Samstaða um ráðningu sviðsstjóra en Sjálfstæðismenn vilja endurskoða skerðingu á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Samstaða um ráðningu sviðsstjóra en Sjálfstæðismenn vilja endurskoða skerðingu á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum"

Transcript

1 19. Mars tölublað 5. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Bifreiðaverkstæði til leigu Fullbúið bifreiðaverkstæði með öllum tækjum og verkfærum til leigu frá 1. júlí Staðsetning í nýju 360m 2 húsnæði að Njarðarbraut 1 Reykjanesbæ (áður þjónustuverkstæði BL) Áhugasamir hafi samband í síma Samstaða um ráðningu sviðsstjóra en Sjálfstæðismenn vilja endurskoða skerðingu á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum Ekki er ágreiningur um ráðningu sviðsstjóra hjá Reykjanesbæ en bæjarráð hefur gengið frá ráðningu. Sjálfstæðismenn vilja endurskoða skerðingu á yfirvinnugreiðslum og bifreiðastyrkjum, en merihlutinn felldi tillöguna. Á blaðsíðu 2 er sagt nánar frá þessum málum

2 2 19. Mars 2015 Leiðari Er hægt að bjarga Reykjanesbæ Reykjanesbær er virkilega flott sveitarfélag.þjónusta við íbúana var byggð upp af miklum krafti.unnið var gífurlega stórt átak í að bæta allt skólastarfið á öllum sviðum.leikskólar,grunnskólar og framhaldsskólar Reykjanesbæjar standa nú í fremsta flokki á landinu.umhverfismálin voru tekin í gegn,þannig að mikil breyting varð á. Menningarmálin voru byggð með öflugum söfnum.svona mætti áfram telja. En hvað? Hvað gerðist? Nú segja ráðamenn að greiðslufall blasi við. Sveitarfélagið mun að óbreyttu ekki hafa getu til að greiða af skuldum sínum. Auðvitað hrikti í stoðum atvinnulífsins þegar varnarliðið fór. Til að mæta þeim skelli var horft í margar áttir til að byggja upp enn öflugra atvinnulíf. Bæjaryfirvöld ákváðu að selja eignir sínar og leigja þær síðan. Djarft var spilað í happdrættinu um atvinnuuppbyggingu en fáir vinningar komu. Ótrúlegt að á 12 ára tímabili var bæjarsjóður aðeins rekinn með hagnaði í eitt ár. Samt var áfram keyrt á fullu með óbilandi bjartsýni að leiðarljósi að vinningurinn væri handan við hornið. Þá myndi allt snúast til betri vegar.því miður er raunin önnur.skuldastaðan er nú hrikalega slæm eða 40 milljarðar. Þótt bæjaryfirvöld hafi gripið til hækkunar gjalda og niðurskurðar nægir það ekki í þessu risavaxna dæmi. Niðurfelling og endurfjármögnun skulda verður að koma til eigi Reykjanesbær að lifa af.bæjarstjóri segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort það takist. Ef það tekst ekki blasir greislufall við. Ráðuneyti sveitarstjórnarmála myndi þá grípa inní og raunverulega taka við stjórn Reykjanesbæjar. Flestir sjá að ekki er hægt að ganga í að hækka álögur á íbúana meira en gert hefur verið. Ein hugmynd hefur heyrst að ráðherra muni fara fram á að Reykjanesbæ gangi til sameininga við annað eða önnur sveitarfélög um sameiningu. Ekki er líklegt að önnur sveitarfélög á Suðurnejum muni hrífast mikið af þeirri hugmyndafræði. Auðvitað mun ríkið þá bjóða niðufellingar og fjármagn með í nokkur ár til að liðka fyrir eins og gert var þegar Garðabær tók við Álftanesi.En ríkisstjórn hefur sagt að sveitarfélög verði ekki sameinuð nema íbúarnir vilji það. Nú svo er auðvitað til í dæminu að Reykjanesbær sameinist Hafnarfirði. Staðan er þannig hjá Hafnarfirði að þeir þurfa eflasut aðstoð frá ríkinu til að komast út úr sínum málum. Óskandi er samt að komið verði á móts við Reykjanesbæ og með samstilltu átaki takist sveitarstjórn að vinna sig út úr vandanum. Það er best fyrir alla. Sigurður Jónsson, ritstjóri Léttur föstudagur Á morgun föstudaginn 20. mars 2015 er Léttur föstudagur á Nesvöllum kl 14: 00 Þórunn Þórisdóttir fjallar um velferðasjóð hjá Keflavíkurkirkju. Allir velomnir. Kaffihúsið opið. Aukið stöðugildi fundi bæjarráðs Garðs fyrir viku Á var samþykkt samhljóða að samstarfi við Sandgerðisbæ í umhverfis-, skipulags-og byggingarmálum verði haldið áfram og stöðugildi aukið frá haustinu, sbr. tillögu í tölulið 1 í greinargerð bæjarstjóranna. Bæjarstjóra falið að vinna að endurnýjun samkomulags milli sveitarfélaganna og leggja það fyrir bæjarráð. Starfsemin gengið vel Hljómahöll opnaði 5. apríl 2014 og var því ekki í rekstri allt árið Starfsemin hefur gengið vel og segja má að hún sé fjórskipt; Rokksafn Íslands, útleiga á sölum, viðburðahald og veitingasala fyrir utan rekstur tónlistarskólans sem er á ábyrgð fræðslusviðsins. Rokksafnið er opið alla daga og heildargestafjöldi 2014 var gestir, 90 % Íslendingar og 10 % erlendir ferðamenn. Fjöldi viðburða var haldinn í Hljómahöll á árinu og þar af voru 10 haldnir í nafni hússins. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur gengið frá ráðningum á framkvæmdastjórastöðum, sem auglýstar voru lausar til umsóknar. Eftirtalin voru ráðin. Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri nýs stjórnsýslusviðs. Ásbjörn er hæstaréttarlögmaður með sveitastjórnarrétt, fasteignarétt, félagarétt, kröfurétt, stjórnsýslurétt og fjármál fyrirtækja sem sérsvið. Ásbjörn hefur starfað á Lögfræðistofu Suðurnesja allan sinn starfsferil. Í störfum sínum sem lögmaður hefur hann unnið mikið fyrir Reykjanesbæ og önnur sveitafélög á Suðurnesjum. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs. Guðlaugur er byggingafræðingur, með löggildingu í byggingarfræði og mannvirkjahönnun. Guðlaugur starfaði sem byggingarfræðingur á Verkfræðistofu Suðurnesja og sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar auk þess að hafa verið í sjálfstæðum rekstri. Frá 2008 hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs. Helgi er með meistaragráðu í menntunarfræðum frá háskólanum í Edinborg, diplóma í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun auk íþróttakennaraprófs. Helgi var kennari um sex ára skeið en hefur starfað sem skólastjóri síðan 1998; fyrst í Grunnskólanum á Blönduósi en í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði síðan Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Hera er með BA gráðu í félagsfræði og starfsréttindi sem félags- Samstaða um ráðningu sviðsstjóra ráðgjafi auk þess að hafa lokið þriggja tillögur um ráðningar stjórnenda sviða anna námi í opinberri stjórnsýslu frá Reykjanesbæjar. Endurmenntun Háskóla Íslands. Við vonum að þeim takist að ná sem Hera starfaði um árabil sem sviðsstjóri fyrst þeim kraftmikla anda og góða félagsmála- og fjölskyldusviðs starfi sem einkennt hefur bæjarskrif- Vestmanneyjabæjar en hefur gegnt stofur og verkefni sviða bæjarins. Við ýmsum störfum tengt forvörnum, munum styðja stjórnendur til þess. fjölskyldumálum og félagsþjónustu Um leið þökkum við þeim fjölmörgu hjá Reykjanesbæ síðan Síðustu starfsmönnum sem eru að hætta mánuði hefur Hera starfað sem staðgengill störfum fyrir þeirra frábæra framlag framkvæmdastjóra fjölskyldu- undanfarin ár. og félagssviðs hjá Reykjanesbæ. Sú ákvörðun að segja upp samningum Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri við alla starfsmenn á bæjarskrif- fjármálasviðs. Þórey er með stofum og þar á meðal við alla framkvæmdastjóra meistaragráðu í viðskiptafræði frá sviða hefur leitt til þess Háskóla Íslands og meistaragráðu í að reynslu- og hæfileikamikið fólk er alþjóðasamskiptum frá háskólanum að hætta störfum hjá bænum líkt og við í Bristol í Englandi. Hún hefur áralanga Sjálfstæðismenn vöruðum við. Þetta reynslu í stjórnun fjármála, en hefur áhrif á getu sveitarfélagsins til hún var forstöðumaður fjárhags- og að halda uppi vandaðri þjónustu og ná rekstrarsviðs Umhverfisstofnunar margvíslegum þjónustumarkmiðum. í fjögur ár, fjármálastjóri Lánasjóðs Fullyrða má að það hefði ekki gerst ísl. námsmann í tæpt ár og frá febrúar hefði samkomulagsleið verið farin til 2008 hefur hún verið fjármálastjóri / að ná niður launa- og rekstrarkostnaði. framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Við hörmum þetta ekki síst vegna Reykjanesbæjar. þess að sparnaðurinn, sem þessar að- Halldór Karl Hermannsson, gerðir áttu að hafa í för með sér, reynist hafnarstjóri. Halldór er með B. Sc. nánast enginn. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og er Kristinn Jakobsson lýsir yfir ánægju í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu. sinni með ráðningarnar. Hann hefur starfað hjá Reykjanesbæ Ráðningar sviðsstjóra og hafnarstjóra sl. þrjú ár en var áður sviðsstjóri þjónustu- samþykktar samhljóða. og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar. Fyrri ákvarðanir standa Halldór gegndi jafnframt Í ljósi fjölmargra uppsagna og starfi forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar brotthvarfs starfsfólks og ennfremur Vesturbyggðar á Bíldudal og lítils fjárhagslegs ávinnings fyrir bæj- var yfirhafnarvörður hafna Vesturbyggðar. arsjóð leggja undirritaðir til að fyrri ákvarðanir um uppsögn á yfirvinnu og bifreiðastyrkjum verði teknar til Sparnaður nánast enginn endurskoðunar. segja Sjálfstæðismenn Tillagan felld með þremur atkvæðum Sjálfstæðismenn samþykkja framlagðar meirihlutans. Unnu allar í Apóteki Keflavíkur NÆSTA BLAÐ Þessar glæsilegu konur sem ég hitti á Nesvöllum á dögunum eiga það sameiginlegt að hafa allar unnið í Apóteki Keflavíkur hjá Ellerup lyfsala. Þær eru talið frá vinstri: Bjarney Sigurðardóttir, Sólveig Óskarsdóttir, Sigurbjörg Arnardóttir og Sigríður Erla Jónsdóttir. Silla E. Sjóvarnir í Grindavík fundi bæjarráðs Grindavíkur í við fjárhagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð kr. vegna söfnunar á verði viðauki við eignfærða fjárfestingu leggur til við bæjarstjórn að gerður Á byrjun mars var minnisblað sviðsstjóra umhverfis-og skipulagssviðs lagt fram, þar sem farið er fram á viðauka jarðefni til sjóvarnagerðar. Bæjarráð samþykkir tillöguna og ársins 2015 að fjárhæð kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 9. apríl VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykkar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma REYKJANES 6. TBL. 5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: , netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: , netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta.ar@simnet.is, sími: Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: eintök. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is REYKJANES ER DREIFT Í EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á REYKJANESI.

3 TM - snjallar lausnir Fullbúin viðskiptalausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Aðgangur að Office 365 fylgir með Microsoft Dynamics NAV í áskrift* Microsoft Azure Hýsing og afritun innifalin Azure skýjaþjónusta Microsoft er eitt öruggasta og öflugasta gagnaver í heimi Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardrottnakerfi Innkaupakerfi Sölu- og birgðakerfi Eignakerfi Verkbókhald Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja Reglulegar uppfærslur Enginn stofnkostnaður Wise sérlausnir: Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging Hýsing og afritun í Microsoft Azure Office 365 fylgir með NAV í áskrift* kr pr. mán. án vsk Fjárhagsbókhald Viðskiptavina- og lánardrottnakerfi Innkaupakerfi Sölu- og birgðakerfi Eignakerfi Verkbókhald Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja Reglulegar uppfærslur Enginn stofnkostnaður Wise sérlausnir: Launakerfi Innheimtukerfi Bankasamskiptakerfi Rafræn móttaka reikninga Rafræn VSK skil Rafræn sending reikninga Þjóðskrártenging Hýsing og afritun í Microsoft Azure Office 365 fylgir með NAV í áskrift* kr pr. mán. án vsk Wise býður eitt mest selda bókhaldskerfi landsins í mánaðarlegri áskrift - NAV í áskrift. Lágmarkaðu kostnaðinn og kynntu þér málið Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík» Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: » wise@wise.is» Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) * gildir til

4 4 19. Mars 2015 Nauðsynlegt að tryggja fjármagn Aðalfundur FEBS haldinn á Nesvöllum 7. mars 2015 skorar á Alþingismenn, sem búsettir eru hér á Suðurnesjum að taka nú höndum saman og setja öldrunarmálin í forgang. Nauðsynlegt er að tryggja fjármagn frá ríkisvaldinu Fagna hugmyndum Aðalfundur FEBS haldinn á Nesvöllum 7. mars 2015 fagnar þeim hugmyndum sem fram hafa komið um skipan umboðsmanns aldraðra. Það er löngu tímabært að aldraðir getileitað eftir til að hægt verði að sinna þessum málaflokki af sóma. Vandi aldraðra er mikill á Suðurnesjum eins og bent hefur verið á. Þingmenn verða að sjá til þess að skatttekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra renni óskiptar til uppbyggingar hjúkrunarheimila. upplýsingum og aðstoðar við sín mál hjá umboðsmanni. Aðalfundur FEBS hvetur Alþingi til að samþykkja að skipaður verði umboðsmaður eldri borgara. Skerðingar verði afturkallaðar Aðalfundur FEBS haldinn á Nesvöllum 7. mars 2015 minnir á að fyrir síðustu Alþingiskosningar gáfu forystumenn Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks það út að kæmust þeir til valda yrðu kjaraskerðingar aldraðra frá árinu 2009 afturkallaðar að fullu. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sitja nú í ríkisstjórn. Aðalfundur FEBS krefst þess að stjórnarflokkarnir standi við sín stóru loforð um að allar skerðingar verði afrturkallaðar. Fjárhagsstaða og möguleikar margra aldraðra til að geta framfleytt sér á þokkalegan hátt er mjög alvarleg. Aldraðir hafa setið eftir hvað varðar leiðréttingar og hækkanir frá ríkinu. Það er útilokað að una þessu lengur. Ríkisstjórnin verður að standa við sín loforð. Skorað á sveitarfélögin Aðalfundur FEBS haldinn á Nesvöllum 7. mars 2015 fagnar ákvörðun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að hafa öldrunarmálin á dagskrá vetrarfundar síns, sem verður 27. mars n.k. Aðalfundur FEBS bendir sveitarstjórnum Suðurnesja á að mjög alvarlegt ástand er nú til staðar hvað varðar biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Á biðlista eru nú 55 einstaklingar. Aðalfundur FEBS skorar á sveitarfélögin að vinna að sameiginlegri framtíðarsýn um lausn öldrunarmála á svæðinu. Huga verður að þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma, hvernig hægt er að efla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Aðalfundur FEBS skorar á sveitarfélögin á Suðurnesjum að sameinast um að mesti bráðavandinn hvað varðar hjúkrunarrými verði leystur með nauðsynlegum breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að þar verði hægt útbúa heimili fyrir einstaklinga. Bæjarráð Garðs tekur undir Á fundi bæjarráðs Garðs 12. mars s.l. voru lagðar fram ályktanir aðalfundar Félags eldri borgara á Suðurnesjum sem haldinn var 7. mars Ályktanirnar eru í 4. töluliðum. Bæjarráð tekur undir ályktun aðalfundarins í 1 tölulið, þar sem fram kemur að skorað er á sveitarfélögin á Suðurnesjum að sameinast um að mesti bráðavandinn er varðar hjúkrunarrými verði leystur með nauðsynlegum breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að þar verði hægt að útbúa heimili fyrir einstaklinga. Ályktunin er í samræmi við bókun bæjarstjórnar á 134. fundar bæjarstjórnar Garðs þann 4. febrúar 2015 um sama málefni. Ályktanirnar lagðar fram. Sigurður tekur við af Eyjólfi Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum var haldinn 7. mars s.l. á Nesvöllum. Félagsmenn eru nú um 2200 og hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Eyjólfur Eysteinsson hefur gegnt starfi formanns FEBS síðustu sjö árin. Undir forystu Eyjólfs hefur félagið dafnað vel og eflst á öllum sviðum. Eyjólfur er mikill hugsjónamaður og hefur unnið að réttinda-og hagsmunamálum aldraðra. Nýjasta afurð hans og félaga er stofnun Öldungaráðs til að koma málefnum eldri borgara að hjá sveitarfélögunum. Öldungaráð berst fyrir hagsmunum eldri borgarara. Skipan Öldungaráðs er mikið framfaraspor og nú eru fleiri félög á landinu að feta í þessi fótspor. Jórunn Guðmundsdóttir úr Sandgerði er formaður Öldungaráðs. Mjög öflugt og fjölbreytt starf er á vegum FEBS, þar sem allir ættu að finna eitthvað sitt hæfi. Þó Eyjólfur hætti nú sem formaður starfar hann áfram að hagsmunamálum félagsmanna. Hann er virkur í Út fyrir kassann námskeið í Grindavík Helgina 21. og 22. mars koma rithöfundarnir Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson með hið sívinsæla sjálfstyrkingarnámskeið Út fyrir kassann til Grindavíkur. Námskeiðið er ætlað ára stelpum og strákum. Námskeiðið verður kynjaskipt að hluta. Kristín og Bjarni kenna námskeiðið sjálf og byggja það á bókunum sínum Stelpur (2010) og Strákar (2013). Námskeiðið hefur mikið forvarnargildi og getur hentað mjög breiðum hópi þátttakanda bæði þeim sem nú þegar finna fyrir neikvæðri sjálfsmynd og þeim sem vilja fyrirbyggja slíka þróun. Þá verður m.a. leitast við að kenna þátttakendum eftirfarandi: 1) Að þekkja hugtakið SJÁLFSMYND. Hver er ég og hvernig get ég orðið öflugri? 2) Finna sín kjarna GILDI. Fyrir hvað stend ég? 3) Hvað skiptir mestu máli til þess að ná ÁRANGRI? Á námskeiðinu verður boðið uppá leiki, einstaklingsverkefni, örfyrirlestra, hópverkefni, veitingar, gleði og skemmtun. Námskeiðið verður kennt í Grindavík helgina 21. og 22. mars frá kl Námskeiðisgjald er kr. Lágmarks fjöldi til að námskeiðið fari fram er 20 manns. Skráning og fyrirspurnir á utfyrirkassann@gmail.com eða í síma Öldungaráðinu. Eyjólfur er formaður Hlunnindanefndar, en sú nefnd sér um að útvega afslætti hjá hinum ýmsu fyrirtækum og verslunum á svæðinu. Mikil kjarabót. Við formennsku FEBS tekur nú Sigurður Jónsson, en Eyjólfur afhenti honum lyklavöldin á aðalfundinum. Mikill fjöldi fólks kemur að starfi stjórnar og hinna ýmsu nefnda. Eldri borgarar á Suðurnesjum eru hvattir til að kynna sér starfið og taka þátt. List án landamæra List án landamæra á Suðurnesjum verður haldin með hefðbundnum hætti í 7. sinn dagana 23. apríl til 3. maí. Hátíðin er samstarfsverkefni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. 7 verkefni eru í undirbúningi sem nánar verða kynnt síðar.

5 Til merkis um að góðir hlutir gerast hratt Samsung merkið stendur ekki bara fyrir sjónvörp og síma. Heimilistækin frá þeim eru í fremstu röð og búin allri nýjustu tækni og þægindum eins og sjónvörpin og símarnir. Góðir hlutir gerast hratt hjá Samsung. RB29FSRNDSS Kælir - frystir 178 cm skápur ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða. RB29FSRNDWW Kælir - frystir 178 cm skápur ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða. RB31FERNCSS Kælir - frystir 185 cm skápur ltr. Blásturskældur og þarf aldrei að afþýða. DW-UG721W Uppþvottavél Mjög rúmgóð og vel skipulögð. Hnífaparaskúffa efst. Mjög hljóðlát -aðeins 44db. Verð: ,- Verð: ,- Verð: ,- Hvít: Verð: Einnig til í stáli á kr Væntanleg 25.3 WW80H7400EW/EE 8 kg Þvottavél Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð 1400 snúningar Ecobubble Demantatromla DV70H4400CW/EE 7 kg þurrkari Barkalaus Demantatromla Rakaskynjari WF70F5E4P4W 7 kg Þvottavél Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð 1400 snúningar Ecobubble Demantatromla DV70FSE0HGW 7 kg þurrkari Varmadæla sem sparar orku Orkunotkun A+++ Barkalaus Demantatromla Verð: ,- Verð: ,- Verð: ,- Verð: ,- OPIÐ VIRKA DAGA KL OG LAuGARDAGA KL ormsson.is ATH. Höfum stækkað verslunina. Meira úrval - betri búð. Verið velkomin. FYRIR HEIMILIN Í LANDINU HafnarGöTu 23 reykjanesbæ Sími

6 6 19. Mars 2015 Molar Magnúsar Skemmtilegt að sjá skrif Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra í Garði á heimasíðub sveitarfélagsins. Þann 6. mars birtist þessi pistill. Gott fyrir Garðmenn og Suðurnesjamenn að fá fréttirnar beint í æð frá bæjarstjóranum. Veðurfar. Veðrið hefur alltaf verið vinsælt umræðuefni meðal okkar íslendinga. Vikan heilsaði með ágætu veðri og sólin lét meira að segja sjá sig. Um miðja vikuna fór svo allt í sama horf, veðurguðirnir ákváðu að gera okkur aftur lífið leitt með leiðinda veðri meira og minna út vikuna. Fram hefur komið að nýliðinn febrúarmánuður hafi verið sá kaldasti í Reykjavík frá árinu 2008, úrkomusamur, sólarlítill og almennt leiðindaveður. Sólardagar fyrri hluta vikunnar rifjuðu upp að þegar veðurguðirnir eru í góðu skapi þá á það sama við um okkur mannfólkið. Betri tíð er í vændum! Ferðaþjónustan. Undirritaður fór á fund í Duus húsum í vikunni, þar sem fjallað var um Stefnu og framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt verkefni, sem í raun hefði þurft að vera búið að vinna áður en sprenging varð í fjölgun ferðamanna fyrir nokkrum árum. Við höfum að mörgu leyti ekki búið okkur undir þessa þróun, m.a. með uppbyggingu innviða og erum að elta þróunina að því leyti. Ég velti fyrir mér hvort ferðaþjónustan ætti að horfa til þróunar hjá sjávarútvegnum. Horfa frá magni yfir í aukin verðmæti, því fjöldinn og magnið skilar ekki endilega mestum tekjum og framlegð. Það sem skiptir megin máli er að nýta auðlindina með sjálfbærni að leiðarljósi og á sem hagkvæmastan hátt. Aukin framlegð skapar forsendur til að hækka laun. Það eru allar slíkar forsendur fyrir hendi varðandi ferðaþjónustuna, en til að það geti orðið þarf stefnumótun, aðgerðaáætlun og samvinnu allra aðila sem að málinu koma. Ég held við séum að fara á rétta leið í þessum málum. Góður andi í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Garðs fundaði í vikunni. Það er góður andi í bæjarstjórninni, umræður góðar og nánast öll mál afgreidd samhljóða. Það er ánægjulegt að starfa við slíkar aðstæður og það mun skila okkur meiri og betri árangri í þágu íbúanna í sveitarfélaginu. Strætó. Strætó hækkaði gjaldskrá sína 1. mars. Sveitarfélagið Garður niðurgreiðir fargjöld barna sem búsett eru í sveitarfélaginu um 80%. Hækkun á gjaldskrá Strætó hefur ekki áhrif á fargjöld barnanna, þar sem farmiðakort verða seld á gamla verðinu meðan birgðir endast og líklega fram undir árslokin. Við hvetjum sem flesta að nýta sér almenningssamgöngur, sem eru ódýr og góður kostur. Eyrarrósin í Garðinn? Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Í vikunni var tilkynnt hvaða 10 verkefni eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna í ár. Eitt af þeim verkefnum er Ferskir vindar í Garði. Í byrjun apríl mun Dorrit Moussaieff forsetafrúin okkar afhenda Eyrarrósina því verkefni sem verður fyrir valinu. Það er ánægjulegt að Ferskir vindar komi til greina að hljóta Eyrarrósina, undirritaður óskar aðstandendum Ferskra vinda til hamingju með það. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort Eyrarrósin kemur í Garðinni, líkt og Edduverðlaunin um daginn. Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Kvenfélagskonur funda í Garði. Nú um komandi helgi verður Kvenfélagið Gefn gestgjafi aðalfundar Kvenfélagasambands Gullbringu-og Kjósarsýslu. Fundurinn verður haldinn í okkar glæsilega sal Miðgarði í Gerðaskóla og er von á um 50 konum frá kvenfélögum innan sambandsins til fundarins. Um leið og þær eru boðnar velkomnar í Garðinn er vonast til að samvera þeirra verði góð og aðalfundarstörf gangi vel. Kvenfélögin eiga sér langa og farsæla sögu á Íslandi. Þau hafa látið sig samfélagsleg verkefni varða og hafa víða verið kjölfesta í sínum samfélögum og skipt miklu máli í félagslífi hvers sveitarfélags. Tíminn flýgur hratt! Tíminn flýgur hratt, fyrr en varir kemur vorið. Áramótin eru nýliðin hjá og nú er aðeins einn mánuður til Páska! Sandgerði: Vel heppnað Nettómót Tvö lið á vegum körfuknattleiksdeildar Reynis voru skráð til leiks þessa helgi í minniboltamót Keflavíkur og Njarðvíkur Nettómót. Reynismenn spiluðu tíu leiki þessa helgi og fóru í bíó, hoppukastala, sund, kvöldvöku, pizzaveislu og m. fl. Í þessu móti eru engin stig talin og aðalmarkmiðið er að börnunum finnist gaman. Þeir foreldrar sem komu að þessu móti eiga þakkir skilið fyrir aðstoðina og svo eiga stjórnendur Nettómótsins þakkir skilið fyrir að leysa úr þeim vandræðum sem að deildin lenti í aðdraganda mótsins. Grindavík: Járngerður kemur út Fyrsta tölublað ársins af Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, verður dreift í öll hús annað kvöld. Blaðið er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni (sjá PDF útgáfu hér að neðan). Uppistaðan í blaðinu er glæsileg dagskrá Menningarvikunnar mars nk. en dagskrárliðir hafa líklega aldrei verið fleiri þar sem framlag heimafólks vegur þyngst. Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í sjöunda sinn, en hún var sett með formlegum hætti 14. mars s.l. Menningarvikunni lýkur 22. mars. n.k. Sem fyrr er uppistaðan í Menningarvikunni framlag heimafólks auk þess sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna, listamanna og skemmtikrafta heimsækja Grindavík. Menningarvikunni hefur verið vel tekið undanfarin ár. Allir leggjast á eitt við að bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur út um allan bæ. Grindvíkingar eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina. Í Járngerði er ýmislegt fleira skemmtilegt. Fjallað er um framkvæmdaáætlun jafnréttismála, íþóttastefnu Grindavíkur , fjallað um þau tímamót þegar íbúatalan í Grindavík fór í 3000, rannsóknir á jarðhita í Eldvörpum, breytingar á dagforeldraþjónustu, PMTO foreldrafærni, viðtal við Óla Stefán Flóventsson, þjónustukönnun Grindavíkurbæjar, menningu í heilsuleikskólanum Króki og þá eru auglýst sumarstörfin 2015 hjá Grindavíkurbæ. Er húsfélagið í lausu lofti? Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins?» Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Eignaumsjón hf. Suðurlandsbraut 30 Sími afgreidsla@eignaumsjon.is

7 Norður í vetrarfríinu Eigum lausa daga í næstu viku Hægt að bóka á heimasíðu okkar eða í síma

8 8 19. Mars 2015 Dýrin mín stór og smá Árshátíð Myllubakkaskóla var haldin á dögunum í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Að þessu sinni var þemað Dýrin mín stór og smá. Boðið var uppá 12 mismunandi atriði, sem öll tókust sérlega vel. Eins og þemað gefur til kynna var leikið og sungið um fjölda dýra af öllum gerðum. það var ánægjulet að sjá hvað allir bæði nemendur og starfsfólk voru tilbúinn að láta allt takast vel. Allt gekk þessi ein og í vel smurðri vél og allir skemmtu sér vel. Svona sýning kallar á mikinn undirbúning, skipulagningu og æfingar. Flott hjá Myllubakkasóla. Hér koma svo nokkrar myndir. Drekinn hrikalegi hjá 7. bekk Sænski kokkurinn í Muppet show meiriháttar hjá 4. bekk Dýrin í Hálsaskógi flott hjá 1. bekk Glæsilegt upphafsatriði 2. bekkur með Glaðasti hundur í heimi Rauðhetta og úlfurinn í nýrri uppsetningu hjá 9. bekk Lína langsokkur flott hjá 3. bekk Starfsmenn skólans klikkuðu ekki

9 19. Mars Dúkkusýning í Listatorgi Ég fór og skoðaði sýningu sem þær stöllur Erla Sigursveinsdóttir og Kolbrún Vídalín áttu mestan heiður af að setja upp. Sýningin er liður í Safnahelgi á Suðurnesjum. En vegan veðurs var ákveðið að hún yrði einnig um næstu helgi 21 og 22 mars. Það verður að segjast eins og er: Ég varð hugfangin! Kannski er sýningin frekar kvenkyns og upp úr hugskotinu komu leiftur frá fyrri tíð. Fyrsta dúkkan mín og hvernig það bar að! Það voru engir bílar þarna en dúkkuvagnar af mörgum gerðum. Símar og allavega leikföng. Kæru lesendur, endilega kíkið við í Listatorgi í Sandgerði. Þið verðið ekki svikin af því. Silla E. Fyrsta áfanga lokið Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er lokið með opnun tveggja nýrra veitingastaða og einnar verslunar. Framkvæmdir á svæðinu munu halda áfram og verða lokið í áföngum fram í miðjan maí n.k. Tveir nýir veitingastaðir, Mathús og Loksins Bar, hafa tekið til starfa. Báðir leggja þeir áherslu á að skapa íslenskt andrúmsloft og komu margir íslenskir hönnuðir að hönnun þeirra. Mathús verður stærsti veitingastaðurinn á svæðinu og mun bjóða upp á fjölskylduvænan mat. Loksins Bar leggur áherslu á íslenskan bjór og hefur yfir 30 bjórtegundir frá íslenskum brugghúsum á boðstólum. Þá hefur Optical Studio opnað verslun sína á nýjum stað en verslunin hefur verið í flugstöðinni í 16 ár. Optical Studio útbýr gleraugu á 15 mínútum fyrir farþega ásamt því að bjóða upp á sjónmælingar, kontaktlinsur, viðgerðir á gleraugum, sólgleraugu ofl. Eymundsson mun svo opna endurbætta verslun á nýjum stað í vikunni. Loksins Bar - spánýr bar sem leggur áherslu á íslenskan bjór Sex verslanir og einn veitingastaður, sem áður voru á svæðinu, voru valin í forvali til þess að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir. Verslanirnar 66 N, Bláa Lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi í flugstöðinni. Við bætast tískuvöruverslun með þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun og sælkeraverslunin Nord. Fjórir nýir drykkjarog matsölustaðir opna á fríhafnarsvæðinu, staðirnir Mathús, Loksins bar, Segafredo og Joe and the Juice. Optical Studio á nýjum stað á verslunarsvæðinu Íslensk hönnun og íslenskt hráefni voru leiðarljósið í allri hönnun á nýju fríhafnarsvæði sem og í vali á rekstraraðilum. Þess var krafist af öllum rekstraraðilum að þeir hefðu íslenska tengingu í vöru sinni eða þjónustu. Endurhönnun flugstöðvarinnar og útboð verslunar-og veitingasvæðis var nauðsynlegt til þess að mæta auknum farþegafjölda á flugvellinum en um fjórar milljónir farþega fóru um flugvöllinn árið Breytingarnar og uppbyggingin munu fjölga störfum á Keflavíkurflugvelli verulega sem og auka tekjur á fríhafnarsvæðinu. Umhverfisvænar blöðrur Að gefnu tilefni vill menningarráð Reykjanesbæjar koma því á framfæri að síðustu ár hafa blöðrur sem hafa verið notaðar á Ljósanótt verið úr hreinu Latexi, náttúrulegri afurð gúmmítrjáa, og brotna upp í náttúrunni (earth friendly balloons, bio-degradable). Einnig eru böndin, sem notuð hafa verið til að binda þær, umhverfisvæn.

10 Mars 2015 Aflafréttir Smá ferðalag aftur í tímann Frá því síðasti pistill var skrifaður þá má segja að fátt hafi skeð því veður hefur verið ansi slæmt og bátar lítið komist á sjóinn. Örn GK hefur þó náð að kroppa upp 105 tonn í dragnótina í 7 róðrum og mest 20 tonn í róðri. Ansi langt er í næstu báta, Sigurfari GK er með 60 tonn í 5, Benni Sæm GK 53 tonn í 5, Siggi Bjarna GK 44 tonn í 5. Netabátarnir hafa náð að skjótast út og landaði t.d Þórsnes SH frá Stykkishólmi 38 tonnum í Sandgerði í einni löndun. Gunnar Hámundarsson GK er kominn með 77 tonn í 11 róðrum og mest 15,5 tonn í einni löndun. Ansi gott hjá þessum gamla fallega báti. Maron GK 61 tonn í 8, Happasæll KE 59 tonn í 8, ( þess má geta að Happasæll KE kemur í staðinn fyrir Tjaldanes GK, enn bilun varð í gírnum á Tjaldanesinu GK og leigði Hólmgrímur Happasæl KE í staðinn. ). Fyrst það er svona mikið rólegt þá ætla ég að fara í smá ferðalag aftur í tímann og kíkjum á hvort að mars mánuður árið 1993 hafi verið eitthvað betri enn þessi mars mánuður sem núna er hálfnaður. Já það má segja það að þónokkuð mikið meira hafið verið að gera. Í Keflavík í Mars árið 1993 kom á land 2200 tonn af 28 bátum í 162 löndunum. Auk þess 90 tonn af 40 smábátum í 174 löndunum. Í Grindavík komu á land 5094 tonn af 52 bátum í 562 löndunum og auk þess 330 tonn af 34 smábátum. Brjálað var að gera í Sandgerði því þar komu á land 3520 tonn af 44 bátum í 569 löndunum og auk þess 490 tonn af 122 smábátum í 561 löndunum. Þarna voru landanir í Sandgerði 1130 talsins. Af þessu voru 70 smábátar á handfærum. Kíkjum á nokkra báta og byrjum í Keflavík. Sigurfari GK var með 73 tn í 2 á trolli, Albert Ólafsson KE 93 tn í 3, Eldeyjar Boði KE 39 tn í 1, og Eldeyjar Hjalti KE 36 tn í 1, Særún GK 72 tn í 2 allir á línu. Ágúst Guðmundsson GK 51 tní 7, Erling KE 363 tonn í 24, Gunnar Hámundarsson GK 123 tonn í 24, Happasæll KE 240 tonn í 27, Stafnes KE 109 tonn í 3, Svanur KE 153 tonn í 24, allir á netum. Auk þess þá landaði togarinn Þuríður Halldórsdóttir GK 256 tonnum í 7 löndunum, Sveinn Jónsson KE 145 tonn í 2 og Eldeyjar Súla KE 205 tonn í 2. Í Sandgerði þá voru þar t.d Arnar KE 105 tonní 19, Björgvin á Háteig GK 130 tonn í 19, Eyvindur KE 75 tonn í 17, Haförn KE 78 tonní 19, Njáll RE 64 tonn í 19, Reykjarborg RE 72 tonn í 20, Sæljón RE 73 tonní 17 og Þór Pétursson GK 85 tonní 20 allir á dragnót. Jón Gunnlaugs GK 66 tn í 9, Sigþór ÞH 41 tn í 7, Una í Garði GK 48 tonn í 11 allir á línu. Arney KE 266 tonn í 17, Freyja GK 197 tonní 21, Guðfinnur KE 83 tonní 24, Hafnarberg RE 193 tonní 24, Hólmsteinn GK 88 tonn í 24, Jóhannes Ívar KE 116 tonní 23, Ósk KE 141 tonní 20. Ægir Jóhannsson ÞH 92 tonní 25. Sigurvin Breiðfjörð KE 218 tonn í 25 og vekur þetta nokkra athygli þar sem að Sigurvin Breiðfjörð var ekki nema um 70 tonna bátur enn náði að fiska þetta mikið. Ef ég er að fara með rétt mál þá var netakóngurinn Grétar Mar Jónsson skipstjóri á bátnum þessa vertíð voru allir þessir bátar á netum. Auk þess þá kom Haukur GK með 137 tn, Ólafur Jónsson GK 98 tonn og Sveinn Jónsson KE 107 tonn allir í tveimur löndunum. Í Grindavík var eins og í Sandgerði nóg um að vera. Hópsnes GK var með 63 tonn í einni löndun og Oddgeir ÞH 90 tonn í 7 báðir á trolli. Fjölnir GK 83 tn í 4, Hrugnir GK 108 tonn í 5, Kópur GK 127 tonní 3, Sighvatur GK 140 tonn í 4, Skarfur GK 113 tonn í 4, Eldeyjar Boði KE 36 tonní 2 og Eldeyjar Hjalti GK 68 tonn í 2 allir á línu. Nóg var af netabátum. Ágúst Guðmundsson GK 181 tonn í 19, Eldhamar GK 100 tonní 16, Gaukur GK 303 tonn í 23, Geirfugl GK 339 tonní 23, Hafberg GK 259 tonn í 24. Höfrungur II GK 235 tonní 25. Júlli Dan GK 190 tonní 10, Kári GK 71 tonn í 19. Máni GK 186 tonn í 23, Ólafur GK 118 tonn í 26. Reynir GK 123 tonn í 17, Sigrún GK 93 tonní 23, Sæborg GK 227 tonn í 24. Vörður ÞH 308 tonn í 26, Þorsteinn GK 258 tonn í 25, Þorsteinn Gíslasson GK 164 tonní 23 og Vörðufell GK 77 tonn í 22. Auk þess þá kom Gnúpur GK með 267 tonn í tveimur löndunum. Gísli R. Sandgerði: Frábærri heilsuviku lokið! Skólavefurinn.is LUNDINN & HVALURINN Skólavefurinn.is Fullt af nýju efni! Bættu námsárangurinn! Nú er afstaðin þriðja íþróttaog heilsuvikan sem haldin hefur verið í bænum. Hún fór af stað með miklum látum sunnudaginn 1. mars þegar haldið var blakmót í íþróttamiðstöðinni. Heilsuvikuhlaupið fór fram á mánudeginum og fengu 16 krakkar úr grunnskólanum verðlaunapening. Það er ekki hægt að minnast á hlaupið án þess að þakka nemendum úr 1., 2., og 6. bekk fyrir en þátttakan í þeim bekkjum var frábær. Um kvöldið var svo haldið vel heppnað billiardmót Skýjaborgar fyrir nemendur í bekk. Við fengum frábært veður á þriðjudeginum og voru fjölmargir sem nýttu sér það og gengu í vinnuna. Veðrið var hins vegar ekki gott á miðvikudeginum sem varð til þess að fyrirlesturinn sem átti að vera í Reynisheimilinu frestaðist. Aðalviðburðurinn var á fimmtudeginum þegar Svanfríður Árný var krýnd íþróttamaður Sandgerðisbæjar Fimm aðrir voru heiðraðir fyrir góðan árangur á árinu auk þess sem Ósk Valdimarsdóttir fékk heiðursviðurkenningu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum. Á föstudeginum fékk Reynir Sandgerði Hrunamenn í heimsókn í körfuboltanum þar sem heimamenn unnu öruggan sigur. Síðasti dagur heilsuvikunnar var á laugardaginn þegar íþróttaskóli fyrir 4-5 ára krakka hófst og endaði vikan svo formlega á brenniboltamóti síðar um daginn. Allir sem komu að vikunni eiga hrós skilið en mig langar að minnast sérstaklega á leikskólann okkar og grunnskólann sem tóku virkan þátt í vikunni auk þess sem körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild Reynis eiga hrós skilið fyrir að hafa allar æfingar í vikunni opnar. Sigurður Hilmar Guðjónsson, frístunda- og forvarnafulltrúi. (Heimasíða Sandgerðis) Húsnæði til að sinna lögfræðiráðgjöf Á fundi sem Fjölskyldu og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar hélt nýlega var m.a. rætt um málefni innflytjenda. Umræða um fjölmenningarmál í sveitarfélaginu Lögð fram tillaga stýrihóps í fjölmenningarmálum í Reykjanesbæ um að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði útvegað húsnæði til að geta sinnt lögfræðiráðgjöf til innflytjenda og að ferðakostnaður vegna þjónustunnar verði greiddur. Fjölskyldu- og félagsmálaráð samþykkir tillögu stýrihópsins. Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur jafnframt til að stýrihópur í fjölmenningarmálum endurskoði fjölmenningarstefnu frá árinu og komi með tillögur að breytingum fyrir júní 2015.

11 ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA Allar almennar bílaviðgerðir Smurþjónusta Tölvulestur fyrir flestar gerðir bíla Umfelgun frá kr Pústviðgerðir Dekk undir flestar gerðir bíla Hjá okkur færðu alla almenna bílaþjónustu Snögg þjónusta og bara góð verð í gangi Sala varahluta og aukahluta frá Stillingu hf. Bætiefni og olíur Rafgeymar Bremsuklossar Þurrkublöð Bremsudiskar Laghentir ehf. Bolafæti Reykjanesbæ Sími Gsm Opið alla virka daga frá kl

12 Mars 2015 GRINDAVÍKURBÆR Laus störf við leikskólann Laut Tvo deildarstjóra vantar til starfa í leikskólanum Laut í Grindavík. Um 100% starf er að ræða. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00. Laun eru samkvæmt kjarasamningumleikskólakennara og sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða - 6 ára. Við erum,,skóli á grænni grein og vinnum eftir Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar. Gleði, hlýja og virðing eru einkunnarorð skólans. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu hans. Hæfniskröfur: Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari er æskilegt. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptum. Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma og Umsóknir berist til leikskólastjóra á netfangið gleik@grindavik.is Endurnýja þarf eldri umsóknir. umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 Vinnufatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 Ísnet Húsavík - Barðahúsi Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut Hafnarfjörður Sími isfell@isfell.is Merkir Suðurnesjamenn Guðrún Elísa Ólafsdóttir Guðrún Elísa Ólafsdóttir fæddist á Ísafirði 3. febrúar Hún lést árið Á árunum var Guðrún formaður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur og árið 1989 varð hún síðan varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis til ársins Guðrún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir verkalýðshreyfinguna, verið varamaður í miðstjórn ASÍ og Verkamannasambands Íslands, var í Sambandstjórn ASÍ og sat í MFA. Eftir að eiginlegum starfsferli lauk var hún formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum og sinnti því starfi þar til hún lést. Í minningargreinum má m.a. lesa: Hún gaf sér alltaf nógan tíma þegar börnin áttu í hlut. Alltaf til í að hlusta, hjálpa og ráðleggja eftir sinni bestu getu og var ótrúlega fundvís á spennandi hluti að gera með þeim og hugsaði svo vel um þau. Það var oft engu líkara en hún væri sjálf stórt barn, svo næma og góða tilfinningu hafði hún um þarfir litla fólksins og lifði sig svo auðveldlega inn í hugarheim þeirra, enda voru þau ávallt ánægð og hamingjusöm eftir samveruna við ömmu sina. Ég er henni svo þakklát fyrir það sem hún var mínum börnum yndisleg amma og góð fyrirmynd Guðrún lagði allt sitt í starfið, vakandi og sofandi og mátti ekkert aumt sjá. Lagði hún sig alla fram svo að okkur sem störfuðum með henni þótti nóg um þar sem við vissum að hún hafði ekki fulla heilsu. Hún hafði umsjón með skemmti- og fræðsludagskrá á vegum félagsins á bóndadaginn. Þá tók hún þátt í kórsöng og það síðasta sem ég sá til hennar var þegar hún var að raða upp stólum og laga til í salnum á Nesvöllum. Síðan bárust mér fregnir af áfalli hennar sem varð þessari athafnakonu að falli. Guðrún lét hagsmunamál okkar eldri borgara mjög til sín taka. Hún var formaður Kjaranefndar Landsambands eldri borgara og var ötul að koma kröfum okkar eldri borgara á framfæri. Hún lagði sig alla fram við það eins og annað sem hún tók að sér. Hún hafði bæði reynslu og þekkingu á kjaramálum eldri borgara og naut þess að hún hafði verið formaður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur og síðan varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis eftir að Verkakvennafélagið var sameinað Verkalýðsfélaginu Guðrún var mikill jafnréttissinni og barðist eins og ljón fyrir hlut kvenna innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Þar náði hún árangri bæði í héraði og á landsvísu. Það hefur oft orðið mér umhugsunarefni hvað þætti forystukvenna í verkalýðshreyfingunni hafa verið gerð lítil skil. Halda mætti af umfjöllun, að upphaf Víðsjá kynningarrit Blindrafélagsins Víðsjá er kynningarrit Blindrafélagsins og er því ætlað að auka þekkingu á högum blindra og sjónskertra auk þess að veita innsýn í líf og starf félagsmanna. Viðsjá skipar lykilhlutverk í fjáröflunarmálum Blindrafélagsins en félagið þarf að afla 90% af tekjum sínum með eigin fjáröflun til að standa undir nauðsynlegri starfsemi og þjónustu. Viðsjá kemur út tvisvar á ári, að vori og að hausti. Upplag blaðsins er eintök. Því er dreift til félagsmanna, styrktarfélaga, bakhjarla og annarra sem stutt hafa félagið á síðastliðnum árum. Auk þess er blaðið sent til ýmissa félaga, fyrirtækja og opinberra aðila með áherslu á þá sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt könnun Capacent sem gerð var fyrir hönd Blindrafélagsins þá lásu það um 74% þeirra sem voru á póstlista Blindrafélagsins sem gerir það að verkum að um 15 þúsund manns skoðuðu blaðið. Af lesendum voru 82% ánægðir með efnistök blaðsins sem sýnir að ritstjórnarstefna blaðsins höfðar vel til markhópsins. Tilgangur Víðsjár er að stuðla að sem viðtækustum skilningi og stuðningi, meðal félagsmanna og almennings á: Lífsgæðum og mannréttindum blinds og sjónskerts fólks á Íslandi. Nýjustu rannsóknum og meðferðartilraunum á sviði augnlækninga. Verkefnum sem eru á vettvangi Blindrafélagsins eða studd af félaginu og heimasíðu félagins, blind.is. Fara til Nybro í Svíþjóð Gerðaskóli: beiðni um styrk vegna nemendaheimsóknar til norræns vinabæjar. Lagt fram bréf frá Gerðaskóla dags , þar sem fram kemur að 8. bekkur muni fara í heimsókn til jafnaldra sinna í Nybro í Svíþjóð í júní Ferðin er þannig til komin að í júní 2014 voru haldnir Norrænir dagar í Garði. Þá kom hópur barna frá vinabænum Nybro í heimsókn. Nú hafa sænsku börnin boðið jafnöldrum sínum í 8. bekk Gerðaskóla í heimsókn, til að endurgjalda heimsókn þeirra í Garðinn sl. sumar. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að fjármagna kostnað við ferðina. Samþykkt samhljóða að veita ferðastyrk sem nemur kr á nemanda. Gerð verður tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins. jafnréttisbaráttu hafi verið með tilkomu rauðsokka eða Kvennalista. Er það mikill misskilningur. Þegar saga forystukvenna í verkalýðshreyfingunni verður skráð mun hlutur Guðrúnar E. Ólafsdóttur birtast á skýran hátt. Samstarf okkar Guðrúnar varð mikið því félögin ákváðu að setja á fót skrifstofur undir einu þaki. Á þessum tíma var mikið um að vera. Verkalýðshreyfingin hafði meira vægi en séð verður í dag. Þá voru atvinnuleysisbætur greiddar út hjá verkalýðsfélögunum og þá var mikið um svokallaða vinnustaðasamninga, bæði á Keflavíkurflugvelli og niðurfrá eins og við orðum það. Það var síðan árið 1989 að verkalýðsfélögin í Keflavík/Njarðvík sameinuðust. Var það að frumkvæði Guðrúnar. Hún sagði; Sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. Saman verða félögin hreyfiafl framfara og árangurs, annars ekki. Hún hóf fullt starf hjá félögunum þegar umsvifin jukust og starfaði þar fram yfir sjötugs aldur. Stuðningur hins opinbera við starf Blindrafélagsins hefur dregist verulega saman á síðustu árum sem leiðir til þess að félagið þarf enn frekar að leita til almennings í landinu eftir stuðningi. Nýjasta verkefni Blindrafélagsins er Vefvarp Blindrafélagsins en það er nettengd lestölva sem les upphátt í rauntíma skýringatexta í sjónvarpi, Morgunblaðið, bækur frá Hljóðbókasafni Íslands og margt fleira. Vefvarpið notar talgervilinn Karl og Dóru við upplesturinn. Ekki þarf neina tölvukunnáttu til að geta nýtt tækið. Þessi tækni hefur valdið straumhvörfum í upplýsingamiðlun til blindra og sjónskertra eldri borgara. Á þessu ári eru 76 ár frá stofnun Blindrafélagsins. Í allan þann tíma hefur félagið barist af alefli fyrir réttindum blindra og sjónskertra og í dag er félagið í fararbroddi í jafnréttisbaráttu fatlaðra á Íslandi. Leikir og þrautir Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir áhugasömum félögum eða hópum til að sjá um leiki og þrautir fyrir fjölskyldur í skrúðgarðinum á 17. júní. Áhugasamir hafi samband við menningarfulltrúa fyrir 5. apríl n.k. á netfangið menningarfulltrui@ reykjanesbaer.is.

13 citroen.is HAGKVÆMASTI KOSTURINN LÆGSTA VERÐIÐ HLIÐARHURÐIR BEGGJA VEGNA FELLANLEGT SKILRÚM SPARNEYTINN CITROËN NEMO ER HAGKVÆMASTI KOSTURINN Citroën Nemo er með lægsta verðmiðann á markaðnum. Gerðu samanburð og veldu hagkvæman og lipran sendibíl sem uppfyllir allar þínar kröfur. Nemo er með sparneytinni dísilvél og er vel búinn staðalbúnaði. Hliðarhurðir beggja vegna auðvelda hleðslu og hægt er að flytja lengri hluti með því að fella niður skilrúmið. Kauptu hagkvæman Citroën Nemo, við aðstoðum þig með fjármögnun. Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. CITROËN NEMO VAN 1,3 DÍSIL 6 HURÐA VERÐ FRÁ: KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: KR. MEÐ VSK CRÉATIVE TECHNOLOGIE Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl og laugardaga kl Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

14 Mars 2015 Svanfríður Árný Steingrímsdóttir er íþróttamaður Sandgerðis 2014 Fyrr í dag, fimmtudaginn 5. mars, á afmælisdegi Magnúsar Þórðarsonar eins af stofnendum Reynis voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur til íþróttamanna í Sandgerði fyrir árið einstaklingar voru verðlaunaðir og tilnefndir sem íþróttamaður Sandgerðis 2014, en þeir eru: Birkir Freyr Sigurðsson Knattspyrnumaður Daníel Arnar Ragnarsson TaeKwonDo-maður Margrét Guðrún Svavarsdóttir Hnefaleikakona Rúnar Ágúst Pálsson Körfuknattleiksmaður Svanfríður Árný Steingrímsdóttir Sundkona Þór Ríkharðsson Kylfingur Það var svo sundkonan Svanfríður Árný sem hlaut titilinn íþróttamaður Sandgerðis Svanfríður vann til fjölda verðlauna á árinu 2014 og þar meðtalda nokkra Íslandsmeistaratitla bæði í einstaklings- Hönnun: Víkurfréttir ATVINNA Verkstjóri vinnuskóla sumarið Umsjón með tveimur tveggja vikna leikjanámskeiðum. Umsjón með sumarnámskeiði. Skólagarðar kofabyggð kassabílagerð. og sveitakeppni. Svanfríður er ung og metnaðarfull sem sést kannski best í því að hún æfir 21 klukkustund á viku ásamt því að stunda grunnskólanám og vera virk í félagslífi bæjarins. Svanfríður er fyrirmynd allra sem stunda íþróttir og er vel að þessum titli komin. Auk þess hlaut Ósk Valdimarsdóttir viðurkenningu Frístunda- forvarnarog jafnréttisráðs fyrir störf að íþróttaog æskulýðsmálum í Sandgerði. Knattspyrnufélagið Reynir óskar Svanfríði til hamingju með titilinn og þeim öllum til hamingju með viðurkenningarnar. Myndir tók Ólafur Þór Ólafsson VERKSTJÓRI VINNUSKÓLA Starfið felur í sér stjórnun á starfi flokkstjóra í skipulagningu verkefna í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Æskilegir hæfileikar Vera heilsuhraustur og jákvæður. Vera lipur í mannlegum samskiptum og úrræðagóður. Vera samviskusamur, góð fyrirmynd með reynslu af vinnu með ungmennum. Geta haldið vel um tímaskráningar með flokkstjórum. Hafa þekkingu á fjölbreyttum garðyrkjustörfum og fegrun á umhverfinu. Vinnuskólinn er starfræktur frá 21. maí til 7. ágúst. Umsækjendur skulu vera eldri en 25 ára. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og VSFK UMSJÓNARMAÐUR LEIKJANÁMSKEIÐS Sjá um skipulagningu og framkvæmd leikjanámskeiða fyrir börn á aldrinum 6-13 ára. Æskilegir hæfileikar Áræðanlegur, lipur í mannlegum samskiptum og hugmyndaríkur. Æskileg menntun Íþrótta- eða tómstundafræði. Umsækjendur skula vera eldri en 20 ára. UMSJÓNARMAÐUR SUMARNÁMSKEIÐS Skólagarðar kofabyggð kassabílagerð. Sjá um skipulagningu og framkvæmd á sumarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 9-13 ára. ( bekk grunnskólans) Æskilegir hæfileikar Áræðanlegur, lipur í mannlegum samskiptum og hugmyndaríkur. Þekking og reynsla á ræktun grænmetis, kofasmíði og kassabílagerð Æskileg menntun Uppeldis- eða garðyrkjumenntun. Námskeiðið er starfrækt frá 8. júní til 30. júlí. Umsækjendur skula vera eldri en 20 ára. Umsóknarfrestur um störfin er til 25. mars. Nánari upplýsingar um þessi þrjú störf veitir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs í síma , á bæjarskrifstofu Garðs eða í netfanginu gudbrandurjs@svgardur.is. Umsóknir má nálgast á heimasíðu Garðs. Þjónusta Umsóknir og eyðublöð Bæjarskrifstofa Garðs, Sunnubraut Garði. S Persónuvernd segir söfnun nafnlausra ábendinga fyrir tilstilli ábendingahnapps á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins ekki samrýmast lögum Þann 25. febrúar síðastliðinn kvað Persónuvernd upp úrskurð í máli einstaklings sem kvartaði til stofnunarinnar yfir hnappi á heimasíðu Tryggingastofnunar (TR) fyrir ábendingar um misferli. Kvartandi naut aðstoðar Sigurjóns Unnars Sveinssonar lögfræðings Öryrkjabandalags Íslands í málinu. Kvartandi benti í greinargerð sinni á að fyrirkomulag ábendingarhnappsins, eins og því væri fyrir komið, stæðist ekki lög meðal annars á þeim grundvelli að TR gætti ekki að rétti kæranda samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Í úrskurði sínum tók Persónuvernd fram að samkvæmt lögum um persónuvernd ætti hinn skráði rétt á Grindavík: Samskipti skóla og trúfélaga Fræðslunefnd Grindavík bókaði eftirfarandi á fundi sínum: Nefndin telur ekki tilefni til að sveitarfélagið seti almennar reglur um samskipti skóla og trúfélaga. Nefndin vitneskju um vinnslu persónuupplýsinga um sig og einnig rétt á því að vita hvaðan upplýsingarnar koma. Í ljósi þess að hægt var að senda inn ábendingar án þess að gefa upp nafn né netfang sendanda kæmi það í veg fyrir að hinn skráði gæti notið réttinda sinna. Þegar af þeirri ástæðu færi vinnsla Tryggingastofnunar í bága við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig bæri Tryggingastofnun að láta af móttöku slíkra ábendinga. Tryggingastofnun ríkisins hefur nú þegar orðið við úrskurðinum og tekið ábendingarhnappinn út af heimasíðu sinni. Öryrkjabandalag Íslands fagnar því að TR hafi brugðist svo skjótt við. Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon formaður ÖBÍ í síma mælist hins vegar til þess að í skólanámskrá hvers skóla sé að finna umfjöllun um verklag í tengslum við samskipti trúfélaga og skólanna.

15 Súkkulaðið í páskaeggjum Nóa Síríus er QPP (Quality Partner Program) framleiðsla sem stuðlar að sjálfbærni og betri aðbúnaði starfsfólks í kakóræktun. Þau eru tilbúin Nóa páskaeggin eru órjúfanlegur hluti af lífi okkar allra. Alltaf ljúffeng, alltaf með sama góða bragðinu. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Við óskum ykkur alls hins besta um páskana. facebook.com/noisirius

16 ÞORLÁKSHÖFN Þorlákshöfn er á suð-vesturströnd Íslands. Þar er eina höfn Suðurlands allt austur að Hornafirði. Frá höfninni eru góðar og greiðfærar samgöngur til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema u.þ.b. 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Höfnin liggur vel við góðum fiskimiðum og í landi eru fjölmörg fyrirtæki til að vinna úr aflanum. Fiskmarkaður er á staðnum og fullkomin frystigeymsla og tollvöruhús, Kuldaboli, er staðsett við höfnina. Í Þorlákshöfn eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða fjölhæfa þjónustu fyrir fiski- og flutningaskip t.d. olíuverslun, flutningar, alhliða viðgerðarþjónustur, köfun, netaviðgerðir og lifrabræðsla. Þar er einnig öll helsta þjónusta sem nauðsynleg er í nútímasamfélagi; banki, matvöruverslun, bakarí, kaffihús, veitingastaðir, heilsugæsla, lyfjaverslun, frábært íþróttahús, líkamsræktarstöð og sundlaug. FyRiRHuguð StæKKuN HaFNaRiNNaR Höfnin hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og framtíðaráform eru um enn meiri stækkun sem gæti þjónustað Evrópusamgöngur - en stórskipahöfn í Þorlákshöfn styttir siglingatíma til helstu borga í Evrópu töluvert miðað við siglingu til og frá Reykjavík. Mikið framboð er af hentugu landrými til ýmiss konar starfsemi og er staðsetningin mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu. Fyrir liggur skipulag á tæplega 540 hektara iðnaðarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Samgöngur við svæðið eru góðar og stutt í virkjanir og því er flutningskostnaður orku í lágmarki. Það auk stórskipahafnar hefur verulegt aðdráttarafl fyrir erlend fyrirtæki sem sýnt hafa áhuga á að reka starfsemi á Íslandi. Ný uppfylling og öldudempandi flái Fjarlægð steinbryggja Skipulögð iðnaðarsvæði Eina höfnin á Suðurlandi 40 km til Reykjavíkur 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Fullkomið frystivöruhótel og landamærastöð Bryggjukantar um 1200 m Mesta dýpi við kant 8 m Dýpi í innsiglingu 7,5-8 m Fiski-, flutninga- og tollhöfn Hafnsögubátur 900 hö. Frábært íþróttahús og sundlaug Öll almenn þjónusta við skip Öll almenn þjónusta við áhafnir Fiskmarkaður og fiskvinnslufyrirtæki Ísframleiðsla með GÁMES vottun Þorlákshöfn ARGH! International Airport 85 km Reykjavík 50 km Þorlákshöfn Reykjavík Þorlákshöfn Styttir leiðir. Ísland Europa Þorlákshöfn Hafnarbakka Þorlákshöfn Sími Hafnarstjóri hofn@olfus.is Hafnarvog Sími Fax hafnarvog@olfus.is Hafnarvörður Sími sólarhringsvakt Kallrás á VHF 12

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

atvinna Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson Hrannar Helgason Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.

atvinna Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson Hrannar Helgason Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir. atvinna Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is 2 5. maí 2012 LAUGARDAGUR Starf skólastjóra Umsókn skal

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Atvinnutækifæri í Noregi

Atvinnutækifæri í Noregi atvinna SÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is Áfylling og afgreiðsla gashylkja ÍSAGA var stofnað árið

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

atvinna Öflugir forritarar - spennandi tækifæri

atvinna Öflugir forritarar - spennandi tækifæri atvinna SÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is Öflugir forritarar - spennandi tækifæri www.intellecta.is

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

atvinna Iceland Travel - rekstrarstjóri MICE Ný störf á nýju ári!

atvinna Iceland Travel - rekstrarstjóri MICE Ný störf á nýju ári! atvinna SÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.is auglýsir lausar stöður Hulduberg er sex deilda leikskóli.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins

Aðventufagnaður Grunnvíkingafélagsins TUDORTUDOR RAFGEYMAR RAFGEYMAR MIKIÐ ÚRVAL - TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA MIKIÐ ÚRVAL OG GÓÐ ÞJÓNUSTA TUDOR 35- TRAUST ÁR Á ÍSLANDI TUDOR 35 ÁR Á ÍSLANDI - 95Ah, 800 Amper - 30% meiri ræsikraftur - Alveg lokaðir

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Dr.Ívar Jónsson Vífill Karlsson M.Sc. Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags Skýrsla unnin fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst Bifröst/ Borgarbyggð Janúar 2002 Höfundar þakka

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL VINNUMENNING OG KYNJATENGSL LÖGREGLUNNAR AF HVERJU ERU KONUR SVO FÁMENNAR MEÐAL LÖGREGLUMANNA? FINNBORG SALOME STEINÞÓRSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá...

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 28 29 30 Hlunnindi & veiði Þegar lífið snýst um töltandi furðuveru Áhrif almennings grundvallarstef 14. tölublað 2017 Fimmtudagur 20. júlí Blað nr. 795 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Tvískinnungur

Διαβάστε περισσότερα

Egg seld undir fölsku flaggi?

Egg seld undir fölsku flaggi? 10 12 32 33 Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög 23. tölublað 2016 Fimmtudagur 1. desember Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

HAUST 2015 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

HAUST 2015 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI HAUST 2015 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.nemahvad.is INNGANGUR

Διαβάστε περισσότερα

Hagstofa Íslands er mið stöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk hennar er að vinna hlutlægar hagskýrslur,

Hagstofa Íslands er mið stöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk hennar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, Atvinnuauglýsingar LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2018 Hagstofa Íslands er mið stöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk hennar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna,

Διαβάστε περισσότερα

ára Vor 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

ára Vor 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI ára Vor 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.nemahvad.is INNGANGUR

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

HAUST 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

HAUST 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI HAUST 2014 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 Verk- og tækninám - nema hvað? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar Handverksgreinar Snyrtigreinar Rafiðngreinar Upplýsingagreinar www.nemahvad.is INNGANGUR

Διαβάστε περισσότερα

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag

Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar. 2. tölublað 2016 Fimmtudagur 28. janúar Blað nr árg. Upplag 18 26 32 33 Hlutfall 1. verðlauna hrossa í sögulegu hámarki Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfitt tíðarfar Gautsstaðir á Svalbarðsströnd var afurðahæsta kúabúið 2015 2. tölublað 2016 Fimmtudagur

Διαβάστε περισσότερα

ára Haust 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI

ára Haust 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI ára Haust 2016 SÍMENNTUN Í IÐNAÐI 1 HVAR VILT ÞÚ VERA EFTIR FJÖGUR ÁR? Verður þú í skemmtilegu og vel launuðu starfi sem að auki gefur þér kost á háskólanámi? Byggingagreinar Málm- og véltækni Matvælagreinar

Διαβάστε περισσότερα

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands

Eitt besta kornsumar sögunnar. Matur úr villtri náttúru Íslands Eitt besta kornsumar sögunnar Matur úr villtri náttúru Íslands Matreiðslumenn horfa út í heim Félagarnir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu eru að gera

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu

Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Úr bílasölu 18 23 46 Úr bílasölu 5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Búnaðarþing 2013 karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands:

Διαβάστε περισσότερα

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi Fæddur 15. desember

Διαβάστε περισσότερα

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004

TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 L 134/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2004/17/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Friðgeir Helgason matreiðslumaður hefur starfað víða í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi. Í sumar ætlar hann að njóta lífsins í Flatey. MYND/ERNIR Kór

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα