Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi XI. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar RH

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi XI. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar RH"

Transcript

1 Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi XI. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar RH Eydís Salome Eiríksdóttir 1, Sigurður Reynir Gíslason 1, Árni Snorrason 2, Jórunn Harðardóttir 2, Svava Björk Þorláksdóttir 2, Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1 og Rebecca A. Neely 1 1 Jarðvísindastofnun Háskólans, Sturlugata 1, 11 Reykjavík. 2 Veðurstofa Íslands, Bústaðavegi 7-9, 15 Reykjavík. Júní 214

2 2

3 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR Tilgangur Fyrri efna-, rennslis- og aurburðarrannsóknir Austurlandi AÐFERÐIR Sýnataka Meðhöndlun sýna Greiningar á uppleystum efnum og svifaur NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA Niðurstöður úr einstökum vatnsföllum Hálslón og Ufsarlón Jökulsá á Dal við Brú og Hjarðarhaga Jökulsá í Fljótsdal við Hól Affallsskurður við Fljótsdalsstöð Fellsá við Sturluflöt Lagarfljót við Lagarfoss Samsætur Svifaur Efnasamsetning svifaurs Framburður svifaurs Héraðsflói ÞAKKARORÐ HEIMILDIR VIÐAUKI.11 TÖFLUR Tafla 1. Meðalefnasamsetning vaktaðra vatnsfalla á Austurlandi, Tafla 1 frh. Meðalefnasamsetning vaktaðra vatnsfalla á Austurlandi, Tafla 2. Árlegur framburður vaktaðra vatnsfalla á Austurlandi á árunum Tafla 3a. Styrkur uppleystra aðalefna, lífræns kolefnis, lífræns niturs í ám Austurlandi Tafla 3b. Styrkur svifaurs, næringarsalta og snefilefna á Austurlandi Tafla 4. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Hálslóni og Ufsarlóni Tafla 5. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Dal við Brú...53 Tafla 6. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga...57 Tafla 7. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Fljótsdal við Hól...63 Tafla 8. Styrkur uppleystra efna og svifaurs úr frárennslisskurði við Fljótsdalsvirkjun...69 Tafla 9. Styrkur uppleystra efna og svifaurs úr Fellsá við Sturluflöt Tafla 1. Styrkur uppleystra efna og svifaurs úr Lagarfljóti við Lagarfoss...83 Tafla 11a. Samsætur kolefnis, súrefnis og vetnis í völdum sýnum af Austurlandi Tafla 11b. Samsætur kolefnis í völdum sýnum af Austurlandi..89 Tafla 12a. Efnasamsetning svifaurs...9 Tafla 12a frh. Efnasamsetning svifaurs...91 Tafla 12b. Efnasamsetning svifaurs...92 Tafla 12c. Efnasamsetning svifaurs...93 Tafla 13. Styrkur uppleystra efna og lífræns svifaurs í Héraðsflóa...97 Tafla 15. Næmi efnagreininga á uppleystum efnum og hlutfallsleg skekkja

4 Myndir Mynd 1. Yfirlitsmynd af rannsóknarsvæðinu...7 Mynd 2. Kort af Héraðsflóa með sýnatökustöðum...29 Mynd 3. Myndir úr sýnatöku í Héraðsflóa 212 og Mynd 4. Styrkur mældra þátta í Ufsarlóni og Hálslóni...44 Mynd 5. Styrkur mældra þátta í Ufsarlóni og Hálslóni...45 Mynd 6. Efnastyrkur uppleystra efna í Hálslóni í ágúst Mynd 7. Efnastyrkur uppleystra efna í Hálslóni í ágúst Mynd 8. Efnastyrkur uppleystra efna í Hálslóni í ágúst Mynd 9. Samsætur kolefnis, súrefnis og vetnis og reiknaður aldur í Hálslóni Mynd 1. Styrkbreytingar á uppleystum efnum í efstu 4 m í Hálslóni Mynd 11. Hitastig, rennsli og styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Dal við Brú...54 Mynd 12. Styrkur uppleystra snefilefna í Jökulsá á Dal við Brú...55 Mynd 13. Breytileiki í rennsli, styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá á Dal, Hjarðarh...58 Mynd 14. Breytileiki í styrk uppleystra efna í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga...59 Mynd 15. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá á Dal við Hjarðarh...6 Mynd 16. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá á Dal við Hjarðarh...61 Mynd 17. Breytileiki í styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól...64 Mynd 18. Breytileyki í styrk uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól...65 Mynd 19. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól...66 Mynd 2. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól...67 Mynd 21. Breytileiki í styrk svifaurs og uppleystra efna í frárennslisskurði frá Fljótsdalsv...7 Mynd 22. Breytileiki í styrk uppleystra efna í frárennslisskurði frá Fljótsdalsvirkjun...71 Mynd 23. Samband rennslis og efnastyrk í frárennslisskurði frá Fljótsdalsvirkjun...72 Mynd 24. Samband rennslis og efnastyrk í frárennslisskurði frá Fljótsdalsvirkjun...73 Mynd 25. Breytileiki í styrk uppleystra efna og svifaurs í Fellsá við Sturluflöt...76 Mynd 26. Breytileiki í styrk uppleystra efna og svifaurs í Fellsá við Sturluflöt...77 Mynd 27. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt...78 Mynd 28. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt...79 Mynd 29. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt öll gögnin...8 Mynd 3. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt öll gögnin...81 Mynd 31. Breytileiki í styrk uppleystra efna og svifaurs í Lagarfljóti við Lagarfoss...84 Mynd 32. Breytileiki í styrk uppleystra efna í Lagarfljóti við Lagarfoss...85 Mynd 33. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Lagarfljóti við Lagarfoss...86 Mynd 34. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Lagarfljóti við Lagarfoss...87 Mynd 35. Hlutfall súrefnis og vetnis samsætna á Austurlandi Mynd 36. Mælingar á 18 O og Deuterium frá árunum 23 og Mynd 37 Samsætur kolefnis sem mældar voru í sýnum frá Mynd 38. Efnasamsetning svifaurs á móti kornastærð úr Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga Mynd 39. Efnasamsetning svifaurs sem fall af tíma...95 Mynd 4. Styrkur snefilefna í svifaur úr Lagarfljóti frá Mynd 41. Styrkur uppleystra efna í sýnum úr Héraðsflóa...98 Mynd 42. Styrkur uppleystra efna í sýnum úr Héraðsflóa

5 1. INNGANGUR 1.1 Tilgangur Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar árið 27 voru tvær vatnsmestu ár Austurlands virkjaðar með tilheyrandi breytingum á vatnafari. Tilgangurinn með þeim rannsóknum sem hér er greint frá er að skilgreina rennsli og styrk uppleystra og fastra efna í straumvötnum á vatnasviði Lagarfljóts, Jökulsár á Dal, Jökulsár í Fljótsdal og Fellsár eftir að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun var lokið og raforkuvinnsla hófst. Niðurstöðurnar gefa hugmynd um áhrif vatnsflutninga í tengslum við virkjunina á framburði uppleystra og fastra efna. Fellsá er óröskuð af mannavöldum og endurspeglar náttúrulegar sveiflur í efnisflutningum. Hún er því notuð til viðmiðunar og samanburðar rannsóknunum við straumvötnum sem verða fyrir áhrifum af virkjuninni. Í þessari lokaskýrslu verður greint frá niðurstöðum sýnasöfnunar sem fór fram á árunum Áður hefur verið gert grein fyrir hluta þeirra gagna sem hér birtast (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 29, 21, 211a, 212, 213). Þessi rannsókn er framhald af viðamikilli rannsókn sem fór fram á árunum sem miðaði að því að skilgreina náttúrulegt ástand vatnsfallanna áður en framkvæmdirnar við virkjun hófust (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 24). Á rannsóknartímabilinu var 223 sýnum safnað á átta stöðum (1. mynd); Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga, Jökulsá á Dal við Brú, Jökulsá í Fljótsdal við Hól, útfallskurði úr Fljótsdalsvirkjun, Fellsá við Sturluflöt, Lagarfljóti við Lagarfoss, Hálslóni og Ufsarlóni. Árið 213 voru farnar átta söfnunarferðir á fjóra af þessum stöðum; Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga, útfallsskurðinn úr Fljótsdalsvirkjun, Fellsá við Sturluflöt og Lagarfljót við Lagarfoss og 32 sýnum var safnað. Einnig var fjórum sýnum safnað af mismunandi dýpi úr Hálslóni. Jafnframt voru tekin 1 vatns- og aursýni úr Héraðsflóa við mismunandi seltustig, svipað og gert var árið 212 en nú var bætt við sýnum við lægra seltustig. Markmiðið var að meta áhrif ferskvatnsíblöndunar á efnasamsetningu strandsjávarins. Verkefnið er unnið til að meta áhrif virkjana norðan Vatnajökuls og er kostað af Landsvirkjun. Það hefur víðtækt vísindalegt gildi vegna þess hve margir þættir eru athugaðir samtímis. 5

6 1.2 Fyrri efna-, rennslis- og aurburðarrannsóknir Austurlandi Á árunum var efnasamsetning vatns og svifaurs, efnaframburður, efnalyklar, kolefnisbinding, aflrænt rof og efnahvarfarof rannsakað í Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði, Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga, Jökulsá á Dal við Brú, Jökulsá í Fljótsdal við Hól, Fellsá við Sturluflöt, Grímsá við Brú, Lagarfljót við Lagarfoss og Fjarðará í Seyðisfirði ofan virkjunar (Sigurður R. Gíslason o.fl. 24). Gögnin hafa verið notuð til ýmissa mismunandi rannsókna, s.s. á uppruna kolefnisframburðar af Íslandi (Marin I Kardjilov o.fl. 26; Marin I Kardjilov, 28), á aflrænni veðrun og -rofi og efnahvarfaveðrun og -rofi á Austurlandi (Eydís S. Eiríksdóttir o.fl. 28), áhrif svifaurs á kolefnishringrás jarðar (Sigurður R. Gíslason o.fl. 26) og áhrif loftslags á efnahvarfarof og samspil efnahvarfaveðrunar og loftslags (Sigurður R. Gíslason o.fl. 29). Gögn úr rannsókninni hafa einnig verið notuð til að rannsaka áhrif rennslis og hitastigs á hraða efnahvarfaveðrunar (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 211b, 213) og áhrif loftslags á framburð uppleystra efna til sjávar, þar með talið næringarefna (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 214). Þá hafa áhrif aurframburðar einnig verið skoðuð með tilliti til áhrifa á efnasamsetningu og samsætuhlutföll sjávar (Oelkers o. fl. 211; 212; Jones o.fl. 212). Styrkur uppleystra efna í vatnsföllum á Íslandi var kortlagður út frá fyrirliggjandi gögnum, þ.á.m. gögnum frá rannsókninni frá 1998 til 23 á Austurlandi (Sigríður M. Óskarsdóttir o.fl. 211). Viðamikil gögn eru til um aurburð straumvatna á Austurlandi og um heildarmagn uppleystra efna (Svanur Pálsson og Guðmundur H. Vigfússon 1996; Haukur Tómasson o.fl. 1996; Svanur Pálsson o.fl. 2; Hákon Aðalsteinsson 2; Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Gunnarsson 21; 22a; 22b; VST og Orkustofnun 22; Jórunn Harðardóttir o.fl. 23). 6

7 Fljótsdalsvirkjun Mynd 1. Yfirlitsmynd af rannsóknarsvæðinu. Sýnatökustaðir er merktir með hvítum hring. Sýnum var ekki var safnað úr Fjarðará eða Grímsá í núverandi rannsókn. Sýnum var einnig safnað úr Hérðasflóa (sjá mynd 2). 2. AÐFERÐIR 2.1 Sýnataka Sýnum til efnarannsókna var safnað úr meginál ánna þar sem mestar líkur voru á fullri blöndun. Safnað var af brú úr Jökulsá á Dal en af bakka úr Fellsá, Lagarfljóti og úr frárennslis skurðinum við Fljótsdalsvirkjun. Vatni var safnað úr straumvötnum með plastfötu og hellt í 5 l brúsa. Áður höfðu fatan og brúsarnir verið skoluð vandlega með árvatninu. Vatni úr Hálslóni og Ufsarlóni var safnað með 5 lítra Niskin safnara á mismunandi dýpi. Sýnunum var safnað eftir að vatn hafði runnið í nokkurn tíma í gegn um safnarann til hreinsunar. Hitastig var mælt með thermistor- mæli. Fyrir kom að ekki var hægt að taka sýni af brú Jökulsár á Dal vegna íss undir brúnni, en þá var tekið af bakka eins nálægt brúnni og hægt var. 7

8 Sýni til aurburðarrannsókna voru tekin með aurburðar sýnataka úr meginál ánna þannig að sýnið endurspeglaði aurburð frá yfirborði til botns í ánni. Tvenns konar sýnatakar voru notaðir við aurburðarsýnatöku á Austurlandi. Við venjulegar aðstæður var aurburðarfiskur á spili (S49) notaður í sýnatöku við Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga en handsýnataki á stöng (DH48) notaður við Lagarfoss, Fellsá og útfall úr Kárahnjúkavirkjun. Handsýnatakinn var einnig notaður ef ís var undir brúnni við Hjarðarhaga. Sýni til mælinga á lífrænum svifaur (POC) var tekið með sama hætti og fyrir ólífrænan aurburð. Það var ávallt tekið eftir að búið var að taka sýni fyrir ólífrænan aurburð. Sýninu var safnað í sýruþvegnar aurburðarflöskur sem höfðu verið þvegnar á tilraunastofu í 4 klst. í l N HCl sýru. Flöskurnar voru merktar að utan, en ekki með pappírsmerki inni í flöskuhálsinum eins og tíðkast fyrir ólífrænan aurburð. Svifaursýni til rannsókna á efnasamsetningu, steindasamsetningu og yfirborði aurburðar í útfallsskurði úr Kárahnjúkavirkjun og Lagarfljóti voru tekin með plastfötum. Uppleyst súrefni í Hálslóni var mælt árið 211 og 212 með YSI 66 multi probe sondu Veiðimálastofnunar sem nýlega hafði verið yfirfarin. Sondan tekur tillit til hitastigs og þrýstings við mælingu á uppleystu súrefni. Ekki var mögulegt að mæla súrefni í sýnum úr Hálslóni frá 213 vegna bilunar í Sondu. Á rannsóknartímabilinu hefur verið farið í sjö söfnunarleiðangra í Hálslón og þrjá í Ufsarlón. Árið 28 var farið í tvo leiðangra í Hálslón, í maí og ágúst. Safnað var í gegnum ís í fyrri leiðangrinum (hnit N ' A ') en siglt á sýnatökustaðinn (N65 14,74' A49 72,4') í ágústferðinni. Sá staður var heppilegri til sýnatöku því þar er dýpið mest í lónastæðinu. Þá var sýnum safnað af mismunandi dýpi til að rannsaka lagskiptingu lónsins. Árin 211 og 212 var aftur tekinn hitaprófíll á svipuðum stað og í ágúst 28 (N65 14,74' A49 72,4') og þá var sýnum safnað á mismunandi dýpi úr Hálslóni. Veðurfar var óhagstætt í Hálslónssöfnuninni 212, norðan hvassviðri og kalt. Það gerði alla vinnu mjög erfiða en vindinn lægði undir lokin þannig að hægt var að ljúka söfnuninni. Vindur var einnig fremur mikill í söfnunarleiðangrinu 213, af norðri. Norðanátt er heppileg til söfnunar á Hálslóni þegar það er á yfirfalli þar sem mikið rek er á bátnum og heppilegra að reka frá yfirfallinu frekar en að því, ef báturinn bilar. Í september 212 var siglt frá Borgarfirði Eystri yfir í Héraðsflóa á fiskibátnum Emil með gúmmíbát í eftirdragi. Í Héraðsflóa var svo siglt á gúmmíbátnum meðfram ströndinni og sýnum af mismunandi seltustigi safnað til að meta afdrif uppleystra efna sem berast til sjávar með vatnsföllunum. Sýni voru tekin beint í 1 lítra brúsa úr yfirborði, hitastig og leiðni mæld. Sýnin voru meðhöndluð þegar komið var í land. Reynt var að ná í setsýni af botninum 8

9 en vegna mikilla strauma var botninn mjög þéttpakkaður og ekki tókst að ná sýni. Þó komu upp nokkur sandkorn sem voru fremur gróf. Þarna var enginn eðja þannig að ljóst er að fínkornótta setið helst í upplaun og sest til fjær ósunum. Ætlunin var að sigla upp í ósinn og freista þess að ná í sýni af minni seltu en það var ekki talið öruggt sökum straums, öldugangs, þrátt fyrir lygnan sjó, og sandrifs í ósnum. Í september 213 var farið með gúmmíbát Veðurstofunnar niður að ósi Lagarfljóts. Keyrt var niður á sandinn hjá Hóli, en þar er slóði sem notaður hefur verið. Báturinn var settur á flot þegar bíllinn komst ekki lengra og siglt í átt að ósnum. Sýnum var safnað við mismunandi seltubil sem var mun lægra en fékkst í sýnum frá 212. Ekki þótti óhætt að sigla út fyrir ósinn vegna mikilla strauma sem þarna eru. 2.2 Meðhöndlun sýna Sýni til rannsókna á uppleystum efnum voru meðhöndluð strax á sýnatökustað að undanskildum sjósýnum, sem voru meðhöndluð við komu í land. Vatnið var síað í gegnum sellulósa asetat-síu með,2 µm porustærð. Þvermál síu var 142 mm og notaður var Sartorius ( in line pressure filter holder, SM1654 ) síuhaldari úr tefloni. Sýninu var dælt í gegnum síuna með peristaltik -dælu. Slöngur voru úr sílikoni. Síur, síuhaldari og slöngur voru þvegnar með því að dæla a.m.k. einum lítra af árvatni í gegnum síubúnaðinn og lofti var hleypt af síuhaldara með þar til gerðum loftventli. Áður en sýninu var safnað voru sýnaflöskurnar þvegnar þrisvar sinnum hver með síuðu árvatni. Fyrst var vatn sem ætlað var til mælinga á reikulum efnum, ph, leiðni og basavirkni, síað í tvær dökkar, 275 ml og 6 ml, glerflöskur. Var dæluslangan látin ná í botn á glerflöskunum og fyllt frá botni og upp. Næst var safnað í 1 ml HDPE flösku til mælinga á brennisteinssamsætum. Síðan var vatn síað í 19 ml HDPE flösku til mælinga á styrk anjóna. Þá var safnað í tvær 125 ml HDPE sýruþvegnar flöskur til snefilefnagreininga. Þessar flöskur voru sýruþvegnar af rannsóknaraðilanum ALS Scandinavia, sem annaðist snefilefnagreiningarnar og sumar aðalefnagreiningar. Út í þessar flöskur var bætt einum millilítra af fullsterkri hreinsaðri saltpéturssýru í lok söfnunar á hverjum stað. Þá var síuðu árvatni safnað á fjórar sýruþvegnar 2 ml plastflöskur. Flöskurnar voru þvegnar með 1 N HCl fyrir hvern leiðangur. Ein flaska var ætluð fyrir hverja mælingu eftirfarandi næringarsalta; NO3, NO2, NH4, PO4. Sýni til mælinga á NH4 var sýrt með,5 ml af þynntri (1/1) brennisteinssýru. Sýran sem notuð var í sýni frá árinu 211 reyndist menguð og var NH4 því mælt úr ósýrðum sýnum sem höfðu verið geymd í frysti. Frá árinu 212 hafa NH4 9

10 sýnin ekki verið sýrð. Vatn ætlað til mælinga á heildarmagni á lífrænu og ólífrænu uppleystu köfnunarefni (Ntotal) var síað í sýruþvegna 1 ml flösku. Þessi sýni voru geymd í kæli söfnunardaginn en fryst í lok hvers dags. Sýni til mælinga á DOC var síað í 3 ml sýruþvegna polycarbonate flösku. Sýrulausnin (1 N HCl ) stóð a.m.k. 4 klst. í flöskunum fyrir söfnun, en þær tæmdar rétt fyrir leiðangur og skolaðar með afjónuðu vatni. Þessi sýni voru sýrð með,4 ml af 1,2 N HCl og geymd í kæli þar til þau voru send til Svíþjóðar þar sem þau voru greind. Sýnum til greininga á kolefnissamsætum var síað í 1 líters, brúnar glerflöskur. Sýninu var dælt úr söfnunarbrúsanum frá botni glerflöskunnar og upp til að sem minnst samskipti væru á milli lofts og vatns. Að lokinni söfnun voru settir fimm dropar af HgCl2 til að drepa hugsanlegar lífverur úr sýninu. Sýnum til mælinga á súrefnis- og vetnissamsætum var safnað í 6 ml brúnar glerflöskur, frá botni og upp. Aurburðarflöskur sem notaðar voru til söfnunar á POC voru þvegnar í 4 klukkustundir í 1 N HCl sýru áður en farið var í söfnunarleiðangur, sem og allar flöskur og sprautur sem komu í snertingu við sýnin fyrir POC og DOC. Sýni úr Héraðsflóa voru meðhöndluð þegar komið var í land, daginn eftir söfnun. Þau voru síuð eins og lýst hefur verið hér að framan. Sýnum af svifaur til efnagreininga var safnað á sömu stöðum og vatnssýnunum. 2.3 Greiningar á uppleystum efnum og svifaur Sýni voru efnagreind á Jarðvísindastofnun, ALS Global í Luleå í Svíþjóð, Umeå Marine Sciences Center, í Umeå í Svíþjóð, við Stokkhólmsháskóla og Háskólann í Árósum. Samsætur kísils, járns og molibdeums verða greindar í völdum sýnum við Oxford og Durham háskóla Uppleyst efni. Basavirkni ( alkalinity ), leiðni og ph var mælt með títrun, rafskauti og leiðnimæli á Raunvísindastofnun að loknum sýnatökuleiðangri. Endapunktur títrunar var ákvarðaður með Gran-falli (Stumm og Morgan, 1996). Aðalefni og snefilefni voru mæld af Analytica með ICP-AES, ICP-MS ( Inductively Coupled Argon Plasma with Atomic Emission Spectrometry or Mass Spectrometry ) og atómljómun; AF (Atomic Fluorescense). Anjónirnar flúor, klór og súlfat voru mældar með anjónaskilju (IC2) á Jarðvísindastofnun. Kalíum (K) var greint með ICP-AES en þegar styrkur þess var 1

11 undir greininarmörkum aðferðarinnar og var kalíum mælt með katjónaskilju á Jarðvísindastofnun. Næringarsöltin NO3, NO2, NH4 sem og heildarmagn af uppleystu lífrænu og ólífrænu nitri, Ntot, voru upphaflega greind með sjálfvirkum litrófsmæli Jarðvísindastofnunar ( autoanalyzer ). Frá var styrkur PO4 greindur með jónaskilju og frá 29 til 212 var styrkur NO3 einnig greindur með jónaskilju. Árið 213 var aftur farið að nota autoanalyser til greininga þessara efna eftir lagfæringar á litrófsmælinum, þar sem þær mælingar eru næmari. Sýni til mælinga á Ntotal voru geisluð í kísilstautum útfjólubláu ljósi til að brjóta niður lífrænt efni í sýnunum. Fyrir geislun voru settir,17 µl af fullsterku vetnisperoxíði og 1 ml af 1 ppm bórsýrubuffer (ph 9) í 11 millilítra af sýni. Þessi sýni voru greind innan tveggja daga eftir geislun. Heildarmagn uppleysts kolefnis (DOC) var mælt hjá Umeå Marine Sciences Center í Umeå í Svíþjóð. Notaður var Shimadzu TOC-5 kolefnisgreinir sem staðlaður var með kalium hydrogen phtalate. Sýni til mælinga á brennisteinssamsætum voru látin seytla í gegnum jónaskiptasúlur með sterku anjóna-jónaskiptaresini og sendar til Peter Torssander í Stokkhólmsháskóla til greiningar. Brennisteinssamsætur hafa ekki verið mældar síðan 29 en það stendur vonandi til bóta. Samsætur kolefnis voru mældar á rannsóknarstofu eðlisfræðdeildar Háskólans í Árósum en samsætur vetnis og súrefnis voru mældar á massagreini Jarðvísindastofnunar Svifaur. Magn svifaurs og heildarmagn uppleystra efna (TDSmælt) var mælt á Orkustofnun samkvæmt staðlaðri aðferð (Svanur Pálsson og Guðmundur Vigfússon 2). Sýni til mælinga á lífrænum aurburði (POC, Particle Organic Carbon og PON, Particle Organic Nitrogen) sem tekin voru í sýruþvegnar aurburðarflöskur, voru síuð í gegnum glersíur með,7µm porustærð. Glersíur og álpappírs umslög til geymslu á sýnunum voru brennd við 45 C í 4 klukkustundir og síuhaldarar þvegnir í 4 klukkustundir í 1 N HCl fyrir síun. Allt vatn og aurburður sem var í aurburðarflöskunum var síað í gegnum glersíurnar og magn vatns og aurburðar mælt með því að vigta flöskurnar fyrir og eftir síun. Síurnar voru þurrkaðar í álumslögum við um 5 C í einn sólarhring áður en þær voru, til ársins 212, sendar til Umeå Marine Sciences Center í Svíþjóð þar sem þau voru efnagreind á 11

12 Carlo Erba 118 frumefnagreini. POC og PON sýni frá 213 hafa ekki verið greind enn sem komið er, en það stendur til bóta þar sem verið er að setja upp C/N frumefnagreini á Jarðvísindastofnun. Sýnum til rannsókna á efna- og steindasamsetningu og til mælinga á yfirborðsflatarmáli var safnað tvisvar á ári í útfalli Fljótsdalsvirkjunar og í Lagarfljóti við Lagarfoss til að meta breytingar á framburði efna á föstu formi eftir virkjun. Svifaurssýnin frá árinu 28 voru síuð með svokallaðri tangental filtration tækni (Sigurður R. Gíslason o.fl. 24), sett í skilvindu og frostþurrkuð. Að því loknu voru svifaurssýnin send til efnagreiningar til Analytica ALS í Svíþjóð. Svifaurssýnin frá 29 til 213 voru meðhöndluð á annan hátt. Fyrst var megnið af vatninu síað ofan af þeim og aurnum sem settist á síurnar var safnað. Því næst var það sem eftir var af sýninu sett í stóra skilvindu til að aðskilja aurinn frá vatninu. Sýnunum var snúið á 9 RPM í 1 mínútur. Hreinu vatninu var hellt ofan af aursýninu og þess gætt að hella ekki svifaurnum með. Meira sýni (vatn + svifaur) var bætt í skilvinduglasið og þeytt aftur. Þetta var gert svo lengi sem eitthvað var eftir af sýninu og þannig bættist sífellt meira af svifaur í skilvinduglasið. Að síðustu voru dreggjarnar frystar og frostþurrkaðar yfir nótt. Eftir stóð svo þurrt svifaurssýni tilbúið til efnagreininga. 3. NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA Niðurstöður þeirra mælinga sem gerðar hafa verið er að finna í töflum 1-11 og á myndum 4-41 sem og í viðauka aftast í skýrslunni. Í töflu 1 er að finna meðatal mældra efnis- og eðlisþátta yfir rannsóknartímabilið og í töflu 2 er reiknaður framburður vatnsfallanna sýndur. Niðurstöður sýnagreininga frá 213 eru í töflu 3 í tímaröð og í töflum 4 1 eru niðurstöður hvers vatnsfalls sýnd. Ýmis eldri gögn og niðurstöður eru til sem ekki eru sýndar hér í töflunum og er vísað til fyrri skýrslna í þessari skýrsluröð (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 28; 29; 21). Niðurstöður mælinga úr hverju vatnsfalli eru einnig settar fram myndrænt á eftir gagnasafni hvers vatnsfalls. Fyrst er gerð grein fyrir árstíðabundnum breytingum á styrk uppleystra efna og svifaurs. Þá koma myndir sem sýna áhrif rennslis á styrk uppleystra efna og svifaurs. Gögnin frá eru sýnd með opnum hringjum en gögnin frá , fylltir hringir, hafa verið sett ofan á þau til þess að geta betur gert sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa eftir að virkjunarframkvæmdum lauk. Í viðauka eru niðurstöður allra sýna sem safnað var og sýndar eftir árstíma til að sjá sem best árstíðabundnar breytingar sem verða á vatnsföllunum. Árlegur framburður straumvatna, F, (Tafla 2) er reiknaður með eftirfarandi jöfnu eins og ráðlagt er í viðauka 2 við Óslóar- og Parísarsamþykktina (Oslo and Paris Commissions, 1995: 12

13 Implementation of the Joint Assessment and Monitoring Programme, Appendix 2, Principles of the Comprehensive Study on Riverine Inputs, bls ) en þar er notast við rennslisveginn meðalstyrk efna og langtíma meðalrennsli hvers vatnsfalls: (1) Þar sem Ci er styrkur aurburðar eða uppleystra efna fyrir sýnið í (mg/kg), Qi er rennsli straumvatns þegar sýnið i var tekið (m 3 /sek), Qr er langtímameðalrennsli fyrir vatnsföllin (m 3 /sek), n er fjöldi sýna sem safnað var á tímabilinu. Leiðni og ph vatns er hitastigsháð, þess vegna er getið um hitastig vatnsins þegar leiðni og ph voru mæld á rannsóknarstofu (Tafla 1, Ref. T C). Gildi ph sem gefið er upp í töflunni hefur ekki verið leiðrétt m.t.t. hitastigs vatnsins þegar sýnunum var safnað. Styrkur svifaurs er gefinn upp sem mg svifaur í lítra vatns (mg/l), styrkur uppleystra aðalefna í millimólum í hverju kílói vatns (mm), styrkur snefilefna sem míkrómól (µm) eða nanómól í lítra vatns (nm). Basavirkni, eða alkalinity (Alk) í Töflu 1, er gefin upp sem milliequivalent í kílógrammi vatns. Það jafngildir því magni af sýru (H + ) sem vatnið gat tekið við án þess að missa búffer eiginleika sína. Það er í réttu hlutfalli við það magn kolefnis sem er í vatninu. Heildarmagn uppleysts ólífræns kolefnis (Dissolved Inorganic Carbon, DIC) er gefið sem millimól C í kílói af vatni í Töflu 1. Styrkur DIC var reiknaður samkvæmt eftirfarandi jöfnu, út frá mælingum á ph, hitastigi sem ph-mælingin var gerð við, basavirkni og styrk kísils. Gert er ráð fyrir að virkni ( activity ) og efnastyrkur ( concentration ) sé eitt og hið sama. ( ) (( ) ( ( ) )) (2) K1 er hitastigsháður kleyfnistuðull kolsýru (Plummer og Busenberg 1982), K2 er hitastigsháður kleyfnistuðull bíkarbónats (Plummer og Busenberg 1982), KSi er hitastigsháður kleyfnistuðull kísilsýru (Stefán Arnórsson o.fl. 1982), Kw er hitastigsháður kleyfnistuðull vatns (Sweeton o.fl. 1974) og SiT er mældur styrkur Si í sýnunum (Töflur 4, 5 og 6). Allar styrktölur eru í mólum á lítra nema alkalinity sem er í equivalentum á lítra. Þessi jafna gildir svo lengi sem ph vatnsins er lægra en 9 og heildarstyrkur uppleystra efna (TDS) er minni en u.þ.b. 1 mg/l. Við hærra ph þarf að taka tillit til fleiri efnasambanda við reikningana og við mikinn heildarstyrk þarf að nota virknistuðla til að leiðrétta fyrir mismun á virkni og efnastyrk. 13

14 Heildarmagn uppleystra efna (TDSmælt; total dissolved solids ) er samanlagður styrkur uppleystra aðalefna (mg/l) og reiknaður á eftirfarandi hátt: TDSreiknað = Na +K + Ca + Mg + SiO2 + Cl + SO4 +CO3 (3). Gæði efnagreininga er hægt að meta með reikningum á hleðslujafnvægi og hlutfallslegri skekkju (Tafla 3a) sem er reiknað með eftirfarandi jöfnum: Hleðslujafnv. = Katjónir - Anjónir = (4) (5) Hlutfallsleg skekkja á anjónum og katjónum í sýnum af Austurlandi var oftast til 3% sem telst mjög gott. Kísill (SiO2) hefur verið endurmældur í sýnum frá 27 til 212. Þau gögn eru skáletruð í töflu 3a. Það vöknuðu efasemdir um að kísilstyrkurinn gæti verið of hár í sumum tilfellum og því var farið í þessar endurmælingar. Styrkur kísils í þessum endurmældu sýnum var alltaf lægri en áður hafði verið mælt, og nam lækkunin að meðaltali 6,3 ± 3,7%. Árið var tekið í notkun nýr massagreinir hjá ALS, sem sér um efnagreiningarnar á þessum sýnum, sem virðist hafa gefið of há gildi fyrir kísil. Þrátt fyrir það var þessu ekki veitt eftirtekt innan ALS þar sem gæðastaðallinn sem notaður er hjá ALS var alltaf innan við þau 1% sem þeir gefa sér. Nú hefur verið skipt um tæki og eftir það hefur styrkur kísils í gæðastaðlinum lækkað aftur, til samræmis sem hann var áður. 14

15 3.1 Niðurstöður úr einstökum vatnsföllum Hálslón og Ufsarlón. Niðurstöður mælinga sem hafa farið fram á Hálslóni er að finna í töflu 4 og á myndum 3 1. Alls hefur 27 sýnum verið safnað úr Hálslóni í sjö sýnatökuferðum á rannsóknartímabilinu Tveimur sýnum var safnað af mismunandi dýpi í maí 28 en þá var safnað í gegnum 8 cm þykkan ís. Fjórum sýnum var svo safnað af báti af mismunandi dýpi í ágúst 28. Árið 29 var farið í tvígang og safnað úr Hálslóni, á um 5 m dýpi, í ágúst og september, og í ágúst 21 var einu sýni safnað af yfirborði lónsins. Sýnum safnað af af báti á fjórum mismunandi dýptarbilum í september 211, 212 og 213, þegar Hálslón var á yfirfalli. Öryggisins vegna er vert að geta þess að fara ekki út á Hálslón á yfirfalli í suðlægum vindáttum en velja sér frekar í norðanátt til þess. Rekið á bátnum er það mikið að ef hann drepur á sér þá tekur ekki langan tíma að reka í átt að yfirfallinu ef um suðlægar áttir er að ræða. Tveimur sýnum var safnað árið 29. Í ágúst var safnað af báti en í september af bakka þar sem ekki taldist öruggt að fara á báti út á lónið. Árið 21 var vatni úr botnrás Ufsarlóns safnað þar sem verið var að skola botnrás lónsins daginn sem leiðangurinn var farinn. Mæliniðurstöður svifaursins er þar af leiðandi ekki sambærilegar við það sem annars hefði verið og verða ekki teknar með í þessari skýrslu. Niðurstöður úr yfriborðssýnum frá Hálslóni og Ufsarlóni hafa verið settar inn á myndir 4 og 5 en gögnin má finna í skýrslu frá 21 (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 21). Vatnið í Hálslóni og Ufsarlóni er ólíkt að mörgu leiti. Styrkur svifaurs, alkalinity, Ca, SO4, Sr, As og Mo var hærri í Ufsarlóni. Önnur efni voru svipuð og í Hálslóni nema styrkur Cl og fosfórs (Ptotal, PO4) sem var lítillega lægri í Ufsarlóni en í Hálslóni. Það má benda á að meðalstyrkur nokkurra snefilmálma var hærri í Ufsarlóni og Hálslóni en hann var í Jökulsá á Dal við Brú og Hjarðarhaga á fyrra rannsóknartímabili Breytileiki sýna með dýpi. Á myndum 6 til 8 má sjá ph, leiðni og styrk uppleystra efna og svifaurs í sýnum sem safnað var á mismunandi dýpi í Hálslóni að vori og hausti 28 og að hausti 211, 212 og 213. Greinilegt er að styrkur uppleystra efna og samsætur vetnis og súrefnis er breytilegt á milli leiðangra. Það er töluverður munur á ýmsum mæligildum í sýnum frá sama dýpi í haustleiðöngrunum 28 og 211. Ein aðalbreytan er ph og var gildi þess mismunandi á milli þessara tveggja gagnasafna og leiða má líkur að því að hitalagskipting hafi sitt að segja 15

16 varðandi efnastyrk og strauma innan lónsins. Árið 28 var safnað í ágúst en í hinum tveimur leiðöngrunum var safnað í september, þegar farið var að kólna. Í leiðöngrunum 212 og 213 hafði verið hvasst í nokkra daga og sjá má á hitaferlinum á mynd 8 að hitastig er það sama í gegn um alla vatnssúluna. Það má því sjá að veðurfar hefur töluverð áhrif á lónið, blöndun þess og efnasamsetningu. ph gildi í sýnum úr Hálslóni var breytilegt, bæði með dýpi og á milli ára. Sýni sem tekin voru 211 og 213 sýndu heilmikla ph hækkun með dýpi á meðan sýni frá 28 og 212 voru með svipað ph frá yfirborði niður á botn. Þær súrefnismælingar sem gerðar hafa verið í Hálslóni benda til þess að vatnið sé mettað af súrefni niður á botn Hálslóns. Styrkur ýmissa efna er mjög háður ph gildi og súrefnismettun vatnsins. Margir málmar verða hreyfanlegri við hátt og lágt ph og þeir málmar sem eru háðir oxunarstigi, við lága súrefnismettun. Aðalefni og mörg snefilefni í Hálslóni voru yfirleitt í svipuðum styrk í gegn um vatnsbolinn nema hvað styrkur þeirra í sýnum frá 211 jókst lítillega með dýpi, líkt og ph. Styrkur margra málma jókst hins vegar mikið með dýpi í sýnasettum frá 211 og 213 í tengslum við ph aukningu. Styrkur PO4, Al, Fe, Mn, Co, Cr, Cu, Ni, Ti, Zn og V jókst með auknu ph gildi vatnsins (Myndir 6 8). Þegar járn fellur út úr lausn ásogast fosfór á yfirborð þess. Leysni járns hefur því mikil áhrif styrk uppleysts fosfórs. Í dýpsta sýninu í Hálslóni var ph hæst og járn og fosfór á uppleystu formi. Styrkur uppleysts lífræns kolefnis (DOC) með dýpi var hærri í sýnum frá árinu 211 en árin 28, 212 og 213 en styrkur næringarefnanna Ntotal, NO3 og NH4 var svipaður. Safnað hefur verið nokkrum sýnasettum til mælinga á styrk lífræns (POC og PON) og ólífræns svifaurs í vatnsbol Hálslóns. Styrkur POC, PON og svifaurs óx með dýpi og var styrkur ólífræns svifaurs um 3 sinnum hærri á 16 m dýpi en hann var á 4 m dýpi. Samsætur kolefnis (δ 13 C og δ 14 C), súrefnis (δ 18 O) og vetnis (Deuterium, δd) voru mældar í sýnum úr Hálslóni frá árinu 28 og samsætur súrefnis og vetnis frá árinu 211 til 213 (Töflur 11a og 11b; Myndir 9, 34 36). Samsætur geta hjálpað til við að skilja lagskiptingu og strauma í lóninu. Geislavirkt kolefni ( 14 C) er gefið upp sem hlutfall 14 C í andrúmslofti eins og það var fyrir tilraunir með kjarnorku á sjötta áratug síðustu aldar (pmc, percent modern carbon ) og segir til um 14 C aldur vatnsins. Vegna tilrauna með kjarnorku á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar hækkaði styrkur 14 C í andrúmslofinu og hafði nær tvöfaldast á Norðurhveli jarðar árið 1963, þegar bann við kjarnorkutilraunum tók gildi. Síðan þá hefur styrkur 14 C í andrúmslofti lækkað jafnt og þétt og er nú kominn niður í um 15%. Kolefnissamsæturnar 13 C og 12 C er stöðugar, en hlutfall þeirra (δ 13 C) er hægt að nota til að 16

17 átta sig á hvaðan kolefni er ættað þar sem að kolefni ættað úr andrúmslofti, karbónötum og lífrænu efni hefur ólík samsætuhlutföll. Um 99% af kolefni er með massann 12 ( 12 C) en um 1% hefur massann 13 ( 13 C). Plöntur kjósa frekar að taka upp léttari samsætuna og hafa því léttara kolefnishlutfall en andrúmsloft. Þegar lífverurnar deyja og rotna skilast því hlutfallslega meira af léttu kolefni inn í hringrásina og setur mark sitt á samsætuhlutfall vatnsins. Samsætur vetnis og súrefnis (δ D og δ 18 O) endurspegla þyngd úrkomu. Náttúrulegt vatn hefur breytilega þyngd sem ræðst af hitastigi þegar úrkoman féll og staðsetningu. Þyngd regnvatns eykst með hita en lækkar með aukinni hæð yfir sjávarmáli og fjarlægð frá strönd (Árný E. Sveinbjörnsdóttir, 1993). Kolefnis-, súrefnis- og vetnissamsætur úr sýnum úr Hálslóni eru sýndar á mynd 9. Þær sýna glöggan mun á vatninu eftir dýpi. Styrkur geislavirks kolefnis ( 14 C) úr efstu metrum lónsins var 97% pmc (nálægt nútíma kolefni) en lækkaði niður í 85% og 82 % pmc í sýnum af 4 og 7 m dýpi, en það bendir til eldra vatns á þessu bili. Á 13 m dýpi hækkar styrkur 14 C svo lítillega aftur (9% pmc). Niðurstöður δ 13 C sýnir svipaða lagskiptingu, þar sem efsta og neðsta sýnið gefa svipuð gildi eða -8,7 og -8,6, en miðsýnin gefa -7,9 og -7,8. Samsætur vetnis og súrefnis sýna að vatnið var léttast um miðbik vatnsbolsins í öllum sýnasettunum nema árið 212, en þá var einungis örlítil þynging alveg niðri við botninn. Hitamæling í gegnum vatnsbolinn frá ágúst 28 (myndir 6 til 9) sýndi ákveðna lagskiptingu á um 6 m dýpi, frá um 6 C niður í ~3,6 C, (mynd 6) og svo aðra minni hitabreytingu á milli 8 til 1 m dýpi, frá 3,6 C í um 2,7 C. Hitamæling á sama stað í september 211, 212 og 213 sýndi stöðugan vatnshita 3-4 C frá yfirborði niður 7 til 1 metra dýpi þar sem hæg kólnun niður í um 2,7 C átti sér stað. Inntak virkjunarinnar er u.þ.b. á því dýptarbili þegar lónið er fullt. Það má leiða líkur að því að veðurfar ráði miklu um lagskiptingu vatnsins en gott veður var þegar sýnin voru tekin í ágúst 28 en haustið hafði hafið innreið sína þegar sýnum var safnað úr Hálslóni , og virðist sem mikill vindur dagana áður en mælingin var gerð hafi haft sitt að segja við blöndun vatnsins Útskolun efna úr lónastæði. Þegar þurrlendi fer undir vatn verður útskolun efna úr jarðveginum. Næringarefni fara þá úr föstu formi í uppleyst form og annað hvort nýtist lífverum í vatninu eða rennur með vatnsföllum til sjávar. Jarðvegi á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka er eldfjallajörð (Andosol) og má skipta í þrjá flokka: jarðvegur þurrlendis/mólendis, jarðveg votlendis og jarðveg auðna (Ólafur Arnalds og Fanney Ósk Gísladóttir, 21). Meðalþykkt jarðvegsins var 2,2 m og var hann tiltölulega lítið þróaður vegna mikils áfoks. Kolefnisinnihald var lágt, 1% efst, 17

18 1,5 2,5% um miðbikið og 3,8 4,8% neðst í sniðum sem lýst var af Ólafi Arnalds og Fanneyju Ósk Gísladóttur (21). Á mynd 1 má sjá styrkbreytingar á uppleystum efnum í efstu 4 metrum í Hálslóni frá 28 til 213. Sjá má að styrkur allra aðalefna hefur lækkað með tíma frá því að vatni var veitt á lónastæðið. Einnig hefur styrkur næringarefnanna NH4 og Ntotal lækkað en PO4 og Ptotal hefur hækkað á sama tíma. Breytingar á styrk snefilefna er ekki eins afgerandi en þó má sjá lækkun í Mo og Ni. Önnur snefilefni en sýnd eru á mynd 1 voru annað hvort undir greiningarmörkum eða sýndu engar breytingar með tíma. Þessar breytingar benda til þess að útskolun efna hefur verið mest fyrst eftir að vatni var hleypt á lónastæðið og að útskolunin hafi minnkað með tímanum. Ekki er gott að segja til um hvort útskoluninni sé lokið, en þó er hægt að bera saman styrk í Hálslóni við gagnasettið frá 1998 til 23 í Jökulsá á Dal þegar rennsli var rennsli mest. Sýni A59 frá 9. ágúst 2 var safnað við Hjarðarhaga við 493 m 3 /s rennsli, sem var mesta rennsli sem sýni náðist af. Heildarstyrkur uppleystra efna (TDS; jafna 3) var 9% hærri í sýni 13A25, sem safnað var af 4 m dýpi í Hálslóni árið 213, en í sýni A59, við mesta rennsli við Hjarðarhaga. Mismiklu munaði á einstökum efnum en styrkur allra efnanna nema Ca og DIC var hærri í Hálslóni 213 en við hæsta rennslið við Hjarðarhaga fyrir virkjun. Líklegt þykir að sá munur stafi af útskolun og efnahvörfum innan Hálslóns. Það má þó taka fram að vatnið í Hálslóni er mjög efnasnautt og meðaltal TDSmælt er ekki nema 47 mg/l og TDSreiknað var 29 mg/l Jökulsá á Dal við Brú og Hjarðarhaga. Alls var safnað sex sýnum úr Jökulsá á Dal við Brú á tímabilinu (Tafla 5 og myndir 11 12), þremur sýnum í lágrennsli (fylltir hringir) og þremur sýnum við hátt rennsli, þegar Hálslón hafði yfirfyllst (opnir hringir). Árin 211 og 212 var ekki safnað úr Jökulsá á Dal við Brú. Sýni sem safnað var í lágrennsli höfðu háan heildarstyrk uppleystra aðalefnaefna (TDS) og hátt alkalinity, líkt því sem sem það var á veturna áður en rennsli Jökulsár var truflað, en sýnin sem safnað var þegar Hálslón var á yfirfalli voru eins og sumarsýnin í rannsókninni , með lágt TDS, lágt alkalinity og háan styrk svifaurs (Sigurður Reynir Gíslason 24). Styrkur málmanna B, Sr, Ba, Cr, Cu og Mo, var lægra við hátt rennsli en rennsli hafði ekki áhrif á styrk annarra málma. Rennsli vatnsfallsins var alltaf lægra en það var áður en virkjun tók til starfa. 18

19 Aðaláhersla hefur verið lögð á að vakta Jökulsá á Dal af brúnni við Hjarðarhaga. Þar hefur 43 sýnum verið safnað á tímabilinu , þar af 36 sýnum við lágrennsli en sjö sýnum þegar Hálslón hefur verið á yfirfalli (Tafla 6, myndir 13 16). Þrátt fyrir að safnað hafi verið á yfirfalli hefur rennslið þó aldrei verið í líkingu við sumarrennsli Jökulsár á Dal fyrir virkjun. Á yfirstandandi rannsóknartímabili var sýni safnað við mest 24 m 3 /s en á tímabilinu var safnað við mest 51 m 3 /s rennsli. Á myndum má sjá styrk efnanna í tímaröð og þar eru sýnin sem safnað var á yfirfalli táknuð með opnum hringjum. Eins og við mátti búast var styrkur aðalefna og nokkurra snefilefna lægri í sýnum sem safnað var við mikið rennsli á yfirfalli. Hins vegar var styrkur Al, V, PO4 og heildarstyrkur fosfórs (Ptotal) hærri í yfirfallssýnunum. Vanadium (V) og PO4 eru mikilvæg næringarefni fyrir ljóstillífandi lífverur og lækkun á framburði þeirra getur haft áhrif á afkomu ljóstillífandi lífvera á vatnasviðinu. Áhrifa gæti einnig gætt út í sjó en hafa ber í huga að vatnið úr Hálslóni fer í gegnum Lagarfljót sem fellur til sjávar, á sama stað og Jökulsá á Dal sem vegur að hluta til upp minnkandi framburð Jökulsár á Dal á uppleystum fosfór. Á árunum var mesta rennsli við sýnasöfnun 24 m 3 /s á meðan safnað var við allt að 5 m 3 /s á árunum Þó má sjá að styrkur efnanna er rennslisháður á sama hátt og hann var fyrir virkjun (myndir 15 og 16). Við lágt rennsli, þegar afrennslið var ættað af heiðarlöndunum í kring og grunnvatni, var styrkur uppleystra aðalefna og nokkurra snefilefna (Sr, Cr og Mo) hár og lækkaði með vaxandi rennsli. Styrkur svifaurs var lítill við lágt rennsli en jókst með auknu rennsli, eins og við var að búast. Vensl uppleystra efna og rennslis eru svipuð fyrir og eftir virkjun (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 24; 26). Þó var styrkur Na, Ca, Mg, SiO2 og alkalinity hærri en hann varð hæstur á fyrra tímabili. Gott er að skoða árstíðasveifluna í Jökulsá á Dal sem sýnd er í viðauka til að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á vatnfallinu eftir virkjun. Meðalstyrkur uppleystra aðalefna hefur hækkað um %, nema styrkur brennisteins sem hefur ekki breyst (Tafla 1). Af aðalefnum hefur Mg hækkað mest. Meðalstyrkur DOC hefur lækkað um 126%, og POC og PON um 13% og 14%. Meðalstyrkur næringarefnanna PO4, P-total, NO3, NO2, NH4 og N-total hefur lækkað um 3 til 47%. Meðalstyrkur flestra snefilefna hefur hækkað um 7 til 75% en styrkur Fe, Ti og Sr hefur hækkað um 7, 28 og 159%. Meðalstyrkur Ni, Pb, Cd og V hefur lækkað um 28 75%. Framburður efna með vatnsföllum er háður styrk efna í vatninu og rennsli vatnsfallsins. Meðalrennsli við Hjarðarhaga var 145 m 3 /s árin en 59 m 3 /s árin Það 19

20 er lækkun rennslis um 59%. Framburður allra mældra uppleystra efna nema Sr, Fe og Ti hefur lækkað, en styrkur þeirra efna hækkað mest í Jökulsá á Dal eftir virkjun. Framburður aðalefna hefur minnkað um 3 55%, næringarefna um 15 77% og snefilefna (utan Sr, Fe og Ti) um 5 84%. Framburður Sr hefur aukist um 16%, járns um 23% og títans um 3%. Samband rennslis og styrks svifaurs er veldisfall og svifaur er mjög rennslisháður. Því er jafna 1 sem notuð er til að reikna framburð ekki góð til að meta framburð svifaurs þó allt í lagi sé að nota hana til reikninga uppleystum efnum. En reikningar á framburði svifaurs með jöfnu 1 gefa til kynna að hann hafi minnkað um 94% eftir virkjun Jökulsá í Fljótsdal við Hól. Snemma árs 29 var Hraunaveita tekin í notkun og þá var lokað fyrir rennsli Jökulsár í Fljótsdal við Ufsarstíflu. Yfir sumartímann er vatn úr Ufsarlóni notað til að knýja hverflana í Fljótdalsvirkjun á meðan Hálslón fyllist. Þar af leiðandi minnkar rennslið við sýnatökustaðinn við Hól. Vatnið var þó mjög gruggugt þar sem Jökulsá í Fljótsdal er rík af mjög fíngerðum svifaur (Hákon Aðalsteinsson, 2) og ekki þarf mikið rennsli til að halda því í upplausn. Alls var 21 sýni safnað þar á árunum 27 til 211 og þá var sýnatöku hætt við Hól. Niðurstöður úr þessum mælingum er að finna í töflu 7 og á myndum Rennsli við sýnatöku árin var að meðaltali 17 m 3 /s en 39 m 3 /s á árunum fyrir virkjun, Meðalstyrkur uppleystra efna var hærri en hann var á árunum (Tafla 1) nema styrkur Ca og SO4 sem var mun lægri (Töflur 1 og 7). Aukin styrkur Ca og SO4 getur bent til að karbónat og súlfíð veðrun hafi haft áhrif á vatnsfallið fyrir virkjun en áhrifa þess hafi hætt að gæta eftir virkjun. Karbónat og súlfíð útfellingar fylgja háhitasvæðum og eru frekar auðleystar steindir sem hafa mikil áhrif á efnasamsetningu vatns sem kemst í snertingu við þær. Árstíðabundnar sveiflur á uppleystum efnum og svifaur voru áberandi á meðan vatnsfallið var ótruflað en eftir að Hraunaveita var tekin í notkun árið 29 hefur árstíðasveiflan orðið minna áberandi. Ef litið er á myndir 18 og 19 má sjá áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleyst efni. Þar sést að efnastyrkur Jökulsá í Fljótsdal við Hól eftir virkjun fellur ekki alltaf vel að eldri gagnagrunninum sem safnað var fyrir virkjun (opnir hringir). Sérstaklega hefur styrkur brennisteins (SO4) lækkað mikið m.v. það sem hann var Styrkur SO4 í sýnum frá 2

21 27 og 28, áður en Hraunaveita var tekin í notkun, fellur vel að efnalyklinum frá en sýni frá hafa oftast fallið neðan við hann. Framburður flestra efna lækkaði um 3 7% á milli rannsóknartímabilanna og nema framburður Fe og Ti sem jókst um 15 og 13% Affallsskurður við Fljótsdalsstöð. Niðurstöður mælinga sem gerðar hafa verið í affallsskurðinum við Fljótsdalsstöð eru í Töflu 8 og á myndum 2 og 21. Uppruni vatns í affallsskurðinum við Fljótsdalsstöð er ekki alltaf sá sami. Megnið af árinu rennur vatn beint úr Hálslóni, en yfir sumartímann, á meðan Hálslón er að fyllast, er uppruni vatnsins að stórum hluta úr Ufsarlóni og Hálslóni. Hlutfall vatns úr Ufsarlóni var frá 5 til 76%. Mest var notað af vatni úr Ufsarlóni frá maí til júlí. Efnasamsetning Ufsarlóns og Hálslóns er ólík (Myndir 4 og 5). Mestur munur er á alkalinity, Ca, SO4, Sr og Mo en styrkur þessara efna er hærri í Ufsarlóni en í Hálslóni. Þar af leiðandi vex framburður þeirra efna í frárennslisskurðinum við Fljótsdalsstöð eftir því sem hlutfallslega meira vatn upprunið úr Ufsarlóni fer í gegnum virkjunina. Árlegur framburður svifaurs um frárennslisskurðinn var reiknaður skv. jöfnu 1 miðað við þau gögn sem liggja fyrir og meðalrennsli um skurðinn frá , og var hann um 826 þúsund tonn á ári yfir þetta tímabil. Við framburðarútreikningana (jafna 1) er notað rennslisveginn meðastykur svifaurs og meðalrennsli um skurðinn. Þessi jafna er kannski ekki sú besta til að meta framburð svifaurs en þar sem styrkur svifaurs í útfallsskurðinum er ekki rennslisháður (mynd 23) ætti jafna 1 að ganga ágætlega til reikninga á framburði í svifaur um skurðinn. Árið 2 var gefin út skýrsla sem miðaði að því að endurmeta magn svifaurs við Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga (Svanur Pálsson o.fl. 2). Samkvæmt skýrslunni var áreiðanlegasta mat á meðalframburði svifaurs Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga 5,8 milljónir tonna á ári á árunum 197 til Munurinn á þessum framburðartölum er rétt tæplega 5 milljónir tonna af svifaur á ári, sem hlýtur því að vera nálægt því magni af svifaur sest til í Hálslóni. Eitthvað af svifaur fer með yfirfallsvatni á haustin en það er mjög lítið þegar á heildina er litið. Þetta mat á setmyndun í Hálslóni ætti þó að taka með varúð þar sem framburður vatnsfalla er mjög rennslisháður og fer því mikið eftir loftslagi á hverjum tíma. 21

22 3.1.5 Fellsá við Sturluflöt. Fellsá er mikilvægur vöktunarstaður á svæðinu þar sem það er eina óraskaða vatnfallið í rannsókninni. Hún er því tenging við náttúrulegar breytingar á svæðinu. Á árunum hækkaði hiti og afrennsli á svæðinu umtalsvert sem olli breytingum á hraða efnahvarfaveðrunar og rofs (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 29) og þar með styrk og framburði uppleystra efna og agna í vatnsföllunum. Niðurstöður úr mælingum sem gerðar hafa verið í Fellsá eru í töflu 9 og á myndum Styrkur aðalefna í Fellsá sveiflaðist fremur reglulega yfir árið, var hærri á veturna en á sumrin (Tafla 9, myndir 25 og 26, viðauki). Meðalstyrkur uppleystra efna var sambærilegur í sýnum frá báðum rannsóknartímabilum (Tafla 1) og var meðalstyrkur uppleystra efna (TDSmælt; Tafla 1) t.d. 33 mg/l á árunum en 36 mg/l á tímabilinu Aukið rennsli í Fellsá veldur styrklækkun á uppleystum efnum en getur aukið styrk svifaurs (myndir 26 og 27). Kornastærð bergmylsnu í farvegi Fellsár er þó mjög gróf og því þarf mikið rennsli til að hreyfa við þeim. Í raun er það ekki fyrr en í miklum flóðum sem aurframburður eykst eitthvað að ráði í Fellsá. Styrkur efna miðað við rennsli frá er svipaður og hann var frá (mynd 26) og gögnin bæta því við efnalykilinn sem skilgreindur var fyrir vatnsfallið eins og það var í lok þess rannsóknartímabilsins (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 24; 29). Því hefur verið bætt við tveimur myndum með efnalyklum fyrir Fellsá þar sem öll gögn sem safnað hefur verið frá 1998 eru notuð til að skilgreina lyklana (myndir 29 og 3). Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á framburð efna með vatnsföllum. Aukinn lofthiti veldur auknum loftraka sem aftur veldur meiri rigningu. Á síðastliðnum 4 árum hefur afrennsli Fellsár aukist um 15% við hverja gráðu ( C) sem meðalhitastigið hefur hækkað (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 29). Sömuleiðis hefur framburður uppleystra efna með Fellsá aukist um 13-19% (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 214). 22

23 3.1.6 Lagarfljót við Lagarfoss Sýnum var safnað úr Lagarfljóti við Lagarfoss á svipuðum stað og í rannsókninni Ekki reyndist mögulegt að safna á nákvæmlega sama stað vegna mikilla breytinga sem orðið hafa á umhverfinu vegna stækkunar á Lagarfossvirkjunar á árunum 25 til 27, en þá var farveginum við virkjunina breytt til að auðvelda vatnsrennsli að virkjuninni. Niðurstöður mælinga sem gerðar hafa verið í Lagarfljóti er að finna í töflum 1, 2 og 1 og á myndum Rennsli um Lagarfoss hefur tvöfaldast frá því á árunum og hefur langtímameðalrennslið farið úr 114 m 3 /s í 218 m 3 /s á árunum (Tafla 2). Meðalstyrkur svifaurs á árunum var 28 mg/kg (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 23, ath. villa í Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 24) en er nú 13 mg/kg (Tafla 1). Það er nærri fjórföldun á styrk svifaurs. Meðalstyrkur uppleystu aðalefnanna SiO2, Na, K og F hefur hækkað frá fyrra tímabili miðað við fyrirliggjandi gögn, á meðan alkalinity, styrkur SO4, Cl og Mg hefur lækkað. Þá hefur heildarstyrkur uppleystra aðalefna (TDS) lækkað. Flest aðalefnin hafa aðeins breyst lítillega en SO4 hefur lækkað um 15% að meðaltali og styrkur Mg og Cl um 2 og 28%. Meðalstyrkur næringarefnisins NH4 er 138% hærri en hann var, styrkur Ptotal hefur hækkað um 1% og Ntotal og NO3 hefur lækkað um 19 og 11%. Meðalstyrkur snefilefnanna Ti, Fe, Al, V, Co, Zn, Cr, Mo hefur hækkað. Styrkur Al og Fe er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en fyrir virkjun og styrkur Ti hefur fjórfaldast frá Styrkur snefilefnanna Mn, B, Cu, Pb, Sr og Ni hefur lækkað um 14 til 65%, í hækkandi röð. Sýni sem safnað var 8. mars 212 var tekið af brú við inntak Lagarfossvirkjunar vegna mikillar ísstíflu við venjulegan sýnatökustað (mynd E, efst til hægri). Það sýni reyndist mengað af mörgum efnum og var ekki tekið með í útreikninga á meðaltali á styrk efna. Mengunin er auðséð toppum í t.d. Na, SiO2, Ntotal, Sr, Ba, og B á myndum 26 og 27. Eins og áður sagði hefur rennsli Lagarfljóts nær tvöfaldaðist eftir virkjun og er nú dvalartíminn í Lagarfljóti um helmingur þess sem hann var áður, um hálft ár í stað eins árs fyrir virkjun (Gunnar Guðni Tómasson og Jórunn Harðardóttir, 21). Þó að lofthiti hafi að jafnaði verið lægri þegar safnað var eftir virkjun var vatnshiti hærri. Líklegt verður að teljast að þessi munur skrifist á tímasetningu söfnunarferða. Vatnshiti fylgir lofthita en hitabreytingar koma svolítið seinna fram í vatninu (Victor Kristinn Helgason og Egill Axelsson 29). Hitalækkunnar á vatni í Lagarfljóti hefur orðið vart efst á vatnasviði þess eftir virkjun en fyrir miðju Lagarfljóti hefur vatnið hitnað upp að því sem það var fyrir 23

24 virkjun. Hitastig vatns neðarlega á vatnasviði Lagarfljóts stjórnast því af lofthita (Viktor Kristinn Helgason og Egill Axelsson, 29) og hitamælingar sem Veðurstofan hefur staðið fyrir á Lagarfljóti gefa ekki til kynna neinar breytingar á vatnshita á tveimur mælistöðvum, út af Freysnesi og Hafursá (Egill Axelsson, 211). Framburður Lagarfljóts á uppleystum efnum og svifaur hefur verið reiknaður fyrir tímabilið Niðurstöður þeirra reikninga er í Töflu 2 og þar eru einnig framburðargögn frá tímabilinu til samanburðar. Framburður Lagarfljóts á öllum uppleystum efnum og lífrænum- og ólífænum svifaur hefur aukist. Framburður flestra efna hefur 2 til 3 faldast en framburður Ptotal, V, Al, Fe og Ti hefur 4 til 8 faldast (í hækkandi röð). Framburður lífræns og ólífræns svifaurs hefur aukist mest. Framburður ólífræns svifaurs hefur tæplega 1 faldast og POC hefur 36 faldast. Framburður uppleystra næringarefna er mikilvægur strandsjónum og samantekt á samanlögðum framburði Jökulsár á Dal og Lagarfljóts, fyrir og eftir virkjun, er nauðsynlegur til að meta breytingar á framburði næringarefna til sjávar. 3.2 Samsætur. Samsætur kolefnis (δ 13 C og 14 C) voru mældar í sýnum frá 23 og í nokkrum sýnum frá 27 og 28 og samsætur súrefnis (δ 18 O) og vetnis (Deuterium, δ D úr flestum sýnum sem safnað hefur verið frá 28 til 212. Gögnin eru í töflum 11a og 11b og á myndum Mælingar á styrk 14 C hafa einungis verið gerðar í nokkrum sýnum frá 27 og 28 og ítarlega er fjallað um þær mælingar í fyrri skýrslu (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 211a). Í töflu 11a og á myndum 35 og 36 eru niðurstöður mælinga sem gerðar voru á samsætum súrefnis og vetnis. Úrkoma sem fellur langt inni í landi er léttari en úrkoma sem fellur nálægt ströndinni. Eins léttist úrkoma með hæð yfir sjávarmáli. Samsætur súrefnis (δ 18 O) og vetnis (Deuterium, δ D) voru alltaf léttastar í vatni Jökulsár á Dal, við Brú og Hjarðarhaga og Útfalli Kárahnúkavirkjunar (lægstu gildin) en þyngstar í dragánum Grímsá og Fellsá (myndir 35 og 36). Þetta endurspeglar fjarlægð vatnasviða þessara straumvatna frá sjó og hæð yfir sjávarmáli. Samsætur súrefnis og vetnis í vatni Jökulsá á Dal eru léttastar seinni part sumars, þegar gamall ís ættaður ofarlega á Vatnajökli, tekur að bráðna. Eins og sést á mynd 35 fylgja samsætur vetnis og súrefnis á vatnasviðum á Austurlandi úrkomulínunni sem gildir á Íslandi (Stefán Arnórsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir, 1998). 24

25 3.3 Svifaur Efnasamsetning svifaurs Á rannsóknartímabilinu hefur 34 svifaurssýnum verið safnað til efnagreininga. Niðurstöður þeirra mælinga er að finna í töflu 12a, 12b og 12c og á myndum Á mynd 38 er gerð grein fyrir efnastyrk valdra efna í svifaur úr Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga sem fall af hlutfallslegu magni leirs (kornastærð < 2 mm) í svifaurssýninu. Leir er fíngerðasti hluti svifaurssýnanna og hefur mesta yfirborðsflatarmálið. Styrkur auðleystu efnanna Na og Ca lækkaði með auknum hluta leirkorna í svifaurnum á meðan styrkur torleystu efnanna Fe og P hækkaði. Styrkur Mg hækkaði með minnkandi kornastærð, væntanlega þar sem Mg binst hratt í leirsteindum. Styrkur Cu hækkaði mjög mikið eftir því sem svifaurssýnin urðu fíngerðari, en málmar eins og Cu hafa þá tilhneigingu til að sogast á yfirborð leirkorna vegna rafhleðslna. Ásoguð efni geta svo skolast af yfirborði kornanna þegar umhverfisaðstæður breytast, t.d við sjávarblöndun. Berggerð svifaurs einkennist af því bergi sem er á hverju vatnasviði fyrir sig og á mynd 39 er styrkur aðalefna í svifaur Lagarfoss, Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga, Jökulsár í Fljótsdal og útfallsskurði við Fljótsdalsvirkjun sýndur sem fall af tíma. Á punktaritunum er einnig aðfallslína sem sýnir breytingar á efnasamsetningu á svifaur úr Lagarfljóti. Í heildina á litið hefur styrkur þeirra efna sem var svipaður í svifaur Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal fyrir virkjun haldist óbreyttur í Lagarfljóti eftir virkjun. En styrkur efna sem var ólíkur í svifaur Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal hefur hins vegar annað hvort aukist eða minnkað í svifaur Lagarfljóts eftir virkjun, eftir því hvort efnin voru í meiri eða minni styrk í svifaur Jökulsár á Dal miðað við svifaur Jökulsár í Fljótsdal. Eftirfarandi breytingar í efnasamsetningu Lagarfljóts eru sýnilegar: SiO2, Al2O3, Fe2O3, MnO og Ti: lítilsháttar styrklækkun í svifaur eftir virkjun. Styrkur þessara efna var svipaður í svifaur í Lagarfljóti, Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal og lítil breyting hefur orðið á þessum efnum. CaO, MgO: óbreyttur styrkur í svifaur. Styrkur Ca var lægri í svifaur úr Lagarfljóti og Jökulsá í Fljótsdal en úr Jökulsá á Dal og styrkur þess hefur ekki breyst þrátt fyrir aukið magn svifaurs sem ættaður er af vatnasviði Jökulsár á Dal. Styrkur Mg í svifaur 25

26 Jökulsár á Dal var hærri en í Jökulsá í Fljótsdal sem nú hefur aukið styrk svifaurs Lagarfljóts. K2O og P2O5: styrkur þessara efna hefur lækkað í svifaur Lagarfljóts eftir virkjun. Styrkur þeirra er hærri í ísúru bergi en í basísku bergi. Berggrunnur Jökulsár í Fljótsdal er að hluta til súr/ísúr og því er styrkur þessarra efna í svifaur Jökulsár í Fljótsdal meiri en í svifaur Jökulsár á Dal. Nú má sjá að styrkur efnanna ber meiri keim af styrk þeirra í svifaur af vatnasviðið Jökulsár á Dal. Athygli vekur að styrkur Na2O hefur einnig minnkað í Lagarfljóti þrátt fyrir að styrkur þess í svifaur Jökulsár á Dal og Jökulsár á Fljótsdal hafi verið svipaður fyrir virkjun en lítillega lægri í Lagarfossi. Nú er styrkur Na2O í útfalli Lagarfljóts um ~45% lægri en hann var fyrir virkjun. Lækkunina má hugsanlega rekja þess hve háð Na er kornastærð í Jökulsá á Dal (mynd 38), því fíngerðari svifaur þeim mun auðveldar skolast Na út úr svifaurnum og lækkar þá hlutfallslega Na styrk í svifaur Lagarfljóts Framburður svifaurs Stíflugerð á vatnasviði eykur dvalartíma vatns á landi og veldur aukinni setmyndun á landi. Það verður til þess að framburður svifaurs til sjávar minnkar. Svifaur í jökulám er að mestu leyti ólífrænn, korn og bergmolar sem eru upprunnir úr berggrunni vatnasviðsins. Þar af leiðandi endurspeglar efnasamsetning svifaursins meðalefnasamsetningu bergs á vatnasviðinu (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 28). Samkvæmt Aller (1998) er set í árósum endurunnið aftur og aftur í daga og mánuði eftir að það berst af landi þannig að það gefst töluverður tími til efnaskipta á milli sets og sjávar. Tilraunir á rannsóknarstofum með efnaskipti bergs og sjávar sýna að styrkur uppleystra efna hækkar í lausn sem bendir til þess að svifaurinn leysist í sjónum (t.d. Matthildur B. Stefánsdóttir og Sigurður R. Gíslason, 26; Jones o.fl., 212). Þó aukast ekki öll efni jafnt í lausninni við efnaskiptin heldur virðast sum efnin ná yfirmettun m.t.t. ummyndunarsteinda eða sogast á yfirborð svifaursins og við það lækkar styrkur þeirra eða stendur í stað í lausninni. Tilraunir með leysingu svifaurs úr Hvítá í Borgarfirði í sjó sýnir að styrkur uppleysts SiO2, Ca, Mg, Mn, and Ni hækkar á meðan styrkur Li og K lækkar (Jones o.fl. 212). Samkvæmt Oelkers o.fl. (211) nægir leysnihraði upp á 1*1-16 mól SiO2/cm 2 /s til að leysa upp 1% af árlegum framburði svifaurs til sjávar. Leysnihraði basalts í vatnsföllum á Austurlandi hefur verið reiknaður út frá leysnilíkani (Gislason and Oelkers, 23) og er hann frá 4*1-15 til 5*

27 mól SiO2/cm 2 /s eða er 1 2 stærðargráðu meiri leysnihraði en Oelkers og félagar (211) notuðu í sinni nálgun. Svifaur í jökulám er yfirleitt fínkornóttur sem þýðir að yfirborðsflatarmál hans er mikið. Yfirborðsflatarmálið eykst eftir því sem setið verður fínna. Yfirborðsflatarmál svifaurs hefur verið mælt áður en Fljótsdalsvirkjun tók til starfa og er frá 26 til 8 m 2 /g í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga, 19 til 64 m 2 /g í Jökulsá í Fljótsdal við Hól og allt niður í 1 til 31 m 2 /g í Lagarfljóti við Lagarfoss (Sigurður Reynir Gíslason o.fl. 24). Eftir virkjun hefur yfirborðsflatamál verið mælt í svifaur Lagarfljóts, 7 92 m 2 /g (meðaltal 75,5 m 2 /g), og í útfalli Fljótsdalsvirkjunar, m 2 /g (meðaltal 76 m 2 /g). Framburður yfirborðsflatarmál svifaurs í Lagarfljóti var,18 km 2 /s en er nú 1 til 2 km 2 /s. Þetta er 8 földun á framburði á yfirborðsflatarmáli svifaurs í Lagarfljóti. Yfirborðsflatarmál svifaurs í Jökulsá á Dal fyrir virkjun var mjög breytilegt eftir árstíma, frá því að vera 5 m 2 /s (1*1-3 km 2 /s) veturinn 1999 til 2 í það að vera 27 km 2 /s í ágúst 2. Snertiflötur vatns og bergs, og þar með samspil þeirra, eykst með stærð yfirborðsflatarmáls. Fínustu kornin í svifaurnum geta, vegna rafkrafta á yfirborði kornanna, einnig sópað til sín uppleystum efnum úr vatninu og þannig lækkað styrk efnanna í vatninu en aukið hann hlutfallslega í korninu sjálfu. Við breyttar aðstæður, t.d. ef svifaur fellur til sjávar, geta þessi efni skolast af yfirborði kornanna og nýst sem næringarefni í sjónum (Jón Ólafsson o.fl., 28; Matthildur B. Stefánsdóttir og Sigurður R. Gíslason, 26). Í rannsókn sem var gerð við ósa Þjórsár, 1996, var mikill munur á styrk snefilefnanna Cu, Cd og Zn í sýnum sem tekin voru út eftir ósnum. Mestur var styrkur efnanna þegar blanda árvatns og sjávar var um það bil 1:3 (Jón Ólafsson o.fl. 28), líklega vegna skolunar þessara efna af yfirborði svifaursins í upplausn. Í þessari sömu rannsókn komu fram vísbendingar um að gruggið hefði áhrif til lækkunar á fosfatstyrk. Það er þekkt að uppleyst fosfór hefur tilhneigingu til að sogast á yfirborð svifaurs. Orthophosphate (PO4) ásogast í meira mæli á yfirborð járnhýdroxíðs en önnur efnasambönd fosfórs, eins og lífrænar fosfórkeðjur (Ruttenberg og Sulakm, 211). Ásog fosfórs á yfirborð svifaurs getur því leitt til hlutfallslegrar aukningar á uppleystum lífrænum fosfór í vatninu. Rogers og Bennett (24) hafa sýnt fram á að örverur geta losað um næringarefni sem eru í litlum mæli í upplausn, eins og Fe og P, sem eru í föstu formi og nýtt sér þau við orkuöflun. Athafnir mannsins hafa haft valdið mikilli aukningu á framburð næringarefna til sjávar með áburðardreifingu og skógarhöggi, en einnig hefur stíflugerð valdið lækkun á framburði fosfórs vegna setmyndunar á landi. Setið fellur þar til botns og, þar með, allt það fosfór sem 27

28 er ásogað á yfirborð kornanna. Það grefst í lónastæðinu en getur orðið hreyfanlegt við réttar aðstæður (t.d. við súrefnisfirrð) og skilað sér aftur í vatnsbolinn (Ruttenberg, 23) ef styrkmunur er á milli styrks fosfórs í setvatninu og í vatnsbolnum. Almennt séð þá vegur það upp á móti lækkun á framburði fosfórs en líklegt verður þó að teljast að það falli nú fljótt út á svifaur í Hálslóni og á botn Hálslóns, nái aldrei til sjávar, heldur haldi áfram í innri næringarefnahringrás við botn lónsins. 3.4 Héraðsflói Í lok september 212 var safnað úr Héraðsflóa, utan við mynni Lagarfljóts og Jökulsár á Dal (mynd 2). Siglt var frá Borgarfirði Eystri á Emil NS-5 með útgerðarmanninum Karli Sveinssyni og skipstjóranum Jóni S. Sigmarssyni. Gúmmítuðra var dregin á eftir bátnum til að nota við söfnun sýnanna. Markmiðið var að safna sýnum með mismikilli blöndun ferskvatns og sjávar til að meta áhrif íblöndunarinnar á uppleyst efni sjávarins. Ætlunin hafði verið að sigla upp í ósinn en horfið var frá því þar sem grynningar í ósnum voru miklar og töluvert brot á þeim, þrátt fyrir gott veður. Önnur ferð var farin í ósa Lagarfljóts í september 213. Þá var farið niður eftir Lagarfljóti, gúmmíbátur settur út og siglt niður að ósum. Safnað var á lágu seltubili og leitast við að ná sýnum með mun minni seltu en í söfnunarferðinni 213. Niðurstöðurnar úr söfnuninni eru í töflu 13 og á myndum 41 og 42 þar sem styrkur einstakra efna er sýndur sem fall af klór, til að sýna sem best áhrif blöndunar ferskvatns og sjávar. Styrkur efnanna ýmist vex eða minnkar með aukinni seltu (Cl). Línulegir blöndunarferlar benda til þess að einungis sé um aflfræðilega (mekaníska) blöndun að ræða en ef blöndunarferillinn víkur frá línulegum ferli þá er um að ræða uppleysingu fastra agna eða afsog/ásog efnanna á agnir í upplausn. Efnagreiningum á svifaur er ekki lokið. Reynt var að ná sýnum af seti af botni Héraðsflóa með sérstökum botnsýnataka árið 212 en það gekk ekki þar sem setið er bæði gróft og samþjappað vegna mikilla strauma sem þarna eru. Norðan við ós var straumurinn í norður en sunnan óss var straumurinn sterkur til suðausturs. 28

29 Mynd 2. Kort af Héraðsflóa sem sýnir sýnatökustaðina úti fyrir mynni Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. Árósarnir hafa færst töluvert til norðurs miðað við það sem kortið sýnir. Sýnum frá 213 var safnað á þessum slóðum, lítillega nær landi. Yfirlit yfir helstu niðurstöður úr sýnum úr Héraðsflóa: Styrkur allra aðalefna vex með auknum klórstyrk nema styrkur kísils. Kísill er nýttur af ljóstillífandi kísilþörungum og er því í lægri styrk í sjó en ferskvatni. Kísill er eitt af takmarkandi þáttum frumframleiðni í sjónum. Styrkur næringarefnanna fosfats (Ptotal og PO4) Ntotal og NO2 vex með aukinni seltu sem þýðir að þau efni eru ekki takmarkandi fyrir frumframleiðni í Héraðsflóa. Það er í samræmi við aðrar athuganir við Íslandsstrendur (Jón Ólafsson o.fl. 28), en þar er kísill takmarkandi. Athygli vekur að styrkur SO4 og heildarstyrkur brennisteins er ekki sá sami við háa seltu. Styrkur uppleysts lífræns kolefnis (DOC) eykst með aukinni seltu en styrkur lífræns svifaurs (POC) minnkar, sem og styrkur svifaurs. Styrkur Fe snarlækkar um leið og seltan eykst (Cl úr,3 í,5 mmól/kg) og helst mjög lágur í sjósýnunum. 29

30 Styrkur snefilefnanna B, Sr, Ba, Cd, Cr, Cu, Pb og Mo hækkar með vaxandi seltu Styrkur snefilefnanna Mn og V lækkar með aukinni seltu og það var áhugavert að sjá að gögnin frá 212 og 213 voru ólík (myndir 41 og 42). Styrkur snefilefnanna Al, Ti og Hg var óreglulegur. Mynd 3. Efri t.v. Jón og Becca við söfnun á Héraðsflóa 212. Efri t.h. Gúmmíbáturinn sem notaður var við söfnunina úr Héraðsflóa Neðri t.v. Vilhjálmur og Jón Ottó mæla og safna sýnum 213. Sökum þess hve miklir straumar voru á svæðinu var ákveðið að sigla upp á sandeyri og safna þaðan. Neðri t.h. Séð yfir ós Lagarfljóts og Jökulsár á Dal. ÞAKKARORÐ Landsvirkjun kostaði rannsóknina og hafa fulltrúar hennar sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Sérstakar þakkir fá Hákon Aðalsteinsson og Óli Grétar Blöndal Sveinsson. 3

31 HEIMILDIR Aller R. (1998) Mobile deltaic and continental shelf muds as suboxic, fluidized bed reactors. Marine Chemistry, 61, Árný E. Sveinbjörnsdóttir Fornveðurfar lesið úr ískjörnum. Náttúrufræðingurinn 62 (1-2), bls Egill Axelsson, 211. Hitamælingar í Lagarfljóti 21. EA-211/1, 9 bls. Eydís Salome Eiriksdóttir, Pascale Louvat, Sigurður R. Gislason, Niels Óskarsson, Jórunn Harðardóttir, 28. Temporal variation of chemical and mechanical weathering in NE Iceland: Evaluation of a steady-state model of erosion. Earth and Planetary Science Letters, 272 (1-2), bls Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Jórunn Harðardóttir, Egill Axelsson og Peter Torssander, 29. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi VI. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar, RH-6-29, 19 bls Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Jórunn Harðardóttir, Egill Axelsson og Peter Torssander, 21. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi VII. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar, RH-24-21, 54 bls Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Jórunn Harðardóttir, Egill Axelsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir, 211a. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi VIII. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar, RH-4-211, 74 bls Eydis Salome Eiriksdottir, Sigurdur Reynir Gislason and Eric H. Oelkers, 211b. Does runoff or temperature control chemical weathering rates. Applied Geochemistry, doi: 1.116/j.apgeochem Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Jórunn Harðardóttir, Egill Axelsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir, 212. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi IX. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar, RH-5-212, 84 bls Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason og Eric H. Oelkers, 213. Does temperature or runoff control the feedback between chemical denudation and climate? Insights from NE Iceland. Geochimica et Cosmochimica Acta, 17, bls Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Jórunn Harðardóttir, Svava Björk Þorláksdóttir, Árný E. Sveinbjörnsdóttir og Rebecca A. Neely, 213. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi X. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar, RH-5-213, 123 bls. Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason og Eric H. Oelkers, 214. Direct evidence of the feedback between climate and nutrient, major, and trace element transport to the oceans.submitted to Geochimica et Cosmochimica Acta 214. Gunnar Guðni Tómasson og Jórunn Harðardóttir 21. Kárahnjúkavirkjun : áhrif á lit Lagarfljóts : niðurstöður tilrauna. OS-21/16, 19 bls. 31

32 Hákon Aðalsteinsson 2. Aurframburður á Eyjabökkum. OS-2/71. Haukur Tómasson, Svanur Pálsson, Guðmundur H. Vigfússon, 1996 Framburður svifaurs í jökulsánum norðan Vatnajökuls Orkustofnun OS-9624/VOD-2 93 Jones M.T., Christopher R. Pearce, Catherine Jeandel, Sigurður R. Gislason, Eydis S. Eiriksdottir, Vasileios Mavromatis og Eric H.Oelkers, 212. Riverine particulate material dissolution as a significant flux of strontium to the oceans. Earth and Planetary Science Letters, , bls Jón Ólafsson, Sólveig R. Ólafsdóttir og Jóhannes Briem (28). Vatnsföll og vistkerfi strandsjávar, Náttúrufræðingurinn 76 (3 4), bls Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Gunnarsson 21. Heildaraurburður Jökulsár á Fjöllum. Niðurstöður ársins 2. Orkustofnun, JHa-ÁG-21/1, 25 bls. Jórunn Harðardóttir & Ásgeir Gunnarsson 22a. Heildaraurburður Jökulsár á Fjöllum. Niðurstöður ársins21. Orkustofnun, greinargerð, JHa-ÁG-22/1, 3 bls. Jórunn Harðardóttir & Ásgeir Gunnarsson 22b. Mælingar á rennsli og svifaur í Jökulsá á Dal árið 21.Orkustofnun, OS-22/34, 23 bls. Jórunn Harðardóttir, Ásgeir Gunnarsson & Svava Björk Þorláksdóttir 23. Mælingar á rennsli, svifaur og skriðaur í Jökulsá á Dal árið 22. OS-23/1. Marin Ivanov Kardjilov, Sigurður Reynir Gíslason, Gudrún Gísladóttir, 26. The effect of gross primary production, net primary production and net ecosystem exchange on the carbon fixation by chemical weathering of basalt in northeastern Iceland. Journal of Geochemical Exploration, 88 (1-3),bls Marin Ivanov Kardjilov, 28. Riverine and terrestrial carbon fluxes in Iceland. Doktorsritgerð frá Háskóla Íslands, Reykjavík, júní 28. Matthildur B. Stefánsdóttir og Sigurdur R. Gíslason, 26. Suspended basaltic glass seawater interactions. Journal of Geochemical Exploration, 88, Oelkers, Eric H., Sigurdur R. Gislason, Eydis Salome Eiriksdottir, Morgan Jones,Christopher R. Pearce, Catherine Jeandel, 211. The role of riverine particulate material on the global cycles of the elements, Applied Geochemistry, 26, S365 S369 Oelkers, Eric H., Morgan T. Jones, Christopher R. Pearce, Catherine Jeandel, Eydis Salome Eiriksdottir, Sigurdur R. Gislason, 212. Riverine particulate material dissolution in seawater and its implications for the global cycles of the elements. Comptes Rendus Geoscience, 344, bls Oslo and Paris Commissions Implementation of the Joint Assessment and Monitoring Programme, 68 bls.parkhurst D.L, Appelo C.A.J User's guide to PHREEQC (Version 2) a computer program for speciation, batch-reaction, one-dimensional transport, and inverse geochemical calculations. Water resources investigations report Lakewood: US Geological Survey. Ólafur Arnalds og Fanney Ósk Gísladóttir 21. Hálslón, jarðvegur og jarðvegsrof. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 7 bls. Plummer, N.L., og Busenberg, E The solubility of calcite, aragonite and vaterite in CO2-H2O solutions between and 9 C, and an evaluation of the aqueous model for the system CaCO3-CO2-H2O: Geochimica et Cosmochimica Acta 46, bls

33 Rogers J.R., Bennett P.C., 24. Mineral stimulation of subsurface micro-organisms: release of limiting nutrients from silicates. Chemical Geology, 23, Ruttenberg K.C., 23. The global phosphorus cycle. In Biogeochemistry (ed. W.H. Schlesinger) Vol. 8 Treaties of Geochemistry (eds. H.D. Holland and K.K. Turekian), Elsivier Pergamon, Oxford. Ruttenberg K.C., Sulak D.J., 211. Sorption and desorption of dissolved organic phosphorus onto iron (oxyhydr)oxides in seawater. Geochimica et Cosmochimica Acta, 75, Sigridur Magnea Oskarsdottir, Sigurdur Reynir Gislason, Arni Snorrason, Stefania Gudrun Halldorsdottir, Gudrun Gisladottir, 211. Spatial distribution of dissolved constituents in Icelandic river waters. Journal of Hydrology, 397, Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Eydís Salome Eiríksdóttir, Bergur Sigfússon, Sverrir Óskar Elefsen, Jórunn Harðardóttir, Ásgeir Gunnarsson, Einar Örn Hreinsson, Peter Torssander, Marin I. Kardjilov og Níels Örn Óskarsson, 23. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi IV. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar. RH-4-23, 97 bls. Sigurður Reynir Gíslason, Árni Snorrason, Bergur Sigfússon, Eydís Salome Eiríksdóttir, Sverrir Óskar Elefsen, Jórunn Harðardóttir, Ásgeir Gunnarsson, Einar Örn Hreinsson, Peter Torssander, Níels Örn Óskarsson og Eric Oelkers, 24. Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Austurlandi V. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar. RH-5-24, 11 bls. Sigurður Reynir Gíslason, Eric H. Oelkers og Árni Snorrason 26. Role of river-suspended material in the global carbon cycle. Geology, 34, bls Sigurdur R. Gislason, Eric H. Oelkers, Eydis S. Eiriksdottir, Marin I. Kardjilov, Gudrun Gisladottir, Bergur Sigfusson, Arni Snorrason, Sverrir Elefsen, Jorunn Hardardottir, Peter Torssander, Niels Oskarsson, 29. Direct evidence of the feedback between climate and weathering. Earth and Planetary Science Letters, 277, (1-2), bls Stefán Arnórsson, Sven Sigurðsson og Hörður Svavarsson The chemistry of geothermal waters in Iceland. I. Calculation of aqueous speciations from to 37 C: Geochimica et Cosmochimica Acta 46, bls Stefán Arnórsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir Uppruni jarðhitavatns á Íslandi. Náttúrufræðingurinn, 68, bls Svanur Pálsson og Guðmundur H. Vigfússon 2. Leiðbeiningar um mælingar á svifaur og úrvinnslu gagna. Greinargerð, SvP-GHV-2-2, Orkustofnun, Reykjavík. Svanur Pálsson, Jórunn Harðardóttir, Guðmundur H. Vigfússon og Árni Snorrason 2. Reassessment of suspended sediment load of river Jökulsá á Dal at Hjarðarhagi. Orkustofnun OS-2/7. Sweewton R. H., Mesmer R. E. og Baes C. R. Jr Acidity measurements at elevated temperatures. VII. Dissociation of water. J. Soln. Chem. 3, nr. 3 bls Victor Kr. Helgason og Egill Axelsson, 29. Vatnshitamælingar Landsvirkjunar og Vatnamælinga á Austurlandi árin , LV29/62, 67 bls. 33

34 34

35 TÖFLUR OG MYNDIR 35

36 Tafla 1. Meðaltal vaktaðra efna- og eðlisþátta á mælitimabilinu Til samanbuðar eru gögn sem aflað var fyrir virkjun, árin Söfnunarstaður Tímabil Rennsli Vatns- Loft- ph Leiðni SiO 2 Na K Ca Mg Alkalinity DIC SO 4 SO 4 34 S Cl F TDS TDS m 3 /sek hiti C hiti C µs/sm mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l meq./kg mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l µmól/l mg/l mg/l (a) ICP-AES I.C. (b) I.C. I.C. mælt reiknað Hálslón ,91 6,83 7,71 35,8,83,125 4,77,13,258, ,23 1, Ufsarlón ,83 6,43 8,1 54,6,8,113 5,196,23,46,459,36,32,16 1, Brú ,52 6,17 7,84 58,4,195,286 7,119,37,514,524,25,23,35 3, Brú ,23 2,62 7,67 54,6,144,255 5,112,31,456,477,23,23 2,32,43 3, Hjarðarhagi ,3 4,27 4,66 7,77 9,4,282,32,1,195,133,854,854 <,18,17,61 3, Hjarðarhagi ,74 4,39 7,61 61,8,16,23 6,133,61,54,572 <,18,18 3,3,45 3, Hóll ,19 4,46 7,71 85,4,278,232,1,21,128,789,792,26,16,52 3, Hóll ,86 5,54 7,64 77,4,151,17 6,23,76,64,676,53,53 1,96,45 3, Útfallssk ,9 5,5 7,76 4,7,97,144 4,14,19,331,331,15,15,27 1, Fellsá ,95 3,91 5, 7,43 38,3,174,111 6,75,56,298,299 <7 5,6, Fellsá ,71 3,57 5,69 7,39 36,5,152,11 4,7,5,282,39 <7 7 1,3,58 1, Lagarfoss ,8 4,63 7,47 5,7,142,146 6,127,46,42,44,17,16,55 1, Lagarfoss ,57 6,1 7,51 55,6,148,137 5,133,65,422,456,2,2 4,89,76 1, Heimsmeðaltal,173,224,33,334,138,853,9,9,162 5, DIP DOP TDN DIN DON DIN/ POC/ DOC/ Söfnunarstaður Tímabil DOC POC PON C/N Svifaur P total PO 4-P P tot-dip DIP/ N total NO 3-N NO 2-N NH 4-N DON Svifaur (DOC+POC) mmól/l µg/kg µg/kg mól mg/l µmól/l µmól/l µmól/l DOP µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l % % Hálslón <,29 58 <45,6 >13,8 29,637,49,147 4,33 4,11 1,91,58,87 2,84 1,27 2,23, Ufsarlón <, <26 >19,7 486,47,34,167 2,82 2,91 1,95,4 1,36 3,35, Brú <, <35 >12,5 486,55,459,86 6,34 5,17 2,74,47 1,33 4,12 1,5 3,94,69 49 Brú 2-23 <,2 3 <28,9 2,4 327,624,68 -,17 7,22 3,86 <,87 <,92 4,85 2,37 2,5 44 Hjarðarhagi <,7 382 <3 >15,9 4,343 <,284,59 5,81 4,67 <2,95 <,77 <,978 4,1,67 5,99, Hjarðarhagi , ,4 1,2 325,499,533 5,23 2,6,72,619 3,29 1,94 1,7,1 53 Hóll <, <4 >15,5 87,8,27 <,138,128 2,8 5,24 <2,97 <,51 <,985 <4, >1,23 3,24, Hóll , ,7 13,6 267,312,35 <,33 4,6 2,52 <,74 <,628 <3,22 >1,38 2,34,17 44 Útfallssk , <47,1 <11,7 236,536,446,112 4,98 3,92 2,75 <,52 <,991 3,79,13 29,4, Fellsá <, <9,7 18,3 9,8 <,55 <,118 -,63 -,87 3,16 1,35,47 <1,7 2,47,7 3,55 1,44 8 Fellsá <,2 178 <12 >14,8 1, <,141 <,133 <8 16,6 5,21 <2,5 <,56 <,315 <2,87 >2,34 1,23 1,78 57 Lagarfoss <, <46,5 >12,4 13,346,267,79 4,38 4, 2,5,46 1,5 3,4,6 5,67, Lagarfoss , ,2 11,8 28,199,264 -,65 4,73 1,9 <,64,839 2,8 1,93 1,45,45 49 reiknað Heimsmeðaltal,323,67 7,14,65 1,14 8,57 18,6,

37 Straumvötn á Austurlandi Tafla 1 frh. Meðalstyrkur snefilefna í vöktuðum vatnsföllum á Austurlandi, Söfnunarstaður Tímabil Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l µmól/l Hálslón ,48,888,124,28 <,13 <,67 <,39 <,26 <,496 <,993 <5,66 <1,73 <,54 <7,26 <,1, ,9,26 Ufsarlón ,29,242,83,96,46 2,269,248 <,24,244,435 2,59 <1,9 <,48 <12,9 <,1 3,88 57,6,131 Brú 27-21,856,611,25,27 <,25 <,798,239 <,19,345 2,2 5,31 1,93 <,48 <3,91 <,1 3,18 56,9,269 Brú 2-23,77,193,232,29,18 <,49,235 <,168,178 1,89 4,63 4,33,55 4,4 <,11 3,24 18,9,256 Hjarðarhagi ,674 1,617,226,74 <,88 <,791,433 <,19,446 2,41 8,42 2,21 <,56 <9,24 <,11 2,8 54,9,151 Hjarðarhagi ,657,21,217,47,34 <,435 <,248 <,42,264 2,3 6,64 8,82 <,117 8,72 <,11 2,73 17,8,212 Hóll ,577 1,569,246,11,11 <1,,48 <,2,474 1,38 6,58 2,3 <,55 <8,37 <,1 4,2 73,3,65 Hóll ,398,257,198,13,92 <1,5,327 <,31,257 <1,4 5,27 4,1 <,83 <7,2 <,11 4,97 21,6,18 Útfallssk ,45,531,128,3 <,14 <,859,219 <,19 <,31 1,4 3,91 1,59 <,54 <6,5 <,1 2,2 87,3,185 Fellsá ,156,186,128 6,38 <,71,183 <,2 <,125 <,632 4,56 <1,16 <,51 <6,57 <,1 <,56 8,46,24 Fellsá ,15,17,165 5,33 <,423,216 <,3 <,113 <,868 5,36 3,74 <,94 <8,9 <,12 <,61 4,,32 Lagarfoss ,676,4,147,28,22 <,722 <,24 <,25,269 1,12 5,54 1,74 <,59 9, <,11 1,62 65,3,97 Lagarfoss ,66,374,154,27,22 <,695 <,244 <,26,265 1,13 5,4 1,71 <,51 1, <,11 1,61 61,1,98 Heimsmeðaltal 1,85,716 1,85,

38 Straumvötn á Austurlandi 38

39 Straumvötn á Austurlandi Tafla 2. Árlegur framburður vaktaðra vatnsfalla á Austurlandi (tonn/ár) fyrir og eftir Kárahnjúkavirkjun. Söfnunarstaður Tímabil Langtímameðal- SiO 2 Na K Ca Mg CO 2 SO 4 SO 4 Cl F TDS TDS DOC POC rennsli m 3 /s ICP-AES IC mælt reiknað Hjarðarhagi Hjarðarhagi Hóll , Hóll Útfallsskurður Fellsá , , Fellsá , , Lagarfoss Lagarfoss Söfnunarstaður Tímabil PON Svifaur P PO 4-P NO 3-N NO 2-N NH 4-N N total Al Fe B Mn Sr Hjarðarhagi < ,5 <16,8 35,6 <1,4 <31, ,3 171,8 3,38 8,79 9,76 Hjarðarhagi < , 73, ,5 <36, ,6 52,1 6,25 12,2 8,4 Hóll < ,77 3,17 2,14,581 <12,93 47,2 12,7 37,1 1,26 4,92 4,78 Hóll < , <11,5 28,8 <1,11 <1,8 39,5 13,7 14,9 2,85 6,62 5,76 Útfallsskurður < ,8 47,5 155 <2,26 47, ,84 5,69 4,24 Fellsá <32,7 3863,34 <,86 <2,99 <,16 3,92 9,77 1,27 3,56,349,118,765 Fellsá <67, ,45 <,83 4,93 <,18 1,16 11,2 1,2 2,12,474,145,52 Lagarfoss < <4,2 < ,8 1,7 13,7 Lagarfoss < ,92 46, ,2 25,1 7,9 5,2 16,8 Söfnunarstaður Tímabil As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V Þungmálmar Hjarðarhagi <,1 <,86 <,1 <,48,153,835,235 <,22 <1,13 <4,3 4,58 12,7 <7,5 Hjarðarhagi <,15 <,38 <,26,69,33 1,65 1,44 <,9 2,25 <,1,59 3,54 <1,4 Hóll <,76,28 <3,17,42,227,81 <8 <,38 <1,21 3, 2,75 <4,1 Hóll <,81,67 4 <,17 <,5,298,264 <,19 <,52 <2,276 1,32 <2,92 <3,78 Útfallsskurður <,222 <,15 <,14,63,19,878 <,31 <,38 <1,36 <7,668 14,7 32,8 <18,6 <18,5 Fellsá <,13 7 <1 <2 <,13,64 <,18 <3 <,129 <1 <,13,137,279 <,41 <,41 Fellsá <6,12 <1 <2 <,1,61 <,72 <5 <,172 <1 <6,53,291 <,41 <,37 Lagarfoss <,38 <,228 <,33,111,498 2,51,736 <,89 <4,68 <,15 1,7 2,9 35,2 <31,3 <31,7 Lagarfoss <,177,12 <,18,44,18 1,52 1,15,63 2,12 <8,42 2,46 6, <8,28 <8,4 39

40 Straumvötn á Austurlandi Tafla 3a. Styrkur uppleystra aðalefna, lífræns kolefnis, lífræns niturs í vöktuðum ám Austurlandi 213. Sýna Söfnunarstaður Dags. Kl. Rennsli Vatns- Loft- ph T C Leiðni SiO2 Na K Ca Mg Alk (a) DIC SO4 SO4 Cl F Hleðslu- Skekkja TDS TDS DOC POC PON C/N númer m 3 /sek hiti C hiti C (ph og µs/sm mm mm mm mm mm meq./kg mm mm mm mm µm jafnvægi % mg/l mg/kg mm µg/kg µg/kg mól leiðni) ICP-AES I.C. I.C. I.C. mælt reiknað 13A1 Útfallsskurður :4 124,5-2,5 7, ,2,11,143 35,94,21,325,325,145,138,25 1,25,4 33,5 36,37 13A2 Fellsá : 1,97, -2,8 7, ,2,173,151 5,9,72,332, ,149,62,2 1,7 4 45,16 13A3 Jökulsá á Dal :25 14,4, -2,4 7, ,6,346,41,114,262,29 1,258 1,255,21,25,98 3,74,4 1, ,2 13A4 Lagarfljót :3 182, -2,5 7,53 21,1 55,7,138,158 46,121,47,416,416,162,156,63 1,35,1 1, ,52 13A5 Jökulsá á Dal :15 12,16 1,3 3, 7,71 19,9 126,2,329,448,114,243,174 1,2 1,198,276,272,76 4,42,4 1, ,63 13A6 Lagarfljót : 139 2,9 3,5 7,5 19,2 51,,126,153 49,116,42,417,416,151,149,54 1,37,3 2, ,17 13A7 Útfallsskurður :1 128,7 3,6 7,47 19,4 39,,98,153 36,88,19,34,339,115,19,2 1,49,1 1, <,11 13A8 Fellsá :3,74 2,3 3, 7,47 19,4 54,8,187,152 49,97,74,395, ,18,89,2 1,8 4 49,47 13A9 Jökulsá á Dal :15 136,7 2,6 5,6 7,44 19,2 92,1,163,163,1,118,99,544, ,65 1,63,2 1, ,65 13A1 Lagarfljót : 348 5,6 9,8 7,39 19,5 53,9,141,157 53,113,49,44,44,152,15,81 1,31,3 2, ,25 13A11 Útfallsskurður :45 14,9 1, 7,47 19,5 55,7,11,174 44,139,3,446,446,288,294,33 1,73,2 2, <,11 13A12 Fellsá :5 11,3 3,6 11,4 7,43 19,7 48,8,183,124 5,86,66,329, ,11,75,2 2, ,17 13A13 Jökulsá á Dal :25 47,83 7, 8,8 7,68 19,9 75,1,255,221 94,137,16,661, ,51 2,66,2 1, ,45 13A14 Lagarfljót : ,9 16, 7,49 19,5 44,7,127,131 46,97,41,344,344,135,125,52 1,19,1 1, <,11 13A15 Útfallsskurður : ,9 15,4 7,65 2,1 43,8,12,136 4,18,26,349,349,171,169,34 1,45,1 1, <,11 13A16 Fellsá :2 14,8 4,1 12,5 7,32 2,2 23,8,12,7 35,39,32,18,18 <6 33,38,58,1 1, <,11 13A17 Jökulsá á Dal :3 3,68 1,3 13,3 7, ,1,267,278,16,146,113,797,796,124,19,49 3,38,7 3, ,89 13A18 Lagarfljót : ,4 17,8 7,38 21,7 45,6,13,143 55,95,43,423,423,148,132,46 1,19,7 8, 42 45,63 13A19 Útfallsskurður : ,5 12,6 7,53 21,5 44,6,87,14 39,18,22,388,388,164,155,28 1,38,5 5, ,48 13A2 Fellsá :55 18,5 7,3 1,2 7,38 21,4 17,1,15,65 38,3,25,195,195 <6 23,21,56,4 1, ,48 13A21 Jökulsá á Dal :15 64,51 6,4 8,4 7,97 21,1 46,6,125,24 53,91,32,416,415,123,113,26 1,83,1 1, ,32 13A22 Lagarfljót : ,75 2,9 28,6,124,139 5,16,39,365,364,152,146,39 1,31, 56 41,46 13A23 Útfallsskurður : ,3 13,7 7,74 2,6 23,,74,136 33,66,12,25, ,19 1,8,1 1, ,29 13A24 Fellsá :5,94 9,6 16, 7,62 2,6 28,2,148,113 45,54,44,265,264 <6 39,38,8, ,41 13A25 Hálslón 4 m :42 11, 7,66 2,6 29,6,71,128 33,64,11,237, ,18 1,,1 2, ,33 13A26 Hálslón 8 m :54 11, 7, ,9,75,141 32,67,1,246, ,19 1,1,2 3, ,33 13A27 Hálslón 12 m :8 11, 7,98 2,2 29,5,76,15 31,68,1,254, ,17,95,2 3,9 9 28,31 13A28 Hálslón 16 m :25 11, 8,7 2,5 29,6,76,139 31,65,1,258, ,16,92, ,33 13A29 Jökulsá á Dal :1 3,43 1,8 2,2 7,69 2,6 14,4,323,371,14,27,175 1,18 1,16,175,164,62 3,38,3 1, ,71 13A3 Lagarfljót :1 16 3,9 3,5 7,5 2,5 48,5,13,154 48,115,44,38,379,164,145,46 1,28,2 2, ,36 13A31 Útfallsskurður : , 3,4 7,4 2,5 33,2,82,148 34,74,14,268,268,113 98,19 1,19,2 3,3 33 3,3 13A32 Fellsá :3 2,38 1,6 2,2 7,28 2,5 42,6,199,139 43,81,66,364, ,43,89,2 2,2 4 44,5 13A33 Jökulsá á Dal :4 16, -1,9 7,63 2,9 118,1,344,461,17,221,169 1,18 1,17,251,25,62 4,12,3 1, ,55 13A34 Lagarfljót : ,1-2,8 7,38 2,5 52,3,135,165 48,119,46,396,395,172,157,45 1,31,3 2, ,34 13A35 Fellsá :4 1,7 -,1-1,2 7,35 2,5 47,7,24,145 45,87,71,378, ,51,91,3 2, ,32 13A36 Útfallsskurður : ,2-1,2 7,41 2,5 36,9,97,143,89,18,291,291,132,12,2 1,31 48,26 Feit og skáletraðar rennslistölur eru við ístruflað rennsli 4

41 Straumvötn á Austurlandi Tafla 3b. Styrkur svifaurs, uppleystra næringarsalta, þungmálma og annarra snefilefna á Austurlandi 213. Sýna Söfnunarstaður Dags. Kl. Svifaur P PO4-P NO3-N NO2-N NH4-N Ntotal Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer m/l µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm µml 13A1 Útfallsskurður :4 148,8,484,429 3,68,4,34 3,97 2,357 2,5,91,44 <,2 <,67,458 <,18,889 1,85 9,14 2,32,69 8,59 <,1 1,82 317,4 13A2 Fellsá : 4,1,36 <.7 1,9 <.4 <.2 3,78,123,424,122 7,52 <,67,174 <,18 <,85 <,19 4,91 <,852,75 5,12 <,1 <,521 5,68 13A3 Jökulsá á Dal :25 8,5,358,288 1,31,54,35 3,97,46 1,481,22,181,144 <,67,91 <,18,487 3,19 8,42 2,37,64 5,6 <,1 3,72 39,47 13A4 Lagarfljót :3 92,1,314,355 2,51,88,214 3,39,37,294,95,46 <,2 <,67,195 <,18,154 1,2 4,74 1,58,138 <3,6 <,1 3,16 36,13 13A5 Jökulsá á Dal :15 14,7,365,343,66 <.4,359 4,3,337,716,244,89,112 <,67,619 <,18,412 3,42 9,68 2,35,7 6,7 <,1 5,35 3,28 13A6 Lagarfljót : 19,9,333,34 2,23,54,388 7,59,441,33,111,56 <,2,762,242 <,18,197,91 5,8 1,44,95 3,84 <,1 1,79 38,22 13A7 Útfallsskurður :1 139,3,44,423 2,88 <.4,249 3,14,314,118,9,12 <,2 3 <,67,92 <,18 <,85,33 1,86 1,48,58 <3,6 <,1 1,88 13,32 13A8 Fellsá :3 29,2 <,32,149 2,27 <.4,61 3,22,115,111,117 3,49 3 <,67,128 <,18 <,85,26 5,71 1,29 <,4 <3,6 <,1,8 6,43 13A9 Jökulsá á Dal :15 33,1,141,23,73,114 <.2 3,29,556 4,262,129,37,75 <,67,394 <,18,93 1,45 8,21 2,95, ,84 <,1,92 51,59 13A1 Lagarfljót : 73,6,274,255 2,34 <.4,336 3,25,58,412,117,5,25,679,87 <,18,151 1,21 5,68 2,35,23 3,62 <,1 1,36 33,42 13A11 Útfallsskurður :45 169,7,455,441 3,31 <.4,221 3,55,73,324,92,55 <,2,79,317 <,18,176 1,32 3,81 1,75,84 <3,6 <,1 3,11 38,64 13A12 Fellsá :5 5,2 <,32 <.7 1,11,41,232 2,2,169,448,86,28,51 3 <,67,385 <,18,18,64 4,83 1,43 <,4 9,47 <,1 <,521 1,32 13A13 Jökulsá á Dal :25 9,1,2,181,36,43,241 2,36,334 2,686,122,71,84 <,67,553 <,18,277 1,61 7,98 2,1 <,4 8 11,24 <,1 1,74 23,39 13A14 Lagarfljót :15 66,5,278,221 1,51 <.4,216 2,3,84,55,82,21 <,2 <,67,28 <,18,226 1,2 6,22 1,93 <,4 8 4,8 <,1 1,45 76,2 13A15 Útfallsskurður :15 167,1,355,35 2,62 <.4,21 2,91,752,278,94,46 <,2 3 1,27,89 <,18,143,32 4, 1,59,69 8 <3,6 <,1 2,41 48,4 13A16 Fellsá :2 4 <,65 <.7,18 <.4 1,7 1,9,155,24,59 5,28 3 <,67,114 <,18 <,85,36 2,86 1,2 <,4 <3,6 <,1 <,521 9,65 13A17 Jökulsá á Dal :3 15,9,24,194,93 <.4,298 3,51,333 1,411,19,29,94 <,67,548 <,18,322 2,23 13,9 2,91, ,52 <,1 2,43 9,96 13A18 Lagarfljót :4 54,9,257,219 1,57 <.4,29 3,26,675,333,123,18 <,2 <,67,398 <,18,251 1,44 8,81 2,79,87 6,12 <,1 1,13 52,1 13A19 Útfallsskurður :3 284,8,484,491 3,3,47,24 3,92 1,55,446,19,45,24 3 <,67,175 <,18,239 1, 5,82 1,58,65 <3,6 <,1 2,36 16,5 13A2 Fellsá :55 19,2,33 <.7,5 <.4,237 1,19,166,118,78 5,24 <,67,117 <,18,14,5 4,77 1,2,57 8,72 <,1 <,521 7, A21 Jökulsá á Dal :15 153,1,597,532 2,44,45 <.2 3,18,78,247,14,28 <,2 <,67,146 <,18,217 1,32 4,52 1,26 <,4 7,17 <,1 1,55 4,73 13A22 Lagarfljót :15 84,9,394,33 1,3 <.4 <.2 2,12 1,846 1,336,117,33 <,2 3 <,67,262 <,18,56 1,38 8,9 2,1 <,4 8 8,5 <,1 1,49 265,2 13A23 Útfallsskurður :15 23,3,591,593 2,6,4 <.2 3,4 1,842,96,9,31 <,2 3 <,67,238 <,18,521 1,23 5,11 2,13 <,4 8 4,5 <,1 1, 144,1 5 13A24 Fellsá :5 4,7,58,81 <,6 <.4,399 2,2,164,59,116 2,35 3 <,67,145 <,18,115,61 5,71 1,59 <,4 8 6,25 <,1,56 9, A25 Hálslón 4 m :42 212,3,623,563 2,59 <.4 <.2 3,35 2,328 1,432,83,45 <,2 <,67,339 <,18,893 1,73 7,71 2,39,52 8 8,32 <,1,73 213, 13A26 Hálslón 8 m :54 342,9,71,667 2,59 <.4,365 3,16 2,535,491,8,14 <,2 3 <,67 <,73 <,18,226,74 3,21,93 <,4 <3,6 <,1,65 72, A27 Hálslón 12 m :8 376,4,717,723 2,45,28,467 2,97 3,495,74,74,15 <,2 3 <,67,158 <,18,355,95 5,1 1,9 <,4 8 <3,6 <,1,65 99, 13A28 Hálslón 16 m :25 595,4,781,69 2,35 <.4 <.2 3,16 6,894 3,384,8,61 <,2 3 <,67,757 <,18 1,45 2,58 12,56 2,74,51 8 6,76 <,1,59 528,4 13A29 Jökulsá á Dal :1 7,3,234,29,24 <.4,787 3,29,626 1,697,242,119,116 3 <,67,417 <,18,52 2,54 7,3 2,3,52 4,82 <,1 2,6 55,35 13A3 Lagarfljót :1 119,7,39,398 1,95 <.4,419 3,4,715,475,136,37,2 1,36,178 <,18,35,76 4,91 1,35 <,4 <3,6 <,1 1,39 92,52 13A31 Útfallsskurður :45 213,4,539,61 2,75,32,42 3,26,723,174,117,24 6 <1,33,128 <,18,158,33 1,81 1,74 <,4 8 <3,6 <,1 1,3 22,97 13A32 Fellsá :3 7,9,66,13,18 <.4,981 2,6,112,131,19 3,43 <1,2,76 <,18,87,31 4,86 1,7 <,4 8 <3,6 <,1 <,521 2,57 13A33 Jökulsá á Dal :4 13,4,458,469 2,92,44,285 6,8,715,958,39,33,17 <1,7,668 <,18,455 3,35 8,91 1,75 <,4 8 4,3 <,1 4, 67,67 13A34 Lagarfljót :15 17,1,358,389 1,74 <.4,221 3,73,586,381,151,32,19 <1,2,216 <,18,446,79 5,73 1,46 <,4 8 <3,6 <,1 1,49 69,13 13A35 Fellsá :4 6,3,9,133 4,3 <.4,245 5,4,149,115,111 2,45 <1,2,127 <,18,1,36 4,56 <,852 <,4 8 <3,6 <,1,57 1,51 13A36 Útfallsskurður :5 161,475,523 2,6,4,773 2,76,519,28,15,27 7 <,67,141 <,18,227 <,19 2,14 <,852 <,4 8 8 <3,6 <,1 1,37 35,71 *Útfallsskurður úr Fljótsdalsvirkjun Sýni 12A3* er ekki tekið með í meðaltals- og framburðarreikningum vegna mengunar. 41

42 Straumvötn á Austurlandi Mynd Vilhjálmur S. Kjartansson Mynd Eydís S. Eiríksdóttir Mynd Eydís S. Eiríksdóttir Mynd Jón Ottó Gunnarsson Myndir C. Efri myndirnar voru teknar við söfnun úr Hálslóni 4. september 212 þegar sýnum nr. 13A17 13A2 var safnað. Vindurinn við það að detta niður, lónið yfirfullt og fossinn Hverfandi skartaði sínu fegursta. Neðri tvær myndirnar voru teknar þann 1. September 213, þegar sýnum 13A25-13A28 var safnað. 42

43 Tafla 4. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Hálslóni Straumvötn á Austurlandi Sýna Dags Kl. Dýpi Vatns- Loft- ph T C Leiðni SiO 2 Na K Ca Mg Alk DIC S total SO 4 Cl F Hleðslu- Skekkja TDS TDS DOC POC PON C/N Svifaur númer m hiti C hiti C (ph og µs/sm mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l meq./kg mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l µmól/l jafnvægi % mg/l mg/kg mmól/l µg/kg µg/kg mól mg/l leiðni) I.C. I.C. I.C. mælt reiknað Hálslón 9A : 5 7,1 8, 7,83 2,9 34,8,18,13 4,86,18,281,28 9 8,28 1,32,1 2,1 39,5 32, <22.9 > A :15 5,4 4,6 7,63 21,5 32,4,93,124 3,8,13,27, ,24 1,19, < <25 > A : 5 3,5 3,3 8, ,8,7,15 41,64 8,215, ,13,61,1 2, , <22,8 >18,3 11A :9 2 3,59 7,89 22,9 37,5,84,12 37,75,12,259, ,25 1,81,1, ,5 46 <34,4 >13, A :33 4 3,59 7,76 22,9 37,5,83,122 33,75,12,258, ,25 1,83,1, , A :48 8 3,55 8, 22 59,7,82,122 35,74,12,263, ,25 1,79,1 1,4 4 28,65 45 <36,5 >14, A :1 13 2,72 8, ,5,112,14 39,85,16,295, ,27 1,96, , ,4 11, A : ,9 7,5 2,7 26,7,69,19 21,7,1,224, ,15 1,1,2 3, 24,17 288,5 12A : ,9 7,81 2,7 26,1,72,112 27,71,1,226, ,15,98,2 3,8 25,19 486,2 12A : ,8 7,77 2,1 25,5,7,19 29,72,1,222, ,14,95,3 5, 24,19 12A : ,5 7,35 2,1 28,5,73,111 2,76,11,231, ,15,98,3 4,6 25,26 267,3 13A :42 4 3,86 7,66 2,6 29,6,71,128 33,64,11,237, ,18 1,,1 2, ,33 212,3 13A :54 8 3,6 7, ,9,75,141 32,67,1,246, ,19 1,1,2 3, ,33 342,9 13A :8 12 2,93 7,98 2,2 29,5,76,15 31,68,1,254, ,17,95,2 3,9 9 28,31 376,4 13A : ,82 8,7 2,5 29,6,76,139 31,65,1,258, ,16,92, ,33 595,4 Sýna- Dags. Dýpi P PO 4-P NO 3-N NO 2-N NH 4-N N total Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer m µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l µmól/l Hálslón 9A : 5,546,479 2,74,28,453 3,93 3,388 2,435,11,62 9 <,67,983,4 1,239 2,116 15,74 2,6,69 53,4 <,1,88 374,24 9A :15 5,575,532 2,53,82 1,16 5,42 1,112,451,53,27 7 <,67,24,26,451,375 4,22 1,34 <,48 8,2 <,1,85 72,7,24 1A : 5,581,463 1,58,5 1,71 4,41 2,239,57, <,67 <,7 <,18 <,85 <,192 <,157 <,852 <,48 <3,6 <,1,59 6,33,157 11A :9 2,586,743,53 1,54,88 1,62 2,36,833,225,3 7 <,67,429 <,18,436 1,415 5,2 1,41 <,48 <3,6 <,1,87 137,4,238 11A :33 4 1,6,71,6 1,22,69 1,93 1,72,376,226,23 7 <,67,129 <,18,21,658 3,67,89 <,48 <3,6 <,1,88 56,6,236 11A :48 8 2,731,746,55 1,74,133 3,28 2,47,48,22,2 6 <,67,178 <,18,221 <,192 3,67 <,852 <,48 <3,6 <,1,77 64,1,241 11A :1 13,184,933,7 1,97,16 3,53 1,3 5,497,217,74,1 <,67 1,58 <,18 3,224 5,135 28,8 5,21,59 11,3 <,1,7 819,312 12A :35 93,568,527 1,93 <.4 2,96 1,52,43,74,1 6 <,67 <,7 <,18 <,85,463 <1,57 1,28 <,48 <3,6 <,1 <,52 5,51,166 12A :25 158,64,443 2,2,59,645 3,17 2,357,297,155,15 5 <,67,224,162,17,648 4,19 1,44, ,43 <,1 <,52 46,6,171 12A :55 149,539,355 1,85,57,379 8,54 1,264,138,73,13 5 <,67 <,7 <,18 <,85,483 <1,57 <,852 <,48 <3,6 <,1,53 19,1,166 12A :45 37,494,383 2,1,26,929,99,46,93,74,21 6 <,67 <,7 <,18 <,85,54 <1,57 <,852 <,48 <3,6 <,1,57 15,1,17 13A :42 4,623,563 2,59 <.4 <.2 3,35 2,328 1,432,83,45 <,23 <,67,339 <,18,893 1,73 7,71 2,39,52 8,32 <,1,73 213,3,198 13A :54 8,71,667 2,59 <.4,365 3,16 2,535,491,8,14 <,23 <,67 <,73 <,18,226,74 3,21,93 <,48 <3,6 <,1,65 72,26,216 13A :8 12,717,723 2,45,28,467 2,97 3,495,74,74,15 <,23 <,67,158 <,18,355,95 5,1 1,9 <,48 <3,6 <,1,65 99,,228 13A :25 16,781,69 2,35 <.4 <.2 3,16 6,894 3,384,8,61 <,23 <,67,757 <,18 1,45 2,58 12,56 2,74,51 6,76 <,1,59 528,4,253 43

44 Straumvötn á Austurlandi Mynd 4. Styrkur mældra þátta í Ufsarlóni (opnir hringir) og Hálslóni (fylltir hringir) 44

45 Straumvötn á Austurlandi Mynd 5. Styrkur mældra þátta í Ufsarlóni (opnir hringir) og Hálslóni (fylltir hringir) 45

46 Dýpi m Dýpi m Dýpi m ,5 8 8,5 9 ph SiO 2 mmol/l,5,1,15 Ca mmol/l,5,1,15 Svifaur (mg/l) DOC mmol/l,5, Leiðni µs/cm Alkalinity meq/l,,1,2,3,4 Mg mmol/l,1,2,3 Straumvötn á Austurlandi O 2 mg/l Na mmol/l,5,1,15 Cl mmol/l,2,4 POC µg/l O 2 % 5 1 K mmol/l 5,1 F µmol/l 2 4 PON µg/l 5 1 Mynd 6. Efnastyrkur uppleystra efna í sýnum sem safnað var á mismunandi dýpi í Hálslóni í maí 28, ágúst 28 og september 211 og 212. Hitaprófílar sem teknir voru samtímis sýnunum eru á mynd 8. 46

47 Dýpi m Dýpi m Dýpi m Dýpi m Straumvötn á Austurlandi P total µmol/l,,2,4,6,8 1, N total µmol/l Mn µmol/l,5, Co nmol/l 2, 4, PO 4 -P µmol/l,,2,4,6,8 Al µmol/l 5, 1 15, Sr µmol/l,2,4 Cr nmol/l 2, 4, 6, NO 3 -N µmol/l, 1, 2, 3, Fe µmol/l 2, 4, 6, As nmol/l,5 1, Cu nmol/l B µmol/l,1,2, NH 4 µmol/l 1, 2, 3, Cd nmol/s,1,2, Ni nmol/l Mynd 7. Efnastyrkur uppleystra efna í sýnum sem safnað var á mismunandi dýpi í Hálslóni í maí 28, ágúst 28 og september 211 og 212. Hitaprófílar sem teknir voru samtímis sýnunum eru á mynd 6. 47

48 Dýpi m Dýpi m Dýpi (m) Dýpi m Ti nmol/l Pb nmol/l,5,1, Hg nmol/l,1,1, Zn nmol/l V µmol/l,2,4-18 Mo nmol/l,5 1, 1,5 Straumvötn á Austurlandi T ( C) Mynd 8. Efnastyrkur uppleystra efna í sýnum sem safnað var á mismunandi dýpi í Hálslóni í maí og ágúst 28 og september 211, 212 og 213 Hitaprófílar sem teknir voru samtímis sýnunum eru einnig sýndir á myndinni. 48

49 Straumvötn á Austurlandi 18 O ( ) -13,5-13, -12,5-12, D ( ) -95, -9, -85, Mynd 9. Samsætur kolefnis, súrefnis (δ 18 O) og vetnis (D, deuterium, δ 2 H) og reiknaður aldur vatnsins í sýnum sem safnað var á mismunandi dýpi í Hálslóni í ágúst árið 28 og september 211, 212 og 213. Gögnin eru í töflu

50 ph Straumvötn á Austurlandi 8,3 8,2 ph 8,1 8, 7,9 7,8 7,7 7,6 7,5 7,4 7, ,12 SiO2,1,8,6,4, ,16,14 Na,12,1,8,6,4, K ,12,1,8,6,4,2 Ca,25,2,15,1 5 Mg,4,35,3,25,2,15,1,5 DIC,14,12, SO ,35 Cl,3,25,2,15, , 1,8 F 1,6 1,4 1,2 1,,8,6,4, P-total,8,7,6,5,4,3,2, ,6,5,4,3,2,1 PO , 5, N-total 3, 2,5 2,5 2, NH4,6,5 DOC 4, 3, 2, 2, 1,5 1, 1,5 1,,4,3,2 1, NO3, , , , 3,5 3, 2,5 2, 1,5 1,,5 Al 3, 2,5 2, 1,5 1,,5 Fe,25,2,15,1,5 B,7,6,5,4,3,2,1 Mn ,25 V,2,15,1, ,1 9 Sr ,2 Ba 1,,8,6,4, ,5 Cr 2, 1,5 1,, ,4 1,2 Mo 1,,8,6,4, , 35, Ti 3, 25, 2, 15, 1, 5,, , 4,5 Ni 4, 3,5 3, 2,5 2, 1,5 1,, Mynd 1. Styrkbreytingar á uppleystum efnum í efstu 4 m í Hálslóni

51 Straumvötn á Austurlandi Tafla 5. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Dal við Brú Sýna Dags Rennsli Vatns- Loft- ph T C Leiðni SiO 2 Na K Ca Mg Alk DIC S total SO 4 34 S Cl F Hleðslu- Skekkja TDS TDS DOC POC PON C/N Svifaur númer m 3 /sek hiti C hiti C (ph og µs/sm mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l meq./kg mmól/l mmól/l mmól/l mmól/l µmól/l jafnvægi % mg/l mg/kg mmól/l µg/kg µg/kg mól mg/l Brú leiðni) ICP-AES I.C. I.C. I.C. mælt reiknað 7A :5 5, -2,4 7,95 2,1 98,8,312,496,1,198,66,882,96,46,45,52 6,8, , ,5 1,6 23,4 8A :15 24,1 3, 6,9 7,44 23,6 4,4,148,165 7,72,38,329,356,14,14,38 3,16,1, , ,8 8,9 68,8 8A : ,5 9,3 7,58 22,9 37,,91,143 6,88,16,291,39,19,12,32 2,6,1 1, , ,1 7, 25,1 9A :45 77,4 8,2 5,7 7,58 21,3 4,1,13,173 4,92,18,342,342,13,11,25 1,78,1, < <25.5 > ,1 1A :2 5,3 1,1 1,9 8,15 22,8 13,7,399,613,125,19,74,975,969,518,481,51 6,82,3 1, ,6, , 14,1 9,8 1A : ,3 6,6 8,31 23,1 3,5,89,128 48,76,11,267, ,15,85,1 1, ,24, <17,8 >17,5 234,3 Sýna- Dags. P PO 4-P NO 3-N NO 2-N NH 4-N N total Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l µmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l nmól/l µmól/l Brú 7A :5,785 1,17 8,86,46,137 11,26,474,43,454,19,36 <1,2,23 <,18,117 2,92 5,22 2,4 <,48 <3,6 <,1 7,36 2,32,353 8A :15,24,138,421,599 3,21 5,16 1,12 1,526,277,52,25 <,67,315,2,811 1,12 7,63 2,59 <,48 6,76 <,1 1,78 88,1,133 8A :45,562,43 2,35,557,692 4,86,526,143,19,21 <,23 <,67,149,18,92,539 2,6 1,47 <,48 <3,6 <,1 1,13 21,5,28 9A :45,61,552 2,95,689 3,92 1,116,532,69,28,1 <,67,231,22,445 1,421 3,41 2,1 <,48 3,1 <,1 1,3 83,5,243 1A :2,552,129,14,3 1,46 2,96 1,123 1,99,5,24,52,91,4 <,18,46 5,38 1,83 1,98 <,48 4,37 <,1 6,69 13,483 1A :3,533,428 1,73,44 1,81 2,87,882,324,89,2 6 <,67,11 <,18,22,88 2,16 1,42 <,48 <3,6 <,1,84 43,2,191 51

52 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 NO3 () NO2 () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 F () PO4 () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 K () SO4 () Cl () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Ca () Mg () Na () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 ph Alk (meq/kg) SiO2 () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 C Svifaur (mg/kg) 15, 1, 5,, vatnshiti lofthiti Straumvötn á Austurlandi , 8,4 1,2,5 8,2 8 7,8 7,6 7,4 7,2 1,,8,6,4,2,,4,3,2,1,25,2,15,1,5,8,6,4,2,7,6,5,4,3,2,1,,14,12, ,6,5,4,3,2,1,6,5,4,3,2,1 8, 6, 4, 2, Ptotal () 1,,8,6,4,2 1,2 1,,8,6,4,2 Ntotal () , 6, 4, 2,,7,6,5,4,3,2,1 Mynd 11. Hitastig, rennsli og styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Dal við Brú. Opnu hringirnir eru á yfirfalli. 52

53 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Zn () V () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Hg () Pb () Mo () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Co () Ti () Ni () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Cu () Cd () Cr () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Mn () Sr () Ba () jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 jan. 7 jan. 9 Al () Fe () B () Straumvötn á Austurlandi 1,2 2,,6 1,,8 1,5,5,4,6 1,,3,4,2,,5,,2,1,6,5,4,3,2,1,6,5,4,3,2,1,5,4,4,3,3,2,2,1,1, 12,,3 6, 1, 8, 6, 4, 2,,,2,2,1,1 5, 4, 3, 2, 1,, 1, 12 3,,8,6,4,2, ,5 2, 1,5 1,,5,,12,6 8,,1 8,5,4 6, 6 4 2,3,2,1 4, 2,, 8,6 6 4,5,4,3 2,2,1, Mynd 12. Styrkur uppleystra snefilefna í Jökulsá á Dal við Brú. Opnu hringirnir eru á yfirfalli. 53

54 Straumvötn á Austurlandi 8. mars júní sept desember 212 Mynd D. Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga í ártíðarbúningum. Myndin frá júní sýnir dæmigert sumarrennsli. Myndin frá í september er tekin þegar Hálslón var orðið fullt og vatn flæddi í yfirfallsrennuna. Sýnum er safnað af brúnni við Hjarðarhaga nema þegar ís er undir brúnni. Þá er safnað ofan við flúðir, rétt ofan brúar, sbr. neðsta myndin. 54

55 Straumvötn á Austurlandi Tafla 6. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Sýna Dagsetning Kl. Rennsli Vatns- Loft- ph ph/leiðni Leiðni SiO2 Na K Ca Mg Alk DIC S total SO4 34 S Cl F Hleðslu- % TDS TDS DOC POC PON C/N Svifaur númer m 3 /sek hiti C hiti C T C µs/cm mm mm mm mm mm meq./kg mm mm mm mm µm jafnvægiskekkja mg/l mg/kg µg/kg µg/kg mól mg/l ICP-AES Ion ex meq/kg mælt reiknað 11A :45 9,52,2-3,1 7,93 2,1 132,1,355,348,112,249,183 1,61 1,58,211,26,141 4,18,3 1, , ,2 1,4 11,2 11A : 8,9 3, 8,5 7,72 21,4 72,4,189,184,11,14,113,598, ,92 2,63,1, , ,4 1,5 33,4 11A :5 72,2 4, 11,2 7,69 19,5 64,6,25,164 85,123,98,53, ,64 2,63,1 41 6, ,7 1,8 3 11A : 43,3 11,7 6,9 7,79 2,7 73,1,266,214 89,143,17,643,641,1,13,58 3,77, , ,7 9,7 24,3 11A :3 22,7 17,2 12,1 7,76 23,5 93,5,315,288,116,17,123,84,838,155,164,55 5,72,5 2,6 67 9,62 22,7 11A :2 23,5 5,2 9,6 7,98 22,1 12,2,322,341,111,23,143,973,97,219,223,71 4,9,5 2, , ,4 14,1 38,4 11A :25 38,4 1, 2,5 7,93 2,5 112,,35,288 44,244,194 1,57 1,54,156,134,69 4,15,1, , ,5 17,5 22,7 11A :25 14,9, -8,8 7, ,7,395,386 41,255,175 1,12 1,99,249,253,7 5,46,2, ,54 17 <7,9 15,7 6,4 12A : 18,4,1 1,9 7,95 19,2,318,311,12,234,168,955,952,178,167,82 3,97,5 2, ,16 21 <8,9 27,5 9,9 12A : 2,8 1,9 -,2 7,86 21,9 98,4,335,329,112,222,159,939,936,188,187,62 4,44,6 2, , ,7 15,8 19,6 12A :3 17,9 6,2 7,2 7,88 2,2 9,2,318,331,14,194,129,847,845,185,186,54 5,2,4 2, , ,8 14,2 15,2 12A :15 11,5 12,3 17,3 8,14 22,3,346,43,13,229,151 1,8 1,2,241,229,58 5,95,6 2, , ,5 14,3 37,4 12A : ,2 11,8 7,6 2,5 42,1,115,159 35,15,33,386,385,1 93,23 1,66,1 1,1 32,5 41, < ,2 229,1 12A :1 32,3 5,1 5,9 7,78 2,3 91,4,327,289 95,216,165,981,979,126,136,53 3,95,1, , ,9 14, 2,1 12A :15 38,3,3 -,4 7, ,3,355,48 94,274,183 1,125 1,122,274,265,6 4,93,9 3, ,53 12,5 12A : 19, -1,3 7,81 19,9,367,439,19,287,188 1,21 1,199,315,39,65 5,5,7 2, ,47 16,6 13A :25 14,4, -2,4 7, ,6,346,41,114,262,29 1,258 1,255,21,25,98 3,74,4 1, ,2 8,5 13A :15 12,16 1,3 3, 7,71 19,9 126,2,329,448,114,243,174 1,2 1,198,276,272,76 4,42,4 1, ,63 14,7 13A :15 136,7 2,6 5,6 7,44 19,2 92,1,163,163,1,118,99,544, ,65 1,63,2 1, ,65 33,1 13A :25 47,83 7, 8,8 7,68 19,9 75,1,255,221 94,137,16,661, ,51 2,66,2 1, ,45 9,1 13A :3 3,68 1,3 13,3 7, ,1,267,278,16,146,113,797,796,124,19,49 3,38,7 3, ,89 15,9 13A :15 64,51 6,4 8,4 7,97 21,1 46,6,125,24 53,91,32,416,415,123,113,26 1,83,1 1, ,32 153,1 13A :1 3,43 1,8 2,2 7,69 2,6 14,4,323,371,14,27,175 1,18 1,16,175,164,62 3,38,3 1, ,71 7,3 13A :4 16, -1,9 7,63 2,9 118,1,344,461,17,221,169 1,18 1,17,251,25,62 4,12,3 1, ,55 13,4 Feit- og skáletrað rennsli = ístruflun Sýna- Dagsetning Kl. P PO4-P NO3-N NO2-N NH4-N Ntot Ptot Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm µm 11A :45,287,27 3,92 1,6 5,31,374,75,279,27,124 <,67,53,2,287 2,63 7,84 1,75,61 12,69 <,1 3,12 33,,13 11A :,145,44,32,842 3,48,3 4,315,185,191,85 <,67,37 <,18,69 1,3 6,7 2,44,6 16,67 <,1 1,157 24,6,51 11A :5,22,61 1,29,83,668 3,92,274 2,99,161,17,77 <,67,368 <,18,429 1,15 6,61 2,81 <,48 15,45 <,1 1,167 2,1,54 11A :,231,41 1,14,46,993 3,9,281 1,934,195,4,84 <,67,315 <,18,299 1,45 8,42 2,6,51 16,6 <,1 1,699 17,3,94 11A :3,286,52,71,52,936 2,77,789 1,54,481,26,84 <,67,947 <,18,4 3,6 13,72 2,67,69 2,95 <,1 3,73 44,7,2 11A :2,239,46 <.6,126,511 3,18,652,346,46,45,88 <,67,38 <,18,372 3,8 11,99 2,62 <,48 4,77 <,1 3,81 36,3,212 11A :25,228,35 1,13,77 1,13 3,59,712 1,397,196,125,132 <,67,535 <,18,777 1,66 1,18 3,22,67 8,67 <,1 2,29 67,,115 11A :25,559,87 3,68,42 11,36 1,349 1,552,246,53,13 <,67,582 <,18,623 3,69 1,65 2,67,56 <3,6 <,1 4,21 141,21 12A :,296,9 2,43,56,81 6,89,789 3,277,385,145,14 <,67,382 <,18,521 2,69 9,27 2,5,6 4,5,135 2,52 74,4,112 12A :,298,83 1,17,61,953 5,24,578 2,668,322,6,12 5,9,342 <,18,387 2,65 8,32 2,3 <,48 7,78 <,1 2,71 48,7,141 12A :3,265,69 1,8 <.4,674 5,9,623 2,23,253,25,88 <,67,44 <,18,35 2,71 8,53 1,87,53 6,5 <,1 3,17 46,6,16 12A :15,146 <.7,9,78,681 5,6,586 1,23,35,16,18 <,67,513 <,18,39 2,96 8,97 1,64 <,48 3,73 <,1 3,89 4,1,212 12A :3,542,517 1,97,59,467 3,9,734,154,12,25,13 <,67,78 <,18,149,79 3,6 1,4 <,48 <3,6 <,1,92 21,93,181 12A :1,227 <.7 <.6,47,73 5,1 1,356 3,868,197,18,118 <,67,433 <,18,775 2,48 1,81 2,62,93 11,97 <,1 1,82 144,32,1 12A :15,39 <.7,27,54,433 3,53,511,781,216,51,19 <,67,315 <,18,363 3,54 7,88 2,27 <,48 <3,6 <,1 3,92 44,9,174 12A :,471 <.7 4,65,5 1,47 8,85,834 1,19,269,2,111 <,67,453 <,18,4 3,83 7,85 1,94 <,48 <3,6 <,1 4,22 83,96,192 13A :25,358,288 1,31,54,35 3,97,46 1,481,22,181,144 <,67,91 <,18,487 3,19 8,42 2,37,64 5,6 <,1 3,72 39,47,156 13A :15,365,343,66 <.4,359 4,3,337,716,244,89,112 <,67,619 <,18,412 3,42 9,68 2,35,7 6,7 <,1 5,35 3,28,195 13A :15,141,23,73,114 <.2 3,29,556 4,262,129,37,75 <,67,394 <,18,93 1,45 8,21 2,95,98 13,84 <,1,92 51,59,52 13A :25,2,181,36,43,241 2,36,334 2,686,122,71,84 <,67,553 <,18,277 1,61 7,98 2,1 <,48 11,24 <,1 1,74 23,39,93 13A :3,24,194,93 <.4,298 3,51,333 1,411,19,29,94 <,67,548 <,18,322 2,23 13,9 2,91,13 16,52 <,1 2,43 9,96,129 13A :15,597,532 2,44,45 <.2 3,18,78,247,14,28 <,23 <,67,146 <,18,217 1,32 4,52 1,26 <,48 7,17 <,1 1,55 4,73,226 13A :1,234,29,24 <.4,787 3,29,626 1,697,242,119,116 <,67,417 <,18,52 2,54 7,3 2,3,52 4,82 <,1 2,6 55,35,122 13A :4,458,469 2,92,44,285 6,8,715,958,39,33,17 <1,7,668 <,18,455 3,35 8,91 1,75 <,48 4,3 <,1 4, 67,67,185 55

56 des. 8 des. 8 des. 8 N total () NO 3 () NO 2 () des. 8 des. 8 des. 8 F () P total () PO 4 () jan. 9 jan. 9 jan. 9 K () SO4 () Cl () des. 8 des. 8 des. 8 Ca () Mg () Na () des. 8 des. 8 des. 8 ph Alk (meq/kg) SiO 2 () des. 8 des. 8 des. 8 C Svifaur (mg/kg) 2, 15, 1, 5,, -5, -1, -15, Vatnshiti Lofthiti Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga Straumvötn á Austurlandi ,2 8 7,8 1,4 1,2 1,,8,5,4,3 7,6 7,4 7,2,6,4,2,,2,1,4,25,6,3,2,1,2,15,1,5,5,4,3,2,1,,2,4,15,15,1 5,3,2,1,12,9,6,3 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1,,7,6,5,4,3,2,1 1,,8,6,4, , 5, 4, 3, 2, 1,,14,12,1,8,6,4,2 Mynd 13. Árstíðarsveiflur í rennsli, styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Opnir hringir tákna sýni tekin þegar Hálslón er á yfirfalli. 56

57 des. 8 des. 8 Zn () V () des. 8 des. 8 des. 8 Hg () Pb () Mo () des. 8 des. 8 des. 8 Co () Ti () Ni () des. 8 des. 8 des. 8 Cu () Cd () Cr () des. 8 des. 8 des. 8 Mn () Sr () Ba () des. 8 des. 8 des. 8 Al () Fe () B () 1,5 5, Jökulsá Straumvötn á Dal á við Austurlandi Hjarðarhaga,6 1,,5 4, 3, 2, 1,,5,4,3,2,1,,,4,2 1,,3,15,8,2,1,6,4,1,5,2,, 15,,5 5, 1,,4,3 4, 3, 5,,2,1 2, 1,,, 1, 2 4,,8,6,4, , 2, 1,,,,3 2,5 8,,2,1 2, 1,5 1,,5 6, 4, 2,, 4,3 3 2,2 1,1, Mynd 14. Árstíðarsveiflur í styrk uppleystra snefilefna í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Opnir hringir tákna sýni tekin þegar Hálslón er á yfirfalli. 57

58 SO 4 (mmol/l) Cl (mmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Svifaur (mg/l) POC (µg/l) Straumvötn á Austurlandi Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga y = 163,52x, R² =,68 y =,828x - 2,2728 R² =, ,6,5,4 y = 1,2644x -,427 R² =,8562,2,15 y =,164x -,149 R² =,179,3,1,2, ,35,3,25,2,15,1,5 y =,6696x -,367 R² =, ,25,2,15,1,5 y =,724x -,512 R² =, ,5,4 y =,833x -,469 R² =,7212,15,12 y =,1631x -,31 R² =,4637,3,9,2,6,1, Mynd 15. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Opnir hringir tákna sýni sem tekin voru fyrir virkjun. 58

59 SO 4 (mmol/l) Mo (nmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Alkalinity (meq/l) SiO 2 (mmol/l) Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga Straumvötn á Austurlandi Bergættuð efni (anjónir leiðréttar fyrir úrkomu) 1,5 1, ,5 y = 1,87x -,4,4 R² =,8221,9,6 y = 3,4778x -,419 R² =,8357,3,2,3, ,6,5,4 y = 1,225x -,453 R² =,84,2,15 y =,142x -,134 R² =,145,3,1,2, ,35,3,25 y =,6674x -,367 R² =,7699,2,15 y =,7183x -,522 R² =,6771,2,15,1,1,5, ,5,4 y =,82x -,532 R² =,634 8, 6, y = 21,216x -,619 R² =,8671,3,2 4,,1 2, 2 4 6, Mynd 16. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga. Opnir hringir tákna sýni sem tekin voru fyrir virkjun. 59

60 Straumvötn á Austurlandi 6

61 Tafla 7. Styrkur uppleystra efna og svifaurs í Jökulsá á Fljótsdal við Hól Straumvötn á Austurlandi Sýna Dagsetning Kl. Rennsli Vatns- Loft- ph ph/leiðni Leiðni SiO 2 Na K Ca Mg Alk DIC S total SO 4 34 S Cl F Hleðslu- % TDS TDS DOC POC PON C/N Svifaur númer m 3 /sek hiti C hiti C T C µs/cm mm mm mm mm mm meq./kg mm mm mm mm µm jafnvægi skekkja mg/l mg/kg µg/kg µg/kg mól mg/l ICP-AES Ion ex meq/kg mælt reiknað 7A :35 4,2, -1,2 7,74 2,5 131,3,256,34 47,49,118 1,33 1,79,1322,1 1,57,3 3,38,3 1,2 1 12, <68.8 >12.7 1,1 8A :3 66,5 3,6 7, 7,45 22,5 55,5,117,115 78,154,53,412,446,315,28 2,97,59 2,2, 64 49, ,1 1,3 287,3 8A : 28 6, 11, 7,7 22,3 58,9,84,122 58,199,31,458,479,377,35,52,27 1,88,2 2,2 49 5, ,5 11,7 42,2 9A : 2,7 -,1-7,6 7,78 19,3 131,,42,439,129,272,214 1,24 1,237,284,21 14,5,9 5,54,5 1, , <6.4 >23.9 9,8 9A :15 2,7,1 1,6 7, ,1,328,37,137,237,19 1,44 1,41,215,16,47,79 4,61,8 3, , ,3 14,8 6,1 9A :55 3,6 3,5 11,9 7,42 19,8 44,,139,9,15,96,7,384, ,76,31 1,7, , ,3 1,8 21,4 9A :3 3,5 9,3 14,9 7,65 21,9 56,5,124,119 55,174,4,492,491,171,17 1,77,29 2,37,4 na 51, ,1 15,8 na 9A :4 7 11,2 12,3 8,6 2,8 91,8,346,234,111,221,14,91, ,23,39 3,63, , ,5 34,8 9A :5 13,3 3,9 3,8 7,68 21,6 65,9,124,156 48,212,53,586,585,32,27 1,,23 2,5,2 1,8 58,5 61, <3.4 > A :25 6,6 1 2,1 7,79 2,4 88,8,33,241,16,28,178,885,882,152,11 6,84,48 3,58,6 3, , <1.7 > ,6 9A :5 9,4,6 7,8 22,1,332,238 87,214,18,911,99,153,12 8,85,55 2,83,4 2, 83 98, ,9 1,8,8 1A :4 1,74, -9,9 7,78 21,5 11,9,374,423,147,248,198 1,18 1,177,251,196,68 5,14,4 1, , ,7 14,9 1,4 1A :15 11,7 3, 8,3 7,2 21,4 55,3,175,155,118,111,93,473, ,71 2,16,1 1, 47 54, ,8 17,8 6,4 1A :5 4,86 3,7 6,5 7,63 21,6 67,6,262,186,118,143,117,634, ,4 2,91,3 2, ,65 13 <6,5 >18,6 3,1 1A : 48,9 8,4 14,5 7,59 23,2 5,4,82,14 41,175,3,432,432,266,241,16 1,22,2 2,2 35,5 45, ,5 12,2 261,7 1A :35 69,7 5,5 7,76 23,5 62,1,116,121 37,231,43,575,575,321,294,13 1,57,3 2, , , 7,4 1A :5 5,12 4,6 8,8 7,83 2,2 1,7,356,266,116,224,184,976,973 96,5 3,81,5 2, ,89 N/A N/A N/A 4,9 1A :3 2,9,1,8 7,93 22,2 113,5,374,333,122,252,213 1,126 1,123,141,64 4,35,5 2, , ,8 1, 1,7 1A :55 4,93, -6, 7,84 2,9 126,,49,39,136,274,237 1,271 1,268,155,69 4,81,5 1, , <7,5 >17,4 11,5 11A : 2,39, -3,3 7,82 2,1 114,9,35,312,19,216,186,992,989,148,143,113 4,69,1, , ,9 9,2 33,6 11A7 11:45 12,5 2,5 9,2 7,72 21,3 67,9,28,147,114,13,118,552,55 9 6,78 2,49,1, , ,7 12,8 118,3 Sýna- Dagsetning Kl. P PO 4-P NO 3-N NO 2-N NH 4-N N tot P tot Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm µm 7A :35,442 6,8,91,611 8,75,571,179,358,91,218 <,19 1,41 <,18,389 4,96 5,37 2,11 <,48 3,58 <,1 14,91 21,5,18 8A :3,134,87 3,22,83 1,15 7,98,241,167,225,161,6 1,348,17,2,49,5 4,85 2,8 <,48 3,78 <,1 3,13 14,5,48 8A :,478,275 2,9,98,655 6,31,637,186,14,97,58 2,18,173,18,176,23 2,17 1,48 <,48 <3,6 <,1 5,24 4,7,132 9A :,32 <.1 9,62,4 1,12 1,31,556 1,271,448,64,154 <,67,548,18,472 1,76 11,5 2,59,6 27,68 <,1 8,5 75,8,79 9A :15,151 <.1 8,76,79 1,17 5,29,719 1,73,368,45,139 <,67,443,18,46 1,29 8,88 1,82 <,48 3,7 <,1 5,86 88,6,58 9A :55,117 <.1,61,36,579 3,1,365 1,474,133,7,68 <,67,398,2,419 3,1 4,6 1,32 <,48 1,45 <,1 1,1 82,1,22 9A :3,452,294 2,72,42,595 3,66 1,116,671,1,114,59 2,55,437,36,548 3,52 4,67,94 <,48 6,24 <,1 2,39 171,17 9A :4,254 <.1,63,5,54 4,9,797,86,191,69,19,677,479,28,635 1,15 11,27 2,56 <,48 17,74 <,1 2,5 15,69 9A :5,436,25 1,93,58,592 3,3,845,435,94,16,63 2,496,284,19,533,88 4,22 2,78 <,48 13,69 <,1 4,2 16,124 9A :25,2 <.1 1,95,36 1,57 5,23,78 2,525,251,131,128,775,543 <,18,65,92 7,9 2,66,5 15,45 <,1 2,25 126,43 9A :5,17 <.1 3,12,4,622 5,63,32 1,135,216,96,121 <,67,345 <,18,66 1,3 7,93 2,1 <,48 11,91 <,1 1,94 33,2,3 1A :4,25 <.1 6,9 <,3,939 8,11,33,797,516,3,154 <,67,428 <,18,341 1,41 6,42 1,13 <,48 7,26 <,1 7,19 27,36,64 1A :15,137 <.1,33,3,42 3,17,378 2,758,219,193,73 <,67,325 <,18,511,76 5,71 2,8,15 197,28 <,1 1,25 41,77,23 1A :5,222 <.1,16 <,3 1,2 3,19,567 4,763,27,6,1 <,67,422 <,18,56 1,33 5,24 2,3,75 8,3 <,1 1,89 17,34 1A :,362,166 1,43 <,4 1,3 2,57,589,57,95,88,51 1,762 <,73 <,18,17,36 2,52 1,2 <,48 <3,6 <,1 2,61 16,2,93 1A :35,433,92,84,67 2,84 2,64 1,14,754,9,161,68 1,48,277 <,18,441,55 4,93 2,47 <,48 3,98 <,1 2,32 26,9 1A :5,37 <.1 1,35,41 1,3 4,42,671 2,91,242,115,137 <,67,475 <,18,46,74 9,55 2,86 <,48 5,23 <,1 2,616 97,5,66 1A :3,216 <.1 3,8,312 1,42 3,76,482 1,52,299,93,15 <,67,46 <,18,597 1,18 8,5 1,28 <,48 4,13 <,1 4,534 64,5,6 1A :55,277 <.1 4,68 <,2 2,63,545 1,712,415,59,167 <,67,328 <,18,519 1,76 8,86 2,11 <,48 5,54 <,1 5,618 54,7,63 11A :,175,2 1,79,827 4,61,374 2,74,41,141,135 <,67,54 <,18,657,9 7,36 2,49,57 18,5 <,1 4,65 37,8,42 11A :45,17,17,31,698 4,,252 4,45,193,132,98 <,67,494 <,18,577,57 5,71 2,71,54 14,19 <,1 1,24 23,4,18 61

62 jan. 9 jan. 9 jan. 9 N total () NO 3 () NO 2 () jan. 9 jan. 9 jan. 9 F () P total () PO 4 () jan. 9 jan. 9 jan. 9 K () SO4 () Cl () jan. 9 jan. 9 jan. 9 Ca () Mg () Na () jan. 9 jan. 9 jan. 9 ph Alk (meq/kg) SiO 2 () jan. 9 jan. 9 jan. 9 C Svifaur (mg/kg) Straumvötn á Austurlandi Jökulsá í Fljótsdal við Hól 2, 15, 1, 5,, -5, -1, -15, vatnshiti lofthiti ,2 8 7,8 7,6 7,4 7,2 7 1,4 1,2 1,,8,6,4,2,,5,4,3,2,1,5,25,5,4,2,4,3,15,3,2,1,2,1,5,1,,2,4,12,15,3,1,8,1,2,6 5,1,4,2 6, 5, 4, 3, 2, 1,,,6,5,4,3,2,1,4,3,2, , 1 8, 6, 4, 2,,12,1,8,6,4,2 Mynd 17. Árstíðasveiflur í styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól. Styrkur SO4 er táknað með opnum hringjum og heildarstyrkur brennisteins með gráum. 62

63 jan. 9 jan. 9 Zn () V () jan. 9 jan. 9 jan. 9 Hg () Pb () Mo () jan. 9 jan. 9 jan. 9 Co () Ti () Ni () jan. 9 jan. 9 jan. 9 Cu () Cd () Cr () jan. 9 jan. 9 jan. 9 Mn () Sr () Ba () jan. 9 jan. 9 jan. 9 Al () Fe () B () Straumvötn á Austurlandi Jökulsá í Fljótsdal við Hól 1,2 1,,8,6,4,2 6, 5, 4, 3, 2, 1,,,6,5,4,3,2,1,,25,25 1,2,2,15,1,5,2,15,1,5 1,,8,6,4,2, 14, 12, 1, 8, 6, 4, 2,,,4,3,2,1 6, 5, 4, 3, 2, 1,,,7,6,5,4,3,2,1, ,5 3, 2,5 2, 1,5 1,,5,12,2 2,1 8,15 15, 6, ,5 5, ,14,12,1,8,6,4,2 Mynd 18. Árstíðasveiflur í styrk uppleystra snefilefna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól 63

64 SO 4 (mmol/l) Cl (mmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Svifaur (mg/l) POC (µg/l) Straumvötn á Austurlandi Jökulsá í Fljótsdal við Hól y = 186,46x,2862 R² =, ,5,4,3,2,1 y = 2,65x 1,374 R² =, y =,5141x -,41 R² =, ,2,15, y =,16x -,266 R² =, ,5,4,3,2,1 y =,274x -,143 R² =,2428,3,25,2,15,1,5 y =,3488x -,537 R² =, ,16,12,8 y =,165x,483 R² = 66,12,1,8,6 y =,973x -,343 R² =,4679, ,4, Mynd 19. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól. Opnir hringir tákna sýni sem tekin voru fyrir virkjun. 64

65 SO 4 (mmol/l) Mo (nmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Alkalinity (meq/l) SiO 2 (mmol/l) Jökulsá Straumvötn í Fljótsdal á Austurlandi við Hól Bergættuð efni (anjónir leiðréttar fyrir úrkomu) 1,4 1,2 1,,8,6,4, y = 1,3869x -,32 R² =, ,5,4,3,2,1 y =,582x -,434 R² =, ,5,15,4,3 y =,4333x -,444 R² =,771,1 y =,141x -,257 R² =,451,2, ,5,4,3,2 y =,2722x -,142 R² =,2385,3,25,2,15,1 y =,3411x -,548 R² =,7797,1, ,16,12,8,4 y =,119x,999 R² =, y = 5,9963x -,282 R² =, Mynd 2. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Jökulsá í Fljótsdal við Hól. Opnir hringir tákna sýni sem tekin voru fyrir virkjun. 65

66 Straumvötn á Austurlandi 16. september 211 Mynd E. Yfirlitsmynd af Fljótsdalsstöð og affallsskurðinum sem safnað er úr. Safnað er af bakka, beint neðan við myndatökustaðinn með því að kasta fötu út í skurðinn til að ná vatni þar sem straumurinn er mestur. 66

67 Straumvötn á Austurlandi Tafla 8. Styrkur uppleystra efna og svifaurs úr affallsskurði við Fljótsdalsvirkjun. Sýna Dagsetning Kl. Rennsli Vatns- Loft- ph ph/leiðni Leiðni SiO2 Na K Ca Mg Alk DIC S total SO4 34 S Cl F Hleðslu- % TDS TDS DOC POC PON C/N Svifaur númer m 3 /sek hiti C hiti C T C µs/cm mm mm mm mm mm meq./kg mm mm mm mm µm jafnvægi skekkja mg/l mg/kg µg/kg µg/kg mól mg/l ICP-AES Ion ex meq/kg mælt reiknað 11A :2 128,7,7-3,8 7,79 18,6 4,6,96,135 35,12,18,335,334,124,14,25 1,94,1 1, , ,2 4,8 182,5 11A :3 123,9 1, 9,8 7,79 21,6 46,1,16,149 38,116,22,357,356,169,177,32 2,26,5 38 4, ,7 6,2 15,3 11A : 121 1,9 1, 7, ,4,116,15 4,132,25,382,382,225,29,34 2,4, , , 5,2 143,3 11A :3 116,1 1,9 2,9 7,82 2,8 6,1,126,169 47,128,28,414,413,196,21,31 2,66, , ,2 6,7 143,9 11A :15 96,5 18,6 5,5 8, 23,4 49,6,74,116 34,143,21,396,395,188,198,22 2,7,1 1,2 45 4,5 452,8 11A :1 19,2 4, 13,3 7, ,4,84,136 37,75,14,269, ,31 1,93,2 33 3,64 31 <44,3 >8,2 28,6 11A : 16,4 2,2 2,4 7,62 19,8 4,1,96,135 36,15,2,33,33,189,146,27 2,1,2 2, , ,6 12,7 169,9 11A : ,1-6, 7,49 21,2 41,5,12,14 34,14,22,311,311,198,173,28 2,18,1 1, , <14,3 24, 138,5 12A : , -,4 7,81 2,1,13,15 24,113,22,327,327,157,153,33 1,83,3 3, , ,7 12, 122,5 12A : ,1 1,5 7,62 21,8 39,9,11,153 27,19,22,325,324,141,138,29 1,97,3 4, , ,7 11,5 137,8 12A : ,7 4,4 8,4 2 38,,11,171 23,99,19,324,323,128,134,28 2,12,3 3, , ,4 9,4 251,6 12A : ,8 18,5 8,52 21,9,1,165 22,92,16,293,289,131,125,23 1,9,4 5,5 38,5 34, ,8 13,4 273,9 12A : 117 3,8 12,7 7,52 2,2 28,3,72,121 25,72,12,239, ,19 1,14,2 2, , ,8 7,2 232,8 12A : ,4 4,8 7,5 2,8 29,2,77,125 21,78,13,26, ,2 1,18,2 2, , ,2 13, A : 14 2,3-2,1 7,33 21,3 37,6,9,125 22,99,19,294,294,155,147,17 1,37,2 3, 35 33,18 18,2 12A : 17-3,3 7,38 2,89,134 24,12,2,298,297,14,126,17 1,41,4 5, ,32 138,7 13A :4 124,5-2,5 7, ,2,11,143 35,94,21,325,325,145,138,25 1,25,4 33,5 36,37 148,8 13A :1 128,7 3,6 7,47 19,4 39,,98,153 36,88,19,34,339,115,19,2 1,49,1 1, <,11 139,3 13A :45 14,9 1, 7,47 19,5 55,7,11,174 44,139,3,446,446,288,294,33 1,73,2 2, <,11 169,7 13A : ,9 15,4 7,65 2,1 43,8,12,136 4,18,26,349,349,171,169,34 1,45,1 1, <,11 167,1 13A : ,5 12,6 7,53 21,5 44,6,87,14 39,18,22,388,388,164,155,28 1,38,5 5, ,48 284,8 13A : ,3 13,7 7,74 2,6 23,,74,136 33,66,12,25, ,19 1,8,1 1, ,29 23,3 13A : , 3,4 7,4 2,5 33,2,82,148 34,74,14,268,268,113 98,19 1,19,2 3,3 33 3,3 213,4 13A : ,2-1,2 7,41 2,5 36,9,97,143 #VALUE!,89,18,291,291,132,12,2 1,31 48, Sýna- Dagsetning Kl. P PO4-P NO3-N NO2-N NH4-N Ntot Ptot Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm µm 11A :2,575,66 2,52,752 2,98,967,56,13,2 9 <,67,173 <,18,297,78 3,45 4,48,115 8,78 <,1 1,626 81,2,169 11A :3,478,277 2,68,832 4,4,523,145,156,27,13,746,175 <,18,126,48 2,55,99 <,48 9,22 <,1 2,272 21,1,162 11A :,597,534 3,11,76,565 5,1,852,398,155,26,18,944,169 <,18,246,7 4,58 1,25 <,48 9,57 <,1 2,658 61,6,154 11A :3,536,6 2,61,75 1,122 5,1,986,38,161,31,15,869,195 <,18,2,71 5,32 1,32 <,48 8,92 <,1 2,491 51,4,21 11A :15,626,489 2,57,12 1,23 2,29 2,198,369,188,5,25 2,87,427 <,18,185,61 5,95 1,55 <,48 3,67 <,1 7,17 81,7,176 11A :1,733,59 2,18,136,863 3,57 2,2,525,25,25 8 <,67,21 <,18,35 1,28 3,84 1,72 <,48 <3,6 <,1 1,52 79,4,226 11A :,546,549 18,25,33 1,82 4,41,689,281,15,46,12 <,67,178 <,18,39,58 3,95 1,54,63 <3,6 <,1 1,98 41,4,198 11A :1,478,675 3,34 1,6 2,64,445,147,132,46,13,711,17 <,18,176,74 3,54 <,852 <,48 <3,6 <,1 2,13 24,2,198 12A :5,442,378 4,82,44 1,21 6,74,78,349,387,19 9 <,67 <,73 <,18,193,71 3,37 1,23 <,48 <3,6 <,1 1,75 45,5,163 12A :3,475,34 3,23 <.4,869 4,14,793,432,176,14 9 <,67,129 <,18,287,81 2,66 1,41 <,48 <3,6 <,1 1,65 63,9,18 12A :4,688,533 4,7,125,244 7,54 1,668,317,136,1 6 <,67,148 <,18,151 <,192 3,35 1,6 <,48 <3,6 <,1 1,51 4,3,285 12A :1,649,586 5,75,59,528 6,15 2,731,688,134,13 6 <,67,17 <,18,283 1,6 4,53 1,59 <,48 <3,6 <,1 1,33 87,51,259 12A :,714,464 2,78,47,624 3,32 2,843,521,99,16 6 <,67,167 <,18,199,86 3,4 1,21 <,48 <3,6 <,1 1, 74,35,191 12A :15,578,154 1,99,48 3,28 3,14 1,164,722,97,29 7 <,67,183 <,18,389,85 4,25 1,43 <,48 <3,6 <,1,98 1,67,174 12A :,475,393 2,27 <.4,277 3,63,374,16,86,29,1 <,67,86 <,18,146,66 2,3 1,38 <,48 <3,6 <,1 1,74 13,16,152 12A :,41,189 2,5,7,731 3,85,199,59,93,32 8 <,67,119 <,18,129,57 2,11 1,39 <,48 <3,6 <,1 1,44 7,48,151 13A :4,484,429 3,68,4,34 3,97 2,357 2,5,91,44 <,23 <,67,458 <,18,889 1,85 9,14 2,32,69 8,59 <,1 1,82 317,46,163 13A :1,44,423 2,88 <.4,249 3,14,314,118,9,12 <,23 <,67,92 <,18 <,85,33 1,86 1,48,58 <3,6 <,1 1,88 13,32,169 13A :45,455,441 3,31 <.4,221 3,55,73,324,92,55 <,23,79,317 <,18,176 1,32 3,81 1,75,84 <3,6 <,1 3,11 38,64,186 13A :15,355,35 2,62 <.4,21 2,91,752,278,94,46 <,23 1,27,89 <,18,143,32 4, 1,59,69 <3,6 <,1 2,41 48,4,132 13A :3,484,491 3,3,47,24 3,92 1,55,446,19,45,24 <,67,175 <,18,239 1, 5,82 1,58,65 <3,6 <,1 2,36 16,52,157 13A :15,591,593 2,6,4 <.2 3,4 1,842,96,9,31 <,23 <,67,238 <,18,521 1,23 5,11 2,13 <,48 4,5 <,1 1, 144,11,194 13A :45,539,61 2,75,32,42 3,26,723,174,117,24 6 <1,33,128 <,18,158,33 1,81 1,74 <,48 <3,6 <,1 1,3 22,97,226 13A :5,475,523 2,6,4,773 2,76,519,28,15,27 7 <,67,141 <,18,227 <,19 2,14 <,852 <,48 <3,6 <,1 1,37 35,71,167 67

68 des. 8 des. 8 des. 8 N total () NO 3 () NO 2 () des. 8 des. 8 des. 8 F () P total () PO 4 () des. 8 des. 8 des. 8 K () SO4 () Cl () des. 8 des. 8 des. 8 Ca () Mg () Na () des. 8 des. 8 des. 8 ph Alk (meq/kg) SiO 2 () des. 8 des. 8 des. 8 C Svifaur (mg/kg) Straumvötn á Austurlandi Affallsskurður Fljótsdalsstöð 25, 2, 15, 1, 5,, -5, -1, -15, vatnshiti lofthiti ,5 9 8,5 8 7,5 7 6,5 6,5,4,3,2,1,,15,12,9,6,3,2,4,2,15,3,15,1,2,1,5,1,5,12,4 S-total SO4,8 8 4,3,2,1,6,4,2 3,,8,8 2,5 2,,6,6 1,5 1,,5,4,2,4,2 8 2, ,1,5 Mynd 21. Árstíðasveiflur í styrk svifaurs og uppleystra efna í affallsskurði frá Fljótsdalsvirkjun. 68

69 des. 8 des. 8 Zn () V () des. 8 des. 8 des. 8 Hg () Pb () Mo () des. 8 des. 8 des. 8 Co () Ti () Ni () des. 8 des. 8 des. 8 Cu () Cd () Cr () des. 8 des. 8 des. 8 Mn () Sr () Ba () des. 8 des. 8 des. 8 Al () Fe () B () Straumvötn á Austurlandi Affallsskurður Fljótsdalsstöð 6, 5, 4, 3, 2, 1,, 4, 3, 2, 1,,,5,4,3,2,1,1,8,6,4,2,3,25,2,15,1 5 1,4 1,2 1,,8,6,4,2, 1,,4 8, 8, 6, 4, 2,,,3,2,1 6, 4, 2,, 2, 1,5 1,,5, , 4, 3, 2, 1,,,12, ,15,12,9,6,3 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1,, ,3,25,2,15,1,5 Mynd 22. Árstíðabundnar breytingar á styrk uppleystra snefilefna í affallsskurði frá Fljótsdalsvirkjun. 69

70 SO 4 (mmol/l) Cl (mmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Svifaur (mg/l) POC (µg/l) Straumvötn á Austurlandi 9 6 y = 2,65x 1,374 R² =, y = 35735x -,961 R² =, ,2,15,1, y =,37x,3239 R² =, y = 1x,7227 R² =, ,2 y =,96x -,459 R² =,223,4,3 y =,121x,919 R² = 6,1,2, ,4,3 y =,7229x -,817 R² =,335,4,3 y = 13x,6293 R² =,323,2,2,1, Mynd 23. Samband rennslis og styrks efna í affallsskurði við Fljótsdalsstöð 7

71 SO 4 (mmol/l) Mo (nmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Alkalinity (meq/l) SiO 2 (mmol/l) Straumvötn á Austurlandi Bergættuð efni (anjónir leiðréttar fyrir úrkomu),5,4 y =,3283x -1 R² = 4E-7,16,12 y = 61x,5828 R² =,78,3,2,1,8, ,2,15,1 y =,347x,2634 R² =, y = 1x,722 R² =,343, ,2 y =,9193x -,463 R² =,226,3 y =,141x,294 R² = 5E-5,2,1, ,3,2,1 y = 1,675x -,92 R² =, y = 2241,5x -1,493 R² =, Mynd 24. Rennsli og styrkur efna í affallsskurði við Fljótsdalsstöð 71

72 Straumvötn á Austurlandi Júní 29 Mars 213 Mynd F. Fellsá við Sturluflöt 72

73 Tafla 9. Styrkur uppleystra efna og svifaurs úr Fellsá við Sturluflöt. Straumvötn á Austurlandi Sýna Dagsetning Kl. Rennsli Vatns- Loft- ph ph/leiðni Leiðni SiO2 Na K Ca Mg Alk DIC S total SO4 34 S Cl F Hleðslu- % TDS TDS DOC POC PON C/N Svifaur númer m 3 /sek hiti C hiti C T C µs/cm mm mm mm mm mm meq./kg mm mm mm mm µm jafnvægi skekkja mg/l mg/kg µg/kg µg/kg mól mg/l ICP-AES Ion ex meq/kg mælt reiknað 11A :3 3,9, -4,2 7, ,6,183,144 5,96,72,313, ,165 1,38,1 1,4 3 47, NA 15,3 11A :2 1,2 3,4 1,8 7,49 21,6 44,9,169,114 48,77,58,252, ,118 1,29,6 4 38, ,7 1,5,9 11A :2 15,2 2,4 8,4 7,43 19,6 33,8,151,88 41,6,47,219,219 <6 53,71 1,19, , ,5 11,,8 11A :1 14,2 1,8 3,4 7, ,,145,75 38,52,41,21, ,4 1,25, , ,9 9,8 6,1 11A :3 11,9 19,3 9,8 7,11 23,4 13,8,87,5 33,26,2,116,116 <6 27,18 1,16,3 9 17,61 12,8 11A :35 2,95 7,3 12,7 7, ,3,194,14 47,66,51,314,313 <6 49,38 1,62,2 3, 3 39,82 84 <5,4 >18, 2,8 11A :3 4 1,2 1,4 7,54 19,9 44,6,229,116 33,92,68,362, ,44 1,65,2 2, ,37 87 <5,8 >17,6,3 11A :4 1,78, -8,5 7, ,4,211,113 91,89,65,342, ,42 1,61,3 3, ,28 53 <5,5 11,2 2,4 12A :1 6,93, 2,1 7,52 18,9,146,115 33,71,51,211,211 <9 69,98,92,4 5, , <6,4 29,2 4,2 12A :5 2,22 1,1,8 7,39 21,9 36,6,186,18 37,79,57,291,29 <9 58,52 1,15,3 3, , ,2 24,3 38,1 12A : 6,42 3,6 3,7 7,24 2,2 17,5,13,71 24,47,34,173,173 <9 35,26,94,3 6, , <6, 31,7 2,1 12A :1 3,63 1,4 12,1 7,45 22,3,127,78 27,43,31,164,164 <9 34,21 1,6,4 8, , ,8 18,6 3,9 12A :2 3,75 5,2 11,4 7,39 2,5 37,1,19,114 4,8,59,349,348 <9 47,32,89,1, , ,1 2,3 1,1 12A :3 9,3 3,6 5,2 7,4 2,5 32,3,182,96 28,66,51,343,342 <9 46,33,8,5 7,6 33 4, ,4 35,8 7,9 12A :3 1,33, -2,2 7,51 21,2 43,7,215,123 35,97,72,375, ,39,94,4 4, ,31 13,1 12A :55,8, -5,2 7,43 2,22,141 4,112,82,436, ,49 1,11,3 3, ,27 6,7 13A : 1,97, -2,8 7, ,2,173,151 5,9,72,332, ,149,62,2 1,7 4 45,16 4,1 13A :3,74 2,3 3, 7,47 19,4 54,8,187,152 49,97,74,395, ,18,89,2 1,8 4 49,47 29,2 13A :5 11,3 3,6 11,4 7,43 19,7 48,8,183,124 5,86,66,329, ,11,75,2 2, ,17 5,2 13A :2 14,8 4,1 12,5 7,32 2,2 23,8,12,7 35,39,32,18,18 <6 33,38,58,1 1, <, A :55 18,5 7,3 1,2 7,38 21,4 17,1,15,65 38,3,25,195,195 <6 23,21,56,4 1, ,48 19,2 13A :5,94 9,6 16, 7,62 2,6 28,2,148,113 45,54,44,265,264 <6 39,38,8, ,41 4,7 13A :3 2,38 1,6 2,2 7,28 2,5 42,6,199,139 43,81,66,364, ,43,89,2 2,2 4 44,5 7,9 13A :4 1,7 -,1-1,2 7,35 2,5 47,7,24,145 45,87,71,378, ,51,91,3 2, ,32 6,3 Feit- og skáletrað rennsli = ístruflun Sýna- Dagsetning Kl. P PO4-P NO3-N NO2-N NH4-N Ntot Ptot Al Fe B Mn Sr As Ba Cd Co Cr Cu Ni Pb Zn Hg Mo Ti V númer µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm µm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm nm µm 11A :3,45 <,1,99 1,28 2,56,7,238,191,1,51 <,67,245 <,18,161,3 2,64 <,852,51 8,38 <,1 <,521 2,26,19 11A :2 <,32 <,1 1,5 1,14 3,21,67,313,159,14,45 <,67,25 <,18,131,23 2,72,9,59 1,12 <,1 <,521 2,51,16 11A :2 <,32 <,1,5,57,284 2,96,112,276,121 8,38 <,67,178 <,18,93,34 2,49 1,5 <,48 9,53 <,1 <,521 4,9,17 11A :1 <,32 <,1,13,4,652 2,96,94,136,114 4,34 <,67,176 <,18 <,85 <,192 2,74,92 <,48 1,25 <,1 <,521 4,6,19 11A :3,49 <,1,46,116,979 3,44,288,199,143 5,19 <,67,274 <,18,175,66 3,62 1,62 <,48 4,79 <,1 <,521 14,5,28 11A :35,56 <,1,15,62 1,185 3,45,145,131,24 2,31 <,67,272 <,18 <,85,56 5,98,91 <,48 <3,6 <,1 <,521 3,78,39 11A :3,8 <,1,5,47 1,12 3,35,221,175,112 5,43 <,67,285 <,18,192,62 6,39 1,34 <,48 <3,6 <,1 <,521 13,7,31 11A :4,96 <,1 3,57 2,5 1,72,112,57,14 3,41 <,67,464 <,18,117 1,3 5,49 1,14 <,48 3,53 <,1,63 3,2,28 12A :1 <,32 <,7 5,28,6,278 13,2,159,258,528 6,37 <,67 <,73 <,18 <,85,56 <1,57 <,852 <,48 <3,6 <,1 <,521 7,41,17 12A :5 <,32 <,7,67,89,422 3,74,15,179,158 3,35 <,67,28 <,18 <,85 <,192 4,8,88 <,48 <3,6,135 <,521 8,71,2 12A : <,32 <,7,3,92,461 2,25,232,281,82 5,23 <,67,1 <,18,1,48 4,61 <,852 <,48 <3,6,125 <,521 19,2,18 12A :1,5 <,7,29,55 1,112 3,36,184,95,18 2,25 <,67,92 <,18,97,41 4,6,88 <,48 <3,6 <,1 <,521 6,22,3 12A :2,46 <,7,14 <,4,232 2,73,133,141,17 2,47 <,67,133 <,18 <,85,48 5,93 1,25 <,48 <3,6 <,1 <,521 3,28,27 12A :3,44 <,7 <,6,46 6,45 2,38,151,124,15 3,37 <,67,127 <,18,122,69 5,73,95,51 <3,6 <,1 <,521 4,39,29 12A :3,56 <,7,37 <,4,619 2,52,89,72,88 2,45 <,67,231 <,18 <,85 1,11 4,36 1,11 <,48 <3,6 <,1 <,521 2,17,24 12A :55,99 <,7 5,44,62 3,21 7,39,115,66,112 1,47 <,67,141 <,18,1,76 5,7,96 <,48 <3,6 <,1,81 7,83,27 13A :,36 <,7 1,9 <,4 <,2 3,78,123,424,122 7,52 <,67,174 <,18 <,85 <,192 4,91 <,852,75 5,12 <,1 <,521 5,68,19 13A :3 <,32,149 2,27 <,4,61 3,22,115,111,117 3,49 <,67,128 <,18 <,85,26 5,71 1,29 <,48 <3,6 <,1,8 6,43,24 13A :5 <,32 <,7 1,11,41,232 2,2,169,448,86,28,51 <,67,385 <,18,18,64 4,83 1,43 <,48 9,47 <,1 <,521 1,32,19 13A :2 <,65 <,7,18 <,4 1,7 1,9,155,24,59 5,28 <,67,114 <,18 <,85,36 2,86 1,2 <,48 <3,6 <,1 <,521 9,65,17 13A :55,33 <,7,5 <,4,237 1,19,166,118,78 5,24 <,67,117 <,18,14,5 4,77 1,2,57 8,72 <,1 <,521 7,89,23 13A :5,58,81 <,6 <,4,399 2,2,164,59,116 2,35 <,67,145 <,18,115,61 5,71 1,59 <,48 6,25 <,1,56 9,52,3 13A :3,66,13,18 <,4,981 2,6,112,131,19 3,43 <1,2,76 <,18,87,31 4,86 1,7 <,48 <3,6 <,1 <,521 2,57,26 13A :4,9,133 4,3 <,4,245 5,4,149,115,111 2,45 <1,2,127 <,18,1,36 4,56 <,852 <,48 <3,6 <,1,57 1,51,25 73

74 des. 8 des. 8 des. 8 N total () NO 3 () NO 2 () des. 8 des. 8 des. 8 F () P total () PO 4 () des. 8 des. 8 des. 8 K () SO4 () Cl () des. 8 des. 8 des. 8 Ca () Mg () Na () des. 8 des. 8 des. 8 ph Alk (meq/kg) SiO 2 () des. 8 des. 8 des. 8 C Svifaur (mg/kg) Straumvötn á Austurlandi Fellsá við Sturluflöt 25, 2, 15, 1, 5,, -5, -1, vatnshiti Lofthiti ,5,5,3 8, 7,5 7, 6,5,4,3,2,1,25,2,15,1,5 6,,,12,1,8,6,4,2,1,8,6,4,2,2,15,1,5,12,15,2 8,1 SO4 S-total,15,1 4 5,5 2, 1,5 1,,5,12,1,8,6,4,2,5,4,3,2, ,14,12,1,8,6,4,2 Mynd 25. Breytileiki í styrk uppleystra efna og svifaurs í Fellsá við Sturluflöt. 74

75 des. 8 des. 8 Zn () V () des. 8 des. 8 des. 8 Hg () Pb () Mo () des. 8 des. 8 des. 8 Co () Ti () Ni () des. 8 des. 8 des. 8 Cu () Cd () Cr () des. 8 des. 8 des. 8 Mn () Sr () Ba () des. 8 des. 8 des. 8 Al () Fe () B () Straumvötn á Austurlandi Fellsá við Sturluflöt,6,5,4,3,2,1,,5,4,3,2,1,,6,5,4,3,2,1,3,6,5,2,1,5,4,3,2,1,4,3,2,1, 8, 6, 4, 2,,,6,5,4,3,2,1 5, 4, 3, 2, 1,,,8,7,6,5,4,3,2,1, ,5 2, 1,5 1,,5,,15,12 1,,1 5,9,6,3,8,6,4,2, ,5,4,3,2,1 Mynd 26. Breytileiki í styrk uppleystra snefilefna í Fellsá við Sturluflöt 75

76 SO 4 (mmol/l) Cl (mmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Svifaur (mg/l) POC (µg/l) Straumvötn á Austurlandi Fellsá við Sturluflöt y = 17,1x, R² =,92 y = 6,218x -3 R² = 9E ,2,16 y =,139x -,24 R² =,5378,1 8 y = 47x -,81 R² =,116,12 6,8, ,14,12,1,8,6,4,2 y =,978x -,252 R² =, ,1,8,6,4,2 y =,726x -,245 R² =, ,12 9 y = 64x,25 R² = 78,2,15 y =,596x -,19 R² =,445 6,1 3, Mynd 27. Áhrif rennslis á styrk svifaurs og uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt. Opnir hringir tákna sýni sem tekin voru fyrir virkjun. 76

77 SO 4 (mmol/l) Mo (nmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Alkalinity (meq/l) SiO 2 (mmol/l) Straumvötn á Austurlandi Fellsá við Sturluflöt Bergættuð efni (anjónir leiðréttar fyrir úrkomu),5,4,3,2, y =,3871x -,243 R² =, ,3,25,2,15,1,5 y =,2126x -,177 R² =, ,12,8 y =,773x -,333 R² =, y = 33x -,78 R² =,633, ,14,12,1,8,6,4,2, y =,966x -,254 R² =, y = 3x 16 R² = 4E-6,1,8,6,4,2 2, 1,5 1,,5 y =,663x -,262 R² =, , Mynd 28. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt. Opnir hringir tákna sýni sem tekin voru fyrir virkjun. 77

78 SO 4 (mmol/l) Cl (mmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Svifaur (mg/l) POC (µg/l) Straumvötn á Austurlandi Fellsá við Sturluflöt y = 5,4139x,1279 R² =, y = 143,42x 62 R² = ,2,16 y =,1319x -,188 R² =,5592,1 8 y = 42x -,72 R² =,1447,12 6,8 4, ,14,12,1,8,6,4,2 y =,873x -,218 R² =, ,1,8,6,4,2 y =,634x -,28 R² =, ,12 9 y = 75x -,77 R² =,173,2,15 y =,592x -,112 R² =,791 6,1 3, Mynd 29. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt Gögn frá upphafi mælinga sýnd saman þar sem breytingar af manna völdum hafa ekki átt sér stað á vatnasviðinu. 78

79 SO 4 (mmol/l) Mo (nmol/l) Ca (mmol/l) Mg (mmol/l) Na (mmol/l) K (mmol/l) Alkalinity (meq/l) SiO 2 (mmol/l) Straumvötn á Austurlandi Fellsá við Sturluflöt Bergættuð efni (anjónir leiðréttar fyrir úrkomu),6,5,4 y =,3534x -,219 R² =,5465,3,25,2 y =,199x -,166 R² =,4674,3,15,2,1,1, ,16,12 y =,721x -,294 R² =, y = 29x -,62 R² =,653,8 4, ,14,12,1,8,6,4,2 y =,861x -,22 R² =, ,1,8,6,4,2 y =,573x -,222 R² =, , y = 4x -,144 R² =,713 2, 1,5 1, y =,7224x -,45 R² =,5717 3, , Mynd 3. Áhrif rennslis á styrk uppleystra efna í Fellsá við Sturluflöt Gögn frá upphafi mælinga sýnd saman þar sem breytingar af manna völdum hafa ekki átt sér stað á vatnasviðinu. 79

80 Straumvötn á Austurlandi Lagarfoss Lagarfoss Lagarfoss Á Lagarfljóti G. Lagarfljót og Lagarfoss við ýmis tækifæri. 8

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Vesturlandi. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar

Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Vesturlandi. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Vesturlandi. Gagnagrunnur Raunvísindastofnunar og Orkustofnunar Eydís Salome Eiríksdóttir 1, Sigurdur Reynir Gíslason 1, Árni Snorrason 2,Luiz Gabriel

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 Hrefna Kristmannsdóttir og Helga Rakel Guðrúnardóttir Desember 2009 Efnisyfirlit INNGANGUR... 2 AÐFERÐIR...

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með hitaveituvatni Orkustofnun. Hitaveita Svalbarðseyrar. Rannsóknasvið. Vigdís Harðardóttir. Verknúmer:

Eftirlit með hitaveituvatni Orkustofnun. Hitaveita Svalbarðseyrar. Rannsóknasvið. Vigdís Harðardóttir. Verknúmer: Orkustofnun Rannsóknasvið Verknúmer: 610 662 Vigdís Harðardóttir Hitaveita Svalbarðseyrar Eftirlit með hitaveituvatni 1999 Unnið fyrir Hitaveitu Svalbarðseyrar OS-2000/056 September 2000 ORKUSTOFNUN Ranns

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Verkefnaskýrsla Rf 14-02

Verkefnaskýrsla Rf 14-02 Verkefnaskýrsla Rf 14-2 ÁGÚST 22 MENGUNARVÖKTUN Í LÍFRÍKI SJÁVAR VIÐ ÍSLAND 2-21 Eva Yngvadóttir Helga Halldórsdóttir Þuríður Ragnarsdóttir Elín Árnadóttir Titill / Title Mengunarvöktun í lífríki sjávar

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2018-41 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Rannsóknir á lífríki Djúpavatns og nálægra tjarna á Dynjandisheiði Sigurður Már Einarsson, Jón S. Ólafsson og

Διαβάστε περισσότερα

Ágrip á íslensku: Summary in English: OSPAR, AMAP, marine biosphere monitoring, inorganic trace elements, organochlorine compounds, cod, dab, mussel.

Ágrip á íslensku: Summary in English: OSPAR, AMAP, marine biosphere monitoring, inorganic trace elements, organochlorine compounds, cod, dab, mussel. Titill / Title Mengunarvöktun í sjó við Ísland 1996 og 1997 Monitoring of the marine biosphere around Iceland 1996 and 1997 Höfundar / Authors Eva Yngvadóttir, Helga Halldórsdóttir Skýrsla Rf /IFL report

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Verkefnaskýrsla Rf Október Vinnslueiginleikar kolmunnamjöls. Margrét Geirsdóttir Katrín Ásta Stefánsdóttir. Lokuð

Verkefnaskýrsla Rf Október Vinnslueiginleikar kolmunnamjöls. Margrét Geirsdóttir Katrín Ásta Stefánsdóttir. Lokuð Verkefnaskýrsla Rf 29-06 Október 2006 Vinnslueiginleikar kolmunnamjöls Margrét Geirsdóttir Katrín Ásta Stefánsdóttir Lokuð Titill / Title Höfundar / Authors Vinnslueiginleikar kolmunnamjöls Margrét Geirsdóttir,

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Niðurstöður ársins 2015

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Niðurstöður ársins 2015 Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga Niðurstöður ársins 215 Ljósmynd á forsíðu: Ása Birna Viðarsdóttir SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ Titill skýrslu Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga.

Διαβάστε περισσότερα

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum Skrifað út 30.3.2005; 18:59 6.1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm 3. Hversu langa pípu þyrfti að nota í loftvog til að samsvara loftþrýstingi miðað við 76

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Rafeindabygging atóma David P. White Allar bylgjur hafa einkennandi bylgjulengd, λ, og útslag, A. Tíðni bylgju, ν, er fjöldi heilla bylgna sem fara yfir línu á

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

Upplýsingar um innrigerð jarðar er fundið með jarðskjálftabylgjum og loftsteinum.

Upplýsingar um innrigerð jarðar er fundið með jarðskjálftabylgjum og loftsteinum. Storkuberg 1 Kafli 1 Upphaf jarðar er talið hafa verið fyrir um 4,6*10 9 árum þá sem aðsóp (accrection). Upplýsingar um innrigerð jarðar er fundið með jarðskjálftabylgjum og loftsteinum. Loftsteinum er

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi

Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi Oddur B. Björnsson Erindi flutt eftir aðalfund Jarðhitafélagsins 23. apríl 2003 Rit 7 / 2003 Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi Bls. 2 af 34 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...3

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

24 sem x stendur fyrir hluta í ppm og M er mólmassi efnisins. Skrifað út ; 19:01 gk. Skrifað út ; 19:01 gk

24 sem x stendur fyrir hluta í ppm og M er mólmassi efnisins. Skrifað út ; 19:01 gk. Skrifað út ; 19:01 gk kafli, dæmi o svör með útreikninum 1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm Hversu lana pípu þyrfti að nota í loftvo til að samsvara loftþrýstini miðað við cm háa kvikasilfurssúlu? Við finnum eðlismassa

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Tracleer 125 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Tracleer 62,5 mg filmuhúðaðar töflur Hver filmuhúðuð tafla

Διαβάστε περισσότερα

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C02:01 Stytting grunn-

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL VINNUMENNING OG KYNJATENGSL LÖGREGLUNNAR AF HVERJU ERU KONUR SVO FÁMENNAR MEÐAL LÖGREGLUMANNA? FINNBORG SALOME STEINÞÓRSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá...

Διαβάστε περισσότερα

umhverfisskýrsla orkuveitu reykjavíkur forsíða // 1

umhverfisskýrsla orkuveitu reykjavíkur forsíða // 1 212 umhverfisskýrsla orkuveitu reykjavíkur forsíða // 1 2 // umhverfisskýrsla ORKUVEITU REYKJAVÍKUR 212 // 3 útgefandi ORKUVEITA REYKJAVÍKUR ritstjóri Íris Þórarinsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir ljósmyndir

Διαβάστε περισσότερα

ΜΕΛΕΤΗ ΤΗΣ ΥΝΑΤΟΤΗΤΑΣ ΑΞΙΟΠΟΙΗΣΗΣ ΤΟΥ ΓΕΩΘΕΡΜΙΚΟΥ ΠΕ ΙΟΥ ΘΕΡΜΩΝ ΝΙΓΡΙΤΑΣ (Ν. ΣΕΡΡΩΝ)

ΜΕΛΕΤΗ ΤΗΣ ΥΝΑΤΟΤΗΤΑΣ ΑΞΙΟΠΟΙΗΣΗΣ ΤΟΥ ΓΕΩΘΕΡΜΙΚΟΥ ΠΕ ΙΟΥ ΘΕΡΜΩΝ ΝΙΓΡΙΤΑΣ (Ν. ΣΕΡΡΩΝ) ελτίο της Ελληνικής Γεωλογικής Εταιρίας τοµ. XXXVI, 2004 Πρακτικά 10 ου ιεθνούς Συνεδρίου, Θεσ/νίκη Απρίλιος 2004 Bulletin of the Geological Society of Greece vol. XXXVI, 2004 Proceedings of the 10 th

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2005. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2005 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókahald aflþynnuverksmiðju. Becromal Iceland ehf. Skýrsla ársins 2013

Grænt bókahald aflþynnuverksmiðju. Becromal Iceland ehf. Skýrsla ársins 2013 Grænt bókahald aflþynnuverksmiðju Skýrsla ársins 2013 Apríl 2014, Akureyri EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT 1 1 SKÝRSLA STJÓRNAR 1 2 STAÐFESTING ENDURSKOÐUNAR 2 3 ALMENNT UM AFLÞYNNUVERKSMIÐJU BECROMAL ICELAND

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα