SKÁTABLAÐIÐ SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR. Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "SKÁTABLAÐIÐ SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR. Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi"

Transcript

1 SKÁTABLAÐIÐ Marta Magnúsdóttir nýr skátahöfðingi SKÁTASTARF Á AKUREYRI AUÐUR DJÚPÚÐGA Á ÍRLANDI WORLD SCOUT MOOT Í SUMAR

2 Hvar verður þú um Verslunarmannahelgina? Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu kveðjur! Húsavík Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf- Smiðjuteigi 7 Mývatn Mývatn Tours, Arnarnesi Vogar, ferðaþjónusta, Vogum Þórshöfn Geir ehf, Sunnuvegi 3 Egilsstaðir Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf, Miðvangi 2-4 Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir, Egilsstöðum 1-2 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11 Reyðarfjörður Fjarðabyggð, Hafnargötu 2 Eskifjörður Fjarðaþrif ehf, Strandgötu 46c Neskaupstaður Síldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6 Höfn í Hornafirði Eystrahorn, Vesturbraut 25 Sveitafélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10 Selfoss Árvirkinn ehf, Eyravegi 32 Blásteinn byggingafélag sf, Miðtúni 5 Eitt sinn skáti Jóhann Helgi.is, Vatnsholti 2 Ferðaþjónustan Úthlíð- s: , Úthlíð II Flóahreppur, Þingborg Gesthús Selfossi, gistihús og tjaldsvæði, Engjavegi 56 Hótel Gullfoss, Brattholti Jálkur ehf, Önundarholti K.Þ Verktakar ehf, Hraunbraut 27 Kvenfélag Grímsneshrepps Pylsuvagninn Selfossi við brúarendann Sveitarfélagið Árborg, Austurvegi 2 Tæki og tól ehf, Stekkholti 4 Veiðisport ehf, Eyravegi 15 Hveragerði Hótel Örk, Breiðumörk 1c Hveragerðisbær Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Laugarvatn Ásvélar ehf, Hrísholti 11 Flúðir Flúðasveppir ehf, Undirheimum Hella Hestvit ehf, Árbakka Hvolsvöllur Ferðaþjónusta bænda Stóru-Mörk, Stóru-Mörk 3 Vík RafSuð ehf, Suðurvíkurvegi 6 Vestmannaeyjar Bergur-Huginn ehf, Básaskersbryggju 10 Guðmunda ehf-viking Tours ehf, Tangagötu 7 Huginn ehf, Kirkjuvegi 23 Miðstöðin ehf, Strandvegi 30 Ós ehf, Illugagötu 44 Rannsóknarþjónustan V.M., Strandvegi 50 Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23 Vöruval ehf, Vesturvegi 18

3 Vigdís til vinstri og Heiður til hægri Heiður Dögg Sigmarsdóttir: er í Árbúum. Ég hef einnig starfað í Hamri sem er hitt félagið mitt. Skátar mega vera óhræddir við að skipta um félag, hvort sem er vegna þess að félagarnir eru í nýja félaginu eða það þarfnast aðstoðar í formi foringja eða sjálfboðaliða. Ég er aldursforsetinn og reynsluboltinn í þessum hópi, með 31 ár á bakinu, háskólagráður, starf í ferðaþjónustu og vísitölufjölskyldu. Fyrir utan skátana er ég forfallinn Eurovision aðdáandi. Það var ljúft að sjá Portúgal sigra því sá sigur sýnir að allir eiga séns í lífinu með þolinmæði og þrautseigju! Ég hef grúskað mikið í málefnum skátabúningsins ef breyta ætti um lit hvernig væri að hafa hann barbí bleikan?!?! Skátalögin eru öll frábær, en uppáhaldið er Skáti er heiðarlegur. QR-merkið hér til hliðar færir þér Skátablaðið á rafrænu formi. skatamal.is/skatabladid Skátablað, 1. tbl Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta (BÍS). Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri BÍS Ritstjórn: Heiður Dögg Sigmarsdóttir, ritstýra, Vigdís Fríða, ritstýra, Sunna Líf Þórarinsdóttir, Magnús Geir Björnsson Útlit og umbrot: Margrét Kröyer Prófarkalestur: Sigríður Ágústsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ljósmyndir: Halldór Valberg Skúlason, Inga Auðbjörg Straumland, Hrafnkell Úlfur Ragnarsson, Haukur Herbertsson, Þorgerður Hlöðvers, Daniel Seidman, myndasafn BÍS, myndasafn Klakks, myndasafn Landnema, myndasafn Árbúa, myndasafn Fræðaseturs skáta, myndasafn WOSM, Völvan, myndir frá Pinterest, myndir úr einkasöfnum. Áskrift: Breytingar á póstfangi tilkynnist í síma eða með tölvupósti á netfangið Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World Organisation of the Scout Movement og WAGGGS, World Association and Girl Guides and Girl Scouts. Bandalag íslenskra skáta Hraunbær Reykjavík Sími: Netfang: Vefföng: skatamal.is og skatarnir.is Facebook: Skátarnir Snapchat: Skatarnir #skatarnir Kæru skátar og aðrir vinir Gleðilegt sumar! Við kynnum með stolti nýja ritstjórn og nýtt Skátablað á nýju ári. Þema Skátablaðsins að þessu sinni er tvískipt. Annarsvegar lögðum við áherslu á að varpa ljósi á þá góðu hluti sem unga fólkið í hreyfingunni er að gera. Ungt fólk er í auknum mæli að láta ljós sitt skína í ábyrgðarhlutverkum og nýsköpun innan hreyfingarinnar og við teljum það jákvæða framþróun. Hins vegar fjöllum við um sumarútilegurnar stórar og smáar en mikið er á döfinni hjá skátum í sumar. Hvað er betra en útivera að sumri? Vel heppnaðar útilegur, göngur og styttri ferðir veita okkur minningar sem ylja þegar veturinn færist síðan nær. Góða skemmtun, Ritstjórnin Magnús Geir Björnsson: er 18 ára og kem úr Klakki. Ég er í MA og stoltur starfsmaður í Leirunesti. Skátabúningurinn mætti vera mosagrænn og allir bara með Gilwell klút. Ég er mikill Stanley Kubrick aðdáandi og nýt þess mjög að horfa á myndir eftir hann. Landsmót eru uppáhalds mótin mín, fullt að gerast og allir ferskir! Palla pepp klikkar aldrei! Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir: kem úr Fossbúum. Ég er í námi í félagsfræði og kynjafræði við HÍ og líkar það mjög vel. Helstu áhugamál fyrir utan námið eru pólitík, útivist, blaðamennska og auðvitað skátarnir. Eftirminnilegasta skátamótið mitt var klárlega 105 ára afmælisskátamótið í Hong Kong um síðustu jól. Við vorum nálægt Disneylandi og sáum flugelda þaðan á hverju kvöldi. Mótið sannaði fyrir mér hvað skátahreyfingin er mögnuð, því þótt við höfum verið langt að heiman var svo auðvelt að tengjast öðrum þátttakendum, enda allir skátar. Skátalögin virka vel sem heild en uppáhalds er Skáti er náttúruvinur, sem er þörf áminning því flest megum við standa okkur betur í að velja umhverfisvænt. Sunna Líf Þórarinsdóttir: er tvítug og kem úr Segli. Ég er að klára MH og ef ég mætti ráða þá væri skátabúningurinn með glimmeri. Ég er búin að vera í skátunum í rúm 7 ár, byrjaði sem dóttskáti árið Uppáhalds skátamótið mitt var Saman á Gufuskálum árið 2012 þar sem ég fékk að klöngrast í rústabjörgun og eignaðist marga góða vini. Ég hef sinnt foringjastörfum fyrir félagið mitt í fjögur ár og hef verið dreka-, fálka- og dróttskátaforingi. Síðasta ár er ég líka á 3ja árinu mínu í stjórn félagsins. Ég er Gilwell skáti og er svo lánsöm að vera Spæta, enda eru þær langbestar. SKÁTABLAÐIÐ 3

4 Alþekkt er að fólk notast við ýmiskonar slangur og frasa við störf sín á ýmsum sviðum, til dæmis í tækni- og heilbrigðisgreinum. Við unga fólkið eigum það líka til að eiga okkar eigin frasa og slangur sem eldra fólk skilur illa. Skátahreyfingin á einnig sína skemmtilegu frasa sem eru óskiljanlegir þeim sem ekki þekkja til. Við tókum saman nokkra frasa í von um að fræða nýja skáta og skátamugga. Hæk = að fara í fjallgöngu/langa gönguferð. Notkun: Ég ætla í hæk með Siggu. Teva = fótabúnaður sem samanstendur af grófum sóla og ólum sem er fest á fótinn með frönskum rennilás. Notkun: Ég gleymdi tevunum mínum. Tevufar = brúnkufar (eða sólbruni) sem skilur eftir sig munstur eftir Tevu. Notkun: Sjáðu tevufarið mitt! Skátafrasar Hollendingur = Steypujárnspottur fyrir útieldun. Notkun: Hollendingurinn er of þungur! Prímus = Lítil gaseldavél. Notkun: Hver gleymdi að slökkva á prímusnum? Jambó = Stytting á Jamboree, alheimsmóti skáta. Notkun: Ætlar þú á Jambó? Trana = Tréstaur. Notkun: Geturðu náð í trönurnar? Súrra = Festa eitthvað saman með bindingum. Notkun: Kanntu að súrra hengirúm? BÍS = Bandalag íslenskra skáta. Notkun: Mæting hjá BÍS. Skáta korter = Ótilgreind tímaeining notuð um seinkun. Notkun: Þú ert sein! Nei ég sagðist koma eftir skátakorter! Pepp = Að vera spennt/ur, getur líka þýtt drótt- og rekkaskátaviðburður. Notkun: Ég er svo pepp í Pepp! Sporkur - á móti Ég heiti Sunna og ég er í skátafélaginu Segli. Ég kann að meta góðan mat í útilegum, en til þess þarf ég að færa matinn frá disknum og upp í munninn á mér. Ég hef því miður ekki náð miklum árangri með fjölnotaborðbúnaðinum Spork í þessum málum í gegnum tíðina, ég hef týnt þeim mjög fjótt og þeir eru ekki rétta leiðin til að borða mat, hvort sem það er heima eða í útilegum. Þau rök sem ég hef á móti Spork er sú staðreynd að þú getur ekki skorið matinn þinn með hnífnum sem er á hliðinni á gafflinum, hnífurinn er gjörsamega bitlaus! En það sem fer mest í taugarnar mínar er að hnífurinn og gaffallinn eru á sömu hlið, með þeirri hönnun er ekki hægt að skera matinn og halda matnum á diskinum á sama tíma nema að vera með tvo Sporka, og þá ertu jafn vel sett/ur með hníf og gaffal, uppfinningar sem eru búnar að fylgja manninum frá 1300 f.k. Sporkurinn er svosem ágæt skeið enda er það elsta form af borðbúnaði sögunnar, en bestu niðurstöðurnar færðu með að fara í hnífaparaskúffuna heima og ná þér í skeið, hníf og gaffal, skella þeim í plastpoka og ofan í bakpoka. Aðrar lausnir eru að fara í útivistarbúð og kaupa margnota plast hnífapör, svona ef þú vilt ekki fá skammir frá fólkinu sem býr með þér. - Sunna Líf Þórarinsdóttir 4 SKÁTABLAÐIÐ

5 24. mars síðastliðinn setti Inga Auðbjörg Straumland skoðanakönnun á fésbókarhópinn Skátar á Íslandi. Í þessari könnum var tekinn púlsinn á því hvert skátalaganna lægi skátum næst hjarta eða hvert þeir teldu mikilvægast. Aðspurð um hugmyndina á bak við könnunina segir Inga Auðbjörg þetta: Fyrr um daginn kom spurning í hópinn um hvað það þýddi að vera réttsýnn og um það spunnust talsverðar umræður. Sumir tengdu ekki við þessa grein skátalaganna eða vildu breyta orðalaginu yfir í víðsýnn eða umburðarlyndur, ég hef hins vegar alltaf verið mjög hrifin af skáti er réttsýnn. Kannski vaknaði forvitni mín um hvert skátalaganna væri mikilvægast út frá baráttu minni fyrir jafnrétti og sanngirni í heiminum. Ég vinn við að gifta pör og ég spyr þau alltaf um þrjú mikilvægustu gildi sambandsins. Flest paranna segja að heiðarleiki eða traust sé mikilvægasta gildið í sambandinu. Það kom mér því ekkert sérlega á óvart að það séu þau gildi sem skátar velja sem sitt uppáhalds. Annars eru skátalögin mér almennt mjög hugleikin, ég hugsa mikið til þeirra og reyni að lifa eftir þeim. Ég held að það geri hverja manneskju betri að lifa eftir svona góðum gildum. Uppáhalds skátalögin Könnunni svöruðu 142 og niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Skáti er heiðarlegur - 46 atkvæði Skáti er traustur - 28 atkvæði Skáti er sjálfstæður - 24 atkvæði Skáti er glaðvær - 12 atkvæði Skáti er réttsýnn - 11 atkvæði Skáti er hjálpsamur - 9 atkvæði Skáti er tillitssamur - 5 atkvæði Skáti er náttúruvinur - 4 atkvæði Skáti er samvinnufús - 2 atkvæði Skáti er nýtinn - 2 atkvæði Gögn tekin 29. apríl Flestir ættu að geta tekið undir þá skoðun að skátalögin mynda saman eina heild og skiptir því mestu máli að fylgja þeim sem einni heild. Sporkur - með Homo Habilis var uppi fyrir um 1,5 milljón árum síðan, en hann var fyrstur í langri röð afkomenda til að nota einföld verkfæri. Seinna meir þróuðum við svo með okkur þekkingu sem gerði okkur kleift að búa til flóknari verkfæri á borð við axir og spjót. Þessi þróun stoppaði ekki heldur hélt áfram, kynslóð eftir kynslóð hefur þekking okkar og verkvit bæst. Þannig gekk þetta þangað til árið 1874 þegar maður að nafni Samuel W. Francis fann upp verkfæri sem myndi breyta heiminum til frambúðar. Í 143 ár hefur sporkurinn létt mönnum byrðina, veit mönnum ánægju, glatt börn og fullorðna og minnkað magn stunguárása í fangelsum heimsins. Falleg hönnun sporksins er dáð af fangelsum um allan heim því erfitt er að búa til beitt áhald svo sem hníf úr honum þrátt fyrir að áhaldið sé fullfært um að komast í gegnum hverskyns mat. Þeir sem nota spork eru fagurkerar, þeir þekkja fallega, nytsama hönnun þegar þeir sjá hana og kunna að meta það að hluturinn er líka öruggur fyrir yngstu kynslóðina jafnt sem stórglæpamenn. Þeir sem nota spork eru náttúruvinir og eyða ekki vatni og sápu í að þvo þrennskonar áhöld eftir hverja máltíð, þetta þykir kannski ekki mikið mál hér heima en þetta byrjar að telja saman þegar horft er á mót svo sem World Scout Jamboree. Þeir sem nota spork eru því skynsamir, þeir bera virðingu fyrir þeim sem sjá ekki ljósið og dröslast með hnífaparaskúffuna hennar mömmu hvert sem þeir fara, því að við spork fólkið vitum að við vitum betur, en allir hafa réttinn til að hafa rangt fyrir sér. Í 143 ár nú þegar - og í 143 ár í viðbót, í það minnsta. - Magnús Geir Björnsson SKÁTABLAÐIÐ 5

6 Endurlífgum skátakjólinn! Íslenskir skátar sameinast í ýmsu, öll hrópum við með þegar við heyrum ÓKÍ ÓKÍ ÓKí, og öll syngjum við með þegar mundaður er gítar á kvöldvöku fyrir framan varðeld. Annað sameiningartákn sem við eigum er skátabúningurinn, en um árabil hefur verið mikil umræða um hann. Erika Eik Bjarkadóttir, róverskáti í Hamri, hefur fylgst með umræðunni og myndað sér skoðanir um málið eins og flestir aðrir en hún ákvað að stuðla að uppbyggjandi umræðu um málefnið með því að setja fram sýna eigin hugmynd um það hvernig búningurinn ætti að vera. Lítill áhugi hefur verið fyrir því að nota skátabúninginn eins og hann er núna, vissulega er hann vel sýnilegur á 17. júní og við önnur fínni tækifæri en annars virðist hann ekki vera í takti við það sem hann ætti að vera, sem er fyrst og fremst sameiningartákn æskulýðshreyfingar. Ætti skátabúningurinn ekki að vera klæðnaður sem lýsir skátastarfi, góður við íslenskar aðstæður, þægilegur en þó virðulegur og flík sem hentar vel í leik og starfi hins almenna skáta dags daglega? Erika, sem er að læra textíl og fatahönnun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, leit svo á að til að ná þessum markmiðum væri upplagt að endurvekja gamla hugmynd sem finna má á myndum í skátaheimilum landsins, skátakjólinn. Þrátt fyrir að gömlu bláu strætóbílstjóraskyrturnar hafi ótal kosti, þá þykir sumum þær vera orðnar heldur þreyttar, auk þess að þær henta illa í almennu skátastarfi sökum þess hvað þær eru skítsælar. Erika bendir líka sérstaklega á að blái liturinn lætur okkur líta út fyrir að vera mjög föl. Við hönnun kjólsins var fyrsta verk Eriku að kynna sér gömlu kjólana og svo að bera þá saman við kjóla sem má finna í Burda blöðum dagsins í dag. Erika valdi brenndan appelsínugulan lit á kjólinn vegna þess að henni þykir hann sýna gleðina sem er í skátastarfi og kraftinn, en liturinn líkist einna helst eldgosi. Erika gæti vel hugsað sér að koma eitthvað að hönnun á skyrtu í svipuðum stíl. Varðandi framhaldið þá vill Erika þróa kjólinn enn frekar, ef til vill væri einhverskonar ullarblanda hentugt efni í kjólinn, hún vill þó fyrst og fremst fá að sjá fleiri hugmyndir og útfærslur á kjólnum, og uppbyggjandi umræður í þeim efnum. Erika segir eðlilegt að eins og tískan breytist þá ættu búningarnir að gera það með og að fólk ætti ekki að amast við þróun, heldur að taka virkan þátt í henni. Tískan breyttist og skátarnir ættu alltaf að vera í tísku. -Magnús Geir Björnsson Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu kveðjur! Stykkishólmur Sæferðir ehf, Smiðjustíg 3 Grundarfjörður Áning ferðaþjónusta, s: , Kverná, Eyrarsveit Guðmundur Runólfsson hf, útgerð, Sólvöllum 2 ILDI ehf, Sæbóli 13 KB bílaverkstæði ehf, Sólvöllum 5 Hellissandur Snæfellsbær, Klettsbúð 4 Búðardalur Dalabyggð, Miðbraut 11 Reykhólahreppur Þörungaverksmiðjan hf - Reykhólum Ísafjörður Bakarinn ehf, Silfurgötu 11 Bílasmiðja S.G.B. ehf, Seljalandsvegi 86 Gámaþjónusta Vestfjarða ehf, Kirkjubóli III Kaffi húsið Húsið, Hrannargötu 2 Orkubú Vestfjarða ohf, Stakkanesi 1 Tækniþjónusta Vestfjarða ehf, Aðalstræti 26 Verkstjórafélag Vestfjarða, Móholti 3 Bolungarvík Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19 Glaður ehf, Traðarstíg 1 Sigurgeir G. Jóhannsson ehf, Hafnargötu 17 Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Tálknafjörður Bókhaldsstofan Tálknafi rði, Strandgötu 40 Bíldudalur Íslenska kalkþörungafélagið ehf, Hafnarteigi 4 Hvammstangi Geitafell - Seafood Restaurant, Geitafelli, Vatnsnesi Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Strandgötu 1 Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Vilko ehf, Húnabraut 33 Skagaströnd Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3 Sauðárkrókur Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Bóknámshúsinu Friðrik Jónsson ehf, Borgarröst 8 Varmahlíð Akrahreppur Skagafi rði EÞM ehf, Syðri-Breið Hofsós Íslenska fánasaumastofan ehf, Suðurbraut 8 Siglufjörður Fjallabyggð, Gránugötu 24 Akureyri Amaro heildverslun Blikk- og tækniþjónustan ehf, Kaldbaksgötu 2 Blikkrás ehf, Óseyri 16 Fasteignasalan Byggð, Skipagötu 16 Finnur ehf, Óseyri 2 Gróðrarstöðin Réttarhóll ehf- Smáratúni 16b Hagvís ehf, Hvammi 1 Hnýfi ll ehf, Brekkugötu 36 HSH verktakar ehf, Skarðshlíð 7 Höldur ehf, bílaleiga, Tryggvabraut 12 Jafnréttisstofa, Borgum v/norðurslóð Keahótel ehf, Skipagötu 18 Kraftfag ehf, Vallartúni 3 Norðurorka hf, Rangárvöllum Pípulagningaþjónusta Bjarna F Jónassonar ehf, Melateigi 31 Raftákn ehf - Verkfræðistofa, Glerárgötu 34 S.S. byggir ehf, Njarðarnesi 14 Samherji ehf, Glerárgötu 30 Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97 Skútaberg ehf, Sjafnarnesi 2-4 Tannlæknastofa Árna Páls, Mýrarvegi Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f Grenivík Grýtubakkahreppur Grímsey Sigurbjörn ehf 6 SKÁTABLAÐIÐ

7 Camp Iceland 2017: Alþjóðleg skátaútilega fyrir alla fjölskylduna Dagana ágúst verður alþjóðleg skátaútilega á Úlfljótsvatni. Útilegan heitir Camp Iceland 2017 og er opin fyrir skáta, hvort sem þeir eru einir eða í hóp. Þá geta fjölskyldur skátanna líka tekið þátt. Hugmyndin varð til vegna fjölda fyrirspurna erlendis frá um hvort hægt væri að koma hingað með 4-5 manna skátahópa, jafnvel fjölskyldur þar sem börnin eru í skátastarfi, og taka þátt í þeirri fjölbreyttu dagskrá og ferðum sem við bjóðum fyrir erlenda skátahópa, segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns. Við ákváðum því að prófa að setja þetta upp sem útilegu þar sem fyrstu þrír dagarnir eru dagskrá á Úlfljótsvatni og svo er valið um ferðir næstu þrjá daga. Ekki ný formúla svosem, en nú er opið fyrir það að foreldrar og systkini komi með og fái þannig að taka þátt í ævintýrinu sem alþjóðlegt skátastarf er, segir Guðmundur. Það fellur líka mjög vel að öðrum áherslum hjá Úlfjótsvatni, því við trúum því að útivist og skátastarf sé kjörinn vettvangur fyrir gæðastundir fjölskyldunnar. Nú þegar hafa nokkrir erlendir hópar og fjölskyldur staðfest þátttöku sína en opið er fyrir skráningar til 1. júlí. Íslenskir þátttakendur geta valið um tvenns konar þátttöku: Annars vegar að vera alla sex dagana og er þátttökugjald þá kr. auk kostnaðar við ferðir seinni þrjá dagana. Hins vegar að vera þrjá daga, helgina ágúst, og taka þátt í dagskrá á svæðinu. Þá er þátttökugjaldið kr. á mann. Innifalið í þátttökugjaldi er tjaldsvæði, dagskrá á Úlfljótsvatni og fullt fæði. Grípið frábært tækifæri til að stunda alþjóðastarf í Undralandinu. Og hví ekki að taka fjölskylduna með? Nánari upplýsingar á og SKÁTABLAÐIÐ 7

8 Sumarverkefni Jurtalitun Markmið verkefnis Að þroska athyglisgáfu, fínhreyfingar og auga fyrir handverki Að kynnast því á hversu fjölbreyttan hátt hægt er að nota náttúruna Að jurtalita band sem mun síðar koma að gagni Lýsing á verkefni Undirbúningur: Flokkurinn kynnir sér hvaða jurtir hægt er að nota til að lita band með og hvaða lit þær gefa af sér. Sumar jurtir er hægt að kaupa í matvöruverslunum, aðrar þarf að tína úti í náttúrunni. Flokkurinn fer í leiðangur að tína eða kaupa jurtir. Ef farið er út fyrir bæinn til að safna jurtum þarf að skipuleggja ferðina og gera ferðaáætlun. Ef kaupa á jurtirnar þarf að ákveða hvernig á að fjármagna kaupin og fara í búð. Á vefsíðunni ( ) má finna margskonar fróðleik um jurtalitun. Efni og búnaður: Pottur. Vatn. Hvítt ullargarn. Áhöld til að hræra með. Pokar undir jurtir. Edik. Plastbali. Framkvæmd: Þegar búið er að tína jurtirnar þarf að lita bandið. Haldgóðar leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna á netinu ( og víðar) Áður en jurtirnar eru litaðar er gott að hafa í huga til hvers litaða bandið er ætlað. Hægt er að prjóna, hekla, búa til belti með spjaldvefnaði, búa til fallega hnútatöflu, búa til góðverkasnáða, búa til vinabönd og fleira og fleira. dagskrárráðs Afurðirnar úr handverkinu er hægt að nýta í margt. Þið getið eignast nýtt og frumlegt flokkseinkenni, hvort sem það er húfa, sokkar, vettlingar eða peysa. Þið getið búið til hlut sem kemur sér vel í næstu útilegu eða á næsta skátamóti, vantar flokkinn ekki annars nauðsynlega pottaleppa eða föt á vatnsbrúsana sína?? Þið getið líka búið til eitthvað sem kemur öðrum til góða. Þið getið gefið vinaflokknum ykkar gjöf, þið getið prjónað hlýjar flíkur og gefið í hjálparstarf, þið getið búið til fallega hluti og selt til styrktar góðu málefni eða gefið þær einhverjum sem þið teljið að muni njóta góðs af. Hugarflug ykkar er það eina sem setur ykkur mörk í hvað þið gerið. Mat: Ræðið saman um hvernig ykkur þótti til takast. Var undirbúningur verkefnisins góður eða mátti gera betur? Hvernig gekk að útvega allan búnað og efni fyrir verkefnið? Gátu allir tekið virkan þátt í verkefninu? Hvað munduð þið gera öðruvísi ef þið ætluðuð að vinna verkefnið aftur? Var verkefnið skemmtilegt? Hvað lærðuð þið af verkefninu? Hvernig getur það komið ykkur að notum að kunna jurtalitun? Eruð þið ánægð með það sem þið bjugguð til úr litaða garninu? 8 SKÁTABLAÐIÐ

9 Drekaskátadagurinn 2017 Drekaskátadagurinn árlegi krakkana í sundur í leiknum. fór fram 5. mars síðastliðinn Það flækti aðeins fyrir okkur og hófst hann við Hádegismóa í Árbænum en Árbúar, á sama tíma en það gerði að þurfa að æfa jafnvægið skátafélagið í hverfinu, héldu leikinn töluvert öðruvísi en daginn í ár. vanalega, segir Óli Björn Dagurinn gekk mjög vel Sigurðsson, einn af skipuleggjendunum. því við fengum svo æðislegt veður. Upprunalega planið Í lok dagsins, eftir póstaleikinn, fengu allir heitt kakó var að láta krakkana labba hringinn í kringum Rauðavatn og kex í boði Nóa Síríus sem en af því að veðrið var svo að sögn rann ljúft niður. stillt og gott gátum við labbað Samkvæmt Evu Maríu og þvert yfir vatnið í staðinn Óla Birni, skipuleggjendum því það var alveg frosið yfir, viðburðarins fóru allir krakkarnir segir Eva María Sigurbjörnsdóttir, ein af skipuleggjendum ánægðir og heilir heim. dagsins. Eftir að búið var að labba yfir vatnið var farið í póstaleik. Meðal verkefna þar var að búa til snjólistaverk, björgunarleikur með snjóþotu og búa til bænafána í nepölskum stíl sem síðar voru hengdir upp í trjánum við Rauðavatn. Við fórum líka í leikinn Gulrót úti á ísnum sem reyndist vera mjög erfitt en líka skemmtilegt því við vorum alltaf að renna á rassinn við að draga Uppskrift af skátakakóinu sem drekaskátarnir fengu Uppskriftin miðast við 50 skáta Skátakakó með rjóma Hitið 20 dl af vatni að suðu. Hrærið saman kakó og sykur með 10 dl af vatni og hrærið saman við sjóðandi vökvann og hitið að suðu, hrærið frá botni. Hellið mjólkinni saman við og sjóðið í 2-3 mín. Bætið smjöri og salti út í. 20 desilítrar vatn 50 matskeiðar kakó 600 grömm sykur 10 desilítrar vatn 10 lítrar nýmjólk 150 grömm smjör 5 teskeiðar salt 10 hálfslítra pakkningar af rjóma SKÁTABLAÐIÐ 9

10 Spjall við skátahöfðingja Á síðastliðnu Skátaþingi sem haldið var dagana mars 2017 kusu fulltrúar skátahreyfingarinnar sér nýjan skátahöfðingja. Hin 23 ára gamla Marta Magnúsdóttir hlaut sigur úr býtum með 43 atkvæðum en Ólafur Proppé hlaut 35 atkvæði. Alls voru greidd 81 atkvæði en 3 seðlar voru auðir. Marta er yngsti skátahöfðingi Bandalags íslenskra skáta frá upphafi og þótti blaðafólki Skátablaðsins tilvalið að fá að kynnast henni aðeins betur. Hver er Marta? Hver er nýi skátahöfðinginn? Marta kemur upphaflega úr Grundafirði en hefur einnig búið í Bandaríkjunum, Ekvador og í Reykjavík. Hún er afkomandi Ingólfs Arnarssonar í 32. kynslóð og á góða vini úr öllum heimsálfum sem hún hefur kynnst í gegnum skátastarf. Uppáhalds staðurinn hennar á Íslandi er Grundarfjörður með Kirkjufellið í augsýn en sjálfri langar hana mest að fara á Suðurpólinn, því hún hefur þegar komið á Norðurpólinn. Mörtu finnst gaman að hafa krefjandi verkefni á döfinni en hefur einnig gaman af rólegri tómstundum eins og lestri.,,ég sé ekki neina fyrirstöðu, ef þú ætlar þér að gera eitthvað þá gerirðu það bara. Þegar þér mistekst er alltaf eitthvað annað sem kemur í staðinn. Það leiðir eitthvað gott af sér. Skátastarf Mörtu Sjálf byrjaði Marta í skátunum á rekkaskátaaldri, 15 ára gömul og hefur ekki litið við síðan.,,mér datt ekki í hug að prófa skátana fyrr en ég mætti á kynningu um Roverway árið Það má segja að korteri eftir að ég kom heim af Roverway hafi ég verið búin að skrá mig á næsta alþjóðlega skátamót. Marta hefur verið í forsvari fyrir marga viðburði innan skátahreyfingarinnar og má þar nefna Pepp námskeiðin, fararstjórn Roverway í Frakklandi, European Input, Spejderman og fjölda alþjóðlegra viðburða hér á landi. Reynsla hennar af skátastarfi er mikil og nýtist henni eflaust vel í starfi. Við og hinir Aðspurð hverju hún muni beita sér fyrir tekur hún fram mikilvægi þess að bæta starfið í takt við samtímann.,,það er mikilvægt að sigla stöðugt áfram. Marta Magnúsdóttir,,Ég vil að skátar horfi á sig í auknum mæli sem eina heild í stað þess að hugsa um okkur og hina. Blaðakona Skátablaðsins spurði Mörtu að því hvað henni þætti einkenna skáta en oft getur verið erfitt að fanga nákvæmlega hvað það er.,,þeir hafa einhverja útgeislun, þegar þú ert í hópi með skátum þá eru allir einhvernveginn flott fólk. Skátastarf gefur fólki tækifæri á að blómstra að sögn Mörtu. Framboðið Framboð Mörtu kom mörgum í opna skjöldu, enda tók hún það sjálf fram að enginn hafi í raun hvatt hana til þess að bjóða sig fram. Hún ákvað upp á eigin spýtur að þetta væri skref í rétta átt.,,mér fannst það að mörgu leyti eðlilegt framhald af mínum störfum sem róverskáti. Langaði að halda áfram að láta gott af mér leiða og fannst þetta vera réttur vettvangur. 10 SKÁTABLAÐIÐ

11 ,,Að vísu get ég varla talað um framhald lengur þar sem Skátaþing samþykkti nokkrum klukkutímum eftir að ég var kjörin skátahöfðingi að hækka efri mörk róverskátaaldursins úr 22 árum í 25 ár svo ég er aftur orðin róverskáti og þar með þátttakandi í skátastarfi. Marta vill starfa sem leiðtogi meðal jafningja,,stjórnarlega séð lít ég á þetta sem flokksverkefni. Stjórnin er minn flokkur þar sem við hittumst á jafningjagrundvelli. Marta horfir jákvæðum augum á starfið framundan og sér það á afar skemmtilegan hátt.,,mér finnst mjög hipp og kúl að vera skátahöfðingi.,,mér finnst mikilvægt að sýna markmið okkar í verki. Skátarnir standa fyrir svo margt gott og gefa ungu fólki mögnuð tækifæri á að vaxa í öruggu umhverfi. Í skátastarfi ættum við alltaf að hafa samfélagið í huga. Þetta snýst um að skapa win-win aðstæður þar sem fólki á öllum aldri er gefið tækifæri á að vaxa á sama tíma og það lætur gott af sér leiða. Á döfinni Ýmislegt er framundan hjá nýkjörinni stjórn sem hefur fundað mikið upp á síðkastið.,, Við erum að einblína mikið á markmiðið okkar 5000 skátar árið 2020 og leiðir til þess að ná því.,,persónulega liggja áherslur mínar og áhugi í því að efla skátastarfið, samfélaginu til heilla. Mig langar að heimsækja ólíka staði á landinu og kynna starfsemi skátanna, sá fræjum um landið, segja hvernig skátarnir starfa og hvetja fólk til þess að taka þátt í starfinu. Almennt gera okkur sýnilegri og koma á framfæri gagnsemi skátanna. Að lokum Blaðakona vissi upp á sig sökina að Marta hefði þurft að sitja undir mörgum krefjandi spurningum og tók því eina lauflétta. Marta var spurð að því hvað hennar uppáhalds litur er og svarið kom hreint út sagt á óvart:,,ég á mér ekki uppáhalds lit en mér finnst mjög gaman að borða gulan. Að lokum spurði blaðakona Mörtu hvort að hún hefði einhver ráð fyrir unga skáta. Það brann sérstaklega á Mörtu að skátarnir kæmu hugmyndum sínum í framkvæmd.,,þó að það sé kannski enginn þarna sem nennir að fara með ykkur í framkvæmdirnar, ekki gefast upp á hugmyndinni þinni. Ef þú ert bara einn, vertu bara einn. Fólk mun koma fyrir rest. Hvað er það versta sem gæti gerst? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir SKÁTABLAÐIÐ 11

12 Skátaskálar blaðsins Við fengum Rúnar Geir Guðjónsson, meðlim í félagaráði og Hraunbúa til þess að velja skálana fyrir blaðið að þessu sinni. Hans uppáhalds skálar eru Hverahlíð og Skátastykki. Hverahlíð er lítill og kósý skáli sem er mjög vel haldið við af öflugri skálanefnd Hraunbúa. Hann er fullkominn fyrir sovét skálalegur. Veit fátt betra en að kúra með góðum hóp skáta við hlýja kamínuna og taka því rólega. Uppáhalds Atriði Lýsing Lýsing: Skálinn er á tveimur hæðum og er efri hæðin svefnloft. Á neðri hæðinni er svo eldhúskrókur, anddyri og rúmgott rými til að sitja saman. Í skálanum er borðbúnaður fyrir 15 manns, gashellur, ísskápur, vaskur en ekki rennandi vatn. Mikilvægt er að koma með vatn með sér. Einnig er kort í skálanum auk staðarlýsingar á Reykjanesfólkvangi. Engar dýnur eru á staðnum og því mikilvægt að leiguaðili taki með sér dýnur. Upphitun: Kamína. Atriði Umhverfi: Umsjón: Lýsing Skálinn stendur á hitasvæði og er heitur hver við hliðina á honum, en hitastigið í hvernum lækkaði talsvert í kjölfar Suðurlandsskjálftanna en hefur hækkað hægt og rólega með tímanum og er því upplagt að baka sér rúgbrauð í leirnum. Einnig er hægt að baka brauð í Engjahver nálægt Stórahver sem er í hálftíma göngufjarlægð. Skátafélagið Hraunbúar. Upplýsingar um skálagjald og pantanir er hægt að nálgast í gegnum tölvupóstfang Hverahlíðar, eða í Hraunbyrgi s Staðsetning: Hveragerði Uppáhalds Skátastykki Ég elska skálann í Eyjum, Skátastykki. Hann er á svo fallegum og góðum stað, tekur stóra hópa og hentar fullkomlega sem bækistöð fyrir skáta sem vilja skoða Heimaey eða vera með dagskrá þar. Atriði Lýsing Lýsing: Skátastykki var byggður árið 1998 og hefur svefnpláss á gólfi fyrir um manns. Skálinn er 100 fermetrar sem skiptast í eldhús, tvö baðherbergi með sturtu og salerni, þrjú svefnloft og einn stór salur. Upphitun: Rafkynt miðstöðvarhitun, lýsing með rafmagni, rennandi heitt og kalt vatn og tvö vatnssalerni. Umhverfi: Við skálann er stór grasflöt í nokkrum stöllum til að tjalda á og til að halda smærri mót. Á nokkrum stöðum í kringum skálann eru lautir í ýmsum stærðum mjög hentugar til að halda varðeld og kvöldvökur. Mjög fjölbreytt dýralíf er í kringum skálann, s.s. fuglar og kanínur, auk þess sem stutt er að fara til að skoða og Atriði Lýsing gefa hestum og kindum. Á heiðskíru kvöldi er hvergi betra að vera til að athafna sig við stjörnuskoðun. Nágrennið býður upp á möguleika fyrir skemmri sem lengri gönguferðir, stutt er að komast niður að fjöru sem og að komast upp á fjall, svo ekki sé minnst á alla hellana sem eru um alla eyju. Jarðsaga eyjanna er ekki löng en hins vegar mjög athyglisverð. Umsjón: Skátafélagið Faxi. Staðsetning: Vestmannaeyjar, um fimm kílómetrum frá Vestmannaeyjahöfn. Hægt er að komast á venjulegum fólksbíl upp að skálanum um Höfðaveg og heimreið. 12 SKÁTABLAÐIÐ

13 Matarhorn Skátablaðsins Eins og flestir vita er fátt betra en að setjast niður eftir langan útilegudag og fá sér að borða. En það sem er ennþá betra er að geta hjálpað til með matseldina. Hér eru þrír réttir sem auðvelt er að elda í útilegum hvort sem er á grilli eða á varðeldi. Munið bara að hnífar eru beittir og eldurinn er heitur. Verði ykkur að góðu! Forréttur Grænmetisspjót Undirbúningstími: 10 mín Eldunartími: 10 mín Það er rosalega auðvelt að búa til grænmetisspjót. Það eina sem þú þarft er grill eða varðeld, grillpinna og svo getur þú látið hugmyndaflugið ráða hvað fer á spjótið. Við mælum með: Kúrbít Lauk Papriku Tómötum Sveppum tófú/beikon Aðferð: Byrjaðu á að setja grillpinnana ofan í vatnsflösku í smá stund til að bleyta upp í pinnunum svo þeir brenni ekki yfir eldinum. Skerðu næst grænmetið niður í bita sem eru nógu stórir til að detta ekki af spjótinu en ekki svo stórir að þú náir ekki að elda þá. Fáðu hjálp frá foringja, foreldri eða vini ef þess þarf. Raðaðu því sem þú vilt á spjótið og leggðu á grillið eða grindina yfir varðeldinum. Snúðu spjótinu eftir 5 mínútur, og þegar aðrar 5 mínútur eru liðnar er maturinn tilbúinn. Aðalréttur Pizza í Hollending Undirbúningstími: 20 mín Bökunartími: 15 mín Það er fátt skemmtilegra en að baka pizzu, en hvað með að baka pizzuna í Hollending? Þú þarft: Grænmetisolíu 400g af pizza deigi, tilbúið eða heimagert (fer eftir stærð pottsins) Pizzusósa eftir smekk Poki af rifnum osti Álegg að þínu vali Aðferð: Kveiktu í kolunum (fáðu hjálp ef þess þarf) Byrjaðu á því að smyrja allan pottinn með grænmetisolíu áður en lengra er haldið. Þar næst skaltu dreifa pizzadeiginu í botninn á pottinum, ekki hafa of mikið deig því að annars næst það ekki að bakast. Ofan á það fer sósa eftir smekk og svo það álegg sem þú vilt á pizzuna. (Ekki setja ostinn strax) Settu svo lokið á Hollendinginn og settu hann á heitu kolin. Settu nokkur kol á lokið svo að hitinn dreifist betur. Taktu lokið af pottinum þegar liðnar eru 10 mínútur, settu ost á pizzuna, lokaðu pottinum aftur með sömu aðferð og bakaðu í 5 mínútur í viðbót eða þangað til að osturinn er bráðnaður. Að lokum tekurðu pottinn af kolunum, bíður aðeins og leyfir matnum að kólna í smá stund og þá ert þú komin með útilegu pizzu! Eftirréttur Bakaðir bananar með sykurpúðum Undirbúningstími: 4 mín Eldunartími: 5 mín Þú þarft Banana án hýðis Súkkulaðibita Litla sykurpúða Álpappír Aðferð: Kveiktu upp í grillinu eða bættu kolum við varðeldinn. Taktu hýðið af eins mörgum bönunum og þú þarft. Skerðu hálfa leið í gegnum bananann endilangan. Passaðu þig að skera hann ekki í sundur. Settu súkkulaðibita og litla sykurpúða í skurðinn á banananum og settu svo álpappír utan um hann. Leggðu bananann í álpappírnum á grill eða á grindina yfir varðeldinum og leyfðu honum að grillast í 5 mínútur. Taktu töng eða ofnhanska og taktu bananann af hitanum. Bíddu í smá stund og leyfðu honum aðeins að kólna. Náðu þér svo í skeið og verði þér að góðu. SKÁTABLAÐIÐ 13

14 Fálkaskátadagurinn Þann 6. nóvember síðastliðinn hópuðust fálkaskátar í skátaheimili Kópa til að halda árlegan fálkaskátadag. Fálkaskátadagurinn hefur verið haldinn í nokkur ár og skiptast félögin á að sjá um undirbúninginn, núna var röðin komin að Kópum. Veðrið var ekki upp á það besta þennan dag en um 70 fálkaskátar auk foringja sýndu það í verki að skátalíf er útilíf og fóru í ratleik um Kópavogsdal og leystu ýmis konar þrautir og verkefni. Að lokum var öllum boðið upp á kakó og kex að skátasið og það voru ánægðir fálkaskátar sem kvöddu Kópavog þennan dag. Alls voru skátar frá sjö félögum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í þessum viðburði og það er ekki að efa að svona samvinnuverkefni gerir skátastarfið skemmtilegra. Skátarnir kynnast og foringjarnir deila með sér reynslu sinni og þekkingu. Dagurinn gekk vonum framar og Kópar voru sáttir með þennan fálkaskátadag. Fjallapepp Fjallapepp er eitt af mörgum Yfir daginn var okkur skipt peppviðburðum ársins en niður á fjóra pósta þar sem það fór fram í marsmánuði við lærðum að hanna og byggja síðastliðnum uppi á Hellisheiði. snjóhús, setja upp og nota Fyrir þá sem ekki vita þá eru mismunandi snjóakkeri, segir peppviðburðirnir stútfullir Huldar og bætir við að þau af peppi, fjöri, lærdóm og komust að því að húfur eru skemmtilegheitum fyrir rekkaog róverskáta. Skátablaðið fékk Huldar Hlynsson úr Vífli til að segja okkur meira frá fjallapeppinu. Í þessari peppferð gengum við frá Hellisheiðarveginum að skálunum Þrymheimum (Þrym), Bæli og Kút þar sem við gistum og fórum vel yfir mikilvægi skálareglna, segir Huldar. Í morgunsárið daginn eftir byrjuðu þátttakendur á því að undirbúa kvöldmatinn sinn en það gerðu þau með því að vefja lambalærum í álpappír og ruslapoka, binda spotta í og grafa ofan í holu á hverasvæði rétt hjá. mjög góðar sem snjóakkeri. Við lærðum líka hvernig á að framkvæma ísaxabremsu og hvernig á að hanna og byggja útiklósett í snjó. Svo var auðvitað rennt sér niður brekkur á þotum, segir Huldar. Fjallapepparar voru orðnir ansi úrvinda seinni part dags en styttu sér þó stundir með því að fara í nokkra regluleiki í skálanum Bæli á meðan þau biðu eftir að geta sótt lambalærin úr holunni. Eftir kvöldmat fóru allir í stórskemmtilegan næturleik að sögn Huldars, svo var spilað fyrir svefninn, morgundagurinn yrði langur og strangur. Morguninn rann svo upp, við fórum í frágang og nestisgerð því planið var að ganga til Hveragerðis með baðpásu í heita læknum í Reykjadal. Gangan var skemmtileg í snjónum, yfir lækina, upp á snjóhengjur og niður í dalinn í góðra vina hópi, segir Huldar. Í Reykjadal var hoppað í vatnið, hlustað á tónlist og borðað það nesti sem eftir var. Svo hittum við líka túrista sem kom svo í ljós að voru nemendur í HÍ sem fara í dalinn í hverjum mánuði, segir Huldar. Rútan kom svo og sótti þátttakendur neðst í Reykjadalnum og fór með þau heim en upprunalega átti að sækja þau í Hveragerði. Að sögn Huldars voru þau þó aðeins of lengi að ganga niður dalinn enda margt að sjá og skoða í leiðinni. Ég mæli með fyrir alla sem eiga eftir að prófa að fara á skátapepp að skella sér því það er svo lærdómsríkt, skemmtilegt og krefjandi allt í einum pakka, segir Huldar að lokum. 14 SKÁTABLAÐIÐ

15 Félagasokkar í uppsiglingu? Nýverið hafa umræður um félagasokka verið áberandi á fésbókarsíðunni Skátar á Íslandi. Sterkar skoðanir skáta leyna sér ekki en umræðan snýst meðal annars um það hvort sokkarnir ættu að vera hefðbundnir skrifstofusokkar eða göngusokkar en einnig eru deildar skoðanir um það hve háir sokkarnir ættu að vera. Við gefum Hrafnkeli orðið:,,þetta sokkadæmi byrjaði allt á Háskólatorgi. Ég var að fá mér að borða og sá að Völvan var að selja sokka með myndum af píkum á. Þar fékk ég hugmyndina um að gera félagssokka. [Fyrir þá sem ekki vita er Völvan samtök sem vilja vekja athygli á málefnum píkunnar, meðal annars tabúinu við orðið sjálft]. Ég fór því heim í teikniforrit í tölvunni, fann einfalda mynd af sokk og setti svo merkin hjá öllum félögunum á þá. Stuttu seinna sótti ég viðburðinn Rödd Ungra Skáta og nýtti mér tækifærið til þess að kynna þessa hugmynd. Margir tóku vel í hana sem var mjög gaman. Á Rödd ungra skáta (RUS) bjuggum við til tvær frumgerðir af sokkunum sem heppnuðust alveg ágætlega. Ég birti myndirnar af sokkunum á Skátar á Íslandi og þar tóku enn fleiri vel í hugmyndina. Þá kom að því að spá í framleiðslu. Helsta spurningin var sú hvort sokkarnir ættu að vera framleiddir af skátafélögunum, BÍS eða einstaklingsframtaki. Ég efndi til skoðunarkönnunar um það og þá hvernig sokkar ættu að vera framleiddir. Samkvæmt niðurstöðunum er áhugi fyrir sokkunum mikill. Það var Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skátabúðarinnar sem benti mér á að gera könnunina til þess að sjá hvað fólk vildi og mér sýnist á öllu að núna sé boltinn á hans vallarhelmingi. Mikilvægi sokka er óumdeilt. Spurningin er: Verður draumurinn um félagssokka að veruleika? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir SKÁTABLAÐIÐ 15

16 Skátar í 100 ár - stiklað á stóru í sögu Árið 2017 er merkilegt að mörgu leyti. Kannski ekki síst fyrir þær sakir að árið 2017 eru 100 ár liðin frá því að skátastarf hófst í fyrsta sinn í höfuðbóli Norðurlands, Akureyri. Skátastarf á Akureyri hefur síðustu 100 ár verið afar öflugt og hafa bæjarbúar fengið að njóta þess. Margt hefur verið brallað á þessum 100 árum og blaðamaður skátablaðsins fékk Hrefnu Hjálmarsdóttur til að draga upp mynd af starfi og sögu skátastarfs á Akureyri síðustu 100 ár. Hrefna situr í sérstakri afmælisnefnd sem heldur utan um skipulagningu á viðburðum afmælisársins, fyrsti viðburðurinn var þegar kveikt var í afmælisártali skátastarfs í Vaðlaheiði í janúar sl. Fyrir 100 árum stofnaði danskur maður, Viggo Hansen að nafni, skátasveit á Akureyri. Nokkrum árum seinna var stofnað skátafélag fyrir stúlkur sem hlaut nafnið Kvenskátafélagið Valkyrjan. Í sjötíu ár störfuðu þessi félög aðskilin en voru síðan sameinuð í eitt félag fyrir 30 árum og ber það félag heitið KLAKKUR. Saga skátastarfs á Akureyri er því orðin löng og afar viðburðarík. Það sem hefur einkennt skátastarfið á Akureyri er kröftugt útilíf, mikill söngur og öflugir foringjar um árabil. Skátafélag Akureyrar eignaðist skálann Fálkafell mjög snemma og er hann enn í notkun. Kvenskátar eignuðust gömlu Valhöll og síðan var byggð ný Valhöll í Vaðlaheiði. Skátar í Klakki eiga því útileguskála bæði austan Eyjafjarðar og vestan. Og ekki má gleyma Gamla sem er gönguskáli fyrir ofan Kjarna og Hamra. Skátar á öllum aldri minnast ævintýraferða tengda þessum skálum. Framkvæmdir við Hamra hófust 1993 og var formleg opnun Útilífsmiðstöðvar skáta árið Skátafélagarnir Nelli og Skúli á skátamóti i Noregi. Skátar hafa komið að mörgum samfélagslegum verkefnum. Skemmtanir voru haldnar á árum áður til styrktar Berklahælinu að Kristnesi. Skátar ráku baðhús fyrir almenning árið Árið 1933 voru skátar fengnir til að fegra gil eitt í bænum sem síðan hefur verið kallað Skátagil. Safnað var fyrir Mæðrastyrksnefnd um skeið. Um árabil hafa skátar ýmist aðstoðað eða séð um hátíðarhöld á 17. júní. skátastarfs á Akureyri Stofnaður var skátaflokkur í kringum 1970 í tengslum við Vistheimilið Sólborg sem var ætlað þroskaskertum börnum. Skátar sáu um að tendra ártal í Vaðlaheiði um áramót um árabil bæjarbúum til ánægju. Var jafnvel haft á orði að fólk vildi gjarnan kaupa fasteignir á stöðum þar sem gott væri að sjá ártalið. Stofnuð var sveit skáta í tengslum við umferðarstjórnun árið 1968 en þá var svokallaður H-dagur (skipt yfir í hægri umferð) Sendir voru 300 friðarpakkar með nauðsynjavörum til Tadzikistan Klakkur rak útilífsskóla fyrir börn að Hömrum í nokkur ár. Landsmót Landsmót hafa verið haldin á vegum Akureyrarskáta allt frá 1935 en þá var mótið haldið á Akureyri og í nágrenni, síðan í Mývatnssveit 1946, Landsmót kvenskáta í Vatnsdalshólum 1944 og í Vaðlaheiði 1946, í Vaglaskógi 1959 og síðan tvö landsmót í Kjarnaskógi 1981 og Síðan hafa verið haldin þrjú landsmót á vegum BÍS að Hömrum með aðkomu Akureyrarskáta. Skátaþing Allmörg skátaþing hafa verið haldin á Akureyri, hið fyrsta árið 1964 í Skíðahótelinu og fyrir stuttu var haldið Skátaþing í Háskólanum á Akureyri í mars Utanfarir skáta Fimmtán skátar frá Akureyri fóru á Jamboree í Frakklandi árið Var það nefnt friðarmótið enda haldið skömmu eftir stríðslokin Síðan hafa stórir hópar skáta farið á alheimsmót og einnig á mót í nágrannalöndum. Í sumar fer t.d. stór hópur skáta til Noregs. Húsnæði Skátar hafa fundað á ótal stöðum í bænum. Á fyrstu árunum voru fundir oft haldnir í heimahúsum. Síðan eignuðust drengirnir Gunnarshólma og áttu margir þar sín fyrstu skátaspor. Stúlkurnar funduðu í bragga í eigu Brynju Hlíðar en síðar í Völubóli. Skátaheimilið Hvammur var svo tekið í notkun árið 1967 og var aðalsamkomustaður skáta á Akureyri í hartnær ½ öld. Skátaheimilið Hyrnan við Þórunnarstræti var svo vígt árið Starf eldri skáta Fyrsta St. Georgsgildið á Íslandi var stofnað á Akureyri 1960 og er starfrækt enn. í upphafi afmælisársins voru kveiktir eldar í Vaðlaheiði 16 SKÁTABLAÐIÐ

17 Það er St. Georgsgildið á Akureyri og hefur veitt skátastarfi í bænum ómældan stuðning um árafjöld. St. Georgsgildið Kvistur var stofnað fyrir rúmum 20 árum og hefur komið að ótal verkefnum skátastarfi til heilla. Gildin hér á Akureyri sáu um fjölmennan fund norrænna gildisskáta árið Ýmsar hjálparsveitir hafa verið starfandi á vegum Akureyrarskáta en nú starfa allar björgunarsveitir undir merkjum Landsbjargar. Skátastarf á Akureyri hefur vissulega gengið í bylgjum og oft verið erfitt að halda því gangandi. Stundum hefur verið fátt í félögunum en einnig mjög fjölmennt. Árið 1945 voru t.d. 199 skátar starfandi og 1970 voru þeir 372. Mun fleira er í boði fyrir börn og unglinga nú en áður hvað varðar tómstundastarf. Einnig má nefna auknar menntunarkröfur til ungmenna sem stunda foringjastörf. Hér er m.a. verið að vitna í þriggja ára menntaskólanám. Aðstaða til skátastarfs er afar góð hér í bæ. Má þar t.d. nefna stærð bæjarins, húnæði, útileguskála, hina góðu aðstöðu á Hömrum o.fl. Dýrmætastur er þó velvilji bæjarbúa sem margir hverjir hafa átt góð ár í skátastarfi á bernsku og unglingsárum. Félagsforingjar í Skátafélagi Akureyrar voru þessir: Viggo Öfjord, Gunnar Guðlaugsson, Haukur Helgason, Tryggvi Þorsteinsson, Ingólfur Ármannsson, Kristján E. Jóhannsson, Gunnar Helgason, Ólafur Kjartansson og Tryggvi Marinósson. Skátafélag Akureyrar 50 ára. Nýja Valhöll í byggingu Félagsforingjar í Kvenskátafélaginu Valkyrjunni voru þessar: Guðríður Norðfjörð, Brynja Hlíðar, Ásgerður Áskelsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Hulda Þórarinsdóttir, Gígja Möller og Þorbjörg Ingvadóttir. Eftir að skátafélagið Klakkur var stofnað 1987 hafa eftirtaldir skátar gegnt starfi félagsforingja: Þorbjörg Ingvadóttir, Tryggvi Marinósson, Þorsteinn Pétursson, Ólafur Kjartansson, Ásgeir Hreiðarsson, Margrét Aðalgeirsdóttir, Ólöf Jónasdóttir og Jóhann Malmquist. Án þessarra framsæknu einstaklinga hefðu margir farið á mis við gott skátastarf. Á afmælisári lítum við skátar björtum augum til framtíðar. Nýja húsnæðið í Hyrnunni verður lyftistöng, skátar eru sýnilegri í samfélaginu með tilkomu nýrra miðla, foringjaþjálfun er öflug og fullorðnu fólki, sem vill leggja lið, fjölgar. Núverandi félagsforingi Klakks er Jóhann Malmquist. Eins og fram kom í upphafi þá var það danskur maður Viggo Hanen klæðskeri sem var upphafsmaður skátastarfs á Akureyri. Hann tók sér seinna eftirnafnið Öfjord. Honum fannst drengirnir í bænum þvælast um í tilgangsleysi og iðulega hafa í frammi hávaða og ólæti. Hann var þó viss um að þetta væru dugandi drengir sem væru ýmsum kostum búnir. Það þurfti bara að koma skipulagi á leiki þeirra og rétta þeim hjálparhönd þannig að þeir gætu þroskað þá góðu eiginleika sem hann vissi að byggi í þeim. Í raun og veru hefur aðaláhersla í starfi skátanna í bænum öll þessi ár einmitt verið að aðstoða börn og unglinga á þroskabrautinni og hvetja þau til góðra verka. f.h. afmælisnefndar Hrefna Hjálmarsdóttir SKÁTABLAÐIÐ 17

18 Frá skrúðgöngu sumardaginn fyrsta Marta Magnúsdóttir og bakland skátaþings Drekaskátasveitinn Smáfólk í útilegu. Starf skátafélagsins Klakks í dag er í mikilli sókn, fjöldi starfandi skáta í félaginu eykst ár frá ári og verkefnum sem félagið tekur að sér fjölgar í takti við það. Í félaginu eru starfandi fimm sveitir, þær eru drekaskátasveitin Smáfólk, fálkaskátasveitirnar Ernir og Skeifur, dróttskátasveitin Ds. Montis og rekkaog róverskátasveitin Rs. Ultima. Þessar sveitir taka allar þátt í starfi félagsins en hver þó á sinn hátt. Félagið í dag heldur forni sögu og frægðarafrekum hátt á lofti en það þykir þó einnig mikilvægt að hampa því frábæra starfi sem fer fram í dag. Félagið sem er með þeim stærri á landinu, hefur síðustu ár tekið virkan þátt í skátastarfi á landinu með því að aðstoða við framkvæmd og uppsetningu Landsmóta og minni viðburða á vegum BÍS, halda skátaþing, senda marga eldri skáta í Gilwell leiðtogaþjálfun og með því að styðja við yngri skátana sína til að taka þátt í skátastarfi á landsvísu og heimsvísu. Þetta höfum við gert jafnframt því að halda úti metnaðarfullu starfi innan félagsins. Starf í skátafélaginu Klakki hefur lengi vel einkennst af mikilli útivist og það er ekki fjarri lagi að það orsakist af öllum þeim tækifærum til útivistar sem eru í nærumhverfi Akureyrar. Umhverfið, aðstaðan og gott bakland er hryggurinn í félaginu okkar, en frábærir, áhugasamir ungir skátar eru hjartað. Hermann Sigtryggsson á leid á skátamót í Skjok í Noregi. Félagsforinginn og tveir fyrirmyndar dróttskátar. Magnús Geir Björnsson -Skáti í Klakki Kyndlagerð á Arna fundi. 18 SKÁTABLAÐIÐ

19 Viðburðir 2017 skatamal.is maí Vormót Hraunbúa júní Drekaskátmót júní Viðeyjarmót Landnema 25. júlí-2. ágúst World Scout Moot á Íslandi ágúst Fjölskylduhátíð Úlfljótsvatns ágúst Peppormoot Leiðtogaþjálfun 24. ágúst Pottapartý Rekkaskáta í Reykjadal 23. september Forsetamerkið afhent ágúst Sumar Gilwell september Gilwell Leiðtogaþjálfun skref september Haustpepp Leiðtogaþjálfun október Rödd Ungra Skáta Sjá nánari tímasetningar á Skátadagatalinu á Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu kveðjur! Reykjavík ADVEL lögmenn slf, Suðurlandsbraut 18 Aðalvík ehf, Síðumúla 13 Arctic Track ehf, Skeifunni 8 Arctic Trucks Ísland ehf, Kletthálsi 3 Arkís arkitektar ehf, Kleppsvegi 152 Auglýsingastofan ENNEMM, Skeifunni 10 Álnabær ehf, verslun, Síðumúla 32 Áltak ehf, Fossaleyni 8 Ásbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6 ÁTVR Vínbúðir, Stuðlahálsi 2 B M Vallá ehf, Bíldshöfða 7 Batik ehf, silkiprent og ísaumur, Bíldshöfða 16 Bending 1 ehf, Bæjarfl öt 8F Beyki ehf, Tangarhöfða 11 Bílasala Guðfi nns, frúin hlær í betri bíl, Stórhöfða 15 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Blómabúðin Hlíðablóm, Háaleitisbraut 68 Bókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29 Brim hf, Fiskislóð 14 Dalía, blómaverslun, Glæsibæ, Álfheimum 74 Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10 dk hugbúnaður ehf- Bæjarhálsi 1, hús Orkuveitunnar Efnalausnir ehf, Kjalarvogi 5 Eignamiðlunin ehf, Grensásvegi 11 Eignaumsjón hf, Suðurlandsbraut 30 Ernst & Young ehf, Borgartúni 30 Faris ehf, Gylfafl öt 3 Farmanna- og fi skimannasamband Íslands, Grensásvegi 13 Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178 Fjallamenn-Mountaineers of Iceland, Skútuvogi 12e Fjárfestingamiðlun Íslands ehf, Síðumúla 35 Flügger ehf, Stórhöfða 44 G.M.Einarsson ehf, Viðarási 75 Gallerí Fold, Rauðarárstíg GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8 Geiri ehf, umboðs- og heildverslun, Bíldshöfða 16 Gilbert úrsmiður- Laugavegi 62 Gjögur hf, Kringlunni 7 Gróðrarstöðin Mörk, Stjörnugróf 18 Guðmundur Arason ehf, smíðajárn, Skútuvogi 4 Gullkistan skrautgripaverslun - Frakkastíg 10 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11 Hamborgarabúlla Tómasar - Við erum öll jöfn, Bíldshöfða 18 Hamraskóli, Dyrhömrum 9 Happdrætti Háskóla Íslands, Tjarnargötu 4 Hárgreiðslustofan Kúltúra, Álfheimum 74 Henson sports, Brautarholti 24 Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45 Hótel Óðinsvé, Þórsgötu 1 Hótel Örkin, sjómannaheimili, Brautarholti 29 Húsaklæðning ehf- Kaplaskjólsvegi 93 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Höfði fasteignasala, Suðurlandsbraut 52 Innnes ehf, Fossaleyni 21 Íbúðagisting.is, Síðumúla 14 Íslensk erfðagreining, Sturlugötu 8 Íslenskir fjallaleiðsögum ehf, s: , Stórhöfða 33 Ísmar ehf, Síðumúla 28 Ísold ehf, Nethyl 3 Íþróttasamband fatlaðra, Engjavegi 6 Kemi ehf- Tunguhálsi 10 Kjaran ehf, Síðumúla Kjöreign ehf, fasteignasala, Ármúla 21 KOM almannatengsl, Katrínartúni 2 Kopar & Zink ehf, Eldshöfða 18 Landsnet hf - landsnet.is, Gylfafl öt 9 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Lásaþjónustan ehf, Gvendargeisla 86 Le Bistro - franskur bistro & vínbar, Laugavegi 12 Lifandi vísindi, Klapparstíg 25 Litróf ehf, Vatnagörðum 14 Logofl ex ehf, Smiðshöfða 9 Lyfi s ehf, Grensásvegi 22 Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9 Lögmenn Laugavegi 3 ehf, Laugavegi 3 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfi sgötu 115 Magnús og Steingrímur ehf, Bíldshöfða 14 Mobilitus ehf, Laugavegi 59 SKÁTABLAÐIÐ 19

20 Senn líður að útilífsskólum skátanna Á hverju sumri eru útilífsskólar skátanna í boði víðsvegar um Reykjavík en auk þess á Akranesi, í Hafnafirði og Mosfellsbæ. Samtals eru félögin tólf sem standa fyrir námskeiðunum. Útilífsnámskeið skátanna eru frábær afþreying fyrir börn á grunnskólaaldri. Á útilífsnámskeiðum skátanna gefst hressum krökkum tækifæri til þess að takast á við spennandi svaðilfarir, sigla á bátum, klifra og síga, fara í leiki, sund og margt fleira. Blaðakona Skátablaðsins, Vigdís Fríða, fór og kynnti sér málin hjá Maríu Lilju Fossdal og Huldu Maríu Valgeirsdóttur. Þær eru sérlega fróðar um málið enda standa þær báðar nærri námskeiðunum. María Lilja Fossdal er aðstoðarskólastjóri hjá Útilífsskólanum í Árbæ, sem rekinn er af Árbúum.,,Ég hef verið að vinna hjá útilífsskólanum síðan ég var í 7. bekk en þá byrjaði ég sem sjálfboðaliði og hafði mjög gaman af því. Ég hef síðan þá unnið öll mín sumur í útilífsskólanum og stefni að því að gera það þetta sumar einnig. Ég er ekki enn orðin 20 en það er lágmarksaldurinn til að vera skólastjóri og er ég því aðstoðarskólastjóri þangað til. Mitt starf sem aðstoðarskólastjóri er að hjálpa skólastjóranum að sjá um öll þau verkefni sem hann hefur og er í raun hans hægri hönd. Hulda María Valgeirsdóttir er skólastjóri hjá Útilífsskóla Landnema. Hún hefur ekki séð um útilífsskólann áður en vann eitt sumar sem vinnuskólaliði svo hún þekkir vel til. Hún hlakkar mest til þess að fá að vera úti á hverjum degi að leysa skemmtileg verkefni með fjörugum börnum í sumar.,,á hverjum degi er skipulögð dagskrá sem tengist markmiðum Útilífskólans. 20 SKÁTABLAÐIÐ

21 Við förum meðal annars í leiki, hjólaferðir, sund og klifrum í Öskjuhlíðinni. María Lilja tekur í sama streng og segir okkur meðal annars frá því að henni finnst krakkarnir það skemmtilegasta við starfið.,, Mér finnst ekkert jafn skemmtilegt og þegar ég sé að börnin eru að skemmta sér og hafa gaman. Starfsfólkið sem ég hef fengið að vinna með á hverju ári er líka alveg frábært. Aðspurðar hvers vegna útilífsnámskeiðin væru góður kostur fyrir börnin svöruðu þær:,,ég myndi lýsa því sem frábærri leið til að eyða sumrinu og hafa gaman. Þetta er klárlega tilbreyting frá t.d. fótboltanámskeiðum eða handboltanámskeiðum þar sem við einbeitum okkur ekki að einni íþrótt heldur frekar að heildinni og að efla skátastarf svo sem klifur og að síga. María Lilja,,Útilífsskólarnir eru kröftug námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára sem byggja á mikilli útivist, náttúruskoðun, leikjum og allskonar hreyfingu. Hulda María Á venjulegum degi er mikið brasað að sögn Maríu Lilju.,,Það er svo mikið sem við gerum á hverjum degi. Við reynum að hafa hvern og einn einasta dag mismunandi og gerum við því allskyns skemmtilega hluti. Sem dæmi þá leigjum við oft hoppukastala fyrsta daginn og leyfum krökkunum að kynnast í gegnum allskyns nafnaleiki og kynnum þau fyrir skátaheimilinu. Hulda María Valgeirsdóttir Útilífsskólarnir í Reykjavík halda sameiginlega útilegu þar sem skólarnir keyra saman dagskrá og tjalda.,, Það er mjög skemmtilegt fyrir bæði börn og foringja að hitta aðra skáta og gera eitthvað skemmtilegt saman. Hulda María.,,Einnig reynum við að hitta önnur skátafélög og eyða deginum með þeim, þá förum við til dæmis í kassaklifur eða sund. María Lilja. Náttúran í allri sinni dýrð er einn stór leikvöllur á útilífsnámskeiðum skátanna. Börn eru hvött til sjálfstæðis og frumkvæðis en reyndur skátaforingi er aldrei langt undan. Skráning er hafin á - Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Útilífsskólar skátanna eru haldnir á eftirfarandi stöðum: Árbær Breiðholt Bústaðahverfi Grafarvogur Sólheimahverfi Hlíðar Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Álftanes Mosfellsbær Akranes SKÁTABLAÐIÐ 21

22 World Scout Moot 2017: Stærsta skátamót Íslandssögunnar Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið í sumar þegar skátar frá öllum heimhornum taka þátt í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum ára og það sem haldið verður hérlendis er það 15. í röðinni. Mótssetning verður í Reykjavík en svo skiptast þátttakendur upp í tjaldbúðir víðs vegar um landið og verða þar í fjóra daga við margvísleg verkefni. Eftir það sameinast allir hóparnir á Úlfljótsvatni og verða þar í fjóra daga. Skátar frá 100 þjóðlöndum taka þátt! Þegar þessar línur voru settar á blað, um miðjan maí, höfðu skátar frá 100 þjóðlöndum staðfest komu sína á World Scout Moot í sumar. Þar fara skátar frá Bretlandi fremstir í flokki en þaðan koma 639 skátar. Önnur lönd á topp-tíu listanum eru: Ástralía Mexíkó Sviss Kanada Brasilía Þýskaland Austurríki Portúgal Ítalía Fróðlegt er að sjá hve stórir hópar koma frá fjarlægum löndum en Ástralía, Brasilía og Mexíkó eru öll á topp-tíu listanum. Skátastarf stuðli að jákvæðum samfélagsbreytingum Skátablaðið hafði samband við Hrönn Pétursdóttur, mótsstjóra og spurði hana um gildi móts af þessu tagi í alþjóðlegu samhengi. Með mótum eins og því sem verður á Íslandi í sumar er skátahreyfingin á alþjóðavísu að standa undir því markmiði sínu að vera friðarhreyfing, og skátar erindrekar friðar. Mótið, eins og daglegt skátastarf, er vettvangur þar sem fólk af ólíkum trúarbrögðum og menningarheimum kemur saman, lærir og mótar eða endurmótar afstöðu sína og þekkingu til annarra og eignast um leið vini fyrir lífstíð vini sem koma alls staðar að og hafa mjög ólíkan bakgrunn segir Hrönn. Hrönn nefnir að það sé hins vegar ekki nóg að fólk skilji bara hvert annað - því athafnir verða að fylgja skilningi. Skátastarf sé þannig uppbyggt að með þátttöku í dagskrá, viðburðum, verkefnum og atburðum er færni þátttakenda aukin og þeir studdir í því að vera virkir einstaklingar einstaklingar sem gera en ekki bara hugsa eða tala. Þannig verða skátar umboðsmenn jákvæðra breytinga og það er bráðnauðsynlegt fyrir okkar samfélag að þjálfa slíkt fólk bætir Hrönn við. Jákvæð og uppbyggjandi á samfélagið Sem dæmi um þetta nefnir Hrönn að skátar leggi hvarvetna áherslu á þátttöku í samfélaginu, sem virkir þjóðfélagsþegnar en líka í formi samfélagsþjónustu. Þannig munu þátttakendur á World Scout Moot leggja til alls um sjálfboðaliðastundir í þágu þeirra svæða þar sem þeir dvelja. Samfélagsþjónustan getur sem dæmi falist í því að leggja umhverfismálum lið með gerð stíga, hreinsun eða gróðursetningu trjáa, en einnig sem fræðsla um menningu og trúarbrögð, á leikskólum, hjúkrunarheimilum, í bókasöfnum, kirkjum eða annars staðar þar sem við á. Með þessum hætti eru skátarnir ekki bara að sinna óformlegri menntun félaga sinna, heldur er hreyfingin bókstaflega og raunverulega að þjóna samfélaginu með virkum hætti og hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á þróun þess, segir Hrönn að lokum. Viðburðaríkir mótsdagar í vændum World Scout Moot 2017 mun sjálfsagt ekki fara fram hjá neinum hér á landi meðan á því stendur. Fyrri hluta mótsins sinna þátttakendur skipulagðri dagskrá á 12 stöðum vítt og breitt um Ísland en að því loknu koma allir saman á Úlfljótsvatni þar sem myndarlegt samfélag rís í einni svipan. Það er of langt mál að fara yfir öll þau ævintýri sem bíða þátttakenda á þessum stöðum en Skátablaðið ákvað þó að kynna sér málið örlítið nánar: 22 SKÁTABLAÐIÐ

23 Haukur í Hólaskjóli Ég starfa með Hólaskjólshópi Landnema, en í Hólaskjóli verður staðsett frá 25. júlí ein af tjaldbúðum WSM með eigin dagskrá, áður en mótsgestir safnast saman á Úlfljótsvatni 29. júlí og dvelja þar út mótið, segir Haukur Haraldsson Landnemi. Haukur segir staðarvalið einstaklega vel heppnað: Hólaskjól er gróðurvin, efst í Skaftártungum við austurenda Fjallabaksleiðar nyrðri, skammt suður af Eldgjá. Hólaskjól er í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs og er undir lögsögu hans. Í Hólaskjóli verður sjálfstæð tjaldbúð með eigin dagskrá og eigin lífi. Gert er ráð fyrir að í Hólaskjólsbúðum muni búa um 250 manns (þátttakendur, sjálboðaliðasveitir og stjórnendur) og mun dagskráin byggjast á göngu- og skoðunarferðum, m.a. í Landmannalaugar, Álftavatnskróka, Eldgjá og Langasjó. Jafnframt er búið við hefðbundið tjaldbúðarlíf að hætti öræfanna, kvölddagskrá o.fl. Auk þessa vinna þátttakendur sjálfboðavinnu, stoðvinnu í þágu náttúruverndar á staðnum í samvinnu við landverði. Sérstaða þessa svæðis og aðdráttarafl í augum margra, liggur í staðsetningu þess í óbyggðajaðrinum og fjarlægð frá meginleiðum. Flóknara er hér með alla aðdrætti og samgöngur, en þótt flestum bílum ætti að vera fært í Hólaskjól er einungis fjórhjóladrifsbílum fært lengra inn á hálendið. Það er einmitt í þessari heillandi sérstöðu sem beinast liggur við að gera hugsanlegar hindranir að tækifæri til að kynnast töfrum óbyggða Íslands, fjallaheimi og eldfjallanálægð, segir Haukur að lokum. Stöðvarstjórinn í Hafnarfirði Við eigum von á 358 þátttakendum í 36 flokkum í 9 sveitum. Þeir koma frá 47 þjóðlöndum og verða Bretar fjölmennastir með 55 þátttakendur og Ástralir eru næst fjölmennastir með 36 þátttakendur en þeir koma að sjálfsögðu lengst að. Auk þeirra verður stór hópur erlendra sjálfboðaliða og íslenskir leiðbeinendur fyrir hverja sveit, segir Guðni Gíslason úr Hraunbúum og St. Georgsgildinu Hafnarfirði en hann er jafnan kallaður Stöðvarstjórinn þessa dagana. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en Hafnarfjörður býður ekki aðeins upp á bæjarmenningu heldur einnig stórbrotna náttúru. Því er boðið upp á víkingabardagalist, fróðleik um gamla bæinn og sögu, sjósund, safnadag, kjötsúpueldun, ferð á Krýsuvíkurbjarg, hellaferðir, gönguferð um Selvogsgötu, kanóróður á Hvaleyrarvatni, samfélagsþjónustu og margt fleira. Víðistaðatún þar sem tjaldbúðin verður býður einnig upp á fjölbreytta afþreyingu eins og strandbolta, frisbígolf, listaverkaskoðun og fleira. Staðurinn er kjörinn fyrir svona mót og framkvæmdin í raun auðveld. Fjölga þarf salernum en helsta viðfangsefnið er að koma svona mörgum í dagskrá á sama tíma. Fjarlægðir verða fljótt miklar og ekki hægt að hafa rútu fyrir alla segir Guðni. Með mér í undirbúningi eru félagar mínir í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði en auk þess vonumst við eftir þátttöku skátanna úr Hraunbúum við ýmsa þætti og dagskrá. Björgunarsveit Hafnarfjarðar mun sjá um sjúkragæslu en hún er ekki eins veigamikil og í öðrum mótsbúðum vegna staðsetningar. Stefnt er að því að reka kaffihús á svæðinu og ljóst að mótshaldið mun setja sterkan svip á bæinn. Mótshaldið á Víðistaðatúni mun örugglega vekja enn meiri athygli á skátastarfinu í bænum sem er gríðarlega mikilvægt ekki síst gagnvart þeim sem ráða í bænum en hörð samkeppni er um stuðning frá sveitarfélaginu, segir Guðni. Aðspurður hvaða þýðingu mótið eigi eftir að hafa fyrir íslenska skáta þá segir Guðni það eigi eftir að koma í ljós en enginn íslenskur skáti er meðal þátttakenda í þeirra tjaldbúð. Hins vegar myndast mikil reynsla við mótshaldið en álagið sé einnig mikið á fjölmarga. Gríðarlegar kröfur eru gerðar til mótshaldsins frá WOSM og margir að kynnast regluhaldi sem hingað til hefur verið hluti af almennri skynsemi, segir Guðni með brosi á vör. Þáttur sjálfboðaliða ómetanlegur Verkefni af þessari stærðargráðu þarfnast alúðar og fórnfýsi hundruða sjálfboðaliða þau ár sem verkefnið er í undirbúningi og yfir mótsdagana er von á að sjálfboðið starfsfólk mótsins verði um það bil eitt þúsund. Fjöldi erlendra skáta kemur til landsins til að leggja fram krafta sína en síðustu árin hefur vinnan fyrst og fremst hvílt á íslenskum sjálfboðaliðum. Mótið hefur orðið kveikja að endurnýjaðri þátttöku margra eldri skáta sem hafa verið virkir í undirbúningi mótsins að undanförnu og þannig lagt hreyfingunni lið á nýjan leik. Afar ánægjulegt er að sjá alla þá faglegu sjálfboðaliða vinna að undirbúningi mótsins með jafn glæsilegum hætti og raun ber vitni. Vilt þú vera með? Þessi stóri skátahópur sem við tökum á móti innan fárra vikna mun leiða til krefjandi og spennandi úrlausnarefna. Þegar þetta er skrifað gengur vel að manna allar helstu stöður sjálfboðaliða en auðvitað verður hægt að bætast í hópinn. Ert þú úrvalskokkur? Ertu gera og græja skáti? Ertu tækninörd? Viltu nota tungumálaþekkinguna þína? Finnst þér gaman að sýna erlendum skátum Ísland og allt sem hægt er að gera? Verkefnin eru óteljandi og þörf á mjög fjölbreyttri þekkingu og færni til að sinna öllum þeim verkefnum sem nauðsynleg eru fyrir svona stóran viðburð. Það er því um að gera að hafa samband sem fyrst við mannauðsteymi Moot og fá hlutverk í þessum einstaka viðburði í sögu skátastarfs á Íslandi. SKÁTABLAÐIÐ 23

24 Í því samhengi má benda á að nauðsynlegt er að vera þátttakandi eða sjálfboðaliði á World Scout Moot til að upplifa viðburðinn. Fjölskyldubúðir eins og þekkjast í kringum Landsmót verða ekki í boði og einungis takmarkaður fjöldi gesta verður leyfður inn á mótssvæðið og þá einungis á tilteknum degi og að undankeyptum aðgöngumiða. Öflugt alþjóðlegt starfslið Það þarf svo sannarlega öflugt og fjölmennt starfslið til þess að svona viðburður verði að veruleika segir Björn Hilmarsson úr Mannauðsteymi mótsins en á þeirra könnu eru öll starfsmannamál. Stór hópur sjálfboðaliða hefur unnið að undirbúningi síðustu árin en þegar á hólminn verður komið eigum við von á að heildarfjöldi starfsmanna verði u.þ.b talsins frá 90 löndum, bætir Björn við. Öflug þjálfun alls starfsfólks Allir starfsmenn mótsins þurfa að ljúka umfangsmikilli þjálfun til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Þessi þjálfun er í grófum dráttum þríþætt: Menningarvitund er einn þátturinn og í þeim hluta eru væntanlegir starfsmenn fræddir um mismunandi lífsviðhorf, sjálfsmat, verkefnastjórnun og fleira. Annar hluti þjálfunarinnar beinist sérstaklega að erlenda starfsfólkinu þar sem lögð er áhersla á fræðslu um náttúru Íslands, veðurskilyrði, útbúnað og annað sem skiptir máli þegar stunduð er útivist á Íslandi. Þriðji þáttur þjálfunarinnar og jafnframt sá mikilvægasti er námsefni sem nefnt er Safe From Harm. Það námsefni er að erlendri fyrirmynd og er skyldufag hvers sjálfboðaliða sem gefur kost á sér sem starfsmaður mótsins. Þetta efni þarf hver og einn að tileinka sér og útskrifast frá til að eiga möguleika á að verða með í hópnum. Efnið snýr að fræðslu á borð við einelti, andlegt og líkamlegt ofbeldi og aðra sambærilega hluti sem gerð er krafa um að starfsfólk mótsins kunni að bregðast við og að sjálfsögðu koma í veg fyrir, segir Björn Hilmarsson að lokum. Glæsilegur hópur þátttakenda Eins og fram hefur hér að framan komið er von á miklum fjölda gesta á mótið í sumar þetta verður glæsilegur hópur og tilhlökkunarefni að upplifa þegar allir verða komnir saman á Úlfljótsvatni seinni hluta mótsins skátar frá 100 þjóðlöndum á sama stað! Alþjóðlegur andi svífur að sjálfsögðu yfir vötnum í verkefni sem þessu og eiga íslensku skátarnir sinn þátt í því þeir eru auðvitað erlendir skátar í augum hinna þátttökuþjóðanna. Til viðbótar við hundruðir íslenskra eldri skáta sem aðstoða við mótið sendir Bandalag íslenskra skáta glæsilegan hóp íslenskra þátttakenda til leiks. Síðustu mánuðir hafa verið mikið ævintýri segir Atli B. Bachmann sem leiðir undirbúning íslensku þátttakendanna. Þetta eru um 100 skátar frá 14 skátafélögum sem verða fulltrúar íslenskra skáta á mótinu. Þetta er frábær hópur og undirbúningur gengur mjög vel en það er í mörg horn að líta ég er einmitt að rjúka á fund núna og verð að fá að ræða við þig síðar segir Atli og slítur símtalinu. Hverjir eru að koma? Skátablaðið dauðlangaði að kynnast einhverjum af skátunum sem eru að koma og hafði því samband við þau Caroline frá Noregi og Pešl frá Tékklandi en þau eru farin að teljast til Íslandsvina enda komið hingað áður í skátaerindum. Caroline Hop: Hlakka til að upplifa fjölbreytileikann Hæ, ég heiti Caroline Hop, 26 ára skáti frá Noregi og hef verið virk í skátastarfi frá því ég var átta ára. Ég er í fararstjórn norska hópsins. Fyrri hluta mótsins ætlum við að dvelja í Reykjavík og uppgötva og rannsaka allt það spennandi sem þar er að finna og fara í dagsferð um Gullna Hringinn. Nokkrir úr norska hópnum hafa komið áður til Íslands og ég hef skorað á þá og allan okkar hóp að mæta til landsins með opnu hugarfari og njóta þess að upplifa fjölbreytileikann sem er fólginn í því að taka þátt í skátamóti með krökkum frá 100 löndum! Sjálf er ég að koma í fimmta skipti til Íslands. Í öll skiptin til að taka þátt í viðburðum á vegum Bandalags íslenskra skáta! Fyrsta ferðin mín var árið 2009 þegar ég kom á Roverway. Ég hlakka mjög mikið til mótsins í sumar og ég hlakka líka til að kynna Ísland og íslenskt skátastarf fyrir ferðafélögum mínum. Síðastliðið ár hef ég starfað sem sjálfboðaliði hjá WAGGGS í Evrópu með aðsetur í Brussel. Ég er í mastersnámi í nýsköpun og þekkingarstjórnun en mitt næsta stóra skátaverkefni verður fararstjórn fyrir Noreg á Roverway 2018 í Hollandi. Sjáumst! Caroline Petr Čížek: Ísklifur á Vatnajökli Hæ öll! Ég heiti Petr Čížek en skátavinir mínir kalla mig Pešl. Ég er 23 ára gamall sveitarforingi frá Tékkalandi og skátabandalagið okkar kallast Junák. Ég er í fararstjórn tékkneskra skáta til Íslands í sumar og vinn einnig að undirbúningi fyrir þátttöku okkar í Roverway Fyrri hluta mótsins skunda ég austur í Skaftafell og freista þess að fara í ísklifur á Vatnajökli og vonandi fæ ég fallegt veður og gott útsýni af toppi Kristínartinda en þangað liggur leiðin líka. Ég kom tvisvar til Íslands á síðasta ári, þökk sé Bandalagi íslenskra skáta. 24 SKÁTABLAÐIÐ

25 Annars vegar var um að ræða European Input-viðburð og hins vegar kom ég til að taka þátt í námskeiðinu Ungir talsmenn (Young spokesperson). Ég naut beggja ferða í botn og upplifði einstaka gestrisni Íslendinga. Hins vegar náði ég lítið að skoða mig um í þessum fyrri ferðum mínum og því bíð ég í ofvæni eftir að ferðast um Ísland, bæði meðan á mótinu stendur og einnig að því loknu því landið hefur upp á svo margt fallegt að bjóða. Vona að ég eigi eftir að hitta marga eldheita skáta þegar ég kem verum þolinmóð, það er alveg að koma að þessu. Með skátakveðju, Pešl - Petr Čížek Mótinu miðlað um allan heim Stór hópur sjálfboðaliða hefur unnið að miðlun mótsins síðustu misseri en mikilvægt er að öll upplýsingagjöf sé vönduð og góð. Sérstök upplýsingamiðstöð verður sett upp á Úlfljótsvatni sem og aðstaða fyrir margvíslega útgáfustarfsemi svo sem mótsblað, vinnu við vefsíðu mótsins og samfélagsmiðla, þjónustu við fjölmiðla og svo mætti lengi telja. Við gerum okkar besta til að koma upplýsingum til íslenskra fjölmiðla um undirbúning mótsins og munum miðla til þeirra af kappi meðan á móti stendur, segir Salka Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Skátamiðstöðvarinnar. Við munum gefa út mótsblað eins og venja er og miðla upplýsingum á íslensku í máli og myndum á vefsíðu Bandalags íslenskra skáta (skatamal.is), efni á ensku og frönsku á vefsíðu mótsins (worldscoutmoot.is) og vera virk á Facebook, Snapchat og Instagram svo eitthvað sé nefnt, segir Salka. Mótið hefur undanfarna mánuði nýtt sér allar helstu boðleiðir sem eru færar og má þar nefna útgáfu fréttabréfa, vef- og prentmiðlun en áhersla verður á vefmiðlunina á lokasprettinum og meðan á mótinu stendur. Salka bendir á að það sé dýrmætt að nýta þetta tækifæri vel til að vekja duglega athygli á skátastarfi hér innanlands en nefnir að jafnframt þurfi að sinna skyldum gagnvart skátasamfélaginu á alþjóðavísu. Þessir gestir eiga fjölskyldur, vini, vandamenn og skátasystkini út um allan heim sem ætla að fylgjast með og við munum gera okkar besta til að færa þeim vel unnið fréttaefni segir Salka. Hún bætir við að þetta sé auðvitað gríðarlega mikil vinna ef standa eigi vel að málum. Við fáum öflugan liðsauka á meðan á mótinu stendur því á meðal þeirra erlendu sjálfboðaliða sem hafa skráð sig í starfsmannahópinn er fagfólk á sviði blaðamennsku, ljósmyndunar, myndbanda- og kvikmyndagerðar svo dæmi séu tekin. Hópurinn fær svo sannarlega úr nægu að moða enda ekki á hverjum degi sem fólk sem hefur áhuga á miðlun fær tækifæri til að stíga beint inn í ævintýri á borð við þetta þau mun svo sannarlega ekki skorta viðfangsefni þessa daga, segir Salka. Salka vill að lokum benda á að fyrir þá sem vilja kynna sér íslenskt efni um World Scout Moot 2017 og fá upplýsingar um samfélagsmiðla og aðrar slíkar upplýsingar sé einfaldast að heimsækja vefsíðuna skátamál.is þar á forsíðunni sé auðvelt að nálgast allar nánari upplýsingar. SKÁTABLAÐIÐ 25

26 Auður Djúpúðuga Crean er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland og er nú haldið í sjötta sinn og er einn öflugasti viðburður sem BÍS hefur komið að á undanförnum árum. Árangur viðburðarins er mjög góður og tala þátttakendur vel um þá reynslu og þekkingu sem þeir hafa aflað sér í gegnum Crean og þykir þetta góð viðbót við dróttskátastarf í landinu. Í þó nokkurn tíma hafa verið uppi raddir um að útbúa einskonar framhald af Crean þar sem hlutverkunum væri snúið við og Íslendingar færu til Írlands og myndu þar fást við verkefni sem tengdust skátastarfi á Írlandi, líkt og Írarnir hafa kynnst starfinu hér. Því var ákveðið að ráðast í verkefnið Auður Djúpúðuga og þann 7. apríl lögðu foringjarnir Silja Þorsteinsdóttir og Finnbogi Jónsson af stað með ellefu þátttakendur. Gunnar Helgason. Íslenski fararhópurinn átti pantað flug klukkan 6:20 um morguninn en vegna tafa var ekki farið í loftið fyrr en 11:10. Mikil hamingja varð svo loks þegar skátarnir lentu í Dyflinni og stigu út í glampandi sólskin og 10 stiga hita. Síðan var haldið í skátamiðstöðina Larch Hill sem er algjört ævintýraland fyrir hvern þann sem þangað kemur. Næstu daga var fengist við ýmislegt svo sem kajakferð, skýlagerð, ýmsa skógarvinnu, valslöngvu stríð, spottalausa brú og tvö daglöng hike í ævintýralegri írskri náttúru þar sem skátarnir sáu meðal annars forna fjöldagröf. Þátttakendur voru mjög ánægðir með ferðina og höfðu sumir orð á því að þetta væri einn af hápunktum í sínu skátastarfi. Hér að neðan eru nokkur ummæli um verkefnið Auði Djúpúðugu frá sjónarhóli þátttakenda:,,ég þekkti hana nú ekki persónulega og veit svo sem lítið um manneskjuna sjálfa, en verkefnið sjálft er nokkurs konar framhald af Crean og það er það atriði sem laðaði mig að verkefninu upphaflega. Við höfum verið að sinna ýmsu skemmtilegu skátastarfi hér í Írlandi til dæmis höfum við verið að súrra allskonar trönubyggingar, ganga yfir lágheiði og gista bæði í tjöldum, skálum og skýlum sem við byggðum sjálf í skóginum úr efnivið sem við fundum bara í skóginum. Hápunktur ferðarinnar var án efa skýlabyggingin og skógarmennskan en það er kannski líka það skátastarf sem er okkur á Íslandi fjarstæðast. -Jón Ólafur Jónsson, Klakki,,Hápunktur ferðarinnar var gangan sem við fórum í, en ferðin í heild var bara alveg frábær. Líklegast græddi ég mest á að vinna í hópi með fólki sem maður þekkir ekki alveg en veit svona nokkurn veginn að maður getur treyst vegna þess hvaða bakgrunn það hefur í gegnum skátastarfið og Crean. Ég hefði viljað hafa fleiri Íra og það væru þá Írar sem væru búnir að fara í gegnum svipað undirbúningsferli og við, svona svipað eins og þetta er framhald af Crean hjá okkur að þetta væri framhald af Crean eða einhverju samskonar batteríi hjá þeim. Og ég mæli bæði með að þeir sem hafa áhuga á útivist og skátastarfi fari bæði á Crean og svo líka á Auði því þetta er bæði frábært. -Sindri Friðriksson, Hraunbúum,,Eitt það besta við ferðina finnst mér samstarfið og sjálfstæðið sem við höfum, við eldum allt sjálf í hópum og foringjarnir bera greinilega mikið traust til okkar. Þetta er einmitt það sem mér hefur þótt skemmtilegast, það er að vinna í flokkunum og að vinna saman að sameiginlegu markmiði, eins og þegar við vorum að búa til skýlin. Það sem ég tek kannski aðallega með mér heim er allt sem ég er búinn að læra og ekki síður ánægjuna og skemmtunina. -Björn Kristinn Andrésson, Svönum F.v. Magnús Geir Björnsson, Óskar Björn Jóhannsson, Finnbogi Jónasson, Jón Ólafur Jónsson, Birta Ögn Elvarsdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir. 26 SKÁTABLAÐIÐ

27 Mér fannst skemmtilegast að búa til skýli og að búa til mitt eigið reipi og að byggja skýli í skóginum og sofa í því. En það sem ég græddi kannski mest á var að vinna í flokki, það voru allir ótrúlega skemmtilegir og maður gat treyst á þá sem maður var með í flokk, og að sjálfsögðu var ég í besta flokknum. Fólk á að taka þátt í Auði vegna þess að þetta er allt öðruvísi en aðrir viðburðir, maður lærir ótrúlega margt og eignast rosalega marga góða vini. -Birta Ögn Elvarsdóttir, Hamri F.v. Arnar Daði Bjarnason, Óskar Björn Jóhannsson. F.v. Finnbogi Jónasson, Magnús Geir Björnsson, Óskar Björn Jóhannsson, Silja Þorsteinsdóttir, Eoin Campbell, Gunnar Ingi Sverrisson, Sean Hoban. F.v. Birta Ögn Elvarsdóttir, Ingibjörg Andrésdóttir. Aðspurð um framtíð viðburðarins sögðu Silja Þorsteinsdóttir og Finnbogi Jónsson þetta: Reynsla okkar af ferðinni var gríðarlega góð, núna nýttum við páskafríið og okkur langar til að prófa að fara ferðina að sumri til. Þetta gekk svo vel að við ætlum að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Við vorum mjög ánægð með hvernig allt gekk og í endurmatinu hjá krökkunum virtust allir vera mjög ánægðir með viðburðinn, við munum ef til vill gera smávægilegar breytingar á dagskránni en annars gekk allt svo vel að við þurfum ekki að fara í neina stórfellda endurskipulagningu. Þessi ferð gekk framar vonum og við gerum ráð fyrir að þær geri það líka næst, sérstaklega ef við fáum jafn frábæra þátttakendur. Texti: Magnús Geir Björnsson / Ljósmyndir: Halldór Valberg AB Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu kveðjur! Reykjavík Múlaradíó ehf, Fellsmúla 28 Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Borgartúni 35 Nexus afþreying ehf, Nóatúni 17 Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 Pingpong.is, Síðumúla 35 Pósturinn, Stórhöfða 29 Rafstilling ehf, Dugguvogi 23 Rafþjónustan slf, Klapparbergi 17 Rannsókna- og háskólanet Íslands hf, Dunhaga 5 Rarik ohf, Dvergshöfða 2 Regla - netbókhaldskerfi, Suðurlandsbraut 50 Reykjagarður hf, Fosshálsi 1 Réttur - ráðgjöf & málfl utningur, Klapparstíg Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 og Smáratorgi 1 Segull ehf, Hólmaslóð 6 Sjávargrillið ehf, Skólavörðustíg 14 Sjónlag hf, Álfheimum 74 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Sólon Bistro, Bankastræti 7a Spöng ehf, Bæjarfl öt 15 Stólpi gámar, Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf, Skeifunni 17 Sveinsbakarí, Arnarbakka 4-6 Söngskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 54 Tandur hf, Hesthálsi 12 Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1 Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Sólvallagötu 84 Tark - Arkitektar, Brautarholti 6 TREX-Hópferðamiðstöðin, Hesthálsi 10 Umslag ehf, Lágmúla 5 VATH-Verkfræðistofa Aðalsteins sf, Fífuseli 27 Verkfræðistofan Skipatækni ehf, Lágmúla 5 Verslunartækni ehf, Draghálsi 4 Verslunin Brynja ehf, Laugavegi 29 Verslunin Rangá, Skipasundi 56 Vélasalan ehf, Dugguvogi 4 VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20 Wise lausnir ehf, Borgartúni 26 Örninn ehf, Faxafeni 8 Seltjarnarnes Falleg gólf-parketþjónusta frá 1984, Nesbala 25 Kópavogur AuðÁs ehf, Dalvegi 16c Bifreiðastillingin ehf, Smiðjuvegi 40d Bílasprautun og réttingar Auðuns, Auðbrekku 27 Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf, Smiðjuvegi 48d Byggðaþjónustan bókhald og ráðgjöf, Auðbrekku 22 Ferli ehf, Hlíðasmára 8 Flugfreyjufélag Íslands, Hlíðasmára 15 GG Sport, Smiðjuvegi 8, græn gata Hamraborg ehf, Lundi 92 Hótel Kríunes, Vegur 12 Idex ehf, Smiðjuvegi 3 Iðnvélar ehf, Smiðjuvegi 44 Init ehf, Smáratorgi 3 Járnsmiðja Óðins, Smiðsbúð 6 JS-hús ehf, Skemmuvegi 34a Kambur ehf, Geirlandi v/suðurlandsveg Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8 Landmótun sf, Hamraborg 12 Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Ljósvakinn ehf, Vesturvör 30b Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1 Reynir bakari, Dalvegi 4 Stapafell ehf, Ásbraut 21 Svansprent ehf, Auðbrekku 12 Ungmennafélagið Breiðablik, Dalsmára 5 Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Garðasókn, Kirkjuhvoli Geislatækni ehf-laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c H.Filipsson sf, Miðhrauni 22 Samhentir, Suðurhrauni 4 Val - Ás ehf, Suðurhrauni 2 Önnu Konditorí slf, Lyngási 18 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2 SKÁTABLAÐIÐ 27

28 Ungir í stjórnum skátafélaga Á Edda Anika Einarsdóttir, 20 ára gömul í skátafélaginu Hamri. Hversu lengi ertu búin að vera í stjórn og hvaða hlutverki gegnirðu? - Ég sit mitt annað kjörtímabil, í dag er ég ritari en ég byrjaði sem meðstjórnandi. Gegnirðu öðrum störfum fyrir félagið? - Núna gegni ég ekki neinum öðrum hlutverkum þar sem aðstæður mínar leyfa það ekki. Af hverju bauðstu þig fram í stjórn? - Það bæði vantaði fólk og einnig var áhuginn til staðar. Áður hafði ég setið í ungmennaráði. Telur þú mikilvægt að félagsstjórnir hafi ungt fólk í stjórn? - Já, því við þurfum að aðlaga skátastarfið að breytingum í samfélaginu og koma með nýja og ferska hluti inn. Við þurfum líka að hafa eldri einstaklinga með til að vera stoðgrindin og kenna hinum ungu svo við þurfum ekki að finna aftur upp hjólið. Hvað telur þú þig hafa fram yfir aðra í stjórn? - Við erum mjög blandaður hópur og höfum mismunandi hluti fram að færa. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera í stjórn? - Að maður veit alltaf hvað er að gerast í öllu félaginu og bara almennt á landinu. Hver telur þú að lágmarksaldur einstaklings í stjórn eigi að vera? - 18 ára. Munt þú sækjast eftir sæti í stjórn á næsta aðalfundi? - Hver veit - það verður að koma í ljós hvar ég verð stödd í lífinu þá. Skátaþingi 2016 var samþykkt að æskilegt sé að skátafélögin hafi einn einstakling í stjórn á aldrinum ára. Þrátt fyrir að félögunum sé ekki skylt að hafa stjórnarmeðlim á þessum aldri hefur ungum skátum í stjórnum skátafélaga fjölgað hratt. Sunna Líf heyrði í nokkrum þeirra og forvitnaðist um stjórnarstarfið. Þór Hinriksson, 19 ára, í skátafélaginu Kópum Hversu lengi ertu búinn að vera í stjórn og hvaða hlutverki gegnir þú? Ég hóf störf í febrúar 2016 og er fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Gegnir þú öðrum störfum fyrir félagið? Nei, en ég starfaði sem sveitarforingi út vorið 2016 og tek þátt í skipulagningu á ýmsum viðburðum s.s. sumardeginum fyrsta, félagsútilegum og öðrum viðburðum. Af hverju bauðst þú þig fram í stjórn? Mig langaði til þess og fannst spennandi að verið var að bæta tækifæri ungs fólks til þess að hafa meira að segja um stjórnun félagsins síns. Telur þú mikilvægt að félagsstjórnir hafi ungt fólk í stjórn? Já, það er mikilvægt að ungt fólk geti haft áhrif á störf félagsins og geti þá einnig gætt betur hagsmuna unga fólksins og þá sérstaklega foringja. Hvað telur þú þig hafa fram yfir aðra í stjórn? Ég er með mjög góða tengingu inn í foringjahóp félagsins og hef reynslu af styrktarumsóknum. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera í stjórn? Að hafa kynnst því hvað það er mikið sem gerist bakvið tjöldin sem maður tekur ekki endilega eftir sem sveitarforingi. Hver telur þú að lágmarksaldur einstaklings í stjórn eigi að vera? 18 ára því þeir þurfa að bera ábyrgð á stórum ákvörðunum og einnig geta komið upp erfið trúnaðarmál sem stjórn þarf að leysa. Munt þú sækjast eftir sæti í stjórn á næsta aðalfundi? Já, alveg örugglega. Mér finnst þetta mjög áhugavert og gaman, ég hef lært mikið á þessu eina ári. Auk þess hef ég áhuga á því að halda áfram að móta störf Kópa og gæta hagsmuna unga fólksins. Jakob Heimir Patrick Burgel Ingvarsson, á 19. ári í skátafélaginu Fossbúar. Hversu lengi ertu búinn að vera í stjórn og hvaða hlutverki gegnirðu? Ég er á mínu öðru ári. Ég byrjaði fyrst sem áheyrnarfulltrúi foringja, sem var nýtt embætti sem var gert svo foringjar myndu hafa sína rödd í stjórn. Núna er ég varamaður og sinni ýmsum störfum svo sem að auglýsa það sem er í vændum hjá félaginu. Gegnirðu öðrum störfum fyrir félagið? Ég starfa sem foringi yfir yngsta stigi fálkaskátadrengja og sem foringi yfir dróttskátum á yngsta ári. En ég er þó fyrst og fremst Hrópstjóri Fossbúa og einn Kvöldvökustjóra Fossbúa. Af hverju bauðstu þig fram í stjórn? Mig langaði að leggja mitt af mörkum í félaginu og sjá hvernig það væri að taka að sér stjórn í skátafélagi. Þetta var líka spennandi og áhugavert hlutverk sem ég vildi taka að mér. Ég hafði líka setið heilt ár án atkvæðisréttar, sem áheyrnafulltrúi foringa, og ég vildi að rödd mín hefði meira vægi. Telur þú mikilvægt að félagsstjórnir hafi ungt fólk í stjórn? Já, aðallega vegna þess að ungt fólk er oft með aðra sýn á skátastarfið en þeir eldri. Svo er gott fyrir foringja og skáta að sjá að það er aðili í stjórn sem er nálægt þeim í aldri, þeim gætu fundist betra að tala við þann aðila en kannski eldri aðila. Hvað telur þú þig hafa fram yfir aðra í stjórn? Úff, kannski það að ég er oft að slá á létta strengi og er alltaf til í að stjórna kvöldvökum. Það er líka minnsta vandamálið að kippa í mig og fá mig til þess að mæta einhvert. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera í stjórn? Það að það sé skemmtilegur andi og góður mórall hjá öllum. Það er alltaf hægt að slá á létta strengi. Hver telur þú að lágmarksaldur einstaklings í stjórn eigi að vera? Átján ára, því það er skynsamlegast að aðili sem er að taka ákvarðanir og er með ábyrgðarstöðu sé orðinn sjálfráða. En mér finnst mikilvægt að í boði sé staða fyrir manneskju sem er ekki endilega sjálfráða, og fái þannig tækifæri á að sitja í stjórn sem áheyrnarfulltrúi foringja eða eitthvað þvíumlíkt. Munt þú sækjast eftir sæti í stjórn á næsta aðalfundi? Ég er bara búinn að sitja rúmlega tvo mánuði í stjórn og á nóg eftir af tímabilinu mínu, þannig að ég sé bara hvað framtíðin ber í skauti sér. 28 SKÁTABLAÐIÐ

29 Rs. Dakota ásamt slóvenskum vinum í Slóveníu Rekkaskátasveitin Rs. Dakota í Árbúum er ein virkasta rekkaskátasveit landsins með fullt hús af fólki á fundartímum. Skráðir meðlimir sveitarinnar eru einungis 8 en helsti styrkur sveitarinnar liggur í óskráðum rekkaskátum úr öðrum skátafélögum sem eru margir hverjir fastagestir á fundum sveitarinnar. Að staðaldri eru um 16 skátar á sveitarfundum Rs. Dakota. Þar að auki eru róverskátarnir í félaginu oft á svæðinu líka. Af hverju ætli þau séu svona vinsæl? Ég held að ástæðan sé sú að við höldum alltaf fund í hverri viku og erum dugleg að finna okkur eitthvað að gera á fundinum, segir Hafdís Jóna, en á þessum fundi var kvikmyndaþema og staflar af dvd kvikmyndum á borðinu hjá þeim. Við erum að fá fólk frá flestum félögum hér á höfuðborgar- Ferðaþjónusta slóvenskra Rs. skáta Dakota og þúsundþjalasmiðir í svæðinu. Af Reykjavíkurfélögunum til dæmis erum við með reglulega gesti frá öllum félögum nema einu, segir Hafdís. En það er ekki einungis áhugi á höfuðborgarsvæðinu. Núna erum við í útrás út á landsbyggðina. Við erum að lokka til okkar á fundi rekkaskáta frá bæði Akranesi og núna nýlega frá Selfossi. Það segir ýmislegt um okkur ef fólk er tilbúið að keyra í klukkutíma til að koma hingað, segir Kjartan Bragi, en næst á dagskrá hjá sveitinni er að fá skáta úr Hveragerði og Reykjanesbæ til að mæta á fundi. Mér finnst gaman að koma á fundi hér því að félagsskapurinn er frábær. Hér eru vinir mínir, segir Fanney Mosverji, og Erika Eik í Hamri tekur í sama streng. Þó svo við auglýsum það ekki að þá eru þetta eiginlega opnir fundir og fólki finnst almennt mjög gott að koma hingað og vera með okkur, segir Daði Már. En hvað finnst meðlimum sveitarinnar skemmtilegast að gera? Það er mjög mismunandi milli funda. Stundum erum við bara að spjalla en við erum líka mjög dugleg við allskonar handavinnu eins og að brýna hluti, tálga, allskonar önnur smíðavinna og útieldun, segir Katrín. Meðlimir sveitarinnar eru augljóslega mikið handverksfólk og þúsundþjalasmiðir því Guðjón er duglegur við að pússa göngustafinn sinn og Kjartan er að smíða sjókajak í geymslunni. Við erum samt ekki nógu dugleg að fara í útilegur. Við erum það mörg og það upptekin við aðra hluti að það er erfitt að finna heppilegan tíma þar sem allir geta mætt, segir Kjartan en uppáhalds skáli sveitarinnar er Lækjarbotnar. Í ágúst í fyrra fór sveitin saman út til Slóveníu til að hitta slóvönsku vinasveitina sína. Þau fóru til Kranj, Bled vatnsins og höfuðborgarinnar Ljubljana þar sem þau heimsóttu slóvenska bandalagið. Við syntum í bæði Bled vatni og Miðjarðarhafinu, fórum í kastala, flúðasiglingu og hike í slóvönskum þjóðgarði, segir Kjartan Bragi. Þau eignuðust vinasveitina sína eftir að hafa tekið á móti slóvönskum skátum sumarið Núna erum við eiginlega orðin að ferðaskrifstofu fyrir slóvenska skáta, segir Hörður, en í kjölfar ferðarinnar hefur sveitin tekið á móti einum slóvönskum hópi til viðbótar. Eruð þið með einhver lokaorð? Skátarnir eru frábær félagsskapur. Maður lærir að axla ábyrgð og bjarga sér, vinna með öðrum og kynnast öðru fólki, segir Katrín. Að mínu mati er hápunktur rekkaskátastarfs án efa alheimsmót skáta því þar kynnist maður fullt af skátum frá öðrum löndum og slíkt kennir manni svo mikið um lífið og samfélagið sem við búum í. Það ættu allir að vera í skátunum. SKÁTABLAÐIÐ 29

30 Úr dagbók Björns Júlíussonar Fræðasetur skáta hefur nú starfað í rúm tvö ár. Í fyrrverandi stöðvarstjórahúsi Ljósafossstöðvar höfum við hreiðrað um okkur og erum með sýningu á þeim hlutum sem okkur hafa borist. Gestir eru nú komnir vel á þriðja þúsund. Allt frá fólki í göngutúrum, golfarar og heilu hóparnir af eldri skátum hafa litið til okkar. Ungir skátar fá sýningu á því hvernig skátaheimurinn var í gamla daga og þeir eldri rifja upp sögur af hlutum og setjast síðan niður yfir kaffibolla og horfa á myndbönd af gömlum skátamótum. Já - það er nóg að gera á Fræðasetrinu. Okkar fyrsti gestur var Björn Júlíusson, þá níræður. Hann kom færandi hendi því hann afhenti gömlu skátabúningana sína, prímusinn sinn og fullt af myndum. Á meðal muna var dagbók sem hann hafði skrifað á sínum tíma. Hann sagði mér sögu sína yfir kaffibolla og því af hverju hann gerðist skáti. Þegar hann var tæplega tvítugur var hann að læra rafvikjun í Iðnskólanum í Reykjavík. Eina helgina var gott veður til skíðaiðkunar og þá var farið í strætisvagni upp að Lögbergi og síðan var deginum eytt í brekkunum við Kópasel. Í einni ferðinni renndi hann sér yfir hæð eina og kom þá niður að skála þar sem ungir drengir buðu honum inn í skála og upp á kaffi. Með drengjunum var Guðmundur Magnússon, klæðskeri í Reykjavík, en hann var skálavörður. Eftir kaffisopann var hann svo ánægður með félagsskapinn að hann gerðist skáti. Ári síðar gerðist sagan sem hann ritar í dagbókina. Fræðasetur hefur aðeins breytt orðalagi og stytt söguna en flest orðin eru Björns. En gefum Birni orðið. Páskar 1944 Ég fór til Reykjavíkur fyrir páskana meðfram til að taka þátt í væntanlegri útilegu. Ferðin að heiman (Garpsdal, A.Barð.) tók þrjá daga. Gekk hún sæmilega eftir því sem vetrarferðir gerast. Fyrst var farið á hestum og fyrsti náttstaður var Fremri-Brekka í Saurbæ. Þaðan var haldið áfram á hestum að Ljárskógum og var nú skipt um farkost, var farið á bíl þaðan til Búðardals, en er þangað kom bárust þær fréttir að væntanlegur fólksbíll úr Borgarnesi væri bilaður suður á Bröttubrekku og var því haldið áfram á vörubílnum um kvöldið suður í Bröttubrekku, þurfti sumsstaðar að moka snjó, gekk þó ferðin furðu fljótt, syðst á fjallinu mættum við svo bílnum og var strax fluttur farangur okkar í hann og haldið af stað til Borganess (við vorum þrír farþegar að vestan). Þangað var svo komið laust eftir miðnætti. Næsta dag máttum við svo bíða því þetta var eini dagur vikunnar sem ekki var áætlunar skipsferð til Reykjavíkur. Um daginn skoðaði ég þorpið og meðal annars höfnina. Þar rakst ég á strák sem ég þekkti og sagði hann mér að skipið sem hann væri á færi kl. 10 um kvöldið ef búið yrði að losa vörurnar úr því, og sagði að ég myndi geta fengið að vera með og tók ég því boði með þökkum þar sem m/s Víðir eða Suðri áttu að fara um hádegi næsta dag. Kl. tæplega 10 var ég kominn um borð með dót mitt og skömmu síðar var lagt af stað, það valt dálítið fyrir Hvalfjörð og var ég því dálítið sjóveikur. Nú fór að sjást hin uppljómaða höfuðborg og við komum í höfnina eftir miðnætti. Ég man ekki vel hvað klukkan var en þar með lauk þriðja sólarhring ferðarinnar, ég fór beina leið upp í Miklagarð og svaf þar það sem eftir var nætur því þar hafði ég húsaskjól meðan ég dvaldi í bænum. Páskaútilegan dagur, miðvikudagur 5. apríl Veður var mjög gott. Lagt var af stað frá Reykjavík kl. 13:15 og til Lækjabotna var komið um kl. 14:30 (innskot: Hann sagði mér að á þessum tímum var alltaf tekinn strætó upp að Lögbergi). Við vorum sex saman með þeirri ferð. Farið var að hreinsa til í skálanum og kynda upp í ofninum og fleira til að undirbúa komu fleiri skáta með kvöldferðinni. Kl. 19:30 komu svo fleiri skátar úr Reykjavík. Þeir voru þrettán að tölu. Nú var tekið til að koma fyrir svefnpokunum í kojunum og undirbúa undir nóttina, þetta tók nokkuð langan tíma og var því farið seint að hátta. 2. dagur, fimmtudagur 6. apríl, skírdagur Fótaferð var kl. 8:00 og rétt fyrir kl. 9:00 var þeim sem þegar höfðu þvegið sér boðið upp á te og brauð. Þá var skálaskoðun og síðan voru frjálsir leikir. Í hádegismat voru pylsur með kartöflum í jafningi og sætsúpa á eftir. Eftir hádegismat var farið í leikinn Gengið að Víginu. Hann var mjög spennandi og stóð í 2,5 klukkutíma. Eftir kaffi var farið í ýmsa boltaleiki. Kvöldsnarlinn var te og brauð. Eftir hann var kvöldvaka, það átti að vera varðeldur en vegna veðurs var haldið í skála, sungið, sagðar sögur og fleira. Þá var lesin framhaldssaga. Kyrrð var kl. 23: dagur, föstudagur 7. apríl, föstudagurinn langi Sama dagskrá var fyrir hádegi. Í hádegismat var kjöt í karrísósu með kartöflum og ávaxtasúpa á eftir. Klukkan 13:45 var gengið á Vífilsfell. Gengið var sem leið liggur stystu leið upp að fellinu, ekkert bar sérstakt til tíðinda á þeirri leið, við sáum svifflugvélar á Sandskeiði, var verið að æfingum þennan dag því veður var mjög gott. Þegar við komum að rótum fellsins var athugað hvaða leið myndi heppilegast að fara upp á tindinn og var valið suðurhlíð gils nokkurs suð-vestan í tindinum en þá þegar leggja 30 SKÁTABLAÐIÐ

31 átti af stað gáfust þrír upp og kváðust mundi bíða þarna. Ferðin í gilinu var heldur slæm, lausar malarskriður og klaki undir, gekk þó allt slysalaust upp eftir skriðunni, efst í gilinu var skafl þvert yfir gildrögin og var farið yfir skaflinn til að stytta sér leið á aðal tindinn því hann er norðan gilsins. Fjallgangan sjálf gekk vel. Það voru kunnugir menn með sem vissu um góða leið upp, annars er vont að ganga eftir sandsteins klöppunum, upp komst þó allur mannskapurinn, voru þá þrír ferðamenn þar fyrir er við komum en þeir fóru rétt eftir að við komum. Nú var farið að athuga útsýnið af tindinum, var það mjög fagurt því veður var svo gott, mesta athygli vakti það hjá sumum að sjá sjóinn beggja megin Reykjaness af sama stað en sjá þó ekki fyrir enda nessins. Við sáum Vestmannaeyjar og svo til landsins í austri hina hvítu jökulskalla, þarna er útsýnisskífa á tindinum og er þar hægt að finna nöfn á öllu sem sést þaðan, það er að segja fasta stöðum, skip bílar og flugvélar sem kunna að sjást af tindinum eru ekki merkt enda slæmt að staðsetja er bardaginn stóð sem hæst bar þar að einn af ræningjunum (víkingunum) með allt gullið. Þetta var stór og sterkur maður eins og sjóræningja sómir, lagði þá einn úr landvarnaliðinu til atlögu við hann en hann rann undan á hlaupum og hugðist komast á sinn stað. En til þess að komast til bækistöðva víkinganna þurfti að fara yfir lækinn. Í því er sjóræninginn stökk yfir lækinn bar Engilsaxann að og stökk hann strax yfir á eftir, ætlaði þá ræninginn að stökkva til baka án þess að gjöra tilhlaup en verður fótaskortur og fellur endilangur í lækinn. Urðu af því miklar gusur því þetta var í smá hyl, spratt hann von bráðar upp úr læknum og tók á rás til skálans og náði skálanum hindrunarlaust og lauk þar með leiknum. En nú þurfti að þurrka föt sægarpans og þar sem veður var mjög hlýtt og sólskin var hann í sundskýlu einni saman meðan fötin voru þurrkuð, fékk hann þá nafnbótina Tarsan skálans. Eftir kvöldkakó og brauðsneið var varðeldur. Páll Gíslason var varðeldastjóri, sagðar voru sögur og sungið, skemmtu allir sér hið besta. slíka hluti til langtíma. Jæja, þá hafði maður notið útsýnis og var því haldið af stað niður aftur en er við komum niður á gilbarminn aftur mættum við tveim af hinum uppgefnu, voru þeir þá búnið að ganga bæði skriðuna og skaflinn, var mikill áhugi hjá þeim að komast á tindinn þegar svona stutt var eftir, fór þá Björn Júlíusson með þeim upp á hátindinn aftur, þótti drengjunum mjög gaman að sjá svona víða, stoppað var stutt á tindinum því móða var að færast yfir fjöllin í austri svo það sást ekki eins víða. Var nú haldið af stað heimleiðis og var farin sama leið til baka og bar ekkert sérstakt til tíðinda. Kl. 19:45 var komið heim til skálans eftir sex stunda göngu, fóru þá allir göngumenn út í læk og tóku sér fótabað. Var það tiltæki mikið lofað á eftir, þó margir væru tregir til að fara í fótabað eins og vant er með það sem horfir til framfara, það mætir oft mótstöðu. Eftir baðið fengu svo allir kakó og smurt brauð. Kl. 20:20 var svo farið að laga til í rúmunum því allir voru þreyttir eftir daginn. Kl. 21:00 var smá kvöldvaka og síðan lesin framhaldssagan. Kl. 22:00 var svo gengið til náða og kyrrð óvenju fljótt eftir háttatímann. Kl. 22:15 Kyrrð. 4. dagur, laugardagur 8. apríl Sama dagskrá og fyrri daga til hádegis. Í matinn var haft saltfiskur og kartöflur, brætt smjör og kraftsúpa á eftir. Kl. 13:30 Útileikir. Herför víkinganna. Mikill spenningur var í leiknum og mikið mannfall í báðum flokkum, gekk þetta tíðindalítið fyrst framan af þar til flokkunum lenti saman. Á skálatúninu var þá háður grimmilegur bardagi og var tvísýnt um hvor myndi sigra, 5. dagur, sunnudagur 9. apríl páskadagur Sama dagskrá um morguninn og í hádegisverð voru bjúgu, kartöflur í jafningi og ávaxtasúpa. Kl. 13:30 Útileikir. Farið var í Gullpokaleik það var fremur dauft yfir leiknum vegna rigningar. Þorleifur, Kristinn og Björn unnu að kortagerð og luku þeir þeim um daginn þrátt fyrir óhagstætt veður. Á kvöldvökunni voru sagðar sögur og farið í leiki, svo sem Presturinn í París og fleiri leiki. Framhaldssagan í lokin. 6. dagur, mánudagur 10. apríl, annar í páskum Sama dagskrá um morguninn og í hádegisverð voru fiskibollur og steikt hrogn og kartöflur í karrýsósu og súpa á eftir. Í útileiknum var það Útlagarnir og lögreglan, og var það mikið fjör, sumir fóru í gönguferð, gengið var á Sandfell. Kl. 19:15 var lagt af stað frá Lögbergi til bæjarins. Eftirmáli Þátttakendur voru 25 flesta dagana meðal annars nokkrir úr Hafnarfirði. Einn daginn komu sjö skátar í heimsókn en fóru samdægurs. Einu sinni var farið í ýmsar verklegar skátaæfingar svo sem dauðaleit, kastlínu, lífgun úr dauðadái o.fl. gera við sár og búa um beinbrot bæði með og án spelkan, kennari og umsjónarmaður í þessu var Georg Lüders. Fleira man ég ekki í föstu formi sem þarna skeði og mun ég láta hér staðar numið að sinni, en öll í heild var þessi útilega hin besta og skemmtilegasta. SKÁTABLAÐIÐ 31

32 Nú er komið að sumar- útilegunum! - Hér eru ýmis ráð fyrir útilegur sumarsins! Eflaust hafa flestir beðið spenntir eftir sumrinu. Nú er ekki eftir neinu að bíða og þið getið hafist handa við að skipuleggja ferðasumarið ykkar. Hér finnið þið ýmis ráð, reglur og tilmæli sem gætu reynst ágætis veganesti fyrir það sem koma skal. Sumar tékklistinn! Við viljum vera tilbúin með allt sem þarf í góða sumarútilegu, en hvað þarf annars að hafa með sér? Skátaklútur Tjald Svefnpoki Sólarvörn Föðurland Hlý útiföt Hlýir sokkar Góðir skór Klósettpappír Tannbursti og tannkrem Sápa Sjúkrakassi Eldfæri Sandalar Áttaviti Sólgleraugu Vasahnífur Kort Teip Mataráhöld og matur Poki fyrir rusl Ílát fyrir vatn Sundföt og handklæði Regnföt eða ponsjó Svo væri ef til vill gaman að taka með: Spil Myndavél Gítar Lautarferðateppi Það sem mestu máli skiptir er auðvitað góða skapið og að hugsa í lausnum, því það verður alltaf eitthvað óvart eftir heima. Klippið eftir punktalínunni 32 SKÁTABLAÐIÐ

33 Krossgáta Rs. Dakota í Árbúum á allan heiðurinn af krossgátunni að þessu sinni. Hérna fyrir 1 2 neðan hafa þau útlistað hluti og atriði sem þykja nauðsynlegir þegar stunda skal gott 3 íslenskt skátastarf Lárétt 9 1. Nauðsynlegt verkfæri í útilegum 5. Skáti er Marta Magnúsdóttir 7. Drukkið á hinum ýmsu skátaviðburðum 8. Eitthvað sem allir skátar í heiminum eiga 9. Skáti þarf spýtu og hníf til að Staðsetning Landnemamóts 10 Lóðrétt 2. Til að binda saman tvö bönd 3. Hús uppi á heiði 4. Eitthvað sem er gert á kvöldvökum 6. Þar sem skátar af öllu landinu hittast 8. Til að sofa í Hvar eru sokkarnir? Þrír stakir félagssokkar eru týndir getið þið fundið þá í Skátablaðinu? Ef þú finnur þá alla þrjá OG getur sagt hvaða félag á hvaða sokk þá áttu möguleika á veglegum fundarverðlaunum. Sendu inn blaðsíðutölin og segðu okkur hvaða skátafélag á hvaða sokk á netfangið happdraetti@skatar.is 15. júní 2017 verður dregið úr réttum svörum og nöfn vinningshafa birt á heimasíðu skátanna SKÁTABLAÐIÐ 33

34 Í hvernig sumarútilegu 1. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í útilegum? A. Skoða mannlífið á þeim stöðum sem ég fer á B. Njóta tímans í náttúrunni og slaka á C. Leysa eitthvað nýtt og spennandi verkefni 2. Hvað finnst þér mikilvægast að taka með þér? A. Góða skapið B. Mat C. Vasahníf 3. Hvert myndir þú helst vilja fara? A. Á tjaldsvæði við bæjarmörk B. Hvert sem er C. Upp á fjall eða í miðjan skóg 4. Hvernig viltu hafa dagskrána? A. Fulla af viðburðum sem fela í sér að kynnast nýju fólki B. Helst sveigjanlega og óskipulagða C. Krefjandi og ævintýralega ættir þú að skella þér? Fékkstu flest A? Þú ættir að kíkja á sumarhátíðarnar. Víða um landið eru haldnar skemmtilegar fjölskylduhátíðir á sumrin. Þar er kjörið tækifæri til þess að kynnast nýju fólki, fara á góða tónleika og jafnvel bragða gómsætan mat. Fékkstu flest B? Þú ættir að skella þér í sovét útilegu. Sovét útilegur eru lítið planaðar en reynast oft minnistæðar milli vina. Sovét útilegurnar eru fullkomnar til þess að prófa sig áfram á prímusnum, njóta náttúrunnar og eyða gæða tíma með vinum. Fékkstu flest C? Þú ættir að skella þér í vel skipulagða ævintýraferð. Það er svo margt hægt að gera í náttúrunni. Kannski er málið fyrir þig að skipuleggja langt hæk eða tjalda á fjalli með fjölskyldunni. Settu þér markmið áður en þú leggur af stað og mundu að mynda ævintýrið. 5. Hvað myndir þú velja af eftirfarandi? A. Taka þátt í brekkusöng B. Elda á prímus með vinum C. Synda í læk A, B og C. Allir ættu að prófa að skella sér á skátamót yfir sumartímann. Hvort sem þú ert ævintýragjarni skátinn, lista skátinn, menningarlegi skátinn eða pappírs skátinn. Þar er alltaf passað upp á að eitthvað sé fyrir alla. Eftirtaldir aðilar senda skátum sínar bestu kveðjur! Hafnarfjörður Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargötu 17 Barkasuða Guðmundar ehf, Hvaleyrarbraut 27 Danco - Daníel Pétursson ehf Donna ehf Dverghamrar ehf, Lækjarbergi 46 EÓ-Tréverk sf, Háabergi 23 Friðrik A Jónsson ehf, Miðhrauni 13 Hagstál ehf, Brekkutröð 1 Hársnyrtistofan Fagfólk ehf, Fjarðargötu 19 Hella ehf, málmsteypa, Kaplahrauni 5 Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð, Gullhellu 1 Hólshús ehf, Langeyrarvegi 12 Hvalur hf, Reykjavíkurvegi 48 J-vélar ehf, Dalshrauni 26 Kerfi fyrirtækjaþjónusta ehf, Selhellu 13 Markus Lifenet, Hvaleyrarbraut 3 Strendingur ehf, Fjarðargötu ThorShip, Selhellu 11 Umbúðamiðlun ehf, Fornubúðum 3 Vélsmiðja Guðmundar ehf, Íshellu 10 Víðir og Alda ehf, Reykjavíkurvegi 52a Víking björgunarbúnaður, Íshellu 7 Álftanes GO múrverk ehf, Norðurtún 14 Reykjanesbær Ásberg fasteignasala ehf, Hafnargötu 27 Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11a Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf, Vesturbraut 14 Dacoda ehf, Krossmóa 4a DMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91 Efnalaugin Vík ehf, Iðavöllum 11b IGS ehf Kefl avíkurfl ugvelli, Fálkavelli 13 Nesraf ehf, Grófi nni 18a Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945 Skólar ehf, Flugvallarbraut 752 Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf, Framnesvegi 23 Sporthúsið Reykjanesbæ, Flugvallarbraut 701 Toyota Reykjanesbæ Útfaraþjónusta Suðurnesja, Vesturbraut 8 Verkalýðs- og sjómannafélag Kefl avíkur og nágrennis, Krossmóa 4a Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Vökvatengi ehf, Fitjabraut 2 Þróunarfélag Kefl avíkurfl ugvallar ehf, Skógarbraut 946 Grindavík Veitingastofan Vör ehf, Hafnargötu 9 Garður SI rafl agnir ehf, Iðngörðum 21 Mosfellsbær Eignarhaldsfélagið Bakki ehf, Þverholti 2 Ísfugl ehf, Reykjavegi 36 Mosfellsbakarí, Háholti Mosfellsbær, Þverholti 2 Nonni litli ehf, Þverholti 8 Reykjabúið ehf, Suðurreykjum 1 Sjöund slf, Uglugötu 7 Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Smiðjuvöllum 15 Fasteignasalan Hákot, Kirkjubraut 12 Grastec ehf, Einigrund 9 Snókur verktakar ehf, Vogatungu Verslunin Einar Ólafsson ehf, Skagabraut 9-11 Borgarnes Borgarbyggð, Borgarbraut 14 Borgarverk, Flesjustöðum Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsnesi Sprautu- og bifreiðaverkstæðið Borgarness sf, Sólbakka 5 Reykholt Garðyrkjustöðin Sólbyrgi, Reykholti 34 SKÁTABLAÐIÐ

35 Rekstrarvörur fyrir þig og þinn vinnustað SELTJARNARNESKAUPSTAÐUR Borealis Hotel GUESTHOUSE SKÁTABLAÐIÐ 35

36

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012 Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012 Delludagur á Selfossi Sunnudaginn 12. ágúst 2012 Gleðilega hátíð, elsku krúttin mín Átjánda Sumar á Selfossi hátíðin er handan við hornið og hefur dagskráin

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Ráðstefnur og veisluþjónusta KYNNINGARBLAÐ Ráðstefnur og veisluþjónusta FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Kynningar: Grand Hótel Reykjavík, CenterHotels, g-events, Iðnó, Hótel Örk, Sigló Hótel, Valur veisluþjónusta, Hótel Kea Grand Hótel

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2

Lífið ÉG ER SKIPSTJÓRINN Á BAST MAGAZINE. Hafrún Alda Karlsdóttir HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Lífið Lífsstíls-og tískubloggararnir hjá Trendnet.is HALDA JÓLA- MARKAÐ Á KEX HOSTEL 2 Söngkonan Ada Szulc og Dj Adamus TAKA UPP TÓN- LISTARMYNDBAND Á ÍSLANDI 6 Fáklæddir og harðir slökkviliðsmenn SITJA

Διαβάστε περισσότερα

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður Spjaldtölvuverkefni í Norðlingaskóla - mat nemenda Niðurstöður kannana í lok skólaárs 212 og 213 Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Kjartansdóttir Í þessari skýrslu er

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi

honum flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Á sínum yngri árum var tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip pönkari og skreytti sig með keðjum frá BYKO. Í dag finnst honum flóamarkaðsgeðsýki

Διαβάστε περισσότερα

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016 FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS Nr. 38 2. tbl., 18. árg., maí 2016 Landmælingar Íslands 60 ára Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands Mælingar og kortagerð Dana á Íslandi Árið 1956 urðu Landmælingar

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is / www.rha.is VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF Helstu niðurstöður könnunar í október 2014 Maí 2015 Höfundar Hjalti Jóhannesson Halla Hafbergsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag

Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur. 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr árg. Upplag 16 Mjólkursamingurinn frá 2005 hefur elst illa 26 27 Hættir eftir 47 ára starf fyrir íslenska bændur 28 29 Bjartsýn á framtíðarhorfur í mjólkurframleiðslu 13. tölublað 2015 Fimmtudagur 9. júlí Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Allt fyrir hótel og veitingahús

Allt fyrir hótel og veitingahús KYNNINGARBLAÐ Allt fyrir hótel og veitingahús LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Kynningar: IKEA, Allt fyrir hótel, Idex, Vodafone, Lín Design, Efnalaugin Björg Ferðaþjónusta á krossgötum Bjarnheiður Hallsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir

Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir Jólagjöf fagmannsins 30. nóvember 16 ð o b l i t a l ó J Jólagjöf atvinnumannsins 3.000 kr. verðlækkun 16.560 Ath! Takmarkað magn 179 stk. Sti l l i ng hf. Sí m i 5 8000 www. s t i lli n g. i s s t i lli

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14

FRÍMÚRARINN. Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 2. tölublað, 7. árgangur. Nóvember 2011 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Ráðgáta: Glataði Reglubróðir gullhring á Þingvöllum á 18. öld? 14 Nýr minjagripur

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði 22 24 46 Mér leiddust heldur fjósverkin Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði Skemmtum okkur vel á æfingum 8. tölublað 2014 miðvikudagur 16. apríl Blað nr. 417 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag

11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr árg. Upplag 18 36 42 Búfræði á olíuborpalli Mjólkurrisinn í Árósum Bærinn okkar Eyrarland 11. tölublað 2012 Fimmtudagur 14. júní Blað nr. 372 18. árg. Upplag 24.000 Sláttur er hafin á Vesturlandi þó spretta sé æði

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir

Lífið ÉG VEIT AÐ ÉG ER LEIÐTOGI. Heiða Kristín Helgadóttir STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8. Andrea Fanney Jónsdóttir Lífið FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2014 Jóhannes Arnljóts Ottósson gullsmiður MEÐ NÝJA LÍNU Í KVENSKARTI HJÁ NOX 2 Andrea Fanney Jónsdóttir deildarstjóri STOLT AF ÚT- SKRIFTARNEM- ENDUM SÍNUM 8 Silja Kristjánsdóttir

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

BRÚÐKAUP. Brúðarkjóll frá Belgíu Ásdís Auðunsdóttir keypti 80 ára gamlan brúðarkjól á netinu og sparaði sér þannig drjúgan skilding.

BRÚÐKAUP. Brúðarkjóll frá Belgíu Ásdís Auðunsdóttir keypti 80 ára gamlan brúðarkjól á netinu og sparaði sér þannig drjúgan skilding. BRÚÐKAUP FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Brúðarkjóll frá Belgíu Ásdís Auðunsdóttir keypti 80 ára gamlan brúðarkjól á netinu og sparaði sér þannig drjúgan skilding. SÍÐA 4 Hefðbundnir herrar Að mati Alvaro Calvi,

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð:

Þúsundþjalasmiður í háloftunum. Truflanir á raforkuflutningum á landsbyggðinni ýta undir kröfur um lagningu rafstrengja í jörð: 14 18 24-25 Líkjörar og snafsar úr íslensku hráefni Þúsundþjalasmiður í háloftunum Dýravelferð á Íslandi verði á stalli með svissneskum úrum 3. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. febrúar Blað nr. 388 19. árg.

Διαβάστε περισσότερα

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN STÆRÐFRÆÐI

ÞRAUTIR RÖKHUGSUN STÆRÐFRÆÐI STÆRÐFRÆÐI ÞRAUTIR RÖKHUGSUN Á eftirfarandi síðum eru fjölbreyttar þrautir eða rökhugsunarverkefni sem ætluð eru nemendum grunnskóla. Efnið hentar einkum nemendum á mið- og unglingastigi. Það hefur verið

Διαβάστε περισσότερα

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár

56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár 18 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 66 Bærinn okkar Hvannabrekka 7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr.

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

Steig út fyrir þægindarammann VERTU TILBÚIN FYRIR VETURINN. Tíska

Steig út fyrir þægindarammann VERTU TILBÚIN FYRIR VETURINN. Tíska KYNNINGARBLAÐ Tíska FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Steig út fyrir þægindarammann Maye Musk er sjötug fyrirsæta og hefur sjaldan haft jafn mikið að gera og nú. 6 Að loknu stúdentsprófi ákvað Sif Þrastardóttir

Διαβάστε περισσότερα

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Íslenskir hafrar á leið í verslanirr. 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 14 28 36-37 Skyrið varð að gulli í höndum Norðmanna Íslenskir hafrar á leið í verslanirr Sannleikurinn um jarðhneturnar 2. tölublað 2018 Fimmtudagur 25. janúar Blað nr. 507 24. árg. Upplag 32.000 Vefur:

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: 16 18 34 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum Bærinn okkar Fremri-Gufudalur 1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000

Διαβάστε περισσότερα

Brúðkaup. Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að skrá óskalistann hjá okkur. Öll brúðhjón fá gjöf og lenda í brúðhjónapotti. Persónuleg og góð þjónusta

Brúðkaup. Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að skrá óskalistann hjá okkur. Öll brúðhjón fá gjöf og lenda í brúðhjónapotti. Persónuleg og góð þjónusta Brúðkaup LAUGARDAGUR GU R 29. MARS 2014 Bónorð á tónleikum Jógvan Hansen bað Hrafnhildar Jóhannesdóttur á tónleikum Michaels Bublé síðastliðið sumar. SÍÐA 8 Blómatískan Brúðarveski, blómaarmbönd og ofurliljur

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM

Ákveðið að auka greiðslumark um 8 milljónir lítra samkvæmt tillögu SAM 7 24 34 Góð aðsókn að Matarmarkaði Búrsins í Hörpu Miðasala á Landsmót hestamanna 2018 hafin Innblásnir af bændamenningu og þjóðernisrómantík 6. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. mars Blað nr. 487 23. árg.

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll

Stanslaust að prófa og uppgötva nýja hluti S V E F N S Ó F A R. Lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2018 Friðgeir Helgason matreiðslumaður hefur starfað víða í Bandaríkjunum undanfarna tvo áratugi. Í sumar ætlar hann að njóta lífsins í Flatey. MYND/ERNIR Kór

Διαβάστε περισσότερα

Árbók kirkjunnar

Árbók kirkjunnar Árbók kirkjunnar 2013-2014 Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir 1 2 Árbók kirkjunnar 2013-2014 1. júní 2013 31. maí 2014 3 Forsíðumynd: Vinavikan á Vopnafirði heimsótti Biskupsstofu á árinu. Ljósmyndari

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011

Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011 Réttarholtsskóli 2011 Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011 Adrien Eiríkur Skúlason 10. KN Björn Jón Þórsson 10. KN Emil Sölvi Ágústsson 10. KN Karl Ólafur Hallbjörnsson

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón 16 18 26 Lambakjöt eins og það gerist best 19. tölublað 2013 Fimmtudagur 3. október Blað nr. 404 19. árg. Upplag 65.000 Mynd / smh Töluverðar breytingar hafa orðið á búfjáreign Íslendinga frá árinu 1980:

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

Stefnumót við náttúruna

Stefnumót við náttúruna Stefnumót við náttúruna HUGMYNDAHEFTI//FRUMATHUGUN 01//REYKJAVÍK//DES 2010 Upplýsingastandur Setsvæði Geymsla Verslun Vistvæn sjónarmið Sorp H U G M Y N D A F R Æ Ð I Markmið verkefnisins byggist á því

Διαβάστε περισσότερα

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN 5. tbl. 9. árg. ágúst/september 2009 Málgagn Kennarasambands Íslands FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN Listkennsla Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum Verkleg eðlisfræði Líðan ADHD

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 16 22 23 50 51 Gæsaveiðin gengur vel Rökin fyrir verðtryggingunni eiga ekki við rök að styðjast Íslenska skyrið vann með glæsibrag 20. tölublað 2017 Fimmtudagur 19. október Blað nr. 501 23. árg. Upplag

Διαβάστε περισσότερα

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE CIE Æ TE RN ITA TIS Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi Fæddur 15. desember

Διαβάστε περισσότερα

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 16 36 37 Tækifæri í lífrænt vottuðum búskap Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu Kengúrur Skippy á grillið 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr. 489 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum. HEILSA Kynningarblað Æfingatæki, matarmýtur, hitakóf, svefntruflanir, sveppasýkingar, umhverfisvæn hreinsiefni og einfaldar leiðir til að komast í betra form. HOLLUR MATUR Í SÍMANN Fjölmörg ókeypis smáforrit

Διαβάστε περισσότερα

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag

Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel. 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr árg. Upplag 14 22 28 29 Ætla að hætta að gelda grísina Spennandi verkefni til að byggja upp nýtt hótel Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin 17. tölublað 2015 Fimmtudagur 10. september Blað nr. 450 21.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag

20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað nr árg. Upplag 24-26 28-29 32-33 Sjálfbært samfélag í Fljótum Hið eðla grjón carnaroli frá Acquerello Hóf söngferilinn í heyskap í Dölunum sitjandi á gömlum Massey Ferguson 20. tölublað 2016 Fimmtudagur 20. október Blað

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα