill að vonlaust var að sjá hvar gangan endaði og leikið var undir með kúabjöllum, sauðabjöllum og trommuslætti. Stoltenberg [forsætisráðherra] vanmat getu okkar til að virkja bændur, sagði ritari norsku bændasamtakanna, Per Gunnar Skorge, í ávarpi og uppskar mikil fagnaðarlæti. Vantar skýra sýn Forystumenn bænda gagnrýna ekki síst hversu óljósar meginlínur í landbúnaðarstefnu stjórnvalda eru enn sem komið er, en um miðjan þennan mánuð á að taka nýjan landbúnaðarsamning til afgreiðslu í þinginu. Ekki síst gagnrýna þeir að ekki hafa komið fram neinar áætlanir um hvernig eigi að auka matvælaframleiðsluna í Noregi, sem þó er stefna norskra stjórnvalda. Þá hefur enn ekki hafist umræða um þá fjármuni sem eiga að koma í hlut norsks landbúnaðar né um þær meginlínur sem bændurnir þurfa að starfa eftir næstu árin. Það er fullkomlega óþolandi, að mati Nils T. Bjørke formanns norsku bændasamtakanna og kollega hans. Ekki hægt að lifa á búskapnum Bændur héldu sig ekki heima til að framleiða mat 21. maí. Þeir komu til Oslóar til að sýna stjórnvöldum að þeir sætta sig ekki við stöðu mála. Ég er hér til að sýna hversu óánægður ég er, segir Ole Petter Kristiansen frá Halden. Það er ekki hægt að lifa af þessum búskap. Fyrir okkur sem höfum staðið í þessu í 20 ár gengur þetta. Það er verra fyrir unga fólkið. Það getur ekki byggt upp. Ég bý með sláturkjúklinga, 40 vetrarfóðraðar kindur, 750 hektara af korni og svolítið af jólatrjám. Konan mín vinnur í 80 prósent stöðu sem ritari hjá heilbrigðisþjónustunni og hefur hærri Nils T. Björke, formaður norsku Bændasamtakanna, fyrir miðri mynd í broddi fylkingar norskra bænda á Karl Johans götu í Osló á leið að Stórþinginu. Mynd / Bondeblade Það var vígaleg fylking bændanna með stóra dráttarvél í fararbroddi. Mynd / Bondeblade tekjur en ég, segir Kristiansen, sem vinnur tíma á búinu ár hvert. Maraþonhlaup sem bændur ætla að þreyta Eitt skiltið sem sjá mátti í göngunni vakti sérstaka athygli. Á því stóð Vi hadde tenkt å lage maten din, sem útleggst á íslensku Við höfðum hugsað okkur að búa til matinn þinn. Þrír ungir piltar frá Røros gengu undir skiltinu, allir á landbúnaðarbraut í framhaldsskóla og vilja allir verða bændur. Hins vegar er afkoman ekki ásættanleg að þeirra mati. Mótmæli bændanna setja mikinn þrýsting á stjórnvöld um að koma til móts við kröfurnar og móta stefnu til langs tíma varðandi matvælaframleiðslu og norskan landbúnað. Það er skoðun framámanna í norskum landbúnaði, sem segja að mótmælin hafi bara verið byrjunin á maraþonhlaupi. Það hlaup væru norskir bændur fyllilega í stakk búnir til að þreyta. /fr/heimild: Bondebladet

35 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Landsmót hestamanna Reykjavík Landsmót hestamanna 2012 í Reykjavík er hið 20. í röðinni og einn stærsti íþróttaviðburður ársins. Fremstu knapar og hestar landsins etja kappi og fjölbreytt dagskrá og skemmtun er fyrir alla fjölskylduna. Kynntu þér málið á landsmot.is. LANDSMÓT HESTA M ANNA NATION AL HORSE SHO W OF ICEL A N D

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Utan úr heimi Þörungarækt í opnum kerjum. Rækta þörunga til að eyða mengun Raforkufyrirtækið Ratchaburi Electricity Generating Holding Plc. (RATCH), stærsta einkarekna raforkufyrirtækið í Taílandi, hyggst hefja ræktun á grænþörungum (Spirulina) í stórum stíl. Ætlunin er að nýta þörungana til að eyða koltvísýringsmengun (CO2) í útblæstri orkuveranna. Spirulina eru örsmáir, blágrænir þörungar sem eru ræktaðir í ferskvatni (ekki þari) og er jurtin oft nefnd sem nánast fullkomin undrafæða, sem inniheldur yfir 100 lífræn næringarefni. Á vefsíðunni heilsuhringurinn. is má m.a. finna upplýsingar um undravirkni þessara þörunga, en þar segir m.a.: Til þess að fá jafnmikið af næringarefnum og í fullorðins-dagskammti af Spirulinu, sem er 6 litlar grænar töflur, þarf að borða: 7 gulrætur beta-karótín 1 skál af fersku spínati járn 1 skál af hýðishrísgrjónum kalíum 1 mjólkurglas kalk 125 gr. nautakjöt prótein + B12- vítamín 30 gr. hveitigrassafa blaðgræna (chloropyl) 1 hylki af kvöldvorrósarolíu GLA-fitusýrur SABRTech í Halifax: Þróar framleiðslu á þotueldsneyti úr þörungum í stórum stíl Fjölmörg fyrirtæki hafa verið að þróa aðferðir til að framleiða olíu úr smáþörungum (algae) sem vaxa m.a. í gríðarmiklu magni í hafinu. Þann 25. apríl var t.d. tilkynnt um að fyrirtækið SABRTech í Halifax í Kanada hefði unnið samkeppni (Nova Scotia Clean Tech Open) um tækni til að framleiða olíu og fleira í stórum stíl úr smáþörungum. Framkvæmdastjóri SABRTech, Mather Carscallen, segir fyrirtækið stefna að því að þróa tækni til að framleiða þotueldsneyti úr þörungum í stórum stíl. Segir hann verðlaunaféð sem fyrirtækið fékk í samkeppninni auðvelda þessa vinnu verulega. Smáþörungar þessir eða grænþörungar vaxa m.a. í stórum stíl í hafinu við Ísland og eru afkastamestu olíujurtir sem finnast á jörðinni. Þeir tvöfalda t.d. þyngd sína á sólarhring og framleiða 30 sinnum meiri olíu en afkastamestu jurtir sem ræktaðar eru á landi. Åke Hantoft, stjórnarformaður Arla, verður einn hinn allra valdamesti innan landbúnaðarins í Evrópu eftir víðtækan samruna mjólkurafurðafélaga 12 þúsund kúabænda í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Belgíu Lúxemborg og í Bretlandi. Arla verður 100 sinnum stærra en MS á Íslandi Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td. New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor, McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl.! Ford og New Holland síur á lager! Góð verð - Persónuleg þjónusta Hafið samband og látið okkur aðstoða við að útvega réttu varahlutina Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is Á dögunum voru kynnt enn ein áformin um sameiningu afurðafélagsins Arla Foods við önnur félög í mjólkurvinnslu, en Arla er samvinnufélag um átta þúsund kúabænda í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. Að þessu sinni stendur til að sameina Arla og breska félagið Milk Link, sem er í eigu þarlendra kúabænda, og einnig þýska félagið MUH eða Milch-Union Hocheifel en að því standa kúabændur í Þýskalandi, Belgíu og Lúxemborg. Í lok þessa mánaðar munu fulltrúaráðsfundir félaganna þriggja taka afstöðu til samrunaáformanna, en ef af þeim verður mun Arla verða eitt allra stærsta samvinnufélag kúabænda í afurðavinnslu í heiminum með rúmlega 12 þúsund kúabændur sem eigendur. Í kjörstöðu Eftir samrunann verður Arla þriðja stærsta afurðafélagið í mjólkurvinnslu í Þýskalandi en MUH er stærsta afurðafélagið í Evrópu á sviði framleiðslu á geymsluþolnum vörum. Fari sem horfir og samruninn verði samþykktur þá verður Höfðuðstöðvar Arla í Århus í Danmörku. Grunnurinn að félaginu eins og það er í dag var lagður við samruna Arla í Svíþjóð og MD Foods í Danmörku þann 17. apríl árið Fyrirtækið á þó rætur að rekja allt aftur til ársins 1881 þegar samvinnufélagið Arla Mejeriförening var stofnað á Stora Arla Gård íu Vestmannalandi í Svíþjóð. Danski hluti félagsins á uppruna að rekja til samvinnufélags bænda sem stofnað var í Hjedding í Danmörku árið Arla komið í lykilstöðu í Norður- Evrópu og stjórnarformaður þess, Åke Hantoft, verður einn hinn allra valdamesti innan landbúnaðarins í Evrópu. Bændablaðið náði tali af þessum áhrifamikla manni og spurði hann um samrunaáformin, framtíðina og fleiri mál. Er sjálfur kúabóndi Åke er sjálfur kúabóndi og býr með 220 kýr í suðurhluta Svíþjóðar. Hann

37 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Nokkrar staðreyndir um félögin þrjú sem ráðgert er að sameina Arla MUH Milk Link hefur reyndar nýverið tekið ákvörðun um verulega stækkun búsins og fengið heimild til þess að stækka bú sitt upp í 700 kúa, en hann ætlar að taka nýtt fjós í notkun á næsta ári. Þetta skref stjórnarformanns Arla sýnir vel í verki þá miklu trú sem hann hefur á mjólkurframleiðslu og sterkri stöðu Arla, sé litið til framtíðar. UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN N Hluti af hinum vinsælu afurðum Arla. Sími: Tunguhálsi 10, Reykjavík Segull frá Sörlatungu Fyrra og seinna gangmál í Austurhlíð, Blöndudal. Vanir í samrunaviðræðum Undanfarin ár hefur Arla vaxið jafnt og þétt með uppkaupum og samruna við önnur afurðafélög í mjólkurvinnslu í löndunum þremur og nágrannalöndunum. Á síðasta ári varð enn einn samruninn er félagið sameinaðist tveimur þýskum afurðafélögum og einu sænsku og hefur eigendahópur Arla því sterkar rætur í þremur löndum. Það má því segja að stjórn félagsins sé orðin vön þeim vinnubrögðum að ræða um uppkaup eða sameiningu við önnur félög. Heitir áfram Arla Eins og hér að framan greinir verður til gríðarlega sterkt afurðafélag sem áfram mun heita Arla og verða með höfuðstöðvar í Árósum í Danmörku. Fjöldi eigenda verður en í dag eru hjá Arla innleggjendur, svo um verulega fjölgun er að ræða. Heildarmagn innveginnar mjólkur eykst um 25% og fer í 12 milljarða lítra árlega. Áætluð velta samstæðunnar á næsta ári er 70 milljarðar danskra króna eða um milljarðar íslenskra króna. Verða stærstir í Bretlandi Í dag er Arla stærsta afurðafélagið bæði í Svíþjóð og Danmörku. Fyrir var Arla fjórða stærsta afurðafélagið í Bretlandi í gegnum dótturfélag sitt þar í landi. Ef af samrunanum verður, mun sú deild verða sameinuð Milk Link og úr verður þá stærsta afurðafélagið í Bretlandi. Þessum samrunaáformum hefur verið vel tekið í fjölmiðlum og meðal helstu ráðamanna þar. Skýringin felst fyrst og fremst í því að þarlendum bændum hefur á undanförnum árum gengið afar illa og staða þeirra verið erfið. Samhliða þessu hefur stór hluti afurðavinnslunnar verið í höndum einkaaðila sem hafa a.m.k. ekki haft fyrir því að greiða hærra afurðaverð en afurðafélög í eigu Í dag er Arla með framleiðslu í 13 löndum og selur afurðir til meira en 100 landa. Þeir eru ófáir lítrarnir af mjólk sem mjólkurbílstjórar Arla sækja heim á bændanna sjálfra. Nú þykir sýnt að inn á markaðinn kemur afar sterkt félag með skýra sýn og markmið um að greiða bændum alltaf hæsta mögulega verð. Þessi staða er talin munu leiða til þess að samkeppnisaðilarnir fylgi á eftir og vegna þessa muni hagur allra kúabænda í Bretlandi vænkast. Ekki endapunktur Það er kannski ekki fráleitt að velta því fyrir sér hvort nú sé komið að endastöð í samrunaferlum innan afurðageirans í Evrópu? Nei, svo er ekki, við höfum sett okkur það markmið að heildarvelta félagsins verði orðin 75 milljarðar danskra króna fyrir árið 2015 og við erum því enn nokkuð frá því markmiði,, segir Åke og bætir við: Það er ekki til nein uppskrift að því hve samvinnufélag framleiðenda á að vera stórt en við höfum metið það svo að rétta leiðin fyrir okkar félag og okkar félagsmenn sé að taka þátt í heimsviðskiptum með mjólkurafurðir. Til þess að geta greitt okkar félagsmönnum hæsta verð á hverjum tíma verðum við að vera samkeppnisfær og við náum því ekki ef félagið er lítið." Er fyrir samruna áttunda stærsta mjólkurafurðafélag í heimi Í dag, þ.e. fyrir þennan samruna, er félagið áttunda stærsta afurðafélagið í mjólkuriðnaði í heiminum og það stærsta í lífrænum mjólkurvörum og við getum með stolti sagt að það er mögulegt að vera með samvinnufélag framleiðenda sem stendur uppi í hárinu á stærstu fyrirtækjum heims í þessum erfiða geira. Allt saman sterk samvinnufélög En af hverju urðu þessi félög fyrir valinu hjá Arla sem vænlegir samrunakostir? Kostirnir eru ótvíræðir og felast meðal annars í því að eigendahópur félagsins nær nú til margra landa, vöruúrval Arla verður einstakt og mikil tækifæri til sóknar í sterkum vörumerkjum allra þessara félaga. Auk þess eru öll þessi félög sköpuð af kúabændum, sem með eigin fjármögnun hafa byggt upp sterk félög á sínum heimasvæðum. Við eigum því samleið hvert með öðru og sameiginlega munum við styrkja verulega stöðuna. Styrkurinn og verðmætið sem felst í því að vera með samvinnufélag framleiðenda í fremstu röð á heimsvísu er ómetanlegur sinnum stærra en MS Ef samruninn gengur í gegn verður Arla hundrað sinnum stærra en íslenska MS, ef litið er til innvigtunar mjólkur. Það liggur því beint við að spyrja Åke hvaða skoðun hann hafi á framtíðarmöguleikum smárra afurðafélaga eins og MS og hvernig hann meti möguleika slíkra afurðafélaga. Nú er staðan hjá ykkur á Íslandi töluvert frábrugðin þeirri stöðu sem við búum við, sökum landfræðilegrar legu Íslands. Ég á því erfitt með að segja til um framtíðarþróun afurðafélagsins á Íslandi. Hinsvegar tel ég almennt séð að á flestum mörkuðum sé pláss bæði fyrir lítil afurðafélög og stór, sem og alþjóðleg og svæðisbundin.. Of mikill breytileiki aðfangaverðs Hverja telur þú vera helstu ógnina við afkomu kúabændanna á næstu árum? Í dag er stöðugleiki aðfangaverðs allt of lítill, sem gerir bændum afar erfitt fyrir að skipuleggja sig til langs tíma. Við þurfum að ná böndum á breytileika aðfangaverðs s.s. á aðkeyptu fóðri og áburði sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu okkar félagsmanna. Þá er auðvitað brýnt að vaxtakjör og gengi haldist í jafnvægi. Framtíðin? - Hér að framan hefur komið fram að Arla ætlar sér lengra og því er ljóst að frekari uppkaup og samrunar eru í farvatninu. En hvar telur stjórnarformaðurinn að félagið muni verða eftir 10 ár? Það er ekki vafi í mínum huga að framundan eru miklir samrunar afurðafélaga í mjólkurvinnslu, bæði í Evrópu og á heimsvísu. Það er eina leiðin sem er fær, ætli félögin að geta greitt kúabændum hæsta afurðaverð sem mögulegt er. Samhliða er neysla mjólkurafurða að aukast hratt í stórum hlutum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Við ætlum okkur að standa sterkir á þessum mörkuðum einnig, rétt eins og við gerum í Evrópu í dag, sagði Åke að lokum í viðtali við Bændablaðið. Snorri Sigurðsson Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku. Segull er mikið hágengur Geðslagið er frábært. Mikill vilji og þjáll, taugasterkur og ákveðinn. Þessir eiginleikar eru nú að koma í ljós í flestum þeim afkvæmum hans, sem tamin hafa verið Flest þeirra eru fallega jörp. Upplýsingar um notkun veitir Þorgrímur s og Róbert , eða netf. fagvirkni@fagvirkni.is Verð með girðingargjaldi, án vsk. er kr ,- ESB ESB - NEI NEI TAKK TAKK Segjum skýrt nei við ESB-aðild! Núna gefst tækifæri til þess að taka virkan þátt í baráttunni gegn ESB-aðild! Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, býður upp á límmiða á heyrúllur sem gera það að verkum að bændur og landeigendur geta merkt rúllurnar og sett þær við vegi eða aðra áberandi staði. Þvermál límmiðanna er 120cm og eru þeir seldir á kostnaðarverði eða krónur. Límmiðunum verður komið á svæði þess sem pantar, honum að kostnaðarlausu ef pantað er fyrir 15. júní. Til þess að panta má fara á vefslóðina eða hringja í síma:

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Kross í Lundarreykjadal. Óskar Halldórsson bóndi á Krossi í Lundarreykjadal: Ræktar fé í ótal litaafbrigðum og sumt ferhyrnt í þokkabót Óskar Halldórsson bóndi á Krossi í Lundarreykjadal á afar litskrúðugan fjárstofn. Sendi hann Bændablaðinu nokkrar myndir fyrir skömmu og óskaði eftir litagreiningu á nokkrum lömbum og kindum sem þar var að sjá, enda ekki sjálfgefið hvað eigi að kalla sum afbrigðin. Ólafur Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Bændasamtakanna, er sjálfur með sauðfjárbúskap og einn af helstu viskubrunnum um sauðfjárrækt landsmanna. Hann varð fúslega við beiðni um að reyna að skilgreina litaafbrigðin, þó að í sumum tilfellum sé það ekki einfalt þar sem hann hefur ekki séð fé Óskars. Ólafur sagði að þó slík fjölbreytni í litaafbrigðum væri mjög skemmtileg og oft í uppáhaldi hjá listamönnum og hannyrðafólki, þá væru ullarvinnslufyrirtæki ekki eins hrifin af ull af slíkum skepnum til vinnslu. Glæsilegur, ferhyrndur svargolsóttur hrútur. Mynd / HKr. Þau eru fjölbreytt litaafbrigðin í fjárstofni Óskars Halldórssonar á Krossi. Mórauður og myndarlegur hrútur. Kynblöndun fjölda ólíkra litaafbrigða Í fjárstofni Óskars hafa mjög skemmtileg litaafbrigði orðið til við kynblöndun á golsóttu fé, mórauðu, flekkóttu, botnóttu, svörtu og jafnvel krúnóttu. Sumir myndu sjálfsagt einfalda málið og kalla blönduð afkvæmi úr þessum litaafbrigðum einfaldlega flekkótt, en nákvæmum sauðfjárræktarmönnum þykir það þó ansi mikil einföldun. Ferhyrnd golsótt ær með svarbotnuflekkótt lamb við hlið sér (gæti líka hugsanlega skilgreinst svargolsuflekkótt en það fer eftir lit á búk). Lambið lengst til hægri er líklegast grágolsuflekkótt. Lambið hægra megin er mógolsuflekkótt en hitt svargolsuflekkótt og fer litaskilgreiningin m.a. eftir lit í kringum augun. Ferhyrndur svargolsóttur hrútur Á myndum Óskars má t.d. sjá afar myndarlegan, ferhyrndan svargolsóttan hrút, samkvæmt skilgreiningu Ólafs. Sagði hann þennan hrút reyndar sérlega skemmtilegan vegna þess hve góð samsvörun er í lögun og lit hornanna. Hundurinn á bænum er greinilega í miklum vinskap við rollurnar, en þarna er svarkrúnótt kind að kanna tugguna við trýnið á honum. Þarna eru líka tvö lömb sem bera sambland af golsóttum og flekkóttum litaafbrigðum. Annað skilgreinir Ólafur sem mógolsuflekkótt og hitt svargolsuflekkótt. Þá er þarna líka ferhyrnd golsótt ær með tvö lömb, annað svarbotnuflekkótt eða svargolsuflekkótt (nánari skilgreining fer eftir lit á búk) og hitt lambið er grágolsuflekkótt. Svona má lengi telja en Ólafur sagði þessa litablöndun hjá Óskari bónda á Krossi mjög skemmtilega, þó hagkvæmni varðandi sölu ullar til verksmiðjuframleiðslu væri kannski ekki mjög mikil. /HKr.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Vélabásinn Mercedes Benz Sprinter NGT: Hljóðlátur og kraftmikill með bensín/gasmótor Benz hefur alla tíð verið einhver vinsælasta bíltegundin meðal þeirra sem hafa atvinnu af akstri, sama hvort er um að ræða leigubílstjóra, flutningabílstjóra, rútu- eða sendibílstjóra, en lág bilanatíðni og góð ending hafa skilað þessu trausti bílstjóra á Benz í gegnum tíðina. Þessa dagana er Askja með sérstakt tilboð á Mercedes Benz Sprinter pallbílum, en í boði eru nokkrar gerðir. Pallbíll fyrir vinnuflokka sem er skráður fyrir sjö manns, bíll sem er skráður fyrir þrjá og er palllaus (ætlaður fyrir kassa) og svo tveggja manna pallbíll með um þriggja og hálfs metra palli sem ég tók smá hring á og heitir 316 NGT. Ég ók bílnum um 120 kílómetra, mest á bundnu slitlagi en einnig örlítið á malarvegi. Það getur verið þreytandi að keyra sendibíl langar leiðir en ökumannssætið í þessum bíl er þægilegt, ekkert ósvipað að sitja í bílnum og í jeppa (sæti hátt með gott útsýni yfir Vélaprófanir Hjörtur L. Jónssonson veginn og umferðina). Sjálfskiptingin er margþrepa, bíllinn missir lítið ferð í brekkum og er sjálfskiptingin að skila bílnum vel áfram þó að í brekku sé. Bensín/gas og 156 hestöfl Vélin, sem er fjögurra strokka, á að skila 156 hestöflum og er gerð bæði fyrir metangas og bensín, er nánast hljóðlaus og vinnur vel. Ég gaf bílnum vel inn upp Kambana og þegar ég sá þriggja stafa tölu í mælaborðinu var kominn tími á að slá af, og ég sem var bara rétt byrjaður að gefa bílnum. Á malarveginum sem ég ók voru frekar slæmar aðstæður til aksturs (þurrt og mjög laust yfirborð). Góður frágangur á gaskútum Frágangurinn á gaskútunum fyrir metangasið er til fyrirmyndar, en þeir eru á grindum sinn hvoru megin á hliðum bílsins og með hlífðarpönnu undir til að verja kútana fyrir hnjaski að neðan ef bíllinn væri óvart rekinn niður (eitthvað sem margir aðrir mættu taka til fyrirmyndar, en allt of algengt er að sjá metangaskúta bera og án nokkurra hlífa skara niður undan bílum sem hefur verið breytt í metanbíla). Hár frá vegi en rásfastur Í prufuakstrinum var bíllinn ekki með neitt á pallinum og því léttur að aftan, en hann var glettilega stöðugur á lausum og þurrum malarveginum og fjöðrunin mjúk og þægileg, en fyrirfram hafði ég ímyndað mér bílinn hoppandi og skoppandi út um allt svona tóman á holóttum malarveginum. Tiltölulega hátt er undir bílinn, en lægstu punktar eru neðri festingarnar fyrir afturdemparana, um 18 cm frá jörð, en undir miðri afturhásingunni mældist mér hæðin vera um 22 cm. Þar sem bíllinn er metangasbíll eru bifreiðagjöld lítil og ætti að lækka enn frekar rekstrarkostnað á bílnum, en eini gallinn að mínu mati við metanbíla er að eini staðurinn þar sem maður fær metangas á kútana er á höfuðborgarsvæðinu og af þeim sökum hafa mér hingað til ekki fundist metanbílar vera vænlegur kostur fyrir landsbyggðina, sérstaklega vegna þess að fæstir metanbílar eru með metangas á kútum fyrir nema á bilinu 150 til 300 km akstur. Þess ber þó að geta að heyrst hefur að metangasáfylling verði í boði á Akureyri innan tíðar. Dælir allt að 7 metra lóðrétt eða 70 metra lárétt Ein dæla dugar fyrir allt að 20 kýr/hross Dýrin eru fljót að læra á dæluna Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri sími: ÞÓR H F arkrókhálsi Reykjavík Sími Lónsbakka 601 Akureyri Sími Sláttutraktorar í garðinn og sumarbústaðinn Góður frágangur á gaskút, en mætti örugglega sitja hærra á grindinni. Lægstu punktar eru neðri festingarnar fyrir afturdemparana, um 18 cm. Frá 6,9 7,3 milljónir plús vsk. Gaman hefði verið að mæla eyðsluna nákvæmlega á hvoru fyrir sig, metani og bensíni, en samkvæmt bæklingi á bíllinn að eyða undir 10 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Samkvæmt tilboðsmiðanum í glugganum á bílnum sem ég ók kostar hann nú kr. + vsk., vinnuflokkabíllinn kostar kr. + vsk og sá palllausi kostar kr. + vsk, en öll þessi verð eru með þeim aukahlutum sem eru í þeim bílum sem eru til sýnis (sem eru mismunandi). Persónulega finnst mér þessi verðtilboð öll vera vel þess virði að skoða fyrir þá sem hafa mikil not fyrir svona bíla.

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Lesendabás Næg beit í landinu fyrir hross - hvurt er vandamálið? Frá Cape Coast í Ghana. Þrjár stúlkur í Ghana: Vilja komast í menningarleg samskipti við Íslendinga Bændablaðið er greinilega víðlesið því þrjár stúlkur 24 og 25 ára frá bænum Cape Coast í Ghana í Vestur-Afríku sendu Bændablaðinu bréf á dögunum með ósk um að koma skilaboðum á framfæri. Við erum nemendur í Ghana og höfum áhuga á að komast í samband við fólk í ykkar fallega landi með gagnkvæm menningarlega samskipti í huga. Nana Krampah, 25 ára. Hún hefur áhuga á tónlist, bréfaskriftum, söng, að skiptast á gjöfum og fleiru. Heimilisfang: P.O. Box CC 465 Royal Lane, Cape Coast-C/R-Ghana, West Africa. Sími: , Netfang ( ): kwaitoo2012@yahoo.com Undanfarið hefur aðeins borið á umræðu um hrossastofninn og landið. Andrés Arnalds ráðsmaður fagmála hjá Landgræðslunni reið á vaðið og vakti máls á ofbeit. Meðal annars talaði hann um ellefu ofbitin hólf á milli Hveragerðis og Selfoss. Sjálfur fer ég þessa leið oft og ég er ekki eins talnaglaður og fagmaðurinn, öðru veitti ég athygli sem honum yfirsást og það var vanbitið land hvert sem maður leit. Síðan hafa forustumenn hestamanna tjáð sig þ.e. Haraldur Þórarinsson formaður L.H. og Kristinn Guðnason formaður hrossabænda. Eitt ber þeim saman um og það er næg beit í landinu fyrir þessi hross og þá spyr maður sjálfan sig hvurt er vandamálið. Haraldur vill fækka hrossum um fjórðung þannig að stofninn telji 60 þúsund. Ef það eru 11 þúsund félagar eða heimili sem stunda hestamennsku er þá það ofætlan að á hverju heimili Steingrímur Viktorsson. séu þrír hestar. Tryppi eru um 17 þúsund og hvað ætli hafi verið tamin mörg hross í vetur sem væntingar eru gerðar til? Hvað eru svo mörg hross sem bera útlendinga um landið þvert og endilangt og skapa gjaldeyri? Ef köstuð folöld eru um 7-8 þúsund þá þurfa hryssurnar að vera um 10 þúsund. Er hugsun Haraldar sú að bjóða viðskipavinum sínum hey á betra verði? Ég set fram þessar athugasemdir vegna þess að félaga mínum sem er gjörsneyddur náttúru fyrir hestum blöskraði ummæli formanns Landssambandsins. Kristinn er miklu jarðbundari og ræðir um tilgang hrossa sum hross eru bara notuð í að bíta gras og hrossabeit er hagabót. Það bætir líka beit fyrir annan búpening (sauðfé). Sammála er ég honum að til eru hross sem gagnast engum, en Kristinn segir líka sala hafi dregist saman og að afsetning hafi verið lítil, en það sér þó til sólar í þeim efnum. Það hlýtur að vera mál hvurs og eins hvernig hrossahald hann stundar svo framarlega að það sé gert án vanog offóðrunar. Steingrímur Viktorsson. Gladys Yeboah, 25 ára. Hún hefur áhuga á eldamennsku, tónlist, lestri og að skiptast á gjöfum. Heimilisfang: P.O. Box CC 465 Royal Lane, Cape Coast-C/R-Ghana, West Africa. Hér eru nöfn og heimilisföng stúlknanna ef einhver vill verða við beiðni þeirra: Við lestur síðasta Bændablaðs rakst ég á greinarkorn skrifað af einhverjum Ólafi Kristóferssyni sem ber yfirskriftina Umgangur um Breiðabólsstað er til skammar. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að þar er átt við Breiðabólstað í Vesturhópi. Fátt er rétt í áðurnefndri grein og nokkuð um ónákvæmni og sumt er beinlínis ósatt. Það fyrsta er að sagt er að Kirkjugatan sé á kafla til skammar. Gatnakerfið á Breiðabólsstað er ekki mikið að vöxtum né flókið og gatan Kirkjugata finnst þar ekki. Þá virðst það vera efni til athugasemda að Breiðabólstaður hafi verið leigður af einhverjum bónda. Sérkennilega til orða tekið nema ef greinarhöfundur telur það óeðlilegt að bændur sitji jarðir þessa lands en kannski hefur hann aðrar hugmyndir um nýtingu jarða á Íslandi en að bændur sitji þær. Ætti hann þá að drífa sig í að koma þeim hugmyndum sínum í framkvæmd í stað þess að níða Abigail Afful, 24 ára. Hún hefur áhuga á Söng, bréfaskriftum, skiptum á myndum, íþróttum og fleiru. Heimilisfang: P.O. Box CC 465 Royal Lane, Cape Coast-C/R-Ghana, West Africa. Athugasemd vegna leiðindaskrifa og rangra staðhæfinga Allir lesa bbl.is þann sem er að nytja landið. Þá er í greininni nefndur skítahaugur sem myndast hefur og renni úr honum eftir götunni í bleytutíð. Í fyrsta lagi þá eru skítahaugar ekki óeðlilegir til sveita en kannski veit greinarhöfundur ekki af því. Í öðru lagi þá er það nú svo að enginn skítahaugur er á Breiðabólstað og því rennur ekkert úr slíkum skítahaug eftir götunni eins og haldið er fram í greininni og getur það hver séð er nennir að líta heim að Breiðabólsstað, en kannski hefur greinarhöfundi láðst það. Grunur minn er sá að bréfritari viti lítið eða ekkert um umgengni á Breiðabólstað og greinin sé skrifuð í einhverju leiðindakasti en menn ættu að geyma sína andlegu og ímynduðu skítahauga fyrir sig og láta vera að moka úr þeim yfir aðra í Bændablaðinu. Kristján Þorbjörnsson, sem er allvel kunnugur á Breiðabólstað. Einkenni sem koma fram við ofbeit eru að gróðurþekja minnkar og rofdílar, sem eru lítil sár í gróðurþekjunni, fara að myndast, þúfur verða áberandi og gróður verður allur snöggbitinn. Nokkrir fróðleiksmolar um hrossabeit Í vor hefur ofbeitt land af völdum hrossa verið óvenju áberandi og eru orsakir þess ýmsar, stundum á það langan aðdraganda en í öðrum tilfellum hefur beit gengið of nærri landi á skömmum tíma. Ávallt verður að taka mið af ástandi lands við skipulagningu beitar og fylgjast vel með vísbendingum sem landið gefur um að nú sé nóg komið. Tvennt er það sem gjarnan virðist fara úr böndunum við skipulag beitar. Hið fyrra að beit er hafin of snemma á vorin þannig að gróður nær sér ekki á strik (sjá grein í Bændablaðinu 31. maí sl., bls. 29). Hið síðara er að hross eru höfð of lengi á sama landinu og þannig er gengið of nærri gróðri. Einkenni sem þá koma fram eru að gróðurþekja minnkar og rofdílar, sem eru lítil sár í gróðurþekjunni, fara að myndast, þúfur verða áberandi og gróður allur snöggbitinn. Rofdílar eru oft undanfari alvarlegs rofs. Það eitt að taka hross af áður en svo er komið gerir gæfumuninn. Með því er komið í veg fyrir að gengið sé á uppskerugetu landsins og að beitin valdi landskemmdum. Þegar land er komið í það ástand að rofdílar eru áberandi og jafnvel stór sár komin í gróðurþekjuna er mun erfiðara og kostnaðarsamara að laga það og oftast tekur langan tíma að græða sárin. Enn eitt atriði sem ekki er eins augljóst er að við ofbeit fækkar eftirsóttum beitarplöntum og þá minnkar beitargildi landsins. Það er nauðsynlegt að hvíla land hluta vaxtartímans, svo gróður styrkist og rætur nái að vaxa og eflast. Með því að hólfa landið niður er Land sem er of mikið beitt getur verði árum saman að jafna sig og í sumum tilvikum eru friðun og landbótaaðgerðir nauðsynlegar. hægt að bæta nýtingu gróðurs og hvíla hluta beitilandsins tímabundið. Þó skal hafa í huga að séu hross í litlum hólfum eykst traðk til muna, sem getur valdið skemmdum, en þarna skipta tímalengd og veðurfar miklu máli. Beit í bröttum brekkum og hlíðum er sérstaklega varasöm og brattlendi er illa fallið til hrossabeitar. Hallinn út af fyrir sig gerir land viðkvæmara og beit jafnvel í stuttan tíma getur valdið miklum skemmdum. Það er líka erfitt og dýrt að laga gróðurskemmdir í brattlendi. Reiðhestahólf í brattlendi ætti því eindregið að forðast því í þeim er mikil hætta á landskemmdum. Randabeit getur verið góð aðferð til að stjórna beit og bæta nýtingu gróðurs og eins til að halda reiðhestum í réttum holdum, en á ekki alls staðar við. Rýrt land, s.s. mólendi og brekkur á alls ekki að randabeita. Randabeit á einungis við á sterku, uppskerumiklu landi s.s. frjósömum mýrum og ræktuðu landi. Land sem er of mikið beitt getur verið árum saman að jafna sig og í sumum tilvikum eru friðun og landbótaaðgerðir nauðsynlegar til að landið nái sér á strik á ný. Því verr sem landið fer, því erfiðara er að laga það. Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi, Landgræðslu ríkisins.

41 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Eyddi fyrstu dögum ævinnar á Hótel Sögu Sá skemmtilegi atburður gerðist um páskana, á 50 ára afmælisári Hótels Sögu, að hvítvoðungur kom þar inn aðeins um sjö klukkustunda gamall og gisti með foreldrum sínum á herbergi númer 555 fyrstu fimm nætur ævi sinnar. Foreldrarnir Einar Kristján Jónsson, starfsmaður Frumherja og Liselotta E. Pétursdóttir, rekstrarfulltrúi hjá Vistor, hafa svo sannarlega kynnst því síðastliðið ár að lífið tekur oft óvænta stefnu. Þetta kom nú til af því að síðastliðið sumar keyptum við okkur húsnæði í Kópavogi og ætluðum í fyrstu eingöngu í smávægilegar framkvæmdir. Þegar betur var að gáð virtumst við hafa keypt köttinn í sekknum því húsið var mjög illa farið af raka og skemmdum. Myglusveppur var grasserandi á bakvið panel- og plötuklæðningar. Við ætluðum einungis að færa einn vegg en enduðum á að henda gjörsamlega öllu út svo eingöngu útveggirnir stóðu eftir á tímabili. Húsið reyndist nánast ónýtt svo við urðum að bretta upp ermarnar. Þetta rask hefur tekið mikinn tíma þar sem ég vann að mestu í þessu sjálfur með aðstoð vina og vandamanna, útskýrir Einar. Sjö klukkustunda gamall á hóteli Litli sonur hjónanna, Jón Eyjólfur, fæddist á föstudaginn langa, þann 6. apríl síðastliðinn og því voru páskarnir heldur óvenjulegir hjá fjölskyldunni. Olga Ingibjörg stóra systir, sem er fimm ára gömul, eyddi ekki páskunum á Hótel Sögu heldur fór hún í vist til móðurömmu sinnar og -afa. Það fylgdi okkur mikill farangur, svo mömmu féllust alveg hendur þegar við mættum til að fá að gista hjá þeim pabba í nokkra daga. Hún var því ekki lengi að hringja í Önnu vinkonu, mannauðsstjóra á Hótel Sögu og saman bókuðu þær herbergi fyrir okkur. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn en mömmu varð ekki haggað, svona skyldi þetta vera og ekki orð um það meir. Svo við vorum þar í um vikutíma fyrir barnsburð og annan eins tíma eftir að Jón Eyjólfur kom í heiminn, segir Lisa brosandi og útskýrir jafnframt: Þetta var svakalega fínn tími á hótelinu, þó var ég ekki með drenginn þar ein allan daginn heldur var hjá mömmu og pabba á daginn. Jón Eyjólfur fæddist um klukkan 11 á föstudaginn langa og þar sem allt gekk vel vorum við komin upp á Hótel Sögu rétt rúmlega sex um kvöldið á herbergi númer 555, sem er flokkað business class -herbergi svo það var ekkert slor. Hjartaaðgerð og RS-vírus Jón Eyjólfur var vær og góður fyrstu dagana á hótelinu en dvölin hans þar varð heldur styttri en lagt var upp með í byrjun. Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Öllum lum þykir okkur k mikilvægt ilvæg að finna n at til öryggis gi í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara gisv ra síðan Dynjandi örugglega gl fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is Hann var mjög vær en við vorum auðvitað ekki mikið á röltinu á hótelinu, rétt hlupum niður með hann til að fara út og svo aftur upp, reyndum að hafa engan í lyftunni þegar við ferðuðumst með henni og skiptumst á að fara niður í morgunmat. Jón Eyjólfur var eiginlega einum of vær og góður, hann vildi helst bara sofa og erfitt var að koma ofan í hann næringu. Skýringuna fengum við svo í fimm daga skoðuninni, hann var með hjartagalla eða þrengingu í ósæðinni. Hann var því lagður beint inn á vökudeildina og fór í hjartaaðgerð hér heima einungis tíu daga gamall, útskýrir Lisa og Einar bætir við; Það er ekki ætlast til að foreldrar gisti á vökudeildinni og því var það kærkomin hvíld að hafa þessa góðu aðstöðu á hótelinu. Herbergisþernunum hefur eflaust þótt þetta skrýtið að fyrst var barnavagn og barn en síðan var vagninn enn og ekkert barn. Þannig að þetta var líka skrýtið fyrir okkur að vera allt í einu barnlaus á hótelinu. En aðgerðin heppnaðist og Jón Eyjólfur braggast vel. Við vorum þó svo óheppin að þegar hann var um fimm vikna fékk hann RS-vírus og þurfti að liggja tæpa viku á Barnaspítalanum, en nú eru vonandi allir erfiðleikar að baki og fjölskyldan loksins flutt í húsið í Kópavoginum. /ehg Ýmsar vörur á tilboði í júní. Kíktu á heimasíðu okkar, dynjandi.is og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! JÚNÍTILBOÐ Á HEYRNARHLÍFUM

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Jóhann Þorvarður Ingimarsson og Sólveig Jóna Ólafsdóttir. Þorvarður er fæddur og upp alinn á Eyrarlandi en Sólveig er frá Sleitustöðum í Skagafirði. Þau tóku við búinu af foreldrum Þorvarðar 1992 fjárlausu eftir niðurskurð vegna riðu, og keyptu svo jörðina Bústofn var keyptur haustið 1992, 155 lömb. Eyrarland er nýbýli úr Bessastöðum, stofnað 1937 af Jóhanni Jónssyni afa Þorvarðar. Fyrstu árin var unnið við hrossatamningar með búinu, ásamt ýmsu öðru. Hestamennskan hefur dalað hjá bóndanum, og hestunum fækkað, en yngri börnin eru áhugasöm um að fjölga þeim aftur. Býli? Eyrarland í Fljótsdal á Héraði. Staðsett í sveit? Á Fljótsdalshéraði en ekki í Fljótsdalshéraði. Helstu kennileiti í nágrenninu eru Skriðuklaustur, Hengifoss, Hallormsstaður og Kárahnjúkavirkjun. Fljótsdalur er veðursæll staður með góðar aðstæður til landbúnaðar. Ábúendur? Þorvarður Ingimarsson og Sólveig Ólafsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru Ragna Fanney 83, Ingimar 92, Eydís Hildur 98, Arnar Óli og Hjálmar Óli fæddir Barnabörn tvö, Inga Sól og nýfæddur drengur, foreldrar þeirra eru Ragna Fanney og Ívar Karl Hafliðason, þau búa á Egilsstöðum. Stærð jarðar? Tún 32 ha ásamt allnokkrum hreindýralendum á Fljótsdalsheiði. Tegund býlis? Sauðfjárbúskapur og skógrækt, einnig hrossa- og fjárhundarækt í smáum stíl. Sólveig vinnur hlutastarf á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Fjöldi búfjár og tegundir? 560 kindur sl. vetur, sex Border Collie fjárhundar og fjöldi hrossa óljós, það er vegna uppruna Sólveigar, Skagfirðingar gefa aldrei upp fjölda hrossa í eigin stóði. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er breytilegt eftir árstíðum eins og á öðrum sauðfjárbúum, en sauðburði er nýlokið og þá renna dagar og nætur í eitt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur er góður tími og svo eru haustin skemmtileg. Það er fátt skemmtilegra en að vera á fjöllum í góðu veðri að smala. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Halda baslinu áfram og reyna að bæta afkomuna, m.a. með því að framleiða okkar eigin raforku. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Held að þau séu í nokkuð góðum farvegi. Sem betur fer eigum við okkur góða málsvara úr stéttinni, meðan svo er þá eigum við von. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það munu eflaust verða miklar breytingar á næstu árum, og þá sérstaklega á jaðarsvæðum. En í þeim héruðum sem hann er sterkur nú þegar, á hann alla möguleika Eyrarland á því að dafna. Ég held að þetta snúist mikið um möguleika fólks á að sækja sér þjónustu, skólagöngu barna og þess háttar. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt og mjólkurvörur sem framleiddar eru hér á Íslandi, undir miðnætursólinni, eru hreinar náttúruafurðir og í því liggja okkar möguleikar held ég. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg, ýmsar gerðir af sultum og ávextir. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, og ýmis grillmatur, þ.m.t. folaldakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í búskap skiptast alltaf á skin og skúrir, margar ánægjustundir og áföll inn á milli. Það sem drepur þig ekki, herðir þig. Svalandi vítamínsprengjur Það er þægilegt að eiga til eitthvað svalandi í kæli- eða frystiskápnum á heitum sumardögum sem eru vonandi framundan. Hér koma tvær uppskriftir að krapa sem báðir eru hollir, einfaldir að laga og afar svalandi og bragðgóðir. MATARKRÓKURINN Ávaxta- og kasjúhnetuís Fyrir g kasjúhnetur 500 ml hreinn appelsínusafi 240 g mjúkar döðlur, saxaðar gróft 150 g mangó (einungis kjötið), saxað smátt 1 stór banani, vel þroskaður Aðferð: Setjið kasjúhneturnar í matvinnsluvél og malið þær í allavega 2 mínútur. Skafið hliðar matvinnsluvélarinnar og malið áfram í 2-3 mínútur eða þangað til hneturnar eru mjög fínt malaðar/maukaðar. Setjið í stóra skál. Saxið döðlurnar gróft og setjið í matvinnsluvélina ásamt appelsínusafanum. Blandið í 1-2 mínútur eða þangað til döðlurnar eru vel maukaðar. Setjið í skálina. Afhýðið mangó og banana og skerið í litla bita. Setjið síðan í matvinnsluvél og blandið í eina mínútu eða þangað til það er vel maukað. Setjið í skálina og hrærið vel saman. Hellið blöndunni í grunnt plastbox og setjið í frystinn. Takið úr frystinum á um hálftíma til klukkustundar fresti og brjótið ískristallana ef þeir myndast. Endurtakið þangað til erfitt er orðið að hræra í blöndunni. Látið ísinn þiðna í ísskáp í um mínútur áður en hann er borinn fram. Þannig verður auðveldara að skafa úr boxinu. (Af vefnum cafesigrun.com). Banana- og hnetusmjörsís 3 bananar 1 msk. hnetusmjör mynta til skrauts Aðferð: Skerið banana í sneiðar og frystið. Takið bananana úr frysti og látið þá standa á borðinu í nokkrar mínútur. Setjið þá svo í matvinnsluvél ásamt hnetusmjörinu og hrærið allt saman. Setjið í skálar og skreytið með myntu. /ehg

43 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Bókabásinn Justin Bieber í uppáhaldi Katrín Eir Ásgeirsdóttir er ánægð með að vera búin með 2. bekk og að komast í örlítið frí frá skólanum. Hún ætlar að njóta sumarsins í botn og leika við vinkonur sínar ásamt því að eyða töluverðum tíma með fjölskyldunni í bústað þeirra á Laugarvatni. Nafn: Katrín Eir Ásgeirsdóttir. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Í Grafarvogi í Reykjavík. Skóli: Rimaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Frímínútur, stærðfræði og dans. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundar og kýr. Uppáhaldsmatur: Pítsa og hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Vinir Sjonna og svo Justin Bieber. PRJÓNAHORNIÐ Uppáhaldskvikmynd: Alvin og Íkornarnir 3. Fyrsta minningin þín? Ég man eftir því þegar ég var 5 ára í fiðrildagarði í Kuala Lumpur en þar áttum við heima í nokkra mánuði. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi samkvæmisdansa og hef keppt einu sinni í þeim. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara á leiki inni á ggg.com og á barbie.com. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Frægur dansari og að vinna í bakaríi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég krotaði framan í mig og litlu systur mína með tússlitum. Punktar út um allt andlit og mamma var heillengi að ná þessu framan úr okkur. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að gera ekki neitt og hanga bara. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla að leika með vinkonum mínum og fara á Laugarvatn í bústaðinn okkar. /ehg Holtamannaafréttur Sumarhattur Stærð: S/M (L/XL) Höfuðmál: um 54/56 (58/60) cm Efni: Drops Muskat soft nr. 16, 100 (150)g nýtt hjá Garn.is! Heklunál nr. 3,5 Aðferð: Ath! Farið alltaf upp á milli umferða með 3ll (sem jafngildir þá einum stuðli). Ljúkið hverri umf. með kl í þriðju ll frá byrjun umferðar. Hattur: Heklið 5ll og tengið í hring. 1. umferð: (sjá aðferð) heklið 10st í hringinn. 2. umferð: heklið 2st í hvern st = 20st. 3. umferð: *1 st í fyrsta st af tveimur úr fyrri umferð, 2st í seinni st af tveimur*, ent frá *-* = 30st. 4. umferð: *1 st í fyrsta st af tveimur úr fyrri umferð, 2st í seinni st af tveimur*, ent frá *-* = 40st (5.-10.) umferð: Haldið áfram að auka út líkt og áður. Það ættu að vera 10 útaukningar í hverri umferð = 90(100)st. 10. (11.) umferð: 1 st í fyrsta st, * 2ll, hoppið yfir einn st, 1 st í næsta st *, ent frá *-* og ljúkið með 2ll og kl í byrjun umf = 45(50) st (12.-17) umferð: 1 st í fyrsta st, *2ll, hoppið yfir 2ll úr fyrri umf, 1 st í næsta st*, ent Bændablaðið Smáauglýsingar frá *-* og ljúkið með 2ll og kl í byrjun umf = 45(50)st. 16. (18.) umferð: *1 st í hvern st, 1 st í hvern ll-boga*, ent frá *-*. =90(100)st. 17. (19.) umferð: Heklið 1 st í hvern st = 90(100) st. 18. (20.) umferð: *1 st í fyrstu 4 st, 2 st í þann næsta*, ent frá *-* = 108(120)st ( ) umferð: heklið 1 st í hvern st = 108(120)st. 21. (23.) umferð: Heklið st alla umferðina en aukið út um 10(12) st jafnt yfir umferð. Aukið út með því að hekla 2 st í 1 st = 118(132)st ( ) umferð: Heklið 1 st í hvern st =118(132)st. 24. (26.) umferð: Heklið st alla umferðina en aukið út um 12(13) st jafnt yfir umferð. Aukið út með því að hekla 2 st í 1 st = 130(145)st. 25. (27.) umferð: Heklið 1 st í hvern st = 130(145) st. 26. (28.) umferð: Heklið st alla umferðina en aukið út um 14(15) st jafnt yfir umferð. Aukið út með því að hekla 2 st í 1 st = 144(160)st. Klippið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. Fjallferðir Síðastliðið haust kom út bókin Skrifaði hún um ráðskonustarfið og Holtamannaafréttur - Fjallferðir breytingar á aðstöðu ráðskonunnar sem er samantekt Einnig átti hún til lýsingu frá fyrirrennara sínum, Birnu Bjarnadóttur, Ingibjargar Sveinsdóttur. Ekki hefur farið mikið fyrir þessu riti um hvað hafa þurfti meðferðis af í umfjöllun fjölmiðla en þarna er matvælum. á ferðinni athyglisverð samantekt Í bókinni er sagt frá því þegar á heimildum um smalamennsku á féð var ferjað á báti yfir Tungnaá Íslandi. Í bókinni eru frásagnir af við Hald, til að koma því á afréttinn fjallferðum á Holtamannaafrétti og af honum aftur. Smalar gistu þá á þessu árabili, en árið 2010 voru í tjöldum og verið var með trússið liðin 50 ár frá því aftur var farið í kliftöskum á hestum. Árið 1964 að reka fé á afréttinn eftir sauðfjárskiptin. Fjallferðirnar, smölun þá var Ferjukot byggt, en það var var sett kláfferja á Tungnaá og afréttarins og aðbúnaður manna fyrsta leitarmannahúsið. Á næstu 10 og hesta hafa tekið gífurlegum árum voru byggð 3 leitarmannahús breytingum á þessum tíma. til viðbótar og hesthúsbraggar fyrir Bændur í Ása- og Djúpárhreppi hestana, við þetta batnaði aðbúnaður manna og hesta verulega. (nú hluti af Rangárþing ytra) eiga upprekstrarrétt á Holtamannaafrétt. Farið var að vera með trússbíl og Afrétturinn liggur í grófum dráttum milli Þjórsár og Tungnaár, frá fjallskrínu. Árið 1977 fór ráðskona var hver smali þá með sitt nesti í Sultartangalóni í suðri og allt norður með í fyrsta skipti. Eftir að leitarmannahúsið Versalir var reist hafa í Nýjadal á Sprengisandi. Kaldakvísl skiptir afréttinum í tvö svæði og smalar bæði rafmagn og rennandi er hann smalaður í tvennu lagi. vatn í fjallferðum. Annars vegar eru það Þóristungur Fyrstu árin var eingöngu smalað og hins vegar Búðarháls og svæðið á hestum, síðan bættist trússbíllinn milli Köldukvíslar og Þjórsár. við, þá fjórhjól og fleiri bílar. Síðustu Frásagnirnar í bókinni ná einungis ár hefur ekki verið smalað á hestum til þess hluta afréttarins sem er á í seinni leit. Miklar breytingar hafa milli Köldukvíslar og Þjórsár. einnig orðið á afréttinum með tilkomu virkjana og miðlunarlóna og Frá árinu 1967 hafa fjallmenn yfirleitt skráð það markverðasta sem hefur Kvíslaveita þar mest áhrif gerðist í hverri fjallferð í gestabækur því hún skiptir hluta afréttarins í leitarmannahúsanna á afréttinum. tvennt. Vegna virkjanaframkvæmda Misjafnt er hve mikið var skrifað um hafa samgöngur að og um afréttinn hverja fjallferð og mun meira er ritað batnað verulega. Í tengslum við um fjallferðir síðustu ára heldur en Búðarhálsvirkjun var Tungnaá brúuð um þær fyrstu. Við samantekt bókarinnar skráðu Sveinn Tyrfingsson hætt að nota Kláfinn. við hlið Kláfsins árið Var þá í Lækjartúni og Ingólfur heitinn Bókin er 140 blaðsíður og í Guðmundsson í Króki frásögn henni er fjöldi ljósmynda. Hún er af fjallferðum árið Guðrún til sölu hjá Ingibjörgu Sveinsdóttur Kjartansdóttir í Stúfholti fór fyrst Lækjarbrekku í Ásahreppi, sími 487 sem ráðskona á afréttinn árið Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Íslensk hönnun Íslenskt fjörugrjót og rekaviður í lampagerð H jónin Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Þór Ólason eru búsett í Mosfellsbæ þar sem hann rekur byggingarfyrirtækið Mótanda og Anna Ólöf vinnur hjá hönnunarfyrirtækinu Heklu Íslandi. Undanfarið hafa þau framleitt lampa sem eru að hluta úr íslensku grjóti og rekavið og upplýsti Anna Ólöf blaðamann Bændablaðsins um hönnun þeirra hjóna. Nýr Belarus Verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. Uppl. Í síma Ferðaþjónustuhús og 32 fm Ef þú vilt auka gistiframboð eða hefja ferðaþjónustu eru sænsku húsin frá JABO réttu húsin. Góð reynsla og gott verð. Jabohús Ármúla 36,108 Rvk. Sími Nýtt prjónablað Ullarselið á Hvanneyri hefur ákveðið að halda keppnina Ull í fat á safnadeginum 8. júlí nk. í samstarfi við Landbúnaðarsafnið. Þessi keppni er ekki ný af nálinni en sú fyrsta var haldin árið Þá kom upp sú hugmynd í Ullarselinu að hafa spunakeppni til að vekja athygli á ullinni og því þróunarverkefni sem hrundið hafði verið af stað með stofnun Ullarselsins á Hvanneyri árið Um sumarið var opinn dagur á Hvanneyri og varð keppnin að dagskrárlið þann dag. Verkefni þessarar fyrstu keppni var að finna út hve langan tíma tæki að vinna heilt reyfi í fullunna peysu. Guðmundur Hallgrímsson hugðist rýja kind með bundið fyrir augun og þótti mjög áræðinn fyrir vikið. Þegar hann svo vafði hálstaui Jóhönnu á Akri um hausinn á kindinni létti mörgum áhorfendum svo um munaði. Um leið og reyfið kom í hendur spunakvenna var klukkan sett af stað. Spuninn fór í gang og þegar búið var að tvinna nógu langan spotta til að fitja upp á ermum var byrjað að prjóna. Þegar efniviðurinn var orðinn nægur í uppfit á bolnum fór hann af stað og sátu 2 konur við og prjónuðu með 2 hringprjónum. Eftir 5 klst. og 5 mínútur var reyfið orðið að peysu. Samhliða keppninni var keppni meðal áhorfenda þar sem þeir giskuðu á hve langan tíma verkið tæki. Árið eftir var ákveðið að á opnum degi á Stóra Ármóti yrði haldin keppni milli Ullarselsins og Mosfellingarnir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Þór Ólason hafa lengi dundað sér við að hanna og búa til nytjahluti úr náttúrulegum efnum eins og mótatimbri, trjágreinum og hreindýrahornum. Upphaf: Við höfum alltaf verið að brasa eitthvað og eitt og annað komið út úr því, en endurnýting og náttúrlegu efni eru okkur hugleikin. Við höfum búið til nytjahluti úr ýmsum efnivið eins og til dæmis skartgripahengi úr mótatimbri og trjágreinum, fatahengi úr hreindýrahorn, myndaramma úr Þingborgar. Sama verkefni var undir og um sumarið, reyfi gert að peysu. Ullarselið vann keppnina og þar með farandgrip sem hjónin í Miðhúsum við Egilsstaði hönnuðu og smíðuðu. Keppnin var þaulskipulögð og mikil stemming og t.d. höfðu liðin komið rekavið, húsgögn úr mótatimbri, útihúsgögn úr asparstofni og fleira. Þegar okkur vantaði lampa í stofuna þá lá beinast við að nota náttúrulegan efnivið og urðu fjörugrjót og rekaviður fyrir valinu. Fyrsti lampinn heppnaðist vel og fyrirspurnir um fleiri tóku að berast. Nú höfum við selt í gegnum Fésbókarsíðu okkar, AR hönnun, og höfum vart undan. Við erum ekki komin með fleiri útsölustaði en það kemur alveg til greina. Innblástur: Við erum bæði frá Austfjörðunum, ólumst upp við fjöruna og langaði að fá hluta af henni inn í stofu. Við reynum að endurnýta og vera með náttúrulegan efnivið og reynum að búa til úr því sem við eigum úr náttúrunni. Hrár og grófur efniviður sér upp hvatningarsöngvum til að kyrja undir verkinu. Kálfur fæddist í fjósinu á Ármóti þennan dag og að sjálfsögðu hlaut hann nafnið Peysa. Alls hefur keppnin verið haldin 8 sinnum auk fyrstu samkomunnar á Hvanneyri. Hún hefur verið haldin á ýmsum stöðum á landinu og verkefnin verið fjölbreytt. Á Hrafnagili var t.d. útbúið bikiní, að Sævangi var lambhúshetta verkefni dagsins og júgurhaldari leit eitt sinn dagsins ljós á Hvanneyri. Vinningshafinn fær það verkefni að skipuleggja næstu keppni. Einnig hafa vesti og sjöl verið meðal viðfangsefna. Síðast var keppnin haldin samhliða Fergusondeginum að Hvanneyri árið Þá heillar okkur mikið. Ég var til dæmis að gera háan kökudisk um daginn úr píparajárnum. Efniviður: Eins og áður segir höfum við prófað ýmsan efnivið. Núna eiga fjörugrjótið og rekaviðurinn hug okkar allan en við höfum líka notað hreindýrahorn, trjágreinar og mótatimbur. Okkur fellur best að nota efnivið sem náttúran gefur. Framundan: Okkur langar að halda þessari hönnun áfram en hver lampi er einstakur og látum við lag og lögun efniviðarins, hvort sem það er grjót eða rekaviður, ráða gerð lampans. Við ætlum að halda áfram með lampana og jafnvel að koma þeim á fleiri útsölustaði. /ehg Ullarselið á Hvanneyri í samstarfi við Landbúnaðarsafnið: Keppnin Ull í fat" haldin á safnadeginum 8. júlí skráðu engin lið sig til keppni utan lið Ullarselsins. Samt sem áður var ákveðið að vinna verkefni dagsins, sem var að gera sessu í Ferguson. Verkefnið þótti einkar viðeigandi þar sem sætið í gamla Ferguson bauð ekki nema upp á lágmarksþægindi og margir gesta þessa dags áttu ljúfsárar minningar úr slíku sæti. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið 3, hafa Þingborg og Norðanvindur hvort um sig hampað verðlaunum tvisvar sinnum en Ullarselið á Hvanneyri þrisvar, og þá er keppni ársins 2009 ekki talin með. Þetta greinarkorn er hugsað til að vekja áhuga á þessari keppnin og því handverki sem henni fylgir. Ullarselið hyggst vinna samantekt um keppnina frá upphafi. Sagan er hvergi formlega skráð að því best er vitað, en lifir í minni þátttakenda. Okkur langar að biðja þá sem hafa verið í forsvari fyrir keppnina á hverjum stað að senda okkur línu á netfang ullarselsins ull@ull.is með upplýsingum um hvert verkefni fyrir sig. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni í ár þurfa að skrá sig fyrir þann 23. júní. Skráning fer fram á opnunartíma Ullarselsins, þ.e. alla daga milli 12 og 18 í síma Gefa þarf upp nafn á tengilið ásamt síma og netfangi. Verkefni keppninnar þetta árið verður hernaðarleyndarmál þar til nær dregur en keppendur munu fá upplýsingar með einhverjum fyrirvara.

45 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Smáauglýsingar Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. 45 STÆÐUPLAST Í tilboðshorni Orkuvers er stæðuplast á tilboðsverði. Kynnið ykkur tilboðshornið, það gæti gefið vel af sér. DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur og verðin gerast ekki betri. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8. Mos. Sími , opið frá kl Til sölu FH Faresin 11.35, árg Notkun 180 klst. skófla og gafflar fylgja. Verð kr. 7,5 m. + vsk. Uppl. í síma eða í netfangið bygg@internet.is Weckman sturtuvagnar 5,0-17 tonn, 12 tonn, verð kr ,- með vsk. 14 tonn, verð kr ,- með vsk. (1 stk. á lager). H. Hauksson ehf., sími Nýr Multione. Multione S620. Til afgreiðslu strax. Tilvalin vél fyrir bændur. Lyftigeta 750 kg. Lyftihæð 2,8 m, breidd 98 cm, hæð 192 cm. Öflug vél á góðu verði. Stroffur Bændablaðið Smáauglýsingar Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur fyrir vatn og mykju. Uppl. í síma / netfang: hak@hak.is / vefsíða: Íslensk smíð. Kerrur br. 1,25 m. L. 2,00-3,0m. Burðargeta 750 kg, 13 dekk. Nefhjól og lás á beisli fylgir. Verð frá kr % stgr.afsl. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið kl.13-16:30. Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,0-6,0 m í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allir lokur og lamir fylgja. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið kl :30. Til sölu JCB 3CX, árg. 2006, notkun klst. Verð kr. 6,3 m. + vsk. Vél í topp standi. Uppl. í síma eða bygg@internet.is Til sölu JCB 3CX, árg Ónotuð. Verð kr. 9,7 m. án vsk. Uppl. í síma eða bygg@internet.is Til sölu JCB , árg 2008, notuð 40 klst. Skófla + gafflar. Verð kr. 8,7 m. án vsk. Uppl. í síma eða bygg@internet.is Til sölu Komatsu WH 609, árg Notuð klst. Skófla + gafflar. Verð kr. 6,5 m. án vsk. Uppl. í síma eða bygg@ internet.is Framleiðum króheysisgrindur með eða án gámalása. Grunnaðar og málaðar. Verð frá kr þús. án vsk. Eldshöfða 21. Sími og ja hesta kerra með hörðum toppi. Skilrúm á milli hrossa, gúmmí á gólfum, varadekk. Verð kr þús. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið 13-16:30. Frábær 3ja hesta kerra með segltoppi. Skilrúm á milli hrossa, gúmmí á gólfum, varadekk. Verð kr þús. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið 13-16:30. Toyota notaðir rafmagnslyftarar. Úrval notaðra Toyota rafmagnslyftara. Lyftigeta 1-2,5 tonn. Gámagengir. Gott verð. Hustler afrúllari/gjafari Hustler afrúllari tætir niður bæði rúllubagga og stórbagga. Einfaldur, slitsterkur, og þægilegur í notkun. Stuttur afgreiðslufrestur ef pantað er strax. Houle grjótrakstrarvélar RYÐFRÍIR HITAKÚTAR Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. sími , www. brimco.is, opið frá kl :30. Patura P1 rafstöð er bæði fyrir 12V og 230V. 5 km drægni. Frábært verð eða aðeins kr ,- Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið kl :30 Mikið úrval af rafgirðingarvörum. Skoðið Patura bækling á Til sölu Komatsu WH 714, árg. 2006, notkun 900 klst. Verð kr. 7,8 millj. auk vsk. Uppl. í síma eða bygg@internet.is Nýr Belarus Verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c. 201 Kópavogur. Uppl. Í síma , Weckman flatvagnar. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Úrval af girðingaefni til sölu. Túngirðinganet frá kr ,- /rl. ÍsBú, Síðumúla 31, 108 Reykjavík. Sími og / isbu@ isbutrade.com / / Umboð á Austurlandi: Austurvegur 20, Reyðarfjörður. Sími og Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla raflöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Rafhlöður, eldvarnir og fl. Sjá Sími eftir kl. 17 og um helgar. Houle grjótrakstrarvélar auðvelda mjög grjóthreinsun úr flögum. Bjóðum heildarlausnir fyrir virkjanir. Túrbínur, þrýstipípur og stýringar. Komum á staðinn, skoðum aðstæður, mælum vatn, og metum arðsemi. Leitið til okkar ef þið hafið hug á að virkja.

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní 2012 Kerra til sölu, lítið notuð, nýsmíði. Galvanhúðað járn og olíusoðinn krossviður, stærð 3,30 x 1,70 x 0,60 m. Verð tilboð. Uppl. í síma Rýmum til fyrir nýrri sendingu með tilboði á hrossaklippum. Verðdæmi: Snúruklippur ,- Rafhlöðuklippur ,- m. vsk Takmarkað magn. Jón bóndi, Réttarhálsi 2, , Til sölu rúllusamstæða New Holland 584, árg Notuð rúllur, í góðu lagi. Verð kr kr. án vsk. Uppl. síma Til sölu hestvagn. Kjörið tækifæri til að fara með um landið. Frábær atvinnumöguleiki. Uppl. í síma Til sölu Volvo F 12, árgerð 1989, með 8 m föstum palli eða vörukassa. Bíll í góðu ástandi, nýlega skoðaður. Hef einnig fleiri vörubíla til sölu. Sími Til sölu Border Collie hvolpar, undan Sælu frá Tálknafirði og Mac frá Eyralandi. Toppeintök. Upplýsingar veitir Marinó í síma Allt fyrir hænur. Kofarnir koma aftur í lok mánaðarins. Tilboð á fóður- og drykkjarílátum. Jón bóndi, Réttarhálsi 2, , Til sölu 81 m2 einingahús til flutnings. Hol, 5 herb. 2 wc, sturta, ræsting og eldhús. Hentar vel sem starfsmanna-, ferðaþjónustu- eða sumarhús o.fl. Húsið er auðvelt í flutningi. Uppl eða Hvolpar sem vantar gott heimili. Tveir rakkar og tík leita að nýju heimili, gæðablanda, sveitavanir, ekkert verð fyrir gott heimili. Sími Álfagallerýið að Teigi Eyjafjarðarsveit. Fjölbreytt úrval af handverki og listmunum. Opið alla daga frá Vinsamlega látið vita ef hópar eru á ferð. Samstarfshópurinn. Gerða eða Svana Til sölu MMC Lancer, 4x4, árg. 99. Ekinn 226 þ. km. Skoðaður 12. Verðhugmynd kr Uppl. í síma Járnkerra til sölu. Nýsmíðuð kerra úr járni. B. 120 cm (botn) og 140 cm (efst í skúffu). L. 2 m, H 57 cm. 14" dekk. Burðargeta kg. Verð kr. 250 þús. Sími Vestfirskur hjallþurkaður harðfiskur til sölu. Er með hjallþurkaðan steinbít og ýsuflök til sölu. Get sent fisk um allt land. 1 kg lágmarkspöntun. Fyrirspurnir í síma eða í tölvupósti á netfangið hardfiskur1@gmail.com Til sölu hús til flutnings, 30 m m2 sólstofa. Í raun 2 hús + sólpallur. Geymsluhús, gasísskápur, eldavél og sólarsella með öllu fylgja. Ýmis trjágróður getur fylgt. Staðsett á Suðurlandi. Til greina koma skipti á húsbíl. Uppl. í síma Byggingarlóð til sölu í Árborg fermetra byggingarlóð í næsta nágrenni við Selfoss. Mikill gróður er á landinu. Óskað er eftir verðtilboði. Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi (Steindór). Sími , netfang: steindor@log.is Götuskráður Bakus GKT 400L Buggy-bíll, árgerð Tilboð kr Bílinn er árgerð 2008, búið að keyra bílinn aðeins 18 klukkutíma. Dráttarkrókur. Nánari uppl. í síma Til sölu Massey Ferguson 390T, árg. 91, 4WD. Mikið endurnýjaður. Uppl. í síma Ford F-350 Lariat vsk-bíll með eða án pallhýsis. Árg 01/05, ekinn aðeins 136 þús. km. 37" breyttur á nýjum dekkjum. Bíll í fullkomnu lagi. Hægt er að kaupa bílinn með Palomino Bronco pallhýsi 7 feta. Verð kr og með húsinu kr Uppl. gefur Bílasalan Start í síma Til sölu Iveco húsbíll, árg Eldhús með eldavél og ísskáp, klósett og miðstöð. Svefnpláss fyrir fjóra. Verð kr. 800 þús. Uppl. í síma eða , Ævar. Til sölu JCB nýr, ónotaður, árg Fyrst skráður 01/12. Skófla, gafflar, 3. svið, lyftigeta 2,7 tonn, lyftihæð 5,5 metrar, breidd 2 m, hæð 2,1m. Verð kr. 6,7 m. án vsk. Uppl. í síma , netfang bygg@internet.is Hef til sölu tvær stórglæsilegar samstæður, Vicon 1601, árg. 05 og John Deere 678, árg. 06. Uppl. í síma , Matti. Til sölu Nissan X-trail, dísel, árgerð 2008, ekinn km. Sjálfskipur, 4WD, með krók. Einn eigandi og vel með farinn reyklaus bíll. Ásett verð kr Tilboðsverð kr Uppl. í síma Til Sölu Jeep Grand Cherokee Ltd., árg. 1996, ek km. Ný dekk, leður, CD-magasín, rafm. í sætum o.fl. Fallegur og snyrtilegur bíll. Verð kr. 590 þús. Sími Gisting á landsmóti. Bjóðum sértilboð til hestamanna á landsmóti. Góð staðsetning fyrir landsmótsgesti. Sjá www. lily.is Gistiheimilið Lily, Nýbýlavegi 30, Kópavogi. Sími: Netfang: lily@lily.is Til sölu John Deere 6410, 105 hö, árg. 2000, ekinn klst. Ámoksturstæki, árg Mjög vel útbúin vél. Verð kr. 4,7 millj. Uppl. síma Til sölu Massey Fergusson, 20 MD, 4x4. Árgerð Sem nýr, ekinn aðeins 38 vinnust. Verð kr þús. Uppl. í síma Sög - fræsari til sölu. Mini-max ST95 sambyggð sög og fræsari, 3ja fasa. Fræsari 30 mm. Í góðu lagi. Sög með hallandi blaði. Vélin er í Reykjavík. Uppl. í síma , Einar. Til sölu JCB 4CX, 4x4, Vél í ágætu standi, nýlega máluð, góð dekk. Notkun um klst. Verð kr. 2,5 m. án vsk. Uppl. í síma Nissan Double cab, dísel, 9/2005, ek. 158 þús. km (78 þús. á vél), 33"dekk. Bíll í góðu standi. Ásett verð kr Uppl. hjá Bílahöllinni Bíldshöfða 5, sími Einstaklega græðandi sárasmyrsl. Brynningardæla. Suevia brynningardæla sem er tilvalin í beitarhólf með og án ungviðisskálar. Sogar upp vatn allt að 7 m hæð. Landstólpi, sími Ford F350 Lariat, 4x4, árgerð Ekinn mílur. Flottur bíll. Verð kr Pallhús, Maverick 6601, árgerð Miðstöð, eldavél, úrvals ísskápur, vatnshitari, sólarsella, WC og sturta. Verð kr Uppl. hjá Bílás, Akranesi. Símar og Til sölu Nissan pickup, árg Ekinn 280 þús. km. Verð kr Ath. öll skipti. Uppl. í síma Can Am 800XT fjórhjól sem hefur reynst vel er til sölu. Árg. 2007, nýskr. 3/2008, og ekið mílur. Verð kr þús. án vsk. Uppl. í síma GMC Sierra 1500, 4x4, 5/1999, ek. 111 þús. Fallegur og góður bíll. Ásett verð kr Uppl. hjá Bílahöllinni Bíldshöfða 5, sími Til sölu Zetor 7211, árg. 1985, 70 ha, ekin tíma. Uppl. í síma Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur Í Zetor dráttarvélar.

