Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu"

Transcript

1 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr árg. Upplag formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögu Bændasamtakanna er meirihluti stjórnar skipaður konum. Átta höfðu gefið kost á sér til setu í stjórn, en auk formanns sitja sex manns í stjórn Bændasamtakanna. Í nýrri stjórn sitja nú fjórar konur. Sem kunnugt er var Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti kjörinn nýr formaður Bændasamtakanna. Gerð var tillaga um að aðeins þeir átta sem gefið hefðu kost á sér væru í kjöri til stjórnar. Athugasemd var hins vegar gerð við þá málsmeðferð og þeirri skoðun haldið á lofti að í raun hlytu allir bændur sem aðild ættu að samtökunum að vera kjörgengir í kosningum til stjórnar. Leituðu forsetar þingsins eftir afstöðu búnaðarþings á því hvort sú málsmeðferð sem uppstillingarnefnd lagði til hefði stuðning. Í atkvæðagreiðslu lýstu 23 þingfulltrúar stuðningi sínum við þá málsmeðferð en 17 lýstu sig andsnúna henni. Var því kosið samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Við það sættu hins vegar nokkrir þingfulltrúar sig ekki. Mikil reikistefna hófst því þar sem þurfti að sætta fylkingar. Niðurstaða varð sú að ógilda skyldi kosninguna sem áður hafði farið fram en kosið á nýjan leik með þeim hætti að allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands væru kjörgengir. Samþykktu þingfulltrúar það og var því kosið á nýjan leik. Úrslit kosninganna urðu þau að Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum hlaut 41 atkvæði, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri 37 atkvæði, Guðbjörg Jónsdóttir á Læk 36 atkvæði, Þórhallur Bjarnason á Laugalandi 36 atkvæði, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni 35 atkvæði og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum 35 atkvæði. Teljast þau sex réttkjörin sem stjórnarmenn Bændasamtakanna til næstu þriggja ára. Björn Halldórsson á Akri hlaut 24 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal 21 atkvæði, en þau höfðu einnig gefið kost á sér. Þá hlutu einnig nokkrir aðrir færri atkvæði. Uppstillingarnefnd gerði síðan tillögu að varamönnum fyrir hvern stjórnarmann og var tillaga nefndarinnar samþykkt. Varamaður Sindra Sigurgeirssonar er Guðmundur Davíðsson í Miðdal, Mynd / HKr. varamaður Guðnýjar Helgu er Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, varamaður Fanneyjar Ólafar er Ólafur Þ. Gunnarsson á Giljum, varamaður Guðbjargar er Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti, varamaður Þórhalls er Jón Magnús Jónsson á Reykjum, varamaður Einars Ófeigs er Jóhannes Ævar Jónsson á Espihóli og varamaður Vigdísar er Skúli Þórðarson á Refstað. /fr

2 2 Fréttir Búnaðarþing 2013: Skapa þarf ný tækifæri Nauðsynlegt er að kannaðar verði leiðir til að skapa nýja möguleika í lánamálum í landbúnaði. Mikil þörf er á því til að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun innan greinarinnar. Þetta er inntak ályktunar sem Búnaðarþing 2013 samþykkti um fjármögnun í landbúnaði. Talsverðar umræður spunnust um málið enda þótt þingfulltrúar lýstu sig sammála ályktuninni. Meðal annars var því velt upp af fleiri en einum þingfulltrúa sem í pontu kom hvort þarft og mögulegt væri að breyta því fyrirkomulagi sem tíðkast varðandi það að bændur þyrftu að kaupa sig inn í kerfi ríkisstuðnings, í þeim greinum þar sem það ætti við. Það væri þungur baggi sem hamlaði eignamyndun bænda sem væru í rekstri og aðkomu nýrra aðila inn í greinarnar. Þá var bent á að aðgengi að lánsfé væri ærið misjafnt eftir búgreinum og jafnvel landshlutum. Í ályktuninni eru nefndar leiðir til að vinna að markmiðunum. Því er beint til stjórnar Bændasamtakanna að láta gera faglega greinargerð um möguleika á fjármögnunarkostum, þar á meðal kosti skuldabréfaútgáfu. Einnig þurfi að kanna möguleika Lífeyrissjóðs bænda til aukinnar þátttöku í fjármögnun, t.a.m. með stofnun rekstrarlánadeildar. /fr Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Fær heimild til gjaldtöku Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. hefur heimild til þess að innheimta að hámarki kr auk virðisaukaskatts pr. klst. fyrir vinnu að sérfræðistörfum sem falla undir búnaðarlög (skv. 7. gr. búnaðarlagasamnings, dags. 28. sept. 2012, sbr. 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, með síðari breytingum). Ný gjaldskrá kemur í stað gildandi gjaldskrár fyrir þjónustu sem Bændasamtök Íslands hafa veitt samkvæmt búnaðarlagasamningi (gjaldskrá nr. 1079/2008) auk sambærilegra gjaldskráa búnaðarsambandanna vegna þjónustu sem fellur undir búnaðarlög. Að sögn forsvarsmanna RML verður ný gjaldskrá kynnt áður en langt um líður en hún er í vinnslu. Mynd / Birna Hólmgeirsdóttir Afleiðing hrossakjötshneykslisins á ráðstefnu bænda í Englandi og Wales NFU Conference 2013: Verslanakeðjan Tesco lofar að kaupa eingöngu kjúklinga framleidda af breskum bændum Hættir innflutningi kjúklinga til að tryggja gæði og vill með því endurreisa traust viðskiptavina Á árlegri ráðstefnu bænda í Englandi og Wales í síðustu viku, sem er þeirra búnaðarþing, var upplýst að verslanakeðjan risavaxna Tesco hefði lofað að snúa sér alfarið til breskra bænda varðandi innkaup á kjúklingum. Kemur þetta fram í breska bændablaðinu Farmers Weekly. Forstjóri Tesco, Philip Clarke, hélt ræðu á ráðstefnunni og upplýsti að fyrirtækið væri nú að fara í naflaskoðun á innkaupakeðju sinni í kjölfar hrossakjötshneykslisins sem skekið hefur matvörumarkaðinn í Evrópu. Mun eingöngu versla við breska kjúklingabændur Þetta mun fela í sér gerð lengri Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, fór fór yfir söluþróun á dilkakjöti á liðnum áratug á aðalfundi Félags sauðfjár bænda í Eyjafirði á dögunum. Sagði hann út flutning hafa rokið upp frá árinu Hann hefði hins vegar minnkað heldur á ný frá því sem var í fyrra. Noregur er sem fyrr dýrmætasti markaðurinn og gefur hæsta verð fyrir afurðina en Bretland kemur þar á eftir. Þórarinn sagði Evrópumarkað mjög dapran um þessar mundir vegna efnahagslægðar. Bandaríkjamarkaður væri líka verðmætur og myndi eflaust stækka til fram tíðar litið, á þann markað fór 5% útflutningsmagns í fyrra og skilaði í heild 14% af verð mæti alls útflutnings. Heildarverðmæti úflutnings á liðnu ár nam 3,1 milljarði. Óveðursbætur Fram kom í máli Þórarins að Bjargráðasjóður hefði greitt út bætur Philip Clarke, forstjóri Tesco. samninga, meira gegnsæi og skipun stjórnenda á landbúnaðarsviði. Fyrsta skrefið sem ég kynni er að frá júlí munu öll okkar innkaup á kjúklingum koma frá breskum bændum. Á því verða engar undantekningar, segir Clarke. Við munum líka með fyrir um gripi í kjölfar óveðursins síðastliðið haust, en búast má við að tjón nái til um 10 þúsund gripa í sex sýslum. Söfnun samtakanna fór yfir 38 milljónir króna og er búið að greiða þær út, 35 milljónir af söfnunarfénu fóru til bænda en afgangur til björgunarsveita. tímanum reyna að tryggja að allur kjúklingur í okkar verslunum, hvort sem hann er frosinn eða ferskur, komi frá Bretlandseyjum. Þessi yfirlýsing felur í sér meiriháttar breytingu á því hvernig Tesco leitar að vörum sem við seljum, sagði forstjórinn. Hann kallar einnig eftir því að úrvinnslufyrirtækin vinni betur með bændum og verslunum. Þau eiga ekki að hindra það að Tesco og bændur tali saman milliliðalaust. Segir innflutta kjúklinga ekki alltaf uppfylla kröfur Tesco gerir ráð fyrir að viðskiptasamningar við birgja verði að lágmarki til tveggja ára til að tryggja framleiðendum aukið öryggi. Innfluttir kjúklingar uppfylla Bjarni E. Guðleifsson sem var í þriggja manna starfshópi um beitarstjórnun og sjálfbæra nýtingu hélt erindi um efnið á aðalfundinum, en gæðastýring sem stefnt er að á að stefna sauðfjárrækt í átt að vistvænni ræktun. Fór hann á fundinum yfir helstu tillögur nefndarinnar. ekki alltaf breskar kröfur um dýravelferð og umhverfissjónarmið. Nú geta viðskiptavinir okkar verið fullvissir um að þegar þeir velja Tescokjúkling eru þeir að styðja innlenda framleiðslu og kröfuharðan gæðastaðal í þeirri framleiðslu. Duncan Priestner, formaður kjúklingaráðs NFU, landssamtaka breskra bænda, spurði forstjórann hvort Tesco myndi þá borga sanngjarnt verð fyrir kjúklingana. Clarke svaraði því til að miklir afslættir til neytenda hefðu verið nauðsynlegir til að koma til móts við neytendur sem hefðu minni ráðstöfunartekjur en áður. Hann viðurkenndi þó að þau viðskipti stæðu ekki undir sér til lengri tíma litið, en bætti við að verslun snerist ekki bara um verð. /HKr. Þórarinn Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, á aðalfundi Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði: Útflutningur rauk upp eftir 2009 en er heldur að dragast saman Mynd / HKr. Starfsemi BSE Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli ræddi um breytingar á ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og starfi Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem hann hefur verið í forsvari fyrir. Bað hann menn að velta fyrir sér hvernig þeir sæju framtíðarstarfsemi búnaðarsambandsins fyrir sér, en m.a. stendur jafnvel til að sæðingar verði fluttar frá sambandinu og því spurning hvað eftir stendur af starfseminni. Aðalfundur BSE verður haldinn í næsta mánuði. Þá voru á fundinum samþykktar tillögur, m.a. var stjórn LS hvött til að hefja vinnu við endurskoðun á opinberum stuðningi greinarinnar með það markmið að auðvelda nýliðun. Eins var stjórnin hvött til að hefja umræðu um breytingar á ásetningshlutfalli úr 0,6 í allt að 1,0. Sjá meira frá fundinum á bls. 4. /MÞÞ

3 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars EINSTAKLEGA ÞÆGILEGT EFNI 100% MERINO ULL Vnr NORLAND snjóskófla með tréhandfangi, 26 cm. Vnr Dovre buxur, stærðir S-XXL, frábær ullarundirfatnaður sem gerður er úr 100% merino ull kr kr. Vnr Dovre langermabolur, stærðir S-XXL, frábær ullar undirfatnaður sem gerður er úr 100% merino ull. Vnr SONNECK snjóskúffa, svört kr kr. LÁGT VERÐ ALLA DAGA Vnr COFRA öryggisstígvél, stærðir kr. Vnr Hjólbörur, 85 l, plast kr. MEÐ STÁLTÁ Vnr Öryggisvesti með endurskini, stærðir L-2XL. 590kr. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum. Vnr Skóundirlegg, 75x38 cm kr. 111 VERKFÆRI OG SKÁPUR KLÚBB verð kr. Vnr LUX verkfæraskápur með verkfærum kr. Vnr Kapalkefli, 50 m, svart. KLÚBB verð 7.990kr kr. Vnr Vetrarvinnuvettlingar, stærðir L-XL. 190kr. Vnr Járnhillur með tréplötum 45x90x180 cm. Hver hilla þolir 265 kg kr. KLÚBB verð 6.900kr. Vnr TRANEMO kuldagalli, stærðir S-3XL kr. Vnr BLACK & DECKER stingsög, 380W. KLÚBB verð 6.990kr kr. / EXPO auglýsingastofa Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á

4 4 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Fréttir Framleiðsluverðmæti landbúnaðar 51,8 milljarðar árið 2011 Framleiðsluverðmæti landbúnaðarins árið 2011 er áætlað 51,8 milljarðar króna og jókst um 10,2% að nafnverði frá fyrra ári. Aukning framleiðsluverðmætis nytjaplantna var 2,2%, en framleiðsluverðmæti afurða búfjárræktar jókst um 13,2%. Aðfanganotkun jókst á sama tíma um 7,8% að nafnverði, var 34,6 milljarðar árið 2011, og vergt vinnsluvirði jókst um 15,3%, í 17,1 milljarð. Hagstofa Íslands gefur nú í fyrsta sinn út hagreikninga fyrir atvinnugreinina landbúnað í samræmi við alþjóðlega aðferðafræði. Reikningarnir gefa yfirsýn yfir tekjur, gjöld og afkomu greinarinnar í heild sinni á tímabilinu 2007 til Í drögum að nýrri búfjársamþykkt fyrir Þingeyjarsveit er lagt til að bann við lausagöngu stórgripa í Aðaldælahreppi við Hafralækjarskóla og við Stórutjarnaskóla. Mynd / MÞÞ Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði: Liðið ár var bæði gjöfult og gott en sýndi jafnframt sínar verstu hliðar Öfgar í veðurfari hellast yfir okkur með látum allt árið um kring, misjafnlega þó eftir því hvar við búum, sagði Birgir Arason, bóndi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð, en hann gerði náttúruöflin að umtalsefni þegar hann setti aðalfund félagsins nýverið. Liðið ár var bæði gjöfult og gott, en sýndi jafnframt sínar verstu hliðar, sagði Birgir og nefndi að aðstæður manna væru misjafnar, t.d. bara innan Eyjafjarðar. Þegar snjór huldi jörð sums staðar á miðjum sauðburði kom varla dropi úr lofti annars staðar. Þurrkar léku marga bændur grátt og virtist sem úrkoman fyndi sér enga leið til jarðar þótt hún svifi yfir vötnum og þar af leiðandi varð heyfengur minni en gengur og gerist. Fetuðu sig gegnum skafla veðurguðanna af æðruleysi Fannfergið sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í byrjun september setti líf manna og dýra úr skorðum, óslegin tún sem bændur höfðu beðið með að slá vegna þurrka lentu undir snjó og allt gangnaskipulag fór úr skorðum þar sem fyrstu göngum var víða ólokið þegar veðrið skall á. Bændur gátu lítið aðhafst en voru ekki í rónni. Þeir hafi tekist á við aðstæðurnar og fetað sig gegnum skafla veðurguðanna af æðruleysi. Birgir nefndi að fjárskaðar hafi orðið ótrúlega litlir í Eyjafirði miðað við snjómagn. Búfé var tekið á hús mun fyrr en undangengin ár allt vegna aðstæðna. Tíð ólík eftir svæðum Gest bar að garði sem hafði orð á því að ólíkt hefðust bændur að. Í Eyjafirði væru bændur á fullu í heyskap meðan Þingeyingar mokuðu fé upp úr snjó. Það þarf ekki um langan veg að fara til þess að verða vitni að því hversu ólík tíðin getur verið. Í innstu dölum Eyjafjarðarsveitar þessa dagana er til að mynda nánast alauð jörð á láglendi og grænn litur komin á tún, á meðan snjór og klaki liggur yfir neðri hluta sveitarinnar og út með firðinum og dölunum þar inn af. Þar sem klaki hylur jörð hafa menn áhyggjur af kalskemmdum en á snjóléttari svæðum hafa menn áhyggjur af ofþornun á jörðum sínum, sagði Birgir og vænti betri tíðar með blóm í haga. /MÞÞ Landsýn Vísindaþing landbúnaðarins Ráðstefnan Landsýn Vísindaþing landbúnaðarins verður haldin á Hvanneyri þann 8. mars. Ráðstefnan hefst klukkan og verða fjórar samhliða málstofur. Málstofurnar eru: Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun; hvað hefur gerst og hvað getur gerst Fóður og fé Ástand og nýting afrétta Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla Klukkan hefst veggspjaldakynning. Nánari upplýsingar um dagskrá, um skráningu á ráðstefnuna og fleira er að finna á síðunni Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl og frá Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti kl Farið verður til baka frá Hvanneyri milli kl og Íbúafundur í Þingeyjarsveit um nýja búfjársamþykkt: Lausagöngubann verði aflagt í gamla Aðaldælahreppi Einnig lagt til að lausagöngubann verði í þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu Íbúafundur var haldinn í Ýdölum vegna draga að nýrri búfjársamþykkt fyrir Þingeyjarsveit, sem hafa verið til meðferðar hjá sveitar stjórn í vetur. Fundurinn var haldinn til þess að fá fram skoðanir íbúa í Þingeyjar sveit vegna draganna, en lagt er til að lausagöng ubann í gamla Aðaldælahreppi verði aflagt. Einnig er lagt til að lausagöngubann verði í þéttbýliskjörnum sveitar félagsins. Frummælendur á fundinum voru Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, Daði Lange Friðriksson frá Land græðslunni og Anna Lilja Ragnarsdóttir, lögfræðingur hjá VÍS. Einnig voru viðstaddir fulltrúar frá Vegagerðinni og lögreglunni. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Þingeyjarsveitar voru viðstaddir fundinn auk sveitarstjóra Þingeyjarsveitar, Dagbjartar Jónsdóttur, sem stjórnaði fundinum. Tæplega 100 manns mættu til fundarins í Ýdölum. Þetta kemur fram á vefsíðunni 641.is. Í núverandi búfjársamþykkt fyrir Þingeyjarsveit er ekki í gildi lausagöngubann. Hins vegar er í gildi bann við lausagöngu stórgripa (kýr/hestar) í Aðaldælahreppi hinum forna, sem sameinaðist Þingeyjarsveit fyrir nokkrum árum. Í drögum að nýrri búfjársamþykkt fyrir Þingeyjarsveit er lagt til að bann við lausagöngu stórgripa í Aðaldælahreppi hinum forna verði aflagt, en lausagöngubanni stórgripa komið á í þéttbýliskjörnunum á Laugum, við Hafralækjarskóla og við Stórutjarnaskóla. Andstaða við ESB-aðild ítrekuð á búnaðarþingi Búnaðarþing 2013 ítrekar andstöðu sína við aðild að Evrópu sambandinu og telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins. Jafnframt geldur þingið varhug við áhrifum af innstreymi fjármagns frá sambandinu sem ætlað sé að hafa áhrif á viðhorf til aðildar. Búfjársamþykktir sniðnar að aðstæðum Í máli Ólafs Dýrmundssonar ráðunautar kom fram að sveitarstjórnir gætu sniðið sínar búfjársamþykktir að aðstæðum í viðkomandi sveitarfélagi og til dæmis sett bann við lausagöngu stórgripa, eða allri lausagöngu, á afmörkuðu svæði, en leyft lausagöngu á öðrum. Í þéttbýlissveitarfélögum er lausaganga alls búfjár yfirleitt bönnuð og í nokkrum sveitarfélögum er lausaganga stórgripa bönnuð í þéttbýliskjörnum og við ákveðna vegarkafla. Í máli Ólafs kom fram að lausaganga alls búfjár væri yfirleitt ekki bönnuð í dreifbýlissveitarfélögum á landinu. Slíkt bann væri óraunhæft, vegna þess hversu misjafnar aðstæður væru á milli sveitarfélaga. Mjög víða sé ekki hægt að koma upp gripheldum girðingum, m.a. til fjalla, og eins væri gríðarlega kostnaðarsamt að koma upp girðingum þar sem sveitarfélög væru mörg hver gríðarlega landmikil. Búfjáreigandi ábyrgur ef lausaganga er bönnuð Anna Lilja Ragnarsdóttir, lögfræðingur hjá VÍS, útskýrði í stuttu máli muninn á tjónum sem kunna að hljótast af því þegar ekið er á búfénað í sveitarfélagi þar sem lausaganga er bönnuð og þar sem hún er ekki bönnuð. Í sveitarfélagi þar sem lausa ganga er ekki bönnuð er öku maður ökutækis yfirleitt ábyrgur fyrir tjóninu. Ef lausaganga er hins vegar bönnuð er búfjáreigandinn Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóma á þinginu. Í ályktuninni eru varnarlínur þær sem Bændasamtökin hafa dregið upp áréttaðar og fari svo að umsóknarferlinu verði haldið áfram sé mikilvægt að þær verði áfram grundvallarsjónarmið í gerð samningsafstöðu Íslands. ábyrgur, nema því aðeins ef hann sé með sérstaka bænda tryggingu sem VÍS býður bændum upp á. Þá er tjóninu oftast deilt á báða aðila að frádreginni eigin áhættu búfjáreigandans, nema ásetningur sé sannaður á annan hvorn aðilann. Þetta er þó ekki algilt. Lausaganga stórgripa verði bönnuð Daði Lange Friðriksson frá Landgræðslunni flutti einnig stutt framsöguerindi og minnti á athugas emdir sem hann sendi inn við vinnslu draganna, en hann gerði m.a. athugasemd við að fyrri samþykkt um lausagöngu stórgripa í Aðaldal yrði felld úr gildi og lagði til að lausaganga stórgripa yrði bönnuð í Þingeyjarsveit. Að framsöguerindum loknum var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fram kom að við vinnslu draganna síðastliðið sumar hefði verið leitað umsagnar búnaðarfélaga í Þingeyjarsveit um drögin. Í þeim umsögnum voru lagðar til orðalagsbreytngar en að öðru leyti voru ekki lagðar til stórar breytingar á drögunum. Ljóst er að veggirðingum eru sums staðar illa sinnt og dæmi eru um göt á þeim á sumum jörðum. Nefndu menn veginn yfir Víkurskarð sem dæmi. Lagt var til við sveitarstjórn á fundinum að hafa samráð við Vegagerðina og Landgræðslunna við frekari vinnslu draganna. Íbúar í Þingeyjarsveit geta sent inn til sveitarstjórnar tillögur/breytingar á fyrirliggjandi drögum að búfjársamþykkt. /MÞÞ Ljóst er að Ísland verður að undirgangast sáttmála Evrópusambandsins, verði af aðild, og engar varanlegar undanþágur eru í boði. Því eru svokallaðar samningaviðræður eingöngu aðlögun að regluverki Evrópusambandsins, segir í ályktuninni. /fr

5 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Umhverfisvænni díselolía hjá Olís Ef allir díselbílar á Íslandi notuðu VLO-díselolíu frá Olís myndi það jafngilda kolefnisbindingu 8,6 milljóna trjáa!* Olís býður fyrst íslenskra olíu fyrir tækja upp á dísel elds neyt i bland að með VLO, vetnis með höndl aðri líf rænni olíu, sem er af vís inda mönn um talin hrein ni og um hverfis væn ni en annað dísel elds neyti á mark aðn um í dag. VLO virkar full kom lega eins og önn ur dísel olía en meng ar minna. Íblöndunin dregur úr koltvísýringsmengun um 5%. VLO í hnotskurn Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. Skilar sama afli og venjulegt dísel og 5% meira afli en hefðbundið lífdísel. Er mjög kuldaþolið og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. *Á einu ári losar díselbílafl floti Íslend inga um 345 þús und tonn af kol tví sýr ingi út í and rúms loftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% út blást urs minnk un jafn- gilda því að gróðursetja 8,6 milljón ir trjáa eða skóg sem nemur öllu byggðu svæði Reykja víkur. Nánari upplýsingar á olis.is Vetnismeðhöndluð lífræn olía PIPAR\TBWA - SÍA

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið slf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Tækifærin fram undan Á nýafstöðnu Búnaðarþingi varð mikil endurnýjun í stjórn Bændasamtaka Íslands. Mér hefur verið falin sú ábyrgð að leiða þann hóp. Haraldur Benediktsson hefur stýrt samtökunum af mikilli prýði síðustu níu ár í góðri samvinnu, með fulltingi öflugs starfsfólks BÍ. Hann og aðrir stjórnarmenn sem nú hafa látið af störfum eiga miklar þakkir skildar fyrir ötult starf í þágu íslenskra bænda. Á því mun ný stjórn byggja. Miklir möguleikar Möguleikar landbúnaðarins eru svo sannarlega miklir. Fjölmargir átta sig sífellt betur á því bæði hér heima og erlendis. Það er skortur á landrými í heiminum og vatn og orka eru líka takmarkaðar auðlindir. Alþjóðlegir fjölmiðlar eins og Financial Times og Wall Street Journal hafa ítrekað bent á mikilvægi landbúnaðarins. Það þarf að framleiða mat fyrir vaxandi mannfjölda. Á hverjum einasta degi þarf að metta 250 þúsund fleiri munna, eða næstum allan íbúafjölda Íslands. Talið er að auka þurfi matvælaframleiðsluna um allt að 70% á næstu 50 árum. Þar til viðbótar hefur þróunin í Kína og Indlandi, þar sem þriðji hver jarðarbúi býr, mikil áhrif. Þar er mikill efnahagsuppgangur og mjög vaxandi eftirspurn eftir kjöt- og mjólkurvörum. Þetta er mikil breyting frá offramleiðslutímum 8. og 9. áratuga síðustu aldar. Þessum áskorunum þarf landbúnaðurinn að svara um leið og hann þarf að huga nánar að sjálfbærni, meðal annars með því að leita nýrra leiða við orkunotkun og orkunýtingu. Eigum verulegar auðlindir Hér innanlands eigum við mikla möguleika. Auðlindir okkar eru verulegar og starfsemin verður sífellt fjölbreyttari. Við eigum mikið landrými, gnægð af vatni og búfjárstofna sem henta okkar aðstæðum vel. Þessa möguleika eigum við enn talsvert í land með að kortleggja en við getum klárlega nýtt þá betur, bæði með grasrækt og heyframleiðslu eins og við þekkjum, en ekki síður aukinni kornrækt. Við eigum að horfa til þess að nýta tækifæri okkar á sjálfbæran hátt til að framleiða fyrir innanlandsmarkað og erlenda hágæðamarkaði. Við þurfum að styrkja hlutdeild innlendra matvæla í neyslu landsmanna eins og stjórnvöld hafa markað stefnu um. Almenningur hefur mikla trú á íslenskum landbúnaði eins og kannanir hafa ítrekað sýnt, þó að ýmsir álitsgjafar reyni að tala hann niður. Framleiðsluverðmæti greinarinnar er nær 150 milljónir á dag eins og fram kom í setningarræðu Búnaðarþings. Væri þessi framleiðsla ekki fyrir hendi þyrfti verulega aukinn gjaldeyri til að fjármagna innflutning, auk þess sem þau störf sem eru í greininni eða byggja á henni væru heldur ekki til staðar. Þurfum að styrkja stoðir En við þurfum að styrkja stoðirnar. Við þurfum aukna samvinnu bæði innan greinarinnar og innan landbúnaðarklasans alls. Ég vil beita mér fyrir því við þéttum raðir hinna fjölmörgu samtaka innan landbúnaðarins um leið og við skoðum félagskerfi okkar í heild með gagnrýnum hætti. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig við byggjum upp samtök okkar til framtíðar, mögulega með því að opna þau öllum þeim sem vilja styðja málstað okkar og þau samfélög sem byggja á landbúnaði og tengdum greinum. Með tilkomu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hafa orðið til mikil sóknarfæri en um leið hljóta áherslur Bændasamtakanna líka að breytast. Starf við að halda fram og vekja athygli á sjónarmiðum landbúnaðarins verður fyrirferðarmeira. Við munum berjast fyrir bættri afkomu en viljum um leið styrkja beint samband bænda og neytenda. Verkefnin eru og verða mörg en ég hlakka til þess að takast á við þau í samvinnu við alla þá sem vilja efla íslenskan landbúnað. /SSS LOKAORÐIN Þrautseigja Það var hugur í fulltrúum íslenskra bænda sem mættu til bændaþings 2013 í Bændahöllinni um síðustu helgi. Kjörorð þingsins voru í takt við það þar sem þeir svöruðu hinni sígildu spurningu, hvað segja bændur? Þeir segja bara allt gott og þar hvatti Haraldur Benediktsson, fráfarandi formaður samtakanna, félaga sína til dáða, enda tækifærin nær óendanleg ef rétt er haldið á spilum. Þrátt fyrir óáran af völdum óblíðra náttúruafla voru bændur ekkert að velta sér upp úr því. Vissulega hefur fjármissir og ótal andvökunætur og erfiðar leitir tekið á sálartetrið hjá mörgum. Samt er undravert að fylgjast með styrk þessa fólks og æðruleysi. Það heldur áfram að berjast með bjartsýnina að vopni og trú á að bráðum komi betri tíð. Það er annars með ólíkindum hvað íslenskir bændur eru þrautseigir. Þeir hafa sannarlega ekki farið varhluta af þeim vandamálum sem efnahagshrunið hefur skapað í íslensku samfélagi. Þeir hafa líka þurft að taka á sig miklar skerðingar og ekki hafa þeir getað velt ómældum kostnaðarauka út í verðlagið. Fróðlegt er að skoða þróun skoðun verðlags hjá Hagstofu Íslands í samhengi við stöðu bænda. Frá 1988 hefur vísitala neysluverðs nær fjórfaldast eða úr 104,6 stigum í 397,3 stig. Á sama tíma hefur útsöluverð á súpukjöti rúmlega tvöfaldast, eða úr 349 krónum árið 1988 í 846 krónur kílóið árið Nautakjötsgúllas hefur hlutfallslega hækkað jafn mikið og kindakjötið; úr 911 krónum í krónu kílóið út úr búð. Sömu sögu er að segja af nýmjólk. Hún hefur hækkað úr 55 krónum lítrinn í 122 krónur. Miðað við vísitöluhækkun er þetta raunlækkun á landbúnaðarvörum á 24 ára tímabili. Hausuð og slægð ýsa hefur aftur á móti hækkað úr 159 krónum kílóið í 890 krónur, eða nær sex faldast í verði. Þegar kemur svo að innflutningi sjá menn líka stórar tölur. Fullorðins gallabuxur hafa t.d. hækkað úr krónum árið 1988 í krónur 2012, eða nær fimmfaldast í verði. Bensín, sem er m.a. einn af kostnaðarliðunum við landbúnaðarframleiðsluna, hefur síðan rokið upp úr öllu valdi. Það hefur hækkað úr krónum 100 lítrarnir árið 1988 í krónur árið 2012, eða nær áttfaldast í verði. Það er því greinilegt að íslenskir bændur hafa alls ekki haldið í við verðlag með sínar vörur, heldur hafa mátt þola miklar skerðingar á liðnum aldarfjórðungi. /HKr. Hestafjör 2013 í Sleipnishöllinni á Selfossi Hestafjör 2013 verður haldið í Sleipnishöllinni á Selfossi sunnudaginn 14. apríl næstkomandi. Hestafjör er fjölskylduhátíð þar sem öll börn, unglingar og ungmenni hestamannafélaga á Suðurlandi fá tækifæri til að koma saman og eiga skemmtilegan dag. Þjálfari þátttakenda frá Sleipni verður Hugrún Jóhannsdóttir reiðkennari. Æfingar verða vikulega fram að sýningardegi. Þátttaka í Hestafjöri 2013 er öllum þátttakendum að kostnaðarlausu. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hestafjöri Sleipnis Það er æskulýðsnefnd Sleipnis, sem hefur veg og vanda af Hestafjörinu.

7 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM S íðasti vísnaþáttur var helgaður minningu Óttars Einarssonar. Þar kom meðal annars fram að Óttar taldi brageyrað komið frá föður sínum, Einari Kristjánssyni kenndum við Hermundarfell. Ekki síður en vísur Óttars urðu margar vísur Einars landfleygar. Ýmislegt er leyfilegt, ekki síst þegar atburðir eldast og yrkisefni deyja. Tilefni þessarar vísu Einars segir Óttar í bréfi vera eftirfarandi: Tildrög voru þau að í einni af sendinefndumum góðu sem Rússar buðu til Sovétríkjanna á sinni tíð, voru þeir Thor Vilhjálmsson rithöfundur, sr. Gunnar Benediktsson og einnig að ég held, Agnar Þórðarson og Páll Hallbjörnsson. Í einni af mörgum veislum sem sendinefndinni voru haldnar, var talsvert um ræðuhöld, og hældu Rússar sr. Gunnari sérstaklega og mærðu hann úr hófi, enda var sr. Gunnar sanntrúaður sósíalisti og Stalínisti. Þá orti Einar Kristjánsson þessa vísu : Djákninn á Myrká sýndur á Melum Leikfélag Hörgdæla frumsýndi glænýtt íslenskt verk fimmtudagskvöldið 28. febrúar síðastliðinn á Melum í Hörgárdal. Verkið er byggt á þjóðsögunni um Djáknann á Myrká og er eftir Jón Gunnar Th. sem jafnframt leikstýrir verkinu. Tónlistin er eftir Skúla Við höfum ákveðið, gamlingjarnir að skella okkur á léttu skátaskeiði um sveitir landsins, segir Aðalsteinn Bergdal leikari, en hann er nú ásamt félögum sínum Gesti Einar Jónassyni og Þráni Karlssyni að skipuleggja ferð vítt og breitt um landið með sýninguna Einu sinni var ég frægur. Verkið var frumsýnt á Akureyri í lok nóvember síðastliðins og var í fyrstu sýnt í Ketilhúsinu en síðan færðu leikfélagarnir sig um set og sýndu í Hlöðunni í Litla Garði, jafnan fyrir fullu húsi. Jón Gunnar Þórðarson skrifaði leikritið og er jafnframt leikstjóri. Þeir félagar, sem marga fjöruna hafa sopið í leikhúsum landsins, bæði sunnan og norðan heiða, komu saman á ný undir lok síðastliðins árs ásamt Jóni Gunnari, höfundi handrits, en hann átti hugmyndina að verkinu og bar í fyrstu undir Gest Einar sem síðan hóaði félögunum sínum saman, þeim Alla Bergdal og Þráni. Það fannst öllum tilvalið að gera eitthvað úr þessari hugmynd og setja upp sýningu sem byggð er á löngum leikhúsferli okkar þriggja, segir Gestur Einar. 150 ára sameiginleg reynsla Þeir hittust svo allir um vetrarmál 2012 og bulluðu saman eins og þeir orðuðu það en Jón Gunnar punktaði hjá sér það sem út úr þeim valt og þannig varð smám saman til handrit að skemmtilegu leikverki. Þráinn, Gestur og Alli eiga feril í leikhúsi upp á samtals 150 ár og eru því ýmsu vanir, en í leikverkinu taka þeir fyrir eitt og annað frá sínum langa leikferli. Verkið er á léttu nótunum og gera þeir óspart grín að sjálfum sér, bæði frá leikhúsdögunum og ekki síður í Gautason og er samin sérstaklega fyrir þessa sýningu. Þarna er á ferðinni klassísk ástar- og draugasaga sem gerist í Hörgárdalnum. Djákninn átti í tygjum við stúlku eina er Guðrún hét og var frá Bægisá. Djákninn hafði boðið Guðrúnu til jólagleði en nútímanum og einkalífinu. Og svo er lagið að sjálfsögðu tekið þegar það á við, en við syngjum nokkrar perlur sem allir þekkja úr leikhúsinu og þá eru barnaleikritin sívinsælu ekki undanskilin, segir Þráinn. Sögusviðið Kanaríeyjar Leikurinn gerist í nútímanum og er sögusviðið Kanaríeyjar, en þangað hafði vantaði fararstjóra fyrir virðulega eldri borgara sem þar voru á ferðalagi. En það fer nú ekki allt eins og ráð var fyrir gert og áður en varir erum við allir þrír mættir á staðinn og þá fara hjólin heldur betur að snúast, segir Aðalsteinn, en félagarnir taka til við að rifja upp gamla tíma. Óhætt er að segja að Sautján leikarar koma fram á sviði í sýningunni, auk þeirra hljóðfæraleikara sem flytja tónlistina, en alls hafa yfir fjörutíu manns komið að uppsetningunni. Leikara hópurinn samanstendur af góðri blöndu af vönum og óvönum, nýjum og gömlum andlitum og er margt beri á góma, misgáfulegt eins og þeir orða það. Áhorfendur hafa sannarlega kunnað að meta endurkomu þessara gömlu félaga og er mikið hlegið og greinilegt að þeir hafa engu gleymt og enn eigum við því láni að fagna að eiga hylli áhorfenda, segir Gestur Einar sposkur. Leggja land undir fót Nú langar okkur að taka smá hlé frá bænum og bjóða verkið til sýninga í sveitarfélögum á Norðurlandi og víðar, segir Þráinn. Þeir eru um það bil að leggja land undir fót, en um komandi helgi verða sýningar í Félagsheimilinu á Vopnafirði á föstudagskvöld 8. mars kl. 20 og í Þórsveri á öllum aldri. Æfingar hafa staðið yfir síðan fyrir jól og nú er komið að því að áhorfendur fái að njóta afraksturs þeirra gríðarlegu vinnu sem leikhópurinn og aðstandendur hafa lagt á sig. Leikritið verður sýnt á föstudags- og laugardagskvöldum næstu vikurnar. Leggja upp í leikferð um landið með Einu sinni var ég frægur : Skellum okkur á léttu skátaskeiði um sveitir landsins Gamalreyndir leikarar, með samanlagt um 150 ára leikreynslu; Gestur Einar Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Þráinn Karlsson. Félagarnir hyggjast nú leggja land undir fót og heimsækja m.a. bændur og búalið hér og hvar um landið. Mynd / MÞÞ á Þórshöfn á laugardagskvöld 9. mars, einnig kl. 20. Eftirmiðdagssýning verður svo á Raufarhöfn sunnudaginn 10. mars kl. 16. Næstu helgar verða þeir einnig á faraldsfæti, en meðal staða sem þeir hyggjast sækja heim á næstunni eru Breiðamýri, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Skagaströnd, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Hrísey og Grímsey. Egilsstaðir og firðirnir fyrir austan eru einnig á kortinu sem hugsanlegir sýningarstaðir, en þeir félagar segja að hafi heimamenn hér og hvar áhuga fyrir að fá sýninguna í sína heimabyggð sé um að gera að hafa samband og sjá hvort ekki takist samningar þar um. /MÞÞ Á Gunnari virtust þeir vita skil þótt verðlaun og mútufé aldrei þæg ann, en vissu ekki að Thor væri til og trúðu því varla þó að þeir sæ ann. Einar var vinsæll á mannamótum og mikill gleðigjafi. Einhverju sinni á Austfirðingamóti orti hann: Mikið er um mjöð og drykk, margir vindla svæla. Er í salnum þoka þykk það er austan bræla. Góður kunningi Einars, Sigurður Jónsson frá Haukagili, var í heimsókn hjá honum á Akureyri. Í lok heimsóknarinar ók Einar Sigurði út á flugvöll. Veður var gott og glaða sólskin og þegar flugvélin hvarf sjónum orti hann: Rættist fögur fólksins þrá flestir lofa daginn; það er dýrðleg sjón að sjá Sigurð kveðja bæinn. Langan tíma ævi sinnar bjó Einar á Akureyri. Meðal góðra vina hans voru helstu hagyrðingar bæjarins, þeir Rósberg G. Snædal, Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi og ýmsir fleiri. Heiðrekur bauð nokkrum þessara vina sinna til kvöldfagnaðar. Mikið var ort þetta kvöld, og er dró að miðnætti orti Heiðrekur: Ef að hrundið af mér fæ ykkur förusveinum, ekki mun ég opna bæ oftar fyrir neinum. Einar Kristjánsson hafði þá orð fyrir komumönnum: Ber þú ekki sorg né sút, senn mun batna hagur. Hungrið rekur okkur út áður en rennur dagur. Þegar tekið var til sýningar hjá Þjóðleikhúsinu leikrit eftir Sigurð Róbertsson orti Einar: Skrifar ennþá von úr viti, var þó komið meir en nóg. Þjóðleikhússins banabiti bráðum verður Siggi Ró. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Fréttir Páskar á Bjarteyjarsandi Ferðaþjónustubændur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði bjóða í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda upp á sérstakt páskatilboð á gistingu í sumarhúsum. Boðið verður upp á gistingu í þrjár nætur á verði tveggja. Húsin sem um ræðir eru rúmgóð og vönduð. Þau eru staðsett í fallegri fjallshlíð með frábæru útsýni yfir Hvalfjörð. Margar gönguleiðir eru í nágrenninu og hægt að fá persónluega leiðsögn um margar þeirra. Auk þess verður fjölbreytt dagskrá um páskana, bæði á Bjarteyjarsandi og í Hvalfirði öllum: Helgin mars: Opið í Gallerí Álfhól. Sérstök kynning á lambakjöti beint frá býli, uppskriftir, smakk og fróðleikur. Opið milli kl. 13 og 16 báða dagana og einnig í Dymbilvikunni. Lokað föstudaginn langa. Nánari upplýsingar um sérpantanir og fleira: www. bjarteyjarsandur.is Miðvikudagur 27. mars kl : Sönglagastund í sveitinni. Hinir ýmsu söngfuglar flytja fjölbreytta dagskrá fyrir gesti. Afslöppuð samverustund í Hlöðunni á Bjarteyjarsandi. Laugardagur 30. mars: Kaffikúnstir og krákuskeljar. Fjölskyldudagur á Bjarteyjarsandi sem hefst með fjöruferð kl Sandkastalakeppni, óskasteinaleit og kræklingatínsla. Heimsókn í fjárhús þar sem eru meðal annars páskaungar og kanínur. Kaffiveitingar í Hlöðunni. Fleiri viðburðir á svæðinu Laugardagur 30. mars: Páskaeggjaleit á Þórisstöðum í Svínadal, súpa í súpuskála og fleira. Opið Herminjasetur og sundlaug að Hlöðum: Opið alla páskana milli klukkan 13 og 19. Þá er einnig boðið upp á veiðiopnun, passíusálmaupplestur, gönguferðir og fleira. Nánari upplýsingar á is Nemendur LbhÍ á YouTube Mikill áhugi virðist vera meðal ungs fólks á námi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um þessar mundir. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar reynslu annarra af slíku námi hefur Áskell Þórisson, útgáfu- og kynningarstjóri LbhÍ, sett viðtöl við nemendur inn á YouTube. Hægt er að hlusta á og skoða þessi viðtöl á vefslóðinni: UCGsoaRENQKfa5SCvvM-ATXg/ videos?view=0 Gott gengi hjá Norðlenska Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næstbesta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára. Hagnaður ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónir króna. Norðlenska matborðið ehf. sendi út fréttatilkynningu í kjölfar aðalfundar félagsins sem haldinn var á Akureyri í síðustu viku, en þar segir: Rekstur Norðlenska gekk vel í fyrra og 2012 er raunar næstbesta rekstrarár félagsins frá upphafi. Ársvelta félagsins var tæpir 4,7 milljarðar króna og jókst um rúm 3,1% á milli ára. Hagnaður ársins var 188,5 milljón króna og eigið fé Norðlenska er 508,4 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins í dag var samþykkt að greiða eigandanum, Búsæld ehf., félagi 525 bænda, arð að upphæð 15 milljónir króna. Hagnaður ársins var 188,5 milljónir kr., en 2011 var hagnaður 290,9 milljónir kr. Ársveltan var rúmar 4.690,9 milljónir kr., og jókst um rúm 3,1% á milli ára. EBIDTA hagnaður ársins var 325,4 milljónir kr. samanborið við 388,3 milljónir kr. árið Heildareignir Norðlenska voru í árslok 2.882,8 milljónir króna. Eigið fé í árslok var 508,4 milljónir kr. en var 385,9 m.kr. í lok árs Vaxtaberandi skuldir hafa hækkað um 224,4 milljónir kr. á milli ára. Veltufjárhlutfall var í árslok 1,37. Margir þættir lögðu grunninn að góðu uppgjöri félagsins Hagnaður ársins er m.a. til kominn vegna sterkrar stöðu á innanlandsmarkaði, en vörur og vörumerki Norðlenska njóta mjög mikilla vinsælda hjá neytendum. Markvisst hefur verið unnið að því að gæta aðhalds, og segja má að vinna síðustu ára við hagræðingu hafi skilað sér í uppgjöri ársins Fyrirtækið er nú í ágætri stöðu. Ljóst er að eigendur og starfsfólk geta verið stoltir af góðu fyrirtæki. Að sögn Sigmundar Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, var reksturinn ágætur framan af ári, m.a. vegna góðrar stöðu á innanlandsmarkaði. Á sama tíma fékkst viðunandi verð fyrir kjöt erlendis, það lækkaði þó er á árið leið og þá virtist innanlandsmarkaðurinn gefa eftir; sala var heldur minni en reiknað var með og ódýrari vörur seldust meira en þær dýrari. Markaðir fyrir gærur versnuðu verulega og verð lækkaði mikið. Verð fyrir hinar ýmsu auka afurðir var hins vegar mjög gott á árinu, fyrirtækið hefur lagt aukna áherslu á að fullnýta sláturgripi, aukaafurðir eru allar fluttar út og skiluðu þau viðskipti góðum hagnaði. Reksturinn var því góður þegar upp var staðið og þess vegna ákvað stjórn Norðlenska í dag að greiða Búsæld, eiganda fyrirtækisins, arð að upphæð 15 m.kr.. Hagnaður Norðlenska árið 2012 var 188,5 milljónir kr. á móti 290,9 milljóna kr. hagnaði árið áður. EBITDA ársins varð 325,4 milljónir kr. en var 388,3 milljónir kr. árið áður. Stjórn Norðlenska er óbreytt að loknum aðalfundi, en í henni eru eftirtaldir: Heiðrún Jónsdóttir, Garðabæ, stjórnarformaður, Ingvi Stefánsson, Teigi, varaformaður, Geir Árdal, Dæli, ritari, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, meðstjórnandi, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Reykjavík, meðstjórnandi. Varamenn eru: Óskar Gunnarsson, Dæli Skíðadal, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda og Jón Benediktsson, Auðnum. Huppa mjólkaði í fyrra lítra. Huppa frá Kálfagerði nythæsta kýrin í Eyjafirði á liðnu ári Mjólkurbúin á Eyjafjarðarsvæðinu eru mun stærri en á landsvísu, samkvæmt afurðaskýrslum fyrir síðasta ár. Á landinu öllu var stærð meðalbúsins 38,9 árskýr, en í Eyjafirði voru að jafnaði 47,8 kýr. Nythæsta búið fyrir norðan var Syðri-Bægisá og var búið í þriðja sæti á landsvísu. Þar voru árskýrnar 31,9 sem mjólkuðu að jafnaði 7,599 kíló. Nythæsta kýrin á Eyjafjarðarsvæðinu í fyrra var Huppa frá Kálfagerði, sem var í fimmta sæti yfir afurðahæstu kýr landsins. Huppa mjólkaði á árinu lítra og hámarks dagsnyt var 49,1 lítri. Þetta var fjórða mjaltaskeið Huppu. Á því fyrsta mjólkaði hún ltr., á öðru skeiði ltr. og á því þriðja mjólkaði Huppa lítra. Um miðjan janúar fæddist nautkálfur undan Huppu og nautsföðurnum Tópasi. Kálfurinn hlaut nafnið Tárus og hefur hann þegar verið valinn á sæðingarstöð. Mikil metnaður í ræktunarstarfi Hjónin Ágúst Ásgrímsson og Hulda Sigurðardóttir keyptu Kálfagerði árið 2002 og reka þar kúa- og hrossaræktar bú. Kúabúskapur er líf og yndi ábúenda í Kálfagerði og nafnið því vel við hæfi, segir Hulda. Mikill metnaður hefur verið lagður í ræktunarstarfið síðan hjónin keyptu jörðina árið 2002 og hafa framfarir verið miklar á þessum stutta tíma, og má þá sérstaklega nefna júgurgerð. Ræktunaráhuginn liggur þó á fleiri stöðum því á bænum er um 40 hrossa stóð og fæðast um 4-7 folöld á ári. Þar er áhersla lögð á að rækta framfalleg hross með taktgott og rúmt gæðatölt með eðlisgóðum fótaburði. Hestamennska og skotveiði Hestamennska er sameiginlegt áhugamál hjá öllum í fjölskyldunni en þau hjón eiga þrjú börn, Bergþór Bjarma 9 ára, Ágúst Mána 13 ára og Önnu Sonju 25 ára. Anna Sonja er útskrifuð tamningakona frá Hólaskóla og vinnur við tamningar og þjálfun í Kálfagerði, ásamt öðrum bústörfum. Auk þess stundar hún nú fjarnám við Landbúnaðarháskólann og stefnir á að ná sér í BS-gráðu í búvísindum. Skotveiði er enn eitt áhugamál þeirra hjóna og skiptir þar litlu hvort það er rjúpa eða gæs. Labradortíkin Rösk fylgir þeim þar hvert fótmál og er Hulda búin að þjálfa hana til að taka þátt í veiðiprófum með góðum árangri. Á sumrin stundar svo Ágúst stangveiði af miklu kappi, svona á milli slátta, og fer ófáum veiði sögunum af honum og Begga tvíburabróður hans. Allir í íshokkí Óvenjulegasta áhugamál fjölskyldunnar er þó líklega íshokkí, enda Ágúst og Hulda bæði fædd og uppalin í Innbænum á Akureyri og Kálfagerði er ekki í nema um 20 mínútna Mynd / Ágúst Ásgrímsson Hulda og Rösk, sem er með 1. Melgerðismelum aksturfjarlægð frá Skautahöllinni. Og það eru ekki bara krakkarnir sem æfa heldur foreldrarnir líka! Þær mæðgur eru á leið til Spánar á HM í íshokkí núna um komandi páska, Hulda sem aðstoðarþjálfari og Anna Sonja sem leikmaður og fyrirliði kvennalandsliðsins. Fyrir þá sem vilja fylgjast með lífinu í Kálfagerði má geta þess að fjölskyldan heldur úti heimasíðunni kalfagerdi.123.is. /MÞÞ

9 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Búrekstrarjarðir til sölu Lífsval ehf. býður eftirtaldar jarðir til sölu með eða án búrekstrarins. Kúabúið í Flatey á Mýrum við Hornafjörð Heildarverð: 480 m.kr. Tvö góð íbúðarhús, samtals 520 fm. Fullinnréttað fjós, fm. 100 mjólkurkýr, 190 aðrir nautgripir og 507 þús. ltr. mjólkurkvóti. Öll tæki til búrekstursins vönduð og góð. Jörðin er ha. og þar af eru ræktuð tún um 378 ha. Mikil náttúrufegurð við jaðar Vatnajökuls. Kúabúið að Skriðufelli á Fljótsdalshéraði Heildarverð: 222 m.kr. Gott íbúðarhús, útihús og vélaskemma. Heimarafstöð. 60 mjólkurkýr, 70 aðrir nautgripir og ltr. mjólkurkvóti. Öll tæki til búrekstursins vönduð og góð. Veiðihlunnindi í Fögruhlíðará. Jörðin er um ha. og þar af eru ræktuð tún um 40 ha. Möguleiki á viðbót í nágrenninu á ræktuðum túnum. Mikil náttúrufegurð yst í Jökulsárhlíðinni. Kúabúið að Ytra-Felli í Eyjafjarðarsveit Sauðfjárbúið að Barkarstöðum í Miðfirði við Miðfjarðará Sauðfjárbúið að Miðdal í Svartárdal í Skagafirði Heildarverð: 202 m.kr. Gott 173 fm. íbúðarhús, fjós, útihús og skemma. 70 mjólkurkýr, 210 aðrir nautgripir og ltr. mjólkurkvóti. Öll tæki til búrekstursins vönduð og góð. Jörðin er um 28 ha. og þar af eru ræktuð tún um 25 ha. Möguleiki á viðbót í nágrenninu á ræktuðum túnum. Blómleg sveit í 15 mín. akstursvegalengd frá Akureyri. Heildarverð: 108 m.kr. Gott 300 fm. íbúðarhús, fjárhús, fjós, útihús og skemmur. Um 660 kindur og kvóti fyrir 883 ærgildi. Öll tæki til búrekstursins vönduð og góð. Laxveiðiréttindi í Miðfjarðará. Gott ræktunarland og mikil víðátta. Jörðin er um ha. Heildarverð: 136 m.kr. Nýtt 163 fm. íbúðarhús byggt 2008, stór fjárhús, útihús og geymsla. Um 700 kindur og kvóti fyrir 914 ærgildi. Öll tæki til búrekstursins vönduð og góð. Mögulegur virkjunarkostur í Svartá. Frábært beitarland. Jörðin samanstendur af fjórum jörðum, þ.e. Miðdal, Ytri-Svartárdal, Fremri Svartárdal og Ölduhrygg og er samtals um ha. Nánari upplýsingar og kynningar um jarðirnar veita eftirtaldar fasteignasölur: Fasteignamiðstöðin Magnús Leópoldsson, löggiltur fasteignasali Sími fmeignir.is/fmeignir/jardir.html Fasteignasala Lögmanna á Suðurlandi Ólafur Björnsson, löggiltur fasteignasali Sími log.is/soluskra

10 10 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Fréttir Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Bændur segja allt gott Bændur segja allt gott. Þannig hljóðaði yfirskriftin á setningu Búnaðarþings á sunnudaginn var. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, var eftir níu ára forystu að setja sitt síðasta Búnaðarþing, allavega að sinni. Haraldur hefur reynst mjög farsæll og vitur foringi og góður talsmaður landbúnaðarins. Setningin var samkvæmt venju, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Atvinnu- og nýsköpunarráðherra Steingrímur J. Sigfússon flutti ræðu og veitti Landbúnaðarverðlaunin. Að þessu sinni féllu þau í hlut fyrirmyndar bænda í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þeirra Maríu Guðnýjar Guðnadóttur og Harðar Harðarsonar og sonar þeirra Björgvins Þórs og konu hans Petrínu Þórunnar Jónsdóttur. En þau reka fyrirmyndar svínabú og hafa gert lengi. Þau rækta sitt bygg auk hveitis og gera tilraunir með ræktun á repju, rúg og höfrum. Íslenskt hráefni er 75% af öllu fóðri svínanna í Laxárdal. Konur eru burðarafl sveitanna Konur eru allt í öllu. Enn fremur hlutu verðlaunin að þessu sinni,,handverkskonur milli heiða, þ.e. Fljótsdalsheiðar og Vaðlaheiðar. Ferðamenn þekkja vel, ekki síst erlendir ferðamenn, handbragð þessara kvenna og margur hefur komið við í tuttugu ára sögu þessarar starfsemi í Goðafossmarkaðnum ehf. Þetta framtak hefur orðið til þess að um eitt hundrað konur eru nú í félaginu, þær afla heimilum sínum viðbótartekna, afla gjaldeyris og þroska listagáfu sína, glæsilegt. Þarna voru þær mættar að taka við verðlaununum fyrir félagið þær Friðrika á Bjarnastöðum, Ingibjörg á Þórðarstöðum og Gunnhildur í Hrísgerði. Það eru allmörg dæmi um þetta framtak kvenna víðs vegar af landinu bæði í ullarvinnslu, listmunum og þjónustu við ferðamenn. Konur með dugnaði sínum og framtaki, félagshyggju, vilja og bjartsýni eru burðarafl sveitanna. Það verður ekki sagt að staða þeirra sé bara,,við eldavélina, þær eru allt í öllu. 150 milljónir upp á hvern dag Á þessu nýja Búnaðarþingi eftir kosningarnar á síðasta vori eru það ungar vel menntaðar konur sem setja svip sinn á Búnaðarþingið, en konum fjölgaði verulega. Haraldur sagði að landbúnaðurinn framleiddi verðmæti fyrir 150 milljónir upp á hvern einasta dag, eða fyrir rúma 50 milljarða á ári, þar af útflutningsverðmæti fyrir 11 milljarða. Hann sagði alþingiskosningarnar fullveldiskosningar og aðlögunarferlinu að ESB yrði aflýst eftir kosningarnar. Nýr formaður bænda Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í Borgarfirði, var kjörinn nýr formaður Bændasamtakanna og mikil endurnýjun varð í stjórninni. Hér skal Sindra óskað allra heilla í mikilvægum störfum fyrir bændur og þjóðina. Sindri er af yngri kynslóð bænda en margreyndur félagsmála- og forystumaður. Hann er fæddur Reykvíkingur en er sannur sveitamaður og býr glæsilegu sauðfjárbúi ásamt konu sinni Kristínu Kristjánsdóttur í Bakkakoti. Skógræktin skapar störf fyrir atvinnulausa í Svíþjóð Það eru ekki bara íslenskir skógræktarmenn sem eru meðvitaðir um hvað skógrækt er atvinnuskapandi og hvað vinna í skógi er uppbyggileg fyrir sál og líkama, segir í frétt á vefsíðu Norðurlandsskóga. Fram kemur að nýlega var gengið frá samningi á milli sænsku skógræktarinnar og vinnumiðlunarinnar þar í landi um að skógræktin skapi atvinnu fyrir manns sem hafa lengi verið frá vinnu. Tilgangurinn er að aðstoða þessa einstaklinga við að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Monika Stridsman, yfirmaður skógræktarmála í Svíþjóð, segir að það sé gleðilegt að skógræktin geti tekið þátt í því að minnka atvinnuleysið með því að skapa störf og um leið kynna hina fjölmörgu möguleika sem skógurinn býður upp á. Þátttakendur í þessu verkefni fá fræðslu og störf sem skipta máli og verða þannig vel búnir undir frekari þátttöku í atvinnulífinu, fá aukið sjálfstraust og eru um leið að leggja sitt af mörkum til mikilvægra mála, segir Monika. Á meðal verkefna sem verða unnin eru viðhald á göngustígum og áningarstöðum, úttektir í skógi og ýmsar aðrar aðgerðir sem auka gildi skóganna til útivistar og náttúruskoðunar. Verkefnið er þegar komið af stað og stendur fram til september Aðalfundur BSSÞ: Olga Marta og Hörður á Einarsstöðum hlutu heiðurshornið Hvatningarverðlaunin féllu í skaut Héðni Sverrissyni á Geiteyjarströnd Aðalfundur BSSÞ var haldinn í Heiðabæ á dögunum. Á fundinum voru veittar tvennar viðurkenningar til sauðfjárbænda, annars vegar hvatningarverðlaun BSSÞ og hins vegar Heiðurshornið sem Sf. Mývetninga gaf í minningu Eysteins Sigurðarsonar á Arnarvatni. Hvatningarverðlaunin grundvallast á því að verðlauna þann bónda sem hæst stendur að jafnaði fyrir hlutfallslegan fjölda lamba til nytja, vænleika og gott kjötmat. Heiðurshornið er veitt þeim sem skarar mest fram úr fyrir gott kjötmat en einnig er horft til hlutfallslegs fjölda lamba til nytja. Þetta kemur fram á vefsíðunni 641.is. Hvatningarverðlaun á Geiteyjarströnd Hvatningarverðlaunin þetta árið hlaut Héðinn Sverrisson á Geiteyjarströnd og var honum veittur farandgripur sá er BSSÞ lét gera af þessu tilefni og bókin Þingvallavatn. Næst honum að stigum komu þau Sveinbjörn og Hulda á Búvöllum, sem fengu viðurkenninguna í fyrra og í þriðja sæti var Ingjaldsstaðabúið. Héðinn tók á móti viðurkenningunni og nefndi hann í ávarpi að Daði Lange frændi sinn ætti mikinn þátt í þeim ræktunarárangri sem hér liggur að baki. Heiðurshorn til Einarsstaða Heiðurshornið árið 2013 hlutu þau Hestamótið Mývatn Open Hestar á ís var haldið í Mývatnssveit dagana 22. og 23. febrúar. Hestamannafélgið Þjálfi í Þingeyjarsveit stendur fyrir mótinu sem nýtur æ meiri vinsælda. Á föstudeginu bauð félagið gestum í reiðtúr út á ísilagt Mývatn. Sel-Hótel Mývatn bauð knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju, en mótshaldið sjálft hófst svo á laugardegi og tókst sérlega vel, enda lét veðrið við menn og hross, ágætis hiti og glampandi sól. Um kvöldið var hestamannahóf á Sel-Hóteli. Úrslit í Mývatn Open B-tölt: 1. Svanhildur Jónsdóttir á Takti frá Torfunesi, einkunn 7,17 2. Kristján Sigtryggsson á Skottu frá Hellulandi, einkunn 7,00 3. Karítas Guðrúnardóttir á Sýn frá Gauksstöðum, einkunn 6,83 4. Stefanía Árdís Árnadóttir á Væntingi frá Akurgerði, einkunn 6,33 5. Birna Hólmgeirsdóttir á Ágúst frá Sámsstöðum, einkunn 6,00 Úrslit í Mývatn Open A-tölt: 1. Guðmundur Karl Tryggvason á Ás frá Skriðulandi, einkunn 7,50 2. Erlingur Ingvarsson á Skrugga frá Kýrholti, einkunn 7,17 3. Baldvin Ari Guðlaugsson á Auði frá Ytri-Hofdölum, einkunn 7,00 4. Páll Bjarki Pálsson á Hreim frá Flugumýri, einkunn 6,83 5. Einar Víðir Einarsson á Líf frá Kotströnd, einkunn 6,50 Hörður Sigurðsson og Olga Marta Einarsdóttir hlutu Heiðurshornið Myndir / María Svanþrúður Jónsdóttir af vef 641.is Olga Marta Einarsdóttir og Hörður Sigurðsson á Einarsstöðum, en þau sköruðu fram úr þegar horft var til kjötmats auk þess sem hlutfallslegur fjöldi lamba til nytja var með ágætum. Auk heiðurshornsins fengu þau bókina Gersemar og þarfaþing til eignar. Þau sem næst komu að stigum voru Hrafnhildur Kristjánsdóttir á Grænavatni 2 og Sigurður og Helga í Skarðaborg. Veittu þau Olga Marta og Hörður gripum þessum viðtöku. /MÞÞ Mývatn Open 2013 haldið í blíðskaparveðri Svanhildur Jónsdóttir á Takti frá Torfunesi, 1. sæti í B-tölti. Guðmundur Karl Tryggvason á Ási frá Skriðulandi, 1. sæti í A tölti. Góðhestakeppni 1. Ragnar Stefánsson á Stiklu frá Efri-Mýrum, einkunn 8,52 2. Páll Bjarki Pálsson á Seið frá Flugumýri, einkunn 8,50 3. Erlingur Ingvarsson á Þernu frá Hlíðarenda, einkunn 8,48 4. Kristján Sigtryggsson Skottu frá Hellulandi, einkunn 8,36 5. Örn Ævarsson á Aski frá Fellshlíð, einkunn 8,18 Héðinn Sverrisson Geiteyjarströnd með hvatningarverðlaunin. Ragnar Stefánsson á Stiklu frá Efri- Mýrum, 1. sæti í Góðhestakeppni. Svavar Hreiðarsson á Jóhannesi Kjarval frá Hala, 1. sæti í skeiði. Myndir / Birna Hólmgeirsdóttir Skeið 1. Svavar Hreiðarsson á Jóhannesi Kjarval frá Hala, einkunn 8,55 2. Páll Bjarki Pálsson á Seið frá Flugumýri, einnkunn 8,69 3. Sveinbjörn Hjörleifsson, á Jódísi frá Dalvík, einkunn 8,70

11 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars VERÐSKRÁ 2013 Staðgreiðsluafsláttur eða greiðsludreifing. Verðskrá breytist ekki út sölutímabilið. Verð án vsk. kr/tonn Fram til 15. mars Eftir 15. mars Staðgreiðslu- og Pöntunar- Staðgreiðslu- pöntunarafsláttur afsláttur afsláttur Listaverð Tegundir Þyngd 11% 5% 4% OPTI-KAS (N27) 600 kg OPTI-NS kg Kalksaltpéter (N15,5) 600 kg NitraBor 600 kg CalciNit 25 kg NP kg NPK kg NPK kg NPK Se 600 kg NPK kg NPK kg NPK kg NPK Ný vara 600 kg OptiStart NP kg OPTI-P kg Mg-kalk 0,2-2 mm 600 kg Mg-kalk kornað 600 kg Einkorna áburður - Hin fullkomna pakkalausn Hjá þeim sem vilja ná hámarksárangri í búskap er áburðurinn eitt þeirra atriða sem skipta máli. Góð Nota u minni ábur me Yara

12 12 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Fréttir STEKKUR Til hamingju konur Þau gleðilegu tíðindi urðu á nýafstöðnu Búnaðarþingi að konur skipuðu sér í fyrsta sinn í meirihluta stjórnarmanna Bændasamtaka Íslands. Þetta eru mikil tíðindi þegar horft er til sögunnar. Með kosningunni er mikið karlavígi fallið. Það eru ekki nema 27 ár síðan fyrstu konurnar tóku sæti á búnaðarþingi, árið Það voru þær Ágústa Þorkelsdóttir og Anna bella Harðardóttir sem rufu einokun karla í stefnu mótun íslensks landbúnaðar. Vitanlega höfðu konur í bændastétt haft áhrif fram að því, mikil ósköp. Þær höfðu hins vegar ekki hlotið brautargengi sem kjörnir fulltrúar fyrr en þá. Bændasamtökin urðu til í núverandi mynd við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda árið Í fyrstu stjórn samtakanna tók ein kona sæti, Álfhildur Ólafsdóttir. Eftir það hafa konur setið í stjórn samtakanna alla tíð, mest tvær. Allt þar til núna. Þessu ber að fagna. Sannarlega. Það vill nefnilega þannig til að það næst aldrei eðlilegt jafnvægi í hagsmunagæslu ef annað kynið ber alltaf skarðan hlut frá borði við val á fulltrúum í framvarðarsveit. Þrátt fyrir að karlar sem sinnt hafa hagsmuna gæslu fyrir bændur á Íslandi séu hinir mætustu menn hafa konur svo margt fram að færa að það er bein línis bjána legt hversu lengi þær hafa þurft að standa á hliðar línunni. Umræða um landbúnað hefur síðustu misseri aukist og breyst. Daglega eru sagðar sögur af því að unnið sé að merkilegum verkefnum, framþróun og nýsköpun í á flestum sviðum búskapar. Umræðan um íslenskan landbúnað er sem sagt jákvæð og Íslendingar eru jákvæðir í garð bænda og búskapar. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að svo verði áfram. Til þess þarf að halda áfram því góða, öfluga og framsækna starfi sem unnið er um allt land. Til þess að svo megi verða þarf líka að nýta krafta allrar bænda stéttarinnar. Það að konur skipi sér í framvarðarsveit félagskerfis bænda er því ótrúlega mikilvægt. Staðreyndin er sú að enginn þekkir hagsmuni, stöðu og vilja kvenna í landbúnaði betur en þær sjálfar. Þar með er ekki sagt að karlar vinni gegn hagsmunum kvenna, fjarri því. Hættan er hins vegar sú að það sé ekki unnið að þeim eins og best verður á kosið ef konur eru fjarverandi eða í miklum minnihluta við ákvarðanatöku um stefnumörkun í landbúnaði. Ég óska konum í bændastétt til hamingju með árangurinn. Ég gleðst yfir því að dóttir mín hafi nú fleiri og sterkari fyrirmyndir til að líta upp til. Það skiptir nefnilega máli að á öllum sviðum samfélagsins deili kynin byrðunum saman og njóti ávaxtanna til jafns. Það er jafnrétti. /fr Fjölmenni á áhugaverðu málþingi Rótarýklúbbs Rangæinga og Landgræðslunnar Um 130 manns mættu á flott málþing Rótarýklúbbs Rangæinga og Landgræðslunnar í Gunnarsholti á dögunum þar sem yfirskriftin var Samkeppni um land - landnýtingarstefna í Rangárþingi. Samningur um bókasafn Árna G. Eylands Á Eylands-þingi vorið 2010 tilkynntu Bændasamtök Íslands að Landbúnaðarsafni Íslands yrði falið að varðveita bókasafn Árna G. Eylands sem hann gaf Búnaðarfélagi Íslands á sínum tíma. Um er að ræða bækur sem einkum varða tæknisögu íslensks landbúnaðar í víðum skilningi, en á sviði ræktunar og tæknivæðingar landbúnaðarins var Árni frumkvöðull, svo sem áður hefur verið kynnt hér á síðunni. Hinn 25. febrúar síðastliðinn undirrituðu þeir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafnsins, samning um varðveislu bókasafnsins. Markmið samningsins er að safnið verði nýtt til rannsókna og sýningar á Landbúnaðarsafni Íslands eins og segir í fyrstu grein hans. Bóka- og ritakostur þessi kemur Landbúnaðarsafni mjög vel; myndar raunar kjarnann í heimilda kosti safnsins. Safnið hefur verið frum skráð og verður því nú komið fyrir í verðandi skrifstofu Landbúnaðarsafns á fjósloftinu gamla á Hvanneyri. Meðfylgjandi mynd sýnir Harald og Bjarna staðfesta samninginn. Sem skrifborð var notað húdd Austindráttarvélarinnar frá 1920, næstfyrstu hjóladráttarvélarinnar sem til Íslands kom. Það var einmitt hún sem Árni G. Fjölmörg fróðleg erindi voru flutt, sem vöktu margar spurningar. Í öllum þeim ummælum sem ég fékk í lok málþingsins og í sím tölum á eftir, var viðkvæðið jákvæðni, glæsileiki og flott erindi og bjartsýni á framtíð héraðsins, Jóhann Nikulásson, bóndi á Stóru-Hildisey II í Landeyjum, fjallaði um sóknarfæri í nautgriparækt á skemmtilegan hátt. Hér má sjá síðustu glæruna hans í samantektinni. Í máli hans kom meðal annars fram að 665 kúabú væru í landinu í dag (voru árið 1996), mjólkurkýrnar í landinu væri 26 þúsund og meðalnyt á kú væri kg. sóknarfæri í sauðfjárrækt. Hún varpaði meðal annars þessari mynd upp á tjaldið sem sýnir hvernig sauðfjárræktin skiptist á milli landshluta. Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafnsins, og Haraldur Benediktsson, þáverandi formaður BÍ, við undirritun samninga um bókasafn Árna G. Eylands. Eylands notaði við fyrstu tilraun til jarðvinnslu með hefðbundinni hjóladráttarvél hérlendis. Tilraunin var en jafn framt að við yrðum að gæta vel að gullegginu, það er landinu okkar, sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu stjóri þegar hann var spurður hvernig þingið hefði tekist. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir í Gunnarsholti. Eggert Þ. Þórarinsson frá Seðlabankanum (innfelld mynd) var með erindi sem hann kallaði Hagfræði mismunandi landnýtingarkosta. Þar fjallaði hann m.a. um nokkrar búgreinar og sagði frá gengi þeirra. Hér má sjá eina af glærunum sem hann varpaði á tjaldið og fjallar um stöðu sauðfjárræktarinnar. gerð á Korpúlfsstöðum fyrir réttum 90 árum, sjá bls. 25 í bókinni Alltaf er Farmall fremstur. Landbúnaðarsafn Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Eydís Indriðadóttir, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga. Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli var með mjög athyglisvert erindi um sóknarfæri í akuryrkju. Fram kom hjá honum að núna væru ræktaðir ha. á Íslandi, þar af ha. á Suðurland. Möguleg aukning væri um ha., þar af ha. á Suðurlandi eða 67%. þakkar Bændasamtökum Íslands sýnda velvild með ráðstöfun þessari og metur hana mikils.

13 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Námskeið um merkingu matvæla Matvælastofnun mun á næstunni halda námskeið fyrir matvælaframleiðendur um merkingu matvæla. Á námskeiðunum verður fjallað almennt um hvernig merkja á matvæli. Áhersla verður lögð á innihaldslýsingar, magnmerkingar, uppruna merkingar og auðkennismerki. Einnig verður fjallað um næringargildismerkingar og næringar- og heilsufullyrðingar, með sérstakri áherslu á heilsu fullyrðingar. Í eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga frá árinu 2011 um innihaldslýsingar matvæla og uppskriftir þeirra kom í ljós að í 16 prósentum tilfella komu ekki öll innihaldsefni fram í innihaldslýsingu á umbúðum. Jafnframt sýnir ný úttekt Matvælastofnunar á 16 matvörum í verslunum að engin þeirra uppfyllti allar kröfur um merkingar. Matvælafyrirtæki bera ábyrgð á eigin framleiðslu og upplýsingagjöf til neytenda. Rétt merking matvæla er mikið hagsmunamál fyrir neytendur og geta rangar merkingar m.a. verið varasamar þeim sem eru með matarofnæmi eða óþol. Námskeiðin 3 verða haldin á eftirfarandi stöðum og tímum: Miðvikudaginn 13. mars kl í fundarsal Samtaka atvinnulífsins á efstu hæð, Borgartúni 35, 105 Reykjavík Þriðjudaginn 19. mars kl í fundarsal Inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík Miðvikudaginn 20. mars kl í Alþýðuhúsinu (4.h.), Skipagötu 14 á Akureyri Námskeiðið er ætlað starfsfólki matvælafyrirtækja og er ókeypis. Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is HÖ Staðalbúnaður - Sparneytnar 4ra strokka Perkings dieselvélar - Hitari á mótor - Vökvavendigír með stillanlegu átaki og útslætti á keyrslu - Dyna-4 gírkassi 16F/16R (hægt er að skipta vökvaþrepum bæði í gírhandfangi og eins með vendigírnum) - 2 tvívirkar vökvaspólur/vagnbremsuventill - 4 aflúrtakshraðar (hraðabreytir í ökumannshúsi) - Opnir beislisendar/lyftudráttarkrókur - Loftpúðasæti/farþegasæti - Fullkomin vinnuljósabúnaður - Rafstýrt beisli - Verkfærakassi - Flotmikil dekk 440/65R24 - Og 540/65R34 að aftan - Niðursveigð vélarhlíf (lágnefja) - Vökvadæla 100 L L olíutankur - Lyftigeta út á beislisendum 5000 kg TIL AFGREIÐSLU STRAX Hafðu samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar. Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax:

14 14 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Ný fermetra verksmiðja landbúnaðartæknideildar Fliegl sem er við bæinn Mühldorf við ána Inn í Þýskalandi. Lífland með breitt úrval af sáðvöru: Nýir tegundahópar bætast í flóruna Nú á útmánuðum hefur mikil um ræða verið um kalhættu á Norður landi og leiða menn þá óneitan lega hugann að sáðvörunni. Að því er fram kemur í frétta tilkynningu frá Líf landi verður fyrirtækið með mikið úrval af sáðvöru fyrir bændur og jarðræktar fólk en einnig sumarbústaða eigendur og garðeigendur. Sem fyrr verður úrvalið breitt, en það hefur aukist undanfarin ár og nýir tegundahópar bæst í flóruna. RAG Import & Export ehf. í Hafnarfirði með umboð fyrir Fliegl Group á Íslandi: Býður fjölþættan tækjabúnað fyrir verktaka og landbúnað Fliegl hefur opnað nýja verksmiðju í Mühldorf am Inn í Þýskalandi RAG Import & Export ehf. í Hafnarfirði er nýtt nafn á bak við umboð fyrir þýska fyrirtækið Fliegl Group. Fyrirtækið framleiðir bæði margvísleg landbúnaðartæki eins og mykjudreifara sem og ýmiss konar flutningavagna fyrir bændur og verktaka. Fliegl opnaði nýlega nýjar höfuðstöðvar og verksmiðju fyrir landbúnaðartækjaframleiðslu sína, Fliegl Agrartechnik, á 30 hektara svæði í bænum Mühldorf am Inn sem er í um 80 kílómetra fjarlægð austur af München. Bærinn stendur á bökkum árinnar Inn og á sér sögulegar rætur allt aftur til ársins 935. Með vorinu verða allir flutningavagnar Fliegl til landbúnaðarnota framleiddir í verksmiðjunni í Mühldorf. Stærsta fjárfestingin á 30 ára ferli Í heimsókn í verksmiðju Fliegl, talið frá vinstri: Rafn Arnar Guðjónsson, Josep Fliegl yngri, Mikkel Gasbjerg og Valdimar Guðmundsson. Öflugur ráðgjafahópur Nýr starfsmaður, Jóhannes Baldvin Jónsson, hefur hafið störf hjá fyrirtækinu og mun hann leggja áherslu á ráðgjöf í sáðvöru. Jóhannes er menntaður garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins og með B.Sc.-próf í landnýtingarfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ). Hann hefur víðtæka ræktunarþekkingu og verður án efa góð viðbót við öflugt ráðgjafateymi fyrirtækisins. Starfsfólk Líflands hefur í gegnum tíðina sótt sérfræðiþekkingu frá jarðræktarsérfræðingum LBHÍ. Í upphafi árs fóru ráðgjafar Líflands á mjög fræðandi námskeið um sáðvöru hjá LBHÍ þar sem jarðræktarsérfræðingarnir Guðni Þorvaldsson, Jónatan Hermannsson og Ríkharð Brynjólfsson fræddu þá um helstu tegundir nytjajurta á Íslandi, útkomu þeirra úr tilraunum og val á byggi fyrir mis munandi landshluta. Hávingull, nýjung í túnræktinni Við val á innfluttri sáðvöru er stuðst við niður stöður úr tilraunum á vegum LBHÍ og reynslu bænda víða um land. Nokkur yrki hávinguls hafa verið prófuð í tilraunum undanfarin ár og hafa þau flest reynst vel. Breytingar á hitafari og betri yrki hafa einkum hjálpað til við þessa góðu útkomu á hávingli og með þessar niðurstöður í huga er talið vænlegt að sá hávingli með vallar foxgrasi í stað vallar sveifgrass, einkum fyrir sauðfé. Þess ber þó að geta að hávingull hefur ekki verið reyndur í tilraunum á mestu kalsvæðum landsins. Boðið verður upp á hávingulsyrkið Minto hjá Líflandi í vor en það er finnskt og hefur reynst vel á norðlægum slóðum. Bygg, olíurepja og nepja Byggyrki verða að mestu þau sömu og voru í boði í fyrra. Af sex raða yrkjunum kemur ekki meira af Kunnari sem hefur þó reynst vel á undan förnum árum en í stað þess fáum við yrki sem hafa svipaða eiginleika og nefnast Elmeri og Wolmari. Hveitirækt hefur gengið bærilega, einkum ef tekist hefur að sá um sumarmál, því það þarf allt að mánuði lengri vaxtartíma en fljótþroska bygg. Ný tegund vorhveitis, Wappu, bætist við sáðvöruflóruna í vor. Er það finnskt yrki sem ætti að henta vel á okkar norðlægu slóðum. Þá hefur ræktun á olíurepju verið að aukast allra síðustu ár. Nú verða vetraryrkin Vision og Galileo á boðstólunum auk vorrepjuyrkjanna Marie og Tamarin sem kemur nýtt inn. Ræktun olíunepju hefur verið að færast í aukana en þar verður boðið upp á yrkin Cordelia og Juliet sem voru einnig í boði síðastliðið vor. Í startholunum vegna kalhættu norðanlands Í ljósi kalhættu norðan heiða mun Lífland ekki bregðast bændum með útvegun sáðvöru frekar en endranær. Það stefnir allt í að margir þurfi að vinna og endurrækta kalin tún til að tryggja heyfeng, og er þá einkum horft til sáningar á sumar- og vetrarrýgresi en einnig sumarhafra og byggs. Ræktun heilsæðis, blöndu t.d. byggs og repju, hefur einnig verið að sækja í sig veðrið. Hálmmikið sex raða bygg hentar best í slíka ræktun og þar koma finnsku yrkin sterk inn, t.d. Elmeri, Wolmari og Pilvi. Á boðstólum verður sumarrýgresisyrkið Swale og vetrarrýgresið Meroa. Af sumarhöfrum verður til yrkið Belinda. Einnig verður til fjölbreytt úrval túngrasa í endurræktina. Ráðgjafar Líflands eru boðnir og búnir að veita aðstoð við val á sáðvörunni og hvetjum við bændur og aðra til þess að hafa samband snemma, þar sem líkur eru á meiri eftirspurn nú en oft áður. Josep Fliegl er þýskur bóndi sem stofnaði fyrirtækið fyrir um 30 árum og hóf smíði á ýmsum jarðvegstækjum, en nú eru synir hans teknir við. Fliegl Agrartechnik-verksmiðjan er stærsta fjárfesting félagsins frá upphafi. Verksmiðja fyrirtækisins er búin allri nýjustu tækni og er gólfflötur hennar samtals fermetrar, en rúmtak byggingarinnar er um 1 milljón rúmmetrar. Í verksmiðju og á lager munu starfa um 250 manns. Mikilli sjálfvirkni er beitt bæði í verksmiðju og í vöruafgreiðslu, sem er með 27 metra lofthæð. Push-Off - ýtuvagnarnir" vekja athygli Fliegl-landbúnaðartækin hafa ekki verið fyrirferðarmikil á markaðnum hér þótt malar- og flutningavagnarnir séu vel þekktir. Rafn Arnar Guðjónsson, aðaleigandi RAG Import & Export ehf., segir að meðal þeirra tækja sem hafi vakið einna mesta athygli að undanförnu sé Push- Off Trailer Gigant ASW 271. Þessir vagnar ýta af sér hlassinu í stað þess að vera með sturtu og mætti því allt eins kalla þá ýtuvagna. Þessi tækni gerir það að verkum að auðveldara er að athafna sig við misjafnar aðstæður á stórum tækjum með mikið hlass og affermingin veldur ekki hættu á að tækið velti. Hafa verktakar því verið að gefa þessu meiri gaum varðandi stórvirka malarflutningabíla, enda er búnaðurinn afar öflugur og hreinsar vel af pallinum. Fyrir bændur hafa slíkir vagnar m.a. komið sér vel við losun í flatgryfjur og þegar koma þarf t.d. korni eða heyi í hús með takmarkaðri lofthæð. Meðal annars hefur Túnfang fengið tvö eintök af Gigant ASW 270 Push-Off Trailer, sem hafa reynst vel. Þá getur Fliegl einnig boðið upp á mykjudreifara, allar gerðir af sturtuvögnum, skóflum, baggaklóm, steypuhrærivélum, herfum og fleira, og nánast hvað sem sjá má nánar á svo og Með framleiðslu víða um lönd Auk fyrrnefndrar verksmiðju er Dráttarvél með tveggja öxla Fliegl-mykjudreifara í drætti. Nýjar verksmiðjubyggingar Fliegl. Bærinn Mühldorf am Inn. fyrirtækið með framleiðslueiningar í Kastl, Tripis og Mühldorf í Þýskalandi, Abda í Ungverjalandi og Vilafranca nærri Barcelona á Spáni. Yfir 800 manns starfa við framleiðsluna á þessum stöðum. Þá eru söluskrifstofur í Kastl og Mühldorf í Þýskalandi, Abda í Mynd / RAG Ungverjalandi, Bosca í Rúmeníu, Komarno í Slóvakíu, Krnov í Tékklandi, Vilafranca á Spáni og að sjálfsögðu er RAG Import & Export svo umboðsaðili á Íslandi. Í Agro Center sem Fliegl Group rekur í Kastl er um fermetra varahlutalager fyrir tæki og búnað sem framleiddur er fyrir heimili og hefðbundinn landbúnað, þ.m.t. hrossarækt og garðyrkja. Allir vagnar sem framleiddir eru af Fliegl eru afhentir samkvæmt íslenskum óskum, þ.e. tveggja öxla á tvöföldum hjólum undir Stonemaster grjótflutningapallana sem og með lyftihásingu. Gámagrindur er hægt að fá ýmist með einföldum og tvöföldum hjólum og með einni eða fleiri lyfti hásingum. /HKr.

15 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Lambamerki Plastiðjan Bjarg Iðjulundur, starfsþjálfunar og endurhæfingar vinnustaður, er eina fyrirtækið sem framleiðir merki fyrir búfénað á Íslandi. Veljum íslenskt - það er allra hagur! MICRO merki. Bjóðum hin frábæru Micro lambamerki á mjög góðu verði. Lámarkspöntun er 10 stk. Veittur er 10% afsláttur ef merki eru pöntuð fyrir 15. mars. Hægt er að fá merkin í stökum númerum þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð. Pöntunina skal þá senda í excelskjali, númer skráð í einn dálk. Gluggar Hurðir Opnaleg fög Uppsetning Combi Nano lambamerki og örmerki. Combi Nano merkin eru minni útgáfa Combi Mini merkja (ásetningsmerkja). Mjög auðvelt er að lesa af merkjunum. Annars vegar er hægt að fá þau sem venjuleg lambamerki þ.e. með blöðku beggja vegna. Hins vegar er blaðka þar sem bæjarnúmer og einstaklingsnúmer er áprentað og henni fylgir hringur sem er endurnýtanlegur. Í hringnum er rafrænn teljari sem er örmerki. Notuð er Combi Junior EID töng til ísetningar. Hægt er að fá merkin í stökum númerum þ.e. þau þurfa ekki að vera í númeraröð. Pöntunina skal þá senda í excelskjali, númer skráð í einn dálk. ATH! Pantanir á Combi Nano merkjum verða að berast fyrir 20. mars til að tryggja að þau verði komin fyrir sauðburð. Verð á Nano örmerkjum er kr. 297,- m/vsk og 10% afslætti. Fullt verð á þeim er kr. 330,- m/vsk Teg: K bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg: K bör max 600 ltr/klst Teg: K bör max 550 ltr/klst Vinsamlega takið fram um hvers konar merki er að ræða þegar pantað er. Starfsþjálfunar - og endurhæfingar vinnustaður Furuvöllum 1, 600 Akureyri. Sími , Fax Netfang pbi@akureyri.is Opnunartími: Mánudaga föstudaga, kl Teg: K bör max 460 ltr/klst Teg: K bör max 360 ltr/klst KÄRCHER SÖLUMENN Skeifan 3E-F Sími Fax F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Bændablaðið Smáauglýsingar Vredestein Heildarlausn! Sérstök fólkspíla, pallbíla- og jeppadekk, sérstök kerrudekk og einstök fjórhjóladekk. Allt á einum stað. Vertu í hópi þeirra öruggu á gæðadekkjum frá BJB. Vredestein Federal Federal Federal Fergusonfélagið og Landbúnaðarsafn Íslands boða til fundar í Vogalandi í Króksfjarðarnesi 12. mars kl. 20:30 Sigurður Skarphéðinsson formaður Fergusonfélagsins kynnir félagið og Bjarni Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Landbúnaðarsafni Íslands og kennari á Hvanneyri fjallar í máli og myndum um efnið Frá Torfa í Ólafsdal til traktora nútímans...! Á fundinum mun Bjarni árita bækur sínar... og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmall fremstur fyrir þá sem þess óska hvort heldur sem þeir koma með þær eða kaupa á fundinum. Allir áhugamenn um gamlar dráttarvélar og þátt þeirra í sögu sveitanna eru velkomnir. Fáðu upplýsingar um stærðir og verðtilboð. Hafðu samband við Piero Segatta, sérfræðing á sviði hjólbarða, sendu póst: piero@bjb.is Púst Önnur a [ ]

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Nýr vefstjóri heimasíðu BSSL Bændur og búalið geta nú tekið gleði sína á ný, ásamt öðru áhugafólki um íslenskan landbúnað því heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands (BSSL) er aftur komin í loftið. Nýr vefstjóri síðunnar er Helga Sigurðardóttir, starfsmaður Búnaðarsambandsins. Slóðin á síðuna er Helga tekur við starfinu af Guðmundi Jóhannssyni, sem er komin til starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). /MHH Vinir Tungnarétta: Hann lét klárinn brokka Hagyrðingakvöld 8. mars Manstu hvar þú varst miðvikudaginn 17. september árið 1986? Eða laugardaginn 11. september 2010? Síðastliðið haust var réttað í Tungnaréttum sunnudaginn 16. september. Kannski varst þú þar. Eða einhvern annan dag, eitthvert annað haust á Tungnaréttadag. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars er merkilegur dagur. Kannski ekki eins eftirminnilegur og rétta dagurinn en samt helgaður mikilvægu málefni. Svo skemmtilega vill til að þessi náskyldu en ólíku málefni, réttindi kvenna og endurbygging Tungnarétta renna saman í eitt á hátíð sem haldin verður í Aratungu föstudagskvöldið 8. mars næstkomandi. Vinir Tungnarétta halda hagyrðingakvöld, þar sem karlmenn koma til með að skemmta konum og körlum með list sinni, til styrktar endurbyggingu réttanna við Tungufljót. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum leiðir saman nokkra hagyrðinga, víðs vegar að úr sveitum og bæjum landsins. Pétur Pétursson frá Höllustöðum, Reynir Hjartarson frá Akureyri og Þórður Pálsson frá Sauðanesi í Húnavatnssýslu koma norðan úr landi. Til fundar við þá verða hér Sunnlendingarnir Magnús Halldórsson frá Hvolsvelli, Kristján Ragnarson frá Ásakoti og Sigurjón Jónsson frá Skollagróf. Vonandi verður þetta gaman. Vonandi koma margar konur með karlinn sinn með sér. Vonandi verður barinn opinn. Vonandi hittast ungir sem aldnir á hagyrðingakvöldi í Aratungu föstudaginn 8. mars. Samkoman hefst klukkan hálf níu. Sjáumst þar. Hrunamannahreppur: Miðfell er bæjarfjall Hreppsnefnd Hrunamannahrepps barst fyrirspurn nýlega um hvort til væri bæjarfjall í Hrunamannahreppi. Tilgangurinn var sá að búa til lista eða bók yfir öll bæjarfjöll landsins ásamt upplýsingum um gönguleiðir á þau. Erindið var sent til umsagnar Ferða- og menningarnefndar, sem leggur til að Miðfell verði tilnefnt sem bæjarfjall. Hreppsnefnd hefur samþykkt að Miðfell verði tilnefnt sem bæjarfjall Hrunamannahrepps. /MHH Ómar Ragnarsson dælir VLO-dísilolíunni á Olísstöðinni við Álfheima hinn 21. febrúar. Þarna er Ómar með 40 ára gamlan Range Rover jeppa. Olís með VLO-dísil sem er ný tegund af lífdísil á markaði hérlendis: Finnskt íblöndunarefni sem á að draga úr mengun og þolir að vera blandað í 100% hlutfalli Olís kynnti fimmtudaginn 21. febrúar markaðssetningu á VLOdísilolíu sem ætlað er að draga úr koltvísýringsmengun um 5%. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir þessa olíu hafa sérstöðu á markaðnum en reiknar með að öll olíufélögin hérlendis muni á endanum bjóða upp á umhverfisvænni olíu en verið hefur á markaði til þessa. Blöndun VLO í dísilolíuna fer fram þegar olíu er dælt á olíubíla í birgðastöð. Síðan er henni ekið út til dreifistöðvanna og segir Einar að bændur muni geta nýtt sér þetta eins og allir aðrir. Víða í nágrannalöndunum er búið að setja reglugerðir um íblöndunarhlutfall í dísilolíu til að draga úr mengun, en við erum að ganga heldur lengra en þær reglur segja til um. Við vitum að hér er í smíðum reglugerð sem gera mun sömu kröfur hérlendis á næstunni. Einkaleyfisvarin finnsk uppfinning VLO-dísilolían inniheldur einkaleyfis varið íblöndunarefni frá finnska olíufyrirtækinu Neste Oil. Gengur það erlendis undir nafninu HVO, sem stendur fyrir Hydrotreated Vegetable Oil. Það er jurtaolía sem meðhöndluð hefur verið með vetni en á næstu misserum mun dýrafita einnig verða notuð í slíka olíu í auknum mæli. Neste hefur haldið úti víðtækum prófunum á olíunni víða um lönd bæði í 100% hlutfalli og í mismunandi íblöndunarhlutfalli. Hefur Mercedes-Benz flutningabílum og strætisvögnum m.a. verið ekið yfir 3 milljónir kílómetra á 100% VLOeldsneyti frá árinu Að meðaltali hefur hver bíll ekið yfir kílómetra. Sambærilegar prófanir hafa líka verið gerðar í Finnlandi og í Alberta í Kanada þar sem prófanir fóru fram í allt að -44 gráða frosti. Niðurstöður eru sagðar mjög jákvæðar og hefur efnið meira orkuinnihald á þyngdareiningu en venjuleg dísilolía. Þá skilar íblöndun efnisins í dísilolíu hreinni bruna í vélum. Nú eru í gangi prófanir hjá Neste Oil á framleiðslu á VLO (HVO) úr olíu sem ekki er notuð til manneldis. Þar er m.a. um að ræða þörungaolíu og olíu úr jathropa-plöntunni, sem ber eitraðar olíuríkar hnetur. Ekki sögð hætta á útfellingum Sú lífdísilolía (e. biodiesel) sem verið hefur á markaðnum til þessa er svokölluð FAME-olía (Fatty Acid Methyl Ester). Hún er unnin úr jurtaolíu og dýrafitu sem blandað er saman við natríumhýdroxíð (vítissóda) og metanól. Í slíkri olíu myndast glýseról, sem er vatnssækið og eðlisþungt og getur því setið eftir á botni olíutanka og í síum. Við framleiðslu á VLO myndast ekkert glýseról og eru viðbótarefni eins og metanól (tréspíri) óþörf við framleiðsluna. Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling hefur verið að framleiða metanól úr afgasi jarðhitaorkuverslins í Svartsengi. Það metanól er ætlað til íblöndunar í eldsneyti og til að búa til lífdísil. Spurður hvort þetta væri ekki líka kostur fyrir Olís sagði Einar svo ekki vera. Metanólið stæðist einfaldlega ekki þær kröfur sem gerðar væru til íblöndunarefnis. Á sama verði og hefðbundin dísilolía Einar segir að vissulega sé VLO íblöndunarefni dýrara en dísilolían en það muni samt ekki hafa áhrif á olíuverðið hérlendis. Við munum selja dísilolíuna á sama verði og hjá öðrum. Við erum Mynd / Olís Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir að íblöndun VLO-efnisins muni ekki leiða til hækkunar á olíunni til neytenda. Mynd / HKr. því að bjóða viðskiptavinum okkar þetta aukalega en samt á sama verði. Neste í Finnlandi hefur þróað sérstaka tækni til að framleiða þessa olíu og fengið einkaleyfi á framleiðslurétti. Hann byggir á því að þeim tekst að búa til lífrænt eldsneyti sem hægt er að brenna í allt að 100% hlutfalli án þess að breyta þurfi vélum. Flest önnur lífræn eldsneyti sem komið hafa á markaðinn er ekki hægt að nota til íblöndunar nema í mjög takmörkuðu hlutfalli, yfirleitt 5-7%, vegna þess að þau mynda botnfall og skapa hættu á þránun og fleiri vandamálum. Við teljum því að við séum ekki bara fyrstir til að koma með gott lífrænt eldsneyti á markað hér heldur sérstaka vöru sem hefur náð lengra í þróuninni en aðrar slíkar vörur á markaðnum. /HKr.

17 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Junkkari sturtuvagnar Eigum örfáa vagna til afgreiðslu á óbreyttu verði 10 tonna sturtuvagn á kr ,- án vsk. ( kr ,- m/vsk.) 13 tonn asturtuvagn á kr ,- án vsk. (kr ,- m/vsk.) FASTUS_E_ Hreinlega frábær fyrir þvottahúsið Þvottavél og þurrkari tilvalin fyrir gistiheimili og minni ferðaþjónustur Sparnaðarkerfi fyrir vatn og orkunýtingu Notendavæn og þægileg þvottakerfi Margar góðar viðbætur fáanlegar, m.a. myntrauf Síðumúli Reykjavík Sími Verslun opin mán - fös Aukabúnaður: Upphækkanir á skjólborð. Dalvegur Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is Bændablaðið Smáauglýsingar Næsta blað kemur út 21. mars Umboðs- og söluaðili fyrir hinar viðurkenndu dönsku forsteyptu einingar í gripahús frá TCT. Gólfeiningar, fóðurgangar ofl. fyrir allar gerðir gripahúsa. Gæða framleiðsla og áratuga reynsla á Íslandi. Til afgreiðslu í Reykjavík, Akureyri og Seyðisfirði. Nokkrar stærðir gólfbita til á lager. Sölumenn í símum og Matarverð á Íslandi er lægra en á öðrum Norðurlöndum Vísitala ESB-15 = 100 ESB-15 Verðlag á Norðurlöndunum árið 2011 Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Selhellu 13 Hafnarfirði - Sími www. sturlaugur.is Parhús á Hellu Til sölu er íbúð í parhúsi í byggingu við Hólavang nr. 3 á Hellu Húsið er byggt úr timbri og er klætt að utan með alusink klæðningu. Íbúðin er 85.5 fm að stærð og telur; Anddyri, gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús, sem jafnframt er bakinngangur í íbúðina. Verð fyrir íbúðina fokhelda er kr og tilbúna undir tréverk kr Teikningar og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fannbergs fasteignasölu ehf, og á Vörur og þjónusta Matur Á Norðurlöndunum er hvað hagkvæmast að kaupa í matinn á Íslandi og í Finnlandi. Maturinn er dýrari í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta kemur fram í nýlegri tölfræðiárbók Norrænu ráðherranefndarinnar. Það er mikilvægt að framleiða kjöt, mjólk, grænmeti og fleiri matvörur á Íslandi. Þannig spörum við gjaldeyri sem hægt er að nota í annað en matarinnkaup. Auk þess skapar landbúnaðurinn þúsundir starfa um allt land. Innlend matvælaframleiðsla hefur haldið aftur af verðhækkunum á matarkörfunni undanfarin ár því að innfluttar matvörur hafa hækkað í verði umfram íslenskar. Heimildir: Norræna ráðherranefndin, Hagstofa Íslands og Eurostat.

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Úr bílasölu í bjórgerð Ábúendur á Steðja í Borgarfirði keyptu heila bjórverksmiðju af Byggðastofnun Dagbjartur Ingvar Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir eru búsett að bænum Steðja í Borgarfirði. Til að skapa sér atvinnu í heimabyggð ákváðu þau vorið 2012 að kaupa heila bjórverksmiðju af Byggðastofnun og þá hófst bruggævintýri þeirra með dyggri aðstoð og vinnu þýska bruggmeistarans Philipp Ewers. Fyrsti bjórinn frá brugghúsinu kom á markað 1. nóvember í fyrra, en það var Steðji lagerbjór. Jóla-Steðji fylgdi svo í kjölfarið og fékk sá góða dóma bjórsmakkara. Við keyptum verksmiðjuna í apríl af Byggðastofnun, en hún var áður staðsett í Stykkishólmi. Ég var búinn að leita að atvinnutækifæri í sveitinni en það var ekki um auðugan garð að gresja í þeim málum. Ég hef rekið bílasölu í Borgarnesi í fjöldamörg ár en langaði til að breyta til. Síðan sáum við þetta auglýst í Skessuhorni og ákváðum að prófa og segja má að ævintýrið hafi hafist í framhaldinu, útskýrir Dagbjartur. Íslenska vatnið töfraefni Lykillinn að þessu er Philipp, sem hefur nokkuð frjálsar hendur, en við leggjum honum línurnar. Philipp kemur inn með þekkinguna, sem er okkur mjög mikilvægt. Hann segir íslenska vatnið vera algjört galdraefni og í hans augum er íslenskt vatn besti svaladrykkur sem hægt er að hugsa sér. Við lærum af honum hægt og bítandi en þetta er flóknara ferli en við áttum von á varðandi nákvæmni. Það er ákveðið ferli í brugguninni þar sem ekki má skeika sekúndu og þar er Philipp mjög nákvæmur, útskýrir Dagbjartur og segir jafnframt; Við höfum einblínt á auðdrekkanlega bjórinn og erum enn ekki komnir út í sér bjórgerðir. Markaðurinn hér á Íslandi er erfiður fyrir hann. Við erum í 12 mánaða reynslusölu hjá ÁTVR og kemur í ljós í lok árs hvernig það hefur gengið. Þetta er harður bransi og erfitt að komast inn á markaðinn þar sem ÁTVR og allt regluverkið þar stjórna öllu þar um og svo er samkeppnin við stóru brugghúsin rosalega hörð. Það er mikið úrval og eykst sífellt af íslenska bjórnum og við finnum fyrir því viðhorfi að fólk horfir meira í kringum sig og vill prófa eitthvað nýtt. Þetta er hefðbundið þýskt ferli við bruggunina og stuðst við Reinheitsgeboten, en það eru hreinleikalög sem sett voru um bjórgerð í Þýskalandi um árið 1500, þar sem við síum bjórinn og gerilsneyðum, þá náum við mjög hreinum og tærum bjór. Bjartsýnn á framhaldið Bruggunin tekur um fjórar til fimm vikur í Brugghúsi Steðja og eru þeir Dagbjartur og Philipp í mikilli þróunar vinnu þessa dagana. Við erum að fara út í fjórar nýjar brugganir og það verður spennandi að sjá útkomuna úr því. Núna erum við að prófa okkur áfram með jarðarberjabjór og bjór úr reyktu byggi ásamt dökkum bjór. Einnig stefnum við að því að setja sítrusbjór á markað í vor. Við erum alltaf að reyna að finna eitthvað íslenskt til að bæta við og höfum til dæmis hugmyndir um að blanda íslensku rúgmjöli við bjórinn okkar, en eins og með páskabjórinn bragðbætum við hann með blómum af ylli. Dagbjartur er einnig að kanna utanlandsmarkað og fór sending af jólabjór Steðja til München í Þýskalandi, þar sem vel var tekið við íslenska miðinum. Ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég byggði þessa skemmu hér sem starfsemin er í árið 2009 og allt er keyrt á lágmarkskostnaði svo ég hef sagt að ef þetta getur ekki rekið sig hér þá er þetta ekki hægt. Þetta er rosalega gaman en þetta tekur líka í. Það sem er erfiðast við þennan rekstur er að maður þarf að leggja Dagbjartur Ingvar Arilíusson, eigandi Steðja, og þýski bruggmeistarinn Philipp Ewers stilla sér upp við kopartanka verksmiðjunnar. Myndir / ehg út fyrir öllu og síðan leggst áfengisgjald ofan á áður en nokkuð kemur inn, svo þetta er nokkuð þolinmótt fé sem fer um reksturinn. Með meistararéttindi frá Þýskalandi Aðkoman að bænum Steðja er smekkleg þar sem steðjar gegna að sjálfsögðu veigamiklu hlutverki. Hér er Dagbjartur stoltur með framleiðsluna við aðalsteðja staðarins. Frá því að framleiðslan hófst hafa þrjár bjórtegundir komið á markað og verið vel tekið af neytendum. Bruggmeistarinn hleður bílinn af páskabjór Steðja sem var á leið í ÁTVR í Reykjavík. Philipp Ewers er menntaður bruggmeistari frá Þýskalandi og kom til Íslands árið 2012 til að starfa við bjórverksmiðju í Stykkishólmi en starfar nú í brugghúsi Steðja. Ég var alveg ástfanginn af Íslandi þegar ég kom hingað og langaði til að breyta til og því réð ég mig til starfa við bruggverksmiðjuna í Stykkishólmi sem var ekki lengi starfrækt en í framhaldinu kom ég hér á bæinn Steðja. Ég hafði unnið í 10 ár í brugghúsi í Þýskalandi en ég fór í þetta nám vegna þess að foreldrar mínir eiga tvo vini sem eru bruggmeistarar. Þetta er í raun ekki algeng iðn í Þýskalandi. Á því svæði sem ég er frá, í kringum Düsseldorf, eru um 30 manns með bjórmeistararéttindi, segir Philipp og spurður um lykilinn að því að brugga úrvalsbjór segir hann; Það þarf að hugsa vel um hráefnið frá upphafi ferlisins og gefa því tíma til að þroskast. Það er vel hægt að gera bjór á einni til tveimur vikum en þá fá menn mikla timburmenn af honum og því er betra að gefa löguninni meiri tíma; um fimm til sex vikur er ákjósanlegt. Hér á Íslandi eru kjöraðstæður til bjórgerðar því íslenska vatnið er svo ferskt og hreint, sem gerir gæfumuninn í framleiðslunni. /ehg

19 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Fastar ferðir: Árshátíð sauðfjárbænda 2013 Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldin föstudaginn 5. apríl næstkomandi í Súlnasal Hótels Sögu. Miðaverð er kr fyrir þríréttaða máltíð, skemmtidagskrá og dansleik. Tekið er við miðapöntunum á skiptiborði Bændasamtakanna í síma Hægt er að panta borð fyrir hópa (að lágmarki 8 manns). Þeir sem ætla að gista á Hótel Sögu verða að panta það sérstaklega hjá hótelinu í síma FRUM - Flottur vel búin traktor sem hentar einstaklega vel við ámoksturstækjavinnu í þröngu og lágu rými þar sem mesta hæð hans er einungis 2,61m og í low profile útfærslu 2,46m og snúningshringur 4,3m. Staðalbúnaður: Mótor: Perkings 4T/4TI ( hö). Gírkassi: 20F/20R, Twinshift vökvamilligír, vökvavendigír, ökuhraði 40 km/klst.* Vökvakerfi: 60L v/180 bar 2 tvívirkar vökvaspólur, vökva vagnbremsuventill, lyftigeta á beislisendum frá 3,3 til 5,1 tonn og stjórnun á beisli úti. Aflúrtak: Vökvaaflúrtak 540/540E. Dekkastærð: 540/65R34 og 440/65R24.* Aðbúnaður ökumanns: Fullkomið loftpúðasæti m/belti, farþegasæti m/belti staðsett við vinstri hlið ökumanns, velti og aðdráttarstýri, slétt gólf, sérvalið efni í innréttingu sem gott er að þrífa. Annað: 4 vinnuljós að framan, 4 vinnuljós að aftan, afturrúðupurrka og sprauta, Mp3 útvarp, hnífrofi á rafkerfi, vatnshitari í blokk, frambretti og brettabreikkanir að aftan. * Val um fleiri gerðir. Verð frá kr vsk með ámoksturstækjum og 2,2m skóflu. Gengi EUR 165 kr. VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri Notaðir ofnar: C3 á kr + vsk og Tornado á kr + vsk. Gerðu garðverkin skemmtilegri Ársfundur 2013 Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér garðvinnuna Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn í Norðursal á 3. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík, fimmtudaginn 14. mars 2013 og hefst kl. 13:00. Dagskrá ársfundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt. 4. Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins. 5. Breytingar á samþykktum sjóðsins. 6. Önnur mál. Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Sjóðfélagar fjölmennið. Lífeyrissjóður bænda Bændahöllinni við Hagatorg Reykjavík Sími Fax isb@isb.is - Sláttutraktorar Ýmsar útfærslur Garðsláttuvélar Rafmagns- eða bensíndrifnar Úðabrúsar 1-20 ltr. Með og án þrýstijafnara Keðjusagir Rafmagns- eða bensíndrifnar Sláttuorf Rafmagns- eða bensíndrifin Hekkklippur Rafmagns- eða bensíndrifnar Einnig mosatætarar, jarðvegstætarar, laufblásarar, kantskerar FAGMENNSKA ALLA LEIÐ Skeifan 3E-F Sími Fax

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Úttekt - Orkumál Er kominn tími til að tengja? Málþing um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Evrópu: Framkvæmd sem kallar á ríflega eina Kárahnjúkavirkjun í orkuöflun Hugmyndin vekur upp ótal spurningar en upplýst er þó að slíkt muni hækka raforkuverð til bænda og annarra neytenda Er kominn tími til að tengja var yfirskrift málþing í Silfurbergssal Hörpu á þriðjudag í síðustu viku um lagningu rafstrengs til Evrópu. Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahóps sem skipaður var sumarið 2012, sagði ljóst að í umræðu um sæstreng væri verið að horfa til þess að fá sem hæst verð fyrir afurðir þeirra auðlinda sem verið væri að nýta. Hæsta verð er þó ekki endilega forsenda mestu hagsældar, þar koma til fleiri áhrifaþættir, svo sem atvinnusköpun, náttúrugæði og margt fleira, sagði Gunnar, en nefndin á að skila af sér 15. maí. Hópurinn samanstendur af fulltrúum úr öllum þingflokkum Alþingis, frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Neytendasamtakanna, lands samtökum lífeyrissjóða, Landsneti, Landsvirkjun, Samorku og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Vinna hópsins hófst í haust og er áfangaskýrslu að vænta í vor. Í erindisbréfi hópsins er tekið fram að breið samfélagsleg sátt sé nauðsynleg eigi verkefnið að verða að veruleika. Eins og Helga Jónsdóttir fundarstjóri gat um í upphafi fundar var þetta málþing fyrst og fremst sett upp til að opna umræðu um málið sem er m.a. hlutverk ráðgjafahópsins. Niðurstaða málþingsins var því helst sú að þar var varpað upp fleiri spurningum um fundarefnið en hægt var að svara. Málið er vissulega afar áhugavert fyrir margra hluta sakir en fram kom í máli fyrirlesara að mikil óvissa væri uppi um nær alla þætti er að þessu lytu. Einnig kom fram á fundinum að mikil óvissa ríkti t.d. um hvernig regluverki í kringum raforkutengingar í Evrópu yrði háttað í komandi framtíð. Þá virðast þær meginforsendur sem Norðmenn segjast hafa fyrir lagningu sæstrengs vart eiga við hér á landi. Það varðar m.a. nauðsyn þess að jafna framleiðslusveiflur á rafmagni innanlands og nauðsyn þess að hafa aðgengi að erlendu rafmagni til að tryggja afhendingaröryggi. Kallar á virkjanir sem eru 1,25 sinnum stærri en Kárahnjúkavirkjun Hugmyndir Landsvirkjunar miða við megavatta (MW) jafnstraumsraforku (Direct Current - DC) sæstreng sem geti skilað gígavattstundum (GWst) á ári. Það er svipuð orka og þarf fyrir eitt til tvö álver. Til samanburðar er allt uppsett afl Landsvirkjunar í dag MW og seld raforka GWst á ári. Þar af er Kárahnjúkavirkjun eða Fljótsdalsstöð með 690 MW uppsett afl og skilar GWst á ári. Það er því verið að tala um afl frá allt að 1,25 Kárahnjúkavirkjunum á ári til að sinna orkuframleiðslu fyrir einn sæstreng til Bretlands. Ljóst er að umframafl í raforkukerfinu á Íslandi í dag er hverfandi í þessu samhengi og getur alls ekki skapað nauðsynlegt afhendingaröryggi sem þarf fyrir orkusölu um slíkan streng. Því þyrfti að reisa fjölda virkjana og hafa verið nefndar allt að fimm vatnsaflsvirkjanir í því sambandi. Þá hefur verið nefnt að heildarkostnaður geti hlaupið á tölum upp á til milljarða króna við sæstreng, nauðsynlegar virkjanir og línulagnir. Raforkuvinnslan á Íslandi árið 2011 nam um 17 teravattstundum og um 80% þeirrar orku fóru til orkufreks iðnaðar, þar af ríflega 70% til áliðnaðar. Hafa stjórnendur Landsvirkjunar því bent á þá áhættu sem felst í slíkri einhæfni í viðskiptavinahópnum. Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, sagði að sömu menn hefðu líka sagt að ólíklegt væri að til þess kæmi fljótlega að við fyndum aðra nýtingu sem drægi verulega úr þessari einsleitni. Þess vegna hefðu stjórnendur Landsvirkjunar viðrað hugmyndir um að tengja raforkukerfi Íslands við það evrópska um sæstreng. Sagði Gunnar að sæstrengsumræðan væri þó alls ekki ný af nálinni og nefnt hefði verið að hún hefði staðið í um 60 ár. Margt hefur breyst frá síðustu skýrslu árið 1993 Síðasta skýrsla iðnaðarráðuneytisins um lagningu sæstrengs var gefin út árið Niðurstaða hennar var sú að tæknilega væri þetta mögulegt en áhættan líklega of mikil fyrir meintan ávinning fyrir þjóðina. Sagði Gunnar að á þessum 20 árum sem liðin eru síðan hafi tæknileg áhætta minnað. Þá hafi hækkun raforkuverðs í Evrópu leitt til þess að meintur ávinningur geti verið meiri. Sérstaklega fyrir vistvæna orku. Þess vegna hafi stjórn Landsvirkjunar farið fram á það við íslensk stjórnvöld síðastliðið vor að þau stuðluðu að þverpólitískri umræðu um málið og undirbyggju stjórnkerfið til að taka ákvörðun um það. Stýrihópur á vegum iðnaðarráðherra ályktaði árið 2011 að einangrun Íslands yrði rofin með lagn ingu sæstrengs, ef og þegar það teldist þjóðhagslega hagkvæmt. Þá undirrituðu iðnaðarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í fyrra tvær viljayfirlýsingar við Breta og Færeyinga um könnun á tengingu raforkukerfa landanna. Fjölmargar spurningar vakna Til að mögulegt sé að svara spurningu fundarins um hvort tími sé kominn til að tengja þarf greinilega Þessi mynd sýnir nokkrar hugmyndir varðandi lagningu rafmagnssæstrengs að svara fjölmörgum spurningum. Í fyrsta lagi þarf að liggja fyrir hvort vilji er til að fara í þessa framkvæmt hér á land. Hvort hún er æskileg út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum, bæði fjárhagslegum, atvinnulegum, umhverfislegum og ekki síst félagslegum forsendum. Þá getur líka skipt verulegu máli hvort um er að ræða einstreymisstreng sem eingöngu er ætlaður að flytja orku úr landi, eða hvort um gagnvirka flutningsgetu verður að ræða. Því hefur t.d. ekki verið svarað hvaða áhrif hvor kostur um sig hefur á skuldbindingar Íslendinga til að taka upp sama orkuverð og í Evrópu í kjölfar tengingar. Það eina sem liggur fyrir, og kom fram í máli norskra fyrirlesara á fundinum, er að raforkuverð hérlendis mun hækka strax við tengingu á gagnvirkum orkuflutningsstreng. Þörfin að ráðast í slíka framkvæmd er heldur ekki augljós. Í fyrra var Landsvirkjun að skila um 13 milljörðum í hagnað fyrir óinnleysta fjármagnsliði þrátt fyrir 6,5% samdrátt vegna áhrifa af lækkandi álverði. Eignarhaldið á strengnum getur skiptir miklu máli Það skiptir greinilega miklu máli hver fer með eignarhald á strengnum sem gæti orðið með allt að megavatta flutningsgetu. Norðmenn eiga strenginn til Hollands til helminga á móti Hollendingum en nær engar líkur eru á að Íslendingar gætu sjálfir fjármagnað km streng frá Austurlandi til Skotlands sem áætlað hefur verið að kosti 2,3 til 2,6 milljónir evra. Hvað þá km streng til Hollands sem yrði lengsti raf- sæstrengur í heimi. Sem dæmi um stærðarmuninn er NorNedsæstrengurinn frá Noregi til Hollands tæplega 700 megavött og 450 kílóvolt og um helmingi styttri en hugsanlegur strengur frá Íslandi til Bretlands, eða 580 km. Byrjað var að selja orku um NorNed-strenginn 6. maí Þar sem eignarhaldið yrði nær örugglega í höndum útlendinga yrðu þeir í lykilstöðu til að ákvarða afskriftarhraða og verðleggja leigu á kaplinum til raforkuflutninga. Þannig verður eigandi strengsins í stöðu til að skammta Landsvirkjun þann hlut sem honum hentar af því verði sem fæst fyrir orkusöluna erlendis. Það er lykilstaða og í raun ekki ósvipuð samningsstaða og álverin á Íslandi hafa í dag gagnvart Landsvirkjun. Miðað við þetta yrði rekstaröryggi Landsvirkjunar líklega ekkert meira en nú er við tilkomu slíks strengs, hvað varðar raforkusölu, en fjárhagsleg áhætta af virkjunum gæti orðið gríðarleg. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að strengurinn einn og sér kostaði álíka og tvö álver í fullri stærð. Þar fyrir utan væru virkjanir og línulagnir. Taldi hann þetta því fela í sér verulega áhættu fyrir þjóðarbúið og ekki vera álitlegan kost fyrir Íslendinga. Vissulega verður þó að hafa í huga að hans fyrirtæki á þarna hagsmuna að gæta. Stefna Landsvirkjunar um Evróputengingu er skýr Landsvirkjun hefur á liðnum misserum viðrað stíft hugmyndir um lagningu sæstrengs til Evrópu. Athyglisvert er að þrátt fyrir yfirlýsingar Landsvirkjunar um að tenging íslenska raforkukerfisins um sæstreng til Evrópu komi ekki til greina nema nema í fullri sátt allra aðila í þjóðfélaginu er fyrirtækið þegar búið að setja sér stefnuna. Var þessi stefna kynnt í fyrra sem ein af þrem meginstoðunum í rekstri Landsvirkjunar til framtíðar. Kom það m.a. fram í kynningu Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunar á sl. hausti

21 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars að stefna Landsvirkjunar væri falin í þrem skilgreindum meginstoðum fyrirtækisins. Ein stoðin er skilvirk orkuvinnsla og framþróun. Önnur er fjölbreyttur hópur viðskiptavina og þriðja stoðin er tenging við evrópskan orkumarkað. Þessi þriðja stoð er einmitt sú stefna sem forstjórinn hefur á síðustu misserum unnið af fullum krafti við að hrinda í framkvæmd eins og honum ber samkvæmt lögum um fyrirtækið. Hafa ber í huga að Landsvirkjun er samkvæmt lögum að 99,9% hlut í eigu ríkissjóðs, en 0,1% er í eigu Eignarhluta ehf. Stjórn fyrirtækisins er pólitískt skipuð og því hlýtur stefna fyrirtækisins að vera stjórnvöldum vel kunn og væntanlega þóknanleg, ekki síst þeim ráðherrum sem skipuðu nefndina sem að ráðstefnunni stóð. Samkvæmt lögum um fyrirtækið annast forstjóri daglegan rekstur fyrirtækisins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórnin hefur gefið. Stefnan sem forstjórinn hefur lýst getur vart verið skýrari. Glæsileg sviðsmynd en ekki endilega allur sannleikurinn Með framsetningu Landsvirkjunar virðist dæmið fljótt á litið vera borðleggjandi fyrir Íslendinga sem orkuframleiðsluríkis þó forstjórinn hafi ítrekað að skoða beri vandlega alla þætti málsins. Talað hefur verið um að Íslendingar fái þar tækifæri til að safna peningum í gríðarlega sjóði og hefur olíusjóður Norðmanna verið nefndur sem dæmi í því sambandi. Eigi að síður er kannski ekki allt sem sýnist í þeim efnum eins og garðyrkjubændur og fleiri hafa bent á. Á fundinum í Hörpu var aðeins lauslega talað um áhrif sæstrengs til hækkunar á raforkuverði hér innanlands og var það sem þar kom fram alls ekki í samræmi við reynslusögur frá Noregi sem birtar hafa verið m.a. í Bændablaðinu. Einnig samanburði á orkuverði á Íslandi og í Evrópu sem leiðir líkum að allt að fjórföldun á orkuverði til almennings verði af þessu verkefni. Gríðarlegar áætlanir í orkufjárfestingum í Evrópu Justin Wilkes frá European Wind Association, sem samanstendur af um 700 fyrirtækjum, ræddi á málþinginu um Ísland og tengingu við orkunet Evrópu. Sagði hann að á næstu 10 árum væri gert ráð fyrir að fjárfesta í raforkufyrirtækjum sem nemur um 140 milljörðum evra. Það er bæði í virkjunum á landi og vindorkuverum á sjó sem og nettengingum. Auk þess er áætlað að verja 70 milljörðum evra í uppbyggingu á gasorkuverum. Þessi gríðarlegu fjárfestingaráform eru vegna þeirrar stefnu ESB að afla um 20% af orkuþörfinni með endurnýjanlegum orkugjöfum í kringum árið Sæstrengstengingar sem nú eru á hugmyndastigi í Bretlandi eru hér sýndar sem appelsínugular. Rangur samanburður Sagði Wilkes að í tilviki Íslands væru menn að bera saman verð sem fengist fyrir raforku um streng og það verð sem fengist fyrir orku frá vindorkuverum á sjó. Þetta væri rangur samanburður, þar sem orkan frá Íslandi yrði ekki notuð til að leysa af vindorkuver, heldur orkuver sem framleiddu orku með kolum eða gasi og kjarnorku. Þar þyrftu menn þá líka að taka með í reikninginn þær miklu áætlanir sem nú væru í gangi varðandi orkuframleiðslu með kjarnorku. Sagði hann líka að áhugavert gæti verið fyrir Íslendinga að tengjast rafstreng sem lagður yrði milli Noregs og Bretlands. Eric Skjelbred hjá Statnett í Noregi ræddi um reynslu Norðmanna af raforkutengingum við Evrópu. Hann tók reyndar af skarið með það að vart kæmi til greina að strengur frá Íslandi yrði tengdur við streng frá Noregi. Norðmenn vildu einfaldlega ráða sínum strengjum sjálfir. Í dag er eignarhaldið á kaplinum til Hollands á hendi Statnett og TenneT í Hollandi. Lítið gert úr verðhækkunum Marius Holm Rennesund hjá Thema Consulting ræddi um áhrifin af sæstrengstengingu Norðmanna. Norðmennirnir vildu lítið gera úr verðhækkunum á raforku til almennings í Noregi. Þeir staðfestu þó að orkan hefði hækkað við tilkomu sæstrengs til Hollands en töldu það vart vera nema um 7%. Sagði hann að meginforsenda Norðmanna fyrir tengingu væri að jafna framleiðslusveiflur. Þeir seldu orku til Hollands yfir daginn þegar verðið væri hvað hæst og keyptu síðan orku til baka á nóttunni þegar verðið væri lægra á markaði og hvíldu þá sínar vatnsaflsstöðvar á meðan. Emmanouela Angelidaki frá Ofgem (Office of the Gas and Electricity Markets) ræddi síðan um þróun regluverks í Bretlandi varðandi fjárfestingar í gagnvirkum raforkutengingum. National Grid með mikla reynslu Eftir hlé á fundinum flutti Pétur Stefánsson fyrir hönd National Grid erindi um tengingu Bretlands við evrópskan orkumarkað. Hann vildi ekki að talað væri um sæstreng í þessu sambandi heldur lagði til að rætt yrði um markaðstengingu sem væri mun meira upplýsandi og jákvæðara hugtak. Við erum að ræða um hvernig við getum tengt þessar tvær þjóðir saman báðum þjóðum til hagsbóta. Sagði hann að National Grid, sem er einkafyrirtæki, hefði yfir 30 ára reynslu af lagningu slíkra strengja. Fyrirtækið væri með tengingu til Frakklands, Hollands, Manar og Írlands. Það væri með í þróun lagningu á 700 km streng til Noregs sem áætlað hefur verið að taka í notkun Þá væri búið að bjóða út stóran hluta verkefnis vegna tengingar yfir til Belgíu sem ráðgert er að taka í notkun Þá væri verið að hanna nýjan streng til Frakklands, Frakkland II, sem verður megavött sem á að komast í gagnið upp úr Einnig væru umræður hafnar um mögulega tengingu við vindorkuver í Danmörku og við vatnsorkuver á Íslandi. Fyrirtækið hefur einnig komið að sæstrengnum Basslink yfir Bass-sundið á milli borgarinnar Victoria í Ástralíu og George Town í Tasmaníu. Taldi Pétur það dæmi um margt áhugavert í samanburði við streng frá Íslandi enda Tasmanía í svipaðri stöðu og Ísland. Tengingar til Íslands og Grænlands vekja áhuga í Evrópu Sagði Pétur að líklega yrði viðskiptamódelið fyrir BritNed, HVDC-strenginn til Hollands með sínu evrópska regluverki, það sem lagt yrði upp með ef Bretland yrði tengt við Ísland. Sagði hann Ísland einkum áhugavert út af þeirri vistvænu orkuframleiðslu sem hér væri. Okkar útreikningar sýna að þetta yrði álitlegur fjárfestingarkostur. Möguleg ákvarðanataka 2015 og sæstrengur í notkun 2022 Sagði hann áhugann ekki síður vera vegna möguleikanna sem gætu skapast í framtíðinni með tengingu við orkuver á Grænlandi í gegnum Ísland. Evrópa væri örugglega tilbúin að greiða góðan pening fyrir aðgang að slíkri tengingu. Sagði hann að ef ákvörðun yrði tekin í dag um að fara í að kanna þetta af alvöru væru menn í fyrsta lagi að tala um ákvörðunartöku um sæstrengslagningu árið Kapall gæti þá í fyrsta lagi verið kominn í notkun árið Hagfræðistofnun reynir að kasta tölu á hugmyndina Til að reyna að setja einhverja mælistiku á þetta verkefni vinnur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að því að reyna að meta kosti og galla sæstrengslagningar fyrir þjóðfélagið. Mun stofnunin skila nefnd ráðherra skýrslu um málið í lok apríl. Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, ræddi um nokkur atriði á fundinum varðandi þjóðhagsleg áhrif sæstrengs. Þar sem ekki væri búið að klára rannsóknina sagðist hann þó ekki getað svarað þeirri spurningu sem var yfirskrift fundarins. Gat þess þó að hann myndi ekki treysta sér til að taka pólitíska ákvörðun eingöngu út frá þeim niðurstöðum sem þar munu fást. Mun viðameiri rannsóknir og umræðu þurfi til að meta hvort leggja eigi upp í þá vegferð sem miði að lagningu sæstrengs. Að síðustu flutti Stefán Gíslason erindi sem nefndist Sæstrengur og sjálfbær þróun. Lýsti hann ótal þáttum sem taka þyrfti til út frá umhverfissjónarmiðum. Ráðast yrði í fjölþættar rannsóknir á mögulegu legusvæði strengsins, landtökustað og við dreifilínur áður en verk af þessum toga gæti orðið að veruleika. Segulsvið í kringum strenginn gæti til dæmis mögulega skipt máli fyrir ratvísi fiska eins og laxa. Í kjölfar erindanna voru pallborðsumræður þar sem flestum spurningum var beint til forstjóra Landsvirkjunar. Meta þyrfti ruðningsáhrif og þjóðfélagslegan hag Ljóst er því að það tekur mjög langan tíma að greiða niður kostnaðinn af sæstreng og virkjunum. Sú orka sem um strenginn færi yrði á sama tíma ekki notuð til að byggja upp virðisaukandi framleiðsluiðnað hér á landi. Því þyrfti að meta hverjar nettótekjurnar yrðu af GWst raforkuframleiðslu á ári sem seld yrði um sæstreng að teknu tilliti til orkutaps. Meta þyrfti hvort sá nettóhagnaður, ef einhver yrði, geti skilað meiri gjaldeyri en virðisaukandi útflutnings framleiðsla hér innanlands gæti gefið Íslendingum af jafn mikilli orkuframleiðslu. Þá þarf líka að meta þá atvinnusköpun og samfélagsleg áhrif sem hvor kosturinn um sig getur gefið. Ekki þarf síður að meta ruðningsáhrif orkusölu um sæstreng vegna hækkunar orkuverðs á innanlandsmarkaði. Þar hafa garðyrkjubændur, sem þegar þykir orkuverð of hátt lýst miklum áhyggjum. Sama má segja um þá íbúa landsbyggðarinnar sem búa við raforkukyndingu, iðnað, fiskvinnslu og landbúnað. Þetta gæti allt orðið í uppnámi við raforkutengingu við Evrópu. Óvíst er þá líka hvort styrkjakerfi sem nauðsynlegt yrði til að halda þessum þáttum gangandi, ef strengurinn yrði að veruleika, stæðist EES samninga og samninga við ESB og einnig mögulega viðskiptasamninga við Bandaríkin sem nú eru komnir á umræðustig. /HKr.

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Umhverfis- og lýðheilsuþing haldið í Stórutjarnaskóla: Skjótvirkasta leiðin til að endurnýja orku er að fara út í náttúruna Árlegt umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla var haldið nýverið og þá í fjórða sinn. Þótti það takast vel, en nemendur höfðu lagt á sig mikla vinnu við undirbúning þess, bæði með söng, úrvinnslu kannana og glærukynningum. Mæting var með allra besta móti og að þessu sinni komu nokkrir kennarar frá öðrum skólum til að fylgjast með og er það sérstakt ánægjuefni. Foreldrar mættu vel og einnig kynslóðin þar fyrir ofan en geta má þess að á sama tíma var opið hús eldri borgara í Stórutjarnaskóla. Þá komu á þingið nokkrir aðilar úr stjórnsýslu Þingeyjarsveitar að sveitarstjóra meðtöldum. Umhverfismál hafa sífellt leitað á samfélagið með auknum áherslum og árið 2007 var ákveðið í Stórutjarnaskóla að taka stórt skref í þeim málum og ganga í raðir skóla á grænni grein Landverndar. Því fylgdu ákveðnar kvaðir, vinna þurfti verkefnið í ákveðnum skrefum og eitt þeirra var að samfara því að halda umhverfismálum á lofti og vinna að úrbótum innan skólanna með einum og öðrum hætti þurfti að reyna að hafa mótandi áhrif á samfélagið og sveitarstjórnarfólk. Þá kviknaði sú hugmynd að einfaldast væri að setja allt í einn pakka, fræðslu til starfsfólks og nemenda, upplýsingar og nettan áróður til foreldra og annarra í sveitinni. Þannig urðu umhverfisþingin til, segir Sigrún Jónsdóttir, formaður umhverfisnefndar Stórutjarnaskóla, en hún hefur stýrt umhverfismálunum innan skólans frá upphafi af mikilli festu. Umhverfisþing eru nú einnig haldin í sumum öðrum grunnskólum landsins en segja má að þau eigi uppruna sinn í Stórutjarnaskóla, sem fyrstur reið á vaðið með að halda slík þing. Nemendur sungu þrjú lög fyrir áheyrendur og allir tóku hressilega undir í Vorvindar glaðir, rétt til að minna á að það styttist í vorið eftir langan vetur. Rík þörf fyrir að sækja út í náttúruna Aðalfyrirlesarinn að þessu sinni var Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur og náði erindi hans vel til allra í salnum, bæði eldri og yngri áheyrenda. Hann lagði út af þörf fólks fyrir að hlaða batteríin, safna orku, því orkuna þryti stundum hjá mönnunum rétt eins og hjá farsímunum okkar. Rannsóknir hefðu sýnt að skjótvirkasta leið flestra við að endurnýja orkuna væri að fara út í náttúruna. Samkvæmt fræðum Páls er svo stutt síðan maðurinn lifði alfarið á og í náttúrunni að það býr enn með okkur rík þörf fyrir að sækja þangað. Þá kom það fram að almennt þarf að hafa í huga þessa frumþörf mannsins við gerð mannvirkja og skipulags þannig að mannvirkin séu í sem eðlilegustu samhengi við náttúruna í kring. Við þannig aðstæður líður manninum best. Eldri nemendur í umhverfisog lýðheilsunefndinni gerðu skýra grein fyrir niðurstöðum fæðuviðhorfskannanna sem gerðar voru í nóvember sl. og yngri nemendurnir kenndu viðstöddum hvernig fara á að við moltugerð. Að því loknu hleypti skólastjórinn moltuverkefninu formlega af stokkunum. Viðfangsefnið útvíkkað Sigrún segir að á síðasta ári hafi verið ákveðið að útvíkka viðfangsefni umhverfisnefndar skólans og ákveðið að ganga líka í raðir heilsueflandi skóla. Ástæðan var sú að það þótti erfitt að greina á milli efnisflokka grænfánaverkefnisins, þar var m.a. tekið á lýðheilsumálum og því þótti þetta fara afarvel saman, lýðheilsa grænfánaverkefnisins og áherslur heilsueflandi skóla. Þess vegna var farið í jafnréttis- og kynjafræðsluna, í Páll Jakob Líndal umhverfis- vel til allra í salnum, en hann lagði út af þörf fólks fyrir að hlaða batteríin, safna orku, því orkuna þryti stundum hjá mönnunum rétt eins og hjá farsímunum okkar. Samkeppni um umhverfismál Árlega er boðað til samkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Á degi umhverfisins 25. apríl 2012 voru nemendur tveggja skóla verðlaunaðir, nemendur í 7. og 8. bekk Stórutjarnaskóla fyrir verkefnið þeirra, Ert þú í rusli? Er rusl úrgangur eða hráefni, en einnig aðrir nemendur skólans og starfsfólk fyrir vinnu þeirra við umhverfisþing skólans undanfarin 3 ár. Þetta var okkur veruleg hvatning en ekki síður mikið ánægjuefni, segir Sigrún Jónsdóttir í Stórutjarnaskóla. Sigrún Jónsdóttir, formaður Nemendur kynna verkefni sitt. framhaldi af umræðum um hollan og óhollan mat var gerð fæðuviðhorfskönnun meðal nemenda og foreldra, sín hvor könnunin. Með þeirri könnun var freistast til að fá nemendur til að íhuga og líta í eigin barm hve meðvitaðir þeir væru um hollustu þess sem þeir sæktu í að borða, segir hún. Fyrri þing líka fróðleg Fyrri umhverfis- og lýðheilsuþing hafa einnig verið fróðleg að sögn Sigrúnar, en fyrsta árið komu fulltrúar Endurvinnslunnar á Akureyri og fluttu fyrirlestra en fyrsta verkefnið í skólanum á þessum vettvangi var Ólafur Arngrímsson skólastjóri liðsinnir nemendum. flokkun sorps. Síðar komu fulltrúar frá leikskólanum Pálmholti í heimsókn og fræddu um grænfánaverkefnið sem þar var komið á góðan rekspöl á þeim tíma. Stórutjarnaskóli fékk sinn Grænfána fyrst vorið Eins má nefna að á fyrri þingum hafa verið flutt erindi um loftslagsbreytingar, jafnréttis- og kynjamál og fjölbreytilegt fuglaog jurtalíf í nágrenni skólans. Auk utanaðkomandi fyrirlesara hafa nemendur verið með fræðslu og kynningar öll árin, m.a. um málefni er varða skólann og nemendur hans. Dropinn holar steininn Sigrún segir að umhverfis- og lýðheilsuþingin í Stjórutjarnaskóla hafi hægt og bítandi haft þau áhrif að nemendur líti á þessa þætti sem fasta í skólastarfinu. Þeir fá mikla reynslu í að koma fram og standa sjálfir að málum, til skiptis á milli ára. Dropinn holar steininn og smátt og smátt opnast fleiri augu fyrir því að ekki er farsælt fyrir menn og annað líf í okkar heimi að svo margir sitji aðgerðalausir hvað umhverfis- og lýðheilsumál varðar, segir Sigrún. Það er unga fólkið, litla fólkið í skólakerfinu, sem kemur til með að taka við málum af okkur sem eldri erum er fram líða stundir og því tæplega réttlætanlegt að búa ekki eins vel um hnútana og okkur er kostur. /MÞÞ

23 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Jóhanna Sjöfn við golfskálann í Nesi í Reykholtsdal þar sem hún og systkini hennar munu innan tíðar hefja veitingasölu með áherslu á svæðisbundin matvæli. Mynd / ehg Hönnubúð í N1-skálanum í Reykholti: Þar upplifir fólk náttúru og matarkistu Borgarfjarðar Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, rekur Hönnubúð í N1-skálanum í Reykholti. Hún og systkini hennar, sem uppalin eru á Grímsstöðum í Reykholtsdal, hafa tekið golfskálann í Nesi, steinsnar frá heimaslóðum sínum, á leigu til að setja á stofn veitingastað þar sem svæðisbundin matvæli verða í hávegum höfð. Einnig eru fleiri hugmyndir í farvatninu. Systkinin Jóhanna, Kristbjörg, Gréta og Kristinn Hannes hafa tekið Byrgishól á leigu, en það er golfskáli við bæinn Nes í Reykholtsdal. Það er mikil umferð á sumrin en fáir stoppa við. Margir spyrja hins vegar út í veitingastaði á svæðinu, sem er heldur lítið af. Hér er mikil saga og það sem vantar er að ná fjölskyldufólki og almennu ferðafólki til okkar. Hér koma margir upp að Hraunfossum og upp á hálendið en flestir rúlla í gegnum dalinn án þess að staldra við, útskýrir Jóhanna. Svæðisbundin hráefni Jóhanna og maður hennar, Hörður Guðmundsson, fluttu í Reykholtsdalinn frá Noregi árið 2010 og tóku við rekstri hjá N1 í Hönnubúð. Það hefur lengi blundað í mér að hér sé hægt að gera meira fyrir ferðamenn og því var það ánægulegt þegar Kristbjörg systir kom með þessa hugmynd en ég neitaði að gera þetta ein og því er þetta orðið okkar allra systkinanna. Við munum nota það hráefni sem við náum í hér á svæðinu og má þar nefna lamb, silung og allt það grænmeti sem ræktað er í gróðurhúsum hér allt í kring. Kryddið vex síðan úti í móa og inni í skógi, útskýrir Jóhanna og segir jafnframt: Við vonum einnig að til okkar eigi eftir að koma hópar sem vildu eyða deginum með okkur og höfum við ákveðið að kalla það Dagstund í sveitinni. Þá ætlum við að byrja daginn á að baka hverabrauð, svo förum við og öflum matar fyrir kvöldmatinn, við tínum jurtir, sveppi, og ber og förum jafnvel með hópa upp á Arnarvatnsheiði og veiðum silung, allt eftir því hvað árstíðin býður upp á. Við munum kenna fólki hvernig það getur nýtt þær jurtir sem vaxa hér í kring í krydd, te eða jurtasmyrsl. Við höfum einnig hugsað okkur Dagstundina þegar fer að hausta og vetra og vonumst við eftir því að fá til okkar innlenda og erlenda hópa til sláturgerðar og í laufabrauðsgerð og hvað annað sem okkur dettur í hug hverju sinni. Við viljum að fleiri fái að upplifa fallegu náttúruna hér og kynnast matarkistu Borgarfjarðar. Komið til að vera Á laugardögum er síðan fyrirhugað að hafa bændamarkað í gömlu hlöðunni í Nesi. Það er einnig hugmynd með þessu að nota söguna úr Reykholti. Hér eru sæti fyrir 60 manns og ef við notum ímyndunaraflið getum við tekið á móti stærri hópum. Það er ekki nóg að tala um hugmyndirnar, maður verður að prófa til að sannreyna að þær gangi. Við höfum trú á að við getum fengið fólk til að stoppa hér meira og að þetta sé komið til að vera. Með þessu framlagi viljum við gera meira úr uppsveitunum, sem hafa upp á svo margt að bjóða. /ehg Gjaldskrá fyrir útgáfu hestavegabréfa Gjaldskrá fyrir útgáfu hestavegabréfa samkvæmt reglugerð nr. 449 frá 25. júní Gjaldskráin tekur gildi þann 1. maí 2013 í samræmi við ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Gjald BÍ vegna útgáfu vegabréfs ef hross er A-vottað kr Gjald BÍ vegna útgáfu vegabréfs ef hross er ekki A-vottað kr Gjald BÍ vegna flýtimeðferðar kr Sama gjald er tekið fyrir endurútgáfu vegabréfa og við 1. útgáfu. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Stjórn og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda Talið frá vinstri: Halldóra Friðjónsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Skúli Bjarnason, formaður, Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri, Örn Bergsson og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir. Mynd / Halldóra Ólafs. Ársreikningur Lífeyrissjóðs bænda 2012: Skilaði 5,5% hreinni raunávöxtun Lífeyrissjóður bænda er meðalstór lífeyrissjóður og var hrein eign til greiðslu lífeyris í lok árs ,6 milljarðar króna, hækkaði um 1,7 milljarða króna milli ára eða 7,2%. Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur farið vaxandi frá árinu 2008, ekki aðeins miðað við verðlag hvers árs heldur hefur orðið nokkur aukning umfram hækkun verðlags. Sjóðurinn er í hópi þeirra lífeyrissjóða sem töpuðu hlutfallslega minnst í bankahruninu. 5,5% hrein raunávöxtun Afkoma ársins 2012 var með ágætum og skilaði sjóðurinn 5,5% hreinni raunávöxtun og hefur ávöxtun reynst vera 4,2% að meðaltali síðustu þrjú árin, sem er talsvert umfram það viðmið sem stuðst er við í tryggingafræðilegri athugun lífeyrissjóðanna. Nafnávöxtun hjá sjóðnum á árinu 2012 var 10,4% og raunávöxtun var 5,7%. Hrein raunávöxtun nam 5,5% eins og áður hefur verið nefnt, á móti 2,9% árið Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu fimm ára nemur -1,4% og síðustu 10 ára 2,7%. Vöxtur í iðgjalda- og lífeyrisgreiðslum Fjöldi greiðandi sjóðfélaga var og fjöldi þeirra sem fá lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum var Iðgjöld sjóðfélaga námu 168 milljónum króna, sem er 11,5% aukning frá fyrra ári, og heildariðgjaldatekjur námu 522 milljónum, sem er 7,1% hækkun frá fyrra ári. Heildarlífeyrisgreiðslur námu milljónum, hækka um 7,2% milli ára. Rekstrarkostnaður 0,1% af eignum Rekstrarkostnaður var 0,1% af eignum sjóðsins á árinu 2012, var 36 milljónir, óbreyttur frá fyrra ári. Fjárfestingargjöld voru 75 m.kr., jukust um 12 milljónir milli ára, sem stafaði meðal annars af auknum umsvifum í fjárfestingarstarfsemi, auknum kostnaði við lánaumsýslu og hærri eftirlitsgjöldum opinberra aðila. Verðtryggð og óverðtryggð lán í boði Sjóðfélagar eiga rétt á lánum úr sjóðnum, bæði verðtryggðum og óverðtryggðum. Sjóðurinn stefnir að aukningu sjóðfélagalána og hefur í því skyni lækkað vexti í upphafi árs 2013 og afnumið þak á lánsfjárhæðir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Stöðugur vöxtur hreinnar eignar til greiðslu lífeyris frá árinu 2008 og raunávöxtun á uppleið. Heildareignir (mkr.) vinstri ás Skuldbindingar (mkr.) vinstri ás Heildarstaða (%) - hægri ás Áfallin staða (%) - hægri ás Þróun heildareigna, skuldbindinga og tryggingafræðilegrar stöðu. Tryggingafræðileg staða batnar Tryggingafræðileg athugun fyrir LSB 2012 sýndi að afkoma sjóðsins hefur batnað frá árinu Í lok árs 2012 voru áfallnar skuldbindingar 2,4% hærri en eignir sjóðsins, á móti 9,9% í lok árs 2011, og heildarskuldbindingar voru 4,6% umfram heildareignir, á móti 12,3% Á árinu voru teknar í gildi nýjar dánar- og eftirlifendatöflur og hafði það áhrif til hækkunar skuldbindinga sem nemur um 1,3%. Sjóðurinn er innan þeirra marka sem lög kveða á um tryggingafræðilega stöðu. Breytingar samþykkta Á aukaársfundi sjóðsins 8. júní 2012 var kynnt tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum sjóðsins og 10% lækkun réttinda. Þau hafa ekki áður verið skert hjá sjóðnum, öndvert því sem gerst hefur hjá nær öllum öðrum lífeyrissjóðum. Þeirri lækkun lífeyrisgreiðslna sem leiðir af skerðingunni er í flestum tilfellum mætt með minni skerðingu bóta frá almannatryggingakerfinu þannig að hún hefur ekki mikil áhrif á heildarlífeyrisgreiðslur sjóðfélaga. Mikilvægi fjárfestingarstefnu Áhersla hefur verið á aukin gæði fjárfestinga og gagnsæi í viðskiptum. Mikilvægt er að áfram verði unnt að ávaxta fjármuni með viðunandi ávöxtun og lágmarksáhættu. Þannig verða hagsmunir sjóðfélaga sem best tryggðir. Sjóðurinn byggir á varfærinni en metnaðarfullri fjárfestingarstefnu og hefur hann komið vel út úr öllum skoðunum, einnig að því er varðar rekstur. Sjóðurinn veitir sambærileg réttindi og aðrir sjóðir, en hjá honum er mikil sérþekking á högum bænda. Ársfundur 14. mars 25% 20% 15% 10% -10% -15% -20% Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður í Norðursal á 3. hæð Bændahallarinnar 14. mars næstkomandi og hefst klukkan % 0% -5%

25 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars BÚNAÐARÞING 2013 Bændur segja allt gott Búnaðarþing 2013 var sett við hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudaginn var. Að þessu sinni voru einkunnarorð þingsins Bændur segja allt gott. Fjöldi manns mætti til athafnarinnar, sem þótti lífleg og skemmtileg og gefa góð fyrirheit um kraftinn sem býr í íslenskum landbúnaði. Í setningarræðu sinni lagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, út af einkunnarorðum þingsins. Við [bændur] höfum fjölgað störfum á undanförnum árum. Við höfum byggt nýjar búgreinar, hafið nýja vinnslu. Landbúnaðurinn og nátengd fyrirtæki hans skapa manns atvinnu. Við erum fulltrúar atvinnugreinar sem árið 2011 framleiddi verðmæti fyrir um 150 milljónir hvern einasta dag. Við vinnum þjóð okkar verðmæti fyrir rúma 50 milljarða á ári sem aftur var margfaldað með vinnu fjölmargra fyrirtækja fólksins sem vinnur við að breyta framleiðslu bænda í markaðsvörur. Við eigum og rekum fyrirtæki sem kappkosta að bjóða fjölbreytt úrval innlendra búvara. Við framleiðum útflutningsvörur fyrir 11 milljarða á ári. Samt erum við fyrst og fremst að sinna innlendum markaði, sagði Haraldur og bætti við: Algengasta spurning til bænda er þessi: Hvað segja bændur? Bændur segja allt gott. Haraldur kom víða við í ræðu sinni og gerði erfið rekstarskilyrði í landbúnaði meðal annars að umtalsefni. Við lokum hins vegar ekki augunum fyrir erfiðum og versnandi rekstrarskilyrðum búa okkar, sem koma svo glöggt fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Framleiðsluverðmæti búvöru á grunnverði hefur hækkað um 49% frá 2007 til En verð á aðföngum til sömu framleiðslu hefur hækkað um 60% á sama tíma. Þá eru ekki einu sinni taldar með þær gífurlegu hækkanir á fjármagnskostnaði sem urðu á tímabilinu. Mismuninn hafa bændur sótt í eigin vasa, með því að ganga á eigin laun og fresta endurnýjun og viðhaldi. Haraldur Benediktsson í ræðustóli við setningu Búnaðarþings Myndir / HKr. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. En við þurfum að sækja fram. Sækja ótrauð fram og minna á að við verðum að hugsa til langs tíma og byggja á traustum grunni. En meginspurningin er hvernig og hvaða stöðu ætla íslenskir bændur að taka sér í breyttum heimi? Veröldin hefur breyst. Matvælaverð í heiminum hefur rúmlega tvöfaldast á áratug. Kemur það ekki okkur við? Ráðherra boðar breytingar á jarðalögum Að lokinni ræðu Haraldar Erlendir gestir á Búnaðarþingi ásamt forseta Íslands. Talið frá vinstri: Lars Nielsen frá Grænlandi, Jens Ring frá Danmörku, Bjørn Gimming frá Noregi og Ólafur Ragnar Grímsson forseti. ávarpaði Steingrímur J. Sigfús son, atvinnuvega- og nýsköpunar ráðherra, búnaðarþing. Greindi hann m.a. frá því að nefnd sem skipuð var til að leggja mat á ýmsa þætti jarðalaga hefði skilað niðurstöðu sem kynnt hefði verið í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Þeirri nefnd fól ég að skoða og leggja mat á nokkra þætti sem ofar lega eru í umræðunni. Má þar nefna hvort rétt sé að skýra frekar orðið lögbýli hvort það á að vera notað nema þar sem jörðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi og með fastri ábúð. Nú er það staðreyndin að fjöldi jarða á landbúnaðarlandi er í raun í eyði eins og það orð hefur verið túlkað engin búseta og engin ljós í gluggum. Enn má nefna, og það ekki minnsta atriðið, að ásókn hefur verið í að skipta góðum bújörðum upp í fjölda smærri eininga með sumarbústaðadvöl í huga eða fasta ábúð nýrra íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Og er þá nema von að spurningar vakni sem rétt er að velta fyrir sér; Á að banna sveitarfélagi að leysa úr landbúnaðarnotum e.t.v. bestu bújarðirnar en fá í staðinn fleira fólk og nýja skattgreiðendur? Eða á að leyfa hiklaust að leysa slíkar jarðir úr landbúnaðarnotum þannig að í framtíðinni verði besta landbúnaðarlandið horfið og búskapur stundaður við lakari skilyrði annars staðar? Ábyrgð okkar í þessum efnum er mikil, fæðuöryggi þjóða er alls staðar á leið upp forgangslistann í heiminum, leikreglur sjálfbærrar þróunar kalla á að sjálfbærni sé efld jafnt staðbundið sem á lands-, og heimsvísu. Matvæla framleiðsluþörfin kallar á hið sama, sem og þörfin fyrir að lágmarka vistspor mannsins. Þessar spurningar eru fjarri því einfaldar en ég held að meðvitundarleysi og óbreytt ástand sé ekki valkostur. Eða eins og sagði í frægri auglýsingu ekki gera ekki neitt, sagði Steingrímur í ræðu sinni og bætti því við að hann hefði óskað eftir því að niðurstöður nefndarinnar yrðu lagðar fyrir búnaðarþing til umræðu. /fr Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Vélboði ehf. Hafnarfirði. Sími Heimasíða.

26 26 búnaðarþing 2013 Úr ræðu Haraldar Benediktssonar, fráfarandi formanns BÍ, við setningu Búnaðarþings 2013: Mikill tími farið í slökkvistarf Með breytingum á stjórnarráðinu verður æ erfiðara að koma málefnum landbúnaðarins áleiðis innan stjórnkerfisins. Mál daga í sumum tilfellum uppi á borðum embættismanna en koma ekki fyrir sjónir ráðherra. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Haraldar Benediktssonar þegar hann flutti skýrslu formanns Bændasamtakanna á Búnaðarþingi. Haraldur stiklaði á stóru um starf Bændasamtakanna síðastliðið ár en auk þess fór hann yfir starf sitt síðustu níu ár á formannsstóli, en sem kunnugt er lét Haraldur af því embætti á þinginu. Um starf síðustu ára sagði Haraldur að því miður hefði ekki gefist tími til að sinna því uppbyggingarstarfi sem landbúnaðinum væri nauðsynlegt. Efnahagskreppa, eldgos og náttúruhamfarir auk Evrópusambandsumsóknar hefði tekið slíkan tíma að því miður hefði ýmislegt annað orðið undan að láta. Við höfum því miður þurft að sinna miklu slökkvistarfi og óhjákvæmilega hefur ýmislegt annað setið á hakanum, sagði Haraldur. Þar af leiðandi hefði ekki verið kostur á að ganga betur í ýmis þarfaverk, eins og framlenging búvörusamninga í tvígang gæfi til kynna. Haraldur benti á að í gegnum árin hefðu Bændasamtökin átt gott samstarf við stjórnvöld og hann sjálfur hefði átt gott samstarf við alla landbúnaðarráðherra í sinni tíð, þar væri enginn undanskilinn. Hann sagði hins vegar að með breytingum á stjórnarráðinu hefðu tengsl Bændasamtakanna og búnaðarþings við ráðuneyti landbúnaðarmála rofnað að nokkru. Mál sem bændur leggðu áherslu hefðu í sumum tilfellum lent utangarðs, þau hafi ekki komist inn á borð ráðherra heldur dagað uppi á borðum embættismanna. Þegar búið er að sulla svona miklu saman, eins og í nýju atvinnuvegaráðuneyti, þá rofna þessi tengsl. Hann benti á að þetta væri nýr veruleiki sem Bændasamtökin og búnaðarþing yrðu að semja sig að. Samskiptum við stjórnsýsluna hrakað Haraldur sagði hins vegar að samskipti við stjórnsýsluna að öðru leyti hefðu því miður í ýmsu þokast afturábak. Nefndi hann umhverfisráðuneytið sérstaklega í þeim efnum. Mál eins og ágangur álfta og gæsa, minka- og refaveiðar, hafa því miður ekki fengið þá athygli sem þörf hefur verið á. Haraldur sagði jafnframt að það yrði að velta því upp þegar samþykktir Bændasamtakanna yrðu endurskoðaðar hvort þörf væri á að endurmeta hvernig samskipti við stjórnvöld ættu að fara fram. Varðandi lána- og skuldamál nefndi Haraldur að lögð hefði verið mikil áhersla á samskipti við fjármálastofnanir allt frá hruni. Við þurfum hins vegar hugsanlega að horfa betur á rekstrarform okkar búa. Það var annað fyrir nokkrum árum þegar bú voru minni, þá var ekki svo óeðlilegt að við rækjum okkar búskap á okkar eigin kennitölum. Því miður er ljóst að einkahlutafélagaformið stóð ekki af sér hrunið eins og það var, vegna kröfu bankastofnanna um persónulegar ábyrgðir. Í mínum huga getur óbreytt form á einkahlutafélögum ekki gengið áfram. Ótækt að ákvarðanir búnaðarþings séu ekki taldar fullgildar Haraldur ræddi jafnframt stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem nú væri að komast á gott skrið. Hann tók hins vegar fram að honum hefði komið verulega á óvart að upplifa að búnaðarsambönd, sum hver, hefðu talið sig vera óskuldbundin af málinu þrátt fyrir samþykktir Búnaðarþings 2012 og aukabúnaðarþings nú í haust. Ef það er ekki á hreinu að við sem hér sitjum séum fullmerkir fulltrúar búnaðasambanda, þá er eitthvað að í okkar félagskerfi, sagði Haraldur og Ályktanir Búnaðarþings 2013 Þegar Bændablaðið fór í prentun var afgreiðslu mála á búnaðarþingi ekki lokið. Hér eru birtar þær ályktanir sem voru tilbúnar en þær sem út af standa verða birtar í næsta tölublaði Bændablaðsins. Á vef Bændasamtakanna, bondi.is, eru allar upplýsingar tiltækar en þar er m.a. að finna fundargerðir, málaskrá og ályktanir. Einnig má benda á upptökur af setningarathöfn þingsins.» Aðild að ESB Búnaðarþing 2013 lýsir stuðningi við starf Bændasamtakanna og fulltrúa þeirra í samningahópum, í ESB málum. Þingið áréttar enn varnarlínur Bændasamtakanna og mikilvægi þess að þær verði áfram grundvallar sjónarmið í gerð samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðunum. Búnaðarþing 2013 ítrekar andstöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB. Búnaðarþing geldur varhug við áhrifum af innstreymi fjármagns frá Evrópusambandinu sem ætlað er að hafa áhrif á viðhorf til aðildar. Ljóst er orðið að Ísland verður að undirgangast sáttmála ESB og engar varanlegar undanþágur eru í boði, svokallaðar samningaviðræður eru einungis aðlögun að regluverki ESB.» Réttarstaða landeigenda Markmið Búnaðarþing 2013 ályktar að kynna þurfi fyrir ferðaþjónustuaðilum og almenningi réttarstöðu landeigenda vegna umferðar um lönd þeirra. Leiðir Að upplýsingum um réttarstöðu landeigenda verði gerðar aðgengilegar og komið til þeirra er málið varðar svo sem ferðaþjónustufyrirtækjum, almenningi og landeigendum. Framgangur Stjórn BÍ er falið að fylgja málinu eftir.» Sorpeyðingarmál sveitarfélaga Markmið Að leysa sorpeyðingarmál sveitarfélaga með viðunandi hætti. Leiðir Stjórnvöld fari yfir lög og reglur um eyðingu sorps og leiti leiða til að minnka kostnað við förgun sorps. Framgangur máls Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofn un og Samtökum íslenskra sveitarfélaga send ályktunin. Stjórn Bændasamtaka Íslands fylgi málinu eftir.» Varnarlínur vegna búfjársjúkdóma Markmið Búnaðarþing krefst þess að fjármagni sé veitt í viðhald varnargirðinga samkvæmt lögum, einnig að fjármagn sé tryggt til að standa straum af því að fjarlægja aflagðar varnargirðingar hið fyrsta þar sem um er að ræða bæði umhverfis- og dýravelferðarmál. Leiðir Fjárveitingavaldið verði krafið um fjármagn til að Mast geti sinnt lögboðnum verkefnum í viðhaldi á varnargirðingum. Haraldur Benediktsson lét af störfum á búnaðarþingi sem formaður Bændasamtaka Íslands eftir níu ára farsæla setu í formannsstóli. Myndir / Hkr. Framgangur Fjármálaráðuneyti, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Matvælastofnun verði sent erindið. Stjórn BÍ fylgi málinu eftir.» Velferðarmál dýra Markmið Búnaðarþing 2013 fagnar frumvörpum til laga um búfjárhald og laga um velferð dýra sem nú liggja fyrir Alþingi. Búnaðarþing leggur áherslu á að tekið verði tillit til allra athugasemda um frumvörpin sem BÍ hefur komið á framfæri við Alþingi. Framgangur Stjórn BÍ fylgist með framvindu málsins og komi sjónarmiðum bænda á framfæri.» Dýralæknaþjónusta og dýravelferð Markmið Búnaðarþing 2013 leggur ríka áherslu á að löggjöf um stærð vaktsvæða dýralækna verði endurskoðuð. Vaktsvæðin eru alltof víðfeðm og ógna dýravelferð á sumum svæðum á landinu. Búnaðarþing fagnar því að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið muni beita sér fyrir að skipa starfshóp til að fara yfir löggjöf og reglur um afhendingu dýralyfja, þ.m.t. að bera þær saman við löggjöf í nágrannalöndunum með aðkomu fulltrúa bænda. Leiðir Gæta þarf þess að aðgengi bænda að dýralæknum og/eða dýralyfjum komi ekki niður á velferð dýra og skapi mikið misræmi út frá staðsetningu bænda á landinu, hvort heldur er beindi orðum sínum að þingfulltrúum. Haraldur bætti við að að það gæti ekki gengið að baklandið teldi ákvarðanir sem teknar væru á félagslegum grunni búnaðarþings ekki fullgildar. Í máli sínu lagði Haraldur jafnframt áherslu á að nú þyrfti að takast á við að skipuleggja framtíð og rekstur Bændasamtakanna. Mikið yrði lagt upp úr því að félagssviðið tæki upp markvissari og skipulagðari BÚNAÐARÞING 2013 innan eða utan dagvinnutíma. Leggja þarf sérstaka áherslu á að dýralæknar fái heimild, á grundvelli þjónustusamninga, til að ráðstafa lyfjum til bænda sem undirgengist hafa námskeið um notkun og geymslu lyfja. Framgangur Stjórn BÍ þrýsti á löggjafann um að leysa þau vandamál sem skapast hafa vegna stórra vaktsvæða dýralækna.» Áfallatryggingar bænda Markmið Búnaðarþing 2013 telur brýnt að tryggingaleg staða bænda sé skýr komi til stóráfalla vegna náttúruhamfara Leiðir Að A-deild Bjargráðasjóðs, eða sambærilegum sjóði verði tryggðir nægilegir tekjustofnar til að bæta tjón af völdum náttúruhamfara. Framtíðarhlutverk B-deildarinnar verði jafnframt tekið til skoðunar. Framgangur Stjórn BÍ vinni að framgangi málsins í samvinnu við stjórnvöld. samskipti við búnaðarsambönd og búgreinasamtök. Nýta þyrfti sérhæfingu starfsmanna þvert á svið, sambönd og búgreinasamtök til að sameina alla krafta til vinnu fyrir íslenskan landbúnað. Þá væri eðlilegt að leggja mat á það hvort ætti að breyta stjórnkerfi samtakanna, hugsanlega með því að einfalda stjórn þeirra eða jafnvel með breytingum á búnaðarþingi. /fr» Fjármögnun í landbúnaði Markmið Búnaðarþing 2013 telur nauðsynlegt að kannaðir verði nýir lánamöguleikar í landbúnaði til að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun innan greinarinnar. Leiðir Bændasamtökin láti gera faglega greinargerð um möguleika á fjármögnun í landbúnaði, þar á meðal kosti skuldabréfaútgáfu. Hvernig sé best að slíkri útgáfu staðið og hvaða skilyrði útgáfuaðilar þurfi að uppfylla. Þá verði kannaðir möguleikar Lífeyrissjóðs bænda til aukinnar þátttöku í fjármögnun í landbúnaði svo sem með stofnun rekstrarlánadeildar eða annarrar aðildar að lánveitingum til bænda, öðrum en sjóðfélagalánum. Framgangur Búnaðarþing leggur áherslu á að stjórn Bændasamtaka Íslands beiti sér fyrir úttekt í þessum málum og fái sérfræðinga sér til ráðgjafar.

27 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 7. MARS 2013 búnaðarþing Sindri í Bakkakoti er nýr formaður Bændasamtakanna: Vonast til að störf sín verði til gæfu fyrir alla bændur Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, var á búnaðarþingi kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk, sem bauð sig fram rétt fyrir formannskjör hlaut 13 atkvæði. Sindri er því réttkjörinn formaður Bændasamtakanna. Hann þakkaði í ræðu fyrir traustið og sagðist vona að honum tækist að haga störfum sínum þannig að þau yrðu til gæfu fyrir alla bændur á Íslandi. Sindri er 38 ára gamall sauðfjárbóndi og býr ásamt Kristínu Kristjánsdóttur og börnum þeirra tveimur í Bakkakoti í Borgarfirði. Sindri er fyrrverandi formaður Lands samtaka sauðfjárbænda, búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og hefur síðustu ár einnig stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Gleðst yfir víðtækum stuðningi Nokkuð er um liðið síðan Sindri lýsti því yfir að hann hygðist gefa kost á sér til formanns. Lengst af leit út fyrir að hann yrði einn í framboði, allt þar til Guðbjörg bauð sig fram rétt áður en kosning átti að hefjast. Sindri segir að það hafi komið sér á óvart. Það er eðlilegt að fólk hafi metnað og áhuga á að bjóða sig fram til svona starfa. Ég var satt að segja hissa á að ekki skyldu fleiri gefa sig fram til þess í aðdraganda búnaðarþings. Ég var alveg búinn að ímynda mér að þessi staða gæti komið upp en ég ætla ekki að segja að ég hafi átt von á þessu þarna, ég hefði haldið að þetta myndi liggja fyrir aðeins fyrr. Sindri hlaut nokkuð afgerandi kosningu til formanns. Hann segir að það hafi verið gott að fá mælingu á því hvaða stuðning hann hefði í embættið. Það var mjög gott og ég er bara ánægður með að vita að ég hef víðtækan stuðning. Ég hef verið lengi í félagsmálum og þegar svo er þá er bara eðlilegt að menn séu ekki á einu máli um mína persónu og hvernig ég hef haldið á málum, mínar skoðanir og hvernig ég hef unnið. Maður verður bara að gera ráð fyrir því, aumur er umtalslaus maður eins og þar stendur. Stóra krafan er endurskoðun félagskerfisins Þrátt fyrir að Sindri hafi lengi tekið þátt í félagsmálastarfi bænda og setið á búnaðarþingi í tólf ár er ljóst að mikil vinna er fram undan hjá honum við að koma sér inn í starf formanns. Sindri segir að hann kvíði því ekki enda hafi hann öflugt fólk sér við hlið í þeim efnum. Næstu skref verða að Sindri Sigurgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, þakkar stuðninginn í ræðustól á búnaðarþingi eftir að niðurstaðan í formannskjörinu var orðin ljós. Mynd / HKr. setja mig inn í þau mál sem eru nú þegar í ferli hjá Bændasamtökunum. Það mun ég gera í samráði við fyrrverandi formann, framkvæmdastjóra og nýja stjórn. Síðan er auðvitað að vinna úr þeim ályktunum sem búnaðar þing samþykkir nú. Þó að ég sé fullur af áhuga og hugmyndum þá er felst auðvitað fyrst og fremst ákveðin verkstjórn í starfi formanns, með ákvarðanir búnaðarþings að leiðar stefi. Þar er stærsta krafan, heyrist mér vera, að farið verði í endur skoðun félagskerfis bænda, að einfalda það og gera það skilvirkara. Mínar persónulegu hugmyndir sem lúta að félagskerfinu eru að eðlilegt sé að opna það meira. Við þurfum hins vegar auðvitað að gá að því að Bænda samtökin verði áfram hagsmunasamtök bænda. Við þurfum jafnframt að auka samvinnu og þétta raðirnar. Við þurfum að samnýta krafta allra þeirra sem að vinna í þessum geira. Þá er ég til dæmis að tala um starfsmenn búgreinasamtakanna. Auk þess er nefnd að störfum sem er að fjalla um samstarf búnaðarsambandanna og Bænda samtakanna. Búnaðar samböndin eru afar mikilvæg í hagsmuna gæslu á héraðsvísu og því mjög mikilvægt að þau komi þarna að. Ég held að við verðum að taka sem best utan um þetta heildstætt og það verður verkefnið á næstunni, segir Sindri. Telur að sólarlag sé í Evrópusambandsumsókninni Spurður út í hver sé hans framtíðarsýn varðandi embætti formanns og framtíðarstefnu í íslenskum landbúnaði svarar Sindri því til að hann sé á þeirri skoðun að kortleggja verði hvaða tækifæri felist í íslenskum landbúnaði og hvernig þau verði best nýtt. Hins vegar sé ljóst að utanaðkomandi áhrif geti haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þar skipti ekki síst máli hver afdrif aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu verði. Framtíðarsýn næstu ára veltur á býsna mörgum þáttum. Það er t.a.m. ekki ljóst hvort Bændasamtökin þurfi að vinna ýmis verk sem við höfum þurft að sinna fram til þessa. Það hefur, eins og Haraldur forveri minn hefur nefnt, þurft að sinna ákveðnu slökkvistarfi og við höfum ekki komist til að vinna að ýmsum uppbyggilegum verkefnum. Þetta ræðst meðal annars af afdrifum Evrópusambandsumsóknarinnar. Bændasamtökin hafa unnið mjög ötullega í þeim efnum og verði umsóknin áfram á borðinu munum við áfram þurfa að sinna þeim málaflokki. Ég hef hins vegar sjálfur efasemdir um að framhald verði á því máli. Það ræðst auðvitað ekki síst í komandi Alþingiskosningum en mér finnst margt benda til þess að það sé ákveðið sólarlag í aðildarumsókninni. Góð afkoma forsenda fyrir öllu Framtíðarsýn mín að öðru leyti er að við þurfum að nýta öll þau tækifæri sem felast í íslenskum landbúnaði. Við eigum ekki bara að tala um öll þessi tækifæri, við þurfum að kortleggja hver þau eru og hvernig við getum nýtt þau. Við þurfum að marka íslenskum landbúnaði stefnu til langs tíma. Ætlum við að framleiða hér meira því eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum er að aukast? Það er spurning sem þarf að taka afstöðu til. Við þurfum líka að vara okkur á því að framleiða ekki of mikið. Það liggja mörg sóknarfæri í stöðunni eins og hún er en við verðum að sjálfsögðu að passa okkur á að fara ekki fram úr okkur sjálfum. Við verðum að gæta þess að ganga ekki um of á landið og að fara ekki fram úr okkur. Offramleiðsla getur skaðað okkur, segir Sindri og bætir við: Forsendan fyrir þessu öllu saman er auðvitað að afkoma í landbúnaði sé góð, þá er allt hitt svo auðvelt. Bæði verður auðvelt að sækja fram í landbúnaði og eins að tryggja nýliðun. Ef við skoðum búreikninga sjáum við að víða er rekstur í landbúnaði í ljómandi góðu standi. Á sama tíma hefur hins vegar vantað upp á að bændur hafi getað greitt sér nægilega há laun og sömuleiðis vantar fé til endurnýjunar og uppbyggingar. Við þurfum að spyrja okkur hvað eðlileg stærð á búi þurfi að vera til að hægt sé að framfleyta þar fjölskyldu. Það verður auðvitað hver og einn að finna sinn takt í því en þessi spurning skiptir meginmáli. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að bændur hafa víða gengið á laun sín, aðföng hafa hækkað umfram afurðaverð og við því verðum við að bregðast. Hvernig það verður best gert verður viðfangsefni næstu missera. Vill koma á reglulegum samskiptum Sindri er eins og áður segir fyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjár bænda og sjálfur sauðfjár bóndi. Sem formaður Bændasamtakanna mun hann þurfa að tala máli landbúnaðarins alls. Hann segist ekki kvíða því en leggur áherslu á að hann vilji koma á reglulegum samskiptum við forsvarsfólk allra búgreina. Ég held að þetta muni ganga mjög vel. Ég ætla mér að fræðast um það hvað menn eru að gera í öðrum búgreinum, þótt ég telji mig nú hafa almenna þekkingu á því heilt yfir. Ég ætla að gefa mér tíma nú í upphafi formennsku minnar til að hitta forsvarsmenn allra búgreina, ræða við þá, kynnast starfinu og heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja. Verður gott að komast í fjárhúsin Sindri segir ljóst að nýtt embætti muni hafa áhrif á búrekstur hans og Kristínar í Bakkakoti. Kristín er mikil búkona og frábært að eiga hana og börnin að í þessum efnum. Svo búa tengdaforeldrar mínir í Bakkakoti og eru ansi vel liðtæk. Ég hins vegar hugsa þetta þannig að ég geti ekki verið í þessu starfi upp á þau býtti að láta búskapinn lenda alfarið á öðrum. Ég hef hugsað mér, alla vega fyrst um sinn, að reyna að gera þetta þannig að ég sinni gegningum að morgni og að kvöldi, en sé við formannsstörf þess á milli. Það er hins vegar ljóst að það koma tímar þar sem ég verð að heiman í einhverja daga og þá þarf bara að leysa það með öðrum hætti. Ég er auðvitað að bæta við mig talsverðri vinnu en við höfum undanfarin ár hugsað um vinnuhagræðingu á búinu sem hjálpar til í þessum efnum. Maður verður kannski á kvöldin í gegningum en það er bara ljómandi fínt. Það verður gott að komast í fjárhúsin eftir daga á skrifstofunni. /fr» Lánamál í landbúnaði Markmið Búnaðarþing 2013 ítrekar ályktun frá fyrra ári um fjármál bænda og átelur harðlega seinagang við lausnir á skuldamálum þeirra. Þingið telur nauðsynlegt að horfa til framtíðar og ljúka úrvinnslu mála sem tengjast efnahagshruninu 2008 Sá seinagangur sem verið hefur á lausnum skuldamála og sanngjörnum lagfæringum á stökkbreyttum lánum fjölskyldna og fyrirtækja, hefur komið í veg fyrir nauðsynlegar ákvarðanir um uppbyggingu og atvinnusköpun til framtíðar. Leiðir Bændasamtökin gera kröfu um að: Komist verði að samkomulagi um aðferðir við mat á bújörðum er taki mið af núverandi starfsemi og ástandi jarðanna. Búrekstraráætlanir er taki tillit til eðlilegrar afkomu bænda og endurnýjunar rekstrar- og fastafjármuna verði lagðar til grundvallar við lausnir. Lausnir verði sniðnar að mismunandi rekstrareiningum þannig að boðið verði upp á framtíðarlausnir í lánamálum án tillits til bústærðar. Skilmálar fjármálagjörninga verði skýrir, skerði ekki réttindi sem kunna að skapast við seinni tíma úrskurði og/eða dóma. Gera verður kröfu um að fjárhagsleg endurskipulagning sé til lengri tíma. Lokið verði við endurútreikning gengistryggðra lána sem fyrst til að ljúka þeirri óvissu sem er um fjárhagsstöðu viðkomandi búa. Mótaðar verði aðgerðir til leiðréttingar á verðtryggðum lánum með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi og komi þær til móts við almenning og bændur er sýndu ráðdeild og skynsemi við ákvarðanatöku á árunum fyrir hrun. Samið verði um afdrif biðlána þannig að ljúka megi fjárhagslegri endurskipulagningu búanna. Samkeppnisskilyrði í bankastarfsemi verði bætt með því að: Takmarka eða setja reglur um uppgreiðslugjöld lána. Lántökugjöld verði í samræmi við raunverulega umsýslu lánsins. Stimpilgjöld verði ekki innheimt við endurfjármögnun lána milli lánastofnana. Bændasamtökin vinni að því að leita leiða til þess að takmarka persónulegar ábyrgðir í landbúnaðarrekstri, m.a. með því að skilgreina og veita ráðgjöf um heppilegt rekstarform fyrir búrekstur. Framgangur Búnaðarþing leggur áherslu á að stjórn Bændasamtaka Íslands beiti sér af fullum þunga í þessum málum.

28 28 búnaðarþing 2013 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 7. MARS 2013 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður starfs hóps söfnunarinnar, og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, veittu fulltrúum Landsbjargar ávísun sem þökk fyrir ómetanlegt framlag þeirra til björgunarstarfanna. Mynd / HKr. Óveðrið norðanlands: Björgunarsveitum þakkað fyrir aðstoð Við setningu Búnaðarþings 2013 var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg veittur fimm milljóna króna styrkur sem þökk fyrir ómetanlega aðstoð í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland síðast liðið haust. Peningarnir eru hluti afraksturs söfnunarinnar Gengið til góðs sem hrint var af stað eftir óveðrið en þar var fjármunum safnað til að bæta bændum tjón sem þeir urðu fyrir á fé sínu. Talið er að um fjár hafi farist í veðurhamnum. Gríðarlegur fjöldi fólks, bænda og annarra lagði þá nótt við dag við björgunarstörf. Seint verður hlutur björgunarsveitanna þakkaður nógsamlega við þau störf en félagar þeirra lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu við að aðstoða bændur. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður starfshóps söfnunarinnar, og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, veittu fulltrúum Landsbjargar ávísun sem þökk fyrir þeirra ómetanlega framlag til björgunarstarfanna. /fr Efla á ráðgjöf við ábúendaskipti Steingrímur J. Sigfússon, atvinnumála- og nýsköpunarráðherra, ásamt handhöfum Landbúnaðarverðlauna Landbúnaðarverðlaunin 2013: Laxárdalur II og Handverkskonur milli heiða verðlaunaðar Landbúnaðarverðlaunin 2013 voru veitt við setningu búnaðarþings síðastliðinn sunnudag. Að þessu sinni hlutu bændurnir í Laxárdal II og handverkshópurinn Handverkskonur milli heiða verðlaunin, sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra veitti. Í Laxárdal II búa hjónin María Guðný Guðnadóttir og Hörður Harðarson félagsbúi ásamt syni sínum Björgvini Þór og tengdadótturinni Petrínu Þórunni Jónsdóttur auk barna þeirra. Í Laxárdal er rekið stórt svínabú sem hefur þá sérstöðu að stór hluti fóðurs er heimafenginn. Um 75 prósent af öllu fóðri sem svínin í Laxárdal fá eru ræktuð í Gunnarsholt þar sem Laxárdalsbændur leigja um 300 hektara lands undir kornrækt, einkum bygg. Bændur í Laxárdal hljóta Landbúnaðarverðlaunin fyrir myndarskap, dugnað, framsýni og nýsköpun í íslenskum landbúnaði. Handverkskonur milli heiða eru félagsskapur sem stofnaður var í mars 1992 af konum í Bárðardal, Ljósavatnshreppi og af bæjum í Reykdælahreppi vestan Fljótsheiðar. Strax í næsta mánuði bættust konur í Hálshreppi við og þá varð til nafnið á félaginu; Handverkskonur milli heiða. Tildrögin að þessum félagsskap má rekja til þess að eftirspurn var eftir minjagripum vörum úr heimabyggð, ekta íslenska minjagripum og öðru handverki. Það varð úr að nokkrar konur tóku sig saman um að láta reyna á það hvort vilji væri fyrir því að stofna félagsskap til að vinna að íslensku handverki og selja það við Goðafoss. Nú er félagssvæðið öll Þingeyjarsveit. Árið 1993 stofnuðu Handverkskonur milli heiða hlutafélagið Goðafossmarkað ehf. sem annast sölu á vörum handverkskvenna og fleira fólks úr héraði. Hlutafélagið er að stærstum hluta í eigu félagskvenna. Nú 21 ári síðar eru Handverkskonur milli heiða enn að auka og bæta framleiðsluna. Fjölbreytnin vex og verslunin er vinsæll áningarstaður ferðamanna vegna þeirra fjölbreyttu og fallegu vöru sem fæst á Goðafoss markaði. Handverkskonur hljóta Landbúnaðar verðlaunin fyrir dugmikið starf við útbreiðslu íslensks handverks og atvinnuþróun í dreifbýli. /fr Búnaðarþing samþykkti að beina því til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins að efla ráðgjöf við ábúendaskipti á bújörðum. Við ábúendaskipti á bújörðum þarf að formfesta ýmsa þætti, hvort sem um er að ræða kaup eða sölu, leigu, lán, eða blandaðar leiðir. Þegar ábúendaskipti eiga sér stað getur öflug ráðgjöf án efa skilið milli þess hvort ferlið gengur upp eða ekki, segir meðal annars í greinargerð með ályktuninni. Ítrekað hefur verið fjallað um ýmis vandkvæði við nýliðun og ábúendaskipti í landbúnaði. Ljóst er að eitt stærsta vandamálið í þeim Frá setningu búnaðarþings efnum er sá mikli kostnaður sem nýliðar þurfa að leggja út í við upphaf búskapar. Í ályktun Búnaðarþings nú felast ekki leiðir til að draga úr þeim kostnaði heldur að nýta þá þekkingu á mismunandi leiðum sem til staðar er. Með því mætti auðvelda ábúendaskipti en þó er ljóst að eftir sem áður verður kostnaðurinn þyngsta þrautin. Í ályktuninni kemur fram að draga skuli saman þekkingu ráðunauta, og eftir atvikum lögfræðinga, er varðar mismunandi fyrirkomulag við ábúendaskipti. Skilgreina þurfi kosti og galla mismunandi rekstrarforma, leigusamninga og annarra samninga. /fr Fráfarandi stjórnarmenn BÍ talið frá vinstri: Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum, Sigurbjartur Pálsson í Skarði, Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð og Árni Brynjólfsson á Vöðlum. Mynd / HKr. Stjórnarmenn kvöddu með söknuði Fimm stjórnarmenn Bændasamtaka Íslands viku úr stjórn nú á Búnaðarþingi Fjórir þeirra höfðu setið samfleytt í níu ár en sá fimmti í þrjú ár. Því varð mikil endurnýjun í stjórn eins og getið er annars staðar í blaðinu. Áður en kosningar til stjórnar fóru fram voru stjórnarmönnunum fráfarandi veittar þakkir fyrir störf þeirra í þágu bænda. Áður höfðu Haraldi Benediktssyni, fráfarandi formanni, verið færðar þakkir fyrir sín störf. Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð, varaformaður, þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði átt hjá bændum síðustu níu ár sem stjórnarmaður. Hann gerði að umtalsefni að að sú stjórn sem mynduð var fyrir níu árum, við formannskjör Haraldar, hefði að sumu leyti verið mynduð við erfiðar kringumstæður. Nokkur átök voru um stjórnarmenn þá og var farin sáttaleið til að setja niður deilur. Þrátt fyrir þetta sagði Sveinn að mikil eindrægni hefði alla tíð einkennt starf stjórnanna þessi níu ár og raunar hefði ekki nema einu sinni komið til þess að greidd væru atkvæði innan stjórnarinnar. Sveinn sagðist ganga þakklátur og ánægður frá borði en þó vissulega með söknuði. Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum þakkaði sömuleiðis fyrir samstarf síðustu ára. Hann nefndi að það væri ekki sjálfgefið að þeir sem byggju langt frá vettvangi, eins og í hans tilfelli, ættu þess kost að taka þátt í félagsstarfi af þessu tagi þar sem meginþungi starfsins færi fram í Reykjavík. Jóhannes sagði hins vegar að hann hefði aldrei þurft að líða fyrir búsetu sína og það væri afar mikils virði. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að allir gætu tekið þátt óháð búsetu og hvatti Bændasamtökin til þess að halda áfram á sömu braut hvað það varðar. Sigurbjartur Pálsson í Skarði kvaddi eftir átján ára veru á búnaðarþingi. Sigurbjartur tók fyrst sæti árið 1995 eftir sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í Bændasamtök Íslands. Hann sagði að það væri söknuður að því að hverfa nú frá, eftir níu ára stjórnarsetu, en tíminn hefði verið góður og gefandi. Hann nefndi raunar að oft hefði hann kosið að vinna að öðrum verkefnum en hefðu komið í fangið á stjórn á þessum tíma og vísaði þar til þeirrar miklu vinnu sem fylgt hefði aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Árni Brynjólfsson á Vöðlum sagði að stjórnarseta síðustu þriggja ára hefði verið sér afar góð og mikil reynsla. Hann tók undir með Jóhannesi hvað varðaði mikilvægi þess að allir hefðu kost á að sinna störfum sem þessum óháð búsetu. Þrátt fyrir að hann hefði aldrei fundið fyrir öðru en því að hliðrað væri til eftir fremsta megni vegna þess hversu langt væri fyrir hann að sækja fundi væri því ekki að leyna að fjarlægðin frá höfuðstöðvunum í Reykjavík væri stærsta ástæðan fyrir því að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu né setu á búnaðarþingi. Lífið væri of stutt fyrir allar þær bílferðir sem starfið krefðist. /fr

29 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars PVC Gluggar Suðurlandsbraut 24, 2h. S Hafðu samband! Gámurinn er þarfaþing! Gistigámar Geymslugámar Salernishús» Til sölu og/eða leigu» Margir möguleikar í stærðum og útfærslum» Hagkvæm og ódýr lausn» Stuttur afhendingartími Klettagörðum Reykjavík Sími ATHYGLI EHF Næsta Bændablað kemur út 21. mars SS kynnir bætiefnafötur og saltsteina frá Vitfoss Danmörku Sláturfélag Suðurlands svf. Fosshálsi Reykjavík Simi

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Samanburður áburðarverðs 2013 Skólabúðir Reykjaskóla: Vodafone setur upp háhraðatengingu Eftir áralanga baráttu fyrir því að fá gott netsamband í Hrútafjörð er nú loksins komin tenging í Reykjaskóla, sem mun síðan væntanlega fara um allan fjörð í framhaldinu. Það var Vodafone sem brást skjótt við eftir að starfsmaður þar heyrði í Karli B. Örvars í viðtali á RÚV þar sem hann bar sig ekki vel og sagði frá döprum og árangurslausum viðskiptum sínum við Símann og Fjarskiptasjóð. Síminn sendi bréf til Karls þar sem honum var tilkynnt að það svaraði ekki kostnaði að setja upp háhraðatengingu í Hrútafirði. Þetta kemur fram á vefmiðlinum nordanatt.is. Þar segir enn fremur að Vodafone hafi tekið annan pól í hæðina og brugðist skjótt við. Þetta er bara eins og að vera kominn í nútímann og með ólíkindum að við skulum hafa þurft að bíða svona lengi eftir að komast í almennilegt netsamband. Hér í Skólabúðunum í Reykjaskóla, sem taka á móti rúmlega 3000 nemendum á hverju ári, fara öll samskipti okkar við skólana, skólastjóra, kennara og foreldra fram á netinu. Þetta hefur verið mjög slæmt á köflum og var varla hægt að vinna við þær aðstæður sem hér voru fyrir. Við gleðjumst yfir komu Vodafone á staðinn og þökkum þeim kærlega fyrir að bregðast svona skjótt og vel við, segir Karl við nordanatt, alsæll með nýja netið. Íslandspóstur: Ríkisframlag eða aðhaldsaðgerðir Íslandspóstur hefur sætt gagnrýni að undanförnu fyrir hækkun burðargjalda til að mæta kostnaðarauka. Bitnar það m.a. hart á landsbyggðar blöðum. Þó varð hagnaður af rekstri fyrirtækisins á árinu 2013 að fjárhæð 53 milljónir króna. Var hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) um 485 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,8 milljörðum króna og jukust um 3,4% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,9 milljarðar króna í árslok 2012 og eigið fé nam 2,5 milljörðum króna. Í fyrra nam tap Íslandspósts 144 milljónum og því er um tæplega 200 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir viðsnúning og hagnað telur félagið sig ekki geta uppfyllt kröfur um þjónustustig nema með aðkomu ríkisins. Frá árinu 2006 hefur bréfasendingum fækkað um 37% en á næstu 6 árum gerir Íslandspóstur ráð fyrir að samdrátturinn haldi áfram og verði um 22%. Við það bætist afnám einkaréttar sem mun líklega draga úr rekstrartekjum um allt að milljónir. Íslandspóstur segir í tilkynningunni að til að bregðast við því tekjutapi þurfi ríkið að bregðast við með að heimila frekari aðhalds aðgerðir, svo sem færri dreifidaga, eða fjármagna beint óbreytt þjónustustig. Til að mæta þeim samdrætti þurfa stjórnvöld annaðhvort að fjármagna óbreytt þjónustustig eða að heimila Íslandspósti að hagræða og aðlaga verðskrár á móti tekjutapi. Þar er að fjölmörgum atriðum að hyggja. Búgarður ráðgjafaþjónusta Norðurlands hefur gert samanburð á áburðarverði þeirra fjögurra aðila sem hafa auglýst áburð til sölu handa bændum. Í töflunni er verð borið saman miðað við að bera 100 kg N á hektara. Greiðslukjör eru mismunandi en miðað er við greiðslu í október. Er þetta birt hér með leyfi Búgarðs og fyrirvara um villur og verðbreytingar frá 28. febrúar. Áburðartegundir 2013 Áburðarverksmiðjan Hlutföll Við 100 kg N Verð mars* N P K Ca Mg S N P K Ca Mg S Magn kg Verð Sprettur 27% N 27 4,3 1, kr kr. Sprettur N26+S 26 5,4 1,5 3, kr kr. Sprettur ,2 3,5 1,9 2, kr kr. Sprettur 25-5+Avail+Se 1) 2) 25 2,2 3,5 1,9 2, kr kr. Sprettur ,7 1,3 2, kr kr. Sprettur ,6 2, kr kr. Sprettur Avail+ Se 2) 20 2,2 10,8 3,7 1 2, kr kr. Sprettur ,4 8,30 2,4 1,4 2, kr kr. Sprettur Avail+Se 2) 20 4,4 8,30 2,4 1,4 2, kr kr. Sprettur Se 1) 20 5,2 6,60 2,4 1,5 2, kr kr. Sprettur ,6 10,8 2, kr kr. Sprettur ,1 5,00 2,9 1,6 2, kr kr. Sprettur Se 1) 22 3,1 5,00 2,9 1,6 2, kr kr. Sprettur ,4 8,30 2, kr kr. Sprettur ,1 7,50 2, kr kr. Sprettur ,9 6,60 2, kr kr. Sprettur ,6 5,00 2, kr kr. Sprettur ,5 10,0 1,9 1 2, kr kr. Sprettur Avail 2) 16 5,7 13,3 2,6 0,8 2, kr kr. Sprettur Avail+bór 2) 12 5,2 16,6 3,4 1,8 2, kr kr. Sprettur DAP 18 20, kr kr. *Verð án vsk. pr. tonn miðað við pöntun fyrir 15. mars og greiðslu í október. Verð er háð gengi. Gefinn er 6% staðgreiðsluafsláttur. 1) inniheldur selen 2) inniheldur húðunarefnið Avail sem bætir nýtingu fosfórs í áburði. OPTI-KAS TM (N27) 27,0 5,0 2, kr kr. OPTI-NS TM ,0 6,0 0,7 3, kr kr. Kalksaltpétur TM (N15,5) 15,5 18, kr kr. NitraBor TM 2) 15,4 18, kr kr. CalciNit TM 5) 15,5 19, kr kr. NP ,0 6,1 1,9 2, kr kr. NPK ) 24,6 1,6 5,6 0,8 1,5 3, kr kr. NPK ,0 3,9 6,6 2,0 2, kr kr. NPK Se 1) 21,0 2,6 8,3 1,3 1 3, kr kr. NPK ) 20,6 3,6 9,6 1,8 1,2 2, kr kr. NPK ) 15,0 6,5 12,5 4,0 1, kr kr. NPK ) 11,8 4,0 17,6 2,0 1,6 9, kr kr. NPK ) 8,0 5,0 19 2,2 11, kr kr. OPTI STARTTM NP ,9 23, kr kr. OPTI P 20,0 17,0 1, kr.

31 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars VERTU TIL ER VORIÐ KALLAR Vorverkin nálgast með hækkandi sól og nú þarf að huga að því að panta sáðvörurnar. Lífland hefur allt sem þarf til að leggja hönd á plóg: Landsins mesta úrval sáðvöru Góð þjónusta og ráðgjöf Frír flutningur ef pantað er fyrir 15. apríl Pantanir hjá sölumönnum Líflands í síma Áratuga reynsla Skilvirk dreifing og örugg afhending Hagstætt verð Kynntu þér vörulistann á lifland.is Lífland verslun Reykjavík Lynghálsi Reykjavík sími Lífland verslun Akureyri Lónsbakka 601 Akureyri sími Lífland skrifstofa Brúarvogi Reykjavík sími lifland@lifland.is Ferðaþjónustuaðilar Verktakar Af sérstökum ástæðum eigum við gámahús til afhendingar strax. Húsin geta ýmist verið til sölu eða leigu. Gámahúsin eru samtengjanleg, einangruð með opnanlegum gluggum, ofnum, lögnum og ljósum. ATHYGLI EHF Hentug lausn sem viðbótar gistirými fyrir ferðarþjónustuaðila og fyrir skrifstofur, kaffistofur, vinnuskúra og margt fleira.» 20 herbergi með innréttingum» Snyrtingar með öllum lögnum» 3x45 m 2 opið rými fundarsalur Hafðu samband! Gámahúsin eru uppsett og til sýnis eftir samkomulagi. Klettagörðum Reykjavík Sími

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Íslenska hópnum var vel tekið og komu bæjarstjóri Farnham-bæjar, Stephen Hill, og frú hans, Helen Hill, við til að stilla sér upp fyrir myndatöku með hópnum þar sem nokkrir fjölmiðlar af svæðinu komu til að mynda gestina. Myndir / ehg Íslenskar prjónakonur í víking á prjónasýningu á Englandi Helgina febrúar fór hópur íslenskra hannyrðakvenna í ferð á vegum fyrirtækisins Culture & Craft með Ragnheiði Jóhannsdóttur sem fararstjóra á stóra prjónasýningu í bænum Farnham í Englandi, sem kölluð er Unravel. Konurnar áttu ekki í neinum erfiðleikum með að eyða heilum degi á sýningunni þar sem garntegundirnar skiptu hundruðum og hægt var að finna tölur og prjóna í öllum stærðum og gerðum og kynnast mismunandi aðferðum við að nýta ullarhráefnið. Sýningin, sem haldin var í fimmta sinn, fór fram í gömlu brugghúsi í Farnham, sem nú er nýtt sem menningarhús fyrir ýmsa viðburði. Að auki voru vinnustofur sem hægt var að skrá sig í þar sem kenndar voru mismunandi aðferðir eins og að prjóna með perlum, nálaþæfa fígúrur og jurtalitun svo fátt eitt sé nefnt. og spinna. Íslenski hópurinn vakti athygli Það vakti mikla athygli að hópur frá Íslandi væri væntanlegur á sýninguna og var þess sérstaklega getið í kynningarriti um hátíðina. Einnig fékk hópurinn góðar móttökur og var beðinn um vera með í myndatöku þar sem bæjarstjóri Farnham-bæjar, Stephen Hill, og kona hans, Helen, sátu fyrir og nokkur af svæðisblöðum bæjarins komu til að mynda hjónin með fríðum hópi íslenskra hannyrðakvenna sem skörtuðu allar sínum glæsilegu íslensku lopapeysum. /ehg Mikið var gert úr því að hópur íslenskra prjónakvenna væri á leið á sýninguna og sérstakur bás var hafður til að kynna íslensku ullina. Útvarpsfréttakona þátttöku Íslendinganna á sýningunni. Örlítið sýnishorn af því sem hægt var að kaupa sér á sýningunni.

33 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Hvarvetna mátti líta konur iðnar við handverkið sitt þar sem ýmsar aðferðir voru notaðar til að skapa úr ullinni. Heldur íslenskri prjónahefð á lofti Ragnheiður Jóhannsdóttir, handavinnukennari og sérkennari við Lágafellsskóla í Mosfells bæ, fékk prjónabakteríuna fyrir 20 árum og hefur síðan lagt sitt af mörkum til að halda íslenskri prjónahefð á lofti. Hún á sér þann draum að kenna útlendingum að prjóna eftir íslenskri aðferð og er nú í útrás með hugmynd sína ásamt því að skipuleggja ferðir á vegum fyrirtækis síns Culture & Craft á handverkshátíðir erlendis fyrir Íslendinga. Fyrir tæpum tveimur árum var Ragga að vinna við skólaskrifstofu Mosfellsbæjar þegar starf hennar var lagt niður. Í framhaldinu fór hún að hugsa nýjar leiðir til atvinnusköpunar. Árið 1993 fékk ég bakteríuna fyrir prjóninu og þá var ekki aftur snúið. Ég tók mig saman með nokkrum konum í Borgarnesi og við opnuðum handverksverslun. Þá sá ég og lærði hvað það er mikið atriði að vera með vandaða vöru og þjónustu fyrir ferðamenn. Á þessum tíma prjónaði ég Borgarfjarðarpeysur í nokkur ár sem fóru víða. Þegar ég missti síðan vinnuna hjá skólaskrifstofunni sló ég í borðið og hugsaði með mér að ég ætlaði að láta gamlan draum hjá mér rætast að kenna enskumælandi fólki að prjóna með meginlandsaðferðinni eða þeirri íslensku eins og ég kýs að kalla það. Þessi aðferð þar sem prjónað er í hring og vísifingur snýr út í loft. Það er mjög merkilegt að við hér á Íslandi getum tekið nánast hvaða prjónauppskrift sem er og farið eftir henni, segir Ragnheiður. Ragnheiður með bæjarstjóra Farnham, Stephen Hill, og frú hans Helen Hill fyrir utan sýningarsvæðið. Mynd / ehg 33 Engin takmörk virðast fyrir því hvað hægt er að gera við ullina. Listakonan Shauna Richardson hefur getið sér gott orð í Bretlandi við að búa til skúlptúra af dýrum í fullri stærð úr garni þar sem hún notar sérstaka aðferð með heklunál til verksins. Þessi ameríski sléttuúlfur er sannkölluð prjónasmíð. Merk ullarsaga Íslendinga Ragnheiður hefur haldið fjölmörg prjónanámskeið og eins hefur hún farið með hópa söguhringinn út frá Hótel Laxnesi þar sem hún kynnir ullarsögu Íslendinga fyrir þátttakendum. Við eigum mjög merka ullarsögu. Hvert land hefur sínar vinnsluhugmyndir út frá ákveðnum bakgrunni. Ég dáist að þeim sem spinna, vefa og hanna og breyta og laga að tískunni. Það er of lítið gert til að koma þessu á framfæri. Ég sé fyrir mér grundvöll til að halda sterka hönnunarkeppni hér heima þar sem fólk fengi frjálsar hendur og ekki væri eingöngu einblínt á lopapeysur. Það er mikill handverksáhugi og því er forsenda fyrir því að bjóða upp á ýmislegt í þessum efnum. Mér finnst líka hugrekki fólks gagnvart hönnun alltaf vera að aukast, það er meira gert úr hönnunarkennslu í dag og nemendur eru sjálfstæðari þegar þeir koma úr skóla. Það er skemmtilegt að sjá samstarf ólíkra hópa geta gengið þegar kemur að handverki og gaman að ná ólíkum hópum að borðinu. Þúsundir tækifæra Ragnheiður komst að á brautargengisnámskeiði hjá Impru árið 2011 þar sem hún lærði hvernig hún gæti komið hugmynd sinni í framkvæmd. Í framhaldinu stofnaði ég fyrirtækið mitt utan um hannyrðaferðir og íslenska prjónahefð. Sumarið 2011 hitti ég síðan Juliu Jones, leiðsögumann, heima á Íslandi sem var með hóp á sínum vegum. Við ræddum saman og höfðum að mörgu leyti sömu hugmyndafræðina varðandi ferðir. Í febrúar í fyrra bauð hún mér svo að koma og kynna mig og fyrirtækið mitt á prjónahátíðinni Unravel í Farnham rétt fyrir utan London og í framhaldinu ákvað ég að fara hingað út með hóp. Núna er fyrsti 15 manna hópurinn búinn að rúlla í gegn og ég var mjög heppin með viðskiptavini en það eru ýmsir agnúar sem þarf að slípa, útskýrir Ragnheiður og segir jafnframt; Þegar ég kem heim ætla ég að hefjast handa og skipuleggja nýja ferð í október, sem er annars konar handverkshátíð sem haldin er í London. Einnig eru fleiri möguleikar í pokahorninu. Írsk prjónahefð er okkur til dæmis mjög nærri, þar er mikið fallegt prjón með einlitu bandi og það er spennandi tilhugsun að fara til Írlands. Það er einnig góður möguleiki á að skipuleggja ferð til Skandinavíu þar sem handverkið er líkt því sem gert er hér heima. Núna sé ég bara þúsundir tækifæra en það er alveg öruggt að ég fer að ári með hóp á Unravel og þá verður stór kynning á íslensku handverki og prjónahefð. /ehg Ríta Freyja Bach frá Grenigerði í dóttir, skipu leggjandi ferðar innar, með rjúpumynstrinu. Ingrid Wagner notar prjóna í yfir stærðum og mjóa efnisstranga sem hún prjónar púða, teppi og mottur úr. Þær voru sælar og ánægðar með sig, íslensku konurnar, eftir vel heppnaðan dag á prjónasýningunni í Farnham.

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Garnaveiki Nýlega greindist garnaveiki í fé í Mývatnssveit. Garnaveiki hefur ekki greinst í Mývatns sveit í ein 60 ár og ekki í þessu sauðfjárveikivarnahólfi, Skjálfanda hólfi, síðan Hætt var að bólu setja við veikinni í hólfinu fyrir árum. Þetta sýnir hversu lúmskur þessi sjúkdómur getur verið. Er því full ástæða til þess að rifja upp eðli garnaveiki og sögu þessa sjúkdóms hér á landi. Hvað er garnaveiki? Garnaveiki er ólæknandi, langvinnur smitsjúkdómur í jórturdýrum sem leggst fyrst og fremst á sauðfé hér á landi en líka geitur og nautgripi. Orsök veikinnar er baktería af berklaflokki, Mycobacterium avium subsp. paratuberculosis, og veldur hún bólgum í meltingarvegi. Bakterían fjölgar sér eingöngu í görnum og garnahengiseitlum, en hún er mjög þolin og getur því lifað í marga mánuði í umhverfinu eftir að hún berst út með saur. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími sýkingar er almennt 2-5 ár eða lengur, en ef smitálag í hjörð er mikið styttist sá tími. Sjúkdómurinn hefur m.a. fundist í sex mánaða gömlum lömbum. Garnaveiki bakterían hefur verið einangruð úr mörgum öðrum dýrategundum en jórturdýrum, en bólguviðbrögð og sjúkdómseinkenni koma að öllu jöfnu ekki fram í þessum dýrum. Sagan Garnaveiki var fyrst lýst í nautgripum árið 1895 og sýkillinn einangraður Veikin barst til Íslands frá Þýskalandi árið 1933 við innflutning á 20 kindum af Karakúlkyni. Ætlunin var að kynbæta íslenska féð en áhrifin urðu þveröfug. Með fénu bárust skæðar sauðfjárpestir, votamæði, þurramæði,visna og garnaveiki sem ollu gríðarlegu fjárhagslegu tjóni. Kindunum var dreift til 14 bæja um allt land eftir aðeins tveggja mánaða einangrun. Garnaveiki kom up á 5 bæjum. Á næstu áratugum barst sjúkdómurinn víða um land. Árleg dánartíðni náði að meðaltali 8-9 % á bæ en gat farið upp í 40 % á einstaka bæjum. Er talið að upp undir fjár hafi drepist úr garnaveiki á þeim árum sem hún var í hámarki. Tilkoma þessara nýju sjúkdóma, Karakúlpestanna, og baráttan gegn þeim áttu sinn þátt í stofnun Tilraunastöðvarinnar að Keldum. Með markvissum niðurskurði og fjárskiptum tókst að útrýma mæðiveiki og visnu en garnaveiki hélt velli. Rannsóknir á garnaveiki voru meðal fyrstu verkefna sem unnið var að á Tilraunastöðinni undir ötulli forystu Björns Sigurðssonar forstöðumanns. Leiddu þær m.a. til framleiðslu sérstaks bóluefnis til varnar veikinni og hefur með því tekist að halda tjóni af hennar völdum í lágmarki. Einkenni Einkenni garnaveiki eru hægfara vanþrif eða uppdráttur þrátt fyrir sæmilega lyst, og skituköst. Dýr smitast yfirleitt fyrstu mánuði ævinnar, en ekki er vitað hvað veldur því að bólguviðbrögð þróast yfirleitt ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir smit og sjúkdómseinkenni jafnvel ekki fyrr en mörgum árum eftir smit. Í fyrstu er sýkingin falin en þróast yfir í forklínískt stig þar sem dýrin byrja að skilja út bakteríuna með saur í litlu magni. Dýrin eru að öðru leyti án einkenna og yfirleitt án mælanlegra mótefna gegn bakteríunni, en þau geta verið móttækilegri fyrir öðrum sjúkdómum. Sýkingin fer svo yfir í klínískan fasa þar sem dýrin vanþrífast og fá skitu annað slagið. Á þessu stigi er hægt að greina bæði bakteríur í saur og mótefni í blóði. Á lokastigi horast dýrin upp og geta fengið pípandi skitu og drepist. Skita er algeng í nautgripum en er ekki eins áberandi í sauðfé og geitum, sem aðallega dragast upp. Bakterían Þó að allir stofnar bakteríunnar geti sýkt jórturdýr er talsverður stofnamunur á garnaveikisýklum. Þannig eru til stofnar sem sýkja einkum nautgripi, aðrir sem sýkja sauðfé og enn aðrir sem herja einkum á geitur. Garnaveikibakterían hér á landi er af svokölluðum sauðfjárstofni, sem er sérstakur að því leyti að vera nær óræktanlegur. Stofninn getur smitað geitur og nautgripi eins og dæmi sýna hér á landi, en nautgripir virðast hafa mun meiri mótstöðu gegn sýkingum með þessum sauðfjárstofni en nautgripastofnum. Krufningarmynd og greining Bakterían veldur bólgum í görnum og í garnahengiseitlum. Bólgan byrjar yfirleitt í ristilloku og breiðist síðan fram á við í mjógörn og aftur í botnlanga (langa) og ristil. Bólgan veldur oftast þykknun í görnum með fellingum í slímhúð. Í stökum tilfellum er þessi breyting ekki áberandi og því mikilvægt að skoða vefjasýni. Garnahengiseitlar, einkum við langa, stækka og oft sjást ljós, hnúðótt svæði þegar eitlar eru skornir í tvennt. Greining fer fram við vefjaskoðun á görnum í smásjá og sérlitunum fyrir bakteríuna. Hægt er að nota sérlitun fyrir bakteríunni á stroksýni úr görnum og á saursýni. Sú aðferð er ekki eins nákvæm, þar sem fáar bakteríur geta verið til staðar í bólginni görn og bakterían skilst ekki út jafnt og þétt. Ekki er hægt að greina sýkingu með bakteríuræktun. Nýjar sameindalíffræðilegar aðferðir hafa verið þróaðar til að greina bakteríuna í saur og í vefjasýnum, en þau geta gefið fölsk neikvæð svör. Útskilnaður bakteríunnar í saur er mjög sveiflukenndur og oft getur lítill fjöldi baktería verið til staðar, jafnvel í vefjasýnum. Blóðpróf sem mæla mótefni gegn bakteríunni er hægt að nota sem hjarðpróf en ekki sem einstaklingspróf. Mótefnaframleiðsla er engin eða lítil fyrstu mánuðina eftir sýkingu og getur verið stopul á síðustu stigum veikinnar. Þau hafa því mjög takmarkað gildi til þess að greina sýkta einstaklinga í hjörðinni í því skyni að minnka smitálag. Á fyrstu árum baráttunar gegn garnaveiki var reynt að draga úr tjóni af hennar völdum og hefta útbreiðslu með því að beita ýmsum greiningarprófum, m.a. mótefnamælingum, og slátra öllum sýktum og grunsamlegum gripum. Menn höfðu yfirleitt ekki erindi sem erfiði. Í sumum tilvikum drógu þær úr tjóni og hægðu á útbreiðslu en voru engan veginn fullnægjandi. Þetta voru kostnaðarsamar og tímafrekar aðgerðir og ávinningurinn í engu samræmi við tilkostnað. Jafnvel slátrun á öllu fé á tveimur garnaveikisvæðum, samtals 100 þúsund fjár, skilaði ekki árangri. Varð því ljóst að eina árangursríka aðferðin væri bólusetning. Garnaveiki í kind sem var að dragast upp. Bakteríusýkingin hefur valdið þykknun í aftari hluti mjógarnar og garnahengiseitils sýnir ljósa hnúða á svæðum með bólgur (b). Greinist garnaveiki í fé í varnahólfinu verður ekki undan því vikist að bólusetja öll ásetningslömb innan hólfsins. Með bólusetningu má halda veikinni í algjöru lágmarki og koma að mestu í veg fyrir fjárhagslegt tjón. Mikilvægt er að bólusetja Varnir / bólusetning Björn Sigurðsson þróaði og gerði ásamt samstarfsmönnum tilraunir með bóluefni sem dró mjög úr tjóni af völdum garnaveiki. Að Birni látnum gerði samstarfsmaður hans, Páll A. Pálsson, upp efnivið viðamikillar tilraunar og var lokaniðurstaðan sú að með bólusetningu mætti draga úr dánartíði af völdum garnaveiki um ásetningslömb snemma að hausti því smit verður aðallega eftir að fé hefur verið hýst. Til þess að minnka smitálag er sjálfsagt að lóga strax kindum með sjúkdómseinkenni. Það svarar hins vegar ekki kostnaði að fara út í viðamiklar mótefnamælingar þó að vissulega geti þær gefið vísbendingar um útbreiðslu. Garnaveiki í kind: Þykknun í garnaslímhúð vegna mikillar bólgufrumu íferðar. Bólgufrumurnar eru fullar af bakteríum sem með sérlitun litast rauðar. 91%. Árið 1966 var því gert skylt að bólusetja öll ásetningslömb á garnaveikisvæðum. Bjartsýnustu menn gerðu sér í upphafi vonir um að með bólusetningu mætti útrýma garnaveiki í sauðfé hér á landi. Reynslan hér og erlendis hefur hins vegar sýnt að það er mjög erfitt ef ekki ómögulegt. Bakterían er afar lífseig og getur lifað lengi í umhverfinu. Bólusetning kemur ekki í veg fyrir smit en hún heldur sjúkdómnum Þær hafa hins vegar ekkert gildi til þess að meta hvort ástæða sé til þess að sleppa bólusetningu á einstaka bæjum innan varnahólfsins. Til þess að fylgjast með gangi sjúkdómsins og útbreiðslu innan varnahólfsins er síðan sjálfsagt að taka garnasýni úr fullorðnu fé við slátrun á haustin. niðri og minnkar til muna smitálagið í umhverfinu. Um leið og farið er að bólusetja gegn sjúkdómnum verða menn að venjast því að lifa með honum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp á nýjum svæðum er mikilvægt að bólusetja allt fé undir tveggja vetra aldri. Bólusetning eldri árganga skilar hins vegar litlu miðað við tilkostnað og fyrirhöfn. Fé smitast yfirleitt á unga aldri og ef það er þegar sýkt við bólusetningu breytir hún litlu um gang sjúkdómsins. Hugsanlega hafa skepnur aldurstengt viðnám gegn sýkingu og eldri dýr því ekki eins móttækileg fyrir smiti. Ólöf G. Sigurðardóttir, dýralæknir og meinafræðingur Eggert Gunnarsson, dýralæknir og sýklafræðingur Höfundar stunduðu um árabil rannsóknir á garnaveiki og garnaveikisýklinum og skrifuðu m.a. doktorsritgerðir um rannsóknir sínar. Greinin byggir á þessum rannsóknum og rannsóknum og skrifum Björn Sigurðssonar, fyrsta forstöðumanns Keldna, Páls A. Pálssonar, fv. yfirdýralæknis og Sigurðar Sigurðarsonar fv. forstöðumanns Rannsóknardeildar dýrasjúkdóma á Keldum.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Ný kynslóð - meiri þægindi A 93 FINNSK NÁKVÆMNI FINNSK FRAMLEIÐSLA Þróunarverkefni í sauðfjárrækt Umsóknarfrestur til 1. október 35 Sisu Díesel 101 hestafl með common rail eldsneytisinnspýtingu - Vökvavendigír Upphengd fótstig - Vökva aflúrtakskúpling - Rafstýrt beisli. Valtra dráttarvélar hafa verið framleiddar frá því árið 1951 og hafa getið sér orðspor um áreiðanleika, fjölhæfni og mikla endingu. Þær eru hannaðar í samræmi við mismunandi þarfir notenda og framleiddar til að standast ströngustu kröfur við erfiðar aðstæður. Það eru þessar staðreyndir sem aðskilja Valtra frá öðrum dráttarvélum. Bændablaðið Smáauglýsingar Hafðu samband við sölumenn okkar til að fá nánari upplýsingar. TIL AFGREIÐSLU STRAX Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Netfang: jotunn@jotunn.is - Heimasíða: KYMCO 2013! Enn betra og skemtilegra hjól hlaðið aukabúnaði Veglegur aukahlutapakki fylgir: Öflugt spil, dráttarkúla, prófíl- tengi, sæti og sætisbak fyrir farþega, álfelgur og 26 Maxxis Bighorn dekk. Götuskráð hjól tilvalið í leik eða starf. Borgartún Reykjavík Gróðurhús fyrir vorið Okkar vinsælu gróðurhús eru aftur komin á lager. Verð af lager kr. Minjastofnun Íslands Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2013 Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2013 Frá og með 1. janúar 2013 tóku gildi ný lög um menningarminjar nr. 80/2012. Með gildistöku þessara laga voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingar-arfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, husafridun.is eða í síma Umsóknarfrestur er til 1. apríl Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að þær framkvæmdir sem hún styrkir séu viðunandi af hendi leystar og í samræmi við innsend gögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Drottning blómanna Rósir eru með elstu garðplöntum í heimi og vinsældir þeirra aukast sífellt, bæði hér á landi og erlendis. Ný ræktunarafbrigði bætast í hópinn á hverju ári og fjöldi gamalla afbrigða er eftirsóknarverður. Tæplega 200 tegundir tilheyra ættkvíslinni Rosa en undirtegundir, blendingar og yrki skipta þúsundum. Ekkert blóm á sér lengri eða skrautlegri sögu en rósin. Elstu minjar um rósir er að finna í um 35 milljón ára gömlum steingervingum. Samkvæmt rituðum heimildum hófst rósaræktin í Kína og þar í landi eru til ára gamlar rósaskrár. Rómverjar höfðu mikið dálæti á rósum og ræktun þeirra breiddist hratt út á yfirráðasvæði þeirra. Aðallinn notaði rósir til skrauts við hátíðleg tækifæri, til lækninga og sem ilmgjafa, og í Róm var stór rósagarður. Á 17. öld nutu rósir mikilla vinsælda og rósavatn þótti allra meina bót. Vinsældir rósanna voru svo miklar að þær voru jafnvel notaðar sem gjaldmiðill. Jósefína, eiginkona Napóleons, safnaði rósum og átti stóran garð skammt frá París. Franski myndlistamaðurinn Pierre-Joseph Redoute notaði rósir úr garði Jósefínu sem fyrirmyndir í bók sína Les Roses, sem er talin ein best myndskreytta garðyrkjubók allra tíma. Rósarækt í Evrópu tók mikið stökk fram á við í lok 19. aldar þegar rósir fóru að berast frá Kína. Flestar ræktaðar rósir nú til dags eiga uppruna sinn í samruna tegunda frá þessum tveimur heimsálfum. Kínversku rósirnar höfðu það fram yfir þær evrópsku að blómstra oft yfir sumarið og voru þær því kærkomin viðbót við gömlu evrópsku rósirnar. Evrópskir garðyrkjumenn komust fljótt upp á lagið með að æxla saman blómviljugum kínverskum rósum og harðgerðum rósum frá Evrópu sem stóðu hinum eldri miklu framar hvað varðar blómastærð og blómgunar tíma. Meðferð og umhirða Rósir dafna best í skjóli og á sólríkum stað. Jarðvegurinn þarf að vera djúpur, næringarríkur, vel framræstur og jafnvel þurr. Heppilegt sýrustig fyrir rósir er á bilinu 5,5 til 6,0. Bil á milli rósa fer eftir stærð þeirra en hæfilegt bil á milli runnarósa er 80 til 100 sentímetrar svo að rósirnar fái að njóta sín. Gott er að bleyta rótina vel fyrir gróðursetningu og ef um ágrædda rós er að ræða þarf að planta henni þannig að ágræðslustaðurinn sé um 10 sentímetra ofan í jörðinni. Ekki er ráðlagt að bera mikið á rósir í einu heldur dreifa áburðargjöfinni yfir vaxtartímabilið, gefa lítið í einu og helst að nota lífrænan áburð. Viðkvæmar rósir þurfa gott skjól yfir vetrarmánuðina og því getur þurft að pakka þeim inn í striga eða akrýldúk. Einnig er hægt að rækta viðkvæmar rósir í potti og flytja þær í skjól yfir veturinn. Klipping rósa Ágræddar skúfrósir og stórblómstrandi rósir þarf að klippa reglulega svo þær blómstri kröftuglega. Ef rósir eru klipptar mikið niður verða blómin færri og stærri. Best er að klippa um það leyti sem brumin byrja að þrútna. Velja skal hraust og kröftug brum og klippa rétt ofan við þau. Með réttri klippingu má stjórna vaxtarlagi plöntunnar. Hæfilegt er að skilja eftir 6 til 8 greinar og klippa þær í 20 til 30 sentímetra hæð. Flokkun rósa Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er rósum skipt í þrjá meginflokka með fjölda undirflokka. Nöfn meginflokkanna segja ágætlega til um hvers konar rósir tilheyra þeim. Þeir eru villirósir, antíkrósir eða gamlar garðarósir, og nútímarósir. Til einföldunar er rósum oft skipt í flokka eftir vaxtarlagi í runna-, beð- og þekjurósir og klifurrósir. Runnarósir eru harðgerðar rósir sem eru yfir metra á hæð. Beð- og þekjurósir eru þokkalega harðgerðar, undir einum metra að hæð, og geta verið jarðlægar. Klifurrósir eru viðkvæmastar og þurfa stuðning eða klifurgrind á móti sól til að dafna. Antík- og nútímarósir Antíkrósir eru kynbættar villirósir sem menn ýmist bjuggu til eða frjóvguðust í náttúrunni. Til eru sögur um og teikningar af fjölda antíkrósa sem sumar eru horfnar Hansarós, harðgerð og falleg. Þroskaðar rósanýpur eru ágætar til sultugerðar. með öllu. Miðað er við að síðasta antíkrósin hafi verið kynbætt Í blóma eru þær alþaktar blómum og ilma mikið en blómin standa stutt. Nútímarósir eru kynbættar eftir aldamótin Þær eru yfirleitt viðkvæmari en antíkrósirnar og lifa ekki nema í fáein ár. Nútímarósir blómstra síðsumars og bera færri blóm en antíkrósir og ilma síður. Þær eru oft í fullum vexti við fyrstu frost. Flokkun Garðyrkjufélags Íslands yfir harðgerðar rósir: 1. Rósir sem geta þrifist og blómstrað á láglendi á Íslandi án verulegs skjóls, nema fyrir verstu norðanáttum, svo sem í öllum görðum og flestum sumarbústaðalöndum. Allar rósir þurfa sólríka vaxtarstaði til að blómstra. Þær þiggja að sjálfsögðu skjól og góða umhyggju og launa hana með betri þrifum og meiri blómgun. Samsvarar 7 til 8 í norrænu harðgerðarflokkuninni. 2. Rósir sem þurfa nokkurt skjól og þrífast í öllum skjólsælli görðum. Skjól fyrir næðingi og sólríkur staður ásamt góðri umhirðu skilar árangri í betri þrifum og ríkulegri blómgun. Samsvarar 6 í norrænu harðgerðarflokkuninni. 3. Rósir sem þurfa gott skjól og helst kjörskilyrði á sólríkum stöðum, til dæmis við suðurvegg í görðum. Þurfa góða umhirðu og geta við kjöraðstæður sýnt góð þrif við slík skilyrði víðast hvar á Íslandi. Blómgun getur verið lítil í köldum og blautum sumrum. Samsvarar 4 til 5 í norrænu harðgerðarflokkuninni. Rósaolía uppgötvuð Indverska prinsessan Núrmaha var í miklu uppáhaldi hjá stórmógúlnum Jan Hagir á Indlandi. Mógúllinn elskaði prinsessuna svo heitt að hann lét útbúa tjörn með ilmandi rósagerði allt í kring. Dag einn var prinsessan á litlum báti á vatninu þegar að henni barst sterkur rósailmur. Á vatninu var olíubrák og dýfði prinsessan fingri í hana og fann rósailm af henni. Elstu rósir Elstu minjar um rósir er að finna í 25 milljón ára gömlum steingervingi sem fannst á Sýrlandi Í Kína hefur rósarækt verið stunduð um aldir og til eru ára gamlar rósaskrár. Frá Kína bárust rósir til Mesópótamíu rúmum árum fyrir Krist. Þaðan bárust þær til Grikklands og nefnir Hómer þær í Illionskviðu. Márar og Arabar höfðu mikið dálæti á rósum. Rósir bárust til Rómar frá Egyptalandi og Rómverjar stráðu rósablöðum yfir götur við hátíðleg tækifæri. Einnig var til siðs að strá rósablöðum yfir gesti á heimilum. Helio Gabal keisari gekk svo langt að hann kæfði gesti sína í rósablöðum í einni veislunni. Páfa þótti að lokum nóg um dálæti Rómverja á rósum svo hann kvað upp þann dóm að þær væru upprunnar frá djöflinum og bannaði þær. Hildisheimrósin Allir þekkja söguna af Þyrnirós sem svaf í 100 ár en á meðan óx rósaþyrni kringum höllina. Vonbiðlar reyndu að höggva sér leið í gegnum rósagerðið en það leið heil öld þar til prinsinum hugprúða tókst að vekja prinsessuna af svefni sínum með kossi. Til er saga af syni Karls mikla, Lúðvík þeim fróma frá Hildisheim í Þýskalandi, sem krýndur var til keisara um 800. Lúðvík var eitt sinn á villisvínaveiðum í skógi nálægt Hildisheim og svaf í skóginum. Þegar hann lagði sig hengdi hann gullkeðju með krossi á runna og bað Drottin um vernd yfir nóttina. Um morguninn vaknaði hann og sá að runninn hafði breyst í blómstrandi rósagerði. Rósin sem verndaði Lúðvík hinn fróma er kölluð Rosa Hildisheim. Tudor-rósin Rósir bárust til Evrópu með Márum gegnum Spán og með kross förunum til Englands og Frakklands. Frakkar tóku rósum opnum örmum og voru fyrstir til að kynbæta þær. Evrópuaðallinn kepptist við að safna og skreyta garða sína með rósum. Í Englandi var rauð rós í skjaldarmerki Lancasterættarinnar, en hvít hjá Yorkættinni. Þegar Elísabet af York giftist Hinrik Tudor af Lancaster árið 1486 blómstraði tvílitur rósarunni með hvítum og rauðum blómum. Þetta þótti teikn um að samruni ættanna væri til góðs. Tudor, sem síðar varð Hinrik VII, valdi tvílita rós í skjaldarmerki sitt og heitir hún Tudor-rós eftir honum. Rósir Jósefínu Bonaparte Jósefína Bonaparte, keisaraynja í Frakklandi, var brautryðjandi í rósarækt. Hún átti stóran rósagarð við Malmaison-höll nærri París. Keisaraynjan lét ekkert hindra sig í að nálgast nýjar rósir og átti gríðarlegt safn. Frakkar og Englendingar áttu í ófriði á þessum tíma en svo mikil virðing var borin fyrir rósagarði Jósefínu að einn af garðyrkjumönnum hennar, enskur maður að nafni Kennedy, fékk undanþágu til að ferðast óáreittur á milli Frakklands og Englands með rósir til Jósefínu. Brauðrós Greifynjan Elísabet af Türingen var hjartahrein og góðhjörtuð. Hún var uppi um 1200 og var annt um veika og fátæka. Hún færði þeim oft mat en gegn vilja manns síns, Lúðvíks greifa af Türingen. Í einni góðgerðarferðinni mætti hún manni sínum. Hann brást reiður við og skipaði henni að segja sér hvað væri í körfunni sem hún bar. Elísabet var með brauð en svaraði að þar væru rósir. Hann trúði henni ekki og lyfti lokinu og þá blöstu við honum hvítar rósir þar sem áður hafði verið brauð. Þar var komin bjarmarósin, R. alba, sem er stundum síðan kölluð brauðrós.

37 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars FESTINGAR ERU OKKAR FAG Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur STK BOLTAR, RÆR OG SKINNUR Sverleiki 3-12mm stk boltar stk rær 850 stk skinnur 10 stk dráttavélasplitti m/vsk Frábært verð / sími Bændablaðið Smáauglýsingar NEW HOLLAND T5070 á eldra gengi Helsti búnaður: 113 hestafla 4 strokka mótor Kúplingsfrí skipting 24x24 með vökvavendigír 3 hraðar í aflúttaki 3 vökvaventlar (6 vökvaúttök) Flotmiklir hjólbarðar Alö Q36 eða Q46 ámoksturstæki eftir vali Eigum örfáar dráttarvélar til afgreiðslu strax Dalvegur Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Kúabúskapur Aldrei hærra hlutfall mjólkur frá mjaltaþjónum íslenska heimsmetið bætt 2012 og ekkert annað land í heiminum kemst nálægt Íslandi í hlutfalli mjólkur frá mjaltaþjónabúum Nú liggur fyrir uppgjör ársins 2012 um mjólkurframleiðslu kúabúa með mjaltaþjóna. Alls voru um áramótin 105 kúabú með mjaltaþjóna en árið 2011 voru þau 101 og er það aukning um 4% á milli ára. Þrátt fyrir að kúabúum með mjaltaþjóna hafi fjölgað um 4 fjölgaði mjaltaþjónum á landinu ekki nema um 3, úr 120 í 123. Skýringin felst m.a. í því að endursala varð á notuðum mjaltaþjónum á árinu auk þess sem til voru mun fleiri mjaltaþjónar um áramótin, en þeir voru ekki í notkun eða ótengdir og teljast því ekki með í þessu uppgjöri. Á árinu bættust ekki við nýjar tegundir mjaltaþjóna á Íslandi og enn sem komið er eru einungis Lely- og DeLaval-mjaltaþjónar í notkun hér á landi. Bættu heimsmetið Árið 2011 settu íslensk kúabú heimsmet þegar hlutfall mjólkur frá mjaltaþjónabúum nam alls 28,2% af heildarinnvigtun til afurðastöðva á landinu öllu. Það ár nam innvigtun mjólkur frá mjaltaþjónabúum 35,2 milljónum lítra en árið 2012 jókst þetta magn í 37,2 milljónir lítra og hlutfall þeirrar mjólkur af heildarinnvigtun nam 29,7%, sem er nýtt heimsmet. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt Íslandi á þessu sviði, en næst á eftir eru dönsk kúabú með um 26-27% mjólkurinnar frá mjaltaþjónabúum. Kýr eru fljótar að tileinka sér tæknina og kunna greinilega vel að meta sjálfvirku mjaltaþjónana eða róbotana eins og sumir vilja kalla þá. Rúmlega 300 þúsund lítrar Að jafnaði er hvert bú að leggja inn lítra frá hverjum mjaltaþjóni en mikill munur er þó á milli búa. Þannig nam mesta innvigtunin lítrum frá hverjum mjaltaþjóni og minnst var hún lítrar. Samanborið við fyrra ár nemur meðalaukningin 3,1% á hvern mjaltaþjón en hámarksinnvigtunin árið 2012 var þó töluvert lægri en mesta innvigtun árið 2011, þegar hún fór í 470 þúsund lítra. Ef horft er til hámarksframleiðslugetu (miðað við innlagða mjólk) árið 2012 mætti auka framleiðslu mjaltaþjóna búanna í 54,7 milljónir lítra án a.m.k. nýfjárfestinga í mjaltatækninni sem slíkri, en auðvitað þyrftu aðrar aðstæður einnig að vera til staðar. Sé horft út fyrir landsins steina og rýnt í innvigtunartölur afurðahæstu búanna með mjaltaþjóna er algengt að meðalinnvigtun sé í kringum þúsund lítrar og allt upp í eina milljón lítra, sem þó er afar sjaldséð framleiðslugeta. Þess má geta að alls voru 10 kúabú hér á landi með meira en 400 þúsund lítra innlagða eftir hvern mjaltaþjón árið % nýtingarhlutfall Þegar skoðaðar eru niðurstöður skýrsluhalds Bændasamtakanna og þær bornar við skráningar búa með mjaltaþjóna kemur í ljós að af þessum 105 búum taka 98 þátt í skýrsluhaldinu, eða 93%. Meðalnýtingarhlutfall þessara búa, þ.e. innvegið mjólkurmagn miðað við reiknaða skýrsluhaldsnyt, er 91,0% sem er lækkun frá árinu 2011 þegar hlutfallið var 92,8%. Erfitt er að skýra þennan mun á milli ára en ætla má að frávik frá reiknaðri skýrsluhaldsnyt og svo innvigtun mjólkur felist í heimanotum og heimavinnslu. Ekki er þó útilokað að í einhverjum tilfellum séu mælingar ekki réttar en erlendis er miðað við að skoða sérstaklega þau tilfelli þegar veruleg frávik verða frá innvigtun miðað við reiknaða framleiðslu. Taka má sem dæmi að sé nýtingarhlutfallið undir 85% þá svarar það til lítra á hvern mjaltaþjón árið 2012, eða sem nemur um 125 lítra heimanotum á dag allt árið um kring. Árið 2012 voru alls 9 bú af þessum 105 með reiknaða nýtingu undir 85% og þar af voru 6 þeirra með nýtingarhlutfall undir 80%. Skoða þarf sérstaklega hvað kann að skýra þennan mikla mun en vera má að ofmæld nyt kúa felist hreinlega í biluðum mjólkurmælum eða að tilfellið sé einfaldlega að heimanotin séu óvenju mikil. 14 bú yfir 98% nýtingarhlutfalli Á hinn bóginn eru óvenju mörg kúabú sem virðast leggja inn nánast alla þá mjólk sem skýrsluhaldið segir að þau framleiði. Oft er miðað við að fari nýtingarhlutfallið yfir 98% af skýrsluhaldsnyt megi finna skýringu á því s.s. vegna þess að mjólkurmælar dragi úr nyt kúnna og mæli ekki rétt. Erlendis er afar óalgengt að nýtingarhlutfall fari mikið yfir 96% en eðlilega hækkar nýtingarhlutfallið eitthvað eftir því sem búin stækka, þar sem mjólk sem fer í annað en tankinn verður hlutfallslega minni. Árið 2012 voru 14 búanna með nýtingarhlutfallið yfir 98%, sem gera að meðaltali heimanot upp á 17 lítra á dag miðað við meðalframleiðsluna og er þá allt talið. Vissulega er ekki hægt að útiloka jafn lítil not eða niðurhellingu mjólkur, en þegar þetta hlutfall fer yfir 100% er ljóst að nytmælingin er ekki rétt. Þetta er einmitt tilfellið fyrir 9 af þessum 105 búum. Hér þarf að skoða sérstaklega hvað kann að skýra þetta vanmat á meðalafurðum búanna. 26,4% kúa landsins Svo unnt sé að áætla heildar árskúafjölda allra mjaltaþjónabúa var við þetta uppgjör nauðsynlegt að setja inn áætlun um fjölda kúa á þau bú sem ekki taka þátt í skýrsluhaldi. Var það gert út frá upplýsingum um heildarinnvigtun búanna í afurðastöð og svo reiknað meðalnýtingarhlutfall allra búa á þessi umræddu bú. Svo var miðað við að þau væru öll með meðalkýr annarra mjaltaþjónabúa. Með þessum hætti var hægt að ætla heildarfjölda árskúa í mjaltaþjónum árið 2012, en ætla má að fjöldi þeirra hafi verið Sé miðað við að árskúafjöldinn á Íslandi sé áþekkur því sem hann var árið 2011, þ.e kýr (nýrri upplýsingar ekki aðgengilegar enn) er hlutfall kúa í mjaltaþjónafjósum 26,4% og meðalfjöldi á hverju búi 64,6 árskýr. Þar sem að jafnaði eru 1,17 mjaltaþjónar á hverju búi er því fjöldi kúa á hvern mjaltaþjón 55,2, sem er mjög svipaður fjöldi og þekkist erlendis. Mjaltaþjónabú með hærri nyt Eins og vænta má er meðalnyt kúabúa með mjaltaþjóna nokkuð hærri en annarra búa, en skýringin felst m.a. í tíðari mjöltum. Samkvæmt skýrsluhaldinu var meðalnytin árið 2012 á landinu öllu kg en þegar búið er að taka skýrsluhaldsafurðir mjaltaþjónabúanna frá öðrum búum er meðalnyt þeirra en meðalnyt mjaltaþjónabúanna kg. Munar þarna 10,6%, sem er nokkuð meira en búast mætti við, en skýra má afurðamun upp á 6-7,5% með tíðari mjöltum. Nytmunurinn umfram það felst í öðrum þáttum, s.s. bústjórn. Snorri Sigurðsson Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Samantekt þessi byggir á upplýsingum frá: Fóðurblöndunni, VB landbúnaði, Bændasamtökum Íslands, Landssambandi kúabænda, Auðhumlu, Mjólkurafurðastöð KS, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Matvælastofnun.

39 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Lesendabás EES og Schengen Vorið nálgast Mikið úval vökvunarhjóla, röra og vatnsdæla til vökvunar á túnum, ökrum og garðlöndum. 39 Ísland gerðist aðili að EES vegna viðskiptahagsmuna okkar eins og þeir voru metnir á sínum tíma. Nokkrir kostir fylgdu aðildinni, en vaxandi ókostir EES hafa reynst vera þeir að Ísland er þvingað til þess að innleiða ýmis lög og reglugerðir ESB. Það sem hentar Evrópu er sent okkur sem tilskipanir í gegnum EES, sem við verðum að hlíta, þrátt fyrir að þær geti verið á skjön við íslenskar aðstæður, veruleika og hagsmuni. Schengen Schengen er barn ESB og EES og kann að passa samskiptum ríkja á meginlandinu. Fyrir okkur er það kostur að með Schengen fylgdi mikilvæg samvinna á sviði löggæslumála. Með opnun landamæra Íslands komast aðkomumenn frá ESB/Schengensvæðinu eftirlitslítið inn til landsins og öfugmælin eru að þetta torveldar löggæslu og útlendingaeftirliti störf þeirra og skapar mörg velþekkt vandamál, sem Íslendingar vilja helst vera án í litlu eylandi sínu og sem því miður aukast og versna sífellt við mikinn kostnað og armæðu. Hentar EES okkur lengur? Kjartan Örn Kjartansson Væri ekki skynsamlegt að fara fram með krafti og reyna að semja upp á nýtt um skilmála EES-aðildarinnar? mann með yfirburðaþekkingu í utanríkismálum, til þess verks? Það veitti ESB ákveðna virðingu og gæfi Íslandi og erindinu þungavigt. bogballe og SCAN diskherfi Fljótvirk og ódýr jarðvinnslutæki sem lágmarka kostnað við endurræktun. áburðardreifarar haugsugur Til afgreiðslu strax og eftir pöntun. tindatætarar Auðvitað þurfum við að hugsa um aðgengi Íslands að mörkuðum Evrópu, en þróunin er slík að það er orðið spurningin hvort EES sé eina leiðin til þess og að samningurinn passi okkur lengur í núverandi mynd? ESB er haldið vaxandi miðstjórnarþrá í átt til stórríkis í tilraunum þess til að reyna að leysa eigin innri vandamál, sem eru flest önnur en okkar, en lög þeirra og reglugerðir eru samt eins og venjulega send okkur á færibandi í gegnum EES. Mér skilst að fyrirmælin séu farin að ganga meira og meira gegn því hvað passar Íslandi, okkar eigin þörfum og vandamálum. Ég hef ekki kunnáttu til að meta hver samningsaðstaða okkar er, en höfum í huga að Evrópa veit til dæmis vel að við erum í EFTA, erum sem betur fer NATO-ríki, um framtíðarmöguleika norðursins, um náttúruauðlindir okkar eins og hreina orku, fisk og vatn, sem sífellt verða verðmætari og Evrópu vantar í síauknum mæli. Væri ekki skynsamlegt að fara fram með krafti og reyna að semja upp á nýtt um skilmála EES-aðildarinnar og gera hana aðgengilegri fyrir okkur og samhliða íhuga aðrar lausnir fyrir þarfir okkar? ESB-aðild ekki hagfelld Íslandi Hvernig er hagsmunum okkar best borgið? Mér finnst rétt að taka upp eftirlit á ný með vegabréfsskoðun allra sem til landsins koma enda samþykkjum við það að sýna okkar eigin passa þegar við förum til útlanda. Mikilvægt er að okkar góða, en nú allt of fámenna, löggæsla verði efld til allra muna og að hún finni leiðir til gagnlegra samskipta við erlendar öryggismálastofnanir án þess að vera nauðsynlega í Schengen, enda eru almenn samskipti á milli þjóða sífellt að aukast, ekki hvað síst með hjálp upplýsingatækninnar og þá vegna baráttunnar við glæpi og hryðjuverkaógnina. Þá þarf að ígrunda hvort viðskiptahagsmunum Íslands megi ekki vera best borgið með tvíhliða viðskiptasamningum við viðskiptalönd okkar. Hvað með að við snúum okkur í ríkari mæli til vesturs og NAFTA-ríkjanna þar og aukum samstarf við Asíuríki, þar sem hvað mestum efnahagsuppgangi er spáð í framtíðinni, þetta auðvitað án þess að hætta samskiptum og viðskiptum við Evrópu, enda væri markmið endurmats EES-aðildarinnar að breyta henni í einfaldan gagnkvæman viðskiptasamning. Gagnger athugun á þessum málum er orðin nauðsyn. Mikil dreifigæði og einföld stilling, hámarkar nýtingu áburðarins. Maletti jarðtætarar Með og án þjöppunarkerfis. taðdreifarar Einstaklega sterkir og endingargóðir. Tilvaldir í félagseign. Plógar valtrarar Í fjölda gerða og útfærslna. Það má velta því fyrir sér hvort Ísland vilji af pólitískum ástæðum vera í klúbbi með gömlum nýlenduveldum, sem í þátíð og nútíð hafa sótt með ofbeldi í auðlindir okkar, hertekið landið og með ýmsum hætti tekið afstöðu gegn Íslandi? Mér finnst hugmyndin um að afsala okkur löggjafarvaldi okkar enn frekar, og þá sjálfstæði okkar og öryggishagsmunum með aðild að ESB og lokast þá þar inni, vera alvarlega ranghugmynd af öllum hugsanlegum ástæðum og þá ekki síður sú hugdetta að það sé hægt að taka upp evru hér á landi í bráð. Það eru til aðrar lausnir á gjaldmiðilsmálum og gengisstöðugleika, þótt evrusinnar sjái þær ekki í, það sem mér finnst, þröngsýni og hjá sumum ofstopa sínum. Nær væri að biðjast afsökunar á aðildar umsókninni og nota tækifærið og endurmeta og endursemja um aðildina að EES og Schengen í heild í ljósi áðurgreinds. Hvernig væri að fá forseta Íslands, Að taka á málunum Ekki bíða Það þarf eindrægni Þótt sumir stjórnmálaflokkanna hafi lýst yfir andstöðu sinni gagnvart ESB-aðild hafa þeir hingað til gjarnan verið tvístígandi um málefni EES og Schengen utan Samfylkingarinnar og afleggjara og græðlinga hennar, sem eru sem kunnugt er afar ánægð með alla stöðu mála og vilja meira. Hægri grænir, flokkur fólksins, eru hrein undantekning, en í stefnuskrá hans, sem lengi hefur mátt lesa má á segir að hann leggi til að allsherjar endurmat á þessum málum fari fram. Það þarf að taka af skarið strax með hugrekki og yfirvegaðri skynsemi með heildarhagsmuni Íslands að leiðarljósi. Það mun Hægri grænir gera, ef hann nær kosningu til þess. Settu því X við G í vor. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er fyrrv. forstjóri Einföld og hagkvæm leið til að dreifa taði og skán og hámarka nýtingu. sáðvélar Sterkar, nákvæmar og einfaldar í notkun. Nýir og notaðir plógar til afgreiðslu fyrir vorið. mykjudælur Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: og Vönduð tæki og mikil afköst.

40 40 Bændablaðið Fimmtudagur mtudagur 7. mars 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Áburður og áburðarnotkun Ingvar Björnsson Ábyrgðarmaður jarðræktar hjá RLM Sjaldan er góð vísa of oft kveðin! Hér skal minnt á gildi þess að skipuleggja áburðarnotkun og gera áburðaráætlanir. Sérstaklega þarf að huga að því að nýta búfjáráburð (og eftir atvikum annan lífrænan áburð) sem best það dregur úr áburðarkostnaði. Áburðaráætlanir eru besta tækið til að tryggja rétta notkun áburðar. Áburðaráætlanir eru unnar í jarðræktar skýrsluhaldsgrunninum jörð.is. Áríðandi Áður en hafist er handa við gerð áburðaráætlunar þarf eftirfarandi að liggja fyrir: s efnagreininga Áburðarskammtar Búfjáráburður Áburðaráætlunin Önnur næringarefni en NPK Há gildi brennisteins eru hins vegar Tafla 1. Ræktun Tún Grænfóður Korn á fyrsta ári Áburðarskammtar til viðmiðunar kg/ha N P K Uppskerumikil í góðri rækt endurræktuð Uppskerulítil í slakri rækt gömul tún okt Á milli slátta Hafrar, bygg, rýgresi Repja, mergkál, næpur Frjósamt framræst mýri Meðal frjósamt mói Rýrt sandur/melur Korn á öðru ári eða síðar Uppskera N í uppskeru kg/ha P í uppskeru kg/ha K í uppskeru kg/ha Rúllur Kg Prótein í heysýnum g/kg P í heysýnum g/kg K í heysýnum g/kg á ha þe/ha ,5 3 3, Tafla 3. Tað eftir kind Tað eftir hest Skítur eftir fullorðið svín Skítur eftir grís 12 tonn/ári Tafla 4. Búfjáráburður, áætlað nýtanlegt efnainnihald (við góð skilyrði) 30 tonn/ári 400 kg/ári 20 kg á innistöðudag 4 tonn/ári 2 tonn/ári Búfjáráburður Þurrefni % N kg/tonn P kg/tonn K kg/tonn 6 1,4 0,5 1,2 6 1,8 0,5 1, , ,5 0,7 2 Hrossatað Svínaskítur ,5 2,5 Lesendabás Landbúnaður á Íslandi í nútíð og nánustu framtíð Öflugur og fjölbreyttur landbúnaður er ávísun á blómlega byggð í sveitum landsins, er dýrmætur hluti þjóðlífsins og skiptir máli í efnahagslegu tilliti. landsins eru vel fallnir til einhvers Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varanlega heldar girðingar gegn til stefnu Vinstri grænna hvað varðar stuðning við hefðbundinn Hinar hefðbundnu greinar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.

41 41 Tóg Ný kynslóð af varmadælum Nýtt W NIBE F1245 Jarðvarmadæla Hér er á ferðinni einhver besta varmadæla sem komið hefur fyrir allt venjulegt húsnæði. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnakerfi, gólfhita og neysluvatn. Getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöflunar. Allur búnaður innandyra. NIBE F1245 eyðir litlu og sparar mikið. NIBE frá Svíþjóð. Stærstir í Evrópu í 60 ár. Vélar til sauða/geitamjalta til sölu! Verkefni um framleiðslu á sauða- og geitaostum er formlega lokið og auglýsir því mjaltavélar sínar til sölu. Um er að ræða sitt hvora vélina með tveimur mjaltatækjum hvor og einni fötu ásamt mótor. Vélarnar eru staðsettar í húnsæði Búnaðarsamtaka Vesturlands (síðast yfirfarnar í árslok 2011) og í húsnæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar (síðast yfirfarnar á haustdögum 2009). Mögulegt er að skoða vélarnar og hafa þá samband við Sigríði Bjarnadóttur hjá RML á Búgarði (sími eða sb@bugardur.is) eða Árna Bragason hjá RML á Hvanneyri (sími / eða ab@bondi.is). NIBE F1245 Jarðvarmadæla Bændablaðið Smáauglýsingar Með NIBE F1245 getur þú lækkað húshitunarkostnað um allt að 85% Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? FFriorka Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum Sauða/geitamjaltavélarnar hjá BúVest. auða/geitamjaltavélarnar Búgarði. Óskað er eftir tilboði í vélarnar hvora um sig í síðasta lagi föstudaginn 15. mars n.k. Tilboð berist til Sigríðar Bjarnadóttur, Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða um netfangið sb@bugardur.is á Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4 Dieseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. s , netfang: hak@hak.is vefslóð: Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Árshátíð Landssambands kúabænda 2013 Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum laugardagskvöldið 23. mars. Húsið opnar kl Veislustjóri er Óskar Pétursson og hljómsveitin G-strengurinn spilar fyrir dansi. Matseðill Forréttur: Grafinn þorskur Aðalréttur: Eldsteikt nautafille með ferskum kryddjurtum, steiktum kartöflum og púrtvínsbættri piparsósu Eftirréttur: Ís og ferskir ávextir grand marnier Miðapantanir eru í síma og panta má gistingu í síma eða á herad@icehotels.is. Miðaverð er kr. Flugfélags Íslands býður tilboðsverð á leiðinni Reykjavík- Egilsstaðir-Reykjavík fyrir árshátíðargesti, kr Greiða þarf við bókun. Skráning er í síma eða á hopadeild@ flugfelag.is

42 42 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Lesendabás Feluleikur lýðræðis Skrumskæling lýðræðis er leiðin til glötunar. Að telja fólki trú um að það að setja,,x á blað á fjögurra ára fresti hafi mikið með lýðræði að gera hlýtur að vera einhver mesta blekking sögunnar. Þessi blekkingarleikur elur af sér samþjöppun valds og einhæfni í lagasetningu. Kjörnir fulltrúar tengjast vafasömum skúmaskotum þröngra sérhagsmuna. Hrossakaup og baktjaldamakk er partur af pólitískri Pétur Fjeldsted Einarsson tugþraut. Dómarar vel valdir og skipaðir. Embættismannakerfið rótgróinn fléttulisti fjórflokksins. Vinavæðingin þéttriðin. Ráðningarferli seðlabankastjóra lélegur brandari til áratuga. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni fulltrúinn í æðstu valdastöðu. Ráðamenn ræða helst við þjóðina í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla bítur seint og illa. Þar er um að kenna hagsmunatengslum í bland við þekkingar- og tímaskort. Einstaka starfsmenn fjölmiðla virðast hafa einlægan vilja til upplýsingagjafar og eiga hrós skilið fyrir viðleitni, en það ristir sjaldan djúpt og gerir lítið gagn. Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara bankahrunsins árið 2008, segir allt sem segja þarf. Mér er til efs að einhver hafi spurt opinberlega,,hver ber ábyrgð á Icesave ef illa fer? svo dæmi sé tekið. Einfaldar spurningar af þessu tagi hefðu mögulega getað sparað íslensku þjóðinni umtalsverða fjármuni og tíma. Fulltrúar þjóðarinnar? Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja ríkisbúskapinn en tekst það mjög takmarkað, að mínu mati. Ástæðan er sennilega valdagræðgi, eiginhagsmunapot og skortur á fjármálalæsi. Eitt er þó verra en gjörsamlega gagnslaus snyrtipinni og jafnvel skaðvaldur í sölum Alþingis. Það er illa upplýstur kjósandi, sem kemur honum til valda. Miðað við núverandi lýðræðisfyrirkomulag má líkja þessu við barn, sem kaupir áfengi handa virkum alkóhólista. Ekki fögur mynd. Allt of fáir taka allt of stórar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, sem þjóðin er illa upplýst um, skilur lítið í og skiptir sér lítið af. Lýðræði, flokksræði, ráðherraræði, foringjaræði, þingræði, peningaræði og önnur hugtök af svipuðum toga, hafa verið notuð til þess skilgreina grundvöll hins þrískipta valds, sem við búum við. Grunnurinn er hinsvegar skaðræði, sem leynist í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi. Birtingarmyndin er fulltrúalýðræði með þingbundinni stjórn. Hversu gagnlegt var það í aðdraganda bankahrunsins? Við verðum að breyta fyrirkomulaginu frá skaðræði til raunverulegs lýðræðis, í besta skilningi þess hugtaks. Ég skora á frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, að pólitískt láti þeir hvorki hóta sér né kaupa, heldur standi í lappirnar á grundvelli almannahagsmuna, ásamt því að fullnægja kröfu um fjármálalæsi. Úrbætur Fjármálaöryggi þjóðarinnar á að hámarka en ekki kollvarpa. Kjósendur verða að gera kröfur til frambjóðenda. Það er að hluta kjósendum að kenna, eða þakka, hvernig fer. Hugtökin hægri og vinstri virðast skipta fólk litlu máli, sem reynir frekar að átta sig á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Á þessu þarf að skerpa. Stefnu ráðandi afla verða að fylgja skýr skilyrði. Í stjórnsýslunni þarf harðari varnagla. Hér verða að eiga sér stað áþreifanlegar úrbætur, t.d. á fjármálakerfi, hagstjórn, lýðræði, umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál og fjármál, auk kennslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Venjulegir kjósendur og skattgreiðendur geta ekki setið aðgerðalausir. Okkur ber siðferðileg skylda til þess að sinna öflugu aðhaldi og virku eftirliti, ásamt því að krefjast úrbóta og fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm eru aum en verkin tala best. Öll verðum við að leggja lóð okkar á vogarskálina, ekki vegna þess sem við fáum, heldur þrátt fyrir að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk felst hagur þjóðarinnar, öryggi og styrkur. Pétur Fjeldsted Einarsson Í stjórn Hægri grænna Vegna mistaka féll út hluti texta í þessari grein í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Er hún því endurbirt hér í heild sinni og er beðist velvirðingar á mistökunum. Norsk byggðastefna og jöfnun húshitunarkostnaðar Rafmagnskostnaður í dreifbýli og á köldum svæðum er gríðarlega hár sé miðað við önnur svæði. Þetta er mjög óréttlátt í ljósi þess að rafmagn og húshitun á að flokkast sem sjálfsögð grunnþjónusta. Í Noregi er mjög virk byggðastefna sem m.a. felur í sér að íbúar á dreifbýlum svæðum greiða lægra rafmagnsverð heldur en í stórborgum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt til að mótuð verði almenn byggðastefna að norskri fyrirmynd og höfum við m.a. ítrekað talað fyrir tillögum um fulla jöfnun raforkuverðs. Þessi stefna var jafnframt staðfest á nýafstöðnu flokksþingi % lægra orkuverð á dreifbýlum svæðum í Noregi Norsk byggðastefna byggir á almennum aðgerðum fremur en sértækum. Fyrirkomulag raforkumála er gott dæmi um hvernig almenn byggðastefna í Noregi virkar. Á dreifbýlum svæðum er sérstakt dreifbýlisþak sett á rafmagnskostnað. Heimili á þessum svæðum greiða aldrei hærra verð fyrir raforku en sem nemur ákveðinni krónutölu á ári. Í norður Noregi greiða íbúar að jafnaði um 20% lægra verð fyrir raforku heldur en í suður Noregi. Dreifbýlisþakið lækkar síðan eftir því sem norðar dregur og íbúar Tromsfylkis og Finnmerkur, sem eru nyrstu fylkin í Noregi, búa síðan við dreifbýlisþak sem tryggir þeim að jafnaði 35% lægra raforkuverð. Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að auka enn frekar við þennan stuðning enda hefur reynsla undanfarinna ára sýnt að íbúum í norður- Noregi fjölgar á ný eftir mikla fólksfækkun undanfarinna áratuga. RARIK og Orkubú Vestfjarða krafin um arðgreiðslur í ríkissjóð Íslendingar eru ekki komnir jafn langt í byggðajafnrétti og mikinn Nú liggur áburðarverð 2013 fyrir. Ekki dugar að horfa á tonnaverðið eitt, afhendingarskilmálar eru mismunandi og ekki gegnsæir að öllu. En mestu skiptir magn áburðarefna í hverju tonni og þar með verð þeirra. Köfnunarefni (nitur) Allir seljendur bjóða kalkammon undir mismunandi heiti, en það er eingildur N-áburður með 27% N. Mér sýnist líklegast að það sé blanda NH 4 NO 3 (Kjarna) og kalktegunda, ýmist með eða án magnesíum. En hvort sem það er vegna samkeppni eða annars er verð þessarar vöru nánast hið sama hjá öllum seljendum, um kr./ tonn, rétt um 260 kr./kg N. Einn seljandi, Búvís, selur óblandaðan Kjarna með 34,4% N. Sá áburður er mun ódýrari, því í honum er verðið 192 kr./kg N. Reikna má kalkverð út frá verðmun Kjarna og kalkammon. Ef N í kalk ammon er verðlagt eins og í Kjarna (192 kr./kg) kostar kalkíblöndunin *192= kr./tonn. Kalsíum magnið er nálægt 8% og kostar þá hvert kg af kalsíum 225 krónur. Umreiknað í kalk (sem er með um 40% Ca) eru þetta nálægt 90 krónur/kg kalk. Ásmundur Einar Daðason skilning skortir á málinu. Þetta kom vel fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið Með fjárlögum ársins 2013 er RARIK krafið um 310 milljónir og Orkubú Vestfjarða um 60 milljónir í arðgreiðslur til ríkissjóðs. Af þessari upphæð er einungis 175 milljónum veitt til aukningar á niðurgreiðslum til húshitunar á köldum svæðum og er sú tala um þrisvar sinnum lægri en þarf til að jafna húshitunarkostnað að fullu. Framsókn ítrekað lagt til fulla jöfnun húshitunarkostnaðar Í desember 2011 skilaði starfshópur um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar skýrslu og lagði til breytingar á fyrirkomulagi til niðurgreiðslu húshitunar. Lagt var til að komið yrði á fót sérstökum jöfnunarsjóði sem fjármagnaður yrði með 0,10 kr. skattlagningu á hverja kwst. Fjármagnið yrði síðan notað til að niðurgreiða flutning Til samanburðar kostar kornað kalk hjá Skeljungi (aðrir bjóða ekki venjulegt kalk) kr./tonn (100 kr./kg Ca) og fínkornað Mg-kalk frá Yara er á liðlega Fosfór Til að reikna fosfórverð verður að skoða tvígildar NP-blöndur og reikna með sama N-verði og kalkammon. Niðurstaðan er allbreytileg, en yfirleitt á bilinu kr kg/p. Hér þarf þó að slá varnagla, því önnur efni (Ca, Mg og S) koma við sögu í mismiklu magni. Kalí Kalíverð má nálgast, með mörgum fyrirvörum þó, með því að gefa sér verð á N og P. Hér er reiknað með 260 kg kg/n og 350 kr kg/p. Þá eru aðeins teknar tegundirnar Fjölgræðir 6 ( ), Sprettur , Völlur og NPK Í þeim öllum er S og sumum einnig Ca og Mg en ekkert tillit er tekið til þessa.. Verðið, svona reiknað er breytilegt frá kr./kg K. Önnur efni Allir áburðarsalar bjóða hliðstæðan og dreifingu á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis í dreifbýli og á köldum svæðum. Framsókn hefur ítrekað lagt fram á Alþingi tillögu um að koma upp slíkum jöfnunarsjóði. Þessar tillögur hafa ekki hlotið brautargengi en hinsvegar var sérstakur orkuskattur sem var settur á árið 2009 framlengdur nú um áramótin. Upphæð skattsins er 0,12 kr. á hverja kwst af seldri raforku en 2% af smásöluverði á heitu vatni. Ekki skortir vilja til þess að innheimta orkuskatt en hinsvegar virðist skorta pólitískan vilja til að veita fjármununum beint til jöfnun húshitunarkostnaðar. Framsókn mun halda áfram að þrýsta á þetta mál og við höfum ítrekað hvatt til þess að þingmenn vinni saman að því að koma upp slíku jöfnunarkerfi. Norsk byggðastefna á Íslandi? Framsóknarflokkurinn hefur allt þetta kjörtímabil lagt til á Alþingi að fulltrúar ríkisvalds og sveitarfélaga móti í sameiningu stefnu í byggðamálum sem byggir á norskri hugmynda fræði. Landinu verði skipt upp í ákveðin dreifbýlissvæði og á þeim grunni lagðar til almennar byggðajafnréttisaðgerðir. Þessar aðgerðir byggja á því að til dæmis skattar, gjöld á einstaklinga og fyrirtæki, afborgunarbirgði námslána, barnabætur, orkukostnaður er hagstæðara eftir því sem lengra er komið frá þéttbýlli svæðum. Reynsla Norðmanna sýnir að með bættri umgjörð og almennum byggðaaðgerðum er mögulegt að nýta þau fjölmörgu sóknarfæri sem landsbyggðin býður uppá. Almennar byggðaaðgerðir efla ekki einungis dreifbýl svæði landsins heldur fær ríkissjóður og þjóðin öll þetta margfalt til baka í aukinni verðmætasköpun og gjaldeyristekjum. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins Hvað kosta áburðarefnin 2013? áburð með eða án brennisteins (S), en magn annarra aukaefna er mismunandi. Verðmunur á tonni er krónur að óbreyttu magni meginefna, en í einni tegund er N aðeins lægra og að teknu tilliti til þess er verðmunur kr/tonn. Gróft sagt má ætla að S-blöndun í áburð kosti um krónur/tonn. Skeljungur og Yara bjóða áburð með seleni (Se), og Skeljungur hefur að auki sérmeðhöndlaðan fosfór (Avail) í sömu blöndum. Ekki er hægt reikna verð á seleni hjá Yara vegna munar á öðrum efnum. Verðmunur á blöndum Skeljungs, þar sem aðeins munar í seleni er tæpar krónur/ tonn, en í tveim samanburðum þar sem bæði munar í seleni og Availfosfórs er verðmunur og kr./tonn. Selenbæting kostar þannig um 2.000/tonn. Hafa verður fyrirvara á þessum útreikningum þar sem munur getur verið á aukaefnum. Verðið er lægsta verð í auglýsingu í Bændablaðinu 21. febrúar. Flutningskostnaði er haldið utan við. Þá geta verið skekkjur vegna upphækkunar í efnamagni. Loks er ekkert tillit tekið til eðlis- eða efnafræðilegra eiginleika áburðarins. Ríkharð Brynjólfsson

43 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Hvalreki af gjaldeyri Fólkið í landinu fagnar niðurstöðu Icesave-dómsins og misvitrir stjórnmálamenn reyna að nudda sér upp við sigurvegarana til að komast í kastljós þessarar frábæru niðurstöðu. Það var ömurlegt að sjá svipinn á sumum þegar niðurstaðan lá fyrir og fékk maður á tilfinninguna að þessir sömu hefðu vonað að niðurstaðan væri öðruvísi og beint lýðræði ætti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum þegar sérfræðingar stjórnvalda væru tilstaðar. Viðbrögð stjórnvalda og annarra flokka sem studdu síðasta Icesavesamninginn voru: Það hefði getað farið verr, hvað ef við hefðum tapað! Já, hvað ef við hefðum tapað? Lítið hefði gerst, Íslendingar hefðu allavega ekki verið dæmdir í fjársektir, en eitt er víst að stjórnmálamenn, nú á útleið, hefðu áminnt þjóðina og þ.a.l. alla þá sem tóku þátt í að kveða þennan draug niður um langa tíð um vanhæfni almennings im að taka réttar ákvarðanir. Gríðarleg tækifæri Gríðarleg tækifæri liggja í niðurstöðu Icesave-dómsins, en hún gerir m.a. Íslendingum kleift að gera upp þrotabú Landsbankans í íslenskum krónum og þvinga alla aðra erlenda kröfuhafa til að taka við krónum sem er okkar lögeyrir. Bretar og Hollendingar sem aðrir, verða að sætta sig við að fá restina af kröfum sínum vegna Icesave greiddar í krónum vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir eru í kjölfar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar bankanna. Þetta leiðir allt til þess að hér verður hvalreki af erlendum gjaldeyri sem við þurfum ekki að greiða strax úr landi. Gjaldeyrishöftin Gjaldeyrishöftin valda því meðal annars að aflandskrónur og innistæður Guðmundur Franklín Jónsson erlendra aðila eru og verða fastar í krónum sem vaxa dag frá degi á fullum vöxtum í bankakerfinu og köllum við þetta allt saman snjóhengju. Vextir á þessar innistæður eru að lágmarki um 60 milljarðar á ári og fer hækkandi. Við þetta bætist svo innheimtur þrotabúa föllnu bankanna og uppsöfnun á reiðufé sem þarf að borga vexti af. Snjóhengjan er í dag talin vera um milljarðar, en með tíð og tíma verður hún að lágmarki milljarðar. Það þarf nú vart að taka það fram að kostnaðinn af þessu þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að bera. Ríkisdalur er lausnin Ef landsmenn vilja koma á efnahagslegum stöðugleika og losna við gjaldeyrishöftin og snjóhengjuna, er ein aðferðin, að gera nýjan ríkisdal að lögeyri og festa gengi hans við bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, o.s.frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gamla krónan yrði áfram í gildi, en eignir þrotabúanna og allar aflandskrónur þ.e. snjóhengjan sætu eftir í gömlu krónunni og gætum við þá samið sérstaklega við hrægammasjóðina, þrotabúin og aðra eigendur gömlu krónunnar um að losna úr prísundinni. Innlánsvextir á gömlu aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0% og hagkerfið leyst úr gíslingu. Lausnargjaldið Þrotabúum föllnu bankanna, eigendum aflandskrónanna, erlendu hrægammasjóðunum yrðu boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, útgefnu í Bandaríkjadölum á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið, en við þetta má bæta að bankar í Sviss rukka geymslugjald fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningarnir sem koma í ríkissjóð með útgáfu nýja skuldabréfsins má nota til þess að borga upp það sem hægt er og skuldbreyta erlendum skuldum ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar og niðurstöðu Icesave-dómsins sem sérstakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Þessi leið tæki 6 til 9 mánuði að koma í verk. Guðmundur Franklín Jónsson Formaður XG Hægri grænna, flokks fólksins Matar-, ferða- og menningarfulltrúar á Suðurlandi funduðu í Vík í Mýrdal: Vilja byggja Suðurland upp sem eftirsóknarverðan áfangastað fyrir ferðamenn Nýlega kom saman hópur sem hefur það sameiginlega markmið að byggja Suðurland upp sem eftirsóknaverðan áfangastað fyrir ferðamenn, að því er fram kemur í frétt frá Eiríki V. Sigurðssyni, forstöðumanni Kötluseturs. Þetta voru matar-, ferða- og menningarfulltrúar á Suðurlandi. Frumkvæði að fundinum áttu Markaðsstofa Suðurlands og Kötlusetur í Vík í Mýrdal. Mæting var mjög góð og mættu um 20 manns. Nokkur erindi voru flutt á fundinum en Þórður Sigurðsson hjá SASS sagði frá sóknaráætlun 2020, Vigfús Ásbjörnsson frá Matís flutti erindi um uppbyggingu matarferðamennsku á Suðurlandi, Björg Erlingsdóttir frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar um ímynd eða ímyndun og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands kynnti verkefnið Winterwonderland.is. Þessi hópur mun hittast 3-4 sinnum á ári hér eftir, næst á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl. /MHH Á hópmyndinni eru fremst, Björg Erlingsdóttir frá Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Ingunn Jónsdóttir frá Matís, Kristín J. frá Vestmannaeyjum, Vigfús Ásbjörnsson frá Matís, Sigríður Dögg Karlsdóttir frá Í ríki Vatnajökuls, Ásborg Arnþórsdóttir úr Uppsveitunum, Ólafía Jakobsdóttir frá Kirkjubæjarstofu og Barbara H. Guðnadóttir frá menningarfulltrúa Ölfuss. Fyrir aftan Sigrún Kapitóla úr Hjólreiðaferðamennsku, Rannveig Ólafsdóttir og Steingerður Hreinsdóttir frá Kötlu Jarðvangi, Þórður Sigurðsson og Fanney Björg Sveinsdóttir frá SASS, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir frá Markaðsstofu Suðurlands, Hrafnkell Guðnason frá Háskólafélagi Suðurlands, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson frá Kötlusetri, Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir frá Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Jóhann Margrét Hjartardóttir úr Hveragerði og Davíð Samúelsson frá Markaðsstofu Suðurlands. Bændablaðið Smáauglýsingar Með yfirburði í lestri prentmiðla á landsbyggðinni Dreift í 28 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði Af húsfélögum og veiðifélögum seinni hluti Í fyrri grein var farið yfir þau líkindi og hliðstæður sem eru með húsfélögum í fjölbýlishúsum og veiðifélögum. Færð voru rök að því að um sambærileg hlut verk væru að ræða og þessi félög væru mynduð til þess að enginn gengi á rétt annars en allir tækju þátt í sameiginlegum rekstri og kæmu að yfirstjórn með lýðræðislegum hætti. Frumvarp um lax- og silungsveiði Rakið var hversu misráðið það er að leyfa starfsemi sérstakra veiðideilda innan veiðifélags og hver nauðsyn er á að veiðifélag allra sinni stjórnun allra veiðistarfsemi á sínu félagssvæði. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi er varðar breytingu á lax- og silungsveiði. Það liggur nú inni hjá atvinnuveganefnd og varðar breytingu á stöðu deilda í veiðifélögum. Þetta frumvarp lætur mjög lítið yfir sér. En það er ekki allt sem sýnist og þetta frumvarp hefur þegar vakið upp fleiri deilur en því var ætlað að leysa. Það hefur verið að vanda keyrt áfram af miklum yfirgangi af völdum áhrifamanna í pólitík í heimabyggðum sínum eins og er við Tungufljót. Það virðist einfaldlega eiga að breyta lögum til þess að veiðideild eins og svokölluð Tungufljótsdeild og Stóru-Laxárdeild verði löglegar og geti rakað saman fé fyrir forystumenn sína en beitt aðra því ofríki sem þeim hentar. Vissulega snýr frumvarpið ekki að þessum deildum einum en upprunin virðast þau þar greinilega vera og eiga að yfirfærast á landið allt. Með lagabreytingunni verður leyft að stofna veiðideildir um ár og læki innan hvers heildarvatnasviðs. Næst er svo hugsanlegt að með veikingu starfsemi Veiðifélagsins og peningavaldi einstakra deilda að menn fari að sleppa seiðum að eigin vild og vali. Slíkt verklag myndi auðvitað hafa mikil áhrif á lífríki og fiskgengd. Slík breyting þessi myndi hafa það í för með sér að vatnakerfi og vatnasvið veiðiáa verða endanlega gerð að leiksvæðum manna sem hafa það eitt fyrir augum að auka eigin hag þó þeir skreyti sig með yfirskini alls kyns ræktunaráætlana. En ræktun sjálfbærra fiskistofna er auðvitað allt annað en hafbeit þar sem sleppt er gríðarlegu magni af seiðum sem koma til baka og veiðast. Má benda á Rangárnar sem vel lukkað þess háttar verkefni. En þar er sköpuð veiði með hafbeit sem engin var fyrir og hallar þess vegna síður á stofna sem fyrir eru eða rýri haga annarra, án þess að höfundur þekki það gjörla. Það er alveg ljóst að athuguðu máli að allar vangaveltur um sjálfbæra nýtingu veiði á hafbeitarfiski eru blekkingar og allt tal um líffræðilega fjölbreytni í sambandi við hafbeit er ómarktækt. Mest allt vatnasvið helstu veiðiáa Íslands nær yfir mikil landsvæði þannig að hafbeit í einum læk eða árhluta mun auðvitað hafa víðtæk áhrif allt til sjávar. Þetta sanna raunveruleg dæmi eins og gerst hefur í Tungufljóti þar sem upprunalegum bleikjustofni hefur verið algerlega útrýmt vegna hafbeitar á vegum svokallaðrar Tungufljótsdeildar. Þetta hefur verið gert með laxasleppingum efst í vatnasvið Hvítár/Ölfusár sem er auðvitað vatnasvið Veiðifélags Árnesinga og algerlega í lögsögu þess. Til þess að heildarhagsmunir og náttúrulegur viðgangur vatna sé tryggður verður að standa vörð um hlutverk aðalstjórnar veiðifélags sem tekur til heils vatnasviðs. Það þarf að efla heimildir þeirra til ákvarðanna og setja veiðifélagi ákveðnar heimildir og reglur til þess að tryggja heildarhag allra sem eiga aðild að veiðfélaginu. Stórt og lifandi veiðifélag er eini rétti aðilinn til að samræma aðgerðir og auka haga allra en ekki bara örfárra. Frumvarpið og sú framkvæmd þess sem boðuð er skapar því aðeins meiri óvissu og ómarkvissa stjórn veiðimála. Mér er ekki kunnugt um hvort þetta frumvarp hefur verið kynnt fyrir veiðifélögum annars staðar á landinu. Eina veiðifélagið sem ég hef heyrt að hafi gefið umsögn er Veiðifélag Árnesinga. Það mun hafa lagst eindregið gegn því og telur að það muni skaða starfsemi veiðifélaga og fiskistofna til mikillar óvissu. Vilji er allt sem þarf Að mínum dómi skortir til mun meiri heildaryfirsýn veiðimála. Það þarf að nást sátt um að veiðifélög séu hinn rétti vettvangur sameiginlegra hagsmuna íbúa á einu vatnasvæði fremur en að sérgæska fárra fái að ráða för. Vatnasvæði er sameign og á ábyrgð allra sem þar búa. Ég sé fyrir mér að Veiðifélag Árnesinga ætti að vera öflugt félag sem stundaði fiskirækt í stórum stíl. Það myndi sleppa seiðum um allt veiðisvæðið samkvæmt vísindalegum áætlunum. Það myndi stjórna öllum veiðum, selja öll veiðileyfi og gera arðskrár. Veiði yrði þá stjórnað um allt vatnasvæðið öllum til hagsbóta af öflugu veiðifélagi, sem seldi öll leyfi, ræki aðstöðu veiðimanna um alla á og annaðist allt veiðieftirlit og skipti öllum arði. Öflugt félag sem ræki klakstöðvar og væri burðarás starfsemi á vatnasvæðinu öllu. Náttúrlegir laxastofnar yrðu efldir þar sem skilyrði leyfðu. Á öðrum stöðum myndi félagið beita tiltækum ráðstöfunum til eflingar veiði. Í dag er Veiðifélag Árnesinga aðeins lítils megnugt fyrirtæki með þröngan fjárhag meðan einstöku aðilar á vatnasvæðinu græða án þess að leggja neitt í hlutfalli til félagsins. Slíkt fyrirkomulag gengi ekki í húsfélagi í fjölbýli. Það gengur heldur ekki í veiðifélagi á víðfeðmu vatnasvæði eins og á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Öflug samræmd starfsemi Veiðifélags Árnesinga þarf að spanna allt vatnasvæðið frá ósum til upptaka í þeirri náttúruperlu Íslands sem vatnasvæðin í Árnessýslu eru. Þarna getur orðið að veruleika sú paradís veiðimanna sem menn órar ekki fyrir í dag. Tækifærin blasa við. - Vilji er allt sem þarf. Halldór Jónsson höfundur er bloggari: www. halldorjonsson.blog.is

44 44 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Vélabásinn Suzuki Jimny: Alvöru smájeppi með meira innanrými en ætla mætti Fyrir nokkru þegar ég kom út úr Bændahöllinni sá ég erlend hjón vera að hlaða í bílaleigubíl af gerðinni Suzuki Jimny. Hjónin voru frekar vel í holdum og grunaði mig að þessi bíll væri full lítill fyrir þau. Töluvert er af þessum bílum í umferðinni, en oftast eru þetta bílaleigubílar sem eru vinsælir meðal útlendinga. Þó þekki ég nokkra eigendur Suzuki Jimny sem láta vel af þeim. Oft hefur mig hins vegar langað að vita hvort það sé ekki vont að keyra svona stutta en samt tiltölulega háa bíla á íslenskum vegum, eins vondir og þeir oft eru. Ég fór í Suzuki Bíla í Skeifunni og fékk lánaðan glænýjan sjálfskiptan 85 hestafla Jimny til að reyna við dæmigerðar aðstæður á vondu vegakerfi Íslands. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að munurinn á jeppa og jepplingi sé að jeppi þurfi að vera byggður á grind, með hátt og lágt drif og helst með heilar hásingar. Suzuki Jimny er byggður á grind, með heilar hásingar að framan og aftan og með hátt og lágt drif. Að þessum sökum vil ég meina að Suzuki Jimny teljist til jeppa og sé ekki jepplingur. Vinsæll meðal bænda í útlöndum Vélaprófanir Hjörtur L. Jónssonson Helstu mál Mercedes Benz B-Class: Verð: (Sjálfskiptur) Lengd: mm Breidd: mm Hæð undir lægsta punkt: 190 mm Hestöfl: (1,3 L, 16v) 85 Þyngd: kg. Víða erlendis er Jimny vinsæll meðal bænda til að fara á um landareignina og oftar en ekki er þá þessum bílum breytt aðeins með tilliti til öryggis með öflugu veltibúri sem er utan á bílnum. Flestir kaupendur Jimny á Íslandi eru bílaleigur, sem hafa verið að kaupa um 100 svona bíla árlega. Þegar ég settist inn í bílinn var rýmið inni í honum mun meira en ég hafði haldið bæði fyrir axlir og fótapláss, útsýnið gott til allra átta úr ökumannssætinu, hliðarspeglar góðir, en baksýnisspegillinn inni í bílnum mætti alveg vera örlítið stærri á alla kanta. Lítið vélarhljóð Hljóð frá vélinni er nánast ekki neitt inn í bílinn og greinilega er góð hljóðeinangrun á milli vélar og farþegarýmis. Persónulega hef ég aldrei verið hrifinn af sjálfskiptum bílum (vil sjálfur keyra mína bíla) en sjálfskiptingin í þessum bíl er mjúk og finnur maður nánast ekkert þegar bíllinn skiptir sér upp og niður. Stíf fjöðrun og slök einangrun að aftan Á mjög vondum og holóttum vegi fann ég vel að bíllinn var stífur og nánast hjó í verstu holunum, en gripið var gott þó að ég hafi í fyrstu verið bara í afturhjóladrifinu. Ekki versnaði gripið þegar ég setti í fjórhjóladrifið, því þá var hreinlega eins og bíllinn væri límdur við Laugar landsins Sundlaugin í Borgarnesi Sundlaugin í Borgarnesi stendur við Þorsteinsgötu 1 í Borgarnesi. Elsti hluti sundlaugarinnar er innisundlaug sem er 6,5 x 12,5 metrar, en hún var byggð árið Árið 1997 var Landsmót Ungmennafélags Íslands síðan haldið í Borgarnesi og í tilefni af því var útisvæði tekið í notkun. Það samanstendur af sundlaug sem er 12,5 x 25 metrar, tveimur heitum nuddpottum, þriðja heita pottinum og vaðlaug. Auk þess er eimbað við sundlaugina, en gufan í það kemur beint úr Deildartunguhver, og þrjár misstórar rennibrautir sem Það eru 19 sentímetrar undir lægsta punkt, sem er ekki það mesta sem þek- mölina og mun betra að keyra hann. Óvönum útlendingum í akstri á möl ætti síðan að benda á að betra sé að keyra bílinn í fjórhjóladrifinu til að minnka líkur á að hjólin snúi upp í miðri Íslandsför. Það eina fyrir utan stífleikann í fjöðruninni sem ég fann að bílnum á mölinni var að töluvert steinahljóð var upp undir bílinn aftan börn jafnt sem fullorðnir geta skemmt sér í. Einnig er gufubað í byggingunni sem hægt er að panta tíma í fyrir hópa. Á föstudögum er innilaugin hituð upp í 34 gráður fyrir ungbarnasund, en sú upphitun er jafnframt mjög vinsæl hjá öðrum sem illa þola kulda. Um gestir sækja laugina heim árlega. Sundlaug Borgarness er opin alla virka daga frá 6.30 til en frá 9.00 til um helgar. Frekari upplýsingar má fá í síma eða með því að senda tölvupóst á netfangið sundlaug@ borgarbyggd.is til (frá innri brettunum að aftan var smá steinahljóð), en ekkert veghljóð kom frá fremri hlutanum. Ágætur fyrir tvo til þrjá auk farangurs Áttatíu og fimm hestöflin eru allt í lagi fyrir venjulegan akstur þar Bændur í Evrópu nota Jimny talsvert sem vinnubíl og þá er hann oft útbúinn sem einn eða tveir eru í bílnum, en ef bíllinn er fullhlaðinn mættu alveg vera 20 aukahross og ef maður breytir jeppanum í túttujeppa, svona eins og Ólafur Ragnar ætlaði að gera við Læðuna í Dagvaktinni, þá veitir ekki af nokkrum hrossum í viðbót undir húddið. Þó að Suzuki Jimny sé skráður fyrir fjóra finnst mér plássið það lítið í aftursætunum að þessi bíll sé bestur til ferðalaga fyrir tvo til þrjá, enda er farangursrýmið svo lítið að það veitir ekkert af því að fórna fjórða sætinu fyrir farangur. Hins vegar hef ég heyrt sögu af fólki sem hefur sparað sér gistingu með því að sofa í Jimny-bílaleigubíl.

45 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Bændur & verktakar Nú bjóðum við upp á 12% afslátt af allri vinnu við dráttarvélar, vinnuvélar, bindivélar og heyvinnuvélar. Við bjóðum upp á % afslátt af varahlutum og 15% af síum frá Vélfangi % afslátt af varahlutum frá VB landbúnaði % afslátt af varahlutum og 15% af síum frá Kraftvélum % afslátt af allri olíu frá Skeljungi % afslátt á síum frá VB landbúnaði % afslátt af rafgeymum og Liqui moly bætiefnum frá Stillingu. Kaffi á könnunni ÁBURÐUR Verið velkomin á vefsíðu okkar Áburður Efnisinnihald (hrein efni) Verð N P K S Ca Mg kr. Kraftur Kraftur 27+S Kraftur Völlur 30-5+S Völlur S Völlur S Völlur S Völlur S Völlur S Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76-98% Kraftur 27 Eingildur N-áburður með kalsíum og magnesíum. Hann hentar með sauðataði á flest tún og með vordreifðri kúamykju á eldri tún. Hentar einnig á milli slátta og til beitar þar sem ekki er talin þörf á því að bera á P og K. Kraftur 27+S Eingildur N-áburður með kalsíum og brennisteini. Hann hentar með sauðataði á flest tún og með vordreifðri kúamykju á eldri tún. Hentar einnig á milli slátta og til beitar þar sem ekki er talin þörf á því að bera á P og K. Velja skyldi Kraft 27+S á þurrlendistún þar sem hætta er á brennisteinsskorti. Kraftur 34 Eingildur N-áburður. Hann hentar með sauðataði á flest tún og með vordreifðri kúamykju á eldri tún. Þá hentar Kraftur á milli slátta og til beitar þar sem ekki er talin þörf á því að bera á P og K. Völlur 30-5+S Tvígildur NP áburður með brennisteini. Hann hentar með vordreifðum búfjáráburði á tún sem gera ekki miklar kröfur um fosfóráburð. Þá hentar hann á milli slátta á endurræktuð tún og til landgræðslu. (Vatnsuppleysanleiki fosfors 98%) Völlur S Tvígildur NP áburður með brennisteini. Hann hentar með vordreifðum búfjáráburði á grænfóður, endurræktuð tún og nýræktir sem þurfa mikinn fosfór. Hentar einnig sem landgræðsluáburður.(vatnsuppleysanleiki fosfórs 98%) Þetta tilboð gildir frá 1. til 30. mars 2013 Bíla- og búvélaverkstæðið Pardus ehf. Suðurbraut Hofsósi / Fax Netfang: pardus@pardusehf.is Bændablaðið í 28 þúsund eintökum um allt land Næsta blað kemur út 21. mars BÆTIR HAG BÆNDA Áburðarverð 2013 Verðskrá getur breyst án fyrirvara ÝMIS GREIÐSLUKJÖR Verð á tonn án VSK. í 500kg stórsekkjum. Verð getur breyst án fyrirvara. Flutningur á norður- og austurlandi er innifalinn í verði. Hafir þú hug á öðrum greiðslukjörum hafðu samband við sölumenn okkar. Völlur S Þrígildur NPK túnáburður með brennisteini og lágu hlutfalli steinefna. Hann hentar með haustdreifðum búfjáráburði eða hóflegum skömmtum af vordreifðum búfjárábuði. Þá hentar hann ágætlega á milli slátta á uppskerumikil tún, á beitartún og til landgræðslu. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Völlur S Þrígildur NPK túnáburður með brennisteini. Hann hentar á uppskerumikil endurræktuð tún þar sem ekki er borinn á búfjáráburður. Hentar einnig á rýgresi, bygg og hafra og á bygg til þroska þar sem borinn er á hár skammtur af köfnunarefni. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Völlur S Þrígildur NPK túnáburður með brennisteini. Hann hentar á eldri tún í góðri rækt sem ekki fá búfjáráburð og gera minni kröfur um fosfóráburð. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Völlur S Þrígildur NPK áburður með brennisteini og háu steinefnahlutfalli. Hann hentar á fóðurkál þar sem ekki er borinn á búfjáráburður og repju og korn til þroska. Hentar einnig á smáratún og grassáningar. (Vatnsuppleysanleiki fosfórs 76%) Notalegt eldra einbýli Til sölu á Akranesi, 5-6 herbergi, ljósleiðari, 2 (3 og 7 m2) garðhús og góð sólbaðsaðstaða ásett verð 24,8 millj. Skoða öll tilboð t.d ódýrari eign upp í, íbúð,sumarhús,bíl,vinnuvél. Laus um páska! uppl.gefur Kristján sími , netfang: kristjansg@ internet.is fleiri myndir og uppl. á eign/236222/ GÆTIR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR EINN SLÍKAN? Mercedes Benz 508D ÞEIR ERU SEM NÝIR OG Í TOPP STANDI enda hafa þeir tilheyrt viðbragðssveit NATO og fengið þar tilhlýðilegt og pottþétt viðhald. Þeir eru keyrðir hámark km (- nær lagi km). Mercedes Benz 508D er eldri sendibílsstjórum hér á landi að góðu kunnur sem ódrepandi vinnuþjarkur. Vél- og drifbúnað M. Benz 508D er hægt að keyra mörg hundruð þúsund kílómetra, sumir segja meira en milljón kílómetra og það án mikils viðhaldskostnaðar. Við getum útvegað fáeina slíka bíla á næstu vikum á hreint ÓTRÚLEGU VERÐI! Viltu vita meira? Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Auðlind-Náttúrusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2013 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til endurheimtar votlendis. Hámarksfjárhæð styrkja fyrir hvert verkefni er kr Upphæð styrks getur numið allt að 50% hluta kostnaðar. Rannsóknarverkefni eru almennt ekki styrkt. Umsóknareyðublöð eru á Upplýsingar má fá hjá raga@nett.is. Umsóknafrestur er til og með 28. mars Umsóknir skal senda á: Auðlind-Náttúrusjóð, Biðpóstur, 800 Selfoss. 45 Hentugir til breytinga í húsbíla o.sfv. Henta einnig mjög vel fyrir iðnaðarmenn smiði, málara, pípara og aðra þá sem þurfa að taka með sér tæki og tól. Þá henta þeir einnig vel fyrir bændur og hestamenn.

46 46 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hjónin Sigurður Páll Tryggvason og Sólveig Halla Kristjánsdóttir hófu búskap á Þverá árið Þau leigja jörðina, útihús og íbúðarhúsið af foreldrum Sigurðar, þeim Tryggva Óskarssyni og Árdísi Sigurðardóttur. Tryggvi og Árdís hafa búið í um hálfa öld á Þverá og eru með tæplega 50 kindur í dag. Þau hafa byggt sér nýtt íbúðarhús á jörðinni. Býli? Þverá. Staðsett í sveit? Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegust eru sauðburður, heyskapur, göngur og réttir að hausti. Þegar vel gengur. Flestum þykir leiðinlegast að verka grindur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verðum við langt komin með að endurnýja gömlu fjárhúsin eins og við viljum hafa þau. Með svipaðan fjölda búfjár, komin vel á veg með að endurnýja um prósent af gömlu túnunum og búin að bæta tækjakost að einhverju leyti. Þverá Ábúendur? Sigurður Páll Tryggvason og Sólveig Halla Kristjánsdóttir og börnin Heiðdís Dalrós (3 ára) og Kristján Páll (1 árs). Stærð jarðar? Um ha. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 509 kindur en alls eru í húsunum 555 kindur þegar taldar eru með kindur Tryggva og Árdísar. Þau eru einnig með þrjú hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst er farið með heimasætuna í leikskólann á Húsavík. Síðan komið heim og farið í húsin að gefa og einnig er tíminn nýttur núna til að endurbæta útihúsin og smíða, auk þess sem gripið er í að breyta ýmsu í íbúðarhúsinu. Dóttirin kemur heim eftir hádegið og eftir kaffið er farið í húsin að sinna seinni gjöfum. Annars er breytileikinn í sveitastörfum talsverður frá degi til dags, utan gjafa, svo ekki sé talað um eftir árstíma. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Nú þegar er verið að vinna vel að mörgum góðum málum er varða bændur, sem er bæði virðingar- og þakkarvert. Við tökum ofan fyrir þeim sem leggja sig fram í þeim efnum og gefa af tíma sínum. En gott væri ef við bændur værum enn virkari í að koma skoðunum okkar á framfæri og stæðum betur saman sem ein heild. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í fram tíðinni? Íslenskur landbúnaður hefur allt til að bera til að gefa vonir um að vera gríðarlega bjartsýn. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að hluta til í Kína og til annarra Asíulanda. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Eitthvað matarkyns. Húsbóndinn verður fljótt órólegur þegar mjólkin er að verða búin, þá er tilefni fyrir bæjarferð. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kótilettur í raspi, með tilheyrandi meðlæti. Heiðdís Dalrós, Kristján Páll og pabbinn, Sigurður Páll. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það verður að segja eins og er að síðastliðið haust kemur fyrst upp í hugann, öll sú reynsla sem því fylgdi í kjölfar hausthretsins. En nú er það liðið og við horfum björtum augum til framtíðar. Heimasætan myndi hins vegar nefna þegar fullorðni hrúturinn Botni,,datt niður og dó og þegar lömbin fæddust í fyrra. Hún bíður nú þegar með eftirvæntingu eftir að sauðburður hefjist. Og litli bústjórinn, bróðir hennar, virðist ætla að verða liðtækur við bústörfin með henni. Mikið happ og hollusta Fyrir nokkru kom út matreiðslubók úr smiðju Happs eldhússins sem þær Unnur Guðrún Pálsdóttir og Erna Sverrisdóttir eru höfundar að. Þær hafa um árabil sérhæft sig í heilbrigðu mataræði og leggja metnað sinn í að hafa uppskriftirnar hollar en um leið að setja þær fram á skemmtilegan og freistandi máta. Múslí 8½ dl hafrar 2 dl möndlur 2 dl sólblómafræ 2 dl graskersfræ ¾ dl sesamfræ 1 msk. hörfræ 1¼ dl eplasafi 2 dl hunang 4 msk. olía Aðferð: Stillið ofninn á 160 C. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið varlega. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna. Bakið í 30 mínútur og ef til vill lengur. Passið að hræra reglulega í meðan á bökunartíma stendur. Látið kólna og geymið í loftþéttum umbúðum. Gott að borða með grískri jógúrt, berjum og ávöxtum. Fyrir þá sem vilja er hægt að setja örlítið af hlynsírópi eða hunangi út á. Einnig gott með möndlumjólk. MATARKRÓKURINN Allrahanda hnetur með sætu 1½ dl valhnetur 1½ dl pekanhnetur 1½ dl möndlur ½ dl hlynsíróp ¼ tsk. vanilla sjávarsalt á hnífsoddi ½ tsk. kanill Aðferð: Stillið ofninn á 180 C. Blandið öllum hráefnunum saman og dreifið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið í um það bil 20 mínútur. /ehg

47 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Kúnstir náttúrunnar 47 Vinnur hjá ömmu og afa í sumar Ríta Rún Kristjánsdóttir er 12 ára gömul og nemandi í grunnskólanum í Borgarnesi. Fyrir utan skólatíma Ríta Rún Kristjánsdóttir. 12 ára. Sporðdreki. Þórólfsgata 14, Borgarnesi. Grunnskólinn í Borgarnesi. skólanum? Stærðfræði og íþróttir. Hundur. Grjónagrauturinn hennar ömmu. The Black Eyed Peas. PRJÓNAHORNIÐ What Happens in Vegas. Þær eru svo margar að ég man þær ekki. Að horfa á þætti. verður stór? Förðunarfræðingur eða reka mitt eigið fyrirtæki. Vera hyper með vinkonum mínum. Ekkert, það er allt skemmtilegt. í sumar? Já, vinna hjá ömmu og afa. /ehg Út er komið veglegt tveggja diska sem tengist Sigurði Þórarinssyni vinir og velunnarar Sigurðar sem standa samtökum sem aði í á sínum tíma (HÍN, FÍ, JÖRFÍ). Ráðist -- Sigurðar, sem var ekki í almennri sölu en félags- þennan góða grip á sanngjörnu Árna Hjartarson ( , isor.is) eða Hilmar J. Malmquist ( , eða netfangið Um er að ræða tvo diska, CD og DVD, og myndskreyttan CD-diski eru 32 lög alls: Söngvar af hljómplötunni Eins og gengur (14 talsins) sem Norræna félagið gaf út Söngvar frá 60 ára afmælisdagskrá Ferðafélags Íslands 1987 (9 talsins); dagskrá helguð S.Þ. Söngvar sem hljóðritaðir voru í 2012 gagngert af þessu tilefni (9 stk.). Á DVD-diski eru þrír þættir: Vísindin efla alla dáð: Rauða skotthúfan. Heimildarmynd um vísindastörf Sigurðar frá Svo endar hver sitt ævisvall sjónvarpsþáttur frá 1982 um Bellman, með skýringum S.Þ., 8 söngvar. Sigurðar vísur Þórarinssonar. Söngvar úr sjónvarpsþætti Snúinn trefill og húfa Efni: Kar sim frá Kartopu 2 dokkur nr. 025 annars til í 14 litum ( sjá Prjónar nr. 5 Aðferð: Trefillinn er prjónaður fram og til baka. Fyrstu og síðustu 3 lykkjurnar prjónaðar í garðaprjóni, annars prjónað eftir mynstri. Húfan er prjónuð í hring á prjóna nr. 5. Húfa og trefill = Brugðið = slétt Trefill: Fitja upp 50 lykkjur og prjóna 3 lykkjur garðaprjón og síðan mynstur og síðustu 3 lykkjurnar garðaprjón. Prjóna svona áfram fram og til baka 150 cm eða eins langan og þið viljið hafa trefilinn. Fellið af. Saumið hann saman á endunum í hring en snúið upp á hann einu sinni áður. Húfa: Fitjið upp 92 L og prjónið 2 sl, 2 br í hring 8 umferðir. Prjónið síðan 10 mynstur eða eins mörg og þið viljið hafa húfuna langa. Dragið nú þráð gegnum allar lykkjurnar og gangið vel frá. Uppskrift: Erna Björg Kjartansdóttir, Mosfellsbæ Munstur gert í KnitBird Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

48 48 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars 2013 Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Frábært fermingartilboð. Top Reiter Start hnakkur með öllu á aðeins kr. (fullt verð kr.) Top Reiter, Ögurhvarfi 2, sími Fæst einnig hjá Baldvin og Þorvaldi, Selfossi, KS, Sauðárkróki og Líflandi, Akureyri. Weckman sturtuvagnar, 10 tonn. Verð kr ,- með vsk. 12 tonn. Verð kr ,- með vsk. Tilboð. Frír flutningur í heimabyggð. H. Hauksson ehf. Sími Vökvaknúnar vatnsdælur fyrir tankbíla og dráttarvélar. Sjálfsogandi dælur sem dæla allt að 120 tonnum á klst. Einnig Centrifugal dælur með mikinn þrýsting, allt að 10 BAR. Stuttur afgreiðslutími, hagstætt verð og örugg þjónusta. Hákonarson ehf. Sími / hak@hak.is / www. hak.is Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur framleiddar skv.reglum FEIF. Gangur 4 skeifur með sköflum aðeins kr Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið frá kl.13-16:30 Gufuofn. Til sölu gufuofn, 3ja fasa 4kW. Stærð: Hæð 57 cm, breidd 60 cm, dýpt 65 cm. Verð kr án vsk. Nánari uppl. gefur Kristinn í síma DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS Weckman flatvagnar. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s www. brimco.is Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. Sími www. brimco.is Opið frá kl.13-16:30. isocket GSM snjalltengi. Vaktaðu rafmagnið og hitann. Fjarstjórnaðu rafbúnaði í gegnum GSM. Tengdu við öryggiskerfi. Nánar á is og í síma Til sölu Still rafmagnslyftari R50-15, árg. 96. Notaður vst. Góðir rafgeymar. Lyftir 1,5 t. Verð kr. 825 þús. án vsk. Uppl. í síma KALDIR DAGAR 2ja öxla kerrur, ýmsar útfærslur, breiddir og lengdir. Verð frá kr m. vsk. Gæðakerrur Góð reynsla. Íslensk smíði. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið Til sölu 2ja öxla sturtukerra með glussabremsum. Einnig 5kW díselrafstöð og 250V argon suðuvél og Canon 500D með linsu. Er tilbúinn að taka bíl upp í greiðslu á kerrunni. Nánari uppl. í síma , Emil. Til sölu Ford Ranger, árg. 2000, dísel, ekinn 233 þ. km, 31 dekk, smurbók fylgir frá upphafi. Verð kr. 700 þús. Uppl. í síma , Óli. TILBOÐ Á ÖLLUM KÆLISKÁPUM! Borgartúni 28 Sími MÁLUM, SMÍÐUM ALLT Málum inni og úti. Múr og sprunguviðgerðir. Smíðavinna Skiptum um og lagfærum glugga,hurðar og þak. Viðbyggingar,klæðningar Einangrun. Steinlögn (garðvinna) Á sumrin þarf að panta tíma í það. Margra ára starfsreynsla. Flott verk Skrifstofa Hanna Þjónustubíll Ísfeld Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4 diseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Hákonarson ehf. Sími / netfang: hak@hak.is / vefsíða: www. hak.is Cemtec sænskar hóffjaðrir. Góðar fjaðrir í stærðum E4 og E5 og slim ESL-3, ESL-4 og ESL-5. Pakkinn 250 stk. kr Magnafsláttur. Sendum um land allt. Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. Sími opið frá kl.13-16:30, Nýr Belarus , verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c, 201 Kópavogur. Uppl. í síma Traktorsdrifnar rafstöðvar, 10,8 kw upp í 72 kw. Agrowatt, framleiðandi: Sincro á Ítalíu. Stöðvarnar eru 4 póla (1500 sn / mín) með AVR (automatic volt regulator). AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman rafbúnað, t.d. mjaltaþjóna, tölvubúnað o.fl. Verðdæmi: (42 KWA) 33.6 KW = vsk. Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430. Hákonarson ehf, Sími: , netfang: hak@ hak.is, vefslóð: Traktorsdrifnar dælur í mörgum útfærslum og stærðum á lager. Sjálfsogandi fyrir magndælingu eða mjög háþrýstar dælur sem henta vel í vökvun á stórum svæðum. Einnig háþrýstar dælur, frá 2 sem henta mjög vel í að brjóta upp haug. Við sérhæfum okkur í öllu sem viðkemur dælum fyrir landbúnað og annan iðnað. Hákonarson ehf. Sími: , netfang: hak@hak.is, vefsíða: Bílskúrs- og iðnaðarhurðir. Mikið úrval, margir litir. CE merktar. Hagstætt verð. Hýsi-Merkúr hf. Sími / hysi@hysi.is Til sölu loðnupessa af gerðinni Myren. Pressan er nýlega tekin úr notkun og henni fylgja nokkur vara sigti. Upplýsingar gefur Valdimar í síma Sveitahótelið Vatnsholt í Flóahreppi. Gisting. Veitingar. Ráðstefnur. Veislur. Hvataferðir. Upplýsingar í síma og í netfangið alfheidur@hotelvatnsholt.is Til sölu 5 hesta kerra, árg Ný uppgerð. Engin skipti. Verð kr Uppl. í síma eða , Hlynur. Frábært fermingartilboð. Top Reiter JR special hnakkur með öllu á aðeins kr. (fullt verð kr.) Top Reiter, Ögurhvarfi 2, sími Fæst einnig hjá Baldvin og Þorvaldi, Selfossi, KS, Sauðárkróki og Líflandi, Akureyri. Þessi Isuzu Trooper, árg. 2002, er til sölu. Ekinn 203 þ. km. Ný kúpling, túrbína, tímareim o.fl. Verð kr ,- Uppl. í síma , Friðbjörn. Til afgreiðslu strax: Reck mykjuhrærur með cm. turbo skrúfuspaða fyrir hö. traktor pto, Lágmarkar eldneytiseyðslu í hræringu. Uppl. í síma eða Land og Fólk, byggðasaga Norður- Þingeyinga til sölu á lækkuðu verði. Eldri útgáfan á kr ,- Nýrri útgáfan á kr Vönduð útgáfa sem inniheldur óhemju fróðleik um Norður-Þingeyjarsýslu, myndir af öllum bæjum og ábúendum ásamt ábúendatali fyrir allar jarðir svo langt sem heimildir ná. Upplögð gjöf til allra sem tengjast þessu svæði og þeirra sem hafa gaman af að kynnast landinu betur. Bókin er send hvert á land sem er og er einnig til sölu hjá umboðsmönnum á nokkrum stöðum. Uppl. gefnar í síma og

49 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars Á hagstæðu verði: Maschio hnífatætarar cm. Pinnatætarar 300 cm. Gaspardo 300 cm sáðvél fyrir allar gerðir af fræi. Uppl. í síma eða Olía og smurvörur Tilboð 15 % afsláttur af allri olíu, smurfeiti og frostlegi í mars. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi, sími Tveir vel ættaðir Border Collie hvolpar til sölu frá Húsatóftum 2A. Undan Kríu frá Daðastöðum sigurvegara A-flokks landskeppninar 2012 og Brúsa frá Brautartungu, eðlisvíður og yfirvegaður fjárhundur. Nánari uppl. í síma Taðdreifarar frá Metal-Fach 9,2 rúmmetrar. Búvís, sími , www. buvis Til sölu Subaru Forester X. Verð kr Bíllinn er fyrst skráður 12/2004, 2.0 lítra, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, ekinn km. Upphækkaður, dráttarbeisli, geislaspilari, fjarstýrðar samlæsingar o.fl. Uppl. í síma Til afgreiðslu strax: Heytætlur 6,5 m lyftutengdar, sláttuvélar 3 m, miðjuhengd, 9 hjóla rakstrarvélar 6 m, þurrkublaðagúmmí í öll tæki. Uppl. í síma eða Síur, síur, síur. 15 % afsláttur af öllum síum í mars. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi Sími www. jotunn.is Til leigu Hydrema vörubíll (Búkolla), 4X4, 9 rúmm, lituð olía, lipur, eyðslugrönn. Leiguverð án vsk þús kr. pr. dag, fer eftir leigutíma og verki. Uppl. í síma Mykjudreifarnir frá Fligel hafa sleigið í gegn í Evrópu. Getum boðið örfáa á kynningarverði lítra á 700/ dekkjum og með lítra dælu. R.A.G. Import & Export, Helluhraun 4, Hafnarfirði, sími og , Til sölu Musso, árg. 1999, 2.9 lítra díselvél. Fyrsti skráningardagur er Beinskiptur, dráttarbeisli, ekinn rúmlega 180 þ. km, 31 dekk. Uppl. í síma Hsun fjalla/veiði/torfærubíll. Bíllinn er götuskráður tveggja sæta. Með sturtuvagn og spil. Drífur allt. Ekinn aðeins 135 km. Árg Bensín. Verð í kringum kr eða raunhæf tilboð/skoða skipti. Uppl. í síma Tudor rafgeymar. Rafgeymar í flestar gerðir ökutækja og vinnuvéla. Einnig hleðslutæki í úrvali. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi Sími Appolo ryðfríir áburðardreifarar. Nákvæm dreifihæfni. Búvís ehf. Sími , Til sölu sturtuvagn, 17 tonna, 611x246 pallur, árg Dekk 600/50-22,5. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Til sölu Hyundai Starex, dísel, árg. 2006, ekinn , 7 manna, 4x4, engin lán áhvílandi. Hefur verið notaður í skólaakstur. Bíllinn er staðsettur í Reykjavík. Uppl. í síma Vökvatjakkar og dælur. Sérpöntum allar stærðir og gerðir af vökvatjökkum, vökvadælum og stjórnlokum frá Þýskalandi. Einnig þéttisett og fóðringar. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum varahluta. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi Sími Taðdreifarar, 8 tonna. Búvís ehf. Sími , Til sölu Isuzu D Max, dísel, sjálfsk. árg Verð kr. 3,7 millj. Uppl. í síma Líkamsræktartæki til sölu. Heill hellingur af líkamsræktartækjum til sölu af líkamsræktarstöð. Hlaupabretti, hjól tæki o.fl. Er núna á 50% afslætti. Heildarverð er kr.- Hægt er að kaupa einstaka tæki úr. Uppl. í síma Til sölu fjórhjól og kerra. Polaris Sportsman 800 EFI, árg.07/2007, ekið km. Spil, stuðarar, handahlífar, hlífðarplötur, yfirbreiðsla, álfelgur, 28" ITP dekk. Einn eigandi. Ásett verð kr. Með kerru kr. Uppl. í síma Samasz. Sandreifarar, Sími VSK-hjól til sölu. Can am 800XTP, árg. 11, tveggja manna, 31 dekk, götuskráð, þjónustað af umboði, hjólið er með aukabúnaði fyrir ca þús. Eitt öflugasta og best búna hjól landsins, verð þús. án vsk. Uppl. í síma Til sölu Man , árg. 2000, ásamt malarvagni. Uppl. í síma Verkfæri. Gæðaverkfæri frá Toptul, handverkfæri, topplyklasett, skrúfstykki, herslumælar, verkfæraskápar o.fl. Jötunn Vélar ehf. 800 Selfossi Sími Haughrærur 5,6 til 7,6 metra. Búvís. Sími , Til sölu Ford Ranger, árg. 99, dísel. Ekinn þ. km. Smurbók frá upphafi. Kúpling er orðin slöpp, annars bíll í góðu standi. Tilb. kr Uppl. í síma Kranzle háþrýstidælur. Búvís ehf. Sími Bændablaðið Smáauglýsingar Til sölu, Svegma þurrksíló fyrir korn, 23 rúmmetrar. Sími og Til sölu Humbaur þýsk 3ja hesta kerra, árg Nýskoðuð í toppstandi. Verð kr. 850 þús. án vsk. Uppl. í síma Til sölu fjárflutningakassi. L: 2,75 m x B: 1,22 m x H: 1,22 m. Til áfestingar á gaffla. Verð: Tilboð. Uppl. í síma Weckman malar-/grjótvagn. Gerð M130 D 3. Hardox stál í skúffu. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Palmse malarvagnar. Búvís ehf. Sími , Úrval snjóplóga. Búvís ehf. Sími , Þvottavél Amerísk gæðavara 12 kg Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Þurrkari Amerísk gæðavara

50 50 Til sölu Plastrimlagólf! Eigum á lager plastprófíl í vinsælu sauðfjárplastrimlagólfin. Allar nánari upplýsingar í síma og Jón bóndi og Jötunn vélar. Til sölu 2x4 láglínumjaltakerfi ásamt 8 Harmony mjaltatækjum og ryðfrírri innréttingu í mjaltabás. VP-76 3ja fasa sogdæluúthald, stór De-Laval endaeining, 3ja fasa mjólkurdæla og tölvustýrð SAC þvottavél. Einnig Nedap kjarnfóðurbás með 35 hálsböndum og nemum og kjarnfóðursíló 6 tonna. Selst saman eða í hlutum. Uppl. í síma Timbur 32 x 100 mm. Verð kr. 250 lm með vsk 25 x 150 mm. Verð kr. 230 lm með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Silunganet-Silunganet. Eigum net til veiða undir ís. Heimavík, sími Til sölu Hyundai H-100 sendibíll, árg. 04. Ekinn km. Ný vetrardekk. Verð kr Get tekið kerru uppí. Uppl. í síma , Magnús. Til sölu IMT 565, árg. 86, Deutz Fahr rúlluvél, árg. 95, Stoll dragtengd múgavél, Ferguson 590 árg. 81, Claas rollant 46, árg. 94, Stoll 400 heytætla, Krone 550 heytætla. Óska eftir tilboðum. Uppl. í síma Rennibekkur. Til sölu lítið notaður Rockwell trérennibekkur ásamt 8 járnum. Nánari uppl. í síma Til sölu Can-Am-800 Outlander Ltd., árg. 07. Ekið km. Götuskráð. Vel útbúið. Er á nýjum orginal dekkjum. Verð kr Uppl. í síma Gegnheil plastborð. 3x6x280 cm. 3x10x280 cm. 4x8x280 cm. 6x12x280 cm. 8x23x300 cm. Nótuð 2,8 cm. x13 cm. Plötur 2,5x100x100 cm. 2,5x105x205 cm. Sívalir girðingastaurar úr gegnheilu plasti: 4,5x175 cm. 6x 175 cm. 7x175 cm. 8x175 cm. 10x175 cm. 10x230 cm.12 x 225 cm. 15 cm x 250 cm. Krosslaga 7x7x175 cm. Jóhann Helgi & Co. Sími jh@johannhelgi.is Gegnheilt plast í fjárhúsgólf. Básamottur 1,7x122x182 cm. og 1,8x100x150 cm. Drenmottur 100x100x4,5 cm. Gúmmíhellur 50x50x4,5 cm. Jóhann Helgi & Co ehf., sími , netfang jh@ johannhelgi.is Hágæðagluggar frá Færeyjum, 10 ára ábyrgð. Fáanlegir úr plasti, timbri og álklæddir timburgluggar. Heildarlausnir á leiksvæðum: Útileiktæki, fallvarnarefni, girðingar, bekkir o.fl. Jóhann Helgi & Co sími , jh@johannhelgi.is, www. johannhelgi.is Til sölu. Barnahestur 13 v. bleikskjóttur æðislegur og þægur hestur. Töltari, faxprúður. Algjört yndi. Verð kr Einnig 10 v. brúnn eðaltöltari. Viljugur en þægur. Er alveg til í að skipta á honum og fellihýsi. Verð kr þús. Uppl. í síma Til sölu Skidoo MXZ 670 1, árg. 98. Verð kr. 170 þ. Fínasti sleði á nýlegu belti. Sleðinn er lengdur. Upphækkað stýri. Hann staðsettur í Grundarfirði. Púllarinn er eitthvað að klikka. Tekur ekki alltaf í. Get sent myndir. Uppl. í síma Myndavélakerfi og fjarstjórnun/ vöktun. Erum með eftirlitsmyndavélapakka kit sem telur 4 vélar á góðu verði. Einnig búnað til að vakta og eða stjórna ýmsum rafbúnaði, hægt að tengja við reyk-, vatns-, og hreyfiskynjara. Fyrirspurnir á leidni@ gmail.com eða í síma eða , Leidni.is Hillukerfi. Vandað og gott hillukerfi í mörgum breiddum til sölu á góðu verði. Hafðu samband í síma , Brautarvél til sölu. Til sölu er brautarsláttuvél Toro 5400 D, árg. 1999, ekin tíma. Uppl. í síma , Gísli. Til sölu 2 stk. hálfslitin dekk 18x7-8 og 2 stk. 16x6-8 undan Linde 1,6 rafmagnslyftara. Einnig stýrisgangur og 3ja þrepa gálgi. Uppl. í síma Til sölu nýtt hvítt þakjárn, skemmt vegna foks. 104 lm. u.þ.b. 20 lm. lélegt annað mjög heilt. Er í Biskupstungum (Torfastöðum). Uppl. í síma Til sölu Suzuki minkur, árg. 2007, ekið um km. Í góðu lagi. Á góðum dekkjum. Verðhugmynd kr án vsk. Uppl. veitir Reimar í síma , netfang reim@simnet.is Girðingastaurar. Girðingastaurar úr rekavið til sölu. Áhugasamir hafi samband í netfangið bergella@bref.is Til söllu Polaris Sportman X2 500 HO, götuskráð fjórhjól, árg. 2007, keyrt km, 2 manna með öllu því helsta sem gott hjól prýðir. Uppl. í síma Til sölu fallegur Subaru Forester, árg. 03, ekinn aðeins 135 þ. km. Skipt um tímareim í 110 þ. km, sjálfskiptur. Verð kr Finnur, sími Deutz Fahr GP 2.30 rúlluvélar til sölu, árg. 96. Vel með farnar, í góðu lagi. Alltaf geymdar inni. Önnur notuð rúllur. Verð kr. 450 þús. Hin notuð rúllur. Verð kr. 250 þús. Nánari uppl. í síma eða lappi@simnet.is Til sölu fluorescentlampar. Flestir tveggja peru. Í lagi. Uppl. í síma eða haj@vortex.is Ferðaþjónustubændur - Veitingamenn! Viljum selja lítinn pizzaofn sem tekur tvær 16 pizzur í einu. Verð kr Lítill djúpsteikingarpottur kr Hamborgarapanna með borði kr Snúningshurð í eldhús kr , 91 cm en hægt að minnka. Glæsilegur salat/meðlætisbar í innréttingu, t.d. í morgunverðarborð kr i3 Turbo ofn frá PMT fyrir aðeins kr Enn í ábyrgð. Lítil handlaug með snertilausu blöndunartæki kr Vandað stálvinnuborð á hjólum kr Sími Gamalt lítið og nett hjólhýsi til sölu. Skoðað Einnig Bellon 3,20 sláttuvél fyrir snúninga. Uppl. í síma eða Til sölu ónotað 10 mm plastlagðar spónaplötur, plastlagðar borðplötur og notaðir rafmagnsofnar, rafmagns hitakútur og stór handklæðaofn. Uppl. í síma Dekk á dráttarvél til sölu. 2 stk. af Mitas dekkjum. 16,9 x 28 til sölu. Eins og ný. Verð kr fyrir bæði dekkin. (Kosta ný kr. 240 þús.). Vinsamlegast hafið samband við Ágúst í síma Gamlir rússajeppar þarfnast nýrra eigenda. Einnig 35 dekk og skúffa af Ford 350. Uppl. í síma Til sölu ýmsir varahlutir úr MMC-200, árg. 91. T.d. boddýhlutir, gírkassi, skel o.fl. Uppl. í síma Tiltekt í sveit. Kálfafóstra, Urban U20 ásamt hálsböndum og skynjurum fyrir 20 kálfa. Gefur bæði mjólk og mjólkurduft. 100 lítra rústfrír mjólkurkútur með hræru, með ef vill. Fóðursíló, innisíló sem tekur 3 tonn. Mykjudreifari, lítra með miðflóttaaflsdælu, heimasmíðaður kostagripur. Rúllubindivél, Claas 46, gömul og góð. Allir tindar heilir og aukabotnkefli fylgir. Mjólkurtankur, 900 lítra með áfastri kælivél. Sláttuvél, Fella 210 diskasláttuvél, mikið endurnýjuð en ónýt ein lega í disk. Dodge Ram, 2006, ekinn mílur. Allt nýtt í bremsum og stýrisgangi og nýir hjöruliðir að framan. Góður bíll. Uppl. í síma Til sölu Grimme kartöfluupptökuvél, Röka lítra mjólkurtankur og Hobart kartöfluskrælari. Uppl. í síma Til sölu 2 stk. Snjósleðar. Ski doo, árg. 93. Lítið ekinn og í góðu lagi. Ski doo, árg. 82. Gamall en gangfær. Uppl. gefur Halldór í síma Til sölu Ski doo Scandic, árg. 94. Bakkgír og skaflajárnabelti. Gangfær. Uppl. í síma Heyvinnutæki. Til sölu Tanco pökkunarvél og Claas rúlluvél. Seljast ódýrt. Uppl. í síma Til sölu. Fjórhjól, Yamaha 350 Big bear, árg. 1986, í ágætu standi. Með fylgir annað í varahluti eða til viðgerðar. Vélsleði, Yamaha ET340T, árg. 1983, í þokkalegu standi. Krossari. Honda CR 85R, árg Uppl. í síma milli klukkan Til sölu Isuzu Crew-cap pickup, 2,5 dísel, með pallhúsi. Sumar- og vetrardekk á felgum. Lélegt lakk en lítið ekinn, gott kram, eyðir ekki nema 8,5-9 l/100 km í blönduðum akstri. Ásett verð kr þ. en selst á kr þ. Er til í að taka uppí fellihýsi eða camper. Uppl. í síma Weckman þak-og veggstál 0,5 mm galv. tilboð = kr m2 0,45 mm litað Verð kr ,- m2 0,5 mm litað Verð kr ,- m2 Stallað / litað Verð kr ,- H. Hauksson ehf. Sími Til sölu Toyota Hi-ace, árg. 02, 4x4, dísel. Skoðaður 14. Lítur vel út og er í toppstandi. Á sama stað óskast ruddasláttuvél. Uppl. í síma Til sölu tíðnibreytir frá Samey. Sparar rafmagn og hlífir mótorum. 1 fasi inn 230V, 3 fasar út 230V, fyrir allt að 7,5 kw mótor. Góður til að stýra dælum, þurrkurum eða öðrum mótorum. Kostar nýr 220 þús. kr. Verð 100 þús. kr. Uppl. í síma Dragtengd Fella TH-790 heyþyrla til sölu, árg. 1999, 6 stjörnu, vélin er í góðu lagi. Er á Suðurlandi. Sími Til sölu Subaru Forester, árg Ekinn Er á nýjum nagladekkjum. Uppl. í síma Til sölu nýir gluggar með fögum. 3 stk. gluggar með glerjuðum fögum. Verð kr stk. Stærð: h: 48 cm x b: 158 cm. Tilvalið í bílskúr eða skemmu. Uppl. í síma Gámar til sölu 20 og 40 feta. Uppl. eftir kl. 14 í síma eða vinnugamar@hotmail.com Góður flatvagn með gámafestingum til sölu. Verð þús. án vsk. Uppl. í síma Til sölu lítið hús (25m2) Húsið er alveg nýtt og smíðað fyrir íslenskar aðstæður. Byggingakostnaður 3,5 millj. kr. en húsið selst með 1 millj. kr. afslætti á 2,5 millj. kr. Húsið er tilbúið til notkunar með wc, sturtu, hitakút allri raflögn og gólfefnum (parket og flísar). Auðvelt í flutningi og bygginganefndar og rafmagnsteikningar fylgja. Athugið að húsið er ekki með risi heldur einhalla-þaki. Uppl. í síma Til sölu flekamót fyir krana. Mótin eru 3,05 m á hæð og í nokkrum lengdum upp í 12 m. Mótin eru auðveld í notkun og skila góðum árangri. Auðvelt að hækka upp þegar steypt er 2 eða 3 hæða hús. Áfastir vinnupallar. Magn 100 lm í tvöföldu með öllum fylgihlutum. Verð 5 millj. kr. án vsk. Uppl. í síma Til sölu JF-STOLL múgsöxunarvagn 42 m2, árgerð 2006 og hálmur í plöstuðum rúllum. Upplýsingar í síma Til sölu fjárkerra. Stærð: 300x170x100 cm. Verð kr án vsk. Einnig 2ja öxla kerra undir smávélar. Burðargeta 2 tonn. Stærð 300x150. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Óska eftir Óska eftir að kaupa rafal við vatnstúrbínu u.þ.b kw. Uppl. í síma eða Vantar áhöld til litunar. Auglýsi eftir helluborði með tveimur hellum og nokkuð stórum potti 5-10 lítra. Uppl. í síma Átt þú hús handa mér? Óska eftir m2 húsi til flutnings í sveit á Fljótsdalshéraði. Skoða á hvaða byggingarstigi sem er. Sími og netfang gudnyhardar@gmail.com Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Óska eftir að kaupa trétunnur (síldartunnur). Einnig ærhorn, hrútshorn og hreindýrshorn. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa sveitasíma. Óska eftir gamaldags sveitasíma: Vegghengdum trékassa með sveif og tóli. Hallgrímur, sími Olíupanna í Patrol 2.8 óskast. Lumar ekki einhver á þokkalegri olíupönnu fyrir 2.8 Patrol vél? sigskag@simnet. is Sími Óska eftir að kaupa plötufrystitæki (Kínatæki). Uppl. í síma Óska eftir hestsahúsamottum (fjósmottum) í tvær 2ja hesta stíur. Uppl. í síma , Guðmundur. Óska eftir að kaupa sláttuþyrlu. Fahr eða PZ cm. Tromluvél. Þarf að vera þokkalega heil. Sími Óska eftir að kaupa tvívirk ámoksturstæki á u.þ.b. 75 hö. vél. Festingar þurfa að fylgja en skiptir ekki máli af hvernig vél þær koma. Mega vera skemmd, skoða allt. Sími Vantar forskera/hjólhníf á um 20 ára Kverneland vendiplóg og ýmislegt fleira. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa VW Transporter II (rúgbrauð). Má þarfnast viðhalds. Uppl. í síma , Jón. Lítill díselmótor óskast. Erum að leita að eins strokka díselvél. Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma , Bílahlutir ehf. Atvinna Spænskur karlmaður frá Sevilla óskar eftir starfi í sveit á Ísland. Hefur menntað sig í garðyrkju- og skógræktarfræðum. Getur hafið störf 1. júní og unnið til mánaðamótanna október/nóvember. Uppl. í netfangið jaasur@hotmail.com, Juan Álvarez. Margot, þýsk sveitastúlka óskar eftir vinnu í sveit á Íslandi frá og með 20. apríl - 1. júlí. Foreldrar hennar reka kúabú í heimalandi hennar svo hún er vön ýmsum bústörfum. Hún er einnig vön sauðfé og hrossum. Uppl. á netfangið mk.benzinger@gmx.de Gistheimilið Gerði í Suðursveit auglýsir eftir starfsfólki í vor og sumar í ýmis störf við ferðaþjónustu, s.s. þrif, þjónustu í sal, móttöku og í eldhús. Meðal annars vantar okkur duglegan og áreiðanlegan matreiðslumann frá byrjun apríl. Lágmarksaldur er 20 ár. Húsnæði er á staðnum og í næsta nágrenni. Gerði er 13 km fyrir austan Jökulsárlón á Breiðarmerkursandi og 70 km fyrir vestan Höfn í Hornafirði. Nánari upplýsingar í netfangið bjornborg@centrum.is og í síma , Karlmaður, 36 ára gamall, sem dvelur nú á Norðurlandi, leitar að vinnu. Hefur reynslu af starfi á kúabúi og við garðyrkju. Vinsamlega hafið samband á netfangið alvaro.artigas@hotmail. com eða í síma árs íslenskur karlmaður óskar efir vinnu í sveit. Vanur sveitastörfum. Uppl. í síma , Ágúst. Ráðskona óskast á sveitaheimili á Suðurlandi. Uppl. í síma Óska eftir að ráða konu með kunnáttu á sauðburði og öðrum sveitastörfum frá miðjum apríl fram í júlí. Börn ekki fyrirstaða. Uppl. í síma Bandarískur skiptinemi við HÍ óskar eftir að komast í sveit á Íslandi um tveggja vikna skeið á sauðfjár- eða hrossabúi, dagana 2. maí- 14. maí. Hefur reynslu af skepnuhaldi. Vill helst vera á Norður- eða Norðausturlandi. Uppl. veitir Laura Bunke í síma eða í netfangið bunk0062@ umn.edu Ungt par frá Tékklandi óskar eftir starfi á landsbyggðinni, gjarnan við bústörf eða þjónustu. Reynsla úr veitinga- og gistigeiranum. Uppl. veita Roland Klimant og Kristýna Brabcová í síma og í netfangið kris.rol@ .cz Spænskur 27 ára karlmaður, Jose Bermudez, vill vinna á Íslandi. Ágæt enskukunnátta, reynsla af bústörfum og ferðaþjónustu (menntun úr hótelog veitingaskóla). Getur sent ferilskrá. Uppl. í síma og í netfangið jose-bermudez-86@ hotmail.es Áhugamál Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Nú er nóg komið! Réttlæti strax og burt með verðtrygginguna. Skráðu þig á undirskriftarlistann. Gisting Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Sér aðstaða. Uppl. gefur Sigurlína í síma Skemmtanir Danstónlist. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar er til þjónustu reiðubúin um land allt. Athugið að ganga tímanlega frá ráðningum fyrir þorrablót á næsta ári og árshátíðirnar, eða hvar sem fólk vill koma saman og dansa. Nánari upplýsingar á heimasíðu 123.is/dans og í netfangið frjo@ simnet.is. Þar er einnig hægt að panta geisladiskaútgáfur hljómsveitarinnar, svo sem tvöfalda safndiskinn 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög Þjónusta Yfirfæri myndefni á DVD. Vefur: www. siggileifa.123.is Sími og netfang siggil@simnet.is Trésmíði. Get bætt við mig verkefnum í húsasmíði. Nýbyggingar, viðhald og endurbætur. Tilboð eða tímavinna. Get tekið að mér byggingarstjórn. Nánari uppl. gefur Björn í síma og netfangið nybyggd@simnet. is Bændablaðið Smáauglýsingar Vélarnar þínar eiga skilið það besta! MOTUL Á ÍSLANDI: Draupnisgötu 6, 603 Akureyri, Sími ,

51 Bændablaðið Fimmtudagur 7. mars FRUM - Flottur vel búin traktor sem hentar einstaklega vel við ámoksturstækjavinnu í þröngu og lágu rými þar sem mesta hæð hans er einungis 2,61m og í low profile útfærslu 2,46m og snúningshringur 4,3m. Staðalbúnaður: Mótor: Perkings 4T/4TI ( hö). Gírkassi: 20F/20R, Twinshift vökvamilligír, vökvavendigír, ökuhraði 40 km/klst.* Vökvakerfi: 60L v/180 bar 2 tvívirkar vökvaspólur, vökva vagnbremsuventill, lyftigeta á beislisendum frá 3,3 til 5,1 tonn og stjórnun á beisli úti. Aflúrtak: Vökvaaflúrtak 540/540E. Dekkastærð: 540/65R34 og 440/65R24.* Aðbúnaður ökumanns: Fullkomið loftpúðasæti m/belti, farþegasæti m/belti staðsett við vinstri hlið ökumanns, velti og aðdráttarstýri, slétt gólf, sérvalið efni í innréttingu sem gott er að þrífa. Annað: 4 vinnuljós að framan, 4 vinnuljós að aftan, afturrúðupurrka og sprauta, Mp3 útvarp, hnífrofi á rafkerfi, vatnshitari í blokk, frambretti og brettabreikkanir að aftan. * Val um fleiri gerðir. Verð frá kr vsk með ámoksturstækjum og 2,2m skóflu. Gengi EUR 165 kr. VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri BÍLSKÚRA- OG IÐNAÐARHURÐIR Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Sunbeam-Oster fjárklippur Sunbeam-Oster fjárklippur Varahlutaþjónusta og sala á fjárklippum. Startarar, alternatorar, varahlutaþjónusta sími: netfang: oksparesimnet.is Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi verður haldin í gamla fjósinu á Hvassafelli undir Eyjafjöllum laugardaginn 9. mars kl. 13. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffi veitingar í boði félagsins. Ungir bændur og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna. Stjórn FUBS Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax: sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is

52 52 Vöru- og verðskrá áburðar 2013 Áburður í 600kg sekkjum: 11% afsláttur með pöntunar- og staðgreiðsluafslætti 5% pöntunarafsl. ef pantað er fyrir 15. mars Verðskrá, gildir ef pantað er eftir 15. mars Magni 1 N Magni S N27+4S Græðir Græðir Græðir Fjölmóði Fjölmóði Fjölgræðir Fjölgræðir Fjölgræðir Fjölgræðir 9b N P2O5 P K2O K Ca Mg S B Zn Se , ,1 08 0,8 51 5, , , ,0 18 1, ,2 46 4, ,2 54 5, , , , ,2 16 1, , ,5 16 1, , ,6 1, Öll verð eru án vsk. miðað við tonn. Bjóðum upp á akstur heim á hlað kr. / tonn án vsk. Flutningstilboðið m.v. að teknir séu 10 x 600kg sekkir. Þjónustufulltrúar og afgreiðslustaðir NORÐURLAND / NORÐAUSTURLAND Þjónustufulltrúar Bústólpi - Akureyri Gylfi Pálsson gylfi@bustolpi.is Sími: Gsm: Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum gunnarsstadir@simnet.is Sími: Gsm: Sigurður Kristjánsson Stöng, Mývatnssveit stongmy@emax.is Sími: Gsm: Trausti Aðalsteinsson Húsavík trausti@bustolpi.is Sími: Gsm: Kópasker Stefán Grímsson shgsirra@kopasker.is Sími: Gsm: Ingvar Olsen ingvar@bustolpi.is Gsm: Afgreiðslustaður Bústólpi ehf Oddeyrartanga Akureyri Sími: Fax: NORÐURLAND VESTRA Þjónustufulltrúar Afgreiðslustaðir Jóhann Ragnarsson Laxárdalur III jrlax@simnet.is Sími: Gsm: Reimar Marteinsson KVH Hvammstanga reimar@kvh.is Sími: Gsm: Björn M. Svavarsson KS - Sauðárkróki bjorn.svavarsson@ks.is Sími: Gsm: Kaupfélag Vestur Húnvetninga Hvammstanga Sími: Fax: Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki bjorn.svavarsson@ks.is Sími: Gsm: Fax: VESTURLAND / VESTFIRÐIR Þjónustufulltrúar Afgreiðslustaðir VESTURLAND / DALIR Þjónustufulltrúar Margrét Katrín Guðnadóttir margret@kb.is Sími: Gsm: Jónmundur Hjörleifsson Gsm: Afgreiðslustaður Jóhann P. Ágústsson Brjánslæk brl2@simnet.is Sími: Gsm: Jón Eðvald Halldórsson KF Steingrímsfjarðar Hólmavík jon@ksholm.is Sími Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík jon@ksholm.is Sími: Patreksfjörður Flateyri KM þjónustan Unnsteinn Árnason Vesturbraut Búðardal kmb@km.is Gsm: Ásberg Jónsson Hraunholtum hraunholt@simnet.is Gsm: SUÐURLAND Þjónustufulltrúar Birkir Tómasson Móeiðarhvoli boelanna@simnet.is Sími: Gsm: Birkir Ármannsson Brekku brynfridur@hotmail.com Sími: Gsm: Einar Gestsson Hæli II einargestsson@ gmail.com Sími: Gsm: Sverrir Gíslason Kirkjubæjarkl. 2 leiti@simnet.is Sími: Gsm: Björn Jónsson Höfn bjornj@kask.is Sími: Gsm: Afgreiðslustaðir FB Verslun Selfossi Guðjón Kjartansson gudjon@fodur.is Sími: Fax: Gsm: FB Verslun Hvolsvelli Tryggvi Sigurður Bjarnason tryggvi@fodur.is Sími: Gsm: Fiskmarkaður Íslands Þorlákshöfn villi@fmis.is Sími: Gsm: KASK - Höfn í Hornafirði bjornj@kask.is Sími: AUSTURLAND Þjónustufulltrúar Gunnlaugur Ingólfsson Innri-Kleif, Breiðdal innrikleif@simnet.is Sími: Gsm: Jóhann G. Jóhannsson Breiðavaði breidavad@simnet.is Sími: Gsm: FB Verslun Egilsstöðum Elvar Vignisson elvar@fodur.is Sími: Gsm: Afgreiðslustaður Reyðarfjörður Elvar Vignisson - Sími REYKJAVÍK SKRIFSTOFUR Þjónustufulltrúar Pétur Pétursson sölustjóri petur@aburdur.is Sími: Stefanía Gunnarsdóttir sölufulltrúi stefa@aburdur.is Sími: Hjördís Bergsdóttir þjónustufulltrúi Sími: hjordis@fodur.is ÞÞÞ hf. Akranesi trukkur@aknet.is Sími:

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl.

7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr árg. Upplag Frá aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok apríl. 18-20 26 32-33 Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Íslenska geitin óslípaður demantur Menntun, þróunarsamvinna og landvernd 7. tölublað 2015 Fimmtudagur 16. apríl Blað nr. 440 21. árg. Upplag 32.000

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Konur elska þessa hesta

Konur elska þessa hesta 18 32-35 38 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er 23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína

Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína 18 22 30 Vinna að hönnun umhverfisvænna háspennumastra Fánasmiðjan á Ísafirði mjög vel tækjum búin og er helst að kljást við samkeppni frá Kína Hestamannafélagið Léttir á Akureyri 85 ára 22. tölublað 2013

Διαβάστε περισσότερα

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag

Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar. 8. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. apríl Blað nr árg. Upplag 24 26 36 37 Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara Vantar veturgamla fola til geldingar í sumar Lax, lax, lax og aftur lax Lömbin komin á kreik á Tréstöðum Fjórar ær eru bornar á bænum Tréstöðum

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Desember 2009 Markaðssetning íslenska hestsins erlendis Skýrsla nefndar Ásta Möller Freyja Hilmarsdóttir Hulda Gústafsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis

Skýrsla. Efling alifuglaræktar á Íslandi. Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Skýrsla Efling alifuglaræktar á Íslandi Starfshópur á vegum Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis Apríl 2011 1 I. INNGANGUR A. SKIPUN STARFSHÓPSINS Þann 19. janúar 2010 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017 KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F 2017 11. maí 2017 Helstu niðurstöður 1F 2017 Samanborið við 1F 2016 Heildarhagnaður tímabilsins var 966 m.kr. og hagnaður á hlut var 1,42 kr. (1F 2016: 10 m.kr. og 0,01

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Samstaða um ráðningu sviðsstjóra en Sjálfstæðismenn vilja endurskoða skerðingu á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum

Samstaða um ráðningu sviðsstjóra en Sjálfstæðismenn vilja endurskoða skerðingu á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum 19. Mars 2015 6. tölublað 5. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Bifreiðaverkstæði til leigu Fullbúið bifreiðaverkstæði með öllum tækjum og verkfærum til leigu frá 1. júlí 2015. Staðsetning í nýju 360m 2

Διαβάστε περισσότερα