HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

Σχετικά έγγραφα
Meðalmánaðardagsumferð 2009

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Þriggja fasa útreikningar.

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

VAÐLAHEIÐARGÖNG SAMFÉLAGSÁHRIF

Nemendakönnun: Skýrsla um niðurstöður

Menntaskólinn í Reykjavík

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

Ólöf S. Björnsdóttir, Sólveig Friðriksdóttir Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Nám og UT-færni. Niðurstöður úr könnunum um upplýsingatækni og tölvunotkun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

VINNUMENNING OG KYNJATENGSL

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

SÉRKENNI NÁMSFERILS STARFSNÁMSNEMENDA Í FRAMHALDSSKÓLA.

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

ÞÁTTTAKA Í FRÆÐSLU Á ÍSLANDI

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

FRAMHALDSSKÓLI MOSFELLSBÆJAR SETTUR Í FYRSTA SINN

Span og orka í einfaldri segulrás

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

FOUCAULT þrír textar 2014

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Næring, heilsa og lífsstíll

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Fyrir að eða fyrir því að?

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Borgarbyggð og Bifröst Sambúð háskóla og byggðarlags

Heildarfjöldi búfjár í fyrra var nærri ein milljón

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FRÉTTABRÉF LANDMÆLINGA ÍSLANDS. Nr tbl., 18. árg., maí 2016

Langan tíma tekur að rækta skóg og krefst mikillar þolinmæði

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

Ráðstefnur og veisluþjónusta

Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara:

16 kafli stjórn efnaskipta

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

ÁFANGALÝSINGAR 2. ÁRS

Það tekur enginn fiskur fluguna í boxinu. 8. tölublað 2017 Fimmtudagur 27. apríl Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM

Inniheldur mjög hreint og öflugt (1-3), (1-6) betaglúkan. Eykur magn EPA og DHA í líkamanum á öruggan og skilvirkan hátt.

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Aldamótahátíð. Delludagur. á Eyrarbakka. á Selfossi ágúst 2012

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Stillingar loftræsikerfa

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

Mataræði á meðgöngu. Fróðleikur fyrir konur á barneignaaldri

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

Transcript:

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010

EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun HR... 5 Markmið heilsustefnu HR... 7 Áhersluþættir heilsustefnu HR... 8 Aðgerðaáætlun... 12 1. Ábyrgðarmaður heilsustefnu HR... 12 2. Kynning heilsustefnunnar... 12 3. Upplýsingar og fræðsla... 13 4. Stofnun hreyfihópa... 13 5. Heilsukort HR... 13 6. Aðstaða til heilsuræktar... 14 7. Heilsudagur HR... 14 Lokaorð... 15 2

INNGANGUR Tilurð hóps um myndun heilsustefnu HR má meðal annars rekja til aukinnar vitundar um forvarnir og heilsueflingu í þjóðfélaginu, heilsustefnu heilbrigðisráðuneytis, stefnumótunarvinnu innan HR, aukins áhuga hjá starfsfólki og nemendum HR og þess að hér innanhúss er tiltæk þekking á málefninu í kennslufræði- og lýðheilsudeild skólans. Síðast en ekki síst var það áhugi rektors skólans, Svöfu Grönfeldt, sem ýtti þessari vinnu úr vör. Í mannauðsstefnu HR er, í 8. grein, fjallað um jafnvægi og lífsgæði. Þar er tekið fram að skólinn styðji starfsmenn í því að ástunda heilbrigða og holla lífshætti. Í tengslum við mannauðsstefnuna hefur HR, á undanförnum árum, boðið starfsmönnum ýmis heilsutengd hlunnindi. Líta má á heilsustefnu sem rökrétt framhald af þessu. Hafist var handa í byrjun maímánaðar 2009. Þá var vinna við umhverfisstefnu skólans á lokastigum og tilefni til að halda áfram á braut stefnumótunar. Þar sem umhverfi og heilsa tengjast á ýmsan hátt er ljóst að umhverfisstefna og heilsustefna koma til með að skarast að einhverju leyti. Slíkt ætti þó aðeins að ýta undir mikilvægi beggja. Heilsustefnan, líkt og umhverfisstefnan, er hugsuð sem leiðarljós okkar að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Markmið með stofnun vinnuhóps um heilsustefnu var að móta farveg fyrir heilsutengd málefni innan skólans og koma HR af stað á þessari braut. Leitað var eftir fulltrúum allra deilda skólans til að taka þátt í vinnunni. Fyrsti fundur vinnuhóps var haldinn í lok maí og síðan var að jafnaði haldinn einn fundur í mánuði. Vinnuhópur um heilsustefnu er jafnan nefndur heilsuhópur í þessari skýrslu. Eftirtaldir tóku þátt í vinnu hópsins: Alda Sigurðardóttir (skrifstofa rektors), Auður Hrefna Guðmundsdóttir (Opni Háskólinn), Ása Björg Tryggvadóttir (VD), Ásta Bjarnadóttir (mannauðs- og gæðasvið), Birgir Skúlason (T&T), Birna Baldursdóttir (KLD), Eva Þengilsdóttir (stoðsvið), Gréta Matthíasdóttir (Atvinnuþjónusta HR), Hannes Högni Vilhjálmsson (TD), Margrét Grétarsdóttir (stoðsvið), Jóhanna Fríða Dalkvist (TVD), Pétur Sigurðsson (KLD), Sigríður Hulda Jónsdóttir (Stúdentaþjónusta HR), Sigríður María Sverrisdóttir (stoðsvið), Sunna Magnúsdóttir (fulltrúi nemenda) og Þórdís Lilja Gísladóttir (KLD). Skýrsla heilsuhópsins, sem birtist hér, er byggð á afrakstri funda heilsuhópsins ásamt niðurstöðum heilsukönnunar sem send var í tölvupósti til allra starfsmanna og nemenda skólans. Helstu niðurstöður hennar er að finna í þessari skýrslu en auk þess eru heildarniðurstöður könnunarinnar birtar í sérstakri skýrslu Heilsukönnun HR, október 2009. 3

UM VINNULAG VIÐ MÓTUN HEILSUSTEFNU HR Við vinnu hópsins var höfð til hliðsjónar aðferðafræði heilsueflingar sem byggir á módeli Green og Kreuter (2005) 1 PRECEDE-PROCEED sem er alþjóðlega viðurkennd aðferð við undirbúning, skipulag og framkvæmd aðgerða á sviði lýðheilsu. Einnig var stuðst við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu á vinnustöðum. 2 Að auki var litið til Heilsustefnu heilbrigðisráðuneytisins sem kynnt var haustið 2008. 3 Yfirmarkmið heilsustefnu ráðuneytisins er að skapa samfélagslegar forsendur sem stuðla að bættri heilsu allra landsmanna. Undirmarkmiðum stefnunnar er síðan skipt niður eftir markhópum. Varðandi fólk á vinnumarkaði er markmið heilsustefnu ráðuneytisins að stuðla að heilbrigðum lífsháttum fólks á vinnustað. Í aðgerðaráætlun er lagt til að vinnustaðir móti heilsustefnu og geri áætlun um öryggi og heilbrigði þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan starfsmanna. Haldnir voru átta fundir í heilsuhópnum, á tímabilinu frá maí til desember 2009. Að jafnaði var mjög góð mæting á fundina og miklar og góðar umræður spunnust um ýmis heilsutengd málefni. Rætt var um að æskilegt væri að móta einfaldan ramma til að koma HR sem fyrst af stað á heilsubrautinni. Hugsunin var að mótaður yrði farvegur fyrir framtíðina og því mikilvægt að sníða ekki of þröngan stakk í upphafi. Ljóst er að nú þegar er ýmislegt heilsutengt í boði í HR, sérstaklega þó fyrir starfsmenn skólans. Í umræðum um innihald heilsustefnunnar var lögð áhersla á að lífsgæði og vinnuumhverfi yrðu í forgrunni stefnunnar og að geðheilsu væru ekki síður gerð skil en líkamlegri heilsu. Í samræmi við aðferðafræðina var ákveðið að gera þarfagreiningu. Skoða hver staðan væri með tilliti til heilsu og lífsgæða starfsfólks og nemenda HR. Kanna viðhorf innan deilda, hjá starfsfólki og nemendum. Fulltrúar heilsuhópsins ræddu við sitt fólk um þeirra hugmyndir að heilsustefnu. Einnig var ákveðið að leggja heilsukönnun fyrir starfsfólk og nemendur HR. Þannig væru hugmyndir starfsfólks og greining á þörfum grunnurinn að heilsustefnunni. Aðgerðir tengdar heilsustefnu yrðu síðan settar fram í framhaldinu. Í upphafi var einnig rætt um þá hugmynd að halda heilsudag HR í Nauthólsvíkinni að hausti. Þetta yrði viðburður sem myndi efla ímynd HR hvað varðar heilsu, bæði innan og utan skólans. Þegar líða tók á árið var hins vegar ákveðið að fresta þessum viðburði þar sem framkvæmdir við nýbyggingu HR yrðu á því stigi haustið 2009 að betra væri að bíða. Einnig fannst heilsuhópi mikilvægara að hleypa heilsustefnunni af stokkunum áður en farið yrði að skipuleggja slíkan viðburð. Heilsuhópurinn er samt sem áður mjög hlynntur heilsueflandi uppákomu og tillögu hópsins um þetta má sjá í kafla um aðgerðaáætlun. 1 Green, L.W. & Kreuter, M.W. (2005). Health Program Planning. An Educational and Ecological Approach.4th ed. 458 pp. Mc Graw Hill. 2 Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið. (2008). Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum. 28 bls. Prentmet ehf. 3 Heilbrigðisráðuneytið. (2008). Heilsustefna. Heilsa er allra hagur. Áherslur úr aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra til kynningar í nóvember 2008 fyrsti hluti. 23 bls. 4

HELSTU NIÐURSTÖÐUR ÚR HEILSUKÖNNUN HR Til að afla grunnupplýsinga um stöðu heilsueflingar og upplýsinga um viðhorf starfsmanna og nemenda HR til ýmissa heilsutengdra þátta ákvað heilsuhópurinn að leggja fyrir könnun. Könnunin var send á alla nemendur og alla starfsmenn HR samkvæmt póstlistum frá tölvu- og tæknideild skólans í október 2009. Alls voru netföng um 3400 nemenda og netföng um 900 starfsmanna á póstlistunum. Svarhlutfall er ekki hægt að reikna heldur aðeins áætla þar sem nákvæmur fjöldi netfanga liggur ekki fyrir. Alls bárust svör frá 1331 þátttakanda í könnuninni. Hér á eftir eru birtar helstu niðurstöður könnunarinnar en frekari niðurstöður má finna í sérstakri skýrslu þar um (Heilsukönnun HR, október 2009). Hlutfall kynja í hópi þeirra sem svara könnuninni er mjög áþekkt eða 50,4% konur og 49,6% karlar. Af þeim sem svara könnuninni eru 1126 einstaklingar úr hópi nemenda eða 85,3% en úr hópi starfsfólks eru 194 einstaklingar eða 14,7% þátttakenda. Þegar litið er á svör þátttakenda kemur fram að flestir telja líkamlega heilsu sína frekar eða mjög góða (76%) og um 82% telja andlega heilsu sína frekar eða mjög góða. Af þeim sem svara stunda um 72% reglulega hreyfingu og þar af flestir 3-4 sinnum í viku. Af þeim sem nú þegar stunda reglulega hreyfingu vilja flestir bæta við sig jóga og/eða styrktarþjálfun. Af þeim sem ekki stunda reglulega hreyfingu nú þegar hafa langflestir vilja til að stunda einhverja hreyfingu eða 96,5%. Flestir í þessum hópi vilja bæta við sig göngu og/eða styrktarþjálfun. Flestir þátttakendur telja sig vera í meðallagi góðri eða frekar góðri líkamlegri þjálfun (73%) og um 77% leggja í meðallagi eða frekar mikla áherslu á heilsusamlegt mataræði. Flestum líður frekar eða mjög vel í vinnu/skóla (83%) en hér kemur fram munur eftir því hvort nemandi eða starfsmaður á í hlut. Hlutfallslega fleiri starfsmenn en nemendur svara því til að þeim líði mjög vel í HR eða um 43% starfsmanna á móti rúmlega 27% nemenda. Að sama skapi eru hlutfallslega fleiri nemendur en starfsmenn sem segja að þeim líði frekar vel í HR eða nálægt 55% nemenda á móti nærri 45% starfsmanna. Enginn starfsmaður svarar því til að honum líði frekar eða mjög illa í vinnunni. Nærri 3% nemenda segja hins vegar að það eigi við um þá. Þegar spurt var hvort þátttakendur vissu hvaða þættir hefðu áhrif á heilsu þeirra töldu langflestir sig vita það eða 94%. Engu að síður vilja flestir fá fræðslu og upplýsingar um heilsutengda þætti (61%). Spurt var hversu marga daga á ári þátttakendur væru að jafnaði fjarverandi vegna eigin veikinda og svöruðu um 49% því til að vera fjarverandi 1-3 daga á ári, 22% sögðust vera fjarri vinnu 4-6 daga á ári og 15% sögðust aldrei vera fjarverandi vegna eigin veikinda. Í könnuninni var spurt hvort þátttakendum fyndist heilsuefling á þeirra vinnustað (í þeirra skóla) skipta miklu eða litlu máli. Um 58% taldi að heilsuefling í HR skipti frekar eða mjög miklu máli, 30% sögðu hana skipta í meðallagi miklu/litlu máli og 12% sögðu að heilsuefling skipti frekar eða mjög litlu máli. Þegar svörin voru greind eftir því hvort nemandi eða starfsmaður svaraði kom fram að hlutfallslega fleiri starfsmenn en nemendur eru hlynntir heilsueflingu á vinnustað en um 67% starfsmanna á móti nærri 56% nemenda sögðu að heilsuefling á þeirra vinnustað skipti frekar eða mjög miklu máli. 5

Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeim fyndist HR leggja áherslu á heilsueflingu og töldu 13% að HR legði frekar eða mjög mikla áherslu á heilsueflingu á meðan 46% þátttakenda töldu HR leggja í meðallagi áherslu á heilsueflingu og um 41% sagði HR leggja frekar eða mjög litla áherslu á heilsueflingu. Hér eru svör nemenda og starfsmanna mjög ólík en rúm 37% starfsmanna telur HR leggja frekar eða mjög mikla áherslu á heilsueflingu á meðan aðeins um 9% nemenda telja slíkt hið sama. Að lokum var spurt hvort þátttakendur hefðu tekið eftir einhverjum upplýsingum, fræðslu eða stuðningi frá HR sem beindist að heilsueflingu. Ríflega 56% svarenda höfðu ekki tekið eftir upplýsingum eða fræðslu um heilsueflingu í HR en hér var einnig mikill munur eftir svörum nemenda og starfsmanna. Nálægt 60% starfsmanna hafa tekið eftir slíkum upplýsingum og/eða fræðslu á meðan aðeins 16% nemenda svara því til. Mismunandi svör nemenda og starfsmanna HR hvað varðar heilsueflingu í HR koma ekki á óvart þar sem markvissri heilsueflingu hefur fyrst og fremst verið beint að starfsfólki skólans. Þrjár opnar spurningar voru í könnuninni þar sem þátttakendum gafst tækifæri til að koma með ábendingar varðandi heilsueflingu í HR. Við úrvinnslu var svörunum skipt í tvennt eftir því hvort starfsmaður eða nemandi svaraði. Síðan voru svörin flokkuð í meginþemu en þemun voru sex talsins; hreyfing, næring, geðheilsa, fræðsla svo og aðstaða og stuðningur í HR. Í svörum þátttakenda kom fram að fólk óskar almennt eftir auknu framboði af hollum mat, meiri fræðslu, hvatningu og stuðningi ásamt betri aðstöðu hvað varðar hina ýmsu möguleika til heilsueflingar. Í svörum starfsmanna er greinilegt að aukið framboð af hollum mat, aðstaða og hvatning til hreyfingar, búningsaðstaða, fræðsla og hvatning til heilsueflingar eru þær aðgerðir sem flestir starfsmenn nefna. Hjá starfsmönnum kemur fram ánægja með það sem í boði er svo sem líkamsræktarstyrki, heilsufæði og ávexti. Í svörum nemenda kemur sterkt fram að þeir leggja áherslu á hollt mataræði og vilja aukið framboð af heilsusamlegum mat á viðráðanlegu verði. Áberandi er hversu margir nemendur nefna að sjálfsalar skólans bjóði eingöngu upp á óhollustu, þar vilja nemendur úrbætur. Nemendur leggja einnig mikla áherslu á aðstöðu til hreyfingar ásamt sturtu- og búningsaðstöðu, innan skólans eða með samningum við aðra. Fram kemur áhugi á ýmiskonar keppni, íþrótta- og leikjamótum. Allmargir nefna ánægju með afsláttarkjör hjá líkamsræktarstöðvum en einnig kemur fram óánægja með hversu lítið slíkt er auglýst. Margir nemendur nefna ánægju með námskeið í slökun og mindfulness og almennt kemur fram mikill áhugi á frekari fræðslu og upplýsingum um heilsueflingu. Nánari umfjöllun um niðurstöðurnar er að finna í skýrslunni um heilsukönnunina og eru lesendur eindregið hvattir til að kynna sér hana. 6

MARKMIÐ HEILSUSTEFNU HR Heilsuhópurinn var sammála um að yfirmarkmið heilsustefnu væri að bæta lífsgæði og vinnuumhverfi starfsfólks og nemenda HR. Undirmarkmið væru að auka þekkingu á forvörnum og heilsueflingu og að styrkja HR sem leiðandi afl á þessu sviði. Mælanlegar afurðir væru til dæmis aukin þekking og skilningur, breytt heilsutengd hegðun, bætt þrek (líkamlegt og andlegt), aukin vellíðan, færri veikindadagar, orkumeiri mannauður og sterk ímynd HR sem praktíserar það sem predikað er. Heilsustefnuhópur samþykkti eftirfarandi markmið: Yfirmarkmið heilsustefnunnar: að auka lífsgæði og bæta vinnuumhverfi starfsfólks og nemenda HR Undirmarkmið: að stuðla að heilsueflingu starfsfólks og nemenda HR að auka þekkingu starfsfólks og nemenda HR á heilsueflingu að HR verði til fyrirmyndar á sviði heilsueflingar Mælanlegar afurðir heilsustefnunnar eru meðal annars: aukin þekking og skilningur á heilsueflingu breytt hegðun varðandi t.d. matar- og hreyfivenjur betri líkamleg heilsa betri andleg heilsa færri veikindadagar aukin vellíðan aukin lífsgæði betra vinnuumhverfi bætt heilsutengd ímynd HR sem praktíserar það sem predikað er Heilsuhópur leggur til að á tveggja ára fresti verði lögð könnun fyrir starfsfólk og nemendur til að mæla þessar afurðir. Slík könnun var lögð fyrir í október síðastliðnum eins og fram kom í kaflanum hér á undan. 7

ÁHERSLUÞÆTTIR HEILSUSTEFNU HR Út frá settum markmiðum var heilsuhópur sammála um að í heilsustefnunni yrðu fimm megin stoðir; hreyfing, næring, geðheilsa, aðstaða og stuðningur svo og fræðsla sem gengi þvert á hinar stoðirnar fjórar. Á myndinni má sjá tillögu að ramma fyrir heilsustefnuna og áhersluþættina fimm (stoðirnar). Innan hverrar stoðar er tiltekið það sem er nú þegar í boði eða það sem áætlað er að fari af stað í byrjun árs 2010. Heilsustefnan er hins vegar hugsuð sem rammi eða leiðarljós og á því ekki að vera endanlegur sannleikur heldur þróast í takt við tímann. Heilsustefnan er hugsuð bæði fyrir starfsfólk og nemendur HR. Eins og staðan er í dag þá eru mismunandi þættir í boði fyrir þessa, um margt, ólíku markhópa. Sameiginlegir liðir, sem bæði nemendur og starfsmenn hafa aðgang að, eru merktir með ómega (Ω) á myndinni hér fyrir neðan. Heilsustefnan verður kynnt almennt fyrir alla (bæði starfsfólk og nemendur) en síðan verða þeir liðir sem snúa sérstaklega að hvorum markhópi fyrir sig kynntir nánar fyrir þeim til dæmis á Esjunni fyrir starfsfólk og á heimasíðu Stúdentafélags HR eða á MySchool fyrir nemendur. Hreyfing Geðheilsa Næring Aðstaða og stuðningur Skokkhópur Ω Gönguhópur Ω Sjósund Ω Jóga / nudd Mindfulness Ω Félagsauður; samvera í kaffi- / matarhléum Ω Skokk, ganga, sund Ω Jóga / nudd Hollt fæði daglegur valmöguleiki í mötuneyti Ω Gott aðgengi að fersku vatni Ω Heilsumatur Ávextir Sturtur Ω Búningsklefar Ω Íþróttasalur afnot í athugun Ω Útivistarumhverfi nýja skólans Ω Stúdentaþjónusta Heilsuræktarstyrkir Heilsumat Vinnuvistfræðiráðgjöf F r æ ð s l a Ω Mynd: Áhersluþættir í heilsustefnu HR. Þættir merktir Ω eru í boði jafnt fyrir starfsfólk og nemendur. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim þáttum sem nú þegar eru í boði en einnig rætt um nýja möguleika. Ljóst er að mikið samspil er milli hreyfingar, geðheilsu og næringar og hafa þessir þættir áhrif hver á annan. Sem dæmi má nefna að hreyfing hefur jákvæð áhrif bæði á líkama og sál. Sú aðstaða sem í boði er og sá stuðningur sem háskólinn veitir skiptir gríðarlega miklu máli. Almenn fræðsla og upplýsingar um heilsueflingu spila hér einnig stórt hlutverk. Miklu máli skiptir 8

að starfsfólk og nemendur séu upplýstir um heilsueflingu og þeim skýrt frá hvað er í boði á vegum skólans. Hreyfing: Jóga hefur verið í boði fyrir starfsmenn skólans við Ofanleiti og starfsmönnum á Höfðabakka hefur staðið til boða nudd, hvort tveggja hefur verið niðurgreitt að hluta. Heilsuhópurinn ræddi ýmsa aðra möguleika hvað varðar hreyfingu svo sem stofnun skokkhóps og gönguhóps. Í gönguhóp væri bæði hægt að bjóða gönguferðir í nágrenni skólans en einnig fjallgöngur, jafnvel í samstarfi við önnur félög. Einnig var rætt um sjósund en nú þegar hittist sjósundshópur HR í Nauthólsvík á hverjum miðvikudegi. Aðstaðan í Nauthólsvík og nágrenni er frábær til að stunda skokk, göngur, sjósund og fleira. Aðstaða til hreyfingar innandyra er hins vegar engin ef frá er talinn sá möguleiki að nota kennslustofur fyrir jógatíma. Heilsuhópur leggur áherslu á að samið verði um afnot af aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir starfsmenn og nemendur skólans þar til íþróttaaðstaða HR verður að veruleika í nýbyggingu HR. Má þar til dæmis nefna aðstöðu til boltaíþrótta, hnitíþróttar, þrekþjálfunar, fimleika og glímu. Beinast liggur við að ræða við Val um slíka aðstöðu og eru áform uppi um að gera það. Geðheilsa: Þar sem hreyfing og geðheilsa eru nátengdar skarast liðir þessara stoða. Annað svo sem aðstaða og fræðsla hefur einnig áhrif á geðheilsu. Heilsuhópur leggur áherslu á að hugað sé að félagslegum þáttum starfsmanna og nemenda. Nauðsynlegt er að starfsmenn hittist reglulega og spjalli saman. Stúdentaþjónustan hefur reglulega boðið upp á tíma í mindfulness eða þjálfun í árvekni. Þessir tímar nýtast bæði nemendum og starfsmönnum. Sálfræðiaðstoð hefur verið í boði fyrir starfsmenn sem hafa lent í alvarlegum aðstæðum. Þessi þjónusta hefur ekki verið auglýst og því varla hægt að tala um að hún sé í boði fyrir alla starfsmenn. Heilsuhópur ræddi mikilvægi þess að hægt væri að leita til ákveðins aðila eða trúnaðarmanns vegna viðkvæmra málefna eins og til dæmis eineltis eða andlegrar vanlíðunar. Upplýsingar um slíka aðila þurfa að vera aðgengilegar öllum starfsmönnum og nemendum. Heilsuhópur leggur til að trúnaðarmenn (umboðsmenn) verði í skólanum fyrir nemendur og starfsfólk. Hins vegar er nú unnið að því að öryggistrúnaðarmenn taki til starfa innan skólans í samræmi við vinnuverndarlöggjöf og verða þessi mál þá e.t.v. skoðuð í samhengi. 9

Næring: Fyrir starfsmenn hefur vikulega verið í boði grænmetisfæði frá Grænum kosti og hafa um 25 starfsmenn nýtt sér það tilboð að jafnaði. Ávextir voru í boði daglega en frá síðastliðnu hausti aðeins einu sinni í viku. Nýir aðilar tóku við mötuneytinu síðastliðið vor og var lögð áhersla á að hollur matur yrði þar í boði. Ekki eru allir á eitt sáttir um að því hafi verið fylgt en merki eru um framfarir hvað þetta varðar síðan matstofan opnaði í Nauthólsvík. Heilsuhópurinn telur mjög mikilvægt að ýta undir að daglega sé í boði hollur valkostur í mötuneytinu. Ýmsar hugmyndir komu fram hjá heilsuhópnum varðandi næringarþátt heilsustefnunnar. Rætt var um að kanna hvort hægt væri að hafa til sölu hollan mat til að taka með, passa verður þó að umbúðir rími við umhverfisstefnuna. Einnig var rætt mikilvægi þess að matur væri girnilegur og fallega fram borinn, æskilegt að yfirbragðið væri meira í átt að gúrmei en stóreldhúsum. Sú hugmynd kom fram að bjóða nemendum ókeypis hafragraut á morgnana líkt og hefur gefið góða raun í nokkrum grunn- og framhaldsskólum. Þetta þarf að athuga betur en slíkt væri einn liður í að tengja heilsustefnuna nemendum. Einnig var rætt um yfirdrifið magn sælgætis í sjálfssölum skólans sem auk þess að ýta óhollustu að fólki vegur einnig að hollustuímynd skólans. Heilsuhópur ræddi nauðsyn þess að hafa hollustu í forgrunni og að bjóða mætti upp á holla milli-mála-bita í sjálfssölum skólans. Haldinn var fundur með Málinu um miðjan desember 2009 þar sem áherslur heilsustefnunnar voru ræddar. Á fundinn mættu Birna og Sigríður Hulda frá HR og Guðríður frá Málinu. Guðríður var upplýst um viðhorf og væntingar starfsfólks og nemenda til mötuneytisins sem fram hafa komið í könnunum sem gerðar hafa verið á vegum HR, meðal annars heilsukönnuninni. Fram kom hjá Guðríði, framkvæmdastjóra Múlakaffis, að G.J. veitingar reka Málið og Nauthól ásamt kaffihúsi í skólanum frá áramótum. Þar verður öll aðstaða mun betri og verða hráefniskaup þá á vegum G.J. veitinga og reksturinn alveg aðskilinn frá rekstri Múlakaffis. Með þessu verða aðrar áherslur í mötuneyti skólans og er vilji til að koma til móts við óskir starfsfólks og nemenda hvað varðar meira úrval af hollum mat. Fram kom að ekki er sérstakur grænmetiskokkur starfandi hjá G.J. veitingum en Guðríður sagði að vilji væri til að ráða slíkan aðila til starfa. Rætt var um sjálfsala í skólanum en ákvarðanir um vöruframboð þar eru í höndum veitingasölunnar þó óskir starfsmanna og nemenda hljóti að vega þar þungt. Í heilsukönnuninni komu fram óskir um að bjóða upp á hollustu í sjálfssölum skólans. Heilsuhópur leggur áherslu á að þessu máli verði fylgt eftir. Aðstaða og stuðningur: Sturtur eru ekki margar í eldra húsnæði skólans. Í nýbyggingunni verður, frá og með hausti 2010, aukin aðstaða hvað varðar sturtur, búningsklefa og hjólageymslur auk hins frábæra umhverfis allt um kring. Upphaflega var gert ráð fyrir íþróttasal í nýbyggingu skólans sem myndi nýtast bæði nemendum og starfsfólki. Þar átti meðal annars að vera aðstaða til að stunda þrekþjálfun. Nú er óvíst hvenær íþróttasalur verður að veruleika. Þórdís Gísladóttir (KLD) hefur rætt við forráðamenn Vals um afnot HR af íþróttaaðstöðu í Valsheimilinu og mikilvægt er að fylgja þeim viðræðum eftir. Ákveðið var að Þórdís yrði tengiliður heilsuhóps hvað varðar afnot af aðstöðu hjá Val og e.t.v. fleirum. Heilsuhópurinn vill undirstrika að mjög bagalegt sé að 10

niðurskurður skuli hafa bitnað á íþróttaaðstöðu í nýbyggingunni. Í þeim fyrirtækjum og stofnunum sem í raun leggja áherslu á hreyfingu þá er hugað að mikilvægi góðrar aðstöðu til hreyfingar. Hvað varðar aðstöðu til eflingar félagsauðsins er mikilvægt að starfsfólk hafi aðstöðu til að setjast niður, spjalla og borða saman í hléum frá vinnu. Í þessu sambandi er mikilvægt að huga vandlega að útfærslu svæðis í nýbyggingunni sem gengið hefur undir heitinu faculty lounge og hvernig það megi nýtast sem best. Heilsuræktarstyrkir til starfsfólks eru og hafa verið í boði í nokkur ár. Hægt er að fá styrk til heilsueflingar sem nemur allt að 25.000 kr. á ári og hafa viðmið um hvað telst heilsuefling verið víkkuð verulega. Einnig hefur jóga og nudd verið niðurgreitt fyrir þá starfsmenn sem það vilja stunda. Læknisþjónusta sem var í boði fyrir starfsmenn var ekki vel nýtt og sá samningur verður ekki endurnýjaður að sinni. Um 10-15 manns nýttu sér þjónustu læknis á mánuði en kostnaðurinn var 70.000 kr. fyrir HR á mánuði. Fræðsla: Fræðsluþátturinn er hugsaður sem hluti af hinum þáttunum fjórum. Heilsuhópurinn leggur áherslu á mikilvægi þess að efla fræðslu og upplýsingar um heilsutengd málefni. Hafa mætti í boði létta hádegisfyrirlestra en einnig styttri og lengri námskeið fyrir starfsfólk og nemendur. Heilsuhópur leggur til að nota ýmsar kveikjur svo sem auglýsingar á skjám, töflum og neti sem hvetja fólk til að hugsa um heilsuna. 11

AÐGERÐAÁÆTLUN Mikilvægt er marka farveg fyrir heilsustefnu skólans svo stefnan verði HR til gæfu og gagns til lengri og skemmri tíma. Framtíðarsýn heilsuhópsins er sú að stefna þessi megi efla heilsu og lífsgæði starfsfólks og nemenda HR og þannig gera góðan skóla enn betri. Sá rammi sem hér hefur verið settur fram er hugsaður til viðmiðunar en eðlilegt er að heilsustefna þróist með tíð og tíma. Heilsuhópur bendir á eftirfarandi aðgerðir, í sjö liðum, til að fylgja stefnumótunarvinnunni eftir. Aðgerðirnar eru ekki númeraðar eftir mikilvægi en hins vegar er ítrekað mikilvægi þess að koma öllum liðum í framkvæmd svo heilsustefnan megi verða virk og gagnleg sem flestum, sem fyrst. Við hvern lið eru tilteknir ábyrgðaraðilar sem sjá um að hrinda þeim lið í framkvæmd. 1. Ábyrgðarmaður heilsustefnu HR Tilnefning ábyrgðarmanns heilsustefnu er í höndum rektors Heilsuhópur leggur áherslu á að rektor tilnefni ábyrgðarmann heilsustefnunnar. Sá aðili hefur ábyrgð, yfirumsjón og eftirfylgni með heilsustefnunni. Ábyrgðarmaður heilsustefnu fylgir stefnumótun heilsuhóps eftir og leitast við að styrkja stoðir heilsustefnunnar sem eru fræðsla, hreyfing, geðheilsa, næring, aðstaða og stuðningur. Í eftirfylgni felst meðal annars að sjá til þess að markmiðum heilsustefnunnar sé fylgt eftir. Einnig að afurðir heilsustefnunnar séu mældar reglulega til dæmis með könnunum. Könnun sú sem lögð var fyrir starfsfólk og nemendur í október 2009 verði þá höfð til viðmiðunar. Heilsuhópi er mikið í mun að heilsustefnunni verði fylgt vel eftir og er hann tilbúinn til að hittast og fara yfir stöðuna ásamt ábyrgðarmanni heilsustefnunnar. Leggur heilsuhópur hér með til að fundur hópsins ásamt ábyrgðarmanni heilsustefnu verði haldinn á vormánuðum 2010. Ábyrgðarmenn eftirfarandi liða ráðast að einhverju leyti í samráði við ábyrgðarmann heilsustefnu. 2. Kynning heilsustefnunnar Ábyrgð: Ásta, Birna og Eva. Heilsuhópur leggur mikla áherslu á að heilsustefnan verði kynnt vel fyrir starfsfólki og nemendum strax í byrjun árs 2010. Eftirfarandi aðgerðir eru lagðar til í því sambandi: Settur verði tengill á heimasíðu HR þar sem finna má almennar upplýsingar um heilsustefnuna en einnig þær upplýsingar sem eiga bæði við starfsmenn og nemendur. Upplýsingar, almennar og þær sem snúa sérstaklega að starfsmönnum, verði settar inn á Esjuna. Einnig verði allir viðburðir settir inn á dagatalið þannig að starfsmenn geti daglega séð hvað er í boði á vegum heilsustefnunnar. Upplýsingar, almennar og þær sem snúa sérstaklega að nemendum, verði settar í tengil á MySchool til dæmis mætti nýta tengilinn Mínir klúbbar og búa til Heilsuklúbb þar. Þannig gætu þeir nemendur sem það vilja skráð sig í 12

Heilsuklúbbinn og fengið upplýsingar og áminningar um það sem er í gangi á vegum heilsustefnunnar. Hannað verði Heilsukort HR. Kortið er hugsað sem leiðarvísir jafnt fyrir heilsustefnuna sem og útivistarumhverfi nýbyggingarinnar í Nauthólsvík. Inn á kortið verði merktir helstu stígar í nágrenni skólans og tilteknar nokkrar fjarlægðarmælingar frá HR til ýmissa staða í borginni. Með þessu er vakin athygli á möguleikanum til að hreyfa sig í vinnuhléum og einnig á möguleikanum til að nýta eigin orku til að ferðast á milli staða. Á kortinu yrðu einnig punktar sem sýndu stað og stund þegar hinir ýmsu hreyfihópar HR hittast svo sem sjósundshópur, skokkhópur og gönguhópur. Með þessu er vakin athygli á heilsustefnunni en jafnframt eru hinir ýmsu þættir hennar auglýstir og þannig hvatt til þátttöku HR-inga. Heilsustefna HR verði þýdd á enska tungu svo hún nái til alls starfsfólks og allra nemenda skólans. 3. Upplýsingar og fræðsla Ábyrgð: Ásta, Birna og Sigríður Hulda. Mikilvægt er að bjóða upp á fræðslu um heilsueflingu fyrir bæði nemendur og starfsfólk HR. Þetta gætu til dæmis verið 30 mínútna hádegisfyrirlestrar en einnig svokallaðar kveikjur sem eru auglýsingar sem hvetja fólk til að huga að heilsunni. 4. Stofnun hreyfihópa Ábyrgð: Birna og Sigríður María Heilsuhópur leggur til að strax verði stofnaðir hreyfihópar. Nú þegar er til staðar sjósundshópur HR undir dyggri forystu Jóhönnu Fríðu Dalkvist (TVD). Skokkhópur HR er í undirbúningi og þegar hafa nokkrir aðilar tekið jákvætt í að leiða hann. Einnig er verið að undirbúa stofnun gönguhóps HR. 5. Heilsukort HR Ábyrgð: Eva og Hannes Högni. Heilsukort HR er hugsað sem kort af nýbyggingu HR í Nauthólsvíkinni ásamt næsta umhverfi hennar. Á kortið yrðu helstu stígar í nágrenninu merktir en einnig sýnd dæmi um fjarlægðir til nokkurra staða í borginni. Á kortinu yrðu einnig merktir með punktum hreyfihópar HR svo sem sjósundshópur, skokkhópur og gönguhópur. Við hvern punkt er tiltekið hvenær hóparnir hittast. Þetta kort mætti ef til vill vinna með hliðsjón af Umhverfisstefnu HR þar sem hugmynd kom fram um að búa til kort sem sýndi fjarlægð frá HR til hinna ýmsu staða í Reykjavík (mælda í hjólamínútum, göngumínútum) og sýndi jafnframt þá almenningssamgöngukosti sem í boði væru. Á heilsukortinu þurfa að vera upplýsingar um ábyrgðarmann heilsustefnu og hvert á að leita í sambandi við frekari upplýsingar um stefnuna. Heilsuhópur telur að hönnun Heilsukorts HR sé afar mikilvægur liður í að kynna Heilsustefnu HR. Jafnframt er heilsukortið mjög mikilvægur liður í að koma heilsustefnunni í framkvæmd. Heilsukortið er notað til að kynna heilsustefnuna og þá heilsutengdu þætti sem eru í boði hverju 13

sinni. Kortið verður prentað, en jafnframt aðgengilegt á ytri vef skólans, Esju og MySchool og birt á auglýsingaskjávörpum innan skólans. Mikilvægt er að kortið verði uppfært reglulega. 6. Aðstaða til heilsuræktar Ábyrgð: Þórdís og Ásta. Heilsuhópurinn vill undirstrika hversu bagalegt það er að niðurskurður skuli hafa bitnað á íþróttaaðstöðu í nýbyggingu HR í Nauthólsvík. Heilsuhópur leggur því mikla áherslu á að í byrjun nýs árs verði farið í formlegar viðræður við Val (eða aðra / fleiri aðila) um afnot af aðstöðu til iðkunar íþrótta innandyra. Heilsuhópur leggur mikla áherslu á að við stækkun nýbyggingarinnar verði tryggð fjölbreytt og góð aðstaða til ástundunar íþrótta og heilsuræktar, bæði fyrir nemendur og starfsfólk skólans. 7. Heilsudagur HR Ábyrgð: Birgir, Jóhanna Fríða, Pétur og Sunna. Í byrjun fjallaði heilsuhópur um hvort heilsuviðburðurinn ætti að vera einungis fyrir HR-inga eða einnig opinn almenningi til þátttöku. Eftir að hafa skoðað málið vandlega leggur heilsuhópur eindregið til að í fyrstu verði kraftarnir nýttir til að efla heilsu HR-inga og sjónum því beint inn á við. Í könnuninni kom fram að nemendum fannst ekki mikið gert fyrir þá og því teljum við mikilvægt að hafa fyrsta Heilsudag HR bara fyrir HR-inga. Heilsudagur HR yrði jafnframt nýttur til kynningar á Heilsustefnu HR og hvatningar til almennrar heilsueflingar. Á heilsudegi HR mætti til dæmis efna til keppni milli starfsfólks og nemenda en einnig innbyrðis í þessum hópum. Til að hvetja til þátttöku sem flestra verði boðið upp á ýmis atriði af almennum toga (t.d. reiptog, brennó, hlaup í skarðið) en einnig atriði sem höfða til keppnisfólks (boltaíþróttir, hlaup, hjólreiðar, róður o.fl.). Við undirbúning heilsudagsins er afar mikilvægt að virkja hóp nemenda og starfsfólks. 14

LOKAORÐ Heilsuhópur þakkar stjórnendum HR að fá tækifæri til að vinna að svo mikilvægu málefni sem mótun heilsustefnu er. Slíkt traust sýnir skilning á mikilvægi heilsu fyrir mannauð skólans og vilja til að gera enn betur. Vinna við heilsustefnuna hefur verið okkur mikið ánægjuefni og erum við öll tilbúin til að hafa hönd í bagga með stefnunni áfram. Okkur er það mikið kappsmál að heilsustefnan endi ekki sem skúffuskýrsla og vonum að aðgerðaáætlun stefnunnar nýtist við að koma henni í framkvæmd. Við bendum þar að auki á að kostnaður við að hrinda stefnunni í framkvæmd er ekki mikil. Það að efla heilsu starfsfólks og nemenda skilar skólanum fólki sem er mun betur tilbúið til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja. Að endingu leggur heilsuhópur áherslu á að með mótun heilsustefnu sýnir Háskólinn í Reykjavík að hann er framsækinn og nútímalegur skóli sem leggur mikla áherslu á að búa sem best að þeim mannauði sem í skólanum býr. Heilsustefna HR kemur til með að efla starfsemi skólans og bæta ímynd hans enn frekar. 15