Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ"

Transcript

1 Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudalur, Dagverðardalur og Innri-Kirkjubólshlíð Greinargerð með hættumatskorti Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar Apríl 2008

2 Forsíðumynd: Mats Wibe Lund

3 Inngangur Með bréfi dags. 20. mars 2001 skipaði umhverfisráðuneytið Snjólf Ólafsson (formann), Gunnar Guðna Tómasson, Halldór Halldórsson og Sigurð Mar Jónsson í hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar. Var nefndin skipuð í samræmi við 3. gr. reglugerðar 505/2000, með breytingu 495/2007, um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða. Með bréfi dags. 23. nóvember 2004 skipaði umhverfisráðuneytið Jóhann Birki Helgason í nefndina í stað Sigurðar Mar Óskarssonar. Í samræmi við 6. grein reglugerðarinnar er hættumat unnið af Veðurstofu Íslands. Hlutverk hættumatsnefndar er að stýra gerð hættumats, ákveða í samráði við sveitarstjórn til hvaða svæða hættumat skuli ná, taka við og meta athugasemdir frá aðilum sem málið snertir, kynna tillögur að hættumati þegar þær berast frá Veðurstofu Íslands og ganga frá tillögum að hættumati til staðfestingar ráðherra. Hættumat skal sett fram á korti þar sem hættusvæði eru afmörkuð og í greinargerð eins og hér er gert. Nefndin fékk til umfjöllunar niðurstöður Veðurstofu Íslands sem unnið hefur að hættumati fyrir Innri-Kirkjubólshlíð frá árinu 2003 og fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudal og Dagverðardal frá árinu Meðal annars var fyrirliggjandi hættumat fyrir Seljalandshverfi og Tunguskeið frá 2002 endurskoðað eftir byggingu varnargarðs á Seljalandsmúla, sem vígður var árið 2004, og metin er hætta undir varnarfleyg sem reistur hefur verið ofan sorpbrennslunnar Funa í Engidal. Um niðurstöðurnar var fjallað í nefndinni og samþykkti hún þær sem tillögu sína að hættumati fyrir þann hluta sveitarfélagsins sem um er fjallað og var tillagan lögð fram til kynningar sbr. 5. gr. framannefndrar reglugerðar. Hættumatið var auglýst og kynnt með opnu húsi á Ísafirði þann 12. október 2007 og lá síðan frammi til kynningar á skrifstofu Ísafjarðarbæjar til 15. nóvember 2007 jafnframt því að vera aðgengilegt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Ein ábending barst varðandi lögun hættulína neðan varnargarðs á Seljalandsmúla og var hættulínum breytt lítillega þar sem þær liggja í sjó neðan varnargarðsins. Engar aðrar athugasemdir bárust við hættumatið. Nefndin hefur haldið 9 bókaða fundi þar sem fjallað var um hættumat fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð. 5. maí Rætt um starf nefndarinnar og Veðurstofu Íslands. Fulltrúar Veðurstofunnar gerðu grein fyrir stöðu vinnu við hættumat í Ísafjarðarbæ. Rætt um til hvaða svæða hættumatið skuli ná. 12. nóvember Rætt um til hvaða svæða hættumat skuli ná eftir að 1.áfanga hættumats fyrir Ísafjarðarbæ var lokið. 9. apríl Afmörkun hættusvæða rædd ásamt áætlun um vinnu Veðurstofu Íslands við gerð hættumatsins. 25. nóvember Rætt um gerð hættumats fyrir Kirkjubólshlíð og ákveðið að vinna nýtt hættumat fyrir Seljalandshlíð sem taki tillit til varnarvirkja. 16. mars Farið yfir vinnu við gerð hættumats fyrir Kirkjubólshlíð. 10. september Farið yfir vinnu við gerð hættumats fyrir Kirkjubólshlíð og rætt um með hvaða hætti kynning hættumatsins verði. Rætt um nýtt hættumat í Seljalandshverfi sem taki tillit til varnarvirkja sem verið er að ljúka byggingu á. 1

4 9. mars Drög að hættumatslínum fyrir Kirkjubólshlíð kynnt. Gerð hættumats fyrir Seljalandshverfi rædd sem og kynning hættumats. Ákveðið að kynna hættumat fyrir Kirkjubólshlíð og Seljalandshverfi samtímis. 6. mars Samþykkt að leggja tillögur Veðurstofu Íslands að hættumati fyrir Kirkjubólshlíð fram sem tillögur nefndarinnar. Kynnt drög að hættumati fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið og Tungudal og afmörkun hins hættumetna svæðis rædd. 4. apríl Samþykkt að leggja tillögur Veðurstofu Íslands að hættumati fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið og Tungudal fram sem tillögur nefndarinnar. Ákveðið að stækka hið hættumetna svæði yfir í Dagverðardal. Endanlegar tillögur að hættumati fyrir það svæði voru afgreiddar milli nefndarmanna með tölvupóstum og símtölum. Auk þessa hefur nefndin, eða hluti hennar, og sérfræðingar Veðurstofu Íslands, hist óformlega nokkrum sinnum. Niðurstöðum Veðurstofunnar er lýst í sérstökum skýrslum (Tómas Jóhannesson o.fl. 2007; Þorsteinn Arnalds o.fl. 2007). Hér á eftir er ágrip af þeim niðurstöðum og er heimilda sjaldnast getið en þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á skýrslur Veðurstofunnar, auk lista yfir ítarefni sem birtist aftast í þessari skýrslu. Forsendur hættumats Í lögum 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er mælt fyrir um að meta skuli hættu á ofanflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku. Í reglugerð 505/2000, með breytingum í reglugerð 495/2007, er nánar fjallað um matið, hvernig að því skuli staðið og á hverju það skuli byggjast. Í reglugerðinni kemur fram að í hættumatinu felist mat á áhættu. Miðað er við svokallaða staðaráhættu sem er skilgreind sem árlegar dánarlíkur einstaklings af völdum ofanflóða ef dvalið er öllum stundum í óstyrktu einbýlishúsi. Á grundvelli metinnar áhættu skal afmarka þrenns konar hættusvæði: Hættusvæði A er þar sem staðaráhætta er á bilinu 0,3 til 1 af á ári. Hættusvæði B er þar sem staðaráhætta er á bilinu 1 til 3 af á ári. Hættusvæði C er þar sem staðaráhætta er meiri en 3 af á ári. Um hvert svæði fyrir sig gilda síðan mismunandi nýtingarreglur en þær helstu eru sýndar í eftirfarandi töflu. Svæði Neðri mörk staðaráhættu Efri mörk staðaráhættu 2 Leyfilegar byggingar C Engar nýbyggingar nema frístundahús *, og húsnæði þar sem viðvera er lítil. B Atvinnuhúsnæði má byggja án sérstakra styrkinga. Byggja má íbúðarhús og byggja við hús þar sem búist er við miklum mannsöfnuði (svo sem fjölbýlishús, sjúkrahús, skóla o.þ.h.) með sérstökum styrkingum. A 0, Hús þar sem búist er við miklum mannsöfnuði (svo sem fjölbýlishús, skóla, sjúkrahús o.þ.h.) og stærri íbúðarhús (fleiri en 4 íbúðir) þarf að styrkja sérstaklega. *Ef staðaráhætta er minni en

5 Til grundvallar hættumati skulu liggja eftirfarandi gögn: Grunnkort, upplýsingar um ofanflóð á viðkomandi svæði, könnun á veðurfari, könnun á byggðasögu og vettvangskönnun. Á grundvelli þeirra gagna skal reikna áhættu. Sé ekki hægt að reikna áhættu vegna ónógra upplýsinga á að gera hættumatskort þar sem reynt er að leggja mat á áhættu. Neðri áhættumörkin sem afmarka hættusvæði A nefnast ásættanleg áhætta og eru 0,3 af á ári eins og að framan greinir. Þau eru valin þannig að heildaráhætta fólks sem býr við hana aukist óverulega frá því sem hún væri ef ofanflóðahætta væri engin. Dæmi má taka af barni á aldrinum 1 15 ára. Gera má ráð fyrir að það dvelji um ¾ hluta sólarhringsins á heimili sínu þegar vont er veður og mestar líkur á ofanflóðum. Sé staðaráhætta 0,3 af á ári svarar það til raunverulegrar áhættu sem er um 0,2 af á ári. Til samanburðar eru heildardánarlíkur barna um 2 af , þar af vegna slysa um 1 af Ofanflóðaáhættan eykur því heildaráhættu barna um 10 20% eftir því hvort miðað er við heildardánarlíkur eða líkur á dauðsföllum af völdum slysa eingöngu. Afmörkun hættusvæða á grundvelli áhættu gerir kleift að bera áhættu vegna ofanflóða saman við áhættu vegna annarrar ógnar sem að mönnum steðjar. Til samanburðar má til dæmis geta þess að fjöldi banaslysa í umferðinni svarar til þess að meðaláhætta vegfarenda sé um 1 af á ári. Hættumetið svæði Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudalur, Dagverðardalur og Innri-Kirkjubólshlíð eru hluti Ísafjarðarbæjar og liggja við Skutulsfjörð sem gengur í suðvestur úr Ísafjarðardjúpi. Hættumetna svæðið er sýnt á kortum 1 og 2. Kringum Skutulsfjörð rísa brött fjöll upp í um 700 m h.y.s. Ernir er suðaustan fjarðarins og suðvestan Ernis er Kirkjubólsfjall. Norðvestan Skutulsfjarðar er Eyrarfjall. Hlíðar þessara fjalla eru brattar og markaðar grunnum giljum og stórum hvilftum og hjöllum. Seljalandshlíð er við norðvestanverðan Skutulsfjörð, innan byggðarinnar á eyrinni. Fyrir botni fjarðarins er fjallið Kubbi sem skilur að Engidal og Dagverðardal. Tungudalur gengur inn úr Skutulsfjarðarbotni og er Hnífafjall milli hans og Dagverðardals. Seljalandsdalur er nyrstur dala fyrir botni fjarðarins. Hann er aðeins girtur fjöllum að hluta og er neðri hluti hans frekar hjalli en dalur. Brún dalsins yst nefnist Seljalandsmúli. Skíðasvæði Ísfirðinga var áður á Seljalandsdal. Ofan Seljalandsdals er Breiðafell, jafnhátt Eyrarfjalli. Hlíðin suðaustan fjarðarins, innan Naustahvilftar, nefnist Innri-Kirkjubólshlíð og nær hún suður að Kirkjubólshvilft. Land var líklega numið í Skutulsfirði í byrjun tíundu aldar. Eyri er talin landnámsjörð. Þar til á síðari hluta átjándu aldar voru um tólf jarðir byggðar í Skutulsfirði og Hnífsdal. Þéttbýli fór að myndast á Eyrinni á fyrri hluta nítjándu aldar. Holtahverfi við rætur Kubba byggðist upp á árunum og í Seljalandshverfi hófst uppbygging um Ekki er nú föst búseta undir Kirkjubólshlíð nema í Höfða, sem byggður var í landi Kirkjubæjar snemma á 20. öld. Á Kirkjubóli var búið í a.m.k. 700 ár og e.t.v. mun lengur, en bærinn fór í eyði árið Utan við Kirkjuból, nær hlíðinni, stendur sorpbrennslustöðin Funi, sem reist var árið Norðan hennar, niður við sjóinn, er sumarbústaður sem reistur var Flugstöð og byggingar, sem tengjast rekstri flugvallarins, standa við norðurmörk Kirkjubólshlíðar innri. Bærinn Seljaland er lögbýli og hefur staðið á svipuðum stað undir Seljalandshlíð í a.m.k. 700 ár og sennilega töluvert lengur. Í það minnsta þrír sumarbústaðir voru reistir u.þ.b í Seljalandsmúla ofan við Seljaland. Skutulsfjarðarbraut tengir gömlu byggðina við 3

6 Holta- og Seljalandshverfi. Við veginn standa nokkur hús, sem flest eru nýtt undir atvinnustarfsemi. Mörg þeirra hafa orðið fyrir snjóflóðum. Í norðurhlíð Tungudals, neðan brúnar Seljalandsdals, er sumarbústaðahverfi og skógur sem hafist var handa við að rækta upp úr Elstu bústaðirnir í hverfinu og skátaskáli innar í dalnum voru byggðir á þriðja áratug 20. aldar. Stór hluti sumarbústaðahverfisins eyðilagðist í snjóflóði 1994 en hverfið hefur verið endurbyggt á sama stað. Á Seljalandsdal var skíðasvæði Ísfirðinga en flest mannvirki þar eyðilögðust í snjóflóðinu Fyrsti skíðaskálinn á dalnum, Skíðheimar, var reistur árið 1928 og stóð skammt frá Skíðheimum II sem enn standa. Skíðaskálarnir Skíðheimar II og þjónustuskáli fyrir skíðagöngufólk á Harðarskálaflöt, sunnan Bunár, eru einu mannvirkin sem eftir standa á Seljalandsdal. Skíðasvæði fyrir Alpagreinar var flutt í Tungudal eftir flóðið 1994 og þar eru nú lyftur og skíðaskáli sem byggður var Í Dagverðardal risu á fjórða áratug 20. aldar nokkrir sumarbústaðir undir Kubba, innan núverandi Holtahverfis. Norðan megin dalsins er skátaskálinn Dyngja sem reistur var 1975 undir Hnífafjalli utanverðu. Vegagerðin hefur einnig komið upp aðstöðu fyrir starfsemi sína í mynni Dagverðardals. Ofanflóðasagan Kort 3 og 4 sýna skráð snjóflóð á hættumetna svæðinu og í nágrenni þess. Ekki hafa verið dregnar á kort útlínur allra flóða sem skráð eru. Þau flóð, sem ekki eru á kortunum, eru öll minniháttar og hafa ekki áhrif á hættumatið. Fyrstu heimildir um snjóflóð í Skutulsfirði eru frá 1673 þegar snjóflóð lenti á húsinu Búð í Hnífsdal. Flóðið eyðilagði húsið, útihús og fiskhjalla en fólk, sem statt var í húsinu, bjargaðist. Fyrir árið 1900 eru aðeins skráð þrjú snjóflóð. Þá verður að hafa í huga að snjóflóð voru nær eingöngu skráð ef þau ollu eignatjóni eða mannskaða, eins og tíðkaðist annars staðar á landinu. Á tuttugustu öld voru fleiri flóð skráð en það er einungis síðustu rúm 20 ár sem snjóflóð hafa verið skráð með kerfisbundnum hætti. Snjóathugunarmaður var ráðinn til starfa á Ísafirði árið 1983 og sér m.a. um að skrá snjóflóð á svæðinu. Hann var á vegum Ísafjarðarbæjar til upphafi til ársins 1995 en síðan á vegum Veðurstofu Íslands. Oddur Pétursson gegndi stöðunni til 2006 en þá tók Örn Ingólfsson við starfinu. Gera má ráð fyrir að nær öll snjóflóð, sem féllu nærri byggð í Skutulsfirði frá 1983, séu skráð ef það var unnt. Fólk hefur farist í fjórum snjóflóðum á hús við Skutulsfjörð. Árið 1818 féll flóð á bæinn Augnvelli, sem var um 600 m vestan Hrauns í Hnífsdal. Fjórir létust. Árið 1910 fórust tuttugu þegar snjóflóð féll á Búð og hús umhverfis hana. Árið 1941 létust tveir er flóð féll á húsið Sólgerði neðan Seljalandshlíðar og 1994 fórst einn í flóði sem átti upptök í Breiðafelli ofan Seljalandsdals og féll á sumarhúsabyggðina í Tunguskógi. Á síðari árum hafa fjögur snjóflóð valdið hvað mestum eignaspjöllum í Skutulsfirði. Snjóflóðið í Tungudal árið 1994 eyðilagði skíðalyftur og fjörutíu sumarhús. Árið 1995 féll snjóflóð á sorpbrennsluna Funa í Engidal og skemmdi hana mikið, árið 1999 skemmdi snjóflóð nýuppsettar skíðalyftur á Seljalandsdal og árið 2005 eyðilagði snjóflóð úr Hraunsgili í Hnífsdal íbúðarhús að Hrauni, skemmdi fjölbýlishús við Árvelli og olli ýmsu öðru tjóni. Af öðrum snjóflóðum, sem til tíðinda má telja fyrir svæðið sem hér er til umfjöllunar, má nefna tvö mjög löng snjóflóð sem féllu úr Innri-Kirkjubólshlíð og munu hafa náð allt að Fjarðarhorni undir Hafrafellshlíð. Snjóflóð hafa einnig fallið nærri Kirkubæ og Kirkjubóli þó ekki hafi af þeim hlotist slys eða umtalsvert tjón. Fimm snjóflóð hafa þegar fallið 4

7 á varnarfleyginn ofan sorpbrennslunnar Funa, eftir að hann var reistur í kjölfar flóðsins sem tjóni olli á byggingunni árið 1994, og er það til marks um tíð flóð úr þeirri hlíð. Snjóflóð úr Seljalandshlíð, einkum ofan gamla skíðasvæðisins, eru tíð. Talsvert dregur úr tíðni snjóflóða næst utan við gamla skíðasvæðið. Ofan Seljalandshverfis eru snjóflóð engu að síður vel þekkt og hafa náð allt niður í Tunguá við bæinn Seljaland skammt utan hverfisins. Er skemmst að minnast hrinunnar í janúar 2005 en þá féllu fjölmörg snjóflóð í Skutulsfirði og nágrenni, þar á meðal flóð á nýja varnargarðinn og keilurnar á Seljalandsmúla ofan Seljalandshverfis. Snjóflóð úr norðurhlíð Tungudals, neðan Seljalandsdals, eru sjaldgæf en þó hafa fallið þar flóð skammt utan sumarbústaðahverfisins og úr Háubrún innan þess. Einnig eru skráðar nokkrar spýjur úr hlíðinni inn undir dalbotninum, skammt vestan svæðisins sem hér er til umfjöllunar. Engin flóð eru þekkt úr suðurhlíð dalsins ofan hættumetna svæðisins og þar safnast lítill snjór. Hins vegar hafa nýlega fallið flóð upp af Tungudal, innan við hættumetna svæðið. Engar heimildir eru um snjóflóð á svæðinu sem hér er til umfjöllunar á Dagverðardal og þar gildir það sama og í Hnífunum sunnan Tungudals að lítill snjór safnast í hugsanleg upptakasvæði ofan svæðisins. Snjóflóð hafa nokkrum sinnum fallið úr Hádegishvilft í Háafelli, sem er nokkru innan við hættumetna svæðið, og úr hlíðinni þar næst fyrir utan og innan. Flóð eru einnig vel þekkt úr Kubba ofan Holtahverfis, sem er næst utan hættumetna svæðisins á Dagverðardal. Síðastliðinn vetur féllu jafnframt snjóflóð upp af Dagverðardal, innan við hættumetna svæðið, í óvenjulega langri hrinu þegar mörg snjóflóð féllu víða við Ísafjarðardjúp. Snjóflóðaaðstæður Landfræðilegar snjóflóðaaðstæður Skriðlengd snjóflóða ræðst af tvennu. Annars vegar af stærð og gerð flóðsins, þ.e. hversu mikill snjór fer af stað og eðliseiginleikum snævarins og samspili hans við undirlag og loft. Hins vegar ræður landslag miklu, bæði landhalli og einnig lögun farvegarins þvert á stefnu flóðsins. Við vissar aðstæður, t.d. þegar flóð kemur úr þrengingu út á slétta eða kúpta hlíð, breiðir flóðið úr sér og missir við það kraft. Einnig geta snöggar hallabreytingar, t.d. vegna stalla í fjallshlíðinni, dregið úr skriðþunga og skriðlengd flóða. Landslag hefur einnig nokkur áhrif á fyrri þáttinn, þar sem lögun upptakasvæða, stærð þeirra og lega m.t.t. snjósöfnunar skiptir miklu um hversu stór snjóflóð geta orðið. Möguleg upptakasvæði snjóflóða, sem ógnað geta hættumetna svæðinu, voru könnuð, stærð þeirra metin og einnig metið hversu mikill snjór getur safnast í þau og hversu líkleg snjósöfnun er. Kort 5 7 sýna þessi svæði. Til þess að meta hversu langt snjóflóð geta náð voru notaðar upplýsingar um flóð víða á Íslandi. Notuð voru bæði svo kölluð staðfræðilíkön og eðlisfræðilíkön til að bera saman skriðlengd flóða í mismunandi farvegum. Kort 5 7 sýna niðurstöður reikninga með þessum líkönum. Reynslan sýnir að stór þurr snjóflóð fara ekki að hægja á sér að ráði fyrr en landhalli er orðinn minni en um 10. Svokallað α/β-líkan nýtir sjónarhorn frá þeim stað þar sem landhalli verður minni en 10 til að spá fyrir um úthlaupshorn (sjónarhorn frá tungu í upptök) snjóflóða. Þessi puntur er nefndur β-punktur. Með nokkurri einföldun má segja að í gagnasafni sem byggist á lengstu snjóflóðum í nokkrum íslenskum snjóflóðafarvegum nái flóð að jafnaði sjónarhorni sem nefnt er α. Punktur sem svarar til þessa sjónarhorns er kallaður α-punktur og á kortum 5 7 er hann sýndur fyrir upptakasvæði ofan hættumetna svæðisins. Út frá dreifingu flóða í gagnasafninu er metið staðalfrávik úthlaupshornsins. Snjóflóð, sem hafa einu eða tveimur staðalfrávikum hærra úthlaupshorn 5

8 en α, eru sögð hafa úthlaupshorn α + σ og α + 2σ og þau sem lægra úthlaupshorn hafa α σ og α 2σ. Markmiðið með beitingu α/β-líkansins er að geta fært snjóflóð á milli farvega. Þannig ættu tvö sambærileg snjóflóð í tveimur farvegum að fara jafn langt í báðum farvegunum, þannig að t.d. flóð sem nær úthlaupshorni α í einum farvegi ætti einnig að ná úthlaupshorni α hefði það fallið í öðrum farvegi með sömu þykkt brotfleka og aðrar aðstæður. Að sama brunni ber notkun rennslisstiga sem byggja á eðlisfræðilíkani og eiga sambærileg flóð (jafnstór flóð með sömu eðliseiginleika) í tveimur farvegum að ná sama rennslisstigi. Kort 5 7 sýna rennslisstig flóða úr svæðum sem metin voru möguleg upptakasvæði. Sjá má að flóð með rennslisstig 14 geta náð að fjölbýlishúsunum, sem eru efstu hús í Seljalandshverfi, og flóð með rennslisstig 16,4 þarf til þess að fara fram af brún Seljalandsdals og niður í Tungudal. Þau tvö líkön sem lýst er hér að framan taka einungis tillit til langsniðs snjóflóðafarvegar niður hlíð. Skriðlengd og útbreiðsla snjóflóða var einnig könnuð með tvívíðu austurrísku eðlisfræðilíkani, SAMOS, sem tekur alla lögun fjallshlíðarinnar með í reikninginn. Þannig er farvegurinn ekki skilgreindur nákvæmlega fyrir fram, heldur reiknaður út frá lögmálum eðlisfræðinnar. Skriðlengd flóða samkvæmt þessu líkani ræðst auk þess af snjódýpt og snjómagni sem sett er af stað í upptökum. Niðurstöður tvívíðra líkanreikninga sýna hvaða stefnu snjóflóð úr helstu upptakasvæðum hafa tilhneigingu til að fylgja og gefa þannig vísbendingar um líklegustu úthlaupssvæði snjóflóða sem ógnað geta byggðinni, breidd snjóflóðatungna og legu hættulegustu svæða innan byggðarinnar. Kort 5 og 6 sýna, auk hefðbundinna rennslisstiga, svokölluð tvívíð rennslisstig sem reiknuð eru með SAMOS líkaninu. Fyrir upptakasvæðið ofan Seljalandshverfis voru tvívíð rennslisstig reiknuð bæði fyrir landlíkan án varnargarðsins og fyrir landlíkan með varnargarði og eru þau sýnd með mismunandi litum á kortinu. Rauðar línur sýna rennslisstig fyrir núverandi landslag með varnargarði en grænar línur á svæðinu við Seljaland sýna rennslisstig eins og þau reiknast fyrir upprunalegt landslag án garðsins. Rennslisstigin fyrir landlíkan með varnargarði eru dregin fyrir alla hlíðina. Línur sem sýna tvívíð rennslisstig má líta á sem jafngildislínur skriðlengdar. Í vissum skilningi eru allir staðir á sama tvívíða rennslisstigi í sömu fjarlægð frá hlíðinni frá sjónarhóli snjóflóða. Í þeim tilvikum þar sem snjósöfnunaraðstæður og líkur á að snjóflóð falli eru sambærilegar er eðlilegt að jafngildislínur fyrir áhættu (hættumatslínur) fylgi nokkurn veginn tvívíðum rennslisstigum. Tvívíðu rennslisstigin voru notuð til þess að meta stefnu flóða á úthlaupssvæðinu og áhrif landslags þvert á skriðstefnu á útbreiðslu þeirra. Þau voru einnig notuð við hættumatið undir varnargarðinum á Seljalandsmúla og höfð til hliðsjónar þegar skriðlengd var borin saman milli farvega. Varnarvirki Varnargarður fyrir Seljalandshverfi hefur verið reistur á Seljalandsmúla og dregur hann jafnframt úr snjóflóðahættu á Tunguskeiði. Garðurinn, sem var vígður árið 2004, er um 700 m langur og 16 m hár þar sem hann er hæstur. Hann er lagaður að landslagi múlans þannig að hann myndar aflíðandi S -form í lengdarstefnuna. Tvær keiluraðir með sjö 7 m háum keilum eru ofan miðs garðsins þar sem líkanreikningar gefa til kynna að flæði snjóflóða sé stríðast. Keilurnar eru þverar og brattar á þeirri hlið sem veit mót flóðstefnunni. Leiðihorn garðsins er á bilinu fyrir hönnunarsnjóflóðið sem garðurinn var miðaður við, nema allra neðst þar sem hornið er nokkru lægra. Snjóflóð féll á varnargarðinn í snjóflóðahrinu sem gekk yfir Vestfirði Ummerki flóðsins voru orðin 6

9 ógreinileg þegar eftir því var tekið og ekki er vitað hversu mikið það rann upp eftir garðhliðinni. Varnarfleygur var reistur fyrir sorpbrennsluna Funa í kjölfar snjóflóðsins sem olli skemmdum á byggingunni Fleygurinn er 10 m hár og brattur fremst og mynda vængirnir 30 horn við stefnu snjóflóða úr hlíðinni. Fimm snjóflóð hafa þegar fallið á fleyginn og hefur hann bægt þeim frá byggingunni án þess að tjón hlytist af. Veðurfar Veðurfar Vestfjarða mótast af háum fjöllum, vogskorinni strönd og djúpum fjörðum ásamt nálægð Grænlands. Hafís berst þar oftar að landi en annars staðar á Íslandi. Ársmeðalhiti í byggð er 3 4 C og eru febrúar og mars köldustu mánuðurnir en júlí og ágúst hlýjastir. Hitamunur heitasta og kaldasta mánaðar er C. Hæsti hiti sem mælst hefur er 25 C og mesta frost við ströndina 20 C. Á Seljalandsdal í 550 m hæð er meðalhiti um 0 C og á Þverfjalli í 753 m hæð 2 C. Meðalvindhraði er um 4 5 m/s á láglendi og er norðaustanáttin algengust og hvössust. Á Þverfjalli er meðalvindhraði 8 m/s. Þar hefur mælst mesta hviða, 74 m/s, 25. október Hviður hafa náð 60 m/s í október til mars. Á láglendi ná hviður m/s og mesti 10 mínútna meðalvindur er m/s. Úrkoma er mjög breytileg frá einum stað til annars og frá ári til árs. Hún mælist illa í miklum vindi og frosti. Ársúrkoma er mm og mest á Ísafirði. Þar hefur sólarhringsúrkoma mælst langmest, 114,3 mm, en annars staðar á svæðinu er hún mest mm. Snjór og slydda eru rúmlega 80% af úrkomu á Ísafirði vetrarmánuðina október til apríl en í Bolungarvík er hlutfallið heldur lægra. Á sjálfvirkum úrkomustöðvum er ársúrkoman mm. Úrkomuáttir í Æðey og Bolungarvík eru frá norðri til norðausturs. Þar verður ekki vart við teljandi úrkomu í suðaustanátt þó hún sé algeng í Æðey. Snjóalög eru mikil á norðanverðum Vestfjörðum. Að meðaltali er snjóþyngst í janúar til mars og hefur meðalsnjódýpt mælst mest cm á Ísafirði í febrúar og mars Snjó tekur oft seint upp á vorin. Í byggð er jörð að jafnaði þakin snjó að meira en hálfu leyti fram í maí og fram í júní eða júlí á fjöllum. Á nokkrum veðurstöðvum var metin snjódýpt með endurkomutíma 50 og 200 ár. Reyndist 50 ára snjódýpt cm og 200 ára snjódýpt cm. Snjóflóðahætta úr Innri-Kirkjubólshlíð og Seljalandshlíð kemur upp við svipaðar kringumstæður og valda snjóflóðum í helstu snjóflóðafarvegum á Vestfjörðum, þ.e. aftakaveðrum af norðri þegar lægðir ganga norður fyrir land úr suðri eða austri. Lægðir þessar beina tiltölulega hlýju lofti að sunnan með mikilli úrkomu norður fyrir landið og valda mikilli snjósöfnun á upptakasvæðum margra snjóflóðafarvega á svæðinu. Mikil snjósöfnun getur einnig átt sér stað í sömu farvegum í langvarandi norðaustanátt með mikilli ofankomu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Ísafirði falla snjóflóð niður á veginn undir Ytri-Kirkjubólshlíð síður í dæmigerðum norðaustanáhlaupum og fremur í norðlægum vindi eða eftir ofankomu í tiltölulega lygnu veðri. Veður sem tengjast snjóflóðahættu úr hlíðum Tungudals og Dagverðardals eru ekki þekkt þar sem skráð flóð eru fá, viðhorf hugsanlegra upptakasvæða er mismunandi og aðrar aðstæður sem ráða snjósöfnun margbreytilegar. Vindur í flestum veðrum ber snjó úr suðurhlíð Tungudals og hlíðum beggja vegna Dagverðardals ofan hættumetna svæðisins og þar er því hugsanlegt að snjóflóðahætta komi helst upp ef snjóar í fremur lygnu veðri samfara óheppilegri lagskiptingu snjóþekjunnar. Nokkurt aðsópssvæði er á 7

10 Seljalandsdal ofan Háubrúnar og annarra upptakasvæða í norðurhlíð Tungudals. Þar kann að koma upp snjóflóðahætta ef lausasnjór safnast á Seljalandsdal og vind herðir síðan svo snjór berst í þessi upptakasvæði. Hættumat Afmörkun hættusvæða má sjá á kortum 8 og 9. Áhætta á svæðinu var metin með aðferðum sem þróaðar voru við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands á árunum og með útreikningum með tvívíðu austurrísku eðlisfræðilíkani sem áður var nefnt. Inni í Tungudal og í Dagverðardal er ekki unnt að styðjast við formlega áhættureikninga vegna þess að upplýsingar um snjóflóðasögu eru of takmarkaðar til þess að unnt sé að meta tíðni flóða. Upptakasvæði snjóflóða, sem hætta stafar af á þessum svæðum, eru óregluleg í lögun og mörg þeirra safna líklega ekki miklum snjó. Farvegir eru fremur lágt yfir sjávarmáli, spanna lítið hæðarbil og eru að ýmsu öðru leyti ekki sambærilegir við dæmigerða snjóflóðafarvegi sem skriðlengdardreifing hættumatsaðferðarinnar miðast við. Hættumatið fyrir þessa farvegi byggir að mestu á samanburði við aðra farvegi sem ekki eru dæmigerðir og hættumat hefur þegar verið gert fyrir hér á landi. Leitast er við að gæta innbyrðis samræmis út frá huglægu mati á stærð og lögun upptakasvæða, snjósöfnunaraðstæðum, þeirri litlu snjóflóðasögu sem til er að dreifa, byggðasögu, mati staðkunnugra heimamanna og öðrum vísbendingum. Í þessu mati er... reynt að leggja mat á áhættu eins og kveðið er á um í gr. 10 í reglugerð um hættumat og er þá ekki síst litið til heildaráhættu á svæðum þar sem svona háttar til á landinu öllu. Mat þetta er óhjákvæmilega talsverðum vafa undirorpið. Hættumetna svæðinu var skipt í fjóra hluta sem eru Seljalandshlíð, innanverður Tungudalur, Dagverðardalur og Innri-Kirkjubólshlíð. Seljalandshlíð Farvegir snjóflóða úr Seljalandshlíð, á svæðinu sem hér er til umfjöllunar, eru flóknari en víðast annars staðar þar sem meta þarf snjóflóðahættu í byggð hér á landi. Meta þarf breidd svæðisins þar sem snjóflóð geta náð fram af brún Seljalandsdals og niður í Tungudal, eins og flóðið 1994 gerði, breidd svæðis utan sumarbústaðahverfisins þar sem Seljalandsmúli veitir skjól með því að beina flóðum til beggja hliða, og áhrif múlans á skriðstefnu og skriðlengd flóða úr hlíðinni ofan Seljalandshverfis. Einnig þarf að meta hættu á flóðum úr neðri hluta hlíðarinnar neðan Seljalandsmúla og að lokum að leggja mat á áhrif nýreists varnargarðs og keilna á snjóflóðahættu í Seljalandshverfi og á Tunguskeiði. Afmörkuð voru tvö stór upptakasvæði í Seljalandshlíð og eitt í hlíð Tungudals neðan Seljalandsmúla. Fjallsbrúnin ofan ytra svæðisins er hvöss og án umtalsverðs aðsópssvæðis, en stórt aðsópssvæði er á Breiðafelli ofan innra svæðisins, nema yst þar sem fjallsbrúnin er hvöss. Miklu meiri snjósöfnun er í innra en ytra svæðið og endurspeglast þetta í mun meiri tíðni snjóflóða úr hlíðinni ofan gamla skíðasvæðisins en ofan Seljalandshverfis. Seljalandsmúli veitir hverfinu nokkra vörn með því að draga úr orku minni snjóflóða og beina þeim út fyrir hverfið. Stærstu snjóflóð, sem vænta má úr upptakasvæðinu, munu hins vegar að miklu leyti flæða yfir múlann. Bærinn Seljaland sem stendur rétt utan hverfisins hefur einu sinni orðið fyrir snjóflóði. Árleg tíðni snjóflóða úr ytra svæðinu er áætluð 0,025 í rennslisstigi 13, eins og gert var í fyrra hættumati frá 2002, og tíðnin er metin 0,2 úr innra svæðinu. Það samsvarar því að tíðni flóða úr innra svæðinu sé hartnær 8

11 tíu sinnum meiri en úr því ytra. Á grundvelli þessa tíðnimats má meta endurkomutíma snjóflóðsins 1994 um 170 ár og um 50 ár fyrir flóðið Tvívíðir snjóflóðalíkanreikningar reyndust gagnlegir til þess að leggja mat á áhrif Seljalandsdals, Seljalandsmúla og varnargarðsins á flæði snjóflóða Slíkir reikningar hafa ekki áður verið notaðir við hættumat hér á landi með þeim hætti sem hér er gert. Milli Seljalandshverfis og sumarbústaðanna myndar Seljalandsmúli skjól og þar reiknast miklu minni hætta í Tungudalnum en bæði utar og innar. Ytri hluti snjóflóðatungunnar, sem nær niður í Tungudal, er þynnri en á sumarbústaðasvæðinu og stærri flóð þarf til þess að ná þar fram af múlanum. Tvívíðu snjóflóðalíkönin sýna að stór snjóflóð steypast af mestum þunga fram af brún Seljalandsdals í eða nærri farvegi snjóflóðsins 1994 og þar eru hættumatslínurnar dregnar út frá rennslisstigum á grundvelli tíðnimatsins. Næst utan sumarbústaðahverfisins gefa tvívíðu snjóflóðalíkönin til kynna að snjóflóð með rennslisstigi yfir 17 geti náð fram af brúninni. Slík snjóflóð reiknast hins vegar miklu þynnri og kraftminni en í meginstraumnum nokkru innar og eru hættumatslínur þar því dregnar um einu rennslisstigi ofar en í farvegi flóðsins Í skjólinu sem Seljalandsmúlinn myndar, þar sem ekki er reiknað með að flóð úr Seljalandshlíðinni nái fram af brúninni, eru hættusvæði afmörkuð á svipuðum stað og undir Gleiðarhjalla í hættumatinu frá Það er líklega fremur ofmat á hættunni en hitt vegna þess að upptakasvæðið neðan múlans er ekki líklegt til þess að skapa mikla hættu. Ekki þótti rétt að draga línurnar ofar vegna þess að þetta svæði er mjótt og miklu meiri hætta skammt fyrir innan. Líkanreikningarnir með tvívíðum snjóflóðalíkönum gefa til kynna svolítið aðra stefnu snjóflóða eftir ferð þeirra yfir slakkann ofan Seljalandsmúla en brautir sem áður höfðu verið dregnar við hættumat og undirbúningsvinnu við hönnun varnargarðsins. Hliðarhalli á dalnum sveigir stefnu flóðanna til austurs og reiknuðust þessi áhrif nokkru minni en skv. legu brautanna sem áður voru dregnar. Brattar keilur voru reistar ofan garðsins í því skyni hægja á snjóflóðum áður en þau skella á garðinum til þess að bæta virkni hans. Keilur af þessari gerð voru ekki inni í upprunalegu hönnun garðsins og vega þær að nokkru upp verra leiðihorn en áður var gert ráð fyrir. Tvívíðu líkanreikningarnir gefa til kynna að varnargarðurinn á Seljalandsmúla dragi úr skriðlengd flóða á úthlaupssvæðinu sem nemur u.þ.b. einu rennslisstigi og benda jafnframt til þess að útbreiðsla flóða í Seljalandshverfi og á Tunguskeiði til vesturs sé talsvert minni en gert er ráð fyrir í hættumatinu frá Garðurinn beinir flóðunum enn frekar til austurs og dregur þetta hvoru tveggja úr hættu á vestanverðu úthlaupssvæði flóða úr upptaksvæðinu ofan Seljalands. Hættumatslínur neðan varnargarðsins eru dregnar á grundvelli tvívíðu líkanreikninganna að teknu tilliti til áhrifa keilnanna á hraða snjóflóðs sem á þeim skellur eins og nánar er lýst í tæknilegri skýrslu um hættumatið. Áhrif keilnanna eru metin á grundvelli tilrauna í tilraunastofu sem gerðar voru sérstaklega til þess að kanna áhrif mannvirkja af þessum toga á flæði snjóflóða. Innanverður Tungudalur Flóð úr Sandfelli eru ekki talin ná fram af brún Tungudals og skapa því ekki hættu á hættumetna svæðinu. Flóð úr Sandfelli eða öðrum upptakasvæðum ógna ekki þjónustuskála fyrir skíðagöngufólk á Harðarskálaflöt og líkanreikningar gefa til kynna að honum sé heldur ekki ógnað af flóðum úr Seljalandshlíð eins og þegar hefur komið fram. Þjónustuskálinn er því talinn utan hættusvæða. 9

12 Hættumatslínur undir Háubrún eru dregnar með hliðsjón af hættumati undir Gleiðarhjalla og miðast við neðri hluta bilsins sem hættusvæðin undir Gleiðarhjalla spanna. Tvívíð rennslisstig voru höfð til hliðsjónar þegar hættumatslínurnar undir Háubrún voru dregnar undir hryggnum ofan skíðaskálans og yst á svæðinu þar sem upptakasvæðið spannar minna hæðarbil en innar. Hættumatslínur milli Háubrúar og Bunár voru dregnar tæpu rennslisstigi ofar en undir Háubrún. Þetta er líklega fremur ofmat á hættunni en hitt sökum þess að upptakasvæðið er bæði lítið og nær varla upptakahalla. Hins vegar þótti ekki ástæða til þess að draga hættumatslínurnar nær fjallinu en þetta vegna þess hversu svæðið er mjótt. Mun meiri hætta er bæði skammt utar og innar. Undir Þverhlíð voru afmörkuð stærri hættusvæði í rennslisstigum talið en annars staðar í botni Tungudals. Upptakasvæðið er aðeins íhvolft og ekki er hægt að útiloka að allstór flóð eigi þar upptök þó engin dæmi séu þekkt um það. Engin byggð eða starfsemi er á þessu svæði og því útlátalaust að hafa þarna borð fyrir báru. Undir Hnífum voru hættumatslínur dregnar tveimur rennslisstigum ofar en undir Háubrún. Þar benda tvívíð rennslisstig til minni skriðlengdar en brautarennslisstig gefa til kynna og var tekið mið af því. Lögun hættusvæðanna var einnig látin ráðast af tvívíðum rennslisstigum. Dagverðardalur Hættumatslínur undir Hnífafjalli í Dagverðardal voru staðsettar við sömu rennslisstig og undir Hnífunum í Tungudal. Á báðum þessum stöðum safnast lítill snjór í hlíðarnar og engar heimildir eru um flóð. Undir Kubbanum hinum megin dalsins voru hættumatslínur dregnar einu rennslisstigi utar, vegna þess að snjóflóð þar eru heldur líklegri. Þar sem hlíðin sveigir til austurs við Holtahverfið eru línurnar dregnar svolítið nær fjallinu vegna þess að snjóflóð þar eru mjög ólíkleg. Innri-Kirkjubólshlíð Vegna þess hve undirlendi er lítið undir Naustahvilft er ljóst að allt svæðið er á hættusvæði C. Mörk hættusvæðis C eru ákveðin u.þ.b. í rennslisstigi 14 en lega línanna tekur einnig mið af niðurstöðum tvívíðra líkanreikninga. Innan flugstöðvarsvæðis eru mörk hættusvæðis C dregin u.þ.b. í rennslisstigi 14,5. Það svarar til að hætta þar sé metin u.þ.b. þrefalt minni en á flugstöðvarsvæði. Á flugstöðvarsvæði var áhætta reiknuð miðað við árlega tíðni snjóflóða 0,02 í rennslisstigi 13. Steindreif ofan flugstöðvarinnar, sem vænta má að borin sé fram af snjóflóðum, samræmist ágætlega þeirri tíðni. Milli flugstöðvar og Kirkjubæjar var valin sambærileg grunntíðni snjóflóða 0,2 sem er á því bili sem reiknuð tíðni gefur og í samræmi við tíðnimat við Funa. Við Kirkjubæ er áhætta reiknuð miðað við grunntíðnina 0,05. Hugsanlegt er að grunntíðni flóða við Funa sé meiri en 0,2 þar sem ekki er víst að öll flóð hafi verið skráð á árunum Ljóst er að flóðin, sem skráð eru á fyrri hluta síðustu aldar með rennslisstig stærra en 18, eru í ósamræmi við það tíðnimat. Valið er að reikna áhættu miðað við grunntíðnina 0,2 en hliðra ekki skriðlengdardreifingu. Að öðru leyti endurspeglar lega hættumatslína niðurstöður tvívíðra líkanreikninga og huglægt mat á aðstæðum. 10

13 Undir Kirkjubólshvilft voru mörk hættusvæðis C ákveðin í rennslisstigi tæplega 15 og mörk annarra svæða tilsvarandi. Þetta svarar til þess að áhætta á svæðinu sé u.þ.b. þrefalt meiri en á flugstöðvarsvæðinu. Endurkomutími snjóflóða Endurkomutími snjóflóða var metinn í meginfarvegi snjóflóða úr Breiðafelli niður í Tungudal en annars staðar voru gögn talin ófullnægjandi til þess að unnt væri að leggja mat á endurkomutímann með formlegum hætti. Þá er endurkomutími gefinn á svipaðan hátt fyrir flugstöðvarsvæðið og Funa. Árlegar líkur á snjóflóðum með upptök í Breiðafelli eru taldar 1/100 nokkru ofan við Tungudalsbrúnina í rennslisstigi 15,6, 1/300 í miðjum Tungudalsbotni neðan sumarbústaðahverfisins í rennslisstigi 16,4, 1/1000 miðja vegu milli hættumatslína C og B í rennslisstigi 17,3, og 1/3000 skammt ofan við hættumatslínu A í rennslisstigi Jafngildislínur endurkomutímans hafa svipaða lögun í og við megintungu snjóflóða niður yfir Tungudalsbrúnina og hættumatslínurnar sem sýndar eru á korti 3. Árlegar líkur á snjóflóðum, sem ná niður á flugstöðvarsvæðið, eru taldar 1/300 við flugstöðina, 1/1000 við hættumatslínu C við flugbraut og 1/3000 neðan hættumatslínu B sjávarmegin við flugbraut. Við Funa eru árlegar líkur á snjóflóðum taldar 1/300 við Langá, 1/1000 við hættumatslínu C og 1/3000 við rennslisstig 18. Annars staðar má hafa það til hliðsjónar að á línu, þar sem áhætta er metin á ári, má ætla að tíðni snjóflóða sé á bilinu 1/1000 1/100 á ári, á jafnáhættulínu sé tíðnin 1/3000 1/300 á ári og á jafnáhættulínu 0, sé tíðnin 1/ /1000 á ári. Aurskriður og grjóthrun Víða við Skutulsfjörð er aurskriðu- og grjóthrunshætta. Áhætta einstaklinga vegna hennar á hættumetna svæðinu sem hér er til umfjöllunar er hverfandi í samanburði við metna áhættu vegna snjóflóða og því hefur aurskriðuáhættan ekki áhrif á hættumatið. Niðurstöður Samkvæmt hættumatinu sem hér er fram sett er snjóflóðahætta á stóru svæði í Tungudal, einkum í og við farveg stóra flóðsins úr Seljalandshlíð 1994 og í Seljalandshverfi. Sumarbústaðahverfið í Tungudal er allt á hættusvæði C og nokkur hús í Seljalandshverfi eru á hættusvæðum B og A. Hættan er þó mjög mismikil. Líkanreikningar benda til að hætta sé tiltölulega lítil á allstórum svæðum utan og innan við tungu snjóflóðsins 1994 þar sem snjóflóð eru ólíkleg til þess að ná fram af brún Seljalandsdals. Skíðaskáli á Harðarskálaflöt á Seljalandsdal er talinn utan hættusvæða. Seljalandshverfi hefur verið varið með varnargarði og keilum sem draga mikið úr snjóflóðahættu í byggðinni þar fyrir neðan. Mesta breyting á legu hættumatslína undir garðinum er innst í tungunni niður yfir Seljalandshverfi og svæðið þar neðan við í eldra hættumati, nærri Bræðratungu. Þar benda tvívíðu líkanreikningarnir til þess að eldra hættumat frá 2002 geri ráð fyrir fullmikilli útbreiðslu flóða til vesturs eins og fyrr var nefnt. Breyting í legu hættumatslína á þessu svæði stafar bæði af því að líkanreikningar gefa nú til kynna að snjóflóðahætta sé minni á þessum stað en skv. eldra hættumati og einnig af áhrifum varnargarðsins. Hætta í innanverðum Tungudal og í Dagverðardal er miklu minni en á svæðum þar sem hættu gætir frá stóru upptakasvæðunum í Seljalandshlíð. Snjósöfnun í hugsanleg upptakasvæði þar er fremur lítil og hættumatslínur liggja því mun nær hlíðinni en undir Selja- 11

14 landshlíð. Á slíkum svæðum er hættumat erfitt og óvissa mikil. Ekki er byggð á hættusvæðunum sem afmörkuð hafa verið á þessum hluta hættumetna svæðisins að frátöldum skíðaskálanum í Tungudal sem er talinn á hættusvæði A. Þrátt fyrir að ekki sé mikil byggð á hættumetna svæðinu undir Innri-Kirkjubólshlíð er þar starfsemi sem er mikilvæg fyrir Ísafjarðarbæ og nágrannasveitarfélög. Byggingar á Ísafjarðarflugvelli eru á hættusvæði C og þarf þar að huga sérstaklega að viðbrögðum vegna þess að búast má við miklum mannsöfnuði þar. Sorpbrennslan Funi hefur verið varin með varnarfleyg og er sú aðgerð talin nægjanleg til þess að áhætta í húsinu svari til þess að það sé á hættusvæði B en á slíku svæði er heimilt að reisa hús fyrir atvinnustarfsemi. Varnarfleygurinn hefur nokkrum sinnum sýnt gildi sitt með ótvíræðum hætti og komið í veg fyrir tjón á byggingunni með því að bægja frá flóðum sem ella hefðu lent á henni. Þrátt fyrir þetta þarf að huga að öryggi þegar unnið er utan stöðvarhússins þar sem fleygurinn veitir mjög staðbundna vörn. Fræðilegur skilningur á áhrifum varnargarða og keilna á snjóflóð er takmarkaður og ýmsum vandkvæðum er bundið að meta áhrif þeirra á áhættu fólks í byggð neðan varnarvirkjanna. Í sumum löndum Evrópu er hættumati neðan varnarvirkja ekki breytt eftir byggingu þeirra og takmarkanir á nýtingu landsvæða standa því óbreyttar eftir að varnir hafa verið reistar. Hér á landi á, skv. reglugerð um hættumat, að leggja mat á áhrif varnarvirkja til minnkunar áhættu og breyta legu hættumatslína í samræmi við það. Slíkt mat verður óhjákvæmilega óvisst vegna takmarkaðs skilnings og reynslu af áhrifum varnarvirkja á flæði snjóflóða. Hættumat neðan varnarvirkja byggist að nokkru leyti á huglægu mati sérfræðinga sem það vinna, en matið er einnig í flestum tilfellum byggt á tölfræðilegum og eðlisfræðilegum reikningum. Þeir aðilar, sem nota hættumat undir varnarvirkjum við skipulagsgerð eða önnur störf í viðkomandi byggðarlögum, þurfa að vera meðvitaðir um þessa óhjákvæmilegu óvissu í hættumatinu. Sveitarfélögum ber skv. reglugerð um hættumat að stýra skipulagsgerð og þróun byggðar með tilliti til ofanflóðahættu á svæðum sem varin hafa verið með varnarvirkjum. Það felur m.a. í sér að nýta land undir varnarvirkjum sem mest undir aðra starfsemi en frekari íbúðarbyggð, staðsetja vegi og ýmis opin svæði þannig að íbúðarhúsnæði verði eins fjarri hlíðinni og kostur er, og nýta náttúrulegt landslag og móta landslag þannig að öryggi íbúa verði sem mest, t.d. með því að hús séu að einhverju marki í skjóli o.s.frv. Slík sjónarmið eiga t.d. við ef hugað verður að frekari sumarhúsabyggð í Tungudal og íbúðarbyggð í Seljalandshverfi. Ítarefni Halldór Björnsson Veður í aðdraganda snjóflóðahrina á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurstofa Íslands, greinarg Halldór G. Pétursson og Þorsteinn Sæmundsson Skriðuföll á Ísafirði og í Hnífsdal. Náttúrufræðistofnun Íslands, greinarg. NÍ Harpa Grímsdóttir Byggingarár húsa á Ísafirði. Veðurstofa Íslands, greinarg Harpa Grímsdóttir Mat á hættu vegna snjóflóða og grjóthruns á vegum milli Súðavíkur og Bolungarvíkur. Veðurstofa Íslands, greinarg Hnit og NGI Ísafjörður. Seljaland. Assessment of snow avalanche hazard and preliminary design of protective measures. Reykjavík, skýrsla NGI /Hnit SK-1. Kristján Jónasson, Sven Þ. Sigurðsson og Þorsteinn Arnalds Estimation of Avalanche Risk. Veðurstofa Íslands, rit

15 Lög 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Tómas Jóhannesson, Karstein Lied, Stefan Margreth og Frode Sandersen Þörf fyrir snjóflóðavarnarvirki á Íslandi. Yfirlit og mat á kostnaði. Veðurstofa Íslands, rit Tómas Jóhannesson, Hörður Þór Sigurðsson og Harpa Grímsdóttir. Hættumat fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudal og Dagverðardal. Veðurstofa Íslands, greinarg Umhverfisráðuneytið Reglugerð 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats. Umhverfisráðuneytið Reglugerð nr. 494/2007 um breytingu á reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats. (eftir þessa breytingu heitir reglugerðin: Reglugerð um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða). Veðurstofa Íslands Greinargerð um snjóflóðaaðstæður vegna rýmingarkorts fyrir Ísafjörð, Hnífsdal og Suðureyri. VÍ greinarg Veðurstofa Íslands Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal., VÍ greinarg Veðurstofa Íslands Snjóflóðahrina á Vestfjörðum janúar VÍ greinarg Þorsteinn Arnalds, Siegfried Sauermoser, Tómas Jóhannesson og Harpa Grímsdóttir Hazard zoning for Ísafjörður, Siglufjörður and Neskaupstaður. General report. Veðurstofa Íslands, greinarg Þorsteinn Arnalds, Siegfried Sauermoser, Tómas Jóhannesson og Harpa Grímsdóttir Hazard zoning for Ísafjörður and Hnífsdalur. Technical report. Veðurstofa Íslands, greinarg Þorsteinn Arnalds, Siegfried Sauermoser, Hörður Þór Sigurðsson, Tómas Jóhannesson og Þórður Arason Hættumat fyrir Innri-Kirkjubólshlíð. Veðurstofa Íslands, greinarg

16 Kubbi Harðarskálaflöt

17 2

18

19 4

20

21

22 7

23 8 Hættumat

24 9

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ

Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Mat á hættu vegna ofanflóða í Ísafjarðarbæ Ísafjörður og Hnífsdalur Greinargerð með hættumatskortum Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar Apríl 2003 Inngangur Með bréfi dags. 20. mars 2001 skipaði umhverfisráðuneytið

Διαβάστε περισσότερα

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Mat á hættu vegna ofanflóða á Patreksfirði, Vesturbyggð. Greinargerð með hættumatskorti

Mat á hættu vegna ofanflóða á Patreksfirði, Vesturbyggð. Greinargerð með hættumatskorti Mat á hættu vegna ofanflóða á Patreksfirði, Vesturbyggð Greinargerð með hættumatskorti Hættumatsnefnd Vesturbyggðar Október 2003 Forsíðumynd: Mats Wibe Lund Inngangur Með bréfi dags. 23. apríl 2003 skipaði

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands. Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal

Greinargerð Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands. Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal Greinargerð 03011 Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands Snjóflóð á Ísafirði og í Hnífsdal VÍ-ÚR11 Reykjavík Mars 2003 Efnisyfirlit Inngangur 5 Gagnaöflun 5 Staðhættir 6 Byggð við Skutulsfjörð 8

Διαβάστε περισσότερα

Siglufjörður Annáll snjóflóða til vorsins 2001

Siglufjörður Annáll snjóflóða til vorsins 2001 Greinargerð 01016 Harpa Grímsdóttir Þorsteinn Sæmundsson Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands Siglufjörður Annáll snjóflóða til vorsins 2001 VÍ-ÚR08 Reykjavík Júlí 2001 Efnisyfirlit MYNDASKRÁ...2

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholt, Hveragerði, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 14 16. júlí 2015 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir janúar til

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur

H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Bls. 1 Skýrsla nr. 2 (útgáfa 2) 12. janúar 2014 H2S mælingar í Norðlingaholti og Hveragerði Skýrsla um mælingar árið 2013 Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Höfundur: Andrés Þórarinsson Verkfræðistofan

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H 2 S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, 1. - 3. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 24 19. október 2016 H 2 S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði

H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði H2S loftgæðamælingar, Norðlingaholti og Hveragerði, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 18 18. janúar 2016 H2S loftgæðamælingar í Norðlingaholti og í Hveragerði Skýrsla um mælingar fyrir árið 2015 Unnið

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 03 Vegferill

Veghönnunarreglur 03 Vegferill 3 Veghönnunarreglur 03 01.08.2010 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. og 2. ársfjórðungur 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 15 16. júlí 2015 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar á Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2018 Bls. 1 Skýrsla nr. 42 3. maí 2018 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands

Hæðarkerfi og hæðir Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands Hæðarkerfi og hæðirh Þórarinn Sigurðsson Landmælingar Íslands thorarinn@lmi.is Tilkoma hæðarkerfisinsh Nefnd til að fjalla um landmælingar lingar á Íslandi sett á fót t 1991 Sameiginlegt hæðarkerfi h fyrir

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H 2 S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, 1. ársfjórðungur 2016 Bls. 1 Skýrsla nr. 21 26. apríl 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar

Διαβάστε περισσότερα

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003

GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 ORKUSTOFNUN Rannsóknasvið Verknr. 8 730 014 Nesjavallaveita GPS-mælingar á Hengilssvæði í apríl og maí 2003 Gunnar Þorbergsson Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur OS-2003-033 Júní 2003 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R

Umsögn. Aðferðafræði við framsetningu á arðsemiskröfu R Umsögn Til: Borgarráðs Frá: Fjármálastjóra Efni: Tillaga um arðsemiskröfu starfsþátta Orkuveitu Reykjavíkur Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti tillögu um arðsemiskröfu starfsþátta OR á 258. stjórnarfundi

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG

KJÓSARHREPPUR AÐALSKIPULAG KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 GREINARGERÐ KJÓSARHREPPR AÐALSKIPLAG 2005-2017 SIGRBJÖRG ÓSK ÁSKELSDÓTTIR ÞÓRÐR ÞÓRÐARSON EFNISYFIRLIT 1 INNGANGR 3 FORMÁLI 3 SKILGREINING AÐALSKIPLAGS 4 ÚTLISTN HGTAKA

Διαβάστε περισσότερα

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun

H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun H2S loftgæðamælingar, Hellisheiði og Nesjavöllum, fyrir árið 2015 Bls. 1 Skýrsla nr. 19 18. janúar 2016 H 2 S loftgæðamælingar við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun Skýrsla um mælingar fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu

Meistararitgerð. Verðlagning langlífisáhættu Meistararitgerð í hagfræði Verðlagning langlífisáhættu Rafn Sigurðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur: Helgi Tómasson, Birgir Hrafnkelsson Júní 2010 Útdráttur Í fyrri hluta verkefnisins er

Διαβάστε περισσότερα

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014

REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014. frá 17. nóvember 2014 Nr. 23/270 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 23.4.2015 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1228/2014 2015/EES/23/41 frá 17. nóvember 2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ

KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ 201409064 KÍSILMÁLMVERKSMIÐJA THORSIL Í HELGUVÍK, REYKJANESBÆ Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum HELSTU NIÐURSTÖÐUR Skipulagsstofnun telur að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Klorokinfosfat Recip 160 mg filmuhúðaðar töflur. Klorokinfosfat Recip 250 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Klorokinfosfat 160 mg eða 250 mg. Sjá lista

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS Prevenar 13 stungulyf, dreifa. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum (13-gilt, aðsogað). 2. INNIHALDSLÝSING 1 skammtur (0.5 ml) inniheldur: Pneumokokkafjölsykrungur

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25.

Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012. frá 25. Nr. 28/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evróusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 547/2012 2013/EES/28/55 frá 25. júní 2012 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Oracea 40 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur 40 mg doxýcýklín (sem einhýdrat). Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996

Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna. í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Skýrsla nefndar um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 4. júní 1996 Efnisyfirlit Formáli...3 Inngangur...4 Niðurstöður...5 Kynjaskipting í forystu

Διαβάστε περισσότερα

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók

Rafbók. Riðstraumsmótorar. Kennslubók Kennslubók Þetta hefti er þýtt úr dönsku með góðfúslegu leyfi EVU í Danmörku. Íslensk þýðing: Sigurður H. Pétursson Mynd á kápu er fengin frá Guðna Þór í Rönning Umbrot: Ísleifur Árni Jakobsson Faglegur

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Padviram 600 mg/200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.:

Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: Formáli Útgáfunúmer: 20 Almenn atriði Dags.: Samgöngustofa. Skoðunarhandbók ökutækja Skjal: 1-1-01-1 Almenn atriði Dags.: 15.05.2017 1 Skynbúnaður 2 Hreyfill og fylgibúnaður 3 Yfirbygging 4 Stýrisbúnaður 5 Burðarvirki 6 Hjólabúnaður 7 Aflrás 8 Hemlabúnaður

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi

Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi Oddur B. Björnsson Erindi flutt eftir aðalfund Jarðhitafélagsins 23. apríl 2003 Rit 7 / 2003 Varmadælur og hlutverk þeirra á Íslandi Bls. 2 af 34 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...3

Διαβάστε περισσότερα

2012 at Fasteignam Fasteignamat 2012 Október 2011

2012 at Fasteignam Fasteignamat 2012 Október 2011 Fasteignamat 2012 Október 2011 Útgefandi: Þjóðskrá Íslands Borgartúni 21, 105 Reykjavík 1. prentun október 2011 Prentun: Prentsmiðjan Oddi ehf Ritið er á vefsíðu Þjóðskrár Íslands ISSN 1670-8350 (prentuð

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Parkódín 500/10 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING 500 mg og kódeinfosfathemihýdrat 10 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Tafla. Hvítar,

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8.

Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013. frá 8. Nr. 5/804 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 666/2013 2016/EES/05/42 frá 8. júlí 2013 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2007. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is Sorpurðun Vesturlands hf. Grænt bókhald 2007 Yfirlýsing og áritun stjórnar Sorpurðun Vesturlands

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Tramadol Actavis 50 mg hylki, hörð. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hylki inniheldur virka efnið tramadólhýdróklóríð, 50 mg. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14.

Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788. frá 14. Nr. 31/860 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 18.5.2017 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2016/1788 2017/EES/31/54 frá 14. júlí 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT

HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT HÖNNUN Á STRENGLÖGN 11KV ÞINGVALLASVEIT Ágúst Jónsson Lokaverkefni í rafiðnfræði 2016 Höfundur: Ágúst Jónsson Kennitala:290174-4659 Leiðbeinandi: Lárus Einarsson Tækni- og verkfræðideild School of Science

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Montelukast Teva 4 mg tuggutöflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tuggutafla inniheldur montelukastnatríum (4,16 mg), sem jafngildir 4 mg af montelukasti. Hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs

Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs Samspil gæðaþátta og fasteignaverðs M.S. ritgerð í hagfræði Háskóli Íslands Ásdís Kristjánsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur Inngangur

Διαβάστε περισσότερα

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit

Skútustaðahreppur, Mývatnssveit Skútustaðahreppur, Mývatnssveit 600269-1009 Hlíðavegi 6, 660 Mývatn Iceland s: 464-4163 f. 464-4363, netf. gudrunm@myv.is Skipulagsstofnun Laugavegur 166 150 Reykjavík Efni: Bréf Skipulagsstofnunar dags.

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS

ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS ÁLFHÓLAR BURÐARÞOLSHÖNNUN STÁLGRINDARHÚSS Jóhanna Bettý Durhuus Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 011 Höfundur/höfundar: Jóhanna Bettý Durhuus Kennitala: 160584-3789 Leiðbeinandi: Jón Guðmundsson

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps

HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. - greinargerð vinnuhóps HEILSUSTEFNA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK - greinargerð vinnuhóps Birna Baldursdóttir, KLD Janúar 2010 EFNISYFIRLIT Inngangur... 3 Um vinnulag við mótun heilsustefnu HR... 4 Helstu niðurstöður úr heilsukönnun

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur:

Grænt bókhald Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: Vefpóstur: Grænt bókhald 2008. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes. S: 437-1318 Vefpóstur: ssv@ssv.is EFNISYFIRLIT Yfirlýsing og áritun stjórnar... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Starfsleyfi... 4

Διαβάστε περισσότερα

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013. frá 2. Nr. 23/983 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 389/2013 2014/EES/23/55 frá 2. maí 2013 um stofnun skrár Sambandsins samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðunum Evrópuþingsins

Διαβάστε περισσότερα

FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016

FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016 FASTEIGNAMAT 2017 OKTÓBER 2016 Útgefandi: Þjóðskrá Íslands Borgartúni 21, 105 Reykjavík 1. prentun október 2016 Prentun: Pixel ehf Ritið er á vefsíðu Þjóðskrár Íslands ISSN 1670-8350 (prentuð útgáfa) ISSN

Διαβάστε περισσότερα

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2018-41 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Rannsóknir á lífríki Djúpavatns og nálægra tjarna á Dynjandisheiði Sigurður Már Einarsson, Jón S. Ólafsson og

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni).

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af tamsúlósíni). SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Duodart 0,5 mg/0,4 mg hörð hylki. 2. INNIHALDSLÝSING Hvert hart hylki inniheldur 0,5 mg dútasteríð og 0,4 mg tamsúlósínhýdróklóríð (sem jafngildir 0,367 mg af

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS RILUTEK 50 mg filmuhúðaðar töflur 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af rílúzóli. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

Διαβάστε περισσότερα