Siglufjörður Annáll snjóflóða til vorsins 2001

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Siglufjörður Annáll snjóflóða til vorsins 2001"

Transcript

1 Greinargerð Harpa Grímsdóttir Þorsteinn Sæmundsson Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands Siglufjörður Annáll snjóflóða til vorsins 2001 VÍ-ÚR08 Reykjavík Júlí 2001

2 Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...2 KORTASKRÁ INNGANGUR GAGNAÖFLUN LANDFRÆÐILEGAR AÐSTÆÐUR SKRÁNING SNJÓFLÓÐA SNJÓFLÓÐASAGAN SNJÓFLÓÐAFARVEGIR JÖRUNDARSKÁL STRENGSGIL FÍFLADALASVÆÐI SYÐRA FÍFLADALASVÆÐI NYRÐRA HAFNARHYRNA/GIMBRAKLETTAR HVANNEYRARSKÁL SUNNAN HVANNEYRARÁR GRÓUSKARÐSHNJÚKUR, SYÐRI HLUTI GRÓUSKARÐSHNJÚKUR, NYRÐRI HLUTI STAÐARHÓLSSTRÖND SKÚTUDALUR AUSTANVERÐUR HÓLSFJALL OG HÓLSHYRNA LEYNINGSBRÚNIR SKARÐDALUR SNÓKUR STRÁKAR SNJÓFLÓÐ SEM EKKI ERU SKRÁÐ Í ÁKVEÐNA FARVEGI SKÝRINGAR MEÐ SNJÓFLÓÐALISTA SNJÓFLÓÐALISTI YFIRLIT FLÓÐADAGA LOKAORÐ HEIMILDASKRÁ HEIMILDARMENN VIÐAUKI I, KANADÍSKA FLOKKUNARKERFIÐ VIÐAUKI II, SNJÓFLÓÐIN ÁRIÐ

3 Myndaskrá Mynd 1. Jörundarskál...7 Mynd 2. Syðra-Strengsgil og Ytra-Strengsgil...9 Mynd 3. Fífladalasvæðið...12 Mynd 4. Fífladalir og Gimbraklettar...16 Mynd 5. Ytra- og Syðra-Skjaldargil...26 Kortaskrá Kort 1. Örnefni - Siglufjörður, þéttbýli Kort 2. Örnefni - Siglufjörður 1: Kort 3. Þéttbýli, snjóflóð fram til Kort 4. Þéttbýli, snjóflóð Kort 5. Þéttbýli, snjóflóð Kort 6. Þéttbýli, snjóflóð Kort 7. Þéttbýli, snjóflóð Kort 8. Þéttbýli, snjóflóð Kort 9. Þéttbýli, snjóflóð Kort 10. Dreifbýli, snjóflóð fram til Kort 11. Dreifbýli, snjóflóð Kort 12. Dreifbýli, snjóflóð Kort 13. Dreifbýli, snjóflóð Kort 14. Skútudalur, snjóflóð fram til Kort 15. Skútudalur, snjóflóð Kort 16. Skútudalur, snjóflóð Kort 17. Þéttbýli, snjóflóð fram til Kort 18. Dreifbýli, snjóflóð fram til Kortin er að finna á bókasafni Veðurstofunnar 2

4 1. Inngangur Með þessari greinargerð er safnað saman í eina skýrslu upplýsingum sem til eru um snjóflóð við byggð á Siglufirði fram til dagsins í dag. Landsvæðið sem er innan ramma verkefnisins er allur fjallahringurinn við Siglufjörð. Þó er lögð mest áhersla á svæðið við Siglufjarðarkaupstað. Í kafla tvö er sagt frá gagnaöflun og framkvæmd verkefnisins. Í þriðja kafla er stutt lýsing á landslaginu við Siglufjörð og sagt frá helstu örnefnum. Í kafla fjögur er sagt frá sögu snjóflóðaskráningar í Siglufirði og gerð tilraun til að leggja gróft mat á það hversu stór hluti fallinna flóða á hverju tímabili er skráður. Í fimmta kafla er sagt í stuttu máli frá stærstu flóðunum. Einstakir snjóflóðafarvegir eru taldir upp í sjötta kafla. Sagt er stuttlega frá landfræðilegum aðstæðum og byggðasögu undir viðkomandi farvegi. Einnig er gerð tilraun til að meta áreiðanleika snjóflóðaskráningar fyrir hvern farveg, þ.e.a.s. hversu tæmandi skráningin er á hinum mismunandi tímabilum. Fyrir hvern farveg er listi með númerum og dagsetningum snjóflóða sem þar hafa fallið ásamt stuttri lýsingu á flóðunum. Í sjálfum snjóflóðalistanum eru snjóflóð skráð í tímaröð. Þar koma fram ýmsar tölulegar upplýsingar um hvert flóð í þeim tilfellum þar sem þær eru til, t.d. hæð upptaka, stöðvunarstaður og þykkt og rúmmál tungu flóðsins. Ef til eru lýsingar samtímamanna á flóðinu eru þær skráðar. Einnig er tegund flóðs greind, hvers konar veðuraðstæður ríktu fyrir flóðið og hvort orsök flóðsins er þekkt. Ef flóðið hefur valdið mannskaða eða tjóni er stutt lýsing á því. Þegar höfundur hefur sérstakar athugasemdir um flóðið eru þær skráðar, og heimildaskrá fylgir hverju flóði. Leitast er við að skrá allar upplýsingar eins nákvæmlega og unnt er, en í sumum tilfellum er lítið þekkt. Kort með útlínum snjóflóðanna eru aftast í greinargerðinni. Fyrstu tvö kortin sýna einungis örnefni, annars vegar fyrir svæðið við þéttbýlið og hins vegar fyrir allan fjallahringinn við Siglufjörð. Kortum sem sýna útlínur snjóflóða á mismunandi tímabilum er skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru kort sem ná yfir svæðið við þéttbýlið og eru þau í mælikvarðanum 1:7500. Í öðru lagi eru kort sem ná yfir fjallahringinn og eru í mælikvarðanum 1: Á dreifbýliskortunum koma ekki fram snjóflóð sem eru á þéttbýliskortunum, og er það svæði skyggt. Í þriðja lagi eru útlínur snjóflóða í Skútudal sýndar á kortum sem eru í mælikvarðanum 1: Aftast eru síðan tvö kort þar sem settar eru fram allar útlínurnar á einu korti, annars vegar fyrir þéttbýlið og hins vegar allan fjallahringinn. Ekki eru öll flóð sem eru skráð í annálinn sett fram á kortum. Þá er í flestum tilfellum um að ræða lítil eða ómerkileg flóð sem ekki hafa skráða nákvæma staðsetningu, eða flóð sem ekki er vitað hvar féllu. Útlínur þeirra flóða sem settar eru fram á kortinu eru misvel þekktar. Útlínurnar eru flokkaðar niður í fimm flokka eftir því hversu nákvæmar þær eru. Flokkarnir eru eftirfarandi: Útlínur snjóflóða öruggar: Útlínur snjóflóða eru mældar eða færðar á kort með allgóðri nákvæmni af samtímaheimildarmanni. Útlínur snjóflóða ónákvæmar: Útlínur snjóflóða eru færðar á kort eftir frásögn samtímaheimildarmanns eða samkvæmt áreiðanlegum heimildum, en geta verið ónákvæmar. Útlínur snjóflóða óvissar: Útlínur snjóflóða eru kortlagðar eftir óvissum heimildum. 3

5 Útlínur snjóflóða óskilgreindar: Útlínur snjóflóða eru ekki þekktar en vitað er í hvaða farvegi snjóflóðið féll og er það sýnt með ör á kortinu. Útlínur snjóflóða í sjó: Snjóflóðið hefur fallið í sjó og þar eru útlínurnar ekki raunverulegar. Flokkurinn Útlínur snjóflóða mældar bættist við árið 1999 þegar byrjað var að mæla útlínur flóða með GPS tækjum og er nákvæmnin mun meiri en áður þekktist, yfirleitt nokkrir metrar. Í þessari greinargerð eru mældar útlínur settar í flokk með öruggum útlínum á kortunum, en tekið er fram í snjóflóðalistanum þegar útlínurnar eru mældar með GPS tæki. 2. Gagnaöflun Við gerð þessa snjóflóðaannáls var að hluta til stuðst við skýrslu Kristjönu G. Eyþórsdóttur, Snjóflóð á Siglufirði, en þar eru upplýsingar um snjóflóð sem féllu fyrir árið 1984 (Kristjana G. Eyþórsdóttir, 1984). Skýrslan byggir á upplýsingum úr bókinni Skriðuföll og Snjóflóð eftir Ólaf Jónsson o.fl. (1957), snjóflóðaannálum fyrir ákveðin tímabil sem komu út í Jökli (Ólafur Jónsson og Sigurjón Rist, 1971, Sigurjón Rist, 1975, Hafliði Helgi Jónsson, 1981) og skýrslum snjóathugunarmanns á Siglufirði Einnig byggir skýrslan á upplýsingum úr ýmsum bókum og viðtölum við Siglfirðinga sem Kristjana tók árið Farið hefur verið í gegnum athugasemdir við skýrsluna sem bárust á sínum tíma og ýmsu breytt líttillega. Upplýsingar um snjóflóð sem féllu milli 1984 og 1998 voru að mestu leyti fengnar úr snjóflóðaskýrslum sem flestar eru gerðar af snjóathugunarmanni og sendar til Veðurstofu Íslands. Snjóflóðaskýrslurnar innihalda upplýsingar um staðsetningu, stærð og gerð flóða sem og upplýsingar um það tjón sem þau ollu. Með mörgum af snjóflóðaskýrslum síðustu ára fylgir kort þar sem dregnar hafa verið útlínur viðkomandi snjóflóða. Þorsteinn Sæmundsson tók viðtöl við nokkra heimildarmenn árið 1995 varðandi einstaka flóð. Harpa Grímsdóttir ræddi við Örlyg Kristfinnsson um ýmis vafaatriði sem upp komu við vinnslu annálsins. Hún ræddi einnig við Gísla Elíasson. Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur á Siglufirði fór yfir drög að annálnum og skilaði athugasemdum í bréfi til Hörpu Grímsdóttur. Hannes Baldvinsson fór ásamt Örlygi Kristfinnssyni yfir örnefnakortin. 3. Landfræðilegar aðstæður Kaupstaðurinn Siglufjörður er við vestanverðan samnefndan fjörð. Yfirlitskort með örnefnum er að finna á bls 128 og 129. Fjörðurinn er girtur 600 til 900 m háum fjöllum á þrjá vegu, en er opinn til norðurs. Ysta fjallið að vestanverðu nefnist Strákar og er um 625 m hátt. Suður af því rís Hvanneyrarhnjúkur, rúmlega 600 m hár, og suðaustan úr honum gengur Gróuskarðshnjúkur sem rís yfir nyrsta hluta þéttbýlisins. Hvanneyrarskál skilur að Hvanneyrarhnjúk og Hafnarhyrnu sem er nyrsti hluti Hafnarfjalls. Suðurhluti kaupstaðarins er undir Hafnarfjalli en Snókur er þar sunnan við. Skarðdalur gengur inn af Siglufirði að suðvestanverðu, milli Snóks og Leyningssúlna. Þar er nú skíðasvæði Siglfirðinga. Upp af Leyningssúlum rísa Hákambar í 847 m hæð. Hólsdalur klýfur fjalllendið suður af Siglufirði, fyrir austan Leyningsbrúnir og Selfjall. Austur af Hólsdal rís Hólshyrna og Hólsfjall í 687 m hæð. Norðaustan við 4

6 Hólshyrnu liggur Skútudalur og þar fyrir austan eru Dísan og Pallahnjúkur og norðan þeirra rísa Hestsskarðshnjúkur og Staðarhólshnjúkur. Hestsskarð er á milli Pallahnjúks og Hestsskarðshnjúks. Skollaskál opnast til vesturs á milli Hestsskarðshnjúks og Staðarhólshnjúks. Kálfsdalur er lítill dalur sem skilur Staðarhólshnjúk og Hinrikshnjúk frá fjalllendinu austur og norður af. Miðhluti þess fjalllendis nefnist Nesskriður en nyrsti hluti þess Nesnúpur sem er jafnframt nyrsta fjallið við austanverðan fjörðinn. Siglunes gengur út í mynni Siglufjarðar að norðaustanverðu. 4. Skráning snjóflóða Elstu flóðin í þessum annál eru frá 17. öld. Sögnin um þau snjóflóð sem valda tjóni lifir lengur manna á meðal, og þau eru líklegri til að vera skráð en þau flóð sem hafa fallið án þess að valda neinu tjóni. Til eru heimildir um fjölda snjóflóða sem fallið hafa við byggðina á Siglufirði en ljóst er að mörg snjóflóð sem fallið hafa í Siglufirði eru hvergi skráð. Í bók sinni Skriðuföll og Snjóflóð segir Ólafur Jónsson (Ólafur Jónsson o.fl, 1992) orðrétt: Besta hugmynd um tíðni ofanfalla fáum vér þó úr annálum og fréttaritum, þótt mikið skorti á, að þessar heimildir telji upp nándar nærri öll skriðuföll og snjóflóð, er hér hafa orðið og valdið hafa verulegu tjóni, eða frásagnirnar séu svo skilmerkilegar, að þær gefi glögga hugmynd um tjón það, er orðið hefur í hvert sinn. Má fullyrða, að langt fram eftir öldum er það hrafl eitt af þessum fyrirbærum, sem skrásett er, og líða jafnvel svo aldir, að þeirra er að engu getið. Frásagnirnar fara fyrst að verða nokkuð samfelldar, þegar kemur fram um 1800, og síðustu 150 árin má gera ráð fyrir að flestra ofanfalla sé getið, sem valdið hafa stórfelldum skemmdum eða slysum. Ekki er ástæða til að ætla að skráningu hafi verið öðruvísi háttað á Siglufirði en annars staðar. Því má búast við því að heimildir séu til um flest snjóflóð sem valdið hafa stórfelldum skemmdum eða slysum frá því upp úr Fyrir þann tíma er skráningin hins vegar gloppóttari. Líklegt má telja að þegar líða tók á 20. öldina hafi velflest þeirra flóða sem valdið hafa einhvers konar tjóni á húsum, án þess að endilega sé um stórfelldar skemmdir eða slys á fólki að ræða, verið skráð. Á það ber þó að benda að þéttbýlismyndun byrjaði ekki á Siglufirði fyrr en eftir 1880 en Siglufjörður byggðist á löndum tveggja lögbýla, Hafnar og Hvanneyrar. Árið 1980 urðu straumhvörf í skráningu snjóflóða í Siglufirði. Þá var ráðinn snjóathugunarmaður á vegum bæjarins og þar með hófst skipulögð skráning snjóflóða. Frá þeim tíma hafa öll stærri snjóflóð í og við byggð verið skráð og síðustu tíu árin a.m.k. hafa velflestir snjóflóðadagar innan fjallahrings Siglufjarðar verið skráðir. Örlygur Kristfinnsson hefur verið snjóathugunarmaður allan tímann utan ársins 1995, en þá var enginn sérstakur snjóathugunarmaður. Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur gerði nokkrar snjóflóðaskýrslur það ár og einnig útbjó Örlygur einhverjar skýrslur eftir á, þegar hann var kominn aftur til starfa. Örlygur var fyrst ráðinn af Siglufjarðarbæ en frá árinu 1995 hefur hann verið starfsmaður Veðurstofu Íslands. 5. Snjóflóðasagan Ekkert manntjón er skráð af völdum snjóflóða í þéttbýlinu þar sem nú er Siglufjarðarbær. Nokkrum sinnum hefur þó hurð skollið nærri hælum og í sumum tilfellum hafa orðið verulegar skemmdir á mannvirkjum. Stærstu snjóflóðin hafa fallið á Strengs- 5

7 giljasvæðinu, sérstaklega úr Ytra-Strengsgili og Jörundarskál. Á því svæði eru skráð a.m.k. 5 flóð á tímabilinu , sem náðu niður í núverandi byggð, en á þeim tíma var svæðið ekki byggt nema að litlu leyti. Nokkrir kofar og sumarbústaðir hafa þó eyðilagst á svæðinu í þessum snjóflóðum. Árin 1968 og 1974 féllu snjóflóð á húsin við Suðurgötu 76 og 78 og skemmdu þau mikið. Eftir það voru húsin yfirgefin og nafnið Snjóflóðahúsin festist við þau. Hins vegar var haldið áfram að reisa hús í nágrenninu. Árið 1999 voru vígðir leiðigarðar sem hafa það hlutverk að verja syðsta hluta þéttbýlisins við Siglufjörð fyrir snjóflóðum úr Strengsgiljum og Jörundarskál. Þar með er væntanlega búið að taka á brýnasta snjóflóðavandanum á Siglufirði. Annars staðar í kaupstaðnum hafa þó einnig orðið skemmdir af völdum snjóflóða. Árið 1938 féllu snjóflóð á Fífladala- og Gimbraklettasvæðunum. Tvö íbúðarhús skemmdust, tvö hænsnahús brotnuðu og eitt fjárhús eyðilagðist þar sem fimm kindur drápust. Árið 1971 féllu einnig snjóflóð á þessum svæðum. Þau flóð skemmdu eitt íbúðarhús, ollu skemmdum á kirkjugarðinum og eyðilögðu hluta af fjárhúsahverfi með þeim afleiðingum að 75 kindur drápust. Úr Gróuskarðshnjúki féll snjóflóð árið 1963 sem eyðilagði Hvanneyrarhlíð (hús síldarleitarinnar) og olli tjóni á íbúðarhúsunum við Fossveg 8 og 10. Úr fyrsta gilinu utan við bæinn, Gróuskarðsgili, hafa fallið flóð niður í fjöru. Árið 1971 eyðilagðist þar sumarbústaður og 12 kindur í fjárhúsi drápust. Annars staðar í firðinum og í nálægum byggðum hafa orðið stórslys. Árið 1919 fórust níu menn á Staðarhólsströnd, austan megin í Siglufirði, af völdum snjóflóða og á sama tíma fórust níu menn annars staðar í Hvanneyrarhreppi. Nánari lýsingu á snjóflóðunum árið 1919 er að finna í viðauka II. 6. Snjóflóðafarvegir Við gerð snjóflóðahættumats hafa verið skilgreindir átta snjóflóðafarvegir við þéttbýlið í Siglufirði. Hér verður notast við þá skiptingu. Utan þéttbýlisins er ekki greint frá einstökum snjóflóðafarvegum heldur stærri svæðum í einu. Hér á eftir er helstu einkennum hvers svæðis eða farvegs lýst, og snjóflóðalisti er settur fram með hverju þeirra. Byrjað er á innsta farveginum við þéttbýlið og endað á þeim ysta og nyrðsta. Síðan er svæðunum utan þéttbýlisins lýst. Staðsetningu svæðanna og farveganna má sjá á örnefnakorti á bls 128 og 129. Hver farvegur skiptist í upptakasvæði, fallbraut og úthlaupssvæði. Upptakasvæði er sá staður þar sem snjóflóð getur farið af stað. Halli þar er nánast alltaf meiri en 25 og venjulega milli 30 og 50. Oft eru upptakasvæði afmörkuð af náttúrulegum fyrirbærum svo sem gilveggjum eða klettabeltum. Fallbrautin er það svæði sem snjóflóðið rennur um og er dæmigerður halli þar Á þeim kafla getur snjóflóðið rifið með sér meiri snjó. Úthlaupssvæði er þar sem snjóflóðið byrjar að hægja á sér og láta frá sér snjóinn. Venjulega er talið að stórt snjóflóð í dæmigerðum farvegi byrji að hægja á sér við u.þ.b. 10 halla. 6

8 6.1 Jörundarskál Mynd 1. Jörundarskál í Hafnarfjalli (Ljósmynd Þorsteinn Sæmundsson, 1995). Jörundarskál heitir stór skál í suðurhluta Hafnarfjalls, sunnan við Strengsgil (mynd 1 og kort 1 og 2). Fjallshlíðin ofan skálarinnar er í um 525 m hæð yfir sjó. Tveir lækjarfarvegir eiga upptök sín í skálinni undir klettum í u.þ.b. 420 m hæð. Annar lækurinn er fyrir miðri skálinni en hinn í norðurbarmi hennar. Farvegirnir sameinast neðar í allvíðu og djúpu gili sem þrengist þegar neðar dregur. Þar sem gilið gengur út úr skálinni þrengist farvegurinn til mikilla muna. Neðan Jörundarskálar og sunnan lækjarfarvegarins voru Nautaskálahólar sem mynduðu syðri barm farvegarins. Á milli skálarinnar og hólanna lækkaði gilbarmurinn á kafla. Árið 1999 voru vígðir leiðigarðar neðan Jörundarskálar og Strengsgilja sem verja eiga syðsta hluta byggðarinnar fyrir snjóflóðum úr þessu svæði. Í þeim framkvæmdum var tekið efni úr Nautaskálahólum þ.a. þeir eru ekki til lengur. Ekki hefur verið íbúðabyggð beint neðan við Jörundarskál en einstaka kofar og einn leikskóli hafa verið á úthlaupssvæði snjóflóða úr skálinni og syðsti hluti meginbyggðarinnar á Siglufirði er rétt norðan við það. Fyrir tíma snjóathugunarmanns á Siglufirði (fyrir 1980) hafa því einungis verið skráð allra stærstu flóðin úr skálinni. Elsta, þekkta snjóflóðið er frá fjórða áratugi 20. aldar og verður að telja ólíklegt að jafnvel mjög stór flóð fyrir þann tíma hefðu ratað í heimildir sökum þess að engin byggð var nálægt svæðinu. Regluleg skráning snjóathugunarmanns eftir 1980 sýnir að 7