47 Bændablaðið Fimmtudagur 14. júní Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur Í New Holland dráttarvélar. Eigum fyrirliggjandi og útvegum varahluti og síur í Case dráttarvélar og vinnuvélar. Eigum olíur í flestar gerðir dráttarvéla og vinnuvéla. 1. Frábært tilboð á 25 m2 SÆLUhúsum. Tilbúin undir tréverk að innan og klædd með lökkuðum furupanil. Ídráttarrör fyrir raflagnir eru ísett. Verð aðeins kr ,- m/vsk Aðeins 2 hús eftir. Allar bygginganefnda- og burðarvirkisteikningar eru innifaldar. Trésmiðjan Akur ehf Akranesi Sími akur@akur.is www. akur.is Til sölu Bens Teamstar rúta, árg. 2001, ekin km. Tekur Meiri uppl. gefur Tyrfingur í síma Til sölu Til sölu sumarhúsalóðir í Kerhrauni, Grímsnesi. Hægt að skoða lóðaskipulag á og fara í deiliskipulag eða hringja í síma Ódýr dekk fyrir alla. Kíkið á www. dekkverk.is til að sjá verð á dekkjum eða hringið í okkur í síma Kveðja, Gummi í Dekkverk. Til sölu gamall steypubíll með 4-5 rúmetra tunnu. Upplagður í steypur í sveitinni. Einnig 12 tonna gömul síma Plastrimlagólf. Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrim- jonbondi.is Til sölu vinnubúðareiningar úr timbri. Hvert hús er 7,45 m x 2,45 m eða um 17 fermetrar. Tilvalin hús til að nota t.d. í ferðaþjónustu, á tjaldsvæði, sem aðstöðuhús eða til 250 þús. án vsk. Einnig til sölu handlaugar úr stáli með þremur blöndunartækjum. Hentugt fyrir stk. Einnig steyptar veggeininga hæð 3,6m, breidd 2,3m. Verð kr kr. stk. Uppl. í símum og Til sölu nýr frystiklefi með frystibúnaði. Stærð: 2100 x 1500 x 2000 mm. Verð kr þús. m/ vsk. Til afgreiðslu strax. Senson ehf. Sundaborg 1, sími Framtak Blossi. Símar og Tilboð. Til sölu Zetor 7211, árg. 1985, 70 hö. Notuð tíma. Uppl. í síma Til sölu forystufé. Verðum með nokkur gæða forystulömb af rólegum og gæfum stofni til sölu. Signý og Bergsveinn. Sími , og Til sölu 4 stk. 33 dekk bret- Einnig 4 álfelgur 6 gata 10. Uppl. í síma , Matthías. sópur. Vél í nokkuð góðu standi. Verð kr Einnig Howard keðjudreifari. Verð kr Eru á Vesturlandi. Uppl. í síma Til sölu tvær hryssur 3. og 4. v. af góðu kyni. Einnig Ursus dráttarvél í þokkalegu lagi. Uppl. í síma árg. 96, mjög vel með farið. Ásett verð kr Uppl. í síma þ. km. Fínt eintak með 4WD og dráttarkúlu. Verð kr Uppl. í síma um 290 þús. km. Gott eintak. Verð kr Uppl Til sölu 1 tonn af lífrænt ræktuðu byggi (óvottað), staðsett við Blönduós. Er í tveimur sekkjum. Verð kr Uppl. í síma Hjól í góðu lagi. Uppl. í síma eða Ný lokuð kerra. Til sölu nýsmíðuð trússkerra á 35 dekkjum, smíðuð lákshöfn. Verð aðeins kr shöfn, í síma Nýleg nagladekk á stálfelgum undir Subaru Impreza. Verð kr Uppl. í síma festingum á MAN F2000 og hraðfestingar fyrir 12 t.m. bílkrana. Uppl í síma Til sölu Krone 1250 rúlluvél, 2004 árg. Breiðsópvinda með garnbúnaði. Notuð rúllur. Verð kr kr. án vsk. Kvernland pökkunarvél, tölvustýrð. Verð kr kr. án vsk. Dísel mótor í km. Nýr alternator fylgir. Verð kr Óska eftir hurðum á Sekura hús á MF 165 og rakstrarvél. Uppl. í síma Kynni til sölu. Tvær MF með tækjum. Tvær Steyr 4x4 dráttarvé- gudæla. Boða mykjudæla. Tveir áburðardreifarar. Stjörnumúgavél. Sturtuvagn úr gömlum vörubíl. Tvívirk Alö 550 ámoksturstæki af Case. Baggavagn. Tveir tað- na. Fiat Magarius Deutz, 4x4, hertrukkur með spili. Tvær baggagreipar, gamlar fjölfætlur, múgavélar og sláttuvélar. Gott 120 ferm. einbýlishús og 50 ferm bílskúr. Stór hluti innbús. Verð kr Æ, ég gleymdi Farmal A og gömlum bensín Ferguson og gömlum tjaldvagni. Vantar lítið kot til kaups. Uppl. í síma Litað og galv. Tilboð 0,5 mm galv. Verð kr með vsk. Afgreiðslufrestur 4-6 vikur. H. Hauksson ehf., sími Verð kr rl. með vsk. H. Hauksson ehf., sími Girðingaefni. 5 strengja net og gaddavír. H. Hauksson ehf., sími Timbur 32 x 100 mm í fjárhúsgólf. Verð kr. 250 lm með vsk. H. Hauksson ehf., sími Til sölu l plasttankar á brettum og járngrind utan um hvern tank. Uppl. í síma eða Til sölu kvígur. Burðartími júní - júlí. Uppl. í síma ferm. Selst á hálfvirði. Uppl. í síma Til sölu 170 ferm. neðri hæð í tvíbýli á Hafnargötu 24 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Möguleiki á að útbúa aukaíbúð. Húsið allt nýtekið í gegn. Mjög gott verð. Uppl. í síma Til sölu girðingastaurar úr rekaviði. Uppl. í síma Dráttarvéladekk. 3 stk. ný dráttarvéladekk, stærð 12,4-36. Til sölu á mjög góðu verði. Uppl. í síma Verð kr. 300 þ. Nalli 364. Verð kr Verð kr. 700 þ. Tveggja skera plógur. Verð kr. 70 þ. Uppl. í síma Til sölu Deutz-Fahr fjölfætla, vinnslubreidd 5,2 m, árg. 94. Lítið notuð og lítur mjög vel út. Verð kr. 350 fjórhjól, árgerð 87. Nánari uppl. í síma eða Hrauna - Æðardúnn. Er með opna vinnustofu að Hraunum í Fljótum í allt sumar, 18 km vestan Siglufjarðar. Æðardúnn innan í öllum tuðu bambusefni. Einstakar vörur sem hvergi eru til annars staðar Heimasmíðuð útileikföng. Er að smíða grófunna sterka bíla fyrir börn, s.s. vörubíla, jeppa með kerrum og gröfur úr krossviði. Góðir fyrir hressa krakka. Er á Akureyri. Sími , Hafsteinn. Verð á helluskeifum. Sumargangur kr Pottaður kr Sjá nánar á helluskeifur.is Sendum um allt land. Helluskeifur Stykkishólmi. Sími Til sölu fullbúin 20m2 gistieining. Uppl. í síma og Til sölu skotbómulyftari, árg fylgja. Möguleiki á mannkörfu. Verð kr. 6,7 mill. án vsk. 520 tímar á vél. Uppl. í síma Til sölu. Glænýtt og meiriháttar hesthús. Landsendi í Kópavogi hesta hús. Sérútfærsla í haughúsi, - mill. Uppl. í síma Til sölu stjörnumúgavélar og heytætlur. Stoll M800 Pro stjörnumúgavél, árg. 2008, 8 metra vinnslubreidd, ásett verð kr. 1,5 millj. án vsk. Pöttinger Eurotop 701A stjörnumúgavél, árg. 2011, 7,1 metra vinnslubreidd, ásett verð kr. 2,1 millj. án vsk. Krone KW 550 heytætla (2 stk, önnur í varahluti), 4 stjörnu, 5,5 metra vinnslubreidd, ásett verð kr. 450 þús. án vsk. Staðsettar á Vesturlandi. Nánari uppl. í síma Dek 30 kw rafstöðvar á lager. reynsla. Varahlutaþjónusta - Kortalán allt að 3 ár. Verkstæðið Holti. Sími Til sölu Fella stjörnumúgavél, vinnslubreidd 4,2 m dragtengd, árgerð Uppl. í síma Til sölu Fiat 88-94, árg. 94, með Alö 620 tækjum. Notuð vst. Ný framdekk. Lipur og góð vél. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Til sölu Claas Ares 657, árg Uppl. í síma rúlluvél, árg til sölu. 14 hnífar net-breiðsópur, alvöru drop dekk, notkun innan við rúllur. Uppl. í síma og , netfang: hladhama@mi.is Óska eftir tilboði í Kia Sportage jeppa, árg. 1996, keyrðan 223 þús. km. Skipti um heddpakkningu nýlega en það er líklega sprunga í nþá. Nýlegur kútur að aftan. Kúpling keyrð 30 þús. km. Skipti um ventlagúmmí og ventil í vél fyrir 2 árum og kæliviftu. Ennþá á skrá og í notkun. Staðsettur á Akureyri. Uppl. í síma Til sölu Wermeer rúllu- og plöstunarvél, árg. 1999, í góðu lagi. Uppl. í síma Sumarbústaðalóðir til sölu. Tvær samliggjandi eignarlóðir suðaustan fjalla. Vegur og vatn er við lóðarmörk. Stærð hvorrar lóðar er fm. Uppl. í síma Til sölu Deutz Fahr GP 2.30 rúllubindivél, árg Lítur vel út, alltaf í síma og Til sölu Bertoli rafstöð 7,5 kw eins Suðurlandi í þarfnast viðhalds. Verð kr mins. Verð kr , skoða skipti á ámoksturstækjatraktor Uppl. í síma Til sölu Massey Ferguson 390t, 4x4, árg með Trima 1440 tækjum. Ekinn vst. Verð kr án vsk. Uppl. í síma árg Tilboð óskast. Uppl. í síma Til sölu loftpressa, l. haugtankur, Same 100 hö. dráttavél með bilun í mótor, hestakerra og Kuhn 280 sláttuvél. Uppl. í síma Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á Óska eftir að kaupa Deuts-Fahr MP 122 rúlluvél í varahluti. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa einangrað fóðursíló undir loðdýrafóður. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa Krone diskasláttuvélar til niðurrifs. Uppl. í síma , Kristinn. allt. Uppl Óska eftir Fella TH 790 heytætlu, 6 stjörnu eða 4 stjörnu. Má vera biluð. Einnig lyftutengda heytætlu og 2ja stjörnu múgavél. Uppl. í síma , Stefán. Óska eftir Stoll 465DS stjörnumúgavél í varahluti. Má vera nothæf. Sími Óska eftir afturdekkjum 12,4-38, hurðum og öðru smálegu á T40 (Belarus) beislisstrekkjara, bita og fyrir góða hluti. Sími Óska eftir að fá keypt ámoksturstæ- síma Atvinna 37 ára íranskur maður óskar eftir á kúa- og hrossabúi á Íslandi. Laus strax. Uppl. í síma því að sigla með ferðamenn um lágmarki réttindi til að stýra skipum sem eru 30 rúmlestir (pungapróf). Frí gisting og hálft fæði. Uppl. og umsóknir sendist á agust@jokulsarlon.is eða í síma Tvítug frönsk stúlka, Lise að nafni óskar eftir vinnu á Íslandi í sumar. Hefur reynslu af hestamennsku og umgengni við íslenska hestinn. Hún talar ensku, sænsku, íslensku og örlítið í þýsku. Uppl. í gegnum netfangið sempai14@hotmail.fr Ég 23 ára gömul þýsk stelpa sem óskar eftir vinnu í sveit frá lok júlí til loka ágúst. Helst á Vestfjörðum eða Norðurlandi. Tala ensku og þýsku. Theresa, sími Einkamál Kona óskar eftir að kynnast bónda, 40 ára eða eldri. Uppl. í síma , Hanna. Sex gullfallegir labradorblendingar Tilbúnir til afhendingar 3. júlí. Uppl. í síma Húsnæði óskast Er að fara í framhaldsskóla í Garðabæ. Vantar húsnæði í nálægð við skólann. Hef áhuga á að passa börn/ræsta upp í kostnað. Uppl. í síma Leiga 6 og auka dýnur, heitur pottur. Vikuleiga. Allar nánari uppl. í síma Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Uppl. gefur Sigurlína í síma Sumarhús og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til l. Lindarbrunnar. Sjá á borgarplast.is - Mosfellsbæ. Uppl. í síma Þjónusta Bændur-verktakar. Skerum öryggisgler í bíla, báta og vinnuvélar. Sendum hvert á land sem er. Skiptum einnig um rúður í bílum. Vinnum fyrir öll tryggingafélögin. Margra ára reynsla. BílaGlerið ehf Vefsíðugerð. Tilboð. Tek að mér að gera vefsíður og uppfæra gamlar vefsíður í nýtt útlit. Hef margra ára reynslu í vefvinnslu. Allar upplýsingar á eða hringið í síma Veiði Veiðilendur/kornakur í gæsaveiði. Óska eftir að leigja veiðilendur/ kornakur fyrir gæsaveiði haustið 2012 á Suðurlandi. Góð umgengni og samráð við bónda fyrir hverja veiðiferð er heitið. Uppl. í netfangið Bændablaðið á netinu...

48 Er ég huga að heyskap fer og helstu kosti ræði. Búvís alltaf býður mér bestu kjör og gæði. J.S Búvís hefur lagt metnað í að þjónusta bændur með gæðavörur eins og Rani rúlluplast... og mun gera áfram! Rani plast fyrir rúllur, útistæður og f latgryfjur Verið velkomin á vefsíðu okkar Búvís verður með plast og net í allt sumar Agriflex rúlluplast Búvís er í fararbroddi með góð og viðráðanleg greiðslukjör til 10. okt. Rani plast: Rani wrap 75 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Rani wrap 50 cm hvítt og ljósgrænt kr án vsk. Greiðist allt til 10. október og miðast verð þá við gengi á evru 1. október. (Sölugengi Landsbanka Íslands) Einnig má greiða í sumar og miðast verð þá við gengi evru þegar greitt er. Ofangreind verð eru miðað við gengi: 1 Evra = 162 kr. Verð miðast við komið til bónda eða í heimasveit ef pantað er tímanlega. Agriflex plast: Agriflex 75 cm hvítt kr án vsk. - greitt í júní án vsk. Greiðist allt til 10. október og miðast verð þá við gengi á evru 1. október. (Sölugengi Landsbanka Íslands) Einnig má greiða í sumar og miðast verð þá við gengi evru þegar greitt er. Ofangreind verð eru miðað við gengi: 1 Evra = 162 kr. Verð miðast við komið til bónda eða í heimasveit ef pantað er tímanlega. Búvís er með viðbótarmagn af Rani plasti og Tama neti í f lestum sveitum landsins þegar kemur fram á sumar. Búvís tókst að fullnægja eftirspurn á plasti og neti í allt fyrrasumar. Pantið plast og net tímanlega og tryggið þannig afhendingu í tíma. net og garn Framleitt úr 100% DOWLEX LLDPE hráefni. Mikill styrkur og góð mótstaða fyrir smágötum (nálarauga). Fimm laga plast. Framleitt af Aspla í ESB. Fyrir allar gerðir af grasi og allar 75 cm pökkunarvélar. 75 cm hvítt - Verð kr Ofangreint verð er miðað við gengi: 1 Evra = 162 kr. Verð miðast við komið til bónda eða í heimasveit ef pantað er tímanlega. Tama net - Lengd til metrar - Verð frá kr án vsk. Verð miðast við komið til bónda eða í heimasveit ef pantað er tímanlega. Erum að keyra út plasti og neti.

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Desember 2009 Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Skýrsla nefndar Ásta Möller Freyja Hilmarsdóttir Hulda Gústafsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN STÆRÐFRÆÐI

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN STÆRÐFRÆÐI STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR RÖKHUGSUN Á eftirfarandi síðum eru fjölbreyttar þrautir eða rökhugsunarverkefni sem ætluð eru nemendum grunnskóla. Efnið hentar einkum nemendum á mið- og unglingastigi. Það hefur verið

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα