HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM"

Transcript

1 HÖNNUN BURÐARVIRKIS IÐNAÐARHÚSS SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI BYGGINGAREFNUM Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2014 Höfundur: Kennitala: Torfi G.Sigurðsson Tækni- og verkfræðideild School of Science and Engineering

2 Tækni- og verkfræðideild Heiti verkefnis: Hönnun burðarvirkis iðnaðarhúss samanburður á mismunandi byggingarefnum Námsbraut: BSc Tegund verkefnis: Lokaverkefni í tæknifræði BSc Önn: Námskeið: Ágrip: Vorönn 2014 Höfundur: BT LOK1012 Verkefnið er hönnunarverkefni sem miðar að því að bera saman mismunandi byggingarefni í burðarvirki iðnaðarhúss. Fjallað er um hönnunar-, álags- og efnisforsendur, auk staðal- og reglugerðarákvæði. Verkefninu fylgja í viðaukum ítarlegir útreikningar á burðarhlutum og festingum. Umsjónarkennari: Guðbrandur Steinþórsson Fyrirtæki/stofnun: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk: 19. maí 2014 Burðarvirkjahönnun, stál, steypa, timbur. Dreifing: opin lokuð til: Structural design, steel, concrete, timber. 2

3 Formáli Þetta verkefni er lokaverkefni í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík unnið á vorönn Verkefnið er hönnunarverkefni sem gengur út á að hanna burðarvirki iðnaðarhúsnæðis með tilliti til mismunandi byggingarefna, stál, timburs eða steypu. Verkefnið er aðallega hugsað til að öðlast færni í að reikna burð mismunandi efna og gera sér grein fyrir hvað ber að varast. Verkefni sem þetta gefur einnig tækifæri á að skoða hluti sem ekki hafa verið skoðaðir áður í námsefninu. Þakkir: Ég vil þakka leiðbeinandanum mínu Torfa G. Sigurðssyni fyrir aðstoðina við úrvinnslu verkefnisins. Öllum þeim kennurum sem komið hafa að námi mínu í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík vil ég þakka fyrir þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér til að öðlast skilning á námsefninu. Samnemendum mínum í náminu vil ég þakka fyrir samfylgdina. Sérstaklega vil ég þakka Jóhanni Alberti Harðarsyni fyrir aðstoðina og samtölin við úrlausn verkefnisins. Fjölskylda: Sérstakar þakkir fær konan mín fyrir skilning og þolinmæði í gegnum námið þar sem uppeldi strákanna okkar þriggja hefur mikið lent á hennar herðum alla dagana og kvöldin sem ég hef varið í skólanum. Tengdaforeldrum mínum vil ég þakka fyrir alla þá aðstoð sem þau hafa veitt mér og konunni minni í gegnum námið. Huldu Guðrúnu Bragadóttur og Guðmundi Kristjáni Sæmundsen vil ég þakka fyrir yfirlestur verkefnisins og tölvuaðstoð. Að lokum vil ég þakka foreldrum mínum fyrir alla þá aðstoð sem þau hafa veitt mér í gegnum námið. Reykjavík, 19. maí

4 Efnisyfirlit Formáli... 3 Listi yfir myndir... 6 Listi yfir töflur... 6 Inngangur Hönnunarforsendur Álagsforsendur Snjóálag Vindálag Jarðskjálftaálag Notaálag Eiginþyngd Hönnun Reiknimódel timbur og stál Reiknimódel steypa Álagsfléttur Brotmarkaástand Notmarkaástand Óhappaálag Jarðskjálfti Jafngildis varanlegt álag (Quasi permanent) Formbreytingar Súlur Stál súlur Timbursúlur Steyptar súlur Þakbiti Þakbiti úr stáli Þakbiti úr timbri Þakbiti úr steypu Festingar Festing stálramma við undirstöður Festing stálramma í rammahorni Festing timburramma við undirstöðu Festing timburramma í rammahornum Festing steypts þakbita við súlur Milliloft

5 6.1 Stál Timbur Gaflstoðir Vindstýfingarkerfi Þrýstistangir Togstangir Steyptur veggur milli súlna Þakásar Kostnaðaráætlun Stálrammi Steyptur rammi Timburrammi Niðurstaða Lokaorð Heimildaskrá Viðauki 1: Álagsforsendur Viðauki Stál Viðauki Stálfestingar Viðauki Timbur Viðauki Timburfestingar Viðauki Steypa Viðauki Festing steypts bita við súlu

6 Listi yfir myndir Mynd 1: Sýnir svæðisskiptingu landsins varðandi lágrétta hröðun (Staðlaráð Íslands, 2011).. 9 Mynd 2: Sýnir hvernig krafturinn er settur á þakið í Sap... 9 Mynd 3: Uppsettning ramma í Sap Mynd 4: Uppsetning ramma fyrir steypu í Sap Mynd 5: Skilgreining á byggingarhlutum í stáli Mynd 6: Skilgreining á byggingarhlutum í steypu Mynd 7: Vægisferill eins og hann lítur út við hýfingu bita Mynd 8: Sýnir festingu súlu C við undirstöðu fyrir stál Mynd 9: Sýnir festingu í rammahorni fyrir stál Mynd 10: Festing súlu við undirstöðu í timburramma Mynd 11: Brotform tvísniðs tenginga úr timbri og festing í rammahorni á súlu C úr timbri.. 23 Mynd 12: Festing steypts þakbita við súlu og hvernig benda þarf fyrir krafti Mynd 13: Sýnir uppbyggingu millilofts Mynd 14: Sýnir gaflastoðir úr timbri Mynd 15: Sýnir gaflastoðir úr stáli Mynd 16: Vindstýfingarkerfi í aðra áttina Listi yfir töflur Tafla 1: Verð á stálramma Tafla 2: Verð á steyptum ramma Tafla 3: Verð á timburramma

7 Inngangur Byggingin sem til skoðunar er í þessu verkefni er iðnaðarhúsnæði í Hveragerði. Iðnaðarhúsnæðið sem er 1239 m 2 að stærð eða 70,8 m að lengd og 17,5 m að breidd. Húsinu er skipt niður í 12 mismunandi iðnaðarbil sem eru hugsuð fyrir ýmiss konar iðnað. Öll iðnaðarbilin eru svipuð að stærð eða 5,65 m að breidd ef frá eru talin endabilin en þau eru 7 m breið. Þak byggingarinnar er einhalla með 8 halla og eru veggir annarsvegar 7,265 m á hæð og svo hinsvegar 4,834 m á hæð. Á lægri hlið byggingarinnar eru stórar iðnaðarhurðir, ein fyrir hvert bil. Inni í hverju iðnaðarbili er gert ráð fyrir millilofti í hærri enda sem nær 3,5 m inn í bilið. Þegar kom að því að finna lokaverkefni var höfundi hugsað til iðnaðarhúsnæðis sem hann tók þátt í að byggja árið Höfundur átti samtal við eiganda húsnæðisins sem tjáði honum að upprunalega hefði byggingin átt að vera staðsteypt en þar sem gengi krónunnar var það sterkt gagnvart dollara á þeim tíma hafi borgað sig að kaupa stálgrindarhús frá Kína. Í kjölfar þess kviknaði sú hugmynd að skoða hvernig útfæra mætti sama burðarvirkið fyrir mismunandi byggingarefni. Verkefni sem þetta tekur á mörgum þáttum í því námsefni sem farið hefur verið yfir síðastliðin fjögur ár og reynir á marga þá þætti sem nauðsynlegt er að hafa á hreinu áður en haldið er út á vinnumarkaðinn. Verkefnið er hugsað sem samanburður á því hvernig hægt sé að útfæra burðarvirki með mismunandi byggingarefni í huga en ekki sem endanleg útfærsla fyrir tækniteiknara til úrvinnslu. Verkefni af þessu tagi býður ekki upp á langa ritgerðarsmíð en með verkefninu fylgja ítarlegir útreikningar í viðaukum, auk skýringarmynda þar sem þess var talið þörf. 7

8 1. Hönnunarforsendur Hönnun burðarvirkis þessarar byggingar er í samræmi við íslenska staðla og reglugerðir. Stuðst er við evrópsku hönnunarstaðlana Eurocodes ásamt viðeigandi íslenskum þjóðarskjölum. Staðlar sem stuðst er við í hönnun eru eftirfarandi: ÍST EN 1990 (Eurocode 0): Basis of structural design (EC0). ÍST EN 1991 (Eurocode 1): Actions of structures (EC1). ÍST EN 1992 (Eurocode 2): Design of concrete structures (EC2). ÍST EN 1993 (Eurocode 3): Design of steel structures (EC3). ÍST EN 1995 (Eurocode 5): Design of timber structures (EC5). ÍST EN 1997 (Eurocode 7): Geotechnical design (EC7). ÍST EN 1998 (Eurocode 8): Design of structures for earthquake resistance (EC8). Þjóðarviðaukar NA:2010: Íslenskir þjóðarviðaukar við evrópska þolhönnunarstaðla. 1.1 Álagsforsendur Hér á eftir verður farið yfir það álag sem verkar á bygginguna Snjóálag Byggingin er staðsett í Hveragerði sem samkvæmt íslenska þjóðarviðaukanum við EC1-1-3 er á snjóálagssvæði 1. Kennigildi snjóálags (S k ) á því svæði er 2,1 kn/m 2. Allar frekari forsendur og útreikninga snjóálags má sjá í útreikningum í meðfylgjandi viðauka Vindálag Vindálagið á húsið er reiknað eftir staðli EC1-1-4 og Íslenska þjóðarviðaukanum við EC Í þjóðarviðauka segir að grunngildi vindhraða skuli reiknað sem 36 m/s. Við útreikninga vindálags þarf að skoða hvernig umhverfið umhverfis bygginguna er. húsið stendur við Suðurlandsveginn þar sem lítið er um hindranir fyrir vindinn til að yfirstíga er valin hrýfisflokkur 1. Hraðaþrýstingur vinds reiknast sem 2,1 kn/m 2. Innri vindþrýstingsstuðull er ákveðinn eftir grein í staðli og skal hann vera +0,2 og -0,3 eins og note 2 í jöfnu 7.3 segir til um. Einnig er skoðað sérstaklega ef að vindur stendur upp í opnar hurðir byggingarinnar. Slík tilfelli geta komið upp ef að í húsinu væri starfsemi sem krefðist þess að hurðir yrðu opnaðar sama hvernig viðraði t.d björgunarsveit eða slökkvilið. Slíkt tilfelli er skoðað sem óhappaálag og eru því álagsstuðlar í álagsfléttu hafðir 1,0. Allar frekari forsendur og útreikninga fyrir vindálag má sjá í viðauka 1. 8

9 1.1.3 Jarðskjálftaálag Í þjóðarviðaukanum við jarðskjálftastaðalinn EC8-1 má sjá að Hveragerði er staðsett á svæði með mögulega jarðskjálftahröðun upp á 50% af jarðhröðun. Jarðskjálftaálag með svo mikla lágrétta hröðun er nauðsynlegt að skoða með tilliti til hvaða áhrif það hefur á burðarvirki byggingar. Útreikningar í viðauka 1 sýna hvernig álagið var metið fyrir steinsteypta burðarvirkið en sömu aðferð var beitt varðandi timbrið og stálið. Mögulegt álag á bygginguna er skoðað með aðferð úr staðli EC8-1 sem heitir Lateral force method of analysis. Eiginsveiflutími byggingar er fundinn með hjálp forritsins Sap Gert er ráð fyrir að byggingin sé grunduð á jarðvegi í flokki A sem er klöpp eða ekki dýpra en 5 m á klöpp. Byggingin er í mikilvægisflokki I sem eru byggingar sem hafa lítið vægi varðandi slysahættu á fólki. Aðferðinni er beitt þannig að fundinn er mögulegur skerkraftur (F B ) við undirstöðu bygginga. Til að finna þennan kraft þarf að áætla mögulega þyngd efri hluta byggingar en í því fellst þyngd þakbita, hálfrar súlu, klæðningar o.fl. Stuðullinn S D (T) í þessu tilviki er 64% af jarðhröðuninni. Krafturinn (F B ) er Mynd 1: Sýnir svæðisskiptingu landsins varðandi lágrétta hröðun (Staðlaráð Íslands, 2011). Mynd 2: Sýnir hvernig krafturinn er settur á þakið í Sap fundinn með því að margfalda stuðulinn (S D (T)) með þyngdinni og fæst þannig lágréttur kraftur við undirstöðu. Með því að færa þann kraft upp í mitt þakið í Sap ásamt viðeigandi álagsfléttu, eins og sjá má á mynd 2, fæst mögulegt jarðskjálftaálag á rammann. Niðurstöður útreikninga leiddu í ljós að álag vegna jarðskjálfta var ekki ráðandi fyrir burðarvirkin vegna þess hversu létt þau eru Notaálag Inni í hverju iðnaðarbili er gert ráð fyrir millilofti sem nær 3,5 m inn á gólf frá hærri enda húsnæðisins. Ekkert liggur fyrir um mögulega notkun á húsnæðinu og þar af leiðandi er nokkuð óljóst í hvaða flokk eigi að setja notaálag á gólfflötinn. Líklegast þykir að milliloftin verði notuð sem skrifstofur eða kaffistofur. vafi leikur á því er valið örlítið hærra gildi en fyrir flokk B sem er skrifstofuhúsnæði. Valinn er flokkur C3 í töflu 6.1 og 6.2 í EN1-1-1 sem er álag þar sem fólk gæti mögulega safnast saman án mikilla hindrana. Notaálagið er því ákveðið 5 kn/m 2 og gera þarf ráð fyrir að í stað notaálagsins geti verkað stakt punktálag upp á 4 kn. 9

10 1.1.5 Eiginþyngd Eiginþyngdir eru mismunandi eftir gerð og stærð burðarvirkis. Við útreikninga á sniðkröftum var bæði notast við forrit og handútreikninga til að áætla þyngdir. Reiknað er með að þakið sé klætt með yleiningum. Til að það sé hægt má lengd milli þakása ekki vera meiri en 2 m. Áætluð þyngd yleininga er fengin hjá framleiðenda og er með öllu 0,5 kn/m 2. Eiginþyngd járnbentrar steinsteypu er fengin úr staðli EC1-1-1 tafla A.1. Þar segir að þyngd steypu sé 24 kn/m 2 en sé hún járnbent þarf að bæta við 1 kn/m 2. Áætluð þyngd járnbentrar steypu er því 25 kn/m 2. Fyrir þyngd límtrés er tekin meðalþyngd sem er 500 kg/m 3. 10

11 2. Hönnun Hér verður farið yfir þær aðferðir sem beitt var við hönnun burðarvirkisins. 2.1 Reiknimódel timbur og stál Við útreikninga á sniðkröftum var ramminn teiknaður upp í finite element forritinu Sap 2000 v.15. Álag var sett á rammann miðað við ramma númer 2 frá gafli þar sem sá rammi hefur mesta burðarlengd (lengd í næsta ramma) og er þar af leiðandi sá rammi sem tekur á sig mest álag.burðarlengd rammans reynist vera 6.34 m og er það sú lengd sem miðað er við þegar reiknað er snjóálag, vindálag og eigin þyngd. Ramminn er hafður liðtengdur við undirstöður og vægisstífur í rammahornum. Miðsúla er höfð liðtengd við undirstöður og ramma. Til að draga úr mögulegum hliðarfærslum án þess að hafa óhófleg þversnið í Mynd 3: Uppsettning ramma í Sap 2000 burðarvirkinu er ákveðið að stífa burðarvirkið af milli ramma og miðsúlu með togstöngum. Með þessu er einnig dregið úr vægi í rammahornum og þar af leiðandi notast við einfaldari festingar til að ná fram vægisstífninni. Á móti eykst tog í undirstöðum og þurfa þær þar af leiðandi að vera stærri til að ramminn dragi þær ekki upp úr jarðveginum. 2.2 Reiknimódel steypa Við útreikninga á steinsteypuvirki er einnig stuðst við reikniforritið Sap Sömu forsendur gilda og fyrir stál og timbur. Skoðaður er rammi tvö frá gafli. Hér er sú breyting gerð að á milli miðsúlu og lengri súlu ramma er settur 15 cm þykkur steyptur veggur til stýfingar. Allar súlur í rammanum eru reiknaðar sem liðtengdar bæði við undirstöðu og í rammahornum. 2.3 Álagsfléttur Eftirfarandi álagsfléttur eru settar upp í Sap 2000 til útreikninga á sniðkröftum Brotmarkaástand Allir þolútreikningar byggingarhluta, festinga og undirstaðna eru framkvæmdir í brotmarkaástandi. Öryggisstuðlar eru fengnir úr staðli EC0, töflum A1.1 og A1.2(B). ɣ Gj,sub = 1,35 ψ 1,snow = 0,5 Mynd 4: Uppsetning ramma fyrir steypu í Sap

12 ɣ Gj,inf = 1,0 ψ 1,wind = 0,2 ɣ Q1 = 1,5 ψ 2,wind = 0 ψ 0,snow = 0,7 ψ 2,snow = 0,2 ψ 0,wind = 0,6 Við úrlausn á verkefninu verða eftirfarandi álagsfléttur notaðar í brotmaraástandi. G: Eiginþyngd Q: Notaálag A: Óhappaálag Brot 1: ɣ Gj,sub * G Eig + ɣ Q1 * Q snjór Brot 2: ɣ Gj,inf * G Eig + ɣ Q1 * Q vindur,90 Brot 3: ɣ Gj,inf * G Eig + ɣ Q1 * Q vindur,0 sog á þak Brot 4: ɣ Gj,inf * G Eig + ɣ Q1 * Q vindur,180 Brot 5: ɣ Gj,sub * G Eig + ɣ Q1 * Q vindur,0 þrýst á þak Brot 6: ɣ Gj,sub * G Eig + ɣ Q1 * Q vindur,0 þrýst á þak + ɣ Q1 * ψ 0,snow * Q snjór Brot 7: ɣ Gj,sub * G Eig + ɣ Q1 * Q snjór + ɣ Q1 *ψ 0,wind * Q vindur,0 þrýst á þak Notmarkaástand Allar formbreytingar byggingarhluta svo sem hliðarfærslur og niðurbeygjur eru skoðaðar í notmarkaástandi. Samkvæmt staðli EC0 skulu allir öryggisstuðlar í notmarkaástandi vera 1,0 nema þar sem tvö eða fleiri notaálög verka saman, þá kemur lækkunarstuðull á annað þeirra. Not 1: G Eig + Q snjór Not 2: Q snjór Not 3: G Eig + Q vindur,0 þrýst Not 4: Q vindur,0 þrýst + ψ 1,snow * Q snjór Not 5: Q snjór + ψ 1,wind * Q vindur,0 þrýst Not 6: G Eig + Q vindur,180 Not 7: G Eig + Q vindur,0 Not 8: G Eig + Q vindur,0 + ψ 1,snow * Q snjór Not 9: G Eig + ψ 1,wind * Q vindur,0 + Q snjór Not 10: Q vindur, Óhappaálag Sá möguleiki er fyrir hendi þar sem ekki er fyrir fram ákveðið hverskonar starfsemi verður í húsinu að það þurfi að vera hægt að opna hurðir þegar mikill vindur er. Þegar slíkt gerist rúmlega tvöfaldast innri vindþrýstingur inni í byggingunni. Því er búin til óhappa álagsflétta til að skoða hvaða áhrif þetta hefur á burðarvikið. Í slíkum tilfellum eru álagsstuðlar 1,0. 12

13 Óhapp: G Eig + A vindur,0 opin hurð Jarðskjálfti Þegar skoðað er mögulegt jarðskjálftaálag er ekki gert ráð fyrir að notaálag verki á sama tíma. Inn í álagsfléttuna er tekin eiginþyngd byggingar og punktálag á mitt þakið. Jarð: G Eig + A FB Jafngildis varanlegt álag (Quasi permanent) Þegar reiknaðar eru niðurbeygjur í steypu þarf að skoða álagsfléttuna quasi permanent fyrir langtíma niðurbeygjur. Hún gerir ráð fyrir að hreyfanlegt álag, t.d. snjór, geti verkað á bygginguna í langan tíma og verði því að gera ráð fyrir hluta þess þegar byggingin er skoðuð. Quasi: G Eig + ψ 2,snow * Q snjór 2.4 Formbreytingar Kröfur um formbreytingar mannvirkja má finna í kafla 8.2 í Íslensku Byggingarreglugerðinni. Í grein kemur fram að byggingum er skipt niður í þrjá mögulega flokka eftir gerð og hlutverki þeirra. Byggingin sem unnið er með hér fellur í flokk C þar sem litlar kröfur eru gerðar til útlits og notagildis m.t.t. stífleika, t.a.m. iðnaðarhúsnæði (Byggingarreglugerð nr. 112/2012). Í töflu 8.01 má sjá að fyrir þök/loftaplötur í flokki C eiga formbreytingar ekki vera meiri en L/150 fyrir heildarálag og L/200 fyrir hreyfanlegt álag. L stendur fyrir haflengd viðkomandi burðareiningar. Í sömu töflu má sjá að gólfplötur eiga ekki svigna meira en L/150 fyrir heildarálag og L/300 fyrir hreyfanlegt álag. Við þetta bætist að samkvæmt töflu 8.02 má formbreyting vegna 1 kn skammtíma punktálags á létta bita og létt gólf ekki vera meira en 3 mm. Kröfur um hámarks hliðarfærslur burðarvirkis má finna í töflu 8.03 í Byggingarreglugerðinni. Fyrir burðarvirki í flokki C má hliðarfærsla ekki vera meiri en H/300. H stendur fyrir hæð einstakra hæða í byggingunni sem í þessu tilfelli er hæð lægri hliðar iðnaðarhúsnæðisins eða 4,8 m. 13

14 3. Súlur Hér verður farið yfir útreikninga á súlum í burðarvikinu. Súlur eru burðareiningar sem fyrst og fremst bera áslægan þrýstikraft og í þessu tilviki bæði togkraftar og þrýstikraftar en einnig skerkrafta og vægi. Á mynd 5 má sjá skilgreiningar á byggingarhlutum fyrir stál og timbur og þeim punktum sem skoðaðir voru. Töflur með þeim sniðkröftum sem verka á byggingarhlutana má sjá í viðaukum 2 og 4 fyrir þar til gert byggingarefni ásamt því úr hvaða álagsfléttum þeir voru fengnir. Mynd 5: Skilgreining á byggingarhlutum í stáli Á mynd 6 má sjá skilgreiningar á byggingarhlutum fyrir steypu ásamt þeim punktum sem skoðaðir voru. Töflu með gildum á sniðkröftunum sem verka á burðarvirkið má sjá í viðauka 6 sem inniheldur útreikninga á steinsteypunni. Mynd 6: Skilgreining á byggingarhlutum í steypu Allir útreikningar á stáli miðast við staðalinn EC3-1-1 nema annað sé tekið fram. Allt stál skal vera í styrkleikaflokk S235. Farið er eftir ákvæði í Ståbi (tafla 6.2 í 21. útgáfu) þar sem segir að ef þykkt flangs fer yfir 16 mm þá sé flotstyrkur stáls lækkaður í 225 Mpa. Miðað er við að fjaðurstuðull sé Mpa og skerstuðull G sé Mpa. 14

15 Allir útreikningar á timbri miðast við staðalinn EC5-1-1 nema annað sé tekið fram. Allir útreikningar miðast við límtré í styrkleikaflokki GL 32h en þar stendur GL fyrir glulam (límtré) og h fyrir homogen (einsleitt). Notkunarflokkur timburs er valinn serivice class 2 en hann er skilgreindur fyrir timbur sem er í 20 hita og rakastig umhverfisins fer ekki yfir 85% nema mögulega nokkrum sinnum á ári. Gert er ráð fyrir að sömu sniðkraftar verki á timburvirkið og á stálvirkið til að auðvelda samanburð. Allir útreikningar á steinsteypu miðast við staðalinn EC2-1-1 nema annað sé tekið fram. Útreikningar miðast við að steypan sé í styrkleikaflokki C25/30. Það þýðir að kennigildi þrýstiþol sívalnings sem er steyptur úr steypunni sé eftir 28 daga 25 Mpa. Seinni talan segir til um þrýstiþol sömu steypu ef prófaðir eru kubbar í stað sívalninga. Gert er ráð fyrir að allt stál sem notað er í járnabendingu sé í flokki B500C. Steypuhula bendistáls er háð umhverfisþáttum og skal minnst vera 25 mm en gert er ráð fyrir mögulegri skekkju við framkvæmdir upp á 10 mm. Við útreikninga er því miðað við 35 mm steypuhulu. 3.1 Stál súlur Við útreikninga á stálsúlum var byrjað á að skoða skerþol súlunnar (EC3-1-1 jafna 6.18). Skerkraftar byrja að minnka vægiþol þversniða úr stáli þegar skerkrafturinn sem verkar á það er kominn yfir 50% af skerþoli þversniða. Vegna þessa er gerð sú krafa í staðli að þetta sé skoðað með jöfnu Raunin var sú að í þessu mannvirki fór skerkrafturinn aldrei yfir þessi mörk og var því ekki ástæða til að lækka vægiþol vegna þessa. Einnig þarf að skoða hvort að möguleiki sé á kiknun í lífplötu bitans vegna skerkrafta. Vægiþol súlu er reiknað sem margfeldi af plastísku tregðuvægi þversniðs og flotstyrks í stáli með viðeigandi öryggisstuðlum. Þegar súla verður fyrir bæði vægi og normalkrafti (þrýstingi) getur þurft að lækka vægiþol þversniðsins ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt. Annars vegar ef að 25% af þrýstiþoli þversniðsins er ekki hærra en krafturinn sem verkar á það (jafna 6.33) og hins vegar ef að 50% af þrýstiþoli lífplötu er ekki hærra en þrýstikrafturinn (jafna 6.34). Togþol og þrýstiþol súlu úr stáli er reiknað eins eða sem margfeldi á flatarmáli stálsins í súlunni og flotstyrks stálsins með viðeigandi öryggisstuðlum. Hættan á kiknun er yfirleitt ráðandi í vali á þversniði fyrir súlur. Þar eru skoðuð þrjú tilvik. Kiknun vegna normalkrafts (þrýstings), kiknun vegna vægis og að lokum samverkun vegna vægis og normalkrafts. Sá þáttur sem helst hefur áhrif í þeim útreikningum er kiknunarlengd súlunnar. Kiknun er orð yfir formbreytingu sem á sér stað í átt sem er hornrétt á kraftastefnu. Hætta á kiknun eykst eftir því sem möguleg kiknunarlengd er lengri en minnkar eftir því sem þversniðið er stífara gagnvart beygju. Ramminn er vel stífaður og hliðarfærslur litlar. Súlur A og B (sjá mynd 5) eru stífaðar í punkti 2 þar sem milliloft tengist rammanum. Kiknunarlengd fyrir súlur A og B var tekin frá punkti 2 upp í punkt 3.Mögulega er sú lengd örlítið ofmetin sérstaklega fyrir súlu A vegna vægisstífni í festingu að ofanverðu, en á móti kemur að útreikningar eru öruggu megin. Sama á við um súlu C, mögulegt ofmat á kiknunarlengd vegna vægisstífni í festingu að ofanverðu en fyrir súlu C var kiknunarlengdin tekin sem öll lengd súlunnar. Valin þversnið í súlur voru eftirfarandi. Fyrir súlu A var valinn HEA 160 biti, í súlu B varð fyrir valinu HEA 120 biti og fyrir súlu C var það HEA 240 biti. Hliðarfærslur súlnanna 15

16 voru lesnar beint út úr Sap forritinu en þar sem ramminn er vel stífaður stóðust þær vel kröfur byggingareglugerðar. 3.2 Timbursúlur Útreikningar á timbursúlunum miðast við að finna nauðsynlegt þversnið svo þær þoli þá sniðkrafta sem á þær verka. Þegar ramminn var módeleraður í forriti var gert ráð fyrir að festingar í rammahornum séu vægisstífar. Til að ná fram vægisstífni miðað við þá festingu sem lagt var upp með varð hún ráðandi fyrir stærð þversniðsins. útreikningar á festingu fóru fram eftir útreikningum á súlum var tekin sú ákvörðun að sýna þá útreikninga sem komnir voru, því svo lengi sem þversniðið er stækkað fyrir festingar eru súlurnar í lagi. Því sýna útreikningarnir á súlu A og C aðeins nauðsynleg þversnið en ekki endanlegt val. Niðurstaðan varð sú að vegna festinga þurfti að stækka þversniðin. Við útreikninga á timbursúlunum var byrjað að skoða hvort þol þess timburs sem ákveðið var að nota nægði til að standast gefið álag. Hægt er að fletta upp þoli timburflokka í töflum en í þessu verkefni var notuð tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5. Þær kröfur sem yfirleitt eru ráðandi í vali á þversniði úr timbri eru eins og þegar kemur að stáli samverkun vægis og normalkrafta. Þegar vægi og þrýstingur verka á gefið þversnið þarf að fara í gegnum útreikninga sem skera úr um hvort hætta sé á kiknun. Eins og varðandi stálið er það möguleg kiknunarlengd sem ræður hvað mestu um kiknun ásamt tregðu þversniðsins til að kikna. Sömu lengdir voru teknar sem kiknunarlengdir í timbrinu og voru notaðar í stálinu, það er að segja fyrir súlu A og B var það frá punkti 2 í punkt 3 (sjá mynd 5) og fyrir súlu C var það öll lengd súlunnar. Eins og þegar hefur komið fram voru það festingar í rammahornum sem réðu stærð þversniða fyrir súlur A og C þar sem stækka þurfti þversniðin til að sú festing sem þurfti til að ná fram vægisstífni kæmist fyrir. Útreikninga á festingum má sjá í viðauka 5 en hér verður farið yfir endanlegt val á þversniði. Vegna stýfinga í rammanum er vægi í rammahornum ekki eins stórt fyrir súlu A og fyrir súlu C. Festing fyrir súlu A þarf því ekki að vera jafn stór og hægt er að komast upp með minna þversnið í súlunni. Áður en ákvörðun var tekin um endanlegt þversnið súlnanna var þeim möguleika velt upp að hafa þær breiðar uppi í rammahornum og láta þær mjókka niður (tapered columns). Ekki er víst að efnissparnaður sem hlýst af notkun slíkrar súlu dekki aukinn kostnað við smíðina. Einnig er oft valið að nota slíkt þversnið þar sem plássið sem súlan tekur skiptir máli en það á ekki við í þessu tilfelli. Því var ákveðið að notast við þversnið sem er jafn breitt niður. Fyrir súlu A var valið að nota 115 mm breiða og 433 mm háa súlu. Súlan er þannig uppbyggð að hún verður tvöföld, það er að segja tvær eins súlur eru hvoru megin við þakbitann og á milli þeirra eru settir millileggir svo að við fyrstu sýn líta þær út fyrir að vera ein heild. Súla B er miðsúlan í rammanum og virkar sem undirstaða fyrir þakbitann. Gert er ráð fyrir að hún sé liðtengd við undirstöðu og ramma og því verkar aðallega normalkraftur á súluna. Hæfilegt þversnið fyrir súluna er valið breidd 140 mm og hæð 167 mm. Hæðin var svo hækkuð í 200 mm til að ásetuþrýstingur þakbitans stæðist kröfur. Súla C er sú súla í rammanum sem hefur mesta kiknunarlengd og hefur hæsta gildi á vægi í rammahorni. Súlan er eins uppbyggð og súla A, þ.e.a.s. tvöföld, ein súla sitthvoru megin við þakbita. Valið þversnið er 115 mm breitt og 667 mm hátt. Hliðarfærslur súlnanna voru lesnar beint út úr Sap forritinu. ramminn er vel afstífaður og þversnið súlnanna er veglegt vegna festinga í rammahornum voru þær ekki vandamál og stóðust kröfur byggingareglugerðar. 16

17 3.3 Steyptar súlur Steypti ramminn er þannig byggður að milli súlna A og B kemur steyptur veggur sem er 3,28 m hár (sjá mynd 6). Fyrir ofan vegg eru súlurnar lausar og flokkast því sem óstífaðar súlur (unbraced columns). Súla C er tekin sem stífuð súla (braced columns) þar sem það er metið sem svo að veggurinn og hinar súlurnar stífi gegn lágréttu álagi. Við útreikninga á steyptum súlum er byrjað á að meta stífleika. Steyptum súlum er skipt í tvo flokka, slappar og stífar súlur. Við mat á stífleika þarf að finna virka lengd súlunnar. Virk lengd súlu ræðst af því hvernig súlan er fest bæði við undirstöðu og þakbita. Meta þarf stífni festinganna, en mismunandi reiknisaðferðum er beitt til að áætla virka lengd eftir því hvort súlurnar eru stífaðar eða óstífaðar. Í þessu tilviki er lengd súlna A og B tekin frá toppi súlu og súluhæð niður fyrir topp skerveggjar. Lengd súlu C er tekin öll lengd hennar. Ef súlur teljast slappar þarf að taka tillit til 2 áhrifa eða aukningar á beygjuvægi sem getur orðið vegna frávika normalkrafts vegna formbreytinga í súlunni. Súlurnar í þessu verkefni eru allar jafn stórar eða 400 mm breiðar og 500 mm háar. Súlur A og B flokkast sem slappar súlur en súla C stíf. Þol súlnanna gagnvart vægi og normalkrafti var skoðað með því að reikna brotform þversniðsins og athuga hvort það félli ekki innan þess miðað við gefna járnabendingu. Þar voru yfirleitt skoðuð hæstu gildi á togi og þrýstingi því þau hafa mismunandi áhrif í samverkun með beygjuvægi. 17

18 4. Þakbiti Þakbitinn í rammanum spannar yfir tvö höf. Miðsúlan (súla C) í rammanum verkar sem undirstaða og skiptir rammanum. Haflengdir verða því annarsvegar 3,53 m og hinsvegar 13,94 m. Hér fyrir neðan verður farið yfir útreikninga á þakbitum fyrir mismunandi efni. 4.1 Þakbiti úr stáli Útreikningar á stálbita eru í megindráttum þeir sömu og fyrir stálsúlur. Athuga þarf mögulega skerðingu á vægiþoli vegna skerkrafta og normalkrafts. Eins og fyrir súlur er það möguleg kiknun bitans sem er megin styrkkrafan sem þarf að standast. Kiknunarlengd þakbitans verður því að vera metin. Við útreikninga sem sjá má í viðauka 2 var kiknunarlengd um veikari ás bitans tekin sem lengd milli þakása. Frá framleiðenda yleininganna sem koma eiga á þakið fengust þær upplýsingar að bil milli þakása mætti ekki vera meira en 2 m. Þakásar koma á milli ramma og stífa því bitann, bæði efri og neðri flangs. Því var miðað við þá lengd þegar ákveðin var kiknunarlengd um veikari ásinn. Þegar kom að hönnun á gaflstoðum var þessari lengd breitt í 1,73 og eru 2 m því öruggu megin. Kiknunarlengd um sterkari ás þakbitans var tekin lengdin á lengra hafinu eða 13,94 m. Fyrir valinu á þakbita úr stáli var HEA 340 biti. Kröfur byggingarreglugerðar um niðurbeygjur þaka má sjá í töflu Þar segir að niðurbeygjur vegna heildar álags megi ekki vera meiri en L/150 eða L/200 vegna hreyfanlegs álags (t.d snjór, vindur). Niðurbeygjur fyrir þakbitann voru lesnar beint út úr Sap og reyndust vel innan marka reglugerðar. 4.2 Þakbiti úr timbri Útreikningar á þakbita úr timbri ganga að mestu út frá sömu forsendum og fyrir súlur úr timbri en með nokkrum undantekningum. Útreikningar á timburbita miðast við að finna nauðsynlegt þversnið svo hann þoli þá sniðkrafta sem á hann verka. Eins og áður eru það mögulegar kiknunarlengdir sem skipta sköpum en þær eru hafðar þær sömu og í stálinu, 2 m um veikari ásinn og 13,94 m um sterkari ásinn. Þegar skoðuð er samverkun vægis og þrýstikrafta í þakbitum fyrir timbur gildir önnur jafna en fyrir súlur samkvæmt staðli. Notuð er jafna 6.35 í stað jafna 6.19 og 6.20 ef ekki er hætta á kiknun, en jöfnur 6.23 og 6.24 ef kiknunarhætta er fyrir hendi. Fyrir þakbitann þurfti einnig að skoða sérstaklega ásetuþrýsting þar sem bitinn leggst á súlu B. Endanlegt þversnið þakbitans réðist eins og í súlunum af því að festing í rammahornum kæmist fyrir, en hækka þurfti bitann úr 633 mm í 667 mm. Breidd bitans var valin 200 mm. Niðurbeygjur bitans voru lesnar beint út úr Sap og reyndust innan marka byggingareglugerðar. 18

19 4.3 Þakbiti úr steypu Gert er ráð fyrir að þakbitinn sé steyptur í mót á jörðu niðri. Bitann á svo að hífa upp á súlurnar með krana. Til að þetta sé mögulegt þarf að gera ráð fyrir festingum í bitann til að krækja í við hífingu. Bitinn þarf að þola það vægi sem myndast við þessa aðgerð vegna eigin þyngdar hans. Ekki var farið í dynamiskar pælingar varðandi mögulegt auka álag sem getur myndast þegar kraninn bremsar snögglega (slinkur á bitann). Þess í stað var ákveðið, í samráði við Mynd 7: Vægisferill eins og hann lítur út við hýfingu bita leiðbeinanda, að setja viðbótar öryggisstuðul á eigin þyngdina upp á 1,5. Skoða þarf sérstaklega staðsetningu á festingunum. Gert er ráð fyrir að önnur festingin komi þar sem ásetan fyrir súlu B er og þarf því ekki að gera ráð fyrir auka bendingu þar vegna vægis. Hin festingin kemur jafn langt inn á bitann við hinn endann. Skoðað var hvort sú járnabending sem fyrir er í bitanum réði við þetta álag eða hvort auka þurfi járnamagn. Raunin er sú að ekki þarf að auka járnamagn vegna hífingar. Við útreikninga á þakbitanum var byrjað á að fara í gegnum forhönnun til að meta hversu stóran bita þurfti. Ákveðið var að hafa þakbitann sömu breiddar og súlurnar þannig að aðeins þurfti að finna heppilega hæð. Valin hæð var 550 mm. bitinn er léttur getur verkað á hann bæði jákvætt og neikvætt vægi. Því var tekin sú ákvörðun að hanna bitann með ákveðinni grunnbendingu í efri og neðri brún (2 x K25) og bæta svo við járnum yfir vægistoppum. Mesta vægi í bitanum kemur yfir ásetu á súlu B og þar sem lengdin á hafi milli súlu A og B er það stutt, hefur vægið yfir hafinu alltaf sama jákvæða eða neikvæða gildi og yfir ásetunni. Það er að segja ef það er tog í efribrún yfir ásetunni þá er lík tog í efribrún yfir hafinu. Því eru járnin yfir ásetunni látin ná yfir það vægi sem nauðsynlegt er út á hafið að viðbættri skeytilengd. Til þess að áhrifasvæði hverrar lykkju í skerbendingunni verði ekki of stórt er æskilegt að hafa lykkjubilið ekki stærra en 300 mm. Vegna kröfu um að ekki megi vera meira en 150 mm á milli stanga sem staðsettar eru á þrýstisvæði sem bundnar eru með lykkju er bætt við lykkjukrók á milli togstanga næst miðju. 19

20 5. Festingar Hér fyrir neðan verða skoðuð dæmi um mögulegar festingar fyrir rammana. 5.1 Festing stálramma við undirstöður Skoðuð var festing súlu C við undirstöðu. Gert er ráð fyrir að festing ramma við undirstöðu sé liðtengd, það er að segja að smá færsla er leyfð og þarf hún því ekki að taka neitt vægi. Það eru því aðallega skerkraftar og togkraftar sem þarf að hanna fyrir. Gert er ráð fyrir að soðin sé 20 mm þykk plata neðan á súlu sem er fest við undirstöður með fjórum 20 mm boltum. Mynd 8: Sýnir festingu súlu C við undirstöðu fyrir stál Boltarnir eru steyptir í sökkulinn með plötu á endanum til að tryggja að þeir dragist ekki upp. Súlunni er svo komið fyrir á boltonum eftirá. Gert er ráð fyrir að súlan sé stillt af með því að setja gúmí undir endaplötuna á henni, þegar súlan er rétt, er steypt undir hana með þansteypu. Þegar steypan hefur tekið sig er hert á boltunum en með þessu er tryggt að steypan sé alltaf undir þrýstingi og boltarnir í togi. Skoðað er hvort að boltarnir þoli þann skerkraft og togkraft sem ætlast er til af þeim. Einnig er skoðað hvort að platan getir rifnað samsíða skerkraftinum (Bearing resistance) og hvort að möguleiki sé á að boltarnir rifni í gegnum plötuna vegna togkrafts (Punching shear and tension). Staðallinn setur upp þrjár mögulegar brotmyndir sem þarf að skoða, en þær eru 1) að platan gefi sig 2) að platan og boltarnir gefi sig að einhverju leiti og að lokum 3) hvort boltarnir gefi sig. Platan við botninn er það þykk að allir þessir liðir eru vel innan marka. Allar frekari forsendur má sjá í viðauka 3. 20

21 5.2 Festing stálramma í rammahorni Skoðuð var festing milli þakbita og súlu C í rammanum þar sem þar verkaði mesta vægið. Til að átta sig á þeim kröftum sem verka á festingu í rammahornum þarf að varpa normalkraftinum og skerkraftinum miðað við halla á þakinu. Hluti normalkrafts skilar sér niður í festingu sem skerkraftur og hluti sem togkraftur. Eins er farið með skerkraftinn. festing í Mynd 9: Sýnir festingu í rammahorni fyrir stál rammahornum er vægisstíf, það er að segja að vægið sem þar verkar veldur togi í boltunum, verður að finna vægisarm festingar. Vægisarmur festingar er tekinn frá miðjum þrýstiflangs bita upp í miðja boltasamsetningu sem er ætlað að taka það tog. Togkrafturinn er svo fundinn með því að deila væginu með vægisarmi og út kemur sá togkraftur sem vægið veldur. Ætlunin er að hafa átta 24 mm bolta í festingunni, fjóra að ofanverðu og fjóra að neðanverðu. Neðan á þakbitann er soðin þykking til að fá lengri vægisarm fyrir boltana og minnka togkraftinn sem verkar á þá. Útreikningar fyrir festingu eru svipaðir og fyrir festingu við undirstöðu nema að nú er flangs súlunnar ekki nema 12 mm þykkur sem gerir útreikninga fyrir mismunandi brotmyndir samkvæmt grein í EC3-1-8 vandasamari. Milli bolta er soðin 16 mm þykk styrking á lífplötu súlunnar til að styrkja hana fyrir kiknun vegna þrýstings og einnig til að styrkja flangs súlunnar fyrir þeirri hættu að hann geti farið að fljóta. Brotmynd 1 þar sem gert er ráð fyrir að hætta sé á floti í flangsi súlu er ráðandi þáttur bæði fyrir tog í neðri brún og efri brún. Þol festingar fyrir togi er um 365 kn þegar þrýstingur er í neðri brún bita en um 378 kn þegar þrýstingur er í efri brún. Ekki er reiknað sérstaklega þol plötu sem kemur á enda þakbita þar sem hún er höfð 20 mm þykk og því lítil hætta á að hún sé ráðandi þáttur í hönnun festingar. 21

22 5.3 Festing timburramma við undirstöðu Útreikningar á mögulegri festingu timbursúlu við undirstöðu voru framkvæmdir áður en en þversniðið var stækkað og miðast því við nauðsynlegt þversnið súlu C en ekki endanlegt val á þversniðinu. Munurinn liggur aðallega í því að í stað þess að vera með heila stoð á milli platnanna er komin tvöföld stoð og millileggur. Stoðin er því orðin þykkari og ætti að öllu jöfnu að þola meiri krafta. Þrátt fyrir þetta ættu útreikningarnir að gefa nokkuð góða mynd af því hvernig reiknigangi fyrir svona festingar er háttað. Festingin er samsett úr tveimur plötum sitthvoru megin við bita. Plöturnar eru festar við undirstöðu annaðhvort með boltum eða steyptar fastar með teinum sem soðnir væru neðan á festinguna og þeir steyptir fastir um leið og undirstöður. Gert er ráð fyrir að platan sé 6 mm þykk og á henni séu göt fyrir fimm M20 bolta. Passa verður að lengdir milli bolta séu eins og staðallinn segir til um. Athuga verður hvort að boltarnir sem koma í Mynd 10: Festing súlu við undirstöðu í timburramma festinguna þoli það álag sem verkar á þá. Fyrir stálplötuna þarf að athuga hvort að boltarnir geti rifnað út úr plötunni samsíða henni. Timbrið er skoðað sérstaklega þar sem gatabrúnar styrkur þess er skoðaður bæði samsíða trefjastefnu og einnig þvert á trefjastefnu. Lægsta gildið af þeim útreikningum er tekið og hönnunarstyrkur fundinn út frá því. Að lokum er skoðuð möguleg hætta á að timbrið rifni þvert á trefjarnar miðað við þann skerkraft sem verkar á þversniðið. 22

23 5.4 Festing timburramma í rammahornum Eins og áður hefur komið fram á festingin að vera vægisstíf. Í útreikningunum er skoðuð festing milli súlu C og þakbita þar sem kraftarnir í því horni hafa hæðstu gildin. Ætlunin er að hafa hringfestingu þar sem snúningsmiðja festingar er í miðri súlu. Súlurnar eru tvær ein sitthvoru megin við þakbita. Fundinn er sá kraftur sem verkar á boltana miðað við þá krafta sem verka í horninu. Kraftar á boltana vegna tog og skerkrafta deilast jafnt á þá alla. Kraftar sem verka vegna vægis eru í beinu samhengi við fjarðlægð frá snúningspunkti festingar, því lengri sem hún er því meiri kraftur. Fundinn er sá bolti sem verður fyrir mestri áraun og allir boltar reiknaðir eftir því. Fjöldi bolta í festingu ræðst af stærð þversniðs en í þessum útreikningum er miðað við að hafðir séu tveir hringir af M20 boltum. Annar þeirra með radíusinn 254 mm frá miðju og hinn með radíusinn 154 mm. Bil milli bolta þarf að standast kröfur staðalsins og er niðurstaðan sú að í ytri hringinn komast 13 boltar og í innri hringinn 8 boltar. Skoðuð eru mismunandi brotform fyrir tvísniðis tengingar í timbri þar sem gert er ráð fyrir fjórum mismunandi brotmyndum eins og sjá má á mynd 11. Athuga verður Mynd 11: Efri myndin sýnir mismunandi brotform tvísniðs tenginga úr timbri. Neðri myndin sýnir festingu í rammahorni á súlu C úr timbri að gatabrúnarstyrkur timburs er háður horninu milli kraftastefnu og trefjastefnu timbursins sem taka þarf tillit til í útreikningum. Algengt er að notaðar séu gaddaskinnur í festingum sem þessum þó ekki hafi það verið gert hér. Helsti kostur þeirra er að auka burðarþol bolta þar sem burðarþol gaddaskinnu leggst við burðarþol bolta. Einnig getur bil milli bolta verið minna og boltar nær brún timburs, þannig væri ef til vill hægt að koma fyrir fleiri boltum. Allar frekari forsendur útreikninga má sjá í viðauka 5. 23

24 5.5 Festing steypts þakbita við súlur Ætlunin er að festa þakbitann við súluna með teini sem steyptur verður í hana miðja. Þegar þakbitinn verður steyptur er gert ráð fyrir gati í bitanum sem teinninn kemst í gegnum. Hert verður á teininum með ró á ofanverðum þakbitanum. Gatið í þakbitanum verður að vera aðeins rúmt svo teininn komist auðveldlega í gegn. Eftir að búið er að koma bitanum fyrir ofan á súlunni er grautað með sterkri sementsefju niður með teininum til að fylla upp í það holrúm sem er í kringum hann. Festingin á að vera liðtengd. Til að búa til lið í festingunni er ætlunin að setja litla ásetuplötu milli súlu og bita. Það er gert til að minnka mögulegt auka tog sem getur myndast í boltanum vegna snúnings bitans á ásetunni. Með því að setja eins litla Mynd 12: Myndin til vinstri sýnir festingu steypts þakbita við súlu. Myndin til hægri sýnir hvernig benda þarf fyrir krafti sem reynir að kljúfa þversniðið (ÍST EN, 1992) stálplötu og leyfilegt er minnkar ásetan og þar með mögulegur vægisarmur og snúningspunkturinn færist nær miðju. Togkraftur vegna snúnings verður minni. Eftir að heppileg stærð á bolta er fundin þarf að fara í gegnum útreikninga á skinnum sem koma á boltana. Skinnan má ekki vera það lítil að spennur undir henni vegna togkrafts verði meiri en þrýstiþol steypunnar. Það er boltinn sem á að gefa sig en ekki steypan. Sömu kröfur eru gerðar til skinnunnar sem kemur á milli súlu og bita, nema í því tilviki er ekki víst að álagið komi jafnt á skinnuna vegna snúnings bita. Því er aðeins reiknað með helming af þrýstiþoli steypunnar. Athuga þarf hvort hætta sé á að þverniðið klofni vegna ásetuþrýstings frá skinnum. Það er gert eftir grein í EC2-1-1 (mynd 12). Settar eru tvær K10 lykkjur á bilinu h frá skinnu. Útdráttarkraftur bolta er reiknaður þar sem gætt er sérstaklega að því að krafturinn sem þarf til að draga boltann út sé stærri en krafturinn sem þarf til að slíta boltann. Það er boltinn sem á að gefa sig ef svo ólíklega vill til að krafturinn verði meiri en reiknað er með. Til að tryggja að steypan gefi sig ekki vegna togkrafta er bætt við fjórum K16 lykkjum upp við boltann sem ná skeytilengd niður fyrir bolta. Sjá má mynd af festingunni á mynd 12 og er hægt að nálgast allar frekari forsendur reikninga í viðauka 7. 24

25 6. Milliloft Gert er ráð fyrir millilofti í hærri enda byggingarinnar sem nær 3,5 m inn á bilið. Uppbygging milliloftsins er þannig að milli súlna þvert á bilið koma burðarbitar 5,6 eða 7 m langir, eftir breidd bilanna. Gert er ráð fyrir að bitarnir sé liðtengdir í báða enda og þurfi því aðallega að þola vægi og skerkrafta. Reiknaðar voru mögulegar stærðir á burðarbitum fyrir timbur og stál en gert er ráð fyrir að nota stál í steinsteypuvirkið þar sem ekki þykir ráðlegt að steypa þennan bita. Milli burðarbitanna er gert ráð fyrir að komi gólfbitar úr timbri 3,5 m langir sem raðað er með jöfnu millibili. Áætlað bil milli bita er 0,4 m vegna mikils notaálags Mynd 13: Sýnir uppbyggingu millilofts sem gólfið þarf að þola. Reiknað er með að nota timbur í þessa bita án tillits til þess hvaða efni er notað í burðarvirkið. Gert er ráð fyrir að bitarnir séu liðtengdir í báða enda. Bitar milli miðsúlu og ramma voru einnig reiknaðir en þeir þjóna tvennum tilgangi, annars vegar verkar hann sem einn af gólfbitunum í millilofti og hins vegar sem þrýstistöng í stýfingarkerfi rammans fyrir hliðarfærslur. Vegna þessa þurfa þeir að geta tekið töluverðan þrýstikraft. Áætlað er að klæða gólfið með nótuðum 22 mm spónaplötum. 6.1 Stál Nauðsynlegar stærðir fyrir burðarbita úr stáli er HEA 240 biti fyrir 7 m bitann og HEA 200 biti fyrir 5 m bitann. Ráðandi þáttur í vali á bitunum var krafa byggingarreglugerðar fyrir gólfplötur í töflu Þar segir að niðurbeygjur megi ekki vera meiri en L/150 fyrir heildarálag og L/300 fyrir hreyfanlegt álag. Fyrir bitana verða því leyfilegar niðurbeygjur 7000/150 = 47 mm og 5600/150 = 37 mm og fyrir hreyfanlega álagið 7000/300 = 23 mm og 5600/300 = 19 mm. Einnig má færsla vegna skammtíma punktálags upp á 1 kn ekki vera meira en 3 mm. Niðurbeygjur voru lesnar beint út úr Sap. Bitinn HEA 240 hefur niðurbeygjuna 17 mm vegna hreyfanlega álagsins. Vegna heildar álags verður niðurbeygjan 20 mm. Punktálagið hefur sáralítil áhrif eða færslu upp á 0,5 mm. Fyrir 25

26 styttri bitann HEA 200 verður niðurbeygjan vegna hreyfanlegs álags 15,5 mm og vegna heildar álags 17 mm. Biti milli miðsúlu og ramma þarf eins og áður sagði að geta tekið töluverðan þrýsting eða 243 kn. Hæfilegt þversnið fyrir þennan bita var reiknað HEA 140. Ráðandi þáttur í vali bita var samverkun þrýstings og vægis þar sem kiknunarlengd bitans var öll lengd hans eða 3,5 m. 6.2 Timbur Reiknaðir voru sömu bitar fyrir timbur með sömu forsendum og varðandi stál. Nauðsynlegar stærðir á burðarbitum úr timbri réðust eins og í stálinu af kröfu byggingarreglugerðar um niðurbeygjur. Valið þversnið fyrir 7 m bitann er breidd 140 mm og hæð 433 mm. Fyrir 5,6 m bitann er heppilegt þversnið valið breidd 115 mm og hæð 367 mm. Fyrir bitann milli miðsúlu og ramma var heppilegt þversnið breidd 115 mm og hæð 300 mm. Gólfbitarnir í milligólfið koma í allar gerðir burðavirkjanna, það er að segja í stálvirkið, timburvirkið og steinsteypuvirkið. Reiknað er með að lengd bitanna sé um 3,5 m og að bil milli bita sé 0,4 m vegna þess mikla notaálags sem kemur á gólfið. Bitarnir eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir og taka þeir því aðallega vægis og skerálag. Valið er að nota timbur í styrkleikaflokki C24. Skoðaðar voru þær stærðir á timbri sem voru í boði hjá seljendum timburs og fyrir valinu varð 45x220 mm bitar. Ráðandi þáttur í vali á bitum voru niðurbeygjukröfur byggingarreglugerðar. 26

27 7. Gaflstoðir Gaflinn á húsinu þarfnast styrkingar því þegar vindur stendur á gafl þarf að flytja kraftana sem þá koma á gaflinn upp í vindstýfingarkerfi og þaðan niður í undirstöður. Settir eru bitar með reglulegu millibili til styrkingar. Ætlunin er að raða bitunum með 1,73 m millibili en þeir eru látnir standa til móts við þrýstistangir í þaki svo þeir geti flutt kraftana beint yfir í vindstýfingarkerfi í þakinu. Bitarnir eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir í báða enda og þurfa aðallega að þola vægi og skeráraun. Bitarnir eru mislangir og er því álagið á þá mismunandi. Til að spara efniskostnað voru því reiknaðir mismunandi bitar eftir því hve álag frá sniðkröftunum var mikið. Á myndum 16 og 17 má sjá gafl og þá bita sem valdir voru fyrir timbur og stál. Mynd 14: Sýnir gaflastoðir úr timbri Mynd 15: Sýnir gaflastoðir úr stáli Í viðaukum 2,4 fyrir gefin efni má sjá útreikninga á gaflastoðum. allir útreikningarnir eru eins fyrir allar stoðirnar eru aðeins sýndir útreikningar fyrir eina stoð bæði í timbri og stáli. Í steinsteypta rammanum er gert ráð fyrir að notaðir séu sömu bitar og í stálinu. 27

28 8. Vindstýfingarkerfi Í endabilunum þarf að koma vindstýfingarkerfi í þak byggingarinnar. Þetta er gert til að flytja þá krafta sem koma frá gaflastoðunum þegar vindurinn stendur á gaflinn niður í undirstöður byggingar. Helmingur af þeim kröftum sem fara í gaflastoðirnar skila sér beint niður í undirstöður en hinn helmingurinn fer upp í þak og þar tekur kerfið við. Kerfið er gert úr þrýstistöngum og togböndum sem virka svipað og gitterbiti. Kerfið þarf að virka í báðar áttir, það er að segja bæði þegar það er þrýstingur á gafl og þegar það verkar á hann sog. Þetta er gert með því að krossa allar togstangir, þannig verkar kerfið í báðar áttir. Mynd 16: Vindstýfingarkerfi í aðra áttina. Setja þarf togstangir í kross til að virki í báðar áttir Mynd 18 sýnir vindstýfingarkerfið. H1-H6 eru kraftarnir sem koma á þrýstistangirnar frá gaflastoðum, C1-C6 eru þrýstistangirnar, T1-T5 eru togstangir í þaki, T6 er togstöng sem kemur á hærri hlið byggingarinnar og T7-T9 sýna hvernig togstangirnar fara á milli iðnaðarhurða niður í undirstöður, en til að það sé hægt þurfa þær að fara í gegnum göt á súlu sem þar yrðu gerð. 8.1 Þrýstistangir Þrýstistangir byggingarinnar virka einnig sem þakásar í þakinu sem bera uppi yleiningar. Þeir þurfa því að þola vægi, sker og normalkrafta. Ætlunin er að hafa allar þrýstistangir í þakinu eins og var því fundin mesti krafturinn sem þær þurfa að þola og reiknað fyrir það tilfelli. Þrýstistangirnar eru hannaðar fyrir þrýsting og tog upp á 100 kn, vægi upp á 35 knm og skerkraft upp á 20 kn. stangirnar eru staðsettar í endabilunum tveimur er kiknunarlengd þeirra um 7 m. Valið er að nota HEA 180 bita í þrýstistangir úr stáli og límtré 140 mm breitt og 333 mm hátt fyrir timbur. Áætlað er að nota sömu bita og í stálinu fyrir þrýstistangir í steinsteypuvirkinu. 8.2 Togstangir Finna þarf hæfileg þversnið í fjórar gerðir af togstöngum. Það er togstangir í þak (T1-T5), hærri hlið byggingar (T6), togstangir í lægri hlið byggingar (T7-T9) og svo stangir milli ramma og millisúlu sem stífar ramman af. Ætlunin er að nota gegnheila hringlaga stálteina og þurfa þeir að þola eftirfarandi togkrafta. Í þakið er gert ráð fyrir að allir teinar séu eins og þurfa þeir því að þola tog upp á 91 kn og er hæfilegt þversnið í það er teinn með þvermálið 22 mm. Á hærri hlið byggingarinnar þarf togstöngin að þola tog upp á 145 kn og er hæfilegt 28

29 þversnið fyrir það teinn með þvermálið 28 mm. Togstangir á lægri hlið byggingar þurfa að geta tekið tog upp á 162 kn en teinn með þvermálið 30 mm hentar í það. Togstangirnar sem sjá um að stífa af rammann þurfa að geta tekið tog upp á 330 kn en þar dugar ekkert minna en teinar með þvermálið 42 mm. 8.3 Steyptur veggur milli súlna Veggurinn sem kemur milli súlna í steinsteypuvirkinu er 150 mm þykkur. Lágmarks lóðrétt bending fyrir veggi er 0,2% af þverskurðarflatarmáli veggjar og að hámarki 4%. Bil milli lóðréttra járna má ekki vera meira en þrisvar sinnum veggþykkt en að hámarki 400 mm. Ekki þykir ráðlegt að hafa bilið meira en 300 mm til að sprungumyndun verði ekki óhófleg. Lágmarks bending fyrir lárétta bendingu er 25% af lóðréttri bendingu eða 0,1% af þverskurðarflatarmáli veggjar (hærra gildir). Bil milli lágréttra járna má ekki vera meira en 400 mm. Eins og fyrir lóðrétta bendingu þykir 400 mm bil milli járna heldur mikið og er ekki ráðlagt að hafa bilið meira en 300 mm. Í þennan vegg var valið að nota einfalda járnagrind. Bil milli lóðréttra járna var valið 300 mm og bil milli láréttu járnanna 250 mm til að halda sprungumyndun í lámarki vegna mögulegra hitabreytinga. 8.4 Þakásar Þakásar í byggingunni eru til að bera uppi yleiningar sem koma á þakið. Bil milli þakaása er það sama og fyrir þrýstistangir í vindstýfingarkerfinu og eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir bitar sem þurfa að þola sker og vægisáraun. Lengd þakása er 5,6 m og er það því tekið sem möguleg kiknunarlengd þeirra. Mesta álag á þakásana fæst vægi 21 knm og sker 15 kn. Valið þversnið í þakásana í stáli er HEA 140 bitar en fyrir þakása úr timbri er valið að nota límtré sem hefur breiddina 115 mm og hæðina 200 mm. Niðurbeygjukröfur byggingarreglugerðar voru ekki ráðandi fyrir þessi þversnið. 29

30 9. Kostnaðaráætlun Til samanburðar og til að átta sig á mögulegum kostnaði við framleiðslu burðarvirkjanna var gerð gróf kostnaðaráætlun fyrir einn ramma af hverju byggingarefni. Öll burðarvirkin eiga að henta fyrir sömu utanhússklæðningu, þannig ætti að vera hægt að margfalda verð hvers ramma með fjölda ramma sem þarf til að fá heildarkostnað. Athuga þarf samt að endagaflarnir tveir þarfnast styrkingar sem gera verður ráð fyrir. 9.1 Stálrammi Fyrir stálrammann var notast við reynslutölu á meðalverði stáls (kr/kg) sem fengið var hjá leiðbeinanda. Inni í þeirri tölu er verð á stáli ásamt uppsetningu rammans. Þyngd rammans var reiknuð ásamt endaplötum og boltum. Þyngdin var svo margfölduð með verðinu til að fá út kostnaðinn. Inni í stálrammanum kemur stýfing gegn hliðarfærslum og var notast við sama verð til að reikna kostnaðinn af þeim. undirstöður eru ekki skoðaðar í þessu verkefni var slegið gróflega á þá auka steypu (miðað við steypta rammann) sem þarf í undirstöður vegna togkrafta sem reyna að toga þær upp. Í töflu 1 hér fyrir neðan má sjá kostnað við framleiðslu ramma úr stáli. Tafla 1: Verð á stálramma Stál Verkliður Magn Eining Verð Heildarverð [ kr án vsk ] Súlur 647 kg 700 kr/kg Þakbiti kg 700 kr/kg Togstangir/festingar 653 kg 700 kr/kg Auka steypa/sökkull 5 m kr/m³ Samtals Miðað við þær forsendur sem gefnar eru er kostnaður við byggingu á einum stálramma kr. 9.2 Steyptur rammi Verð í steinsteypta rammann voru fengin úr ýmsum áttum. Verð á súlu uppslátt er reynslutala fengin úr öðrum verkum hjá leiðbeinanda. Þar er miðað við að einn meter af súlu uppslætti kosti um kr. Gert er ráð fyrir að þakbitinn sé steyptur í mót á jörðu niðri og svo hífður upp á súlurnar. Þessi framkvæmd hefur ekki mikla auka vinnu í för með sér fyrir smiðina þar sem hægt er að nota sömu mótin aftur og aftur. Því er miðað við sama verð fyrir uppslátt á bita og hefðbundinn veggja uppslátt. Haft var samband við reynslu mikla mótasmiði til að áætla verð fyrir þennan lið en tölurnar hljómuðu allar eins eða um 7000 kr/m 2. Verð á steinsteypu með dælingu var fengið hjá Steypustöðinni. Verð á kambstáli er fengið hjá leiðbeinanda og miðast við verð á stáli og vinnu við járnabendingu. Fyrir festingar var miðað við áætlað járnamagn í bolta og skinnur. Miðað var við sama verð og í stálinu. Inn í liðinn hífing þakbita var tekinn kostnaður við leigu á kranabíl í tvo tíma ásamt vinnu 4 smiða í 4 30

31 klst. Verð á bíl var áætlað kr/klst og áætlað var að smiðir tækju kr/klst án vsk. Í töflu 2 hér fyrir neðan má sjá kostnað við framleiðslu ramma úr steypu. Tafla 2: Verð á steyptum ramma Steypa Verkliður Magn Eining Verð Heildarverð [ kr án vsk ] Súlur uppsláttur 19 m kr/m Þakbiti uppsláttur 33 m kr/m² Veggur uppsláttur 22,9 m kr/m² Festingar 479 kg 700 kr/kg Steypa 9 m kr/m³ Kambstál 828 kg 300 kr/kg Hífing þakbita 1 stk kr/stk Samtals Miðað við þær forsendur sem gefnar eru er kostnaður við byggingu á einum steinsteyptum ramma kr. 9.3 Timburrammi Verð í timburrammann voru fengin hjá söludeild fyrirtækisins Límtré Vírnet. Verðin miðast við kaup á límtré með uppsetningu. Fyrir festingar var reiknað áætlað járnamagn í bolta og skó. Miðað var við sama stálverð og fyrir stálrammann. Sömu togstangir koma í timburramman og í stálramman. Liðurinn auka steypa í undirstöður er til að áætla gróflega þá auka steypu (miðað við steypta rammann) sem þarf í undirstöður vegna togkrafta sem reyna að toga þær upp. Í töflu 3 hér fyrir neðan má sjá kostnað við framleiðslu ramma úr timbri. Tafla 3: Verð á timburramma Timbur Verkliður Magn Eining Verð Heildarverð [ kr án vsk ] Súla 115x467 14,5 m kr/m Súla 115x m kr/m Súla 140x200 6,8 m kr/m Þakbiti 17,5 m kr/m Festingar 876 kg 700 kr/kg Togstangir 216 kg 700 kr/kg Auka steypa / sökkull 5 m kr/m³ Samtals

32 Miðað við þær forsendur sem gefnar eru er kostnaður við byggingu á einum timburramma kr. 9.4 Niðurstaða Útreikningarnir leiddu í ljós að munurinn á kostnaði á timburramma og steinsteyptum ramma er um 6% sem varla getur talist marktækur munur miðað við þær forsendur sem gefnar eru. Aftur á móti er kostnaðar munurinn á timburramma og stálramma um 26% og munurinn á steinsteyptum ramma og stálramma um 34%. Miðað við gefnar forsendur er stálið því dýrasti kosturinn, sem skýrist ef til vill af því að það er að mestu unnið erlendis og innflutt tilbúið. Þessi kostnaðaráætlun gefur hugmynd um mögulegan kostnað, en þó þarf að taka tillit til fleiri þátta. Sem dæmi má nefna að brunaálag var ekki tekið sérstaklega til skoðunar í verkefninu og þar sem stál þolir illa mikinn hita þarf að verja það sérstaklega sem hefur í för með sér aukinn kostnað. þversnið í timburramma voru mun stærri en þurfti vegna festinga má áætla að það þoli bruna vel og ekki þurfi að verja það sérstaklega. Steypan þolir bruna vel og ekki þarf að gera neinar ráðstafanir þar gegn bruna. 32

33 10. Lokaorð Megintilgangur verkefnisins var að öðlast færni í að reikna burð mismunandi efna og gera sér grein fyrir hvað ber að varast. Við úrlausn þess gafst mér tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem ég hef öðlast í náminu, auk þess að afla mér viðbótarþekkingar og reynslu í beytingu faglegra aðferða. Verkefnið var bæði krefjandi og áhugavert og það er trú mín að sá lærdómur sem ég get dregið af því eigi eftir að nýtast mér í framtíðinni. 33

34 Heimildaskrá Bond, A. J., Brooker, O., Fraser, A. S., Harris, A. J., Harrison, T., Jones, A. E. K.,...Webster, R. (2009). How to Design Concrete Structures using Eurocode 2. Surrey: The Concrete Centre. Byggingarreglugerð nr. 112/2012. Gardner, L. og Nethercot, D. A. (2005). Designers guide to EN eurocode 3: design of steel structures. General rules and rules for buildings. London: Thomas Telford Ltd. ÍST EN 1990: Eurocode 0: Basis of structural design. (2007). Brussel: European Committee for Standardization. ÍST EN 1991: Eurocode 1: Actions of structures. (2001). Brussel: European Committee for Standardization. ÍST EN 1992: Eurocode 2: Design of concrete structures. (2004). Brussel: European Committee for Standardization. ÍST EN 1993 Eurocode 3: Design of steel structures. (2003). Brussel: European Committee for Standardization. ÍST EN 1995 Eurocode 5: Design of timber structures. (2004). Brussel: European Committee for Standardization. ÍST EN 1997 Eurocode 7: Geotechnical design. (2003). Brussel: European Committee for Standardization. ÍST EN 1998 Eurocode 8: Design of structures for earthquake resistance. (2003). Brussel: European Committee for Standardization. Jensen, C. G. og Olsen, K. (2011). Teknisk Ståbi. Valby: Nyt Teknisk Forlag. Lokaj, A. (2008). Worked examples. Handbook 2 Design of Timber Structures according to EC 5. Prague: Leonardo da Vinci Pilot Projects. Mosley, B., Bungey, J. og Hulse, R. (2007). Reinforced Concrete Design to Eurocode 2. (6. útg). New York: Palgrave Macmillan. Porteous, J. og Kermani, A. (2007). Structural Timber Design to Eurocode 5. Cornwall: TJ International Ltd. Staðlaráð Íslands. (2011). Íslenskir þjóðarviðaukar við evrópska þolhönnunarstaðla. Ísland: Staðlaráð Íslands. Subramanian, N. (2000). Recent developments in the design of anchor bolts. The Indian Concrete Journal, (júlí)

35 Viðauki 1: Álagsforsendur 35

36 Álagsgreining/snjóálag 1 /1 Snjóálag: Snjóálag er reiknað eftir staðli EN með jöfnu: (jafna 5.1) Húsið er staðsett í Hveragerði og samkvæmt íslenska þjóðarviðaukanum EN /NA:2010 er það á svæði 1 og er því Sk=2,1 kn/m2. Affoksstuðull (Ce) er gefinn í þjóðarviðaukanum 0,6 (Grein 5,2 (7) tafla 5,1) Bráðnunarstuðull (Ct) er gefinn í staðli og er 1,0 ( 5,2 (8) ) Snjólögunarstuðull (µi) er gefinn í staðli (5,3) og er 0,8 : µ i : 0,8 C e : 0,6 C t : 1 S k : 2,1 kn/m² S d : 1,0 kn/m² Rammi númer tvö frá enda hefur mesta haflengdina og fær því mesta álagið á sig. Haflengdin er 6,338 m til að fá álagið í kn/m er haflengdin margfölduð með snjóálaginu sem gerir 6,34 kn/m. 36

37 Álagsgreining/Vindálag Terrain category 1 1 /18 Vindálag er reiknað eftir staðli EN og íslenska þjóðarviðaukanum EN /NA:2010. Samkvæmt þjóðarviðauka er grunngildi vindhraða V b =36 m/s (4.2 (1) P) Grunngildi hraðaþrýstings q b er reiknaður eftir staðli með jöfnu : : ρ er gefið í staðli Grein 4.5 Note 2 * (4.10) ρ= V b = q b = 1,25 kg/m³ 36 m/s 0,81 kn/m² Hraðaþrýstingur fæst með jöfnu úr staðli : (4.8) : I v (z) er iðustreymisáhrif með tilliti til hæðar hússins sem er 7.7m. (4.7) k 1 = 1 Iðustreymisstuðull (4.7) C o = 1 Ef það er einhver hæð eða klettur sem eykur vindhraða um meira en 5% þarf að taka tillit til þess. Ekki í þessu tilfelli. (4.3.3 (1)) Z= 7,4 m Mesta hæð byggingar Z o = 0,01 Er hrýfislengd sem fer eftir umhverfinu í kringum bygginguna, gildin má sjá í töflu 4.1. Valin er flokkur 1 I v (z)= 0,15 v m er meðalvindhraði miðað við hæð byggingar (z). Hann er hægt að finna með jöfnu 4.3 úr staðli: (4.3) 37

38 Álagsgreining/Vindálag 2 /18 : c r er hrýfisstuðull sem fer eftir hrífi landslags næst byggingunni og hæð hæð hennar. Stuðulinn má reikna eftir jöfnu 4.4 í staðli. (4.4) Z= 7,4 m Mesta hæð byggingar Z o = 0,01 Er hrýfislengd sem fer eftir umhverfinu í kringum bygginguna, gildin má sjá í töflu 4.1. Valin er flokkur 1 k r er landsvæðisstuðull sem er fundinn með jöfnu 4.5 í staðli. (4.5) z 0,ll = 0,05 m Má lesa úr töflu 4.1 terrain category 2 k r = 0,17 c r (z)= 1,12 v m (z)= 40 m/s Hraðaþrýstingur verður því : q(z)= eða 2098 N/m² 2,1 kn/m² 38

39 Álagsgreining/Vindálag 3 /18 Ytri vindur á veggi Hér er reiknað eftir grein í staðli. Skilgreining á stærðum : h= 7,4 m e= 14,8 d= 17,5 m b= 70,8 m h/d-gafl= 0, h/d-hlið= 0,10 e/5= 3,0 m 4/5*e= 11,8 m d-e gafl= 2,7 m d-e hlið= 56,0 m q(z)= 2,1 kn/m² Mesta hæð byggingar e=b eða 2*h lægri talan ræður Breidd byggingar Lengd byggingar Stærð á svæði A Stærð á svæði B Stærð á svæði C Stærð á svæði C Mesti vindþrýstingur 39

40 Álagsgreining/ Vindálag 4 /18 Vindálag sem verkar á utanverða bygginguna w e er reiknað eftir jöfnu 5.1 í staðli : : q ze er mesti vindþrýstingur á bygginguna miðað við hæð hennar. Í þessu tilfelli er það 2.1 kn/m 2 c pe er vindþrýstingsstuðull sem lesin er úr töflu 7.1 í staðli. Hana má sjá hér fyrir ofan. Hvort gildið er notað c pe,1 eða c pe,10 ræðst af flatarmálsstærð þess svæðis sem reiknað er fyrir (sjá grein (1) ) (5.1) Í töflu 1 og 2 hér fyrir neðan má sjá ytra vindálagið w e á vegg reiknað fyrir hvert svæði: Tafla 1 Ytri vindþrýstingur reiknaður fyrir vind á gafl Stærð Eining A B C D E c pe,10-1,2-0,8-0,5 0,8-0,3 c pe,1-1,4-1,1-0,5 1,0-0,3 b m 2,96 11, ,5 17,5 h m 7,4 7,4 7,4 7,4 7,4 A m 2 21,9 87,6 414,4 129,5 129,5 c pe -1,2-0,8-0,5 0,8-0,3 w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,6 Tafla 2 Ytri vindþrýstingur reiknaður fyrir vind á hlið Stærð Eining A B C D E c pe,10-1,2-0,8-0,5 0,8-0,35 c pe,1-1,4-1,1-0,5 1,0-0,35 b m 3,0 11,84 2,7 70,8 70,8 h m 7,4 7,4 7,4 7,4 7,4 A m 2 21,9 87,6 20,0 523,9 523,9 c pe -1,2-0,8-0,5 0,8-0,35 w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,7 40

41 Álagsgreining/Vindálag 5 /18 Ytri vindur á þak : Vindálagið á þakið er reiknað eftir grein í staðli. 41

42 Álagsgreining/Vindálag 6 /18 Fyrir vindátt 0 þarf að skoða bæði jákvæð og neikvæð gildi á þaki. Gerð er tafla fyrir bæði, ekki má blanda saman neikvæðum og jákvæðum gildum á sama flöt. Þakið í þessu tilfelli hefur hallan 8 og verður því interpólerað á milli gilda 5 og 15 42

43 Álagsgreining/Vindálag 7 /18 Skilgreining á stærðum : e= 14,8 m h= 7,4 m b-gafl= 17,5 m b-hlið= 70,8 m e/4= 3,7 m e/10= 1,5 m e/2= 7,4 m Halli= 8 e=b eða 2*h lægri talan ræður Mesta hæð byggingar Breidd byggingar Lengd byggingar Lengd svæðis F Breidd svæðis F og G Ytri mörk svæðis H Halli á þaki byggingar Tafla 3 og 4 sýna ytri vindþrýsting á þakið frá vindátt 0 eins og sjá má á mynd 7.7 í staðli. Bæði er reiknað fyrir jákvætt og neikvætt tilfelli eins og staðallinn kveður á um. Tafla 3 Ytri vindþrýstingur á þak reiknaður fyrir vindátt θ=0 allt jákvætt Stærð Eining F G H c pe,10 0,06 0,06 0,06 c pe,1 0,06 0,06 0,06 b m 3,7 63,4 70,8 l m 1,48 1,48 16,02 A m 2 5,5 93, c pe 0,06 0,06 0,06 w e kn/m 2 0,1 0,1 0,1 Tafla 4 Ytri vindþrýstingur á þak reiknaður fyrir vindátt θ=0 allt neikvætt Stærð Eining F G H c pe,10-1,46-1,08-0,51 c pe,1-2,35-1,85-0,93 b m 3,7 63,4 70,8 l m 1,48 1,48 16,02 A m 2 5,5 93, c pe -1,7-1,08-0,51 w e kn/m 2-3,6-2,3-1,1 43

44 Álagsgreining/Vindálag 8 /18 Tafla 5 sýnir ytri vindþrýsting á þakið frá vindátt 180 eins og sjá má á mynd 7.7 í staðli. Tafla 5 Ytri vindþrýstingur á þak reiknaður fyrir vindátt θ=180 Stærð Eining F G H c pe,10-2,36-1,3-0,83 c pe,1-2,59-2,0-1,2 b m 3,7 63,4 70,8 l m 1,48 1,48 16,02 A m 2 5,5 93, c pe -2,4-1,3-0,83 w e kn/m 2-5,1-2,7-1,7 Tafla 6 sýnir ytri vindþrýsting á þakið frá vindátt 90 eins og sjá má á mynd 7.7 í staðli. Tafla 6 Ytri vindþrýstingur á þak reiknaður fyrir vindátt θ=90 Stærð Eining F up F low G H I c pe,10-2,19-1,95-1,8-0,66-0,56 c pe,1-2,69-2,4-2,15-1,2-0,71 b m 3,7 3,7 10,1 17,5 17,5 l m 1,48 1,48 1,48 5,92 63,4 A m 2 5,5 5, ,6 1109,5 c pe -2,3-2,1-1,8-0,66-0,56 w e kn/m 2-4,9-4,3-3,8-1,4-1,2 44

45 Álagsgreining/Vindálag 9 /18 Innra vindálag á vegg : Innra vindálag er reiknað eftir grein í staðli. Skoðuð verða þau tilfelli þar sem innri vindþrýstingsstuðull er +0,2 og -0,3 eins og note 2 í jöfnu 7.3 segir til um. Einnig er reiknað þegar vindur stendur upp í opna hurð en slíkt getur komið fyrir og telst sem óhappa álag. Bæði er reiknað fyrir þak og veggi. Þrýstistuðull þegar vindur stendur upp í opna hurð er fenginn sem meðaltal af þrýstistuðli fyrir ytra álag c pe sem verkar á þá hlið eins og sagt er í grein (5) í staðli sem er svo reiknað eftir jöfnu 7.2. Þegar vindur stendur upp í opna hurð er nauðsynlegt að reikna nýtt gildi á hraðaþrýstingnum miðað við hæð qp(z) þar sem viðmiðunar hæðin verður hæð hurðar en ekki hæð á byggingu. Nýtt gildi á qp(z) sem notast við reikning á innra vindálagi þegar vindur stendur upp í opna hurð : Hraðaþrýstingur fæst með jöfnu úr staðli : : I v (z) er iðustreymisáhrif með tilliti til hæðar hurðar sem er 4.2 m. (7.2) (4.7) (4.8) k 1 = 1 Iðustreymisstuðull (4.7) C o = 1 Ef það er einhver hæð eða klettur sem eykur vindhraða um meira en 5% þarf að taka tillit til þess. Ekki í þessu tilfelli. (4.3.3 (1)) Z= 4,2 m Mesta hæð hurðar Z o = 0,01 Er hrýfislengd sem fer eftir umhverfinu í kringum bygginguna, gildin má sjá í töflu 4.1. Valin er flokkur 1 I v (z)= 0,17 v m er meðalvindhraði miðað við hæð byggingar (z). Hann er hægt að finna með jöfnu úr staðli: (4.3) 45

46 Álagsgreining/ Vindálag 10 /18 : c r er hrýfisstuðull sem fer eftir hrýfi landslags næst byggingunni og hæð hæð hennar. Stuðulinn má reikna eftir jöfnu 4.4 í staðli. (4.4) Z= 4,2 m Mesta hæð byggingar Z o = 0,01 Er hrýfislengd sem fer eftir umhverfinu í kringum bygginguna, gildin má sjá í töflu 4.1. Valin er flokkur 1 k r er landsvæðisstuðull sem er fundinn með jöfnu 4.5 í staðli. (4.5) z 0,ll = 0,05 m Má lesa úr töflu 4.1 terrain category 2 k r = 0,17 c r (z)= 1,03 v m (z)= 37 m/s Hraðaþrýstingur verður því : q(zi)= eða 1839 N/m² 1,8 kn/m² 46

47 Álagsgreining/Vindálag 11 /18 Skilgreining á stærðum : c pi = -0,3 c pi = 0,2 c pi = 0,72 Þrýstistuðull fyrir innra álag neikvæður þrýstingur Þrýstistuðull fyrir innra álag jákvæður þrýstingur Þrýstistuðull fyrir innra álag þegar vindur stendur upp í opnar hurðir (Þrýstingur) Vindálag sem verkar á innra byrgði byggingar (w i ) er fengið með jöfnu 5.2 í staðli : Nettó vindálag á veggi og þak er fengið með jöfnu : (5.2) Tafla 7 til 10 sýna nettó vindálagið á veggi byggingar. c pi = -0,3 Tafla 7 Vindur á gafl. Nettó vindálag á vegg Stærð Eining A B C D E w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,6 w i kn/m 2-0,63-0,63-0,63-0,63-0,63 w net kn/m 2-1,9-1,0-0,4 2,3 0,0 c pi = 0,2 Tafla 8 Vindur á gafl. Nettó vindálag á vegg Stærð Eining A B C D E w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,6 w i kn/m 2 0,42 0,42 0,42 0,42 0,42 w net kn/m 2-2,9-2,1-1,5 1,3-1,0 47

48 Álagsgreining/Vindálag 12 /18 c pi = -0,3 Tafla 9 Vindur á hlið. Nettó vindálag á vegg Stærð Eining A B C D E w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,7 w i kn/m 2-0,63-0,63-0,63-0,63-0,63 w net kn/m 2-1,9-1,0-0,4 2,3-0,1 c pi = 0,2 Tafla 10 Vindur á hlið. Nettó vindálag á vegg. Stærð Eining A B C D E w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,7 w i kn/m 2 0,42 0,42 0,42 0,42 0,42 w net kn/m 2-2,9-2,1-1,5 1,3-1,2 c pi = 0,72 Tafla 11 Vindur á hlið. Nettó vindálag á vegg upp í opna hurð Stærð Eining A B C D E w e kn/m 2-2,5-1,7-1,0 1,7-0,7 w i kn/m 2 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 w net kn/m 2-3,8-3,0-2,4 0,4-2,1 48

49 Álagsgreining/Vindálag 13 /18 vindálag á þak : c pi = -0,3 Tafla 12 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=0 allt jákvætt Stærð Eining F G H w e kn/m 2 0,1 0,1 0,1 w i kn/m 2-0,63-0,63-0,63 w net kn/m 2 0,8 0,8 0,8 c pi = 0,2 Tafla 13 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=0 allt jákvætt Stærð Eining F G H w e kn/m 2 0,1 0,1 0,1 w i kn/m 2 0,42 0,42 0,42 w net kn/m 2-0,3-0,3-0,3 c pi = 0,72 Tafla 14 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=0 allt jákvætt Stærð Eining F G H w e kn/m 2 0,1 0,1 0,1 w i kn/m 2 1,32 1,32 1,32 w net kn/m 2-1,2-1,2-1,2 49

50 Álagsgreining/Vindálag 14 /18 c pi = -0,3 Tafla 15 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=0 allt Neikvætt Stærð Eining F G H w e kn/m 2-3,6-2,3-1,1 w i kn/m 2-0,63-0,63-0,63 w net kn/m 2-2,9-1,6-0,4 c pi = 0,2 Tafla 16 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=0 allt Neikvætt Stærð Eining F G H w e kn/m 2-3,6-2,3-1,1 w i kn/m 2 0,42 0,42 0,42 w net kn/m 2-4,0-2,7-1,5 c pi = 0,72 Tafla 17 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=0 allt Neikvætt Stærð Eining F G H w e kn/m 2-3,6-2,3-1,1 w i kn/m 2 1,32 1,32 1,32 w net kn/m 2-4,9-3,6-2,4 50

51 Álagsgreining/Vindálag 15 /18 c pi = -0,3 Tafla 18 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=180 Stærð Eining F G H w e kn/m 2-5,1-2,7-1,7 w i kn/m 2-0,63-0,63-0,63 w net kn/m 2-4,4-2,1-1,1 c pi = 0,2 Tafla 19 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=180 Stærð Eining F G H w e kn/m 2-5,1-2,7-1,7 w i kn/m 2 0,42 0,42 0,42 w net kn/m 2-5,5-3,1-2,2 c pi = -0,3 Tafla 20 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=90 Stærð Eining F up F low G H I w e kn/m 2-4,9-4,3-3,8-1,4-1,2 w i kn/m 2-0,63-0,63-0,63-0,63-0,63 w net kn/m 2-4,2-3,7-3,1-0,8-0,5 c pi = 0,2 Tafla 21 Nettó vindálag á þak reiknað fyrir vindátt θ=90 Stærð Eining F up F low G H I w e kn/m 2-4,9-4,3-3,8-1,4-1,2 w i kn/m 2 0,42 0,42 0,42 0,42 0,42 w net kn/m 2-5,3-4,8-4,2-1,8-1,6 Rammi númer tvö frá enda hefur mesta burðarlengd og fær því mesta álagið á sig. Burðarlengdin er 6,338 m til að fá álagið í kn/m er burðarlengdin margfölduð með W net 51

52 Álagsgreining/Vindálag 16 /18 Hér fyrir neðan koma svo myndir af því hvernig álag frá vindinum kemur á ramma hússins miðað við niðurstöður úr útreikningunum hér fyrir ofan. Vindur á langhlið átt 0 (lægri hlið). Þrjú tilfelli koma til greina úr þessari átt. Þau eru þegar einungis sog verkar á þakið, þegar einungis þrýstingur verkar á þakið og svo óhappa tilfelli þegar vindurinn blæs upp í opna hurð. Tilfelli 1: Sog á þakið Tilfelli 2: Þrýstingur á þakið 52

53 Álagsgreining/Vindálag 17 /18 Tilfelli 3: Vindur upp í opna hurð Vindur á langhlið átt 180 (hærri hliðin). Eitt tilfelli kemur til greina úr þessari átt en það er þegar sog verkar á þakið. Tilfelli 1: Sog á þakið 53

54 Álagsgreining/Vindálag 18 /18 Vindur á gafl átt 90. Eitt tilfelli kemur til greina úr þessari vindátt en þá verkar sog á langhliðar og á þak 54

55 Jarðskjálftaálag 1 /4 Til að athuga hvað mögulegu áhrif jarðskjálftaálag hefur á bygginguna er notuð aðferð í EN8-1 sem kallast Lateral force method of analysis (EN8-1 grein 4.3.3). Sveiflutími byggingar er fundin með hjálp forritsins Sap Hér fyrir neðan verður farið yfir aðferðina sem beitt var til að finna eigin sveiflutíma fyrir Sap módelið í steinsteypunni. Módelið fyrir steypuna Súlur eru 400 mm að breidd og 500 mm að hæð. Þakbiti er 400 mm að breidd og 550 mm að hæð. Tregðuvægi súlna er minkað um 30% vegna sprungumyndunar í steypunni. Tregðuvægi bita er minkað um 50% vegna sprungumyndunar í steypunni. 55

56 Jarðskjálftaálag 2 /4 Tregðumassi byggingarinnar er skilgreindur í forritinu. Massinn er aðallega eigin þyngd byggingarinnar. Farið er inn í skipun sem heitir define mass source í Sap. Forritið er látið reikna og er niðurstaðan fyrir eingin sveiflutíma fengin. T1= 0,52366 s 56

57 Jarðskjálftaálag 3 /4 Lateral force method of analysis Til að geta notað þessa aðferð verður að byrja á því að athuga hvort byggingin falli undir þau skilyrði sem sett eru til að það sé leyfilegt. Í grein eru sett tvö skilyrði sem byggingin verður að uppfylla. Grunn sveiflutími (T1) verður að vera minni en eftirfarandi skilyrði. ( 4.4 ) T c = Fundið í töflu 3.2 eða 3.3 í staðli Áður en hægt er að fara inn í töflu 3.2 eða 3.3 verður að ákveða á hvernig jarðvegi byggingin stendur á. Byggingin er grunduð á klöpp og fellur því í flokk A í töflu 3.1 sem gildir fyrir klöpp eða byggingar grundaðar á jarðvegi sem liggur á klöpp sem er allt að 5 m þykkur. Hér er skoðað línulega fjaðrandi svörunarróf fyrir Type 1 jarðskjálfta en í íslenska þjóðarviðaukanum kemur fram að allt Ísland skuli hannað fyrir Type 1 skjálfta sem eru stórir skjálftar. Skoðuð er því tafla 3.2 Lesin eru gildi á T B,T C og T D T B = T C = T D = 0,15 s 0,4 s 2,0 s ( 4.4 ) uppfyllt Annað skilyrði er að byggingin uppfylli skilyrði um reglulegt byggingarlag samkvæmt grein sem hún gerir og má því nota þessa aðferð. 57

58 Jarðskjálftaálag 4 /4 Fundin er skerkraftur við undirstöður ( Base shear force F B ) samkvæmt grein jafna 4.5 ( 4.5 ) m = kg Massi efri hluta byggingar λ = 1,0 Er einn ef byggingin er aðeins ein hæð sjá grein S D (T 1 ) er reiknað eftir grein jöfnu 3.15 ( 3.15 ) a g = 4,905 S = 1,0 q = 1,5 β = 0,2 Grunnhröðun á jarðvegi í flokki A og byggingu í mikilvægisflokki I samkvæmt töflu 4.3 (ekki mikil hætta á slysum á fólki). Jarðvegsstuðull fyrir flokk A sjá töflu 3.2 Hegðunarstuðull byggingar tekur á ólínulegri hegðun í byggingunni Lægri gildisstuðull fyrir lágrétt svörunarróf S D (T) = 6,245 m/s² Hlutfallið = 0, F B = N = 124 kn Skoðuð er slysa álagsflétta þar sem krafturinn F B er látinn verka á miðju þaki í Sap. 58

59 Viðauki 2: Stál 59

60 Hönnun á stálvirki 1 /3 Álagsgreinin á stálvirkinu fór fram í forritinu Sap 2000 V Ramminn var teiknaður upp í forritinu og álagið sett á hann eftir útreikningum og álagsfléttum. Kraftarnir sem verka á bitana í stálvirkinu voru settir upp í töflu og verstu gildin fundin. Hér fyrir neðan má sjá töflur og mynd sem útskýrir staðsetningu þeirra. Allir útreikningar á stálvirkinu fara fram eftir staðli EN nema annað sé tekið fram. Allt stál sem notað er í bygginguna er í styrkleikaflokki S235. Álagsflétta Súla A Punktur 1 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Súla A Punktur 3 Vægi Sker Norm knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot 5-13, Brot Brot Óhapp Súla A Punktur 2 60

61 Hönnun á stálvirki 2 /3 Álagsflétta Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Súla B Punktur 3 Vægi Sker Norm knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Súla B Punktur 1 Súla B Punktur 2 61

62 Hönnun á stálvirki 3 /3 Álagsflétta Súla C Punktur 1 Súla C Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Álagsflétta Þakbiti við neðri súlu Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Þakbiti við efri súlu Vægi Sker Norm knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Þakbiti við mið súlu 62

63 Súla A 1 /12 Útreikningar á súlu A: Val á þversniði súlu BITI: HEA 160 h 152 mm Stálgæði b 160 mm f y = d 6 mm ϒ M0 = t 9 mm ϒ M1 = r 15 mm E= A 3880 mm 2 G= u= 0,906 m 2 /m g= 30,4 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 65,7 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 39,8 mm I T = mm 4 I W = mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 63

64 Súla A 2 /12 Byrjað er að reikna skerþol súlunnar og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 46 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker fyrir valsaða I bita og fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = r = 3880 mm² Heildar flatarmál þversniðsins Breidd bitans Þykkt flangs 160 mm 9 mm 6 mm Þykkt lífplötu 15 mm Radíus í kverk milli flangs og lífplötu ɳ = 1,2 Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum upp að S460 h w = 134 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 1324 mm² ɳ *h w *t w = 965 mm² Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 180 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,26 OK 64

65 Súla A 3 /12 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2) ɛ = 1,00 h w / t w = 22,3 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 65

66 Súla A 4 /12 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ 235 Mpa 1 Plastískt tregðuvægi bitans Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 3880 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = 912 kn N Ed = 238 kn Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið h w = 134 Fjarlægð milli flangsa t w = 6 Þykkt lífplötu Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 1,04 2,52 Þarf að lækka vægi Þarf að lækka vægi Þá verður vægiþol þversniðsins: M pl,rd = 58 knm 66

67 Súla A 5 /12 Lækkun vegna normalkrafts fer eftir grein í staðli. Vægiþolið verður: W N,Rd = Vægiþol þegar búið er að taka tillit til normalkrafts jafna 6.36 í staðli. (6.36) a = 0,26 n = 0,26 W N,Rd = 49 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 (6.12) Jafna ,51 OK 67

68 Súla A 6 /12 Togþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.5 (6.5) N Ed = N t,rd = 89 kn Fundið með jöfnu 6.6 Mesta tog í súlunni (6.6) A= 3880 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 912 kn Jafna 6.5= 0,10 OK Þrýstiþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.9 (6.9) N Ed = N c,rd = 238 kn Fundið með jöfnu 6.10 Mesta þrýstingur í súlunni (6.10) A= 3880 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 912 kn Jafna 6.9= 0,26 OK 68

69 Súla A 7 /12 Hliðarkiknun vegna normalkrafts (Þrýstingur) Í grein jafna 6.46 er sett fram það skilyrði sem þversniðið þarf að standast til að ekki verði kiknun í því vegna normalkrafts. Skoða verður álagsfléttu sem gefur hæsta gildið af normalkrafti og vægi saman. En það er í Brot 4. (6.46) N Ed = N b,rd = Er sá normalkraftur sem verkar á þversniðið Lækkað þrýstiþol þversniðsins vegna kiknunar fæst með jöfnu 6.47 (6.47) A = f y = 3880 mm² 235 Mpa Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ = Lækkunar stuðull fyrir viðeigandi kiknunaraðferð. Fundin með jöfnu í grein jafna 6.49 (6.49) Փ = Fundið með jöfnu í grein (1) λ = Renglutala. Fundið með jöfnu í grein (1) Fyrir class 1,2 og 3 þversnið N cr = Krítískur elastískur kiknunarkraftur fundin í grein (6) E = I = L cr = Young modulus fyrir stál Tregðuvægi þversniðsins Kiknunarlengd þversniðsins 69

70 Súla A 8 /12 Miðað er við að kiknunarlengd súlunnar L cr,y = 3990 mm L cr,z = 3990 mm Skoða þarf kiknun um báða ásana þar að segja y og z ás. Y-ásinn er sterkari ásinn. N cr,y = N cr,z = 2174 kn 802 kn a = Ófullkomnunarstuðull. Lesinn úr töflu 6.1 og 6.2 í staðli h/b = 0,95 t f = 9 mm λ y = 0,65 λ z = 1,07 Hæð deilt með breidd þversniðsins Þykkt flangs Tafla 6.2 gefur eftirfarandi gildi: y-y = z-z = b c Tafla 6.1 gefur eftirfarandi gildi : α y = 0,34 α z = 0,49 Փ y = 0,79 Փ z = 1,28 χ y = 0,81 χ z = 0,50 N b,rd,y = N b,rd,z = 741 kn 458 kn N Ed = 238 kn Jafna 6.46,y 0,32 OK Jafna 6.46,z 0,52 OK 70

71 Súla A 9 /12 Hliðarkiknun vegna vægis Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 71

72 Súla A 10 /12 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 3990 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,076 Stuðull sem ræðst af vægi og er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,83 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 114 knm λ LT = 0,711 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,81 χ LT = 0,84 M b,rd = M Ed = 49 knm 34 knm Krafa: Jafna ,70 OK 72

73 Súla A 11 /12 Samverkun vægis og normalkrafts vegna kiknunar Skoða þarf samverkun kiknunar bæði vegna vægis og normalkrafts þar sem reiknað er með möguleikanum að það gerist á sama tíma. Í grein í staðlinum er tekið á þessu og þarf þversniðið að standast kröfur sem settar eru fram með jöfnum 6.61 og (6.61) (6.62) ekkert vægi er um z-ásinn fellur síðasti liðurinn út úr báðum jöfnunum. Hér þarf að skoða það tilfelli sem gefur hæðstu gildin á vægi og þrýstingi saman. Í þessari súlu er það Brot 4. N Ed = M Ed = 236 kn 16 knm ɣ M1 = 1 χ y = 0,81 χ z = 0,50 N Rk = 912 kn M y,rk = 58 knm M y,ed = 0 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 k yy = Reiknað eftir jöfnu sem gefin er í Annex B í staðli. Tafla B.1 C my = Vægisstuðull er reiknaður eftir jöfnu sem gefin er í töflu B.3 í Annex B í staðli. C my = 0,8 ψ = 0,6 k yy = 1,0 73

74 Súla A 12 /12 k zy = 0,91 Jafna í töflu B.1 Annex B Jafna ,63 OK Jafna ,81 OK 74

75 Súla B 1 /12 Útreikningar á súlu B: Val á þversniði súlu BITI: HEA 120 h 114 mm Stálgæði b 120 mm f y = d 5 mm ϒ M0 = t 8 mm ϒ M1 = r 12 mm E= A 2530 mm 2 G= u= 0,677 m 2 /m g= 19,9 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 48,9 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 30,2 mm I T = mm 4 I W = mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 75

76 Súla B 2 /12 Byrjað er að reikna skerþol súlunnar og athugað hvort að skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fenginn í brotmarksfléttu. V Ed = 0 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = 5 mm r = 12 mm ɳ = 1, mm² Heildar flatarmál þversniðsins 120 mm Breidd bitans 8 mm Þykkt flangs Þykkt lífplötu upp að S460 h w = 98 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 842 mm² ɳ *h w *t w = 588 mm² Radíus í kverk milli flangs og lífplötu Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 114 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,00 OK 76

77 Súla B 3 /12 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 19,6 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 77

78 Súla B 4 /12 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef að normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 2530 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 595 kn 239 kn h w = 98 Fjarlægð milli flangsa t w = 5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 1,61 4,2 Þarf að lækka vægi Þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 28 knm 78

79 Súla B 5 /12 Lækkun vegna normalkrafts fer eftir grein í staðli. Vægiþolið verður: W N,Rd = Vægiþol þegar búið er að taka tillit til normalkrafts jafna 6.36 í staðli. (6.36) a = 0,24 n = 0,40 W N,Rd = 19 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 (6.12) Jafna ,05 OK 79

80 Súla B 6 /12 Togþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.5 (6.5) N Ed = N t,rd = 223 kn Fundið með jöfnu 6.6 Mesta tog í þversniðinu (6.6) A= 2530 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 595 kn Jafna 6.5= 0,38 OK Þrýstiþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.9 (6.9) N Ed = N c,rd = 239 kn Fundið með jöfnu 6.10 Mesta þrýstingur í þversniðinu (6.10) A= 2530 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 595 kn Jafna 6.9= 0,40 OK 80

81 Súla B 7 /12 Hliðarkiknun vegna normalkrafts (þrýstingur) Í grein jafna 6.46 er sett fram það skilyrði sem þversniðið þarf að standast til að ekki verði kiknun í því vegna normalkrafts. (6.46) N Ed = N b,rd = Er sá normalkraftur sem verkar á þversniðið Lækkað þrýstiþol þversniðsins vegna kiknunar fæst með jöfnu 6.47 (6.47) A = f y = 2530 mm² 235 Mpa Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ = Lækkunar stuðull fyrir viðeigandi kiknunar aðferð. Fundinn í grein jafna 6.49 (6.49) Փ = Fundið með jöfnu í grein (1) λ = Renglutala. Fundið með jöfnu í grein (1) Fyrir class 1,2 og 3 þversnið N cr = Krítískur elastískur kiknunarkraftur fundin í grein (6) E = I = L cr = Young modulus fyrir stál Tregðuvægi þversniðsins Kiknunarlengd þversniðsins 81

82 Súla B 8 /12 Miðað er við að kiknunarlengd súlunnar sé hæðin frá þaki niður á milliloft þar sem súlan er afstífuð í báðar áttir L cr,y = 3500 mm L cr,z = 3500 mm Skoða þarf kiknun um báða ásana þar að segja y og z ás. Y-ásinn er sterkari ásinn. N cr,y = N cr,z = 1025 kn 391 kn a = Ófullkomnunarstuðull. Lesinn úr töflu 6.1 og 6.2 í staðli h/b = 0,95 t f = 8 mm λ y = 0,76 λ z = 1,23 Hæð deilt með breidd þversniðsins Þykkt flangs Tafla 6.2 gefur eftirfarandi gildi: y-y = z-z = b c Tafla 6.1 gefur eftirfarandi gildi : α y = 0,34 α z = 0,49 Փ y = 0,89 Փ z = 1,51 χ y = 0,75 χ z = 0,42 N b,rd,y = N b,rd,z = 445 kn 249 kn N Ed = 239 kn Jafna 6.46,y 0,54 OK Jafna 6.46,z 0,96 OK 82

83 Súla B 9 /12 Hliðarkiknun vegna vægis Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 83

84 Súla B 10 /12 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 3500 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,880 Stuðull sem ræðst af vægi og er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 91 knm λ LT = 0,556 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,69 χ LT = 0,91 M b,rd = M Ed = 25 knm 1 knm Krafa: Jafna ,04 OK 84

85 Súla B 11 /12 Samverkun vægis og normalkrafts vegna kiknunar Skoða þarf samverkun kiknunar vegna bæði vægis og normalkrafts þar sem reiknað er með möguleikanum að það gerist á sama tíma. Í grein í staðlinum er tekið á þessu og þarf þversniðið að standast kröfur sem settar eru fram með jöfnum 6.61 og (6.61) (6.62) ekkert vægi er um z-ásinn fellur síðasti liðurinn út úr báðum jöfnunum. Hér þarf að skoða það tilfelli sem gefur hæðstu gildin á vægi og þrýstingi saman. Í þessari súlu er það Brot 6. N Ed = M Ed = 239 kn 1 knm ɣ M1 = 1 χ y = 0,75 χ z = 0,42 N Rk = 595 kn M y,rk = 28 knm M y,ed = 0 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 k yy = Reiknað eftir jöfnu sem gefin er í Annex B í staðli. Tafla B.1 C my = Vægisstuðull sem er reiknaður eftir jöfnu sem gefin er í töflu B.3 í Annex B í staðli. C my = 1,0 ψ = 1 k yy = 1,3 85

86 Súla B 12 /12 k zy = 0,87 Jafna í töflu B.1 Annex B Jafna ,59 OK Jafna ,00 OK 86

87 Súla C 1 /11 Útreikningar á súlu C: Val á þversniði súlu BITI: HEA 240 h 230 mm Stálgæði b 240 mm f y = d 7,5 mm ϒ M0 = t 12 mm ϒ M1 = r 21 mm E= A 7680 mm 2 G= u= 1,37 m 2 /m g= 60,3 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 101 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 60 mm I T = mm 4 I W = 3,28E+11 mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 87

88 Súla C 2 /11 Byrjað er að reikna skerþol súlunnar og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á súluna er fengin í brotmarksfléttu 4 og reynist vera 101,4 kn. V Ed = 78 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = r = 7680 mm² Heildar flatarmál þversniðsins 240 mm Breidd bitans 12 mm Þykkt flangs 8 mm Þykkt lífplötu 21 mm ɳ = 1,2 upp að S460 h w = 206 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 2514 mm² ɳ *h w *t w = 1854 mm² Radíus í kverk milli flangs og lífplötu Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 341 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,23 OK 88

89 Súla C 3 /11 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 27,5 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 89

90 Súla C 4 /11 Vægiþol þversniðsins: Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef að normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 7680 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 1805 kn 119 kn h w = 206 Fjarlægð milli flangsa t w = 7,5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,26 0,66 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf að lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts M pl,rd = 175 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 Jafna ,63 OK (6.12) 90

91 Súla C 5 /11 Togþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.5 (6.5) N Ed = N t,rd = 126 kn Fundið með jöfnu 6.6 Mesta tog í þversniðinu (6.6) A= 7680 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 1805 kn Jafna 6.5= 0,07 OK Þrýstiþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.9 (6.9) N Ed = N c,rd = 119 kn Fundið með jöfnu 6.10 Mesti þrýstingur í þversniðinu (6.10) A= 7680 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 1805 kn Jafna 6.9= 0,07 OK 91

92 Súla C 6 /11 Hliðarkiknun vegna normalkrafts (þrýstingur) Í grein jafna 6.46 er sett fram það skilyrði sem þversniðið þarf að standast til að ekki verði kiknun í því vegna normalkrafts. (6.46) N Ed = N b,rd = Er sá normalkraftur sem verkar á þversniðið Lækkað þrýstiþol þversniðsins vegna kiknunar fæst með jöfnu 6.47 A = f y = 235 Mpa ɣ M1 = 1 χ = (6.47) 7680 mm² Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar Lækkunar stuðull fyrir viðeigandi kiknunar aðferð. Fundinn með í grein jafna 6.49 (6.49) Փ = Fundið með jöfnu í grein (1) λ = Renglutala. Fundið með jöfnu í grein (1) Fyrir class 1,2 og 3 þversnið N cr = Krítískur elastískur kiknunarkraftur fundinn í grein (6) E = I = L cr = Young modulus fyrir stál Tregðuvægi þversniðsins Kiknunarlengd þversniðsins 92

93 Súla C 7 /11 Miðað er við að kiknunarlengd súlunnar sé hæðin frá þaki niður á plötu. L cr,y = 4834 mm L cr,z = 4834 mm Skoða þarf kiknun um báða ásana þar að segja y og z ás. Y-ásinn er sterkari ásinn. N cr,y = N cr,z = 6883 kn 2457 kn a = Ófullkomnunarstuðull. Lesinn úr töflu 6.1 og 6.2 í staðli h/b = 0,96 t f = 12 mm λ y = 0,51 λ z = 0,86 Hæð deilt með breidd þversniðsins Þykkt flangs Tafla 6.2 gefur eftirfarandi gildi: y-y = z-z = b c Tafla 6.1 gefur eftirfarandi gildi : α y = 0,34 α z = 0,49 Փ y = 0,68 Փ z = 1,03 χ y = 0,88 χ z = 0,63 N b,rd,y = N b,rd,z = 1586 kn 1131 kn N Ed = 126 kn Jafna 6.46,y 0,08 OK Jafna 6.46,z 0,11 OK 93

94 Súla C 8 /11 Hliðarkiknun vegna vægis. Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 94

95 Súla C 9 /11 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 4834 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,880 Stuðull sem ræðst af vægi og er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0 Hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 739 knm λ LT = 0,486 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,96 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,65 χ LT = 0,93 M b,rd = M Ed = 162 knm 120 knm Krafa: Jafna ,74 OK 95

96 Súla C 10 /11 Samverkun vægis og normalkrafts vegna kiknunar Skoða þarf samverkun kiknunar bæði vegna vægis og normalkrafts þar sem reiknað er með möguleikanum að það gerist á sama tíma. Í grein í staðlinum er tekið á þessu og þarf þversniðið að standast kröfur sem settar eru fram með jöfnum 6.61 og (6.61) (6.62) ekkert vægi er um z-ásinn fellur síðasti liðurinn út úr báðum jöfnunum. Hér þarf að skoða það tilfelli sem gefur hæðstu gildin á vægi og þrýstingi saman. N Ed = M Ed = 115 kn 120 knm ɣ M1 = 1 χ y = 0,88 χ z = 0,63 N Rk = 1805 kn M y,rk = 175 knm M y,ed = 0 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 k yy = Reiknað eftir jöfnu sem gefin er í Annex B í staðli. Tafla B.1 C my = Vægisstuðull sem er reiknaður eftir jöfnu sem gefin er í töflu B.3 í Annex B í staðli. C my = 0,6 ψ = 0 k yy = 0,6 96

97 Súla C 11 /11 k zy = 0,98 Jafna í töflu B.1 Annex B Jafna ,53 OK Jafna ,82 OK 97

98 Þakbiti 1 /11 Útreikningar á þakbita: Val á þversniði BITI: HEA 340 h 330 mm Stálgæði b 300 mm f y = d 9,5 mm ϒ M0 = t 16,6 mm ϒ M1 = r 27 mm E= A mm 2 G= u= 1,79 m 2 /m g= 105 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 144 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 74,6 mm I T = mm 4 I W = 1,812E+12 mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 98

99 Þakbiti 2 /11 Byrjað er á að reikna skerþol og athugað hvort að skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fenginn í brotmarksfléttu. V Ed = 125 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 225 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = mm² 300 mm 17 mm 10 mm Heildar flatarmál þversniðsins Breidd bitans Þykkt flangs Þykkt lífplötu r = 27 mm Radíus í kverk milli flangs og lífplötu ɳ = 1,2 Er skerstuðull skv. Grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum upp að S460 h w = 297 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 4394 mm² ɳ *h w *t w = 3384 mm² Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 571 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,22 OK 99

100 Þakbiti 3 /11 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,02 h w / t w = 31,2 72*ɛ/ɳ = 61,3 Ekki þarf að taka tilit til kiknunar í lífplötunni 100

101 Þakbiti 4 /11 Vægiþol þversniðsins: Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 225 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = mm² f y = 225 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 2993 kn 105 kn h w = 296,8 Fjarlægð milli flangsa t w = 9,5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,14 0,33 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf að lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 416 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 Jafna ,65 OK (6.12) 101

102 Þakbiti 5 /11 Togþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.5 (6.5) N Ed = N t,rd = 89 kn Fundið með jöfnu 6.6 Mesta tog í þversniðinu (6.6) A= mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 225 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 2993 kn Jafna 6.5= 0,03 OK Þrýstiþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.9 (6.9) N Ed = N c,rd = 105 kn Fundið með jöfnu 6.10 Mesti þrýstingur í þversniðinu (6.10) A= mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 225 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 2993 kn Jafna 6.9= 0,04 OK 102

103 Þakbiti 6 /11 Hliðarkiknun vegna normalkrafts (þrýstingur) Í grein jafna 6.46 er sett fram það skilyrði sem þversniðið þarf að standast til að ekki verði kiknun í því vegna normalkrafts. (6.46) N Ed = N b,rd = Er sá normalkraftur sem verkar á þversniðið Lækkað þrýstiþol þversniðsins vegna kiknunar fæst með jöfnu 6.47 A = f y = 225 Mpa ɣ M1 = 1 χ = (6.47) mm² Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar Lækkunar stuðull fyrir viðeigandi kiknunar aðferð. Fundinn með í grein jafna 6.49 (6.49) Փ = Fundið með jöfnu í grein (1) λ = Renglutala. Fundið með jöfnu í grein (1) Fyrir class 1,2 og 3 þversnið N cr = Krítískur elastískur kiknunarkraftur fundin í grein (6) E = I = L cr = Young modulus fyrir stál Tregðuvægi þversniðsins Kiknunarlengd þversniðsins 103

104 Þakbiti 7 /11 Miðað er við að kiknunarlengd í y-átt sé lengdin frá lægri hlið rammans að miðsúlu. Kiknunarlengd í z-átt er lengd milli þakása sem verður aldrei lengri en 2 m. L cr,y = mm L cr,z = 2000 mm Skoða þarf kiknun um báða ásana þar að segja y og z ás. Y-ásinn er sterkari ásinn. N cr,y = N cr,z = 2953 kn kn a = Ófullkomnunarstuðull. Lesinn úr töflu 6.1 og 6.2 í staðli h/b = 1,10 t f = 17 mm λ y = 1,03 λ z = 0,28 Hæð deilt með breidd þversniðsins Þykkt flangs Tafla 6.2 gefur eftirfarandi gildi: y-y = z-z = a b Tafla 6.1 gefur eftirfarandi gildi : α y = 0,21 α z = 0,34 Փ y = 1,12 Փ z = 0,55 χ y = 0,65 χ z = 0,97 N b,rd,y = N b,rd,z = 2017 kn 3031 kn N Ed = 105 kn Jafna 6.46,y 0,05 OK Jafna 6.46,z 0,03 OK 104

105 Þakbiti 8 /11 Hliðarkiknun vegna vægis. Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 225 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 105

106 Þakbiti 9 /11 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 2000 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,000 Stuðull sem ræðst af vægi er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 1 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 6340 knm λ LT = 0,256 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 1,10 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,54 χ LT = 0,99 M b,rd = M Ed = 411 knm 335 knm Krafa: Jafna ,81 OK 106

107 Þakbiti 10 /11 Samverkun vægis og normalkrafts vegna kiknunar Skoða þarf samverkun kiknunar vegna bæði vægis og normalkrafts þar sem reiknað er með möguleikanum að það gerist á sama tíma. Í grein í staðlinum er tekið á þessu og þarf þversniðið að standast kröfur sem settar eru fram með jöfnum 6.61 og (6.61) (6.62) ekkert vægi er um z-ásinn fellur síðasti liðurinn út úr báðum jöfnunum. Hér þarf að skoða það tilfelli sem gefur hæðstu gildin á vægi og þrýstingi saman. N Ed = M Ed = 70 kn 335 knm ɣ M1 = 1 χ y = 0,65 χ z = 0,97 N Rk = 2993 kn M y,rk = 416 knm M y,ed = 0 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 k yy = Reiknað eftir jöfnu sem gefin er í Annex B í staðli. Tafla B.1 C my = Vægisstuðull sem er reiknaður eftir jöfnu sem gefin er í töflu B.3 í Annex B í staðli. C my = 1,0 ψ = 1 k yy = 1,0 107

108 Þakbiti 11 /11 k zy = 1,00 Jafna í töflu B.1 Annex B Jafna ,87 OK Jafna ,84 OK 108

109 Biti í millilofti / milli súlna 1 /1 Bitinn er hugsaður þannig að hann sé einfalt undirstuddur í báða enda. Á hann verkar notaálag upp á 8,75 kn/m og er þyngd timbursins sem kemur á milli þeirra 0,2 kn/m 2. Gólfið verður klætt með 22 mm spónaplötum en þyngd þeirra er áætluð 0,3 kn/m 2. Eiginþyngd: Biti : Timbur : Klæðning : Sap er látið ákvarða hana eftir því hvaða biti er valinn 0,4 kn/m 0,5 kn/m Notaálag : 8,75 kn/m EN tafla 6.1 og 6.2 flokkur C3 Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 14,3 kn/m Við þetta bætist þyngd bita Skoða verður tvær lengdir á bitum þar sem tvö endabil í húsinu eru breiðari en önnur bil. Því þarf bitinn að vera töluvert lengri. Báðar bitastærðirnar eru settar upp í Sap 2000 til álagsgreiningar. Reiknað er fyrir tvær lengdir á bita, 7m og 5,6m. Lengri bitinn 7m Styttri bitinn 5,6m Max vægi: 88 knm Max vægi: 56 knm Max sker: 50 kn Max sker: 40 kn 109

110 Biti í millilofti / milli súlna 7m 1 /6 Útreikningar á bita í milliloft: Val á þversniði súlu BITI: HEA 240 h 230 mm Stálgæði b 240 mm f y = d 7,5 mm ϒ M0 = t 12 mm ϒ M1 = r 21 mm E= A 7680 mm 2 G= u= 1,37 m 2 /m g= 60,3 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 101 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 60 mm I T = mm 4 I W = 3,28E+11 mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 110

111 Biti í millilofti / milli súlna 7m 2 /6 Byrjað er að reikna skerþol og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 50 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = r = 7680 mm² Heildar flatarmál þversniðsins 240 mm Breidd bitans 12 mm Þykkt flangs 8 mm Þykkt lífplötu 21 mm ɳ = 1,2 upp að S460 h w = 206 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 2514 mm² ɳ *h w *t w = 1854 mm² Radíus í kverk milli flangs og lífplötu Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 341 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,15 OK 111

112 Biti í millilofti / milli súlna 7m 3 /6 Einnig þarf að athuga hvort kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 27,5 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 112

113 Biti í millilofti / milli súlna 7m 4 /6 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 7680 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 1805 kn 0 kn h w = 206 Fjarlægð milli flangsa t w = 7,5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,00 0,00 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf að lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 175 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 Jafna ,50 OK (6.12) 113

114 Biti í millilofti / milli súlna 7m 5 /6 Hliðarkiknun vegna vægis Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 114

115 Biti í millilofti / milli súlna 7m 6 /6 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 600 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,135 Stuðull sem ræðst af vægi og er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,73 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = knm λ LT = 0,094 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,96 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,49 χ LT = 1,00 M b,rd = M Ed = 175 knm 88 knm Krafa: Jafna ,50 OK 115

116 Biti í millilofti / milli súlna 5,6m 1 /6 Útreikningar á bita í milliloft: Val á þversniði súlu BITI: HEA 200 h 190 mm Stálgæði b 200 mm f y = d 6,5 mm ϒ M0 = t 10 mm ϒ M1 = r 18 mm E= A 5380 mm 2 G= u= 1,14 m 2 /m g= 42,3 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 82,8 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 49,8 mm I T = mm 4 I W = 1,08E+11 mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 116

117 Biti í millilofti / milli súlna 5,6m 2 /6 Byrjað er að reikna skerþol og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 40 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = 5380 mm² 200 mm 10 mm 7 mm Heildar flatarmál þversniðsins Breidd bitans Þykkt flangs Þykkt lífplötu r = 18 mm Radíus í kverk milli flangs og lífplötu ɳ = 1,2 Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum upp að S460 h w = 170 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 1805 mm² ɳ *h w *t w = 1326 mm² Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 245 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,16 OK 117

118 Biti í millilofti / milli súlna 5,6m 3 /6 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 26,2 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 118

119 Biti í millilofti / milli súlna 5,6m 4 /6 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 5380 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 1264 kn 0 kn h w = 170 Fjarlægð milli flangsa t w = 6,5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,00 0,00 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf að lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts M pl,rd = 101 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 Jafna ,55 OK (6.12) 119

120 Biti í millilofti / milli súlna 5,6m 5 /6 Hliðarkiknun vegna vægis Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1) M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 120

121 Biti í millilofti / milli súlna 5,6m 6 /6 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 600 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,135 Stuðull sem ræðst af vægi fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,73 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 7969 knm λ LT = 0,113 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,50 χ LT = 1,00 M b,rd = M Ed = 101 knm 56 knm Krafa: Jafna ,55 OK 121

122 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 1 /13 Bitinn er hugsaður þannig að hann sé einfalt undirstuddur í báða enda. Á hann verkar notaálag upp á 3,0 kn/m. Gólfið verður klætt með 22 mm spónaplötum en þyngd þeirra er áætluð 0,3 kn/m 2. Normalkraftur upp á 243 kn. Lengd bitans er 3,5m Eiginþyngd: Biti : Timbur : Klæðning : Sap er látið ákvarða hana eftir því hvaða biti er valinn 0 kn/m 0,5 kn/m Notaálag: 3,0 kn/m EN tafla 6.1 og 6.2 flokkur C3 Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 5,2 kn/m Við þetta bætist þyngd bita Max vægi: Max sker: Max Norm 8 knm 9 kn 243 kn 122

123 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 2 /13 Val á þversniði BITI: HEA 140 h 133 mm Stálgæði b 140 mm f y = d 5,5 mm ϒ M0 = t 8,5 mm ϒ M1 = r 12 mm E= A 3140 mm 2 G= u= 0,794 m 2 /m g= 24,7 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 57,3 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 35,2 mm I T = mm 4 I W = mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 123

124 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 3 /13 Byrjað er að reikna skerþol súlunnar og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 9 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = 3140 mm² 140 mm 9 mm 6 mm Heildar flatarmál þversniðsins Breidd bitans Þykkt flangs Þykkt lífplötu r = 12 mm Radíus í kverk milli flangs og lífplötu ɳ = 1,2 Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum upp að S460 h w = 116 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 1011 mm² ɳ *h w *t w = 766 mm² Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 137 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,07 OK 124

125 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 4 /13 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 21,1 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 125

126 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 5 /13 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef að skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef að normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 3140 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 738 kn 243 kn h w = 116 Fjarlægð milli flangsa t w = 5,5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 1,32 3,24 Þarf að lækka vægi Þarf að lækka vægi Hér sést að lækka þarf vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 41 knm 126

127 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 6 /13 Lækkun vegna normalkrafts fer eftir grein í staðli. Vægiþolið verður: W N,Rd = Vægiþol þegar búið er að taka tillit til normalkrafts jafna 6.36 í staðli. (6.36) a = 0,24 n = 0,33 W N,Rd = 31 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 (6.12) Jafna ,26 OK 127

128 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 7 /13 Togþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.5 (6.5) N Ed = N t,rd = 243 kn Fundið með jöfnu 6.6 Mesta tog í þversniðinu (6.6) A= 3140 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 738 kn Jafna 6.5= 0,33 OK Þrýstiþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.9 (6.9) N Ed = N c,rd = 243 kn Fundið með jöfnu 6.10 Mesti þrýstingur í þversniðinu (6.10) A= 3140 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 738 kn Jafna 6.9= 0,33 OK 128

129 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 8 /13 Hliðarkiknun vegna normalkrafts (þrýstingur) Í grein jafna 6.46 er sett fram það skilyrði sem þversniðið þarf að standast til að ekki verði kiknun í því vegna normalkrafts. (6.46) N Ed = N b,rd = Er sá normalkraftur sem verkar á þversniðið Lækkað þrýstiþol þversniðsins vegna kiknunar fæst með jöfnu 6.47 (6.47) A = f y = 3140 mm² 235 Mpa Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ = Lækkunarstuðull fyrir viðeigandi kiknunar aðferð. Fundinn með í grein jafna 6.49 (6.49) Փ = Fundið með jöfnu í grein (1) λ = Renglutala. Fundið með jöfnu í grein (1) Fyrir class 1,2 og 3 þversnið N cr = Krítískur elastískur kiknunarkraftur fundin í grein (6) E = I = L cr = Young modulus fyrir stál Tregðuvægi þversniðsins Kiknunarlengd þversniðsins 129

130 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 9 /13 Miðað er við að kiknunarlengd súlunnar sé hæðin frá þaki niður á milliloft þar sem súlan er afstífuð í báðar áttir L cr,y = 3500 mm L cr,z = 3500 mm Skoða þarf kiknun um báða ásana þar að segja y og z ás. Y-ásinn er sterkari ásinn. N cr,y = N cr,z = 1743 kn 658 kn a = Ófullkomnunarstuðull. Lesinn úr töflu 6.1 og 6.2 í staðli h/b = 0,95 t f = 9 mm λ y = 0,65 λ z = 1,06 Hæð deilt með breidd þversniðsins Þykkt flangs Tafla 6.2 gefur eftirfarandi gildi: y-y = z-z = b c Tafla 6.1 gefur eftirfarandi gildi : α y = 0,34 α z = 0,49 Փ y = 0,79 Փ z = 1,27 χ y = 0,81 χ z = 0,51 N b,rd,y = N b,rd,z = 598 kn 374 kn N Ed = 243 kn Jafna 6.46,y 0,41 OK Jafna 6.46,z 0,65 OK 130

131 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 10 /13 Hliðarkiknun vegna vægis. Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 131

132 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 11 /13 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 3500 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,135 Stuðull sem ræðst af vægi fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,73 Er hlutfall milli endavægja, minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 88 knm λ LT = 0,680 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,78 χ LT = 0,86 M b,rd = M Ed = 35 knm 8 knm Krafa: Jafna ,23 OK 132

133 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 12 /13 Samverkun vægis og normalkrafts vegna kiknunar Skoða þarf samverkun kiknunar vegna bæði vægis og normalkrafts þar sem reiknað er með möguleikanum að það gerist á sama tíma. Í grein í staðlinum er tekið á þessu og þarf þversniðið að standast kröfur sem settar eru fram með jöfnum 6.61 og (6.61) (6.62) ekkert vægi er um z-ásinn fellur síðasti liðurinn út úr báðum jöfnunum. Hér þarf að skoða það tilfelli sem gefur hæðstu gildin á vægi og þrýstingi saman. Í þessari súlu er það Brot 6. N Ed = M Ed = 243 kn 8 knm ɣ M1 = 1 χ y = 0,81 χ z = 0,51 N Rk = 738 kn M y,rk = 41 knm M y,ed = 0 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 k yy = Reiknað eftir jöfnu sem gefin er í Annex B í staðli. Tafla B.1 C my = Vægisstuðull sem er reiknaður eftir jöfnu sem gefin er í töflu B.3 í Annex B í staðli. C my = 1,0 ψ = 1 k yy = 1,0 133

134 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 13 /13 k zy = 0,91 Jafna í töflu B.1 Annex B Jafna ,64 OK Jafna ,86 OK 134

135 Bitar á gafli 1 /7 Bitar á gaflinum eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir bitar sem taka vægi og skerkraft. Bitunum er dreift jafnt yfir bilið á móts við þakásana sem eru einnig hugsaðir sem þrýstistangir fyrir stýfingu rammans gegn vindi á gafl. Álag sem kemur á þessa bita er mest nettó vindálag á gafl 2,3 kn/m 2 margfaldað með haflengd hvers bita sem er 1,73m Helmingur af kröftunum fara niður í undirstöðurnar en hinn helmingurinn upp í þakið. Álag = 3,98 kn/m Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 6,0 kn/m Bitarnir eru mislangir sem þýðir það að kraftarnir sem koma í þrýstistangirnar er mismunandi. Hér fyrir neðan verða reiknaðir kraftarnir sem koma á bitana hvern fyrir sig. Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker 4,5 m Bitalengd 4,7 m 7,5 knm Max vægi 17 knm 6,7 kn Max sker 14 kn 5,0 m Bitalengd 5,2 m 18 knm Max vægi 20 knm 15 kn Max sker 16 kn 5,5 m Bitalengd 5,7 m 22 knm Max vægi 24 knm 16 kn Max sker 17 kn 5,9 m Bitalengd 6,2 m 26 knm Max vægi 28 knm 18 kn Max sker 18 kn 6,4 m Bitalengd 6,7 m 31 knm Max vægi 33 knm 19 kn Max sker 20 kn 6,9 m 18 knm 10 kn 135

136 Bitar á gafli lengd 6,7-6,4 Sýndir eru útreikningar á lengdunum 6,7 m og 6,4 m. Aðrar lengdir eru reiknaðar eins 2 /7 Val á þversniði súlu BITI: HEA 160 h 152 mm Stálgæði b 160 mm f y = d 6 mm ϒ M0 = t 9 mm ϒ M1 = r 15 mm E= A 3880 mm 2 G= u= 0,906 m 2 /m g= 30,4 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 65,7 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 39,8 mm I T = mm 4 I W = mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 136

137 Bitar á gafli lengd 6,7-6,4 3 /7 Byrjað er að reikna skerþol og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 20 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = 3880 mm² 160 mm 9 mm 6 mm Heildar flatarmál þversniðsins Breidd bitans Þykkt flangs Þykkt lífplötu r = 15 mm Radíus í kverk milli flangs og lífplötu ɳ = 1,2 Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum upp að S460 h w = 134 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 1324 mm² ɳ *h w *t w = 965 mm² Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 180 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,11 OK 137

138 Bitar á gafli lengd 6,7-6,4 4 /7 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 22,3 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 138

139 Bitar á gafli lengd 6,7-6,4 5 /7 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef að normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 3880 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 912 kn 0 kn h w = 134 Fjarlægð milli flangsa t w = 6 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,00 0,00 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf að lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 58 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 Jafna ,57 OK (6.12) 139

140 Bitar á gafli lengd 6,7-6,4 6 /7 Hliðarkiknun vegna vægis Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 140

141 Bitar á gafli lengd 6,7-6,4 7 /7 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 6700 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,135 Stuðull sem ræðst af vægi og fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,73 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 65 knm λ LT = 0,945 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 1,03 χ LT = 0,70 M b,rd = M Ed = 41 knm 33 knm Krafa: Jafna ,81 OK 141

142 Þrýsti og togstangir í þaki 1 /1 Í endabilunum tveimur þarf að koma vindstýfingarkerfi í þaki hússins til að flytja þá krafta sem koma frá gaflastoðunum þegar vindurinn stendur á gaflinn niður í undirstöður hússins. Þetta er gert með þrýstistöngum og togþar að segja þegar það er þrýstingur á gafl og líka þegar það er sog á böndum sem virka svipað og gitterbiti. Kraftarnir flytjast í gegnum kerfið þegar þrýstingur frá vindi á gafl þrýstir á stangirnar sem svo er fluttur á milli stanga með togböndum niður í undirstöður. Kerfið þarf að virka á báða vegu gaflinum. Reiknaðir eru þrýstikraftar og togkraftar í vindstýfingarkerfinu. Svæði Flatarmál H C Stífa nr. α T A1 5,2 m² 18 kn 18 kn T kn A2 5,4 m² 19 kn 28 kn T kn A3 5,5 m² 19 kn 47 kn T kn A4 6,0 m² 21 kn 67 kn T kn A5 6,1 m² 21 kn 88 kn T kn A6 3,5 m² 12 kn 100 kn T kn A7 100 kn T kn A8 100 kn T kn A9 100 kn T kn Miðjum gafl Næst miðju Annar frá miðju Þriðji frá miðju Annar frá enda Endi Endi við hurð Endi við hurð Endi við hurð Nettó vindálag á gafl : q pe,d = 2,3 kn/m² Ætlunin er að hafa allar þrýstistangir eins í þakinu og verður því reiknað fyrir versta tilfellið. Á þrýstistangirnar kemur einnig álag frá þakeiningum, snjó eða vindi. Hér verður álagsfléttan: Eiginþyngd : Biti = Þakeiningar = Notaálag : Vindur = Snjór = Sap er látið um að reikna hana 0,5 kn/m² -2,5 kn/m² Hlutfall af svæði Fup og H fyrir vind á þak 90 1,0 kn/m² Álagsfléttur Brot : 1,0*G Eig + 1,5*Q vindur,90 Haflengd hvers þakbita er 1,73 m Brot : 1,35*G Eig + 1,5*Q snjór + 1,5*0,7*Q vindur,90 Vægi : Sker : Þrýstingur : 35 knm 20 kn 100 kn 142

143 Þrýstistangir í þaki 1 /12 Val á þversniði BITI: HEA 180 h 171 mm Stálgæði b 180 mm f y = d 6 mm ϒ M0 = t 9,5 mm ϒ M1 = r 15 mm E= A 4530 mm 2 G= u= 1,02 m 2 /m g= 35,5 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 74,5 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 45,2 mm I T = mm 4 I W = mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 143

144 Þrýstistangir í þaki 2 /12 Byrjað er að reikna skerþol súlunnar og athugað hvort skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 20 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = 180 mm t f = t w = 6 mm r = 15 mm ɳ = 1, mm² Heildar flatarmál þversniðsins Breidd bitans 10 mm Þykkt flangs Þykkt lífplötu upp að S460 h w = 152 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 1452 mm² ɳ *h w *t w = 1094 mm² Radíus í kverk milli flangs og lífplötu Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 197 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,10 OK 144

145 Þrýstistangir í þaki 3 /12 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 25,3 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 145

146 Þrýstistangir í þaki 4 /12 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef að skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef að normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 4530 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 1065 kn 100 kn h w = 152 Fjarlægð milli flangsa t w = 6 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,38 0,93 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að lækka þarf vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 76 knm 146

147 Þrýstistangir í þaki 5 /12 Lækkun vegna normalkrafts fer eftir grein í staðli. Vægiþolið verður: W N,Rd = Vægiþol þegar búið er að taka tillit til normalkrafts jafna 6.36 í staðli. (6.36) a = 0,25 n = 0,09 W N,Rd = 76 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 (6.12) Jafna ,46 OK 147

148 Þrýstistangir í þaki 6 /12 Togþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.5 (6.5) N Ed = N t,rd = 100 kn Fundið með jöfnu 6.6 Mesta tog í þversniðinu (6.6) A= 4530 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 1065 kn Jafna 6.5= 0,09 OK Þrýstiþol þversniðs Grein segir að þversniðið þurfi að standast kröfu í jöfnu 6.9 (6.9) N Ed = N c,rd = 100 kn Fundið með jöfnu 6.10 Mesta þrýstingur í þversniðinu (6.10) A= 4530 mm² Heildar flatarmál þversniðsins f y = ɣ M0 = 235 Mpa 1 Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N t,rd = 1065 kn Jafna 6.9= 0,09 OK 148

149 Þrýstistangir í þaki 7 /12 Hliðarkiknun vegna normalkrafts (þrýstingur) Í grein jafna 6.46 er sett fram það skilyrði sem þversniðið þarf að standast til að ekki verði kiknun í því vegna normalkrafts. (6.46) N Ed = N b,rd = Er sá normalkraftur sem verkar á þversniðið Lækkað þrýstiþol þversniðsins vegna kiknunar fæst með jöfnu 6.47 A = f y = 235 Mpa ɣ M1 = 1 χ = (6.47) 4530 mm² Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar Lækkunar stuðull fyrir viðeigandi kiknunar aðferð. Fundinn með í grein jafna 6.49 (6.49) Փ = Fundið með jöfnu í grein (1) λ = Renglutala.Fundið með jöfnu í grein (1) Fyrir class 1,2 og 3 þversnið N cr = Krítískur elastískur kiknunarkraftur fundin í grein (6) E = I = L cr = Young modulus fyrir stál Tregðuvægi þversniðsins Kiknunarlengd þversniðsins 149

150 Þrýstistangir í þaki 8 /12 Miðað er við að kiknunarlengd bitans sé allur bitinn L cr,y = 7000 mm L cr,z = 7000 mm Skoða þarf kiknun um báða ásana þar að segja y og z ás. Y-ásinn er sterkari ásinn. N cr,y = N cr,z = 1062 kn 391 kn a = Ófullkomnunarstuðull. Lesinn úr töflu 6.1 og 6.2 í staðli h/b = 0,95 t f = 10 mm λ y = 1,00 λ z = 1,65 Hæð deilt með breidd þversniðsins Þykkt flangs Tafla 6.2 gefur eftirfarandi gildi: y-y = z-z = b c Tafla 6.1 gefur eftirfarandi gildi : α y = 0,34 α z = 0,49 Փ y = 1,14 Փ z = 2,22 χ y = 0,60 χ z = 0,27 N b,rd,y = N b,rd,z = 635 kn 288 kn N Ed = 100 kn Jafna 6.46,y 0,16 OK Jafna 6.46,z 0,35 OK 150

151 Þrýstistangir í þaki 9 /12 Hliðarkiknun vegna vægis. Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 151

152 Þrýstistangir í þaki 10 /12 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 7000 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,135 Stuðull sem ræðst af vægi og er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,73 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 86 knm λ LT = 0,942 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 1,02 χ LT = 0,71 M b,rd = M Ed = 54 knm 35 knm Krafa: Jafna ,65 OK 152

153 Þrýstistangir í þaki 11 /12 Samverkun vægis og normalkrafts vegna kiknunar Skoða þarf samverkun kiknunar vegna bæði vægis og normalkrafts þar sem reiknað er með möguleikanum að það gerist á sama tíma. Í grein í staðlinum er tekið á þessu og þarf þversniðið að standast kröfur sem settar eru fram með jöfnum 6.61 og (6.61) (6.62) ekkert vægi er um z-ásinn fellur síðasti liðurinn út úr báðum jöfnunum. Hér þarf að skoða það tilfelli sem gefur hæstu gildin á vægi og þrýstingi saman. Í þessari súlu er það Brot 6. N Ed = M Ed = 100 kn 35 knm ɣ M1 = 1 χ y = 0,60 χ z = 0,27 N Rk = 1065 kn M y,rk = 76 knm M y,ed = 0 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 Reiknað eftir formúlu sem gefin er í töflu 6.7 k yy = Reiknað eftir jöfnu sem gefin er í Annex B í staðli. Tafla B.1 C my = Vægisstuðull sem er reiknaður eftir jöfnu sem gefin er í töflu B.3 í Annex B í staðli. C my = 1,0 ψ = 1 k yy = 1,0 153

154 Þrýstistangir í þaki 12 /12 k zy = 0,95 Jafna í töflu B.1 Annex B Jafna ,81 OK Jafna ,97 OK 154

155 Togstangir 1 /1 Reikna þarf hæfilegt þversnið í togstangir bæði í þaki og á hliðum hússins. Einnig þarf að reikna hæfilegt þversnið fyrir togstangir sem stífa ramman af milli miðsúlu og hærri hliðar hússins. Ætlunin er að nota gegnheila stálteina í togböndin og er nauðsynlegt þvermál teinanna fundið með jöfnum: d = Þvermál þversniðsins A= Heildar flatarmál þversniðsins (6.6) f y = ɣ M0 = N t,rd = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Togkraftur í þversniðinu Togtangir í þaki Togtangir á hærri hlið N t,rd = 91 kn T5 í töflu N t,rd = 145 kn T6 í töflu f y = 235 Mpa f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 ɣ M0 = 1 A= 387 mm² A= 617 mm² d = 22 mm d = 28 mm Togtangir við hurð, lægri hlið N t,rd = 162 kn T8 og T9 f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A= 689 mm² d = 30 mm Togtangir til að stífa rammann N t,rd = 330 kn Lesið úr Sap f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A= 1404 mm² d = 42 mm 155

156 Þakásar 1 /7 Þakásar í þaki eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir bitar sem þurfa að þola sker og vægisáraun. Þeir þurfa að þola álag frá þakeiningum snjó og vindi. Hér verður álagsfléttan: Eigin þyngd: Biti = Þakeiningar = Notaálag : Vindur = Snjór = Sap er látið um að reikna hana 0,5 kn/m² sjá vindálag 1,0 kn/m² Álagsfléttur Brot 4 : 1,0*G Eig + 1,5*Q vindur,180 Haflengd hvers þakbita er 1,73 m Brot 6: Brot 7 : 1,35*G Eig + 1,5*Q snjór + 1,5*0,7*Q vindur,0 1,35*G Eig + 1,5*0,5Q snjór + 1,5*Q vindur,0 Vægi : 21 knm Brot 4 Sker : 15 kn Brot 4 156

157 Þakásar 2 /7 Útreikningar á bita í milliloft: Val á þversniði súlu BITI: HEA 140 h 133 mm Stálgæði b 140 mm f y = d 5,5 mm ϒ M0 = t 8,5 mm ϒ M1 = r 12 mm E= A 3140 mm 2 G= u= 0,794 m 2 /m g= 24,7 kg/m I y = mm 4 W el,y = mm 3 i y = 57,3 mm I z = mm 4 W el,z = mm 3 i z = 35,2 mm I T = mm 4 I W = mm 6 W pl mm 3 ϒ M0 = 1 ϒ M1 = Mpa Mpa Mpa 157

158 Þakásar 3 /7 Byrjað er að reikna skerþol og athugað hvort að skerkrafturinn fari yfir 50% af skerþoli þversniðsins. Ef skerkraftur sem verkar á súluna fer yfir 50% mörkin þarf að lækka beygjuþol hennar. Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið er fengin í brotmarksfléttu. V Ed = 15 kn Skerþol súlunnar er reiknað samkvæmt jöfnu 6.18 (6.18) f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 A v = Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Það flatarmál þversniðsins sem nýtist til að taka upp sker og fyrir valsaða I bita fæst það með jöfnu í grein (3) (a). A = b = t f = t w = r = 3140 mm² Heildar flatarmál þversniðsins 140 mm Breidd bitans 9 mm Þykkt flangs 6 mm Þykkt lífplötu 12 mm Radíus í kverk milli flangs og lífplötu ɳ = 1,2 Er skerstuðull skv. grein 5.1 í EN stál í styrkleikaflokkum upp að S460 h w = 116 mm Fjarlægð milli flangsa A v = 1011 mm² ɳ *h w *t w = 766 mm² Því verður skerþol súlunnar: V pl,rd = 137 kn Krafan er samkvæmt jöfnu 6.17 (6.17) V Ed / V pl,rd = 0,11 OK 158

159 Þakásar 4 /7 Einnig þarf að athuga hvort að kiknun verði í lífplötunni ef eftirfarandi skilyrði eru ekki uppfyllt samkvæmt jöfnu (6.22) ɛ = Jafna fyrir það er fundin í EN grein 5.1 (2). ɛ = 1,00 h w / t w = 21,1 72*ɛ/ɳ = 60,0 Ekki þarf að taka tillit til kiknunar í lífplötunni 159

160 Þakásar 5 /7 Vægiþol þversniðsins Vægiþol þversniðsins er fundið með jöfnu 6.13 í staðli. (6.13) W pl = f y = ɣ M0 = mm³ Plastískt tregðuvægi bitans 235 Mpa Flotstyrkur stálsins 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Samkvæmt grein (2) þarf að lækka vægiþol þversniðsins ef að skerkraftur sem verkar á það fer yfir 50% af skerþoli þess. Þess er ekki þörf (sjá útreikninga á skerþoli hér fyrir ofan) og einnig ef að normalkraftur í þversniðinu uppfyllir kröfur í grein (4) jafna 6.33 og 6.34 sem segir: (6.33) N pl,rd er reiknaður eftir jöfnu 6.10 (6.34) (6.10) A = 3140 mm² f y = 235 Mpa ɣ M0 = 1 Heildar flatarmál þversniðsins Flotstyrkur stálsins Hlutstuðull fyrir þversniðsþol N pl,rd = N Ed = 738 kn 0 kn h w = 116 Fjarlægð milli flangsa t w = 5,5 Þykkt lífplötu Mesti normalkraftur sem verkar á þversniðið Jafna 6.33 = Jafna 6.34 = 0,00 0,00 Ekki þarf að lækka vægi Ekki þarf að lækka vægi Hér sést að ekki þarf að lækka vægisþol þversniðsins vegna normalkrafts. M pl,rd = 41 knm Krafan er samkvæmt jöfnu 6.12 Jafna ,52 OK (6.12) 160

161 Þakásar 6 /7 Hliðarkiknun vegna vægis. Þegar vægi verkar á þversnið getur orðið hliðarkiknun í þrýstibrún þess. Grein í staðli tekur á þessu en til að biti geti talist gjaldgengur þarf hann að standast kröfu sem sett er fram með jöfnu (6.54) M Ed = M b,rd = Vægi sem verkar á þversniðið Vægiþol með tilliti til hliðarkiknunar. Fæst með jöfnu 6.55 (6.55) W y = f y = mm³ 235 Mpa W pl,y fyrir class 1 og 2 þversnið Flotstyrkur stálsins ɣ M1 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol með tilliti til kiknunar χ LT = Lækkunarstuðull með tilliti til kiknunar. Reiknaður samkvæmt jöfnu 6.56 (6.56) Փ LT = Reiknað með jöfnu í grein (1) λ LT = Renglutala fundin með jöfnu í grein (1). M cr = Jafna fyrir krítíska beygjuvægið er fundin í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) 161

162 Þakásar 7 /7 G= Mpa Skerstuðull stáls I z = I w = I t = mm⁴ mm⁶ mm⁴ Tregðuvægi um z-ás Warping constant Vindustuðull L cr = 5600 mm Lengd milli stýfingar sem hindrar kiknun C 1 = 1,135 Stuðull sem ræðst af vægi og er fenginn með jöfnu í bókinni Designers guide to EN Eurocode 3: Design of steel structures (1) ψ = 0,73 Er hlutfall milli endavægja minna vægið deilt með meira vægi. Lesið úr Sap M cr = 50 knm λ LT = 0,901 α LT = 0,21 Fundið í töflu 6,3 í staðli h/b = 0,95 Notað til að finna gildi á α LT Tafla 6.4 Փ LT = 0,98 χ LT = 0,73 M b,rd = M Ed = 30 knm 21 knm Krafa: Jafna ,70 OK 162

163 Viðauki 3: Stálfestingar 163

164 Festing við undirstöður 1 /6 Festing ramma við undirstöður: Mynd er af festingunni neðst í útreikningunum Kraftar við festingu eru eftirfarandi: Sker : 78 kn F v,ed Tog : 126 kn F t,ed Togþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : k 2 = 0,9 f ub = 800 Mpa A k = 225 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt staðli ekki undirsinkaðir boltar tafla 3.4 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í togi F t,rd = 130 kn Notaðir verða 4 stykki af M20 boltum F t,rd = 518 kn Togstyrkur í fjórumboltum Skerþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : α v = 0,6 f ub = 800 Mpa A = 225 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt töflu 3.4 fyrir bolta 8.8 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 A=A k Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í skeri F v,rd = 86 kn Notaðir verða 4 stykki af M20 boltum F v,rd = 346 kn Skerstyrkur í fjórum boltum 164

165 Festing við undirstöður 2 /6 Samverkun skers og togs Skoða þarf samverkun hvers bolta og þarf hann að uppfylla skilyrði samkvæmt jöfnu í töflu 3.4 F v,ed = F t,ed = F v,rd = F t,rd = 78 kn 126 kn 346 kn 518 kn Krafa : 0,4 OK Endaplata á bita : Staðallinn gerir kröfu um ákveðna staðsetningu boltagata í plötum. Í töflu 3.3 og mynd 3.1 má sjá þessa staðsetningu. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr mynd 3.1. e 1 = e 2 = p 1 = p 2 = Min 1,2*d 0 1,2*d 0 2,2*d 0 2,4*d 0 Max 4*t+40mm 4*t+40mm smaller of 14t or 200mm smaller of 14t or 200mm d 0 = t p = d b = Stærð boltagata Þykkt plötu Þvermál hauss á bolta Staðallinn gerir kröfu um að þol endaplötu sé skoðað á tvo vegu. Annars vegar hvort að boltinn rifni út úr plötunni samsíða henni vegna skerkrafta og er það skoðað með jöfnu sem fenginn er í töflu 3.4. Bearing resistance. Krafan er : 165

166 Festing við undirstöður 3 /6 k 1 = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 2 = d 0 = p 2 = 63 mm 22 mm 134 mm k 1 = 2,5 Ytri k 1 = 2,5 Innri a b = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 f ub = 800 Mpa Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls a d = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 1 = d 0 = p 1 = 85 mm 22 mm 80 mm a d = 1,3 Ytri a d = 1,0 Innri a b = 1,3 Ytri a b = 1,0 Innri d b = 20 mm Stærð á boltum t p = 20 mm Þykkt á plötu ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi 166

167 Festing við undirstöður 4 /6 F b,rd = 371 kn Ytri F b,rd = 277 kn Innri Það eru fjórir boltar eða tveir af hvorum: F b,rd = F v,ed = 1296 kn 78 kn Krafan er : OK Svo er það hins vegar hvort að boltinn rifni í gegnum plötuna vegna togkrafta og er það skoðað með jöfnu úr töflu 3.4 Punching shear and tension : Krafan er: d m = 30 mm Þvermál á haus bolta lesið úr Ståbi t p = 20 mm Þykkt á plötu f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls B p,rd = F t,ed = 326 kn 126 kn Hafðir eru fjórir boltar: B p,rd = 1303 kn Krafan er: OK Suða : Gert er ráð fyrir að endaplata á bitunum sé soðin föst við bitana. Suða er reiknuð eftir grein í staðli EN Jafna fyrir styrk suðu er sú sama fyrir tog og skerkrafta. (jafna 4.4) f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls β w = 0,8 Fylgnistuðull fengin í töflu 4.1 stál S235 ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi f vw,d = 208 N/mm² Hönnunarstyrkur suðu 167

168 Festing við undirstöður 5 /6 Styrkur suðu er svo reiknaður með jöfnu 4.3 (jafna 4.3) F w,rd = f vw,d = a = Styrkur suðu á hvern millieter í lengd Hönnunarstyrkur suðu Þykkt á suðu Suðan þarf að geta tekið togkraft Tog : 126 kn F t,ed a = 5 mm F w,rd = 1039 N/mm Lengd suðu þarf þá að vera : L= 121 mm Mögulegar brotmyndir festinga: Í grein í Staðli EN er gert ráð fyrir að skoðaðar séu þrjár mögulegar brotmyndir festingar. Í töflu 6.2 er þessum brotmyndum lýst en þar segir : 1) Að platan gefi sig. 2) Að platan gefi sig að einhverju leiti og að boltarnir gefi sig. 3) Að boltarnir gefi sig eins og reiknað er hér fyrir ofan. 1) Að platan gefi sig. Jafna fyrir hvort að platan gefi sig má finna í töflu 6.2 : M pl,1,rd = m = 58 mm Fjarlægð frá miðjum bolta að suðu l eff = 206 mm Lengdin á milli flangsa á bitanum tafla 6.4 t p = 20 mm Þykkt á plötu f y = 235 Mpa Flotstyrkur stáls ɣ M0 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol M pl,1,rd = 5 knm F T,1,Rd = 334 kn OK 168

169 Festing við undirstöður 6 /6 2) Að platan gefi sig að einhverju leiti og að boltarnir gefi sig Jafna fyrir hvort að platan gefi sig má finna í töflu 6.2 : n= 63 mm Sjá töflu 6.2 m = 58 mm Fjarlægð frá miðjum bolta að suðu F t,rd = 518 kn Togþol allra boltanna M pl,2,rd = l eff = 206 mm Lengdin á milli flangsa á bitanum tafla 6.4 t p = 20 mm Þykkt á plötu f y = 235 Mpa Flotstyrkur stáls ɣ M0 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol M pl,2,rd = 5 knm F T,2,Rd = 350 kn OK 3) Að boltarnir gefi sig Jafna fyrir hvort að boltarnir gefi sig má finna í töflu 6.2 : F t,rd = 518 kn Togþol allra boltanna OK 169

170 Festing þakbita við súlu 1 /15 Til að átta sig á kröftunum sem verka í festingunum uppi í horni rammans þarf að skoða kraftana en þar sem þeir verka í sömu átt og halli þaksins þarf að varpa þeim í rétta átt til að sjá hversu mikill hluti þeirra skilar sér sem skerkraftur og hversu mikill hluti þeirra skilar sér sem tog. Þakið hallar um 8 og við reikningana eru notaðar einfaldar hornareglur. Mynd af festingunni má sjá neðst í útreikningunum Skerkrafturinn er fundin með jöfnu: Togkrafturinn er fundinn með jöfnu: : V p = N p = α = Skerkrafturinn í punktinum sem skoðaður er Normalkrafturinn í punktinum sem skoðaður er Hallinn á þakinu Vægi í hornum rammans veldur einnig togi í festingu en það er reiknað með því að taka lengd frá miðju þrýstiflangs bitans að miðju boltasamsetningu sem ætlað er að taka togið. Heildar togkraftur er því reiknaður: T Heild = M = l = T = Togkrafturinn sem boltar í efri eða neðribrún þurfa að taka Vægi í viðkomandi punkti Lengd frá miðju þrýstiflangs að miðju boltasamsetningar Togkraftur í punkti, hann skiptist í tvennt þar sem helmingur er tekin af efri boltum og helmingur af neðri boltum. Hér verður skoðað versta tilfellið fyrir samsetningu súlu C og þakbita. Í brotmark 6 er mesti þrýstingur í neðribrún bitans og í brotmark 2 er mesti þrýstingur í efri brún bitans. Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm Kraftarnir verða því: Kraftarnir verða því: l = 477 mm l = 495 mm V= -115 kn V= 104 kn T = -106 kn T = 98 kn T Heild = -252 kn T Heild = 232 kn 170

171 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 2 /15 Festing þakbita við súlu: Kraftar við festingu eru eftirfarandi : Sker : 115 kn F v,ed Tog : 252 kn F t,ed Togþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : k 2 = 0,9 f ub = 800 Mpa A s = 353 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt staðli ekki undirsinkaðir boltar tafla 3.4 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í togi F t,rd = 203 kn Notaðir verða 4 stykki af M24 boltum F t,rd = 813 kn Togstyrkur í fjórum boltum Skerþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : α v = 0,6 f ub = 800 Mpa A = 353 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt töflu 3.4 fyrir bolta 8.8 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 A=A s Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í togi F v,rd = 136 kn Notaðir verða 4 stykki af M24 boltum F v,rd = 542 kn Skerstyrkur í fjórum boltum 171

172 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 3 /15 Samverkun skers og togs Skoða þarf samverkun hvers bolta og þarf hann að uppfylla skilyrði samkvæmt jöfnu í töflu 3.4 F v,ed = F t,ed = F v,rd = F t,rd = 115 kn 252 kn 542 kn 813 kn Krafa : 0,4 OK Flangs súlu : Staðallinn gerir kröfu um ákveðna staðsetningu boltagata í plötum. Í töflu 3.3 og mynd 3.1 má sjá þessa staðsetningu. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr mynd 3.1. e 1 = e 2 = p 1 = p 2 = Min 1,2*d 0 1,2*d 0 2,2*d 0 2,4*d 0 Max 4*t+40mm 4*t+40mm smaller of 14t or 200mm smaller of 14t or 200mm d 0 = t p = d b = Stærð boltagata Þykkt plötu Þvermál haus á bolta Staðallinn gerir kröfu um að þol endaplötu sé skoðað á tvo vegu. Annars vegar hvort að boltinn rifni út úr plötunni samsíða henni vegna skerkrafta og er það skoðað með jöfnu sem fenginn er í töflu 3.4. Bearing resistance. Krafan er : 172

173 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 4 /15 k 1 = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 2 = d 0 = p 2 = 58 mm 26 mm 125 mm k 1 = 2,5 Ytri k 1 = 2,5 Innri a b = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 f ub = 800 Mpa Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls a d = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 1 = d 0 = p 1 = 57 mm 26 mm 99 mm a d = 0,7 Ytri a d = 1,0 Innri a b = 0,7 Ytri a b = 1,0 Innri d b = 24 mm Stærð á boltum t p = 12 mm Þykkt á plötu ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi 173

174 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 5 /15 F b,rd = 152 kn Ytri F b,rd = 211 kn Innri Það eru fjórir boltar eða tveir af hvorum: F b,rd = F v,ed = 726 kn 115 kn Krafan er : OK Svo er það hins vegar hvort að boltinn rifni í gegnum plötuna vegna togkrafta og er það skoðað með jöfnu úr töflu 3.4 Punching shear and tension : Krafan er: d m = 36 mm Þvermál á haus bolta lesið úr Ståbi t p = 12 mm Þykkt á plötu f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls B p,rd = F t,ed = 235 kn 252 kn Hafðir eru fjórir boltar: B p,rd = 938 kn Krafan er: OK Suða : Gert er ráð fyrir að endaplata á bitunum sé soðinn föst við bitana. Suða er reiknuð eftir grein í staðli EN Jafna fyrir styrk suðu er sú sama fyrir tog og skerkrafta. (jafna 4.4) f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls β w = 0,8 Fylgnistuðull fengin í töflu 4.1 stál S235 ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi f vw,d = 208 N/mm² Hönnunarstyrkur suðu 174

175 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 6 /15 Styrkur suðu er svo reiknaður með jöfnu 4.3 (jafna 4.3) F w,rd = f vw,d = a = Styrkur suða á hvern millieter í lengd Hönnunarstyrkur suðu Þykkt á suðu Suðan þarf að geta tekið togkraft Tog : 252 kn F t,ed a = 5 mm F w,rd = 1039 N/mm Lengd suðu þarf þá að vera : L= 242 mm Mögulegar brotmyndir festinga: Í grein í Staðli EN er gert ráð fyrir að skoðaðar séu þrjár mögulegar brotmyndir festingar. Í töflu 6.2 er þessum brotmyndum lýst en þar segir : 1) Að platan gefi sig. 2) Að platan gefi sig að einhverju leiti og að boltarnir gefi sig. 3) Að boltarnir gefi sig eins og reiknað er hér fyrir ofan. 1) Að platan gefi sig. Jafna fyrir hvort að platan gefi sig má finna í töflu 6.2 : M pl,1,rd = m = 53 mm Fjarlægð frá miðjum bolta að suðu t p = 12 mm Þykkt á plötu f y = 235 Mpa Flotstyrkur stáls ɣ M0 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol 175

176 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 7 /15 Lengdin l eff er reiknuð eftir töflu 6.5 í staðli. Efri boltarnir þegar þrýstingur er í neðri brún. e 1 = 57 mm Lengd frá efri brún á bita í miðjan bolta m = 53 mm Lengd frá suðu í miðjan bolta e = 58 mm Lengd frá hlið í miðjan bolta a = 6,2 Lesið úr grafi 6.11 í staðli l eff,1 = l eff,2 = l eff,3 = l eff,1 = 243 mm 333 mm 281 mm 243 mm Neðri boltar í efri boltaröð þegar þrýstingur er í neðri brún l eff,1 = l eff,2 = l eff,1 = Efri boltaröð M plrd = Ft,Rd = 329 mm 333 mm 329 mm 2 knm 155 kn Neðri boltaröðin M plrd = 3 knm Ft,Rd = 210 kn F T,1,Rd = 365 kn 176

177 Festing þakbita við súlu þrýstingur í neðri brún 8 /15 2) Að platan gefi sig að einhverju leiti og að boltarnir gefi sig Jafna fyrir hvort að platan gefi sig má finna í töflu 6.2 : n= 58 mm Sjá töflu 6.2 m = 53 mm Fjarlægð frá miðjum bolta að suðu F t,rd = 407 kn Togþol allra boltanna M pl,2,rd = t p = 12 mm Þykkt á plötu f y = 235 Mpa Flotstyrkur stáls ɣ M0 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Tafla 6.5 í staðli segir að l eff,2 sé jafnt og l eff,nc. Búið var að reikna það hér á undan og notaðar verða þær tölur. Efri boltarnir þegar þrýstingur er í neðribrún. l eff,2 = 243 mm Neðri boltar í efri boltaröð þegar þrýstingur er í neðri brún l eff,2 = Efri boltaröð M pl,2,rd = F t,2,rd = 329 mm 2 knm 250 kn Neðri boltaröð M pl,2,rd = 3 knm F t,2,rd = 263 kn F T,2,Rd = 512 kn 3) Að boltarnir gefi sig Jafna fyrir hvort að boltarnir gefi sig má finna í töflu 6.2 : F T,3,Rd = 813 kn Togþol allra boltana OK 177

178 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 9 /15 Festing þakbita við súlu: Kraftar við festingu eru eftirfarandi: Sker : 104 kn F v,ed Tog : 232 kn F t,ed Togþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : k 2 = 0,9 f ub = 800 Mpa A s = 353 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt staðli ekki undirsinkaðir boltar tafla 3.4 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í togi F t,rd = 203 kn Notaðir verða 4 stykki af M24 boltum F t,rd = 813 kn Togstyrkur í fjórum boltum Skerþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : α v = 0,6 f ub = 800 Mpa A = 353 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt töflu 3.4 fyrir bolta 8.8 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 A=A s Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í togi F v,rd = 136 kn Notaðir verða 4 stykki af M24 boltum F v,rd = 542 kn Skerstyrkur í fjórum boltum 178

179 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 10 /15 Samverkun skers og togs Skoða þarf samverkun hvers bolta og þarf hann að uppfylla skilyrði samkvæmt jöfnu í töflu 3.4 F v,ed = F t,ed = F v,rd = F t,rd = 104 kn 232 kn 542 kn 813 kn Krafa : 0,4 OK Flangs súlu : Staðallinn gerir kröfu um ákveðna staðsetningu boltagata í plötum. Í töflu 3.3 og mynd 3.1 má sjá þessa staðsetningu. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr mynd 3.1. e 1 = e 2 = p 1 = p 2 = Min 1,2*d 0 1,2*d 0 2,2*d 0 2,4*d 0 Max 4*t+40mm 4*t+40mm smaller of 14t or 200mm smaller of 14t or 200mm d 0 = t p = d b = Stærð boltagata Þykkt plötu Þvermál hauss á bolta Staðallinn gerir kröfu um að þol endaplötu sé skoðað á tvo vegu. Annars vegar hvort að boltinn rifni út úr plötunni samsíða henni vegna skerkrafta og er það skoðað með jöfnu sem fenginn er í töflu 3.4. Bearing resistance. Krafan er : 179

180 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 11 /15 k 1 = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 2 = d 0 = p 2 = 58 mm 26 mm 125 mm k 1 = 2,5 Ytri k 1 = 2,5 Innri a b = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 f ub = 800 Mpa Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls a d = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 1 = d 0 = p 1 = 77 mm 26 mm 110 mm a d = 1,0 Ytri a d = 1,2 Innri a b = 1,0 Ytri a b = 1,2 Innri d b = 24 mm Stærð á boltum t p = 12 mm Þykkt á plötu ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi 180

181 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 12 /15 F b,rd = 205 kn Ytri F b,rd = 241 kn Innri Það eru fjórir boltar eða tveir af hvorum: F b,rd = F v,ed = 891 kn 104 kn Krafan er : OK Svo er það hins vegar hvort að boltinn rifni í gegnum plötuna vegna togkrafta og er það skoðað með jöfnu úr töflu 3.4 Punching shear and tension : Krafan er: d m = 36 mm Þvermál á haus bolta lesið úr Ståbi t p = 12 mm Þykkt á plötu f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls B p,rd = F t,ed = 235 kn 232 kn Notaðir eru fjórir boltar: B p,rd = 938 kn Krafan er: OK Suða Gert er ráð fyrir að endaplan á bitunum sé soðinn föst við bitana. Suða er reiknuð eftir grein í staðli EN Jafna fyrir styrk suðu er sú sama fyrir tog og skerkrafta. (jafna 4.4) f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls β w = 0,8 Fylgnistuðull fengin í töflu 4.1 stál S235 ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi f vw,d = 208 N/mm² Hönnunarstyrkur suðu 181

182 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 13 /15 Styrkur suðu er svo reiknaður með jöfnu 4.3 (jafna 4.3) F w,rd = f vw,d = a = Styrkur suðu á hvern mildimetra í lengd Hönnunarstyrkur suðu Þykkt á suðu Suðan þarf að geta tekið togkraft Tog : 232 kn F t,ed a = 5 mm F w,rd = 1039 N/mm Lengd suðu þarf þá að vera : L= 224 mm Mögulegar brotmyndir festinga: Í grein í Staðli EN er gert ráð fyrir að skoðaðar séu þrjár mögulegar brotmyndir festinga. Í töflu 6.2 er þessum brotmyndum lýst en þar segir : 1) Að platan gefi sig. 2) Að platan gefi sig að einhverju leiti og að boltarnir gefi sig. 3) Að boltarnir gefi sig eins og reiknað er hér fyrir ofan. 1) Að platan gefi sig. Jafna fyrir hvort að platan gefi sig má finna í töflu 6.2 : M pl,1,rd = m = 53 mm Fjarlægð frá miðjum bolta að suðu t p = 12 mm Þykkt á plötu f y = 235 Mpa Flotstyrkur stáls ɣ M0 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol 182

183 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 14 /15 Lengdin l eff er reiknuð eftir töflu 6.5 í staðli. Efri boltarnir þegar þrýstingur er í neðri brún. e 1 = 77 mm Lengd frá efri brún á bita í miðjan bolta m = 53 mm Lengd frá suðu í miðjan bolta e = 58 mm Lengd frá hlið í miðjan bolta a = 6,2 Lesið úr grafi 6.11 í staðli l eff,1 = l eff,2 = l eff,3 = l eff,1 = 263 mm 333 mm 321 mm 263 mm Neðri boltar í efri boltaröð þegar þrýstingur er í neðri brún l eff,1 = l eff,2 = l eff,1 = Efri boltaröð M plrd = Ft,Rd = 329 mm 333 mm 329 mm 2 knm 168 kn Neðri boltaröð M plrd = 3 knm Ft,Rd = 210 kn F T,1,Rd = 378 kn 183

184 Festing þakbita við súlu þrýstingur í efribrún 15 /15 2) Að platan gefi sig að einhverju leiti og að boltarnir gefi sig Jafna fyrir hvort að platan gefi sig má finna í töflu 6.2 : n= 58 mm Sjá töflu 6.2 m = 53 mm Fjarlægð frá miðjum bolta að suðu F t,rd = 407 kn Togþol allra boltanna M pl,2,rd = t p = 12 mm Þykkt á plötu f y = 235 Mpa Flotstyrkur stáls ɣ M0 = 1 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol Tafla 6.5 í staðli segir að l eff,2 sé jafnt og l eff,nc. Búið var að reikna það hér á undan og notaðar verða þær tölur. Efri boltarnir þegar þrýstingur er í neðri brún. l eff,2 = 263 mm Neðri boltar í efri boltaröð þegar þrýstingur er í neðri brún l eff,2 = Efri boltaröð M pl,2,rd = F t,2,rd = 329 mm 2 knm 253 kn Neðri boltaröð M pl,2,rd = 3 knm F t,2,rd = 263 kn F T,1,Rd = 515 kn 3) Að boltarnir gefi sig Jafna fyrir hvort að boltarnir gefi sig má finna í töflu 6.2 : F t,rd = 813 kn Togþol allra boltanna OK 184

185 Viðauki 4: Timbur 185

186 Hönnun á timburvirki 1 /3 Álagsgreinin á timburvirkinu fór fram í forritinu Sap 2000 V Ramminn var teiknaður upp í forritinu álagið sett á hann eftir útreikningum og álagsfléttum. Notast er við sömu álagsgreiningu og í stálvirkinu til að auðvelda samanburð. Álagsflétta Súla A Punktur 1 Súla A Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Súla A Punktur 3 Vægi Sker Norm knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot 5-13, Brot Brot Óhapp

187 Hönnun á timburvirki 2 /3 Álagsflétta Súla B Punktur 1 Súla B Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Súla B Punktur 3 Vægi Sker Norm knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp

188 Hönnun á timburvirki 3 /3 Álagsflétta Súla C Punktur 1 Súla C Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Álagsflétta Þakbiti við neðri súlu Þakbiti við mið súlu Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Þakbiti við efri súlu Vægi Sker Norm knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp

189 Súla A 1 /7 Max Skerkraftur = Max Vægi = Max Þrýstingur = Max Tog = 46 kn 34 knm 238 kn 89 kn Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 Þrýstiþol þversniðsins Þrýstiþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f c.0.k = 29 MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c.0.d = 25,5 MPa Þrýstispennur Breidd = Hæð = A = 115 mm 400 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s c.0.d = N 5 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 189

190 Súla A 2 /7 Togþol þversniðsins Togþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f t.0.k = 23 MPa Togþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f t.0.d = 19,8 MPa Togspennur Breidd = Hæð = A = 115 mm 400 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s t.0.d = N 2 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 190

191 Súla A 3 /7 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 115 mm 400 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 25E+6 Nmm 8 MPa Krafan er samkvæmt grein jafna 6.11 ekkert vægi um z-ás k m = 0,7 (6.11) Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Krafa : OK 191

192 Súla A 4 /7 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 46 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 77 mm Virk breidd h= 400 mm Hæð þversniðs τ y,d = 2,3 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : OK (6.13) 192

193 Súla A 5 /7 Samverkun vægis og þrýstings Skoða þarf hvort hætta sé á kiknun L ef,y = L ef,z = 3990 mm 3990 mm Kiknunarlengd um y-ás Kiknunarlengd um z-ás Fundinn er tregðuradíus um báða ása. Jafna er fenginn úr Structural timber design to eurocode 5 grein h y = h z = i y = i z = 400 mm 115 mm 115,5 mm 33,2 mm Renglutala er fundin með jöfnu úr Structural timber design to eurocode 5 jafna 5.1 λ y = 34,6 λ z = 120,2 Hlutfallsleg renglutala er fundin með jöfnu 6.21 og 6.22 í staðli (6.21) (6.22) f c.0.k = E 0.05 = 29 MPa MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,y = 0,56 λ rel,z = 2,0 Kiknunarhætta Kiknunarhætta Í grein í staðli segir að ef hlutfallsleg renglutala er stærri en 0,3 er kiknunarhætta og skilyrði jöfnu 6.23 og 6.24 þarf að uppfylla annars gilda jöfnur 6.19 og

194 Súla A 6 /7 Jöfnur 6.23 og 6.24 taka á samverkun þrýstings og vægis í þversniðinu. Ekkert vægi er um z-ás og dettur hann því út. (6.23) (6.24) k c.y = (6.25) k c.z = (6.26) k y = (6.27) k z = (6.28) β c = 0,1 Stuðull sem tekur tillit til hversu beint þversniðið er. Jafna 6.29 k m = 0,7 Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Útreikningar: k y = 0,67 k z = 2,49 k c.y = 0,96 k c.z = 0,25 Hér þarf að skoða þá fléttu sem gefur verstu gildin á normalkrafti og vægi og er því reiknuð ný gildi á beygju- spennum og þrýstispennum. Flétta brot 5 er skoðuð í þessu tilfelli Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 16E+6 Nmm s c.0.d = 5 MPa s m.y.d = 5 MPa Krafa ,39 OK Krafa ,94 OK 194

195 Súla A 7 /7 Samverkun vægis og togkrafts Í grein í staðli er farið fram á að athugað sé hvort þversniðið þoli samverkun vægis og togs. Þetta er gert með jöfnum 6.17 og Skoða þarf þá álagsfléttu sem gefur óhagstæðasta tilfellið af vægi og togi saman og reikna ný gildi á togspennum og beygjuspennum fyrir þá fléttu. Brot 4 er óhagstæðust fyrir þessa súlu. Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 25E+6 Nmm s t.0.d = 2 MPa s m.y.d = 8 MPa Jöfnur (6.17) (6.18) Krafa ,39 OK Krafa ,30 OK 195

196 Súla B 1 /7 Max Skerkraftur = Max Vægi = Max Þrýstingur = Max Tog = 1 kn 1 knm 239 kn 223 kn Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 Þrýstiþol þversniðsins Þrýstiþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f c.0.k = 29 MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c.0.d = 25,5 MPa Þrýstispennur Breidd = Hæð = A = 140 mm 200 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s c.0.d = N 9 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 196

197 Súla B 2 /7 Togþol þversniðsins Togþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f t.0.k = 23 MPa Togþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f t.0.d = 19,8 MPa Togspennur Breidd = Hæð = A = 140 mm 200 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s t.0.d = N 5 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 197

198 Súla B 3 /7 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 140 mm 200 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 1E+6 Nmm 1 MPa Krafan er samkvæmt grein jafna 6.11 ekkert vægi um z-ás k m = 0,7 (6.11) Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Krafa : OK 198

199 Súla B 4 /7 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 1 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 93 mm Virk breidd h= 200 mm Hæð þversniðs τ y,d = 0,1 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : OK (6.13) 199

200 Súla B 5 /7 Samverkun vægis og þrýstings Skoða þarf hvort hætta sé á kiknun L ef,y = L ef,z = 3500 mm 3500 mm Kiknunarlengd um y-ás Kiknunarlengd um z-ás Fundinn er tregðuradíus um báða ása. Jafna er fenginn úr Structural timber design to eurocode 5 grein h y = h z = i y = i z = 200 mm 140 mm 57,7 mm 40,4 mm Renglutala er fundin með jöfnu úr Structural timber design to eurocode 5 jafna 5.1 λ y = 60,6 λ z = 86,6 Hlutfallsleg renglutala er fundin með jöfnu 6.21 og 6.22 í staðli (6.21) (6.22) f c.0.k = E 0.05 = 29 MPa MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,y = 0,99 λ rel,z = 1,4 Kiknunarhætta Kiknunarhætta Í grein í staðli segir að ef hlutfallsleg renglutala er stærri en 0,3 er kiknunarhætta og skilyrði jöfnu 6.23 og 6.24 þarf að uppfylla annars gilda jöfnur 6.19 og

201 Súla B 6 /7 Jöfnur 6.23 og 6.24 taka á samverkun þrýstings og vægis í þversniðinu. Ekkert vægi er um z-ás og dettur hann því út. (6.23) (6.24) k c.y = (6.25) k c.z = (6.26) k y = (6.27) k z = (6.28) β c = 0,1 Stuðull sem tekur tillit til hversu beint þversniðið er. Jafna 6.29 k m = 0,7 Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Útreikningar: k y = 1,02 k z = 1,55 k c.y = 0,78 k c.z = 0,46 Hér þarf að skoða þá fléttu sem gefur verstu gildin á normalkrafti og vægi og er því reiknuð ný gildi á beygjuspennum og þrýstispennum. Flétta brot 6 er skoðuð í þessu tilfelli Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 000E+0 Nmm s c.0.d = 9 MPa s m.y.d = 0 MPa Krafa ,43 OK Krafa ,73 OK 201

202 Súla B 7 /7 Samverkun vægis og togkrafts Í grein í staðli er farið fram á að athugað sé hvort þversniðið þoli samverkun vægis og togs. Þetta er gert með jöfnum 6.17 og Skoða þarf þá álagsfléttu sem gefur óhagstæðasta tilfellið af vægi og togi saman og reikna ný gildi á togspennum og beygjuspennum fyrir þá fléttu. Brot 3 er óhagstæðust fyrir þessa súlu. Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 000E+0 Nmm s t.0.d = 8 MPa s m.y.d = 0 MPa Jöfnur (6.17) (6.18) Krafa ,40 OK Krafa ,40 OK 202

203 Súla C 1 /7 Max Skerkraftur = Max Vægi = Max Þrýstingur = Max Tog = 78 kn 120 knm 119 kn 126 kn Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 Þrýstiþol þversniðsins Þrýstiþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f c.0.k = 29 MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c.0.d = 25,5 MPa Þrýstispennur Breidd = Hæð = A = 140 mm 467 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s c.0.d = N 2 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 203

204 Súla C 2 /7 Togþol þversniðsins Togþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f t.0.k = 23 MPa Togþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f t.0.d = 19,8 MPa Togspennur Breidd = Hæð = A = 140 mm 467 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s t.0.d = N 3 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 204

205 Súla C 3 /7 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 140 mm 467 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 120E+6 Nmm 24 MPa Krafan er samkvæmt grein jafna 6.11 ekkert vægi um z-ás k m = 0,7 (6.11) Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Krafa : OK 205

206 Súla C 4 /7 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 78 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 93 mm Virk breidd h= 467 mm Hæð þversniðs τ y,d = 2,7 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : OK (6.13) 206

207 Súla C 5 /7 Samverkun vægis og þrýstings Skoða þarf hvort hætta sé á kiknun L ef,y = L ef,z = 4834 mm 4834 mm Kiknunarlengd um y-ás Kiknunarlengd um z-ás Fundinn er tregðuradíus um báða ása. Jafna er fengin úr Structural timber design to eurocode 5 grein h y = h z = i y = i z = 467 mm 140 mm 134,8 mm 40,4 mm Renglutala er fundin með jöfnu úr Structural timber design to eurocode 5 jafna 5.1 λ y = 35,9 λ z = 119,6 Hlutfallsleg renglutala er fundin með jöfnu 6.21 og 6.22 í staðli (6.21) (6.22) f c.0.k = E 0.05 = 29 MPa MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,y = 0,58 λ rel,z = 1,9 Kiknunarhætta Kiknunarhætta Í grein í staðli segir að ef hlutfallsleg renglutala er stærri en 0,3 er kiknunarhætta og skilyrði jöfnu 6.23 og 6.24 þarf að uppfylla annars gilda jöfnur 6.19 og

208 Súla C 6 /7 Jöfnur 6.23 og 6.24 taka á samverkun þrýstings og vægis í þversniðinu. Ekkert vægi er um z-ás og dettur hann því út. (6.23) (6.24) k c.y = (6.25) k c.z = (6.26) k y = (6.27) k z = (6.28) β c = 0,1 Stuðull sem tekur tillit til hversu beint þversniðið er. Jafna 6.29 k m = 0,7 Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Útreikningar: k y = 0,68 k z = 2,48 k c.y = 0,96 k c.z = 0,25 Hér þarf að skoða þá fléttu sem gefur verstu gildin á normalkrafti og vægi og er því reiknuð ný gildi á beygjuspennum og þrýstispennum. Flétta brot 6 er skoðuð í þessu tilfelli Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 120E+6 Nmm s c.0.d = 2 MPa s m.y.d = 24 MPa Krafa ,91 OK Krafa ,86 OK 208

209 Súla C 7 /7 Samverkun vægis og togkrafts Í grein í staðli er farið fram á að athugað sé hvort þversniðið þoli samverkun vægis og togs. Þetta er gert með jöfnum 6.17 og Skoða þarf þá álagsfléttu sem gefur óhagstæðasta tilfellið af vægi og togi saman og reikna ný gildi á togspennum og beygjuspennum fyrir þá fléttu. Brot 4 er óhagstæðust fyrir þessa súlu. Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 110E+6 Nmm s t.0.d = 2 MPa s m.y.d = 22 MPa Jöfnur (6.17) (6.18) Krafa ,86 OK Krafa ,63 OK 209

210 Þakbiti 1 /9 Max Skerkraftur = Max Vægi = Max Þrýstingur = Max Tog = 151 kn 335 knm 105 kn 89 kn Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 Þrýstiþol þversniðsins Þrýstiþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f c.0.k = 29 MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c.0.d = 25,5 MPa Þrýstispennur Breidd = Hæð = A = 200 mm 633 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s c.0.d = N 1 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 210

211 Þakbiti 2 /9 Togþol þversniðsins Togþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f t.0.k = 23 MPa Togþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f t.0.d = 19,8 MPa Togspennur Breidd = Hæð = A = 200 mm 633 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s t.0.d = N 2 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 211

212 Þakbiti 3 /9 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 200 mm 633 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 335E+6 Nmm 25 MPa Reiknað er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 200 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 633 mm Hæð þversniðs l ef = 2000 mm Kiknunarlengd s m,crit = 274 MPa 212

213 Þakbiti 4 /9 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 32 MPa 274 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 0,34 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 1,00 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 1,00 (6.11) Krafa : 0,89 OK 213

214 Þakbiti 5 /9 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 151 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 133 mm Virk breidd h= 633 mm Hæð þversniðs τ y,d = 2,7 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,80 OK (6.13) 214

215 Þakbiti 6 /9 Samverkun vægis og þrýstings Skoða þarf hvort hætta sé á kiknun L ef,y = L ef,z = mm 2000 mm Kiknunarlengd um y-ás Kiknunarlengd um z-ás Fundinn er tregðuradíus um báða ása. Jafna er fenginn úr Structural timber design to eurocode 5 grein h y = h z = i y = i z = 633 mm 200 mm 182,7 mm 57,7 mm Renglutala er fundin með jöfnu úr Structural timber design to eurocode 5 jafna 5.1 λ y = 76,3 λ z = 34,6 Hlutfallsleg renglutala er fundin með jöfnu 6.21 og 6.22 í staðli (6.21) (6.22) f c.0.k = E 0.05 = 29 MPa MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,y = 1,24 λ rel,z = 0,6 Kiknunarhætta Kiknunarhætta Í grein í staðli segir að ef hlutfallsleg renglutala er stærri en 0,3 er kiknunarhætta og skilyrði jöfnu 6.23 og 6.24 þarf að uppfylla annars gilda jöfnur 6.19 og

216 Þakbiti 7 /9 k c.y = (6.25) k c.z = (6.26) k y = (6.27) k z = (6.28) β c = 0,1 Stuðull sem tekur tillit til hversu beint þversniðið er. Jafna 6.29 k m = 0,7 Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Útreikningar: k y = 1,32 k z = 0,67 k c.y = 0,57 k c.z = 0,96 Krafan er samkvæmt jöfnu 6.35 (6.35) Hér þarf að skoða þá fléttu sem gefur verstu gildin á normalkrafti og vægi og eru því reiknuð ný gildi á beygjuspennum og þrýstispennum. Flétta brot 6 er skoðuð í þessu tilfelli Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 271E+6 Nmm s c.0.d = 1 MPa s m.y.d = 20 MPa Krafa ,54 216

217 Þakbiti 8 /9 Samverkun vægis og togkrafts Í grein í staðli er farið fram á að athugað sé hvort þversniðið þoli samverkun vægis og togs. Þetta er gert með jöfnum 6.17 og Skoða þarf þá álagsfléttu sem gefur óhagstæðasta tilfellið af vægi og togi saman og reikna ný gildi á togspennum og beygjuspennum fyrir þá fléttu. Brot 4 er óhagstæðust fyrir þennan bita. Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 335E+6 Nmm s t.0.d = 1 MPa s m.y.d = 25 MPa Jöfnur (6.17) (6.18) Krafa ,92 OK Krafa ,65 OK 217

218 Þakbiti 9 /9 Reiknaður er ásetuþrýstingur bita við súlu. Mesti þrýstingur í súlunni er sá undirstöðukraftur sem bitinn þarf að þola. Álagsflétta brot 6 gefur hæsta gildið. F c,90,d = 239 kn Þrýstikraftur frá súlu Þol bitans undir þrýstingi er reiknað samkvæmt grein í staðli þar sem krafan er samkvæmt jöfnu 6.3 s c,90,d = f c,90,d = k c,90 = (6.3) Er hönnunar spenna á svæðinu sem verður fyrir þrýstingi Er þrýstistyrkur hornrétt á trefjastefnu Stuðull sem tekur á möguleikunum á klofnun timburs og aflögun Hönnunarspennan er reiknuð eftir jöfnu úr glósum úr áfanganum timbur og stál A ef = b = 200 mm Breidd bita l = 200 mm Breidd undirstöðu A ef = s c,90,d = mm² 4,6 MPa Þrýstistyrkur hornrétt á trefjar k mod = 1,1 f c,90.k = 3,3 MPa ɣ M = 1,25 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Þrýstistyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c,90.d = 2,9 MPa Hönnunar þrýstistyrkur k c,90 = 1,75 Fengið úr glósum úr áfanga timbur og stál fyrir límtré Krafa 6.3 0,90 OK 218

219 Biti í millilofti / milli súla 1 /6 Bitinn er hugsaður þannig að hann sé einfalt undirstuddur í báða enda. Á hann verkar notaálag upp á 8,75 kn/m og er þyngd timbursins sem kemur á milli þeirra 0,3 kn/m. Gólfið verður klætt með 22 mm spónaplötum en þyngd þeirra er áætluð 0,3 kn/m. Eiginþyngd: Timbur: 0,4 kn/m Klæðning: 0,5 kn/m Þyngd bita: 0,5 kn/m Viðmiðunargildi Notaálag : 8,75 kn/m EN tafla 6.1 og 6.2 flokkur D2 Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 15,0 kn/m Við þetta bætist þyngd bita Skoða verður tvær lengdir á bitum þar sem tvö endabilin í húsinu eru breiðari en önnur bil þarf bitinn að vera töluvert lengri. Reiknað er fyrir tvær lengdir á bita, 7m og 5,6m. Lengri bitinn 7m Styttri bitinn 5,6m Max vægi: 92 knm Max vægi: 59 knm Max sker: 53 kn Max sker: 42 kn Sýndir eru útreikningar fyrir lengri bitann en útreikningar fyrir báða bitana eru eins 219

220 Biti í millilofti / milli súla 7m 2 /6 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 140 mm 433 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 92E+6 Nmm 21 MPa Reiknað er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 140 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 433 mm Hæð þversniðs l ef = 400 mm Kiknunarlengd s m,crit = 980 MPa 220

221 Biti í millilofti / milli súla 7m 3 /6 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 32 MPa 980 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 0,18 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 1,00 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 1,00 (6.11) Krafa 6.11: 0,75 OK 221

222 Biti í millilofti / milli súla 7m 4 /6 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 53 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 93 mm Virk breidd h= 433 mm Hæð þversniðs τ y,d = 1,9 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,58 OK (6.13) 222

223 Biti í millilofti / milli súla 7m 5 /6 Niðurbeygjur Vegna 1 kn skammtíma punktálags I = mm⁴ E 0 = Mpa Young modulus fyrir timbur meðalgildi jafna fyrir niðurbeygju vegna stakks krafts úr ståbi l = Q = U max = 7000 mm 1000 N 0,6 mm Niðurbeygur eru reiknaðar eftir grein í Staðli EN (2.3) (2.2) (2.4) ( ståbi ) ( ståbi ) k def = 0,8 Tafla 3.2 í staðli fyrir límtré í service class 2 ψ 2,1 = 1 G = 1,4 kn/m q = 8,75 kn/m U inst,g = 3,3 mm U inst,q = 21,1 mm Krafa reglugerðar L/300 OK U fin,g = U fin,q = 6,0 mm 37,9 mm U fin = 43,9 mm Krafa reglugerðar L/150 OK 223

224 Biti í millilofti / milli súla 7m 6 /6 Niðurbeygjur vegna staks krafts í stað notaálags: Þá verður Q = 4 kn Aðrar forsendur þær sömu og áður U inst,g = 3,3 mm U inst,q = 2,2 mm Krafa reglugerðar L/300 OK U fin,g = U fin,q = 6,0 mm 4,0 mm U fin = 9,9 mm Krafa reglugerðar L/150 OK 224

225 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 1 /10 Bitinn er hugsaður þannig að hann sé einfalt undirstuddur í báða enda. Á hann verkar notaálag upp á 3,0 kn/m. Gólfið verður klætt með 22 mm spónaplötum en þyngd þeirra er áætluð 0,3 kn/m. Normalkraftur upp á 243 kn. Lengd bitans er 3,5m Eiginþyngd: Biti : Timbur : Klæðning : 0,5 kn/m 0 kn/m 0,3 kn/m Notaálag : 3,0 kn/m EN tafla 6.1 og 6.2 flokkur C3 Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 5,6 kn/m Við þetta bætist þyngd bita Max vægi: Max sker: Max Norm 8 knm 9 kn 243 kn 225

226 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 2 /10 Max Skerkraftur = Max Vægi = Max Þrýstingur = Max Tog = 9 kn 8 knm 243 kn 0 kn Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 Þrýstiþol þversniðsins Þrýstiþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f c.0.k = 29 MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c.0.d = 25,5 MPa Þrýstispennur Breidd = Hæð = A = 115 mm 300 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s c.0.d = N 7 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 226

227 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 3 /10 Togþol þversniðsins Togþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f t.0.k = 23 MPa Togþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f t.0.d = 19,8 MPa Togspennur Breidd = Hæð = A = 115 mm 300 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s t.0.d = 0 N 0 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 227

228 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 4 /10 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 115 mm 300 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 8E+6 Nmm 5 MPa Reiknuð er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 115 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 300 mm Hæð þversniðs l ef = 3500 mm Kiknunarlengd s m,crit = 109 MPa 228

229 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 5 /10 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 32 MPa 109 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 0,54 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 1,00 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 1,00 (6.11) Krafa : 0,16 OK 229

230 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 6 /10 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 9 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 77 mm Virk breidd h= 300 mm Hæð þversniðs τ y,d = 0,6 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,18 OK (6.13) 230

231 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 7 /10 Samverkun vægis og þrýstings Skoða þarf hvort hætta sé á kiknun L ef,y = L ef,z = 3500 mm 3500 mm Kiknunarlengd um y-ás Kiknunarlengd um z-ás Fundinn er tregðuradíus um báða ása. Jafna er fenginn úr Structural timber design to eurocode 5 grein h y = h z = i y = i z = 300 mm 115 mm 86,6 mm 33,2 mm Renglutala er fundin með jöfnu úr Structural timber design to eurocode 5 jafna 5.1 λ y = 40,4 λ z = 105,4 Hlutfallsleg renglutala er fundin með jöfnu 6.21 og 6.22 í staðli (6.21) (6.22) f c.0.k = E 0.05 = 29 MPa MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,y = 0,66 λ rel,z = 1,7 Kiknunarhætta Kiknunarhætta Í grein í staðli segir að ef hlutfallsleg renglutala er stærri en 0,3 er kiknunarhætta og skilyrði jöfnu 6.23 og 6.24 þarf að uppfylla annars gilda jöfnur 6.19 og

232 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 8 /10 k c.y = (6.25) k c.z = (6.26) k y = (6.27) k z = (6.28) β c = 0,1 Stuðull sem tekur tillit til hversu beint þversniðið er. Jafna 6.29 k m = 0,7 Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Útreikningar: k y = 0,73 k z = 2,04 k c.y = 0,94 k c.z = 0,32 Krafan er samkvæmt jöfnu 6.35 (6.35) Hér þarf að skoða þá fléttu sem gefur verstu gildin á normalkrafti og vægi og er því reiknuð ný gildi á beygjuspennum og þrýstispennum. Flétta brot 6 er skoðuð í þessu tilfelli Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 8E+6 Nmm s c.0.d = 7 MPa s m.y.d = 5 MPa Krafa ,90 232

233 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 9 /10 Niðurbeygjur Vegna 1 kn skammtíma punktálags I = mm⁴ E 0 = Mpa Young modulus fyrir timbur meðalgi jafna fyrir niðurbeygju vegna stakks krafts úr ståbi l = Q = U max = 3500 mm 1000 N 0,3 mm Niðurbeygur eru reiknaðar eftir grein í Staðli EN (2.3) (2.2) (2.4) ( ståbi ) ( ståbi ) k def = 0,8 Tafla 3.2 í staðli fyrir límtré í service class 2 ψ 2,1 = 1 G = 0,8 kn/m q = 3,0 kn/m U inst,g = 0,4 mm U inst,q = 1,7 mm Krafa reglugerðar L/300 OK U fin,g = U fin,q = 0,8 mm 3,0 mm U fin = 3,8 mm Krafa reglugerðar L/150 OK 233

234 Biti milli miðsúlu og ramma 3,5m 10 /10 Niðurbeygjur vegna staks krafts í stað notaálags: Þá verður Q = 4 kn Aðrar forsendur þær sömu og áður U inst,g = 0,4 mm U inst,q = 1,0 mm Krafa reglugerðar L/300 OK U fin,g = U fin,q = 0,8 mm 1,8 mm U fin = 2,6 mm Krafa reglugerðar L/150 OK 234

235 Gólfbitar í milligólfi 1 /6 Skoðaðir eru bitar í milligólfi. Bitarnir eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir. Á þá verkar notaálag upp á 2 kn/m Gólfið verður klætt með 22 mm spónaplötum en þyngd þeirra er áætluð 0,3 kn/m. Bitinn er 3,5 m langur og vegna mikils notaálags á hann er ætlunin að hafa 0,4 m á milli bita. Eiginþyngd: Biti : 0,2 kn/m Klæðning : 0,1 kn/m Notaálag : 2,0 kn/m EN tafla 6.1 og 6.2 flokkur C3 Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 3,4 kn/m Við þetta bætist þyngd bita Max vægi: Max sker: 5,3 knm 6,0 kn 235

236 Gólfbitar í milligólfi 2 /6 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli Notað verður timbur í flokki T2 C24 Service class 2 k mod = 1,1 f m.k = 24 MPa ɣ M = 1,3 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 20,3 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 45 mm 220 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 5E+6 Nmm 14 MPa Reiknuð er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 45 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 220 mm Hæð þversniðs l ef = 3500 mm Kiknunarlengd s m,crit = 23 MPa 236

237 Gólfbitar í milligólfi 3 /6 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 24 MPa 23 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 1,03 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 0,87 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 0,87 (6.11) Krafa 6.11: 0,82 OK 237

238 Gólfbitar í milligólfi 4 /6 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 4,0 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,3 f v.d = 3,4 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 6 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 30 mm Virk breidd h= 220 mm Hæð þversniðs τ y,d = 1,4 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,40 OK (6.13) 238

239 Gólfbitar í milligólfi 5 /6 Niðurbeygjur Vegna 1 kn skammtíma punktálags I = mm⁴ E 0 = Mpa Young modulus fyrir timbur meðalgildi Jafna fyrir niðurbeygju vegna stakks krafts úr ståbi l = Q = U max = 3500 mm 1000 N 2,0 mm Niðurbeygjur eru reiknaðar eftir grein í Staðli EN (2.3) (2.2) (2.4) ( ståbi ) ( ståbi ) k def = 0,8 Tafla 3.2 í staðli fyrir timbur í service class 2 ψ 2,1 = 1 G = 0,3 kn/m q = 2,00 kn/m U inst,g = 1,4 mm U inst,q = 8,9 mm Krafa reglugerðar L/300 OK U fin,g = U fin,q = 2,6 mm 16,0 mm U fin = 18,6 mm Krafa reglugerðar L/150 OK 239

240 Gólfbitar í milligólfi 6 /6 Niðurbeygjur vegna staks krafts í stað notaálags: Þá verður Q = 4 kn Aðrar forsendur þær sömu og áður U inst,g = 1,4 mm U inst,q = 8,1 mm Krafa reglugerðar L/300 OK U fin,g = U fin,q = 2,6 mm 14,6 mm U fin = 17,2 mm Krafa reglugerðar L/150 OK 240

241 Bitar á gafli 1 /4 Bitar á gaflinum eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir bitar sem taka vægi og skerkraft. Bitunum er dreift jafnt yfir bilið á móts við þakásana sem eru einnig hugsaðir sem þrýstistangir fyrir stýfingu rammans gegn vindi á gafl. Álag sem kemur á þessa bita er mest nettó vindálag á gafl 2,3 kn/m 2 margfaldað með haflengd hvers bita sem er 1,73m Helmingur af kröftunum fara niður í undirstöðurnar en hinn helmingurinn upp í þakið. Álag = 3,98 kn/m Ráðandi álagsflétta í þessu tilviki verður 1,35*G Eig + 1,5*Q = 6,0 kn/m Bitarnir eru mislangir sem þýðir það að kraftarnir sem koma í þrýstistangirnar er mismunandi. Hér fyrir neðan verða reiknaðir kraftarnir sem koma á bitana hvern fyrir sig. Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker Bitalengd Max vægi Max sker 4,5 m Bitalengd 4,7 m 7,5 knm Max vægi 17 knm 6,7 kn Max sker 14 kn 5,0 m Bitalengd 5,2 m 18 knm Max vægi 20 knm 15 kn Max sker 16 kn 5,5 m Bitalengd 5,7 m 22 knm Max vægi 24 knm 16 kn Max sker 17 kn 5,9 m Bitalengd 6,2 m 26 knm Max vægi 28 knm 18 kn Max sker 18 kn 6,4 m Bitalengd 6,7 m 31 knm Max vægi 33 knm 19 kn Max sker 20 kn 6,9 m 18 knm 10 kn Sýndir eru útreikningar fyrir lengdirnar 6,7 m og 6,4 m. Aðrar lengdir eru reiknaðar eins 241

242 Bitar á gafli lengd 6,7 og 6,4 2 /4 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 115 mm 267 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 33E+6 Nmm 24 MPa Reiknað er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 115 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 267 mm Hæð þversniðs l ef = 6700 mm Kiknunarlengd s m,crit = 64 MPa 242

243 Bitar á gafli lengd 6,7 og 6,4 3 /4 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 32 MPa 64 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 0,71 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 1,00 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 1,00 (6.11) Krafa 6.11: 0,86 OK 243

244 Bitar á gafli lengd 6,7 og 6,4 4 /4 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 20 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 77 mm Virk breidd h= 267 mm Hæð þversniðs τ y,d = 1,5 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,44 OK (6.13) 244

245 Þrýsti og togstangir í þaki 1 /1 Í endabilunum tveimur þarf að koma vindstýfingarkerfi í þak hússins til að flytja þá krafta sem koma frá gaflastoðunum þegar vindurinn stendur á gaflinn niður í undirstöður hússins. Þetta er gert með þrýstistöngum og togböndum sem virka svipað og gitterbiti. Kraftarnir flytjast í gegnum kerfið þegar þrýstingur frá vindi á gafl þrýstir á stangirnar sem svo er fluttur á milli stanga með togböndum niður í undirstöður. Kerfið þarf að virka á báða vegu þar að segja þegar það er þrýstingur á gafl og líka þegar það er sog á gaflinum. Reiknaðir eru þrýstikraftar og togkraftar í vindstýfingarkerfinu. Svæði Flatarmál H C Stífa nr. α T A1 5,2 m² 18 kn 18 kn T kn A2 5,4 m² 19 kn 28 kn T kn A3 5,5 m² 19 kn 47 kn T kn A4 6,0 m² 21 kn 67 kn T kn A5 6,1 m² 21 kn 88 kn T kn A6 3,5 m² 12 kn 100 kn T kn A7 100 kn T kn A8 100 kn T kn A9 100 kn T kn Miðjum gafl Næst miðju Annar frá miðju Þriðji frá miðju Annar frá enda Endi Endi við hurð Endi við hurð Endi við hurð Nettó vindálag á gafl : q pe,d = 2,3 kn/m² Ætlunin er að hafa allar þrýstistangir eins í þakinu og verður því reiknað fyrir versta tilfellið. Á þrýstistangirnar kemur einnig álag frá þakeiningum, snjó og vindi. Hér verður álagsfléttan: Eigin þyngd : Biti = Þakeiningar = 0,5 kn/m 0,5 kn/m² Notaálag : Vindur = -2,5 kn/m² Hlutfall af svæði Fup og H fyrir vind á þak 90 Snjór = 1,0 kn/m² Álagsléttur Brot : 1,0*G Eig + 1,5*Q vindur,90 Haflengd hvers þakbita er 1,73 m Brot : 1,35*G Eig + 1,5*Q snjór + 1,5*0,6*Q vindur,90 Vægi : Sker : Þrýstingur : 35 knm 20 kn 100 kn 245

246 Þrýstistangir í þaki 1 /8 Max Skerkraftur = Max Vægi = Max Þrýstingur = Max Tog = 20 kn 35 knm 100 kn 100 kn Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 Þrýstiþol þversniðsins Þrýstiþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f c.0.k = 29 MPa þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f c.0.d = 25,5 MPa Þrýstispennur Breidd = Hæð = A = 140 mm 333 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s c.0.d = N 2 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 246

247 Þrýstistangir í þaki 2 /8 Togþol þversniðsins Togþol þversniðsins er fundið samkvæmt jöfnu 6.2 í staðli EN grein (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f t.0.k = 23 MPa Togþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f t.0.d = 19,8 MPa Togspennur Breidd = Hæð = A = 140 mm 333 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Flatarmál þversniðs Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli N = s t.0.d = N 2 MPa (2.14) Krafan er samkvæmt grein jafna 6.2 (6.2) Krafa : OK 247

248 Þrýstistangir í þaki 3 /8 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 140 mm 333 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 35E+6 Nmm 14 MPa Reiknuð er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 140 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 333 mm Hæð þversniðs l ef = 7000 mm Kiknunarlengd s m,crit = 73 MPa 248

249 Þrýstistangir í þaki 4 /8 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 32 MPa 73 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 0,66 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 1,00 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 1,00 (6.11) Krafa : 0,48 OK 249

250 Þrýstistangir í þaki 5 /8 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 20 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 93 mm Virk breidd h= 333 mm Hæð þversniðs τ y,d = 1,0 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,29 OK (6.13) 250

251 Þrýstistangir í þaki 6 /8 Samverkun vægis og þrýstings Skoða þarf hvort hætta sé á kiknun L ef,y = L ef,z = 7000 mm 7000 mm Kiknunarlengd um y-ás Kiknunarlengd um z-ás Fundinn er tregðuradíus um báða ása. Jafna er fenginn úr Structural timber design to eurocode 5 grein h y = h z = i y = i z = 333 mm 140 mm 96,1 mm 40,4 mm Renglutala er fundin með jöfnu úr Structural timber design to eurocode 5 jafna 5.1 λ y = 72,8 λ z = 173,2 Hlutfallsleg renglutala er fundin með jöfnu 6.21 og 6.22 í staðli (6.21) (6.22) f c.0.k = E 0.05 = 29 MPa MPa Þrýstiþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 λ rel,y = 1,18 λ rel,z = 2,8 Kiknunarhætta Kiknunarhætta Í grein í staðli segir að ef hlutfallsleg renglutala er stærri en 0,3 er kiknunarhætta og skilyrði jöfnu 6.23 og 6.24 þarf að uppfylla annars gilda jöfnur 6.19 og

252 Þrýstistangir í þaki 7 /8 k c.y = (6.25) k c.z = (6.26) k y = (6.27) k z = (6.28) β c = 0,1 Stuðull sem tekur tillit til hversu beint þversniðið er. Jafna 6.29 k m = 0,7 Fyrir ferhyrnd þversnið sjá grein (2) Útreikningar: k y = 1,25 k z = 4,60 k c.y = 0,61 k c.z = 0,12 Krafan er samkvæmt jöfnu 6.35 (6.35) Hér þarf að skoða þá fléttu sem gefur verstu gildin á normalkrafti og vægi og eru því reiknuð ný gildi á beygjuspennum og þrýstispennum. Flétta brot 6 er skoðuð í þessu tilfelli Þrýstispennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 35E+6 Nmm s c.0.d = 2 MPa s m.y.d = 14 MPa Krafa ,92 OK 252

253 Þrýstistangir í þaki 8 /8 Samverkun vægis og togkrafts Í grein í staðli er farið fram á að athugað sé hvort þversniðið þoli samverkun vægis og togs. Þetta er gert með jöfnum 6.17 og Skoða þarf þá álagsfléttu sem gefur óhagstæðasta tilfellið af vægi og togi saman og reikna ný gildi á togspennum og beygjuspennum fyrir þá fléttu. Brot 4 er óhagstæðust fyrir þessa súlu. Togspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 2,14 í staðli Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli (2.14) N = N M = 35E+6 knm s t.0.d = 2 MPa s m.y.d = 14 MPa Jöfnur (6.17) (6.18) Krafa ,59 OK Krafa ,44 OK 253

254 Þakásar 1 /4 Þakásar í þaki eru hugsaðir sem einfalt undirstuddir bitar sem þurfa að þola sker og vægisáraun. Þeir þurfa að þola álag frá þakeiningum, snjó og vindi. Hér verður álagsfléttan: Eiginþyngd : Biti = Þakeiningar = Notaálag : Vindur = Snjór = 0,5 kn/m 0,5 kn/m² sjá vindálag 1,0 kn/m² Álagsléttur Brot 4 : 1,0*G Eig + 1,5*Q vindur,180 Haflengd hvers þakbita er 1,73 m Brot 6: Brot 7 : 1,35*G Eig + 1,5*Q snjór + 1,5*0,7*Q vindur,0 1,35*G Eig + 1,5*0,5Q snjór + 1,5*Q vindur,0 Vægi : Sker : 21 knm 15 kn 254

255 Þakásar 2 /4 Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli Notað verður límtré í flokki GL 32h Service class 2 k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Beygjuspennur Breidd = Hæð = W = 115 mm 200 mm mm² Breidd þversniðs Hæð þversniðs Mótstöðuvægi um y-ás Beygjuspennur eru reiknaðar eftir jöfnu 6.36 í staðli M = s m.y.d = 21E+6 Nmm 27 MPa Reiknað er krítísk beygjuspenna í bitanum. Fyrir mjúkvið og rétthyrnt þversnið er jafna 6.32 (6.32) b= 115 mm Breidd þversniðs E 0.05 = MPa Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 h = 200 mm Hæð þversniðs l ef = 5600 mm Kiknunarlengd s m,crit = 102 MPa 255

256 Þakásar 3 /4 Fundin er hlutfallsleg renglutala með jöfnu 6.30 í staðli f m.k = s m,crit = 32 MPa 102 MPa (6.30) Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 λ rel,m = 0,56 Þegar renglutalan liggur fyrir þá er hægt að reikna lækkunarstuðull fyrir beygjuspennur (6.34) k crit = 1,00 Krafan er samkvæmt grein jafna 6.33 k crit = 1,00 (6.11) Krafa 6.11: 0,97 OK 256

257 Þakásar 4 /4 Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli Skerspennur Skerspennur eru reiknaðar með jöfnu úr bókinni Structural timber design to eurocode 5 jafna V d = 15 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið b ef = 77 mm Virk breidd h= 200 mm Hæð þversniðs τ y,d = 1,5 MPa Krafan er samkvæmt jöfnu 6.13 Krafa : 0,44 OK (6.13) 257

258 Viðauki 5: Timburfestingar 258

259 Festing við undirstöður 1 /5 Festing ramma við undirstöður: Mynd af festingunni neðst í útreikningunum Kraftar við festingu eru eftirfarandi: Sker : 59 kn F v,ed Tog : 123 kn F t,ed Skerþol bolta er reiknað eftir jöfnu í töflu 3.4 í EN : α v = 0,6 f ub = 800 Mpa A = 225 mm² ɣ M2 = 1,25 Samkvæmt töflu 3.4 fyrir bolta 8.8 Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 A=A k Minnsta þversniðsflatarmál bolta í raufum. Fengið í ståbi Hlutstuðull stáls í togi F v,rd = 86 kn Notaðir verða 5 stykki af M20 boltum F v,rd = 432 kn Skerstyrkur í fimm boltum Brotstyrkur bolta f u,k = 800 Mpa Flotstyrkur bolta f y,k = 640 Mpa Brotstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 EN Flotstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 EN Flotvægi bolta M y,rk = Nmm (8.30 EN ) Þykk eða þunn plata Grein í staðli EN segir að ef plata er minni eða jafn þykk og 0,5*d er hún þunn. Platan í þessu tilviki er 6 mm og flokkast því sem þunn. 259

260 Festing við undirstöður 2 /5 Fyrir stálplötuna er skoðað hvort að boltinn rifni út úr plötunni samsíða henni. Bearing resistance. Krafan er : k 1 = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 2 = d 0 = p 2 = 100 mm 20 mm 100 mm k 1 = 2,5 Ytri k 1 = 2,5 Innri a b = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 f ub = 800 Mpa Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 EN f u = 360 Mpa Togstyrkur stáls a d = Fundið með jöfnu í töflu 3.4 e 1 = d 0 = p 1 = 140 mm 20 mm 100 mm a d = 2,3 Ytri a d = 1,4 Innri a b = 2,3 Ytri a b = 1,4 Innri d b = 20 mm Stærð á boltum t p = 6 mm Þykkt á plötu ɣ M2 = 1,25 Hlutstuðull stáls í togi 260

261 Festing við undirstöður 3 /5 F b,rd = 202 kn Ytri F b,rd = 122 kn Innri Það eru fimm boltar eða tveir ytri og þrír innri, einnig eru tvær plötur: F b,rd = F v,ed = 1541 kn 123 kn Krafan er : OK Gatabrúnastyrkur Kraftur samsíða trefjastefnu d = ρ k = 20 mm 430 kg/m³ Þvermál bolta Meðalrúmþyngd (8.32 EN ) f h,0,k = 28 MPa Kraftur þvert á trefjastefnu (8.31 EN ) k 90 = 1,65 (8.33 EN ) a = 90 f h,90,k = 17 MPa Reiknuð eru möguleg brotform fyrir tvísiðstengingar stál í timbur jafna 8.12 í staðli d = t 2 = 20 mm 140 mm Þvermál bolta Breidd timburs (8.12 EN ) Viðbótar styrkur vegna formbreytinga (glósur úr áfanga timbur og stál) 261

262 Festing við undirstöður 4 /5 t w = 6,7 mm Þykkt á skinnu eða d/3 samkvæmt Ståbi bls 335 d w = 74 mm Þvermál skinnu eða 3,7*d samkvæmt Ståbi bls 335 A w,1 = A w,2 = A w,3 = A w = f c,90,k = 5476 mm² 5027 mm² 5027 mm² 5027 mm² 3,3 MPa F ax,rk = 49,8 kn F ax,rk / 4 max 25% af F v,rk,1 Minnka á burðarþol ef margir eru í röð samsíða álagi og trefjum þar sem n = 2 Fjöldi bolta í röð a 1 = 200 mm Bil milli bolta n ef = 1,7 F v,rk,1 = 39,5 kn F v,rk,90,1 = 23,9 kn F v,rk,2 = 39 kn F v,rk,90,2 = 29 kn F v,rk = 23,9 kn Reiknaður er hönnunarstyrkurinn k mod = 1,1 F v,rk = 23,9 kn ɣ M = 1,3 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli EN 1995 Hlutstuðull fyrir festingar F v,rd = 20 kn Sniðið er tvöfalt og þolir hver bolti því tvöfaldan þennan kraft. Hafðir eru fimm boltar því verður heildar þol festingarinnar: F v,rd = 203 kn 262

263 Festing við undirstöður 5 /5 Skoðuð er rifnunarhættu Skoða þarf hvort að hætta sé á að timbrið rifni út frá skerkrafti sem verkar þvert á trefjarnar. Jafna 8.4 í staðli EN (8.4 EN ) b = 140 mm Breidd þversniðs w = 1 Jafna 8.5 í EN he = 387 mm Lengd frá togbrún að fjarlægasta bolta í festingu h = 467 mm Hæð þversniðs F 90,Rk = 93 kn F 90,Rd = 79 kn OK 263

264 Festing þakbita við súlu 1 /6 Breidd súlu = Halli á þakbita = 115 mm Mynd af festingunni neðst í útreikningunum 8 f m.k = f v.k = ρ k = 32 MPa Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode kg/m³ Meðalrúmþyngd Vægiþol þversniðs Vægiþol þversniðsins er reiknað eftir grein í k mod = 1,1 f m.k = 32 MPa ɣ M = 1,25 (2.17 EN ) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli Beygjustyrkur. Tafla 6.2 í bókinni Structural timber design to eurocode 5 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f m.d = 28,2 MPa Skerþol þversniðsins Skerþol þversniðsins er reiknað eftir grein í staðli. (2.17 EN ) k mod = 1,1 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli f v.k = 3,8 MPa Skerþol. Tafla 6.2 í bókinni structural timber design to eurocode 5 ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli f v.d = 3,3 MPa Hönnunargildi skerþols Boltar Stál S235 d = 20 mm Þvermál bolta f ub = 800 Mpa Togstyrkur bolta í flokki 8.8 tafla 3.1 Sniðkraftar Súla Þakbiti Vægi : 120 knm Vægi : 120 knm Sker : 78 kn Sker : 103 kn Norm : 115 kn Norm : 93 kn 264

265 Festing þakbita við súlu 2 /6 Hönnun á boltafestingu Hringur h = 667 mm d = 20 mm r 1 = 254 mm r 2 = 154 mm Fjöldi bolta í hringnum n 1 = 13 n 1 = 8 Kraftur sem verkar á boltana Í súlu og þakbita vegna vægis F M = 29,71 kn Í súlu vegna skers og normalkrafts F V,C = 3,71 kn F N,C = 5,48 kn Í þakbita vegna skers og normalkrafts F V,B = 4,90 kn F N,B = 4,43 kn Heildar álag á boltana vegna sniðkrafta Súla F d,c = Þakbiti F d,b = 34 kn 35 kn 265

266 Festing þakbita við súlu 3 /6 Gatabrúnastyrkur Kraftur samsíða trefjastefnu d = 20 mm Þvermál bolta ρ k = 430 kg/m³ Meðalrúmþyngd (8.32) EN f h,0,k = 28 MPa Heildarþol bolta í súlu Horn milli álags og trefjastefnu α 1 = 80,7 α = 8 α 2 = 1,3 Gatabrúnarstyrkur er háður horninu á milli kraftstefnu og trefjastefnu (8.31) EN (8.31) EN k 90 = 1,65 (8.33) f h,1,k = f h,2,k = 17 MPa 28 MPa Hlutfall milli gatabrúnarstyrks súlu og bita β = 1,632 (8.8) EN Flotvægi bolta M y,rk = Nmm (8.30 EN ) 266

267 Festing þakbita við súlu 4 /6 Skoðuð eru mismunandi brotform tvísniðstenginga timbur í timbur jafna 8.7 í EN t 1 = t 2 = F v,rk,1 = F v,rk,2 = F v,rk,3 = F v,rk,4 = F v,rk = 115 mm 200 mm N N N N N k mod = 1,1 (2.17 EN ) Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli F v,rk = N ɣ M = 1,25 Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli F v,rd,c = N Tékk fyrir súlu OK 267

268 Festing þakbita við súlu 5 /6 Gatabrúnastyrkur Kraftur samsíða trefjastefnu d = 20 mm Þvermál bolta ρ k = 430 kg/m³ Meðalrúmþyngd (8.32) EN f h,0,k = 28 MPa Heildar þol bolta í súlu Horn milli álags og trefjastefnu α 1 = 15,3 α = 8 α 2 = 82,7 Gatabrúnarstyrkur er háður horninu á milli kraftstefnu og trefjastefnu (8.31) EN (8.31) EN k 90 = 1,65 (8.33) f h,1,k = f h,2,k = 27 MPa 17 MPa Hlutfall milli gatabrúnarstyrks súlu og bita β = 0,638 (8.8) EN Flotvægi bolta M y,rk = Nmm (8.30 EN ) 268

269 Festing þakbita við súlu 6 /6 Skoðuð eru mismunandi brotform tvísniðstenginga timbur í timbur jafna 8.7 í EN t 1 = t 2 = F v,rk,1 = F v,rk,2 = F v,rk,3 = F v,rk,4 = F v,rk = 115 mm 200 mm N N N N N k mod = 1,1 F v,rk = ɣ M = 1,25 Fyrir skammtíma álag fundið í töflu 3.1 í staðli N (2.17 EN ) Hlutstuðull fyrir þversniðsþol límtrés tafla 2.3 í staðli F v,rd,b = N Tékk fyrir bita OK 269

270 Viðauki 6: Steypa 270

271 Hönnun á steinsteypuvirki 1 /3 Álagsgreining á steinsteypuvirkinu fór fram í forritinu Sap 2000 V Ramminn var teiknaður upp í forritinu og álagið sett á hann eftir útreikningum og álagsfléttum. Kraftarnir sem verka á bitana í virkinu voru settir upp í töflu og verstu gildin fundin. Sú breyting er á módelinu miðað við stál og timbur að í stað vægisstífni við súlu og þakbita verður það liðtenging. Hér fyrir neðan má sjá töflur og mynd sem útskýrir staðsetningu þeirra. Allir útreikningar á steypu fara fram eftir staðli EN nema annað sé tekið fram. Gert er ráð fyrir að öll steypa sem notuð er sé C25/30 og stál sé B500C. Álagsflétta Súla A Punktur 1 Súla A Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot ,5 67 Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Súla A Punktur 3 Vægi Sker Norm knm kn kn Brot 1 0 0,5 88 Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp

272 Hönnun á steinsteypuvirki 2 /3 Álagsflétta Súla B Punktur 1 Súla B Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot ,8-0,2-399 Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp ,5 51 Súla B Punktur 3 Vægi Sker Norm knm kn kn Brot 1 0-0,2-380 Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp 0 7,5 65 Álagsflétta Súla C Punktur 1 Súla C Punktur 2 Vægi Sker Norm Vægi Sker Norm knm kn kn knm kn kn Brot Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp Álagsflétta Brot 1 0 Súla C miðju hafi Brot Brot Brot Brot Brot Brot Óhapp

273 Hönnun á steinsteypuvirki 3 /3 Fyrir þakbitann verða sýndar myndir teknar úr Sap 2000 sem sýna þau gildi á sniðkröftunum sem hanna þarf fyrir. Haf milli súlu B og súlu C (Haf B-C) Brot 6 tog í neðri brún Haf milli súlu B og súlu C (Haf B-C) Brot 4 tog í efri brún Yfir ásetu á súlu C tog í efri brún Brot 6 Yfir ásetu á súlu C tog í neðri brún Brot 4 Skerkraftur í kringum ásetu á súlu C Brot 6 Mesta sker fyrir utan ásetu 273

274 Forsendur útreikninga Efnisforsendur ɣ c = 1,5 Öryggisstuðull fyrir steypu ɣ s = 1,15 Öryggisstuðull fyrir stál α = 0,85 f ck = 25 MPa Kennigildi steypustyrks f yk = 500 MPa Kennigildi flotspennu stáls 1 /2 f cd = 14,2 MPa Hönnunargildi fyrir steypustyrk f yd = 435 MPa Hönnunargildi fyrir flotspennu stáls f ctm = 2,6 MPa Meðalgildi á togstyrk steypu Lágmarks og hámarks bending fyrir súlur Í staðli EN má finna ýmsar kröfur um bendingu. Hér verður farið yfir nokkrar þeirra sem notaðar eru í útreikningunum. Lágmarksbending: As min = N Ed = Ac = Er lágmarks lágrétt bending í þversniðinu Hámarks þrýstikraftur sem verkar á þversniðið Þversniðsflatarmál súlunnar ( Grein note1:) Hámarksbending: Ac = Þversniðsflatarmál súlunnar Hámarks lykkjubil ( Grein (3)) Ø = Þvermál minnstu langjárna Hámarks lykkjubil hjá plötum og skeytisvæðum langjárna er 0,6*S cl,max Í ferhyrndu þversniði súlu er að lámarki fjögur lágrétt járn eða eitt í hverju horni Í grein (6) segir að bil milli langjárna í þversniði sem verður fyrir þrýstingi þá megi bil milli fastpunkta ekki vera meira en 150 mm. 274

275 Forsendur útreikninga 2 /2 Virk lengd súlu Súlur A og B Meta verður virka lengd súlu. Súlurnar flokkast undir óstífaða súlu (unbraced columns). Virk lengd súlanna er háð því hvernig festing hennar við ramman er. Jafna til að reikna virka lengd óstífaðrar súlu er að finna í grein í staðli EC2-1-1 jafna 5.16 (5.16) k 1 = k 2 = Stífni neðri festingar súlu gagkvart snúning Stífni efri festingar súlu gagkvart snúning Virk lengd súlu Súlur C Súla C er afstífuð af súlum A og B sem taka mest af þeim krafti sem verkar á húsið. Hún er því tekin sem braced colum og hægt er að fara inn í töflu sem er í bókinni How to design concrete structures using eurocode 2 og lesa út margföldunarstuðulinn F fyrir þær tengingar sem eru á súlunni. Stuðullinn margfaldast við lengd súlunnar og út kemur kiknunarlengd hennar. Tafla 4 í kafla 5 Steypuhula Byggingin fellur í umhverfisflokk XC1 samkvæmt töflu 4.1 fyrir steinsteypu sem er innandyra og verður fyrir litlum raka. Samkvæmt töflu 6.2 í bókinni Reinforced concrete design to eurocode 2 þarf steypuhulan því að vera minnst 25 mm. Gera þarf ráð fyrir mögulegum skekkjum í framkvæmdum og eru þau ráðlögð 10 mm nema um sé að ræða framkvæmd sem er undir ströngu eftirliti þá má lækka þessa tölu niður í 5 mm. Reiknisleg steypuhula verður því: c min = c dev = c nom = 25 mm 10 mm 35 mm 275

276 Súla A 1 /5 Virk lengd súlu A Súlan sem er til skoðunar er föst við undirstöðufót og skervegg að neðanverðu sem hindrar snúning og telst hún því vera innspennt að neðanverðu. Að ofanverðu telst hún vera liðtengd við þakbita. Að ofan erum við með k1 sem 0,1 og k2 er pinned. Lengd súlunnar er tekin frá þaki niður að skervegg, en miðað er við að lengd súlunnar nái súluhæð niður fyrir vegg. b = 400 mm Breidd súlu h = 500 mm Hæð súlu L = 3,99 m Lengd Súlu frá millilofti upp í þak k 1 = 0,1 k 2 = : F= 2,18 Margföldunarstuðull fenginn úr jöfnu 5.16 l 0 = 9,8 m Virk lengd súlu Stífleiki súlu metinn (5.16) Fundin er tregðuradíus súlu með jöfnu: I = Er tregðuvægi þversniðsins i = 144,3 mm Tregðuradíus Fundin er renglutala súlunnar λ = 67,8 Renglutala súlu. Ekki er ráðlagt að hún sé hærri en 100 Slöpp eða stíf súla Í staðli má finna skilgreiningu á slappri súlu í grein Stuðlarnir A, B og C eru ekki þekktir svo að við útreikninga er stuðst við þau gildi sem ráðlögð eru. 276

277 Súla A 2 /5 A = 0,7 B = 1,1 C = 0,7 20*A*B*C = 10,8 n = 0,03 N Ed = 77 kn Mesti þrýstikraftur sem sem verkar á súluna λ lim = 65,4 Slöpp súla Taka þarf að taka tillit 2 áhrifa við súluhönnun. Hjámiðja vegna byggingarfrávika (e a ) Í grein 5.2 (7) í staðli segir að ef þú er með staka súlu í stífuðu burðarvirki má nota eftirfarandi jöfnu til að ákveða hugsanleg byggingarfrávik. e a = 24,5 mm Stærð útbeygju vegna kiknunar (e 2 ) Stærð útbeygju er fundin eftir grein í EC2-1-1 A sn = 1880 m² A se = 1880 m² 1/r = 1,133E-05 Krappinn reiknast eftir jöfnu 5.34 K r = 1,0 Stuðull sem ræðst af álagi n u = 1,58 ω = 0,58 n bal = 0,4 n = 0,016 K φ = 1,04 Stuðull sem ræðst af skriðeiginleikum og fleirra φ ef = 1,89 β = 0,

278 Súla A 3 /5 1/r 0 = 1,086,E-05 ε yd = 0,0022 d = 445 mm e 2 = e tot = 109 mm 133 mm Viðbótar vægi vegna byggingarfrávika og útbeygju verður þá: M sd = 10,2 knm Járnabending Til að ákvarða krafta og vægiþol þversniðsins gegn vægi og normalkrafti voru reiknuð svokölluð brotform. Reiknuð voru 5 brotform í forriti sem fékkst í áfanganum steinsteypuvirki 2 og athugað var hvort að gefin járnabending félli innan þeirra. Eftirfarandi brotform voru reiknuð. Brotform 1: þrýstingur yfir allt þversniðið Brotform 2: þrýstibrot í þrýstibrún, núlllína liggur um togjárnin Brotform 3: þrýstibrot í þrýstibrún, togflot í togjárnum Brotform 4: þrýstibrot í þrýstibrún, þrýstiflot í þrýstijárnum Brotform 5: hreint tog yfir allt þversniðið Setja þarf 6 stk af K20 járnum í efri og neðri brún súlu Miðað er við að í lykkjubendingu verði K10 278

279 VERKHEITI: Brotform skv. EN2 fyrir rétthyrnda súlu alfa= 0,85 yc 1,5 h= 500 [mm] fck= 25 [N/mm 2 ] ys 1,15 b= 400 [mm] fyk= 500 [N/mm 2 ] Eult 3,5 d= 445 [mm] As'= 1880 [N/mm 2 ] Es 2 d = 55 [mm] As= 1880 [N/mm 2 ] E 2,00E+05 [N/mm 2 ] Max As total = 8000 [mm 2 ] OK, vegna hámarksbendingar Min As total = 400 [mm 2 ] 10 [mm 2 ] OK, vegna lámarksbendingar nr. X(0) F C Fs' Fs Zc Ze Zn Mult Nult mm N N N mm mm mm knm kn , , , , , , , , , , , , ,36 581, , , , , ,36 581, , , , , , , , , , ,85 Brot 6 Brot 4 M= -163 KNm 230 KNm N= -88 KN 45 KN BROTFERILL 5.000, , , , ,00 0,00-600,00-400,00-200,00 0,00 200,00 400,00 600, , ,00 279

280 Súla A 4 /5 Kröfur um hámarks og lágmarksbendingu Ac = mm² Ok As min = 392 mm² Ok As, max = 7849 mm² Ok Hámarks lykkjubil Ø = 20 mm Þvermál lágréttra járna S cl,tmax = 400 mm Lágmarks bil hjá plötum og skeytisvæðum langjárna S cl,tmax,l = 240 mm Bil milli togstanga d g = 25 mm Stærsta kornastærð Ø = 20 mm Jafna 5.26 Ståbi 21 útgáfa a = 30 mm Lágmarks breidd bita c nom = 35 mm steypuhula c 1 = 45 mm Steypuhula + lykkja a = 30 mm Bil milli togstanga Ø = 20 mm Þvermál togstanga b min = 360 mm OK Skerbending Skoða verður hvort að súlan þoli þá skerkrafta sem verka á hana. Ætlunin er að lykkjur í súlunni verði gerðar úr K10 járnum. 280

281 Súla A 5 /5 Útreikningar á skerbendingu Efnisgæði: Stærð Einingar: Steypa: 25/30 Stálgæði: B500C Breidd: 400 mm Hæð: 500 mm f ck = 25Mpa f yk = 500Mpa c nom = 35 mm γ c = 1,5 γ s = 1,15 d: 460 mm α cc = 0,85 η= 1 f ctm = 2,6Mpa Álag: Járn: Sker f cd = 14,2Mpa V Ed = 99 kn Þvermál: K10 f yd = 435Mpa Fjöldi: 3 stk α= 90 A sw : 236 mm² Cot(α)= 0 Cot(θ)= 1 tan(θ)= 1 v 1 = 0,54 z= 414 Nauðsynlegt járnamagn: Leyfilegt lykkjubil: A sw,min = 96 mm² ( 9.4 ) S cl,tmax = 400 mm S l,max,langs = 345 mm² ( 9.6N ) S l,max,þvert = 345 mm² ( 9.8N ) V Rd,max = 633 kn V Rd,S = 141 kn Valin skerbending í vegginn: Lykkjur Skoða bæði 22 og 45 Skoða bæði 22 og 45 Þessi gildir K10 c/c 300 mm Svo að áhrifasvæði hverjar lykkju verði ekki of stórt er æskilegt að hafa lykkjubilið ekki stærra en 300 mm. Vegna kröfu um að ekki megi vera meira en 150 mm á milli stanga sem staðsettar eru á þrýstisvæði sem bundnar eru með lykkju er bætt við lykkjukrók á milli togstanga næst miðju súlunnar. Efst og neðst í súlunni er lykkjubil haft 240 mm eins og lámarks bil í kringum plötur og skeytisvæði langjárna kveður á um. OK 281

282 Súla B 1 /5 Virk lengd súlu B Súlan sem er til skoðunar er föst við undirstöðufót og skervegg að neðanverðu sem hindrar snúning og telst hún því vera innspennt að neðanverðu. Að ofanverðu telst hún vera liðtengd við þakbita. Að ofan erum við með k1 sem 0,1 og k2 er pinned. Lengd súlunnar er tekin frá þaki niður að skervegg, en miðað er við að lengd súlunnar nái súluhæð niður fyrir vegg. b = 400 mm Breidd súlu h = 500 mm Hæð súlu L = 3,49 m Lengd Súlu frá millilofti upp í þak k 1 = 0,1 k 2 = : F= 2,18 Margföldunarstuðull fenginn úr jöfnu 5.16 l 0 = 8,7 m Virk lengd súlu Stífleiki súlu metinn (5.16) Fundin er tregðuradíus súlu með jöfnu: I = Er tregðuvægi þversniðsins i = 144,3 mm Tregðuradíus Fundin er renglutala súlunnar λ = 60,3 Renglutala súlu. Ekki er ráðlagt að hún sé hærri en 100 Slöpp eða stíf súla Í staðli má finna skilgreiningu á slappri súlu í grein Stuðlarnir A, B og C eru ekki þekktir svo að við útreikninga er stuðst við þau gildi sem ráðlögð eru. 282

283 Súla B 2 /5 A = 0,7 B = 1,1 C = 0,7 20*A*B*C = 10,8 n = 0,16 N Ed = 467 kn Mesti þrýstikraftur sem sem verkar á súluna λ lim = 26,6 Slöpp súla Taka þarf að taka tillit 2 áhrifa við súluhönnun. Hjámiðja vegna byggingarfrávika (e a ) Í grein 5.2 (7) í staðli segir að ef þú er með staka súlu í stífuðu burðarvirki má nota eftirfarandi jöfnu til að ákveða hugsanleg byggingarfrávik. e a = 21,7 mm Stærð útbeygju vegna kiknunar (e 2 ) Stærð útbeygju er fundin eftir grein í EC2-1-1 A sn = 2450 m² A se = 2450 m² 1/r = 1,243E-05 Krappinn reiknast eftir jöfnu 5.34 K r = 1,0 Stuðull sem ræðst af álagi n u = 1,75 ω = 0,75 n bal = 0,4 n = 0,165 K φ = 1,14 Stuðull sem ræðst af skriðeiginleikum og fleirra φ ef = 1,89 β = 0,

284 Súla B 3 /5 1/r 0 = 1,092,E-05 ε yd = 0,0022 d = 443 mm e 2 = e tot = 94 mm 116 mm Viðbótar vægi vegna byggingarfrávika og útbeygju verður þá: M sd = 54,1 knm Járnabending Til að ákvarða krafta og vægiþol þversniðsins gegn vægi og normalkrafti voru reiknuð svokölluð brotform. Reiknuð voru 5 brotform í forriti sem fékkst í áfanganum steinsteypuvirki 2 og athugað var hvort að gefin járnabending félli innan þeirra. Eftirfarandi brotform voru reiknuð. Brotform 1: þrýstingur yfir allt þversniðið Brotform 2: þrýstibrot í þrýstibrún, núlllína liggur um togjárnin Brotform 3: þrýstibrot í þrýstibrún, togflot í togjárnum Brotform 4: þrýstibrot í þrýstibrún, þrýstiflot í þrýstijárnum Brotform 5: hreint tog yfir allt þversniðið Setja þarf 5 stk af K25 járnum í efri og neðri brún súlu Miðað er við að í lykkjubendingu verði K10 284

285 VERKHEITI: Brotform skv. EN2 fyrir rétthyrnda súlu alfa= 0,85 yc 1,5 h= 500 [mm] fck= 25 [N/mm 2 ] ys 1,15 b= 400 [mm] fyk= 500 [N/mm 2 ] Eult 3,5 d= 442,5 [mm] As'= 2450 [N/mm 2 ] Es 2 d = 57,5 [mm] As= 2450 [N/mm 2 ] E 2,00E+05 [N/mm 2 ] Max As total = 8000 [mm 2 ] OK, vegna hámarksbendingar Min As total = 400 [mm 2 ] 107 [mm 2 ] OK, vegna lámarksbendingar nr. X(0) F C Fs' Fs Zc Ze Zn Mult Nult mm N N N mm mm mm knm kn ,5 192,5 0, , , ,0 192,5 192,5 351, , , ,4 192,5 192,5 585, , , ,3 192,5 192,5 529,52 608, ,5 192,5 0, , , ,3 192,5 192,5-529,52 608, , ,4 192,5 192,5-585, , , ,0 192,5 192,5-351, , ,5 192,5 0, ,35 Brot 6 Brot 4 M= -240 KNm 236 KNm N= 467 KN -133 KN BROTFERILL 6.000, , , , , ,00 0,00-800,00-600,00-400,00-200,00 0,00 200,00 400,00 600,00 800, , , ,00 285

286 Súla B 4 /5 Kröfur um hámarks og lágmarksbendingu Ac = mm² Ok As min = 390 mm² Ok As, max = 7804 mm² Ok Hámarks lykkjubil Ø = 25 mm Þvermál lágréttra járna S cl,tmax = 400 mm Lágmarks bil hjá plötum og skeytisvæðum langjárna S cl,tmax,l = 240 mm Bil milli togstanga d g = 25 mm Stærsta kornastærð Ø = 25 mm Jafna 5.26 Ståbi 21 útgáfa a = 30 mm Lágmarks breidd bita c nom = 35 mm Steypuhula c 1 = 45 mm Steypuhula + lykkja a = 30 mm Bil milli togstanga Ø = 25 mm Þvermál togstanga b min = 335 mm OK Skerbending Skoða verður hvort að súlan þoli þá skerkrafta sem verka á hana. Ætlunin er að lykkjur í súlunni verði gerðar úr K10 járnum. 286

287 Súla B 5 /5 Útreikningar á skerbendingu Efnisgæði: Stærð Einingar: Steypa: 25/30 Stálgæði: B500C Breidd: 400 mm Hæð: 500 mm f ck = 25Mpa f yk = 500Mpa c nom = 35 mm γ c = 1,5 γ s = 1,15 d: 460 mm α cc = 0,85 η= 1 f ctm = 20,0Mpa Álag: Járn: Sker f cd = 14,2Mpa V Ed = 68 kn Þvermál: K10 f yd = 435Mpa Fjöldi: 3 stk α= 90 A sw : 236 mm² Cot(α)= 0 Cot(θ)= 1 tan(θ)= 1 v 1 = 0,54 z= 414 Nauðsynlegt járnamagn: Leyfilegt lykkjubil: A sw,min = 96 mm² ( 9.4 ) S cl,tmax = 400 mm S l,max,langs = 345 mm² ( 9.6N ) S l,max,þvert = 345 mm² ( 9.8N ) V Rd,max = 633 kn V Rd,S = 141 kn Valin skerbending í vegginn: Lykkjur Skoða bæði 22 og 45 Skoða bæði 22 og 45 Þessi gildir K10 c/c 300 mm Svo að áhrifasvæði hverjar lykkju verði ekki of stórt er æskilegt að hafa lykkjubilið ekki stærra en 300 mm. Vegna kröfu um að ekki megi vera meira en 150 mm á milli stanga sem staðsettar eru á þrýstisvæði sem bundnar eru með lykkju er bætt við lykkjukrók á milli togstanga næst miðju súlunnar. Efst og neðst í súlunni er lykkjubil haft 240 mm eins og lámarks bil í kringum plötur og skeytisvæði langjárna kveður á um. OK 287

288 Súla C 1 /4 Virk lengd súlu C Súlan sem er til skoðunar er telst vera liðtengd bæði við undirstöðu og við þakbita. Ef farið er inn í töflu 4 hér að ofan má sjá að k1 er pinned og k2 er pinned og er því stuðullinn F=1. Þar að segja virk lengd súlu er öll lengd hennar. b = 400 mm Breidd súlu h = 500 mm Hæð súlu L = 4,83 m Lengd súlu frá millilofti upp í þak F= 1 Stuðull lesin úr töflu 4 hér að ofan l 0 = 5,3 m Virk lengd súlu Stífleiki súlu metinn Fundin er tregðuradíus súlu með jöfnu: I = Er tregðuvægi þversniðsins i = 144,3 mm Tregðuradíus Fundin er renglutala súlunnar λ = 37,0 Renglutala súlu. Ekki er ráðlagt að hún sé hærri en 100 Slöpp eða stíf súla Í staðli má finna skilgreiningu á slappri súlu í grein Stuðlarnir A, B og C eru ekki þekktir svo að við útreikninga er stuðst við þau gildi sem ráðlögð eru. 288

289 Súla C 2 /4 A = 0,7 B = 1,1 C = 0,7 20*A*B*C = 10,8 n = 0,07 N Ed = 199 kn Mesti þrýstikraftur sem sem verkar á súluna λ lim = 40,7 Stíf súla Ekki þarf að taka tillit til 2 áhrifa við súluhönnun. Hjámiðja vegna byggingarfrávika. Í grein 5.2 (7) í staðli segir að ef þú er með staka súlu í stífuðu burðarvirki má nota eftirfarandi jöfnu til að ákveða hugsanleg byggingarfrávik. e a = 13,3 mm Viðbótar vægi vegna byggingarfrávika verður þá: M sd = 2,7 knm Járnabending Til að ákvarða krafta og vægiþol þversniðsins gegn vægi og normalkrafti voru reiknuð svokölluð brotform. Reiknuð voru 5 brotform í forriti sem fékkst í áfanganum steinsteypuvirki 2 og athugað var hvort að gefin járnabending félli innan þeirra. Eftirfarandi brotform voru reiknuð. Brotform 1: þrýstingur yfir allt þversniðið Brotform 2: þrýstibrot í þrýstibrún, núlllína liggur um togjárnin Brotform 3: þrýstibrot í þrýstibrún, togflot í togjárnum Brotform 4: þrýstibrot í þrýstibrún, þrýstiflot í þrýstijárnum Brotform 5: hreint tog yfir allt þversniðið Setja þarf 6 stk af K12 járnum í efri og neðri brún súlu Miðað er við að í lykkjubendingu verði K10 289

290 VERKHEITI: Brotform skv. EN2 fyrir rétthyrnda súlu alfa= 0,85 yc 1,5 h= 500 [mm] fck= 25 [N/mm 2 ] ys 1,15 b= 400 [mm] fyk= 500 [N/mm 2 ] Eult 3,5 d= 449 [mm] As'= 679 [N/mm 2 ] Es 2 d = 51 [mm] As= 679 [N/mm 2 ] E 2,00E+05 [N/mm 2 ] Max As total = 8000 [mm 2 ] OK, vegna hámarksbendingar Min As total = 400 [mm 2 ] 43 [mm 2 ] OK, vegna lámarksbendingar nr. X(0) F C Fs' Fs Zc Ze Zn Mult Nult mm N N N mm mm mm knm kn , , , , , , , , , , , , ,68 539, ,00-590, , , ,68 539, , , , , , , , , , ,53 Brot 6 Brot 4 M= 67 KNm -36 KNm N= 186 KN -49 KN BROTFERILL 4.000, , , , , , ,00 500,00 0,00-400,00-300,00-200,00-100,00 0,00 100,00 200,00 300,00 400,00-500, ,00 290

291 Súla C 3 /4 Kröfur um hámarks og lágmarksbendingu Ac = mm² Ok As min = 397 mm² Ok As, max = 7946 mm² Ok Hámarks lykkjubil Ø = 12 mm Þvermál lágréttra járna S cl,tmax = 240 mm Lágmarks bil hjá plötum og skeytisvæðum langjárna S cl,tmax,l = 144 mm Bil milli togstanga d g = 25 mm Stærsta kornastærð Ø = 12 mm Jafna 5.26 Ståbi 21 útgáfa a = 30 mm Lágmarks breidd bita c nom = 35 mm Steypuhula c 1 = 45 mm Steypuhula + lykkja a = 30 mm Bil milli togstanga Ø = 12 mm Þvermál togstanga b min = 312 mm OK Skerbending Skoða verður hvort að súlan þoli þá skerkrafta sem verka á hana. Ætlunin er að lykkjur í súlunni verði gerðar úr K10 járnum. 291

292 Súla C 4 /4 Útreikningar á skerbendingu Efnisgæði: Stærð Einingar: Steypa: 25/30 Stálgæði: B500C Breidd: 400 mm Hæð: 500 mm f ck = 25Mpa f yk = 500Mpa c nom = 35 mm γ c = 1,5 γ s = 1,15 d: 460 mm α cc = 0,85 η= 1 f ctm = 25Mpa Álag: Járn: Sker f cd = 14,2Mpa V Ed = 53 kn Þvermál: K10 f yd = 435Mpa Fjöldi: 3 stk α= 90 A sw : 236 mm² Cot(α)= 0 Cot(θ)= 1 tan(θ)= 1 v 1 = 0,54 z= 414 Nauðsynlegt járnamagn: Leyfilegt lykkjubil: A sw,min = 77 mm² ( 9.4 ) S cl,tmax = 240 mm S l,max,langs = 345 mm² ( 9.6N ) S l,max,þvert = 345 mm² ( 9.8N ) V Rd,max = 633 kn V Rd,S = 177 kn Valin skerbending í vegginn: Lykkjur Skoða bæði 22 og 45 Skoða bæði 22 og 45 Þessi gildir K10 c/c 240 mm OK Vegna kröfu um að ekki megi vera meira en 150 mm á milli stanga sem staðsettar eru á þrýstisvæði sem bundnar eru með lykkju er bætt við lykkjukrók á milli togstanga næst miðju súlunnar. Efst og neðst í súlunni er lykkjubil haft 240 mm eins og lámarksbil í kringum plötur og skeytisvæði langjárna kveður á um. 292

293 Þakbiti 1 /7 Forhönnun Grófleg áætluð hæð bita er fundin með aðferð úr Bókinni Reinforced Concrete Design to EC2 (RCD). Hóflega lestað þversnið án reiknaðrar þrýstibendingar er fundið með einingarlausa væginu (μ). M = 317 knm Mesta vægi á hafi C-B (Brot 6) b = 400 mm Breidd bita d =? Hæð frá þrýstibrún í miðju togjárna η = 1 f cd = 14,2 MPa Hönnunargildi fyrir steypustyrk K bal = 0,295 Hæðin d er leyst út úr jöfnunni: d = 435 mm Heildar hæð bitann er því fundin með jöfnu: c nom = 35 mm Steypuhula d = 435 mm Hæð frá þrýstibrún í miðju togjárna t = 22 mm Áætluð fjarlægð frá lykkjubrún að miðju togjárnanna h = h valin = 492 mm 550 mm Ráðlagt er í RCD að mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið sé ekki hærri en um 50% af skerþoli þess m.t.t. þrýstiþols steypunnar. Þetta er gert til að lykkjubending bitans verði ekki óhófleg. V Ed = 243 kn Mesti skerkraftur sem verkar á þversniðið (Brot 6) 0,5*V Ed = 247 kn OK Bitinn getur orðið fyrir vægi á báða vegu þar að segja togi í efri og neðribrún vegna hversu léttur hann er. Vegna þessa er fyrirhugað að hafa ákveðna grunn bendingu í bitanum vegna vægis í efri og neðri brún. 293

294 Þakbiti 2 /7 Grunnbending Steypa C25 g c = 1,5 w min = 0,048 f cd = 14,2 MPa g s = 1,15 w bal = 0,37 f yd = 435 MPa α cc = 0,85 Járn vegna vægis = K25 f ctm = 2,6 MPa η = 1 A s,valið = 2 x K mm² h = 550 mm Lykkjur = K12 b = 400 mm c nom = 35 mm d = 491 mm Vægi sem grunnbending tekur ω = 0,15 μ = 0,142 M ed = 193 knm Viðbótar járnamagn á höfum Haf B-C Tog í neðribrún STEYPA C25 g c = 1,5 w min = 0,048 f cd = 14,2 MPa g s = 1,15 w bal = 0,37 f yd = 435 MPa α cc = 0,85 M ed = 265 knm Brot 6 f ctm = 2,6 MPa η = 1 Grunnbending = 193 knm h = 550 mm Lykkjur = K12 Viðbótarvægi = 72 knm b = 400 mm c nom = 35 mm Járn vegna vægis = K16 d = 495 mm Nauðsynlegt járnamagn (A s ) μ = 0,052 ω = 0,053 Normalbent A s = 342 mm² A s,valið = 2 x K mm² 294

295 Þakbiti 3 /7 Viðbótar járnamagn á höfum Haf B-C Tog í efribrún STEYPA C25 g c = 1,5 w min = 0,048 f cd = 14,2 MPa g s = 1,15 w bal = 0,37 f yd = 435 MPa α cc = 0,85 M ed = 134 knm Brot 4 f ctm = 2,6 MPa η = 1 Grunnbending = 193 knm h = 550 mm Lykkjur = K12 Viðbótarvægi = 0 knm b = 400 mm c nom = 35 mm Járn vegna vægis = K20 d = 493 mm Nauðsynlegt járnamagn (A s ) μ = 0,000 ω = 0,000 A s = 0 mm² A s,valið = 0 x K20 0 mm² Ekki þarf að bæta við járnum Viðbótar járnamagn yfir ásetu Tog í efri brún STEYPA C25 g c = 1,5 w min = 0,048 f cd = 14,2 MPa g s = 1,15 w bal = 0,37 f yd = 435 MPa α cc = 0,85 M ed = 491 knm Brot 6 f ctm = 2,6 MPa η = 1 Grunnbending = 193 knm h = 550 mm Lykkjur = K12 Viðbótarvægi = 298 knm b = 400 mm c nom = 35 mm Járn vegna vægis = K25 d = 488 mm Nauðsynlegt járnamagn (A s ) μ = 0,221 ω = 0,252 Normalbent A s = 1606 mm² A s,valið = 4 x K mm² 295

296 Þakbiti 4 /7 Viðbótar járnamagn yfir ásetu Tog í neðribrún Steypa C25 g c = 1,5 w min = 0,048 f cd = 14,2 MPa g s = 1,15 w bal = 0,37 f yd = 435 MPa α cc = 0,85 M ed = 250 knm Brot 6 f ctm = 2,6 MPa η = 1 Grunnbending = 193 knm h = 550 mm Lykkjur = K12 Viðbótarvægi = 57 knm b = 400 mm c nom = 35 mm Járn vegna vægis = K20 d = 493 mm Nauðsynlegt járnamagn (A s ) μ = 0,041 ω = 0,042 Vanbent ω min gildir A s = 307 mm² A s,valið = 1 x K mm² vægið yfir hafi A-B hefur alltaf sama gildi og yfir ásetunni vegna hversu stutt það er verða járnin sem koma yfir ásetuna látin ná yfir það vægi sem nauðsynlegt er út á hafið að viðbættri skreytilengd. Kröfur um hámarks og lágmarks bendingu A s,min,tog = 307 mm² OK A s,max = 8800 mm² OK 296

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS

ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS Jóhanna Bettý Durhuus Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 011 Höfundur/höfundar: Jóhanna Bettý Durhuus Kennitala: 160584-3789 Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Markmið kaflans eru að kunna: Hraða, hröðun Stigstærð, vektorstærð Reikna krafta sem verka á hluti með hliðsjón af massa og hröðun hans Geta reiknað lokahraða

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013. frá 3. Nr. 5/781 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 665/2013 2016/EES/05/41 frá 3. maí 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/ESB að því er varðar orkumerkingar ryksugna

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók Kennslubók Þetta hefti er þýtt úr dönsku með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku. Íslensk þýðing: Sigurður H. Pétursson Mynd á kápu er fengin frá Guðna Þór í Rönning Umbrot: Ísleifur Árni Jakobsson Faglegur

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

4. útgáfa júní Vörulýsing. steinsteypa. Sterkari lausnir

4. útgáfa júní Vörulýsing. steinsteypa. Sterkari lausnir 4. útgáfa júní 2012 Vörulýsing steinsteypa Sterkari lausnir Almennar upplýsingar Öryggisatriði Óhörðnuð steinsteypa er ertandi. Varast skal snertingu við húð og augu. Komist steinsteypa í augu er mikilvægt

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS

TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS TJALDSTÆÐI STYKKISHÓLMS ÞJÓNUSTUHÚS VERKLÝSING Byggjandi STYKKISHÓLMSBÆR Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi Sími 433 8100 Fax 433 1705 Arkitekt ARKITEKTASTOFAN OG EHF. Skúlatúni 2, 105 Reykjavík Sími 562 6833

Διαβάστε περισσότερα

Stærðfræði. Lausnir. Lausnir. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009

Stærðfræði. Lausnir. Lausnir. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009 4 1 2 3 5 6 Lausnir Lausnir 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 20. apríl 2009 Átta Lausnir 2007 Björgvin Sigurðsson, Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir Ritstjóri: Hafdís Finnbogadóttir Öll réttindi áskilin

Διαβάστε περισσότερα

Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað. Blandað á staðnum. Ekkert fer til spillis. Umhverfisvænt. Tímasparnaður.

Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað. Blandað á staðnum. Ekkert fer til spillis. Umhverfisvænt. Tímasparnaður. Greiðir eingöngu fyrir það magn sem er notað Blandað á staðnum Ekkert fer til spillis Umhverfisvænt Tímasparnaður Snyrtileg lausn Sterkari lausnir Þunnflotsbíll Steypustöð á hjólum Vinsælar lausnir: Anhýdrít

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ nr. 1077/2010

REGLUGERÐ nr. 1077/2010 REGLUGERÐ nr. 1077/2010. Sbr. rg.589/2011, gildist. 14. júní 2011, rg. 980/2013, gildist. 5. nóvember 2013, rg. 1181/2014, gildist. 23. desember 2014 og rg. 871/2015, gildist. 1. október 2015. I. KAFLI

Διαβάστε περισσότερα

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku

Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku 1 Orkuumbreyting milli raforku og hreyfiorku Electromechanical energy conversion principles Umbreyting milli raforku og hreyfiorku Umbreytingin getur almennt gengið í hvora áttina sem er: Umbreyting úr

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum Skrifað út 30.3.2005; 18:59 6.1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm 3. Hversu langa pípu þyrfti að nota í loftvog til að samsvara loftþrýstingi miðað við 76

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P.

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P. CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Kafli 5 Varmaefnafræði David P. White Hreyfiorka(skriðorka) og stöðuorka Hreyfiorka er orka hreyfingar. Ek = 1 mv Stöðuorka er orkan sem fólgin er í stöðu. Stöðuorku

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Loftnetskerfi. Verkefnahefti A

Rafbók. Loftnetskerfi. Verkefnahefti A Loftnetskerfi Verkefnahefti A Þetta hefti er án endurgjalds á rafbókinni. Allir rafiðnaðarmenn og rafiðnaðarnemar geta fengið aðgang án endurgjalds að rafbókinni. Þetta hefti er þýtt með góðfúslegu leyfi

Διαβάστε περισσότερα

Landskeppni í eðlisfræði 2014

Landskeppni í eðlisfræði 2014 Landskeppni í eðlisfræði 2014 Forkeppni 18. febrúar 2014, kl. 10:00-12:00 Leyleg hjálpargögn: Reiknivél sem geymir ekki texta. Verkefnið er í tveimur hlutum og er samtals 100 stig. Gættu þess að lesa leiðbeiningar

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016

Búðartangi 10 Eyrún Anna Finnsdóttir Ingólfur Freyr Guðmundsson Magnús Valur Benediktsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 Búðartangi 10 Lokaverkefni í byggingariðnfræði 2016 kt: 111079-5959 kt: 010273-3079 kt: 190570-3719 Leiðbeinendur: Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

Hugtakalisti fyrir 10. bekk. Listinn er ekki tæmandi!!!

Hugtakalisti fyrir 10. bekk. Listinn er ekki tæmandi!!! Hugtakalisti fyrir 10. bekk. Listinn er ekki tæmandi!!! Tölur o Talnamengin eru fjögur: N, Z, Q og R. o Náttúrulegar tölur (N) Allar jákvæðar heilar tölur. ATH. ekki 0. o Heilar tölur (Z) Allar heilar

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Rafeindabygging atóma David P. White Allar bylgjur hafa einkennandi bylgjulengd, λ, og útslag, A. Tíðni bylgju, ν, er fjöldi heilla bylgna sem fara yfir línu á

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Stefnumót við náttúruna

Stefnumót við náttúruna Stefnumót við náttúruna HUGMYNDAHEFTI//FRUMATHUGUN 01//REYKJAVÍK//DES 2010 Upplýsingastandur Setsvæði Geymsla Verslun Vistvæn sjónarmið Sorp H U G M Y N D A F R Æ Ð I Markmið verkefnisins byggist á því

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth SKALI KENNARABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Menntamálastofnun 8542 3B Skali 3B Kennarabók Heiti á frummálinu: Maximum

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

Spurningar úr Raforkudreifikerfum. e. Ófeig Sigurðsson.

Spurningar úr Raforkudreifikerfum. e. Ófeig Sigurðsson. Spurningar úr Raforkudreifikerfum. e. Ófeig Sigurðsson. 1. Vinnsla og flutningur raforku 1. Hvað er raforkuver? 2. Hvaða atriði hafa áhrif á nýtni raforkukerfa? 3. Hvað er blik (kóróna) í raforkukerfi?

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Plenadren 5 mg töflur með breyttan losunarhraða Plenadren 20 mg töflur með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Plenadren 5 mg töflur með breyttan

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα