Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011

Μέγεθος: px
Εμφάνιση ξεκινά από τη σελίδα:

Download "Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011"

Transcript

1 Réttarholtsskóli 2011 Tilraunir í efnafræði Lokaverkefni í 10.bekk Réttarholtsskóla vorið 2011 Adrien Eiríkur Skúlason 10. KN Björn Jón Þórsson 10. KN Emil Sölvi Ágústsson 10. KN Karl Ólafur Hallbjörnsson 10. KN Leiðsögukennari: Valdimar Helgason

2 2

3 Efnisyfirlit Inngangur... 2 Varnaðarorð... 2 Tilraun 1 - Byssupúður (Svart púður)... 3 Efnafræðin Hvað gerðist?... 4 Efnin:... 4 Tilraun 2 - Reykpúður... 5 Efnafræðin - Hvað gerðist?... 5 Tilraun 3 - Oobleck... 6 Efnafræðin Hvað gerðist?... 6 Tilraun 4 - Fílatannkrem... 7 Efnafræðin Hvað gerðist?... 8 Efnaformúlan er:... 8 Stutt kynning á efnafræði... 9 Lotukerfið

4 Inngangur Þessi bæklingur er unnin sem lokaverkefni í 10. bekk Réttarholtsskóla vorið Við völdum að taka saman nokkrar einfaldar en skemmtilegar tilraunir í efnafræði og fjalla bæði um hvað þarf til, hvernig ber að standa að framkvæmdinni og útskýra jafnframt þá efnafræði sem liggur að baki hverrar tilraunar því án þess væri þetta í raun bara brellubók. Það er eitt að framkvæma efnafræðitilraun, og annað að skilja hvað gerist með fræðilegum hætti. Við látum því fylgja með hverri tilraun efnafræðilegar útskýringar. Auk þess getur lesandi fræðst um nokkur hugtök og grunndvallaratriði efnafræðinnar aftast í bókinni í kaflanum Kynning að efnafræði. Efnafræði er vísindagrein sem fjallar um efni, einkenni þeirra og hegðun. Efnahvörf eru meðal þessarra einkenna og því nauðsynlegt að hafa nokkurn skilning á þeim svo fræðin í þessum bæklingi komist til skila. Forfeður okkar byrjuðu að nýta sér eiginleika efna s.s. efnahvörf strax og þeir fóru að nota eld þótt efnafræðilegur skilningur væri ekki til staðar. Með eldinum gátu menn eldað matinn og án þess að vita það losnað við ýmsar sýkingar s.s. bakteríur og ýmis önnur sníkjudýr. Eldurinn gerði þeim einnig fært að lýsa umhverfi sitt í myrkri o.fl. Þeir hafa eflaust verið stórundrandi á þessu merkilega en jafnframt hættulega fyrirbæri og sumir líklega gert sér ýmsar hugmyndir um hvað væri að gerast þ.e. þeir sem hugsuðu. Frá og með uppgötvun elds hefur þekking og tækni manna fleytt fram jafnt og þétt með ógnarhraða nú síðustu áratugi. Gera má ráð fyrir að menn hafi prófað að setja ýmislegt í eldinn og þannig lært smám saman hvaða áhrif eldur hafði á ólíka hluti. Einn daginn gerðist það að silfraður vökvi lak út úr einum steininum. Þeir höfðu uppgötvað málm og málmbræðslu. Tæknin hefur síðan þróast með undraverðum hraða.. Við vonum að þessi bæklingur geti orðið til þess að vekja áhuga þinn á þeirri merkilegu vísindagrein sem nefnist efnafræði. Gangi þér vel að framkvæma tilraunirnar. Auk þess höldum við það að markmiði að gera þig nógu áhugasama(n) til þes að þú haldir áfram að lesa þér til um fagið. Varnaðarorð Þessi bók inniheldur leiðbeiningar að ýmsum einföldum efnafræðitilraunum, svo sem Svörtu púðri, Fílatannkremi, og svo framvegis. Gæta skal ýtrustu varúðar við framkvæmd tilraunanna. Nauðsynlegt er að mæla efnin í réttum hlutföllum til þess að tilraunin heppnist. 2

5 Tilraun 1 - Byssupúður (Svart púður) Kolefni SaltPétur Brennisteinn Efni: Kolefni (C) Fæst sem grafítstangir eða viðarkol meðal annars í bensínstöðvum, varist samt að kaupa ekki steinkol, saltpétur (KNO 3 ) Fæst í Hagkaup eða öðrum matvöruverslunum ódýrt, brennisteinn (S) Fáanlegur í A4, sem selur skólum efni og fleira. Áhöld/Tæki: Mortél, vog, dagblað, hnífur/skæri, kveikjari, límband. Aðferð: Byrjaðu á því að mæla saman Kolefnið, Saltpéturinn, og Brennisteininn í hlutföllunum 3(C) : 2(KNO 3 ) : 1(S). Blandaðu öllu saman í mortélið og merðu saman vel og rækilega þannig að úr verði grátt púður. Passaðu upp á að engir kögglar verði í púðrinu, það á að vera fínna en sandkassasandur. Ef þú ert ekki viss, merðu þá meira þangað til þú ert viss. Valfrjálst: Bættu 8% vatni út í blönduna. Það bætir brunann. Þegar að því er komið að þú hefur malað allt vel, leggðu þá mortélið frá þér og skerðu/klipptu stóran, ferningslaga bút úr dagblaði. Hann skal vera nokkuð vel stór. Helltu púðrinu í miðju ferningsins, og brjóttu hann svo saman eins og þú myndir gera við jólagjöf eða eitthvað álíka. Beittu svo límbandi og lokaðu fyrir öll op, en passaðu þó að hafa einhvern hluta blaðsins berann. Taktu innpakkað púðrið og leggðu það á jörðina þar sem engin hætta er á að kvikni í utanaðkomandi hlut, og þar sem enginn verður ónáðaður (Það framkallast sæmilegt magn reyks við ferlið). Þegar þú ert tilbúinn, notaðu þá kveikjarann og berðu eld að bera svæði pakkans. Engin sprenging framkallast við brennslu efnablöndunnar, en stígðu að minnsta kosti fimm skref í burtu frá pakkanum. Fylgstu svo með. 3

6 Efnafræðin Hvað gerðist? Efnaformúlan fyrir efnahvarfið er: 2KNO 3 + S + 3C Δ K 2 S + N 2 + 3CO 2 K: Potassium (Kalín) S: Sulfur (Brennisteinn) C: Carbon (Kolefni) Þegar efni brennur, er súrefni að hvarfast við það. Ef við nýtum okkur þessa vitneskju, þá getum við dregið þá ályktun að ryð, FeO 2, sé ekkert annað en brunnið járn. Í tilfelli púðursins er það ekki svo einfalt. Þegar efnablandan brennur þá er það Saltpéturinn sem gefur súrefnið sem nauðsynlegt er í ferlið, og kolefnið er einfaldlega eldsneytið sem þarf. Brennisteinninn lækkar hitastigið sem þarf fyrir brunann, og er líka eldsneyti, en þó að mjög litlu marki. Bruninn skilur eftir sig efnin koltvíoxíð (CO 2 ), og nitur (N 2 ). Auk þess skilur hann eftir sig fast efni, potassium-sulfide (K 2 S), eða kalín-súlfíð. Eftir okkar reynslu er það hvítt á litinn, og er alveg meinlaust efni. Efnin: Brennisteinn er ekki efni sem þú getur hoppað út í búð og keypt eins og ekkert sé. Kennarinn okkar sá til þess að við gætum eignast efnin sem við notuðum, en aðeins eftir að við höfðum reynt að koma höndum yfir þau sjálfir. Við fórum í A4, sem selja efnin til skóla og kennara, en þeir harðbönnuðu okkur að eiga viðskipti við þá. Brennisteinn er ekki nauðsynlegur í púðrið, en hann er til staðar aðallega til þess að lækka nauðsynlegan hita. Uppskrift að brennisteinslausu púðri: 100 C : 24 KNO 3. Minni reykur verður til við bruna brennisteinslauss púðurs. 4

7 Tilraun 2 - Reykpúður Efni: Saltpétur (KNO 3 ), strásykur/súkrósi (C 12 H 22 O 11 ) Áhöld: Mortél, dagblað, kveikjari, vog, límband, hnífur/skæri. Lýsing: Blandaðu saman í mortélið saltpétri og sykri í hlutföllunum 10 (KNO 3 ):1 (C 12 H 22 O 11 ), og merðu það saman í fínt púður. Ef viðarsagi er bætt í púðurblönduna Saltpétur og strásykur verður reykurinn hvítur, samanborið við hann gráan án viðarsagsins. Skerðu/klipptu ferning úr dagblaðinu, og helltu púðrinu í miðju hans. Brjóttu saman eins og þú myndir brjóta saman jólagjöf, og límdu fyrir öll op. Passaðu samt að hafa dágott svæði ólímt, til þess að kveikjarinn geti unnið sitt verk. Farðu með jólagjöfina á stað sem engin hætta er á að kvikni í nokkru, eða að nokkur ónáðist. Við íkveikju verður til mikið magn reyks, enda er nafnið dregið af því. Enginn vill fá reyk inn í garð eða hús hjá sér, þannig að fylgstu vel með því að þú kveikir í pakkanum á auðu svæði. Berðu eld að ólímda svæði pakkans, og taktu nokkur skref í burtu. Athugið að láta vindinn ekki standa framan í ykkur, annars fyllast öll vit af heldur óvelkomnum reyk. Efnafræðin - Hvað gerðist? Efnaformúlan fyrir efnahvarfið er: 9.6KNO 3 + 5C 12 H 22 O 11 Δ 24K 2 CO CO H 2 O + 24N 2 Þegar eldur er borinn að blöndunni verður til kalín-karbónat (K 2 CO 3 ), sem er í föstu formi, eflaust litlaust og lyktarlaust salt, en þegar það er sett í vatn verður útvermið efnahvarf. Auk þess kemur koltvíoxíð, vatn, og nitur út úr efnahvarfinu, öll í loftkenndum ham. 5

8 Tilraun 3 - Oobleck Efni: Kornsterkja (C 6 H 10 O 5 ) Fæst ódýrt í venjulegum matvörubúðum t.d. Bónus eða Hagkaup og vatn (H 2 O) Ekki erfitt að finna það Áhöld/Tæki: Ílát (skál), skeið, matarlitur (valfrjálst) Kornsterkja Aðferð: Byrjaðu á því að hella kornsterkju í skál og bættu svo vatni við. Hlutföllin eiga að vera 1 hluti vatn á móti 2 hlutum kornsterkju. Taktu skeið og hrærðu í þangað til að vökvinn sýnir mótstöðu þegar þú hrærir. Athugið hins vegar að hræra ekki mikið eftir að efnið verður hart vegna þess að þá getur skeiðin einfaldlega bognað eða jafnvel brotnað (Við lentum einu sinni í því). Þegar efnið er orðið tiltölulega hart ertu kominn með hvítan/ljósgulan vökva sem er í fljótandi formi en breytist í fast form við hreyfingu. Þegar Oobleckið er tilbúið getur verið mjög skemmtilegt að leika sér að því. T.d. getur þú látið höndina á þér rólega í efnið og síðan reynt að kippa henni upp úr því. Ef þú hnoðar það upp í kúlu og hendir því svo upp í loftið heldur það ekki formi sínu heldur verður það flatt í loftinu. Einnig getur þú sett plastfólíu yfir hátalara og hellt vökvanum yfir hátalarann. Ef þú spilar bassamikla tónlist mun efnið hreyfast eins og fast efni vegna bassans, og jafnvel líta út fyrir að vera á lífi. Náttúrulegi litur Ooblecks er hvítur en þér til skemmtunar getur þú látið matarlit í það til þess að lita það. Oobleck er hættulaust efni enda er það bara kornsterkja og vatn. Efnafræðin Hvað gerðist? Efnaformúlan fyrir Oobleck er 2(C 6 H 10 O 5 ) + H 2 O C 12 H 22 O 11 (2 hlutar kornsterkja + 1 hluti vatn Oobleck) Við þessi efnahvörf verður til nýtt efni, Oobleck, en það hefur það einstaka sérkenni að þegar að krafti er beitt á breytist það úr fljótandi formi yfir í fast form. Engin útskýring er til fyrir efni eins Oobleck eins og er, en ótal vísindamenn, m.a. Einstein, hafa verið að rannsaka Oobleck árum saman til að reyna að finna útskýringuna á þessu dularfulla efni. Við vitum þó eitt: Það er skemmtilegt að leika sér með það! Önnur efni sem hafa þennan eiginleika eru til dæmis leikfangaslím, kæld karamella, og tómatsósa (Þó svo að tómatsósan hafi einmitt öfug einkenni við Oobleck, hún verður vatnskenndari eftir því meiri krafti sem beitt er). Að neðan er mynd af lituðu Ooblecki. 6

9 Tilraun 4 - Fílatannkrem Efni: Vatnsefnisperoxíð (H 2 O 2 ) Fáanlegt í apótekum, notað sem sótthreinsir, kalín-joðíð (KI) tiltölulega ófáanlegt, þó hægt að fá í A4 (Notað sem mótefni gegn geislavirkni), uppþvottasápa. Áhöld: 250ml flaska (T.d. Kók í gleri), mæliglas (20ml), vigt, múffuform Lýsing: Mældu Vatnsefnisperoxíð og Kalín-Joðíð í hlutföllunum 4 (H 2 O 2 ):1 (KI). Við notuðum 20 ml vatnsefnisperoxíð á móti 5 g kalín-joðíð, og það virkaði mjög vel. Helltu vatnsefnisperoxíðinu í flöskuna, og helltu síðan við dreitli af uppþvottasápunni. Auk þess gæti verið góð hugmynd að bæta matarlit við blönduna, og þá verður froðan öðruvísi á litinn. Notaðu múffuformið til að mæla kalín-joðíðið, og þegar þú ert tilbúinn, helltu því þá út í. Gæta skal varúðar á þessum tímapunkti, þar sem efnin munu hvarfast á mjög hraðan hátt. Efnahvarfið er svokallað útvermið efnahvarf, og við það myndast nokkur hiti. Við mælum með því að þú klæðist hönskum við ferlið, bara til að vera alveg öruggur. Einnig er rétt að benda á að froðan sem framkallast er sterkt litarefni, og skal framkvæma tilraunina einhversstaðar þar sem engin hætta er á því að gólf eða borð eyðileggist. Vatnsefnis-peroxíð sameind, H 2 O 2 Fílatannkrem með bláum matarlit. 7

10 Efnafræðin Hvað gerðist? Efnaformúlan er: H 2 O 2 + KI - IO - + H2O Það sem er að gerast í grófum dráttum er að Vatnsefnisperoxíðið er að sundrast í vatn og súrefni með hjálp hvata. Mikill hiti losnar við efnahvarfið og aftur, þá kallast það útvermið efnahvarf. Froðan er í rauninni bara súrefnið og sápan. Stór áhrifavaldur að efnahvarfinu er þó að joðið er jón, það er að segja neikvætt hlaðin frumeind. Þetta er mjög skemmtilegt efnahvarf, og við náðum mjög góðri mynd af því. Fyrsta skiptið sem við reyndum að framkvæma tilraunina notuðum við vitlaus hlutföll og of lítið af efnunum, og tókum tilraunina sem mistekna. Við gerðum þau mistök að loka flöskunni okkar með blöndunni ennþá í, og fórum síðan. Þegar við komum aftur að flöskunni hafði hún sprungið út, og það var froða út um allt. Varist að gera þau mistök ekki. 8

11 Stutt kynning á efnafræði Atóm og sameindir: Í efnafræði er hverju frumefni gefið tákn sem er ýmist stór stafur (H vetni, O- súrefni, C kolefni, N - nitur) eða stór og lítill stafur (Pb blý, Fe járn, Cl klór, Na natrín, Ag silfur). Atóm er minnsta magn frumefnis sem getur staðið sjálfstætt. Frumefni er efni gert úr einni tegund atóma. Sameind er gerð úr tveimur eða fleiri atómum. Efnasamband er gert úr atómum tveggja eða fleiri frumefna. O, N, H = atóm O 2, O 3, N 2 = sameindir (frumefni) H 2 O, CO 2, NaCl = sameindir (efnasamband) Frumefni og efnasambönd eru hrein efni. Efnablanda er efni sem samsett er úr tveimur eða fleiri gerðum sameinda eða efnasambanda. Einsleit efnablanda lítur eins út hvar sem horft er í hana. -Dæmi um slíka efnablöndu er andrúmsloftið og kranavatn. Misleit efnablanda hefur mismunandi eiginleika eftir því hvar horft er í hana. - Dæmi: Slátur, grjónagrautur með rúsínum og drullupollur. Atómið: Demókrítos (44 f.kr.): Atómið er ósundranlegt og inniheldur ekkert. Dalton (1808): Atóm eru örsmáar kúlulaga agnir. Atóm sama frumefni eru eins. Rutherford (1911): Atómið inniheldur tvær tegundir agna, jákvætt hlaðnar róteindir og neikvætt hlaðnar rafeindir. Atómið: Framhald Atómið er að mestu leiti tómarúm. Það sem greinir eitt frumefni frá öðru er fjöldi róteinda í kjarna atóms. Sérhverju frumefni er gefið númer í samræmi við róteindafjöldann. Þetta númer kallast sætistala. Massi atóma er samanlagður fjöldi róteinda og nifteinda í kjarna þeirra. Fjöldi nifteinda er yfirleitt svipaður fjölda róteinda, en nifteindafjöldinn getur verið breytilegur hjá atómum sama frumefnis. Þessi breytileiki veldur því að massi atóma sama frumefnis getur verið mismunandi. Atóm með breytilegan fjölda nifteinda kallast samsætur. Heildarfjöldi öreinda í kjarna atóms kallast massatala. Fjöldi nifteinda = massatala sætistala Atómmassi er meðalmassi allra samsæta frumefnis eins og það kemur fyrir í náttúrunni. 9

12 Lotukerfið Hvarfgjarnir málmar 1. og 2. flokkur Hvarfast mjög auðveldlega við önnur efni. Marga þeirra þarf að meðhöndla sérstaklega sökum hvarfgirni, geyma í olíu eða í lofttæmi. Hliðarmálmar Mun stöðugri en hvarfgjörnu málmarnir Þeir málmar sem við þekkjum best, járn, kopar, silfur, gull. Tregir málmar Líkjast málmum en eiginleikar eru blanda málma og málmleysingja Leiða oft straum en ekki mjög vel. Óljós skil eru á milli tregra málma og málmleysingja. Málmleysingjar: Mjög sundurleitur hópur Mynda oft gastegundir við náttúrulegar aðstæður (O 2,F 2...) Ekki skrýtið að flestir vilji flokka vetni með þessum hópi. Eðalgastegundir: Helsta einkenni þessa flokks er tregða til þess að ganga í efnas. við önnur efni. Koma oftast fyrir sem stök atóm í náttúrunni. Hafa mjög stöðuga rafeindaskipan, 8 rafeindir á ysta hvolfi. Í efnahvörfum leitast önnur efni við að ná rafeindaskipan eðalgastegundanna, þ.e. taka til sín eða gefa frá sér rafeindir. 10

13 Lotukerfið 11

Meðalmánaðardagsumferð 2009

Meðalmánaðardagsumferð 2009 Meðalmánaðardagsumferð 2009 Almennt Á meðfylgjandi stöplaritum gefur að líta, hvernig umferð um 74 staði/snið dreifist hlutfallslega eftir mánuðum yfir árið 2009. Í upphafi var ákveðið að velja alla talningarstaði,

Διαβάστε περισσότερα

Þriggja fasa útreikningar.

Þriggja fasa útreikningar. Þriggja asa útreikningar. Hér þurum við að byrja á því að skilgreina 4 hugtök. 1. Netspenna er spenna sem við mælum á milli tveggja asa.. Netstraumur er straumurinn í hverjum asaleiðara.. Fasaspenna er

Διαβάστε περισσότερα

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir

Reikniverkefni VII. Sævar Öfjörð Magnússon. 22. nóvember Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir Reikniverkefni VII Sævar Öfjörð Magnússon 22. nóvember 25 8.3.4 Merki og ker Jónína Lilja Pálsdóttir KAFLI 9.2 Pólar 2. stigs kerfa Í þessum kaa vinnum við með 2. stigs ker á forminu H(s) = ω 2 n. ()

Διαβάστε περισσότερα

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014

Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Bústólpi ehf - Nýtt kjarnfóður H K / APRÍL 2014 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 PREMIUM PRO-FIT 13 Nýtt kjarnfóður frá Bústólpa PREMIUM PRO-FIT 17 Kjarnfóður sem ætlað er að hámarka fitu,

Διαβάστε περισσότερα

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN

Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir NÁMSGAGNASTOFNUN Guðbjörg Pálsdóttir Guðný Helga GunnarsdóttirNÁMSGAGNASTOFNUN Til nemenda Námsefnisflokkurinn 8 tíu er ætlaður nemendum í 8. 10. bekk. Grunnbókin 8 tíu 5 skiptist í átta meginkafla. Í hverjum kafla er

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Intraplural fluid alveoli P atm = O mmhg P alv P ip = P alv = O mmhg Lung elastic recoil 4 mmhg Chest wall P ip = -4 mmhg að anda inn og út. útöndun án mikils krafts, þ.e. af ákveðnu hlutleysi, og getum

Διαβάστε περισσότερα

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS

FRÆÐSLUSKRIFSTOFA RAFIÐNAÐARINS FÆÐSLSKIFSTOF FIÐNÐINS FOMÚL VEGN SVEINSÓFS Í FIÐNM Útgáfa SVEINSÓFSNEFND FIÐN STEKSTMS Fræðsuskrifstofa rafiðnaðarins Sveinsprófsnefnd sterkstraums FOMÚL FOMÚLTEXTI ρ Δ cosϕ I ρ Δ ρ Δ Spenna V I Straumur

Διαβάστε περισσότερα

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands

Kaplan Meier og Cox. Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember. Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Kaplan Meier og Cox Aðferðafræði klínískra rannsókna haustið 2010 Fimmtudagur 11 nóvember Thor Aspelund Hjartavernd og Háskóla Íslands Tími að atburði í heilbrigðisvísindum Í heilbrigðisvísindum er útkoman

Διαβάστε περισσότερα

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T

x(t) = T 0 er minnsta mögulega gildi á T Fyrir x(t) = u(t) þá fáum við lim t y(t) = lim t tu(t) = sem er óstöðugt. (oft er gott að skoða hvort impúlssvörunin sé alsamleitin, ef svo er, þá er kerð stöðugt). Tímaóháð Ker er tímaóháð ef það kemur

Διαβάστε περισσότερα

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur

Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur LAN 203G & STÆ209G Anna Helga Jónsdóttir Sigrún Helga Lund Háskóli Íslands Anna Helga og Sigrún Helga (HÍ) Ályktanir um hlutföll og tengslatöflur 1 / 27 Helstu atriði:

Διαβάστε περισσότερα

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00

6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Sveinsprófsnefnd sterkstraums Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 6. júní 2016 kl. 08:30-11:00 Nafn: Kennitala: Heimilisfang:_ Hjálpargögn: Skriffæri, reglustika, og reiknivél. Nota má bókina Formúlur

Διαβάστε περισσότερα

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ

Eðlisfræði 1. Dæmi 5.2 (frh.) Dæmi Dæmi (frh.) d) P = W tog. = 0, 47kW. = 9, 4kJ S I S Menntakólinn Dæi 5. frh. - 5.3 R E Y K SIGILLUM J A V SCHOLÆ I C E N í Reykjavík 5. frh. d P W tog t 9,4kJ 0 0, 47kW Eðlifræði Kafli 5 - Vinna og orkuvarðveila Óleyt dæi 5. nóveber 006 Kritján Þór

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss

CHEMISTRY. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Rafeindabygging atóma. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss. Bylgjueðli ljóss CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Rafeindabygging atóma David P. White Allar bylgjur hafa einkennandi bylgjulengd, λ, og útslag, A. Tíðni bylgju, ν, er fjöldi heilla bylgna sem fara yfir línu á

Διαβάστε περισσότερα

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P.

CHEMISTRY. Eðli orkunnar. Kafli 5 Varmaefnafræði. Hiti-varmi. MR efnafræði í 4. bekk. The Central Science 9th Edition. David P. CHEMISTRY The Central Science 9th Edition Kafli 5 Varmaefnafræði David P. White Hreyfiorka(skriðorka) og stöðuorka Hreyfiorka er orka hreyfingar. Ek = 1 mv Stöðuorka er orkan sem fólgin er í stöðu. Stöðuorku

Διαβάστε περισσότερα

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum

Skrifað út ; 18:59 gk. 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum 6. kafli, dæmi og svör með útreikningum Skrifað út 30.3.2005; 18:59 6.1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm 3. Hversu langa pípu þyrfti að nota í loftvog til að samsvara loftþrýstingi miðað við 76

Διαβάστε περισσότερα

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn?

4.01 Maður ekur 700 km. Meðalhraðinn er 60 km/klst fyrstu 250 km og 75 km/klst síðustu 450 km. Hver er meðalhraðinn? 4. kafli, dæmi og vör með útreikningum Skrifað út 9..4; :34 4. Maður ekur 7 km. Meðalhraðinn er 6 km/klt fyrtu 5 km og 75 km/klt íðutu 45 km. Hver er meðalhraðinn? S S Sv.: Hér þarf að reikna tímann fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Menntaskólinn í Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík Menntakólinn í Reykjaík Jólaróf 006, fötudaginn 5. de. kl. 9 0 Eðlifræði í 6.M og S náttúrufræðideild I Sör erkefnið er á 5 töluettu blaðíðu. Leyfileg hjálargögn eru hjálagt forúlublað og aareiknir. otaðu

Διαβάστε περισσότερα

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009

Undirstöðuatriði RC-tengds magnara Ólafur Davíð Bjarnason og Valdemar Örn Erlingsson 28. apríl 2009 Háskóli Íslands Vor 2009 Kennari: Vilhjálmur Þór Kjartansson Undirstöðuatriði RC-tengds magnara 28. apríl 2009 1 Magnari án forspennu Notuð var rás eins og á mynd 1. Við bárum saman uce og ube á sveiflusjá.

Διαβάστε περισσότερα

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út:

1) Birgðabreyting = Innkaup - Sala + Framleiðsla - Rýrnun - Eigin notkun. Almennari útgáfa af lögmálinu hér fyrir ofan lítur svona út: Massajöfnunarkerfi Svokölluð jöfnunarkerfi eru notuð til að fylgjast með magni efnis þegar það fer í gegnum ferli. Slík kerfi eru útgáfur af lögmálinu um varðveislu massans. Einfaldasta jöfnunarkerfið

Διαβάστε περισσότερα

Líkindi Skilgreining

Líkindi Skilgreining Líkindi Skilgreining Ω = útkomumengi = mengi allra hugsanlegra útkoma. Atburður er hlutmengi í Ω. Ω A Skilgreining: Atburðir A og B kallast sundurlægir (ósamræmanlegir) ef A B =. Ω A B Skilgreining: Líkindi

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Symbicort mite Turbuhaler 80 míkrógrömm/4,5 míkrógrömm/skammt, Innöndunarduft Budesonid/formoterolfumarattvíhýdrat Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður

Διαβάστε περισσότερα

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3)

Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki. Vísandi mælitæki (1) Vísandi mælitæki (3) 1 2 Vísandi mælitæki (2) Vísandi mælitæki Fjöldi hliðrænna tækja byggir á því að rafsegulsvið myndast umhverfis leiðara með rafstraumi. Við það færist vísir: Með víxlverkun síseguls og segulsviðs umhverfis

Διαβάστε περισσότερα

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn

Skilaverkefni 1. Skil á þriðjudaginn Nafn: Skilaverkefni 1 Skil á þriðjudaginn 1. Bíll ekur frá Reykjavík á Selfoss. Ferðin tekur 45 mínútur og vegalendin sem bíllinn fer er 50 Km. Hver er meðalhraði bílsins á leiðinni í m/s og Km/klst? 2.

Διαβάστε περισσότερα

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd.

Iðjuþjálfun LIE0103 Hrefna Óskarsd. Frumur í blóði Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg

Διαβάστε περισσότερα

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005

C Q T. þessu blaði. 5. tbl. 23. árg. des. 2005 C Q T F Í Þeir félagar Ársæll TF3AO og Bjarni TF3GB tóku þátt í CQ WW RTTY keppninni vestur í Otradal hjá Þorvaldi TF4M. Sjá nánar í grein í blaðinu. Myndina tók Þorvaldur Stefánsson TF4M þessu blaði 5.

Διαβάστε περισσότερα

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1)

t 2 c2 2 Φ = 0. (2.1) 2 Bylgjuaflfræði Eftir að de Broglie setti fram tilgátu sína og í ljós kom að hún átti við rök að styðjast var ljóst að finna þyrfti bylgjujöfnu sem þessar bylgjur hlíttu. Rafsegulbylgjur, hljóðbylgjur

Διαβάστε περισσότερα

24 sem x stendur fyrir hluta í ppm og M er mólmassi efnisins. Skrifað út ; 19:01 gk. Skrifað út ; 19:01 gk

24 sem x stendur fyrir hluta í ppm og M er mólmassi efnisins. Skrifað út ; 19:01 gk. Skrifað út ; 19:01 gk kafli, dæmi o svör með útreikninum 1 Brennsluspritt hefur eðlismassann 0,8/cm Hversu lana pípu þyrfti að nota í loftvo til að samsvara loftþrýstini miðað við cm háa kvikasilfurssúlu? Við finnum eðlismassa

Διαβάστε περισσότερα

FOUCAULT þrír textar 2014

FOUCAULT þrír textar  2014 FOUCAULT þrír textar www.starafugl.is 2014 Inngangur: Listaverk er ekki hlutur, það er lífið Nanna Hlín Halldórsdóttir Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er

Διαβάστε περισσότερα

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur IV. Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík Greinargerð 44 Trausti Jónsson Sveiflur IV Árstíðasveiflur í háloftunum yfir Keflavík VÍ-VS4 Reykjavík Mars 24 Árstíðasveifla ýmissa veðurþátta í háloftunum yfir Keflavík Inngangur Hér verður fjallað um

Διαβάστε περισσότερα

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar

barnatennurnar BÓKIN UM Bókin um barnatennurnar Sem nýbakaðir foreldrar eigum við margt ólært. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa vel um börnin okkar. Góð munnhirða er barninu nauðsynleg. Sem foreldri gegnir þú lykilhlutverki

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g hlaup kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn

RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn RAF301G Merki og kerfi Miðmisserispróf, lausn Miðvikudaginn 20. okóber 2010, kl. 08:20-09:50 Leyfileg hjálpargögn: reiknivél og ei A-blað með hverju sem er (innan marka heilbrigðrar skynsemi) á báðum hliðum.

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi LV-2010/010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2010 Undirtitill Ágúst 2010 EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 5 AÐFERÐIR... 5 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 5 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 6 Mæling aðalefna í vatnssýnum

Διαβάστε περισσότερα

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2014 2014 Morpheus deild - eftir hádegi Háskólinn í Reykjavík 20. mars 2014 Verkefni 1 Á Milli Skrifið forrit sem les inn þrjár heiltölur a, b og c. Skrifið út Milli ef talan b er á milli a og c á talnalínunni.

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Rabeprazol Medical Valley 10 mg magasýruþolnar töflur Rabeprazol Medical Valley 20 mg magasýruþolnar töflur rabeprazolnatríum Lesið allan fylgiseðilinn vandlega

Διαβάστε περισσότερα

Aðskilnaður breytistærða í rúmi

Aðskilnaður breytistærða í rúmi Kai 9 Aðskinaður breytistærða í rúmi 9.1 Bygjujafna í skífu 2 u = c 2 2 u, x 2 + y 2 < a 2 t 2 js: u = 0, x 2 + y 2 = a 2 us: u u t=0 = ϕ, = ψ t=0 t 9.1) Geymum upphafsskiyrðin us) beitum aðskinaði breytistærða

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli. kalsípótríól/betametasón Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Daivobet 50 míkrógrömm/0,5 mg/g smyrsli kalsípótríól/betametasón Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

Διαβάστε περισσότερα

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma?

Hvað er astmi? Hvað gerist við astma? Astmi og Íþróttir Hvað er astmi? Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem getur öðru hverju truflað öndun við mismunandi aðstæður. Þetta stafar af bólguviðbrögðum í slímhimnum öndunarfæranna en þeir sem hafa

Διαβάστε περισσότερα

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002

Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti. OS-2002/078 Desember 2002 Verknr.: 8-610811 Magnús Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Selfossveitur Efnasamsetning vatns úr holu ÓS-01, Ósabotnum og útfellingar vegna blöndunar við vatn frá Þorleifskoti Unnið fyrir Selfossveitur OS-2002/078

Διαβάστε περισσότερα

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES

PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES PRÓFBÚÐIR Í LÍNULEGRI ALGEBRU VIÐ HR VOR 2014 HERKÚLES GUÐMUNDUR EINARSSON Herkúles Prófbúðir April 8, 2014 1 / 52 OUTLINE 1 Grunnhugtök, einfaldar aðgerðir og innfeldi Grunnhugtök Innfeldi Jafna Línu

Διαβάστε περισσότερα

Efnatengi og uppbygging sameindanna

Efnatengi og uppbygging sameindanna Námsmarkmið. Nemendur geti: Efnatengi og uppbygging sameindanna Notað rafeindaskipan frumefnanna til að skýra hversvegna málmar mynda frekar katjónir og málmleysingjar anjónir. Útskýrt orkubreytinguna

Διαβάστε περισσότερα

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19

9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 Verkefnablað 7.35 Horfin aðgerðartákn Settu aðgerðartákn (+,, :, ) og sviga á rétta staði þannig að svörin verði rétt. Dæmi: 9 x 2 x 2 x 3 = 19 (9 + 2) 2 3 = 19 a 9 x 8 x 3 x 2 = 7 b 16 x 9 x 5 x 5 = 10

Διαβάστε περισσότερα

16 kafli stjórn efnaskipta

16 kafli stjórn efnaskipta 16 kafli stjórn efnaskipta Stjórnun efnaskipta kodhydrata, próteina og fitu Þegar við erum búin að koma næringu úr meltingarveginum og út í blóðið, þarf að koma næringunni áfram yfir í þær frumur sem eiga

Διαβάστε περισσότερα

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason

BLDC mótorstýring. Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc. Halldór Guðni Sigvaldason BLDC mótorstýring Halldór Guðni Sigvaldason Lokaverkefni í rafmagnstæknifræði BSc 2014 Höfundur: Halldór Guðni Sigvaldason Kennitala: 201266-2979 Leiðbeinandi: Baldur Þorgilsson Tækni- og verkfræðideild

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti.

FYLGISEÐILL. Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. FYLGISEÐILL Dorbene Vet 1 mg/ml stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti 1. HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Laboratorios SYVA S.A.U.,

Διαβάστε περισσότερα

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar

Þjófavarnarkerfi fyrir bílstöðvar Stjórn Í.R.A. 1982-1983: Kristján Benediktsson, TF3KB, formaður. Guðjón Einarsson. TF3AC, varaformaður. Jónas Bjarnason, TF3JB, ritari. Óskar Sverrisson, TF3DC, gjaldkeri Ólafur P Guðjónsson. TF3MXN, varastjórn.

Διαβάστε περισσότερα

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg-

Um flokkun sorps og spilliefna gilda ýmsar innlendar og alþjóðlegar reglur sem Háskóli Íslands hlítir. Í sérhverri bygg- Kafli 7 Förgun Það er stefna Háskóla Íslands að fylgja þeim reglum og leiðbeiningum sem alþjóðasamfélagið setur um umhverfismál og förgun lífsýna, spilliefna og hættulegra efna. Til þess að skólinn geti

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s

Kafli 1: Tímastuðull RC liður. Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 1: Tímastuðull RC liður Dæmi 1.1 A: 3,3ms B: 7,56V Dæmi 1.2 A: 425µF B: 1s Dæmi 1.3 A: 34,38V B: 48,1V Dæmi 1.4 A: 59,38s Kafli 2: NTC, PTC, LDR, VDR viðnám Dæmi 2.1 A: Frá vinstri: NTC viðnám, VDR

Διαβάστε περισσότερα

Tölfræði II Samantekt vor 2010

Tölfræði II Samantekt vor 2010 Tölfræði II Samatekt vor 00 Ályktuartölfræði Hvað er ályktuartölfræði (iferetial statistics)? Öryggisbil (cofidece iterval) Marktektarpróf Ályktuartölfræði: Hverig er öryggisbil reikað? Gerum ráð áðfyrir

Διαβάστε περισσότερα

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001

Lauf_P :26 Page 1 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki 2. tölublað 9. árg. 2001 Laufblaðið Gefið út af: Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki LAUF Hátúni 10b 105 Reykjavík Sími: 551-4570 Bréfsími:

Διαβάστε περισσότερα

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum.

HEILSA MIÐVIKUDAGUR 13. MARS eldunarleiðbeiningar auk þess sem hægt er að skoða myndir af öllum réttunum. HEILSA Kynningarblað Æfingatæki, matarmýtur, hitakóf, svefntruflanir, sveppasýkingar, umhverfisvæn hreinsiefni og einfaldar leiðir til að komast í betra form. HOLLUR MATUR Í SÍMANN Fjölmörg ókeypis smáforrit

Διαβάστε περισσότερα

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala

Fagið 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala 02/08 SÝKINGAR TENGDAR HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU OG SMITLEIÐIR Ásdís Elfarsdóttir Jelle, MPH, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala Það Er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga sem þurfa á þjónustu

Διαβάστε περισσότερα

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum

Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Rit LbhÍ nr. 14 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson 218 Rit LbhÍ nr. 14 ISSN 167-5785 978-9979-881-75-9 Áburðarsvörun grænfóðurs á framræstum mómýrum Þóroddur Sveinsson Ágúst

Διαβάστε περισσότερα

Span og orka í einfaldri segulrás

Span og orka í einfaldri segulrás Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 1 Span og orka í einfaldri segulrás Inductance and energy in a simple magnetic circuit Rafmagnsvélar 1 - RAF601G 2 Lögmál Faradays spansegulviðnám Lögmál Faradays er hluti af

Διαβάστε περισσότερα

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson

Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna. Hallgrímur H. Gunnarsson Gagnasafnsfræði Venslaalgebra og bestun fyrirspurna Hallgrímur H. Gunnarsson Inngangur SQL: SQL er declarative mál, segir bara hvað á að reikna, en ekki hvernig. Það er undir gagnasafnskerfinu komið að

Διαβάστε περισσότερα

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6

Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Viðskipta- og Hagfræðideild Tölfræði II, fyrirlestur 6 Háskóli Íslands Helgi Tómasson Líkindafræði kafli 2-9 Berið saman við líkindafræðina í Newbold. Tilgangur líkindafræði í tölfræðinámsskeiði er að

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2010 Hrefna Kristmannsdóttir Maí 2011 1 EFNISYFIRLIT AÐFERÐIR... 3 GAGNAÖFLUN OG SÝNATAKA... 4 NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA... 5 MÆLING SNEFILEFNA Í VATNSSÝNUM... 18 HLUTFALL

Διαβάστε περισσότερα

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017

Skýrsla LV nr: LV Dags: desember Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-103 Dags: desember 2017 Fjöldi síðna: 15 Upplag: Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana úttekt 2017 Höfundar/fyrirtæki:

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir)

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Fluarix stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu Inflúensubóluefni (veiruhlutar, deyddir) Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Διαβάστε περισσότερα

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins

Rit LbhÍ nr Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára. á gagnasafni Hestbúsins Rit LbhÍ nr. 110 Áhrif aldurs áa, þunga, holda og framleiðsluára á frjósemi áagreining á gagnasafni Hestbúsins 2002-2013 Jóhannes Sveinbjörnsson Emma Eyþórsdóttir Eyjólfur K. Örnólfsson 2018 Rit LbhÍ nr.

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda

FYLGISEÐILL FYRIR. PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda FYLGISEÐILL FYRIR PHENOLEPTIL 100 mg töflur fyrir hunda 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Nafn: Le Vet B.V. Heimilisfang:

Διαβάστε περισσότερα

Næring, heilsa og lífsstíll

Næring, heilsa og lífsstíll KYNNINGARBLAÐ Næring, heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Kynningar: Eldum rétt, Florealis, Icepharma Lætur draumana rætast Hlaupin hafa gefið Rúnu Rut Ragnars dóttur miklu meira en hana grunaði.

Διαβάστε περισσότερα

Fyrir að eða fyrir því að?

Fyrir að eða fyrir því að? Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Fyrir að eða fyrir því að? Um fornöfn í forsetningarliðum sem innleiða setningar Ritgerð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli Mirko Garofalo Kt.:

Διαβάστε περισσότερα

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth SKALI KENNARABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Menntamálastofnun 8542 3B Skali 3B Kennarabók Heiti á frummálinu: Maximum

Διαβάστε περισσότερα

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003

Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Verknr.: 7-546763 Jórunn Harðardóttir Svava Björk Þorláksdóttir Niðurstöður aurburðarmælinga í Jökulsá í Fljótsdal árið 2003 Unnið fyrir Landsvirkjun OS-2004/010 Apríl 2004 ISBN 9979-68-141-1 ORKUSTOFNUN

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI DÝRALYFS PHENOLEPTIL 25 mg töflur handa hundum 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur Virk innihaldsefni mg Fenóbarbital 25 Hjálparefni: Sjá lista yfir öll hjálparefni

Διαβάστε περισσότερα

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 4 1 2 3 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 15. febrúar 2007 Átta tíu Stærðfræði 4 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

Διαβάστε περισσότερα

Hætta af rafmagni og varnir

Hætta af rafmagni og varnir Hætta af rafmagni og varnir Leysir af hólmi bæklinginn "Námsefni úr Reglugerð um raforkuvirki" 1. Rafstraumur um líkamann Rafstraumurinn sem fer um líkamann er skaðvaldurinn og spennan að því marki sem

Διαβάστε περισσότερα

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna.

Sögur af Saffó. Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna. Hugvísindasvið Sögur af Saffó Yfirlit yfir viðtökusögu grísku skáldkonunnar Saffóar, sérstaklega með tilliti til hugmynda um samkynhneigð kvenna Ritgerð til B.A.-prófs Þorsteinn Vilhjálmsson Janúar 2013

Διαβάστε περισσότερα

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum

Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Kennsluleiðbeiningar Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum Markmiðin með kennslubókinni Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum eru í grófum dráttum eftirfarandi: Fá nemendur til þess að hugsa um tungumálið

Διαβάστε περισσότερα

LÍFFRÆÐI/NÁTTÚRUFRÆÐI FJÖLVALSSPURNINGAR

LÍFFRÆÐI/NÁTTÚRUFRÆÐI FJÖLVALSSPURNINGAR LÍFFRÆÐI/NÁTTÚRUFRÆÐI FJÖLVALSSPURNINGAR Hvaða frumefni eru algengust í lífverum? 1. Vetni, súrefni og kolvetni. 2. Súrefni, kolefni og brennisteinn. 3. Súrefni, koldíoxíð og nitur. 4. Vetni, súrefni og

Διαβάστε περισσότερα

Hitaveituhandbók Samorku

Hitaveituhandbók Samorku 1 Fjarhitun hf. Gísli Geir Jónsson Oddur B. Björnsson 7. Kafli Leiðbeiningar um lagningu pípna Uppfærður í Efnisyfirlit 2 7.1. MISMUNANDI GERÐIR HITAVEITULAGNA..................... 4 7.1.1. ALMENNT...................................

Διαβάστε περισσότερα

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8

Efnisyfirlit INNGANGUR MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT Markaðsáherslan... 8 Efnisyfirlit INNGANGUR... 7 1. MARKAÐSSETNING / MARKAÐSFÆRSLA, STUTT YFIRLIT... 8 1.1. Markaðsáherslan... 8 1.2. Ákvarðanir tengdar markaðsfærslu:... 8 1.2.1. Val markhópa... 9 1.2.2. Samval söluráða...

Διαβάστε περισσότερα

Stillingar loftræsikerfa

Stillingar loftræsikerfa Stillingar loftræsikerfa Apríl 009 Stillingar loftræsikerfa Höfundar: og Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur Skúlatúni 105 Reykjavík Fyrsta útgáfa 004 Önnur útgáfa 008 Þriðja útgáfa 009

Διαβάστε περισσότερα

1 Aðdragandi skammtafræðinnar

1 Aðdragandi skammtafræðinnar 1 Aðdragandi skammtafræðinnar 1.1 Inngangur Fram yfir aldamótin 1900 töldu flestir eðlisfræðingar að aflfræði Newtons og rafsegulfræði Maxwells dygðu til að gera grein fyrir gangi náttúrunnar. Á síðustu

Διαβάστε περισσότερα

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1 1. HEITI LYFS TRIZIVIR 300 mg/150 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver filmuhúðuð tafla inniheldur abacavír 300 mg (sem súlfat), lamivúdín 150

Διαβάστε περισσότερα

Fyrsti kafli Inngangur

Fyrsti kafli Inngangur Fyrsti kafli Inngangur Vísindi Kerfisbundin starfsemi til að afla fróðleiks og öðlast skilning á heiminum og sú þekking sem fæst í slíku starfi. Skiptist í hugvísindi, félagsvísindi og náttúruvísindi.

Διαβάστε περισσότερα

Veghönnunarreglur 02 Þversnið

Veghönnunarreglur 02 Þversnið 3 Veghönnunarreglur 02 10.01.2011 Flokkun gagna innan Vegagerðarinnar Flokkur Efnissvið Einkenni (litur) 1 Lög, reglugerðir, og önnur Svartur fyrirmæli stjórnvalda 2 Stjórnunarleg fyrirmæli, Gulur skipurit,

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Fenemal Meda 15 mg töflur. Fenemal Meda 50 mg töflur. Fenemal Meda 100 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur phenobarbital 15 mg, 50 mg eða 100

Διαβάστε περισσότερα

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing

Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kafli 4 Línulegur kraftur og hreyfing Kraftur (force) Ytri og innri kraftar. Við þurfum að beita miklum innri kröftum til mótvægis við ytri krafta og mikið álag á þessa innri krafta getur valdið vefjaskemmdum.

Διαβάστε περισσότερα

Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir

Hlýir sokkar og vettlingar góðar gjafir Jólagjöf fagmannsins 30. nóvember 16 ð o b l i t a l ó J Jólagjöf atvinnumannsins 3.000 kr. verðlækkun 16.560 Ath! Takmarkað magn 179 stk. Sti l l i ng hf. Sí m i 5 8000 www. s t i lli n g. i s s t i lli

Διαβάστε περισσότερα

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur. Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins Bisbetol plus 10 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur Bísóprólól fúmarat og hýdróklórótíazíð Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í

Διαβάστε περισσότερα

Um tölvur stýrikerfi og forritun

Um tölvur stýrikerfi og forritun Um tölvur stýrikerfi og forritun Tölvur Fyrstu tölvurnar voru smíðaðar um miðja síðustu öld. Þær voru gríðarstórar á okkar tíma mælikvarða og fylltu stóra sali. Grunnhlutar tölva hafa frá þessum fyrstu

Διαβάστε περισσότερα

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006

S t æ r ð f r æ ð i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN. 7. september 2006 2 3 4 5 6 S t æ r ð f r æ ð i Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN NÁMSGAGNASTOFNUN 2. útgáfa 2006 7. september 2006 Átta tíu Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og

Διαβάστε περισσότερα

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag

17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr árg. Upplag 26-29 36-37 38-39 Fjár- og stóðréttir 2016 Kaldi á Árskógssandi 10 ára 17. tölublað 2016 Fimmtudagur 8. september Blað nr. 474 22. árg. Upplag 32.000 Mynd / Ólöf Hermannsdóttir. Umhverfisvísitala Yale-háskóla

Διαβάστε περισσότερα

Borðaskipan í þéttefni

Borðaskipan í þéttefni Eðlisfræði þéttefnis I: Borðaskipan í þéttefni Kafli 7 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 8. vika haust 2017 1 Inngangur Sú nálgun sem gerð var með einnar rafeindar nálguninni og með því að gera ráð fyrir

Διαβάστε περισσότερα

Reyking sjávarafurða

Reyking sjávarafurða Reyking sjávarafurða Hvað er reyking? Efnisyfirlit 3 Hvað er reyking 3 Tilgangur reykingar 4 Hráefni 6 Flökun á fiski 8 Söltun 9 Hitastig 9 Saltgerð 9 Þurrsöltun 10 Pækilsöltun 10 Söltunartími 10 Skolun

Διαβάστε περισσότερα

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn

FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn FYLGISEÐILL FYRIR: Aniketam vet. 100 mg/ml stungulyf, lausn 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem

Διαβάστε περισσότερα

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 4 24 32 Lífrænn ís í Laugardalnum Hveragerði eignast sitt eigið brugghús Menningarveisla Sólheima 2017 11. tölublað 2017 Fimmtudagur 8. júní Blað nr. 492 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þremur tonnum

Διαβάστε περισσότερα

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17),

11979 H: Lögum um aðildarskilmála og aðlögun að sáttmálunum aðild Lýðveldisins Grikklands (Stjtíð. EB L 291, , bls. 17), 4. FÉLAGARÉTTUR A. FÉLAGARÉTTUR 1. 31968 L 0151: Fyrsta tilskipun ráðsins 68/151/EBE frá 9. mars 1968 um samræmingu verndarráðstafana, sem ætlað er að vera jafngildar í bandalaginu og aðildarríki krefjast

Διαβάστε περισσότερα

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag

Það vantaði ævisögu Snorra. 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 10 Danskir bændur treysta á tækniþróun og nýsköpun 12 14 Það vantaði ævisögu Snorra Líf og fjör á árshátíð og aðalfundi hestamanna 20. tölublað 2009 Fimmtudagur 19. nóvember Blað nr. 315 Upplag 20.500

Διαβάστε περισσότερα

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth

SKALI STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG KENNARABÓK. Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth SKALI KENNARABÓK STÆRÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Grete Normann Tofteberg Janneke Tangen Ingvill Merete Stedøy-Johansen Bjørnar Alseth Menntamálastofnun 8538 3A Skali 3A Kennarabók Heiti á frummálinu: Maximum

Διαβάστε περισσότερα

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi

Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Annar kafli Hraði, hröðun, kraftur og massi Markmið kaflans eru að kunna: Hraða, hröðun Stigstærð, vektorstærð Reikna krafta sem verka á hluti með hliðsjón af massa og hröðun hans Geta reiknað lokahraða

Διαβάστε περισσότερα

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 LV-2009/147 Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2008 Hrefna Kristmannsdóttir og Helga Rakel Guðrúnardóttir Desember 2009 Efnisyfirlit INNGANGUR... 2 AÐFERÐIR...

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Kodein Meda 25 mg töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver tafla inniheldur kódeinfosfathemihýdrat 25 mg. Hjálparefni með þekkta verkun: Laktósaeinhýdrat 100 mg, natríummetabisulfit

Διαβάστε περισσότερα

Rafmagsfræði loftræsikerfa

Rafmagsfræði loftræsikerfa Rafmagsfræði loftræsikerfa Sigurður Sigurðsson Febrúar 2003 Sigurður Sigurðsson 2 Rafmagnsfræði loftræsikerfa Höfundur: Sigurður Sigurðsson Útgefandi: IÐAN fræðslusetur ehf IÐAN fræðslusetur, Skúlatúni

Διαβάστε περισσότερα

Upplýsingar um innrigerð jarðar er fundið með jarðskjálftabylgjum og loftsteinum.

Upplýsingar um innrigerð jarðar er fundið með jarðskjálftabylgjum og loftsteinum. Storkuberg 1 Kafli 1 Upphaf jarðar er talið hafa verið fyrir um 4,6*10 9 árum þá sem aðsóp (accrection). Upplýsingar um innrigerð jarðar er fundið með jarðskjálftabylgjum og loftsteinum. Loftsteinum er

Διαβάστε περισσότερα

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli sem virk efni. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Cypretyl 2 mg/35 míkrógrömm húðaðar töflur. 2. INNIHALDSLÝSING Hver húðuð tafla inniheldur 2 mg af cyproteronacetati og 0,035 mg (35 míkrógrömm) af etinylestradioli

Διαβάστε περισσότερα

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson

Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson Hvað gerist þegar peningamagn er fjórfaldað á 4 árum? Dr. Ásgeir Jónsson M í klassískri og Keynesískri heimsmynd Hin klassíska skoðun á M Í hefðbundinni klassískri hagfræði voru tengsl verðbólgu og peningamagns

Διαβάστε περισσότερα

Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur

Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur Hagrannsóknir II fyrirlestraglósur hluti I Björn Arnar Hauksson bah@hi.is Vor 2003 Útdráttur Efni þessa glósurits er ritað í fyrirlestrum í Hagrannsóknum II, vorið 2003. Kennt af Helga Tómassyni. Engin

Διαβάστε περισσότερα