Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson"

Transcript

1 Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

2 M í klassískri og Keynesískri heimsmynd

3 Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns sett fram á fremur einfaldan hátt eftir hinni þekktu Quantity Equation. PY = MV Ef reiknað er með því að efnahagslífið (Y=GDP) vaxi með föstum hraða og veltuhraði (V) sé stöðugur þá ráðast breytingar í verðlagi (P) eingöngu af breytingum í peningamagni (M). % P % M % Y % V Ef ætlun er að halda verðbólgahraða á ákveðnum hraða verður að halda peningaprentun á ákveðnum hraða t.d. með því að gulltryggja gjaldmiðillinn. Hið klassíska viðhorf: Inflation is always and everywhere a monetary phenomenon.

4 Hin Keynesíska skoðun á M Keynesverjar gerðu ráð fyrir því að A) verðlag væri tregbreytilegt og B) veltuhraði yrði fyrir áhrifum að fórnarskostnaði peningaeignar þ.e. vaxtastigi. Þannig verða hin sk. lausafjáráhrif (e. Liquidity effect) til. A. M gefur enga ávöxtun en skilar ábata vegna i) Transaction demand, ii) precautionary demand, iii) Speculative demand, en skammtímavextir eru fórnarkostnaður peningaeignar. B. Almenningur viðheldur eignasafni af ýmsum eignum í ákveðnum hlutföllum. Þegar seðlabankinn dregur úr peningamagni í umferð, minnkar vægi lausafjár í eignasafni fólks niður fyrir það sem æskilegt er. C. Fólk selur aðrar eignir til samræmis sem felur í sér að vextir hækka og eignverð lækkar þar til nýtt jafnvægi kemst á þar sem vextir eru hærri og eignasafnið hefur aðlagast. Samkvæmt Keynes getur Seðlabankinn stjórnað vaxtastigi og efnahagsumsvifum með því stýra lausafé í umferð!

5 Klassísk og Keynesísk heimsmynd brotna niður... Þegar keynesisminn leiddi til kreppuverðbólgu (stagflation) á áttunda áratugnum komst M í tísku sem nafnverðsakkeri á áttunda áratugnum. Stærstu myntsvæðin, s.s. Bandaríkin, Bretland og Þýskaland, notuðu markmið um vöxt peningamagns til þess að ná niður verðbólgu á áttunda áratugnum. En þá fór veltuhraðinn að sveiflast til með óskýranlegum hætti þannig að... I. Tengslin á milli P og M urðu annað hvort tafin eða óskilgreind eftir því hvernig litið var á málin sem var í andstöðu við klassískar kenningar II. Tölfræðilegt mat á vaxtateygni peningaeftirspurnar fór að reika til og því var peningaeftirspurnin óstöðug sem var í andstöðu við keynesískar kenningar. Peningamagn varð ónothæft sem bæði stýritæki (samkvæmt Keynesískri aðferðafræði) og sem nafnverðsakkeri (samkvæmt klassískri aðferðafræði)

6 Hvernig er hægt að skýra breytingarnar á veltuhraða? Bent hefur verið að í upprunalega hafi Fisher skrifað Quantity jöfnuna sem PT MV Hér stendur T fyrir viðskipti (Transactions) sem á bæði við um nýjar vörur (og kemur fram með Y) en einnig um gamlar vörur og eignamarkaði. Bain og Howells (1992) og Howells og Hussain (1997) reynt að meta heildarviðskipti inn í peningaeftirspurninni og hafa þannig fengið mun stöðugri veltuhraða. Á það hefur ennfremur verið bent að breytingar á veltuhraða voru ekki tilviljanakenndar heldur fylgdu nær línulegri leitni sem er samstíga þróun fjármálamarkaða og notkun peningamagns í eignaviðskiptum. Evrópski Seðlabankinn mælir M leiðrétt fyrir portfolio breytingum sem á að geta leiðrétt fyrir veltuhraða breytingum

7 Peningar skipta ekki máli eða hvað? Mikil umræða fór fram meðal um prices versus quantities eftir 1970 meðal hagfræðinga eftir A. Poole (1970) sýndi fram að vextir væru mun betra stýritæki en peningamagn B. McCallum (1981) sýndi fram á að vaxtasvörunarregla (interest feed-back rule) gat þjónað sem nafnverðsakkeri ef stýrivextir voru látnir bregðast nominal stærðum Niðurstaðan varð peningar skipta ekki máli. Áherslan var á raunvexti, raunhagkerfi og síðan verðbólgumarkmið. Seðlabankinn ákveður vexti en lætur bankakerfið sjálfrátt um það hve mikið af peningum er prentað enda skiptir það raunhagkerfið engu máli! Engin tilviljun að Michael Woodford, einn áhrifamesti peningamálahagfræðingur Bandaríkjanna á fyrsta áratug 21stu aldar, skyldu kalla bók sína um peningamálahagfræði frá 2003 Interest and Prices

8 Hinn nýji ókannaði heimur peningaprentunar Heimurinn er breyttur eftir A. Almennt viðurkennt að það hafi verið mistök að líta framhjá vexti peningamagns á árunum og að lág verðbólga á þessum tíma hafi gefið falskt öryggi. B. Stýrivextir dugðu aðeins sem stjórntæki þar til þeir voru komnir að núlli þungi peningamálastefnu síðustu 4 ára hefur verið á magnaðgerðum (Quantitative Easing). C. Seðlabankar láta sér ekki lengur nægja að nýta lausafjáráhrifin til þess að lækka vexti heldur er beinlínis að reyna að lækka langtímavexti með því að kaup löng skuldabréf. Á síðustu árum hafa seðlabankar heimsins allt sitt traust á peningamagnsaðgerðir sem engin söguleg fordæmi eru fyrir. Helstu seðlabankar heimsins hafa fjármagnað fjárlagahalla ríkisstjórnar sinnar til að mynda á Seðlabanki Bretlands nú um þriðjung af öllum breskum ríkisskuldabréfum. Allt þetta sést af nýyrðunum Verðbólgumarkmið+ eða QE svo dæmi sé tekið

9 Hvernig eru peningar prentaðir?

10 Hvað er peningamagn? Peningamagn er fyrst og fremst innlán í bankastofnunum. Seðlar og mynt í umferð er aðeins 18 milljarðar eða um 3% af peningamagni (M1) í umferð. M0 = Grunnfé Seðlabanka M1 = Seðlar og mynt í umferð + veltiinnlán innlánstofnana M3 = M1 + almennt sparifé+ bundin innlán Hugsið um peningamagn líkt og baðkar fullt af vatni.

11 Hvernig verða peningar til? Seðlabankinn prentar peninga A) Endurhverfanleg viðskipti Seðlabankinn býr til M0 með því að taka eignir af efnahagsreikningi bankastofnana og láta lausafé í staðinn. Seðlabanki býr þannig til seljanleika með því að taka til sín bankaeignir og styttir tímaróf eignamegin á efnahagsreikningi bankakerfisins. Veðhæf eign Seðlabanki Viðskiptabanki Lausafé B) Gjaldeyrisviðskipti Seðlabankinn setur krónur í umferð með því að kaupa gjaldeyri af bönkunum eða öfugt.

12 Hvernig verða peningar til? Bankarnir búa til peninga C) Margföldunarferli innlána og útlána Bankar taka við innlánum, leggja til hliðar fyrir bindiskyldu og lán síðan aftur út. Útlán til eins kúnna breytast í innlán hjá öðrum og þannig hefst margföldunarferli sem skapar peningamagn. Útlán Viðskiptabanki Kúnni innlán M0 x µ = M3 Hér er µ peningamargfaldari sem ræðst af bindiskyldu þ.e. µ=1/k en k = bindiskylduhlutfall 2%=0,02

13 Hvernig verða peningar til? Ríkisvaldið býr til peninga D) Afstemming fjárlaga. Þegar fólk borgar skatta eða kaupir skuldabréf af ríkinu fara peningar úr umferð. Heildaráhrifin velta á því hvort ríkisvaldið komi peningunum aftur í umferð með því að kaupa vöru eða þjónustu fyrir þessa fjárhæð. Allar óðaverðbólgur stafa af miklum fjárlagahalla sem er fjármagnaður með seðlaprentun.

14 Peningaprentun Íslendinga

15 Árið 2003 var bindiskylda færð niður úr 4% í 2% Bindiskylduhlutföll SB Bindiskylda SB - ma. kr. 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0%

16 Peningamargfaldarinn nær tvöfaldaðist í kjölfarið sem ætti að leiða til tvöföldunar peningamagns Ceterus Paribus feb.60 feb.64 feb.68 feb.72 feb.76 feb.80 feb.84 feb.88 feb.92 feb.96 feb.00 feb.04 Grunnfé Seðlabanka á móti M μ= μ= μ=3,5 0

17 Hvernig átti að bregðast við lækkun bindiskyldunnar? Lækkun bindiskyldunnar var kerfislæg aðgerð er lækkaði meðalkostnað innlendrar fjármögnunar hjá innlánastofnunum. Þetta er aðgerð sem var ætlað færa rekstrarumhverfi íslenskra banka í sama horf og þekktist á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún skýrir að miklu leyti aukin útlán bankakerfisins og hvernig t.d. bankarnir gátu komið inn á íbúðalánamarkað árið Skammtímaáhrifin hlutu að koma fram sem ígildi mikillar slökunnar á peningamálastefnu Seðlabankans. Þegar litið er til baka má velta fyrir sér hvort Seðlabankinn hefði ekki átt að hækka vexti verulega samtímis þessari breytingu og reyna að hala inn einhvern hluta af auknu M með innistæðubréfum (sem var reyndar gert án vaxtahækkunar).

18 Víkkun á veðreglum í ársbyrjun 2008 varð til þess að stækka stöðu banka í endurhverfanlegum viðskiptum um 300 milljarða Peningaprentun Seðlabankans Staða bankastofnana í endurhverfanlegum viðskiptum við Seðlabankans

19 Þyrluafhending Seðlabankans Víkkun veðheimilda var í sjálfu sér hið sama og erlendir seðlabankar gerðu á sama tíma sem hluta af Quantitative Easing ef eitthvað var gekk íslenski seðlabankinn skemur Það hefur hins vegar allt önnur áhrif að prenta peninga á litlu myntsvæði en stóru þar sem mikil hætta er á því að peningarnir leki inn á gjaldeyrismarkaðinn. Þyrluafhending Seðlabankans Seðlabankinn var með tæpa 500 milljarða í Repó samningum í október 2008 við bankakerfið. Við hrunið rofnaði annar leggurinn í viðskiptunum stór hluti veðanna varð verðlaus. Afhending seðla án veða er kölluð þyrluafhending" peninga og hefur sömu áhrif og ef Seðlabankamenn hefðu flogið í þyrlu yfir Reykjavík og hent niður peningabúntum. 19

20 júl.87 júl.88 júl.89 júl.90 júl.91 júl.92 júl.93 júl.94 júl.95 júl.96 júl.97 júl.98 júl.99 júl.00 júl.01 júl.02 júl.03 júl.04 júl.05 júl.06 júl.07 júl.08 júl.09 júl.10 Þannig fjórfaldaðist Peningamagn í umferð frá Peningamagn í umferð M3 M3 er innistæður í bankakerfinu með styttri binditíma en 2 ár Tvöföldun peningamagns vegna víkkun Repó heimilda Tvöföldun peningamagns vegna helmingunar á bindiskyldu úr 4% í 2% Asdfasdf asdf as 20

21 Hvaða segja fræðin áhrif of mikillar peningaprentunnar? Quantity jafnan: PY=MV það felur í sér að ΔP=ΔM ΔY + ΔV Fjórföldun peningamagns leiðir til fjórföldunar verðlags að frádregnum hagvexti og breytingum í veltuhraða P=verðlag, Y=landsframleiðsla, M= peningamagn og V=veltuhraði. Liquidity effect: M mun leiða til þess að vextir og eignaverð Peningamagnið mun flæða yfir í aðrar eignir og hækka verð á þeim sem mun leiða til lægri skuldabréfavaxta. Klassíska gengisjafnan: ΔE= ΔP*- ΔP=ΔM*- ΔM Mismunur á peningaprentun og verðbólgu á Íslandi og umheiminum mun lækka gengi krónunnar Þetta hefur gerst að hluta verðlag hefur hækkað um 43% frá upphafi árs 2008 til loka árs 2012 og krónan hefur misst 45% af virði sínu gagnvart Evru. En hafa áhrifin komið að fullu fram?

22 Lægri veltuhraði og höft hafa haldið aftur á áhrifum peningaprentunar Veltuhraði V hefur lækkað gríðarlega á síðustu árum sem felur í séð að fjármálakerfið hefur orðið mun stærri geymslustaður fyrir verðmæti. Lækkun veltuhraða hefur haldið peningamagninu inn á bankareikningum og varnað því að áhrifin kæmu fram á vörumarkaði. Höft voru sett á gjaldeyrisviðskipti í nóvember 2008 Höftin loka aðlögunarferlinu sem liggur í gegnum gjaldeyrismarkaðinn og varna því að að of mikil peningaprentun komi fram með frekari gengisfalli. Lægri veltuhraði og höft á gjaldeyrismarkaði hafa haldið verðgildi peningaprentunarinnar uppi og hafa beint aðlöguninni fremur að eignamörkuðum en vörumörkuðum.

23 Veltuhraði og höft

24 Hvað þýðir lægri veltuhraði? M3/GDP eða einn á á móti veltuhraða er oft notað sem mælikvarði á þróun fjármálakerfisins í viðkomandi landi en því hærra hlutfall þeim mun dýpri er fjármálmarkaðurinn. Veltuhraði náð hámarki verðbólguárunum þegar raunvextir voru -20% Frá Ólafslögum minnkaði veltuhraðinn jafnt og þétt en það tók 10 ár að fjármálakerfið náði sama velthraða og áður þ.e. að M3/GDP væri 40%. Eftir tók veltuhraði hins vegar að lækka verulega skarpt sem má líklega taka sem merki um bæði stækkun og dýpkun eignamarkaða eftir þann þann tíma. Lækkun veltuhraða eftir að fjármálakreppan hófst á miðju ári 2007 má rekja til aukinnar áhættufælni fólks og eftir hrun til þess að stór hluti af peningaframboðinu var bundinn í þrotabúum

25 Peningamagn sem hlutfall af landsframleiðslu eða 1/Veltuhraða Peningamagn í umferð - M3 sem hlutfall af GDP 25

26 Veltuhraði fylgdi ákveðinni leitni frá áður en allt fór út böndunum Leitnivöxtur M3/GDP M3/GDP og leitnivöxtur - M3 sem hlutfall af GDP og leitnilína

27 Höftin sem peningamálastefna hið íslenska QE Með setningu hafta 2008 endurheimti Ísland sitt peningalega sjálfstæði Getur ákveðið vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjármagnsútflæði og gengisveikingu. Getur einnig stundað QE (Quantitative Easing) til þess að halda uppi eignaverði Seðlabankinn var of seinn til að nýta sér höftin til vaxtalækkunar en það gerðist að lokum Fjármögnunarkostnaður ríkisins og fjármálastofnanna hefur lækkað stórkostlega! Áhrifin af lægri áhættulausum vöxtum eru nú að seytla út til heimila og fyrirtækja Fjármálamarkaðirnir aftur komnir undir stjórn yfirvalda Ekki lengur hægt að flýja land með peninganna Markaðsagi á stjórnmálin er nær horfin! Efnahagsbatinn nú er að miklu leyti byggður á höftunum þeim lágu vöxtum og stöðugleika sem þau hafa skapað! Samt mjög brothætt jafnvægi. Hagræn einangrun hefur ávallt verið helsti óvinur Íslands þeirri hættu hefur nú verið boðið heim

28 1980Q1 1980Q4 1981Q3 1982Q2 1983Q1 1983Q4 1984Q3 1985Q2 1986Q1 1986Q4 1987Q3 1988Q2 1989Q1 1989Q4 1990Q3 1991Q2 1992Q1 1992Q4 1993Q3 1994Q2 1995Q1 1995Q4 1996Q3 1997Q2 1998Q1 1998Q4 1999Q3 2000Q2 2001Q1 2001Q4 2002Q3 2003Q2 2004Q1 2004Q4 2005Q3 2006Q2 2007Q1 2007Q4 2008Q3 2009Q2 2010Q1 2010Q4 2011Q3 2012Q2 Höftin hafa lækkað raunvexti um 200 punkta ef ekki meira Verðtryggðir 5 ára raunvextir - Metið af Seðlabanka Íslands 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0%

29 Höftum og inngripum beitt kerfisbundið beitt til þess að hafa áhrif á gengi krónunnar

30 Staðan nú

31 Bankarnir hafa nú mikið svigrúm til peningaprentunnar Peningamagn hefur haldist óbreytt að nafnvirði eftir 2008 en lækkað að raunvirði. Neikvæðir raunvextir innlána eru smám saman að vinna raunpeningamagn niður. Það er ekki sjálfgefið að svo verði áfram. Bankarnir geta einnig aukið peningamagn í umferð með auknum útlánum og gírun á eigin fé eldsneytið er allt fyrir hendi. Eigin fé og víkjandi lán innlánastofnana eru nú um 600 milljarðar króna og gírunarhlutfallið er fremur lágt. Ónýttar Repó-heimildir til staðar í Seðlabankanum fyrir um milljarða sem hægt er að nota til útlána. Peningamargfaldarinn er einnig á leið upp á við.

32 Peningamagn hefur haldist óbreytt að nafnvirði í 4 ár M3 að nafnvirði - Í milljónum króna

33 Innlánastofnanir hafa nú nálægt 600 milljarða í eigin fé og víkjandi lánum Eigið fé innlánastofnana - Í milljónum króna

34 Mjög lágt gírunarhlutfall enn sem komið er Eignir á móti eigin fé innlánastofnana - Í milljónum króna

35 Peningamargfaldarinn er aftur tekinn að hækka Peningamargfaldarinn - M3/M0 frá 1994 til vorra daga

36 Uppgjörið við þrotabúin Þrotabú bankanna þriggja eiga um 900 milljarða hreina eign í íslenskum krónum eða útistandandi kröfum í erlendri mynt á innlenda aðila. Upphæðin veltur þó á því hvaða margfaldara eigið fé bankanna verður selt. Það er eðli þrotabúa að koma eignum í verð og breyta þeim í lausafé Síðan bíða peningarnir eftir því að vera greiddir út til eigenda Við þetta bætast síðan 400 milljarðar í eigu fyrrum vaxtarmunarfjárfesta Sem einnig sitja á bankareikninum eða í stuttum skuldabréfum og bíða eftir því að sleppa út. Stór hluti peningamagns ef til vill þriðjungur hefur verið óvirkur og aðeins setið og beðið eftir því að verða afhendir eigendum í erlendri mynt. Það skiptir höfuðmáli fyrir framvinduna hvernig farið verður með þessar krónur í náinni framtíð... Hvort þeim verði sleppt út í hagkerfið eða hvort þær verða dregnar úr fjármálakerfinu

37 Hverjir eiga innlánin? Hlutfall innlánaeignar - Eign sem % af heildarinnlán 37

38 Staðan nú

39 Hvað þarf að gerast til þess að ná jafnvægi í fjármálakerfinu? Peningamagn er 93% landsframleiðslu en var 113% í árslok Líklega þarf hlutfallið að lækka niður í 60-70% til þess að jafnvægi náist. Það felur í sér að brenna þarf um milljarða í verðbólgu verði peningamagnið ekki stýft með öðrum hætti. Seðlabankinn og ríkið getur líka dregið peninga úr umferð Með sölu á KB íbúðabréfum fyrir 120 milljarða. Með afgangi á ríkissjóði og uppgreiðslu skulda. Stýfing aflandskróna Hægt er að taka aflandskrónur úr umferð með því að setja þær inn á sérstaka vaxtalausa reikninga og annað í þeim dúr. Samningar við kröfuhafa Að Seðlabankinn taki til sín stærsta hluta af krónueignum þrotabúana.

40 Er nýtt jafnvægi þar sem M3/GDP er 60%? Peningamagn í umferð og leitnivöxtur - M3 sem hlutfall af GDP og spá miðuð við óbreytt M3 að nafnvirði en 2,5% og 4,5% verðbólgu fram til

41 Lærdómur sögunnar tvær birtingarmyndir of mikillar peningaprentunar Íslandsbanki varð gjaldþrota árið 1930 og fjármagnið tók að flýja land. Fjármagnshöftum komið á árið 1931 að beiðni Landsbankans sem var búinn að klára gjaldeyrisforðann. Of mikil peningaprentun, aukning ríkisútgjalda, vöxtur í eftirspurn en erfiðleikar í útflutningi leiddu brátt aftur til gjaldeyrisvandræða. Genginu var haldið föstu en höftin hert reglulega með tímabundnum aðgerðum og brátt var farið að takmarka innflutning. Á milli áranna 1931 og 1960 reyrðust höftin fastar og fastar utanum íslenskt hagkerfi. Eftir fall Bretton-Woods árið 1972 var fastgenginu varpað fyrir róða. Of mikil aukning ríkisútgjalda, mikill vöxtur í fjárfestingu og eftirspurn leiddu brátt aftur til gjaldeyrisvandræða og erfiðleika útflutningi. Gengið fellt í sífellu án aðhaldsaðgerða, og gengisfellingunum var svarað með hækkunum á vinnumarkaði. Afleiðingin var óðaverðbólga frá 1973 til 1989 er krónan var fest við ECU. Hafa Íslendingar lært af reynslunni?

42 Þrotabúin eru lykillinn að lausninni Minna peningamagn er lykillinn að... Afnámi hafta þar sem sú hætta er fyrir hendi að lausaféð sem er í umferð reyni að komast út úr landinu í gegnum gjaldeyrismarkaðinn þeim mun lægra sem M3 er því minni gjaldeyrisforða þarf til þess að verja gengi krónunnar. Smækkun fjármálakerfisins þar sem M3 er skuldahliðin hjá innlánastofnununum og markar ramma fyrir útlán og umsetningu þeirra. Hindrun eignabólu vegna haftanna þar sem sambland af of stórum bönkum og of miklu lausafé í umferð getur mjög ýtt upp eignaverði og búið til innlenda útgáfu af bólunni Það er nauðsynlegt að afturkalla þyrluafhendinguna frá 2008 með því að draga milljarða til baka sem voru settir út hagkerfið með veði í ástarbréfum. Það verður helst gert með því að stærsti hluti krónueigna þrotabúanna verði dreginn til baka inn í Seðlabankann til eyðingar í samningum við kröfuhafa. Það peningamagn sem er í eigu þrotabúana er nú raunverulega óvirkt en gæti mjög hæglega hleypt upp öllu hagkerfinu ef því er komið í hendur aðila sem munu kaupa eða fjárfesta fyrir það.

A) Endurhverfanleg viðskipti. B) Gjaldeyrisviðskipti. Seðlabanki. Viðskiptabanki

A) Endurhverfanleg viðskipti. B) Gjaldeyrisviðskipti. Seðlabanki. Viðskiptabanki Hvaða máli skiptir M? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað eru peningar? Hvað er peningamagn? Peningamagn er fyrst og fremst innlán í bankastofnunum. Seðlar og mynt í umferð er aðeins 8 milljarðar eða um 3% af peningamagni

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum

Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Viðskiptasvið Samanburður á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Ritgerð til B.Sc gráðu Nafn nemanda: Sólrún Perla Garðarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur Ólafsson Vorönn 2016 Staðfesting lokaverkefnis til

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

ATRIÐASKRÁ OG HEIMILDASKRÁ 211 FORMÚLUR, VAXTATÖFLUR & TÖFLUR UM REGLULEGAN SPARNAÐ

ATRIÐASKRÁ OG HEIMILDASKRÁ 211 FORMÚLUR, VAXTATÖFLUR & TÖFLUR UM REGLULEGAN SPARNAÐ ATRIÐASKRÁ OG HEIMILDASKRÁ 211 FORMÚLUR, VAXTATÖFLUR & TÖFLUR UM REGLULEGAN SPARNAÐ 212 FORMÚLUR VAXTAGREIÐSLUR, VEXTIR OG VÍXLAR Vaxtagreiðsla er endurgjald sem lántakandi greiðir fyrir peningalán Vaxtagreiðsla

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017

KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F maí 2017 KYNNING Á REKSTRARNIÐURSTÖÐUM 1F 2017 11. maí 2017 Helstu niðurstöður 1F 2017 Samanborið við 1F 2016 Heildarhagnaður tímabilsins var 966 m.kr. og hagnaður á hlut var 1,42 kr. (1F 2016: 10 m.kr. og 0,01

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Viðauki. Kennitölur hlutabréfa Markaðsvirði hlutafjár Arðsemishlutföll Rekstrarhlutföll Efnahagshlutföll

Viðauki. Kennitölur hlutabréfa Markaðsvirði hlutafjár Arðsemishlutföll Rekstrarhlutföll Efnahagshlutföll 373 Viðauki Kennitölur hlutabréfa Markaðsvirði hlutafjár Arðsemishlutföll Rekstrarhlutföll Efnahagshlutföll Formúlur Vaxtaútreikningur Framtíðarvirði Ávöxtunarkrafa samband verðs og vaxta Núvirði Skuldabréf

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Ársskýrsla 2008 Lífeyrissjóður verkfræðinga

Ársskýrsla 2008 Lífeyrissjóður verkfræðinga Ársskýrsla 2008 Efnisyfirlit Ársskýrsla Ávarp stjórnarformanns... 1 Ávöxtun... 3 Iðgjöld og lífeyrir... 4 Fjárfestingar ársins og verðbréfaeign í árslok... 5 Fjárfestingarstefna... 6 Sjóðfélagalán...

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði

Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Ritröð Samkeppniseftirlitsins Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði Rit nr. 1/2012 Skýrsla Janúar Samkeppniseftirlitið Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is Efnisyfirlit Hluti I Inngangur, samantekt

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI NIÐURSTÖÐUR ÚR VINNUMARKAÐSRANNSÓKN HAGSTOFUNNAR 2003 Jón Torfi Jónasson Andrea Gerður Dofradóttir 2009 2009 Höfundar ISBN 978-9979-9847-9-5 Öll réttindi áskilin. Rit þetta

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Seðlabanki Íslands. Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Málstofa í Seðlabanka Íslands 23.

Seðlabanki Íslands. Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis. Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Málstofa í Seðlabanka Íslands 23. Seðlabanki Íslands Peningastefna í opnu hagkerfi: Samband verðbólgu og gengis Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur, rannsóknar- og spádeild hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands Málstofa í Seðlabanka Íslands

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum Skrifað út 30.3.2005; 18:59 6.1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm 3. Hversu langa pípu þyrfti að nota í loftvog til að samsvara loftþrýstingi miðað við 76

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs M.S. ritgerð í hagfræði Háskóli Íslands Ásdís Kristjánsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur Inngangur

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Frumur í blóði Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

Fyrir að eða fyrir því að?

Fyrir að eða fyrir því að? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Fyrir að eða fyrir því að? Um fornöfn í forsetningarliðum sem innleiða setningar Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Mirko Garofalo Kt.:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Plaquenil 200 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hýdroxýklórókínsúlfat 200 mg (sem jafngildir 155 mg af hýdroxýklórókínbasa). Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

Rafmagsfræði loftræsikerfa

Rafmagsfræði loftræsikerfa Rafmagsfræði loftræsikerfa Sigurður Sigurðsson Febrúar 2003 Sigurður Sigurðsson 2 Rafmagnsfræði loftræsikerfa Höfundur: Sigurður Sigurðsson Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni

Διαβάστε περισσότερα