9 lítil snjóflóð eru mjög algeng úr skálinni og flóð niður á láglendi hafa komið á um 10 ára fresti síðustu 30 árin. Snjóflóðalisti, Jörundarskál Númer Dagsetning Stutt lýsing Stórt snjóflóð féll úr Jörundarskál og/eða Ytra-Strengsgili. Heimildir um flóðið eru nokkuð óljósar en líklega hefur það runnið út á íslagðar Leirurnar Þurrt flekahlaup féll fram í sjó. Flóðið braut barnaheimilið Leikskála og hænsnahús. 2037* Lítið flekaflóð. 2040* Tvö þurr lausasnjóflóð. 2050* Lítið snjóflóð varð í Jörundarskálargili þegar hengja féll niður í gilin. 2051* Vott lausasnjóflóð stöðvaðist í brattri skriðu Stórt snjóflóð virðast hafa fallið samtímis úr allri Jörundarskál og Syðra-Strengsgili. Hlaupið bar grjót og jarðveg niður á láglendi. 2067* Smáspýja. 2068* Smáspýja kom úr Jörundarskálargili. 2986* litlar spýjur féllu í Jörundarskál Lítið lausasnjóflóð féll úr Jörundarskálargili Lítil spýja Lítil spýja Þurrt lausasnjóflóð stöðvaðist efst í Jörundarskálargili Þurrt flekasnjóflóð féll úr Jörundarskál og stöðvaðist í gilinu í um m y.s Úr Jörundarskál féll flekahlaup sem stöðvaðist neðan Fjarðarvegar og skemmdi hlið á geymsluskúr sem byggður var þar sem áður stóð hænsnahús sem eyðilagðist í snjóflóði * Lítið flóð, náði rétt niður í botn skálarinnar Flóð féll úr Jörundarskál og stöðvaðist í um 150 m y.s. 2151* Tvær spýjur. 2919* Rök spýja. 2164* Spýja féll úr Jörundarskál og náði nokkuð niður fyrir gilmunna. 2176* Snjóflóð úr Jörundarskál fór niður gilið neðan skálarinnar og eina 25 m niður með leiðigarðinum Litla-Bola. Flóðið var mjög þunnt. 2266* Um m3 snjóflóð féll úr Jörundarskál. Meðalbreidd tungu var um 70 m og stöðvaðist flóðið í um 10 m y.s. Leiðigarðurinn Litli-Boli tók á móti flóðinu og beindi því rétta leið. * Snjóflóðið er ekki á korti. 8

10 6.2 Strengsgil Mynd 2. Syðra-Strengsgil og Ytra-Strengsgil. (Ljósmynd Þorsteinn Sæmundsson, 1995). Syðra- og Ytra-Strengsgil eru vel afmörkuð gil sem ganga niður af Leirdalabrúnum (mynd 2 og kort 1 og 2). Upptök giljanna eru í um það bil 450 m hæð. Farvegir beggja gilja eru vel skorðaðir og djúpir, en farvegur syðra gilsins er mun hlykkjóttari en þess ytra. Efst í Ytra-Strengsgili er grunn skál. Fallbrautin er um m djúp og breidd milli efstu barma hennar er um 125 m. Í um 250 m hæð yfir sjó byrjar botn gilsins að breikka og í 150 m hæð opnast gilið út á aurkeilu. Mörg snjóflóð, stór og smá, eru skráð úr Strengsgiljum, sérstaklega hinu ytra. Talsverð íbúðarbyggð er fyrir neðan gilin og tvö húsanna hafa gengið undir nafninu Snjóflóðahúsin. Líklegt verður að teljast að flest stór flóð úr Strengsgiljum á 20. öld, þ.e.a.s. þau sem hafa farið niður undir sjó, séu skráð. Sum af efstu húsunum undir Strengsgiljum voru byggð um 1945 og eftir það ættu flest þau flóð sem hafa náð niður að Suðurgötu verið skráð. Húsið númer 35 við Laugarveg var byggt árið 1954 og snýr horni við götunni til þess að verjast snjóflóðum. Þessi elstu hús á svæðinu hafa sloppið við snjóflóð, en húsin nr. 76 og 78 við Suðurgötu, sem reist voru 1964, urðu 9

11 tvisvar fyrir snjóflóðum (1968 og 1974) og voru yfirgefin eftir það (Harpa Grímsdóttir, 1998). Eftir að snjóeftirlitsmaður tók til starfa árið 1980 bættust litlu flóðin í hóp hinna skráðu flóða, enda er þetta það svæði sem hann hefur haft einna mestar gætur á. Sýnt er að lítil flóð falla úr Ytra-Strengsgili nánast á hverju ári. Í kjölfar snjóflóðs árið 1969 var reist 2 til 2,5 m há girðing á norðurbarmi gilsins í um 385 til 425 m hæð yfir sjó til að draga úr hengjumyndun. Reynslan sýndi að girðingin gerði gagn en að hún þyrfti að ná lengra niður eftir gilbarminum (Þorsteinn Jóhannesson, 1976). Þessari girðingu var ekki haldið við og er hún nú horfin. Árin var reistur varnargarður (leiðigarður) neðan Strengsgiljanna og annar minni neðan Jörundarskálar, með það að markmiði að tryggja viðunandi öryggi íbúa undir giljunum. Þessir garðar hafa stundum verið kallaðir Litli-Boli og Stóri- Boli Í mars 1999 lenti snjóflóð úr Ytra-Strengsgili á stærri garðinum sem beindi því frá byggðinni. Eftir byggingu varnargarðanna hafa Snjóflóðahúsin svokölluðu við Suðurgötu verið tekin í notkun á ný eftir að hafa staðið að mestu auð í um 25 ár. Snjóflóðalisti, Syðra-Strengsgil Númer Dagsetning Stutt lýsing Vott lausasnjóflóð átti upptök hátt í Syðra-Strengsgili og stöðvaðist ofan við bæjargirðingu í um 70 m hæð. Breidd neðsta hluta tungunnar var um m. 2997* Lítil spýja. 2995* Lítil spýja Þurrt lausasnjóflóð féll úr Syðra-Strengsgili og stöðvaðist í um 45 m y.s. *Snjóflóðið er ekki á korti. Snjóflóðalisti, Ytra-Strengsgil Númer Dagsetning Stutt lýsing Snjóflóð féll niður í um 20 m hæð á nýjan vegstúf fyrir framan Höfn. Líklega hljóp það úr Ytra-Strengsgili Snjóflóð féll fyrir framan túnið í Efri-Höfn og fór niður undir sjó. Það tók lítinn sumarbústað sem Sören Goos átti. Líklega féll flóðið úr Ytra-Strengsgili fremur en Jörundarskál eða 1939 Snjóflóð féll milli húsanna Suðurgötu 91 og Hávegar 65 og fór þar niður undir sjó. Líklega hefur flóðið komið úr Ytra-Strengsgili, en það tók kofa sem hafði staðið á sama stað og sumarbústaður Sörens Goos (fór í snjóflóði ) og flutti niður undir fjöru. Breidd tungunnar var um 150 m um Snjóflóð féll úr Ytra-Strengsgili og stöðvaðist í 25 m hæð Úr Ytra-Strengsgili féll snjóflóð sem lenti á steinhúsi við Suðurgötu 76. Snjór flæddi inn í húsið og olli tjóni á því að utan sem innan. Ofan við húsið hlóðst upp snjódyngja en hluti flóðsins fór niður á auðu svæði norðan hússins. Þetta var vott snjóflóð sem fór af stað með því að hengja féll. Tungan stöðvaðist í um 25 m hæð og breidd hennar var um 40 m ofan við Suðurgötu Snjóflóð úr Ytra-Strengsgili stöðvaðist u.þ.b m ofan við húsin Suðurgötu 76 og Hengja féll af norðurbrún Ytra-Strengsgils, neðan varnargirðingar. Flóðið stöðvaðist skammt neðan gilsins eða í um 125 m hæð Þurrt flekaflóð féll úr Ytra-Strengsgili. Það skemmdi mikið húsin Suðurgötu 76 og 78. Auk þess braut flóðið raflínustaur og skemmdi bíl sem það tók með sér norðan við húsin. Flóðtungan stöðvaðist í um 25 m hæð. 10

12 Úr Ytra-Strengsgili féll vott flekasnjóflóð niður í um 80 m hæð. Það stöðvaðist u.þ.b m ofan við húsin Suðurgötu 76 og * Hengja féll af norðurbrún Ytra-Strengsgils og kom af stað snjóflóði sem stöðvaðist í minni gilsins. 2055* Hengja féll af norðurbrún Ytra-Strengsgils á alllöngum kafla. Flóðið var þurrt lausasnjóflóð og stöðvaðist í neðanverðu gilinu. 2060* Lítið flóð stöðvaðist neðst í gilmunnanum Hengja féll af norðurbrún Ytra-Strengsgil og orsakaði þurrt lausasnjóflóð sem stöðvaðist við bæjargirðinguna í um 80 m hæð. Breidd flóðtungunnar var um 20 m. 2998* Lítil spýja. 2994* Lítil spýja. 2070* Þurrt lausasnjóflóð féll í Strengsgili og stöðvaðist í hlíðinni þar sem dregur úr halla. Líklega hafa hengjur fallið og komið flóðinu af stað. 2213* Mjög lítil spýja Snjóflóð úr Ytra-Strengsgili stöðvaðist 100 m frá húsunum Suðurgötu 76 og 78. Breidd flóðtungunnar var um 40 m og hún olli svolitlum skemmdum á bæjargirðingunni Þurrt lausasnjóflóð stöðvaðist í um 100 m y.s Þurrt lausasnjóflóð féll úr Ytra-Strengsgili og stöðvaðist í um 75 m hæð Vott lausasnjóflóð féll úr Ytra-Strengsgili og stöðvaðist skammt neðan við gilmunnann Snjóflóð úr Ytra-Strengsgili stöðvaðist á húsinu Suðurgötu 76 án þess að valda tjóni. Líklega var um að ræða þurrt lausasnjóflóð Þurrt snjóflóð féll úr Ytra-Strengsgili. Breidd tungunnar var mest 135 m og stöðvaðist hún 30 m ofan við Suðurgötu. 2117* Í Ytra-Strengsgili féll snjóflóð sem stöðvaðist neðarlega í gilinu. Flóðtungan var 5-7 m breið Þurrt flekahlaup féll úr Ytra-Strengsgili og mjó tunga stöðvaðist um 75 m ofan við Suðurgötu * Lítil spýja. 2124* Flekaflóð féll í Ytra-Strengsgili og stöðvaðist neðarlega í giljunum Flekaflóð féll í Ytra-Strengsgili og stöðvaðist um 140 m ofan við Suðurgötu 76. Breidd tungunnar var um 70 m og þykktin um 1,5 m. 2131* Lítið flóð féll ofarlega úr Ytra-Strengsgili og náði ekki niður úr gilinu. 2936* Mjór taumur rann eftir Ytra-Strengsgili Snjóflóð féll úr Ytra-Strengsgili og lenti á varnargarðinum sem þar var í smíðum. Flóðið fylgdi garðinum sem beindi því frá byggðinni Spýja féll úr Ytra-Strengsgili og náði nokkuð niður fyrir gilmunna. 2175* Spýja féll úr Ytra-Strengsgili. 2190* Þurrt, lítið flekaflóð féll í Ytra-Strengsgili. *Snjóflóðið er ekki á korti. 6.3 Fífladalasvæði syðra Fífladalasvæði syðra nær frá norðurjaðri Ytra-Strengsgils norður að Fífladalagili og Grindagili (mynd 3 og kort 1 og 2). Fífladalir kallast grunn skál eða lægð í landslaginu sem nær niður í um 320 m.y.s. Neðan Fífladala eru þrjú grunn gil, Syðra- Mið- og Ytra-Skriðulækjargil. Nokkur lítil flóð hafa fallið úr giljunum og vitað er um eitt flóð sem fallið hefur úr hlíðinni fyrir ofan. Hugsanlega hefur eitt flóð fallið niður í núverandi byggð á þessari öld en heimildir um það eru mjög óljósar (flóð númer 2003 árið 1907). Lögbýlið Efri-Höfn stóð þar sem Suðurgata 58 er núna. Líklega stóð 11

13 bærinn á þeim stað frá 17. öld. Fleiri gömul hús hafa staðið á svæðinu, Hlíðarhús var reist 1898 þar sem nú er Hávegur. Byggðin á svæðinu fór hins vegar ekki að þéttast fyrr en skömmu fyrir miðja 20. öld (Harpa Grímsdóttir, 1998). Sökum hinnar gömlu byggðar undir Skriðulækjargiljum er afar ólíklegt að stórt og breitt snjóflóð hafi fallið á svæðinu síðustu aldir án þess að rata í heimildir. Hins vegar gæti skráningu minni flóða verið ábótavant þar sem byggð var gisin fram á miðja 20. öld. Eftir 1980 hafa líklega öll flóð verið skráð af snjóathugunarmanni. Snjóflóðalisti, Fífladalasvæði syðra Númer Dagsetning Stutt lýsing 2003* fyrir 1907 Snjóflóð er sagt hafa fallið norðan við Hafnarhæð. Nákvæm staðsetning er ekki þekkt. Hugsanlega hefur þetta verið í Syðra- eða Ytra-Skriðulækjargili eða jafnvel Fífladalagili Flóð féll úr gili neðan Fífladala syðst. Líklega er átt við Ytra- Skriðulækjargil. Mjór taumur náði að kyndistöð hitaveitu sem er í um 70 m y.s Í bæði Mið-Skriðulækjargili og Ytra-Skriðulækjargili féllu mjög litlar spýjur * Spýja féll í Ytra-Skriðulækjargili. 2267* Tvær smáspýjur féllu í Skriðulækjargiljum ofan hitaveitutanks. 2955* Lítið flóð féll í Mið-Skriðulækjargili og stöðvaðist neðarlega í gilinu. Breidd tungu var um 6-7 m. 2181* Snjóflóð féll í Fífladölum, rétt sunnan Grindagils. Það átti upptök við brún og stöðvaðist í Fífladölum í um 350 m y.s. 2193* Spýja féll á Breiðamel neðan Fífladala. *Snjóflóðið er ekki á korti. Mynd 3. Fífladalasvæðið. Hvanneyrarskál er lengst til hægri (Ljósmynd Þorsteinn Sæmundsson, 1995). 6.4 Fífladalasvæði nyrðra Fífladalasvæði nyrðra nær frá Fífladalagili norður að Mið-Gimbrakletti. Fífladalir nefnist lægð eða skál sem nær frá Fífladalabrún í um 320 m y.s. og upp að Leirdalabrún við topp Hafnarfjalls (myndir 3 og 4 og kort 1 og 2). Ofan Fífladala er gil sem 12

14 nær upp að Leirdalabrún. Þar hafa verið gerðar tilraunir með upptakastoðvirki, og hefur snjóathugunarmaður því gefið gilinu nafnið Grindagil. Fífladalagil er vel skorðaður lækjarfarvegur sem byrjar með trekt í Fífladalabrún. Farvegurinn sveigir úr ASA í ANA í um það bil 225 m hæð yfir sjó. Þar sem sveigjan byrjar heldur hár syðri barmur gilsins áfram nokkurn spöl í ASA. Stór snjóflóð sem falla um gilið virðast geta klofnað við sveigjuna þannig að annar hlutinn fer upp úr gilinu og fellur beint niður hlíðina, en hinn hlutinn fylgir gilinu. Mörg flóð eru skráð á svæðinu, en í fæstum tilfellum eru upptök eldri snjóflóðanna þekkt, þ.e.a.s. ekki er vitað hvort þau áttu upptök ofan Fífladala, eða neðan Fífladalabrúnar. Árin 1938 og 1971 urðu miklar skemmdir á húsum á svæðinu af völdum snjóflóða. Skriðuhverfi, efsta hverfið undir nyrðri hluta Fífladala, byggðist um og upp úr 1930 og má því reikna með að velflest snjóflóð sem náð hafa þangað niður hafi verið skráð frá þeim tíma. Neðar á svæðinu voru mun eldri hús, þar á meðal Búðarhóll sem var reistur 1866 og fleiri hús eru frá því um aldamótin 1900 (Harpa Grímsdóttir, 1998). Það virðist því ólíklegt að aftaka-snjóflóð úr Fífladalaskálinni niður á eyrina hafi orðið síðustu árin án þess að komast í heimildir. Frá árinu 1980 eru einnig skráðar minni spýjur sem ekki náðu húsum og spýjur ofan Fífladalabrúnar. Snjóflóðalisti, Fífladalasvæði nyrðra Númer Dagsetning Stutt lýsing 2003* fyrir 1907 Snjóflóð er sagt hafa fallið norðan við Hafnarhæð. Nákvæm staðsetning er ekki þekkt. Hugsanlega hefur þetta verið í Syðraeða Ytra-Skriðulækjargili eða jafnvel Fífladalagili Snjóflóð féll úr sunnanverðri Fífladalabrún, jafnvel úr Fífladalagili. Snjódyngjur hlóðust upp að efstu húsum í Skriðuhverfi. Flóðið braut eitt íbúðarhús, tók gripahús, en 5 kindur sem í því voru drápust. Þá eyðilagðist hænsnahús og hluti hænsnanna drapst Snjóflóð féll á SV hlið húss að Hlíðarvegi 1c og stöðvaðist á næstu lóð fyrir neðan. Miklar skemmdir urðu á húsinu, en þeir sem staddir voru inni í því náðu að bjarga sér. Ein kona hlaut minniháttar meiðsli Snjóflóð féll úr hlíðinni sunnan Syðsta-Gimbrakletts eða úr Fífladalagili. Upptök eru ekki þekkt. Flóðið braut efstu legsteinaraðirnar í kirkjugarðinum og einnig áhaldaskúr sem stóð í SVhorni garðsins. Spennir sem stóð ofan við spennistöðina, 2,8 tonn að þyngd fluttist um u.þ.b. 1 fet. Breidd flóðtungunnar ofan við spennistöð var um 100 m. Lengst rann flóðið niður veg sunnan kirkjugarðs niður í um 30 m hæð Snjóflóð féll úr hlíðinni sunnan Syðsta Gimbrakletts eða úr Fífladalagili. Upptök eru ekki þekkt. Flóðtunga fór yfir syðri barm Fífladalagils í um 200 m hæð og skall á fjárhúsahverfi. Þrjár efstu fjárhúsaraðirnar af fjórum brotnuðu og um 75 kindur drápust. Breidd tungunnar við fjárhúsin var rúmlega 100 m en norðan þeirra var kögglahrun niður undir Hverfisgötu. 2039* Þurrt lausasnjóflóð féll í Fífladölum. 2048* Lítið flóð féll í Fífladölum. 2996* Smáspýja féll ofan Fífladala Lítið og vott lausasnjóflóð féll ofan Leirdalabrúnar * Spýja féll í Fífladölum í þíðviðri Þurrt lausasnjóflóð, 200 m breitt, olli tjóni á bæjargirðingu hér og þar og eyðilagði lítinn skúr við kirkjugarðinn Á svæðinu undir Fífladölum féll þurrt flekasnjóflóð. Snjórinn hljóp ofan á eldra lagi og olli talsverðu tjóni á gömlum kindakofa. 13

15 Flóðið var um 5-10 m breitt og stöðvaðist í um 45 m y.s Snjóflóð féll úr Fífladalagili og stöðvaðist í um 45 m hæð Þurrt flekasnjóflóð féll í Fífladölum og stöðvaðist við hvilftarbrún í um 330 m hæð Í Fífladölum féll flekahlaup sem stöðvaðist í tæplega 350 m y.s Þurrt flekahlaup féll í svokölluðu Grindagili í Fífladölum. Það stöðvaðist á Fífladala-stallinum í um m y.s. 2232* Lítill fleki fór af stað af mannavöldum. 2954* Lítið snjóflóð féll í Fífladalagili og stöðvaðist neðarlega í gilinu Þurrt snjóflóð féll í Fífladalagili og stöðvaðist neðarlega í gilinu og á mel sunnan við gilið í um 100 m y.s. 2154* Rök spýja féll ofan Fífladala. 2156* Lítil spýja fór af stað undan fótum snjóeftirlitsmanns í Grindagili og náði u.þ.b. 15 m niður fyrir neðstu grind * * *Snjóflóðið er ekki á korti. 6.5 Hafnarhyrna/Gimbraklettar Þurrt flekahlaup ofan Fífladala, nyrst á svæðinu, féll helgina 18. til 20. nóvember. Upptakasvæðið var í klettunum og féll flóðið niður á Fífladalastallinn nyrst. Lítill hluti þess flóðs hélt áfram og féll fram af Fífladalabrún og rann niður mjótt og grunnt gil, ofan syðsta Gimbrakletts. Snjóþekja var lagskipt, efst 10 til 40 cm foksnjór ofan á lausari snjó. Lítil spýja fór eftir Fífladalagili ofanverðu. Hún stöðvaðist ofan á Lágaseta í um m y.s. Snjóflóð féll í Grindagili og stöðvaðist neðst í gilinu. Mynd 4. Fífladalir og Gimbraklettar. Hvanneyrarskál er lengst til hægri á myndinni. (Ljósmynd Þorsteinn Sæmundsson, 1995). Nyrsti hluti Hafnarfjalls nefnist Hafnarhyrna. Hún nær 680 m hæð og rís yfir miðri Siglufjarðareyri (Þormóðseyri). Svæðið nær frá Mið-Gimbrakletti og norður að norðurhlíð Hafnarhyrnu þar sem Hvanneyrarskál tekur við. Innan svæðisins falla Mið- 14

16 og Ysti-Gimbraklettur sem eru stakir klettar í um 200 m y.s.(myndir 3 og 4 og kort 1 og 2). Sú hlíð Hafnarhyrnu sem snýr að byggðinni er brött og án skýrt afmarkaðra snjóflóðafarvega. Lítil flóð eru algeng á svæðinu, en sökum þess að byggðin teygir sig upp í hlíðina þarf ekki stór snjóflóð til að ná niður í hana. Þetta gerðist árin 1938 og Árið 1938 urðu skemmdir á íbúðarhúsi og hænsnahúsi, en óverulegar skemmdir urðu árið Mörg af efstu húsunum eru byggð á fjórða áratugi 20. aldar (Harpa Grímsdóttir, 1998) og því er saga snjóflóða síðustu ára niður í byggðina að öllum líkindum þekkt. Eftir 1980 hafa einnig verið skráðar spýjur sem stoppað hafa í fjallinu ofan við byggðina og hefur komið í ljós að slíkar spýjur eru mjög algengar. Snjóflóðalisti, Hafnarhyrna/Gimbraklettar Númer Dagsetning Stutt lýsing Snjóflóð féll úr Hafnarhyrnu og lenti á húsinu Seljalandi. Þetta var tvílyft steinhús með kjallara og mest af snjónum hrúgaðist upp við húsið og stöðvaðist. Flóðinu tókst þó að brjóta sér leið inn um glugga á miðhæð hússins og hálffyllti hæðina Snjóflóð lenti á hænsnahúsi sem stóð ofan við Hólaveg. Hænsnahúsið brotnaði en fuglarnir björguðust. Flóðið kom úr Hafnarhyrnu, væntanlega milli Mið- og Ysta-Gimbrakletts Snjóflóð féll sunnan Mið-Gimbrakletts. Mjó spýja fór yfir kartöflugeymslur bæjarins og stöðvaðist við Hlíðarveg Þurrt lausasnjóflóð féll milli Mið- og Ysta-Gimbrakletts. Flóðið stöðvaðist í um 80 m hæð og breidd flóðtungunnar var um 5-10 m Úr Hafnarhyrnu féll lítið, vott lausasnjóflóð sem stöðvaðist rétt undir Mið-Gimbrakletti í um 125 m hæð. 2917* Mikið kögglahrun var í Hafnarhyrnu Vott lausasnjóflóð féll sunnan Mið-Gimbrakletts og stöðvaðist við veginn upp í Hvanneyrarskál í um 100 m hæð. Breidd tungunnar var um 10 m. 2058* Mörg smáflóð féllu í hlíðinni neðst í Hafnarhyrnu neðan Hvanneyrarskálar, suður fyrir Mið-Gimbraklett Vott lausasnjóflóð féll sunnan við Syðsta-Gimbraklett, yfir vegarslóða og stöðvaðist ofan við bæjargirðinguna Tvö flóð áttu upptök undir klettum í Hafnarhyrnu. Annað flóðið fór niður í um m y.s. og hitt niður í um 30 m y.s. Ekkert tjón varð nema hugsanlega lítilsháttar skemmdir á bæjargirðingu. 2103* Vott lausasnjóflóð féll sunnan Gimbrakletta. 2968* Snjóflóð féll norðan Gimbrakletta Nokkrar mjóar spýjur runnu úr Hafnarhyrnu norðan við Gimbrakletta. 2122* Spýjur féllu víða um Siglufjörð, m.a. við Gimbrakletta Fimm flóð féllu í Hafnarhyrnu. Sú spýja sem fór lengst stöðvaðist í um 120 m fjarlægð frá næstu húsum við Hólaveg. 2937* Nokkrar spýjur féllu í Gimbraklettum Nokkrar spýjur féllu við Gimbrakletta. 2931* Svolítil spýja féll sunnan Gimbrakletta. *Snjóflóðið er ekki á korti. 6.6 Hvanneyrarskál sunnan Hvanneyrarár Svæðið afmarkast af Hafnarhyrnu í suðri og Hvanneyrará í norðri (kort 1 og 2). Það einkennist af djúpri og mikilli skál, Hvanneyrarskál, og er neðsti hluti skálarbotnsins í 15

17 um 175 m hæð. Neðan hans er fremur brött og einsleit brekka niður að byggðinni. Ekki eru til skráðar heimildir um snjóflóð á svæðinu. Efstu húsin undir skálinni eru byggð á árunum Við suðurbakka Hvanneyrarár stendur rafstöð sem reist var árið 1913 (Harpa Grímsdóttir, 1998). Það verður að teljast ólíklegt að flóð hafi náð niður að efstu götunni síðustu 50 árin og ekki er vitað til þess að rafstöðin hafi orðið fyrir ofanflóðum af nokkru tagi. 6.7 Gróuskarðshnjúkur, syðri hluti Syðri hluti Gróuskarðshnjúks er hluti af norðurhlíð Hvanneyrarskálar (kort 1 og 2). Svæðið afmarkast af Hvanneyrará að sunnanverðu og af útlínum snjóflóðsins sem féll 1963 að norðanverðu (nr 2014). Flóðið árið 1963, sem skemmdi Hvanneyrarhlíð og olli tjóni á Fossvegi 8 og 10, er eina snjóflóðið á svæðinu sem vitað er til að náð hafi niður í byggðina. Efstu húsin á svæðinu eru byggð um 1975, nema Hvanneyrarhlíð sem var reist árið Neðar eru hús frá 5. áratugi 20. aldar (Harpa Grímsdóttir, 1998). Líklega er saga snjóflóða síðustu ára niður í núverandi byggð þekkt. Engin flóð hafa náð að ógna byggðinni á svæðinu frá því að snjóathugunarmaður tók til starfa árið Snjóflóðalisti, Gróuskarðshnjúkur, syðri hluti Númer Dagsetning Stutt lýsing Vott snjóflóð féll úr Gróuskarðshnjúki og yfir norðurbakka Hvanneyrarár. Það lenti á hænsnahúsinu Hvanneyrarhlíð og eyðilagði það. Einnig skall flóðið á íbúðarhúsunum við Fossveg 8 og 10, braust inn í húsin og olli tjóni á þeim og innanstokksmunum. Neðstu mörk snjódyngjunnar voru við vesturvegg Hvanneyrarbrautar 51 í um 15 m hæð. Breidd tungunnar var um 100 m við Hvanneyrarhlíð. 2020* Hengja í Hvanneyrarbrún hrundi undan drengjum sem voru að leik, en flóð fór ekki af stað. Þeim var bjargað úr snjódyngjunni Úr innanverðum Gróuskarðshnjúki féll lítil spýja niður í Hvanneyrarskál. *Snjóflóðið er ekki á korti. 6.8 Gróuskarðshnjúkur, nyrðri hluti Nyrðri hluti svæðisins afmarkast að sunnanverðu af jaðri snjóflóðsins sem féll árið 1963 (nr 2014). Að norðanverðu afmarkast það af Gróuskarðsgili sem er fyrsta gil norðan núverandi byggðar (kort 1 og 2). Ekki er skráð flóð niður í núverandi byggð á svæðinu, en nokkrar spýjur hafa fallið ofan byggðarinnar frá því að snjóathugunarmaður tók til starfa árið Úr gilinu utan við byggðina, Gróuskarðsgili, eru hins vegar skráð nokkur stór flóð sem sum hver hafa farið langleiðina niður að sjó. Þarna hafa staðið fjárhús og sumarbústaðir sem hafa orðið fyrir skemmdum af völdum þessara flóða. Efstu íbúðarhúsin á svæðinu eru flest byggð á árunum , nema tvö hús sem reist voru Neðar eru eldri hús og niðri við sjóinn stóð bærinn Bakki sem reistur var 1866 (Harpa Grímsdóttir, 1998). Því má segja að snjóflóðasagan nái um 25 ár aftur í tímann á efsta hluta byggða svæðisins en ólíklegt er að flóð hafi fallið niður að sjó síðustu 150 árin. Snjóflóðalisti, Gróuskarðshnjúkur, nyrðri hluti Númer Dagsetning Stutt lýsing Snjóflóð féll, líklega úr fyrsta gili norðan við Hvanneyrarskál á Hvanneyrarströnd. Þetta var vott snjóflóð og féll það niður milli tveggja fjárhúsa og langleiðina niður að sjó. Breidd tungunnar 16

18 var líklega tæplega 50 m. Snjóflóð féll, líklega úr hlíðinni milli fyrstu tveggja giljanna norðan Hvanneyrarskálar, upp af Hvanneyrarströnd. Flóðið braut fjárhús og drap 12 kindur. Einnig skall flóðið á sumarbústað og flutti brak úr honum niður í fjöru. Breidd tungunnar var um 100 m. 2031* Vott lausasnjóflóð féll úr hlíð Gróuskarðshnjúks. Þetta var spýja sem fór stutt og hljóp mjög votur snjór ofan á hörðu lagi. 2056* Vott lausasnjóflóð féll syðst úr Strákafjalli, norðan Hvanneyrarár. Flóðið hljóp á að giska 2/3 hluta leiðarinnar niður að íbúðarhúsum við Hólaveg Lítil spýja féll í fyrsta gilinu í Gróuskarðshnjúki utan við bæinn Í gilinu norðan Gróustaðarhnjúks féll þurrt lausasnjóflóð sem stöðvaðist ofan við kartöflugarða norðan við kaupstaðinn. Þar voru áður fjárhús. Breidd neðsta hluta tungunnar var um 20 m. 2947* Þrjár spýjur féllu sunnan við Gróuskarðsgil Tvær spýjur féllu austan undir Gróuskarðshnjúki ofan við nyrðstu húsin við Hólaveg og stöðvuðust í m y.s. 2144* Flóð féllu úr öllum giljum norðan Selgils. Eitt breitt og þunnt snjóflóð kom úr gili norðan Gróuskarðs, rétt norðan bæjarins. Einnig féllu tvær litlar spýjur úr Gróuskarðshnjúki ofan Hólavegar. *Snjóflóðið er ekki á korti. 6.9 Staðarhólsströnd Staðarhólsströnd er við austanverðan Siglufjörð, gegnt þéttbýlinu. Upp af henni rísa tveir hnjúkar, Hestsskarðshnjúkur (850 m y.s.) heitir sá syðri og Staðarhólshnjúkur (778 m y.s.) hinn nyrðri. Milli þeirra er myndarleg skál er Skollaskál heitir og er neðri brún hennar í um 340 m hæð. Úr Skollaskál hafa hlaupið mörg flóð, bæði stór og smá. Tvisvar hafa verið skráð svo stór snjóflóð úr skálinni að þau hafa valdið flóðbylgju á firðinum sem olli skemmdum á Þormóðseyri, hinum megin fjarðarins. Í annað skiptið eyðilagðist síldarverksmiðja og fleiri hús sem voru á Staðarhólsströnd og 9 menn létu lífið. Bæði sunnan og norðan við Skollaskál, úr Hestsskarðshnjúki og Staðarhólshnjúki hafa einnig verið skráð nokkur snjóflóð, sem og norðar á ströndinni. Snjóflóðalisti, Staðarhólsströnd Númer Dagsetning Stutt lýsing 2914* 1613 Sagnir eru um að 50 manns hafi farist í snjóflóði í Siglunesskriðum á aðfangadag er þeir ætluðu til tíða á Siglunes. Þetta er af mörgum talinn hreinn uppspuni Snjóflóð féll fyrir framan Staðarhól, fór út í sjó og olli flóðbylgju sem skall á Siglufjarðareyri. Þar skemmdust 7 skip. Líklega kom flóðið úr Skollaskál Stórt snjóflóð féll úr Skollaskál í sjó fram. Flóðið sópaði burt síldarverksmiðju og nokkur hús henni tilheyrandi, þar af voru tvö íbúðarhús. Hús sem kallað var Bensabær eyðilagðist og Neðri-Skúta lenti í suðurjaðri flóðsins. Alls fórust 9 manns en 7 mönnum var bjargað. Flóðið olli einnig flóðbylgju sem skall á Siglufjarðareyri og varð tjón á skipum og mannvirkjum. 2237* Tvö flóð féllu nyrst í Kambalám sunnan við Nesskriður og tvö á Staðarhólsströnd rétt sunnan við Selvíkurnefsvita Flóð féll niður í gilið sunnan Staðarhóls og stöðvaðist í mýri niður undir sjó. Breidd tungu var um 50 m neðst og snjódýpt í tungunni áætluð 4 m. 2035* Vott flekaflóð stöðvaðist neðst í sunnanverðri Skollaskál. 17

19 2038* Nokkur flóð féllu ofan við Skollaskál og stöðvuðust ofan við skálarbotn. 2052* Mörg smáflóð féllu ofan Skollaskálar. 2054* Vott flekaflóð stöðvaðist í botni Skollaskálar. 2065* Snjóflóð rann niður gil sunnan Staðarhóls og stöðvaðist neðan gilsins þar sem breidd tungunnar var um m. 2993* Smáspýjur féllu úr Staðarhólshnjúki. 2075* U.þ.b. tíu vot flóð féllu í Skollaskál. og 2987* 2076* Þurrt lausasnjóflóð féll í gili í norðanverðum Staðarhólshnjúki og stöðvaðist á hallandi undirlendi milli fjalls og strandar. 2983* Spýja féll í Skollaskál. 2977, Þrjú flóð féllu á Staðarhólsströnd. Eitt í gilinu 500 m norðan við Staðarhól, annað í Skollaskál og hið þriðja í Staðarhólshnjúki. Flóðin féllu ýmist niður á sjávarbakka eða fram í sjó Tvö snjóflóð féllu á Staðarhólsströnd. Nyrðra flóðið féll úr Staðarhólshnjúki rétt norðan við Skollaskál en syðra flóðið féll úr hlíðinni neðan við Skollaskál. 2970* Spýjur féllu í Skollaskál. 2228* Lítil snjóflóð féllu í Skollaskál. 2963* A.m.k. fimm flóð féllu á Staðarhólsströnd, norðan Staðarhóls. 2956* Spýjur féllu ofan Skollaskálar. 2128* Spýja féll í Skollaskál. 2139* Fjöldi smáflóða féll í austanverðum Siglufirði, m.a. í Staðarhólshnjúki. 2152* Rök lausasnjóflóð féllu niður í Skollaskál. 2153* Spýjur féllu í Skollaskál. 2169* Spýja féll úr Skollaskál Snjóflóð féll úr norðanverðum Staðarhólshnjúki og stöðvaðist á stallbrún í u.þ.b. 33 m y.s. 2174* Snjóflóð féll í Staðarhólshnjúki og stöðvaðist mjó og efnislítil tunga úr því í munna Rjómalækjargils í um 60 m y.s. 2184* Snjóflóð féll í Rjómalækjargil í Staðarhólshnjúki. 2192* Þurrt flekaflóð féll í Staðarhólshnjúki, Rjómalækjargili. 2198* eftir Þrjú lítil flóð féllu í Skollaskál. *Snjóflóðið er ekki á korti Skútudalur austanverður Hestsskarðshnjúkur (sjá Staðarhólsströnd) er við mynni Skútudals, þar sem hann opnast út að firðinum. Sunnan við hann er Pallahnjúkur (861 m y.s.) og milli þeirra skarð sem Hestsskarð nefnist. Sunnan við Pallahnjúk er fjall sem heitir Dísan. Þegar undirbúningur að lögn Hitaveitu úr Skútudal hófst eftir nokkurt hlé upp úr 1972 (Þ.J., 2000) urðu ferðir tíðari í dalinn og menn fóru að verða varir við snjóflóð. Eftir það hafa verið skráð mörg flóð, bæði stór og smá, og ljóst er að snjóflóð eru tíð í dalnum. Stór flóð hafa fallið úr Hestsskarðshnjúki og úr Pallahnjúki og Dísunni hafa oft fallið myndarleg snjóflóð sem m.a. hafa valdið usla á svæði hitaveitu RARIK í Skútudal. Snjóflóðalisti, Skútudalur austanverður Númer Dagsetning Stutt lýsing 2248* líklega 1694 Skútustaðir, hjáleiga frá Ráeyri í Siglufirði eyðilögðust í snjóflóði eða aurskriðu, sennilega * Maður fórst, líklega í snjóflóði, á Hestsskarði. 2250* Tveir menn lentu í snjóflóði á Hestsskarði. Annar fórst en hinn komst lífs af. 2252* Febrúar 1912 Fjórir menn lentu í snjóflóði á Hestsskarði en var bjargað af 18

20 tveimur félögum sínum er flóðið tók ekki Snjóflóð féll úr Dísunni eða Pallahnjúki yfir svæði Hitaveitu Siglufjarðar í Skútudal og braut tvo dæluskúra. Brak úr skúrunum dreifðist yfir Skútuána, en tungan sveigði nokkuð til norðurs undan hallanum Snjóflóð féll úr Dísunni eða Pallahnjúki á sama stað og rúmum mánuði áður (nr. 2160) en var heldur minna. Það fór yfir borholur 6 og * Nokkur stutt flóð féllu úr Hestsskarðsskriðunni og einnig í næstu skál fyrir sunnan, ofan við hitaveituhúsin. 2926* Ofan við hitaveituskúrana í Skútudal fór mjög lítil spýja. 2206* Snjóflóð féll í Hestsskarði. 2207* Nokkrar spýjur féllu úr Pallahnjúki Snjóflóð féll á svipuðum stað og flóðin 1978, en nokkru sunnar. Flóðið braut dæluskúr á borholu nr. 10 hjá hitaveitunni og flutti brakið niður á bakka Skútuár Snjóflóð féll úr Hestsskarðshnjúki og stöðvaðist eftir að hafa farið um 150 m upp á móti 30 halla í Hólshyrnu. Flóðið færði til og braut rúmlega 100 m kafla af hitaveitulögninni og sleit háspennukapal sem liggur með rörunum. Áætlað rúmmál var m 3 og breidd farvegar neðan 300 m y.s. var u.þ.b. 300 m. 2990* Lítil flóð féllu úr Pallahnjúki, Dísunni og Hestsskarðshnjúki. 2991* 2992* 2984* Spýja féll í Pallahnjúki. 2212* Vot spýja féll úr hnjúki sunnan hitaveituskúra í Skútudal. 2079* Þrjár spýjur runnu úr suðvestanverðum Hestsskarðshnjúki. 2089* líklega Fremur lítið flóð féll yfir dæluhús Hitaveitu Siglufjarðar sem var á borholu nr Flóð féll í sama farvegi og flóð nr Þetta flóð var mun stærra en það fyrra og gróf það sem áður sást af leifum dæluskúrsins. Breidd flóðsins var um 400 m efst og 50 m neðst líklega Flekahlaup féll úr Pallahnjúki ofan í Skútudal. 2969* Lítil snjóflóð féllu í Hestsskarði. 2107* lok mars byrjun apríl 1994 Vott flekahlaup féll úr Dísunni, sunnan og ofan við mannvirki í Skútudal. Flóðið stöðvaðist skammt frá hitaveituskúrunum. 2108* Flekahlaup féllu í austanverðum Skútudal, í tveimur giljum sunnan við Efri-Skútu Snjóflóð féll rétt norðan við Hestsskarðsá á svipuðum slóðum og flóð nr , en var eitthvað minna Þurrt flekaflóð féll úr sunnanverðum Pallahnjúki að Dísunni, þaðan niður í skálina og svo ofan í árgil í Skútudalsbotni. Flóðið eyðilagði timburskúr yfir dælu ásamt ýmiskonar búnaði þar. Breiddin var um 680 m efst og 140 m neðst Þurrt flóð áþekkt snjóflóði nr. 115, sem féll þremur dögum fyrr. Flóðtungan stöðvaðist rétt ofan við árgil Skútuár og var breiddin um 800 m efst og 180 m neðst. 2965* Nokkrar spýjur féllu úr Pallahnjúki og Dísunni og einnig innar í austanverðum Skútudal. 2952* 2953* Lítil flekahlaup féllu í Pallahnjúki og yfir borholum í Skútudal Allstórt flóð féll úr Dísunni, niður í Skútudal og yfir mannvirki hitaveitu Rarik. Breidd flóðsins var um 400 m efst og m neðst. Geymsluskúr úr timbri brotnaði og einnig skemmdist fjarskiptabúnaður. 19

21 2958* Spýjur féllu í Dísunni. 2269* Snjóflóð féll úr skál í framanverðum (svipaður staður og flóð 2161) Hestsskarðshnjúki og náðu tungur úr því niður í hlíðina neðan skálarinnar Flekahlaup féll í norðvestanverðum Pallahnjúki og niður í Hestsskarðskál. 2950* Þrjár spýjur féllu í Pallahnjúki og tvær í Dísunni. 2951* 2133* 8.2. eða Lítil flóð féllu úr Hestsskarðshnjúki og náðu rétt niður í * 2945* 2942* 2943* 2944* m y.s Eitt flóð féll í Pallahnjúki og annað í Dísunni ofan hitaveitumannvirkja. Flóðið í Pallahnjúki var um 700 m breitt í upptökum og tungan stöðvaðist í um 350 m y.s. Ummerki um flóðið í Dísunni voru óljósari og féll það líklega sólarhring fyrr Smáflóð féllu í Pallahnjúki, Dísunni og Hestsskarðshnjúki Milli Dísunnar og Pallahnjúks féll flóð ofan hitaveitumannvirkja í Skútudal. Flóðið stöðvaðist í hvilft neðan brattrar skriðu í um m y.s. 2928* 2929* 2927* Spýjur féllu í Pallahnjúki og Dísunni og sunnanverðum Hestsskarðshnjúki. 2918* Litlar spýjur féllu í Dísunni og fleiri fjöllum. 2923* Litlar spýjur féllu í Pallahnjúki og Dísunni. 2924* 2925* Spýjur féllu í Hestsskarðshnjúki Snjóflóð féll úr vestanverðum Hestsskarðshnjúki og niður í mynni Skútudals. Þrjár stórar snjóflóðatungur höfðu fallið niður í sitthvert gilið en með sameiginlegum upptökum hátt í Hestsskarðshnjúki. Áætlað rúmmál þess er a.m.k þús. m * Spýja féll úr Dísunni. 2178* Spýja féll úr Dísunni. 2179* Snjóflóð féll í Hestskarðshnjúki, Fögrukinn. Það stöðvaðist í um 25 m y.s. 2182* Spýja féll úr Dísunni. 2196* eftir Í Pallahnjúki féll lítið flóð. 2197* eftir Allstórt flóð féll í Hestsskarðshnjúki. * Snjóflóðið er ekki á korti Hólsfjall og Hólshyrna Hólsfjall skilur að Skútudal og Hólsdal sem ganga inn úr botni Siglufjarðar. Fremsti hluti Hólsfjalls nefnist Hólshyrna. Skútudalsmegin í Hólshyrnu er áberandi gil sem kallast Gjáin, en annars er hlíðin fremur slétt og brött. Úr Gjánni og hlíðinni sitt hvorum megin við Gjána eru snjóflóð tíð en þegar undirbúningur að lögn Hitaveitu úr Skútudal hófst eftir nokkurt hlé upp úr 1972 urðu ferðir tíðari í dalinn og menn fóru að taka eftir snjóflóðum. Mörg flóð hafa verið skráð síðan snjóathugunarmaður tók til starfa. Hólsdalsmegin (að vestanverðu) er Hólshyrna ekki eins brött og eru skálar og stallar í hlíðinni. Þó eru skráð þar nokkur flóð, en þarna var skíðasvæði Siglfirðinga fram til 1988 þegar snjóflóð eyðilagði lyftur og ákveðið var að endurreisa það ekki á sama stað m.a. vegna snjóflóðahættu. Eftir það var nýtt skíðasvæði byggt upp í Skarðdal. 20

22 Snjóflóðalisti, austanverð Hólshyrna Númer Dagsetning Stutt lýsing 2247 a.m.k. tvö síðan 1970 A.m.k. tvö flóð hafa fallið frá 1970 úr Hólshyrnu, ofan hitaveitu Siglufjarðar í Skútudal , líklega 1973 Við vegmokstur um vor kom í ljós stórt snjóflóð sem hafði fallið úr Gjánni og náði nokkuð upp á bakkan austan við veginn nærri Hestsskarðsá. Að vori var komið að ummerkjum eftir flóð sem hafði fallið úr Hólshyrnu og lent á bröttum austurbakka Skútuár , líklega * Þrjú flóð féllu úr giljum í norðaustanverðri Hólshyrnu og stöðvuðust skammt neðan við gilin. 2205* Tvö flóð féllu úr Hólshyrnu niður í Skútudal. 2208* Flóð féll(u) úr tveimur giljum í norðaustanverðri Hólshyrnu. 2209* Þrjár spýjur féllu úr giljum í norðaustanverðri Hólshyrnu Snjóflóð féll úr Gjánni og náði niður í dalbotn. 2210* Flóð féll syðst í Hólshyrnu niður í Skútudal og stöðvaðist í hlíðinni hinum megin við dæluskúrana. Breiddin var um 700 m neðst. 2066* Flóð hljóp sunnan við stóra gilið í austanverðri Hólshyrnu. Það var mikið að flatarmáli en grunnt. 2074* Um flóð féllu í Hólshyrnu þegar ákaflega blautt krap rann af stað. Um 10 litlar spýjur féllu í vestanverðri Hólshyrnu við Hól á skíðasvæði Siglfirðinga. 2078* Í norðaustanverðri Hólshyrnu féllu 2-3 spýjur. 2084* Fjögur flóð féllu úr vesturhlíð Hólshyrnu og allmörg Skútudalsmegin. 2086* Snjóflóð féll í norðaustanverðri Hólshyrnu og stöðvaðist í gili Skútuár. Það var um 100 m breitt. 2097* Allstórt flóð féll úr Gjánni og tvö minni flóð féllu norðvestar. Flóðin stöðvuðust í miðri hlíð þar sem landhalli minnkar skammt ofan Skútuár. 2223* Snjóflóð féll úr Gjánni. 2971* Lítil snjóflóð féllu í Hólshyrnu. 2224* Allmikil snjóflóð féllu úr Gjánni í Hólshyrnu og öðrum giljum. 2964* Nokkrar spýjur féllu í austanverðri Hólshyrnu. 2959* Spýjur féllu úr Hólshyrnu bæði að vestan- og austanverðu. 2268* Snjóflóð féll úr Gjánni og niður í um 80 m y.s Allstórt flóð féll úr Gjánni og tvö minni sitt hvoru megin við í óafmörkuðum farvegum. Áætluð breidd tungunnar úr Gjánni var m. 2949* Fimm til sex spýjur féllu í norðaustanverðri Hólshyrnu. 2137* Rakt flóð féll úr Gjánni og stöðvaðist nokkru neðan gilmunnans. 2142* 30/ Úr Hólshyrnu féllu 9-10 lítil flóð. 2935* Fimm spýjur féllu í Hólshyrnu Skútudalsmegin Flóð féll úr Gjánni og úr öðru gili þar hjá Skútudalsmegin í Hólshyrnu féllu flóð í tveimur giljum Sunnan við Gjána í Hólshyrnu féll flóð. Það fór niður í Skútudal, yfir ána og svolítið upp í hlíðina hinum megin. * Snjóflóðið er ekki á korti. Snjóflóðalisti, vestanverð Hólshyrna Númer Dagsetning Stutt lýsing 2258* Maður bjargaðist úr snjóflóði í Hólsskálum Vott lausasnjóflóð féll rétt norðan við skíðalyftuna í vestanverðri Hólshyrnu Tvö flóð féllu úr vestanverðri Hólshyrnu. Annað þeirra féll 21

23 2989* norðan og ofan við skíðalyftu og undir lyftuna án þess að valda tjóni. Hitt flóðið féll sunnan við lyftuna. 2074* Um flóð féllu í Hólshyrnu þegar ákaflega blautt krap rann af stað. Um 10 litlar spýjur féllu í vestanverðri Hólshyrnu við Hól á skíðasvæði Siglfirðinga. 2084* Fjögur flóð féllu úr vesturhlíð Hólshyrnu og allmörg Skútudalsmegin Þurrt flekaflóð féll úr Vestanverðri Hólshyrnu yfir syðsta hluta skíðasvæðisins sem þá var. Flóðið reif með sér tvö efstu möstur skíðalyftu og eyðilagði hana og gereyðilagði einnig aðra minni lyftu. 2971* Lítil snjóflóð féllu í Hólshyrnu. 2960* Spýjur féllu úr Hólshyrnu bæði að vestan- og austanverðu. 2142* 30/ Úr Hólshyrnu féllu 9-10 lítil flóð. * Snjóflóðið er ekki á korti Leyningsbrúnir Vestan við Hólsdal eru Leyningsbrúnir, en hlíðin neðan þeirra er um 440 m há og nokkuð slétt. Aðeins eitt flóð er skráð í Leyningsbrúnum, en svæðið er utan við alfaraleið. Snjóflóðalisti, Leyningsbrúnir Númer Dagsetning Stutt lýsing 2957* Spýjur féllu í Leyningsbrúnum. * Snjóflóðið er ekki á korti Skarðdalur Skarðdalur er einnig nefndur Skarðsdalur í ýmsum heimildum og á korti Landmælinga Íslands. Til var bær við mynni dalsins sem hét Skarðdalur og eru áhöld um hvort dalurinn heitir sama nafni og bærinn, eða hvort hann dregur nafn sitt af Siglufjarðarskarði innst í dalnum og væri þá skrifaður Skarðsdalur. Ekki skal skorið úr hvort er réttara, en hér hefur verið ákveðið að nota nafnið Skarðdalur. Um Skarðdal liggur gamli þjóðvegurinn yfir Siglufjarðarskarð, sem er inn af dalnum. Áður en Strákagöng komu til var þetta eini vegurinn sem tengdi Siglufjörð við aðrar byggðir. Norðan til í Skarðdal rís Illviðrishnjúkur í 895 m hæð. Skráð hafa verið snjóflóð sem fallið hafa úr hlíðum hans niður í Skarðdalinn. Í Skarðdal er nú skíðasvæði Siglfirðinga en byrjað var að byggja það upp um 1989 þegar snjóflóð hafði eyðilagt lyftur á skíðasvæðinu þar sem það var áður í Vestanverðri Hólshyrnu. Nokkur flóð hafa náð að ógna skíðasvæðinu í Skarðdal án þess að slys hafi hlotist af, en árið 1995 urðu skemmdir á lyftum vegna snjóflóðs. Snjóflóðalisti, Skarðdalur Númer Dagsetning Stutt lýsing 2251* febrúar og mars 1912 Maður fórst í snjóflóði í febrúar í Siglufjarðarskarði. Skammt þar frá er sagt að maður nokkur hafi lent í snjóflóði en bjargast. Í mars lést maður á leið yfir Siglufjarðarskarð. 2006* Úr Illvirðishnjúki norðan við Siglufjarðarskarð féll snjóflóð sem felldi um 40 símastaura og sópaði símalínunni í burtu af tveggja kílómetra svæði. 2253* Fimm manns sem voru að reka fjárhóp yfir Siglufjarðarskarð urðu fyrir snjóskriðu í Fellsbrekku. Enginn slasaðist alvarlega. 2254* Snjóflóð féll á ýtu sem var að ryðja snjó af Sneiðingnum í Siglufjarðarskarði. Ýtustjórinn slapp ómeiddur. 22

24 2255* Snjóskriða féll í Siglufjarðarskarði og varð um þriggja mannhæða djúp á veginum. 2211* líklega Tvö meðalstór snjóflóð féllu nálægt staðnum þar sem skíðamót eru haldin. 2105* Spýjur féllu í Skarðdal Þrjú flóð féllu í Skarðdal. Það stærsta féll í austurhlíð Illviðrishnjúks í þröngum farvegi á lyftuhús og endastöð neðri skíðalyftunnar í Skarðdal. Flóðið tók lyftuhús og spenni af grunni. Hluti flóðsins féll niður í gil Leyningsár og féll 80 m niður eftir því. 2967* Lítið flóð féll í Klettahnjúki sunnan við Siglufjarðarskarð. 2227* Fimm smáspýjur féllu úr norðan- og austanverðum Klettahnjúki Þrjú snjóflóð féllu í Skarðdal þann 5. janúar og önnur þrjú þann 6. janúar í hlíðunum undir Illviðrishnjúki. 2138* líklega Flóð féll í vestanverðum Skarðdal í langri laut sunnan Rjúpnahryggs. 2941* Smáflóð féllu í Klettahnjúki í Skarðdalsbotni. 2146* Snjóflóð féll í neðri hluta Illviðrishnjúks og stöðvaðist á stað þar sem skíðaæfingar og mót fara fram. Skíðamenn skáru snjóþekjuna í sundur en sluppu við flóðið. Snjómagn var áætlað 400 m³. 2149* Snjóflóð féll úr Illviðrishnjúki í skíðabrekku í Skarðdal. 2921* Spýjur féllu í norðanverðum Súlum (Leyningssúlum). 2167* Spýja féll úr Illviðrishnjúki. 2172* Snjóflóð féll úr Þvergili undir Illviðrishnjúki vestan efri skíðalyftu. 2173* Snjóflóð féll í norðvestanverðum Klettahnjúki. Breidd fallbrautar var um 65 m. 2180* Tvö flóð féllu í Klettahnjúki. Fyrst lítið flóð og síðan annað stærra yfir það fyrra. * Snjóflóðið er ekki á korti Snókur Fjallið Snókur er á milli mynnis Skarðdals og Hafnarfjalls. Hér er svæðið látið ná alla leið norður að Jörundarskál. Stærstu flóðin á svæðinu falla í giljunum Syðra- og Ytra- Skjaldargili, sem eru í norðanverðum Snóki. Gilin ganga niður úr Dalaskarði, sem liggur milli Hafnarfjalls og Snóks (mynd 5 og kort 1 og 2). Ytra Skjaldargil opnast í um 150 m hæð yfir sjó út á aurkeilu sem nær niður undir gamla þjóðveginn, og er það mun stærra en Syðra Skjaldargil. Engin íbúðarbyggð er fyrir neðan gilin sem ógn getur stafað af snjóflóðum en nokkur hesthús eru rétt ofan við þjóðveginn og örfáir kofar. Lengsta flóðið sem fallið hefur á svæðinu féll líklega úr Ytra-Skjaldargili og náði niður að þjóðveginum árið Sunnan við Skjaldargil er hlíð Snóks nokkuð slétt en þó eru þar smágil sem stundum eru kölluð Snóksgil og þar eru smáflóð algeng. 23

25 Mynd 5. Ytra- og Syðra-Skjaldargil. Norðan við þau er Hafnarfjall og Snókur sunnan þeirra (Ljósmynd Þorsteinn Sæmundsson, 1995). Snjóflóðalisti, Snókur Númer Dagsetning Stutt lýsing Snjóflóð féll sunnan við bæinn Steinaflatir og stöðvaðist í um 25 m hæð. Líklegast er að það hafi komið úr Ytra-Skjaldargili. Flóðið braut skúr sem stóð á túnbletti Steinaflata. 2030* Tvö eða fleiri frekar lítil flóð féllu í austanverðum Snóki. Snjórinn stöðvaðist rétt fyrir ofan réttina. 2034* Mörg smáflóð féllu í giljum og bröttum hlíðum norðan í Snóki. 2204* Litlar snjóspýjur féllu úr Snóki. 2044* Spýja féll úr Snóki. Hún var m breið neðst. 2047* Vott lausasnjóflóð kom úr Skjaldargili, líklega ytra gilinu. Flóðið stöðvaðist í hlíðinni miðja vegu milli gilsins og fjárréttar í um 70 m hæð og tungan var 10 m breið Allstórt flóð féll, líklega úr Ytra-Skjaldargili, og stöðvaðist u.þ.b. 150 m neðan gilsins. 2999* Þrjú lítil flóð féllu úr Snóki. 2062* Lítið, vott lausasnjóflóð féll úr Skjaldargili, annað hvort því ytra eða syðra. Breidd tungunnar var um 5-10 m. 2071* Snjóflóð féllu úr giljum sem eru stundum nefnd Snóksgil og eru sunnan við Skjaldargilin. 2073* Um 25 flóð féllu í Snóki þegar ákaflega blautt krap rann af stað í bratta. 2985* Í Snóki féllu 4-5 spýjur. 2982* Í austanverðum Snóki féllu 2-3 spýjur Breitt flóð féll í Snóki niður í 75 m y.s Þurrt lausasnjóflóð féll úr Syðra-Skjaldargili niður í um m y.s Úr Ytra Skjaldargili féll þurrt lausasnjóflóð niður í um m hæð. 24

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands. Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal

Greinargerð Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands. Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal Greinargerð 03011 Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal VÍ-ÚR11 Reykjavík Mars 2003 Efnisyfirlit Inngangur 5 Gagnaöflun 5 Staðhættir 6 Byggð við Skutulsfjörð 8

Διαβάστε περισσότερα

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Ísafjörður og Hnífsdalur Greinargerð með hættumatskortum Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar Apríl 2003 Inngangur Með bréfi dags. 20. mars 2001 skipaði umhverfisráðuneytið

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudalur, Dagverðardalur og Innri-Kirkjubólshlíð Greinargerð með hættumatskorti Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar Apríl 2008 Forsíðumynd:

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Mat á hættu vegna ofanflóða á Patreksfirði, Vesturbyggð. Greinargerð með hættumatskorti

Mat á hættu vegna ofanflóða á Patreksfirði, Vesturbyggð. Greinargerð með hættumatskorti Mat á hættu vegna ofanflóða á Patreksfirði, Vesturbyggð Greinargerð með hættumatskorti Hættumatsnefnd Vesturbyggðar Október 2003 Forsíðumynd: Mats Wibe Lund Inngangur Með bréfi dags. 23. apríl 2003 skipaði

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 Hrefna Kristmannsdóttir og Helga Rakel Guðrúnardóttir Desember 2009 Efnisyfirlit INNGANGUR... 2 AÐFERÐIR...

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári

14, Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári 20 14, 24 25 26 16. tölublað 2015 Fimmtudagur 27. ágúst Blað nr. 449 21. árg. Upplag 32.000 Mynd / HKr. Íslenskir bændur: Framleiða um 30 þúsund tonn af kjöti á ári hlutfallslega er mest selt af alifuglakjöti,

Διαβάστε περισσότερα

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001

Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Verknr.: 8-610651 Steinunn Hauksdóttir Grímur Björnsson Eftirlit með vinnslu úr holum HR-10 og HR-11 í Hrísey árið 2001 Unnið fyrir Hitaveitu Hríseyjar OS-2002/062 Desember 2002 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2018-41 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Rannsóknir á lífríki Djúpavatns og nálægra tjarna á Dynjandisheiði Sigurður Már Einarsson, Jón S. Ólafsson og

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Diane mite filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur 2,0 mg af cýpróterónacetati og 35 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Hver tafla inniheldur

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Travoprost Alvogen 40 míkrógrömm/ml, augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING Hver ml af lausn inniheldur 40 míkrógrömm af travóprosti. Meðaltal virks efnis/dropa:

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Rafeindabygging atóma David P. White Allar bylgjur hafa einkennandi bylgjulengd, λ, og útslag, A. Tíðni bylgju, ν, er fjöldi heilla bylgna sem fara yfir línu á

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Aranesp 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 15 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Aranesp 20 míkrógrömm stungulyf,

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Eradizol 20 mg magasýruþolnar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver magasýruþolin tafla inniheldur 20 mg af esomeprazoli (sem magnesíumtvíhýdrat). Hjálparefni með þekkta

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Monoprost 50 míkróg/ml augndropar, lausn. 2. INNIHALDSLÝSING 1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti. Einn dropi inniheldur um það bil

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson

Veggirðingar. UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA. Höfundur: Grétar Einarsson 1 UNNIÐ s FYRIR VEGAGERÐINA Í ritgerðinni eru settar fram í nokkrum köflum kröfur er snerta efnisgæði til girðingarefnis. Ennfremur kröfur sem gerðar eru varðandi framkvæmd og vinnubrögð við uppsetningu

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Cystadane 1 g duft til inntöku 2. INNIHALDSLÝSING 1 g af dufti inniheldur 1 g af vatnsfríu betaíni. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

Nokkur valin atriði úr aflfræði

Nokkur valin atriði úr aflfræði Einföld sveifluhreyfin Nour valin atriði úr aflfræði Soðum raftajöfnuna fyrir orm með ormstuðul sem má rita á eftirfarandi formi: mẍ = x sem er óhliðruð. stis diffurjafna. Umritum hana yfir á eftirfarandi

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Reglur um skoðun neysluveitna

Reglur um skoðun neysluveitna Reglur um skoðun neysluveitna 1 INNGANGUR Mannvirkjastofnun setur reglur um skoðun neysluveitna samkvæmt ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 678/2009. Reglur um skoðun neysluveitna eru settar samkvæmt

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra

Meðalvigt dilka talsvert hærri en í fyrra 16 28 42 Íslendingar geta orðið nágrönnum sínum að liði Nú þegar farið er að styttast í annan endann á sláturtíð virðist ljóst að meðalvigt dilka verður meiri en í fyrra. Þó þarf að slá varnagla við því

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 GREINARGERÐ KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 SIGRBJÖRG ÓSK ÁSKELSDÓTTIR ÞÓRÐR ÞÓRÐARSON EFNISYFIRLIT 1 INNGANGR 3 FORMÁLI 3 SKILGREINING AÐALSKIPLAGS 4 ÚTLISTN HGTAKA

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Singulair 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Ein tuggutafla inniheldur natríummontelúkast, sem jafngildir 4 mg af montelúkasti. Hjálparefni með þekkta verkun:

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit Skútustaðahreppur, Mývatnssveit 600269-1009 Hlíðavegi 6, 660 Mývatn Iceland s: 464-4163 f. 464-4363, netf. gudrunm@myv.is Skipulagsstofnun Laugavegur 166 150 Reykjavík Efni: Bréf Skipulagsstofnunar dags.

Διαβάστε περισσότερα

Kröflulína 3, 220 kv Mat á umhverfisáhrifum

Kröflulína 3, 220 kv Mat á umhverfisáhrifum Kröflulína 3, 220 kv Mat á umhverfisáhrifum Kröflulína 3, 220 kv Mat á umhverfisáhrifum Matsskýrsla Viðaukahefti Júlí 2017 Kröflulína 3, 220 kv Mat á umhverfisáhrifum VIÐAUKASKRÁ Viðauki 1 - Gróðurfar

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Metadon Abcur 40 mg töflur 2. INNIHALDSLÝSING 40 mg: 1 tafla inniheldur 40 mg metadónhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: 40 mg: 1 tafla inniheldur 180

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα